Search is not available for this dataset
url
stringlengths 21
288
| text
stringlengths 1
1.35M
|
|---|---|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jonas-og-nonni
|
Jónas og Nonni
Í dag er dagur íslenskrar tungu 16. nóvember, fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Sérstök dagskrá verður af því tilefni í hátíðarsal Háskólans á Akureyri kl. 16. Þar syngur Kristjana Arngrímsdóttir við undirleik Kristjáns Eldjárn Hjartarsonar, Kristín og Anna Halldóra Sigtryggsdætur flytja rímnalög við kvæði Jónasar Hallgrímssonar og Brynhildur Þórarinsdóttir flytur erindið "Að alast upp á íslensku".
Dagur íslenskrar tungu er ekki einungis fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar því Jón Sveinsson, Nonni, var einnig fæddur á þessum degi árið 1857. Faðir hans Sveinn Þórarinsson lýsir deginum á Möðruvöllum svona í dagbók sinni:
„Logn hlýindi og blíðviðri. Kl. hálf eitt í nótt vakti kona mín mig, þá orðin joðsjúk.“ Jón gamli húsmaður var í skyndi sendur af stað til að ná í yfirsetukonuna Ástu Daníelsdóttur að Hvammi. „Tók Ásta til starfa strax og fæddi kona mín eptir harða hríð sveinbarn kl. 4, og gekk fæðingin þannig að kalla má fljótt og vel, og sýnist ekki ætla að hafa nein bág eptirköst. Ég og hyski mitt allt vakti um nóttina og líka í dag. ... Frúin, Petrea, Þorgerður og annað kvenfólk hér kom smámsaman inn að „skoða barnið“ sem er vanalegt en mér öldungis óskiljanleg fýsn margs kvenfólks.“
Fleiri áttu eftir að sýna Jóni Stefáni, Nonna, áhuga eftir því sem áratugir liðu því skáldsögur Nonna opnuðu ævintýraheim sem fangaði huga lesenda um allan heim. Það fæddist nefnilega skáld þennan blíðviðrisdag.
Leiðin að skáldinu var hins vegar löng og lág fjarri Íslandsströndum. Nonni hélt úr Eyjafirðinum 12 ára drengur til að svala þekkingarþrá sinni í skólum jesúíta. Íslenski drengurinn varð prestur í reglu jesúíta. Leiðin heim var hins vegar grýtt og einungis tvisvar kom hann heim, í bæði skipti sem gestur. Skáldaþráin og óuppgerð uppvaxtarár og þráðurinn heim til mömmu var hins vegar efniviður í að spinna sögur.
Árið 1913 kom fyrsta bókin út, Nonni. Henni var afar vel tekið og seldist í miklu upplagi. Það var ekki fyrr en 1922 að hún kom út á íslensku í þýðingu Freysteins Gunnarssonar. Bækurnar urðu 12 talsins og voru gefnar út í yfir 40 löndum á ýmsum evrópskum tungumálum en einnig kínversku, japönsku og esperantó. Bækurnar eru enn í dag gefnar út í Evrópu.
Nonni lét ekki staðar numið við ritvélina heldur ferðaðist víða og talaði fyrir fjölda fólks. Sjálfur taldi hann árið 1936 að fyrirlestrarnir væru 4515 talsins og átti eftir að fjölga. Í fyrirlestrum sínum fjallaði hann um Ísland, Eyjafjörð og Akureyri þangað sem hann flutti tæplega 6 ára gamall.
Nonni lést í neðanjarðabyrgi undir sjúkrahúsi Fransiskussystra í Köln 16. október 1944. Á aldarafmæli Nonna þann 16. Nóvember 1957 opnaði Zontaklúbbur Akureyrar til minningar um hann íhúsinu þar sem Nonni bjó á mótunarárum sínum og nefnist húsið nú Nonnahús.
Gunnar F. Guðmundsson sem skrifaði ævisöguna, Pater Jón Sveinsson Nonni, kemst að kjarna mannsins í bók sinni:
„Jón Sveinsson lifði og hrærðist í bókum sínum, Nonnabókunum. En honum fannst hann jafnframt þurfa að fylgja sögum sínum eftir með því að ferðast um heiminn, hitta fólk og komast í lifandi samband við það. Þannig fékk einnig eirðarleysi hans „postullegan“ tilgang. Hann var heimsmaður án föðurlands, talaði mörg tungumál en sjaldnast sitt eigið móðurmál, rótslitinn einstæðingur með kjölfestu í voninni, alla sína ævi á leiðinni heim.“
Bækur Nonna hafa verið gefnar út um víða veröld.
Nonni í Japan.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-fyrirtaeki-i-ferdathjonustu
|
Ný fyrirtæki í ferðaþjónustu?
Startup Tourism er nýr viðskiptahraðall sem er ætlað að stuðla að faglegri undirstöðu hjá nýjum fyrirtækjum í ferðaþjónustu og dreifingu ferðamanna í kringum landið, allt árið um kring. Vinnusmiðja verður haldin á vegum Startup Tourism á Akureyri föstudaginn 20. nóvember frá kl. 13-18 og 21. nóvember frá kl. 9-17.
Á vinnusmiðjunni verður farið yfirr:
helstu þætti við mótun viðskiptahugmynda
gagnleg tól og tæki við stofnun fyrirtækja
mikilvægi hönnunar við þróun viðskiptahugmynda
lykilatriði við sölu og markaðssetningu á sviði ferðaþjónustu
Ekki er nauðsynlegt að vera með viðskiptahugmynd til að taka þátt í vinnusmiðjunni. Þátttaka stendur áhugasömum til boða frítt en nauðsynlegt er að skrá sig á vefsíðu Startup Tourism, startuptourism.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vegir-flug-og-ferdathjonusta
|
Vegir, flug og ferðaþjónusta
Markaðsstofa Norðurlands stendur fyrir samgönguþingi í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 19. nóvember kl. 13.30. Þar verður fjallað um samgöngur á landi og í lofti frá sjónarhorni ferðaþjónustunnar. Dagskrá þingsins má sjá hér að neðan og eru allir hvattir til að mæta á þingið og taka þátt í umræðunum. Þátttaka er án endurgjalds en fólk er þó beðið að skrá sig fyrirfram hér.
Dagskrá hefst kl. 13.30
Setning: Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri
Erindi: Birna Lárusdóttir formaður samgönguráðs
Áherslur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi: Hjalti Páll Þórarinsson verkefnastjóri MN og flugklasans Air66N
Flugrúta sem nær lengra: Þórir Garðarsson stjórnarformaður og eigandi Gray Line Iceland
Vegasamgöngur og ferðaþjónusta til framtíðar: Hreinn Haraldsson vegamálastjóri
Pallborðsumræður
Kaffihlé kl. 15.00–15.30
Innanlandsflug – lífæð almenningssamgangna: Jón Karl Ólafsson framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia
Akureyri International Airport: Hjördís Þórhallsdóttir umdæmisstjóri Isavia á Norðurlandi
Samskipti við flugrekstraraðila: Ingvar Örn Ingvarsson verkefnastjóri hjá Íslandsstofu
Icelandair, þróun og stefna: Helgi Már Björgvinsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair
Pallborðsumræður
Þingslit kl. 17.00 – léttar veitingar í boði Akureyrarbæjar
Fundarstjóri: Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skjota-styrkum-stodum-undir-byggd-i-grimsey
|
Skjóta styrkum stoðum undir byggð í Grímsey
Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær, þriðjudaginn 17. nóvember, var lögð fram svohljóðandi bókun sem samþykkt var með 11 samhljóða atkvæðum:
Bæjarstjórn Akureyrar fagnar þeirri niðurstöðu ríkisstjórnar Íslands að grípa til aðgerða í því skyni að treysta áframhaldandi byggð í Grímsey. Akureyringar hafa lagt áherslu á að ríkið komi að málum ásamt sveitarfélaginu til að styrkja forsendur búsetu í Grímsey og hefur jákvæð niðurstaða nú fengist í málið. Sérstaða byggðar í Grímsey er óumdeild og því brýnt að allir leggist á árarnar til að skjóta styrkum stoðum undir búsetu þar til frambúðar eins og ríkisstjórn Íslands hefur nú ákveðið að gera.
Upptaka frá fundinum í gær.
Frá höfninni í Grímsey. Mynd: Friðþjófur Helgason.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kristjana-og-konur-tonleikar-i-hofi
|
Kristjana og konur, tónleikar í Hofi
Tónleikar undir yfirskriftinni Kristjana og konur fara fram í Hofi sunnudaginn 22. nóvember kl. 20. Hluti af miðaverðinu rennur til Aflsins, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Á tónleikunum mun hin ástsæla söngkona Kristjana Arngrímsdóttir og kvenarmur Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands flytja verk um og eftir konur. Tónlist íslenskra og erlendra kvenna verður í hávegum höfð í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt.
Hljóðfæraleikarar eru Zsuzsanna Bitay,Eydís Úlfarsdóttir, Ásdís Arnardóttir,Petrea Óskarsdóttir,Una Björg Hjartardóttir,Dagbjört Ingólfsdóttir,Ella Vala Ármannsdóttir og Steinunn Halldórsdóttir píanó. Sonur Kristjönu, Örn Eldjárn Kristjánsson sér um útsetningar ásamt Báru Grímsdóttur.
Stiklað verður á stóru í sögu tónbókmennta kvenna en jafnframt mun Kristjana flytja mörg af sínum eftirlætis lögum sem og lög eftir hana sjálfa.
Þá munu stúlkurnar í kammerkórnum Ísold einnig koma fram á tónleikunum og syngja með Kristjönu. Stjórnandi þeirra er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.
Kvenarmur Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í samstarfi við Menningarhúsið Hof.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/malthing-um-felags-og-tomstundastarf
|
Málþing um félags- og tómstundastarf
Akureyrarbær býður bæjarbúum öllum að taka þátt í málþingi um félags- og tómstundastarf í Bugðusíðu,Víðilundi og handverksmiðstöðinni Punktinum sem haldið verður í dag, 19. nóvember, kl. 16.15 í sal félagsmiðstöðvarinnar í Víðilundi 22.
Dagskrá:
Siguróli Magni Sigurðsson varaformaður samfélags- og mannréttindaráðs setur þingið
Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri flytur erindi um starfsemi félags- og tómstundamála
Elín Antonsdóttir notandi Handverksmiðstöðvarinnar Punktsins
Fulltrúi notendaráðs eldri borgara
Pálína Sigrún Halldórsdóttir iðjuþjálfi kynnir „Hvað er valdefling“
Hlé – léttar veitingar
Umræðuhópar
Niðurstöður hópavinnu
Næstu skref
Málþingi slitið kl. 19.00
Fundarstjóri Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra. Málþingið er þátttakendum að kostnaðarlausu og eru allir bæjarbúar velkomnir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/adventu-og-jolamarkadur-skogarlundar-midstodvar-virkni-og-haefingar
|
Aðventu- og jólamarkaður Skógarlundar miðstöðvar virkni og hæfingar
Hinn árlegi aðventu- og jólamarkaður Skógarlundar miðstöðvar virkni og hæfingar verður haldinn á föstudag og laugardag. Þar verður ýmiss konar varningur sem unninn er af fólkinu sem nýtur þjónustunnar boðinn til sölu. Má þar nefna nytjalist úr postulíni, leir eða gleri, jólapappír, muni úr þæfðri ull og ýmislegt fleira.
Opið verður föstudaginn 20. nóvember frá kl. 13-15.30 og laugardaginn 21. nóvember frá kl. 10-16. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Skógarlundur er miðstöð virkni og hæfingar ætlaður fyrir fulloðið fatlað fólk. Tilgangurinn með starfseminni er að draga úr áhrifum fötlunar og auka færni hins fatlaða til þátttöku i daglegu lífi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/lampaskuggi-svellabrjotur-og-flotsokka
|
Lampaskuggi, Svellabrjótur og Flotsokka?
Ætti að byrja gefa í skóinn aðfaranótt 27. september? Hvernig taldi fólk dagana fram til jóla? Það er þema árlegrar jólasýningar Minjasafnsins á Akureyri.
Mikil fjölbreytni einkennir þann sið að telja niður til jóla og flestir finna sína leið hvort sem það er með handverki eða jafnvel hjálp sjónvarpsins.
Safnið hefur fengið lánuð fjölda fjölbreyttra dagatala allt frá árinu 1955 fram til ársins 2008. Þar gefur að líta engla, glimmer, krosssaum og klukkustrengi og ýmis pappírs dagatöl t.d. öll jóladagatöl Sjónvarpsins frá upphafi.
Það er hefðbundið að telja síðustu 13 dagana fram að jólum með því að gefa í skóinn. En afhverju 13? Til eru 89 þekkt jólasveinanöfn. Afkomendur Grýlu og Leppalúða sem snigluðust um sveitir hér áður fyrr á meðan fólk stóð í ströngu við undirbúning jólanna eru margir framandi í augum nútímafólks. Í dag hafa Lampaskuggi, Svellabrjótur og Flotsokka ásamt fleirum, dregið sig til hlés. Við erum kannski bara heppin að Flórsleikir og Lungnaslettir séu hættir að koma til byggða, hver veit hvað kæmi í skóna frá þeim?
Á sýningunni kynnast gestir jólum og jólasveinum með því að prófa og upplifa.Á rannsóknarstofu jólasveinanna skoðum við jólasveinafjölskylduna með því að nota öll skynfæri. Þá stendur heilt fjall í sýningunni sem hægt er að gægjast inn í smáveröld jólasveinanna. Hvernig var svefnhellir Grýlu og Leppalúða? Hvað gerði jólasveinkan Flotsokka eða Faldafeykir?
Jólasýningin er opin alla daga frá kl. 13-16 til 31. janúar. Frítt er fyrir 18 ára og yngri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/malthing-um-kosningarett-kvenna-haldid-i-deiglunni
|
Málþing um kosningarétt kvenna haldið í Deiglunni
Málþing um kosningarétt kvenna verður haldið fimmtudaginn 26. nóvember í Deiglunni kl. 17 og er það í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna sem fagnað er í ár. Eftirfarandi erindi eru á dagskránni:
*Margrét Guðmundsdóttir, sagnfræðingur
Nú er nóg komið. Baráttan fyrir kosningarétti og pólítísk þátttaka kvenna.
*Jakob Þór Kristjánsson, stjórnmálafræðingur.
„Í sálarþroska svanna býr sigur kynslóðanna“.
*dr. Sigurgeir Guðjónsson, sagnfræðingur.
Um kosningarétt kvenna: Ólik afskipti tveggja húnvetnskra kvenna á Akureyri.
Fundarstjóri er Hulda Sif Hermannsdóttir frá Akureyrarstofu, Rósa María Stefánsdóttir kveður ljóð íslenskra kvenna og myndaritstjóri er Hörður Geirsson hjá Minjasafninu á Akureyri. Málþingið er á vegum Akureyrarakademíunnar og styrkt af Minjasafninu á Akureyri og Akureyrarstofu. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/naustahverfi-1-afangi-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingu-1
|
Naustahverfi 1. áfangi Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu Naustahverfis 1. áfanga.
Skipulagssvæðið nær til lóðar nr. 32-34 við Stekkjartún. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir stækkun lóðar að lóð Stekkjartúns 30 og niðurfellingu á stíg þar á milli. Íbúðafjöldi eykst úr 12-14 íbúðum í allt að 20 íbúðir. Ekki verður gert ráð fyrir bílakjallara og verður því fjölgun bílastæða á lóð.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 25. nóvember 2015 til 6. janúar 2016, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig aðgengileg hér fyrir neðan
Stekkjarún 32-34 - deiliskipulagsuppdráttur
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 6. janúar 2016 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
25. nóvember 2015
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kvoldtonleikar-hymnodiu-i-sildarverksmidunni-a-hjalteyri
|
Kvöldtónleikar Hymnodiu í síldarverksmiðunni á Hjalteyri
Fimmtudagskvöldið 26. nóvember mun kammerkórinn Hymnodia halda óvenjulegum tónleika kl. 20.30 í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð. Þar verður leikið á átta sekúndna eftirhljóm verksmiðjunnar sem minnir á hljóminn í stærstu dómkirkjum veraldar. Tónleikarnir eru þó ekki kirkjutónleikar og heldur ekki jólatónleikar. Hér leiða saman hesta sína kammerkórinn Hymnodia, Sigurður Flosason saxófónleikari, Harald Skullerud, slagverksleikari frá Noregi, og hin frábæra samíska söngkona Ulla Pirttijärvi sem að sjálfsögðu syngur joik að hætti Sama. Eyþór Ingi Jónsson, stjórnandi Hymnodiu, leikur líka á harmóníum og fleiri hljóðfæri.
Flutt verður tónlist sem tengist kvöldi og nóttu. Spuni verður áberandi og má búast við tilkomumiklum og frumlegum hljóðheimi þar sem blandast saman hefðbundinn kórsöngur, þjóðlagatónlist, djassaður spuni og framsækin gjörningatónlist. Miðaverð er 2000 krónur og er hlýr fatnaður nauðsynlegur.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/23-syrlenskir-flottamenn-til-akureyrar
|
23 sýrlenskir flóttamenn til Akureyrar
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrarkaupstaðar og Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðarkaupstaðar undirrituðu í dag samninga um móttöku 55 sýrlenskra flóttamanna sem væntanlegir eru til landsins í næsta mánuði.
Undirbúningur að móttöku flóttafólksins hefur staðið yfir um nokkurt skeið í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNCHR). Hópurinn samanstendur af tíu fjölskyldum; 20 fullorðnum einstaklingum og 35 börnum og dvelur fólkið allt í flóttamannabúðum í Líbanon. Af hópnum munu 23 setjast að á Akureyri, 17 í Hafnarfirði og 15 í Kópavogi.
Sjá nánar frétt á heimasíðu velferðarráðuneytisins.
Frá undirrituninni. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, sitjandi lengst til vinstri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/utsvar-a-fostudagskvold-akureyri-maetir-dalvikurbyggd
|
Útsvar á föstudagskvöld - Akureyri mætir Dalvíkurbyggð
Það styttist í hörkuviðureign í Útsvarinu, spurningakeppni sveitarfélaganna á RÚV, þegar lið Akureyrar og Dalvíkurbyggðar mætast á næsta föstudagskvöld. Lið Akureyrar er að þessu sinni skipað þremenningum sem allir tengjast fjölskylduböndum. Urður Snædal heldur áfram frá því í fyrra en með henni að þessu sinni verða maðurinn hennar Ragnar Elías Ólafsson og faðir hans, tengdafaðir Urðar, Ólafur Helgi Theodórsson. Liðið er því afar samstillt og æfingabúðum slegið upp í hvert sinn sem þau þrjú hittast. Mótherjarnir frá Dalvíkurbyggð verða leystir út með góðum gjöfum hvernig sem leikar enda en þær eru: Gjafabréf frá Menningarfélagi Akureyrar, tveggja daga lyftupassi, skíðakennsla og leiga á skíðagræjum frá Hlíðarfjalli, gisting á Icelandair hóteli og veitingastaðurinn RUB 23 gefur matarveislu og uppskriftabók skrifaða af Einari Geirssyni matreiðslumann á RUB 23.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-1056-2015-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-breyting-a-deiliskipulagi-hagahverfis
|
Nr. 1056/2015 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Breyting á deiliskipulagi Hagahverfis.
Skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar hefur þann 25. nóvember 2015 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Hagahverfi.
Breytingin felur m.a. í sér breytingar á lóðamörkum Nonnahaga 4, Nausta II og Naustagötu 13. Bætt var við lóð fyrir spennistöð sem verður nr. 1 við Davíðshaga. Aðrar minniháttar breytingar voru gerðar á skipulaginu til samræmis við verkhönnun.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 25. nóvember 2015,
Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.
B deild - Útgáfud.: 25. nóvember 2015
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolaljosin-tendrud-1
|
Jólaljósin tendruð
Laugardaginn 28. nóvember kl. 16 hefst athöfn á Ráðhústorgi þar sem koma fram jólasveinar með alls kyns sprell og ljósin verða tendruð á jólatrénu sem er gjöf frá vinabænum Randers í Danmörku. Lúðrasveit Akureyrar undir stjórn Gert-Ott Kuldpärg spilar nokkur jólalög áður en dagskrá hefst.
Jólasveinarnir fjórir af fjöllum koma fram og Hurðaskellir sér um að kynna dagskrána. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri flytur ávarp, Mette Kjuel Nielssen sendiherra Dana á Íslandi afhendir bæjarbúum tréð og flytur ávarp. Oliver Atlas Petersen kveikir ljósin á jólatrénu og Barna- og æskulýðskór Glerárkirkju syngur undir stjórn Margrétar Árnadóttur. Að auki munu félagar úr Norræna félaginu á Akureyri rölta um og gefa smákökur.
Akureyringar hafa tekið eftir því að jólastjörnurnar eru komnar upp við Glerárgötu, Drottningarbraut og víðar um bæinn. Bæjarbúar eru einnig farnir að lýsa upp heimkynni sín með jólaljósum og virðist sem það gerist æ fyrr á árinu.
Aðventuævintýri á Akureyri hefst með tendrun ljósanna á jólatrénu á Ráðhústorgi en ævintýrið stendur fram að jólum með alls kyns viðburðum og jólastemningu í miðbænum. Dagskrá Aðventuævintýris er á Visitakureyri.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/roskun-a-akstri-straeto
|
Röskun á akstri Strætó
Einhverjar tafir og raskanir verða á akstri Strætisvagna Akureyrar fram eftir morgninum vegna ófærðar í bænum en miklum snjó kyngdi niður í gær. Beðist er velvirðinar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/urslit-i-ungskald-2016
|
Úrslit í UNGSKÁLD 2015
Í gær var tilkynnt um úrslit í ritlistarsamkeppninni UNGSKÁLD 2015 en alls bárust 48 verk í samkeppnina. Tilgangur samkeppninnar sem er fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára er að hvetja þau til að iðka ritlist og draga fram í dagsljósið það sem þeim býr í brjósti. Það var niðurstaða dómnefndar að velja eftirfarandi verk í eftir þrjú sætin: Í 3.sæti var Antonía Sigurðardóttir með ljóðið „Tíminn“, í 2. sæti var Margrét Guðbrandsdóttir með ljóðið „Samið“ og í 1. sæti var Eyþór Gylfason með söguna „Lést samstundis“. Peningaverðlaun voru veitt fyrir efstu þrjú sætin,bókaverðlaun frá menningarfélaginu Hrauni og verðlaunaverkin verða gefin út af Skáldahúsunum á Akureyri.
Þetta er í þriðja skipti sem verkefnið er skipulagt en það er samvinnuverkefni Ungmennahússins í Rósenborg,Amtsbókasafnsins á Akureyri,Akureyrarstofu,Menntaskólans á Akureyri,Verkmenntaskólans á Akureyri og í góðri samvinnu við Framhaldsskólann á Húsavík,menningarfélagið Hraun og Skáldahúsin á Akureyri.
Það er Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra sem styrkir verkefnið.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/opnad-i-hlidarfjalli-a-fimmtudag
|
Opnað í Hlíðarfjalli á fimmtudag
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar verður opnað á fimmtudaginn kemur og verður opið þann dag frá kl. 18–21. Á föstudag verður opið frá kl. 16–19 og frá 10–16 á bæði laugardag og sunnudag. Þrátt fyrir þónokkurt fannfergi á Akureyri þá hefur snjó ekki fest jafn vel í fjallinu en þó eru flestar skíðaleiðir að verða klárar fyrir skíðafólk.
„Já, við erum komin með nóg af snjó í valdar leiðir en þó ekki allar, til að mynda verður ekki hægt að opna Strýtuna alveg strax,“ sagir Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður skíðasvæðisins. „Unnið er að því að troða helstu leiðir og snjóbyssurnar eru látnar ganga dag og nótt þegar frostið er nægilega mikið sem það hefur verið undanfarið. Ákveðið hefur verið að hafa opið frá fimmtudögum til sunnudaga fram að jólum.“
Mynd: Auðunn Níelsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/uthlutun-ur-haskolasjodi-kea-2
|
Úthlutun úr Háskólasjóði KEA
Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA og Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri afhentu styrki úr Háskólasjóði KEA á Fullveldishátið Háskólans á Akureyri, þriðjudaginn 1. desember. Athöfnin fór fram í húsnæði háskólans.
Að þessu sinni voru veittir tólf rannsóknastyrkir en 22 umsóknir bárust sjóðnum. Halldór sagði í ræðu sinni að „góður háskóli verður ekki að veruleika öðruvísi en með metnaðarfullu rannsóknarstarfi. Af umsóknun sem berast Háskólasjóði KEA má dæma að það er metnaður í rannsóknarstarfi skólans.”
Við úthlutun úr sjóðnum er horft til þess að verkefnin tengist starfsemi skólans eða samstarfsstofnana hans. Halldór sagði jafnramt „þá er leitað eftir verkefnum sem fela í sér aukin eða útvíkkuð tækifæri fyrir nemendur og starfsmenn. Hin síðari ár hefur megin áhersla í styrkveitingum verið á rannsóknarverkefni en styrktarumgjörðin tekur til fleiri þátta. Ekki er ólíklegt að næstu ár verði aukin áhersla lögð á aðra styrktarþætti þannig að stuðningur fáist við fjölþætt verkefni háskólans.”
Þetta er í þrettánda sinn sem úthlutað er úr Háskólasjóði KEA og var heildarupphæð styrkja 4,5 mkr. í ár. Frá því upphafleg samstarfsyfirlýsing KEA og Háskólans á Akureyri var undirrituð hefur verið ráðstafað tæpum 85 milljónum króna.
Eftirtalin rannsóknaverkefni fengu styrk úr Háskólasjóði KEA:
Lífshættir og áhættuhegðun unglinga í alþjóðlegum samanburði (ESPAD)
Hug- og félagsvísindasvið - Ársæll Már Arnarson prófessor. Kr. 400.000
Heimskautaréttarþingið 2016
Hug- og félagsvísindasvið - Guðmundur Alfreðsson, prófessor. Kr. 400.000
Áhrif verkjameðferðar á þremur endurhæfingardeildum á Íslandi
Heilbrigðisvísindasvið - Hafdís Skúladóttir, lektor. Kr. 250.000
Stofna- og efnagreining á þörungum úr Mývatni
Viðskipta- og raunvísindasvið - Hjörleifur Einarsson, prófessor Kr. 400.000
Ráðstefna við Háskólann á Akureyri, Sjávarútvegur á Norðurlandi
Viðskipta- og raunvísindasvið - Hörður Sævaldsson, lektor. Kr. 300.000
Námsefni í íslensku sem annað mál
Hug- og félagsvísindavið - Ingibjörg Sigurðardóttir, aðjúnkt. Kr. 400.000
Fjölmiðlanotkun íslenskra barna í alþjóðlegu samhengi
Hug- og félagsvísindasvið - Kjartan Ólafsson, lektor Kr. 400.000
Einstæðir ofurforeldrar- samræming fjölskyldu- og atvinnulífs
Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri - Marta Einarsdóttir sérfræðingur. Kr. 300.000
The Arctic in the 21st Century
Hug- og félagsvísindasvið - Rachael Lorna Johnstone, prófessor. Kr. 400.000
Undirbúningur og virk þátttaka í Ráðstefnu um jarðskjálfta á Norðurlandi 2016
Ragnar Stefánsson, prófessor emeritus. Kr. 300.000
Hugleikur – samræður til náms
Hug- og félagsvísindasvið - Sólveig Zophaníasardóttir tók við styrk fyrir hönd Miðstöðvar skólaþróunar og kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Kr. 400.000
Byggðaþróun á Íslandi í alþjóðlegu ljósi
Hug- og félagsvísindasvið - Þóroddur Bjarnason, prófessor. Kr. 400.000
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hatidarsyning-a-grylu-i-samkomuhusinu-a-akureyri
|
Hátíðarsýning á Grýlu í Samkomuhúsinu á Akureyri
Á morgun laugardag er hátíðarsýning í Samkomuhúsinu á Grýlu. Grýla er ekki í góðu skapi. Hún er heimilislaus. Það er búið að bora gat í gegnum heimilið hennar og allt er á floti. Nú þarf hún að finna sér nýja íbúð, helst með heitum potti og gæludýr verða að vera leyfð. . Hún segist vera löngu hætt að borða börn og að það eigi allt sér sínar útskýringar. En Lögreglan á Akureyri vill ekki leyfa henni að flytja í bæinn, nema krakkarnir samþykki það. Því hefur Grýla boðað börnin í bænum á íbúafund í Samkomuhúsinu. Grýla er 317. sviðsetning Leikfélags Akureyrar. Með aðalhlutverk fer Saga Garðarsdóttir. Leikstjóri er Gunnar Gunnsteinsson og höfundar eru Dóri DNA og Gunnar Gunnsteinsson. Leikmynd og búningar eru í höndum Írisar Eggertsdóttur, um lýsingu sér Lárus Heiðar Sveinsson og förðun Heiðdís Austfjörð.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/varad-vid-farvidri
|
Varað við fárviðri
Almannavarnir og Veðurstofan vara við ofsaveðri eða fárviðri á landinu síðdegis og í kvöld. Veðrið skellur fyrst á Suðurlandi og er ekki ráðlegt að vera á ferðinni þar eftir klukkan 12 á hádegi. Annars staðar á landinu, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu, er ráðlegt að vera ekki á ferðinni eftir klukkan fimm síðdegis.
Mikill viðbúnaður er vegna óveðursins sem spáð er en talið er að þetta verði versta óveður í aldarfjórðung. Samhæfingarmiðstöðin verður virkjuð vegna veðursins.
Gera má ráð fyrir mikilli ófærð á landinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi hefur verið ákveðið að loka þjóðvegi 1 frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni fyrir allri umferð klukkan 12 á hádegi. Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði verður að öllum líkindum lokað klukkan fjögur síðdegis ef veðurspá gengur eftir og fleiri leiðum í framhaldinu. Ekkert ferðaveður verður ef spár ganga eftir.
Flugi hefur enn ekki verið aflýst vegna veðurs, en ráðlegt er að fylgjast vel með upplýsingum um komutíma og brottfarir eftir því sem nær dregur.
Talið er að snjóflóðahætta muni aukast hratt samfara veðrinu en mikil úrkoma fylgir veðrinu í formi snjókomu sérstaklega á Norðurlandi og Austurlandi, frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Veðurstofunnar.
Björgunarsveitir minna fólk á að festa lausamuni, losa frá niðurföllum og hafa eldspýtur, kerti, vasaljós og rafhlöðuknúið útvarp við höndina, til að geta fylgst með fréttum af veðrinu, þó það verði rafmagnslaust.
Frétt af ruv.is.
Vindaspá af vef Veðurstofu Íslands.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/allir-i-vidbragdsstodu
|
Allir í viðbragðsstöðu
Óvissustigi hefur verið lýst yfir á landinu vegna yfirvofandi fárviðris. Starfsfólk Almannavarna er í viðbragðsstöðu og hið sama er að segja um starfsmenn framkvæmdadeildar og framkvæmdamiðstöðvar Akureyrarbæjar. Þjóðvegi 1 um Víkurskarð og Öxnadalsheiði verður lokað ef þörf krefur og búast má við tilmælum um að fólk sé ekki á ferli að nauðsynjalausu síðar í dag.
Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur segir að hjá framkvæmdamiðstöð verði menn á vakt í kvöld og nótt til að bregðast við því sem að höndum ber, ófærð og roki. Einnig verði verktakar í viðbragðsstöðu.
Strætisvagnar Akureyrar munu keyra samkvæmt áætlun meðan fært er.
"Væntanlega mokum við ekki fyrr en eldsnemma í fyrramálið ef veðurspá gengur eftir og sæmilega fært verður um bæinn. Svo virðist sem við á Akureyri gætum sloppið við versta hvellinn því lægðin fer hugsanlega vestar en gert var ráð fyrir. Ef veður verður afarslæmt þá mokum við ekki en höldum forgangsleiðum færum eins lengi og það er hægt," segir Helgi Már.
Fólk er hvatt til að huga að sínu nánasta umhverfi, gæta að lausamunum í yfirvofandi óveðri og niðurföllum þegar aftur fer að hlána.
Minnisblað frá skóladeild Akureyrarbæjar vegna óveðurs og ófærðar.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/radhus-an-rafmagns
|
Ráðhús án rafmagns
Rafmagnslaust er í Ráðhúsinu á Akureyri og því erfitt að ná sambandi við ýmsar deildir bæjarins. Líklegt er talið að rafmagnslaust verði langt fram undir hádegi en bilun varð í spenni. Reyna á að koma vararafstöð í gagnið á meðan unnið er að viðgerð á spenninum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sandgerdisbot-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingu
|
Sandgerðisbót Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu.
Skipulagssvæðið nær til lóðar fyrir skólpdælustöð sem er nr. 33 við Óseyri. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir stækkun lóðar og breytingum á byggingarreitum. Göngustígur innan lóðarinnar meðfram grjótgarði er felldur niður.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 9. desember 2015 til 20. janúar 2016, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er aðgengileg hér fyrir neðan.
Sandgerðisbót
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 20. janúar 2016 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
9. desember 2015
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/snjomokstur-og-halkuvarnir-1
|
Snjómokstur og hálkuvarnir
Upplýsinga- og kynningarfundur um snjómokstur og hálkuvarnir á Akureyri verður haldinn í Menningarhúsinu Hofi fimmtudaginn 10. desember kl. 17-18. Fjallað verður m.a. um forgang, hálkuvarnir, kostnað, veðurlag og þjónustu. Fulltrúar framkvæmdaráðs og starfsmenn Akureyrarbæjar sitja fundinn og verða til svara.
Bæjarbúar eru hvattir til að koma í Hof og kynna sér málin. Snjómokstur og hálkuvarnir eru mikilvægt málefni sem varðar okkur öll.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tveir-akureyrskir-skolar-hljota-gaedavidurkenningu
|
Tveir akureyrskir skólar hljóta gæðaviðurkenningu
Tveir skólar á Akureyri fengu í gær gæðaviðurkenningu menntaáætlunar Evrópusambandsins vegna nýsköpunar og nýbreytni í menntun. Viðurkenningarnar voru veittar í gær við hátíðlega athöfn í Ásmundarsafni í Reykjavík.
Tíu verkefni, sem hafa verið styrkt af áætluninni, hlutu viðurkenningarnar í ár. Verkefnin eiga það sammerkt að hafa sýnt fram á nýsköpun og nýbreytni í menntun, stuðlað að þátttöku fjölbreyttra hagsmunahópa í alþjóðasamstarfi og haft áhrif á skólastarf einstakra stofnana sem og víðtækari áhrif í skólasamfélaginu.
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, veitti viðurkenningarnar sem eru í formi myndverka sem hönnuð voru af 15 nemendum á öðru ári í teiknideild í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Myndlistarskólinn hefur á undanförnum árum eflst mjög og stækkað með stuðningi evrópska styrkjakerfisins.
Akureyrsku skólarnir og verkefni þeirra:
Sterkari saman - Lundarskóli, Akureyri
Sækja einblöðung
Starfsfóstri - Verkmenntaskólinn á Akureyri
Sækja einblöðung
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra ásamt fjórum verðlaunahöfum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/eirikur-kom-faerandi-hendi
|
Eiríkur kom færandi hendi
Á fundi Northern Forum samtakanna sem haldinn var í Yakutsk í Rússlandi í nóvember voru í fyrsta sinn veittar svonefndar Walter J. Hickel viðurkenningar og var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, einn þeirra sem hlutu viðurkenngu. Ólafur var ekki á staðnum en það var Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, sem veitti viðurkenningunni viðtöku fyrir hönd forsetans. Eiríkur Björn heimsótti forseta Íslands að Bessastöðum á dögunum og afhenti honum viðurkenningarskjalið og orðu sem fylgir.
Akureyri er aðili að Northern Forum sem eru samtök um samstarf ríkja og svæða á norðurslóðum um eflingu byggðar og mannlífsgæða. Hickel viðurkenningin er tákn um djúpt þakklæti fólks á norðurslóðum og er veitt fyrir framlag til þróunar Northern Forum og norðursvæða. Walter J. Hickel var tvívegis ríkisstjóri Alaska og fyrsti formaður Northern Forum samtakanna frá 1992-1994.
Forsetinn tekur við viðurkenningunni á Bessastöðum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/verkefnisstjori-vegna-komu-flottafolks-1
|
Verkefnisstjóri vegna komu flóttafólks
Kristín Sóley Sigursveinsdóttir hefur verið ráðin til eins árs sem verkefnisstjóri vegna komu flóttafólks frá Sýrlandi til Akureyrar. Kristín er iðjuþjálfi og hefur meistarapróf í opinberri stjórnsýslu. Undanfarið hefur hún starfað sem lektor við Háskólann á Akureyri en var áður framkvæmdastjóri búsetudeildar Akureyrarbæjar.
Kristín Sóley tekur nú þegar þátt í undirbúningi fyrir komu flóttafólksins sem væntanlegt er eftir áramótin en tekur formlega við starfi verkefnisstjórans í byrjun janúar. Til Akureyrar koma fjórar fjölskyldur, samtals 23 einstaklingar. Búið er að gera leigusamninga vegna íbúða fyrir fólkið og Rauði krossinn sér um að innrétta þær. Rauði krossinn hefur einnig valið stuðningsfjölskyldur og sér um fræðslu þeirra.
Meðfylgjandi mynd var tekin í síðustu viku þegar doktor Nicole Dubus heimsótti ýmsar stofnanir bæjarins og veitti fræðslu um móttöku flóttafólks. Nicole er bandarískur sérfræðingur á þessu sviði og var myndin tekin í Ráðhúsi Akureyrar þar sem hún ræddi við bæjarfulltrúa og það starfsfólk bæjarins sem helst mun koma að verkefninu.
Frá vinstri: Nicole Dubus, Kristín Sóley og Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gefum-jordinni-lika-fri-um-jolin
|
Gefum jörðinni líka frí um jólin
Árið 2010 steig Akureyrarbær stórt skref í sorpmálum sveitarfélagisns þegar ákveðið var að leggja áherslu á að auka flokkun heimilissorps með það að markmiði að lágmarka urðun hans og auka endurvinnslu. Bæjarbúar hafa með veglegum hætti tekið þátt í þessari breytingu og fer nú helmingi minna af heimilissorps til urðunar en áður og því ber að fagna. Við hjá Akureyrarbæ höfum þó trú á því að hægt sé að gera enn betur.
Lífrænt eldhússorp fer til moltugerðar í verksmiðju Moltu að Þverá, annað flokkað sorp fer til endurvinnslu erlendis. Almennt heimilissorp fer hins vegar til urðunar í Stekkjarvík við Blönduós. Grendarstöðvum hefur verið fjölgað og umhverfi þeirra og aðgengi bætt, auk þess sem ílátum fyrir endurvinnsluefni hefur verið komið fyrir og þannig stuðlað betur að því að hámarka verðmæti þess sorps.
Í desember hendum við Akureyringar töluvert meira rusli en í meðal mánuði. Það er á okkar allra ábyrgð að vernda náttúruna. Höldum áfram að fara rétta leið.
Hér má sjá myndband sem N4 Sjónvarp hefur gert í þágu átaksins fyrir framkvæmdadeild Akureyrarbæjar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrskir-unglingar-eru-vinir-kambodiu
|
Akureyrskir unglingar eru vinir Kambódíu
Nemendur í 9. og 10. bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar vilja stuðla að menntun fátækra barna í Kambódíu og ætla að halda fjáröflun í formi maraþons sem stendur yfir í sólarhring frá föstudeginum 18. desember til laugardagsins 19. desember.
Í þennan sólarhring munu unglingarnir ekki notast við neitt rafmagn og verða því ekki neinir símar við hönd eða önnur nútímatækni sem við erum flest öll orðin vön – og háð. Með öðrum orðum þá munu þau loka sig frá umheiminum og setja sig í nýjar og ókunnar aðstæður.
Unglingarnir eru búnir að vera duglegir að safna áheitum með því að hafa samband við fyrirtæki víðs vegar um bæinn og vonast þeir til að safna nægum peningum sem duga til að reka grunnskóla í Kambódíu í eitt ár. Vinir Kambódíu eru samtök sem sjá um að styrkja skóla og aðstoða við uppbyggingu þeirra til að fátækustu börn Kambódíu hafi kost á að sækja menntun.
Það voru unglingarnir sjálfir sem áttu hugmyndina að þessu verðuga verkefni en njóta aðstoðar FélAk, félagsmiðstöðvana á Akureyri, við að láta þetta verða að veruleika. Unglingarnir og starfsmenn FélAk dvelja í Síðuskóla þennan sólarhring sem maraþonið stendur yfir og finna sér ýmislegt til dundurs sem ekki krefst rafmagns, hina ýmsu leiki í formi spila og hreyfingar. Vonast er til að sem flestir sjái sér fært að styðja þessa flottu unglinga og göfugt verkefni þeirra. Munum að margt smátt gerir eitt stórt.
Þeir sem vilja leggja málefninu lið, geta lagt inn á eftirfarandi reikning: 0565-26-1143, kt. 520112-0300.
Krakkar úr félagsmiðstöðvunum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyjar-lodir-vid-torfunef
|
Nýjar lóðir við Torfunef
Lausar eru til umsóknar 4 lóðir við Torfunef fyrir hafnsækna ferðaþjónustu
Torfunef 1, lóðarstærð 186m², byggingarmagn 159m²
Torfunef 3, lóðarstærð 116m², byggingarmagn 58m²
Torfunef 7, lóðarstærð 157m², byggingarmagn 110m²
Torfunef 9, lóðarstærð 277m², byggingarmagn 200m²
Lóðirnar eru auglýstar með fyrirvara um byggingarhæfi og endanlegt deiliskipulag, lóðarstærðir eru auglýstar með sama fyrirvara.
Til að umsókn teljist gild þarf umsækjandi að vera í skilum við bæjarsjóð.
Umsóknareyðublöð, alm. byggingarskilmálar, skipulags- og byggingarskilmálar og reglur um lóðaveitingar ásamt gjaldskrá gatnagerðargjalda liggja frammi á skrifstofu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Geislagötu 9 og einnig á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/skipulagsdeild/lausarlodir
Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar 2016 og umsóknum skal skila í afgreiðslu skipulagsdeildar eða í þjónustuanddyri Geislagötu 9.
16. desember 2015
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/auglyst-eftir-umsoknum-um-eyrarrosina
|
Auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina
Eyrarrósin verður veitt í tólfta sinn snemma árs 2016 fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Markmið viðurkenningarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista.
Tíu verkefni verða valin á Eyrarrósarlistann og þrjú þeirra hljóta tilnefningu til Eyrarrósarinnar ásamt peningaverðlaunum og flugmiðum frá Flugfélagi Íslands. Handhafi Eyrarrósarinnar hlýtur verðlaun að upphæð 1.650.000 krónur.
Frú Dorrit Moussaieff, forsetafrú, er verndari Eyrarrósarinnar.
Umsóknum skal fylgja:
Lýsing á verkefninu
Tíma- og verkáætlun
Upplýsingar um aðstandendur
Fjárhagsáætlun
Umsóknarfrestur er til miðnættis 5. janúar 2016 og verður öllum umsóknum svarað. Þær skulu sendar með tölvupósti til Listahátíðar í Reykjavík á netfangið eyrarros@artfest.is
Allar nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu Listahátíðar í síma 561 2444 og á vefsvæði Eyrarrósarinnar www.listahatid.is/eyrarrosin.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samrad-um-snjomokstur-og-halkuvarnir
|
Snjómokstur og hálkuvarnir í bænum
Á fjölmennum kynningarfundi um snjómokstur og hálkuvarnir á Akureyri sem haldinn var í síðustu viku, kom fram einlægur vilji bæjaryfirvalda til að hafa sem mest samráð við íbúa bæjarins um snjómokstur á götum og göngustígum bæjarins svo allir megi vel við una.
Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur kynnti helstu tölur um snjómokstur í bænum en þar kom meðal annars fram að kostnaður vegna þessa hefur aukist umtalsvert á síðustu árum og aldrei verið meiri en veturinn 2014-2015. Þá nam hann rúmum 160 milljónum króna.
Árið 1994 bjuggu um 15 þúsund manns í sveitarfélaginu en þar búa nú um 18 þúsund manns. Gatnakerfið var um 70 km árið 1994 en er nú orðið um 120 km. Fjöldi íbúa á hvern km var því um 200 en er nú um 150. Einnig er athyglisvert hversu lítið af salti er borið á götur bæjarins. Í staðinn notar Akureyrarbær meira af malarefnum.
Í umræðum að lokinni framsögu Helga Más kom fram að það væru fyrst og fremst "öryggisleiðir" og helstu samgönguæðar sem nytu forgangs við snjómokstur. Samhljómur var meðal fundargesta um að gönguleiðir til og frá öllum skólum skuli njóta forgangs. Einnig voru þeir sammála um að skynsamleg forgangsröðun þyrfti að vera við moksturinn og létu í ljós ánægju með það samráð sem haft væri við bæjarbúa með umræddum fundi. Akureyrarbær mun í framhaldi af fundinum eiga gott samstarf við íbúa um snjómokstur m.a. í gegnum samráðsfundi með hverfisnefndum.
Helgi Már flytur kynningu sína á fundinum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-4
|
Auglýsing um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögur að deiliskipulagi fyrir Lögmannshlíð – kirkjugarð og deiliskipulagsbreytingu fyrir miðbæ - Drottingarbrautarreit.
Deiliskipulag Lögmannshlíðar - kirkjugarðs
Skipulagssvæðið afmarkast af afgirtu svæði Lögmannshlíðarkirkjugarðs til austurs og vesturs, landamörkum við Hlíðarenda til suðurs og Lögmannshlíðarvegi til norðurs. Tillagan gerir ráð fyrir þremur lóðum, aðkomu og bílastæðum auk þess sem framtíðar greftrunarsvæði er skipulagt.
Uppdráttur
Greinargerð
Fornleifaskráning
Deiliskipulagsbreyting fyrir miðbæ – Drottningarbrautarreit
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að á lóðum 2-4, 6-8 og 10-12 við Austurbrú aukist hámarksfjöldi íbúða úr 12 í 16 í hverju húsi. Leyfður verður svalagangur á norðurhlið húsanna og lágmarksfjöldi bílastæða í bílgeymslum lækkar úr 20 í 16.
Uppdráttur og greinargerð
Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 22. desember 2015 til 3. febrúar 2016, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is/skipulagsdeild undir: Auglýstar tillögur.
Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 3. febrúar 2016 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
22. desember 2015
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samningur-um-menningarbru-milli-hofs-og-horpu
|
Samningur um menningarbrú milli Hofs og Hörpu
Stjórn Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss og stjórn Menningarfélags Akureyrar (MAk) fyrir hönd menningarhússins Hofs hafa ákveðið að hefja samstarf um menningarbrú milli Reykjavíkur og Akureyrar og var undirritaður samningur þess efnis mánudaginn 21.desember. Samstarfið er liður í viðleitni menningarhúsanna beggja til að efla menningarstarf og auka sýnileika menningarframleiðslu um allt land.
Dæmi um slíka menningarbrú birtist t.d í nýlegum heimsóknum SinfóníaNord og Dimmu og Leikfélags Akureyrar með leiksýninguna "Þetta er grín án Djóks" en uppsetning þessara viðburða í Hörpu tókst einstaklega vel sunnan heiða og aðsóknin mikil.
Stjórnir MAk og Hörpu ætla að leggja sig fram um að styrkja samstarf sitt með því að bjóða upp á sömu tónleika og viðburði bæði í Hofi og Hörpu eftir því sem við á. Þar er einnig um að ræða sýningar Leikfélags Akureyrar og tónleika á vegum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Það sama á við um framleiðslu Hörpu á viðburðum og tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu og Sigurður Kristinsson formaður stjórnar MAk undirrita samninginn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-1119-2015-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-undirhlid-1
|
Nr. 1119/2015 Auglýsing um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Undirhlíð 1
Skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar hefur þann 11. nóvember 2015 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Undirhlíð – Miðholt.
Breytingin felur í sér að fjölbýlishús nr. 1 við Undirhlíð verði 5-7 hæðir í stað 7 hæða áður. Fjöldi íbúða eykst úr 25 í 36 og engar kvaðir verða um aldur íbúa.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 3. desember 2015,
Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.
B deild - Útgáfud.: 17. desember 2015
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolatonleikar-hymnodiu-1
|
Jólatónleikar Hymnodíu
Jólatónleikar Hymnodiu fara fram í Akureyrarkirkju kl. 21 í kvöld en þeir hafa ávallt verið gríðarlega vel sóttir. Á þeim er sköpuð kyrrlát stemmning, slökkt er á raflýsingu kirkjunnar, ekkert er talað og engar þagnir milli laga. Tónleikarnir mynda því rúmlega klukkustundar langa heild, þar sem tónleikagestir geta látið þreytu líða úr sér, notið kyrrðar og samveru rétt fyrir jólin.
Eins og venjulega fær Hymnodia góðan gest á tónleikana. Að þessu sinni er það tenórinn Jón Þorsteinsson sem syngur með kórnum. Söngferill Jóns er stórglæsilegur, en hann hefur staðið á óperusviði og í tónleikasölum í flestum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Við Ríkisóperuna í Amsterdam söng hann yfir 50 hlutverk. Jón starfar sem söngkennari við Tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi. Í nóvember sl. kom út geisladiskur þar sem Jón og Eyþór Ingi, stjórnandi Hymnodiu, fluttu saman jóla- og áramótasálma.
Hymnodia vill stuðla að nýsköpun en um leið virða venjur í efnisvali. Á tónleikunum verða tvö ný lög frumflutt, Börn Jarðar eftir þá Michael Jón Clarke og Hannes Sigurðsson og Jólaljóð eftir þau Gísla Jóhann Grétarsson og Steinunni P. Hafstað.
Auk þess verða fluttir gamlir góðir jólasálmar, lög eftir Sigurð Flosason, ensk jólatónlist, verk eftir Hafliða Hallgrímsson og að sjálfsögðu flytur kórinn tvö lög sem alltaf eru sungin á jólatónleikunum, Það aldin út er sprungið og Heims um ból, í 7 radda hátíðarútsetningu.
Eyþór Ingi mun leika á gamalt fótstigið orgel og önnur hljóðfæri.
Miðaverð er 2.000 kr og miðar fást í Eymundsson, Hafnarstræti.
Fylgist með á hymnodia.is.
Hymnodia.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/aramotabrenna-og-flugeldasyning
|
Áramótabrennur og flugeldasýningar
Hin árlega áramótabrenna á Akureyri verður við Réttarhvamm á gamlárskvöld, auk þess sem boðið verður upp á flugeldasýningu. Kveikt verður í brennunni kl. 20.30 en flugeldasýningin hefst kl. 21.00. Það eru Norðurorka og Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar sem standa fyrir þessari dagskrá í samstarfi við Súlur björgunarsveitina á Akureyri.
Að venju má búast við mikilli umferð við Réttarhvamm á gamlárskvöld og því er mælt með því að fólk leggi tímanlega af stað til að njóta brennunnar og flugeldanna.
Í Hrísey verður kveikt í áramótabrennunni kl. 17.00 í námunni fyrir austan Stekkjanef. Boðið verður upp sætaferðir frá Hríseyjarbúðinni í traktorskerru kl. 16.45.
Í Grímsey verður kveikt í brennunni kl. 20.00 við norðurendann á tjörninni og boðið er upp á flugeldasýningu á eftir. Það er björgunarsveitin Sæþór sem skipuleggur dagskrána.
Frá áramótum á Akureyri
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sandur-til-halkuvarna-1
|
Sandur til hálkuvarna
Nú er víða fljúgandi hálka í bænum og því hefur framkvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar sturtað niður haugum af grófum sandi á völdum stöðum í bænum þar sem fólk getur sótt sér efni til hálkuvarna.
Sandinn er að finna á starfsmannabílastæði sunnan Rangárvalla þar sem framkvæmdamiðstöðin er til húsa, við grenndarstöðvarnar norðan við Ráðhúsið, Bónus í Naustahverfi, Skautahöllina, Urðargil og sunnan við Sunnuhlíð.
Mynd: María Tryggvadóttir
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/aramotaavarp-baejarstjora-1
|
Nýársávarp bæjarstjóra
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, flutti nýársávarp sitt á sjónvarpsstöðinni N4 fyrr í dag og fjallaði þar meðal annars um komu fjögurra fjölskyldna sýrlenskra flóttamanna til bæjarins í upphafi nýs árs. Hann talaði um mikilvægi þess að íbúar "heimsþorpsins" standi saman um að tryggja öryggi fólks og sjá til þess að líf geti áfram þrifist á jörðinni.
Eiríkur Björn fjallaði um loftlagsráðstefnuna í París og sagði þá meðal annars:
"Á fundinum í París áttu allir þátttakendur mikilla en oft ólíkra hagsmuna að gæta. Hins vegar held ég að öllum hafi verið ljóst að á endanum eigum við þá grunnhagsmuni sameiginlega að komast af – að lífið haldi áfram á jörðinni og að loftlagsbreytingar setji ekki það vistkerfi sem við þekkjum úr skorðum og stofni öllu lífi í hættu. Okkur hlýtur að bera skylda til að verja hagsmuni framtíðarbarna á jörðinni. Fari allt á versta veg þá höfum við sólundað framtíð komandi kynslóða og við slíkar aðstæður eru þau stríð sem nú geysa í heiminum aðeins sýnishorn af þeim átökum sem brotist gætu út."
Upptaka af ávarpi bæjarstjórans á N4.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolatrjaasofnun-i-baenum
|
Jólatrjáasöfnun í bænum
Íbúum Akureyrar er gert auðveldara fyrir að losa sig við jólatrén úr stofunum sínum dagana 6.–12. janúar.
Sérstakir gámar fyrir trén verða við:
Kaupang
Hagkaup
Hrísalund
Leikvöll við Bugðusíðu
Bónus Naustahverfi
Bónus Langholti
Skautahöll
Verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð
Trén verða síðan kurluð og notuð við stígagerð og sem yfirlag á trjá- og runnabeð.
Jólatréð í stofu stendur...
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fristundastyrkur-a-akureyri-haekkar-um-riflega-30
|
Frístundastyrkur á Akureyri hækkar um ríflega 30%
Íþróttaráð Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum 17. desember sl. að frístundastyrkur til niðurgreiðslu á æfinga- og þátttökugjöldum barna og unglinga í bænum hækki úr 12.000 kr. í 16.000 kr. frá og með 1. janúar 2016. Styrkurinn gildir fyrir börn á aldrinum 6-17 ára.
Frá árinu 2006 hefur Akureyrarbær veitt styrk til allra barna og unglinga á Akureyri til niðurgreiðslu þátttökugjalda hjá íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsfélögum á Akureyri. Styrkurinn tekur gildi árið sem barnið verður 6 ára og fellur úr gildi árið sem unglingurinn verður 18 ára.
Til að nota frístundastyrkinn skal fara inn á heimasíðu þess íþrótta-, tómstunda- og/eða æskulýðsfélags þar sem skrá á barn. Þar er hlekkur inn á skráningarsíðu þar sem foreldrar skrá iðkendur. Í lok skráningar- og greiðsluferlisins geta foreldrar valið um að nota frístundastyrkinn frá Akureyrarbæ.
Íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsfélögin veita aðstoð og upplýsingar um skráningu, greiðslu og notkun frístundastyrks hjá hverju félagi fyrir sig.
Árið 2016 gildir styrkurinn fyrir börn fædd árið 1999 til og með 2010
Frístundastyrkurinn gildir frá 1. janúar til 31. desember ár hvert
Upplýsingar er einnig að finna á eftirfarandi vefslóð, www.rosenborg.is/ithrottamal.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/threttandagledi-thors-3
|
Þrettándagleði Þórs
Þrettándagleði Þórs verður haldin í Boganum kl. 18 á morgun, miðvikudaginn 6. janúar, og að venju verður fjölbreytt skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. Þær kynjaverur sem fylgja þrettándanum mæta líkt og á hverju ári ásamt Pílu Pínu, klaufum og kóngsdætrum. Jólasveinarnir kveðja jólin, Álfakóngur og -drottning flytja ávarp og taka lagið.
Píla Pína syngur lag og Klaufar og kóngsdætur sýna atriði úr samnefndu leikriti. Skúli Gautason mun einnig syngja og segja sögur af lögum Þrettándans. Krakkar á öllum aldri finna eitthvað við sitt hæfi í þessari fjölbreyttu dagskrá og verða álfar, púkar og tröll á sveimi á meðan dagskrá stendur. Til sölu verður kaffi, kakó og kruðerí.
Allir púkar eru velkomnir. Mæting fyrir púka í andlitsmálun er kl. 17.15 í Hamri.
Álfadrottning og -kóngur.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/2016-a-listasafninu
|
2016 á Listasafninu
Listasafnið á Akureyri heilsar nýju ári með bjartsýni og krafti. Að baki er annasamt ár fjölbreytni, breytinga og nýrra tíma. Fjöldi sýninga af margvíslegum toga dró stóraukinn fjölda gesta til Listasafnsins og ber þar sérstaklega að fagna mikilli fjölgun skólaheimsókna. Fræðsla, fyrirlestrar, leiðsagnir og safnkennsla er meðal þess sem Listasafnið hefur lagt aukna áherslu á undanfarin misseri.
Árið 2016 verður ekki síður líflegt og spennandi þar sem í boði verða samsýningar á verkum ólíkra listamanna, fjölbreyttar einkasýningar og sérstakar þemasýningar. Íslenskir og erlendir listamenn; eldri og reyndari ásamt ungum og upprennandi listamönnum. Þannig ættu allir að fá eitthvað við sitt hæfi.
Fyrir áramót ákvað mennta- og menningarmálaráðherra, með vísan til 1. mgr. 9. gr. safnalaga nr. 141/2011, að fenginni tillögu safnaráðs að Listafnið á Akureyri telst nú viðurkennt safn. Viðurkenndum söfnum ber að starfa í samræmi við ákvæði safnalaga og skilyrði reglugerðar um viðurkenningu safna. Safnaráð hefur lögum samkvæmt eftirlit með safnastarfsemi í landinu. Þessi ákvörðun er sérstakt fagnaðarefni fyrir Listasafnið sem eykur möguleika þess töluvert en leggur því einnig miklivægar skyldur á herðar.
Á döfinni eru miklar breytingar á húsnæði Listasafnsins. Aðstaða fyrir gesti batnar til muna, safnið verður aðgengilegra fyrir hreyfihamlaða og nýir glæsilegir sýningarsalir verða opnaðir sem bjóða upp á mikla möguleika. Í framtíðinni verður boðið upp á fasta sýningu á verkum úr safneigninni sem hægt verður að ganga að sem vísri og gegna mun mikilvægu hlutverki í öllu fræðslustarfi Listasafnsins. Hafist verður handa við endurbætur á þessu ári en ráðgert er að opna nýtt og endurbætt safn á 25 ára afmælisári Listasafnsins, árið 2018.
Þriðjudagsfyrirlestrar verða áfram stór þáttur í fræðslustarfi Listasafnsins en þeir eru settir upp í samvinnu við Verkmenntaskólann, Háskólann á Akureyri og Myndlistarskólann á Akureyri auk þess sem tveir nýir samstarfsaðilar bætast í hópinn: Myndlistarfélagið og Gilfélagið. Þeir eru haldnir á hverjum þriðjudegi yfir vetrartímann.
Sýningarárið 2016 byrjar með þremur opnunum í janúar. Jón Laxdal Halldórsson opnar sýningu í mið- og austursal Listasafnsins þann 16. janúar næstkomandi undir yfirskriftinni …úr rústum og rusli tímans, en þar má sjá verk frá löngum ferli Jóns sem myndlistarmanns ásamt nokkrum nýjum verkum sem gerð voru sérstaklega fyrir sýninguna. Sýningarstjóri er Hlynur Hallsson. Þann 23. janúar verður svo sýningin í drögum / Prehistoric Loom IV opnuð í Listasafninu, Ketilhúsi en þar sýna 27 alþjóðlegir listamenn, þar af sjö íslenskir. Sýningarstjórar eru Elísabet Brynhildardóttir og Selma Hreggviðsdóttir.
Samhliða opnun Jóns Laxdal Halldórssonar mun Samúel Jóhannsson opna sýninguna Samúel í vestursal Listasafnsins og er sú sýning hluti af sýningaröð sem mun standa til 13. mars og innihalda 4 stuttar sýningar. Aðrir sýnendur eru Jonna – Jónborg Sigurðardóttir, Baldvin Ringsted og Noemi Niederhauser.
Á meðal annarra listamanna sem sýna má nefna Gunnar Kr., Thoru Karlsdóttur, Ásdísi Sif Gunnarsdóttur og síðast en ekki síst bandarísku vídeólistakonuna Joan Jonas. Fjölmargar áhugaverðar samsýningar eru einnig á dagskrá ársins s.s. ljósmyndasýningin Fólk þar sem Turner verðlaunahafinn Wolfgang Tillmans verður meðal sýnenda, sumarsýningarnar Nautn og Arkitektúr & Akureyri og einnig Sköpun bernskunnar 2016 þar sem skólabörn og starfandi listamenn fagna vorinu. Gjörningahátíðin A! sló í gegn á liðnu ári og er komin til að vera og einnig mun Listasumar blómstra sem aldrei fyrr.
Hlynur Hallsson forstöðumaður Listasafnsins og Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku skrifuðu undir nýjan samstarfssamning.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fra-kontrabassaflautu-til-piccoloflautu
|
Frá kontrabassaflautu til piccoloflautu
Tónlistarfélag Akureyrar hefur nýtt ár með föstudagsfreistingum 8. janúar kl. 12 í Hömrum í Hofi. Tónleikarnir bera yfirskriftina In Contra en á þeim leikur Pamela de Sensi flautuleikari á allar tegundir flauta, allt frá kontrabassaflautu til piccoloflautu. Júlíana Rún Indriðadóttir leikur með á píanó.
Kontrabassaflautan er sú eina sinnar tegundar hér á landi svo vitað sé. Efnisskráin spannar tónlist með jazzívafi og tónlist með margs konar effektum fyrir hljóðfærin.
Miðaverð er 2.000 krónur. Hægt er að panta veitingar á 1862 Nordic Bistro fyrir tónleika og snæða á Bistro eftir tónleikana.
Pamela og Júlíana.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-1259-2015-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyri-holmatun-2
|
Nr. 1259/2015 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyri. Hólmatún 2
Skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar hefur þann 9. desember 2015 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Naustahverfi, 1. áfanga.
Svæðið sem breytingum tekur nær til Hólmatúns 2 og aðliggjandi gatna. Breyting er m.a. gerð á lóðarmörkum skólalóðarinnar, bílastæðum og aðkomu.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 23. desember 2015,
Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.
B deild - Útgáfud.: 11. janúar 2016
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/franska-kvikmyndahatidin-a-akureyri-2
|
Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri
Franska kvikmyndahátíðin verður haldin sjötta sinni á Akureyri í næstu viku. Sýndar verða fimm nýjar bíómyndir sem vakið hafa verðskuldaða athygli í heimalandinu. Allar sýningar fara fram í Borgarbíói.
Nánari upplýsingar um myndirnar má finna á heimasíðu hátíðarinnar en dagskráin er sem hér segir:
18. janúar kl. 17.50: TIMBÚKTÚ
19. janúar kl. 17.50: MINNINGAR
20. janúar kl. 17.50: HIPPÓKRATES
21. janúar kl. 17.50: RÁÐHERRANN
22. janúar kl. 17.50: ÚT OG SUÐUR
23. janúar kl. 15.50: TIMBÚKTÚ
23. janúar kl. 17.50: MINNINGAR
24. janúar kl. 15.50: HIPPÓKRATES
24. janúar kl. 17.50: RÁÐHERRANN
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/auglyst-eftir-umsoknum-um-styrki-ur-menningarsjodi-og-husverndarsjodi
|
Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Menningarsjóði og Húsverndarsjóði
Menningarsjóður Akureyrar auglýsir eftir umsóknum um styrki. Auglýst er eftir umsóknum um samstarfssamninga og verkefnastyrki. Samstarfssamningar skulu stuðla að fjölbreyttu menningarlífi á Akureyri. Hægt er að sækja um samstarf til tveggja eða þriggja ára í senn. Við úthlutun er litið til fjölbreytileika í starfsemi,aldurs þátttakenda, jafnréttis og sýnileika.
Sótt er um á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/is/ibuagatt/umsoknir
Hinvegar er auglýst eftir umsóknum um verkefnastyrki.
Verkefnin skulu auðga menningarlífið í bænum,hafa sérstöðu og fela í sér frumsköpun.
Sótt er um á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/is/ibuagatt/umsoknir
Umsóknarfrestur er til og með 29. janúar 2016.
Upplýsingar um reglur Menningarsjóðs og Menningarstefnu Akureyrar 2013-2018
eru á heimasíðu Akureyrarbæjar
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/reglur-og-samthykktir/menningarmal
Húsverndarsjóður Akureyrar
Sjóðnum er ætlað að vinna að verndun húsa og mannvirkja á Akureyri. Veittir verða tveir styrkir að upphæð kr. 250.000 hvor.
Upplýsingar um reglur sjóðsins eru á heimasíðu Akureyrarbæjar http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/reglur-og-samthykktir/menningarmal
Sótt er um á heimasíðu Akureyrarbæjar http://www.akureyri.is/is/ibuagatt/umsoknir
Umsóknarfrestur er til og með 29. janúar 2016.
Ákvarðanir um styrkveitingarnar eru teknar af stjórn Akureyrarstofu. Nánari upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnastjóri viðburða og menningarmála í netfanginu huldasif@akureyri.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tvaer-syningar-opna-a-laugardaginn-i-listasafninu-a-akureyri
|
Tvær sýningar opna á laugardaginn í Listasafninu á Akureyri
Laugardaginn 16. janúar kl. 15 verða opnaðar tvær fyrstu sýningar ársins í Listasafninu á Akureyri. Í Mið- og Austursal sýnir Jón Laxdal Halldórsson undir yfirskriftinni …úr rústum og rusli tímans, en þar má sjá má sjá verk frá löngum ferli Jóns sem myndlistarmanns ásamt nokkrum nýjum verkum sem gerð voru sérstaklega fyrir sýninguna. Í Vestursal safnsins opnar Samúel Jóhannsson sýninguna Samúel og er hún hluti af sýningarröð sem stendur til 13. mars og inniheldur fjórar tveggja vikna sýningar. Aðrir sýnendur eru Jonna – Jónborg Sigurðardóttir, Baldvin Ringsted og Noemi Niederhauser.
Jón Laxdal Halldórsson (f. 1950) nam heimspeki við Háskóla Íslands og gaf út sína fyrstu ljóðabók árið 1974. Jón var einn þeirra sem stóðu að blómlegri starfsemi Rauða hússins á Akureyri og setti þar upp sína fyrstu einkasýningu árið 1982. Klippimyndir hafa verið hans helsta viðfangsefni allar götur síðan. Verkum Jóns má lýsa sem ljóðrænni naumhyggju en þau spanna í raun mun víðara svið. Verk hans hafa verið sýnd á fjölmörgum sýningum víðs vegar um heim og þau er að finna á fjölda safna.
Samúel Jóhannsson (f. 1946) hefur verið virkur í myndlist samfellt frá árinu 1980 og vinnur með akrílmálningu, vatnsliti, blek, lakk og járn. Líkt og á fyrri sýningum er viðgangsefnið mannslíkaminn og andlitið. Að þessu sinni einbeitir hann sér fremur að túlkun andlitsins en formum hinna ýmsu líkamshluta. Myndlistasýningar Samúels eru orðnar fjölmargar. Hann hefur haldið rúmlega 30 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis.
Ávörp á opnun flytja Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins og Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu. Valgerður Dögg Jónsdóttir les ljóð og tónlistarflutningur er í höndum þeirra Anne Balanant og Áka Sebastians Frostasonar.
Listasafnið er opið þriðjudaga-sunnudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-keppir-vid-hafnarfjord-i-utsvarinu-a-ruv
|
Akureyri keppir við Hafnarfjörð í Útsvarinu á RÚV
Lið Akureyrar keppir við lið Hafnarfjarðar í Útsvarinu á RÚV í kvöld og hefst keppnin klukkan 20. Með sigri Akureyrar í síðustu viðureig gegn Dalvíkurbyggð er liðið komið í 16 liða úrslit. Lið Akureyrar er sem fyrr skipað þeim Urði Snædal, eiginmanni hennar Ragnari Elíasi Ólafssyni og föður hans, Ólafi Helga Theódórssyni. Símavinurinn er einnig úr fjölskyldunni, bróðir Ragnars, mágur Urðar og sonur Ólafs. Þeir sem vilja hvetja eru velkomnir í sjónvarpssal og er mæting klukkan 19.30. Að þessu sinni fá mótherjarnir gjafabréf frá Hótel Akureyri, veitingastaðnum Berlín,Græna hattinum og gjafavöru frá fyrirtækinu Sveinbjörg.
utsvar.mynd af ruv.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/marokkodagur-1
|
Marakkódagur
Sérstakur Marakkódagur verður haldinn á Amtsbókasafninu á Akureyri á morgun, laugardaginn 16. janúar, frá kl. 14-16. Félagið Ísland-Marakkó býður upp á kynningu á menningu Marakkó og tungumálinu, einnig verða á boðstólum te og smákökur. Allir eru ævinlega velkomnir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/uppbyggingarsjodur-nordurlands-eystra-auglysir-eftir-umsoknum-um-styrki-til-menningar
|
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningar
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningar. Uppbyggingasjóður Norðurlands eystra veitir verkefnastyrki til menningarverkefna og stofn og rekstrarstyrki til menningarmála. Sjóðurinn er hluti af samningi um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019. Í ár lítur uppbyggingasjóður sérstaklega til verkefna sem jafna stöðu kynjanna og aldurshópa á svæðinu.
Auk þess hafa þær umsóknir forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna skilyrða:
Verkefni sem hvetja til samstarfs einstaklinga, hópa, byggðarlaga eða listgreina. Sérstaklega er horft til verkefna sem eru samstarf þriggja eða fleiri aðila og tengja íbúa á Norðurlandi eystra
Verkefni sem efla atvinnustarfsemi á sviði menningar og lista
Verkefni sem fela í sér listsköpun fólks á aldrinum 18-25 ára
Verkefni sem fela í sér samstarf við önnur lönd á sviðið menningar og lista
Við mat á umsóknum um stofn- og rekstrarstyrki lítur uppbyggingarsjóður til eftirtalinna atriða:
Stuðla að því að efla menningarstarfsemi á sviði lista, safna- og menningararfs
Stuðla að nýsköpun í menningarstarfi
Styðja við menningarstarfsemi sem fjölgar atvinnutækifærum á svæðinu
Umsóknum skal skilað rafrænt til uppbyggingarsjóðs á netfangið uppbygging@eything.is á eyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Menningarráðs Eyþings. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar. Tilkynnt verður um úthlutun í apríl. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér verklagsreglur uppbyggingarsjóðs á heimasíðu Menningarráðs Eyþings www.eything.is
Nánari upplýsingar um styrki til menningar veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menning@eything.is sími 464 9935. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið uppbygging@eything.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-68
|
Flóttafólkið komið til bæjarins
Í kvöld lentu 23 flóttamenn frá Sýrlandi á Akureyrarflugvelli til að setjast að í bænum. Um er að ræða fjórar fjölskyldur, fólk á öllum aldri, sem hafa verið á ferðalagi í tæpan sólarhring og var fólkið augljóslega mjög þreytt við komuna til bæjarins.
Það fór með rútu af flugvellinum í hús Rauða krossins við Viðjulund þar sem boðið var upp á léttan kvöldverð og bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, bauð fólkið velkomið til bæjarins. Að því loknu fóru fjölskyldurnar hver í sína íbúð í fylgd stuðningsfjölskyldu.
Þrátt fyrir mikla þreytu var fólkið augljóslega mjög fegið að vera komið til bæjarins, brosmilt og kátt. Hvarvetna mætti það mikilli hlýju hjá þeim sem á vegi þess urðu og voru þessir nýju Akureyringar boðnir innilega velkomnir.
Ungur flóttamaður á Akureyrarflugvelli.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/allir-lesa-aftur-af-stad
|
Allir lesa aftur af stað!
Landsleikurinn Allir lesa fer aftur af stað á bóndadaginn, 22. janúar, og stendur yfir í um mánuð. Fyrsti leikurinn sló í gegn en lesnir klukkutímar voru vel yfir 70.000. Þegar lestur var skoðaður eftir búsetu sátu Vestmannaeyingar í efsta sæti en Akureyri hafnaði í 24. sæti af 74. Konur reyndust lesa töluvert meira en karlar en fróðlegt verður að sjá hvernig lesturinn dreifist í ár. Nú þegar hefur öll borgarstjórn Reykjarvíkur skráð sig til leiks og ljóst að höfuðborgin stefnir á að lesa til sigurs.
Liðakeppnin skiptist í þrjá flokka: vinnustaðaflokk, skólaflokk og opinn flokk.
Landsleikurinn er tilvalin leið til að hrista fólk saman og skemmta sér við lestur um leið og keppt er til sigurs. Hægt er að mynda lið með hverjum sem er, til dæmis vinnustaðnum, fjölskyldunni, leshringnum, saumaklúbbnum eða vinahópnum. Þátttakendur mynda lið og skrá lestur á vefinn allirlesa.is. Þau lið sem verja samanlagt mestum tíma í lestur standa uppi sem sigurvegarar. Í lokin eru sigurlið heiðruð með viðurkenningum og verðlaunum.
Skráning liða er hafin á allirlesa.is og landsleikurinn er í gangi frá 22. janúar til 21. febrúar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/viktor-er-ithrottamadur-akureyrar-2015
|
Viktor er íþróttamaður Akureyrar 2015
Kraftlyftingamaðurinn Viktor Samúelsson úr KFA er íþróttamaður Akureyrar árið 2015. Kjöri íþróttamanns Akureyrar var lýst í verðlaunahófi á vegum Íþróttabandalags Akureyrar og Íþróttaráðs Akureyrarbæjar sem fram fór í Menningarhúsinu Hofi í gær. Alls tilnefndu 16 aðildarfélög íþróttamann ársins úr sínum röðum. Þetta er í fyrsta skipti sem Viktor hlýtur þetta sæmdarheiti.
Þorbergur Ingi Jónsson úr UFA varð annar og Bryndís Rún Hansen úr Sundfélaginu Óðni varð þriðja.
Viktor á langan afreksferil að baki þó hann sé ungur að árum. Hann vann það afrek í haust að verða yngstur Íslendinga til að lyfta 300 kg í bekkpressu. Viktor er í 18. sæti á heimslista í sínum þyngdarflokki og fremstur á Norðurlöndunum í sínum aldursflokki.
Hann var ósigraður innanlands á árinu 2015, setti fjölda Íslandsmeta og eitt Norðurlandamet og er stigahæsti kraftlyftingamaður landsins óháð kyni og þyngdarflokki. Besti árangur hans á árinu 2015 er 357,5 kg í hnébeygju, 300 kg í bekkpressu og 320 kg í réttstöðulyftu – samtals 970,0 kg.
Meðal afreka hans á árinu 2015 má nefna bronsverðlaun samanlagt og bronsverðlaun í bekkpressu í -120 kg flokki á HM ungmenna og silfurverðlaun í bekkpressu -120 kg flokki á EM ungmenna. Hann er Íslandsmeistari í -120 kg flokki og varð stigahæstur óháð kyni og þyngdarflokki á Íslandsmótinu í klassískum kraftlyftingum, einnig Íslandsmeistari og stigahæstur í bekkpressu og réttstöðulyftu.
Þetta er í 37. sinn sem íþróttamaður Akureyrar er kjörinn, en það var fyrst gert árið 1979. Að Viktori meðtöldum hafa alls 21 einstaklingur nú hlotið þetta sæmdarheiti, oftast allra júdókappinn Vernharð Þorleifsson, sjö sinnum.
Heiðursviðurkenning og styrkir vegna landsliðsfólks og Íslandsmeistara
Við sömu athöfn veitti íþróttaráð Akureyrar Hauki Þorsteinssyni heiðursviðurkenningu, en hann var um árabil formaður Íþróttafélagsins Eikar á Akureyri. Þá fengu forsvarsmenn íþróttafélaga á Akureyri afhenta styrki og viðurkenningar vegna Íslandsmeistara og landsliðsfólks úr þeirra röðum á árinu 2015. Íslandsmeistarar úr akureyrskum íþróttafélögum töldust 242 og 102 einstaklingar tóku þátt í landsliðsverkefnum á árinu.
Frétt af heimasíðu Vikudags.
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri, og Viktor Samúelsson, íþróttamaður Akureyrar 2015.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/litid-mal-ad-flokka
|
Lítið mál að flokka
Heimilissorp sem er urðað á Akureyri hefur minnkað um hátt í helming síðan nýtt flokkunarkerfi var tekið upp í bænum. Það er lítið mál að flokka ef maður hefur aðstöðu til þess segir grunnskólakennari.
Akureyringar tóku upp nýtt kerfi við sorphirðu 2011 sem kallaði á aukna flokkun á heimilum. Áhersla var lögð á endurvinnslu og lífrænn úrgangur hafður sér. Ástrós Guðmundsdóttir og maður hennar höfðu flokkunina til hliðsjónar þegar þau gerðu upp eldhúsið. "Við erum með hérna flokkunarkerfi þar sem við flokkum pappa og plast, svona fernur og alls konar. Síðan erum við með almennt rusl sem fellur ekki undir hitt. Við erum með dósir og plast, plastflöskur, batterí og svo erum við með hérna lífrænt. Við leigjum tunnur sem þetta fer sérstaklega í," segir Ástrós.
Hún segir það ekki vandamál að flokka það rusl sem til fellur. "Það er í raun og veru ekki mikið mál ef maður er með aðstöðuna til að flokka. Ef maður er með litla ruslaskápa og þarf að taka mikið pláss í þvottahúsinu getur þetta verið flókið fyrir fólk sem hefur lítið pláss. En ef þú hefur alla dallana er þetta ekkert mál."
"Er flókið að ákveða hvað fer hvar?"
"Ég þarf alveg stundum að hugsa og ég geri þetta örugglega ekki hundrað prósent en ég geri mitt besta til að gera þetta rétt."
Afraksturinn af flokkuninni og nýjum grenndarstöðvum lét ekki á sér standa. Verulega hefur dregið úr urðun sorps. "Það er helmingurinn sem fer í endurvinnslu af því sem áður var," segir Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur. "Af þessum helming fer helmingurinn í lífrænt og helmingurinn þar á móti er svo endurvinnsluefni."
Síðasta skrefið var að breyta skipulagi og gjaldheimtu á gámasvæðinu. Markmiðið var að auka flokkun og draga úr kostnaði. "Þetta gerðist eiginlega bara um leið og við byrjuðum. Vissulega var fólk kannski skeptískt á þetta en reyndin er í dag að ég heyri ekki betur en að flest allir séu jákvæðir gagnvart þessu."
Frétt af RUV.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/auglyst-eftir-umsoknum-um-starfslaun-listamanna
|
Auglýst eftir umsóknum um starfslaun listamanna
Stjórn Akureyrarstofu auglýsir eftir umsóknum um starfslaun listamanna fyrir tímabilið 1. júní 2016 til 31. maí 2017. Starfslaunum verður úthlutað til eins listamanns og hlýtur viðkomandi 9 mánaða starfslaun.
Markmiðið er að listamaðurinn sem starfslaunin hlýtur geti helgað sig betur listsköpun sinni eða einstökum verkefnum á vettvangi hennar á tímabilinu. Einungis listamenn sem eiga lögheimili á Akureyri koma til greina.
Umsækjendur skili, ásamt umsókn, upplýsingum um listferil sinn og greinargóðum upplýsingum um hvernig starfslaunatíminn skal notaður.
Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri Ráðhússins að Geislagötu 9.
Nánari upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir, verkefnisstjóri viðburða og menningarmála, hjá Akureyrarstofu í netfanginu huldasif@akureyri.is
Samþykkt um starfslaun listamanna.
Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2016.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/deiliskipulagsbreyting-vegna-stekkjartuns-32-34-nidurstada-baejarstjornar
|
Deiliskipulagsbreyting vegna Stekkjartúns 32-34, niðurstaða bæjarstjórnar
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 19. janúar 2016 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Naustahverfi 1. áfanga, í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið nær til lóðar nr. 32-34 við Stekkjartún og er hún stækkuð að lóð Stekkjartúns 30. Stígur þar á milli er felldur niður. Íbúðarfjöldi eykst úr 12-14 í allt að 20 íbúðir. Ekki er gert ráð fyrir bílakjallara og er því fjölgun bílastæða á lóð.
Tillagan var auglýst frá 25. nóvember 2015 til 6. janúar 2016. Athugasemd barst sem leiddi til breytinga á skipulaginu. Hámarkshæð hússins er 13,5 m en var 14 m í auglýstri tillögu. Deiliskipulagsbreytingin hefur verið send til Skipulagsstofnunar og tekur hún gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar, Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.
21. janúar 2016
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skyrsla-um-oldrunarthjonustu-a-akureyri
|
Skýrsla um öldrunarþjónustu á Akureyri
Ný skýrsla KPMG um öldrunarþjónustu Akureyrarbæjar var kynnt í bæjarstjórn 19. janúar sl. Þar kemur meðal annars fram að brýnt sé að ákvarðanir verði teknar um framtíðarfyrirkomulag á rekstri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar og að fram fari uppgjör við ríkið vegna fyrri ára. Akureyrarbær hefur greitt hundruð milljóna króna með rekstri hjúkrunar- og dvalarheimila í bænum á síðustu árum þar sem daggjaldatekjur frá ríkinu hafa ekki dugað fyrir útgjöldum.
Lögum samkvæmt er fjármögnun þjónustunnar á ábyrgð ríkisins en samningur um rekstur öldrunarheimilanna hefur ekki verið í gildi frá árslokum 2008. Ríkið skilgreinir sjálft kröfur til þjónustunnar og ákvarðar daggjöldin einhliða en þau hafa langt í frá nægt til að standa undir rekstrinum síðustu árin.
Kostnaður Akureyrarbæjar á hvern íbúa 67 ára og eldri hefur vaxið um 148% frá árinu 2007 til ársins 2014, mælt á föstu verðlagi. Skýrist það helst af viðvarandi og vaxandi halla á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar, einkum vegna aukins launakostnaðar og raunlækkunar á daggjaldatekjum. Þannig fóru um 93% af daggjöldum ársins 2014 í launakostnað öldrunarheimilanna og heildarkostnaður við rekstur þeirra voru rúmlega 15% umfram daggjöld ríkisins.
Mikilvægt er að ríki og sveitarfélög móti samræmda heildarstefnu í málefnum aldraðra og eyði óvissu um ábyrgð og fjármögnun þjónustunnar. Nauðsynlegt er að ríkið kostnaðargreini kröfulýsingu velferðarráðuneytisins fyrir öldrunarþjónustu og miði fjárveitingar sínar við raunkostnað.
Frétt Sjónvarpsins um málið 25. janúar 2016.
Skýrsla KPMG um öldrunarþjónustu Akureyrarbæjar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/opinn-ibuafundur-2
|
Íbúafundur vegna Drottningarbrautarreits
Opinn íbúafundur verður haldinn í Ráðhúsi Akureyrar, í bæjarstjórnarsal á 4. hæð, fimmtudaginn 28. janúar kl. 17.00 þar sem tvær breytingar á skipulagi Drottningarbrautarreits verða kynntar.
Tillögurnar eru aðgengilegar hér:
Deiliskipulagsbreyting fyrir hótelbyggingu í Hafnarstræti 80
Frestur til að skila inn athugasemdum við deiliskipulagsbreytingu fyrir Hafnarstræti 80 er til 9. mars
Deiliskipulagsbreyting fyrir fjölbýlishús við Austurbrú
Frestur til að skila inn athugasemdum við deiliskipulagsbreytingu fyrir Austurbrú 2-12 er til 3. febrúar.
Athugasemdum skal skila skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
Tengdar fréttir
Drottningarbrautarreitur – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Auglýsing um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/drottningarbrautarreitur-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingu
|
Drottningarbrautarreitur Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir miðbæ - Drottningarbrautarreit.
Svæðið sem breytingum tekur nær til Hafnarstrætis 80, þar sem gert er ráð fyrir hóteli, og aðliggjandi gatna. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að hótelherbergjum fjölgi úr 100 í 150 og að felld verði niður krafa um bílastæðakjallara á lóðinni. Á 1. hæð verður verslun og þjónusta ótengd hótelrekstri.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 27. janúar til 9. mars 2016, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig aðgengilg hér fyrir neðan:
Hafnarstræti 80 - tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 9. mars og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
27. janúar 2016
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/adgerdarhopur-um-framtidarrekstur-akureyrarbaejar
|
Aðgerðarhópur um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar
Á fundi bæjarráðs Akureyrar 7. Janúar sl. var stofnaður sérstakur aðgerðarhópur um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar. Í hópnum eiga sæti oddvitar allra flokka í bæjarstjórn ásamt bæjarstjóra og fjármálastjóra bæjarins. Að auki vinnur Magnús Kristjánsson sérfræðingur hjá KPMG með hópnum.
Meginmarkmið með starfi aðgerðarhópsins er að vinna að tillögum um að koma á betra jafnvægi í rekstri sveitarfélagsins þannig að rekstur Aðalsjóðs verði sjálfbær til lengri tíma. Skal í því sambandi sérstaklega horft til eftirfarandi atriða:
Að draga úr rekstrarkostnaði strax á árinu 2016.
Að móta tillögur um aðgerðir sem miði að því að mæta áætlaðri hagræðingu áranna 2017-2019.
Að setja skýrari reglur um nýráðningar starfsmanna.
Að móta tillögu að upplýsingagrunni um starfsemi Akureyrarbæjar sem allar deildir fylla inn í svo fyrir liggi við fjárhagsáætlunarvinnu á hverjum tíma áreiðanlegar upplýsingar um starfsemi og þjónustu, s.s. fjölda stöðugilda, fjölda starfsmanna, kostnað á hvern íbúa og/eða þjónustuþega. Notast verði við samræmt form starfsáætlana.
Að móta skýrara ferli fyrir fjárhagsáætlunarvinnu hvers árs, þar sem leikreglur verða settar fram með það skýrum hætti að þær verði ekki misskildar.
Vinna skal í nánu samráði við formenn nefnda, embættismenn og stjórnendur að tillögunum.
Aðgerðarhópurinn skal hafa að leiðarljósi að staðinn sé vörður um grunnþjónustu við íbúa bæjarins en leitað verði leiða til að veita hana á hagkvæmari hátt. Miða skal að því að jafnvægi náist í rekstri A-hluta starfsemi sveitarfélagsins á árinu 2017 og veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum A-hluta verði bætt og verði að lágmarki 7,5% á árinu 2018. Einnig að gætt verði að markmiðum kynjaðrar fjárhagsáætlunar og að til viðmiðunar verði notuð 10 ára áætlun sem unnin var árið 2013.
Gert er ráð fyrir að hópurinn fundi einu sinni í viku og skili tillögunum til bæjarráðs fyrir 15. apríl 2016.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/graen-staedi-vid-haskolann
|
Græn stæði við háskólann
Á þriðjudag voru formlega tekin í notkun sex græn bílastæði við Háskólann á Akureyri. Tvö þeirra eru klukkustæði næst háskólabyggingunum en fjögur gefa fólki kost á að hlaða rafmagnsbílana sína á dagvinnutíma eða opnunartíma skólans. Í þessi stæði má einungis leggja bílum sem geta gengið fyrir hreinum innlendum orkugjöfum eins og metani eða rafmagni.
Á meðfylgjandi mynd eru talið frá vinstri Jón Ómar Jóhannsson frá bifreiðastæðasjóði, Trausti Tryggvason umsjónarmaður hjá HA, Kristín Ágústsdóttir forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs HA, Guðmundur Haukur Sigurðarson frá Vistorku, Ólafur Búi Gunnlaugsson forstöðumaður fasteigna og rekstrar hjá HA, Eyjólfur Guðmundsson rektor og Óskar Þór Vilhjálmsson tæknimaður.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarbaer-stydur-visindaskolann
|
Akureyrarbær styður Vísindaskólann
Akureyrarbær og Háskólinn á Akureyri hafa skrifað undir samning um styrk til Vísindaskóla unga fólksins. Markmið bæjarins með styrkveitingunni er að styðja við fjölbreytni í tómstundatilboðum til barna og gefa börnum á Akureyri tækifæri til þess að kynnast heimi vísinda og fræða.
Vísindaskóli unga fólksins fór af stað síðasta vor og þá sóttu um 90 börn á aldrinum 11-13 ára skólann. Viðbrögð þátttakenda voru afar góð og má gera ráð fyrir að margir þeirra komi aftur því nýtt námsefni verður í boði næsta sumar. Vísindaskólinn mun starfa vikuna 20.-24. júní.
Hópur starfsmanna Háskólans á Akureyri vann að þróun Vísindaskólans en verkefnið er fjármagnað að stórum hluta með styrkjum frá ýmsum félögum og samtökum. Sigrún Stefánsdóttir, talsmaður skólans, segir að viðbrögð samfélagsins hafi verið afar jákvæð og samningurinn við Akureyrarbæ sé ómetanlegur.
Lögð er áhersla á að námsefni Vísindaskólans tengist sem mest hefðbundnu námsframboði Háskólans. Að þessu sinni verður boðið upp á eftirfarandi þemu:
Dómstóll barnanna
Biophilia
Umhverfis jörðina
Tölvutækni og fréttaráp
Betra líf í hraustum líkama
Skólagjöld eru 22.500 kr. Innritun í skólann hefst í apríl en allar nánari upplýsingar og skráningu verður hægt að nálgast á heimasíðu skólans www.visindaskoli.is. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið visindaskoli@unak.is.
Sigrún Stefánsdóttir og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri skrifa undir samninginn. Mynd: Kristjana Hákonardóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/graena-trektin
|
Græna trektin
Akureyringar hafa lengi verið í fararbroddi og algjörlega til fyrirmyndar þegar kemur að því að flokka og endurvinna úrgang frá heimilum. Flestir leggja áherslu á að flokka fernur, pappa, niðursuðudósir, plast og fleira, og nú er röðin komin að matarolíu og fitu.
Frá og með deginum í dag verður hægt að nálgast "grænu trektina" í þjónustuanddyri Ráðhússins að Geislagötu 9, í þjónustuveri Norðurorku og á gámasvæðinu við Réttarhvamm. Þá verður trektin kynnt á Glerártorgi á morgun, föstudag, frá kl. 16-18.30 og á laugardag kl. 12-16.
Afgangsolía og -fita verður endurunnin hjá Orkey sem býr til lífdísel úr henni eða hún verður nýtt til jarðgerðar hjá Moltu. Þannig eru verðmætin endurnýtt en einnig má með þessu átaki koma í veg fyrir að fitan lendi í fráveitukerfi bæjarins, búi þar til stíflur og fari illa með dælur og annan búnað.
Því er mikilvægt að fanga fituna við upptök hennar, þ.e. á heimilum og í fyrirtækjum, í stað þess að setja hana í fráveituna þar sem síðan er reynt að hreinsa hana úr fráveituvatninu í hreinsistöðvum með miklum tilkostnaði áður en skólpið fer út í Eyjafjörðinn fagra.
Hér er um langtímaverkefni að ræða þar sem mikilvægt er að ná góðu samstarfi við bæjarbúa en ekki síður veitingastaði og eldhús í fyrirtækjum víðsvegar um bæinn.
Með trektinni fylgja eftirfarandi leiðbeiningar:
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ithrottafraedi-kennd-vid-ha
|
Íþróttafræði kennd við HA
Endurskoðun á kennaranámi við Háskólann á Akureyri er á lokastigi. Í kjölfarið er ætlunin að fjölga raunverulegum námskostum. Kjörsvið í fimm ára kennaranámi skólans verða því framvegis þrjú, leikskólakjörsvið, grunnskólakjörsvið og íþróttafræði. Íþróttafræðikjörsviðið er nýtt og hugsað sem veruleg breikkun á námsframboði kennaradeildar.
Íþróttafræðikjörsviðið verður boðið í fjarnámi eins og annað kennaranám skólans, að því undanskildu að á þriðja námsári verða nemendur að dvelja á staðnum vegna vettvangstengdra íþróttanámskeiða. Íþróttafræðin verður kjörsvið innan kennaranámsins sem þýðir að verðandi leik- og grunnskólakennarar geta valið það sem sérhæfingu til kennaraprófs. Háskólinn á Akureyri mun leita eftir samstarfi við Akureyrarbæ um aðgengi að íþróttamannvirkjum bæjarins vegna þessa náms, en aðstaða til íþrótta, ekki síst vetraríþrótta, er mjög góð á svæðinu.
Undirbúningur að íþróttafræðikjörsviði hefur staðið yfir lengi en stefnt hefur verið að kjörsviðinu frá árinu 1998. Fyrirhugað skipulag námsins byggir á miklu leyti á skýrslu frá árinu 2014 en hún var sú þriðja um þetta efni. Þessi endurskoðun sem er um það bil að ljúka formlega felur í sér lok á ferlinu.
Auk íþróttafræðikjörsviðsins er ætlunin frá haustinu 2016 að bjóða upp á nýtt upplýsingatæknikjörsvið í MA náminu til þess að mæta stöðugt vaxandi þörf kennara á öllum skólastigum fyrir menntun og þjálfun í notkun rafræns búnaðar við nám og kennslu.
Með fyrirhuguðum breytingum á kennaranáminu við skólann væntir yfirstjórn skólans þess að námið verði eftirsóttara og laði í auknum mæli bæði kynin til þess að sækja um nám í skólanum. Starfsgrundvöllurinn verður með þessu breiðari, nemenda- og starfsmannahópurinn verður fjölbreyttari og það sama gildir um rannsóknarviðfangefni unnin innan deildarinnar.
"Það er von mín að með þessu náum við að koma á móts við kröfur samfélagsins og jafnframt að það náist viðtækur stuðningur við framkvæmd verkefnisins," segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri.
Háskólinn á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-framkvaemdastjori-mak
|
Nýr framkvæmdastjóri MAK
Menningarfélag Akureyrar hefur ráðið Þuríði Helgu Kristjánsdóttur í starf framkvæmdastjóra.
Þuríður hefur starfað sem mannauðs- og verkefnastjóri hjá Norræna húsinu undanfarin átta ár. Þar annaðist hún verkefnastjórn smárra og stórra viðburða, fjáragsáætlanagerð, mannauðsstjórnun og stefnumótun, var staðgengill forstjóra og starfaði sem fjármálastjóri Norræna hússins í tvö ár. Þuríður hefur lokið MA-prófi í mannauðsstjórnun, kennsluréttindanámi og BA-prófi í myndlist.
Framundan er spennandi og krefjandi starf við rekstur og stjórnun ungs félags í vexti og mótun. Þar mun reynsla Þuríðar og þekking á menningarstarfi og rekstri sannarlega nýtast vel.
Þuríður Helga Kristjánsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/volundarhus-plastsins
|
Völundarhús plastsins
Á morgun, laugardaginn 30. janúar kl. 15, verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Vestursal, sýning Jonnu – Jónborgar Sigurðardóttur Völundarhús plastsins. Sýningin er innsetning sem ætlað er að gera áhorfendur meðvitaða um umhverfisáhrif plastnotkunar.
Undanfarin ár hefur Jonna unnið ýmis verk innblásin af ofneyslu og sóun. Hún vill vekja athygli á að hver manneskja getur lagt sitt af mörkum í umhverfismálum, svo sem með endurnýtingu og notkun fjölnota innkaupapoka. Hún mun vinna verk úr endurunnu plasti í „klefanum“ í Vestursal Listasafnsins meðan á sýningu stendur.
Jonna útskrifaðist úr fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 1995 og sem fatahönnuður frá Københavns Mode- og Designskole 2011. Myndlist hennar spannar vítt svið, allt frá málverki til innsetninga. Hún hefur verið mjög virk í listalífinu á Akureyri síðustu árin; haldið einkasýningar, tekið þátt í samsýningum og staðið fyrir uppákomum.
Sýningin Völundarhús plastsins stendur til 11. febrúar og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Leiðsögn um sýningar Listasafnsins á Akureyri er alla fimmtudaga kl. 12.15-12.45. Aðgangur er ókeypis.
Jónborg Sigurðardóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tungumal-akureyringa
|
Tungumál Akureyringa
Í febrúar verður fjölbreytileikanum fagnað á Amtsbókasafninu á Akureyri og mánuðurinn tileinkaður hinum ýmsu tungumálum sem Akureyringar tala og fleirum til. Sýndar verða þýðingar á sögu Andra Snæs Magnasonar um Bláa hnöttinn en sagan hefur verið þýdd á yfir 30 tungmál. Mismunandi útgáfur á ólíkum tungumálum sýna vel þann skemmtilega mun sem er á tungumálum og letri.
Laugardaginn 6. febrúar kl. 14 lesa fulltrúar nokkurra þeirra tungumála sem töluð eru á Akureyri upp úr ólíkum þýðingum sögunnar og leyfa gestum að heyra hvernig þau hljóma. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Alþjóðadegi móðurmálsins verður síðan fagnað sunnudaginn 21. febrúar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hradferd-yfir-heimskautsbauginn
|
Hraðferð yfir heimskautsbauginn
Hvalaskoðunarfyrirtækið Ambassador býður hraðferðir til Grímseyjar og yfir norðurheimskautsbauginn allt næsta sumar.
Lagt verður upp frá Torfunefsbryggju með leiðsögn um Eyjafjörð. Hvalir verða skoðaðir í firðinum og lundar í Grímsey þann tíma sem þeir eru í eyjunni. Í Grímsey verður boðið upp á sjávarfang að hætti heimamanna og fróðleik um sögu byggðar í eyjunni.
Ferðin tekur um sex klukkustundir á nýju og hraðskreiðu hvalaskoðunarskipi Ambassadors.
Áætlun um Grímseyjarferðir 2016 er þessi:
Júní
Júlí
Ágúst (1.-12.)
Ágúst (13.-31.)
Mánudagar
18.00
18.00
18.00
13.00
Þriðjudagar
Miðvikudagar
18.00
18.00
18.00
13.00
Fimmtudagar
Föstudagar
18.00
18.00
18.00
13.00
Laugardagar
18.00
18.00
18.00
13.00
Sunnudagar
Nánar á heimasíðu Ambassadors.
Mynd: Friðþjófur Helgason.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sello-i-hadeginu
|
Selló í hádeginu
Föstudaginn 5. febrúar heldur Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari hádegistónleika í Hofi. Þar leikur hún tvö öndvegisverk fyrir einleiksselló frá fyrri hluta 20. aldar: Serenöðu eftir Hans Werner Henze, en þar eru á ferð níu örstutt tóna-kvöldljóð, og Svítu eftir Gaspar Cassadó en hann var spænskur sellóleikari og ber verkið keim af spænskri þjóðlagatónlist.
Steinunn hefur búið í Frakklandi og starfað þar við tónlist um langt skeið. Hún er þó upphaflega Akureyringur, enda var hún nemandi við Tónlistarskólann á Akureyri í æsku. Hún er nú snúin aftur til heimahaganna, býr á Akureyri og unir þar vel.
Tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Föstudagsfreistingum sem Tónlistarfélag Akureyrar stendur fyrir. Tónleikagestum gefst kostur á því að panta hádegismat á Bistro 1862 og borða þar að loknum tónleikum. Tónleikarnir hefjast kl. 12.00 og miðaverð er 2.000 kr.
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/reykjavikurflugvollur-og-oryggi-ibua-landsbyggdanna
|
Reykjavíkurflugvöllur og öryggi íbúa landsbyggðanna
Á síðasta fundi bæjarstjórnar Akureyrar, þriðjudaginn 2. febrúar, var lögð fram bókun þar sem skorað er á ríkisstjórn Íslands og borgarstjórn Reykjavíkur að tryggja óskerta starfsemi Reykjavíkurflugvallar og tryggja þar með öryggishagsmuni íbúa landsbyggðanna, a.m.k. þangað til jafngóð eða betri lausn finnst.
Í bókuninni segir enn fremur:
"Það er með öllu ólíðandi að dregið verði úr öryggi sjúklinga og slasaðra sem þurfa að komast með hraði á Landspítalann þar sem staðsett er sérhæfð þjónusta s.s. hjartaþræðingar, heila- og taugaskurðlækningar og vökudeild.
Árið 2015 voru 752 einstaklingar fluttir í sjúkraflugi þar af rúmlega 85% með flugvélum Mýflugs og tæplega 15% með þyrlum Landhelgisgæslunnar.
Því miður er óraunhæft að ætla að í náinni framtíð skapist þær aðstæður í íslenskri heilbrigðisþjónustu að ekki verði þörf á að koma mörgum af erfiðustu tilfellunum sem koma upp á landsbyggðunum á Landspítalann við Hringbraut.
Mikilvægt er að aðgengi íbúa landsbyggðanna að öflugustu heilbrigðisþjónustu landsmanna sé tryggt."
Bæjarstjórn samþykkti bókunina með 11 samhljóða atkvæðum.
Akureyrarflugvöllur.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrsti-fundur-oldungarads-akureyrarkaupstadar
|
Fyrsti fundur öldungaráðs Akureyrarkaupstaðar
Á myndinni sést öldungaráð Akureyrarkaupstaðar á sínum fyrsta fundi sem haldinn var á miðvikudag. Ráðið er skipað þremur fulltrúum frá Félagi eldri borgara á Akureyri og tveim fulltrúum frá bæjarstjórn.
Hlutverk ráðsins er að vera bæjarstjórn, nefndum og ráðum, til ráðgjafar um málefni og hagsmuni bæjarbúa 60 ára og eldri. Ráðið á stuðla að upplýsingagjöf og samstarfi, móta stefnu og gera tillögur til bæjaryfirvalda. Öldungaráðið er vettvangur samráðs bæjarbúa 60 ára og eldri, félagasamtaka þeirra, atvinnulífs og bæjarins, og er virkur þátttakandi í allri stefnumótun málaflokksins eins og segir í samþykkt ráðsins.
Öldungaráð var sett á fót að áskorun Félags eldri borgara á Akureyri og Landssambands eldri borgara. Slík ráð eru þegar tekin til starfa í nokkrum öðrum sveitarfélögum.
Á fyrsta fundi fór ráðið yfir verksvið sitt og ákvað að kalla eftir upplýsingum og samræðum við þá sem bera ábyrgð á þjónustu við aldurshópinn. Ráðið mun einnig skoða þá málaflokka og þjónustu sem skiptir miklu máli fyrir eldri borgara t.d. skipulagsmál, leiðakerfi SVA og fleira.
Framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar starfar með ráðinu.
Á meðfylgjandi mynd eru allir aðalmenn ráðsins á sínum fyrsta fundi. Talið frá vinstri: Sigurður Hermannsson, Halldór Gunnarsson, Anna G. Thoransen, Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar, Dagbjört Pálsdóttir formaður ráðsins og Gunnar Gíslason.
Samþykkt fyrir öldungaráð Akureyrarkaupstaðar.
Öldungaráð Akureyrarkaupstaðar ásamt starfsmanni sínum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/86-2016-auglysing-um-skipulagsmal-a-akureyri-breyting-a-deiliskipulagi-austurvegar-eyjabyggdar-og-budartanga-hrisey
|
86/2016 Auglýsing um skipulagsmál á Akureyri. Breyting á deiliskipulagi Austurvegar, Eyjabyggðar og Búðartanga, Hrísey.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 19. janúar 2016 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Austurveg, Eyjabyggð og Búðartanga í Hrísey.
Breytingin nær til lóðar nr. 24 við Austurveg. Hún felur í sér að gerðir eru tveir byggingarreitir. Annar austan núverandi húss þar sem byggja má allt að 55 m² en hinn á suðurhluta lóðar þar sem byggja má allt að 25 m².
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 21. janúar 2016,
Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.
B deild - Útgáfud.: 5. febrúar 2016
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/rekstrarsamningar-framlengdir
|
Rekstrarsamningar framlengdir
Miðvikudaginn 3. febrúar sl. voru samningar vegna reksturs íþróttamannvirkja í eigu Akureyrarbæjar framlengdir til næstu þriggja ára. Samningarnir eru við Golfklúbb Akureyrar, Hestamannafélagsið Létti og Skautafélag Akureyrar. Einnig var styrktarsamningur við Fimleikafélag Akureyrar framlengdur til ársins 2018.
Samningarnir eru staðfesting á því góða og mikla samstarfi sem þessi félög og Akureyrarbær hafa átt undanfarin ár um rekstur íþróttamannvirkja og faglegt starf.
Á meðfylgjandi mynd eru Sigurður Sigurðsson frá SA og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri með undirritaðan rekstarsamninginn og Eiríkur ber forlátta kúrekahatt sem borgarstjórinn í Denver í Colorado færði honum árið 2012.
Rekstrar- og samstarfssamningur við Golfklúbb Akureyrar
Rekstrar- og samstarfssamningur við Hestamannafélagið Létti
Rekstrar- og samstarfssamningur við Skautafélag Akureyrar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/pila-pina-slaer-i-gegn
|
Píla pína slær í gegn
Uppsetning Leikfélags Akureyrar á ævintýrinu um Pílu pínu vakti mikla hrifningu frumsýningargesta í Menningarhúsinu Hofi á sunnudag.
Krakkar úr öllum grunnskólum bæjarins fengu að heimsækja Pílu píu í Hof í gær og í dag koma leikskólakrakkar í heimsókn. Leikhússtjórinn Jón Páll Eyjólfsson spjallaði við krakkana og Píla pína söng fyrir þá tvö lög úr sýningunni.
Bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, var á frumsýningunni og sagði að henni lokinni: "Við fjölskyldan vorum mjög ánægð og gefum sýningunni fyrstu einkunn" og leikhúsrýnir Hringbrautar skrifar: "Í Pílu pínu, leikriti músa og manna, verður til orð sem ég nota nánast aldrei eftir upplifun í leikhúsi - það verður til snilld!" (sjá HÉR).
Lausir miðar á næstu sýningar.
Myndirnar að neðan voru teknar í gær þegar grunnskólakrakkar mættu í Hof. Smellið á þær til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli þeirra.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrsk-ungmenni-a-cannes
|
Akureyrsk ungmenni á Cannes
Stuttmyndin "Við munum augnablikin" sem Iver Jensen frá Stokmarknes í Vesterålen gerði í samstarfi við krakka úr félagsmiðstöðvum Akureyrar og stuttmyndahátíðina Stulla verður brátt sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi sem er líklega sú stærsta og virtasta í heimi.
Í nokkur ár hafa félagsmiðstöðvar Akureyrar verið í samstarfi við Vesterålen í Noregi um stuttmyndagerð. Það samstarf sem stutt hefur verið af menningarráði Eyþings hefur verið ákaflega gjöfult og skapað ungu fólki ótal mörg spennandi tækifæri. Og nú verður myndin sem gerð var í samstarfi við Iver Jensen, sem er 19 ára, sýnd á Cannes. Í aðalhlutverkum eru Fannar Már Jóhannsson, Haukur örn Valtýsson og Mateusz Swierczewski.
Þetta er gríðarlega mikil viðurkenning fyrir stuttmyndahátíðina Stulla og þá akureyrsku krakka sem að henni hafa staðið. Búast má við að myndin verði sýnd mun víðar í framhaldi af Cannes og vonir standa til þess að hún verði sýnd á opinberum vettvangi á Akureyri áður en langt um líður.
Brot úr myndinni.
Facebook síða myndarinnar.
Fannar Már Jóhannsson, Haukur örn Valtýsson og Mateusz Swierczewski.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/forum-i-sund-og-a-skidi-i-vetrarfriinu
|
Förum í sund og á skíði í vetrarfríinu
Akureyrarbær býður grunn- og framhaldsskólanemum frítt í sund og á skíði í vetrarfríi grunnskóla á Akureyri.
Fimmtudaginn 11. febrúar geta grunn- og framhaldsskólanemar farið í skíðalyfturnar í Hlíðarfjalli án endurgjalds. Opið verður frá kl. 10-19. Athugið að krakkarnir þurfa að eiga rafrænt kort eða kaupa slíkt á 1.000 kr. í afgreiðslu Hlíðarfjalls.
Föstudaginn 12. febrúar geta grunn- og framhaldsskólanemar farið frítt í Sundlaugina á Akureyri (opið frá kl. 6.45-21.00), Glerárlaug (opið frá kl. 6.30-21.00) og sundlaugina í Hrísey (opið frá kl. 15-18). Frítt verður fyrir sama hóp í sundlaugina í Grímsey laugardaginn 13. febrúar (opið frá kl. 14-16).
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/snjomokstur-i-baenum
|
Snjómokstur í bænum
Mikið hefur snjóað upp á síðkastið og víða er orðið þungfært í þröngum húsagötum.
Nú er unnið hörðum höndum að mokstri gatna á Eyrinni, hluta af Brekkunni, í Giljahverfi og Naustahverfi, og er vonast til að sú vinna klárist í dag.
Á sama tíma er hafin mokstur í miðbænum, Gerðahverfi, Holtahverfi, Lundahverfi, Síðuhverfi og Neðri-Brekku. Þeirri vinnu verður áframhaldið á morgun.
Reiknað er með að mokstri í öllum húsagötum í bænum verði lokið fyrir helgi. Þá er spáð björtu veðri og ætti þá að vera hægt að vinna á þeim miklu snjósköflum sem víða hafa myndast á síðustu vikum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/oskudagurinn-i-hofi
|
Öskudagurinn í Hofi
Það var mikið um dýrðir í Menningarhúsinu Hofi á öskudaginn eins og annars staðar á Akureyri. Um morguninn komu hópar krakka til að syngja fyrir starfsfólkið og frá kl. 12.30 til 14.00.
Alls kyns hópar og einstaklingar stigu á svið og óárennileg dómnefndin, skipuð "Buba Morthens", Pílu pínu og Rauðhettu, blessaði allt með uppbyggilegri gagnrýni, lofi og prís.
Myndirnar að neðan voru teknar í Menningarhúsinu Hofi á öskudaginn. Smellið á þær til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli.
Myndir: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fannfergid-i-baenum
|
Snjómokstur gengur vel
Vel hefur gengið að moka götur á Akureyri síðustu daga þótt uppsöfnuð snjódýpt frá því um síðustu mánaðamót hafi verið um 60 sm. Með þessu framhaldi stefnir í að samanlögð snjódýpt þennan vetur verði um 3-3,5 metrar. Til samanburðar var heildarsnjódýpt veturinn 2014-15 um 2,95 metrar.
Sleitulaust hefur verið unnið að því að hreinsa íbúagötur frá því á mánudag og er þeirri vinnu nánast lokið. Víða um bæinn hefur snjónum verið mokað upp í mikla hauga sem smám saman er verið að fjarlægja en þeir geta þó skapað hættur í umferðinni. Eru vegfarendur beðnir að fara ævinlega varlega við gatnamót og þar sem búast má við umferð gangandi barna, s.s. við skóla bæjarins.
Kostnaður við þessa hreinsun síðustu þrjá daga er áætlaður um 10-12 milljónir króna. Heildarkostnaður á árinu 2015 var um 142,6 milljónir eða heldur lægri en árið á undan þegar hann var um 151 milljón króna. Kostnaður við mokstur í desember 2015 var 46,2 milljónir. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 er gert ráð fyrir að um 105 milljónum króna verði varið í snjómokstur og hálkueyðingu.
Snjó hefur kyngt niður á síðustu vikum. Mynd: Ragnar Hólm.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/snarstefjun
|
Snarstefjun
Laugardaginn 13. febrúar kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Vestursal, sýning Baldvins Ringsted, Snarstefjun, annar hluti: Bárujárnsárin. Sýningin er framhald á vinnu Baldvins með tónlist og tungumál sem og tilraunir með strúktúr og afbyggingu í málverki.
"Mikilvægur hluti sköpunarferlisins er þegar ég set mér ramma eða einhvers konar reglur í upphafi vinnunnar, líkt og vanalega er gert í snarstefjun (e. improvisation) í jass- og blústónlist. Ferlið á sér líka sterka skírskotun í tónverkum nútímatónskálda á borð við John Cage og Steve Reich," segir Baldvin.
Baldvin Ringsted vinnur með ýmis efni og miðla; innsetningar, málverk, skúlptúra, hljóð og vídeó. Hann hefur sýnt víða um heim, bæði á samsýningum og einkasýningum. Baldvin sækir efnistök verkanna oftast að einhverju leyti í þekkingu sína og reynslu af tónlist og hljóðfæraleik. Verk hans skoða annars vegar sambandið á milli hljóðs og mynda og hins vegar á milli sögu og strúktúrs.
Sýningin Snarstefjun, annar hluti: Bárujárnsárin stendur til 25. febrúar og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Leiðsögn um sýningar Listasafnsins á Akureyri er alla fimmtudaga kl. 12.15-12.45. Aðgangur er ókeypis.
Baldvin Ringsted.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/voluspa-i-hofi
|
Völuspá í Hofi
Völuspá, Frans Liszt og Sibelius verða á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Menningarhúsinu Hofi sunnudaginn 14. febrúar kl. 20.00. Völuspá er nýtt sinfónískt verk eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson fyrir söngkonu, sinfóníuhljómsveit og kór. Verkið er samið upp úr ljóðum Völuspár og Valgerður Guðnadóttir syngur hlutverk Völvunnar. Kórarnir sem taka þátt í flutningi verksins eru Hymnodia og Kammerkór Norðurlands.
Þorvaldur Bjarni hefur samið tónlist við fjölda söngleikja, má þar nefna Gosa, Benedikt Búálf og Ávaxtakörfuna. Hann er gítarleikari og lagahöfundur Todmobile og hefur samið og tekið upp tónlist fyrir allar tegundir miðla samtímans.
Valgerður á sér frækinn feril í söngleikjum og óperum. Eftirminnileg er frammistaða hennar í Vesalingunum í uppsetningu Þjóðleikhússins árið 2011 þar sem hún söng hlutverk hinnar ólánssömu Fantine.
Ljóð Völuspár eru í dag ein okkar helsta heimild um norræna goðafræði. Í ljóðunum er sagt frá sögu heimsins, allt frá sköpun til ragnaraka og er það í gegnum samtal Völvu og Óðins sem við fáum að upplifa sögu Goðanna. Nýtt videólistaverk eftir Sól Hrafnsdóttur verður flutt samhliða verkinu og verður því varpað á bíótjald á bakvið hljómsveitina.
Einnig verða flutt stórvikin Promotheus eftir Frans Liszt og Pan og Ecco eftir Sibelius.
Miðar á Völuspá í Hofi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/overuleg-notkun-a-salti
|
Óveruleg notkun á salti
Í morgun var hitastigið +2,7 gráður á Akureyri og þá er hætt við að hálka myndist víðs vegar um bæinn. Fólk er því beðið að fara varlega, hvort sem það er gangandi, hjólandi eða keyrandi.
Sérstökum hálkuvörnum er beitt þar sem aðstæður eru sérlega slæmar. Þá er notað saltblandað malarefni, kornastærð 2-6 mm og salthlutfallið er um 5%. Ekki er notað hreint salt lengur til hálkuvarna heldur er allt hálkuvarnarefni saltblandað, hvort heldur það er notað á götur, gönguleiðir eða bílaplön.
Á síðasta ári voru notuð um 65 tonn af salti til blöndunar á hálkuvarnarefninu en ef horft er til hlutfallslegrar stærðar gatnakerfisins miðað við Reykjavík þá hefði átt að nota 1.786 tonn á Akureyri.
Með því að saltblanda malarefnið verður virkni þess mun meiri en ella. Það verður til þess að minna þarf af malarefni til hálkuvarna en áður og þar af leiðir að mun minna myndast af svifryki út frá hálkuvörnum en áður. Auk þess er nauðsynlegt að saltblanda hálkuvarnarefnið svo það verði meðfærilegra í sanddreifurum og fyrir aðra þá sem nota það. Kostirnir eru því fleiri en gallarnir.
Akureyrarbær minnir á íbúar geta sótt sér saltblandaðan sand á nokkrum stöðum í bænum.
Á myndinni til vinstri má sjá raunverulega saltnotkun 2015 á Akureyri og í Reykjavík. Til hægri sést það magn sem Akureyringar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/einn-besti-golfvollur-landsins
|
Einn besti golfvöllur landsins
Jaðarsvöllur á Akureyri var tilnefndur sem einn af sjö bestu golfvöllum Íslands árið 2015 af World Golf Awards. Niðurstaðan var hins vegar sú að Hvaleyrarvöllur hlaut viðurkenninguna og eru Keilismenn vel að titlinum komnir. Félagar í Golfklúbbi Akureyrar mega vera stoltir af þessari tilnefningu og vel við una.
Heimasíða World Golf Awards.
Mynd: Jón Óskar Ísleifsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-hysi-skrifstofu-althjodlegu-nordurskautsvisindanefndarinnar
|
Akureyri hýsi skrifstofu Alþjóðlegu norðurskautsvísindanefndarinnar
Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að veita fjármagni til reksturs Alþjóðlegu norðurskautsvísindanefndarinnar til næstu 5 ára. Samþykkt var að veita 35 milljónum króna til verkefnisins árlega, sem jafngildir 175 milljónum króna fyrir allt tímabilið (2017-2021). Gert er ráð fyrir að skrifstofan verði staðsett á Akureyri.
Markmið Alþjóðlegu norðurskautsvísindanefndarinnar - IASC (International Arctic Science Committee) er að stuðla að samstarfi um rannsóknir á norðurslóðum og að veita ráðgjöf til stjórnvalda um málefni þeirra. Stofnunin leiðir saman opinberar rannsóknarstofnanir og -samtök frá 23 löndum og hefur skipað sér sess sem einn mikilvægasti alþjóðlegi samstarfsvettvangurinn um rannsóknir og vöktun á norðurslóðum.
,,Þetta er gríðarlega áhugavert verkefni og margvíslegur ávininngur að fá skrifstofuna hingað til lands. Með henni fengi íslenskt vísindasamfélag aðgang að öflugu tengslaneti vísindamanna á norðurslóðum og líklegt er að áhugi erlendra vísindamanna á rannsóknarsamstarfi við Íslandi myndi eflast. Þá skiptir ekki síður máli að skrifstofan gæti eflt enn frekar þá merkilegu norðurslóðastarfsemi sem fyrir er á Akureyri,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Á Akureyri eru þegar til staðar nokkrar stofnanir um málefni norðurslóða. Má þar nefna Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, skrifstofur Norðurskautsráðsins: PAME (Protection of the Arctic Marine Environment) og CAFF (Conservation of Arctic Fauna and Flora), og Norðurslóðanet Íslands. Á Akureyri starfar einnig sérhæft fyrirtæki, Arctic Portal, við söfnun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga um norðurslóðir. Á Akureyri er því öflugt norðurslóðasamfélag undir einu þaki sem gæti skapað ýmiss konar samvirkni við IASC skrifstofuna.
Frá upphafi hefur Rannís átt aðild að IASC fyrir hönd Íslands. IASC hefur áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu og gegnir mikilvægu hlutverki við miðlun upplýsinga frá vísindasamfélaginu til ráðsins um niðurstöður rannsókna á náttúru- og samfélagsbreytingum á norðurslóðum.
Skrifstofa IASC hefur frá árinu 2009 verið staðsett í Potsdam í Þýskalandi en áður hefur skrifstofa IASC verið staðsett í Svíþjóð og Noregi. Skrifstofan er ábyrg fyrir daglegri starfsemi IASC. Ef að yrði myndi Ísland taka við rekstrinum í byrjun árs 2017.
Ákvörðun um staðsetningu IASC skrifstofunnar verður tekin á ársfundi IASC í Fairbanks, Alaska sem haldinn er þar um miðjan mars.
Frétt af heimasíðu forsætisráðuneytisins.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/dansbylting-i-ketilhusinu
|
Dansbylting í Ketilhúsinu
Milljarður rís 2016 er dansbylting í þágu kvenna á flótta sem teygir nú anga sína í Listasafnið á Akureyri, Ketilhús, þar sem dansað verður föstudaginn 19. febrúar kl. 11.45 í boði UN Women á Íslandi. Aldrei hafa fleiri konur verið á flótta frá því við lok seinni heimstyrjaldar. Þær eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi, mansali og kynlífsþrælkun.
Í ár er dansinn tileinkaður konum á flótta sem leggja líf sitt að veði í leit að öruggara lífi fyrir sig og börn sín.
Allir eru hjartanlega velkomnir í Listasafnið, Ketilhús, 19. febrúar stundvíslega kl. 11.45 til að taka þátt í dansbyltingunni.
Byltingin er haldin um allan heim og með samtakamætti lætur heimsbyggðin til sín taka. Yfir milljarður karlmanna, kvenna og barna kemur saman til að dansa fyrir réttlæti, fyrir heimi þar sem allir fá að njóta sömu tækifæra. Það sem sameinar okkur er sterkara en það sem sundrar okkur.
Í fjórða sinn er sameinast í þágu hugrakkra kvenna um allan heim sem berjast gegn mótlæti, óréttlæti og misbeitingu í daglegu lífi. Þeim er sýnd samstaða með kraftmiklum dansi.
Hátt í 10 þúsund hafa komið saman um land allt síðastliðin fjögur ár og fylkt liði á dansgólfum landsins. Í ár verður dansað í Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Seyðisfirði, Reykjanesbæ, Neskaupsstað og á Höfn í Hornafirði. Í ár pússum við dansskóna enn betur!
UN Women hvetur alla til að rísa upp gegn óréttlæti heimsins fyrir heimi án ofbeldis og mæta með "Fokk ofbeldi húfuna" í dansinn, bera hana með stolti og vekja um leið fólk til vitundar um hið margslungna ofbeldi og óöryggi sem konur á flótta og börn þeirra búa við um þessar mundir.
Hægt er að kaupa "Fokk ofbeldi húfu" á 3.900 kr. í verslunum Eymundsson um land allt. UN Women á Íslandi hvetur alla til að næla sér í húfu og gefa um leið ofbeldi fingurinn.
Eins skorar UN Women á Íslandi á vinnustaði, skóla og vinahópa til að mæta og taka þátt í byltingunni með dansinn að vopni.
Ekki missa af stærstu dansveislu heims!
Aðgangur er ókeypis.
Myllumerkin eru #milljardurris16 og #fokkofbeldi.
Konur á flótta þurfa vernd og öryggi
Aldrei hafa fleiri konur verið á flótta frá því við lok seinni heimstyrjaldar.
Um 500 þúsund konur og börn flýja nú heimalönd sín og leggja leið sína til Evrópu
Talið er að 12% kvenna sem ferðast yfir Miðjarðarhafið séu barnshafandi
Gríðarleg aukning hefur orðið á mæðradauða síðan flóttamannastraumurinn hófst
Konur og stúlkur á flótta eiga í stöðugri hættu á að vera beittar ofbeldi, kynferðislegri misnotkun eða mansali
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/verksmidjan-a-hjalteyri-hlaut-eyrarrosina
|
Verksmiðjan á Hjalteyri hlaut Eyrarrósina
Verksmiðjan á Hjalteyri hlaut Eyrarrósina í dag, viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Verksmiðjan á Hjalteyri er listamiðstöð með sýningarsali og gestavinnustofur í gamalli síldarverksmiðju Kveldúlfs við Eyjafjörð.
Forsvarsmenn Verksmiðjunnar þóttu vel að verðlaununum komnir, ekki síst fyrir þrautseigju, hugmyndaauðgi og útsjónarsemi við flókin rekstrarskilyrði. Í Verksmiðjunni sé list ekki einungis til sýnis, heldur verði hún þar til og sé mótuð af aðstæðum. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Frystiklefanum í Rifi nú eftir hádegið og það var Gústav Geir Bollason, umsjónarmaður Verksmiðjunnar, sem veitti verðlaununum viðtöku.
Forsvarsmenn Verksmiðjunnar hljóta auk viðurkenningarinnar 1.650.000 krónur og flugferðir innanlands frá Flugfélagi Íslands. Fyrr í febrúar voru þrjú verkefni tilnefnd af valnefnd, auk Verksmiðjunnar voru það Menningar- og fræðslusetrið Eldheimar í Vestmannaeyjum og alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar í Garði, þau hljóta einnig peningaverðlaun og flugferðir innanlands.
Frystiklefinn í Rifi hlaut Eyrarrósina árið 2015 en þau hafa verið veitt frá árinu 2005 og það eru Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík sem standa að verðlaunun.
Frétt af ruv.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vetrarfri-a-akureyri-2
|
Vetrarfrí á Akureyri
Fjölmargir gestir heimsækja nú Akureyri og nágrenni þar sem vetrarfrí er um þessar mundir í grunnskólunum á höfuðborgarsvæðinu. Á Akureyri er fjölmargt við að vera fyrir ferðalanga og má sjá skemmtilegan lista á www.visitakureyri þar sem finna má hinar ýmsu hugmyndir fyrir fjölskylduna. Hvort sem þú vilt fara á góða tónleika, fara á ævintýrasöngleikinn Pílu Pínu í Hofi, renna þér á skíðum í Hlíðarfjalli, skella þér í eina albestu sundlaug landsins, skoða eitthvert af fjölmörgum söfnum í Safnabænum Akureyri,fara út að leika í Kjarnaskógi nú eða gera vel við þig og þína í mat og drykk.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-135-2016-auglysing-um-skipulagsmal-a-akureyri-breyting-a-deiliskipulagi-midbaejar-vegna-landfyllingar-vid-hofsbot
|
Nr. 135/2016 AUGLÝSING um skipulagsmál á Akureyri. Breyting á deiliskipulagi miðbæjar, vegna landfyllingar við Hofsbót.
Breyting á deiliskipulagi miðbæjar, vegna landfyllingar við Hofsbót.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 16. febrúar 2016 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir miðbæinn, vegna landfyllingar við Hofsbót.
Breytingin felur í sér að landfylling sunnan við Strandgötu 14 er stækkuð.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 17. febrúar 2016,
Margrét Mazmanian Róbertsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.
B deild - Útgáfud.: 18. febrúar 2016
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/styrkir-til-atvinnuthrounar-og-nyskopunar
|
Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Sjóðurinn er hluti af samningi um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019.
Þær umsóknir hafa forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna skilyrða:
Verkefni sem stuðla að nýtingu auðlinda svæðisins til atvinnusköpunar
Verkefni sem til þess eru fallin að auka fjölbreytni atvinnutækifæra
Verkefni sem stuðla að samstarfi atvinnulífs, háskóla og þekkingarstofnana
Verkefni sem efla nýsköpun og atvinnuþróun
Að auki lítur Uppbyggingarsjóður sérstaklega til verkefna sem jafna stöðu kynjanna og aldurshópa á svæðinu.
Umsóknum skal skilað rafrænt til uppbyggingarsjóðs á netfangið uppbygging@eything.is á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má á heimasíðum Eyþings og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.
Umsóknarfrestur er til og með 18. mars.
Tilkynnt verður um úthlutun í apríl. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér verklagsreglur uppbyggingarsjóðs á www.eything.is eða www.afe.is.
Nánari upplýsingar um styrki til atvinnuþróunar og nýsköpunar veitir Baldvin Valdemarsson, baldvin@afe.is.
Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið uppbygging@eything.is.
Mynd: Tiffany Sigurdsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyskopun-og-taekni-i-velferdarthjonustu-styrkt
|
Nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu styrkt
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, veitti nýverið fjóra styrki til verkefna á sviði nýsköpunar og tækni í velferðarþjónustu, samtals 4,5 milljónir króna. Samstarfsverkefni á vegum Akureyrarbæjar og Reykjavíkurborgar fékk þrjár milljónir þar af.
Styrkirnir eru veittir á grundvelli stefnumörkunar og framkvæmdaáætlunar á sviði velferðartækni sem unnið var að á síðasta ári. Tilgangurinn er að stuðla að nýsköpun og frumkvöðlahugsun þar sem leitað er nýrra leiða til að auka lífsgæði notenda velferðarþjónustunnar í nútíð og framtíð.
Samstarfsverkefni á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og búsetudeildar Akureyrarbæjar og Öldrunarheimila Akureyrar fær þriggja milljóna króna styrk. Verkefnið er þríþætt og greinist í nokkur verkefni sem eru í fyrsta lagi á sviði stefnumörkunar og samstarfs, í öðru lagi vegna innleiðingar og prófunar á búnaði sem tengist velferðartækni og í þriðja lagi til að vinna úttektir, mat og rannsóknir á þeim verkefnum sem styrkurinn tekur til.
Þrír styrkir, hver um sig að fjárhæð 500.000 kr. voru veittir til námsmanna í framhaldsnámi á háskólastigi. Kolbeinn Aðalsteinsson, nemi í opinberri stjórnsýslu, hlaut styrk til að vinna rannsókn á viðhorfum og reynslu notenda til rafrænnar skráningar í heimaþjónustu
María Guðnadóttir lýðheilsufræðingur hlaut styrk til að vinna yfirlitsrannsókn um kosti og áhrif yfirbyggðra útivistarsvæða (ylgarða) á lífsgæði eldra fólks á hjúkrunarheimilum.
Vigdís Vala Valgeirsdóttir nemi við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands, hlaut styrk til að við vinna að þróun og prófun á stoðbúnaði fyrir sjónskerta og blinda (The Sound of Vision) til að skynja og ferðast um umhverfi sitt á öruggan hátt.
Frétt af heimasíðu velferðarráðuneytisins.
Ráðherra ásamt fulltrúum verkefnanna sem hlutu styrk.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skauta-fe-lag-ak-ur-eyr-ar-er-islands-meist-ari
|
Skautafélag Akureyrar er Íslandsmeistari
Skautafélag Akureyrar varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í íshokkí í nítjánda skipti í karlaflokki og fjórða árið í röð. SA vann Esju í þriðja leiknum um titilinn á Akureyri í kvöld 6:3 og samtals 3:0 í úrslitarimmunni.
Esja komst í 3:0 í leiknum en SA snéri dæminu við og sigraði 6:3. SA skoraði fyrstu fjögur mörk sín í öðrum leikhlutanum en staðan að loknum þeim fyrsta var 0:0. Esja komst 2:0 yfir í fyrsta leiknum á Akureyri og þá vann SA 3:2. Auk þess lenti SA 2:0 undir gegn Birninum í síðasta deildarleiknum en vann 7:2.
Frétt af mbl.is.
Íslandsmeistararnir. Mynd: Skapti Hallgrímsson/mbl.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/v-rttin-i-hofi
|
VÄRTTINÄ Í HOFI
Finnsku þjóðlagatöffararnir Värttinä sem hafa unnið fjölda alþjóðlegra verðlauna, gefið út tugi platna og leikið nýlega með the London Symphony Orchestra, heimsækja nú höfuðstað okkar Norðlendinga. Þar sameinast Värttinä fríðu föruneyti Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Hamraborg þar sem hljómsveitirnar munu brugga saman ramman, finnskan þjóðlagaseið.
Tónleikarnir verða sunnudaginn 28. febrúar og hefjast kl. 20.00.
Þrjár söngelskar valkyrjur fara fyrir finnsku sveitinni. Söngstíll söngkvennanna er einstakur og er hann aðalsmerki hljóms Värttinä. Hann er að mörgu leiti austrænn og seiðandi, ekki ósvipaður hljómi búlgörsku þjóðlagakóranna frægu.
Matti Kallio hljómborðs- og harmonikkuleikari Värttinä hefur vakið verðskuldaða athygli á Íslandi fyrir frábæran harmonikkuleik. Matti leikur allt frá finnsku völsunum yfir í bulland progrokk, vopnaður rafmagnaðri fimbulnikku.
Värttinä og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands standa að tónleikunum í samstarfi við Menningarhúsið Hof.
Tryggðu þér miða.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/axel-johannesson-100-ara
|
Axel Jóhannesson 100 ára
Axel Jóhannesson húsgagnasmiður fagnar hundrað ára afmæli sínu í dag og er það fyrsta aldarafmælið í ár hér á landi. Hann bauð vinum og velunnurum að gleðjast með sér og njóta veitinga á dvalarheimilinu Hlíð þar sem hann býr. Margt manna heiðraði Axel með nærveru sinni og Álftagerðisbræður sungu nokkur óskalög fyrir Axel 100 ára.
Axel Jóhannesson fæddist á Móbergi í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu 27. febrúar 1916. Foreldrar hans voru Jóhannes Halldórsson og Elísabet Þorleifsdóttir.
Sumarið 1934 hóf Axel iðnnám í húsgagnasmíði á Akureyri. Sveinsbréfið var gefið út 30. júní 1938 en Meistarabréf fékk hann 5. mai 1958.
Axel kvæntist Birnu Björnsdóttur 9. nóvember 1939 og lengst af bjuggu þau hjónin í Ægisgötu 15. Axel og Birna lifðu í farsælu hjónabandi fram yfir aldamót en síðustu æviár Birnu var hún búsett á Seli og Kristnesi sökum lasleika og síðar nokkra mánuði í Hlíð en þar lést hún 31. janúar 2010. Axel bjó einn í Ægisgötu 15 eftir að Birna fór á Sel eða þar til í júlí 2014 að hann datt heima og lærleggsbrotnaði.
Hann hafði aldrei legið inni á neinni sjúkrastofnun en þarna, 98 ára gamall, var hann lagður inn á Handlæknisdeild FSA. Lærleggurinn skrúfaður saman og náði hann ótrúlegum bata á stuttum tíma. Eftir það fór hann að Kristnesi og fékk þar frekari endurhæfingu og var þar þar til hann flutti allt sitt hafurtask í raðhúsaíbúð í Dvalarheimilinu Hlíð. Árið 2015 flutti hann upp í Víðihlíð og unir hag sínum þar vel. Axel segir að allt fólkið á Hlíð hafi sýnt honum vináttu og virðingu.
Börn Birnu og Axels eru Ásdís Elísabet, Björn Þröstur, Steingerður og Jóhannes.
Álftagerðisbræður syngja óskalag fyrir Axel Jóhannesson.
Axel ásamt Eiríki Birni Björgvinssyni bæjarstjóra og Ölmu Árnadóttur konu hans.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-gjaldskra-straeto
|
Ný gjaldskrá Strætó
Strætó hækkar gjaldskrá sína frá og með 1.mars næstkomandi. Helstu breytingarnar eru þær að almennir farmiðar verða seldir 20 saman í stað 9, eða með sama fyrirkomulagi og í tilviki afsláttarfarmiða, og munu farmiðaspjöldin hækka um 2,9%.
Ódýrast er að kaupa farmiðaspjöldin en einnig er hægt að kaupa staðgreiðslu miða um borð í strætó. Slíkir miðar hækkar um 5% og kostar þá hver miði 420 kr. (var 400 kr). Strætó mun einnig bjóða börnum og ungmennum yngri en 18 ár, öryrkjum og öldruðum að kaupa staðgreiðslu miða um borð í Strætó og kosta hver miði 210 kr (verður í boði frá 1.mars).
Staðgreiðslu miða verður því hægt að kaupa um borð í strætó auk þess sem hægt er að kaupa almenna farmiða í Menningarhúsinu Hofi, hjá Olís við Tryggvabraut og N1 við Hörgárbraut.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Strætó www.straeto.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ibuafundur-vegna-adalskipulags
|
ÍBÚAFUNDUR VEGNA AÐALSKIPULAGS
Íbúafundur vegna Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 verður haldinn í Ráðhúsi Akureyrarbæjar, bæjarstjórnarsal á 4. hæð, fimmtudaginn 3. mars kl. 17.00. Þar mun skipulagsstjóri kynna fyrirhugaða vinnu við skipulagið.
Allir eru velkomnir.
Tillagan er aðgengileg hér: Skipulagslýsing Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030
Skipulagslýsingin liggur einnig frammi í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, Geislagötu 9.
Mynd: Auðunn Níelsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/drog-ad-ferdamalastefnu
|
Drög að ferðamálastefnu
Drög að ferðamálastefnu Akureyrar eru nú komin á heimasíðu Akureyrarbæjar en vinna við stefnuna fór af stað síðasta vor. Ákveðið var að óska eftir ábendingum og athugasemdum frá almenning og hagsmunaaðilum hér á heimasíðu Akureyrarbæjar en drögin verða jafnframt send til umfjöllunar í nefndum bæjarins.
Mynd: Auðunn Níelsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tilnefningar-til-byggingarlistarverdlauna
|
Tilnefningar til Byggingarlistarverðlauna
Hvað sérð þú fallegt, hagkvæmt, listrænt og vel útfært á Akureyri? Stjórn Akureyrarstofu veitir ár hvert viðurkenningu fyrir byggingarlist. Nú er leitað til bæjarbúa um tilnefningar til viðurkenningarinnar sem verður veitt á Vorkomu Akureyrarstofu sumardaginn fyrsta.
Í tilnefningunni þarf að koma fram hús, viðbygging, húsaröð-og/eða heild sem lokið var við á síðustu 10 árum. Einnig má tilnefna arkitekt/hönnuð og ævistarf.
Tilnefningum er komið til skila HÉR og og er öllum velkomið að senda inn.
Vinsamlegast kynnið ykkur Byggingarlistarstefnu Akureyrarbæjar.
Hér má sjá hvaða byggingar eða arkitektar hafa hlotið þessa viðurkenningu frá árinu 1989.
Frestur til að skila tilnefningum er til og með 16. mars.
Fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið byggingarlist@akureyri.is.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jom-fru-ar-ferdin-til-ak-ur-eyr-ar
|
Jómfrúarferðin til Akureyrar
Flugfélag Íslands tók nýju Bombardier Q400 vélina formlega í notkun í hádeginu í dag, þegar hún fór fyrsta áætlunarflugið, frá Reykjavík til Akureyrar, í blíðskaparveðri. Flugstjóri í jómfrúarferðinni var Jónas Jónasson og flugmaður Bryndís Torfadóttir. Flugið tók um 35 mínútur.
Tvær flugfreyjur verða að störfum í þessari vél, í fyrstu ferðinni þær Bryndís Harðardóttir og Helena Ísaksdóttir.
Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, var á meðal farþega og sagði það frábæra tilfinningu að vélin væri komin í notkun. „Aðdragandinn hefur verið langur, við höfum í raun unnið að verkefninu í mörg ár; ákvörðun var tekin í fyrra og þá hófst mikið þjálfunar- og innleiðingarferli.“
FÍ hefur verið með í notkun Bombardier Q200 vélar ásamt gömlu Fokker vélunum, og verða áfram samhliða nýju Q400 vélunum. Síðasta Fokkernum verður lagt í sumar, þegar þrjár Q400 verða komnar í rekstur.
Þessi fyrsta af nýju vélunum verður notuð í ferðir frá Reykjavík til Akureyrar og Egilsstaða, svo og frá Keflavík til Aberdeen í Skotlandi. Fyrsta flug FÍ þangað verður í næstu viku. „Það er nýtt verkefni hjá okkur og þriðja stoðin undir reksturinn, má segja; innanlandsflugið er grunnurinn, umsvif okkar á Grænlandi hafa vaxið verulega og eru orðin stór hluti af okkar veltu og nú bætist við flug frá Keflavík inn á leiðakerfi og í samstarfi við Icelandair,“ sagði Árni við blaðamann Morgunblaðsins og mbl.is eftir komuna til Akureyrar.
Árni sagði viðbrögð við flugi til Aberdeen hafa verið mjög góð og vel komi til greina að fljúga á fleiri stað á Bretlandi eða meginlandi Evrópu í framtíðinni á Q400. Vélin fljúgi á 30-40% meiri hraða en Fokker, svo dæmi sé tekið, og flug til Aberdeen taki tæpar þrjár klukkustundir.
Frétt og mynd af mbl.is.
Mynd: Mbl.is/Skapti Hallgrímsson.
|
Subsets and Splits
No community queries yet
The top public SQL queries from the community will appear here once available.