Search is not available for this dataset
url
stringlengths 21
288
| text
stringlengths 1
1.35M
|
|---|---|
https://www.akureyri.is/is/frettir/landsmot-skata-2014
|
Landsmót skáta
Landsmót skáta fer fram að Hömrum við Akureyri 20.-27. júlí næstkomandi undir einkennisorðunum „Í takt við tímann“.
Á mótinu verður flakkað um í tíma og rúmi og þátttakendur lifa og vinna í fortíð, nútíð og
framtíð.
Dagskráin verður meðhefðbundnu sniði en þó með nýjum áherslum til að tengja við þema mótsins og staðhætti
að Hömrum. Á mótinu verða um 2.000 þátttakendur en þegar mest verður, um seinni helgi
mótsins og á hátíðardeginum, er reiknað með um 6-8.000 manns á svæðinu. Þátttakendur eru á aldrinum 10-22 ára og
koma frá 20 löndum. Mjög stór hópur erlendra skáta tekur þátt eða um 600 manns en skátahreyfingin er stærsta
æskulýðshreyfing í heimi og alþjóðastarf mikilvægur hluti af starfinu.
Boðið verður upp á fjölskyldubúðir þar sem foreldrar, gamlir skátar og allir þeir sem áhuga hafa geta komið og notið
útivistar og samveru og um leið upplifað töfra skátastarfsins.
Bandalag íslenskra skáta (BÍS) stendur að mótinu og nánari upplýsingar um mótið má sjá á www.skatamot.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/opinn-fundur-um-listasumar-2015
|
Opinn fundur um Listasumar 2015
Á morgun, þriðjudaginn 22. júlí, kl. 12-13 verður haldinn opinn fundur á veitingastaðnum RUB23 um endurreisn Listasumars. Á fundinum gefst
tækifæri til að koma með hugmyndir fyrir Listasumar á Akureyri 2015 og ræða tillögur um áherslur og breytingar.
Sjónlistamiðstöðin / Listasafnið á Akureyri stendur fyrir fundinum. Allir áhugasamir velkomnir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sirkus-islands-a-akureyri
|
Sirkus Íslands á Akureyri
Sirkus Íslands er mættur til Akureyrar með stærðarinnar tjald og hæfileikaríkt sirkusfólk allt frá trúðum til
loftfimleikafólks og allt þar á milli en þó engin dýr. Sirkustjaldið Jökla sem er 13 metra hátt og 800 metra stórt
rís við Drottningarbraut fyrir framan Samkomuhúsið í dag, þriðjudaginn 22. júlí, og stendur til 4. ágúst.
Sýningar sirkusins eru þrjár; barnasýningin S.I.R.K.U.S, fjölskyldusýningin Heima er best og Skinnsemi sem eingöngu er
ætluð fullorðnum. Nánari upplýsingar má nálgast á www.sirkusislands.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-704-2014-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad
|
Nr. 704/2014 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað, Breyting á deiliskipulagi - Naustahverfi, reitur 28 og Naustagata.
Breyting á deiliskipulagi - Naustahverfi, reitur 28 og Naustagata.
Skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar samþykkti þann 9. júlí 2014 deiliskipulagsbreytingu í Naustahverfi, á reit 28 fyrir Krókeyrarnöf 11,
á grundvelli e-liðar, 4. gr. í samþykkt um skipulagsnefnd og í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér að á lóð nr. 11 við Krókeyrarnöf breytist hámarksbyggingamagn úr 300 m² í 330 m².
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 9. júlí 2014,
Margrét Mazmanian Róbertdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild - Útgáfud.: 23. júlí 2014
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-699-2014-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-deiliskipulag-midbaer-akureyrar-breyting-a-deiliskipulagi-akstursithrotta-og-skotsvaedi-a-glerardal
|
Nr. 699/2014 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað, Deiliskipulag - Miðbær Akureyrar & Breyting á deiliskipulagi Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal.
Breyting á deiliskipulagi – Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti þann 1. júlí 2014 deiliskipulagsbreytingu fyrir akstursíþrótta- og
skotsvæði á Glerárdal.
Breytingin felur m.a. í sér að skipulagsmörkum er breytt og stækkar skipulagssvæðið til vesturs.
Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð skv. 42. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Deiliskipulagsbreytingin öðlast þegar gildi.
Deiliskipulag - Miðbær Akureyrar.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti þann 6. maí 2014 deiliskipulag fyrir miðbæ Akureyrar.
Deiliskipulagið nær til miðbæjar Akureyrar og jaðarsvæða hans. Skipulagðar eru m.a. nýjar byggingalóðir, bílastæði skilgreind
og hluti Glerárgötu þrengdur í eina akbraut í hvora átt.
Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð skv. 41. gr. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Deiliskipulagið öðlast þegar gildi.
Með gildistöku skipulagsins falla úr gildi fjórar eldri deiliskipulagstillögur:
Akureyri – Deiliskipulag miðbæjar, frá 1981, með síðari breytingum.
Deiliskipulag Strandgötu, frá 1993.
Miðbær Akureyrar – Deiliskipulag norðurhluta, frá 1996, með síðari breytingum.
Torfunef – Strandgata, frá 2005, með síðari breytingum.
F. h. Akureyrarkaupstaðar, 8. júlí 2014,
Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild – Útgáfud.: 22. júlí 2014
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/leikfelagid-menningarhusid-og-sinfoniuhljomsveitin-undir-einn-hatt
|
LA, Hof og Sinfóníuhljómsveitin undir einn hatt
Sjálfseignarstofnunin Menningarfélag Akureyrar var formlega sett á fót þann 17. júlí síðastliðinn. Hún mun reka undir einum
hatti verkefni og vörumerki Leikfélags Akureyrar, Menningarfélagsins Hofs og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands en þessi félög eru
jafnframt stofnaðilar nýja félagsins. Ofangreindir aðilar hafa undirbúið þessa stofnun undanfarin misseri með þátttöku og aðstoð
Akureyrarbæjar.
Í stjórn skipa félögin þrjú hvert sinn fulltrúa og einn til vara. Jafnframt skipar Akureyrarbær einn fulltrúa sem verður formaður
stjórnar. Aðalfulltrúarnir eru: Sigurður Kristinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, formaður, Arnheiður
Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, Magna Guðmundsdóttir, tónlistarmaður og tónlistarkennari og Rúnar
Þór Sigursteinsson. Litið er á þrjú fyrstu starfsárin sem tilraunatíma þar sem félögin framselja verkefni sín og skyldur
til nýja félagsins samkvæmt samningum við Akureyrarbæ. Að tilraunatímanum loknum verður árangur metinn og skiplag endurskoðað ef
ástæða mun þykja til.
Helstu markmið nýja félagins eru að:
- Efla atvinnustarfsemi í leiklist og sinfónískri tónlist á Akureyri
- Bjóða fyrirmyndarvettvang fyrir tónlistar- og sviðslistaviðburði, fundi og ráðstefnur
- Auka fjölbreytileika í menningar- og listalífi Norðurlands
- Tryggja samstarf um og samræmingu á milli stærri viðburða sem boðið er upp á
- Stuðla að öruggum rekstri og góðri meðferð og nýtingu opinberra fjármuna
Nýja stjórnin hefur þegar tekið til starfa og félagið mun í haust kynna sameiginlegt vetrarstarf með fjölbreyttu menningarframboði.
Tíminn fram að áramótum verður nýttur til að ganga frá ýmsum atriðum í samræmingu og samþættingu verkefnanna.
Í haust verða auglýst ný störf lykilstjórnenda hjá nýja félaginu með það markmið að skipulag þess verði
að fullu virkt frá og með næstu áramótum.
Stjórn Menningarfélags Akureyrar undirritar skipulagsskrá félagsins, (f.v.) Arnheiður Jóhannsdóttir, Sigurður Kristinssson, Magna Guðmundsdóttir og Rúnar Þór Sigursteinsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sidustu-sumartonleikar-2014-i-akureyrarkirkju
|
Síðustu Sumartónleikarnir
Síðustu Sumartónleikar Akureyrarkirkju verða sunnudaginn 27. júlí kl. 17 þegar þeir Jón Þorsteinsson, tenór, og
Eyþór Ingi Jónsson, organisti, flytja íslenska sálma og söngverk eftir Bach og Händel. Þeir félagar hafa oft unnið saman áður
og þá yfirleitt flutt sálma en þeir leggja mikla áherslu á að draga fram fallegar laglínur og túlka texta með virðingu og
ástúð. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.
Jón Þorsteinsson söngvari hóf tónlistarnám ungur að árum hjá Magnúsi Magnússyni í Tónskóla
Ólafsfjarðar. Hann stundaði seinna nám hjá Marit Isene við Tónlistarháskólann í Osló í Noregi, við Det Jydske
Musikkonservatorium í Árósum og hjá Arigo Pola í Modena á Ítalíu. Hann kom víða fram sem einsöngvari sem og
kórsöngvari í útvarps- og óperukórum. Jón hefur starfað í Hollandi frá 1980 og söng meðal annars yfir 40 hlutverk á
þeim tíma hjá hollensku ríkisóperunni sem og víðs vegar við óratoríu- og ljóðaflutning. Einnig var hann meðlimur í
Óperustúdíói hollensku ríkisóperunnar frá 1982 til 1985. Jón naut leiðsagnar hollensku söngkonunnar Aafje Heynis frá 1986-1995
og byrjaði sjálfur að kenna upp úr 1982. Frá 1993 hefur hann einbeitt sér að söngkennslu, raddþjálfun og kennslufræði og frá
2008 hefur hann starfað sem prófessor í söng við Tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi. Á árunum 1998 til 2003 og
frá 2008 til 2010 stundaði Jón nám við Lichtenberg Institut für angewandte Stimmphysiologie. Hann hefur haldið masterklassa frá 1985 á
Íslandi, í Hollandi, Þýskalandi, Danmörku, Bandaríkjunum og Belgíu. Hann kenndi auk þess um nokkurra ára skeið við Jette Parker
Young Artist Program við Royal Opera House í Lundúnum.
Eyþór Ingi Jónsson er fæddur og uppalinn í Dalasýslu þar sem hann hóf tónlistarmenntun sína sex ára gamall. Hann nam
síðar orgelleik hjá Fríðu Lárusdóttur við Tónlistarskólann á Akranesi. Síðan lærði hann orgelleik,
kórstjórn og hliðargreinar við Tónskóla Þjóðkirkjunnar undir leiðsögn Harðar Áskelssonar og Smára Ólasonar.
Eyþór lauk Kantorsprófi frá skólanum vorið 1998. Við tók 7 ára nám við Tónlistarháskólann í Piteå
í Svíþjóð fyrst við kirkjutónlistardeild og síðar við konsertorganistadeild. Þaðan lauk hann prófi með hæstu
einkunn vorið 2007. Orgelkennari hans var prófessor Hans-Ola Ericsson og einnig hefur hann lært hjá prófessor Gary Verkade. Eyþór hefur einnig sótt
námskeið hjá fjölda þekktra kennara víða um Evrópu.
Auk þess að leggja áherslu á orgelleik í námi sínu hefur Eyþór lagt mikla áherslu á kórstjórn. Kennari hans var
prófessor Erik Westberg. Eyþór hefur kennt orgelleik, spuna og kórstjórn ásamt fræðigreinum í Svíþjóð og á
Íslandi. Nú kennir hann við Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Hann hefur haldið hátt í 100 einleikstónleika hérlendis og
erlendis. Einnig hefur hann leikið með fjölda hljóðfæraleikara og söngvara. Í janúar 2009 flutti Eyþór orgelkonsert eftir Marco Enrico
Bossi ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Hann hefur einnig stjórnað hljómsveitinni í verkinu Missa Dei Patris eftir Jan Zelenka.
Eyþór starfar nú sem organisti við Akureyrarkirkju. Einnig er hann stjórnandi kammerkórsins Hymnodia. Eyþór hefur einbeitt sér annars vegar
að flutningi tónlistar frá 17. öld og hinsvegar nútímatónlistar og spuna, bæði fyrir orgel og kór. Hann situr í ýmsum
fagráðum og nefndum og er listrænn stjórnandi Barokksmiðju Hólastiftis. Eyþór var bæjarlistamaður Akureyrar 2011-2012.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/syningaropnun-i-sal-myndlistafelagsins-a-akureyri
|
Ekkert er óbreytt
Á morgun, laugardaginn 26. júlí kl 15 opnar sýningin Ekkert er óbreytt í sal Myndlistafélagsins á og stendur til 4.
ágúst. Þema sýningarinnar er umrót og breytileiki, þar sem rými og listsköpun umbreyta hvort öðru. Eðlileg þróun
náttúrunnar er hreyfing og breyting þar sem ekkert helst eins frá degi til dags. Listakonurnar Hekla Björt Helgadóttir og Karólína
Baldvinsdóttir hafa þessar sífelldu breytingar í fyrirrúmi þar sem þær hyggjast endurskapa og breyta sýningunni stöðugt.
Því má segja að ný sýning verði til á hverjum degi og aldrei eins umhorfs í salnum.
Karólína Baldvinsdóttir útskrifaðist frá Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri síðastliðið vor og sýnir
nú margvísleg verk undanfarinna mánaða og nokkur eldri. Karólína hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum á
undanförnum árum og nú síðast túlkaði hún ljóð Heklu, Árabátur pípuhattur, í
Geimdósinni. Einnig hefur hún ásamt öðrum starfrækt Gallerí Ískáp á vinnustofu þeirra Samlaginu í
Listagilinu og var ein af skipuleggjendum Rótar 2014 í sumar.
Hekla Björt hefur lengi fengist við myndlist og ljóðlist og starfrækir Gallerí Geimdós á vinnustofu sinni í Listagilinu. Þar hefur
hún boðið fjölda listamanna að sýna við ljóð sem hún sjálf hefur skrifað. Hún hefur tekið þátt í hinum
ýmsu samsýningum en einnig staðið að einkasýningum, nú síðast í Mjólkurbúðinni. Hún hefur einnig starfað sem
skapandi hönnuður fyrir Leikfélagið á Akureyri og Listasafnið á Akureyri og setti upp sviðslistaverkið Herba Humana í Samkomuhúsinu
á Akureyrií maí.
Sýningin stendur til 4. ágúst.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/drusluganga-a-akureyri
|
Drusluganga á Akureyri
Drusluganga verður á Akureyri laugardaginn 26. júlí kl. 14 en hún er orðin að föstum punkti þar sem samfélagið rís upp gegn
kynferðisofbeldi og stendur með þolendum gegn gerendum. Gangan hefst við Akureyrarkirkju og verður gengið niður Listagilið og inn á
Ráðhústorg.
Þetta er fjórða árið sem Druslugöngur fara fram víða um heim og hafa Akureyringar frá upphafi verið þátttakendur og
þátttakan farið mjög vaxandi milli ára. Gangan leggur höfuðáherslu á að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá
þolendum yfir á gerendur og hafna þeirri gamaldags og röngu hugsun að einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem
réttlætingu á kynferðisglæp. Það er ekki til nein réttlæting.
Upphaf Druslugöngunnar má rekja til Toronto í Kanada þar sem fyrsta gangan var farin 29. apríl 2011. Þá var gangan hluti af viðbrögðum
samfélagsins við orðum lögreglumanns sem sagði að konur ættu að forðast að klæða sig eins og druslur ef þær vildu ekki verða
fórnarlömb nauðgana. Orðin vöktu mikla reiði og sérstaklega hjá konum sem sögðust vera orðnar þreyttar á því að
vera kúgaðar með ásökunum tengdum klæðaburði sínum.
Frá Druslugöngunni 2014.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/styrkir-fyrir-vidburdi-a-akureyrarvoku
|
Viðburðastyrkir vegna Akureyrarvöku
Ertu með góða hugmynd fyrir Akureyrarvöku? Landsbankinn styrkir skemmtilega og frumlega viðburði á Akureyrarvöku sem haldin verður dagana 29.-31.
ágúst næstkomandi. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst.
Styrkveitingin er samstarf Akureyrarstofu og Landsbankans sem hefur verið bakhjarl Akureyrarvöku um árabil. Veittir verða styrkir að upphæð 25.000 - 100.000 til
einstaklinga og hópa sem vilja skipuleggja fjölbreytta og áhugaverða viðburði á Akureyri. Horft er sérstaklega til viðburða sem gætu
átt sér stað á Ráðhústorgi og í miðbænum. Umsóknir skal senda á netfangið akureyrarvaka2014@akureyri.is. Í umsókninni þurfa að koma fram upplýsingar um umsækjanda, heiti viðburðar,
kostnaðaráætlun, nafn tengiliðar, kennitala, sími og ítarleg lýsing á viðburðinum.
Nánari upplýsingar veitir Kristín Sóley Björnsdóttir, verkefnastjóri viðburða, á Akureyrarstofu í síma
460-1157.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sumarnamskeid-fyrir-born
|
Sumarnámskeið fyrir börn
Fjölbreytt sumarnámskeið eru í boði fyrir börn á Akureyri sem tengjast ýmsum viðfangsefnum eins og siglingum, hestum og tölvum svo dæmi
séu nefnd. Eitt námskeiðanna ber heitið „Fallegi bærinn minn, Akureyri”, en markmið þess er meðal annars að kynnast bænum á
ólíkan hátt, læra og fræðast um söguna, störfin og fyrirtækin auk þess að festa upplifunina á mynd. Fyrir námskeiðinu
standa Kristján Atli Baldursson og Kristín Björg Emilsdóttir en hugmyndasmiður námskeiðsins er Jóhann Norðfjörð.
Enn er hægt að skrá sig á hin ýmsu námskeið, nánari upplýsingar á vef Akureyrarbæjar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/utivistarsvaedid-krossanesborgir
|
Útivistarsvæðið Krossanesborgir
Undanfarin ár hefur verið lögð töluverð vinna í Krossanesborgir og þar er m.a. búið leggja nýja stíga, útbúa betri
aðkomu með bílastæðum og í sumar voru sett upp fjöldi skilta með upplýsingum um fugla, plöntur og minjar sem finna má á
svæðinu.
Krossanesborgir er svæði alsett klettaborgum eða stuttum klappaásum fyrir norðan Akureyri. Svæðið var friðlýst að hluta árið 2005
sem fólkvangur. Í borgunum er 5-10 milljóna ára basalt en úr því er berggrunnur Akureyrar. Langflestar borganna eru nokkurn veginn eins og
ísaldarjökullinn skildi við þær fyrir um 10 þúsund árum. Þær liggja í óreglulegum röðum og þyrpingum en
á milli þeirra eru oftast mýrarsund og tjarnir í sumum þeirra. Gróðurfar í borgunum er fjölbreytt og hafa þar fundist um 190
plöntutegundir, þar af 16 starategundir. Fuglalíf er fjölbreytt og þar verpa um 27 tegundir fugla eða um 35% af öllum íslenskum fuglategundum.
Hægt er að sjá nánari upplýsingar og myndir af skiltunum á ferðamannavef Akureyrarbæjar visitakureyri.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ein-med-ollu-1
|
Ein með öllu 2014
Akureyringar taka með opnum örmum á móti gestum og gangandi um verslunarmannahelgina á fjölskylduhátíðinni Ein með öllu. Mikil
áhersla er lögð á fjölbreytta dagskrá og að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hefst fimmtudaginn 31.
júlí næstkomandi með útitónleikum N4 og nær hámarki sunnudagskvöldið 3. ágúst með Sparitónleikunum á
Samkomuhúsflötinni og flugeldasýningu við Pollinn.
Fjöldi dagskrárliða hafa fest sig í sessi á síðustu árum og má þar nefna Óskalagatónleika Eyþórs Inga og
Óskars Péturssonar í Akureyrarkirkju, Kirkjutröppuhlaupið, Mömmur og Möffins í Lystigarðinum, Dynheimaballið, Leikhópinn Lottu og
ýmislegt fleira. Helstu söngbarkar þjóðarinnar munu ekki láta sig vanta til Akureyrar og fram koma m.a. Dúndurfréttir, Retro Stefsson, Páll
Óskar, Stjórnin, Steindi JR, Kaleo, Úlfur Úlfur, 200.000 Naglbítar, Rúnar Eff og margir fleiri.
Auk ofangreindra atriða verður boðið upp á markað í miðbænum, ævintýralandið að Hömrum, fjölskyldudagskrá á
Ráðhústorgi, tívolí, sirkus, söngkeppni unga fólksins, litbolta (Paint Ball) og margt fleira. Dagskrá hátíðarinnar í heild
sinna má finna á einmedollu.is og á facebook.com/einmedollu.
Það eru Vinir Akureyrar í samvinnu við Akureyrarstofu sem standa fyrir Einni með öllu og helstu bakhjarlar eru Goði, Vífilfell og
sjónvarpsstöðin N4.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/okeypis-leidsogn-i-hadeginu
|
Ókeypis leiðsögn í hádeginu
Í dag, fimmtudaginn 31. júlí, kl. 12 verður síðasta ókeypis leiðsögnin um sýningu Gísla B. Björnssonar, Fimm áratugir
í grafískri hönnun, í Ketilhúsinu. Hlynur Hallsson, safnstjóri, mun þá leiða gesti um sýninguna og fræða um verk og
störf Gísla, en hann er einn atkvæðamesti grafíker íslenskrar hönnunarsögu.
Gísli setti á fót auglýsingastofu Gísla B. Björnssonar eftir nám í Þýskalandi 1961 og ári síðar stofnaði
hann sérdeild í auglýsingateiknun við Myndlista- og handíðaskólann sem í dag er braut grafískrar hönnunar í
Listaháskóla Íslands. Gísli hefur kennt óslitið í fimm áratugi og verið óþreytandi í því að efla
fagmennsku og brýna fyrir nemendum að sýna ábyrgð í verki. Hann hefur komið að markaðs- og ímyndarmálum fjölda fyrirtækja og
stofnana á Íslandi og búið til mörg af þekktustu vörumerkjum landsins. Má þar nefna merki Sjónvarpsins, Norræna félagsins og
Hjartaverndar. Gísli er undir sterkum áhrifum módernisma 20. aldar með áherslu á einfaldleika, notagildi og hagkvæmni.
Á sýningunni er horft yfir feril Gísla og gefur að líta verk frá námsárum hans, tímarit, bókakápur og umbrot og
hönnun bóka. Sýnd eru gömul myndbrot af auglýsingastofu Gísla þar sem tækni þess tíma gefur innsýn í vinnu teiknarans og
hugmyndasmiðsins.
Sýningin stendur til 10. ágúst og er aðgangur ókeypis.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/raud-hatid
|
Skreytum bæinn rauðan á Einni með öllu
Bæjarbúar á Akureyri eru hvattir til að skreyta bæinn rauðan um verslunarmannahelgina í samræmi við hjartað sem víða
prýðir bæinn m.a. í umferðarljósunum. Rauðar seríur, rautt skraut eða eitthvað rautt og fallegt á því afar vel við
á Akureyri um Verslunarmannahelgina. Veitt verða verðlaun fyrir BEST SKREYTTU GÖTUNA OG BEST SKREYTTA HÚSIÐ. Forsvarsaðilar hátíðarinnar hvetja
fólk til þess að deila myndum með sér á samfélagsmiðlum og merkja þær #rauttAK. Sjá má nánari upplýsingar um
hátíðina Ein með öllu á www.einmedollu.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-47
|
Blíðskaparveður á Einni með öllu
Blíðskaparveður lék við bæjarbúa og gesti Einnar með öllu í dag og hátíðin hefur farið afar vel fram. Fjöldi
fólks sótti fjölbreyttar uppákomur hennar í dag, svo sem tónleika á Ráðhústorgi, sögugöngur og Mömmur og möffins
í Lystigarðinum en þar söfnuðust rúmlega 570.000 krónur til styrktar fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri. Í kvöld
verður heilmikil tónlistarveisla á Ráðhústorginu þar sem fram koma meðal annars Retro Stefsson, Made in sveitin, 200.000 Naglbítar, Pálmi
Gunnars og Páll Óskar. Það er því búist við því að fólk fjölmenni niður í bæ til að njóta
þess sem þar er í gangi. Allar nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má sjá á www.einmedollu.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/solin-kyssir-kinn-gesta-einnar-med-ollu
|
Sólin kyssir kinn gesta Einnar með öllu
Sólskinsbros á gestum Einnar með öllu. Skipuleggjendur eru ánægðir með hátíðina það sem af er enda veðrið gott og
bros gesta breið. Fjölbreytt afþreying er í boði og margt sem heillar unga sem aldna.
Lautarstemning skapaðist í Lystigarðinum þar sem sólin kyssti kinn og ljúfir tónar liðu um loftið en þar voru möffinsar í
aðalhlutverki á hinum einstaka viðburði Mömmur og möffins. Í ár söfnuðust rúmlega 570.000 kr. til fæðingardeildar
Sjúkrahússins á Akureyri. Yfirljósmóðirin var himinsæl með árangurinn. Fyrir upphæðina verður keypt augnskoðunartæki
auk blóðskimunartækis fyrir nýbura. Rúmlega 1600 skrautlegir og afar ljúffengir möffinsar voru seldir og runnu ljúflega niður í takt
við tónlistina.
Tónlist skipaði veglegan sess á hátíðinni eins og áður. Útitónleikar á Ráðhústorgi löðuðu unga
sem aldna í hringiðuna niður í bæ. Hátíðardagskráin kl. 14 hófst með Gleðigöngu Hinsegin Norðurlands sem endaði
á Ráðhústorgi þar sem Villi og Sveppi léku við hvern sinn fingur, Páll Óskar söng með dansandi diskókúlur sér
við hlið og gestir dilluðu sér í takt. Auk þess komu þar fram Hákon Guðni og Mosi Musik, Johnny And The Rest ásamt Beebee and The Bluebirds.
Kvöldtónleikarnir hófust með Retro Stefson, Villi og Naglbítarnir mættu heim og hinn góðsagnakenndi Norðlendingur Pálmi Gunnarsson
þandi raddböndin með hljómsveitinni Made in Sveitin með Hreim í fararbroddi. Afrískir hljómar umluktu svo áheyrendur þegar Bangoura Band
steig á svið, Úlfur Úlfur tók síðan við og poppprinsinn Páll Óskar endaði tónleikana með stæl.
Síðasti dagur hátíðarinnar er uppfullur af nostalgíu og enn kyssir sólin kinn. Ein með öllu, rauðkáli og allt undir ásamt
kóki í bauk með lakkrísröri kemur þar við sögu með hjálp Goða, Vífilfells og Góu. Þessi árlegi viðburður
sem hefst við Iðnaðarsafnið á Akureyri kl. 13 mun án efa vekja upp gamlar og góðar minningar um sögu iðnaðarbæjarins fyrir þá
sem til þekkja og skapa nýjar hjá ungu kynslóðinni. Glæsikerrur, mótorhjól, harmonikkutónar og dans skapar réttu sviðsmyndina.
Ungt fólk mun spreyta sig á sviðinu í dag kl 15 á Glerártorgi þar sem Söngkeppni unga fólksins fer fram. Vinningshafarnir
stíga hugsanlega sín fyrstu skref í átt að frægðarsólinni á Sparitónleikunum í kvöld með
stórstjörnunum.
Sparitónleikarnir á leikhúsflötinni eru lokahnykkurinn á yndislegheitunum á Einni með öllu. Þar troða upp
stórstjörnurnar Kaleo og Stjórnin sem rifjar upp Sjallastemninguna í tali og tónum. Blúsbræður, Ibsen, Hákon Guðni og
hljómsveit stíga á stokk og veitt verða verðlaun fyrir best skreytta húsið og best skreyttu götuna á Akureyri. Rauður bjarmi mun svífa
yfir vötnum þegar Húni II ásamt Ambassador og smábátum líða um Pollinn með blys. Flugeldasýning með öllu tilheyrandi setur
punktinn yfir i-ið í ár.
Mömmur og möffins í blíðunni í Lystigarðinum
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/endurhonnun-a-amtsbokasafninu
|
Endurhönnun á Amtsbókasafninu
Þegar hlutir hafa lokið hlutverki sínu er hægt að skapa þeim nýjan tilgang með hugkvæmni og listfengi. Á Amtsbókasafninu hefur
verið sett upp sýning þar sem fimm konur sýna hvernig gamlir hlutir, gömul föt og jafnvel skyndibitaumbúðir geta breyst í listaverk eða
nytjahluti. Hér er bæði endurunnið og endurhannað.
Þær sem sýna eru:
Eygló Antonsdóttir – Draumafangarar og teiknimyndasögur
Halla Birgisdóttir – Mósaík, kross og hjörtu
Helga Björg Jónasardóttir – Barnaföt
Halldóra Björg Sævarsdóttir – Kjólar
Jónborg Sigurðardóttir – Blómapottar og slæðukjóll
Skilaboð þessara skapandi kvenna eru að við hættum að henda og reynum frekar að finna hlutum nýtt hlutverk.
Sýningin stendur til 31. ágúst og er opin á afgreiðslutíma safnsins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-730-2014-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-eyjafjardarbraut-flugskyli-10
|
Nr. 730/2014 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Eyjafjarðarbraut, flugskýli 10
Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 17. júlí 2014 í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt
deiliskipulagsbreytingu fyrir Eyjafjarðarbraut 3a, flugskýli 10.
Breytingin felur í sér að byggingarreitur stækkar til vesturs að lóðarmörkum og verður öðrum minni byggingarreit bætt við.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F. h. Akureyrarkaupstaðar, 18. júlí 2014,
Margrét Mazmanian Róbertsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild - Útgáfud.: 1. ágúst 2014
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/margar-astaedur-ad-fara-til-grimseyjar
|
Brúðkaup í Grímsey
Sífellt fleiri ferðamenn leggja leið sína til Grímseyjar og eru helstu ástæðurnar heimskautsbaugurinn, lundabyggðin og sólarlagið.
Í sumum tilvikum er erindið þó annað. Bandaríkjamennirnir Virginia Mahacek og Harold Schamback voru búin að stefna að Íslandsferð lengi og
þegar stundin loksins rann upp, ákváðu þau að láta pússa sig saman í leiðinni.
Þau vildu gifta sig á sumarsólstöðum, við heimskautsbauginn og þá var Grímsey sjálfsagður kostur. Ferðaskrifstofa Nonna á
Akureyri skipulagði bæði brúðkaupið og brúðkaupsferðina um Ísland eftir athöfnina og voru brúðhjónin
hæstánægð með bæði ferðina og skipulagið.
Parið lukkulega í Grímseyjarkirkju. Mynd DannyK photography.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/goddur-fjallar-um-gisla-b
|
Goddur fjallar um Gísla B.
Næstkomandi sunnudag, 10. ágúst, kl. 15-16 mun Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur) halda fyrirlestur í Ketilhúsinu um starfsferil Gísla B.
Björnssonar í grafískri hönnun síðastliðna fimm áratugi. Goddur er prófessor við hönnunar- og arkitektúrdeild
Listaháskóla Íslands og hefur um árabil stundað rannsóknir á íslensku myndmáli og táknmyndum í auglýsingum.
Fyrirlesturinn er haldinn í tilefni af síðustu dögum yfirlitssýningar Gísla B. í Ketilhúsinu, Fimm áratugir í
grafískri hönnun, sem lýkur 10. ágúst.
Gísli er einn atkvæðamesti grafíker íslenskrar hönnunarsögu og hefur komið að markaðs- og ímyndarmálum fjölda
fyrirtækja og stofnana á Íslandi og búið til mörg af þekktustu vörumerkjum landsins. Hann setti á fótauglýsingastofu Gísla
B. Björnssonar eftir nám í Þýskalandi 1961 og ári síðar stofnaði hann sérdeild í auglýsingateiknun við Myndlista- og
handíðaskólann sem í dag er braut grafískrar hönnunar í Listaháskóla Íslands þar sem hann kenndi óslitið í
fimm áratugi.
Gísli B. Björnsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyringur-a-evropumeistaramoti-i-frjalsum
|
Akureyringur á Evrópumeistaramóti í frjálsum
Akureyringurinn Hafdís Sigurðardóttir, félagi í Ungmennafélagi Akureyrar, hefur verið valin til þátttöku á
Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem haldið verður í Zürich í Sviss dagana 12.-17. ágúst nk.
Þetta er fyrsta risamót Hafdísar og þar mun hún etja kappi við helstu stórstjörnur Evrópu í langstökki og 200 metra hlaupi.
Þennan áfanga tryggði hún sér endanlega um síðastliðna helgi þegar hún stökk 6,72 metra í langstökki á
Sauðárkróki (sem er 31 sm yfir gildandi Íslandsmeti hennar). Það stökk fæst hins vegar ekki skráð sem Íslandsmet vegna of mikil
meðvinds. Hins vegar gerði hún sér lítið fyrir nú í vikunni og bætti ársgamalt Íslandsmet sitt í 60 metra hlaupi í
keppni hér á Akureyri, hljóp á 7,64 sekúndum og bætti gamla metið sitt um 4/100 úr sekúndu.
Næsta mót sem Hafdís keppir væntanlega á hér á heimavelli verður Akureyrarmótið sem fer fram á Þórsvellinum
helgina 30.-31. ágúst.
Á Evrópumeistaramótinu keppa fjórir aðrir Íslendingar: Ásdís Hjálmsdóttir og Guðmundur Sverrisson í spjótkasti,
Aníta Hinriksdóttir í 800 metra hlaupi og Kári Steinn Karlsson í Maraþonhlaupi.
Bein útsending verður á RÚV frá keppninni. Hafdís keppir í forkeppni í langstökki þriðjudaginn 12. ágúst kl.
18.10.
Upplýsingar um Evrópumótið má finna á síðunni: http://www.european-athletics.org/.
Hafdís kemur í mark á 7,64 sekúndum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/handverkshatid-og-fiskidagur-1
|
Handverkshátíð og Fiskidagur
Mikið er nú um að vera í Eyjafirði og fjöldi gesta á svæðinu. Handverkshátíð stendur yfir á Hrafnagili fram í
firði og á Dalvík er haldið upp á Fiskidaginn mikla. Þar fyrir utan má nefna að stórt fótboltamót, Pæjumótið, fer
fram á Siglufirði um helgina.
Handverkshátíðin á Hrafnagili (13 km sunnan Akureyrar) stendur nú sem hæst en henni lýkur á sunnudag. Sýningin er
fjölbreytt líkt og undanfarin ár með um 90 sýnendum af öllu landinu sem selja skart, fatnað, fylgihluti, textíl,
keramik og gler auk matvæla. Þar fyrir utan eru ýmsar uppákomur og viðburðir alla dagana og má nefna að Félag ungra bænda
á Norðurlandi býður upp á húsdýrasýningu, sýndar eru gamlar landbúnaðarvélar og
þjóðháttafélagið Handraðinn setur upp miðaldabúðir. Veitingasala, handverksmarkaður og
lifandi tónlist verður alla dagana. Nánari upplýsingar er að finna á www.handverkshatid.is.
Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er haldin hátíðleg í Dalvíkurbyggð um helgina. Fiskverkendur og fleiri framtakssamir í
byggðarlaginu bjóða, með hjálp góðra styrktaraðila, landsmönnum öllum upp á dýrindis fiskrétti milli kl. 11 og 17 á
laugardeginum. Matseðilinn breytist ár frá ári þó er ávallt boðið upp á ákveðna vinsæla rétti. Öllum
réttum fylgja brauð og drykkir eins og hver getur í sig látið. Vináttukeðjan er hugljúf dagskrá á sviði við kirkjuna á
föstudeginum þar er tónlist, skemmtun, vináttukeðjuræðan og risaknús í lokin til að leggja línurnar fyrir helgina. Á
föstudagskvöld bjóða íbúar byggðalagsins gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum. Afar vönduð og
fjölbreytt skemmtidagskrá prýðir hátíðina ár hvert. Markmið hátíðarinnar er að fólk komi saman, hafi gaman og
borði fisk. Nánari upplýsingar á www.fiskidagur.muna.is.
Flugeldasýning á Fiskideginum mikla. Mynd af heimasíðu Fiskidagsins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/rekstrarnidurstada-akureyrarbaejar-batnadi-mikid-a-arinu-2013
|
Rekstrarniðurstaða Akureyrarbæjar batnaði mikið á árinu 2013
Fjárhagsstaða stærstu sveitarfélaga landsins batnaði almennt á milli áranna 2012 og 2013. Sex stærstu sveitarfélögin, þ.e.
sveitarfélög sem hafa fleiri en tíu þúsund íbúa, skulda samtals tæpa 443 milljarða króna sem er lækkun úr tæpum 478
milljörðum árið 2012. Þrátt fyrir batnandi stöðu þá skulda þrjú af sex stærstu sveitarfélögunum meira en 200% af
tekjum sínum og einungis tvö þeirra skulda minna en 150% af tekjum sínum, en það er viðmið um skuldahlutfall sem kveðið er á um
sveitarstjórnarlögum. Rekstrarniðurstaða Akureyrarbæjar batnaði mikið á árinu 2013.
„Að sjálfsögðu er ég ánægður með afkomu ársins 2013. Við erum að sjá veltufé frá rekstri aukast og
skuldastöðuna batna. Þannig lækkuðu heildarskuldir sveitarfélagsins um einn milljarð króna á árinu,“ segir Guðmundur Baldvin
Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar. „Góða afkomu á árinu 2013 og betri stöðu sveitarfélagsins má m.a.
skýra með auknum tekjum, gengisþróun og lágri verðbólgu auk þess sem virkt aðhald hefur verið í öllum rekstri. Allt frá
hruni hefur verið gætt ítrasta aðhalds í öllum rekstri en með auknum hagvexti sjáum við fram á að hægt verði að bæta
í og auka þjónustu og horfum við fyrst til velferðar- og skólamála,“ segir Guðmundur.
Frétt af heimasíðu Viðskipablaðsins.
Mynd: Auðunn Níelsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kristin-gunnlaugsdottir-syningarlok
|
Kristín Gunnlaugsdóttir, sýningarlok
Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýningu Kristínar Gunnlaugsdóttur í Flóru en henni lýkur sunnudaginn 17.
ágúst nk.
Kristín er fædd á Akureyri og stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri, MHÍ í Reykjavík og Accademia delle Belle Arti
í Florence á Ítalíu. Hún er ein af okkar fremstu myndlistarmönnum og einkasýning hennar í Listasafni Íslands á síðasta
ári hlaut verðskuldaða athygli. Fyrir þá sýningu fékk Kristín menningarverðlaun DV fyrr á þessu ári. Á
sýningunni í Flóru eru fimm verk af þeirri sýningu ásamt nýjum teikningum.
Í bókinni Sköpunarverk sem kom út í tilefni sýningarinnar í Listasafni Íslands skrifar Halldór Björn Runólfsson:
“Styrkur Kristínar sem myndlistarmanns er endurnýjunarkrafturinn, hversu rækilega hún er tilbúin að taka sjálfa sig í gegn og koma
þannig sér og öðrum á óvart án þess að slá af þeirri kröfu að nota sama efniviðinn og sömu aðferðirnar og
áður; fást með öðrum orðum við þá tegund myndgerðar sem á rætur að rekja til kvennadyngjunnar og klausturlifnaðarins
á miðöldum. Ekkert er eins djarft og afgerandi og það að brjóta gegn bannhelgi þessara luktu verkstæða þaðan sem ekkert kom sem ekki
naut fullkominnar handleiðslu og blessunar andlegra eftirlitsafla, þeirra sjálfskipuðu siðavarða sem enn vaka yfir stórum hluta kvenna þessa heims, af
því að þær eru svo útsettar fyrir óheppilegum refilstigum tilverunnar.
Kristín Gunnlaugsdóttir er með öðrum orðum ein þeirra örfáu listamanna okkar sem tilbúnir eru að hafa endaskipti á
sjálfu sér svo þeir megi hitta okkur varnarlausa þegar minnst varir og við þörfnumst þess sem mest að vera slegin út af
laginu.”
Nánari upplýsingar um verk Kristínar má finna á http://kristing.is
Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru alla daga kl. 10-18.
Næsta sýning í Flóru verður sýning Maríu Rutar Dýrfjörð “Eitthvað fallegt” sem opnar á Akureyrarvöku,
laugardaginn 30. águst.
Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er
á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjortan-sottu-um-starf-fraedslustjora
|
Fjórtán sóttu um starf fræðslustjóra
Fjórtán sóttu um starf fræðslustjóra hjá Akureyrarbæ sem auglýst hefur verið laust til umsóknar. Gengið verður
frá ráðningu í starfið innan tíðar. Þau sem sóttu um starfið eru:
Arnfríður Aðalsteinsdóttir, sérfræðingur, Akureyri
Bjarni Guðmundsson, menntaskólakennari, Akureyri
Eydís Aðalbjörnsdóttir, kennari, Reykjavík
Geir Hólmarsson, kennari, Akureyri
Hildur Betty Kristjánsdóttir, verkefnastjóri, Akureyri
Hildur Gylfadóttir, sviðsstjóri, Dalvík
Hrafnhildur S. Sigurgeirsdóttir, kennari og gæðastjóri, Akureyri
Íris Helga Baldursdóttir, skólastjóri, Hafnarfjörður
Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri, Akureyri
Martha Lilja Marthensdóttir Olsen, þýðandi, Akureyri
Ómar Örn Magnússon, aðstoðarskólastjóri, Reykjavík
Soffía Vagnsdóttir, skólastjóri, Bolungarvík
Valgeir Jens Guðmundsson, deildarstjóri, Reykjavík
Þuríður Óttarsdóttir, aðstoðarskólastjóri, Hafnarfirði
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/leysa-orku-ur-laedingi
|
Leysa orku úr læðingi
Á morgun, laugardaginn 16. ágúst, kl. 15 verður opnuð í Ketilhúsinu sýning Urta Islandica, Skapandi greinar, sem samanstendur af
myndlist, gjörningum, vöruhönnun, matvælaiðnaði og verslun. Tilgangurinn er að skoða samlegðaráhrif þessara ólíku sviða og
þá orku sem losnar úr læðingi þegar skapandi greinar á borð við myndlist komast í tæri við fjármagn sem tengist
viðskiptalífinu og öfugt.
Spjótum verður beint að ríkjandi stigveldishugsun innan listgreina og því viðhorfi að listirnar séu í eðli sínu hreinar,
frjálsar og óháðar markaðnum. Á sama tíma verður þeirri hugmynd andmælt að listirnar séu byrði á samfélaginu,
listamenn afætur og að leggja eigi niður opinbera styrki á þessu sviði. Viðburðurinn er hugsaður sem samræðugrundvöllur og vettvangur fyrir
nýja hugmyndafræði þar sem siðfræði, samfélagsábyrgð og sjálfbærni gegna lykilhlutverki.
Sýningin stendur til 21. september og er opin alla daga nema mánudaga kl. 10-17 en kl. 12-17 frá og með 2. september. Sýningarstjóri er Þóra
Þórisdóttir myndlistar- og athafnakona.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/meistaramot-i-frjalsum-ithrottum-a-akureyri-um-helgina
|
Meistaramót í frjálsum íþróttum á Akureyri um helgina
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram á Akureyri um helgina. Fyrri degi mótsins er
lokið en keppnin fer fram á glæsilegum íþróttavelli á Þórs að Hamri. Rúmlega 200 krakkar á aldrinum 11-14 ára keppa
í öllum helstu greinum frjálsra íþrótta.
Það var spennandi keppni sem fram fór í dag hjá okkar unga og efnilega íþróttafólki. Auk
einstaklingskeppni um Íslandsmeistaratitla í hverri grein er keppt í stigakeppni félaga þar sem efstu 10 menn í hverri grein telja til stiga.
UFA hefur örugga forystu eftir fyrri keppnisdag.
Úrslit dagsns má sjá inn á mótaforritinu: http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/timesedillib2331.htm
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/frabaer-arangur-ufa
|
Frábær árangur UFA
Í dag lauk Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í aldursflokkunum 11-14 ára og náði
Ungmennafélag Akureyrar einstökum árangri í sögu félagsins - að sigra í heildarstigakeppni á Meistaramóti. Hlaut UFA 734,5 stig en
HSK/Selfoss varð í öðru sæti með 621 stig og lið ÍR varð í því þriðja með 438,5 stig.
UFA sigraði einnig í stigakeppninni í flokki stúlkna 11 ára, í flokki stúlkna 12 ára og í flokki pilta 13 ára. Þá
varð UFA í öðru sæti í flokki pilta 11 ára og pilta 12 ára og í þriðja sæti í flokki pilta 14 ára.
Veðrið í dag lék við keppendur og fjölmörg mótsmet féllu sem og nokkur Íslandsmet í ákveðnum aldursflokkum.
Nánar um úrslitin á heimasíðu UFA.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-49
|
Norræn þjóðlistahátíð á Akureyri
Í þessari viku, 20.–23. ágúst, verður haldin Norræn þjóðlistahátíð og ráðstefna á Akureyri sem hefur
yfirskriftina Erfðir til framtíðar (Tradition for Tomorrow). Að verkefninu stendur Norræna þjóðtónlistanefndin í samstarfi við
Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar er dr. Guðrún Ingimundardóttir,
tónlistarfræðingur. Verkefnið er formennskuverkefni Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.
Á hátíðinni koma fram fleiri en 100 tónlistarmenn og dansarar frá Norðurlöndum og sýna hvaða kraftur, fegurð og fjör
býr í listformi byggðu á rótgrónum hefðum. Allir eru velkomnir á hátíðina, enda er hún vissulega fyrir fólk á
öllum aldri og ekki síst unga fólkið sem eflaust uppgötvar að nýja íslenska tónlistin teygir rætur sínar langt aftur í
aldir.
Nánar um Norrænu þjóðlistahátíðina.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/amabadama-a-akureyrarvoku
|
Amabadama á Akureyrarvöku
Lagið „Hossa Hossa“ með Amabadama er vinsælasta lagið á Íslandi um þessar mundir samkvæmt vinsældarlista Rásar
tvö. Þessi skemmtilega reggíhljómsveit, Amabadama, fékk nýverið plötusamning hjá Record Records og er fyrsta breiðskífa
þeirra væntanleg nú á haustmánuðum. Amabadama verður eitt aðalnúmerið á Akureyrarvöku um mánaðamótin.
„Við höfum verið að taka upp plötuna okkar hjá honum Gnúsa í Stúdíó Historý og í tilefni þess að
upptökum er formlega lokið ætlum við að fara að endurhlaða batteríin og reggía okkur upp á stærstu reggíhátíð
Evrópu, Rototom Sunsplash, sem fer fram á Spáni. Við komum svo aftur rétt fyrir Akureyravöku, endurnærð, sólbrún og uppfull af
reggíanda sem að við munum breiða út til allra þeirra sem að koma að hlusta á okkur!" segja liðsmenn Amabadama sem hafa verið við
upptökur í Berlín, Þýskalandi.
Amabadama mun halda uppi stemningunni á karnivalinu í Listagilinu á Akureyri laugardagskvöldið 30. ágúst. Þar munu þau spila
nýtt efni af væntanlegri plötu. Klukkutíma dagskrá af góðu íslensku reggí. Það er að sjálfsögðu
frítt á tónleikana enda Akureyrarvaka afmælishátíð bæjarins.
Dagskrá Akureyrarvöku í heild má sjá hér.
Amabadama. Mynd: Spessi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/dansad-i-ketilhusinu
|
Dansað í Ketilhúsinu
Næstkomandi fimmtudag, 21. ágúst kl. 16, stendur Listhús í Fjallabyggð, í samvinnu við Listasafnið á Akureyri, fyrir dansgjörningi
í Ketilhúsinu. Þá mun Rebecca Wong Dance Group frá Hong Kong sýna "Þegar tíminn haltrar" sem er tilraunakenndur og rýmistengdur
dansgjörningur þar sem dansorkan breytist eftir rýminu sem dansað er í.
Dansinn er innblásinn af málverkum og dagbókum Salvadors Dalí og er leið listamannsins í gegnum sköpunarferlið rakin. Með hjálp
tónlistarinnar lifna málverkin við og verða að skuggum á vegg sem leiða okkur inn í undarlega og fjarstæðukennda veröld.
Listamennirnir sem sýna eru nútímadansararnir Rebecca Wong Pik-Kei, Wayson Poon Wai-shun og King Lo King-San.
Sýningartími er 50 mínútur. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ruv-eflir-starfsemi-sina-a-landsbyggdinni
|
RÚV eflir starfsemi sína á landsbyggðinni
RÚV ætlar að efla starfsemi sína á landsbyggðinni á næstu misserum. Framundan er vinna við endurskipulagningu, þróun og uppbyggingu
til framtíðar á starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins. Auglýst verður eftir svæðisstjóra með aðsetur á
Akureyri til að leiða breytingaferlið.
Svæðisstjóri RÚVAK mun leiða þær breytingar sem framundan eru á starfsemi RÚV á landsbyggðinni. Hlutverk
svæðisstjóra á Akureyri er með nokkuð breyttu sniði en hlutverk stöðvarstjóra var áður þar sem svæðistjóri mun
stýra starfsemi RÚV á Akureyri sem og starfsemi á landsbyggðinni allri. Því hefur verið ákveðið að auglýsa starfið laust
til umsóknar. Í starfinu felst meðal annars ábyrgð á fréttaflutningi og dagskrárgerð svæðisstöðva í sjónvarpi,
útvarpi og á vefnum. Ýmsar breytingar eru áformaðar, meðal annars verður lögð aukin áhersla á miðlun svæðisbundinna
frétta á vef RÚV.
RÚV er með fréttamenn og fréttaritara í öllum landshlutum en starfsfólki RÚV á landsbyggðinni hefur fækkað umtalsvert
á síðustu árum. Ný yfirstjórn RÚV hefur boðað að aukin áhersla verði lögð á landsbyggðina í starfsemi
RÚV. Endurskipulagning starfseminnar á Akureyri er fyrsta skrefið í þá átt.
Á næstu dögum munu birtast auglýsingar þar sem auglýst er eftir fréttamanni og svæðisstjóra RÚVAK með aðsetur á
Akureyri sem mun leiða starfið á landsbyggðinni. Umsóknarfrestur er til 1. september.
Höfuðstöðvar RÚV í Reykjavík.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/litrik-gangbraut-a-eyrarlandsvegi
|
Litrík gangbraut á Eyrarlandsvegi
Í dag var unnið að því í blíðskaparveðri að mála gangbrautina neðst á Eyrarlandsvegi í óvenjulegum litum en
þar er um að ræða einkennisliti Akureyrarvöku sem munu prýða prentaða dagskrá hátíðarinnar, auglýsingar og fleira.
Hugmyndin með að mála gangbrautina í þessum litum er að tengja saman viðburði í Listagilinu og tilraunirnar í Vísindasetrinu sem
verður í Rósenborg.
Vísindasetrið verður starfrækt í Rósenborg laugardaginn 30. ágúst en Listagilið mun iða af lífi og listum alla helgina frá
gömlu kartöflugeymslunni og niður í miðbæ.
Prentuð dagskrá Akureyrarvöku verður borin í hús á Akureyri í næstu viku en þú getur kynnt þér dagskrána
nú þegar á Visitakureyri.is.
Gangbrautin máluð.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/landsbankinn-uthlutar-styrkjum-vegna-akureyrarvoku
|
Landsbankinn úthlutar styrkjum vegna Akureyrarvöku
Landsbankinn hefur úthlutað styrkjum til tíu verkefna og viðburða á Akureyrarvöku en samtals voru veittar 400 þúsund krónur til
verkefnanna. Styrkveitingin er hluti af samstarfi Akureyrarstofu og Landsbankans sem hefur verið bakhjarl Akureyrarvöku um árabil.
Markmiðið með styrkjunum er að veita hóflega styrki til einstaklinga og hópa sem munu skipuleggja fjölbreytta og áhugaverða viðburði við
Ráðhústorg og á göngugötunni á Akureyrarvöku. Fjárstuðningur Landsbankans vegna Akureyrarvöku rennur því beint til
listamanna og hópa sem koma fram á Akureyrarvöku. Þetta er í fyrsta sinn sem Landsbankinn og Akureyrarstofa standa að styrkveitingunni en í
úthlutunarnefnd sátu fulltrúar frá Akureyrarstofu og Landsbankanum.
Akureyrarvaka er árleg bæjarhátíð og verður haldin dagana 29.-31. ágúst. Þemað er að þessu sinni AL-menning fyrir almenning
þar sem enn meiri áhersla verður lögð á að fá íbúa til að taka þátt og njóta. Vísindasetrið,
Draugaslóðin í Innbænum, Rökkurró, líflegt Listagil og tónlist munu spila stórt hlutverk í hátíðinni ásamt
mörgum öðrum viðburðum.
Styrkþegar Landsbankans vegna Akureyrarvöku 2014 eru þessir:
Axel Flóvent og Rakel Sigurðardóttir – Tónlistaratriði sem er hluti af Horfðu til himins sem fram fer í
göngugötunni..
Blues Brothers – Tónlistaratriði á karnivalinu.
Brynjar Jóhannesson og Drífa Thoroddsen – Vegfarendur geta pantað sér ljóð í göngugötunni.
Eva Reykjalín – Zumba fyrir alla. Zumbadans kenndur á Ráðhústorgi.
Kristján Atli Baldursson – Ljósmyndasýningin Fallegi bærinn minn. Ljósmyndir þátttakenda í
sumarnámskeiði fyrir börn á Akureyri.
Sjálfsprottin spévísi – Tónleikar á þakinu á Kaffi Amor sem einnig er hluti af Horfðu til Himins .
Skapandi sumarstörf – Ungmenni koma fram sem þekktar persónur úr sögu Akureyrar og gefa gamlar bækur úr
Amtsbókasafninu.
Taekwondo deild Þórs – Taekwondo-sýning á Ráðhústorginu.
Ungmennalistahópurinn Kaþarsis – Samsýning þar sem ritlist og myndlist tvinnast saman í skemmtilega heild.
Þorgils Gíslason – Hljóðgarðar. Tónlist The Doors og ljóð Jims Morrissons í nýrri íslenskri
þýðingu sem spiluð verður í gámum.
Handhafar styrkjanna og fulltrúar þeirra ásamt útibússtjóra Landsbankans á Akureyri og verkefnastjórum Akureyrarvöku á Ráðhústorgi í dag.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nordurtangi-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingu
|
Norðurtangi Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar samþykkti 14. ágúst 2014 að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu hafnarsvæða sunnan
Glerár við Norðurtanga, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið nær til nyrsta hluta Norðurtanga. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir stækkun lóðar nr. 5 við Norðurtanga og hliðrun
götunnar. Hluta hafnarbakka er breytt í geymslu- og athafnasvæði í umsjá hafnarstjórnar.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð er að gengilegur hér að neðan og mun einnig liggja frammi í þjónustuanddyri
Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 20. ágúst til 1. október 2014, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér
tillöguna og gert við hana athugasemdir.
Uppdráttur
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 1. október 2014 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar
Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
20. ágúst 2014
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynlegar-athugasemdir-og-oryggi-kvenna-i-thjonustustorfum
|
Kynlegar athugasemdir og öryggi kvenna í þjónustustörfum
Lista- og hugsjónahópurinn Barningur hefur starfað undir hatti skapandi sumarstarfa hjá Akureyrarbæ í sumar. Á morgun, fimmtudaginn 21.
ágúst kl. 17.30, stendur hópurinn fyrir fyrirlestri í Ketilhúsinu þar sem fjallað verður um öryggi ungra kvenna í
þjónustustörfum og lítillækkandi framkomu sem þær verða ítrekað fyrir við störf sín.
Sjónum verður beint að úrræða- og öryggisleysi sem þær búa við í því samfélagi sem við byggjum og
í kjölfarið verður opnað á lausnamiðaðar umræður. Aðgangur er ókeypis.
Upplýsingar um fyrirlesturinn á Facebook.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarmotid-i-gotuhjolreidum
|
Akureyrarmótið í götuhjólreiðum
Akureyrarmótið í hjólreiðum fer fram 24. ágúst næstkomandi. Keppt verður í tveimur flokkum í bæði karla- og
kvennaflokki, A og B flokki. A flokkur er á götuhjólum og öðrum hjólum með hrútastýri, B flokkur er á fjallahjólum og
öðrum hjólum með áþekk stýri. Mótið hefst 24. ágúst klukkan 11 hjá N1 við Leiruveg og hjólaður er
Eyjafjarðarhringurinn réttsælis.
Þetta er skemmtilegt mót sem hæfir öllum, byrjendum jafnt sem lengra komnum. Með því að taka þátt í keppninni getur fólk
bætt persónulegan árangur sinn í skemmtilegum félagsskap.
Nánar um skráningu og keppnisgjald.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kvikmyndagerd-med-umhyggju
|
Kvikmyndagerð með Umhyggju
Aðstandendur gamanmyndarinnar Bakk standa fyrir hátíð á Ráðhústorgi sunnudaginn 24. ágúst frá kl. 14-17 til styrktar Umhyggju,
félags til stuðnings langveikum börnum. Fram koma Hildur Eir Bolladóttir, Eik og Una Haraldsdætur, Lára Sóley og Hjalti, Jón Páll
Norðfjörð, Marína Ósk og Einar, Rúnar Eff, Hundur í óskilum og fleiri. Kynnir er Skúli Gautason.
Gamanmyndin Bakk segir frá tveimur æskuvinum sem ákveða að bakka hringinn í kringum Ísland til styrktar langveikum börnum og er
áætlað að tökum ljúki nú á haustmánuðum. Handrit myndarinnar er eftir Gunnar Hansson en hann leikstýrir ásamt Davíð
Óskari Ólafssyni. Í aðalhlutverkum eru Gunnar Hansson, Víkingur Kristjánsson og Saga Garðarsdóttir en af öðrum leikurum má nefna
Þorstein Gunnarsson, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Þorstein Bachmann, Hönnu Maríu Karlsdóttur, Hallgrím Ólafsson,
Halldóru Geirharðsdóttur og Jóhannes Hauk Jóhannesson.
Á hátíðinni á Ráðhústorgi verður happdrætti með veglegum vinningum og allur ágóði rennur óskertur til
Umhyggju. Einnig er hægt að leggja málefninu lið með því að hringja í síma:
902 5001 - 1000 kr.
902 5003 - 3000 kr.
902 5005 - 5000 kr.
eða með því að leggja inn á eftirfarandi reikning:
Reikningsnúmer: 0101-15-371020
Kennitala: 581201-2140
www.facebook.com/bakkthemovie
Viðtal við aðstandendur myndarinnar á Rás 2.
Aðalleikarar og leikstjórar myndarinnar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/twike-hjol-a-akureyri
|
Twike-hjól á Akureyri
Twike-hjól eru tveggja manna farartæki sem ganga fyrir rafmagni en eru einnig fótknúin líkt og reiðhjól. Orðið er samansett úr
Twin-Byke.
Slíkt farartæki er nú að fara hringinn í kringum Ísland og var lagt fyrir utan Menningarhúsið Hof í dag þegar okkur bar að
garði. Því miður voru ökumennirnir hvergi sjáanlegir. Hafa líklega rölt inn í miðbæ að njóta
veðurblíðunnar.
Hægt er að fylgjast með ferðum Twike um Ísland á Facebook og lesa dagbók
ferðalanganna.
Twike fyrir framan Hof.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/listaverkid-sigling-faert
|
Listaverkið Sigling fært
Listaverkið Sigling eftir Jón Gunnar Árnason (1931-1989) var undir hádegi í dag fært frá horni Kaupvangsstrætis og Glerárgötu,
suður með Drottningarbraut og á litla uppfyllingu austan við nýju göngubrautina sem þar er. Þykir verkið njóta sín mun betur á
nýja staðnum en lítið bar á því á gamla staðnum þar sem það var nánast falið í trjágróðri.
Á nýja staðnum kallast Sigling að vissu leyti á við hið fræga verk Sólfar sem einnig er eftir Jón Gunnar og stendur á uppfyllingu
við Sæbrautina í Reykjavík og er vinsælt myndefni ferðamanna.
Akureyrarbær lét gera verkið í tilefni aldarafmælis Kaupfélags Eyfirðinga (KEA) árið 1986 en það var vígt hinn 3.
ágúst 1990 og stóð fram til þessa dags á horni Glerárgötu og Kaupvangsstrætis. Starfsmenn Slippstöðvarinnar á Akureyri settu
listaverkið í stál eftir mótum höfundar.
Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli þeirra.
Sigling á nýja staðnum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/meiri-og-betri-utivist
|
Meiri og betri útivist
Á mánudag var listaverkið Sigling fært niður að Pollinum við Drottningarbraut. Þar stendur það við nýjan göngustíg sem
strax er orðinn vinsæll meðal bæjarbúa og gesta bæjarins. Ýmislegt fleira hefur verið gert í sumar til að auka útivistarmöguleika og
afþreyingu bæjarbúa og ferðafólks.
Í fólkvangnum í Krossanesborgum var gerður 0,6 km stígur og er heildarlengd útivistarstíganna þar orðin 4,4 km að lengd. Einnig var
komið fyrir 10 upplýsingaskiltum víðsvegar um svæðið þar sem ýmsan fróðleik er að finna svo sem um fuglalíf, plöntur,
jarðfræði, hernám, áveituskurð og eyðibýlið Lónsgerði.
Á Hamarkotstúni var settur upp 9 körfu frisbígolfvöllur og eru bæjarbúar hvattir til að nýta sér þennan nýja
afþreyingarmöguleika. Skorkort eru aðgengileg í kassa við upphafsreit.
Og austan Glerár við gömlu steypustöðina hefur verið gerð fjallahjólabraut þar sem bæjarbúar geta nú reynt sig í
miserfiðum torfærum.
Úr Krossanesborgum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/arna-vals-i-listasafninu
|
Arna Vals í Listasafninu
Á Akureyrarvöku, laugardaginn 30. ágúst kl. 15, verður opnuð í Listasafninu á Akureyri sýning Örnu
Valsdóttur Staðreynd – Local Fact. Á sýningunni gefur að líta mörg eldri myndbandsverka Örnu ásamt nýju verki
sem sérstaklega var unnið af þessu tilefni. Á opnuninni flytur kammerkórinn Hymnodia gjörning og listamannaspjall verður með Örnu kl. 20.
Listasafnið verður opið til kl. 22 vegna Akureyrarvöku.
Í tilefni sýningarinnar kemur út vönduð sýningarskrá hönnuð af Sigríði Snjólaugu Vernharðsdóttur með texta
á íslensku og ensku eftir Dr. Hlyn Helgason. Þar segir meðal annars um verkið Staðreyndir 1-4:
„Hlutverk raddarinnar í Staðreyndum 1–4 er sérstakt og áberandi. Það er persónulegt og tengist Örnu sjálfri. Það er
hennar rödd sem ómar í sýningarrýminu. Ómurinn er hennar leið til að skrá rýmið og tileinka sér það. Eins og fugl
sem helgar sér svæði með kvaki sínu gerir Arna rýmið að sínu með því að raula í því. Í
sýningarsalnum ómar lag sem listakonan velur út frá tengingum við liðna viðburði og upplifun sína af svæðinu.“
Sýningin stendur til 12. október og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17.
Leiðsögn um sýningarnar í Listasafninu/Ketilhúsinu er
alla fimmtudaga kl. 12. Aðgangur er ókeypis.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-48
|
BBC í Grímsey
Tökulið á vegum BBC var í Grímsey í júlí að taka upp sjónvarpsefni um lífríki eyjarinnar. Þeir komu einnig
í vor og tóku myndir þegar eggjatínsla stóð sem hæst. Upptökurnar í Grímsey verða hluti af kvimyndinni "Fótspor risanna" sem
fjallar um mannlíf og náttúru Íslands og er tekin upp á einu ári. Myndin verður sýnd í Bretlandi að ári.
Á bloggsíðu kvikmyndagerðarfólksins má m.a. lesa um ferðina til
Grímseyjar í vor og skoða margar fallegar myndir úr eyjunni.
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarvaka-um-helgina
|
Akureyrarvaka um helgina
AmabAdamA í Listagilinu & annarlegar verur í Innbænum, ljóð & lautarferð, myndlist & markaður, tweed ride & tónlist, bíó
& blót, leiklist & listaverk, rökkuró og rokk, friðarvaka & flottar freistingar. Þetta er bara brot af þeim 100 kræsingum sem verða á
veisluborðinu í tilefni af 152 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar á Akureyrarvöku um næstu helgi. Þema vökunnar er ,,Al-menning fyrir almenning"
og bæjarbúar og gestir þeirra njóta og taka þátt í því sem borið er á borð.
Akureyrarvaka hefst föstudagskvöldið 29. ágúst í Lystigarðinum með dagskránni Rökkurró. Þar mun rómantíkin
ráða ríkjum og falleg birta umlykja gesti ásamt ljúfum tónum og seiðandi dansi. Sungið verður með Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands í Hofi og Draugavakan verður á sínum stað í Innbænum. Rokktónleikar verða í portinu hjá Backpackers þar sem
akureyrsk bönd halda upp stemningunni. Óður til the Doors og nýjar þýðingar á textum Jim Morrisons hljóma úr hljóðgarði
Þorgils Gíslasonar úr gámum í Skipagötunni.
Á laugardagsmorgun 30. ágúst eru bæjarbúar hvattir til þátttöku í lautarferðum í öllum hverfum bæjarins.
Þar láta hverfisráðin til sín taka og áhugasamir einstaklingar í hverju hverfi sem vilja leggja hönd á plóg til þess að
ýta undir samkennd granna á milli. Súlutindur og stofutónleikar eru viðburðir sem vert er að nefna en þegar líður á daginn færist
þungamiðjan í miðbæinn þar sem boðið er upp á fjölbreytta dagskrá sem líkja má við smákökur og
hnallþórur á girnilegu hlaðborði í tilefni veislunnar. Vísindamenn bregða á leik, veggverk sem minna á frið og jafnrétti
líta dagsins ljós, tónlist ómar af svölum og þökum og af torgi og götum. Listagilið iðar af lífi, göngugatan og
Ráðhústorgið breytast í leikmynd fyrir viðburði af ýmsu tagi sem heilla unga sem aldna og fá þá til að taka þátt og
njóta.
Stærsta hnallþóran er í þremur lögum með mjúku kremi: Hin akureyrska hljómsveit Mafama hefur leikinn í Karnivalinu í Gilinu og
tónlistarfólk frá Akureyri tekur við af henni og flytur tónlist úr kvikmyndinni The Blues Brothers. Loks tekur AmabAdamA við og þegar þau hafa
tryllt liðið og dansinn hefur dunað í um tvær klukkustundir tekur fegurðin við. Tónverkið Spiegel Im Spiegel eftir eistneska
tónskáldið Arvo Pärt mun óma í Listagilinu, bæjarbúar kveikja á kertum og raða þeim upp kirkjutröppurnar með aðstoð
hjálparsveitarmanna.
Bæjarhátíð á norðurhveli jarðar getur gert heiminn örlítið betri en hann er í dag. Hér er aðeins tæpt á
nokkrum brotum úr dagskránni en hana má sjá í heild sinni á visitakureyri.is.
Glaðir gestir í karnivalinu á síðustu Akureyrarvöku. Mynd: Daníel Starrason.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/guido-malar-vegg-i-midbaenum
|
Guido málar vegg í miðbænum
Ástralski listamaðurinn Guido van Helten hefur nú hafist handa við að mála nýja mynd á norðurvegg Amaróhússins í
göngugötunni í miðbæ Akureyrar. Guido er einn færasti vegglistarmaður heims. Hann hefur gert vegglistaverk um víða veröld og má þar
nefna stór verk í London, Melbourne Ástralíu, Dublin og Reykjavík.
Listamaðurinn vinnur raunsæismyndir út frá sögulegum ljósmyndum. Hann kom til Akureyrar síðastliðinn þriðjudag og tók fyrsta
daginn í að velja mynd á Minjasafninu.
Hægt er að fylgjast með Guido að störfum í miðbænum í beinni
útsendingu í boði N4 Sjónvarps.
Bein útsending er á Youtube.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fagrir-og-vel-hirtir-gardar
|
Fagrir og vel hirtir garðar
Að venju voru á Akureyrarvöku veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í fegrun og hirðingu garða 2014.
Í dómnefnd að þessu sinni voru Guðrún K. Björgvinsdóttir yfirverkstjóri garðyrkjumála, Jón Birgir Gunnlaugsson
forstöðumaður umhverfismála og Matthildur Ásta Hauksdóttir forstöðumaður Lystigarðs Akureyrar. Matjurtagarð 2014 valdi Jóhann Thorarensen
garðyrkjufræðingur í ræktunarstöð Akureyrar.
Niðurstöður og umsagnir dómnefndar voru þessar:
Hólatún 9
Eigendur: Jón Bragi Skírnisson og Sigurbjörg Helga Pétursdóttir.
Skemmtileg lóð með fjölbreytt plöntuval, þar sem litir og blöð plantna fá að njóta sín í þéttu
laufskrúði. Dvalarstaður tvinnast skemmtilega við garðinn og verður hluti hans. Snyrtileg hellulögð aðkoma þar sem plöntur í pottum og
rósir eru áberandi. Norðan við húsið er snyrtileg grasflöt sem afmarkast af klipptu limgerði og fallegum seljum.
Hindarlundur 2
Eigendur: Vilhelm Ágústsson og Edda Vilhjálmsdóttir.
Falleg lóð á alla kanta og aðdáunarvert hversu vel hún er hirt. Aðkoman hellulögð og umlukin gróskumiklum fallegum gróðri.
Dvalarstaður vestan við húsið er í skjóli og þar er lítil tjörn sem setur skemmtilegan svip á garðinn. Norðan við
húsið eru skemmtilegar hringlaga stiklur í fallegu fjörugrjóti. Plöntur sem eru hávaxnar eru klipptar til að hemja vöxt. Snyrtilegir
skjólveggir afmarka lóðinna og falla vel inn í gróðurinn. Eigendurnir þau Vilhelm og Edda hafa áður fengið viðurkenningu fyrir garðinn
en það var árið 2002.
Háskólinn á Akureyri (fyrirtæki)
Stofnun: Háskólinn á Akureyri.
Mjög falleg lóð á alla kanta og vel hirt. Aðkoman hellulögð og mjög snyrtileg, má meðal annars sjá trjágróður í
afmörkuðum beðum við bílastæði. Grasflatir mjög fallegar og vel afmarkaðar með runnabeðum. Látlaus tjörn við innganginn.
Gróðurlega séð er greinilega verið að hugsa um að hafa lóðinna fallega frá vori til hausts. Í heildina vel skipulögð og mjög
snyrtileg lóð.
Aðalstræti 68 (eldri garður)
Eigandi: Auður Magnúsdóttir.
Eldri garður sem hefur fengið góða andlitslyftingu á síðustu árum. Falleg framlóð með snyrtilegri grasflöt og steyptri stétt.
Gömul flúruð girðing setur svip sinn á aðkomuna. Baklóðin er ekki síðri, þar hefur hallinn í brekkunni verið brotinn upp með
fallegum vegghleðslum. Fyrir ofan hvern vegg eru blómabeð með mjög fjölbreyttum fjölærum plöntum. Grasflatirnar sem eru í miklum halla eru
mjög vel slegnar og lóðarmörkinn afmörkuð með vel klipptum limgerðum. Í heildinna mjög áhugaverð og ákaflega vel hirt
lóð.
Matjurtagarður ársins 2014
Garður Jóns Óskarssonar og Ragnheiðar Brynjólfsdóttur nr. 85 b hefur hlotið viðurkenningu fyrir framúrskarandi útlit. Jón og
Ragnheiður hafa stundað matjurtagarð sinn af alúð og umhyggju enda er uppskera þeirra góð.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarhatid-sem-hressir-og-baetir
|
Bæjarhátíð sem hressir og bætir
Akureyrarvaka fór fram um helgina í blíðskaparveðri, allt að 20 gráðu hita. Mikill mannfjöldi tók þátt í þessari
afmælishátíð kaupstaðarins og var einkennandi hversu margir bæjarbúar lögðu sitt af mörkum, fyrir utan allt listafólkið sem
lét ljós sitt skína.
Hápunktur hátíðarhaldanna var á laugardagskvöld þegar hljómsveitin Amabadama hélt stóra útitónleika í
Listagilinu og að þeim loknum var efnt til Friðarvöku þar sem um 1.000 útikerti voru tendruð í kirkjutröppunum til að efla samkennd og sýna
samstöðu í verki. Við erum Akureyringar, Íslendingar og jarðarbúar, var yfirskrift Friðarvökunnar. Ágóði af sölu kertanna rennur
til læknasamtakanna PMRS sem hlúa að stríðshrjáðum á Gaza svæðinu. Niðurstaðan er að bæjarhátíð á
norðurhveli jarðar getur haft áhrif og gert heiminn örlítið betri en hann er í dag.
Akureyrarvaka var sett á föstudagskvöldið með Rökkurró í Lystigarðinum og ýmsum uppákomum í trjálundum hér og
þar um garðinn. Fjöldi bæjarbúa lagði leið sína í garðinn til að njóta veðurblíðunnar og rölta um ljósum
prýdda stígana. Að því loknu var haldið í Draugavöku í elsta hluta bæjarins. Drungaleg tónlist og draugaleg hljóð
ásamt kynjaverum af öllum gerðum sköpuðu réttu sviðsmyndina. Þar tóku íbúar virkan þátt ásamt 100
sjálfboðaliðum sem brugðu sér í gervi drauga.
Bæjarbúar létu ekki sitt eftir liggja á Akureyrarvöku en margir þeirra mættu með nestikörfu og góða skapið til að
njóta samveru við nágranna sína í hverfislautarferð. Þessi nýi og vinalegi viðburður er kominn til að vera. Fyrir utan ótal
listviðburði og uppákomur um allan bæ vekur athygli hversu mikið hátíðin skilur eftir sig af skreytingum og útilistaverkum af ýmsum toga.
Ástralski vegglistamaðurinn Guido van Helten vann alla helgina að því að mála stóra veggmynd á norðurgafl Amaróhússins við
göngugötuna í miðbænum. Á myndinni er Sigríður Sigtryggsdóttir á ungaaldri að leika Dimmalimm hjá Leikfélagi Akureyrar.
Sigríður lést árið 2010. Í Listagilinu skreyttu níu listamenn hvern sinn hluta af vegg, handan götunnar við Ketilhúsið, og bak
við veitingahúsið Rub 23. Áður en hátíðarhöldin hófust var listaverkið Sigling eftir Jón Gunnar Árnason fært úr
miðbænum að nýjum göngustíg meðfram sjónum við Drottningarbraut og kallast þar skemmtilega á við hið fræga verk
Sólfar eftir sama höfund við Sæbraut í Reykjavík.
Frá Friðarvökunni. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/dimmalimm-a-veggnum
|
Dimmalimm á veggnum
Ástralski listamaðurinn Guido van Helten lauk við að mála nýja mynd á norðurgafl
Amaróhússins í gær. Myndina vann hann eftir ljósmynd sem var tekin þegar Leikfélag Akureyrar setti upp leikritið Dimmalimm eftir listmálarann
Mugg árið 1970.
Þar var í titilhlutverkinu Sigríður Kristín Sigtryggsdóttir, Sía, sem fæddist á Akureyri 1957 og lést árið 2010. Myndin
er því af henni. Sía var áhugaleikari, vann á ferðaskrifstofu og fór einnig í Myndlistarskólann á Akureyri.
Guido van Helten beitir spreybrúsum með lakki sem hann blandar sjálfur til að mála myndir sínar.
Þetta verk er á vissan hátt óður til leiklistar og myndlistar í bænum, barnamenningar og Akureyringa fyrr og síðar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/soffia-vagnsdottir-radin-fraedslustjori
|
Soffía Vagnsdóttir ráðin fræðslustjóri
Alls sóttu 14 um starf fræðslustjóra Akureyrar sem auglýst var laust til umsóknar. Niðurstaðan var sú að skólanefnd samþykkti
að bjóða Soffíu Vagnsdóttur, skólastjóra grunnskóla Bolungarvíkur, starfið. Það var mat bæjarstjóra og
skólanefndar að Soffía uppfyllti best þær væntingar sem gerðar eru til þessarar ráðningar.
Soffía hefur verið viðriðin skólamál frá árinu 1981 sem kennari og stjórnandi. Hún er menntuð tónmenntakennari og með
framhaldsnám í stjórnun menntastofnana frá Kennaraháskóla Íslands. Soffía er með meistarapróf í menningarstjórnun og
er að ljúka meistaranámi í Evrópufærðum.
Soffía Vagnsdóttir. Mynd af www.bb.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/leidsogn-i-listasafninu-i-dag
|
Leiðsögn í Listasafninu í dag
Í dag, fimmtudaginn 4. september, kl. 12 verður leiðsögn í Listasafninu á Akureyri um sýningu Örnu Valsdóttur, Staðreynd –
Local Fact, sem var opnuð um síðustu helgi. Guðrún Pálína Guðmundsóttir, fræðslufulltrúi, mun þá
fræða gesti um sýninguna og tilurð verkanna. Aðgangur er ókeypis.
Á sýningunni má sjá myndbandsverk sem Arna Valsdóttir hefur sett upp á síðustu sjö árum ásamt nýju verki sem er
sérstaklega gert fyrir þessa sýningu auk verksins La frá árinu 1988 sem markar ef til vill upphafið á rýmistengdum verkum Örnu.
Arna Valsdóttir nam myndlist við MHÍ og Jan van Eyck Academie í Hollandi þaðan sem hún lauk námi 1989. Í Hollandi var Arna þegar farin
að gera tilraunir með nýja miðla tengdum gjörningum, tónlist, ljósmyndun og myndvörpun auk hefðbundnari myndlistar. Á þessum tíma
fór hún einnig að flétta eigin söngrödd inn í verk sín. Þessar aðferðir hafa verið gegnumgangandi í sköpunarferli
Örnu allt til dagsins í dag og hún hefur unnið margvísleg verk þar sem hún nýtir eigin rödd í fjölbreytt rýmisverk og
gjörninga, bæði sem vídeóverk og innsetningar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/haustfagnadur-i-hrisey-1
|
Haustfagnaður í Hrísey
Árlegur haustfagnaður verður haldinn í Hrísey á laugardag, 6. september, og að venju verður reynt að afla fjár til verðugra verkefna,
að þessu sinni til endurbóta á félagsheimilinu Sæborg. Dagurinn byrjar með námskeiði fyrir grunnskólabörn frá kl. 11-15 og strax
að því loknu hefst vöfflukaffi á hátíðarsvæði bæjarins sem leikklúbburinn Krafla stendur fyrir.
Björgunarsveitin í Hrísey býður börnum upp á stutta siglingu í grennd eyjarinnar kl. 16 og stjórn Ferðamálafélags
Hríseyjar tekur til við að grilla hamborgara og pyslur á hátíðarsvæðinu um kl. 19. Einnig verður á boðstólum hinn vinsæli
hvannarplokkfiskur með þrumara og eitthvað til að drekka með hnossgætinu. Allt verður þetta selt gegn vægu verði og verður hægt að
greiða með greiðslukortum. Hljóðfæraleikarar munu stíga á stokk, dregið verður í happdrætti og fleira sér til gamans gert. Allir
velkomnir.
Frá Hrísey.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/adalskrifstofa-syslumanns-og-logreglustjora-verdi-a-akureyri
|
Aðalskrifstofa sýslumanns og lögreglustjóra verði á Akureyri
Akureyrarbær hefur gert formlegar athugasemdir við boðaðar breytingar innanríkisráðuneytisins á sýslumannsembættum sem fela í
sér að aðalskrifstofa sýslumannsins á Norðurlandi eystra verði á Húsavík. Í svokölluðu umræðuskjali
innanríkisráðherra er sett fram sú hugmynd að aðalskrifstofa umdæmisins verði á Húsavík en að sýsluskrifstofur verði
á Akureyri og Siglufirði og sýsluskrifstofa með takmarkaðri þjónustu verði á Dalvík. Akureyrarbær leggur hins vegar á
það ríka áherslu að aðalskrifstofa umdæmisins verði á Akureyri.
Í athugasemdum sem Akureyrarbær sendi ráðuneytinu 14. júlí sl. er vitnað til þess að athugasemdum við frumvarp til laga nr. 50/2014 um
framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði sé að þjónusta við borgarana sé eins góð og kostur er,
að rekstur embættanna sé eins hagkvæmur og kostur er, og að stjórnsýsla sýslumannsembættanna verði efld og verði þar með betur
í stakk búin til að taka að sér aukin verkefni. Í rökstuðningi Akureyrarbæjar segir orðrétt:
„Þjónusta við borgarana
Ekki verður annað séð en að meginmarkmiðum verði best náð með því
að staðsetja aðalskrifstofur sýslumanns á Akureyri. Þjónusta við borgarana er tryggð með því að hafa aðalskrifstofur á
þeim stað þar sem mestur fjöldi íbúa er en Akureyri er langfjölmennasta sveitarfélagið í umdæminu. Akureyri er nú þegar
miðja þeirrar stjórnsýslu sem til staðar er á Norðurlandi Eystra, er nálægt öðrum byggðakjörnum (Dalvík, Fjallabyggð,
Grenivík, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsströnd) og að greiðastar samgöngur eru til Reykjavíkur frá Akureyri.
Fjárhagslegur ávinningur
Í 6. lið athugasemdanna er einnig fjallað um samskipti sýslumannsembættisins við
lögreglustjóra og aðrar ríkisstofnanir í héraði. Um samskipti við lögreglu er vakin athygli á að möguleiki sé á
hagræðingu með því að sýslumannsembætti og embætti lögreglustjóra í hverju héraði samnýti
stoðþjónustu og jafnvel húsnæði. Fyrir liggur að í umræðuskjali innanríkisráðherra um breytingu á
lögreglulögum 51/2014 er lagt til að aðalstöð umdæmis lögreglustjóra á Norðausturlandi verði staðsett á Akureyri.
Þá er Héraðsdómur Norðurlands staðsettur á Akureyri og með því að staðsetja sýslumann Norðurlands eystra sem og
lögreglustjóra á sama stað væri mögulegt að skapa fjárhagslegt hagræði. Ekki verður annað séð en að þessar
tillögur fari illa saman við þau sjónarmið sem lýst er í athugasemdum við frumvarpið. Rétt er að ítreka að hér eru
um fjárhagslegan ávinning að ræða, í samræmi við fjárhagsleg markmið, en ætíð yrði gætt að aðskilnað
starfseminnar út frá sjónarmiðum um aðskilnað á framkvæmda- og dómsvaldi.
Akureyri sem miðstöð stjórnsýslu
Um þau stjórnsýslulegu markmið sem sett eru fram í 4. gr. frumvarpsins og
ítrekuð eru í þriðja lið að ofan að þá eru þau sérstakt fagnaðarefni. Með flutningi verkefna til sýsluskrifstofa er
hægt að efla þær um land allt og ná fram markmiðum um fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni. Akureyrarbær telur að auka megi verulega
við verkefni sýsluskrifstofu í bænum en bærinn er sterkur valkostur við höfuðborgarsvæðið fyrir staðsetningu á
stjórnsýslustarfsemi. Akureyri er fjölbreytt og sterkt samfélag sem er vel í stakk búið til þess að þar séu reknar stofnanir
á vegum ríkisins. Þá hefur ríkisstjórnin nýlega samþykkt að höfuðstöðvar Fiskistofu verði á Akureyri með
þeim rökum að Akureyri sé ákjósanlegur staður til að byggja upp stjórnsýslustofnanir utan höfuðborgarsvæðisins.
Það er því ljóst að Akureyri býður upp á mikla möguleika á samstarfi ríkisstofnana og að jafnvel sé kominn
þörf á að skoða sérstakt stjórnsýsluhús á Akureyri þar sem fjölmargar stofnanir á vegum ríkisins samnýti
aðstöðu sína. Með því næðust fram markmið um aukna þjónustu, fjárhagslegt hagræði og aukna möguleika á
fjölgun opinberra starfa á Akureyri.“
Akureyrarbær hefur einnig í bréfi dagsettu 14. júlí 2014 lýst yfir stuðningi við þau áform innanríkisráðuneytisins
að embætti lögreglustjóra verði á Akureyri.
Frá Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samgonguvika-i-september
|
Samgönguvika í september
Samgönguvika verður á Akureyri 16.-22. september og margt gagnlegt og skemmtilegt verður þá á döfinni í bænum. Meðal annars verður
efnt til ljósmyndasamkeppni, göngu- og hjólreiðaleiðir kynntar, bílastæðum breytt í kósíreit, göngugötunni í
miðbænum lokað yfir heila helgi, krakkar fengnir til að kríta á götur, grillaðar pylsur fyrir gesti og gangandi o.fl. Einnig verður sérstakt kort
yfir göngu- og hjólreiðaleiðir í bænum gefið út á netinu.
Dagskráin verður nánar kynnt í næstu viku en þetta er í þriðja sinn sem Akureyrarbær tekur þátt í evrópsku
samgönguvikunni. Yfirskriftin er að þessu sinni "Okkar vegir, okkar val".
Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin
ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Einnig er vikunni ætlað að hvetja stjórnvöld til að
stuðla að notkun þessara samgöngumáta og fjárfesta í nauðsynlegum aðbúnaði.
Facebooksíða samgönguvikunnar.
Heimasíða evrópsku samgönguvikunnar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/yfirthjalfarar-hittast
|
Yfirþjálfarar hittast
Íþróttabandalag Akureyrar, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og Akureyrarbær boða alla yfirþjálfara innan
aðildarfélaga ÍBA til fundar í kaffiteríunni í Íþróttahöllinni þriðjudaginn 9. september kl. 17.00-19.00. Til gangur
fundarins er margþættur:
Skapa vettvang og aðstæður fyrir þjálfara til að koma saman og ljá rödd sína og leggja við hlustir.
Koma á fót þjálfaranefnd innan ÍBA sem stendur fyrir árlegum hugarflugsfundum og/eða eftir atvikum fræðslufundum með hinum ýmsu
fyrirlesurum.
Styðja við yfirþjálfara og virkja yfirþjálfara í að virkja aðra/almenna þjálfara innan þeirra félaga.
Draga fram sýn þjálfara á íþróttir á Akureyri í þeirri viðleitni að gera gott starf betra.
Finna og búa til samstarfsfleti. Betur sjá augu en auga.
Forvarnarfræðsla í víðu samhengi.
Verksvið yfirþjálfara.
Markmið með fundunum eru:
Að gera góða þjálfara ennþá betri.
Að byggja tengslanet þvert á íþróttagreinar og íþróttafélög.
Að auka samstarf milli þjálfara, þvert á íþróttagreinar og íþróttafélög.
Stefnumótun og markmiðasetning fyrir heildina.
Betri íþróttir til framtíðar á Akureyri.
Öllum yfirþjálfurum er boðið að taka þátt í fundinum. Ef ekki er starfandi yfirþjálfari þá má
þjálfari eða stjórnarmaður sækja fundinn í hans stað. Óskað er eftir að tilkynnt sé um mætingu á fundinn með
tölvupósti á ellert@akureyri.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skraning-i-leiklistarskola-la-hafin
|
Skráning í leiklistarskóla LA hafin
Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar hefur starfað frá árinu 2009. Fjöldi nemenda hefur streymt í gegnum námið sem sett er upp í
aldursskiptum heilsárs námskeiðum. Um 75 nemendur sækja skólann á hverju misseri og hafa margir hverjir verið með frá upphafi.
Skólinn er ætlaður börnum og unglingum í 3.-10. bekk grunnskóla. Skólasókn er 90 mínútna kennslustundir einu sinni í viku
í 12 skipti á hvorri önn. Kennt verður á mánudögum og þriðjudögum kl. 15.30, 17.00 og 18.30. Hverju misseri lýkur með kynningu
eða sýningu og er þá tímasókn jafnan aukin. Kennt verður í Rýminu og Samkomuhúsinu.
Markmið skólans er að gefa ungu fólki tækifæri til að þroska og þróa aðferðir til að beisla sköpunarkraft sinn og beina
honum í listrænan farveg. Áhersla er á sviðslistir í sem víðastri merkingu.
Frestur til að sækja um nám á haustönn 2014 er 17. september. Einungis er tekið við netumsóknum á heimasíðu Leikfélags Akureyrar. Skólagjöld fyrir haustönn eru 25.000 kr.
Nánar á heimasíðu LA.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/godir-gestir-fra-randers
|
Góðir gestir frá Randers
Síðustu daga hefur fjórtán manna hópur frá Randers Social og Sundhedsskole í Danmörku verið í heimsókn á Akureyri.
Samstarf hefur komist á milli VMA og þessa danska skóla í vinabæ Akureyrar vegna þess að í báðum skólum er
sjúkraliðanám. Af þeim sökum m.a. hafa nemendur komið frá Randers til Akureyrar og tekið hluta af sínu starfsnámi hér og það
sama gildir um sjúkraliðanema í VMA. Dönsku gestirnir áttu fund með stjórnendum VMA á mánudag.
Jóhannes Árnason, kennari við VMA og verkefnastjóri erlendra samskipta, hitti hópinn sl. laugardag þegar fólkið kom til Akureyrar og á
sunnudag fór hann með hópnum í ferð til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar þar sem Síldarminjasafnið var meðal annars skoðað.
Á mánudag heimsóttu Danirnir síðan dvalarheimili aldraðra á Hlíð og einnig var einn af leikskólum Akureyrar heimsóttur en
nýlega var gerður samningur þessa danska skóla við leikskólann Kiðagil um að nemendi frá skólanum verði um tíma í
starfsnámi þar frá og með 19. september nk. Deginum lauk síðan með fundi Dananna með stjórnendum VMA.
Jóhannes Árnason segir að heimsókn fulltrúa Randers Social og Sundhedsskole í Randers sé til marks um að skólinn vilji styrkja enn frekar
samvinnu við vinabæinn Akureyri og stofnanir hér, VMA meðtalinn, og einnig vilji Danirnir kynna sér starfsemi þeirra stofnana þar sem nemendur frá
skóla þeirra í Randers taki hluta af verknámi sínu en þeir eru hér jafnan í nokkrar vikur í senn.
Dönsku gestirnir ásamt Jóhannesi og Hjalta Jóni Sveinssyni skólameistara..
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-50
|
Haraldur heiðraður
Níu Akureyringar hlutu viðurkenningar á 59. Frjálsíþróttaþingi Íslands sem haldið var í Brekkuskóla á Akureyri um
síðustu helgi. Þar á meðal var Haraldur Sigurðsson sem gerður var að heiðursfélaga FRÍ og formaður FRÍ nefndi "föður
frjálsíþrótta á Akureyri" í ávarpi sínu. Einnig hlaut Akureyrarbær viðurkenningu fyrir uppbyggingu
íþróttamanvirkja og stuðning við frjálsíþróttir í bænum. Á þinginu var Einar Vilhjálmsson kjörinn
nýr formaður.
Heiðraðir Akureyringar á FRÍ þingi 2014:
Eirmerki
Gunnar Gíslason UFA
Rannveig Oddsdóttir UFA
Þröstur Már Pálmason UFA
Silfurmerki
Birgitta Guðjónsdóttir UFA
Gísli Pálsson UFA
Ólafur Óskarsson UFA
Gullmerki
Aðalbjörg Hafsteinsdóttir UFA
Unnar Vilhjálmsson UFA
Heiðursfélagi
Haraldur Sigurðsson KA
Haraldur Sigurðsson og Benoný Jónsson fráfarandi formaður FRÍ.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/utflutningur-taekifaeri-fyrir-thig
|
Útflutningur tækifæri fyrir þig?
Ert þú klár í útflutning? Réttur undirbúningur og tímasetningar eru lykilatriði. Hvaða upplýsingar/aðgerðir eru
nauðsynlegar fyrir ákvörðun um útflutning? Hvar finn ég þessar upplýsingar? Hvenær er útflutningur tímabær? Hvernig getur
Íslandsstofa aðstoðað? Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Íslandsstofa bjóða í spjall um möguleika á útflutningi
norðlenskra fyrirtækja og mögulegri aðstoð við þroskuð fyrirtæki og frumkvöðla.
Björn H Reynisson verkefnastjóri Íslandsstofu verður á skrifstofu AFE að Skipagötu 9, 3ju hæð, til skrafs og ráðagerða, á
fimmtudaginn 11. september milli 14-17. Skorað er á áhugasama að mæta á skrifstofu AFE. Einnig má senda tölvupóst á afe@afe.is eða bjorn@islandsstofa.is.
Mynd: Auðunn Níelsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/laesi-til-samskipta-og-nams
|
Læsi - til samskipta og náms
Í tengslum við alþjóðadag læsis efnir miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri til
ráðstefnu um læsi laugardaginn 13. september 2014. Fjallað verður um læsi út frá margvíslegum sjónarhornum og er efni
ráðstefnunnar sniðið að leik-, grunn- og framhaldsskólum.
Menntamálaráðherra Illugi Gunnarsson flytur ávarp á ráðstefnunni og Hvítbókin verður kynnt í málstofu þar sem
varpað er upp spurningunni: Hvernig getum við aukið læsi saman?
Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar verða:
Dr. Sue Ellis, prófessor í menntunarfræðum við Strathclyde háskólann í Glasgow
Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, sérfræðingur við miðstöð skólaþróunar HA
Finnur Friðriksson, dósent við hug- og félagsvísindasvið HA
Auk aðalfyrirlestra og Hvítbókarumræðu verða 33 erindi í málstofum þar sem kynnt verða og reifuð ýmis mál er lúta
að læsi og árangursríku skólastarfi s.s. nýlegar íslenskar rannsóknir, vinnulag og þróunarverkefni.
Ráðstefnan er haldin í Háskólanum á Akureyri, Sólborg við Norðurslóð 2.
Nánari upplýsingar og ágrip málstofuerinda eru á vefslóðinni http://www.msha.is/is/radstefnur/laesi-til-samskipta-og-nams/dagskra.
Mynd af heimasíðu Miðstöðvar skólaþróunar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/leikskolalaesi-i-kidagili
|
Leikskólalæsi í Kiðagili
Vorið 2011 lauk með formlegum hætti í leikskólanum Kiðagili þróunarverkefninu leikskólalæsi. Verkefnið byggðist á
fjölbreyttum verkefnum sem unnin voru í starfsmannahópnum og urðu til ýmis námsgögn sem kennarar þróuðu út
frá hugmyndum sínum og reynslu.
Allar fjórar deildir skólans tóku markvisst þátt í þróun verkefnisins. Þegar því lauk var ákveðið að
setja saman hagnýta verkefnabók fyrir kennara sem innihéldi þau verkefni sem urðu til í Kiðagili ásamt verkefnum sem kennarar fengu úr
öðrum skólum.
Nú er verkefnabókin tilbúin til afhendingar. Hún er 52 blaðsíður í A4 stærð og kostar 4.000 krónur auk sendingarkostnaðar og
inniheldur 32 verkefni fyrir yngri aldurshóp leikskólabarna og 85 verkefni fyrir eldri hópinn. Bókin er til sölu í leikskólanum Kiðagili og
hægt er að panta hana á netfanginu abryndis@akmennt.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/siduskoli-30-ara
|
Síðuskóli 30 ára
Síðuskóli á Akureyri fagnar í dag 30 ára starfsafmæli sínu en kennsla hófst þar í september árið 1984. Í
tilefni dagsins er hefðbundin kennsla brotin upp og nemendum skipt í hópa þvert á árganga. Þar takast þeir á við fjölbreytt verkefni
sem reyna á líkama og sál í stutta stund í einu og skipta síðan um viðfangsefni.
Í hádeginu fá svo allir hamborgara en fulltrúar úr foreldrafélagi leggja þar hönd á plóg. Seinni hluta dagsins er
hátíðardagskrá sem hefst í íþróttasal skólans klukkan 16.30. Þar verða flutt stutt erindi, sunginn fjöldasöngur og loks
farið í skrúðganga og gengið fylktu liði um Síðuhverfi undir drumbuslætti. Þegar komið verður aftur í skólann verður
boðið upp á kaffi og afmælistertu og þar verður afmælissýning á B-gangi og ýmislegt til afþreyingar utandyra.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/auglyst-eftir-framkvaemdastjora-menningarfelags-akureyrar
|
Auglýst eftir framkvæmdastjóra Menningarfélags Akureyrar
Samkomulag um stofnun Menningarfélags Akureyrar var undirritað þann 17. júlí síðastliðinn en samkomulagið felur í sér samrekstur
Leikfélags Akureyrar, Menningarhússins Hofs og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands (LA, MH og SN) undir hatti Menningarfélags Akureyrar (MAk).
Frá undirritun samkomulagsins hefur stjórn Menningarfélagsins unnið að undirbúningi samrekstrarins og mun félagið taka formlega við rekstri LA,
SN og Hofs 1. janúar 2015. Fram að áramótum verður að venju lifandi og fjölbreytt starfsemi hjá stofnfélögunum þremur. Starfsemi
á vegum Leikfélags Akureyrar verður þó með breyttum áherslum fram að áramótum, en áhersla verður nú lögð
á undirbúning næsta árs. Leiklistarskólinn verður rekinn áfram af fullum krafti ásamt því sem tekið verður á
móti gestasýningum í Samkomuhúsinu og Rýminu.
Framundan er mikil vinna við samræmingu og undirbúning og er eitt mikilvægasta skrefið í því að ráða framkvæmdastjóra
félagsins. Nú í vikunni verður auglýst eftir framkvæmdastjóra Menningarfélags Akureyrar og verður umsóknarfrestur til 29. september
næstkomandi. Vonir standa til að nýr framkvæmdastjóri geti hafið störf sem allra fyrst. Í kjölfar ráðningar framkvæmdastjóra
verður auglýst eftir sviðsstjórum kjarnasviðanna þriggja, þ.e. leiklistarsviðs, tónlistarsviðs og viðburðasviðs, auk þess sem
auglýst verður eftir öðru starfsfólki en stefnt er að því að ráða í þau störf frá 1. janúar.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/katrin-bjorg-radin-adstodarmadur-baejarstjora
|
Katrín Björg ráðin aðstoðarmaður bæjarstjóra
Bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, hefur ákveðið í samráði við meirihluta bæjarstjórnar
að ráða Katrínu Björgu Ríkarðsdóttur í starf aðstoðarmanns bæjarstjóra. Katrín tekur við starfinu 1. október
nk. en fram að því hefur hún gegnt embætti framkvæmdastjóra samfélags– og mannréttindadeildar bæjarsins. Ráðning
Katrínar Bjargar er tímabundin og miðast við núverandi kjörtímabil. Við starfi Katrínar Bjargar hjá samfélags– og
mannréttindadeild tekur Sigríður Stefánsdóttir verkefnastjóri hjá Akureyrarbæ. Við þessar breytingar var fyrst og fremst horft til
víðtækrar reynslu og þekkingar starfsmannanna beggja.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir hefur starfað hjá Akureyrarbæ frá árinu 2003, fyrst sem jafnréttisráðgjafi og sem
framkvæmdastjóri samfélags– og mannréttindadeildar frá stofnun hennar árið 2006. Katrín Björg er með BA próf í
sagnfræði frá Háskóla Íslands og M.Ed. gráðu í menntunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri segir að með ráðningu Katrínar Bjargar sé ætlunin að auðvelda
bæjarstjóra að vera sýnilegri og að hann geti einbeitt sér enn betur að málum sem vinna þarf framgang innan stjórnkerfisins, fylgja
þeim eftir á landsvísu og gagnvart ríkisvaldinu.
Sigríður Stefánsdóttir hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af störfum innan bæjarkerfisins. Hún hefur verið bæjarfulltrúi
á Akureyri, deildarstjóri, sviðsstjóri og verkefnastjóri samskipta. Með vísun til mannauðsstefnu Akureyrarbæjar og fyrri reynslu
Sigríðar þótti rétt að ráða hana í starf framkvæmdastjóra samfélags– og mannréttindadeildar en í
mannauðsstefnunni segir meðal annars að ekki sé nauðsyn að auglýsa störf þegar um tímabundnar ráðningar eða tilfærslu í
starfi er að ræða, að auðvelda eigi starfsfólki framgang í starfi innan bæjarkerfisins gerist þess nokkur kostur. „Þessi breyting gefur
einnig tækifæri til frekari breytinga og tilfærslu á verkefnum,“ segir Eiríkur Björn.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/mynd-er-moguleiki
|
Mynd er möguleiki
Í tengslum við samgönguviku sem haldin verður á Akureyri 16.-22. september verður efnt til ljósmyndasamkeppni þar sem glænýtt Mongoose
Crossway reiðhjól er í aðalverðlaun fyrir bestu myndina. Af öðrum vinningum má nefna skíðapassa í Hlíðarfjall og sundkort
í Sundlaug Akureyrar. Þema keppninnar verður „hjól og fólk“ og eru þeir sem vilja freista gæfunnar beðnir að senda myndir á
netfangið samak@akureyri.is eða merkja þær #samak á Instagram. Sérstök dómnefnd skoðar innsendar myndir og
velur þær bestu. Úrslit ljósmyndasamkeppninnar verða síðan kynnt á alþjóðlega bíllausa deginum sem er mánudagurinn 22.
september.
Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin
ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Einnig er vikunni ætlað að hvetja stjórnvöld til að
stuðla að notkun þessara samgöngumáta og fjárfesta í nauðsynlegum aðbúnaði.
Dagskrá Evrópskrar samgönguviku á Akureyri 2014 verður auglýst þegar nær dregur en nánari upplýsingar má finna á
http://www.facebook.com/samgonguvika og á alþjóðlegri heimasíðu Evrópskrar
samgönguviku http://www.mobilityweek.eu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagur-islenskrar-natturu-i-krossanesborgum
|
Dagur íslenskrar náttúru í Krossanesborgum
Haldið er upp á Dag íslenskrar náttúru í dag, 16. september, og markar hann jafnfram upphaf Samgönguvikunnar á Akureyri. Af þessu tilefni
verður boðið upp á gönguferð um Krossanesborgir undir leiðsögn Jóns Inga Cæsarssonar.
Strætó flytur þá sem það kjósa án endurgjalds frá miðbænum að Krossanesborgum kl. 17 og gönguferðin hefst kl. 17.15.
Reiknað er með að hún taki um klukkustund og klukkan 18.15 ekur strætó aftur með göngufólkið inn í miðbæ.
Veðrið leikur við hvurn sinn fingur og nú er um að gera að njóta fróðlegrar leiðsagnar um hið frábæra
útivistarsvæði sem Krossanesborgirnar eru.
Gönguhópurinn frá því í fyrra.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/norraenir-kvikmyndadagar-a-akureyri
|
Norrænir kvikmyndadagar á Akureyri
Kvikmyndaklúbburinn KvikYndi og Norræna upplýsingaskrifstofan, í samstarfi við Sendiráð Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur á
Íslandi, kynna Norræna kvikmyndadaga á Akureyri dagana 18.-23. september. Sýningar fara fram í Sambíói Akureyri og verða myndirnar allar
sýndar með enskum texta. Aðgangur er ókeypis.
Dagskrá Norræna kvikmyndadaga má finna í heild sinni hér að neðan:
Fimmtudagurinn 18. september kl. 20:
Palme (Svíþjóð 2012, 103 mín).
Opnunarmynd Norrænu Kvikmyndadaga í ár er sænska heimildarmyndin Palme frá árinu 2012 í leikstjórn Maud Nycander og Kristinu Lindström.
Hún fjallar um líf og störf Olofs Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar úr röðum sósíaldemókrata sem var
myrtur í Stokkhólmi árið 1986. Palme var þekktur fyrir skoðanir sínar og gagnrýni á m.a. þátttöku Bandaríkjamanna
í Víetnamstríðinu, aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku og kommúnistastjórnir í Evrópu. Myndin hlaut sænsku
Guldbagge verðlaun fyrir klippingu og tónlist árið 2013. Myndin verður sýnd í Sambíói Akureyri þann 18. september kl. 20 með enskum
texta. Húsið opnar 19.30 – léttar veitingar í boði.
Föstudagurinn 19. september kl. 17.40:
Mannen som elsket Yngve (Noregur 2011, 90 mín).
Sögusviðið er Osló árið 1989. Unglingurinn Jarle Klepp stofnar pönkhljómsveitina Mattias Rust Band ásamt tveimur vinum sínum. Kærastan
hans fylgir félögunum á æfingar og fyrr en varir eru þeir fengnir til þess að hita upp fyrir þekkta tónlistarmenn. Um svipað leyti flytur
Yngve í hverfið og lendir í bekk með Jarle. Jarle heillast af þessum nýja bekkjarfélaga en á erfitt með að horfast í augu við
tilfinningar sínar. Myndin hlaut norsku Amanda verðlaunin fyrir m.a. leikstjórn og klippingu árið 2008 og var tilnefnd til Norrænu Kvikmyndaverðlaunanna sama
ár.
Laugardagurinn 20. september kl. 17.40:
Marie Kroyer (Danmörk 2012, 100 mín).
Myndin gerist á fyrri hluta 20. aldar í Danmörku og segir frá stormasömu hjónabandi listmálaranna Marie og Peder S. Krøyer sem tilheyrðu
hópi svokallaðra Skagen málara. Hjónin voru dáð af samlöndum sínum og virtust lifa hamingjusömu fjölskyldulífi. Peder glímdi
hins vegar við geðræn veikindi sem tóku sinn toll af fjölskyldunni. Myndin hlaut Bodil verðlaunin í flokki besti leikari í aukahlutverki árið
2013 og var auk þess tilnefnd til verðlauna á Alþjóðlegu Kvikmyndahátíðinni í Chicago árið 2012.
Sunnudagurinn 21. september kl. 17.40:
En Kongelig Affære (Danmörk 2012, 137 mín).
Sögusviðið er Danmörk árið 1770. Karólína Matthildur Danadrottning er kvænt Kristjáni 7, hinum sinnisveika konungi Dana en á í
ástarsambandi við líflækni hans, Johann Struensee. Sökum ásigkomulags konungs tekur Struensee í raun völdin í landinu og stjórnar
því um 10 mánaða skeið. Upplýsingamaðurinn Struensee leggur áherslu á félagslegar umbætur með stuðningi drottningarinnar.
Meðal annars skipar hann svo fyrir að skuldugir aðalsmenn verði að standa skil á skuldum sínum eða sæta fangelsi ella. Þetta veldur miklu
uppþoti innan hirðarinnar og valdamikil öfl berjast gegn áformum hans. Myndin hlaut m.a. verðlaun fyrir besta handritið á Alþjóðlegu
Kvikmyndahátíðinni í Berlín árið 2012 og var auk þess tilnefnd til Óskarsverðlauna og Golden Globe verðlaunanna sem besta erlenda
myndin árið 2013.
Mánudagurinn 22. september kl. 17.40:
Himlen är oskyldigt blå (Svíþjóð 2010, 112 mín).
Sögusviðið er Sandhamn árið 1975. Martin, 17 ára framhaldsskólanemi, fær vinnu á hóteli yfir sumartímann og er feginn að sleppa
frá áfengissjúkum föður sínum. Martin er vel liðinn af hótelstjóranum Gosta, sem er hins vegar ekki allur þar sem hann er
séður. Myndin var tilnefnd til sænsku Guldbagge verðlaunanna m.a. í flokki besti leikari í aukahlutverki.
Þriðjudagurinn 23. september kl. 17.40:
Upperdog (Noregur 2009, 95 mín).
Sögusviðið er Osló. Á unga aldri eru hálfsystkinin Alex og Yanne ættleidd til Noregs. Alex elst upp hjá velstæðri fjölskyldu í
vesturborg Óslóar en Yanne hjá miðstéttarfjölskyldu í austurborginni. Yanne hefur ekki hugmynd um hvar bróðir hennar er niðurkominn.
Það breytist þó þegar Maria, vinkona Yanne, ræður sig til þjónustu á heimili Alex. Maria ákveður að koma á endurfundum
en áttar sig ekki á afleiðingunum sem fylgja í kjölfarið. Myndin hlaut norsku Kanon- og Amanda verðlaunin fyrir m.a. leikstjórn og klippingu
árið 2010.
Frétt af heimasíðu Kvikyndis.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/freyja-dogg-radin-svaedisstjori-ruvak
|
Freyja Dögg ráðin svæðisstjóri RÚVAK
Freyja Dögg Frímannsdóttir hefur verið ráðin svæðisstjóri RÚVAK. Svæðisstjóri verkstýrir og ber ábyrgð
á fréttaflutningi af landsbyggðinni í útvarpi, sjónvarpi og á vefnum en RÚV er með fréttamenn og fréttaritara í
öllum landshlutum.
RÚV ætlar að efla starfsemi sína á landsbyggðinni á næstu misserum og framundan er vinna við endurskipulagningu, þróun og
uppbyggingu til framtíðar en Freyja mun leiða þessa vinnu.
Svæðisstjóri mun stýra starfsemi RÚV á Akureyri sem og annarri starfsemi á landsbyggðinni. Ýmsar breytingar eru áformaðar,
meðal annars verður lögð stóraukin áhersla á miðlun svæðisbundinna frétta á vefnum.
Freyja Dögg starfaði um nokkurra ára skeið sem fréttamaður hjá RÚV á Akureyri auk þess sem hún hefur umtalsverða reynslu af
verkefnastjórnun og vinnslu fyrir vef. Hún er með meistaragráðu í upplýsingatæknifræði.
Freyja Dögg Frímannsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/leidsogn-i-listasafninu
|
Leiðsögn í Listasafninu
Fimmtudaginn 18. september kl. 12 mun Arna Valsdóttir bjóða upp á leiðsögn um sýningu sína Staðreynd - Local Fact sem nú stendur yfir
í Listasafninu á Akureyri. Þar sýnir Arna vídeóverk sem eru að mestu unnin á síðustu sjö árum.
Sýningin stendur til 12. október og er opnunartími Listasafnins kl. 12-17 alla daga nema mánudaga.
Aðgangur er ókeypis.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/listaverkaganga
|
Listaverkaganga
Í tilefni samgönguvikunnar leiðir Brynhildur Kristinsdóttir svokallaða listaverkagöngu fimmtudaginn 18. september þar sem skoðaðar eru nokkrar
höggmyndir og útilistaverk miðsvæðis á Akureyri. Gangan hefst kl. 17.00 austan Drottningarbrautar við verkið Siglingu eftir Jón Gunnar
Árnason.
Gangan er einnig farin til að fagna útgáfu glæsilegs bæklings um útilistaverk á Akureyri sem unninn var á vegum Akureyrarstofu.
Gangan tekur um klukkustund og verða meðal annars skoðuð verk eftir Ásmund Sveinsson, Jón Gunnar Árnason, Tove Olafsson, Sigurjón Ólafsson,
Steinunni Þórarinsdóttur, Ragnhildi Stefánsdóttur, Jónas Jakobsson, Nóa og fleiri.
Allir velkomnir.
Myndirnar að neðan eru úr áðurnefndum bæklingi. Smellið á þær til að sjá stærri útgáfur og fletta á
milli þeirra.
Hér má sjá bæklinginn um
Útilistaverk á Akureyri á pdf-formi.
Forsíða bæklings Akureyrarstofu um útilistaverk á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/natturugaedi-i-100-ar
|
Náttúrugæði í 100 ár
Fimmtudaginn 18. september kl. 16 heldur Norðurorka ráðstefnu Menningarhúsinu Hofi í tilefni 100 ára afmælis vatnsveitu á Akureyri.
Fundarstjóri er Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur.
Dagskrá
16.00: Ráðstefnan sett
16.15: Upphaf vatnsveitu á Akureyri - Jón Hjaltason sagnfræðingur
16.30: Uppruni vatns Akureyringa - Bjarni Gautason jarðfræðingur ÍSOR
16.45: Vatnsvernd og vatnsgæði - Hólmfríður Sigurðardóttir umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
17.00: Kaffiveitingar
17.30: Sóa Íslendingar vatni? - Kristín Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar
17.45: Veldu gæði! - Eðvald Sveinn Valgarðsson gæðastjóri Kjarnafæðis
18.00: Vatnið og lífið - Þorgnýr Dýrfjörð heimspekingur
18.15: Fyrirspurnir og umræður
18.45: Ráðstefnulok
Ráðstefnan er öllum opin en nauðsynlegt er að skrá þátttöku með því að senda póst á midasala@menningarhus.is,
hringja í miðasölu Hofs í síma 450 1000 eða koma í miðasölu Hofs sem er opin virka daga frá kl. 13-19.
Skráningu lýkur miðvikudaginn 17. september.
Úr Glerárgili.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/spa-aukinni-dreifingu-gosmodunnar
|
Spá aukinni dreifingu gosmóðunnar
Því er spáð að móðu frá eldgosinu í Holuhrauni verði vart á stóru svæði næsta sólarhring. Á
Akureyri hefur fólk fundið fyrir óþægindum vegna gosmengunar.
Gosmóðan úr Holuhrauni lagðist yfir norðan- og norðvestanvert landið í gær, en til þessa hafa íbúar á landinu
norðaustanverðu helst orðið hennar varir. Enn gætir gosmóðu á þessu svæði og Veðurstofunni hafa í morgun borist tilkynningar
frá fólki á Vestfjörðum sem verður móðunnar vart.
Styrkur brennisteinsdíoxíðs er almennt ekki mikill í byggð, en fólk með viðkvæm lungu finnur fyrir því. Þannig hafa
heilbrigðiseftirliti Norðurlands-eystra borist tilkynningar frá fólki á Akureyri sem finnur fyrir einkennum.
Í dag spáir Veðurstofan mengun á norðanverðu hálendinu vestur að Langjökli, norður til Skagafjarðar og inn á Húnaflóa.
Í kvöld og fyrramálið er síðan spáð mjög aukinni dreifingu. Þá er talin hætta á mengun frá Ströndum austur til
Eyjafjarðar og á norðanverðu hálendinu. Á Austurlandi er spáð mengun frá Egilsstöðum og suður um til Hornafjarðar. Veðurstofan
segir ekki hægt að útiloka mengun á stærra svæði.
Á fjórða tug jarðskjálfta hafa mælst í og við Bárðarbungu frá miðnætti. Sá stærsti 4,5 að stærð.
Þá hafa mælst hátt í 40 jarðskjálftar við enda kvikugangsins norðan Vatnajökuls.
Hér má sjá gagnvirkt kort Veðurstofunnar um líklega
útbreiðslu gosmóðunnar næstu tvo daga.
Frétt af ruv.is.
Spá fyrir klukkan 17 á morgun. Mynd: Veðurstofa Íslands.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sjosund-i-grimsey
|
Sjósund við Grímsey
Árni Georgsson skellti sér í sjósund norður fyrir heimskautsbauginn í Grímsey með tengdaföður sínum fyrir skemmstu og var
alsæll með upplifunina. "Sveinn tengdafaðir minn hafði áður synt í Suður-Íshafinu og því fannst honum gráupplagt að loka
hringnum með því að synda líka í Norður-Íshafinu," sagði Árni í viðtali við Akureyri.is.
Þeir tengdafeðgar fóru gagngert til Grímseyjar með það í huga að synda í sjónum en þeir hafa stundað sjósund saman
í nokkur ár. Þeim leist best á Bæjarvíkina við Grímsey til að skella sér í sjóinn norðan heimskautsbaugs og
svömluðu þar um í stundarfjórðung í um 10 gráðu heitum sjónum. Veður var með besta móti og sólarglennur annað
slagið.
"Við mælum hiklaust með Grímsey sem áfangastað fyrir áhugafólk um sjósund. Þetta var einstök upplifun á þessum
magnaða stað á hjara veraldar," sagði Árni Georgsson.
Svamlað í sjónum við heimskautsbaug.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hjoladagur-fjolskyldunnar
|
Hjóladagur fjölskyldunnar
Laugardagurinn 20. september er hjóladagur fjölskyldunnar á Akureyri. Viðburðaríkur dagur hefst á því að Hjólreiðafélag
Akureyrar leiðir hljólalestir frá grunnskólum bæjarins að nýja hjólreiða- og göngustígnum við Drottningabraut. Lagt verður af
stað frá grunnskólunum kl. 12.30. Um klukkan eitt verður nýi stígurinn formlega vígður og síðan hjólað inn á
Ráðhústorg.
Á torginu verður góð dagskrá fyrir alla fjölskylduna þar sem verða grillaðar pylsur og boðið upp á hressandi drykki með.
Vistvæn ökutæki og rafhjól verða kynnt, börnin fá að kríta á götur og stræti, slökkviliðið mætir á
svæðið og börnum gefst kostur á að láta taka mynd af sér í bílstjórasætinu á strætó.
Nú er um að gera að drífa fram hjólhestana og hjálmana og hjóla frá grunnskólanum í þínu hverfi með lestinni
niður í bæ til að njóta dagsins með góðri fjölskylduskemmtun.
Eggert Þór Óskarsson ásamt fjölskyldu sinni.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/arleg-bolusetning-gegn-influensu-1
|
Árleg bólusetning gegn inflúensu
Bólusett verður gegn árlegri inflúensu 29. september til 10. október, að báðum dögum meðtöldum, kl. 10.15-12.15 á 6.
hæð heilsugæslunnar. Ekki þarf að panta tíma. Mælt er með bólusetningu fyrir alla 60 ára og eldri og aðra sem haldnir eru langvinnum
sjúkdómum. Nánar má sjá um verð og fyrirkomulag hér.
Fyrirtæki sem óska eftir bólusetningu fyrir starfsmenn sína sendi tímanlega lista á HAK. Nafnalista fyrir fyrirtæki má nálgast hér. Hægt er að senda starfsmannalista á netfang: hak@hak.ak.is eða faxa í númer: 460 4667.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/landsthing-sambands-islenskra-sveitarfelaga
|
Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga hefst í Menningarhúsinu Hofi í dag og stendur fram á föstudag. Að þessu sinni eiga
seturétt á landsþinginu 151 fulltrúi frá 74 sveitarfélögum.
Auk þess eiga þar seturétt með málfrelsi og tillögurétti formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka sveitarfélaga,
stjórnarmenn sem ekki eru kjörnir fulltrúar sinna sveitarfélaga eða hafa hætt störfum í sveitarstjórn viðkomandi sveitarfélags og
framkvæmdastjórar sveitarfélaga, þ.e. bæjar- og sveitarstjórar. Þá sitja þingið nokkrir innlendir boðsgestir.
Á landsþinginu starfa fjórir umræðuhópar og í þeim verða rædd málefni sveitarstjórnarstigsins og verkefni sambandsins
tekin til umfjöllunar með það að markmiði að móta sameiginlega stefnu til næstu fjögurra ára. Ræddar verða þær
áskoranir sem sveitarfélögin standa frammi fyrir í dag og í framtíðinni. Yfirskrift landsþingsins að þessu sinni er Áskoranir
í bráð og lengd.
Utanaðkomandi sérfræðingar flytja erindi um helstu áskoranir sem sveitarfélögin standa frammi fyrir í velferðarmálum og
umhverfismálum í náinni framtíð og fjallað verður um úrlausnarefni dagsins í dag. Þá mun innanríkisráðherra fjalla
um sýn ríkisstjórnarinnar á framtíðarþróun sveitarstjórnarstigsins.
Dagskrá 28. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Mynd frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/landida-i-ketilhusinu
|
Landiða í Ketilhúsinu
Laugardaginn 27. september kl. 15 verður opnuð í Ketilhúsinu á Akureyri sýning Véronique Legros Landiða. Á sýningunni
vinnur Véronique með ljósmyndir, myndvarpa og hljóð og notfærir sér sjónræna veikleika tækninnar.
Undirstaða og leiðarstef sýningarinnar er túlkunin á hugtakinu „mirage“ (tíbrá) sem gefur til kynna skynvillu eða blekkingu.
Véronique tengir hugtakið við bókina Mount Analouge (Flaumræna fjallið) eftir franska rithöfundinn René Daumal. Bókin er
furðulegur bræðingur myndlíkinga þar sem segir á einum stað: „Fjallstoppurinn er óaðgengilegur en fjallsræturnar eru aðgengilegar
mönnum frá náttúrunnar hendi. Fjallið verður að vera einstakt og landfræðilega til staðar. Dyrnar að hinu ósýnilega verða
að vera sýnilegar.“
Sýningin stendur til 2. nóvember og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Leiðsögn um sýningarnar í Listasafninu/Ketilhúsinu er í
boði alla fimmtudaga kl. 12. Aðgangur er ókeypis.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/maria-franklin-100-ara
|
María Franklín 100 ára
María Franklín Jóhannesdóttir fagnar 100 ára afmæli sínu í dag. María býr á Öldrunarheimilinu Hlíð og
unir hag sínum þar vel. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri heimsótti hana um kaffileytið í dag og færði afmælisbarninu
blómvönd. María Franklín hefur unun af því að dansa og vildi endilega taka Eirík á orðinu þegar hann bauð henni upp í
dans en úr því gat því miður ekki orðið í þetta sinn.
María fæddist að Engimýri í Öxnadal en fluttist til Akureyrar á unglingsárunum. Þar giftist hún síðar Jóhanni
Franklín bakarameistara og saman áttu þau fimm börn. Sérstök afmælisveisla með fjölskyldunni verður haldin á laugardag en í
kaffisamsætinu með fólkinu á Hlíð var Valgerður dóttir Maríu og tengdasonurinn Jóhann Sigurjónsson.
Talið frá vinstri: Jóhann Sigurjónsson, Valgerður Árdís Franklín, María Franklín og Eiríkur Björn.
Afmæliskvæði sem einn af vinum Maríu á Hlíð orti til hennar í tilefni dagsins.
Eiríkur bæjarstjóri heilsar Maríu Franklín.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/urslit-i-ljosmyndakeppni
|
Úrslit í ljósmyndakeppni
Í tilefni Evrópsku samgönguvikunnar var efnt til ljósmyndakeppni þar sem þemað var "Fólk og hjól". Um 50 myndir bárust í
keppnina og var vandasamt verk að velja úr fjölmörgum góðum myndum.
Það varð niðurstaða dómnefndar að velja mynd eftir Pál Jóhannesson sem bestu myndina en í öðru sæti varð mynd eftir
Ármann Hinrik Kolbeinsson. Í þriðja til fjórða sæti urðu síðan myndir eftir Guðrúnu Torfadóttur og Gretu Huld Mellado.
Páll hlaut forláta Mongoose Crossway reiðhjól að launum, Ármann Hinrik fékk dagspassa fyrir tvo í Hlíðarfjall og 10 miða kort
í Sundlaug Akureyrar, Guðrún og Greta Huld hlutu hvor um sig dagspassa fyrir einn í Hlíðarfjall og 10 miða kort í Sundlaug Akureyrar.
Við óskum þeim öllum til hamingju.
1. sæti - Páll Jóhannesson.
2. sæti - Ármann Hinrik Kolbeinsson.
3.-4. sæti - Guðrún Torfadóttir.
3.-4. sæti - Greta Huld Mellado.
Fleiri myndir má sjá á Fésbókarsíðu Samgönguvikunnar á
Akureyri.
Frá afhendingu verðlaunanna: Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Kristinn Magnússon sem tók við verðlaunum Gretu Huldar Mellado, Ármann Hinrik Kolbeinsson, Páll Jóhannesson og Guðrún Torfadóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/snigill-og-flygill
|
Snigill og flygill
Föstudaginn 3. október hefst tónleikaröðin Föstudagsfreistingar á vegum Tónlistarfélags Akureyrar. Fyrstu tónleikarnir bera
yfirskriftina ,,Snigill og flygill“ og það eru Michael Jón Clarke baritón og Daníel Þorsteinsson píanóleikari sem frumflytja 10
glæný lög eftir Michael Jón við skopleg og myndræn ljóð Þórarins Eldjárns á tónleikunum.
Einnig verður myndum Sigrúnar Eldjárns varpað á tjald. Veitingastaðurinn 1862 Nordic Bistro framreiðir súpu sem tónleikagestir geta notið og
er það innifalið í miðaverði. Tónleikarnir hefjast klukkan 12.00 og fara fram í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi. Aðgangseyrir er 2.500
krónur en 2.000 fyrir félaga í Tónlistarfélagi Akureyrar.
Michael Jón Clarke.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrirlestrarod-i-ketilhusinu
|
Fyrirlestraröð í Ketilhúsinu
Þriðjudaginn 30. september kl. 17 heldur Angela Rawlings fyrirlestur í Ketilhúsinu undir yfirskriftinni Wild slumber for industrial ecologists (Villtar svefnfarir
iðnaðarvistfræðinga). Þar mun hún meðal annars fjalla um samnefnda sýningu sem nú stendur yfir í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Sýningin er árangur af samstarfi myndlistarmanna, rithöfunda og tónlistarmanna sem undanfarið hafa dvalið í alþjóðlegri gestavinnustofu
á Hjalteyri. Ásamt Rawlings eru þau Elsa Lefebvre (Frakkland/Belgía), Gústav Geir Bollason (Ísland), Maja Jantar (Belgía) og Philip Vormwald
(Frakkland/Þýskaland) þátttakendur í sýningunni. Eitt umfjöllunarefni hennar er iðnaðarvistfræði og rannsóknir á
flæði efnis og orku í iðnaðarkerfum. Iðnaðarvistfræðingar rannsaka þróun á sjálfbærum og lokuðum kerfum þar sem
úrgangur eins iðnaðar getur verið auðlind annars.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku en hann er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.
Fyrirlesturinn er sá fyrsti í röð fyrirlestra sem haldnir verða á hverjum þriðjudegi í Ketilhúsinu kl. 17 í allan vetur.
Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans
á Akureyri. Á meðal fyrirlesara vetrarins eru Hlynur Helgason listfræðingur, Íris Ólöf Sigurjónsdóttir sýningarstjóri og
myndlistarmennirnir Aðalsteinn Þórsson, Arna Valsdóttir, Stefán Boulter og Guðmundur Ármann Sigurjónsson.
Ketilhúsið á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/bardarbunga-raetur-eldfjalls
|
Bárðarbunga: Rætur eldfjalls
Á málstofu auðlindadeildar HA kl. 12 í dag rekur Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og forstöðumaður Eldfjallasafnsins í
Stykkishólmi sögu skjálfta og eldvirkninnar í Bárðarbungu og Holuhrauni og setur í samhengi við heita reitinn og möttulstrókinn sem
hvílir undir landinu.
Virknin í Bárðarbungu og eldgos í Holuhrauni eru einn þáttur í þróun eins stærsta eldfjalls Íslands. Það er
nátengt þróun heita reitsins sem situr í möttlinum undir Íslandi. Saga íslenska heita reitsins nær aftur í jarðsöguna um 250
milljón ár og tekur okkur alla leið til Síberíu.
Haraldur er í fremstu röð eldfjallafræðinga í heiminum. Hann nam jarðfræði við Háskólann í Belfast og lauk
doktorsprófi við Háskólann í Durham 1970. Mestallan sinn starfsaldur starfaði hann erlendis, lengst af sem prófessor við Háskólann
í Rhode Island í Bandaríkjunum. Hann hefur birt, ýmist einn eða í samstarfi við aðra, mikilvægar greinar um niðurstöður
rannsókna á stórum eldgosum, m.a. um gosið í Santorini (Minoan gosið) um 1600 fyrir Krist, Öskju 1875, Vesúvíusi 79 og eyðileggingu borganna
Pompei og Herculaneum. Hann hefur einnig rannsakað og ritað um gosið í Tambora 1815, Krakatá 1883, Mount St. Helens 1980, El Chichon 1982, Nevado del Ruiz 1985,
stórgos í Kötlu í lok síðasta jökulskeiðs (myndun Vedde gjóskunnar) og myndun Bishop túffsins í Long Valley öskjunni í
Kaliforníu fyrir 760.000 árum.
Hér á landi hefur Haraldur komið að rannsóknum á gosinu í Lakagígum 1783-84 og Eyjafjallagosunum 2010, svo og að bergfræði gosbelta
og úthafshryggja. Rannsóknir Haraldar á ummerkjum um árekstur loftsteina við jörð fyrir um 65 milljónum ára, á mörkum krítar
og tertíer tímabilanna, vöktu mikla athygli en einnig hefur hann rannsakað tengsl loftslags og eldvirkni, einkum áhrif brennisteins sem berst upp í
andrúmsloftið í eldgosum.
Málstofan fer fram í stofu N102 að Sólborg við Norðursljóð og hefst kl. 12.00. Allir velkomnir.
Haraldur Sigurðsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/baerinn-verdur-bleikur
|
Bærinn verður bleikur
Dömulegir dekurdagar hefjast á Akureyri eftir viku. Þessi árlegi viðburður að hausti hefur nú fest sig rækilega í sessi og helgina 10.-12.
október verður fullt af skemmtilegum uppákomum um allan bæ. Dagskráin hefur ekki verið fullsmíðuð en liggur þó að langmestu leyti
fyrir og verður kynnt á allra næstu dögum.
Föstudagskvöldið 10. október verður konukvöld í miðbænum með lukkupotti og alls kyns vörukynningum. Hið sama verður uppi á
teningnum á Glerártorgi þar sem meðal annars verður boðið upp á tískusýningu, dans, söng og gleði. Kvöldopnanir verða
í mörgum verslunum bæði í miðbænum og á Glerártorgi.
Skemmtileg miðbæjarstemning verður allan laugardaginn fyrirlestrum, kynningum, kaffiboðum og alls konar. Loks verður konukvöld haldið og síðan
svokallað Bleikt ball á Kaffi Akureyri síðar um kvöldið.
Hægt er að fylgjast með dagskránni á Facebooksíðu
Dömulegra dekurdaga.
Happadrættissala föstudagskvöldið 10. október á Glerártogi verður styrkt af verslunum Glerártorgs og rennur allur ágóði
sölunnar til Krabbameinsfélagsins á Akureyri. Flottir handþrykktir taupokar verða til sölu alla dagana og rennur ágóði af sölu þeirra
til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Pokarnir eru búnir til í takmörkuðu upplagi og kostar hver þeirra 3.000 kr. Hægt er að panta
þá með því að senda tölvupóst á domulegirdekurdagar@akureyri.is.
Bærinn er óðum að taka á sig bleikan lit. Á myndinni eru Inga Vestmann og Vilborg Jóhannsdóttir að skreyta ljósastaura í miðbænum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/stofnskrarfundur-sulu-a-akureyri
|
Stofnskrárfundur Súlu á Akureyri
Stofnskrárfundur POWERtalk deildarinnar Súlu á Akureyri verður haldinn í Zontahúsinu, Aðalstræti 54, klukkan 20 þriðjudaginn 7.
október næstkomandi. Þá munu fulltrúar stjórnar íslensku landssamtakanna afhenda Súlu formlega stofnskrárskírteini.
Fyrsti fundur POWERtalk deildarinnar Súlu var haldinn fyrir ári síðan eða þann 7. október 2013. Deildin sem hefur náð að festa sig
í sessi heldur reglulega fundi 2. og 4. hvern þriðjudag í mánuði, klukkan 20 í Zontahúsinu.
Súla á Akureyri er önnur tveggja deilda sem stofnaðar hafa verið innan samtakanna á Íslandi á síðustu tveimur árum en hin er
Klettur á sunnanverðum Vestfjörðum. Forseti deildarinnar er Kornína B. Óskarsdóttir. Það er von þeirra sem standa að Súlu að
á komandi misserum nái deildin að blómstra og dafna með nýjum félögum. Áhugasamir eru ávallt velkomnir á deildarfundi án
skuldbindinga. Einnig er hægt að senda tölvupóst á sula@powertalk.is.
POWERtalk International eru alþjóðleg samtök sem leggja áherslu á þjálfun í öflugum tjáskiptum. Samtökin, sem voru
stofnuð fyrir rúmlega 70 árum í Bandaríkjunum, hafa verið verið við lýði á Íslandi í rúmlega 30 ár, fyrst sem
Málfreyjur og ITC en heita nú POWERtalk International. Nafnið endurspeglar stefnu samtakanna sem leggur sig fram um að fullnægja þörfum félaga
sinna og markaðarins, þar sem tjáskipta- og stjórnunarhæfileikar skipta sköpum til starfsframa og þátttöku á opinberum vettvangi. Með
fjölbreyttum verkefnaflutningi fá félagar m.a. þjálfun í að koma fram, fundarsköpum, stjórnun, samskiptum og skipulagi.
Nú eru starfandi sjö POWERtalk deildir á landinu með tæplega 100 félögum. Frekari fróðleikur um POWERtalk International
á Íslandi er á heimasíðu samtakanna www.powertalk.is.
Fulltrúar Súlu ásamt landstjórn POWERtalk International á Íslandi á fyrsta fundi deildarinnar 7. október 2013.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/soguvarda-um-fyrsta-sjonvarpid
|
Söguvarða um fyrsta sjónvarpið
Söguvarða til minningar um fyrsta sjónvarp á Íslandi var afhjúpuð í vikunni við Eyrarlandsveg á Akureyri. Um þessar mundir eru 80
ár liðin frá því að fyrst var horft á sjónvarp hér á landi en það var einmitt á Akureyri.
Það voru þeir Grímur Sigurðsson síðar útvarpsvirkja meistari og F.L. Hogg breskur verkfræðingur sem kom hingað á vegum Arthurs
Gook sem þetta gerðu og notuðu að hluta til tæki sem þeir höfðu fengið frá Bretlandi og að hluta tæki sem þeir smíðuðu
sjálfir.
Háskólinn á Akureyri í samstarfi við Akureyrarbæ og Ásprent Stíl standa að uppsetningu söguvörðunnar. Sigrún
Stefánsdóttir, forseti hug- og félagsvísindasviðs við HA, afhjúpaði söguvörðuna en henni til aðstoðar var Birgir Guðmundsson
dósent við félagsvísindadeild HA.
Frétt af Vikudagur.is.
Birgir Guðmundsson og Sigrún Stefánsdóttir við söguvörðuna. Mynd: Þröstur Ernir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-859-2014-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-vma-fiskitangi-4-og-perlugata-7
|
Nr. 859/2014 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. VMA, Fiskitangi 4 og Perlugata 7
Deiliskipulag Verkmenntaskólans á Akureyri.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 28. ágúst 2014 í
samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulag fyrir Verkmenntaskólann á Akureyri.
Deiliskipulagið gerir m.a. ráð fyrir tveimur nýbyggingum auk viðbygginga við núverandi húsnæði.
Breyting á deiliskipulagi – Fiskitangi 4.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 16. september 2014 í samræmi
við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Fiskitanga 4.
Breytingartillagan gerir ráð fyrir niðurrifi á tveimur bröggum á lóðinni nr. 4 við Fiskitanga.
Breyting á deiliskipulagi – Breiðholt, hesthúsahverfi – Perlugata 7.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann
16. september 2014 í samræmi við við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Breiðholt, hesthúsahverfi.
Um er að ræða stækkun á byggingarreit um tvo metra innan lóðar. Nýtingarhlutfall lóðarinnar helst óbreytt.
Deiliskipulagstillögurnar hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þær þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 16. september 2014,
Margrét Mazmanian Róbertsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild - Útgáfud.: 1. október 2014
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-51
|
Arna Valsdóttir heldur fyrirlestur í Ketilhúsinu
Í dag, þriðjudaginn 7. október kl. 17, heldur Arna Valsdóttir fyrirlestur í Ketilhúsinu undir yfirskriftinni Eitt augnablik. Þar
mun hún fjalla um sýningu sína Staðreynd – Local Fact sem nú stendur yfir í Listasafninu á Akureyri.
Á sýningunni má sjá myndbandsverk sem Arna hefur sett upp á síðustu sjö árum ásamt nýju verki sem er sérstaklega gert
fyrir þessa sýningu auk verksins La frá árinu 1988 sem markar ef til vill upphafið á rýmistengdum verkum Örnu.
Arna Valsdóttir nam myndlist við MHÍ og Jan van Eyck Academie í Hollandi þaðan sem hún lauk námi árið 1989. Í Hollandi var Arna
þegar farin að gera tilraunir með nýja miðla tengdum gjörningum, tónlist, ljósmyndun og myndvörpun auk hefðbundnari myndlistar. Á
þessum tíma fór hún einnig að flétta eigin söngrödd inn í verk sín. Þessar aðferðir hafa verið gegnumgangandi í
sköpunarferli Örnu allt til dagsins í dag.
Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn sem er annar í röð fyrirlestra sem haldnir eru í Ketilhúsinu á hverjum þriðjudegi kl. 17 undir
yfirskriftinni Síðdegisfyrirlestrar í Ketilhúsinu.
Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans
á Akureyri. Á meðal fyrirlesara vetrarins eru Jón Gunnar Þórðarson leikstjóri, Hlynur Helgason listfræðingur, Íris Ólöf
Sigurjónsdóttir sýningarstjóri og myndlistarmennirnir Aðalsteinn Þórsson, Stefán Boulter og Guðmundur Ármann Sigurjónsson.
Arna Valsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/allt-um-fasteignamarkadinn-a-akureyri
|
Allt um fasteignamarkaðinn á Akureyri
Á fundi bæjarráðs 2. október sl. var kynnt ný skýrsla um framtíðarhorfur og stöðu fasteignamarkaðarins á Akureyri sem
Capacent hefur unnið fyrir Stapa lífeyrissjóð og Akureyrarkaupstað.
Þar kemur margt forvitnilegt fram um stöðu og framtíðarhorfur, m.a. að um 65% Akureyringa búa í eigin húsnæði samanborið við
72% á höfuðborgarsvæðinu.
Skýrslan er hér: Fasteignamarkaður á Akureyri. Staða og
framtíðarhorfur.
Mynd: Auðunn Níelsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/domulegir-dekurdagar-hefjast-a-morgun
|
Dömulegir dekurdagar hefjast á morgun
Dömulegir dekurdagar verða haldnir á Akureyri um helgina. Vinkonur, systur, mæðgur, dætur og frænkur njóta lífsins og gera sér glaðan
dag saman. Boðið er upp á alls kyns skemmtanir um allan bæ, kynningar og tilboð í verslunum. Bleiki þráðurinn í gegnum allt það sem
fram fer er fjáröflunarátak til styrktar rannsóknum á krabbameini í konum. Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis mun í þessum
alþjóðlega bleika október njóta góðs af því sem safnast á Dömulegum dekurdögum.
Dömulegir dekurdagar hefjast á fimmtudaginn og standa fram á sunnudag. Alls kyns uppákomur fara fram þessa daga í rómantísku og bleiku
umhverfi þar sem dans, söngur, ljúfir tónar, list, hönnun, heilsa kvenna, fornvitnilegur fróðleikur, matur, drykkur og kruðerí koma meðal
annars við sögu.
Á föstudagskvöldið verða kvöldopnanir í verslunum bæði á Glerártorgi og í miðbænum. Konukvöld verður á
Glerártorgi og dömukvöld í miðbænum þetta sama kvöld. Úrval viðburða af ólíku tagi sem heillað gætu bæði
dömur og herra eru á bostólnum á föstu- og laugardagskvöld en þar má nefna tónleika, ball og diskótek.
Afslættir eru víða þessa helgi og því tilvalið að bregða fyrir sig betri fætinum og gera góð kaup í skemmtilega bleiku
umhverfi.
Á föstudagskvöld verður sérstök happdrættissala sem verslanir á Glerártorgi standa fyrir og alla helgina verða til sölu flottir
handþrykktir taupokar en allur ágóði af sölu þeirra og happdrættismiðanna rennur óskiptur til Krabbameinsfélags Akureyrar og
nágrennis. Pokarnir eru búnir til í takmörkuðu upplagi og kostar hver þeirra 3.000 kr. Hægt er að panta þá með því að
senda tölvupóst á domulegirdekurdagar@akureyri.is.
Hægt er að fylgjast með dagskránni á Visitakureyri.is og á Facebooksíðu Dömulegra
dekurdaga.
Mynd af Facebooksíðu Dömulegra dekurdaga.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gedveik-ganga-og-fleira
|
Geðveik ganga og fleira
Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er á morgun, 10. október. Þá fagnar Grófin geðverndarmiðstöð eins árs
afmæli sínu og verður ýmislegt gert í tilefni dagsins. Meðal annars verður farin "geðveik ganga" um miðbæinn og haldin "geðveik messa" um
kvöldið í Akureyrarkirkju.
Dagskrá Grófarinnar á Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum er þessi:
Geðveik ganga frá Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, klukkan 12.30:
Létt ganga sem hefst við Ráðhúsið og lýkur í Grófinni Hafnarstræti 95 þar sem verður opið hús og heitt á
könnunni og léttar veitingar frá Bautanum til kl. 16.00.
Geðveik messa kl. 20.00 í Akureyrarkirkju:
Geðveik messa sem Grófin Geðverndarmiðstöð heldur ásamt Akureyrarkirkju. Séra Svavar Alfreð Jónsson flytur hugleiðingu. Fagaðili, notandi
og aðstandandi tala. Létt tónlistaratriði og kaffi í safnaðarheimilinu eftir messu.
Grófin er til húsa að Hafnarstræti 95, 4.hæð.
Allir velkomnir!
Miðbærinn á Akureyri. Þarna er Grófin til húsa á 4. hæð. Mynd: Auðunn Níelsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vegna-gosmengunar
|
Vegna gosmengunar
Undanfarnar vikur hefur loftmengandi gasefnið brennisteinsdíoxíð borist frá eldstöð í Holuhrauni norðan Vatnajökuls til íbúa
í mörgum sveitarfélögum og hefur styrkur efnisins stundum verið svo mikill að mælt er með mjög afgerandi varnaraðgerðum, svo sem að halda
sig innandyra, loka öllum gluggum, hækka hitastig innanhús o.þ.h.
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman leiðbeiningar um brennisteinsdíoxíð í andrúmslofti þar sem m.a. eru tenglar á
vefsíður sem geyma upplýsingar um loftgæði í andrúmslofti sem og viðbrögð við loftmengun. Einnig má finna þar tengla á
helstu stofnanir sem fara með þessi mál.
Leiðbeiningar
um brennisteinsdíoxíð í andrúmslofti.
Takið eftir flugvélinni á myndinni. Mynd: Daði Harðarson/Nýjar víddir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/stefnumot-islensk-byggingaridnadar-4-november-a-grand-hotel
|
Stefnumót íslensk byggingariðnaðar 4. nóvember á Grand hótel
„Samstarf er lykill að árangri“
Skráning á STEFNUmót íslensks byggingariðnaðar í fullum gangi
Skráning er hafin á STEFNUmót íslensks byggingariðnaðar sem fram fer 4. nóvember á Grand Hótel Reykjavík. Þátttaka
í viðburðinum er endurgjaldslaus og er jafnframt boðið upp á hádegisverð og kaffiveitingar.
Um er að ræða heilsdags þing þar sem aðilar þvert á íslenskan byggingariðnað munu rýna í stöðu
byggingariðnaðar í kjölfar efnahagshruns og skoða mögulegar umbætur og framfarir. Viðburðurinn er hluti af fundaröðinni „Samstarf er lykill
að árangri“, samvinnuverkefnis SI, Mannvirkjastofnunar, Félags Byggingafulltrúa, Nýsköpunarmiðstöðvar og Arkitektfélags Íslands
og fleiri.
STEFNUmótið er haldið í samvinnu við Siðfræði- og Félagsvísindastofnun HÍ sem leggja spurningakannanir fyrir þátttakendur,
en afraksturinn verður nýttur til að móta skýrari stefnu og forgangsröðun málefna innan byggingariðnaðarins.
STEFNUmótið er frá kl. 9-17. Að STEFNUmótinu loknu verða léttar og Ari Eldjárn
stígur á stokk.
Þín rödd skiptir máli ! Skráðu þig á STEFNUmótið HÉR
Vil einnig hvetja ykkur til að bjóða fólki inn á facebooksíðuna okkar https://www.facebook.com/groups/596723100436110/?fref=ts
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-892-2014-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-hafnarsvaedi-sunnan-glerar-silfurtangi
|
Nr. 892/2014 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Hafnarsvæði sunnan Glerár, Silfurtangi.
Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæða sunnan Glerár.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 7. október 2014 samþykkt
deiliskipulagsbreytingu fyrir hafnarsvæði sunnan Glerár vegna Silfurtanga.
Breytingin felur í sér að gatan Silfurtangi verður hluti svæðis 19.13.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 8. október 2014,
Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild - Útgáfud.: 9. október 2014
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/bokaverdlaun-barnanna-3
|
Bókaverðlaun barnanna
Á hverju ári fer fram val á bestu barnabók liðins árs að mati lesenda á aldrinum 6-12 ára. Mikil þátttaka var í valinu
í Glerárskóla og fengu nemendur skólans góðar kveðjur frá Amtsbókasafninu sem hafði veg og vanda af kjörinu á Akureyri.
Brynhildur Sól í 3. bekk fékk útdráttarverðlaun skólans og ríkti mikil gleði í bekknum hennar þegar Herdís Anna,
barnabókavörður á Amtsbókasafninu, heimsótti bekkinn og afhenti Brynhildi glaðninginn.
Bókin Rangstæður í Reykjavík eftir Gunnar Helgason hlaut flest atkvæði í flokki íslenskra barnabóka og Amma glæpon eftir David
Walliams, í þýðingu Guðna Kolbeinssonar, í flokki þýddra barnabóka. Tæplega fjögur þúsund börn af öllu landinu
tóku þátt í valinu, sem fór fram á heimasíðu Borgarbókasafns og í grunnskólum og bókasöfnum um allt land.
Ákaft var klappað þegar Brynhildur Sól fékk verðlaunin afhent.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/landsleikur-i-lestri
|
Landsleikur í lestri
Allir lesa er landsleikur í lestri sem fer fram 17. október til 16. nóvember ár hvert og lýkur honum því á degi íslenskrar tungu.
Þátttakendur skrá lestur sinn í lestrardagbókina á vefnum allirlesa.is og taka þátt
í leiknum með því að vera í ákveðnu liði. Þau lið sem verja mestum tíma í lestur standa uppi sem sigurvegarar. Hvert lið
velur liðsstjóra sem heldur utan um liðið og lestur þess. Liðsstjóri getur skráð allan lestur liðsins eða hver liðsmaður fyrir sig
skráir sinn lestur.
Það skiptir ekki máli hvernig bækur þú lest eða hvort þú lest prentaðan texta, rafbók eða hljóðbók - allar
tegundir bóka eru gjaldgengar í keppninni. Hér er átt við bækur sem innihalda til dæmis skáldskap, fræði, skýrslur eða
eitthvað allt annað.
Allir mega taka þátt! Stofnaðu lið með fjölskyldunni, vinunum, bekknum, vinnufélögunum eða hverjum sem er.
Lestrardagbókin þín verður áfram opin á vefnum eftir að keppninni lýkur 16. nóvember og þar getur þú haldið utan um
eigin lestur. Þar getur þú líka tekið þátt í lestrarsamfélagi á netinu allan ársins hring með Allir lesa.
Aðstandendur Allir lesa eru: Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg Unesco.
Samstarfsaðilar eru Félag íslenskra bókaútgefenda, ÍSÍ, Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Mjólkursamsalan, RÚV,
Síminn og SA og Rannís.
10. október 2014. Skráning hefst.
16. október 2014. Síðasti dagur til skrá inn lið.
17. október 2014. Liðakeppnin hefst.
16. nóvember 2014. Síðasti keppnisdagur. Skráningu lesinna stunda í landsleiknum lýkur á miðnætti. Lestrardagbókin þín er
opin áfram árið um kring.
22. nóvember 2014. Landslið í lestri verðlaunað.
10. október 2015. Opnað fyrir skráningu liða í landsleik Allir lesa 2015.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/meira-um-influensu
|
Meira um inflúensu
Núna eru þessar tvær vikur liðnar þar sem ekki þurfti að panta tíma í bólusetningu gegn árlegri inflúensu.
Ennþá er þó hægt að fá bólusetningu á heilsugæslustöðinni en nú þarf að hringja og panta tíma í
síma 460 4600. Hjúkrunarfræðingar munu bólusetja á 3. hæðinni milli kl. 12.40 og 13.00.
Mælt er með bólusetningu fyrir alla 60 ára og eldri og aðra sem haldnir eru langvinnum sjúkdómum. Einnig er mælt með bólusetningu
á 10 ára fresti gegn lungnabólgubakteríum (pneumococcum) fyrir einstaklinga í áhættuhópi.
Fyrirtæki sem óska eftir bólusetningu fyrir starfsmenn sína geta áfram sent lista á HAK en núna þurfa starfsmenn að panta sér
tíma áður en þeir mæta í bólusetninguna. Nafnalista fyrir fyrirtæki má nálgast hér. Hægt er að senda starfsmannalista á netfang: hak@hak.ak.is eða faxa í númer: 460 4667.
Mynd: Anders Peters.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fatahonnun-og-vald
|
Fatahönnun og vald
Rakel Sölvadóttir opnaði sýninguna #1 í Deiglunni um helgina. Á sýningunni skoðar hún listrænt og samfélagslegt hlutverk
fatahönnunar og snertir á ýmsum flötum tísku og fatnaðar. Kíkt er undir yfirborðið og skoðað hvers konar valdi fötin búa
yfir.
Rakel Sölvadóttir útskrifaðist með BA gráðu frá fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands vorið 2013. Auk þess að
starfa sem fatahönnuður hefur hún hannað sviðsmyndir fyrir tískusýningar og unnið að ýmiskonar innsetningum og samvinnulistaverkefnum. Rakel
vinnur á skúlptúrískan hátt og með líkamann sem útgangspunkt notar hún form til að ýkja, brjóta upp eða afbyggja
silhúettuna.
Sýningin stendur til 9. nóvember og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.
Rakel Sölvadóttir #1.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/aldrei-fleiri-ferdamenn
|
Aldrei fleiri ferðamenn
Um 88 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í september síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 15.100 fleiri en í september á síðasta ári. Aukningin nemur 20,6% milli ára. Ferðamenn hafa aldrei
mælst fleiri í september frá því mælingar hófust.
Um 73% ferðamanna í september voru af tíu þjóðernum. Bandaríkjamenn voru fjölmennastir eða 17,5% af heildarfjölda en næstir komu
Þjóðverjar (11,2%) og Bretar (10,6%). Þar á eftir fylgdu síðan Norðmenn (6,7%), Danir (6,0%), Frakkar (5,3%), Kanadamenn (5,0%), Svíar (4,8%),
Spánverjar (3,0%) og Hollendingar (2,5%).
Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Þjóðverjum, Kanadamönnum og Bretum mest milli ára en 3.782 fleiri
Bandaríkjamenn komu í september í ár en í sama mánuði í fyrra, 2.314 fleiri Þjóðverjar, 1.479 fleiri Kanadamenn og 1.297 fleiri
Bretar. Þessar fjórar þjóðir báru að stórum hluta uppi aukninguna í september milli ára eða um 58,8% af heildaraukningu.
Ítarlegri umfjöllun á heimasíðu
Ferðamálastofu.
Þróunin frá 2002.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-syning-i-listasafninu-1
|
Ný sýning í Listasafninu
Laugardaginn 18. október kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri sýningin Myndlist minjar / Minjar myndlist en hún er sett upp í
samstarfi við Írisi Ólöfu Sigurjónsdóttur, forstöðumann Byggðasafnsins Hvols á Dalvík. Á sýningunni gefur annars vegar
að líta muni markaða af sögu, menningu og andblæ liðins tíma, og hins vegar ný listaverk unnin af ellefu listamönnum sem boðið var að
vinna þau út frá munum Byggðasafnsins og menningarsögu Dalvíkurbyggðar.
Myndlistarmennirnir eru á aldrinum 28-70 ára og vinna í ólíka miðla en eiga það sameiginlegt að tengjast Írisi Ólöfu
á einn eða annan hátt. Þeir eru Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, Haraldur Jónsson, Magdalena Margrét, Ragnhildur Stefánsdóttir, Sara
Jóhanna Vilbergsdóttir, Sari Maarit Cedergren, Svava Björnsdóttir, Victor Ocares, Þór Vigfússon, ÞrándurÞórarinsson og Örn
Alexander Ámundason.
Listasafn og byggðasafn eiga vissulega ýmislegt sameiginlegt en það er einnig margt sem aðgreinir þau. Á sýningunni er menningararfurinn
meðhöndlaður út frá hugmyndum myndlistarmannanna og útkoman er fjölbreytt, spennandi og í einhverjum tilfellum óvænt. Gripum
Byggðasafnsins er stillt upp án sögu þeirra eða skýringa; formið eitt stendur eftir.
Sýningarstjóri og höfundur sýningarinnar er Íris Ólöf Sigurjónsdóttir. Sýningin stendur til 7. desember og er opin alla daga nema
mánudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-lid-i-utsvari
|
Nýtt lið í Útsvari
Á dögunum var auglýst eftir fólki til að keppa fyrir hönd Akureyrar í spurningakeppni sveitarfélaganna Útsvari sem er á
dagskrá Sjónvarpsins. Fjöldinn allur af ábendingum barst Akureyrarstofu og nýtt lið var valið út frá þeim.
Í nýja liðinu eru Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur og dósent við kennaradeild HA, Börkur Már Hersteinsson
líffræðikennari við VMA og Urður Snædal prófarkalesari.
Nýtt lið Akureyrar mætir liði Mosfellsbæjar 14. nóvember í Sjónvarpinu.
Frá vinstri: Börkur, Brynhildur og Urður. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
Subsets and Splits
No community queries yet
The top public SQL queries from the community will appear here once available.