Search is not available for this dataset
url
stringlengths 21
288
| text
stringlengths 1
1.35M
|
|---|---|
https://www.akureyri.is/is/frettir/a-skidum-um-nordurland
|
Á skíðum um Norðurland
Fyrsta svonefnda „skiptihelgi“ vetrarins er framundan. Helgina 14.-16. desember getur skíðafólk notað vetrarkortin sín á fimm
skíðasvæðum á Norðurlandi burt séð frá því hvar þau eru keypt. Skíðasvæðin sem um ræðir eru
á Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri. Það eina sem fólk þarf að gera er að framvísa
vetrarkorti sínu í miðasölu viðkomandi skíðasvæðis og fá lyftumiða fyrir daginn. Þetta er þriðji veturinn sem boðið
er upp á skiptihelgar á skíðasvæðum Norðurlands og hafa þær mælst afar vel fyrir hjá fólki sem vill fara sem víðast
og prófa nýjar brekkur. Stefnt er að því að skiptihelgarnar í vetur verði fimm.
Mynd: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir/Akureyrarstofa.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarbaer-bydur-19-storf-fyrir-atvinnuleitendur
|
Akureyrarbær býður 19 störf fyrir atvinnuleitendur
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra undirrituðu í dag samkomulag um
þáttöku Akureyrarbæjar í „Vinnu og virkni – átaki til atvinnu 2013“. Með samkomulaginu skuldbindur Akureyrarbær sig til að skapa
allt að 19 sex til sjö mánaða störf á tímabilinu 1. desember 2012 til 1. október 2013.
Tilgangur samkomulagsins er að virkja atvinnuleitendur í sveitarfélaginu sem fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins á tímabilinu
frá 1. september 2012 til 31. desember 2013, til þátttöku að nýju á vinnumarkaði og koma þannig í veg fyrir að langvarandi atvinnuleysi
leiði til óvinnufærni. Til að ná því markmiði er gert ráð fyrir að í tengslum við átakið verði til að
lágmarki 2.200 sex mánaða starfstengd vinnumarkaðsúrræði á landsvísu. Miðað er við að sveitarfélögin á landinu
öllu skapi að lágmarki 660 starfstengd vinnumarkaðsúrræði eða 30% þeirra úrræða sem eiga að verða til á
tímabilinu. Á móti er gert ráð fyrir að ríkið skapi 220 starfstengd vinnumarkaðsúrræði eða 10% og almenni vinnumarkaðurinn
1.320 eða 60%.
Eiríkur Björn og Guðbjartur að undirritun lokinni.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/uthlutun-ur-afrekssjodi-akureyrar
|
Úthlutun úr Afrekssjóði Akureyrar
Hin árlega úthlutun úr Afrekssjóði Akureyrar fer fram í hófi sem haldið verður í Íþróttahöllinni fimmtudaginn
27. desember nk. kl. 16.15 þar sem afhent verða viðurkenningarskjöl íþróttaráðs Akureyrar til hvers félags fyrir sig.
Árangur akureyskra íþróttamanna var góður á árinu. Samkvæmt upplýsingum sem borist hafa til stjórnar sjóðsins
hafa 184 íslandsmeistaratitlar unnist á árinu og einnig voru margir Akureyringar valdir til leiks með landsliðum í hinum ýmsu
íþróttagreinum.
Afreksmenn, þjálfarar þeirra og forystumenn íþróttahreyfinga á Akureyri eru hvattir til að koma til athafnarinnar og njóta dagsins og
léttra veitinga.
Mynd: Þórgnýr Dýrfjörð.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-i-utsvari-i-kvold-2
|
Akureyri í Útsvari í kvöld
Lið Akureyrar mætir liði Ísafjarðarbæjar í 16-liða úrslitum Útsvars, spurningakeppni sveitarfélaganna, í Sjónvarpinu
í kvöld. Sem fyrr skipa þau Hjálmar Stefán Brynjólfsson, Hildur Eir Bolladóttir og Sigurður Erlingsson lið Akureyrar en þau
sigruðu síðast lið Hveragerðis glæsilega, 113-59.
Í liði Ísafjarðarbæjar eru þau Jóhann Sigurjónsson, Sunna Dís Másdóttir og Pétur Magnússon. Bein útsending
frá keppninni hefst í Sjónvarpinu klukkan 20.30 í kvöld.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kertakvold-i-sundlaug-akureyrar
|
Kertakvöld í Sundlaug Akureyrar
Á næstkomandi fimmtudag, 20. desember kl. 17.00-21.00, mun sannur jólaandi svífa yfir Sundlaug Akureyrar. Þá verður kertum dreift um úti- og
innisvæði, ljós deyfð og hugljúf tónlist spiluð. Einnig verður boðið upp á kaffi, kakó og piparkökur.
Hér gefst fólki einstakt tækifæri til þess að slaka á í amstri jólaundirbúningsins án mikillar fyrirhafnar og nú er
bara að vona að veðurguðirnir setji ekki strik í reikninginn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-1092-2012-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-deiliskipulag-storholts-og-lyngholts-og-deiliskipulagsbreyting-fyrir-ka-svaedid
|
Nr. 1092/2012 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Deiliskipulag Stórholts og Lyngholts og deiliskipulagsbreyting fyrir KA svæðið
Breyting á deiliskipulagi KA svæðisins, Lundarskóla og Lundarsels.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 4. desember 2012 í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu
fyrir KA svæðið, Lundarskóla og Lundarsel. Skipulagssvæðið sem breytingum tekur nær til íþróttasvæðis KA við Dalsbraut og
lóðar Lundarskóla. Gert er ráð fyrir að knattspyrnuvöllur sunnan KA heimilisins verði lagður gervigrasi en völlurinn vestan KA heimilisins verði
grasvöllur. Göngustígur verður lagður við lóðarmörk Heiðarlunds 8. Gerður er nýr byggingareitur fyrir færanlegar kennslustofur
á lóð Lundarskóla ætlaðar leikskólanum Lundarseli.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
Deiliskipulag Stórholts og Lyngholts.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 16. október 2012 í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulag
fyrir Stórholt og Lyngholt. Skipulagssvæðið afmarkast af Hörgárbraut í suðri, Undirhlíð í vestri, Krossanesbraut í norðri og
liggur að Glerá og Óseyri í austri. Innan svæðisins eru m.a. skilgreindir byggingareitir og nýtingarhlutfall á öllum lóðum.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 13. desember 2012,
Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild - Útgáfud.: 17. desember 2012
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-myndband-vid-afmaelislag
|
Nýtt myndband við afmælislag
Gert hefur verið nýtt myndband við afmælislag Akureyrar "Ég sé Akureyri" eftir Bjarna Hafþór Helgason. Lagið er hér í
útsetningu Gunnars Þórðarssonar, sungið af Jóhanni Vilhjálmssyni og Óskari Péturssyni. Einnig er til dansútgáfa og önnur
rólegri útgáfa þar sem Marína Ósk Þórólfsdóttir syngur en Kristján Edelstein útsetur.
Hér má sjá nýja myndbandið á Youtube.
Úr myndbandinu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/athafnasvaedi-vid-austursidu-skipulagslysing
|
Athafnasvæði við Austursíðu skipulagslýsing
Unnið er að gerð deiliskipulags fyrir athafnasvæðið við Austursíðu og nær það til Draupnisgötu, Fjölnisgötu og
Frostagötu.
Bæjarstjórn Akureyrar hefur lagt fram til kynningar lýsingu á skipulagsverkefninu og liggur hún frammi í þjónustuanddyri
Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð. Skipulagslýsinguna er einnig hægt að nálgast hér að neðan.
Skipulagslýsing
Þeir sem vilja koma ábendingum til skipulagsnefndar er bent á að senda þær til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð,
600 Akureyri eða í tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Ábendingar þurfa að
berast fyrir 16. janúar 2013.
19. desember 2012
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/deiliskipulagsbreyting-ka-svaedis-lundarskola-og-lundarsel-nidurstada-baejarstjornar
|
Deiliskipulagsbreyting KA svæðis, Lundarskóla og Lundarsel - niðurstaða bæjarstjórnar
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 4. desember 2012 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir KA svæðið, Lundarskóla og Lundarsel.
Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 26. september til 7. nóvember 2012. Athugasemdir bárust og gerðar voru tvær
breytingar á skipulagsgögnum eftir auglýsingatíma. Deiliskipulagið hefur tekið gildi með auglýsingu í B-deild
Stjórnartíðinda.
Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar. Hverjum þeim sem telur á rétt sinn hallað með
samþykkt þessari er heimilt að skjóta máli sínu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála með kæru sbr. 52. gr.
skipulagslaga.
19. desember 2012
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nidurstodur-ibuathings
|
Niðurstöður íbúaþings
Akureyrarbær efndi til íbúaþings í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 8. nóvember 2012 kl. 16.30-20.30 í þeim tilgangi að fá fram
hugmyndir íbúa um framtíð samfélagsins til langs tíma og skapa þannig grunn að nýrri langtímaáætlun í anda
Staðardagskrár 21.
Akureyri var í hópi fyrstu sveitarfélaganna á Íslandi sem byggðu áætlanir sínar á hugmyndafræði sjálfbærrar
þróunar. Þessi hugmyndafræði gengur í aðalatriðum út á að skoða sérhvert mál í stóru samhengi út
frá vistfræðilegum, samfélagslegum og efnahagslegum þáttum og reyna að sjá fyrir hvaða áhrif ákvarðanir í
samtímanum hafa á hag komandi kynslóða, nær og fjær. Aðalmarkmiðið er að afkomendur okkar geti lifað góðu lífi –
í Akureyrarbæ, á Íslandi og hvar sem er í heiminum.
Niðurstöður íbúaþingsins eru birtar á heimasíðu
framkvæmdadeildar.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skotuveisla-vid-torfunefsbryggju
|
Skötuveisla við Torfunefsbryggju
Árleg skötuveisla um borð í Húna II var haldin á mánudags- og þriðjudagskvöld og var þétt setinn bekkurinn. Það er
Hollvinafélag Húna sem stendur fyrir þessum samkomum sem hafa mælst afar vel fyrir, enda stemningin einstök um borð í eikarbátnum þar sem hann
liggur bundinn við Torfunefsbryggju.
Húni II er 130 tonna eikarbátur, smíðaður í skipasmíðastöð KEA á Akureyri árið
1963. Hollvinir Húna II sjá um reksturinn. Húni II er eini eikarbáturinn, óbreyttur af þessari stærð, sem nú er til á Íslandi.
Húni II var gerður út til fiskveiða í 30 ár og er áætlað að samanlögð veiði hafi verið um 32.000 tonn. Árið
1994 var hann tekinn af skipaskrá og ákvörðun tekin um að eyða honum á næstu áramótabrennu. Húni II var skráður aftur
á skipaskrá árið 1995 og í nokkur ár gerður út sem hvalaskoðunarbátur, fyrst frá Skagaströnd en síðar
frá Hafnarfirði.
Meðfylgjandi myndir tók Ragnar Hólm mánudagskvöldið 17. desember. Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfur og
fletta á milli þeirra.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-12
|
Styrkveitingar úr Vaxtarsamningi Eyjafjarðar
Nýverið var úthlutað styrkjum úr Vaxtarsamningi Eyjafjarðar til átta verkefna. Heildarupphæð úthlutunarinnar nam 19 milljónum
króna. Þetta er síðasta úthlutun ársins, en alls hafa verið veitt styrkloforð til 17 verkefna á árinu upp á samtals 48.550.000
krónur.
Þau verkefni sem hlutu vilyrði um styrk að þessu sinni eru:
Vetrarparadís Norðurlands: 3.500.000,- krónur. Forsvarsaðili: Markaðsstofa Norðurlands. Samstarfsaðilar: N4 framleiðsla og N4
sjónvarp. Aðild að Markaðsstofunni eiga jafnframt 19 sveitarfélög á Norðurlandi auk tengdra aðila á vegum þeirra og 130
einkafyrirtæki. Verkefnisstjóri: Arnheiður Jóhannsdóttir. Markmið verkefnisins er framleiða kynningarefni/kvikmyndir fyrir ferðaþjónustu
á Norðurlandi með áherslu á veturinn.
Snarpur: 3.100.000,- krónur. Forsvarsaðili: Páll Tryggvason ehf. Samstarfsaðilar: Stefna ehf., Aseba á Íslandi sf. og
Sjúkrahúsið á Akureyri. Verkefnisstjóri: Orri Gautur Pálsson. Markmið verkefnisins er að ljúka ákveðnum áföngum
í þróun hugbúnaðarins Snarps.
Arctic Services: 3.000.000,- krónur. Forsvarsaðili: Slippurinn á Akureyri ehf. Samstarfsaðilar: Norlandair ehf., Arctic Maintenance ehf., Eimskip
Ísland ehf., Rafeyri ehf., Hafnarsamlag Norðurlands og Akureyrarbær. Verkefnisstjóri: Elva Gunnlaugsdóttir. Markmið verkefnisins er að auka umsvif eyfirskra
fyrirtækja í þjónustu við Grænland.
Einangrun og vinnsla Astaxanthin: 3.000.000,- krónur. Forsvarsaðili: Primex ehf. Samstarfsaðilar: Matís, Háskólinn á Akureyri og Rammi
hf. Verkefnisstjóri: Einar Matthíasson. Markmið verkefnisins er að þróa skiljuferli sem þarf til að einangra og vinna Astaxanthin sem fellur til í
frárennslisvökvum við vinnslu í kítósanverksmiðju Primex.
Tækifæri Íslands á Norðurslóðum: 2.000.000,- krónur. Forsvarsaðili: Norðurslóðagáttin ehf.
Samstarfsaðilar: Rannsóknar og þjónustumiðstöð Háskólans á Akureyri og Norlandair ehf. Verkefnisstjóri: Halldór
Jóhannsson. Markmið verkefnisins er að taka saman, vinna úr og miðla upplýsingum sem varða samgöngur, mannvirki og auðlindanýtingu á
Norðurslóðum.
Úrvinnsla úr fiskroði: 2.000.000,- krónur. Forsvarsaðili: Erlent ehf. Samstarfsaðilar: O. Jakobsson ehf. og Northcoast Seafoods Ltd.
Verkefnisstjóri: Þorsteinn Már Aðalsteinsson. Markmið verkefnisins er að undirbúa framleiðslu fyrir vörur úr fiskroði sem hugsaðar eru
sem gæludýrafóður.
Áætlunarflug frá Akureyri til Austurstrandar Grænlands (Constable Point): 1.800.000,- krónur. Forsvarsaðili: Norlandair ehf.
Samstarfsaðilar: Ferðaskrifstofan Nonni ehf. og Tangent Expeditions Ltd. Verkefnisstjóri: Arnar Friðriksson. Markmið verkefnisins er m.a. að tryggja reglulegar
samgöngur á milli austurstrandar Grænlands og Akureyrar.
Beint flug 2013: 600.000,- krónur. Forsvarsaðili: Ferðaskrifstofan Nonni ehf. Samstarfsaðilar: Markaðsstofa Norðurlands, Adria Airways, Turisticna
Agencija Oskar, Potovanja Pisanec, Potovanja Trud. Verkefnisstjóri: Helena Dejek. Markmið verkefnisins er að kynna Akureyri sem áhugaverðan áfangastað
í beinu flugi frá Suðaustur Evrópu og hrinda tveimur flugum í framkvæmd snemma sumars 2013.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-13
|
Strætó um Norðurland
Síðastliðið haust hóf Strætó bs. áætlunarferðir á milli Akureyrar og Reykjavíkur og frá og með 2. janúar
næstkomandi bætast við ætlunarferðir um Norður- og Norðausturland. Um er að ræða ferðir frá Akureyri til Dalvíkur,
Ólafsfjarðar og Siglufjarðar og Húsavíkur, Þórshafnar og Egilsstaða með viðkomu í Mývatnssveit og á Laugum. Frekari
upplýsingar um tímatöflur og upplýsingar um þjónustu við farþega má finna hér og á heimasíðu Strætó, www.straeto.is.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/blysfor-a-thorlaksmessu
|
Blysför á Þorláksmessu
Árleg blysför í þágu friðar verður farin frá Samkomuhúsinu á Akureyri kl. 20 á Þorláksmessu. Ávarp flytur
Ragnar Elías Ólafsson Þveræingagoði og Gefjunarfélagar kveða rímur. Blysförin er farin gegn stríði í heiminum en víða
er nú róstusamt og íbúar margra landa búa við stríðsástand.
Í fréttatilkynningu frá "Friðarframtaki" sem stendur að blysförinni segir:
"Stríðin eru heimshörmung. Nýju stríðin tengjast efnahagslegum hagsmunum og ójöfnuði. Í Bosníu, Kosovo, Afganistan, Írak,
Palestínu, Líbíu og Sýrlandi. Þessi stríð tengjast lika endalausum vestrænum íhlutunum undir merkjum mannréttinda og
mannúðar en snúast í raun um olíu, vopnaframleiðslu, auðlindir og átök stórvelda um áhrifasvæði. Ísland ber
líka sína ábyrgð. Krafan er um frið og að Ísland eigi enga aðild að stríði né hernámi."
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gjof-til-ad-opna-ljosmyndavef
|
Gjöf til að opna ljósmyndavef
Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar færðu sveitarfélögin í Eyjafirði og Þingeyjarsveit bænum að gjöf eina
milljón króna til að opna "Ljósmyndavef Akureyrar". Fulltrúar sveitarfélaganna afhentu gjöfina formlega á miðvikudag. Sveitarfélögin
eru Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Fjallabyggð, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppur í Eyjafirði og Langanesbyggð,
Norðurþing, Skútustaðahreppur, Svalbarðshreppur, Tjörneshreppur og Þingeyjarsveit í Þingeyjarsýslu.
Gjöfinni fylgdi kvæðið Akureyri eftir Erlu Guðjónsdóttur (1932-2003).
Akureyri laðar lokkar,
ljúfar myndir renna hjá.
Bótin, þorpið, börnin okkar,
brjóstið fyllist ljúfri þrá.
Bærinn, brekkan innan Eyri,
bjarmi morgunsólu frá.
Er sem hörpu óma heyri
hljóður vindur bærir strá.
Glerá leikur stillt á strengi
stefin um hinn milda blæ.
Ég minnist þín svo lengi lengi
er ljóðahörpu mína slæ.
Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri, Hanna Rósa Sveinsdóttir oddviti
sveitarstjórnar Hörgársveitar, Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri í Svalbarðsstrandarhreppi, Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri
í Grýtubakkahreppi og Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar Akureyrar.
Frá afhendingu gjafarinnar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akstur-straeto-um-jol-og-aramot
|
Akstur strætó um jól og áramót
Strætisvagnar Akureyrar aka til hádegis á aðfangadag og gamlársdag. Síðustu ferðir úr miðbæ eru sem hér segir:
Leið 1 kl. 11.28
Leið 2 kl. 11.39
Leið 3 kl. 11.49
Leið 4 kl. 11.37
Ekki er ekið á jóladag og nýársdag. Annan í jólum, 26. desember, ekur leið 3 eins og um helgar.
Jólastrætó Akureyrar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/brenna-og-flugeldasyning-a-gamlarskvold-2
|
Brenna og flugeldasýning á gamlárskvöld
Hin árlega áramótabrenna á Akureyri verður á sínum stað við Réttarhvamm á gamlárskvöld, auk þess sem
boðið verður upp á flugeldasýningu. Kveikt verður í brennunni kl. 20.30 en flugeldasýningin hefst kl. 21.00. Það eru Norðurorka,
Afmælisnefnd bæjarins, Akureyrarstofa og Framkvæmdadeild sem standa fyrir þessari uppákomu, í samstarfi við björgunarsveitina Súlur
á Akureyri.
Búast má við mikilli umferð við Réttarhvamm á gamlárskvöld og því er mælt með því að fólk leggi
tímanlega af stað til að vera við brennuna og sjá flugeldasýninguna.
Akureyri flugeldasýning 2012
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hvar-faest-fjarmagn-til-norraenna-samstarfsverkefna
|
Hvar fæst fjármagn til norrænna samstarfsverkefna?
Hvernig á að gera fjárhagsáætlun og hvernig vinnum við norræna umsókn? Hvaða styrkir eru í boði? Föstudaginn 4. janúar
frá kl. 13.30 til 16.00 verður haldin kynning á norrænum styrkjamöguleikum til menningarstarfs í Deiglunni á Akureyri.
Skráning með tölvupósti til mariajons@akureyri.is.
Nánari upplýsingar á www.nordeninfo.is.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/islandsmeistarar-og-landslidsfolk
|
Íslandsmeistarar og landsliðsfólk
Árangur akureyskra íþróttamanna var góður á árinu. Hátt í tvö hundruð Íslandsmeistaratitlar unnust á
árinu og einnig voru margir Akureyringar valdir til að leika með landsliðum í hinum ýmsu íþróttagreinum. Íþróttaráð
Akureyrar efndi til samsætis í Íþróttahöllinni fimmtudaginn 27. desember og heiðraði íþróttafólkið, auk þess sem
styrkir voru veittir úr Afrekssjóði Akureyrar. Á meðfylgjandi mynd eru Íslandsmeistarar og landsliðsfólk.
Mynd og frétt af www.vikudagur.is.
Mynd: Karl Eskil/Vikudagur.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sveinn-i-kalfsskinni-fekk-riddarakross
|
Sveinn í Kálfsskinni fékk riddarakross
Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag, 1. janúar 2013, sæmdi forseti Íslands tíu
Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Þeirra á meðal var Sveinn Elías Jónsson bóndi og byggingameistari,
Kálfsskinni, sem hlaut riddarakross fyrir störf í þágu atvinnulífs og félagsmála í heimabyggð. Aðrir sem hlutu heiðursmerki
voru:
Eggert Pétursson myndlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar myndlistar
Eva Sigurbjörnsdóttir hótelstjóri, Djúpuvík, riddarakross fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu í dreifðum byggðum
Helga Birna Gunnarsdóttir þroskaþjálfi, Hafnarfirði, riddarakross fyrir störf í þágu fatlaðs fólks, menntunar og
félagsmála þroskaþjálfa
Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir frumkvæði og rannsóknir á sviði forvarna
Ingibjörg Einarsdóttir skrifstofustjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til eflingar á lestrarhæfni grunnskólanema
Kristín Guðmundsdóttir íþróttakennari, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til þjálfunar fatlaðra
íþróttamanna
Kristján Eyjólfsson læknir, Reykjavík, riddarakross fyrir frumkvæði á sviði hjartalækninga og framlag til heilbrigðisvísinda
Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íslenskrar leiklistar
Þórir Baldursson tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar
Mynd af heimasíðu skrifstofu forseta Íslands.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/myndlistarsyning-i-hrisey
|
Myndlistarsýning, grautur og þrettándinn í Hrísey
"Hvernig ég hitti skrímslið þitt" (How I met Your Monster) er yfirskrift sýningar sem Aurélie Grand frá Frakklandi heldur um helgina í
Hrísey með dyggri aðstoð Laurent Roy frá Québec. Sýndar verða teikningar eftir Aurélie sem eru innblásnar af Íslandi, Hrísey og
ótrúlegum vetrarveðrum sem mætt hafa listamönnunum hér á landi.
Listamennirnir hafa dvalið í Gamla skóla í desember en sýningin er haldin í húsi Hákarla Jörundar og stendur frá föstudegi til
sunnudags. Opið verður alla dagana frá kl. 13–17. Aðgangur er ókeypis.
Einnig er þess að geta að fyrsti grautardagur ársins í Hrísey verður laugardaginn 5. janúar kl. 12 í Hlein. Boðið verður upp
á graut og slátur, súrt og nýtt. Allir eru velkomnir að fagna nýju ári á þjóðlegu nótunum.
Og kveikt verður í þrettándabrennu austur á eyju sunnudaginn 6. janúar kl. 17. Skotið verður upp flugeldum.
Vetrarríki í Hrísey.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tillaga-ad-svaedisskipulagi-eyjafjardar-2012-2024
|
Tillaga að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 2024
Í 21. gr. skipulagslaga nr.123/2010 er fjallað um svæðisskipulag en “svæðisskipulag er skipulagsáætlun tveggja eða fleiri
sveitarfélaga þar sem sett er fram sameiginleg stefna þeirra um byggðaþróun og þá þætti landnotkunar sem þörf er talin á
að samræma vegna sameiginlegra hagsmuna hlutaðeigandi sveitarfélaga”. Enn fremur segir svo í 2. mgr. sömu greinar: “Svæðisskipulag skal
taka til svæðis sem myndar heild í landfræðilegu, hagrænu og félagslegu tilliti og getur þannig tekið til heilla landshluta eða annarra
stærri heilda”.
Nú liggur fyrir tillaga svæðisskipulagsnefndar að svæðisskipulagi fyrir Eyjafjarðarsvæðið sem tekur til sveitarfélaganna sjö við
Eyjafjörð, þ. e. Fjallabyggðar, Dalvíkurbyggðar, Hörgársveitar, Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðsstrandarhrepps og
Grýtubakkahrepps.
Samkvæmt 2. mgr. 23. gr. laganna skal nefndin kynna tillöguna “fyrir almenningi á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt”
áður en hún er tekin til formlegrar afgreiðslu í nefndinni. Með vísan til þess er boðað til almennra kynningarfunda sem hér segir:
Miðvikudaginn 9. jan 2013 kl. 20.00 á Akureyri fyrir íbúa Grýtubakkahrepps, Svalbarðsstrandarhrepps, Eyjafjarðarsveitar,
Akureyrarbæjar og Hörgársveitar. Fundarstaður: Hótel KEA.
Fimmtudaginn 10. jan. 2013 kl. 20.00 á Ólafsfirði fyrir íbúa Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar. Fundarstaður:
Tjarnarborg.
Að lokinni kynningu skal nefndin fjalla um og leggja fyrir viðkomandi sveitarstjórnir endanlega svæðisskipulagstillögu. Því næst fær
Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar. Hafi stofnunin ekki gert athugasemdir við hana innan fjögurra vikna frá því að hún barst henni skal
auglýsa hana. Þá gefst öllum þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta tækifæri til að gera skriflegar athugasemdir við tillöguna
innan sex vikna frests.
Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/threttandagledi-thors-og-akureyrarstofu
|
Þrettándagleði Þórs og Akureyrarstofu
Sunnudaginn 6. janúar verður hin árlega þrettándagleði Þórs í samstarfi við Akureyrarstofu haldin á planinu við Hamar,
félagsheimili Þórs kl. 16.00. Jólasveinarnir koma og kveðja jólin. Álfakóngur mætir á svæðið með drottningu sinni og
flytur ávarp. Tröll og púkar og alls kyns kynjaverur verða á staðnum.
Fjölbreytt skemmtidagskrá:
Heimir Bjarni Ingimarsson, Móeiður Guðmundsdóttir og Óskar Péturson flytja nokkur lög
Eldar munu loga í kerjum á svæðinu
Heitt kakó, kaffi og heitar vöfflur með rjóma verða seldar í Hamri meðan á skemmtuninni stendur
Eins og undanfarin ár er bæjarbúum boðið á þennan viðburð.
Fjölmennum og kveðjum jólin með stæl.
Allir púkar velkomnir. Mæting fyrir púka í andlitsmálun er kl. 15.15 í Hamri.
Frítt inn og allir velkomnir.
Þrettándagleðin 2012. Mynd: Ragnar Hólm.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/bokapressan
|
Bókapressan
Flestir þrá að vera í fínu formi og við góða heilsu og margir strengja heilsutengd áramótaheit. Allir fara vel af stað en sumir eiga
erfitt með að finna líkamsrækt sem hentar. Ef við höfum ekki gaman af ræktinni er áhuginn fljótur að hverfa og við hættum að nenna
að rækta líkamann.
Líkams- og heilsurækt getur verið af ýmsum toga og um að gera að finna það sem er skemmtilegt. Amtsbókasafnið á bækur um
íþróttir og heilsurækt í tonnatali og starfsfólki þess finnst við hæfi að vekja athygli á þeim núna í byrjun
árs.
Við lærum kannski ekki líkamsrækt af bókum en það getur verið góður stuðningur í góðum leiðbeiningum! Kíktu
við á Amtsbókasafninu og fáðu bók um heilsurækt sem þér finnst spennandi - og svo má auðvitað grípa í
bókapressuna.
Frétt af heimasíðu Amtsbókasafnsins.
Mynd af heimasíðu Amtsbókasafnsins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynningarfundir-um-svaedisskipulag-eyjafjardar
|
Kynningarfundir um svæðisskipulag Eyjafjarðar
Nú liggur fyrir tillaga að svæðisskipulagi fyrir Eyjafjarðarsvæðið sem tekur til sveitarfélaganna sjö við Eyjafjörð, þ. e.
Fjallabyggðar, Dalvíkurbyggðar, Hörgársveitar, Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðsstrandarhrepps og Grýtubakkahrepps. Boðað er til
almennra kynningarfunda um tillöguna sem hér segir:
Miðvikudaginn 9. janúar 2013 kl. 20 á Akureyri fyrir íbúa Grýtubakkahrepps, Svalbarðsstrandarhrepps, Eyjafjarðarsveitar,
Akureyrarbæjar og Hörgársveitar. Fundarstaður Hótel KEA.
Fimmtudaginn 10. jan. 2013 kl. 20 á Ólafsfirði fyrir íbúa Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar. Fundarstaður
Tjarnarborg.
Sjá nánar á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarbæjar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolatrjaasofnun
|
Jólatrjáasöfnun
Starfsmenn Framkvæmdamiðstöðvar fjarlægja jólatré sem sett hafa verið við lóðarmörk frá mánudeginum 7. janúar
til og með föstudeginum 11. janúar 2013. Einnig verða gámar við Bónus í Naustahverfi, Kaupang, Hagkaup, Hrísalund og við
verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð þar sem hægt verður að losa sig við trén. Tré sem safnast verða kurluð og jarðgerð í
jarðgerðarstöðinni Moltu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samhengi-hlutanna-i-listasafninu
|
Samhengi hlutanna í Listasafninu
Sjónlistamiðstöðin á Akureyri heilsar nýju ári laugardaginn 12. janúar kl. 15 með opnun sýningar listamannanna Finns Arnars og
Þórarins Blöndal í Listasafninu. Sýningin ber yfirskriftina Samhengi hlutanna.
Sýningin stendur til 3. mars og er opin alla daga nema mánudaga og þriðjudaga frá kl. 13-17. Aðgangur er ókeypis í boði
Akureyrarbæjar.
Samhengi hlutanna.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ka-er-85-ara-i-dag
|
KA er 85 ára í dag
Knattspyrnufélag Akureyrar er 85 ára í dag. Félagið var stofnað þann 8. janúar 1928 að Hafnarstræti 23, á heimili
hjónanna Margrétar og Axel Schiöth, bakara. Tólf vaskir drengir stofnuðu félagið. Tímamótanna verður minnst með veglegum hætti nk.
laugardag, 12. janúar.
Heimasíða KA.
KA á Facebook.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/stefnumotun-i-atvinnumalum
|
Stefnumótun í atvinnumálum
Undanfarið hefur verið unnið að stefnumótun í atvinnumálum Akureyrarbæjar og síðasta föstudag var undirritaður samningur við
ráðgjafafyrirtækið Netspor um að stýrka verkinu. Stefnumótunin er unnin á vegum stjórnar Akureyrarstofu og stýrir starfsfólk
Akureyrarstofu því af hálfu bæjarins. Því til halds og trausts er sérstök fagstjórn sem í eiga sæti Fjóla Björk
Jónsdóttir aðjunkt við viðskiptadeild HA, Ingibjörg Ringsted framkvæmdastjóri Lostætis Akureyri, Sigmundur Ófeigsson stjórnarmaður
í stjórn Akureyrarstofu og Unnsteinn Jónsson áheyrnarfulltrúi í stjórn Akureyrarstofu.
Fagstjórn verkefnisins hefur það að leiðarljósi að leitað verði eftir samráði hagsmunaaðila úr atvinnulífi bæjarins
og nágrennis til að ná fram sem víðtækastri sátt um stefnu og framhald atvinnumála á næstu árum. Undirbúningur að
vinnslu verkefnisins hefur staðið yfir í nokkurn tíma og er stefnt að því að lokaafurð þess líti dagsins ljós í lok
maí á þessu ári.
Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, Sævar Kristinsson
framkvæmdastjóri Netspors og Hreinn Þór Hauksson verkefnastjóri atvinnumála hjá Akureyrarbæ.
Tekist í hendur að lokinni undirritun samningsins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarkaupstadur-semur-vid-netkerfi
|
Akureyrarkaupstaður semur við Netkerfi
Í dag var undirritaður samningur milli Akureyrarkaupstaðar og fyrirtækisins Netkerfa og tölva ehf um viðskipti með tölvur og tölvutengdan
búnað næstu 2 árin. Nýlega var gerð verðfyrirspurn til þeirra þriggja fyrirtækja sem eru aðilar að samningi Ríkiskaupa um
slíkan búnað og urðu Netkerfi og tölvur hlutskörpust í þeirri keppni. Fyrirtækið hefur umboð frá Opnum kerfum til að selja
HP-búnað hér norðanlands.
Stofnanir og deildir bæjarins munu á þessum tíma kaupa HP-tölvur og búnað frá Netkerfum og tölvum. Í fyrsta lagi er um að
ræða tilteknar gerðir borðtölva, fartölva og skjáa sem Netkerfi og tölvur útvega á sérstökum afsláttarkjörum. Í
öðru lagi veitir fyrirtækið Akureyrarkaupstað góðan afslátt af verði annars tölvubúnaðar og í þriðja lagi fá
starfsmenn Akureyrarkaupstaðar góðan afslátt af listaverði hjá Netkerfum og tölvum.
Akureyrarkaupstaður hefur eingöngu keypt Dell-búnað frá EJS og síðar Advania undanfarinn áratug og hefur mjög góða reynslu af
þeim viðskiptum. Búnaðurinn hefur reynst mjög endingargóður, þjónustan hefur verið góð og verð hagstætt. Engu að
síður eru væntingar til þess að sá búnaður sem keyptur verður næstu tvö ár frá Netkerfum og tölvum reynist ekki
síður og að stofnanir sveitarfélagsins njóti ekki síðri þjónustu en áður varðandi þennan tæknibúnað.
Á meðfylgjandi mynd eru Gunnar Björn Þórhallsson framkvæmdastjóri Netkerfa og tölva ehf. og Eiríkur Björn Björgvinsson
bæjarstjóri á Akureyri.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/breyting-a-leid-1-hja-straeto
|
Breyting á leið 1 hjá Strætó
Mánudaginn 21. janúar verður gerð dálítil breyting á leið 1 hjá Strætisvögnum Akureyrar, leiðinni
Innbær-Naustahverfi-Brekka. Þar sem akstursleiðin er of löng miðað við tímann sem vagnarnir hafa fellur akstur niður um Skógarlund og
Þingvallastræti ofan Mýrarvegar. Í staðinn verður ekið um Mýrarveg. Nánari upplýsingar í síma 462 4929 og 462 4020.
Breyting á leið 1: Innbær-Naustahverfi-Brekka.
Mynd: Hrafnhildur Reykjalín.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kaktusinn-hja-la
|
Kaktusinn hjá LA
Leikfélag Akureyrar frumsýnir leikverkið Kaktusinn eftir Juli Zeh 1. mars næstkomandi. Fyrsti samlestur leikhópsins var í vikunni og öll önnur vinna
við uppsetninguna er komin á fullan skrið.
Kátt var á hjalla á samlestrinum enda eru leikarar og leikstjóri spenntir fyrir vinnunni sem er framundan. Ragnheiður Skúladóttir
leikhússtjóri LA er leikstjóri verksins og leikarar eru þau Aðalbjörg Árnadóttir, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Einar
Aðalsteinsson og Hannes Óli Ágústsson. Tinna Ottesen sér um búninga og leikmynd og Jóhann Bjarni Smárason lýsingu.
Upplýsingar og miðsala er á www.leikfelag.is.
Mynd frá Leikfélag Akureyrar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skidarutan-komin-af-stad
|
Skíðarútan komin af stað
Skíðarútan er nú komin af stað þriðja veturinn í röð og ekur á föstudögum, laugardögum og sunnudögum með
skíðafólk á öllum aldri upp í Hlíðarfjall og aftur heim. Margir hafa nýtt sér þjónustu skíðarútunnar
síðustu helgar, enda prýðilegt færi í fjallinu og veður með ágætum. Forsvarsmenn The Traveling Viking sem reka Skíðarútuna
segja að bæjarbúar séu í vaxandi mæli farnir að nýta sér bílinn þótt flestir séu farþegarnir af hótelum
og gistiheimilum bæjarins. Utan áætlunartíma er hægt að hafa samband við þau hjá Skíðarútunni sem aðstoða fólk
við að komast í fjallið ef hægt er.
Skíðarútan á Akureyri er áætlunarbíll sem gengur hring um bæinn allar helgar á fyrirfram ákveðnum tímum. Hringurinn er
settur upp til að geta þjónað sem best skíðafólki í bænum og þeim gestum sem koma norður til skíðaiðkunnar. Þess
vegna er keyrt á milli allra stóru hótela og gistiheimilanna í bænum. Allar nánari upplýsingar um Skíðarútuna og áætlun
liggja frammi á þeim stöðum auk leiðarkorta.
Nánar um Skíðarútuna á heimasíðu The
Traveling Viking.
Mynd: Auðunn Níelsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sandur-i-halkuvorn
|
Sandur í hálkuvörn
Akureyrarbær býður nú bæjarbúum ókeypis saltblandaðan sand til að nota til hálkuvarna við heimili sín. Hægt er að
sækja sand í fötur eða önnur ílát í hrúgur sem eru annars vegar við grenndargáminn norðan við Ráðhús
Akureyrarbæjar og hins vegar á planinu við Framkvæmdamiðstöð á Rangárvöllum. Ekki er heimilt að sækja sand í kerrur eða
með öðrum stórtækum hætti.
Um tilraunaverkefni er að ræða en ef það mælist vel fyrir og gengur vel er ekki ólíklegt að hálkuvarnarefni verði komið fyrir
víðar um bæinn innan tíðar.
Mynd af www.vikudagur.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ithrottamadur-akureyrar-2012
|
Íþróttamaður Akureyrar 2012
Knattspyrnukonan Arna Sif Ásgrímsdóttir var í kvöld útnefnd íþróttamaður Akureyrar 2012. Arna var fyrir skömmu útnefnd
íþróttamaður Þórs 2012.
Í öðru sæti um titilinn íþróttamaður Akureyrar 2012 varð Rannveig Oddsdóttir UFA og í þriðja sæti varð
Guðmundur S. Guðlaugsson Bílaklúbbi Akureyrar.
Arna Sif Ásgrímsdóttir er fædd 1992. Við tímamót og miklar breytingar á liði Þórs/KA eftir keppnistímabilið 2011
ákvað Arna Sif að halda tryggð við uppeldisfélagið og standa vaktina áfram. Veturinn notaði hún skynsamlega til að efla sig og bæta
með velgengni liðsins efst í huga. Var til fyrirmyndar innan og utan æfinga og stefndi leynt og ljóst að því að sigla liði sínu í
efsta sætið.
Arna Sif tók við stöðu fyrirliða liðsins og tók á sig nýtt hlutverk með nýrri stöðu á vellinum. Hún
færði sig af miðjunni yfir í hjarta varnarinnar, sem síðan fékk á sig langfæst mörkin í Pepsi-deildinni síðastliðið
sumar. Hún spilaði einnig hverja einustu mínútu í deildinni og skoraði 2 mörk. Fyrirliðinn gerði sér lítið fyrir og sigldi liði
sínu örugglega í höfn og landaði fyrsta Íslandsmeistaratitli sem Akureyringar hafa eignast í knattspyrnu kvenna.
Arna Sif Ásgrímsdóttir er fyrirmyndarleikmaður og leiðtogi sem þrátt fyrir ungan aldur hefur spilað 114 leiki í efstu deild og bikarkeppnum
fyrir Þór/KA og skorað í þeim 22 mörk. Þar fyrir utan hefur hún leikið 39 landsleiki með U23, U19 og U17 og skorað í þeim 5
mörk ásamt því að vera komin í 40 manna A-landsliðshópinn.
Frétt af www.vikudagur.is.
Mynd af www.vikudagur.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/byggingarreglugerd-112-2012
|
Byggingarreglugerð 112/2012
Bráðabirgðaákvæði byggingarreglugerðar framlengt
Í lok desember ákvað umhverfis- og auðlindaráðherra að framlengja til 15. apríl 2013
bráðabirgðaákvæði nýrrar byggingarreglugerðar er kveður á um að byggingafulltrúum sé heimilt að gefa út
byggingarleyfi á grundvelli krafna eldri byggingarreglugerðar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samhliða verða gerðar breytingar á
ákvæðum nýrrar byggingarreglugerðar er varða einangrun og rýmisstærðir.
Hér má sjá
breytingarnar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/plastpokalaus-akureyri-1
|
Plastpokalaus Akureyri
Á íbúaþingi í Hofi fimmtudaginn 8. nóvember sl. komu fram hugmyndir að gera bæinn plastpokalausan fyrir árið 2030. Helgi Már
Pálsson bæjartæknifræðingur ræddi málið við stjórnendur Síðdegisútvarpsins á Rás 2.
Helgi Már Pálsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyjar-syningar-i-ketilhusi-og-deiglu
|
Nýjar sýningar í Ketilhúsi og Deiglu
Textíllistakonan Guðný Marinósdóttir opnar sýningu sína Ferðalag í Deiglunni laugardaginn 19. janúar kl. 15 og á sama
tíma verður sýningin Kveikja opnuð í Ketilhúsinu. Þar sýnir listakonan Jóhanna Helga Þorkelsdóttir ljóðrænar,
náttúrutengdar innsetningar, útfærðar í takt við rýmið.
Guðný Marinósdóttir sýnir valin verk úr BA námi sínu í útsaums-textíl (e. embroidered textiles), allt frá
skissum og teikningum yfir í fullunnin verk eins og brúðarkjól. Nafnið á sýningunni vísar til þess huglæga ferðalags sem lagt er upp
í þegar unnið er að skapandi verkefnum í námi sem og annars staðar. Ferðalagið hófst árið 2006 í fjarnámi við Opus
School of Textile Arts, svo lá leiðin til Julia Caprara School of Textile Arts og þvi lauk við Middlesex University í London 2012. Verkin á sýningunni
endurspegla þá reynslu og sýn sem ferðalagið veitti.
Með sýningunni Kveikju tekst Jóhanna Helga Þorkelsdóttir meðal annars á við upplifun mannsins í náttúrunni og hvernig
mögulegt sé að endurskapa þá reynslu. Hún íhugar hvort hægt sé að líkja eftir þeirri dularfullu vellíðan sem svo
oft fylgir náttúruupplifun án aðkomu náttúrunnar sjálfrar og hefur í þeim tilgangi kynnt sér rannsóknir sem sýna að
maðurinn hafi meðfædda þörf fyrir tengsl við náttúruna og ætti því vansælum, náttúrusviptum
nútímamanninum að vera farsælast að hlaða batteríin úti í hinni guðsgrænu náttúru. Þótt
náttúran reynist þessi uppspretta vellíðunar eru fáir sem daglega eyða miklum tíma í snertingu við hana. Í athugunum sínum
hefur Jóhanna fundið rannsóknir sem sýna að jafnvel myndir af náttúru geri sama gagn, þ.e. að náttúrustaðgenglar geti gagnast
okkur á svipaðan hátt og náttúran sjálf.
Sýningarnar standa til 24. febrúar og eru opnar alla daga nema mánudaga og þriðjudaga. Aðgangur er ókeypis.
Eitt af verkum Jóhönnu Helgu Þorkelsdóttur.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-namskeid-i-punktinum-1
|
Ný námskeið í Punktinum
Senn hefjast fjölbreytt og vönduð námskeið af ýmsu tagi í handverksmiðstöðinni Punktinum í Rósenborg. Námskeiðin eru
kennd af reynslumiklu og vel menntuðu fólki. Nánari upplýsingar er að finna hér að neðan og rétt er að vekja athygli á því
að flestir fræðslusjóðir stéttarfélaga greiða niður námskeiðsgjald vegna tómstundanámskeiða.
Námskeið í Punktinum vorið 2013.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/naustaskoli-vann-lego-keppnina
|
Naustaskóli vann LEGO-keppnina
Liðið Molten frá Naustaskóla á Akureyri sigraði í First Lego, tækni- og hönnunarkeppni grunnskólabarna sem fram fór í
Háskólabíói um helgina. Þetta var í sjöunda skipti sem keppnin var haldin og hátt í 100 krakkar á aldrinum 10-15 ára voru
skráð til leiks.
Liðið hefur nú áunnið sér rétt til þátttöku í Evrópumóti First Lego League. Veitt voru fjölmörg önnur
verðlaun, fyrir bestu lausn í hönnun á vélmenni og forritun, fyrir besta rannsóknarverkefnið, bestu dagbókina, besta skemmtiatriðið og bestu
liðsheildina.
Sjá frétt á mbl.is.
Mynd af heimasíðu Naustaskóla.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sticks-stones-i-heita-pottinum
|
Sticks & Stones í heita pottinum
Næstkomandi miðvikudag kl. 19.30-20.30 verður líf og fjör í heita pottinum í Sundlaug Akureyrar þegar skandinavíski leikhópurinn
Sticks & Stones kynnir leikritið Punch. Punch er byggt á sögunni um hjónakornin Punch og Judy og sérkennileg samskipti þeirra. Þrátt fyrir að
hafa upphaflega verið ætluð börnum er sagan, sem skrifuð var á 16. öld, blóði drifin og ofbeldisfull.
Meðal þeirra spurninga sem Sticks & Stones munu varpa upp í heita pottinum eru: Af hverju var Punch svona vinsæll þrátt fyrir að beita fólk
líkamlegu ofbeldi? Og af hverju eru kvikmyndapersónurnar Rambo, Rocky, John McClane og James Bond svona vinsælar og umleið svo heillandi?
Leikhópurinn Sticks & Stones samanstendur af leikstjóranum og leikaranum Tryggva Gunnarssyni, leikurunum Piet Gitz-Johansen og Ingrid Rusten og leikmynda- og
búningahönnuðinum Lisa Hjalmarson. Frumsýning á Punch verður í lok febrúar í Rýminu og að sýningum loknum á Akureyri er
för hópsins heitið til Noregs og Danmerkur til frekari sýninga.
Kynningin hefst kl. 19.30 og eru allir velkomnir, einungis þarf að borga sinn inn í Sundlaug Akureyrar.
Frekari upplýsingar er að finna á leikfelag.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vorbodinn-ljufi
|
Vorboðinn kominn í Grímsey
Fyrstu rauðmagar ársins veiddust við Grímsey í síðustu viku en þar á bæ eru þeir kallaðir vorboðar, órækur
vitnisburður um að sólin hækkar á lofti og líður að vori. Rauðmagarnir fengust í net sem eru lögð yfir vetartímann á
um 50-60 faðma dýpi og eru látin liggja í sólarhring í senn.
Rauðmaginn er karlkyn (hængur) hrognkelsisins en kvenkynið (hrygna) kallast grásleppa. Rauðmaginn hefur mælst lengstur 50 sm hér við land en er
þó oftast 28-40 sm. Grásleppan getur orðið allt að 60 sm á lengd, en oftast er hún 35-54 sm og um 5 kg. Hrognkelsið lifir á hörðum
botni á 20-200 m dýpi en utan hrygningartímans finnst það oft miðsvæðis langt úti í hafi.
Mynd: Friðþjófur Helgason.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/svifryksmaelir-biladur
|
Svifryksmælir bilaður
Svifryksmælir Umhverfisstofnunar við Tryggvabraut á Akureyri sem gefur upplýsingar um loftgæði í bænum er því miður bilaður og
gefur því rangar upplýsingar.
Því hefur verið ákveðið að fjarlægja um stundarsakir af heimasíðu Akureyrarbæjar allar upplýsingar um loftgæði í
bænum eða þar til mælirinn verður kominn aftur í lag.
Á heimasíðu Umhverfisstofnunar er hægt að sjá mæligildi á svifryksmæli sem staðsettur er á lóð leikskólans
við Hólmasól:
Hafa ber í huga að þær niðurstöður eru svo kölluð 10 mínútna gildi sem sýna mun hærri gildi en almennt er miðað
út frá en allar reglugerðir miðast við 24 klst hlaupandi meðaltal sem er mun lægra meðalgildi eins og sjá má á meðfylgjandi
línuriti (smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu):
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hvad-eru-svidslistir
|
Hvað eru sviðslistir?
Ragnheiður Skúladóttir, leikhússtjóri LA, fjallar um hugtakið "sviðslistir" í fyrsta hluta af fjórum í fyrirlestraröð
listnámsbrautar VMA og Sjónlistamiðstöðvarinnar á vordögum 2013. Fyrirlesturinn verður haldinn í Ketilhúsinu föstudaginn 25.
janúar kl. 14.30.
Ragnheiður útskrifaðist með M.F.A. gráðu í leiklist frá University of Minneapolis, Minnesota árið 1996. Hún starfaði sem leikkona
og kennari í New York til ársins 2000 þegar hún var ráðin sem fyrsti deildarforseti Listaháskóla Íslands og gengdi því starfi
til vors 2011. Árið 2008 stofnaði hún alþjóðlegu leiklistarhátíðina LÓKAL ásamt Bjarna Jónssyni og Guðrúnu
Jóhönnu Guðmundsdóttur. Ragnheiður er leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og hefur áratuga reynslu af kennslu, stjórnun, framleiðslu
og leikstjórn innlendis sem erlendis.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Ragnheiður Skúladóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/eljagangur-nalgast
|
Éljagangur nálgast
Undirbúningur stendur nú sem hæst fyrir vetrar- og útivistarhátíðina Éljagang sem verður haldin þriðja árið í
röð dagana 14.-17. febrúar nk. á Akureyri. Éljagangur er yfirskrift fyrir margskonar viðburði sem tengjast vetri og krefjast útbúnaðar og
hugarfars sem er einkennandi og nauðsynlegt í vetrarsporti.
Ferðaþjónustuaðilar og áhugafélög á svæðinu standa fyrir viðburðum af ýmsum toga, s.s. sleðaspyrnu,
snjóbrettakeppni og -sýningu, snjósleða- og snjótroðaraferðum, fjallgönguferðum og skíðanámskeiðum. Á
Akureyrarsvæðinu verða ýmsir spennandi viðburðir yfir helgina, bæði í miðbænum og á öðrum stöðum í
bænum.
Kynnið ykkur dagskrána á Heimasíðu Éljagangs.
Mynd af heimasíðu Éljagangs.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/franska-kvikmyndahatidin-a-akureyri
|
Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri
Franska sendiráðið á Íslandi, Akureyrarbær, Borgarbíó og Græna ljósið kynna Frönsku kvikmyndahátíðina sem
haldin verður í þriðja sinn í Borgarbíói á Akureyri, 1.-3. febrúar.
Opnunarmyndin í ár er Ryð og bein, eftir Jacques Audiard. Myndin hefur verið lofuð af hinum ýmsu miðlum í Frakklandi og
víðar um lönd og fengið gríðarlega góða aðsókn. Kvikmyndin fjallar um viðkvæmni mannlegs lífs og höfðar auðveldlega
til ólíkra hópa. Í aðalhlutverki er Marion Cotillard sem hlaut Óskarsverðlaun árið 2008 fyrir einstaka túlkun sína á Edith
Piaf í myndinni La Môme. Á móti henni leikur Belginn Matthias Schoenaerts. Cotillard leikur unga og aðlaðandi konu sem býr við fötlun eftir
slys. Persóna Schoenaerts er af allt öðrum meiði en hann leikur fátækan, einstæðan föður. Þvert á þær línur sem
aðskilja þau hreyfa þau við hvort öðru og mynda einstök bönd. Myndinni hefur verið líkt við Intouchables sem sló nýlega
í gegn á Íslandi en hún fjallar um tvo einstaklinga sem tengjast böndum þrátt fyrir að vera af gjörólíkum félagslegum og
fjárhagslegum bakgrunn.
Ást er mynd sem aðdáendur góðra kvikmynda mega ekki missa af. Hér eru á ferðinni Jean-Louis Trintignant og Emmanuelle Riva,
tvær goðsagnir franskra kvikmynda, í fallegri sögu um ástina þegar ævinnar sól hnígur til viðar. Myndin hefur sópað að
sér verðlaunum og hlaut m.a. Gullpálmann í Cannes síðasta vor, er tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin, auk þess sem Emmanuelle
Riva er tilnefnd fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Leikstjóri er Michael Haneke.
Grínið á hátíðinni er að sjálfsögðu á sínum stað en Jarðarförin hennar ömmu
ætti að kitla hláturtaugarnar, jafnvel hjá þeim brúnaþyngstu.
Yngsta kynslóðin mun fylgjast hugfangin með tveimur börnum uppgötva töfra mýrarinnar í myndinni Griðastaður en myndin
er eins konar blanda af náttúrlífsmynd og fjölskyldu- og barnamynd.
Vert er að vekja athygli á því að mennta- og háskólanemar frá miðann á 700 kr. við framvísun skólakorts.
Frekari upplýsingar má finna á vefsíðunni facebook.com/franskabio.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/odur-til-bellini
|
Óður til Bellini
Sunnudaginn 10. febrúar gefst unnendum söngs og klassískrar tónlistar tækifæri til að njóta óperusýningar í Hofi þegar
fluttir verða valdir þættir úr þekktustu óperum ítalska tónskáldsins Vincenzos Bellinis. Þessar óperur hafa orð á
sér fyrir að vera glæsilegar, aðgengilegar og auðskiljanlegar. Óperurnar fjalla um ungar ástir, afbrýði, svik og pretti þar sem allt fer vel
að lokum og elskendur ná að eigast. Margir leggja hönd á plóginn svo af þessari metnaðarfullu uppsetningu verði.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, klassísk söngdeild Tónlistarskólans á Akureyri og óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz
sameina krafta sína en æfingar hafa nú staðið yfir í nokkurn tíma.
Samstarf við aðra tónlistarflytjendur nær og fjær hefur löngum verið mikilvægur þáttur í starfi
Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og nú er unnið með Tónlistarskólanum á Akureyri og Söngskóla Sigurðar Demetz. Svona
samstarf gerir söngnemendum kleift að spreyta sig í verkefnum sem annars hefðu ekki fundið sér farveg og stuðlar að aukinni fjölbreytni í
tónlistarframboði á Norðurlandi. Verkefnið er lærdómsríkt fyrir tónleikahaldara á Akureyri og ef vel tekst til standa eftir öflugri
listamenn og ánægðir tónleikagestir.
Þetta verður í fyrsta sinn sem öll hljómsveitargryfjan í Hofi verður notuð. Hún er ekki fullkláruð og
því er þetta tilraunaverkefni að hálfu SN en reynslan af því á eftir að nýtast hljómsveitinni og öðrum við notkun
við óperu- og ballettsýningar síðar. Miklar vonir eru bundnar við gryfjuna enda er verið að nýta aðstöðu í húsinu til fulls
og auka þannig enn frekar við möguleika hljómsveitarinnar sem hefur vaxið jafnt og þétt síðan hún flutti í Hof.
Nánari upplýsingar og
miðasala.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/styrkir-ur-menningarsjodi-2
|
Styrkir úr Menningarsjóði
Stjórn Akureyrarstofu úthlutar styrkjum úr Menningarsjóði Akureyrarbæjar og er hlutverk sjóðsins að styrkja listastarfsemi og aðra
menningarstarfsemi á Akureyri. Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri Ráðhússins, Geislagötu 9, og er hægt að nálgast
eyðublöðin þar eða hér á heimasíðunni. Þess skal vandlega gætt
að allar umbeðnar upplýsingar komi fram.
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2013.
Upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir, verkefnastjóri á Akureyrarstofu, í netfanginu huldasif@akureyri.is.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/glettur-a-n4-tilnefndar-til-eddunnar
|
Glettur á N4 tilnefndar til Eddunnar
Sjónvarpsþátturinn Glettur á N4 hefur verið tilnefndur til Eddunnar í flokki frétta- eða viðtalsþátta. Umsjónarmaður
þáttarins er Gísli Sigurgeirsson, tæknimenn Elvar Guðmundsson, Árni Þór Theodórsson, Ágúst Ólafsson og Hjalti
Stefánsson.
„Mér þykja þetta að sjálfsögðu ákaflega gleðileg tíðindi. Þetta er mikill heiður fyrir mig persónulega og
samstarfsfólk mitt á N4, auk þess sem tilnefningin er mikil viðurkenning fyrir stöðina sjálfa sem er þessa dagana í mikilli sókn,“
segir Gísli Sigurgeirsson, dagskrárgerðarmaður.
„Þetta er í fyrsta sinn sem þáttur á N4 er tilnefndur til Edduverðlaunanna og erum við að sjálfsögðu ákaflega stolt af
því að Glettur hafi hitt í mark hjá nefndinni,“ segir Þorvaldur Jónsson framkvæmdastjóri N4.
Alls voru 102 verk send inn á hátíðina, þar af 17 heimildarmyndir, 60 sjónvarpsefnisverk og 25 verk í flokknum leikið efni. Aðrir
þættir sem tilnefndir eru í flokki frétta- eða viðtalsþátta eru Kastljós, Landinn, Málið og Neyðarlínan. Edduverðlaunin
verða veitt í Hörpunni þann 16. febrúar.
Gísli Sigurgeirsson í Glettum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-84-2013-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-breyting-a-deiliskipulagi-ibudarsvaedis-vid-myrarveg
|
Nr. 84/2013 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Mýrarveg
Skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar hefur þann 16. janúar 2013 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir íbúðarsvæðið við
Mýrarveg, sem hlotið hefur málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur m.a. í sér að Mýrarvegur breikkar um 2
metra á hluta og hliðrast lóðamörk og byggingarreitur í Kambsmýri 14 til austurs. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem
skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 18. janúar 2013,
Anna Bragadóttir,
verkefnastjóri skipulagsmála
B-deild - Útgáfud.: 31. janúar 2013
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sogustadir-og-skald-1
|
Sögustaðir & skáld
Í dag, fimmtudaginn 31. janúar, kl. 17.00 opnar á Amtsbókasafninu sýningin Sögustaðir & skáld: Frönsk menningararfleifð
í túlkun rithöfunda. Stofnunin Centre des monuments nationaux, sem hefur umsjón með sögulegum frönskum minjum, bað á síðasta ári
100 rithöfunda um að skrifa texta um sögustað eða söguminjar í Frakklandi. Hvert viðfangsefni er nálgast á tvennan hátt, annars vegar
fá aðilarnir frjálsar hendur til að tjá sig skáldlega um staðinn eða hlutinn og hins vegar fjalla þeir sögulega um
viðfangsefnið.
Ýmsir íslenskir frönskumælandi rithöfundar, leikarar og þýðendur voru fengnir til þess að velja sér einn af
sögustöðunum og þýða textann eftir viðkomandi höfund.
Sýningin er haldin í samvinnu við Franska sendiráðið og Alliance française og stendur til 23. mars næstkomandi. Amtsbókasafnið er opið
alla virka daga kl. 10.00-19.00 og laugardaga kl. 11.00-16.00 en lokað er á sunnudögum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skrifad-undir-samninga-um-gerd-vadlaheidarganga
|
Skrifað undir samninga um gerð Vaðlaheiðarganga
Síðdegis var skrifað undir samninga um gerð Vaðlaheiðarganga og um eftirlit með framkvæmdinni. IAV og svissneska fyrirtækið Matri áttu
lægsta tilboðið en áætlaður kostnaður í dag er um 11,5 milljarðar króna. Tilboð Geotek og Eflu í eftirlit með framkvæmdinni
hljóðaði upp á rúmlega 420 milljónir króna.
Vaðlaheiðargöng verða 7,5 kílómetra löng með vegskálum beggja vegna. Göngin munu stytta hringveginn um 16 kílómetra og
áætluð umferð við opnun ganganna er um 1.400 bílar á sólarhring.
Vinna hefst strax við undirbúning framkvæmda en reiknað er með að byrjað verði að sprengja í vor Eyjafjarðarmegin en á næsta
ári úr Fnjóskadal. Verklok eru áætluð árið 2016.
Frétt af www.vikudagur.is.
Á meðfylgjandi mynd frá undirritun samninganna í dag eru frá vinstri: Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra, Kristján L.
Möller fyrrverandi samgönguráðherra og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.
Frá undirritun samninganna. Mynd: Ragnar Hólm.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/heimsokn-i-skaldahus-davidshus
|
Heimsókn í skáldahús: Davíðshús
Bókmenntaunnendum býðst einstakt tækifæri miðvikudagskvöldið 6. febrúar til að heimsækja Davíðshús, heimili
Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, og upplifa það á alveg nýjan hátt. Ferðast verður um húsið í för
með leikurum Leikfélags Akureyrar, lesin verða nokkur af helstu ljóðum skáldsins, og leiklesin verða atriði úr nýju leikriti eftir Árna
Kristjánsson, Sálin hans Davíðs, en verkið fjallar um Davíð Stefánsson á nýstárlegan máta.
Í leikritinu er Davíð staddur í lífi eftir dauðann með vinum sínum, Árna Kristjánssyni og Páli Ísólfssyni.
Á hann að stíga hið mikilvæga skref inn fyrir gullna hliðið og setjast á skáldabekk með öðrum þjóðskáldum? Til
að komast inn fyrir gullna hliðið þarf Davíð að gera upp fortíð sína en það getur reynst erfitt að kenna gömlum hundi að
sitja. Leikendur eru Aðalbjörg Árnadóttir, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Einar Aðalsteinsson, Hannes Óli Ágústsson og Tryggvi
Gunnarsson.
Dagskráin er flutt 6. febrúar kl. 20.00 og 21.00 í Davíðshúsi við Bjarkarstíg 6.
Takmarkaður fjöldi – miðapantanir hjá LA. Aðgangur 1.000 kr.
Árni Kristjánsson hefur starfað sem leikstjóri, leiklistarkennari og dagskrárgerðarmaður fyrir Rás 1. Meðal leikstjórnarverka Árna
má nefna Nashyrningana eftir Ionesco hjá Stúdentaleikhúsinu, Ímyndaðar afstæðiskenningar eftir Ævar Þór Benediktsson hjá
Útvarpsleikhúsinu og einleikinn Fastur sem Benedikt Karl Gröndal lék og þeir Árni settu upp saman í Norðurólnum á Seltjarnarnesi.
Árni hefur fengist við nýja íslenska leikritun með sjálfstæðum leikhópum þar sem unnið hefur verið með spuna og samvinnuskrif.
Sjálfur hefur Árni einnig skrifað leikrit fyrir grunn- og menntaskóla. Sálin hans Davíðs er fyrsta leikritið sem Árni skrifar með
atvinnuleikara í huga.
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagur-leikskolans-er-6-februar
|
Dagur leikskólans er 6. febrúar
Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur 6. febrúar ár hvert en hann er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því
þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Meginmarkmiðið með þessum degi er að vekja athygli
samfélagsins á starfi leikskólans og kynna starfsmeni hans.
Undanfarin ár hafa leikskólarnir á Akureyri haldið upp á daginn með ýmsum hætti og það verður eins þetta árið.
Í nokkrum leikskólum bjóða börnin foreldrum sínum að koma og dvelja með þeim í leikskólanum en aðrir bjóða ömmu og
afa að koma. Einn leikskóli ætlar að vera með uppákomu í Boganum og er foreldrum barnanna boðið að koma þangað og taka þátt
í leik og hreyfingu. Leikskólabörn heimsækja aldraða og syngja fyrir þá og börn frá einum leikskóla fara í heimsóknir
á vinnustaði til að dreifa gleði og gefa steina og köngla. Leikskólabörn frá öðrum skóla senda kveðju inn um dyralúgur
nágranna sinna og enn annar skóli ætlar að hengja upp á flugstöðinni stærðarinnar lengju af vináttuhöndum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/90-milljonir-krona-i-snjomokstur
|
90 milljónir króna í snjómokstur
Kostnaður við snjómokstur árið 2012 var um 90 milljónir króna og fór um 30 milljónir fram úr áætlun. Dýrustu
mánuðirnir voru nóvember og desember en þeir kostuðu um 27 milljónir hvor. Þrjú síðustu ár hafa verið afar kostnaðarsöm
í snjómokstri.
Uppreiknað á verðlagi fyrir október 2012 var kostnaður árið 2011 rúmar 75 miljónir króna, 85 milljónir árið 2010 en
tæpar 70 miljónir árið 2009. Árið 2008 var aftur á móti langdýrast. Þá nam kostnaður rúmum 100 miljónum
króna uppreiknað.
Notuð voru um 340 tonn af hálkuvarnarefni á götur og gangstéttar árið 2012, um 300 tonn af saltblönduðum sandi og 40 tonn af
hreinu salti. Langmest var notað af sandi í janúar eða 288 tonn sem sótt voru í 85 ferðum.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/styrkir-ur-husverndarsjodi-2
|
Styrkir úr Húsverndarsjóði
Stjórn Akureyrarstofu úthlutar úr Húsverndarsjóði og verða að þessu sinni veittir tveir styrkir, hvor um sig að upphæð 450.000
kr. Sjóðurinn styrkir viðhald á friðuðum húsum og húsum sem hafa varðveislugildi á Akureyri. Umsóknum skal skilað í
þjónustuanddyri Ráðhússins, Geislagötu 9, eða á tölvutæku formi í netfangið huldasif@akureyri.is.
Hægt er að nálgast eyðublöð í Ráðhúsinu og á heimasíðu Akureyrarbæjar. Þess skal vandlega gætt að allar umbeðnar upplýsingar komi fram.
Umsóknarfrestur er til 22. febrúar 2013.
Upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir, verkefnastjóri á Akureyrarstofu, í netfanginu huldasif@akureyri.is.
Mynd: Auðunn Níelsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/oskad-eftir-tillogum-baejarbua
|
Óskað eftir tillögum bæjarbúa
Í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar ákvað bæjarstjórn Akureyrar að veita allt að hálfum milljarði króna í
sérstakt umhverfisátak næstu 5 árin. Fjárveitingin er ætluð til nýframkvæmda og stofnbúnaðarkaupa sem tengjast
umhverfismálum í sveitarfélaginu öllu (og einstaka deildum þess), s.s. endurgerð og nýframkvæmd leikvalla, gerð göngu- hjóla- og
reiðstíga, fegrun og frágang opinna svæða og torga, skógrækt, grisjun, endurgerð og endurplöntun, frágangi og gerð
fólkvanga/útivistarsvæða.
Framkvæmdaráð hefur eftirlit með fjárveitingu hvers árs og óskar hér með eftir hugmyndum og tillögum íbúa
sveitarfélagsins um framkvæmdir í umhverfismálum og það sem betur má fara. Í þeim tilgangi hefur verið opnað sérstakt
svæði á heimasíðu Akureyrarbæjar, www.akrueyri.is/umhverfisatak þar sem hægt er að skrá hugmyndir
og senda til framkvæmdadeildar sem mun kostnaðarmeta þær og gera tillögur að framkvæmd verkefna.
Innsendar tillögur verða birtar á vefnum jafnóðum þegar nokkur fjöldi hefur borist.
Frestur til að skila inn hugmyndum er til 15. mars 2013.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/i-upphafi-skyldi-endinn-skoda
|
Í upphafi skyldi endinn skoða
Fyrsti hádegisfundur Samtaka Atvinnurekenda á Akureyri á þessu ári verður haldinn í dag, fimmtudaginn 7. febrúar, kl. 12-13 á efri
hæð Greifans (gengið inn á vesturhlið hússins). Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja mun í erindi sínu fjalla um hvernig
stjórnun veiða, vinnslu og samhæfingu þeirra við ferskfiskmarkaði í Evrópu er háttað hjá Samherja í Eyjafirði.
Félagið rekur tvær stórar tæknivæddar og fullkomnar fiskvinnslur í firðinum sem taka á móti 550 tonnum af hráefni í viku
hverri. Lesa meira.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sigurdur-gudmundsson-hlaut-njardarskjoldinn
|
Sigurður Guðmundsson hlaut Njarðarskjöldinn
Sigurður Guðmundsson, kaupmaður frá Akureyri, fékk í dag afhentan Njarðarskjöldinn, hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar og samstarfsaðila.
Markmiðið með veitingu Njarðarskjaldarins er að hvetja til bættrar og aukinnar verslunarþjónustu við ferðamenn í Reykjavík.
Þetta er í fyrsta sinn sem einstaklingur hlýtur verðlaunin en ekki verslun. „Einstaklingur sem hefur sett mark sitt á verslunarrekstur í miðborginni
með mjög afgerandi hætti. Sigurður Guðmundsson rekur tvær Viking Store verslanir sem eru leiðandi ferðamanna-verslanir í miðborginni sem hafa veitt
ferðamönnum úrvals þjónustu á liðnum árum. Að auki rekur hann ferðamannaverslunina á Laugaveginum, Made in Iceland, þar sem
áhersla er lögð á íslenskar úrvalsvörur,“ segir í fréttatilkynningu.
Í tilkynningu um verðlaunaveitinguna er farið yfir verslunarrekstur Sigurðar í sögulegu samhengi:
„Á nýliðnu ári opnaði Sigurður listagalleríið Listfléttuna á Laugavegi en meirihluti viðskiptavina þar kaupir myndverk af
íslenskum myndlistarmönnum. Að lokum rekur Sigurður hina 97 ára gömlu verslun Vísir, einnig að Laugavegi 1. Fyrri eigandi hennar var við að leggja
reksturinn af eftir tæplega aldarlangar rekstur en þá tók Sigurður við versluninni. Hann segir reksturinn standi ekki undir sér, hins vegar sé
verslunin svo söguleg og mikilvæg fyrir svæðið, ekki síst fyrir ferðamenn, að hún megi alls ekki leggjast af.“
Sigurður kynntist fyrst ferðamannaverslun í búðinni hjá afa hans, Klæðaverslun Sigurðar Guðmundssonar á Akureyri en verslunin gekk manna
á milli undir nafninu Siggi Gúmm. Sú verslun var ein fyrsta ferðamannaverslun Norðurlands en þar mátti finna horn sem var tileinkað vörum fyrir
ferðamenn uppúr miðri síðustu öld, einkum ullarvörur. Sigurður byrjaði að vinna þar á barnsaldri en sneri síðan baki við
verslun eftir að hann komst á legg. Hann sýslaði ýmislegt, fór í nám og síðar til sjós og fleira. Árið 1999 var
Sigurður nýhættur á sjó og blankur og hafði heyrt af litlu verslunarhúsnæði á lausu við Ráðhústorgið á
Akureyri. Hann tók það á leigu og setti þar upp einfalda ferðamannaverslun með eins litlum tilkostnaði og mögulegt var. Mjór er mikils
vísir segir máltækið en þessi verslun var fyrsta skrefið í átt að verslunar- veldi Sigurðar, en auk þess að reka fimm verslanir
í Reykjavík rekur hann þrjár verslanir á Akureyri og tvo veitingastaði. Hann segir ullarvörur af ýmsu tagi alla tíð hafa verið
uppistöðuna í vöruframboði sínu til ferðamanna en það hafi breyst núna síðastliðin ár þar sem samsetning
ferðamanna sem koma hingað til lands vera orðna fjölbreyttari og kaupgeta mismikil. Því leggi hann enn mikla áherslu á ullarvörur en fatnaður og
minjagripir af ýmsu tagi skipi meiri sess en áður. Hann miði þó alltaf við að taka það besta frá sínum birgjum og segir Sigurður
að það sé einfaldlega viðskiptamódel sem virki vel og því hafi hann ekki hug á að breyta því. Hann sé því
nokkuð íhaldssamur í sínum verslunarrekstri.
Ýmsir hafa bent á að Sigurður hafi farið í broddi fylkingar í tengslum við langan afgreiðslutíma sinna verslana og hátt
þjónustustig gagnvart ferðamönnum í miðborginni. Hann segir verslanir sínar eingöngu lokaðar einn dag á ári, það er á
jóladag. Annars séu verslanirnar hans í Reykjavík alltaf opnar til 22.00 á sumrin og alla vega til 19.00 á veturnar og stundum lengur. Sigurður segist
líka leggja mikið upp úr tungumálakunnáttu síns starfsfólks. Alúðlegt starfsfólk sem talar á tungumáli
viðskiptavinarins sé einfaldlega góð uppskrift fyrir árangursrík viðskipti. Það þýði ekkert að prufa að hafa opið einn
og einn dag og sjá til. Rekstur sem þessi krefst fullrar hollustu eigenda og starfsmanna, en þá skili hann líka árangri.
Eftir að hafa sett tvær verslanir á lagginar undir nafninu Viking Store keypti Sigurður reksturinn á versluninni Vísir Laugavegi 1 en leggja átti
þann rekstur af eftir 95 ár. Hann segir veltuna litla en það þurfi ekki endilega alltaf að græða á öllu. Vísir veiti mikilvæga
þjónustu þar sem hún er staðsett, bæði ferðamönnum og öðrum. Sömuleiðis stofnsetti hann verslunina Made in Iceland í
gömlu endurnýjuðu húsi að Laugavegi 4 en þá var verslun að nafni Krákan að leggjast af. Made in Iceland verslunin hefur þá
sérstöðu að í henni er einungis seldur vandaður varningur sem er framleiddur hérlendis eins og nafnið gefur til kynna.
Í fyrra setti Sigurður á fót listagallerí sem ber nafnið Listfléttan á Laugavegi 1. Hann segist sjálfur ekki hafa mikið vit á
list en fái gott fólk til liðs við sig til að velja myndir og myndverk inn í galleríið. Hann segir ennfremur að það hafi komið sér
svolítið á óvart að erlendir ferðamenn eru um það bil 70% viðskiptavina og telur hann að þar skipti staðsetningin megin máli.
Gallerí vanti oft í hringiðuna og góð myndlist er mikils metin. Fólk kaupi eðli málsins vegna oftar myndverk sem það getur tekið með
heim en undrun sætir hversu oft fólk kaupi verk sem eru það stór að það verði að senda þau sérstaklega.
Þrátt fyrir mikil umsvif í verslunarrekstri hérlendis á umliðnum árum fer fjarri að Sigurður líti stórt á sig. Hann vilji
til dæmis ekki kalla sig framkvæmdastjóra eða þvíumlíkt. Hann sé fyrst og fremst verslunarmaður. Hann beri mikið traust til síns
starfsfólks og saman vinni þau að því að gera reksturinn og þjónustuna betri ár frá ári.“
Frétt og mynd af Akureyrivikublað.is.
Mynd: Akureyri Vikublað.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarstjorn-og-borgarstjorn-funda-i-hofi
|
Bæjarstjórn og borgarstjórn funda í Hofi
Í dag, föstudaginn 8. febrúar kl. 16.00, verður haldinn í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri sameiginlegur fundur bæjarstjórnar Akureyrar og
borgarstjórnar Reykjavíkur. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir að markmið fundarins sé fyrst og fremst að
ræða sameiginleg hagsmunamál, sem séu fjölmörg, og efla kynni borgarfulltrúa í höfuðborg Íslands og bæjarfulltrúa í
höfuðstað Norðurlands.
Fundurinn verður opinn áhorfendum sem koma í Hof og einnig sendur út í beinni útsendingu á
sjónvarpsstöðinni N4. Áður en fundurinn hefst verður borgarfulltrúum boðið í kynnisferð um Akureyri og skoða þeir meðal annars
aðstöðuna á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli.
Dagskrá fundarins er sem hér segir:
Samvinna Akureyrar og Reykjavíkur
Samgöngumál
Velferðarmál
Fræðslu-, frístundar- og menningarmál
Áætluð fundarlok eru um kl. 18.00.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samstarf-sveitarfelaganna-eflt
|
Samstarf sveitarfélaganna eflt
Borgarstjórn Reykjavíkur kom í opinbera heimsókn til Akureyrar í gær. Farið var í góða kynnisferð í Hlíðarfjall
þar sem sumir renndu sér á skíðum og að því loknu var haldinn sameiginlegur fundur bæjarstjórnar Akureyrar og borgarstjórnar
í Menningarhúsinu Hofi. Á fundinum var meðal annars rætt um samvinnu sveitarfélaganna, samgöngumál, velferðarmál, fræðslu-,
frístundar- og menningarmál.
Að fundinum loknum var samþykkt svohljóðandi bókun:
Borgarstjórn Reykjavíkur og bæjarstjórn Akureyrar fagna sameiginlegum fundi sem fram fór þann 8. febrúar 2013 og sammælast um að efla
samstarf sveitarfélaganna í framtíðinni. Skipaður verði formlegur samstarfsvettvangur þeirra sem skipaður verði fjórum fulltrúum
frá hvoru sveitarfélagi.
Meðfylgjandi eru myndir frá heimsókn borgarfulltrúanna til Akureyrar sem Ragnar Hólm Ragnarsson tók.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/bollad-i-grimsey
|
"Bollað" í Grímsey
Bolludagurinn er í dag og honum fagna landsmenn með ýmiskonar hætti. Grímseyingar eru þar engin undantekning og kl. 4.00 í nótt hittust
grunnskólakrakkar Grímseyjar í félagsheimilinu Múla til þess að leggja á ráðin. Eftir stuttan fund lá leið þeirra
í syðsta hús eyjarinnar þar sem haldið var rakleiðis inn í svefnherbergi húsráðenda og þeir “bollaðir”. Að
þessari heimsókn lokinni tók sú næsta við og klukkutíma síðar höfðu krakkarnir heimsótt öll ólæst hús
í Grímsey. Húsráðendur voru margir hverjir undirbúnir og verðlaunuðu gestina með sælgæti. Hefð er fyrir því að
gefa frí í skólanum í Grímsey á bolludag í stað öskudags og krakkarnir geta því notið sælgætisins í
ró og næði það sem eftir lifir dagsins.
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/namskeid-og-fyrirlestur-um-skidaidkun-fatladra
|
Námskeið og fyrirlestur um skíðaiðkun fatlaðra
Um komandi helgi mun Beth Fox, þrautreyndur amerískur leiðbeinandi í skíðaiðkun fatlaðra, kenna á námskeiði í
Hlíðarfjalli auk þess að halda fyrirlestur um þetta málefni. Beth Fox hefur kennt fötluðu fólki á skíði í 25 ár
jafnframt því að vera framkvæmdastjóri National Sports Center for Disabled (NSCD) sem sérhæfir sig í útivist fatlaðs fólks.
Skíðanámskeiðið í Hlíðarfjalli verður dagana 15.-17. febrúar og hefst með fyrirlestri um helstu atriði sem þarf að hafa
í huga þegar fólki með þroskahamlanir og fólki á einhverfurófi er kennt á skíði. Námskeiðið er ætlað
einstaklingum með þroskahamlanir og/eða röskun á einhverfurófi og hins vegar skíðakennurum, leiðbeinendum og öðrum sem hafa áhuga
á skíðaiðkun fatlaðra. Síðari tvo námskeiðsdagana verður skíðakennsla í Hlíðarfjalli.
Beth Fox mun einnig halda tvo fyrirlestra um þessi málefni á Akureyri föstudaginn 15. febrúar kl. 13 í Lionssalnum, Alþýðuhúsinu
við Skipagötu og í Reykjavík mánudaginn 18. febrúar. Þar verður fyrirlsesturinn í Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar,
Hátúni 12 og hefst kl. 17.
Að námskeiðinu og fyrirlestrunum standa Vetraríþróttamiðstöð Íslands, Íþróttasamband fatlaðra, Hlíðarfjall
og NSCD, Winter Park Colorado.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/athafna-verslunar-og-thjonustusvaedi-vid-midhusabraut-suluveg-skipulagslysing
|
Athafna-, verslunar- og þjónustusvæði við Miðhúsabraut Súluveg, skipulagslýsing
Unnið er að gerð aðalskipulagsbreytingar og nýs deiliskipulags fyrir athafna-, verslunar- og þjónustusvæði við Miðhúsabraut -
Súluveg.
Bæjarstjórn Akureyrar hefur lagt fram til kynningar lýsingu á skipulagsverkefninu og liggur hún frammi í þjónustuanddyri
Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð. Skipulagslýsinguna er einnig aðgengileg hér fyrir neðan:
Súluvegur - Míðhúsabraut, skipulagslýsing
Þeim sem vilja koma ábendingum til skipulagsnefndar er bent á að senda þær til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð,
600 Akureyri eða í tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Ábendingar þurfa að berast fyrir
13. mars 2013.
13. febrúar 2013
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nidurstada-baejarstjornar-akureyrarkaupstadar-i-skipulagsmalum
|
Niðurstaða bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar í skipulagsmálum
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 5. febrúar 2013 samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, vegna svæðis fyrir
þjónustustofnanir og íbúðasvæði í Giljahverfi og breytingu á deiliskipulagi Giljahverfis og deiliskipulagi Borgarbrautar -
Vestursíðu.
Breytingarnar fela m.a. í sér að gert er ráð fyrir hringtorgi á gatnamótum Bugðusíðu og Borgarbrautar, nýrri lóð sunnan
Borgarbrautar með aðkomu frá hringtorgi og stækkun á lóð Giljaskóla.
Tillögur að breytingum voru auglýstar samhliða frá 28. nóvember 2012 til 9. janúar 2013. Alls bárust 8 athugasemdir. Bæjarstjórn hefur
afgreitt þær og sent þeim sem gerðu athugasemdir umsögn sína. Athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga. Leiðrétt hljóðskýrsla
barst eftir að athugasemdarfresti lauk sem hafði áhrif á þörf fyrir hljóðvarnir og var gerð breyting á skipulagsgögnum til
samræmis.
Skipulagstillögurnar hafa verið sendar Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindanna.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögurnar og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar,
Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.
13. febrúar 2013
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nidurstada-baejarstjornar-akureyrarkaupstadar-i-skipulagsmalum-deiliskipulag-brekkuskola-og-nagrennis
|
Niðurstaða bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar - Deiliskipulag Brekkuskóla og nágrennis
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 5. febrúar 2013 samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir Brekkuskóla og nágrenni.
Deiliskipulagið er heildarendurskoðun eldra skipulags. Helstu breytingar varða aðkomu og umferð gangandi og akandi vegfarenda.
Tillagan var auglýst frá 12. september til 24. október 2012. 32 athugasemdir bárust. Bæjarstjórn hefur afgreitt þær og sent þeim sem
gerðu athugasemdir umsögn sína. Athugasemdir gáfu tilefni til breytinga á tillöguninni hvað varðar m.a. þrengingar á akstursleiðum og
gönguhlið til að hægja á umferð þar sem göngustígar og akstursleiðir krossast.
Skipulagstillagan hefur verið send Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindisins.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar,
Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.
13. febrúar 2013
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/afrakstur-afmaelisars-vardveittur
|
Afrakstur afmælisárs varðveittur
Vaskir nemendur í 6. bekk Síðuskóla afhentu í gær Haraldi Þór Egilssyni, safnstjóra Minjasafnsins á Akureyri, tvö veggteppi
sem þau unnu árið 2012 í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarbæjar.
„Teppin eru unnin þannig að við hönnuðum okkar munstur í pappír sem við síðan klipptum út og útfærðum í
textíl. Við notuðum síðan saumavélar til að festa niður. Veggteppin eiga að lýsa fjölbreytileika mannlífsins á Akureyri. Við
erum öll einstök en þegar við komum saman myndum við eina heild," sagði Hulda Karen Ingvarsdóttir fulltrúi 6. bekks Síðuskóla. Í
teppinu má einnig sjá afmælismerki bæjarins ásamt afmælisárinu.
Markmið er að varðveita valin verk sem skólarnir unnu að í tilefni afmælisársins og er verk krakkanna úr Síðuskóla hið
fyrsta sem tekið er til varðveislu. Hver veit nema að þau mæti til að skoða eigin verk á 200 ára afmæli bæjarins 2062?
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/oskudagurinn-a-akureyri-3
|
Öskudagurinn á Akureyri
Krakkarnir á Akureyri gengu að venju búð úr búð í dag og fengu sælgæti að launum fyrir að syngja alls kyns söngva.
Þegar leið að hádegi voru nammipokarnir flestir orðnir úttroðnir og víst er að víða er veisla í vændum.
Ýmsar upplýsingar um öskudaginn er að finna á Wikipediu, frjálsa
alfræðiritinu.
Meðfylgjandi myndir tók Ragnar Hólm á ferð sinni um Akureyri í morgun. Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfur
og fletta á milli þeirra.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/menningarsjodur-og-husverndarsjodur
|
Menningarsjóður og Húsverndarsjóður
Stjórn Akureyrarstofu úthlutar styrkjum úr Menningarsjóði Akureyrarbæjar og er hlutverk sjóðsins að styrkja listastarfsemi og aðra
menningarstarfsemi á Akureyri. Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri Ráðhússins, Geislagötu 9, og er hægt að nálgast
eyðublöðin þar eða hér á heimasíðunni. Þess skal vandlega gætt
að allar umbeðnar upplýsingar komi fram.
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2013.
Stjórn Akureyrarstofu úthlutar einnig úr Húsverndarsjóði og verða að þessu sinni veittir tveir styrkir, hvor um sig að upphæð
450.000 kr. Sjóðurinn styrkir viðhald á friðuðum húsum og húsum sem hafa varðveislugildi á Akureyri. Umsóknum skal skilað í
þjónustuanddyri Ráðhússins, Geislagötu 9, eða á tölvutæku formi í netfangið huldasif@akureyri.is.
Hægt er að nálgast eyðublöð í Ráðhúsinu og á heimasíðu Akureyrarbæjar. Þess skal vandlega gætt að allar umbeðnar upplýsingar komi fram.
Umsóknarfrestur er til 22. febrúar 2013.
Upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir, verkefnastjóri á Akureyrarstofu, í netfanginu huldasif@akureyri.is.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/eljagangur-hefst-a-fimmtudag-1
|
Éljagangur hefst á fimmtudag
Vetrar- og útivistarhátíðin Éljagangur fer fram á Akureyri dagana 14.-17. febrúar. Dagskrá hátíðarinnar er stútfull af
skemmtilegum atriðum og viðburðum fyrir unga sem aldna og það eina sem þarf er að hafa unun af hvers konar útivist, snjó og rauðum eplakinnum.
Snjókarlinn Frosti tekur fagnandi á móti gestum Éljagangs en hann er þessa stundina að koma sér fyrir á Ráðhústorgi,
bústinn og sællegur.
Að hátíðinni standa Hlíðarfjall, Skíðarfélag Akureyrar, Vetraríþróttamiðstöð Íslands, EY-LÍV
félag vélsleðamanna í Eyjafirði, Akureyrarstofa, Blek Hönnun og KKA Aksturíþróttafélag.
Hver viðburðurinn rekur annan á hátíðinni og má þar nefna DC Brettakeppni og Session í miðbænum og í Hlíðarfjalli,
sleðaspyrnu í Hlíðarfjalli, Ískrossmót á Leirutjörn, Vasaljósagöngu í Hlíðarfjalli,
snjóflóðaflóðanámskeið, klifur í klifurvegg björgunarsveitarinnar Súlna, snjóþrúgugöngu á
Súlumýrum, hundasleðakynningu að Hömrum, vélsleðaferðir, undirbúningsnámskeið í Hlíðarfjalli fyrir keppnina Hraðasti
maður Íslands, íshótelið IGLOO, þyrluútsýnisflug og þyrsluskíðamennsku í Hlíðarfjalli, Kósýkvöld
í Sundlaug Akureyrar með slökunartónlist, nuddi og huggulegheitum, Bautatölt í Skautahöllinni, Tækjadelluball í Sjallanum og tónleika
í Hofi og á Græna hattinum.
Þetta er aðeins lítið brot af þeirri frábæru dagskrá sem Éljagangur býður upp á dagana 14.-17. febrúar.
Dagskránna í heild má sjá á vef hátíðarinnar www.eljagangur.is og einnig á
Facebook undir eljagangur.
Ráðhústorgið í dag. Mynd: Ragnar Hólm.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-134-2013-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-hrafnabjorg-1-og-raudamyri-11
|
Nr. 134/2013. AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Hrafnabjörg 1 og Rauðamýri 11
Breyting á deiliskipulagi Hrafnabjarga – Hrafnabjörg 1.
Skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar hefur þann 30. janúar 2013 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt
deiliskipulagsbreytingu fyrir Hrafnabjörg. Breytingin felur í sér að byggingarreitur á lóð nr. 1 við Hrafnabjörg stækkar og bílgeymsla
skal vera stakstæð.
Breyting á deiliskipulagi Mýrarhverfis – Rauðamýri 11.
Skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar hefur þann 30. janúar 2013 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt
deiliskipulagsbreytingu fyrir Mýrarhverfi. Breytingin felur í sér að byggingarreitur fyrir bílgeymslu á lóð nr. 11 við Rauðumýri
stækkar. Hámarksstærð bílgeymslunnar eykst úr 32 m² í 69 m².
Deiliskipulagstillögurnar hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þær þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 31. janúar 2013,
Anna Bragadóttir,
verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild - Útgáfud.: 14. febrúar 2013
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/lif-og-fjor-a-eljagangi
|
Líf og fjör á Éljagangi
Vetrar- og útivistarhátíðin Éljagangur hefur staðið yfir á Akureyri um helgina. Dagskrá hátíðarinnar hófst á
fimmtudaginn kl. 6.30 með morgunskokki Arctic Running og lýkur í kvöld kl. 22.00 með Norðurljósaferð Saga Travel. Góð aðsókn hefur
verið á fjölbreytta viðburði Éljagangs og skemmtileg stemning ríkt á meðal hátíðargesta og keppenda.
Að hátíðinni standa Hlíðarfjall, Skíðafélag Akureyrar, Vetraríþróttamiðstöð Íslands, EY-LÍV
félag vélsleðamanna í Eyjafirði, Akureyrarstofa, Blek Hönnun og KKA Akstursíþróttafélag.
Meðfylgjandi myndir tók Auðunn Níelsson á ferð sinni um Akureyri um helgina. Smellið á myndirnar til að sjá stærri
útgáfur og fletta á milli þeirra.
Nánari upplýsingar um Éljagang má finna HÉR.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/maispokar-fyrir-lifraent
|
Maíspokar fyrir lífrænt
Nú stendur yfir dreifing á maíspokum fyrir lífrænt sorp. Hver íbúð fær 100 poka (tvær rúllur) að þessu sinni.
Í haust verður aftur dreift pokum en nánari tímasetning og fyrirkomulag hafa ekki verið ákveðin.
Frétt af heimasíðu framkvæmdadeildar.
Sorpílát fyrir lífrænt.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagur-tonlistarskolanna-i-hofi-1
|
Dagur tónlistarskólanna í Hofi
Haldið verður upp á dag tónlistarskólanna með dagskrá í Hofi laugardaginn 23. febrúar frá kl. 10-17. Á tónleikum koma
fram nemendur á öllum stigum, einir eða í hópum, stórum sem smáum. Má segja að þetta sé einn stærsti viðburður
ársins hjá tónlistarskólunum.
Hljóðfærakynning verður kl. 11 í Hamraborg. Ratleikur hefst klukkan 12 og eru vegleg verðlaun í boði. Eftir hljóðfærakynningu verða
kennslustofur opnar þar sem gestir geta reynt sig við hin ýmsu hljóðfæri. Á hljómsveitatónleikum kl. 13 verður tekið við
frjálsum framlögum til styrktar ferðasjóðum strengja- og blásarasveita sem fara í ferðalag til Póllands og Spánar í vor.
Kl. 12-14 verða kennslustofur opnar. Samtímis verður ratleikur þar sem fara þarf milli kennslustofanna og svara léttum spurningum sem tengjast
hljóðfærunum í stofunum.
Pizzusneiðar verða til sölu á góðu verði allan daginn hjá 1862 Nordic Bistro.
Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu skólans www.tonak.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/frettabref-akureyrarstofu-um-atvinnumal
|
Fréttabréf Akureyrarstofu um atvinnumál
Út er komið fyrsta tölublað fréttabréfs Akureyrarstofu um atvinnumál sem ber heitið Atvinnulíf á Akureyri. Útgáfan er
ætluð til upplýsingagjafar og aukinnar umræðu um atvinnumál á Akureyri og er dreift til atvinnurekenda bæjarins, og þeirra sem þess
óska, með tölvupósti. HÉR má sjá fyrsta tölublaðið. Þeir sem hafa áhuga á að gerast áskrifendur eru beðnir að skrá sig á
póstlistann vinstra megin við greinar útgáfunnar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kyrrdin-i-grimsey-er-dasamleg
|
"Kyrrðin í Grímsey er dásamleg"
Hollenska listakonan Astrid Nobel dvaldist í Grímsey á dögunum en þangað kom hún í fyrsta sinn fyrir þremur árum síðan.
Þá tók hún margar ljósmyndir af sjónum sem höfðu mikil áhrif á hana og hennar listsköpun. “Í Grímsey er
einfaldlega dásamlegt að vera og þótt að veðrið hafi ekki verið upp á sitt allra besta þá bætti kyrrðin það sannarlega
upp,” segir Astrid.
“Ég kom til þess að vinna við skúlptúra og teikningar í ró og næði og var ekki einu sinni tengd internetinu en sendi
þó heim þrjú sms skilaboð til þess að láta vini og ættingja vita af mér. Kærastinn minn, Thys de Vlieger, kom svo til mín
þegar 10 dagar voru liðnir af dvölinni en hann er tónlistar- og kvikmyndagerðarmaður sem hefur líka komið áður til Grímseyjar til
þess að sækja sér myndefni og andagift. Það er svo gott að koma til Grímseyjar því okkur finnst alltof mikil læti og mannmergð
í Hollandi. Í rauninni viljum við bæði búa á Íslandi og þá helst í Grímsey, segir listakonan Astrid Nobel með bros
á vör.”
Thys de Vlieger og Astrid Nobel .
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-rannsokn-a-launakjorum-starfsfolks-baejarins
|
Ný rannsókn á launakjörum starfsfólks bæjarins
Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) gerði úttekt á launakjörum starfsfólks
Akureyrarbæjar árið 2012 og var rannsókninni sérstaklega ætlað að varpa ljósi á hugsanlegan kynbundinn launamun meðal starfsmanna
bæjarins.
Helstu niðurstöður eru að óútskýrður launamunur karla og kvenna var 3,9% í heildarlaunum starfsfólks í fullu starfi þegar
búið var að taka tillit til menntunar, starfs, deildar, aldurs, starfaldurs og vinnutíma. Óútskýrður launamunur karla og kvenna var 1,5% í
dagvinnulaunum starfsfólks uppreiknuð miðað við fulla stöðu þegar búið var að taka tillit til menntunarálags, starfs, deildar, aldurs,
starfaldurs og vinnutíma, körlum í vil.
Í úttekt sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði árið 1998 á launum starfsfólks Akureyrarbæjar kom
í ljós að þegar búið var að taka tillit til menntunar, starfs, deildar, aldurs, starfaldurs og vinnutíma voru heildarlaun kvenna 8% lægri en
heildarlaun karla. Þessi munur var kominn niður í 2-3% árið 2007 en hefur nú hækkað lítillega aftur og er 3,9% í þessari nýju
rannsókn RHA.
Hvað dagvinnulaunin varðar þá kom í ljós í úttektinni árið 2007 að þegar búið var að taka tillit til
áhrifaþátta voru dagvinnulaun kvenna 1,0% hærri en dagvinnulaun karla. Nú hefur þetta snúist við og hafa konur nú 1,5% lægri
dagvinnulaun en karlar að teknu tilliti til áhrifaþátta.
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segist ánægður með að þessi rannsókn hafi verið gerð og telur
mikilvægt að slík vinna fari reglulega fram. „Ég gerði mér vonir um að niðurstaðan væri ekki síðri en árið 2007 og
helst betri því auðvitað á kynbundinn launamunur ekki að þekkjast. Hins vegar kemur í ljós að það hefur heldur sigið á
ógæfuhliðina ef svo má að orði komast þótt breytingin sé ekki mikil og kynbundinn launamunur hjá okkur sé talsvert minni en
hjá öðrum miðað við kannanir. Nú er það okkar hlutverk að rýna í tölurnar og skoða hvar við getum bætt okkur.“
segir Eiríkur Björn.
Bæjarráð, samfélags- og mannréttindaráð og kjarasamninganefnd Akureyrarbæjar hafa ákveðið að stofna vinnuhóp sem hefur
það hlutverk að greina ástæður þess að munur mælist á launum kynjanna og gera tillögur að úrbótum.
Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Halla Björk Reynisdóttir formaður bæjarráðs, Katrín Björg Ríkarðsdóttir
framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar, Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri Akureyrarbæjar og Hjördís
Sigursteinsdóttir sérfræðingur hjá RHA.
Frá blaðamannafundi í morgun.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/atli-vidar-er-listamadur-an-landamaera
|
Atli Viðar er listamaður án landamæra
Í morgun var tilkynnt í Ketilhúsinu á Akureyri að Atli Viðar Engilbertsson er listamaður Listar án landamæra árið 2013. List
án landamæra er árleg listahátíð með áherslu á fjölbreytileika mannlífsins. Í vor verður tíunda
hátíðin sett þann 18. apríl. Á hátíðinni vinnur listafólk saman að list með margbreytilegri útkomu. Það
leiðir til auðugra samfélags og aukins skilnings manna á milli. Hátíðin er vettvangur viðburða. Hún er síbreytileg og lifandi og er
haldin um allt land. Markmið hátíðarinnar er að auka aðgengi, fjölbreytni og jafnrétti í menningarlífinu. Að koma list fólks með
fötlun á framfæri og koma á samstarfi á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks. Sýnileiki ólíkra einstaklinga er
mikilvægur, bæði í samfélaginu og í samfélagsumræðunni og hefur bein áhrif á jafnrétti á öllum sviðum.
Á hverju ári er valinn listamaður hátíðarinnar hjá List án landamæra hvers verk prýða kynningarefni
hátíðarinnar það árið. Árið 2011 var það Guðrún Bergsdóttir útsaumslistakona sem hlaut tilnefninguna og
sýndi hún verk sín í Hafnarborg í Hafnarfirði. Ísak Óli Sævarsson var listamaður hátíðarinnar 2012 og sýndi
verk sín í Norræna húsinu. Í morgun var svo tilkynnt að Atli Viðar hljóti þennan heiður árið 2013. Fimm tilnefningar
bárust og í dómnefnd sátu fulltrúar Listasafns Reykjavíkur, Kling og Bang gallerís og Ísak Óli Sævarsson listamaður
hátíðarinnar 2012 ásamt Sævari Magnússyni.
Atli Viðar Engilbertsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/la-frumsynir-kaktusinn
|
LA frumsýnir Kaktusinn
Föstudaginn 1. mars verður leikverkið Kaktusinn eftir þýska rithöfundinn og mannréttindalögfræðinginn Juli Zeh frumsýnt. Verkið er
magnað og skoplegt ólíkindaverk um ótta og öryggisfíkn, raunveruleika og skáldskap.
Verkið gerist á lögreglustöð í Frankfurt. Ungur tyrknesk-ættaður lögregluþjónn, Cem, hefur aðstoðað
leynilögreglumanninn Jochen við að handtaka meintan hryðjuverkamann. Hryðjuverkamaðurinn sem rekur rætur sínar til Kaliforníu og gengur undir nafninu
Carnegie Gigantae er hins vegar grunsamlega líkur stórum kaktusi. Jochen heldur því fram að hann hafi aflað gagna sem sanni svo ekki verði um villst að
Kaliforníubúinn umræddi sé hættulegur glæpamaður og hefur því samband við yfirmann sinn, frú Schmidt, til þess að
láta hana vita af handtökunni. Þeir félagarnir reyna síðan ýmsar hefðbundar yfirheyrsluaðferðir, en hinn ókunni er þögull sem
gröfin. Skömmu síðar rekst Súsí, ung lögreglukona, inn á skrifstofuna, og verður þar með hluteigandi að málinu, og þegar
frú Schmidt birtist tekur atburðarásin óvænta og afdrifaríka stefnu.
Leikarar eru: Aðalbjörg Árnadóttir, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Einar Aðalsteinsson og Hannes Óli Ágústsson. Leikstjórn er
í höndum Ragnheiðar Skúladóttur, leikhússtjóra LA, Tinna Ottesen hannar sviðsmynd og búninga, Jóhann Bjarni Pálmason er
hönnuður lýsingar og Þóroddur Ingvarsson sér um hljóðmynd.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/aaron-walker-heimsaekir-akureyri
|
Aaron Walker heimsækir Akureyri
Á síðasta ári lýstu Akureyri og Denver vilja til að taka upp vinabæjarsamband á sviði menningar, menntunar og viðskipta. Nú hefur
fyrsti menningarviðburðurinn verið skipulagður en Akureyrarstofa og Tónlistarskólinn á Akureyri hafa í samvinnu við Icelandair boðið Aaroni
Walker, gítarleikara frá Denver, til tónleikahalds og kennslu í Tónlistarskólann á Akureyri dagana 28. febrúar til 3. mars.
Aðaltónleikarnir verða á Græna Hattinum 28. febrúar og hefjast kl. 21. Aaroni til aðstoðar verða Hjörleifur Örn Jónsson,
Pétur Ingólfsson, Risto Laur ásamt Birni Thoroddsen. Aaron er þekktur í Denver bæði sem tónleikahaldari og tónlistarmaður. Tónlist
í anda Django Reinhardt er hans uppáhald og hefur hann leikið með mörgum nafntoguðum djangojazzleikurum. Það verður því sannkölluð
gítarveisla á Græna Hattinum fimmtudagskvöldið 28. febrúar.
Aaron Walker heimsækir Akureyringa í góðri samvinnu við Icelandair.
Björn Thoroddsen
Aaron Walker
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sumarstorf-hja-akureyrarbae-2015
|
Sumarstörf hjá Akureyrarbæ 2013
Umsóknartímabil sumarstarfa hjá Akureyrarbæ er hafið og stendur til 13. mars nk. Margvísleg störf eru í boði, svo sem á
sambýlum, í öldrunarþjónustu, íþróttamannvirkjum, skrifstofustörf o.fl.
Allir umsækjendur þurfa að sækja um rafrænt og verður öllum
umsækjendum svarað. Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða á Amtsbókasafninu og í
þjónustuanddyri Ráðhússins.
Leiðbeiningar um hvernig sótt er um starf er að finna hér.
Við hvetjum konur jafnt sem karla til þess að sækja um störf hjá Akureyrarbæ og skoða með opnum huga þau störf sem í boði eru
– því ekki að komast út úr hefðbundnum kynhlutverkum og prófa eitthvað nýtt?
Stelpur/konur: Því ekki að sækja um störf t.d. í gatnagerð eða við garðslátt?
og
Strákar/karlar: Hvernig væri að sækja um umönnunarstörf t.d. á sambýlum og á dvalarheimili aldraðra?
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/breytt-asynd-midbaejarins
|
Breytt ásýnd miðbæjarins
Breytingar standa nú fyrir dyrum á Hótel Kea og munu þær hafa talsverð áhrif á ásýnd miðbæjarins. Þar auki er
akureyrska fyrirtækið Keahótel að færa út kvíarnar og mun innan tíðar opna nýtt hótel í Reykjavík sem verður
það þriðja sem Keahótel reka í höfuðborginni. Nýja hótelið heitir Reykjavík Lights og er að Suðurlandsbraut 12. Samtals
verða þá sex hótel innan vébanda fyrirtækisins. Hönnunarstjóri og arkitekt verkefnisins er Helga Lund.
"Það eru ákaflega spennandi tímar framundan hjá Hótel Kea. Við erum að ráðast í miklar breytingar á
móttökuhæð hótelsins auk þess sem að Hamborgarafabrikkan opnar á jarðhæðinni," segir Páll L. Sigurjónsson,
framkvæmdarstjóri og einn eigenda Keahótela.
"Hugmyndafræðin á bak við hönnun Hótel Kea er tímalaus og endurspeglar hlýlegan og klassískan stíl þess. Hönnunin þarf
að standast væntingar til framtíðar og vera jafn fáguð að 20 árum liðnum. Þá þarf hún að höfða til
íslendinga jafnt sem erlendra ferðamanna. Helstu breytingarnar felast í því að settur verður nýr bar og "lounge" þar sem nú er
gestamóttaka hótelsins. Jafnframt verður útisvæði tengt veitingstaðnum þar sem hægt verður að njóta veitinga á einu
sólríkasta horni miðbæjarins. Einnig verður sérsniðið nýtt konsept fyrir veitingastað og bar. Það er heiður að fá
þetta verkefni til okkar þar sem að Hótel Kea er eitt af kennileitum Akureyrar," segja hönnuðir verksins en þau eru Hallgrímur Friðgeirsson
innanhússarkitekt og Friðrika Hjördís Geirsdóttir.
Á nýja hótelinu í Reykjavík verða 105 vel útbúin herbergi, bar, fundarsalur og veitingastaður og yfirbyggð bílageymsla.
Hótelið er afar vel staðsett við útivistar- og íþróttasvæðin í Laugardalnum og eins gagnvart miðbænum.
Hótel Kea - "lounge".
Hótel Kea, útisvæði.
Hamborgarafabrikkan séð úr Hafnarstræti.
Reykjavík Lights.
Mynd: Auðunn Níelsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/mikil-fjolgun-ferdamanna-i-grimsey
|
Mikil fjölgun ferðamanna í Grímsey
Samkvæmt farþegatölum frá Grímseyjarferjunni Sæfara voru farþegar ferjunnar 3.088 árið 2007 en 6.535 árið 2012.
Farþegafjöldinn hefur því rúmlega tvöfaldast á 5 árum og eru erlendir farþegar í meirihluta 6 mánuði ársins. Til
viðbótar hafa skemmtiferðaskip einnig viðkomu í Grímsey og er von á fjórum þeirra næsta sumar. Árið 2008 var tekin í
notkun ný Grímseyjarferja fyrir 108 farþega og siglir hún þrisvar sinnum í viku á milli Dalvíkur og Grímseyjar allan ársins
hring.
Flugfélagið Norlandair flýgur á milli Akureyrar og Grímseyjar og er farþegafjöldi þess svipaður á milli ára en þó
benda forsvarsmenn félagsins á að áhugi útlendinga yfir vetrartímann er greinilega að aukast. Yfir sumartímann er hlutfall erlendra
farþega á bilinu 55%-62% af heildarfjöldanum þegar litið er til áranna 2008-2012.
Mynd: Friðþjófur Helgason.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/breyting-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018-vegna-thettbylismarka
|
Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 vegna þéttbýlismarka
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 19. febrúar 2013 samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018.
Breytingin felur í sér að þéttbýlismörk ofan byggðar á Akureyri eru færð ofar þannig að meginhluti landnotkunarreita
verður innan þeirra. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli, hverfisverndarsvæði á Glerárdal og vatnsverndarsvæði verða
utan þess.
Tillagan var auglýst frá 17. október til 28. nóvember 2012. Tvær athugasemdir bárust. Bæjarstjórn hefur afgreitt þær og sent
þeim sem gerðu athugasemdir umsögn sína. Athugasemd gaf tilefni til breytinga á tillöguninni hvað varðar sveitarfélasmörk að norðan
við Hörgársveit.
Önnur breyting var gerð eftir auglýsingu en með henni voru þéttbýlismörkin norðan Hlíðarfjallsvegar færð að hluta til ofar
í hlíðina og fylgja nú fjallgirðingu lengra til norðurs og frá henni norður að sveitarfélagamörkum. Mannvirki ofan
Lögmannshlíðarvegar eru því innan þéttbýlismarka.
Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindisins.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til skipulagsdeildar
Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-153-2013-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-adalstraeti-4-og-urdargil-22
|
Nr. 153/2013 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Aðalstræti 4 og Urðargil 22
Breyting á deiliskipulagi Innbæjarins – Aðalstræti 4.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 5. febrúar 2013 í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt
deiliskipulagsbreytingu fyrir Aðalstræti 4. Breytingin felur í sér að á lóð nr. 4 við Aðalstræti er heimilt að vera með 4
íbúðir. Jafnmörg bílastæði verða innan lóðarinnar.
Breyting á deiliskipulagi Giljahverfis – Urðargil 22. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 5. febrúar 2013 í
samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Urðargil 22. Breytingin felur í sér að lóð nr. 22
við Urðargil stækkar til vesturs.
Deiliskipulagstillögurnar hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þær þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 6. febrúar 2013,
Anna Bragadóttir,
verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild - Útgáfud.: 21. febrúar 2013
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/opnanir-i-listagilinu-1
|
Opnanir í Listagilinu
Á morgun, laugardag kl. 15.00, opna tvær sýningar í Listagilinu; Annars vegar sýning á verkum alþýðulistamannsins og
völundarins Guðmundar Viborg Jónatanssonar (1853-1936) í Ketilhúsinu og hins vegar sýningin “Víxlverkun” í Deiglunni þar sem gefur
að líta verk listakvennanna D. Írisar Sigmundsdóttur og Herthu Maríu Richardt Úlfarsdóttur.
Myndir Guðmundar Viborg Jónatanssonar eru markverð viðbót við það stóra safn myndverka eftir sjálflærða listamenn sem smám
saman hefur komið fram á sjónarsviðið á Íslandi á undanförnum áratugum. Viðfangsefnið er óútreiknanlegur
margbreytileiki lífsins, tjáður af hreinskilni og leikgleði.
Guðmundur starfaði lengi við sjómennsku og vélstjórn m.a. á gufuskipum Norðmanna og á gufubátnum Hvítá . Eftir 1910
stundaði hann gullsmíði í Reykjavík til dauðadags, enda völundur bæði á tré og járn, og raunar hvaða efni sem hann tók
sér í hendur. Fyrir utan myndirnar, liggja margir fagrir skrautgripir s.s. skart, borðbúnaður, drykkjarhorn og silfurskildir eftir Guðmund Viborg sem var undarleg
blanda af praktískum handverksmanni og örgeðja sveimhuga, upptendraður af hugmyndum þjóðernisrómantískrar sjálfstæðisbaráttu
19. aldar. Myndir hans eru ekki einasta heimildir um viðhorf 19. aldar fjölhaga, heldur áhrifamikil myndgerving þeirra viðhorfa.
Sýningin stendur til 31. mars og er opin alla daga nema mánudaga og þriðjudaga kl. 13.00-17.00.
Víxlverkun Írisar og Herthu
Blíðlyndi, leikgleði, húmor, skelfing, ofsi, togstreita, húmor og ádeila eru nokkur orð sem lýsa myndverkum þeirra Írisar og Herthu.
Í teikningum sínum leika þær sér að þeirri mynd sem samfélagið dregur upp af kvenmönnum og kvenmannslíkamanum; þeim
kröfum, þankagangi, sársauka og fegurð sem er ítrekað otað að einstaklingum samfélagsins. Þetta eru þeir sameiginlegu
þræðir sem binda annars ólík myndverk þessara tveggja myndlistamanna.
D.Íris Sigmundsdóttir (fædd 1976) útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 2011. Verk
hennar eru “collage” verk eða klippimyndaverk sem unnin eru með blandaðri tækni þar sem blaðaúrklippum, gouache litum, penna og
blýantsteikningum, ýmiskonar efni og öðru tilfallandi er blandað saman til að skapa heildarmyndina. Hertha M.R Úlfarsdóttir (fædd 1983) leggur stund
á kynjafræði við Háskóla Íslands ásamt því að vera starfandi myndlistamaður og skáld. Helstu miðlar eru innsetningar
og teikningar með bleki, vatnslitum og blýanti.
Sýningin stendur til 31. mars og er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14.00-16.00.
Verk eftir D. Írisi og Herthu Maríu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kvoldverdarklubburinn
|
Kvöldverðarklúbburinn
Erlendum blaðamönnum sem sérhæfa sig í umfjöllum um mat og matarmenningu var boðið til landsins af Íslandsstofu nú undir lok
mánaðarins. Þeir tóku þátt í Food & Fun hátíðinni í Reykjavík en var einnig boðið að heimsækja nokkra
staði úti á landi þar sem skipulagðir voru svokallaðir kvöldverðarklúbbar (Supper Club) en það fyrirbæri er að ryðja sér
til rúms víða um lönd.
Föstudaginn 1. mars fór fólkið í skoðunarferð um allan Eyjafjörð þar sem það kynnti sér mat úr héraði en
á fimmtudagskvöld var haldinn kvöldverðarklúbbur í Hafnarvitanum á Oddeyrarbryggju. Þangað komu erlendir blaðamenn og
sjónvarpsupptökulið frá Íslandsstofu auk þess sem erlendum gestum af hótelum bæjarins var boðið ásamt heimamönnum í um 50
manna veislu þar sem matur úr Eyjafirði var kynntur.
Tilgangur heimsóknarinnar var að fá aukna umfjöllun í erlendum fjölmiðlum um Akureyri sem spennandi áfangastað fyrir ferðamenn með
áherslu á ferskan og frábæran mat sem hér er á boðstólum um allan fjörð.
Matreiðslumenn frá veitingastöðunum Bautanum, Rub23 og Strikinu sáu um matseldina og var meðal annars boðið upp á bláskel úr
Hrísey, svartfugl úr Grímsey, glænýjan þorsk, lambakjöt og heilgrillað nautalæri og að lokum kindaís og skyrís frá
Holtseli. Kaldi og Vífilfell buðu upp á drykki sem framleiddir eru í Eyjafirði.
Jólasveinarnir úr Dimmuborgum skemmtu gestum með uppátækjum sínum, Kristján Edelstein lék á gítarinn og sönghópurinn
Hymnodia flutti nokkur lög. Markaðsskrifstofa Norðurlands og Akureyrarstofa stóðu að viðburðinum hér fyrir norðan í samvinnu við
Íslandsstofu.
Myndirnar að neðan tók Ragnar Hólm í og við Hafnarvitann á fimmtudagskvöldið. Smellið á myndirnar til að sjá stærri
útgáfur og fletta á milli þeirra.
Hamingjulandið mitt.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/um-120-hugmyndir
|
Um 120 hugmyndir
Nú hafa um 120 hugmyndir bæjarbúa um úrbætur í umhverfismálum verið skráðar á heimasíðu Akureyrarbæjar.
Framkvæmdaráð óskaði eftir ábendingum um það sem betur má fara og hvernig verja eigi þeim hálfum milljarði króna sem
bæjarstjórn ákvað að veita í sérstakt umhverfisátak næstu fimm árin í tilefni 150 ára afmælis
Akureyrarkaupstaðar.
Fjárveitingin er ætluð til nýframkvæmda og stofnbúnaðarkaupa sem tengjast umhverfismálum í sveitarfélaginu öllu (og einstaka
deildum þess), s.s. endurgerð og nýframkvæmd leikvalla, gerð göngu-, hjóla- og reiðstíga, fegrun og frágang opinna svæða og torga,
skógrækt, grisjun, endurgerð og endurplöntun, frágangi og gerð fólkvanga/útivistarsvæða.
Framkvæmdaráð hefur eftirlit með fjárveitingu hvers árs og framkvæmdadeild mun kostnaðarmeta innsendar hugmyndir og gera tillögur að
framkvæmd verkefna.
Frestur til að skila inn hugmyndum er til 15. mars 2013.
Þú getur sent inn þína hugmynd HÉR.
Þú getur skoðað innsendar tillögur HÉR.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-207-2013-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-brekkuskoli-og-nagrenni
|
Nr. 207/2013 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Brekkuskóli og nágrenni
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 5. febrúar 2013 í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulag
fyrir Brekkuskóla og nágrenni.
Skipulagssvæðið afmarkast af Þórunnarstræti að vestan, Þingvallastræti og Kaupvangsstræti að norðan, Eyrarlandsvegi að austan og
Skólastíg og Hrafnagilsstræti að sunnan. Deiliskipulagið er heildarendurskoðun eldra skipulags og helstu breytingar varða aðkomu og umferð gangandi og
akandi vegfarenda.
Með auglýsingu þessari fellur úr gildi eldra deiliskipulag fyrir Brekkuskóla sem samþykkt var í bæjarstjórn 3. júní 2003 og
birt í B-deild Stjórnartíðinda 29. ágúst 2003, ásamt síðari breytingum.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 18. febrúar 2013,
Anna Bragadóttir,
verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild - Útgáfud.: 4. mars 2013
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/arskort-barna-i-sund-odyrust-a-akureyri
|
Árskort barna í sund ódýrust á Akureyri
Nokkur umræða hefur orðið um gjaldskrár sundstaða í kjölfar úttektar sem verðlagseftirlit ASÍ gerði á dögunum.
Skoðaðar voru gjaldskrár sundstaða hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins og kom m.a. í ljós að stakt gjald í sund er 550 kr.
á Akureyri, í Kópavogi, Mosfellsbæ, Reykjavík, sveitarfélaginu Árborg og sveitarfélaginu Skagafirði. Algengast er að stakur miði
í sund kosti á bilinu 500-550 kr. en ódýrastur er hann á 400 kr. í Reykjanesbæ og Akraneskaupstað.
Árskort barna í sund eru ódýrust á Akureyri eða 2.000 kr. en dýrust eru þau 13.900 kr. á Fljótsdalshéraði og 13.000
í Garðabæ. Tekið skal fram að sums staðar er frítt í sund fyrir börn sem búsett eru í viðkomandi sveitarfélagi. Árskort
fullorðinna eru dýrust á Akureyri, 32.500 kr. en kosta á bilinu 30-30.700 kr. í Garðabæ, Fjarðarbyggð, Fljótsdalshéraði,
Reykjavík, Mosfellsbæ og sveitarfélaginu Skagafirði.
Sundlaugin á Akureyri er ein sú fullkomnasta og vinsælasta á landinu öllu. Þar er að finna tvær 25 m útilaugar og 12,5 m innilaug, tvær
rennibrautir fyrir börnin, busllaug, þrjá heita potta úti og einn innipott, eimbað og gufubað. Að fara í sund er heilsusamleg skemmtun og
ódýr ef miðað er við ýmsa aðra heilsurækt sem fólki býðst.
Mynd: Auðunn Níelsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hraedast-karlar-gamalt-folk-1
|
Hræðast karlar gamalt fólk?
Á Öldrunarheimilum Akureyrar (ÖA) starfa einungis níu karlar við umönnun í tæplega sex stöðugildum og eru konur um 97%
starfsmannahópsins. Í von um að hægt verði að leiðrétta nokkuð þetta mjög svo ójafna kynjahlutfall hefur nú verið
gripið til þess ráðs hjá ÖA að auglýsa sérstaklega eftir karlmönnum til umönnunarstarfa.
Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar og jafnréttisáætlun ÖA gerir ráð fyrir að sérstaklega sé unnið að því að
jafna stöðu kynjanna innan starfsgreinar og að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- eða karlastörf. Í þessu skyni skuli gæta
jafnræðis í ráðningum og einnig beita sértækum aðgerðum til að rétta kynjahalla í störfum. Nýverið skilaði
starfshópur félagsmálaráðs skýrslu með tillögum um aðgerðir til að gera störf á ÖA sýnileg og áhugaverð.
Meðal tillagna er að beita sértækum aðgerðum við sumarráðningar 2013 til að auka hlutfall karla í störfum á ÖA.
Á þessum forsendum er nú auglýst sérstaklega eftir körlum til starfa við Öldrunarheimili Akureyrar og þeir hvattir til að sækja um
störf við sumarafleysingar. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, kveða jafnframt á um heimild til að auglýsa
sérstaklega eftir öðru kyni í störf „ef tilgangur auglýsandans er að stuðla að jafnari kynjaskiptingu innan starfsgreinarinnar og skal
það þá koma fram í auglýsingunni“.
Sumarstörf hjá Akureyrarbæ
2013.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/synt-i-sjonum-vid-grimsey-1
|
Synt í sjónum við Grímsey
Bandaríski ferðamaðurinn Link Kokiri dvaldist í Grímsey á dögunum og kunni vel við sig. Svo vel reyndar að hann synti allsnakinn í
sjónum við eyna: “Ég gat ekki sleppt því tækifæri að synda í sjónum norður fyrir heimskautsbauginn, “ svarar Link
þegar hann er spurður um uppátækið.
“Ég og nokkrir vinir mínir gerðum með okkur samning um að synda allsnaktir utandyra a.m.k. einu sinni í mánuði allt árið um kring.
Það var því upplagt að stinga sér til sunds við Grímsey og ég fann mér góðan stað norðan við eyna. Mér fannst
sjórinn ekki það kaldur og naut mín vel þarna ofan í. Þetta var algjörlega hápunktur dvalar minnar á Íslandi!"
Link Kokiri er tryggingastærðfræðingur sem er búsettur í borginni Ann Arbor í Michigan í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn
sem hann heimsækir Ísland. "Mér fannst frábært í Grímsey en ég kom þangað ásamt tveimur vinum mínum sem ég
kynntist á Íslandi. Þetta er mjög falleg eyja og við gengum hringinn í kringum hana á einum degi sem var ákaflega skemmtilegt. Það var
reyndar ekki sársaukalaust fyrir mig að komast til Grímseyjar því ég varð mjög sjóveikur á leiðinni með Sæfara en
það var algjörlega þess virði,” segir ævintýramaðurinn Link Kokiri.
Link Kokiri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vikurskardid-og-ferdathjonustan
|
Víkurskarðið og ferðaþjónustan
Víkurskarð er ófært og hefur nú líklega verið lokað hátt í 30 daga það sem af er vetri. Stór flutningabíll
á austurleið situr fastur á miðjum vegi í stórhríðinni og ekkert útlit er fyrir að skarðið verði fært fyrr en veðri
slotar. Ferðaþjónustuaðilinn Saga Travel ætlaði með um 40 erlenda ferðamenn austur að Dettifossi og Mývatni í dag en aflýsa varð
þeirri ferð.
Hópnum var safnað saman í Menningarhúsinu Hofi og málin rædd. Í staðinn fyrir ferð austur á bóginn var nú boðið
upp á kynnisferð um Eyjafjörð að smakka mat úr héraði þar sem meðal annars yrði staldrað við hjá Kaffi kú í
Eyjafjarðarsveit, Ektafiski á Hauganesi og Bruggsmiðjunni á Árskógssandi.
Um fjórðungur ferðamannanna ákvað að halda heim á hótel en aðrir þáðu með þökkum ævintýraferð
með trukkum fyrirtækisins út í kófið.
Bílaflotinn fyrir utan Hof í morgun.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/opnar-vinnustofur
|
Opnar vinnustofur
Vinnustofur listamanna á fimm stöðum í miðbæ Akureyrar verða opnar gestum og gangandi fimmtudaginn 7. mars frá kl. 16-20. Þetta var fyrst reynt
fyrir um mánuði síðan og mæltist svo vel fyrir að nú er stefnt að því að gera þetta að mánaðarlegum viðburði.
Vinnustofurnar sem opnar verða eru þessar:
Kaupvangsstræti 12
(Listasafnshúsið / gengið inn úr portinu fyrir ofan, baka til):
G. Rúnar Guðnason myndlistarmaður
Hallgrímur Ingólfsson myndlistarmaður
Ólafur Sveinsson myndlistarmaður
Freyja Reynisdóttir myndlistarnemi
Gunnhildur Helgadóttir myndlistarnemi
Karólína Baldvinsdóttir myndlistarnemi
Flóra, Hafnarstræti 90:
Sigurjón Már og Marta Kusinska áhugaljósmyndarar
Kristín Þóra Kjartansdóttir félagsfræðingur og framkvæmdastýra Flóru
Hlynur Hallsson myndlistarmaður
Elín Hulda - recycled by elinhulda
Auður Helena - Kaí merking
Inga Björk - gullsmíði og myndlist
Ráðhústorg 7:
Fótografía, Guðrún Hrönn ljósmyndari
María Ósk listamaður
Blek hönnunarstofa
Herdís Björk vinnustofa | Bimbi
Mublur Húsgagnaviðgerðir, Brekkugötu 13:
Berglind Júdith Jónasdóttir húsa- og húsgagnasmiður
Guðrún Björg Eyjólfsdóttir húsgagnasmíðanemi
Ingibjörg Björnsdóttir húsgagnasmíðanemi
Hvítspói, Brekkugötu 3a:
Anna Gunnarsdóttir textilhönnun og myndlist
Allir eru velkomnir og fólk getur gengið á milli og kíkt í heimsókn á vinnustofur og skoðað það sem verið er að
framleiða og bjóða upp á í miðbænum. Viðburðurinn á fésbók: https://www.facebook.com/events/224831890990560/. Bautinn styrkir viðburðinn og er með tilboð í gangi og opið fram eftir kvöldi.
Mynd af Facebook-síðu viðburðarins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/opnanir-i-gilinu
|
Opnanir í Gilinu
Laugardaginn 9. mars kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri sýning á verkum þeirra Guðrúnar Einarsdóttur og Rögnu
Róbertsdóttur en þessar listakonur eiga það sameiginlegt að vinna með efni sem tíminn hefur fengið að móta.
Guðrún vinnur með olíuliti og bindiefni sem hún blandar saman af þekkingu málarans. Hún lætur tímann vinna á litablöndum,
sem skildar eru eftir á strigafleti mánuðum saman, eða þangað til olíuliturinn hefur tekið á sig ákveðna mynd. Útkoman eru
málverk sem byggja á hreinni efnafræði, með sterka skírskotun til náttúrunnar og náttúrlegra ferla.
Ragna Róbertsdóttir vinnur með náttúrleg efni, eins og hraun, skeljar og sjávarsalt, sem orðið hafa til úti í náttúrunni.
Þessi náttúrlegu efni hafa gengist undir breytingar á löngum tíma, þar sem ágangur veðurs og sjávar hefur brotið þau niður
og þau tekið á sig nýjar myndir við efnahvörf. Ragna grípur inn í þetta náttúrlega ferli með því að taka efnin
og móta í listræn form, sem eiga sér hverfulan líftíma í listinni.
Sýningin stendur til 21. apríl og er opið alla daga nema mánudaga og þriðjudaga kl. 13-17. Aðgangur er ókeypis.
Í Mjólkurbúðinni í Listagilinu opnar Jonna (Jónborg Sigurðardóttir) sýninguna Lolipop kl. 14. Jonna sýnir drauminn um Lolipop og
örsögur Jonnu. Um sýninguna segir hún: "Einu sinni var stelpa með klamidíu í hjartanu. Hún leitað í óhefðbundnar lækningar
og gat skrifað meinið út."
Jonna er fædd 1966 og útskrifaðist úr málunardeild Myndlistarskólans á Akureyri vorið 1995 og lærði fatahönnun í Mode og
Disign skolen í kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan um vetur 2011. Jonna hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið
nokkrar einkasýningar.
Sýningin stendur til 17.mars og er Mjólkurbúðin opin laugardaga og sunnudaga kl.14-18. Aðgangur er ókeypis.
Verk Guðrúnar og Rögnu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gistinottum-fjolgadi-um-55-a-nordurlandi
|
Gistinóttum fjölgaði um 55% á Norðurlandi
Gistinætur á hótelum á Íslandi í janúar voru 90.300 og fjölgaði um 25% frá janúar í fyrra. Gistinætur erlendra
gesta voru um 83% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 28% frá sama tíma í fyrra. Jafnframt fjölgaði
gistinóttum Íslendinga um 13%.
Á höfuðborgarsvæðinu voru 73.600 gistinætur á hótelum í janúarmánuði og fjölgaði um 23% frá sama
mánuði í fyrra. Gistinóttum fjölgaði einnig umtalsvert á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða, voru
2.100 nú en 900 í janúar í fyrra.
Á Norðurlandi voru 3.800 gistinætur í janúar og fjölgaði um 55% frá því í fyrra en á Austurlandi voru 1.300
gistinætur og fjölgaði um 58%. Á Suðurnesjum voru um 4.400 gistinætur í janúar, en það er 25% aukning frá sama
mánuði í fyrra. Á Suðurlandi voru gistinætur tæplega 5.200 sem er álíka mikið og í janúar í fyrra.
Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa
flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.
Heimild: Hagstofan.is.
Mynd: Anders Peter.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/thorgerdartonleikar-11-mars
|
Þorgerðartónleikar 11. mars
Mánudaginn 11. mars kl. 18 verða haldnir tónleikar í Hofi til styrktar minningarsjóði um Þorgerði S. Eiríksdóttur. Þorgerður
lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum á Akureyri og var nýkomin til London í framhaldsnám er hún lést af slysförum
í febrúar 1972.
Ári síðar stofnuðu aðstandendur Þorgerðar ásamt Tónlistarskólanum og Tónlistarfélagi Akureyrar minningarsjóð, til
að styrkja efnilega nemendur frá Tónlistarskólanum á Akureyri til framhaldsnáms. Eru tónleikar helsti vettvangur til að styrkja sjóðinn,
auk þess sem sjóðurinn hefur tekjur af sölu minningarkorta.
Á tónleikunum koma fram nemendur á efri stigum og flytja fjölbreytta og skemmtilega efnisskrá. Allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis en tekið
er á móti frjálsum framlögum í Þorgerðarsjóð.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/mottubodid-2013
|
Mottuboðið 2013
Fimmtudaginn 21. mars nk. kl. 20 stendur Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi, í samstarfi við Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, að
Mottuboði. Sannkölluð veisla fyrir augu, eyru og munn. Stútfull skemmtidagskrá, listmunauppboð og 20 rétta matarveisla.
Tilgangur Mottuboðsins er að vekja athygli á krabbameini karla, stuðla að forvörnum og styrkja starf Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Við
innganginn verður Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis með kynningu á starfsemi sinni og fræðslu um krabbamein og krabbameinsleit. Léttar veitingar
verða í boði frá meðlimum í Klúbb Matreiðslumeistara á Norðurlandi, í samstarfi við fjölmarga birgja og veitingastaði
á Norðurlandi.
Skemmtiatriði verða fjölmörg og má þar m.a. nefna Óskar Pétursson, Rúnar Eff, Karlakór Akureyrar– Geysi, Hund í
óskilum, þjóðþekkta hagyrðinga og uppboð Sigga Gúmm á listmunum norðlenskra listamanna og íþróttatreyjum norðlenskra
afreksmanna. Veislustjóri verður Sigurvin „Fíllinn“ Jónsson.
Allir birgjar, matreiðslumenn, listamenn og aðrir styrkja málefnið með vinnu sinni og vörum.
Miðaverð er aðeins 3.000 kr. og rennur óskipt til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Vonast er til að sem flestir sjái sér fært að
mæta, eiga góða kvöldstund og leggja málefninu lið. Miðasala farin í gang í Hofi og á heimasíðu menningarhússins.
Að neðan er tengill á myndskeið úr föstudagsþættinum á N4 þar sem Kristinn Frímann Jakobsson matreiðslumeistari og
Þorbjörg Ingvadóttir framkvæmdarstjóri Krabbameinsfélags Akureyrar og Nágrennis ræða um Mottuboðið 2013:
http://www.n4.is/tube/file/view/3207/
Í fyrra safnaðist 1.375.310 kr. til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og Nágrennis.
Frá Mottuboðinu 2012.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/lonely-planet-maelir-med-akureyri-1
|
Lonely Planet mælir með Akureyri
Fyrir skemmstu var birt á heimasíðu útgefenda ferðahandbókanna Lonely Planet afar lofsamleg grein um Akureyri og mælt með heimsókn til
bæjarins fyrir þá sem væru búnir að skoða París, Róm, Madríd og aðrar stórborgir. Þar segir meðal annars að
Akureyri slái út höfuðborgina hvað fegurð varðar og á kaffihúsum og börum í Hafnarstræti sé afslappað andrúmsloft
sem minni helst á París.
Mælt er með helgarferðum til sex borga eða bæja og um Akureyri segir:
Framandi fegurð umlykur Ísland og stærsti þéttbýliskjarni landsins utan höfuðborgarsvæðisins stendur fyrir sínu og meira en
það. Bænum var vel valinn staður við jökulbláan fjörð og tignarleg fjöll: Akureyri tekst að slá höfuðborginni Reykjavík
við hvað fegurð varðar. Á kaffihúsum og börum sem standa þétt saman við aðalgötuna Hafnarstræti ríkir afslappað
andrúmsloft sem minnir helst á París. Yfir daginn er þar á boðstólum fyrsta flokks bakkelsi og kaffi en á kvöldin breytast þessir
staðir í líflegar vínbúllur og veitingahús. Heimsækið vinalegan eftirlætisstað heimamanna, Bautann, og smakkið íslenskt
lostæti á borð við svartfugl og hrossakjöt. Á sumrin neitar sólin að setjast og þá er meira að segja hægt að spila golf um
miðnætti hjá Golfklúbbi Akureyrar.
Greinina hjá Lonely Planet má lesa HÉR.
Skjáskot af heimasíðu Lonely Planet.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/starfslaun-listamanna-a-akureyri-1
|
Starfslaun listamanna á Akureyri
Stjórn Akureyrarstofu auglýsir eftir umsóknum um starfslaun listamanna fyrir tímabilið 1. júní 2013 til 31. maí 2014. Starfslaunum verður
úthlutað til eins listamanns og hlýtur viðkomandi átta mánaða starfslaun.
Markmiðið með starfslaunum listamanna er að sá sem þau hlýtur geti helgað sig betur listsköpun sinni eða einstökum verkefnum á
vettvangi hennar á tímabilinu. Einungis listamenn sem eiga lögheimili á Akureyri koma til greina.
Umsækjendur skili, ásamt umsókn, upplýsingum um listferil sinn og greinargóðum upplýsingum um hvernig starfslaunatíminn skal notaður.
Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri ráðhússins að Geislagötu 9.
Nánari upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri viðburða- og menningarmála hjá Akureyrarstofu í netfanginu
huldasif@akureyri.is.
Umsóknarfrestur er til og með 13. mars 2013.
|
Subsets and Splits
No community queries yet
The top public SQL queries from the community will appear here once available.