Search is not available for this dataset
url
stringlengths
21
288
text
stringlengths
1
1.35M
https://www.akureyri.is/is/frettir/torfunefsbryggja-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingu
Torfunefsbryggja – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu miðbæjar Akureyrar. Skipulagssvæðið nær til Torfunefsbryggju og nánasta umhverfis. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að bryggjan breikki um 5 m til suð-austurs frá gildandi deiliskipulagi. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 28. febrúar til 11. apríl 2018, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt hér fyrir neðan. Torfunefsbryggja - tillaga að deiliskipulagsbreytingu Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 11. apríl 2018 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. 28. febrúar 2018 Sviðsstjóri skipulagssviðs
https://www.akureyri.is/is/frettir/gudmundur-baldvin-og-soley-bjork
Guðmundur Baldvin og Sóley Björk í viðtalstíma Viðtalstímar bæjarfulltrúa Akureyrarbæjar eru haldnir tvisvar í mánuði á fimmtudögum frá kl. 17-19 á tímabilinu október til maí. Í viðtalstímum gefst bæjarbúum kostur á að hitta fulltrúa í bæjarstjórn og ræða þau málefni sem hæst ber hverju sinni. Viðtalstímarnir eru í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, 1. hæð. Fimmtudaginn 1. mars verða bæjarfulltrúarnir Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Sóley Björk Stefánsdóttir í Ráðhúsinu til skrafs og ráðagerða. Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Sóley Björk Stefánsdóttir
https://www.akureyri.is/is/frettir/nidurstada-baejarstjornar-vegna-breytingar-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018
Niðurstaða bæjarstjórnar vegna breytingar á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að gert verði ráð fyrir iðnaðarsvæði undir dælustöð fráveitu við norð-austurhorn Sjafnargötu og er liður í fráveitulausnum fyrir athafnasvæðið sem rísa mun við Sjafnargötu. Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 - Dælustöð fráveitu við Sjafnargötu Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindisins. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. 28. febrúar 2018 Sviðsstjóri skipulagssviðs
https://www.akureyri.is/is/frettir/timamotasamningur-akureyrarbaejar-og-menningarfelags-akureyrar
Tímamótasamningur Akureyrarbæjar og Menningarfélags Akureyrar Í morgun var undirritaður samningur Akureyrarbæjar og Menningarfélags Akureyrar (MAk) um stuðning sveitarfélagsins við starfsemi félagsins næstu þrjú árin. MAk heldur áfram rekstri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, framleiðslu á leiklist undir merkjum Leikfélags Akureyrar og rekstri fyrirmyndarvettvangs fyrir lista- og menningarviðburði í Menningarhúsinu Hofi og Samkomuhúsinu á Akureyri. Samningurinn felur í sér nokkur tímamót þar sem framlög til starfseminnar hækka umtalsvert og er meginmarkmiðið að styrkja og efla starf atvinnuleikhússins. Framlög til samningsins verða á yfirstandandi ári 243,1 m.kr. og er það hækkun um 50 m.kr. frá síðasta ári. Hækkunin byggir annars vegar á samstarfssamningi ríkisins og Akureyrabæjar um menningarmál en úr honum koma tæpar 23 m.kr. og hins vegar á auknu framlagi úr bæjarsjóði upp á ríflega 27 m.kr.. Á árinu 2019 verður framlagið að lágmarki 261 m.kr. og 270,6 m.kr. á árinu 2020. Að auki greiðir Akureyrarbær MAk 4,2 m.kr. í sérstakan tónlistarsjóð sem félagið mun reka í nafni bæjarins, 2 m.kr. fyrir rekstur almenningssalerna og 1 m.kr. fyrir fundaraðstöðu fyrir bæjarstjórn í Hömrum. Gert er ráð fyrir að fundir bæjarstjórnar flytjist þangað frá og með næsta kjörtímabili. Samningurinn felur einnig í sér þau tímamót að fest er í sessi til næstu þriggja ára það fyrirkomulag að MAk reki undir einum hatti þá starfsemi sem Leikfélag Akureyrar, Menningarfélagið Hof og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands höfðu áður með höndum. Allur sá rekstur verður alfarið á höndum MAk. Starfsemi félaganna þriggja breytist, þau verða bakhjarlar starfseminnar hvert á sínu sviði og virkja áhugafólk til þátttöku í viðburðum og stefnumótun. Stjórnir félaganna munu hafa ráðgefandi hlutverk og þær skipa hver sinn fulltrúa í stjórn MAk. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, sagði í tilefni undirritunarinnar: „Það er afar ánægjulegt og mikilvægt að ljúka þessum samningi sem felur í sér spennandi tækifæri fyrir MAk og atvinnufólk í tónlist og sviðslistum á Akureyri og nágrenni. Ég er sérstaklega ánægður með þá áræðni sem fólgin er í sameiginlegu átaki ríkis og bæjar um eflingu leiklistarinnar sem ég vona að marki tímamót. Leiklistarstarfið, starfsemi SN og Hofs mynda saman mikilvæga innviði sem skipta máli ekki bara fyrir Akureyri heldur fyrir Norðurland allt og Austurland að hluta." Sigurður Kristinsson, formaður stjórnar MAk, fagnar einnig samningnum: „Samningurinn er mikið gleðiefni og markar tímamót. Sú hækkun framlaga sem hann ber með sér skapar nýjar og betri forsendur fyrir alla starfsemi MAk. Mér er efst í huga þakklæti fyrir framsýni bæjaryfirvalda og atbeina ríkis við að skapa sterka umgjörð á Akureyri fyrir menningarstarf í hæsta gæðaflokki, sem auðgar mannlífið og gerir Akureyri og Norðurland enn eftirsóknarverðari til búsetu og heimsókna." Frá undirritun samningsins í Samkomuhúsinu í morgun. Mynd: Þórgnýr Dýrfjörð.
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-64
Heimsókn í ráðhúsið frá krökkum á Kiðagili Hópur fjögurra ára gamalla leikskólabarna af smáradeild á leikskólanum Kiðagili heimsótti ráðhúsið í vikunni, þar sem Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri tók á móti hópnum. Börnin hafa verið að vinna með þemað „Akureyri bærinn minn" en lykilorðið í verkefninu er „Ráðhús". Eiríkur Björn tók á móti krökkunum í bæjarstjórnarsalnum og fengu þau fræðslu um starf bæjarstjóra og til hvers og hvernig salurinn er notaður. Eiríkur svaraði spurningum sem krakkarnir voru búnir að undirbúa s.s. „Ræður þú Akureyri?", „Stjórnar þú í leikskólanum?", „Stjórnar þú út á sjó?" og „Ræður þú Reykjavík?" Að spurningum loknum var boðið upp á hressingu og krakkarnir mátuðu sig við púltið.
https://www.akureyri.is/is/frettir/taeklum-thetta
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, fimmtudaginn 8. mars, verður haldinn hádegisfundur í anddyri Borga við Norðurslóð á vegum Zonta-klúbbanna á Akureyri og Jafnréttisstofu. Húsið verður opnað kl. 11.30 og dagskráin hefst kl. 11.55. Kastljósinu verður beint að viðbrögðum íþróttahreyfingarinnar við #MeToo-byltingunni. Fundarstjóri verður Ragnheiður Runólfsdóttir ólympíufari og sundþjálfari og Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra ávarpar fundinn. Frummælendur: Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri: Íþróttir í öruggu umhverfi Anna Soffía Víkingsdóttir Judokona og sérfræðingur hjá RHA: #MeToo, áhrif byltingar Aðgangseyrir er 1.000 kr. og léttar veitingar innifaldar. Allur aðgangseyrir rennur óskiptur til Aflsins. Gestir eru hvattir til að taka með sér fundargest af gagnstæðu kyni. Kynntu þér Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar 2016-2019. Mynd: Heimasíða Háskólans á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/breyting-a-svaedisskipulagi-eyjafjardar-2012-2024
Breyting á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar vinnur nú að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024, sem staðfest var 21.1.2014. Breytingin mun taka til legu flutningslína raforku en ekki voru forsendur til þess að ganga frá legu þeirra þegar svæðisskipulagið var unnið. Í samræmi við 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur verið tekin saman skipulags- og matslýsing þar sem gerð er grein fyrir áherslum, helstu forsendum, fyrirliggjandi stefnu, skipulagskostum og hvernig samráði og kynningu verður háttað. Lýsing er sett fram og kynnt í upphafi verks til þess að almenningur, umsagnaraðilar og hagsmunaaðilar fái upplýsingar um fyrirhugaða skipulagsvinnu og geti sett fram sjónarmið, athugasemdir og ábendingar sem að gagni gætu komið við gerð skipulagsins. Lýsingin mun liggja frammi á skrifstofum sveitarfélaganna sjö sem aðild eiga að svæðisskipulaginu, á vefsíðum þeirra og á vef Atvinnuþróunarfélags Eyfirðinga. Eftirtalin sveitarfélög eru aðilar að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024: SVEITARFÉLAG VEFSÍÐA Fjallabyggð www.fjallabyggd.is Dalvíkurbyggð www.dalvikurbyggd.is Hörgársveit www.horgarsveit.is Akureyrarkaupstaður www.akureyri.is Eyjafjarðarsveit www.esveit.is Svalbarðsstrandarhreppur www.svalbardsstrond.is Grýtubakkahreppur www.grenivik.is Vefsíða Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar www.afe.is Athugasemdir og ábendingar vegna lýsingar þessarar skulu vera skriflegar. Nafn, kennitala og heimilisfang sendanda skal koma fram. Þær skulu sendar til Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Hafnarstræti 91, 600 Akureyri, eða á netfangið afe@afe.is, merktar Svæðisskipulag Eyjafjarðar, eigi síðar en föstudaginn 6. apríl 2018. Þegar endanleg breytingartillaga liggur fyrir verður hún kynnt almenningi með formlegum hætti á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt og auglýst með sex vikna athugasemdafresti í samræmi við ákvæði 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar SVÆÐISSKIPULAG EYJAFJARÐAR 2012 - 2024 BREYTING VEGNA FLUTNINGSLÍNA RAFORKU - SKIPULAGSLÝSING JANÚAR 2018
https://www.akureyri.is/is/frettir/anaegdir-stjornendur-hja-baenum
Ánægðir stjórnendur hjá bænum Á fundi bæjarráðs síðasta fimmtudag voru kynntar meginniðurstöður viðhorfskönnunar sem SÍMEY í samstarfi við Akureyrarbæ gerði árið 2017 hjá um 100 stjórnendum sveitarfélagsins. Mikill meirihluti stjórnenda kvaðst ánægður í starfi og vera stoltur af því að starfa hjá Akureyrarbæ. Þeir tala vel um vinnustaðinn og verja starfsstöð sína sé henni hallmælt. Stjórnendur láta vitneskju og upplýsingar góðfúslega í té hvor til annars og telja sig eiga auðvelt með að leita eftir stuðningi hjá öðrum stjórnendum Akureyrarbæjar. Þeir telja sig einnig hafa góða möguleika á að efla sig í starfi, fá tækifæri til að sýna frumkvæði í starfi og hafa þekkingu til að sinna starfi sínu á fullnægjandi hátt. Á öllum þeim kvörðum sem notaðir voru til að meta ánægju og líðan í starfi hefur orðið breyting til batnaðar frá árinu 2012 en niðurstöður þá voru einnig mjög góðar. Álag og streita meðal stjórnenda virðist ennþá vera þónokkur en hefur þó minnkað frá því sem var samkvæmt könnuninni sem gerð var árið 2012. Fundargerð bæjarráðs 1. mars 2018. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fekkstu-goda-hugmynd
Fékkstu góða hugmynd? Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Akureyrarbær bjóða fólki sem hefur hug á að stofna fyrirtæki, aðstöðu gegn mjög vægu gjaldi í Glerárgötu 34, Akureyri. Nýsköpunarmiðstöð býður einnig upp á leiðsögn við undirbúning, stofnun og rekstur fyrirtækja án endurgjalds. Ef þú ert með viðskiptahugmynd sem þú vilt hrinda í framkvæmd þá gæti Verksmiðjan frumkvöðlasetur verið réttur vettvangur fyrir þig. Frekari upplýsingar og umsóknarform er að finna á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og hjá Sigurði Steingrímssyni, sigurdurs@nmi.is, sími 522 9435. Verksmiðjan er á jarðhæð hússins að Glerárgötu 34.
https://www.akureyri.is/is/frettir/maispokarnir
Maíspokarnir Á næstu vikum verður maíspokunum dreift á heimili bæjarins. Heimili fá allt að 150 poka á ári, 100 pokum verður dreift á næstu vikum og hina 50 pokanna er mögulegt að nálgast allt árið hjá Gámaþjónustu Norðurlands að Hlíðarvöllum. Maíspokar er síðan hægt að kaupa hjá Gámaþjónustunni og í helstu matvöruverslunum bæjarins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/stora-upplestrarkeppnin-a-akureyri
Stóra upplestrarkeppnin á Akureyri Miðvikudaginn 7. mars fór Stóra upplestrarkeppnin fram í Kvosinni, Menntaskólanum á Akureyri í 18. sinn. Það eru nemendur 7. bekkja grunnskóla bæjarins sem taka þátt í keppninni ár hvert. Upphafsdagur Stóru upplestrarkeppninnar er á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Fram að lokakeppni leggja nemendur og kennarar áherslu á að æfa upplestur, vanda framburð og huga vel að áherslum, túlkun og framkomu í ræðustóli. Að venju voru nemendur sér og skólum sínum til mikils sóma þennan dag og dómarar hafa ekki verið öfundsverðir af því hlutskipti sínu að velja einn fremur öðrum í verðlaunasæti. Eins og áður var það Ingibjörg Einarsdóttir sem var formaður dómnefndar en hún er einn af upphafsmönnum keppninnar sem fór fyrst fram í Hafnarfirði fyrir tuttugu og tveimur árum. Ómissandi þáttur þessarar hátíðlegu stundar er tónlistarflutningur nemenda Tónlistarskólans á Akureyri en samspilshópur úr skólanum lék m.a. stef úr Stjörnustríði eftir John Williams. Ástæða er til að þakka öllum upplesurum, tónlistarflytjendum og kennurum þeirra fyrir frábæran undirbúning og æfingar sem skiluðu sér í vönduðum og góðum flutningi fyrir fullum sali áhorfenda. Sigurvegarar dagsins. Frá vinstri: Salka Sverrisdóttir úr Naustaskóla 1. sæti, Arnfríður Kría Jóhannsdóttir úr Brekkuskóla 3. sæti og Sara Mjöll Jóhannsdóttir úr Lundarskóla 2. sæti.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gunnar-og-ingibjorg-i-vidtalstima-baejarfulltrua
Gunnar og Dagbjört í viðtalstíma bæjarfulltrúa Viðtalstímar bæjarfulltrúa Akureyrarbæjar eru haldnir tvisvar í mánuði á fimmtudögum frá kl. 17-19 á tímabilinu október til maí. Í viðtalstímum gefst bæjarbúum kostur á að hitta fulltrúa í bæjarstjórn og ræða þau málefni sem hæst ber hverju sinni. Viðtalstímarnir eru í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, 1. hæð. Fimmtudaginn 15. mars verða bæjarfulltrúarnir Gunnar Gíslason og Dagbjört Pálsdóttir í Ráðhúsinu til skrafs og ráðagerða. Gunnar Gíslason og Dagbjört Pálsdóttir
https://www.akureyri.is/is/frettir/adalskipulag-akureyrar-2018-2030-nidurstada-baejarstjornar
Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, niðurstaða bæjarstjórnar Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 6. mars 2018 samþykkt Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Tillagan var auglýst frá 1. desember 2017 með athugasemdarfresti til 12. janúar 2018. 54 athugasemdir bárust. Bæjarstjórn hefur afgreitt athugasemdirnar og sent þeim sem gerðu athugasemdir umsögn sína. Athugasemdirnar gáfu tilefni til breytinga á tillöguninni er varða m.a. eftirtalin atriði: Lega jarðstrengja var felld að landinu og mörk hverfisverndar Naustaflóa aðlöguð án þess að ganga á verndargildi svæðisins. Smábátahöfn við norðurenda flugbrautar var felld út vegna flugöryggis. Legu göngu- og reiðstígs við suðurenda flugbrautar var breytt af sömu ástæðu. Lega þess stígs og reiðstíga sunnan hestahverfisins Breiðholts var samþætt legu jarðstrengja. Íbúðarsvæði í Kotárborgum var minnkað. Þétting sem tengist íþróttasvæðum var skilyrt stefnumótun um uppbyggingu íþróttamannvirkja. Lítið þéttingarsvæði í Síðuhverfi var fellt út. Fjöldi íbúða á svæði ofan Glerártorgs var minnkaður. Hér má nálgast lokagögn aðalskipulagsins Greinargerð Sveitarfélagsuppdráttur Þéttbýlisuppdráttur Akureyri Uppdráttur Hrísey og Grímsey Umhverfisskýrsla Rammahluti Oddeyrar Hér má nálgast skýringar og lista yfir beytingar sem gerðar hafa verið á aðalskipulagsgögnum eftir auglýsingu þess. Greinargerð, breytingar eftir auglýsingu merktar með lit Þéttbýlisuppdráttur Akureyri, breytingar eftir auglýsingu merktar með hring eða línu Uppdráttur Hrísey og Grímsey, breytingar eftir auglýsingu merktar með hring eða línu Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindisins. Við gildistöku þess fellur eldra skipulag úr gildi, Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 sem tók gildi 4. janúar 2007. Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt aðalskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Þeir sem óska nánari upplýsinga um aðalskipulagið og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagssviðs, Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Sviðsstjóri skipulagssviðs
https://www.akureyri.is/is/frettir/kaffihusid-i-listasafninu
Kaffihúsið í Listasafninu Á dögunum var skrifað undir samning milli Listasafnsins á Akureyri og hjónanna Mörtu Rúnar Þórðardóttur og Ágústs Más Sigurðssonar, eigenda Þrúgur ehf., um rekstur kaffihúss í Listasafninu, en nú standa yfir miklar framkvæmdir á húsnæði safnsins. Eftir endurbætur og stækkun verða byggingarnar tvær sem Listasafnið hefur haft til umráða, annars vegar gamla Mjólkursamlag KEA og hins vegar Ketilhúsið, sameinaðar með tengibyggingu og munu þá mynda eina heild. Glæsilegir sýningasalir verða opnaðir í sumar á sama tíma og kaffihúsið, sem mun bera nafnið Gil. Þrír aðilar sóttu um reksturinn og lögðu tillögur sínar fyrir fimm manna dómnefnd sem skipuð var Almari Alfreðssyni, verkefnastjóra menningarmála á Akureyrarstofu, Guðríði Friðriksdóttur, sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, Hildi Friðriksdóttur úr stjórn Akureyrarstofu, Hlyni Hallssyni, safnstjóra Listasafnsins, og Leifi Hjörleifssyni sem er óháður aðili. Í umsögn dómnefndar um tillögu Mörtu Rúnar og Ágústs Más segir meðal annars: „Hugmyndin er metnaðarfull, vel ígrunduð og fellur vel að ásýnd Listasafnsins. Framúrskarandi sérþekking á kaffi og góð reynsla af daglegum rekstri kaffihúsa. Hugmyndir um samstarf við Listasafnið varðandi viðburði og opnunartíma allt árið um kring eru áhugaverðar og skapa sérstöðu." „Við ætlum okkur að mynda notalega stemningu á kaffihúsinu og leggja áherslu á hollar veitingar með fyrsta flokks hráefni," segir Marta Rún Þórðardóttir, annar eigenda Gils. „Boðið verður upp á fjölbreytt úrval kaffidrykkja úr fyrsta flokks kaffibaunum frá Reykjavík Roasters. Gil verður þar með eini staðurinn á Norðurlandi sem býður upp á þessa kaffitegund sem vakið hefur mikla lukku í Reykjavík. Við stefnum á að opna kl. 8 á morgnana með léttum morgunverði og ætlum okkur jafnframt að nýta útisvalir Listasafnsins undir veitingaaðstöðu og uppákomur þegar aðstæður leyfa. Við hlökkum mikið til að taka þátt í fjölbreyttu menningarstarfi Listagilsins og teljum möguleikana mikla," segir Marta Rún. Marta Rún Þórðardótti, Ágúst Már Sigurðsson og Hlynur Hallsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/stodumat-vegna-stjornsyslubreytinga
Stöðumat vegna stjórnsýslubreytinga Stöðumat vegna stjórnsýslubreytinganna sem tóku gildi 1. janúar 2017 voru kynntar í bæjarráði í dag. Markmiðið með stöðumatinu er að draga fram hvað gengið hefur vel og hvar þarf að gera betur svo að tilgangur breytinganna nái fram að ganga en helsta markmiðið var að einfalda stjórnsýsluna í þeim tilgangi að efla þjónustu við bæjarbúa. Upplýsingum um stöðu innleiðingar var safnað með viðtölum við fulltrúa í innleiðingarhópi, stjórnendur og með spurningakönnun fyrir hóp starfsmanna og kjörinna fulltrúa. Helstu niðurstöðum matsins eru þær að starfsfólk hafi almennt verið þeirrar skoðunar að breytinga hafi verið þörf og að langflestir starfsmenn séu jákvæðir, trúir vinnustaðnum og hafi verið tilbúnir í verkefnið. Bæjarstjórnin stóð einnig heilshugað að baki verkefninu þó að sjónarmið hafi verið mismunandi. Innleiðingin gekk hvað best á samfélagssviðinu þar sem viðmælendur voru ánægðir og tilbúnir í breytingar. Sviðsstjórum var falin mikil ábyrgð við innleiðinguna og kom fram að leiðsögnin við innleiðinguna hefði mátt vera skýrari þó svo að stjórnendur hafi haft aðgang að aðstoð og stuðningi frá miðlægri stjórnsýslu. Mikið samráð var viðhaft áður er hafist var handa við breytingarnar og rætt við tugi starfsmanna og stjórnenda og starfandi innleiðingahópur með fulltrúa starfsmanna á hverju sviði við innleiðinguna. Þrátt fyrir það komu fram vísbendingar um að gera hefði mátt betur varðandi samráð og upplýsingagjöf um að koma markmiðum breytinganna skýrara á framfæri og verður unnið með þann í framhaldinu. Breytingarnar hafa sumsstaðar haft þau áhrif að starfsfólk upplifði aukið álag en mikilvægt er að hafa í huga að aðeins er liðið um ár frá því að innleiðingin hófst og er viðbúið að á næstu misserum aukist sátt og að samþætting verkefna muni ganga betur. Framundan er að vinna markvisst með niðurstöður stöðumatsins og kynna þær fyrir sviðsstjórum, öðrum stjórnendum og stofnunum sem óska eftir upplýsingagjöf og verður sú vinna í höndum verkefnastjóra. Hér má sjá stöðumatsúttektina sem gerð er af Róbert Ragnarssyni ráðgjafa. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/viltu-gerast-studningsfjolskylda
Viltu gerast stuðningsfjölskylda? Fjölskyldusvið Akureyrarbæjar óskar að ráða stuðningsfjölskyldur í barnavernd, félagsþjónustu og í fötlunarmálum, sem fyrst. Tilgangur með stuðningsfjölskyldu er að draga úr álagi á heimili barna, veita börnum tilbreytingu og stuðning auk þess að gefa þeim kost á auknum félagslegum tengslum og styrkja stuðningsnet þeirra. Um er að ræða 1-2 helgar í mánuði þar sem börnin dvelja á heimili stuðningsfjölskyldunnar. Greiðslur til stuðningsfjölskyldu eru verktakagreiðslur. Hægt er að sækja um á https://ibuagatt.akureyri.is Upplýsingar um störfin veita: • Barnavernd: Vilborg Þórarinsdóttir, forstöðumaður barnaverndar, vilborg@akureyri.is • Félagsþjónusta og fötlunarmál: Fanney Jónsdóttir, ráðgjafi í málefnum fatlaðra, fanneyj@akureyri.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/breyting-a-svaedisskipulagi-eyjafjardar-2012-2025
Breyting á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 Kynningarfundur um breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024, flutningslínum raforku, verður haldinn í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit miðvikudaginn 21. mars 2018 kl. 17. Skipulagslýsing vegna breytinga á svæðisskipulagi Eyjafjarðar liggur nú frammi til kynningar, m.a. á www.afe.is. Til frekari kynningar á skipulagslýsingunni er hér með boðað til almenns kynningarfundar í Laugarborg miðvikudaginn 21. mars kl. 17. Allir velkomnir. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/fundur-i-baejarstjorn-thridjudaginn-20-mars
Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 20. mars Bæjarstjórn Akureyrar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 20. mars. Á dagskrá fundarins er meðal annars umræða um deiliskipulag Hesjuvalla, reglur um sérstakan húsnæðisstuðning, heimilislaust fólk á Akureyri og starfsáætlun og stefnuumræðu skipulagsráðs. Sjá dagskrá fundarins í heild sinni. Fundurinn verður haldinn í bæjarstjórnarsalnum í Geislagötu 9, 4. hæð og er öllum opinn. Sjónvarpað er frá fundinum daginn eftir, miðvikudaginn 21. mars kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Upptökur frá bæjarstjórnarfundum má nálgast hér. Ráðhús Akureyrarbæjar
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarbaer-styrkir-verkefnasjod-haskolans-a-akureyri
Akureyrarbær styrkir Verkefnasjóð Háskólans á Akureyri Undirritaður hefur verið samningur milli Akureyrarbæjar og Háskólans á Akureyri um stuðning bæjarins við Verkefnasjóð Háskólans á Akureyri og var hann undirritaður af Eiríki Birni Björgvinssyni bæjarstjóra og Eyjólfi Guðmyndssyni rektor. Verkefnasjóðurinn kemur í stað fjölda smærri styrkja sem áður voru veittir til skólans. Sjóðurinn veitir styrki til verkefna á ýmsum sviðum skólans, samstarfsstofnanna og nemendafélaga s.s. fyrir ráðstefnur eða meiriháttar samkomur, útgáfu- og kynningarstarfsemi og menningarstarf eða annað sem stjórnin telur falla að þessu reglum. Samningurinn gildir til loks árs 2019. Styrkfjárhæð er 2.000.000 milljónir á samningstímanum. Úthlutun er í höndum þriggja manna stjórnar sem skipuð er af háskólaráði til tveggja ára í senn. Eiríkur Björn og Eyjólfur undirrita samninginn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nemendur-gegn-kynthattamisretti
Nemendur gegn kynþáttamisrétti Í dag er alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamisrétti og af því tilefni gengu nemendur úr Oddeyrarskóla fylktu liði frá skólanum sínum og niður að Ráðhúsi til að faðma það. Nemendurnir héldust í hendur góða stund og mynduðu keðju umhverfis húsið. Alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamisrétti er haldin 21. mars ár hvert. Af því tilefni er um alla Evrópu haldnir viðburðir fyrir fjölbreytileika undir yfirskriftinni Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti. Skilaboðin eru skýr: "Það er bannað að mismuna vegna útlits eða uppruna. Njótum þess að vera ólík og alls konar."
https://www.akureyri.is/is/frettir/er-grenndargamurinn-fullur
Er grenndargámurinn fullur? Þó gámar á grenndarstöðvum víðs vegar um bæinn séu tæmdir daglega fyllast þeir reglulega. Hjálpumst að og förum með stærra magn upp á Gámasvæðið við Réttarhvamm. Eftirfarandi úrgang má losa frítt á Gámasvæðinu við Réttarhvamm og EKKI er klippt af kortinu: Gjaldskyldur úrgangur - klippt af kortinu: EKKI GLEYMA AÐ HAFA KLIPPIKORTIÐ MEÐFERÐIS ÞEGAR LOSAÐ ER Opnunartíma Gámasvæðis má sjá hérna Gámasvæðið við Réttarhvamm
https://www.akureyri.is/is/frettir/hundaeigendur-athugid
Hundaeigendur athugið! Að gefnu tilefni vill dýraeftirlit Akureyrarbæjar minna á að samkvæmt 11. gr. samþykktar um hundahald á Akureyri nr. 321/2011 er hundaeigendum skylt að fjarlægja saur eftir hunda sína. Einnig vill Akureyrarkaupstaður minna á að lausaganga hunda í bæjarlandinu er með öllu óheimil samkvæmt sömu grein samþykktar um hundahald á Akureyri. Þá skal á það minnt að ekki er leyfilegt að halda hund í lögsagnarumdæmi Akureyrarkaupstaðar án leyfis, samanber samþykkt um hundahald á Akureyri, nr. 321/2011. Þessir fallegu hundar tengjast fréttinni ekki beint
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-og-betra-listasafn-opnad-a-akureyrarvoku
Nýtt og betra Listasafn opnað á Akureyrarvöku Formleg vígsla og opnun stórbættra og aukinna salarkynna Listasafnsins á Akureyri fer fram á Akureyrarvöku 24.-25. ágúst næstkomandi. Þá sömu helgi verður 25 ára afmæli safnsins fagnað og fjórum dögum síðar á Akureyrarkaupstaður 156 ára afmæli. Blásið verður til mikillar listahátíðar með opnun 6 nýrra sýninga í sölum safnsins, auk þess sem nýtt kaffihús og safnbúð taka til starfa. Áður hafði þess verið vænst að hægt yrði að opna ný húsakynni safnsins í Listagilinu um miðjan júní eða á þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní en fyrir allnokkru varð ljóst að þær væntingar gætu ekki staðist. Starfsemi safnsins heldur engu að síður áfram í sumar og mun Aníta Hirlekar opna sýninguna Bleikur og grænn í Ketilhúsinu laugardaginn 19. maí kl. 15. Sýningin verður opin alla daga kl. 10-17 í allt sumar. Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins á Akureyri bindur vonir við að stækkun Listasafnsins verði ferðaþjónustu á Akureyri mikil lyftistöng og bæjarbúum ánægjuefni. „Í öllum stærri borgum heims eru góð listasöfn meðal þess sem ferðamenn vilja helst heimsækja, ekki bara til að skoða nútímalist og kynnast listasögunni, heldur einnig til að njóta þess andrúmslofts sem einkennir góð listasöfn, glugga í bækur og drekka gott kaffi eða njóta annarra veitinga. Ég held að með þessum framkvæmdum komist Listasafnið á Akureyri í slíkan flokk safna og verði eitt helsta aðdráttarafl og skrautfjöður bæjarins ásamt Akureyrarkirkju, Lystigarðinum, Sundlaug Akureyrar, Hofi, Leikhúsinu, Hlíðarfjalli og Græna hattinum. Framtíð lista og menningar er því sannarlega björt á Akureyri," segir Hlynur Hallsson. Listasafnið á Akureyri
https://www.akureyri.is/is/frettir/hallo-paskar-a-akureyri
Halló páskar á Akureyri Að venju er búist við miklum straumi fólks til Akureyrar um páskana. Skíðasnjórinn í Hlíðarfjalli dregur marga til sín en þar verður skemmtileg dagskrá yfir hátíðarnar. Fyrir þá sem ætla að skella sér á skíði þá er rétt að benda á að boðið er upp á þá nýjung að kaupa lyftumiða á netinu og fara beint í lyfturnar við komuna í fjallið! Menningarlífið blómstrar og býður upp á sannkallaða listahátíð yfir páskahelgina. Má þar nefna HAM, Baraflokkinn, Sóla Hólm, Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar á Græna hattinum, Matteusarpassíu Bachs sem flutt verður í Hofi á Skírdag, Sjeikspír eins og hann leggur sig í Samkomuhúsinu, Galdrakarlinn í OZ í Hofi auk þess sem söfn bæjarins verða opin yfir helgina. Tekið hefur verið saman yfirlit um allt það helsta sem um er að vera um páskana á Akureyri og einnig er fólk minnt á að skoða viðburðadagatalið á visitakureyri.is!
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarbaer-og-huni-ii-taka-hondum-saman
Akureyrarbær og Húni II taka höndum saman Í dag var undirritaður nýr samstarfssamningur Akureyrarbæjar og Hollvinafélags Húna II sem gildir til ársins 2020. Markmið Akureyrarbæjar með samningnum er að styðja við starf félagsins með framlagi til siglinga og verkefna í þágu bæjarbúa. Um leið gerir samningurinn Hollvinafélaginu betur kleift að standa undir rekstri eikarbátsins og halda honum við. Árið 2018 er tileinkað menningararfi um alla Evrópu og á Íslandi er áhersla lögð á strandmenningu. Það er því afar ánægjulegt og vel við hæfi að nú sé skrifað undir þennan samning því Húni II hefur um árabil verið notaður til að fræða jafnt unga sem aldna um strandmenningu þjóðarinnar. Verkefnin sem falla undir samninginn eru fræðsluferðir fyrir nemendur 6. bekkja grunnskóla bæjarins, skemmtisiglingar á sjómannadaginn, á þjóðhátíðardaginn 17. júní, um verslunarmannahelgina og á Akureyrarvöku, einnig sérstök skemmtisigling fyrir eldri borgara. Í tilefni af Evrópumenningararfsárinu 2018 bjóða Hollvinir Húna II að auki upp á eina til tvær fríar ferðir fyrir almenning en ferðirnar tengjast strandmenningu sem er sem áður segir þema ársins á Íslandi. Loks tekur Húni II þátt í tilraunaverkefninu "Að míga í saltan sjó" í samvinnu við Ungmennahúsið í Rósenborg en það gengur út á að bjóða ungmennum sem hafa verið í félagslegum vanda að taka þátt í lífinu um borð og fræðast. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Hjörleifur Einarsson formaður Hollvina Húna II við undirritun samningsins fyrr í dag.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ungmennahus-framtidarinnar
Ungmennahús framtíðarinnar Landsþing ungmennahúsa fór fram á dögunum. Landsþingið er einn af árlegum viðburðum Samfés sem eru samtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi og í ár var það haldið í Ungmenna-Hússinu á Akureyri. Markmið með landsþingi ungmennahúsa er m.a. að starfsfólk og þátttakendur í starfinu hittist, tengist, skiptist á skoðunum og læri hvert af öðru. Ljóst var á bæði starfsfólki og ungmennum að kjarna þurfi betur stöðu og hlutverk ungmennahúsa. Starfsemi ungmennahúsa er fjölbreytt og víðfeðm og mikilvægt er að tryggja rekstargrundvöll þeirra á landsvísu. Þetta árið voru saman komin ungmenni frá 8 ungmennahúsum alls staðar að af landinu ásamt starfsfólki. Á Íslandi eru starfrækt 9 ungmennahús sem hafa það hlutverk að veita ungu fólki, 16 ára og eldra, þjónustu, sinna athafnaþörf þess, bæði menningu og listum, sem og að veita ráðgjöf og stuðning. Á þinginu var þétt og fjölbreytt dagskrá. Farið var í hópavinnu og unnið með hugmyndina um ungmennahús framtíðarinnar eða ársins 2021. Þá var gagnlegt fyrir unga fólkið og starfsfólk ungmennahúsanna að hittast og bera saman bækur sínar, mikið var hlegið og höfðu allir gagn og gaman af. Frá Landsþingi Ungmennahúsa 2018 á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/althjoda-kvennakaffi-a-laugardaginn
Alþjóða kvennakaffi á laugardaginn Laugardaginn 7. apríl verður "Alþjóða kvennakaffi" haldið á kaffihúsinu Orðakaffi á Amtsbókasafninu frá kl. 12 til 14. Um er að ræða dagskrá kvenna sem hafa hist einn laugardag í mánuði undir heitinu Alþjóða kvennakaffi. Zane Brikovska á Alþjóðastofunni á Akureyri segir frá því hvað þær gera, Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu segir frá starfi sínu, þær Alexandra Zaglewski og Khairieh El Hariri verða með stafræna frásögn, Jutta Knur leiðir fólk í dans og loks syngur Alyona Saievych úkranískt þjóðlag. Alþjóða kvennakaffi er skemmtilegur vettvangur fyrir konur til að kynnast bænum sínum og hver annarri. Allir eru velkomnir. English: Saturday the 7th of April Akureyri International Women's Coffee will take place at Amtsbókasafnið á Akureyri, Orðakaffi to be specific, located on the 1st floor. International Women's Coffee is a forum for women to meet in Akureyri, get to know new people and experience the life in town. Icelandic and international women are encouraged to join. Free of charge. Location and time of events and activities are announced on our facebook group: https://goo.gl/6kL3tW All women are welcome! Konur úr hópnum bera saman bækur sínar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/brekkuskoli-vann
Brekkuskóli vann Stemningin í Íþróttahöllinni á Akureyri var mögnuð í gær þegar þar var keppt til úrslita í 8. og 9.riðill í Skólahreysti. Annars vegar kepptu lið frá skólum á Norðurlandi utan Akureyrar og hins vegar lið úr grunnskólum Akureyrar. Lið Brekkuskóla sigraði í Akureyrarriðlinum en lið Varmahlíðarskóla stóð uppi sem sigurvegari Norðurlands utan Akureyrar. Lið Brekkuskóla skipa Birnir Vagn Finnsson, Saga Margrét Blöndal, Magnea Vignisdóttir og Sævaldur Örn Harðarson, ásamt Maríu Arnarsdóttur og Einari Ingvasyni. Þjálfari þeirra er Jóhannes Bjarnason. Liðið hefur lagt afar hart að sér við æfingar í vetur og uppsker nú eftir því. Áhorfendur skemmtu sér konunglega í Höllinni og voru skólanum til sóma. Á heimasíðu Skólahreystis er að finna nánari upplýsingar um úrslit og fleira. Lið Brekkuskóla. Mynd af heimasíðu Brekkuskóla.
https://www.akureyri.is/is/frettir/lokanir-gatna-um-helgina
Lokanir gatna um helgina Það hefur varla farið framhjá nokkrum bæjarbúa að AkExtreme-hátíðin verður haldin um helgina bæði á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli og í Gilinu. Vegna hátíðarhalda og gámastökks í Gilinu bæði á föstudags- og laugardagskvöld verður nokkur truflun á umferð ökutækja þar um tíma. Þingvallastræti til austurs frá gatnamótum við Þórunnarstræti og Gilið sjálft verða lokuð frá kl. 19 bæði á föstudags- og laugardagskvöld. Umferð sem kemur inn á Þingvallastræti af Helgamagrastræti verður vísað til vesturs. Lokað verður fyrir umferð upp Oddeyrargötu við Hamarsstíg. Vegfarandur eru beðnir að virða lokanir og bæjarbúum óskað góðrar skemmtunar á AkExtreme um helgina. Gámastökk í Gilinu undirbúið. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/naesti-fundur-baejarstjornar-3
Næsti fundur bæjarstjórnar Bæjarstjórn Akureyrar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 10. apríl. Fjallað verður m.a. um breytingar í nefndum, deiliskipulag hafnarsvæðisins í Grímsey, deiliskipulagsbreytingar í Elísabetarhaga og Margrétarhaga og fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018-2021. Sjá dagskrá fundarins í heild sinni. Fundurinn verður haldinn í bæjarstjórnarsalnum í Geislagötu 9, 4. hæð og er öllum opinn. Sjónvarpað er frá fundinum daginn eftir, miðvikudaginn 21. mars kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Upptökur frá bæjarstjórnarfundum má nálgast hér. Ráðhús Akureyrarbæjar
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynning-a-deiliskipulagi-3-afanga-halanda-i-landi-hlidarenda
Kynning á deiliskipulagi 3. áfanga Hálanda í landi Hlíðarenda Hér fyrir neðan og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar er nú til kynningar deiliskipulag 3. áfanga Hálanda í landi Hlíðarenda í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ábendingum er hægt að koma á framfæri skriflega til skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri eða á netfangið: skipulagssvid@akureyri.is fyrir 18. apríl nk. Greinargerð - drög Skipulagsuppdráttur - drög Fornleifaskýrsla Sviðsstjóri skipulagssviðs
https://www.akureyri.is/is/frettir/vafamal-vid-flokkun-urgangs
Vafamál við flokkun úrgangs? Akureyringar eru í fararbroddi á Íslandi þegar kemur að því að flokka úrgang frá fyrirtækjum og heimilum. Ýmislegt við meðferð úrgangs getur þó orkað tvímælis og vakið upp ýmsar spurningar. Þarf til að mynda að þvo úrgang sem á að endurvinna og hvar fær maður fleiri maíspoka? Þessum spurningum og ýmsum fleiri er svarað hér á heimasíðunni þar sem er að finna upplýsingar um gámasvæði og sorphirðu. Kynntu þér málið.
https://www.akureyri.is/is/frettir/eva-hrund-og-matthias-i-vidtalstima-baejarfulltrua
Eva Hrund og Matthías í viðtalstíma bæjarfulltrúa Viðtalstímar bæjarfulltrúa Akureyrarbæjar eru haldnir tvisvar í mánuði á fimmtudögum frá kl. 17-19 á tímabilinu október til maí. Í viðtalstímum gefst bæjarbúum kostur á að hitta fulltrúa í bæjarstjórn og ræða þau málefni sem hæst ber hverju sinni. Viðtalstímarnir eru í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, 1. hæð. Fimmtudaginn 12. apríl verða bæjarfulltrúarnir Matthías Rögnvaldsson og Eva Hrund Einarsdóttir í Ráðhúsinu til skrafs og ráðagerða. Eva Hrund Einarsdóttir og Matthías Rögnvaldsson
https://www.akureyri.is/is/frettir/logreglusamthykkt
Breytingar á lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað Frá Bæjarlögmanni: Á fundi bæjarráðs 5. apríl 2018 var samþykkt að heimila íbúum Akureyrarkaupstaðar að gera athugasemdir við breytingar á lögreglusamþykkt sem er í endurskoðunarferli. Lögreglusamþykktina má nálgast hér og eru efnisbreytingar merktar með gulu. Skjalið er einnig hægt að nálgast í þjónustuanddyri Ráðhússins, Geislagötu 9. Athugasemdafrestur er til og með 30. apríl 2018. Athugasemdir óskast sendar á netfangið akureyri@akureyri.is, merktar nafni og kennitölu, en einnig er hægt að skila athugasemdum í þjónustuanddyri Ráðhússins. Í 3. gr. laga um lögreglusamþykkt nr. 36/1988 segir að lögreglusamþykkt skal, eftir því sem þurfa þykir, kveða á um það sem varðar allsherjarreglu, svo sem reglu og velsæmi á og við almannafæri, allt sem lýtur að því að draga úr hættu og óþægindum, greiða fyrir umferð og tryggja öryggi fólks, hvernig stuðla má að góðri umgengni og hreinlæti á almannafæri, opnunar- og lokunartíma veitingastaða, skemmtanahald og hvernig skemmtunum og öðrum samkomum skuli markaður tími, verslun og aðra atvinnu á almannafæri og meðferð dýra til þess að varna því að tjón hljótist af þegar skepnur ganga lausar eða eru í vanhirðu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/mikilvaegt-starf-fjolsmidjunnar-tryggt-afram
Mikilvægt starf Fjölsmiðjunnar tryggt áfram Síðdegis var undirritaður samstarfssamningur Akureyrarbæjar og Fjölsmiðjunnar til næstu þriggja ára. Markmið samningsins er að efla Fjölsmiðjuna í hlutverki sínu sem starfsþjálfunarstaður fyrir ungt fólk 16–24 ára. Ennfremur að auka tengsl og samvinnu Fjölsmiðjunnar og annarra innan bæjarfélagsins sem vinna með ungu fólki. Fjölsmiðjan veitir ungu atvinnulausu fólki vinnu með það að markmiði að hver einstaklingur njóti sín og verði færari í að takast á við kröfur umhverfisins ýmist á vinnumarkaði eða í námi. Þegar ungmennin eru tilbúin, eru þau studd í vinnu eða skóla. Í Fjölsmiðjunni er rekið mötuneyti, bílaþvottastöð, búð með notuð húsgögn o.fl. og móttaka á endurvinnslu á tölvum og öðrum raftækjum. Samningurinn kveður á um að haldnir verði reglulegir samstarfsfundir á milli starfsmanna Fjölsmiðjunnar og félagsþjónustu Akureyrarbæjar þar sem fjallað verður um inntöku nýrra ungmenna í Fjölsmiðjuna og um framgang hvers og eins á vinnustaðnum. Þegar ungmenni sem Akureyrarbær hefur vísað í Fjölsmiðjuna er undir 18 ára aldri skal fulltrúi félagsþjónustunnar/barnaverndar sitja í teymi um barnið þar sem staða þess er metin reglulega og ákvarðanir teknar um framhaldið. Akureyrarbær greiðir Fjölsmiðjunni árlega 4 milljónir króna til ofangreindra verkefna á samningstímanum. Fjárveitingar eru með fyrirvara um framlög úr bæjarsjóði til velferðarráðs við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri sagði við undirritunina: „Það fer ekki framhjá neinum að hér er unnið gríðarlega gott og mikilvægt starf. Þess vegna er það mér sönn ánægja að undirrita þennan samstarfssamning með það fyrir augum að tryggja áfram og festa enn frekar í sessi það góða starf sem Fjölsmiðjan vinnur samfélaginu til heilla." Frá undirritun samningsins. Standandi eru Erlingur Kristjánsson forstöðumaður Fjölsmiðjunnar og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/rekstur-i-godu-horfi
Rekstur í góðu horfi Ársreikningar Akureyrarbæjar fyrir árið 2017 voru lagðir fram í bæjarráði í morgun. Rekstur samstæðunnar gekk vel á árinu 2017 þrátt fyrir mjög háa gjaldfærslu vegna breytinga á lífeyris- skuldbindingum og var Akureyrarbær rekinn með 557 millj. kr. afgangi sem var nokkru betri árangur en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Sjóðstreymi ársins var líka betra en árið áður. Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs segist vera sáttur við afkomuna: „Ég er sáttur. Rekstrarniðurstaðan er góð hjá samstæðunni og betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Uppgjör lífeyrisskuldbindinga hefur mikil áhrif og þá sérstaklega á niðurstöðu A-hluta en hins vegar eru helstu kennitölur að batna, veltufé frá rekstri eykst og langtímaskuldir A-hluta lækka. Þegar upp er staðið eftir kjörtímabilið, má ljóst vera að við skilum af okkur góðu búi og sveitarfélagið er vel í stakk búið til að takast á við verkefni Akureyrar til framtíðar." Samstæða Akureyrarbæjar var rekin með 557 millj. kr. afgangi þegar tekið hefur verið tillit til ríflega 1.123 millj. kr. gjaldfærslu vegna lífeyrisskuldbindinga á árinu. Gjaldfærslan setur verulegan svip á niðurstöður ársreikningsins. Stafaði hún m.a. af hækkun á vísitölu lífeyrisskuldbindinga opinberra starfsmanna umfram ávöxtun eigna Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar. Jafnframt voru gerðar breytingar á lögum um skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna sem fólu í sér breytingu á réttindaávinnslu lífeyrisréttinda. Tók breytingin einnig til Brúar, lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga en uppgjör Akureyrabæjar við Brú nam í heild 2.511 millj. kr. og var gjaldfært 626 millj. kr. á árinu 2017 vegna þessa. Einnig var uppgjör við ríkið vegna lífeyrisskuldbindinga í B deild Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga, Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar fyrir Öldrunarheimili Akureyrarbæjar. Þar yfirtók ríkið 97% af skuldbindingunum Öldrunarheimilisins í þessum sjóðum og nam tekjufærsla vegna þess 460 millj. kr. Rekstur samstæðu Akureyrarbæjar var viðunandi og rekstrarniðurstaða ársins í meginatriðum eins og fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar fyrir fjármagnsliði og tekjuskatt var jákvæð um 1.451 millj. kr. en áætlun hafði gert ráð fyrir 1.547 millj. kr. rekstrarafgangi. Heildarniðurstaða var þó betri en áætlanir gerðu ráð fyrir eða 557 millj. kr. afgangur en áætlun gerði ráð fyrir 238 millj. kr. jákvæðri niðurstöðu. Meginskýring á þessum mun var lægri fjármagnskostnaður samstæðunnar en áætlun ársins gerði ráð fyrir. Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri 3.303 millj. kr. sem var ríflega miljarði meira en áætlun hafði gert ráð fyrir og 440 millj. kr. hærri upphæð en árið áður. Handbært fé frá rekstri nam 3.405 millj. kr. Fjárfestingahreyfingar námu samtals nettó 3.001 millj. kr. en fjármögnunar-hreyfingar námu samtals nettó 70 millj. kr. Afborgun langtímalána nam 719 millj. kr. en ný langtímalán voru 655 millj. kr. Hækkun á handbæru fé á árinu nam 474 millj. kr. og nam handbært fé samstæðunnar í árslok 3.153 millj. kr. Veltufé frá rekstri árið 2017 í hlutfalli við tekjur nam 13,8% í samstæðunni og 10,7% í A-hluta og batnaði nokkuð frá árinu áður en þá voru hlutföllin 11,7% í samstæðunni og 8,5% í A-hluta. Heildarlaunagreiðslur án launatengdra gjalda og hækkunar lífeyrisskuldbindinga hjá samstæðunni voru 10.554 millj. kr. Fjöldi stöðugilda var að meðaltali 1.527 sem er fjölgun um 5 stöðugildi frá árinu áður. Laun og launatengd gjöld samstæðunnar í hlutfalli við rekstrartekjur þess voru 59,9%. Annar rekstrarkostnaður var 28,1% af rekstrartekjum. Skatttekjur sveitarfélagsins voru 747 þús. kr. á hvern íbúa en tekjur samtals 1.273 þús. kr. á hvern íbúa. Árið 2016 voru skatttekjurnar 695 þús. kr. á hvern íbúa og heildartekjurnar 1.219 þús. kr. á hvern íbúa. Niðurstaða rekstrar A-hluta var neikvæð um 531 millj. kr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu 267 millj. kr. Gjaldfærsla lífeyrisskuldbindinga nam 1.527 millj. kr. í A-hluta sem var 1.014 millj. kr. umfram áætlun. Á móti kom að lítil verðbólga og hagstæð gengisþróun urðu til þess að fjármagskostnaður var lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Samkvæmt efnahagsreikningi voru eignir sveitarfélagsins í árslok 2017 bókfærðar á 45.418 millj. kr. en þar af voru veltufjármunir 5.787 millj. kr. Skuldir sveitarfélagsins með lífeyrisskuldbindingum námu samkvæmt efnahagsreikningi 25.523 millj. kr. en þar af voru skammtímaskuldir 6.711 millj. kr. Fjárhagur Akureyrarbæjar er traustur og nam skuldaviðmið samstæðunnar í árslok 95% samkvæmt reglum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga en það var 87% árið áður. Ástæður hækkunar skuldaviðmiðsins má rekja til gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinganna sem áður var nefnd. Skuldaviðmið í A-hluta var 82% í árslok sem var það sama og árið áður. Veltufjárhlutfallið var 0,86 í árslok 2017 en var 1,46 árið áður. Bókfært eigið fé nam 19.895 millj. kr. í árslok en var 18.578 millj. kr. í árslok árið áður. Eiginfjárhlutfall var 44% af heildarfjármagni eins og árið áður.Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og verður hann til umfjöllunar í bæjarstjórn Akureyrar 24. apríl og 8. maí nk. Ársreikningurinn er settur fram samkvæmt lögum um reikningsskil sveitarfélaga. Starfseminni er skipt upp í tvo hluta, A-hluta annars vegar og B-hluta hins vegar. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Til B–hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða að meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Ársreikningur Akureyrarbæjar 2017. Sumar á Akureyri. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tvennt-sem-vantar
Vilja sjá ferjuleiðir og uppbyggingu iðnnáms í byggðaáætlun Á fundi bæjarstjórnar síðastliðinn þriðjudag var rætt um drög að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018 til 2024 og eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða. Bæjarstjórn Akureyrar fagnar framkominni tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018 til 2024. Þar er tekið á helstu verkefnum sem talin eru skipta miklu máli til að viðhalda byggð í landinu og jafna aðstöðu íbúa landsbyggðanna miðað við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Tvö atriði vantar þó tilfinnanlega; annars vegar að ferjuleiðir verði skilgreindar sem hluti þjóðvegakerfisins og hins vegar áætlanir um uppbyggingu iðnnáms. Úr þessu þarf að bæta. Það er hins vegar ljóst að flest þessara verkefna verða ekki að veruleika nema til komi markvissar aðgerðir og nægar fjárveitingar á fjárlögum hvers árs. Bæjarstjórn hvetur Alþingi til að hafa þau verkefni sem eru sett fram í þessari tillögu ofarlega í forgangsröðinni við gerð fjárlaga næstu árin. Þá telur bæjarstjórn mikilvægt að tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga verði leiðrétt þannig að sveitarfélögin fái hlutdeild í fjármagnstekjuskatti og skatti af arðgreiðslum sem lið í því að efla sérstaklega sveitarfélögin í landsbyggðunum. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagur-byggingaridnadarins
Dagur byggingariðnaðarins Dagur byggingariðnaðarins verður haldinn á Akureyri á morgun, laugardaginn 14. apríl. Að honum standa Akureyrarbær, Meistarfélag byggingamanna á Norðurlandi, Samtök iðnaðarins og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar. Þennan dag verður byggingar- og mannvirkjageiranum á Norðurlandi gert hátt undir höfði bæði með sýningu í Menningarhúsinu Hofi á og opnum húsum á byggingarstöðum og verkstæðum á Akureyri og víðar í landshlutanum. Starfsfólk Akureyrarkaupstaðar verður með sérstaka kynningu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og nýframkvæmdum. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/barnamenningarbaerinn-akureyri
Barnamenningarbærinn Akureyri Opinn fundur um barnamenningu verður haldinn í Hömrum, Hofi, mánudaginn 16. apríl nk. kl. 17-19. Að fundinum standa m.a. Akureyrarstofa, Barnabókasetur Íslands, MAk, söfn í bænum og hópur áhugafólks um barnamenningu sem tengist ýmsum listgreinum, menningar- og íþróttastarfi. Þessi viðburður markar upphaf barnamenningarhátíðar á Akureyri sem teygir anga sína víða um bæinn alla vikuna. Flutt verða nokkur örstutt erindi áður en umræður hefjast við hringborð þar sem öllum er frjálst að taka þátt. Málshefjendur verða: Brynhildur Þórarinsdóttir frá Barnabókasetri Íslands Heimir Ingimarsson frá Tónlistarskólanum á Akureyri Hlynur Hallsson frá Listasafninu á Akureyri Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs Akureyrarbæjar Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir kennari Brynjólfur Skúlason frá Ungmennaráði Akureyrar Akureyringar á öllum aldri eru hvattir til að mæta, varpa fram hugmyndum eða leita svara við spurningum á borð við: Hvað getum við gert til að efla barnamenningu í bænum? Hvernig getum við stuðlað að því að öll börn og unglingar eigi kost á að blómstra á sínu áhugasviði? Hvaða hlutverki gegnir barnamenning í að gera Akureyri að spennandi búsetukosti?
https://www.akureyri.is/is/frettir/stjornunar-og-verndaraaetlun-fyrir-folkvanginn-glerardal
Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir fólkvanginn Glerárdal Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnunar og Akureyrarbæjar unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir fólkvanginn Glerárdal. Tillagan er hér með lögð fram til kynningar. Glerárdalur var friðlýstur sumarið 2016 og er markmið friðlýsingarinnar að vernda Glerárdal og aðliggjandi fjallendi til útivistar almennings, náttúruskoðunar og fræðslu. Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Glerárdal er ætlað að vera stefnumótandi skjal, unnið í samvinnu við sveitarfélag og er hugsað sem stjórntæki til að móta framtíðarsýn svæðisins. Markmiðið með gerð hennar er að leggja fram stefnu um verndun Glerárdals og hvernig viðhalda skuli verndargildi svæðisins þannig að sem mest sátt ríki um. Með áætluninni er stefnt að því að standa vörð um og efla jákvæða ímynd svæðisins. Í áætluninni er lögð fram stefnumótum til 10 ára, ásamt aðgerðaáætlun sem er unnin af Akureyrarbæ. Hér að neðan má sjá stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Glerárdal auk auglýsingar um friðlýsingu svæðisins sem gerð var árið 2016. Frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum er til 28. maí nk. Hægt er að skila inn athugasemdum á heimasíðu Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með því að senda póst til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Þórdís Björt Sigþórsdóttir, thordis.sigthorsdottir@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2000. Auglýsing um fólkvang í Glerárdal, Akureyrarkaupstað Glerárdalur, Akureyrarkaupstað. Stjórnunar- og verndararáætlun 2018-2027
https://www.akureyri.is/is/frettir/tokum-nagladekkin-ur-umferd
Tökum nagladekkin úr umferð Nagladekk eru ekki leyfileg á tímabilinu frá 15. apríl til 1. nóvember og óæskileg á öðrum tímum. Nagladekk auka kostnað á viðhaldi gatna með því að slíta malbikið hundraðfalt hraðar en önnur dekk. Einnig auka þau eldsneytiskostnað bifreiða, valda óþarfa hávaða og draga úr loftgæðum með mengun. Neikvæð áhrif svifryks í andrúmslofti á heilsu manna hafa komið sífellt betur í ljós á síðustu árum. Tökum því nagladekkin úr umferð eigi síðar en 15. apríl. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/lokad-hja-fjolskyldusvidi-17-20-april
Lokað hjá fjölskyldusviði 17.-20 apríl Skrifstofa og afgreiðsla fjölskyldusviðs á Glerárgötu 26 verður lokuð dagana 17. – 20. apríl vegna náms- og kynnisferðar starfsfólks. Ef um neyðartilvik er að ræða í barnavernd vinsamlegast hafið samband við 112. Glerárgata 26
https://www.akureyri.is/is/frettir/grimsey-skipulagslysing
Grímsey - skipulagslýsing Unnið er að gerð deiliskipulags fyrir Grímsey. Skipulagslýsingin liggur frammi í Múla í Grímsey, þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og er aðgengileg hér. Ábendingum er hægt að koma á framfæri skriflega til skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri eða á netfangið: skipulagssvid@akureyri.is fyrir 3. maí 2018. Sviðsstjóri skipulagssviðs Grímsey
https://www.akureyri.is/is/frettir/auglysing-um-styrki-fra-velferdarradi
Auglýsing um styrki frá velferðarráði Velferðarráð úthlutar styrkjum til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverkum þess, einu sinni á ári. Velferðarráð stýrir fjölbreyttri velferðarþjónustu á vegum Akureyrarbæjar. Styrkir eru m.a. veittir til félagasamtaka og einstaklinga sem starfa á sviði félagsþjónustu. Umsækjendur eru beðnir að kynna sér reglur Akureyrarbæjar um styrkveitingar svo og samþykkt ráðsins um markmið og vinnulag. Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum íbúagátt Akureyrarbæjar, af heimasíðunni http://ibuagatt.akureyri.is Umsóknafrestur er til 4. maí 2018. mynd: Elva Björk Einarsdóttir
https://www.akureyri.is/is/frettir/bjorg-eiriksdottir-er-baejarlistamadur-akureyrar
Björg Eiríksdóttir er bæjarlistamaður Akureyrar Í dag var tilkynnt á Vorkomu Akureyrarstofu um val á bæjarlistamanni Akureyrar 2018-2019 og varð myndlistakonan Björg Eiríksdóttir þess heiðurs aðnjótandi. Hún á að baki breiða menntun á sviði fagurlista, hugvísinda og menntavísinda frá Myndlistaskólanum á Akureyri, Kennaraháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri. Frá árinu 2003 hefur Björg haldið átta einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga, mestmegnis á Akureyri en einnig í Reykjavík og í Noregi, samhliða kennslu myndlistargreina. Í verkum sínum hefur hún fengist við mannlega tilvist, líkama og innra líf, og einnig oft við mynstur. Verkin hefur hún unnið í ýmsa miðla, s.s. málverk, þrykk, útsaum, ljósmyndir og vídeó, allt eftir hugmyndinni hverju sinni. Sjálf lýsir hún kjarna verka sinna sem birtingu á nálægð og tíma og vísar í því sambandi til orða Maurice Merleau-Pontys listheimspekings: „Ef við leyfum okkur, getum við hrifist af umhverfi okkar á djúpan hátt beint í gegnum skynjunina. Þar býr ákveðin merking og við þurfum ekki að hafa hugsað upp hugtök til að verða hennar vör." Á starfslaunatímanum mun Björg einbeita sér að nýrri einkasýningu sem hún hefur þróað í dágóðan tíma og á rætur að rekja til meistaraprófsrannsóknar hennar, þar sem fjallað var um samskipti manna við umhverfið sitt í gegnum skynjun líkamans. Einnig var veitt viðurkenning úr Húsverndarsjóði fyrir Aðalstræti 4, Gamla apótekið. Þeir Þorsteinn Bergsson og Þröstur Ólafsson tóku við viðurkenningum fyrir hönd eigenda og Minjaverndar. Húsið þykir ein merkasta bygging Akureyrar frá 19. öld og hefur einstakt varðveislugildi vegna byggingarlistar, menningarsögu og staðsetningar. Það var friðað samkvæmt Þjóðminjalögum árið 2006 og er nú friðlýst í hæsta verndarflokki samkvæmt núgildandi Minjalögum. Að ráðast í viðgerðir og endurbyggingu á Gamla apótekinu var gríðarstórt og flókið verkefni sem verður seint metið að verðleikum og er enn ein skrautfjöðurin í hatt Minjaverndar þegar kemur að því að gera við gömul og varðveisluverð hús á landinu. Allur umbúnaður Gamla apóteksins, hið ytra og innra, ber vott um þekkingu, brennandi áhuga og ekki síst virðingu fyrir viðfangsefninu. Það er í engu tilsparað og afraksturinn er að húsið hefur nú endurheimt stöðu sína sem eitt glæsilegasta hús Akureyrarbæjar og er mikil bæjarprýði. Núverandi eigendur eru Sigríður Sigurjónsdóttir og Halldór Lárusson en í Gamla apótekinu á Akureyri er nú boðið upp á gistingu með áherslu á bóklestur. Í húsinu er gott bókasafn, gufubað, heitur pottur og útisturta en engin sjónvörp. Þar er úrval listmuna eftir íslenska myndlistarmenn og hönnuði. Í húsinu geta gist 8-12 manns. Þá voru veitt byggingarlistarverðlaun og féllu þau í hlut Jóns Geirs Ágústssonar arkitekts fyrir þann hluta ævistarfs hans sem snýr að Akureyri en hann teiknaði mörg hús og af ólíkum toga, allt frá sumarbúðum til iðnaðarbygginga. Nefna má sem dæmi um hús sem Jón Geir hefur teiknað Hamragerði 21 og 23, sem hann hannaði fyrir fjölskyldu sína og tengdaforeldra, Álfabyggð 2, Ásabyggð 10, Áshlíð 2, 4 og 6 og raðhúsaþyrpingu við Vallargerði og Grundargerði. Jón Geir hannaði opinberar byggingar sem starfsmaður Akureyrarbæjar, þar á meðal fyrstu áfanga öldrunarheimilisins við Austurbyggð og Iðnskólann við Þingvallastræti sem er í dag Icelandair hótel. Einnig má nefna Linduhúsið sem er ákveðið kennileiti á Oddeyri. Formaður frístundaráðs, Silja Dögg Baldursdóttir veitti tvær jafnréttisviðurkenningar fyrir framlag til jafnréttismála á Akureyri. Viðurkenningarnar hlutu Öldrunarheimili Akureyrar og Andrea Sigrún Hjálmsdóttir. Akureyrarstofa veitir að auki heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs og er hún veitt einstaklingum sem hafa með framlagi sínu stutt við og auðgað menningarlíf bæjarins. Í ár voru tveir einstaklingar fyrir valinu. Birgir Sveinbjörnsson fyrir framlag sitt til miðlunar sögu og menningar á Íslandi öllu og Rósa Kristín Júlíusdóttir fyrir mikilsvert og óeigingjarnt framlag til myndlistar og myndlistarkennslu á Akureyri. Menningarfélag Akureyrar býður bæjarlistamanni ár hvert að nýta sér Menningarhúsið Hof eða Samkomuhúsið sem vettvang fyrir sýningu eða annars konar uppákomu í lok starfsársins. Tónlistaratriði á Vorkomunni voru í höndum Alexanders Kristjánssonar Edelstein píanóleikara sem flutti falleg lög eftir Bach og Chopin. Einnig fluttu Harpa Björk Birgisdóttir og Dagur Halldórsson Vor í Vaglaskógi og Ég vitja þín æska en þar fengu þau aðstoð frá Birgi Sveinbjörnssyni heiðursviðurkenningarhafa og föður Hörpu Bjarkar. Meðfylgjandi mynd var tekin í Hofi í dag. Aftari röð frá vinstri: Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, Silja Dögg Baldursdóttir formaður frístundaráðs, Jón Geir Ágústsson, Þröstur Ólafsson, Þorsteinn Bergsson, Andrea Hjálmsdóttir og Unnar Jónsson formaður stjórnar Akureyrarstofu. Fremri röð frá vinstri: Birgir Sveinbjörnsson, Björg Eiríksdóttir og Rósa Kristín Júlíusdóttir. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/andres-ond-og-nyja-stolalyftan
Andrés önd og nýja stólalyftan Síðasta vetrardag, við upphaf Andrésar andar leikanna, var undirritaður styrktarsamningur Akureyrarbæjar við skíðahátíðina og daginn eftir, sumardaginn fyrsta, var tekin fyrsta skóflustungan að nýrri stólalyftu í Hlíðarfjalli sem verður opnuð í desember. Akureyrarbær hefur veitt Andrésar andar leikunum stuðning með ýmsum hætti frá því þeir voru fyrst haldnir árið 1976 en með undirrituninni var framlag og styrkur sveitarfélagsins við leikana formlega staðfestur og festur í sessi. Framlag Akureyrarbæjar felst í fjárframlagi og aðstöðu fyrir leikana í Hlíðarfjalli og Íþróttahöllinni. Andrésar andar leikarnir eru einn stærsti árlegi íþróttaviðburðurinn sem fram fer á Akureyri. Keppendur eru að þessu sinni tæplega 900. Daginn eftir undirritun samningsins, sumardaginn fyrsta, var fyrsta skóflustungan að nýrri stólalyftu í Hlíðarfjalli tekin og má segja að þar með hafi undirbúningur framkvæmda hafist með formlegum hætti. Fjórir keppendur á Andrésar andar leikunum tóku fyrstu skóflustunguna. Framkvæmdin er hluti af samstarfs- og leigusamningi milli Vina Hlíðarfjalls og Akureyrarbæjar um leigu og rekstur á lyftunni til næstu fimmtán ára. Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli með krökkunum fjórum sem tóku fyrstu skóflustungurnar að nýrri stólalyftu. Þrír af upphafsmönnum Andrésar andar leikanna með bæjarstjóranum á Akureyri síðasta vetrardag. Frá vinstri: Hermann Sigtryggsson, Ívar Sigmundsson, Gísli K. Lórensson og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fundur-i-baejarstjorn-thridjudaginn-24-april
Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 24. apríl Bæjarstjórn Akureyrar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 24. apríl. Á dagskrá fundarins er meðal annars breytingar í nefndum, ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2017, fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018, ýmsar deiliskipulagsbreytingar og starfsáætlun fræðsluráðs. Sjá dagskrá fundarins í heild sinni. Fundurinn verður haldinn í bæjarstjórnarsalnum í Geislagötu 9, 4. hæð og er öllum opinn. Sjónvarpað er frá fundinum daginn eftir, miðvikudaginn 21. mars kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Upptökur frá bæjarstjórnarfundum má nálgast hér. Ráðhús Akureyrar
https://www.akureyri.is/is/frettir/opid-fyrir-umsoknir-i-vinnuskolann
Opið fyrir umsóknir í Vinnuskólann Nú styttist í að Vinnuskóli Akureyrar hefji störf. Búið er að opna fyrir umsóknir í Vinnuskólann á heimasíðu Akureyrarbæjar og stendur umsóknartímabilið til og með 14. maí nk. Nánari upplýsingar um starfsemi Vinnuskólans er að finna hér
https://www.akureyri.is/is/frettir/opin-fundur-hja-eldri-borgurum-a-akureyri-og-oldungaradi-akureyrarbaejar-30-april
Opinn fundur hjá eldri borgurum og Öldungaráði 30. apríl Félag eldri borgara á Akureyri (EBAK) og Öldungaráð Akureyrarbæjar boða til opins fundar mánudaginn 30. apríl nk. kl. 14:00 – 15:30 í félagsmiðstöðinni, Bugðusíðu 1. Til umræðu: Nýsköpun og velferðartækni í öldrunarþjónustu hjá Akureyrarbæ. Framsögu hafa Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar og Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs Akureyrarbæjar. Eru félagsmenn EBAK og aðrir eldri borgarar sérstaklega hvattir til að mæta. Allir velkomnir. Félagsmiðstöð eldri borgara í Bugðusíðu 1
https://www.akureyri.is/is/frettir/ingibjorg-og-soley-i-vidtalstima-baejarfulltrua
Ingibjörg og Sóley í viðtalstíma bæjarfulltrúa Viðtalstímar bæjarfulltrúa Akureyrarbæjar eru haldnir tvisvar í mánuði á fimmtudögum frá kl. 17-19 á tímabilinu október til maí. Í viðtalstímum gefst bæjarbúum kostur á að hitta fulltrúa í bæjarstjórn og ræða þau málefni sem hæst ber hverju sinni. Viðtalstímarnir eru í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, 1. hæð. Fimmtudaginn 26. apríl verða bæjarfulltrúarnir Ingibjörg Ólöf Isaksen og Sóley Björk Stefánsdóttir í Ráðhúsinu til skrafs og ráðagerða í síðasta viðtalstíma vetrarins. Ingibjörg Ólöf Isaksen og Sóley Björk Stefánsdóttir
https://www.akureyri.is/is/frettir/oflugt-ithrottastarf-ber-avoxt
Öflugt íþróttastarf ber ávöxt Akureyrarbær leggur mikinn metnað í að búa íþróttastarfi í bænum sem besta umgjörð og styður við starf íþróttafélaga með ýmsum rausnarlegum hætti. Þessa má víða sjá merki og nú í vetur, eins og oft áður, hefur öflugt íþróttastarf í bænum borið ríkulegan ávöxt. Í gærkvöldi varð Þór/KA deildarbikarmeistari kvenna í knattspyrnu eftir hörku úrslitaleik og vítakeppni. Sigur þeirra er enn ein skrautfjöðurin í hatt hópíþrótta á Akureyri síðan Þór/KA varð Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í lok september 2017. Í kjölfarið fylgdi sigursæll íþróttavetur þar sem Akureyringar sýndu mátt sinn og megn í íshokkí og blaki. SA-Víkingur varð Íslands- og deildarmeistari í íshokkí karla og kvennalið félagsins tóku sitthvorn titilinn, SA-Ynjur urðu deildarmeistarar í íshokkí og SA-Ásynjur Íslandsmeistarar í íshokkí eftir úrslitarimmu við SA-Ynjur. Karlalið KA í blaki átti stórkostlegan vetur og landaði eftirsóttri þrennu með því að verða deildar-, bikar- og Íslandsmeistari í blaki 2018. Handboltalið bæjarins létu sitt ekki eftir liggja í vetur, KA/Þór varð 1. deildarmeistari í handbolta kvenna og Akureyri handboltafélag varð 1. deildarmeistari í handbolta karla. Handboltalið KA er núna einum sigri, þ.e.a.s. komið í dauðafæri til að fylgja Akureyri handboltafélagi upp í efstu deild. Síðast en ekki síst getur Þór/KA bætt einni fjörðrinni til viðbótar í hattinn þegar liðið getur orðið meistari meistaranna í knattspyrnu kvenna á sunnudaginn 30. apríl. Íþróttastefna Akureyrarbæjar 2017-2022. Þór/KA, Íslandsmeistarar kvenna í knattspyrnu 2017. Mynd: Þórir Tryggvason.
https://www.akureyri.is/is/frettir/umhverfismal-og-einnota-vorur-i-brennidepli
Umhverfismál og einnota vörur í brennidepli Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrabæjar og Vistorka stóðu fyrir fundi um einnota vörur í Hofi í gær, þriðjudaginn 24. apríl. Á fundinn var m.a. boðið kjörnum fulltrúum, starfsmönnum bæjarins sem tengjast málaflokknum, matvælaframleiðendum, sorphirðufyrirtækjum og verslunum. Góð mæting var á fundinn eða hátt í 40 manns. Fundurinn hófst með erindi frá Dagbjörtu Pálsdóttur stjórnarformanni Vistorku. Hún fór yfir aðdraganda og vinnu við gerð Umhverfis- og samgöngustefnu Akureyrar en stefnan var samþykkt í bæjarstjórn í desember 2016. Ingibjörg Isaksen formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs fór síðan yfir framkvæmd stefnunnar og stöðu málaflokksins í dag. Að lokum flutti Hólmar Svansson framkvæmdastjóri Háskólans á Akureyri mjög áhugavert erindi um málið út frá sjónarhóli neytenda. Fundarstjóri var Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu. Mjög góðar umræður voru á fundinum, þar sem ólík sjónarmið voru rædd og viðraðar ýmsar mögulegar framtíðarlausnir við vandamálum eins og hvernig hægt sé að draga úr urðun á pakkaðri matvöru. Þessi fundur er hugsaður sem upphafið að samstilltu átaki um það hvernig við getum dregið úr sóun og umhverfisspori samfélagsins og aukið endurnýtingu og endurvinnslu. Það er stefna skipuleggjenda að halda í haust opinn fund þar sem kallað verður eftir sjónarmiðum íbúa og annarra sem nýta sér endurvinnslu- og sorphirðukerfi samfélagsins. Þeim sem vilja frekari upplýsingar um sorphirðu og flokkun er bent á að kíkja á efni sem má á eftirfarandi síðum: http://www.vistorka.is/is/urgangsmal https://www.akureyri.is/is/thjonusta/umhverfismal/gamasvaedi-og-sorphirda/urgangsmal-spurt-og-svarad Umhverfis- og samgöngustefna Akureyrar. Frá fundinum í gær. Hólmar Svansson í pontu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/uti-alla-nottina
Úti alla nóttina Næsta helgi er sú síðasta sem lyfturnar verða opnar þennan veturinn á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. Þá verður öllu til tjaldað og lyfturnar opnar frá kl. 14 á föstudaginn til kl. 16 á laugardag. "Við köllum þetta "Úti alla nóttina" og látum lyfturnar rúlla hring eftir hring í 26 klukkustundir," segir Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli. "Auðvitað snýst þetta fyrst og fremst um að renna sér og kveðja frábæran skíðavetur en það verður einnig lifandi tónlist á föstudagskvöldið, pylsupartí og alls konar fleira skemmtilegt." Heimasíða Hlíðarfjalls.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tokum-til-i-baenum-okkar
Tökum til í bænum okkar Akureyrarbær hvetur einstaklinga og fyrirtæki til að taka höndum saman við að hreinsa til eftir veturinn. Eigendur og starfsmenn fyrirtækja eru hvattir til að fjarlæga það sem safnast hefur á lóðum svo sem óvarið járnarusl, plastkör, timbur, byggingarefni, bílflök, bílahluti, kerrur, jarðvegsafganga og fleira. Á næstu dögum munu starfsmenn Akureyrarbæjar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra líma aðvörunarmiða á þá hluti sem skylt er að fjarlægja. Viðkomandi eigendum verður veittur 7 daga frestur og að honum loknum munu hlutir verða fjarlægðir á kostnað eigenda. Hreinsunarvikan verður á tímabilinu 11. til 22. maí nk., nánar auglýst síðar. Ágætu bæjarbúar, leggjumst nú á eitt með að bæta umhverfi okkar svo að það verði okkur öllum til sóma. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarbaer-a-adalfundi-northern-forum
Akureyrarbær á aðalfundi Northern Forum Norðurslóðamál voru til umræðu á síðasta fundi bæjarráðs en formaður bæjarráðs, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, sótti nýverið fyrir hönd sveitarfélagsins aðalfund Northern Forum sem fram fór í síberíska háskólanum í Krasnoyarsk í Rússlandi dagana 11.- 12. apríl. Á fundinum voru m.a. kynningar á verkefnum er snúa að menntun á norðurslóðum á ýmsun skólastigum, sagt var frá fjarlækningum og verkefnum er snúa að umhverfismálum. Með kynningunum fékkst innsýn inn í þau fjölmörgu verkefni sem verið er að vinna á Norðurslóðum og þau vandamál sem staðið er frammi fyrir. Hefðbundin aðalfundarstörf fólust í ýmsum samþykktum s.s. um staðsetningu á heimilisfesti Northern Forum í Yakutsk í Rússlandi og inntöku nýs meðlims. Staðfest var áframhaldandi ráðning á framkvæmdastjóra Northern Forum en Rússinn Mikhail Pogodaev hefur gegnt þessu starfi af miklu krafti. Miklar umræður sköpuðust um stefnuskjal Northern Forum sem hefur verið í mikilli rýni og einnig hvort að rétt sé að stjórnarformennska í Northern Forum fylgi stjórnarformennsku í Arctic Council, Norðurskautsráðinu en Ísland kemur til með að taka við formennskunni í ráðinu árið 2019. Tvö framboð komu um stjórnarmennsku í Northern Forum en þau voru frá Lapplandi og Nenets Autonomous Okrug sem er hérað í Rússlandi. Niðurstaðan var sú að Nenets Autonomous Okrug fékk 8 atkvæði af 10 og einungis sveitarfélagið Akureyri og Lappland studdu framboð Lapplands. Í ávarpi formanns bæjarráðs á fundinum kom fram að Akureyri geti leikið lykilhlutverk í Northern Forum vegna nálægðar við Norðurskautsráðið og þeirra stofnana sem eru á vegum ráðsins á Akureyri en fjölmargar stofnanir í Norðurslóðamálum hafa aðsetur að Borgum og við Háskólann á Akureyri er boðið upp á nám í heimskautarétti sem tekur á fjölmörgum lögfræðilegum álitaefnum tengd norður- og suðurskautinu og þar er jafnframt gestaprófessorsstaða í heimskautafræðum. Í erindi Guðmundar lýsti hann jafnfram yfir vilja bæjarins til virkrar þátttöku í stjórn þegar Ísland gegnir formennsku í Norðurskautsráðinu en ljóst er að mikið er í húfi við að kynna það frábæra og metnaðarfulla starf sem á sér stað á Akureyri í málefnum Norðurslóða. Á síðunni arcticakureyri.com er hægt er að kynna sér þá fjölbreyttu þjónustu og þekkingaröflun sem á sér stað á Akureyri í tengslum við Norðurslóðamál. Fulltrúar á aðalfundi Northern Forum. Guðmundur Baldvin fimmti frá vinstri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/adalfundur-hverfisnefndar-holta-og-hlidahverfis
Aðalfundur hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis Aðalfundur hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis verður haldinn fimmtudaginn 26. apríl nk. Fundurinn hefst kl. 20:00 og verður haldinn í sal Glerárskóla. Dagskrá fundarins: - Hefðbundin aðalfundarstörf - Kosning nýrrar stjórnar - Hlutverk hverfisnefndar. Yfirferð yfir breytingar og lagfæringar í hverfinu okkar. Hvað hefur nefndin verið að gera fyrir hverfið? Hvert er næsta verkefni? -Opin umræða um hverfið okkar og spurningum svarað Kaffiveitingar í boði og eru íbúar hvattir til að mæta á fundinn og hafa áhrif á umhverfi sitt Mynd: Elva Björk Einarsdóttir
https://www.akureyri.is/is/frettir/plokk-a-akureyri
Plokk á Akureyri Landsmenn hafa verið duglegir undanfarnar vikur að plokka og eru Akureyringar engin undantekin þar á. Að plokka snýst um að tína upp rusl á förnum vegi á meðan gengið er eða skokkað. Það er frábært að sameina áhuga á útiveru og umhverfismeðvitund, ánægjan af því að fara út og hreyfa sig verður svo miklu meiri með því að gera það með þessum hætti. Á facebook má finna hóp á Akureyri sem er að plokka. Landvernd gera þessar hreinsanir sýnilegri á Íslandskortinu á síðunni Hreinsum Ísland. Hér getur þú skráð inn þitt plokk. Ef ykkur vantar aðstoð til að losna við ruslið sem þið plokkið má hafa samband við lager umhverfismiðstöðvar, í síma 460 1200 á dagvinnutíma. Mynd: Auðunn Níelsson
https://www.akureyri.is/is/frettir/ff-murbrjotar-hljota-styrk-fra-lydheilsusjodi-og-ksi
FF Múrbrjótar hljóta styrk frá Lýðheilsusjóði og KSÍ Verkefnið "FF Múrbrjótur – Fótbolti án fordóma", sem Búsetusvið Akureyrar stendur að, hefur hlotið tvo myndarlega styrki. Annars vegar kr. 250.000 frá Lýðheilsusjóði og hins vegar styrk frá KSÍ upp 6.000 evrur eða um kr. 750.000. Verkefnið gengur út á bjóða einstaklingum sem takast á við geðræn og félagsleg vandamál upp á fótboltaæfingar eða aðra hreyfingu einu sinni í viku yfir sumartímann. Markmiðið er að auka þátttöku í hollri hreyfingu og efla samfélags- og félagsvitund. Verkefnið byggir á sjálfboðavinnu starfsmanna búsetusviðs og hefur staðið yfir frá árinu 2015. Aðsókn hefur verið góð og verkefnið hefur notið liðsinnis bæði KA og Þórs. Vegna mikillar og stöðugrar virkni þeirra sem sækja fótboltaæfingarnar þá hafa þátttakendur ákveðið að stíga skrefið til fulls og stofna formlega Fótboltafélagið Múrbrjóta. Tilgangur félagsins er sá sami og verkefnisins að auka virkni og hreyfingu félagsmanna. Allir velkomnir að taka þátt, aðstandendur, starfsfólk félagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu einnig. Markhópurinn er engu að síður fólk sem hefur glímt við eða glímir við geðraskanir eða félagsleg vandamál. Stofnfundurinn mun fara fram á morgun, þriðjudaginn 1. maí kl 19:30 í húsnæði Grófarinnar að Hafnarstræti 95, 4.hæð. Styrkirnir tveir fela í sér ánægjulega viðurkenningu á þessu starfi og með þeim verður rekstargrundvöllur nýja félagsins afar góður næstu misserin. Styrkur KSÍ er þannig tilkominn að sambandið fekk á dögunum viðurkenningu og styrk frá Evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, fyrir háttvísi íslenskra landsliða og félagsliða í keppnum á vegum sambandsins 2016-2017. Fjármunirnir frá UEFA voru nýttir til að styrkja háttvísisverkefni („Fair play") eins og FF-múrbrjótar – fótbolti án fordóma. Nokkrir þátttakenda í "FF Múrbrjótar - fótbolti án fordóma" á góðum degi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/opin-radstefna-8-mai-streymt-i-hofi
Opin ráðstefna um snemmtæka íhlutun í málefnum barna 8. maí Velferðarráðuneytið stendur fyrir opinni ráðstefnu um snemmtæka íhlutun í málefnum barna á Íslandi, SIMBI, þann 8. maí n.k. á Hilton Reykjavík Nordica kl. 9.-16. Aðgangur að ráðstefnunni er öllum opinn og ókeypis. Streymt verður frá ráðstefnunni. Á Akureyri verður streymt á skjá í salnum Hömrum í Hofi frá kl.9-16. Eru Akureyringar og nærsveitarmenn hvattir til að nýta sér aðstöðuna í Hömrum í Hofi því þannig geta þeir t.d. tekið þátt í umræðum sín á milli á vinnufundi ráðstefnunnar (sjá dagskrá). Vinsamlega takið daginn frá, hægt er að skoða dagskrá og skrá sig á: www.hof-radstefna.is Menningarhúsið Hof. Mynd: Auðunn Níelsson
https://www.akureyri.is/is/frettir/katta-og-hundaeigendur-athugid
Katta- og hundaeigendur athugið Í Akureyrarkaupstað eru í gildi sérstakar samþykktir um bæði katta- og hundahald. Þar er m.a. getið um lausagöngu hunda og bann við næturbrölti katta utandyra. Mikilvægt er að hafa þessi atriði sérstaklega í huga á þessum árstíma þegar varp fugla er hafið í bæjarlandinu og utan þess. Takmarka þarf lausagöngu katta eins og unnt er og sérstaklega yfir nóttina sem er þeirra uppáhalds veiðitími. Ábyrgir kattaeigendur hengja bjöllur í hálsólar katta sinna og halda þeim innandyra að nóttu fuglunum til verndar. Mikilvægt er að kattaeigendur fylgist vel með köttum sínum yfir varptíma fugla og á meðan ungar eru að verða fleygir. Hundaeigendur eru beðnir að sleppa ekki hundum sínum lausum á varpsvæðum. Berum virðingu fyrir náttúrunni og viðhöldum fjölbreyttu fuglalífi í bæjarlandinu. Samþykkt um hundahald í Akureyrarkaupstað Samþykkt um kattahald í Akureyrarkaupstað Gætum þess að gæludýrin okkar vinni fuglunum ekki mein.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fagnadi-100-ara-afmaeli
Fagnaði 100 ára afmæli Þórður Árni Björgúlfsson íbúi á Akureyri fagnaði í gær 100 ára afmæli sínu og af því tilefni færði Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri honum blómakörfu og árnaðaróskir frá sveitarfélaginu. Börn afmælisbarnsins, sem fætt er á Eskifirði en fluttist 12 ára til Akureyrar héldu honum afmælisveislu í hátíðarsal dvalarheimilisins Hlíðar. Þórður með börnum sínum í gær; Björgúlfur lengst til vinstri, þá afmælisbarnið, Björg og Friðrik. Mynd: mbl.is/​Skapti Hallgrímsson Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri og Þórður Björgúlfsson. Mynd: akureyri.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/sundlaug-akureyrar-kemur-vel-ut-i-notendauttekt-sjalfsbjargar
Sundlaug Akureyrar kemur vel út í notendaúttekt Sjálfsbjargar Sundlaug Akureyrar er ein sex sundlauga á landinu sem kemur vel út í notendaúttekt Sjálfsbjargar. Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra fór af stað síðastliðið sumar með aðgengisverkefni sem fólst í að gera notendaúttekt á sundlaugum á svæðum aðildarfélaganna m.t.t. aðgengis fyrir hreyfihamlaða. Heiti verkefnisins var: Sundlaugar okkar ALLRA! og er það tilvísun í þá staðreynd að margar sundlaugar landsins hafa ekki aðgengi fyrir fatlaða. Alls voru 24 sundlaugar um land allt með í úttektinni. Niðurstöðurnar eru birtar á vefsíðu Sjálfsbjargar og sundlaugar sem komu hvað best út voru: Sundlaug Akureyrar, Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar, Laugardalslaugin í Reykjavík, Ásvallalaug, Kópavogslaug, og Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar taka við viðurkenningunni frá Bergi Þorra Benjamínssyni formanni Sjálfsbjargar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/meira-samstarf-samfelaginu-og-einstaklingum-til-hagsbota
Meira samstarf samfélaginu og einstaklingum til hagsbóta Nýverið fór fram í Rósenborg málþing um frítíma, ungt fólk og forvarnir. Að málþinginu stóðu forvarnar- og frístundadeild Akureyrarbæjar og Menntavísindasvið Háskóla Íslands, tómstundadeild. Forvarnir og frístundir tengjast órjúfanlegum böndum en skynsamleg, uppbyggileg nýting á tíma og meðvitund um líðan í frítíma hefur reynst árangursríkt í forvarnastarfi með ungu fólki. Mikil starfsþróun hefur átt sér stað í félagsstarfi á vegum frístundadeildar Akureyrar og hefur verið unnið með starfsaðferð sem kallast Time Wise. Sú starfsaðferð gengur markvisst út á sjálfsstyrkingu, að vinna með leiða og áhugaleysi, skoða tímanotkun og uppbyggilega nýtingu á tíma. Time Wise starfsaðferðin er þróuð af Lindu Caldwell prófessor við Penn State í Bandaríkjunum og var upphaflega unnin til að vinna með áhættuhegðun og neyslu ungs fólks. Time Wise starfsaðferðin hefur verið rannsökuð og rýnd af Ed Smith hjá félagsvísindarannsóknadeild Penn State sem kom á málþingið ásamt Lindu Pálsdóttur til að skoða og ræða hvernig aðferðin hefur verið aðlöguð að frítímastarfi á Akureyri. Á málþinginu fjölluðu fræðimenn og fagfólk um stöðu ungs fólks, tómstundir þeirra og um rannsóknir sem styðja við forvarna- og frítímastarf í sveitarfélaginu. Fulltrúar starfsfólks félagsmiðstöðvanna, Vilborg Hjörný Ívarsdóttir og Guðmundur Óli Gunnarsson miðluðu af reynslu sinni af notkun Time Wise aðferðafræðinnar í starfi. Jakob F. Þorsteinsson aðjunkt á menntavísindasvið HÍ ræddi um hlutverk menntunar, og hvort ekki megi standa við þá fullyrðingu að menntakerfi séu fleiri en eitt og þá hvort hið óformlega menntakerfi sé nægjanlega viðurkennt. Margt hefur verið að breytast þegar kemur að skilningi á námi og hvernig það fer fram. Meðal annars komu fram vangaveltur um hlutverk hefðbundins skóla og hvort raunhæft sé að skólinn standi undir þeim kröfum sem til hans eru gerðar og hvort skipulagt frítímastarf geti unnið betur með skólakerfinu. Vanda Sigurgeirsdóttir, aðjúnkt á menntavísindssviði ræddi um tómstundamennt og mikilvægi þess að unnið sé markvisst ef ætlunin er að ná árangri með einstaklinga í frítímanum. Afar mikilvægt er að rannsóknir séu gerðar reglubundið til að tryggja árangur og gæði starfsins. Árni Guðmundsson, sérfræðingur í æskulýðsmálum,ræddi um að líklega hefur það aldrei verið jafn flókið að alast upp og það er nú í dag. Því þurfi ungt fólk mikinn stuðning og leiðsögn. Andrea Hjálmsdóttir frá Háskólanum á Akureyri velti í máli sínu upp stöðu jafnréttismála en margt bendir til að þó svo margt hafi áunnist sé stöðnun hvað varðar viðhorf ungs fólks til kynjajafnréttis og þörf sé á breyttri aðferð í jafnréttisbaráttunni. Hermína Gunnþórsdóttir sagði frá rannsóknum á stöðu ungs fólks af erlendum uppruna og þar er svo sannarlega verk að vinna og margt sem hægt er að bæta t.d. með tungumálakennslu. Kjartan Ólafsson lektor frá Háskólanum á Akureyri fjallaði um netnotkun ungs fólks og lék sér m.a að því að bera saman bóklestur hér áður fyrr. Niðurstaða málþingsins er að mörg áhugaverð tækifæri felast í meira samstarfi hins formlega námsvettvangs og hins óformlega, samfélaginu og einstaklingum til hagsbóta. Með skipulögðu og innihaldsríku starfi er forvarnagildið gríðarmikið. Þau sem voru með erindi á þinginu. Alfa Aradóttir, Hermína Gunnþórsdóttir, Kjartan Ólafsson, Vilborg Ívarsdóttir, Andrea Hjálmsdóttir,Ed Smith, Linda Caldwell, Jakob F Þorsteinsson, Vanda Sigurgeirsdóttir og Árni Guðmundsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-a-idi-2
Akureyri á iði Frístundaráð Akureyrarbæjar hefur skipulagt með íþróttafélögum, einstaklingum og fyrirtækjum dagskrá þar sem boðið verður upp á fjölbreytta hreyfingu og heilsueflandi viðburði í maí undir heitinu „Akureyri á iði". Öll hreyfing og íþróttaiðkun í nafni átaksins er án endurgjalds með það að markmiði að stuðla að heilsurækt og aukinni hreyfingu bæjarbúa. Af viðburðum má nefna: Aqua zumba í Sundlaug Akureyrar, jógatímar, plokk-hlaup, frjálsar fyrir fullorðna, yoga, WOD, kynningaræfing í crossfit og útileikfimi. Átakið „Hjólaðu í vinnuna" hófst einnig í þessari viku, nánar tiltekið miðvikudaginn 2. maí, og stendur til 23. maí. Akureyringar eru hvattir til að taka þátt í átakinu og skoða dagskrána á vefsíðu verkefnisins Akureyri á iði og á FB síðu viðburðarins. Einnig má minna á að dagskráin er lifandi á þá vegu að það er alltaf hægt að bæta við viðburðum og uppákomum. Fyrirtæki og félagasamtök sem vilja vera með og eru ekki komin inn í dagskrá Akureyri á iði geta sent inn viðburði á ellert@akureyri.is og er þá bætt við á dagskránna.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrsta-skemmtiferdaskipid-5
Fyrsta skemmtiferðaskipið Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur til Akureyrar á morgun, laugardaginn 5. maí. Áætluð koma er um kl. 10 í fyrramálið og brottför síðan um sex leytið. Skipið nefnist Celebrity Eclipse og er 121.878 brúttólestir, alls eru um 3.000 farþegar um borð og um 1.200 manna áhöfn. Í sumar koma 133 skemmtiferðaskip til Akureyrar en þau voru 123 sumarið 2017. Mikil aukning er í komu skipa til Grímseyjar í sumar og verða þau 35 en voru 26 síðastliðið sumar. Einnig leggja tvö skip að við Hrísey í sumar. Næsta skip til Akureyrar er væntanlegt til hafnar þriðjudaginn 15. maí en það er Ocean Diamond, sem er um 8.282 brúttólestir. Hægt er að skoða yfirlit um komur skemmtiferðaskipa í meðfylgjandi bæklingi á vegum Hafnarsamlags Norðurlands.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fundur-i-baejarstjorn-thridjudaginn-8-mai
Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 8. maí Bæjarstjórn Akureyrar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 8. maí. Á dagskrá fundarins er meðal annars breytingar í nefndum, ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2017, fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018, ýmsar deiliskipulagsbreytingar og starfsáætlun velferðarráðs. Sjá dagskrá fundarins í heild sinni. Fundurinn verður haldinn í bæjarstjórnarsalnum í Geislagötu 9, 4. hæð og er öllum opinn. Sjónvarpað er frá fundinum daginn eftir, miðvikudaginn 9. maí, kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Upptökur frá bæjarstjórnarfundum má nálgast hér. Ráðhús Akureyrar
https://www.akureyri.is/is/frettir/gotusopun
Götusópun Síðustu vikur hefur verið unnið að því að sópa götur bæjarins. Vegna þeirra húsagatna sem á eftir að sópa verður skilti sett upp fyrirfram til þess að gefa til kynna fyrirhugaða hreinsun. Þar verða bifreiðaeigendur beðnir um að færa bíla sína úr götunni á ákveðnum tíma þannig að hægt sé að sópa. Þetta gildir ekki um stæði inn á lóðum því þrif þeirra er á höndum húseigenda. Í næstu viku verður byrjað að þvo götur bæjarins. Mynd: Auðunn Níelsson
https://www.akureyri.is/is/frettir/hreinsunarvika-2018
Hreinsunarvika 2018 Akureyrarbær hvetur bæjarbúa til að taka höndum saman við að hreinsa til í bænum eftir veturinn og taka á móti sumrinu með brosi á vör. Starfsmenn Akureyrarbæjar munu ekki fjarlægja garðaúrgang frá lóðarmörkum en gámar verða staðsettir í hverfum bæjarins frá 11.-22. maí. Staðsetning gámanna verður á eftirtöldum stöðum: Kaupangi Hagkaup Hrísalundi Bónus við Kjarnagötu Bónus Langholti Bugðusíðu við leiksvæði Aðalstræti sunnan Duggufjöru Verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð Einnig er tekið við garðaúrgangi á gámasvæði við Réttarhvamm og á móttökustöðinni Hlíðarvöllum við Rangárvelli, endurgjaldslaust á meðan hreinsunarvikan stendur yfir. Í samvinnu við hestamenn verða gámar staðsettir í hesthúsahverfum bæjarins frá 11. – 22. maí. Hvatning til dáða: Akureyrarbær hefur stundum fengið sæmdarheitið "fegursti bær landsins" en til þess að hann verðskuldi það þurfa allir að leggjast á eitt og taka til í sínum ranni. Það er samfélagsleg skylda okkar sem í þessum bæ búa að ganga vel um og koma í veg fyrir sóðaskap sem hlýst af uppsöfnuðu rusli. Með því að hreinsa rusl og snyrta tré og runna í garðinum okkar hvetjum við aðra til að taka til hendinni. Stígum skrefinu lengra og tínum rusl utan lóðarmarka, við næsta göngustíg og/eða á nálægu útivistarsvæði. Hreinsunardagur í götunni eða í hverfinu býður upp á skemmtilega samveru. Notum hugmyndaflugið og gerum tiltektina að skemmtilegu verkefni. Opnunartímar gámasvæðis við Réttarhvamm: Vetraropnun Frá 16. ágúst til 15. maí: Mánudaga til föstudaga kl. 13:00-18:00. Laugardaga og sunnudaga kl. 13:00-17:00. Sumaropnun Frá 16. maí til 15. ágúst: Mánudaga til föstudaga kl. 13:00-20:00 Laugardaga og sunnudaga kl. 13:00-17:00. Sumar á Ráðhústorginu
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-menningarsamningur-undirritadur
Nýr menningarsamningur undirritaður Í dag undirrituðu Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra nýjan samning ráðuneytisins og Akureyrarbæjar um framlag ríkisvaldsins til menningarmála í bænum til næstu þriggja ára. Meginmarkmið samningsins er að efla hlutverk Akureyrar í lista- og menningarlífi á Íslandi. Með stuðningi ríkisins við atvinnustofnanir á sviði leiklistar, myndlistar og tónlistar er Akureyri efld sem þungamiðja öflugs menningarstarfs utan höfuðborgarsvæðisins og atvinnumennsku á sviði lista. Styrkja á þá innviði sem felast í öflugu menningarstarfi og fjölbreyttum menningarkostum fyrir íbúa og listafólk. Ríki og bær leggja þannig sín lóð á þær vogarskálar að efla búsetukosti á Norður- og Austurlandi. Stuðningur ríkisins beinist að eftirtöldum meginverkefnum samningsins: Starfsemi atvinnuleikhúss undir merkjum Leikfélags Akureyrar. Starfsemi sinfóníuhljómsveitar undir merkjum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Efla Menningarhúsið Hof sem vettvang sviðslista og tónlistar. Starfsemi Listasafnsins á Akureyri. Heildarskuldbinding samningsins er 599.747.000 kr. á samningstímanum. Framlag ráðuneytisins er 195.000.000 kr. árið 2018. Framlagið hækkar árið 2019 og verður 199.875.000 kr. og árið 2020 verður framlagið 204.872.000 kr. Lilja og Eiríkur við undirritun samningsins úti fyrir Amtsbókasafninu á Akureyri í blíðunni í dag.
https://www.akureyri.is/is/frettir/auglysing-um-framlagningu-kjorskrar-vegna-sveitarstjornarkosninga-26-mai-2018
Auglýsing um framlagningu kjörskrár vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018 Kjörskráin liggur frammi til sýnis í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar að Geislagötu 9, 1. hæð, í Hríseyjarbúðinni í Hrísey og í Búðinni í Grímsey frá og með miðvikudeginum 16. maí 2018 til og með föstudeginum 25. maí 2018 á venjulegum opnunartíma. Kjörskráin miðast við skráð heimilisfang hjá Þjóðskrá 5. maí 2018. Einnig er bent á vefinn http://www.kosning.is þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um hvar og hvort einstaklingar eru á kjörskrá. Athugasemdir við kjörskrána berist bæjarstjórn Akureyrar að Geislagötu 9, 600 Akureyri. Bæjarstjórinn á Akureyri 14. maí 2018 Eiríkur Björn Björgvinsson Mynd: Auðunn Níelsson
https://www.akureyri.is/is/frettir/halond-3-afangi-tillaga-ad-deiliskipulagi
Hálönd 3. áfangi– Tillaga að deiliskipulagi Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagi 3. áfanga Hálanda í landi Hlíðarenda. Skipulagssvæðið liggur norðan Hlíðarfjallsvegar, frá bænum Hlíðarenda og upp að núverandi frístundabyggð í Hálöndum. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir götum, göngustígum, leiksvæði og byggingarreitum fyrir 48 frístundahús. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 16. maí til 27. júní 2018, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig aðgengileg hér fyrir neðan: Uppdráttur - tillaga Greinargerð - tillaga Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 27. júní 2018 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. 16. maí 2018 Sviðsstjóri skipulagssviðs
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarbaer-styrkir-visindaskola-unga-folksins
Akureyrarbær styrkir Vísindaskóla unga fólksins Akureyrarbær og Háskólinn á Akureyri hafa skrifað undir samning um styrk bæjarins fyrir árið 2018 til Vísindaskóla unga fólksins sem verður haldinn í fjórða skiptið dagana 18.-22. júní.Vísindaskólinn er ætlaður ungu fólki á aldrinum 11-13 ára og í fyrsta sinn er nú hægt að nýta tómstundaávísun við greiðslu skólagjalda. Hámarksfjöldi nemenda er 80 og fer lausum plássum ört fækkandi. Á hverju ári hefur verið boðið upp á ný þemu, sem gerir það að verkum að unga fólkið getur sótt skólann þrjú ár í röð og alltaf kynnst nýjum áherslum. Að þessu sinni eru yfirskriftir þemanna: Með lögum skal land byggja, Lífríkið í bænum, Skapandi hugsun, Vísindi heima í eldhúsi og úti á götu og FAB LAB smiðja. Á bak við þessi heiti liggur fræðsla um hvernig lögreglan starfar og hvað lögreglumenn þurfa að kunna og í hverju þeir lenda í daglegu starfi. Nemendur rannsaka lífríkið á háskólasvæðinu og finna út úr því hve margar tegundir af plöntum, fléttum og dýrum eru á svæðinu. Þeir kynnast nýsköpun og finna út úr því hvernig hugmyndir verða að veruleika og svo munu þeir kynnast eðlis og efnafræði eldhússins og búa til eigið tilraunaeldhús. Einn daginn fara nemendur í FAB LAB Akureyri og læra á teikniforrit og hanna og skera út hluti í laserskurðarvél. „Reynsla fyrri ára hefur sýnt að strákar sýna þessum skóla ekki síður áhuga en stelpur á aldrinum 11-13 ára. Stór hópur þátttakenda hefur komið ár eftir ár í skólann og það erum bestu meðmælin sem við getum fengið", segir Sigrún Stefánsdóttir, skólastjóri Vísindaskóla unga fólksins. Skólinn byrjar kl. 9.00 á morgnana og stendur fram til kl. 15.00 og fá þátttakendur hádegismat í skólanum. Þeir sem vilja fá frekari upplýsingar geta sent fyrirspurnir á netfangið visindaskóli@unak.is eða hringja í Sigrúnu Vésteinsdóttur, verkefnastjóra í síma 460-8904. Sigrún Stefánsdóttir skólastjóri Vísindaskóla unga fólksins og Eiríkur Björn bæjarstjóri undirrita samninginn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/opinn-fundur-um-malefni-eldri-borgara
Opinn fundur um málefni eldri borgara Félag eldri borgara á Akureyri (EBAK) og Öldungaráð Akureyrarbæjar boða til opins fundar í dag, fimmtudaginn 17. maí frá kl. 14 til 15.30 í félagsmiðstöðinni Bugðusíðu 1. Dagskrá: Kynning á Öldungaráði; Dagbjört Pálsdóttir formaður Öldungaráðs. Þjónusta Akureyrarbæjar við eldri borgara og kröfur um innihald þjónustunnar. Tækifæri til samþættingar í þjónustu. Framsögu hafa Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar og Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs Akureyrarbæjar. Félagsmenn EBAK og aðrir eldri borgarar eru sérstaklega hvattir til að mæta á fundinn. Allir velkomnir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyir-pottar-opnadir-i-sundlaug-akureyrar
Nýir pottar opnaðir í Sundlaug Akureyrar Í morgun voru nýir heitir pottar opnaðir vestast á sundlaugarsvæðinu við Sundlaug Akureyrar. Um er að ræða tvo samliggjandi potta, mismunandi djúpa og með mismunandi hitastigi. Heitari hlutinn er 38°C með tveimur mjög öflugum baknuddstútum auk sjö annarra nuddstúta. Hinn hluti pottsins er 36°C heit vaðlaug með tveimur öflugum fossum fyrir axlanudd. Líður senn að því að allt sundlaugarsvæðið verði opnað eftir miklar endurbætur síðustu misserin en opnun heitu pottanna í morgun er enn einn áfanginn í að gera Sundlaug Akureyrar betur í stakk búna til að taka á móti þeim mikla og sívaxandi fjölda gesta sem þangað sækir ár hvert allan ársins hring. Fyrstu gestirnir láta fara vel um sig í nýju pottunum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/arsskyrslan-komin-ut
Ársskýrslan komin út Ársskýrsla Akureyrarbæjar fyrir árið 2017 er komin út. Lítil spurn hefur verið eftir að fá skýrsluna prentaða á liðnum árum og því verður hún ekki prentuð að þessu sinni frekar en síðustu tvö árin. Það er hvort tveggja umhverfisvæn aðgerð og felur um leið í sér dálítinn sparnað fyrir sveitarfélagið. Óski einhver eftir að fá skýrsluna á pappír þá getur viðkomandi snúið sér til þjónustuanddyris Akureyrarbæjar í Ráðhúsinu að Geislagötu 9. Ársskýrslur bæjarins og fleira útgefið efni má nálgast hér á heimasíðunni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/innleiding-barnasattmalans-gengur-vel
Innleiðing Barnasáttmálans gengur vel Nú er þrepi tvö af átta í innleiðingarferli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Akureyri að ljúka. Það felst í kortlagningu á stöðu barna í bænum. Einfaldasta leiðin til að átta okkur á líðan og upplifun barna er að eiga samtal við þau sjálf og það er það sem var gert. Haldið var Stórþing ungmenna þann 1. desember 2017 þar sem rætt var við ungmenni á grunn- og framhaldsskólaaldri um upplifun þeirra á lífinu á Akureyri. Verkefni voru lögð fyrir innan leikskóla Akureyrar þar sem börn veltu fyrir sér réttindum sínum og að lokum var rætt við rýnihópa barna um þau aðalatriði sem fram komu á stórþinginu ásamt því að ræða við hópa barna sem ekki áttu fulltrúa á þinginu. Flest voru börnin því sammála að best væri að afhenda bæjarstjóra eða bæjarstjórn niðurstöður þessarar kortlagningar og í gær, fimmtudaginn 17. maí, tók Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á móti myndverkum sem unnin voru upp úr kortlagningarferlinu. Á meðfylgjandi mynd má sjá börn af leikskólanum Lundarseli afhenda bæjarstjóra myndverk sem þau gerðu sjálf útfrá 12. grein Barnasáttmálans: Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif. Á myndinni eru auk Eiríks; Aron Heiðar, Karel Óla, Emelía Ríkey, Unnur Birna, Eyrún Erla, Andri Hrafn og Magnea.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fundur-i-baejarstjorn-thridjudaginn-22-mai
Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 22. maí Bæjarstjórn Akureyrar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 22. maí. Á dagskrá fundarins er meðal annars fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018-2021 og umsókn um breytingu á deiliskipulagi leiksvæðis við Klettaborg. Sjá dagskrá fundarins í heild sinni. Fundurinn verður haldinn í Hömrum i Hofi og er öllum opinn. Sjónvarpað er frá fundinum daginn eftir, miðvikudaginn 23. maí kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Upptökur frá bæjarstjórnarfundum má nálgast hér. Menningarhúsið Hof
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-adalskipulag-hefur-tekid-gildi
Nýtt aðalskipulag hefur tekið gildi Aðalskipulag er skipulagsáætlun fyrir sveitarfélagið þar sem fram kemur stefna bæjarstjórnar um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar á minnst 12 ára tímabili. Aðalskipulaginu er ætlað að tryggja réttaröryggi í meðferð skipulags- og byggingarmála þannig að réttur einstaklinga og lögaðila sé tryggður, þótt hagur heildarinnar sé hafður að leiðarljósi. Það markar framtíðarsýn um hvernig samfélagið á að þróast á næstu árum Aðalskipulagið er sett fram í greinargerð og á uppdráttum, einnig fylgir umhverfisskýrsla og rammahluti aðalskipulags fyrir Oddeyri. Hægt er að nálgast öll staðfest gögn hér.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fognum-sumri-med-punktinum
Fögnum sumri með Punktinum Sumri verður fagnað á Punktinum í Rósenborg á morgun, fimmtudaginn 24. maí, frá kl. 14-18 og eru allir bæjarbúar velkomnir. Garðyrkjufræðingar gefa góð ráð, sumarblóm verða til sölu og viðraðar góðar hugmyndir um öðruvísi garðlausnir. Einnig verður sungið og grillað, boðið upp á sykurpúða, kaffi lummur og fleira skemmtilegt og gott.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sidasti-fundur-baejarstjornar
Síðasti fundur bæjarstjórnar Núverandi bæjarstjórn Akureyrar hélt sinn síðasta fund í Menningarhúsinu Hofi í gær. Sveitarstjórnarkosningar verða á laugardaginn og í kjölfarið ljóst hvaða fólk situr í nýrri bæjarstjórn. Gert er ráð fyrir að fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar verði í Hofi þriðjudaginn 12. júní en gerður hefur verið samningur um að þar verði bæjarstjórnarfundir framvegis haldnir. Nánari upplýsingar um sveitarstjórnarkosningar 2018. Bæjarstjórn Akureyrar eftir fundinn í Hofi í gær.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sveitarstjornarkosningar-laugardaginn-26-mai-2018
Sveitarstjórnarkosningar laugardaginn 26. maí 2018 Kjörstaðir í Akureyrarkaupstað eru í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hríseyjarskóla og í Grímseyjarskóla. Akureyrarkaupstað verður skipt í 12 kjördeildir, 10 á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. Skipting kjósenda í kjördeildir fer eftir búsetu og eru kjósendur beðnir um að kynna sér í hvaða kjördeild þeim ber að kjósa. Kjörfundur hefst á Akureyri, í Hrísey og í Grímsey klukkan 9:00 og lýkur eigi síðar en klukkan 22:00. Kjósendur í Hrísey og Grímsey athugið, að kjörstað kann að verða lokað fyrr að uppfylltum skilyrðum 66. gr. laga nr. 5/1998. Þeir eru því hvattir til að mæta á kjörstað fyrir kl. 17:00. Kjörstaðir í Hrísey og Grímsey verða þó að lágmarki opnir til kl. 17:30 nema allir á kjörskrá hafi kosið fyrir þann tíma. Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur á bókasafni VMA. Netfang kjörstjórnar er kjorstjorn@akureyri.is og á kjördegi er sími hennar 464-0350. Kjörskrá liggur frammi frá 16. maí 2018 og miðast hún við skráð lögheimili kjósenda hjá Þjóðskrá Íslands þann 5. maí 2018. Kjósendum er frjálst að skoða kjörskrána og mun hún liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, Akureyri. Þá er kjörskrána einnig að finna á veffanginu: www.kosning.is Kjósendur skulu viðbúnir því að vera krafðir um persónuskilríki eða önnur kennivottorð á kjörfundi. Akureyri 18. maí 2018. Yfirkjörstjórnin á Akureyri Helga Eymundsdóttir Júlí Ósk Antonsdóttir Þorsteinn Hjaltason Kjördeildir í VMA
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-baerinn-minn
Akureyri, bærinn minn Amtsbókasafnið, í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri, stendur fyrir lestrarnámskeiði í júní. Námskeiðið nefnist: Sumarlestur | Akureyri, bærinn minn. Námskeiðið er í boði fyrir börn sem eru að ljúka 3. og 4. bekk. Markmið námskeiðisins er að börnin lesi sér til ánægju, efli lestrarfærni og kynnist bænum sínum. Námskeiðið er vikulangt og fer fram á eftirfarandi tímabilum: 11.-15. júní 18.-22. júní 24.-29. júní Námskeiðin eru frá kl. 9-12. Námskeiðsgjald er 3.000 kr. - fjöldatakmarkanir eru á hverju námskeiði. Skráning hefst þann 28. maí á netfanginu fridab@akureyri.is. Upplýsingar sem þurfa að koma fram í skráningu: Nafn barns og forráðamanna Eftir hvaða tímabili er óskað Netföng og símanúmer Skóli og bekkur Aðrar upplýsingar um barnið sem forráðamenn vilja koma á framfæri
https://www.akureyri.is/is/frettir/nidurstodur-sveitarstjornarkosninga
Niðurstöður sveitarstjórnarkosninga Akureyringar líkt og aðrir landsmenn gengu að kjörborðinu laugardaginn 26. maí og kusu nýja bæjarstjórn. Niðurstöður kosninganna í sveitarfélaginu eru þessar: Á kjörskrá á Akureyri voru 13.702. Talin atkvæði voru 9.083 og kjörsókn því 66,3%. B-listi Framsóknarflokks 1.530 atkvæði. D-listi Sjálfstæðisflokks 1.998 atkvæði. L-listinn, bæjarlisti Akureyrar 1.828 atkvæði. M-listi Miðflokksins 707 atkvæði. P-listi Pírata 377 atkvæði. S-listi Samfylkingarinnar 1.467 atkvæði. V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs 820 atkvæði. Auðir seðlar voru 319 og ógildir 37. Bæjarfulltrúar eru (í stafrófsröð): Andri Teitsson (L) Dagbjört Elín Pálsdóttir (S) Eva Hrund Einarsdóttir (D) Guðmundur Baldvin Guðmundsson (B) Gunnar Gíslason (D) Halla Björk Reynisdóttir (L) Hilda Jana Gísladóttir (S) Hlynur Jóhannsson (M) Ingibjörg Isaksen (B) Sóley Björk Stefánsdóttir (V) Þórhallur Jónsson (D) Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/deiliskipulagsbreyting-i-hagahverfi-nidurstada-baejarstjornar
Deiliskipulagsbreyting í Hagahverfi, niðurstaða bæjarstjórnar Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 8. maí 2018 samþykkt deiliskipulagsbreytingu í Hagahverfi í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsbreytingin nær til lóða við Margrétarhaga og Nonnahaga. Gert er m.a. ráð fyrir að einbýlishúsalóðunum við Margrétarhaga 14-18 og við Nonnahaga 6-10 verði breytt í raðhúsalóðir. Lóðir nr. 7-21 við Nonnahaga minnka og fjölgar þar um eina einbýlishúsalóð. Tillagan var auglýst frá 14. febrúar til 28. mars 2018. Ellefu athugasemdir bárust sem leiddu til breytinga á skipulaginu. Fallið var frá breytingum á lóðum nr. 1-5 við Nonnahaga þar sem gerð var tillaga um þjónustukjarna og smáhýsi. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagssviðs, Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. 29. maí 2018 Sviðsstjóri skipulagssviðs
https://www.akureyri.is/is/frettir/sjomannadagurinn-a-akureyri-3
Sjómannadagurinn á Akureyri Blásið verður til hátíðarhalda fyrir alla fjölskylduna á Akureyri í tilefni sjómannadagsins sunnudaginn 3. júní nk. Bátar af öllum stærðum og gerðum, með eikarbátinn Húna II í broddi fylkingar, bjóða til hópsiglinga um Pollinn og á útivistar- og tjaldsvæðinu að Hömrum verður fjölskylduskemmtun. Dagurinn hefst með sjómannamessum kl. 11 í bæði Akureyrarkirkju og Glerárkirkju. Að þeim loknum, eða kl. 12.15, verður lagður blómsveigur að minnisvarða um týnda og drukknaða sjómenn við Glerárkirkju. Bæjarbúar eru hvattir til að draga íslenska fánann að húni í tilefni dagsins. Slysavarnafélag Akureyrar býður sjómannadagsmerki til sölu á Torfunefsbryggju og Hömrum. Dagskrá dagsins á Akureyri er þessi: Kl. 13.00: Húni II og fleiri bátar sigla frá Torfunefsbryggju að Sandgerðisbót þar sem bátar safnast saman. Allir velkomnir í siglingu. Um kl. 13.45 hefur Lúðrasveit Akureyrar leik sinn og flytur nokkur létt lög á Torfunefsbryggju. Félagar í Siglingaklúbbnum Nökkva sigla seglum þöndum. Skipverjar á Húna II bjóða aftur til lystisiglingar um Pollinn kl. 16.00 og kl. 17.00. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. Kl. 14.00: Hátíðarhöld hefjast á Hömrum. Þar verður ýmislegt til gamans gert fyrir unga sem aldna. Hoppukastalar, rafmagnsbílar, koddaslagur, flekahlaup, smábátar á tjörnunum og grillaðar pylsur til sölu svo eitthvað sé nefnt. Kl. 15.00: Dagskrá á sviði hefst. Ivan Mendez stýrir fjöldasöng, Einar Mikael töframaður sýnir magnaðar sjónhverfingar og Norðlenskar konur í tónlist flytja sjómannalög. Kynnar verða Fanney Kristjáns og Edda Borg. Hátíðarhöld í tilefni sjómannadagsins verða laugardaginn 2. júní í Hrísey og Grímsey. Hópsigling verður frá Hrísey kl. 10.00 og klukkan 11.10 verður sjómannamessa í kirkjunni. Farið verður í leiki með alls kyns sprelli á hátíðarsvæðinu og við smábátahöfnina frá kl. 13.00. Kaffisala Slysavarnafélagsins verður síðan í Íþróttamiðstöðinni kl. 15.00. Efnt verður til hátíðarhalda á hafnarsvæðinu í Grímsey kl. 14.00 á laugardag og sjómannadagskaffi verður í félagsheimilinu Múla kl. 15.00 á sunnudag. Að hátíðarhöldunum á Akureyri standa Akureyrarstofa, Sjómannafélag Eyjafjarðar, Siglingaklúbburinn Nökkvi, Húni II, Akureyri Whale Watching, Útilífs- og umhverfismiðstöð skáta að Hömrum, Hafnarsamlag Norðurlands, Keli hvalaskoðun og Skátafélagið Klakkur ásamt með fleirum. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/klettaborg-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingu-1
Klettaborg – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu í Klettaborg. Skipulagssvæðið sem breytingum tekur liggur milli vestustu húsanna við Klettaborg og Dalsbrautar. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að afmörkuð er ný lóð fyrir íbúðakjarna með sex íbúðum. Fyrirhugað leiksvæði er flutt norður fyrir götuna. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 30. maí til 12. júlí 2018, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig aðgengileg hér fyrir neðan. Klettaborg - tillaga að deiliskipulagsbreytingu Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 fimmtudaginn 12. júlí 2018 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. 30. maí 2018 Sviðsstjóri skipulagssviðs
https://www.akureyri.is/is/frettir/meira-mannlif-odruvisi-baejarbragur-meira-oryggi-fyrir-fotgangandi
Meira mannlíf – öðruvísi bæjarbragur, meira öryggi fyrir fótgangandi Í gildi eru verklagsreglur um breytingar á aðgengi vélknúinna ökutækja í göngugötunni. Í sumar verður göngugatan einungis fyrir gangandi gesti sem hér segir: Júní: Fimmtudaga, föstudaga og laugardaga kl. 11-17 Júlí: Alla daga kl. 11-17 Ágúst: Fimmtudaga, föstudaga og laugardaga kl. 11-17 Vörumóttaka er ætluð utan þess tíma. Aðkoma fatlaðra að göngugötunni er norðanmegin (frá Brekkugötu). Sviðstjóri skipulagssviðs
https://www.akureyri.is/is/frettir/vinalega-thjodlistahatidin-vaka
Vinalega þjóðlistahátíðin Vaka Þjóðlistahátíðin Vaka stendur nú yfir á Akureyri í góðu samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri, Akureyrarstofu, Menningarfélag Akureyrar og fleiri. Boðið er upp á spennandi tónleika, námskeið, samspil og hugvekjur. Á Vöku 2018 verða opnir kaffitónleikar á Bláu könnunni, kvöldtónleikar í Hömrum í Hofi, námskeið í dansi, söng og hljóðfæraleik, hádegishugvekjur og samspilsstundir í Hofi og á Götubarnum. Einnig verða tónleikar með listamönnum Vöku í byggðarlögum í nágrenni Akureyrar. Harmonikutónlist, gömlu dansarnir og þjóðdansar verða í forgrunni auk rímnalaga og koma á hátíðina listamenn frá Noregi, Englandi, Hjaltlandseyjum og Finnlandi. Félag Harmonikuunnenda við Eyjafjörð og Dansfélagið Vefarinn á Akureyri verða áberandi á Vöku 2018, en auk þeirra kemur á Vöku 2018 hópur þjóðdansara og harðangursfiðluleikara frá Noregi og Danshópurinn Sporið ásamt sínum nikkurum kemur frá Borgarfirðinum. Dagskrá hátíðarinnar og heimasíða Vöku. Miðasala Vöku á Akureyri fer í gegnum miðasölu MAk í Hofi sem er opin virka daga frá klukkan 12-18 og þremur klukkustundum fyrir viðburði. Einnig er að sjálfsögðu hægt að kaupa miða í gegnum heimasíðu MAk. Anna Fält frá Finnlandi kemur fram á kvöldtónleikum í Hofi á föstudagskvöld. Kynnið ykkur alla dagskrána á heimasíðunni www.thjodlist.is/vakais.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fritt-i-sund-og-a-zumba
Frítt í sund og zumba Heilsuátakinu "Akureyri á iði" lýkur í dag en það hefur staðið yfir allan maímánuð. Botninn verður sleginn í átakið með miklum glæsibrag í veðurblíðu því frítt er í sundlaugar bæjarins og kl. 17.30 verður boðið upp á Aqua Zumba undir stjórn Evu Reykjalín í Sundlaug Akureyrar. Frístundaráð þakkar þeim sem tóku þátt í "Akureyri á iði" fyrir samstarfið og óskar um leið öllum góðs heilsu- og hreyfingarsumars. Myndina tók Almar Alfreðsson í Sundlaug Akureyrar fyrr í dag.
https://www.akureyri.is/is/frettir/studningsfjolskyldur-oskast
Stuðningsfjölskyldur óskast 1. júní 2018 Fjölskyldusvið Akureyrarbæjar óskar að ráða stuðningsfjölskyldur í barnavernd, félagsþjónustu og í fötlunarmálum, sem fyrst. Tilgangur með stuðningsfjölskyldu er að draga úr álagi á heimili barna, veita börnum tilbreytingu og stuðning auk þess að gefa þeim kost á auknum félagslegum tengslum og styrkja stuðningsnet þeirra. Um er að ræða 1-2 helgar í mánuði þar sem börnin dvelja á heimili stuðningsfjölskyldunnar. Greiðslur til stuðningsfjölskyldu eru verktakagreiðslur. Upplýsingar um störfin veita: • Barnavernd: Vilborg Þórarinsdóttir, forstöðumaður barnaverndar, vilborg@akureyri.is • Félagsþjónusta og fötlunarmál: Fanney Jónsdóttir, ráðgjafi í málefnum fatlaðra, fanneyj@akureyri.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-aksturleid-ad-homrum-og-kjarnaskogi-1
Ný aksturleið að Hömrum og Kjarnaskógi Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Hagahverfi og hefur Kjarnavegi, hefðbundnu leiðinni úr Naustahverfi í Kjarnaskóg, því verið lokað þess vegna. Þeir sem vilja fara í Kjarnaskóg eða á Hamra er því bent á að fara nýja leið um Naustabraut neðst í Hagahverfi, eða um Eyjafjarðarbraut vestri. Búast má við því að Kjarnavegur verði lokaður fyrir umferð fram á næsta sumar. Mynd: María H. Tryggvadóttir
https://www.akureyri.is/is/frettir/gott-frambod-sumarnamskeida
Gott framboð sumarnámskeiða Margir leita núna að sumarnámskeiðum fyrir börn og unglinga og óhætt er að segja að framboðið sé býsna gott. Hér á heimasíðunni er að finna langan lista yfir það sem fólki stendur til boða með hlekkjum á síður þar sem finna má nánari upplýsingar. Sumarnámskeið 2018 fyrir börn 6-16 ára. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sumaropnun-i-hlidarfjalli
Sumaropnun í Hlíðarfjalli Frístundaráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt sumaropnun í Hlíðarfjalli. Stólalyftan verður opin föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá 6. júlí til 26. ágúst 2018. Lyftan verður í gangi frá kl. 10 til 17 þessa daga og kostar farið 1.000 kr. á mann. Hægt verður að kaupa lyftumiða hjá lyftuverði. Með þessu móti opnast enn fleiri tækifæri til útivistar í Hlíðarfjalli á sumrin en þar er nú þegar góð aðstaða bæði fyrir hjóla- og göngufólk. Fyrir þá sem eingöngu vilja taka lyftuna fram og til baka og njóta hins glæsilega útsýnis sem Strýtuskálinn býður upp á þá gildir lyftumiðinn einnig fyrir ferðina til baka með lyftunni. Hjólafólk getur tekið hjólið með sér í lyftuna. Verðskrá: 1.000 ferðin 4.000 dagurinn 10.000 helgin 25.000 sumarið Útsýni frá Blátind, ofan Hlíðarfjalls. Mynd María H. Tryggvadóttir
https://www.akureyri.is/is/frettir/byggingarleyfi-fyrir-hreinsistod
Byggingarleyfi fyrir hreinsistöð Byggingarfulltrúi Akureyrar samþykkti þann 9. nóvember 2017 byggingaráform fyrir hreinsistöð fráveitu á Akureyri, á lóð nr. 33 að Óseyri. Þann 4. júní 2018 gaf byggingarfulltrúi út byggingarleyfi til Norðurorku hf., þar sem uppfyllt hafa verið skilyrði til útgáfu byggingarleyfis. Skipulagslegar forsendur byggingarleyfisins. Tenglar á: • Aðalskipulag Akureyrar. • Deiliskipulag SANDGERÐISBÓT, 12. ágúst 2009, með síðari breytingu 2. maí 2017. • Matsskýrsla sem unnin var af Eflu Verkfræðistofu fyrir Norðurorku hf.: „Hreinsistöð fráveitu á Akureyri. Mat á umhverfisáfhrifum. Matsskýrsla" dagsett desember 2016. • Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum dagsett 13. febrúar 2017. Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum frá 13. febrúar 2017 má finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: http://www.skipulag.is Á sömu vefslóð eru einnig endanleg matsskýrsla Norðurorku hf., ásamt fylgigögnum, umsögnum og svörum við þeim. Samkvæmt áliti Skiplagsstofnunar er niðurstaða sú að matsskýrslan uppfylli skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og að umhverfisáhrifum hafi verið lýst á fullnægjandi hátt. Helstu umhverfisáhrif framkvæmdarinnar varða landnotkun, viðtaka fráveitunnar og lyktarónæði. Skipulagsstofnun telur áhrif framkvæmdarinnar á landnotkun og viðtaka fráveitunnar almennt jákvæð. Skipulagsstofnun telur að áhrif framkvæmdarinnar á viðtakann séu óveruleg. Í starfsleyfi verði sett skilyrði um viðbrögð og eftir atvikum frekari hreinsun, leiði vöktun í ljós að mengun berst út fyrir þynningarsvæði fráveitunnar. Vegna umsagnar Nátttúrfræðistofnunar Íslands telur Skipulagsstofnun æskilegt að grunnástand lífríkis á þynningarsvæði fráveitunnar verði rannsakað áður en hreinsistöðin tekur til starfa. Einnig að eftirfylgni þeirra rannsókna verði hluti af vöktunaráætlun fyrir fráveituna. Hvað varðar óþægindi frá starfsemi skólphreinsistöðvarinnar í landi telur Skipulagsstofnun að framkvæmdaraðili hafi gert fullnægjandi grein fyrir þeim aðgerðum sem koma eiga í veg fyrir lyktarónæði frá stöðinni. Áhrif hvað það varðar verða óveruleg, að teknu tilliti til mótvægisaðgerða. Stofnunin telur þó að í leyfi til starfseminnar þurfi að tryggja að fyrirkomulag flutninga ristarúrgangs til urðunarstaðar verði endurskoðað komi í ljós að ónæði skapast við starfsemina. Nánari upplýsingar um samþykkt byggingaráformanna, byggingarleyfi og teikningarnar: Tenglar á: Samþykkt byggingaráforma Teikningar: afstaða, grunnmynd, kjallari, snið, útlit og þakmynd. Útgefið byggingarleyfi Umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra Samþykki Vinnueftirlits ríkisins Vakin er athygli á því að niðurstaða byggingarfulltrúa er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011 (sjá http://www.uua.is/ . Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. Virðingarfyllst, 6. júní 2018 Bjarki Jóhannesson, byggingarfulltrúi
https://www.akureyri.is/is/frettir/solstoduhatid-i-grimsey-6
Sólstöðuhátíð í Grímsey Grímseyingar halda hátíð í tilefni af sumarsólstöðum dagana 21.-24. júní og bjóða gestum og gangandi að taka þátt í hátíðarhöldunum með sér. Gestum er boðið að taka þátt í alls kyns uppákomum og afþreyingu og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Dagskrá 2018 Fimmtudagur 21. júní Kl. 12-14: Markaður á höfninni (á ferjutíma) Kl. 18-20: Tapaskvöld á Kríunni – borðapantanir í síma 898 2058 og 467 3112 Kl. 20: Tónleikar á Veitingastaðnum Kríunni Kl. 22: Sigling í kringum eyjuna Kl. 24: Táknið "Orbis et Globus", athöfn á nýrri staðsetningu heimskautsbaugsins Kl. 00.30: Sólstöður á Fætinum, ganga á norðurenda Grímseyjar og notið sólseturs, lifandi tónlist Föstudagur 22. júní Kl. 12-17: Markaður Kl. 16: Dorgveiðikeppni fyrir börnin Kl. 19: Sjávarréttarkvöld Kvenfélagsins Baugs Kl. 21: Fjölskyldudansleikur Laugardagur 23. júní Kl. 11: Skemmtiskokk Kl. 11: Ganga með leiðsögn Kl. 14: Ratleikur Kl. 16: Fjöruferð og Steinamálun - Grilla pylsur Kl. 20: Árshátíð Kiwanis Kl. 24: Dansleikur – jónsmessunótt Sunnudagur 24. júní Kl. 12-16: Markaður Kl. 12: Hamborgaratilboð á Kríunni fyrir gesti sólstöðuhátíðar Kl. 21: Söngur og varðeldur Sundlaugin opin 13-16 alla dagana Frítt er á alla viðburði nema sjávarréttakvöldið og árshátíðina Ath. 16 ára aldurstakmark á árshátíð. Leiksvæði fyrir börnin alla daga. Ferjan Sæfari siglir á milli Dalvíkur og Grímseyjar fimm daga vikunnar og Norlandair flýgur daglega milli Akureyrar og Grímseyjar. Allar nánari upplýsingar má finna á www.grimsey.is Mynd: Valgerður Ósk Ómarsdótti
https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarstjornarfundur-12-juni
Bæjarstjórnarfundur 12. júní Bæjarstjórn Akureyrar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 12. júní. Á dagskrá fundarins er meðal annars kosningar í ráð og nefndir og umsókn um breytingu á deiliskipulagi Sjafnargötu vegna dælustöðvar. Sjá dagskrá fundarins í heild sinni. Fundurinn verður haldinn í Hömrum i Hofi og er öllum opinn. Sjónvarpað er frá fundinum daginn eftir, miðvikudaginn 13. júní kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Upptökur frá bæjarstjórnarfundum má nálgast hér. Mynd: Auðunn Nielsson
https://www.akureyri.is/is/frettir/sagan-vid-hvert-fotmal-a-akureyri
Sagan við hvert fótmál á Akureyri Fyrr í dag voru sex nýjar söguvörður vígðar á Oddeyri. Forsagan er sú að á 150 ára kaupstaðarafmæli Akureyrarbæjar árið 2012 var ákveðið að ráðast í gerð söguskilta í elstu bæjarhlutunum þar sem bæjarbúum og gestum, innlendum sem erlendum, væru kynnt brot úr sögu bæjarins í máli og myndum. Þessi skilti fengu nafnið „söguvörður". Ef rýnt er í orðið söguvarða þá er það, eins og flest íslensk orð, gegnsætt og lýsandi ef vel er að gáð. Það hefur skírskotun til þess að vörður hafa um aldir verið leiðarvísir á ferðum manna um landið en með því að hnýta sögunni framan við er jafnframt minnt á að varðan geymir sögu bæjarins og þar með upplýsingar fyrir ferðamenn og aðra sem vilja kynna sér söguna. Með því að fylgja söguvörðunum er hægt að ganga á milli elstu bæjarhluta Akureyrar og fræðast um sögu umhverfisins og nærliggjandi húsa. Söguvörðurnar hafa verið settar upp í nokkrum áföngum. Árið 2012 voru settar upp sex söguvörður í elsta bæjarhlutanum, á gömlu Akureyri í Innbænum, árið 2015 voru settar upp tvær söguvörður í Grímsey og þrjár söguvörður í miðbænum, og nú í þessum áfanga bætast við sex nýjar söguvörður á Oddeyri. Sú efsta er við Hof en hinar eru á gönguleiðinni niður Strandgötuna, eða ein varða á móts við hverja hliðargötu, og sú neðsta í nágrenni við Gránufélagshúsin. Þar með verður búið að varða gönguleið milli þriggja elstu hverfa Akureyrar. Áhersla hefur verið lögð á vekja áhuga vegfarenda á sögu bæjarhlutanna og gamlar ljósmyndir eru notaðar til að fanga ýmis augnablik í sögu bæjarins. Skiltin eru öll með smartkóða (QR-kóða) sem auðveldar þeim fróðleiksfúsu sem eru með snjallsíma að sækja viðbótarfróðleik, auk þess sem þar er hægt er að nálgast mynd af skiltunum. Einnig má finna þessar upplýsingar með því að fara á heimasíðu Akureyrarstofu. Söguvörðurnar eru samstarfsverkefni Minjasafnsins á Akureyri, Akureyrarstofu og umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar en Norðurorka hefur frá upphafi verið helsti bakhjarl verkefnisins. Söguvörðurnar eru gjöf til Akureyringa og eru alfarið unnar heima í héraði. Minjasafnið lagði til gamlar ljósmyndir, Jón Hjaltason sagnfræðingur samdi texta, Teikn á lofti hefur séð um alla hönnun, smíði standanna hefur verið á höndum Útrásar og prentun var hjá Skiltagerð Norðurlands í Ólafsfirði. Það var formaður bæjarráðs, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, sem afhjúpaði söguvörðurnar og Hanna Rósa Sveinsdóttir, Minjasafninu á Akureyri, kynnti verkefnið og leiddi síðan göngu á milli nýju varðanna. Frá vígslu söguvarðanna fyrr í dag.
https://www.akureyri.is/is/frettir/verdlaun-og-vidurkenning-til-oldrunarheimila-akureyrar
Verðlaun og viðurkenning til Öldrunarheimila Akureyrar Í dag var haldin ráðstefna á Grand Hótel Reykjavík þar sem fjallað var um Nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018 undir yfirskriftinni "Betri opinber þjónusta með öflugu samstarfi og nýtingu stafrænna lausna." Á ráðstefnunni voru veitt verðlaun fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018 en þau og ráðstefnan eru samvinnuverkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. All voru fimm verkefni kynnt sérstaklega á ráðstefnunni og fengu viðurkenningu og hlutu Öldrunarheimili Akureyrar aðalverðlaunin fyrir nýsköpunarverkefnið "Alfa- rafrænt lyfjaumsjónarkerfi" sem ÖA, Lyfjaver og Þula – norrænt hugvit, hafa unnið að á síðustu fjórum árum. Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson, og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri veittu verðlaununum viðtöku. Starfsfólki og stjórnendum ÖA og samstarfsaðilum er óskað til hamingju með þennan árangur. Myndband um það góða starf sem unnið er á sviði nýsköpunar og nýtingu stafrænna lausna hjá ÖA. Eiríkur Björn Björgvinsson og Halldór S. Guðmundsson með viðurkenningarskjalið og verðlaunagripinn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/lagmorkum-fjolpost
Lágmörkum fjölpóst Eitt af markmiðum í umhverfis- og samgöngustefnu Akureyrarbæjar er að fjölpóstur sem berst inn á heimili bæjarins sé sem minnstur. Hvetja skal íbúa til að lágmarka fjölpóst og bent er á að hægt er að fá límmiða þar sem fjölpóstur er afþakkaður. Mikið magn af pappír berst inn á heimilin. Mikilvægt er að hann sé settur í endurvinnslutunnuna eða grenndargáma. Íbúum er einnig bent á að hægt er að afþakka fjölpóst með sérstökum límmiðum á bréfalúgur og póstkassa sem fást hjá Póstinum. Fyrirtæki og stofnanir geta lágmarkað fjölpóst með því að nota aðrar leiðir til að koma skilaboðum til skila. Til að afþakka fjölpóst sem Póstdreifing dreifir skal senda tölvupóst á netfangið dreifing@postdreifing.is. Á heimasíðu Póstsins má panta límiðann og afþakka fjölpóst og fríblöð. Umhverfis- og samgöngustefna Akureyrarbæjar. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-og-oflugur-drattarbatur
Nýr og öflugur dráttarbátur Nýjum dráttarbáti Hafnarsamlags Norðurlands var gefið nafnið Seifur við hátíðlega athöfn í gær. Báturinn er með 42 tonna togkraft og því fjórfalt öflugri en sá sem fyrir er. Báturinn hefur verið í smíðum síðastliðið ár í skipasmíðastöðinni Armon á norðurhluta Spánar. Hann er 22ja metra langur og 9 metra breiður. Seifur er öflugasti dráttarbátur landsins búinn "azimuth skrúfum" sem gera honum kleift að snúast í hring á punktinum og auka stjórnhæfni bátsins verulega. Með því að festa kaup á svo öflugum dráttarbáti er svarað kalli breyttra tíma, skipin stækka og núverandi dráttarbátar hafa ekki verið nógu öflugir fyrir Hafnarsamlagið. Með tilkomu nýja bátsins eykst öryggið til muna og þjónustan batnar verulega. Einnig opnast möguleikar á að veita öðrum höfnum á Norðurlandi aukna þjónustu, til dæmis Húsavíkurhöfn en mikil þörf er á þjónustu dráttarbáts þar eftir að starfsemi stóriðju á Bakka hófst. Kaupverðið á bátnum var um 490 milljónir króna er það á pari við kostnaðaráætlun. Dráttarbáturinn Seifur er kominn til heimahafnar.