Search is not available for this dataset
url
stringlengths 21
288
| text
stringlengths 1
1.35M
|
|---|---|
https://www.akureyri.is/is/frettir/grenndargral-fjolskyldunnar-2
|
Grenndargral fjölskyldunnar
Vafi leikur á tilvist hins heilaga grals Krists en aftur á móti leikur enginn vafi á tilvist Grenndargralsins. Það leynist á vísum stað
í heimabyggð og bíður þess að ævintýrarmenn leiti það uppi. Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar gefst
bæjarbúum og öðrum áhugasömum tækifæri til að finna Grenndargral fjölskyldunnar. Þátttakendur leysa þrjár
þrautir á jafnmörgum vikum sem allar tengjast sögu Akureyrar þar sem m.a. morðóðir draugar, skoskt gufuskip og seinheppnar systur koma við sögu.
Kapphlaupið nær hámarki þegar þátttakendur fá afhenda lokavísbendingu laugardaginn 25. ágúst sem leiðir þá að
gralinu.
Gripurinn sem barist verður um á rætur sínar að rekja til Randers, vinabæjar Akureyrar í Danmörku. Ingvar Engilbertsson er hönnuður gralsins
auk þess sem hann smíðar gripinn. Sigurvegararnir fá gralið afhent til eignar að leit lokinni. Hér er um að ræða sérstaka
hátíðarútgáfu af grenndargralinu sem aðeins verður keppt um í þetta eina skipti. Öll lið sem klára þrautirnar
þrjár fá viðurkenningarskjöl fyrir þátttökuna.
Skipuleggjendur Grenndargralsins eru þau Brynjar Karl Óttarsson, Helga Halldórsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir, en fyrirmynd Grenndargrals
fjölskyldunnar er tilraunaverkefni í grenndarkennslu hjá nemendum í 8.-10. bekk sem hófst haustið 2008 í Giljaskóla. Verkefnið ber yfirskriftina
Leitin að Grenndargralinu og þar ferðast nemendur um bæinn og kynnast sögu heimabyggðar í gegnum skemmtilegar og spennandi vettvangsferðir og
rannsóknarleiðangra. Haustið 2011 hófu sex grunnskólar á Akureyri þátttöku. .
Leitin hefst miðvikudaginn 1. ágúst kl. 12:00 þegar fyrsta þraut fer í loftið. Allt sem þarf að gera er að fara á heimasíðu
Leitarinnar að grenndagralinu www.grenndargral.is, finna fyrstu þraut og fylgja fyrirmælum sem þar koma fram.
Allir geta tekið þátt, jafnt ungir sem aldnir. Engin takmörk eru fyrir því hversu margir skipa þátttökuliðin og þannig geta
fjölskyldur, vinnustaðir eða vinahópar tekið sig saman og myndað lið. Ekki þarf að skrá lið til þátttöku. Hægt er að
hefja þátttöku hvenær sem er á tímabilinu 1.-24. ágúst. Hvorki þarf að tilkynna sérstaklega þegar lið hefur
þátttöku né ef það kýs að draga sig úr keppni.
Nálgast má upplýsingar um framkvæmd og leikreglur á heimasíðu Leitarinnar að grenndargralinu www.grenndargral.is og á facebook-síðu
Grenndargralsins.
Mikilvægar dagsetningar:
miðvikudagur 1. ágúst kl. 12:00: Fyrsta þraut birtist á grenndargral.is
miðvikudagur 8. ágúst kl. 12:00: Önnur þraut birtist á grenndargral.is
miðvikudagur 15. ágúst kl. 12:00: Þriðja þraut birtist á grenndargral.is
fimmtudagur 23. ágúst kl. 00:00: Réttar úrlausnir við þrautunum komnar til umsjónarmanna
laugardagur 25. ágúst: Lokavísbending birt – gralið fundið???
Bæjarbúar eru hvattir til að taka þátt í skemmtilegum ratleik í góðra vina hópi og upplifa gleði og sorgir Akureyringa fyrr
á tímum með því að heimsækja vettvang spennandi atburða í sögu bæjarins.
Skipuleggjendur Grenndargralsins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tonlistarveisla-a-graena-hattinum-1
|
Tónlistarveisla á Græna hattinum
Græni hatturinn er fyrir löngu orðinn einn þekktasti tónleikastaður landsins enda boðið upp á fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá
allt árið um kring. Dagskráin um verslunarmannahelgina er einkar glæsileg þar sem fram koma Brother Grass, Hvanndalsbræður, Dúndurfréttir,
Hjálmar og Bravó.
Tónlistarveislan byrjar á miðvikudaginn kl. 21.00 með tónleikum þjóðlagasveitarinnar Brother Grass sem spilar bræðing af blús,
þjóðlagatónlist og bluegrass. Hljómsveitin leggur ríka áherslu á þéttar raddir og gítarleik en auk þess spila
meðlimir á ýmis óhefðbundin hljóðfæri, svo sem þvottabala, gyðingahörpu og víbraslappa.
Spéfuglarnir úr Hvanndalsbræðrum hefja formlega dagskrá helgarinnar á Græna hattinum með tónleikum á fimmtudaginn kl. 22.00.
Þessa gleðisveit þarf ekki að kynna frekar og ljóst að það verður glatt á hjalla fram eftir fimmtudagskvöldi. Vinir Akureyrar úr
Dúndurfréttum stíga á stokk á föstudagskvöld og flytja gestum sannkallaðan rokk ópus þar sem rennt verður í gegnum allt
það besta frá hljómsveitum á borð við Kansas, Deep Purple, Pink Floyd, Led Zeppelin ofl. Tónleikarnir hefjast kl. 23.00.
Reggí hljómsveitin Hjálmar sér um að skemmta gestum á laugardagskvöld og hefur leik kl. 23.00. Hljómsveitin á sér stóran
aðdáendahóp á Akureyri og hefur hin síðustu ár skipað sér fastan sess á Einni með öllu. Lokatóninn í dagskrá
Græna hattsins um verslunarmannahelgina slær svo hin akureyrska Bravó með sannkölluðum bítlatónleikum á sunnudagskvöld sem hefjast kl.
23.00.
Græni hatturinn er opnaður klukkutíma fyrir hverja tónleika en forsala er nú þegar hafin í Eymundsson.
Hljómsveitin Brother Grass.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skaldaganga-tileinkud-matthiasi-jochumssyni
|
Skáldaganga tileinkuð Matthíasi Jochumssyni
Afmælisgangan að þessu sinni verður tileinkuð einu ástsælasta þjóðskáldi Íslendinga, Matthíasi Jochumssyni. Gengið
verður frá Minjasafnskirkjunni þar sem Matthías átti sín fyrstu spor á Akureyri og að Sigurhæðum, en þar
bjó Matthías síðustu æviárin. Gísli Sigurgeirsson, sagnaþulur, leiðir gönguna og fræðir göngugesti um
skáldið og mannvininn Matthías Jochumsson, en líf hans var samtvinnað sögu Akureyrar.
Lagt verður af stað frá Minjasafnskirkjunni kl. 20.00 á fimmtudaginn. Gangan tekur um klukkustund og er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Afmælisnefnd Akureyrarbæjar og Minjasafnið á Akureyri bjóða upp á göngur öll fimmtudagskvöld í sumar.
Hægt er að sjá nánari dagskrá afmælisársins á visitakureyri.is, facebook.com/akureyri150 og akmus.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/glaesilegt-haensnahus-vigt-vid-hlid
|
Glæsilegt hænsnahús vígt við Hlíð
Gamall draumur rættist í dag þegar hænsnahúsið Höllin var vígt við dvalarheimilið Hlíð. Mikill áhugi hefur verið
á húsinu á meðal íbúa Hlíðar og allt að 30 manns á dag fylgst með tilurð þess. Bygging hænsnahússins er
í beinu framhaldi af Eden hugmyndafræðinni sem notast hefur verið við á Hlíð í nokkurn tíma þar sem mikil áhersla er
lögð á fjölbreytt líf íbúa og að allir þeirra finni eitthvað við sitt hæfi.
Sérstakir hvatamenn hænsnahússins eru Jóhann Thorarensen og Sigurvin Jónsson, betur þekktur sem uppistandarinn Fíllinn. Auk þeirra hefur
fjöldi fólks, fyrirtækja og samtaka komið að byggingu hússins og gefið efni og/eða vinnu sína, er þar vert að nefna Nökkva,
Húsasmiðjuna, Magnús Árnason, Íspan, Kristínu Trampe, Kristján Jónsson, Gjafasjóð Hlíðar, Norðurorku,
Júlíus Má Baldursson, Fasteignir Akureyrarbæjar, Lífland og starfsfólk Hlíðar.
Höllin er sannarlega réttnefni enda er hér ekki um neinn hænsnakofa að ræða því upphitað plan er framan við húsið og
þægilegt hjólastólaaðgengi. Auk þess sem útbúnir hafa verið glæsilegir gróðurkassar þar sem ræktun hefur farið
fram í allt sumar.
Íbúar Hlíðar sjá sjálfir um hirslu hænsnanna og skipta deildirnar því starfi á milli sín. Eggin verða síðan
matreidd inn á þeirri deild er sér um starfið hverju sinni. Sérstakur umsjónarmaður og þar af leiðandi kóngur Hallarinnar verður
Sigurður Sigmarsson, kenndur við kjörbúðina Alaska sem starfrækt var hér í bæ á árum áður.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fimmtudagsfilingur-n4-i-gongugotunni
|
Fimmtudagsfílingur N4 í Skátagilinu
Norðlenska sjónvarpstöðin N4 ætlar að endurtaka leikinn frá því í fyrra og hefja fjölskylduhátíðina Ein með
öllu...og við fögnum afmæli! með því að bjóða upp á útitónleika í Skátagilinu í kvöld,
fimmtudagskvöld, kl. 20.30. Tónleikarnir eru haldnir undir yfirskriftinni Fimmtudagsfílingur N4 og verða sýndir í beinni útsendingu á
sjónvarpsstöðinni. Á meðal þeirra sem fram koma eru Eyþór Ingi, Mannakorn, Ingó veðurguð, Friðrik Dór og
Hvanndalsbræður. Kynnar kvöldsins verða háðfuglarnir í Hundi í óskilum.
Dagskrá Einnar með öllu má sjá á heimasíðu hátíðarinnar einmedollu.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/stjornur-i-ketilhusinu
|
Stjörnur í Ketilhúsinu
Bernharð Valsson opnar sýningu sína Promo-Shots í Ketilhúsinu á nk. laugardag kl. 15.00. Á sýningunni gefur að líta úrval
verka frá síðastliðnum árum sem eiga það sammerkt að birta okkur leiftursýn af listamönnum í kynningarherferðum á kvikmyndum,
hljómplötum, tónleikum, bókum og öðrum sköpunarverkum sínum. Myndirnar voru oft teknar við nokkuð knappar aðstæður og
ósjaldan á hótelherbergjum.
Sýningin stendur til 26. ágúst.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/arlegir-oskalagatonleikar-i-kvold
|
Árlegir Óskalagatónleikar í kvöld
Í kvöld, föstudagskvöld, fara fram í Akureyrarkirkju árlegir Óskalagatónleikar þeirra Óskars Péturssonar og
Eyþórs Inga Jónssonar. Tónleikarnar hafa fyrir löngu skipað sér veigamikinn sess á dagskrá fjölskylduhátíðarinnar
Einnar með öllu sem hófst í gær með Fimmtudagsfíling N4. Eins og yfirskrift tónleikanna gefur til kynna verður tekið á móti
óskalögum gesta úr sal og sem endranær verður léttleikinn í fyrirrúmi hjá þeim félögum.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og er miðaverð kr. 1.500.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ein-med-olluog-vid-fognum-afmaeli
|
Ein með öllu...og við fögnum afmæli!
Það hefur vafalaust ekki farið fram hjá nokkrum manni að fjölskylduhátíðin Ein með öllu fer fram á Akureyri um helgina.
Hátíðin hófst í gær með útitónleikum N4 í Skátagilinu þar sem brekkan var þétt setin og notaleg
fjölskyldustemning ríkti á meðal tónleikagesta. En eins og undanfarin ár er rík áhersla lögð á elskulegt yfirbragð og
afslappaða stemningu á hátíðinni.
Fjöldi dagskrárliða hafa fest sig í sessi á síðustu árum og má þar nefna Kirkjutröppuhlaupið, Óskalagatónleika
Eyþórs Inga og Óskars Péturssonar í Akureyrarkirkju, Mömmur og möffins í Lystigarðinum og Dynheimaballið. Af nýjum
dagskrárliðum er vert að nefna viðburð sem ber yfirskriftina “Pabbar og pizzur” þar sem pabbar bæjarins láta ljós sitt skína
á sama tíma og þeir styrkja málefni Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Hátíðin nær svo hámarki sunnudagskvöldið
5. ágúst með flugeldasýningu af Pollinum og Sparitónleikunum við Samkomuhúsið þar sem afmælisblöðrur skipa veigamikinn sess.
Helstu söngbarkar þjóðarinnar munu ekki láta sig vanta til Akureyrar og fram koma m.a. Jón Jónsson, Eyþór Ingi, Dúndurfréttir,
XXX Rottweiler hundar, Hjálmar, Steindi JR, Skytturnar, hljómsveitin Bravó, Papar, Páll Óskar Hjálmtýsson, Sálin hans Jóns
míns, Hvanndalsbræður, Mannakorn, Ingó veðurguð og fleiri.
Auk ofangreindra atriða verður boðið upp á skautadiskó, flóamarkað, ævintýralandið að Hömrum, fjölskyldudagskrá
á Ráðhústorgi, tívolí, söngkeppni unga fólksins og margt fleira.
Dagskrá hátíðarinnar í heild sinni má finna á einmedollu.is og á facebook.com/einmedollu.
Ljósmynd: Þórhallur Jónsson
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vel-heppnud-hatidarhold
|
Vel heppnuð hátíðarhöld
Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu lauk á sunnudagskvöldið með Sparitónleikum fyrir framan Samkomuhúsið og glæsilegri
flugeldasýningu. Talið er að yfir 10.000 manns hafi notið tónleikanna þar sem fram komu Rúnar Eff, Marína Ósk, Friðrik Ómar,
sigurvegarar úr Söngkeppni barnanna og Sálin hans Jóns míns. Skemmtidagskrá hátíðarinnar, sem hófst á sl. fimmtudag,
tókst mjög vel og voru viðburðirnir fjölsóttir.
Metfjöldi safnaðist saman við Iðnaðarsafnið fljótlega eftir hádegi á sunnudaginn þar sem boðið var upp á grillaðar pylsur
með rauðkáli og kók með lakkrísröri. Hið árlega Dynheimaball var einnig mjög vel sótt auk þess sem Græni hatturinn var
þétt setinn alla helgina þar sem haldnir voru tónleikar öll kvöld hátíðarinnar. Góður andi ríkti í bænum á
meðan á hátíðarhöldunum stóð enda lék veðrið sannarlega við gesti og gangandi. Í því samhengi er vert að nefna
að í Lystigarðinum seldu mömmur bæjarins möffinskökur fyrir rúmar 700.000 krónur og við Ráðhústorg seldu pabbar bæjarins
pizzur fyrir 350.000 krónur og renna upphæðirnar óskiptar til styrktar Krabbameinsfélags Akureyrar.
Ljósmynd: Þórhallur Jónsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/afmaelisganga-um-glerardal
|
Afmælisganga um Glerárdal
Afmælisgangan þessa vikuna er tileinkuð Glerárgili og nágrenni. Það er Baldur Dýrfjörð sem leiðir gönguna og segir frá
starfsemi Norðurorku á svæðinu. Safnast verður saman á nk. fimmtudag kl. 20.00 sunnan við gámastöðina á Rangárvöllum
við Hlíðarfjallsveg á því svæði sem áramótabrennan er haldin árlega.
Gangan tekur um klukkustund og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Afmælisnefnd Akureyrar og Minjasafnið á Akureyri bjóða upp á göngur
öll fimmtudagskvöld í sumar.
Hægt er að sjá dagskrá afmælisársins á visitakureyri.is, facebook.com/akureyri150 og akmus.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrsta-thraut-grenndargralsins-birt-i-dag
|
Önnur þraut Grenndargralsins
Í dag, miðvikudag, kl. 12.00 birtist önnur þraut Grenndargrals fjölskyldunnar á heimasíðu þess, grenndargral.is. Allir geta tekið þátt í þessum skemmtilega ratleik og engin takmörk eru fyrir því hversu margir skipa
þátttökuliðin. Þannig geta fjölskyldur, vinnustaðir eða vinahópar tekið sig saman og myndað lið en ekki þarf sérstaklega
að skrá lið til þátttöku. Hægt er að hefja þátttöku hvenær sem er á tímabilinu 1.-24. ágúst. Hvorki
þarf að tilkynna sérstaklega þegar lið hefur þátttöku né ef það kýs að draga sig úr keppni. Allt sem þarf að
gera er að fara á grenndargral.is, finna fyrstu þraut og fylgja fyrirmælum sem þar koma fram.
Þátttakendur leysa þrjár þrautir á jafnmörgum vikum sem allar tengjast sögu Akureyrar. Kapphlaupið nær hámarki þegar
þátttakendur fá afhenda lokavísbendingu laugardaginn 25. ágúst sem leiðir þá að gralinu. Nálgast má upplýsingar um
framkvæmd og leikreglur á heimasíðu Leitarinnar að grenndargralinu á grenndargral.is og á facebook-síðu Grenndargralsins.
Mikilvægar dagsetningar:
miðvikudagur 1. ágúst kl. 12:00: Fyrsta þraut birtist á grenndargral.is
miðvikudagur 8. ágúst kl. 12:00: Önnur þraut birtist á grenndargral.is
miðvikudagur 15. ágúst kl. 12:00: Þriðja þraut birtist á grenndargral.is
fimmtudagur 23. ágúst kl. 00:00: Réttar úrlausnir við þrautunum komnar til umsjónarmanna
laugardagur 25. ágúst: Lokavísbending birt – gralið fundið???
Bæjarbúar eru hvattir til að taka þátt í skemmtilegum ratleik í góðra vina hópi og upplifa gleði og sorgir Akureyringa fyrr
á tímum með því að heimsækja vettvang spennandi atburða í sögu bæjarins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolbreytt-dagskra-afmaelisvoku
|
Fjölbreytt dagskrá Afmælisvöku
Í dag var dagskrá Afmælisvöku Akureyrar formlega kynnt um borð í eikarbátnum Húna II á Polllinum við Akureyri. Afmælisvakan
stendur í 10 daga frá 24. ágúst til 2. september en sjálft 150 ára afmæli bæjarins er miðvikudaginn 29. ágúst. Ungir sem aldnir
leggja hönd á plóg við að gera hátíðarhöldin sem eftirminnilegust.
Helgina 24.-26. ágúst verður megináhersla lögð á ungu kynslóðina með ýmsum uppákomum, svo sem
Götulistahátíðinni Hafurtask og Ung-Fest, útitónleikum unga fólksins, og tónleikum Bravó Bítlanna og Brákar. Á
sjálfan afmælisdaginn 29. ágúst safnast skólabörn saman í miðbænum og gefa bænum einstaka afmælisgjöf.
Bæjarstjórn Akureyrar heldur hátíðarfund í Hofi og Afmæliskór Akureyrar flytur Tónagjöf til bæjarbúa, ný verk
nokkurra tónskálda sem tengjast bænum.
Mikið verður um að vera seinni helgina, 30. ágúst til 2. september, og má þar nefna frumsýningu á Borgarinnunni, sögu Vilhelmínu
Lever, raftónleika í Listagilinu, Rökkurró í Lystigarðinum, hátíðarsamkomu á Akureyrarvelli,
kjötkveðjuhátíðina Lyst með List í Listagili og sérstaka Afmælistónleika í Gilinu þar sem fram koma Akureyrarhljómsveitir
liðinna ára s.s. Baraflokkurinn, Skriðjöklar og 200.000 naglbítar. Loks verður flugeldasýning á Pollinum.
Ítarlegri dagskrá er að finna á visitakureyri.is og á facebook.com/Akureyri150.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/thrju-skemmtiferdaskip-vid-akureyri
|
Þrjú skemmtiferðaskip við Akureyri
Þrjú skemmtiferðaskip liggja nú við bryggjur Akureyrar. Celebrity Eclipse liggur við Oddeyrarbryggju, Maasdam við Tangabryggju en Delphin við
Krossanessbryggju. Samtals eru ferðamenn á skipunum þremur 4.610 talsins auk áhafna og dagurinn í dag því einn stærsti dagur ársins í
ferðamennsku á Akureyri. Miðbærinn hefur verið sneisafullur af fólki í allan dag enda veðrið eins og best verður á kosið.
Skipin staldra þó stutt við því öll yfirgefa þau Akureyri í dag, það fyrsta, Maasdam, kl. 17.00 en hið síðasta, Delphin,
kl. 19.30.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sparid-kalda-vatnid
|
Sparið kalda vatnið
Miðlunartankur Norðurorku fyrir kalt vatn er kominn undir öryggismörk. Því eru Akureyringar beðnir um að fara sparlega með kalda vatnið. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá Norðurorku. Frétt af ruv.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/pabbar-og-pizzur-styrkja-gott-malefni
|
Pabbar og pizzur styrkja gott málefni
Eins og flestum er kunnugt fór fjölskylduhátíðin Ein með öllu fram á Akureyri um verslunarmannahelgina og voru viðburðir hennar vel
sóttir. Nýr viðburður á hátíðinni bar heitið Pabbar og pizzur þar sem ákveðið var að safna fé til stuðnings
Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Fyrirtæki á Akureyri gáfu allt hráefni og öll vinna og undirbúningur var gefin. Alls
söfnuðust 350.000 krónur og afhenti Arinbjörn Þórarinsson, einn af Vinum Akureyrar sem standa að hátíðinni, Þorbjörgu
Ingvadóttur framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis styrkinn í gær.
Að sögn Þorbjargar skiptir stuðningur við félög í heimabyggð gríðarlega miklu máli. “Starfsemi Krabbameinsfélags
Akureyrar og nágrennis byggir að langmestu leyti á stuðningi almennings og fyrirtækja á félagssvæðinu. Það er því
ómetanlegt að fá framlag sem þetta frá Vinum Akureyrar sem gerir félaginu kleift að styðja enn betur við krabbameinsgreinda einstaklinga á
Norðurlandi og fjölskyldur þeirra. Svona hlýhugur í garð félagsins er okkur mikil hvatning til áframhaldandi starfa á þessum
vettvangi,” segir Þorbjörg.
Það voru ekki einungis pabbar bæjarins sem sýndu af sér hlýhug um verslunarmannahelgina á Akureyri því viðburðurinn Mömmur og
möffins var að venju haldinn í Lystigarðinum þar sem söfnuðust yfir 700.000 krónur fyrir fæðingadeild Sjúkrahússins á
Akureyri. Alls safnaðist því rúm milljón til þessara góðu málefna sem er mikið fagnaðarefni og mun
fjölskylduhátíðin Ein með öllu halda áfram á þessari braut í framtíðinni.
Arinbjörn Þórarinsson og Þorbjörg Ingvadóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gardyrkjufelag-islands-gefur-lystigardinum-gjof
|
Garðyrkjufélag Íslands gefur Lystigarðinum gjöf
Í tilefni af 100 ára afmæli Lystigarðsins á Akureyri færðu félagar í Garðyrkjufélagi Akureyrar garðinum glæsilegan bekk
að gjöf fyrir hönd Garðyrkjufélags Íslands. Bekkinn smíðaði Helgi Þórsson, listamaður í Kristnesi, úr lerki sem
sótt var í Vaðlareit en það var listakonan Beate Stormo sem skar út glæsilegan skjöld á bekkinn.
Bekkurinn forláti er nú staðsettur við norðurhlið hringstígsins um gamla gosbrunninn og er hönnun hans sérlega skemmtileg því að
heilu fjölskyldurnar eða vinahóparnir komast fyrir á honum.
Á meðfylgjandi mynd eru Helgi og Björgvin Steindórsson, forstöðumaður Lystigarðsins, að opna pakkann en Kristín Þóra
Kjartansdóttir, formaður Garðyrkjufélags Akureyrar, fylgist spennt með.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/senn-lidur-ad-afmaelisvoku
|
Senn líður að Afmælisvöku
150 ára afmælishátíð Akureyrar mun ná hámarki með Afmælisvöku dagana 24. ágúst -2. september næstkomandi.
Bærinn mun þá iða af lífi og verður fyrri helgin tileinkuð unga fólkinu með Götulistahátíðinni Hafturtaski og
útitónleikum upprennandi tónlistarfólks. Af dagskrárliðum síðari helgina, sjálfa afmælishelgina, má nefna
Hátíðarsamkomu á Akureyrarvelli, Rökkurró í Lystigarðinum og stórtónleika í Listagilinu. Síðustu forvöð eru
nú til þess að taka þátt í prentaðri dagskrá og er áhugasömum bent á að hafa samband við Guðrúnu
Þórsdóttur í netfangið gunnathors@gmail.com og Huldu Sif Hermannsdóttur í netfangið huldasif@akureyri.is fyrir 15. ágúst.
Allar nánari upplýsingar um dagskrá Afmælisvökunnar má sjá á www.akureyri150.is og www.facebook.com/akureyri150.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-694-2012-auglysing-um-breytingu-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018-vegna-umferdartengingar-brottusidu-og-borgarbrautar
|
Nr. 694/2012 AUGLÝSING um breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 vegna umferðartengingar Bröttusíðu og Borgarbrautar.
Skipulagsstofnun staðfesti þann 26. júlí 2012 breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 sem samþykkt var í bæjarráði
Akureyrarkaupstaðar þann 5. júlí 2012. Niðurstaða sveitarstjórnar var auglýst 11. júlí 2012. Breytingin felur í sér að
heimilt er að tengja Bröttusíðu við Borgarbraut. Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast
þegar gildi.
Skipulagsstofnun, 26. júlí 2012.
F.h. forstjóra,
Hafdís Hafliðadóttir.
Birna Björk Árnadóttir.
B-deild - Útgáfud.: 10. ágúst 2012
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-695-2012-auglysing-um-breytingu-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018-vegna-umferdartenginga-vid-ka-svaedid-og-lundarskola
|
Nr. 695/2012 AUGLÝSING um breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 vegna umferðartenginga við KA-svæðið og Lundarskóla.
Skipulagsstofnun staðfesti þann 26. júlí 2012 breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 sem samþykkt var í
bæjarráði Akureyrarkaupstaðar þann 5. júlí 2012. Niðurstaða sveitarstjórnar var auglýst 11. júlí 2012. Breytingin felur
í sér að heimilt er að tengja Dalsbraut við íþróttasvæði KA og Lundarskóla. Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr.
36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.
Skipulagsstofnun, 26. júlí 2012.
F.h. forstjóra,
Hafdís Hafliðadóttir.
Birna Björk Árnadóttir.
B-deild - Útgáfud.: 10. ágúst 2012
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/afmaelisganga-um-skataslodir
|
Afmælisganga um skátaslóðir
Afmælisgangan þessa vikuna er tileinkuð gömlum skátaslóðum og mun Gunnar Helgason leiða gönguna og rifja upp ferðir skátanna. Safnast
verður saman við hitaveituskúrana við Súluveg á fimmtudag kl. 20.00 og gengið þaðan upp í skátaskálann í
Fálkafelli.
Gangan er fyrir fólk á öllum aldri, tekur rúmlega klukkustund og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Skátar eru sérstaklega hvattir til
að mæta, ungir sem aldnir.
Afmælisnefnd Akureyrarbæjar og Minjasafnið á Akureyri bjóða upp á göngur öll fimmtudagskvöld í sumar.
Fylgist með dagskrá afmælisársins visitakureyri.is, facebook.com/akureyri150 og
akmus.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/styrkir-til-nyskopunar-og-throunar
|
Styrkir til nýsköpunar og þróunar
Vaxtarsamningur Eyjafjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki. Styrkir verða veittir til skilgreindra verkefna sem líkleg eru til að efla nýsköpun og
samkeppnishæfni atvinnulífs á Eyjafjarðarsvæðinu. Styrkhæf verkefni eru rannsóknar- þróunar- og nýsköpunarverkefni sem
markvisst stefna að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Verkefni skulu vera unnin í samstarfi að lágmarki
þriggja aðila.
Næsti umsóknarfrestur er til og með 24. ágúst næstkomandi.Umsóknareyðublað og frekari upplýsingar, m.a. um styrkhæfan kostnað,
forsendur og verklag styrkveitinga, má nálgast á afe.is eða hjá Elínu Aradóttur verkefnastjóra í
síma 460 5701 og í netfangið elin@afe.is. Vaxtarsamningur Eyjafjarðar er samningur milli iðnaðarráðuneytisins og
Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Núgildandi samningur var undirritaður í lok febrúar 2012 og gildir fyrir árin 2012 og 2013. Meginmarkmið
samningsins er að efla nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífsins á starfssvæði Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og auka
hagvöxt með virku samstarfi fyrirtækja, háskóla, sveitarfélaga og ríkisins. Áhersla skal vera á styrkveitingar til stærri og veigameiri
samvinnuverkefna sem hafa það markmið að efla nýsköpun og þróun í atvinnulífi svæðisins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/afmaelistonleikar-karlakors-akureyrar-geysis
|
Afmælistónleikar í Hofi
Í tilefni af 90 ára afmæli Karlakórs Akureyrar-Geysis verða haldnir afmælistónleikar í Hofi laugardaginn 17. nóvember
næstkomandi. Þar mun stórtenórinn Kristján Jóhannsson syngja með kórnum ásamt bróður sínum Jóhanni Má
Jóhannssyni og frænda þeirra Erni Birgissyni. Tónlistarstjóri þessarar miklu sögu- og söngveislu verður Hjörleifur Örn Jónsson
sem ráðinn var stjórnandi Karlakórs Akureyrar-Geysis í sumar.
Karlakórinn Geysir var stofnaður 1922 og Karlakór Akureyrar 1929. Báðir störfuðu kórarnir með miklum myndarbrag í áratugi og
náði starfsemi þeirra oft á tíðum langt út fyrir hefðbundið söngstarf og setti mikinn svip á bæjarlífið á
Akureyri. Þegar komið var fram á níunda áratuginn var af ýmsum ástæðum farið að ræða sameiningu kóranna og í
október 1990 voru kórarnir sameinaðir undir heitinu Karlakór Akureyrar-Geysir.
17. nóvember næstkomandi verður þessi 90 ára saga sögð í tali og tónum í Hofi og munu lög og söngtextar sem samin hafa verið
sérstaklega fyrir kórana hljóma á tónleikunum. Einnig verða flutt lög frá upphafstíma kóranna tveggja og rakið það mikla
tónlistarstarf sem þeim tengist fram til dagsins í dag.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/agaett-vatnsjafnvaegi
|
Ágætt vatnsjafnvægi
Ágætt jafnvægi er nú komið á vatnsbúskap vatnsveitu Norðurorku á Akureyri og ástandið þokkalegt á
Svalbarðsströnd. Notendur á Akureyri brugðust mjög skjótt við þegar þeir voru í síðustu viku beðnir um að spara kalda
vatnið þar sem birgðastaða í miðlunargeymum fór niður fyrir öryggismörk. Er ástæða til að ítreka þakkir til
viðskiptavina fyrir þessi góðu viðbrögð.
Eins og staðan er í dag þá er ekki ástæða til þess að óttast vatnsskort en þó ber að hafa í huga að
vatnsgæfni aðal vatnslinda Norðurorku í Hlíðarfjalli (Hesjuvallalindir) og í Glerárdal (Sellandslindir) er mun minni en í meðalári og
því er þeim tilmælum beint til viðskiptavina að fara almennt sparlega með vatnið. Nægt vatn er á Vöglum í Hörgárdal en
því vatni þarf aftur á móti að dæla í bæinn með ærnum tilkostnaði og því er full ástæða til
þess að komast hjá miklum dælingum. Einnig ber að hafa í huga að þessa dagana er unnið að endurbótum á hluta af Sellandslindum og
því kemur ekki jafn mikið vatn þaðan eins og vanalega.
Frétt tekin af heimasíðu Norðurorku.
Frá vinnu við Sellandslindir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gotulistahatidin-hafurtask
|
Götulistahátíðin Hafurtask
Dagana 20.-24. ágúst fer fram Götulistahátíðin Hafurtask – hátíð ungs fólks á Akureyri. Verkefnið er á vegum
Leikhópsins Þykistu sem er félag ungra frumkvöðla frá Akureyri og unnið í samstarfi við Ungmennahúsið í Rósenborg,
Tónlistarskóla Akureyrar og styrkt af Menningarráði Eyþings og Evrópu unga fólksins. Hátíðin er hluti af 150 ára
afmæli Akureyrar og hugsuð sem uppskeruhátíð hæfileika, sköpunar og metnaðar ungra og upprennandi listamanna frá
Akureyrarsvæðinu.
Boðið verður upp á 5 spennandi listasmiðjur í umsjá faglærðra listmanna þar sem aldursbilið 15-30 ára er notað sem viðmið
en þó eru yngri krakkar sem eru áhugasamir jafnframt hvattir til að skrá sig. Í smiðjunum verða skapaðar sýningar og atriði sem
saman mynda stóran hluta af dagskrá Hafurtasks laugardaginn 25. ágúst. Forsvarsfólk verkefnisins vill með smiðjunum veita ungu fólki
tækifæri til að læra eitthvað nýtt, víkka sjóndeildarhringinn og efla sköpunarkraft sinn og framkvæmdagleði.
• RÖDD Í RÝMI í umsjá Örnu Valsdóttur er leiklistar- og myndlistarsmiðja þar sem unnið verður m.a með
raddbeitingu og ljósgjafa til að skapa sýningu sem sýnd verður í Listagilinu. Smiðjan fer fram í Ungmennahúsinu Rósenborg 22.-24.
ágúst frá kl. 18.00-22.00 og sýningar verða laugardaginn 25. ágúst á milli kl. 12.00 og 18.00.
• TÓNSJEIK í umsjá Ragnars J. Ragnarssonar er tónlistarsmiðja þar sem unnið verður með ýmsar
hressandi tónlistarstefnur og að því að skapa tónleika sem haldnir verða á Ráðhústorgi. Smiðjan fer fram í
Tónlistarskóla Akureyrar 20.-24. ágúst frá kl. 16.00-20.00 og tónleikarnir verða laugardaginn 25. ágúst á milli kl. 14.00 og
18.00.
• HLJÓÐAKÓRINN í umsjá Heimis B. Ingimarssonar er söng- og kórasmiðja þar sem þátttakendur læra
raddbeitingu og skapa tónverk með röddum sem flutt verður í Hofi. Smiðjan fer fram í Hofi 20.-24. ágúst frá kl 16.00-20.00 og
tónleikarnir verða laugardaginn 25. ágúst á milli kl. 14.00 og 18.00.
• DANS INN ÚT í umsjá Önnu Richardsdóttur er danssmiðja þar sem þátttakendur skapa saman einlæga og kraftmikla
danssýningu sem sýnd verður í Listagilinu. Smiðjan fer fram í Ungmennahúsinu Rósenborg 20.-24. ágúst frá kl. 16.00-20.00 og
sýningar verða laugardaginn 25. ágúst á milli kl. 14.00 og 18.00.
• RÁÐGÁTULEIKHÚS í umsjá Guðrúnar Daníelsdóttur er leiklistarsmiðja þar sem
þátttakendur efla leiktækni sína, kynnast spuna og skapa í framhaldinu sögu um sakamál á Eyrinni sem áhorfendur þurfa að leysa.
Smiðjan fer fram í Ungmennahúsinu Rósenborg 20.-24. ágúst frá kl. 16.00-20.00 og sýningar verða laugardaginn 25. ágúst á
milli kl. 14.00 og 18.00.
Umsóknarfrestur er til 19.ágúst og er þátttökugjald í smiðju kr. 8.000. Skráning fer fram á hafurtask.is þar sem sjá má allar nánari upplýsingar um
hátíðina.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/danskur-sunnudagur-1
|
Danskur sunnudagur í Innbænum
Á næstkomandi sunnudag verður haldin hátíð á Akureyri sem kallast Danskur sunnudagur í Innbænum. Hugmyndin er sótt í
gamla ljósmynd sem tekin var í garðveislu hjá Oddi C. Thorarensen apótekara upp úr aldamótunum 1900 og verður myndin til sýnis í
Minjasafnsgarðinum.
Hátíðin stendur frá kl. 13.00 til 17.00 en á milli kl. 14.00 og 16.00 verður gestum boðið heim í garða íbúanna þar sem
veitingar í dönskum anda verða á boðstólum. Hljóðfæraleikarar verða á svæðinu og einnig mun Karlakór Akureyrar-Geysis
ganga um og syngja fyrir gesti. Félagar úr Stangveiðifélagi Akureyrar ætla að leiðbeina ungum veiðimönnum við Tjörnina og eru
áhugasamir beðnir um að koma með veiðistangir með sér. Og síðast en ekki síst verður boðið upp á örkennslu í
dönsku fyrir þá sem vilja.
Tilgangur hátíðarinnar er að minnast þeirra sem byggðu upp Innbæinn, elsta og rótgrónasta hluta Akureyrar. Bæjarbúar eru
því hvattir til að njóta dagsins á flötinni í Innbænum og hafa með sér teppi og nesti.
Það eru íbúar í Innbænum, fyrirtæki og stofnanir sem standa að Dönskum sunnudegi ásamt Akureyrarbæ.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolmennt-gefur-gjof
|
Fjölmennt gefur gjöf
Nemendur Fjölmenntar á Akureyri færðu í gær Akureyrarbæ listaverkið "Ég kemst" í afmælisgjöf og veitti Eiríkur
Björn Björgvinsson bæjarstjóri gjöfinni móttöku í Ráðhúsinu. Verkið er táknrænt grænt fjall sem nú
stendur reisulega við móttökuborð Ráðhússins.
Við afhendinguna sagði Elma Stefánsdóttir nemandi Fjölmenntar: “Fjallið minnir okkur á að ef við setjum raunhæf markmið, tökum
eitt skref í einu og vöndum okkur þá komumst við þangað sem við ætlum okkur. Til hamingju með afmælið Akureyrarbær!”
Sannarlega glæsileg afmælisgjöf til Akureyrarbæjar sem nemendur Fjölmenntar mega vera stoltir af.
Eiríkur Björn með nemendum Fjölmenntar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/snaedrekinn-til-synis
|
Snædrekinn til sýnis
Akureyrarbær, Háskólinn á Akureyri, RANNÍS, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Arctic Portal standa í dag, mánudag, kl. 8.30-12.00
fyrir málþingi í Hofi um málefni norðurslóða og norðurslóðasamstarf Íslands og Kína. Fyrirlesarar verða vísindamenn
frá Kína og Íslandi sem munu fjalla um norðurslóðarannsóknir landanna. Auk þess munu þeir fjalla sérstaklega um þá
samstarfsmöguleika sem felast í norðurljósarannsóknum á Íslandi og frekara samstarfi á sviði félagsvísinda. Lokaávarp
málþingsins flytur rektor Háskólans á Akureyri, Stefán B. Sigurðsson.
Að loknu málþinginu verður kínverski ísbrjóturinn Snædrekinn til sýnis fyrir almenning við Oddeyrarbryggju frá kl. 12.30-16.00 og
þar mun forseti bæjarstjórnar, Geir Kristinn Aðalsteinsson, setja opinn dag Snædrekans ásamt sendiherra Kína á Íslandi, Su Ge.
Snædrekinn hefur verið hér á landi í boði íslenskra stjórnvalda síðan á sl. fimmtudag og er dvölin á Íslandi
hluti af fimmta rannsóknarleiðangri Kína á norðurslóðum. Einnig verður haldinn fréttamannafundur kl. 13:00 um borð í Snædrekanum en
hann heldur af stað til Kína í kvöld.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyringar-og-gestir-150-ara-afmaelishatidar-akureyrar-afmaelisvoku
|
Akureyringar og gestir 150 ára afmælishátíðar Akureyrar, Afmælisvöku
Í tilefni hátíðahalda vegna 150 ára afmælis bæjarins verður ýmsum götum á miðbæjarsvæðinu lokað
tímabundið dagana 24. ágúst til 2. september.
Lokanirnar eru þó fyrst og fremst í kringum helgarnar 24. til 26. ágúst og 31. ágúst til 2. september nk.
Beðist er velvirðingar á hugsanlegum óþægindum vegna þessa.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/afmaelissyningar-i-radhusinu
|
Afmælissýningar í Ráðhúsinu
Á næstkomandi fimmtudag kl. 15.00 verða opnaðar tvær sýningar í Ráðhúsinu í tengslum við 150 ára afmæli
Akureyrar. Í þjónustuanddyrinu verður opnuð sýning á máluðum og saumuðum myndum frá Akureyri sem unnar eru af eldri borgurum í
félagsmiðstöð þeirra í Víðilundi. Í bæjarstjórnarsalnum verður opnuð sýning á munum sem tengjast starfsemi
bæjarskrifstofanna í gegnum árin, allt frá gömlum reiknivélum til korta af ýmsu tagi. Við opnunina mun kór eldri borgara á Akureyri,
Í fínu formi, syngja nokkur lög undir stjórn Petreu Pálsdóttur.
Í boði verða léttar kaffiveitingar og eru allir boðnir velkomnir.
Fylgist með dagskrá afmælisársins á visitakureyri.is, facebook.com/akureyri150
og akmus.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/solrikur-danskur-sunnudagur-i-innbaenum
|
Sólríkur Danskur sunnudagur
Fjöldi fólks lagði leið sína í Innbæinn á síðastliðinn sunnudag þegar að Danskur sunnudagur var þar haldinn
hátíðlegur í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar. Söngur Karlakórs Akureyrar-Geysis ómaði um garða Innbæjarins í bland
við harmonikkuleik og danski fáninn blakti víða við hún. Stemningin var því ákaflega notaleg og ekki skemmdi fyrir að veðrið
lék svo sannarlega við gesti og gangandi.
Dagurinn var haldinn hátíðlegur með samstilltu átaki safna Akureyrar, fjölmargra styrktaraðila og síðast en ekki síst íbúa
Innbæjarins sem buðu gestum uppá veitingar og tónlist með dönsku yfirbragði í görðum sínum.
Snorri Guðvarðarson syngur með gestum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/afmaelisganga-um-oddeyrina
|
Afmælisganga um Oddeyrina
Afmælisgangan þessa vikuna verður um Oddeyrina en hún er ein sandeyranna sem Akureyri byggðist á í upphafi og fyrstu frásagnir af henni tengjast
þinghaldi frá árinu 1300. Fyrstu hús Oddeyrarinnar risu árið 1858 og um 1870 hóf Gránufélagið að byggja þar upp hús
sín, sem enn standa í dag. Margskonar atvinnustarfsemi hefur verið á svæðinu s.s. fiskvinnsla, matvælaiðnaður og þjónusta og þar
hafa komið við sögu nokkrir vel þekktir einstaklingar úr sögu Akureyrar.
Gangan hefst við Hof kl. 20.00 á fimmtudaginn að lokinni stuttri kynningu Jóns Inga Cæsarssonar á Oddeyrinni í máli og myndum. Jón Ingi mun
síðan leiða gönguna sem tekur um klukkustund og er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Fylgist með dagskrá afmælisársins á visitakureyri.is, facebook.com/akureyri150 og akmus.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/grenndargralid-bidur-eiganda-sins
|
Grenndargralið bíður eiganda síns
Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér rétt til að komast í hóp þeirra sem munu berjast um Grenndargral
fjölskyldunnar. Þrautirnar þrjár sem þarf að leysa til að fá lokavísbendinguna sem vísar á gralið verða í boði
fyrir áhugasama fram að föstudeginum 24. ágúst. Aðeins þeir sem skila inn réttum lausnum við þrautunum þremur fyrir föstudaginn 24.
ágúst fá lokavísbendinguna sem vísar á gralið.
Síðustu daga hafa þrjú lið bæst í hóp þeirra sem fyrir voru. Það eru Grallararnir, Hrafnsungarnir og Valdi magri. Átta
lið berjast því þessa stundina um gripinn góða. Liðunum gæti enn átt eftir að fjölga þar sem ennþá er tími til
að hefja leik.
Ingvar Engilbertsson sá um að hanna og smíða gralið og til þess notaði hann stofn Randers-trésins frá síðustu jólum.
Ákveðið var að nýta tréð, ekki síst vegna tengsla Akureyrar við danska kaupmenn og Danmörku fyrr á tímum. Stefanía
Fjóla Elísdóttir sá um að klæða gralið í sparibúninginn með því að setja á það myndir og
áletrun. Útkoman er því afar glæsilegur gripur og skemmtilegur minnisvarði um 150 ára afmæli Akureyri.
Grenndargral fjölskyldunnar er nú til sýnis í Eymundsson til og með föstudagsins 24. ágúst. Allar nánari upplýsingar má
sjá á grenndargral.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/abendingar-um-fallega-garda-3
|
Ábendingar um fallega garða
Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar óskar eftir ábendingum frá bæjarbúum um góðan árangur í fegrun og hirðingu bæjarins.
Sérstaklega verður horft til hönnunar, frágangs lóðar/athafnasvæðis, viðhalds, hirðingar, umgengni, fjölbreytilegs plöntuvals og
aðlaðandi götumyndar. Ef þurfa þykir getur dómnefnd ákveðið önnur áhersluatriði og veitt viðurkenningar samkvæmt
þeim.
Óskað er eftir ábendingum í eftirfarandi flokkum:
- Flokkur nýrri garða.
- Flokkur eldri garða.
- Flokkur raðhúsa/fjölbýlishúsa.
- Flokkur fyrirtækja.
- Flokkur stofnana.
- Fyrirmyndar gata bæjarins.
Dómnefnd ákveður hversu margar viðurkenningar eru veittar í hverjum flokki. Heimilt er að fella niður úthlutun viðurkenningar í
einstökum flokkum, ef kröfum verður ekki fullnægt.
Tekið er á móti ábendingum í netfangið jbg@akureyri.is til og með 28. ágúst og í
þjónustuanddyri Akureyrarbæjar í síma 460-1000.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-graen-og-vaen
|
Akureyri græn og væn
Á næstkomandi sunnudag kl. 13.00-16.00 stendur Garðyrkjufélag Akureyrar/Eyjafjarðardeild Garðyrkjufélags Íslands fyrir dagskránni Akureyri
græn og væn - opnir garðar. Þá ætla nokkrir garðeigendur bæjarins að opna garða sína og bjóða gestum og gangandi að
líta við og skoða. Fólki gefst þá kjörið tækifæri til að sjá fjölbreytileikann í glæsilegri
heimilisgarðrækt á Akureyri.
Viðburðurinn er skipulagður í samvinnu við Afmælisnefnd Akureyrarbæjar í tilefni af 150 ára afmæli bæjarins. Fylgist með
dagskrá afmælisársins á visitakureyri.is, facebook.com/akureyri150 og akmus.is.
Eftirfarandi garðar verða opnir frá kl. 13.00-16.00 á sunnudaginn:
• Áshlíð 12
• Ásvegur 21
• Birkilundur 11
• Hafnarstræti 90
• Hindarlundur 2
• Kambsmýri 12
• Kotárgerði 18
• Móasíða 5a
• Norðurbyggð 23
• Norðurgata 6
• Spítalavegur 17
• Tröllagil 27
• Ægisgata 24
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/islandsklukkunni-hringt-150-sinnum
|
Íslandsklukkunni hringt 150 sinnum
Í dag, föstudag, kl. 14.00 hefst Afmælisvaka – 150 ára afmælishátíð Akureyrar. Þá verður Íslandsklukkunni við
Háskólann á Akureyri hringt 150 sinnum í tilefni þeirra tímamóta auk 25 ára afmælis háskólans. Íslandsklukkan er
útilistaverk eftir Kristinn E. Hrafnsson sem Akureyrarbær afhenti háskólanum til afnota árið 2001.
Það verður hópur fólks úr háskólasamfélaginu og bæjarfélaginu sem mun skiptast á að hringja klukkunni þessi
150 slög. Allir eru velkomnir til þess að fylgjast með og njóta sameiginlegrar stundar þar sem afmælum Akureyrar og Háskólans á Akureyri er
fagnað á táknrænan hátt.
Fylgist með dagskrá afmælisársins á visitakureyri.is, facebook.com/akureyri150 og akmus.is.
Stefán B. Sigurðsson rektor við Íslandsklukkuna.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/glaesileg-endurkoma-sa-1
|
Glæsileg endurkoma SA-1
Slökkvilið Akureyrar hélt í gær formlega upp á endurkomu gamla forystubíls liðsins, SA-1 (Ford Big Job, árgerð 1953), sem nú er
tilbúinn eftir miklar og glæsilegar endurbætur. Bíllinn á sér langa sögu innan Akureyrar því hann var forystubíll
slökkviliðsins í tæpa hálfa öld og þótti allur búnaður hans afar fullkominn þegar bíllinn kom til bæjarins árið
1953. Hann var þá m.a. útbúinn háþrýstibyssum sem gáfu möguleika á að kljúfa vatnið niður í fínan
úða sem margfaldar slökkvimátt vatnsins auk reykköfunartækja sem þá voru algjör nýlunda.
Það voru Óskar Pétursson, Smári Jónatansson heitinn og Viðar Þorleifsson frá Eyfirskum fornbílum sem ákváðu að
koma bílnum í upprunalegt horf og höfðu veg og vanda af verkinu með hjálp aðila og fyrirtækja. Þeir félagar gáfu alla vinnu sína
sem hófst 15. september 2009 en lauk nú í sumar og því ljóst að ófáir klukkutímarnir eru að baki.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/afmaelisvaka-hefst-um-helgina
|
Afmælisvakan er hafin
Afmælisvaka – 150 ára afmælishátíð Akureyrar hófst í dag, föstudag, kl. 14.00 þegar Íslandsklukkunni við
Háskólann á Akureyri var hringt hvorki meira né minna en 150 sinnum í tilefni afmælisins og 25 ára afmælis háskólans. Það
var hópur fólks úr háskólasamfélaginu og bæjarfélaginu sem skiptist á að hringja klukkunni þessi 150 slög.
Á morgun, laugardag, tekur meðal annars við eitt allsherjar karnival unga fólksins, Götulistahátíðin Hafurtask, þar sem um 120 ungmenni
sýna listir sínar víðsvegar í miðbænum. Þar verður dansað og sungið, sýnd myndlist og ljósmyndun, fjöllist og
hjólabrettaæfingar. Götulistahátíðin stendur frá kl. 14.00-18.00 á morgun og kl. 15.30 mætast gömlu Bravóbítlarnir og unga
Akureyrar hljómsveitin Brák á sviðinu við Ráðhústorg. Bravóbítlarnir hlutu fyrst athygli árið 1965 þegar þeir unnu
sér það meðal annars til frægðar að hita upp fyrir ensku hljómsveitina The Kinks á tónleikum í Reykjavík. Annað kvöld
verða síðan tónleikar unga fólksins á Ráðhústorgi þar sem fram koma hljómsveitirnar Völva, Lopabandið, Buxnaskjónar
og danska tónlistarkonan Cecilie Svendson. Ýmislegt verður einnig um að vera á sunnudaginn og má þar nefna dagskrána Ljóð og tóna
á Sigurhæðum. Þar leikur Laufey Sigurðardóttir Partítur eftir Bach og Þorsteinn frá Hamri les úr ljóðum sínum.
Á sjálfan afmælisdaginn 29. ágúst safnast skólabörn saman í miðbænum og gefa bænum einstaka afmælisgjöf.
Bæjarstjórn Akureyrar heldur hátíðarfund í Hofi og Afmæliskór Akureyrar flytur Tónagjöf til bæjarbúa, ný verk
nokkurra tónskálda sem tengjast bænum.
Mikið verður um að vera seinni helgina, 30. ágúst til 2. september, og má þar nefna frumsýningu í Samkomuhúsinu á Borgarinnunni -
sögu Vilhelmínu Lever, Exodus raftónleika í Listagilinu, Rökkurró í Lystigarðinum, hátíðarsamkomu á Akureyrarvelli og
sérstaka Afmælistónleika í Listagilinu þar sem fram koma Akureyrar hljómsveitir liðinna ára s.s. Baraflokkurinn, Skriðjöklar og 200.000
naglbítar. Loks verður flugeldasýning á Pollinum.
Hér má sjá dagskrárbækling
Afmælisvökunnar sem dreift var með Dagskránni fyrr í vikunni.
Fylgist með dagskrá afmælisársins á visitakureyri.is, facebook.com/akureyri150 og akmus.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vardskipid-thor-a-vesturbakka
|
Varðskipið Þór á Vesturbakka
Varðskipið Þór heimsækir Akureyri á morgun, laugardaginn 25. ágúst, í tilefni 150 ára afmælisins. Ætlunin var að
það legðist að Tangabryggju en af óviðráðanlegum orsökum mun það leggjast að Vesturbakka, beint fyrir neðan Hagkaup. Gestum og gangandi býðst að skoða þetta glæsilega og nýjasta
varðskip Íslendinga frá kl. 13-17.
Mynd af heimasíðu Landhelgisgæslu Íslands.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-islenskt-leikrit-frumsynt
|
Nýtt íslenskt leikrit frumsýnt
Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar frumsýnir Litla Kompaníið, í samstarfi við Leikfélag Akureyrar, nýtt íslenskt
leikrit, Borgarinnan, eftir Sögu Jónsdóttur. Sýningar hefjast 30. ágúst nk. í Samkomuhúsinu og verða aðeins örfáar
sýningar í boði. Leikritið er byggt á ævi Vilhemínu Lever – fyrstu konunnar sem kaus til bæjarstjórnar á Akureyri, 19
árum áður en konur fengu kosningarétt. Sýningin spannar rúmlega 40 ár þar sem áhorfendur kynnast mörgum litríkum persónum
í lífi Vilhelmínu sem og í sögu Akureyrar. Aðeins örfáar sýningar verða á leikritinu.
Leikfélagi Akureyrar mun kynna dagskrá komandi leikárs á afmælisdag Akureyrarbæjar, 29. ágúst nk. og hefja sölu áskriftarkorta
í beinu framhaldi. Frekari upplýsingar má sjá á leikfelag.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/umsoknir-um-styrki
|
Umsóknir um styrki
Með haustinu auglýsa margskonar sjóðir eftir umsóknum um styrki og þá geta einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir,
hópar, sveitarfélög og fleiri sótt um hina ýmsu styrki til góðra málefna. Hér að neðan má sjá nokkra þeirra sem
nú þegar hafa auglýst eftir umsóknum.
• Norræna menningargáttin – ferða og dvalastyrkir til lista- og menningarstarfsemi. Umsóknarfrestur: 29.
ágúst.
Ferða- og dvalarstyrkir eru ætlaðir til fagfólks innan allrar lista- og menningarstarfsemi á Norðurlöndunum og í
Eystrasaltslöndunum. Sjá nánar á kulturkontaktnord.org.
• Norræni menningarsjóðurinn. Umsóknarfrestur: 1. september.
Sjóðurinn styrkir
menningu og listir í víðum skilningi, bæði atvinnufólk og áhugamenn. Sjá nánar á nordiskkulturfond.org.
• Æskulýðssjóður. Styrkir fyrir
æskulýðsfélög- og samtök. Umsóknarfrestur: 1. september.
Hlutverk Æskulýðssjóðs er að styrkja
verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Sjá nánar á heimasíðu mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
• Framkvæmdasjóður ferðamannastaða. Umsóknarfrestur: 10. september.
Markmið og
hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða í opinberri eigu eða umsjón um land allt. Þá skal
með fjármagni úr sjóðnum leitast við að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Einnig er sjóðnum ætlað
að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði. Sjá nánar á
vef Ferðamálastofu.
• Átak til atvinnusköpunar – styrktaráætlun iðnaðarráðuneytisins.
Umsóknarfrestur: 20. september.
Styrktaráætlun iðnaðarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir
starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Sjá nánar á nmi.is.
• Mennta- og menningarmálaráðuneytið – Listamannalaun. Umsóknarfrestur: 25.
september.
Úthlutunarreglum hefur verið breytt og nú geta hópar sótt um starfsstyrki. Sjá nánar á heimasíðu
mennta- og menningarmálaráðuneytisins og á listamannalaun.is.
• Mennta- og menningarmálaráðuneytið – Styrkir til atvinnuleikhópa. Umsóknarfrestur: 25.
september.
Umsóknir geta miðast við einstök verkefni eða samfellt starf til lengri tíma, sbr. 16. gr. leiklistarlaga nr. 138/1998, og verður
afstaða tekin til skiptingar fjárins eftir eðli umsóknanna og eftir því sem fé á fjárlögum 2013 í þessu skyni kann að
segja til um. Sjá nánar á heimasíðu mennta- og
menningarmálaráðuneytisins.
• Evrópa unga fólksins. Styrkir fyrir ungt fólk á aldrinum 13-30 ára og þá
sem starfa með ungu fólki. Umsóknarfrestur: 1. október.
Evrópa unga
fólksins er íslenska heitið á Ungmennaáætlun Evrópusambandsins, Youth in Action, og er samstarfsverkefni ESB, mennta- og
menningarmálaráðuneytisins og UMFÍ. Sjá nánar á euf.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-722-2012-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad
|
Nr. 722/2012 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Breyting á deiliskipulagi Naustahverfis, 2. áfanga, Sómatún 9-45.
Breyting á deiliskipulagi Naustahverfis, 2. áfanga, Sómatún 9-45.
Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 5. júlí 2012 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Naustahverfi, 2. áfanga. Breytingin felur í sér að Sómatún 9-21 verður nr. 9-17 og verður þar
samtengt fjölbýlishús á tveimur hæðum með 10 íbúðum án bílgeymslu í stað 7 íbúða
raðhúss. Sómatún 23-31 verður nr. 19-27 og Sómatún 33-35 verður nr. 29. Þar er gert ráð fyrir einbýlishúsi á
tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu í stað parhúss. Sómatún 37-45 verður nr. 31-39. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið
þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 13. ágúst 2012,
Anna Bragadóttir,
verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild - Útgáfud.: 27. ágúst 2012
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kjotkvedjuhatid-sjonlistamidstodvarinnar
|
Kjötkveðjuhátíð Sjónlistamiðstöðvarinnar
Smiðshöggið á glæsilega sumardagskrá Sjónlistamiðstöðvarinnar verður rekið um næstu helgi á Afmælisvökunni
þegar Kjötkveðjuhátíð Sjónlistamiðstöðvarinnar gengur í garð. Hátíðin hefst með tónleikunum Exodus 2012
kl. 20.45 á næstkomandi föstudag og endar með dýrindis veislu í Listagilinu á laugardaginn, sem stendur frá kl. 15.00-18.00.
Exodus tónleikarnir verða stærstu raftónleikar sem haldnir hafa verið á Akureyri og verða í umsjón rafsveitarinnar Reyk Veek.
Tónleikarnir munu ekki síður höfða til augna en eyrna og sett verður upp lítið danssvið á miðri götunni fyrir þá sem vilja
stíga dans. Hægt verður fylgjast með tónleikunum í beinni útsendingu á Facebooksíðu
Sjónlistamiðstöðvarinnar.
Á laugardaginn stendur Sjónlistamiðstöðin í samvinnu við Klúbb matreiðslumeistara á Norðurlandi og fjölda handverks- og
myndlistarfólks fyrir skemmtilegri uppákomu í Listagilinu sem fengið hefur heitið „List með lyst“. Þar kynna listamenn sköpunarverk sín,
bæjarins færustu kokkar munu bjóða gestum og gangandi að bragða á öllum kúnstarinnar réttum úr íslensku hráefni og
fjörugir dansarar verða á ferð upp og niður Listagilið.
Fyrir þá sem ekki hafa fengið nægju sína ber að nefna að á sunnudaginn 2. september kl. 13.00-15.00 verður gestum og gangandi boðið að
bragða á réttum frá 20 löndum í Listasafninu á Akureyri þar sem nú fer fram sýningin Lókal-Glóbal.
Nánari upplýsingar má sjá á Facebooksíðu
Sjónlistamiðstöðvarinnar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarpusl-og-monopoly
|
Akureyrarpúsl og Monopoly
Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar stendur framleiðslufyrirtækið Nordic Games ehf. fyrir sérstakri Akureyrarútgáfu af fasteignaspilinu
vinsæla Monopoly auk útgáfu á tvenns konar púsluspilum þar sem Akureyri er í forgrunni. Spilin eru þegar komin í verslanir um allt
land.
Akureyri 150 ára er 1500 kubba púsl með myndskreytingu eftir Brian Pilkington frá afmælishátíð Akureyrarbæjar. Pilkington er löngu
þjóðkunnur fyrir sínar fjölmörgu barnabækur, teikningar og snjallar bókaskreytingar. Á síðari árum hafa
bækur hans um íslenska þjóðtrú og tröll vakið verðskuldaða athygli innan sem utan landsteinanna. Haust á Akureyri er 1000 kubba
púsl með fallegri mynd af Minjasafnskirkjunni og Innbænum þar sem haustlitirnir skarta sínu fegursta.
Monopoly Akureyri - Leiktu til sigurs og þú getur eignast allan bæinn! er ný útgáfa þessa vinsæla fasteignaspils sem nú er tileinkað
Akureyri. Spilaborðið inniheldur helstu kennileiti bæjarins og prýða myndir af bænum bæði borðið og kassann.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/menningarrad-eythings-auglysir-stofn-og-rekstrarstyrki
|
Menningarráð Eyþings auglýsir stofn- og rekstrarstyrki
Menningarráð Eyþings auglýsir nú í fyrsta sinn eftir umsóknum um stofn- og rekstrarstyrki á grundvelli viðauka menningarsamnings mennta- og
menningarmálaráðuneytis við Eyþing. Tilgangur styrkjanna er að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs. Styrkirnir miðast við starfsemi
árið 2012.
Úthlutunarreglur og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Menningarráðs Eyþings eything.is.
Umsóknir skulu sendar Menningarráði Eyþings, Strandgötu 29, 600 Akureyri og á netfangið menning@eything.is.
Umsóknarfrestur er til og með 20. september 2012.
Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi í síma 464 9935 og 862 2277 og á netfangið menning@eything.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/afmaeliskvedja-fra-baejarstjorn-akureyrar
|
Afmæliskveðja frá bæjarstjórn Akureyrar
Akureyri fagnar 150 ára kaupstaðarafmæli í dag, miðvikudaginn 29. ágúst. Boðið er upp á glæsilega dagskrá í dag og um
helgina sem hægt er að kynna sér á heimasíðunni www.akureyri150.is. Bæjarstjórn Akureyrar hefur
sent frá sér eftirfarandi afmæliskveðju í tilefni dagsins:
Akureyri varð kaupstaður árið 1862. Þá voru íbúar bæjarins 286. Nú eru þeir liðlega 18.000.
Á aldarafmæli Akureyrarbæjar árið 1962 sagði Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi: "Akureyri hefur öll skilyrði
til þess að vera bær hagsældar og auðnu, menntabær, menningarbær, blómabær. Yngstu borgararnir, sem ennþá leika sér í
húsagörðum, eru heillaspár komandi tíma og styrkja þá eldri í trúnni á vordægur nýrrar aldar."
Nú 50 árum síðar má ljóst vera að heillaspár komandi tíma, sem Davíð nefndi svo, hafa ræst. Hvarvetna má
sjá merki vaxandi hagsældar í þessum gróðursæla bæ við Pollinn.
Við óskum bæjarbúum og landsmönnum öllum til hamingju með 150 ára afmæli Akureyrar.
Akureyri 29. ágúst 2012
Bæjarstjórn Akureyrar
Mynd: Þorsteinn Stefán Jónsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/heidursvidurkenningar-baejarstjornar
|
Heiðursviðurkenningar bæjarstjórnar
Á hátíðarfundi bæjarstjórnar Akureyrar í dag voru Jónu Bertu Jónsdóttur, sem flestir þekkja af störfum fyrir
Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, og Hermanni Sigtryggssyni, æskulýðs- og íþróttafrömuði, veittar sérstakar heiðursviðurkenningar
í tilefni af 150 ára afmæli bæjarins.
Upptaka frá
hátíðarfundinum.
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri, sagði við þetta tilefni:
"Jóna Berta Jónsdóttir er fædd við Strandgötuna hér á Akureyri þann 6. október 1931. Hún er dóttir hjónanna
Jóns Guðjónssonar bakarameistara sem starfaði í yfir 40 ár hjá Brauðgerð Kristjáns Jónssonar og Ingibjargar
Þórhannesdóttur húsmóður. Jóna Berta missti móður sína þegar hún var aðeins 9 ára gömul en eignaðist
síðar að stjúpmóður Þorgerði Einarsdóttur húsmóður og verkakonu. Alsystkini Jónu Bertu eru; Kristbjörn en hann
fórst með Súlunni EA og Stella sem býr hér á Akureyri. Hálfsystir hennar er Hrafnhildur Jónsdóttir og fóstursystir Gréta
Óskarsdóttir. Börn Jónu Bertu eru Þorgerður Jóna, Guðmundur Jóhann og Sigurður Hrafn.
Jóna Berta lauk skyldunámi og fór snemma að vinna fyrir sér. Þegar Jóna Berta var 15 ára smitaðist hún af berklum og dvaldi með
hléum á Kristneshæli næstu 11 ár en hún var síðasti sjúklingurinn á Íslandi sem fékk þá
læknismeðferð “að vera hogginn” sem var ein þeirra aðferða sem notuð var fyrir komu nýrra lyfja gegn þessum illvíga
sjúkdómi.
Eftir að Jóna Berta náði heilsu starfaði hún hjá Sambandsverksmiðjunum í 35 ár, á FSA við ummönnun og sem
matráðskona.
Jóna Berta sinnti félagsstörfum fyrir Einingu-Iðju og Samband íslenskra berklasjúklinga, SÍBS. Þekktust er Jóna Berta fyrir störf
sín fyrir Mæðrastyrksnefnd Akureyrar í um 30 ár og þar af í yfir 20 ár sem formaður nefndarinnar. Akureyringar og Norðlendingar hafa
áður þakkað og heiðrað Jónu Bertu fyrir hennar framlag því hún var kjörin Norðurlendingur ársins árið 2007.
Ljóst er að ævi Jónu Bertu hefur verið viðburðarík og margt að takast á við sem krefst styrks og hugrekkis. Í hógværum
störfum sínum fyrir Mæðrastyrksnefnd hefur hún sýnt einstakan skilning, fórnfýsi og hjálpsemi og ekki er óvarlegt að álykta
að það megi að einhverju leyti rekja til hennar eigin lífsreynslu. Það er með djúpu þakklæti og virðingu sem ég afhendi
Jónu Bertu Jónsdóttur heiðursviðurkenninguna fyrir hönd bæjarstjórnar Akureyrar.
Hermann Sigtryggson er fæddur á Akureyri þann 15. janúar 1931. Foreldrar hans voru Sigtryggur Sigurðsson skipasmiður og Anna Lýðsdóttir kennari
og húsmóðir. Eiginkona Hermanns er Rebekka H. Guðmann fv. skólaritari og húsmóðir og börn þeirra eru Anna Rebekka og Edda sem
báðar eru íþróttakennarar.
Hermann gekk í Barnaskóla og Gagnfræðaskóla Akureyrar og síðan lá leiðin í Íþróttakennaraskóla Íslands
þaðan sem hann útskrifaðist árið 1951. Hermann var aðeins 17 ára gamall þegar hann hóf störf sem íþróttakennari
hjá UMSE og skólum í Eyjafirði, seinna starfaði hann við íþróttakennslu á Stokkseyri og Eyrarbakka og svo aftur á
heimaslóðum fyrir UMSE þar sem hann varð jafnframt framkvæmdastjóri. Hermann var hótelstjóri og framkvæmdastóri fyrir templara á
Akureyri um þriggja ára skeið. Lengst var hann íþrótta- og tómstundafulltrúi Akureyrarbæjar eða frá árinu 1963-1996.
Frá þeim tíma var hann fyrsti framkvæmdastjóri Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og móttökustjóri hjá
bænum til ársins 2001 þegar hann lét af störfum 70 ára að aldri.
Ferill Hermanns í félagsstarfi er hreint ótrúlegur. Frá unga aldri hefur hann starfað að félagsmálum og tók virkan þátt
í íþróttum og lék knattspyrnu í öllum flokkum með KA og með ÍBA í meistaraflokki. Hann keppti í frjálsum
íþróttum og átti nokkur Akureyrarmet í styttri hlaupum. Hermann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir KA, ÍBA,
Ferðamálafélag Akureyrar, Rótaryklúbb Akureyrar og Norræna félagið á Akureyri. Hermann átti sæti í
æskulýðsráði ríkisins, í framkvæmdastjórn ÍSÍ og nefndum fyrir SKÍ og menntamálaráðuneytið svo
eitthvað sé nefnt. Hermann sat í ýmsum nefndum fyrir Akureyrarbæ eins og byggingarnefnd Skíðahótelsins og Íþróttahallarinnar.
Hermann var meðal stofnenda Andrésar Andar leikanna árið 1975. Hann starfaði fyrst við Skíðalandsmót Íslands á Akureyri
árið 1946 og svo ótal sinnum um allt land eftir það í ýmsum hlutverkum, sem mótstjóri og í undirbúningsnefndum fyrir
landsmótin, síðast í apríl á þessu ári þegar mótið var haldið hér í Hlíðarfjalli. Hermann var
mörgum sinnum fararstjóri fyrir ÍSÍ og Skíðasambandið á keppnisferðum erlendis og þ.m.t. á Ólympíuleikunum í
Lillehammer í Noregi og Innsbruck í Austurríki. Hermann hefur verið og er enn formaður nefndar ÍSÍ um íþróttir aldraðra sem
stofnuð var árið 2005 og er í starfshópi um hreyfingu fyrir aldraða hér á Akureyri.
Það segir sig sjálft að manni sem á slíkan feril hefur líka hlotnast margvíslegur heiður og viðurkenningar. Of langt mál er að
telja það allt hér en hann hefur m.a. hlotið æðstu viðurkenningar KA, ÍBA, Frjálsíþróttasambands Íslands, Bandalags
íslenskra skáta, Skíðasambandsins, Íþróttasambands fatlaðra, Alþjóða ólympíunefndarinnar, HSÍ og finnsku
ljónsorðuna. Íslensku fálkaorðuna hlaut hann árið 2007. Að sama skapi er Hermann heiðursfélagi í fjölda félaga bæði
hér á Akureyri og víðar. Það er leitun að manni sem er jafn virkur og Hermann og þessi upptalning gæti verið enn lengri, en ég læt
hér staðar numið.
Það er ljóst að við Akureyringar eigum Hermanni mikið að þakka og hann hefur verið og er enn mikilsverð fyrirmynd fyrir okkur hin. Það er
mér sönn ánægja að veita honum Heiðursviðurkenninguna fyrir hönd bæjarstjórnar Akureyrar."
Hermann Sigtryggsson og Jóna Berta Jónsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fegrum-hreinsum-og-skreytum
|
Fegrum, hreinsum og skreytum
Eins og flestum er kunnugt stendur nú yfir Afmælisvaka - 150 ára afmælishátíð Akureyrar og af því tilefni er óskað eftir
samvinnu við íbúa og fyrirtæki um að hreinsa vel til, halda bænum hreinum og henda ekki rusli á almannafæri. Einnig er hvatt til þess að
skreyta garða og hús með hvítum perum og flagga íslenska fánanum um komandi helgi.
Í tilefni af afmælinu hefur mikið verið lagt í fegrun bæjarins á árinu af Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar sem hvetur
bæjarbúa til að leggjast á eitt til að gera þessa afmælishátíð að eftirminnilegum viðburði öllum til
ánægju.
Fylgist með dagskrá afmælisársins á visitakureyri.is, facebook.com/akureyri150 og akmus.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-dvalarheimili-afhent
|
Nýtt dvalarheimili afhent
Í gær á 150 ára afmælisdegi Akureyrar voru formlega afhentir lyklar að nýju dvalarheimili við Vestursíðu sem fengið hefur nafnið
Lögmannshlíð og á næstu dögum munu flytjast þangað þeir 45 íbúar Kjarnalundar og Bakkahlíðar. Nýja
dvalarheimilið er hið fyrsta á Íslandi sem er að fullu hannað í anda Eden-hugmyndafræðinnar. Í Eden-hugmyndafræðinni er lögð
áhersla á sjálfræði, virðingu, umhyggju, væntumþykju og gleði.
Lögmannshlíð er 3.374,8m² að stærð og samanstendur af 5 íbúðareiningum fyrir 9 íbúa á hverja einingu sem allar tengjast
í gegnum miðbyggingu. Á heimilinu eru litlar íbúðir með góðri snyrtingu og aðstöðu fyrir nauðsynleg hjálpartæki og er
útiaðstaða við hverja íbúð. Í miðbyggingu er samkomusalur fyrir félagsstarf, iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun,
hár- og fótsnyrting og fleira þess háttar. Einnig er mjög góð sameiginleg aðstaða í útigörðum bæði á milli
húsa og þar í kring.
Einstakar einingar heimilisins hafa hlotið nöfnin Árgerði, Bandagerði, Kollugerði, Melgerði og Sandgerði sem öll eiga sögulega skírskotun.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-9
|
Afmælisganga um slóðir skáldanna
Í afmælisgöngunni í kvöld, fimmtudagskvöld, verður gengið um slóðir Akureyrarskáldanna. Akureyrarbær hefur stundum verið
nefndur “skáldabærinn" vegna fjölda eldri og yngri skálda sem hér hafa alið manninn. Í tilefni af afmæli Akureyrarbæjar verður
farið í ljóðagöngu um brekkuna og heilsað upp á skáldin sem þar bjuggu og lesið úr ljóðum þeirra. Lagt verður af
stað frá planinu sunnan við Amtsbókasafnið kl. 20.00 og göngunni lýkur við Sigurhæðir.
Erlingur Sigurðarson fv. umsjónarmaður skáldahúsanna hefur skipulagt gönguna og nýtur hann fylgdar Hólmkels Hreinssonar og Hólmfríðar
Andersdóttur starfsmanna Amtsbókasafnsins.
Gangan er skipulögð af Afmælisnefnd Akureyrarbæjar og Minjasafnsins á Akureyri og er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Fylgist með dagskrá afmælisársins á www.visitakureyri.is, www.facebook.com/akureyri150 og á www.akmus.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ungskald-fra-akureyri-i-floru
|
Ungskáld frá Akureyri í Flóru
Þrjú ungskáld frá Akureyri, Vilhjálmur B. Bragason, Gréta Kristín Ómarsdóttir og Gunnar Már Gunnarsson, munu lesa úr
verkum sínum í Flóru, á nk. laugardag kl. 16.00 og er viðburðurinn hluti af dagskrá Afmælisvöku.
Gunnar Már Gunnarsson hefur gefið út eina ljóðabók (Skimað út) hjá Populus Tremula forlaginu á Akureyri og tvær
ljóðabækur hjá Uppheimum (Á milli barna og Marlene og ég). Gunnar hefur undanfarin ár verið einn skipuleggjenda Litlu
Ljóðahátíðarinnar á vegum Populus Tremula.
Gréta Kristín Ómarsdóttir hefur gefið út eina ljóðabók (Fósturvísur) hjá Populus Tremula forlaginu á Akureyri
og starfrækti í vor félagið Gilitrutt í Deiglunni með tveimur skáldasystrum sínum. Þær hafa í sumar staðið fyrir
ljóðakvöldaröðinni "orðið núorðið".
Vilhjálmur B. Bragason er leik og ljóðskáld. Vilhjálmur hefur skrifað fjölda ljóða og smásagna og unnið til verðlauna fyrir hvort
tveggja. Fyrsta leikverk Vilhjálms í fullri lengd, Og svo var bankað, var frumflutt af Leikhópnum Þykistu á vormánuðum 2011 í Deiglunni
á Akureyri.
Skáldin munu öll lesa upp glænýtt efni í bland við eldra góðgæti. Upplestur hefst kl. 16.00 og er aðgangur ókeypis.
Flóra er verslun, vinnustofa og viðburðastaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur félagsfræðings og garðyrkjukonu. Áhersla er
lögð á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson,
myndlistarmaður.
Vilhjálmur B. Bragason.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-10
|
Glerárdalur gerður að fólkvangi
Opinn hátíðarfundur bæjarstjórnar Akureyrar var haldinn í Hofi á 150 ára afmælisdegi Akureyrar þar sem sérstakir gestir
voru Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur. Á fundinum voru samþykktar tillögur um að
Glerárdalur verði gerður að fólkvangi og um að setja ákveðna upphæð árlega í umhverfisátak næstu fimm árin sem
hugsað er í göngu- og hjólastíga, leikvelli og annað sem gerir umhverfið fallegra. Auk samþykktanna voru Jónu Bertu
Jónsdóttur og Hermanni Sigtryggssyni veittar sérstakar heiðursviðurkenningar í tilefni af 150 ára afmæli bæjarins.
Hér má sjá samþykktirnar í heild sinni:
Glerárdalur - fólkvangur
2012080081
Lögð fram tillaga um að Glerárdalur verði gerður að fólkvangi.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að stefnt skuli að því að hluti Glerárdals verði skilgreindur
sem fólkvangur í samræmi við lög um náttúruvernd nr. 44/1999, gr. 55.
Bæjarstjórn samþykkir einnig með 11 samhljóða atkvæðum að gerð verði tillaga til Umhverfisstofnunar um mörk og
nýtingarmöguleika fólkvangsins og gerð grein fyrir þeim takmörkunum sem ákvörðun um fólkvang kann að setja Akureyrarbæ sem
rétthafa landsvæðisins.
Umhverfisátak
2012080082
Lögð fram tillaga um að setja ákveðna upphæð árlega í umhverfisátak næstu fimm árin. Hugsað í göngu- og
hjólastíga, leikvelli og annað sem gerir umhverfið fallegra.
Í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar samþykkir bæjarstjórn með 11 samhljóða atkvæðum að veita allt að
hálfum milljarði (500 milljónum króna) í sérstakt umhverfisátak.
Árlega verða settar allt að 100 milljónir króna í þetta sérstaka átak.
Fjárveitingin er ætluð til nýframkvæmda og stofnbúnaðarkaupa á málum sem fyrst og fremst tengjast umhverfismálum í
sveitarfélaginu öllu (og einstaka deildum þess) s.s. endurgerð og nýframkvæmd leikvalla, gerð göngu- hjóla- og reiðstíga, fegrun og
frágang opinna svæða og torga, skógrækt, grisjun, endurgerð og endurplöntun, frágangi og gerð
fólkvanga/útivistarsvæða.
Framkvæmdaráð skal hafa eftirlit með fjárveitingu hvers árs.
Framkvæmdadeild mun gera tillögur að verkefnum og kostnaðarmeta þær. Við gerð framkvæmdaáætlunar hvers árs skal
framkvæmdaráð endanlega samþykkja þær framkvæmdir og stofnbúnaðarkaup sem fara á í á ári hverju.
Umhverfisnefnd gerir tillögur til framkvæmdaráðs um einstaka verkefni er lúta að hennar verksviði sbr. samþykkt umhverfisnefndar.
Öðrum nefndum og ráðum er frjálst að koma með tillögur til framkvæmdaráðs.
Fjallganga í Glerárdal.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/haskoli-akureyrar-25-ara
|
Háskóli Akureyrar 25 ára
Í tilefni af 25 ára starfsafmæli Háskólans á Akureyri er boðið til hátíðarhalda í húsakynnum skólans
á næstkomandi sunnudag kl. 13.00 til 16.00. Hátíðardagskráin hefst á sviði í Miðborg, anddyri háskólans, þar sem m.a.
verður sýndur hluti úr leikverkinu Borgarinnan eftir Sögu Jónsdóttur. Að því loknu tekur við dagskrá um allan háskóla
þar sem margt verður í boði s.s. gönguferð með leiðsögn um byggingar háskólans með áherslu á arkitektúr og listaverk,
sýning á vegum barnabókaseturs, bangsasjúkrahús og endurhæfing og í lok dagsins er hægt að fara í Sögugöngu um
Sólborgarsvæðið. Boðið verður upp á köku og kaffi auk þess sem grillað verður sjávarfang og pylsur.
Nánari dagskrá og tímasetningar má finna á heimasíðu háskólans, www.unak.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/baraflokkurinn-a-graena-hattinum
|
Baraflokkurinn á Græna hattinum
Hin goðsagnakennda hljómsveit Baraflokkurinn heldur tónleika á Græna hattinum í kvöld, föstudagskvöld, kl. 22.00. Einnig mun
hljómsveitin koma fram á Afmælistónleikunum í Gilinu annað kvöld kl. 21.00 ásamt Skriðjöklum, 200.000 naglbítum og
Hvanndalsbræðrum. Baraflokkurinn mun spila lög af plötum sveitarinnar sem komu út á árunum 1981-1983.
Annað kvöld kl. 23.00 verða sérstakir tónleikar helgaðir Iceland Airwaves á Græna hattinum þar sem fram koma hljómsveitirnar Kiriyama
Family og Mammút og er aðgangur ókeypis.
Elektró-popp-kvintettinn Kiriyama Family var stofnaður árið 2008 en nafnið er komið úr japönsku skáldsögunni Battle Royale eftir Koshun
Takami. Á dögunum kom út fyrsta breiðskífa Kiriyama Family sem er samnefnd sveitinni og hefur lagið Weekends notið mikilla vinsælda á öldum
ljósvakans undanfarnar vikur og sat um tíma á toppi vinsældarlista Rásar 2. Hljómsveitina skipa; Jóhann V. Vilbergsson, Karl M. Bjarnarson,
Víðir Björnsson, Guðmundur Geir Jónsson og Bassi Ólafsson.
Hljómsveitin Mammút sigraði Músíktilraunir árið 2004 og hefur síðan vakið sívaxandi athygli og telst án vafa ein af
athyglisverðustu hljómsveitum landsins í dag. Mammút hefur hlotið einróma lof fyrir tónleika sína, m.a. frá David Fricke hjá Rolling
Stone tímaritinu, hinu þekkta breska tónlistarriti Music Week og bresku vefsíðunni Playlouder.com. Hljómsveitin er um þessar mundir við upptökur
á nýrri plötu og því ekki ólíklegt að ný lög fái að hljóma á tónleikunum.
Iceland Airwaves tónleikarnir hefjast kl. 23.00 og er ókeypis aðgangur.
Baraflokkurinn á níunda áratugnum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hapunktur-afmaelisvoku-um-helgina
|
Hápunktur Afmælisvöku um helgina
Í kvöld, föstudagskvöld, verður hin sívinsæla Rökkurró haldin í Lystigarðinum sem verður ljósum prýddur og fagurlega
skreyttur í tilefni dagsins. Á sama tíma hefst kjötkveðjuhátíð Sjónlistamiðstöðvarinnar með raftónleikunum Exodus
í Listagilinu. Draugaslóð Minjasafnsins verður síðan farin kl. 22.30.
Af viðburðum á laugardag má nefna afhjúpun á sérstökum söguskiltum í gamla Innbænum, sögugöngu um Lystigarðinn kl.
11 og hátíðardagskrá á Akureyrarvelli sem hefst kl. 14.00. Þar verður boðið upp á hátíðlega dagskrá í tali og
tónum, aðalræðumaður verður Akureyringurinn Páll Skúlason, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands.
Barnaskemmtun verður á Ráðhústorgi kl. 15.00 og afmælistónleikar með akureyrsku hljómsveitunum Bara flokknum, 200.00 naglbítum,
Skriðjöklum og Hvanndalsbræðrum hefjast kl. 21.00. Tónleikarnir verða í beinni útsendingu á N4 og Rás 2. Herlegheitunum lýkur
síðan með einstakri flugeldasýningu og ljósasýningu á Menningarhúsinu Hofi og á Pollinum kl. 23.30.
Dagskráin í heild sinni. Facebook síða Afmælisvöku.
Hér að neðan má sjá myndir sem Auðunn Níelsson tók af margvíslegum viðburðum Afmælisvöku.
Ráðhústorg á afmælisdaginn. Mynd: Auðunn Níelsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/soguskilti-afhjupud
|
Söguskilti afhjúpuð
Í dag, laugardaginn 1. september kl. 10.00, verða sex ný söguskilti afhjúpuð í hjarta gömlu Akureyrar og sérstök athöfn fer fram
við áningarstaðinn á móts við Tuliniusarhús (við bílastæðin norðan Brynju). Sagt verður frá tilurð skiltanna, efnisvali
og umfangi.
Skiltin eru gerð í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar og eru gjöf Norðurorku í tilefni afmælisins. Minjasafnið, Akureyrarstofa
og Framkvæmdadeild Akureyrar hafa staðið að gerð skiltanna. Skiltin gera grein fyrir sögu húsa og staðhátta í máli og myndum, alla
leið frá Ráðhústorginu í miðbæ Akureyrar og inn í Innbæinn.
Skiltin verða öll með smartkóða (QR- kóða) sem auðvelda þeim sem eru með snjallsíma að sækja ýmis konar
viðbótarfróðleik um skiltin, auk þess sem hægt er að nálgast mynd af skiltunum á heimasíðu Akureyrarbæjar, visitakureyri.is.
Söguskiltið um Búðargil.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sjonvarpsstod-afmaelisvoku
|
Sjónvarpsstöð Afmælisvöku
Í tilefni Afmælisvöku – 150 ára afmælishátíðar Akureyrar mun Vodafone í samstarfi við N4 senda út sérstaka
sjónvarpsstöð á hefðbundinni rás sjónvarpsstöðvarinnar N4. Þar gefst gestum Afmælisvöku tækifæri til að láta
ljós sitt skína með því að senda inn myndir og tíst í gegnum snjallsíma sína. Útsendingarnar hófust í gær og
halda áfram í allan dag en dagskráin verður endursýnd á morgun, sunnudag.
Sams konar sjónvarpsstöð var sett á laggirnar í fyrsta sinn hér á landi fyrir Menningarnótt í Reykjavík fyrir tveimur vikum og var
þátttaka framar vonum. Um 1.700 myndir voru sendar inn með merkingunni #menningarnótt og yfir 440 tíst send inn með sömu merkingu.
Á sjónvarpsstöðinni verður sent beint út frá stórtónleikum Afmælisvöku og flugeldasýningu
hátíðarinnar sem fram fara í kvöld auk myndskeiða sem sýna stemninguna á Akureyri.
Meginuppistaða útsendingarinnar verður aftur á móti myndir sem teknar verða með snjallsímaforritinu Instagram og merktar #akureyri og tíst af
samskiptamiðlinum Twitter einnig merkt #akureyri. Þannig geta allir notendur iPhone og Android snjallsíma eða iPad spjaldtölvna sent inn myndir með Instagram
og tekið þannig þátt í útsendingunni. Notendur Twitter geta með sama hætti komið að tísti í tíststraum
stöðvarinnar.
Instagram er eitt vinsælasta snjallsímaforrit sinnar tegundar en með því geta notendur tekið myndir og deilt þeim til vina á einfaldan hátt.
Twitter er einn vinsælasti samfélagsmiðill í heimi og notkun hans er stigvaxandi.
Rekstraraðilar á Akureyri eru hvattir til að stilla á stöðina svo gestir geti séð myndir sínar og annarra gesta á meðan á
viðburðum stendur. Hægt verður að ná stöðinni á hefðbundnum útsendingarrásum sjónvarpsstöðvarinnar N4, sem eru
rás 29 í Vodafone Sjónvarpi um ADSL og ljósleiðara, rás 15 með Digital Ísland myndlyklum á Akureyri og rás 6 á
sjónvarpsdreifikerfi Símans. Stöðin næst einnig um loftnet á Akureyri á rás 53, á rás 29 um örbylgjudreifikerfi Digital
Ísland á suðvesturhorninu og vefútsendingu má finna á vefnum n4.is.
Nöfn allra þeirra sem senda inn mynd með Instagram og birtist í sjónvarpi Afmælisvöku verður safnað saman í sérstakan
Afmælisvökupott. Eftir helgina verður dregið út eitt nafn sem hlýtur í vinning Samsung Galaxy S III snjallsíma í boði Vodafone.
Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um hvernig sækja á Instagram og senda myndir inn á sjónvarpsstöðina má finna á vodafone.is og Facebook síðu Vodafone.
Frá Lystigarðinum í gær. Mynd: Auðunn Níelsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/afmaelisvaka-stendur-sem-haest
|
Afmælisvaka stendur sem hæst
Afmælisvaka stendur nú sem hæst og hófust viðburðir dagsins kl. 10 í morgun þegar formleg afhending á söguvörðum fór fram
við athöfn í Innbænum. Söguvörðurnar eru gjöf Norðurorku hf. til Akureyrar í tilefni 150 ára afmælisins. Viðburðir fóru
fram víða um bæinn í gærkvöldi og voru vel sóttir. Fjöldi fólks var saman kominn í rómantíska Rökkurró í
Lystigarðinum þar sem garðurinn var ljósum prýddur og veittar voru viðurkenningar fyrir vel hirta garða auk þess sem ýmsir listamenn tróðu
upp. Skemmtileg stemning myndaðist á Exodus tónleikum rafsveitarinnar Reyk Week í Listagilinu og Draugaganga Minjasafnsins þótti
kyngimögnuð.
Af viðburðum dagsins má nefna opnar vinnustofur í Listagilinu, Kjötkveðjuhátíð Sjónlistamiðstöðvarinnar og
hátíðardagskrá á Akureyrarvelli sem hefst kl. 14.00. Þar verður boðið upp á hátíðlega dagskrá í tali og
tónum, aðalræðumaður verður Akureyringurinn Páll Skúlason, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands.
Barnaskemmtun verður á Ráðhústorgi kl. 15.00 og afmælistónleikar með akureyrsku hljómsveitunum Baraflokknum, 200.000 naglbítum,
Skriðjöklum og Hvanndalsbræðrum hefjast kl. 21.00. Tónleikarnir verða í beinni útsendingu á N4 og Rás 2 í boði Vodafone og eru
í samvinnu við Exton, Nesfrakt og Rás 2. Á Græna hattinum verður sérstakt Iceland Airwaves tónleikakvöld kl. 23.00 þar sem fram koma
hljómsveitirnar Mammút og Kiriyama Family og verður ókeypis aðgangur. Hápunktur Afmælisvökunnar verður svo einstök flugelda- og
ljósasýning á Menningarhúsinu Hofi og á Pollinum kl. 23.30.
Dagskráin í heild sinni. Facebook síða Afmælisvöku.
Myndirnar hér að neðan tók Auðunn Níelsson í gærkvöldi.
Mynd tekin af heimasíðu Norðurorku.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vel-heppnud-afmaelisvaka
|
Vel heppnuð Afmælisvaka
Afmælisvaka – 150 ára afmælishátíð Akureyrar náði sannkölluðum hápunkti í gærkvöldi með
afmælistónleikum í Listagilinu og stórfenglegri flugeldasýningu í boði Vodafone. Á tónleikunum komu fram akureyrsku hljómsveitirnar
Baraflokkurinn, Skriðjöklar, 200.000 naglbítar, Dægurlaga pönk hljómsveitin Húfa og Hvanndalsbræður. Auk þeirra steig Karl Örvarsson
á svið með Hvanndalsbræðrum og söng Tunglskinsdansinn, hinn ódauðlega slagara Stuðkompanísins.
Aldrei hafa fleiri verið samankomnir í Listagilinu á sama tíma og mikil stemning ríkti á meðal gesta. Að tónleikunum loknum tók við
einhver viðamesta flugeldasýning sem haldin hefur verið á Akureyri og stóð hún yfir í rúmar 15 mínútur. Björgunarsveitin
Súlur sá um framkvæmd sýningarinnar þar sem flugeldum var m.a. skotið ofan af menningarhúsinu Hofi, af Eimskips planinu og af turnum Akureyrarkirkju.
Mikill mannfjöldi safnaðist saman í miðbæ Akureyrar að dagskrá lokinni.
Síðustu viðburðir Afmælisvöku fóru fram í dag, sunnudag. Í Hofi skemmtu Skoppa og Skrítla börnum og útvarpsþáttur
Sniglabandsins “Í góðu skapi” var sendur út í beinni útsendingu á Rás 2. Fjölmenningarráð Akureyrar bauð upp
á alþjóðlegt eldhús í Listasafninu þar sem bornir voru fram réttir frá hátt í tuttugu þjóðlöndum og
opnuð var sýning myndlistarnema í Pakkhúsinu. 25 ára afmælishátíð Háskólans á Akureyri fór fram í
húsakynnum skólans þar sem boðið var upp á hátíðardagskrá og afmæliskaffi auk þess sem starfsemi skólans var kynnt
með lifandi hætti.
Myndirnar hér að neðan tók Auðunn Níelsson í gær og í dag.
Mynd: Auðunn Níelsson
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kea-auglysir-eftir-styrkumsoknum-1
|
KEA auglýsir eftir styrkumsóknum
Menningar- og viðurkenningasjóður KEA auglýsir eftir styrkumsóknum og er umsóknarfrestur til 30. september 2012. Umsækjendur eru hvattir til að kynna
sér nánari útlistun á úthlutunarflokkum og reglugerð sjóðsins á heimasíðu KEA, www.kea.is.
Nauðsynlegt er að fylla út umsóknareyðublað sem nálgast má á heimasíðunni eða á skrifstofu KEA, Glerárgötu 36.
Styrkúthlutun tekur til eftirfarandi flokka:
• Til einstaklinga, félaga eða hópa sem vinna að mikilvægum menningarmálum á félagssvæðinu. Um getur
verið að ræða málefni á sviði félagsmála, minja, lista og almennt þeirra málefna sem flokkast sem menning í
víðtækri merkingu.
• Til þátttökuverkefna á sviði menningarmála. Í þessum flokki er horft til stærri verkefna á
sviði menningarmála á félagssvæði KEA.
• Til ungra afreksmanna á sviði mennta, lista og íþrótta eða til viðurkenninga fyrir sérstök afrek s.s.
á sviði björgunarmála. Í þessum flokki skulu umsækjendur vera yngri en 25 ára og búsettir á félagssvæði KEA.
• Styrkir til íþróttamála. Markmiðið er að stuðla að því að sem flest börn og unglingar
eigi kost á íþróttaiðkun og að íþróttamenn eða lið sem skara fram úr geti stundað markvissar æfingar og sótt
mót við sitt hæfi. Einnig falla hér undir verkefni sem eru til þess fallin að stuðla að heilbrigðum lífstíl almennings eða snúa
að uppbyggingu á aðstöðu til íþróttaiðkunar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/blodbankabillinn-a-nordurlandi-1
|
Blóðbankabíllinn á Norðurlandi
Blóðbankabíllinn er nú á ferðinni um Norðurland og verður á Akureyri á morgun, miðvikudaginn 5. september.
Blóðsöfnun hefst á Húsavík í dag, heldur áfram við Háskólann á Akureyri á morgun kl. 10.00-16.00
og síðan verður stefnan tekin á Sauðárkrók. Þar verður blóðsöfnun 11. og 12. september og endað verður á
Blönduósi síðar þann 12. september.
Á hverju ári þarf Blóðbankinn á um tvö þúsund nýjum blóðgjöfum að halda til að endurnýja
blóðgjafahópinn. Blóðgjafar hætta af ýmsum ástæðum að gefa blóð, t.d vegna veikinda, aldurs, þeir flytja úr
landi eða af öðrum ástæðum. Til að gerast blóðgjafi þarf viðkomandi að vera á aldrinum 18-60 ára, vega a.m.k. 50 kg., vera
heilsuhraustur og án lyfja.
Blóðsöfnun á Norðurlandi hefur yfirleitt gengið mjög vel á Húsavík og á Sauðárkróki en Akureyringar hafa
aftur á móti ekki verið eins duglegir að mæta í bílinn en tilgangur ferðarinnar er þó einmitt að hjálpa þeim í
útibúi Blóðbankans á Akureyri að ná til blóðgjafa. Norðlendingar eru hvattir til að fjölmenna í bílinn,
láta gott af sér leiða og gefa blóð því blóðgjöf er lífgjöf.
Áætlun Blóðbankabílsins má sjá HÉR.
Blóðbankinn er með útibú á Akureyri í kjallara sjúkrahússins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gjof-rikisstjornarinnar
|
Gjöf ríkisstjórnarinnar
Í síðastliðinni viku bárust fjölmargar hamingjuóskir og gjafir í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar. Einnig heiðruðu margir
góðir gestir bæinn með nærveru sinni á hápunkti hátíðarhaldanna um liðna helgi og má þar nefna forseta Íslands,
forsætisráðherra, þingmenn kjördæmisins, fulltrúa norrænu vinabæjanna og fulltrúa nágrannasveitarfélaga
Akureyrar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra færði Akureyringum hamingjuóskir frá ríkisstjórn Íslands og
afhenti Akureyrarbæ 10 milljónir króna í tilefni tímamótanna.
Í gjafabréfi segir: “Fjármununum er ætlað að nýtast til styrktar menningu og listum í tilefni af afmælinu og/eða til stofnana
bæjarins sem eiga stórafmæli á árinu. Er þar átt við 100 ára afmæli Lystigarðsins, 50 ára afmæli hjúkrunar- og
dvalarheimilisins Hlíðar og 50 ára afmæli Minjasafnsins á Akureyri.”
Þá færðu aðildarsveitarfélög Eyþings Akureyri eina milljón króna til að setja á fót sérstakan
ljósmyndavef Akureyrar. Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar veitti gjöfunum viðtöku og þakkaði þann hlýhug sem Akureyri er
sýnd á þessum tímamótum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vidurkenningar-fyrir-fallega-garda-1
|
Viðurkenningar fyrir fallega garða
Í ágústmánuði óskaði Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar eftir ábendingum frá bæjarbúum um góðan
árangur í fegrun og hirðingu bæjarins. Fjölmargar ábendingar bárust sem allar voru skoðaðar auk garða víða um bæinn. Í
valnefndinni voru: Guðrún Björgvinsdóttir verkstjóri garðyrkjumála, Jóhann Thorarensen ræktunarstjóri, Björgvin Steindórsson
forstöðumaður Lystigarðsins og Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála. Hér að neðan má sjá umfjöllun um
þá garða sem hlutu viðurkenningar.
Espilundur 1
Eigendur: Gylfi Snorrason og Anna Höskuldsdóttir
Gamall garður sem hefur þróast jafnt og þétt í gegnum árin. Stór lóð og er tegundafjöldi með ólíkindum þar
sem mest er um fjölærar plöntur en einnig töluvert af trjám og runnum. Matjurtagarður er í norðausturhluta og safnhaugakassar við norðurvegg.
Skemmtilegir skjólveggir úr timbri og gleri eru víða um garðinn sem veita skjól en hleypa jafnframt inn birtu. Stígar auðvelda aðgengi um
garðinn en afmarka umleið beðin og eru skemmtileg blanda af timbri og hellum í mismunandi stærðum. Í heildina afar fjölskrúðugur og
flottur garður.
Áshlíð 12
Eigendur: Óskar Ingi Sigurðsson og Helga Aðalgeirsdóttir
Gamall garður sem hefur verið endurnýjaður. Aðkoman er snyrtileg þar sem bílastæðið er hellulagt með lítilli upphækkun og
hjólum komið smekklega fyrir innan við u-laga skjólvegg. Á baklóðinni eru sólpallar blandaðir timbri og steinum. Beðin eru afmörkuð
með náttúrgrjóti, batatimbri og kantsteinum og stiklurnar eru úr náttúrustein. Athygli vekur lítil tjörn og pergóla fyrir
klifurplöntur. Matjurtum er komið snyrtilega fyrir á nokkuð afmörkuðu svæði í norðvesturhorninu. Umhirða er öll til fyrirmyndar og segja
má að garðurinn sé “einn með öllu”.
Móasíða 5a
Eigendur: Anna Guðný Helgadóttir og Sigurður Arnarson
Stór lóð við endaíbúð raðhúsar. Aðkoman er góð með lítilli tjörn og gosbrunni við aðalinngang. Beðin
við götu eru vel afmörkuð með kantsteini og plöntuval afar fjölbreytt og skemmtilega samsett. Beðin eru skemmtileg blanda af sígrænum tegundum,
fjölærum plöntum, trjám og runnum. Á baklóðinni er stór verönd afmörkuð að hluta til með timburskjólveggjum. Þar
má líta fjölmörg og litskrúðug sumarblómaker auk þess sem hengipottar með blómum eru áberandi á skjólveggjum og
húsi. Matjurtagarði og safnhaug er vel fyrir komið í norðurhlutanum með áhaldaskúr í jaðrinum. Vel hirt og smekkleg lóð.
Kotárgerði 18
Eigendur: Þorvaldur Snæbjörnsson og Guðrún Margrét
Kristjánsdóttir
Gömul lóð sem hefur verið vel hirt í fjölmörg ár. Á lóðinni er lítill skáli með rósum og eplatrjám.
Einnig er lítið gróðurhús sem notað er aðallega til uppeldis á sumarblómum og matjurtum. Framlóðin er sérlega skemmtileg með
fjölbreyttum gróðri og skemmtilega gamaldags garðlýsingu. Svo sannarlega lóð sem ber umhyggju og natni eigenda fagurt vitni.
Einnig var Fjólu Friðriksdóttur veitt sérstök viðurkenning fyrir matjurtagarð ársins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/straeto-fra-akureyri-til-reykjavikur
|
Strætó frá Akureyri til Reykjavíkur
Hópbílar ehf. hófu á síðastliðinn sunnudag skipulagðar strætóferðir á milli Akureyrar og Reykjavíkur.
Stoppistöð er við Strandgötu norðan við menningarhúsið Hof þar sem hægt er að kaupa miða sem og á heimasíðu
Strætó, www.straeto.is. Boðið er upp á þráðlaust net í vögnunum.
Svokallað rauntímakort, sem gerir viðskiptavinum kleift að sjá staðsetningu vagnanna hverju sinni, má finna á heimasíðu Strætó.
Landshlutasamtök sveitarfélaganna standa á bak við aksturinn en Eyþing í samvinnu við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra,
Fjórðungssamband Vestfirðinga og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi buðu út akstur á milli Akureyrar og Reykjavíkur undir merkjum
Strætó bs og var tilboði Hópbíla ehf. tekið. Strætó bs sér um rekstur samnings við verktaka, upplýsingaþjónustu og
sölukerfi en fjárhagsleg ábyrgð á verkefninu liggur hjá landshlutasamtökunum í ákveðnum hlutföllum. Munu þau fá til
sín farþegatekjur og framlag frá Vegagerð ríkisins og greiða verktökum í samræmi við samninga.
Nefnd á vegum Eyþings hefur unnið að yfirtöku sveitarfélaganna á almenningssamgöngum á svæðinu og næstu skref verða
útboð á eftirfarandi leiðum: Akureyri – Siglufjörður, Akureyri – Húsavík – Þórshöfn og Akureyri –
Egilsstaðir. Síðastnefnda leiðin verður boðin út í samstarfi við Samband sveitarfélaga á Austurlandi.
Tímatöflur fyrir aksturinn má finna á heimasíðu Strætó.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/islandsmeistaratitillinn-til-akureyrar
|
Íslandsmeistaratitillinn til Akureyrar
Lið Þórs/KA tryggði sér í gærkvöldi Íslandsmeistaratitil kvenna í knattspyrnu í fyrsta skipti þegar liðið
gjörsigraði Selfoss 9-0 á Þórsvellinum. Þegar ein umferð er eftir í Pepsi-deild kvenna er Þór/KA með sjö stiga forystu á
toppi deildarinnar. Liðið hefur unnið 13 af 17 leikjum sínum í sumar og aðeins einn leikur hefur tapast. Árangurinn er því vissulega
frábær og ekki síst í ljósi þess að liðið gekk í gegnum miklar mannabreytingar fyrir tímabilið og Jóhann Kristinn
Gunnarsson þjálfari er á sínu fyrsta ári með liðið.
Mikill fjöldi fólks var á leiknum í gær og hvatti liðið til dáða. Í lok leiks braust út mikill fögnuður leikmanna og
áhorfenda sem náði hámarki þegar Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrirliði Þórs/KA hóf sigurbikarinn á loft. Sannarlega
verðug afmælisgjöf til bæjarins frá Þórs/KA stelpunum.
Þór/KA 9 - 0 Selfoss
1-0 Tahnai Annis
2-0 Sandra María Jessen
3-0 Sandra María Jessen
4-0 Rebecca Johnson
5-0 Þóra Margrét Ólafsdóttir (sjálfmark)
6-0 Katrín Ásbjörnsdóttir
7-0 Katrín Ásbjörnsdóttir
8-0 Sandra María Jessen
9-0 Katrín Ásbjörnsdóttir
Myndirnar tók Páll Jóhannesson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hatidarraeda-pals-skulasonar
|
Hátíðarræða Páls Skúlasonar
Hátíðarræða á Akureyri 1. september 2012
Góðir Akureyringar og aðrir hátíðargestir.
Hvaða merkingu hefur það fyrir bæ eða borg að eiga stórafmæli? Það merkir meðal annars að bærinn veitir sjálfum sér
eftirtekt og kemst ekki hjá því að spyrja sig alvarlegra spurninga. Þessar spurningar lúta að fortíð, að nútíð og
framtíð: Hvernig hef ég hagað lífi mínu til þessa? Hef ég verið gott heimili fyrir fólkið sem ég hef hýst? Hef ég
lært af reynslunni og þroskast? Hver eru verkefnin sem ég stend frammi fyrir í dag? Hver eru samskipti mín við aðrar borgir, bæi og sveitir?
Hvernig sé ég framtíðina fyrir mér? Hef ég gert góðar og skynsamlegar áætlanir? Veit ég hver ég er, hvað ég get
og hvað ég vil?
Þetta eru spurningarnar sem Akureyri spyr sig í dag. Og hún hefur auðvitað vissar áhyggjur. Hún veit að það er sífellt verið
að skoða hana og dæma. Hún veit að hún er stöðugt borin saman við aðra bæi og borgir, ekki bara á Íslandi heldur út um
allan heim. Og hún veit að almannarómur kveður upp úrskurð sinn miskunnarlaust.
Í vitund fólks eru vissar borgir ungar og hressar, aðrar gamlar og þreytulegar. Sumar borgir eru aðlaðandi, aðrar fráhrindandi. Margar eru vaxandi,
aðrar hrörnandi. Örfáar mynda stílhreina heild, aðrar eru tvístraðar. Sumar iða af mannlífi frá morgni til kvölds, aðrar vakna
fyrst til lífs á kvöldin. Svo eru þær sem eru góðar heim að sækja og taka ferðafólki fagnandi, en aðrar lítt
gestvænar.
Akureyri spyr sig: Hvað finnst fólkinu um mig? Er ég aðlaðandi og falleg? Er ég heillandi heima að sækja? Áttar fólk sig á
sérstöðu minni og sérkennum, sögu minni og öllu því sem ég hef átt þátt í að skapa?
Stöldrum við þessar spurningar áður en við heyrum meira af þeim hugsunum sem bærast með afmælisbarninu.
Eitt getum við verið viss um: Akureyri veit að hún er falleg, aðlaðandi og heillandi heim að sækja. Hún er máski aðeins of vel
meðvituð um fegurð sína. En í hverju felst sú fegurð? Hún felst í náttúrulegri staðsetningu Akureyrar innst í djúpum
firði þar sem hún er umkringd háum tindum í vestri, mjúkri heiði í austri, grösugum dal í suðri, tilkomumiklum fjöllum í
norðri. En sjarmi Akureyrar er líka og ekki síður af mannavöldum, skipulag bæjarins, hönnun húsa, ræktun garða, staðsetning helstu bygginga
– allur bærinn ber merki snyrtimennsku og þeirrar viðleitni að skapa virðulega og vinalega borg sem laðar til sín fólk og myndar umgjörð fyrir
gott mannlíf.
Þetta allt veit Akureyri. Hún veit að hún heillar. Hún heillar gesti sína, hún heillar Akureyringa sjálfa og jafnvel Íslendinga alla.
Þetta kann að hafa sína kosti og galla. Aðrir bæir á Íslandi kunna að öfundast svolítið út í Akureyri. Og Akureyri kann
stundum að líta dálítið stórt á sig. Það má hún líka gera. Akureyri er höfuðstaður Norðurlands. En
hún er meira en það. Hún er höfuðstaður landsbyggðarinnar á Íslandi. Þetta er hennar mikla sérstaða. Þessi
sérstaða er ekki nægilega virt og viðurkennd. Utan suðvestur hornsins, stór-Reykjavíkursvæðisins, er Akureyri öflugasta miðstöð
menningar og mennta, iðnaðar og útgerðar í landinu. Hér eru merk framleiðslufyrirtæki í mörgum greinum. Hér er öflugur
sjávarútvegur. Hér er annar af tveimur elstu og merkustu menntaskólum landsins. Hér hefur risið háskóli sem tekur sérstaklega mið af
hagsmunum landsbyggðarinnar. Hér dafnar íþrótta- og félagslíf sem landsmenn allir kunna að meta. Hingað flykkist skíðafólk
úr öllum áttum á veturna. Hér er blómlegt listalíf á sviði tónlistar, leiklistar og myndlistar og líka fjöldi
menningarstofnana. Með öllu þessu sýnir Akureyri og sannar að það er ekki aðeins á Reykjavíkursvæðinu sem hlutirnir gerast.
Þetta skiptir öllu máli fyrir Ísland. Einhæfni og fábreytni ógna íslenskri menningu og við þurfum öflugt
mótvægi við múgmenninguna á suðvesturhorninu. Þetta mótvægi getur Akureyri veitt vegna þess að hún hefur þá
skapandi menningarhefð og þá efnahagslegu burði sem þarf til að helga sig því hlutverki að leiða uppbyggingarstarf á landsbyggðinni
allri.
En nú heyri ég Akureyri hvísla að mér: “Hvaða vitleysa er þetta eiginlega í þér maður! Ég vil ekkert ögra
Reykjavík og setja mig á háan hest gagnvart öðrum bæjum á landinu sem blómstra allir á eigin forsendum. Ég vil fá að vera
ég sjálf, Akureyri, sem hugsar fyrst og fremst um farsæld íbúa sinna og sveitanna á Norðurlandi.”
Ég bjóst við þessum viðbrögðum. Akureyri er einstaklega sjálfsmeðvituð. Hún talar til íbúa sinna og gesta á
mjög ákveðinn og yfirvegaðan hátt. Hafið þið, áheyrendur góðir, veitt eftirtekt einu stórmerkilegu einkenni Akureyrar: Hún er
aldrei að flýta sér, hún gerir allt af yfirvegaðri rósemi og hastar kurteislega á þá sem vilja göslast áfram eins og okkur
hættir til fyrir sunnan þar sem fáir virðast hafa tíma til að hugsa. Þess vegna getur Akureyri veitt þá andlegu forystu sem
þjóðin þarfnast á þessum tímum enduruppbyggingar. Ef segja má að Reykjavík sé rússíbani íslenskrar
menningar, þá er Akureyri akkeri hennar.
Í því felst styrkur Akureyrar og möguleikar. En veit hún það sjálf? Akureyri kann nefnilega að dyljast, líka fyrir sjálfri
sér. Og hún skiptir stöku sinnum skapi eftir veðri. Hún veit að hún er hlýlegur staður. Þess vegna á að vera gott veður
á Akureyri. Alltaf. Og engin norðanátt.
Nú get ég ekki stillt mig um að segja ykkur örlítið af reynslu minni á uppvaxtarárum mínum á Akureyri fyrir óramörgum
árum. Í mars-apríl kom vorið skyndilega með hlýjum sunnanvindi og Akureyri hýrnaði við og hristi af sér veturinn á einu andartaki. En
svo örfáum dögum síðar hörfaði vorið fyrir hörðum norðangarra. Þá kenndi Akureyri mér að takast á við
vonbrigði og leiða með því að hitta félaga og vini sem voru allir í hlaupafjarlægð þrátt fyrir veðurofsann.
Akureyri heldur vel utan um samfélag sitt. Þar er stutt á milli allra staða og aðrir bæjarhlutar tengjast miðbænum beint: Innbærinn, Brekkan,
Eyrin, Þorpið, allt er í örskots fjarlægð frá miðbænum. Um leið skapar hvert hverfi skjól fyrir einkalíf hverrar fjölskyldu.
Opinber svæði eins og það sem við erum stödd á eru vel hönnuð og aðgengileg öllum. Allt þetta segir okkur að Akureyri hefur
þvílíka möguleika á að axla sína ábyrgð á öllum sviðum og í öllum greinum að það hálfa
væri nóg. Þess vegna er ég ekki hissa að hún skuli vera hugsi og jafnvel áhyggjufull á þessari afmælishátíð.
Það ber vott um ábyrgð. Veit hún sjálf hvert hún stefnir? Hefur hún gert upp hug sinn og ákveðið að taka hiklaust á við
það að verða sá höfuðstaður sem þjóðin þarfnast til viðbótar og til mótvægis við Reykjavík?
Nú heyri ég Akureyri hugsa með sér: “Þessi ræðumaður er að leiða mig í gildru. Hann talar um styrk minn og möguleika. Hann
gefur í skyn að ég blekki sjálfa mig en sé samt góður kennari. Ætlast ræðumaðurinn til að ég þroskist í senn sem
verslunarbær – sem skólabær – sem iðnaðarbær – sem menningarbær – sem útvegsbær – sem
íþróttabær – sem ferðamanna- og ráðstefnubær – og guð má vita hvað annað? En ég skal segja þessum dreng
hvað ég vil (ég man raunar vel eftir honum ráfandi svolítið ráðvilltum um götur mínar leitandi að tilgangi lífsins) – og
það er þetta: Ég vil sérstaklega einbeita mér að börnum og unglingum sem í skjóli mínu búa og til mín koma,
óskum þeirra og draumum. Ég vil mæta væntingum þeirra og vonum, veita þeim atvinnu og tækifæri til að gera allt sem hugur
þeirra stendur til, stofna heimili og ala upp börn sín við bestu hugsanlegu skilyrði. Þetta tel ég að ég hafi gert með stöðugt betri
árangri frá því ég fór sjálf að vaxa úr grasi fyrir 150 árum. Og þessi köllun nægir mér.”
Nú setur mig hljóðan. Ég hef engu að bæta við þessi orð Akureyrar. Hún hefur lög að mæla. Hún fylgir eftir köllun
sinni eins og hún sjálf telur best. Hún vill treysta í sessi þá menningu sem hún hefur þróað með sér frá 19.
öld. Hún vill efla iðnað og nýsköpun í atvinnu- og efnahagslífi eins og hún hefur gert frá öndverðu. Hún vill leggja
landsbyggðinni til allt sem hún getur, ekki síst með menntastofnunum sínum. Hún vill eiga góðar samræður við Reykjavík um
Ísland og framtíð þess. Og hún vill umfram allt hugsa vel um dætur sínar og syni.
Akureyri þarf því ekki á mér að halda til að segja sér fyrir verkum. En hitt veit ég að hún þarf samt á okkur
öllum að halda til að draumar hennar verði að veruleika.
Góðir tilheyrendur!
Akureyri er yndisleg borg. Ég varð ástfanginn af henni á fyrstu árum ævi minnar og er alltaf á leiðinni heim til hennar á ný hvar sem
ég er staddur. Ég veit að hún á ótal elskendur sem hugsa til hennar með sama hætti og ég. Fyrir hönd þeirra allra óska
ég henni hjartanlega til hamingju með afmælið. Við skulum hrópa ferfalt húrra fyrir afmælisbarninu!
Páll Skúlason
Páll Skúlason, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/althjodadagur-laesis-a-laugardaginn
|
Alþjóðadagur læsis á laugardaginn
Á alþjóðadegi læsis, laugardaginn 8. september næstkomandi, heldur Miðstöð skólaþróunar við Háskólann
á Akureyri ráðstefnuna Lestur og læsi – að skapa merkingu og skilja heiminn. Ráðstefnan fer fram í húsakynnum háskólans og er
öllum opin. Einnig verður á morgun, föstudag, haldin í annað skipti Námstefna HA um byrjendalæsi og er hún ætluð kennurum og
öðrum þátttakendum í þróunarstarfi um byrjendalæsi á vegum HA.
Í tilefni af alþjóðdegi læsis tóku starfsmenn Amtsbókasafnsins fram ýmsar bækur fyrr í vikunni og hengdu upp á band undir
yfirskriftinni Bók í bandi. Bækurnar má lesa á staðnum eða fá lánaðar heim og eru lánþegar hvattir til þess að velja
bækur og setja á bandið í stað þeirra sem teknar eru að láni.
Frá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað 8. september málefnum læsis og er þetta í fjórða skipti sem
Íslendingar eru þátttakendur.
Mynd: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/lengri-opnunartimi-minjasafnsins
|
Aukin þjónusta Minjasafnsins
Ákveðið hefur verið að auka þjónustu Minjasafnsins á Akureyri yfir vetrartímann. Frá 16. september til 31. maí verður
Minjasafnið opið frá fimmtudegi til sunnudags kl. 14.00-16.00. Ákvörðunin var tekinn til að koma til móts við aukinn straum ferðamanna sem nú
heimsækja Akureyri allt árið um kring. Safnið verður opið daglega frá kl. 10.00-17.00 til 15. september.
Markmið Minjasafnsins á Akureyri er að safna, varðveita og rannsaka menningarsögulegar minjar, einkum þær sem eru lýsandi fyrir daglegt líf og
atvinnuvegi í Eyjafirði. Safninu ber í sýningum sínum að gefa góða innsýn í sögu og menningu héraðsins og skal veita
almenningi og skólanemendum í héraðinu fræðslu. Nánari upplýsingar um safnið má sjá á akmus.is.
Manstu – Akureyri í myndum
Um þessar mundir stendur yfir á Minjasafninu sýningin Manstu – Akureyri í myndum, sem sett var upp í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar.
Þar er hægt að sjá á ljósmyndum þær breytingar sem orðið hafa á bænum frá árinu 1862 til dagsins í
dag. Einnig gefur að líta efni frá Kvikmyndasafni Íslands sem sýnir hvernig umhorfs var á Akureyri á árunum 1907-1970.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fundarhold-i-grimsey
|
Samband íslenskra sveitarfélaga í Grímsey
Í dag, föstudag, fer fram reglubundinn stjórnarfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vanalega er fundað í Reykjavík en að þessu
sinni var ákveðið að bregða út af vananum og halda fundinn í Grímsey. Fundarmenn komu til Grímseyjar í morgun og að lokinni
skoðunarferð um eyna tóku við fundarhöld í félagsheimilinu Múla. Alls eru um 40 mál til umfjöllunar og þar af 15 til afgreiðslu.
Stjórnin heldur að fundi loknum til Húsavíkur og hittir þar sveitarstjórn Norðurþings.
Mynd: Friðþjófur Helgason
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/almenningshlaup-i-grimsey
|
Almenningshlaup í Grímsey
Norðurheimskautsbaugshlaup TVG-Zimsen fer fram í Grímsey á morgun, laugardag, í fyrsta sinn. Hlaupið hefst kl. 11.00 við félagsheimilið
Múla og verða tvær leiðir í boði. Annars vegar verður hlaupinn einn hringur í kringum Grímsey en hann telur tæpa tólf
kílómetra og hins vegar verða hlaupnir tveir hringir í kringum eyna, sem teljast þá rúmlega hálfmaraþon. Þetta er í fyrsta sinn
sem efnt er til almenningshlaups í Grímsey og aldrei áður hefur verið hlaupið jafn norðarlega hér á landi.
Hægt er að komast til Grímseyjar með ferjunni Sæfara og með flugi með Norlandair og Flugfélagi Íslands.
Ljósmynd: Friðþjófur Helgason.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/glaesileg-haustdagskra-graena-hattsins
|
Glæsileg dagskrá á Græna hattinum
Haustdagskrá Græna hattsins er glæsileg að vanda og hafa tónlistarunnendur úr fjölbreyttum tónleikum að velja. Á meðal
tónlistarmanna og hljómsveita sem fram koma má nefna Hörð Torfason, Ásgeir Trausta, Jack Magnet, Bubba Morthens, Retro Stefson, Dúndurfréttir,
Robin Nolan, Valdimar og Ljótu hálfvitana.
Vert er að minnast sérstaklega á tónleika bandaríska gítarleikarans Rusty Anderson sem haldnir verða laugardaginn 20. október. Anderson á
langan tónlistarferil að baki og hefur á síðustu árum leikið mikið með Paul McCartney auk þess að hafa unnið með
tónlistarfólki á borð við Elton John, Miley Cyrus, Willie Nelson, Stevie Nicks, Santana og Wallflowers á meðal annarra.
Hér að neðan má sjá þá tónleika sem bókaðir hafa verið. Enn eiga þó tónleikar eftir að bætast í
dagskrána og hún því birt með fyrirvara um breytingar.
Miðvikudagur 12. september – Hörður Torfason kl. 21.00.
Föstudagur 14. september – útgáfutónleikar Ásgeirs Trausta ásamt hljómsveitinni Eldar kl. 22.00.
Laugardagur 15. september – Helgi og hljóðfæraleikararnir kl. 22.00.
Miðvikudagur 19. september – Styrktartónleikar fyrir Garðar Breka kl. 20.30.
Fimmtudagur 20. september – Jokka Vulcan og Linda Guðmundsdóttir kl. 21.00.
Föstudagur 21. september – Sudden Weather Change og Heavy Experience kl. 22.00.
Laugardagur 22. september – Gunnar Þórðarson kl. 22.00.
Fimmtudagur 4. október – Bubbi Morthens kl. 21.00.
Föstudagur 5. október – Todmobile kl. 22.00.
Laugardagur 6. október – Todmobile kl. 22.00.
Fimmtudagur 11. október – Jack Magnet kl. 21.00.
Föstudagur 12. október – útgáfutónleikar Retro Stefson kl. 22.00.
Laugardagur 13. október – útgáfutónleikar Retro Stefson kl. 22.00.
Laugardagur 20. október – Rusty Anderson kl. 22.00.
Fimmtudagur 25. október – Dúndurfréttir kl. 21.00.
Föstudagur 26. október – Dúndurfréttir kl. 22.00.
Laugardagur 27. október – Valdimar kl. 22.00.
Fimmtudagur 1. nóvember – Robin Nolan kl. 21.00.
Föstudagur 2. nóvember – Gylfi Ægisson, tónleikar og uppistand kl. 22.00.
Föstudagur 9. nóvember – Ljótu hálfvitarnir kl. 22.00.
Laugardagur 10. nóvember – Ljótu hálfvitarnir kl. 22.00.
Fimmtudagur 15. nóvember – Söngfuglar: Jana María Guðmundsdóttir og hljómsveit kl. 21.00.
Föstudagur 16. nóvember – Chris Cornell Tribute tónleikar kl. 22.00.
Laugardagur 17. nóvember – Ojba Rasta kl. 22.00.
Rusty Anderson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/islensku-sjonlistaverdlaunin
|
Íslensku sjónlistaverðlaunin
Íslensku sjónlistaverðlaunin verða afhent í Hofi á næstkomandi fimmtudag kl. 20.00. Ásmundur Ásmundsson, Katrín
Sigurðardóttir og Ragnar Kjartansson hafa verið tilnefnd til verðlaunanna af sérstakri dómnefnd sem skipuð er fulltrúum frá
Listaháskóla Íslands, Sambandi íslenskra myndlistarmanna og Listfræðifélagi Íslands. Einnig verða veitt sérstök
heiðursverðlaun og Spíran afhent ungum og upprennandi listamanni. Sýning á verkum þeirra Ásmundar, Katrínar og Ragnars opnar í Listasafninu
á næstkomandi laugardag.
Sjónlistaverðlaunin eru verðlaunahátíð sjónlista og var fyrst haldin árið 2006 að frumkvæði Hannesar Sigurðssonar,
forstöðumanns Listasafnsins á Akureyri. Hátíðin var endurtekin árin 2007 og 2008 en hefur fram að þessu legið niðri um þriggja
ára skeið vegna fjárskorts. Það er því sérstakt fagnaðarefni að hátíðin skuli nú endurvakin.
Hátíðardagskráin hefst í Hamraborg í Hofi kl. 20.00 og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis en
nauðsynlegt er að tryggja sér miða í miðasölu Hofs eftir kl. 13.00, fimmtudaginn 13. september.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/dalsbraut-sunnan-thingvallastraetis-og-nagrenni-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingu
|
Dalsbraut sunnan Þingvallastrætis og nágrenni Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagsbreytingu Dalsbrautar sunnan Þingvallastrætis og nágrenni
skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svæðið sem deiliskipulagið nær til er götustæði Dalsbrautar frá Þingvallastræti í norðri að Miðhúsabraut
í suðri ásamt nokkrum fullbyggðum íbúðasvæðum sem liggja að götustæðinu.
Með úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála var norðurhluti skipulagsins, frá Skógarlundi að Þingvallastræti,
felldur úr gildi þar sem ósamræmi var milli deiliskipulagsins og gildandi aðalskipulags. Nú hefur aðalskipulagi verið breytt.
Tillaga að deiliskipulagsbreytingunni felur í sér að norðurhluti skipulagssvæðisins, frá Skógarlundi að Þingvallastræti, taki
gildi og verði hluti af núgildandi skipulagsgögnum. Þar er m.a. gert ráð fyrir tengibrautinni Dalsbraut, göngu- og hjólreiðastígum og eru
byggingarreitir og nýtingahlutfall skilgreint fyrir allar lóðir innan svæðisins. Önnur breyting er gerð á suðurhluta skipulagssvæðisins, en
þar eru hljóðmanir meðfram Dalsbraut beggja vegna lengdar til suðurs.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð, umhverfisskýrslu og öðrum fylgigögnum mun liggja frammi í þjónustuanddyri
Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð frá 12. september til 24. október 2012, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér
tillöguna og gert við hana athugasemdir. Hér fyrir neðan eru öll skipulagsgögnin aðgengileg:
Dalsbraut - norðurhluti
Dalsbraut - suðurhluti
Skýringaruppdráttur
Greinargerð
Húsakönnun
Hljóðskýrsla
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 24. október 2012 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar
Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð, eða í tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
12. september 2012
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/brekkuskoli-og-nagrenni-tillaga-ad-deiliskipulagi
|
Brekkuskóli og nágrenni Tillaga að deiliskipulagi
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagi. Um er að ræða
heildarendurskoðun og verður eldra deiliskipulag fellt úr gildi.
Skipulagssvæðið afmarkast af Þórunnarstræti að vestan, Þingvallastræti og Kaupvangsstræti að norðan, Eyrarlandsvegi að austan og
Skólastíg og Hrafnagilsstræti að sunnan. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir breyttum aksturstengingum innan svæðisins og viðbyggingarmöguleikum
við húsin.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 12.
september til 24. október 2012, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Einnig eru öll skipulagsgögn
aðgengileg hér fyrir neðan:
Deiliskipulagsuppdráttur
Greinargerð
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 24. október og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar
Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
12. september 2012
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/landvinningar-kinverja-i-afriku
|
Landvinningar Kínverja í Afríku
Í dag, miðvikudag, mun Nora Szikorova, Ph.D. við háskólann í Bratislava í Slóvakíu, flytja erindi á félagsvísindatorgi
í Háskólanum á Akureyri um landvinninga Kínverja í Afríku. Szikorova er doktor í hagfræði við háskólann í
Bratislava í Slóvakíu og er sérfræðiþekking hennar í alþjóðaviðskiptum og í efnahagsmálum Kínverja.
Á félagsvísindatorginu mun Szikorova kynna rannsóknir sínar á landvinningum Kínverja í Afríku og þróun þeirra
síðustu ára. Í framhaldi mun hún fara yfir stöðu Íslands varðandi áhuga Kínverja á fyrirhuguðum landvinningum hér
á landi.
Viðfangsefnið hefur verið fyrirferðamikið í íslenskri þjóðfélagsumræðu upp á síðkastið, annars vegar vegna
tilkomu Huang Nubo og tilrauna hans til kaupa á Grímsstöðum á Fjöllum, og hins vegar vegna siglinga Kínverja yfir Norðurheimskautið.
Erindið hefst kl. 12.00 í stofu M102 í Háskólanum á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-arid-1862
|
Akureyri árið 1862
Á Amtsbókasafninu hangir nú uppi stór veggmynd sem sýnir Akureyri árið 1862 og var sett upp í tilefni af 150 ára afmæli
bæjarins. Um er að ræða samvinnuverkefni Arnars Birgis Ólafssonar og Brynjars Karls Óttarssonar um að endurskapa bæinn eins og hann leit út 29.
ágúst 1862. Markmið þeirra er að kynna sögu heimabyggðar á lifandi hátt þar sem áhugasamir fá tækifæri til að
upplifa fortíðina á eigin forsendum. Verkefnið er unnið í samvinnu við Akureyrarbæ en Minjasafnið og Héraðsskjalasafnið hafa
aðstoðað við heimildaleit.
Áætlað er að nýta myndina sem grunn við gerð stuttrar heimildamyndar sem verður næsti áfangi verkefnisins. Í kjölfarið er
stefnt að því að smíða margmiðlunarefni og sýndarveruleika þar sem hægt verður að ganga eftir götum bæjarins, gægjast
inn um glugga, spjalla við bæjarbúa og upplifa Akureyri eins og hver annar ferðalangur þess tíma.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/opid-hus-i-rosenborg
|
Opið hús í Rósenborg
Samfélags- og mannréttindaráð býður til móttöku- og kynningardags á næstkomandi laugardag í tilefni 150 ára afmælis
Akureyrar. Dagurinn er tileinkaður fólki sem nýlega hefur flutt til Akureyrar og þar gefst bæjarbúum, nýjum og gömlum, tækifæri til að
kynna sér æskulýðs-, tómstunda- og íþróttastarf af ýmsu tagi fyrir alla fjölskylduna.
Móttöku- og kynningardagurinn fer fram á laugardaginn kl. 13.00-16.00 í Rósenborg, Skólastíg 2 og eru allir velkomnir. Hér má
sjá heimasíðu Rósenborgar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/upplestur-i-floru
|
Upplestur í Flóru
Myndlistarmaðurinn Ásmundur Ásmundsson mun lesa upp úr bók sinni Kæru vinir/Dear friends í dag, föstudag, kl. 17.00 í Flóru.
Ásmundur var einn þriggja myndlistarmanna sem tilnefndir voru til Íslensku sjónlistaverðlaunanna 2012. Kæru vinir/Dear friends inniheldur fjörbreyttar
tækifærisræður sem Ásmundur hefur flutt við hin ýmsu tilefni. Hann hefur gefið út nokkrar bækur og skrifað greinar í blöð
og tímarit. Aðgangur er ókeypis og upplesturinn stendur frá kl. 17.00-17.30.
Flóra er staðsett í Hafnarstræti 90 og er verslun, vinnustofa og viðburðastaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur
félagsfræðings og garðyrkjukonu. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn
ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sjonlist-2012
|
Sjónlist 2012
Ragnar Kjartansson hlaut í gærkvöldi Íslensku sjónlistaverðlaunin 2012 sem afhent voru í Hofi við hátíðlega athöfn.
Verðlaunin hlaut Ragnar fyrir sýningarnar The End, sem var framlag Íslands á Feneyjartvíæringnum árið 2009, Bliss á
Performa-hátíðinni í New York 2011 og Song í Carnegie safninu í Pittsburgh árið 2011. Guðrún Ásmundsdóttir leikkona og
móðir Ragnars tók við verðlaununum í hans fjarveru. Einnig voru tilnefnd Ásmundur Ásmundsson fyrir sýninguna Hola í Listasafni
Reykjavíkur – Hafnarhúsi sem haldin var árið 2009 og Katrín Sigurðardóttir fyrir sýninguna Katrin Sigurdardottir at the Met sem var haldin
á Metropolitan safninu í New York 2010-2011.
Hildi Hákonardóttur voru veitt sérstök heiðursverðlaun fyrir ævilangt framlag sitt til íslenskrar myndlistar og Janette Castioni var útnefnd
Spíran 2012, viðurkenning sem veitt er ungum og upprennandi listamanni.
Sýning á verkum ofangreindra listamanna verður opnuð í Listasafninu á morgun, laugardag, kl. 15.00.
Guðrún Ásmundsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/evropsk-samgonguvika
|
Samgönguvika á Akureyri
Evrópsk samgönguvika er haldin árlega 16.-22. september og að þessu sinni undir yfirskriftinni Á réttri leið! Akureyrarbær tekur nú
í fyrsta skipti þátt og er markmiðið að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og fjölga þeim sem ganga, hjóla eða nota
almenningssamgöngur.
Dagskrá Samgönguviku á Akureyri
Sunnudagur 16. september
• Göngugötunni lokað fyrir bílaumferð.
• Ljósmyndasamkeppnin Hjólað á Akureyri hefst á Facebook.
Þriðjudagur 18. september
• Strætódagurinn – skemmtileg uppákoma í strætó.
Laugardagur 22. september
• Bíllausi dagurinn og Hjóladagur fjölskyldunnar.
• Kl. 13.00 verður nýr hjólreiðastígur formlega vígður við Akureyrarflugvöll og þaðan hjólað í hóp inn
á Ráðhústorg.
• Kl. 13.30 hefst á Ráðhústorgi sýning á vistvænum ökutækjum og hjólum. Hressing í boði fyrir
hjólreiðafólk.
Nánari upplýsingar um Evrópsku samgönguvikuna og ljósmyndasamkeppnina Hjólað á Akureyri má finna samgonguvika.is og á Facebook.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/erlendir-listamenn-i-gamla-skola
|
Erlendir listamenn í Gamla skóla
Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar veitti bærinn sex styrki til erlendra listamanna til dvalar í Gamla skóla í Hrísey næstkomandi
október og nóvember. Gamli skóli gegnir nú hlutverki vinnuseturs og er innréttaður með vinnustofu og þremur svefnherbergjum til útleigu fyrir
listamenn hvaðanæva úr heiminum.
Listahópurinn Norðanbál á og rekur Gamla skóla og er markmið hans að listamenn fái möguleika til þess að starfa tímabundið
í Hrísey gegn vægu gjaldi. Hefur þessi rekstur gengið um nokkurt skeið og áhugi erlendra listamanna á dvöl í Hrísey eykst
stöðugt.
Mikil eftirspurn var eftir styrkjunum og sóttu tæplega 100 manns um plássin sex. Fyrirhugað er að listamennirnir haldi sýningu við lok dvalar.
Listamenn sem dveljast í Gamla skóla í október:
Chloe Feldman Emison frá Bandaríkjunum, Darr Tah Lei (Silvia Perreira) frá Portúgal og Romy Rakoczy frá Þýskaland. Þau sýna í
Hrísey helgina 26.-28. október .
Listamenn sem dveljast í Gamla skóla í nóvember:
Joanne Pang Rui Yun frá Singapore, Mary Kate Maher frá Bandaríkjunum og Csabi Kalotas og Hanna Tardos frá Ungverjalandi. Þau sýna í Hrísey
helgina 23.-25. nóvember.
Heimasíða Norðanbáls.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samningur-um-thjonustu-huna-ii
|
Samningur um þjónustu Húna II
Í gær skrifuðu Hollvinir Húna II undir þriggja ára samstarfssamning við Skóladeild Akureyrar og Akureyrarstofu. Samningurinn snýr að
verkefninu Frá öngli í maga fyrir nemendur í 6. bekk grunnskóla bæjarins og þátttöku Húna II í ýmsum
menningarviðburðum á vegum Akureyrarstofu.
Markmið verkefnisins Frá öngli í maga er að auka áhuga og skilning þátttakenda á lífríki hafsins, sjómennsku og hollustu
sjávarfangs. Með samningnum er jafnframt þátttaka Húna II í menningarlífi Akureyrar fest í sessi og mun hann gegna hlutverki í
hátíðarhöldum á borð við Sjómannadaginn, 17. júní og verslunarmannahelgina.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Þórgný Dýrfjörð framkvæmdastjóra Akureyrarstofu, Karl Frímannsson
fræðslustjóra Akureyrabæjar og Hjörleif Einarsson formann Hollvina Húna II.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/opid-hus-i-logmannshlid
|
Opið hús í Lögmannshlíð
Opið hús verður í Lögmannshlíð, hinu nýja og glæsilega dvalarheimili við Vestursíðu, á næstkomandi fimmtudag kl.
16.00-18.00. Boðið verður upp á léttar veitingar og tónlist frá Snorra Guðvarðarsyni og félögum.
Lögmannshlíð er 3.374,8m² að stærð og samanstendur af 5 íbúðareiningum, fyrir 9 íbúa á hverja einingu, sem allar tengjast
í gegnum miðbyggingu. Á heimilinu eru litlar íbúðir með góðri snyrtingu og aðstöðu fyrir nauðsynleg hjálpartæki og er
útiaðstaða við hverja íbúð. Í miðbyggingu er samkomusalur fyrir félagsstarf, iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun,
hár- og fótsnyrtingu og fleira í þeim dúr. Einstakar einingar heimilisins hafa hlotið nöfnin Árgerði, Bandagerði, Kollugerði,
Melgerði og Sandgerði sem öll eiga sögulega skírskotun.
Nýja dvalarheimilið er hið fyrsta á Íslandi sem er að fullu hannað í anda Eden-hugmyndafræðinnar þar sem áhersla er
lögð á sjálfræði, virðingu, umhyggju, væntumþykju og gleði.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hlidahverfi-sudurhluti-tillaga-ad-deiliskipulagi
|
Hlíðahverfi, suðurhluti - tillaga að deiliskipulagi
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagi.
Skipulagssvæðið afmarkast í suðri af opnu svæði norðan við Glerá, í vestri af lóð Glerárskóla, í norðri
af Undirhlíð og opnu svæði norðan Áshlíðar og í austri af Hörgárbraut. Í tillögunni eru m.a. skilgreindir byggingarreitir
fyrir hús á svæðinu, götur og gangstígar eru endurskoðuð og tvær nýjar byggingalóðir skipulagðar.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð og húsakönnun mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu
9, 1. hæð, frá 19. september til 31. október 2012, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.
Deiliskipulagsgögnin eru aðgengileg hér fyrir neðan
Hlíðahverfi, suðurhluti - uppdráttur
Hliðahverfi, suðurhluti - greinagerð
Hlíðahverfi, suðurhluti - húsakönnun
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 31. október og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar
Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð, eða í tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
19. september 2012
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/straeto-til-siglufjardar
|
Áætlunarferðir til Siglufjarðar
Á dögunum hófu Hópferðabílar Akureyrar áætlunarferðir á milli Akureyrar og Siglufjarðar. Ekið er frá Hafnarstræti
77 á Akureyri og Olís á Siglufirði. Tvær ferðir eru farnar á dag alla virka daga, frá Siglufirði klukkan 06.40 og 10.30 en frá Akureyri
klukkan 08.10 og 16.30. Nánari upplýsingar um verð og ferðir eru á heimasíðu Hópferðabíla
Akureyrar en stefnt er að óbreyttu fyrirkomulagi fram að áramótum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/drog-ad-breytingu-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018-breyting-a-thettbylismorkum
|
Drög að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 - Breyting á þéttbýlismörkum
Skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar kynnir, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, drög að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar
2005-2018.
Breytingin felur í sér að þéttbýlismörk ofan byggðar á Akureyri, verða færð ofar þannig að meginhluti
landnotkunnarreita verði innan þeirra. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli, hverfisverndarsvæði á Glerárdal og
vatnsverndarsvæði verða utan þess.
Drög að aðalskipulagsbreytingunni eru aðgengileg hér að neðan (pdf) :
Þéttbýlisuppdráttur, núverandi staða
Sveitarfélagssuppdráttur, núverandi staða
Þéttbýlisuppdráttur, drög að breytingu
Sveitarfélagsuppdráttur, drög að breytingu
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/farskoli-safnmanna-i-hofi
|
Farskóli safnmanna í Hofi
Félag íslenskra safna og safnmanna heldur þessa dagana farskóla sinn í menningarhúsinu Hofi undir yfirskriftinni "Aðgengi að menningararfinum".
Metþátttaka er í skólanum en alls eru um 120 starfsmenn íslenskra safna skráðir til leiks.
Meðfylgjandi mynd var tekin í morgun þegar Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti þingsályktunartillögu um
menningarstefnu stjórnvalda fyrir farskólafólki. Farskólanum lýkur á morgun, föstudag.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sinfoniuhljomsveit-islands-i-hofi-1
|
Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hofi
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tónleika í Hofi í kvöld, föstudagskvöld, kl. 19.30. Flutt verður ein vinsælasta
sinfónía Peters Tchaikovsky, Sinfónía nr. 5, og Konsert nr. 1 í C-dúr eftir Haydn undir stjórn Ilans Volkovs. Einleikari á tónleikunum
verður Bryndís Halla Gylfadóttir en hún er þekkt fyrir frábæra túlkun og glæsileika.
Tchaikovsky samdi Sinfóníu nr. 5 árið 1888 og stjórnaði frumflutningi hennar í St. Pétursborg síðar sama ár. Fjórir
þættir sinfóníunnar eru tengdir saman með „örlagastefi“ sem liggur sem rauður þráður í gegnum verkið. Annar
þátturinn skartar einni fegurstu laglínu hljómsveitarverka og sá þriðji byggir á dansstefi.
Konsert í C-dúr eftir Haydn fannst fyrir tilviljun árið 1961 í Þjóðskalasafninu í Prag. Sellóistinn Milan Sádlo frumflutti
konsertinn 1962 sem hefur síðan öðlast sess sem einn helsti sellókonsert klassíska tímabilsins enda einkar haganlega saminn.
Bryndís Halla Gylfadóttir tók við stöðu leiðandi sellóleikara við Sinfóníuhljómsveit Íslands 1989. Hún kemur
reglulega fram sem einleikari hljómsveitarinnar og hefur m.a. flutt konserta eftir Dvorák, Shostakovich, Elgar og Haydn. Bryndís hefur komið fram víða um
Evrópu og hlotið margar viðurkenningar fyrir frábæran leik og túlkun. Þess má geta að Bryndís hefur komið fram sem einleikari hjá
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og er einn af stofnendum Trio Nordica.
Ilan Volkov hljómsveitarstjóri hóf tónlistarnám ungur að árum og var aðeins 19 ára ráðinn aðstoðarstjórnandi
Northern Sinfonia á Englandi. Eftir farsæl störf víða um heim tók hann við stöðu aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar
Íslands í september 2011. Á meðal þeirra hljómsveita sem Volkov stýrir reglulega eru Fílharmóníuhljómsveitirnar í
Ísrael, München og Rotterdam, Orchestra of the Age of Enlightenment, Sinfóníuhljómsveitin í Birmingham, Orchestre de Paris og
Þjóðarhljómsveitin í Washington.
Tónleikarnir hefjast kl. 19.30 og nálgast má miða í miðasölu Hofs.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/opin-gestavinnustofu-gilfelagsins
|
Opin gestavinnustofa Gilfélagsins
Listamaður septembermánaðar í gestavinnustofu Gilfélagsins er þýski myndlistarmaðurinn Jens Reichert en þetta er í þriðja sinn
sem hann heimsækir Ísland. Gestavinnustofan verður opin á morgun, laugardag, kl. 14.00-21.00. Reichert kom til Akureyrar frá Seyðisfirði þar sem hann
dvaldi í gestavinnustofu Skaftfells í einn mánuð.
Aðaláhersla Reichert er á skúlptúra en hann vinnur einnig með listmálun, innsetningar, hljóðverk, ljósmyndun og lýsingu.
Reichert mun sýna verk sem hann hefur unnið á undanförnum vikum á Íslandi auk hljóðverksins Trying to teach Icelandic while living in Germany sem er um
tengsl fólks við móðurmálið og um misræmi á milli hljóðs og merkingar þess.
Frekari upplýsingar um Jens Reichert má sjá á heimasíðu hans reichert-jens.de. Gestavinnustofa
Gilfélagsins er í Listagilinu, Kaupvangsstræti 23.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/thor-1-deildarmeistari
|
1. deildarmeistarar Þórs
Þór sigraði Hött 1-0 þegar liðin mættust á Þórsvelli á laugardaginn í lokaumferð 1. deildar karla í knattspyrnu.
Sigurður Marinó Kristjánsson skoraði eina mark leiksins á 18. mínútu í 10. sigurleik Þórs í röð. Þórsarar
höfnuðu í efsta sæti deildarinnar með 50 stig og munu því spila í úrvalsdeild næsta sumar. Mikil stemning ríkti á
Þórsvellinum allan laugardaginn sem náði hámarki þegar 1. deildarbikarinn fór á loft.
Hér að neðan má sjá myndir sem Páll Jóhannesson tók á laugardaginn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/evropumeistarmot-i-strandstangveidum
|
Evrópumeistaramót í Eyjafirði
Íslandsdeild EFSA (European Federation of Sea Anglers) stendur fyrir Evrópumeistaramóti í strandstangveiðum í Eyjafirði dagana 24.-29. september.
Akureyrarbær er gestgjafi þessa fyrsta móts sinnar tegundar sem haldið er hér á landi.
Sextíu og sex veiðimenn frá átta Evrópulöndum taka þátt í mótinu. Löndin eru Holland,
Þýskaland, Gíbraltar, England, Skotland, Wales, Írland og Ísland. Veitt verður á ýmsum stöðum við Eyjafjörð og
m.a. meðfram Drottningarbrautinni – allt frá Höepfnersbryggju að Torfunefsbryggju – á morgun, þriðjudag, á fyrsta veiðidegi
mótsins.
Keppt verður í karla- og kvennaflokki, unglingaflokki og flokki eldri veiðimanna í tveggja og fjögurra manna sveitum auk þess sem þjóðirnar tefla
fram landsliðum sínum. Að þessu sinni sendir Ísland tvö fimm manna landslið, A- og B-landslið, skipuð konum og körlum.
Keppnin felst í að veiða sem flesta fiska yfir ákveðinni lágmarksstærð og sá hefur vinninginn sem flest stig hlýtur fyrir fiskafjölda
og samanlagða lengd fiska.
Strandstangveiðar eru lítið stundaðar á Íslandi en standa á gömlum merg í flestum öðrum Evrópulöndum og
því er það mikill heiður fyrir Íslandsdeild EFSA að halda mótið. Vonast er til að mótið og umfjöllun um það efli
þessa skemmtilegu grein stangveiðiíþrótta á Íslandi.
Nánari upplýsingar má finna á efsa.is.
Mynd tekin af efsa.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjaroflunartonleikar-i-hofi
|
Fjáröflunartónleikar í Hofi
Á morgun, miðvikudag, kl. 18.00 verða fjáröflunartónleikar í Hofi vegna ferðar sellónemenda Tónlistarskólans á Akureyri til
Barcelona. Aðgangseyrir er kr. 500 fyrir 13 ára og eldri en einnig verður tekið á móti frjálsum framlögum. Allir sellónemendur skólans munu
koma fram á tónleikunum og leika fjölbreytta dagskrá íslenskra og erlendra verka.
Fimm nemendur munu dvelja í Barcelona dagana 11.-15. október ásamt kennara sínum Ásdísi Arnardóttur og heimsækja
tónlistarskólann Escola Luthier d´Arts Musicals þar sem haldnir verða sameiginlegir tónleikar nemenda beggja skóla. Stefnt er að heimsókn
nemenda Escola Luthier d´Arts Musicals Barcelona til Akureyrar í framtíðinni.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ka-svaedi-lundarskoli-og-lundarsel-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingu
|
KA-svæði, Lundarskóli og Lundarsel Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu.
Skipulagssvæðið sem breytingum tekur nær til íþróttasvæðis KA við Dalsbraut og lóð Lundarskóla. Tillagan gerir m.a.
ráð fyrir að knattspyrnuvöllur sunnan KA heimilisins verði lagður gervigrasi en völlurinn vestan KA heimilisins verði grasvöllur. Göngustígur
verður lagður við lóðarmörk Heiðarlunds 8. Gerður er nýr byggingareitur fyrir færanlegar kennslustofur á lóð Lundarskóla
ætlaðar leikskólanum Lundarseli.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð,
frá 26. september til 7. nóvember 2012, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Skipulagsgögnin eru
einnig aðgengileg hér fyrir neðan.
Uppdráttur og greinargerð
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 7. nóvember og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar
Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
26. september 2012
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/althjodastofa-opnar-heimasidu
|
Alþjóðastofa opnar heimasíðu
Alþjóðastofa (Akureyri Intercultural Centre) opnaði á dögunum nýja og glæsilega heimasíðu, astofan.akureyri.is.
Alþjóðastofa er upplýsinga- og ráðgjafaþjónusta fyrir útlendinga um skólamál, félagslega þjónustu,
skattamál, tryggingar, heilbrigðisþjónustu, námskeið í íslensku, dvalar- og atvinnuleyfi og margt fleira. Hún miðlar einnig túlkum
og þýðendum fyrir fólk og stofnanir þegar þess gerist þörf.
Alþjóðastofa er staðsett á fyrstu hæð Ráðhússins, Geislagötu 9, og hér má sjá heimasíðuna.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/heimsokn-fra-bandarikjunum
|
Heimsókn frá Bandaríkjunum
Dr. William H. Thomas, upphafsmaður Eden hugmyndafræðinnar (Eden Alternative), heimsótti öldrunarheimili Akureyrar fyrr í vikunni. Hann er staddur hér
á landi vegna ráðstefnu um Eden hugmyndafræðina sem haldin var á Hótel Sögu í gær. Um 160 manns tóku þátt í
ráðstefnunni og voru fyrirlesarar frá Íslandi, Bandaríkjunum, Danmörku, Færeyjum, Bretlandi, Þýskalandi, Austurríki og Suður
Afríku. Auk þess að heimsækja öldrunarheimili bæjarins hélt dr. Thomas erindi í samkomusalnum í Hlíð þar sem hann sagði
frá tilurð hugmyndafræðinnar og svaraði spurningum gesta úr sal.
Unnið er eftir Eden hugmyndafræðinni á öldrunarheimilum Akureyrar. Hún leggur áherslu á sjálfræði, virðingu, umhyggju,
væntumþykju og gleði og er afrakstur rannsókna dr. Thomas sem gerðar voru á Chase Memorial Nursing Home í Bandaríkjunum árið 1991.
Niðurstöður rannsóknanna leiddu í ljós að íbúana vantaði innihald í lífið og tilgang til að lifa. Markmið
hugmyndafræðinnar er því að útrýma leiða, einmanaleika og hjálparleysi til að íbúar öldrunarheimila öðlist frekari
lífsgæði.
Dr. Thomas hefur skrifað margar bækur um öldrun og hlotið ýmiskonar viðurkenningar og verðlaun fyrir störf sín.
Dr. William H. Thomas í Hlíð.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/opid-hus-hja-nordurorku
|
Opið hús hjá Norðurorku
Í tilefni þess að 90 ár eru liðin frá því að Glerárvirkjun tók til starfa verður opið hús hjá Norðurorku
hf. á morgun, laugardag, kl. 10.00-14.00. Opið verður í Glerárvirkjun og á Rangárvöllum þar sem gengið verður inn að
vestan.
Til sýnis verða myndir og gamlir munir úr sögu Rafveitu Akureyrar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/listamannaspjall-i-mjolkurbudinni
|
Listamannsspjall í Mjólkurbúðinni
Aðalheiður Valgeirsdóttir býður í listamannsspjall á morgun, laugardag, kl. 15.00 í Mjólkurbúðinni um sýningu sína
Jarðsamband. Sýningin fjallar um náttúruna og þær spurningar sem vakna um tengsl manna og náttúru við síbreytilega ásýnd
hennar.
Aðalheiður lauk námi frá Myndlista-og handíðaskóla Íslands 1978 og BA prófi í listfræði frá Háskóla
Íslands 2011. Hún stundar nú MA nám í listfræði við Háskóla Íslands. Aðalheiður hefur haldið fjölda
sýninga hér á landi og erlendis.
Mjólkurbúðin er staðsett í Listagilinu og sýningunni lýkur á næstkomandi sunnudag, 30. september.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/domulegir-dekurdagar-1
|
Dömulegir dekurdagar
Dömulegir dekurdagar verða haldnir í fimmta sinn á Akureyri helgina 11.-14. október næstkomandi. Þetta er helgi þar sem vinkonur, systur,
mæðgur, frænkur og vinnufélagar njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt saman. Hægt verður að velja úr fjölda viðburða
og bjóða Flugfélag Íslands og Icelandair Hótel Akureyri upp á sérstakan dekurpakka.
Á meðal viðburða sem hægt verður að velja úr eru tónleikar Björgvins Halldórssonar í Hofi, útgáfutónleikar
Retro Stefson á Græna hattinum, kósýkvöld með Eyjólfi Kristjánssyni á Strikinu, afmælistónleikar Hvanndalsbræðra
í Hofi og konukvöld í Centro.
Nánari upplýsingar má sjá HÉR og á
Facebooksíðu
Dömulegra dekurdaga.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/namskeidin-hja-punktinum
|
Námskeiðin hjá Punktinum
Nú er að hefjast vetrarstarfið hjá handverksmiðstöðinni Punktinum í Rósenborg með alls konar spennandi námskeiðum. Yfirleitt eru
þetta frekar ódýr námskeið sem þroska, kæta og bæta. Kennarar eru reynslumiklir og vel menntaðir á sínu sviði.
Hægt er að skrá sig á námskeið með því að hringja í síma 460 1244 eða senda póst á netfangið punkturinn@akmennt.is.
Upplýsingar um námskeiðin á haustönn er að finna á heimasíðu Punktsins.
Mynd af heimasíðu Punktsins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-nafn-a-sameinadan-leikskola
|
Nafn á sameinaðan leikskóla
Vegna sameiningar leikskólanna Holtakots og Síðusels verður efnt til samkeppni um nýtt nafn á sameinaðan leikskóla og eru bæjarbúar
hvattir til þátttöku. Hjá Akureyrarbæ er starfandi nafnanefnd sem skipar dómnefnd í þessari samkeppni og sendir tillögur sínar til
skólanefndar og bæjarstjórnar.
Áhugasamir eru beðnir um að skila tillögum í kassa merktum “Hugmyndasamkeppni” í anddyri Amtsbókasafnsins fyrir 20. október
næstkomandi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/snyrting-loda
|
Umhirða lóða
Lóðarhafar og umráðendur lóða eru hvattir til að snyrta gróður sem nær út fyrir lóðarmörk að götum,
gangstéttum og stígum og þar sem hann veldur óþægindum fyrir gangandi vegfarendur, umferð ökutækja og skyggir á umferðarskilti og
götumerkingar, með tilvísun í gr. 7.2.2. í byggingareglugerð nr. 112/2012.
Hæð frá gangstétt upp í neðstu grein má ekki vera minni en 2,80 metrar og við akbraut ekki minni en 4,20 metrar. Snyrtingu gróðurs skal
lokið fyrir 15. október næstkomandi en að þeim tíma liðnum verður gróður fjarlægður á kostnað lóðarhafa.
|
Subsets and Splits
No community queries yet
The top public SQL queries from the community will appear here once available.