Search is not available for this dataset
url
stringlengths 21
288
| text
stringlengths 1
1.35M
|
|---|---|
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-54
|
Áramótabrennur í Hrísey og Grímsey
Í Hrísey verður kveikt í áramótabrennunni kl. 17 á gamlársdag í námunni fyrir austan Stekkjanef. Áramótabrennan
í Grímsey verður kl. 20 við norðurendann á tjörninni og þar verður flugeldasýning í boði kvenfélagsins Baugs og
Kiwanisklúbbsins Gríms.
Venju samkvæmt verur áramótafagnaður haldinn á vetingastaðnum Kríunni í Grímsey og hefst eftir miðnætti.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hafdis-sigurdardottir-ithrottamadur-arsins-hja-ufa
|
Hafdís Sigurðardóttir íþróttamaður ársins hjá UFA
Hafdís Sigurðardóttir var valin íþróttamaður UFA (Ungmennafélags Akureyrar) árið 2014. Hafdís bar höfuð og herðar
yfir keppinauta sína í spretthlaupum og langstökki á Íslandi á liðnu ári. Hún setti þrjú Íslandsmet og vann fjölda
Íslandsmeistaratitla.
Fyrsta Íslandsmetið setti Hafdís í flokki fullorðinna í sumar er hún tvíbætti metið í langstökki kvenna og stökk 6,31 m
og síðan 6,36 m. Þar með bætti hún met Sunnu Gestsdóttur frá árinu 2003 um sex sm. Hún bætti svo um betur í sumar og setti
einnig Íslandsmet í 60 og 300 m hlaupum kvenna.
Þá er Hafdís sexfaldur Íslandsmeistari kvenna í spretthlaupum og langstökki innan- og utanhúss á árinu 2014. Hafdís vann
verðlaun sem stigahæsti (IAAF) einstaklingur á Íslandi í spretthlaupum í lokahófi FRÍ síðasta haust og stefnir að
þátttöku á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.
Frétt og mynd af heimasíðu UMFÍ.
Hafdís Sigurðardóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/standa-fast-i-faeturna-i-samskiptum-vid-rikisvaldid
|
Standa fast í fæturna í samskiptum við ríkisvaldið
Í nýársávarpi sínu á sjónvarpsstöðinni N4 sagði Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri
meðal annars að Akureyringar þurfi að standa fast í fæturna í samskiptum við ríkisvaldið og halda fast utan um sitt svo þeir beri ekki
skarðan hlut frá borði.
Hann nefndi fyrirhugaðan flutning Fiskistofu til Akureyrar og benti á að þótt Reykjavík sé höfuðborgin þá sé ekki
sjálfgefið að landsmenn sæki alla opinbera þjónustu þangað. "Niðurstaða þeirra mála sem varða okkur mestu þarfnast yfirlegu
og verður ekki ráðin á vígvelli samfélagsmiðlanna," sagði Eiríkur Björn meðal annars.
Smellið á myndina að neðan til að hlýða á ávarp bæjarstjórans (bíða þarf augnablik þar til upptakan hefst).
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/threttandagledi-thors-1
|
Þrettándagleði Þórs
Þrettándagleði Þórs verður haldin á morgun, þriðjudaginn 6. janúar, á Þórssvæðinu við Bogann.
Dagskráin hefst kl. 17 þegar Kór Glerárkirkju tekur á móti gestum með söng fyrir utan Bogann. Innandyra verður boðið upp á kaffi,
kakó, vöfflur og gos. Þar mun síðan dansflokkurinn Vefarinn sýna dansa.
Klukkan 18 hefst skemmtun utandyra. Álfakóngur og álfadrottning fara fyrir mikilli skrúðgöngu þar sem m.a. verða 100 kyndlaberar í tilefni
þess að Íþróttafélagið Þór fagnar 100 ára afmæli sínu í ár. Meðal skemmtikrafta verða Jón
Snæbjörnsson, betur þekktur sem Jónsi í Svörtum fötum og Óskar Pétursson. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
setur formlega afmælisár Þórs og kynnir verður Sigfús Ólafur Helgason fyrrum formaður og framkvæmdastjóri Þórs.
Sjá nánar á heimasíðu Þórs.
Frá þrettándagleði Þórs 2013.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gaedastjornun-mottaka-uppdratta-skraning-byggingarstjora-og-meistara
|
Gæðastjórnun, móttaka uppdrátta, skráning byggingarstjóra og meistara
Samkvæmt lögum um mannvirki nr. 160/2010 eiga allir hönnuðir, byggingarstjórar og iðnmeistarar að vera komnir með gæðastjórnunarkerfi
skráð hjá Mannvirkjastofnun frá og með 1. janúar 2015 - www.mannvirkjastofnun.is
Embætti skipulagsstjóra Akureyrarkaupstaðar (skipulags- og byggingarfulltrúa) er óheimilt að taka við uppdráttum frá hönnuðum sem ekki
eru með skráð gæðastjórnunarkerfi hjá Mannvirkjastofnun og verða þeir ekki teknir til afgreiðslu.
Einnig er óheimilt að skrá séruppdrætti hönnuða, byggingarstjóra eða iðnmeistara á verk, ef þeir hafa ekki skráð
gæðastjórnunarkerfi hjá Mannvirkjastofnun. Þó verða gögn og byggingarleyfisumsóknir með móttökustimpli fyrir 31.12 2014 tekin
fyrir og afgreidd (samþykkt byggingaráforma) með hefðbundnum hætti.
Pétur Bolli Jóhannesson
skipulagsstjóri
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ut-med-jolatren
|
Út með jólatrén
Þrettándinn er í dag og því tímabært að taka niður jólaskrautið og losa sig við
jólatréð. Hægt verður að losa sig við trén með því að setja þau við lóðarmörk og þá
fjarlægja starfsmenn framkvæmdamiðstöðvar Akureyrarbæjar þau dagana 7.-9. og 12.-14. janúar.
Einnig getur fólk losað sig við trén í sérstaka gáma við Kaupang, Hagkaup, Hrísalund, leikvöll
við Bugðusíðu, Bónus í Naustahverfi, Bónus í Langholti og við verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð. Tré sem safnast
verða kurluð, notuð í stíga og sem yfirlag á trjá- og runnabeð.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fuglar-i-hrisey
|
Fuglar í Hrísey
Komin er út skýrsla um fuglalíf í Hrísey sem Þorsteinn Þorsteinsson og Sverrir Thorstensen unnu fyrir umhverfisnefnd Akureyrarbæjar. Í
henni er gerð grein fyrir talningu fugla í eyjunni sumarið 2014 og niðurstöður bornar saman við áður óbirtar tölur úr talningum 1994 og
2004. Fyrri talningar voru á vegum Þorsteins sem aflaði sjálfur styrkja til verkefnisins en talningin síðasta sumar var á vegum umhverfisnefndar.
Í skýrslunni kemur meðal annars fram að talsverðar breytingar hafa orðið á fuglafánu Hríseyjar síðustu 50-60 árin. Af 37
tegundum sem nú verpa í eyjunni hafa 15 numið land eftir 1950.
Fuglar í Hrísey á Eyjafirði.
Þorsteinn Þorsteinsson við fuglatalningu í Hrísey sumarið 2014. Mynd: Sverrir Thorstensen.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-1229-2014-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-strandgata-43
|
Nr. 1229/2014 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Strandgata 43
Skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar samþykkti þann 10. desember 2014 deiliskipulagsbreytingu fyrir suðurhluta Oddeyrar,
á Strandgötu 43, á grundvelli e-liðar, 4. gr. í samþykkt um skipulagsnefnd og í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér að heimilt er að rífa gamla bílgeymslu á lóðinni og byggja nýja bílgeymslu að hámarki 42 m²
á sama stað.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 11. desember 2014,
Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild - Útgáfud.: 5. janúar 2015
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-55
|
Listasafnið 2015
Listasafnið á Akureyri heilsar árinu 2015 með nýju merki, nýrri heimasíðu og fjölbreyttri dagskrá. Jafnframt verður nafnið
Sjónlistamiðstöðin lagt til hliðar og Ketilhúsið gert að sýningarsal Listasafnsins sem mun þar af leiðandi standa fyrir
sýningarhaldi í tveimur byggingum, þ.e. Listasafnsbyggingunni og Ketilhúsinu. Deiglan hefur nú verið færð í umsjá
Gilfélagsins.
Dagskrá ársins hefur verið dreift í öll hús á Akureyri og nýja heimasíðan, www.listak.is, fer í loftið á næstu
dögum. Nýtt merki safnsins hefur verið tekið til notkunar og er höfundur þess Ólafur Númason, grafískur hönnuður hjá Geimstofunni
sem hannar allt kynningarefni fyrir Listasafnið á Akureyri og er einn helsti styrktaraðili þess.
Merkið samanstendur af táknmynd af letri. Táknið myndar L, Á og A sem eru upphafsstafir Listasafnsins á Akureyri.
Einnig má lesa stafinn M
úr tákninu sem er upphafsstafur museum (safn).
Merkið er staðfast og táknin lifandi. Formin eru frjáls og skýr tenging í listina. Hreyfing er í táknunum, eins og þau renni saman í
eitt og myndi samstöðu og styrk. Fyrsta formið er tenging við hornið á byggingu Listasafnsins. Leturgerðin er Brandon Grotesque.
Framundan er árið 2015 með 23 sýningum og verða tvær þær fyrstu opnaðar næstkomandi laugardag, 10. janúar, kl. 15. Í mið- og
austursalnum verður yfirlitssýning á verkum Elísabetar Geirmundsdóttur, Listakonan í Fjörunni, en í vestursalnum sýnir Habby Osk
undir yfirskriftinni (Ó)Stöðugleiki. Síðarnefnda sýningin er hluti af sýningaröð sem mun standa frá 10. janúar til 8. mars og
inniheldur 8 vikulangar sýningar. Aðrir sýnendur eru Brenton Alexander Smith, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kristján Pétur Sigurðsson,
Þóra Karlsdóttir, Joris Rademaker, Lárus H. List og Arnar Ómarsson.
Á meðal annarra listamanna sem sýna má nefna Jan Voss, Mireyu Samper, Rósu Sigrúnu Jónsdóttur og Ragnheiði Þórsdóttur.
Tvær útskriftarsýningar eru á dagskrá ársins, bæði frá nemendum VMA og Myndlistaskólans á Akureyri. Listasumar verður
endurvakið og markar sýning RÓT-hópsins upphaf þess þann 20. júní en hátíðin stendur fram yfir Akureyrarvöku.
Fjölmargar áhugaverðar samsýningar eru einnig á dagskrá ársins s.s. haustsýning Listasafnsins þar sem úrval verka eftir
norðlenska myndlistarmenn verður til sýnis. Í Ketilhúsinu verður vorinu fagnað með samsýningu skólabarna og starfandi listamanna undir
yfirskriftinni Sköpun bernskunnar. Gjörningahátíð og samsýning norðlenskra vöruhönnuða ættu að höfða til margra en
endapunktur ársins er samsýning norrænna grafísklistamanna í Listasafninu.
Auk Geimstofunnar eru helstu bakhjarlar Listasafnsins: Ásprent, Flugfélag Íslands, Rub23, Norðurorka og Stefna.
Dagskrá Listasafnsins 2015.
Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins, kynnir dagskrá ársins, nýtt merki og nýja heimasíðu á blaðamannafundi fyrr í dag.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hriseyjarmynd-forsynd
|
Hríseyjarmynd forsýnd
Laugardaginn 10. janúar kl. 17 heldur hollenski kvikmyndagerðarmaðurinn Puck Verkade stutta forsýningu á mynd sinni Solitary Company (Afskekktur félagsskapur)
í Húsi Hákarla–Jörundar í Hrísey en myndin fjallar um heimsókn listakonunnar til eyjarinnar. Hún var í mánuð með
aðstöðu í Gamla skóla og á þeim tíma tók hún viðtöl við þrjár kynslóðir eyjarskeggja um hug
þeirra til Hríseyjar, þau áhrif sem það hefur haft að búa í svo litlu samfélagi og samband þeirra við þögnina.
Puck hefur helgað list sína því að kanna hvernig fólk gefur lífi sínu gildi og tilgang. Hún stundar rannsóknir á vettvangi og
úr verða videóinnsetningar sem endurspegla sálarlíf fólks, hvernig það byggir upp sjálfsmynd sína og stöðu innan
samfélagsins.
Nánar um ævintýri Puck í Hrísey: Blog: http://notes.puckverkade.com/.
Heimasíða: www.puckverkade.com.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gaedastjornun-og-mottaka-uppdratta
|
Gæðastjórnun og móttaka uppdrátta
Samkvæmt lögum um mannvirki nr. 160/2010 eiga allir hönnuðir, byggingarstjórar og iðnmeistarar að vera komnir með gæðastjórnunarkerfi
skráð hjá Mannvirkjastofnun frá og með 1. janúar 2015 (sjá www.mannvirkjastofnun.is).
Embætti skipulagsstjóra Akureyrarkaupstaðar (skipulags- og byggingarfulltrúa) er óheimilt að taka við uppdráttum frá hönnuðum sem ekki
eru með skráð gæðastjórnunarkerfi hjá Mannvirkjastofnun og verða þeir ekki teknir til afgreiðslu.
Einnig er óheimilt að skrá séruppdrætti hönnuða, byggingarstjóra eða iðnmeistara á verk, ef þeir hafa ekki skráð
gæðastjórnunarkerfi hjá Mannvirkjastofnun. Þó verða gögn og byggingarleyfisumsóknir með móttökustimpli fyrir 31.12 2014 tekin
fyrir og afgreidd (samþykkt byggingaráforma) með hefðbundnum hætti.
Mynd: Auðunn Níelsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sandur-til-halkuvarna
|
Sandur til hálkuvarna
Nú er víða fljúgandi hálka í bænum og því hefur framkvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar sturtað niður haugum af
grófum sandi á völdum stöðum í bænum þar sem fólk getur sótt sér efni til hálkuvarna.
Sandinn er að finna á starfsmannabílastæði sunnan Rangárvalla þar sem framkvæmdamiðstöðin er til húsa, við
grenndarstöð norðan við Ráðhúsið og við Bónus í Naustahverfi.
Í dag verður sandi einnig komið fyrir við grenndarstöðvar í Sunnuhlíð og við Skautahöllina.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/haerri-fristundastyrkur-a-akureyri
|
Hærri frístundastyrkur á Akureyri
Íþróttaráð Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum fyrir áramót að hækka frístundastyrk ungmenna í
bænum til íþrótta– og tómstundastarfs í 12.000 krónur eða um 20% frá og með 1. janúar 2015. Einnig var
ákveðið að hækka aldursviðmið um fjögur ár og þýðir það að frístundastyrkurinn mun nú gilda fyrir öll
börn á aldrinum 6–17 ára.
Sérstakur frístundastyrkur hefur verið greiddur fyrir börn á aldrinum 6–11 ára á Akureyri frá árinu 2006. Styrkurinn hefur
frá upphafi verið 10.000 kr. og gilt fyrir börn á aldrinum 6–11 ára en aldursviðmiðið var hækkað í 13 ára í byrjun
árs 2013. Nú hefur styrkurinn hækkað um 20% og nær til allra 6–17 ára barna á Akureyri.
Reglur um frístundastyrk til barna og unglinga í
íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi.
Fótboltastelpur í Boganum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kjarninn-og-jona-hlif
|
Kjarninn og Jóna Hlíf
Þriðjudaginn 13. janúar kl. 17 heldur Jóna Hlíf Halldórsdóttir, myndlistarmaður og formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna, fyrsta
þriðjudagsfyrirlestur ársins í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, undir yfirskriftinni Kjarni. Þar fjallar Jóna Hlíf um eigin
myndlistarferil og verkefni sem hún hefur staðið fyrir. Einnig kynnir hún starf sitt sem formaður SÍM og segir frá helstu hagsmunamálum.
Jóna Hlíf Halldórsdóttir nam við Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri á árunum 2003 til 2005 og lauk MFA-gráðu
frá Glasgow School of Art í Skotlandi 2007. Árið 2012 útskrifaðist hún með MA í listkennslu frá Listaháskólanum en
hún býr og starfar í Reykjavík.
Jóna Hlíf vinnur í ólíka miðla og hefur unnið fjölbreytt verk, bæði á einkasýningum og í samvinnu við aðra
listamenn. Jóna Hlíf starfar sem stundakennari hjá Myndlistaskólanum á Akureyri og Listaháskóla Íslands. Nánari upplýsingar um
hana er að finna á heimasíðunni jonahlif.com.
Þetta er fyrsti þriðjudagsfyrirlestur ársins en þeir fara sem fyrr fram í Ketilhúsinu sem nú er hluti af Listasafninu á Akureyri og einn af
sýningarsölum þess, á hverjum þriðjudegi kl. 17. Aðgangur er ókeypis.
Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans
á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Hildur Friðriksdóttir, Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson (Hundur í óskilum),
Margeir Dire Sigurðsson, Guðmundur Heiðar Frímannsson, Katrín Erna Gunnarsdóttir, María Rut Dýrfjörð og Jón Páll
Eyjólfsson.
Jóna Hlíf Halldórsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-1269-2014-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-hafnarstraeti-90
|
Nr. 1269/2014 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Hafnarstræti 90
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 16. desember 2014 samþykkt breytingu á deiliskipulagi miðbæjar, Drottningarbrautarreit
vegna Hafnarstrætis 90.
Breytingin felur í sér að byggingarreitur fyrir útbyggingu er afmarkaður sunnan við Hafnarstræti 90, þar sem heimilt verður að byggja
svalir.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 18. desember 2014,
Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild - Útgáfud.: 12. janúar 2015
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/endurbaetur-a-glerartorgi-fyrir-100-milljonir
|
Endurbætur á Glerártorgi fyrir 100 milljónir
Verslunarmiðstöðin Glerártorg á Akureyri mun fá andlitslyftingu á árinu. Eik fasteignafélag ætlar að ráðast í
miklar framkvæmdir á innviðum hússins með það að markmiði að gera verslunarmiðstöðina hlýlegri og meira aðlaðandi.
„Við gerðum okkur grein fyrir því að við þyrftum að ráðast í framkvæmdir á húsnæðinu þegar við
tókum við því,“ segir Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags.
Hluthafafundur Eikar samþykkti í janúar í fyrra að kaupa verslunarmiðstöðina Glerártorg af fyrirtækinu SMI ehf.
Verslunarmiðstöðin er í heild rétt tæplega átján þúsund fermetrar að stærð. Með kaupum Eikar varð
fyrirtækið eitt stærsta fasteignafélag landsins með um 270 þúsund fermetra í leigu og virði fasteigna í eigu félagsins var í
janúar í fyrra um sextíu milljarðar króna.
„Við gerum okkur miklar vonir um að verslunarstarfsemi á Glerártorgi verði áfram með ágætum. Til þess að svo megi verða munum
við fara í framkvæmdir við húsnæðið til þess að gera miðstöðina hlýlegri og meira aðlaðandi.“, segir Garðar
Hannes. „Við ákváðum einnig fyrir jólin að gera meira í skreytingum. Þetta er liður í þeim umbreytingum sem við teljum
mikilvægar fyrir verslun á svæðinu.“
Fasteignafélagið hefur boðað verslanaeigendur á sinn fund í vikunni til þess að útskýra fyrir þeim í hverju endurbæturnar
eru fólgnar. „Það skiptir miklu máli að gera þetta náinni samvinnu leigutaka í verslunarmiðstöðinni og upplýsa um
stöðu mála. Þessar framkvæmdir munu kosta um eitt hundrað milljónir. Um mikla andlitslyftingu er að ræða fyrir verslunarmiðstöðina.
Við erum í samvinnu við arkitekta í Boston sem sérhæfa sig í hönnun verslunarmiðstöðva og hafa mikla sérþekkingu á
því sviði.“
Garðar Hannes segir Glerártorg vera miðstöð verslunar á Mið-Norðurlandi og miklu máli skipti að heimamenn versli í heimabyggð svo
hún geti lifað og dafnað. „Í raun helst þetta í hendur. Heimamenn gera sér grein fyrir því að verslun í heimabyggð skiptir
máli. Það er svo okkar verkefni að aðstæður séu þannig að heimamenn vilji versla í heimabyggð. Á Glerártorg koma
bæði íbúar Akureyrar og nærsveita til að versla og við erum mjög ánægð með þann fjölda sem heimsækir
verslunarmiðstöðina.“
Frétt og mynd af www.visir.is.
Garðar Hannes Friðjónsson. Mynd: Visir.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/leidsogn-og-snjoskulptur
|
Leiðsögn og snjóskúlptúr
Leiðsögn verður í Listasafninu á Akureyri á morgun, fimmtudaginn 15. janúar, kl. 12.15-12.45 um yfirlitssýningu Elísabetar
Geirmundsdóttur, Listakonan í Fjörunni, sem opnaði um síðustu helgi. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir,
fræðslufulltrúi, og Ásgrímur Ágústsson, sonur Elísabetar, taka á móti gestum og fræða þá um sýninguna
og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Elísabet Geirmundsdóttir var fjölhæf alþýðulistakona sem ef til vill er þekktust fyrir höggmyndir sínar þó hún
gerði einnig málverk og teikningar auk þess að myndskreyta bækur, hanna hús og merki og semja ljóð og lög.
Sýningin er unnin í samvinnu við Minjasafnið á Akureyri og fjölskyldu Elísabetar. Sýningarstjóri er Hlynur Hallsson. Sýningin stendur
til 8. mars og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.
Í tengslum við sýninguna Listakonan í Fjörunni verður haldin smiðja í gerð snjóskúlptúra í Listagilinu, laugardaginn 17.
janúar kl. 13-16. Smiðjan er í boði Norðurorku og er opin börnum og fullorðnum. Listakonurnar Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Brynhildur
Kristinsdóttir munu þá taka á móti fólki á öllum aldri og kenna því að gera skúlptúra úr snjónum
í Listagilinu. Allir velkomnir.
Elísabet Geirmundsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/unglingalandsmot-umfi-a-akureyri-2015
|
Unglingalandsmót UMFÍ á Akureyri 2015
Í dag voru undirritaðir samstarfsamningar á milli Ungmennafélags Akureyrar, Ungmennafélags Íslands og Akureyrarbæjar um framkvæmd
Unglingalandsmóts UMFÍ sem fer fram í fyrsta skipti á Akureyri um verslunarmannahelgina 2015.
Þátttaka á unglingalandsmótum er vaxandi og er stefnt að því að mótið á Akureyri verði fjölmennasta
unglingalandsmót sem haldið hefur verið með yfir 2.000 keppendum á aldrinum 11-18 ára og með heildarfjölda mótsgesta yfir 10 þúsund
manns.
Akureyri er mikill íþróttabær með öflugt og fjölbreytt íþróttastarf og mun það speglast í framboði greina á
mótinu 2015 þannig að sem flestir á aldrinum 11-18 ára finni tækifæri til að taka þátt í frábærum viðburði
á Akureyri.
Á meðfylgjandi mynd eru talið frá vinstri: Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ, Sigurður Freyr Sigurðarson formaður
UFA, Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður íþróttaráðs og varaformaður unglingalandsmótsnefndar 2015 og Eiríkur Björn
Björgvinsson bæjarstjóri og formaður unglingalandsmótsnefndar 2015.
Mynd: Þorgeir Baldursson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/snjor-um-vida-verold
|
Snjór um víða veröld
Snjór um víða veröld er yfirskrift alþjóðlega snjódagsins sem Alþjóða skíðasambandið FIS stendur fyrir. Af
því tilefni verður blásið til fagnaðar í Hlíðarfjalli sunnudaginn 18. janúar í samstarfi við Skíðafélag
Akureyrar.
Börnin og unglingar upp að 18 ára aldri fá frítt í allar lyftur, 20% afslátt í skíðaleigunni og SKA býður upp á
ókeypis skíðakennslu á svig- og gönguskíðum kl. 12.00. Einnig verður sérstakur skíðaratleikur frá kl. 13.00-14.30 og verða
vegleg verðlaun veitt kl. 15.00. Boðið verður upp á heitt kakó við Skíðahótelið, gönguhúsið og Strýtu frá kl.
13.00-15.00.
Góða skemmtun!
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/med-velum-og-svelgir
|
Með vélum og Svelgir
Laugardaginn 17. janúar kl. 15 verða opnaðar tvær sýningar í Listasafninu á Akureyri; annars vegar sýning Rósu Sigrúnar
Jónsdóttur, Svelgir, í Ketilhúsinu og hins vegar opnar ástralski listamaðurinn Brenton Alexander Smith sýningu undir yfirskriftinni Með
vélum / Together With Machines í vestursal Listasafnsins. Síðarnefnda sýningin er hluti af röð átta vikulangra sýninga
sem standa til 8. mars. Habby Osk sýndi í síðustu viku en aðrir sýnendur eru í tímaröð: Jóna Hlíf
Halldórsdóttir, Kristján Pétur Sigurðsson, Þóra Karlsdóttir, Joris Rademaker, Lárus H. List og Arnar Ómarsson.
Rósa Sigrún Jónsdóttir útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands 1987 og Listaháskóla Íslands 2001. Hún
hefur haldið fjölda einkasýninga á Íslandi og erlendis og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Rósa var formaður
Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík í fjögur ár auk þess að vera fulltrúi SÍM í Listskreytingasjóði og sitja sem
varamaður í stjórn félagsins.
„Það er eitthvað við handavinnu sem nær tökum á mér, hendurnar verða háðar henni og höfuðið finnur ekki frið nema
eitthvað sé í gangi milli handanna,“ segir Rósa. Frá útskrift úr Listaháskólanum hef ég öðru hvoru sett upp
nokkuð stórar textílinnsetningar byggðar upp af hekli og prjóni sem strekkist út í rýminu. Mér finnst áhugavert að skoða
þennan efnivið sem á sér svo djúpar rætur í menningarheimi kvenna og láta reyna á þanþolið í
þræðinum“.
Að þessu sinni fékk Rósa til liðs við sig hóp kvenna sem hefur heklað og prjónað samkvæmt nokkrum fyrirfram gefnum reglum um form og
liti frá því í ágúst 2014. Sýningin stendur til 1. mars.
Sýning Brenton Alexander Smith, Með vélum / Together With Machines, kannar samband mannlegs samfélags við vélar á tímum þar sem
tæknin hefur aðlagast lífi og líkama mannsins. BIOS (Basic Input/Output System) er tölvukubbur sem hannaður er til að ræsa stýrikerfi tölvu
eftir að kveikt er á henni. Á grísku βίος, sem þýðir „líf“. Þessi skáldlega tilviljun bendir
til þess að BIOS sé lífskraftur tölvunnar. Hvernig mannfólkið á nú í samskiptum við tölvurnar sínar er endurómur
þessarar hugmyndar; þær eru ekki einungis tól heldur oft meðhöndlaðar sem félagar. Brenton AlexanderSmith útskrifaðist frá Sydney
College of the Arts í Ástralíu 2014 og er þetta hans fyrsta einkasýning.
Rósa Sigrún Jónsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/studningur-vid-nyskopun
|
Stuðningur við nýsköpun
Kynningarfundur um nýja stefnumótun Tækniþróunarsjóðs og endurnýjun laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki verður
haldinn í Háskólanum á Akureyri miðvikudaginn 21. janúar kl. 16.30. Fundurinn er opinn öllum og er fólk sem starfar á sviði
nýsköpunar sérstaklega hvatt til að mæta.
Dagskrá:
Sigurður Björnsson og Lýður S. Erlendsson frá rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís kynna drög að nýrri stefnumótun
sjóðsins og fjalla um umsókna- og matsferli sjóðsins, auk þess að kynna heimildir til endurgreiðslna R&Þ (vegna rannsókna- &
þróunarstarfs) samkvæmt lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki.
Haukur Alfreðsson, verkefnastjóri Hátækni- og sprotavettvangs sem er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins (SI) og stjórnvalda mun stýra fundinum og sitja
fyrir svörum ásamt Sigurði og Lýði í lok fundar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/staerri-og-oflugari-hatid-1
|
Stærri og öflugri hátíð
Éljagangur, vetrar- og útivistarhátíð á Akureyri, sem haldin hefur verið í byrjun febrúar
frá því árið 2011, hefur verið sameinuð Iceland Winter Games sem haldin var í fyrsta sinn í fyrra. Í ár verður því
haldin ein stór hátíð undir heitinu Íslensku Vetrarleikarnir / Iceland Winter Games dagana 6 til 14. mars. Að hátíðinni standa
Viðburðastofa Norðurlands, AFP (The Association Of Freeskiing Proffesionals), Hlíðarfjall, Akureyrarstofa og Markaðsstofa Norðurlands í samstarfi við
Icelandair, Red Bull og fleiri styrktaraðila.
Hátíðin sameinar eiginleika þessara tveggja viðburða og kynnir þá fjölbreyttu afþreyingu sem er í boði á svæðinu
í og við Akureyri á veturna. Íslensku vetrarleikarnir eru einnig til þess fallnir að auka straum erlendra og innlendra ferðamanna norður á
þessum árstíma. Með hátíðinni er horft til tækifæra og nýsköpunar í skíðaíþróttinni og
þá sérstaklega á sviði "Free skiing" og snjóbrettaiðkunar.
Gestir Íslensku vetrarleikanna geta notið útiverunnar með ýmsum hætti; farið í skíðagöngu, á þyrluskíði,
í snjósleða-, husky- og hestaferðir, skútusiglingar o.fl. Haldið verður stór Freeski-, bretta- og hundasleðamót auk sleðaspyrnu og
boðið upp á ýmis konar tónlistarviðburði og aðra menningarviðburði.
Sjá nánari dagskrá á www.icelandwintergames.com.
Mynd: Linda Óladóttir
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hin-fullkomna-kvenimynd
|
Fyrirlestur Hildar fellur niður
Vegna veikinda verður að fella niður fyrirhugaðan þriðjudagsfyrirlestur Hildar Friðriksdóttur, meistaranemi í félagsvísindum við
Háskólann á Akureyri, sem fara átti fram í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, undir yfirskriftinni Hin fullkomna kvenímynd. Nánar
auglýst síðar.
Hildur Friðriksdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/franska-kvikmyndahatidin-a-akureyri-1
|
Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri
Alliance française í Reykjavík, sendiráð Frakklands á Íslandi og Græna ljósið í samstarfi við Akureyrarstofu kynna Franska
kvikmyndahátíð sem teygir anga sína til Akureyrar og verður haldin 26. janúar til 2. febrúar í Borgarbíói. Franska
kvikmyndahátíðin er annar stærsti kvikmyndaviðburður á Íslandi, næst á eftir Alþjóðlegu
kvikmyndahátíðinni í Reykjavík.
Á þessari kvikmyndahátíð verður lögð mikil áhersla á fjölbreytni, sem er meginþema myndanna, og þær eru frá
ýmsum löndum en allar á frönsku. Þarna verða myndir sem hafa hlotið metaðsókn, myndir með eindregnum höfundareinkennum, myndir frá
Frakklandi, Bandaríkjunum, Kanada og Fílabeinsströndinni, mikið úrval þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Við opnun hátíðarinnar verður sýnd myndin Ömurleg brúðkaup (Qu'est-ce qu'on a fait au Bon Dieu?). Myndin hefur slegið í gegn um allan
heim og dró til sín 12 miljónir áhorfenda í Frakklandi. Slíkur fjöldi hafði ekki sótt í kvikmyndahús frá
því að Les Intouchables var sýnd. Myndin segir frá kaþólskum sómahjónum sem eiga fjórar dætur. Hjónin vonast til að
dæturnar giftist vænum og kaþólskum piltum en það dofnar yfir þeim með hverjum nýjum tengdasyninum. En kannski sá fjórði
verði þeim að skapi...? Þetta er gamanmynd um það hvernig ólíkur uppruni og ólík trú geta blandast saman í litríkri
fjölskyldu. Kímni og umburðarlyndi sem einkenna myndina. Sýnd með íslenskum texta.
Önnur mynd, sem er að hljóta metaðsókn í Frakklandi þessa dagana, er Bélier-fjölskyldan (La famille Bélier). Ung sveitastúlka
kemst að því að hún er með fágæta rödd. Hana langar að leggja fyrir sig söng en foreldrar hennar og bróðir eru heyrnarlaus og
reiða sig á hana í daglegu lífi. Hvað getur hún tekið til bragðs? Franskir gagnrýnendur spá því að þetta verði
mynd ársins 2015. Hvað heldur þú? Sýnd með enskum texta.
Aðrar myndir sem sýndar verða á Akureyri eru Laurence hvernig sem er (Laurence Anyways) eftir ungan kanadískan snilling, Xavier Dolan (sýnd með enskum
texta), Lulu nakin (Lulu femme nue) eftir fransk-íslenska leikstjórann Sólveigu Anspach (sýnd með enskum texta) og Lyktin af okkur (The Smell of Us) sem kemur
glóðheit frá Frakklandi þar sem hún var frumsýnd 14. janúar sl. (sýnd með íslenskum texta).
Sýningartíma kvikmynda og nánari upplýsingar má finna á vefsíðu hátíðarinnar, www.fff.is.
Auglýsing fyrir sýningarnar á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ord-og-augu
|
Orð og augu
Í dag, miðvikudaginn 21. janúar, sitja um 130 starfsmenn Öldrunarheimila Akureyrar námskeið um svokallaða „þjónandi
leiðsögn“ (Gentle Teaching). Hugmyndin byggist á því að öll samskipti eigi að snúast um traust og virðingu á milli aðila, horft
sé til styrkleika hvers einstaklings og ýtt undir tilfinningu fólks um að það sé virkur hluti af samfélaginu.
Þetta er gert með því að sýna ákveðna nærgætni við orðaval og tón raddar, augnaráð, snertingu og alla almenna
umgengni við annað fólk. Lögð er áhersla á að starfsfólk sé ávallt til staðar, það hafi fulla athygli á samskiptum
við heimilisfólk, tali af vinsemd, horfi með athygli og alúð, og snerti af virðingu og nærgætni.
Námskeiðið er fyrsti hluti af lengra innleiðingarferli Þjónandi leiðsagnar á þessu ári hjá Öldrunarheimilum Akureyrar.
Leiðbeinendur eru Kristinn Már Torfason, Klara Jenný Arnbjörnsdóttir, Brynja Vignisdóttir og Dagný Linda Kristjánsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hafdis-er-ithrottamadur-akureyrar-2014
|
Hafdís er íþróttamaður Akureyrar 2014
Frjálsíþróttakonan Hafdís Sigurðardóttir úr UFA er íþróttamaður Akureyrar árið 2014. Viktor Samúelsson
úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar varð annar og Einar Kristinn Kristgeirsson úr Skíðafélagi Akureyrar þriðji. Haraldur Sigurðsson var
gerður að heiðursfélaga ÍBA.
Kjöri íþróttamanns Akureyrar var lýst í verðlaunahófi á vegum Íþróttabandalags Akureyrar og
Íþróttaráðs Akureyrarbæjar sem fram fór í Menningarhúsinu Hofi síðdegis í gær. Alls tilnefndu sautján
aðildarfélög íþróttamann ársins úr sínum röðum. Hafdís er íþróttamaður Akureyrar annað
árið í röð en í fyrra varð hún fyrsta frjálsíþróttamanneskjan sem hlýtur þessa nafnbót.
Hafdís er í Ólympíuhópi FRÍ 2016, hefur gert atlögu að Íslandsmeti í 100 metra hlaupi og setti Íslandsmet í
langstökki, bæði innan og utanhúss á árinu. Besti árangur hennar í langstökki á árinu var 6,72 metrar og er það vel yfir
Ólympíulágmarki. Hafdís var í fararbroddi frjálsíþróttalandsliðsins sem keppti í 3. deild Evrópukeppninnar. Þar
keppti hún í fimm greinum, var ýmist í fyrsta eða öðru sæti í þeim öllum og setti Íslandsmet í langstökki.
Hún var stigahæst keppenda íslenska liðsins og hjálpaði verulega til við að koma liðinu upp um deild.
Þetta er í 36. sinn sem íþróttamaður Akureyrar er heiðraður en það var fyrst gert árið 1979. Alls hafa 20 einstaklingar hlotið
þessa nafnbót, oftast allra júdókappinn Vernharð Þorleifsson, sjö sinnum.
Íþróttabandalag Akureyrar gerði Harald Sigurðsson að heiðursfélaga en hann varð níræður í gær. Haraldur á að
baki áratuga starf í þágu íþróttahreyfingarinnar, meðal annars sem formaður KA og í stjórnum fleiri félag og sambanda. Hann
er heiðursfélagi í mörgum félögum og samböndum og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir starf sitt að íþrótta-,
menningar- og félagsmálum. Haraldur á einnig að baki mikið starf við sagnaritun í þágu íþróttahreyfingarinnar.
Við sama tækifæri veitti íþróttaráð Akureyrarbæjar þremur einstaklingum heiðursviðurkenningu en það voru þau
Björg Finnbogadóttir, Nói Björnsson og Sigfús Ólafur Helgason. Þá fengu forsvarsmenn íþróttafélaga á Akureyri
afhenta styrki og viðurkenningar vegna Íslandsmeistara og landsliðsfólks úr þeirra röðum á árinu 2014. Alls urðu 200 einstaklingar
úr akureyrskum íþróttafélögum Íslandsmeistarar á árinu og 118 einstaklingar tóku þátt í
landsliðsverkefnum.
Hafdís Sigurðardóttir. Mynd: Þórir Tryggvason.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/deiliskipulagsbreyting-asatun-40-48-nidurstada-baejarstjornar
|
Deiliskipulagsbreyting - Ásatún 40-48, niðurstaða bæjarstjórnar
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 20. janúar 2015 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Naustahverfi 1. áfanga í samræmi við
3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið nær til lóðar nr. 40-48 við Ásatún. Breytingin gerir m.a. ráð fyrir stækkun lóðarinnar og heimilt
verður að byggja fjögur fjölbýlishús í stað tveggja áður. Íbúðafjöldi eykst og verða 60 íbúðir
á lóðinni eftir breytingu. Ekki verður gert ráð fyrir bílgeymslum í húsunum og eykst fjöldi bílastæða á
lóð.
Tillagan var auglýst frá 26. nóvember 2014 til 7. janúar 2015. Tvær athugasemdir bárust en leiddu ekki til breytinga á skipulaginu.
Deiliskipulagsbreytingin verður send Skipulagsstofnun og tekur hún gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar,
Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hola-i-vinnslu
|
Hola í vinnslu
Laugardaginn 24. janúar kl. 15 verður opnuð í vestursal Listasafnsins á Akureyri sýningin Hola í vinnslu. Þar sýna
nemendur úr fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri verk í sköpun undir leiðsögn Jónu Hlífar Halldórsdóttur, myndlistarmanns,
stundakennara við Listaháskóla Íslands og Myndlistaskólann á Akureyri og formanns Sambands íslenskra myndlistarmanna.
Á undanförnum árum hefur Jóna Hlíf verið afar virk í sýningarhaldi bæði á einka- og samsýningum auk þess sem
hún hefur aðstoðað við sýningar í tengslum við Höggmyndagarðinn og Myndhöggvarafélagið. Nemendurnir breyta vestursal
Listasafnsins í eina stóra vinnustofu og vinna þar fram á síðasta dag, fimmtudaginn 29. janúar, en þá verður sýningin
tilbúin og opnuð formlega. Áhugasamir gestir geta komið og átt samtal við nemendurna og jafnvel haft áhrif á ákvörðunartöku er
varðar verk og uppsetningu þeirra.
Nemendurnir eru: Atli Tómasson, Elísabet Ásgrímsdóttir, Hallrún Ásgrímsdóttir, Heiðdís Hólm, Helga
Bergrún Sigurbjörnsdóttir, James Cistam, Jónína Björg Helgadóttir, Karen Dögg Geirsdóttir, Margrét Kristín Karlsdóttir,
Sigrún Birna Sigtryggsdóttir, Snorri Þórðarson, Steinunn Steinars og Tinna Rós Þorsteinsdóttir.
Sýningin er hluti af sýningaröð sem mun standa til 8. mars og inniheldur 8 vikulangar sýningar. Habby Osk hefur þegar sýnt og nú stendur yfir
sýning Brenton Alexander Smith en aðrir sýnendur eru í tímaröð Kristján Pétur Sigurðsson, Þóra Karlsdóttir, Joris
Rademaker, Lárus H. List og Arnar Ómarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarbaer-vinnur-meirihluta-af-kaeru-og-urskurdarmalum
|
Akureyrarbær vinnur meirihluta af kæru og úrskurðarmálum
Á fundi bæjarráðs Akureyrar í gærmorgun lagði bæjarlögmaður fram yfirlit um kæru– og úrskurðarmál á
hendur bænum á árunum 2000–2014. Þar kemur fram að á þessu árabili hafa 70 kærur verið lagðar fram og úrskurðað um
þær í 79 niðurstöðum eða ákvörðunum. Í 25 tilfellum var ákvörðun bæjarins úrskurðuð ógild en
í samtals 54 tilfellum var dæmt Akureyrarkaupstað í vil, þar af var 23 málum vísað frá og í 31 tilfelli var kröfu kæranda
hafnað og ákvörðun bæjarins staðfest.
Flest eru kærumálin á sviði skipulags– og byggingarmála eða 41 og þar var í 29 tilfellum dæmt Akureyrarkaupstað í vil en 12
sinnum var ákvörðun bæjarins ógilt. Næstfjölmennasti flokkurinn er útboðsmál þar sem ákvarðanir bæjarins voru tvisvar
ógildar en 8 sinnum dæmt bænum í vil.
Bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, segir að þessar niðurstöður séu eins og við var að búast og
að hann eigi ekki von á að fjöldi kæru– og úrskurðarmála sé meiri eða minni í öðrum sveitarfélögum sé
miðað við íbúafjölda.
„Aðalatriðið finnst mér vera að þessi mál séu öll uppi á borðinu því í öllum framkvæmdum
bæjarins á að ríkja opin og gagnsæ stjórnsýsla þar sem hver og einn getur leitað réttar síns finnist honum á einhvern
hátt á sér brotið. Í því samhengi er gott að fá fram þetta yfirlit bæjarlögmanns til að sjá hvernig staða
þessara mála er í raun og veru,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson.
Á gönguskíðum í Kjarnaskógi. Mynd: Auðunn Níelsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/utlendingar-anaegdir-a-akureyri
|
Útlendingar ánægðir á Akureyri
Mikill meirihluti útlendinga, sem eru búsettir á Akureyri, er ánægður með að búa þar, samkvæmt könnun sem gerð var við
Háskólann á Akureyri. Hlutfallslega fleiri útlendingar búsettir í bænum sækja um íslenskan ríkisborgararétt en þeir
sem búa í Reykjavík.
Athygli vekur að það eru sérstaklega konur frá löndum utan Evrópu sem eru ánægðar eða mjög ánægðar samkvæmt
könnuninni. Markus Meeckl, prófessor í félagsvísindum, segir að 82% þeirra 200 sem tóku þátt í könnuninni hafi sagst vera
ánægðir með að búa á Akureyri.
Markus segir erfitt að segja til um hvað gerir það að verkum að innflytjendur á Akureyri eru almennt mjög ánægðir. Þeir
þéni til dæmis yfirleitt minna en Íslendingar og einnig virðist sem íslenskukunnátta sé ekki endilega forsenda ánægjunnar. Um
þessar mundir vinnur hann að rannsókn sem greinir ástæðurnar sem liggja þarna að baki en hann hefur eigin hugmyndir um mögulegar
ástæður.
Cynthia Stimming, íbúi á Akureyri, er af kínverskum og þýskum ættum, alin upp í Ástralíu en hefur búið á
Akureyri í tvö ár. „Ég held að fók hérna hefur meiri tíma til að spjalla. Til dæmis ef ég hitti þjónustukonuna
í búð þá mundi ég bara spjalla þá mun ég bara... ég hef ekki þessa reynslu í Reykjavík.“ Hún
segir að hugarfarið skipti miklu máli þegar kemur að ánægju innflytjenda.
Frétt af ruv.is.
Mynd: Ragnar Hólm.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-56
|
Snjalltækjanotkun barna og unglinga
Samtaka, Svæðisráð foreldra í grunnskólum Akureyrar, mun á næstu mánuðum standa fyrir
fræðslu í samstarfi við SAFT og Heimili og skóla. Fyrstu fyrirlestrarnir, sem haldnir eru í janúar, fjalla um snjallsíma og hætturnar sem
af þeim geta stafað.
Fulltrúar frá SAFT og Heimili og skóla munu heimsækja alla 6. bekki á Akureyri og fræða nemendur um málefnið. Fimmtudaginn, 29.
janúar, verður síðan málþing í Hofi þar sem foreldrum og öðrum aðstandendum er boðið að hlusta á fræðslu
svipaða þeirri sem nemendurnir fá. Málþingið hefst kl. 20 og er öllum opið.
Í fræðslunni er farið yfir einkenni tælingarmála og hvað beri að varast í samskiptum við ókunnuga á netinu, hvað sé
hægt að gera ef grunur vaknar um tilraun til tælingar og hvert sé hægt að leita. Eins fá börnin fræðslu um alvarleika rafræns eineltis og
óvarlegra samskipta og myndbirtinga á netinu, farið verður yfir slæm áhrif ofnotkunar á tölvum og neti auk þess sem hvatt er til
jákvæðrar og ábyrgrar netnotkunar. Fræðslan er lifandi og hvatt er til þátttöku nemenda. Stuðst er við stutt myndbönd sem lýsa
ýmsum klemmum sem komið geta upp með óvarlegri netnotkun.
Nánar um dagskrána á meðfylgjandi mynd.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fundi-i-grimsey-frestad
|
Fundi í Grímsey frestað
Fyrirhuguðum fundi sem halda átti í Grímsey á morgun, miðvikudaginn 28. janúar, og blaðamannafundi á Akureyri morguninn eftir, hefur verið
aflýst af óviðráðanlegum orsökum.
Stefnt er að því að boða annan fund með einhverju sniði við fyrstu hentugleika allra sem að málinu koma.
Í millitíðinni halda bæjarfulltrúar og starfsfólk Akureyrarkaupstaðar, ásamt fulltrúum Atvinnuþróunarfélags
Eyjafjarðar og Byggðastofnunar, áfram að vinna að lausn yfirvofandi vanda í atvinnumálum Grímseyinga í nánu samráði við
heimamenn.
Vitinn í Grímsey. Mynd: Friðþjófur Helgason.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/thriggja-radda-thogn
|
Þriggja radda þögn
Laugardaginn 31. janúar kl. 15 verður opnuð í vestursal Listasafnsins á Akureyri sýning Kristjáns Péturs Sigurðssonar Þriggja radda
þögn og Rauða. Á sýningunni gefur að líta skúlptúrinn Rauða Þögn, en sú þögn hefur ferðast
víða og alltaf þráð að komast inn í listasafn, og mynd af tónverki þar sem þögn er útsett fyrir píanó og
selló. Vegna þess að nostra þarf við þagnir mun ásýnd verksins taka daglegum breytingum á sýningartímanum. Á
lokamínútum sýningarinnar mun Kristján Pétur rjúfa þögnina með söng.
Sýningin verður opin sunnudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag kl. 12-17. Henni lýkur formlega fimmtudaginn 5. febrúar kl. 15 með lokunarteiti.
Myndlistarferill Kristjáns Péturs Sigurðssonar hófst 1984 með samsýningunni Glerá´84. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar og
tekið þátt í samsýningum. Kristján hefur einnig gefið út fjölrit, þrjár kvæðabækur og nokkrar
hljómplötur. Síðustu 10 ár var Kristján meðlimur í listsmiðjunni Populus tremula sem starfrækt var með blóma í kjallara
Listasafnsins.
Sýningin er hluti af sýningaröð sem hófst 10. janúar og mun standa til 8. mars og inniheldur 8 vikulangar sýningar. Habby Osk, Brenton Alexander Smith
og Jóna Hlíf Halldórsdóttir hafa þegar sýnt en aðrir sýnendur eru í tímaröð: Thora Karlsdóttir, Joris Rademaker,
Lárus H. List og Arnar Ómarsson.
Kristján Pétur Sigurðsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ljosmyndasyning-i-hlid
|
Ljósmyndasýning í Hlíð
Opnuð hefur verið sýning á ljósmyndum eftir Kristofer Michaelson í borðsalnum í öldrunarheimilinu Hlíð. Hann er pólskur
ljósmyndari sem fluttist til Íslands fyrir níu árum. Fljótlega hóf hann að ferðast um landið og taka myndir af fögru landslagi. Hann hefur
birt myndir á netinu og voru myndir eftir hann birtar í Digital Photo og í National Geographic á síðasta ári.
Á sýningunni má meðal annars sjá athyglisverðar myndir frá Eyjafjarðarsvæðinu og Suðurlandi. Sýningin er í borðsalnum
á jarðhæðinni í nýjustu álmu Hlíðar og er opin frá kl. 9 til 15.45 alla daga. Allir hjartanlega velkomnir.
Kristofer Michaelson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ithrottarad-styrkir-draupni
|
Íþróttaráð styrkir Draupni
Íþróttaráð samþykkti á fundi sínum 15. janúar sl. að veita Íþróttafélaginu Draupni styrk til
búnaðarkaupa. Félagið flutti sig um set síðasta haust og er nú komið með góða aðstöðu til að æfa og iðka
júdó í Sunnuhlíð. Samhliða flutningunum voru dýnur félagsins endurnýjaður og ákvað íþróttaráð
að styrkja félagið í þeirri fjárfestingu.
Fulltrúar íþróttaráðs fóru á æfingu hjá Draupni í Sunnuhlíð í síðustu viku og afhentu formanni
félagsins 2.000.000 kr. í styrk.
Á meðfylgjandi mynd afhendir Ingibjörg Isaksen formaður íþróttaráðs styrkinn til Hans Rúnars Snorrasonar formanns Draupnis að
viðstöddum öðrum fulltrúum íþróttaráðs auk hluta af iðkendum og þjálfurum Draupnis.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skaldid-og-stadreyndin
|
Skáldið og staðreyndin
Í dag kl. 17, þriðjudaginn 3. febrúar, heldur myndlistarmaðurinn Arnar Ómarsson fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, undir
yfirskriftinni Skáldið og staðreyndin. Þar mun Arnar ræða fyrri verk og hugmyndir sem byggja grunninn að næstu sýningu hans,
MSSS, sem opnar í vestursal Listasafnsins laugardaginn 28. febrúar næstkomandi. Viðfangsefni sýningarinnar er hlutverk skáldskapar í mótun
staðreynda með áherslu á tækni og geimrannsóknir.
Þetta er þriðji Þriðjudagsfyrirlestur ársins og sem fyrr fara þeir fram í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi á hverjum
þriðjudegi kl. 17. Aðgangur er ókeypis. Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri,
Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri.
Dagskrá vetrarins:
10. febrúar
Pi Bartholdy, ljósmyndari
17. febrúar
Margeir Dire Sigurðsson, myndlistarmaður
24. febrúar
Guðmundur Heiðar Frímannsson, heimspekiprófessor
3. mars
Elísabet Ásgrímsdóttir, myndlistarkona
10. mars
Katrín Erna Gunnarsdóttir, myndlistarkona
17. mars
María Rut Dýrfjörð, grafískur hönnuður
24. mars
Jón Páll Eyjólfsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar
31. mars
Hildur Friðriksdóttir, meistaranemi við Háskólann á Akureyri
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarbaer-stydur-visindaskola-unga-folksins
|
Akureyrarbær styður Vísindaskóla unga fólksins
Á fundi bæjarráðs Akureyrar 15. janúar sl. var samþykkt að veita 500.000 kr. til stuðnings verkefninu Vísindaskóla unga fólksins
sem Sigrún Stefánsdóttir forseti Hug- og félagsvísindasviðs HA veitir forstöðu.
Vísindaskóli HA er ætlaður ungu fólki á aldrinum 11-13 ára. Tilgangurinn er annars vegar að auka möguleika krakkanna á að taka
þátt í uppbyggilegum verkefnum þegar formlegu skólastarfi lýkur að vori og hins vegar að kynna háskólann fyrir ungmennum á
svæðinu og færa hann nær norðlenskum heimilum.
Boðið verður upp á fjölbreytt námskeið sem tengjast hefðbundnu námsframboði skólans og munu kennarar og nemendur HA sjá um
kennsluna. Hluti starfsins fer fram innan veggja skólans en einnig fara nemendur hjólandi í vettvangsferðir og hitta sérfræðinga í
ólíkum störfum, meðal annars í sjávarútvegi og fjölmiðlum. Vísindaskólinn verður starfræktur í fyrsta sinn í
júní 2015 og verður framvegis árlegur viðburður. Gert er ráð fyrir 75 nemendum.
"Viðbrögð bæjarins hafa verið ómetanleg," segir Sigrún Stefánsdóttir í samtali við Akureyri.is. "Viðbrögðin við
sjálfri hugmyndinni voru strax svo hlý og jákvæð og það skipti sköpum ekki síður en sá veglegi fjárhagslegi stuðningur sem
bæjarvöld hafa veitt, sem gerir framkvæmdina mögulega. Nú eru starfsmenn allra sviða skólans að útfæra sín þemu í
smáatriðum og á því verki að vera lokið núna í byrjun febrúar. Síðan hefst almenn kynning á verkefninu í
kjölfarið og opnað verður fyrir skráningu í mars."
Sigrún Stefánsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fostudagsfreistingar
|
Föstudagsfreistingar
Föstudagsfreistingar, hádegistónleikar Tónlistarfélags Akureyrar, verða í þessari viku á föstudaginn 6. febrúar kl. 12 í
Menningarhúsinu Hofi. Systurnar Petrea og Guðrún Óskarsdætur leika á þverflautu og sembal verk eftir Handel og Telemann. 1862 Nordic Bistró
býður gestum upp á gómsæta súpu, brauð og kaffi meðan á tónleikunum stendur. Miðaverð er 2.500 kr.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kaerkomin-thjonusta-vid-fatlada
|
Kærkomin þjónusta við fatlaða
Í síðustu viku fór fram vígsla á nýjum þjónustukjarna fyrir fötluð ungmenni að Borgargili 1 í námunda við
Giljaskóla. Framkvæmdum við húsið lauk nú í byrjun árs og eru íbúar í óða önn að flytjast þangað.
Í húsinu eru sex íbúðir með þjónustukjarna og er hér um að ræða mjög kærkomna viðbót í
þjónustu Akureyrarbæjar við fatlað fólk.
Forsagan er sú að í byrjun árs 2012 var skipaður vinnuhópur með fulltrúum frá stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar,
félagsmálaráði, fjölskyldudeild, búsetudeild og Fasteignum Akureyrarbæjar sem skyldi skoða þjónustu við fötluð börn og
ungmenni á Akureyri með það í huga að byggja íbúðir fyrir þennan hóp. Framkvæmdir við jarðvegsskipti fóru fram
í nóvember 2013 og lauk í desember 2013. Framkvæmdir við húsið sjálft hófust í janúar 2014.
Kollgáta teiknaði húsið, Mannvit sá um burðarþol þess, lagnahönnun annaðist Verkfræðistofan Efla og raflagnahönnun var í
höndum starfsmanna Raftákns.
Sigríður Huld Jónsdóttir formaður félagsmálaráðs (t.v.) og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar afhenda Arnari Eyfjörð forstöðumanni Borgargils lyklana að húsinu. Mynd: Þorgeir Baldursson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fridsaeld-i-februar-1
|
Friðsæld í febrúar
Hugleiðsluhátíðin "Friðsæld í febrúar" er nú haldin í annað sinn af útgáfunni Í boði
náttúrunnar. Hátíðin samanstendur af yfir 70 fjölbreyttum og ókeypis hugleiðsluuppákomum um allt land vikuna 8. til 14. febrúar 2015.
Markmið hátíðarinnar er að vekja áhuga á hugleiðslu og mikilvægi þess að vera til staðar hér og nú.
Friðsæld í febrúar er ætlað að vekja athygli á því að hugleiðsla er fyrir alla. Þeim fer fjölgandi sem áhuga
hafa á að kynnast hugleiðslu af eigin raun og er viðburðinum ætlað að kynna það sem í boði er og kveikja áhuga hjá enn fleirum.
Vikan er þó ekki einungis fyrir nýja hugleiðsluiðkendur heldur getur einnig nýst sem innblástur fyrir þá sem hafa áður iðkað
hugleiðslu. Friðsæld í febrúar er árlegur viðburður þar sem athygli er beint að þeim ávinningi sem í kyrrðinni felst og
einnig í mættinum sem fylgir því að hugleiða í hóp. Þess er vænst að með tíð og tíma verði litið á
iðkun hugleiðslu sem sjálfsagðan hlut enda er ávinningur hennar sagður vera margþættur.
Átta viðburðir verða á Akureyri í þessari viku og eru allir velkomnir.
Mánudagur 9. febrúar:
Hádegishugleiðsla í Lótusnum (JMJ húsinu) kl. 12.10
Raja yoga í Lótusnum kl. 19.30
Miðvikudagur 11. febrúar:
Hádegishugleiðsla í Lótusnum kl. 12.10
Kristin íhugun í Kapellu Sjúkrahúss Akureyrar kl. 17.00
Gongslökun í Menningarhúsinu Hofi kl. 19.30
Föstudagur 13. febrúar:
Hádegishugleiðsla í Lótusnum kl. 12.10
Hugleiðsla fyrir ungar konur í Lótusnum kl. 17.30
Laugardagur 14. febrúar:
Að lifa í trausti, hugleiðsla í Lótusnum kl. 13.00
Nánari upplýsingar www.ibn.is/vidburdir.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/engin-vandamal-a-landsbyggdinni
|
Engin vandamál á landsbyggðinni
Ferðaþjónusta fatlaðra hefur verið mikið á milli tannanna á fólki frá því breytt var um kerfi og nýtt
tölvukerfi tekið í notkun í nóvember í Reykjavík. Frá áramótum hefur nánast allt
klúðrast við innleiðinguna á nýja kerfinu sem gat farið úrskeiðis. Fór svo að neyðarstjórn var sett til
að taka málið fastari tökum.
Á landsbyggðinni er einnig rekin ferðaþjónusta fyrir fatlaða og hún gengur vel, að því er fram kemur í
Morgunblaðinu á laugardag. Hjá Akureyrarbæ fengust þær upplýsingar að bærinn væri
með sama kerfi og var í Reykjavík fyrir breytingu. Þar væri handraðað af fólki í þá fimm bíla sem
bærinn ræki. Gert væri ráð fyrir að biðtíminn eftir bílnum væri ekki meira en tvær, stundum
þrjár mínútur.
Frétt af mbl.is.
Mynd: Þorgeir Baldursson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ljosmyndun-pi
|
Ljósmyndun Pi
Þriðjudaginn 10. febrúar kl. 17 heldur danski listljósmyndarinn Pi Bartholdy fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir
yfirskriftinni Listljósmyndun Pi. Þar mun hún ræða fyrri verk sín en einnig þau sem hún er að vinna að þessi misserin. Pi
er útskrifuð frá danska listljósmyndaskólanum Fatamorgana 2011 og úr mastersnámi frá Escuela de Fotografia Y Centro de Imagen í Madrid
2012.
Þetta er fjórði Þriðjudagsfyrirlestur ársins og sem fyrr fara þeir fram í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi á hverjum
þriðjudegi kl. 17. Aðgangur er ókeypis.
Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans
á Akureyri. Aðrir fyrirlesarar vetrarins eru Margeir Dire Sigurðsson, Guðmundur Heiðar Frímannsson, Elísabet Ásgrímsdóttir, Katrín
Erna Gunnarsdóttir, María Rut Dýrfjörð, Jón Páll Eyjólfsson og Hildur Friðriksdóttir.
Pi Bartholdy.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nordur-brekka-nedri-hluti-tillaga-ad-deiliskipulagi
|
Norður-Brekka, neðri hluti - tillaga að deiliskipulagi
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagi neðri hluta
Norður-Brekku á Akureyri ásamt húsakönnun.
Skipulagssvæðið afmarkast af Þórunnarstræti í vestri, Glerárgötu í norðri, Klapparstíg, Brekkugötu,
Krákustíg og Oddeyrargötu í austri og Þingvallastræti í suðri.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir fjórum nýjum byggingarlóðum auk þess sem byggingarreitir eru afmarkaðir á öllum lóðum.
Bílastæði eru skilgreind ásamt gönguleiðum og útivistarsvæðum.
Greinargerð
Skipulagsuppdráttur
Húsakönnun
Tvö eldri skipulög á svæðinu verða felld úr gildi en þau eru; deiliskipulag leikskóla við Helgamagrastræti frá 2004 og
deiliskipulag Baldurshaga frá 2005.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð og húsakönnun mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu
9, 1. hæð, frá 11. febrúar til 25. mars 2015, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.
Skipulagsgögnin eru einnig aðgengileg í tenglunum hér að ofan.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 25. mars 2015 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar
Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
11. febrúar 2015
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hreyfing-a-listasafninu
|
Hreyfing á Listasafninu
Laugardaginn 14. febrúar kl. 15 verður opnuð í vestursal Listasafnsins á Akureyri sýning Jorisar Rademaker Hreyfing. Á sýningunni
veltir listamaðurinn fyrir sér spurningum um eðli mismunandi hreyfinga. Hvert verk á sýningunni má túlka sem táknræna fullyrðingu um
ólíkar hreyfingar í þrívídd.
Joris Rademaker lauk námi frá AKI í Enchede í Hollandi 1986 og hefur búið á Íslandi síðan 1991. Meginviðfangsefni Jorisar hefur
löngum verið rými, hreyfing og orkuútgeislun. Á síðustu árum hefur áherslan einnig verið á samspil lífrænna efna sem
byggingarefni fyrir þrívíð verk. Þrjátíu árum eftir útskrift úr listaakademíu er efnisvalið orðið ansi
frjálslegt. Listaverkin kalla fram spurningar í samhengi við tilvist okkar, rými og náttúruna. Að baki hverju einasta verki liggja margvíslegar
tilraunir og nákvæmar útfærslur sem skila sér svo áfram í næstu verkefni. Verkin hafa oftast táknrænt gildi sem tengist mannlegu
eðli.
Sýningin verður opin sunnudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag kl. 12-17. Henni lýkur formlega fimmtudaginn 19. febrúar kl. 15 með lokunarteiti.
Sýningin er hluti af sýningaröð sem hófst 10. janúar og mun standa til 8. mars og inniheldur 8 vikulangar sýningar. Habby Osk, Brenton Alexander Smith,
Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Kristján Pétur Sigurðsson hafa þegar sýnt og nú stendur yfir sýning Thoru Karlsdottur,
Skilyrði: Frost. Þeir listamenn sem eiga eftir að sýna eru Lárus H. List og Arnar Ómarsson.
Eitt af verkum Jorisar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/graeni-trefillinn
|
Græni trefillinn
Nokkrar umræður urðu um hinn svokallaða "græna trefil" á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku en með græna treflinum er
átt við græn og gróðurrík svæði sem ætlunin er að nái umhverfis byggðina á Akureyri. Almennt hlaut tillaga Njáls
Trausta Friðbertssonar bæjarfulltrúa um að verkið yrði klárað á sjö árum góðar undirtektir.
Í máli Njáls kom fram að kostnaður við verkið yrði á við verð einbýlishúss og að árlegt framlag yrði
þá á við verð jepplings. Ávinningurinn yrði meira skjól í bænum, útivistarsvæði fyrir öll bæjarhverfi,
kolefnisbinding og tekjur af skóginum þegar tímar líða. Nánar er fjallað um þennan lið á fundi bæjarstjórnar á
heimasíðu Skógræktar ríkisins.
Græni trefillinn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/malefni-ungmenna-raedd
|
Málefni ungmenna rædd
Mánudaginn 16. febrúar ætla norðlensk ungmenni að standa fyrir málþingi og umræðuvettvangi í Hofi. Málþingið er hluti
samstarfsverkefnis Norrænu upplýsingaskrifstofanna í Vasa og Jyväskylä Finnlandi, í Gautaborg Svíþjóð og á Akureyri.
Verkefnið hófst síðasta haust með vinnusmiðjum ungmenna frá löndunum þremur sem haldin var í tengslum við
Norðurlandaráðsþingið í Stokkhólmi dagana 27. - 30. október 2014.
Markmið verkefnisins var að öðlast skilning á stöðu ungmenna sem eru samfélagslega þenkjandi á Norðurlöndum í dag, að gefa
ungmennum innsýn í með hvaða hætti þau geti komið málefnum sínum á framfæri og fá þau til að ræða hvaða
kosti norrænt samstarf hefur í för með sér fyrir ungt fólk og samfélagið í heild sinni.
Á málþinginu verða flutt erindi í tengslum við fjóra málaflokka sem ungmennin hafa unnið með í verkefninu en þeir eru;
tungumál og sjálfsmynd, velferð á Norðurlöndum, umhverfi og neysla og framtíðarsýn á möguleika ungs fólks til að hafa
áhrif.
Fyrirlesara eru Höskuldur Þórhallsson, forseti Norðurlandaráðs og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, Katrín
Jakobsdóttir, alþingismaður og fyrrverandi menntamálaráðherra, Rannveig Magnúsdóttir, verkefnisstjóri matarsóunarverkefnis Landverndar,
Hulda Hólmkelsdóttir, fulltrúi ungra VG í Norðurlandaráði og Logi Már Einarsson, bæjarfulltrúi og formaður stjórnar
Akureyrarstofu.
Málþingið hefst kl. 16.30 og er opið öllum fulltrúum ungliðahreyfinganna sem og öðrum áhugasömum ungmennum,
stjórnmálamönnum og embættismönnum á Norðurlandi. Frítt er á málþingið en skráning fer fram í gegnum
netfangið mariajons@akureyri.is.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/oskilamunir-i-baejarlandinu
|
Óskilamunir í bæjarlandinu
Akureyrarbær hvetur þá sem eiga eða gera tilkall til þessara hluta sem staðsettir eru á opnu svæði bæjarins við suðurenda
Óseyrar að fjarlægja þá fyrir 1. mars 2015. Hlutunum verður fargað eftir þann tíma.
Framkvæmdadeild,
forstöðumaður umhverfismála
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/togvelar-og-rabbarbari
|
Togvélar og rabbarbari
Atvinnu- og nýsköpunarhelgin fór fram á Akureyri um helgina. Að sögn skipuleggjenda tókst helgin mjög vel og voru verkefnin að venju
mentaðarfull. Fjöldi fólks mætti til leiks á föstudaginn og á sunnudag voru loks 14 hugmyndir kynntar fyrir dómnefnd. Veitt voru verðlaun fyrir
fimm bestu hugmyndirnar.
Í fyrsta sæti var verkefnið TA togvélar en að því stóð Gísli Steinar Jóhannesson og hlaut hann 1.000.000
krónur í verðlaun, auk ráðgjafatíma frá KPMG. Verkefnið snýr að því að hanna tölvustýrða togvél til
að draga t.a.m. snjóbrettafólk áfram með meiri nákvæmni og gera þannig kleift að ná mun flóknari stökkum en áður og
af meira öryggi. Þannig opnast einnig möguleiki á notkun snjóbretta þar sem ekki eru skíðalyftur og ódýrari kostur á
fjölbreyttari útiveru.
Önnur verðlaun hlaut verkefnið Rabarbaraverksmiðja sem er hugmynd Eddu Kamillu Örnólfsdóttur. Verkefnið hlaut 400.000 krónur
í verðlaun, auk ráðgjafatíma frá KPMG. Verkefnið byggir á því að auka rabarbaraframleiðslu í landinu þannig að
hægt verði að minnka innflutning á rabarbara, auk þess að hefja útflutning á íslenskum rabarbara.
Þriðju verðlaun hlaut verkefnið Speni sem er hugmynd Halldórs Karlssonar. Verkefnið hlaut 200.000 krónur í verðlaun, auk
ráðgjafatíma frá KPMG. Verkefnið snýst um að aðstoða bændur við heimaframleiðslu á mjólkurafurðum með
færanlegu mjólkurbúi. Verkefnið Speni hlaut jafnframt 50.000 krónur eftir kosningu þeirra sem sóttu viðburðinn, eða verðlaunin "Val
fólksins".
Þá voru veitt sérstök hvatningarverðlaun. Verkefnið Orðflokkagreiningarforrit hlaut hvatningarverðlaunin í ár að
upphæð 50.000 krónur. Höfundur verkefnisins er Sigurður Friðleifsson. Forritið snýst um að gera orðflokkagreiningu meira spennandi og skemmtilegri en
hún er í dag.
Dómnefnd skipuðu Jón Steindór Árnason, framkvæmdastjóri Tækifæris fjárfestingasjóðs, Soffía
Gísladóttir, forsöðumaður Vinnumálastofnunar, Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Albertína
Friðbjörg Elíasdóttir, verkefnastjóri atvinnumála hjá Akureyrarbæ.
Frá Atvinnu- og nýsköpunarhelginni 2015.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samkomulag-um-flugklasann
|
Samkomulag um flugklasann
Í morgun var endurnýjað samkomulag Akureyrarbæjar við Markaðsstofu Norðurlands um flugklasann Air66N en markmiðið með starfi hans er að
komið verði á reglulegu millilandaflugi til og frá Akureyri sem stuðla mun að fjölgun ferðamanna á Norðurlandi. Akureyrarbær mun styðja
við markaðsstarf í þessu skyni á árunum 2015-2017 og nemur styrkurinn fyrir árið 2015 níu milljónum króna.
Styrkurinn greiðist í tvennu lagi ár hvert; 4.500.000 í mars og 4.500.000 í september. Greinargerð skal hafa borist fyrir liðið tímabil
áður en greidd er næsta greiðsla. Gert er ráð fyrir að styrkurinn nemi sömu upphæð fyrir árin 2016 og 2017 en það er
þó háð fjárhagsáætlun bæjarins á hverju ári og samþykkist sérstaklega við afgreiðslu
fjárhagsáætlunar fyrir hvert fjárhagsár.
Markaðsstofa Norðurlands skal gera Akureyrarbæ (bæjarstjóra) grein fyrir hvernig styrkfjárhæðinni er varið með greinargerð/skýrslu
ásamt rekstraryfirliti yfir verkefni á hverju ári, í fyrsta sinn í september 2015 og síðan tvisvar á ári meðan samkomulag er í
gildi.
Samninginn undirrituðu Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, og Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri
Markaðsstofu Norðurlands, að viðstöddum Dan Jens Brynjarssyni, fjármálastjóra Akureyrarbæjar, og Hjalta Páli Þórarinssyni,
verkefnastjóra flugklasans.
Við þetta tækifæri sagði Eiríkur Björn að starf flugklasans hefði nú þegar skilað nokkrum árangri og miklar vonir væru
bundnar við að það skilaði enn meiri árangri á næsta ári og allra næstu árum. "Markmiðið er fyrst og fremst að fjölga
ferðamönnum sem koma til Akureyrar með beinu flugi og auka nýtingu Akureyrarflugvallar," sagði bæjarstjóri.
Arnheiður, Eiríkur, Hjalti og Dan.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/syngid-fyrir-aldrada
|
Syngið fyrir aldraða
Öskudagurinn er á morgun og þá þyrpast krakkar á Akureyri um borg og bý til að syngja fyrir fólk og fá fyrir eitthvað gott
í gogginn. Íbúar á Öldrunarheimilum Akureyrar í Hlíð og Lögmannshlíð hafa sérstaklega óskað eftir því
að fá börn bæjarins í heimsókn á öskudaginn.
Allir sönghópar eru boðnir hjartanlega velkomnir og lofað fullt af frábærum og þakklátum áheyrendum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/oskudagurinn-a-glerartorgi-og-i-hofi
|
Öskudagurinn á Glerártorgi og í Hofi
Kötturinn verður sleginn úr tunnunni á Glerártorgi á öskudaginn. Þar verður söngva- og búningakeppni frá kl. 10-12 en
húsið verður opnað kl. 9.
Í Menningarhúsinu Hofi blása Menningarfélag Akureyrar og N4 til hæfileikakeppni frá kl. 12.30 til 14 og er hverjum sem er frjálst að koma og
taka þátt og koma í salinn að horfa á. Skráning í keppnina hefst kl. 11 í Hofi.
Krakkar í Hofi á öskudaginn 2014.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyringar-vilja-vidtaeka-samstodu-um-flugvallarmalid
|
Akureyringar vilja víðtæka samstöðu um flugvallarmálið
Samþykkt var samhljóða í bæjarstjórn Akureyrar í gær að skora á borgarfulltrúa Reykjavíkur að gefa hinni
svokölluðu Rögnunefnd svigrúm til að ljúka sinni vinnu vegna framtíðarskipulags við Reykjavíkurflugvöll og að ekki verði afgreitt
að svo komnu máli framkvæmdaleyfi á Hlíðarendasvæðinu í námunda við flugvöllinn.
Þrátt fyrir að eindreginn vilji Akureyringa í þessu máli hafi lengi legið fyrir, var samþykkt seint í gærkvöldi í
borgarstjórn Reykjavíkur að hefja undirbúningsframkvæmdir á Hlíðarendasvæði við Reykjavíkurflugvöll.
Samþykkt bæjarstjórnar Akureyrar sem bókuð var með 11 samhljóða atkvæðum hljóðar svo:
„Bæjarstjórn Akureyrar minnir enn og aftur á mikilvægi innanlandsflugs og að aðgengi landsbyggðanna að höfuðborginni er lykilatriði
fyrir farsæla byggðaþróun. Mikilvægt er að sem víðtækust samstaða allra landsmanna náist um framtíðarfyrirkomulag flugvallar
á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórn Akureyrar krefst þess að nefnd sem kennd er við Rögnu Árnadóttur, Rögnunefndin,
fái svigrúm og þann tíma sem hún þarf til þess að leggja fram sínar tillögur og skorar á borgarfulltrúa Reykjavíkur
að beita sér fyrir því að ekki verði afgreidd framkvæmdaleyfi á Hlíðarendasvæðinu fyrr en Rögnunefndin hefur lokið vinnu
sinni.“
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vetrarfri-a-akureyri-1
|
Vetrarfrí á Akureyri
Um næstu helgi eru vetrarfrí í flestum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land. Má búast við að
fjölskyldufólk leggi land undir fót og víst er að leið margra liggur norður. Prýðilegt veður er núna á Akureyri og
veðurspáin ágæt fyrir komandi daga. Nýfallinn snjór er í Hlíðarfjalli og líklegt að bæti talsvert í hann um
helgina.
Þeir sem ekki vilja verja öllum frídögunum á skíði hafa úr nógu að velja í bænum. Söfnin eru opin og mikið um
að vera í menningarlífinu. Kynnið ykkur það sem er á boðstólum með því að skoða Visitakureyri.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/alfareidin
|
Álfareiðin
Laugardaginn 21. febrúar kl. 15 verður opnuð í vestursal Listasafnsins á Akureyri sýning Lárusar H. List, Álfareiðin. Samskipti
manna við álfa og huldufólk eru listamanninum hugleikin á sýningunni. Huldufólk býr í klettum eða steinum og iðkar búskap sinn
líkt og mennirnir. Háskalegt er jafnan að styggja álfa en sé þeim gerður greiði eru ríkuleg laun vís.
Sýningin verður opin sunnudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag kl. 12-17. Henni lýkur formlega fimmtudaginn 26. febrúar kl. 15 með lokunarteiti.
Lárus H. List hefur haldið yfir 20 einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum á Íslandi og erlendis. Lárus
vinnur aðallega með olíu og akríl á striga en einnig í önnur form eins og ljósmyndir, ritlist, videolist og hljóðlist. Hann hefur einnig
samið klassískar tónsmíðar og gefið út skáldsögur.
Sýningin er hluti af röð 8 vikulangra sýninga sem hófst 10. janúar og mun standa til 8. mars. Habby Osk, Brenton Alexander Smith, Jóna Hlíf
Halldórsdóttir, Kristján Pétur Sigurðsson og Thora Karlsdottir hafa þegar sýnt og nú stendur yfir sýning Jorisar
Rademaker, Hreyfing. Sýningaröðinni lýkur með sýningu Arnars Ómarssonar MSSS sem opnar laugardaginn 28. febrúar kl.
15.
Lárus H. List.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-158-2015-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-nidurfelling-a-kvod-um-gongustig-i-baldursnesi-og-njardarnesi
|
Nr. 158/2015 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Niðurfelling á kvöð um göngustíg í Baldursnesi og Njarðarnesi
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 3. febrúar 2015 samþykkt deiliskipulagsbreytingu í A-áfanga Krossaneshaga á
lóðum við Baldursnes og Njarðarnes.
Breytingin felur í sér að á lóðum nr. 2, 4, 6 og 8 við Baldursnes og 1, 2, 9 og 14 við Njarðarnes, er felld niður kvöð um
göngustíg.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 6. febrúar 2015,
Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild - Útgáfud.: 20. febrúar 2015
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/verkefnastyrkir-ur-menningarsjodi
|
Verkefnastyrkir úr Menningarsjóði
Það styttist í að umsóknarfrestur um verkefnastyrki úr Menningarsjóði renni út og skulu verkefnin auðga menningarlífið í
bænum, hafa sérstöðu og fela í sér frumsköpun. Verkefni sem tengjast 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna njóta forgangs.
Umsóknarfresturinn er fram á föstudag 27.febrúar.
Einnig er auglýst er eftir umsóknum um samstarfssamninga við Menningarsjóð en margir slíkir samningar runnu út um áramótin.
Félagasamtökum sem hafa haft samning eða og hafa hug á að gera slíkan samning er bent á að sækja um. Hægt er að sækja um samninga
til eins, tveggja eða þriggja ára. Við úthlutun er litið til fjölbreytileika í starfsemi,aldurs þátttakenda og sýnileika.
Umsóknarfrestur um samstarfssamninga er til 27.febrúar 2015.
Einnig er auglýst eftir umsóknum um starfslaun listamanna en þau eru veitt til níu mánaða og er öllum með lögheimili á Akureyri heimilt
að sækja um. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér samþykkt um starfslaun listamanna á slóðinni http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/reglur-og-samthykktir/menningarmal. Engin eyðublöð
eru fyrir umsókn um starfslaun listamanna heldur skilar viðkomandi greinargerð og fylgigögnum ef við á í netfangið huldasif@akureyri.is eða í þjónustuanddyri Ráðhússins, Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 4.mars
2015.
Loks eru auglýstir tveir 250.000 þúsund króna styrkir úr Húsverndarsjóði Akureyrar en sjóðnum er ætlað að vinna að
verndun húsa og mannvirkja í bænum. Upplýsingar um reglur sjóðsins eru á heimasíðu Akureyrarbæjar http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/reglur-og-samthykktir/menningarmal.
Umsóknarfrestur er til 27.febrúar 2015.
Sótt er um verkefnastyrki og samstarfssamninga Menningarsjóðs og styrki úr Húsverndarsjóði á heimasíðu Akureyrarbæjar http://www.akureyri.is/is/ibuagatt/umsoknir Ef umsækjandi hefur ekki aðgang að tölvu er hægt að
sækja um í gestatölvu í anddyri Ráðhússins.
Upplýsingar um reglur Menningarsjóðs og Menningarstefna Akureyrarbæjar 2013-2018 eru á heimasíðu Akureyrarbæjar http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/reglur-og-samthykktir/menningarmal . Það er
stjórn Akureyrarstofu sem tekur ákvörðun um styrkveitingarnar.
Nánari upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnastjóri viðburða- og menningarmála í netfanginu huldasif@akureyri.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/a-daudans-timi-ad-vera-oviss
|
Á dauðans tími að vera óviss?
Þriðjudaginn 24. febrúar kl. 17 heldur heimspekingurinn Guðmundur Heiðar Frímannsson fyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir
yfirskriftinni Á dauðans tími að vera óviss?
Á fyrirlestrinum skoðar Guðmundur Heiðar stöðu líknardráps og reynir að svara því hvort við eigum að geta ráðið
dauðastund okkar sjálf. Hvaða rök hníga til þess og hvað mælir gegn því? Reynt verður að rökstyðja þá skoðun
að við vissar kringumstæður kunni það að vera siðferðilega réttlætanlegt að stytta líf sitt og fá aðstoð til
þess.
Guðmundur Heiðar Frímannsson er prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri. Hann lauk doktorsprófi í
siðfræði frá Háskólanum í St. Andrews í Skotlandi.
Þetta er sjötti Þriðjudagsfyrirlestur ársins og sem fyrr fara þeir fram í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi á hverjum
þriðjudegi kl. 17. Aðgangur er ókeypis.
Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans
á Akureyri. Aðrir fyrirlesarar vetrarins eru Elísabet Ásgrímsdóttir, Katrín Erna Gunnarsdóttir, María Rut Dýrfjörð,
Jón Páll Eyjólfsson og Hildur Friðriksdóttir.
Guðmundur Heiðar Frímannsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samningur-um-akureyrarvoku-2015
|
Samningur um Akureyrarvöku 2015
Í dag var undirritaður samningur við Jón Gunnar Þórðarson leikstjóra um verkefnastjórn á Akureyrarvöku 2015 í samvinnu
við Akureyrarstofu og er þetta í þriðja skipti sem Jón Gunnar er fenginn til starfans. Hátíðin fer fram 28.-30. ágúst en
afmælisdagur Akureyrarbæjar er 29.ágúst.
Akureyrarvaka hefur tvö síðustu ár unnið með ákveðið þema. Árið 2013 var þemað fjölmenning, í fyrra var
það al-menning fyrir almenning og í ár mun dagskráin litast af því að nú er þess minnst að 100 ár eru síðan konur
á Íslandi fengu kosningarétt. Fjölmargar konur hafa gert Akureyrarbæ að þeim menningarbæ sem hann er í dag og verður þeirra
sérstaklega minnst af þakklæti og virðingu eins og vera ber.
Vinna við dagskrá Akureyrarvöku er þegar hafin og enn sem fyrr er áhersla lögð á fjölbreytta, metnaðarfulla og litríka dagskrá
þar sem bæjarbúar og gestir fá notið saman einstakrar upplifunar. Allir þeir sem hafa skemmtilegar hugmyndir í kollinum eru hvattir til að senda
línu í netfangið akureyravaka@akureyri.is.
Jón Gunnar Þórðarson og Skúli Gautason framkvæmdastjóri Akureyrarstofu undirrita samninginn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fundur-um-afmaeli-kosningarettar-kvenna
|
Fundur um afmæli kosningaréttar kvenna
Í ár er þess minnst að 100 ár eru síðan íslenskar konur fengu kosningarétt og af því tilefni verður fjöldi
viðburða um land allt. Einnig er haldið úti sérstakri heimasíðu með upplýsingum um
viðburði og annað sem tengist afmælinu.
Nokkrir hápunktar verða til dæmis á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars, kvennadeginum 19. júní og kvennafrídeginum 24.
október. Til að kveikja hugmyndir og koma á samstarfi milli kvennahópa, félaga, samtaka og allra þeirra sem hafa áhuga á að taka
þátt í hátíðarhöldum ársins, verður haldinn opinn samráðs- og hugmyndafundur fimmtudaginn 26. febrúar klukkan 17-18.30 í
Rósenborg á 3. hæð. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/atak-gegn-heimilisofbeldi
|
Átak gegn heimilisofbeldi
Í dag var undirrituð í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri samstarfsyfirlýsing Akureyrarbæjar og embættis lögreglustjórans á
Norðurlandi eystra um átak gegn heimilisofbeldi. Yfirlýsinguna undirrituðu Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og Halla
Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.
Yfirlýsingin er svohljóðandi:
Félagsmálaráð og bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykktu á fundum sínum 12. desember 2014 og 18. febrúar 2015 að
Akureyrarbær beiti sér fyrir átaki gegn heimilisofbeldi í samvinnu við lögregluna á Norðurlandi eystra. Um nánari útfærslu er
vísað til samstarfs lögreglunnar og fjölskyldudeildar um átaksverkefni gegn heimilisofbeldi.
Verkefnið hefst 1. mars 2015 og er gert ráð fyrir því að það standi í eitt ár og að árangur verði metinn að
því loknu.
Akureyrarbær og embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra munu vinna saman að þessu verkefni í samráði við
hagsmunasamtök og aðra sem geta lagt verkefninu lið.
Frá undirritun samstarfsyfirlýsingarinnar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/msss
|
MSSS
Laugardaginn 28. febrúar kl. 15 verður opnuð í vestursal Listasafnsins á Akureyri sýning Arnars Ómarssonar, MSSS.
MSSS (Mega Space Super Station) er upplifunarinnsetning þar sem listamaðurinn leikur sér á mörkum skáldskapar og vísinda. Á
sýningunni fjallar Arnar um samskipti tölvunnar við menn og horfir sérstaklega til mennskrar hliðar tölvunnar. Sú iðja kveikti áhuga hans á
framtíðarspám og tengslunum milli vísindaskáldskapar og geimvísinda. Þar liggur mikil og heillandi óvissa um framtíðina. Hvernig hefur
vísindaskáldskapur breytt viðhorfi okkar til vísinda? Eru vísindaframfarir að einhverju leyti byggðar á vísindaskáldskap? Þetta
viðfangsefni er stútfullt af myndlíkingum, fallegu myndmáli og byggir á ríkri spádómsmenningu sem teygir sig árhundruð aftur í
tímann.
Arnar Ómarsson hefur starfað sem listamaður í Danmörku og á Íslandi frá því hann lauk námi í London 2011. Hann notar
eðli mannsins sem viðfangsefni og vinnur með samband hans við umhverfið í ýmsum myndum. Hann er annar skipuleggjenda Reita á Siglufirði og rekur
gestavinnustofu í Danmörku.
MSSS lýkur 8. mars og er síðasta sýningin í röð 8 vikulangra sýninga í vestursal Listasafnsins sem hófst 10.
janúar síðastliðinn. Habby Osk, Brenton Alexander Smith, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kristján Pétur Sigurðsson, Thora Karlsdotti,
Joris Rademaker og Lárus H. List hafa þegar sýnt.
Lokunarteiti sýningarinnar verður laugardaginn 7. mars kl. 15-17.
Arnar Ómarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/menntun-og-vidtaekt-forvarnarstarf
|
Menntun og víðtækt forvarnarstarf
Í morgun birtist á Visir.is grein eftir Eygló Antonsdóttur nema í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla
Íslands þar sem hún fer mjög lofsamlegum orðum um starfsemi félagsmiðstöðvanna á Akureyri. Eygló skrifar m.a. að
félagsmiðstöðvarnar séu faglegar menntastofnanir sem sinni mjög víðtæku forvarnarstarfi.
Greinina má lesa á Visir.is.
Eygló Antonsdóttir. Mynd af Visir.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hlyleikinn-verdlaunadur
|
Hlýleikinn verðlaunaður
Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent á Bessastöðum sunnudaginn 22. febrúar sl. og meðal þeirra sem hlutu verðlaunin var
María Guðnadóttir nemi við Háskóla Íslands. Verðlaunin hlaut hún fyrir verkefni sitt um Eden hugmyndafræðina og hlýleika
á öldrunarheimilum Akureyrar. Leiðbeinandi hennar var Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA.
Hægt er að nálgast verkefnið hér.
Viðtal við Maríu Guðnadóttur á Rás 1.
María Guðnadóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-189-2015-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-asatun-40-48
|
Nr. 189/2015 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Ásatún 40-48
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 20. janúar 2015 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Naustahverfi, 1. áfanga á
lóð nr. 40-48 við Ásatún.
Breytingin felur m.a. í sér að lóðin Ásatún 40-48 stækkar og heimilt verður að byggja þar fjögur fjölbýlishús
í stað tveggja. Eftir breytingu eykst heildarfjöldi íbúða og verða þær 60, auk þess fjölgar bílastæðum.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 10. febrúar 2015,
Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild - Útgáfud.: 25. febrúar 2015
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fraedsludagur-i-grofinni
|
Fræðsludagur í Grófinni
Fræðsludagur verður haldinn Grófinni, geðverndarmiðstöð, laugardaginn 7. mars kl. 11.00-14.30. Fræðslan er sérstaklega miðuð að
þörfum aðstandenda fólks með geðraskanir og öllum öðrum sem hafa áhuga á framförum í geðheilbrigðismálum.
Dagskráin er svohljóðandi:
Kl. 11.00: Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi og forstöðumaður Hugarafls og Geðheilsu-eftirfylgdar, fjallar um valdeflingu meðal fólks með
geðraskanir og stöðu aðstandenda
Kl. 12.00: Smá hlé og léttar veitingar í boði hússins
Kl. 12.30: Benedikt Þór Guðmundsson aðstandandi fjallar um ástvinamissi eftir sjálfsvíg og sjálfsvígsforvarnir
Kl. 13.30: Kristján Jósteinsson félagsráðgjafi fjallar um batamódelið í geðheilbrigðisþjónnustu
Fræðslan er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Engin aðgangseyrir.
Grófin er í Hafnarstræti 95, 4. hæð, fyrir ofan Apótekarann í göngugötunni.
Einnig er vakin athygli á grein eftir Eymund L. Eymundsson á Visir.is um Geðraskanir
og sjálfsvíg.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/listakonan-i-fjorunni
|
Listakonan í Fjörunni
Þriðjudaginn 3. mars kl. 17 heldur Elísabet Ásgrímsdóttir fyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Listakonan í
Fjörunni.
Á fyrirlestrinum skoðar Elísabet feril ömmu sinnar og nöfnu Elísabetar Geirmundsdóttur sem var fjölhæf alþýðulistakona.
Hún er ef til vill þekktust fyrir höggmyndir sínar þó hún gerði einnig málverk, teikningar, myndskreytti bækur, hannaði hús og
merki og samdi ljóð og lög. Yfirlitssýning á verkum Elísabetar Geirmundsdóttur hefur staðið í Listasafninu síðan 10.
janúar en henni lýkur næstkomandi sunnudag, 8. mars.
Elísabet Ásgrímsdóttir hefur fengist við myndlist til fjölda ára og útskrifast í vor frá fagurlistadeild Myndlistaskólans
á Akureyri.
Þetta er sjöundi Þriðjudagsfyrirlestur ársins og sem fyrr fara þeir fram í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi á hverjum
þriðjudegi kl. 17. Aðgangur er ókeypis.
Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans
á Akureyri. Aðrir fyrirlesarar vetrarins eru Katrín Erna Gunnarsdóttir, María Rut Dýrfjörð, Jón Páll Eyjólfsson og Hildur
Friðriksdóttir.
Elísabet Ásgrímsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/starfslaun-listamanna-3
|
Starfslaun listamanna
Á morgun rennur út frestur til að sækja um starfslaun listamanna á Akureyri fyrir tímabilið 1. júní 2015 til 31. maí 2016 sem
stjórn Akureyrarstofu auglýsti. Starfslaunum verður úthlutað til eins listamanns og hlýtur viðkomandi 9 mánaða starfslaun.
Markmiðið er að listamaðurinn sem starfslaunin hlýtur geti helgað sig betur listsköpun sinni eða einstökum verkefnum á vettvangi hennar á
tímabilinu. Einungis listamenn sem eiga lögheimili á Akureyri koma til greina.
Umsækjendur skili, ásamt umsókn, upplýsingum um listferil sinn og greinargóðum upplýsingum um hvernig starfslaunatíminn skal notaður.
Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri Ráðhússins að Geislagötu 9.
Nánari upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir, verkefnisstjóri viðburða og menningarmála, hjá Akureyrarstofu í netfanginu huldasif@akureyri.is
Samþykkt um starfslaun listamanna.
Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2015.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nordur-um-paskana
|
Norður um páskana
Lokið er Komdu norður leik sem Akureyrarstofa stóð fyrir á Visitakureyri.is og var nafn Fífu Konráðsdóttur dregið úr hópi um
600 manns sem gátu svarað því rétt að enginn aðgangseyrir er að Listasafninu á Akureyri. Fífa hreppti að launum helgarpassa fyrir tvo
í Hlíðarfjall og 10 sundmiða í Sundlaug Akureyrar. Hún segir að fjölskyldan hafi mjög gaman af útivist og reyni að komast á
fjöll eins oft og færi gefst, gjarnan á skíði eða snjóbretti.
"Við eigum þrjú börn og synir okkar, 18 og 11 ára, eru báðir mest á snjóbrettum eins og við hjónin en 5 ára dóttir
okkar vill vera á skíðum. Við höfum yfirleitt farið norður á Akureyri á hverju ári gagngert til að komast í þetta
fjölskylduvæna umhverfi í Hlíðarfjalli. Vinningurinn kemur sér mjög vel og við áætlum ad nýta skíðapassana og
sundmiðana um páskana," segir Fífa Konráðsdóttir.
Fífa Konráðsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarstjorn-fundar-med-borgarstjorn
|
Bæjarstjórn fundar með borgarstjórn
Fimmtudaginn 5. mars verður sameiginlegur fundur bæjarstjórnar Akureyrar og borgarstjórnar Reykjavíkur haldinn í Menningarhúsinu Hofi á
Akureyri.
Fundurinn hefst kl. 16.00 og er opinn almenningi.
Yfirskrift fundarins er „Unga fólkið og framtíðin – hvað skiljum við eftir okkur?“
Allir velkomnir.
Upptaka frá fundinum verður sýnd í N4 Sjónvarpi laugardaginn 7. mars kl. 16.00.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-208-2015-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-thingvallastraeti-23-og-borgargil-1
|
Nr. 208/2015 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Þingvallastræti 23 og Borgargil 1
Breyting á deiliskipulagi tjaldsvæðisreits við Þórunnarstræti.
Skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar hefur þann 25.
febrúar 2015 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir tjaldsvæðisreit við Þórunnarstræti á lóð Þingvallastrætis 23,
á grundvelli e-liðar 4. gr. í samþykkt um skipulagsnefnd.
Breytingin felur í sér að byggingarreitur fyrir vesturálmu stækkar til suðurs og nýtingarhlutfall hækkar lítillega.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.
Breyting á deiliskipulagi Giljahverfis.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 17. febrúar 2015 samþykkt
deiliskipulagsbreytingu í Giljahverfi fyrir lóðir Giljaskóla og Borgargils 1.
Breytingin felur í sér að 274,9 m² eru teknir af lóð Giljaskóla sem leggjast við lóð Borgargils 1. Lóð Giljaskóla verður
25.910,7 m² eftir breytingu og lóð Borgargils 1 verður 2.995,8 m².
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 2. mars 2015,
Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild - Útgáfud.: 3. mars 2015
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kennsla-i-freeski-og-brettaleikni
|
Kennsla í freeski og brettaleikni
Á Íslensku vetrarleikunum á Akureyri verður boðið upp á
námskeið í free ski og brettaleikni. Námskeiðin fara fram 12.–13. mars frá kl. 15–18 og verður kennt í tveimur aldurslokkum, 10–13
ára og 14 ára og eldri.
Kennari á brettanámskeiðinu verður enginn annar en Einar Stefánsson, 21 árs Akureyringur og gullverðlaunahafi á IWG 2014. Einar hefur verið
við nám í snjóbrettaskóla í Salem í Svíþjóð. Hann hefur ferðast um heiminn þar sem hann keppir á
snjóbretti og býr til myndbönd. Einar verður hérlendis meðan Íslensku vetrarleikarnir standa yfir og því er kærkomið
tækifæri fyrir brettaáhugafólk að læra af þeim besta.
Nánar um þetta spennandi námskeið á heimasíðu Íslensku
vetrarleikanna.
Heimasíða Íslensku vetrarleikanna.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-229-2015-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-orlofsbyggd-nordan-kjarnalundar
|
Nr. 229/2015 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Orlofsbyggð norðan Kjarnalundar
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 17. febrúar 2015 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir orlofsbyggð norðan
Kjarnalundar.
Breytingin felur m.a. í sér að aðkoma að lóð nr. 2 verður tímabundið úr vestri. Byggingarreitir færast til á
lóð nr. 2 og er fjórum þeirra snúið samsíða götu. Bindandi byggingarlína er sett á byggingarreiti austan götunnar.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 19. febrúar 2015,
Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild - Útgáfud.: 5. mars 2015
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hugmyndathing-med-ungmennum
|
Hugmyndaþing með ungmennum
Í dag var haldinn sameiginlegur fundur bæjarstjórnar Akureyrar og borgarstjórnar Reykjavíkur í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þar
áttu sér stað góðar og gagnlegar umræður um unga fólkið og framtíðina. Undir lok fundarins var eftirfarandi tillaga borin upp og
samþykkt:
Fundurinn samþykkir að hefja undirbúning að hugmyndaþingi með kjörnum fulltrúum og nemendum á unglingastigi í báðum
sveitarfélögum þar sem leitað verður eftir upplýsingum um það sem helst hvílir á unglingum þegar kemur að
lýðræðis- og umhverfismálum. Þingin verði haldin í október og sameiginleg að hluta með aðstoð
fjarfundarbúnaðar.
Nánari upplýsingar veita Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar Akureyrar og Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar
Reykjavíkur.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/til-hamingju-med-lisu-i-undralandi
|
Til hamingju með Lísu í Undralandi
Leikfélag Akureyrar fær mikið hrós þessa dagana fyrir uppsetninguna á ævintýrinu um Lísu í Undralandi. Góðir dómar
hafa birst í fjölmiðlum og það er mál manna að hér sé á ferðinni mjög vönduð og góð skemmtun fyrir alla
fjölskylduna.
Niðurstaða leikhússrýnis á Visir.is var: "Hressileg og skemmtileg fjölskyldusýning uppfull af góðum leikhúslausnum, léttri
tónlist og vönduð í allri framsetningu."
Umfjöllun á Visir.is.
Um sýninguna á vef Leikfélags Akureyrar.
Mynd úr uppfærslu Leikfélags Akureyrar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ahrif-ofbeldis-a-heimilum-a-born
|
Áhrif heimilisofbeldis á börn
Sunnudaginn 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna verður haldinn hádegisfundur í Menningarhúsinu
Hofi um ofbeldi á heimilum og þau áhrif sem það hefur á börn. Að fundinum standa Zontaklúbbur Akureyrar, Zontaklúbburinn
Þórunn hyrna og Jafnréttisstofa.
Dagskráin er þessi:
Húsið opnar kl. 11.30: Boðið upp á hressingu.
Ofbeldi á heimilinu, „Þetta var bara alveg gert fyrir framan mig, já …“: Guðrún Kristinsdóttir, prófessor. Ritstjóri
bókarinnar Ofbeldi á heimili - Með augum barna.
Heimilisofbeldi frá sjónarhóli lögreglunnar: Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri Norðurlands eystra.
Ofbeldi milli námkominna - sjónarmið barnaverndar: Áskell Örn Kárason, sálfræðingur og forstöðumaður barnaverndar.
Raddlaus börn í ábyrgðarhlutverkum: Björg Guðrún Gísladóttir, bókmenntafræðingur. Höfundur bókarinnar
Hljóðin í nóttinni.
Pallborð og umræður.
Allir eru hjartanlega velkomnir. Fundarstjórar verða Fjóla Björk Jónsdóttir, formaður Zontaklúbbs Akureyrar, og Valgerður Sverrisdóttir,
formaður Zontaklúbbsins Þórunn hyrna.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/islensku-vetrarleikarnir-eru-hafnir
|
Íslensku vetrarleikarnir eru hafnir
Íslensku vetrarleikarnir hófust á Akureyri í dag en þeir verða með öðru og stærra sniði en á síðasta ári.
Éljagangshátíð Akureyringa hefur nú verið sameinuð Íslensku vetrarleikunum og stendur hátíðin yfir frá 6.-14. mars. Segja
má að flautað hafi verið til leiks í dag þegar lokið var við smíði landsins stærsta snjókarls en hann stendur á flötinni
fyrir framan Samkomuhúsið þar sem Lísa í Undralandi ræður ríkjum um þessar mundir.
Alls kyns viðburðir sem tengjast vetaríþróttum og vetrarferðamennsku verða á dagskránni alla næstu daga og smám saman æsast
leikar þar til hápunkti hátíðarinnar er náð dagana 12.-14. mars. Þá kemur til bæjarins fólk sem hefur gert garðinn frægan
um víða veröld fyrir frábæra leikni á snjóbrettum og hinu svokallaða „freeski“ en þá renna menn sér á
sérstökum skíðum sem eru þeirrar gerðar að engu máli skiptir hvort menn renna sér aftur á bak eða áfram, þau eru sveigð
upp á báðum endum. Um 50 erlendir þátttakendur eru skráðir til leiks.
Af öðrum viðburðum má nefna vasaljósagöngu í Hlíðarfjalli, vélsleðaprjónkeppni við Glerártorg, Bautatölt
í Skautahöllinni, brettakeppni á Ráðhústorgi, þyrluskíðaferðir og fleira og fleira.
Hægt er að skoða lista yfir alla helstu viðburði á heimasíðu
Íslensku vetrarleikanna.
Hatturinn settur á snjókarlinn við Samkomuhúsið. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/heimkoma-bikarmeistaranna-i-dag-kl-17
|
Heimkoma bikarmeistaranna í dag kl. 17
KA varð í gær bikarmeistari karla í blaki eftir sigur á HK í Laugardalshöll. Vegna veðurs komust strákarnir ekki heim fyrr en í
dag.
Tekið verður á móti þeim með pompi og prakt í dag klukkan 17 í KA-heimilinu. Bæjarbúar eru hvattir til að koma í
KA-heimilið og fagna þessum góða meistaratitli.
Mynd og frétt af heimasíðu KA.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/adur-fyrr-seinna-meir
|
Áður fyrr seinna meir
Þriðjudaginn 10. mars kl. 17 heldur myndlistarkonan Katrín Erna Gunnarsdóttir fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, undir
yfirskriftinni Áður fyrr seinna meir / Before in the After. Í fyrirlestrinum fjallar Katrín um lokaverkefni sitt frá LHÍ 2012 sem hún
tengir við persónulega þróun sína í listsköpum og ræðir hvernig „ein lítil hugmynd getur haft gríðarleg áhrif
á mann í langan tíma og jafnvel gefið tóninn fyrir feril manns sem heild“.
Auk Listaháskóla Íslands nam Katrín við Myndlistaskólann í Reykjavík og Chelsea School of Art and Design, í Bretlandi. Hún
er einnig útskrifuð úr BA námi í listfræði og almennri trúarbragðafræði frá Háskóla Íslands.
Þetta er áttundi Þriðjudagsfyrirlestur ársins og sem fyrr fara þeir fram í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi á hverjum
þriðjudegi kl. 17. Aðgangur er ókeypis.
Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans
á Akureyri. Aðrir fyrirlesarar vetrarins eru María Rut Dýrfjörð, Jón Páll Eyjólfsson og Hildur Friðriksdóttir.
Katrín Erna Gunnarsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/keimur-af-latum-veseni-og-godu-skapi
|
Keimur af látum, veseni og góðu skapi
Hugmyndin um að opna Listasalinn Braga í Ungmennahúsinu Rósenborg fæddist á haustmánuðum 2014. Tilgangurinn er að bæta við
listaflóru Akureyrar og veita ungmennum sem vantar sýninga- og vinnustað tækifæri til að koma list sinni á framfæri. Bragi er á fjórðu
hæð í Rósenborg, Skólastíg 2.
Myndlistarmaðurinn Klængur Gunnarsson segir að stefnan sé að festa Braga í sessi sem hluta af lista- og menningarstarfsemi Akureyrar og koma á samstarfi
við þær sterku og merku liststofnanir sem eru starfræktar í bænum.
"Hugmyndin er sú að ungir listamenn fái afnot af salnum í 2-3 vikur, vinni gömul verk sem ný og svo opnar Bragi dyr sínar í einn dag þar
sem almenningur getur fengið að njóta listarinnar. Listasalurinn er því ekki hefðbundið gallerí og er frekar hugsaður sem lifandi vinnustofa sem
bætir og kætir og grætur og lætur eins og honum sýnist, segir Klængur.
Hingað til
hafa Þorvaldur Guðni Sævarsson, Sara Cuzco og nemendur Listnámsbrautar VMA sett svip sinn á húsið og bætt við listrænum anda sem svífur
hátt sem lágt.
Heitið á listasalnum skírskotar til Braga guðs skáldskapar í norrænni goðafræði en Listasalurinn Bragi dregur þó nafn sitt af
Bragakaffi sem forsvarsmenn salarins segja vera prýðilegt vinnustaðakaffi sem beri keim af látum, veseni og góðu skapi.
Nánari upplýsingar er að finna á http://facebook.com/ListasalurinnBragi.
Ungt fólk með listræn verkefni er hvatt til að hafa samband við Listasalinn Braga sem tekur á móti alls kyns list, hvort sem um er að ræða
málverk, teikningar, innsetningar, gjörninga, ritverk, tónverk eða eitthvað allt annað.
Sýning í Listasalnum Braga.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/myndbandasamkeppni-i-5-10-bekk
|
Myndbandasamkeppni í 5.-10. bekk
Barnabókasetur stendur nú fyrir myndbandasamkeppni fyrir nemendur í 5.-10. bekk í grunnskólum við Eyjafjörð. Markmiðið er að hvetja
börn og unglinga til að lesa og tjá sig um bækurnar sem þau lesa. Með því að gera lestur barna og unglinga sýnilegri og virkja unga lesendur
til jafningjafræðslu má fjölga lestrarhestunum - fá fleiri til að brokka af stað - og gera lestur að spennandi tómstundaiðju.
Nemendur geta unnið einir eða í hópi og hafa frjálsar hendur um efnistök, aðalatriðið er að þeir lesi og noti hugmyndaflugið og
tæknina. Fjalla skal um eina barna- eða unglingabók að eigin vali í hverju myndbandi. Bókin þarf að hafa komið út á íslensku
á árunum 2012-2014.
Myndböndin skulu vera 2-3 mínútur að lengd. Vista skal myndböndin á youtube.com og senda slóðina og upplýsingar um höfunda til barnabokasetur@unak.is. Skilafrestur rennur út 2. apríl. Sjá nánar á amtsbok.is/siljan.
Öll myndböndin verður því hægt að sjá á netinu. Valin myndbönd verða jafnframt tengd við einn fjölsóttasta vef landsins,
gegnir.is þar sem þau munu koma að góðum notum þegar börn og unglingar leita sér að lesefni.
Verðlaun:
verðlaun: 25.000 krónur.
verðlaun: 15.000 krónur.
verðlaun: 10.000 krónur.
Auk þess fær skólasafnið í skóla sigurvegarans 100 þúsund króna bókaúttekt frá Félagi íslenskra
bókaútgefenda.
Siljan hlaut styrk úr Barnamenningarsjóði. Barnabókasetur er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri, Amtsbókasafnsins og Minjasafnsins á
Akureyri. Umsjón með verkefninu er í höndum stjórnar Barnabókasetursins sem skipuð er Brynhildi Þórarinsdóttur, rithöfundi og
dósent við Háskólann á Akureyri, Haraldi Þór Egilssyni safnstjóra Minjasafnsins á Akureyri og Hólmkeli Hreinssyni
Amtsbókaverði.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sinfoniuhljomsveit-islands-i-hofi-2
|
Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hofi
Föstudaginn 13. mars leikur Sinfóníuhljómsveit Íslands þriðja sinni í Hofi. Mikil tilhlökkun fylgir því að taka á
móti hljómsveitinni á ný enda er hún með glæsilega efnisskrá í farteskinu þar sem Áshildur Haraldsdóttir leikur einleik
í heillandi flautukonsert Rodrigos undir stjórn Önnu-Mariu Helsing, einnar skærustu stjörnu Sibeliusar-akademíunnar í Finnlandi.
Concierto Pastoral, flautukonsert spænska tónskáldsins Joaquín Rodrigos, var frumfluttur í London 1978 og hefur allar götur síðan notið
mikilla vinsælda. Konsertinn var saminn fyrir James Galway en einleikshlutverkið að þessu sinni er í höndum Áshildar Haraldsdóttur flautuleikara í
Sinfóníuhljómsveit Íslands. Áshildur hefur um árabil verið mikilvirk í íslensku tónlistarlífi, bæði sem einleikari
og flytjandi kammertónlistar.
Á efnisskránni eru einnig Expo eftir Magnus Lindberg og fyrsta sinfónía Sibeliusar.
Verk Magnusar Lindberg, samlanda Helsing, þykja full bjartsýni, jákvæðni og staðfestu en verkið Expo samdi hann fyrir Fílharmóníusveitina
í New York. Sibelius lauk við fyrstu sinfóníu sína 1898 og stjórnaði sjálfur frumflutningi verksins ári síðar.
Sinfónían ber sterk einkenni þjóðernishyggju og var samin undir áhrifum Pathétique-sinfóníu Tchaikovskys.
Anna-Maria Helsing hljómsveitarstjóri lærði hjá Leif Segerstam og naut leiðsagnar Esa-Pekka Salonen og Gustavos Dudamel. Á árunum 2010 til 2013 var
hún aðalhljómsveitarstjóri Oulu sinfóníuhljómsveitarinnar, fyrst kvenna til að vera aðalstjórnandi finnskrar
sinfóníuhljómsveitar. Helsing hefur stjórnað öllum helstu hljómsveitum Finnlands ásamt hljómsveitum í Skandinavíu og
Eystrasaltsríkjunum.
Tryggið ykkur miða á þennan einstaka
tónlistarviðburð.
Ungt fólk, 25 ára og yngra, fær 50% afslátt af miðum á tónleika Sinfóníunnar í Hofi. Tónleikarnir hefjast kl. 19.30.
Sinfóníuhljómsveitin heldur tónleikakynningu kl. 18.30 á 1862 Nordic Bistro þar sem verk kvöldsins verða kynnt í tali og
tónum. Sérstakur gestur verður Anna-Maria Helsing hljómsveitarstjóri. Kynningin er öllum opin og aðgangur ókeypis.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jan-voss-i-listasafninu
|
Jan Voss í Listasafninu
Laugardaginn 14. mars kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri sýning á verkum þýska myndlistarmannsins Jan Voss. Sýningin ber
yfirskriftina Með bakið að framtíðinni.
Spurningin „hvað er mynd?“ er undirliggjandi þáttur í viðfangsefnum Jan Voss. Þótt óhefðbundnar vinnuaðferðir hans hafi
stöku sinnum kallað fram svipleiftur þess sem gætu hafa verið svör þá hefur leit hans – sem spannar ólíka miðla – ekki bent
á neitt umfram það sem væri speglun af einhverju öðru.
Jan Voss er fæddur 1945 í Þýskalandi og búsettur í Amsterdam. Sem ungur listamaður vann hann við að teikna teiknimyndasögur sem hann
prentaði sjálfur og gaf út. Hann gekk síðar til liðs við félaga sína þær Henriëtte van Egten og Rúnu Thorkelsdóttur
og síðastliðin 30 ár hafa þau í sameiningu rekið hina einstöku jaðarbókaverslun Boekie Woekie en þar eru seldar bækur eftir listamenn.
Í tilefni sýningarinnar kemur út á vegum Listasafnsins á Akureyri vönduð bók eftir Jan Voss, With the Back to the Future, sem gefin
verður út á ensku.
Ávörp á opnuninni flytja Hlynur Hallsson safnstjóri og Thomas H. Meister sendiherra Þýskalands á Íslandi auk þess sem Norðanpiltar
koma fram af þessu tilefni.
Listamannaspjall með Jan Voss verður í Listasafninu fimmtudaginn 19. mars kl. 17-17.45. Leiðsögn um sýningarnar í Listasafninu / Ketilhúsinu er alla
fimmtudaga kl. 12.15.
Sýningin Með bakið að framtíðinni stendur til 10. maí og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/i-spor-thorunnar-hyrnu
|
Í spor Þórunnar hyrnu
Laugardaginn 14. mars býðst konum kjörið tækifæri til að hreyfa sig og njóta útivistar með því að skella sér á
gönguskíði í Hlíðarfjalli. Kvennaskíðagangan "Í spor Þórunnar Hyrnu" verður þá haldin í áttunda sinn.
Sem fyrr verður hægt að velja um tvær vegalengdir, 3,5 og 7 km.
Upphitun hefst klukkan 12.50 en gangan hefst klukkan 13.00 og gengið er án tímatöku. Þátttökugjald er 1.500 kr. en frítt er fyrir 14 ára og
yngri. Skíðaleiga er á staðnum og einnig er hægt að láta smyrja skíðin gegn vægu gjaldi. Skráning fer fram í
gönguhúsi norðan Skíðastaða frá klukkan 11.30.
Þegar í mark er komið verða ýmsar veitingar í boði og glæsileg útdráttarverðlan. Þetta er kjörið tækifæri
fyrir mæðgur, vinkonur, saumaklúbba, vinnustaðahópa, hlaupahópa og fleiri að koma í fjallið og eiga skemmtilega stund saman.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagskra-islensku-vetrarleikanna-flytt
|
Dagskrá Íslensku vetrarleikanna flýtt
Veðurspáin fyrir morgundaginn er afleit og því hefur verið ákveðið að freeski- og snjóbrettamót sem vera áttu á morgun,
laugardag, fari fram í dag, föstudag. Skipuleggjendur mótsins funduðu stíft í gær og fóru vandlega yfir öll atriði sem snúa að
skilyrðum fyrir keppendur og var ákveðið að besti kosturinn væri að flýta mótinu um einn dag.
Æfingar hefjast því stundvíslega kl 9.00 í dag í Hliðarfjalli. Mótið sjálft byrjar kl 13.00 og stendur yfir til 17.30.
Mótshaldarar vonast til að sjá sem flesta í Hlíðarfjalli á morgun með myndavélarnar á lofti en reiknað er með spennandi
móti í ár, enda eru keppendur margir á heimsmælikvarða.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gildagur-a-laugardag
|
Gildagur á laugardag
Á morgun, laugardaginn 14. mars, verður Gildagur í Listagilinu en þá verða opnaðar 6 nýjar sýningar en alls verður hægt að
skoða 10 sýningar af ýmsum toga. Listagilinu verður lokað fyrir bílaumferð frá kl. 14-18 en opið fyrir gangandi vegfarendur sem og hjólandi.
Dagskrá Gildagsins:
12-17 Listasafnið á Akureyri, Ketilhús
Kaupvangsstræti 8
Yfirlitssýning: Iðunn Ágústsdóttir
13-17 Deiglan
Kaupvangsstræti 23
Feðgin - framhald sköpunar: Ásgrímur Ágústsson og Elísabet Ásgrímsdóttir
14-16 Flóra: Opnun
Hafnarstræti 90
Ef ég væri fugl sem heitir súrmjólk: Freyja Reynisdóttir
14-17 Langi Gangur: Opnun
Kaupvangsstræti 10
Það er komin vetrartíð: ÁLFkonur
14-17 Salur Myndlistarfélagsins: Opnun
Kaupvangsstræti 10
Grasrót: Fjöldi manns úr vinnustofum Grasrótar
14-17 Mjólkurbúðin
Kaupvangsstræti 12
Mæðgur mæðgin: Eiríkur Arnar Magnússon
14-17 Sjoppan, vöruhús
Kaupvangsstræti 21
Tilboð í lúgunni!: Almar Alfreðsson
15-17 Listasafnið á Akureyri: Opnun
Kaupvangsstræti 12
Með bakið að framtíðinni / With the Back to the Future: Jan Voss
16-18 SALT VATN SKÆRI: Opnun
Kaupvangsstræti 23
Fjórða opnun af sex: Freyja Reynisdóttir og Hekla Björt Helgadóttir
16-18 SALT VATN SKÆRI: Opnun
Kaupvangsstræti 23
Blái flygillinn: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tonleikum-sinfoniuhljomsveitar-islands-aflyst
|
Tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands aflýst
Tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem áttu að fara fram í Hofi á Akureyri í kvöld hefur verð aflýst vegna
veðurs. Ekki er flogið á milli Reykjavíkur og Akureyrar og komast hljóðfæraleikarar því ekki norður.
„Þetta eru mikil vonbrigði enda var mikil tilhlökkun til að fara norður og leika glæsilega efnisskrá sem flutt var í Hörpu í
gærkvöldi. Undirbúningur fyrir ferðina hefur staðið yfir í langan tíma, hluti hljóðfæranna var fluttur með flutningabíl til
Akureyrar í nótt þannig við héldum í vonina þar til ljóst var að flugi hljómsveitarinnar var aflýst. Við viljum hins vegar
ekki gefast upp fyrir veðri og vindum og stefnum á að vera með tónleika í Hofi á Akureyri síðar á þessu ári.“ segir Arna
Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Þeir sem eiga miða á tónleikana er bent á að hafa samband við miðasölu Hofs og fá miða endurgreidda.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sjonarspil-i-hlidarfjalli
|
Sjónarspil í Hlíðarfjalli
Keppni á Íslensku vetrarleikunum stendur nú sem hæst í Hlíðarfjalli og er mikið sjónarspil. Fólk er hvatt til að skella
sér upp í Fjall og verða vitni að ævintýralegum tilþrifum á skíðum og brettum. FreeSki-keppninni er að ljúka en við tekur
Snóbrettakeppni á stóru pöllunum frá kl. 15 til 17 með verðlaunaafhendingu kl. 18.
Éljagangur 2014. Mynd: Auðunn Níelsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ferilskra-honnudar
|
Ferilskrá hönnuðar
Í dag, þriðjudaginn 17. mars kl. 17, mun grafíski hönnuðurinn María Rut Dýrfjörð halda fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri,
Ketilhúsi, undir yfirskriftinni Ferilskrá hönnuðar. Í fyrirlestrinum mun hún fjalla um þá ákvörðun að gerast
grafískur hönnuður og það nám sem hún á að baki. Einnig mun María Rut stikla á stóru um þau verkefni sem hún hefur
unnið og fjalla sérstaklega um útskriftaverkefnið frá Myndlistaskólanum á Akureyri. Að auki mun hún segja frá reynslu sinni úr
atvinnulífinu og rekstri eigin vinnustofu.
María Rut Dýrfjörð útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 2013. Auk þess er
hún með diplómapróf í alþjóðlegri markaðsfræði með áherslu á hönnun frá TEKO í Danmörku,
stúdentspróf af félagsfræðibraut Menntaskólans á Akureyri og af listhönnunarbraut Fjölbrautarskólans í Garðabæ.
María rekur vinnustofu í Flóru á Akureyri þar sem hún starfar sem grafískur hönnuður ásamt því að sinna ýmsum
persónulegum verkefnum en er sem stendur í fæðingarorlofi.
Þetta er níundi Þriðjudagsfyrirlestur ársins og sem fyrr fara þeir fram í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi á hverjum
þriðjudegi kl. 17. Aðgangur er ókeypis.
Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans
á Akureyri. Tveir síðustu fyrirlesarar vetrarins eru Jón Páll Eyjólfsson og Hildur Friðriksdóttir.
María Rut Dýrfjörð.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vinnudagur-um-jafnrettismal-hja-akureyrarbae
|
Vinnudagur um jafnréttismál hjá Akureyrarbæ
Stjórnendur hjá Akureyrarbæ ásamt nefndarformönnum, kjörnum fulltrúum og bæjarstjóra, sátu síðastliðinn föstudag
fræðslu um samþættingu kynjasjónarmiða í starfsemi og þjónustu sveitarfélagsins. Dagurinn var sérstaklega skipulagður til að
miðla þekkingu um árangur verkefna sem horft hafa til jafnréttissjónarmiða við fjárveitingu og þjónustu, ásamt því
að kynna markmið kynjaðrar hagstjórnar.
Friðný B. Sigurðardóttir, þjónustustjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar, kynnti verkefni þar sem 4H aðferðinni var beitt til að skoða iðju- og félagsstarf á öldrunarheimilinu
Hlíð. Með aðferðinni gafst tækifæri til að meta gæði starfseminnar og finna lausnir sem miða að réttlátari skiptingu
fjármuna þegar kemur að þjónustu við aldraða.
Jón Bragi Gunnarsson, hagsýslustjóri Akureyrarbæjar, gerði grein fyrir möguleikum kynjaðrar hagstjórnar með sérstaka áherslu á
starfsfólk og þjónustuþega, ásamt því að ræða mun á lögbundnum og ólögbundnum verkefnum og ástæðum
misskiptingar.
Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður aðgerðahóps stjórnvalda og
aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti, fjallaði um verkefni aðgerðahópsins og kynnti markmið með vinnu við svokallaðan jafnlaunastaðal.
Anna Kolbrún kynnti einnig markmið með veitingu sérstaks jafnlaunamerkis til þeirra skipulagsheilda sem innleitt hafa jafnlaunakerfi.
Þátttakendur unnu síðan í hópum til að ræða möguleika jafnréttisstarfs í ýmsum málaflokkum. Að lokum
dró Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs, saman umræður dagsins og greindi frá fyrirætlunum um að vinna áfram að
innleiðingu markmiða um samþættingu kynjasjónarmiða í starfsemi og þjónustu.
Frétt og mynd af heimasíðu Jafnréttisstofu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyararbaer-semur-vid-vis
|
Akureyrarbær semur við VÍS
VÍS hefur samið við Akureyrarbæ og tengd félög um að tryggja þau til loka árs 2020. Samningurinn tekur gildi 1. apríl næstkomandi og
er gerður við Akureyrarbæ, Norðurorku, Hafnasamlag Norðurlands, Fallorku, Minjasafnið á Akureyri og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands.
„VÍS bauð lægst í útboði sem við efndum til meðal tryggingafélaganna,“ segir Dan J. Brynjarsson fjármálastjóri
Akureyrarbæjar. „Það er nokkuð langt um liðið síðan bærinn var með tryggingar sínar hjá VÍS og við hlökkum til
að endurnýja kynnin. Við eigum vafalaust eftir að njóta góðs af framsæknu forvarnarstarfi félagsins. Það hefur miklu að miðla
á þeim vettvangi líkt og sjá mátti á forvarnaráðstefnu VÍS fyrir fullu húsi í Hofi í fyrravetur.“
Magnús Jónsson umdæmisstjóri VÍS á Norðurlandi fagnar því að fá stærsta sveitarfélagið á
svæðinu í viðskipti. „Það er mjög ánægjulegt að ganga frá langtímasamningi við Akureyrarbæ og tengd
félög. Starfsemi þeirra er bæði fjölbreytt og öflug. Í samvinnu við Akureyrarbæ verður mikið lagt upp úr markvissu
forvarnarsamstarfi eins og Dan nefnir. Við væntum þess að það skili öllum hlutaðeigandi góðum árangri til lengri tíma,
samfélaginu öllu til heilla.“
Talið frá vinstri: Halla Bergþóra Halldórsdóttir fjármálastjóri Norðurorku, Magnús Jónsson umdæmisstjóri VÍS, Dan J. Brynjarsson fjármálastjóri Akureyrarbæjar og Pétur Ólafsson hafnarstjóri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vel-heppnadir-islenskir-vetrarleikar
|
Vel heppnaðir Íslenskir vetrarleikar
Íslensku vetrarleikunum 2015 (Iceland Winter Games) lauk um síðustu helgi með glæsilegri freeski- og snjóbrettakeppni. Þetta var annað árið
sem mótið er haldið og að þessu sinni hafði það verið sameinað vetrarhátíðinni Éljagangi. Vegna veðurútlits var
lokakeppni leikanna flýtt frá laugardegi fram á föstudag og þannig tókst að ljúka öll með sóma þrátt fyrir válynd
veður.
Keppnin í ár var í flokki Gull-Móta á AFP mótaröðinni og var þvi von á harðri keppni, enda margir af fremstu keppendum heims
mætir til leiks en þeir komu frá sjö löndum.
Frétt á mbl.is um mótið og úrslit.
Verðlaunahafar á Íslensku vetrarleikunum 2015.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/eldsumbrot-og-samfelag
|
Eldsumbrot og samfélag
AkureyrarAkademían og Háskólinn á Akureyri gangast fyrir ráðstefnu um eldsumbrot og samfélag sem haldin verður föstudaginn 20. mars í
Stofu M102 að Sólborg frá kl. 13.00-17.30.
Dagskrá:
13.00: Ráðstefnan sett.
13.10-14.10: Aðalfyrirlestur. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri í jarðskjálfta- og eldgosavá hjá Veðurstofunni: Eldsumbrotin
í Bárðarbungu: Rannsóknir, vöktun og viðbrögð.
14.10-15.10: Málstofa. Kristín Jóhannsdóttir, forstöðumaður Eldheima: Sagan á bak við Eldheima í Vestmannaeyjum. Hjalti Hugason,
prófessor við HÍ: Skaftáreldar og samfélagið á Síðunni.
15.10-15.30: Kaffihlé.
15.30-16.30: Málstofa. Margrét Hallmundsdóttir fornleifafræðingur: Áhrif eldgosa í Heklu á byggð í Koti í
Rangárvallarsýslu. Sigurður Bergsteinsson, Minjavörður Norðurlands eystra: Gosaska og fornleifafræði.
16.30-17.30: Aðalfyrirlestur. Guðný A. Valberg og Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri: Eldgos er hafið í Eyjafjallajökli. Rýming
samkvæmt áætlun.
17.30: Ráðstefnuslit og kaffi.
Allir velkomnir – ekkert ráðstefnugjald.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/leidsogn-og-listamannaspjall
|
Leiðsögn og listamannaspjall
Boðið verður upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri fimmtudaginn 19. mars kl. 12.15 - 12.45 um sýningu Jan Voss, Með bakið
að framtíðinni. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi tekur á móti gestum og fræðir
þá um sýninguna og einstaka verk. Síðar sama dag kl. 17 verður listamannaspjall með Jan Voss í Listasafninu. Aðgangur á báða
viðburði er ókeypis.
Spurningin „hvað er mynd?“ er undirliggjandi þáttur í viðfangsefnum Jan Voss. Þó að óhefðbundnar vinnuaðferðir hans hafi
stöku sinnum kallað fram svipleiftur þess sem gætu hafa verið svör þá hefur leit hans – sem spannar ólíka miðla – ekki bent
á neitt umfram það sem væri speglun af einhverju öðru.
Jan Voss er fæddur 1945 í Þýskalandi og búsettur í Amsterdam. Sem ungur listamaður vann hann við að teikna teiknimyndasögur sem hann
prentaði sjálfur og gaf út. Hann gekk síðar til liðs við félaga sína þær Henriëtte van Egten og Rúnu Thorkelsdóttur
og síðastliðin 30 ár hafa þau í sameiningu rekið hina einstöku jaðar bókaverslun Boekie Woekie en þar eru seldar bækur eftir listamenn.
Sýningin stendur til 10. maí og er opin þriðjudaga - sunnudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.
Moon Walk eftir Jan Voss.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/malverkasyning-stephanie-clark-i-hrisey
|
Málverkasýning Stephanie Clark í Hrísey
Það er ekki á hverjum degi sem opnuð er málverkasýning í Hrísey en svo verður gert um næstu helgi. Síðustu vikurnar hefur
bandaríski listamaðurinn Stephanie Clark búið og starfað í Gamla skóla Norðanbáls í Hrísey og heldur um helgina sýningu
á afrakstri vinnu sinnar í Húsi Hákarla–Jörundar. Sýningin verður opnuð föstudaginn 20. mars og stendur til mánudagsins 23. mars.
Opið er frá kl. 17–21 alla dagana.
Yfirskrift sýningarinnar er „Eitthvað kosmískt“ og segist Stephanie fyrst og fremst vera að velta fyrir sér sambandi umhverfis og skynjunar. Hún
hefur sérstakan áhuga á þeirri margræðni sem er fólgin í því með hversu ólíkum hætti við upplifum
landslagið og náttúruna. Hún málar lítil málverk sem endurspegla augnablik óhlutbundinnar skynjunnar en vísa um leið til
hefðbundinnar byggingar landslagsmynda fyrri tíma. Málverkin lýsa því hvernig staðhættir og umhverfi hefur opnað sig fyrir Stelphanie meðan
á dvöl hennar í Hrísey hefur staðið.
Stephanie Clark fæddist í Alamogordo í Nýju Mexíkó árið 1988 en býr nú í Minneapolis. Hún hefur stundað
listnám í Boston og við Háskólann í Norður–Dakota. Nánari upplýsingar um Stephanie og verk hennar er að finna á
heimasíðunni http://stephaniemclark.squarespace.com/.
Auglýsing fyrir sýninguna í Hrísey.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/solmyrkvi-i-1000-metra-haed
|
Sólmyrkvi í 1.000 metra hæð
Sólmyrkvi verður á morgun og mun hann ná hámarki um kl. 9.40. Af því tilefni hefur verið ákveðið að opna
skíðasvæðið í Hlíðarfjalli strax kl. 8.00 í fyrramálið og þannig gefst fólki kostur á að komast upp í fjall
með Fjarkanum og síðan Stromplyftunni og horfa á sólmyrkvan í um 1.000 metra hæð yfir sjávarmáli. Tekið skal fram að
stórhættulegt er að horfa á sólmyrkvann berum augum og verður fólk að nota til þess gerð hlífðargleraugu.
Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir að þótt líklega verði skýjað í nótt
þá eigi hann von á því að rofi til í fyrramálið. „Ég held að þeir sem eiga þess kost ættu að nýta
sér þetta einstaka tækifæri og fara með lyftunni upp í Stromp. Þeir komast þá þúsund metrum nær sólinni og
það munar um minna!“ Samkvæmt norsku veðurstofunni er von til
þess að birti til með morgninum á Akureyri en myrkvinn verður samur við sig hvort sem skýjahula felur sólina eður ei.
Sólmyrkvagleraugu. Mynd af vefnum www.stjornufraedi.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/rikisvaldid-verdi-kallad-ad-malefnum-grimseyjar
|
Ríkisvaldið verði kallað að málefnum Grímseyjar
Hverfisráð Grímseyjar boðaði til íbúafundar í félagsheimilinu Múla í Grímsey í gær og hélt um
leið aðalfund sinn. Fulltrúar bæjarstjórnar Akureyrar, Byggðastofnunar og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar voru sérstaklega
boðaðir á fundinn þar sem skyldi ræða stöðu og möguleika í sjávarútvegi í eyjunni, framtíðarhorfur og
þróun byggðar. Um 40 manns sátu fundinn og var mikill samhugur meðal fólks um að finna leiðir til að tryggja áframhaldandi blómlega
byggð í Grímsey. Niðurstaða fundarins var að eina leiðin til að mál þokuðust eitthvað áfram væri að kalla
ríkisvaldið, þingmenn og ráðherra að borðinu og knýja fram lausnir á þeim vanda sem við blasir með samhentu átaki allra
þeirra sem að málinu koma.
Við upphaf fundar sagði Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri að hart hefði verið lagt að Byggðastofnun að
Grímsey hlyti stuðning með verkefninu „Brotthættar byggðir“ en að skýr svör þar að lútandi hefðu þó enn ekki
fengist. Því miður hefði fulltrúi Byggðastofnunar tilkynnt forföll skömmu fyrir fundinn og gæti því ekki skýrt frá
stöðu mála . Búið væri að upplýsa alla þingmenn kjördæmisins um hvernig komið væri fyrir sjávarútvegi í
Grímsey. „Atvinnulífið hér stendur á einni meginstoð og þegar hriktir í henni þá vofir augljósalega yfir okkur öllum
mikil hætta,“ sagði Eiríkur Björn.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, lýsti þróun
sjávarútvegs í Grímsey síðasta rúma áratuginn þar sem hvert áfallið hefur rekið annað með kvótaskerðingum
og stökkbreytingum lána. Þorvaldur Lúðvík sagði að reynt hefði verið til þrautar að finna lausn mála með fundum
fulltrúa Byggðastofnunar, Akureyrarbæjar og Íslandsbanka og því yrði haldið áfram. Einnig vildi Þorvaldur boða til fundar með
Grímseyingum þar sem rýnt yrði í möguleika og nýjar hugmyndir um fjölbreyttara atvinnulífi í eyjunni til að mynda á sviði
ferðaþjónustu.
Fremur þungt hljóð var í útgerðarmönnum í eyjunni sem lýstu hálfgerðri stöðnun í sjávarútvegi
í Grímsey, allt væri í járnum, enginn þyrði að ráðast í viðhald eða framkvæmdir, og spurning væri hversu lengi
þessu gæti undið fram með sama hætti. „Ég held að við ættum að stefna að því að fá þingmenn til að
heimsækja okkur svo þeir átti sig betur á stöðunni og alvarleika málsins,“ sagði Guðrún Gísladóttir
útgerðarmaður í Grímsey.
Í nýtt hverfisráð Grímseyjar voru kjörin Karen Nótt Halldórsdóttir, Jóhannes Henningsson og Sigfús Jóhannesson.
Frá fundinum í Grímsey. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri lengst til vinstri. Mynd: Ragnar Hólm.
Frá fundinum í Grímsey. Mynd: Ragnar Hólm.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyringar-i-utsvari
|
Akureyringar í Útsvari
Bein útsending verður frá viðureign Akureyringa og Skagfirðinga í spurningakeppni sveitarfélaganna, Útsvari, í Sjónvarpinu kl. 20
í kvöld. Akureyringar unnu síðast lið Garðabæjar með nokkrum mun og skömmu síðar báru Skagfirðingar sigurorð af
Rangárþyngi ytra. Það verður því spennandi að sjá Akureyringa og Skagfirðinga leiða saman hesta sína í kvöld.
Akureyringar og aðrir áhugasamir sem staddir eru á höfuðborgarsvæðinu geta fylgst með útsendingunni úr sjónvarpssal með
því að mæta í húsakynni RÚV í Efstaleiti. Húsið verður opnað kl. 19.30.
Í liði Akureyrar eru Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur og dósent við kennaradeild HA, Börkur Már Hersteinsson
líffræðikennari við VMA og Urður Snædal prófarkalesari.
Brynhildur, Urður og Börkur.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ertu-tilbuin-fru-forseti
|
Ertu tilbúin frú forseti?
Í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna verður opnuð á Minjasafnið á Akureyri sýningin "Ertu tilbúin, frú
forseti?" Þar er sjónum beint að fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Umkringd dökkklæddum jakkafataráðamönnum
ruddi hún óhikað brautir, hvort sem það var með orðum sínum eða verkum. Þessi ímyndarsköpun lá ekki síst í vali
hennar á fatnaði og frá fyrsta degi var hún tákn glæsilegrar nútímakonu.
Búningar opinberra embættismanna hér á landi eiga sér fyrirmyndir hjá öðrum þjóðum og um notkun þeirra gilda alla jafna
reglur. Vigdís hafði engar slíkar fyrirmyndir þegar hún var kjörin í embætti, né heldur meitlaða hugmynd um hvernig fataskápur
kvenforsetans ætti að vera.
Á sýningunni gefst tækifæri til að kynnast þeim áherslum sem Vigdís lagði í fatavali og persónulegum minningum úr
forsetatíð hennar. Einnig er þar að sjá fylgihluti, ljósmyndir og gripi sem tengjast margþættum störfum hennar sem forseta. Varpað er
ljósi á ýmsar siðareglur og hefðir sem ríkja innan þess umhverfis sem þjóðhöfðingjar eru í, bæði í daglegum
störfum sínum og þegar um opinberar heimsóknir er að ræða og sýnt úrval úr orðusafni okkar fyrrum forseta.
Þessi glæsilega sýning kemur frá Hönnunarsafni Íslands og er sett upp í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri og unnin í samvinnu
við Vigdísi Finnbogadóttur.
Sýningin verður opnuð laugardaginn 21. mars kl. 14 á Minjasafninu á Akureyri við Aðalstræti 58.
Sýningin stendur yfir til 3. janúar 2016.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynning-a-adgerdaraaetlun-gegn-havada-vid-thjodveg-1-auk-hluta-hlidargatna
|
Kynning á aðgerðaráætlun gegn hávaða við þjóðveg 1 auk hluta hliðargatna
Tilskipun Evrópusambandsins um umhverfishávaða (2002/49/EC) var innleidd á Íslandi með reglugerð um kortlagningu hávaða og
aðgerðaráætlanir nr. 1000/2005. Samkvæmt reglugerðinni skal kortleggja hávaða og útbúa aðgerðaráætlanir fyrir
þéttbýlissvæði með yfir 100.000 íbúa og vegna hávaða frá stórum vegum með ársdagsumferð yfir 8000
ökutæki (3 milljónir ökutækja á ári).
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti þann 17. mars 2015 aðgerðaráætlun gegn hávaða en kortlagning hávaða frá
umferð á stærstu götum Akureyrar gefur til kynna að hávaði er yfir umhverfismörkum á afmörkuðum svæðum.
Aðgerðaráætlunin liggur frammi í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, Geislagötu 9, 1. hæð, til 22.
apríl 2015, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér áætlunina. Áætlunin og hávaðakortlagningin er einnig
aðgengileg hér fyrir neðan:
Aðgerðaráætlun
Kortlagning
Ábendingum er hægt að skila skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti
(skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hefurdu-skodun-a-ferdamalum
|
Hefurðu skoðun á ferðamálum?
Boðað er til opins fundar í Menningarhúsinu Hofi á morgun, þriðjudaginn 24. mars kl. 8.15-10.30, vegna vinnu við gerð ferðamálastefnu
Akureyrar. Byggt verður á gögnum tengdum ferðaþjónustu sem til urðu við gerð atvinnustefnu bæjarins 2014-2021 og spáð í
það hvernig ferðamálin og afþreyingarkostir í bænum eiga að þróast.
Þeir sem eiga hagsmuna að gæta, fólk í ferðaþjónustu og aðrir áhugasamir, eru sérstaklega hvattir til að mæta á
fundinn.
Hér gefst einstakt tækifæri til að hafa áhrif á stefnu og verkefni Akureyrarbæjar í ferðamálum.
Smelltu hér til að skrá þig til leiks.
Frá Akureyrarvöku 2014. Mynd: Agnes H. Skúladóttir.
|
Subsets and Splits
No community queries yet
The top public SQL queries from the community will appear here once available.