Search is not available for this dataset
url
stringlengths 21
288
| text
stringlengths 1
1.35M
|
|---|---|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-skyrsla-um-fuglalif-vid-hundatjorn-i-naustafloa
|
Ný skýrsla um fuglalíf við Hundatjörn í Naustaflóa
Akureyrarbær hefur látið vakta fuglalíf í Naustaflóa reglulega frá árinu 2008 og í ár var sjöunda talningin gerð. Svæðið er hverfisverndað og um 1 hektari að stærð. Markmiðið með vöktuninni er að fylgjast með framvindu fuglalífs á svæðinu eftir að Hundatjörn og votlendið var endurheimt sumarið 2007.
Nú liggur fyrir skýrslan Fuglalíf við Hundatjörn í Naustaflóa vorið 2018, en eldri talningar ásamt öðrum skýrslum um umhverfismál má finna hér.
Ljósmynd: Þorsteinn Þorsteinsson
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-33-mw-virkjun-fallorku-i-glera
|
Ný 3,3 MW virkjun Fallorku í Glerá
Þann 5. október var ný virkjun Fallorku í Glerá formlega tekin í notkun. Fallorka er að fullu í eigu Norðurorku sem rekur dreifikerfi fyrir raforku á Akureyri og rekur auk þess hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu á Akureyri og í nokkrum nágrannasveitarfélögum. Norðurorka er aftur í eigu Hörgársveitar, Akureyrarkaupstaðar, Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðsstrandarhrepps, Grýtubakkahrepps og Þingeyjarsveitar.
Tilgangur hinnar nýju virkjunar í Glerá er að framleiða raforku inn á dreifikerfi Norðurorku hf. Árleg framleiðsla virkjunarinnar er áætluð 22 GWst sem samsvarar orkunotkun um 5 til 6 þúsund heimila á Akureyri eða álíka margra rafbíla.
Ný virkjun Fallorku í Glerá nýtir um 240 metra fallhæð á 6 km kafla í ánni ofan Akureyrar. Virkjað rennsli er 1,8 m3/sek og uppsett afl 3,3 MW. Inntaksstífla verður um 6 metra há og inntakslón lítið eða um 1 hektari að flatarmáli. Vatnsmiðlun verður því óveruleg og má kalla þetta hreina rennslisvirkjun. Stöðvarhúsið er í Réttarhvammi efst í bænum og virkjunin tengist inn á 11 kV dreifikerfi Norðurorku alveg í næsta nágrenni. Tengingin fer inn á þrjá mismunandi strengi Norðurorku til að auka sveigjanleika og afkastagetu dreifikerfisins. Orkutöp vegna flutnings verða sáralítil og mun virkjunin draga úr þörf Norðurorku fyrir að fá raforku af flutningskerfi Landsnets.
Samhliða lagningu þrýstipípu hefur verið gerður rúmlega 6 km langur göngu- og hjólastígur frá stöðvarhúsi og upp að stíflu á Glerárdal. Stígurinn fylgir leið pípunnar að miklu leyti en víkur þó frá henni á nokkrum stöðum. Til dæmis fer stígurinn nær gilbrún árinnar á köflum til að fólk geti sem best notið útsýnis. Stígurinn er að mestu tilbúinn og er fólki óhætt að fara um hann, en mikilvægt er að sýna varúð, því að merkingar eru ekki allar komnar upp. Búið er að setja upp girðingu á nokkrum stöðum þar sem bratt er niður að ánni.
Stígurinn krækir vestur fyrir skotsvæðið, vegna þess að þar er skotið með haglabyssum til austurs þ.e. í átt að ánni. Viðvörunarmerki sýna hvar er óhætt að ganga. Göngubrú verður reist yfir stífluna seinna í haust eða vetur og opnast þá ný hringleið um Glerárdal. Hafa verður þó í huga að stígur / troðningur upp frá stíflu austanmegin og inn á Lamba-slóðann verður ekki gerður fyrr en vorið/sumarið 2019.
Stöðvarhús í Réttarhvammi
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/mikil-anaegja-med-vestnorden-a-akureyri
|
Mikil ánægja með Akureyri
Vestnorden ferðakaupstefnan var haldin á Akureyri í síðustu viku. Þetta var í 33. skiptið sem hún er haldin en hún fer árlega fram og hefur mjög mikla þýðingu fyrir ferðamennsku á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Á kaupstefnunni voru rúmlega 600 aðilar skráðir til leiks frá alls 30 löndum, þar af um 370 að sýna og bjóða fram vöru eða þjónustu og hátt í 200 að kynna sér og kaupa það sem í boði er. Um 70 kaupendur voru að koma í fyrsta sinn og blaðamenn og opinberi gestir voru einnig um 70 talsins.
Afar mikil ánægja var meðal kaupenda og seljenda og ekki síst með þá nýbreytni að gestum var boðið upp á ferðir og upplifun í landshlutanum á meðan á kaupstefnunni stóð. Engan bilbug var á aðilum að finna og almenn bjartsýni gagnvart horfum á næsta ári, jafnvel þó óvissa sé meiri en oft áður. Íslandsstofa er framkvæmdaraðili ferðakaupstefnunnar í samstarfi við Ferðamálasamtök Norður-Atlantshafsins (NATA) og Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu lýsir yfir ánægju með framkvæmdina:
„Það er virkilega ánægjulegt að hafa haldið Vestnorden ferðakaupstefnuna á Akureyri þetta árið. Það var tekið afar vel á móti þessum fjölda gesta og finnum við fyrir mikilli ánægju með alla framkvæmd og móttökur. Það voru líka gríðarleg tækifæri fólgin í því að bjóða erlendum og íslenskum ferðaaðilum upp á ferðir og upplifun á staðnum sem tókst með eindæmum vel. Ferðakaupstefnan hefði sannarlega ekki orðið svona árangursrík nema með mikilli og góðri aðkomu Akureyrarbæjar og ferðaþjónustunnar á Norðurlandi. Við hlökkum til að halda fleiri Vestnorden ferðakaupstefnur á Akureyri í framtíðinni í góðu samstarfi við Akureyrarbæ."
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri segir afar gleðilegt hve vel tókst til: „Ég tel afar mikilvægt að við leggjum okkar lóð á vogarskálarnar til að efla markaðssetningu á ferðaþjónustu hér á Akureyri og Norðurlandi öllu. Hagsmunirnir eru miklir, ekki bara fyrir okkur, heldur fyrir íslenska ferðaþjónustu og yfirvöld ferðaþjónustu sem hafa lengi haft það markmið að erlendir ferðamenn sæki og njóti kosta og upplifunar á landinu öllu. Ég er stolt af því hvernig til tókst að þessu sinni og býð Vestnorden velkomna aftur norður sem fyrst!"
Styrktaraðilar kaupstefnunnar að þessu sinni voru Akureyrabær, Air Iceland Connect og ISAVIA, auk þess sem ferðaþjónustuaðilar á svæðinu buðu gestum upp á skoðunarferðir um Norðurland í samstarfi við Markaðstofu Norðurlands.
Vestnorden ferðakaupstefnan er haldin annað hvert ár á Íslandi og hin árin til skiptis í Færeyjum og Grænlandi. Kaupstefnan var síðast haldin á Akureyri árið 2010 og þar á undan 2002.
Meðfylgjandi eru myndir frá Vestnorden 2018 á Akureyri.
Frá móttöku Akureyrarbæjar á Vestnorden, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri ávarpar gestina.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hadegisfyrirlestrarod-um-stefnur-akureyrarbaejar
|
Hádegisfyrirlestraröð um stefnur Akureyrarbæjar
Í vetur mun Akureyrarbær bjóða upp á hádegisfyrirlestraröð þar sem fjallað verður um stefnur bæjarins.
Kynningarnar munu fara fram í SÍMEY að Þórsstíg 4 frá kl. 12:15-13:00 á eftirfarandi þriðjudögum:
16. október Atvinnustefna
30. október Mannauðsstefna
13. nóvember Jafnréttisstefna
27. nóvember Forvarnarstefna
Fleiri stefnur verða kynntar eftir áramót.
ALLIR VELKOMNIR
Byggðarmerki Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fundur-i-baejarstjorn-thridjudaginn-16-oktober
|
Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 16. október
Bæjarstjórn Akureyrar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 16. október. Á dagskránni verður meðal annars starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2019, endurskoðun Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030, fyrirspurn um Þingvallastræti 40 og deiliskipulagsbreyting vegna Margrétarhaga 1.
Sjá dagskrá fundarins í heild sinni.
Fundurinn verður haldinn í Hömrum i Hofi og er öllum opinn. Sjónvarpað er frá fundinum daginn eftir, miðvikudaginn 17. október kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Upptökur frá bæjarstjórnarfundum má nálgast hér.
Mynd: Auðunn Níelsson
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gunnar-og-hilda-jana-i-vidtalstima
|
Gunnar og Hilda Jana í viðtalstíma
Viðtalstímar bæjarfulltrúa eru haldnir tvisvar í mánuði á fimmtudögum frá kl. 17:00 til 19:00 á tímabilinu september til maí. Í viðtalstímum gefst bæjarbúum kostur á að hitta fulltrúa í bæjarstjórn og ræða þau málefni sem hæst ber hverju sinni. Viðtalstímarnir eru í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, 1. hæð. Fimmtudaginn 18. október verða bæjarfulltrúarnir Gunnar Gíslason og Hilda Jana Gísladóttir í Ráðhúsinu til skrafs og ráðagerða.
Gunnar Gíslason og Hilda Jana Gísladóttir
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/uppbyggingarsjodur-nordurlands-eystra-auglysir-eftir-umsoknum-3
|
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2019.
Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og
rekstrarstyrki til menningarmála. Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við
árið 2019.
Sækja þarf um rafrænt á heimasíðu Eyþings www.eything.is með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Umsóknarfrestur er til og með kl. 12:00 á hádegi 7. nóvember nk.
Frekari upplýsingar um umsóknarferlið, úthlutunarreglur 2019, og fleira er að finna á heimasíðu Eyþings www.eything.is og atvinnuþróunarfélaganna www.afe.is og www.atthing.is.
Starfsmenn sjóðsins verða með viðveru og vinnustofur á starfssvæðinu í tengslum við úthlutunina þar sem veitt verður ráðgjöf við gerð umsókna. Viðvera starfsmanna uppbyggingarsjóðs verður á eftirfarandi stöðum:
• Grenivík 16. okt kl. 14:00-15:00 Skrifstofu Grýtubakkahrepps
• Húsavík 17. okt kl. 9:00-11:00 AÞ, Garðarsbraut 5 - 2. hæð
• Reykjahlíð 17. okt kl. 13:00-14:30 Skrifstofa Skútustaðahrepps
• Laugar 17. okt kl. 15:30-17:00 Seigla - miðstöð sköpunar
• Þórshöfn 18. okt kl. 10:00-11:30 Menntasetrið á Þórshöfn
• Raufarhöfn 18. okt kl. 13:00-14:30 Skrifstofa Norðurþings
• Kópasker 18. okt kl. 15:30-17:00 Skrifstofa Norðurþings
• Fyrir utan ofangreindar dagsetningar bjóða ráðgjafar upp á viðtalstíma á starfsstöðvum sínum eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar veita:
Ari Páll Pálsson - netfang: aripall@atthing.is - sími 464 0416
Baldvin Valdemarsson - netfang: baldvin@afe.is - sími 460 5701
Vigdís Rún Jónsdóttir - netfang: vigdis@eything.is - sími 464 9935
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/studningsfjolskyldur-oskast-1
|
Stuðningsfjölskyldur óskast
Fjölskyldusvið Akureyrarbæjar óskar að ráða stuðningsfjölskyldur í barnavernd, félagsþjónustu og fötlunarmálum sem fyrst.
Tilgangur með stuðningsfjölskyldu er að draga úr álagi á heimili barna, veita börnum tilbreytingu og stuðning auk þess að gefa þeim kost á auknum félagslegum tengslum og styrkja stuðningsnet þeirra. Um er að ræða 1-2 helgar í mánuði þar sem börnin dvelja á heimili stuðningsfjölskyldunnar.
Upplýsingar um störfin veita:
Barnavernd: Vilborg Þórarinsdóttir, forstöðumaður barnaverndar, vilborg@akureyri.is
Félagsþjónusta og fötlunarmál: Fanney Jónsdóttir, ráðgjafi í málefnum fatlaðra, fanneyj@akureyri.is
Námskeið:
Boðið verður upp á námskeið fyrir stuðningsfjölskyldur og þá sem vilja gerast stuðningsfjölskyldur. Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 8. nóvember kl.16:30 í Glerárgötu 26, 1. hæð. Leiðbeinendur eru Fanney Jónsdóttir og Jóhanna Hjartardóttir. Skráning á námskeiðið er á netfangið fanneyj@akureyri.is .
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samgonguaaetlun-veldur-miklum-vonbrigdum
|
Samgönguáætlun veldur miklum vonbrigðum
Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær var rætt um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun til fimm ára, 2019-2023 og um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033.
Bæjarstjórn samþykkti eftirfarandi ályktun með 11 samhljóða atkvæðum:
Bæjarstjórn Akureyrar lýsir yfir miklum vonbrigðum með að í fimm ára samgönguáætlun sé ekki gert ráð fyrir fjármögnun uppbyggingar Akureyrarflugvallar. Það samræmist hvorki byggðastefnu stjórnvalda né umræðu um mikilvægi þess að dreifa ferðamönnum um landið. Þá hvetur bæjarstjórn Akureyrar ríkisstjórnina til að ljúka við löngu tímabæra eigendastefnu Isavia, ekki síðar en um áramótin 2018/2019.
Fundargerðin í heild sinni ásamt fylgiskjölum með fundarliðum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samstarf-alzheimersamtakanna-og-oa
|
Samstarf Alzheimersamtakanna og ÖA
Föstudaginn 12. október sl. undirrituðu Árni Sverrisson, formaður Alzheimersamtakanna, og Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, viljayfirlýsingu til að staðfesta og efla enn frekar samstarf Alzheimersamtakanna og ÖA.
Undanfarin ár hafa ÖA og Alzheimersamtökin unnið saman að ýmsum verkefnum á sviði almennrar fræðslu, ráðgjafar og stuðnings við einstaklinga með heilabilun og fjölskyldur þeirra, en viljayfirlýsingin staðfestir enn meira samstarf á þessu sviði.
Viljayfirlýsingin tekur til að mynda til áframhaldandi samstarfs um uppbyggingu náms og námskeiða fyrir almenning og fagfólk, samstarfs um að bjóða til samverustunda, Alzheimerkaffis og fræðslu- og hópastarfs líkt og hefur verið haldið í húsakynnum ÖA. Einnig er stefnt að samstarfi um að byggja upp á Akureyri ráðgjafarþjónustu sem sérhæfir sig í heilabilun en ráðgjafastofunni er ætlað að þjóna íbúum og starfsfólki á Norðurlandi.
Árni Sverrisson, formaður Alzheimersamtakanna, og Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÖA (mynd fengin að láni af heimasíðu Alzheimersamtakanna).
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/stefnur-baejarins-kynntar
|
Stefnur bæjarins kynntar
Akureyrarbær stendur um þessar mundir fyrir opnum kynningum á helstu stefnum sem bæjarstjórn hefur samþykkt um hina ýmsu starfssemi og málaflokka.
Í þessari viku fór Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu yfir helstu atriðin í atvinnustefnu Akureyrar sem samþykkt var á árinu 2014 og gildir til ársins 2021. Í stefnunni er hlutverk sveitarfélagsins í atvinnumálum skilgreint og á það að snúa sem mest að því tryggja samkeppnisstöðu þess svo sem með því að tryggja gæði skólastarfs og grunnþjónustu, sem og með því að stuðla að fjölbreyttum möguleikum í íþrótta- og menningarlífi. Þá ber sveitarfélaginu að sjá til þess að skipulag, samgöngur og rafmagns-, vatns-, gagna- og fráveitur þróist í takt við vöxt og möguleika samfélagsins.
Sérhæft hlutverk sveitarfélagsins er annars vegar falið í gagnaöflun um atvinnulíf og búsetu sem birt eru opinberlega í samvinnu við fagaðila og hins vegar í skipulögðum og upplýsandi samskiptum við samtök hagsmunaðila í atvinnulífinu. Sveitarfélagið getur tímabundið tekið þátt í atvinnuþróunarverkefnum og þá fyrst og fremst í gegnum Atvinnuþróunarfélag Akureyrar.
Við gerð atvinnustefnunar á árunum 2013 og 2014 voru skilgreindir aðaldrifkraftar atvinnulífs næsta einn og hálfan áratuginn: Þróun menntunar og þróun í nýtingu náttúrulegra auðlinda. Þá voru dregnar upp fjórar ólíkar sviðsmyndir í takt við þróun hvors þáttar. Gaman er að lesa yfir lýsingu á sviðsmyndunum í viðauka með stefnunni (sjá hlekk neðar).
Málaflokkar stefnunnar eru sex og sett markmið og skilgreind verkefni í hverjum þeirra:
Rannsóknir og menntun
Ferðaþjónusta, verslun og almenn þjónusta
Stjórnsýslan og stuðningsstofnanir
Iðnaður, sjávarútvegur og hefðbundnar atvinnugreinar
Menning og skapandi greinar
Lýðheilsa, heilbrigði og umhverfismál
Fram kom í máli Þórgnýs að stjórn Akureyrarstofu hefur ákveðið að fara yfir og endurskoða eftir þörfum verkefnakafla stefnunnar sem og að vinna nýja stöðugreiningu.
Atvinnustefna Akureyrarbæjar 2014-2021.
Næsta kynning verður á mannauðsstefnu Akureyrarbæjar og fer fram í húsnæði Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar að Þórsstíg 4, þann 30. október kl. 12.15.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Sviðsmyndir af atvinnulífinu á Akureyri árið 2030. Mynd úr atvinnustefnu Akureyrar bls. 28.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/a-kafi-i-fullveldi-i-sundlaug-akureyrar
|
Á kafi í fullveldi í Sundlaug Akureyrar
Á morgun, laugardaginn 20. október frá kl. 13-16, verður blásið til öðruvísi málþings í Sundlaug Akureyrar í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Viðburðurinn heitir „Á kafi í fullveldi" og þar kennir ýmissa grasa.
Á fullveldishátíðinni verður boðið upp á fjölmarga ólíka viðburði. Allir hafa þeir það að markmiði að bregða litríku og ólíku ljósi á hugtakið fullveldi. Viðburðunum er ætlað að höfða til breiðs aldurshóps. Fræðimenn flytja stutt framsöguerindi og stýra síðan umræðum. Rýmin eru mörg og margskonar og nýtt verða bæði laugar, pottar og þurrar vistarverur. Sundfatnaður verður því ekki algjört skilyrði fyrir þátttöku.
Tíu fræðimenn og kennarar frá Háskólanum á Akureyri stýra stuttum umræðufundum í heitu pottunum og spyrja spurninga á borð við: Er íslenskan fullvalda mál? Hvernig var stéttaskipting í upphafi fullvaldatímans? Hvað með fullveldi íþrótta eða fullveldi sveitarfélaga og fjölmiðla?
Skáldið Gerður Kristný les úr verkum sínum og það gerir sömuleiðis kynfræðingurinn Sigga Dögg. Listakonan Jonna fjallar um plastfjallið sem allt ætlar að gleypa og verður með gjörning í þeim anda á svæðinu.
Í kvennaklefanum verður fjallað á krefjandi hátt um fullveldi píkunnar og karlarnir láta heldur ekki sitt eftir liggja þegar þeir ræða ábyrgð pungsins í karlaklefanum.
Boðið verður upp á söngstund fyrir yngri kynslóðina í busllauginni og Amtsbókasafnið stýrir forvitnilegum og fjörugum sögustundum á sama stað.
Á milli atriða verða á dagskrá tónlistaratriði þar sem stíga á stokk systurnar Una og Eik, Ivan Mendes og Vandræðaskáldin flytja bálk sinn „Sullveldi".
Á kafi í fullveldi er hluti af dagskrá 100 ára fullveldisafmæli Íslands, styrkt af Fullveldissjóði og unnið í samstarfi við Akureyrarbæ, Sundlaug Akureyrar, Háskólann á Akureyri, Akureyrarstofu, Amtsbókasafnið á Akureyri og Aflið.
Enginn aðgangseyrir verður að sundlauginni þennan dag frá kl. 12.30-15.30 og boðið verður upp á kaffi og með því fyrir svanga hátíðargesti. Kynnir hátíðarinnar verður María Pálsdóttir.
Nánar um flytjendur erinda, tímasetningar og fleira.
Fullveldisfánar hafa nú þegar verið dregnir að húni við Sundlaug Akureyrar í tlefni af viðburðinum laugardaginn 20. október.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kvennafri-2018
|
Kvennafrí 2018
Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14.55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Ráðhústorgi kl. 15.15 undir kjörorðinu: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!
Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna eru meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 26% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 55 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14.55.
Á Akureyri verður samstöðufundur á Ráðhústorgi kl. 15.15.
Anna Soffía Víkingsdóttir setur fundinn.
Konur úr heimabyggð flytja ávörp: Þórhalla Þórhallsdóttir, Arnbjörg Jónsdóttir, Serena Pedrana og Berglind Ósk Guðmundsdóttir.
Kvennakór Akureyrar flytur tvö lög.
Yfirlýsing samstöðufunda kvenna lesin og fundi slitið
Heimasíða viðburðarins.
Viðburðurinn á Facebook.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/raddir-unga-folksins-vid-hringbord-nordursloda
|
Raddir unga fólksins við Hringborð Norðurslóða
Alþjóðaþing Hringborðs Norðurslóða (Arctic Circle) var haldið um síðustu helgi í Hörpu í Reykjavík. Hópur ungmenna frá Ungmennahúsi Akureyrarbæjar sótti þingið og á sérstakri málstofu sem nefnist Raddir unga fólksins (The Voices of Youth) fluttu þrir Akureyringar erindi um brýn hagsmunamál ungs fólks: Omar Khattab Almohammad sagði frá reynslu sinni af menntakerfinu eftir að hann flutti til Akureyrar frá Sýrlandi, Páll Rúnar Bjarnason talaði um reynslu unglinga af þeirri geðheilbrigðisþjónustu sem er í boði á Akureyri og Ari Orrason fjallað um sjálfsmorð ungmenna í bænum.
Að auki tók Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna þátt í málstofunni og kynnti markmið sín. Þar tóku til máls Matthías Bragi, Auður Bjarnadóttir og Ásþór Björnsson. Fundarstjóri Jörundur Guðni Sigurbjörnsson. Skipuleggjandi málstofunnar Raddir unga fólksins (The Voices of Youth) var Guðrún Þórsdóttir verkefnastýra hjá Ungmennahúsinu á Akureyri.
Margt dreif á daga ungmennanna fyrir sunnan og má þar nefna að hópurinn var boðinn í sendiráð Bandaríkjanna þar sem Byron Nicolai sýndi heimildarmynd um sjálfan sig og líf sitt í Alaska. Byron er ungur strákur sem býr í litlu þorpi í Alaska og stundar körfubolta en engar samgöngur eru við bæinn nema loftleiðis. Byron kom til Akureyrar stuttu fyrir Arctic Circle ráðstefnuna og söng fyrir nemendur VMA. Hann söng einnig á opnun Arctic Circle í Reykjavík og kom fram þar nokkrum sinnum yfir helgina. Byron syngur þjóðlög og blandar saman eldri og nýrri tónlist.
Segoline Royal, fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Frakklands, hitti hópinn á laugardag og kynnti þar störf sín í þágu umhverfismála, femínisma og baráttu gegn loftlagsbreytingum. Að kynningu lokinni voru málin rædd vítt og breitt og ungmennin létu óspart í ljós sínar skoðanir á málaflokkunum. Segoline Royal er úr franska Sósíalistaflokknum og var frambjóðandi flokksins til embættis forseta Frakklands árið 2007.
Ungmennin frá Akureyri voru virkir þátttakendur í Hringborði Norðurslóða og sóttu hinar ýmsu málstofur meðan á ráðstefnunni stóð. Margvísleg tengsl voru mynduð við ungt fólk sem starfar að umhverfismálum og bættum heimi á alþjóðavísu.
Guðrún Þórsdóttir verkefnastjóri hjá Ungmennahúsinu á Akureyri er bjartsýn á að ferðin suður beri góðan ávöxt: „Eftirfylgnin mun taka sinn tíma en við komum til dæmis á tengingu við frönsk ungmenni í gegnum Segoline Royal og einnig náðum við góðu sambandi við Students on Ice sem er samtök sem ferðast með ungmenni um heiminn og skoða með eigin augum ummerki um loftlagsbreytingar. Þar að auki vinnum við áfram með félaginu Ungir umhverfissinnar að verkefninu The Arctic Youth Network og erum strax farin að undirbúa þátttöku á næsta Hringborði Norðurslóða eða Arctic Circle þar sem við verðum vonandi enn fjölmennari og látum jafnvel ennþá meira til okkar taka."
Aðkoma Ungmennahússins að Arctic Circle var styrkt af Erasmus+ verkefni ESB.
Hópurinn saman á Arctic Circle ráðstefnunni.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-74
|
Iðnaðarsafnið heimsækir ÖA
Starfsfólk Iðnaðarsafnsins á Akureyri hefur að undanförnu heimsótt íbúa Öldrunarheimila Akureyrar með ýmsa kunnuglega gripi úr fortíðinni í farteski sínu. Markmið heimsóknanna er að koma á skemmtilegum samræðum um gildi gripanna og minningar sem þeim tengjast. Ætlunin er að halda þessu samstarfi Iðnaðarsafnsins og ÖA áfram í allan vetur og vonandi lengur.
Iðnaðarsafnið geymir muni og vélar sem tengjast iðnaði á liðnum áratugum. Þar má einnig sjá ýmsan varning sem framleiddur var á Akureyri á 20. öld, s.s. smjörlíkiumbúðir, prentverk, rennismíði, Saxbautadósir, Santoskaffipokar og Flóruvörur. Einnig alls kyns nytjahluti og iðnvarning, fatnað og skó, náttkjóla, Duffys gallabuxur, mokkajakka og margt fleira.
Heimsóknir Iðnaðarsafnsins hafa vakið almenna ánægju meðal heimilisfólks og starfsfólks ÖA.
Heimasíða Iðnaðarsafnsins á Akureyri.
Frá einni af heimsóknum Iðnaðarsafnsins á ÖA.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samthykktar-skipulagstillogur
|
Samþykktar skipulagstillögur
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur samþykkt eftirfarandi:
Deiliskipulagsbreyting – miðbærinn, Torfunefsbryggja.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 24. apríl 2018 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir miðbæinn.
Breytingin felur í sér að bryggjan er stækkuð, breyting er gerð á legu strandstígs meðfram Drottningarbraut og gert er ráð fyrir lóð og byggingarreit nyrst á Torfunefsbryggju fyrir smáhýsi veitna.
Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.
Deiliskipulagsbreyting – Naustahverfi, 3. áfangi, Hagahverfi.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 8. maí 2018 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Hagahverfi.
Breytingin felur í sér að lóðir við Margrétarhaga 14-18 og við Nonnahaga 6-10 er breytt í raðhúsalóðir. Lóðir nr. 7-21 við Nonnahaga minnka og fjölgar þar um eina einbýlishúsalóð.
Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.
Deiliskipulagsbreyting – Sjafnargata.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 12. júní 2018 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Sjafnargötu.
Breytingin felur í sér að gerð verði lóð fyrir dælustöð fráveitu við norðurhorn Sjafnargötu.
Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð í samræmi við við 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.
Deiliskipulag – Melgerðisás og Skarðshlíð.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 26. júní 2018 samþykkt deiliskipulag fyrir Melgerðisás.
Deiliskipulagið felur í sér að þétta byggð við Melgerðisás og Skarðshlíð þar sem nýjar lóðir og byggingarreitir eru skilgreindir ásamt umferðarsvæði.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.
Deiliskipulagsbreyting – Hlíðarhverfi, suðurhluti.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 26. júní 2018 samþykkt deiliskipulag fyrir Hlíðarhverfi, suðurhluta.
Deiliskipulagið felur í sér að hluta vesturmarka skipulagssvæðisins er hliðrað til austurs þannig að skipulagssvæðið minnkar um 1.215 m². Einnig er lóðarmörkum Háhlíðar 14 breytt lítillega svo hægt sé að koma fyrir snúningssvæði við norðurenda Háhlíðar.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.
Deiliskipulagsbreyting – Dalsbraut.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 26. júní 2018 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Dalsbraut.
Breytingin felur í sér að afmörkun skipulagssvæðisins við Miðhúsabraut breytist til samræmis við breytingu á deiliskipulagi aðliggjandi svæðis.
Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.
Deiliskipulagsbreyting – Naustahverfi, 3. áfangi, Hagahverfi.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 5. júlí 2018 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Naustahverfi, 3. áfanga, Hagahverfi - Geirþrúðarhagi 4.
Breytingin felur í sér að nýtingarhlutfall er hækkað úr 0,43 í 0,56 sem nær til lóðar Geirþrúðarhaga 4.
Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.
Deiliskipulagsbreyting – Klettaborg.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 4. september 2018 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Klettaborg.
Breytingin felur í sér að ný lóð er afmörkuð fyrir íbúðakjarna með sex íbúðum. Fyrirhugað leiksvæði er flutt norður fyrir götuna.
Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.
Auglýsing þessi kemur í stað auglýsingar nr. 902/2018 sem fellur úr gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 23. október 2018,
Margrét Mazmanian Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.
B deild - Útgáfud.: 6. nóvember 2018
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ungskald-2018
|
Ungskáld 2018
Ritlistasmiðjan Ungskáld 2018 fer fram í Verkmenntaskólanum á Akureyri laugardaginn 27. október frá kl. 9-16. Markmiðið er að efla ritlist og skapandi hugsun hjá ungu fólki á aldrinum 16-25 ára því að kostnaðarlausu. Verkefnið Ungskáld hefur verið við lýði á Akureyri í nokkur ár og er það eina sinnar tegundar á landinu. Að verkefninu standa Akureyrarstofa, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn á Akureyri, Ungmennahúsið í Rósenborg og Amtbókasafnið.
Fyrri hluta dags leiðir rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttir vinnuna en eftir hádegið verður unnið undir leiðsögn Snæbjörns Ragnarssonar sem er betur þekktur sem Bibbi í Skálmöld. Þátttakendum verður boðið upp á létt hádegissnarl frá kl. 12-13.
Samhliða er efnt til ritlistakeppni sem er opin öllum ungmennum á aldrinum 16-25 ára. Þar verða veitt peningaverðlaun fyrir efstu þrjú sætin. Engar hömlur eru settar á texta, hvorki varðandi efnistök né lengd. Þeir þurfa þó að vera á íslensku. Ritlistakeppnin verður nánar auglýst síðar.
Ritlistasmiðjan laugardaginn 27. október er sem áður segir ókeypis fyrir þátttakendur og þeim ber að sjálfsögðu engin skylda til að skila inn textum í ritlistakeppnina.
Skráning í Ritlistasmiðjuna fer fram á www.ungskald.is.
Ýmsar skemmtilegar upplýsingar og myndbönd er að finna á Facebooksíðu Ungskálda.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/slysavarnadeildin-faerir-fraedslusvidi-endurskinsvesti
|
Slysavarnadeildin færir fræðslusviði endurskinsvesti
Fræðslusvið fékk góða heimsókn í morgun þegar félagar í Slysavarnadeildinni á Akureyri sem komu færandi hendi með endurskinsvesti fyrir nemendur í 1. bekk grunnskólanna. Vestunum verður dreift næstu daga í skólana.
Þá hafa félagar í Slysavarnadeildinni einnig farið í alla leikskóla bæjarins og afhent endurskinsvesti til elstu barnanna.
Fræðslusvið þakkar Slysavarnadeildinni á Akureyri kærlega fyrir gjafirnar sem munu koma að góðum notum þegar ungu nemendurnir fara í vettvangsferðir eða aðra útivist.
Félagar í Slysavarnadeildinni ásamt Karli Frímannssyni sviðsstjóra fræðslusviðs Akureyrarbæjar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kabarett-i-samkomuhusinu
|
Kabarett í Samkomuhúsinu
Söngleikurinn Kabarett eftir Joe Masteroff verður frumsýndur í Samkomuhúsinu á morgun, föstudaginn 26. október. Söngleikurinn er 326. sviðsetning Leikfélags Akureyrar.
Leikstjóri Kabaretts er Marta Nordal en með aðalhlutverk fara Andrea Gylfadóttir, Birna Pétursdóttir, Hákon Jóhannesson, Hjalti Rúnar Jónsson, Jóhann Axel Ingólfsson, Ólöf Jara Skagfjörð og Karl Ágúst Úlfsson.
Söngleikurinn Kabarett var frumfluttur á Broadway árið 1966 og naut strax mikillar hylli. Síðar sló kvikmynd Bob Fosse með Lizu Minelli í aðalhlutverki, umsvifalaust í gegn og hlaut átta Óskarsverðlaun árið 1973.
Kabarett er beittur og tælandi söngleikur sem á brýnt erindi við samtíma okkar.
Nánari upplýsingar um sýningarnar framundan og lausa miða á MAK.is.
Mynd: Auðunn Níelsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/aparolan-og-hverfisnefndin
|
Aparólan og hverfisnefndin
Hverfisnefnd Lunda- og Gerðahverfis festi á síðasta ári kaup á svokallaðri aparólu sem nú hefur verið komið upp í Jólasveinabrekkunni við Brálund.
Skemmst er frá því að segja að síðan rólan var sett upp hefur verið stanslaus straumur af börnum sem og fullorðnum í hana frá morgni til kvölds. Rólan er því kærkomin viðbót við þessa vinsælu sleðabrekku og verður eflaust líf og fjör í Jólasveinabrekkunni um helgina því nú er farið að snjóa aðeins í bænum.
Aparólan í Jólasveinabrekkunni.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-76
|
Metnaðarfullt Fab Lab í VMA
Stjórn Akureyrarstofu heimsótti í síðustu viku Fab Lab smiðjuna svokölluðu sem er til húsa í Verkmenntaskólanum. Jón Þór Sigurðsson verkefnastjóri Fab Lab smiðjunnar og Benedikt Barðason aðstoðarskólameistari VMA tóku á móti stjórninni og kynntu starfsemina.
Stjórn Akureyrarstofu lýsti ánægju með góða kynningu og fagnar því metnaðarfulla starfi sem unnið er á vegum Fab Lab smiðjunnar. Ennfremur eru Akureyringar hvattir til að kynna sér það starf sem þar fer fram.
Fab Lab (Fabrication Laboratory) er smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjan gefur ungum sem öldnum, einstaklingum og fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni.
Opnir tímar eru á þriðjudögum frá kl. 16-19 og fimmtudögum frá kl. 15-19.
Heimasíða Fab Lab á Akureyri.
Heimasíða Fab Lab á Íslandi.
Frá heimsókn stjórnar Akureyrarstofu í Fab Lab smiðjuna. Jón Þór Sigurðsson lengst til vinstri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyjungar-og-framtidarsyn-a-svidi-velferdartaekni
|
Nýjungar og framtíðarsýn á sviði velferðartækni
Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Halldór S. Guðmundsson, flutti nýverið fræðsluerindi um áherslur, nýjungar og framtíðarsýn á sviði velferðartækni fyrir vinnuhóp á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Tilefnið var að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa efnt til samstarfs sveitarfélaganna og hagsmunaaðila um velferðartækni. Í erindinu fjallaði Halldór um þróunina og þær miklu tæknilegu breytingar sem eru að eiga sér stað í velferðarþjónustu á Norðurlöndunum, bæði á heimilum fólks og í upplýsinga og samskiptakerfum sem miðar að skilvirkari þjónustu, minni sóun á tíma og mannauð, auknu sjálfstæði og lífsgæðum notenda.
Halldór var fyrir hönd Akureyrarkaupstaðar, fulltrúi í Connect, norrænum verkefnahópi, sem árið 2017 gaf út handbók um innleiðingu velferðartækni og hélt kynningar- og umræðufundi í 10 sveitarfélögum á öllum Norðurlöndunum, þ.m.t. á Akureyri þann 26. maí og Reykjavík 29. Maí 2017.
Heimasíða Connect-verkefnisins.
Handbók um innleiðingu velferðartækni.
Velferðartækni og eldra fólk á Pinterest.
Mynd: ÖA.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/unnur-jonsdottir-100-ara
|
Unnur Jónsdóttir 100 ára
Unnur Jónsdóttir, íbúi á öldrunarheimilinu Hlíð, fagnaði á laugardag 100 ára afmæli sínu. Bæjarstjórinn á Akureyri, Ásthildur Sturludóttir, heimsótti Unni á afmælisdaginn og færði henni blóm í tilefni dagsins.
Unnur fæddist í Norðurgötu 4 á Akureyri og hefur búið á Akureyri alla sína tíð. Bjó hún í rúm 60 ár í Gránufélagsgötu 43 (Vopnahúsið), þaðan fluttist hún í Lindasíðu 4 þar sem hún var búsett í 22 ár og býr nú á Hjúkrunarheimilinu Hlíð. Einnig var hún í sveit á Litla Hamri í Eyjafjarðasveit og var sú vera og fólkið þar henni afar kært.
Unnur hefur á starfsaldri sínum sinnt ýmsum störfum, m.a. hjá fataverksmiðjunni Gefjun, Heklu, síldarvinnslu á Siglufirði og Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar. Einnig var Unnur heimavinnandi og sinnti umönnun foreldra sinna en faðir Unnar náði einnig 100 ára aldri.
Unnur er ógift og barnlaus en hélt lengi vel heimili ásamt foreldrum sínum. Frænka Unnar, nafna og fósturdóttir, Unnur Huld, er alin upp á heimili Unnar og foreldra hennar Önnu og Jóns Vopna. Þar bjuggu líka Kristin Huld, mamma Unnar Huldar, og Skúli, systursonur Unnar.
Samband þeirra frænkna og nafna hefur frá fyrstu tíð verið mjög náið, traust og falleg vinátta sem þær búa enn að og er þeim dýrmæt og báðum mikill styrkur.
Á myndinni hér til vinstri eru nöfnurnar Unnur og Unnur Huld.
Bæjarstjórinn og afmælisbarnið.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ritlistasmidja-og-ritlistakeppni
|
Ritlistasmiðja og ritlistakeppni
Um 30 ungmenni á aldrinum 16-25 ára sóttu ritlistasmiðjuna Ungskáld í VMA um síðustu helgi. Mjög góður rómur var gerður að leiðsögn Guðrúnar Evu Mínervudóttur og Snæbjörns Ragnarssonar, Bibba í Skálmöld.
Í framhaldi af ritlistasmiðjunni er nú efnt til ritlistakeppni sem er opin öllum ungmennum á aldrinum 16-25 ára. Það er alls ekkert skilyrði að hafa tekið þátt í ritlistasmiðjunni þótt vonir standi til að þátttaka þar komi að góðum notum. Í ritlistakeppninni verða veitt peningaverðlaun fyrir efstu þrjú sætin. Engar hömlur eru settar á texta, hvorki varðandi efnistök né lengd. Þeir þurfa þó að sjálfsögðu að vera á íslensku. Skilafrestur á innsendum verkum er til og með 16. nóvember sem er dagur íslenskrar tungu, fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Þátttakendur senda skrif sín á netfangið ungskald@akureyri.is.
Tilkynnt verður um sigurvegara í keppninni við sérstaka athöfn á Amtsbókasafninu á Akureyri fimmtudaginn 6. desember nk.
Markmiðið með verkefninu er að efla ritlist og skapandi hugsun hjá ungu fólki á aldrinum 16-25 ára því að kostnaðarlausu. Verkefnið Ungskáld hefur verið við lýði á Akureyri í nokkur ár og er það eina sinnar tegundar á landinu. Að verkefninu standa Akureyrarstofa, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn á Akureyri, Ungmennahúsið í Rósenborg og Amtbókasafnið.
Frá ritlistasmiðjunni um síðustu helgi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/listagilid-lokad-fyrir-bilaumferd-a-gildaginn
|
Listagilið lokað fyrir bílaumferð á Gildaginn
Á laugardaginn kemur, 3. nóvember, verður svokallaður Gildagur í Listagilinu frá kl. 14-17 og er stærstur hluti Kaupvangsstrætis lokaður fyrir bílaumferð á sama tíma.
Búast má við hálfgerðri karnivalstemningu í Listagilinu með opnunum sýninga víðsvegar um Listagilið þar sem ber hæst opnun í Listasafninu á yfirlitssýningu á verkum Arnar Inga Gíslasonar sem lést á síðasta ári. Einnig verða opnar vinnustofur í götunni, verslanir verða með tilboð, boðið upp á lifandi tónlist í Listasafninu og margt fleira.
Nánar er hægt að glöggva sig á lokun Listagilsins á meðfylgjandi mynd.
Heimasíða Gildagsins á Facebook.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/mannaudsstefna-akureyrarbaejar-1
|
Mannauðsstefna Akureyrarbæjar
Akureyrarbær stendur um þessar mundir fyrir opnum kynningum á helstu stefnum sem bæjarstjórn hefur samþykkt um hina ýmsu starfssemi og málaflokka. Í þessari viku fór Birna Eyjólfsdóttir, forstöðumaður mannauðsdeildar, yfir efnisþætti mannauðsstefnu Akureyrarbæjar. Gildandi mannauðsstefna var endurskoðuð á árinu 2016, uppfærð með tillliti til stjórnsýslubreytinga árið 2017, og gildir til ársins 2020.
Um tilgang stefnunar segir að hún lýsi vilja bæjaryfirvalda til að byggja upp vinnustað þar sem vellíðan starfsfólks er höfð í fyrirrúmi og vinnuumhverfi er heilsusamlegt. Þá sé litið á það sem sameiginlega ábyrgð alls starfsfólks og bæjaryfirvalda að efla vellíðan og velferð í starfi og að vinnustaðir vinni markvisst að heilbrigðum og góðum starfsanda, gagnkvæmri virðingu meðal starfsfólks, góðum samskiptum og vinnugleði.
Í stefnunni er fjallað um leiðir bæjaryfirvalda til að ná markmiðum um starfsánægju, hæfni, árangur og velferð starfsfólks. Hverju undirmarkmiði fylgja síðan ákveðnar aðgerðir og þeir aðilar sem bera ábyrgð á framkvæmd þeirra tilgreindir.
Mannauðsstefna Akureyrarbæjar.
Næsta kynning verður á jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar og fer fram í húsnæði Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar að Þórsstíg 4, þann 13. nóvember kl. 12.15.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarbaer-tekur-thatt-i-jafnvaegisvoginni
|
Akureyrarbær tekur þátt í Jafnvægisvoginni
Bæjarstjórinn á Akureyri, Ásthildur Sturludóttir, undirritaði á miðvikudag viljayfirlýsingu þess efnis að Akureyrarbær taki þátt í Jafnvægisvoginni sem er verkefni sem Félag kvenna í atvinnulífinu hefur hrint af stokkunum ásamt nokkrum samstarfsaðilum.
Undirritunin fór fram á ráðstefnunni „Rétt' upp hönd" sem haldin var í Reykjavík af FKA en markmiðið með Jafnréttisvoginni er að árið 2027 verði kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum fyrirtækja og opinberra aðila á Íslandi jafnara en nú er eða að lágmarki 40 konur á móti hverjum 60 körlum.
Tilgangurinn með Jafnvægisvoginni er að virkja íslenskt viðskiptalíf og opinbera aðila til þess að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og verkefnið er að finna á heimasíðu Félags kvenna í atvinnulífinu.
Á myndinni hér að neðan ræða Sigrún Björk Jakobsdóttir og Ásthildur Sturludóttir málin á ráðstefnunni „Rétt' upp hönd" en þær eru einu konurnar sem gegnt hafa starfi bæjarstjóra á Akureyri.
Ásthildur undirritar viljayfirlýsinguna. Með henni á myndinni er Rakel Sveinsdóttir formaður FKA.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarstjorinn-i-utsvari
|
Bæjarstjórinn í Útsvari
Sjónvarpið sýnir spurningakeppni sveitarfélaganna í kvöld og er þátturinn með nokkuð sérstöku sniði að þessu sinni. Nú mætir lið bæjar- og sveitarstjóra til leiks og etur kappi við lið Norðurþings sem sigraði lið Akureyrar naumlega árið 2011.
Í liði bæjar- og sveitarstjóra eru Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri, Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðabæjar og Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Norðurþing teflir fram glænýju liði en það skipa Snæbjörn Sigurðsson, Þóra Hallgrímsdóttir og Daníel Freyr Birkisson.
Þetta er sjötti þáttur vetrarins en þau lið sem eru nú þegar komin í næstu umferð eru: Grindavíkurbær, Fjarðabyggð, Kópavogur, Ísafjarðabær og Reykjanesbær.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fundur-i-baejarstjorn-thridjudaginn-6-november
|
Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 6. nóvember
Bæjarstjórn Akureyrar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 6. nóvember. Á dagskránni verður meðal annars fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar, breytingar á bæjarmálasamþykkt, staða jafnréttismála, stígakerfi Akureyrar og umferðaröryggisaðgerðir á þjóðvegi 1
Sjá dagskrá fundarins í heild sinni.
Fundurinn verður haldinn í Hömrum i Hofi og er öllum opinn. Sjónvarpað er frá fundinum daginn eftir, miðvikudaginn 7. nóvember kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Upptökur frá bæjarstjórnarfundum má nálgast hér.
Mynd: Auðunn Níelsson
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/norraen-spilavika-a-akureyri
|
Norræn spilavika á Akureyri
Norræna spilavikan fer fram 5.-11. nóvember. Markmið vikunnar er að kynna spil og spilamenningu í sinni fjölbreyttustu mynd. Boðið verður upp á ýmsa spilatengda viðburði og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi; borðspil, félagsvist, barsvar, skiptimarkaður með spil og púsl, skraflkeppni og margt fleira.
Dagskrána í heild sinni er að finna á Visitakureyri.is.
Að Norrænu spilavikunni á Akureyri standa Akureyrarstofa/Akureyrarbær, Amtsbókasafnið, FÉLAK (félagsmiðstöðvar Akureyrar), Gil kaffihús, Félag hugleikjaáhugamanna í MA, Iðnaðarsafnið á Akureyri, Kaktus, Myndlistarfélagið, Sjónarspil, Skákfélag Akureyrar, Ungmennahúsið í Rósenborg og Öldrunarheimili Akureyrar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samthykkt-skipulagstillaga
|
Samþykkt skipulagstillaga
Breyting á deiliskipulagi verksmiðjusvæðisins á Gleráreyrum – framhjáhlaup á Þórunnarstræti.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 2. október 2018 samþykkt deiliskipulagsbreytingu
fyrir verksmiðjusvæðið á Gleráreyrum.
Breytingin felur í sér að gert er ráð fyrir framhjáhlaupi á Þórunnarstræti til suðurs (til hægri) inn
á Glerárgötu auk breytinga á göngustígum, gangbrautum og umferðareyjum. Þá eru skipulagsmörk
einnig aðlöguð að deiliskipulagi Norður-Brekku og deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr.
123/2010 og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 10. október 2018,
Margrét M. Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild – Útgáfud.: 26. október 2018
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/8-november-er-dagur-gegn-einelti
|
8. nóvember er dagur gegn einelti
Menntamálastofnun minnir á dag gegn einelti 8. nóvember. Á þessum degi eru jákvæð samskipti í fyrirrúmi og skólasamfélagið hvatt til að taka höndum saman gegn einelti og slæmum samskiptum.
Fagráð eineltismála í grunn- og framhaldsskólum hefur nýlega tekið til starfa hjá Menntamálastofnun. Hlutverk fagráðsins er að veita skólasamfélaginu stuðning vegna eineltismála með almennri ráðgjöf, leiðbeiningum og upplýsingagjöf. Skólum er gert að hafa aðgerðaáætlun gegn einelti með skilgreindum viðbrögðum.
Sjá nánar á vef Menntamálastofnunar.
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/a-gjorningahatid-hafin
|
A! Gjörningahátíð hafin
A! Gjörningahátíð er fjögurra daga hátíð sem hefst í dag, fimmtudaginn 8. nóvember, og lýkur sunnudaginn 11. nóvember.
Listamennirnir og hóparnir sem taka þátt að þessu sinni eru:Aðalsteinn Þórsson (IS), Anna Sigríður Sigurjónsdóttir (IS) og Birgit Asshoff (D), Birgitta Karen Sveinsdóttir (IS), Hekla Björt Helgadóttir (IS), Kristján Guðmundsson (IS), Kviss búmm bang (IS), Paola Daniele (F), Raisa Foster (SF), Yuliana Palacios (MEX/IS), Örn Ingi tileinkun: Kolbeinn Bjarnasson (IS) og Þórarinn Stefánsson (IS). Á sama tíma fer vídeóalistahátíðin Heim fram og þar taka þátt Arna Valsdóttir (IS) og Raisa Foster (SF).
Að hátíðinni standa: Listasafnið á Akureyri, LÓKAL alþjóðleg leiklistarhátíð, Reykjavík Dance Festival, Menningarfélag Akureyrar, Leikfélag Akureyrar og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. A! er hátíð þar sem myndlistar- og sviðslistafólk fremur gjörninga og setur upp gjörningatengd verk.
Staðirnir þar sem Gjörningarnir á A! 2018 munu fara fram að þessu sinni eru: Listasafnið á Akureyri, Menningarhúsið Hof, Gil kaffihús, Kristnesskógur og Vanabyggð 3 auk fleiri staða á Akureyri.
A! Gjörningahátíð er nú haldin í fjörða sinn en hátíðin sló strax í gegn þegar hún var haldin í fyrsta skipti árið 2015 og sóttu um 1.500 ánægðir gestir hátíðina. Þátttakendur voru vel þekktir gjörningalistamenn, leikarar og ungir, upprennandi listamenn. Vídeólistahátíðin Heim var haldin á Akureyri á sama tíma.
Margrét Elísabet Ólafsdóttir listfræðingur sagði í pistli í Víðsjá á Rás 1 um hátíðina meðal annars: "Dagskrá Gjörningahátíðarinnar A! var því ekki aðeins fjölbreytt heldur í heildina einkar vel heppnuð. Sú ákvörðun að stefna saman eldri listamönnum og upprennandi, gestum og heimamönnum virðist vera góð uppskrift að hátíð sem vonandi verður árlegur viðburður."
Dagskrá A! Gjörningahátíðar.
Facebook-síða A! Gjörningahátíðar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-77
|
Áframhaldandi stuðningur Vina Hlíðarfjalls
Í dag var endurnýjaður samstarfsamningur Akureyrarbæjar og Vina Hlíðarfjalls.
Samningurinn kveður á um áframhaldandi stuðning Vina Hlíðarfjalls við frekari markaðs- og uppbyggingarverkefni í Hlíðarfjalli, sem eru m.a. að styðja við frekari uppbyggingu á snjóframleiðslukerfi Hlíðarfjalls, móta og laga skíðaleiðir, auka við öryggisbúnað og markaðssetja Hlíðarfjall.
Samningurinn gildir til 1. nóvember 2021.
Frá undirritun samningsins. Frá vinstri: Geir Gíslason formaður Vina Hlíðarfjalls, Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls og Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála hjá Akureyrarbæ.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jafnrettisstefnan-kynnt
|
Jafnréttisstefnan kynnt
Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar verður kynnt með hádegisfyrirlestri á morgun, þriðjudaginn 13. nóvember kl. 12.15 í SÍMEY að Þórsstíg 4.
Fólk er hvatt til að mæta og kynna sér stefnu sveitarfélagsins í þessum mikilvæga málaflokki.
Allir eru velkomnir.
Forvarnarstefna bæjarins verður kynnt á sama stað og tíma þriðjudaginn 27. nóvember en áður hafa atvinnustefna og mannauðsstefna verið kynntar. Fleiri stefnur verða kynntar eftir áramót.
Mynd: Ragnar Hólm.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/andri-og-eva-hrund-i-vidtalstima
|
Andri og Eva Hrund í viðtalstíma
Viðtalstímar bæjarfulltrúa eru haldnir tvisvar í mánuði á fimmtudögum frá kl. 17:00 til 19:00 á tímabilinu september til maí. Í viðtalstímum gefst bæjarbúum kostur á að hitta fulltrúa í bæjarstjórn og ræða þau málefni sem hæst ber hverju sinni. Viðtalstímarnir eru í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, 1. hæð. Fimmtudaginn 15. nóvember verða bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson og Eva Hrund Einarsdóttir í Ráðhúsinu til skrafs og ráðagerða.
Andri Teitsson og Eva Hrund Einarsdóttir
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarstjorinn-kynnti-ser-starfsemi-punktsins
|
Bæjarstjórinn kynnti sér starfsemi Punktsins
Síðasta föstudag heimsótti bæjarstjórinn á Akureyri, Ásthildur Sturludóttir, handverksmiðstöðina Punktinn í Rósenborg. Ásthildur fékk góða kynningu á því góða starfi sem unnið er í Punktinum og spjallaði við fólkið sem þar vinnur.
Halla Birgisdóttir Ottesen, umsjónarmaður Punktsins, segir að hann sé staður tækifæranna í listsköpun, handverki og hönnun og opinn einstaklingum á öllum aldri.
"Við leggjum áherslu á endurnýtingu og finnum ný og skemmtileg hlutverk fyrir ólíklegustu hluti. Hlutverk handverksmiðstöðvarinnar Punktsins er að leitast við að veita góða aðstöðu fyrir tómstunda og félagsstarf og virkja einstaklinginn til þátttöku. Við bjóðum upp á námskeið í ýmis konar handverki og hönnun og opna vinnustofu til handverksiðkunar," segir Halla.
Upplýsingar um opnunartíma, aðstöðuna og námskeið í boði er að finna á heimasíðu Punktsins.
Á Punktinum síðasta föstudag. Frá vinstri: Halla Birgisdóttir Ottesen, umsjónarmaður Punktsins, Alfa Aradóttir, deildarstjóri forvarna og æskulýðsmála, Ásdís Þorvaldsdóttir sem notar aðstöðuna á Punktinum, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, og Kristinn Jakob Reimarsson, sviðsstjóri samfélagssviðs Akureyrarbæjar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/foreldrar-skipta-mestu-mali
|
Foreldrar skipta mestu máli
Forvarna- og félagsmálaráðgjafar Akureyrarbæjar efna til foreldrafræðslu í Brekkuskóla miðvikudagskvöldið 14. nóvember frá kl. 20-21.30. Allir foreldrar eru hvattir til að mæta og hlýða á fróðleik um líf unglinga nú til dags og taka þátt í umræðum um málefni þeirra.
Haldin verður stutt kynning á félagsmiðstöðvum Akureyrarbæjar en að því loknu fjallar Anna Hildur Guðmundsdóttir um unglingsárin, vímuefni og fíkn. Kynntar verða niðurstöður könnunar sem send var heim til foreldra unglinga í 9. bekk á Akureyri en þar kemur ýmislegt áhugavert fram sem vert er að kynna sér.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jonas-med-hreim
|
Jónas með hreim
Hátíðin Jónas með hreim verður haldin á Akureyri 15.-17. nóvember í tengslum við Dag íslenskrar tungu sem er 16. nóvember en það er fæðingardagur skáldsins Jónasar Hallgrímssonar.
Markmið hátíðarinnar er að kynna íslenskuna í öllum þeim fjölbreyttu hljómbrigðum sem finnast og vekja athygli á að íslenskan sameini okkur öll sem hana tölum, hvort sem hún er okkar fyrsta tungumál, annað eða þriðja. Hátíðin fer fram á ýmsum stöðum í bænum. Alþjóðastofa Akureyrarbæjar í samstarfi við aðrar stofnanir, hópa, samtök og einstaklinga heldur utan um viðburði hátíðarinnar.
Samstarfs- og styrktaraðilar eru: Akureyrarbær, Akureyrarstofa, Alþjóðastofa, Amtsbókasafnið á Akureyri, Innflytjendaráð á Akureyri, Eyþing, Háskólinn á Akureyri, KEA, Listasafnið á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri, Orðakaffi, Norðurorka, Ós Pressan og Penninn Eymundsson.
DAGSKRÁ:
Fimmtudagurinn 15. nóvember:
Sögustund með hreim á Amtsbókasafninu kl. 16.30
Föstudagurinn 16. nóvember:
Dagskrá í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi kl. 10-11:
- Leikskólabörn af erlendum uppruna syngja Frost er úti fuglinn minn
- Ljóð eftir Jónas Hallgrímsson lesin upp með hreim
Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús kl. 10-19:
Opið í Nonnahúsi, æskuheimili hins víðförla rithöfundar Nonna sem fæddist 16. nóvember eins og Jónas
Laugardagurinn 17. nóvember:
Amtsbókasafnið á Akureyri kl. 12-13:
Upplestur og verðlaunaafhending útfrá ljóða-og smásögukeppni grunnskólabarna af erlendum uppruna, fer fram á Amtsbókasafninu
Listasafnið á Akureyri, Ketilhús kl. 14-16:
Alþjóðlegt eldhús 2018 Innflytjendaráð á Akureyri /Multicultural Council á Akureyri býður gestum upp á smakk frá ýmsum löndum
Í gangi alla dagana:
- Ratleikur á Amtsbókasafninu. Leikur að orðum!
- Sýning á verkum leikskólabarna og Óspressunnar, tileinkuð íslenskri tungu í gluggum Eymundsson
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fimm-milljonir-krona-i-nyjan-listsjod-a-akureyri
|
Fimm milljónir króna í nýjan listsjóð á Akureyri
Í dag var undirritað í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri samkomulag um stofnun listsjóðsins Verðandi.
Megintilgangur sjóðsins er að styrkja listafólk til að nýta Menningarhúsið Hof og Samkomuhúsið sem vettvang fyrir listsköpun sína. Listsjóðurinn á að auðvelda ungu listafólki og þeim sem starfa utan stofnana að nýta sér þá fyrirmyndaraðstöðu sem Hof og Samkomuhúsið hafa upp á að bjóða, stuðla að fjölbreytileika í listviðburðum í húsakynnunum og nýta þá möguleika sem þar eru fyrir fjölbreytta viðburði.
Samkomulagið undirrituðu Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Þórleifur Stefán Björnsson, formaður stjórnar Menningarfélagsins Hofs, og Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar.
Nú þegar hefur verið opnað fyrir umsóknir á heimasíðu Menningarfélagsins Hofs, www.mak.is/is/verdandi, þar sem hægt er að sækja um styrki vegna viðburða sem fram fara í Menningarhúsinu Hofi á tímabilinu 15. janúar til 31. ágúst 2019. Umsóknarfrestur er til miðnættis 2. desember næstkomandi en úthlutað verður úr sjóðnum formlega 9. desember.
Ásthildur Sturludóttir, sem tók við starfi bæjarstjóra á Akureyri núna í haust, segir gaman að sjá í hversu miklum blóma menningarlífið í bænum standi en að menn geti alltaf á sig blómum bætt. „Við sláum tvær flugur í einu höggi með þessu samkomulagi. Ungt fólk með mikinn sköpunarkraft og sköpunarþörf fær aðgang að fyrirtaks aðstöðu og um leið verður nýtingin á Hofi og Samkomuhúsinu ennþá betri."
„Við fögnum stofnun sjóðsins en það hefur lengi verið draumur okkar að hann verði til," segir Þórleifur Stefán Björnsson formaður stjórnar Menningarfélags Hofs. „Stofnaðilar samþykktu einróma á síðasta aðalfundi að ganga til samstarfs við Akureyrarkaupstað um stofnun þessa listsjóðs."
Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk segist vera himinlifandi með þetta samstarf og fagnar því að geta eflt grasrótarstarf í listum með þessum hætti.
Frá undirritun samkomulagsins fyrr í dag. Frá vinstri: Þórleifur, Ásthildur og Þuríður.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gangbrautarljosin-a-horgarbraut
|
Gangbrautarljósin á Hörgárbraut
Kveikt var á nýju gangbrautarljósunum á Hörgárbraut norðan við Glerárbrú þriðjudaginn 6. nóvember. Lokið var við allan frágang við gangbrautina og uppsetningu staura síðasta sumar en því miður varð talsverð töf á afhendingu ljósanna og stýribúnaðar þeirra.
Ljósin eru dönsk og af afar fullkominni gerð. Tölva sem stýrir ljósunum sendir frá sér boð ef bilanir verða og hnapparnir á gangbrautarljósunum eru með skynjara sem nemur umferðarhávaða og hækkar og lækkar hljóðmerki til samræmis við hann. Þá eru í ljósunum LED perur sem endast miklu mun lengur en annars konar perur. Loks eru ofan á hnöppunum eins konar „þreififlötur" sem gefur blindum og sjónskertum til kynna hvernig leiðin yfir götuna er, þ.e.a.s. að tvær akreinar eru í hvora átt og á miðri leið er umferðareyja.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/bjoda-beint-flug-fra-hollandi-til-akureyrar
|
Bjóða beint flug frá Hollandi til Akureyrar
Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hefur nú hafið sölu á skipulögðum ferðum til Akureyrar með leiguflugi frá Hollandi. Ferðaskrifstofan áætlar að fljúga með ferðamenn yfir tvö tímabil á næsta ári, annars vegar yfir næsta sumar og hins vegar næsta vetur frá desember fram í mars.
Markaðsstofa Norðurlands og Flugklasinn Air 66N, sem Akureyrarbær er aðili að, hafa leitt verkefnið og nú standa yfir viðræður við ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi um samstarf við ferðaskrifstofuna og þjónustu við farþega. Ljóst er að slíkar ferðir kalla á ýmis konar þjónustu, eins og komið hefur í ljós með ferðum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break. Áhersla ferðaskrifstofunnar verður bæði á ferðalög þar sem ferðamenn keyra sjálfir á milli staða og hópaferðalög með fararstjóra. Sú fjölbreytni þýðir betri dreifingu þessara gesta um allt Norðurland, allt frá Hvammstanga til Langaness.
Voigt Travel er ferðaskrifstofa í Hollandi með 30 ára reynslu af ferðum fyrir Hollendinga á norðlægar slóðir, þ.á.m. til Finnlands, Noregs og Svíþjóðar.
Verkefnastjóri Flugklasans Air 66N hafði fyrst samband við Voigt Travel í apríl 2017 og kynnti þar möguleikann á því að fljúga beint til Akureyrar. Það var svo núna í sumar sem hjólin fóru að snúast af alvöru og síðustu mánuði hefur verið unnið mjög markvisst að undirbúningi verkefnisins. Svona verkefni þurfa mikinn undirbúning og hafa oftast langan aðdraganda fram að fyrstu flugferð.
„Það er ánægjulegt að geta tilkynnt um þetta, því hér er afrakstur vinnu síðustu ára að koma í ljós. Það er ljóst að beint millilandaflug á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break frá Bretlandi til Akureyrar hefur haft jákvæð áhrif á þróun millilandaflugs um Akureyrarflugvöll og vakið athygli fleiri ferðaskrifstofa og flugfélaga á áfangastaðnum," segir Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66N.
Rétt að taka fram að nýlegar fréttir um að ILS aðflugsbúnaður fyrir aðflug úr norðri á Akureyrarflugvöll verði settur upp á næsta ári, hafði góð áhrif á ákvörðun Voigt Travel um að hefja sölu á ferðum til Norðurlands. Þá skipti stuðningur Flugþróunarsjóðs sköpum við að láta þetta verkefni verða að veruleika.
Í tilkynningu frá Voigt Travel segir: „Hvar finnur þú landslag með endalausu víðerni, hverum sem spýta upp heitu vatni og virk eldfjöll? Á Íslandi að sjálfsögðu! Voigt Travel hefur nú bætt Íslandi við sem áfangastað í úrval sitt á Norðurslóðum. Frá lokum maí á næsta ári mun Voigt Travel, í samstarfi við flugfélagið Transavia, bjóða upp á beint flug til Akureyrar frá Rotterdam.
Flest ferðalög á Íslandi byrja í Reykjavík. Ekki með Voigt Travel. Ferðaskrifstofan vill kynna Norðurland fyrir ferðamönnum, sem er nokkuð óþekkt í samanburði við önnur svæði á landinu. Gullni hringurinn er vel þekktur, en á eyjunni má einnig finna Demantshringinn sem fer í gegnum Mývatnssveit og jarðhitasvæðið þar, framhjá hinum ægilega Dettifossi og inn á Húsavík þar sem hvalaskoðun er upplifun sem enginn má missa af. Hér fá ferðamenn að kynnast Íslandi í sinni tærustu og bestu mynd."
„Þó að þetta sé minna þekktur áfangastaður á hinu vinsæla Íslandi, þá þýðir það í raun að hann er meira aðlaðandi í augum ferðamannsins sem vill upplifa meira en Gullna hringinn. Slíkt passar mjög vel við stefnu Voigt Travel, því markmiðið okkar er að okkar viðskiptavinir kynnist betur hinum óþekktu svæðum í Norður Evrópu með flugi beint frá Hollandi, ekki bara á veturna heldur á sumrin líka. Þegar við ákveðum að taka af skarið og hefja flug til nýrra áfangastaða þá er sjálfbærni verkefnisins líka mikilvægt. Þess vegna viljum við vinna með fólki á svæðinu og hjálpa við að byggja upp innviði fyrir ferðamenn sem nýtast allt árið um kring. Slíkt þjónar einnig hagsmunum allra svæða á Íslandi," segir Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel.
Voigt Travel býður þegar upp á ferðir til sex áfangastaða í Skandinavíu. Þess vegna passar Ísland frábærlega inn í úrval áfangastaða í Norður Evrópu og hjálpar ferðaskrifstofunni að ná því markmiði að verða sú stærsta í ferðum til Norðurlanda. Þar er ekki einungis að finna þekkingu og reynslu í skipulagningu á ferðum þangað, heldur hefur ferðaskrifstofan þá sérstöðu að geta ráðist fljótt í að bjóða upp á slíkar ferðir. Nú er réttur tími til að dreifa ferðamönnum betur um Ísland og með flugi til Akureyrar fá hollenskir ferðamenn að kynnast undurfagurri náttúrunni á Norðurlandi.
„Transavia er mjög stolt af samstarfinu við Voigt Travel, sem er fyrsta ferðaskrifstofan til að bjóða upp á beint flug til Akureyrar yfir sumartímann. Þetta gerir hollenskum ferðamönnum auðvelt fyrir að ferðast nær heimskautsbaugnum, á aðeins þremur tímum, bæði að sumri til og vetri," segir Erik-Jan Gelink, viðskiptastjóri flugfélagsins Transavia.
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/evropska-nytnivikan
|
Evrópska nýtnivikan
Evrópska nýtnivikan verður haldin á Akureyri í fyrsta sinn 17.-25. nóvember nk. Nýtnivikan er samevrópsk og er ætlað að vekja fólk til vitundar um nauðsyn þess að draga úr magni úrgangs, m.a. með því að lengja líftíma hluta, samnýta og stuðla almennt að því að hlutir öðlist framhaldslíf frekar en að enda sem úrgangur.
Meðan á vikunni stendur verður í gangi verðlaunaleikur á Facebook þar sem fólk er hvatt til að deila með öðrum sniðugri hugmynd að betri nýtingu þess sem við höfum úr að spila. Veitt verða verðlaun í lok nýtnivikunnar.
Smelltu hér til að skoða dagskrá nýtnivikunnar á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fundur-i-baejarstjorn-thridjudaginn-20-november
|
Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 20. nóvember
Bæjarstjórn Akureyrar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 20. nóvember. Á dagskránni verður meðal annars stefna- og framkvæmdaáætlun barnaverndarnefndar Eyjafjarðar 1018-2022, framkvæmdaleyfi fyrir ljósleiðara og samkeppnishæfni Akureyrarbæjar gagnvart öðrum sveitarfélögum á atvinnumarkaði.
Sjá dagskrá fundarins í heild sinni.
Fundurinn verður haldinn í Hömrum i Hofi og er öllum opinn. Sjónvarpað er frá fundinum daginn eftir, miðvikudaginn 21. nóvember kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Upptökur frá bæjarstjórnarfundum má nálgast hér.
Mynd: María Helena Tryggvadóttir
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/studningsfjolskyldunamskeid
|
Stuðningsfjölskyldunámskeið
Fimmtudaginn 8. nóvember var haldið námskeið á fjölskyldusviði þar sem farið var yfir hlutverk þeirra sem eru og vilja verða stuðningsfjölskylda.
Umsjón með námskeiðinu höfðu Fanney Jónsdóttir, fulltrúi frá félagsþjónustunni, og Jóhanna Hjartardóttir, fulltrúi frá barnavernd. Námskeiðið mæltist vel fyrir og var vel sótt en um tuttugu manns tóku þátt.
Undanfarin misseri hefur fjölskyldusvið auglýst reglulega eftir stuðningsfjölskyldum og sjaldan hefur þörfin verið meiri en núna.
Þeir sem eru áhugasamir um að gerast stuðningsfjölskylda geta fengið nánari upplýsingar hjá:
Barnavernd: Vilborg Þórarinsdóttir, forstöðumaður barnaverndar, vilborg@akureyri.is
Félagsþjónusta og fötlunarmál: Fanney Jónsdóttir, ráðgjafi í málefnum fatlaðra, fanneyj@akureyri.is
Fanney Jónsdóttir og Jóhanna Hjartardóttir
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fundad-um-forvarnamal
|
Fundað um forvarnamál
Áfengis- og fíkniefnaneysla ungmenna í framhaldsskólum var efni fundar í gær þar sem voru fulltrúar framhaldsskólanna á Akureyri, fulltrúar Barnaverndar Akureyrarbæjar, lögreglustjóri, yfirlögregluþjónn, sviðsstjóri samfélagssviðs Akureyrarbæjar og áfengis- og fíkniefnaráðgjafi og félagsmála- og forvarnarfulltrúar Rósenborgar.
Á fundinum komu fram áhyggjur fólks af stöðu mála hér á Akureyri. Ungmenni komist inn á skemmtistaði bæjarins þrátt fyrir að hafa ekki aldur til þess, æ fleiri sem ekki reykja sígarettur veipi og þá færist í vöxt að hassolía sé í veipvökvum. Fram komu áhyggjur af nemendum undir 18 ára aldri (lögaldri) í eftirlitslausum samkvæmum, bæði í foreldrahúsum og sölum sem þeir leigi til skemmtanahalds.
Könnun meðal grunnskólabarna og foreldra á Akureyri leiðir í ljós að samvera unglinga og foreldra samkvæmt niðurstöðum „Ungt fólk" hefur minnkað síðan 2016. Einnig bendir þessi könnun til þess að foreldrar á Akureyri verji skemmri tíma með börnum sínum en aðrir foreldrar á landinu. Á fundinum í gær kom mjög skýrt fram að foreldrar gegna lykilhlutverki í öllum forvörnum.
Stefnt er að frekari fundahöldum um þessi mál á næstunni í því skyni að allir taki höndum saman um að ná utan um þetta vandamál. Liður í því er fundur með foreldrum framhaldsskólanema sem verður boðað til fljótlega eftir áramót.
Frétt af heimasíðu VMA.
Frá fundinum í gær.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skipulagslysing-fyrir-stigakerfi-akureyrar
|
Skipulagslýsing fyrir stígakerfi Akureyrar
Unnið er að gerð aðalskipulagsbreytingar fyrir stígakerfi Akureyrar.
Markmið skipulagsvinnunnar er að setja fram heildar stefnumörkun um stígakerfi Akureyrar.
Skipulagslýsingin liggur frammi í þjónustuveri Akureyrarbæjar í Ráðhúsi. Skipulagslýsinguna er hægt að skoða hér.
Ábendingum er hægt að koma á framfæri skriflega til skipulagssviðs í Ráðhúsi
Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri eða á netfangið: skipulagssvid@akureyri.is innan tveggja vikna frá auglýsingu þessari.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ljosin-tendrud-a-jolatrenu-4
|
Ljósin tendruð á jólatrénu
Næsta laugardag, 24. nóvember kl. 16, taka Akureyringar formlega við jólatrénu sem vinabærinn Randers í Danmörku gefur þeim að venju og verður ýmislegt til gamans gert.
Lúðrasveit Akureyrar spilar jólalög og Barnakór Akureyrarkirkju syngur með dyggri aðstoð vaskra jólasveina sem koma kafrjóðir til byggða. Stjórnandi lúðrasveitarinnar er Sóley Einarsdóttir en Sigrún Magna Þórsteinsdóttir stjórnar kórnum og spilar undir.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri segir nokkur orð og Helgi Jóhannesson konsúll Dana á Akureyri afhendir okkur jólatréð formlega. Að því búnu ætlar Svala Sandgreen, 3ja ára, að tendra ljósin á trénu. Loks munu jólasveinarnir syngja með áhorfendum og kannski gefa börnunum eitthvert góðgæti, hugsanlega mandarínur.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/forvarnastefna-kynnt-27-november
|
Forvarnastefna kynnt 27. nóvember
Forvarnarstefna Akureyrarbæjar verður kynnt með hádegisfyrirlestri þriðjudaginn 27. nóvember kl. 12.15 - 13:00 í SÍMEY að Þórsstíg 4.
Fólk er hvatt til að mæta og kynna sér stefnu sveitarfélagsins í þessum mikilvæga málaflokki.
Allir eru velkomnir.
Áður hafa verið kynntar jafnréttisstefna, atvinnustefna og mannauðsstefna bæjarins. Fleiri stefnur verða kynntar eftir áramót.
Mynd: Nathan Wolfe
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolbreytt-starfsemi-hja-pbi
|
Fjölbreytt starfsemi hjá PBI
Bæjarstjórinn á Akureyri, Ásthildur Sturludóttir, heimsótti í gær Plastiðjuna Bjarg-Iðjulund (PBI) og kynnti sér þá starfsemi sem þar fer fram. Starfsmenn PBI framleiða m.a. raflagnaefni, kerti, búfjármerki, mjólkursíur, diskaþurrkur, klúta og ýmis konar skilti. Stærsta þjónustuverkefni PBI er móttaka á einnota drykkjarvöruumbúðum fyrir Endurvinnsluna hf. Tekið er á móti skilaskyldum umbúðum fyrir allt Norður- og Austurland og einnig frá Ísafirði.
PBI er starfsþjálfunar- og endurhæfingarvinnustaður. Svanborg Guðgeirsdóttir, forstöðumaður PBI, segir að sú fjölbreytta starfsemi sem fram fari á vinnustaðnum skipti miklu máli fyrir samfélagið því þar séu sköpuð atvinnutækifæri fyrir fjölbreyttan hóp fólks. „Það má segja að fólkið sem hér starfar hafi ekki einungis fjárhagslegan ávinning af vinnunni því hún styrkir einnig félagslega stöðu þess í samfélaginu á Akureyri," segir Svanborg.
Eins og víða annars staðar þá tekur starfsemin hjá PBI nokkurn kipp í aðdraganda jólanna. Þá er nóg að gera í kertaframleiðslunni en kerti sem framleidd eru hjá PBI eru gerð úr 100% brennsluvaxi og svo lituð. Það gerir það að verkum að brennslutími kertanna er mjög langur og kertin haldast falleg þar sem lítið sem ekkert rennur til á þeim.
Kerti hafa verið framleidd hjá PBI svo áratugum skiptir. Saga kertagerðarinnar hófst þegar Iðjulundur sem þá hét hóf framleiðslu á hefðbundnum kertum og útikertum. Þessi framleiðsla hefur þróast og aðferðir verið einfaldaðar með árunum en þó er alltaf haldið í þá hugsun að framleiða gæðakerti á samkeppnishæfu verði.
Kertin fást í helstu kjörbúðum landsins en einnig er verslun í afgreiðslu PBI að Furuvöllum 1. Þar er hægt að kaupa kerti, tuskur og gæða silkidamask rúmföt sem saumuð eru á staðnum. Á saumastofunni eru einnig framleiddir frotteklútar og viskustykki.
Í vinnslusal PBI í gær. Frá vinstri: Valdemar Pálsson, rekstrarstjóri, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, Svanborg Bobba Guðgeirsdóttir, forstöðumaður, og Sigurrós Tryggvadóttir, iðjuþjálfi, deildarstjóri starfsendurhæfingar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vidvorun-vegna-svifryksmengunar
|
Viðvörun vegna svifryksmengunar
Þar sem veðurhorfur í dag og næstu daga eru þannig að götur eru þurrar, hægur vindur og kalt í veðri má búast við að svifryksmengun á Akureyri fari yfir heilsuverndarmörk.
Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu að forðast útivist í nágrenni stórra umferðagatna.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/adventu-og-jolamarkadur-skogarlundar
|
Aðventu- og jólamarkaður Skógarlundar
Hinn árlegi aðventu- og jólamarkaður Skógarlundar verður haldinn í dag föstudaginn 23. nóvember og á morgun laugardaginn 24. nóvember. Þar verður boðinn til sölu úrval fallegra listmuna sem unninn er af fólkinu sem nýtur þjónustunnar.
Skógarlundur er miðstöð virkni og hæfingar fyrir fullorðið fatlað fólk og hefur það að markmiði sínu að draga úr áhrifum fötlunar og auka færni hins fatlaða til þátttöku i daglegu lífi.
Markaðurinn er opinn í dag, föstudag, frá kl. 13-15:30 og á morgun, laugardag, frá kl. 10-16. Allir eru hjartanlega velkomnir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ljosin-tendrud-a-jolatrenu-a-radhustorgi
|
Ljósin tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi
Ávarp flutt á dagskrá sem fram fór á Ráðhústorgi þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu frá Randers, vinabæ okkar í Danmörku.
Efnið getur hafa breyst í flutningi.
Komið þið sæl öll.
Ég vil byrja á að þakka Helga Jóhannessyni konsúli Dana á Akureyri fyrir að afhenda okkur bæjarbúum formlega þetta fallega jólatré sem er komið alla leið frá Randers vinabæ okkar í Danmörku. Það er mikilvægt að halda í vinasamband á táknrænan hátt, líkt og gert er hér og það er af miklu stolti sem gjöfinni er haganlega komið fyrir, ljósum skreytt hér á Ráðhústorgi af starfsfólki umhverfismiðstöðvarinnar. Ég hitti fyrir skömmu Ege Egesborg nýjan sendiherra Dana á Íslandi og bið fyrir bestu kveðjur og þakkir til hennar frá okkur hér á Akureyri. Vonandi getur hún verið með okkur á næsta ári.
Orðið vinasamband er gott orð – bæði sem stakt en einnig ef við skoðum það sem tvo hluta – þ.e. vina og samband. Nú þegar við erum að sigla inn í desembermánuð með öllu því sem honum fylgir, þá er mikilvægt að við náum að staldra svolítið við og skoða hvað það er sem gefur okkur virkilega gildi og nærir hjartað. Er það ekki einna helst að eiga samskipti og hafa samband við fjölskyldu og vini, gera eitthvað skemmtilegt saman sem fær okkur til að njóta, hlægja og brosa? Ég veit að desembermánuði getur fylgt álag, það er jú að ýmsu að huga og listinn í exelskjalinu getur verið langur en við skulum gera okkar besta til að forgangsraða og njóta einföldu hlutanna í kringum okkur. Gönguferðir um bæinn þar sem jólaskreytingar eru skoðaðar, miðbæjarheimsókn með innliti á kaffihús eða taka með kakó á brúsa og tylla sér á bekki hér á torginu, heimsókn á Amtsbókasafnið, jólasýningu Minjasafnsins, grípa snjóþotuna með í jólasveinabrekkuna eða horfa saman á sígilda jólamynd.
Það er hægt að telja endalaust upp, munum bara að það er ekki magnið sem telur heldur gæðin. Jólaskapið kemur ekki með verðmiðanum á því sem við gerum, heldur ákveðinni stemmningu sem kveikir þessa hlýju tilfinningu í hjartanu sem svo notaleg.
Mig langar líka að nefna stuttlega að í dag er síðasti dagurinn í evrópsku Nýtnivikunnar sem Akureyrarbæ tekur þátt í í fyrsta skipti og er ætlað að vekja fólk til vitundar um nauðsyn þess að draga úr magni úrgangs, m.a. með því að lengja líftíma hluta, samnýta og stuðla almennt
að því að hlutir öðlist framhaldslíf. Höfum þetta líka í huga í desember, það er hugurinn sem gildir og við getum lagt okkar af mörkum með því að hafa þetta í huga.
Að þessu sögðu er rétt að vinda sé í mál málanna sem er að kveikja á ljósunum á jólatrénu. Við höfum haft þann háttinn á að biðja ungmenni sem hefur norrænar tengingar til að taka þetta skemmtilega verk að sér að ýta á ljósatakkann og við ætlum að hjálpa til með því að telja niður. Mig langar að biðja hina þriggja á gömlu Svölu Sandgren til að koma á sviðið og henni til halds og trausts er móðir hennar Hrafnhildur Marteinsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynningarfundur-fyrir-byggingaradila-verktaka-byggingarstjora-og-mannvirkjahonnudi
|
Kynningarfundur fyrir byggingaraðila, verktaka, byggingarstjóra og mannvirkjahönnuði
Skipulagssvið Akureyrar boðar til kynningarfundar um breytingar á mannvirkjalögum sem taka gildi um næstu áramót auk þess sem kynnt verður stefna bæjarins um uppbyggingu íbúðarsvæða á næstu árum. Munu starfsmenn skipulagssviðs sjá um kynningu mála ásamt fulltrúum frá mannvirkjastofnun.
Fundurinn verður haldinn í sal Lionsklúbbsins Hængs á 4. hæð í Skipagötu 14, þriðjudaginn 27. nóvember kl. 17:00-19:00.
19. nóvember 2018
Sviðsstjóri skipulagssviðs
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/utskrifudust-med-grunnmentun-pmto
|
Útskrifuðust með grunnmentun PMTO
Síðasta föstudag útskrifuðust 11 kennarar með grunnmenntun PMTO frá leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar, ásamt tveimur starsmönnum frá grunnskóla Fjallabyggðar. Lokaverkefni starfsmanna voru skemmtilega fjölbreytt og áhugaverð.
Akureyrarbær hefur markað sér þá stefnu að efla færni foreldra í uppeldi barna sinna með áherslu á PMTO foreldrafærni og hefur PMTO grunnmenntun fagfólks verið hluti af því verkefni síðustu 12 árin.
Á myndinni má sjá hópinn sem lauk grunnmenntun PMTO ásamt kennurum. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Dalrós Halldórsdóttir, félagsráðgjafi og PMTO meðferðaraðili, Helga Vilhjálmsdóttir, sálfræðingur og PMTO meðferðaraðili, og Guðbjörg Ingimundardóttir, félagsráðgjafi og PMTO meðferðaraðili.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagbjort-og-thorhallur-i-vidtalstima
|
Dagbjört og Þórhallur í viðtalstíma
Viðtalstímar bæjarfulltrúa eru haldnir tvisvar í mánuði á fimmtudögum frá kl. 17:00 til 19:00 á tímabilinu september til maí. Í viðtalstímum gefst bæjarbúum kostur á að hitta fulltrúa í bæjarstjórn og ræða þau málefni sem hæst ber hverju sinni.
Viðtalstímarnir eru í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, 1. hæð. Fimmtudaginn 29. nóvember verða bæjarfulltrúarnir Dagbjört Elín Pálsdóttir og Þórhallur Jónsson í Ráðhúsinu til skrafs og ráðagerða.
Dagbjört Elín Pálsdóttir og Þórhallur Jónsson
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skyrsla-baejarstjora-25-agust-til-2-oktober-2018
|
Skýrsla bæjarstjóra 25/8-2/10 2018
Í lok hvers bæjarstjórnarfundar fer bæjarstjóri yfir helstu verkefni hverju sinni.
Efni skýrslunnar getur tekið breytingum í flutningi.
Flutt á fundi bæjarstjórnar 2. október 2018
25. ágúst: Formleg opnun á Listasafninu á Akureyri á Akureyrarvöku.
14. september: Formleg lyklaskipti áttu sér stað við Eirík Björn Björgvinsson sem gegndi bæjarstjórastöðunni síðastliðin 8 ár.
18. september: Undirritun í Brekkuskóla á samningi við Skákskóla Ísland og Skákskóla Norðurlands um skákkennslu í grunnskólum bæjarins – afar ánægjulegt verkefni. Árlegur samráðsfundur með lögreglunni (lögreglustjóra, yfirlögregluþjóni og varðstjóra) og fræddist um starf lögreglunnar á Norðurlandi, þeirra daglegu verkefni og vinnustaðinn sem slíkan.
19. september: Afar góð heimsókn frá færeyskum atvinnurekendum sem settu upp sýningu í menningarhúsinu Hofi skipulögð af færeysku sendiskrifstofunni í samvinnu við AFE. Bæjarstjórn bauð hópnum í móttöku.
20. september: Heimsókn frá kínverska sendiherranum Jin Zhijian, konu hans og aðstoðarfólki. Þetta er fyrsta heimsókn hans til Akureyrar og við áttum góðan fund.
24. september: Sat aðalfund aðalfund Menningarfélagsins Hofs.
24. september: Fundur með Bjarna Jónssyni forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri.
26.-28. september: Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga fór fram í menningarhúsinu Hofi.
28. september: Fundur með Emblu Eir Oddsdóttur hjá Norðurslóðanetinu til að fara yfir norðurslóðsmál og starfsemi þeim tengdum sem fram fara í stofnunum staðsettum að Borgum.
28. september: Óvissuferð með starfsfólki ráðhússins.
1. október: Heimsókn í menningarhúsið Hof þar sem Þuríður Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar sagði frá starfseminni. Hitti einnig Hjörleif Örn Jónsson skólastjóra Tónlistarskólans, Guðrúnu aðstoðarskólastjóra og fleira starfsfólk. Þau sögðu frá starfinu og sýndu aðstöðuna. Það verður ekki annað sagt en að það sé afar metnaðarfullt starf unnið í þessu húsi hvort sem um er að ræða hjá Menningarfélaginu eða Tónlistarskólanum.
20. september: Ásthildur með sendiherra Kínverska alþýðulýðveldisins á Íslandi, Jin Zhijian, og eiginkonu hans, He Linyun.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skyrsla-baejarstjora-711-2011-2018
|
Skýrsla bæjarstjóra 7/11-20/11 2018
Í lok hvers bæjarstjórnarfundar fer bæjarstjóri yfir helstu verkefni hverju sinni.
Efni skýrslunnar getur tekið breytingum í flutningi.
Flutt á fundi bæjarstjórnar 20. nóvember 2018
7. nóvember: Heimsókn á leikskólann Pálmholt, í þessi tvö hús og annað þeirra sem er elsta leikskólabygging bæjarins. Þar er Drífa Þórarinsdóttir nýlega tekin við sem leikstjórastjóri. Ég tek hatt minn ofan fyrir henni og starfsfólkinu með þá miklu útsjónarsemi sem þar er sýnd við nýtingu á rými.
7. nóvember: Aðalfundur Flokkunar þar sem hittust sveitarstjórar sveitarfélaganna við Eyjafjörð.
8. nóvember: Fundur með félagsmála- og jafnréttisráðherra þar sem undirrituð ásamt sviðsstjóra búsetusviðs fóru yfir málefni varðandi öryggisgæslu og rekstur dagþjónustuúrræða fyrir fólk með geðrænan vanda.
9. nóvember: Heimsókn á leikskólann Lundarsel þar sem unnið hefur til lengri tíma með heimspeki og ég vil líka minnast á bók um jafnrétti sem unnin var af starfsfólkinu. Það væri mikill akkur í því ef hægt væri að gefa þá bók út.
9. nóvember: Heimsókn í Rósenborg þar sem farið var um húsið og í lokin gott spjall við starfsfólk sem vinnur með börnum og unglingum og var umræðuefnið sá harði heimur sem ungmenni standa frammi fyrir og hvað við getum gert, ekki bara sem sveitarfélag heldur líka samfélag, til að standa við bakið á unga fólkinu okkar.
9. nóvember: Fundur með Evu Egesborg nýja danska sendiherranum á Íslandi og í kjölfarið var opnun ljósmyndasýningar á Glerártorgi í tilefni af 100 ára fullveldisafmælis Íslands.
13. nóvember: Fundur með umhverfis- og samgöngunefnd þar sem til umræðu var tillaga til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 -2023.
13. nóvember: Fundur/foreldrafræðsla í Brekkuskóla undir yfirskriftinni "Foreldrar skipta mestu máli" forvarna- og félagsmálaráðgjafar Akureyrarbæjar efndu til. Mætti þar bæði sem foreldri og bæjarstjóri.
15. nóvember: Undirskrift á listsjóðnum Verðandi með Þórleifi Birni Stefánssyni formanni stjórnar Menningarfélagsins Hofs og Þuríði Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra Menningarfélags Akureyrar. Sjóður sem gefur skapandi fólki tækifæri til að nýta frábær húsakynni Mak til að fremja list sína. Umsóknarfrestur er til 2. desember og er sótt um á heimasíðun Menningarfélagsins mak.is
19. nóvember: Fundur með fulltrúum ISAVIA þar sem farið var yfir stöðuna og framtíðarsýn fyrir flugvöllinn á Akureyri.
19. nóvember: Fundur með Jacob Isbosethsen aðalræðismanni Grænlands á Íslandi og fleiri aðilum sem tengjast Norðurslóðamálum. Fórum yfir sameiginlega hagsmuni og hvernig löndin geta unnið að sameiginlegum markmiðum.
19. nóvember: Alþjóðadagur barna er í dag og var boðið upp á svokallað Réttindaspjall á Amtsbókasafninu þar sem þrír ungir piltar tóku þar til máls og var mjög áhugavert að heyra það sem þeir höfðu að segja.
19. nóvember: Starfsdagur stjórnenda fór fram í Listasafninu á Akureyri og tókst vel til. Það er mikill mannauður sem býr í stjórnendum Akureyrarbæjar.
9. nóvember: Punkturinn skoðaður í heimsókn í Rósenborg. Frá vinstri: Halla Birgisdóttir Ottesen, umsjónarmaður Punktsins, Alfa Aradóttir, deildarstjóri forvarna og æskulýðsmála, Ásdís Þorvaldsdóttir sem notar aðstöðuna á Punktinum, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, og Kristinn Jakob Reimarsson, sviðsstjóri samfélagssviðs Akureyrarbæjar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samthykktar-skipulagstillogur-1
|
Samþykktar skipulagstillögur
Breyting á deiliskipulagi Naustahverfis, svæði norðan Tjarnarhóls – Kjarnagata 2.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 26. september 2018 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Kjarnagötu 2.
Breytingin felur í sér að fyrirhuguð aðkoma að lóðinni Kjarnagötu 2 frá Miðhúsabraut færist til vesturs auk þess sem nú er gert ráð fyrir bæði inn- og útakstri frá lóðinni en ekki bara innakstri eins og í gildandi deiliskipulagi. Þá breytast mörk skipulagssvæðisins lítillega auk þess sem gert verður ráð fyrir miðeyju á hluta Miðhúsabrautar til að aðskilja akstursstefnu.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.
Breyting á deiliskipulagi Hagahverfis, deiliskipulag Naustahverfis, 3. áfanga – Halldóruhagi 4.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 6. nóvember 2018 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Halldóruhaga 4.
Breytingin felur í sér að nýtingarhlutfall lóðarinnar er hækkað úr 0,43 í 0,56 og byggja má tvö aðskilin hús í stað eins.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi
Breyting á deiliskipulagi Krossaneshaga, A áfangi – Goðanes 5 og 7.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 6. nóvember 2018 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Krossaneshaga A áfanga.
Breytingin felur í sér að nýtingarhlutfall lóðanna Goðaness 5 og 7 hækkar og jafnframt eykst hámarksbyggingarmagn. Byggingarreitir stækka til austurs og vesturs og minnka til suðurs og lögun þeirra breytist til norðurs og verður breidd þeirra 32 m og dýpt 18 m. Leiðbeinandi gólfkóti lóðanna breytist auk þess sem húsin verða stölluð vegna landhalla á lóðum.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 7. nóvember 2018,
Margrét M. Róbertsdóttir
verkefnastjóri skipulagsmála.
B deild - Útgáfud.: 27. nóvember 2018
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/oheimilt-ad-hruga-snjo-a-gotur
|
Óheimilt að hrúga snjó á götur
Athygli bæjarbúa er vakin á því að óheimilt er að hrúga upp snjó af einkalóðum í botnlanga gatna, á gangstéttir eða aðra hluta gatna þar sem vegfarendur eiga leið um.
Rétt þykir að benda á þetta í því fannfergi sem nú er í bænum. Hér er einungis átt við að ekki er leyfilegt að flytja snjó af einkalóðum á gangstéttir eða út á götu i miklu magni. Þetta er fyrst og fremst gert til að tryggja öryggi fótgangandi vegfarenda, ekki síst barna.
Hægt er að losa snjó á skilgreindum snjólosunarsvæðum í bæjarlandinu. Búið er að kynna snjólosunarsvæðin fyrir snjómokstursverktökum í bænum.
Á kortasjá Akureyrarbæjar undir vetrarþjónustu er kort af snjólosunarsvæðum á Akureyri. Undir vetrarþjónustu er einnig hægt að skoða hvar í bænum eru sandkistur, hver er forgangur í snjómokstri á götum og stígum sem og hálkuvörnum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/serdeild-fyrir-fjolfotlud-born-i-giljaskola
|
Sérdeild og núvitund í Giljaskóla
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, heimsótti Giljaskóla í síðustu viku og kynnti sér meðal annars starfsemi sérdeildar skólans fyrir fjölfötluð börn. Hlutverk deildarinnar er að sinna kennslu og þjálfun barna með alvarlega greindarfötlun og aðrar viðbótarfatlanir. Nemendur eiga kost á fjölbreyttum námsleiðum, sérvöldum námsgögnum og vel skipulögðum kennsluaðstæðum. Unnið er að því að efla þroska á sviði skynjunar, hreyfingar, boðskipta, hugsunar, félags- og tilfinningalegs þroska, og hins vegar að auka færni nemenda í að takast á við daglegt líf, svo sem sjálfshjálp, einföld störf og tómstundir. Starfið vekur ávallt mikla hrifningu gesta.
Í Giljaskóla eru starfshættir í stöðugri þróun og var hann fyrsti grunnskóli landsins til að taka upp kennslu og þjálfun í núvitund. Slík þjálfun hjálpar nemendum að ná betri tökum á hugsunum sínum og tilfinningum. Með betra jafnvægi batnar árangur í námi, samskiptum og á ýmsum öðrum sviðum. Sýn Giljaskóla tekur mið af því hvað kemur einstaklingi best að tileinka sér til að ná árangri í lífinu og hefur Uppbyggingarstefnan reynst góður grunnur í samskipta og agamálum. Þessi misserin er unnið af krafti við innleiðingu upplýsingatækni til að auka frumkvæði og virkni nemenda, sjálfstæði, rökhugsun og skapandi vinnu. Kóðun er hluti af náminu og í list- og verkgreinum eru til dæmis framleidd „time-lapse myndbönd" og rafrænar ferilbækur notaðar til að skrá ferli og halda utanum gögn. Fleira mætti nefna en orð bæjarstjóra verða lokaorðin hér: „...starfið í skólanum er einstakt. Þetta er sko alvöru menntastofnun!"
Fjöldi nemenda við Giljaskóla er um 394 og starfsmenn eru um 73 talsins. Skólastjóri er Jón Baldvin Hannesson.
Ragnheiður Júlíusdóttir, þroskaþjálfi og deildarstjóri sérdeildar, að störfum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fullveldisdagurinn-a-akureyri
|
Fullveldisdagurinn á Akureyri
Mikið verður um að vera á Akureyri á morgun þegar Íslendingar fagna 100 ára afmæli fullveldisins.
Dagskráin hefst við Íslandsklukkuna hjá Háskóla Akureyrar kl. 13 þegar klukkunni verður hringt 100 sinnum í tilefni dagsins. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, flytur ávarp, og Karlakór Akureyrar - Geysir syngur. Bæjarbúum gefst kostur á að hringja Íslandsklukkunni, hver einu sinni en samtals 100 sinnum og fá þannig nöfn sín skráð í sögubækurnar. Skráning er á www.unak.is/is/1918. Að athöfninni lokinni verður boðið upp á kakó og smákökur í Miðborg háskólans.
Klukkan 14 verður sýningin Bæjarbragur: Í upphafi fullveldis opnuð á Amtsbókasafninu. Á sýningunni verða til sýnis ljósmyndir frá Akureyri í upphafi fullveldis ásamt upplýsingum sem unnar eru upp úr skjölum og bókum frá sama tímabili. Hvernig leit bærinn út þá? Um er að ræða samsýningu þriggja safna: Amtsbókasafns, Hérðasskjalasafns og Minjasafns og er hún liður í dagskrá afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands og nýtur styrks frá fullveldissjóði. Berglind Mari Valdemarsdóttir, verkefnastjóri Amtsbókasafnsins á Akureyri, býður fólk velkomið, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, ávarpar gesti og opnar sýninguna. Boðið verður upp á kaffi, kleinur og konfekt fyrir svanga sýningargesti.
Efnt verður til Rósaboðs í Listasafninu kl. 15. Listakonurnar Hekla Björt Helgadóttir og Brák Jónsdóttir flytja gjörning í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins.
Um kvöldið kl. 20 verður Fullveldiskantatan síðan frumflutt í Menningarhúsinu Hofi. Þar er á ferðinni glæný fagnaðarkantata þar sem kynslóðir og tónlistarstefnur mætast og fagna saman fullveldinu með norðlenskum ofurkröftum. Flytjendur eru Stebbi Jak, Þórhildur Örvarsdóttir, Gísli Rúnar Víðisson, Hymnodia, Æskuraddir fullveldisins, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Strengjasveit fullveldisins. Ljóð: Sigurður Ingólfsson. Tónlist: Michael Jón Clarke.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/islandsklukkunni-hringt-100-sinnum
|
Íslandsklukkunni hringt 100 sinnum
Fögnum saman 100 ára fullveldi. Bæjarbúar hringdu Íslandsklukku við HA hundrað sinnum 1. desember 2018. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri flutti ávarp.
Ágætu gestir.
Það er mikill hátíðisdagur í dag því nú fögnum við 100 ára fullveldisafmæli sem þýðir að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. Árið 1918 er eitt af merkari árum sögunnar. Fyrri heimsstyrjöldinni lauk og spænska veikin gekk yfir 1918-1919. Þetta ár var var frostaveturinn mikli og Katla gaus í október. Ef við beinum sjónum okkar að lífinu hér á Akureyri á þessum tíma, þá bjuggu hér í lok árs 1918 ríflega 2.000 manns og þjóðarskáldið Matthías Jochumsson fylgist með bæjarbúum í sínu daglega lífi frá Sigurhæðum sem gnæfðu yfir bæinn. Akureyri var menningarbær með leikfélag og kvikmyndasýningar og atvinnulífið byggðist mikið í kringum Kaupfélag Eyfirðinga en einnig hina ýmsu einyrkja sem voru með sérhæfingu á borð við söðlasmíði, járnsmíði, skósmíði, klæðskera og fleira.
Landsmenn höfðu á sínum tíma eilítið takmarkaðan áhuga á að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem kosið var um frumvarp til nýrra sambandslaga, sem þýddi að með samþykki yrði Ísland viðurkennt fullvalda ríki í sambandi við Danmörku með einn og sama konung en lögin voru sem betur fer samþykkt. Á þessum tíma var kosningaþátttaka kvenna mun minni en karla en það hefur sem betur fer breyst til hins betra. Einhverra hluta vegna þá var kosningaþátttakan í þessari þjóðaratkvæðagreiðslu hvað minnst hér á Akureyri miðað við aðra staði í landinu. Ef til vill var það fjarlægðin frá borginni, þar sem stjórnsýslan var staðsett, sem og sú staðreynd að lífskjör voru ekki sérlega góð á þessum tíma m.a. vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar og margir höfðu fyrst og fremst um það að hugsa að eiga eitthvað að bíta og brenna.
Á sýningunni "Bæjarbragur: Í upphafi fullveldis" sem verður opnuð nú á eftir á Amtsbókasafninu og er samvinnuverkefni Amtsbókasafnsins, Héraðsskjalasafnsins og Minjasafnsins, má sjá tilvitnun í blaðið Íslending um hátíðarhöldin hérna á Akureyri 1. desember 1918 og var þeim lýst á þennan hátt:
Um hátíðahaldið hjer er fátt að segja. Fánar voru dregnir upp um allan bæ árla dags. Vígslubiskup mintist merkisdagsins á predikunarstólnum á mjög snotran hátt. Bæjarfógeti sendi stjórnarráði Íslands snjalt heillaóskaskeyti fyrir hönd sýslu og bæjarbúa. En við fögnuðum þó þessum áfanga með því að flagga um allan bæ og mér skilst að bæjarfógeti hafi sent heillaóskaskeyti til stjórnarráðsins.
Svo mörg voru þau orð.
Þessu hundrað ára fullveldisafmæli ætlum við að fagna hér í dag með því að hringja Íslandsklukku hundrað sinnum og hefur mér verið falið að hringja fyrstu hringinguna – verð að segja að ég er nokkuð spennt enda ekki á hverjum degi sem ég fæ að taka þátt í svona verkefni. Það er líka skemmtilegt að verkið tengist öðrum stórum tímamótum í lífi íslensku þjóðarinnar en listaverkið bar sigur úr býtum í samkeppni sem snerist um það að minnast 1.000 ára kristni í landinu og landafunda Íslendinga í Vesturheimi. Verkið Íslandsklukka er eftir listamanninn Kristinn E. Hrafnsson og ég held við getum öll verið sammála um að það sómir sér afar vel hér á hæðinni við Háskólann á Akureyri.
Ég segi til hamingju með daginn öll sömul og nú skulum hefjast handa við að hringja Íslandsklukku hundrað sinnum.
Ásthildur hringir Íslandsklukkunni.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hatidarvika-i-glerarskola
|
Hátíðarvika í Glerárskóla
Alla síðustu viku voru hátíðarhöld í Glerárskóla til að fagna 110 ára afmæli skóla í Þorpinu. Það var árið 1908 sem stofnaður var skóli í Bótinni en árið 1938 var hann fluttur í Árholt. Árið 1972 var síðan núverandi húsnæði tekið í notkun, A-álma fyrst, og árið 1996 var síðasta álman, C-álma tekin í notkun.
Mikið hefur verið um að vera þar sem nemendur og starfsfólk Glerárskóla hafa unnið að ýmsum skemmtilegum verkefnum tengdum afmælinu og 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Allir dagar hafa hafist á söngsal þar sem m.a. nýr Glerárskólasöngur hefur verið kyrjaður ásamt fleiri lögum. Síðan hafa verið útileikir, íþróttamót þar sem nemendum úr Oddeyrarskóla var boðið, uppsett kaffihús í skólanum, starfandi útvarpsstöð og margt fleira. Á fimmtudaginn var síðan farið í skrúðgöngu með fánum og öllu sem tilheyrir skrúðgöngu, Glerárskólafáninn dreginn að húni, og lauk með veisluborðum á göngum skólans með góðgæti sem nemendur höfðu bakað í vikunni. Síðasta daginn, föstudaginn 30. nóvember, var afmælishátíðinni lokað með hinni árlegu Glerárvision, söng- og dansskemmtun, sem var í sannkölluðum hátíðarbúning í tilefni afmælisins.
Það viðraði ekki vel fyrir skrúðgöngu á fimmtudaginn en starfsfólk og nemendur létu það ekkert á sig fá.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fundur-i-baejarstjorn-4-desember
|
Fundur í bæjarstjórn 4. desember
Bæjarstjórn Akureyrar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 4. desember. Á dagskránni verður meðal annars deiluskipulagsbreytingar fyrir Njarðarnes 12, Geirþrúðarhaga 6 og Akureyrarflugvöll, göngu- og hjólastígur milli Lónsbakkahverfis og Akureyrar og staða Akureyrarbæjar sem sjávarútvegssveitarfélags.
Sjá dagskrá fundarins í heild sinni.
Fundurinn verður haldinn í Hömrum i Hofi og er öllum opinn. Sjónvarpað er frá fundinum daginn eftir, miðvikudaginn 5. desember kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Upptökur frá bæjarstjórnarfundum má nálgast hér.
Mynd: María Helena Tryggvadóttir
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/arnar-mar-tilnefndur-til-islensku-bokmenntaverdlaunanna
|
Arnar Már tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna
Akureyringurinn Arnar Már Arngrímsson var tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2018 í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bók sína Sölvasaga Daníelssonar en tilnefningarnar voru kynntar við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í Reykjavík á fullveldisdaginn. Einnig hlaut Svarfdælingurinn Hjörleifur Hjartarson tilnefningu í sama flokki ásamt Rán Flygenring fyrir bókina Sagan um Skarphéðin Dungal sem setti fram nýjar kenningar um eðli alheimsins.
Arnar Már les upp úr Sölvasögu Daníelssonar á Amtsbókasafninu á morgun, þriðjudaginn 4. desember kl. 17.30. Um er að ræða sjálfstætt framhald Sölvasögu unglings sem út kom 2015 og hlaut Barna- og ungmennabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2016.
Á bókarkápu segir:
„Sölvi Daníelsson er á góðri leið með að verða starfsmaður aldarinnar í Bónus. Jafnaldrar hans eru á leið til Asíu eða í heimsreisu. Hann raðar saman orðum á milli vakta en kemur þeim ekki heim og saman. Eitthvað verður maður að gera. Maður verður að hugsa stórt. Svo hann fer til Akureyrar.
Þetta er saga af ungu skáldi í leit að rödd; útlaga í leit að bandamönnum; þjóð í leit að betri tilboðum og tungumáli sem fæst á 100-kall í Hertex."
Allir eru hjartanlega velkomnir á upplesturinn.
Arnar Már Arngrímsson og kápa nýju bókarinnar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/unnid-ad-snjomokstri
|
Unnið að snjómokstri
Mikið fannfergi er nú á Akureyri og mældist jafnfallinn uppsafnaður snjór um 105 sm við veðurathugunarstöðina við Þórunnarstræti kl. 9 í morgun. Alla helgina var unnið að snjómokstri í bænum en snjórinn var þungur og blautur og því gekk verkið hægar en vant er.
Verkstjórar bæjarins gera ráð fyrir að á morgun, þriðjudag, klárist að ryðja allar leiðir strætisvagna og helstu aðalgötur, einnig gangstíga sem merktir eru í fyrsta forgangi. Stefnt er að því að fyrir lok vikunnar verði búið að moka alla götur og þá stíga sem eru mokaðir.
Bæjarbúar eru beðnir um að moka frá sorpílátum og frá inngöngum húsa til að auðvelda þjónustuaðilum aðkomu og eru vegfarendur hvattir til að sýna varkárni í umferðinni.
Snjómokstur í Innbænum í dag. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skidasvaedid-opnad-a-laugardag-1
|
Skíðasvæðið opnað á laugardag
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opnað kl. 10 laugardagsmorguninn 8. desember.
Fjarkinn verður ræstur og einnig opnað í Hólabraut og Töfrateppið skríður af stað fyrir yngsta skíðafólkið. Hægt er að kaupa vetrarkort í Hlíðarfjall á forsöluverði til og með laugardeginum 8. desember á heimasíðu Hlíðarfjalls og einnig í afgreiðslu Hlíðarfjalls.
Mynd: Auðunn Níelsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ungskaldin-2018-kynnt
|
Ungskáldin 2018 kynnt
Úrslit í Ritlistakeppni Ungskálda 2018 verða kunngjörð á Amtsbókasafninu á Akureyri fimmtudaginn 6. desember kl. 17.
Alls bárust 85 verk í keppnina sem er tvöfalt meira en í fyrra. Engar hömlur voru settar á hvers kyns textum væri skilað inn, hvorki varðandi efnistök né lengd. Þeir þurftu þó að vera á íslensku. Þriggja manna dómnefnd hefur farið yfir verkin og tilkynnir úrslit ásamt umsögn á fimmtudaginn og hljóta þrjú efstu sætin viðurkenningar og peningaverðlaun. Verðlaunahafar lesa verk sín og boðið verður upp á tónlistaratriði, kakó og smákökur.
Ungskáld er verkefni á Akureyri sem miðar að því að efla ritlist og skapandi hugsun hjá ungu fólki á aldrinum 16-25 ára.
Verkefnið er hið eina sinnar tegundar á landinu.
Í nefnd Ungskálda eru fulltrúar frá Akureyrarstofu, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Akureyri, Ungmennahúsinu í Rósenborg og Amtsbókasafninu.
Verkefnið er styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands eystra og Akureyrarbæ.
Frá ritlistarnámskeiði sem haldið var í haust á vegum verkefnisins. Leiðbeinendur voru Guðrún Eva Mínervudóttir og Snæbjörn Ragnarsson, Bibbi, úr hljómsveitinni Skálmöld.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sorphirda-a-akureyri-1
|
Sorphirða á Akureyri
Vegna ófærðar í íbúðagötum gengur sorphirða ekki eins vel og venjulega. Beðist er velvirðingar á því en unnið er að hreinsun gatna bæjarins og búist er við því að sorphirða verði komin í eðlilegt horf eftir næstu helgi.
Vetrarríkið á Akureyri. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/formannafundur-iba
|
Formannafundur ÍBA
Ávarp flutt á formannafundi ÍBA.
Efnið getur hafa tekið breytingum í flutningi.
Kæru gestir.
Eitt af því sem gerir bæinn okkar Akureyri að því lífsgæða sveitarfélagi sem það er, er sú mikla gróska og sá metnaður sem lagður hefur verið í íþróttamál. Það er stundum þreyttur frasi þegar talað er um að "það sé eitthvað sé fyrir alla" en að þessu sinni er það einfaldlega þannig – hér er fjölbreytnin þegar kemur að möguleikum á ástundun íþrótta einfaldlega framúrskarandi.
Fyrr á þessu ári var ný stefna Akureyrarbæjar og ÍBA í íþróttamálum til ársins 2022 samþykkt, þar sem áhersla er lögð á almenningsíþróttir, lýðheilsumál, samvinnu íþróttafélaga, íþróttaaðstöðu, afreksstarf, samspil íþrótta og skóla og íþróttir og ferðaþjónustu. Þetta er spennandi verkefni sem við eigum við eigum fyrir höndum enda framtíðarsýnin okkar stór.
Til þess að ná þeirri sýn sem við viljum vinna eftir þá ætlum við m.a. að gera iðkun íþrótta að sjálfsögðum lífsstíl bæjarbúa, við ætlum að reka færri, stærri og faglegri fjölgreinafélög, við ætlum að vinna að uppbyggingu mannvirkja samkvæmt langtíma þarfnagreiningu félaga og skóla og forgangsraða í samvinnu ÍBA og Akureyrarbæjar og að auka vægi íþrótta á öllum stigum skólakerfisins ásamt samþættingu skóla og íþrótta.
Mig langar líka að nefna hversu ánægjulegt það er hversu vinsæll bærinn er þegar kemur að árlegum íþróttatengdum viðburðum – hér er allt frá gamalgrónum árlegum viðburðum á borð við Andrésar Andar leikana og Hængsmótsins í boccia til nýrri viðburða svo sem fjallahlaupsins Súlur Vertical. Það má segja að íþróttir og ferðaþjónusta taki þarna höndum saman um að bjóða allt það besta. Höldum áfram á þessari góðu samvinnubraut.
Að síðustu langar mig að deila með ykkur þeirri staðreynd að undirrituð hefur sjálf átt spretti bæði á körfuboltavellinum og í frjálsum íþróttum en báðar þessar íþróttir voru mikið stundaðar í Hólminum þar sem ég ólst upp og ég á meira að segja nokkra verðlaunapeninga sem eru auðvitað til sýnis heima í Stóragerðinu. Gott að kíkja reglulega á þá og rifja upp, ekki bara árangurinn sem varð til þess að ég fékk þá um hálsinn heldur líka keppnisskapið sem skilaði þeim í hús og er alveg nauðsynlegt að hafa dass af slíku í daglegum verkefnum. Ég ætla að enda þetta á setningu sem mun seint fá verðlaun Árnastofnunar fyrir fallega íslensku en ég veit að hún skilst og á afar vel við hér á formannafundi ÍBA – ég segi, Verum keppnis!
Takk fyrir og njótið kvöldsins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gildagur-a-laugardaginn
|
Gildagur á laugardaginn
Þriðji Gildagur vetrarins verður næsta laugardag, 8. desember, í Listagilinu og verður stærstur hluti Kaupvangsstrætis lokaður fyrir bílaumferð frá kl. 14-17.
Dagskrá Gildagsins er afar fjölbreytt með tónlistaratriðum, opnun myndlistarsýninga og sannkallaðri markaðsstemningu. Á Listasafninu verður opnuð sýningin La Mer / The Sea / Hafið eftir franska myndlistarmanninn Ange Leccia.
Nánar er hægt að glöggva sig á lokun Listagilsins á meðfylgjandi mynd.
Heimasíða Gildagsins á Facebook.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/aaetlun-fyrir-glerardal-til-arsins-2027
|
Áætlun fyrir Glerárdal til ársins 2027
Umhverfisstofnun og umhverfis- og auðlindaráðherra hafa samþykkt stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Glerárdal til ársins 2027. Leiðarljós fyrir fólkvanginn á Glerárdal eru að tryggja verndun sérstæðrar náttúru og lífríkis svæðisins ásamt því að tryggja aðgengi almennings að svæðinu. Ferðaþjónusta á svæðinu skal rekin í sátt við verdun þess.
Stjórnunar- og verndaráætlun 2018-2027 fyrir Glerárdal.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/anna-kristjana-er-ungskald-akureyrar-2018
|
Anna Kristjana er Ungskáld Akureyrar 2018
Fyrr í dag var tilkynnt um úrslit í ritlistarsamkeppninni Ungskáld 2018 við hátíðlega athöfn á Amtsbókasafninu. Ungu fólki á aldrinum 16-25 ára á Eyþingssvæðinu gafst kostur á að senda inn texta í keppnina og hlutu þrjú bestu verkin peningarverðlaun.
Niðurstaða dómnefndar, sem í sátu Hrönn Björgvinsdóttir bókavörður á Amtsbókasafninu, Kristín Árnadóttir fyrrverandi íslenskukennari við VMA og Þórarinn Torfason bókmenntafræðingur og kennari við Oddeyrarskóla, var eftirfarandi: Þriðja besta verkið var valið "Dagur á veginum" eftir Söndru Marín Kristínardóttur, í öðru sæti var "Tækifærin" eftir Önnu Kristjönu Helgadóttir og svo skemmtilega vildi til að ljóðið "Án titils" var valið í fyrsta sæti en það var einnig eftir Önnu Kristjönu.
Alls bárust 82 verk í keppnina sem er tvöfalt meira en í fyrra. Engar hömlur voru settar á hvers kyns textum væri skilað inn, hvorki varðandi efnistök né lengd. Þeir þurftu þó að vera á íslensku.
Við upphaf athafnarinnar í dag fluttu systurnar Sólrún Svava og Sunneva Kjartansdætur lagið Schottis från Haverö eftir Duo Systrami og síðan las Tinna Sif söguna "Dagur á veginum" eftir systur sína Söndru Marín og Anna Kristjana las sín verk. Loks var boðið upp á kakó og smákökur.
Ungskáld er verkefni á Akureyri sem miðar að því að efla ritlist og skapandi hugsun hjá ungu fólki á aldrinum 16-25 ára.
Verkefnið er hið eina sinnar tegundar á landinu.
Í nefnd Ungskálda eru fulltrúar frá Akureyrarstofu, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Akureyri, Ungmennahúsinu í Rósenborg og Amtsbókasafninu.
Verkefnið er styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands eystra og Akureyrarbæ.
Á Amtsbókasafninu í dag. Frá vinstri: Kristín Árnadóttir, Hrönn Björgvinsdóttir, Tinna Sif Kristínardóttir, Anna Kristjana Helgadóttir og Þórarinn Torfason.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/thjonusta-baejarins-vid-aldrada
|
Þjónusta bæjarins við aldraða
Akureyrarbær veitir öldruðum umfangsmikla og fjölþætta þjónustu á ýmsum sviðum. Helstu þættir eru víðtæk heimaþjónusta, dagþjálfun, rekstur Öldrunarheimila Akureyrar og félagsstarf af margvíslegum toga.
Markmið þeirrar þjónustu sem Akureyrarbær veitir er að aldraðir geti búið sem lengst heima hjá sér með stuðningi eftir því sem þörf krefur. Ef fólk getur ekki lengur búið heima þrátt fyrir stuðning af ýmsum toga þá sækir það um færni- og heilsumat í því skyni að fá búsetu á öldrunarheimilum bæjarins.
Heimaþjónusta fyrir aldraða er rekin af búsetusviði og fer eftirspurn eftir henni ört vaxandi. Heimaþjónustan er veitt allan sólarhringinn alla daga ársins en næturvaktir eru í samvinnu við heimahjúkrun. Markmið heimaþjónustu er að létta undir með fólki í daglegu lífi þess og gera því kleift að búa sem lengst heima. Þeir sem búa heima geta sótt um að fá heimsendan mat, óskað eftir ráðgjöf iðjuþjálfa við athafnir daglegs lífs og notið akstursþjónstu fyrir aldraða sem er gjaldfrjáls á virkum dögum.
Hluti af heimaþjónustunni er einnig að bjóða upp á innlit eða heimsóknir í ýmsum tilgangi, svo sem til að fylgjast með velferð einstaklingsins og minna á lyfjatöku. Auk þess getur fólk sótt um aðstoð við innkaup og annan rekstur erinda sinna. Félagsleg samskipti og samneyti eru mikilvægir þættir í starfi heimaþjónustunnar og leitast er við að koma í veg fyrir eða rjúfa félagslega einangrun þegar þannig ber undir. Við heimaþjónustu fyrir aldraða hjá Akureyrarbæ starfa ríflega 40 manns.
Ýmis úrræði og tilboð í félagsstarfi eru í boði fyrir aldraða á vegum samfélagssviðs bæjarins. Í Víðilundi og í Bugðusíðu eru haldin ýmis konar námskeið, fólk sinnir handverki og nýtur afþreyingar af ýmsum toga. Einnig er fjölbreytt starf í handverksmiðstöðinni Punktinum í Rósenborg, Skólastíg 2. Í félagsmiðstöðinni Víðilundi er starfandi notendaráð og er hlutverk þess að vera talsmenn fólksins sem nýtir félagsmiðstöðvarnar og taka við ábendingum og tillögum um starfsemina. Einnig stendur ráðið fyrir viðburðum í samvinnu við forstöðumann og starfsfólk. Akureyrarbær styður einnig við starf Félags eldri borgara á Akureyri með sérstökum samningi þar um.
Á fjölskyldusviði gefst öldruðum og aðstandendum þeirra kostur á að leita sér félagslegrar ráðgjafar.
Öldrunarheimili Akureyrar eru rekin af Akureyrarbæ. Auk aldraðra Akureyringa eiga aldraðir íbúar nágrannasveitarfélaganna einnig kost á þjónustu á öldrunarheimilunum. Öldrunarheimilin eru á tveimur stöðum fyrir alls 182 íbúa og þar af eru 155 hjúkrunarrými, 10 dvalarrými og 17 hjúkrunarrými fyrir tímabundna dvöl og hvíldardvöl. Dagþjálfunarrými eru 35. Hjá Öldrunarheimilum Akureyrar er markmiðið að tryggja öldruðum vistlegt heimili, hjúkrun, örvun og aðhlynningu eftir þörfum hvers og eins með áherslu á vellíðan og lífsgæði. Öldrunarheimilin eru með fjölmennari vinnustöðum Akureyrarbæjar og starfa þar um 260 manns í tæplega 220 stöðugildum.
Upplýsingar um ýmsa þjónustu við aldraða.
Heimasíða Öldrunarheimila Akureyrar.
Litla Jólabúðin hefur verið opnuð í Öldrunarheimilinu Hlíð við Austurbyggð. Þar er að finna margt sniðugt í jólapakkann; kertastjaka, snjókorn, tuskur, sultur og alls konar skraut. Megnið af vörunum er handverk heimilisfólksins á ÖA. Búðin er opin frá kl. 8-16 alla virka daga. Allir velkomnir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/forum-varlega-i-umferdinni
|
Förum varlega í umferðinni
Unnið er að snjómokstri í húsagötum ásamt öðrum mokstri í bænum. Mikil vinna fer í að hreinsa bæinn eftir úrkomu undanfarinna daga. Unnið verður að mokstri um helgina og ætti hugsanlega að nást að fara í gegnum flestar götur fyrir mánudag. Á þeim tímapunkti verður bærinn þó langt í frá því að vera fullmokaður þar sem víða á eftir að moka frá gatnamótum og gangbrautum og keyra burtu snjó.
Akureyrarbær biður vegfarendur að vera tillitsama í umferðinni og sýna varkárni á ferðum sínum um bæinn. Förum varlega í umferðinni.
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/heimsokn-a-sofnin
|
Bæjarstjóri í heimsókn
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, heimsótti Amtsbókasafnið og Héraðsskjalasafnið í síðustu viku. Hún skoðaði m.a. hirslur safnanna og fræddist um starfsemi þeirra.
Amtsbókasafnið fagnaði 190 ára afmæli í fyrra. Þangað koma á fjórða hundrað gestir daglega (rétt um 100.000 á árlega) og á hverju ári taka þeir með sér um 150.000 safngögn og skila þeim nær öllum aftur. Oft í viku yfir vetrartímann er eitthvað sérstakt á seyði á Amtsbókasafninu. Þar hittast ýmsir klúbbar eða aðrir hópar og viðburðir eru haldnir, ýmist af safninu eða gestum þess, bæði fyrir börn og fullorðna.
Það sem gerir Amtsbókasafnið sérstakt umfram önnur almenningsbókasöfn landsins er sú skylda sem lögð er á herðar þess að taka við öllu prentuðu efni sem gefið er út á Íslandi, allt frá matseðlum og auglýsingabæklingum til bóka og tímarita. Einnig eru öll hljóðrit, s.s. hljómplötur og geisladiskar varðveisluskyld. Þetta þýðir mjög mikla þörf fyrir geymslurými og er áætlað að um 12 kílómetrar af hillum séu teknar frá til að varðveita skilaskylda efnið.
Og það þarf líka mikið geymslupláss á Héraðsskjalasafninu. Þar eru núna rúmlega 2,1 hillukílómetri af skjölum en á síðustu árum hafa að meðaltali bæst við um 70 hillumetrar á ári. Árlega koma um 700 gestir á safnið, ívið fleiri karlar en konur. Hlutverk safnsins er m.a. að taka við og innheimta skjöl frá afhendingarskyldum aðilum og varðveita þau. Einnig útlán á lestrarsal í samræmi við lög og aðstoð við notendur safnsins, hvort sem um er að ræða á staðnum eða svörun fyrirspurna í gegnum síma eða tölvupóst. Starfsfólk leiðbeinir einnig við skjalavörslu og hefur eftirlitshlutverk með skilaskyldum aðilum. Héraðsskjalasafnið tekur einnig fúslega við skjölum frá einkaaðilum.
Héraðsskjalasafnið á Akureyri var formlega stofnað 1. júlí 1969. Það er rekið af Akureyrarbæ en Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit, Grýtubakkahreppur og Svalbarðsstrandarhreppur eiga aðild að safninu og legga til rekstrarfé. Héraðsskjalasafnið er á 3ju hæðinni í Brekkugötu 17. Tveir starfsmenn eru í fullu starfi en þriðji starfsmaðurinn er í hlutastarfi við ljósmyndun skjala og birtingu þeirra á vefnum.
Gaman er að geta þess að 1. desember var opnuð sýningin "Bæjarbragur: Í upphafi fullveldis" í húsakynnum safnanna að Brekkugötu 17. Sýningin er samstarfsverkefni Amtsbókasafnsins, Héraðsskjalasafnsins og Minjasafnsins og mun standa út janúar.
Ásthildur skoðar geymslur Hérðasskjalasafnsins með Láru Ágústu Ólafsdóttur héraðsskjalaverði.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fundur-i-baejarstjorn-11-desember
|
Fundur í bæjarstjórn 11. desember
Bæjarstjórn Akureyrar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 11. desember. Á dagskránni verður meðal annars fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019-2022, álagning gjalda 2019, snjómokstur, aðgerðaráætlun gegn kynbundu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum og uppbygging flugvallakerfisins á Íslandi og efling innanlandsflugs.
Sjá dagskrá fundarins í heild sinni.
Fundurinn verður haldinn í Hömrum i Hofi og er öllum opinn. Sjónvarpað er frá fundinum daginn eftir, miðvikudaginn 12. desember kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Upptökur frá bæjarstjórnarfundum má nálgast hér.
Mynd: María Helena Tryggvadóttir
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vegleg-bokagjof-fra-lions
|
Vegleg bókagjöf frá Lions
Í lok nóvember gaf Lionshreyfingin á Íslandi veglega bókagjöf til grunnskóla Akureyrarbæjar, gjöf sem svo sannarlega kemur að góðum notum. Ingibjörg Ólöf Isaksen, formaður fræðsluráðs Akureyrarbæjar, þakkaði gjöfina fyrir hönd bæjarins og minnti á að hið góða sjálfboðaliðastarf sem félagssamtök á við Lions vinna er ómetanlegt fyrir samfélagið.
Tilefni gjafarinnar var að alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar, Guðrún Björt Yngvadóttir, heimsótti 6. umdæmi hreyfingarinnar á Íslandi sem nær frá Siglufirði til Vopnafjarðar. Á því svæði starfa 9 Lionsklúbbar með yfir 200 félögum. Allir grunnskólar á svæðinu fengu ákveðna fjárhæð að gjöf miðað við fjölda nemenda.
Frá afhendingu bókagjafarinnar 29. nóvember sl. í Brekkuskóla.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samthykktar-skipulagstillogur-2
|
Samþykktar skipulagstillögur
Breyting á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits – Hafnarstræti 73.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 21. ágúst 2018 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Hafnarstræti 73.
Breytingin felur í sér hækkun hússins að Hafnarstræti 73 um eina hæð eða 2,6 metra og hækkun nýtingarhlutfalls úr 0,95 í 1,30.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 21. nóvember 2018,
Margrét M. Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.
B deild - Útgáfud.: 7. desember 2018
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hlynur-og-ingibjorg-i-vidtalstima
|
Hlynur og Ingibjörg í viðtalstíma
Viðtalstímar bæjarfulltrúa eru haldnir tvisvar í mánuði á fimmtudögum frá kl. 17:00 til 19:00 á tímabilinu september til maí. Í viðtalstímum gefst bæjarbúum kostur á að hitta fulltrúa í bæjarstjórn og ræða þau málefni sem hæst ber hverju sinni. Viðtalstímarnir eru í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, 1. hæð. Fimmtudaginn 13. desember verða bæjarfulltrúarnir Hlynur Jóhannsson og Ingibjörg Ólöf Isaksen í Ráðhúsinu til skrafs og ráðagerða.
Hlynur Jóhannsson og Ingibjörg Ólöf Isaksen
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skyrsla-baejarstjora-512-1112-2018
|
Skýrsla bæjarstjóra 5/12-11/12 2018
Í lok hvers bæjarstjórnarfundar fer bæjarstjóri yfir helstu verkefni hverju sinni.
Efni skýrslunnar getur tekið breytingum í flutningi.
Flutt á fundi bæjarstjórnar 11. desember 2018
5. desember
• Heimsókn í Norðlenska þar sem Ágúst Torfi Hauksson framkvæmdastjóri sagði frá starfsemi fyrirtækisins
• Heimsókn í Glerárskóla sem fagnar nú 110 ára afmæli
• Tók þátt í formannafundi ÍBA
6. desember
• Var viðstödd verðlaunaafhendingu í ritlistarsamkeppninni Ungskáld sem fram fór á Amtsbókasafninu og var Anna Kristjana Helgadóttir valin Ungskáld Akureyrar 2018
7. desember
• Heimsótti hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð sem er afar glæsileg bygging þar sem unnið er eftir Eden hugmyndafræðinni
10. nóvember
• Sat ráðstefnu í Háskólanum á Akureyri þar sem 70 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna var fagnað með metnaðarfullri dagskrá
11. desember
• Fundur með sjávarútvegsfyrirtækinu Samherja þar landvinnsla Útgerðarfélags Akureyringa var skoðuð
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarbragdur-i-upphafi-fullveldis
|
Bæjarbragður í upphafi fullveldis
Ávarp við opnun sýningarinnar "Bæjarbragur í upphafi fullveldis" á Amtsbókasafninu á Akureyri 1. desember 2018. Að sýningunni standa Amtsbókasafnið, Héraðsskjalasafnið og Minjasafnið á Akureyri.
Ágætu gestir.
Við erum komin í tímavél. Það er desember 1918 og við erum stödd á Akureyri. Ég horfi yfir bæinn líkt og hið aldna þjóðarskáld Matthías Jochumsson sem búsettur er á Sigurhæðum og ætla að lýsa aðeins bæjarbragnum og hvað hefur drifið á daga bæjarbúa þetta árið.
Í bænum búa ríflega 2.000 manns og þetta eru m.a. fjórir bókbindarar, einn amboðasmiður, sjö bændur, fjórar búðarstúlkur, tveir bóksalar, ein forstöðukona, tveir gagnfræðingar, tvær heimasætur, einn húsfaðir, einn nuddlæknir, fimm símameyjar,19 vetrarstúlkur og 101 vinnukona.
Líkt og í dag þá er Akureyri menningarbær árið 1918. Hér höfum við leikfélag, reglulegar kvikmyndasýningar og tvær bifreiðar aka um göturnar. Það er líka hreint með ólíkindum hversu margar sérverslanir eru reknar og mjög gjarnan eru þær kenndar við eigendur sína, s.s. Verslun Jósefínu Hansen í Brekkugötu 1, Verslun Karls Guðnasonar í Strandgötu 11, Verslun Lárusar Thorarensen í Strandgötu 19, Verslun Magnúsar H. Lyngdal í Hafnarstræti 97 og Verslun Pálínu Þorkelsdóttur í Hafnarstræti 41.
Kaupfélag Eyfirðinga er með fjölbreyttan og kröftugan rekstur og er bæjarfélaginu afar mikilvægt. Það er til húsa í Hafnarstræti 90 og Kjötbúð Kaupfélags Eyfirðinga er í Kaupvangsstræti 6. Iðnaður er einnig umtalsverður og hér starfa til að mynda þrír söðlasmiðir, þeir Halldór Halldórsson, Ingimar Jónsson og Jón Kristjánsson. Það sama er að segja um gullsmíði en hér starfa þrír menn sem sérhæfa sig í þessari iðn, þeir Björn Jakobsson, Stefán Þórarinsson og Þórður Thorarensen. Ætíð þarf að huga vel að skóbúnaði og því er gott að hér starfa tveir skósmiðir, þeir Sigurður Jóhannesson og Jónatan Jakobsson. Þar sem það er gangur lífsins að fólk fæðist og það deyr þá er nauðsynlegt að í bænum sé starfandi líkkistuverkstæði og hér eru einmitt tvö slík. Annað þeirra í Aðalstræti 54 og hitt í Brekkugötu 1. Þar sem ég er áhugamanneskju um vel sniðinn klæðnað þá skiptir það mig miklu máli að á Akureyri er starfandi klæðskeri í Brekkugötu 1 og sæki ég gjarnan þjónustu þangað.
Við Íslendingar sýnum veðrinu einlægan áhuga og það verður að segjast að þetta ár 1918 hefur verið erfitt veðurfarslega séð. Það gekk í garð með norðan hríðum og miklu frosti sem fyllti fjörðinn af ís sem losnaði ekki fyrr en í apríllok. Sumarið bauð ekki upp á margar sólskinsstundir, segja má að aðeins hafi verið hægt að fá eilítinn lit í andlitið mánaðarmótin júlí-ágúst. Veðrið hefur ekki verið bænum auðvelt – jörð var kalin og sumsstaðar urðu hey hreinlega úti sem er afar bagalegt. Katla byrjaði að gjósa í október og var það allnokkurt gos en við hér fyrir norðan höfðum svo sem ekki miklar fregnir af því.
Seinnihluta ársins bárust til landsins veikindi sem hafa verið kölluð Spænska veikin og er hún afar skæð en við hér á Norðurlandi höfum guði sé lof verið afar heppin, þar sem hún hefur ekki borist norður enda var sett á samgöngubann.
Við Íslendingar höldum áfram baráttu okkar fyrir fullveldi og þar sem ég er mikil áhugamanneskja um sjálfstæðisbaráttu okkar Íslendinga fylgdist ég grannt með niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór 19. október, þar sem kosið var um frumvarp til nýrra sambandslaga en með því er Ísland viðurkennt fullvalda ríki í sambandi við Danmörku með einn og sama konung. Lögin voru samþykkt. Því miður voru mun færri konur en karlar sem nýttu atkvæðisréttin sinn og það er leitt að heyra. Mér finnst líka leitt að heyra að kosningaþátttakan var hvað minnst hér á Akureyri. En það er kannski ekkert skrýtið að akkúrat þessi mál hafi ekki verið okkur efst í huga þegar við glímum við erfið lífsskilyrði m.a. vegna stríðsins á meginlandinu. En við fögnuðum þó þessum áfanga með því að flagga um allan bæ og mér skilst að bæjarfógeti hafi sent heillaóskaskeyti til stjórnarráðsins.
Ég stíg nú út úr tímavélinni og er komin til ársins 2018 þar sem við fögnuð 100 ára fullveldisafmæli m.a. með þessari sýningu sem sett er upp í samvinnu Amtsbókasafnsins, Héraðsskjalasafnsins og Minjasafnsins með stuðningi Fullveldissjóðs. Til hamingju með sýninguna og innilega til hamingju með daginn.
Lára Ágústa Ólafsdóttir héraðsskjalavörður, Ásthildur og Berglind Mari Valdemarsdóttir verkefnastjóri á Amtsbókasafninu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/glerarskoli-110-ara
|
Glerárskóli 110 ára
Grein í skólablað Glerárskóla í tilefni af 110 ára afmæli skólans.
Kæru nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn Glerárskóla.
Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því að fyrsta skólahúsið í Glerárþori, Ós, var byggt. Á þeim tíma var Þorpið til að mynda ekki hluti af Akureyrarkaupstað. Frá Ósi lá leiðin í Árholt og svo í þetta hús hér sem var fullbyggt árið 1996.
Það er mjög áhugavert að skoða sögu þessa skóla og hvernig hann varð til. Að ímynda sér upphafið þegar skólinn var með eina kennslustofu fyrir 18 nemendur – þetta finnst okkur skrýtið nú í dag því að flest þekkjum við frekar fjölmenna skóla, þar sem eru margar skólastofur og ýmis konar sérrými fyrir þá fjölbreyttu þjónustu sem veitt er í skólum.
Við eigum þessu kraftmikla fólki sem kom skólanum á laggirnar á sínum tíma mikið að þakka því að mikilvægi skóla er ekki síðra í dag en það var á þeim tíma. Að hafa skóla í hverfinu sínu skiptir miklu máli og má kannski líkja skóla við einhvers konar lím sem heldur saman fjölbreyttu, fræðandi, skemmtilegu og kraftmiklu lífi, þar sem koma saman börn, unglingar og fullorðnir. Ekki má gleyma að límið nær líka til allra þeirra sem tengjast nemendum í daglegu lífi, s.s. foreldra og systkina, ömmu og afa. Þetta er í raun eins og ein risastór fjölskylda sem hittist nánast daglega yfir vetrarmánuðina. Líkt og er í öllum fjölskyldum þá eru góðir dagar en líka erfiðir. Nemendur og kennarar gleðjast saman þegar vel gengur og árangur næst, hvort sem það snýst um smáa eða stóra sigra. Nemendur og kennarar standa líka saman þegar upp koma upp erfiðir hlutir sem þarf að leysa á farsælan hátt. Allir reyna að leggja sig fram við að gera sitt besta svo að öllum líði vel.
Skólinn stækkaði og dafnaði eftir því sem fjölgaði í hverfinu og hér er aldeilis ekki bara lært af bókinni heldur er einnig mikið íþróttastarf sem fram fer í íþróttahúsinu og sundlauginni. Framundan eru líka spennandi tímar, nú er á teikniborðinu að byggja leikskóla við skólann sem styrkir enn frekar við flæðið á milli leik- og grunnskóla.
Skóli er svo miklu meira en bara hús og það sýnir einmitt þetta afmæli sem nú er fagnað – við erum ekki að fagna húsi sem er 110 ára gamalt heldur starfi sem nær yfir eina öld! Nú þegar við lifum og njótum á árinu 2018 getum við öll verið mjög stolt af Glerárskóla og starfinu sem hér er unnið. Ég færi ykkur mínar bestu afmælisóskir og megi starfið hér í Glerárskóla halda áfram að vaxa og dafna.
Það viðraði ekki vel fyrir skrúðgöngu í afmælisviku Glerárskóla en starfsfólk og nemendur létu það ekkert á sig fá.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skyrsla-um-fuglalif-krossanesborga-sumarid-2018
|
Skýrsla um fuglalíf Krossanesborga sumarið 2018
Í Krossanesborgum fer á fimm ára fresti fram talning á fuglum og nú er komin út fimmta skýrslan um fuglalíf í fólkvanginum. Krossanesborgir voru friðlýstar sem fólkvangur árið 2005 í anda Staðardagskrár 21 en svæðið er mikilvægur varpstaður fugla í Eyjafirði. Í sumar fundust 25 tegundir varpfugla i Krossanesborgum og er það tveimur tegundum meira en í síðustu talningu vorið 2013. Alls voru pörin 785 sem er fjölgun um 172 pör frá síðustu talningu.
Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að þrjár nýjar tegundir hafa bæst við í varpfuglafánu svæðisins: flórgoði, brandugla og auðnutittlingur, en sjö tegundir sem áður hafa orpið á svæðinu vantar. Þetta eru grafönd, sandlóa, lóuþræll, kjói, kría, hrafn og snjótittlingur. Grágæs og skúfönd hefur fjölgað og óðinshanar hafa aldrei verið fleiri, en rauðhöfðaönd hefur fækkað verulega milli talninga.
Skýrsluna rituðu Sverrir Thorstensen og Þorsteinn Þorsteinsson að beiðni umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrar. Hún er afar fróðleg fyrir áhugafólk um fuglalíf og hana prýða fallegar myndir eftir Eyþór Inga Jónsson.
Fuglalíf Krossanesborga sumarið 2018 (skýrsla í pdf-formi)
Hægt er að finna fleiri skýrslur um fuglalíf í bæjarlandinu undir útgefið efni/umhverfismál-skýrslur.
Brandugla á hreiðri í Krossanesborgum - myndina tók Eyþór Ingi Jónsson
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fraedsla-um-eldvarnir-skilar-arangri
|
Fræðsla um eldvarnir skilar árangri
Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fer fram um allt land um þessar mundir eins og mörg undanfarin ár. Slökkviliðsmenn heimsækja þá börnin í 3. bekk grunnskólanna og fræða þau um eldvarnir. Börnin fá með sér heim handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir heimilisins og söguna af Brennu-Vargi og Loga og Glóð. Þeim gefst jafnframt kostur á að taka þátt í Eldvarnagetrauninni en heppnir þátttakendur í henni fá jafnan afhent vegleg verðlaun á 112-deginum, 11. febrúar.
Auknar eldvarnir
Landssambandið hefur um langt árabil lagt áherslu á forvarnastarf og hefur haldið Eldvarnaátakinu úti með dyggum stuðningi fjölmargra aðila í rúma tvo áratugi. Það er því gleðilegt að geta greint frá því að samkvæmt rannsóknum sem Gallup hefur gert fyrir landssambandið og Eldvarnabandalagið skilar fræðsla af þessu tagi greinilegum árangri. Gallup hefur kannað ástand eldvarna á heimilum landsmanna á tveggja ára fresti undanfarin tíu ár og þróunin er ótvíræð; heimilin auka eldvarnir sínar jafnt og þétt. Æ færri hafa engan eða bara einn reykskynjara en að sama skapi fjölgar þeim til muna sem hafa þrjá eða fleiri.
Mun algengara er nú en fyrir tíu árum að slökkvitæki og eldvarnateppi séu á heimilum. Í könnun sem gerð var nú í haust kom fram að helmingur heimila er með allt í senn reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnateppi en það er einmitt það sem okkar menn mæla með. Við eigum verk að vinna en þessar niðurstöður hvetja okkur sannarlega til dáða.
Sýnum aðgát á aðventunni
Fræðsla um eldvarnir á alltaf við en þó aldrei eins og nú í byrjun aðventu. Um leið og við hvetjum fólk til að hafa nauðsynlegan eldvarnabúnað á heimilinu leggjum við ekki síður áherslu á mikilvægi þess að fara varlega í daglegri umgengni á heimilinu.
Á næstu vikum ríður sérstaklega á að fara varlega með opinn eld, kertaljós og þvíumlíkt. Og munið að slaka ekki á klónni þótt jólahátíðinni ljúki og nýtt ár gangi í garð því reynslan sýnir að eldsvoðar á heimilum eru ekki síður algengir á fyrstu vikum ársins en á aðventu og um jól.
Gleðilega hátíð!
Ólafur Stefánsson,
slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar
Ólafur Stefánsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samthykktar-skipulagstillogur-3
|
Samþykktar skipulagstillögur
Breyting á deiliskipulagi Hagahverfis, Naustahverfis, 3. áfangi – Geirþrúðarhagi 6.
Skipulagsráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 28. nóvember 2018 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Geirþrúðarhaga 6.
Breytingin felur í sér að nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0,43 í 0,56 og að byggja má tvö aðskilin hús í stað eins.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.
Breyting á deiliskipulagi Krossaneshaga, A áfanga – Njarðarnes 12.
Skipulagsráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 28. nóvember 2018 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Njarðarnes 12.
Breytingin felur í sér að lóðin stækkar úr 4.065,7 m² í 4.237,7 m², nýtingarhlutfall hækkar úr 0,50 í 0,55, byggingarmagn lóðarinnar eykst því um 317,6 m² og verður 2.350,5 m². Þak húss verður einhalla og mesta vegghæð verður 12,5 m.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.
Breyting á deiliskipulagi Hagahverfis, Naustahverfis, 3. áfangi – Margrétarhagi 1.
Skipulagsráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 10. október 2018 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Margrétarhaga 1.
Breytingin felur í sér að leyfilegt verði að byggja þakbyggingu allt að 12 m² brúttó, leyfilegt verður að byggja þak sem nær út fyrir þakbygginguna á þremur hliðum, aðeins verður kvöð um innbyggðar bílgeymslur í 2 af 5 íbúðum hússins, nýtingarhlutfall hækkar úr 0,40 í 0,44, hámarksvegghæð verður 8,4 og leiðrétt verði merking á uppdrætti varðandi fjölda íbúða.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 7. desember 2018,
Margrét M. Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.
B deild - Útgáfud.: 10. desember 2018
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fagna-skyrslu-um-uppbyggingu-flugvallakerfisins-og-eflingu-innanlandsflugs
|
Fagna skýrslu um uppbyggingu flugvallakerfisins og eflingu innanlandsflugs
Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær, þriðjudaginn 11. desember, var samþykkt eftirfarandi bókun með 11 samhljóða atkvæðum:
Bæjarstjórn Akureyrar fagnar nýútkominni skýrslu um uppbyggingu flugvallakerfisins á Íslandi og eflingu innanlandsflugs. Að koma varaflugvöllum landsins inn í efnahagsreikning ISAVIA og að breyta eigendastefnu ISAVIA á þann hátt að hún taki mið að byggðamálum, eflingu ferðaþjónustunnar og atvinnuuppbyggingar um allt land er stórt og mikilvægt skref í uppbyggingu vallanna. Þá telur bæjarstjórn að jöfnun aðgengis landsmanna að þjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum með niðurgreiðslum á fargjöldum í innanlandsflugi geti verið ein stærsta byggðaaðgerð sem ráðist hefur verið í á síðari árum. Bæjarstjórn hvetur Alþingi til þess að veita tillögunum framgang, svo að þær komist til framkvæmda hið fyrsta.
Fundargerðin í heild sinni ásamt fylgiskjölum með fundarliðum.
Titan Airways lenti á Akureyrarflugvelli á mánudag með fyrstu farþega vetrarins á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break. Mynd: Markaðsstofa Norðurlands.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sandur-til-halkuvarna-3
|
Sandur til hálkuvarna
Nú er víða fljúgandi hálka í bænum og eru bæjarbúar og gestir beðnir að fara varlega. Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar hefur komið fyrir haugum af grófum sandi á völdum stöðum í bænum þar sem fólk getur sótt sér efni til hálkuvarna.
Sandinn er að finna á a.m.k. sjö stöðum við
eftirtaldar grendarstöðvar:
Rangárvelli
Norðan Ráðhússins
Bónus í Naustahverfi
Bónus í Holtahverfi
Urðargil
Sunnan við Sunnuhlíð
Bjarkarstíg
Nánari staðsetningar má sjá á meðfylgjandi korti.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jakvaed-afkoma-arid-2019
|
Fjárhagsáætlun 2019 samþykkt í bæjarstjórn
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2019, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2020-2022, var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gær. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir jákvæðri afkomu af rekstri A- og B-hluta Akureyrarbæjar á árinu 2019 um 660 milljónir króna.
Bæjarstjórn samþykkti samhliða fjárhagsáætlun lækkun álagningarprósentu fasteignaskatts í 0,33% af fasteignamati íbúðarhúsnæðis, ásamt lækkun í 1,63% af fasteignamati af öðru húsnæði auk þess sem tekjumörk afsláttar elli- og örorkulífeyrisþega voru hækkuð um 7%.
Þá samþykkti bæjarstjórn óbreytta útsvarsprósentu 14,52% fyrir árið 2019 auk breytinga á gjaldskrá sem almennt gerir ráð fyrir 3% hækkun.
Nánar má lesa um forsendur fjárhagsáætlunar í greinargerð.
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019-2022, lögð fram til síðari umræðu í bæjarstjórn 11. desember 2018.
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/adgerdaaaetlun-gegn-kynbundu-ofbeldi-og-ofbeldi-gegn-bornum
|
Aðgerðaáætlun gegn kynbundu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum
Aðgerðaráætlun Akureyrarbæjar gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum í bæjarstjórn þriðjudaginn 11. desember.
Með aðgerðaráætluninni skal unnið markvisst gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum um leið og tryggt er að þjónusta í bænum sé vel skipulögð og í fararbroddi á landsvísu. Markmið áætlunarinnar er að tryggja virkt samráð lykilaðila í sveitarfélaginu til þess að fyrirbyggja kynbundið ofbeldi, greina einkenni, bregðast við, tilkynna og veita góð úrræði fyrir börn, fjölskyldur þeirra og fullorðna einstaklinga sem hafa orðið fyrir kynbundnu eða öðru ofbeldi.
Aðgerðaráætlun Akureyrarbæjar gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum 2018-2020.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nansen-professorinn-vid-haskolann-a-akureyri-kvaddur
|
Nansen prófessorinn við Háskólann á Akureyri kvaddur
Ávarp flutt í Listasafninu á Akureyri við dagskrá á vegum Rannsóknarþings Norðursins og Háskólans á Akureyri, þar sem Nansen prófessorinn Dr. Gunhild Hoogensen Gjørv flutti sitt kveðjuerindi.
Dear guests.
It´s an interesting question to think about what Fridtjof Nansen, this great man with all those titels; explorer, scientist, diplomat, humanitarion and a Nobel Peace Prize laurate, would think if he would be standing here today amoung us almost 90 years after he died. Let´s just imagine that we two would be have a meeting. He would first of course say: What a beatiful museum Akureyri Art museum is and I would tell him to take a good time to observe the exhibitons and sit down after that with a cup of coffee at the beatiful café.
Our conversation would be a blend of a very serious matters but it would both be with a negative tone and a positive one.
It would be negative because Nansen as an explorer and scientist, would be like the most of us, very concerned about the situation in the matter of enviromental protection and global warming. He would be worried about the fact that one of the most powerful leader in the world, says he doesn´t believe his own scientists when their conclusion is, that possible effects of global warming might have influence on the sociaty. He would also feel sad about how the same leader is not prepared to acknowledge and participate in the Paris Agreement and not just him – there are other leaders and countries, who are not willing to confirm this important Agreement.
I´m sure that Nansen would mention populism in politics as a dangerious tool for politicians and that we have to be aware of it. He brought his book "A New Route to the North Pole" with him on our meeting and he quotes to it: The history of the human race is a continual struggle from darkness towards light. It is, therefore, to no purpose to discuss the use of knowledge; man wants to know, and when he ceases to do so, he is no longer man". I praise him for this quote since it says so much in very few lines.
After disgussing enviromental issues, the humanitarian side of Nansen, expresses his deepest concern about the the situation in refugee affairs. He knows that some municipalities in Iceland, and Akureyri beeing on of them, have welcomed refugees but he also knows that, that´s far away from beeing enough and he would use the word crises to describe the situation worldwide. We would disguss how sad it is to see how war is destroying and killing innocent men, women and children and we don´t seem to be able to learn from the history. As long as war is a fact, we would both demand that we all, not just some nations, take responsibility and welcome those victims, people who never wanted to participate in war, people who just want to live their normal lifes and have a safe home.
Like I said at the beginning I´m sure that Nansen would also be positive about the future and that´s my guess because a man with such a magnificent resume and achievement is a person with a clear view of what it is to be a human beeing. The goal to explore is always on his mind and his strong will that nothing is impossible. This quote from Nansen is a perfect example of that: The difficult is what takes a little time; the impossible is what takes a little longer.
To be a humanist, one has in some way to believe that we, as human beeings, can always do better and that we can think with our heart and improve ourselves.
Last but not the least – I would guess that Nansen would end our fine meeting by celebrating this cooperation between the two countries Norway and Iceland and the establishment of a Nansen Professorship in Arctic Studies at the University of Akureyri. He would be proud of it, like we all are and looking forward to see how it will grow and be even more fruitful than it is now.
And finally, I would like to thank dr. Gunhild Hoogensen Gjørv for her great contribution as Nansen Professor and I hope this time, as Nansen professor was good and informative for you and I wish you Gunhild all the best.
Frá vinstri: Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri, Einar Gunnarsson frá utanríkisráðuneytinu, Gunhild Hoogensen Gjørv Nansen prófessor, Carina Ekornes frá norska sendiráðinu og Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/adventan-i-grimsey-2
|
Aðventan í Grímsey
Veður er búið að vera gott í Grímsey á aðventunni og mikið um að vera. Búið er að skreyta víða og að venju brosir gamli jólasveinninn nú sínu breiðasta kominn í glugga Grímseyjarbúðarinnar á ný.
Löng hefð er fyrir því að halda Lúsíuhátíð í Grímsey og var engin undantekning á því þetta árið þrátt fyrir að börnum hafi fækkað talsvert í eyjunni. Aðeins 5 börn eru í grunn- og leikskólanum þennan veturinn en tvö önnur börn tóku þátt í Lúsíuhátíðinni. Þau eru í tímabundinni dvöl í eyjunni og eiga þangað ættir að rekja. Gerður var góður rómur að frammistöðu krakkanna á hátíðinni sem haldin var í félagsheimilinu Múla og boðið upp á kaffi og meðlæti að henni lokinni.
Aflabrögð bátanna í Grímsey hafa verið með ágætum upp á síðkastið en þessi tími árs er einnig nýttur vel til viðhalds á bátum og búnaði. Grímseyjarferjan Sæfari er nú að hefja aftur siglingar eftir að hafa verið rúman mánuð í slipp og á sama tíma hefur verið unnið að alls kyns endurbótum og viðhaldi á hafnarsvæðinu. Mikil aukning hefur verið í farþegum með ferjunni það sem af er vetri miðað við fyrri vetur og alltaf einhver slæðingur af ferðamönnum um borð.
Smellið á myndirnar til að skoða stærri útgáfur af myndunum.
Myndir: Halla Ingólfsdóttir
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/brynt-ad-auka-og-baeta-samveru
|
Brýnt að auka og bæta samveru
Á fundi frístundaráði Akureyrarbæjar 7. desember sl. voru kynntar niðurstöður úr rannsókn Rannsóknar og greiningar vorið 2018 um lýðheilsu ungs fólks á Akureyri.
Eftir að hafa farið yfir niðurstöðurnar var bókun Frístundaráðs á þá vegu að ráðið lýsir yfir áhyggjum á því ástandi sem virðist vera að skapast á meðal ungmenna á Akureyri og sérstaklega í aldurshópnum 16-18 ára. Mikilvægt er að allir aðilar sem koma að málefnum þessa hóps standi saman til að tryggja heilsusamleg uppeldisskilyrði. Í þessu sambandi er foreldrasamfélagið í lykilhlutverki og vill frístundaráð brýna foreldra til að huga vel að þessum málum enda sýna niðurstöður að samvera barna og foreldra er að minnka en það er einn af lykilþáttum þess að halda börnum og ungmennum frá óheilbrigðum lifnaðarháttum.
Lýðheilsa ungs fólks á Akureyri: Niðurstöður rannsóknar meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2018.
Haust á Akureyri. Mynd: Skapti Hallgrímsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/stadsetning-grimseyjar-og-fuglalif-heilla
|
Staðsetning Grímseyjar og fuglalíf heilla
Árið 2018 hefur Akureyrarstofa, með stuðningi frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra, leitt vinnu við undirbúning markaðssetningar Grímseyjar með áherslu á erlenda ferðamenn. Kynningarefnis hefur verið aflað, bæði myndbanda og ljósmynda, um leið og farið var í greiningu á verðmætasta markhópnum fyrir eyjuna. Það var meðal annars gert með viðtölum við fólk sem starfar við ferðaþjónustu í Grímsey og með því að leggja viðhorfskönnun fyrir ferðafólk á leið úr eyjunni.
Rannsóknamiðstöð ferðamála vann skýrslu úr niðurstöðum könnunarinnar og sýna helstu niðurstöður að Bandaríkjamenn virðast vera mjög áhugasamir um Grímsey, en þeir voru fjölmennasta þjóðernið sem tók þátt í könnuninni. Má því leiða að því líkum að Bandaríkin séu vænlegasta markaðssvæðið fyrir Grímsey. Gestir þaðan eru afar ánægðir með heimsókn til Grímseyjar og þeir tilheyra hærri tekjuhópum en almennt virðist vera meðal Evrópubúa. Langflestir sem heimsækja eyjuna stansa stutt eða aðeins dagpart. Það sem helst vekur hrifningu ferðafólks er lega eyjunnar við heimsskautsbaug og fuglalífið, þá sérstaklega lundinn.
Meginmarkmið markaðsátaksins er að auka straum ferðamanna til Grímseyjar og styrkja stoðir ferðamennsku þar. Brýnt er að blása til öflugrar sóknar sem verða mætti til að styrkja atvinnulíf í eyjunni, fjölga störfum í ferðamennsku og treysta búsetu við heimskautsbauginn. Næsta skref er að í upphafi nýs árs verða birtar auglýsingar á grundvelli þeirra upplýsinga sem hefur verið aflað. Ljósmyndum og örstuttum myndböndum verður deilt á samfélagsmiðlum og víðar með það fyrir augum að vekja athygli og áhuga réttu markhópanna á kostum og sérstöðu Grímseyjar.
Hér má sjá dæmi um myndband sem notað verður til markaðssetningar á Grímsey.
Verkefnið var sem áður segir styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra.
Nýja táknið fyrir heimsskautsbauginn í Grímsey, Orbis et Globus.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/deiliskipulag-hagahverfis-breyting-a-skipulagsakvaedum-tillaga
|
Deiliskipulag Hagahverfis – breyting á skipulagsákvæðum - tillaga
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á skipulagsákvæðum.
Er um að ræða tillögu að breytingu á skilmálum sem varða ákvæði í kafla 3.3.8 um bílastæðafjölda, ákvæði í kafla 3.25 um frágang lóða og ákvæði í kafla 3.3.1 um lóðarfrágang. Nær breytingin eingöngu til lóða sem ekki hefur verið úthlutað.
Greinargerð er til sýnis á 1. hæð, í Ráðhúsi Akureyrarkaupstaðar, frá 19. desember 2018 til 30. janúar 2019, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig aðgengileg hér.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 30. janúar 2019 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/opnunartimar-gamasvaedis-um-jol-og-aramot-2018
|
Opnunartímar gámasvæðis um jól og áramót 2018
Þarftu að losna við rusl eftir jólatiltektina eða hátíðarnar?
Opnunartímar gámasvæðis verða á þessa leið um jól og áramót 2018:
23. desember Opið kl. 13:00 – 17:00
24. desember Opið kl. 10:00 – 14:00
25. desember Lokað
26. desember Opið kl. 13:00 – 17:00
27. og 28. desember Opið kl. 13:00 – 18:00
29. og 30. desember Opið kl. 13:00 – 17:00
31. desember Opið kl. 10:00 – 14:00
1. janúar Lokað
Starfsmenn Umhverfismiðstöðvar munu fjarlægja jólatré sem sett hafa verið við lóðarmörk dagana 7 – 11 janúar.
Einnig verða gámar staðsettir við Kaupang, Hagkaup, Hrísalund, Bónus Naustahverfi, Bónus Langholti og verslunarmiðstöðina við Sunnuhlíð þar sem hægt verður að losa sig við trén.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jol-og-aramot-i-grimsey
|
Jól og áramót í Grímsey
Þótt það búi ekki mjög margir í Grímsey þá verður samt ýmislegt þar á seyði yfir hátíðarnar.
Í dag, föstudaginn 21.desember, bjóða kvenfélagið Baugur og Kiwanisklúbburinn upp á jólahlaðborð fyrir alla íbúa.
Á milli jóla og nýárs verður haldið jólaball þar sem jólasveinar stíga dansinn með jafnt ungum sem öldnum.
Föstudaginn 28. desember verður jólamessa í Miðgarðskirkju kl. 14.00 þar sem séra Magnus Gunnarsson og séra Oddur Bjarni Þorkelsson þjóna til altaris.
Á gamlárskvöld sér Kiwanisklúbbur eyjarinnar um áramótabrennu sem hefst kl. 20.00 auk þess sem skotið verður upp flugeldum.
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/afgreidslutimi-a-skrifstofum-baejarins-yfir-hatidirnar
|
Afgreiðslutími á skrifstofum bæjarins yfir hátíðirnar
Skrifstofur Akureyrarbæjar í Ráðhúsinu og Glerárgötu 26 verða opnar sem hér segir yfir hátíðirnar:
24. - 26. desember Lokað
27. - 28. desember Opið kl. 8:00 – 16:00
31. desember Lokað
1. janúar Lokað
Skrifstofan í Hlein í Hrísey er lokuð til 2. janúar.
Starfsfólk Akureyrarbæjar óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs!
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolaposturinn-i-hrisey
|
Jólapósturinn í Hrísey
Það er löng hefð fyrir því að jólasveinar komi jólakortum og pökkun til skila innan Hríseyjar fyrir jólin með aðstoð björgunarsveitarinnar í eyjunni.
Ungmennafélagið Narfi hefur séð um skipulagið í allt að 55 ár en ungmennafélagið var stofnað 23 febrúar 1964 og það var fljótlega eftir stofnun félagsins að þau tóku að sér þetta verkefni að bera út jólapóstinn. Móttaka á jólasendingum hefur verið í verslun eyjarinnar síðustu árin og svo hefur Björgunarsveitin Jörundur séð um að keyra jólasveinana á milli húsa í eyjunni svo þeir eigi auðveldara með að bera út póstinn. Þarna hefur því gefist gott tækifæri til að hreyfa tæki björgunarsveitarinnar og halda mannskapnum við.
Það má segja að heimsókn jólasveinanna á Þorláksmessu sé einn af föstum liðum í jólaundirbúningi eyjarskeggja og væru án efa einhverjir sem ekki kæmust í jólagírinn ef þessi siður myndi leggjast af. Jólasveinarnir eru oft í yngri kantinum með eldri og reynslumeiri sveinka með sér og því eru margir sem hér alast upp sem einhvern tímann hafa brugðið sér í jólasveinagervi.
Jólasveinar í póstútburði í Hrísey
|
Subsets and Splits
No community queries yet
The top public SQL queries from the community will appear here once available.