Search is not available for this dataset
url
stringlengths 21
288
| text
stringlengths 1
1.35M
|
|---|---|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/thekkingarsetur-vid-utanverdan-eyjafjord-vaeri-kaerkomin-vidbot-vid-atvinnulifid
|
Þekkingarsetur við utanverðan Eyjafjörð væri kærkomin viðbót við atvinnulífið
Um 70 manns frá Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvíkurbyggð sóttu málþing um tækifæri í atvinnu- og menntamálum
við utanverðan Eyjafjörð með tilkomu Héðinsfjarðarganga.
Málþingið tókst í alla staði mjög vel, bæði hvað varðar mikla umræðu og mikla samstöðu um öll meginmál, segir
í fréttatilkynningu. Málþinginu var skipt í þrjá þætti þar sem viðfangsefnin voru "Uppbygging atvinnulífs við
utanverðan Eyjafjörð", "Ferðamál til framtíðar" og "Framhaldsskólinn" og ræddu framsögumenn þessi málefni frá ýmsum
sjónarhornum. Í lok hvers þáttar var svo pallborðsumræða. Niðurstöður umræðna voru eftirfarandi:
Er grundvöllur og þörf fyrir stofnun þekkingarseturs við utanverðan Eyjafjörð?
Þekkingarsetur við utanverðan Eyjafjörð væri kærkomin viðbót við atvinnulífið við utanverðan Eyjafjörð. Hér er
fyrir góður grunnur í atvinnufyrirtækjum með mikla reynslu, símenntunarmiðstöðvum og söfnum, og unnið er að frekari
uppbyggingu fræðastarfa, bæði innan þeirra safna og setra sem þegar eru starfandi og nýjum sem unnið er að. Svæðið býr einnig
að góðri reynslu af framhaldsskóladeild í Ólafsfirði og fiskvinnslubraut á Dalvík. Tilkoma nýs framhaldsskóla og sameining
svæðisins í eitt þjónustusvæði með Héðinsfjarðargöngum styrkir enn frekar þennan grundvöll. Þekkingarsetur gæti
orðið miðdepill í samstarfi fræðslustofnana, safna, setra og fyrirtækja á svæðinu um rannsóknir, þróun og fræðslu sem
byggja á sérstöðu svæðisins og þekkingu og reynslu íbúa þess. Það ber því að hefjast handa við að koma
á fót þekkingarsetri á Tröllaskaga hið fyrsta.
Er ferðamennska framtíðin?
Tröllaskagasvæðið er eitt besta svæði á landinu til að stunda fjallgöngur og aðra útivist, sumar sem vetur.
Héðinsfjörður, friðland Svarfdæla, Hvanndalir og fleiri slíkir staðir eru stórkostlegir staðir til náttúruskoðunar fyrir
ferðamenn. Standa þarf vörð um náttúrufarið og tryggja að þessar náttúruperlur glatist ekki, líkt og gert hefur verið í
friðlandi Svarfdæla. Friðun Héðinsfjarðar væri stórt skref í þessa
átt.
Söfnin á svæðinu hafa mikið aðdráttarafl og ótrúlegur árangur hefur náðst við uppbyggingu þeirra. "Markaður
menningarinnar" er réttnefni á starfsemi safnanna. Framundan eru spennandi og metnaðarfull verkefni við áframhaldandi þróun þeirra.
Möguleikar ferðaþjónustu á svæðinu aukast verulega með tilkomu ganganna, ef við berum gæfu til að stilla saman strengi, koma á
samhæfðum samgöngum milli staða og fylgjum eftir þeim möguleikum sem göngin gefa með öflugri og markvissri markaðssetningu. Margs konar nýjungar
í ferðaþjónustu geta orðið að veruleika ef menn bæru gæfu til að standa saman að verkefnunum. Bretta þarf upp ermarnar til að
láta hugmyndirnar verða að
veruleika.
Ferðamannaiðnaður sem byggir á sérstöðu svæðisins, náttúrufari og menningu á sér góða framtíð á
Tröllaskaga sem ein meginstoða atvinnulífsins, í góðum tengslum við hinar hefðbundnu atvinnugreinar.
Hvernig má tryggja tengsl framhaldsskóla og atvinnulífs á svæðinu?
Í frumvarpi að framhaldsskólalögum sem nú er í meðförum Alþingis er talað um fræðsluskyldu til 18 ára aldurs. Lögð
er áhersla á aukið sjálfstæði framhaldsskóla og frelsi varðandi námsfyrirkomulag, samsetningu námsbrauta og lokapróf. Verði
frumvarpið að lögum skapar það ýmiss tækifæri í mótun nýs framhaldsskóla.
Fundargestir voru sammála um það að framhaldsskólinn þyrfti að vera í sterkum tengslum við atvinnulífið og ætti að
nýta sér styrkleika svæðisins. Þar vegur sjávarútvegurinn þyngst. Þá þarf að styrkja iðn- og verkmenntun og skoða
sérstöðu náttúru og íþrótta auk tengsla við menningu og sögu staðarins.
Miklar væntingar eru til framhaldsskólans og því mikilvægt að vel takist til að móta og byggja upp nýjar áherslur í
námsframboði, en um leið að byggja á því sem fyrir er. Brýnt er að móta áherslurnar og velja úr þeim fjölmörgu
hugmyndum sem uppi eru. Framhaldsskólinn þarf að skapa námsmöguleika sem svarar þörfum nemenda á svæðinu og verða í fararbroddi
samkvæmt hinum nýju lögum.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/logreglan-lokadi-midhusabraut-ad-krofu-vegagerdarinnar
|
Lögreglan lokaði Miðhúsabraut að kröfu Vegagerðarinnar
Lögreglan á Akureyri lokaði nýja vegarkaflanum á Miðhúsabraut upp úr hádegi í dag að kröfu umferðareftirlitsmanns
Vegagerðarinnar.
Fyrirtækið GV gröfur er að vinna við frágang á þessum kafla og að sögn Guðmundar Gunnarssonar framkvæmdastjóra er
ástæða lokunarinnar sú að eftirlitsmaður Vegagerðirnar gat ekki sætt sig við umferð um götuna þar sem GV gröfur notuðu
svokallaða búkollur (stóra efnisflutningabíla) við verkið. "Það stendur hvergi í lögum að loka þurfi vinnusvæði þar
sem búkollur eru í notkun og þessi ákvörðun er ekki frá okkur komin. Vegfarendur geta þakkað Sævari Inga Jónssyni
umferðareftirlitsmanni Vegagerðarinnar fyrir það. Í lögunum segir m.a. að búkollur séu ætlaðar til notkunar utan vega og/eða á
vinnusvæðum en það stendur ekkert um það í umferðarlögunum að loka þurfi vinnusvæðunum, enda leyfir Vegagerðin sjálf
notkun námubifreiða á vinnusvæðum, þar sem umferð er. Þrátt fyrir það ákvað lögreglan hins vegar að verða við
ósk umferðareftirlitsmannsins og loka götunni," sagði Guðmundur og bætti við að Miðhúsabraut heyrði undir Akureyrarbæ en ekki
Vegagerðina og því væri þessi ákvörðun um lokun enn furðulegri.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/kea-uthlutadi-58-milljonum-krona-ur-menningar-og-vidurkenningarsjodi
|
KEA úthlutaði 5,8 milljónum króna úr Menningar- og viðurkenningarsjóði
Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA úthlutaði í dag styrkjum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins. Að
þessu sinni var úthlutað úr tveimur flokkum, annars vegar íþróttastyrkjum og hins vegar styrkjum sem veittir eru ungum afreksmönnum á sviði
mennta, lista og íþrótta.
Auglýst var eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum í apríl síðastliðnum og bárust alls 64 umsóknir í flokki ungra
afreksmanna og 38 umsóknir um íþróttastyrki. Alls komu 5,8 milljónir til úthlutunar, 8 aðilar hlutu íþróttastyrk en styrkir í
flokki ungra afreksmanna voru 24.
Styrkþegar voru þessir:
Íþróttastyrkir
o Skíðafélag Ólafsfjarðar kr. 400.000 til uppbyggingar á aðstöðu og tækjabúnaði.
o Jóhanna Dögg Stefánsdóttir kr. 100.000 til að bjóða krökkum á aldrinum 6-16 ára upp á danskennslu á
Raufarhöfn.
o Skíðafélag Akureyrar kr. 200.000 til kaupa á hljóðkerfi og sjálfvirkum tímatökubúnað fyrir skíðagöngu.
o Birkir Árnason kr. 150.000 vegna keppnisferðar fimm drengja með landsliði Íslands í íshokkí til Ástralíu.
o Sundfélagið Óðinn/Krókódílar, Krossfiskar kr. 150.000 vegna æfinga- og keppnisferðar hóps fatlaðra sundmanna til
Færeyja.
o Blakdeild KA kr. 350.000 til að halda Norðurlandamót U19 á Akureyri í september.
o Skógræktarfélag Eyfirðinga kr. 550.000 til lagningar fjölnota stíga í Kjarnaskógi.
o Golfklúbburinn Hvammur kr. 100.000 til uppbyggingar á barna- og unglingastarfi.
Ungir afreksmenn- kr. 225.000,-
o Sigurður Helgi Oddsson, píanóleikari.
o Bergþór Steinn Jónsson, siglingar og júdo.
o Hafdís Sigurðardóttir, frjálsíþróttakona.
o Sigurgeir Halldórsson, skíðamaður.
o Ágúst Freyr Dansson, skíðamaður.
o Andri Steindórsson, skíðamaður.
Ungir afreksmenn- kr. 175.000,-
o Svavar Ingvarsson, frjálsíþróttamaður.
o Orri Blöndal, íshokkímaður.
o Baldvin Þór Gunnarsson, snocross, motocross, enduro.
o Árni Björnsson, blakmaður.
Ungir afreksmenn- kr. 125.000,-
o Oddur Gretarsson, handknattleiksmaður.
o Heiðar Þór Aðalsteinsson, handknattleiksmaður.
o Halla Sif Guðmundsdóttir, skíðamaður.
o Hjörleifur Einarsson, skíðamaður.
o Sigurður Óli Árnason, íshokkímaður.
o María Guðmundsdóttir, skíðakona.
o Kristófer Finnsson, motocross, snocross, íscross .
o Selmdís Þráinsdóttir, frjálsíþróttakona.
o Ulker Gasanova, skákkona.
o Brynjar Leó Kristinsson, gönguskíðamaður.
o Ingibjörg Óladóttir, kraftlyftingakona.
o Andri Fannar Stefánsson, knattspyrnumaður.
o Jón Viðar Þorvaldsson, skíðamaður.
o Andri Már Mikaelsson, íshokkímaður.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/dalvikreynir-faer-lidsstyrk
|
Dalvík/Reynir fær liðsstyrk
Þrír leikmenn bættust í hópinn í síðustu viku hjá Dalvík/Reyni. Þessir leikmenn eru Ágúst Guðmundsson
varnarmaður, Brynjar Davíðsson markvörður og Heiðmar Felixsson miðjumaður/framherji. Þeir koma allir til með að styrkja liðið fyrir
átökin í sumar.
Dalvík/Reynir spilar í 3. deild í D-riðli og hefst mótið hjá þeim um helgina er þeir fá Leikni F. í heimsókn á
laugardaginn 24. maí. Leikurinn hefst kl. 14:00 og leikið er á Dalvíkurvelli.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/godamot-lettis
|
Goðamót Léttis
Goðamót Léttis fór fram í Breiðholtshverfi um helgina. Mótið var einungis fyrir keppnisknapa yngri flokka og keppt var í barna-, unglinga-,
polla-, og teymingaflokki. Eyrún Þórsdóttir og Stefanía Árdís Árnadóttir sigruðu báðar tvöfalt í sínum
flokki.
Einnig fékk Stefanía Árdís Þytsbikarinn sem er farandbikar en hann hlýtur sá keppandi sem er hvað snyrtilegastur í klæðnaði
og sem ber af í prúðmannslegri reiðmennsku.
Nánar um mótið í næsta blaði.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/thrir-a-slysadeild-eftir-hardan-arekstur-a-akureyri
|
Þrír á slysadeild eftir harðan árekstur á Akureyri
Þrír voru fluttir á slysadeild FSA eftir harðan árekstur tveggja fólksbifreiða á gatnamótum Glerárgötu og
Gránufélagsgötu um kl. 19.00 í kvöld.
Annar bílanna var á leið suður Glerárgötu þegar bíll á leið frá Gránufélagsgötu ók inn hlið hans
á gatnamótunum. Talið er meiðsli þeirra sem slösuðust hafi verið minniháttar en bílarnir eru mikið skemmdir.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/tap-hja-stelpunum
|
Tap hjá stelpunum
Þór/KA tók á móti sterku liði KR í annarri umferð Landsbankadeild kvenna í Boganum í kvöld. Þetta var hörkuleikur milli
tveggja góðra liða. Fimm mörk voru skoruð og skoruðu KR stúlkur þrjú þeirra og fóru með sigur af hólmi.
Þór/KA skoraði fyrsta mark leiksins og kom það á 7. mínútu þegar Ivana Ivonvic gaf góða sendingu inn fyrir vörn KR þar
sem Rakel Hönnudóttir tók við boltanum, lék á markmann KR og sendi boltann í autt markið. Vel gert hjá landsliðsstúlkunni. En KR
stúlkum tókst að jafna metin og það gerði Hólmfríður Magnúsdóttir með góðu skoti í bláhornið á
30. mínútu. Átta mínútum síðar fengu Þórs/KA stelpur aukaspyrnu á hættulegum stað. Bojana Besic tók spyrnuna og
þrumaði boltanum í slána og inn. Staðan í háfleik 2-1 fyrir Þór/KA
KR stúlkur náðu að jafna metin á ný á 52. mínútu þegar Hrefna Hrund Jóhannesdóttir skoraði með laglegu skoti
í fjærhornið. Eftir þetta tók KR öll völd í leiknum og þriðja markið lá í loftinu. Það kom tíu
mínútum fyrir leikslok, var þar að verki Hólmfríður Magnúsdóttir með sitt annað mark í leiknum. Lokatölur 2-3 fyrir KR og
Þórs/KA stelpur óheppnar að fá ekkert út úr leiknum.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/litur-vel-ut-med-flug-milli-islands-og-graenlands-i-sumar
|
Lítur vel út með flug milli Íslands og Grænlands í sumar
"Við erum að klára pakkann, að ganga frá ýmsum hlutum," segir Friðrik Adolfsson sem skrifaði á dögunum undir viljayfirlýsingu fyrir
hönd nokkurra fjárfesta vegna sölu á rekstri Twin Otter flugvéla Flugfélags Íslands.
Saga Capital Fjárfestingabanki hafði milligöngu í málinu. Friðrik segir að útlit sé fyrir að nóg verði að gera varðandi flug
milli Íslands og Grænlands á komandi sumri og bjart framundan hvað það varðar, "það lítur bara vel út með Grænland, mikið
verður að gera í fluginu í sumar og ýmislegt í pípunum fyrir næstu ár," segir hann.
Friðrik er núverandi sölustjóri leiguflugs hjá Flugfélagi Íslands og hefur meðal annars verið ábyrgur fyrir umfangsmiklum leiguverkefnum
Twin Otter á Grænlandi. Hann mun láta af störfum hjá Flugfélagi Íslands og snúa sér alfarið að þessum rekstri. Gert er
ráð fyrir að nýir aðilar taki við rekstrinum frá 1. júní nk. Kaupverð er trúnaðarmál. Um er að ræða tvær
Twin Otter flugvélar og tengdan rekstur en helstu verkefni hafa verið áætlunarflug út frá Akureyri til Grímseyjar, Vopnafjarðar og
Þórshafnar, leiguverkefni á Grænlandi og viðhaldsverkefni í viðhaldsstöð félagsins á Akureyri. Um tuttugu manns vinna við rekstur
Twin Otter vélanna á Akureyri, aðallega flugvirkjar og flugmenn.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/umsoknum-um-fjarhagsstudning-vegna-ithrottaidkunar-hafnad-i-framkvaemdaradi
|
Umsóknum um fjárhagsstuðning vegna íþróttaiðkunar hafnað í framkvæmdaráði
Framkvæmdráð Akureyrar hefur hafnað erindi frá Ástu Birgisdóttur formanni Sundfélagsins Óðins, þar sem hún sótti um
styrki til handa tveimur sundkonum vegna íþróttaiðkunar, sem nemur launum vinnuskólans yfir sumarið.
Framkvæmdaráð hafnaði erindinu sem fyrr segir en vísaði því til umræðu íþróttaráði. Sundkonurnar sem hér
um ræðir eru þær Elín Erla Káradóttir og Bryndís Rún Hansen.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/glaesilegur-arangur-odins-a-sparisjodsmoti
|
Glæsilegur árangur Óðins á Sparisjóðsmóti
Sparisjóðsmót ÍBR í sundi var haldið í Reykjanesbæ um helgina og fulltrúar Óðins, sundfélags Akureyrar, stóðu sig
heldur betur vel þar sem krakkarnir unnu alls 10 gullverðlaun á mótinu. Freysteinn Viðar Viðarsson setti aldursflokkamet í 400 m skriðsundi þegar hann
bætti 10 ára gamalt met um fjórar sekúndur. Hann vann auk þess til fimm annarra verðlauna.
En það voru líka aðrir keppendur sem sáu um að haldi merki Akureyrar á lofti. Karen Konráðsdóttir fékk gullverðlaun í 400
m fjórsundi og 800 m skriðsundi kvenna. Þá sigraði Halldóra Sigríður Halldórsdóttir í 100 m flugsundi kvenna og Hildur
Þórbjörg Ármannsdóttir fékk gullið í 200 m baksundi kvenna en þau kepptu öll í flokki 13-14 ára. Í flokki 15
ára og eldri sigraði Erla Hrönn Unnsteinsdóttir í 200 m baksundi kvenna þegar hún bætti sitt eigið Akureyrarmet.
Nánar um mótið í næsta blaði á fimmtudaginn kemur.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/vorfundur-samorku-i-ithrotta-hollinni-a-akureyri
|
Vorfundur Samorku í Íþrótta- höllinni á Akureyri
Vorfundur Samorku fer í Íþróttahöllinni á Akureyri nk. fimmtudag og föstudag. Þar verða flutt fjölmörg erindi auk þess sem
opnuð verður vöru- og þjónustusýning í tengslum við fundinn.
Þessir fundir, sem eru sameiginlegir með öllum fagsviðum Samorku, hafa skapað vissa hefð í starfsemi samtakanna. Þeir hafa verið haldnir á
þriggja ára fresti, allt frá árinu 1996 og er því komið að þeim fimmta. Dagskráin verður fjölbreytt að vanda og
nú hefur fagráðum Samorku fjölgað síðan síðast, þar sem fagráð fráveitna hefur verið
stofnað. Vörusýning sem sett hefur mikinn og vaxandi svip á fundina undanfarin ár verður að líkindum enn umfangsmeiri en síðast.
Samorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Samtökin voru stofnuð árið 1995 við samruna Sambands íslenskra hitaveitna
(stofnuð 1980) og Sambands íslenskra rafveitna (stofnuð 1942). Aðilar að samtökunum eru allar hitaveitur og rafveitur landsins ásamt flestum vatnsveitum og nokkrum
fráveitum. Aukaaðilar eru fyrirtæki og stofnanir sem tengjast orku- eða veitufyrirtækjum með einhverjum hætti. Samorka starfar á þremur
fagsviðum, þ.e. hitaveitna, raforkufyrirtækja og vatns- og fráveitna. Formaður stjórnar samtakanna er Franz Árnason
forstjóri Norðurorku á Akureyri.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/lus-hefur-skotid-upp-kollinum-i-glerarskola
|
Lús hefur skotið upp kollinum í Glerárskóla
Lús hefur komið upp í Glerárskóla en það virðist vera regla frekar undantekning að þessi ófögnuður skjóti upp kollinum
í einhverjum af grunnskólum bæjarins á hverju skólaári.
Þegar lús kemur upp þurfa foreldrar og eða forráðamenn að fylgjast reglulega með hári barna sinna og er þar bæði átt við
nemendur yngri og eldri bekkjadeilda. Skoða þarf hárið vel undir sterku ljósi, nota skal sérstaka lúsakamba og ef lús eða nit finnst er
það ótvírætt merki um smit og þarfnast meðhöndlunar með sérstöku lúsameðali sem fæst án lyfseðils í
lyfjaverslunum. Þá þarf að kemba hárið daglega í 10-14 daga, eins og segir m.a. í tilkynningu frá hjúkrunarfræðingi
skólans.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/baejarstjorn-skori-a-rikisstjornina-ad-fresta-afgreidslu-matvaelafrumvarpsins
|
Bæjarstjórn skori á ríkisstjórnina að fresta afgreiðslu matvælafrumvarpsins
Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar á morgun munu bæjarfulltrúar VG leggja fram tillögu, þar sem lagt er til að bæjarstjórn skori
á ríkisstjórn Íslands að fresta afgreiðslu matvælafrumvarpsins svokallaða.
Nú þegar hafa sveitastjórn Skagafjarðar, Blönduósbær, stjórn Eyþings, byggðaráð Húnaþings vestra og
byggðaráð Norðurþings ályktað gegn málinu. Því er mikilvægt að bæjarstjórn Akureyri geri slíkt hið sama til
að þrýsta á um að málinu verði frestað, segir í fréttatilkynningu frá VG.
Tillaga þeirra Kristínar Sigfúsdóttur og Baldvins H. Sigurðssonar bæjarfulltrúa VG er svohljóðandi. "Bæjarstjórn
Akureyrarkaupstaðar skorar á ríkisstjórn Íslands að fresta afgreiðslu frumvarps laga um breytingar á ýmsum lögum vegna endurskoðunar
á undanþágum frá I.kafla I. viðauka við EES samninginn og innleiðingar á reglugerð Evrópuþingsins. Á Akureyri og á
Eyjafjarðarsvæðinu er eitt öflugusta landbúnaðar- og matvælasvæði landsins. Frumvarp ríkisstjórnarinnar felur í sér
róttækar breytingar á rekstrarumhverfi íslensk landbúnaðar og matvælaframleiðslu en með því er opnað fyrir óheftan
innflutning á hráu kjöti og ýmsu hrámeti til landsins. Það er því algjört lágmark að fresta málinu um sinn til að
gefa hagsmunaaðilum í greininni og ríkisstjórninni meiri tími til að gera ráðstafanir svo að hægt sé að standa vörð um
íslenska matvælaframleiðslu og landbúnað."
Greinargerð:
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um að opna fyrir óheftan innflutning á hráu kjöti og ýmsu hrámeti til landsins. Reikna má með
að það hafi gríðarleg áhrif á atvinnu fólks hérlendis, matvælaöryggi og gæði matar, auk þess sem ýmsir
fagaðilar óttast að sýkingum muni fjölga. Frá upphafi EES-samningsins hafa Íslendingar haft undanþágu frá ESB-reglum um slíkan
innflutning en bæði núverandi ríkisstjórn og sú sem á undan kom hafa verið í viðræðum við ESB um að afnema
undanþáguna. Enn hefur ekki verið sýnt fram á að okkur sé skylt að innleiða þessar reglur ESB.
Tillögur Vinstri grænna
Vinstrihreyfingin - grænt framboð tekur undir með Bændasamtökunum og fleiri aðilum sem krefjast þess að afgreiðslu frumvarpsins verði frestað.
Frestun gefur stjórnvöldum svigrúm til að skoða málið betur í samvinnu við hagsmunaaðila og sérfræðinga. Nauðsynlegt er
að meta afleiðingar aukins innflutnings fyrir íslenskan kjötiðnað og matvælaöryggi þjóðarinnar og láta á það reyna
hvort ekki sé hægt að halda núverandi fyrirkomulagi. Ef slíkt reynist óframkvæmanlegt gefst í það minnsta meiri tími til
undirbúnings fyrir matvælaiðnaðinn.
Störf í matvælaiðnaði
Í Vikudegi þann 10. apríl segja stjórnendur tveggja stærstu matvælafyrirtækja Akureyrar þeir Sigmundur Ófeigsson,
framkvæmdastjóri Norðlenska, og Gunnlaugur Eiðsson, aðstoðarframkvæmdarstjóri Kjarnafæðis, að ef frumvarpið verður samþykkt
stefni það fjölda starfa í matvælaiðnaði í hættu. Það að stjórnendur einna stærstu fyrirtækja Akureyrar skuli
lýsa yfir slíkum áhyggjum er virkilegt áhyggjuefni fyrir bæjarstjórn Akureyrar.
Neytendavernd og sanngjarna viðskiptahætti
Í viðtali á forsíðu blaðsins 24stunda þann 15. maí segir Ingvi Stefánsson, varformaður stjórnar Norðlenska: „Við
höfum miklar áhyggjur af því að smásalar muni í krafti stærðar sinnar setja innflutta kjötvöru, sem þeir væntanlega munu
flytja inn sjálfir og er án skilaréttar, á besta stað í hillur búðanna sinna á kostnað okkar framleiðslu því að
þeir vita að þeir geta skilað okkur aftur því sem ekki selst af okkar framleiðslu í þeirra hillum," Tvær stórar verslunarkeðjur eru
með um 80% markaðshlutdeild í smásöluverslun. Hætt er við að þær nái enn meira valdi yfir íslenskum
búvöruframleiðendum verði þessar breytingar að veruleika um leið og neytendur búa við þessa miklu fákeppni. Hætt er við að
innlendu vörunni verði ýtt aftast í hillurnar vegna þess að henni geti þær skilað aftur til búvöruframleiðenda en ekki innflutta
kjötinu.
Matvælaöryggi
Íslendingar eru í fararbroddi og til fyrirmyndar í Evrópu á sviði matvælaöryggis. Hér hefur tekist að halda salmonellu- og
kamfýlóbaktersmitum í lágmarki og mun lægri en í löndum ESB. Þessum árangri höfum við náð með þrotlausri vinnu
og fjárfestingum undanfarin ár og byggt er á eftirlitskerfum og heilbrigðisstöðlum sem eru með því allra besta sem þekkist í heiminum.
Í viðtali við Bændablaðið þann 14. maí segir Friðrik Karlsson veitingamaður á Akureyri „Það er mjög fróðlegt
í þessu samhengi að bera saman matarsýkingar hér á landi, á Norðurlöndum og t.d. í Bretlandi. Hér er afar lítið um
matarsýkingar, á hverju ári sýkjast um 1% Íslendinga af þeirra völdum og flestir þeirra sýkjast í útlöndum. Í
Svíþjóð eru matarsýkingar um 10 til 13%, en samt þykir ástandið þar í landi bara ágætt. Svo er hægt að horfa til
Bretlands, þar fá um 30% landsmanna matarsýkingu á hverju ári. Þetta hlýtur að segja okkur eitthvað, það hlýtur að klingja
viðvörunarbjöllum og ég held að við verðum að bregðast við. Í kjölfar óhefts innflutnings á hráu kjöti er
viðbúið að matarsýkingar hér á landi muni aukast til muna,".
Frestun er lykilatriði
Bæjarstjórn Akureyrar á möguleika á að standa með þeim aðilum sem lýst hafa áhyggjum yfir frumvarpi ríkisstjórnarinnar
með því að fara fram á við stjórnina að hún fresti afgreiðslu frumvarpsins. Það væri algjört ábyrgðarleysi af
hálfu bæjarfulltrúa ef þeir leggjast ekki á árar með einni sterkustu atvinnugrein bæjarins.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ka-menn-lagu-fyrir-vikingi-r
|
KA menn lágu fyrir Vikingi R
KA menn töpuðu fyrir Víkingi R á heimavelli Víkings í annarri umferð 1. deildar karla í gær. Leikurinn endaði með sigri Víkings
3-1. Jón Guðbrandsson skoraði tvívegis fyrir heimamenn og Jimmy Höyer eitt mark. Dean Martin skoraði mark KA manna.
KA menn sitja í 10. sæti deildarinnar með eitt stig eftir tvo leiki. Næsti leikur KA mann verður gegn Selfossi hér á Akureyri föstudaginn 23. maí.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/radstefna-i-ketilhusinu-um-menningarstefnur-sveitarfelaga
|
Ráðstefna í Ketilhúsinu um menningarstefnur sveitarfélaga
„Menningarstefnur sveitarfélaga - marklaus plögg eða tæki til framfara?" er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður í Ketilhúsinu á
Akureyri fimmtudaginn 22. maí nk.
Á ráðstefnunni verður fjallað um menningarstefnur sveitarfélaga og hvernig þær geti stuðlað að framförum og eflingu byggðar í
landinu. Frummælendur eru Helgi Gestsson, lektor við Háskólann á Akureyri; Njörður Sigurjónsson, lektor við Háskólann á
Bifröst og Gísli Sverrir Árnason, ráðgjafi hjá R3 ráðgjöf. Helgi Gestsson mun fjalla um menningarstefnu á landsbyggðinni,
sérstöðu og sóknarfæri. Njörður Sigurjónsson fjallar um menningu og milliliði og Gísli Sverrir Árnason um menningarstarf sem
vaxtarsprota byggðanna. Auk þeirra munu Björg Erlingsdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, fjalla um vinnu
sveitarfélags í skjóli stefnumótunar og Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, mun fjalla um
hugmyndafræðina að baki Akureyrarstofu. Að loknum framsöguerindum verða pallborðsumræður.
Ráðstefnan er samstarfsverkefni Menningarráðs Eyþings, Menningarráðs Austurlands, Háskólans á Akureyri, Háskólans
á Bifröst og Akureyrarstofu. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 16.15. Ráðstefnan er öllum opin og eru sveitarstjórnarmenn og
þeir sem vinna að menningarmálum sveitarfélaga sérstaklega hvattir til að mæta.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/tap-gegn-eyjamonnum
|
Tap gegn Eyjamönnum
Þór tók á móti ÍBV í annarri umferð 1. deildar karla í knattspyrnu í Boganum í dag. Fyrirfram var búist við
erfiðum leik og sú varð raunin. ÍBV sigraði með tveimur mörkum gegn engu.
Fyrsta mark leiksins kom á 26. mínútu þegar Atli Heimisson komst inn í slaka sendingu frá Lárusi Orra Sigurðssyni í vörn
Þórs og þrumaði boltanum í netið og kom Eyjamönnum í eitt núll. Aðeins fjórum mínútum síðar var Atli Heimisson
rekinn útaf fyrir að brjóta á markmanni Þórs. ÍBV lék því einum manni færri meirihluta leiksins. En Þórsarar
náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og á 38. mínútu kom Andri Ólafsson Eyjamönnum í tvö núll. Staðan í
hálfleik 0-2.
Þórsarar náðu tvívegis að koma boltanum í netið í seinni hálfleik en bæði mörkin voru dæmd af vegna
rangstöðu. Lokatölur 0-2 fyrir ÍBV.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/framkvaemdarstjori-sba-nordurleidar-haefilega-bjartsynn-fyrir-sumarid
|
Framkvæmdarstjóri SBA-Norðurleiðar hæfilega bjartsýnn fyrir sumarið
Gunnar M. Guðmundsson framkvæmdarstjóri SBA-Norðurleiðar er hæfilega bjartsýnn fyrir komandi sumar. Hann segir bókanir hafa verið góðar
fyrir sumarið en eins og aðrir hafi hann áhyggjur af hækkandi eldsneytisverði.
"Já að sjálfsögðu hef ég áhyggjur af því og það kemur til með að skipta máli, það verður lítil
eftirtekjan held ég, bæði að olían er að hækka og svo var mikið um launahækkanir á síðasta ári. Þetta er komið
út fyrir öll velsæmismörk," segir Gunnar. Um 60 rútur verða að meðaltali í gangi hjá fyrirtækinu í sumar en fjöldinn getur
þó farið allt upp í hundrað bíla á dag. Gunnar segir að rekstrarhlutinn á Akureyri sé orðinn lítinn, mestu viðskiptin
séu farinn til Reykjavíkur. "Viðskiptin eru einna helst að verða fyrir sunnan, fólk erlendis frá kemur aðallega frá Keflavík og það
kemur ekkert beint hingað."
Gunnar segir skemmtiferðaskipin vera alltaf á svipuðu róli með fjöldann en skipin hafi þó vera að stækka og erfiðara sé að
sinna þeim fyrir vikið. Í ár eru 54 skemmtiferðaskip orðin bókuð. "Þetta er svona rokkandi milli ára frá 55 upp í 60 skip
þegar mest er en litlu skipin eru að detta út og stærri að taka við, sem er dýrara að sinna." Gunnar segir ekki ólíklegt sé að
það þurfi 40-50 bíla og 45 leiðsögumenn þegar mest gengur á. Hann segir ennfremur að töluvert af þeirra viðskiptum séu í
evrum og það jafni að hluta til kostnaðinn út. "Krónan er orðin útilokuð í þessum bransa þegar menn eru að gefa upp verð."
sagði Gunnar að lokum.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/nota-meira-af-bufjaraburdi-til-ad-spara-aburdarkaup
|
Nota meira af búfjáráburði til að spara áburðarkaup
Ingvar Björnsson ráðunautur hjá Búgarði segir að bændur reyni nú að nýta sér þann áburð sem til fellur heima
á búunum sem best þeir geta, þ.e. búfjáráburðinn og spara þannig kostnað við kaup á áburði.
Verð á áburði hefur hækkað umtalsvert milli ára og vegur þungt í rekstri búanna. "Það reyna margir að draga úr
áburðarnotkun svo sem hægt er," segir Ingvar. Til er í dæminu að einstaka bóndi hafi alveg hætt að nota tilbúin keyptan
áburð, en það sé fátítt. "Ég finn fyrir auknum áhuga bænda á að hefja lífrænan búskap og nýta
þá mykjuna sem áburð og eða svonefndar belgjurtir, m.a. rauð- eða hvítsmára," segir hann. Þessar jurtir eiga það sammerkt
að mynda kolefni úr loftinu og nýtast þannig að unnt er að draga úr áburðargjöf.
Ingvar segir að varasamt sé að draga úr áburðargjöf, sprettan verði minni, en vissulega sé nú lag til að nýta
búfjáráburðinn í meira mæli en áður. Þá nefnir hann að sumir fari út í að endurrækta tún
sín. Þegar aðföng hækki í verði eins og nú reyni bændur að finna leiðir til að nýta það sem fyrir er og draga
úr kostnaði við reksturinn.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/reynslan-af-thvi-ad-skilgreina-gongugotuna-sem-vistgotu-verdi-skodud
|
Reynslan af því að skilgreina göngugötuna sem vistgötu verði skoðuð
Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri á Akureyri hefur sent framkvæmdaráði erindi þar sem hún óskar eftir því
að framkvæmdaráð taki til umfjöllunar reynsluna af því að skilgreina göngugötuna sem vistgötu.
Framkvæmdaráð samþykkti að fela deildarstjóra framkvæmdadeildar að ræða við hagsmunaaðila varðandi fyrirkomulag umferðar um
Hafnarstræti í samvinnu við skipulagsstjóra. Mikil bílaumferð er um göngugötuna en þar sem hún er skráð sem vistgata, eiga
gangandi vegfarendur réttinn þegar þeir fara þar um. Þá eru fjölmörg dæmi um að bílum sé lagt þar sem þeir eiga
ekki að vera og gerir það gangandi vegfarendum oft erfitt að komast leiðar sinnar.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/margir-ad-skoda-a-fasteigna-markadnum-en-fair-kaupa
|
Margir að skoða á fasteigna- markaðnum en fáir kaupa
Rólegheit einkenna fasteignamarkaðinn á Akureyri líkt og víðast hvar annars staðar. Að undanförnu hafa selst um 25 íbúðir
í mánuði en voru á bilinu 60 til 70 á svipuðum tíma í fyrra.
Menn eru þó enn bjartsýnir á að niðursveifla verði ekki mikil á þessum vettvangi á Akureyri en þó er útlit fyrir að
fasteignasala verði með minna móti á árinu miðað við nokkur undanfarin ár. Björn Guðmundsson hjá Fasteignasölunni Byggð segir
málið einfalt, salan sé mun minni í ár en verið hafi síðastliðin ár, "og mér sýnst útlitið þannig að
það verði áfram rólegt yfir þessu," segir hann. Lausnina telur hann m.a. fólgna í því að
Íbúðarlánasjóður hefji á ný á veita 90% lán, "það myndi bylta þessum markaði hér á skömmum
tíma," segir Björn. Hann nefnir að áhugi fyrir fasteignakaupum sé mikill, margir séu að skoða og velta eignum fyrir sér, en haldi að
sér höndum á meðan óvissa ríki í efnahagsmálum.
Unnar Sveinn Helgason hjá Fasteignasölunni Domus tekur í sama streng. Hann nefnir að margir bíði eftir því að stimpilgjöld verði
afnumin svo sem ríkisstjórn hafi boðað. Hvetur hann kaupendur til að skipta við Íbúðarlánasjóð, þar séu
hámarkslán nú 18 milljónir en sú upphæð henti betur á Akureyri en á höfuðborgarsvæðinu. Unnar Sveinn segir að
ekki þurfi mikið til svo markaðurinn taki við sér, margt sé jákvætt framundan, svo sem bygging aflþynnuverksmiðju og gerð jarðganga
í kringum Akureyri. "Það þarf ekki mikið til að keðjuverkun fari af stað og það lifni yfir markaðnum," segir hann.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/la-hlytur-11-tilnefningar-til-islensku-leiklistarverdlaunanna
|
LA hlýtur 11 tilnefningar til Íslensku leiklistarverðlaunanna
Nú liggja fyrir niðurstöður um tilnefningar til Íslensku leiklistarverðlaunanna, Grímunnar leikárið 2007-2008. Leikfélag Akureyrar
hlýtur 11 tilnefningar að þessu sinni eða fleiri en nokkru sinni fyrr.
Að auki er líklegt að LA komi sterkt út úr vali á áhorfendasýningu ársins enda hafa sýningar leikhússins notið mikilla
vinsælda í vetur - og meiri vinsælda en flestar aðrar sýningar leikársins á landinu. Sem kunnugt er er leikárið sem nú er að
líða það aðsóknarmesta í sögu Leikfélags Akureyrar. Rúmlega 40.000 gestir sáu sýningar félagsins á Akureyri sem
er 40% aukning frá metárinu í fyrra.
Dubbeldusch er tilnefnd sem sýning ársins, Óvitar sem barnaleiksýning ársins, Björn Hlynur sem leikskáld ársins fyrir Dubbeldusch,
Þröstur Leó sem leikari ársins fyrir Ökutíma, Hilmar Jónsson sem leikari ársins fyrir Dubbeldusch, Harpa Arnardóttir sem leikkona
ársins fyrir Dubbeldusch, Lay Low fyrir tónlist ársins fyrir Ökutíma, Frank Hall fyrir tónlist ársins í Dubbeldusch, Lay Low sem söngkona
ársins fyrir Ökutíma, Aðalsteinn fyrir lýsingu ársins í Frelsaranum og Filippía Elísdóttir fyrir búninga ársins í
Ökutímum. Val á sýningu ársins að mati áhorfenda er framundan og spennandi verður að sjá hvort sýningar LA í vetur komi jafn
vel út og síðustu misseri en Óliver!, Fullkomið brúðkaup og Litla hryllingsbúðin voru sigursæl. Óvitar og Fló á
skinni eru meðal allra vinsælustu sýninga ársins á Íslandi en hinar sýningarnar tvær, Ökutímar og Dubbeldusch hlutu einnig afburða
aðsókn. Gríman verður afhent þann 13. júní næstkomandi.
Nýr leikhússtjóri, María Sigurðardóttir undirbýr nú nýtt og glæsilegt leikár, það fyrsta undir hennar
stjórn. Síðustu gestasýningar leikársins eru framundan, segir í fréttatilkynningu.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/elstu-leikskolabornin-i-heimsokn-hja-slokkvilidi-akureyrar
|
Elstu leikskólabörnin í heimsókn hjá Slökkviliði Akureyrar
Elstu börnin á leikskólum Akureyrar heimsóttu slökkviliðsmenn á Akureyri í morgun, alls um 300 börn auk starfsfólks og var mikið
líf og fjör á athafnasvæði slökkviliðsins.
Þessi barnahópur hafði tekið þátt í verkefninu um Loga og Glóð í vetur, þar sem slökkviliðsmenn heimsóttu
leikskóla bæjarins og fóru yfir eldvarnir, fræddu börnin um staðsetningu slökkvitækja í skólunum, útgönguleiðir og
sitthvað fleira. Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri sagði að börnin hefðu staðið sig mjög vel í þessu verkefni og að
ákveðið hefði verið að bjóða þeim í heimsókn á stöðina í viðurkenningarskyni. Hann sagði að
slökkviliðið hefði notið stuðnings SBA Norðurleiðar við flutning barnanna á staðinn og heim aftur í morgun. Þorbjörn sagði að
þessi aldurshópur hefði jafnframt starfað sem aðstoðarmenn slökkviliðsins í sínum leikskólum og fylgst reglulega með því
að allt sem snéri að eldvörnum væri í lagi. Þorbjörn sagði að einnig hefði verið farið í rýmingaræfingar í
sumum skólunum. Á athafnasvæði slökkviliðsins í morgun fengu börnin að spreyta sig í þrautabraut, þar sem ýmislegt tengt
starfi slökkviliðsmanna kom við sögu. Þau fengu m.a. að sprauta vatni út í loftið, hlaupa undir vatnsbunu og kunnu svo sannarlega vel að meta
það. Einnig var þeim boðið upp á grillaðar pyslur og eitthvað að drekka með. Sum barnanna voru orðin vel blaut þegar þau héldu
í leikskólanna á ný en öll skemmtu þau sér hið besta.
Slökkviliðsmenn á Akureyri heimsóttu í vetur elstu börnin í öllum leikskólum á starfssvæði slökkviliðsins, alls um
350 börn í 18 leikskólum. Þessar heimsóknir voru hluti af samstarfi elstu barnanna í leikskólunum, Slökkviliðs Akureyrar og
Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. Fram kemur á vefsíðu slökkviliðsins að hver heimsókn hafi tekið um klukkustund. Alls
staðar hafi verið mjög vel tekið á móti slökkviliðsmönnunum og sýndu börnin þessu verkefni mikinn áhuga. Farið var yfir
verkefnið með börnunum í heild sinni. Einnig var þeim var kennt hvert þau eigi að leita eftir aðstoð ef eitthvað kemur upp á þ.e.
að hringja í 112 og hvernig þau eigi að bregðast við ef eldur kemur upp. Börnin fengu að sjá hvernig slökkviliðsmaður
lítur út þegar að hann er klæddur í fullan skrúða, þ.e. í slökkvigalla og með reykköfunartæki á
sér. Eftir að hafa rætt við börnin inni þá var haldið út og slökkviliðsbifreið skoðuð. Öll börnin fengu
afhentar möppur með verkefnum og viðurkenningarskjal um þátttöku þeirra í þessu verkefni. Tveir starfsmenn slökkviliðsins, einn
starfsmaður eldvarnareftirlits og einn slökkviliðsmaður, fóru í þessar heimsóknir í hvert skipti.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/nitjan-konur-utskrifadar-af-namskeidinu-brautargengi-a-akureyri
|
Nítján konur útskrifaðar af námskeiðinu Brautargengi á Akureyri
Í vikunni luku 19 konur námskeiðinu Brautargengi á Akureyri og var útskriftin haldin á veitingastaðnum Friðriki V. Þessar konur hafa undanfarnar
15 vikur unnið að viðskiptahugmyndum sínum.
Um þriðjungur þessara kvenna er kominn af stað með rekstur nú þegar. Konurnar 19 sóttu námskeiðið frá Skagafirði,
Dalvíkurbyggð, Akureyri og Norðurþingi. Námskeiðið, sem haldið er á vegum Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, var
að þessu sinni einnig kennt á Hellu og á Ísafirði. Þessir hópar hafa setið saman tvisvar á námskeiðstímanum, í
Reykholti og í Nesbúð, og verið þannig saman um ákveðinn hluta kennslu og kynninga og haft tækifæri til að mynda gott tengslanet sín
á milli. Í haust fagnar Impra 10 ára afmæli Brautargengis en í heild hafa vel á áttunda hundrað konur útskrifast frá því
Brautargengisnámskeiðin hófust í Reykjavík. Á Akureyri lauk tíunda Brautargengisnámskeiðinu með útskrift 19 kvenna 15. maí
sl. en þessa dagana er einnig verið að útskrifa konur á Ísafirði, Hellu og í Reykjavík.
Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri Akureyrarbæjar veitti tvær viðurkenningar fyrir gott gengi á námskeiðinu. Sveinbjörg
Hallgrímsdóttir sem fékk hvatningarviðurkenningu Brautargengis á Akureyri fyrir viðskiptaáætlun sína um Svartfugl - Skínandi fagur, sem
miðast að því að gefa verkum listamannsins Sveinbjargar Hallgrímsdóttur framhaldslíf í formi gjafakorta og ýmissa vara. Viðurkenningu
fyrir bestu viðskiptaáætlunina fékk Sigurbjörg Helga Pétursdóttir fyrir verkefnið Stekkur bókhaldsþjónusta. Brautargengi er
námskeið í gerð viðskiptaáætlana. Það er opið fyrir allar konur, hvort sem þær eru með hugmyndir sem þær vilja
þróa og skoða nánar eða konur sem þegar eru í rekstri.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/bryn-thorf-fyrir-endurbaetur-a-tengivegum-i-eyjafjardarsveit
|
Brýn þörf fyrir endurbætur á tengivegum í Eyjafjarðarsveit
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar átti fund með Kristjáni L. Möller, samgönguráðherra í vikunni en sveitarstjórn hefur á
undanförnum árum gert fjárlaganefnd Alþingis, samgönguyfirvöldum og þingmönnum kjördæmisins ítarlega grein fyrir brýnni
þörf fyrir endurbætur á tengivegum í sveitarfélaginu.
Síðastliðið haust voru eftirfarandi megináherslu settar fram í viðræðum við fyrrgreinda aðila: „Sveitarstjórn
Eyjafjarðarsveitar leggur mikla áherslu á úrbætur í vegamálum og mótmælir eindregið takmörkuðum fjárveitingum á
undanförnum árum til endurnýjunar á tengivegum. Á árunum 2008 - 2010 er gert ráð fyrir 65 millj. kr. framlagi til endurbyggingar tengivega í
sveitarfélaginu. Fjárveitingin verði hækkuð um 175 millj. fyrir tímabilið og skiptist viðbótin þannig:
2008
Framlag til endurbyggingar á Leifsstaðavegi (Knarrarbergsvegi) hækki um kr. 25 millj.
Ný brú verði byggð í stað Stíflubrúar, kr. 50 millj.
2009
Ný brú við Sandhóla, kr. 50 millj.
Framkvæmdir hefjist við endurbyggingu Hólavegar, kr. 50 millj.
Framkvæmdir við tilfærslu Eyjafjarðarbrautar vestri á bakka Eyjafjarðarár frá Kroppi og suður fyrir Stokkahlaði verði á
framkvæmdaáætlun fyrir stofnbrautir á tímabilinu 2010 - 2014".
Í vegaáætlun er gert ráð fyrir 50 millj. kr. framlagi til Hólavegar á árinu 2009 en ósk sveitarstjórnar var sú að
framkvæmdum yrði flýtt með 50 millj. kr. framlagi árið 2008. Sú ósk náði ekki fram að ganga. Hins vegar var samþykkt 10 millj. kr.
viðbótarfjárveiting vegna Leifsstaðavegar og mun sú framkvæmd nægja til endurbóta á þeim vegi frá gatnamótum
Veigastaðavegar að gatnamótum Knarrarbergsvegar ofan Brúarlands. Heildarfjárveitingu til tengivega árið 2009 hefur ekki verið skipt og mun
sveitarstjórn leggja á það þunga áherslu að úr þeirri fjárveitingu fást fé til byggingu nýrrar brúar á
Eyjafjarðará í stað núverandi Stíflubrúar.
Samgönguráðherra lýsti því að þingmönnum væri mikill vandi á höndum þegar að því kæmi að skipta
þeim fjárveitingum sem ætlaðar eru til endurbóta á tengivegakerfinu sem enn væru takmarkaðar þrátt fyrir mikla
endurnýjunarþörf vítt um land. Viðbótarfjárveiting til tengivega á árinu 2008 umfram áður samþykkta vegaáætlun
var 700 millj. kr. og komu 290 millj. kr. til úthlutunar í Norðausturkjördæmi , þ. e. frá Tröllaskaga að Hornafirði. Af þeirri
upphæð fengust 10 millj. kr. til framkvæmda í Eyjafjarðarsveit (Leifsstaðavegur). Reynt væri að láta hlutlaus og fagleg rök ráða
úthlutunum og þá gjarna miðað við umferðarþunga. Sú viðmiðun kæmi vissulega niður á þeim tengivegum í
Eyjafjarðarsveit, sem helst þarfnast endurnýjunar. Þá bent ráðherra á að miklar verðlagshækkanir kynnu að leiða til
samdráttar í framkvæmdum og væri það áhyggjuefni.
Ráðherra sagðist vissulega skilja kröfur sveitarstjórnar um úrbætur í vegamálu og taldi jafnframt að hún hefði á
undanförnum árum komið þeim vel til skila með vönduðum greinargerðum og rökstuðningi sem væri til fyrirmyndar. Hann gæti ekki annað en
ráðlagt henni að halda kröfum sínum áfram með sama hætti og kynna þær enn frekar þingmönnum og Alþingi þegar
umræður hæfust á komandi hausti um skiptingu vegafjár fyrir árið 2009.
Á fundinum ítrekuðu sveitarstjórnarfulltrúar kröfur sínar með sérstakri áherslu á nýjar brýr í stað
Stíflu-og Hringmelsbrúar og endurbyggingu Hólavegar.
Þess skal getið í lokin að í samgönguáætlun sem gildir til ársins 2018 er á síðasta ári áætlunarinnar gert
ráð fyrir 170 millj. kr. fjárveitingu til endurbóta á Eyjafjarðarbraut vestri allt að Sólgarði og er breikkun brúa og lenging ræsa
á þeirri leið meðtalin. Áætlunin hefur ekki verið endurskoðuð en það verður gert eins og venja er til og kunna upphæðir og
tímasetning framkvæmda þá að breytast.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/rekstur-liknardeildar-a-lod-fsa-gaeti-hafist-a-naesta-ari
|
Rekstur líknardeildar á lóð FSA gæti hafist á næsta ári
Halldór Jónsson forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri sagði á ársfundi sjúkrahússins að ekki ætti að vera neitt
því til fyrirstöðu að rekstur líknardeildar geti hafist á næsta ári.
Hann sagði að vinna við breytingar á deiliskipulagi á lóð sjúkrahússins hefði staðið yfir um nokkuð langan tíma en sé
nú lokið. "Skipulag lóðarinnar hefur verið endurskoðað, lóðamörkin einnig endurskoðuð og fyrir liggur nú samþykkt skipulag
þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu á líknardeild á lóð sjúkrahússins. Vinna við það getur nú hafist af
fullum krafti," sagði Halldór.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/magni-faer-ennfrekari-lidsstyrk
|
Magni fær ennfrekari liðsstyrk
Magni sem spilar í 2. deild hefur fengið enn frekari liðsstyrk fyrir sumarið en Ungverski leikmaðurinn Laszlo Szilagyi hefur ákveðið að ganga til liðs
við félagið. Þessi 32 ára gamli leikmaður hefur spilað í Ungaverjalandi síðastliðin ár. Stutt er síðan Þorsteinn
Þorvaldsson gekk til liðs við félagið.
Laszlo verður að öllum líkindum í leikmannahópnum í kvöld þegar Magni fær Tindastól í heimsókn í fyrstu
umferð 2. deildarinnar. Leikurinn hefst kl. 20:00.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/vel-sottur-fundur-handboltafelags-akureyrar
|
Vel sóttur fundur Handboltafélags Akureyrar
Fundur var haldinn í kvöld í teríu Íþróttahallarinnar á Akureyri þar sem yfirskrift fundarins var "Handboltafélag Akureyrar
Staða-Framtíð". Fundurinn var vel sóttur og greinilegt að þetta málefni snertir margan manninn hér á Akureyri. Mátti sjá gamla
formenn og framkvæmdarstjóra á svæðinu, körfuboltamenn, knattspyrnumenn sem og almenning.
Málefnalegar umræður fóru fram á fundinum og voru menn sammála um það að það þurfi að snúa bökum saman í
þessu og ekki vera að velta sér upp úr fortíðinni og hvort þú sért KA maður eða Þórs maður. Þetta er sameiginlegt
félag bæjarins og fólki beri að hlúa að því.
Stefán Gunnlaugsson formaður KA óskaði eftir nýrri fimm manna stjórn á fundinum, tveir til þrír úr KA og tveir til þrír
úr Þór. Hann sagði þetta vera grundvallaratriði fyrir áframhaldi félagsins. Hann sagði ennfremur að tekjurnar sem kæmu inn í haust
færu alfarið í lánin sem félagið skuldar og að gera upp skuldir við leikmenn. Ekki stæði til að semja við leikmenn um laun á
þessu ári, það séu einfaldlega ekki peningar til þess að borga leikmönnum mánaðarleg laun.
Hannes Karlsson formaður Handboltafélags Akureyrar sagði í lok fundarins að vel gengi að fá lánardrottna til liðs við félagið og
fyrirtæki séu tilbúin að styrkja þá.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/stjornsyslunefnd-akureyrarbaejar-anaegd-med-framkvaemd-lydraedisdagsins
|
Stjórnsýslunefnd Akureyrarbæjar ánægð með framkvæmd lýðræðisdagsins
Stjórnsýslunefnd Akureyrar fjallaði á fundi sínum í gær um hugmyndir og tillögur sem komu fram í málstofum á
íbúaþingi í Brekkuskóla þann 12. apríl sl. Stefnt er að því að halda slíkt málþing aftur í
febrúar á næsta ári.
Stjórnsýslunefnd lýsti yfir ánægju sinni með framkvæmd lýðræðisdagsins en samandregnar hugmyndir og tillögur birtust í
Vikudegi 30. apríl sl. sem var dreift á hvert heimili í bænum. Einnig hafa stjórnendur bæjarins fjallað um hugmyndirnar á starfsdegi.
Stjórnsýslunefnd hefur flokkað hugmyndirnar eftir málaflokkum og beinir þeim tilmælum til fastanefnda bæjarins að þær taki hugmyndirnar til
umfjöllunar og samþættingar við núverandi starfsáætlanir. Stjórnsýslunefnd óskar eftir upplýsingum um hvaða hugmyndum og
tillögum verði hrint í framkvæmd.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/dagur-barnsins-verdi-haldinn-hatidlegur-i-lok-mai-ar-hvert
|
Dagur barnsins verði haldinn hátíðlegur í lok maí ár hvert
Bæjarráð Akureyrar hvetur stofnanir bæjarins til þess að gera ráð fyrir degi barnsins í skipulagi sínu hér eftir og hefur tilnefnt
Gunnar Gíslason fræðslustjóra sem tengilið sem sjá mun um samskipti við framkvæmdanefnd dags barnsins.
Á fundi bæjarráðs í morgun var tekið fyrir erindi frá Félags- og tryggingamálaráðuneytinu þar sem tilkynnt er að
ríkisstjórn Íslands hafi ákveðið að ár hvert skuli haldinn hátíðlegur dagur barnsins og hefur síðasti sunnudagur
maímánaðar verið valinn fyrir þennan viðburð. Sveitarfélögin eru hvött til þess að tilnefna tengilið til að vera í
sambandi við framkvæmdanefnd dags barnsins sem mun taka fagnandi við öllum góðum hugmyndum, vera til ráðgjafar og koma upplýsingum á
framfæri.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/klarudu-afengid-en-skiludu-thvi-sem-var-eftir-af-hardfisknum
|
Kláruðu áfengið en skiluðu því sem var eftir af harðfisknum
Þrír menn voru handteknir aðfaranótt miðvikudags á Akureyri vegna innbrota. Mennirnir eru grunaðir um hafa brotist inn í Dýraspítalann
í Lögmannshlíð og Endurvinnsluna.
Mönnunum var veitt eftirför í stuttan tíma áður en þeir náðust. Þeir voru yfirheyrðir í gærdag en þá kom
í ljós að þeir höfðu ýmislegt annað á samviskunni. Þeir brutust inn í harðfiskvinnsluna Darra á Grenivík fyrir um
mánuði og stálu umtalsverðu magni af harðfiski. Þá kom einnig í ljós að þessir sömu menn brutust inn í golfskálann
á Akureyri fyrir nokkrum dögum og stálu þaðan áfengi. Þeir gátu vísað á afganginn af harðfisknum en þeir höfðu
klárað allt áfengið. Mennirnir hafa oft áður komið við sögu lögreglu.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/thorsteinn-thorvaldsson-aftur-i-lid-magna
|
Þorsteinn Þorvaldsson aftur í lið Magna
Þorsteinn Þorvaldsson hefur gengið til liðs við Magna á nýjan leik en hann yfirgaf félagið síðasta haust og gekk til liðs við KA.
Þetta eru góðar fréttir fyrir Magna en Þorsteinn var algjör lykilmaður í liðinu í fyrrasumar og skoraði sjö mörk í
2.deildinni.
Hann var markahæsti leikmaður liðsins í fyrra og átti stóran þátt í því að Magni hélt sér uppi. Magni hefur
leik í 2. deildinni á morgun þegar þeir taka á móti Tindastól í Grenivík. Hefst leikurinn kl 20:00.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/umhverfisdagur-og-hverfishatid-i-lunda-og-gerdahverfi
|
Umhverfisdagur og hverfishátíð í Lunda- og Gerðahverfi
Blásið verður til umhverfisdags og hverfishátíðar í Lunda- og Gerðahverfi næstkomandi laugardag og hefst dagskráin kl. 10.00 við
Lundarskóla.
Þar fá íbúar afhenta ruslapoka og verður hreinsað til á göngustígum, opnum svæðum, leikvöllum og annars staðar utan
lóða í hverfinu. Klukkan 11.30 hefjast hátíðarhöld við Lundarskóla. Þar verða ýmis skemmtiatriði. Siggi Ingimars kemur og
skemmtir, einnig verða skemmtiatriði frá kór eldri borgara og nemendum skólans sem og leikskólabörnum. Glæsileg sýning verður innandyra
á verkum nemenda við skólann, einnig verða þrautir og leikir og svo verða grillaðar pylsur í boði Norðlenska og kókómjólk
í boði MS.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/utanrikisradherra-a-fundi-a-hotel-kea-i-kvold
|
Utanríkisráðherra á fundi á Hótel KEA í kvöld
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra býður til fundar með flokksfólki og
stuðningsmönnum á Akureyri í kvöld á Hótel KEA og hefst fundurinn kl. 20.00.
Það er skammt stórra högga í milli í fundahöldum á Hótel KEA. Í gærkvöld fundaði Geir H. Haarde
forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins með sínu stuðningsfólki og var fundurinn ágætlega sóttur.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/arni-helgason-baud-laegst-i-vegaframkvaemdir-i-horgardal
|
Árni Helgason bauð lægst í vegaframkvæmdir í Hörgárdal
Árni Helgason ehf. í Ólafsfirði átti lægsta tilboð í vegaframkvæmdir í Hörgárbyggð en tilboðin voru opnuð
í vikunni. Fyrirtækið bauð 33,4 milljónir króna eða tæplega 90% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á um 37,5
milljónir króna.
Um er að ræða endurbyggingu á um 4,84 km löngum kafla Hörgárdalsvegar (815) í Hörgárbyggð, frá núverandi slitlagsenda
hjá Björgum að Hólkoti í Hörgárdal. Alls bárust fimm tilboð í verkið. Istrukkur ehf. á Kópaskeri bauð rúmar 35
milljónir króna, Dalverk ehf. á Dalvík bauð 35,7 milljónir króna, GV gröfur ehf. buðu um 38,4 milljónir króna og G.
Hjálmarsson hf. bauð um 50,8 milljónir króna. Samkvæmt útboði skal verkinu að fullu lokið 1. september í haust.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/sigur-hja-thor-i-horkuleik
|
Sigur hjá Þór í hörkuleik
Það var hörkuleikur sem boðið var upp á í Boganum í kvöld þegar Þór og KS/Leiftur áttust við í fyrstu umferð
í 1. deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Fimm mörk voru skoruð og eitt rautt spjald fór á loft.
Þór byrjaði leikinn af krafti og sótti hart að gestunum án þess þó að skapa sér færi. En á 19. mínútu
tók Hreinn Hringsson góðan sprett upp vinstri kantinn og gaf boltann fyrir þar sem Ármann Pétur Ævarsson afgreiddi boltann í netið og kom
Þór í 1-0. Hreinn Hringsson var svo aftur á ferðinni sex mínútum síðar og gaf eitraða sendingu fyrir og Ibra Jagne gerði engin
mistök þegar hann skallaði boltann í netið. Staðan í hálfleik 2-0 Þór í vil.
KS/Leiftur náði að minnka munninn á 61. mínútu með marki frá Gabríel Reynissyni. Á 71. mínútu var
Sigurbjörn Hafþórsson leikmaður KS/Leiftur rekinn af velli eftir brot á Atla Sigurjónssyni sem var nýkominn inn á sem varamaður og
KS/Leiftur því einum færri síðustu 20 mínúturnar. En þeir gáfust ekki upp og náðu að jafna metin á 75.
mínútu og aftur var það Gabríel Reynisson sem skoraði fyrir gestina. En Alexandar Linta tryggði Þór sigurinn tveimur
mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 3-2 fyrir Þór.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/forsaetisradherra-a-fundi-a-hotel-kea-i-kvold
|
Forsætisráðherra á fundi á Hótel KEA í kvöld
Sjálfstæðismenn boða til fundar víðs vegar um landið þessa dagana undir yfirskriftinni, Tölum saman. Geir H. Haarde forsætisráðherra og
formaður flokksins mætir á fund á Hótel KEA á Akureyri í kvöld og fer þar yfir stjórnmálaviðhorfið um þessar
mundir.
Fundurinn hefst kl. 20.00 og að lokinni framsögu forsætisráðherra verður opnað fyrir umræður og munu þingmenn frá
Sjálfstæðisflokknum í NA-kjördæmi sitja fyrir svörum við pallborð.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fyrstu-fedgarnir-til-ad-daema-i-efstu-deild
|
Fyrstu feðgarnir til að dæma í efstu deild
Þórsarinn Þóroddur Hjaltalín dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild karla í knattspyrnu þegar hann dæmdi leik HK og FH á
Kópavogsvelli um helgina. Þetta væri ekki frásögufærandi ef ekki væri fyrir þær sakir að faðir hans, Þóroddur
Hjaltalín eldri, dæmdi einnig í efstu deild um árabil og eru þeir því fyrstu feðgarnir sem dæma í efstu deild hér á landi.
Þóroddur eldri fæst ennþá við dómgæslu en hann er eftirlitsmaður hjá KSÍ en þeir feðgar koma báðir úr
Þór á Akureyri.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/vg-fundar-um-matvaelaoryggi-og-framtid-islensks-landbunadar
|
VG fundar um matvælaöryggi og framtíð íslensks landbúnaðar
Vinstrihreyfingin - grænt framboð stendur fyrir upplýsingafundum um land allt um matvælaöryggi og framtíð íslensks landbúnaðar dagana 13.-14.
maí. Markmið fundanna er að leiða saman forystufólk og sérfræðinga á sviði matvælaframleiðslu, landbúnaðar og
verkalýðsmálum til að gefa sem gleggsta mynd af þeim áskorunum sem íslenskur landbúnaður stendur frammi fyrir.
Fyrir fundina heimsækja þingmenn Vinstri grænna matvælaframleiðendur á hverju svæði. Sérstaklega verður rætt um nýtt frumvarp
ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks um að leyfa óheftan innflutningu á hráu kjöti.
Fundarröðin er sem hér segir:
Reykjavík: Fundur kl. 20 þriðjudaginn 13. maí í Bændahöllinni (Hótel Saga)
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna
Haraldur Briem, sóttvarnalæknir
Hildur Traustadóttir, formaður Félags kjúklingabænda
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna
Fundarstjóri: Álfheiður Ingadóttir, þingkona
Blönduós: Fundur kl. 20 miðvikudaginn 14. maí í Félagsheimilinu
Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtakanna
Vilhjálmur Svansson, dýralæknir á Keldum
Skúli Einarsson, bóndi á Tannstaðabakka
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna
Fundarstjóri: Álfheiður Ingadóttir, þingkona
Húsavík: Fundur kl. 20 miðvikudaginn 14. maí á Gamla Bauk
Aðalsteinn Baldursson, formaður matvælasviðs SGS
Jón Benediktsson á Auðnum, formaður stjórnar Búsældar
Jóhannes Sigfússon, formaður Félags sauðfjárbænda
Fundarstjóri: Þuríður Backman, þingkona
Hvolsvöllur: Fundur kl. 20 miðvikudaginn 14. maí á Hlíðarenda
Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna
Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir
Atli Gíslason, þingmaður
Fundarstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/athugasemd-vegna-frettatilkynningar-fra-formanni-skolanefndar-akureyrarbaejar
|
Athugasemd vegna fréttatilkynningar frá formanni skólanefndar Akureyrarbæjar
Hlynur Hallsson varamaður VG í skólanefnd Akureyrarbæjar hefur sent frá sér athugasemd vegna fréttatilkynningar frá formanni skólanefndar,
Elínu Margréti Hallgrímsdóttur.
Athugasemd Hlyns er svohljóðandi: "Formaður skólanefndar Akureyrarbæjar sendi nýverið fréttatilkynningu sem rétt er að staldra við.
Tilefnið hennar var bókun undirritaðs á fundi skólanefndar mánudaginn 5. maí sl. um aukinn kostnað við einkarekstur leikskólans
Hólmasólar. Fréttatilkynning hennar birtist í Morgunblaðinu fimmtudaginn 8. maí undir fyrirsögninni "Segir Hlyn fara með rangt mál." Í
henni fullyrðir formaðurinn að undirritaður fari með rangt mál um að einkarekstur Hólmasólar sé dýrari en opinberu leikskólanna.
Staðreyndin er hinsvegar sú og það veit formaður skólanefndar Akureyrarbæjar mætavel að Akureyrabær greiðir hærri upphæð
með hverju barni á einkarekna leikskólanum Hólmasól en fyrir hvert barn á opinberum leikskólum Akureyrarbæjar. Að vísu er það
svo að rekstraraðili leikskólans Hólamsólar á að sjá um sálfræðiþjónustu í stað þess að
samnýta slíka þjónustu með öðrum leikskólum á Akureyri. Slíkt getur falið í sér auka kostnað fyrir
leikskólann. En þetta er algjört aukaatriði þegar horft er til þess að samningurinn við rekstraraðila Hólmasólar er
vísitölubundinn en rekstur annarra leikskóla þarf að halda sig við fjárhagsáætlun með fastri upphæð án
vísitölubindingar. Það er því fyrirséð að kostnaður vegna samnings bæjarins við leikskólann muni hækka á
næstu mánuðum enda mælist verðbólga um 12%. Leikskólar á Akureyri sitja því ekki við sama borð. Ekki verður heldur
séð að Hólmasól sé að einhverju leyti hagkvæmari rekstrareining en opinberu leikskólarnir eins og talsmenn einkavæðingar þreytast
ekki á að reyna telja fólki trú um.
Foreldrar barna við Hólmasól borga nú verulegar upphæðir fyrir þjónustu sem er innifalin í leikskólagjaldi foreldra annarra
leikskóla á Akureyri eins og sérstakt netgjald. Eins eru foreldrar rukkaðir fyrir hvert byrjað korter sem börnin eru umfram umsaminn vistunartíma. Eftir
stendur að leikskólinn Hólmasól er kostnaðarsamari fyrir Akureyrarbæ og foreldra.
Í niðurlagi fréttatilkynningar formanns skólanefndar er eftirfarandi fullyrðing: "Hlynur segir fjölbreytt skólastarf mikilvægt en einungis skuli
treysta opinberum aðilum fyrir því." Þetta er ekki rétt enda styð ég foreldrarekna leikskóla og hef góða reynslu af starfsemi þeirra.
Einkarekinn leikskóli í hagnaðarskyni er hinsvegar að mínu mati afleit lausn. Ítrekað skal hér að gagnrýni mín beinist að
einkarekstrarstefnu Sjálfstæðisflokksins en ekki að hugmyndafræði Hjallastefnunnar."
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/tap-hja-thorka
|
Tap hjá Þór/KA
Stelpurnar í Þór/KA töpuðu sínum fyrsta leik í Landsbankadeild kvenna sem fór fram í gær þegar þær mættu
Valsstúlkum í Egilshöll. Lokatölur urðu 5-1 fyrir Val. Valsmenn komust í 2-0 eftir 5 mínútna leik og þegar 15 mínútur voru
liðnar af leiknum var staðan orðinn 3-0. Þessi skelfilega byrjun gerði leikmönnum Þór/KA liðsins erfitt fyrir. Mark Þór/KA skoraði Bojana
Besic.
Þjálfari liðsins Dragan Stojanovic var ágætlega sáttur við leikinn þrátt fyrir tap. "Við vorum bara ekki mætt til leiks fyrsta
korterið og það var erfitt að rífa sig upp úr því að lenda 3-0 undir, en við vorum að spila við besta lið landsins og ég var
ágætlega sáttur við síðasta hálftímann í leiknum, þá spiluðu við okkar bolta og þá var þetta ekkert
erfitt" sagði Dragan.
Liðið tekur á móti KR á mánudaginn 19.maí.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/alls-sottu-um-170-thusund-manns-skidasvaedin-heim-i-vetur
|
Alls sóttu um 170 þúsund manns skíðasvæðin heim í vetur
Skíðsvæðin á Íslandi hafa lokið starfssemi sinni þennan veturinn sem óhætt er að segja að hafi verið með þeim allra
bestu frá upphafi. Alls sóttu um 170 þúsund manns skíðasvæðin heim sem er það mesta síðan talningar hófust.
Á ársfundi Samtaka skíðavsæða á Íslandi sem haldinn var á skíðsvæðinu í Oddskarði dagana 8.-9. maí voru
birtar aðsóknartölur skíðasvæða landsins. Fyrstu skíðasvæðin voru opnuð í byrjun desember og þeim síðustu
lokað núna um Hvítasunnuna. Mest var aðsóknin í Bláfjöllum, eða um 60 þúsund manns, og í Hlíðarfjall á
Akureyri voru gestirnir um 50 þúsund. Í fyrsta skipti í mörg ár voru öll skíðsvæðin á landinu opin á sama tíma.
Aukin aðsókn var að öllum skíðasvæðum um allt land. Til marks um það var sala á skíða- og snjóbrettabúnaði
með besta móti og varð margvíslegur búnaður sem er til sölu í skíðavöruverslunum uppseldur um miðjan vetur, sérstaklega var
tekið eftir aukningu á notkun skíðahjálma.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/dagskra-til-heidurs-skaldunum-olofu-fra-hlodum-og-skald-rosu
|
Dagskrá til heiðurs skáldunum Ólöfu frá Hlöðum og Skáld-Rósu
Miðvikudagskvöldið 15. maí kl. 20.30 verður flutt dagskrá í Leikhúsinu að Möðruvöllum í Hörgárdal til heiðurs
skáldunum Ólöfu frá Hlöðum og Skáld-Rósu.
Þetta er annars vegar framsagnarhópur frá félagsmiðstöðinni Dalbraut 18 Reykjavík sem nefna sig Tungbrjótar en þeim hópi
stjórnar Guðný Helgadóttir leikari. Hinn hópurinn er undir stjórn Soffíu Jakobsdóttur leikara og nefnist einfaldlega Soffíuhópur og
starfar í félagsmiðstöðinni Hæðargarði 31 Reykjavík. Þessi hópferð sprettur upp úr samstarfi þessara hópa við
Bókmenntahóp Hæðargarðs sem í vetur hefur kynnt sér íslenskar konur og skáldskap þeirra. Dagný Kristjánsdóttir
prófessor við Háskóla Íslands flutti í vetur fyrirlestur í Hæðargarði 31 af þessu tilefni. Dagskráin tekur u.þ.b.
klukkustund. Að henni lokinni mun Leikfélag Hörgdæla sjá um kaffiveitingar. Það eru allir hjartanlega velkomnir!
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/saudburdur-ad-hefjast-af-fullum-krafti
|
Sauðburður að hefjast af fullum krafti
Sauðburður er komin á fullt skrið á einstaka bæ á starfssvæði Búnaðarsambands Eyjafjarðar, en víðast er hann að fara
í gang þessa dagana. "Ég hef ekki heyrt annað en vel gangi þar sem sauðburður er hafinn," segir Ólafur G. Vagnsson ráðunautur.
Tún koma ágætlega undan vetri og segir Ólafur að sáralítið sem ekkert sé um kal í túnum. Tíðarfarið í
vetur var með þeim hætti að lítil hætta skapaðist á kali, svell þurfi að liggja yfir túnum yfir langan tíma til að
slíkar aðstæður skapist og þær aðstæður urðu ekki á liðnum vetri.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/jafnt-hja-ka-fjardabyggd
|
Jafnt hjá KA-Fjarðabyggð
KA og Fjarðabyggð gerðu jafntefli nú í kvöld í fyrstu umferð 1.deildar karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu en leikið var
í Boganum. Fyrsta mark leiksins kom strax á 3.mínútu og var það Guðmundur Atli Steinþórsson sem kom Fjarðabyggð í 1-0. Arnar
Már Guðjónsson jafnaði metinn fyrir heimamenn á 13.mínútu með glæsilegum skalla eftir aukaspyrnu frá Dean Martin. Staðan í
hálfleik 1-1.
Á 59.mínútu kom Steinn Gunnarsson KA mönnum yfir með glæsilegu skoti eftir að Fjarðabyggð höfðu bjargað á línu. En
10.mínútum fyrir leikslok tókst Fjarðabyggð að jafna metinn með marki frá Vilbergi Marínó Jónassyni.
Lokatölur 2-2 og KA menn eflaust svekktir með að landa ekki þremur stigum í kvöld.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/felag-byggingamanna-i-eyjafirdi-sameinast-tresmidafelagi-reykjavikur
|
Félag byggingamanna í Eyjafirði sameinast Trésmíðafélagi Reykjavíkur
Félag byggingamanna í Eyjafirði hefur sameinast Trésmíðafélagi Reykjavíkur. Sameiningin var samþykkt á aðalfundi
félagsins á dögunum. Nýtt sameinað félag hefur ekki fengið endanlegt nafn en gengur undir nafninu Tr-Bygg. Um 400 manns voru í
félaginu fyrir norðan, 1700 syðra.
Heimir Kristinsson formaður segir sameininguna eiga sér nokkurn aðdraganda, menn hafi verið að spjalla saman í rúmt ár, "það er ekki einfalt
að sameinast félagi í Reykjavík, en tryggt er að þjónustan við félagsmenn mun aukast hér fyrir norðan, ekki dragast suður til
Reykjavíkur," segir Heimir. Skrifstofa félagsins verður áfram í Alþýðuhúsinu við Skipagötu.
Félagsmenn höfðu misjafnar skoðanir á sameiningunni í fyrstu segir Heimir, með og á móti en á aðalfundi var góður
meirihluti fyrir sameiningu. Heimir nefnir að viðræður hafi farið fram á sínum tíma um sameiningu verkalýðsfélaga á
Eyfjarðarsvæðinu, en menn ekki náð saman og hugmyndir í þá veru verið slegnar út af borðinu. "Þær hugmyndir
náðu ekki fram að ganga þannig að þá fóru menn að horfa í aðrar áttir," segir hann og nefnir að félögin sem
sameinuðust nú ættu margt sameininglegt, sami kjarasamningur væri í gildi hjá félagsmönnum og ýmis hagsmunamál önnur
sambærileg. Hann segir Félag byggingamanna ekki hafa verið nauðbeygt til að fara í sameiningu, en samlegðaráhrif yrðu allnokkur,
ávinningur yrði fyrir bæði félög í kjölfarið. Þannig nefndi hann að samþykkt hefði verið að lækka
félagsgjöld um helming frá því sem áður var en auka jafnframt þjónustuna.
Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju segir að hvert og eitt félag verði að meta hvernig hagsmunum þess og félagsmanna verði best
borgið. "Hvert og eitt félag verður að meta það fyrir sig, allir keppast að því að veita sem besta þjónustu og verða að
velja leiðina að því markmiði," segir hann. Stór félög séu vissulega öflugri en þau smáu, að því
þurfi menn að huga.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/thrir-leikmenn-skrifa-undir-hja-thorka
|
Þrír leikmenn skrifa undir hjá Þór/KA
Þrír leikmenn hjá Þór/KA í Landsbankadeild kvenna hafa skrifað undir tveggja ára samning við liðið en þetta eru
þær Alexandra Tómasdóttir sem er 21 árs, Eva Björk Benediktsdóttir og Íunn Eir Gunnarsdóttir en þær eru báðar 17
ára gamlar.
Nói Björnsson úr leikmannaráði sá um að undirrita samningana fyrir félagið en vegna þess hve þær Eva Björk og Íunn
Eir eru ungar þá þurftu forráðamenn þeirra að samþykkja samningana. Fleiri leikmenn eru væntanlegir til að skrifa undir hjá
félaginu á næstu dögum.
Fréttin kemur fram á fotbolti.net
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/sterkar-visbendingar-um-ad-rafmengun-valdi-fosturdauda-i-saudfe
|
Sterkar vísbendingar um að rafmengun valdi fósturdauða í sauðfé
Sterkar vísbendingar hafa komið fram um áhrif rafmengunar á fósturdauða í sauðfé og telja bændur í Eyjafirði sem funduðu um
málið það vera sérstakt rannsóknarefni.
Fram kemur í ályktun fundarins að ýmsar fleiri vísbendingar séu um neikvæð áhrif rafmengunar á aðrar búfjártegundir og
telja bændur brýnt að stjórn Bændasamtaka Íslands beiti sér fyrir úttekt á frágangi rafmagnslagna í útihúsum og
þá sérstaklega frágangi jarðskauta. Þá er því beint til BÍ að rannsóknir verði gerðar á áhrifum
rafmengunar á sjúkdóma í búfé.
Ólafur G. Vagnsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar segir að mikið sé rætt um fósturlát kinda enda hafi
þónokkuð borið á því í héraðinu að ær láti lömbum. Nýlega segir hann að sjónum manna hafi
verið beint að hugsanlegri rafmengun sem ástæður hins mikla fósturdauða og hafi sérfræðingar farið á nokkra bæi þar sem
fósturdauði hefur verið áberandi. Þar hafi menn merkt greinilega rafmengun. Hann segir að nú skorti fjármagn til að rannsaka þennan
hugsanlega orsakavald betur, gera meiri og nákvæmari mælingar og eins að huga að úrbótum þar sem það á við. Nefnir Ólafur
að víða sé frágangi á raflögnum ábótavant og það geti valdið óæskilegri spennu í andrúmslofti sem aftur
veldur fósturdauðanum.
Þórarinn Ingi Pétursson í Laufási stækkaði fjárhús sín árið 2005, fyrstu tvö árin voru 30 gemlingar geldir,
nú í vor 54. Í ljós hefur komið að í húsunum þar sem þeir voru er hátt THD-gildi (harmonisk mengun) og telur
Þórainn Ingi nauðsynlegt að hefja rannsókn á þessu hið fyrsta. Fram kom að vegna vantrúar og andstöðu við rannsóknar
á fyrirbærum af þessu tagi hafi illa gengið að fá fé til rannsókna á áhrifum rafmengunar.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/mikid-um-ad-vera-i-menningar-lifinu-a-akureyri
|
Mikið um að vera í menningar- lífinu á Akureyri
Að venju er mikið um að vera í menningarlífinu á Akureyri, jafnt í myndlist sem tónlist og því ættu allir áhugasamir að
geta fundið eitthvað við sitt hæft um helgina.
Gallerí Víð8tta601 opnar sýninguna „Andans flug" í Leirutjörn á Akureyri í dag, laugardaginn 10. maí kl.14:00. Þorsteinn
Gíslason (Steini) sýnir þar skúlptúr/innsetningu í nyrðri hólmanum í tjörninni. Verkið samanstendur af bókum sem
þátttakendur skrifuðu hugsanir sínar í á 14 daga tímabili, listamaðurinn mótar bækurnar og festir á misháar stangir
í hólmanum þannig að frá landi séð verða bækurnar eins og fuglahópur sem er að hefja sig til flugs. Hugmyndin að baki verkinu er
sú að fá að láni hugsanir ólíkra einstaklinga á fjórtán daga skeiði í ævi þeirra, fanga þær
á einn stað í ákveðinn tíma og láta þær endurtaka sig aftur og aftur.
Kjartan Sigtryggsson opnaði sýninguna "Í framan - In the face" á Café Karólínu á Akureyri sl. laugardag og stendur hún til 13.
júní. Jón Laxdal Halldórsson myndlistarmaður er með tvær sýningar í gangi í Gilinu á Akureyri þessa dagana. Á
Karólínu Restaurant stendur yfir sýningin úr "Úr formsmiðju" og verður hún í gangi fram á haust. Nýlega var svo opnuð
sýning á verkum Jóns í Jónas Viðar Gallery hinum megin götunnar. Þar eru sýndir hlutir, (objektar) gerðir úr bókum, pappa,
gleri og þaksaumi, allir nýir af nálinni undir heitinu; fáeinir fortitlar og bók eftir Mann. Sýningin stendur til 11. maí.
Sjónlistamaðurinn Steinn Kristjánsson opnar sjónlistasýninguna; Innilega útilegu, í Populus tremula í dag, laugardaginn 10. maí kl.
14.00. Þar verður sumarfríinu þjófstartað og hver veit nema tekin verði nokkur gömul og góð útilegulög og jafnframt frumflutt
ný innilegulög. Þarna er um að ræða tilraun um mörk innra og ytra rýmis í formi hinnar einu sönnu íslensku útilegustemmingar.
Einnig opið sunnudaginn 11. maí kl. 14:00-17:00.
Á morgun, sunnudaginn 11. maí kl. 20:00, verða haldnir tónleikar í Ketilhúsinu á Akureyri, þar sem Anna Jónsdóttir
sópransöngkona og Sigríður Freyja Ingimarsdóttir píanóleikari munu flytja lög af nýútkomnum geisladiski, Móðurást.
Á geisladiskinum eru fjölbreytt íslensk sönglög, sem þó eiga það öll sameiginlegt að fjalla á einhvern hátt um
móðurina.
Yfirliðsbræður halda söng- og grínskemmtun í KA-heimilinu mánudaginn 12. maí nk. kl. 20.00, á annan í hvítasunnu.
Yfirliðsbræður eru þeir Óskar Pétursson og Örn Árnason ásamt undirleikaranum Jónasi Þórir. Samstarf þessara manna er
ekki nýtt af nálinni en þeir hafa komið fram áður þó ekki undir nafninu Yfirliðsbræður. Söng- og grínskemmtun þessi er
sú fyrsta í langri tónleikaröð þeirra félaga á landsvísu en þar munu þeir fylgja eftir geisladiski þar sem þeir syngja
lög eftir Everly Brothers.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/bodid-verdur-upp-a-ferdamanna-siglingar-i-sumar-a-huna-ii
|
Boðið verður upp á ferðamanna- siglingar í sumar á Húna II
Stjórn Akureyrarstofu fagnar nýjum áfanga sem náðst hefur með samvinnu Akureyrarstofu, Hollvina Húna II og fleiri aðila sem felst í
því að boðið verður upp á vikulegar þrjár fastar ferðir í sumar.
Unnið er að viðhaldi á Húna II hjá Slippnum Akureyri enda bíða hans fjölmörg verkefni fyrir sumarið. Eins og fram hefur komið verður
samvinna við Hollvini Húna II um hátíðahöld á sjómannadaginn að þessu sinni. Nýlega fengu Hollvinir Húna II og
Matvælasetur Háskólans á Akureyri styrk til verkefnisins „Frá öngli til maga" sem er samstarfsverkefni þessara aðila,
Hafrannsóknarstofnunar og grunnskóladeildar Akureyrarbæjar. Markmiðið merð verkefninu er að efla jákvæða ímynd á fiski og
fiskveiðum með ferðum og fræðslu í borð um bátnum Húna II. Þá verður ýmislegt fleira á döfinni í tenglsum
við rekstur bátsins.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/arleg-vorsyning-nemenda-myndlistarskolans-a-akureyri
|
Árleg vorsýning nemenda Myndlistarskólans á Akureyri
Þrítugasta og fjórða starfsári Myndlistaskólans á Akureyri lýkur með veglegri sýningu á verkum nemenda í
húsnæði skólans um helgina. Sýningin verður opin kl. 14:00 til 18:00 í dag laugardag, á morgun sunnudag og mánudag, annan í
hvítasunnu.
Sýnd verða verk nemenda fornámsdeildar, listhönnunar- og fagurlistadeildar. Þar gefur að líta sýnishorn af því helsta sem nemendur hafa
verið að fást við í myndlist og hönnun á þessu skólaári. Fjörutíu og fjórir nemendur stunduðu nám í
dagdeildum skólans og af þeim munu sautján brautskrást frá skólanum að þessu sinni. Þrír sem grafískir hönnuðir,
Friðlaugur Jónsson, Karl Halldór Reynisson og Margrét Ingibjörg Lindquist. Þrír sem myndlistarmenn, Hertha Richardt Úlfarsdóttir, Inga
Björk Harðardóttir og Margeir Sigurðsson. Ellefu úr fornámsdeild, Berglind H. Helgadóttir, Bjartur Karlsson, Dagrún Íris Sigmundsdóttir,
Guðrún Eysteinsdóttir, Gunnar Rúnar Guðnason, Heiða Erlingsdóttir, Hildur Ása Henrýsdóttir, Sindri Smárason, Unnur
Jónsdóttir og Þuríður Sverrisdóttir
Einnig verða sýnd verk eftir nemendur sem voru á barna- og unglinganámskeiðum á vorönn. Allir eru velkomnir í Myndlistaskólann á
Akureyri um helgina.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/nyr-formadur-hugins-nemenda-felags-ma-sagdi-af-ser
|
Nýr formaður Hugins, nemenda- félags MA, sagði af sér
Nýkjörinn formaður Hugins, nemendafélags Menntaskólans á Akureyri, Benjamín Freyr Oddsson, sagði af sér í dag. Eins og fram kom í
Vikudegi í gær kom upp ósætti innan nýrrar stjórnar nemendafélagsins og var í gangi undirskriftalisti innan skólans um að
formaðurinn segði af sér.
Benjamín steig í ræðustól í frímínútum í skólanum í morgun og tilkynnti þar afsögn sína.
Því þarf að kjósa nýjan formann, eða inspector scholae og verður það gert í næstu viku. Ný stjórn tók við
nemendafélaginu um síðustu mánaðamót en í ferð sem viðtakandi og fráfarandi stjórnir fóru saman í mun hafa komið upp
ósætti innan nýju stjórnarinnar, sem leiddi til þessarar niðurstöðu.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/thjonustan-aukin-a-fsa-og-adgerdum-fjolgad-umtalsvert
|
Þjónustan aukin á FSA og aðgerðum fjölgað umtalsvert
Samninganefnd heilbrigðisráðherra og Sjúkrahúsið á Akureyri (FSA) hafa gert fjóra nýja samninga um læknisverk, þ.e. um
liðskiptaaðgerðir, krossbandaaðgerðir, sérfræðiþjónustu í efnaskipta- og innkirtlalækningum og um
sérfræðiþjónustu í taugalækningum.
Þá hefur FSA gert samning við Akureyrarbæ um þjónustu á sviði öldrunarlækninga; við Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) um
aðgang sérfræðinga FSA að sjúkraskrám og við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík um þjónustu
geðlækna FSA við skjólstæðinga hennar. Samningarnir voru undirritaðir á ársfundi Sjúkrahússins á Akureyri, sem haldinn var
gær.
Samningarnir milli Samninganefndar heilbrigðisráðherra og FSA eru til marks um breyttar áherslur varðandi framboð og fjármögnun
heilbrigðisþjónustu, eins og segir í frétt frá heilbrigðisráðuneytinu. Í samningunum er greitt fast verð fyrir hvert unnið verk og
fylgir fjármagn þannig sjúklingi og framlög ráðast af fjölda verka. Þá er þjónustukaupum, samkvæmt samningunum,
ætlað að veita þjónustu þar sem þörfin er brýnust og ávinningurinn mestur og að færa þjónustuna sem næst
notendum.
Liðskiptaaðgerðum fjölgað
Samningurinn vegna liðskiptaaðgerða er til marks um þá áherslu sem heilbrigðisráðherra leggur á að eyða biðlistum eins
fljótt og auðið er. Samningurinn á að tryggja að sjúklingar á þjónustusvæði sjúkrahússins þurfi ekki að
leita annað eftir þjónustu. Aðgerðir eru það margar að möguleiki er á að þjónusta sjúklinga utan
þjónustusvæðisins. Samningurinn er til tveggja ára og á þeim tíma tekur sjúkrahúsið að sér allt að 160
liðskiptaaðgerðir. Kostnaður vegna þessara aðgerða er nálægt 50 milljónum króna á ári þau tvö ár sem
samningurinn nær til. Með þessum samningi er stefnt að því að um 220 liðskiptaaðgerðir verði framkvæmdar á Sjúkrahúsinu
á Akureyri ár hvert.
Krossbandaaðgerðir
Samningurinn um krossbandaaðgerðir miðast fyrst og fremst við að færa þjónustu í heimahérað og spara sjúklingum þannig
ferðakostnað, tíma og óhagræði. Fram að þessu hafa sjúklingar þurft að leita til Reykjavíkur vegna þessara aðgerða og
ljóst að samningurinn mun spara notendum umtalsverðar fjárhæðir og ómak. Samningurinn er til tveggja ára og tekur sjúkrahúsið að
sér að veita allt að 100 aðgerðir á samningstímanum eða 50 á ári. Kostnaður vegna samningsins er um 15 milljónir króna
á ári þau tvö ár sem hann nær til.
Aukið þjónusta í heimahéraði
Samningarnir um sérfræðiþjónustu í efnaskipta- og innkirtlalækningum annars vegar og sérfræðiþjónustu í
taugalækningum hins vegar miða fyrst og fremst að því að fylla þjónustuframboð sjúkrahússins þannig að þjónusta
sé í ríkari mæli í boði í heimahéraði. Árlegur kostnaður vegna þeirra beggja er um 4 milljónir króna. Þess
má geta að á þriðja hundrað manns á starfssvæði FSA hafa árlega þurft að leita suður eftir þjónustu á
þessum sviðum.
Öldrunarlækningar á einni hendi
Samningur Sjúkrahússins á Akureyri og Akureyrarbæjar um þjónustu FSA við öldrunarheimilin á Akureyri felur það í sér
að frá og með 1. september nk. mun sjúkrahúsið annast læknis- og vaktþjónustu á öldrunarheimilum Akureyrarbæjar. Þar
með verða allar öldrunarlækningar í sveitarfélaginu á einni hendi, þ.e. hvað varðar öldrunarheimili Akureyrarbæjar,
öldrunarlækningadeild FSA á Kristnesspítala og hjúkrunardeildina í Seli. Öldrunarlæknum við FSA verður fjölgað um tvo þegar
samningurinn tekur gildi og þjónusta á þessu sviði mun aukast verulega.
Þáttaskil á sviði upplýsingatækni
Samningur Sjúkrahússins á Akureyri og Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) um aðgang sérfræðinga FSA að sjúkraskrám þeirra
sjúklinga sem þeir sinna fyrir HSA markar ákveðin þáttaskil á sviði upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu. Með
samningnum einfaldast allt vinnuferli og samstarf lækna HSA og FSA eykst og verður skilvirkara.
Sérfræðiþjónusta á sviði geðlækninga
Samningur Sjúkrahússins á Akureyri og Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga á Húsavík um þjónustu geðlækna FSA við
skjólstæðinga hennar felur í sér að sérfræðingar FSA í geðlækningum fara til Húsavíkur tvo daga í
mánuði og veita sjúklingum á upptökusvæði Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga þjónustu sína.
Styrkir stöðu sjúkrahússins enn frekar
"Ég er mjög ánægður með þá samninga sem undirritaðir voru hér á ársfundinum. Þeir eru afrakstur mikillar vinnu og
undirbúnings og eiga það sameiginlegt að styrkja stöðu Sjúkrahússins á Akureyri enn frekar sem annað meginsjúkrahús landsins.
Það er ekki síður mikilvægt í mínum huga að þessir samningar efla samstarf á milli stofnana og á milli svæða og styrkja
þar með uppbyggingu sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu í landshlutanum," segir Halldór Jónsson, forstjóri
Sjúkrahússins á Akureyri. Hann segir stefnu sjúkrahússins að færa þjónustuna sem næst þeim sem þurfi á henni að
halda, fjölga aðgerðum og eyða biðlistum og þessir samningar séu stórir áfangar á þeirri leið.
Vaxandi starfsemi á öllum sviðum
Sem fyrr segir var ársfundur Sjúkrahússins á Akureyri haldinn í dag. Á fundinum kom m.a. fram að starfsemi FSA hélt áfram að vaxa
á öllum sviðum á árinu 2007. Sjúklingar (dvalir) voru alls 8.402, þar af 5.585 á legudeildum, og er það aukning um 4,4% á milli
ára. Legudagur voru 44.337. Skurðagerðir voru 4.287 og fjölgaði um 4%. Rekstrargjöld ársins námu 4.157 milljónum króna en heilt yfir var
afkoma sjúkrahússins einungis 3,1 milljón króna lakari en endurskoðuð áætlun gerði ráð fyrir eða 0,1%.
Á árinu störfuðu 895 einstaklingar á FSA, 742 konur og 153 karlar. Konur voru því um 83% starfsmanna og er það svipað hlutfall og
undanfarin ár.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/foreldrar-synum-abyrgd-og-hugum-ad-bornum-okkar
|
Foreldrar, sýnum ábyrgð og hugum að börnum okkar
Samræmdum prófum hjá nemendum í 10. bekk í grunnskólum landsins er lokið og þar með hafa unglingarnir lokið merkum áfanga í
lífi sínu og skiljanlegt að þau vilji gera sér glaðan dag.
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í grein sem þau Hólmfríður Þórðardóttir formaður Samtaka,
svæðisráðs foreldra barna í grunnskólum Akureyrarbæjar, Alfa Aradóttir, forstöðumaður Félagsmiðstöðva á
Akureyri, Bryndís Arnarsdóttir, forvarnafulltrúi Akureyrarbæjar og Þorsteinn Pétursson, lögreglumaður eru skrifuð fyrir. Í greininni segir
ennfremur: "Foreldrar hafa komið að skipulagningu óvissuferða og annarra uppákoma fyrir unglingana strax að loknum prófunum sem hefur borið þann
árangur að dregið hefur úr því að þau haldi upp á tímamótin með hópamyndun og áfengisdrykkju. Í
ár hafa félagsmiðstöðvarnar einnig skipulagt gistikvöld í Rósenborg, föstudagskvöldið eftir prófin.
Við viljum minna foreldra á þeirra ábyrgð því borið hefur á hópamyndun og unglingadrykkju helgina eftir að samræmdu
prófunum lýkur og er drykkjuumræðan í félagsmiðstöðvunum mun meira áberandi núna en í fyrra. Fyrir tveim árum
söfnuðust margir unglingar saman í Kjarnaskógi, allt niður í 13 ára. Við slíkar aðstæður eru alltaf auknar líkur á
því að einhverjir standist ekki hópþrýsting og hefji sína fyrstu áfengisneyslu. Enn fremur er það þekkt að unglingar undir
áhrifum áfengis eru líklegri til að prófa önnur sterkari efni eins og hass, amfetamín og e-töflur. Með samstilltu átaki foreldra
getum við komið í veg fyrir að slík hópamyndun endurtaki sig. Þá þurfa foreldrar að standa saman um að setja börnum sínum
mörk, leyfa alls ekki eftirlitslaus partý í heimahúsum, skilja þau ekki eftir eftirlitslaus á stöðum eins og Kjarnaskógi og alls ekki kaupa
áfengi fyrir þau. Þar með stöndum við vörð um hag unglinganna. Við þurfum að koma þeim skilaboðum áleiðis til
þeirra að þau séu okkur mikilvæg og því skipti það okkur foreldrana miklu máli að vita hvar þau eru og hvað þau eru
að gera. Næsta helgi er Hvítasunnuhelgin og því tilvalið að gera eitthvað skemmtilegt með allri fjölskyldunni.
Sameiginlegt foreldrarölt allra grunnskóla á Akureyri hefur verið skipulagt undanfarin ár, föstudaginn eftir samræmdu prófin. Á
síðasta ári tókst vel til með röltið, fjöldi foreldra mætti og börn á grunnskólaaldri lítt sýnileg. Þannig
viljum við að verði áfram. Sýnum ábyrgð, verðum virk og stöndum vörð um hagsmuni barna okkar."
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/viljayfirlysing-um-solu-a-rekstri-twin-otter-flugvela-flugfelags-islands
|
Viljayfirlýsing um sölu á rekstri Twin Otter flugvéla Flugfélags Íslands
Flugfélag Íslands og Friðrik Adolfsson hafa fyrir milligöngu Saga Capital Fjárfestingarbanka skrifað undir viljayfirlýsingu um sölu á Twin Otter
rekstri Flugfélags Íslands. Friðrik Adolfsson skrifar undir yfirlýsinguna fyrir hönd nokkurra fjárfesta, þar á meðal Norðanflugs.
Friðrik er núverandi sölustjóri leiguflugs hjá Flugfélagi Íslands og hefur meðal annars verið ábyrgur fyrir umfangsmiklum leiguverkefnum
Twin Otter á Grænlandi. Hann mun láta af störfum hjá Flugfélagi Íslands og snúa sér alfarið að þessum rekstri. Á
næstu dögum verður gengið frá endanlegum kaupsamningi og hefðbundin áreiðanleikakönnun mun fara fram. Gert er ráð fyrir að þeirri
vinnu verði lokið fyrir næstu mánaðamót og að nýir aðilar muni taka við rekstrinum frá 1. júní næstkomandi. Kaupverð
er trúnaðarmál.
Um er að ræða tvær Twin Otter flugvélar og tengdan rekstur en helstu verkefni hafa verið áætlunarflug út frá Akureyri til
Grímseyjar, Vopnafjarðar og Þórshafnar, leiguverkefni á Grænlandi og viðhaldsverkefni í viðhaldsstöð félagsins á Akureyri.
Um tuttugu manns vinna við rekstur Twin Otter vélanna á Akureyri, aðallega flugvirkjar og flugmenn. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags
Íslands, er ánægður með viljayfirlýsinguna og segir að hún sé skref í átt að því markmiði Flugfélags
Íslands að starfsemin í kringum Twin Otter vélarnar haldist á Akureyri og geti enn frekar vaxið og dafnað í höndum nýrra eigenda.
Friðrik Adolfsson, sem fer fyrir hópi fjárfestanna, segir að mikil tækifæri til vaxtar felist í þessum rekstri. Mikil uppbygging eigi sér
stað á Grænlandi sem kalli á aukin verkefni fyrir Twin Otter vélarnar. Þá sé verið að skoða fleiri vaxtarbrodda, meðal annars tengda
fyrirhugaðri stækkun Akureyrarflugvallar.
Fyrirtækjaráðgjöf Saga Capital Fjárfestingarbanka hafði milligöngu um söluna sem ráðgjafi og fulltrúi Flugfélags
Íslands.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/tilraun-hafin-til-ad-nyta-trjakurl-til-raektunar
|
Tilraun hafin til að nýta trjákurl til ræktunar
Tilraun til að nýta trjákurl til ræktunar hófst á Háuborg í Eyjafjarðarsveit í gær, en um er að ræða
samvinnuverkefni sem Háaborg, Félagsbúið Garður og Hríshóll í Eyjafjarðarsveit auk Tætingar á Akureyri taka þátt
í.
Bryndís Símonardóttir skógarbóndi í Háuborg segir að í vor hafi verið komin tími til að grisja og það væri
mikið mál að losa sig við það sem til félli, dýrt væri að flytja afskurðinn til endurvinnslu á Akureyri. Hún hafi
séð umfjöllun um nýjan tætara hjá félaginu Tætingu í Vikudegi og haft samband við fyrirtækið. Jörundur H.
Þorgeirsson framkvæmdastjóri þess hafi verið fús að koma á staðinn og tæta það sem til féll við grisjun þar.
"Það er mun betri kostur að fá eitt tæki á staðinn heldur en að flytja efnið í mörgum ferðum fram og til baka um langan veg með
tilheyrandi kostnaði og olíueyðslu," segir Bryndís og kveður mikið hagræði af þessu fyrirkomulagi. Hún segir að eyfirsku bændurnir
í félagi við Tætingu standi sameiginlega að verkefninu og vonar að bændur muni taka því fagnandi.
Kurlið sem til fellur er nýtt heima við, því er dreift á tún og flög, af því er mikil jarðvegsbót, það eykur
kolefni og súrefni jarðvegsins og gerir hann léttari. Að líkindum má spara áburðarkaup með því að hafa þennan
háttinn á. Jörundur H. Þorgeirsson hjá Tætingu segir frábært að taka þátt í þessu verkefni, það sé
mikilvægt að hver og einn geti nýtt afurðina heima við sér til hagsbóta og þannig sé um mjög jákvæða og umhverfisvæna
tilraun að ræða. Tætarinn er afkastamikill, hann vinnur úr um 230 rúmmetrum af efni á klukkustund og er glænýr. "Ég tel mikla
möguleika í þessu og við ætlum að sýna fólki að þetta er hægt," segir hann.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/leikirnir-i-1deild-karla-faerdir-i-bogann
|
Leikirnir í 1.deild karla færðir í Bogann
Leikur KS/Leiftur og Þórs sem átti að fara fram á Ólafsfjarðarvelli verður færður í Bogann. Völlurinn á
Ólafsfirði er ekki búinn að jafna sig eftir veturinn því þurfti að færa leikinn. Leikurinn fer fram á þriðjudaginn 13.maí
kl. 20:00.
Þá mun einnig leikur KA manna og Fjarðabyggðar sem er á mánudaginn 12.maí vera leikinn í Boganum meðan beðið er eftir að
Akureyrarvöllur nái sér eftir veturinn. Leikurinn hefst kl.17:00.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/motmaela-hugmyndum-um-byggingu-hahysa-vid-undirhlid
|
Mótmæla hugmyndum um byggingu háhýsa við Undirhlíð
Fulltrúar samtakanna "Öll lífsins gæði" afhentu Hermanni Jóni Tómassyni formanni bæjarráðs Akureyrar undirskriftalista með
rúmlega 500 nöfnum í dag, þar sem mótmælt er hugmyndum um byggingu háhýsa á reitnum milli Undirhlíðar og Miðholts.
Það voru þeir feðgar Páll Magnússon og Valdimar Pálsson og Valdemar Valdemarsson, sem afhentu formanni bæjarráðs undirskriftalistanna.
Valdimar sagði að samtökin hefðu ekkert á móti því að byggt verði á umræddum reit "en við getum ekki sætt okkur við
þessa turna, sem þar eiga að rísa," sagði Valdimar. Undir það tók Valdemar og sagði að menn vildu sjá þarna byggð í
samræmi við þá sem fyrir er í hverfinu. Þeir félagar sögðu að götur í hverfinu væru ekki niður á fast og
því gæti umtalsvert rask á svæðinu haft áhrif á göturnar og jafnvel hús þeirra líka. Valdimar býr við Miðholt
en Valdemar í Stórholti.
Eins og fram hefur komið hefur byggingarfyrirtækið SS Byggir verið að leita eftir leyfi bæjaryfirvalda til að byggja tvö 7 hæða
fjölbýlishús fyrir allt að 70 íbúðir á svæðinu við Undirhlíð.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ss-byggir-baud-laegst-i-byggingu-naustaskola
|
SS Byggir bauð lægst í byggingu Naustaskóla
SS Byggir átti lægsta tilboð í byggingu og fullnaðarfrágang lóðar og húss í fyrri áfanga Naustaskóla en tilboð voru
opnuð í dag. Fyrirtækið bauð 567,2 milljónir króna í verkið, eða rúm 104% af kostnaðaráætlun.
Alls buðu sex fyrirtæki í verkið og voru þau öll tilboðin yfir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á um 544,5 milljónir
króna. Hyrna bauð um 579,5 milljónir, Ístak um 634,8 milljónir, P. Alfreðsson bauð um 653,8 milljónir, Ans bauð 670 milljónir og Virkni
bauð um 734,7 milljónir króna. Um er að ræða byggingu grunnskóla og skal framkvæmdum við hús og lóð að fullu lokið 1.
ágúst 2009.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/sigurdur-kristinsson-radinn-deildarforseti-nyrrar-deildar-vid-ha
|
Sigurður Kristinsson ráðinn deildarforseti nýrrar deildar við HA
Ný deild verður stofnuð við Háskólann á Akureyri 1. ágúst nk. þegar kennaradeild og félagsvísinda- og lagadeild verða
sameinaðar í eina deild undir nafninu hug- og félagsvísindadeild. Sigurður Kristinsson sem starfað hefur við kennslu í HA frá árinu 2000
hefur verið ráðinn deildarforseti nýju deildarinnar.
Sigurður var áður deildarstjóri félagsvísinda- og lagadeildar en alls sóttu níu manns um stöðuna. Markmiðið með sameiningunni
segir Sigurður vera að styrkja núverandi námsframboð í þessum deildum og auka nýtt framboð á bæði grunn- og framhaldsstigum. Einnig
mun þetta greiða fyrir lengingu kennaranáms í 5 ár sem er fyrirsjáanleg breyting. „Við sjáum fagleg sóknarfæri í
þessu, þetta eru allt saman félagsvísindi og kúrsar sem geta styrkt hver aðra og við sjáum tækifæri á að geta nýtt betur
það sem við erum að kenna," segir Sigurður. Hann segir að það sem gerist við sameininguna sé að það fer af stað
námsskráð vinna sem er þvert á báðar gömlu deildinnar. „Það er hægt að ná hagræðingu með því
að slá þessum deildum saman og þá er hægt nýta þessa hagræðingu til að bjóða upp á betri kúrsa um
leið."
Með sameiningunni breytist ekkert til skemmri tíma en til lengri tíma litið þá ætti námið við Háskólann að bætast
auk þess sem val myndi aukast. „Það er hægt að bætu ýmsu kryddi í þetta," segir Sigurður. Hann segir hugmyndina einnig þá
að þessir tveir hópar, kennaradeild og félagsvísinda-og lagadeild, muni eflast við að vinna meira saman. Kennsla í kennaradeildinni hefur farið fram
í Háskólasetrinu við Þingvallarstræti undanfarin ár en árið 2010 er áætlað að færa þá deild upp á
Sólborg og hafa þar allar deildir á sama stað. Sigurður segir að óneitanlega hefði verið gaman að geta komið með deildina upp á
Sólborg næsta haust þegar sameiningin á sér stað. „Það hefði auðvitað verið skemmtilegast ef þetta hefði fallið
á sama tíma, en það gerir það því miður ekki þannig að fyrst í stað verður deildin á tveimur stöðum."
Núna liggur fyrir að samþykkja reglur fyrir nýju deildina og koma námsþróunarvinnunni í farveg. Það eru tvenns konar lög sem
þarf að taka mið af, sem eru frumvörp núna fyrir Alþingi. Annars vegar er það lenging kennaranáms í fimm ár og hins vegar frumvarp um
opinberun Háskóla og að þetta verði að einum lagaramma og það er eitt sem nýja deildin þarf að aðlaga sig að. Í nýju
deildinni verða þrjár skorir, lagaskor, kennaraskor og félagsvísindaskor, svo er stefnt að því að fjórða skorin komi innan
tíðar sem er hugvísindaskor. Sigurður segir að menn innan Háskólans vonist til að með þessari breytingu verði námið öflugra
og enn meira spennandi. „Við sjáum spennandi möguleika í stöðunni og hlökkum mikið til þessa tækifæris. Þetta kemur
klárlega til með að styrkja skólann ennfremur og við erum full af bjartsýni," segir Sigurður að lokum.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/dagny-linda-kristjansdottir-skidakona-haett-keppni-vegna-meidsla
|
Dagný Linda Kristjánsdóttir skíðakona hætt keppni vegna meiðsla
Dagný Linda Kristjánsdóttir, fremsta skíðakona Íslands um árabil, hefur ákveðið að leggja skíðin á hilluna og
hætta æfingum og keppni vegna þrálátra meiðsla.
Dagný Linda hefur átt við meiðsli að stríða í vetur á hægri fótlegg og liggur fyrir að hún þarf að fara
í aðgerð til þess að freista þess að fá sig góða af þeim. Ekki er hins vegar tryggt að aðgerð myndi skila fullum bata.
Dagný Linda hefur keppt á 316 alþjóðlegum mótum í þrettán þjóðlöndum. Hún hefur tekið þátt
í tvennum Ólympíuleikum, þremur heimsmeistaramótum, rúmlega 30 heimsbikarmótum og um 40 Evrópubikarmótum. Dagný Linda hefur 18
sinnum orðið Íslandsmeistari á skíðum, hún hefur sjö sinnum verið valin skíðakona ársins og þrisvar
Íþróttamaður Akureyrar.
„Ég er sátt við að hafa tekið þessa ákvörðun þó það séu mér mikil vonbrigði að geta ekki
náð því markmiði, sem ég hafði sett mér, að keppa á Ólympíuleikunum í Vancouver í Kanada árið 2010.
Það er ljóst að þau meiðsli sem ég hef átt við að stríða í vetur hafa nú sett verulegt strik í reikninginn.
Á mínum ferli hef ég upplifað margt og haft tækifæri til þess að ferðast til fjölmargra landa vegna æfinga og keppni. Fyrir
það er ég afar þakklát. Sá stuðningur sem ég hef fengið frá Skíðasambandinu, Akureyrarbæ, fjölmörgum
fyrirtækjum, Afrekssjóði ÍSÍ, Skíðafélagi Akureyrar, sjúkraþjálfurum og læknum að ógleymdri fjölskyldu minni
hefur verið mér ómetanlegur og án hans hefði ég ekki keppt á skíðunum í öll þessi ár. En meiðsli hafa tekið sinn
toll. Ég var frá æfingum og keppni meira og minna í tuttugu mánuði á árunum 2004 og 2005 vegna hnémeiðsla og nú bætast
við þessi meiðsli, sem hafa gert mér mjög erfitt fyrir við æfingar og keppni í allan vetur. Að öllu samanlögðu taldi ég
því rétt á þessum tímapunkti að láta hér staðar numið, þó svo að ég viðurkenni það
fúslega að sú ákvörðun var mér erfið," segir Dagný Linda Kristjánsdóttir, í fréttatilkynningu frá
Skíðasambandi Íslands.
Dagný Linda á sérlega glæsilegan feril að baki. Hún keppti á sínu fyrsta FIS-móti árið 1996 og síðan hefur
mikið vatn til sjávar runnið.
Nokkrir punktar um skíðaferil Dagnýjar Lindu:
Hún hefur keppt á 316 alþjóðlegum mótum í þrettán þjóðlöndum.
Tekið þátt í tvennum Ólympíuleikum, annars vegar í Salt Lake City í Bandaríkjunum árið 2002 og hins vegar í
Tórínó á Ítalíu árið 2006.
Keppt á þremur heimsmeistaramótum - í St. Anton í Austurríki árið 2001, St. Moritz árið 2003 og Åre í
Svíþjóð árið 2007.
Keppt á 31 heimsbikarmóti - það fyrsta var í bruni í Lenzerheide í Sviss árið 2002.
Keppt á 39 Evrópubikarmótum.
Verið í einu af fimm efstu sætunum á 87 alþjóðlegum mótum, þar af verið í 1. sæti á 35 mótum, 2. sæti
á 17 mótum og 3. sæti á 12 mótum.
Hefur átján sinnum orðið Íslandsmeistari á skíðum, fyrst árið 1997.
Hefur keppt á norska, sænska og þýska meistaramótinu og verið í einu af fimm efstu sætunum á þeim öllum.
Besti árangur á stórmótum er 23. sæti í bruni og risasvigi á Ólympíuleikunum í Tórínó árið
2006 og 19. sæti í samanlögðu bruni og svigi á HM í St. Moritz í Sviss árið 2003.
Sjö sinnum hefur Dagný Linda verið valin skíðakona ársins.
Þrisvar sinnum hefur Dagný Linda verið valin Íþróttamaður Akureyrar.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/arleg-vorhreinsun-a-akureyri-ad-hefjast
|
Árleg vorhreinsun á Akureyri að hefjast
Vorhreinsun verður á Akureyri dagana 13. - 19. maí. Eigendur og umráðamenn lóða eru hvattir til að hreinsa af lóðum sínum allt sem er til
óþrifnaðar og óprýði. Framundan er löng helgi, hvítasunnan og því viðbúið að fjölmargir muni taka til hendinni
heima fyrir.
Setja má ruslið að götukanti þessa daga og munu starfsmenn bæjarins fjarlægja það samkvæmt eftirfarandi áætlun:
Þriðjudagur 13. maí: Innbær og Suðurbrekka sunnan Þingvallastrætis og austan Mýrarvegar.
Miðvikudagur 14. maí: Teigahverfi og Naustahverfi.
Fimmtudagur 15. maí: Lundahverfi og Gerðahverfi.
Föstudagur 16. maí: Miðbær, Oddeyri og ytri brekka norðan Þingvallastrætis og austan Mýrarvegar.
Mánudagur 19. maí: Holtahverfi, Hlíðahverfi, Síðuhverfi og Giljahverfi.
Gert er ráð fyrir að trjábolir og sverar greinar fari í kurlun og má því ekki blanda því saman við annan garðaúrgang.
Flokka þarf rusl eins og hægt er samkvæmt viðteknum venjum, þ.e. járn, timbur, o.s.frv. Í samvinnu við hestamenn verða gámar fyrir rusl
staðsettir í Breiðholti og Hlíðarholti 5. maí - 19. maí og eru lóðarhafar í þessum hverfum hvattir til að notfæra sér
þessa þjónustu.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/tilnefningar-til-sjonlistaverd-launanna-2008-kynntar-i-dag
|
Tilnefningar til Sjónlistaverð- launanna 2008 kynntar í dag
Í dag voru kynntar tilefningar til Sjónlistaverðlaunanna 2008 en Sjónlist er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Forms Ísland - samtaka hönnuða og
Sambands íslenskra myndlistarmanna.
Fyrir hönnun eru tilnefnd Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir fyrir fimm skartgripalínur sem kynntar voru á síðasta ári, Hjalti Geir
Kristjánsson fyrir sýningu sína Stólar og Sigurður Eggertsson fyrir verk sín í grafískri hönnun frá árinu 2007 en þar var
umfangsmest verkið Sequences.
Í myndlist eru tilnefnd Steingrímur Eyfjörð fyrir sýninguna Lóan er komin á Feneyjartvíæringnum 2007, Ragnar Kjartansson fyrir innsetninguna
Guð á samnefndri sýningu í Nýlistasafninu og Margrét H. Blöndal fyrir sýninguna Þreifað á himnunni í Hafnarhúsi
Listasafns Reykjavíkur.
Markmið verkefnisins er að veita verðlaun á sviði sjónlista árlega og beina þannig sjónum að framúrskarandi framlagi myndlistarmanna og
hönnuða starfandi á Íslandi og íslenskra sjónlistamanna erlendis, stuðla að aukinni þekkingu, áhuga og aðgengi almennings að
sjónlistum og hvetja til faglegrar þekkingarsköpunar og bættra starfsmöguleika sjónlistamanna á Íslandi.
Sex listamenn eða hópar listamanna sem starfa að jafnaði saman, hljóta tilnefningu á tveimur sviðum, myndlist og hönnun, fyrir framlag sitt til greinarinnar
á tólf mánaða tímabili áður en tilkynnt er um tilnefningar. Allir hönnuðir og myndlistarmenn sem sýna verk sín á
tímabilinu, eða kynna þau með öðrum hætti, koma til greina við tilnefninguna.
Tveir úr þeirra hópi hljóta Sjónlistaorðuna, auk peningaverðlauna að upphæð 2.000.000 kr. hvor. Heiðursorðu Sjónlistar
hlýtur myndlistarmaður eða hönnuður ár hvert fyrir einstakt æviframlag til sjónlistanna. Sjónlistaverðlaunin verða afhent í Flugsafni
Íslands á Akureyri 19. september.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/foreldrar-greida-ekki-haerra-leikskolagjald-i-holmasol
|
Foreldrar greiða ekki hærra leikskólagjald í Hólmasól
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður skólanefndar Akureyrarbæjar hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna bókunar Hlyns
Hallssonar fulltrúa VG í skólanefnd, þar sem hann segir að nú stefni í að leikskólinn Hólmasól verði bænum enn
kostnaðarsamari en fyrirséð var og hvert pláss dýrara fyrir bæinn og foreldra en á öðrum leikskólum.
Tilkynningin sem Elín Margrét skrifar undir er svohljóðandi: Í bókun sem Hlynur Hallsson lagði fram í skólanefnd Akureyrarbæjar
þann 5. maí s.l. er því haldið fram að hvert pláss í leikskólanum Hólmasól sé dýrara fyrir Akureyrarbæ en
í öðrum leikskólum sem reknir eru af bænum. Einnig er því haldið fram að foreldrar greiði hærra gjald í Hólmasól en
í öðrum leikskólum bæjarins. Samkvæmt samningi sem gerður var við Hjallastefnuna ehf. þann 19. desember 2005 um rekstur leikskólans
Hólmasólar, gildir gjaldskrá leikskóla Akureyrarbæjar. Ef verið er að vitna til þess að foreldrar eru rukkaðir um aukagjöld er
því til að svara að samkvæmt upplýsingum frá leikskólastjóra Hólmasólar er þar um að ræða gjald í
foreldrafélag, gjald vegna aðgangs að myndasíðu og vegna kaupa foreldra á fatnaði á börn sín eða annars kostnaðar, svo sem kaupa
á tilfallandi lengri vistun. Fram kemur í þessum upplýsingum að þessi kostnaður veltur á vilja og vali foreldra sjálfra. Af þessu
má ljóst vera að foreldrar greiða sama gjald í Hólmasól eins og öðrum leikskólum bæjarins, nema þeir sjálfir
ákveði annað.
Hvert pláss í Hólmasól er ekki dýrara fyrir Akureyrarbæ en í öðrum leikskólum sem Akureyrarbær rekur. Þetta kemur fram
þegar rekstrarkostnaður leikskólanna á árinu 2007 er borinn saman og tekið tillit til mismunandi fjölda leikskólakennara í skólunum.
Í fjárhagsáætlun ársins 2008 er gert ráð fyrir vísitöluhækkun í rekstrarkostnaði Hólmasólar og er kostnaður
á hvert pláss ekki meiri fyrir Akureyrarbæ, að teknu tilliti til fjölda leikskólakennara.
Það er rétt að 20% af kostnaði við rekstur Hólmasólar er bundinn við neysluvísitölu. Þetta á ekki við aðra
leikskóla þar sem ekki er í gildi sambærilegur rekstrarsamningur. Leikskólinn Hólmasól er rekinn fyrir samningsupphæðina á hverju
ári og inni í þeim kostnaði er allur tilfallandi kostnaður s.s. vegna forfalla og afskrifaðra leikskólagjalda. Fjárhagsáætlanir
leikskóla Akureyrarbæjar eru teknar til endurskoðunar á hverju ári og mikil frávik hjá leikskólum bæjarins þá metin og
bætt í ef þannig stendur á. Einnig er það svo að ef rekstur leikskóla fer fram úr fjárhagsáætlun t.d. vegna mikils
forfallakostnaðar, ber Akureyrarbær þann kostnað. Slík tilvik koma ekki upp í rekstri Hólmasólar. Það er því vandséð
að sú fullyrðing standist að Akureyrarbær muni greiða hlutfallslega hærri upphæð á þessu ári en fyrir aðra leikskóla
í bænum eins og Hlynur Hallsson heldur fram.
Hlynur segir fjölbreytt skólastarf mikilvægt en einungis skuli treysta opinberum aðilum fyrir því. Þessu er ég algerlega ósammála og
er hlynnt þjónustusamningum við einstaklinga eða fyrirtæki eins og Hjallastefnuna ehf. sem hefur skilað góðum árangri í rekstri
leikskóla. Auk þess sem það hefur sýnt sig að samkeppni örvar opinberan rekstur á sambærilegum sviðum sem leitt hefur til meiri
fjölbreytni. Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar ehf., er höfundur að hugmyndafræði Hjallastefnunnar og er
skólanámskrá hennar líklegast ein sú athyglisverðasta og þekktasta á Norðurlöndunum sem dregur til sín fjölda erlendra gesta,
nemendur og rannsakendur á hverju ári. Margrét Pála hefur af miklum krafti og eljusemi skapað nýja valmöguleika í skólastarfi sem eins og
Hlynur bendir á opinberir leikskólar hafa nýtt sér.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/asgeir-orn-johannsson-snyr-aftur-i-lid-magna
|
Ásgeir Örn Jóhannsson snýr aftur í lið Magna
Magni, sem leikur í 2.deild í sumar, hefur fengið góðan liðstyrk því Ásgeir Örn Jóhannsson sem lék með Hvöt á
síðasta keppnistímabili mun snúa aftur til síns gamla félags í sumar. Þetta er góður styrkur fyrir Magnaliðið þar sem
Ásgeir hefur verið iðinn við kolann síðustu tímabil og sérstaklega í ljósi þess að Þorsteinn Þorvaldsson, sem var
liðinu gríðarlega mikilvægur á síðasta tímabili, hefur ákveðið að ganga til liðs við KA.
Fyrsti leikur Magna fer fram föstudaginn 16. maí á Grenivík þegar þeir fá Tindastól í heimsókn.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fotboltinn-ad-hefjast
|
Fótboltinn að hefjast
Nú fer fótboltatímabilið senn að hefjast og fara fyrstu leikirnir fram um hvítasunnuna. Í 1. deild karla fær lið KA manna Fjarðabyggð
í heimsókn mánudaginn 12. maí og fer leikurinn líklega fram í Boganum. Þór mætir nágrönnum sínum í KS/Leiftri
á þriðjudaginn 13. maí en ekki er orðið endanlega ljóst hvar sá leikur fer fram.
Þór/KA í Landsbankadeild kvenna byrjar sumarið á erfiðum útivelli gegn Val næstkomandi mánudag.
Nánar verður fjallað um þetta í blaðinu á morgun og þar fáum við einnig að heyra í fyrirliðum liðanna þriggja um
komandi sumar.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/samid-um-stadsetningu-og-byggingu-jardgerdarstodvar-a-thvera-i-eyjafjardarsveit
|
Samið um staðsetningu og byggingu jarðgerðarstöðvar á Þverá í Eyjafjarðarsveit
Undirritaður hefur verið samningur milli Moltu ehf. og Þverár Fasteigna ehf. um byggingu jarðgerðarstöðvar á Þverá í
Eyjafjarðarsveit. Stöðin mun taka til starfa í upphafi næsta árs en framkvæmdir við 1200 fermetra hús stöðvarinnar hefjast strax og
nauðsynlegri undirbúningsvinnu vegna skipulags verður lokið.
Í jarðgerðarstöðinni verður jarðgerður lífrænn úrgangur af Eyjafjarðarsvæðinu, í fyrstu frá
matvælaframleiðendum og öðrum atvinnufyrirtækjum en reiknað er með að í kjölfarið fylgi flokkunarkerfi í sveitarfélögunum
þannig að lífrænn úrgangur frá heimilum geti í framtíðinni farið til vinnslu í stöðinni. Undirbúningur að
byggingu jarðgerðarstöðvarinnar hefur staðið um tveggja ára skeið. Félagið Molta ehf. var stofnað snemma árs 2007 um
undirbúningsvinnuna og næsta skref stigið síðastliðið haust með hlutafjáraukningu og ákvörðun um tækjakaup. Með samningnum
við Þverá Fasteign ehf. er síðan stigið eitt mikilvægasta skrefið í ferlinu, þ.e. ákvörðun um staðsetningu og byggingu
stöðvarinnar. Samkvæmt samningnum leggur Þverá Fasteign fram lóð og byggir 1200 fermetra hús fyrir starfsemina. Molta ehf. kaupir
tækjabúnað og mun annast rekstur stöðvarinnar. Helstu hluthafar í Moltu ehf. eru Flokkun, Norðlenska, Kjarnafæði, Tækifæri,
Gámaþjónustan ehf., Sagaplast ehf., Preseoco OY og Þverá Fasteign ehf.
Stöðin mun í byrjun vinna úr um 10.000 tonnum af lífrænum úrgangi á ári, sem skilar um 6000 tonnum af fullunninni moltu. Um er að
ræða meira en helming af öllum þeim lífræna úrgangi sem nú fer í urðun á Glerárdal. Hermann Jón Tómasson,
formaður stjórnar Moltu ehf., segist sannfærður um að með tilkomu jarðgerðarstöðvarinnar verði stigið mjög stórt framfaraskref
í umhverfismálum á Eyjafjarðarsvæðinu. „Við höfum beðið þess lengi að hægt verði að finna aðrar lausnir
varðandi lífræna úrganginn, sem er sá hluti úrgangsins sem erfiðast hefur verið við að eiga til þessa. Moltan sem til fellur verður
nýtanleg í alls kyns uppgræðsluverkefni en það er einnig mikill vilji til þess hjá Moltu ehf. að þróa frekari úrvinnslu á
moltunni í framhaldinu og gera afurðina þannig verðmætari fyrir fyrirtækið. En fyrsti áfanginn eru framkvæmdirnar, að hefja vinnsluna í
stöðinni og koma þannig stærstum hluta af lífrænum úrgangi héðan af svæðinu í góðan farveg. Fyrir alla Eyfirðinga
verður langþráðum áfanga náð með því að stöð Moltu ehf. kemst í gangið," segir Hermann Jón.
Eins og áður segir verður reist um 1200 fermetra vinnsluhús á Þverá fyrir starfsemi Moltu en öll vinnslan fer fram innan dyra.
Tækjabúnaður kemur frá Finnlandi og eru sjálfar jarðgerðartromlurnar sex nú þegar komnar til Akureyrar. Þeim verður komið fyrir
á húsgrunninum áður en vinnsluhúsið rís. Áætlanir miða við að verkefnið í heild kosti um 430 milljónir
króna. Á aðalfundi Moltu ehf. í byrjun vikunnar var samþykkt heimild til aukningar hlutafjár um 120 milljónir króna en verkefnið verður
fjármagnað með hlutafé og lánafyrirgreiðslu frá Byggðastofnun, sem fengist hefur vilyrði fyrir. Feðgarnir Ari Hilmarsson og Jón Bergur
Arason, eigendur Þverár Fasteignar ehf., Hermann Jón Tómasson, formaður stjórnar Moltu og Eiður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Flokkunar ehf.
undirrituðu samninginn.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fyrsta-torfaerumot-sumarsins-haldid-um-hvitasunnuna
|
Fyrsta torfærumót sumarsins haldið um hvítasunnuna
Fyrsta torfærumót sumarsins fer fram hér á Akureyri um hvítasunnuhelgina. Mótið samanstendur af Greifatorfærunni og Sjallasandspyrnunni.
Keppnin hefst á torfærunni laugardaginn 10. maí kl 13:00 í landi Glerár ofan Akureyrar. Á sunnudeginum kl. 13:00 verður svo keppt í
sandspyrnunni og verður hún á söndunum við Hrafnagil. Í sandspyrnunni verður keppt í 10 flokkum á öllum gerðum farartækja.
Nánari umfjöllun um mótið verður í blaðinu á morgun.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/allar-oskir-minar-eru-nu-uppfylltar
|
Allar óskir mínar eru nú uppfylltar
"Ég hafði oft hugsað um hversu gott við höfum það hér á Íslandi og fannst ég ekki of góð að leggja mitt af mörkum,"
segir Auður Guðjónsdóttir fyrrverandi kennari á Akureyri en hún hefur um tveggja ára skeið stutt tvær systur í barnaþorpi
Spes-samtakanna í Lomé í Tógó í Afríku. Sú eldri heitir Afí og er 7 ára gömul en yngri stúlkan, Betó er 5
ára.
Nú í lok janúar lagði Auður land undir fót og heimsótti stúlkurnar sínar. Það var mikil lífsreynsla, ævintýri
sem aldrei gleymist. Auður segir að hún hafi verið með hálfgert samviskubit yfir að styðja ekki fátæk börn í útlöndum og
hafa oft hugsað málið, en ekki orðið neitt úr fyrr en hún heyrði af barnaþorpinu í Lóme á vegum Spes samtakanna. Á
latínu hefur orðið Spes sömu merkingu og íslenska orðið von. Heiti samtakanna er því lýsandi fyrir það markmið að gefa
þurfandi börnum von um betra líf. Auður segir að sér hafi hugnast heiti samtakanna einkar vel og kjörorð þeirra einnig: Sá sem bjargar einu
barni bjargar mannkyninu. Frumkvæðið að stofnun samtakanna má rekja til Íslands, en það var Njörður P. Njarðvík sem ásamt vinum
sínum tveimur, heimamanni í Tógó og öðrum frá Frakklandi sem hóf uppbyggingu barnaþorpsins.
Auður ræddi málið við Njörð og hann greindi henni frá stúlkunum, sem menn héldu í fyrstu að væru tvíburasystur.
"Mér leist vel á, sló bara til og ákvað að styðja þær," segir Auður, en síðar kom í ljós að stúlkurnar voru
systur, ekki tvíburar og á milli þeirra var tveggja ára aldursmunur. "Mér fannst það ekki skipta máli hvort þær væru
tvíburar eða systur og var ákveðin í að taka þær að mér," segir Auður. Hún hefur stutt þær systur í rúm
tvö ár, frá upphafi ársins 2006 og meðlagið er 77 evrur með hvoru barni. Innan tíðar mun Auður láta af stuðningi við yngri
stúlkuna, en margir eru á biðlista eftir að styðja börn í barnaþorpi Spes þannig að hún mun áfram njóta stuðnings.
Faðir stúlknanna er látinn og móðir þeirra berst við veikindi og hefur ekki tök á að annast börn sín. Þær Afí
og Betó eiga fjögur önnur systkin en sjá þau afar sjaldan. Eyðni er útbreitdd í landi eins og víðar í Afríku og mörg
börn búa við hörmulegar aðstæður. Fátækt, malaría og eyðnifaraldurinn hefur leitt til þess að fjölmörg börn
verða foreldralaus og lenda á vergangi. Þau börn sem komið hafa í barnaþorpið eru illa á sig komin m.a. sökum vannæringar.
Peningarnir fara í réttar hendur
Auður segir einnig frá því að allt fé sem fólk láti af hendi rakna fari beint í umönnun foreldralausra barna, ekkert er notað
í yfirbyggingu, ferðalög eða umsýslukostnað og allt starf samtakanna er án endurgjalds. Öll vinna félaga er sjálfboðaliðastarf.
Það fé sem fólk greiðir mánaðarlega rennur til barnanna, það fær fæði og húsnæði í þorpinu, menntun
í nálægum skóla, lækniskostnaður er greiddur og annað slíkt en að auki er hluti fjárins lagður til hliðar í sjóð
sem börnin fá afhentan þegar þau yfirgefa þorpið 18 ára gömul. Það er nokkurs konar heimanmundur sem þau geta ráðstafað
að vild. Það nýtist þeim við að koma sér áfram í lífinu, hvort heldur er til að afla sér frekari menntunar að setja
á fót lítið fyrirtæki. "Peningarnir fara í réttar hendur, það finnst mér mikilvægt , það kemur í góðar
þarfir og nýtist vel."
Langþráður draumur Auðar rættist nú í upphafi árs þegar hún átti þess kost að heimsækja barnaþorpið og
hitta stúlkurnar sínar. "Þegar þetta allt saman var ákveðið og ég var á leiðinni út fannst mér það of gott til
að geta verið satt. Af öllum þeim löndum sem ég hef ferðast til og stöðum sem ég hef komið á var þetta toppurinn," segir Auður.
Hún dvaldi í Lomé í hálfan mánuð og hitti stúlkurnar á hverjum degi. Þær hittust í þorpinu á hverjum degi
eftir skóla og voru saman við ýmsa iðju fram á kvöld. "Það eru yndisleg börn þarna í þorpinu, þau eru afar róleg,
kurteis og afslöppuð," lýsir Auður.
Stórkostleg reynsla og mikil upplifun
Húsin í barnaþorpinu eru fallega hönnuð og litrík. Þau eru úr steinsteypu og stórum múrsteinum sem gerðir eru á
staðnum en byggt er á húsahefð frá Norður-Tógó. "Húsin eru mjög falleg og litrík og lífga svo sannarlega upp á tilveru
barnanna. Þar eru nú 80 börn og þeim fer fjölgandi eftir því sem starfseminni vex fiskur um hrygg. Þessi börn sem þarna eru eiga líf
sitt þorpinu að þakka, það hefur svo sannarlega gefið þeim von um betra líf," segir Auður.
Tógó er sárafátækt land, en íbúarnir eru að sögn Auðar afar alúðlegir og brosa mikið. Hún segir börnin
viðráðanleg og þæg, venjan er sú að um 80 börn eru saman í bekk og veldur það kennaranum ekki vandræðum. Það vakti
nokkra athygli gestsins frá Akureyri. "Það eru engin læti í þessum krökkum," segir hún. Ferðin út til Tógó var mjög
skemmtileg segir hún og lærdómsrík. Hún átti yndislegar stundir með stúlkunum sínum og þær náðu vel saman
þó ekki gætu þær spjallað mikið. "Það má segja að allar mínar óskir í lífinu séu nú uppfylltar,
allt sem á eftir kemur verður bónus. Þetta var stórkostleg reynsla og mikil upplifun," segir Auður.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/gudmundur-jonsson-i-thor
|
Guðmundur Jónsson í Þór
Körfuknattleikslið Þórs fékk góðan liðsstyrk í gær fyrir komandi tímabil þegar Guðmundur Jónsson sem spilað
hefur með liði Njarðvíkur undanfarin fimm ár skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.
Guðmundur er 24 ára gamall og þrátt fyrir ungan aldur á hann 102 leiki að baki í úrvalsdeild með liði Njarðvíkur. Í
þessum leikjum hefur hann skorað 702 stig eða 6,9 stig að meðaltali í leik.
Það er ljóst að Guðmundur kemur til með að styrkja lið Þórs verulega fyrir komandi tímabil í haust.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/vilja-heildstaett-umhverfismat-alvers-vid-husavik-og-tengdra-framkvaemda
|
Vilja heildstætt umhverfismat álvers við Húsavík og tengdra framkvæmda
Aðalfundur SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, krefst þess að fram fari sameiginlegt umhverfismat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar
jarðgufuvirkjunar að Þeistareykjum og umhverfisáhrifum annarra virkjana á háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum.
Einnig að fram fari mat á umhverfisáhrifum háspennulína frá háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum að Bakka við
Húsavík, umhverfisáhrifum álvers á Bakka við Húsavík og umhverfisáhrifum annarra framkvæmda sem eru bein afleiðing
álversins.
Aðalfundur SUNN var haldinn að Rimum í Svarfaðardal um síðustu helgi. Fundurinn hófst með erindi Bjarna E. Guðleifssonar
náttúrufræðings, fyrrv. formanns SUNN (1980-1984), sem rifjaði upp fyrstu starfsár samtakanna, tildrög að stofnun þeirra og hugsjónir
forkólfanna. Var þetta mjög ánægjuleg og fróðleg umræða og spunnust talsverðar umræður af erindinu. Kristjana
Arngrímsdóttir og Kristján Hjartarson sungu og léku nokkur lög, aðallega íslensk vorlög. Að erindi, tónlist, kaffi og umræðum
loknum var gengið til venjulegra aðalfundarstarfa. Skýrsla stjórnar var rædd og starf samtakanna framundan.
Úr stjórn áttu að ganga formaður og tveir stjórnarmenn. Enginn gaf sig fram til formennsku í félaginu. Var aðalfundi því
frestað og sitja í henni eftirtalin kjörin á aðalfundi í október 2008: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Akureyri formaður, Kolbrún
Gunnarsdóttir Kelduhverfi og Sverrir Thorstensen Akureyri, þá kjörin til fjögurra ára, Valgeir S. Kárason Sauðárkróki og Halldór
Valdimarsson Húsavík sem áttu nú að ganga úr stjórn. Í varastjórn til tveggja ára voru á aðalfundi 2006 kjörin
þau Gísli Árnason Sauðárkróki, Inga Margrét Árnadóttir Svalbarðsströnd og Ívar Ketilsson Aðaldal. Stjórn
samtakanna var falið að boða til framhaldsaðalfundar við hentugleika. Félagsgjald var ákveðið kr. 2500 samanlagt fyrir starfsárin 2008 og 2009 og
verður innheimt í einu lagi á árinu 2009.
Allmargar ályktanir voru samþykktar og fylgja þær hér á eftir:
Heildstætt umhverfismat álvers við Húsavík og tengdra framkvæmda
Aðalfundur SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, haldinn á Rimum í Svarfaðardal þann 4. maí 2008, krefst þess að fram
fari sameiginlegt umhverfismat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar jarðgufuvirkjunar að Þeistareykjum, umhverfisáhrifum annarra virkjana á
háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum, umhverfisáhrifum háspennulína frá háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum
að Bakka við Húsavík, umhverfisáhrifum álvers á Bakka við Húsavík og umhverfisáhrifum annarra framkvæmda sem eru bein
afleiðing álversins.
Greinargerð: Á heimasíðu Þeistareykja ehf. kemur meðal annars fram um markmið jarðgufuvirkjunar að Þeistareykjum: „Í samstarfi
við Landsvirkjun er unnið að undirbúningi jarðhitavirkjana á háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum. Markmið þess er að kanna
hagkvæmni þess að framleiða um 400 MWe af rafmagni fyrir álver á Bakka við Húsavík." Sérstaklega er vísað í
viljayfirlýsingu Alcoa, ríkisstjórnarinnar og Húsavíkurbæjar frá 17. maí 2006 um áframhaldandi rannsóknir á
fjárhagslegri hagkvæmni álvers á Norðurlandi með 250 þúsund tonna framleiðslugetu á ári. Sú viljayfirlýsing fylgdi
í kjölfar samkomulags frá því í mars 2006 um staðarval fyrir hugsanlegt álver á Bakka við Húsavík.
Sérstaklega er gert ráð fyrir í því lögum um mat á umhverfisáhrifum að „þegar fleiri en ein matsskyld framkvæmd eru
fyrirhugaðar á sama svæði eða framkvæmdirnar eru háðar hver annarri getur Skipulagsstofnun að höfðu samráði við viðkomandi
framkvæmdaraðila og leyfisveitendur ákveðið að umhverfisáhrif þeirra skuli metin sameiginlega" (2. mgr. 5. gr. laga nr. 106 um mat á
umhverfisáhrifum).
Álver, háspennulínur, virkjanir og fleira er í raun og veru ein og sama framkvæmdin og lýsir aðalfundurinn undrun sinni á tregðu
framkvæmdaaðila og stjórnvalda gagnvart því að þær verði metnar saman. Eðlilegt ætti að vera að ríkisstjórnin og
Húsavíkurbær sæju hagsmuni í slíku sameiginlegu mati. Samstaða ætti að aukast við niðurstöður úr þess háttar
mati miðað við mat sem fram fer í litlum bútum.
Dettifossvegur
Aðalfundur SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, haldinn á Rimum í Svarfaðardal þann 4. maí 2008, skorar á
samgönguráðherra að nýr Dettifossvegur verði lagður sem næst núverandi vegi en ekki með Jökulsá, örstutt frá ánni
ofan í hamfarahlaupsfarvegi hennar. Með Jökulsá á Fjöllum eru ummerki eftir stærstu jökulhlaup sem orðið hafa á jörðinni eftir
ísöld. Vegagerðin hefur nú boðið út veg í farvegi hlaupanna ofan Dettifoss. Aðalfundurinn bendir á að leiðin með
Jökulsá fékk falleinkunn Skipulagsstofnunar við mat á umhverfisáhrifum.
Fundurinn leggur áherslu á að vegurinn vestan Jökulsár verði ferðamannavegur en framtíðarþjóðleiðin verði lögð
austan Jökulsár. Hefð er fyrir því að þjóðvegur liggi austan Jökulsár og allt mælir með að svo verði áfram.
Austan ár er mun auðveldara að sjá Dettifoss og gljúfrin þar sem þau eru mest allt árið um kring og auðveldara að þjóna
ferðamönnum en vestan ár.
Miðhálendi Íslands
Aðalfundur SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, haldinn á Rimum í Svarfaðardal þann 4. maí 2008, skorar á
stjórnvöld að beita sér fyrir því að ekki verði af frekari framkvæmdum á miðhálendi Íslands. Aðalfundur SUNN tekur undir
ályktanir Landverndar um að stjórnvöld hefji þegar í stað vinnu við skipulagningu ferðamannaleiða á miðhálendinu og
úrbætur á þeim ferðamannavegum, sem þegar eru fyrir hendi.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ka-vann-sigur-i-minningarleiknum
|
KA vann sigur í Minningarleiknum
KA vann Þór í Minningarleiknum um Guðmund Sigurbjörnsson fyrrum formann Þórs sem háður var á sunnudaginn 4.maí. Þetta var
hörkuleikur milli þessara liða þó svo að um vináttuleik hafi verið að ræða.
Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-2. Það var því ákveðið að vítaspyrnukeppni myndi ráða úrslitum og þar
höfðu KA menn betur og lokatölur urðu 5-4. Öll mörkin í leiknum nema eitt komu úr vítaspyrnu.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/hvert-plass-a-leikskolanum-holmasol-dyrara-en-a-odrum-leikskolum
|
Hvert pláss á leikskólanum Hólmasól dýrara en á öðrum leikskólum
Hlynur Hallsson fulltrúi Vinstri grænna í skólanefnd Akureyrar lagði fram bókun á fundi nefndarinnar í gær, þar sem fram kemur að
nú stefni í að leikskólinn Hólmasól verði bænum enn kostnaðarsamari en fyrirséð var og hvert pláss dýrara fyrir
bæinn og foreldra en á öðrum leikskólum.
Meirihluti skólanefndar bendir á í bókun að rekstur leikskólans Hólmasólar er innan ramma fjárhagsáætlunar og að
gjaldskrá leikskólans er sú sama og leikskóla Akureyrarbæjar á hverjum tíma.
Fram kemur í bókun Hlyns að bókunin sé ekki lögð fram sem gagnrýni á Hjallastefnuna eða leikskólann Hólmasól heldur
til að benda á þann aukna kostnað sem einkavæðing hefur í för með sér og að nú stefnir í að sá mismunur muni
stóraukast á næstunni sé ekki gripið til viðeigandi ráðstafana. Að öðru leyti er bókun Hlyns er svohjóðandi.
"Nú stefnir í að leikskólinn Hólmasól verði Akureyrarbæ enn kostnaðarsamari en fyrirséð var. Samningur bæjaryfirvalda við
"Hjallastefnuna ehf." er vísitölubundinn meðan aðrir leikskólar á Akureyri fá fasta upphæð árið 2008, þrátt fyrir um 12%
verðbólgu. Hvert pláss á Hólmasól er nú þegar dýrara fyrir Akureyrarbæ og foreldra en pláss á öðrum
leikskólum og ef fram heldur sem horfir mun Akureyrarbær greiða hlutfallslega mun hærri upphæð fyrir Hólmasól en aðra leikskóla í
bænum. Það er því ljóst að einkarekstarstefna Sjálfstæðisflokks hefur enn og aftur beðið skipbrot og nú bitnar það
á foreldrum barna á Akureyri og Akureyrarbæ. Þessa mismunun þarf að leiðrétta.
Fjölbreytt skólastarf er mikilvægt og Vinstrihreyfingin grænt framboð styður heilshugar frumkvæði foreldra og fjölbreytni í skólastarfi
á öllum stigum. Nú þegar er kynskipting eða svokölluð Hjallastefna rekin með góðum árangri í leikskólum hjá
Reykjavíkurborg og víðar á mun hagkvæmari hátt en "Hjallastefnan ehf." treystir sér til að gera. Akureyrabær mætti gjarnan beita
sér fyrir enn fjölbreyttari stefnu í starfi leikskóla t.d. í samvinnu við foreldra með stefnur eins og Waldorfstefnuna, Rudolf Steiner eða Reggio Emilio
svo nokkur dæmi séu nefnd. Leikskólar á Akureyri eru afar fjölbreyttir og leggja áherslu á mismunandi þætti eins og heimspeki,
fjölmenningu og hreyfingu svo dæmi séu tekin. Leikskólar Akureyrar eru afar vel reknir og mannaðir hæfu og menntuðu starfsfólki og til fyrirmyndar.
Metnaðarfull símenntunaráætlun þeirra liggur fyrir en því miður hefur skólanefnd Akureyrarbæjar ekki yfirliti yfir
símenntunaráætlun fyrir Hólmasól og Hlíðarból sem rekin er af Hvítasunnukirkjunni með samningi við Akureyrarbæ."
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/saevar-arnason-haettur
|
Sævar Árnason hættur
Sævar Árnason sem þjálfað hefur karlalið Akureyrar í handbolta undanfarið ásamt Rúnari Sigtryggssyni er hættur með liðið.
Það verða þó nokkrar breytingar á liðinu næsta haust en ljóst er að Magnús Stefánsson spilar ekki meira með liðinu en hann
spilar að öllum líkindum með Fram næsta haust.
Fleiri breytingar gætu orðið á liðinu en í samtali við Rúnar Sigtryggsson er verið að spyrjast fyrir um Einar Loga Friðjónsson.
"Það eru félög frá Þýskalandi að spyrjast fyrir um Einar, segir Rúnar. Það gæti því verið nokkuð breytt
lið sem Akureyringar mæta með næsta haust.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/hart-barist-a-haengsmoti
|
Hart barist á Hængsmóti
Einbeitningin skein úr augum keppenda á Hængsmótinu sem haldið var um helgina í Íþróttahöllinni á Akureyri. Það voru um
300 keppendur sem tóku þátt og það var ekkert gefið eftir enda verðlaun í boði.
Það var keppt í 3 greinum, borðtennis, boccia og lyftingum. Í borðtennis voru skráðir 36 keppendur og er þetta eitt stærsta mótið
á landinu þar sem keppt er í þeirri íþrótt. Það voru flestir sem kepptu í boccia eða 182 keppendur og 9 keppendur tóku
þátt í lyftingum. Það er Lionklúbburinn Hængs sem stendur fyrir mótinu og þykir þetta eitt skemmtilegasta það sem
klúbburinn stendur fyrir, enda heitir mótið í höfuðið á klúbbnum.
Það var svo veglegt lokahóf í Höllinni þar sem verðlaun voru veitt auk skemmtiatriða.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/johanna-maria-radin-skolastjori-brekkuskola
|
Jóhanna María ráðin skólastjóri Brekkuskóla
Jóhanna María Agnarsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Hrísey, hefur verið ráðin skólastjóri Brekkuskóla
á Akureyri. Jóhanna María útskrifaðist með B.Ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands 1991 og Dipl.Ed. próf í uppeldis-
og menntunarfræðum með áherslu á stjórnun menntastofnana frá sama skóla árið 2006.
Jóhanna hefur því 17 ára starfsreynslu og þar af 6 ár sem skólastjóri. Skólastarf í Hrísey hefur gengið mjög vel
undir hennar stjórn og þar hefur verið unnið að margþættu þróunarstarfi á þessum árum í góðu samstarfi við
foreldra og samfélagið.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/stefnt-ad-fjolgun-starfsmanna-akureyrarseturs-natturufraedistofnunar
|
Stefnt að fjölgun starfsmanna Akureyrarseturs Náttúrufræðistofnunar
Stefnt er að því að fjölga starfsmönnum Akureyrarseturs Náttúrufræðistofnunar Íslands úr átta í
fjórtán. Stofnunin heldur ársfund sinn á Akureyri í dag og á morgun, þriðjudag.
Skrifað var undir tvo samninga milli Háskólans á Akureyri og Náttúrfræðistofnunar í dag, sem báðir fela í sér aukna
samvinnu þessara tveggja stofnana. Annars vegar er um að ræða rammasamning sem felur í sér aukna áherslu á að samnýta starfsfólk og
aðstöðu og hins vegar sérsamning um stofnun rannsóknastöðvar í sameindalíffræði. Þangað verður ráðinn einn
starfsmaður sem mun bæði sinna rannsóknum fyrir náttúrufræðistofnun og kennslu fyrir Háskólann.
Þegar Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar flutti í Borgir árið 2004 voru starfsmennirnir tíu. Vegna fjárhagsörðuleika var
starfsmönnum fækkað og í dag eru fastráðnir starfsmenn Akureyrarsetursins átta. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri
Náttúrufræðistofnunar, segir að stefnt sé á að efla starfsemina á Akureyri enn frekar og fjölga starfsfólki. Þetta kemur fram
á vef RÚV.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fyrsti-styrkurinn-veittur-ur-dollarasjodi-mnd-felagsins
|
Fyrsti styrkurinn veittur úr dollarasjóði MND félagsins
Dollarasjóður MND félagsins hefur veitt Páli Ragnari Karlssyni sameindalíffræðingi og dr. Thomas Schmitt-John, leiðbeinanda hans í
meistaranámi við Árósaháskóla í Danmörku, rannsóknastyrk að upphæð 26 þúsund dollarar eða um 2
milljónir ísl. króna til þess að vinna að gerð hagnýts skimunarprófs á MND-sjúklingum.
Páll Ragnar fluttist frá Siglufirði til Akureyrar tólf ára gamall og útskrifaðist frá VMA. Hann nam hluta líffræðinámsins
við Hákólann á Akureyri en megin hluti námsins fór þó fram í Aarhus í Danmörku. Styrkurinn sem þeir Páll Ragnar og
leiðbeinandi hans fengu, er veittur úr dollarasjóði MND félagsins sem safnaðist í söfnuninni "Dollari á mann" sem lauk hér á landi
í janúar. Stjórn MND félagsins úthlutar styrkjum úr sjóðnum í samráði við læknateymi sem í eiga sæti
Grétar Guðmundsson taugalæknir á Landspítala, Peter Andersen yfirlæknir í Umea í Svíþjóð og Brian Dickie, yfirmaður
rannsókna hjá bresku MND samtökunum Ákveðnar blöðrur inni í frumum flytjast á milli svæða. Talið er hugsanlegt að galli í
þessum flutningum sé úrslitaþáttur fyrir hreyfitaugasjúkdóma eins og MND. Þróuð hefur verið stökkbreyting í Vps54 geni
hjá músum sem inniheldur þennan galla ásamt því sem mýsnar hafa MND svipgerð sem líkist þeirri svipgerð sem MND-sjúklingar
hafa.
Tilgangur rannsóknaverkefnisins er að búa til hagnýtt próf til greiningar á þessum galla með ræktun trefjakímfruma úr
húðfrumum MND sjúklinga. Með þessu prófi væri hægt að komast að því hvort MND sjúklingar hafi þennan tiltekna galla.
Að sama skapi er hægt að komast að því hversu hátt hlutfall MND sjúklinga hefur gallann. Notast verður við eiturefnapróf úr
kólerubakteríu og svokallað mannósa-6-fosfat útbreiðslupróf. Síðar verður hægt að nota niðurstöður prófanna til
lyfjafræðiskimunar þar sem skimað verður fyrir efnablöndum gegn gallanum sem gæti nýst við þróun á lyfjum fyrir MND-sjúklinga.
Rannsóknaverkefnið er unnið af dr. Thomas Schmitt-John og Páli Ragnari Karlssyni, meistaraprófsnema við Árósaháskóla.
Meðleiðbeinandi er dr. Zophonías Oddur Jónsson við Háskóla Íslands. Verkefnið er unnið í samvinnu við vísindamenn við
háskóla í London, Mílanó á Ítalíu, Árósaháskóla og Umeå í Svíþjóð.
MND - Motor Nourone Disease er banvænn sjúkdómur sem ágerist venjulega hratt og herjar á hreyfitaugar líkamans sem flytja boð til vöðvanna. Af
honum leiðir máttleysi og lömun í handleggjum, fótleggjum, munni, hálsi o.s.fv. Að lokum er um algera lömun að ræða. Vitsmunalegur styrkur
helst þó óskaddaður. Líftími sjúklinga eftir að þeir fá sjúkdóminn er frá 1-6 ár en sumir lifa lengur.
Á Íslandi eru á hverjum tíma 15-20 manns með MND. Á hverju ári greinast u.þ.b. 5 manns með MND. Ekki eru til nein lyf gegn MND, fyrir utan
Riluzole sem aðeins lengir líf sjúklinga að hámarki í þrjá mánuði og linar ekki þjáningar þeirra.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/hugmynd-um-svifbraut-i-hlidarfjalli-hvergi-naerri-daud
|
Hugmynd um svifbraut í Hlíðarfjalli hvergi nærri dauð
"Ég mun nota þennan styrk til að endurgera viðskiptaáætlun og greiða fyrir verkfræðiþjónustu," segir Sveinn Jónsson í
Kálfsskinni en hlutafélag hans, Hlíðarfjall ehf., fékk tveggja milljóna króna styrk frá Vaxtarsamningi Eyjafjarðar vegna hugmyndar um að
koma upp svifbraut í Hlíðarfjalli.
Kostnaðaráætlunin sem fyrir var er 8 ára gömul, var gerð árið 2000 og á ekki lengur við. Sveinn sagði að hugmynd væri hvergi
nærri dauð þó mál hafi þokast hægt áleiðis á liðnum árum, menn ætli ótrauðir að skoða málið
ofan í kjölinn. Fyrirhugað er að halda fund með forsvarsmönnum Akureyrarbæjar og Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands
á næstunni, "svo menn séu samtíga í þessu máli," segir Sveinn. Hann segir að nauðsynlegt sé að fá
fjársterka aðila til samstarfs, enda sé verkefnið kostnaðarsamt og fyrir liggi að leita þeirra.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/svak-med-haesta-tilbodid-i-veidi-i-laxa-i-myvatnssveit
|
SVAK með hæsta tilboðið í veiði í Laxá í Mývatnssveit
Stangaveiðifélag Akureyrar, SVAK, átti tvö hæstu tilboðin í veiði á hinu rómaða urriðasvæði Laxár í
Mývatnssveit en í báðum tilvikum var um frávikstilboð að ræða. Um er að ræða tilboð í 5 ára leigu á
svæðinu og átti Bragi Blumenstein hæsta tilboðið fyrir utan frávikstilboðin, 285 milljónir króna.
Alls bárust 10 tilboð bárust frá sjö aðilum, en auk þess skilaði einn "auðu" eins og segir á heimasíðu SVAK.
Frávikstilboðin frá SVAK hljóðuðu upp á 325 milljónir króna og 330 milljónir króna. Veiðifélag Laxár og
Krákár kemur svo saman til fundar eftir viku og fjallar um tilboðin.
Tilboðin fyrir 5 ára leigu á svæðinu voru sem hér segir:
Pétur K. Pétursson.. kr. 151.600.000
Pétur K. Pétursson.. kr. 234.080.000 - frávikstilboð
H&S Ísland ehf....... kr. 253.120.000
Orri Vigfússon........ kr. 250.522.725
"Fyrirtækið"........... kr. 200.500.000
SVFR.................... kr. 253.000.000
SVAK.................... kr. 225.000.000
SVAK.................... kr. 325.000.000 - frávikstilboð A
SVAK.................... kr. 330.000.000 - frávikstilboð B
Bragi Blumenstein.. kr. 285.000.000
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/litill-ahugi-fyrir-sjomanna-deginum-a-akureyri
|
Lítill áhugi fyrir sjómanna- deginum á Akureyri
Lítið hefur verið um að vera undanfarin ár í kringum hátíðahöld sjómannadagsins á Akureyri og er fjárskorti þar
einkum um að kenna. Formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, Konráð Alfreðsson, segir að vissulega hafi menn hug á að lífga upp á
daginn en til þess þurfi fjármagn.
Af er sem áður var þegar efnt var til tveggja daga hátíðarhalda í útgerðarbænum Akureyri sem jafnan var vel sótt. "Við stefnum
að því að bjóða upp á einhver hátíðahöld, en þau verða eflaust ekki stór í sniðum," segir Konráð.
Samvinna verður við Vini Húna um hátíðahöldin að þessu sinni, sunnudaginn 1. júní nk. Áður fyrr var dagskráin greidd
með því fé sem fékkst af miðasölu á sjómannadansleik í Íþróttahöllinni en hann hefur ekki verið haldin
undanfarin ár. Ástæðu þess segir Konráð þá að stóru útgerðarfélögin hættu að bjóða
sínum sjómönnum á dansleikinn og við það datt botninn úr, fólk mætti ekki. "Þar með höfðum við ekki neina peninga
til ráðstöfunar til að greiða fyrir hátíðarhöld dagsins," segir Konráð. Ýmsir aðilar hafi áhuga á að styrkja
hátíðarhöld af öðru tagi í bænum, en sýni sjómannadeginum engan áhuga.
Þá bendir hann á að stóru útgerðarfyrirtækin tvö, Brim og Samherji, styðji ekki lengur við sjómannadaginn á Akureyri,
Samherji styrki Fiskidaginn mikla á Dalvík og Brim leggi til fjármagn til Hátíðar hafsins í Reykjavík. "Að mínu mati hafa þessi
fyrirtæki snúið baki við sínum sjómönnum með þessu og mér þykir það eiginlega undrun sæta," segir Konráð.
Þá eru blikur á lofti varðandi útgáfu blaðsins, Ölduróts sem komið hefur út mörg undangengi ár með
viðtölum við sjómann og sjómannatengt efni. "Það er enn óvist hvort af útgáfunni verður," segir Konráð.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/thor-og-ka-maetast-i-minningarleik-um-gudmund-sigurbjornsson
|
Þór og KA mætast í minningarleik um Guðmund Sigurbjörnsson
Á morgun sunnudaginn 4. maí, kl.14:00 fer fram minningarleikur um Guðmund Sigurbjörnsson fyrrum formann Íþróttafélagsins Þórs og
hafnarstjóra á Akureyri. Knattspyrnulið Þórs og KA mætast í Boganum og er aðgangur er ókeypis.
Guðmundur var öflugur liðsmaður í Þór og vann um árabil ýmis störf fyrir félagið, m.a. sem formaður knattspyrnudeildar og
formaður aðalstjórnar Guðmundur, sem var fæddur árið 1949, lést úr krabbameini árið 1998, langt fyrir aldur fram. Það verður
mikið um að vera í kringum minningarleikinn á sunnudag, Jónsi í Svörtum fötum tekur lagið fyrir gesti og þá mun einn heppinn
áhorfandi hreppa ferð fyrir tvo á leik Tottenham og Liverpool þann 11. maí nk. Heiðursgestur á leiknum verður Stefán Gunnlaugsson, sem
nýverið var kjörinn formaður KA á nýjan leik. Það er fjölskylda Guðmundar sem sér alfarið um fjármögnun og skipulagningu
þessa leiks með góðum stuðningi styrktaraðila.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/handtekinn-med-fikniefni-a-akureyrarflugvelli
|
Handtekinn með fíkniefni á Akureyrarflugvelli
Við venjubundið eftirlit á Akureyrarflugvelli um miðjan dag í gær var karlmaður um þrítugt handtekinn við komuna frá
Reykjavík eftir að fíkniefnaleitarhundur lögreglunnar hafði gefið til kynna að hann væri með fíkniefni í fórum sínum.
Við frekari rannsókn kom í ljós að hann hafði tæplega 20 grömm af hvítum efnum innvortis. Var maðurinn færður á
lögreglustöðina þar sem mál hans var afgreitt og var hann síðan laus úr haldi lögreglu þá um kvöldið.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/samfelldur-flugrekstur-a-islandi-i-70-ar
|
Samfelldur flugrekstur á Íslandi í 70 ár
Í dag 2. maí, eru 70 ár síðan fyrsta flugvél Flugfélags Akureyrar kom til Akureyrar, 2 maí 1938 og var það flugvél af
gerðinni Waco, TF-ÖRN. Með komu vélainnar sem var flogið af Agnari Kofoed-Hansen, hófst samfelldur flugrekstur á Íslandi til dagsins í dag, allt
til Flugfélag Íslands.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/thorka-lengjubikarmeistarar
|
Þór/KA Lengjubikarmeistarar
Þór/KA sigruðu B-deild Lengjubikars kvenna en það varð ljóst í kvöld þegar lið Fjölnis gerði aðeins jafntefli við
lið Þróttara, en Fjölnir var eina liðið sem átti möguleika á að ná Þór/KA að stigum fyrir síðustu
umferðina.
Norðanstelpur unnu sigur á HK/Víkingi í gær 1-0 og höfðu þriggja stiga forystu á Fjölni fyrir kvöldið, en Þór/KA
stelpur höfðu mun betri markatölu fyrir leikinn í kvöld og hefðu Fjölnisstúlkur þurft að vinna í kvöld með átta mörkum
til að hirða fyrsta sætið.
Þetta er annað árið í röð sem stelpurnar í Þór/KA vinna Lengjubikarinn
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/silfur-hja-akureyringum
|
Silfur hjá Akureyringum
Lið Akureyrar í öðrum flokki karla í handbolta lenti í öðru sæti á Íslandsmótinu eftir að hafa tapað í
úrslitum á móti feykisterku liði HK frá Kópavogi.
Akureyringar lögðu FH-inga í undanúrslitum en náðu sér engan veginn á strik í úrslitaleiknum. HK menn náðu strax
góðri forystu í leiknum og héldu henni til enda. Í hálfleik var staðan 14-8 fyrir HK-menn. Akureyringar náðu aðeins að rétta sinn
hlut í seinni hálfleik og söxuðu á forskot HK manna, en það dugði ekki til og HK menn unnu á endanum þriggja marka sigur, 32-29.
Þetta er frábær árangur hjá strákunum og ljóst að þetta er eitthvað sem hægt verður að byggja á í
framhaldinu.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/tiu-nemar-utskrifast-ur-fyrsta-afanga-verslunarfagnams-hja-simey
|
Tíu nemar útskrifast úr fyrsta áfanga verslunarfagnáms hjá Símey
Í lok apríl útskrifuðust 10 nemendur af fyrsta áfanga verslunarfagnáms hjá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar (Símey).
Verslunarfagnámið er starfstengt nám, sem skiptist í 510 kennslustunda skólanám og 340 klukkustunda vinnustaðanám í umsjón
sérstaks starfsþjálfa.
Námið er sérstaklega sniðið að starfandi verslunarfólki, sem sinnir almennum störfum í verslunum. Því er ætlað að auka
verslunarfærni og efla almenna og persónulega færni starfsfólks til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í
nútímaverslun. Að námi loknu eiga starfsmenn að hafa faglegar forsendur til að taka á sig aukna ábyrgð og verkefnisstjórnun á
ýmsum sviðum verslunar. Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta verslunarfagnámið til 51 framhaldsskólaeiningar.
Verslunarfagnámið er þrír áfangar og luku fyrstu nemarnir þriðja áfanganum í nóvember 2007 og urðu þar með þeir
fyrstu til að útskrifast úr náminu hjá Símey.
Á meðfylgjandi mynd eru nemarnir sem útskrifuðust úr fyrsta áfanga verslunarfagnámsins í apríl ásamt skólastjóra
sínum. Efri röð frá vinstri: Valgeir Magnússon Símey, Tryggvi Haraldsson Sandblástur og málmhúðun, Þórunn Helgadóttir
Bónus, Lára P. Jónsdóttir Hagkaup, Elísa J. Ásmundsdóttir Hagkaup, Guðni Hermannsson Straumrás, Adolf Þ. Andersen Tölvulistinn..
Neðri röð frá vinstri: Þóra Jónsdóttir Hagkaup, Eygló Sveinbjörnsdóttir Penninn Eymundsson, Aníta Stefánsdóttir
Hagkaup og Áslaug Kristjánsdóttir Hagkaup. - Mynd: Haraldur Bjarnason
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/taeplega-50-thusund-manns-komid-i-hlidarfjall-i-vetur
|
Tæplega 50 þúsund manns komið í Hlíðarfjall í vetur
Mikill fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Hlíðarfjall það sem af er vetri. Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður
Skíðasvæðisins sagðist mjög ánægður með veturinn.
"Veturinn var mjög góður og stóðst væntingar og það má sjá stíganda í fjölda gesta ár frá ári,"
sagði Guðmundur. Um 49 þúsund manns hafa heimsótt fjallið í vetur og er veturinn einn sá besti frá árinu 2002. Guðmundur segir
snjóblásarana í fjallinu breyta miklu frá því sem áður var. Gervisnjórinn geri mikið gagn og það flýti fyrir
opnunartíma vetrarins að geta nýtt sé þessa nýjung í stað þess að bíða eftir því að það snjói
heilu sköflunum. Lokað verður í Hlíðarfjalli um helgina en opnað aftur um Hvítasunnuhelgina. "Það er mestur vindur úr fólki eftir
Andrés Andar leikanna og því er lokað núna um helgina en við höfum opið um Hvítasunnuna og hugsanlega verður það síðasta
helgin sem verður opinn í vetur," sagði Guðmundur.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/sofnin-i-eyjafirdi-opna-dyr-sinar-fyrir-gestum-og-gangandi
|
Söfnin í Eyjafirði opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi
Vertu gestur í heimabyggð, er yfirskrift eyfirska safnadagsins sem haldinn verður á morgun, laugardaginn 3. maí. Þá opna söfnin í Eyjafirði
dyr sínar fyrir gestum og gangandi og getur fólk farið með safnarútum um allan fjörð að skoða söfn án endurgjalds.
Markmiðið með eyfirska safnadeginum er að vekja athygli á þeirri fjölbreyttu og áhugaverðu safnaflóru sem Eyjafjörður hefur upp á
að bjóða. Söfnin munu þennan dag kynna starfsemi sína og að þessu sinni verður áherslan á innra starf safna. Af því tilefni
gefst gestum Minjasafnsins á Akureyri kostur á því að láta greina gersemar úr fórum sínum og á Byggðasafninu Hvoli á
Dalvík verður hægt að fylgjast með hvernig safnmunir eru skráðir. Í Gamla bænum Laufási verður kynning og sýnikennsla á
torfhleðslu en torfbær krefst mikils viðhalds og þá gildir að hafa handverkið í lagi. Á Síldarminjasafni Íslands á Siglufirði
verða bátasmiðir að vinna að safnkostinum í Bátahúsinu, viðtalasafn við iðnverkafólk verður kynnt á Iðnaðarsafninu og
á Safnasafninu verður safnastefna þess kynnt. Auk þess bjóða söfnin uppá margt annað áhugavert, þar má til dæmis nefna
listflug, upplestur, leiðsögn, tónlist og kvikmyndasýningu.
Eftirfarandi söfn verða opin frá 11-17 og aðgangur er ókeypis: Amtsbókasafnið, Davíðshús, Flugsafn Íslands, Iðnaðarsafnið
á Akureyri, Listasafnið á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús, Sigurhæðir, Byggðasafnið Hvoll á Akureyri, Gamli bærinn
Laufás, Holt - hús Öldu Halldórsdóttur í Hrísey, Hús hákarla-Jörundar í Hrísey, Náttúrugripasafn
Ólafsfjarðar, Safnasafnið, Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði, Smámunasafn Sverris Hermannssonar og Þjóðlagasetur sr. Bjarna
Þorsteinssonar á Siglufirði.
Fólk getur farið með safnarútum um allan fjörðinn án endurgjalds og er þannig hvatt til að skilja bílinn eftir heima. Áætlanir
safnarútanna eru sem hér segir: Safnarúta 1: Frá Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Hafnarstræti 82, kl. 10. Fer á Smámunasafn
Sverris Hermannssonar, Safnasafnið og Gamla bæinn Laufás. Leiðsögumaður með í för. Heimkoma kl 15. Safnarúta 2: Frá
Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Hafnarstræti 82, kl. 10. Fer á Byggðasafnið Hvol á Dalvík, Náttúrugripasafnið í
Ólafsfirði, Þjóðlagasetrið á Siglufirði og Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði. Leiðsögumaður með í
för. Heimkoma kl 17. Hríseyjarferð: Farið með safnarútu 2 út á Árskógssand - siglt til Hríseyjar, leiðsögn í
Húsi hákarla-Jörundar og Ölduhúsi - siglt með ferju með leiðsögn til Dalvíkur og farið á Byggðasafnið Hvol. Lágmarks
fjöldi farþega í safnarúturnar er 10 manns. Safnastrætó : Frá Nætursölunni kl. 13, 14, 15 og 16 á milli safnanna á Akureyri.
Verkefnið er afrakstur samstarfs safnafólks í Eyjafirði styrkt af Akureyrarstofu, Menningarráði Eyþings, Sérleyfisbílum Akureyrar og
leiðsögumönnum á Norðurlandi.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/afkastamikill-thjofur-a-ferd-i-innbaenum-a-akureyri
|
Afkastamikill þjófur á ferð í Innbænum á Akureyri
Tilraun varð gerð til að brjótast inn í Minjasafnið á Akureyri í morgun. Lögreglan handtók tæplega tvítugan karlmann á
áttunda tímanum en maðurinn sást á gangi eftir Hafnarstrætinu þar sem hann reyndi að komast inn í bíla.
Á manninum fannst GPS-tæki og fleiri hlutir sem talið er að hann hafi stolið. Stuttu eftir að lögreglan hafði hendur í hári mannsins var tilkynnt
um stolinn bíl. Maðurinn játaði að hafa stolið bílnum og ekið honum ölvaður. Þá viðurkenndi hann að hafa brotist inn í
nokkra bíla og reynt að brjótast inn á Minjasafnið. Þetta kemur fram á vef RÚV.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/hugmyndir-um-nyja-raflinu-fra-blonduvirkjun-til-akureyrar
|
Hugmyndir um nýja raflínu frá Blönduvirkjun til Akureyrar
Fulltrúar frá Landsneti komu á fund skipulagsnefndar Akureyrar í gær og kynntu áform fyrirtækisins um almenna styrkingu flutningskerfis raforku á
Norðurlandi í tengslum við Becromal verkefnið og önnur verkefni.
Sérstaklega var farið yfir hugmyndir um byggingu nýrrar línu frá Blönduvirkjun til Akureyrar, þar sem farið var yfir mögulegar
línuleiðir, ferli mats á umhverfisáhrifum og tímasetningar, segir í bókun skipulagsnefndar. Eins og fram hefur komið samþykkti aðalfundur
Norðurorku á dögunum ályktun þar sem lýst er yfir áhyggjum af getu flutningskerfis raforku og þess krafist að úr verði bætt.
"Ófullnægjandi aðgengi að raforku hamlar uppbyggingu iðnaðar þar sem svo háttar. Bilanir í Sultartangastöð í vetur sýna að
nauðsynlegt er að byggðalína verði styrkt hið fyrsta með hagsmuni allra landsmanna í huga. Það er álit aðalfundar Norðurorku hf. að
óhjákvæmilegt sé að nú þegar verði ráðist í styrkingu á kerfi Landsnets og fjármunir til þess verks komi
úr ríkissjóði. Hér er um sameiginlegt hagsmunamál allra landsmanna að ræða, því líta ber á flutningskerfi raforku
á sama hátt og þjóðvegi, hafnir og flugvelli landsins" sagði ennfremur í ályktun aðalfundar Norðurorku.
Eins og fram hefur komið er ítalska fyrirtækið Becromal að reisa aflþynnuverksmiðju í Krossanesi, sem þarf mikla raforku. Alls verða um 90
störf í boði fyrir fólk með mismunandi bakgrunn, menntun og reynslu. Gert er ráð fyrir að allt að 30 starfsmenn verði ráðnir fyrsta
kastið en þeim fer svo fjölgandi eftir því sem starfsemin vex. Mikill áhugi fyrir þeim störfum sem í boði eru.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/efnahagsstjornin-byggst-a-athafnaleysi-i-skjoli-thenslu-og-aukinnar-skuldsetningar
|
Efnahagsstjórnin byggst á athafnaleysi í skjóli þenslu og aukinnar skuldsetningar
Efnahagsstjórn síðustu ríkisstjórna hefur byggst á athafnaleysi í skjóli mikillar þenslu og aukinnar skuldsetningar og nú blasa
afleiðingar við. Gengishrun, ofurvextir og verðbólga sem er allt að tvöfalt hærri en viðunandi er og stefnir enn hærra.
Þetta sagði Helgi Jónsson formaður Rafvirkjafélags Norðurlands m.a. en hann flutti ávarp 1. maí nefndar stéttarfélaganna við
Eyjafjörð á hátíðardagskrá í Sjallanum í dag, 1. maí. Hann sagði jafnframt nauðsynlegt fyrir fólk að snúa
bökum saman, ná niður verðbólgunni, treysta velferðina og sameinast í þeirri kröfu að fátækt verði útrýmt í
einu ríkasta landi veraldar. Helgi sagði að verðlag á dagvöru væri hér 30-40% hærra en í nágrannalöndunum, við byggjum við
hæstu vexti í Evrópu og þó víða væri leitað. "Þessar aðstæður setja forsendur kjarasamninga og fjárhag heimilanna
í uppnám. Framfærsla til heimilisins hefur ekki lent í álíka hækkunum í áratugi. Við gerð kjarasamninga fyrir rétt
rúmum tveimur mánuðum vonuðumst allir til að hægt væri að renna styrkari stoðum undir stöðugleikann, en gleðin var skammvinn
því aðeins nokkrum dögum eftir að samningar voru samþykktir brast á kreppa. Ef heldur fram sem horfir eru engar líkur á að samningurinn haldi
þegar kemur að endurskoðun í febrúar á næsta ári. Það er alveg grátlegt að horfa á aðgerðarleysi
stjórnmálamannanna, það er eins og þeim komi þetta ekki við, og er hér með skorað á stjórnvöld að beita sér
harðar fyrir stöðugleika í verðlagsmálum," sagði Helgi. Hann sagði að svo virtist sem svo, að ríkisstjórnin ætlaði sér
að nota byggingar og verktakaiðnaðinn sem kælitæki fyrir efnahagslífið og spila þar af fullkomnu ábyrgðarleysi með fjárhag
tugþúsunda heimila sem alfarið byggi afkomu sína á störfum í þessum greinum. Þá sagði Helgi að því hafi verið
spáð að atvinnuleysi á almennum vinnumarkaði geti farið yfir 10% á næstu misserum og hrun verði í byggingariðnaði.
"Það er brýnt að grípa inn í atburðarrásina áður en það verður of seint. Það er ekki of seint. Með samstilltu
átaki getum við snúið þessari þróun við og náð verðbólgunni niður. Við megum ekki missa sjónar á þeim
styrkleika sem íslenskt efnahagslíf býr yfir og tímabært að allir leggi sitt af mörkum. Launafólk hefur tekið á sig sinn skerf,
nú er komið að fyrirtækjunum og stjórnvöldum. Eitt meginmarkmið nýgerðra kjarasamninga var að tryggja kaupmátt og stöðugleika
í efnahagsmálum og þar tók launafólk á sig mikla ábyrgð. Við hvetjum stjórnvöld, forsvarsmenn fyrirtækja og opinberra
stofnana að gæta að sér við verðhækkanir. Ef óðaverðbólga festist í sessi munu allir sitja eftir í verri stöðu en
áður. Það ætti því að vera kappsmál allra að ná tökum á verðbólgunni."
Helgi gerði jafnfréttismál að umtalsefni og sagði að jafn réttur og jöfn tækifæri kvenna og karla til launa og starfa
værugrundvallarmannréttindi. Mikilvægasti áfanginn á þeirri leið undanfarin ár var fólginn í fæðingarorlofslögunum. En
sá stóri vandi að uppræta kynbundinn launamun á íslenskum vinnumarkaði er enn óleystur. Það er staðreynd. Afnám launaleyndar er
eitt af úrræðunum til að jafna kjör karla og kvenna. Á baráttudegi launafólks 1. maí leggjum við áherslu á að sóknin
er besta vörnin. Við eigum ekki að láta staðar numið fyrr en við höfum jafnað laun karla og kvenna í landinu, stórbætt kjör
aldraðra og öryrkja, bætt húsnæðiskerfið, heilbrigðisþjónustuna, stór aukið símenntun og eflt starfsmenntun. Forsenda þess
að þetta takist er samstillt átak allra samtaka launafólks - verkalýðshreyfingarinnar allrar," sagði Helgi ennfremur.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/sameiningarferlid-i-mjolkuridnadinum-ein-sorgarsaga
|
Sameiningarferlið í mjólkuriðnaðinum ein sorgarsaga
Hólmgeir Karlsson, fyrrverandi forstöðumaður þróunar- og markaðssviðs Norðurmjólkur og áður framkvæmdastjóri
Mjólkursamlags KEA, segir á bloggsíðu sinni að samrunaferlið allt frá því að Mjólkursamsalan, Osta og Smjörsalan og
Norðurmjólk sameinuðust undir merkjum MS í ársbyrjun 2007 sé ein sorgarsaga fyrir íslenska bændur sem jafnframt eru eigendur fyrirtækisins.
Hólmgeir segir að einum allra hæfasta mjólkuriðnaðarmanni okkar, Oddgeiri Sigurjónssyni ostameistara á Akureyri, hafi verið sagt upp störfum
í gær, af tilefnislausu í skjóli flausturkenndra hagræðingaraðgerða innan MS. "Í stað þess að nýta samrunakraft
fyrirtækjanna hefur fjármunum verið sólundað með röngum fjárfestingum, illa ígrunduðum ákvörðunum og mannaráðningum
á sama tíma og markvisst þróunarstarf og markaðssókn hefur vikið eða fallið í skuggann af innri átökum æðstu
stjórnenda og ráðaleysi. Staðan sem við blasir er stórfelldur taprekstur sem fyrst og fremst tengist illa skipulögðum ferlum, röngum
fjárfestingum og yfirmönnun í yfirstjórn fyrirtækisins á suðvestur horninu ásamt því að óþörfum einingum er ekki
komið úr rekstri. Ég hef fylgst vel með þessu ferli, af hliðarlínunni, allt frá því ég skildi við iðnaðinn er
Norðurmjólk lauk sinni göngu og varð hluti af MS," segir Hólmgeir í bloggi sínu.
Hólmgeir segir fólk á Akureyri vera slegið yfir þessum furðulegu tíðindum, "og þungt hljóð í fólki sem ég
heyrði frá í mjólkurvinnslunni, enda enginn sem skildi upp né niður í þessum ákvörðunum. Þetta eru váleg
tíðindi á sama tíma og vegið er að þessari grein með þeirri ógn og veikingu á samkeppnisstöðu sem
óhjákvæmilega hlýst af auknu frelsi í innflutningi á landbúnaðarvörum sem boðuð er af yfirvöldum. Nú er tími til
kominn að bændur fari að átta sig og taki á sig rögg áður en illa fer fyrir þessum verðmæta og mikilvæga rekstri, því
stéttin sem slík mun eiga nóg með að verjast harðnandi samkeppni á opnum alþjóðamarkaði með matvörur sem við erum smám
saman að verða þátttakendur í. Mér er brugðið bændanna vegna sem og vegna okkar neytenda," segir Hólmgeir. Sjá nánar
á:
http://hk.blog.is/blog/hk/entry/525819/#comments
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/full-thorf-a-ad-sameina-sjomannafelogin-i-eyjafirdi
|
Full þörf á að sameina sjómannafélögin í Eyjafirði
Konráð Alfreðsson formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar segir fulla þörf á því að sameina sjómannafélög,
að minnsta kosti í Eyjafirði. Þar eru nú starfandi tvö sjómannafélög, Sjómannafélag Eyjafjarðar og
Sjómannafélag Ólafsfjarðar.
Um áramótin gekk sjómannadeildin á Siglufirði inn í Sjómannafélag Eyjafjarðar. "Ég segir hiklaust já," svarar Konráð
spurður um hvort þörf sé á að sameinina sjómannafélög á svæðinu. "Það er full þörf á að
sameina félög, gera þau sterkari og öflugri en þau eru nú," bætir hann hann við, en um 400 manns eru innan vébanda Sjómannafélags
Eyjafjarðar og eitthvað innan við 100 í Sjómannafélagi Ólafsfjarðar. Konráð segir nauðsynlegt að íbúar á
landsbyggðinni almennt verði sterkari innan verkalýðs- og sjómannafélaga, það gerðist með því að stækka og efla þau
m.a. með sameiningum. Hann segir ekki saka að sameina fleiri félög en bara á Eyjafjarðarsvæðinu, en engar viðræður um sameiningar
félaga eru í gangi. "Við verðum að hugsa fyrst og fremst um fólkið sem við vinnum fyrir og það gerum við best með því
að geta veitt góða þjónustu svo sem krafa er um. Félögin verða að hafa burði og kraft til að sinna sínum verkefnum og til
þess þarf starfsfólk sem ekki er hægt að ráða nema félögin séu sterk og öflug."
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/tappad-a-einnar-milljonustu-bjorfloskuna
|
Tappað á einnar milljónustu bjórflöskuna
Í morgun voru merk tímamót í Bruggsmiðjunni á Árskógsströnd, þegar tappað var á einnar milljónustu
bjórflöskuna í framleiðsluvélum fyrirtækisins.
Að sögn Agnesar Sigurðardóttur framkvæmdastjóra, hefur bjórinn Kaldi fengið frábærar viðtökur og framleiðslan því
verið mun meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi. Bjórframleiðsla hófst hjá Bruggsmiðjunni þann 9. október 2006
og sagði Agnes að áætlanir hefðu gert ráð fyrir að það tæki þrjú ár að framleiða eina milljón flöskur
en raunin hafi orðið önnur. Rúmu einu og hálfu ári frá því að framleiðslan hófst hefur því takmarki verið
náð. "Ástæðan fyrir þessum góðu viðtökum er hversu varan er góð," sagði Agnes.
Í verksmiðjunni starfa 6 manns, þar er framleiddur bæði dökkur og ljós bjór og þá hefur verið bruggaður þar
þorrabjór og páskabjór. Þá sagði Agnes að það færðist í vöxt og bjór væri sérmerktur fyrir
fyrirtæki, t.d. í tenglsum við afmæli eða hátíðir. Þá væri alltaf vinsælt hjá fólki að koma í
"vísindaferð" á Árskógsströnd, til þess að skoða verksmiðjuna og bragða bjórinn.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fjolbreytt-hatidardagskra-a-akureyri-a-fridegi-verkalydsins
|
Fjölbreytt hátíðardagskrá á Akureyri á frídegi verkalýðsins
Hátíðahöld stéttarfélaganna á Akureyri í tilefni 1. maí hefjast með kröfugöngu frá Alþýðuhúsinu
kl. 14.00 en gengið verður að Sjallanum þar sem dagskráin fer fram.
Kjörorð dagsins er; VERJUM KJÖRIN. Göngufólk á að safnast saman við Alþýðuhúsið kl. 13:30 en þar verða m.a.
happdrættismiðar afhentir. Gengið verður við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar en í Sjallanum verður dagskráin þessi:
Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna:
Helgi Jónsson,
formaður Rafvirkjafélags Norðurlands
Ávarp: "Atvinnuuppbygging í Eyjafirði"
Magnús Ásgeirsson,
framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar
Aðalræða dagsins:
Pétur Sigurðsson,
fyrrum formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga
Skemmtidagskrá, kaffiveitingar og dregið í happdrættinu:
- Kristján Edelstein og Pétur Hallgrímsson -
- Gospelkór Akureyrar -
- Tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum á Akureyri -
- Atriði úr „Wake me up" -
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/horgarbyggd-og-arnarneshreppur-i-samstarf-i-leikskolamalum
|
Hörgárbyggð og Arnarneshreppur í samstarf í leikskólamálum
Gengið hefur verið frá samningi milli Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps um samstarf í rekstri leikskólans Álfasteins í
Hörgárbyggð. Samningurinn hafði verið í undirbúningi frá því á síðasta ári.
Það voru oddvitar sveitarfélaganna, Helgi Steinsson og Axel Grettisson sem undirrituðu samninginn. Í honum felst að leikskólinn er jafnt fyrir börn
úr Arnarneshreppi og Hörgárbyggð og rekstrarþátttaka er hlutfallslega jöfn miðað við nýtingu. Hörgárbyggð er
áfram eigandi húsnæðisins og ber ábyrgð á rekstrinum út á við og gagnvart starfsfólki. Samningurinn gildir frá
síðustu áramótum og vegna hans mun fjölga nokkuð í leikskólanum en á síðasta ári var tekin í notkun viðbygging
við hann og þá fjölgaði þar rýmum verulega.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/rafmenn-sja-um-thjonustu-vid-fjarskiptakerfi-milu-a-akureyri
|
Rafmenn sjá um þjónustu við fjarskiptakerfi Mílu á Akureyri
Raflagnafyrirtækið Rafmenn hefur með samningi við Mílu tekið að sér að sjá um þjónustu við fjarskiptakerfi Mílu á
Akureyri og nágrannasveitum. Hjá Mílu á Akureyri starfa 10 manns og hefur þeim verið boðið starf hjá Rafmönnum en þar eru fyrir 35
starfsmenn.
Samkvæmt samningnum munu starfsmenn Rafmanna meðal annars sjá um allar nýlagnir, tengingar og viðgerðir á svæðinu. Míla mun áfram sinna
uppbyggingu á fjarskiptaneti sínu, viðhaldi þess, bilagreiningu og fleiru. Míla mun einnig sjá um þjálfun þeirra starfsmanna Rafmanna sem
starfa munu við fjarskiptanetið. Með samningnum verður til umfangsmikil þekking á fjarskiptamálum á Akureyri og þjónusta við kerfið
verður bæði örugg og skilvirk, segir m.a. í fréttatilkynningu.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/yfir-30-umsoknir-um-stodu-forstodumanns-markads-og-kynningarsvids-ha
|
Yfir 30 umsóknir um stöðu forstöðumanns markaðs- og kynningarsviðs HA
Alls bárust 32 umsóknir um stöðu forstöðumanns markaðs- og kynningarsviðs Háskólans á Akureyri. Jóna Jónsdóttir, sem
gegnt hefur starfinu, tekur innan tíðar við starfi starfsmannastjóra Norðlenska.
Umsækjendur um stöðu forstöðumanns markaðs- og kynningarsviðs HA eru:
Aníta Jónsdóttir, námsráðgjafi
Arinbjörn Kúld, neyðarvörður
Arnar Freyr Reynisson, verkefnastjóri
Bergur Þorri Benjamínsson, fulltrúi
Björn Sigurður Lárusson, upplýsingafulltrúi
Dagmar Ýr Stefánsdóttir, fréttamaður
Daníel Freyr Jónsson, kennari
Eva Hrund Einarsdóttir, verkefnastjóri
Eygló Harðardóttir, framkvæmdastjóri
Eyjólfur Andrés Björnsson, flugumferðarstjóri
Halldór Karl Valdimarsson, upplýsingafulltrúi
Hildur Betty Kristjánsdóttir, kennari
Hjalti S. Hjaltason, háskólanemi
Huginn Þór Grétarsson, markaðsstjóri
Hulda Hrönn Ágústsdóttir, meistaranemi
Ingólfur Ö Helgason, viðskiptafræðingur
Írena E. Sædísardóttir, háskólanemi
Jóhann Jónsson, markaðsstjóri
Jón Fannar Kolbeinsson, háskólanemi
Jón P. Ásgeirsson, textagerð
Júlí Ósk Antonsdóttir, háskólanemi
Kristín Mjöll Benediktsdóttir, verkefnastjóri
Linda Björk Guðrúnardóttir
Ragnar Hólm Ragnarsson, verkefnastjóri
Sigrún B. Sigurðardóttir, háskólanemi
Sigrún Sif Jóelsdóttir, greiningarstjóri
Sigurður Arnar Ólafsson, viðskiptafræðingur
Sædís Guðný Hilmarsdóttir, háskólanemi
Telma Sveinsdóttir, háskólanemi
Valdemar Valdemarsson
Valdimar O. Hermannsson, rekstrarstjóri
Þuríður Jónasardóttir, sölufulltrúi
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/eimskip-gefur-ollum-sjo-ara-bornum-reidhjolahjalma
|
Eimskip gefur öllum sjö ára börnum reiðhjólahjálma
Eimskipafélag Íslands hefur efnt til kynningar- og fræðsluátaks á Íslandi og í Færeyjum um mikilvægi notkunar
reiðhjólahjálma barna og unglinga. Af því tilefni gefur Eimskip öllum börnum á sjöunda aldursári á Íslandi
reiðhjólahjálma, í samstarfi við Kíwanis.
Fyrstu bekkingum Ártúnsskóla verða afhendir fyrstu hjálmarnir í höfuðstöðvum Eimskips í dag. Á næstu tveimur vikum munu
Kiwanisfélagar heimsækja alla grunnskóla landsins og afhenda börnum hjálma og ræða við þau um umferðaröryggi og notkun hjálmanna.
Meðfylgjandi eru myndir frá afhendingu hjálmanna fyrr í dag. Guðmundur P. Davíðsson, forstjóri Eimskips á Íslandi og Gylfi Ingvarsson,
umdæmisstjóri Kiwanis afhentu Stellu Bjarkadóttur og Arnari Jóni Guðmundssyni í 1. bekk í Ártúnsskóla fyrstu hjálmana. Eimskip
og Kíwanis hafa undanfarin fimm ár átt mjög farsælt samstarf og hafa í sameiningu gefið og dreift rúmlega 23.000 hjálmum til
grunnskólanema vítt og breitt um landið. Markmið samstarfsins hefur verið að draga verulega úr slysatíðni barna í umferðinni, með
öflugu fræðslustarfi um notkun hjálma, sem kostaðir hafa verið af Eimskip. Eimskip og Kiwanis framlengdu nýlega samning sinn til næstu þriggja
ára. Frá því að samstarf félaganna hófst hefur hjálmanotkun barna og unglinga aukist
verulega og almennt forvarnarstarf hefur einnig aukið þekkingu barna á notkun hjálmanna en afar mikilvægt er að þeir séu rétt stilltir og
að börn fái góðar leiðbeiningar um notkun þeirra. Fræðslustarf í skólum er í góðu samstarfi við
skólahjúkrunarfræðinga og með faglegum stuðningi Forvarnarhúss.
Eimskip, Umferðarstofa og Reykjavíkurborg hafa gert með sér samkomulag um kynningarátak um land allt undir nafninu „Gott á haus". Á næstu 4-5
vikum verða blaða- og umhverfisauglýsingar átaksins sýnilegar, þar sem þjóðþekktir einstaklingar sjást á hvolfi eða
með öðrum orðum "á haus" með hjálm á höfði. Markmið átaksins er fyrst og fremst að efla vitund fólks fyrir mikilvægi
þess að nota reiðhjólahjálma og þá ekki hvað síst meðal barna og unglinga.
|
https://www.vikubladid.is/is/frettir/stefna-og-baendasamtokin-endurnyja-samstarfssamning
|
Stefna og Bændasamtökin endurnýja samstarfssamning
Stefna ehf og Bændasamtök Íslands (BÍ) hafa endurnýjað samsstarfssamning sinn um hugbúnaðarþróun fyrir miðlæg kerfi BÍ.
Stefna hefur verið bakhjarl tölvudeildar BÍ í tæp tvö ár og hefur samstarfið gengið mjög vel.
Ánægja er innan BÍ með vinnu forritara Stefnu að vefrænum skýrsluhaldskerfum bænda sem unnin eru í nánu samstarfi við forritara
tölvudeildar BÍ enda tveir forritarar tölvudeildarinnar staðsettir í húsnæði Stefnu á Akureyri, segir í fréttatilkynningu. Meðal
kerfa sem unnin hafa verið í samstarfinu er nýtt miðlægt tölvukerfi AFURÐ, sem hefur tekið við af gömlu tölvukerfi í AS/400. AFURÐ
heldur utan um fjölþættar upplýsingar frá afurðastöðvum um framleiðslu og það reiknar margvíslegar stuðningsgreiðslur til
bænda og afurðastöðva. Nú er unnið að smíði á nýju skýrsluhaldskerfi í nautgriparækt (http://www.huppa.is/) sem kemur til með að leysa "gömlu Huppu" af hólmi. Kerfið var nýverið sett í prófun hjá
völdum hópi kúabænda og er stefnt að því að bjóða öllum kúabændum sem taka þátt í skýrsluhaldi
aðgang að kerfinu á næstu mánuðum. Önnur veflæg tölvukerfi BÍ vinna með þessu nýja tölvukerfi svo sem MARK (http://www.bufe.is/), Fjárvís (http://www.fjarvis.is/) og AFURÐ. Kerfin sem Stefna vinnur að eru skrifað
í PHP5 forritunarmálinu og nota Zend Framework. Undir þessu keyrir síðan Oracle gagnagrunnur í nautgriparækt sem hefur verið í
þróun í tölvudeild BÍ síðustu árin. Einnig er notast við jQuery, Xajax og Thickbox. Hjá Stefnu starfa átta manns og þar
af fimm tölvunarfræðingar að forritun.
|
Subsets and Splits
No community queries yet
The top public SQL queries from the community will appear here once available.