Search is not available for this dataset
url
stringlengths 21
288
| text
stringlengths 1
1.35M
|
|---|---|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ertu-skapandi-og-vantar-sumarstarf
|
Ertu skapandi og vantar sumarstarf?
Akureyrarbær býður skapandi sumarvinnu fyrir 18-25 ára ungmenni í fimm vikur í sumar. Unnið er sjö tíma á dag virka daga, samtals 175 vinnustundir. Ungmennum sem fædd eru á árunum 1993-2000 og hafa lögheimili á Akureyri er gefinn kostur á að sækja um þessa vinnu.
Vakin er athygli á því að umsóknarfrestur rennur út á morgun, miðvikudaginn 13. júní.
Í boði eru tvö tímabil og eru umsækjendur beðnir að setja inn sitt óska tímabil í athugasemdir í umsókninni.
Fyrra tímabil: 13. júní til 18. júlí 2018
Seinna tímabil: 13. júlí til 20. ágúst 2018
Verkefni sumarsins:
Áhersla verður á samþættingu mismunandi listforma, til að mynda ljósmyndunar, gjörninga, skúlptúrs, hönnunar, tónlistar, vídeólistar, teikningar og fleira. Starfsmenn munu njóta handleiðslu verkefnastjóra sem er myndlistarmaður. Nánari áherslur, verkefni og markmið starfsins í sumar verða unnin í sameiningu af starfsmönnum og verkefnastjóra.
Hæfniskröfur:
Leitað er að listrænum einstaklingum sem hafa áhuga á að efla listsköpun sína og hafa áhuga á mismunandi listgreinum.
Nánari upplýsingar veitir Kjartan Sigtryggsson í síma 852 1255 eða á netfangið kjartan@akureyri.is.
Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar.
Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða í þjónustuanddyri Ráðhússins.
Þar sem auglýsing þessi birtist eingöngu í staðarblöðum hér á Akureyri þá vinsamlegast látið nemendur með lögheimili á Akureyri sem nú stunda nám á öðrum stöðum á landinu vita af henni.
Umsóknarfrestur er til 13. júní 2018.
Það er ýmislegt brallað í skapandi sumarstörfum hjá Akureyrarbæ.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/malefnasamningur-nys-meirihluta-kynntur
|
Málefnasamningur nýs meirihluta kynntur
Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, L-listans og Samfylkingarinnar hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar kjörtímabilið 2018-2022 og undirritað málefnasamning því til staðfestingar.
Í málefnasamningnum kemur m.a. fram að áhersla verður lögð á félagslegt réttlæti og að allir njóti mannréttinda. Haldið verður áfram að virkja íbúa til lýðræðislegrar þátttöku og auka vægi íbúasamráðs.
Lögð verður áhersla á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og bæta starfsskilyrði í leik- og grunnskólum bæjarins. Sérstök áhersla verður lögð á leiðir sem geta bætt líðan barna og ungmenna ekki síst með snemmtækri íhlutun og aðgengi að sérfræðiþjónustu innan veggja leik- og grunnskóla. Unnið verður að því að bæta þjónustu við aldraða og gera hana sveigjanlegri.
Farið verður í tilraunaverkefni annars vegar um styttingu vinnuvikunnar og hins vegar um samfelldan vinnudag yngri grunnskólabarna í samstarfi við frístund með tengingu við íþrótta- og tómstundastarf.
Lögð verður áhersla á að koma á beinu millilandaflugi.
Formennska í ráðum verður sem hér segir:
Forseti bæjarstjórnar – L-listinn
Formaður bæjaráðs – Framsóknarflokkurinn
Stjórn Akureyrarstofu – Samfylkingin
Frístundaráð – L-listinn
Fræðsluráð – Framsóknarflokkurinn
Skipulagsráð – Framsóknarflokkurinn
Umhverfis- og mannvirkjaráð – L-listinn
Velferðarráð – Samfylkingin
Starf bæjarstjóra verður auglýst.
Málefnasamningur meirihluta bæjarstjórnar Akureyrar 2018-2022 (pdf).
Málefnasamningurinn kynntur. Bæjarfulltrúar meirihlutans sitjandi frá vinstri: Dagbjört Pálsdóttir (S), Andri Teitsson (L), Halla Björk Reynisdóttir (L), Hilda Jana Gísladóttir (S), Guðmundur Baldvin Guðmundsson (B) og Ingibjörg Ólöf Isaksen (B).
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/virdum-naedi-og-oryggi-baejarbua-og-gesta
|
Virðum næði og öryggi annarra
Fulltrúar frá Aflinu, Akureyrarstofu, Bílaklúbbi Akureyrar, Umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar, lögreglu og tjaldsvæðunum á Hömrum og Hrafnagili funduðu í dag um Bíladaga 2018 sem hefjast á fimmtudag og lýkur formlega með bílasýningu á þjóðhátíðardaginn 17. júní.
Mikil áhersla verður lögð á að allir virði siðareglur Bíladaga og tekið verði hart á þeim brotum sem kunna að koma upp, líkt og gert hefur verið síðustu sumur. Þá gildir einu hvort brotin eiga sér stað utan eða innan aksturssvæðis BA.
Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, verða sýnileg á stærstu viðburðum og lögreglan fylgist vel með því að allt fari vel fram. Lögreglumenn á vakt verða á bæði merktum og ómerktum bílum. Starfsmenn Umhverfismiðstöðvar koma upp hraðahindrunum víða um bæinn til að koma í veg fyrir spól og óvarlegan akstur sem er að sjálfsögðu bannaður eins og ávallt.
Siðareglur Bíladaga:
Við göngum (keyrum) vel um bæinn okkar, jafnt gestir sem heimamenn
Virðum hámarkshraða í íbúðarhverfum sem og á vegum úti
Við spólum einungis á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar
Gestir Bíladaga eru jákvæðir og þar af leiðandi þrælskemmtilegir
Við berum virðingu fyrir náunganum og tökum höndum saman um að gera Bíladaga frábæra
Gestir Bíladaga ganga snyrtilega um umhverfi sitt
Eftir fundinn um Bíladaga sem haldinn var í Rósenborg. Mynd: Ragnar Hólm.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hver-vill-hundaskit
|
Hver vill hundaskít?
Að gefnu tilefni er athygli vakin á því að samkvæmt 11. grein samþykktar Akureyrarbæjar um hundahald í bænum er hundaeigendum skylt að fjarlægja saur eftir hunda sína.
Starfsfólk bæjarins, sem keppist nú við að slá grasflatir á opnum svæðum og gera bæinn okkar sem fallegastan, kvartar sáran yfir því að fá hundaskít í sláttuorfin og þaðan yfir föt sín og jafnvel andlit. Börn og fullorðnir leika sér á opnum svæðum og eiga heimtingu á að geta notið hollrar útiveru án þess að eiga á hættu að atast út í hundaskít.
Það kostar litla fyrirhöfn og er varla nema eitt handtak að hirða úrganginn úr dýrunum í poka og koma í næstu ruslatunnu.
Ágæti hundaeigandi, láttu ekki þitt eftir liggja!
Samþykkt um hundahald í Akureyrarkaupstað.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/17-juni-a-akureyri-2
|
17. júní á Akureyri
Á sunnudag halda Íslendingar þjóðhátíðardag sinn hátíðlegan og stofnun lýðveldisins verður minnst með hátíðardagskrá í Lystigarðinum frá kl. 13-14. Dagskrá verður í miðbænum frá 14-16 og aftur frá kl. 20 til miðnættis.
Þennan dag sem aðra fánadaga eru bæjarbúar hvattir til að draga fána að húni.
Dagskráin er sem hér segir:
Kl. 13-13.45: Hátíðardagskrá í Lystigarðinum
Lúðrasveit Akureyrar spilar. Stjórnandi: Una Björg Hjartardóttir
Fánahylling
Hugvekja, Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni í Glerárkirkju
Kirkjukór Akureyrarkirkju. Stjórnandi: Eyþór Ingi Jónsson
Ungskáldið Sölvi Halldórsson flytur ljóð
Hátíðarávarp: Nýr forseti bæjarstjórnar
Vandræðaskáld fjalla um lýðveldið með sínum hætti
Kl. 13.45-14: Skrúðganga frá Lystigarðinum að Ráðhústorgi
Lögregla, Skátafélagið Klakkur og Lúðrasveit Akureyrar leiða gönguna.
Kl. 14-16: Fjölskyldu- og hátíðardagskrá á Ráðhústorgi
Lúðrasveit Akureyrar
Fjallkona
Nýstúdent
Gutti og Selma kynna dagskrána
Einar Mikael töframaður
Villi vísindamaður
Söngvaflóð
Steps dancecenter
Leikhópurinn Lotta
Kl. 17 siglir Húni II frá Torfunefsbryggju, ókeypis fyrir alla.
Kl. 20-24: Kvölddagskrá í miðbænum
Skátakvöldvaka í Skátagilinu
Tónleikar á Ráðhústorgi
Gringlo
Villi Naglbítur
Volta
Norður
Hamrabandið
Marsering nýstúdenta Menntaskólans á Akureyri kl. 23.30
#17júní #akureyri #hallóakureyri #visitakureyri
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fraedslurad-afhendir-vidurkenningar
|
Fræðsluráð afhendir viðurkenningar
Fimmtudaginn 14. júní boðaði fræðsluráð til samverustundar í Hofi – Hömrum, þar sem nemendum, kennurum og starfsfólki leik- og grunnskóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í störfum, skólaárið 2017-2018.
Óskað var eftir tilnefningum frá starfsfólki skóla og foreldrum um nemendur, starfsfólk eða verkefni sem talin voru hafa skarað fram úr í starfi skólanna á síðasta skólaári. Valnefnd, sem skipuð var fulltrúum frá fræðsluráði, Samtökum foreldra og Miðstöð skólaþróunar við HA fór yfir allar tilnefningar og lagði fram tillögu til fræðsluráðs til samþykktar.
Karl Frímannsson, sviðsstjóri fræðslusviðs, bauð gesti velkomna og kynnti atriði frá Tónlistarskólanum en það voru systurnar Sólrún Svava og Sunneva Ævarsdætur sem spiluðu á fiðlu og selló, sænskt þjóðlag. Að því loknu afhenti Ingibjörg Isaksen, formaður fræðsluráðs, viðurkenningar. Að dagskrá lokinni var gestum boðið að þiggja veitingar.
Viðurkenningar hlutu:
Tumi Snær Sigurðsson, nemandi í Brekkuskóla, fyrir vandvirkni í störfum, einstaka hjálpsemi og víðsýni í hugsun.
Dagbjört Elva Kristjánsdóttir, nemandi í Giljaskóla, fyrir félagslega færni, vandvirkni og metnað í námi.
María Catharina Ólafsdóttir Gros, nemandi í Giljaskóla, fyrir einstakan árangur í íþróttum, elju og úthald í námi.
Ásbjörn Garðar Yngvason, nemandi í Hlíðarskóla fyrir einstaka samviskusemi í námi og framfarir í félagsfærni.
Bryndís Þóra Björnsdóttir, nemandi í Oddeyrarskóla, fyrir framúrskarandi námsárangur og að vera jákvæður leiðtogi.
Halldór Birgir Eydal, nemandi í Síðuskóla, fyrir þrautseigju og einstaka frammistöðu í námi og félagslífi.
Elín Sigríður Eyjólfsdóttir, ritari/umsjónarmaður Frístundar Giljaskóla, fyrir dugnað og útsjónarsemi í fjölþættum störfum í þágu Giljaskóla.
Birna Margrét Arnþórsdóttir, kennari Lundarskóla, fyrir fagmennsku, metnað og skipulag í kennslu og starfsháttum.
Hulda Guðný Jónsdóttir og Andrea Diljá Ólafsdóttir, kennarar Síðuskóla, fyrir hlýtt viðmót og sköpunargleði með fjölbreyttum hópi nemenda.
Fjóla Kristín Helgadóttir, Oddeyrarskóla, Vala Stefánsdóttir, Giljaskóla, Helga Ragnheiður Gunnlaugsdóttir, Lundarskóla, Steinunn H. Jónsdóttir, Brekkuskóla, Aðalheiður Skúladóttir, Naustaskóla, Helga Halldórsdóttir, Glerárskóla og Anna Bergrós Arnarsdóttir, Síðuskóla, fyrir eljusemi, lausnamiðaða hugsun og skapandi hugmyndir í vinnu valgreinanefndar grunnskólanna.
Ólöf Pálmadóttir, Kristjana I. Gunnarsdóttir, Fríða Rún Guðjónsdóttir, Kristbjörg Guðmundsdóttir og Kristín Linda Helgadóttir, leikskólanum Pálmholti, fyrir metnaðarfulla , faglega og fjölbreytta kennsluhætti í lestri og stærðfræði.
Öllum verðlaunahöfum er óskað til hamingju með glæsilegan árangur og vel unnin störf við leik- og grunnskóla Akureyrarbæjar.
Hópurinn ásamt Ingibjörgu Isaksen formanni fræðsluráðs.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/auglyst-eftir-baejarstjora
|
Auglýst eftir bæjarstjóra
Auglýst er eftir bæjarstjóra á Akureyri. Starf bæjarstjóra er fjölbreytt, krefjandi en um leið gefandi og viðburðarríkt. Leitað er að aðila sem er atorkusamur, metnaðarfullur og tilbúinn að leggja sig allan fram, býr yfir góðri reynslu og hefur einlægan áhuga á að ná árangi í starfi. Viðkomandi þarf að eiga góð samskipti fyrir hönd bæjarfélagsins og vera talsmaður þess í samskiptum við íbúa, fjölmiðla, viðskiptavini og opinbera stjórnsýslu.
Starfssvið:
Bæjarstjóri er framkvæmdastjóri bæjarfélagsins og sér um framkvæmd ákvarðana sem teknar eru af bæjarstjórn og bæjarráði
Bæjarstjóri undirbýr og situr fundi bæjarstjórnar og bæjarráðs og hefur þar málfrelsi og tillögurétt
Bæjarstjóri er æðsti yfirmaður starfsmanna bæjarfélagsins og nánari útlistun á hlutverki bæjarstjóra er að finna í 50. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar
Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri er æskileg
Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg
Þekking og reynsla af stefnumótun er kostur
Framúrskarandi leiðtogahæfni og hæfni í mannlegum samskiptum
Góðir skipulagshæfileikar og metnaður til árangurs
Hæfni í að tjá sig í ræðu og riti
Upplýsingar veita:
Sverrir Bríem, sverrir@hagvangur.is
Inga Steinunn Arnardóttir, inga@hagvangur.is
Akureyri iðar af mannlífi allan ársins hring. Í bænum búa um 19.000 manns og er hann sá langfjölmennasti utan höfuðborgarsvæðisins, miðstöð athafnalífs og þjónustu fyrir allt Norðurland.
Akureyri er menningar- og skólabær sem byggir á traustum grunni. Þar starfar eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og ferðaþjónusta skipar sífellt hærri sess. Frá Akureyri er stutt í margar helstu náttúruperlur landsins og bærinn sjálfur er vinsæll áfangastaður um lengri eða skemmri tíma. Akureyri er vinsæll ferðamannastaður og fjölmargir heimsækja bæinn ár hvert.
Umsóknarfrestur til 2. júlí 2018.
Mynd: Auðunn Níelsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/betri-heimathjonusta-en-adur
|
Betri heimaþjónusta en áður
Í byrjun mánaðarins var Sóleyju Sigdórsdóttur og Kristínu Ólafsdóttur, starfsmönnum í heimaþjónustu Akureyrarbæjar, veittur dálítill þakklætisvottur fyrir vel unnin störf en þær láta nú senn af störfum. Sóley hefur starfað í heimaþjónustunni í rúm 23 ár og Kristín í rúm 27 ár.
Sóley telur að aðalbreytingin í heimaþjónustu sé sú að hér á árum áður var þjónustan að mestu fólgin í þrifum en núna er veitt persónulegri þjónusta og meiri félagslegur stuðningur. „Bærinn veitir meiri og betri þjónustu heldur en var þegar ég byrjaði. Skjólstæðingar heimaþjónustunnar ná því að vera lengur heima hjá sér og verða eldri en áður," segir Sóley.
Það sem stendur upp úr að mati Kristínar er að starfið hefur verið fjölbreytt, ánægjulegt og gefandi. „Gleði er það einna helst sem kemur upp í hugann, ég hef hitt yndislegt fólk og kynnst fólki vel þrátt fyrir oft og tíðum erfiðar aðstæður þess. Skjólstæðingarnir eru yfirleitt alltaf mjög þakklátir. Ég hef lært mikið af þeim, til dæmis um sögu bæjarins og hvernig atvinnulífið var hér á Akureyri í gamla daga," segir Kristín um störf sín í heimaþjónustu Akureyrarbæjar.
Sóley Sigdórsdóttir og Kristín Ólafsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/opid-lengur-a-sumrin
|
Opið lengur á sumrin
Afgreiðslutími Sundlaugarinnar á Akureyri hefur nú verið lengdur þannig að í sumar verður opið til kl. 21 á laugardagskvöldum og 19.30 á sunnudagskvöldum.
Elín H. Gísladóttir forstöðumaður sundlaugarinnar segir að eftir að nýju vatnsrennibrautirnar hafi verið teknar í notkun hafi aðsókn aukist töluvert og stundum verið fullmargt í lauginni í einu. Það var sérstaklega áberandi á laugardögum og því var ákveðið að lengja afgreiðslutímann til kl. 21 á laugardögum í sumar.
"Gestir eru almennt mjög ánægðir með nýju rennibrautirnar og heimsóknum hefur fjölgað. Við höfum til dæmis heyrt fjölmargar sögur um að Akureyri hafi verið valin sem áfangastaður til að leyfa krökkunum að prófa nýju rennibrautirnar. Nýi heiti potturinn hefur slegið algjörlega í gegn og fólk dásamar vatnsnuddið mikið. Ekki má heldur gleyma kalda pottinum sem tekinn var í notkun síðasta haust. Hann nýtur mikilla vinsælda og er mikið notaður," segir Elín.
Áætlað er að ljúka framkvæmdum við sólbaðsaðstöðu og í garði á allra næstu dögum en ýmsar framkvæmdir eru enn á döfinni sem stefnt er að verði að veruleika á árinu. Þar má nefna að gera geymslu fyrir kennslu og æfingagögn ásamt fleiru sem fylgir rekstrinum. Skipta á um lásakerfi í búningsskápum og verða lyklar aflagðir en þess í stað tekin upp pinnúmerakerfi.
"Stefnt er að því að skipta um dúk í gömlu lauginni. Dúkurinn sem nú er í lauginni er orðinn gamall og stökkur og laugin farin að leka tölvert. Því verður ekki hjá þessari framkvæmd komist þótt það verði ekki auðvelt að loka miðju sundlaugasvæðinu en óneitanlega mun það hafa töluverð áhrif á reksturinn á meðan á því stendur. Áætlað er að byrjað verði á verkinu upp úr miðjum ágúst," segir Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugarinnar á Akureyri.
Þess má að lokum geta að komið hefur verið upp 75 tommu skjá við nýju heitu pottana og þar verða flestir fótboltaleikirnir á HM sýndir þar þegar veður og aðstæður leyfa.
Sjónvarpsskjárinn við nýju heitu pottana.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/thakkir-til-akureyringa-fra-eiriki-birni
|
Þakkir til Akureyringa frá Eiríki Birni
Eiríkur Björn Björgvinsson hefur nú látið af störfum sem bæjarstjóri á Akureyri og sendir Akureyringum þakkir sínar og eftirfarandi kveðju:
„Ég hef nú látið af störfum sem bæjarstjóri á Akureyri eftir 8 ánægjuleg ár. Samtals eru þetta orðin 16 ár sem bæjarstjóri í þremur sveitarfélögum.
Ég er afar þakklátur fyrir tækifærin sem ég hef fengið, fyrir frábært samstarfsfólk, góð samskipti við bæjarbúa, samstarfsaðila, viðskiptavini og gesti sveitarfélagsins.
Ég óska Akureyrarbæ og Akureyringum bjartrar framtíðar."
Eiríkur Björn Björgvinsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jonsmessuhatid-og-setning-listasumars-2018
|
Jónsmessuhátíð og setning Listasumars 2018
Jónsmessuhátíð á Akureyri er 24 tíma hátíð sem hefst kl. 12 laugardaginn 23. júní og stendur til kl. 12 sunnudaginn 24. júní. Á dagskránni eru 24 viðburðir út um allan bæ og fjölbreytnin er í fyrirrúmi.
Listasafnið á Akureyri býður öllum frítt inn á sýningarnar „Bleikur og grænn" og „Fullveldið endurskoðað" en upptaktur að Jónsmessuhátíð verður fjölskylduleiðsögn um fyrri sýninguna kl. 11 sem verður fylgt eftir með listasmiðju fyrir börnin. Vasaljósaleiðsögn um sömu sýningu verður síðan kl. 1 um nóttina. Einnig verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna „Fullveldið endurskoðað" kl. 15 og ætti enginn að láta fram hjá sér fara að forvitnast um þessi verk sem gefa Akureyrarbæ líf og lit í sumar.
Margt verður í boði fyrir alla fjölskylduna. Í Glerárlaug verður alvöru sumarpartý frá kl 16-18 með uppblásnum strandleikföngum, grænum plöntum og DJ. Veðurspáin er góð en það skiptir engu máli því tryggt er að sumarið og sólin verða í Glerárlaug frá kl. 16-18.
Fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar keyrir gamla klassíska rúntinn um Hafnarstrætið kl. 21 til að minnast þess að 50 ár eru síðan að skipt var yfir í hægri umferð á Íslandi. Hluti leiðarinnar verður ekinn með gamla laginu, gegnt núverandi akstursstefnu.
Á sunnudagsmorgun verður boðið upp á brauð til að gefa öndunum á Andapollinum morgunmat og eftir það verður sögustund í boði Amtsbókasafnsins í Minjasafnsgarðinum frá kl. 9-11. Við hvetjum fólk til þess að mæta með nesti, sperrt eyru og njóta morgunsins saman.
Í Davíðshúsi verður leiðsögn um leyndardóma hússins kl. 14 þar sem dregið verður fram ýmislegt sem er ekki bersýnilegt og býður Iðnaðarsafnið til göngu um Gleráreyrar kl. 15 þar sem hægt verður að fræðast um þann iðnað sem þar hefur verið í gegnum tíðina.
Í Ketilhúsinu bregða Vandræðaskáldin á leik kl. 20 á laugardagskvöld og verða til vandræða á Jónsmessunni. Það má búast við hnyttnum textum og skemmtilegum sögum með smá ádeilu í bland, eins og þeirra er von og vísa. Þá tekur við Draumur á Jónsmessunótt sem svífur yfir og allt um kring í Lystigarðinum.
Setning Listasumars verður síðan kl. 15 á sunnudeginum í Hofi en þar verða atriði af Listasumri sýnd og litríkar veitingar í boði. Á sama tíma verður opnuð sýning á málverkum Stefáns V. Jónssonar, Stórvals, í Hofi. Opnunin fer fram á fæðingardegi listamannsins.
Þetta er aðeins brot af því sem hægt verður að njóta á 24 stunda Jónsmessuhátíð á Akureyri. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Jónsmessuhátíðarinnar.
Mynd frá flotviðburði í Sundlaug Akureyrar á Jónsmessuhátíðinni í fyrra.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/drog-ad-tillogu-ad-matsaaetlun-vegna-staekkun-golfvallar-ad-jadri
|
Drög að tillögu að matsáætlun vegna stækkunar golfvallarins að Jaðri
Akureyrarbær undirbýr nú mat á umhverfisáhrifum vegna stækkunar Jaðarsvallar á Akureyri. Mat á umhverfisáhrifum er unnið samkvæmt lögum nr. 106/2000 og reglugerð nr. 660/2015, en framkvæmdin er matsskyld samkvæmt tölulið 2.01 í 1. viðauka laganna.
Mati á umhverfisáhrifum er ætlað að kanna nánar umhverfisáhrif framkvæmdarinnar. EFLA verkfræðistofa vinnur að mati á umhverfisáhrifum. Drög að tillögu að matsáætlun hafa nú verið lögð fram til kynningar og eru gögnin aðgengileg á heimasíðu EFLU.
Frestur til athugasemda er frá 20. júní til 4. júlí 2018.
Allir hafa rétt til að kynna sér drögin að tillögu að matsáætlun og leggja fram athugasemdir. Að auglýsingatíma loknum verða drögin ásamt þeim athugasemdum sem berast, send Skipulagsstofnun til umfjöllunar.
Hægt er að koma ábendingum eða athugasemdum við drög að tillögu að matsáætlun til Friðriks Klingbeil Gunnarssonar hjá EFLU verkfræðistofu eigi síðar en 4. júlí 2018. Athugasemdir er hægt að senda með tölvupósti á netfangið fridrik.gunnarsson@efla.is eða skriflega á skrifstofu EFLU að Höfðabakka 9, 110 Reykjavík merkt „Landmótun og stækkun Jaðarsvallar".
Jaðarsvöllur - yfirlitsmynd úr skýrslu EFLU
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/solstoduhatidin-i-grimsey-vinsael
|
Fjölsótt Sólstöðuhátíð í Grímsey
Óvenju mannmargt er nú í Grímsey en þar hefst Sólstöðuhátíðin í dag og stendur fram á sunnudag. Ennþá er laust með flugi út í Grímsey á morgun, föstudag, en alltaf ætti að vera hægt að komast með ferjunni Sæfara. Nýting gistiplássa er með mesta móti en auðvelt er að koma sér vel fyrir á tjaldsvæðinu í eyjunni þar sem er ágæt aðstaða fyrir gesti.
Veðurspáin fyrir helgina er ljómandi góð og allir eru hjartanlega velkomnir á Sólstöðuhátíðina í Grímsey.
Dagskrá helgarinnar.
Heimasíða Grímseyjar með ýmsum gagnlegum upplýsingum.
Lundabyggðin í Grímsey hefur mikið aðdráttarafl en það hefur einstök miðnætursólin við heimskautsbauginn líka.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gilid-lokad-til-kl-20
|
Gilið lokað til klukkan átta
Leikur íslenska landsliðsins gegn Nígeríu á HM í knattspyrnu í Rússlandi verður sýndur beint á risaskjá í Listagilinu kl. 15 í dag. Af þeim sökum hefur verið lokað fyrir umferð ökutækja um gilið og verður svo til kl. 20 í kvöld.
Gríðarleg stemning er fyrir leiknum um land allt og víðast þar sem því verður við komið er vinna lögð niður meðan á honum stendur.
Akureyringar eru hvattir til að upplifa stemninguna í Listagilinu í brakandi blíðu og njóta leiksins. Velkomið er að mæta með stóla ef fólk vill sitja en svo er líka gaman að fagna standandi. Minnt er á að þetta er reyklaust svæði. Göngum snyrtilega um bæinn okkar og skiljum ekki eftir rusl.
Fylgist með viðburðinum á Facebook þar sem verða skráðar tilkynningar eftir því sem þurfa þykir.
Góð stemning var í Listagilinu þegar Ísland lék gegn Argentínu og hún verður enn betri í dag.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nykjornir-fulltruar-maettir-til-leiks
|
Nýkjörnir fulltrúar mættir til leiks
Í vikunni hafa bæjarfulltrúar, varabæjarfulltrúar, formenn og varaformenn nefnda átt þess kost að sækja eins konar nýliðanámskeið þar sem kynnt hefur ýmislegt sem nauðsynlegt er að kunna skil á við stjórnun sveitarfélagsins.
Meðal annars hefur verið farið yfir ábyrgð og skyldur bæjarfulltrúa, siða- og verklagsreglur og ýmsar stefnur bæjarins.
Þessi brosmildi hópur var mættur í Ráðhúsið í morgun til að setja sig inn í málin.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fundur-i-baejarstjorn-26-juni
|
Fundur í bæjarstjórn 26. júní
Bæjarstjórn Akureyrar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 26. júní. Á dagskrá fundarins er meðal annars málefnasamningur um meirihlutasamstarf kjörtímabilið 2018-2022, deiliskipulag Melgerðisáss og Skarðshlíðar og kerfisáætlun Landsnets 2018-2027. Sjá dagskrá fundarins í heild sinni.
Fundurinn verður haldinn í Hömrum i Hofi og er öllum opinn. Sjónvarpað er frá fundinum daginn eftir, miðvikudaginn 27. júní kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Upptökur frá bæjarstjórnarfundum má nálgast hér.
Mynd: Auðunn Nielsson
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/opid-fyrir-umsoknir-i-gestavinnustofu-2019
|
Opið fyrir umsóknir í gestavinnustofu 2019
Gilfélagið auglýsir eftir umsóknum til dvalar í gestavinnustofu Gilfélagsins. Um er að ræða mánaðardvöl á tímabilinu janúar til desember 2019. Hvert tímabil hefst fyrsta hvers mánaðar.
Gestavinnustofan er fullbúin íbúð með vinnustofu sem hentar einum listamanni eða pari. Innangengt er í viðburðarrýmið Deigluna þar sem er í boði að halda sýningu eða annars konar viðburð í lok dvalar eða eftir samkomulagi.
Íbúðin er í Kaupvangsstræti, eða Listagilinu í miðbæ Akureyrar þar sem er stutt að sækja alla helstu þjónustu svo ekki sé minnst á fjölbreytt menningarlíf. Umsóknarfrestur er til og með 1. ágúst.
Nánari upplýsingar um vinnustofuna og umsóknarferlið.
Frá námskeiði sem gestalistamaður hélt í Deiglunni.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-66
|
Gilið lokað á morgun frá 10-22
Leikur íslenska landsliðsins gegn Króatíu á HM í knattspyrnu í Rússlandi verður sýndur beint á risaskjá í Listagilinu kl. 18 á morgun, þriðjudag. Talsverðan tíma tekur að koma upp skjánum og því verður lokað fyrir umferð ökutækja um gilið frá kl. 10 árdegis til klukkan 22 um kvöldið.
Akureyringar og gestir bæjarins eru hvattir til að upplifa stemninguna í Listagilinu og njóta leiksins. Velkomið er að mæta með stóla ef fólk vill sitja en svo er líka gaman að fagna standandi. Veðurstofa Íslands spáir blíðu á Akureyri á morgun.
Athugið að allir skipulagðir HM-viðburðir eru reyklausir og því er Listagilið reyklaust svæði meðan á sýningunni stendur.
Göngum snyrtilega um bæinn okkar og skiljum ekki eftir okkur rusl.
Meðan á lokun stendur er fólk vinsamlegast beðið að aka fremur Þórunnarstræti en Oddeyrargötu til að fara af Brekku niður í miðbæ. Oddeyrargatan er fremur þröng og þolir mun minni umferðar en Þórunnarstrætið.
Gríðarlega góð stemning var í Listagilinu síðasta föstudag og verður vonandi engu síðri á morgun, þriðjudag, þegar Ísland mætir Króatíu á HM í knattspyrnu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vinnustofur-og-syningarrymi-til-leigu
|
Vinnustofur og sýningarrými til leigu
Listasafnið á Akureyri hefur til leigu tvö mismunandi rými fyrir listamenn á Akureyri. Rýmin eru hugsuð sem vinnustofur og sýningarrými sem reglulega væru opin almenningi. Þar væri boðið upp á viðburði og starfssemin sem þar færi fram þyrfti að tengjast og vera í samvinnu við aðra starfssemi í Listagilinu.
Húsnæði til leigu:
1. Rými að stærð 60 m2
þar sem áður var Mjólkurbúðin og Jónas Viðar Gallerí. Mánaðarleiga er 80.000 kr.
2. Rými að stærð 110 m2
þar sem áður voru geymslur Listasafnsins. Mánaðarleiga er 110.000 kr.
Húsnæðið leigist frá 15. ágúst 2018 til 4 ára að uppfylltum skilyrðum. Tilboðum skal skilað á listak@listak.is fyrir 10. júlí 2018. Þriggja manna dómnefnd velur úr innsendum umsóknum.
Kynningarfundur verður haldinn mánudaginn 2. júlí kl. 16 í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Þar verður húsnæðið sýnt og spurningum svarað.
Húsnæðið sem um ræðir. Vinstra megin er stórt rými fyrir vinnustofur og forstofa. Hægra megin á myndinni er rýmið þar sem áður var Mjólkurbúðin og Jónas Viðar Gallerí og aðstaða þar inn af.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hefurdu-nytt-ther-ibuagattina
|
Hefurðu nýtt þér íbúagáttina?
Í íbúagáttinni á Akureyri.is er hægt að skrá sig inn með íslykli eða rafrænum skilríkjum til að sækja um ýmsa þjónustu og fylgjast með stöðu umsókna.
Nú eru 37 umsóknareyðublöð af ýmsu tagi komin í íbúagáttina þar sem hægt er að fylla þær út eftir þörfum og senda inn rafrænt ásamt með fylgiskjölum. Stöðugt er unnið að því að koma fleiri umsóknum inn í rafrænu gáttina og til stendur að gera tilraun með að hafa vissar umsóknir eingöngu á rafrænu formi, til dæmis andmæli vegna stöðubrotasekta.
Íbúar sem hafa sent inn umsókn í íbúagátt geta síðan fylgst með afgreiðslu málsins og framvindu þess undir flipanum "málin mín". Einnig er hægt að sjá álagningarseðil fasteigna í íbúagáttinni undir flipanum "álagning". Skorað er á bæjarbúa að kynna sér íbúagáttina og nýta sér þessa rafrænu þjónustu.
Íbúagáttin er mjög áberandi hér á forsíðu heimasíðunnar en bein slóð á hana er http://ibuagatt.akureyri.is. Þeir sem þurfa aðstoð við að opna gáttina geta fengið hana í þjónustuverinu í anddyri Ráðhúss Akureyrarbæjar, Geislagötu 9.
Mynd: Anders Peter.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fullveldi-a-hladinu-i-laufasi
|
Fullveldi á hlaðinu í Laufási
Það verður líf og fjör á hlaðinu við Gamla bæinn Laufás í Eyjafirði á laugardaginn frá kl. 14-16 þar sem stigin verða dans- og glímuspor við töfrandi harmonikkutónlist.
Gamla prestsetrið í Laufási er stór og veglegur torfbær frá 19. öld sem er hluti húsasafns Þjóðminjasafns Íslands en í umsjón Minjasafnsins á Akureyri. Laufásbærinn og umhverfið býður upp á viðeigandi umgjörð fyrir sýningu á þjóðdönsum og íslenskri glímu. Dansfélagið Vefarinn sýnir þjóðdansa á hlaðinu í glæsilegum þjóðbúningum og sauðskinnsskóm en tónlistina framkallar Harmonikkufélag Eyjafjarðar.
Sýningahópur vaskra karla og kvenna frá Glímusambandi Íslands sýnir íslenska glímu. Gestum gefst kostur á bæði að læra dansspor og réttu handtökin og fótaburð í íslenskri glímu.
Skemmtunin fer fram milli 14 og 16 laugardaginn 30. júní . Sjón er sögu ríkari en þátttaka veitir ómetanlegar minningar, nú eða þekkingu.
Viðburðurinn er hluti af aldarafmæli fullveldis Íslands og hlaut styrk frá afmælisnefndinni.
Glímt á hlaðinu í Laufási.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/heimskautsbaugurinn-faerist-ur-stad
|
Heimskautsbaugurinn færist úr stað
Listaverkið Orbis et Globus var sett niður á heimskautsbauginn í Grímsey haustið 2017. Um er að ræða kúlu sem er 3 metrar í þvermál og á að færast um eyjuna í samræmi við skrykkjóttar hreyfingar heimskautsbaugsins þar til hann yfirgefur eyjuna árið 2047 eða því sem næst.
Fyrir Sólstöðuhátíðina sem haldin var í Grímsey um síðustu helgi, var listaverkið því fært á að giska 130 metra til suðurs og á Sólstöðuhátíðinni á næsta ári verður það fært enn á ný.
Listaverkið er kennileiti fyrir heimskautsbauginn sem hefur vakið athygli um víða veröld og talsvert verið um það fjallað á vinsælum netmiðlum og í tímaritsgreinum. Markmiðið með gerð verksins var að vekja athygli á Grímsey og auka aðdráttarafl eyjarinnar fyrir ferðamenn og má segja að það hafi sannarlega tekist.
Flestir erlendir ferðamenn, og einnig innlendir, sem til Grímseyjar koma, leggja á það ofurkapp að komast „norður að kúlunni". Mörg dæmi eru um það í sumar að ferðafólk komi til eyjarinnar gagngert til þess að sjá og snerta listaverkið og komast með þeim hætti sannarlega norður fyrir heimskautsbauginn.
Orbis et Globus er eftir listamanninn Kristinn E. Hrafnsson og arkitektinn Steve Christer hjá Studio Granda. Það var valið til að vera nýtt kennileiti fyrir heimskautsbauginn eftir samkeppni um slíkt verk sem efnt var til árið 2013.
Sólstöðuhátíðin í Grímsey verður haldin næst 20.-23. júní 2019 og þá verður listaverkið fært öðru sinni með viðhöfn.
Ferðafólk við Orbis et Globus um síðustu helgi. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skidalyftan-opin-a-sumrin
|
Skíðalyftan opin á sumrin
Frá og með föstudeginum 6. júlí verður stólalyftan Fjarkinn opin í Hlíðarfjalli frá kl. 10 til 17 föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Þar með aukast enn möguleikar almennings til að njóta útiveru á þessu skemmtilega svæði hvaðan útsýnið yfir Akureyri er einstakt.
Hjólreiðafólki er heimilt að taka reiðhjól með sér í lyftuna og fyrir fótgangandi gildir lyftumiðinn fram og til baka.
Hægt verður að kaupa lyftumiða hjá lyftuverði og einnig á heimasíðu Hlíðarfjalls. Verðinu er stillt mjög í hóf og kostar ein ferð 1.000 kr. fyrir fullorðna en 700 kr. fyrir börn, unglinga og ellilífeyrisþega. Einnig verður hægt að kaupa helgarpassa og sumarkort. Nánari upplýsingar á heimasíðu Hlíðarfjalls, www.hlidarfjall.is.
Mynd: Kristján Bergmann Tómasson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/188-lid-og-oll-sigra
|
188 lið og öll sigra
Eitt glæsilegasta íþróttamót ársins, N1-mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag, miðvikudaginn 4. júlí og lýkur laugardaginn 7. júlí. Íþróttamannvirki bæjarins, hús og vellir, eru sjaldan eins vel nýtt og eru forsenda þess að svo stór mót sé haldið hér í bæ með glæsibrag.
Þetta er í þrítugasta og annað skipti sem tæplega 2.000 ungir drengir flykkjast norður og etja kappi í vinsælustu íþróttagrein landsins á N1-mótinu, móti sem fyrir löngu hefur skrifað nafn sitt í knattspyrnusögubækur Íslands. Skráð lið í ár eru 188 og þátttakendur eru vel yfir 1.800. Kópavogsliðin tvö, Breiðablik og HK, eru fjölmennust í ár, en frá þeim koma 13 lið annars vegar og 12 lið hins vegar. Ljóst er að allir munu sigra í þessu móti með einum eða öðrum hætti, ekki síst þar sem órjúfanleg vinátta og ævilangar minningar um góðar stundir verða til á þessu móti.
Það er ekki á neinn hallað þegar því er haldið fram að N1 mótið sé hápunktur íþróttasumarsins fyrir unga knattspyrnukappa og á mótinu hafa margir verðandi atvinnumenn og landsliðsmenn sem nú öttu kappi á HM í Rússlandi, tekið sín fyrstu alvöru skref. Má reikna með að í ár taki landsliðsmenn framtíðarinnar þátt af sama eldhug og krafti og fyrri kynslóðir.
Sem fyrr fylgir mikill fjöldi aðstandenda, vina og þjálfara keppendum á mótið og má því reikna með þúsundum gesta til Akureyrar í kringum mótið. Skipuleggjendur minna því á þolinmæði meðan á mótinu stendur, hvort sem um er að ræða umferðarmál eða önnur mál sem óhjákvæmilega getað skapað töf.
Akureyrarbær óskar keppendum og aðstandendum góðrar skemmtunar á N1-mótinu.
Mynd af heimasíðu KA og N1-mótsins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sextan-sottu-um-stodu-baejarstjora
|
Sextán sóttu um stöðu bæjarstjóra
Staða bæjarstjóra á Akureyri var auglýst laus til umsóknar í júní og rann umsóknarfrestur út 2. júlí sl.
Frestur til að draga umsókn sína til baka rann út á hádegi í gær og það gerðu tveir umsækjendur.
Nöfn umsækjenda í stafrófsröð eru þessi:
Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri
Árni Helgason, löggiltur fasteignasali
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri
Brynja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
Davíð Stefánsson, framkvæmdastjóri
Eiríkur H. Hauksson, sveitarstjóri
Eva Reykjalín Elvarsdóttir, þjónustufulltrúi
Finnur Yngvi Kristinsson, hótelstjóri
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Guðmundur Steingrímsson, ritstjóri
Gunnar Kristjánsson, verkefnastjóri
Jón Hrói Finnsson, sviðsstjóri
Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri
Linda Björk Hávarðardóttir, framkvæmdastjóri
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri
Sveinbjörn Freyr Arnaldsson, framkvæmdastjóri
Mynd: Auðunn Níelsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/lk
|
Götulokanir vegna Litahlaups
Litahlaupið (Colour Run) fer fram í miðbæ Akureyrar á laugardag. Af þeim sökum verður nokkrum götum í bænum lokað tímabundið fyrir umferð vélknúinna ökutækja. Gert er ráð fyrir að lokanir hefjist fljótlega upp úr hádegi. Göturnar verða síðan opnaðar aftur þegar hlaupafólkið hefur farið fram hjá og verða allar orðnar greiðfærar ökutækjum aftur vel fyrir kl. 18.
Líkt og í fyrra þá verður rás- og endamark hlaupsins á túninu sunnan við Knattspyrnuvöll Akureyrar og verður hlaupið suður eftir Hólabraut og Túngötu í gegnum miðbæinn um Ráðhústorgið, Skipagötu, Hafnarstræti, Aðalstræti, Naustafjöru, þar sem þátttakendur snúa við og hlaupa nánast sömu leið til baka og endar hlaupið svo við Brekkugötu.
Hlaupaleiðina má sjá myndrænt á meðfylgjandi mynd þar sem einnig má sjá væntanlegar götulokanir en óhjákæmilegt er að loka nokkrum götum í miðbæ Akureyrar á meðan hlaupið stendur yfir. Þær götur sem verða lokaðar vegna The Color Run eru:
Brekkugata frá Ráðhústorgi að Klapparstíg
Hólabraut
Smáragata og Gránufélagsgata við Laxagötu
Túngata
Bankastígur
Strandgata við Geislagötu
Skipagata
Kaupvangsstræti frá gatnamótum Drottningarbrautar að Hafnarstræti
Hafnarstræti
Austurbrú
Naustafjara
Aðalstræti (þar af leiðandi Duggufjara og Búðarfjara)
Viðburðarsvæðið við Akureyrarvöll verður opnað kl. 15 á laugardag með upphitun fyrir hlaupið og ræst verður af stað í hlaupið frá klukkan 16.00.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hvad-a-bruin-ad-heita
|
Hvað á brúin að heita?
Akureyrarbær hefur efnt til verðlaunasamkeppni um heiti á nýju göngubrúna við Drottningarbraut.
Óskað er eftir að fólk sendi inn tillögu að nafni á netfangið bru@akureyri.is fyrir dagslok sunnudaginn 15. júlí.
Dómnefnd velur nafn á brúna úr innsendum tillögum.
verðlaun: Vetrarkort í Hlíðarfjall veturinn 2018-2019
verðlaun: 20 miða kort í Sundlaug Akureyrar
verðlaun: 10 miða kort í Sundlaug Akureyrar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vaxandi-ferdathjonusta-i-grimsey
|
Vaxandi ferðaþjónusta í Grímsey
Gistiheimilið Gullsól í Grímsey fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Árið 1998 ákváðu 10 konur í Grímsey að opna lítið gallerí til þess að ferðafólk gæti fengið sér að minsta kosti kaffi þegar það kæmi til eyjunnar. Á þeim tíma var lítil sem engin þjónusta í boði fyrir ferðamenn og því margt búið að gerast á þessum 20 árum.
Nú eru tvö gistiheimili í eyjunni, veitingastaður, tjaldsvæði, skipulagðar ferðir af ýmsu tagi, strætó, fimm ferjuferðir á viku yfir sumartímann og þrjár yfir veturinn auk áætlunarflugs og útsýnisflugs til Grímseyjar.
Í Gullsól er rekið gistiheimili, minjagripa- og gjafavöruverslun, meðal annars með handverki heimafólks, og lítið kaffihús. Húsið hefur verið gert upp að innan sem utan. Ný heimasíða var opnuð fyrir skemmstu en þar er að finna ýmsar upplýsingar og hægt að bóka gistingu. Sjá nánar á www.gullsol.is.
Sérstakar þakkir eiga skilið þær konur sem komu starfseminni í Gullsól af stað þann 5. júlí 1998. Þær voru Helga Mattína Björnsdóttir, Áslaug Alfreðsdóttir, Sigrún Þorláksdóttir, Guðrún Gísladóttir, Ída Jónsdóttir, Guðbjörg Henningsdóttir, Steinunn Stefánsdóttir, Jónína Sigurðardóttir, Þorgerður Einarsdóttir og Jórunn Magnúsdóttir. Í dag koma níu konur að rekstrinum í Gullsól með einum eða öðrum hætti.
Gullsól starfar í Sólbergi, gráa húsinu hægra megin á myndinni. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hreinn-baer-fagur-baer
|
Hreinn bær, fagur bær
Akureyrarkaupstaður kostar miklu til að halda strætum og stígum bæjarins snyrtilegum og fallegum. Götur eru sópaðar, illgresi reytt úr beðum og opin svæði slegin og hirt. Akureyri hefur enda stundum hlotið sæmdarheitið "fegursti bær landsins" en til þess að bærinn verðskuldi það, þurfa allir að leggjast á eitt og taka til í sínum ranni. Það er samfélagsleg skylda okkar sem í þessum bæ búum að ganga vel um og koma í veg fyrir sóðaskap.
Nokkuð hefur borið á því að fólk sem leggur á sig talsvert erfiði og kostnað við að gera lóðir sínar enn fegurri með alls kyns framkvæmdum, hugi ekki nægilega vel að því að taka til utan lóðarmarka eftir framkvæmdirnar. Bæjarbúar eru því hvattir til að ganga vel frá eftir sig innan lóða sem utan, sópa stéttar, hreinsa gras af götum o.s.frv.
Fólk sem er iðjusamt við að hreinsa rusl og snyrta tré og runna í garðinum sínum, verður öðrum ósjálfrátt hvatning til að taka til hendinni.
Stígum skrefinu lengra og tínum rusl utan lóðarmarka, við næsta göngustíg og/eða á nálægu útivistarsvæði.
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tillaga-ad-starfsleyfi-fyrir-oliubirgdastod-oliudreifingar-ehf-i-grimsey
|
Tillaga að starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð Olíudreifingar ehf. í Grímsey
Við vekjum athygli á auglýsingu Umhverfisstofnunar um tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Olíudreifingu ehf. í Grímsey. Ekki er verið að breyta umfangi rekstrarins en um er að ræða að geyma allt að 60 m3 af olíu í stöðinni í einum geymi.
Sjá auglýsinguna í heild sinni á heimasíðu Umhverfisstofnunar.
Grímsey
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hradahindranirnar-koma-aftur
|
Hraðahindranirnar koma aftur
Bæjarbúar hafa tekið eftir því að hraðahindranir eru horfnar af nokkrum götum eða götuköflum í bænum. Þetta á sér eðlilegar skýringar.
Verið er að malbika þessar götur að nýju og eina leiðin til að gera það almennilega er að byrja á því að fjarlægja hraðahindranirnar, því næst malbika og loks búa til nýjar hraðahindranir. Það er því engin hætta á öðru en að hraðahindranirnar komi aftur á sinn stað innan tíðar.
Götur sem verið er að lagfæra eru Mýrarvegur frá gangbraut við Hörpulund að Vanabyggð, Kjarnagata frá Golfvallarvegi að Naustaskóla. efsti hluti Þingvallastrætis, Þórunnarstræti frá Mímisbraut að Hrafnagilsstræti, Oddeyragata frá Hamarstíg og Gránufélagsgata niður að Glerárgötu, Hlíðarbraut frá Baldursnesi að Krossanesbraut, Einholt, Grundargerði frá Þingvallastræti að Grundargerði 7, Byggðavegur frá Hamarstíg að Löngumýri og Teigasíða að hluta.
Nýtt malbik án hraðahindrana á Oddeyrargötu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vilt-thu-taka-thatt-i-afmaelisveislunni
|
Vilt þú taka þátt í afmælisveislunni?
Afmælishátíð bæjarins, Akureyrarvaka, verður haldin helgina 24.-25. ágúst nk. Bæjarbúum er boðið að taka þátt í henni með einum eða öðrum hætti.
Ertu með hugmynd? Er hún spennandi, nýstárleg, ævintýraleg, hugguleg, litrík, hljómfögur, öðruvísi, metnaðarfull og á erindi við bæjarbúa og gesti, jafnt smáa sem stóra, jafnt unga sem aldna?
Ertu með viðburð? Fjöldi fyrirtækja og einstaklinga taka þátt í Akureyrarvöku með viðburðum á hverju ári. Tilvalið tækifæri til að láta ljós sitt skína í afmælisveislu Akureyrarbæjar.
Viltu sjást í fjöldanum? Fjöldi bakhjarla styður við eina stærstu hátíð bæjarins. Frábær leið til að auka sýnileika þinn og fyrirtækis þíns í höfuðstað Norðurlands. Kynntu þér leiðirnar sem í boði eru.
Sendu starfsfólki Akureyrarstofu línu á netfangið akureyrarvaka@akureyri.is eða hringdu í síma 460-1157.
Síðasti dagur til að vera með í prentuðum bæklingi er 29. júlí.
Hægt er að taka þátt í netútgáfu dagskrárinnar til 22. ágúst.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/midaldadagar-eru-um-helgina
|
Miðaldadagar eru um helgina
Árið 2007 var sjálfseignastofnunin Gásakaupstaður stofnuð en að henni standa Akureyrarkaupstaður ásamt fleirum. Markmið Gásakaupstaðar er að stuðla að uppbyggingu fyrirhugaðs ferðamannastaðar á Gásum og eru Miðaldadagar hluti af því verkefni.
Miðaldadagar verða haldnir á Gásum núna um helgina, 20.-22. júlí. Hvernig væri að bregða sér til miðalda? Kannski til ársins 1318?
Gásir voru einn helsti verslunarstaður landsins á miðöldum. Árlega færist líf og fjör í verslunarstaðinn sem er endurskapaður á tilgátusvæði með tilheyrandi miðaldamannlífi. Hátíðin hefur verið haldin árlega síðan 2003. Í fyrstu voru þar 3 konur í einu tjaldi en í ár verða þar yfir 100 Gásverjar við leik og störf og búist er við um 2.000 gestum.
Á Miðaldadögum gefst tækifæri til að upplifa fortíðina og verslunarstaðinn á blómatíma hans, hitta Gásverja, kynnast handverki og daglegum störfum, jafnvel fá að prófa eitt og annað. Boðið er upp á leiðsagnir um fornleifasvæðið og tilgátusvæðið, sögulega stundir með Vandræðaskáldum. Það er einstök stemning í fjörunni við Gásir þar sem tilgátubúðirnar eru. Það slær hins vegar reglulega í brýnu milli bardagamanna Rimmugígs og Gásverjar bregða á með leik og söng. Gapastokkurinn verður óspart nýttur fyrir glæpamanninn og gefst gestum tækifæri til að grýta hann með eggjum. Vonandi verður hann ekki fyrir Gása-lækninum sem helst vill aflima alla, nema að seiðkonan hafi aðvarað fólk.
Auk viðburðanna verða fjölmargir handverksmenn að störfum og tónlistarfólk gæðir svæðið lífi í takt við leikþætti og taktfastan slátt eldsmiða. Steinsmiður mætir á Gásir í fyrsta sinn sem mótar kléberg að fyrirmynd jarðfundninnaa gripa. Annálaritari Gása hanterar skinn og saman búa gestir og Gásverjar til nýjan kafla í annál þessarar skemmtilegu fortíðarhátíðar.
Nánari upplýsingar á www.gasir.is og á facebooksíðunni miðaldadagar á Gásum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/loftgaedamaelingar-a-heimasidunni-akureyrarbaejar
|
Loftgæðamælingar á heimasíðu Akureyrarbæjar
Á heimasíðu Akureyrarbæjar er hægt að sjá mælingar á loftgæðum í bænum. Mælirinn er staðsettur í Strandgötu, á milli hafnarinnar og miðbæjar. Um er að ræða símælingar á svifryki, (PM10), brennisteinsdíoxíði (SO2), niturmónoxíði (NO) og niturdíoxíði (NO2).
Upplýsingarnar er að finna neðst á heimasíðu Akureyrarbæjar - sjá myndina hér til hægri.
Þegar smellt er á annan hvorn græna kassann á forsíðunni opnast síða þar er hægt að fá nánari upplýsingar um hvað mæligildin segja.
Sjá skjámynd hér fyrir neðan.
Hlekkurinn sem sést neðst á myndinni vísar á heimasíðu Umhverfisstofnunar þar sem hægt er að skoða mælingar einstakra daga og mælingar einstakra mæliþátta. Það er einnig hlekkur á þessa síðu í kubbnum „Nytsamlegt" á forsíðu vefs Akureyrarbæjar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/mengun-fra-skemmtiferdaskipum
|
Mengun frá skemmtiferðaskipum
Á fundi bæjarráðs þann 19. júlí var m.a. rætt um mælingar á mengun frá skemmtiferðarskipum. EFLA verkfræðistofa tók saman stutt minnisblað um niðurstöður loftgæðamælinga Umhverfisstofnunar á Akureyri frá mars til 11. júlí 2018.
Niðurstöður mælinga Umhverfisstofnunar sýna að áhrif útblásturs af völdum skemmtiferðaskipa í miðbæ Akureyrar voru mjög lítil og vart merkjanleg, utan við örfáa toppa fyrir þessa mæliþætti sem eru þó allir vel undir heilsuverndarmörkum. Möguleiki er þó á því, sökum þess hve strompar skemmtiferðaskipanna liggja hátt yfir jörðu, að útblásturinn berist hátt upp í andrúmsloftið og mælistöðin við Strandgötu nemi ekki nema að litlu leyti þennan útblástur. Af þessum niðurstöðum er þó hægt að draga þá ályktun að útblástur svifryks, niturdíoxíðs og brennisteinsdíoxíðs frá skemmtiferðaskipum hafi ekki haft heilsufarsleg áhrif á fólk í miðbæ Akureyrar eða allra næsta nágrenni á umræddu mælitímabili.
Skýrsluna má nálgast hérna
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/svifryksmaelir-biladur-4
|
Svifryksmælir bilaður
Verið er að vinna að viðhaldi á svifryksmæli Umhverfisstofnunar, sem staðsettur er í Strandgötu. Mælirinn gefur upplýsingar um loftgæði í bænum. Upplýsingar sem koma frá mælinum núna og birtast á heimasíðu Akureyrarbæjar eru því rangar.
Mynd: María H. Tryggvadóttir
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/listasafnid-lokad
|
Listasafnið lokað
Vegna framkvæmda er Listasafninu á Akureyri lokað þessa dagana. Safnið verður opnað aftur laugardaginn 28. júlí kl. 10-17. Beðist er velvirðingar vegna þessa.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/lokanir-gatna-vegna-hjolreidahelgar-27-og-28-juli-nk
|
Lokanir gatna vegna hjólreiðahelgar 27. og 28. júlí n.k.
Lokun Hlíðarfjallsvegar föstudaginn 27. júlí 2018 kl. 20.30 – 21.30
Keppnisleiðin fer eftir Hlíðarbraut og verður einhver stöðvun á umferð meðan keppendur fara framhjá. Við Síðubraut hefst lokaður vegur að endamarki 1 við bæinn Glerá. Bílum verður hleypt með stýrðri umferð upp Hlíðarfjallsveg áður en fyrstu keppendur mæta, og í hollum þegar engir keppendur eru í braut til að gefa áhorfendum mögulegt að fylgjast með lokaklifri upp í Hlíðarfjall og vera viðstaddir við endamark 2 við Skíðaskála.
Lokun Eyrarlandsvegar og Kaupvangsstrætis laugardaginn 28. júlí 2018 kl. 16.30-18.30
Um er að ræða lokun á vegi á meðan fram fara Brekkusprettir í Gilinu og Kirkjutröppubrun.
Hægt er að skoða dagskrá hjólreiðahelgarinnar á vefsíðu félagsins www.hfa.is og skoða ýtarupplýsingar um hjólaleiðina á "Gagnamót - Race Manual"
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skapandi-namskeid-fyrir-5-7-bekk
|
Skapandi námskeið fyrir 5.-7. bekk
Félagsmiðstöðvar Akureyrar (FÉLAK) bjóða upp á skapandi námskeið fyrir 5.-7. bekk 13. - 17. ágúst.
Námskeiðið verður haldið í Rósenborg og verður með örlítið öðruvísi sniði en fyrri klúbbar FÉLAK í sumar. Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á sköpun, tjáningu og jákvæð samskipti, en Urður Önnudóttir Sahr, dansari frá Institute of the Arts Barcelona verður kennari á námskeiðinu.
Það eru fimmtán pláss í boði fyrir hádegi og fimmtán pláss eftir eftir hádegi. 5. og 6. bekkur eru frá 09.00 til 11.30 og 7. bekkur er frá 13.00 til 15.30
Verð fyrir námskeiðið er kr. 3.000.-
Skráning og allar nánari upplýsingar: olafiag@akureyri.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/drusluganga-a-akureyri-4
|
Druslugangan
Drusluganga verður farin á Akureyri á morgun, laugardaginn 28. júlí, og hefst kl. 14. Gengið verður frá Akureyrarkirkju og niður á Ráðhústorg. Meginmarkmið druslugöngunnar er að losa þolendur undan skömminni sem kynferðislegt ofbeldi skilur eftir sig og skila henni þangað sem hún á heima, hjá gerendum.
Barist er gegn orðræðu sem gefur til kynna að kynferðislegt ofbeldi geti verið, eða sé nokkurn tíman, þolenda þess að kenna. Sú er nefnilega aldrei raunin. Fólk er hvatt til að sýna samstöðu, taka afstöðu og ganga druslugönguna saman.
Druslupepp í Rósenborg á föstudaginn kl. 20 í Rósenborg
Svokallað Druslupepp verður haldið í ár, líkt og í fyrra. Að þessu sinni verður það á 4. hæð í Rósenborg. Kvöldið verður haldið á föstudaginn, 27. júlí kl. 20, þar sem Stefán Elí mun halda uppi stemmningunni meðan hægt verður að föndra sitt eigið skilti fyrir gönguna og kaupa sérstakan Drusluvarning sem hefur slegið í gegn síðustu ár.
Sjá nánar á FB viðburði druslugöngunnar
Frá druslugöngu á Akureyri
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hatid-fyrir-alla-fjolskylduna-a-akureyri
|
Hátíð fyrir alla fjölskylduna á Akureyri
Fjölskylduhátíðin Ein með öllu verður haldin á Akureyri um verslunarmannahelgina. Frá fimmtudegi til sunnudags er boðið upp á þéttskipaða dagskrá. Sparitónleikar verða á Leikhúsflötinni á sunnudagskvöld og þar koma fram Páll Óskar, Hera Björk, Emmsjé Gauti, Volta, Úlfur Úlfur, KA-AKÁ, Dagur Sigurðsson o.fl. Sparitónleikunum lýkur með flugeldasýningu.
Áhersla er lögð á að verslunarmannahelgin á Akureyri einkennist af viðburðum sem gera allri fjölskyldnni kleift að njóta þess að vera saman og láta jafnvel til sín taka með beinum hætti.
Sérstök krakkadagskrá verður í miðbænum á laugardag, hátíðartónleikar með ýmsum flytjendum á Ráðhústorgi á föstudags- og laugardagskvöld, markaðsstemning á Ráðhústorgi allan sunnudaginn, Kirkjutröppuhlaupið verður á sínum stað sem og Óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju. Þetta er aðeins brot af því sem verður á boðstólum.
Ýmsar upplýsingar og dagskráin er birt á heimasíðunni www.einmedollu.is.
DAGSKRÁ HELGARINNAR Á AKUREYRI.
#versloAK
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-baejarstjori-a-akureyri-1
|
Nýr bæjarstjóri á Akureyri
Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við Ásthildi Sturludóttur um að taka að sér starf bæjarstjóra á Akureyri. Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem var bæjarstjóri síðustu átta ár.
Alls sóttu 18 um starf bæjarstjóra en 2 umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka. Eftir úrvinnslu umsókna og viðtöl ákvað meirihluti bæjarstjórnar að ganga til samninga við Ásthildi.
Ásthildur starfaði sem bæjarstjóri í Vesturbyggð frá árinu 2010. Hún er uppalin í Stykkishólmi og er með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MPA-gráðu (Master of Public Administration) í opinberri stjórnsýslu frá PACE University í New York. Ásthildur starfaði áður sem verkefnisstjóri á rektorsskrifstofu og markaðs- og samskiptasviði Háskóla Íslands. Hún var einnig verkefnisstjóri við byggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og atvinnuráðgjafi hjá SSV-þróun og ráðgjöf.
Gert er ráð fyrir að Ásthildur taki til starfa um miðjan september.
Ásthildur Sturludóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gotulokanir-og-bilastaedi-um-verslo
|
Götulokanir og bílastæði um versló
Eins og við er að búast þá verður einhver röskun á umferð ökutækja um bæinn þegar fjölskylduhátíðin Ein með öllu verður haldin um næstu helgi. Hér að neðan er vakin athygli á óhjákvæmilegum lokunum gatna og hvar best er að leggja bifreiðum ef fólk fer ekki fótgangandi á viðburði.
Hafnarstræti (göngugata) er lokuð frá fimmtudeginum 2. ágúst kl.10 til mánudagsins 6. ágúst kl. 12.
Kaupvangsstræti (Listagilið) er lokað föstudaginn 3. ágúst frá kl. 14-18.
Skipagata, Strandgata og Túngata eru lokaðar að hluta frá föstudeginum 3. ágúst kl. 18 til sunnudagsins 5. ágúst kl. 17.
Sparitónleikar verða á Samkomuhúsflötinni sunnudagskvöldið 5. ágúst og vegna þeirra verða Drottningarbraut (frá Kaupvangsstræti að Leiruvegi), Hafnarstræti (frá Bautanum að Suðurbrú) og Austurbrú lokaðar frá kl. 20.30-00.30. Hjáleið vegna lokunar á þjóðvegi 1 er um Þórunnarstræti og Miðhúsabraut.
Vakin er athygli á að samkvæmt 12. grein samþykktar Akureyrarbæjar um hundahald er óheimilt að fara með hunda á samkomur eins og um verslunarmannahelgi.
Umferð dróna er bönnuð nema með leyfi hátíðarhaldara.
Bílastæði:
Bílastæði eru m.a. við Skipagötu, Hof, Strandgötu og Ráðhúsið. Á Sparitónleikunum verður hægt að leggja við Drottningarbraut frá Aðalstræti að Leirutjörn. Á Skógardeginum í Kjarnaskógi verða opnuð aukabílastæði. Staðsetningu þeirra má sjá hér að neðan.
DAGSKRÁ HELGARINNAR Á AKUREYRI
Smelltu á myndina til að sjá stærri útgáfu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-personuverndarlog
|
Ný persónuverndarlög
Þann 15. júlí sl. tóku gildi ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Í lögunum er m.a. staðfestur sá grundvallarréttur sem felst í vernd persónuupplýsinga einstaklinga.
Þann 28. júní sl. samþykkti bæjarráð persónuverndarstefnu fyrir Akureyrarkaupstað.
Samkvæmt nýjum persónuverndarlögum eiga einstaklingar rétt til upplýsinga um vinnslu og til aðgangs að eigin persónuupplýsingum. Hér má finna fræðslu um rétt til upplýsinga.
Óski einstaklingur eftir upplýsingum samkvæmt persónuverndarlögum skal fylla út beiðni um upplýsingar skv. persónuvernarlögum í Íbúagátt Akureyrarbæjar. Til að nota Íbúagáttina þarf Íslykil eða rafræn skilríki.
Skjaldarmerki Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/mat-a-umhverfisahrifum-akvordun-um-matsskyldu-2
|
Mat á umhverfisáhrifum – Ákvörðun um matsskyldu
Skipulagsráð Akureyrarkaupstaðar hefur tekið ákvörðun um að eftirfarandi framkvæmdir skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000.
• Lenging Tangabryggju um 168 m.
• Haugsetning á mold/jarðvegi til að útbúa nýjar tjaldflatir á tjaldsvæðinu að Hömrum.
Ofangreindara ákvarðanir eru til sýnis á 1. hæð í Ráðhúsi Akureyrar og eru einnig aðgengileg hér fyrir neðan.
Tangarbryggja
Tjaldsvæðið á Hömrum
Ákvarðanirnar má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála til 6. september 2018. Sjá nánar upplýsingar á heimasíðu úrskurðarnefndar, www.uua.is.
9. ágúst 2018
Sviðsstjóri skipulagssviðs
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/framhjahlaup-a-thorunnarstraeti-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingu
|
Verksmiðjusvæðið á Gleráreyrum, framhjáhlaup á Þórunnarstræti – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi Verksmiðjusvæðis á Gleráreyrum.
Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir framhjáhlaupi á Þórunnarstræti til suðurs (til hægri) inn á Glerárgötu auk breytinga á göngustígum, gangbrautum og umferðareyjum. Þá eru skipulagsmörk einnig aðlöguð að deiliskipulagi Norður-Brekku og deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 9. ágúst til 20. september 2018, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig aðgengileg hér fyrir neðan.
Þórunnarstræti - tillaga að deiliskipulagsbreytingu.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 fimmtudaginn 20. september og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
9. ágúst 2018
Sviðsstjóri skipulagssviðs
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kjarnagata-2-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingu
|
Kjarnagata 2 – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis á svæði milli Kjarnagötu 2 og Miðhúsabrautar.
Í breytingunni felst að fyrirhuguð aðkoma að lóðinni Kjarnagata 2 frá Miðhúsabraut færist til vesturs auk þess sem nú er gert ráð fyrir bæði inn og útakstri frá lóðinni en ekki bara innakstri eins og í gildandi deiliskipulagi. Þá breytast mörk skipulagssvæðisins lítillega auk þess sem gert verður ráð fyrir miðeyju á hluta Miðhúsabrautar til að aðskilja aksturstefnu
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 9. ágúst til 20. september 2018, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig aðgengileg hér fyrir neðan.
Kjarnagata - tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 fimmtudaginn 20. september 2018 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
9. ágúst 2018
Sviðsstjóri skipulagssviðs
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/strengjatonar-og-thjodbuningadagur
|
Strengjatónar og þjóðbúningadagur
Næsta fimmtudag halda systurnar Sólrún og Sunneva tónleika í Davíðshúsi og á laugardag verður sérstakur þjóðbúningadagur á hlaðinu við gamla bæinn í Laufási
Strengjatónar – Allar gáttir opnar í Davíðshúsi
Fimmtudaginn 16. ágúst kl. 16.30-17.00
Aðgangur ókeypis
Sólrún og Sunneva eru syngjandi og hljóðfæraleikandi systur af Syðri-Brekkunni. Þær hafa komið fram við ýmis tækifæri síðan þær voru ungar að árum. Á þessum tónleikum munu þær syngja og spila sín uppáhalds lög, t.d. eftir Bítlana, Stevie Wonder, Dodie og fleiri.
Davíðshús er heimili Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi sem þar bjó til dánardags 1964. Davíð var fagurkeri á fleira en orðsins list eins og húsakynnin bera með sér, full af bókum, listaverkum og persónulegum munum, blanda af listasafni, minjasafni og heimili.
Viðburðaröðin Allar gáttir opnar hefur það að markmiði m.a. að gefa ungu listafólki tækifæri til að koma fram.
Viðburðurinn er hluti Listasumars og er styrktur af Uppbyggingarsjóði Eyþings. Aðgangur ókeypis
Fullveldið á hlaðinu – þjóðbúningadagur í Laufási
Laugardaginn 18. ágúst kl. 14-16
Ókeypis fyrir fólk í þjóðbúningum
Á hlaðinu við Laufás í Eyjafirði verða prúðbúnar konur og karlar í glæsilegum þjóðbúningum, sem eru afrakstur námskeiða sem tugir kvenna úr Eyjafirði hafa sótt hjá Þjóðháttafélaginu Handraðanum og Heimilisiðnaðarfélaginu undanfarið ár.
Þar hafa orðið til faldbúningar, upphlutir og peysuföt sem verða sýnd á einskonar tískusýningu á hlaðinu við gamla bæinn í Laufás. Einstaklega fagurt handverk.
Aðgangur ókeypis fyrir fólk í þjóðbúningum.
Traditional Icelandic costumes recently made by local women and displayed in a fashion show, sort of, in front of the Old turf farm Laufás in Eyjafjörður. Dozens of women have participated in workshops over the past year making exquisite traditional clothes. The surroundings are particularly appropriate being the historical site Laufás with its exquisite 19th century turf rectory and church.
Systurnar Sólrún og Sunneva.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skipulagslysing-fyrir-tryggvabraut-akureyri
|
Skipulagslýsing fyrir Tryggvabraut, Akureyri
Unnið er að gerð deiliskipulags fyrir svæðið norðan Tryggvabrautar milli Þórsstígs og Glerár. Skipulagslýsingin er til sýnis á 1. hæð í Ráðhúsi Akureyrar og er einnig aðgengileg hér. Ábendingum er hægt að koma á framfæri skriflega til skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri eða á netfangið: skipulagssvid@akureyri.is innan tveggja vikna frá auglýsingu þessari.
15. ágúst 2018
Sviðsstjóri skipulagssviðs
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/deiliskipulag-3-afanga-halanda-nidurstada-baejarstjornar
|
Deiliskipulag 3. áfanga Hálanda, niðurstaða bæjarstjórnar
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 19. júlí 2018 samþykkt deiliskipulag 3. áfanga Hálanda í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið liggur norðan Hlíðarfjallsvegar, frá bænum Hlíðarenda og upp að núverandi frístundabyggð í Hálöndum. Í deiliskipulaginu er gerir m.a. ráð fyrir götum, göngustígum, leiksvæði og byggingarreitum fyrir 48 frístundahús.
Tillagan var auglýst frá 16. maí til 27. júní 2018.
Athugasemdir bárust sem hafa verið teknar til umfjöllunar og skipulaginu breytt í samræmi við umsögn Norðurorku og Minjastofnunar. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagssviðs, Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.
15. ágúst 2018
Sviðsstjóri skipulagssviðs
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarflugvollur-faersla-a-girdingu-og-reidleidgongustig-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingu
|
Akureyrarflugvöllur, færsla á girðingu og reiðleið/göngustíg – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi Akureyrarflugvallar.
Um er að ræða breytingu sem gerð er til samræmis við nýstaðfest Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 vegna uppsetningar á aðflugsbúnaði/loftnetsbúnaði við flugbrautina. Í breytingunni felst að girðing við suðurenda flugbrautar er framlengd beint í austur út að Eyjafjarðará sem einnig felur í sér færslu á reiðleið/gönguleið yfir Eyjafjarðará.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð er til sýnis á 1. hæð, í Ráðhúsi Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, frá 15. ágúst til 26. september 2018, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig aðgengileg hér að neðan:
Akureyrarflugvöllur - tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 fimmtudaginn 26. september og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
15. ágúst 2018
Sviðsstjóri skipulagssviðs
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fundur-i-baejarstjorn-thridjudaginn-21-agust
|
Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 21. ágúst
Bæjarstjórn Akureyrar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 21. ágúst. Á dagskrá fundarins er meðal annars siðareglur fyrir kjörna fulltrúa, framtíðaruppbygging ÖA, umsókn um breytingu á deiliskipulagi Hafnarstrætis 73 og málefnasamningur um meirihlutasamstarf kjörtímabilsins.
Sjá dagskrá fundarins í heild sinni.
Fundurinn verður haldinn í Hömrum i Hofi og er öllum opinn. Sjónvarpað er frá fundinum daginn eftir, miðvikudaginn 22. ágúst kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Upptökur frá bæjarstjórnarfundum má nálgast hér.
Mynd: Auðunn Níelsson
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ad-miga-i-saltan-sjo
|
"Að míga í saltan sjó"
Í síðustu viku stunduðu fjögur ungmenni úr Ungmennahúsinu á Akureyri sjómennsku á Eyjafirði um borð í Eikarbátnum Húna II. Ungmennahúsið hefur það að markmiði að bjóða krökkum innihaldsríkt og uppbyggilegt starf á sviði menningar, lista, fræðslu og tómstunda. Það tókst svo sannarlega með siglingunni um Eyjafjörð.
Krakkarnir heimsóttu Strýtuna á Hjalteyri þar sem þau fengu að fylgjast með köfun, alls kyns fiskur var veiddur á firðinum og matreiddur um borð í Húna II, Hús Hákarla-Jörundar í Hrísey var skoðað, farið á traktor um eyjuna og notið leiðsagnar Aðalsteins Bergdal. Loks var eikarbátnum lagt við höfn í Hrísey og krakkarnir fengu að gista um borð í eina nótt.
Guðrún Þórsdóttir verkefnastjóri hjá Ungmennahúsinu segir að öll vikan hafi verið eitt samfellt ævintýr. "Við fengum höfðinglegar móttökur hjá áhöfninni á Húna og færum við þeim okkar bestu þakkir. Dagarnir voru allt of fljótir að líða og krakkarnir voru sammála um að þetta hafi verið frábær reynsla í alla staði, eitt samfellt ævintýr," sagði Guðrún Þórsdóttir.
Ferðalangarnir ásamt áhöfn Húna II.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gongubruin-vigd
|
Göngubrúin vígð
Formleg vígsla nýju göngubrúarinnar við Drottningarbraut fer fram kl. 17.30 fimmtudaginn 23. ágúst og þar verður jafnframt tilkynnt um niðurstöðu dómnefndar um nafn á brúna.
Nýir fánar verða dregnir að húni á sjö fánastöngum á brúnni, Lúðrasveit Akureyrar spilar, Karlakór Akureyrar - Geysir syngur og Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, flytur stutt ávarp. Einnig mun Sigfús Karlsson, varaformaður stjórnar Akureyrarstofu, kynna nýtt nafn brúarinnar.
Allir velkomnir.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gotulokanir-a-akureyrarvoku
|
Götulokanir á Akureyrarvöku
Akureyrarvaka fer fram á föstudag og laugardag. Búist er við miklu fjölmenni í miðbænum sem leiðir óhjákvæmilega til þess að loka þarf nokkrum götum tímabundið.
Frá kl. 18 föstudaginn 24. ágúst verður Listagilið lokað vegna uppsetningar sviðsvagns sem verður neðst í götunni og lokast þar með einnig göngugatan. Sviðsvagninn verður fjarlægður aðfaranótt sunnudagsins 26. ágúst og opnast þessar leiðir kl. 10 um morguninn.
Frá kl. 20-24 föstudaginn 24. ágúst verður Hafnarstræti lokað frá Austurbrú að Suðurbrú vegna draugahúss í Samkomuhúsinu.
Leiðir að Ráðhústorgi verða lokaðar frá kl. 11-19 laugardaginn 25. ágúst, þ.e. Skipagata að hluta, Strandgata að hluta og Túngatan að hluta.
Bílastæði eru meðal annars við:
Menningarhúsið Hof
Ráðhúsið
Skipagötu
Hofsbót
Austurbrú
Almenningssalerni verða á eftirtöldum stöðum:
Undir kirkjutröppunum
Menningarhúsið Hof (aðgengi fyrir fatlaða)
Bílastæði við Skipagötu (aðgengi fyrir fatlaða)
Listasafnið á Akureyri (aðgengi fyrir fatlaða)
Vakin er athygli á því að samkvæmt 12. grein samþykktar Akureyrarbæjar um hundahald er óheimilt að fara með hunda á samkomur eins og Akureyrarvöku.
Umferð dróna er bönnuð nema með leyfi hátíðarhaldara og flugturns Akureyrarflugvallar.
Dagskrá Akureyrarvöku er að finna á www.akureyrarvaka.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/uppskeruhatid-skapandi-sumarstarfa
|
Uppskeruhátíð Skapandi sumarstarfa
Laugardaginn 25. ágúst kl. 15 verður haldin uppskeruhátíð Skapandi sumarstarfa sem er atvinnuátak fyrir ungt fólk á aldrinum 17-25 ára. Sýndur verður afrakstur starfsins í sumar og er gestum og gangandi boðið að koma til að sjá skemmtileg og frumleg verk.
Á fimm vikna tímabili á sumrin fá ungmenni að prófa það hvernig er að vinna við skapandi starf daglega. Í ár nýttu 11 ungmenni sér þetta úrræði og var útkoman fjölbreytt að vanda. Þema átaksins að þessu sinni var að vinna eftir formerkjum skúlptúrs með sjálfstæðum vinnubrögðum þáttakenda og er útkoman eins fjölbreytt og þáttakendur voru margir.
Ungmennin nutu handleiðslu Kjartans Sigtryggssonar, myndlistarmanns og starfsmanns Ungmennahússins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samkomubruin-vid-drottningarbraut
|
Samkomubrúin við Drottningarbraut
Nú er lokið frágangi við nýju göngubrúna við Drottningarbraut og í gær var hún vígð og formlega tekin í notkun. Efnt hafði verið til samkeppni um nafn á brúna og var tilkynnt um niðurstöðu dómnefndar við athöfnina í gær. Ákvaðið var að brúin skuli heita Samkomubrú.
Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, flutti stutt ávarp við vísluna, þakkaði þeim sem komu að verkinu og sagði meðal annars að brúin væri strax orðin eitt helsta kennileiti bæjarins, þangað kæmu flest ef ekki öll brúðhjón að lokinni athöfn til að láta taka mynd af sér með brúna, bæinn og kirkjuna í baksýn. Í huga Höllu væru brýr tákn um tengingu milli ólíkra heima og samstöðu meðal fólks.
Sigfús Karlsson, varaformaður stjórnar Akureyrarstofu og einn helsti hvatamaður að smíði brúarinnar, tilkynnti um niðurstöðu dómnefndar um val á nafni á brúna. Alls bárust um 500 tillögur um alls kyns skemmtileg heiti og var ákveðið, sem áður segir, að láta brúna heita Samkomubrú. Margir lögðu til það nafn og var dregið um hver skyldi hljóta að launum vetrarkort í Hlíðarfjall. Upp úr hattinum kom nafn Ólafar Stefánsdóttur sem mætti á Samkomubrúna til að taka við verðlaununum.
Í dómnefndinni sátu Hilda Jana Gísladóttir formaður stjórnar Akureyrarstofu, Hulda Margrét Sveinsdóttir fulltrúi Ungmennaráðs, Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs Akureyrarbæjar, Ragnar Hólm Ragnarsson upplýsinga- og kynningarfulltrúi Akureyrarbæjar, og Valgerður Jónsdóttir fulltrúi Öldungaráðs.
Hér má sjá vinnuskjal með ríflega 500 tillögum sem dómnefnd hafði til skoðunar.
Mynd: Þórgnýr Dýrfjörð.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarvaka-er-um-helgina
|
Akureyrarvaka er um helgina
Akureyrarvaka, afmælishátíð Akureyrarbæjar, verður sett í Lystigarðinum á föstudagskvöld með rómantískri rökkurró. Aðrir hápunktar helgarinnar eru meðal annars opnun á nýju og miklu stærra Listasafni í Listagilinu og stórtónleikar á laugardagskvöld þar sem koma fram Jónas Sig, Svala, Salka Sól, Magni, Birkir Blær og hljómsveitin Vaðlaheiðin. Tónleikarnir verða sendir út beint á Rás 2.
Eftir setninguna í Lystigarðinum á föstudagskvöld verða margs konar viðburðir í boði fyrir alla aldurshópa; tónleikar í Café Laut með Guðrúnu Hörpu og Kristjáni Edelstein, Brúðuleikhús fyrir yngri kynslóðina í Menntaskólanum á Akureyri, Draugahús í Samkomuhúsinu fyrir unga fólkið og fjölskyldukarnival á flötinni fyrir neðan leikhúsið.
Á laugardag er upplagt að hefja daginn í Sundlaug Akureyrar þar sem stígur á stokk ungt og efnilegt tónlistarfólk; Egill Bjarni verður með uppistand í innilaug, boðið verður upp á Aqua Zumba og til að toppa allt verður Orðakaffi í anddyrinu með marengstoppasmakk. Vísindasetrið er á sínum stað og er það enginn annar en Vísinda Villi sem verður með stórsýningu í ár. Einnig verður hægt að fræðast um og prófa sýndarveruleika, tengja saman vísindin og sirkuslistir, mæta á sjónvarpssett, verða sérfræðingur í að grafa göng og margt fleira. Klukkan 15 á laugardag verður Listasafnið á Akureyri opnað með pomp og prakt. Þar verða opnaðar sex nýjar sýningar, auk þess sem tónlistaratriði verða reglulega yfir daginn. Á sama tíma opnar falleg safnbúð og Kaffi Gil, nýtt kaffihús í Listasafninu. Víða um bæinn má svo finna alls konar viðburði fyrir augun, eyrun, magann, börnin og alla.
Stórtónleikar verða í Gilinu á laugardagskvöldið og í ár er það einvala lið söngvara sem treður upp ásamt hljómsveitinni Vaðlaheiðinni. Söngvararnir eru Jónas Sig, Svala, Salka Sól, Magni og Birkir Blær. Kynnir tónleikana verður Jóhann Axel Ingólfsson og verða þeir sendir út á Rás 2. Í kjölfarið hefst Friðarvakan, þar sem kertum verður raðað upp í krikjutröppurnar, og að þessu sinni er það Slysavarnadeild Akureyrar sem safnar fyrir hjartastuðtækjum sem verður komið fyrir m.a. í Akureyrarkirkju. Hjálparsveitin Súlur og kvenfélag Akureyrarkirkju aðstoða Slysavarnardeildina við framkvæmdina.
Þetta er aðeins brotabrot af dagskrá Akureyrarvöku en hana má einnig finna á www.akureyrarvaka.is.
Mynd: Lilja Guðmundsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-brunavarnaaaetlun-undirritud
|
Ný brunavarnaáætlun undirrituð
Í morgun var undirrituð ný brunavarnaáætlun fyrir starfssvæði Slökkviliðs Akureyrar. Starfssvæði SA nær yfir fjögur sveitarfélög þ.e. Akureyrarbæ þ.m.t. Hrísey og Grímsey, Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp.
Rekstur slökkviliðs utan Akureyrar byggir á samningum við sveitarfélögin þrjú og formlegt samstarf er við Slökkvilið Grýtubakkahrepps, Slökkvilið Þingeyjarsveitar og Isavia á Akureyrarflugvelli. Íbúafjöldi á starfssvæðinu er 20.324 og stærð þess er 2.861 km².
Brunavarnaáætlun leggur grunninn að gæðastjórnun og úttekt á starfsemi slökkviliðs fyrir þá aðila sem bera ábyrgð á brunavörnum í hverju sveitarfélagi. Áætlunin auðveldar einnig íbúum sveitarfélagsins að fá upplýsingar um veitta þjónustu, skipulag slökkviliðs og markmið með rekstri þess í sveitarfélaginu.
Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Akureyrar 2018-2022.
Frá undirritun áætlunarinnar í morgun. Frá vinstri: Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri, Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarvaka-hofst-i-gaer
|
Akureyrarvaka hófst í gær
Ungir sem aldnir nutu kyrrðarinnar í ljósum prýddum Lystigarðinum á Akureyri þegar Akureyrarvaka var sett í gærkvöldi. Formaður stjórnar Akureyrarstofu, Hilda Jana Gísladóttir, setti vökuna, Þórgnýr Dýrfjörð, deildarstjóri Akureyrarstofu, stiklaði á stóru í dagskrá hátíðarinnar og síðan tóku við listrænir gjörningar um allan garð. Karlakór Akureyrar Geysir flutti meðal annars nokkur lög undir stjórn Hjörleifs Jónssonar en síðan stóðu félagar í kórnum fyrir skemmtilegum samsöng á einni af grasflötum garðsins. Ýmis önnur tónlistaratriði voru hér og þar um garðinn, einnig ljóðalestur og sýning á gömlum verkfærum.
Rafmögnuð stemning var í Samkomuhúsinu þar sem fram fór hrollvekjandi Draugagangur. Bernd Ogrodnik stýrði brúðuleikhúsi í Menntaskólanum á Akureyri og hljómsveitin TUSK með Pálma Gunnarsson í fararbroddi skemmti gestum Menningarhússins Hofs með djössuðum spuna.
Í allan dag halda hátíðarhöld áfram um allan bæ með Vísindasetri í Hofi, opnun Listasafnsins eftir mikla stækkun og endurbætur, og ótal öðrum uppákomum. Hátíðinni lýkur síðan á stórtónleikum í Listagilinu sem hefjast kl. 21. í kvöld en þar koma fram Salka Sól, Svala, Magni, Jónas Sig, Birkir Blær og hljómsveitin Vaðlaheiðin. Undir lok tónleikanna hefst síðan Friðarvaka í kirkjutröppunum þar sem tendruð verða þúsndir kerta í þágu friðar og samkenndar manna á meðal.
Dagskráin er öll á www.akureyrarvaka.is.
Mikill draugagangur var í Samkomuhúsinu í gærkvöldi. Mynd: Helga H. Gunnlaugsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vigsla-a-endurbaettu-listasafni
|
Vígsla á endurbættu Listasafni
Ávarp flutt við vígslu eftir endurbætur á Listasafninu á Akureyri.
Forsætisráðherra, ráðherra mennta- og menningarmála, safnstjóri, listafólk og aðrir góðir gestir.
Í sögu Akureyrar eftir Jón Hjaltason segir frá Kjarval þegar hann fór austur í Vaðlaheiði að mála bæinn. Þar segir: „Þetta var á kyrrum degi. Kaupstaðurinn speglaði sig í Pollinum og það strindi á snjó eftst í Hlíðarfjalli og Súlutindar vögguðu sér í hitamistri. Listmálarinn horfði lengi þögull á þessa mynd sem menn og náttúra höfðu unnið í sameiningu og sagði svo: þetta er of fagurt til að festa það á léreft."
Líklega hefur ekki hvarflað að Kjarval að tæpum 70 árum síðar yrðu myndir hans til sýnis í Mjólkurbúinu sem nú er nýuppgert glæsilegt listasafn í þessari fegurð sem hann lýsti. Ekki það að Akureyringar voru framsýnir og skynjuðu fljótt mikilvægi lista og menningar fyrir samfélagið og byrjuðu snemma að undirbúa stofnun á listasafni. Það sýndi stórhug og virðingu fyrir listunum. Þó svo að margt ætti etv að vera framar á forgangslista sveitarfélagsins í hugum sumra. En sveitarfélög þurfa að hugsa stórt og sýna hugrekki. Akureyringar hafa alltaf verið stórhuga. Það hefur aldrei vantað. Bygging Mjólkursamlagsins og Ketilhússins sýndi hugrekki þeirra á sínum tíma. Það sýndi sig líka þegar ákveðið var að opna listasafn í mjólkursamlaginu á 10. áratugnum og aftur nú með þessum glæsilegum endurbótum sem gerðar hafa verið á húsnæði safnsins. Akureyringar skilja nefnilega mikilvægi þess að búa vel að því fagra; listunum.
Vígslan hér í dag á stórbættum salarkynnum Listasafnsins á Akureyri er afar skýrt merki um það hvernig stjórnendur Akureyrarbæjar vilja búa að samfélagi sínu og þeim sem heimsækja bæinn. En ekki síst hvernig hlúa á að listunum. Listasafn hefur nefnilega margfalt meiri áhrif en það gerir við fyrstu sýn. Það er ekkert samfélag án lista. Það er ekkert frjótt mannlíf án lista. Listasafn er eins og hafnarmannvirki. Það er miðpunkturinn í uppbyggingu lista-og menningarlífs, umræðu og gagnrýnnar hugsunar.
Með endurbættu safni með nýjum rýmum þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja opnast nýir og spennandi möguleikar fyrir listafólk með fjölbreyttar sýningar af öllum gerðum. Og hvetur ekki síður yngra fólk til að sækja sér menntunar í listgreinum með sterkum fyrirmyndum í greininni.
Akureyri er suðurpottur menningar og lista á landsbyggðinni. Það er einstakt að sveitarfélag af þessari stærð státi af svona metnaðarfullu menningarlífi. Við erum stolt af okkar sterku stofnunum; Listasafninu, Amtsbókasafninu og Menningarfélagi Akureyrar með Leikfélag Akureyrar, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og menningarhúsinu Hofi, svo ekki sé nú minnst á grasrótina sem iðar af lífi. Þetta gerir Akureyri að eftirsóttum áfangastað ferðamanna en ekki síður búsetukosti.
Það er sömuleiðis mikilvægt að eiga þess kost að ala börnin okkar upp með listasafn í bakgarðinum, ekki aðeins með metnaðarfullum sýningum allt árið um kring, heldur einnig með safnastarfi sem talar til ungmenna og kallar þau til sín. Í því sambandi má nefna árlega sýningu Listasafnsins sem kallast: „Sköpun bernskunnar" og nú með því að bjóða upp á nýja og einstaka aðstöðu til listfræðslu. Allt þetta skiptir máli við menntun barnanna okkar.
Að hafa tengingar og sterkar rætur skiptir máli. Það er afar vel við hæfi að verk akureyrskra listamanna skipi heiðurssess á listasafninu við þessi tímamót og að sögunnar sé minnst með afgerandi hætti.
Listakonan Aðalheiðar Eysteinsdóttur er án efa ein af þekktari samtímalistamönnum landsins. Skúlptúrar hennar má finna víða og þekkjast um leið. Aðalheiður og Listasafnið eiga sér ríka sögu og í raun ekki bara Listasafnið heldur einnig Listagilið. En Aðalheiður hefur átt ríkan þátt í uppbyggingu þess og hefur látið sér annt um það starf sem hér hefur verið unnið.
Sigurðar Árna Sigurðssonar er fæddur á Akureyri og hóf sitt myndlistarnám hér við Myndlistarskólann. Hann á að baki glæsilegan feril í myndlistinni og starfar nú um heim allan. Hann er sömuleiðis einn af þekktustu samtímalistamönnum þjóðarinnar. Þrívíð verk Sigurðar, skúlptúrar og málverk eru einstök að formi og leika sér að ljósi og skuggum.
Tengingin við söguna skiptir okkur máli og það á vel við að setja upp sýninguna „Frá Kaupfélagsgili til Listagils" í samvinnu við Minjasafnið á Akureyri og votta þannig fortíðinni virðingu en horfa á sama tíma til framtíðar með þetta krúnudjásn sem Listasafnið er.
Kæru gestir.
Ég óska okkur öllum til hamingju með þennan dag sem ber upp á Akureyrarvöku þegar við fögnum afmæli Akureyrarbæjar. Það er mikill sómi af Listasafninu á Akureyri og við getum öll verið einlæglega stolt af því.
Ég segi Listasafnið á Akureyri formlega opnað.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/anaegja-a-akureyrarvoku
|
Ánægja á Akureyrarvöku
Akureyrarvöku lauk í gærkvöldi í mildu veðri á stórtónleikum í Listagilinu þar sem komu fram Salka Sól, Svala, Jónas Sig, Birkir Blær, Magni og hljómsveitin Vaðlaheiðin.
Margmenni var í Gilinu þar sem einnig var fagnað opnun endurbætts og stækkaðs Listasafns en þangað komu nokkur þúsund gestir frá opnun kl. 15 og þar til lokað var kl. 23 um kvöldið.
Undir miðnætti hafði verið kveikt á þúsundum kerta í kirkjutröppunum á hinni svokölluðu Friðarvöku og var það fögur sjón að sjá.
Fyrr um daginn var haldið Vísindasetur í Menningarhúsinu Hofi þar sem hulunni var svift af ýmsum göldrum vísindanna. Lögreglan á Akureyri er afar ánægð með framkomu gesta Akureyrarvöku og komu engin alvarleg mál til kasta hennar.
Mynd: Lilja Guðmundsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/deiliskipulag-melgerdisas-og-skardshlid-a-hluti-nidurstada-baejarstjornar
|
Deiliskipulag Melgerðisás og Skarðshlíð A-hluti , niðurstaða bæjarstjórnar
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur samþykkt eftirfarandi skipulagsmál, deiliskipulag fyrir Melgerðisás og Skarðshlíð A-hluta í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið liggur meðfram Hörgárbraut að Undirhlíð, vestur að Glerárskóla og meðfram íþróttasvæði Þórs og Melgerðisás að Hörgárbraut. Tillagan gerir ráð fyrir nýjum lóðum, byggingarreitum og umferðarsvæði með það að markmiði að þétta byggð.
Tillagan var auglýst frá 13. september til 25. október 2017. 18 athugasemdir og umsagnir bárust sem leiddu til breytinga á skipulaginu. Deiliskipulaginu hefur nú verið skipt upp í tvær áætlanir, Melgerðisás og Skarðshlíð A-hluta, sem nær yfir Melgerðisásinn og neðri hluta Skarðshlíðar og B-hluta sem nær yfir núverandi kastsvæðið UFA við Skarðshlíð og raðhúsa lóðir við Litluhlíð. Melgerðisás og Skarðshlíð B-hluta skipulagsins verður frestað.
Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagssviðs, Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.
22. ágúst 2018
Sviðsstjóri skipulagssviðs
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hagkvaemt-ad-kaupa-arskort
|
Hagkvæmt að kaupa árskort
Nýtt og betra Listasafn á Akureyri var opnað með pompi og prakt um helgina. Hátt í 3.000 manns heimsóttu safnið fyrsta daginn, um 700 fyrsta hálftímann sem var opið og myndaðist biðröð í Listagilinu.
Ókeypis verður inn á safnið til og með sunnudeginum 2. september en eftir það er aðgangseyrir 1.500 krónur. Hins vegar bjóðast árskort á afar hagstæðu verði eða á aðeins 2.500 krónur og getur fólk þá heimsótt safnið eins oft og það lystir í heilt ár án þess að greiða sérstaklega fyrir hvert skipti.
Hlynur F. Þormóðsson kynningarstjóri Listasafnsins á Akureyri segir að sala árskorta hafi farið vel af stað.
"Listasafnið er svo gjörbreytt frá því sem áður var og ég held að þetta verði vinsæll samkomustaður fólks, bæði kaffihúsið nýja og svo allar sýningarnar sem hægt er að skoða. Það er því ekki spurning að fólk á að tryggja sér árskort til að geta farið um salina að lyst og notið fjölbreyttra listsýninga allt árið um kring," segir Hlynur F. Þormóðsson.
Heimasíða Listasafnsins á Akureyri.
Frá opnunardeginum á Akureyrarvöku 25. ágúst. Mynd: Kári Fannar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gervigras-endurnyjad
|
Gervigras endurnýjað
Í morgun var hafist við að endurnýja gervigras á tveimur sparkvöllum bæjarins, við Brekkuskóla og Oddreyrarskóla.
Endurnýjunin er hluti af viðhaldi vallanna og verður gervigras annarra sparkvalla endurnýjað í aldursröð.
Nýja gervigrasið sem verður lagt á sparkvellina verður innfyllingarlaust, þ.e.a.s. ekki með gúmmí en undir það kemur gúmmípúði og fínn sandur settur í grasið til að þyngja og halda því niðri.
Sem fyrr segir hófst verkið í dag og verða verktakar næstu daga að setja nýja gervigrasið á vellina tvo.
Unnið að endurnýjun sparkvallarins við Brekkuskóla.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/lokun-vegna-sumarleyfa
|
Lokun vegna sumarleyfa
Tilkynning frá byggingarfulltrúanum á Akureyri
Lokun vegna sumarleyfa
Vegna sumarleyfa starfsfólks byggingarfulltrúaembættisins munu tveir afgreiðslufundir byggingarfulltrúa þ.e. fundir 27. september og 4. október 2018 falla niður.
Viðtalstímar byggingarfulltrúa munu einnig falla niður frá 21. september til 8. október n.k.
Reynt verður að afgreiða umsóknir sem berast milli 13. september og 5. október n.k. á afgreiðslufundi þann 12. október n.k.
Beðist er velvirðingar á töfum sem þetta kann að valda.
Byggingarfulltrúinn á Akureyri
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/snyrtid-grodur-sem-naer-ut-fyrir-lodamork
|
Snyrtið gróður sem nær út fyrir lóðamörk
Byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar og forstöðumaður umhverfismála skora á lóðarhafa og umráðendur lóða að snyrta gróður sem nær út fyrir lóðarmörk að götum, gangstéttum og stígum og þar sem hann veldur óþægindum fyrir gangandi vegfarendur, umferð ökutækja og skyggir á umferðaskilti og götumerkingar, með tilvísum í gr. 7.2.2. í byggingareglugerð nr. 112/2012.
Hæð undir gróður við gangstéttar skal ekki vera minni en 2,8 metrar og við akbraut 4,50 metrar.
Snyrtingu gróðurs skal lokið fyrir 1. september nk., en að þeim tíma liðnum verður gróður fjarlægður á kostnað lóðarhafa.
Ágúst 2018
F.h. byggingarfulltrúa Akureyrarbæjar,
forstöðumaður umhverfismála
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarbaer-a-afmaeli
|
Akureyrarbær á afmæli
Akureyrarbær á afmæli í dag, 29. ágúst. Það eru 156 ár síðan bærinn hlaut kaupstaðarréttindi. Áfanganum er jafnan fagnað með Akureyrarvöku á þeim laugardegi sem næstur er afmælisdeginum. Víða um bæinn er íslenski fáninn dreginn að húni í tilefni dagsins.
Til hamingju með daginn, Akureyringar.
Ýmsar upplýsingar um bæinn og sagan í hnotskurn.
Mynd: Almar Alfreðsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/unga-folkid-fekk-styrk-fra-erasmus
|
Unga fólkið fékk styrk frá Erasmus+
Verkefnið Rödd unga fólksins (Voices of the Youth) fékk nýlega styrk frá Erasmus+ til að fara með 40 ungmenni á Hringborð norðurslóða (Arctic Circle Assembly) sem haldið verður í Hörpu í október.
Þar gefst unga fólkinu tækifæri til að ræða við ráðamenn um það sem brennur helst á þeim. Þau taka ákvörðun um það sjálf hvað þau kjósa að tala um. Það getur snúið að umhverfismálum, fólksflutningum, byggðaþróun, jafnrétti kynjanna eða öllu því sem þau telja mikilvægt að ræða.
Hópurinn samanstendur af ólíkum einstaklingum, á ólíkum stigum lífsins, sum eru í skóla, önnur hvorki í skóla né vinnu, öll á aldrinum 16–20 ára. Ungmennin koma af Norðurlandi og Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Ráðstefnan Hringborð norðurslóða er öllum opin en fram að þessu hefur þótt vanta að rödd unga fólksins heyrist á henni. Mikilvægt er að þau komi að borðinu á þessum vettvangi því þau munu á endanum erfa landið. Þetta er tækifæri fyrir ungmennin til að hitta jafningja sína til ræða málefni sín á opnum vettvangi, hvert við annað, við ráðamenn, vísindamenn, fræðimenn, stjórnmálafólk og aðra sem láta sig þessi málefni varða.
Verkefnastjórar og samstarfsaðilar á fundi 28. ágúst sl. Frá vinstri: Tinna Sveinsdóttir frá AFS, Victor Berg Guðmundsson frá Samfés, Halldóra Númadóttir frá Ungum Umhverfissinnum, Alfa Jóhannsdóttir verkefnastjóri Félagsmiðstöðvar Akureyrar, Pétur Halldórsson frá Ungum Umhverfissinnum og Guðrún Þórsdóttir verkefnastjóri Ungmenna-Hússins á Akureyri. Mynd: Máney Sól Jónsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kortavefur-og-teikningar
|
Kortavefur og teikningar
Á kortavefnum map.is/akureyri/ má finna margvíslegar upplýsingar úr landupplýsingagrunni, m.a. teikningar af húsum, staðsetningu lagna og forgangsröðun snjómoksturs.
Kortavefurinn er hugsaður íbúum og þjónustuaðilum til upplýsingaöflunar. Kortavefurinn er í stöðugri uppfærslu og er sú uppfærsla í höndum umhverfis- og mannvirkjasviðs og skipulagssviðs Akureyrarbæjar.
Bútur úr kortavef
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fundur-i-baejarstjorn-thridjudaginn-4-september
|
Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 4. september
Bæjarstjórn Akureyrar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 4. september. Á dagskránni verður meðal annars fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar, endurskoðun á samþykkt kjarasamninganefndar, tillaga að deiliskipulagsbreytingu í Klettaborg, velferðastefnan 2018-2022 og göngudeild SÁÁ á Akureyri.
Sjá dagskrá fundarins í heild sinni.
Fundurinn verður haldinn í Hömrum i Hofi og er öllum opinn. Sjónvarpað er frá fundinum daginn eftir, miðvikudaginn 5. september kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Upptökur frá bæjarstjórnarfundum má nálgast hér.
Mynd: Auðunn Níelsson
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/lysa-rokkhatid-samtalsins
|
LÝSA - rokkhátíð samtalsins
LÝSA - rokkhátíð samtalsins verður haldin í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri um næstu helgi, 7.- 8. september. LÝSA er upplýsandi hátíð þar sem hin ýmsu málefni samfélagsins verða í fyrirrúmi. Markmið hátíðarinnar er að efla samtalið um samfélagið, hvetja til upplýstrar umræðu og þannig skapa meira traust og skilning milli ólíkra aðila.
Yfir 50 félagasamtök standa fyrir 60 margvíslegum viðburðum og uppákomum á hátíðinni. Má þar nefna málstofur, örerindi, smiðjur og námskeið. Þá verður til staðar umræðutorg þar sem gestum og gangandi gefst kostur á að leita upplýsinga, kynna sér starfsemi og spjalla við fulltrúa stjórnmálaflokka og félagasamtaka. Landsþekktir skemmtikraftar og tónlistarmenn brjóta upp dagskránna með tónlist og uppistandi. Það verður því fjölbreytt og spennandi dagskrá þessa tvo daga.
Formleg setning LÝSU verður kl. 12 föstudaginn 7. september. Framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar og verkefnastjóri LÝSU, Þuríður Helga Kristjánsdóttir, býður gesti velkomna, Ólafur Stefánsson handboltahetja flytur stutta hugvekju og í kjölfarið mun forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir setja hátíðina formlega.
Fjölmörg viðfangsefni verða til umræðu á LÝSU og tengjast þau meðal annars atvinnu- og vinnumarkaðinum, heilbrigði, jafnrétti, menningu og listum, stjórnmálum, vísindarannsóknum, umhverfi og menntun. Skemmtidagskráin verður heldur ekki af lakari endanum en sem dæmi má nefna að Snorri Helgason tónlistarmaður mun leika nokkur lög af nýjustu plötu sinni, og rithöfundarnir Auður Jónsdóttir, Guðmundur Andri og Hallgrímur Helgason spjalla um hlutverk rithöfunda sem samfélagsrýna. Alþýðusamband Íslands og Starfsgreinasamband Íslands standa fyrir „Pubquiz verkalýðsins" á Götubarnum á föstudagskvöldinu, þar sem gestir geta látið reyna á kunnáttu sína um verkalýðsmál, dægurmál og ýmis önnur mál.
Ólafur Stefánsson heldur vinnustofu á laugardagsmorgninum þar sem farið er í blöndu af kundalíni, spuna og sagnamennsku, kirtan og hugleiðslu. Skáldið og rapparinn Kött Grá Pé heldur örsmiðju undir yfirskriftinni „Að skrifa og segja fokk, heilbrigð tjáskipti" þar sem hann fjallar um skriftir, manngæsku og tjáningu í bjöguðum skilningi. Undir lok hátíðarinnar á laugardeginum ætla Saga Garðars og Dóri DNA að skemmta gestum með uppistandi og í kjölfarið mun Saga stjórna svokallaðri Diskósúpu, þar sem almenningur hjálpast að við að útbúa súpu í boði 1862, Bakarísins við brúnna og Nettó, úr mat sem annars hefði verið sóað. Gestir geta gætt sér á Diskósúpunni við tóna frá Jónasi Sig.
Heimasíða LÝSU með nánari upplýsingum.
LÝSA er á Facebook.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/faglaerdir-kennarar-allt-ad-99
|
Faglærðir kennarar allt að 99%
Kennsla og almennt starf er nú hafið í öllum grunn- og leikskólum Akureyrarbæjar. Ahygli vekur að hlutfall faglærðra og háskólamenntaðra í kennarahópnum er hátt og hefur hækkað hægt og bítandi í gegnum árin.
Nemendur í leikskólum Akureyrarbæjar í vetur eru um 980 en grunnskólanemar eru 2.730. Í haust hófu 276 börn leikskólagöngu en 285 hófu skólagöngu í 1. bekk grunnskólanna. Af leikskólabörnunum eru 53 um eins og hálfs árs eða fædd í janúar, febrúar og mars 2017.
Búið er að ganga frá ráðningum í leikskólana og er hlutfall leikskólakennara og annarra háskólamenntaðra starfsmanna um 90%. Hlutfall grunnskólakennara og annarra háskólamenntaðra starfsmanna við kennslu í grunnskólum bæjarins er um 99%.
Í lok ágúst voru 25 dagforeldrar starfandi á Akureyri og 3 nýir voru væntanlegir til starfa. Verið er að ganga frá skráningu í síðustu lausu plássin.
Mynd: Auðunn Níelsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/orfyrirlestrar-a-lysu
|
Örfyrirlestrar á LÝSU
Á LÝSU, rokkhátíð samtalsins, sem fram fer í Menningarhúsinu Hofi um helgina, verða m.a. á dagskrá örfyrirlestrar og samtal bæjarfulltrúa á Akureyri og sveitarstjórnarfólks á Norðausturlandi um næstu fjögur ár.
Örfyrirlestrar og flytjendur eru þessir:
Sóley Björk Stefánsdóttir bæjarfulltrúi á Akureyri: Eigum við að skella okkur á íbúafund í kvöld elskan? Punktar og pælingar um íbúalýðræði
Arnór Benónýsson oddviti Þingeyjarsveit: Frá Landpósti til Snappara: Hugleiðing um breytt starfsumhverfi sveitarstjórnafulltrúa.
Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi á Akureyri: Blaut á bak við eyrun: Hilda Jana er nýgræðingur í pólitík og segir okkur frá því helsta sem hefur komið á óvart á fyrstu mánuðum hennar í starfi.
Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri í Norðurþingi: Hinn kjörni sveitarstjóri – lof eða last?
Örfyrirlestrarnir, sem saman kallast "Fjögur ár og framtíðin", eru á dagskrá föstudaginn 7. september kl. 17-19.
LÝSA, rokkhátíð samtalsins, verður haldin í Hofi á föstudag og laugardag. LÝSA er upplýsandi hátíð þar sem ýmis samfélagsleg málefni eru rædd frá ólíkum hliðum. Markmið hátíðarinnar er að efla samtalið um samfélagið, hvetja til upplýstrar umræðu og þannig skapa meira traust og skilning milli ólíkra aðila.
Yfir 50 félagasamtök standa fyrir 60 margvíslegum viðburðum og uppákomum á hátíðinni. Má þar nefna málstofur, örerindi, smiðjur og námskeið. Þá verður til staðar umræðutorg þar sem gestum og gangandi gefst kostur á að leita upplýsinga, kynna sér starfsemi og spjalla við fulltrúa stjórnmálaflokka og félagasamtaka. Landsþekktir skemmtikraftar og tónlistarmenn brjóta upp dagskránna með tónlist og uppistandi. Það verður því fjölbreytt og spennandi dagskrá þessa tvo daga.
Heimasíða LÝSU með nánari upplýsingum.
LÝSA er á Facebook.
Frá vinstri: Arnór Benónýsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Kristján Þór Magnússon og Hilda Jana Gísladóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/lysa-rokkhatid-samtalsins-1
|
LÝSA - rokkhátíð samtalsins
LÝSA – rokkhátíð samtalsins fór fram 7.-8. september 2018.
Ávarp í dagskrárblaði LÝSU 2018.
Gestir á LÝSU – rokkhátíð samtalsins, verið velkomin til Akureyrar í lýðræðis- og samtalsveislu!
Hvað er sameiginlegt með félagasamtökum, menntastofnunum, sveitarfélögum, stéttarfélögum, ráðuneytum, fagfélögum, landshlutasamtökum og stjórnmálaflokkum? Jú, allt snýst þetta í grunninn um fólk og samfélagið sem við lifum í. LÝSA rokkhátíð samtalsins er vettvangur þar sem fólk og samfélagið okkar er til umræðu á breiðum grunni og þátttakendurnir erum við öll. Heimurinn og samfélagið tekur hröðum breytingum og til þess að eiga samtal um lýðræði er ekki nóg fyrir yfirvöld og kjörna fulltrúa að bjóða upp á viðtalstíma eða opna fundi í kringum kosningar. Það þarf öflugan, áhugaverðan og ekki síst skemmtilegan vettvang sem hvetur fólk til þátttöku og þannig er LÝSA sem fer nú í annað skipti fram á Akureyri. Hér mæta allir þátttakendur til leiks sem jafningjar – hvort sem þeir koma til að fræða eða fræðast.
Akureyrarbær tekur þátt í LÝSU því við teljum mikilvægt að eiga samtal við bæjarbúa og gesti og það er von mín að þeir örfyrirlestrar og samtal við bæjarstjórn Akureyrar og sveitarstjórnarfólk á Norðausturlandi um næstu fjögur ár, sem boðið verður upp á sem hluti af dagskrá LÝSU, muni skila góðu og gagnlegu samtali. Bæjarfélagið leggur upp með að eiga góð samskipti við íbúa m.a. með íbúagátt og rafrænni stjórnssýslu og liggur fyrir að leggja enn meiri áherslu á að gera enn betur í þeim efnum.
Ég hvet ykkur til að taka þátt og leggja ykkar af mörkum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tilraunaverkefni-um-nymaeli-i-oldrunarthjonustu
|
Tilraunaverkefni um nýmæli í öldrunarþjónustu
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á ósk Öldrunarheimila Akureyrar um gerð samnings til að hrinda í framkvæmd nýsköpunar- og þróunarverkefni í öldrunarþjónustu. Með breyttu þjónustuformi og betri nýtingu fjármuna á að stórauka möguleika aldraðra til að búa á eigin heimili þrátt fyrir mikla þörf fyrir stuðning og þjónustu.
Kynningarfundur um þetta nýja þjónustuform var haldinn í velferðarráðuneytinu í dag. Auk heilbrigðisráðherra og fulltrúa frá Öldrunarheimilum Akureyrar sátu fundinn forseti bæjarstjórnar Akureyrar, fulltrúi frá Félagi eldri borgara á Akureyrar og varaformaður Landssambands eldri borgara.
Öldrunarheimili Akureyrar hafa unnið að þróun þessa verkefnis um nokkurt skeið. Við undirbúninginn er byggt á reynslu, ábendingum og rannsóknum, sem hafa dregið fram afdráttarlausa þörf fyrir einstaklingsmiðaðar áherslur og sveigjanlegri þjónustu en staðið hefur til boða hingað til. Markmið verkefnisins er að umbreyta og aðlaga þjónustu sem nú er veitt með skammtímadvöl í svokölluðum hvíldarrýmum og bjóða þess í stað upp á fjölbreytta dagþjónustu með þjálfun o.fl. þar sem unnt er að mæta ólíkum þörfum notenda, bæði hvað varðar inntak þjónustunnar og opnunartíma.
Fjölbreytt og sveigjanleg þjónusta alla daga ársins
Áformað er að breyta notkun tíu hjúkrunarrými sem notuð hafa verið til hvíldarinnlagna en byggja þess í stað upp mun sveigjanlegra þjónustuform sem fleiri geta nýtt sér á hverjum tíma. Verkefnið felur ekki í sér útgjaldaauka, heldur er verið að breyta nýtingu þeirra fjármuna sem nú renna til reksturs hjúkrunarrýmanna tíu, samtals á bilinu 110 til 120 milljónir króna á ári.
Áhersla verður lögð á dagþjónustu með opnunartíma fram á kvöld, alla daga vikunnar og einnig um hátíðir. Þá er horft til þess að hægt verði að mæta aðstæðum fólks sem kalla á sólarhringsdvöl, til dæmis vegna tímabundinna veikinda.
„Framsækið verkefni sem getur haft mikil áhrif á þróun öldrunarþjónustu á landsvísu"
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir kærkomið að sjá hversu vel sé búið að móta hugmyndafræðina að baki verkefninu og setja fram trúverðugt svar við ákalli um aukinn sveigjanleika og þjónustu sem tekur meira mið af einstaklingsbundnum þörfum fólks og ólíkum aðstæðum: „Þetta er framsækið verkefni sem getur haft mikil áhrif á þróun öldrunarþjónustu á landsvísu ef vel tekst til" segir ráðherra.
Heilbrigðisráðherra mun fela Sjúkratryggingum Íslands að ganga til samninga um verkefnið. Vonir standa til að unnt verði að hrinda því í framkvæmd í byrjun næsta árs.
Heilbrigðisráðherra ásamt fulltrúum frá Akureyri og sérfræðingum ráðuneytisins sem funduðu um nýsköpunarverkefnið.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/althjodastofa-a-akureyri-fekk-337-milljon-krona-styrk
|
Alþjóðastofa fékk 33,7 milljón króna styrk
Alþjóðastofa Akureyrarbæjar hlaut nýverið 33,7 milljón króna styrk úr menntahluta Erasmus+ áætlunar Evrópusambandsins til að vinna verkefni á sviði fullorðinsfræðslu. Rannís úthlutaði styrkjunum til 43 evrópskra samstarfsverkefna, samtals um 3 milljónum evra eða um 370 milljónum króna.
Verkefnið, sem Zane Brikovska verkefnastjóri Alþjóðastofu leiðir, nefnist "Migrant Women as Healthcare Mentors – MEDICE" og snýst um að konur af erlendum uppruna verði leiðbeinendur innan heilbrigðiskerfis. Markmið verkefnisins er að bæta og auðvelda aðgengi kvenna af erlendum uppruna og barna þeirra að heilbrigðisþjónustu í nýju landi með því að þróa nýjungar í tungumálakennslu sem tengjast heilsugæslu.
Einnig verður þróað verkfæri, Multimedia Mentoring Guide, til notkunar í fullorðinsfræðslu í því skyni að þjálfa konur til að starfa sem ráðgjafar innan sinna samfélaga, veita gagnlegar upplýsingar til jafningja sinna um heilbrigðiskerfið og stuðla að jákvæðu viðhorfi til forvarna.
Að verkefninu vinna með Alþjóðastofu Akureyrarbæjar stofnanir í Bretlandi, Póllandi, Tékklandi og á Kýpur.
Zane Brikovska frá Alþjóðastofu á Akureyri ásamt Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Erasmus+ á Íslandi. Mynd: Arnaldur Halldórsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vidtalstimar-baejarfulltrua-hefjast-a-morgun
|
Viðtalstímar bæjarfulltrúa hefjast á morgun
Viðtalstímar bæjarfulltrúa eru haldnir tvisvar í mánuði á fimmtudögum frá kl. 17:00 til 19:00 á tímabilinu september til maí. Í viðtalstímum gefst bæjarbúum kostur á að hitta fulltrúa í bæjarstjórn og ræða þau málefni sem hæst ber hverju sinni. Viðtalstímarnir eru í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, 1. hæð. Fimmtudaginn 13. september verða bæjarfulltrúarnir Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Sóley Björk Stefánsdóttir í Ráðhúsinu til skrafs og ráðagerða.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Sóley Björk Stefánsdóttir
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/deiliskipulagsbreyting-klettaborgar-nidurstada-baejarstjornar
|
Deiliskipulagsbreyting Klettaborgar, niðurstaða bæjarstjórnar
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 4. september 2018 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Klettaborg í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið sem breytingum tekur liggur milli vestustu húsanna við Klettaborg og Dalsbrautar. Í deiliskipulaginu felst að afmörkuð er ný lóð fyrir íbúðakjarna með sex íbúðum. Fyrirhugað leiksvæði er flutt norður fyrir götuna.
Tillagan var auglýst frá 30. maí til 12. júlí 2018. Sex athugasemdir bárust sem leiddu ekki til breytinga á skipulaginu. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagssviðs, Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.
12. september 2018
Sviðsstjóri skipulagssviðs
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/betri-afkoma-en-aaetlun-gerdi-rad-fyrir
|
Betri afkoma en áætlun gerði ráð fyrir
Árshlutareikningur fyrir A- og B-hluta Akureyrarbæjar fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2018 var lagður fram í bæjarráði í dag. Árshlutauppgjörið er óendurskoðað.
Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta á fyrri hluta ársins var jákvæð um 207,4 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir að rekstrarhalli yrði 571,7 milljónir króna á tímabilinu. Afkoma samstæðunnar á fyrri hluta ársins er því 779,1 milljón krónum betri en áætlun gerði ráð fyrir.
Rekstrarniðurstaða A-hluta á fyrri hluta ársins var neikvæð um 69,6 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir að rekstrarhalli yrði 808,3 milljónir króna á tímabilinu. Afkoma A-hluta er því mun betri en áætlun gerði ráð fyrir.
Tekjur samstæðunnar námu samtals 12.491 milljón krónum en áætlun gerði ráð fyrir að tekjur yrðu 12.095 milljónir króna. Skatttekjur voru 5.727 milljónir króna sem er 331 milljón krónum umfram áætlun eða 6,13%. Tekjur frá Jöfnunarsjóði námu 1.530 milljónum króna sem er 125 milljónum umfram áætlun. Aðrar tekjur voru 5.234 milljónir króna sem er 60 milljónum króna undir áætlun.
Rekstrargjöld samstæðunnar fyrir afskriftir voru samtals 10.984 milljónir króna sem er 123 milljónum króna undir áætlun. Laun og launatengd gjöld námu 7.011 milljónum króna en áætlun gerði ráð fyrir 7.131 milljón krónum. Annar rekstrarkostnaður var 3.678 milljónir króna sem er 96 milljónum króna undir áætlun. Fjármagnsgjöld, nettó, námu 559 milljónum króna sem er 198 m.kr. undir áætlun. Afskriftir námu 714 milljónum króna samanborið við 765 milljónir króna í áætlun.
Samkvæmt sjóðsstreymi samstæðunnar nam veltufé frá rekstri 1.303 milljónum króna eða 10,4% af tekjum. Fjárfestingahreyfingar námu 2.061 milljón krónum og fjármögnunarhreyfingar 2.486 milljónum króna. Afborganir lána námu 337 milljónum króna. Ný langtímalán voru 2.784 milljónir króna. Langstærsti hluti lánanna var tekinn vegna uppgjörs á lífeyrisskuldbindingum við Brú lífeyrissjóð. Handbært fé var 2.976 milljónir króna í lok júní.
Fastafjármunir námu 43.061 milljón krónum og veltufjármunir 5.815 milljónum króna. Eignir námu samtals 48.876 milljónum króna samanborið við 45.705 milljónum króna á árslok 2017. Eigið fé var 20.386 milljónir króna en var 20.181 milljónir króna um síðustu áramót. Langtímaskuldir og skuldbindingar námu 21.477 milljónum króna en námu 18.812 milljónum króna í lok síðasta árs. Skammtímaskuldir voru 7.013 milljónir króna en voru 6.711 milljónir króna um sl. áramót.
Veltufjárhlutfall var 0,83 á móti 0,86 í lok síðasta árs. Eiginfjárhlutfall var 41,7% í lok júní.
Akureyrarbær breytti á árinu 2018 reikningshaldslegri meðferð á leigusamningum um hjúkrunarheimili milli ríkisins og sveitarfélaga í takt við álit reikningsskilaráðs frá því í mars 2018.
Samanburðarfjárhæðum frá fyrra ári hefur verið breytt til samræmis en áhrif þessara breytinga eru óveruleg.
Akureyrarbær, árshlutareikningur 1.1.-30.6.2018
Sumardagur á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/alheimshreinsunardagur-a-laugardag
|
Alheimshreinsunardagur á laugardag
Alheimshreinsunardagurinn verður haldinn í 150 löndum á laugardag og hvetur Akureyrarbær íbúa til að „plokka", eins og það hefur verið kallað, þ.e.a.s. að tína rusl á víðavangi.
Þetta er tilvalið tækifæri fyrir einstaklinga, fjölskyldur, vinahópa eða vinnustaði til að hreinsa og bæta nærumhverfi sitt og náttúru.
Með alheimshreinsunardeginum er lögð áhersla á að allir íbúar þessarar jarðar nýti daginn til þess að hreinsa til og tína rusl. Meira má lesa um átakið á heimasíðu Landverndar
Á Akureyri verður lögð áhersla á að tína rusl og hreinsa til við strandlengju bæjarins.
Söfnunarpokar verða á eftirtöldum stöðum (sjá einnig mynd):
Leirunesti, norðan til
Við Nökkva
Samkomubrú
Plan sunnan við Átak, heilsurækt
Við Glerárósa
Sandgerðisbót, smábátahöfn
Krossanesbraut norðan við Hringrás
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/breytt-vetraraaetlun-a-leid-57
|
Breytt vetraráætlun á leið 57
Strætó bs hefur óskað eftir að koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum um leið 57:
Breytt vetraáætlun á leið 57
Vetraráætlun 2018-2019 fyrir Strætó á landsbyggðinni tók gildi sunnudaginn 9. september. Sérstök athygli er vakin á breytingu hjá leið 57. Samkvæmt henni mun:
• Leið 57 EKKI aka frá Akureyri til Borgarness klukkan 16:20 á fimmtudögum í vetur.
• Leið 57 EKKI aka frá Borgarnesi til Akureyrar klukkan 10:28 á fimmtudögum í vetur.
Upplýsingar um breytta áætlun á landsbyggðinni má finna hér: https://straeto.is/uploads/files/620-e50ffc2a8e.pdf
Tímatöflur má nálgast hér: https://www.straeto.is/is/timatoflur/3/32
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fundur-i-baejarstjorn-thridjudaginn-18-september
|
Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 18. september
Bæjarstjórn Akureyrar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 18. september. Á dagskránni verður meðal annars breytingar í nefndum, árshlutauppgjör fyrir janúar til júní 2018, kostnaður við færslu lagna vegna skipulags og framkvæmda, deiliskipulag Hálanda, Akureyrarflugvöllur og íbúalýðræði.
Sjá dagskrá fundarins í heild sinni.
Fundurinn verður haldinn í Hömrum i Hofi og er öllum opinn. Sjónvarpað er frá fundinum daginn eftir, miðvikudaginn 19. september kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Upptökur frá bæjarstjórnarfundum má nálgast hér.
Mynd: Auðunn Níelsson
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/lyklaskipti-i-radhusinu
|
Lyklaskipti í Ráðhúsinu
Ný bæjarstjóri á Akureyri, Ásthildur Sturludóttir, kom til starfa í Ráðhúsi Akureyrarbæjar í morgun. Eiríkur Björn Björgvinsson, fráfarandi bæjarstjóri, mælti sér mót við Ásthildi til að afhenda henni lyklana að skrifstofu bæjarstjóra. Ásthildur átti einnig stuttan fund með Höllu Björk Reynisdóttur, forseta bæjarstjórnar.
Halla Björk og Ásthildur.
Eiríkur Björn og Ásthildur á skrifstofu bæjarstjóra í morgun. Mynd: Hulda Sif Hermannsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skakkennsla-efld-a-akureyri
|
Skákkennsla efld á Akureyri
Akureyrarbær, Skákskóli Íslands og Skákfélag Akureyrar undirrituðu í dag nýjan samning um skákkennslu í grunnskólum Akureyrar. Markmið samningsins er að efla iðkun skáklistarinnar í 3.-5. bekk grunnskóla á þeim forsendum að skákin sé stór hluti af menningararfi Íslendinga, styðji við góðan árangur ungmenna í námi og sé jafnframt góður frístundakostur fyrir börn.
Skákskóli Íslands styður við verkefnið með mánaðarlegum fjárhagslegum stuðningi til ársloka 2018 og nema greiðslur til verkefnisins alls 1.170.000 kr. Fjármunina skal nýta til kennslulauna og annars kostnaðar. Auk þess skal Skákskóli Íslands veita ráðgjöf og leiðbeiningar, og útvega kennsluefni eftir því sem þörf krefur. Kennt verður á ákveðnum tímum, vikulega skv. stundatöflu. Allir nemendur 3. og 4. bekkjar fá skákkennslu og nemendur 5. bekkjar þar sem því verður við komið.
Samningurinn gildir á haustmisseri 2018. Samningsaðilar stefna að áframhaldandi skákþjálfun nemenda á vormisseri í ljósi þeirrar reynslu sem fæst á gildistíma, þ.e. frá september 2018 til janúar 2019. Aðilar áforma áframhald kennslu á vormisseri 2019, þ.m.t. að haldin verði meistaramót í hverjum skóla og milli skóla á fyrstu tveimur mánuðum nýs árs. Samninginn undirrituðu Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri, Áskell Örn Kárason formaður Skákfélags Akureyrar og Helgi Ólafsson skólastjóri Skákskóla Íslands.
Ásthildur Sturludóttir segir mikilvægt að ungmenni í bænum kynnist skáklistinni af eigin raun. „Ég held að skákin sé til þess fallin að þroska nemendur, efla rökræna hugsun og það hefur sýnt sig að taflmennska styrkir ungmenni í námi. Það er mikilvægt að Skákskóli Íslands komi að þessu verkefni með svo rausnarlegum hætti og því ber að fagna."
„Skákkennsla á Akureyri sannaði gildi sitt áður fyrr og mun gera aftur. Skák þjálfar einbeitni og getur stuðlað að bættum námsárangri," segir Helgi Ólafsson skólastjóri Skákskóla Íslands.
Frá vinstri: Helgi Ólafsson, Ásthildur Sturludóttir og Áskell Örn Kárason. Mynd: Almar Alfreðsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/komum-oll-i-rosenborg
|
Komum öll í Rósenborg
Næsta fimmtudag, 20. september, verður opið hús í Rósenborg frá kl. 16-19. Starfsemin í húsinu verður kynnt fyrir gestum og gangandi, boðið upp á lifandi tónlist, heitt kakó og kleinur.
Það er samfélagssvið Akureyrarbæjar sem hefur starfsemi í Rósenborg en undir sviðið heyra æskulýðs- og forvarnarmál, tómstundir, íþróttamál, jafnréttis- og mannréttindamál og einnig Akureyrarstofa sem hefur með höndum ferða-, menningar-, atvinnu- og kynningarmál.
Á fimmtudaginn er fólki boðið að heimsækja þetta fornfræga hús sem teiknað er af Guðjóni Samúelssyni, skoða húsakynnin og fræðast um leið um þá fjölbreyttu starfsemi sem þar fer fram. Kennarar Punktsins kynna námskeið vetrarins, skyggnst verður inn í undraheima Félagsmiðstöðva Akureyrar, ungt tónlistarfólk stígur á stokk víðsvegar um húsið og opið verður á sumarsýningu Ungmennahússins, ásamt með fleiru.
Allir velkomnir frá kl. 16-19 á fimmtudaginn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/opnad-fyrir-umsoknir-i-lydheilsusjod
|
Opnað fyrir umsóknir í Lýðheilsusjóð
Akureyrarbær vill benda á að þann 20. september verður opnað fyrir umsóknir í Lýðheilsusjóð á vef embættis landlæknis.
Hlutverk sjóðsins er að styrkja lýðheilsustarf sem samræmist markmiðum laga um landlækni og lýðheilsu, bæði innan og utan embættisins, í þeim tilgangi að stuðla að heilsueflingu og forvörnum. Styrkir eru veittir til verkefna og afmarkaðra hagnýtra rannsókna.
Aðilar sem starfa innan íþrótta-, lýðheilsu- og heilsueflingar eru hvattir til að kynna sér möguleikana á styrki frá Lýðheilsusjóði til að gera gott ennþá betra.
Umsóknarfrestur rennur út 15. október.
Frétt á vef embætti landlæknis
Úthlutunarreglur
Úthlutanir 2018
Úthlutanir 2017
Úthlutanir 2016
Samkomubrúin á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/midbaer-drottningarbrautarreitur-hafnarstraeti-73-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingu
|
Miðbær, Drottningarbrautarreitur - Hafnarstræti 73 – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu.
Skipulagssvæðið sem breytingum tekur nær til lóðar nr. 73 við Hafnarstræti. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir hækkun húss um eina hæð og hækkun nýtingarhlutfalls.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð er til sýnis á 1. hæð í Ráðhúsi Akureyrarkaupstaðar, frá 19. september 2018 til 24. október 2018 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig aðgengileg hér að neðan:
Uppdráttur
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 24. október 2018 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
19. september 2018
Sviðsstjóri skipulagssviðs
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hopferdir-til-hriseyjar
|
Hópferðir til Hríseyjar
Ferðamálafélag Hríseyjar hefur í samvinnu við Akureyrarstofu hrundið af stað átaki til að laða smærri og stærri hópa til eyjarinnar. Lögð er áhersla á að kynna þá fjölbreyttu þjónustu sem gestum Hríseyjar stendur til boða, aðstöðu til fundarhalda og um leið hversu kjörin eyjan er til útivistar.
Athygli starfsmanna- og/eða vinahópa er vakin á því að það er lítið mál að komast út í Hrísey og það getur verið gott að þjappa hópnum saman í leik og starfi í nýju umhverfi sem er orkuríkt og nærandi. Það tekur aðeins um 15 mínútur að sigla frá Árskógssandi út í eyju og rétt um 30 mínútur að keyra frá Akureyri að Árskógssandi. Í Hrísey eru stikaðar gönguleiðir um austur- og norðurhluta eyjarinnar og þar er meðal annars að finna svokallaða orkulind sem kunnugir segja kyngimagnaða.
Komdu með hópinn út í Hrísey - kynning Ferðamálafélags Hríseyjar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/heimsokn-sendiherra-kina
|
Heimsókn sendiherra Kína
Sendiherra Kínverska alþýðulýðveldisins á Íslandi, Jin Zhijian, heimsótti Akureyri í gær ásamt eiginkonu sinni He Linyun. Þau áttu fund með Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra á Akureyri þar sem ferðþjónustu, menntun, menningarmál og viðskipti bar meðal annars á góma.
Hjónin heimsóttu einnig Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Háskólann á Akureyri en í dag halda þau austur á bóginn, skoða Goðafoss og heimsækja Mývatnssveit. Jin og He létu ákaflega vel af heimsókn sinni til Akureyrar og sögðust örugglega ætla að koma fljótt aftur. Gestirnir færðu sveitarfélaginu fallega gjöf sem Ásthildur Sturludóttir veitti móttöku.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/umraeda-um-traust-a-stjornmalum-og-stjornsyslu
|
Umræða um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu
Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar þriðjudaginn 18. september var meðal annars til umræðu að gefnu tilefni traust á stjórnmálum og stjórnsýslu. Hilda Jana Gísladóttir hóf umræðuna og ræddi m.a. traust almennings á ýmsum stofnunum samfélagsins og áhrif þess á lýðræðið, gagnsæi stjórnsýslu, upplýsingamiðlun og íbúasamráð.
Bæjarstjórn samþykkti að loknum umræðum eftirfarandi ályktun með 11 samhljóða atkvæðum:
Bæjarstjórn Akureyrar þakkar fyrir vandaða skýrslu og telur að í henni sé að finna ýmsar tillögur og útfærslur sem nýst geti sveitarstjórnarstiginu til að efla traust á stjórnmálum. Bæjarstjórn vísar skýrslunni til nánari umræðu í bæjarráði. Bæjarstjórn Akureyrar harmar hins vegar að í tillögum starfshóps forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu sé engin umræða og engar tillögur um bætt samskipti ríkis og sveitarfélaga og skorar á forsætisráðherra að koma fram með áþreifanlegar tillögur sem hægt er að setja í ferli með það að augnamiði að bæta samvinnu ríkis og sveitarfélaga, landsmönnum öllum til heilla.
Skýrsla starfshóps um traust
Fundir bæjarstjórnar Akureyrar fara fram í Menningarhúsinu Hofi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skemmtileg-heimsokn-i-hriseyjarskola
|
Skemmtileg heimsókn í Hríseyjarskóla
Í byrjun skólaársins komu grunnskólar Drangsness og Borgarfjarðar eystri í heimsókn í Hríseyjarskóla. Alls eru 14 nemendur í skólunum, fjórir í Borgarfirði og níu á Drangsnesi. Áður hafði verið ákveðið að fara í skólaferðalag til Grímseyjar en vegna óhagstæðrar veðurspár var ákveðið að fara til Hríseyjar. Skólarnir í Borgarfirði og á Drangsnesi hafa haft töluvert samstarf sín á milli síðustu árin.
Mjög vel fór á með nemendunum skólanna þriggja og greinilega er mikill samhljómur á milli nemenda í þessum fámennu skólum. Nokkur samskipti hafa verið á milli skólastjóra fámennra skóla síðustu misserin. Nemendur Hríseyjarskóla kynntu skólann og eyjuna fyrir gestunum, síðan borðuðu allir saman og enduðu daginn á sameiginlegri kvöldvöku. Gestirnir héldu svo heim á leið morguninn eftir og nemendur Hríseyjarskóla voru þeim samferða í ferjunni því þeir voru á leið í siglingu með Húna.
Vonir standa til að framhald verði á þessu samstarfi því það er mjög mikilvægt fyrir nemendur í fámennum skólum að geta borið sig saman við aðra í sömu aðstæðum. Það er langsóttara að bera sig saman við stóru skólana því það er mikill munur á því að vera í samkennslu með krökkum á ólíkum aldri eða í bekkjakerfi með jafnöldrum sínum.
Krakkarnir um borð í Hríseyjarferjunni Sævari.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/logmaelt-verkefni-sveitarfelaga
|
Lögmælt verkefni sveitarfélaga
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gefið út yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga. Yfirlitinu er ætlað sveitarfélögum til leiðbeiningar við stefnumótun og áætlanagerð, en einnig mun það nýtast ráðuneytinu vegna áætlanagerðar sem því er nú ætlað að sinna vegna málefna sveitarstjórnarstigsins.
Í yfirlitinu eru verkefni sveitarfélaga flokkuð eftir málaflokkum og hvort þau eru lögskyld eða lögheimil. Í lögheimilum verkefnum felst að sveitarfélag hefur svigrúm til þess að ákveða hvort verkefninu er sinnt. Ef sú ákvörðun er tekin gildir um verkefnið tiltekinn lagarammi.
Sjá frétt á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fundur-i-baejarstorn-thridjudaginn-2-oktober
|
Fundur í bæjarstórn þriðjudaginn 2. október
Bæjarstjórn Akureyrar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 2. október. Á dagskránni verður meðal annars viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2018, ráðningarsamningur við bæjarstjóra, breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar og skýrsla bæjarstjóra.
Sjá dagskrá fundarins í heild sinni.
Fundurinn verður að þessu sinni haldinn í fundarsal á 1. hæð Ráðhúss en ekki í Hömrum i Hofi eins og venjulega. Fundurinn er öllum opinn. Sjónvarpað er frá fundinum daginn eftir, miðvikudaginn 3. október kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Upptökur frá bæjarstjórnarfundum má nálgast hér.
Ráðhús Akureyrarbæjar, Geislagötu 9
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fundur-i-baejarstjorn-thridjudaginn-2-oktober
|
Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 2. október
Bæjarstjórn Akureyrar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 2. október. Á dagskránni verður meðal annars viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2018, ráðningarsamningur bæjarstjóra, breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar og skýrsla bæjarstjóra.
Sjá dagskrá fundarins í heild sinni.
Fundurinn verður haldinn í Hömrum i Hofi og er öllum opinn. Sjónvarpað er frá fundinum daginn eftir, miðvikudaginn 19. september kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Upptökur frá bæjarstjórnarfundum má nálgast hér.
Ráðhús Akureyrarbæjar, Geislagötu 9.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vestnorden-ferdakaupstefnan-a-akureyri
|
Vestnorden ferðakaupstefnan á Akureyri
Ferðakaupstefnan Vestnorden Travel Mart verður haldin í 33. skipti 2.-4. október á Akureyri. Rúmlega 600 gestir sækja kaupstefnuna; ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi, auk kaupenda ferðaþjónustu frá 30 löndum úr öllum heimshornum.
Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, setur ferðakaupstefnuna Vestnorden Travel Mart þriðjudaginn 2. október í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri kl. 8.30 en kaupstefnan sjálf fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri. Eliza Reid, forsetafrú, er sérstakur gestur kaupstefnunnar og leggur áherslu á sjálfbærni og ábyrga ferðahegðun í ferðaþjónustu í inngangsorðum sínum. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, ráðherra ferðamála flytur ávarp.
Á kaupstefnunni verða samankomin öll helstu ferðaþjónustufyrirtæki á landinu til að kynna vöruframboð sitt fyrir erlendum ferðaþjónustuaðilum sem sækja kaupstefnuna. Reiknað er með yfir 600 þátttakendum í ár, frá 30 löndum.
Vestnorden Travel Mart er mikilvægasta ferðakaupstefnan sem haldin er á Norður-Atlantshafssvæðinu. Meginhlutverk hennar er að móta sameiginlega stefnu í ferðamálum fyrir Grænland, Ísland og Færeyjar og styrkja ýmis verkefni sem efla ferðaþjónustu innan svæðisins. Hún er einnig frábært tækifæri til að kynna Ísland sem áfangastað. Ferðakaupstefnan er haldin annað hvert ár á Íslandi og hin árin til skiptis í Færeyjum eða á Grænlandi. Íslandsstofa er framkvæmdaraðili ferðakaupstefnunnar í samstarfi við NATA. Styrktaraðilar kaupstefnunnar eru Akureyrabær, Air Iceland Connect og ISAVIA.
Mynd: Auðunn Níelsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/halla-bjork-og-hlynur-i-vidtalstima
|
Halla Björk og Hlynur í viðtalstíma
Viðtalstímar bæjarfulltrúa eru haldnir tvisvar í mánuði á fimmtudögum frá kl. 17:00 til 19:00 á tímabilinu september til maí. Í viðtalstímum gefst bæjarbúum kostur á að hitta fulltrúa í bæjarstjórn og ræða þau málefni sem hæst ber hverju sinni. Viðtalstímarnir eru í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, 1. hæð. Fimmtudaginn 4. október verða bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir og Hlynur Jóhannsson í Ráðhúsinu til skrafs og ráðagerða.
Halla Björk Reynisdóttir og Hlynur Jóhannsson
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/avarp-a-vestnorden-ferdakaupstefnunni-2-oktober-2018
|
Ávarp á Vestnorden ferðakaupstefnunni 2. október 2018
Dear guests, welcome to Akureyri, the capital of the North.
It´s a great honor to be with you here tonight and hopefully you´ve had fruitful meetings which have created friendship and new business opportunities. I´ve participated two times in Vestnorden and I know that this scene has a great purpose. I do remember when I participated in the Faroe Islands some years ago and we had a bad weather and had to stay a little longer... I woke up and looked out the window to see the landscape but outside looking into my window was a sheep and I don´t know who was more surprised – me or the sheep when we looked into each others blue eyes!
This is the third time in this century that Vestnorden is being held in Akureyri, and I'm told that there are more participants now than in 2010, the year when this beautiful house Hof Cultural Center was opened. It is very important that a big event like this, where partners in tourism come together, also occur outside of Reykjavík capital area. We all know that there are plenty of beautiful places around the country, which are worth visiting, even though they are out of radius Reykjavík Capital.
The municipalities are one of the largest tourism recipients, by providing and funding basic services and infrastructure and that has been done here in Akureyri. We have in recent years invested in destinations in the municipality which are attractions both for the inhabitants and tourists such as the Akureyri Art Museum, the Akureyri swimming pool, Mountain Hlíðarfjall is getting a bigger role over the whole year and the artwork Orbis et Globus or Circle and Sphere in Grímsey Island. The entertainment is getting more and more diverse and the whale watching scene has been growing constantly here in the fjord of Eyjafjordur – the whales simply love it here!
Transport is a big issue for us up here in North Iceland, both concerning flight and cars. Our dream and what we have last couple of years fought for, is a direct international flight from Akureyri and out to the big world. This has not been and still is not an easy fight and I would like to thank Super Break for their great cooperation with us and for their courage to bet on us.
And finally; You definitely notice the red hearts in the traffic lights – here outside this building. The VisitAkureyri crew has made this really cool selfie place where you can make a photo with a heart and the beautiful Akureyri church in the background... make a selfie, use the hashtag #heartsofakureyri and help us to promote our beautiful warm town of Akureyri.
Have fun tonight and good luck with your business. Akureyri and North Iceland welcome you and your tourists.
Ásthildur ávarpar gesti kaupstefnunnar í Hofi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/naustahverfi-2-afangi-brekatun-2-og-4-14-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingu-1
|
Naustahverfi 2. áfangi, Brekatún 2 og 4-14 – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis 2. áfanga.
Skipulagssvæðið nær til lóða nr. 2-14 við Brekatún. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að lóð Brekatúns 4-14 stækki til norðvesturs að Tjarnarhól til þess að koma fyrir byggingarreit fyrir 12 bílgeymslur. Vegna stækkunar lóðar Brekatúns 4-14 er lóð Brekatúns 2 minnkuð um 5m til austurs.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð er til sýnis á 1. hæð, í Ráðhúsi Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, frá 3. október til 14. nóvember 2018, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig aðgengileg hér að neðan:
Naustahverfi 2. áfangi - Brekatún 2-14 - uppdráttur
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 14. nóvember 2018 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
3. október 2018
Sviðsstjóri skipulagssviðs
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hlidarfjall-heimavollur-islensku-landslidanna
|
Hlíðarfjall heimavöllur íslensku landsliðanna
Í gær var undirritaður samningur um áframhaldandi samstarf á milli Skíðasambands Íslands (SKÍ) og Akureyrarbæjar. Framlag Akureyrarbæjar til samningsins er annars vegar að útvega SKÍ skrifstofuaðstöðu fyrir starfsstöð SKÍ og hins vegar að leggja fram skíðasvæðið í Hlíðarfjalli sem heimavöll íslensku landsliðanna á skíðum. Akureyrarbær mun í samvinnu við SKÍ kappkosta að hafa aðstæður sem bestar til æfinga á hverjum tíma. Með samstarfssamningnum eru báðir aðilar að leggja sitt af mörkum til að auka enn frekar framgang skíðaíþróttarinnar á Íslandi og bæta aðstæður til iðkunnar hennar.
Mynd: Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Jón Viðar Þorvaldsson framkvæmdarstjóri SKÍ handsala samninginn.
|
Subsets and Splits
No community queries yet
The top public SQL queries from the community will appear here once available.