Search is not available for this dataset
url
stringlengths
21
288
text
stringlengths
1
1.35M
https://www.akureyri.is/is/frettir/verdlaunaafhending-i-ritlistarsamkeppninni-ungskald-2016
Verðlaunaafhending í ritlistarsamkeppninni UNGSKÁLD 2016 Í gær var tilkynnt um úrslit í ritlistarsamkeppninni UNGSKÁLD 2016, þar sem ungt fólk á aldrinum 16-25 ára á Eyþingssvæðinu átti þess kost að senda inn texta og hlutu þrjú bestu verkin peningarverðlaun. Niðurstaða dómnefndar, sem í sátu Birna Pétursdóttir fjölmiðlakona og leikstjóri, Arnar Már Arngrímsson rithöfundur og framhaldsskólanemi og rapparinn og listamaðurinn Kött Grá Pjé, var eftirfarandi: Karólína Rós Ólafsdóttir var í 1. sæti, Dagbjört Katrín Jónsdóttir í 2. sæti og Hanna Rún Hilmarsdóttir í 3. sæti. Verðlaunahafarnir fá peningarverðlaun sem eru alls 100 þúsund krónur. Alls bárust 45 textar í samkeppnina frá 35 einstaklingum. Við athöfnina flutti Arnar Már hugvekju um ritlist, Kött Grá Pjé las upp úr nýútkominni bók sinni "Perurnar í íbúðinni minni" og Tumi Hrannar Pálmason og Hekla Liv Maríasdóttir nemendur úr Menntaskólanum á Akureyri fluttu tónlist. Að athöfn lokinni var boðið upp á kakó og jólsmákökur. Þetta er í fjórða skipti sem Ungskáldasamkeppnin er haldin en henni er verkefnastýrt af hálfu Amtsbókasafnsins, Akureyrarstofu, Hússins ungmenna- og möguleikamiðstöðar, Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri. Það er Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra sem hefur styrkt verkefnið frá upphafi en einnig hefur Menningarfélagið Hraun í Öxnadal og Skáldahúsin á Akureyri komið að samkeppninni annarsvegar með bókagjöfum og hinsvegar með útgáfu á verðlaunaverkunum. Verðlaunaungskáldin 2016
https://www.akureyri.is/is/frettir/hrisey-kynning-a-deiliskipulagi-hafnar-og-midsvaedis
Hrísey - Kynning á deiliskipulagi hafnar- og miðsvæðis Drög að deiliskipulagi hafnar- og miðsvæðisins í Hrísey er nú til kynningar í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Drögin eru aðgengileg hér fyrir neðan. Uppdráttur - drög Greinargerð - drög Húsakönnun - drög Fornleifaskýrsla Einnig eru þau aðgengileg í anddyri Ráðhúss Akureyrar og versluninni í Hrísey. Haldinn verður kynningarfundur í Hlein í Hrísey fimmtudaginn 8. desember kl. 16:30. Fundurinn er opinn öllum og eru hagsmunaaðilar hvattir til að mæta. Ábendingum er hægt að koma á framfæri skriflega til skipulagsdeildar í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri eða á netfangið: skipulagsdeild@akureyri.is fyrir 30. desember 2016. Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/iceland-airwaves-a-akureyri
Iceland Airwaves á Akureyri Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves verður haldin á Akureyri, auk Reykjavíkur, á næsta ári, þegar hún fer fram í 19. skipti, 1. til 5. nóvember. Stefnt er því að tónleikar verði á tveimur til þremur stöðum nyrðra, m.a. á Græna hattinum þar sem ákvörðunin var kynnt á fundi með blaðamönnum í morgun. Alls verða á þriðja tug tónlistaratriða fyrir norðan, þar af sex erlend í það minnsta. Að auki er gert ráð fyrir nokkrum atriðum utan dagskrár. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, sagði í morgun að í raun væri hægt að halda því fram að hátíðin væri loks á heimleið. „Tónleikar í Sjallanum snemma í október 1999, þar sem léku meðal annars Dead Sea Apple og Toy Machine, urðu til þess að Icelandair hélt tónleika í Flugskýli 4 á Reykjavíkurflugvelli 16. október,“ sagði Grímur í morgun. Það voru fyrstu formlegu Airwaves-tónleikarnir, stóðu í fjórar klukkustundir í samstarfi Flugleiða (sem nú heita Icelandair), Flugfélags Íslands og EMI-útgáfurisans. Hugmyndin var að koma á framfæri hæfileikaríkum og efnilegum íslenskum hljómsveitum, auk þess að kveikja áhuga ungs fólks um allan heim á Íslandi. Óhætt er að segja að það hafi tekist. Grímur segir að rætt hafi verið í nokkur ár að hátíðin teygði anga sína norður í land og ánægjulegt sé að loks verði af því. Ein aðalástæða þess að ákveðið var að hátíðin yrði einnig haldin nyrðra er að senn hefst beint flug á milli Keflavíkur og Akureyrar yfir vetrarmánuðina og erlendum ferðamönnum, sem flykkjast árlega til landsins vegna Airwaves, verður gert kleift að fara beint norður í land kjósi þeir það. Talið er líklegt að einhver hópur sýni því áhuga að upplifa að minnsta kosti hluta hátíðarinnar á Akureyri. Boðið verður upp á ferðapakka fyrir erlenda gesti sem geta varið fyrstu dögum Íslandsheimsóknarinnar á Akureyri og endað í Reykjavík. Almenn miðasala á hátíðina hefst 1. febrúar og verða þrenns lags miðar í boði: Almennur miði – armband sem gildir á alla viðburði hátíðarinnar, Akureyrarmiði – armband sem gildir á alla viðburði á Akureyri og Akureyri plús viðbót – armband sem gildir á alla viðburði fyrir norðan og í Reykjavík 4. og 5. nóvember. Frétt af mbl.is. Frá blaðamannafundinum á Græna hattinum í morgun. Frá vinstri: Addý Ólafsdóttir, Henný María Frímannsdóttir, Grímur Atlason, Guðmundur Óskarsson, Saga Ómarsdóttir og Árni Gunnarsson. Mynd: Ragnar Hólm.
https://www.akureyri.is/is/frettir/homlulaus-2016
Hömlulaus 2016 Listsköpunarhátíðin Hömlulaus 2016 verður dagana 7.-11. desember í Ungmennahúsinu - Rósenborg á Akureyri. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en um er að ræða fimm daga listasmiðjur undir handleiðslu starfandi akureyrskra listamanna. Alla dagana er unnið frá kl. 16-20, nema á laugardag þegar unnið er frá kl. 10-17. Skapandi textíl/fatahönnunarsmiðja verður í höndum Anítu Hirlekar sem leiðir þátttakendur í gegnum ferlið við hönnun fatalínu og kennir helstu undirstöðuatriði hönnunarferilsins. Nemendur fá innsýn í heim fatahönnunar frá textílhönnun og skissuvinnu yfir í hönnun fatnaðar. Einnig skoða þátttakendur endurnýtingu fatnaðar. Anita Hirlekar lærði fatahönnun í London og hefur unnið með nokkrum af helstu hönnunarfyrirtækjum í London sem og á Ítalíu. Hömlulaust leiklistarnámskeið verður í höndum Birnu Pétursdóttur sem vinnur með sögur úr eigin lífi og reynsluheimi þátttakenda. Úr verður handrit og gert myndband. Birna lærði leiklist í London og hefur frá útskrift unnið á sviði en einnig við þáttagerð fyrir sjónvarp. Myndlistarsmiðjan verður í höndum Earl James Cistam sem lærði myndlist í Myndlistaskólanum á Akureyri. Hann leggur áherslu á tjáningu og almenna kunnáttu í listinni, tekur fyrir notkun og samspil forms og lita og leiðir þátttakendur í gegnum ferlið frá hugmynd í fullbúið veggverk. Helsta markmið Cistam er að koma hugmyndaflugi þátttakenda af stað og skapa vettvang fyrir unga listamenn til að koma og spreyta sig í skapandi umhverfi. Raftónlistarsmiðja verður í höndum Sigga Sigtryggssonar (Sadjei) sem kennir undirstöðuatriðin í Ableton Live forritinu, uppbyggingu trommutakta frá grunni, almenna notkun hljóðgervla og hvernig nota má hljóðbúta úr úmsum áttum á skapandi hátt. Siggi er starfandi tónlistarmaður og upptökustjóri, lærði í London og hefur unnið með nokkrum af helstu plötufyrirtækjum heims. Allar nánari upplýsingar veita þeir Kjartan Sigtryggsson (kjartan@akureyri.is, sími 852 1255) og Jóhann Malmquist (johannm@akureyri.is) í Ungmennahúsinu - Rósenborg í síma 460 1240 frá kl. 8-22.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gedveikt-skakmot
Geðveikt skákmót Grófin geðverndarmiðstöð hefur á síðustu þremur árum unnið mikið og gott forvarnarstarf sem margir hafa notið góðs af. Grófin hefur líka sinnt mikilvægu hlutverki með því að opna umræðu um geðsjúkdóma í fjölmiðlum og með fræðslu í skólum og í samfélaginu almennt. Skákfélag Akureyrar vill láta gott af sér leiða með því að halda skákmót til styrktar Grófinni. Tímamörk verða 5+3 sem þýðir að hver þátttakandi fær fimm mínútur á hverja skák að viðbættum þremur sekúndum fyrir hvern leik. Aðgangseyrir er 1.000 kr. sem rennur óskiptur til Grófarinnar. Skákmótið fer fram í húsnæði Skákfélags Akureyrar í Íþróttahöllinni sunnudaginn 4. desember og hefst kl. 13. Gengið er inn að vestan. Mynd af heimasíðu Skákfélags Akureyrar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/600-sjukraflug-a-arinu
600 sjúkraflug á árinu Í gær fór sjúkraflugvél Mýflugs með sjúkraflutningamann frá Slökkviliði Akureyrar í áhöfn, í sitt sexhundruðasta sjúkraflug á þessu ári. Í þessum 600 flugferðum hafa 634 sjúklingar verið fluttir á milli landshluta og þar af 396 á Landspítalann í Reykjavík. Í 257 skipti hefur verið um forgangsflutninga til Reykjavíkur að ræða þar sem tíminn skiptir öllu máli. Þessir miklu og síauknu flutningar á veiku fólki í kappi við tímann beina kastljósinu að mikilvægi þess að miðstöð innanlandsflugs í Reykjavík sé í námunda við Landsspítalann. Hjá Slökkviliði Akureyrar vinna 25 slökkviliðsmenn í fullu starfi og þar af eru 15 sem fara í sjúkraflug. Það fer alltaf að lágmarki einn sjúkraflutningamaður með í sjúkraflug og stundum tveir þegar flytja þarf tvo sjúklinga í sama fluginu. Í alvarlegustu tilfellunum fer læknir frá Sjúkrahúsi Akureyrar með í flug. Hvert sjúkraflug tekur að meðaltali 3,23 klst. og hafa því slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hjá SA verið um 2.000 klst. í sjúkraflugum á árinu 2016. Frétt af heimasíðu Slökkviliðs Akureyrar. King Air sjúkraflugvél Mýflugs.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kertakvold-i-midbaenum-a-akureyri
Kertakvöld í miðbænum á Akureyri Það verður rökkurró og huggulegheit í miðbænum á Akureyri í kvöld á svokölluðu Kertakvöldi en þá verður miðbærinn myrkvaður og kertaljósin taka yfir. Verslanir verða opnar til kl. 22. Veitingastaðir og verslanir hafa rökkvað innandyra eins og kostur er. Opin eldstæði verða í miðbænum þar sem börnunum býðst að grilla sykurpúða. Upplagt að leggja inn í aðventuna með rólegheitakvöldi í miðbænum fyrir alla fjölskylduna.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyjar-lodir-i-hagahverfi-1
Nýjar lóðir í Hagahverfi Naustahverfi hefur byggst upp hratt og örugglega á síðustu árum. Þar búa nú um það bil 2.200 Akureyringar og hverfið er enn að stækka. Nú hafa verið settar í auglýsingu 24 nýjar lóðir í Hagahverfi sem vert er að skoða. Þrettán lóðir eru fyrir einbýlishús og þar af eru fimm lóðir fyrir hús í stærðinni 158 og 177 fermetra, sem langt er síðan að hafa verið í boði hér í bæ. Sex lóðir eru fyrir raðhús eða fjölbýlishús og fimm lóðir fyrir fjölbýli á þrem til fjórum hæðum. Nánari upplýsingar um lausar lóðir í Hagahverfi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/deiliskipulag-hafnarsvaedis-kynnt-i-hrisey
Deiliskipulag hafnarsvæðis kynnt í Hrísey Drög að deiliskipulagi hafnar- og miðsvæðisins í Hrísey er nú til kynningar í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Af því tilefni verður haldinn sérstakur kynningarfundur í Hlein í Hrísey í dag, fimmtudaginn 8. desember kl. 16.30. Fundurinn er opinn öllum og eru hagsmunaaðilar hvattir til að mæta. Nánari upplýsingar á heimasíðu skipulagsdeildar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/stufur-stigur-a-svid-samkomuhussins
Stúfur stígur á svið Samkomuhússins Hin bráðhressandi og hjartastyrkjandi jólasýning Leikfélags Akureyrar, Stúfur, verður í Samkomuhúsinu helgina 9.–11. desember. Sýningin er fyrir rollinga, unglinga, ömmur og afa og allt þar á milli. Samt mest fyrir snillinga. Hér birtist leikarinn, tenórinn, trúðurinn, heimsmaðurinn og eineltisbarnið Stúfur, geislandi af hæfileikum, ljúfur, hrjúfur, spriklandi og sprellfjörugur því hann hefur verið duglegur að læra og æfa sig í von um frekari frægð og frama. Hann hefur nú kynnt sér leikhúsið; lært að syngja, dansa og segja sögur í mismunandi leikstílum – og síðast en ekki síst, lært að hlusta á leikstjórann. Stúfur segir áhorfendum sannar sögur af sjálfum sér og samferðarfólki sínu, í bland við frumsamin krassandi ævintýri sem ættu að gleðja jafnt börn, unglinga, foreldra, afa og ömmur – og jafnvel hina geðvondu og sípirruðu móður listamannsins, sjálfa Grýlu. Sjálfur segir Stúfur: "Ég er jólasveinn með stóra drauma, svo stóra að þeir komast ekki almennilega fyrir inni í mér af því ég er frekar lítill." Í þessari sýningu sýnir hann og sannar að hann er enginn venjulegur jólasveinn! Norðurorka er helsti bakhjarl sýningarinnar og gerir okkur kleift að sviðsetja þessa bráðhressandi sýningu. Stúfur er einn af mörgum viðburðum í metnaðarfullri dagskrá Menningarfélags Akureyrar fyrir ungt fólk og börn. Sýningin er um klukkutíma löng og ætluð börnum yfir fjögurra ára aldri. Miðapantanir og nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu Menningarfélags Akureyrar, www.mak.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/lista-og-handverksmessa-gilfelagsins
Lista- og handverksmessa Gilfélagsins Lista- og handverksmessa Gilfélagsins verður haldin í Deiglunni á morgun laugardag kl. 13.00 - 20.00 Um er að ræða markað lista- og handverksfólks og þar mun kenna ýmissa grasa úr hinum ýmsu listformum. Þarna verður framboð af myndlist, handverki, tónlist og ritlist. Þarna er tækifæri til að kaupa fallega muni í jólapakkann til að gleðja í skammdeginu. Meðal þátttakenda eru: Adam Óskarsson, Guðmundur Ármann, Hrönn Einarsdóttir, Jónborg Sigurðardóttir, Kristín S. Bjarnadóttir, Jökull Guðmundsson, Rósa Kristín og Karl Guðmundsson, Valdís, Þóra Þorvaldsdóttir, Dóra Hartmannsdóttir, Agnes Arnardóttir, Fjóla Hilmarsdóttir, Þórhildur Örvars, Lára Sóley og Hjalti. Gilfélagið
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolatonafreistingar-thorhildar-og-eythors
Jólatónafreistingar Þórhildar og Eyþórs Síðustu hádegistónleikar Tónlistarfélags Akureyrar á þessu ári verða föstudaginn 16. desember kl. 12 í Hömrum í Hofi. Þá koma fram Þórhildur Örvarsdóttir söngkona og Eyþór Ingi Jónsson orgelleikari sem mun leika bæði á harmoníum og flygil. Þau töfra fram ljúfar jólatónafreistingar þar sem á boðstólnum verða íslensk og skandinavísk jólalög og sálmar. Þetta eru þekktar íslenskar jólaperlur í bland við skandinavísk lög sem minna hafa heyrst hér á landi. Þessi tónlist er einnig uppistaðan í nýrri jólaplötu Þórhildar, Hátíð, sem hlotið hefur einróma lof. Verð á tónleikana er 2.000 krónur og gildir aðgöngumiðinn sem 15% afsláttur af matseðli 1862 Nordic Bistro. Tónleikar og tapasdiskur kostar 3.000 krónur. Miðasala á www.mak.is Þórhildur Örvarsdóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hafnarsvaedi-sunnan-glerar-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingu
Hafnarsvæði sunnan Glerár – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir hafnarsvæðið sunnan Glerár. Breytingin nær til Skipatanga 2-4. Gert er ráð fyrir að byggingarreitur verði felldur niður og lóðin verði geymslu og athafnasvæði í umsjá hafnarstjórnar. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 14. desember 2016 til 25. janúar 2017, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig aðgengileg hér fyrir neðan. Hafnarsvæði sunnan Glerár - tillaga Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 25. janúar 2017 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. 14. desember 2016 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar Tillaga
https://www.akureyri.is/is/frettir/jakvaed-rekstrarafkoma-1
Jákvæð rekstrarafkoma Bæjarstjórn Akureyrar afgreiddi á fundi sínum í gær fjárhagsáætlun ársins 2017 sem og þriggja ára áætlun áranna 2018-2020. Áætlunin var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í byrjun nóvember og tók rekstrarniðurstaðan breytingum til batnaðar í meðförum bæjarráðs og nefnda á milli umræðna. Þannig gerir samþykkt fjárhagsáætlun ráð fyrir að rekstrarafkoma A- og B-hluta verði jákvæð um 394 milljónir króna. "Það er jákvætt að heildarrekstur sveitarfélagsins skuli vera jákvæður en hins vegar er áhyggjuefni að A-hluti er áætlaður með rekstrartapi. Launahækkanir á liðnum árum hafa haft mikil áhrif á reksturinn en ljóst er að verkefni okkar er að koma á jafnvægi í rekstri A-hluta," segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs. "Við gerum ráð fyrir að afkoma A-hlutans batni mikið frá yfirstandandi ári með auknum tekjum og áframhaldandi aðhaldi í rekstri. Nýgerður kjarasamningur við grunnskólakennara kemur ekki til með að breyta miklu um áætlaða rekstrarniðurstöðu því við höfum í áætlun gert ráð fyrir launapotti upp á 250 milljónir króna sem samsvarar þeirri launahækkun sem kjarasamningurinn kostar sveitarfélagið á árinu 2017." "Við höfum á liðnum árum lagt mikla vinnu í að bæta vinnubrögð okkar við fjárhagsáætlunarvinnuna og munum halda því áfram. Vissulega hefði ég viljað sjá alla bæjarfulltrúa standa að baki þessari áætlun en engu að síður er gott samstarf innan bæjarstjórnar. Þó svo að þessi fjárhagsáætlun sé einungis samþykkt af meirihlutanum að þessu sinni þá tel ég að við séum í veigmiklum atriðum sammála og höldum áfram góðu samstarfi í því sameiginlega markmiði okkar að koma á jafnvægi í rekstri A-hluta," segir Guðmundur Baldvin að lokum. Fjárhagsáætlun 2017-2020. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gildistaka-deiliskipulagsbreytinga-i-midbae-krossaneshaga-og-austursidu
Gildistaka deiliskipulagsbreytinga í miðbæ, Krossaneshaga og Austursíðu Breyting á deiliskipulagi miðbæjar. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 4. október 2016 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir miðbæ Akureyrar. Breytingin sem nær til svæðisins næst höfninni við Hofsbót felur m.a. í sér breytingar á lóðum, einni lóð er bætt við, breytingar verða á Torfunefsbryggju og gert er ráð fyrir gönguleið austan Strandgötu 14. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 28. nóvember 2016, Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B deild - Útgáfud.: 13. desember 2016 Breyting á deiliskipulagi miðbæjar. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 6. desember 2016 samþykkt deiliskipulagsbreyt-ingu fyrir miðbæ Akureyrar vegna Kaupvangsstrætis 8 og 10-12. Breytingin felur m.a. í sér að lóðirnar 8 og 10-12 eru sameinaðar í eina lóð Kaupvangsstræti 8-12. Byggingarreitum er breytt vegna fyrirhugaðrar tengibyggingar og breytinga við aðalinngang. Nýtingarhlutfall verður 2,0. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 7. desember 2016, Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála B-deild – Útgáfud.: 7. desember 2016 Breyting á deiliskipulagi Krossaneshaga, C-áfanga. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti þann 15. nóvember 2016 deiliskipulagsbreytingu fyrir Krossaneshaga, C-áfanga. Breytingin felur í sér að lóð nr. 2 við Ægisnes stækkar um 1.227 m². Byggingarreitur og afmörkun skipulagssvæðisins breytast að sama skapi. Breyting á deiliskipulagi Austursíðu – athafnasvæði. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti þann 15. nóvember 2016 deiliskipulagsbreytingu fyrir Austursíðu – athafnasvæði. Breytingin sem nær til lóðar nr. 6a við Frostagötu felur í sér stækkun á byggingarreit og hækkun á nýtingarhlutfalli úr 0,30 í 0,45. Deiliskipulagstillögurnar hafa hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þær þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 22. nóvember 2016, Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B-deild – Útgáfud.: 6. desember 2016
https://www.akureyri.is/is/frettir/afhjupun-utilistaverksins-utthra-eftir-elisabetu-geirmundsdottur
Afhjúpun útilistaverksins Útþrá eftir Elísabetu Geirmundsdóttur Laugardaginn 17. desember kl 12 verður útilistaverk eftir Elísabetu Geirmundsdóttur (1915 – 1959) afhjúpað við tjörnina í Innbænum, gengt Minjasafninu á Akureyri. Verkið er eftirgerð og stækkun af höggmyndinni Útþrá sem varðveitt er á Minjasafninu en afkomendur Elísabetar færðu safninu listaverksafn Elísabetar að gjöf á eitthundrað ára afmæli listakonunnar á s.l. ári. Listaverkið er gjöf til Akureyrarbæjar frá fjölskyldu og velunnurum „Listakonunnar í Fjörunni“ og mun Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri veita verkinu viðtöku. Að afhendingu lokinni verður stutt dagskrá í Minjasafninu þar sem flutt verður hugleiðing um „Listakonuna í Fjörunni“, tónlistaratriði og ljóðalestur. Fram koma Elísabet Ásgrímsdóttir, Helga Kvam, Sveindís Marý, Lára Sóley og Hjalti, Inga Margrét Árnadóttir og Þórunn Ólafsdóttir. Nýtt sýningarrými með nokkrum verkum Elísabetar verður tekið í notkun á Minjasafninu og boðið verður upp á léttar veitingar. Allir hjartanlega velkomnir. Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra, Akureyrarstofa, Norðurorka, Norðurmynd, Auður Magnúsdóttir, Minjasafnið og Listasafnið á Akureyri eru m.a styrktar- og stuðningsaðila verkefnisins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sunna-borg-70-ara-afmaelisveisla-i-samkomuhusinu-a-akureyri
Sunna Borg, 70 ára afmælisveisla í Samkomuhúsinu á Akureyri Í tilefni af 70 ára afmæli leikkonunnar Sunnu Borg verður afmælisdagskrá í Samkomuhúsinu á Akureyri þar sem hún flytur ljóðabálkinn „Bergljót” eftir Björnstjerne Björnsson og og Edvard Grieg tónskáld í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárn. Daníel Þorsteinsson píanóleikari sér um undirleik. Ljóðabálkurinn „Bergljót” fjallar um dráp Einars Þambarskelfis, sem var maður Bergljótar Hákonardóttur og einkasonar þeirra Indriða en hann var einnig myrtur af mönnum Haraldar Harðráða sem var uppi um árið 1000. Einnig munu Lára Stefánsdóttir dansari og danshöfundur og sonur hennar Stefán Franz Guðnason dansa við tónlist eftir Maurice Ravel. Gunnar Björn Jónsson sem hefur verið í söngnámi á Ítalíu syngur nokkur lög m.a. eftir Grieg og fleiri. Kynnir afmælisdagskrárinnar er Saga G. Jónsdóttir leikkona og fer hún fram fimmtudaginn 15. desember kl. 20 í Samkomuhúsinu á Akureyri Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra og Akureyrarstofa eru meðal styrktaraðila verkefnisins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gotusopun-i-desember
Götusópun í desember Alla daga í þessari viku hefur verið unnið að því að sópa götur í bænum með það fyrir augum að sporna gegn svifryksmengun. Að slík „vorverk“ séu unnin í desember á Akureyri hefur ekki áður gerst svo lengi sem elstu menn muna. Tveir stórir sópbílar hafa verið nýttir til verksins og einn minni bíll þar sem hinir stærri komast ekki að. Miðbæjarsvæðið hefur verið hreinsað sem og helstu stofn- og tengibrautir. Sem áður segir er markmiðið að minnka svifryksmengun en á þurrum og köldum dögum þyrlast mikið ryk upp frá umferðinni. Akureyrarbær og Umhverfisstofnun hafa nýverið fest sameiginlega kaup á nýjum og fullkomnum svifryksmæli sem verður settur upp fljótlega en eldri mælirinn sem var við Tryggvabraut hefur verið til vandræða síðustu misserin. Vegna þessarar góðu tíðar eru nú einnig unnin ýmis verk við stígagerð, malbikun og annan frágang sem er mjög óvenjulegt á þessum árstíma. Veðrið leikur einnig við þá sem vinna að framkvæmdum við breytingar á sundlaugarsvæðinu við Þingvallastræti. Þá hefur kostnaður við snjómokstur í haust einnig verið minni en oftast áður og er nú kominn í um 13 milljónir króna. Til samanburðar var kostnaður við snjómokstur frá hausti til áramóta um 55 milljónir króna árið 2015 en 67 milljónir árið 2014. Þingvallastrætið hreinsað í morgun.
https://www.akureyri.is/is/frettir/stufur-skemmti-um-1200-manns
Stúfur skemmti um 1.200 manns Nú hefur Stúfur lokið sýningum á leiksýningu sinni í Samkomuhúsinu. Hann sinnir nú sínum jólasveinaskyldum enda nóg að gera við að gleðja og skemmta í desember. Stúfur sýndi alls 6 sýningar fyrir nærri 1.200 áhorfendur! Í stuttu máli þá var uppselt á allar sýningar og mikil gleði meðal áhorfenda með þessa bráðhressandi og hjartastyrkjandi sýningu. Stúfur og Leikfélag Akureyrar með fulltingi Norðurorku buðu 3. og 4. bekk allra grunnskóla á Akureyri og í sveitafélögum í kring í leikhús. 600 börn þáðu boðið og létu þakið nærri rifna af Samkomuhúsinu svo mikil var stemningin. Stúfur kann öllum miklar þakkir fyrir stuðninginn og góðar móttökur. Svo mikil var ánægja okkar hjá Menningarfélagi Akureyrar að Leikfélagið og Norðurorka buðu Stúf að koma með sýninguna sína um næstu jól í Samkomuhúsið! Stúfur þáði boðið og segist hlakka til að læra meira á leikhúsið og mæta þá með nokkra nýja leikhúsgaldra. Stúfur hóf æfingar á leiksýningunni sinni í lok nóvember. Á æfingartímanum bauð hann efstu bekkjum í leikskólum á Akureyri að koma í heimsókn og fá leiðsögn um Samkomuhúsið frá leikhúsastjóranum. Frábær þátttaka var frá leikskólunum og var glatt á hjalla í þessu 110 ára gamla húsi. Á annað hundrað leikskólabörn þáðu boð Leikfélagsins og Stúfs. Stúfur og Leikfélagið þakka börnum á Akureyri fyrir frábærar móttökur og óska þeim og aðstandendum gleðilegra jóla og farsældar komandi ár.
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolatonleikar-hymnodiu-i-akureyrarkirkju
Jólatónleikar Hymnodiu í Akureyrarkirkju Jólatónleikar kammerkórsins Hymnodiu fara fram í Akureyrarkirkju, fimmtudaginn 22. desember kl. 21. Flutt verður í rökkri við jólaljós hugljúf og hátíðleg jólatónlist. Jólatónleikar Hymnodiu frá Akureyri hafa ávallt verið gríðarlega vel sóttir. Á þeim er sköpuð kyrrlát stemmning, slökkt er á raflýsingu kirkjunnar, ekkert er talað og engar þagnir milli laga. Tónleikarnir mynda því rúmlega klukkustundar langa heild, þar sem tónleikagestir geta látið þreytu líða úr sér, notið kyrrðar og samveru rétt fyrir jólin. Eins og venjulega fær Hymnodia góðan gest á tónleikana. Að þessu sinni er það sellóleikarinn Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sem leikur með kórnum. Steinunn, sem búsett er í París, hefur vakið mikla eftirtekt og aðdáun fyrir einstaklega fagran sellóleik, en hún er þekktust fyrir að leika barokk- og endurreisnartónlist. Hymnodia vill stuðla að nýsköpun en um leið virða venjur í efnisvali. Á tónleikunum verða tvö ný lög frumflutt, en þau eru eftir þá Michael Jón Clarke og Sigurð Flosason. Auk þess verða fluttir gamlir góðir jólasálmar, ensk endurreisnarlög, gömul þýsk og norræn jólalög og að sjálfsögðu flytur kórinn tvö lög sem alltaf eru sungin á jólatónleikunum, Það aldin út er sprungið og Heims um ból, í 7 radda hátíðarútsetningu. Miðaverð er 2500 kr og er forsala hafin á tix.is Menningarsjóður Akureyrar styrkir Hymnodiu. Fylgist með á slóðinni www.hymnodia.is Jólamyndband með Hymnodiu: https://www.youtube.com/watch?v=9603r14ofEs
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-loftgaedamaelistod-a-akureyri
Ný loftgæðamælistöð á Akureyri Föstudaginn 16. desember undirrituðu Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar samning um kaup og rekstur á nýrri loftgæðamælistöð. Stöðin verður við Tryggvabraut og mun mæla svifryk, köfnunarefnissambönd (NO/NO2) og brennisteinsdíoxíð (SO2). Útblástur bíla og uppþyrlun göturyks eru helstu ástæður fyrir mengun af völdum köfnunarefnissambanda og svifryks á Akureyri. Brennisteinsdíoxíð kemur m.a. frá stórum skipum eins og t.d. skemmtiferðaskipum og með þessari nýju mælistöð opnast möguleikar á að vakta mengun frá skipaumferð. Einnig gagnast SO2 mælingar til að vakta mengun meðan eldgos eru í gangi. Ekki hafa áður verið stöðugar SO2 mælingar í gangi á Akureyri ef frá er talið tímabilið meðan eldgosið í Holuhrauni stóð yfir. Nýja mælistöðin er nú í prufukeyrslu við hlið sambærilegrar mælistöðvar í Reykjavík en hún verður sett upp á Akureyri fljótlega á nýju ári. Frá undirritun samningsins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarstjorn-samthykkir-bokun-um-samgonguaaetlun-og-orkumal
Bæjarstjórn samþykkir bókun um samgönguáætlun og orkumál Bæjarstjórn Akureyrar gerði á fundi sínum í gær alvarlegar athugasemdir við frumvarp til fjárlaga 2017 og furðar sig á því að þar sé ekki tekið tillit til nýrrar samgönguáætlunar. Einnig fjallaði bæjarstjórn um stöðu orkumála í Eyjafirði en að öllu óbreyttu gæti skapast neyðarástand á því sviði á næstu árum. Bókunin um samgönguáætlunina er svohljóðandi: "Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp til fjárlaga 2017 sem nú liggur fyrir Alþingi. Það vekur furðu að í frumvarpinu er ekki tekið tillit til nýrrar samgönguáætlunar sem samþykkt var samhljóða á Alþingi 12. október sl. Af því leiðir að ekki er gert ráð fyrir fjármagni frá ríkinu til kaupa á nýjum hafnsögubáti fyrir Hafnasamlag Norðurlands, þrátt fyrir að nú liggi fyrir tilboð í smíði bátsins sem búið er að samþykkja og bíður undirritunar. Ekki er heldur gert ráð fyrir fjármagni til að ljúka gerð Dettifossvegar sem allir eru sammála um að sé lykilframkvæmd í uppbyggingu innviða fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi eystra. Þá er heldur ekki gert ráð fyrir fjármagni til að ljúka gerð flughlaðs við Akureyrarflugvöll sem er mikilvægt verkefni vegna flugöryggis yfir Íslandi og atvinnuuppbyggingar á Akureyri. Það er algjörlega óviðunandi að ekki sé staðið við fyrri ákvarðanir Alþingis um að fjármagna þessar framkvæmdir í fyrirliggjandi frumvarpi til fjárlaga 2017. Hér er um að ræða verkefni sem nú þegar er byrjað á og langt komin í tilboðsferli og algjörlega óásættanlegt að ekki sé tekið tillit til í frumvarpinu." Bæjarstjórn samþykkti bókunina með 11 samhljóða atkvæðum. Einnig var samþykkt bókun um stöðu orkumála á Akureyri sem fjallar um mikilvægi þess að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norðausturlandi, auka afhendingaröryggi og styðja þannig eðlilegan vöxt atvinnulífs. Þar segir: "Ljóst er að nú þegar er ástand þessara mála orðið mjög alvarlegt í Eyjafirði og ef ekkert verður að gert næstu árin skapast neyðarástand á svæðinu miðað við þá uppbyggingu sem nú á sér stað. Mikilvægt er í þessu sambandi að vinna að krafti að uppbyggingu Hólasandslínu 3 sem og Blöndulínu 3, þrátt fyrir að sú lína hafi verið sett tímabundið í bið í nýrri kerfisáætlun Landsnets. Jafnframt leggur bæjarstjórn áherslu á mikilvægi þess að sveitarfélög á Norðurlandi hagi skipulagsvinnu sinni þannig að hægt verði að vinna að framþróun framkvæmda við þessar línulagnir. Akureyrarkaupstaður mun við endurskoðun aðalskipulags sem nú er í gangi kappkosta að eiga gott samstarf við Landsnet um leiðir fyrir raflínur í gegnum bæjarlandið og hvetur stofnunina til að leggja sig fram við að ná sátt um lagningu línanna við þá aðila sem að málinu koma í öðrum sveitarfélögum með faglegum undirbúningi, málefnalegri samræðu og með því að taka mið af ólíkum hagsmunum, sjónarmiðum og verðmætamati." Bókunin var samþykkt samhljóða. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/leidabok-sva
Leiðabók SVA Leiðabók fyrir nýtt leiðarkerfi SVA er nú komin úr prentun og liggur hún frammi í Nætursölunni, Ráðhúsinu og á skrifstofu SVA á Rangárvöllum. Einnig er vefurinn straeto.is kominn með allar upplýsingar um nýju leiðirnar. Vefurinn er kominn með nýtt útlit en þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar og möguleika til þæginda fyrir notendur. Einnig eru upplýsingar hér á heimasíðunni. Beðist er velvirðingar á því hversu langan tíma vinna við endanlegar breytingar á leiðakerfinu hefur tekið. Íbúar og notendur geta áfram komið ábendingum á framfæri á netfangið sva@akureyri.is. Ný leiðabók SVA.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ferdamalastefna-samthykkt
Ferðamálastefna samþykkt Ný ferðamálastefna Akureyrarbæjar var samþykkt í bæjarstjórn þriðjudaginn 20. desember. Ferðamálastefnan er mikilvægt verkfæri fyrir bæjaryfirvöld og varðar áherslur sveitarfélagsins í ferðamálum næstu árin. Stefnan er byggð á verkefnum sem snúa að því að byggja upp Akureyri sem eftirsóknarverðan áfangastað fyrir ferðafólk og sem fyrirmyndarsveitarfélag fyrir íbúa og fyrirtæki. Stefnunni fylgir ítarleg aðgerðaráætlun með verkefnum, tímasettri verkáætlun fyrir fyrsta árið og markmiðum sem Akureyrarstofa mun nota til að fylgja stefnunni eftir, auk fróðlegra hagtölugagna varðandi ferðaþjónustu á Akureyri. Ferðamálastefna Akureyrarbæjar Aðgerðaráætlun 2017 Hagtölur
https://www.akureyri.is/is/frettir/grimsey-a-serviettu
Grímsey á servíettu Til Grímseyjar komu í haust hjónin Lynnette og Paul Metz frá Wisconsin í Bandaríkjunum og höfðu með sér meriklega servíettu sem hafði farið víða. Á servíettuna var teiknað harla ónákvæmt kort af Íslandi og merktir inn á það nokkrir staðir sem þau þyrftu að heimsækja, þar á meðal voru Þingvellir, Gullfoss, Geysir og Grímsey. Forsaga málsins er sú að þau hjónin höfðu verið í heimsókn hjá dóttur sinni sem býr á Bretlandi og í þorpinu King's Cliff fór frúin að skoða kirkju staðarins og taka þar myndir eins og hún gerir gjarnan á ferðalögum sínum. Þar hitti hún mann sem vildi ólmur fá að segja henni af ferð sinni til Íslands og lýsa þeim dásemdum sem helst höfðu hrifið hann. Dró hann upp servíettu og teiknaði á hana landið og þá staði sem þau þyrftu að sjá. Er skemmst frá því að segja að hjónin tóku manninn á orðinu, skelltu sér til Íslands og höfðu servíettuna sem sinn helsta leiðarvísi. Þau flugu frá Reykjavík beint til Grímseyjar með Norlandair og höfðu þar viðdvöl skamma stund. Ragnhildur Hjaltadóttir hitti hjónin, fékk hjá þeim söguna og tók nokkrar myndir. Símamynd af servíettunni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolakvedja-fra-baejarstjora-3
Jólakveðja frá bæjarstjóra Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri sendir bæjarbúum og landsmönnum öllum hugheilar jólakveðjur og óskir sínar um farsælt komandi ár. „Jól og áramót eru góður tími. Þá gleðst fólk yfir því að sólin fer senn að hækka á lofti. Það iðkar sína trú eða upplifir hátíðina á eigin forsendum og samverustundirnar með fjölskyldunni eru dýrmætar. Njótum þess að vera í góðum samskiptum við vini okkar og fjölskyldu yfir hátíðarnar og á nýju ári. Hugum að velferð barnanna, stöndum vörð um æsku þeirra og fölskvalausa gleði. Munum eftir þeim sem eiga um sárt að binda, þeim sem eru einir eða eiga ekki í nein hús að venda, þeim sem hafa misst nána ástvini og kljást við söknuðinn og sorgina. Hvert nýtt ár felur í sér ný tækifæri fyrir bæinn okkar sem heldur áfram að vaxa og dafna. Við bjóðum nýja íbúa velkomna til að njóta þess sem Akureyri hefur að bjóða, hvort sem fólk kemur frá öðrum landshlutum, nágrannalöndum okkar eða framandi slóðum. Ég bind vonir við að nýja árið verði okkur gifturíkt og muni styrkja Akureyri á allan hátt. Bærinn sem hefur verið kallaður höfuðborg hins bjarta norðurs er miðstöð menningar og þjónustu við allar landsbyggðirnar og með bættum samgöngum í lofti og á láði mun þetta hlutverk okkar verða æ sýnilegra og mikilvægara. Framtíðarsýn okkar Akureyringa er björt og grunnstoðirnar sterkar. Fyrir hönd bæjarstjórnar Akureyrar óska ég ykkur öllum gleðilegrar hátíðar, árs og friðar.“ Eiríkur Björn Björgvinsson
https://www.akureyri.is/is/frettir/aramotabrennur-og-flugeldasyningar
Áramótabrennur og flugeldasýningar Nýja árinu verður heilsað og það gamla kvatt á gamlárskvöld með brennum og flugeldasýningum á Akureyri, í Hrísey og Grímsey. Hin árlega áramótabrenna á Akureyri verður við Réttarhvamm á gamlárskvöld, auk þess sem boðið verður upp á flugeldasýningu. Kveikt verður í brennunni kl. 20.30 en flugeldasýningin hefst kl. 21.00. Það eru Norðurorka og Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar sem standa fyrir þessari dagskrá í samstarfi við Súlur björgunarsveitina á Akureyri. Að venju má búast við mikilli umferð við Réttarhvamm á gamlárskvöld og því er mælt með því að fólk leggi tímanlega af stað til að njóta brennunnar og flugeldanna. Í Hrísey verður kveikt í áramótabrennunni kl. 17.00 í námunni fyrir austan Stekkjanef. Boðið verður upp sætaferðir frá Hríseyjarbúðinni í traktorskerru kl. 16.45. Í Grímsey verður kveikt í brennunni kl. 20.00 við norðurendann á Sandvíkurtjörn og boðið er upp á flugeldasýningu á eftir. Það er björgunarsveitin Sæþór og Kiwanisklúbburinn Grímur sem bjóða upp á flugeldasýninguna.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-umhverfis-og-samgongustefna
Ný umhverfis- og samgöngustefna Ný umhverfis- og samgöngustefna Akureyrarbæjar var lögð fram til samþykktar í bæjarstjórn 20. desember og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum. Markmið stefnunnar er að Akureyrarbær vinni stöðugt af framsækni og metnaði bæði í umhverfis- og samgöngumálum bæjarins og verði áfram í fremstu röð þegar kemur að umhverfismálum. Umhverfis- og samgöngustefna Akureyrarbæjar. Jóladagur á Akureyri. Mynd: Ragnar Hólm.
https://www.akureyri.is/is/frettir/langtimaleigusvaedi-fyrir-soluvagna-i-midbae-akureyrar-2017
Langtímaleigusvæði fyrir söluvagna í miðbæ Akureyrar 2017 Í samþykkt Akureyrarkaupstaðar um götu- og torgsölu eru afmökuð svæði í miðbæ þar sem sölustarfsemi utandyra má fara fram. Í samræmi við samþykktina er hér með auglýst eftir umsóknum um langtímaleigusvæði fyrir söluvagna í miðbæ Akureyrar fyrir árið 2017. Um er að ræða þrjú stæði fyrir söluvagna á tveimur svæðum. Forleiguréttur er í gildi fyrir þessi svæði og hefur umsækjandi sem hefur haft leyfi frá fyrra ári, forgang umfram aðra. Umsækjandi skal vera skuldlaus við Akureyrarkaupstað og skal hafa virt lögreglusamþykkt Akureyrarkaupstaðar og samþykkt þessa við endurumsókn að öðrum kosti fellur forleigurétturinn niður. Útgefin leyfi gilda í 6 eða í 12 mánuði. Umsækjendur skulu kynna sér samþykktina og fylgiskjöl á slóðinni www.akureyri.is/torgsala, og skila inn eyðublaði Ebl 158 sem hægt er að nálgast á sömu slóð ásamt tilskyldum fylgigögnum. Umsóknum skal skilað inn skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9 eða með tölvupósti á skipulagsdeild@akureyri.is fyrir 20. janúar 2017. 29. desember 2016 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/langtimaleigusvaedi-fyrir-soluvagna
Langtímaleigusvæði fyrir söluvagna Í samþykkt Akureyrarkaupstaðar um götu- og torgsölu eru afmökuð svæði í miðbæ þar sem sölustarfsemi utandyra má fara fram. Í samræmi við samþykktina er hér með auglýst eftir umsóknum um langtímaleigusvæði fyrir söluvagna í miðbæ Akureyrar fyrir árið 2017. Um er að ræða þrjú stæði fyrir söluvagna á tveimur svæðum. Forleiguréttur er í gildi fyrir þessi svæði og hefur umsækjandi sem hefur haft leyfi frá fyrra ári, forgang umfram aðra. Umsækjandi skal vera skuldlaus við Akureyrarkaupstað og skal hafa virt lögreglusamþykkt Akureyrarkaupstaðar og samþykkt þessa við endurumsókn að öðrum kosti fellur forleigurétturinn niður. Útgefin leyfi gilda í 6 eða í 12 mánuði. Umsækjendur skulu kynna sér samþykktina og fylgiskjöl á slóðinni www.akureyri.is/torgsala, og skila inn eyðublaði Ebl 158 sem hægt er að nálgast á sömu slóð ásamt tilskyldum fylgigögnum. Umsóknum skal skilað inn skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, eða með tölvupósti á skipulagsdeild@akureyri.is fyrir 20. janúar 2017. 29. desember 2016 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/styrkir-til-meistaranema
Styrkir til meistaranema Samband íslenskra sveitarfélaga veitir nú í annað sinn allt að þremur meistaranemum styrki til að vinna lokaverkefni á sviði sveitarstjórnarmála sem tengjast stefnumörkun sambandsins 2014-2018. Til úthlutunar er að þessu sinni allt að 750.000 kr. og stefnt er að því að veita þrjá styrki. Rafrænt umsóknarform, verklagsreglur vegna úthlutunar, stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014-2018, áhersluþættir við styrkveitingar til meistaranema 2017 og starfsáætlun sambandsins árið 2017 er að finna á vef sambandsins, www.samband.is. Í umsókn skal meðal annars koma fram greinargóð lýsing á verkefninu, markmiðum þess og hvernig það styður við stefnumörkun sambandsins. Heimilt er að tilgreina verkefni þó svo að þau séu ekki í skjali yfir áhersluþætti við styrkveitingar 2017 en verkefnið verður þó að eiga góða skírskotun til stefnumörkunarinnar. Nánari upplýsingar veitir Valur Rafn Halldórsson hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Umsóknafrestur er til miðnættis 1. febrúar 2017. Ráðhús Akureyrarbæjar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sprengjurusl-um-borg-og-bi
Sprengjurusl um borg og bí Talsvert af rusli eftir sprengjur og flugelda um áramótin liggur nú á götum bæjarins og við lóðamörk. Það er að sjálfsögðu á ábyrgð þeirra sem sprengja og skjóta upp flugeldum að hreinsa upp eftir sig. Pappakössum utan af stórum sprengitertum má segja í gáma fyrir bylgjupappa og sléttan pappa á grenndarstöðvum en terturnar sjálfar og ýmislegt annað sem sprengt hefur verið, er svo hlaðið púðri og sóti að það er alls ekki æskilegt í flokkun og á helst heima með almennu heimilissorpi til förgunar. Helgi Pálsson hjá Gámaþjónstu Norðurlands segir að megn púður- og brunalykt af þessu dóti hverfi ekki svo auðveldlega þegar að endurvinnslu kemur, heldur smiti út í annað hreint efni og geri það að heldur ókræsilegri vöru. "Sprengjuhólkarnir eru sorp en umbúðir utan um flugelda og stórar tertur, pappa og bréf, má setja í þar til gerða gáma." Frá og með föstudeginum 6. janúar og alla næstu viku verða sérstakir gámar fyrir jólatré við Kaupang, Hagkaup, Hrísalund, leikvöll við Bugðusíðu, Bónus Naustahverfi, Bónus Langholti, Skautahöll og við verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð. Trén verða kurluð, notuð í stíga og sem yfirlag á trjá- og runnabeð.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fristundastyrkur-a-akureyri-haekkar-um-20
Frístundastyrkur á Akureyri hækkar um 25% Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 samþykkti íþróttaráð að hækka frístundastyrk til niðurgreiðslu á æfinga- og þáttökugjöldum barna og unglinga í bænum. Var ákveðið að hækka styrkinn úr 16.000 kr. í 20.000 kr. frá og með 1. janúar 2017. Styrkurinn gildir fyrir börn á aldrinum 6-17 ára. Frístundastyrkurinn hefur nú hækkað um 66,67% frá 2015. Frá árinu 2006 hefur Akureyrarbær veitt styrk til allra barna og unglinga á Akureyri til niðurgreiðslu þátttökugjalda hjá íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsfélögum á Akureyri. Styrkurinn tekur gildi árið sem barnið verður 6 ára og fellur úr gildi árið sem unglingurinn verður 18 ára. Til að nota frístundastyrkinn skal fara inn á heimasíðu þess íþrótta-, tómstunda- og/eða æskulýðsfélags þar sem skrá á barn. Þar er hlekkur á skráningarsíðu þar sem foreldrar skrá iðkendur. Í skráningar- og greiðsluferlinu geta foreldrar valið um að nota frístundastyrkinn frá Akureyrarbæ. Íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsfélögin veita aðstoð og upplýsingar um skráningu, greiðslu og notkun frístundastyrks hjá hverju félagi fyrir sig. Árið 2017 gildir styrkurinn fyrir börn fædd árið 2000 til og með 2011 Frístundastyrkurinn gildir frá 1. janúar til 31. desember ár hvert Upplýsingar er einnig að finna á eftirfarandi vefslóð, www.akureyriaidi.is Fótboltaæfing í Boganum. Mynd: Ragnar Hólm.
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolatrjaasofnun-2017
Jólatrjáasöfnun 2017 Hægt verður að losa sig við jólatré dagana 6.–13. janúar. Gámar verða við Kaupang, Hagkaup, Hrísalund, leikvöll við Bugðusíðu, Bónus Naustahverfi, Bónus Langholti, Skautahöll og við verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð. Trén verða kurluð, notuð í stíga og sem yfirlag á trjá- og runnabeð.
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagatol-inn-a-hvert-heimili-a-akureyri-hrisey-og-grimsey
Dagatöl inn á hvert heimili á Akureyri, Hrísey og Grímsey Dagatölum fyrir árið 2017 verður dreift í næstu viku með Dagskránni inn á öll heimili á Akureyri, Hrísey og Grímsey. Það eru forvarna- og félagsmálaráðgjafar Akureyrarbæjar sem standa að útgáfunni og fengu til þess styrk frá samfélags- og mannréttindaráði Akureyrarbæjar, Lýðheilsusjóði, Norðurorku og Stíl. Markmiðið með útgáfu dagatalsins er að hvetja fjölskyldur til uppbyggilegrar samveru, búa til samtal um menningu fjölskyldna og hvetja til umhugsunar og uppbyggingar, vekja athygli á því sem í boði er uppbyggilegt fyrir íbúa bæjarins, mikilvægi þess að nýta tíma sinn á gefandi máta og ábyrgð hvers og eins á sinni tímanotkun. Með dagatalinu vilja forvarna- og félagsmálaráðgjafar Akureyrarbæjar einnig vekja athygli á að það þarf heilt þorp til að ala upp barn og að við berum öll ábyrgð sem samfélag. Á dagatalinu eru einnig upplýsingar um viðmið á skjánotkun.
https://www.akureyri.is/is/frettir/spennandi-ar-hja-listasafninu
Spennandi ár hjá Listasafninu Á kynningarfundi sem haldinn var í Listasafninu á Akureyri í gær var dagskrá ársins 2017 kynnt og farið í gegnum komandi starfsár. Einnig voru kynntar breytingar sem fyrirhugaðar eru á húsnæði safnsins en framkvæmdir hefjast í febrúar. Í lok fundarins var undirritaður nýr þriggja ára samstarfssamningur Listasafnsins og Ásprents Stíls, sem er einn sex bakhjarla safnsins. Það voru G. Ómar Pétursson, framkvæmdastjóri Ásprents Stíls, og Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins, sem undirrituðu samninginn. Prentaðri dagskrá ársins hefur verið dreift í öll hús á Akureyri. Áætlað er að framkvæmdum við breytingar á húsnæði Listasafnsins ljúki um mitt ár 2018 og verða þá teknir í notkun bjartir og fallegir sýningarsalir á fjórðu hæð. Nýr og betri inngangur með bættu aðgengi fyrir hreyfihamlaða og barnavagna verður á jarðhæð ásamt safnbúð og notalegu kaffihúsi. Aðstaða fyrir safnkennslu batnar til muna og tækifæri skapast á fastri sýningu með verkum úr safneign auk sögusýningar um fjölbreytt atvinnu- og listalífi í Gilinu í áranna rás. Þessar breytingar færa Listasafninu nýja ásýnd og gott flæði myndast í starfseminni. Með þeim tengist bygging gamla Mjólkursamlagsins Ketilhúsinu og úr verður ein heild. Arkitektarnir Steinþór Kári Kárason og Ásmundur Hrafn Sturluson hjá Kurt og Pí hafa sérhæft sig í endurgerð verksmiðjuhúsnæðis þar sem virðing er jafnframt borin fyrir sögunni. Þeir hafa teiknað upp breytta nýtingu og nýtt skipulag þessa fyrrum iðnaðarhúsnæðis í Gilinu. Starfsemi í byggingunni verður áfram fjölbreytt: Mjólkurbúðin verður á sínum stað sem og vinnustofur listamanna, listamannarekin sýningarými og gestavinnustofur. Í auknum mæli verður Ketilhúsið notað fyrir viðburði, móttökur, ráðstefnur og veislur. Listasafnið mun þannig laða að sér bæjarbúa og gesti í auknum mæli og af fjölbreyttari tilefni en fram til þessa. Sýningarárið 2017 byrjar með tveimur opnunum laugardaginn 14. janúar kl. 15. Á miðhæð Ketilhússins má sjá yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur, Litir, form og fólk, en á svölunum opnar Freyja Reynisdóttir sýninguna Sögur. Síðan rekur hver sýningin aðra með ungum og upprennandi listamönnum, reynsluboltum og frumkvöðlum. Ljósmyndasýningar, stór sumarsýning á verkum norðlenskra listamanna og Gjörningahátíðin A! eru á sínum stað, ásamt einkasýningum vel þekktra listamanna á borð við Rúrí, Sigtrygg Bjarna Baldvinsson, Aðalstein Þórsson, Einar Fal Ingólfsson, Georg Óskar og Friðgeir Helgason. Í boði eru fjölbreyttar sýningar með ólíkum áherslum og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Listasumar mun eftir sem áður blómstra í Listagilinu með vorinu. Fræðsla, fyrirlestrar, leiðsagnir og safnkennsla eru meðal þess sem Listasafnið hefur lagt aukna áherslu á undanfarin misseri og verður engin breyting þar á. Þriðjudagsfyrirlestrarnir verða áfram stór þáttur í fræðslustarfi Listasafnsins en þeir eru settir upp í samvinnu við Myndlistarfélagið, Menntaskólann á Akureyri, Gilfélagið, Háskólann á Akureyri og Myndlistarskólann á Akureyri. Þeir eru sem fyrr haldnir á hverjum þriðjudegi kl. 17-17.40 yfir vetrartímann. G. Ómar Pétursson og Hlynur Hallsson á kynningu Listasafnsins í gær. Mynd: Ragnar Hólm.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyir-klubbar-hja-felagsmidstodvunum-a-akureyri
Nýir klúbbar hjá félagsmiðstöðvunum á Akureyri FÉLAK býður nú upp á klúbbana Stjána og Stellu sem eru kynjaskiptir klúbbar fyrir 7. bekk og einnig klúbbinn Skipper fyrir krakka í 5. og 6. bekk. Klúbbarnir eru opnir öllum nemendum í grunnskólum Akureyrar sem vilja kynnast fleirum og fara í allskonar leiki í félagsmiðstöðinni. Starfið miðar að því að veita börnum öruggt, þægilegt og skemmtilegt umhverfi til að njóta sín í hópi annarra barna undir handleiðslu fullorðinna. Farið er í allskonar leiki til að þjálfa þátttakendur í jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum ásamt því að efla sjálfstraust þeirra og öryggi í framkomu. Með þátttöku í klúbbnum fá börnin tækifæri á að kynnast félagsmiðstöðinni og hafa þannig forskot þegar á elsta stig grunnskólans er komið því þá er félagsmiðstöðin þeim ekki ókunn og þau vonandi á heimavelli. Þátttaka í klúbbnum er ókeypis. Skráningu lýkur 16. janúar og takmarkaður fjöldi kemst að í hvern klúbb. Til að fá nánari upplýsingar er hægt að senda póst á netfangið fanneykr@akureyri.is eða olafiag@akureyri.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/gildistaka-deiliskipulagsbreytinga-vaettagil-25-27-og-29-31
Gildistaka deiliskipulagsbreytinga, Vættagil 25-27 og 29-31 Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 20. desember 2016 samþykkt deiliskipulags-breytingu fyrir lóðir nr. 25-27 og 29-31 við Vættagil í Giljahverfi. Breytingin felur í sér að lóð nr. 25-27 við Vættagil stækkar til suðurs um 80,9 m² og lóð nr. 29-31 minnkar að sama skapi. Byggingarreitur fyrir Vættagil 27 stækkar að nýjum lóðamörkum. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 22. desember 2016, Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B-deild – Útgáfud.: 6. janúar 2017
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarbaer-kaupir-metanstraeto
Akureyrarbær kaupir metanstrætó Í gær, þriðjudaginn 10. janúar, undirrituðu bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, og Bjarni Arason sölustjóri hjá „Kletti sölu og þjónustu“, samning um kaup Akureyrarbæjar á þremur nýjum metanknúnum strætisvögnum. Fyrsti vagninn verður afhentur í mars nk. Bærinn leigir hann til eins árs meðan reynsla af notkun metanstrætó í bænum er metin en að ári liðnu verður gengið frá kaupunum ef allt gengur að óskum. Næsti vagn verður keyptur níu mánuðum eftir afhendingu þess fyrsta og sá þriðji eigi síðar en í maí 2018. Kaupin á metanvögnunum er einn af mörgum þáttum í að ná því markmiði bæjarstjórnar Akureyrar að gera Akureyri að kolefnishlutlausu samfélagi innan fárra ára. Hleðslustöð fyrir metanbíla hefur verið komið upp við Súluveg og hleðslustöðvar fyrir rafbíla eru nú á þremur stöðum á Akureyri. Bærinn leggur á það áherslu að bílafloti hans verði smám saman allur knúinn endurnýtanlegum eða umhverfisvænum orkugjöfum. Nú þegar eru tveir ferlibílar knúnir metani. Þeir hafa reynst vel og búið er að festa kaup á tveimur nýjum metanferlibílum sem koma til landsins fyrri hluta ársins. Einnig má nefna að í smábílaflota Akureyrarbæjar og Norðurorku eru nú þegar átta metanbílar og tveir rafmagnsbílar. Eiríkur Björn og Bjarni undirrita samninginn á metanstöðinni við Súluveg. Mynd: Ragnar Hólm.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nina-og-freyja-i-ketilhusinu
Nína og Freyja í Ketilhúsinu Laugardaginn 14. janúar kl. 15 verða opnaðar tvær fyrstu sýningar ársins í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi: yfirlitssýning á verkum Nínu Tryggvadóttur, Litir, form og fólk, og sýning Freyju Reynisdóttur, Sögur. Nína Tryggvadóttir (1913-1968) var meðal frjóustu og framsæknustu myndlistarmanna sinnar kynslóðar og þátttakandi í formbyltingunni í íslenskri myndlist á 5. og 6. áratugnum. Hún nam myndlist í Kaupmannahöfn og New York og bjó auk þess í París, Lundúnum og Reykjavík. Nína vann aðallega með olíu á striga en hún er einnig þekkt fyrir pappírsverk, verk úr steindu gleri, mósaíkverk og barnabækur. Hún var einn af brautryðjendum ljóðrænnar abstraktlistar. Sýningin Litir, form og fólk er unnin í samvinnu við Listasafn Íslands, en í safneign þess eru um 80 verk eftir Nínu frá tímabilinu 1938–1967. Hún er að hluta byggð á sýningunni Ljóðvarp sem sett var upp í Listasafni Íslands 2015, en í tengslum við þá sýningu kom út vegleg bók um Nínu. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda af verkum hennar auk greina og viðtala á íslensku og ensku. Fjölskylduleiðsögn um sýninguna með Heiðu Björk Vilhjálmsdóttur, fræðslufulltrúa, laugardaginn 4. febrúar kl. 11-12. Sýningarstjóri er Hlynur Hallsson. Verk Freyju Reynisdóttur (f. 1989) eru unnin í ólíka miðla en fjalla mörg hver um þá þráhyggju mannsins að skilgreina allt og alla, en einnig um þræðina sem við eigum sameiginlega s.s. upplifanir, minni og samskipti. Þessar vangaveltur eru ennþá ofarlega á baugi í sýningunni Sögur þó engin endanleg niðurstaða sé í boði. Erfitt er að sjá fyrir hvað áhorfandinn spinnur út frá frásögn listamannsins, enda er það einstaklingsbundið. Freyja útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri 2014 og hefur starfað og sýnt á Íslandi, Danmörku, Spáni, Þýskalandi og í Bandaríkjunum. Hún hefur rekið sýningarýmið Kaktus auk þess að halda árlega listviðburðinn Rót á Akureyri og tónlistarhátíðina Ym. Sýning Freyju stendur til 26. janúar en yfirlitssýning á verkum Nínu Tryggvadóttur til 26. febrúar. Nína Tryggvadóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/uppbyggingarsjodur-nordurlands-eystra-auglysir-eftir-umsoknum-1
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2017. Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni, auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrkitil menningarmála. Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við árið 2017. Frekari upplýsingar um umsóknarferlið, úthlutunarreglur 2017, áherslur sjóðsins og Sóknaráætlun Norðurlands eystra er að finna á heimasíðu Eyþings www.eything.is og atvinnuþróunarfélaganna www.afe.is og www.atthing.is. Umsóknum skal skilað rafrænt til uppbyggingarsjóðs á netfangið uppbygging@eything.is á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér verklagsreglur uppbyggingarsjóðs á heimasíðu Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna. Starfsmenn sjóðsins verða með viðveru og vinnustofur á starfssvæðinu í tengslum við úthlutunina þar sem veitt verður ráðgjöf við gerð umsókna. Viðvera starfsmanna uppbyggingarsjóðs verður á eftirfarandi stöðum: Akureyri 16. jan. og 10. feb. kl. 9-15 Skrifstofu Eyþings Dalvíkurbyggð 23. jan. kl 10-12 Menningarhúsinu Bergi Ólafsfjörður 23. jan. kl. 13-14 Bókasafni Fjallabyggðar Ólafsfirði Siglufjörður 23. jan. kl. 15.30-16 Ráðhúsinu Siglufirði Mývatnssveit 24. jan. kl. 10-12 Skrifstofu Skútustaðahrepps Laugum 24. jan. kl. 14-15.30 Seiglu – miðstöð sköpunar Húsavík 25. jan. kl. 9-11 Skrifstofu Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga Kópasker 25. jan. kl. 13 -14 Skrifstofu Norðurþings Raufarhöfn 25. jan. kl. 15-16 Skrifstofu Norðurþings Þórshöfn 26. jan. kl. 9-11 Skrifstofu Langanesbygðar Grímsey 31. jan. kl. 14-16 Félagsheimilinu Múla Hrísey 1. feb. kl. 10-11 Húsi Hákarla Jörundar Grenivík 1. feb kl. 15-16 Skrifstofu Grýtubakkahrepps Vinnustofur í umsóknargerð verða á eftirtöldum stöðum: Laugum, Seiglu – miðstöð sköpunar 24. janúar kl. 16-19 Húsavík, skrifstofu Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga 24. janúar kl. 20- 23 Grunnskólanum Raufarhöfn, 25. jan. kl. 17-20 Akureyri, skrifstofu Eyþings 7. febrúar kl. 9-12 Akureyri, skrifstofu Eyþings 8. febrúar og 16-19 Á vinnustofum gefst umsækjendum tækifæri á að koma með umsóknir í vinnslu, fá aðstoð og leiðbeiningar. Nauðsynlegt er að skrá sig og vinnustofur og panta viðtalstíma á netfanginu menning@eything.is. Frekari upplýsingar um styrki veita, á sviði menningar Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir netfang menning@eything.is eða í síma 464 9935. Upplýsingar um styrki til atvinnuþróunar og nýsköpunar veita Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Ari Páll Pálsson á netfanginu aripall@atthing.is sími 464 0416 og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Baldvin Valdemarsson á netfanginu baldvin@afe.is eða í síma 460 5701.
https://www.akureyri.is/is/frettir/haskoli-i-30-ar
Háskóli í 30 ár Háskólinn á Akureyri fagnar 30 ára afmæli í ár. Af því tilefni verður blásið til fjölmargra viðburða á árinu sem miða að því að tengja háskólann enn betur við samfélagið. Fyrsti viðburðurinn fer fram í dag en það er málþing helgað Haraldi Bessasyni fyrsta rektor HA. Þessi upphafsviðburður afmælisársins mun vera fyrsti viðburðurinn sem nýskipaður mennta- og menningarmálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, sækir. Þingið er öllum opið og hefst kl. 15 í hátíðarsal Háskólans á Akureyri. Málþingið sem haldið verður í dag nefnist "Haraldur Bessason og mótunarárin". Erindi verða flutt um Harald Bessason sem fræðimann og kennara, svo og fyrstu ár skólans út frá sjónarhóli starfsmanns og nemanda, auk þess sem rektor skólans mun fjalla um framtíðarsýnina. Þá verður opnuð sögusýning skólans, málverkasýningin Jónborg-Sólborg og Ritver Háskólans á Akureyri. Lára Sóley Jóhannsdóttir, Helga Kvam og Þórhildur Örvarsdóttir flytja lög við ljóð Vestur-Íslendinga og að lokum verður boðið upp á léttar veitingar. Það sem mun einkenna afmælisárið er viðleitni háskólans til að tengjast enn betur samfélaginu með því að bjóða upp á viðburði við allra hæfi. Í þessu sambandi má nefna viðburði eins og Hjartans mál, Eyfirðingurinn í hnotskurn, Vísindi á mannamáli, Háskólinn á vettvangi, auk fjölda kynninga úr starfi háskólans. Sigrún Stefánsdóttir, formaður afmælisnefndar, segir að undirbúningur hafi staðið yfir í marga mánuði og vonast hún til að allir finni eitthvað við sitt hæfi. "Við ætlum að hefja hátíðardagskrána á málþingi sem tileinkað er Haraldi Bessasyni, fyrsta rektor háskólans, enda á hann mikinn þátt í því hversu vel og örugglega skólinn dafnaði á upphafsárunum," segir Sigrún og bætir við að íbúar á Eyjafjarðarsvæðinu fái sent heim borðdagatal þar sem helstu viðburðir afmælisársins koma fram. "Við viljum opna háskólann fyrir öllum og við vonumst til að taka á móti sem flestum á þessa viðburði," segir Sigrún. Eyjólfur Guðmundsson rektor segir að þetta séu mikilvæg tímamót í starfi skólans og hápunktur dagskrárinnar verði í september en skólinn tók til starfa 5. september 1987. "Þá ætlum við að halda veglega hátíð þar sem nemendur, kennarar, starfsfólk, bæjarbúar og aðrir gestir skólans koma saman og fagna þessum tímamótum. Enginn annar háskóli á landinu hefur vaxið eins hratt og HA og við erum mjög stolt af því að mennta fólk til starfa í heimabyggð," segir Eyjólfur. Málþingið um Harald Bessason hefst kl. 15 í dag í hátíðarsal Háskólans á Akureyri og er dagskráin þessi: Setning Ávarp formanns afmælisnefndar Sigrúnar Stefánsdóttur Winnipegárin Fræðimaðurinn Haraldur Bessason: Kristín M. Jóhannsdóttir, aðjúnkt við HA Kennarinn Haraldur Bessason: Kent Lárus Björnsson, nemandi Haralds í Winnipeg 1980-1983 Fyrstu ár Háskólans á Akureyri Frá sjónarhóli starfsmanns: Margrét Tómasdóttir, fyrrum starfsmaður HA Frá sjónarhóli nemanda: Benedikt Barðason, aðstoðarskólameistari VMA Nútíð og framtíð Opnun sögusýningar: Rósa Margrét Húnadóttir, starfsmaður HA f.h. sögusýningarnefndar Jónborg-Sólborg. Opnun listsýningar á Bókasafni HA og opnun Ritvers Háskólans á Akureyri: Astrid Margrét Magnúsdóttir, forstöðumaður Bókasafns HA Framtíðarsýn: Eyjólfur Guðmundsson rektor Lára Sóley Jóhannsdóttir, Helga Kvam og Þórhildur Örvarsdóttir flytja lög við ljóð Vesturíslendinga á milli dagskráliða. Að málþinginu loknu verður boðið upp á léttar veitingar og Árni Ólafsson arkitekt segir frá staðarvali HA.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sprengt-i-sandgerdisbot
Sprengt í Sandgerðisbót Framkvæmdir við hreinsistöð fráveitu Akureyrar í Sandgerðisbót eru hafnar og þáttur í þeim eru jarðvegsframkvæmdir á svæðinu. Meðal þess sem þarf að gera er að sprengja klöpp fyrir dælukjallara og sveifluþró. Sprengingarnar munu fara fram daglega út þessa viku. Þjónustuver Norðurorku hefur haft samband við húseigendur á svæðinu til að láta vita af framkvæmdinni. Í tilkynningu frá Norðurorku eru vegfarendur beðnir að sýna ítrustu varkárni á svæðinu og fara ekki nærri vinnusvæðinu. Mynd úr skólpdælustöð (af vef Norðurorku).
https://www.akureyri.is/is/frettir/norraenar-loftlagslausnir-i-hofi
Norrænar loftlagslausnir í Hofi Opna málþingið "Norrænar loftlagslausnir: Green to Scale" verður haldið fimmtudaginn 19. janúar kl. 15-17 í Menningarhúsinu Hofi. Green to Scale verkefnið greinir hvernig 15 árangursríkar norrænar loftlagslausnir geta dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og var kynnt á Loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Marrakech í nóvember 2016 (COP22). Á málþinginu verður fjallað um 15 árangursríkar norrænar loftlagslausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Auk þess verður kynnt stuttlega hvaða aðferðum tilteknir aðilar beita á Akureyri í sama tilgangi. Markmiðið er að læra af því sem gert er á Norðurlöndum í þessum efnum með þeirri von um að hugmyndir kvikni um það til hvaða aðgerða hægt er að grípa til að draga úr loftlagsbreytingum. Jafnframt að fá innsýn í það hvaða aðferðum sveitarfélagið, stofnanir og fyrirtæki hér á Akureyri beita til þess að draga úr loftlagsbreytingum. Málþingið er haldið í samstarfi við Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands, upplýsingaskrifstofuna Norðurlönd í fókus og Menningarfélag Akureyrar. Aðalfyrirlesarar: Rannsóknarniðurstöður Green to Scale verkefnisins kynntar (á ensku): Oras Tynkkynen ráðgjafi og verkefnisstjóri Sitra, finnski nýsköpunarsjóðurinn Íslenskar loftslagslausnir: Brynhildur Davíðsdóttir prófessor við Háskóla Íslands Örerindi: Kolefnishlutlaus Akureyri: Guðmundur Haukur Sigurðsson framkvæmdastjóri Vistorku Háskólinn á Akureyri – í átt að kolefnishlutleysi: Brynhildur Bjarnadóttir lektor við Háskólann á Akureyri Er erfitt að minnka útblástur skipa? Hjörvar Kristjánsson verkefnisstjóri við nýsmíðar hjá Samherja Að hvetja til aukinnar sjálfbærni með bættri nýtingu auðlinda: Albertína Friðbjörg Elíasdóttir framkvæmdastjóri EIMS Fundarstjóri: Sigurður Ingi Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs.
https://www.akureyri.is/is/frettir/auglyst-eftir-umsoknum-um-starfslaun-listamanna-1
Auglýst eftir umsóknum um starfslaun listamanna Stjórn Akureyrarstofu auglýsir eftir umsóknum um starfslaun listamanna fyrir tímabilið 1. júní 2017 til 31. maí 2018. Starfslaunum verður úthlutað til eins listamanns og hlýtur viðkomandi 9 mánaða starfslaun. Markmiðið er að listamaðurinn sem starfslaunin hlýtur geti helgað sig betur listsköpun sinni eða einstökum verkefnum á vettvangi hennar á tímabilinu. Einungis listamenn sem eiga lögheimili á Akureyri koma til greina. Umsækjendur skili inn umsókn með upplýsingum um listferil, menntun og greinargóðum upplýsingum um hvernig starfslaunatíminn skal notaður. Umsóknum skal skilað í netfangið huldasif@akureyri.is eða í þjónustuanddyri Ráðhússins að Geislagötu 9. Nánari upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir, verkefnisstjóri viðburða og menningarmála, hjá Akureyrarstofu í netfanginu huldasif@akureyri.is Samþykkt um starfslaun listamanna. Umsóknarfrestur er til og með 8. febrúar 2017.
https://www.akureyri.is/is/frettir/auglyst-eftir-umsoknum-um-styrki-ur-menningarsjodi-og-husverndarsjodi-1
Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Menningarsjóði og Húsverndarsjóði Menningarsjóður Akureyrar auglýsir eftir umsóknum um styrki. Auglýst er eftir umsóknum um samstarfssamninga og verkefnastyrki. Samstarfssamningar skulu stuðla að fjölbreyttu menningarlífi á Akureyri. Hægt er að sækja um samstarf til tveggja eða þriggja ára í senn. Við úthlutun er litið til fjölbreytileika í starfsemi,aldurs þátttakenda, jafnréttis og sýnileika. Sótt er um á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/is/ibuagatt/umsoknir Hinvegar er auglýst eftir umsóknum um verkefnastyrki. Verkefnin skulu auðga menningarlífið í bænum,hafa sérstöðu og fela í sér frumsköpun. Vegna 100 ára afmælis Leikfélags Akureyrar verða 500.000 kr. eyrnamerktar verkefnum tengdum afmælinu. Sótt er um á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/is/ibuagatt/umsoknir Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar 2017. Upplýsingar um reglur Menningarsjóðs og Menningarstefnu Akureyrar 2013-2018 eru á heimasíðu Akureyrarbæjar http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/reglur-og-samthykktir/menningarmal Húsverndarsjóður Akureyrar Sjóðnum er ætlað að vinna að verndun húsa og mannvirkja á Akureyri. Veittir verða tveir styrkir að upphæð kr. 250.000 kr. hvor. Upplýsingar um reglur sjóðsins eru á heimasíðu Akureyrarbæjar http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/reglur-og-samthykktir/menningarmal Sótt er um á heimasíðu Akureyrarbæjar http://www.akureyri.is/is/ibuagatt/umsoknir Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar 2017. Ákvarðanir um styrkveitingarnar eru teknar af stjórn Akureyrarstofu. Nánari upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnastjóri viðburða- og menningarmála í netfanginu huldasif@akureyri.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/ithrottamenn-akureyrar-2016
Íþróttamenn Akureyrar 2016 Kraftlyftingamaðurinn Viktor Samúelsson úr KFA er íþróttakarl Akureyrar árið 2016 og sundkonan Bryndís Rún Hansen úr Óðni er íþróttakona Akureyrar 2016. Í öðru sæti voru þau Tryggvi Snær Hlinason, körfuknattleiksmaður úr Þór og Hafdís Sigurðardóttir, frjálsíþróttakona úr UFA. Í þriðja sæti voru Valþór Ingi Karlson, blakari úr KA og María Guðmundsdóttir, skíðakona úr SKA. Kjöri íþróttamanns Akureyrar var lýst í verðlaunahófi á vegum Íþróttabandalags Akureyrar og Frístundaráðs Akureyrarbæjar sem fram fór í Menningarhúsinu Hofi í gær. 16 aðildarfélög tilnefndu alls 30 íþróttamenn úr sínum röðum. Þess má geta að þetta er í fyrsta sinn sem krýnd eru bæði íþróttakarl og íþróttakona en sú breyting var ákveðin á ársþingi ÍBA síðastliðið vor. Viktor vann titilinn í annað sinn en Bryndís hlaut þennan sæmdartitil í fjórða sinn í dag. Viktor á langan afreksferil að baki þó hann sé ungur að árum. Hann hefur slegið 211 íslandsmet á ferlinum og 34 standa enn. Hann hefur einnig slegið 7 norðurlandamet og á 5 sem standa enn. Hann sigraði öll Íslandsmeistaramót ársins á stigum. Besti árangur hans árið 2016 er 357 kg í hnébeygju, 315 kg í bekkpressu og 322,5 kg í réttstöðulyftu. Helstu afrek hans á árinu gullverðlaun á EM U23 í bekkpressu og silfur á HM U23 í bekkpressu. Hann er sem stendur áttundi á heimslistanum í sínum þyngdarflokki. Bryndís hefur undanfarin ár verið í hópi sterkustu sundkvenna landsins. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í skriðsundi og flugsundi. Árið 2016 hefur verið Bryndísi gjöfult. Hún setti nokkur Íslandsmet og náði B-lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í RÍÓ. Hún komst í undanúrslit á EM í London og bætti Íslandsmetið sitt í 50 m flugsundi. Á heimsmeistaramótinu í Kanada setti hún 2 Íslandsmet og náði inn í undanúrslit á stórbættu Íslandsmeti í 50 m flugsundi. Þetta er í 38. sinn sem íþróttamaður Akureyrar er kjörinn en það var fyrst gert árið 1979. Alls hefur 21 einstaklingur hlotið þetta sæmdarheiti, oftast allra júdókappinn Vernharð Þorleifsson, sjö sinnum alls. Við sömu athöfn veitti Frístundaráð Akureyrar þremur einstaklingum heiðursviðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu íþrótta á Akureyri. Aðalheiður Gísladóttir fékk viðurkenninguna fyrir Íþróttafélagið Eik þar sem hún hefur komið að íþróttastarfi fyrir þroskahefta um áratugabil bæði í stjórn félagsins og sem þjálfari. Áslaug Kristjánsdóttir fékk viðurkenningu fyrir áratuga starf í þágu Hestamannafélagsins Léttis. Magnús Ingólfsson fékk einnig heiðursviðurkenningu en Magnús var einn af brautryðjendum uppbyggingar í Hlíðarfjalli og starfaði mikið fyrir Skíðaráð Akureyrar, kom að byggingu KA heimilisins og hefur líka sinnt miklu og óeigingjörnu starfi í þágu Golfklúbbs Akureyrar. Þá fengu forsvarsmenn íþróttafélaga á Akureyri afhenta styrki og viðurkenningar vegna Íslandsmeistara og landsliðsfólks úr þeirra röðum á árinu 2015. Íslandsmeistarar úr akureyrskum íþróttafélögum voru 303 og 101 einstaklingur tók þátt í landsliðsverkefnum á árinu. Íþróttamenn Akureyrar 1979-2016: 1979 Gunnar Gíslason, handbolti, fótbolti 1980 Haraldur Ólafsson, lyftingar 1981 Haraldur Ólafsson, lyftingar 1982 Nanna Leifsdóttir, skíði 1983 Nanna Leifsdóttir, skíði 1984 Halldór Ómar Áskelsson, fótbolti 1985 Guðrún H. Kristjánsdóttir, skíði 1986 Freyr Gauti Sigmundsson, júdó 1987 Halldór Ómar Áskelsson, fótbolti 1988 Guðrún H. Kristjánsdóttir, skíði 1989 Þorvaldur Örlygsson, fótbolti 1990 Valdemar Valdemarsson, skíði 1991 Rut Sverrisdóttir, sund 1992 Freyr Gauti Sigmundsson, júdó 1993 Vernharð Þorleifsson, júdó 1994 Vernharð Þorleifsson, júdó 1995 Vernharð Þorleifsson, júdó 1996 Vernharð Þorleifsson, júdó 1997 Ómar Halldórsson, golf 1998 Vernharð Þorleifsson, júdó 1999 Vernharð Þorleifsson, júdó 2000 Ingvar Karl Hermannsson, golf 2001 Vernharð Þorleifsson, júdó 2002 Dagný Linda Kristjánsdóttir, skíði 2003 Andreas Stelmokas, handbolti 2004 Rut Sigurðardóttir, Tae Kwon Do 2005 Guðlaugur Már Halldórsson, akstursíþr. 2006 Dagný Linda Kristjánsdóttir, skíði 2007 Dagný Linda Kristjánsdóttir, skíði 2008 Rakel Hönnudóttir, fótbolti 2009 Bryndís Rún Hansen, sund 2010 Bryndís Rún Hansen, sund 2011 Bryndís Rún Hansen, sund 2012 Arna Sif Ásgrímsdóttir, fótbolti 2013 Hafdís Sigurðardóttir, frjálsar íþróttir 2014 Hafdís Sigurðardóttir, frjálsar íþróttir 2015 Viktor Samúelsson, kraftlyftingar 2016 Viktor Samúelsson, kraftlyftingar 2016 Bryndís Rún Hansen, sund Viktor Samúelsson og Ásta Birgisdóttir, móðir Bryndísar, sem tók við viðurkenningunni fyrir hennar hönd.
https://www.akureyri.is/is/frettir/flokkunartunnur-i-midbaenum
Flokkunartunnur í miðbænum Akureyrarbær er í fararbroddi íslenskra sveitarfélaga þegar kemur að flokkun úrgangs og til að efla enn frekar starf bæjarins á þessu sviði var í dag fjórum nýjum flokkunartunnum komið fyrir í miðri göngugötunni í miðbænum. Tunnurnar eru settar saman í eina stöð þar sem vegfarendur geta losað sig við og flokkað um leið gler, plast, pappír og almennt rusl. Slíkar flokkunartunnur er víða að finna í stórborgum erlendis og ætlunin er að fjölga þeim á Akureyri innan tíðar ef reynslan af notkun þeirra verður góð sem við er að búast. Fyrst um sinn verður þá einblínt á að koma þeim fyrir á miðbæjarsvæðinu þar sem oft er margt um manninn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/serstakur-husnaedisstudningur
Sérstakur húsnæðisstuðningur 1. janúar 2017 tóku gildi ný lög um húsnæðisbætur nr. 75/2016 sem fela í sér breytingar á húsaleigubótakerfi ríkis og sveitarfélaga. Frá áramótum sér Vinnumálastofnun um afgreiðslu nýrra húsnæðisbóta (áður almennar húsaleigubætur) en sveitarfélögin meta og afgreiða umsóknir um sérstakan húsnæðisstuðning, sem kemur í stað sérstakra húsaleigubóta. Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárstuðningur fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem annars gætu ekki séð sér fyrir húsnæði vegna lágra launa, þungrar framfærslubyrði og félagslegra aðstæðna. Akureyrarbær hefur samþykkt reglur um sérstakan húsnæðisstuðning. Umsóknum um sérstakan húsnæðisstuðning skal skilað til fjölskyldusviðs Akureyrarbæjar,Glerárgötu 26, 600 Akureyri. Umsóknareyðublöð fyrir sérstakan húsnæðisstuðning er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar, í þjónustuanddyri bæjarskrifstofanna í Geislagötu 9 og hjá fjölskyldusviði í Glerárgötu 26. Athugið að fyrst þarf að sækja um húsnæðisbætur hjá Vinnumálastofnun. Frestur til að skila umsóknum fyrir janúar er til og með 31. janúar 2017. Eftir það verður umsóknarfrestur til 20. hvers mánaðar fyrir yfirstandandi mánuð. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ar-fra-komu-syrlendinganna
Ár frá komu Sýrlendinganna Síðasta miðvikudag var því fagnað að ár er liðið frá komu sýrlensku fjölskyldnanna til Akureyrar. Hingað komu fjórar fjölskyldur, 23 einstaklingar, frá Líbanón þar sem þær höfðu verið eftir flótta frá Sýrlandi. Óhætt er að segja að þeim hafi gengið vel að feta sig í nýjum heimkynnum þrátt fyrir að ýmislegt sé erfitt að kljást við, ekki síst að læra íslenskuna. Börnin eru almennt orðin nokkuð sleip í íslensku, gengur vel í skóla og taka þátt í íþróttum og öðru tómstundastarfi. Sumt fullorðna fólkið er komið í vinnu. Fjölmargir einstaklingar, félög og fyrirtæki hafa lagt hönd á plóginn til að aðstoða fjölskyldurnar. Stuðningsfjölskyldur á vegum Rauða krossins hafa gegnt þar lykilhlutverki. Almennt hafa bæjarbúar tekið fjölskyldunum vel og Sýrlendingarnir nefna sérstaklega að þeir hafi fundið frá fyrsta degi að þeir væru velkomnir. Til að fagna ári frá komu þeirra stóðu Akureyrarbær og Rauði krossinn að samkomu miðvikudaginn 18. janúar. Boðsgestir voru, auk sýrlensku fjölskyldnanna, sjálfboðaliðar og starfsmenn sem hafa verið í miklum tengslum við fólkið, bæjarfulltrúar og bæjarstjóri. Undir lok mánaðarins er von á einni fimm manna fjölskyldu til viðbótar. Vegna tengsla hennar við eina fjölskylduna sem kom í fyrra, koma þau hingað í stað þess að fara til Árborgar, Hveragerðis eða Reykjavíkur eins og aðrir í þeim hópi sýrlenskra flóttamanna sem von er á frá Líbanon. Ánægjulegt er að geta þess að á síðustu vikum hafa tvö kornabörn bæst í hóp þeirra Sýrlendinga sem komu 19. janúar 2016, þ.e. eitt barn fæddist í desember og annað þann 18. janúar. Frá samkomunni á miðvikudaginn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sumarsyning-listasafnsins
Sumarsýning Listasafnsins Listasafnið á Akureyri efnir til sýningar á verkum eftir norðlenska myndlistarmenn, 10. júní - 27. ágúst 2017. Dómnefnd velur úr innsendum verkum listamanna sem búa og/eða starfa á Norðurlandi eða hafa tengingu við svæðið. Umsóknarfrestur er til og með 1. mars næstkomandi. Haust/Sumarsýningar voru lengi fastur liður í sýningarhaldi hér á landi og erlendis lifa þær víða enn góðu lífi. Haust/Sumarsýning Listasafnsins á Akureyri er tvíæringur og endurvekur þá góðu hefð að sýna hvað listamenn á svæðinu eru að fást við. Hún verður því fjölbreytt og mun gefa góða innsýn í líflega flóru myndlistar á Akureyri og Norðurlandi. Sérstakt eyðublað má finna hér að neðan. Eyðublaðið er einungis rafrænt og þarf ekki að prenta út. Umsækjandi fyllir út grunnupplýsingar og hleður upp 1-3 myndum sem dómnefndin mun fjalla um. Mikilvægt er að myndirnar séu í góðri upplausn sem má nýta í prentaða sýningarskrá og annað kynningarefni. Stærðin er um það bil 150x100 mm (1.772x1329 pixlar) og 300 pt. Vídeóverk skal senda í gegnum wetransfer.com á netfangið hlynurhallsson@listak.is. Stuttur texti skal fylgja þar sem listamaðurinn fjallar um verkin og sjálfan sig. Mjög mikilvægt er að textinn sé vandaður og nothæfur í kynningarefni. Umsækjandi hleður textanum upp sem Word skjali með hnappnum „Almennt um verkin“. Sérstakar upplýsingar um verkin eru færðar inn: nafn, ártal, stærð og tækni. Mynd þarf að fylgja af listamanninum sem verður nýtt í sýningarskrá og annað kynningarefni. Myndin þarf að vera í 300 pt. upplausn. Að síðustu þarf að fylgja texti um viðkomandi listamann, 40-80 orð, og örstutt ferilskrá, 40-80 orð. Ef um tæknilega aðstoð er að ræða er viðkomandi bent á að hafa samband við Hlyn Hallsson, safnstjóra, á netfangið hlynurhallsson@listak.is eða í síma 461 2619. Hér má nálgast eyðublaðið. Frá Haustsýningunni 2015.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kemstu-til-reykjavikur-a-rafbilnum-thinum
Kemstu til Reykjavíkur á rafbílnum þínum? Kemstu til Reykjavíkur á rafbílnum þínum? Eyþing og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra boða til opins fundar um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á Norðurlandi. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 25. janúar kl. 17-19 í Hömrum í Hofi á Akureyri. Á fundinum verður fjallað um möguleikann á orkuskiptum og að farið verði úr því að nota jarðefnaeldsneyti yfir í að nota umhverfisvæna orkugjafa. Hvaða ljón eru í veginum? Hverjir eru kostir og gallar rafbíla? Umræða um orkuskipti hefur aukist mjög að undanförnu og ljóst er að margir velta fyrir sér kostum og göllum vistvænna bíla og innviðum fyrir þá. Fundinum er ætlað að svara þeim spurningum sem brenna á fólki hvað þetta varðar. Dagskrá fundarins er sem hér segir: 17.00 Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri setur fundinn 17.05 Anna Margrét Kornelíusdóttir rannsóknarmaður hjá NýOrku: Stefnumótun Íslenskra stjórnvalda - rafvæðing bílaflotans 17.25 Sigurður Ingi Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs: Rafbílar kostir og gallar 17.45 Guðmundur Haukur Sigurðarson framkvæmdastjóri Vistorku: Innviðir fyrir rafbíla á Norðurlandi 18.00 Eiríkur Björn Björgvinsson afhendir Hlíðarfjalli nýja hleðslustöð frá Orkusölunni 18.10 Umræður 19.00 Fundi slitið Fundarstjóri er Albertína Friðbjörg Elíasdóttir framkvæmdastjóri EIMS. Fundurinn er opinn öllum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyringar-eru-18500
Akureyringar eru 18.500 Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar heimsóttu í dag fjölskyldu á Sólvöllum á Akureyri til að heiðra þann íbúa bæjarins sem telst vera númer 18.500 í röðinni. Hann er lítill drengur sem kom í heiminn 4. janúar síðastliðinn. Strákurinn sem fær nafn í febrúar er sonur Freyju Hólm Ármannsdóttur og Kolbeins Hjaltasonar. Fyrir eiga þau heimasætuna og systurina Kolbrá sem er á öðru ári. Hún var hjá dagmömmu þegar gestina bar að garði. Snáðinn var leystur út með gjöfum en foreldrarnir fengu blóm og stóra systir dálítinn pakka. Eiríkur Björn færði drengnum og fjölskyldu hans árnaðaróskir og sagði um leið að það væri skemmtilegur siður að fagna því þegar íbúafjöldinn ykist um heilt eða hálft þúsund. Fjölgun væri ávallt til marks um það hér vilji ungt fólk setjast að og jafnframt ánægjuleg áminning um að samfélagið okkar vex og dafnar. Átjánþúsundasti íbúinn var heiðraður með svipuðum hætti fyrir þremur árum. Akureyringurinn ungi með foreldrum sínum og gestum
https://www.akureyri.is/is/frettir/franska-kvikmyndahatidin-a-akureyri-28-januar-3-februar
Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri 28. janúar - 3. febrúar Franska sendiráðið og Alliance française í Reykjavík, í samstarfi við Háskólabíó, Institut français, kanadíska sendiráðið og Borgarbíó, kynna Frönsku kvikmyndahátíðina sem fram fer dagana 28. janúar - 3. febrúar á Akureyri. Myndirnar sem sýndar verða á Akureyri eru 5 talsins, þar á meðal opnunarmynd hátíðarinnar Elle og teiknimyndin Phantom Boy. Eins og áður er fjölbreytnin í fyrirrúmi, svo að allir ættu að finna mynd við sitt hæfi. Allar eru myndirnar með enskum texta, nema teiknimyndin sem er með íslenskum texta. Opnunarmynd hátíðarinnar er nýjasta kvikmynd Pauls Verhoevens, Elle (2016). Myndin er sálfræðitryllir af bestu gerð. Hún var opinbert val á Cannes kvikmyndahátíðinni 2016. Aðalleikkona myndarinnar, Isabelle Huppert fer afar vel með hlutverk sitt í myndinni og hefur nú þegar hlotið fern verðlaun fyrir leik sinn, meðal annars Gotham verðlaunin í New York. Núna síðast hreppti myndin Golden Globe verðlaunin fyrir bestu erlendu myndina og bestu leikkonu í dramaflokki sem og Critics’ Choice verðlaun fyrir bestu erlendu mynd. Aðrar myndir sem sýndar verða á Akureyri eru Stór í sniðum (Un homme à la hauteur), Með höfuðið hátt (La tête haute), Hvorki himinn né jörð (Ni le ciel, ni la terre) og teiknimyndin Huldudrengurinn (Phantom boy). Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á https://www.smarabio.is/fff og Facebook síðu hátíðarinnar: https://www.facebook.com/franskabio/
https://www.akureyri.is/is/frettir/samningar-um-mottoku-flottafolks
Samningar um móttöku flóttafólks Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, undirritaði í gær samninga við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í Reykjavík og Eirík Björn Björgvinsson, bæjarstjóra á Akureyri, um mótttöku sex sýrlenskra flóttafjölskyldna sem væntanlegar eru til landsins eftir helgi. Fimm þeirra setjast að í Reykjavík og ein á Akureyri. Samningarnir eru sambærilegir þeim sem nýlega voru undirritaðir við forsvarsmenn sveitarfélaganna Hveragerðis og Árborgar sem einnig taka á móti fjölskyldum úr þeim 47 manna hópi sýrslenskra flóttamanna sem stjórnvöld hafa boðið til landsins. Undirbúningur að móttöku fólksins hefur staðið yfir um nokkurt skeið í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNCHR) og fór sendinefnd til Líbanons í nóvember síðstliðnum, meðal annars til að veita fólkinu fræðslu um Ísland og íslenskt samfélag. Sjá nánar á heimasíðu velferðarráðuneytisins. Þorsteinn Víglundsson og Eiríkur Björn Björgvinsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarbaer-styrkir-visindaskolann
Akureyrarbær styrkir Vísindaskólann Akureyrarbær og Háskólinn á Akureyri hafa skrifað undir samning um styrk til Vísindaskóla unga fólksins. Þetta er í þriðja skipti sem Akureyrarbær styrkir verkefnið. Markmið bæjarins með styrkveitingunni er að styðja við fjölbreytni í tómstundatilboðum til barna og gefa börnum á Akureyri tækifæri til þess að kynnast heimi vísinda og fræða. Vísindaskóli unga fólksins fór af stað vorið 2015 og þá sóttu um 90 börn á aldrinum 11-13 ára skólann. Viðbrögð þátttakenda hafa verið afar góð og því til staðfestingar voru yfir þriðjungur nemenda í annað sinn í skólanum síðastliðið vor, þar sem nýtt námsefni var í boði. "Það hefur komið okkur skemmtilega á óvart að strákar sækja ekki síður en stelpur í Vísindaskólann og við teljum það mjög mikilvægt. Drengir sækja síður í langskólanám í dag og þátttaka í Vísindaskólanum gæti orðið til þess að auka áhuga þeirra á að fara í háskólanám í framtíðinni," segir Sigrún Stefánsdóttir, skólastjóri Vísindaskólans. Hópur starfsmanna Háskólans á Akureyri vinnur að þróun Vísindaskólans, en verkefnið er fjármagnað að stórum hluta með styrkjum frá ýmsum fyrirtækjum og félögum. Sigrún segir að viðbrögð samfélagsins hafi verið afar jákvæð og samningurinn við Akureyrarbæ sé ómetanlegur. Skólagjöldin eru 22.500 kr. og Vísindaskólinn mun starfa vikuna 19.-23. júní. Lögð er áhersla á að þemu skólans tengist sem mest hefðbundnu námsframboði Háskólans. Að þessu sinni verður boðið upp á eftirfarandi þemu: Það er bara ein jörð - Umhverfislögga Gleðisprengja í hljóð og mynd Það er leikur að læra forritun Tilraunaeldhúsið - Hvað er matur? Við erum ekki öll eins Innritun í skólann hefst í apríl en allar nánari upplýsingar og skráningu verður hægt að nálgast á vefsíðu skólans www.visindaskoli.is. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið visindaskoli@unak.is. Frétt og mynd af heimasíðu Háskólans á Akureyri. Sigrún Stefánsdóttir og Eiríkur Björn Björgvinsson við undirritun samningsins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/allir-lesa-hefst-i-dag-1
Allir lesa hefst í dag Í dag er blásið til leiks í hinum stórskemmtilega og æsispennandi lestrarlandsleik Allir lesa! Mörg sveitarfélög hvetja bæjarbúa til að mynda lið og skrá lestur í von um að í bænum leynist sigurliðið, og þar með öflugustu lestrarhestar landsins! Í ár er einnig er hægt að keppa sem einstaklingur og verður fróðlegt að sjá hver les mest allra Íslendinga. Vinningshafar fá gjafakort á bókamarkað félags íslenskra bókaútgefanda og stærstu liðin fá girnilegar kræsingar með lestrinum. Landsleikurinn Allir lesa er frábært tækifæri til að minnka skjátíma og lesa eitthvað af þeim fjölmörgu frábæru bókum sem fylla hillur landsmanna og bókasafna landsins. Hægt er að hefja keppni hvenær sem er á tímabilinu 27. janúar til 19. febrúar og hefur fjöldi fólks þegar skráð sig til leiks á allirlesa.is. Aðstandendur Allir lesa eru Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóla.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gildistaka-deiliskipulagsbreytingar-kjarnalundur
Gildistaka deiliskipulagsbreytingar, Kjarnalundur Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 6. desember 2016 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Kjarnalund. Breytingin nær til lóðar Hótels Kjarnalundar, landnr. 150012. Breytingar eru gerðar á byggingarreitum fyrir viðbyggingar og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,3 í 0,35. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 12. janúar 2017, Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B deild - Útgáfud.: 26. janúar 2017
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-ferdamannavegur-kynntur
Nýr ferðamannavegur kynntur Á morgun, miðvikudaginn 1. febrúar, er boðað til opins kynningarfundar um nýjan ferðamannaveg um Norðurland sem markaðssetja á fyrir erlenda ferðamenn og vekja þannig athygli á merkum stöðum nærri strandlengjunni frá Sauðárkróki til Vopnafjarðar. Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsinu á Akureyri, bæjarstjórnarsalnum á 4. hæð, frá kl. 15-16. Ferðamannavegurinn kallast "Arctic Coastline Route" og er ætlað að vera nýtt aðdráttarafl fyrir norðurhluta Íslands. Verkefnið hófst árið 2016 og er tilgangur fundarins að gefa innsýn inn í markmið, áherslur og fyrstu skref. Fundarmönnum gefst tækifæri á að hafa áhrif á þróun verkefinsins með umræðum og ábendingum, og verður m.a. óskað eftir hugmyndum um endanlegt nafn leiðarinnar. Fundurinn fer fram á ensku. Fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu og annað áhugafólk eru hvattir til að mæta á fundinn. Óskað er eftir því að áhugasamir skrái sig til þátttöku á fundinum HÉR. Frá Hofsósi. Mynd: Guðrún Brynleifsdóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fleiri-bilastaedi-i-midbaenum
Fleiri bílastæði í miðbænum Húsið að Gránufélagsgötu 7 var rifið nýverið með það fyrir augum að fjölga bílastæðum á miðbæjarsvæðinu. Í miðbæjarskipulagi frá árinu 1981 var þá þegar gert ráð fyrir að húsið viki fyrir bílastæðum og svo er einnig í miðbæjarskipulaginu frá 2014 sem sjá má í viðhengi með fréttinni. Lóðin er í eigu Akureyrarbæjar en bærinn keypti húsið af Íslandsbanka árið 2015. Húsið var byggt árið 1912 af Ingvari Ingvarssyni og stóð þá á horni Gránufélagsgötu og Túngötu sem nú er aflögð. Skúrinn sem var á lóðinni var byggður árið árið 1929. Í húsakönnun frá árinu 2011 segir meðal annars: "Húsið er tvílyft steinsteypt hús en hönnuður hússins er ókunnur. Húsið er svo til óbreytt frá upprunalegri gerð. Hefur ekkert sérstakt umhverfisgildi en húsið stendur stakt við Gránufélagsgötu og því tilheyrir götumynd þess frekar Laxagötu, þrátt fyrir að gafl hússins snúi að Laxagötu. Ekki er talið er að varðveislugildi hússins sé mikið og heldur ekki hluti þess í götumynd Gránufélagsgötu eða Laxagötu." Miðbæjardeiliskipulag frá 2014. Húsakönnunin frá 2011.
https://www.akureyri.is/is/frettir/viltu-vinna-milljon
Viltu vinna milljón? Atvinnu- og nýsköpunarhelgin 2017 verður haldin í Háskólanum á Akureyri um næstu helgi, 3.-5. febrúar. Það kostar ekkert að taka þátt í verkefninu en það snýst um að virkja fólk til athafna. Allir geta verið með, bæði þeir sem eru með viðskiptahugmynd og þeir sem vilja vinna með teymi af fólki að því að hrinda góðri hugmynd í framkvæmd. Markmiðið með helginni er að fólk byrji að vinna að frumgerð og viðskiptaáætlun á ákveðinni vöru eða þjónustu. Á þriðja tug frumkvöðla og aðila með víðtæka reynslu og menntun verða þáttakendum til aðstoðar. Að helginni lokinni geta þátttakendur síðan unnið áfram með vel mótaðar viðskiptahugmyndir og látið þær verða að veruleika. Verðlaun eru veitt í nokkrum flokkum. Boðið er upp á morgunmat, hádegismat, kvöldmat og snarl yfir alla helgina. Þá verða nokkur 5-10 mínútna erindi flutt sem eru praktísk og snúa að uppbyggingu viðskiptahugmyndarinnar. Í verðlaun fyrir besta verkefnið er 1 milljón króna og auk þess eru veitt sérstök aukaverðlaun fyrir bestu orkutengda verkefnið. Nánari upplýsingar á heimasíðu Atvinnu- og nýsköpunarhelgarinnar. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri ávarpar þátttakendur í verkefninu á síðasta ári.
https://www.akureyri.is/is/frettir/krofum-fyrrum-slokkvilidsstjora-hafnad
Kröfum fyrrum slökkviliðsstjóra hafnað Akureyrarbær hefur verið sýknaður af kröfum fyrrverandi slökkviliðsstjóra bæjarins sem krafðist þess að sveitarfélagið yrði dæmt til að greiða honum vangoldin laun upp á 1,6 milljónir króna, ásamt dráttarvöxtum. Frétt og mynd af ruv.is þar sem nánar er fjallað um málið.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolskyldan-og-nina-tryggvadottir
Fjölskyldan og Nína Tryggvadóttir Laugardaginn 4. febrúar kl. 11-12 verður boðið upp á sérstaka fjölskylduleiðsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur, Litir, form og fólk. Munurinn á hlutbundinni og abstrakt list Nínu verður m.a. skoðaður auk þess sem barnabækur hennar verða sérstaklega til umfjöllunar. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum Nínu. Skráning á heida@listak.is. Aðgangur er ókeypis.
https://www.akureyri.is/is/frettir/heimsmeistaramot-kvenna-i-ishokki
Heimsmeistaramót kvenna í íshokkí Heimsmeistaramót kvenna í 2. deild B-riðli í íshokkí verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri 27. febrúar til 5. mars 2017. Þátttökuþjóðir eru auk Íslands, Spánn, Tyrkland, Rúmenía, Nýja Sjáland og Mexíkó. Slíkt mót hefur ekki áður verið haldið á Akureyri og má búast við hörkuspennandi keppni. Stelpurnar okkar mæta einbeittar til leiks, reiðubúnar að leggja allt í sölurnar til að sanna fyrir öllum heiminum að þær ætli sér að ná ennþá lengra og koma sér í næsta styrkleikaflokk. Það er gríðarlega mikilvægt að stelpurnar fái góðan stuðning úr stúkunni og eru bæjarbúar hvattir til að mæta á leikina, koma og sjá íshokkí eins og það gerist best á Íslandi. Miðasala er á tix.is. Dagskrá heimsmeistaramóts kvenna 2017: Mánudagur 27. febrúar 13:00 Tyrkland - Nýja Sjáland 16:30 Mexico - Spánn 20:00 Ísland - Rúmenía Þriðjudagur 28. febrúar 13:00 Spánn - Nýja Sjáland 16:30 Rúmenía - Tyrkland 20:00 Ísland - Mexico Fimmtudagur 2. mars 13:00 Spánn - Rúmenía 16:30 Mexico - Nýja Sjáland 20:00 Ísland - Tyrkland Föstudagur 3. mars 13:00 Rúmenía - Mexico 16:30 Tyrkland - Spánn 20:00 Nýja Sjáland - Ísland Sunnudagur 5. mars 13:00 Mexico - Tyrkland 16:30 Nýja Sjáland - Rúmenía 20:00 Spánn - Ísland Lið Íslands: 1 Elise Marie Valljaots 2 Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir 3 Anna Sonja Ágústsdóttir 4 Arndís Sigurðardóttir 5 Birna Baldursdóttir 6 Diljá Björgvinsdóttir 7 Eva María Karvelsdóttir 8 Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 9 Guðrún Marín Viðarsdóttir 10 Herborg Geirsdottir 11 Jónína Margrét Guðbjartsdóttir 12 Karen Thorisdottir 13 Kristín Ingadóttir 14 Lena Arnarsdottir 15 Linda Brá Sveinsdóttir 16 Ragnhildur Kjartansdóttir 17 Silvía Rán Björgvinsdóttir 18 Sunna Björgvinsdóttir 19 Teresa Snorradottir 20 Thelma Gudmundsdottir 21 Védís Áslaug Valdemarsdóttir 22 Þorbjörg Eva Geirsdóttir Þjálfarar: Jussi Sipponen og Hulda Sigurðardóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/samningur-um-oryggisvistun
Samningur um öryggisvistun Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttisráðherra undirrituðu á föstudag nýjan samning um öryggisvistun ósakhæfra einstaklinga. Samningurinn varðar greiðslur velferðarráðuneytisins fyrir öryggisvistun, sem Akureyrarbær hefur sinnt fyrir ráðuneytið frá 2013, og viðeigandi meðferð sem komið getur að gagni við að draga úr þörf fyrir öryggisgæslu. Markmið þjónustunnar er meðal annars að sinna öryggisgæslu vistaðra einstaklinga með það fyrir augum að koma í veg fyrir að þeir valdi sjálfum sér eða öðrum skaða eða tjóni. Einnig er þeim veitt aðstoð og leiðsögn í samræmi við aldur, þroska, styrkleika og þarfir, svo sem í félagsfærni, samskiptum, sjálfstjórn og öðrum þáttum sem teljast viðeigandi og nauðsynlegir fyrir velferð þeirra og vellíðan. Einstaklingar í öryggisvistun fá aðstoð og stuðning til aukins sjálfstæðis í takt við aldur og þroska og hjálp við að takast á við athafnir daglegs lífs, læra að halda heimili og lifa heilbrigðu lífi. Úrræðið er á ábyrgð búsetusviðs Akureyrarbæjar og er byggt á hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar sem byggir á fjórum grunnstoðum: Öryggi: líkamlegt og andlegt öryggi. Að einstaklingur upplifi sig öruggan í návist starfsmanna og í umhverfinu. Virðing og umhyggja: sýna skilyrðislausa umhyggja og virðing, sem felur í sér að starfsmenn gefi af sér og beri hag einstaklinga fyrir brjósti. Skapa öðrum tækifæri til að sýna umhyggju og virðingu: skapa aðstæður sem leyfa einstaklingum að eiga hlutdeild í lífi annarra með gagnstæðum kynnum. Starfsmenn gefa einstaklingum tækifæri á að kynnast sér sem manneskju en ekki bara sem starfsmanni. Þátttaka: þátttaka er andstæða einmanaleika. Starfsfólk getur hjálpað og hvatt einstaklinga til þátttöku í þeirra eigin lífi og í samfélaginu með því að skapa svigrúm í tíma og aðstæðum. Þátttaka einstaklinga gefur þeim tækifæri til að gera eitthvað fyrir sjálfan sig, með öðrum og fyrir aðra. Þorsteinn Víglundsson og Eiríkur Björn Björgvinsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/haraldur-ingi-haraldsson-baejarlistamadur-opnar-syningu-i-gallery-h
Haraldur Ingi Haraldsson bæjarlistamaður opnar sýningu í Gallerý H Bæjarlistamaðurinn Haraldur Ingi Haraldsson opnar á miðvikudaginn málverkasýninguna “Rat Race” í Gallerý H sem er til heimilis á Veraldarvefnum nr. 91. Til þess að fá ókeypis aðgang að sýningunni þarf ekki annað en að fara inná síðuna http://hingi.weebly.com/ eða nota slóðina sem fylgir tilkynningunni og sýningargesturinn er staddur í Gallery H í tölvunni sinni, símanum eða í spjaldtölvunni. Á Facebook má finna slóðina með að slá inn codhead inn í leitarstikuna. Á sýningunni eru 19 málverk unnin á síðasta eina og hálfa ári og hafa þau ekki verið sýnd í sýningarsal áður, enda unnin sérstaklega fyrir þessa sýningu. Verkin eru pólitísk og frásagnarleg og fjalla öðru fremur um hættulegustu farsóttina sem plagað hefur mannkynið: græðgi og valdafíkn. Haraldur notar akríl-liti og málar á Grafíska filmu með pappírsbaki og er sýningin hluti af þeim myndheimi sem Haraldur hefur verið að þróa frá því um 2000 og kallar Codhead. Þessi sýning er nr. XII Nánari upplýsingar um sýninguna og list Haraldar Inga er hægt að fá með því heimsækja Codhead.net eða fara beint inná grein á íslensku á slóðinni http://hingi.weebly.com/um-syacuteninguna.html Bein slóð inna Gallery H er: https://publish.exhibbit.com/gallery/87479750/marble-gallery-10275/ Allir eru velkomnir á sýninguna og vonast listamaðurinn til að fólk bjóði vinum sínum með sér á þann hátt að deila slóðinni / aðgöngumiðanum. Haraldur Ingi er menntaður í myndlist og sagnfræði frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Háskóla Íslands og AKI Akademie Voor Beeldende Kunst, Enchede Hollandi og Die Vrie Akademie Pshykocpolis, Den Haag, Hollandi. Hann hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/taekifaeri-og-askoranir-i-idnadi-a-nordurlandi
Tækifæri og áskoranir í iðnaði á Norðurlandi Samtök iðnaðarins efna til opins fundar um svæðisbundin tækifæri og áskoranir í iðnað á Norðurlandi á morgun, miðvikudaginn 8. febrúar, kl. 16.00-17.30 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Fundarstjóri er Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. Dagskrá: Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI Friðrik Ágúst Ólafsson, viðskiptastjóri byggingarsviðs SI – Tækifæri og áskoranir í byggingariðnaði Eva Hrund Einarsdóttir, starfsmannastjóri Lostætis – Áskoranir í rekstrarumhverfi fyrirtækja sem starfa í iðnaði á landsbyggðinni Hólmar Svansson, framkvæmdastjóri Sæplast Iceland ehf. – Innviðauppbygging og þróun á svæðinu, verkefnin sem bíða Fundurinn er öllum opinn og ókeypis.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vidmid-um-skjanotkun
Viðmið um skjánotkun Á næstunni verður sérstökum ísskápsseglum með upplýsingum um viðmið um skjánotkun barna og unglinga dreift inn á öll heimili á Akureyri. Það getur verið erfitt að hafa hemil á skjánotkun og þá er gott að geta horft til leiðbeinandi reglna sem unnar hafa verið af þeim sem láta sig málið varða. Forsaga málsins er að 6. mars 2016 var haldið málþing um skjánotkun barna- og ungmenna. Að þinginu stóðu Samtaka – samtök foreldrafélaga á Akureyri, fulltrúar ungmennaráðs, fulltrúar forvarnarteymis og Samfélags- og mannréttindaráðs (nú Frístundaráðs) en þessir aðilar standa saman að útgáfu seglanna. Markmiðið með þinginu var að móta sameiginleg viðmið um skjátíma barna og unglinga á Akureyri og var þar horft til góðs árangurs af útivistarreglum fyrir sama aldurshóp. Leitað var svara við þeirri spurningu hvers vegna væri mikilvægt að hafa sameiginleg viðmið um hæfilegan skjátíma barna og unglinga í samfélagi okkar, og einnig hvaða viðmið um skjátíma eru hæfileg fyrir hvern aldurshóp. Niðurstöðurnar eru kynntar á seglunum sem dreift verður inn á hvert heimili í bænum. Viðmiðin geta gagnast jafnt börnum, ungmennum sem og fullorðnum því flest þekkjum við þá tilfinningu að eyða óhóflegum tíma fyrir framan skjá. Gengið er út frá því að fullorðnir sýni gott fordæmi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tilnefning-til-byggingarlistaverdlauna-akureyrar-2017
Tilnefning til byggingarlistaverðlauna Akureyrar 2017 Hvað sérð þú fallegt, hagkvæmt, listrænt og vel útfært á Akureyri? Stjórn Akureyrarstofu veitir ár hvert viðurkenningu fyrir byggingarlist. Nú er leitað til bæjarbúa um tilnefningar til viðurkenningarinnar sem verður veitt á Vorkomu Akureyrarstofu sumardaginn fyrsta. Í tilnefningunni þarf að koma fram hús, viðbygging, húsaröð-og/eða heild sem lokið var við á síðustu 10 árum. Einnig má tilnefna arkitekt/hönnuð og ævistarf. Tilnefningum er komið til skila HÉR og og er öllum velkomið að senda inn. Vinsamlegast kynnið ykkur Byggingarlistarstefnu Akureyrarbæjar. Hér má sjá hvaða byggingar eða arkitektar hafa hlotið þessa viðurkenningu frá árinu 1989. Frestur til að skila tilnefningum er til og með 22. febrúar Fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið byggingarlist@akureyri.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynningarfundur-um-hlidarfjall
Kynningarfundur um Hlíðarfjall Kynningarfundur um starfsemina í Hlíðarfjalli sem er sérstaklega ætlaður fólki sem starfar í ferðaþjónustu verður haldinn í Hlíðarfjalli miðvikudaginn 15. febrúar kl. 12-13. Leitað verður svara við spurningum sem varða þá möguleika sem skíðasvæðið í Hlíðarfjalli hefur upp á að bjóða. Hvað er að gerast í Hlíðarfjalli? Hvað getur þú gert í Hlíðarfjalli? Hvaða tækifæri í ferðaþjónustu eru fólgin í skíðasvæði sem er eitt það albesta á landinu? Skráningarfrestur á fundinn er þriðjudagurinn 13. febrúar. Á fundinum verður boðið upp á súpu, kaffi og skíði í eftirmála. Ekki er tekið fundargjald og allir þeir sem bæði hafa vitneskju og vilja fræðast meira eru hvattir til þess að mæta. Skráningarfrestur á fundinn er þriðjudagurinn 13. febrúar. Áhugasamir skrái sig á heimasíðu Hlíðarfjalls HÉR. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/othrjotandi-taekifaeri-skapandi-greina
Óþrjótandi tækifæri skapandi greina Menningarfélag Akureyrar og Tónlistarskólinn á Akureyri buðu síðdegis í gær þingmönnum kjördæmisins til kynningar á þeim óþrjótandi tækifærum sem búa í skapandi greinum og því góða starfi sem unnið er á þessum vettvangi á Akureyri. Flutt voru nokkur stutt erindi þar sem meðal annars var fjallað um þann hagvöxt sem skapandi greinar geta fært samfélaginu, möguleikana sem fólgnir eru í menningu og listum og það hvernig bygging Menningarhússins Hofs hefur með sínum hætti gert Akureyri að blómlegri bæ en hún var þó fyrir. Ávörp fluttu Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Kristín Sóley Björnsdóttir viðburðastjóri MAk, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarstjóri MAk, Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri LA og Hjörleifur Örn Jónsson skólastjóri Tónlistarskólans. Frá kynningunni í gær. Eiríkur Björn Björgvinsson talar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/thyskir-listamenn-i-ketilhusinu
Þýskir listamenn í Ketilhúsinu Þriðjudaginn 21. febrúar kl. 17-17.40 halda þýsku listamennirnir Immo Eyser og Katinka Theis Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Various Forms of Spatial Perception. Aðgangur er ókeypis. Í fyrirlestrinum munu þau ræða um listsköpun sína sem m.a. rýnir í stórbrotna eiginleika landslags og arkitektúrs í gegnum collage-myndir, innsetningar og vídeóverk. Katinka Theis (f. 1975) stundaði listnám við Alanus lista- og félagsfræðiháskólann í Bonn og kláraði mastersgráðu frá Weissensee listaskólanum. Immo Eyser (f. 1969) lagði stund á listnám og menningarkennslu við Alanus lista- og félagsfræðiháskólann í Bonn. Auk þess að vera vídeólistamaður kennir hann í listasmiðjum í Berlín. Þau búa bæði og starfa í Berlín. Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Rebekka Kuhnis, Aðalsteinn Þórsson, Susan Singer og Ingibjörg Sigurðardóttir. Katinka Theis og Immo Eyser.
https://www.akureyri.is/is/frettir/snjofljodavarnahlid-i-hlidarfjalli
Snjófljóðavarnahlið í Hlíðarfjalli Slysavarnadeildin á Akureyri afhenti skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli snjóflóðavarnahlið um liðna helgi. Hliðið var sett upp við ofan við Stromplyftuna, efstu skíðalyftu svæðisins en þaðan halda skíðamenn gjarnan af stað ætli þeir að skíða utan hefðbundinna brauta fjallsins. Í hliðinu sjálfvirkur búnaður sem lætur skíða- og göngufólk vita hvor snjóflóðaýlar þeirra séu í lagi eða rétt stilltir, ásamt því að veita almennar upplýsingar um snjóflóðavarnir. Snjóflóðaýlir er mikilvægt öryggistæki sem sífellt fleira göngu-, skíða- og sleðafólk ber á sér. Ýlirinn sendir frá sér útvarpsbylgjur sem auðveldar leit að fólki í snjóflóðum. Við afhendinguna sagði Halldóra Bjarney Skúladóttir, formaður Slysavarnadeildarinnar á Akureyri að hliðið væri veigamikill þáttur í að auka vitund fólks um mikilvægi snjóflóðaýla meðal þeirra sem stunda fjallamennsku á vetrum. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segir að hliðið og aukin notkun snjóðflóðaýla auki til muna öryggi þeirra sem vilja ganga ofan skíðasvæðisins og skíða utan troðinna brauta. Hliðið í Hlíðarfjalli er annað sinnar tegundar sem Slysavarnafélagið Landsbjörg setur upp nú í vetur. Þriðja hliðið í Eyjafirði verður sett upp í Glerárdal sem er vinsælt útvistasvæði, bæði meðal göngu- og vélsleðafólks. Innan tíðar verður snjóflóðavarnahlið sett upp í Landmannalaugum en það svæði nýtur mikilla vinsælda meðal vélsleðafólks. Þá vera fljótlega sett upp hlið við skíðasvæðin í Bláfjöllum og Skálafelli. Á meðfylgjandi mynd eru slysavarnakonurnar Sólveig Skjaldardóttir, Ásdís Helgadóttir, Helga Halldórsdóttir og Halldóra Skúladóttir sem afhentu hliðið sem Guðmundur Karl Jónsson tók við fyrir hönd Skíðastaða í Hlíðarfjalli.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-myndband-um-akureyri-vekur-gridarlega-athygli
Nýtt myndband um Akureyri vekur mikla athygli Nýtt myndband sem N4 Sjónvarp gerði fyrir Akureyrarstofu hefur vakið gríðarlega athygli á Facebook. Á vel innan við sólarhring hafa ríflega 23.000 manns spilað myndbandið og því hefur verið deilt nálægt 500 sinnum. Myndbandið er á ensku og er einkum ætlað til markaðssetningar á bænum fyrir erlenda ferðamenn en Íslendingar ættu þó að geta notið þess að horfa á það. Myndbandið hefur verið birt á Facebook síðu Visitakureyri.is en það má einnig sjá hér að neðan á Youtube:
https://www.akureyri.is/is/frettir/hrisey-hafnar-og-midsvaedi-tillaga-ad-deiliskipulagi
Hrísey, hafnar- og miðsvæði Tillaga að deiliskipulagi Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagi. Skipulagssvæðið afmarkast af Norðurvegi og Austurvegi til norðausturs, af lóðarmörkum Austurvegar 6 og Austurvegar 8 til austurs, af strandlengjunni og höfninni til suðurs og vesturs og af lóðarmörkum Norðurvegar 28 til norðvesturs. Í tillögunni er gerð grein fyrir lóðamörkum, byggingareitum og samgöngumálum. Gert er m.a. ráð fyrir uppbyggingu verslunar og þjónustu á miðsvæði. Við gildistöku fellur eldra skipulag hafnarsvæðisins frá 1996 úr gildi. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í versluninni í Hrísey og þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 22. febrúar til 5. apríl 2017, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig aðgengileg hér fyrir neðan: Greinargerð - tillaga Uppdráttur - tillaga Skýringaruppdráttur - tillaga Húsakönnun Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 5. apríl 2017 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. 22. febrúar 2017 Sviðsstjóri skipulagssviðs
https://www.akureyri.is/is/frettir/deiliskipulag-i-hrisey
Deiliskipulag í Hrísey Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagi. Skipulagssvæðið afmarkast af Norðurvegi og Austurvegi til norðausturs, af lóðarmörkum Austurvegar 6 og Austurvegar 8 til austurs, af strandlengjunni og höfninni til suðurs og vesturs og af lóðarmörkum Norðurvegar 28 til norðvesturs. Í tillögunni er gerð grein fyrir lóðamörkum, byggingareitum og samgöngumálum. Gert er m.a. ráð fyrir uppbyggingu verslunar og þjónustu á miðsvæði. Við gildistöku fellur eldra skipulag hafnarsvæðisins frá 1996 úr gildi. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í versluninni í Hrísey og þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 22. febrúar til 5. apríl 2017, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig aðgengileg hér fyrir neðan: Greinargerð - tillaga Uppdráttur - tillaga Skýringaruppdráttur - tillaga Húsakönnun Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 5. apríl 2017 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. 22. febrúar 2017 Sviðsstjóri skipulagssviðs Tengdar fréttir Hrísey - Kynning á deiliskipulagi hafnar- og miðsvæðis Hrísey - skipulagslýsing fyrir hafnar- og miðsvæði Íbúafundur í Hrísey Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/beint-flug-aey-kef
Beint flug AEY-KEF Flugfélag Íslands hefur beint innanlandsflug milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar á morgun, föstudaginn 24. febrúar, í tengslum við millilandaflug í Keflavík. Flogið verður allan ársins hring, allt að sex sinnum í viku yfir vetrartímann og tvisvar í viku yfir sumartímann, skv. áætlun. Flugið er eingöngu ætlað þeim sem að eru á leið í og úr millilandaflugi í Keflavík og geta farþegar sem nýta sér þessa þjónustu því ferðast alla leið frá Akureyri til endanlegs áfangastaðar í Evrópu eða Norður-Ameríku. Nánari upplýsingar og bókanir á heimasíðu Flugfélags Íslands.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sandgerdisbot-hreinsistod-fraveitu-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingu
Sandgerðisbót, hreinsistöð fráveitu – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti 21. febrúar 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir Sandgerðisbót og umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Svæðið sem breytingum tekur nær til lóðar fyrir hreinsistöð fráveitu sem er nr. 33 við Óseyri. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir stækkun lóðar og breytingum á byggingarreitum. Göngustígur innan lóðarinnar meðfram grjótgarði er felldur niður. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun frá 24. febrúar til 7. apríl 2017, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt aðgengileg hér að neðan. Uppdrátttur og greinargerð - tillaga Umhverfisskýrsla Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 föstudaginn 7. apríl 2017 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Sviðsstjóri skipulagssviðs
https://www.akureyri.is/is/frettir/ungmennarad-hitti-baejarrad
Ungmennaráð hitti bæjarráð Ungmennaráð Akureyrar bauð bæjarráði til sín á fund í Rósenborg í gærkvöldi en þar hefur ungmennaráð aðsetur. Tilefni fundarins var meðal annars að spyrjast fyrir um áhrif nýlegra skipulagsbreytinga hjá sveitarfélaginu á frítímaþjónustu en nú hafa verið sameinuð undir heiti samfélagssviðs þau málefni sem áður heyrðu undir íþróttafulltrúa, Akureyrarstofu og samfélags- og mannréttindadeild. Í þeim breytingum hefur ýmislegt verið nefnt og til dæmis hafa heyrst vangaveltur um hvort selja eigi Rósenborg. Áhyggjur ungmennana snerust einnig um jöfn tækifæri barna og ungmenna til frítímaþjónustu og vildu þau minna á að raddir barna eiga rétt á að heyrast í breytingum sem snerta þau beint. Bæjarráð upplýsti ungmennaráðið um að mikill vilji er hjá stjórnsýslunni um að gera vel í æskulýðsmálum almennt. Einnig lýsti bæjarráð yfir miklum vilja til að hlusta á og leita eftir röddum ungmenna í málum sem þau snerta. Í lok fundar var svo gengið um Rósenborg en þar var mikið um að vera og í hverju herbergi verið að skapa, spila og spjalla. Greinilegt er að samfélagið er ríkt af skapandi og flottu ungu fólki. Í Rósenborg er meðal annars Ungmennahús fyrir 16 ára og eldri og félagsmiðstöð fyrir unglinga. Umræðuefni fundarins voru sett fram af ungmennaráði með þessum hætti: Æskulýðsmál og þjónusta við börn og ungmenni eru mikilvæg og viljum við ræða áherslur frá bæjarráði vegna þeirrar þjónustu. Í ljósi þeirra breytinga sem standa yfir í stjórnkerfi bæjarins, hefur ungmennaráð áhyggjur af því hvernig verður passað upp á gjaldfrjálst æskulýðsstarf á vegum sveitarfélagsins. Borgarstjórn Reykjavíkur og bæjarstjórn Akureyrar tóku ákvörðun fyrir tveimur árum um að ungmennaráð Akureyrar og Reykjavíkurráð ungmenna skuli vinna að samsstarfi sín í milli líkt og bæjarstjórn Akureyrar og borgarstjórn ákváðu að gera sín í milli. Hefur bæjarráð hugsað sér að veita fjármagni til þess að heimsóknir geti átt sér stað milli ráðanna? Á meðfylgjandi mynd eru talið frá vinstri: Anna Kristjana Helgadóttir, Hulda Margrét Sveinsdóttir, Snædís Sara Arnedóttir, Páll Rúnar Bjarnason, Brynjólfur Skúlason, Ari Orrason, Eiríkur Björn Björgvinsson, Kristinn Reimarsson, Gunnar Gíslason, Sóley Björk Stefánsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Silja Baldursdóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fristundastyrkur-fyrir-2306-born-og-ungmenni
Frístundastyrkur fyrir 2.306 börn og ungmenni Árið 2016 var frístundastyrkur Akureyrarbæjar nýttur fyrir tómstundaiðju 2.306 barna og unglinga á aldrinum 6-17 ára en það ár voru 3.196 börn og unglingar skráð til heimilis á Akureyri. Það þýðir að 72% barna og unglinga á þessum aldri notaði 98,7% af þeim styrk sem þeim stóð til boða. Frístundastyrkurinn var notaður fyrir alls 36.405.315 kr. 2016 sem samsvarar að meðalstyrkupphæð þessara 2.306 barna og unglinga var 15.787 kr. Frístundastyrkur árið 2016 var 16.000 kr. og því afar vel nýttur. Kynjahlutfallið millli skráninga er 51% drengir og 49% stúlkur. Flestar skráningar voru hjá Fimleikafélagi Akureyrar en rúm 58% allra skráninga voru hjá þremur félögum: FIMAK, Þór og KA. Þessi þrjú félög fengu 58% af því fjármagni sem greitt var út í frístundastyrki. Af öllum skráningum 2016 voru flestar skráningar hjá 6, 7, 9 og 10 ára börnum en áberandi fæstar skráningar voru hjá tveimur elstu árgöngunum. Árgangur 2001 er fyrsti árgangurinn sem fær frístundastyrk öll árin frá 6-17 ára. Gat kom í frístundastyrk til árganga 1999 og 2000 þegar styrkurinn náði bara til 13 ára aldurs sem gæti verið hluti af skýringunni á lítilli nýtingu elstu árganganna. Á æfingu hjá Fimleikafélaginu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/island-keppir-i-kvold-vid-rumeniu-a-hm-i-ishokki-kvenna
Ísland keppir í kvöld við Rúmeníu á HM í íshokkí kvenna Heimsmeistaramót kvenna í 2. deild B-riðli í íshokkí hefst í kvöld í Skautahöllinni á Akureyri þegar Ísland keppir á móti Rúmeníu og er mikil spenna í loftinu fyrir leikinn. Í dag fagnar líka Skautafélag Akureyrar 80 ára afmæli sínu og er öllum félagsmönnum og iðkendum boðið til afmælisveislu klukkan 18 í félagsherbergi Skautafélagsins í Skautahöllinni. Sem fyrr segir er mikil spenna í loftinu fyrir mótið en það stendur yfir frá 27. febrúar til 5. mars. Þátttökuþjóðir eru auk Íslands, Spánn, Tyrkland, Rúmenía, Nýja Sjáland og Mexíkó. Miðasala á leikina fer fram á tix.is og fólk eindregið hvatt til að fjölmenna og hvetja konurnar til dáða. Annaðkvöld mætir Ísland liði Mexico, á fimmtudaginn mætum við liði Tyrklands, á föstudag eru mótherjarnir lið Nýja-Sjálands og á sunnudaginn mætir íslenska liðið Spánverjum. Íslenska liðið er skipað eftirfarandi leikmönnum: 1 Elise Marie Valljaots 2 Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir 3 Anna Sonja Ágústsdóttir 4 Arndís Sigurðardóttir 5 Birna Baldursdóttir 6 Diljá Björgvinsdóttir 7 Eva María Karvelsdóttir 8 Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 9 Guðrún Marín Viðarsdóttir 10 Herborg Geirsdottir 11 Jónína Margrét Guðbjartsdóttir 12 Karen Thorisdottir 13 Kristín Ingadóttir 14 Lena Arnarsdottir 15 Linda Brá Sveinsdóttir 16 Ragnhildur Kjartansdóttir 17 Silvía Rán Björgvinsdóttir 18 Sunna Björgvinsdóttir 19 Teresa Snorradottir 20 Thelma Gudmundsdottir 21 Védís Áslaug Valdemarsdóttir 22 Þorbjörg Eva Geirsdóttir Þjálfarar: Jussi Sipponen og Hulda Sigurðardóttir
https://www.akureyri.is/is/frettir/grunn-og-framhaldsskolanemar-fa-fritt-i-sund-og-a-skidi-i-vetrarfrii-grunnskola-a-akureyri
Grunn- og framhaldsskólanemar fá frítt í sund og á skíði í vetrarfríi grunnskóla á Akureyri Akureyrarbær býður grunn- og framhaldsskólanemum frítt í sund og á skíði í vetrarfríi grunnskóla á Akureyri. Fimmtudaginn 2. mars geta grunn- og framhaldsskólanemar farið í skíðalyfturnar í Hlíðarfjalli án endurgjalds. Opið verður frá kl. 10-19. Athugið að krakkarnir þurfa að eiga rafrænt kort eða kaupa slíkt á 1.000 kr. í afgreiðslu Hlíðarfjalls. Áður en haldið er af stað er gott að kanna aðstæður á heimasíðu Hlíðarfjalls eða facebooksíðunni. Föstudaginn 3. mars geta grunn- og framhaldsskólanemar farið frítt í Sundlaugina á Akureyri (opið frá kl. 6.45-21.00), Glerárlaug (opið frá kl. 6.30-21.00) og sundlaugina í Hrísey (opið frá kl. 15-18). Frítt verður fyrir sama hóp í sundlaugina í Grímsey laugardaginn 4. mars (opið frá kl. 14-16).
https://www.akureyri.is/is/frettir/oskudagur-a-morgun-og-nog-um-ad-vera
Öskudagur á morgun og nóg um að vera Á morgun er öskudagur, sem er einn af litríkustu dögum ársins á Akureyri en þá klæðast ungmenni ýmiskonar skemmtilegum búningum og heimsækja fyrirtæki og stofnanir með það fyrir augum að syngja nokkur lög og fá að launum góðgæti. Öskudagsliðin leggja mörg hver af stað í bítið í fyrramálið og slá ekki slöku við fyrr en um hádegisbil. Mörg þeirra fyrirtækja sem taka á móti öskudagsliðum hafa gert það til marga ára og má sem dæmi nefna fyrirtækið Blikkrás en þetta er 29. árið sem öskudagsliðum býðst að syngja fyrir starfsfólkið. Íbúar öldrunarheimilanna á Akureyri, Hlíð og Lögmannshlíð vilja líka gjarnan hlýða á söng og taka glöð á móti öskudagsliðum. Á Glerártorgi verður öskudagsdagskrá frá kl. kl. 9-12. Það verður söngva- og búningakeppni þar sem keppt verður um besta einstaklingssönginn, besta/skemmtilegasta einstaklingsbúninginn, besta söng öskudagsliðs og skemmtilegustu búninga öskudagsliðs. Einnig verður kötturinn verður sleginn úr tunnunni. Í menningarhúsinu Hofi verður keppnin "Akureyri Gott Talent" á sínum stað og stendur yfir frá klukkan 11-13. Skráning hefst í miðasölunni í Hofi kl. 9 og er takmarkaður fjöldi. Dómarar að þessu sinni verða Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Sópran úr Núnó og Júníu og Rúnar Eff eurovisionkeppandi með meiru. Kynnar verða leikararnir Alexander Dantes og Bjarni Snæbjörnsson úr leikritinu Núnó og Júníu. Í verðlaun fyrir 1. sæti verður út að borða á Greifanum og miðar í leikhús, fyrir 2. sæti verða miðar í leikhús og fyrir 3. sæti verða bíómiðar í Borgarbíó og popp og gos. öskudagur í Hofi 2016
https://www.akureyri.is/is/frettir/heradsskjalasafninu-a-akureyri-faerd-god-gjof-fyrir-gesti-safnsins
Héraðsskjalasafninu á Akureyri færð góð gjöf fyrir gesti safnsins Héraðsskjalasafninu á Akureyri var færð góð gjöf nú í vikunni, en það var borðtölva og skanni til notkunar fyrir gesti safnsins á lestrarsal. Gefendur voru Nýja kaffibrennslan og Kjarnafæði á Akureyri og er fyrirtækjunum einlæglega þakkað fyrir góðar gjafir.. Ónefndur hollvinur og dyggur notandi safnsins hafði fundið til þess að þessi tæki vantaði, þar sem þægilegt gæti verið að geta sjálfur skannað þau skjöl sem verið væri að skoða og getað tekið þau þannig með sér. Hann hafði síðan forgöngu um það að áðurnefnd fyrirtæki keyptu þessi tæki og gáfu safninu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sameiginlegur-fundur-baejarstjornar-og-borgarstjornar
Sameiginlegur fundur bæjarstjórnar og borgarstjórnar Á föstudaginn 3. mars hittust bæjarstjórn Akureyrar og borgarstjórn Reykjavíkur á sameiginlegum fundi sunnan heiða. Þetta var í fjórða sinn sem borgar- og bæjarfulltrúar funda. Borgarstjórn hefur áður komið í tvígang norður en bæjarstjórn fór nú öðru sinni til höfuðborgarinnar í þessu skyni. Markmiðið með þessum fundum er að ræða sameiginleg hagsmunamál sveitarfélaganna og efla kynni bæjar- og borgarfulltrúa. Fundurinn á föstudag hófst á sameiginlegum hádegisverði en að honum loknum hlýddu fulltrúarnir á fræðsluerindi Hrannar Hrafnsdóttur verkefnisstjóri á umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar. Hún fjallaði um umhverfis- og loftlagsmál sem var annað aðal umfjöllunarefni dagsins en auk þeirra voru lýðræðismál til umræðu. Í upphafi fundar impraði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á tíðu umræðuefni norðan og sunnanmanna og þakkaði norðanmönnum blíðuna í borginni: „Ég vil þakka Akureyringum fyrir að hafa tekið góða veðrið með sér en borgin skartar sínu fegursta, þó að ég segi sjálfur frá." Snjór er nú yfir öllu í Reykjavík sem kunnugt er og á fundardaginn var heiðríkja og stafalogn. Meðfylgjandi myndir eru af Facebooksíðu Reykjavíkurborgar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/framfaraskref-i-rafraenni-stjornsyslu
Framfaraskref í rafrænni stjórnsýslu Akureyrarbær hefur gengið frá samningum við hugbúnaðarfyrirtækið OneSystems um kaup og uppsetningu á íbúagátt eða „mínum síðum" fyrir rafæna og gagnvirka þjónustu við íbúa Akureyarbæjar á vefnum. Þegar kerfið verður komið í notkun munu möguleikar íbúa á að eiga samskipti við Akureyrarbæ aukast mikið frá því sem nú er. Nýja íbúagáttin eykur sjálfvirkni og gagnvirkni í meðferð mála og erinda fyrir bæjarbúa. Þeir geta sent inn öll erindi og allar umsóknir með rafrænum hætti og haft gagnvirkt samband við starfsmenn sveitarfélagsins á einfaldan og þægilegan hátt. Íbúar geta jafnframt fylgst með stöðu eigin mála og erindum í gegnum gáttina. Þá munu þeir geta séð stöðu gjalda svo sem fasteignagjalda og leikskólagjalda. Einnig opnast nýir möguleikar á þátttöku í íbúakönnunum og rafrænum kosningum. Um leið og íbúagáttin eykur sveigjanleika í þjónustu við bæjarbúa þá sparar hún vinnu og tíma. Móttaka og afgreiðsla erinda verður einfaldari og auðveldara verður að fylgja þeim eftir auk þess sem íbúar geta sótt sér ýmsar mikilvægar upplýsingar án þess að þurfa að leita til starfsmanna. Gerð, þróun og birting eyðublaða á vef bæjarins verður alfarið í höndum starfsmanna en áður þurfti þjónustu forritara fyrir þá þætti. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri segir miklar vonir bundnar við þessa nýju viðbót í þjónstu við bæjarbúa: „Þetta er stórt framfaraskref í rafrænni stjórnsýslu og þjónustu við íbúa. Stjórnsýslan mun taka jákvæðum breytingum þar sem afgreiðsla mála og erinda munu í mörgum tilfellum taka styttri tíma og allt öryggi í meðferð og vinnslu þeirra eykst verulega." Ingimar Arndal, framkvæmdastjóri OneSystems og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri handsala samninginn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/lidan-ungs-folks-raedd-a-hadegisfundi-ad-borgum-a-althjodlegum-barattudegi-kvenna
Líðan ungs fólks rædd á hádegisfundi að Borgum á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna miðvikudaginn 8. mars n.k. er boðað til hádegisfundar að Borgum við Norðurslóð á Akureyri frá kl. 11.45-13.15. Fyrirlesarar verða Ingibjörg Auðunsdóttir, Arnar Már Arngrímsson og Karólína Rós Ólafsdóttir. Umfjöllunarefni fundarins er líðan ungs fólks. Eftirtalin erindi verða flutt: *Berhögg og bjargráð - erfið samskipti og líðan ungra stúlkna. Ingibjörg Auðunsdóttir fv. sérfræðingur á Miðstöð skólaþróunar HA. *Berskjalda – að vera ungur og varnarlaus. Arnar Már Arngrímsson handhafi verðlauna Norðurlandaráðs í barna- og unglingabókmenntum 2016. *„Tár, bros og fokkaðu þér“. Karólína Rós Ólafsdóttir nemandi við Menntaskólann á Akureyri. Fundarstjóri er Kristín Sóley Björnsdóttir. Allir hjartanlega velkomin og eru frjáls framlög vel þegin. Félagar úr Femma (Femínistafélagi MA) selja boli til styrktar Aflinu 2000 kr. stykkið. Að fundinum standa: Zontaklúbburinn Þórunn hyrna, Zontaklúbbur Akureyrar og Jafnréttisstofa. Boðið verður upp á léttar veitingar fyrir fund en formleg dagskrá hefst kl. 12:00.
https://www.akureyri.is/is/frettir/glerarvirkjun-ii-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingu
Glerárvirkjun II – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Glerárvirkjun II. Skipulagssvæðið sem breytingum tekur nær til stöðvarhúss Glerárvirkjunar II og umhverfi þess í Réttarhvammi. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir stækkun stöðvarhúss og bílastæðis auk þess sem breyting er gerð á göngustígum. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 8. mars til 19. apríl 2017, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig aðgengileg hér fyrir neðan. Glerárvirkjun II - breyting við stöðvarhús - Tillaga Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 19. apríl 2017 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. 8. mars 2017 Sviðsstjóri skipulagssviðs
https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarstjorn-hafnar-breytingum-a-smasolu-afengis
Bæjarstjórn hafnar breytingum á smásölu áfengis Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær var að ósk Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur frá V-lista fjallað sérstaklega um það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um afnám einkaleyfis Áfengis- og tókbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis. Sóley Björk lagði fram eftirfarandi tillögu sem var samþykkt með 10 atkvæðum. Baldvin Valdemarsson D-lista sat hjá við afgreiðsluna. Bæjarstjórn Akureyrar hvetur alþingismenn til þess að hafna frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um breytingu á lögum (86/2011) um verslun með áfengi og tóbak. Sveitarfélög hafa síðustu 20 árin eflt forvarnir gegn áfengis- og vímuefnaneyslu ungmenna með góðum árangri. Í nýjustu evrópsku vímuefnarannsókninni sem er frá árinu 2015 kemur fram að íslenskir unglingar eru ólíklegri en evrópskir unglingar til að hafa drukkið áfengi. Landlæknir, heilbrigðisstarfsfólk, samtök lækna og fjölmargir aðilar sem vinna að heilsueflingu og velferðarmálum vara við þeirri breytingu sem felst í samþykkt frumvarpsins og benda á að rannsóknir sýna að aukið aðgengi að áfengi, sem verður með mikilli fjölgun sölustaða, leiðir til aukinnar neyslu, meðal annars meðal barna og ungmenna. Verði frumvarpið samþykkt stangast það á við stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnavörnum, vinnur gegn forvarnastarfi sveitarfélaga undanfarin ár auk þess að stangast á við Aðgerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar gegn lífsstílstengdum sjúkdómum sem og nýlega samþykktum Heimsmarkmiðs Sameinuðu þjóðanna. Bæjarstjórn Akureyrar leggur mikla áherslu á forvarnastarf og setur í forgang að búa börnum og ungmennum sem best uppvaxtarskilyrði. Heilsa íbúa, hagsmunir og velferð barna og ungmenna eiga að njóta forgangs í allri stefnumörkun ríkisins. Aukið aðgengi að áfengi og áróður í formi áfengisauglýsinga gengur gegn því sjónarmiði. Frá Akureyri. Mynd: Ragnar Hólm.
https://www.akureyri.is/is/frettir/leidsogn-um-gridastadi-og-360-daga
Leiðsögn um Griðastaði og 360 daga Fimmtudaginn 9. mars kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, um sýningar Einars Fals Ingólfssonar, Griðastaðir, og Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, 360 dagar og málverk, sem báðar voru opnaðar síðastliðinn laugardag. Hlynur Hallsson safnstjóri tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis. Sýningin Griðastaðir er úrval ljósmyndaverka úr fjórum tengdum seríum sem Einar Falur Ingólfsson hefur unnið að á undanförnum áratug. Svissneski sýningarstjórinn Christoph Kern valdi verkin á sýninguna úr myndröðunum Griðastaðir, Skjól, Reykjanesbrautin og Sögustaðir. Í verkunum tekst Einar Falur á við manninn og íslenska náttúru; við náttúruöflin, hvernig mennirnir reyna að lifa í og með náttúrunni, laga hana að þörfum sínum, verjast henni á stundum en jafnframt leita í henni skjóls. Verkin eru öll tekin á 4 x 5 tommu blaðfilmu. Ljósmyndaverk Einars Fals hafa á undanförnum árum verið sýnd á einka- og samsýningum í söfnum og sýningarsölum á Íslandi, á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Einar Falur er með BA-gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og MFA-gráðu í ljósmyndun frá School of Visual Arts í New York. Hann starfar sem myndlistarmaður, rithöfundur og blaðamaður. Sigtryggur Bjarni Baldvinsson er fæddur 1966 á Akureyri. Hann stundaði myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík og Frakklandi. Hann hefur haldið yfir 30 einkasýningar og finna má verk hans í öllum helstu listasöfnum landsins. Ljósmyndaverkið 360 dagar í Grasagarðinum var upphaflega unnið fyrir Listvinafélag Hallgrímskirkju. Kveikjan að verkinu er ævi og örlög Hallgríms Péturssonar, en það hefur þó mun víðtækari skírskotanir. Verkið samanstendur af um 80 ljósmyndum teknum á 360 daga tímabili í litlum skrúðgarði í Brighton á Englandi og fjallar um hringrás efnis í lífríkinu og þá eilífð og endurnýjun sem skynja má í henni. Málverkin á sýningunni eru annars vegar „randamyndir“ unnar með endurunnum gvasslitum Karls Kvaran og hins vegar olíulitaverk þar sem myndefnið er sindrandi eða merlandi vatnsfletir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarstjorn-motmaelir-nidurskurdi-a-samgonguaaetlun
Bæjarstjórn mótmælir niðurskurði á samgönguáætlun Bæjarstjórn Akureyrar skorar á Alþingi, ráðherra og ríkisstjórn að endurskoða ákvörðun um niðurskurð á samgönguáætlun og tryggja þegar það fjármagn sem gert var ráð fyrir, þannig að uppbygging samgöngumannvirkja um land allt komi til framkvæmda á árinu samkvæmt áætlun. Lögð var fram bókun þessa efnis á fundi bæjarstjórnar þriðjudaginn 7. mars sl. og samþykkt samhljóða. Bókunin er þessi: Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar telur það algjörlega óásættanlegt að nýsamþykkt samgönguáætlun hafi ekki verið fjármögnuð að fullu við gerð fjárlaga 2017. Áætlunin er vanfjármögnuð um 10 milljarða króna á árinu 2017 og því hefur samgönguráðherra lagt til mikinn niðurskurð á þeim verkefnum sem til stóð að framkvæma á árinu. Þriðji áfangi Dettifossvegar, er meðal þeirra verkefna sem samgönguráðherra leggur til að skorið verði niður og ljóst er að vegurinn mun því ekki klárast á árinu 2018 líkt og stefnt var að. Fjármagn í flughlaðið á Akureyri mætir niðurskurði og er ekki á áætlun. Þessar framkvæmdir og fleiri sem fyrirhugað er að falla frá eru mikilvæg hagsmunamál fyrir byggðarlög í landinu og eru liður í því að styrkja innviði landsbyggðarinnar og stuðla að möguleikanum fyrir fjölbreytta uppbyggingu um allt land. Áframhaldandi fjársvelti til samgöngumála getur leitt til hruns í samgöngukerfinu sem mun koma hart niður á umferðaröryggi, ferðaþjónustu, öðrum atvinnugreinum og íbúum landsins. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar skorar á Alþingi, ráðherra og ríkisstjórn að endurskoða þessa ákvörðun og tryggja þegar það fjármagn sem gert er ráð fyrir í samgönguáætlun, þannig að uppbygging þessara samgöngumannvirkja sem og annarra um land allt komi til framkvæmda á árinu samkvæmt áætlun. Ráðhús Akureyrarbæjar. Mynd: Ragnar Hólm.
https://www.akureyri.is/is/frettir/adalskipulag-akureyrar-2018-2030-drog-til-kynningar
Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 - tillaga í vinnslu Skipulagsráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum 22. febrúar 2017 að kynna tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030. Skipulagstillagan samanstendur af greinargerð, skipulagsuppdrætti fyrir Akureyri þéttbýli, skipulagsuppdrætti fyrir Hrísey og Grímsey, sveitarfélagsuppdrætti og umhverfisskýrslu. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 tekur við af Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018. Í nýja aðalskipulaginu er áfram lögð áhersla á eflingu og uppbyggingu miðbæjarins, umhverfismál og fjölbreytta búsetukosti í vönduðu, fjölbreyttu og lifandi umhverfi, en nú er einnig lögð áhersla á þéttingu íbúðarbyggðar með það að markmiði að færa íbúana nær hvern öðrum og nær störfum, ásamt því að bæta bæjarmynd og búsetuumhverfi. Kynningarfundir verða auglýstir síðar, en skipulagstillagan er aðgengileg hér: Greinargerð Séruppdráttur - Akureyri Séruppdráttur - Hrísey og Grímsey Sveitarfélagsuppdráttur Þéttingarsvæði Aðalskipulagið er enn á vinnslustigi, og nú gefst íbúum og öðrum hagsmunaaðilum kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir áður en það fer í formlegt auglýsingaferli. Frestur til þess rennur út fimmtudaginn 20. apríl 2017 og skal skilað skriflega til Skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is). 13. mars 2017 Sviðsstjóri skipulagssviðs
https://www.akureyri.is/is/frettir/mat-a-umhverfisahrifum-akvordun-um-matsskyldu
Mat á umhverfisáhrifum – Ákvörðun um matsskyldu Skipulagsráð Akureyrarkaupstaðar hefur tekið ákvörðun um að framkvæmd við lengingu Tangabryggju skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000. Ákvörðunin liggur frammi í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og er aðgengileg hér og vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is. Ákvörðun má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála til 18. apríl 2017. 15. mars 2017 Sviðsstjóri skipulagssviðs
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-frumkvodlasetur-a-akureyri
Nýtt frumkvöðlasetur á Akureyri Föstudaginn 10. mars sl. var undirritaður samningur á milli Akureyrarbæjar og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um rekstur frumkvöðlaseturs á Akureyri. Akureyrarbær leggur til húsnæði að Glerárgötu 34 en Nýsköpunarmiðstöð hefur umsjón með daglegum rekstri frumkvöðlasetursins, metur umsóknir og verkefni, býr frumkvöðlum góðar aðstæður og sér um leigusamninga við þá. Tilgangur með rekstri frumkvöðlasetursins er að styðja við nýsköpun í atvinnulífi bæjarins. Frumkvöðlasetri er ætlað að auðvelda frumkvöðlum að raungera viðskiptahugmyndir sínar og hraða ferlinu frá því að hugmynd verður til og þar til rekstur hefst. Eitt af markmiðum Atvinnustefnu Akureyrar er að auka vægi frumkvöðlastarfs. Í samræmi við þær hugmyndir hefur bærinn unnið að undirbúningi stofnunar frumkvöðlasetursins í nokkurn tíma en gert er ráð fyrir að það hefji starfsemi á vordögum. Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun annast daglega umsjón sem felur í sér að verkefnisstjórar veita frumkvöðlum á setrinu fræðslu og handleiðslu við þau verkefni sem þeir vinna að hverju sinni. Fræðslan og handleiðslan tekur til allra þátta við þróun viðskiptahugmynda, t.d. hugmyndavinnu, þróun, undirbúning og stofnun fyrirtækis. Eins annast Nýsköpunarmiðstöð aðgang að tengslaneti fyrir frumkvöðla, viðburðum og fræðslu á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar og samstarfsaðila. Öflug upplýsingagátt verður í gangi varðandi hagnýtar upplýsingar fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki s.s. varðandi styrki, ívilnanir o.fl. Að auki heldur Nýsköpunarmiðstöð utan um sérstaka dagskrá frumkvöðlasetursins. Áður en gengið er frá samningi við frumkvöðla um aðstöðu á frumkvöðlasetrinu þurfa að liggja fyrir starfsáætlanir og/eða verkáætlanir varðandi þau verkefni sem þeir stefna á að vinna á frumkvöðlasetrinu. Verkefnisstjórar hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands leiðbeina og aðstoða frumkvöðla við þessa áætlanagerð. Verkefnisstjórar Nýsköpunarmiðstöðvar fara reglulega, ekki sjaldnar en á tveggja mánaða fresti, yfir áætlanirnar með frumkvöðlum, kanna framvindu og árangur. Sameiginlega uppfæra verkefnisstjórar Nýsköpunarmiðstöðvar og frumkvöðlar starfsáætlanir/verkáætlanir í ljósi þess sem áunnist hefur og þess sem framundan er. Forsenda þess að frumkvöðlar hafi aðstöðu á frumkvöðlasetrinu er að þeir vinni faglega að viðskiptahugmyndum sínum og að ákveðin framþróun sé í verkefnunum. Akureyrarbær greiðir allan rekstarkostnað vegna húsnæðisins og greiðir Nýsköpunarmiðstöð Íslands einnig árlega 3.000.000 kr. fyrir þjónustu og umsjón með rekstri frumkvöðlasetursins. Á meðfylgjandi mynd takast Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Sigríður Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í hendur eftir að samningurinn var undirritaður. Með þeim á myndinni eru Sigurður Steingrímsson verkefnisstjóri Nýsköpunarmiðstöðvarinnar á Akureyri og Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gildistaka-deiliskipulagsbreytinga-sjavargata-4-og-krokeyri
Gildistaka deiliskipulagsbreytinga, Sjávargata 4 og Krókeyri Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 21. febrúar 2017 samþykkt tvær deiliskipulagsbreytingar: Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæða sunnan Glerár. Breytingin felur í sér að á lóð Sjávargötu 4 eru m.a. gerðir byggingarreitir fyrir vöruskemmu, kornsíló og vöruhús. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi. Breyting á deiliskipulagi gróðrarstöðvar og safnasvæðis á Krókeyri. Breytingin felur í sér að gerð er 34 m² lóð með byggingarreit neðanjarðar fyrir dælustöð fráveitu. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 28. febrúar 2017,
https://www.akureyri.is/is/frettir/gildistaka-deiliskipulagsbreytinga-heidartun-2-12-krokeyrarnof-21-og-sjafnarnes-2
Gildistaka deiliskipulagsbreytinga, Heiðartún 2-12, Krókeyrarnöf 21 og Sjafnarnes 2 Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 7. febrúar 2017 samþykkt þrjár breytingar á deiliskipulagi: Breyting á deiliskipulagi Naustahverfis, 1. áfanga. Breytingin felur m.a. í sér að á lóð nr. 2-12 við Heiðartún fjölgar íbúðum úr 12 í 15. Hámarksbyggingarmagn eykst úr 1.560 m² í 1580 m². Breyting er gerð á bílastæðakröfu og kröfu um bílgeymslur. Breyting á deiliskipulagi Naustahverfis, reits 28 og Naustagötu. Breytingin felur m.a. í sér að á lóð nr. 21 við Krókeyrarnöf eykst hámarksbyggingarmagn úr 389 m² í 460 m². Gerður er byggingarreitur fyrir sundlaug og tækjarými. Deiliskipulagstillögurnar hafa hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þær þegar gildi. Breyting á deiliskipulagi Krossaneshaga, B-áfanga. Breytingin felur m.a. í sér að á lóð nr. 2 við Sjafnarnes stækkar byggingarreitur og færist nær suður- og austurmörkum lóðarinnar. Hámarkshæð bygginga hækkar úr 8 m í 14 m. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 9. febrúar 2017, Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B deild - Útgáfud.: 24. febrúar 2017
https://www.akureyri.is/is/frettir/adalskipulag-akureyrar-2018-2030-drog-til-kynningar-1
Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 - drög til kynningar Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 er í vinnslu og eru drög aðgengileg á heimasíðu Akureyrar www.akureyri.is. Í 2. mgr. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 segir: „Áður en tillaga að aðalskipulagi er tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn skal tillagan, forsendur hennar og umhverfismat, þegar við á, kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt.“ Í samræmi við þetta voru drög að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 send til umsagnar nágrannasveitarfélaganna og ýmissa opinberra stofnana í byrjun mars s.l. Kynningarfundur var haldinn í Hofi 28. mars s.l. Þar fór Dr. Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri skipulagssviðs og höfundur aðalskipulagsins yfir helstu áherslur þess. Fundurinn var öllum opinn og fundarsókn góð. Auk þess voru drögin birt á vefsíðu Akureyrarbæjar. Íbúum og öðrum hagsmunaaðilum var gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir á þessu stigi skipulagsvinnunnar, og skyldi þeim skilað skriflega til Skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is). Alls bárust umsagnir frá 20 aðilum, og 45 ábendingar bárust frá 65 aðilum. Farið var yfir allar umsagnir og ábendingar í skipulagsráði, metið á hvaða viðbrögð þær kölluðu, og hvort þær leiddu til breytinga á aðalskipulagstillögunni. Ýmsar breytingar voru gerðar, og samantekt á umsögnum og viðbrögðum, ábendingum og viðbrögðum má finna hér á vefsíðunni, ásamt uppfærðri greinargerð og uppdráttum eftir þessa yfirferð. Næstu skref: Þegar vandlega hefur verið farið yfir greinargerðina og uppdrættina á haustdögum, fer skipulagið til bæjarstjórnar sem samþykkir lögformlega auglýsingu þess í samræmi við 31. grein skipulagslaganna. Þá gefst öllum kostur á að skila inn athugasemdum, og er athugasemdafrestur 6 vikur frá því að auglýsingin birtist. Þegar frestur til athugasemda er liðinn skulu skipulagsráð og bæjarstjórn fjalla um tillöguna á nýjan leik. Í þeirri umfjöllun skal taka afstöðu til athugasemda sem borist hafa og þess hvort gera skuli breytingar á tillögunni. Þegar öllu þessu er lokið fer skipulagstillagan á borð Skipulagsstofnunar sem birtir auglýsingu um hana í b-deild Stjórnartíðinda, og öðlast hún þá lögformlegt gildi. Þetta er langur vegur, og er ekki að vænta að öllu verði lokið fyrr en um eða eftir áramótin. 26. júlí 2017. Dr. Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri skipulagssviðs. Greinargerð Séruppdráttur - Akureyri Séruppdráttur - Hrísey og Grímsey Sveitarfélagsuppdráttur Þéttingarsvæði Umsagnir og úrvinnsla Ábendingar og úrvinnsla
https://www.akureyri.is/is/frettir/batamerki-i-rekstri
Batamerki í rekstri Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2016 var lagður fram í bæjarráði í dag. Fram kemur að reksturinn hefur verið nokkuð betri en áætlanir gerðu ráð fyrir þrátt fyrir ríflega 1.242 milljón króna gjaldfærslu vegna breytinga á lífeyrisskuldbindingum. Samstæða Akureyrarbæjar var rekin með 80 milljón króna halla sem er ríflega 600 milljónum króna betri árangur en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Guðmundur Baldvin Guðmunssson, formaður bæjarráðs, segist vera nokkuð sáttur við niðurstöðuna. "Þrátt fyrir tap sjáum við betri niðurstöðu en áætlanir gerðu ráð fyrir og ef horft er framhjá gjaldfærslu vegna hækkunar lífeyrisskuldbindinga þá getum við ekki annað en verið sátt með þau batamerki sem við sjáum í rekstri sveitarfélagsins." Rekstrarniðurstaða samstæðunnar fyrir fjármagnsliði og tekjuskatt var jákvæð um 755 milljónir króna en áætlun hafði gert ráð fyrir 754 milljóna króna rekstrarafgangi. Heildarniðurstaða var þó verulega betri en áætlanir gerðu ráð fyrir þrátt fyrir 80 milljóna kr. neikvæða niðurstöðu en áætlun gerði ráð fyrir 687 milljóna kr. neikvæðri niðurstöðu. Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri 2.639 millj. kr. sem er 1.284 millj. kr. meira en áætlun hafði gert ráð fyrir og 370 millj. kr. hærri upphæð en árið áður. Veltufé frá rekstri í hlutfalli við tekjur nam 11,7% í samstæðunni og 8,5% í A-hluta. Samkvæmt efnahagsreikningi voru eignir sveitarfélagsins í árslok 2016 bókfærðar á 42.488 millj. kr. en þar af voru veltufjármunir 5.367 millj. kr. Skuldir sveitarfélagsins með lífeyrisskuldbindingum námu samkvæmt efnahagsreikningi 23.910 millj. kr. en þar af voru skammtímaskuldir 3.398 millj. kr. Fjárhagur Akureyrarbæjar er traustur og nam skuldaviðmið í árslok samkvæmt reglum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga 87% en var 94% árið áður. "Við sjáum ýmis jákvæð teikn í rekstrinum. Skattekjur eru umfram áætlun, veltufé frá rekstri er að aukast verulega hjá A-hluta og skuldahlutfall sveitarfélagsins er komið í sögulegt lágmark,“ segir Guðmundur Baldvin. Hækkun lífeyrisskuldbindinga hafi hins vegar mikil áhrif á rekstrarniðurstöðuna en hækkunin er afleiðing þeirrar þróunar sem orðið hefur á launum opinberra starfsmanna. "Aðgerðir þær sem við gripum til á síðasta ári, með stofnun aðgerðarhóps um framtíðarrekstur sveitarfélagsins eru að skila sér bæði beint auk þess sem við erum nú með meiri eftirfylgni og aðhald með öllum rekstri. Eitt af markmiðum okkar var að koma á jafnvægi í rekstri sveitarfélagsins og segja má að rekstrarafkoma ársins 2016 sé skref í rétta átt“ segir Guðmundur Baldvin að lokum. Ársreikningur Akureyrarbæjar 2016.
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-75
Akureyrarmessa í Reykjavík Sunnudaginn 19. mars kl. 14 verður haldin sérstök Akureyrarmessa í Bústaðarkirkju í Reykjavík. Þetta er árlegur viðburður og skemmtileg hefð þar sem brottfluttir Akureyringar á höfuðborgarsvæinu geta hist og átt saman góða stund. Séra Pálmi Matthíasson þjónar í messunni og ræðumaður er Björk Jónsdóttir skólastjóri. Óskar Pétursson, Erna Hrönn og fleiri norðlenskir tónlistarmenn leika og syngja tónlist að sínum hætti. Eftir messu verður boðið upp á Bragakaffi, Kristjánspunga, kleinur, Lindukonfekt og Mix.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ynj-ur-eru-islands-meist-ar-ar
Ynjur eru Íslandsmeistarar Ásynjur og Ynjur spiluðu úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí í gærkvöldi í Skautahöllinni á Akureyri. Bæði lið eru á vegum Skautafélags Akureyrar og líklega er leitun að slíkum úrslitaleik í nokkurri hópíþótt á Íslandi. Hart var barist allan leikinn og voru það Ynjur sem leiddu eftir tvo fyrstu leikhlutana, 1:0 og 2:1. Í lokaleikhlutanum héldu hinar ungu Ynjur haus og tvö mörk þeirra á skömmum tíma gerðu út um leikinn. Lokatölur 4:1. Stór hluti leikmanna er enn í grunnskóla og er afrek liðsins mikið. Ynjur með þjálfara sínum. Mynd: mbl.is/Skapti Hallgrímsson. Frétt og myndir af mbl.is. Þrjár frábærar Ynjur: Ragnhildur Kjartansdóttir, Sunna Björgvinsdóttir og Silvía Rán Björgvinsdóttir. Mynd: mbl.is/​Skapti Hallgrímsson.