Search is not available for this dataset
url
stringlengths 21
288
| text
stringlengths 1
1.35M
|
|---|---|
https://www.akureyri.is/is/frettir/mikid-um-ad-vera-i-hrisey
|
Mikið um að vera í Hrísey
Mikið verður um að vera í Hrísey um helgina þegar árlegt þorrablót eyjarskeggja verður haldið. Þessi helgi er ásamt
páskahelginni einn helsti hápunktur vetrarins í skemmtun og afþreyingu. Í kvöld verður haldið svokallað Pub Quiz í Brekku en slíkar
samkomur eru haldnar þar hálfsmánaðarlega yfir vetrartímann.
Í hádeginu á laugardag býður Ferðamálafélag Hríseyjar upp á rjúkandi grjónagraut og slátur í Hlein.
Það var árið 2007 sem Ferðamálafélagið bryddaði upp á því að bjóða í hádegisgraut á
þessum degi og er búið er að elda fyrir um 1.020 manns frá þeim tíma.
Opið verður á Brekku frá kl. 11.30. Gallerí Perla verður opið frá kl. 13-17 og svo er hið vinsæla þorrablót
Hríseyinga um kvöldið. Að venju eru gestir um 170 og gaman að geta þess að í eyjunni eru 164 íbúar. Einnig verður sundlaugin opin á
laugardag frá kl. 12-15 og Júllabúð frá kl. 13-17 á laugardag og 14-17 á sunnudag.
Karri í Hrísey.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarbaer-bregst-vid-meidandi-ummaelum-um-samkynhneigd
|
Akureyrarbær bregst við meiðandi ummælum um samkynhneigð
Síðustu daga hefur verið hávær umræða í fjölmiðlum um ummæli grunnskólakennara á Akureyri um samkynhneigð sem
birtust á bloggi hans.
Akureyrarbæ hefur verið legið á hálsi að bregðast ekki við ummælunum. Það skal upplýst að árið 2010 brugðust
skólayfirvöld við ummælum umrædds kennara um samkynhneigð þar sem honum var gert að láta af slíkum meiðandi ummælum.
Því var brugðist umsvifalaust og hart við þeim ummælum sem nú eru til umræðu. Var málið þegar í stað sett í
það lögformlega ferli sem starfsmannaréttur og stjórnsýslulög gera ráð fyrir hjá hinu opinbera.
Starfsmannamál eru trúnaðarmál og því getur Akureyrarbær ekki gert opinbert hver niðurstaða málsins er en þess skal getið
að umræddur starfsmaður hefur verið sendur í tímabundið leyfi frá störfum. Akureyrarbær getur ekki og mun ekki tjá sig frekar í
fjölmiðlum um mál þessa einstaka starfsmanns sem hér um ræðir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/flugvallarstigur
|
Göngustígur frá flugvellinum
Nú er að mestu lokið að leggja göngustíg til norðurs frá flugvellinum á Akureyri sem tengist síðan eldri stígum við
Aðalstræti. Þá geta flugfarþegar gengið fallega leið á malbikuðum stíg frá flugvellinum og síðan í gamla Innbænum
inn í miðbæ Akureyrar eða hvert sem vera vill. Nýi stígurinn er 1.160 metrar frá Flugvallarvegi að Miðhúsabraut og 150 metrar þaðan
að Aðalstræti.
Stígurinn verður malbikaður og fullkláraður í vor og þar með formlega opnaður fótgangandi fólki.
Horft til norðurs eftir nýja stígnum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/snjobrettaadstada-a-radhustorgi
|
Snjóbrettaaðstaða á Ráðhústorgi
Rörin og handriðið sem komið var fyrir í skafli á Ráðhústorgi fyrir snjóbrettafólk fá að vera þar áfram
á meðan snjórinn heldur sér. Krakkar úr Brettafélagi Akureyrar fá þá að leika sér þar og æfa meðan kostur er.
Vetrarhátíðin sjálf þykir í alla staði hafa heppnast mjög vel þrátt fyrir að veðrið hafi sett strik í reikninginn
með hlýindum og hvassviðri á köflum.
Mikil stemning skapaðist á Ráðhústorgi alla helgina þar sem snjóbrettakappar léku list sínar við hlið Frosta snjókalls.
Góð aðsókn var á skíðagöngunámskeið, sleðaspyrnu, ískross og á Vetrarsportsýninguna í Boganum og margir
tóku þátt í fjölmörgum ferðum sem í boði voru á meðan hátíðinni stóð. Undirbúningshópur
Éljagangs þakkar öllum sem að hátíðinni komu fyrir mikið og gott starf.
Mynd: Helgi Steinar Halldórsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/afturhvarf-bergthorutonleikar-i-hofi
|
Afturhvarf Bergþórutónleikar í Hofi
Minningarsjóður Bergþóru Árnadóttur söngvaskálds efnir til tónleika í Hofi á Akureyri 17.
febrúar. Yfirskrift tónleikanna er Afturhvarf en á efnisskránni verða mörg af þekktari lögum Bergþóru auk laga sem sjaldan hafa
heyrst á undanförnum árum. Flytjendur á tónleikunum verða Guðrún Gunnars, Pálmi Gunnarsson, Svavar Knútur, Aðalsteinn
Ásberg, Hjörleifur Valsson og Pálmi Sigurhjartarson. Gestasöngvari á Akureyri verður menntaskólaneminn Móheiður
Guðmundsdóttir.
Yfirskrift tónleikanna vísar til þess að nú koma við sögu samverkamenn Bergþóru um lengri eða skemmri tíma. Pálmi
Gunnarsson lék t.d. með henni inn á fyrstu plötu hennar seint á áttunda áratugnum og Guðrún Gunnars kynntist henni á velmektarárum
félagsins Vísnavina. Aðalsteinn Ásberg stóð henni nærri og starfaði með henni um árabil. Fyrirtæki hans, Dimma, gaf út
heildarútgáfu verka Bergþóru árið 2008 sem er löngu uppseld. Hjörleifur Valsson kynntist Bergþóru á unga aldri og lék
með henni af og til í meira en áratug. Þá er ekki síður gaman að kynna til sögunnar unga og upprennandi söngvara og er það einmitt
í anda Bergþóru sjálfrar.
Minningarsjóður Bergþóru var stofnaður í framhaldi af velheppnuðum tónleikum vorið 2008 og í kjölfar veglegrar
heildarútgáfu með verkum söngkonunnar en tilgangur sjóðsins er að stuðla að þvi að tónlist Bergþóru og minning lifi
meðal þjóðarinnar. Tónleikar þessa árs eru hinir fimmtu í röðinni, en sum árin hefur þurft að endurtaka dagskrána
vegna aðsóknar. Það skemmtilega við umgjörð tónleikanna er ennfremur að þeir eru aldrei eins, þ.e. mismunandi flytjendur og efnisskrá
sem gerir það að verkum að sömu áhorfendur fá alltaf eitthvað nýtt.
Á síðasta ári kom út 22 laga safndiskur Bergþóra Árnadóttir – Bezt. Af öðrum verkefnum menningarsjóðsins
má nefna að unnið er að nótnaskrift á öllum verkum Bergþóru og ný heimasíða með upplýsingum um líf hennar og
list er í undirbúninngi.
Bergþóra Árnadóttir (1948-2007) var einn af frumkvöðlum vísnatónlistar á Íslandi og lengi vel atkvæðamesta konan í
hópi söngvaskálda. Hún samdi gjarna lög við ljóð þekktra skálda, þ.á.m. Steins Steinarrs, Tómasar Guðmundssonar og
Jóhannesar úr Kötlum. Á ferli sínum sendi hún frá sér sér allmargar hljómplötur og hélt fjölda tónleika
hérlendis og í Skandinavíu.
Miðasala fer fram í Hofi í síma 450 1000 og á http://www.menningarhus.is/.
Bergþóra Árnadóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/breyting-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018-hrisey-skipulags-og-matslysing
|
Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018-Hrísey. Skipulags- og matslýsing
Um þessar mundir er unnið að breytingum á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 fyrir Hrísey í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur lagt fram til kynningar skipulags- og matslýsingu á verkefninu. Þar koma m.a. fram hvaða áherslur eru
ráðandi í skipulagsvinnunni og upplýsingar um umhverfismat, forsendur og fyrirliggjandi stefnu. Þá er fyrirhuguðu skipulagsferli lýst og hvernig
kynningu og samráði verður háttað gagnvart íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.
Skipulags- og matslýsingin mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, svo að þeir sem þess
óska geti kynnt sér gögnin og komið með ábendingar.
Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar - Hrísey. Skipulags- og matslýsing
Þeim sem vilja koma ábendingum til skipulagsnefndar er bent á að skila þeim skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3.
hæð, og/eða í tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
F.h. Akureyrarkaupstaðar,
Arnar Birgir Ólafsson, verkefnastjóri skipulagsmála.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/rangarvellir-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingu-1
|
Rangárvellir - Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svæðið sem deiliskipulagsbreytingin nær til er ein lóð sem liggur norðan Hlíðafjallsvegar, austan Síðubrautar, vestan Rangárvalla og
sunnan Liljulundar.
Skipulagsuppdráttur
Skýringaruppdráttur
Greinargerð
Í tillögunni er gert ráð fyrir að gatnatengingu frá Hlíðarfjallsvegi verði hliðrað um 28 m til austurs og að jarðvegsmön
verði komið upp á lóðarmörkum að vestan meðfram Síðubraut og vestast á lóðarmörkum að sunnan meðfram
Hlíðarfjallsvegi. Þá verða byggingarreitir sameinaðir og stækkaðir í einn byggingarreit til að mæta breytingum á sviði
endurvinnsluiðnaðar og væntanlegri þörf fyrir frekari byggingar og mannvirki á lóðinni.
Tillöguuppdráttur ásamt skýringaruppdrætti og greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1.
hæð, frá 15. febrúar til 28. mars 2012, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 þann 28. mars 2012 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar
Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð, og/eða í tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur
fram.
F.h. Akureyrarkaupstaðar,
Arnar Birgir Ólafsson, verkefnastjóri skipulagsmála.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tonagjof-til-akureyrar
|
Tónagjöf til Akureyrar
Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar mun Eyþór Ingi Jónsson, organisti Akureyrarkirkju, kórstjóri og bæjarlistamaður
2011-2012, setja saman afmæliskór sem heldur tónleika í Hofi á afmælisdegi bæjarins 29. ágúst. Flutt verða verk nokkurra
tónskálda sem tengjast bænum og hafa að beiðni Eyþórs Inga samið tónverk sem verða frumflutt á tónleikunum.
Tónleikarnir eru gjöf kórfólksins, tónskáldanna og Eyþórs Inga til bæjarins. Settur verður saman 35-40 manna kór
og er krafa gerð um hæfni í nótnalestri og raddbeitingu. Ef þú hefur áhuga á að syngja með í afmæliskórum sendu
þá línu á netfangið eythor@akirkja.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/bolluvendir-og-ljosmyndir-a-minjasafninu
|
Bolluvendir og ljósmyndir á Minjasafninu
Á laugardaginn gefst ungum sem öldnum kostur á að mæta á Minjasafnið til að búa sér til barefli sem nýtist vel til að
innheimta góðgæti í formi bolla með rjóma. Það eru Stoðvinir Minjasafnsins sem hafa veg og vanda að bolluvandargerðinni.
Fyrir þá sem ekki hafa hug á bolluvandargerð er tilvalið að skoða hina margrómuðu ljósmyndasýningu Ljósmyndari Mývetninga
– Mannlífsljósmyndir Bárðar Sigurðssonar frá upphafi 20. aldar. Það er enn meiri ástæða til að koma í heimsókn
því Hörður Geirsson, safnvörður, verður með ljósmyndaleiðsögn á laugardaginn.
Það er því tilvalið fyrir fjölskyldur að sameinast á safninu á laugardaginn 18. febrúar kl. 14-16.
Aðgangur er ókeypis.
Minjasafnið er opið frá fimmtudegi til sunnudags kl. 14-16.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-a-vetrardogum
|
Akureyri á Vetrardögum
Nú eru svonefndir Vetrardagar í Smáralind í Kópavogi og þar kynnir Akureyrarstofa það sem um er að vera fyrir norðan þessa dagana
undir slagorðinu "Komdu norður - Vetrarfrí á Akureyri". Akureyringurinn og háskólaneminn Jónas Mellado stendur vaktina í Smáralind um helgina
og meðfylgjandi símamynd var tekin af honum í dag við kynningarborð Akureyrar.
Kynning Akureyrarstofu syðra er hluti af átakinu "Komdu norður 2012". Þeir sem hafa í hyggju að skella sér norður næstu daga geta kynnt sér
flest það sem um er að vera á heimasíðunni Visitakureyri.is - upplýsingarnar nýtast að sjálfsögðu einnig heimafólki.
Jónas Mellado í Smáralind.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/alvoru-menn-i-hofi
|
Alvöru menn í Hofi
Gamanleikurinn Alvöru menn verður sýndur í Hofi 24. febrúar en þar er á ferðinni blanda af uppistandi, söng og líkamlegum
áhættuleik. Verkið er eftir þá Glynn Nicholas og Scott Rankin og hefur farið sigurför um heiminn frá því það var frumsýnt
í Ástralíu árið 1999. Það er vinsælasta gamanleikrit Svíþjóðar í dag og verður sett upp á West End í
London nú í febrúar.
Verkið segir frá þeim Hákoni, Smára og Finni Snæ sem eru allir háttsettir vinnufélagar. Dag einn tilkynnir Guðmundur, eigandi
fyrirtækisins, þeim að þeir þurfi að fara á sólareyju til að endurskipuleggja fyrirtækið og það verði að reka
einhvern. Ferðin verður því full af spennu, samkeppni og óvæntum uppákomum. Þeir þurfa að horfast í augu við
lífshættulegar aðstæður jafnt sem sinn innri mann og má vart á milli sjá hvort er fyndnara.
Leikarar eru Egill Ólafsson, Jóhann G. Jóhannsson, Gunnar Helgason og Jóhannes Haukur Jóhannesson. Með þeim á sviðinu er
píanóleikarinn snjalli Pálmi Sigurhjartarson sem leikur undir í lögunum auk þess að sjá um lifandi leikhljóð.
Alvöru menn!
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nefid-er-fundid
|
Nefið er fundið
Snjókarlinn Frosti á Ráðhústorgi hefur tekið gleði sína á ný því nefið hans, sem hvarf á dögunum, er
fundið. Ekki nóg með það því annað nef sem hvarf af honum fyrr í vikunni fannst einnig og hafði því verið
dröslað til Dalvíkur. Árvökull íbúi í miðbænum á Akureyri fann nýja nefið á bílaplani fyrir utan
íbúð sína, kippti því inn í forstofu og hafði samband við Akureyrarstofu þegar hann sá lýst eftir nefinu á
vefmiðlum.
Þeim sem hafa lagt vinnu í að búa til snjókarlinn Frosta finnst afar hvimleitt að hann fái ekki að vera í friði. Frosti fær nef
í andlitið eftir helgina og er fólk vinsamlegast beðið að sýna ofurlítinn þroska og sjá það í framvegis í
friði.
Unnið að gerð snjókarlsins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/safnasafnid-fekk-eyrarrosina-2012
|
Safnasafnið fékk Eyrarrósina 2012
Safnasafnið á Svalbarðsströnd fékk í dag Eyrarrósina 2012 - viðurkenningu fyrir afburða menningarverkefni á landsbyggðinni. Safnið
þykir vinna merkilegt frumkvöðlastarf í þágu íslenskrar alþýðulistar.
Í fréttatilkynningu frá Listahátíð í Reykjavík segir að Safnasafnið tengi saman alþýðulist og
nútímamyndlist af alúð og kímni. Í því eru rúmlega 4.000 alþýðulistaverk og talsvert af nútímalistaverkum.
Safnið var stofnað 1995 af Magnhildi Sigurðardóttur og Níelsi Hafstein.
„Við viljum ekki að alþýðulistin sé sett í einhvern ákveðinn flokk eins og gamalt fólk eða leikskólabörn. Þess
vegna sýnum við alltaf saman mjög tilraunakennda eða framsækna nútímalist, vegna þess að mjög margir framsæknir íslenskir
myndlistarmenn sækja í og nýta sér margt sem alþýðulistamenn gera. Bæði tækni eða tæknileysi og síðan
hugmyndaheim,“ segir Níels.
Eyrarrósar-verðlaununum fylgir verðlaunagripur, flugmiðar og ein og hálf milljón í verðlaunafé. Tvö önnur verkefni voru tilnefnd til
Eyrarrósarinnar í ár: Sjóræningjahúsið á Vatnseyri við Patreksfjörð og tónlistarhátíðin Við
Djúpið á Ísafirði.
Frétt af www.ruv.is.
Safnvörðurinn úti fyrir Safnasafninu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/atvinnu-og-nyskopunarhelgi-a-akureyri
|
Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Akureyri
Atvinnu- og nýsköpunarhelgin fer fram á Akureyri helgina 24. til 26. febrúar. Viðburðurinn er haldinn er í þeim tilgangi að hjálpa
einstaklingum að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Að helginni standa Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetur og Landsbankinn í samstarfi
við Akureyrarbæ. Eins styðja fjölmörg fyrirtæki af svæðinu rausnarlega við viðburðinn. Kynningafundur verður haldinn í
útibúi Landsbankans við Ráðhústorg þriðjudaginn 21. febrúar kl. 8.30-9.00. Á fundinum verður markmið og fyrirkomulag
helgarinnar kynnt einnig mun framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar kynna nýjar áherslur og framtíðarsýn
félagsins. Að auki mun frumkvöðull segja frá reynslu sinni af þátttöku á Atvinnu- og nýsköpunarhelgi.
Atvinnu- og nýsköpunarhelgin er opin fyrir alla, fyrir þá sem eru með viðskiptahugmynd og þá sem hafa áhuga á að leggja sitt að
mörkum við að fullmóta viðskiptahugmynd annarra. Sérfræðingar Landsbankans og Innovits munu veita ráðgjöf sem og fjöldi
frumkvöðla og annarra sérfræðinga.
Verðlaun og viðurkenningar verða veittar fyrir bestu hugmyndirnar í nokkrum flokkum, alls nema heildarverðlaun helgarinnar 1.500.000 króna. Í framhaldi geta
þátttakendur haldið áfram að þróa viðskiptahugmyndir sínar og fengið til þess ráðgjöf frá Innovit og Landsbankanum
með það að markmiði að sem flestar viðskiptahugmyndir verði að veruleika.
Þetta er í annað sinn sem að Atvinnu- og nýsköpunarhelgi er haldin á Akureyri. Í apríl árið 2011 mættu yfir 70 manns og
voru kynntar 27 viðskiptahugmyndir. Sigurvegari helgarinnar var viðskiptahugmyndin Arctic Ocean World, uppbygging á einstökum sjávardýragarði á
Akureyri.
Viðburðurinn fer fram í aðalsal Háskólans á Akureyri, Sólborg Norðurslóð 2.
Enginn kostnaður fylgir þátttöku. Dagskrá og nánari upplýsingar um viðburðinn má finna HÉR.
Frétt af www.anh.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/150-ara-afmaelisterta
|
Afmælisterta Akureyrar
Í morgun kynnti bakarameistarinn Andrés Magnússon í Bakaríinu við brúna til sögunnar afmælistertu Akureyrar, skreytta með
afmælismerkinu en tertan verður á boðstólum í bakaríinu út árið og jafnvel lengur. Afmælisnefndin fékk við þetta
tækifæri að bragða á tertunni og taldi hana afar ljúffenga og einkar saðsama. Bakaríið við brúna er fyrsta fyrirtækið á
Akureyri sem nýtir sér 150 ára afmælismerkið á framleiðslu sína en eflaust munu fleiri fylgja í kjölfarið.
Bakaríið við brúna er fyrsta fyrirtækið á Akureyri sem nýtir sér 150 ára afmælismerkið á framleiðslu sína en
eflaust munu fleiri fylgja í kjölfarið. Þeir sem hyggjast nota afmælismerkið á framleiðsluvörur sínar verða að leita samþykkis
með því að senda tölvupóst á Sigríði Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra afmælisársins, sigridur@akureyri.is.
Andrés Magnússon með afmælistertuna.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/oskudagurinn-a-akureyri-2
|
Öskudagurinn á Akureyri
Löng hefð er fyrir því á Akureyri að krakkar komi saman og slái köttinn úr tunnunni á öskudaginn. Það verður annars
vegar gert á flötinni fyrir framan Samkomuhúsið kl. 10.30 og hins vegar á Glerártorgi kl. 13.30.
Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar ætla Norðurorka og Leikfélag Akureyrar að leiða saman hesta sína og bjóða
krökkum í kattarslag á leikhúsflötinni kl. 10.30. Liðin sem slá tunnuna í sundur og slá köttinn úr henni fá hvort um sig
fjóra miða á Gulleyjuna. Í Samkomuhúsinu verður síðan tekið vel á móti öllum syngjandi kátum sjóræningjum og
landkröbbum. Krökkum verður boðið upp á svið til að syngja Öskudagssöngva og samkeppni verður um flottasta búninginn. Sá sem
vinnur búningasamkeppnina fær tvo miða á Gulleyjuna.
Á Glerártorgi verður húsið opnað kl. 9.00 og sungið þar í verslunum og á göngum til kl. 12.00. Frá kl.
12.30-13.00 verður verðlaunaafhending þar sem bæði einstaklingar og lið fá verðlaun fyrir besta sönginn og bestu búningana. Loks
verður kötturinn sleginn úr tunnunni kl. 13.30 og tunnukóngurinn krýndur.
Öskudagskrakkar í Hofi 2011.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/biosyning-i-hofi
|
Bíósýning í Hofi
Bíó Paradís í samstarfi við KvikYndi (Kvikmyndaklúbb Akureyrar) sýnir kvikmyndir á breiðtjaldi í bestu mögulegu
hljómgæðum og færa þannig andrúmsloft kvikmyndanna í Hof. Í kvöld, 22. febrúar kl. 20, verður kvikmyndin Superclásico
(Erkifjendur) sýnd en þessi eldfjöruga rómantíska kómedía frá leikstjóra Flammen og Citronen sló rækilega í gegn
í Danmörku fyrr á árinu og var nýlega valin framlag Danmerkur til Óskarsverðlaunanna.
Í myndinni segir af vínbúðareigandanum Christian sem er afar óhress með yfirvofandi brúðkaup fyrrverandi konu sinnar Önnu og hins
heimsfræga og alræmda knattspyrnukappa Juan Diaz. Eftir að hafa fundið kjarkinn á botni eðalvínflösku ákveður Christian að halda til
Argentínu, stöðva brúðkaupið og vinna Önnu sína aftur. Myndin er frá 2011 og leikstjóri er Ole Christan Madsen. Með aðalhlutverk fara
Anders W. Berthelsen, Paprika Steen, Jamie Morton og Sebastian Estevanez.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynjaverur-a-kreiki
|
Kynjaverur á kreiki
Það hefur verið skrautlegt um að litast á götum Akureyrar í dag og ýmsar kynjaverur á kreiki. Hæglætisveður með
dálítilli ofankomu hefur síst dregið úr ákafa skólakrakka sem arka á milli búða og syngja fyrir nammi.
Kötturinn var sleginn úr tunnunni bæði á Glerártorgi og á flötinni fyrir neðan Samkomuhúsið. Söngurinn ómar um
stræti og torg og allir eru í sólskinsskapi.
Smellið á meðfylgjandi myndir til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli þeirra.
Við Menningarhúsið Hof.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ferdafolk-fra-sloveniu
|
Ferðafólk frá Slóveníu
Hinn 26. júní nk. lendir Airbus 320 þota á Akureyrarflugvelli með allt að 180 ferðamenn frá Slóveníu á vegum
Ferðaskrifstofunnar Nonna. Fólkið mun leggja leið sína um Norðurland og önnur landsvæði næstu 7 dagana áður en það
snýr aftur til síns heima 3. júlí. Samstarfsaðilar í Slóveníu eru Adria Airways og ferðaskrifstofur sem hafa selt ferðir til
Íslands í mörg ár. Það hefur kostað mikla fyrirhöfn að telja hina erlendu samstrafsaðila á að fljúga til Akureyrar
því Reykjavík og Keflavíkurflugvöllur eru flestum efst í huga.
Ferðaskrifstofan Nonni var stofnuð árið 1989 með það að markmiði að taka á móti erlendum ferðamönnum á Akureyri og
greiða leið þeirra um Norðurland sérstaklega. Þetta hefur tekist bærilega og er skrifstofan sem betur fer ekki lengur ein, heldur eru fjölmargir
aðilar hér á svæðinu sem allir leggjast á eitt. Í fyrra var ferðaskrifstofan einnig með beint flug frá Slóveníu og eru
þessi flug liður í þeirri viðleitni að fá sem flesta ferðamenn beint til Akureyrar. Fyrir ári síðan voru 20 ár liðin
síðan Íslendingar viðurkenndu fyrstir þjóða sjálfstæði Slóveníu og gróðursettu þá hver og einn hinna
erlendu gesta eitt tré í sérstakanlundí Kjarnaskógi við Akureyri. Nú er ætlunin að endurtaka þetta og stækka lundinn.
Viðunandi nýting á flugvélunum byggist á því að Íslendingar nýti flugið einnig. Ferðaskrifstofan hefur því
sett saman áhugaverð ferðatilboð fyrir Íslendinga sem býðst að fljúga beint til og frá Slóveníu sömu daga. Hefur
eftirspurn verið mjög góð og nær hún til allra landshluta. Einn af kostum Akureyrarflugvallar er hversu stuttan tíma það tekur að innrita
sig og fara í gegnum vopnaleit. Lítil fríhöfn er á vellinum og allur aðbúnaður með ágætum.
Sumar á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sildarstulka-faer-malid
|
Síldarstúlka fær málið
Í erindi sínu í dag í AkureyrarAkademíunni kl. 17 ætlar Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur að rjúfa skarð
í þann þagnarmúr sem hlaðinn er um sögu verkakvenna. Erindi hennar nefnist "Síldarstúlka fær málið - Hversdagslíf
söltunarstúlku á Hjalteyri sumarið 1915." Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar veturinn 2011 til 2012. Allir eru velkomnir -
heitt á könnunni.
Þætti verkakvenna í verðmætasköpun í sjávarútvegi er sjaldan gefinn verðugur gaumur, stundum mætti jafnvel ætla að
saltfiskur og söltuð síld í tunnum væru dregin úr sjónum. Síldarsöltun er iðulega kennd við ævintýri.
Rómantík, söngur, dans og harmonikutónar leika þar aðalhlutverkin. Hvernig kemur sú mynd heim og saman við raunveruleika hversdagsins í vinnslu
á silfri hafsins? Sögur úr síldinni eru margar en sárafáar frásagnir kvenna hafa því miður ratað á prent.
Áheyrendum verður boðið að fylgja síldarstúlku Útgerðarfélagsins Kveldúlfs í Reykjavík norður til Hjalteyrar.
Hugað verður að undirbúningi hennar fyrir vertíðina og ferðalagið. Litið verður inn um gættina á verbúðum verkakvenna á
Hjalteyri og brugðið upp mynd af aðbúnaði þeirra og sambúð. Kostur síldarstúlkna og vinnufatnaður verður gaumgæfður og
drepið á þvotta og þrifnað. Áhugasömum hlustendum verður að sjálfsögðu boðið að slást í för með
verkakonum á söltunarplanið. Dagbækur Elku Björnsdóttur verkakonu í Reykjavík eru helsti leiðarvísir ferðarinnar en þær
veita einstaka sýn á líf og strit síldarstúlkna í upphafi 20. aldar.
Dagskrá fyrirlestraraðarinnar.
Margrét Guðmundsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fostudagsfreistingar-i-ketilhusinu
|
Föstudagsfreistingar í Ketilhúsinu
Föstudaginn 2. mars kl. 12 verða Föstudagsfreistingar Tónlistarfélags Akureyrar í Ketilhúsinu. Þetta eru hádegistónleikar og
er boðið upp á súpu, brauð og kaffi frá Goya Tapas á meðan hlýtt er á tónlist úr ýmsum áttum. Að þessu
sinni flytja Kristín Lárusdóttir sellóleikari og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari efnisskrá
sína „Klassík – dægurlög – tangó“.
Kristín Lárusdóttir er klassískt menntaður sellóleikari. hún hefur að auki menntað sig í barokk tónlist, gömbuleik og
djassi. Kristín hefur spilað með Íslensku Óperunni og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Kristín er meðlimur og stofnandi Fimm í tangó og
Barokkhópsins CUSTOS.
Alda Sigurðardóttir lauk einleikaraprófi undir handleiðslu Önnu Þorgrímsdóttur. Hún lauk Artist Diploma við Indiana University - Jacobs
School of Music í Bloomington þar sem hún stundaði nám hjá Reiko Neriki, fyrrverandi nemanda Georgy Sebök. Ástríður hefur víða
komið fram á tónleikum, ýmist sem einleikari eða með öðrum tónlistarmönnum. Ástríður er meðlimur í
kammerhópnum Elektra Ensemble og tangósveitinni Fimm í tangó. Á síðasta ári gaf Ástríður út
sólóplötuna CHOPIN sem inniheldur fjórar ballöður tónskáldsins auk sónötunnar í b-moll.
Aðgangseyrir er 2.000 kr. en 1.500 fyrir eldri borgara. Ekki er tekið við greiðslukortum. Tónlistarfélag Akureyrar heldur Föstudagsfreistingar í
samstarfi við Sjónlistamiðstöðina í Ketilhúsinu og Goya Tapas.
Kristín Lárusdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vel-heppnud-atvinnu-og-nyskopunarhelgi-a-akureyri
|
Vel heppnuð Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Akureyri
Vel heppnaðri Atvinnu- og nýsköpunarhelgi lauk í Háskólanum á Akureyri á sunnudag, þegar veitt voru verðlaun fyrir athyglisverðustu
hugmyndirnir. Um 90 þátttakendur mættu til leiks á föstudag, eða 20 fleiri en í fyrra þegar slík vinnuhelgi var haldin í fyrsta sinn og
í upphafi voru kynntar 34 hugmyndir. Ekki var unnið með allar hugmyndirnir en dómnefnd voru kynntar 19 hugmyndir sem unnið hafði verið með um helgina.
Þeir þátttakendur sem Vikudagur ræddi við í lokin voru allir mjög ánægðir með helgina. Það sama sagði Kristján
Freyr Kristjánsson framkvæmdastjóri Innovit en fyrirtækið hafði yfirumsjón með allri vinnu um helgina. Fyrstu verðlaun hlaut verkefnið; Whale
buddy en að því verkefni stóðu þeir Brynjar Valþórsson, Egill Heinesen og Birkir Örn Pétursson. Þeir félagar fengu 400
þúsund krónur í sigurlaun. Þeir fengu einnig 50 þúsund króna verðlaun fyrir bestu kynninguna á verkefni sínu. Í
öðru sæti að mati dómnefndar varð verkefnið; Life line en að verkefninu stóðu þau Bjarni Sigurðsson, kona hans Árveig
Aradóttir, sonur þeirra Andri Þór Bjarnason og Brynjólfur Snorrason. Þau fengu 200 þúsund krónur fyrir annað sætið. Life line
var einnig valið besta verkefnið af þátttakendum helgarinnar og það með nokkrum yfirburðum. Fyrir þann árangur fékk hópurinn 50
þúsund krónur í verðlaun. Í þriðja sæti að mati dómnefndar varð verkefnið; Tannstrá en að því verkefni
vann Snæfríður Ingadóttir og fékk hún 100 þúsund krónur fyrir þann árangur. Dómnefnd valdi jafnframt það
verkefni sem líklegast væri til að ná árangri og fyrir valinu varð verkefnið Orkulundur. Þá fékk verkefnið; Fjölskyldulínan,
50 þúsund króna verðlaun fyrir besta vinnuna um helgina.
Sigurverkefnið Whale buddy, snýst um að hanna og þróa svokallað APP, sem er forrit fyrir snjallsíma, til að hjálpa fólki í
hvalaskoðun, fólki sem ekki þekkir það tungumál sem leiðsögumaðurinn í viðkomandi hvalaskoðunarbát notar við kynningar. Birkir
Örn segir að inn í þessu forriti sé stór gagnagrunnur, með mynd af hvölum, fólk getur fengið lestur á sínu tungumáli um
hvalinn sem leiðsögumaðurinn er að fjalla um, einnig er hægt að sjá myndband af viðkomandi hvalategund. Þá er hægt að taka myndir af
hvölum og skrá niður þá hvali sem viðkomandi hefur séð. “Þetta er byrjunin á hugmyndinni en hún á væntanlega eftir
að þróast jafn mikið til viðbótar og hún hefur gert hér um þessa helgi. Við komum ekki með tillöguna hingað inn eins og hún
svo þróaðist en góð samvinna okkar þriggja og margra fleiri skilaði þessu og fyrir það erum við mjög þakklátir,”
sagði Birkir Örn.
Bjarni Sigurðsson sagði verkefnið Life line trió, snúist um að auka öryggi sjómanna, með því að setja á flotgalla
í skipum þrjár líflínur, þ.e. GPS staðsetningu, vera með efni í göllunum sem radar nemur og svo díóðuljós, sem
nætursjónaukar geta numið í allt að 50 km fjarlægð.
Snæfríður sagði að sig langaði til að hefja framleiðslu á íslenskum tannstöglum, ekki úr tré heldur úr stráum.
Hún sagðist ekki vera að finna upp hjólið með þessu, því íslenskir bændur hefðu stangað úr tönnum sínum
með stráum frá því land byggðist. “Íslensku stráin henta vel í tannstögla því þau eru passlega stíf til
að stanga úr tönnunum en eru hol að innan og leggjast því saman, þannig er hægt að stinga þeim á milli tannanna og nota eins og
tannþráð líka,” sagði Snæfríður.
Verkefnastjórar helgarinnar og helstu mennirnir á bak við þetta verkefni, ásamt reyndar fleirum, þeir Sigurður Guðmundsson bæjarfulltrúi
og verslunarmaður og Matthías Rögnvaldsson framkvæmdastjóri Stefnu, fengu viðurkenningar fyrir sitt framlag.
Frétt af www.vikudagur.is.
Sigurvegararnir. Mynd: Vikudagur.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/eg-se-akureyri-atvinnulifid
|
Ég sé Akureyri - atvinnulífið
Fyrsti sjónvarpsþátturinn af tíu sem gerður er í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar verður sýndur á
sjónvarpsstöðinni N4 kl. 18.30 í kvöld og fjallar um atvinnulífið í bænum eins og það var, er og getur orðið.
Þáttaröðin verður sýnd síðasta þriðjudag hvers mánaðar kl. 18.30.
Meðal annars er kastljósinu beint að þeirri ótrúlegu breytingu sem orðið hefur á atvinnulífi bæjarins frá því
að vera sjálfbær iðnaðarbær, yfir í að vera bær sem státar af mjög fjölbreyttu atvinnulífi þar sem stórt
hlutfall bæjarbúa starfar í fyrirtækjum sem hafa á að skipa færri en fimm starfsmönnum. En að auki eru í bænum stórir
vinnustaðir sem tengjast sjávarútvegi, landbúnaði, opinberri stjórnsýslu, heilbrigðisþjónustu, menntun og þjónustu.
Akureyringar á öllum aldri segja með léttleikandi hætti frá málefni hvers þáttar. Næstu þættir fjalla m.a. um daglegt
líf, menntun, heilbrigðisþjónustu og íþróttir. Þættirnir eru skreyttir með skemmtilegum myndum úr sögu Akureyrar, m.a.
frá Minjasafninu á Akureyri.
Heiti þáttanna, Ég sé Akureyri, er sótt í titil lagsins sem Bjarni Hafþór Helgason hefur samið og gefur út í
tilefni 150 ára afmælis bæjarins.
Konur við heyskap. Mynd: Minjasafnið á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/deiliskipulag-hafnarsvaeda-sunnan-glerar
|
Deiliskipulag hafnarsvæða sunnan Glerár
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í tillögunni er gert ráð fyrir bættri aðstöðu fyrir þau fyrirtæki sem þjóna farþegaskipum og er frágangur
aðkomuleiða og aðliggjandi opins svæðis endurskoðaður með það í huga.
Tillöguuppdráttur með greinargerð og skýringaruppdráttur munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1.
hæð, frá 29. febrúar til 11. apríl 2012, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.
Deiliskipulag hafnarsvæða sunnan Glerár - skipulagsuppdráttur
Deiliskipulag hafnarsvæða sunnan Glerár - skýringaruppdráttur
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 þann 11. apríl 2012 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar
Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð, og/eða í tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur
fram.
F.h. Akureyrarkaupstaðar,
Arnar Birgir Ólafsson, verkefnastjóri skipulagsmála.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/holmatun-1-3-og-5-9
|
Hólmatún 1-3 og 5-9
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í tillögunni er gert ráð fyrir að húsagerðir breytist. Það deiliskipulag sem nú er í gildi fyrir þessa reiti gerir
ráð fyrir tveggja hæða verslunar- og þjónustuhúsi ásamt kjallara og fjögurra hæða fjölbýlishúsi með 25-30
íbúðum ásamt bílakjallara. Í þeirri tillögu sem nú er auglýst verður gert ráð fyrir fimm tveggja hæða
fjölbýlishúsum, hvert með fjórum íbúðum, alls 20 íbúðir.
Tillöguuppdráttur með greinargerð og skýringaruppdráttur munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1.
hæð, frá 29. febrúar til 11. apríl 2012, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.
Hólmatún 1-3 og 5-9 - skipulagsuppdráttur
Hólmatún 1-3 og 5-9 - skýringaruppdráttur
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 þann 11. apríl 2012 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar
Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð, og/eða í tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur
fram.
F.h. Akureyrarkaupstaðar,
Arnar Birgir Ólafsson, verkefnastjóri skipulagsmála.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagur-tonlistarskolanna-i-hofi
|
Dagur tónlistarskólanna í Hofi
Laugardaginn 3. mars verður Dagur tónlistarskólanna haldinn hátíðlegur í Hofi með hljóðfærakynningu og fjölda tónleika.
Tónlistarskólinn á Akureyri hvetur bæjarbúa til að koma og kynna sér hljóðfærin sem kennt er á. Allir eru hjartanlega
velkomnir og ókeypis er á alla tónleika. Nánari upplýsingar eru á www.tonak.is.
Kl. 11.00: Hamraborg, hljóðfærakynning
Kl. 11.45: Ratleikur um Hof, vegleg verðlaun
Kl. 12.30: Hamraborg, klassískir tónleikar eldri nemenda
Kl. 13.30: Hamrar, klassískir tónleikar, fram koma yngri hópar Suzukinemenda og einleiksatriði
Kl. 14.30: Hamraborg, hljómsveitir skólans, strengjasveitir 1 og 2, Grunnsveit, Blásarasveit, Big Band, Tangoband og slagverkshópar
Kl. 16.00: Hamrar, rytmískir tónleikar. Fram koma jazz- og dægurhljómsveitir skólans ásamt söngnemendum
Kl. 11.45-14.00: Skólastofur opnar og hægt verður að prófa hljóðfæri
Mynd: Tónlistarskólinn á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/svartfuglinn-sestur-upp-i-grimsey
|
Svartfuglinn sestur upp í Grímsey
Þótt febrúar sé varla liðinn, lætur vorið nú á sér kræla norður við heimskautsbaug. Fyrir um hálfum
mánuði fór svartfuglinn að setjast upp í björgunum í Grímsey og þykir það óvenju snemmt. Langvía og stuttnefja fylla
þar nú allar syllur og álkan er væntanleg í urðina fyrir neðan.
Svo virðist sem svartfugli hafi fjölgað mjög við heimskautsbauginn á síðustu árum og telja Grímseyingar að fuglinn setjist upp svona
snemma til að tryggja sér pláss. Viðmælandi okkar í Grímsey staðhæfir að miðvikudaginn 4. apríl fyrir hádegi sé loks
von á lundanum í holurnar á bjargbrúninni en sú staðhæfing er birt án ábyrgðar.
Milt og gott veður hefur verið í Grímsey síðustu daga og dýralífið áberandi fjölskrúðugt. Hvalir hafa gert sig heimakomna
við eyjuna og þá einkum hnúfubakur. Sjómenn láta vel af aflabrögðum, rótfiska og segja loðnu vaða um allan sjó.
Lundi í Grímsey. Mynd: Friðþjófur Helgason.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-185-2012-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-oseyri-sunnan-krossanesbrautar-deiliskipulag
|
Nr. 185/2012 auglýsing um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað - Óseyri sunnan Krossanesbrautar - Deiliskipulag
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 17. janúar 2012 í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulag
fyrir Óseyri sunnan Krossanesbrautar.
Skipulagssvæðið afmarkast af lóðarmörkum lóða, 1, 1a, 2 og 2a við Óseyri, nema í norðri þar sem
skipulagsmörkin eru við Krossanesbraut. Um er að ræða deiliskipulag í þegar byggðu hverfi.
Með auglýsingu þessari fellur jafnframt eftirfarandi deiliskipulag úr gildi þar sem það er innan skipulagssvæðis
þessarar tillögu:
Kaupfélag Eyfirðinga, Óseyri 1, Akureyri. Skipulagsuppdráttur samþykktur af skipulagsstjóra ríkisins 22. janúar 1996.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 37. - 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 5. mars 2012,
Arnar Birgir Ólafsson verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild – Útgáfud.: 27. febrúar 2012
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/islenski-dansflokkurinn-i-hofi
|
Íslenski dansflokkurinn í Hofi
Íslenski dansflokkurinn verður í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri fimmtudagskvöldið 8. mars nk. Á dagskránni verða tvö
ólík verk sem bæði höfða til breiðs áhorfendahóps. Sýningin er því ætluð allri fjölskyldunni og fá 16
ára og yngri miðann á hálfvirði.
Fyrra verkið sem sýnt verður ber nafnið Groβstadtsafari og er eftir Norðmanninn Jo Strömgren. Verkið var frumsýnt þann 4. mars 2011 og fjallar um
þá streitu og öngþveiti sem byggist upp í fjölmenni borgarlífsins. Þetta er kröftugt dansverk sem gerir miklar tæknilegar kröfur til
dansaranna. Bryndís Schram sagði meðal annars í dómi sínum á vefnum Pressan.is: „Verkið var geggjað flott og vitnaði enn um samstillingu
og tæknilega yfirburði flokksins“ og bætti svo við „Flott show - svolítið í anda söngleikjanna - en þó öllu
dramatískara“.
Seinna verkið heitir Minus 16 og var frumsýnt 4. febrúar síðastliðinn á Stóra sviði Borgarleikhússins og fékk frábærar
viðtökur hjá áhorfendum sem og gagnrýnendum. Minus 16 er eftir rokkstjörnu dansheimsins Ohad Naharin og hefur farið sigurför um heiminn. Þetta er
glettið og beinskeytt verk sem brýtur niður múra milli flytjenda og áhorfenda og spannar skalann frá Dean Martin til cha-cha-cha, frá techno poppi til
hefðbundinnar þjóðlagatónlistar Ísraela. Kristjana Guðbrandsdóttir á DV gaf verkinu fimm stjörnur þar sem hún sagði
sýninguna vera: „Magnaða lífsreynslu“ og „útkoman var stórglæsileg og kemur skemmtilega á óvart“. Sesselja G.
Magnúsdóttir á Fréttablaðinu gaf verkinu fjórar stjörnur og fannst „Minus 16 vera ögrandi en skondið verk sem vekur upp löngun í
meira“.
Miðasala er í síma 450 1000 eða midasala@menningarhus.is.
Samhliða sýningunni mun Íslenski dansflokkurinn bjóða uppá stutt námskeið í nútímadansi þann 5. mars í Hofi.
Markmiðið með þessu námskeiði er að kynna listdans og gefa þátttakendum kost á að upplifa listgreinina af eigin raun.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-6
|
Fimm þúsundasti gesturinn á Gulleyjuna
Föstudagskvöldið 2. mars kom fimm þúsundasti gesturinn á sýningu Leikfélags Akureyrar á Gulleyjunni. Gestur númer 5.000 reyndist
vera Sigríður Kristín Sverrisdóttir frá Skriðu í Hörgársveit. Starfsmenn leikfélagsins færðu henni blómvönd,
Gulleyjubol og geisladisk, auk þess sem Sigríði var boðið að heilsa upp á leikarahópinn að sýningu lokinni.
Þetta var 25. sýningin á Gulleyjunni hjá LA og hafa viðtökur verið hreint út sagt frábærar því uppselt hefur verið
á hverja einustu sýningu og eru gagnrýnendur sammála um að hér sé á ferðinni þrælskemmtilegt og kröftugt
fjölskylduleikrit.
Miðasala og nánari upplýsingar á heimasíðu Leikfélags
Akureyrar.
Sigríður og fjölskylda hennar með leikarahópnum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-til-fyrirmyndar-1
|
Akureyri til fyrirmyndar
Nýverið var haldin á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar samkeppni um titilinn ”Norrænt orkusveitarfélag 2011” og hlutu bæði
Akureyri og Vestmannaeyjabær tilnefningu. Samkeppninni er ætlað að vekja athygli á og styðja við aðgerðir norrænna sveitarfélaga sem stuðla
að sjálfbærum lausnum í orku- og loftslagsmálum og hreppti Albertslund í Danmörku nafnbótina að þessu sinni.
Akureyri hlaut tilnefningu fyrir eldsneytisframleiðslu en þar á bæ er lífrænum úrgangi umbreytt í lífdísel. Markmiðið er
að framleiða 2.100 tonn af eldsneyti en það svarar til ársnotkunar um 400 bifreiða.
Vestmannaeyjabær fékk sína tilnefningu fyrir mjög metnaðarfulla umhverfisáætlun sem miðar m.a. því að draga stórlega úr
orkunotkun og auka vægi sjálfbærra orkugjafa. Hafa eyjaskeggjar m.a. sett stefnuna á rafmagnsframleiðslu með vindorku fyrir árið 2020 – og af vindi
hafa þeir jú nóg!
Samkeppninni er ætlað að beina athyglinni að sjálfbærum lausnum norrænna sveitarfélaga á sviði orku- og loftslagsmála. Orkunotkun
heimsins og losun gróðurhúsalofttegunda er langmest í borgum og bæjum. Því eru aðgerðir einstakra sveitarfélaga afar mikilvægar
þegar minnka á losunina. Aðgerðir þeirra stuðla að framgangi þeirrar sameiginlegu sýnar Norðurlandanna að takast muni í
framtíðinni að skapa samfélag sem er óháð jarðefnaeldsneyti og/eða kolefnishlutlaust.
Frétt af heimasíðu Iðnaðarráðuneytisins.
Mynd: Ragnar Hólm
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/afmaeliskort-til-akureyrar
|
Afmæliskort til Akureyrar
Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar er öllum vinum bæjarins nær og fjær, boðið að senda Akureyri póstkort með
afmælikveðju.
Tilvalið er að setjast niður og föndra heimagert kort með persónulegri kveðju til höfuðstaðar hins bjarta norðurs.
Settur hefur verið upp sérstakur póstkassi í anddyri Amtsbókasafnsins sem fólk getur stungið kortunum í og einnig má senda þau
á Amtsbókasafnið á Akureyri, Brekkugötu 17, 600 Akureyri.
Í desember verður haldin sérstök sýning á afmæliskortunum á Amtsbókasafninu og mun þar án efa kenna ýmissa grasa.
Póstkassinn góði í anddyri Amtsbókasafnsins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/niu-athugasemdir-vegna-drottningarbrautarreits
|
Níu athugasemdir vegna Drottningarbrautarreits
Alls bárust níu skriflegar athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi "Miðbæjar suðurhluta – Drottningarbrautarreits" en frestur til að
skila inn athugasemdum rann út þann 7. febrúar sl. Einnig bárust undirskriftir frá á annað þúsund manns sem mótmæltu
fyrirhugaðri breytingu. Í bókun skipulagsnefndar kemur fram að undirskriftirnar hafi flokkast þannig: 1.150 frá Akureyri, 358 utan Akureyrar, 61 ógild
undirskrift eða röng kennitala, 72 tvískráningar. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum 29. febrúar sl.
Svæðið sem deiliskipulagið nær til afmarkast af Drottningarbraut í austri, Kaupvangsstræti í norðri, lóð Akureyrarkirkju og
Eyrarlandsvegi í vestri og lóðarmörkum Hafnarstrætis 65 og Austurbrú í suðri. Í tillögunni er gert ráð fyrir blandaðri
byggð íbúða, verslunar, þjónustu og stofnana. Nýjar íbúðir verða meðfram Drottningarbraut og við Hafnarstræti. Einnig er
gert ráð fyrir hótelbyggingu syðst á reitnum og nýrri aðkomugötu, húsagötu, samsíða Drottningarbraut.
Frétt af heimasíðu Vikudags.
Loftmynd af Drottningarbrautarreitnum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/thorgerdartonleikar
|
Þorgerðartónleikar
Mánudaginn 12. mars kl. 18 verða haldnir tónleikar í Hofi til styrktar minningarsjóði um Þorgerði S. Eiríksdóttur.
Þorgerður lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum á Akureyri og var nýkomin til London í framhaldsnám er hún lést af
slysförum í febrúar 1972. Ári síðar stofnuðu aðstandendur Þorgerðar, ásamt Tónlistarskólanum og
Tónlistarfélagi Akureyrar, minningarsjóð til að styrkja efnilega nemendur frá Tónlistarskólanum á Akureyri til framhaldsnáms. Eru
tónleikar helsti vettvangur til að styrkja sjóðinn, auk þess sem sjóðurinn hefur tekjur af sölu minningarkorta.
Á tónleikunum koma fram nemendur á efri stigum og flytja fjölbreytta dagskrá.
Aðgangur er ókeypis en tekið er á móti frjálsum framlögum í sjóðinn.
Mynd: Tónlistarskólinn á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sidasta-syningarhelgi-2
|
Síðasta sýningarhelgi
Nú er runnin upp síðasta vika sýninga bæði í Listasafninu og Ketilhúsi. Sýningarnar tvær eru ólíkar en á milli
þeirra liggja þó margvíslegir þræðir. Á báðum sýningum er teflt saman listamönnum í yngri kantinum og vangaveltum
þeirra sem eru þó alls ólíkar. Það er spennandi að fá innsýn í sköpun og hugarheim ungra listamanna og sjá
gróskumikla hugmyndavinnslu og skapandi anda ráða ríkjum í sölum Sjónlistamiðstöðvarinnar.
Sýningin í Listasafninu ber nafnið Rými málverksins og það er Einar Garibaldi Eiríksson sem er sýningarstjóri. Einar hefur
um árabil verið prófessor við Listaháskóla Íslands og hans hugmynd var að setja saman fjölbreyttan hóp listamanna sem sýndi
víðtæka nálgun á viðfangsefnið sem var að hugsa út fyrir hið hefðbundna málverk, í efnisvali, framsetningu og myndmáli.
Listamennirnir tólf eiga það sammerkt að hafa allir útskrifast frá Listaháskóla Íslands á síðustu tíu árum og
það er óhætt að segja að vel hefur tekist við að ná markmiðinu um víðtæka nálgun því verkin eru ákaflega
ólík og unnið er með fjölbreytileg efni og útfærslur.
Sýningin í Ketilhúsi nefnist Móbergur – Rafsteinn – Sæmunkur og er samsýning þriggja ungra myndlistarmanna sem hafa unnið
saman í ýmsum verkefnum síðustu árin. Bakgrunnur þeirra er ólíkur hvað varðar myndlistarmenntun og hver fyrir sig skapa þeir sinn
hugmyndaheim en eiga um leið sterkan samhljóm. Þeir sækja allir innblástur sinn til annarra heima, fornra leyndardóma og trúarbragða og útkoman
er kyngimagnað andrúmsloft fortíðar, nútíðar og framtíðar.
Sjónlistamiðstöðin hvetur Akureyringa og gesti bæjarins til að missa ekki af þessu tækifæri til að opna hugann fyrir myndlist út fyrir
rammann.
Frá sýningunni í Listasafninu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hvad-ma-betur-fara
|
Hvað má betur fara?
Embættismenn Akureyrarbæjar og bæjarstjóri hafa setið á fundi í allan dag og fjallað um vinnuna við
fjárhágsáætlunargerð fyrir árið 2013 og reynsluna af rammafjárhagsáætlun sem hefur verið við lýði í röskan
áratug hjá Akureyrarbæ.
Rætt hefur verið um það sem betur má fara og hvort æskilegt sé að breyta vinnubrögðum við fjárhagsáætlunargerðina
í kjölfar setningar nýrra sveitarstjórnarlaga. Markmiðið er eins og ávallt áður að nýta fjármuni sem best til hagsbóta
fyrir bæjarbúa alla.
Frá fundinum í Ráðhúsinu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-7
|
Viltu fara til Vesturheims?
Í sumar gefst ungum Íslendingum á aldrinum 18-28 ára tækifæri á fjögurra vikna menningar- og ævintýraferð um
slóðir íslensku landnemanna í Vesturheimi. Snorri West verkefninu var komið á laggirnar í Manitobafylki í Kanada árið 2001 en
nú gefst þátttendum einnig tækifæri til að ferðast um Íslendingaslóðir í Minnesota og Norður-Dakóta í
Bandaríkjunum. Verkefnið er skipulagt af Þjóðræknisfélagi Íslendinga í Vesturheimi, Íslendingadeginum í Gimli,
Snorrasjóði og Íslendingafélögunum í fyrrnefndum ríkjum.
Flogið verður til Minneapolis 9. júlí þar sem fulltrúar Íslendingafélagsins þar í borg taka á móti ungmennunum.
Að nokkrum dögum liðnum verður keyrt til Norður-Dakóta og ferðast um Íslendingabyggðir þar og kynnst sögu og menningu afkomenda landnemanna.
Síðari hluti ferðarinnar fer fram í Manitobafylki í Kanada en þar eru fjölmennustu byggðir Vestur-Íslendinga. Þátttakendur munu
búa hjá fjölskyldum af íslenskum ættum. Ferðin endar á Íslendingadeginum í Gimli.
Það er samdóma álit þeirra ungmenna sem tekið hafa þátt í Snorra West verkefninu að upplifunin sé ógleymanleg og að
sterk vináttubönd hafi myndast við þær fjölskyldur þar sem þátttakendur hafa dvalist hjá. Komið er heim að morgni 9.
ágúst. Þátttökukostnaður er 2.200 kanadadollarar og er þá allt innifalið, þ.e. flug, ferðir, gisting og matur víðast hvar.
Verkefnið er styrkt af Icelandic Festival of Manitoba, Canada Iceland Foundation og Guttormsson Family Foundation.
Umsóknarfrestur er til 15. mars nk. og er hægt að nálgast umsóknareyðublöð á vefnum http://www.snorri.is/ þar sem finna má frekari upplýsingar. Einnig er hægt að hafa samband við Ástu Sól
Kristjánsdóttur verkefnisstjóra Snorraverkefna í netfanginu astasol@snorri.is
og/eða Söruh Isliefson verkefnisstjóra vestra á netfangið snorriwestna@yahoo.com.
Mynd: Tiffany Sigurdson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skidaferd-fra-grimsey-til-akureyrar
|
Skíðaferð frá Grímsey til Akureyrar
Allir nemendur Grímseyjarskóla eru nú lagðir af stað í þriggja daga skíða- og skemmtiferð til Akureyrar. Auk þess að fara
á skíð verður farið í leikhús og keilu, út að borða og ýmislegt fleira sér til gamans gert. Flogið var með Norlandair
frá Grímsey í dag og verður snúið aftur heim á föstudag.
Í skólanum eru þrettán nemendur á aldrinum 6-13 ára og með í för eru tveir foreldrar og tveir kennarar. Á meðfylgjandi mynd
vantar fjóra nemendur sem nú þegar eru komnir til Akureyrar.
Nú er rjómablíða í Grímsey en flotinn fór óvenju seint á miðin í morgun því veðrið var afleitt í
nótt. Yfirleitt er lagt úr höfn klukkan 4-5 að morgni en vegna veðurs var ekki haldið af stað fyrr en um hálfáttaleytið.
Hópurinn sem lagði af stað frá Grímsey fyrr í dag.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/songur-omar-um-midbaeinn
|
Söngur ómar um miðbæinn
Kraftmiklir, ungir og fallegir tónar fylla miðbæ Akureyrar föstudagsmorguninn 16. mars milli klukkan 10 og 11 en þá hefja upp raust sína í
göngugötunni, neðst í stöllum Skátagilsins, hátt í 1.500 leik- og grunnskólanemar. Yfirskrift þessa skemmtilega
uppátækis er Söngdagar og verður þetta endurtekið á sama tíma föstudaginn 23. mars.
Söngdagarnir eru skipulagðir af starfsfólki leik- og grunnskóla Akureyrar og eru haldnir í tilefni 150 ára afmælis bæjarins en sjálfur
afmælisdagurinn er 29. ágúst. Staðið hafa yfir miklar æfingar í skólunum síðustu mánuði þar sem tónstiginn
hefur komið að góðum notum við upphitun. Krakkarnir munu syngja lög á borð við Akureyri og norðrið fagra, Snert hörpu
mína og Krummi svaf í klettagjá.
Þeir sem eiga leið um miðbæinn á þessum tíma eru hvattir til að staldra við og hlýða á sönginn.
Við Ráðhústorg.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/helgi-johannesson-forstjori-nordurorku
|
Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku
Stjórn Norðurorku hf. hefur ráðið Helga Jóhannesson verkfræðing forstjóra Norðurorku hf. Helgi er menntaður vélstjóri og
vélaverkfræðingur. Hann lauk meistaranámi frá Aalborg Universitet árið 1987. Helgi hefur undanfarin fimm ár verið umdæmisstjóri
VÍS á Norðurlandi en árin 2001-2007 var hann framkvæmdastjóri Norðurmjólkur ehf.
Helgi hefur fjölbreytta starfsreynslu úr atvinnulífinu, m.a. fyrir sveitarfélög og hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja gegnum
árin. Helgi er kvæntur Stefaníu G. Sigmundsdóttur, leikskólakennara og tækniteiknara, og eiga þau fjögur börn.
Helgi hefur störf í seinni hluta aprílmánaðar.
Helgi Jóhannesson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/styrkir-ur-husverndarsjodi-1
|
Styrkir úr Húsverndarsjóði
Stjórn Akureyrarstofu úthlutar styrkjum úr Húsverndarsjóði og verða að þessu sinni veittir þrír styrkir, hver að
upphæð 300.000 kr. Sjóðurinn styrkir viðhald á friðuðum húsum og húsum sem hafa varðveislugildi á Akureyri.
Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri Ráðhússins, Geislagötu 9. Þar er hægt að nálgast eyðublöð
og einnig hér á heimasíðu Akureyrarbæjar.
Þess skal vandlega gætt að allar umbeðnar upplýsingar komi fram.
Umsóknarfrestur er til 16. mars. Upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnastjóri Akureyrarstofu í netfanginu huldasif@akureyri.is.
Mynd: Hlynur Þormóðsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/mottumars-i-grimsey
|
Mottumars í Grímsey
Félagar í Kiwanisklúbbnum Grími í Grímsey taka virkan þátt í Mottumars, átaki Krabbameinsfélagsins gegn krabbameini
í körlum. Klúbburinn heitir svo eftir Grími þeim sem talinn er hafa verið fyrstur manna til að reisa sér bú í eyjunni.
Félagar í Kiwanisklúbbnum eru 21 og taka 18 þátt í átakinu með því að safna yfirvaraskeggi.
Kiwanisklúbburinn Grímur á heimasíðu
Krabbameinsfélagsins.
16 af 18 félögum sem taka þátt í átakinu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hatidleg-stund-i-midbaenum
|
Hátíðleg stund í miðbænum
Stundin var hátíðleg og falleg í miðbæ Akureyrar klukkan 10 í morgun þegar á annað þúsund leik- og grunnskólanemar
hófu upp raust sína í stöllunum neðst í Skátagilinu. Yfirskrift þessa skemmtilega uppátækis er Söngdagar og verður þetta
endurtekið á sama tíma föstudaginn 23. mars.
Söngdagarnir eru skipulagðir af starfsfólki leik- og grunnskóla Akureyrar og eru haldnir í tilefni 150 ára afmælis bæjarins en sjálfur
afmælisdagurinn er 29. ágúst. Krakkarnir sungu lög á borð við Akureyri og norðrið fagra, Snert hörpu mína og Krummi
svaf í klettagjá.
Úr miðbæ Akureyrar í morgun.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gildagur-og-opnun-i-listasafninu
|
Gildagur og opnun í Listasafninu
Laugardaginn 24. mars klukkan 15 opnar Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmaður einkasýninguna Misvísun í Listasafninu á Akureyri á vegum
Sjónlistamiðstöðvarinnar. Misvísun er lýsandi orð fyrir það sem má kalla stöðuga óvissu eða sífellda hreyfingu
allra hluta. Sem yfirskrift sýningar má túlka það sem svo að sýningin, eða verkin á henni, feli í sér ákveðnar
mótsagnir og að hún sé ekki öll þar sem hún er séð: verkin eigi sér að minnsta kosti tvær hliðar. Þau eru á
mörkum lands og sjávar, jarðar og alheims og fjalla um persónulega viðleitni til skilnings og staðsetningar í veruleikanum. Þessum hugmyndum sínum
finnur Kristinn efnislegt form í skúlptúrum, grafíkverkum og innsetningum.
Kristinn er fæddur í Ólafsfirði árið 1960 og stundaði myndlistarnám við Myndlistarskólann á Akureyri 1982–1983. Hann
útskrifaðist úr Myndlista– og handíðaskóla Íslands árið 1986 og stundaði framhaldsnám í Akademie der Bildenden
Künste í München í Þýskalandi á árunum 1986–1990. Kristinn hefur haldið 17 einkasýningar og tekið þátt í um
50 samsýningum heima og erlendis. Hann á verk í öllum helstu listasöfnum á Íslandi og einkasöfnum á Íslandi og erlendis. Hann á
einnig verk í fjölda opinberra stofnana og í almenningsrými víða um land.
Aðrar sýningar í Gilinu:
Gallerí Langi-Gangur, opnun kl. 13: ÁLFkonur opna ljósmyndasýninguna 30 DAGAR. Sýningin stendur aðeins í 2 daga: laugardag
24. mars kl. 13-18 og sunnudag 25. mars kl. 13-17. Sýningin er á veggjum á Langa-Gangi sem er á annarri hæð í Kaupvangsstræti 10, (gengið inn
sama inngang og í Populus Tremula og Sal Myndlistarfélagsins-Boxið). ÁLFkonur (áhugaljósmyndarafélag fyrir konur á
Eyjafjarðarsvæðinu) er félagskapur kvenna sem hafa ljósmyndun að áhugamáli og er þessi sýning afrakstur þátttöku í
30 daga áskorun sem fólst í því að taka eina mynd á dag í einn mánuð. Þemað var fyrirfram ákveðið og hér
birtist útkoman. Þetta er fimmta samsýning hópsins en þátttakendur að þessu sinni eru: Agnes H. Skúladóttir, Berglind H.
Helgadóttir, Ester Guðbjörnsdóttir, Díana Bryndís, Gunnlaug Friðriksdóttir, Halla S. Gunnlaugsdóttir, Helga H. Gunnlaugsdóttir, Hrefna
Harðardóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Linda Ólafsdóttir og Margrét Elfa Jónsdóttir.
Ketilhús, opið kl. 13-17: Mundi Vondi: A Retrospective. Úrval verka sem endurspeglar margþættan starfsferil listamannsins. Til
sýnis eru m.a. upptökur af gjörningum, stuttmyndir, málverk, teikningar og fatnaður en að auki var teiknimyndasagan Mótsagnarlögmálið
afhjúpuð í fyrsta sinn, en hún var unnin sérstaklega fyrir þessa sýningu og er samstarfsverkefni Munda Vonda og Magnúsar Björns
Ólafssonar. Í Mótsagnarlögmálinu, sem skrifað er á dulmáli, ríða höfundarnir heimspekinni að þolmörkum
venjuleikans með því að hvolfa hinu viðtekna ofan í endurtúlkun ýmissa kunnra minna úr íslenskri þjóðtrú. Í
sköpun sinni og eyðileggingu tekst Mundi Vondi á við makt flökurleikans sem herjar á alla sem trúa því að nútíminn sé
bæði nýr og gamall í senn og að enginn stígi tvisvar í sömu ána; á meðan tíminn líður um háspennukefli
framfaranna og mannveran keppist við að skreyta sig sérsaumuðum martröðum sem hún dýrkar svo og fyrirlítur á sama tíma, tekur
ljótur listamaðurinn upp blýant og teiknar eitthvað sem honum finnst fallegt og skemmtilegt: Það er bara einn dropi í hafinu. A er hvorki A né A.
Útilokum ekkert. Sköpum af skemmdarfýsn. Höfum gaman.
Flóra, opnun kl. 14: Sýning Guðrúnar Pálínu í Flóru byggir á hugmyndum tengdum hlutverki og
stöðu föðursins. Vonast er til að hún varpi fram spurningum til áhorfandans og vangaveltum. Sýningin byggir á
ættfræðirannsóknum en þær eru ein leið til að skilja erfðafræðilega stöðu einstaklingsins. Á sýningunni notar
Guðrún Pálína ættfræði föður síns í karllegg og býr til sjónræna framsetningu andlita.
Populus Tremula, opnun kl. 14: Áttblaðarósin. Helga Sigríður notar áttablaðarós sem grunn í
málverkin á sýningunni. Áttablaðarósin hefur lengi verið algeng í íslenskum hannyrðum hún byggir á fornu mynstri sem minnir
margt á frostrós. Þetta forna mynstur færir Helga Sigríður í nýjan búning með því að mála það á
striga í björtum litum.
Mjólkurbúðin, opið kl. 14-17: Dagrún Matthíasdóttir sýnir verkaröðina Pottar.
Gallerí Box, opnun kl. 15: Stefán Boulter sýnir nýleg málverk og steinþrykk í anda ljóðræns raunsæis.
Á þessari sýningu veltir Stefán fyrir sér m.a. hafinu og hlutverki vatnsins sem táknmynd í eigin lífi og listaverkum. Þar skipar
innsæið, tilfinningar, minningar og draumar ríkan þátt. Stefán hefur verið virkur þátttakandi í Kitsch hreyfingunni, þetta er
hópur málara víðs vegar úr heiminum sem hafa skapað nýjan heimspekilegan grundvöll fyrir listsköpun sinni.
Verk eftir Kristinn Hrafnsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hvad-er-ljod
|
Hvað er ljóð?
Föstudaginn 23. mars kl. 15 flytur Njörður P. Njarðvík erindið „Hvað er ljóð?“ í Ketilhúsinu í Listagilinu á
Akureyri og lýsir því hvernig ljóð aðgreinir sig frá öðru tjáningarformi tungumálsins.
Njörður er prófessor emeritus í íslenskum bókmenntum og ritlist við Háskóla Íslands og er rithöfundur og
ljóðskáld. Öllum áhugasömum er heimill aðgangur sem er ókeypis. Þessi viðburður er skipulagður af kennurum á
listnámsbraut VMA í samvinnu við Sjónlistamiðstöðina.
Njörður P. Njarðvík.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/leik-og-grunnskolanemendur-fylla-midbae-akureyrar-a-songdogum
|
Leik- og grunnskólanemendur fylla miðbæ Akureyrar á Söngdögum
Leik- og grunnskólabörn á Akureyri taka virkan þátt í 150 ára afmæli bæjarins með því að leggja leið sína
í göngugötuna (neðst í stöllunum í Skátagilinu) föstudaginn 23. mars klukkan 10 á svokölluðum Söngdegi. Þetta er
í annað skipti sem þessir ungu Akureyringar bjóða til slíkrar dagskrár en óhætt er að segja að Söngdagurinn sem haldinn var
síðasta föstudag hafi kallað fram breið bros og jafnvel tár á hvarmi þeirra sem á hlýddu.
Söngdagar eru skipulagðir af starfsfólki leik- og grunnskólum Akureyrar og eru haldnir í tilefni af 150 ára afmæli bæjarins en sjálfur
afmælisdagurinn er 29. ágúst. Staðið hafa yfir miklar æfingar í skólunum síðustu mánuði þar sem tónstiginn
hefur komið að góðum notum í upphituninni. Krakkarnir munu hefja upp raust sína með lögum á borð við “Akureyri og norðrið
fagra”, “Snert hörpu mína” og “Krummi svaf í klettagjá”.
Þeir sem eiga leið um miðbæinn á þessum tíma eru hvattir til að staldra við og hlýða á sönginn.
Tengiliðir þessa skemmtilega verkefnis eru leik- og grunnskólakennararnir Ásta Magnúsdóttir (astamagn@akmennt.is,
Sigríður Jónasdóttir (fludir@akureyri.is) og Valgerður Hannesdóttir (hlidabol@hlidabol.is).
Barnakórinn mikli í miðbænum
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/godir-grannar-i-heimsokn
|
Góðir grannar í heimsókn
Núna um helgina kemur hópur Færeyinga í skíðafrí til Akureyrar í beinu flugi. Er þetta þriðja árið í
röð sem boðið er upp á slíkar ferðir frá Færeyjum. Uppselt er í ferðina og koma því um 98 farþegar í þetta
sinn, sem dvelja hér í 4 daga. Förinni frá Færeyjum seinkaði dálítið í morgun vegna vélarbilunar og lendir vélin
því ekki fyrr en síðdegis í dag.
Allir eru búnir að kaupa sér skíðakort og er stefnt á að fara með hópinn upp í fjall í dag og verður því lengri
opnun í fjallinu í kvöld eða til kl. 20.00.
Hægt er að skoða nánari upplýsingar um skíðaferðina á tur.fo
Hlíðarfjall - lyfta
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sjalfraedi-og-aldradir
|
Sjálfræði og aldraðir
Þriðja málstofa Öldrunarheimila Akureyrar á 50 ára afmælisári Hlíðar verður haldin í samkomusalnum í Hlíð
mánudaginn 26. mars kl. 12.45. Að þessu sinni fjallar Guðmundur Heiðar Frímannsson prófessor við
Háskólann á Akureyri um Sjálfræði og aldraða. Hvað er sjálfræði og hvers virði er það? Missir fólk
sjálfræðið þegar það eldist og þarf þjónustu?
Hér er á ferðinni spennandi fyrirlestur og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Guðmundur Heiðar Frímannsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/i-klom-internetsins
|
Í klóm internetsins
Á Félagsvísindatorgi við Háskólann á Akureyri verður næstkomandi miðvikudag fjallað um netfíkn íslenskra
ungmenna. Háskólinn á Akureyri hefur tekið þátt í Evrópurannsókn á netávana sem mun þegar upp er staðið
ná til um 14 þúsund ungmenna í sex Evrópulöndum auk Íslands. Íslenski rannsóknarhópurinn frá HA kynnir
niðurstöður sínar og rannsóknaraðferðir.
Mikill meirihluti barna í Evrópu notar internetið daglega og hefur verið áætlað að börn á aldrinum 9-16 ára verji að meðaltali
tæpum 90 mínútum á dag á internetinu, mismikið eftir aldri og eftir löndum. Íslensk börn og ungmenni eru engir eftirbátar jafnaldra
sinna annars staðar í Evrópu hvað þetta varðar enda býður netið upp á fjölbreyttar samskiptaleiðir, menntun og skemmtun. Samhliða
aukinni notkun barna og ungmenna á internetinu hafa vaknað spurningar um áhrif og afleiðingar þessarar notkunar. Sumir fræðimenn hafa viljað ganga svo
langt að tala um netfíkn og hafa þannig flokkað óhóflega internetnotkun sem vandamál á borð við áfengisneyslu og vímuefnanotkun.
Óhófleg internetnotkun er meðal annars talin hafa letjandi áhrif á árangur í námi, raska fjölskyldutengslum og tilfinningalífi
ungmenna. Enn fremur er óhófleg notkun á neti talin tengjast þunglyndi, slökum félagstengslum og aukinni einmanakennd og þá sérlega
meðal ungs fólks.
Í erindi sínu á félagsvísindatorgi mun íslenski rannsóknarhópurinn greina frá verkefninu og frumniðurstöðum en einnig
rannsóknaraðferðinni sem er nýlunda í rannsóknum á þessu sviði að því leyti að notast er við eigindleg gögn sem
greind eru miðlægt. Í rannsóknarhópnum eru þau Kjartan Ólafsson sem er lektor við HA, Eva Halapi, Hjördís Sigursteinsdóttir og
Sigrún Sif Jóelsdóttir sem allar eru sérfræðingar við RHA, rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á
Akureyri.
Félagsvísindatorgið hefst kl. 12.00 miðvikudaginn 28. mars og fer fram í stofu M102 að Sólborg við Norðurslóð. Yfirskrift þess er:
Í klóm internetsins - algengi og alvarleiki ávananotkunar á neti meðal 15-16 ára ungmenna á Íslandi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/margt-a-dofinni-hja-la
|
Margt á döfinni hjá LA
Þrjár býsna ólíkar en stórskemmtilegar og vinsælar sýningar verða í gangi hjá Leikfélagi Akureyrar á
næstu vikum og um páskana þegar fjöldi landsmanna leggur leið sína til bæjarins. Þetta eru sjóræningjaleikritið Gulleyjan, Saga
þjóðar með Hundi í óskilum og Afinn með Sigurði Sigurjónssyni í aðalhlutverki sem sýndur verður skömmu eftir
páska.
Sýningar á sjóræningjaleikritinu Gulleyjunni eru enn í fullum gangi hjá Leikfélagi
Akureyrar. Aðsóknin hefur verið frábær og hafa nú mörg þúsund gestir komið á sýninguna. Einnig eru gagnrýnendur
sammála um að þetta sé kraftmikil og stórskemmtileg fjölskyldusýning. Um er að ræða frægustu sjóræningjasögu allra
tíma í nýrri íslenskri leikgerð eftir Karl Ágúst Úlfsson og Sigurð Sigurjónsson. Valinn hópur leikara fer á kostum og
þar er Björn Jörundur Friðbjörnsson fremstur meðal jafningja í hlutverki Langa-Jóns Silfurs. Gulleyjan er ævintýraleg sýning fyrir alla
fjölskylduna, full af galdri, gulli, græðgi, bardögum, blekkingum, talandi páfagaukum, kostulegum persónum og eldfjörugri tónlist eftir Þorvald
Bjarna Þorvaldsson. Sýningar munu halda áfram langt inn í apríl mánuð.
Stórsveitin Hundur í óskilum fer í gegnum Íslandssöguna á hundavaði í tali og tónum í sýningunni Saga þjóðar. Sýningin minnir helst á sirkus eða uppistand. Notuð eru hin ýmsu hljóðfæri,
eldhúsáhöld og önnur hjálpartæki í þessum tónlistargjörningi. Sýningin fékk afar góðar viðtökur
þegar hún var sýnd hjá leikfélaginu fyrr í vetur og komust færri að en vildu. Hundarnir hafa síðan ferðaðist suður og
heillað leikhúsgesti þar upp úr skónum. Nú býðst leikhúsgestum á Akureyri annað tækifæri á að sjá
þessa fínu sýningu um páskahelgina hjá Leikfélagi Akureyrar.
Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, Sigurður Sigurjónsson, birtist hér í nýjum sprenghlægilegum íslenskum einleik sem
fær áhorfendur til að veltast um af hlátri. Afinn er hlýlegt gamanverk með stórt hjarta.
Sýnt 12., 13., 21. og 22. april hjá Leikfélagi Akureyrar.
Miðasala og frekari upplýsingar um sýningar á www.leikfelag.is og í síma 4 600 200.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-293-2012-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-klettaborg-deiliskipulagsbreyting
|
Nr. 293/2012. Auglýsing um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Klettaborg, deiliskipulagsbreyting.
Skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar samþykkti 15. febrúar 2012, á grundvelli e-liðar 4. gr. „Samþykkt um skipulagsnefnd" og í
samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, deiliskipulagsbreytingu fyrir Klettaborg, Akureyri.
Breytingin gerir m.a. ráð fyrir stækkun á lóðunum Klettaborg 35 og 41, leiksvæði og tveimur nýjum hraðahindrunum.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar
Arnar Birgir Ólafsson verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild – Útgáfud.: 23. mars 2012
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/mottubodid-2012
|
Mottuboðið 2012
Fimmtudaginn 29. mars nk. stendur Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi, í samstarfi við Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis, að
Mottuboði í menningarhúsinu Hofi kl. 20.00. Tilgangur Mottuboðsins er að vekja athygli á krabbameini karla, stuðla að forvörnum og styrkja starf
Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Við innganginn verður Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis með kynningu á starfsemi sinni og
fræðslu um krabbamein og krabbameinsleit.
Léttar veitingar verða í boði frá meðlimum í Klúbbi matreiðslumeistara á Norðurlandi, í samstarfi við fjölmarga birgja
og veitingastaði á Norðurlandi. Skemmtiatriði verða fjölmörg og má þar m.a. nefna Karlakór Akureyrar–Geysi, Hund í óskilum,
þjóðþekkta hagyrðinga og uppboð Sigga Gumm á listmunum norðlenskra listamanna. Veislustjóri verður Sigurvin „fíllinn“
Jónsson.
Allir birgjar, matreiðslumenn, listamenn og aðrir styrkja málefnið með vinnu sinni og vörum.
Miðaverð aðeins 1.500 kr. og rennur óskipt til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.
Miðasala er hafin í Hofi og á netinu http://www.menningarhus.is/news/mottubodid-2012/.
Viðburðurinn á facebook http://www.facebook.com/events/316210771771328/.
Allir eru velkomnir!
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/bokamarkadurinn-a-akureyri-1
|
Bókamarkaðurinn á Akureyri
Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda er kominn til Akureyrar og verður opnaður klukkan 11 í fyrramálið, miðvikudaginn
28. mars, í Baldursnesi 2 (áður Tækjasport) fyrir norðan Toyota-húsið. Opið verður alla daga til og með 10. apríl, nema föstudaginn
langa og páskadag, frá kl. 11 til 18.
Kristján Karl Kristjánsson, framkvæmdastjóri markaðarins, segir að markaðurinn hafi líklega aldrei verið stærri á Akureyri og að
úrvalið sé ákaflega mikið og verðið hagstætt. Frá Akureyri fer markaðurinn síðan til Egilsstaða og verður opnaður
þar 18. apríl.
Kristján Karl Kristjánsson í Baldursnesi 2.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/uthlutun-byggdakvota
|
Úthlutun byggðakvóta
Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2011/2012 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 1182,
21. desember 2011. Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir:
Kaldrananeshreppur (Drangsnes)
Akureyri (Grímsey)
Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 297/2012 í Stjórnartíðindum:
Sveitarfélagið Vogar
Vesturbyggð (Brjánslækur, Bíldudalur)
Árneshreppur
Strandabyggð (Hólmavík)
Blönduósbær (Blönduós)
Sveitarfélagið Skagaströnd
Fjallabyggð (Siglufjörður, Ólafsfjörður)
Akureyri (Hrísey)
Grýtubakkahreppur (Grenivík)
Vopnafjarðarhreppur (Vopnafjörður)
Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar (fiskistofa.is), og þar eru ofangreindar reglur
einnig aðgengilegar. Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2012.
Fiskistofa, 27. mars 2012.
Mynd: Friðþjófur Helgason.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/deiliskipulag-midbaejar-drottningarbrautarreitur-1
|
Deiliskipulag miðbæjar, Drottningarbrautarreitur
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 20. mars 2012 samþykkt eftirfarandi deiliskipulag: Miðbær suðurhluti –
deiliskipulag Drottningarbrautarreits. Svæðið sem deiliskipulagið nær til afmarkast af Drottningarbraut í austri, Kaupvangsstræti í norðri,
lóð Akureyrarkirkju og Eyrarlandsvegi í vestri og lóðarmörkum Hafnarstrætis 65 og Austurbrú í suðri.
Tillagan var auglýst þann 28. desember 2011 og var athugasemdafrestur til 7. febrúar 2012. Auglýsingar birtust í
Lögbirtingarblaðinu og Dagskránni, Akureyri. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð
og á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is/skipulagsdeild.
Athugasemdum sem bárust á auglýstum athugasemdatíma var svarað á fundi skipulagsnefndar þann 14. mars 2012. Ekki var
gerð breyting á áður auglýstum gögnum vegna athugasemdanna. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á skipulagsdeild
Akureyrarkaupstaðar.
Hverjum þeim sem telur á rétt sinn hallað með samþykkt þessari er heimilt að skjóta máli sínu til
úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála með kæru sbr. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en kærufrestur er einn mánuður frá birtingu
deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
F.h. Akureyrarkaupstaðar
Arnar Birgir Ólafsson verkefnastjóri skipulagsmála.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skipulags-og-matslysing-vestursida-borgarbraut
|
Skipulags- og matslýsing, Vestursíða - Borgarbraut
Um þessar mundir er unnið að gerð deiliskipulags við Vestursíðu – Borgarbraut í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur lagt fram til kynningar skipulags- og matslýsingu á verkefninu. Þar koma m.a. fram hvaða áherslur eru
ráðandi við gerð deiliskipulagsins og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu. Þá er fyrirhuguðu skipulagsferli lýst og hvernig kynningu og
samráði verður háttað gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.
Skipulags- og matslýsingin mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, svo að þeir sem þess
óska geti kynnt sér gögnin og komið með ábendingar.
Borgarbraut - Vestursíða. Skipulags- og matslýsing
Þeir sem vilja koma ábendingum til skipulagsnefndar er bent á að skila þeim skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3.
hæð, og/eða í tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur
fram.
F.h. Akureyrarkaupstaðar
Arnar Birgir Ólafsson verkefnastjóri skipulagsmála.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/afkoman-betri-en-aaetlun-gerdi-rad-fyrir
|
Afkoman betri en áætlun gerði ráð fyrir
Rekstur Akureyrarbæjar gekk heldur betur en áætlanir gerðu ráð fyrir árið 2011. Sjóðsstreymi var
einnig ágætt. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 1.100 millj.kr. en var neikvæð um 419 millj. kr. eftir
fjármagnsliði og skatta. Er það liðlega 226 milljóna króna betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir, en í áætlun
samstæðunnar var neikvæð afkoma áætluð 646 millj.kr. Bæði tekjur og gjöld urðu hærri en áætlun gerði ráð
fyrir en fjármagnskostnaður lægri. Heildarskuldir lækka að raungildi frá fyrra ári.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og verður
hann til umfjöllunar í bæjarstjórn Akureyrar 17. apríl og við síðari umræðu þann 8. maí nk.
Ársreikningurinn er settur fram samkvæmt reikningsskilum sveitarfélaga. Starfseminni er skipt upp í tvo hluta, A-hluta annars
vegar og B-hluta hins vegar. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða
aðalsjóð, Fasteignir Akureyrarbæjar, framkvæmdamiðstöð og eignasjóð gatna. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð
fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með
þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Félagslegar íbúðir, Fráveita Akureyrabæjar, Strætisvagnar Akureyrabæjar, Öldrunarheimili
Akureyrabæjar, Framkvæmdasjóður Akureyrarbæjar, Bifreiðastæðasjóður Akureyrabæjar, Hafnarsamlag Norðurlands, Norðurorka hf,
Heilsugæslustöðin á Akureyri, Byggingasjóður Náttúrufræðistofnunar og Gjafasjóður Öldrunarheimila Akureyrarbæjar.
Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri 1.888 millj.kr. og handbært fé frá rekstri
1.898 millj.kr. Fjárfestingarhreyfingar námu samtals 1.013 millj.kr. Fjármögnunarhreyfingar námu samtals –1.050 millj.kr. Afborgun langtímalána
nam 949 millj.kr. Ný langtímalán námu 203 millj.kr. Handbært fé sveitarfélagsins í árslok nam 1.699 millj.kr.
Heildarlaunagreiðslur án launatengdra gjalda hjá samstæðunni voru 6.770.717 þúsundir króna. Fjöldi
stöðugilda var að meðaltali 1.509 sem er fækkun um 6 frá fyrra ári. Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins ásamt
lífeyrisskuldbindingu, í hlutfalli við rekstrartekjur þess voru 54,5%. Annar rekstrarkostnaður var 31,2% af rekstrartekjum. Skatttekjur sveitarfélagsins voru 496
þús.kr. á hvern íbúa en heildartekjur samtals 907 þús.kr. á hvern íbúa. Árið 2010 voru skatttekjurnar 414
þús.kr. á hvern íbúa og heildartekjurnar 887 þús.kr.
Samkvæmt efnahagsreikningi eru eignir sveitarfélagsins bókfærðar á 36.949 millj.kr., þar af eru
veltufjármunir 3.792 millj.kr. Skuldir sveitarfélagsins með lífeyrisskuldbindingum nema samkvæmt efnahagsreikningi 22.556 millj.kr., þar af eru
skammtímaskuldir 3.058. millj.kr. Heildarskuldir í árslok 2010 námu samtals 22.367 milljónum króna. Veltufjárhlutfallið er 1,24 í
árslok, en var 1,31 árið áður. Bókfært eigið fé nemur 14.394 millj.kr í árslok en nam árið áður 14.416 millj.
kr. Eiginfjárhlutfall í árslok var 39% sem er sama hlutfall og árið áður.
Ársreikninginn er að finna hér: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/ymsar-fjarmalaupplysingar/arsreikningar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrsta-operusyningin-i-hofi
|
Fyrsta óperusýningin í Hofi
Barokkóperan Dido og Aenaeas eftir Henry Purcell verður flutt í menningarhúsinu Hofi á Akureyri sunnudaginn 1. apríl kl. 17. Flytjendur eru
kammerkórinn Hymnodia og Barokksveit Hólastiftis undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Allir einsöngvarar í sýningunni koma úr
röðum kórfélaga en með aðalhlutverkin fara Helena G. Bjarnadóttir og Michael Jón Clarke. Guðmundur Ólafsson leikstýrir verkinu og
Ingibjörg Björnsdóttir semur og stýrir dansatriðum.
Óperan Dido og Aeneas er gerð við libretto sem Nahum Tate byggði á eigin leikriti, Brutus of Alba, eða The enchanted lovers frá árinu 1678.
Efniviðurinn er úr fjórðu bók sagnabálksins Aeneid eftir rómverka sagnaritaran Virgil. Þar segir frá flótta Aeneasar eftir
Trójustríðið, samfundum hans og skilnaði við Dido og ferðalögum hans um Miðjarðarhafið til að fullnusta vilja guðanna, að reisa
„nýja Tróju" á Ítalíu. Sagan er ástar- og harmsaga, en þó með léttum köflum. Rauði þráðurinn er
sá að það eru guðirnir og forlögin sem ráða förinni og menn verða að hlíta sínum fyrir fram ákveðnu örlögum.
Í verkinu er sorg og gleði, dulúð og kímni, enda koma fram spaugilegar en illkvittnar nornir og svellkaldir sjóarar en auðvitað líka virðulegur
aðallinn, kóngur og drottning.
Hymnodia fetar nú nýjar slóðir í tónlistarflutningi sínum. Þetta hefur reyndar verið aðalsmerki kórsins, semsé að
finna sífellt upp á einhverju nýju og öðruvísi en bæði Hymnodia og aðrir kórar hafa verið að gera. Mörgum er í fersku
minni Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands eftir Karólínu Eiríksdóttur sem Hymnodia flutti og vakti gleði og hrifningu sumra en
misjöfn viðbrögð annarra, einkum þegar verkið var flutt í Sjónvarpinu. Hymnodia hefur mikið fengist við kórspuna, gefið út
plötu með verkum eftir íslenskar konur, sungið á bílaverkstæði og í gamalli síldarverksmiðju ekki síður en í kirkjum og
tónleikahúsum en rauður þráður í starfi kórsins hefur verið flutningur barokktónlistar. Að því leyti er flutningurinn
á Dido og Aeneas í stíl við fyrri viðfangsefni nema hvað leikur og dans í bland við sönginn er nýmæli fyrir flesta
kórfélaga.
Miðar eru seldir í Hofi og á www.midi.is.
Frá æfingu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vorar-i-hrisey
|
Vorar í Hrísey
Það er vor í lofti í Hrísey. Eyjan er snjólaus að kalla og farfuglar farnir að láta á sér kræla. Þrestir komu
þangað í hópum fyrir réttri viku og tjaldar eru komnir í fjörurnar, þreyttir eftir langt flug. Grágæsir eru komnar á
varpstöðvar sínar í eyjunni en þeim hefur fjölgað mikið þar á síðustu árum.
Þorsteinn Þorsteinsson, fuglaáhugamaður í Hrísey, segir okkur að fálkar hafi sést elta rjúpur um þorpið undanfarið og
úti á eyjunni einnig. Fyrstu karrarnir séu komnir á sína hefðbundnu setstaði og fari brátt að verja þá af fullum þunga.
Krókusar spretta nú í görðum og hinar "óæskilegu" plöntur, eins og lúpína, hvönn og skógarkerfill, eru farnar að
teygja sig upp úr moldinni. Það er því vor í lofti í Hrísey nú undir lok marsmánuðar.
Þorpið í Hrísey.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sigurvegarinn-i-komdu-nordur-leiknum
|
Sigurvegarinn í Komdu norður leiknum
Dregið var á dögunum í Komdu norður leiknum á Visitakureyri.is þar sem tveggja daga draumaferð til Akureyrar fyrir tvo var í boði.
Skráningar í leikinn voru um 2.500 og úr öllum þeim fjölda var dregið nafn Hjördísar Rutar Sigurjónsdóttur í
Reykjavík. Í leiknum var spurt um það hversu langt væri liðið frá því Lystigarðurinn á Akureyri var formlega opnaður og
rétt svar er 100 ár.
Hjördís Rut var að vonum glöð þegar haft var samband við hana en hún hafði verið á Akureyri í febrúar með alla
fjölskylduna og líkað í alla staði frábærlega. Nú ætla þau hjónin að koma aftur norður tvö ein um miðjan
apríl, skella sér á skíði, fara út að borða, í leikhús og njóta lífsins.
Í vinning var flug með Flugfélagi Íslands, gisting á Hótel KEA í tvær nætur, bílaleigubíll frá Bílaleigu
Akureyrar, lyftumiðar og allur útbúnaður til skíðaiðkunar í Hlíðarfjalli, miðar á Gulleyjuna hjá Leikfélagi Akureyrar,
miðar í Jarðböðin við Mývatn og út að borða í tvö kvöld, annars vegar hjá Strikinu og hins vegar hjá Kung Fu.
Við óskum Hjördísi Rut innilega til hamingju með vinninginn og treystum að þau hjónin njóti dvalarinnar á Akureyri.
Hjördís Rut Sigurjónsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vetrarfaeri-i-hlidarfjalli
|
Vetrarfæri í Hlíðarfjalli
Um helgina voru um 95% af skíðaleiðum í Hlíðarfjalli opin. Í gær kólnaði ört og hafa
snjóframleiðsluvélar verið í gangi allan sólarhringinn. Veðurspár gera ráð fyrir frosti a.m.k. eitthvað fram á morgundaginn.
Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir að nú sé hálfgert vorfæri og að
laugardagurinn hafi verið mjög góður og margt um manninn. “Það komu rúmlega 800 manns í Fjallið á laugardag og ég spái
því að umferðin fari bara vaxandi eftir því sem nær líður páskum. Fólk kaupir margt 4–5 daga kort, enda við því
að búast að færið fari batnandi, miðað við veðurspá.”
Hlíðarfjall séð frá Hofi í morgun.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/bach-mozart-og-fukushima
|
Bach, Mozart og Fukushima
Tónlistarfélag Akureyrar í samstarfi við Sjónlistamiðstöð og Goya Tapas býður upp á Föstudagsfreistingar kl. 12.00 í
Ketilhúsinu á föstudaginn langa. Petrea Óskarsdóttir, þverflautuleikari, og Þórarinn Stefánsson, píanóleikari, flytja verk
eftir Johann Sebastian Bach, Wolfgang Amadeus Mozart og Kazuo Fukushima.
Boðið er upp á súpu, brauð og kaffi á meðan hlýtt er á tónleikana. Aðgangseyrir er 2.000 kr. en eldri borgarar greiða 1.500 kr.
Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum.
Petrea Óskarsdóttir lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1989 með Bernhard Wilkinson sem
aðalkennara. Síðan var hún í einkatímum hjá Martial Nardeau í eitt ár. Þá lá leiðin til Frakklands í
þriggja ára framhaldsnám við Conservatoire National du Region í Versölum þar sem aðalkennari hennar var Jean-Michel Varache. Petrea hefur komið
víða fram á tónleikum sem einleikari og í ýmiskonar kammartónlist. Hún er meðlimur Íslenska flautukórsins og leikur reglulega
með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Petrea kennir við Tónlistarskólann á Akureyri og Tónlistarskóla Eyjafjarðar.
Þórarinn Stefánsson lauk kennara- og einleikararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1987 undir handleiðslu
Halldórs Haraldssonar. Í kjölfarið fylgdi framhaldsnám í Hannover í Þýskalandi hjá prof. Eriku Haase. Hann hefur komið fram
á fjölda tónleika víða um Evrópu sem einleikari og meðleikari með söngvurum og hljóðfæraleikrurum. Þórarinn hefur
gert upptökur fyrir sjónvarp og útvarp m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Árið 2007 hlaut Þórarinn starfslaun
listamanna.
Ketilhúsið í janúar 2012.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/stortonleikar-a-skirdag
|
Stórtónleikar á skírdag
Búast má við glæsilegum tónleikum í Hofi á skírdag, 5. apríl, en þá stígur á stokk
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt félögum úr Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og sellóeinleikaranum
Sæunni Þorsteinsdóttur. Á efnisskránni er Sellókonsert í e-moll eftir Edward Elgar og Sinfónía nr. 5 í d-moll eftir Dmitri
Shostakovich.
Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari er þekkt fyrir að spila af innlifun, yndisþokka og tæknilegu öryggi. Þrátt fyrir ungan aldur
hefur hún þegar skapað sér sess sem einn fremsti sellóleikari okkar Íslendinga og hefur komið fram sem einleikari með fjölda
sinfóníuhljómsveita víða um heim.
Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur verið árlegur og mikilvægur þáttur í starfsemi SÍ frá því
hún hélt sína fyrstu tónleika árið 2009. Ungsveitin hefur hlotið mikla og verðskuldaða athygli enda margt sérlega hæfileikaríkt
ungt fólk þar á ferð.
Það er ekki orðum aukið að kalla tónleikana á skírdag stórtónleika: hljóðfæraleikarar verða 85 en aldrei
áður hefur svo stór sinfóníuhljómsveit komið fram í Hofi. Hljóðfæraleikarar hlakka til, ánægðir með
tækifærið til að spila í svo stórri hljómsveit og það í tónleikasalnum Hamraborginni sem er sérstaklega hannaður fyrir
flutning á klassískri tónlist.
Stórtónleikar á skírdag er einn af hápunktum tónleikaársins hjá SN. Það er ósk SN að Akureyringar, nærsveitungar
og aðrir sæki tónleikana og hefji páskahátíðina á glæsilegum nótum.
Miðaverð er 3.600 kr. í forsölu til 31. mars og 4.900 kr. eftir það.
Sæunn Þorsteinsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/afsmaeliskort-fra-naustatjorn-1
|
Afsmæliskort frá Naustatjörn
Fríður flokkur barna af leikskólanum Naustatjörn kom á Amtsbókasafnið á mánudag og afhenti þar stórt afmæliskort til
bæjarins í tilefni af 150 ára afmæli hans. Öll börnin og starfsfólk leikskólans höfðu sett far eftir lófann á kortið og
inni í kortinu eru myndir úr starfinu á Naustatjörn. Það voru rúmlega 30 börn sem afhentu kortið á safninu og kortið er að
sjálfsögðu búið til úr endurvinnanlegu efni enda er Naustatjörn grænfánaleikskóli.
Nánar um afmælið á Visitakureyri.is og á Facebook.
Nú er tilvalið að setjast niður og föndra heimagert kort með persónulegri kveðju til höfuðstaðar hins bjarta norðurs. Settur hefur
verið upp sérstakur póstkassi í anddyri Amtsbókasafnsins sem fólk getur stungið kortunum í og einnig má senda þau á
Amtsbókasafnið á Akureyri, Brekkugötu 17, 600 Akureyri. Í desember verður haldin sérstök sýning á afmæliskortunum
á Amtsbókasafninu og mun þar án efa kenna ýmissa grasa.
Risakortið afhent.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/paskarnir-a-akureyri
|
Páskaævintýri á Akureyri
Búist er við miklum straumi fólks til Akureyrar um páskana. Skíðasnjórinn í Hlíðarfjalli dregur marga til sín og einnig
blómlegt menningarlífið og alls kyns afþreying fyrir alla fjölskylduna. Tekið hefur verið saman yfirlit um allt það helstasem um er að vera um páskana á Akureyri og einnig er
fólk minnt á að skoða viðburðadagataliðá visitakureyri.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/aevintyralegir-paskar-hja-la
|
Ævintýralegir páskar hjá LA
Mikið var um að vera hjá Leikfélagi Akureyrar um páskana. Á skírdag var Gulleyju-ævintýramorgunn í Samkomuhúsinu þar sem
krökkum var boðið að koma og eiga saman skemmtilega sjóræningjastund. Þar stigu á stokk nokkrar persónur úr Gulleyjunni, spjölluðu
við krakkana og sungu fyrir þau lög úr leikritinu.
Húsið troðfylltist á augabragði og langar biðraðir mynduðust. Greinilegt var að sjóræningjarnir hafa skapað sér sess í
hjörtum barna á svæðinu því mikil kátína og gleði ríkti í leikhúsinu þennan dag.
Stórhljómsveitina Hund í óskilum þarf vart að kynna fyrir landsmönnum enda eru þeir Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson
þekktir fyrir bráðfjöruga tónleika þar sem þeir spila á ógrynni af hljóðfærum. Tónleikhúsverk þeirra og
Leikfélags Akureyrar, Saga þjóðar, fékk stórkostlegar viðtökur þegar það var sýnt hjá leikfélaginu fyrr í
vetur og komust færri að en vildu. Þeir hafa síðan þá ferðast með það suður í Borgarleikhúsið þar sem þeir
flytja það hvað eftir annað fyrir fullum sal. Leikhúsgestum á Akureyri bauðst annað tækifæri á að sjá þetta
frábæra verk um páskana og fjölmargir nýttu sér það tækifæri.
Einnig voru margar sýningar á Gulleyjunni um helgina fyrir fullu húsi. Nú fer hver að verða síðastur að sjá þetta vinsæla
fjölskylduleikrit því að aðeins ein sýningarhelgi er eftir. Gulleyjan er samstarfsverkefni LA og LR.
Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, Sigurður Sigurjónsson, mætir í Samkomuhúsið 12. og 13. apríl með
sprenghlægilega einleikinn Afann. Þetta íslenska leikverk er framleitt af þeim sömu og gerðu Hellisbúann og Pabbann. Í verkinu er fjallað á
gamansaman hátt um hlutverk afans sem er á best aldri, í góðri stöðu, búinn að ala upp börnin sín en þá blasa við
önnur verkefni eins og flóknar fjarstýringar, Viagra töflur og barnabörnin. Afinn er samstarfsverkefni Thorsson Productions og LR. Vegna mikillar eftirspurnar hefur
verið bætt inn aukasýningum 21. og 22. apríl.
Miðasala og frekari upplýsingar um sýningar er að finna á heimasíðu
Leikfélags Akureyrar.
Í Samkomuhúsinu á skírdag.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/krakkar-af-kidagili-i-hofi
|
Krakkar af Kiðagili í Hofi
Krakkar af Smára-deildinni á leikskólanum Kiðagili komu í heimsókn í Menningarhúsið Hof í morgun og fengu leiðsögn um
húsið. Þau skoðuðu meðal annars stóra salinn Hamraborg og sungu tvö lög á sviðinu þar. Það voru lögin
Eyjafjörður og Furðuverk. Síðan var farið niður í sminkherbergið og aðstaða listafólksins skoðuð.
Hafdís Huld Steingrímsdóttir kennari á Smára tók meðfylgjandi myndir.
Heimsókn í Hof 11. apríl 2012.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/byggja-snjobrettapall-i-gilinu
|
Byggja snjóbrettapall í Gilinu
Risastór snjóbrettapallur er nú risinn í Gilinu á Akureyri. Pallurinn, sem er 15 m hár, verður notaður á snjóbretta- og
tónlistarhátíðinn Ak extreme sem hefst í dag.
Undirbúningur fyrir hátíðina, sem er nú haldin í sjötta sinn, er í fullum gangi en hápunktur hennar verður á
laugardagskvöld þar sem 16 bestu snjóbrettamenn landsins leika listir sínar í stökkkeppni í Gilinu. Að sögn Egils Tómassonar, eins af
skipuleggjendum Ak extreme, verður tónlistardagskrá hátíðarinnar óvenju glæsileg í ár, en snjóbrettahlutinn er þó
ekki síðri. Í Hlíðarfjalli verður boðið upp á opinn snjóbrettagarð og eins mun snjóbrettafólk reyna fyrir sér í
handriða- og tröppubruni í miðbænum.
„Þetta eru 25 tröppur sem menn eru að renna sér niður, það er svo sem ekki fyrir hvern sem er en það eru ansi margir orðnir þó
nokkuð færir í þessari grein á Íslandi,“ segir Egill. Hann segir að áhugi á snjóbrettaiðkun sé alltaf að aukast,
enda eigi Íslendingar nú þrjá atvinnumenn í íþróttinni og það skipti máli fyrir yngri kynslóðir að hafa sterkar
fyrirmyndir.
„Við sjáum alveg gríðarlega aukningu og líka aukningu á gæðum, það eru að koma upp mjög ungir og efnilegir
keppendur.“
Frétt og mynd af ruv.is.
Mynd af ruv.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vinnuskoli-akureyrar-5
|
Vinnuskóli Akureyrar
Nú styttist í að Vinnuskóli Akureyrar hefji störf. Búið er að opna fyrir umsóknir í Vinnuskólann á heimasíðu
Akureyrarbæjar, http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/vinnustadurinn/storf-i-bodi og stendur umsóknartímabilið til og með 27. apríl nk.
Í Vinnuskólanum starfa 14-16 ára unglingar. 14 og 15 ára unglingar eru í vinnuhópum sem starfa um bæinn ásamt einum hóp í
Hrísey. Hóparnir hafa aðstöðu í grunnskólum bæjarins fyrir verkfæri. Vinna 16 ára unglinga fer fram hjá stofnunum og
félögum Akureyrar og felst að mestu í gróðurumhirðu.
Nánari upplýsingar um starfsemi Vinnuskólann er að finna hér og á heimasíðu skólans:
http://vinnuskoli.akureyri.is/.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gudjon-samuelsson-og-akureyri
|
Guðjón Samúelsson og Akureyri
Fimmtudaginn 26. apríl verður dagskrá vorþings Akureyrarakademíunnar endurtekin í boði Fasteigna Akureyrar en
þar var fjallað um Guðjón Samúlesson, húsameistara ríkisins, og áhrif hans á bæjarmynd og skipulag Akureyrar. Dagskráin fer fram
kl. 16.15 í Brekkuskóla og eru allir velkomnir.
Dagskrá:
Formaður stjórnar Fasteigna Akureyrar, Oddur Helgi Halldórsson, flytur ávarp
Pétur H. Ármannsson arkitekt flytur erindið Húsameistarinn og höfuðstaðurinn sem fjallar um Guðjón
Samúelsson og verk hans á Akureyri
Söngkonurnar Kristín Sigtryggsdóttir og Rósa María Stefánsdóttir kveða stemmur
Árni Ólafsson arkitekt flytur erindið Guðjón bak við tjöldin
Umræður að erindum loknum
Vinsamlegast skráið þátttöku með því að senda póst á netfangið kristins@akureyri.is.
Allir velkomnir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/keppni-hafin
|
Keppni hafin
Það ríkti sannkölluð hátíðarstemmning á Akureyri í gærkvöld, þegar 37. Andrésar Andar leikarnir á
skíðum voru formlega settir eftir glæsilega og fjölmenna skrúðgöngu frá Glerártorgi niður á Ráðhústorg þar sem
mótseldurinn var kveiktur. Katrín Kristjánsdóttir skíðakona úr SKA og Íslandsmeistari í stórsvigi setti leikana.
Keppni hófst svo í Hlíðarfjalli nú kl. 9.00, í stórsvigi í flokki 13-14 ára. Um 660 keppendum, frá helstu
skíðafélögum landsins, taka þátt í leikunum í ár og er það svipaður fjöldi og var í fyrra. Nægur snjór
er í Hlíðarfjalli og spáin ágæt fyrir næstu daga. Að vanda verður keppt í alpagreinum (svigi og stórsvigi) og
skíðagöngu og þá verður einnig sú nýjung í ár að keppt verður á snjóbretti. Segja má að sú
nýjung sé í takt við tímann en sjóbrettaiðkun hér á landi hefur sótt hratt í sig veðrið undanfarin ár.
Ráðgert er að 30 keppendur muni spreyta sig í keppni á snjóbretti og verður keppt í tveimur greinum. Verðlaunaafhending og kvöldvaka verður
eftir hvern keppnisdag en mótslit verða kl. 15:00 á laugardaginn.
Frétt af www.vikudagur.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/radstefna-um-thjodfelagsfraedi
|
Ráðstefna um þjóðfélagsfræði
Ráðstefnan Íslensk þjóðfélagsfræði 2012 verður haldin í Háskólanum á Akureyri föstudaginn 20. og
laugardaginn 21. apríl nk. Í ár verður ráðstefnan haldin í sjötta sinn og mun hún verða tileinkuð 25 ára afmæli
háskólans.
Markmið ráðstefnunnar er að draga saman nýjustu rannsóknarniðurstöður fjölbreyttra rannsókna á íslensku
þjóðfélagi og munu 143 háskólakennarar, sérfræðingar við rannsóknarstofnanir, sjálfstætt starfandi
rannsóknafólk, háskólanemar og annað rannsóknafólk leggja til erindi sem verður flutt á ráðstefnunni.
Á ráðstefnunni verða 25 málstofur:
Atvinna og klasar
Áhættuhegðun unglinga
Búseta og umhverfi
Fjárhagur og velferð
Framhaldsskólar
Framtíð fjölmiðla
Fjölbreytileiki
Fjölskyldur
Geðheilbrigði
Heilbrigði og líðan
Íþróttir og hreyfing
Kynbundinn vinnumarkaður
Leik- og grunnskólar
Líkamsímyndir
Menntastefna
Nám og námsaðferðir
Ofbeldi og úrræði
Opinber þjónusta: Samhæfing og ný skipan
Samfélagið á safni
Sjávarútvegur og sjávarbyggðir
Starf með ungmennum
Stjórnmál, hrun og kreppa
Stjórnskipan Íslands
Sveitastjórnir: Hagkvæmni, lýðræði og vald
Þjóð verður til
Inngangsfyrirlestar verða fluttir af:
Guðmundi Heiðari Frímannssyni - Akademískt frelsi og samfélagslegar skyldur háskóla
Magnfríði Júlíusdóttur - Í skugga Noregsfara: Búferlaflutningar frá Íslandi til Danmerkur og Noregs
Baldri Þórhallssyni - Mikilvægi alþjóðasamskipta í sögu þjóðar: Veitti norska sjóveldið á miðöldum
Íslandi pólitískt, efnahags- og menningarleg skjól?
Birgi Guðmundssyni - Fjölmiðlabærinn Akureyri - einkenni sem enginn þekkir?
Hægt er að skoða dagskrá ráðstefnunnar með því að smella hér.
Háskólinn á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gudbjorg-ringsted-baejarlistamadur-1
|
Guðbjörg Ringsted bæjarlistamaður
Vorkoma Akureyrarstofu fór fram í Ketilhúsinu – Sjónlistamiðstöðinni í dag, sumardaginn fyrsta. Þar voru kunngjörðar
ákvarðanir stjórnar Akureyrarstofu um viðurkenningar á sviði menningar, húsverndar, atvinnumála og síðast en ekki síst, hver
hlýtur starfslaun listamanns Akureyrar 2012 til 2013.
Það var niðurstaða stjórnar Akureyrarstofu að starfslaun listamanna 2012-2013 komi í hlut Guðbjargar Ringsted listmálara. Guðbjörg
byggir viðfangsefni sín á íslensku listhandverki og í meðförum hennar á þeirri hefð er hún óhrædd við að kanna
þanþol viðfangsefnisins. Guðbjörg hefur sýnt á undanförnum árum myndir sem bera þess merki að hún vinnur staðfast og markvisst
að list sinni.
Tvær heiðursviðurkenningar voru veittar úr Menningarsjóði og var það mat stjórnar Akureyrarstofu að þær mundu falla í skaut
Dýrleifar Bjarnadóttur og Hauks Ágústssonar en bæði hafa lagt mikið af mörkum til menningarlífs á
Akureyri. Byggingarlistaverðlaun Akureyrar voru veitt Glámu/Kím Arkitektum fyrir 4. áfanga viðbyggingar við Háskólann á Akureyri sem
þykir afar vel heppnuð og er vel við hæfi að veita þessa viðurkenningu í ár, þar sem Háskólinn á Akureyri fagnar nú
25 ára afmæli sínu.
Þrjú hús á Akureyri fengu viðurkenningu Húsverndarsjóðs: Hafnarstræti 94, í daglegu tali nefnt Hamborg, Hafnarstræti 86a
daglega nefnt Ragúelshús og Lækjargata 6. Öll hafa þau verið gerð upp af mikilli natni, spila stórt hlutverk í fallegri og sjarmerandi
götumynd og eru bænum til mikils sóma.
Stjórn Akureyrarstofu veitti einnig verðlaun til tveggja fyrirtækja: Kristjánsbakarí hlaut athafnaverðlaun en bakaríið fagnar í
ár aldarafmæli sínu og er þar með elsta fyrirtæki bæjarins, auk þess að vera eitt þeirra stærstu, og nýsköpunarverðlaun
Akureyrarstofu voru veitt ferðaþjónustufyrirtækinu Saga Travel, fyrirtæki sem starfað hefur siðan 2009 og gert virkilega góða hluti á
ferðamannamarkaði á þessum stutta tíma.
Að síðustu voru veittar viðurkenningar fyrir bestu viðskiptaáætlanirnar frá Athafna- og nýsköpunarhelginni sem haldin var á Akureyri
í lok febrúar og voru verðlaunin veitt fyrir þrjú efstu sætin. Fyrsta sætið hlaut Guðlaugur Lárusson fyrir
viðskiptaáætlunina Viral Trade kauphöllin sem er fyrstu frjálsi markaðurinn fyrir rafrænar eignir í stafrænum kerfum. Annað sæti kom
í hlut Birkis Arnar Péturssonar og Egils Heinesen fyrir viðskiptaáætlunina Whale Buddy, þar sem markmiðið er að auðvelda ferðamönnum
í hvalaskoðun að njóta leiðsagnar óháð tungumáli. Þriðja sætinu deildu tvö verkefni, annars vegar Campalo sem er fyrsta
alþjóðleg bókunarkerfið fyrir tjaldsvæði, Hrafnhildur Karlsdóttir tók á móti verðlaununum, og hins vegar tók Ingi
Ragnar Sigurbjörnsson á móti þriðju verðlaunum fyrir hugmynd sem gengur út á að nýta íslensk strá sem tannstöngla.
Meðfylgjandi mynd tók Völundur Jónsson fyrir Akureyri Vikublað.
Á myndinni eru frá vinstri neðri röð: Hrafnhildur Karlsdóttir, Sigmundur Einarsson og Guðbjörg Inga Jósefsdóttir eigendur
Hafnarstrætis 94, Guðbjörg Ringsted bæjarlistamaður 2012-2013, Guðrún Jónsdóttir eigandi Lækjargötu 6, Dýrleif Bjarnadóttir
heiðursviðurkenningarhafi Menningarsjóðs og Birgir Snorrason eigandi Kristjánsbakarí. Frá vinstri efri röð: Halla Björk Reynisdóttir
formaður stjórnar Akureyrarstofu, Birkir Örn Pétursson, Egill Heinesen, Sævar Freyr Sigurðsson eigandi Saga Travel, Ingi Ragnar Sigurbjörnsson, Sigurður
Kristinsson forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri, Sigurður Halldórsson frá Glámu-Kím Arkitektum, Haukur
Ágústsson heiðursviðurkenningarhafi Menningarsjóðs, Bjarni Reykjalín eigandi Hafnarstrætis 86 a, Sölvi Ingólfsson eigandi
Lækjargötu 6 og Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu.
Mynd: Völundur Jónsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/rodd-thjodar
|
Rödd þjóðar
Halldór Gunnar Pálsson, Önfirðingur og kórstjóri Fjallabræðra, vinnur um þessar mundir að því að fá
um 30.000 manns til að syngja inn á lag sem hann hefur verið að vinna fyrir Fjallabræður. Halldór Gunnar ætlar að taka upp í Hofi
laugardaginn 21. apríl kl. 13.
Lagið er stórt og mikið, hefur hlotið nafnið Ísland, og eru margir sem koma að flutningi þess, þ.á m. Fjallabræður,
hljómsveit Fjallabræðra, Unnur Birna Björnsdóttir og lúðrasveit Vestmannaeyja. Halldór Gunnar samdi lagið en textann samdi Jökull
Jörgensen. Einsöng í laginu syngur Unnur Birna Björnsdóttir sem einnig kom að því að semja lagið.
En hvernig ætlar hann að fara að því að fanga „Rödd þjóðarinnar“? „Það er einfalt, ég ætla að
keyra hringinn í kringum landið, stoppa á fyrirfram ákveðnum stöðum sem ég verð búinn að hafa samband við og safna fólki saman
til að láta það syngja. Og að ferðalaginu loknu verður öllum upptökum blandað saman til að mynda einn risastóran kór - rödd
þjóðarinnar.“
„Á hverjum stað sem ég heimsæki verður opið hús þar sem upptökur fara fram. Kafli lagsins er einfaldur og fljótlærður og
mun það ekki taka langan tíma að kenna sönglínuna og taka hana upp,“ segir Halldór Gunnar.
Markmiðið með þessu öllu saman er að reyna að sameina þjóðina í söng. Það er alveg klikkað ef heil
þjóð tekur sig saman í söng, það hlýtur bara að vera einsdæmi. Að verkefninu loknu verður lagið og myndbandið gert
aðgengilegt öllum að kostnaðarlausu á vefsíðu verkefnisins sem verið er að vinna að.
Nú er komið að því að Halldór mæti á Norðurlandið en viðkomustaður hans á Akureyri verður aðalsalur Hofs,
Hamraborg, næstkomandi laugardag kl. 13. Við hvetjum sem flesta til þess að mæta og hugsanlega setja met í fjölda söngvara á sviðinu í
Hofi!
Allir geta tekið þátt í gleðinni. Hvað ætli margir söngvarar mæti í Hof?
Allt um verkefnið má finna á heimasíðunni www.thjodlag.is og á facebook.
Eins má sjá skemmtilega umfjöllun Kastljóssins hér.
Pétur Kristján og Helgi Guðmundssynir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/evrovisjon-fra-1956-til-dagsins-i-dag
|
Evróvisjón frá 1956 til dagsins í dag
Það verður mikið um dýrðir þann 5. maí í Hofi þegar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í samstarfi við
Tónlistarskólann á Akureyri flytur lög sem keppt hafa í Evróvisjón frá 1956 til dagsins í dag. Gamla, góða
Evróvisjónstemningin mun svo sannarlega ráða ríkjum þegar lifandi sinfóníuhljómsveit undir stjórn Guðmundar Óla
Gunnarssonar ásamt kór, bakröddum og frábærum söngvurum stígur á stokk. Þau Regína Ósk og Friðrik Ómar ganga til
liðs við SN og heiðursgestir tónleikanna, Greta Salóme og Jónsi, flytja lagið “Mundu eftir mér” sem mun keppa fyrir Íslands hönd
í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva nú í maí íBaku, Aserbaídsjan.
Tónleikarnir eru frábært tækifæri til að upplifa lifandi flutning á sígildum Evróvisjónslaögurum.
Á efnisskránni eru m.a. lögin: Save your kisses for me, Eitt lag enn, Waterloo, Hallelujah, Fly on the wings of love, Eldur, Wild Dances, Nína, La det swinge,
Gleðibankinn, Fairytale og Mundu eftir mér.
Miðasala hér.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-332-2012-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-hafnarsvaedi-oddeyrartanga-adalskipulagsbreyting
|
Nr. 332/2012. Auglýsing um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Hafnarsvæði Oddeyrartanga, aðalskipulagsbreyting.
Skipulagsstofnun staðfesti þann 23. mars 2012 breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, sem samþykkt var í bæjarstjórn Akureyrar
21. febrúar 2012. Niðurstaða bæjarstjórnar var birt 8. mars 2012.
Breytingin felst í að hafnarsvæði á suðvesturhluta Oddeyrartanga er stækkað óverulega á kostnað óbyggðs svæðis.
Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.
Skipulagsstofnun, 23. mars 2012.
Stefán Thors.
B-deild - Útgáfud.: 12. apríl 2012
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/enn-haegt-ad-komast-a-skidi
|
Enn hægt að komast á skíði
Góð snjóalög eru nú á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli og gott skíðafæri. Veðurspá næstu
daga gerir ráð fyrir fremur björtu en svölu veðri og því hefur verið ákveðið að framlengja opnun svæðisins til sunnudagsins 29.
apríl.
Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir að aðstæður séu nú með allra besta móti og hafi
varla verið jafn góðar síðan í febrúar. Skíðaveturinn hefur verið nokkuð sveiflukenndur fyrir norðan en honum virðist sannarlega
ætla að ljúka á jákvæðu nótunum.
Skíðasvæðið verður opið frá kl. 14-19 á fimmtudag og föstudag en frá 9-15 á laugardag og sunnudag. Góða skemmtun!
Heimasíða Hlíðarfjalls.
Mynd: Auðunn Níelsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/somatun-9-49
|
Sómatún 9-49, breyting á deiliskipulagi
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í tillögunni er m.a. gert ráð fyrir að í stað 7 íbúða raðhúss á tveimur hæðum verði þar 5 samtengd
fjölbýlishús á tveimur hæðum, samtals 10 íbúðir. Í stað parhúss á tveimur hæðum verði eitt
einbýlishús á tveimur hæðum. Einnig eru gerðar breytingar á húsnúmerum þannig að Sómatún 27-35 verði
Sómatún 19-27 og Sómatún 41-49 verði Sómatún 31-39.
Tillöguuppdráttur með greinargerð og skýringaruppdráttur munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1.
hæð, frá 25. apríl til 7. júní 2012, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.
Sómatún 9-49 - Skipulagsuppdráttur
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 þann 7. júní 2012 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar
Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð, og/eða í tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur
fram.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 25. apríl 2012,
Arnar Birgir Ólafsson, verkefnastjóri skipulagsmála
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagur-umhverfisins-er-i-dag
|
Dagur umhverfisins er í dag
Degi umhverfisins verður fagnað með ýmsu móti á Akureyri í dag en þessi dagur er haldinn hátíðlegur á Íslandi 25.
apríl ár hvert samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Dagurinn er fæðingardagur Sveins Pálssonar, fyrsta íslenska
náttúrufræðingsins, og þess manns sem einna fyrstur hvatti til aðgerða gegn skógareyðingu á Íslandi og orðaði fyrst á
íslensku þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun.
Gamla gróðrarstöðin, Krókeyri
Opið hús kl. 13–16
Kynning á starfsemi Norðurlandsskóga og Skógræktar ríkisins. Einnig verður hægt að sjá og kynnast ræktun matjurta og sumarblóma
í ræktunarstöð Akureyrarbæjar.
Lystigarðurinn
Opið hús kl. 13–16
Lystigarðurinn er á suðurbrekkunni sunnan Menntaskólans og er hann rekinn af Akureyrarbæ sem grasagarður og almenningsgarður. Almenningsgarðurinn var
opnaður formlega 1912 og er því 100 ára í ár en rekstur grasagarðsins hófst 1957. Garðurinn er um 3,7 hektarar að stærð. Hlutverk
garðsins er margþætt. Fyrst og fremst er þó lögð áhersla á að finna með innflutningi og prófunum, fallegar, harðgerar, erlendar
plöntur sem eftirsóknarvert væri að rækta hérlendis auk þess að vera almenningsgarður sem nýtist fólki til fróðleiks og
skemmtunar.
Vor í Kjarnaskógi
Gönguferð kl. 17
Gönguferð við allra hæfi um Kjarnaskóg þar sem hægt verður að fræðast um trjágróður skógarins. Lagt af stað
frá Kjarnakoti. Leiðsögumaður verður Ingólfur Jóhannsson.
Allar nánari upplýsingar veitir Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála í síma 460 1134 og á netfangi jbg@akureyri.
Mynd: Auðunn Níelsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/thetta-vilja-bornin-sja-i-ketilhusinu
|
Þetta vilja börnin sjá í Ketilhúsinu
Sjónlistamiðstöðin á Akureyri kynnir sýninguna "Þetta vilja börnin sjá!" sem verður opnuð í Ketilhúsinu á
Akureyri laugardaginn 28. apríl kl. 14 og stendur til 27. maí nk.
Sýningin geymir myndskreytingar úr íslenskum barnabókum á árinu 2011 og hefur sambærileg sýning verið sett upp í
Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á hverju ári frá 2002. Þátttakendur í sýningunni kepptu jafnframt um íslensku
myndskreytiverðlaunin sem kennd eru við Dimmalimm. Dómnefnd hefur valið eina bók og úrslit nú þegar verið kunngerð en Kristín Ragna
Gunnarsdóttir hlaut verðlaunin að þessu sinni fyrir myndlýsingu í bókinni HÁVAMÁL, endurort af Þórarni Eldjárn.
Eftirtaldir eiga verk á sýningunni: Agnieszka Nowak, Baldur Jóhannsson, Bjarni Þór Bjarnason, Björk Bjarkadóttir, Brynhildur Jenný
Bjarnadóttir, Elvar Ingi Helgason, Guðrún Kristín Magnúsdóttir, Halla Þórlaug Óskarsdóttir, Kristín Ragna
Gunnarsdóttir, Linda Ólafsdóttir, Margrét E. Laxness, Óskar Jónasson, Ragnheiður Gestsdóttir, Rósa Grímsdóttir, Sigrún
Eldjárn, Sigrún Guðjónsdóttir, Stella Sigurgeirsdóttir, Þórarinn Már Baldursson og Þórir Karl Celin.
"Þetta vilja börnin sjá!" er farandsýning sem hóf ferð sína í Gerðubergi í janúar sl. Eftir að sýningartímanum
í Ketilhúsi lýkur verður hún sett upp í Bókasafni Árborgar, Bókasafni Akraness, Sláturhúsinu, Menningarhúsinu
Egilsstöðum, Menningarmiðstöð Hornafjarðar, Sögusetrinu Hvolsvelli og Safnahúsinu á Húsavík.
Ketilhúsið er opið miðvikudaga til sunnudaga frá 13 til 17 og er aðgangur ókeypis.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/landsmot-skolaludrasveita
|
Landsmót skólalúðrasveita
Helgina 27. – 29. apríl stendur Samband íslenskra skólalúðrasveita í samvinnu við Tónlistarskólann á Akureyri fyrir
landsmóti á Akureyri. Um 600 nemendur af öllu landinu hafa tilkynnt þátttöku. Foreldrafélag Blásaranemenda við Tónlistarskólann
á Akureyri hefur borið hitann og þungann af öllum undirbúningi á Akureyri.
Mótið fer fram að stærstum hluta í íþróttahúsi KA en þátttakendur munu gista og borða í Lundarskóla og
Brekkuskóla. Mótinu lýkur með tónleikum sunnudaginn 29. apríl kl. 13 í KA húsinu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/evrovisjon-aukatonleikar-a-laugardag
|
Evróvisjón - aukatónleikar á laugardag
Evróvisjón á Akureyri fer alla leið þann 5. maí. Uppselt er á tónleikana kl. 18 og aukatónleikar kl. 21 sama kvöld eru komnir
í sölu.
“Þetta verður tólf stiga Evróvisjónpartý með lögum frá 1956 til dagsins í dag ásamt íslenska framlaginu
í ár,” segja þau Friðrik Ómar og Regína Ósk sem stíga á stokk með SN og TA á laugardaginn ásamt þeim Gretu
Salóme og Jónsa. Greta og Jónsi eru hæstánægð með að fá tækifæri til flytja lagið sitt í Hofi. “Þetta er
frábær æfing fyrir Aserbajdjan" segir Greta, "það er ekki hægt að klikka á þessu með 45 manna sinfóníuhljómsveit, 20 manna
kór auk bakradda. Við hlökkum rosalega til.”
Á efnisskránni eru m.a. lögin: Save your kisses for me, Eitt lag enn, Waterloo, Hallelujah, Fly on the wings of love, All kinds of everything, Wild Dances, Nína, La det
swinge, Gleðibankinn, Fairytale og Mundu eftir mér.
Miðasala á http://www.menningarhus.is/ og í síma 450 1000.
Friðrik Ómar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/bekkirnir-i-baenum
|
Bekkirnir í bænum
Myndlistaskólinn á Akureyri efnir til sýningar í sal Myndlistarfélagsins að Kaupvangsstræti 10, næstkomandi laugardag kl. 14. Sýndar
verða tillögur sem nemendur í sérnámsdeildum skólans hafa unnið á síðustu vikum í áfanga undir handleiðslu Árna
Árnasonar.
Verkefnið fólst í því að laga og bæta umhverfi setbekkjanna í bænum. Um er að ræða þrívítt verk og eða
umgjörð um bekkina ásamt hugsanlegu nýju vali á staðsetningu þeirra. Verkefnið var unnið í samráði við Akureyrarbæ.
Sýningin verður frá klukkan 14-17 tvær helgar og lýkur 13. maí.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/breyting-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018-nidurstada-baejarstjornar-1
|
Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, niðurstaða bæjarstjórnar
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 17. apríl 2012 samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, Blöndulína 3.
Í tillögunni er gert ráð fyrir nýrri háspennulínu, Blöndulínu 3, tengivirki við Kífsá og háspennustrengjum að
tengivirki á Rangárvöllum og þaðan að Krossanesi.
Tillagan var auglýst 1. febrúar með athugasemdafresti til 15. mars 2012. Auglýsingar birtust í Lögbirtingarblaðinu, Fréttablaðinu og
Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og á heimasíðu
Akureyrarkaupstaðar. Athugasemd sem barst á auglýstum athugasemdatíma var svarað á fundi skipulagsnefndar þann 28. mars 2012. Ekki var gerð breyting
á áður auglýstum gögnum vegna athugasemdarinnar.
Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar.
Hverjum þeim sem telur á rétt sinn hallað með samþykkt þessari er heimilt að skjóta máli sínu til úrskurðarnefndar
umhverfis- og auðlindamála með kæru sbr. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/innbaerinn-endurskodun-deiliskipulags-kynningarfundur
|
Innbærinn - Endurskoðun deiliskipulags - Kynningarfundur
Kynningarfundur vegna vinnu við endurskoðun deiliskipulags fyrir Innbæinn verður haldinn kl. 17:00 fimmtudaginn 10. maí í bæjarstjórnarsal
Ráðhússins, Geislagötu 9, 4. hæð.
Íbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér skipulagstillöguna.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
2. maí 2012
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/norraen-samvinna
|
Norræn samvinna
Norræna félagið á Íslandi er 90 ára í ár. Félagið á rætur sínar að rekja til ótryggs
stjórnmálaástands á árunum rétt fyrir fyrri heimsstyrjöldina sem varð til þess að konungar Danmerkur, Noregs og
Svíþjóðar ákváðu að efna til formlegs samstarfs sín á milli árið 1914. Í kjölfarið voru Norrænu
félögin stofnuð hvert í sínu landi.
Fimmtudaginn 3. maí mun Ragnheiður H. Þórarinsdóttir formaður Norræna félagsins á Íslandi flytja fyrirlestur á
Amtsbókasafninu á Akureyri um sögu félagsins, stöðu þess og áhrif í tilefni af 90 ára afmæli félagsins. Fyrirlesturinn er
sá fyrsti í röð fyrirlestra sem Norræna félagið á Íslandi, Amtsbókasafnið og Norræna upplýsingaskrifstofan munu standa
fyrir á afmælisárinu um norrænt samstarf á breiðum grundvelli. Fyrirlesturinn hefst kl. 17.00 í kaffistofu Amtsbókasafnsins. Aðgangur er
ókeypis og allir velkomnir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/afmaelisfrimerki
|
Afmælisfrímerki
Í tilefni af 100 ára afmæli Lystigarðsins á Akureyri og 150 ára afmæli kaupstaðarins hefur Pósturinn gefið út tvö ný
frímerki. Í morgun voru fyrstadagsumslög með frímerkjunum afhent bæjarstjóra, forstöðumanni Lystigarðsins og fulltrúum
afmælisnefndar.
Akureyringum og nærsveitungum er boðið til móttöku á pósthúsinu að Strandgötu 3 í miðbænum
í dag frá kl. 9-18. Frímerkin verða til sýnis og léttar veitingar í boði.
Á myndinni að neðan eru talið frá vinstri Úlfhildur Rögnvaldsdóttir úr afmælisnefnd, Björgvin Steindórsson
forstöðumaður Lystigarðsins, Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri afmælisársins, Tryggvi Þór Gunnarsson
formaður afmælisnefndar, Skúli Rúnar Árnason svæðisstjóri Póstsins á Norðurlandi og Eiríkur Björn Björgvinsson
bæjarstjóri á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/list-an-landamaera-sett-i-dag
|
List án landamæra sett í dag
Hátíðin List án landamæra er einstök í sinni röð þar sem fatlaðir og ófatlaði mætast í list
sinni. Hátíðin á Norðurlandi er búin að festa sig í sessi og á hverju ári færir hún áhugasömum
viðburði sem spanna allt litróf listanna.
List án landamæra á Norðurlandi stendur yfir 2.–19. maí og er sjálf opnunarhátíðin í Hofi í dag, fimmtudaginn 3.
maí, klukkan 14.
Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar Akureyrarbæjar sem setur hátíðina, nemendur í
tónlistarhópi Fjölmenntar spila og syngja undir stjórn Láru Sóleyjar Jóhannsdóttur, afar fjölmennur leikhópur Fjölmenntar
sýnir leikritið um Mjallhvíti og dvergana sjö í leikstjórn Sögu Jónsdóttur og síðast en ekki síst verður frumflutt
nýtt lag eftir tónskáldið Jón Hlöðver Áskelsson og er lagið tileinkað hátíðinni. Lagið er flutt af Jóni Hlöðveri sjálfum sem hefur ekki spilað opinberlega síðan
1999. Barnakór Giljaskóla undir stjórn Ástu Magnúsdóttur syngur og fleiri hljóðfæraleikarar taka þátt
í flutningnum. Nemendur Fjölmenntar og Hæfingastöðvarinnar við Skógarlund opna sýningu í Hofi á munum sem þau hafa unnið
í vetur. Að lokinni dagskrá verður boðið upp á léttar veitingar. Opnunarhátíðin hefst sem fyrr segir klukkan 14 og eru allir
hjartanlega velkomnir.
Af öðrum dagskrárliðum Listar án landamæra á Norðurlandi má nefna Geðvegginn í Pennanum/Eymundsson en þar vekur Ragnheiður
Arna Arnarsdóttir athygli á geðsjúkdómum með því að skoða þekkt fólk og geðsjúkdóma, í
Hæfingastöðinni í Skógarlundi verður opið hús og myndlistasýning 10. og 11. maí og laugardaginn 19. maí vígir hópurinn
Geðlist Sám smámunavörð sem staðsettur verður við Smámunasafnið í Eyjafirði en hópurinn hefur áður gert
Safnvörðinn sem stendur við Safnasafnið á Svalbarðseyri og Skógarvörðinn sem verndar Kjarnaskóg á Akureyri.
Á Húsavík er sýning á vegum Listar án landamæra í Menningarmiðstöð Þingeyinga. Þar sýna notendur
Miðjunnar hæfingastöðvar mósaíkverk unnin síðastliðinn vetur. Einnig verður sýningin Ull og endurvinnsla þar sem notendur
Geðræktarmiðstöðvarinnar Setursins sýna og selja listmuni.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/eyfirski-safnadagurinn-3
|
Eyfirski safnadagurinn
Hvorki fleiri né færri en 21 safn og sýningar við Eyjafjörð opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi laugardaginn 5. maí frá kl 13-17.
Tilefnið er Eyfirski safnadagurinn sem nú er haldinn í sjötta sinn. Markmið safnadagsins er að vekja athygli á fjölda fróðlegra og forvitnilegra
safna sem eru við Eyjafjörð og er safnadagurinn er að þessu sinni tileinkaður tónlist á söfnum.
Þekkir þú ljóð Davíðs Stefánssonar eða kveðskap þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar? Hefur þú
kannski áhuga á vísnasöng eða rímnakveðskap? Langar þig mest að taka sporið þegar þú heyrir fjörleg síldar-
eða sjómannalög? Er langspil kannski hljóðfærið sem þú hefur aldrei séð eða heyrt í? Nú er tækifærið!
Á eyfirska safnadaginn munu söfnin ekki verða „kyrrlát og hljóð“ heldur óma af tónlist af ýmsu tagi: söng,
hljóðfæraleik, vísnasöng, rímnakveðskap og ljóðasöng auk þess sem vakin er athygli á munum tengdum tónlist.
Eftirtalin söfn verða opin frá kl. 13-17. Enginn aðgangseyrir er á Eyfirska safnadaginn:
Akureyri: Amtsbókasafnið, Sigurhæðir, Davíðshús, Flugsafn Ísland, Iðnaðarsafnið, Mótorhjólasafnið,
Leikfangasýning í Friðbjarnarhúsi, Sjónlistamiðstöðin, Minjasafnið á Akureyri og Nonnahús.
Hrísey: Holt - hús Öldu Halldórsdóttur og Hús Hákarla-Jörundar.
Dalvík: Byggðasafnið Hvoll og Friðland fuglanna Svafaðardal.
Ólafsfjörður: Náttúrugripasafnið.
Siglufjörður: Síldarminjasafn Íslands, Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar og Ljóðasetur Íslands.
Eyjafjarðarsveit: Smámunasafn Sverris Hermannssonar Sólgarði.
Grýtubakkahreppur: Gamli bærinn Laufás og Útgerðarminjasafnið á Grenivík.
Menningarráð Eyþings styrkir Eyfirska safnadaginn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/aukatonleikar-a-eurovisjon-5-mai
|
Aukatónleikar á Euróvisjón 5. maí
Æfingar fyrir Evróvisjón á Akureyri laugardaginn 5. maí standa nú sem hæst. Búast má við góðri aðsókn en
uppselt er á fyrri tónleikana kl. 18 og aukatónleikar kl. 21 eru komnir í sölu. Mikið fjör og gleði einkennir undirbúninginn enda eru þekkt
Evróvisjónlög frá árinu 1956 til dagsins í dag á efnisskrá tónleikanna.
Aðalsöngvarar tónleikanna, þau Friðrik Ómar og Regína Ósk, leika mörg hlutverk og syngja á fimm tungumálum. Þau eru full
tilhlökkunar og eru sammála um nær komist fólk ekki að upplifa sanna Evróvisjónstemmingu. Greta Salóme og Jónsi eru einnig
hæstánægð. Þau hlakka til að spila framlag Íslendinga í ár á sviðinu í Hofi með stórri
sinfóníuhljómsveit kór og bakröddum, “þetta gerist ekki mikið flottara” segir Greta Salóme.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Friðrik Ómar og Regínu Ósk í góðri sveiflu í laginu Waterloo sem flestir þekkja. Myndina
tók Brynja Harðardóttir.
Miðasala á www.menningarhus.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyjar-kennslubaekur-a-hljodfaeri-fyrir-born
|
Nýjar kennslubækur á hljóðfæri fyrir börn
Spánverjinn Alberto Porro Carmona, tónlistarkennari við Tónlistarskólann á Akureyri, hefur unnið að gerð kennsluefnis fyrir börn undanfarna
mánuði. Hann stefnir að því að útbúa kennslubækur fyrir öll helstu hljóðfærin og er fyrsta bókin þegar komin
út. Það er kennslubók fyrir saxófón sem er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Alberto vill með þessu fara nýjar
leiðir í tónlistarkennslu, gera eitthvað nýtt og nálgast tónlistarkennslu með öðrum hætti en venjulega er gert.
„Ég skoðaði gríðarlegt magn bóka, las og greindi innihald og uppbyggingu og komst að því að langflestar bækurnar voru ekki eins og
ég vil hafa þær. Mig langaði til að fara nýjar leiðir í tónlistarkennslu, gera eitthvað nýtt og nálgast tónlistarkennslu
með öðrum hætti en venjulega er gert. Því snúast þessar kennslubækur frekar um tilfinningar og upplifun en fræðileg hugtök og
kenningar. Fræðin eru að sjálfsögðu mikilvæg og auðvitað kennum við fræðilega hluti en tilfinningar eru ekki síður
mikilvægar, tilfinningar og upplifun. Markmið mitt með þessum kennslubókum er að vekja áhuga og tjáningarþörf nemandans sem hvetur hann
áfram.”
Meðal þess sem Alberto notar við kennsluna í bókunum eru ævintýri, ljóð, myndlist og skemmtilegar teikningar. Þannig eiga krakkarnir
auðveldara með að tengjast viðfangsefninu. Sem dæmi má nefna að æfingunum í bókinni eru gefin kunnugleg nöfn s.s. Blönduós,
Eiðar o.s.frv. í stað þess að nota númer en þetta auðveldar nemendum að muna og þekkja æfingarnar. Öllum lögum fylgir texti og
áður en byrjað er að læra lag á hljóðfæri þá syngur nemandinn lagið. Þetta hjálpar nemendunum mikið við takt og
túlkun á laginu og flýtir fyrir lærdómsferlinu. Þá eru nótur fyrir píanó með öllum lögum til að kennari geti
spilað með nemandanum. Alberto hefur fengið föður sinn til að skrifa teygju- og slökunaræfingar sem eru í bókunum og koma sér vel við
æfingarnar. „Í kennslutímum geta nemendur síðan beðið um smá tíma til að slaka á og róa sig og þá gengur
þeim yfirleitt betur á eftir.“
Margir lagt honum lið
Við gerð bókanna nýtur Alberto liðsinnis 23 lista- og fræðimanna víðsvegar um heim sem flestir gefa alla vinnu sína. „Ég vildi
gera bækurnar fallegar með myndum og málverkum og í þeim eru t.d. kaflar með jólalögum og lögum fyrir hljómsveitir þannig að
vonandi verður þetta meira en bara kennslubækur, heldur líka bækur sem hægt verður að grípa í við ýmis
tækifæri.“
Það er ekki einungis útfærsla bókanna og nálgun við kennsluefnið sem er sérstök heldur einnig útgáfa bókanna.
„Bækurnar eru eins ódýrar og hugsast getur og hægt verður að sækja þær á netinu, þessar útgáfur eiga ekki að
skila hagnaði. Þeir peningar og styrkir sem safnast hafa, fara í vinnslu og prentkostnað. Tilgangurinn er ekki að græða peninga.“
Alberto er afar þakklátur fyrir allan þann stuðning sem hann hefur fengið en fjölmargir hafa styrkt verkefnið og gert það að verkum að draumur
hans Alberto hefur orðið að veruleika. Meðal þeirra sem stutt hann hafa eru Ásprent, Bautinn, KEA, Akureyrarbær, Tónlistarskólinn á Akureyri,
Höldur, Félag tónlistarkennara, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Eymundsson, SISL, Lúðrasveit Akureyrar, Epli.is og
Fréttablaðið.
Frétt af heimasíðu Vikudags.
Alberto Porro Carmona. Mynd: Vikudagur.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-og-denver-stefna-ad-vinabaejarsambandi
|
Akureyri og Denver stefna að vinabæjarsambandi
Borgarstjóri Denver í Colorado í Bandaríkjunum, Michael B. Hancock, verður í heimsókn á Akureyri miðvikudaginn 9. maí ásamt
fylgdarliði. Með í för verður sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Luis E. Arreaga og fólk úr ferðaþjónustunni í
Denver.
Gestunum verður boðið í kynnisferð um Akureyri og einnig verður farið út í Hrísey þar sem Hús Hákarla-Jörundar
verður skoðað og bláskelsræktun við eyjuna.
Borgarstjórinn í Denver og bæjarstjórinn á Akureyri undirrita síðan viljayfirlýsingu í Menningarhúsinu Hofi kl. 16.00 um að
komið verði á formlegu vinabæjarsambandi á milli Denver og Akureyrar í náinni framtíð með áherslu á samvinnu á sviði
menningarmála, menntunar og viðskipta.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/bekkirnir-i-baenum-1
|
Bekkirnir í bænum
Nú stendur yfir í sal Myndlistarfélagsins að Kaupvangsstræti 10 afar athyglisverð sýning á vegum Myndlistarskólans á Akureyri.
Sýndar eru tillögur sem nemendur í sérnámsdeildum skólans hafa unnið á síðustu vikum í áfanga undir handleiðslu
Árna Árnasonar.
Verkefnið fólst í því að laga og bæta umhverfi setbekkjanna í bænum. Um er að ræða þrívítt verk og eða
umgjörð um bekkina ásamt hugsanlegu nýju vali á staðsetningu þeirra. Verkefnið var unnið í samráði við Akureyrarbæ.
Sýningin verður opin á milli klukkan 14 og 17 um næstu helgi og lýkur á sunnudag.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/uppskeruhatid-skolanna
|
Uppskeruhátíð skólanna
Það verður mikið um dýrðir hjá "afmælisbarninu" og skólabænum Akureyri 7.–21. maí þegar nemendur í leik- og
grunnskólum bæjarins sýna afrakstur vetursins á Uppskeruhátíð leik- og grunnskólanna. Verkin verður að finna víðs vegar um
bæinn eða á hátt í tuttugu stöðum og má sem dæmi nefna að leikskólinn Tröllaborgir sýnir á Bláu
könnunni, Oddeyrarskóli í Flugstöðinni, leikskólinn Sunnuból sýnir í Glerárkirkju og Glerárskóli sýnir í
Lystigarðinum og á Icelandair Hotel.
Miðvikudaginn 16. maí verður svo sérstakur hátíðisdagur með dagskrá í Hofi, á Ráðhústorgi og í
miðbænum.
Segja má að Uppskeruhátíðin hafi hafist með því að settur var upp afmælisborði með áletruninni "Til hamingju Akureyri"
neðst í Listagilinu. Borðinn er unninn í samvinnu allra tíu grunnskóla bæjarins og allra þrettán leikskóla bæjarins. Borðinn
var unninn þannig að allir leik- og grunnskólar fengu úthlutað einum staf eða að vinna skraut á borðann og var þetta svo í
kjölfarið unnið með frjálsri aðferð eins og hverjum skóla hentaði.
Nánari upplýsingar um sýningarstaði og hátíðisdaginn miðvikudaginn 16. maí er að finna á upplýsingasíðu
afmælisins á visitakureyri.is.
Mynd: Ragnar Hólm.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/deiliskipulag-innbaejarins
|
Deiliskipulag Innbæjarins
Kynningarfundur vegna vinnu við endurskoðun deiliskipulags fyrir Innbæinn verður haldinn kl. 17 fimmtudaginn 10. maí í bæjarstjórnarsal
Ráðhússins, Geislagötu 9, 4. hæð. Íbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér skipulagstillöguna.
Mynd: Tiffany Sigurdson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/grimseyjardagurinn
|
Grímseyjardagurinn
Grímseyjardagurinn verður haldinn öðru sinni helgina 1.-3. júní nk. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá sem byggist á
grímseyskum hefðum. Farið verður í kríueggjaleit, ratleiki, siglingar og fleira. Vanir menn síga í björg og sækja egg. Dagskránni
lýkur síðan með glæsilegu sjávarréttahlaðborði í félagsheimilinu Múla að kvöldi laugardagsins.
Undirbúningur fyrir Grímseyjardaginn er hafinn fyrir allnokkru síðan en Grímseyingar standa alfarið að hátíðinni og taka vel á
móti gestum. Tveir starfsmenn Akureyrarstofu voru í eyjunni á þriðjudag að stilla saman strengi með Grímseyingum og við það
tækifæri tók Ragnar Hólm meðfylgjandi myndir.
Nánari upplýsingar um Grímseyjardaginn, ferðir út í eyju og fleira, er að finna á visitakureyri.is.
Mynd: Ragnar Hólm
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vinabaerinn-denver
|
Vinabærinn Denver?
Borgarstjóri Denver í Colorado í Bandaríkjunum, Michael B. Hancock, heimsótti Akureyri í gær ásamt fylgdarliði. Með í för
var einnig sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Luis E. Arreaga, fólk úr ferðaþjónustunni í Denver og fulltrúar Icelandair en
félagið hóf í dag, 10. maí, beint flug til Denver.
Gestunum var boðið í kynnisferð um Akureyri og einnig var farið út í Hrísey þar sem Hús Hákarla-Jörundar var skoðað sem
og bláskelsræktun við eyjuna. Loks var móttaka í Menningarhúsinu Hofi þar sem undirrituð var viljayfirlýsing um að komið verði
á formlegu vinabæjarsambandi á milli Denver og Akureyrar í náinni framtíð með áherslu á samvinnu á sviði
menningarmála, menntunar og viðskipta.
Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar. Frá vinstri: Luis E. Arreaga sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Christopher Nevitt forseti borgarstjórnar
Denver, Michael B. Hancock borgarstjóri Denverborgar og -sýslu, Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og Geir Kristinn Aðalsteinsson
forseti bæjarstjórnar á Akureyri.
Bæjarstjórinn á Akureyri þiggur gjöf frá Denver.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/3107-butar-i-afmaelismerki
|
3.107 bútar í skjaldarmerki
Laugardaginn 12. maí klukkan 13 verður árleg handverkssýning félagsstarfs eldri borgara á Akureyri opnuð í þjónustu- og
félagsmiðstöðinni í Víðilundi og stendur sýningin yfir 12.-16. maí og er opin þessa daga frá kl. 13-17. Sýningin þetta
árið ber merki þess að bærinn á 150 ára afmæli því meðal þeirra listmuna sem verða til sýnis er
hátíðarútgáfa af skjaldarmerki Akureyrar, prjónað og heklað úr hvorki meira né minna en 3.107 bútum og er stærð verksins
1.80 X 2.40 metrar – sjón er sögu ríkari.
Að sögn Olgu Ásrúnar Stefánsdóttur forstöðumanns þjónustu- og félagsmiðstöðvar eldri borgara var frekar lítil
trú innan hópsins í upphafi um að þetta gæti orðið að veruleika en sú trú breyttist hægt og bítandi og í lokin var
kappið orðið svo mikið að úr varð einstakt listaverk gert af miklu hæfileikafólki.
Auk þessa listaverks verður fjöldi annarra muna á sýningunni tengdir Akureyri á einhvern hátt s.s. útsaumur, vatnslitamyndir,
akríl-og olíumálverk. Meðfylgjandi er ljósmynd af einu þessara verka.
Í tengslum við sýninguna er köku- og kaffisala frá kl. 13.30-16.00 og líflegt markaðstorg frá kl. 13.00-17.00.
Fólk er hvatt til að heimsækja félagsmiðstöðina og skoða skemmtilegt og vandað handverk eldri borgara á Akureyri.
Bláa kannan eftir Hrafnhildi Eiríksdóttur.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fludir-er-smt-skoli
|
Flúðir og Kiðagil eru SMT-skólar
Á föstudag útskrifuðust leikskólarnir Flúðir og Kiðagil sem sjálfstæðir SMT-skólar og fengu afhenta fána af
því tilefni. Eftir útskriftina var boðið upp á veitingar úti við í ágætu veðri. SMT-skólafærni felst í
jákvæðum stuðningi við hegðun nemenda. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir hegðunarvanda með því að kenna og
þjálfa félagsfærni, veita umbun fyrir æskilega hegðun og samræma viðbrögð starfsfólks gagnvart nemendum sem sýna
óæskilega hegðun.
Undirbúningur fyrir innleiðslu SMT-skólafærni hófst á haustdögum 2007. Stofnuð voru SMT-teymi undirbjuggu og önnuðust innleiðslu
aðferðarinnar. Verkefnisstjóri var Þuríður Sigurðardóttir félagsráðgjafi og kennari sem hefur aðsetur á skóladeild.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á Flúðum og Kiðagili á föstudag. Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfur.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vorsyning-myndlistaskolans-3
|
Vorsýning Myndlistaskólans
Árleg Vorsýning Myndlistaskólans á Akureyri verður opnuð fimmtudaginn 17. maí í húsnæði skólans að
Kaupvangsstræti 16. Sýnd verða verk nemenda fornámsdeildar, listhönnunar- og fagurlistadeildar. Þar gefur að líta sýnishorn af því
helsta sem nemendur í frjálsri myndlist og grafískri hönnun hafa verið að fást við á þessu skólaári.
Alls stunduðu 58 nemendur nám í dagdeildum skólans og af þeim munu tuttugu og sex brautskrást frá skólanum að þessu sinni. Einnig
verða sýnd verk eftir nemendur sem voru á barnanámskeiðum á vorönn.
Allir eru hjartanlega velkomnir í Myndlistaskólann á Akureyri sýningardagana.
Sýningin verður opin frá kl. 13-17 og lýkur sunnudaginn 20. maí.
www.myndak.is
www.facebook.com/myndak
|
Subsets and Splits
No community queries yet
The top public SQL queries from the community will appear here once available.