Search is not available for this dataset
url
stringlengths
21
288
text
stringlengths
1
1.35M
https://www.akureyri.is/is/frettir/nautn-i-listasafninu
Nautn í Listasafninu Laugardaginn 11. júní kl. 15 verður opnuð sýningin Nautn / Conspiracy of Pleasure í Listasafninu á Akureyri. Hin ýmsu lögmál og birtingarmyndir nautnar eru útgangspunktur sýningarinnar. Sex listamenn sýna ný verk þar sem þeir fjalla um hugtakið, hver frá sínu sjónarhorni og forsendum, og efna til orðræðu um hlutverk nautnar í heimspekilegu, listrænu og veraldlegu samhengi. Í verkunum má sjá þráhyggjukenndar birtingarmyndir neysluhyggju og kynlífs í samtímanum, holdið í myndlistinni, mannslíkamann sem táknrænt fyrirbæri og innblástur eða einfaldlega hina frumstæðu nautn sem oft fylgir listsköpun, glímunni við efni og áferð, áráttu og blæti. Hvar liggja mörkin á milli þess að leggja eðlilega og manneskjulega rækt við unað og ánægju annars vegar og hins vegar þess að gangast þessum eiginleikum hömlulaust á vald? Hvenær verður eitthvað að blæti? Hver er munurinn á munúð og ofgnótt, erótík og klámi, fegurð og kitsch, löngun og fíkn, metnaði og græðgi, háleitum markmiðum og firru? Og hver hefur vald til að setja fram þessar skilgreiningar? Listamennirnir eru Anna Hallin, Birgir Sigurðsson, Eygló Harðardóttir, Guðný Kristmannsdóttir, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Jóhann Ludwig Torfason. Sýningarstjórar eru Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, og Inga Jónsdóttir safnstjóri Listasafns Árnesinga. Í tilefni sýningarinnar kemur út sýningarskrá með texta eftir Markús Þór Andrésson. Á opnun mun Birgir Sigurðsson flytja dansgjörning kl. 16 og daginn eftir, sunnudaginn 12. júní, kl. 15-16 verður listamannaspjall um sýninguna. Sýningin stendur til 21. ágúst og verður opin daglega kl. 10-17. Hún verður einnig sett upp í Listasafni Árnesinga í Hveragerði í byrjun árs 2017. Verk af sýningunni eftir Önnu Hallin.
https://www.akureyri.is/is/frettir/snarpara-og-thettara-listasumar
Snarpara og þéttara Listasumar Listasumar 2016 verður sett með viðhöfn laugardaginn 16. júlí í Listagilinu á Akureyri en þessi norðlenska listahátíð verður nú styttri og snarpari en verið hefur síðustu árin. Var ákveðið að þétta dagskrána og láta hana ná yfir einn og hálfan mánuð í stað þriggja til þess að skerpa fókusinn og ná fram samfelldari dagskrá. Enn sem fyrr markar Akureyrarvaka laugardaginn 27. ágúst lok Listasumars. Guðrún Þórsdóttir, verkefnastjóri Listasumars, segir að áhersla verði lögð á að virkja listafólk af heimaslóð og fá bæjarbúa á öllum aldri til að taka þátt í hátíðinni með framlagi af einhverju tagi. „Við bjóðum upp á a.m.k. þrjár listasmiðjur fyrir börn - og auðvitað fullorðna líka - þar sem kastljósinu verður beint að myndlist og skúlptúragerð, ritlist og gerð stuttmynda. Þessar smiðjur hafa verið mjög vinsælar og þær eru fleiri nú en nokkru sinni fyrr sem er auðvitað með ráðum gert því yfirleitt hafa færri komist að en vilja. Síðan verður tónlistin áberandi og sömuleiðis myndlistin því Akureyri er þekkt fyrir sitt blómlega myndlistarlíf og við virkjum það eins og frekast er kostur,“ segir Guðrún Þórsdóttir. Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum á Listasumri 2016 geta fengið aðstöðu án endurgjalds í sal Myndlsitarfélagsins eða í Deiglunni í Listagilinu gegn vægu gjaldi. Hugmyndir og óskir um tímasetningu skal senda á netfangið listasumar@akureyri.is. Dagskráin er enn í smíðum en hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðu Listasumars, www.listasumar.is. Viktoría Blöndal og Atli Sigþórsson stýra einni af smiðjunum á Listasumri 2016.
https://www.akureyri.is/is/frettir/biladagar-15-18-juni
Bíladagar 15.- 18. júní Bíladagar eru einn stærsti íþróttaviðburður sinnar tegundar sem haldinn er á Íslandi og er einskonar árshátíð allra áhugamanna um mótorsport. Bílaklúbbur Akureyrar býður upp á tjaldsvæði á félagssvæði sínu þessa daga þar sem gestir hátíðarinnar geta fengið gúmmífnykinn beint í æð. Á svæðinu er einnig boðið upp á opnar æfingarbrautir fyrir alla gesti Bíladaga sem og Go-Kart leigu. Bíladagar 2016 verða haldnir á 15.-18. júní. Dagskrá 15.6.2015 Drift Bíladagar BA Akureyri 16.6.2015 Auto - X Bíladagar BA Akureyri 16.6.2015 Sandspyrna Bíladagar BA Akureyri 17.6.2015 Bílasýning í Boganum Bíladagar BA Akureyri 17.6.2015 Græjukeppni í Boganum Íslandsmót BA Akureyri 18.6.2015 Götuspyrna Íslandsmót BA Akureyri 18.6.2015 Burnout Bíladagar BA Akureyri Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á heimasíðu félagsins ba.is. Einnig má sjá siðareglur bíladaga, kort af staðsetningu mótsvæðisins og dagskrá hátíðarinnar á meðfylgjandi skjali.
https://www.akureyri.is/is/frettir/thjodlistahatidin-vaka-erfdir-til-framtidar
Þjóðlistahátíðin Vaka - Erfðir til framtíðar Á morgun, 15. júní, hefst á Akureyri þjóðlega listahátíðin Vaka þar sem boðið verður upp á alls kyns alþýðulist af besta tagi: Tónlist, söng og kveðskap, dans og handíðir frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Lapplandi, Englandi, Skotlandi og Írlandi. Hátíðin stendur í fjóra daga þar sem verður spilað, sungið og dansað frá morgni fram á rauða nótt. Íslenskur kveðskapur, tvísöngvar, yfirtónasöngvar og joik - fjörug dagnslög, þjóðlög, þulur og barnagælur. Á Vöku er stefnt að því að bjóða upp á eitthvað fyrir alla. Boðið er uppá á forvitnileg námskeið og tónleikar eru víða um bæinn. Auk þess er hægt að taka þátt í samspilsstundum með listamönnum Vöku í hádeginu fimmtudaginn 16. júní á Amtsbókasafninu, föstudaginn 17. júní og laugardaginn 18. júní á 1862 Nordic Bistro í Hofi. Þangað eru allir velkomnir til að spila og syngja yfir góðum hádegisverði. Dagskrána í heild sinni er hægt að skoða bæði á íslensku og ensku á heimasíðu hátíðarinnar thjodlist.is/vakais þar sem einnig má nálgast upplýsingar um miðaverð og kaupa miða. Bæjarbúar og gestir þeirra eru hvattir til að kynna sér dagskrána.
https://www.akureyri.is/is/frettir/deiliskipulag-midbaejar-drottningarbrautarreitur-nidurstada-baejarstjornar-1
Deiliskipulag miðbæjar, Drottningarbrautarreitur - niðurstaða bæjarstjórnar Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 7. júní 2016 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Drottningarbrautarreit í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið sem breytinum tekur nær til lóðar Hafnarstrætis 80, þar sem gert er ráð fyrir hóteli, og aðliggjandi gatna. Í breytingunni felst að hótelherbergjum fjölgar úr 100 í 150 og að felld verði niður krafa um bílastæðakjallara á lóðinni. Á 1. hæð verður verslun og þjónusta ótengd hótelrekstri. Tillagan var auglýst frá 27. janúar til 9. mars 2016. Fjórar athugasemdir bárust sem leiddu til breytinga á skipulaginu. Breytingar frá auglýstri tillögu er m.a. að gerð er krafa um 1 bílastæði á hverja 75 byggða fermetra, þar af skal koma fyrir að lágmarki 20 bílastæðum innan lóðar. Byggingarreitur fyrir 2 ½ hæð stækkar á kostnað byggingarreits fyrir 1 hæð. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar, Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. 15. júní 2016 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/17-juni-a-akureyri
17. júní á Akureyri Þjóðhátíðardagur Íslendinga 17. júní er haldinn hátíðlegur með dagskrá í Lystigarðinum á Akureyri og í miðbæ Akureyrar. Hefðbundin hátíðardagskrá í Lystigarðinum hefst klukkan 12.45 með ljúfum tónum Lúðrasveitarinnar á Akureyri undir stjórn Ellu Völu Ármannsdóttur. Séra Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju flytur hugvekju og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri flytur hátíðarávarp. Þennan dag sem aðra fánadaga eru bæjarbúar hvattir til að draga fána að húni. Dagskráin er sem hér segir: 13.00-13.45: Hátíðardagskrá í Lystigarðinum Lúðrasveit Akureyrar spilar ættjarðarlög undir stjórn Ellu Völu Ármannsdóttur, Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju flytur hugvekju, Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri flytur hátíðarávarp og sigurvegarar Stóru upplestrarkeppninnar þau Kári Hólmgeirsson og Emilía Björk Jóhannsdóttir lesa ljóð. 13.45: Skrúðganga frá Lystigarðinum að Ráðhústorgi. Skátafélagið Klakkur og Lúðrasveit Akureyrar leiða gönguna. 14.00-17.00: Ratleikur í boði Skátafélagsins Klakks. 14.00-17.00: Skátatívolí í miðbænum. 16.30: Sigling með Húna II. Boðssigling fyrir gesti og gangandi frá Torfunefsbryggju (tekur um 45 mínútur). 10.00-18.00: Bílasýning í Boganum. Aðgangseyrir 1.500 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri. 11.00 og 17.00: Leikhópurinn Lotta í Lystigarðinum. Litaland, spennandi og frumsamið ævintýri fyrir alla fjölskylduna. Miðaverð 1.900 krónur. Engar miðapantanir, bara mæta á staðinn og muna að klæða sig eftir veðri. 14.00-16.00: Fjölskyldu- og hátíðardagskrá á Ráðhústorgi Leikhópurinn Lotta kynnir hátíðardagskrána, Lúðrasveit Akureyrar spilar, ávarp Fjalkonu og ávarp nýstúdents, Kvæðamannafélagið Ríma stígur á stokk, STEPS dancecenter og Parkour hópur sýna dans, Eik og Una Haraldsdætur, Elísa Erlendsdóttir og Páll Óskar Hjálmtýsson leika við hvern sinn fingur. 20.00-00.00: Kvölddagskrá Skátakvöldvaka í Skátagilinu, Salt og sítróna, Birkir Blær, Herðubreið, VASSVIK, Stebbi Gunn & Marína Ósk auk Arons Óskars og hljómsveitar, troða upp og skemmta gestum. 23.15: Nýstúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri verða á Ráðhústorginu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kvennasoguganga-a-akureyri-19-juni
Kvennasöguganga á Akureyri 19. júní Sunnudaginn 19. júní n.k. býður Jafnréttisstofa til kvennasögugöngu á Akureyri í samstarfi við Héraðsskjalasafnið, Minjasafnið, Akureyrarbæ og Zontaklúbbana á Akureyri. Gengið verður í fótspor kvenna sem settu svip sinn á Brekkuna. Kristín Aðalsteinsdóttir prófessor leiðir gönguna sem hefst í Lystigarðinum klukkan 11.00 og lýkur á sama stað klukkan 12.30. Lagt verður af stað frá flötinni við Café Laut. Tilefni göngunnar er að þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Baráttan hafði staðið frá árinu 1885 þó fyrsta opinbera krafan um kosningarétt kvenna hafi ekki komið fram fyrr en árið 1895. Í ár eru því liðin 101 ár frá því konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi á við karla.
https://www.akureyri.is/is/frettir/radhustorg-verdur-em-torg-i-dag
Ráðhústorg verður EM-torg í dag Á Ráðhústorgi hefur nú verið komið upp risaskjá þar sem sýndir verða þeir leikir sem eru á dagskrá Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu í dag. Ráðhústorg hefur því breyst tímabundið í EM-torg. Leikur Belgíu og Írlands er kl. 13.00 og leikur Portúgals og Austurríkis kl. 19.00. Hápunkturinn er svo leikur Íslendinga og Ungverja sem hefst kl. 16.00. Á torginu eru borð og bekkir en fólki er velkomið að taka með sér garðstóla til að tylla sér á meðan skemmtunin varir. Hinir glaðværu Hvanndalsbræður munu stíga á stokk kl. 15.30 og hita upp fyrir leik Íslendinga. Ráðhústorg í hádeginu í dag 18. júní.
https://www.akureyri.is/is/frettir/oldrunarheimili-akureyrar-hljota-althjodlega-vidurkenningu
Öldrunarheimili Akureyrar hljóta alþjóðlega viðurkenningu Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) hafa öðru sinni hlotið alþjóðlega viðurkenningu sem fullgild Eden-heimili. Viðurkenningin nær til beggja heimilanna, þ.e. Hlíðar og Lögmannshlíðar. Öldrunarheimili Akureyrar hlutu þessa alþjóðlegu viðurkenningu upphaflega í ársbyrjun 2014, fyrst íslenskra hjúkrunar- og öldrunarheimila hér á landi. Vottunin gildir í tvö ár í senn og þurfa heimilin að standast ítarlega úttekt á ýmsum þáttum starfseminnar til að halda gæðastimplinum. Öldrunarheimili Akureyrar eru enn sem komið er eina hjúkrunarheimilið hér á landi sem hlotið hefur þessa vottun. Eden-stefnan er alþjóðleg hugmyndafræði sem dvalar- og hjúkrunarheimili víða um heim vinna eftir. Með Eden-hugmyndafræðinni er lögð áhersla á að öldrunarheimili séu heimili þeirra sem þar búa. Unnið er að því að gera umhverfi íbúanna heimilislegra og líflegra og lögð er áhersla á sjálfræði þeirra og einstaklingsmiðaða þjónustu. Rauði þráðurinn er að íbúarnir séu ekki alltaf í hlutverki þiggjandans heldur fái tækifæri til að gefa af sér. Innleiðing Eden-hugmyndafræðinnar á Öldrunarheimilum Akureyrar hófst árið 2006 og frá þeim tíma hefur markvisst verið unnið í anda hennar. „Við leggjum mikið upp úr því að virkja heimilisfólkið sjálft og efla styrkleika þess. Í sameiningu gæðum við heimilið eins miklu lífi og unnt er, til dæmis með gæludýrum og miklu samstarfi við skóla, félagasamtök og einstaklinga,“ segir Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar. Hann segir að innleiðing nútímatækni á öldrunarheimilunum eigi líka stóran þátt í því hve vel hefur til tekist og auki enn á ánægju íbúa, aðstandenda og starfsfólks. Rannveig Guðnadóttir, fulltrúi Eden Alternative á Íslandi, afhenti viðurkenningarnar í Hlíð í liðinni viku. Við sama tækifæri afhenti hún Jakobi Kárasyni alþjóðlega viðurkenningu Eden, „International Eden Family Member Award.“ Eiginkona Jakobs, Herborg Herbjörnsdóttir sem bjó í Hlíð, lést í mars sl. en sjálfur býr hann í Vættagili. Í rökstuðningi með viðurkenningunni segir m.a. að Jakob komi nær daglega í heimsókn, hafi gjarnan farið með konu sína og stundum fleiri heimilismenn á ýmsa viðburði utan heimilisins, bjóði heimilisfólki í mat heim til sín og sé sjálfboðaliði við ýmis tækifæri. Hann heilsi og tali við alla sem verða á vegi hans og styrki þannig tengsl íbúanna við samfélagið utan heimilisins. Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar og Jakob Kárason með Eden-viðurkenningarnar. Á milli þeirra stendur Rannveig Guðnadóttir, fulltrúi Eden Alternative á Íslandi. Mynd: Bragi Bergmann.
https://www.akureyri.is/is/frettir/jonsmessuvaka-2016-a-akureyri
JónsmessuVaka 2016 á Akureyri Hefð hefur skapast fyrir því á Akureyri að vaka á Jónsmessunni 23. -24. júní og njóta fjölbreyttrar dagskrár. Í ár munu gestir m.a. geta synt í Sundlaug Akureyrar til klukkan 2 um nóttina. Listasafnið á Akureyri ætlar að bjóða gestum að gista í safninu en fólk þarf að muna eftir svefnpoka og dýnu. Í Sigurhæðum verða Vandræðaskáldin með vandræðagang og ÁLFkonur mynda í miðbænum. Í Friðbjarnarhúsi í Innbænum þar sem Leikfangasýningin verður garðveisla og svo verður boðið upp á salsastund fyrir byrjendur í Fræi / Flóru. Opið verður í Flóru til miðnættis og gestir geta séð þar sýningu Ástu Guðmundsdóttur textíllistakonu. Í Minjasafninu verður leiðsögn um sýninguna "Ertu tilbúin frú forseti?" sem og vasaljósaleiðsögn um sýningun Nautn í Listasafninu kl 01.00 um nóttina. Í Deiglunni spilar Drinnik sem er akureyskt band sem spilar frumsamda tónlist undir áhrifum sígaunasvings. Hver veit nema að það verði komin langþráð gangbraut í Listagilið þegar við fáum okkur dögurð kl 9 undir berum himni. Á fésbókarsíðu viðburðarins má sjá nánari upplýsingar um viðburðina. Frá JónsmessuVöku 2015
https://www.akureyri.is/is/frettir/markvisst-unnid-ad-launajafnretti-hja-akureyrarbae
Markvisst unnið að launajafnrétti hjá Akureyrarbæ Í nýrri kjarakönnun BHM, sem talsvert hefur verið fjallað um í fjölmiðlum, er komist að þeirri niðurstöðu leiðréttur launamunur kynjanna hafi aukist úr 2,9% árið 2014 í 13,8% árið 2015 hjá öðrum sveitarfélögum en Reykjavík. Þarna er höfuðborgin tekin út fyrir sviga en öllum öðrum sveitarfélögum landsins steypt saman í eitt mót. Hjá Akureyrarbæ hefur um árabil verið unnið markvisst að því að jafna laun kynjanna. Launakannanir hafa verið gerðar reglulega og sú nýjasta, sem er frá árinu 2013, leiddi í ljós að munur á heildarlaunum karla og kvenna var þá 3,9% körlum í hag en 1,5% þeim í hag þegar aðeins var litið til dagvinnulauna. Í kjölfarið var settur á laggirnar vinnuhópur sem lagði fram ákveðnar tillögur til úrbóta. Eftir þeim hefur verið unnið og ný könnun er fyrirhuguð síðar á þessu ári. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri sem starfaði með vinnuhópnum segir að það myndi koma sér verulega á óvart ef svo mikið bakslag hefði orðið eins og könnun BHM virðist sýna. "Við höfum óskað eftir nánari upplýsingum um könnun BHM og þá aðferðafræði sem þar er beitt. Það er afar slæmt að öllum sveitarfélögum öðrum en Reykjavíkurborg sé steypt saman og er til þess fallið að vekja tortryggni og óróa meðal starfsfólks og kjörinna fulltrúa sem hafa metnað til að vinna vel á þessu sviði. Hér höfum við vandað okkur sérstaklega við að fylgjast vel með launaþróun og útrýma kynbundnum launamun." Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hugguleg-tonlist-i-hriseyjarkirkju
Hugguleg tónlist í Hríseyjarkirkju Það verður hugguleg tónlist í Hríseyjarkirkju á sunnudagskvöld kl. 20. Tónleikarnir eru tvísskiptir. Annarsvegar koma fram Marína Ósk og Mikael Máni sem mynda saman djass-dúettinn Marína & Mikael. Dúettinn hefur starfað í 1 og hálft ár og hafa þau komið víða við, bæði hér heima og í Hollandi, þar sem þau stunda bæði nám við Conservatoríuna í Amsterdam. Þau hafa skipulagt tónleikaferðalag á Norðurlandi og á Suð-Vestur horninu í sumar sem þau nefna “Beint Heim” og eru tónleikarnir í Hrísey partur af ferðalaginu. Á efnisskránni eru gömul djasslög í glænýjum og áður óheyrðum útsetningum með nýjum textum á íslensku og ensku, en innblástur efnisskránnar er sóttur í heimahagana á Íslandi. Hinsvegar koma fram tónlistarmennirnir Rúnar Eff sem hefur verið áberandi í tónlistarlífi Akureyrar og nágrennis í fjöldamörg ár. Rúnar hefur gefið út 2 plötur og getið af sé gott orð sem trúbador, og Stefán, eða Stebbi Gunn eins og hann flestir þekkja hann. Stefán leikur á bassa og hefur tekið í fjöldamörgum verkefnum. Þeir Rúnar hafa verið saman í hljómsveit í mörg ár en þeir félagar koma nú fram sem dúett og munu leika hugljúfar ábreiður í bland við eigið efni. Hugljúf, sumarleg og um fram allt skemmtileg kvöldstund í Hríseyjarkirkju. Tónleikarnir hefjast sem fyrr segir kl.20:00 og er miðaverð 2000 kr. Vakin er athygli á að enginn posi er á staðnum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/forsetakosningar-og-kjordeildir
Forsetakosningar og kjördeildir Forsetakosningar fara fram laugardaginn 25. júní 2016. Kjörstaðir í Akureyrarkaupstað eru í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hríseyjarskóla og í Félagsheimilinu Múla Grímsey. Akureyrarkaupstað verður skipt í 12 kjördeildir, 10 á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. Skipting kjósenda í kjördeildir fer eftir búsetu og eru kjósendur beðnir um að kynna sér í hvaða kjördeild þeim ber að kjósa. Kjörfundur hefst á Akureyri, í Hrísey og í Grímsey klukkan 9:00 og lýkur eigi síðar en klukkan 22:00. Upplýsingar um kjörstaði og kjördeildir. Upplýsingar kjördeildir eftir götum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/arctic-open-a-jadarsvelli
Arctic Open á Jaðarsvelli Arctic Open golfmótið stendur nú sem hæst á Jaðarsvelli en það var fyrst haldið fyrir 30 árum og á vaxandi vinsældum að fagna hjá kylfingum hér heima og erlendis. Stemningin í kringum mótið er engu lík og þátttakendur eiga ógleymanlegar stundir í góðra vina hópi. Það var fyrst árið 1986 að Arctic Open mótið var haldið og var þá einungis keppt í einum flokki, þ.e.a.s. með forgjöf. Frá árinu 1987 hefur verið keppt í tveimur flokkum, með og án forgjafar, og það ár var atvinnumönnum í fyrsta sinn boðin þátttaka og mótið um leið gert að alþjóðlegu golfmóti. Árið 2002 var bætt við verðlaunum fyrir besta árangur í kvenna- og öldungaflokki án forgjafar. Kylfingar sem hafa notið miðnætursólar á Arctic Open í gegnum tíðina hafa komið víðsvegar af landinu og frá öllum heimshornum. Þeir ljúka allir sem einn lofsorði á skipulag mótsins sem er í raun fjögurra daga golfhátíð, 36 holu golf þar sem leikið er eftir Stableford punktakerfi. Sjálfir keppnisdagarnir eru tveir og spilaðar 18 holur hvorn þeirra. Sjá heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar. Mynd: Jón Óskar Ísleifsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/n1-motid-hefst-i-dag
N1 mótið hefst í dag N1 mótið í fótbolta hefst í dag klukkan 14 og er þetta þrítugasta N1 mótið sem er haldið. Alls taka 182 tvö lið þátt sem koma frá 38 félögum víðsvegar að af landinu. Þeir eru ófáir leikirnir sem spilaðir verða eða 741 leikur á fjórum dögum á 12 völlum. Til gamans má geta að það gera alls 25.935 mínútur af fótbolta. N1 mótinu lýkur með glæsilegu lokahófi á laugardagskvöldið í KA-heimilinu. Nánari upplýsingar um N1 mótið er að finna á heimasíðu þess og einnig á Facebooksíðu. N1 mótið 2016
https://www.akureyri.is/is/frettir/gildistaka-deiliskipulagsbreytinga-orlofsbyggd-nordan-kjarnalundar-og-kjarnaskogur-og-hamrar
Gildistaka deiliskipulagsbreytinga, orlofsbyggð norðan Kjarnalundar og Kjarnaskógur og Hamrar Breyting á deiliskipulagi Kjarnaskógar og Hamra. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 17. maí 2016 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Kjarnaskóg og Hamra. Breytingin felur m.a. í sér breytingu á bílastæðum við útivistarflötina Kjarnatún, byggingarreit fyrir salernisbyggingu ásamt breytingum á stígum í Kjarnaskógi. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi. Breyting á deiliskipulagi orlofsbyggðar norðan Kjarnalundar. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 17. maí 2016 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir orlofsbyggð norðan Kjarnalundar. Breytingin felur í sér að rotþró fyrir lóð nr. 2 verður sunnan svæðisins í stað þess að vera neðan við svæðið. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 18. maí 2016, Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B deild - Útgáfud.: 1. júní 2016
https://www.akureyri.is/is/frettir/mannlifid-i-midbaenum-a-akureyri
Mannlífið í miðbænum á Akureyri Vinnuhópur um takmörkun umferðar vélknúinna ökutækja um miðbæinn á Akureyri hefur lagt fram verklagsreglur sem voru samþykktar í bæjarstjórn 7. júní sl. Markmið reglanna er að auðga mannlífið í miðbænum, efla bæjarbraginn, auka öryggi gangandi vegfarenda og hvetja um leið bæjarbúa og gesti til að ganga og njóta útiveru. Einnig opnast með þessu auknir möguleikar á að nýta miðbæjarsvæðið fyrir alls kyns uppákomur sem trekkja að fólk og auka viðskipti í bænum. Sá hluti Hafnarstrætis sem í daglegu tali er kallaður göngugata, verður þar með raunveruleg göngugata fáeina daga í mánuði en verklagsreglurnar ná einnig til lokunar Listagilsins þegar stórar sýningar eru opnaðar þar. Byrjað verður að vinna eftir þessum reglum föstudaginn 1. júlí og er gert ráð fyrir að göngugatan verði einungis opin fyrir fótgangandi frá kl. 11-17 alla daga í júlí og fimmtudaga, föstudaga og laugardaga í ágúst. Listagilinu má einnig loka að hámarki fjórum sinnum í sumar frá kl. 14-17 á laugardögum þegar sýningar eru opnaðar eða aðrir listviðburðir eiga sér stað. Í haust verður reynslan af þessu fyrirkomulagi metin og verklagsreglurnar endurskoðaðar. Vörumóttaka er ætluð utan þessa tíma. Aðkoma fatlaðra að göngugötunni er norðan megin (frá Brekkugötu).
https://www.akureyri.is/is/frettir/vinabaejarmot-ungmenna-a-akureyri
Vinabæjarmót ungmenna á Akureyri Dagana 26. júní til 1. júlí er norrænt vinabæjarmót ungmenna haldið á Akureyri. Um árlegan viðburð er að ræða sem haldinn er til skiptis í norrænu vinabæjunum Ålesund í Noregi, Lahti í Finnlandi, Randers í Danmörku, Västerås í Svíþjóð og Akureyri. Sjötíu ungmenni á aldrinum 16-20 ára taka þátt í vinabæjarmótinu, auk þess sem stjórnmála- og embættismenn heimsækja bæinn. Það eru því ríflega 100 manns sem nú treysta vinaböndin á milli bæjarfélaganna og vinna saman. Ungmennin eru hingað komin til þess að fást við fjölbreytt verkefni og starfa í fjórum ólíkum smiðjum þar sem unnið er með sameiginlegt þema sem er "láttu það ganga" eða "pay it forward“. Þar kanna þau möguleika á því hvernig hægt er að forðast slæmar aðstæður og finna frið að nýju. Lokahátíðin fer fram föstudaginn 1. júlí kl. 17 í Hamraborg í Hofi þar sem ungmennin sýna afrakstur smiðjanna sem þau hafa unnið í undanfarna daga. Bæjarbúar eru hvattir til að koma og eru hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir. Við bjóðum þessa góðu gesti hjartanlega velkomna til Akureyrar og fylgjumst vel með framtaki þeirra næstu daga. Mynd: Þórgnýr Dýrfjörð.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarhlaupid-fer-fram-i-dag
Akureyrarhlaupið fer fram í dag Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa og Átaks hefst kl. 19.30 fimmtudaginn 30. júní. Vegalengdir eru við allra hæfi; 5 km, 10 km, ½ maraþon og boðhlaup. Það er Ungmennafélag Akureyrar sem skipuleggur hlaupið og hvetur félagið fjölskyldur til að fjölmenna saman,frábær hreyfing og skemmtun. Mikið verður af flottum útdráttarverðlaunum. Skráning á hlaup.is freklari upplýsingar á akureyrarhlaup.is og á Facebook.com/akureyrarhlaup
https://www.akureyri.is/is/frettir/brautskraning-visindaskola-unga-folksins
Brautskráning Vísindaskóla unga fólksins Námsval á háskólastigi verður fjölbreyttara með ári hverju og sá tími er löngu liðinn að valið standi um að verða lögfræðingur, læknir eða prestur. Vísindaskóli unga fólksins sem er nú starfræktur á hverju vori við Háskólann á Akureyri er meðal annars hugsaður til þess að gefa börnum innsýn í þessa fjölbreyttu flóru náms á háskólastigi. ”Ég frétti af einni stelpu í skólanum sem ætlaði að verða hjúkrunarfræðingur eða sjúkraflutningamaður eftir fyrsta daginn. Eftir næsta dag ætlaði hún að verða lögfræðingur eða fangavörður og eftir þriðja daginn fannst henni eðlisfræði mest spennandi. Og þannig viljum við einmitt hafa þetta. Dagskráin er nokkurs konar hlaðborð – þar sem allir fá að smakka á því sama – og þannig kynnist nemendur fögum sem þeir héldu kannski fyrirfram að þeir hefðu engan áhuga. Þessi kynning getur haft áhrif seinna þegar nemendur fara að velja sér fyrir alvöru nám og framtíðarstörf,” segir Sigrún Stefánsdóttir, skólastjóri Vísindaskóla unga fólksins. Alls 85 börn á aldrinum 11-14 ára luku námi frá Vísindaskólanum að þessu sinni. Nemendur voru að læra um réttindi barna og um muninn á góðu og illu. Um náttúruvísindi og tónfræðileg hugtök, þeir voru að læra um jörðina og loftslagsbreytingar, tölvur og fréttir, og síðast en ekki síst voru nemendur að læra margt um eigin líkama og heilsu. Vísindaskólinn hefur fengið mikilvægan stuðning frá samfélaginu, bæði í formi fjárframlaga og aðstoðar á ýmsan annan hátt en hugmyndin er að gera skólann að föstum lið í starfsemi HA í framtíðinni. Logi Már Einarsson Bæjarfulltrúi flutti ávarp. Mynd: Auðunn Níelsson. Mikil kátína var í útskriftarhópnum og stolt skein úr hverju andliti. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/velferdarstefna-til-kynningar
Velferðarstefna til kynningar Velferðarráð birtir til kynningar drög að Velferðarstefnu Akureyrar 2017-2021 og óskar eftir ábendingum og athugasemdum frá bæjarbúum, félagssamtökum og öðrum hagsmunaaðilum. Ábendingarnar skulu berast á tölvupóstfangið annalb@akureyri.is fyrir miðvikudaginn 10. ágúst. Allar ábendingar verða skoðaðar og skráðar í gögn stefnumótunarvinnunar. Um er að ræða fyrstu drög sem munu taka breytingum útfrá athugasemdum sem koma fram. Drög að Velferðarstefnu Akureyrar 2017-2021 (pdf) MYnd: María Helena Tryggvadóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sumartonleikar-i-akureyrarkirkju-3
Sumartónleikar í Akureyrarkirkju Sumartónleikar í Akureyrarkirkju hefjast í 30. sinn sunnudaginn 3. júlí nk kl. 17. Á fyrstu tónleikunum mun hinn frábæri ástralski kór The Choir of St Michael’s Grammar School koma fram. Þessi frábæri kór, sem kemur frá Melbourne, er skipaður 30 söngvurum á aldrinum 12-17 ára (15 stúlkur og 15 drengir). Þessir úrvalssöngvarar eru valdir úr hinum fjórum kórum St Michael's skólans. Kórinn er núna í sjöundu Evrópuferð sinni og hefur hann komið fram í mörgum af helstu tónleikastöðum Evrópu. Aðgangur að Sumartónleikum er ókeypis, en tekið er við frjálsum framlögum í lok tónleika Tónleikaröðin heldur svo áfram út júlímánuð. Næstu tónleikar: 10. júlí Lára fiðluleikari og Dawn Hardwick píanóleikari flytja keltneska tónlist 17. júlí Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona, Hilmar Örn Agnarsson orgelleikari og Elísabet Waage hörpuleikari flytja fjölbreytt sönglög. 24. júlí Þjóðlagadúettinn Funi, Bára Grímsdóttir og Chris Foster. Sumartonleikar i Akureyrarkirkju
https://www.akureyri.is/is/frettir/umhirda-baejarlandsins-1
Umhirða bæjarlandsins Á undanförnum árum hefur grasslætti í bæjarlandinu verið þannig háttað að flest öll grassvæði hafa verið slegin frá þrisvar til sex sinnum yfir sumarið. Í sumar verður dregið úr slætti á ákveðnum svæðum sem sjá má lituð á meðfylgjandi skjali. Önnur grassvæði verða með óbreyttri umhirðu. Skógarkerfill, lúpína og hvönn verða ekki slegin sérstaklega líkt og undanfarin sumur og kantar meðfram götum, til dæmis inn að Kjarnaskógi, verða ekki slegnir. Hér má sjá enn stærri útgáfu kortsins (pdf).
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-framkvaemdastjori-busetudeildar
Nýr framkvæmdastjóri búsetudeildar Jón Hrói Finnsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri búsetudeildar Akureyrarbæjar. Jón Hrói lauk meistaranámi í stjórnsýslufræðum frá Aarhus Universitet í Danmörku og hefur á undanförnum árum aflað sér góðrar reynslu af rekstri og stjórnun á vettvangi sveitarfélaga. Síðustu 15 mánuði hefur Jón Hrói starfað sem sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs Akraneskaupstaðar sem meðal annars felur í sér stjórnun þerra verkefna sem eru á hendi búsetudeildar. Á árunum 2010-2014 var hann sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps og þar áður þróunarstjóri Fjallabyggðar. Jón Hrói hefur gegnt ýmsum trúnaðar- og félagsstörfum, setið í stjórnum Gásakaupstaðar, Vaxtarsamnings Eyjafjarðar, siglingaklúbbsins Nökkva, SÍMEY, Minjasafnsins á Akureyri, Búseta í Reykjavík og verið varamaður í stjórn Eyþings. Jón Hrói Finnsson mun hefja störf um miðjan september. Velferðarráð Akureyrarbæjar þakkar öðrum umsækjendum fyrir áhugann á starfi hjá Akureyrarbæ. Jón Hrói Finnsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sumartonleikar-i-akureyrarkirkju-4
Sumartónleikar í Akureyrarkirkju Á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju sunnudaginn 10. júlí kl. 17 munu fiðluleikarinn Lára Sóley Jóhannsdóttir og píanistinn Dawn Hardwick flytja breska og íslenska tónlist. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Graham Fitkin, Edward Elgar, Jón Nordal og útsetningar Atla Heimis Sveinssonar á þekktum íslenskum sönglögum. Einnig verður flutt útsetning Láru Sóleyjar á Vornæturljóði Elísubetar Geirmundsdóttur og nýtt verk fyrir fiðlu og píanó eftir Láru verður frumflutt. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum í lok tónleika. Menningarsjóður Akureyrar og Veitingahúsið Strikið styrkja tónleikana. Samstarf Dawn og Láru Sóleyjar á rætur að rekja til námsára þeirra í Royal Welsh College of Music and Drama. Í sumar og haust hyggjast þær halda tónleika á Íslandi og í Bretlandi þar sem flutt verður íslensk og bresk tónlist og koma þær fram saman í fyrsta sinn á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju. Breski píanisti Dawn Hardwick er fædd í Wales. Hún hóf tónlistarnám sitt 6 ára gömul og 15 ára fékk hún inngöngu í Chetham School of Music. Þaðan lá leiðin í Royal Welsh College of Music and Drama og síðan í Royal College of Music í London. Dawn hefur margoft leikið einleik með sinfóníuhljómsveitum og unnið til fjölda verðlauna fyrir píanóleik sinn. Dawn kemur reglulega fram með London Philharmonic Orchestra, Ulster Orchestra og Royal Philharmonic Orchestra. Hún leikur einnig með tónlistarhópnum Piano Circus, en þar leika 6 píanistar saman og flytja nánast eingöngu nýja klassíska tónlist. Lára Sóley Jóhannsdóttir, fiðluleikari ólst upp á Húsavík og hóf þar tónlistarnám 6 ára gömul. Að lokinni útskrift frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2001 hélt Lára til framhaldsnáms í Bretlandi og útskrifaðist frá Royal Welsh College of Music and Drama árið 2006. Síðan þá hefur Lára starfað sem fiðluleikari og söngkona á Íslandi, auk þess sem hún hefur fengist við kennslu og verkefnastjórn. Lára gaf út plötuna Draumahöll árið 2015 og árið 2013 gaf nún út plötun Hjalti og Lára í samstarfi við eiginmann sinn. Lára hlaut listamannalaun til þriggja mánaða árið 2015 og var útnefndur Bæjarlistamaður Akureyrar 2015-2016. Lára hefur frá haustinu 2015 verið konsertmeistari hjá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Dawn Hardwick.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vilhelmina-tyllir-ser-i-hofi
Vilhelmína tyllir sér í Hofi Í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna árið 2015 var ákveðið að eingöngu kvenkyns bæjarfulltrúar og varabæjarfulltrúar sætu fund bæjarstjórnar Akureyrar hinn 16. júní það ár. Á fundinum var meðal annars samþykkt að kaupa listaverk til heiðurs Vilhelmínu Lever sem var fyrsta konan til að kjósa til sveitastjórnar á Íslandi árið 1863 og var það á Akureyri. Tillagan var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum og í framhaldinu var listakonan Aðalheiður S. Eysteinsdóttir fengin til verksins. Síðdegis í gær afhenti Aðalheiður bæjarbúum verkið við dálitla athöfn sem fram fór í Naustinu í Menningarhúsinu Hofi kl. 17. Um er að ræða skúlptúr úr timbri að hætti Aðalheiðar sem sýnir maddömu Vilhelmínu í fullri líkamsstærð sitjandi á bekk og við hlið hennar er eins konar kjörkassi. Kassinn verður notaður sem hugmyndabanki og er þess vænst að gestir og gangandi geti sett í hann skrifuð skilaboð með hugmyndum um skapandi verkefni sem gætu orðið konum til hagsbóta eða framdráttar með einhverjum hætti. Listakonan sjálf vígði verkið með því að skrifa hugmynd á blað og setja fyrsta miðann í kassann. Við athöfnina sagði Saga Jónsdóttir frá tilurð og vinnu við leikrit sitt Borgarinnan sem fjallar um Vilhelmínu og var sýnt hjá LA árið 2012, Silja Dögg Baldursdóttir formaður samfélags- og mannréttindaráðs sagði nokkur orð og Aðalheiður S. Eysteinsdóttir lýsti hugmyndum sínum við gerð verksins. Þórhildur Örvarsdóttir söng tvö lög við undirleik Skúla Gautasonar. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri flutti stutt ávarp og stýrði dagskránni. Vilhelmína fæddist 1. mars 1802. Hún var dóttir Hans Vilhelms Lever kaupmanns á Akureyri sem kenndi Akureyringum kartöflurækt og fyrri konu hans Þuríðar Sigfúsdóttur. Vilhelmína keypti lóð á Akureyri 1834 og byggði lítið hús og hóf þar verslun 1835. Hún var kölluð „borgarinna“ eða „höndlunarborgarinna.“ Árið 1846 seldi hún Þorsteini Daníelssyni verslunarhús sín og flutti út í Krossanes. Hún kom þó aftur til bæjarins 1852 og rak verslun og veitingasölu. Árið 1861 opnaði hún veitingasölu á Oddeyri og rak hana um árabil, var hún þá gjarnan kölluð „Vertshús-Mína“. Vilhelmína fær hin bestu eftirmæli og í Norðanfara segir 4. júlí 1879: Kona þessi var einkar vel gáfuð og í mörgu tilliti fágæt afbragskona, framkvæmdar- og starfssöm, veglynd og fús til hjálpar og velgjörðarmóðir margra fátækra og munaðarlausra. Í Norðlingi segir: Hún var einhver hin framkvæmdasamasta og duglegasta kona sinnar tíðar og hafði gott hjarta. Akureyrarbær öðlaðist kaupstaðarréttindi 1862 og skv. nýrri reglugerð var kosið til bæjarstjórnar 31. mars 1863. Skv. reglugerðinni höfðu kosningarétt allir fullmyndugir menn („alle fuldmyndige Mænd“) sem ekki voru hjú, höfðu verið búfastir í bænum síðasta árið og borguðu a.m.k. 2 ríkisdali í bæjargjöld. Vilhelmína féll undir öll þessi ákvæði og er efst á blaði á fyrstu síðu í kjörbókinni. Aftur kaus hún svo til bæjarstjórnar 3. jan. 1866. Í danska textanum átti orðið „Mænd“ örugglega að þýða karlmenn en vegna þess að í íslenska textanum stóð „menn“ en ekki „karlar“ fékk Vilhelmína að kjósa. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skogardagur-nordurlands-haldinn-i-kjarnaskogi
Skógardagur Norðurlands haldinn í Kjarnaskógi Skógardagur Norðurlands verður haldinn í Kjarnaskógi laugardaginn 9. júlí frá kl. 13-16. Hátíðin fer fram á Birkivelli, nýja grill- og leiksvæðinu sunnan við strandblakvellina og völundarhúsið. Á dagskránni verður boðið upp á fræðslu- og sögugöngur kl. 13.30 og 14.30,ratleik, ánamaðkafræðslu,lummur,popp yfir eldi,varðeldur og fleira skemmtilegt. Á skógardeginum verða einnig komin upp steinsteypt borðtennisborð í Kjarnaskógi, sem er gjöf Malar og sands til skógarins og er væntanlega nýjung í skógi á Íslandi. Á næsta ári verða 70 ár liðin frá því að fyrstu trén voru gróðursett í Kjarnaskógi. Á næsta ári verða 70 ár liðin frá því að fyrstu trén voru gróðursett í Kjarnaskógi. Svæðið er nú einhver fallegasti skógur landsins og rómað útivistarsvæði sem er mörgum öðrum fyrirmynd og innblástur. Hallgrímur Indriðason, skipulagsfulltrúi Skógræktarinnar, var lengi framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga í Kjarna og þekkir söguna vel. Hann fer með fólk í göngu á skógardeginum og fræðir um söguna og Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga leiðsegir í fræðslugöngu um merkt tré. Skógardagur Norðurlands
https://www.akureyri.is/is/frettir/mommur-og-moffins-leita-ad-nyjum-mommum-ommum-fraenkum-vinkonum-og-vinum
Viltu vera með í Mömmur og möffins? Mömmur og möffins leita að nýjum mömmum,ömmum,frænkum,vinkonum,pöbbum,öfum og vinum til að sjá um framkvæmdina. Viðburðurinn var fyrst haldinn um verslunarmannahelgi árið 2010 og hefur slegið í gegn enda einstakur í alla staði. Með sölu á gómsætum möffinskökum hefur verið safnað fyrir fæðingardeild og lyflækningardeild Sjúkrahússins á Akureyri og hafa fjárhæðirnar sem safnast hafa runnið í mjög svo þörf verkefni. Þeir sem hafa heimsótt Lystigarðinn á Akureyri um verslunarmannahelgi og tekið þátt í Mömmur og möffins með því að baka, styrkja eða gert hvoru tveggja, vita að um alveg einstakan viðburð er að ræða. Mömmur og möffins fór fyrst fram á fjölskylduhátíðinni Ein með öllu um verslunarmannahelgi árið 2010 hefur aldeilis slegið í gegn sem góðgerðarviðburður. Með sölu á gómsætum möffinskökum af öllum stærðum og gerðum hefur verið safnað fyrir fæðingardeild og lyflækningardeild Sjúkrahússins á Akureyri og hafa fjárhæðirnar sem safnast hafa komið sér afar vel. Það voru þær Auður Skúladóttir og Margrét Jónsdóttir sem áttu hugmyndina að Mömmur og möffins og sáu þær um framkvæmdina frá 2010-2013 ásamt fleira góðu fólki og árin 2014-2015 var Mömmur og möffins í umsjón vinahóps sem kallast Spaðmollurnar. Nú er svo komið að Mömmur og möffins leita að nýjum mömmum,ömmum,frænkum,vinkonum,pöbbum,öfum og vinum til að sjá um framkvæmdina í ár en það styttist óðum í verslunarmannahelgina þegar fram fara á Akureyri Íslensku sumarleikarnir. Ert þú hluti af hópi sem hefur áhuga á að fóstra þetta fallega,litríka og þakkláta verkefni? Ef svo er sendu þá skilaboð í gegnum Facebooksíðu Mömmur og möffins mommur og moffins
https://www.akureyri.is/is/frettir/deiliskipulag-menntaskolans-a-akureyri-og-adliggjandi-ibudarsvaeda-nidurstada-baejarrads
Deiliskipulag Menntaskólans á Akureyri og aðliggjandi íbúðarsvæða - Niðurstaða bæjarráðs Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 7. júlí 2016 samþykkt deiliskipulag Menntaskólans á Akureyri og aðliggjandi íbúðarsvæða, í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið afmarkast af Þórunnarstræti, Hrafnagilsstræti, Skólastíg, Eyrarlandsvegi, austurmörkum lóða við Barðstún og lóðarmörkum Menntaskólans á Akureyri til suðurs. Í deiliskipulaginu felst m.a. að afmarkaðir eru byggingarreitir fyrir viðbyggingar, lóðamörk skilgreind og breytingar á götum og gangstéttum. Tillagan var auglýst frá 11. maí til 22. júní 2016. Þrjár athugasemdir bárust sem leiddu til breytinga á skipulaginu. Byggingareitur fyrir bílskúr í Möðruvallastræti 3 er felldur niður og lóðalínu milli Eyrarlandsvegar 16 og 20 hnikað til. Hverfisvernd er sett á tvær húsaraðir og gert er ráð fyrir friðlýsingu tveggja húsa. Deiliskipulagið verður sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar, Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/hriseyjarhatid-um-helgina
Hríseyjarhátíð um helgina Hin árlega Hríseyjarhátíð fer fram um helgina. Núna síðdegis verður boðið upp á kaffi í görðum eyjarskeggja og farið í óvissuferðir fyrir alla aldurshópa. Á morgun, laugardag, verður þéttskipuð dagskrá frá kl. 13.00. Sjá nánar: Dagskrá Hríseyjarhátíðar 2016.
https://www.akureyri.is/is/frettir/styttist-i-setningu-listasumars
Styttist í setningu Listasumars Listasumar 2016 verður sett laugardaginn 16. júlí kl. 14 í Listagilinu á Akureyri. Gilið verður lokað fyrir bílaumferð og lagt undir lifandi tónlistarflutning, gjörninga, innsetningar og uppákomur af ólíku tagi. Kvennahljómsveitin Herðubreið hefur hljóðfæraleik kl. 14 í litríku umhverfi skrímslaskúlptúra. Risastórt listaverk verður strengt á milli Ketilhússins og Listasafnsins, kínversk listakona fremur matargjörning, ný málverk sópast um götuna í gangandi galleríi, ungir sem aldnir læra skapandi skrif, Ísland og Mexíkó sameinast í dansi og loks dettur allt í dúnalogn með þremur sónötum eftir J.S.Bach í Deiglunni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-i-tolum-1
Akureyri í tölum Fimmta útgáfa "Akureyri í tölum" er nú komin út. Tilgangur útgáfunnar er að veita kjörnum fulltrúum, starfsmönnum sem og bæjarbúum öllum innsýn inn í rekstur Akureyrarbæjar. Ákveðnir rekstrarþættir eru teknir fyrir í hverju tölublaði til að bera saman þróun milli tímabila en jafnframt eru í hverri útgáfu einstakir málaflokkar dregnir sérstaklega fram. Í þessari nýjustu útgáfu er fókusinn á framkvæmdamál, auk þess sem komið er inn á útköll slökkviliðs og fjölda starfa á vegum ríkisins á Akureyri. Akureyri í tölum má finna hér. Allar ábendingar, athugasemdir eða hugmyndir um ný efnistök eða umfjöllunarefni, eru sérstaklega vel þegnar og má senda þær á netfangið albertina@akureyri.is. Mynd: Anders Peter.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sumarhatid-vinnuskolans
Sumarhátíð vinnuskólans Vinnuskólanemar gerðu sér glaðan dag í Kjarnaskógi 7. júlí síðastliðinn. Það var ýmislegt brallað í skóginum fagra. Þar var keppt í strandblaki, stígvélasparki, kubb og þrautaboðhlaupum. Unglingarnir komu síðan á óvart með flottum danstöktum við vinnuskóladansinn sem Urður Frostadóttir samdi og kenndi þeim. Að lokum sáu Svavar Magnússon og Hermann Smelt um brekku/sléttusöng sem ómaði um svæðið öðrum gestum skógarins til mikillar ánægju. Að sjálfsögðu þurti að næra þessa flottu starfsmenn og var grillað pylsur ofaní framtíðar starfsmenn Íslands. Kíkið endilega á nýjar myndir frá starfi vinnuskólans á Facebooksíðu hans.
https://www.akureyri.is/is/frettir/25-listamenn-fra-5-thjodlondum-a-setningu-listasumars
25 listamenn frá 5 þjóðlöndum á setningu Listasumars Listasumar verður sett í Listagilinu kl. 14 á morgun, laugardaginn 16. júlí. Alls munu 25 listamenn frá 5 þjóðlöndum leggja hönd á plóginn með alls kyns uppákomum frá kl. 14-17. Gjörningar ramma inn setningarhátíðina, listrænar innsetningar og óvæntar uppákomur og veislunni lýkur síðan með háklassískum flutningi á þremur sónötum eftir J.S. Bach sem verður einnig eins konar gjörningur í samhengi við aðrar uppákomur í Gilinu. Kvennasveitin Herðubreið hefur leikinn kl. 14 með flutningi á poppi og rokki með sínu nefi. Sandra Rebekka opnar á sama tíma myndlistarsýningu í Mjólkurbúðinni og síðan fara gjörningarnir af stað einn af öðrum. Þóra Karlsdóttir sýnir gjörninginn „Saman saumaður“ fyrir utan vinnustofu sína, kínverska listakonan Bobby Pui fremur matargjörning í Deiglunni, Yuliane Palacois, Áki Sebastian og Jón Haukur stýra gjörningnum „Brúður og bein“ í sal Myndlistarfélagsins, Jónína Björg Helgadóttir gengur um bæinn, dregur með sér vagn og spjallar um listir við fólk, skoski listamaðurinn Thomas Abercromby sýnir risastórt myndverk sem strengt er á milli Listasafnsins og Ketilhússins, Brynhildur Kristinsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Jónborg Sigurðardóttir og Þóra Karlsdóttir opna sýninguna „Skrímslandi“ úti undir beru lofti í Gilinu, Steinunn Matthíasdóttir opnar ljósmyndasýningu í kirkjutröppunum, og Viktoría Blöndal og Atli Sigþórsson hefja Ritlistasmiðju sína í sal Myndlistarfélagsins fyrir unga jafnt sem aldna. Loks leika Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir og Brice Sailly þrjár sónötur eftir Bach í Deiglunni. Um kvöldið heldur Sniglabandið síðan tónleika á Græna hattinum. Dagskrá Listasumars er að finna á bæði íslensku og ensku á heimasíðunni www.listasumar.is. Jónborg Sigurðardóttir undirbýr sinn þátt í Skrímslandi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sendibref-tveggja-skalda
Sendibréf tveggja skálda Í gær, laugardaginn 16. júlí, voru 100 ár liðin frá fæðingu Kristjáns frá Djúpalæk og þá mátti loks opna pakka sem hefur að geyma sendibréf skáldanna Kristjáns frá Djúpalæk og Guðmundar Böðvarssonar til hvors annars en Kristján og Guðmundur voru pennavinir ævilangt. Aðalheiður Einarsdóttir, systir Kristjáns frá Djúpalæk, býr í hárri elli á Akureyri og hún sá um að opna pakkann með dyggri aðstoð Eiríks Björns Björgvinssonar bæjarstjóra í Héraðsskjalasafninu á Akureyri. Bréfin voru skrifuð á árunum 1943-1974 en Kristján færði Héraðsskjalasafninu á Akureyri þau til varðveislu árið 1979 og mælti svo fyrir að þau skyldu liggja innsigluð þar til á afmælisdegi hans 16. júlí 2016 þegar hann hefði orðið 100 ára. Kristján skrifaði í bréfi til safnsins: "Þau voru aldrei skrifuð með geymslu fyrir augum né öðrum ætluð. Þau kunna því að vera full af sleggjudómum um menn og málefni samtímans og má í fæstum tilfellum taka það mjög alvarlega. … Þegar leið á bréfasamband okkar fórum við að ræða um að bréfin skyldu geymd í allt að hálfa öld ef einhverjir skyldu þá hafa gaman af að sjá hvernig menn hugsuðu á þessum árum. Fjarlægð í tíma ætti þá og að vera orðin svo mikil að sársaukalaust sé öðrum mönnum." Næsta haust verður efnt til sérstakrar dagskrár til heiðurs skáldinu Kristjáni frá Djúpalæk á 100 ára afmælisári þess í samvinnu nokkurra menningarstofnana á Akureyri. Pakkinn opnaður. Aðalheiður Einarsdóttir, Aðalbjörg Sigmarsdóttir héraðsskjalavörður og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/auglyst-eftir-korlum
Auglýst eftir körlum Öldrunarheimili Akureyrarbæjar (ÖA) auglýsa nú sérstaklega eftir karlmönnum til umönnunarstarfa. Markmið ÖA er að leiðrétta ójafnt kynjahlutfall starfsmanna en karlkyns starfsmenn eru þar í miklum minnihluta. Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar og jafnréttisáætlun ÖA gerir ráð fyrir að sérstaklega sé unnið að því að jafna stöðu kynjanna innan starfsgreinar og að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- eða karlastörf. Í þessu skyni skuli gæta jafnræðis í ráðningum og einnig beita sértækum aðgerðum til að rétta kynjahalla í störfum. Á þessum forsendum er nú auglýst sérstaklega eftir körlum til starfa við ÖA. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, kveða jafnframt á um heimild til að auglýsa sérstaklega eftir öðru kyni í störf „ef tilgangur auglýsandans er að stuðla að jafnari kynjaskiptingu innan starfsgreinarinnar og skal það þá koma fram í auglýsingunni“. Auglýsinguna má sjá hér. MYnd: María Helena Tryggvadóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ungar-nordlenskar-konur-i-tonlist
Ungar norðlenskar konur í tónlist Fimmtudaginn 21. júlí fara fram aðrir tónleikarnir í sumartónleikaröð Norðlenskra kvenna í tónlist. Á tónleikunum kemur fram sönghópurinn Sónorus. Í hópnum eru fimm ungar konur frá Akureyri; Aldís Bergsveinsdóttir, Eva Laufey Eggertsdóttir, Kamilla Dóra Jónsdóttir, Sigrún Mary McCormick og Steinunn Atladóttir. Þær hafa sungið saman í rúm fjögur ár en hafa alltaf vitað af hver annarri og þekkst með einum hætti eða öðrum. Þær hafa komið fram á hinum ýmsu viðburðum á Akureyri og á þessum tónleikunum flytja þær blöndu af sínum uppáhalds lögum, bæði gömlum og nýjum. Tónleikaröðin Ungar norðlenskar konur í tónlist fer fram í Hlöðunni, Litla-Garði og hefjast tónleikarnir kl. 20.30. Miðasala fer fram við innganginn. Menningarsjóður Akureyrarbæjar styrkir tónleikaröðina og er hún haldin í samstarfi við Listasumar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-framkvaemdastjori-afe
Nýr framkvæmdastjóri AFE Sigmundur Einar Ófeigsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE). Hann var valinn úr hópi fjölmargra hæfra umsækjenda um starfið, en Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fráfarandi framkvæmdastjóri, sagði starfi sínu lausu í byrjun sumars. Sigmundur segist spenntur að kljást við nýjar áskoranir á nýjum sviðum. Hann hlakkar til að takast á við þau krefjandi verkefni sem öflugt starsfólk hefur unnið að síðustu misserin en mörg þeirra eru mikið hagsmunamál svæðisins. "Það er mikill styrkur fyrir svæðið að fá kraftmikinn einstakling til starfa við að halda áfram á lofti helstu baráttu- og hagsmunamálum svæðisins. Sigmundur býr að fjölbreyttri þekkingu á rekstrarumhverfi á svæðinu og hefur á mismunandi vettvangi tekið þátt á framfaramálum. Við hlökkum til samstarfsins“ segir Unnar Jónsson, stjórnarformaður AFE. Sigmundur hefur víðtæka reynslu af rekstri fyrirtækja. Hann hætti sem framkvæmdastjóri Norðlenska seinni hluta síðasta árs og hefur verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi síðan. Sigmundur er iðnrekstrarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri en hann útskrifaðist þaðan 1989. Hann hefur unnið sem stjórnandi rúma tvo áratugi. Sigmundur er kvæmtur Önnu Lilju Stefánsdóttur og eiga þau 17 ára son. Hann hefur verið þáttakandi í íþrótta og áhugamannastarfi svo sem stangveiði, skotveiði og nú síðustu 5 árin hefur Sigmundur verið formaður Golfklúbbs Akureyrar. Sigmundur hefur störf á haustmánuðum en fram að þeim tíma verður Þorvaldur Lúðvík til taks. Sigmundur Einar Ófeigsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/grimseyingurinn-fljugandi
Grímseyingurinn fljúgandi Sögulegur viðburður átti sér stað í gær þegar Garðar Alfreðsson flaug vél frá félaginu Circle Air frá Akureyri til Grímseyjar og lenti við heimskautsbaug. Flugið var sögulegt því Garðar er Grímseyingur í húð og hár og mun vera fyrsti grímseyski flugstjórinn sem flýgur þessa leið innan sveitarfélagsins Akureyrarkaupstaðar. Með í för voru fjórir farþegar frá Hollandi sem voru alsælir með ferðina til Grímseyjar. Úti í eyju smökkuðu þeir meðal annars lunda og saltfisk, fengu Heimskautaviðurkenningu og var síðan flogið aftur til Akureyrar undir léttu spjalli Garðars. Circle Air er nýtt fyrirtæki í ferðaþjónustu með höfuðstöðvar á Akureyri. Garðar lengst til vinstri og með honum Hollendingarnir fljúgandi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/midaldadagar-a-gasum-3
Miðaldadagar á Gásum Miðaldadagar á Gásum voru haldnir um síðustu helgi. Vel á annað þúsund manns sóttu hátíðina heim og nutu þess að kynnast miðaldalífinu á þessum forna verslunarstað. Brennisteinsvinnsla, eldsmíði, kaðalgerð, kolagerð og vattarsaumur var meðal þess sem gestir staðarins gátu fræðst um ásamt húsakosti á Gásum og fornleifasvæðinu sjálfu. Oft sló í brýnu hjá þungvopnuðum bardagamönnum og Grettir Ásmundarson sagði frá ævi sinni og afrekum. Þjófar voru settir í gapastokkinn og gestir grýttu þá eggjum. Gestir gátu einnig prófað að skjóta af boga og einnig fengu Gásverjar aðstoð margra gesti við kaðalgerð. Gásir, sem standa við ósa Hörgár um 11 km norðan Akureyrar, voru ein mikilvægasta inn- og útflutningshöfn Íslendinga á miðöldum og er staðarins víða getið í fornum ritum, t.d Sturlungu og Íslendingasögum. Viðskipti munu hafa verið mikil og einnig er sagt frá deilumálum og öldrykkju. Tóftir búðanna, sem og kirkjunnar og kirkjugarðsins, sem þarna stóðu eru nú friðlýstar fornminjar. Minjasvæðið, sem er um 14.000 m2, er vel sýnilegt þar sem það stendur við ósa Hörgár, en ósarnir eru á náttúruminjaskrá og því tvinnast þarna saman menning og náttúra. Mynd: Hörður Geirsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ertu-med-goda-hugmynd-fyrir-akureyrarvoku-2
Ertu með góða hugmynd fyrir Akureyrarvöku? Landsbankinn styrkir skemmtilega og frumlega viðburði á Akureyrarvöku 2016 sem haldin verður dagana 26. - 27. ágúst nk. Umsóknarfrestur til 29. júlí. Styrkveitingin er samstarf Akureyrarstofu og Landsbankans sem hefur verið bakhjarl Akureyrarvöku um árabil. Þema Akureyrarvöku í ár er "Leika, skoða, skapa". Veittir verða átta 50.000 kr. styrkir til einstaklinga og hópa sem vilja skipuleggja fjölbreytta og áhugaverða viðburði á Akureyrarvöku. Horft er sérstaklega til viðburða sem gætu átt sér stað á Ráðhústorgi og í miðbænum. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 29. júlí. Í umsókninni þurfa að koma fram upplýsingar um umsækjanda, heiti viðburðar, kostnaðaráætlun, nafn tengiliðar, kennitala, sími og ítarleg lýsing á viðburði. Umsóknir skal senda á netfangið akureyrarvaka@akureyri.is. Nánari upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnastjóri viðburða og menningarmála á Akureyrarstofu (huldasif@akureyri.is). Frá Akureyrarvöku 2015. Mynd: Ragnar Hólm.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hullafjor-a-akureyri
Húllafjör á Akureyri Húlladúllan svokallaða verður á Eiðsvelli á Akureyri frá klukkan 17–19 mánudaginn 25. júlí með heila hrúgu af húllahringjum. Hún verður með litla krakkahringi, hringi fyrir fullorðna og nokkra risahringi fyrir sérstaklega hávaxna byrjendur. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta á Eiðsvöll, grípa hring og Húlladúllan gengur á milli og leiðbeinir þátttakendum út frá getustigi. Húllafjörið og kennslan er ókeypis en þátttakendur mega gjarnan leggja nokkra aura í þar til gerða söfnunarkrukku svo Húlladúllan geti sett bensín á bílinn og haldið áfram að slá upp húllafjöri. Húlladúllan er einnig sérlega lagin við að búa til góða húllahringi og þeir sem vilja eignast slíka geta keypt þá hjá henni eða pantað hring við hæfi. Það geta allir lært að húlla. Komið og prófið á Eiðsvelli mánudaginn 25. júlí frá kl. 17-19. Facebooksíða viðburðarins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/innrasin-fra-olafsfirdi
Innrásin frá Ólafsfirði Listasumar á Akureyri heldur áfram um helgina með tónaflóði, myndlistarsýningum og alls kyns uppákomum. Lokatónleikar listasmiðjunnar Stelpur rokka verða haldnir í Rósenborg kl. 17 á morgun, föstudaginn 22. júlí og þá um kvöldið halda Nýdanskir tónleika á Græna hattinum. Á laugardaginn opnar Heiðdís Hólm sýningu í sýningarrýminu Kaktus undir yfirskriftinni „Það kom ekkert“ en það er fyrsta einkasýning hennar fyrir utan þá sem hún var með í ísskáp síðasta sumar og kl. 15 heldur Sunna Friðþjónsdóttir tónleika í Sal Myndlistarfélagsins en Sunna hefur undanfarið einbeitt sér að eigin tónsmíðum þar sem söngrödd hennar fær að njóta sín í deymandi söngstefjum með flæðandi píanóstuðningi og ljóðrænum texta. Innrás frá Ólafsfirði verður gerð í Deigluna á laugardaginn en þar verða sýndar fjórar stuttmyndir frá listafólki sem dvelur í Artista listamannabústaðnum á Ólafsfirði. Einnig er vert að minna á að í næstu viku hefst stuttmyndasmiðja fyrir 6-8 ára krakka sem listakonan Freyja Reynisdóttir stýrir. Skrifað verður einfalt handrit að stuttmynd sem krakkarnir leika í, leikstýra og spinna áfram undir dyggri stjórn Freyju. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið listasumar@akureyri.is. Heiðdís Hólm.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fritt-a-tonleika-med-stelpunum
Frítt á tónleika með stelpunum Stelpur rokka á Norðurlandi í samstarfi við Ungmennahúsið Rósenborg og Listasumar á Akureyri, halda lokatónleika Rokksumarbúða fyrir 12-16 ára stelpur og transkrakka í Rósenborg klukkan 17 í dag. Undirbúningur hefur staðið alla þessa viku. Frítt er inn á tónleikana en þar koma fram tvö ný bönd sem spila frumsamda tónlist. Fólk er hvatt til að mæta og halda uppi góðri stemningu. Hér eru á ferðinni ótrúlega flottar upprennandi tónlistarkonur sem eru margar að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni. Starf Stelpur rokka á Norðurland árið 2016 er styrkt af Akureyrarstofu, Uppbyggingarsjóði Norðurlands Eystra og Uppbyggingarsjóði Norðurlands Vestra, auk þess sem Bakaríið við brúna, Hamborgarafabrikan og Dominos hafa styrkt starfið með því að gefa veitingar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/stuttmyndasmidja-fyrir-krakka
Stuttmyndasmiðja fyrir krakka Stuttmyndasmiðja fyrir krakka á aldrinum 6-8 ára er hluti af Listasumri 2016. Hún stendur í þrjá daga frá kl. 11-15 og hefst mánudaginn 25. júlí. Smiðjan fer fram í Sal Myndlistarfélagsins og krakkarnir vinna saman að því að skapa einfalt handrit að stuttmynd sem þau síðan leikstýra, leika og spinna undir umsjá Freyju Reynisdóttur. Þátttökugjald er aðeins 5.000 kr. og ennþá eru laus pláss. Skráið krakkann með því að senda netfang á listasumar@akureyri.is. Búum til bíó!
https://www.akureyri.is/is/frettir/drusluganga-a-akureyri-3
Drusluganga á Akureyri Drusluganga verður farin á Akureyri á morgun, laugardaginn 23. júlí, og hefst kl. 14. Gengið verður frá Akureyrarkirkju og niður á Ráðhústorg. Meginmarkmið druslugöngunnar er að losa þolendur undan skömminni sem kynferðislegt ofbeldi skilur eftir sig og skila henni þangað sem hún á heima, hjá gerendum. Barist er gegn orðræðu sem gefur til kynna að kynferðislegt ofbeldi geti verið, eða sé nokkurn tíman, þolenda þess að kenna. Sú er nefnilega aldrei raunin. Fólk er hvatt til að sýna samstöðu, taka afstöðu og ganga druslugönguna saman. Druslugangan í fyrra.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sumarleikarnir-na-hamarki-um-verslo
Sumarleikarnir ná hámarki um versló Sumarleikarnir standa nú yfir á Akureyri en þeir hófust með Hjólreiðahelgi Greifans um síðustu helgi. Á morgun hefst alþjóðleg mótaröð unglinga í golfi á Jaðarsvelli með keppendum víðsvegar að úr heiminum og um sjálfa verslunarmannahelgina verða fjölbreytilegir íþróttaviðburðir um allan bæ og skemmtidagskrá í Skátagilinu á föstudags- og laugardagskvöld. Sumarleikunum lýkur með Sparitónleikum á leikhúsflötinni við Samkomuhúsið á sunnudagskvöld. Gestir Sumarleikanna geta tekið þátt í fjallahlaupi, hjólamóti, fjallabruni á hjólum, skemmtiskokki, crossfit ofurleikum, fjallgöngum og þríþraut UFA svo eitthvað sé nefnt. Hljómsveitir, listamenn og skemmtikraftar sem fram koma á Akureyri um verslunarmannahelgina eru Skítamórall, María Ólafs, Gréta Salóme, Dúndurfréttir, Úlfur Úlfur, Made in Sveitin, Páll Óskar, Hvanndalsbræður, Dóri KÁ-AKÁ, Lína Langsokkur, Einar Mikael, Glowie og Shady. Myllumerki helgarinnar eru #sumarleikarnir og #versloAK. Heimasíða Sumarleikanna er www.sumarleikar.is og hér er dagskráin. Crossfit er á meðal þess sem í boði er á Sumarleikunum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/oskalagatonleikar-i-akureyrarkirkju-1
Óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju Eyþór Ingi Jónsson og Óskar Pétursson halda Óskalagatónleika í Akureyrarkirkju um verslunarmannahelgina, nánar tiltekið föstudaginn 29. júlí kl. 20. Þeir segjast hafa svo gaman af þessum tónleikum sjálfir að þeir geti ekki hætt, jafnvel þótt "Óskar sé eiginlega orðinn allt of gamall til að halda tónleika", eins og segir í tilkynningu frá þeim félögum. Lofað er léttu andrúmslofti, gríni og fjölbreyttri tónlist. Tónleikagestir velja lögin af lista með tæplega 300 lögum. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega og hafa með sér 2.000 krónur í aðgangseyri. Eyþór, Óskar og full kirkja af ánægðum tónleikagestum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/soleyjar-og-oskalog
Sóleyjar og óskalög Hver viðburðurinn rekur annan á Listasumri á Akureyri. Húsfreyjan í Davíðshúsi, Valgerður H. Bjarnadóttir, stýrir dagskrá í þessu vinalega húsi kl. 16 á fimmtudaginn undir yfirskriftinni „Allar gáttir opnar: Hugsjónin í lífi og verkum Davíðs“. Frá kl. 15-17 á föstudagin býður Ós pressan til bókmenntaviðburðar á Amtsbókasafninu þar sem kynnast má nokkrum af skáldum af yngri kynslóðinni og skoða Orðlistasýninguna „We are Ós / Þetta er Us“. Fram koma Ewa Marcinek, Elena Ilkova og Anna Valdís Kro. Þá um kvöldið, klukkan 20, halda Eyþór Ingi Jónsson og Óskar Pétursson Óskalagatónleika í Akureyrarkirkju. Gestir geta valið lög af 300 laga lista og verða þau flutt undanbragðalaust af þeim tvímenningum. Mjög góður rómur hefur verið gerður af þessum tónleikum þeirra félaga. Á laugardag kl. 14 opnar Helga Sigríður Valdemarsdóttir sýningu á nýjum málverkum í Mjólkurbúðinni. Sýningin ber titilinn „Sóley“ og um hana segir Helga Sigríður: „Áhugi minn á íslenskum lækningajurtum varð til þess að ég ákvað að nota þær sem viðfangsefni sýningar minnar og þá aðallega vegna litar og forms. Brennisóley varð að þessu sinni fyrir valinu vegna gula litarins. Guli litur sóleyarinnar skreytir græn tún landsins, fellur vel að björtum bláum sumarhimni og lífgar upp gráa rigningardaga. Þetta tignarlega en viðkvæma blóm lifir villt í íslenskri náttúru og birtist sem kraftmikið og litríkt blóm verkum mínum“. Á sama tíma verður opnuð sýning í Kaktus á teikningum, málverkum og innsetningum sem átta krakkar í Skapandi sumarstörfum á vegum Akureyrarbæjar hafa unnið í sumar. Ólafsfirðingar halda áfram innrás sinni í Deiglunni þann sama dag kl. 15 með „Ólafsfjörður Impressions no 2“. Og það er nóg um að vera á hinum geysivinsæla tónleikastað Græna hattinum um helgina. Þar koma fram hljómsveitirnar Dúndurfréttir, Killer Queen og Skítamórall á þrennum tónleikum. Helga Sigríður Valdemarsdóttir sýnir í Mjólkurbúðinni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gildistaka-deiliskipulagsbreytinga-fyrir-drottningarbrautarreit-innbaeinn-og-hagahverfi
Gildistaka deiliskipulagsbreytinga, Drottningarbrautarreitur, Innbærinn og Hagahverfi Breyting á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti þann 7. júní 2016 deiliskipulagsbreytingu fyrir Drottningarbrautarreit. Breytingin nær til Hafnarstrætis 80 og aðliggjandi gatna og felur m.a. í sér að á lóðinni hækkar nýtingarhlutfallið úr 1,80 í 2,02 og er hótelherbergjum fjölgað. Ekki er gerð krafa um bílakjallara en 20 bílastæði skulu vera innan lóðar. Breytingar eru gerðar á aðliggjandi götum og bílastæðum. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi. Breyting á deiliskipulagi Innbæjarins. Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar samþykkti þann 7. júlí 2016 deiliskipulagsbreytingu fyrir Innbæinn. Breytingin felur í sér að á lóð Aðalstrætis 4 eru heimilaðar 3 hótelíbúðir. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi. Breyting á deiliskipulagi Hagahverfis. Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar samþykkti þann 7. júlí 2016 deiliskipulagsbreytingu fyrir Hagahverfi vegna Nonnahaga 2. Breytingin felur í sér að lóð nr. 2 við Nonnahaga og byggingarreitur lóðarinnar stækka lítillega til suðurs. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 8. júlí 2016, Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B deild - Útgáfud.: 8. júlí 2016
https://www.akureyri.is/is/frettir/klippikort-i-thjonustuanddyri
Klippikort í þjónustuanddyri Fasteignaeigendur eru minntir á klippikortin sem fást afhent í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar að Geislagötu 9 og á skrifstofu Gámaþjónustu Norðurlands við Hlíðarvelli. Hver fasteignaeigandi getur fengið afhent eitt kort árlega gegn framvísun skilríkja og veitir það aðgang að gámasvæðinu við Réttarhvamm og losunar á allt að 4 m³ af gjaldskyldum heimilisúrgangi. Leigjendur íbúðarhúsnæðis verða að nálgast kort hjá leigusala eða kaupa sér kort í þjónustuanddyrinu. Það borgar sig að flokka þann úrgang sem til fellur og skila á réttan stað. Með því verndum við umhverfið og stöndum að málum á sem hagkvæmastan hátt.Megnið af því sem skilað er inn á gámasvæðið er endurnýtt með einum eða öðrum hætti og breytist því úr úrgangi í verðmæti. Fyrir skil á slíkum úrgangi þarf ekki að greiða. En sumt þarfnast kostnaðarsamrar meðhöndlunar og í þeim tilvikum þarf að borga. Það er mjög mikilvægt að flokka rétt því þannig komum við í veg fyrir sóun verðmæta og tryggjum að fólk greiði aðeins þegar við á. Mynd: Auðunn Nielsson
https://www.akureyri.is/is/frettir/raudur-baer
Rauður bær Nú er verslunarmannahelgin að skella á og litur helgarinnar er rauður! Bæjarbúar eru hvattir til að taka þátt í að klæða bæinn í búning fyrir hátíðina. Markmiðið er að bærinn verði rauður í samræmi við hjartað sem hefur sett svip sinn á bæinn. Rauðar seríur, rautt skraut eða eitthvað rautt og fallegt við hús bæjarins, látið hugmyndaflugið endilega ráða! Setjum hjartað á réttan stað, tökum saman höndum og skreytum bæinn rauðan, sköpum stemningu og sýnum að þetta er hátíð okkar allra. Best skreytta húsið getur unnið 50.000 kr. gjafakörfu frá Nettó auk þess sem dómnefnd velur best skreyttu götuna og í verðlaun verður grillkjötspakki að verðmæti 100 þúsund í boði Goða. Í dómnefnd eru: Hilda Jana, framamær Akureyrar Sigga Lund, fjölhæfa fjölmiðladrottningin Raggi í JMJ, skreytingarkóngur bæjarins Til að eiga möguleika á að vinna til verðlauna sjá nánari upplýsingar á: http://www.icelandsummergames.com/is/rautt Mynd: Linda Óladóttir
https://www.akureyri.is/is/frettir/skutur-vid-hof
Skútur við Hof Fjórar seglskútur lögðu að bryggju við Hof í gærkvöld. Skúturnar taka þátt í keppninni "World ARC – Around the World Rally" sem byrjaði og endar á Sankti Lúsíu í Karíbahafinu. Skúturnar fjórar eru frá Hollandi, Skotlandi, Svíþjóð og Íslandi. Á íslensku skútunni Huga eru hjónin Kristófer Oliversson og Svanfríður Jónsdóttir og á sænsku skútunni Ayama eru hjónin Stefan Berg og Anna Þorvaldsdóttir en Anna er frá Akureyri. Skúturnar verða hér a.m.k. fram á laugardag. Hægt er að sjá siglingaleið Huga og Ayama sem fylgjast að á slóðinni https://my.yb.tl/Hugur. Mynd: María H. Tryggvadóttir
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagskra-verslunarmannahelgarinnar
Dagskrá Verslunarmannahelgarinnar Mikið verður um að vera um helgina á Akureyri. Sumarleikarnir ná hámarki með allskonar hreyfingu fyrir keppnisfólk á besta aldri auk þess sem skemmtanir fyrir alla fjölskylduna verða í boð, fjölbreyttir tónleikar og menningarviðburðir. Föstudagsfílingur, tónleikar frá kl. 20.00 til 22.00, koma helginni af stað en þar koma fram Dúndurfréttir, Aron Óskar og Gréta Salóme svo eitthvað sé nefnt. Laugardagurinn verður fjölbreyttari en áður hefur verið þar sem Sportvers Ofurleikarnir verða haldnir í fyrsta skipti á flötinni neðan við Samkomuhúsið. Þar þreytir fólk þrautir utandyra í anda Crossfit. Á svæðinu er einnig braut fyrir þá sem vilja fá að komast í smá keppni án þess að þurfa að standa í hraustasta fólki Akureyrar. Fleiri viðburði má finna á http://www.icelandsummergames.com. Barnaskemmtun er svo um miðjan daginn frá kl. 14.00 þar sem Lína Langsokkur, Einar Mikael og Páll Óskar stíga á stokk. Kvöldið endar á glæsilegri tónleikadagskrá í miðbæ Akureyrar sem stendur frá kl. 20.30. Þar koma fram Made in Sveitin, Killer Queen með Magna, María Ólafs og fleiri. Sunnudagur er lokasprettur Sumarleikanna. Þríþraut Íslensku Sumarleikanna verður haldin, "Kirkjutröppu Townhill" á fjallahjólum verður á sínum stað þar sem bestu fjallahjólakapparnir landsins takast á í einu skemmtilegasta móti helgarinnar. Sparitónleikar verða haldnir neðan við Samkomuhúsið þar sem fyrstu Sumarleika meistararnir verða krýndir og glæsileg tónlistaratriði eins og Glowie, Skítamórall, Úlfur Úlfur, Kött Grá Pje og Stórsveit Hvanndalsbræðra stígur á stokk, jafnvel bætist við ein systir. Kvöldinu lýkur síðan með flugeldasýningu og smábátar bæjarins lita Pollinn rauðan. Til að auðvelda gestum og heimafólki að finna bílastæði á miðbæjarsvæðinu um helgina má sjá aðgengileg bílastæði á meðfylgjandi korti.
https://www.akureyri.is/is/frettir/umsoknarfrestur-vegna-verkefna-a-akureyrarvoku-framlengdur
Umsóknarfrestur vegna verkefna á Akureyrarvöku framlengdur Umsóknarfrestur til að sækja um vegna verkefna á Akureyrarvöku hefur verið framlengdur til 6. ágúst en það er Landsbankinn sem styrkir skemmtilega og frumlega viðburði á Akureyrarvöku 2016 sem haldin verður dagana 26. - 27. ágúst nk. Styrkveitingin er samstarf Akureyrarstofu og Landsbankans sem hefur verið bakhjarl Akureyrarvöku um árabil. Þema Akureyrarvöku í ár er "Leika, skoða, skapa". Veittir verða átta 50.000 kr. styrkir til einstaklinga og hópa sem vilja skipuleggja fjölbreytta og áhugaverða viðburði á Akureyrarvöku. Horft er sérstaklega til viðburða sem gætu átt sér stað á Ráðhústorgi og í miðbænum. Umsóknarfrestur hefur sem fyrr segir verið framlengdur til laugardagsins 6. ágúst. Í umsókninni þurfa að koma fram upplýsingar um umsækjanda, heiti viðburðar, kostnaðaráætlun, nafn tengiliðar, kennitala, sími og ítarleg lýsing á viðburði. Umsóknir skal senda á netfangið akureyrarvaka@akureyri.is. Nánari upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnastjóri viðburða og menningarmála á Akureyrarstofu (huldasif@akureyri.is). Akureyrarvaka 2015. Mynd Ragnar Hólm
https://www.akureyri.is/is/frettir/islensku-sumarleikarnir-tokust-med-mikilli-prydi
Íslensku sumarleikarnir tókust með mikilli prýði Íslensku sumarleikarnir fóru í fyrsta skipti fram á Akureyri um verslunarmannahelgina en þeir tóku við af fjölskylduhátíðinni Ein með öllu. Hátíðin tókst með mikilli prýði þó gestir hefðu mátt vera fleiri en langtíma veðurspá var hátíðinni ekki í vil. Það rættist þó svo um munaði úr veðrinu og sólin lét sjá sig. Meðal viðburða sem fram fóru voru tónleikar í Skátagilinu, skemmtifjallaskokk á Hömrum, þríþraut við Hrafnagil, Pabbar og pönnsur og Kirkjutröppu Town Hill þar sem keppnisfólk í fjallahjólreiðamennsku sýndi listir sínar. Fjölsóttur markaður var haldinn á Ráðhústorgi og á Glerártorgi fór fram hæfileikakeppni fyrir ungt fólk. Íslensku sumarleikarnir enduðu svo í blíðviðri á Sparitónleikum á Samkomuhúsflötinni á sunnudagskvöld og voru þeir vel sóttir. Fram kom glæsilegt úrval tónlistarfólks og punkturinn yfir i-ið á Sumarleikunum var glæsileg flugeldasýningu og bátar á Pollinum kveiktu á neyðarblysum svo að hann glóði í rauðum bjarma. Hátíðin fór að öllu leyti vel fram og gestir Sumarleikanna voru til fyrirmyndar. Skipuleggjendur Íslensku sumarleikanna þakka öllum fyrir komuna og hlakka til að hefjast handa við að undirbúa viðburðinn á næsta ári. Hér að neðan má sjá myndir sem teknar voru um helgina og má birta þær allar. Pabbar og pönnsur ásamt hæfileikakeppni ungafólksins: https://1drv.ms/f/s!ApcAMWffENgPjkwe8zEC0j8djZyH Kirkjutröppu townhill: https://1drv.ms/f/s!ApcAMWffENgPjmHN2BbWWGdY_Esu Sparitónleikar: https://1drv.ms/f/s!ApcAMWffENgPjxYwt1AR5ERNvO3c
https://www.akureyri.is/is/frettir/listaverkefnid-rot2016-hefst-a-laugardaginn
Listaverkefnið RÓT2016 hefst á laugardaginn Á laugardaginn hefst á Listasumri listaverkefnið RÓT2016 í Listagilinu á Akureyri. Þetta er í þriðja sinn sem RÓT fer fram en þá hittast sjö hópar listafólks á 15 daga tímabili og er unnið meðal annars á sviði myndlistar, tónlistar, leiklistar, ritlistar og kvikmyndalistar. Listgreinum er blandað saman á áhugaverðan og skapandi hátt. Hóparnir skapa óútreiknanleg verk sem eru upphugsuð að morgni og framkvæmd og fullunnin á einum degi. Þannig verður til mikil orka og líf í Listagilinu og áhersla verður lögð á að vera úti og vera áberandi, íbúum og ferðamönnum til ánægju. Fyrir þátttakendur er verkefnið bæði spennandi og krefjandi, þeir vinna undir mikilli tímapressu sem reynir á samstarfshæfni og skapandi hugsun. Verkefnið er opið eftir hádegi laugardaga, þriðjudaga og fimmtudaga á tímabilinu 6. - 20. ágúst. Einnig hægt að fylgjast með verkefninu á samfélagsmiðlum s.s. Facebook og heimasíðu þess rot-project.com
https://www.akureyri.is/is/frettir/handverkshatid-og-landbunadarsyning-ad-hrafnagili-hefst-i-dag
Handverkshátíð og landbúnaðarsýning að Hrafnagili hefst í dag Það verður án efa glatt á hjalla og margt um manninn á Handverkshátíðinni og landbúnaðarsýningunni að Hrafnagili sem opnar í dag og verður fram á sunnudag. Forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson og eiginkona hans Eliza Reid heimsækja hátíðina á morgun og verða þar um hádegisbil. Hátíðin, sem nú er haldin í 24. sinn er að venju fjölbreytt þar sem handverksfólk alls staðar að af landinu sýnir handverk sitt en um sölusýningu er að ræða. Að þessu sinni er einnig landbúnaðarsýning á Hrafnagili og því ljóst að allir fjölskyldumeðlimir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á sýningarsvæðinu. Teymt verður undir börnum alla dagana, húsdýr verða til sýnis auk þess sem boðið verður upp á listasmiðju fyrir börn á laugardaginn. Þá er hið rómaða kaffihús ungmennafélagsins Samherja og björgunarsveitarinnar Dalbjargar á sínum stað. Veðurspáin fyrir helgina er góð og því upplagt að fá sér bíltúr inn í Eyjafjörð um helgina.
https://www.akureyri.is/is/frettir/styttist-i-fiskidaginn-mikla-i-dalvikurbyggd
Styttist í Fiskidaginn mikla í Dalvíkurbyggð Dalvíkingar taka brosandi á móti gestum sínum á laugardaginn þegar fram fer Fiskidagurinn mikli. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskykduna á hafnarsvæðinu frá kl. 11-17, þar sem fiskverkendur og fleiri framtakssamir í byggðarlaginu bjóða, með hjálp góðra styrktaraðila, landsmönnum öllum upp á dýrindis fiskrétti. Matseðillinn breytist ár frá ári þó er ávallt boðið upp á ákveðna vinsæla rétti. Á laugardagskvöld verða stórtónleikar í boði Samherja þar sem fram koma fjöldi tónlistarmanna og kvöldið endar á risaflugeldasýningu. Á föstudagskvöld bjóða íbúar byggðalagsins gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum. Á föstudaginn er einnig árlegur viðburður á sviði við Dalvíkurkirkju. Þar verður tónlist, skemmtun, vináttukeðjuræðan og risaknús í lokin til að leggja línurnar fyrir helgina. Nánari dagskrá Fiskidagsins mikla er að finna á heimasíðu viðburðarins. Einnig er hægt að fylgjast með á Facebooksíðu Fiskidagsins. Fiskidagurinn.Mynd af heimasiðu viðburðarins
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolbreytt-framundan-a-listasumri-a-akureyri
Fjölbreytt framundan á Listasumri á Akureyri Listasumar á Akureyri heldur áfram og framundan eru virkilega áhugaverðir og fjölbreyttir viðburðir. Allar gáttir er viðburðaröð sem Valgerður H. Bjarnadóttir leiðir í Davíðshúsi. Davíð er skáld ástarinnar og elskar heitt og einlæglega, oft blítt og barnslega, en stundum er ástin full dulúðar, djúp, tryllt og jafnvel tortímandi. Valgerður fær til sín góða gesti í sumar og í dag fimmtudaginn 4. ágúst munu þær Þórhildur Örvarsdóttir söngkona og Helga Kvam tónlistarkona leika og syngja nokkur lög kl. 16. Á laugardaginn kl 14 mun Jóhanna Friðfinnsdóttir opna sýningu með leirskúlptúrum og sem ber yfirskriftina Fuglar og form. Jóhanna dvelur oft í Hrísey þar sem náttúran er henni hugleikin, ekki síst rjúpan sem vappar um frjáls og friðuð en hún varð Jóhönnu innblástur í leirlistinni. Byggði hún upp form rjúpunnar í mismunandi stærðum og þróaði út frá því mismunandi skúlptúra. Sýningin er í Sal Myndlistafélagsins í Listagilinu og stendur yfir 6. - 14. ágúst. Einnig á laugardaginn mun Anja Teske opna sýningu í Mjólkurbúðinni kl 14. Anja er þýskur ljósmyndari og dvelur í Gestavinnustofu Gilfélagsins. Þema sýningarinnar er „Perspectives“. Sýningin stendur til 14. ágúst. Listaverkefnið RÓT 2016 hefst á laugardaginn og er það nú haldið í þriðja sinn. Sjö hópar listamanna hittast á 15 daga tímabili og skapa verk sem eru upphugsuð að morgni og framkvæmd og fullunnin á einum degi. Þetta skapar mikil orku og líf í Listagilinu og verður lögð áhersla á að vera úti og vera áberandi, íbúum og ferðamönnum til ánægju. Fyrir þátttakendur er verkefnið bæði spennandi og krefjandi, þeir vinna undir mikilli tímapressu sem reynir á samstarfshæfni og skapandi hugsun. Hægt er að skyggnast inn í ferli verkefnisins frá kl 13 – 17 þessa umræddu daga. (http://rot-project.com/dagur-5--day-5) Á mánudaginn hefst svo þriðja listasmiðja Listasumars en þá munu þær Jónborg Sigurðardóttir og Brynhildur Kristinsdóttir leiða börn í gegnum heim endurvinnslulista. Listasumar stendur fyrir fernum Listasmiðjum í sumar og síðar í mánuðinum verður raftónlistarsmiðja en meira um hana síðar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kertafleyting-vid-minjasafnstjornina-1
Kertafleyting við Minjasafnstjörnina Þriðjudaginn 9. ágúst kl. 22 verður kertafleyting við Minjasafnstjörnina á Akureyri til minningar um þá sem fórust þegar kjarnorkusprengjum var varpað á Hiroshima og Nagasaki árið 1945. Jóhann Ásmundsson flytur hugvekju við athöfnina og kerti verða til reiðu á staðnum. Kertum var í fyrsta sinn fleytt hér á landi árið 1985 til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárásanna. Þriðjudaginn 9. ágúst verður einnig kertafleyting við Tjörnina í Reykjavík. Jóhann Ásmundsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/laumulistasamsteypan-utvarpar-fra-hrisey-10-16-agust
Laumulistasamsteypan útvarpar frá Hrísey 10.-16. ágúst Laumulistasamsteypan er breytilegur hópur sem kemur saman árlega í Hrísey og vinnur að uppákomu. Undanfarin tvö ár hefur samsteypan staðið annars vegar fyrir blautri sýningu í fiskvinnsluhúsi og hins vegar göngu- og gjörningaleiðangri um eyjuna með tónleikum, njósnörum og hvísli. Í ár er Laumulistasamsteypan orðin að útvarpstöð og enginn veit hvað verður á dagsskrá! Tólf tón- og myndlistarmenn munu leggja saman lendar sínar og miðla mögulega hljóðverkum, óhljóðum, búkhljóðum, töluðu máli, morgunstundum og bollaleggingum. Samsteypan mun hljóðvarpa í Hrísey, dagana 10.-16. ágúst, á tíðninni 105,9, en einnig verður hægt að hlusta á Laumulistasamsteypuna á heimasíðunni www.laumulistasamsteypan.com í formi hlaðvarps. Þátttakendur í Laumulistasamsteypunni 2016 eru: Gunnar Örn Egilsson,Una Björg Magnúsdóttir,Minne Kersten,Kristján Guðjónsson,Logi Leó Gunnarsson,Bergur Thomas Anderson,Arna María Kristjánsdóttir,Helena Aðalsteinsdóttir,Sjoerd van Leuuwen,Gunnar Gunnsteinsson,Natasha Taylor og Ásgerður Birna Björnsdóttir. Augljóst útvarp, uppskeruhátíð samsteypunnar, verður 16. ágúst og þá eru allir velkomnir í eyjuna að útvarpa með hópnum. Dans og gleði. Nóg er af tjaldstæðum og ávallt heitt á könnunni. Hrisey
https://www.akureyri.is/is/frettir/sidustu-tonleikarnir-i-sumartonleikarod-nordlenskra-kvenna-i-tonlist
Síðustu tónleikarnir í sumartónleikaröð Norðlenskra kvenna í tónlist Fimmtudaginn 11. ágúst fara fram þriðju og jafnframt síðustu tónleikarnir í sumartónleikaröð Norðlenskra kvenna í tónlist. Á tónleikunum kemur fram söngkonan Marína Ósk ásamt bassaleikaranum Stefáni Gunnarssyni og öðrum góðum gestum. Dúettinn hefur áður spilað saman opinberlega en mætir hér í fyrsta sinn með tónleikalangt prógram. Efnisskráin inniheldur þekkt lög sem þau hafa útsett fyrir rödd og bassa og spannar tímalínu allt frá Duran Duran til Justin Bieber. Marína Ósk hefur síðastliðin 3 ár verið búsett í Amsterdam þar sem hún lærir djass söng en á sumrin hefur leiðin legið beinustu leið heim til Akureyrar. Tónleikarnir fara fram í Hlöðunni, Litla-Garði og hefjast kl. 20.30. Miðasala fer fram við innganginn. Menningarsjóður Akureyrarbæjar styrkir tónleikaröðina og er hún haldin í samstarfivið Listasumar. Marína Ósk Þórólfsdóttir
https://www.akureyri.is/is/frettir/vertu-med-a-akureyrarvoku
Vertu með á Akureyrarvöku! Akureyrarvaka, sem er afmælishátíð Akureyrarbæjar fer fram 26.-27. ágúst og er þemað í ár Leika-Skoða-Skapa. Undirbúningur er í fullum gangi og má búast við afar skemmtilegum viðburði. Þeir sem hafa áhuga á að vera með viðburð í auglýstri dagskrá sem dreift verður eru hvattir til að senda línu í netfangið akureyrarvaka@akureyri.is Akureyrarvaka er sem fyrr sett í Lystigarðinum á föstudagskvöldinu í upplýstum og rómantískum garðinum og endar með Friðarvöku í Gilinu á laugardagskvöld þar sem gestir sameinast í fallegri stund eftir að hafa notið þáttarins Gestir út um allt sem sjá mátti fyrir nokkrum árum á sviði í Hofi en fer nú á svið og verður útvarpað og sjónvarpað í samvinnu N4 og RÚV. Þar munu Margrét Blöndal,Felix Bergsson og hljómsveit hússins taka á móti góðum gestum af einstakri gestrisni. Lifandi Listagil verður með opnunum sýninga, veggmálun og ýmislegu skemmtilegu og uppátækjasömu. Vísindasetrið í Rósenborg verður á sínum stað þar sem m.a. Ævar vísindamaður tekur á móti ungum sem öldnum. Á Ráðhústorgi verður dagskrá með tónlist og ýmiskonar hreyfingu og í Landsbankanum verður m.a. jazzbandið Tusk með Pálma Gunnarsson í fararbroddi. Í göngugötunni verður flóamarkaðsstemmning þar sem allir eru velkomnir að taka þátt. Þetta er aðeins brotabrot af dagskránni en hún mun birtast á www.visitakureyri.is og á Facebooksíðu Akureyrarvöku. Einnig er hægt að fylgast með Akureyrarvöku á Instagram með myllumerkinu #Akureyrarvaka og á Snapchat. Skipulagning Akureyrarvöku er á vegum Akureyrarstofu í samvinnu við stofnanir bæjarins og fjölda listamanna,félaga og fyrirtækja. Svo ekki sé nú minnst á íbúa bæjarins sem hvattir eru til þátttöku. Vertu með á Akureyrarvöku
https://www.akureyri.is/is/frettir/skraning-hafin-a-haustonn-leiklistarskola-leikfelags-akureyrar
Skráning hafin á haustönn Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar (LLA) hefur opnað fyrir skráningu á haustönn skólans. Skráningu lýkur miðvikudaginn 7. september. Haustnámskeiðið er ætlað börnum og unglingum í 3. - 10. bekk grunnskóla. Skipt verður í hópa eftir reynslu og aldri. Eldri hóparnir eru einu sinni í viku í 90 mín í senn en yngsti hópurinn er 60 mín í senn. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti. Kennsla hefst mánudaginn 5. september hjá nemendum í 5.-10. bekk og miðvikudaginn 7. september hjá nemendum í 3. og 4. bekk. Eldri hópurinn verður á mánudögum kl 16 og kl. 17. 30 en yngri hópurinn á miðvikudögum kl. 16:15. Kennslan fer fram í Hofi. Um miðbik annar verður foreldrum og forráðamönnum boðið að kíkja í tíma en haustönninni lýkur með kynningu eða sýningu í vikunni 7. - 11. nóvember og þá er tímasókn jafnan aukin. Skólagjaldið er 30.000 kr. fyrir elstu tvo hópanna en 25.000 kr. fyrir yngsta hópinn. Það er 50% systkinaafsláttur og hægt er að nota frístundastyrkinn í LLA. Hér getur þú skráð þig. Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar hefur verið starfandi frá því árið 2009. Um 75 nemendur sækja skólann á hverju misseri og hafa margir hverjir verið með frá upphafi. Markmið skólans er að gefa ungu fólki tækifæri til að þroska og þróa aðferðir til að beisla sköpunarkraft sinn og beina honum í listrænan farveg. Skólinn leggur áherslu á sviðslistir í sinni víðustu merkingu. Nú á haustönn verður lagt upp með sköpun með uppsprettu í tónlist, umhverfi, hlutum og rými. Kennarar námskeiðsins eru þær Berglind Jónsdóttir og Hrafndís Bára Einarsdóttir. Berglind er leikari og útskrifaðist frá Leiklistarskólanum Holberg í Kaupmannahöfn 2008. Hún hefur kennt áður við skólann við góðan orðstír. Hrafndís Bára útskrifaðist með leiklistargráðu árið 2010. Hrafndís Bára er nýr kennari hjá skólanum en hún hefur unnið að ýmsum verkefnum í leiklist en þó aðallega leikstjórn. Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar
https://www.akureyri.is/is/frettir/listasumar-um-helgina
Listasumar um helgina Það er nóg um að vera í listalífi bæjarins um helgina. Hljómsveitin Agent Fresco spilar eins og enginn sé morgundagurinn á Græna hattinum í kvöld, föstudagskvöld, og á morgun, laugardag, verður myndlistin allsráðandi í Gilinu og miðbænum. Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir listakona verður með "Umbúðalaust Gjörningakvöld" í Deiglunni á laugardagskvöldið kl. 21-23. Umbúðalaust Gjörningakvöld er hugsað sem vettvangur fyrir nýjar hugmyndir, tilraunir, mistök og síðast en ekki síst töfrana sem skapast við nándina og augnablikið sem kemur aldrei aftur. Listamenn sem koma fram eru Bobby Pui frá Hong Kong, Yuliana Palacios frá Mexíkó, Freyja Reynisdóttir og Örnólfur Hlynur. Á laugardag opnar Lilý Erla Adamsdóttir sýninguna "Skógur/Wildwood" í Flóru kl. 14. Um er að ræða innsetningu á smáverkum. Lilý er fædd árið 1985. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2011 með BA gráðu í myndlist. Árið 2014 fékk hún diplóma í textíl frá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Haustið 2014 færði hún sig yfir til Svíþjóðar þar sem hún lauk meistaragráðu í textíl við Textilhögskolan i Borås. Hún hefur tekið þátt í sýningum og verkefnum, hér á landi og erlendis. Listaverkefnið RÓT er opið almenningi á laugardag frá kl. 13-17. Rót er samstarfsverkefni þar sem listamenn koma saman og skapa. Hver dagur byrjar á hugmyndavinnu þar sem allar hugmyndir eru ræddar og síðan er unnið út frá því. Rót er góður grundvöllur fyrir listamenn sem vilja fara út fyrir eigin þægindaramma og kanna nýja hluti. Á sunnudaginn verða tónleikar í Hlöðunni við Litla Garð kl 17. Fram kemur hljómsveitin La Maye Trío sem sérhæfir sig í suður-amerískri þjóðlagatónlist og hefur verið mjög virk í tónlistarsenunni í Barcelona undanfarin 15 ár. Aðgangseyrir er 2.000 kr. Boðið verður upp á tónlistarferðalag í um Suður-Ameríku og farið yfir tónlistararf Kúbu, Kólumbíu, Venezuela, Perú, Chile, Argengtínu og Brasilíu. Tónlistarmennirnir, sem eru allir með gráðu í tónlist og hafa mikla sviðsreynslu, munu spila á ýmis suður-amerísk hljóðfæri auk þess að syngja á frummáli. Einnig verður rætt um menningu og tónlist heimsálfunnar. Umbúðalaust.
https://www.akureyri.is/is/frettir/samningar-vid-ithrottafelogin-1
Samningar við íþróttafélögin Í síðustu viku framlengdi Akureyrarbær rekstrar- og samstarfssamninga við íþróttafélögin Þór og KA. Rekstrarsamningarnir gera félögunum kleift að sjá um rekstur og starfsemi íþróttamannvirkja Akureyrarbæjar á sínum félagssvæðum líkt mörg undanfarin ár. Samningarnir sem voru undirritaðir í síðustu viku gilda út árið 2018. Á meðfylgjandi myndum er Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri ásamt Árna Óðinssyni formanni Þórs annars vegar og með Hrefnu Torfadóttur formanni KA hins vegar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/raftonlistarsmidja-a-listasumri
Raftónlistarsmiðja á Listasumri Fimmtudaginn 18. ágúst kl. 17 hefst raftónlistarsmiðja í Sal Myndlistafélagsins í Listagilinu. Haraldur Örn Haraldsson tónlistarmaður mun kenna byrjendum grunnatriði í raftónlist. Kjörið fyrir krakka frá 14 ára aldri og alla áhugasama. Námskeiðið er ókeypis. "Ableton live" er forrit sem opnaði nýjan heim fyrir Haraldi og hann vill bera út boðskapinn. Skráið ykkur með því að senda póst á netfangið listasumar@akureyri.is eða í síma 663 2848. Laugardagskvöldið 20. ágúst endar smiðjan með tónleikum í Hlöðunni í Litla-Garði þar sem Haraldur Örn, Jóhann Baldur og fleiri ungir raftónlistarmenn stíga á stokk með frumsamda tónlist. Haraldur Örn Haraldsson smiðjustjóri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gildistaka-deiliskipulagsbreytinga-rangarvellir-byggingarreitur-fyrir-spennistod-og-innbaerinn-adalstraet-66
Gildistaka deiliskipulagsbreytinga, Rangárvellir, byggingarreitur fyrir spennistöð og Innbærinn, Aðalstræt 66 Breyting á deiliskipulagi Rangárvalla. Skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar hefur þann 10. ágúst 2016 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Rangárvelli. Breytingin felur í sér að á lóð Norðurorku er gerður nýr byggingarreitur fyrir spennistöð. Breyting á deiliskipulagi Innbæjarins. Skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar hefur þann 10. ágúst 2016 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Innbæinn. Breytingin felur í sér að á lóð nr. 66 við Aðalstræti hækkar nýtingarhlutfall úr 0,086 í 0,17. Deiliskipulagstillögurnar hafa hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þær þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 11. ágúst 2016, Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B deild - Útgáfud.: 12. ágúst 2016
https://www.akureyri.is/is/frettir/david-stefansson-billy-joel-og-grieg
Davíð Stefánsson, Billy Joel og Grieg Listasumar á Akureyri heldur áfram og í dag, fimmtudaginn 18. ágúst, verður sérstök dagskrá um þátt Matthíasar Jochumssonar í lífi Davíðs Stefánssonar í Davíðshúsi klukkan 16. Í dag hefst einnig raftónlistarsmiðja Haraldar Arnar í Sal Myndlistarfélagsins en smiðjan er ókeypis og hentar krökkum frá 14 ára aldri. Tríóið Hrafnaspark verður síðan með tónleika í kvöld á Græna hattinum og býður fjölbreytta dagskrá sem spannar allt frá Billy Joel til Edvards Grieg. Á morgun, föstudaginn 19. ágúst kl. 19, verður opnuð samsýning fjölþjóðlegu listamannanna Jónínu Mjallar Þormóðsdóttur, Ingrid Elsa Maria Ogenstedt og Arne Rawe í Kaktus, kjallara Listasafnsins á Akureyri og um kvöldið heldur hljómsveitin Á móti sól 20 ára afmælistónleika á Græna hattinum. Á laugardaginn hefst sýning á ljósmyndum Þjóðverjans Anja Teske í Deiglunni og þann sama dag opnar Berþór Morthens sýningu á nýjum verkum sínum í Mjólkurbúðinni. Á laugardagskvöld stíga hinir einu sönnu Hvanndalsbræður á stokk á Græna hattinum og bjóða tónlist, töfrabrögð og gamanmál. Jónína Mjöll Þormóðsdóttir og Ingrid Elsa Maria Ogenstedt.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarvaka-nalgast
Akureyrarvaka nálgast Akureyrarvaka verður haldin um þarnæstu helgi, 26.-27. ágúst. Þemað er að þessu sinni "leika, skoða, skapa" og er fólk hvatt til að gera einkennisstafi hátíðarinnar að forsíðumynd sinni á Facebook. Hægt er að velja um marga skrautlega bókstafi sem hver um sig lýsir sköpun af einhverju tagi. Kíktu á stafina HÉR og veldu einn til að vera forsíðumyndin þín. Margir fastir liðir sem notið hafa ómældra vinsælda verða á dagskrá hátíðarinnar, svo sem Vísindasetrið í Rósenborg, Draugaslóðin í Innbænum, Lifandi Listagil og Rökkurró í Lystigarðinum. Af öðrum dagskrárliðum má nefna flug, siglingar, myndlist, ljóð, lúðrablástur, djass, dans, húllafjör, ljósmyndir og Friðarvöku í Gilinu. Á laugardagskvöldið verður bein sjónvarps- og útvarpssending úr Gilinu í samstarfi RÚV, N4, Akureyrarstofu og Exton. Byrjað verður á gamla góða útvarpsþættinum "Með grátt í vöngum" þegar Gestur Einar Jónasson spjallar og leikur rokk og ról eins og honum er einum lagið. Þátturinn verður sendur út frá Gilinu frá kl. 17 á Rás 2 og N4. Klukkan 20.05 hefst á sviði bein sjónvarpssútsending á RÚV og N4 sem einnig verður útvarpað á Rás 2. Þá verður á dagskrá þátturinn "Gestir út um allt" undir stjórn Margrétar Blöndal og Felix Bergssonar sem njóta fulltingis hljómsveitar Hjörleifs Arnar Jónssonar þegar tekið verður á móti góðum gestum. Friðarvaka í kirkjutröppum Akureyrarkirkju hefst svo þegar líður á þáttinn og tröppurnar fyllast af fallegum friðarkertum. Dagskránni í Gilinu lýkur með Gilsöng sem Ingó Veðurguð stjórnar af sinni alkunnu snilld. Fylgstu með Akureyrarvöku á Visitakureyri.is, Facebooksíðunni "Akureyrarvaka" og á Instragram #akureyrarvaka. Einn af einkennisstöfum Akureyrarvöku.
https://www.akureyri.is/is/frettir/innan-vid-2000-kr-fra-reykjavik-til-akureyrar
Innan við 2.000 kr. frá Reykjavík til Akureyrar Ómar Ragnarsson kom á vespunni sinni Létta til Akureyrar kl. 15 í dag en hann lagði af stað frá Reykjavík kl. 9 í morgun. Ferðalagið tók hann því rétt um sex klst. en hann þurfti að næra sig og taka eldsneyti á leiðinni og var því aðeins um fimm klst. á ferðinni. Og það sem meira er, eyðslan var um 2,4 lítrar á klst. og kostaði ferðin því innan við 2.000 kr. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri tók á móti Ómari á Ráðhústorgi og sagði Ómar að þessi ferðamáti gæti talist umtalsverð kjarabót fyrir hressa eldri borgara sem hefðu oft ekki úr miklu að spila, auk þess að vera innlegg í umræðuna um vistvænan ferðamáta. Ómar hreppti gott veður á leiðinni en lenti í talsverðri rigningu í Húnavatnssýslum sem kom þó ekki að sök. Hann sagðist ekki vera viss um hvort hann ætti að fara aftur suður sömu leið eða velja jafnvel að fara austur og suður fyrir land. Ómar Ragnarsson og Eiríkur Björn í blíðviðrinu á Ráðhústorgi í dag.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skolastarfid-ad-hefjast
Skólastarfið að hefjast Starfið í grunnskólum bæjarins hefst á mánudaginn með skólasetningu, kynningu á skólastarfinu og viðtölum við nemendur og foreldra þeirra. Kennsla hefst síðan yfirleitt á þriðjudag en sums staðar á miðvikudag samkvæmt stundarskrá. Grunnskólar Akureyrarbæjar eru 10 og nemendur sem hefja nám núna um 2.650, þar af eru tæplega 300 að hefja grunnskólagönguna. Nánari upplýsingar um hvenær nemendur eiga að mæta til skólasetningar eru á heimasíðum skólanna. Þar á einnig að vera hægt að finna upplýsingar um hvenær almenn kennsla hefst og innkaupalista fyrir einstakar bekkjardeildir. Af skólunum sjö á Akureyri er Brekkuskóli fjölmennastur með u.þ.b. 500 nemendur og Oddeyrarskóli fámennastur með tæplega 200 nemendur. Fámennustu skólarnir eru Grímseyjarskóli með 5 nemendur í 1.–8. bekk og Hríseyjarskóli með 15 nemendur í 1.–10. bekk. Þá er rekinn sérskóli, Hlíðarskóli, fyrir u.þ.b. 20 nemendur. Akureyri. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/puslmarkadur-i-amtsbokasafninu-a-akureyrarvoku
Púslmarkaður í Amtsbókasafninu á Akureyrarvöku Einn að viðburðum Akureyrarvöku er púslmarkaður á Amtsbókasafninu og því upplagt að skipta gömlu púslunum út og fá ný og spennandi púsl að kljást við. Þú kemur með eitt, tvö eða þrjú púsl og tekur önnur í staðinn. Þér er líka velkomið að gefa púsluspil án þess að taka annað í staðinn. Það er tekið á móti öllum spilum, hefðbundnum, wasgij spilunum og barnapúsluspilum. Það eina sem verður að hafa í huga er að ekki vanti neina kubba í spilin. Byrjað verður að taka á móti púsluspilunum í dag mánudaginn 22. ágúst. En, athugið að sjálf skiptin fara eingöngu fram á Akureyrarvöku á milli klukkan 13-17! púslmynd
https://www.akureyri.is/is/frettir/afhending-styrkja-fra-landsbankanum-vegna-akureyrarvoku
Afhending styrkja frá Landsbankanum vegna Akureyrarvöku Landsbankinn og Akureyrarvaka hafa átt í farsælu samstarfi og Landbankinn verið einn að helstu bakhjörlum hátíðarinnar. Í ár líkt og síðustu ár var auglýst eftir umsóknum um styrki vegna viðburða og styrkþegar tóku á móti viðurkenningarskjali í síðustu viku. Verkefni þessa árs eru fjölbreytt líkt og áður en jazz og ljósmyndir koma sterkt inn. Verkefnin sem hlutu styrk eru ljósmynda- og sögusýningin „Heimsókn til Smára“ en þar sýnir myndlistarkonan Dagbjört Brynja Harðardóttir Tveiten ljósmyndir og ákveðna sögu sem fylgir myndunum. Sýning verður í gluggum Eymundsson. Önnur ljósmyndasýning sem fékk styrk ber yfirskriftina „Rétt eða rangt“ og þar sýna fimm ljósmyndarar sem hafa unnið saman síðustu tíu ár. Þetta eru þau Andri Thorsteinsson, Daníel Starrason, Helga Kvam, Magnús Andersen og Völundur Jónsson. Sýninguna má sjá á Ráðhústorgi 7. Hljómsveitin JazzAk-3 og tónlistarmaðurinn Dimitrios Theodoropoulos eru einnig styrkhafar og mun bandið og Dimitri flytja þekkta jazzstandara á Ráðhústorgi. Verkefnið Húllafjör fékk styrk en þar mun Unnur María Bergsveinsdóttir kenna öllum áhugasömum, jafnt ungum sem öldnum að húlla. Fyrir utan verkefnin sem upp eru talin hér að ofan er Landsbankinn styrktaraðili skemmtilegrar danskennnslu sem verður í höndum þeirra Evu Reykjalín og Guðrúnar Huldar frá Steps dancecenter og Listahlaupafélag Skautafélags Akureyrar verður með einfalda andlitsmálningu, þar sem ungviðinu gefst kostur á að vera litla kisur,fiðrildi,blóm og fleira. Á myndinni með fréttinni má sjá frá vinstri: Arnar Pál Guðmundsson útibússtjóra Landsbankans á Akureyri, Völund Jónsson, Dagbjörtu Brynju Harðardóttur Tveiten, Theodór Haraldsson og Dimitrios Theodoropoulos. Afhending styrka Landsbankans vegna Akureyrarvöku
https://www.akureyri.is/is/frettir/gildistaka-deiliskipulagsbreytingar-breyting-a-deiliskipulagi-drottningarbrautarreits-hafnarstraeti-71
Gildistaka deiliskipulagsbreytingar, Breyting á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits, Hafnarstræti 71. Breyting á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits, Hafnarstræti 71. Skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar hefur þann 29. júní 2016 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Hafnarstræti 71. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér breytingar á þaki á húsi nr. 71 við Hafnarstræti. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 3. ágúst 2016, Margrét Mazmanian Róbertsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B deild - Útgáfud.: 18. ágúst 2016
https://www.akureyri.is/is/frettir/gildistaka-deiliskipulagsbreytingar-dalsbraut-1h
Gildistaka deiliskipulagsbreytingar, Dalsbraut 1H Skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar hefur þann 22. júní 2016 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir verksmiðjusvæðið á Gleráreyrum. Breytingin felur í sér að byggingarreitur er stækkaður ásamt breytingum á þaki fyrir hús nr. 1H við Dalsbraut. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi. Auglýsing þessi kemur í stað auglýsingar nr. 636/2016 sem fellur úr gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 28. júlí 2016, Margrét Mazmanian Róbertsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B deild - Útgáfud.: 15. ágúst 2016
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarvaka-er-um-naestu-helgi
Akureyrarvaka er um næstu helgi Akureyrarvaka fer fram á föstudag og laugardag. Hátíðin verður sett í Lystigarðinum á föstudagskvöld þar sem koma meðal annars fram hljómsveitin Herðubreið, kammerkórinn Hymnodía og Karlakór Akureyrar-Geysir. Að því loknu hefst Draugaslóð í Innbænum. Þá eru öll götuljós slökkt í elsta hluta bæjarins og púkar og forynjur fara á stjá til að skjóta fólki skelk í bringu. Hápunktur Akureyrarvöku er á laugardagskvöld þegar skemmtidagskráin „Gestir út um allt“ verður send út beint í Sjónvarpinu, N4 og Rás 2. Þar taka Margrét Blöndal og Felix Bergsson á móti góðum gestum sem taka lagið og sprella með áhorfendum. Meðal gesta eru Jakob Frímann Magnússon, Hera Björk Þórhallsdóttir og Jónas Sigurðsson. Hátt í þúsund kertaljós verða tendruð í kirkjutröppunum á Friðarvöku og Ingó veðurguð slær botninn í kvölddagskrána með samsöng í Listagilinu. Allan laugardaginn verður þéttofin dagskrá vítt og breitt um bæinn. Um hádegisbil standa hverfisnefndir bæjarins fyrir grill og samveru í hverfunum og í Menningarhúsinu Hofi verður spurningaleikur með veglegum verðlaunum. Ævar vísindamaður verður einn af þeim sem halda uppi fjörinu á Vísindasetri í Rósenborg en dagskráin þar hefur mælst afar vel fyrir hjá unga fólkinu. Klukkan tvö býður AkureyrarAkademían til „samtals um hamingjuna“ í Hlöðunni við Litla-Garð nærri flugvellinum. Þar ræða Edda Björgvinsdóttir og Gunnar Hersveinn um margar og ólíkar hliðar hamingjunnar sem allir þrá að höndla. Prúðbúið fólk hjólar saman um bæinn í svokallaðri Tweed Ride og leggur upp í ferðina frá Akureyrarkirkju. Tónleikar, markaðsstemning og alls kyns uppákomur verða síðan um allan miðbæinn, í Listagilinu og á Ráðhústorginu fram undir kvöld þegar dagskráin hefst í Listagilinu, fyrst með útsendingu þáttarins „Með grátt í vöngum“ þar sem Gestur Einar ræður ríkjum og síðan með skemmtidagskránni „Gestir út um allt“ eins og áður er getið. Dagskrá Akureyrarvöku í heild verður borin út á hvert heimili í Eyjafirði og er einnig að finna á www.visitakureyri.is. Þema Akureyrarvöku er að þessu sinni „leika, skoða, skapa“ og er fólk hvatt til að gera einkennisstafi hátíðarinnar að forsíðumynd sinni á Facebook. Hægt er að velja um marga skrautlega bókstafi sem hver um sig lýsir sköpun af einhverju tagi. Bókstafina er að finna á Facebooksíðu Akureyrarvöku. Fylgstu með Akureyrarvöku á Visitakureyri.is, Facebooksíðunni "Akureyrarvaka" og á Instragram #akureyrarvaka. Máttarstólpar og samstarfsaðilar Akureyrarvöku eru: Samskip, Landsbankinn, Exton, Flugfélag Íslands, Verkfræðistofan Efla, Norðurorka, RÚV, N4, IceWear, Bautinn, Icelandair Hotel, AmmaGuesthouse, Háskólinn á Akureyri, Slippfélagið, Plastiðjan-Bjarg, Matur og mörk, Ölgerðin, Vodafone, Útgerðarfélag Akureyringa, Toys r us, MS og fjöldi annarra sem leggja hönd á plóg. Frá Akureyrarvöku 2015. Mynd: Ragnar Hólm.
https://www.akureyri.is/is/frettir/logreglunamid-til-akureyrar
Lögreglunámið til Akureyrar Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri vegna kennslu- og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða. Ákveðið var að fela Ríkiskaupum að annast auglýsingu um val á framkvæmdaraðila og halda utan um matsferlið. Skilafrestur þátttökutilkynninga var 22. júlí 2016 og bárust gögn frá fjórum aðilum: Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum á Bifröst og Háskólanum í Reykjavík. Umsókn Háskólans á Bifröst uppfyllti ekki hæfiskröfu um viðurkenningu til kennslu í sálfræði. Ráðherra skipaði þann 20. júlí sl. matsnefnd um lögreglunám á háskólastigi sem fékk það hlutverk að fara yfir innsend gögn. Niðurstaða matsnefndar var að þrír umsækjendur væru hæfir til að taka við kennslu- og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða. Innbyrðis skipting stigafjölda þeirra umsækjenda sem uppfylltu lágmarksskilyrði var eftirfarandi: Háskóli Íslands 128 stig af 135 Háskólinn á Akureyri 116 stig af 135 Háskólinn í Reykjavík 110 stig af 135 Ráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri um kennslu- og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða í samræmi við ákvæði 21. gr. laga um háskóla. Að mati ráðherra uppfyllti Háskólinn á Akureyri mjög vel þær kröfur sem gerðar eru um gæði náms og aðbúnað til lögreglumenntunar. Þá telur ráðherra aðstæður við HA til þess fallnar að gera nemendum af landinu öllu kleift að leggja stund á lögreglunámi. Að auki er með þessari ákvörðun skotið styrkari stoðum undir fjölbreytta starfsemi Háskólans á Akureyri. Lögreglumenn á 17. júní hátíðarhöldum í Lystigarðinum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gunnar-kr-i-listasafninu
Gunnar Kr. í Listasafninu Á Akureyrarvöku, laugardaginn 27. ágúst kl. 15, opnar Gunnar Kr. sýninguna Formsins vegna í Listasafninu á Akureyri. Myndlist Gunnars Kr. einkennist af slagkrafti og þunga sem birtist með fjölbreyttum hætti. Hann hefur t.d. teiknað biksvartar blýsólir og logskorið stálblóm. Undanfarin misseri hefur Gunnar notað fislétt og viðkvæmt hráefni til myndgerðar – pappír – sem hann mótar, sker, litar og raðar saman uns tilætluðum áhrifum er náð. Í spennunni milli formrænnar tjáningar listamannsins annars vegar og hráefnisins sem hann notar hins vegar er feiknarleg orka. Verk Gunnars Kr. líkjast um margt náttúrunni sjálfri; þau eru sterk, form endurtaka sig og fegurðin ríkir – þótt hún sé á stundum ógnvekjandi. Kröftug en þó viðkvæm. Myndlistarferill Gunnars Kr. spannar þrjátíu ár og hefur hann víða komið við. Á fjölmörgum sýningum hefur hann sýnt málverk, skúlptúra, teikningar og vatnslitamyndir. Gunnar býr og starfar að list sinni á Akureyri. Sýningarstjóri er Joris Rademaker. Í tilefni sýningarinnar kemur út sýningarskrá með textum eftir Hlyn Hallsson og Joris Rademaker og ljóðum eftir Aðalstein Svan Sigfússon. Listasafnið verður opið til kl. 22 á opnunardegi sýningarinnar. Sýningin er opin daglega kl. 10-17 út ágúst en eftir það kl. 12-17 þriðjudaga til sunnudaga. Aðgangur er ókeypis. Leiðsögn um sýningar Listasafnsins er á fimmtudögum kl. 12.15-12.45.
https://www.akureyri.is/is/frettir/thyska-blasarasveitin-the-upper-rhine-youth-wind-band-i-hofi-a-akureyrarvoku
Þýska blásarasveitin The Upper Rhine Youth Wind Band í Hofi á Akureyrarvöku Þýska blásarasveitin The Upper Rhine Youth Wind Band heimsækir Hof á Akureyrarvöku. Sveitin samanstendur af 60-70 hljóðfæraleikurum á aldrinum 14 – 25 ára. Þau verða á ferðalagi um Ísland í ágúst og koma m.a fram með blásarasveit í Reykjavík, en þau hafa ferðast víða um heim og komið fram. Sveitin undirbýr tónleikaferðalög sín með æfingum tvisvar í mánuði og oftar þegar líður að tónleikum, og árlegir hausttónleikar þeirra eru hápunkturinn á starfinu. Á efnisskránni í ár eru mismunandi tónverk, allt frá krefjandi klassískum verkum yfir í léttari tónlist og jazz útsetningar. Má þar nefna m.a Hróa Hött og Festive Overture. Stofnandi hljómsveitarinnar er Julian Gibbons en hann hefur verið farsæll í starfi sínu sem stjórnandi og tónlistarkennari. Hann stofnaði sinfóníuhljómsveitina TyrRhenum í Basel í Sviss og var einn af upphafsmönnum BISYOC sem er alþjóðlegt samstarf sinfóníuhljómsveita fyrir ungt fólk með þáttakendur frá tíu þjóðum. Tónleikar sveitarinnar verða í Hömrum laugardaginn 27. ágúst klukkan 16:00 - enginn aðgangseyrir. Áður en að tónleikunum kemur mun þýska sveitina marsera kl. 13 frá Rósenborg, niður Gilið, inn göngugötuna og enda í Hofi þar sem þau gera sig tilbúin fyrir glæsilega lúðrasveitartónleika. Hérna má sjá link á youtube frá sveitinni þar sem spilað er á tónleikum
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarvaka-sett-i-kvold-kl-21
Akureyrarvaka sett í kvöld kl. 21 Akureyrarvaka fer fram um helgina. Hátíðin verður sett í Lystigarðinum í kvöld kl. 21. Þar koma meðal annars fram hljómsveitin Herðubreið, kammerkórinn Hymnodía og Karlakór Akureyrar-Geysir. Að því loknu, eða kl. 22.30, hefst Draugaslóð í Innbænum. Þá eru öll götuljós slökkt í elsta hluta bæjarins og púkar og forynjur fara á stjá til að skjóta fólki skelk í bringu. Hápunktur Akureyrarvöku er á laugardagskvöld þegar skemmtidagskráin „Gestir út um allt“ verður send út beint í Sjónvarpinu, N4 og Rás 2. Þar taka Margrét Blöndal og Felix Bergsson á móti góðum gestum sem taka lagið og sprella með áhorfendum. Meðal gesta eru Jakob Frímann Magnússon, Hera Björk Þórhallsdóttir og Jónas Sigurðsson. Hátt í þúsund kertaljós verða tendruð í kirkjutröppunum á Friðarvöku og Ingó veðurguð slær botninn í kvölddagskrána með samsöng í Listagilinu. Allan laugardaginn verður þéttofin dagskrá vítt og breitt um bæinn. Um hádegisbil standa hverfisnefndir bæjarins fyrir grill og samveru í hverfunum og í Menningarhúsinu Hofi verður efnt til spurningakeppni með veglegum verðlaunum. Ævar vísindamaður verður einn af þeim sem halda uppi fjörinu á Vísindasetri í Rósenborg en dagskráin þar hefur mælst afar vel fyrir hjá unga fólkinu. Klukkan tvö býður AkureyrarAkademían til „samtals um hamingjuna“ í Hlöðunni við Litla-Garð nærri flugvellinum. Þar ræða Edda Björgvinsdóttir og Gunnar Hersveinn um margar og ólíkar hliðar hamingjunnar sem allir þrá að höndla. Prúðbúið fólk hjólar saman um bæinn í svokallaðri Tweed Ride og leggur upp í ferðina frá Akureyrarkirkju. Tónleikar, markaðsstemning og alls kyns uppákomur verða síðan um allan miðbæinn, í Listagilinu og á Ráðhústorginu fram undir kvöld þegar dagskráin hefst í Listagilinu, fyrst með útsendingu þáttarins „Með grátt í vöngum“ þar sem Gestur Einar ræður ríkjum og síðan með skemmtidagskránni „Gestir út um allt“ eins og áður er getið. Dagskrá Akureyrarvöku hefur verið borin inn á hvert heimili í Eyjafirði og er einnig að finna á www.visitakureyri.is. Þema Akureyrarvöku er að þessu sinni „leika, skoða, skapa“ og er fólk hvatt til að gera einkennisstafi hátíðarinnar að forsíðumynd sinni á Facebook. Hægt er að velja um marga skrautlega bókstafi sem hver um sig lýsir sköpun af einhverju tagi. Bókstafina er að finna á Facebooksíðu Akureyrarvöku. Ljósmyndasamkeppni verður í gangi á Akureyrarvöku: Merktu myndina þína #akureyrarvaka á Instragram eða Facebook og þú gætir unnið helgarpassa í Hlíðarfjall eða 10 miða sundkort. Dómnefnd fer yfir merktar myndir eftir helgina og veitir verðlaun fyrir annars vegar bestu stemningsmyndina og hins vegar flottustu/listrænustu myndina. Fylgstu með Akureyrarvöku á Visitakureyri.is, Facebooksíðunni "Akureyrarvaka" og á Instragram #akureyrarvaka. Máttarstólpar og samstarfsaðilar Akureyrarvöku eru: Samskip, Landsbankinn, Exton, Flugfélag Íslands, Verkfræðistofan Efla, Norðurorka, RÚV, N4, IceWear, Bautinn, Icelandair Hotel, AmmaGuesthouse, Háskólinn á Akureyri, Slippfélagið, Plastiðjan-Bjarg, Matur og mörk, Ölgerðin, Vodafone, Útgerðarfélag Akureyringa, Toys r us, MS og fjöldi annarra sem leggja hönd á plóg. Mynd: Linda Ólafsdóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/lokanir-gatna-a-akureyrarvoku-og-adrar-hagnytar-upplysingar
Lokanir gatna á Akureyrarvöku og aðrar hagnýtar upplýsingar Loka þarf tímabundið fyrir umferð í miðbænum og í Innbænum vegna dagskrár Akureyrarvöku sem fram fer 26. -27. ágúst. Lokanirnar eru sem hér segir: Innbærinn vegna Draugaslóðar Föstudagur kl. 22.00-23.30 í Innbænum. Hafnarstræti (frá Höpfnershúsinu og til suðurs), Aðalstræti, Lækjargata, Spítalavegi og Naustafjara. Listagilið/Kaupvangsstræti -göngugata/Hafnarstræti Föstudagur og laugardagur: Vegna staðsetningar á sviði á gatnamótum Hafnarstrætis og Kaupvangsstrætið lokast þessar leiðir frá kl. 18 á föstudegi og fram á aðfararnótt sunnudags. Skipagata/Strandgata/Túngata Laugardagur kl. 12.00-18.00: Skipagata verður lokuð frá horninu við verslanirnar Sirku og 66 gráður Norður. Strandgata verður lokuð við Sambíóið og Túngata til móts við Pósthúsið. Hafnarstræti fyrir framan Laxdalshús Laugardagur kl. 11-13. Vegna hverfishátíðar verður lokuaður stuttur kafli af Hafnarstræti fyrir framan Laxdalshús og verður hægt að keyra Aðalstræti í staðinn. Aðgangur að bílastæðum er m.a. við Skipagötu,við Strandgötu, við Ráðhúsið og við menningarhúsið Hof. Almenningssalerni eru undir kirkjutröppunum, í menningarhúsinu Hofi og einnig verða sett upp salerni á bílastæðinu við Skipagötu. Akureyrarvaka 2015
https://www.akureyri.is/is/frettir/rokkurro-og-draugaslod
Rökkurró og Draugaslóð Akureyrarvaka var sett með Rökkurró í Lystigarðinum í kvöld í mildu veðri en dálitlum rigningarúða. Formaður bæjarráðs, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, flutti ávarp og formaður umhverfisnefndar, Dagbjört Pálsdóttir, veitti veiðurkenningar fyrir fegurstu garða bæjarins og fallegasta matjurtargarðinn. Tíu hornleikarar frá Þýskalandi og Íslandi fluttu tvö stutt verk, dansfélagið Vefarinn sýndi þjóðlega dansa við góðar undirtektir áhorfenda og síðan barst leikurinn vítt og breitt um Lystigarðinn. Meðal skemmtiatriða voru hljómsveitin Herðubreið, Karlakór Akureyrar-Geysir sem flutti lög við ljóð Davíðs Stefánssonar og kammerkórinn Hymnódía sem flutti lög við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk. Að lokinni dagskrá í Lystigarðinum hófst hin svokallaða Draugaslóð í Innbænum þar sem alls kyns afturgöngur og óværur skutu fólki skelk í bringu á myrkvuðum götunum. Akureyrarvaka heldur síðan áfram á laugardag frá klukkan 11 árdegis og fram undir miðnætti. Garðaviðurkenningar að þessu sinni hlutu Kjartan Snorrason og Sveindís Almarsdóttir fyrir garðinn við Hólatún 7, Birgir Snorrason og Kristín Petra Guðmundsdóttir fyrir garðinn við Klettagerði 1, Marinó Marinósson og Kalla Ingvadóttir fyrir garðinn við Lönguhlíð 14 og Ríkissjóður Íslands fyrir lóðina við VMA. Matjurtagarður ársins var garður Guðmundar Þ. Tuliníusar sem hefur ræktað garðinn sinn af verkfræðilegri natni og líklega sett Íslandsmet í stærð á gulrótum þar sem sú stærsta vóg 464 grömm. Hymnodía í Lystigarðinum í kvöld.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gildistaka-deiliskipulagsbreytingar-kristjanshagi-2-og-davidshagi-4
Gildistaka deiliskipulagsbreytingar, Kristjánshagi 2 og Davíðshagi 4 Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 25. ágúst 2016 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Hagahverfi vegna Kristjánshaga 2 og Davíðshaga 4. Breytingin felur m.a. í sér að á lóð nr. 2 við Kristjánshaga eykst nýtingarhlutfall úr 0,79 í 1,10, byggingarreitur stækkar og vegghæð hækkar. Þrír lóðarhlutar fyrir bílastæði eru sameinaðir og stækkar heildarflatarmál lóðarinnar um 81,6 m². Lóð Davíðshaga 4 minnkar um 31,2 m². Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 25. ágúst 2016, Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B deild - Útgáfud.: 25. ágúst 2016
https://www.akureyri.is/is/frettir/a-gjorningahatid
A! Gjörningahátíð A! Gjörningahátíð verður haldin í annað sinn dagana 1.-4. september 2016 í samvinnu Listasafnsins á Akureyri, LÓKAL alþjóðlegrar leiklistarhátíðar, Reykjavík Dance Festival, Menningarfélags Akureyrar / Leikfélags Akureyrar, Listhúss og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Á hátíðinni fremur myndlistar- og sviðslistafólk gjörninga og setur upp gjörningatengd verk. A! Gjörningahátíð sló í gegn þegar hún var haldin í fyrsta skipti í september í fyrra og sóttu um 1.500 ánægðir gestir hátíðina. Þátttakendur voru vel þekktir gjörningalistamenn, leikarar og ungir, upprennandi listamenn. Vídeólistahátíðin Heim var haldin á Akureyri á sama tíma sem og „off venue“ dagskrá víðsvegar um bæinn. Margrét Elísabet Ólafsdóttir listfræðingur sagði í pistli í Víðsjá á Rás 1 um hátíðina: "Dagskrá Gjörningahátíðarinnar A! var því ekki aðeins fjölbreytt heldur í heildina einkar vel heppnuð. Sú ákvörðun að stefna saman eldri listamönnum og upprennandi, gestum og heimamönnum virðist vera góð uppskrift að hátíð sem vonandi verður árlegur viðburður." Gjörningarnir á A! 2016 fara fram í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, Samkomuhúsinu, Hofi, Flóru, Mjólkurbúðinni, í Listagilinu, Sal Myndlistarfélagsins, í göngugötunni og á fleiri stöðum á Akureyri og einnig í Hrísey. Listamennirnir og hóparnir sem taka þátt að þessu sinni eru: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Aðalsteinn Þórsson, AK Litaker, Anna Richardsdóttir, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Borgarasviðið, Gail Priest, Girilal Baars, Gosie Vervloessem, Ka Yee Li, Lárus H. List, Leikfélag Akureyrar, Michael Terren, Sara Björnsdóttir, Sebastian Franzén, Theatre Replacement, Thomas Watkiss og Yu Shuk Pui. Auk þess munu eftirtaldir listamenn koma fram á „off venue“ viðburðum: Aldís Dagmar Erlingsdóttir, Anton Logi Ólafsson, Bergþóra Einarsdóttir, Bíbí & Blaka / Fidget Feet, Egill Logi Jónasson, Freyja Eilíf, Hekla Björt Helgadóttir og Áki Sebastian Frostason, Jónborg Sigurðardóttir, Snorri Ásmundsson, Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Thora Karlsdottir og fleiri. Samhliða A! fer fram vídeólistahátíðin Heim, en þar taka þátt Arna Valsdóttir og Klængur Gunnarsson. Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Object Perception.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hlaupid-a-heimskautsbaugnum
Hlaupið á heimskautsbaugnum Norðurheimskautsbaugshlaup TVG Zimsen verður haldið í Grímsey laugardaginn 3. september kl. 11.00. Fólk getur annaðhvort hlaupið einn 12 km hring um eyjuna eða tvo hringi, samtals 24 km. Ekkert skráningargjald er í hlaupið en hægt er að panta sæti í sérstakt flug með Norlandair fyrir hlaupið og greiða fyrir það um leið og fólk skráir sig. Flugfarið kostar 15.000 kr. en athugið að það er takmarkaður fjöldi sem kemst með fluginu. Hægt er að skrá sig HÉR. Hópurinn sem hljóp í fyrra. Mynd af Facebook-síðu Norðurheimskautsbaugshlaupsins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/viltu-keppa-i-utsvari
Viltu keppa í Útsvari? Akureyrarstofa auglýsir eftir fólki til að keppa fyrir hönd Akureyrar í spurningakeppni sveitarfélaganna Útsvari sem verður á dagskrá Sjónvarpsins í vetur. Vilt þú bjóða þig fram eða ertu með ábendingu um efnilegan keppanda? Sendið endilega tölvupóst á netfangið akureyrarstofa@akureyri.is sem allra fyrst eða í síðasta lagi mánudaginn 5. september. Lið Akureyrar frá í fyrra: Ólafur Helgi Theódórsson, Urður Snædal og Ragnar Elías Ólafsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/afkoman-betri-en-aaetanir-gerdu-rad-fyrir
Afkoman betri en áætlanir gerðu ráð fyrir Árshlutareikningur fyrir A-hluta Akureyrarbæjar fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2016 var lagður fram í bæjarráði í dag. Árshlutauppgjörið er óendurskoðað. Rekstrarniðurstaða A-hluta á fyrri hluta ársins var neikvæð um 155,3 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir að rekstarhalli yrði 380 milljónir króna á tímabilinu. Afkoman er því nokkru betri en áætlun gerði ráð fyrir. Samtals námu tekjur 8.209 milljónum króna en áætlun gerði ráð fyrir að tekjur yrðu 8.100 milljónir. Skatttekjur voru 5.043 milljónir króna sem er 173 milljónum umfram áætlun eða 3,56%. Tekjur frá Jöfnunarsjóði námu 1.254 milljónum króna sem er tæpum 9% lægra en áætlun gerð ráð fyrir. Aðrar tekjur voru 1.911 milljónir sem er 59 milljónum umfram áætlun eða 3,17%. Rekstrargjöld voru samtals 8.319,5 milljónir króna sem er 181,3 milljónum eða 2,23% umfram áætlun. Laun og launatengd gjöld námu 5.085 milljónum króna en áætlun gerði ráð fyrir 4.828 milljónum króna. Frávikið skýrist að stærstu leyti af breytingu á gjaldfærðu áföllnu orlofi en það hækkaði um 162,6 milljónir króna, auk áhrifa nýrra kjarasamninga sem gerðir voru á tímabilinu. Annar rekstrarkostnaður var 2.838 milljónir króna sem er 48 milljónum undir áætlun. Í öðrum rekstrarkostnaði er m.a. gjaldfærður á aðalsjóð halli á Öldrunarheimilum Akureyrabæjar (sem er B-hluta fyrirtæki) að fjárhæð 208 milljónir króna. Fjármagnsgjöld, nettó, námu 45 milljónum króna sem er 298 milljónum minna en áætlun gerði ráð fyrir. Samkvæmt sjóðsstreymi nam veltufé frá rekstri 422 milljónum króna eða 5,14% af tekjum. Fjárfestingahreyfingar námu 308 milljónum króna og fjármögnunarhreyfingar 244 milljónum króna. Afborganir lána námu 311 milljónum króna. Engin ný langtímalán voru tekin á tímabilinu. Handbært fé var 1.575 milljónir króna. Litlar breytingar urðu á efnahag: fastafjármunir námu 23,6 milljörðum og veltufjármunir 3.498 milljónum króna. Eigið fé var11.474 milljónir króna en var 11.630 milljónir um síðustu áramót. Langtímaskuldir og skuldbindingar námu 12.346 milljónum króna en námu 12.459 milljónum króna í lok síðasta árs. Skammtímaskuldir voru 3.303 milljónir króna en voru 3.079 milljónir króna um sl. áramót. Veltufjárhlutfall var 1,06 á móti 1,08 í lok síðasta árs. Eiginfjárhlutfall var 42%. „Það er að sjálfsögðu ekki ásættanlegt að rekstur A-hluta sé neikvæður en þó er afkoman nokkuð betri en áætlanir gerðu ráð fyrir,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs. „Við erum hér að birta tölur A-hlutans en miðað við bráðabirgðatölur úr rekstri B-hluta fyrirtækja bæjarins er ljóst að rekstur Akureyrarbæjar í heild er jákvæður á tímabilinu. Við höfum lagt mikla áherslu á að leita allra leiða til að hagræða í rekstri sveitarfélagsins, m.a. með stofnun sérstaks aðgerðarhóps um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar. Markmiðið er að rekstur A-hluta verði jákvæður, án þess þó að það bitni á viðkvæmustu málaflokkum sveitarfélagsins og við munum sjá þær aðgerðir skila sér frekar á seinni hluta ársins og á næstu árum,“ segir Guðmundur Baldvin. Árshlutareikningur Akureyrarbæjar 1. janúar - 30. júní 2016. MYnd: María Helena Tryggvadóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kaupvangsstraeti-lokad-fra-10-12
Kaupvangsstræti lokað frá 10-12 Kaupvangsstræti (Gilið) verður lokað fyrir bílaumferð föstudaginn 2. september frá kl. 10-12. Lokað er neðan frá við Kaupvangstræti 19 og ofan frá við Kaupvangsstræti 23.
https://www.akureyri.is/is/frettir/trudar-svidsetja-versta-leikrit-islandssogunnar
Trúðar sviðsetja „versta“ leikrit Íslandssögunnar Menningarfélag Akureyrar hefur viðburðaríkan vetur í dag, þann 2. september, með frumsýningu á Helga magra í Samkomuhúsinu. Þetta er ný kómísk og kærleiksrík spunasýning sem hefur sögulega tengingu við Matthías Jochumsson og Eyjafjörð. Fjórir trúðar hafa í kærleika og einlægni tekið að sér það krefjandi verkefni að sviðsetja leikrit Matthíasar Jochumssonar sem var frumsýnt í skemmu á Eyrinni árið 1890 í tilefni af þúsund ára afmæli landnáms í Eyjafirði. Uppsetningin fyrir 125 árum var íburðarmikil og glæsileg en sú uppfærsla er fyrsta og eina uppsetningin á verkinu. Stóra spurningin er hvers vegna hefur verkið ekki verið sett upp síðan þá? Svarið virðist liggja í augum uppi þegar höfundurinn sjálfur talar um það sem „sáraófullkomið drama“. Verkið er einfaldlega ekki nógu gott. Hvað er þá til ráða? Geta trúðar, sem eru fróðir og forvitnir um allt sem viðkemur Eyjafirði, náð að blása í verkið lífi? "Landnámi lýkur aldrei. Það eru alltaf landnemar. Landnemar í von um líf í friði hinu megin við hafið." Þessi trúðasýningin er samsköpun leikhópsins sem útfærir alla listræna þætti sýningarinnar sjálfur; leikmynd, búninga, lýsingu, myndband og sviðsetningu. Trúðarnir stýra sjálfir allri tækni. Engin sýning er eins, þær eru allar einstakar. Leikarar og höfundar: Benedikt Karl Gröndal/Pétur, Halldóra Malín Pétursdóttir/Tómas, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir/Brynhildur og Kjartan Darri Kristjánsson/Sigfús. Listrænir stjórnendur og höfundar: Jón Páll Eyjólfsson og Þóroddur Ingvarsson. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gildistaka-deiliskipulags-menntaskolans-a-akureyri-og-adliggjandi-ibudarsvaeda
Gildistaka deiliskipulags Menntaskólans á Akureyri og aðliggjandi íbúðarsvæða Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 7. júlí 2016 samþykkt deiliskipulag fyrir Menntaskólann á Akureyri og aðliggjandi íbúðarsvæði. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Þórunnarstræti, Hrafnagilsstræti, Skólastíg, Eyrarlandsvegi, austurmörkum lóða við Barðstún og lóðarmörkum Menntaskólans á Akureyri til suðurs. Skipulagssvæðið er fullbyggt en endurskoðaðar eru götur og gönguleiðir, lóðarmörk skilgreind og byggingarreitir fyrir viðbyggingar. Með auglýsingu þessari fellur úr gildi eldra deiliskipulag fyrir Menntaskólann á Akureyri frá 2001. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi. Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B deild - Útgáfud.: 1. september 2016
https://www.akureyri.is/is/frettir/gildistaka-deiliskipulagsbreytingar-draupnisgata-5
Gildistaka deiliskipulagsbreytingar, Draupnisgata 5 Skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar hefur þann 22. júní 2016 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Austursíðu, athafnasvæði. Breytingin felur í sér að hámarkshæð viðbygginga hækkar úr 7,5 m í 9,5 m fyrir hús nr. 5 við Draupnisgötu. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi. Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B deild - Útgáfud.: 1. september 2016
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-samningur-vid-myndlistaskolann
Nýr samningur við Myndlistaskólann Undir lok síðustu viku var undirritaður nýr samningur um framlag Akureyrarbæjar til Myndlistaskólans á Akureyri næstu þrjú skólaárin eða til vors 2019. Markmið Akureyrarbæjar með samningnum er að tryggja starfsemi sérnámsdeilda Myndlistaskólans. Vorið 2017 verða hafnar sérstakar viðræður um framtíðarrekstur Myndlistaskólans. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri, Helgi Vilberg, skólastjóri Myndlistaskólans, og Logi Már Einarsson, formaður skólanefndar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/framkvaemdir-vid-ithrottamannvirki-i-baenum
Framkvæmdir við íþróttamannvirki í bænum Nú standa yfir framkvæmdir við nokkur af íþróttamannvirkjum Akureyarbæjar. Má þar nefna að verið er að skipta um dúk í nýrra og stærra sundlaugarkarinu í Sundlaug Akureyrar og er áætlað að framkvæmdum ljúki í þessari viku. Vinna er hafin við að skipta um gervigras í Boganum en það verk mun klárast í byrjun október. Þá má geta þess að framkvæmdir í Skautahöllinni sem hófust í mars eru komnar á lokastig og er stefnt að opnun í september. Loks er framkvæmdum í Íþróttahúsi Naustaskóla nánast lokið og unnið að frágangi og húsið verður tekið í notkun í þessum mánuði. Skipt um gervigras í Boganum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hvernig-verdur-hverfi-til-fraedsla-a-visindasetri-akureyrarvoku
Hvernig verður hverfi til? Fræðsla á Vísindasetri Akureyrarvöku Vísindasetur í Rósenborg er einn fastra dagskrárliða Akureyrarvöku og fór nú fram í fjórða skipti í góðri samvinnu fjölda aðila. Vísindasetrið hefur alltaf verið afar vel sótt enda spennandi fyrir allan aldur og markmiðið alltaf að unga kynslóðin megi prófa viðfangsefnin og fái lifandi fræðslu. Einn dagskrárliða Vísindaseturs í ár var að vinna á breiðum grundvelli með spurninguna „Hvernig verður hverfi til?“ og komu skipulagsdeild Akureyrarbæjar, meðlimir í skipulagsnefnd, verkfræðistofan Efla, Norðurorka, Vistorka og arkitektarnir Árni Ólafsson og Johann Einar Jónsson og landslagsarkitektinn Lilja Filippusdóttir frá Teiknistofa arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf að því að útskýra hvað felst í þeirri vinnu sem fram fer við skipulagningu og framkvæmd hverfis. Þarna mátti m.a. sjá fyrstu skissur hverfis, ýmiskonar rör og lagnir sem felast undir malbikinu, rafmagnslagnir og rafmagnskassa, kortasjá af Akureyri, líkan af skipulagi Akureyrar og slæðusýningu sem sýnir vinnuferlið við gerð hverfis. Hér að neðan er hægt að smella á slæðusýninguna. Slæðusýning frá Vísindasetri Akureyrarvöku 2016. Vísindasetur 2016
https://www.akureyri.is/is/frettir/althjodleg-radstefna-um-thjonandi-leidsogn
Alþjóðleg ráðstefna um þjónandi leiðsögn Í næstu viku verður haldin í Menningarhúsinu Hofi stór alþjóðleg ráðstefna um þjónandi leiðsögn. Nú þegar hafa á þriðja hundrað manns skráð sig til leiks en þema ráðstefnunnar eru tengsl, samskipti og samvera. Aðalfyrirlesarar í Hofi eru bæði innlendir og erlendir en einnig verða styttri fyrirlestrar haldnir í minni málstofum og umræðustofum. Ráðstefnan fer fram dagana 13.-15. september. Á Akureyri hefur verið unnið eftir hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar (e. gentle teaching) í tveimur búsetukjörnum frá árinu 1993 en undanfarin ár hefur markvisst verið unnið að því að innleiða aðferðina í alla þjónustu Búsetudeildar Akureyrarkaupstaðar og Öldrunarheimila Akureyrar. Í þjónandi leiðsögn byggja samskipti á virðingu og umhyggju og áherslu á að skapa traust milli einstaklinga – aðstoðarþega og umönnunaraðila. Það felur í sér að refsingar, líkamlegar eða andlegar eru aldrei notaðar til að ná fram breytingu. Þungamiðja þjónandi leiðsagnar er að þátttaka umönnunaraðila í lífi annarra hafi þann megintilgang að kenna, hlúa að og viðhalda reynslu þeirra og upplifun af tengslum, vináttu og því að vera hluti af samfélaginu. Þjónandi leiðsögn er fræðileg og reynslubundin nálgun og hefur helst verið notuð innan fötlunarfræðinnar. Nálgunin byggir á heimspekilegum og siðferðilegum grunni og kenningum um samskipti og tengsl milli einstaklinga og hvernig nýta megi það í þjónustu og umönnun. Þjónandi leiðsögn einskorðast þó ekki aðeins við einstaklinga með þroskahamlanir heldur má í raun nota nálgunina í umönnun allra einstaklinga, þar sem hún byggir á mannúðlegri hugmyndafræði. Undanfarin ár hefur hugmyndafræðin verið tekin í notkun á Öldrunarheimilum Akureyrar (ÖA). Unnið er að undirbúningi og innleiðingu þjónandi leiðsagnar og samþættingu með Eden-hugmyndafræðinni á ÖA. Sú vinna hófst með skipulegum hætti í ársbyrjun 2014 með þátttöku leiðandi starfsmanna í námskeiðum og ráðstefnum og nú síðast með innleiðingarferli og fræðslu til u.þ.b. 300 starfsmanna ÖA á árinu 2015 og 2016. Lykilstarfsmenn búsetudeildar hafa sinnt fræðslu- og hlutverki leiðbeinenda til nýrra starfsmanna og aðstandenda. Fræðslu og kynningafundir hafa verið haldnir víða um land og mikill fjöldi starfsfólks í velferðarþjónustu sveitarfélaga fengið fræðslu og kynningu á þjónandi leiðsögn. Af hálfu búsetudeildar hafa líka verið haldin námskeið fyrir nýja leiðbeinendur og erlendir fyrirlesarar og þjálfarar verið fengnir til aðstoðar, enda krafa um staðfestingu alþjóðasamtaka þjónandi leiðsagnar, fyrir nýja leiðbeinendur. Dagskrá ráðstefnunnar. Heimasíða ráðstefnunnar. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sigurvegarar-i-ljosmyndasamkeppni-a-akureyrarvoku
Sigurvegarar í ljósmyndasamkeppni á Akureyrarvöku Á nýliðinni Akureyrarvöku fór fram ljósmyndasamkeppni þar sem gestir voru hvattir til að myllumerkja myndirnar sína #Akureyrarvaka og voru valdar annarsvegar listrænasta myndin og hinsvegar besta stemmningsmyndin. Sú sem átti bestu listrænu myndina heitir Sandra Marín Kristínardóttir og er myndin af auglýsingaskilti vegna viðburðar sem AkureyrarAkademían stóð fyrir í Hlöðunni í Litla-Garði og bar yfirskriftina „Samtal um hamingjuna“. Eins og sjá má á myndinni var viðburðurinn virkilega vel sóttur og komust færri að en vildu. Besta stemingsmyndin var tekin af Hafdísi G. Pálsdóttur en sú mynd er tekin í Lystigarðinum þar sem fram fóru dagskrárliðið undir yfirskriftinni „Rökkurró í Lystigarðinum“. Þar má sjá kammerkórinn Hymnodiu undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar syngja lög við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk. Kórinn var staðsettur í námunda við gosbrunninn og nýtti sér ljóstýruna af seríunum til að sjá á nótnablöðin. Sigurvegarar ljósmyndasamkeppninnar fá helgarpassa í Hlíðarfjall og sundmiða í Sundlaug Akureyrar. Dómnefnd var skipuð starfsfólki Akureyrarstofu og Skapta Hallgrímssyni blaðamanni á Morgunblaðinu. ljosmynd: Sandra Marin
https://www.akureyri.is/is/frettir/vel-lukkad-nordurheimskautsbaugshlaup
Vel lukkað Norðurheimskautsbaugshlaup Á þriðja tug hlaupara tók þátt í fimmta Norðurheimskautsbaugshlaupi TVG-ZIMSEN sem fór fram í Grímsey um síðustu helgi og hafa nú vel á annað hundrað manns tekið þátt frá því að fyrsta hlaupið fór fram haustið 2012. Hlaupið hefur skapað sér fastan sess í hlaupaflóru landsins og þátttakendur eru einróma um að það sé með skemmtilegri almenningshlaupum á Íslandi. Boðið var upp á tvær vegalengdir; einn hring sem er um 11,5 km og tvo hringi eða rétt um 23 km. Sérstaka athygli vakti vaskleg frammistaða hins 15 ára Egils Bjarna Gíslasonar úr hlaupafélaginu Kára en hann kom fyrstur í mark eftir tvo hringi á aðeins einni klukkustund og 43 mínútum sem er glæsilegur tími. Hluti keppenda kom með flugvél frá Norlandair og létu flugmennirnir Guðmundur Emilsson og Bjarni Helgason ekki sitt eftir liggja og skelltu sér einn hring. Nöfn þeirra sem náðu bestum tíma í hverjum flokki: Karlar 23 km (2 hringir) 1. sæti: Egill Bjarni Gíslason 2. sæti: Valdimar Halldórsson 3. sæti: Heiðar Halldórsson 01:43:24 01:56:18 02:01:17 Konur 23 km (2 hringir) 1. sæti: Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir 2. sæti: Jessica Shadian 3 .sæti: Guðrún Nýbjörg Svanbjörnsdóttir 02:04:46 02:10:00 02:13:18 Karlar 11.5 km (1 hringur) 1. sæti: Gunnar Kristinn Jóhannsson 2. sæti: Páll Þormar 3. sæti: Bjarni Helgason 00:58:32 01:00:41 01:02:07 Konur 11.5 km (1 hringur) 1. sæti: Sigríður Steinbjörnsdóttir 2. sæti: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir 3. sæti: Mayflor Perez Cajes 01:13:53 01:14:37 01:20:59 Allir klárir í hlaupið. Mynd: Magnús Bjarnason.
https://www.akureyri.is/is/frettir/lid-akureyrar-i-utsvari-spurningakeppni-sveitarfelaganna-a-ruv
Lið Akureyrar í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaganna á RÚV Lið Akureyrar í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaganna á RÚV, er að þessu sinni skipað þeim Jóhanni Davíð Ísakssyni, Urði Snædal sem einnig tók þátt í fyrra og Þorsteini G. Jónssyni. Þau voru valin úr fjölda ábendinga sem bárust eftir að auglýst var eftir tillögum að keppendum. Liðið mun nú án efa leggjast í mikinn alfræðiorðabókalestur og leikæfingar á meðan beðið er eftir dagsetningu keppninnar frá RÚV. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.