Search is not available for this dataset
url
stringlengths
21
288
text
stringlengths
1
1.35M
https://www.vikubladid.is/is/frettir/akureyri-i-undanurslit-1
Akureyri í undanúrslit Lið Akureyrar í öðrum flokki í handbolta komst í gærkvöldi í undanúrslit með góðum sigri á Haukum sem spilaður var í Síðuskóla. Akureyri endaði í öðru sæti Norður-Riðils. Akureyri hafði yfirhöndina í fyrri hálfleiknum og leiddu leikhléi 16-12. Í seinni hálfleik mættu hins vegar Haukarnir grimmir til leiks og náðu að minnka muninn í eitt mark í stöðunni 18-17. En þá spýttu Akureyringar í lófann og skoruðu næstu 5 mörkin og lokatölur urðu 29-24 Akureyringum í vil. Ásbjörn Friðriksson var markhæstur í liði Akureyringa með 10 mörk, þar af eitt úr víti. Fannar skoraði 9, Valdimar 4, þar af eitt úr víti, Oddur 3, Eiríkur 2 og Bjarni með 1 mark. Arnar átti fínan leik í markinu í fyrri hálfleiknum og varði 9 skot og þar af eitt vítakast. Um miðjan seinni hálfleikinn kom Elmar með góða innkomu og varði 6 skot og þar af eitt vítakast á því korteri sem hann spilaði. Næsti leikur liðsins verður á miðvikdaginn en ekki er ljóst hvaða liði það mætir.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/veturinn-erfidari-en-their-sem-a-undan-foru
Veturinn erfiðari en þeir sem á undan fóru Hermann Jón Tómasson formaður bæjarráðs segir að fjárveitingar til snjómoksturs og gatnahreinsunar á Akureyri hafa ekki verið skornar niður, þvert á móti. Hann segir að áhersla verði lögð á að sinna báðum þessum verkefnum vel. Snjómokstur, hálkuvarnir og þrif á sandi af götum eftir að snjóa leysir hafi verið til umræðu í bænum að undanförnu. Hvað snjómoksturinn varðar segir Hermann mikilvægt að hafa í huga að veturnir séu miserfiðir, tíðarfar ræður miklu um það hvernig gengur að sinna þessu verkefni þannig að vel sé. "Síðasti vetur var erfiðari en veturnir þar á undan og því reyndi meira á starfsmenn bæjarins og þá verktaka sem að þessu vinna fyrir okkar hönd. Almennt fannst mér þeir standa sig vel þó vissulega megi alltaf finna dæmi um eitthvað sem betur má fara," segir Hermann. Hann segir ljóst að þegar kemur að hálkuvörnum þá hafi allar þær leiðir sem til greina koma sína kosti og galla. "Hingað til höfum við valið að nota grófan sand eða fína möl en það er vissulega umhugsunarefni það mikla magn sem við þurfum fyrst að dreifa á götur bæjarins og síðan hreinsa upp aftur. Ég held að við verðum nú að leita annarra leiða en jafnframt þurfa bæjarbúar að vera meðvitaðir um ábyrgð sína og haga akstri eftir aðstæðum á götum bæjarins. Síðan tel ég mikilvægt að bæta verulega snjómokstur og hálkuvarnir á þeim gönguleiðum sem mest eru notaðar á veturna." Nýr svifryksmælir er væntanlegur innan tíðar og segir formaður bæjarráðs að nú sé verið að leita aðila til að greina nákvæmlega samsetningu svifryks í bænum. "Þegar sú greining liggur fyrir erum við betur í stakk búin til að velja aðgerðir sem gagnast í baráttunni við svifrykið," segir hann. Vorhreinsun á götum bæjarins er hafin. Starfsmenn bæjarins hófust handa við það verkefni um leið og það var talið tímabært.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/stortonleikar-i-menntaskolanum-a-akureyri
Stórtónleikar í Menntaskólanum á Akureyri Á morgun, þriðjudaginn 29. apríl, verða haldnir tónleikar í Kvos Menntaskólans á Akureyri. Tónleikarnir eru liður í lífsleikninámi nokkurra útskriftarnemenda skólans og eru haldnir til styrktar verkefni Barnaheilla; Bætum framtíð barna. Barnaheill styðja menntun barna í stríðshrjáðum löndum s.s. Afganistan, Kambódíu og Úganda. Fram koma hin ástsæla söngkona Helena Eyjólfs, Óskar Pétursson stórsöngvari, Eyþór Ingi sigurvegari í Bandinu hans Bubba og Magni söngvari í hljómsveitinni Á móti sól. Auk þeirra koma fram hin efnilegu Helga Maggý söngkona og hljómsveitin Flashy Hannes. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og aðgangseyrir er 1500 krónur, 1000 fyrir skólafólk. Veitingar eru seldar í hléi gegn vægu verði.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ithrottafelog-a-akureyri-og-hofudborgarsvaedinu-standa-jafnfaetis
Íþróttafélög á Akureyri og höfuðborgarsvæðinu standa jafnfætis Íþróttfélög á Akureyri standa fyllilega jafnfætis íþróttafélögum á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar styrki til reksturs skrifstofu hjá íþróttafélögum. Þetta segir Kristinn Svanbergsson, deildarstjóri íþróttadeildar Akureyrarbæjar. Hann kynnti fyrir bæjarráði á dögunum niðurstöðu athugunar á starfsmannahaldi stóru íþróttafélaganna á Akureyri, Þórs og KA, í samanburði við íþróttafélögin á höfuðborgarsvæðinu. „Menn voru að velta þessu fyrir sér vegna auglýsinga sem birtar voru í Reykjavík frá stóru íþróttafélögunum þar í bæ, þar sem ný störf voru auglýst. Við hjá Akureyrarbæ fórum þá að velta því fyrir okkur hvort mikil fjölgun starfa hefði orðið vegna þess að Reykjavíkurborg væri að borga fyrir svo mörg störf. Ég skoðaði það aðeins en svo reyndist ekki vera. Í flestum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu er verið að vinna út frá sömu forsendum og hér, það er að segja með því að styrkja stóru félögin með einhverri ákveðinni upphæð vegna reksturs skrifstofu," sagði Kristinn. Hann bætti við: „ Eitt er þó nýtt í þessum málum hjá Reykjavíkurborg og ÍBR, borgin styrkir félögin með ákveðinni peningaupphæð vegna íþróttafulltrúa en ekki vegna 4-5 starfsmanna eins og menn kannski héldu hér." Kristinn segir aðspurður að Akureyri standi fyllilega jafnfætis sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og vel það hvað varði styrki til skrifstofu, sérstaklega ef miðað er við fjölda iðkenda hjá félögum. "Ljóst er að það sem er nýtt í þessu eru þessir styrkir hjá Reykjavíkurborg til stóru félaganna vegna íþróttafulltrúa, sem við erum ekki með," sagði Kristinn. Hann kvaðst ekki geta sagt til um hvort breytingar yrðu hjá Akureyrarbæ í ljósi þessa, slíkt hefði ekki verið rætt enn sem komið er í það minnsta. "Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er ljóst að Akureyrarbær stendur sig afar vel hvað varðar framlög í málaflokkinn og er þar fremst sveitarfélaga landsins," sagði Kristinn. Hann bætti við að alltaf væru skiptar skoðanir um forgangsröðun og skiptingu fjármagns, sem eðlilegt er. Kristinn sagði að á undanförnum árum hafi mikið fjármagn farið í uppbyggingu íþróttamannvirkja og framhald verði á því á næstu árum samkvæmt samningum. Því sé umtalsvert fé bundið vegna reksturs þeirra og þar af leiðandi geti verið erfiðara að auka fjármagn í innra starf félaganna.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/andresar-andarleikarnir-standa-nu-sem-haest
Andrésar Andarleikarnir standa nú sem hæst Andrésar Andar leikarnir eru haldnir í 33 skiptið í Hlíðarfjalli í ár og hófust þeir í gær, sumardaginn fyrsta og lýkur á laugardag. Veðurspáin er ágæt og aðstæður í fjallinu eru frábærar, raunar þær bestu í mörg ár að sögn Ingólfs Gíslasonar, sem situr í starfsnefnd leikana. Fjölmörg fyrirtæki koma að leikunum með styrkveitingum af ýmsu tagi og nýverið bættist KEA í þann hóp, þeir Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA og Björn Gunnarsson formaður Skíðafélags Akureyrar undirrituðu samninga þess efnis fyrir helgi. Ingólfur Gíslason segir að von sé á vel rúmlega 2000 manns í bæinn í tengslum við leikana, tæplega 800 keppendum auk þjálfara, fararstjóra og fjölskyldna. Langstærsta mótið í skíðaheiminum á Íslandi Leikarnir eru langstærsta skíðamótið á landinu ár hvert, þrisvar til fjórum sinnum stærri en þau mót sem komast næst þeim. Enda er mikið verk að skipuleggja svo stórt mót en um árs undirbúningur liggur að baki hverju móti og er sérstök nefnd á vegum Skíðafélags Akureyrar starfrækt sem hefur það hlutverk eitt að sjá um undirbúning og framkvæmd leikanna. Að sögn Ingólfs starfa um 250 manns við mótið að þessu sinni, eða um 70-80 manns á dag, þannig að umfangið er gríðarlegt. Yngsti aldursflokkur á leikunum er 6 ára en sá elsti 14 ára og má yfirleitt gera að því skóna að þeir sem vinna leikana í sínum aldursflokki séu líklegar skíðastjörnur Íslendinga í framtíðinni. Þannig má sem dæmi nefna að Dagný Linda Kristjánsdóttir, Björgvin Björgvinsson og Kristinn Björnsson voru öll tíðir sigurvegarar á Andrésar Andarleikunum á sínum tíma. Tíu norskir keppendur Oftar en ekki koma erlendir keppendur til keppni á Andrésar Andar leikunum og að þessu sinni koma 10 krakkar frá Kongsberg í Noregi til að taka þátt. Ástæða heimsóknarinnar segir Ingólfur sé nokkuð merkileg, hinir íslensku Andrésar Andarleikar eru í raun eftirmynd Andrésar Andarleikanna í Noregi sem einmitt voru haldnir í Kongsberg en lögðust af fyrir um 15-20 árum. Þessir krakkar sem koma nú frá Noregi eiga það flestir sameiginlegt að eiga foreldra sem tóku þátt á Andrésar Andarleikunum í Noregi og vildi leyfa krökkum sínum að upplifa þessa miklu skemmtun sem Andrésar Andarleikarnir í Hlíðarfjalli eru.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/sa-islandsmeistari
SA Íslandsmeistari SA er Íslandsmeistari í íshokkí karla árið 2008 eftir að áfrýjunardómstóll ÍSÍ staðfesti úrskurð dómstóls ÍSÍ um að leikmaður SR, Emil Alengaard, hafi verið ólöglegur í fyrsta leik SA og SR um Íslandsmeistaratitilinn í mars síðastliðnum. SR sigraði í leiknum sem Emil lék í en þar sem hann var ólöglegur var úrslitum leiksins breytt og þau skráð 10-0 SA í vil. Hvort lið vann tvo leiki í viðureigninni en þar sem úrslitum fyrsta leiksins var breytt, þá vann SA einvígið 3-1. Í gær, fimmtudag, hélt meistaraflokkur SA svo sína lokaæfingu í vetur og var sú æfing ekki beint venjuleg því í lok hennar fengu þeir afhentan sjálfan Íslandsmeistaratitilinn.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/aeskulydskor-glerarkirkju-heimsaekir-jafnaldra-sina-i-thingeyjarsyslum
Æskulýðskór Glerárkirkju heimsækir jafnaldra sína í Þingeyjarsýslum Æskulýðskór Glerárkirkju er á leið í söngferðalag og ætlar að heimsækja jafnaldra sína á Raufarhöfn, Kópaskeri og Hafralæk með það að markmiði að kenna það nýjasta af íslenskum barnasálmum og læra af jafnöldrum sínum á hverjum stað um leið. Það er Æskulýðskór Glerárkirkju ásamt samstarfsaðilum á hverjum stað fyrir sig sem stendur fyrir dagskránni BÖRN SYNGJA FYRIR BÖRN. Dagskráin er styrkt af Menningarráði Eyþings. Dagskrá á Raufarhöfn, sumardaginn fyrsta, 24. apríl kl. 13:00 í félagsheimilinu. Dagskrá á Kópaskeri, sumardaginn fyrsta, 24. apríl kl. 17:30 í grunnskólanum. Dagskrá í Hafralækjarskóla, föstudaginn 25. apríl kl. 10:30. Á hverjum stað er börnum á grunnskólaaldri boðið að vera með í tveggja tíma dagskrá þar sem lögð er áhersla á sönggleðina og öllum gert mögulegt að vera með. Unnið er með ýmis lög, meðal annars ný lög eftir Hafdísi Huld af plötu hennar „Englar í ullarsokkum" þar sem tákn með tali er notað samhliða söngnum. Æskulýðskór Glerárkirkju og þá sér í lagi stjórnandi kórsins, Ásta Magnúsdóttir, hefur safnað að sér þekkingu og kunnáttu hin síðustu ár á trúarlegri tónlist fyrir börn og unglinga. Á bak við hugmyndina BÖRN SYNGJA FYRIR BÖRN er sú sannfæring okkar sem að verkefninu standa að mikilvægt sé að fjölga möguleikum barna og unglinga til að taka þátt í samstarfi með einstaklingum á sama reki sem búa þó við aðrar aðstæður (t.d. Akureyri vs. sveit). Öll umræða um fjölmenningu og átak í þeim efnum er sem hjóm ef okkur tekst ekki einu sinni að skapa samstöðu milli hópa barna og unglinga sem búa jafnvel í sama sveitarfélagi. Söngur er tilvalið tæki til þess að efla samstöðu og einingu meðal fólks þar sem allir stefna að einu markmiði: Ná að syngja lagið saman. Það hópefli sem til verður skapar jákvæða ímynd hjá hverjum einstaklingi. Flest barnanna þekkja söngstarf og eru jafnvel þátttakendur í kórastarfi hver á sínum forsendum og vettvangi. Umsjón með dagskránni ásamt Ástu Magnúsdóttur kórstjóra er í höndum Péturs Björgvins Þorsteinssonar djákna í Glerárkirkju og sér hann meðal annars um fjölbreytta leiki fyrir barnahópana inn á milli þess sem söngurinn ómar af krafti, segir í fréttatilkynningu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/matarstemmning-i-gongugotunni-a-akureyri-i-dag
Matarstemmning í göngugötunni á Akureyri í dag Í dag, síðasta vetrardag, frá kl. 15.00 verða félagar í Mat úr héraði með matarstemmningu í göngugötunni á Akureyri. Með þessari uppákomu er veturinn kvaddur og sumrinu heilsað. Sitthvað af úrvalsmat úr matarhéraðinu Eyjafirði að smakka en fyrst og fremst er tilgangurinn að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni árstíðaskiptanna, segir í fréttatilkynningu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/thrju-fraedasvid-vidurkennd-vid-haskolann-a-akureyri
Þrjú fræðasvið viðurkennd við Háskólann á Akureyri Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, afhenti Háskólanum á Akureyri viðurkenningu vegna fræðasviða við athöfn í Þjóðmenningarhúsi nýlega. Viðurkenningarnar eru byggðar á áliti alþjóðlegra sérfræðinefnda sem fóru yfir starfsemi háskólans og skiluðu ýtarlegum skýrslum um hana. Niðurstöður sérfræðinefndanna eru jákvæðar og mæltu þær einróma með að háskólinn öðlaðist viðurkenningu á fræðasviðum auðlindavísinda, félagsvísinda og heilbrigðisvísinda. Hér á eftir fer samantekt úr niðurstöðum nefndanna. Auðlindavísindi Nefndin um auðlindavísindi telur að kennsla og rannsóknir í auðlindavísindum snúist um málefni sem miklu skipta fyrir nánasta umhverfi og landsfjórðung háskólans, enda þótt samstarf á landsvísu sem og á alþjóðavettvangi sé einnig veigamikill þáttur. Bent er á að vandlega skuli huga að þætti hinnar alþjóðlegu starfsemi í áætlunum háskólans og nýta ætti sem allra best þau færi sem gefast til samstarfs á alþjóðlegum vettvangi til að styrkja fræðilega þekkingu innan háskólans og vekja athygli á honum erlendis. Jafnframt gefist ágætt tækifæri til að tengja rannsóknastofnanir með formlegri hætti við meginmarkmið háskólans vegna nálægðar slíkra stofnana við hann. Félagsvísindi Nefndin um félagsvísindi fullyrðir að kennslu og rannsóknum í félagsvísindum hafi fleygt fram í Háskólanum á Akureyri á tiltölulega skömmum tíma og að stjórnendur, starfsfólk og nemendur skólans vinni af krafti við að efla háskólann enn frekar. Jafnframt kemur fram að háskólinn eigi skilið viðurkenningu fyrir þá aðstöðu til fjarkennslu sem byggð hefur verið upp sérstaklega sú stefna að vinna náið með símenntunarmiðstöðvum um land allt. Sömuleiðis er í samantekt skýrslunnar vakin jákvæð athygli á aðferðum við þróun náms og virkum samskiptum við aðra háskóla, bæði innlenda og erlenda. Heilbrigðisvísindi Nefndin um heilbrigðisvísindi gefur heilbrigðisvísindum mjög jákvæða umsögn. Starf kennara og framlag nemenda fær mjög góða dóma. Samstarfi nemenda og starfsmanna er hælt og vakin athygli á þeirri staðreynd að smæð háskólans auðveldi jákvæð og gjöful tengsl á milli þessara aðila. Fjarkennslan, sem boðið hefur verið upp á í hjúkrunarfræði um árabil, fær jákvæða umsögn ekki síst fyrir það að mæta brýnni þörf fyrir menntun hjúkrunarfræðinga í hinum dreifðu byggðum landsins. Allar nefndirnar lögðu fram ýmsar gagnlegar ábendingar um starfsemi Háskólans á Akureyri og hefur þegar verið brugðist við þeim. Viðurkenningarferlið hefur eflt háskólann og styrkt starfsfólk hans í þeirri trú að Háskólinn á Akureyri hefur náð miklum árangri og hefur mikilvægu hlutverki að gegna í framtíðinni. Viðauki Viðurkennd fræðasvið og fræðigreinar við Háskólann á Akureyri Auðlindavísindi: líftækni, sjávarútvegsfræði, tölvunarfræði, umhverfis- og orkufræði og framhaldsnám í auðlindavísindum. Félagsvísindi: Fjölmiðlafræði, grunnskólakennarafræði, kennsluréttindanám, leikskólakennarafræði, lögfræði, nútímafræði, samfélags- og hagþróunarfræði, sálfræði, viðskiptafræði, framhaldsnám í félagsvísinda- og lagadeild, kennaradeild og í viðskiptaskor. Heilbrigðisvísindi: Hjúkrunarfræði, iðjuþjálfun og framhaldsnám.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/gylfi-thorhallsson-skakmeistari-akureyrar-2008
Gylfi Þórhallsson skákmeistari Akureyrar 2008 Gylfi Þórhallsson varð skákmeistari Akureyrar 2008 eftir sigur á Sigurði Eiríkssyni í einvígi sem lauk í vikunni. Þeir urðu jafnir og efstir á Skákþingi Akureyrar í vetur. Ulker Gasanova tefldi fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti stúlkna sem fór fram í Osló um síðustu helgi. Ulker lenti í 12. - 13. sæti með 1,5 vinning af 5 mögulegum í sínum flokki, 16 ára og yngri. Þetta er sambærilegt við stigin hennar en hún var fyrir mótið í 10. - 11. sæti með 1470 stig. Efst íslenskra stúlkna í flokknum varð Hallgerður Þorsteinsdóttir sem hafnaði í 1.-2. sæti með 4 vinninga en hún var jafnframt stigahæst keppenda með 1906 stig. Hinn bráðefnilegi unglingur Mikael Jóhann Karlsson sigraði glæsilega á tveimur mótum nýlega, hann varð skólameistari Akureyrar og sigraði einnig á Kjördæmismótinu í skólaskák, vann allar skákirnar í flokki 1. - 7. bekkjar. Magnús Víðisson vann eldri flokkinn á Akureyri en Benedikt Þór Jóhannsson frá Húsavík vann Kjördæmismótið í eldri flokki. Landsmótið í skólaskák fer fram í Bolungarvík um helgina. Næsta mót hjá Skákfélagi Akureyrar er 15. mínútna mót sem fer fram á sunnudag og hefst kl. 14.00.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/farkort-i-leigubila-fyrir-fatlada-ekki-haekkad-i-tiu-ar
Farkort í leigubíla fyrir fatlaða ekki hækkað í tíu ár Á síðasta fundi framkvæmdaráðs var tekið fyrir erindi frá Jóni Hlöðveri Áskelssyni þar sem hann bendir á hvort Akureyrarbær geti réttlætt að á þeim tímum sem almenningur ferðast gjaldfrjálst með SVA þá eigi þeir fötluðu kost á startgjaldi í leigubíl á 600 kr. farkorti sem ekkert hefur hækkað í tíu ár. Í bókun framkvæmdaráðs kemur fram að ráðið telur nauðsynlegt að reglur um ferlimál verði endurskoðaðar. Deildarstjóra framkvæmdadeildar var falið að vinna frekar að málinu og gera tillögur að nýjum reglum í samvinnu við búsetudeild.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/aldrei-fleiri-gestir-a-einu-leikari-hja-la
Aldrei fleiri gestir á einu leikári hjá LA Maímánuður verður fjörlegur hjá LA og því í takt við einkar glæsilegt leikár sem er senn á enda. Gestir á Akureyri verða um 40.000 þegar leikárinu lýkur og hafa aldrei verið fleiri. Troðfullt hefur verið út úr dyrum á allar sýningar vetrarins en þær hafa allar, Óvitar, Ökutímar, Fló á skinni og Dubbeldusch, notið fádæma vinsælda. Aðsóknin í ár verður um 40% meiri en á síðasta leikári sem þó var metár. Tvær vinsælar sýningar LA, Fló á skinni og Dubbeldusch, víkja af fjölunum nú í lok apríl til að rýma til fyrir síðustu sýningum leikársins. Fló á skinni verður svo frumsýnt á stóra sviði Borgarleikhússins 5. september n.k. Leikárinu á Akureyri lýkur með gestasýningum. Mikil eftirvænting hefur ríkt fyrir komu Killer Joe en sýningar verða upp úr miðjum maí, þá hefur nú verið tilkynnt hver óvissusýning ársins er. Þar er á ferðinni drepfyndin sýning Eddu Björgvinsdóttur Alveg brillíant skilnaður sem sýndur verður í lok maí. Í byrjun maí verður leikhúsið í fósturhlutverki við fjörlega sýningu á Wake me up sem glæsilegur hópur ungra leikara í grunn- og menntaskólum Akureyrar setja upp undir stjórn Guðjóns Davíðs Karlssonar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/semja-tharf-nyjar-reglur-um-halkuvarnir-a-akureyri
Semja þarf nýjar reglur um hálkuvarnir á Akureyri Umhverfisnefnd Akureyrar hefur fjallað um svifryk og hálkuvarnir á fundum sínum og samkvæmt bókun frá síðasta fundi nefndarinnar liggur fyrir að semja nýjar reglur um hálkuvarnir. "Ljóst er að þrátt fyrir ýmsar tilraunir hefur okkur ekki tekist að koma böndum á svifryk og því nauðsynlegt að hyggja að róttækari breytingum. Sandburður á götur bæjarins hefur líklega mjög afgerandi áhrif á svifryksmyndun og því telur umhverfisnefnd nauðsynlegt að stemma stigu við slíku og leita nýrra leiða. Nefndin vísar því málinu til bæjarráðs og framkvæmdaráðs til umfjöllunar og óskar umsagnar þeirra áður en lokið verður við tillögur umhverfisnefndar í málefnum hálkuvarna á Akureyri. Að fengnum umsögnum mun nefndin leggja fram tillögur um hálkuvarnir á götum og gangstígum fyrir bæjarstjórn. Þessu verkefni skal lokið fyrir næsta haust eða nánar tiltekið fyrir 15. september nk.," segir í bókun umhverfisnefndar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/sparisjodur-nordlendinga-verdur-byr-sparisjodur
Sparisjóður Norðlendinga verður Byr sparisjóður Sparisjóður Norðlendinga, SPNOR, verður frá og með deginum í dag, 21. apríl, Byr sparisjóður og er þar með fjórði sparisjóðurinn til að taka upp merki Byrs. Sameining sparisjóðanna tveggja á sér talsverðan aðdraganda, en Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 19. mars sl. að samruninn tæki gildi frá og með 1. júlí 2007. Sameiningarferlinu verður svo endanlega lokið á morgun, 22. apríl, þegar samkeyrsla gagna hvors sparisjóðs hefur farið fram. Engin breyting verður á daglegum rekstri hvað viðskiptavini sparisjóðsins snertir. Byr á Akureyri verður í sama húsnæði og SPNOR hefur verið að Skipagötu 9 og engar breytingar eru fyrirhugaðar á starfsliði sparisjóðsins, en þess má geta að viðskiptavinir hans hafa verið meðal þeirra ánægðustu samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni. Með enn öflugri einingu á landsvísu er stefna Byrs sú, að auka þjónustu og faglega ráðgjöf enn frekar að umfangi og gæðum í samræmi við þá áherslu á að vinna að bættri fjárhagslegri heilsu viðskiptavina sinna. Jafnframt er það stefna Byrs að laga starfsemi sína að þörfum hvers markaðssvæðis fyrir sig. Sparisjóður Norðlendinga var stofnaður árið 1997 með samruna Sparisjóðs Akureyrar og Arnarneshrepps og Sparisjóðs Glæsibæjarhrepps. Af þeim þremur var Sparisjóður Arnarneshrepps elstur, stofnaður árið 1884 og á SPNOR því rætur að rekja til eins af elstu peningastofnun landsins. Með SPNOR hafa fjórir sparisjóðir sameinað krafta sína undir merkjum Byrs, sem eru auk hans Sparisjóður Hafnarfjarðar, Sparisjóður Kópavogs og Sparisjóður vélstjóra.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/hugvit-styrkir-veglega-tvo-afburdanemendur-i-ha
Hugvit styrkir veglega tvo afburðanemendur í HA Í morgun voru afhentir styrkir frá fyrirtækinu Hugviti til nemenda sem stunda raunvísindanám við Háskólann á Akureyri. Styrkina hlutu Ástríður Ólafsdóttir, nemandi í líftækni og Eyrún Elva Marinósdóttir, nemandi í sjávarútvegsfræði. Fengu þær peningastyrk að upphæð 500.000 krónur hvor. Við úthlutun var litið til árangurs þeirra í raungreinum í framhaldsskóla sem og árangurs á fyrsta misseri við viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri. Árið 2006 gerðu Hugvit hf. og Háskólinn á Akureyri með sér þriggja ára samstarfssamning sem meðal annars felur í sér að Hugvit mun á samningstímanum árlega veita veglega námsstyrki til tveggja námsmanna við skólann sem þykja hafa sýnt framúrskarandi árangur í námi. Hugvit þróar og markaðssetur GoPro hugbúnaðarlausnir. Fyrirtækið er með starfsstöðvar viða í Evrópu, meðal annars á Akureyri, og vill með þessu framlagi efla nám í raunvísindum við háskólann, en nægt framboð háskólamenntaðs fólks er ein af frumforsendum góðs árangurs upplýsingatæknifyrirtækja á Íslandi.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/p-alfredsson-baud-laegst-i-byggingu-ithrottamidstodvar-vid-giljaskola
P. Alfreðsson bauð lægst í byggingu íþróttamiðstöðvar við Giljaskóla P. Alfreðsson átti lægsta tilboð í byggingu og fullnaðarfrágang íþróttamiðstöðvar við Giljaskóla á Akureyri en alls sendu þrjú fyrirtæki inn tilboð. P. Alfreðsson bauð 622,3 milljónir króna í verkið, eða 104,7% af kostnaðaráætlun, sem var upp á um 594,2 milljónir króna. P. Alfreðsson og Ístak hf. sendu einnig inn frávikstilboð og í þeim báðum var um að ræða útfærslu á þakeiningum. Frávikstilboð P. Alfreðssonar hljóðaði upp á 602,9 milljónir, eða 101,5%. Ístak hf. bauð 707,3 milljónir króna í verkið, eða 119% af kostnaðaráætlun. Frávikstilboð fyrirtækisins var upp á 694,3 milljónir króna eða 116,9%. Þriðja tilboðið átti SS Byggir, 709 milljónir króna, eða 119,3% af kostnaðaráætlun. Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar hefur samþykkt að ganga til samninga við P. Alfreðsson. Um er að ræða nýtt íþróttahús sem hýsa mun 2 sali til íþróttaiðkana, annars vegar er um að ræða fimleikasal (stærð 36×33×7m) og hinsvegar leikfimisal (18×33×7m). Byggingin er að hluta til á 2 hæðum, en niðurgrafin þannig að gólfflötur íþróttamiðstöðvar er sá sami og kjallari Giljaskóla og tengist skólanum um tengigang. Brúttó stærð byggingar er: 2.723 m², brúttórúmmál er 19.939 m³ og lóðaframkvæmdir eru á um 5.800 m². Frágangi innanhúss skal lokið 15. júní 2009 og framkvæmdum utanhúss skal að fullu lokið 31. júlí 2009.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/oddur-var-i-efnisleit-a-akureyri
Oddur var í efnisleit á Akureyri Oddur Helgason hjá ORG - ættfræðiþjónustunni ehf. í Reykjavík var enn á ferð á Akureyri í síðustu viku í efnisleit og aldrei fer hann tómhentur suður á bóginn aftur. Oddur fór víða og ræddi við fjölda fólks um ættfræði og ýmislegt fleira. Fyrirtæki hans sérhæfir sig í ættrakningum og söfnun allra þeirra ættfræðigagna sem Íslendinga varðar og þar með eru talin gögn um Vestur-Íslendinga. "Ég fæ nú gögn frá Haraldi Sigurðssyni fyrrverandi bankagjaldkera, um 170 möppur en þar er að finna minningargreinar úr öllum Akureyrarblöðunum frá upphafi, Íslendingi, Alþýðumanninum, Degi og Verkamanninum," sagði Oddur. Einnig stendur til að ORG og Minjasafnið á Akureyri fari í samstarf við að texta myndir sem Gísli Ólafsson fyrrverandi yfirlögregluþjónn tók af mönnum og atburðum, er hann og Árni Bjarnason fóru vestur um haf, í tengslum við vinnu þeirra við Vestur íslenskar æviskrár. Oddur sagði að ljósmyndasafn Minjasafnsins fengi aðgang að gagnagrunni ORG, sem myndi m.a. auðvelda það verk að mannanafnasetja myndirnar. "Ég vil enn og aftur nota tækifærið og hvetja fólk sem hefur undir höndum upplýsingar að hafa samband við okkur. Þetta byggist á því að fá upplýsingar frá fólki. Ég átti eina ættfræðibók fyrir 13 árum en í dag hef ég undir höndum tugþúsunda bóka og skjala," sagði Oddur. Hægt að nálgast frekari upplýsingar um starfsemina á www.simnet.is/org.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fundad-um-thjodlendukrofur-fjarmalaradherra
Fundað um þjóðlendukröfur fjármálaráðherra Á fundum sem haldnir voru í Hlíðarbæ og Freyvangi um þjóðlendukröfur fjármálaráðherra í landeignir á syðri hluta svæðis 7, kom fram að kröfugerðin gengi óvenju langt og því skipti samstaða landeigenda miklu máli. Innan svæðis 7 fellur innsti hluti Skagafjarðar, Hörgárbyggðar, Glerárdalur og Eyjafjarðarsveit. Yfir hundrað manns mættu á fundina. Fulltrúar úr stjórn Landssamtaka landeigenda á Íslandi, þau Guðný Sverrisdóttir og Rögnvaldur Ólafsson, gerðu ítarlega grein fyrir afstöðu samtakanna til þjóðlendumálanna og framgöngu ríkisvaldsins sem og þeim aðgerðum sem samtökin hafa gripið til í þeim tilgangi að fá ríkisvaldið til að stilla kröfum sínum í hóf. Hafa þau m.a. beitt sér fyrir breytingu á lögum um þjóðlendur og fleira frá árinu 1998 í þeim tilgangi að tryggja landeigendum sterkari stöðu og afmarka betur þau svæði sem kröfugerð ríkisvaldsins beindist þá gegn. Það var samdóma álit Guðnýjar og Rögnvalds að sú kröfugerð sem hér er til umjöllunar gangi óvenju langt. Þinglýst landamerkjabréf eru ekki virt, krafa er gerð í sameiginleg afréttar- og beitarlönd, og farið er niður í miðjar fjallshlíðar og fleira. Lögfræðingar sem á fundunum voru og boðið hafa landeigendum aðstoð sín tóku mjög undir þessa gagnrýni og hvöttu alla landeigendur til að bregðast til varnar. Samstaðan skipti máli.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/nyr-taetari-tekinn-i-notkun
Nýr tætari tekinn í notkun Fyrirtækið Tæting á Akureyri hefur tekið í notkun nýjan og mjög öflugan færanlegan tætara, sem tætir niður tré, trjágreinar og timbur. Jörundur H. Þorgeirsson framkvæmdastjóri sagði að það hefði mikla þýðingu fyrir fyrirtækið að fá þetta nýja tæki, afköstin aukist til mikilla muna, varan sé betri, þ.e. kurlið og eldsneytissparnaðurinn umtalsverður. Tækið tætir niður trjá- og timburúrgang og er hreint kurl notað í jarðgerð fyrirtækisins en kurl úr óflokkuðu timbri er notað í að þekja yfir ruslahaugana á hverju kvöldi, til að varna foki og því að fuglar og önnur dýr komist í ruslið. "Með þessu erum við að búa til verðmæti úr úrgangnum og nýta á haugunum í stað þess að keyra þangað möl sem yfirlag," sagði Jörundur.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/um-400-tonnum-af-sandi-verid-dreift-a-gotur-baejarins-i-vetur
Um 400 tonnum af sandi verið dreift á götur bæjarins í vetur Umhverfisstofnun hyggst fjárfesta í færanlegum svifryksmæli fyrir Akureyrarbæ og er vonast til að hann verði kominn í gagnið í sumar eða haust. Mikið svifryk hefur verið á Akureyri og á síðasta ári fór svifryk yfir heilsuverndarmörk í 40 daga í bænum. Tengsl eru á milli loftgæða og heilsufars fólks og þetta ástand hefur m.a. reynst fólki með öndunarsjúkdóma erfitt. Á málþingi um umferðarmengun og loftgæði sem Félag umhverfisfræðinga á Íslandi stóð fyrir á Akureyri í vikunni, kom fram í máli Alfreðs Schiöth, heilbrigðisfulltrúa Norðurlands eystra, að hægt væri að fá búnað við svifryksmæla, sem gæfi fólki möguleika á að fá upplýsingar um svifryk á rauntíma í áskrift, t.d. með sms sendingum eða tölvupósti. Þannig gæti fólk sem væri viðkvæmt fyrir svifryki varast ákveðna bæjarhluta ef ástæða væri til vegna mengunar. Einnig væri hægt sjá þessar upplýsingar á vefsíðu bæjarins og þá kom upp hugmynd að birta slíkar upplýsingar á mælum á svipuðum stöðum og hitastigið úti er gefið upp, t.d. á Ráðhústorgi. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun um hvort fjárfest verður í slíkum aukabúnaði á Akureyri. Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VMA og formaður umhverfisnefndar Akureyrar, sagði að staðreyndin væri sú að fólk tæki bílinn fram yfir heilsuna. Hann nefndi sem dæmi yfirfull bílastæði við framhaldsskólana VMA og MA. Alls hefur um 400 tonnum af sandi verið dreift á götur bæjarins í vetur og hefur um 3% af salti verið blandað í sandinn og allt orðið vitlaust vegna þess, að sögn Hjalta Jóns. "Þetta eru trúarbrögð hjá Akureyringum að ekki megi blanda salti í sandinn og svo eiga starfsmenn bæjarins að hreinsa sandinn upp um leið og hlánar." Jón Birgir Gunnlaugsson, verkefnastjóri umhverfismála hjá framkvæmdadeild Akureyrarbæjar, sagði að þrátt fyrir alla þessa sanddreifingu hefði aldrei orðið annað eins tjón á umferðarljósum, ljósastaurum og umferðarskiltum og í vetur. Á málþinginu var því jafnframt velt upp hvort sátt myndi nást um að eingöngu yrði notað salt til hálkuvarna á Akureyri einn vetur og málið svo gert upp að því loknu. Fram kom að nauðsynlegt væri að gera tilraun með saltið en menn höfðu ekki mikla trú á að sátt yrði um það í bænum. Sigurður Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs sagði að það væri almennur og heilagur metnaður að eiga bíl á Íslandi og það væri í raun glapræði að ætla að fá fólk til að eiga ekki bíl. Leggja ætti áherslu á að fá fólk til að nota orkunýtnustu bílana í hverjum stærðar- og gerðarflokki og jafnframt draga úr bílanotkun. Hann sagði að hægt væri að byrja á því að skipta yfir í díselbíla. Einnig nefndi Sigurður að um 4.000 bílar gætu keyrt á metan og með því að opna metanstöð á Akureyri myndi markaðurinn galopnast. Hann sagði að opinberar stofnanir gætu farið fyrir þessari þróun og að metan væri ódýrasta eldsneytið í dag.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/tap-hja-akureyri-i-skelfilegum-leik-gegn-val
Tap hjá Akureyri í skelfilegum leik gegn Val Leikmenn Akureyri Handboltafélags vilja eflaust gleyma leik liðsins gegn Val í N1-deild karla í KA-heimilinu í dag sem fyrst. Valur fór með tíu marka sigur af hólmi 30-40. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn, Akureyri hóf leikinn betur en svo kom góður kafli hjá Val þar sem þeir náðu fjögurra marka forystu 12-8 þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. Akureyri átti þá ágætis kafla og þegar stutt var til leikhlés var munurinn eitt mark, 14-15. Valur átti hins vegar góðan endasprett og staðan í hálfleik 19-16. Hafi menn vonað að Akureyri myndi taka við sér í síðari hálfleik, slökknuðu þær vonir á fyrstu tíu mínútum hálfleiks. Valur skoraði átta mörk gegn einu frá Akureyri á þessum kafla og höfðu þar með náð 10 marka forystu 27-17. Ekki stóð steinn yfir steini í leik Akureyrar á þessum kafla og átakanlegt að horfa á liðið hreinlega koðna niður. Sem betur fer tóku þeir sig aðeins saman í andlitinu og héldu í horfinu það sem eftir var leiks en þeir gerðu ekkert meir en það, lokatölur 30-40. Síðari hálfleikur er líklega einn sá lélegasti sem handboltalið frá Akureyri hefur sýnt í fjölda ára. Algjört andleysi og áhugaleysi einkenndi leik liðsins. Varnarleikurinn var ekki góður en markvarslan var nánst engin. Skipti engum máli hvað Valsarar gerðu, nær öll skot þeirra rötuðu í markið. Greinilegt var að liðið saknaði markvarðars síns, Sveinbjarnar Péturssonar, mikið en hann var meiddur. Þeir ungu strákar sem við hlutverki hans tóku voru ekki tilbúnir að þessu sinni en þeirra tími mun koma. Slök markvarsla segir hins vegar ekki allt, því eins og áður sagði var varnarleikurinn engan veginn líkur því sem menn eiga að venjast hjá Akureyrarliðinu. Akureyri er því eftir sem áður í 6. sæti deildarinnar og endar þar, sama hvernig síðustu tveir leikir deildarinnar fara.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/radist-gegn-adalatvinnuvegi-heilla-landshluta
Ráðist gegn aðalatvinnuvegi heilla landshluta Félög Vinstri grænna í Skagafirði og Húnavatnssýslum skora á Alþingi að stöðva frumvarp ríkisstjórnarinnar sem galopnar á innflutning á fersku kjöti og kjötvörum til landsins. Með frumvarpinu er ekki einungis vegið að einstökum atvinnugreinum heldur afkomu heilu landshlutanna ásamt því að sjúkdómavörnum og öryggi neytenda er teflt í tvísýnu. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sem jafnframt fór með ráðuneyti landbúnaðarmála gaf vilyrði fyrir óheftum innflutningi á hráu kjöti og kjötvörum. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar hyggst nú fullkomna það verk með lagasetningu. Sem fyrr er um algert sinnuleysi að ræða gagnvart séríslenskum hagsmunum og möguleikum okkar að fá tillit til þeirra tekið í samningum og við lagasetningu. Enginn landshluti á eins mikið undir landbúnaði og kjötvinnslu eins og Skagafjörður og Húnavatnssýslur. Með frumvarpinu er ráðist gegn afkomu heils landshluta. Því er skorað á ríkisstjórnina að draga frumvarpið til baka og taka þessi málefni til vandaðri meðferðar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/sleppa-tharf-allri-bleikju-sem-veidist-i-eyjafjardara
Sleppa þarf allri bleikju sem veiðist í Eyjafjarðará Einungis verður leyfð fluguveiði í Eyjafjarðará í sumar og allri veiddri bleikju verður að sleppa en taka má með sér lax og urriða, að sögn Ágústs Ásgrímssonar formanns Veiðifélags Eyjafjarðarár. Veiði í öllum þverám verður bönnuð en á móti kemur að á fimmta svæði verður veiði leyfð fyrir hádegi í ágúst. Þó má ekki veiða framar en við Merki ofan Tjaldbakka. Þá hefur verið í gangi mikið minkaveiðiátak bætir Ágúst við. Ráðist verður í rannsókn á fiskinum í ánni í sumar með því að merkja hann, könnuð verður hegðun hans og atferli ásamt því hvernig honum reiðir almennt af í náinni framtíð. Rannsóknin verður undir stjórn Bjarna Jónssonar umdæmisstjóra veiðimálastofnunar á Norðurlandi eystra. Þessar ráðstafanir eru að sögn Ágústs gerðar til verndar fiskstofninum í ánni og einnig til að athuga hvort hin mikla efnistaka sem verið hefur neðst í ánni og við óshólma hennar hefur áhrif. Einnig hafa menn áhyggjur af því að flóðið í Djúpadalsá undir lok árs 2006 hafi haft mjög slæm áhrif fyrir fiskinn í ánni. „Ég hef sterkan grun um að seiðabúskapurinn neðan við flóðið sé alveg í molum eftir það og við eigum eftir að súpa seiðið af því, sérstaklega á næstu 2-3 árum," sagði Ágúst. Varðandi áhrif efnistökunnar sagði Ágúst að sem dæmi mætti nefna að fyrr á árum hafi verið gríðarlega mikið um haustbleikju á svokölluðu 1. svæði (neðsta svæðið í ánni) og menn hafi oft veitt vel. Nú finnst varla bleikja á þessu svæði á haustin og hafa veiðimenn grun um að efnistakan sem þar hófst fyrir nokkrum árum hafi þar mikil áhrif.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/gv-grofur-budu-laegst-i-framkvaemdir-i-eyjafjardarsveit
GV Gröfur buðu lægst í framkvæmdir í Eyjafjarðarsveit Fyrirtækið G.V. Gröfur átti lægsta tilboð í verkið Reykárhverfi 4 - gatnagerð lagnir en tilboðin voru opnuð á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í dag. Tilboð GV Grafa var jafnframt það eina sem undir kostnaðaráætlun. Eftirfarandi tilboð bárust: Tilboðsgjafi Tilboð % af áætlun Eiríkur Rafnsson 26.600.000 128,52% G. Hjálmarsson ehf. 26.300.000 127,07% G.V. Gröfur hf. 19.857.000 95,94% Finnur ehf 23.503.658 113,56% Kostnaðaráætlun kr. 20.697.500 100,00%. Reiknað er með að framkvæmdir geti hafist á næstu dögum.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/mikid-ad-gerast-i-menningarlifinu-a-akureyri-1
Mikið að gerast í menningarlífinu á Akureyri Að venju er mikið að gerast í menningarlífinu á Akureyri, bæði í myndlist og tónlist. Sýningu Haraldar Ólafssonar í Jónas Viðar Gallery í Listagilinu lýkur í dag föstudag en þar sýnir hann uppstoppaðann lax. Haraldur fór með listaverk sitt á Heimsmeistaramót í Austurríki í febrúar sl. Þar keppti hann í meistaraflokki og hafnaði verk hans í 2. sæti í fiskaflokki. Laxinn er ættaður úr Laxá í Aðaldal og fékk Haraldur fyrstu einkunn fyrir hann á Heimsmeistaramótinu, eða 90 stig af 100 mögulegum. Í gær opnuðu hjónin Óli G. Jóhannsson myndlistarmaður og Lilja Sigurðardóttir nýtt listhús á Akureyri með sýningu á verkum eftir Óla, olíumálverkum og teikningum. Þau hjón keyptu gömlu kartöflugeymsluna í Gilinu, þar sem arkitektastofan Kollgáta var áður til húsa og hafa sett þar á fót starfsemi undir nafninu Festarklettur listhús. Einnig var opnuð sýning á verkum Óla í Opera gallery í Singapore, þar sem hann sýnir með frönskum málara. Á morgun laugardaginn 19. apríl kl.14.00 verður opnuð sýning á verkum Jóns Laxdal Halldórssonar í Jónas Viðar Gallery. Sýndir verða hlutir (objektar) gerðir úr bókum, pappa, gleri og þaksaumi, allir nýir af nálinni undir heitinu fáeinir fortitlar og bók eftir Mann. Jónas Viðar Gallery er opið nú um helgina 14.00-18.00 laugardag og 13.00-18.00 sunnudag, annars föstudaga og laugardaga 13.00 til 18.00. Sýning Jóns stendur til 11 maí. Á sama tíma á morgun opnar Joris Rademaker myndlistarsýninguna "Sjónvit" í Populus tremula. Þar sýnir hann verk sem unnin eru á 20 ára tímabili, frá 1988 til dagsins í dag, í mismunandi tækni og víddum. Joris Rademaker var bæjarlistamaður Akureyrar árið 2006. Hann hefur sýnt reglulega, allt frá 1993, á Akureyri og víðar. Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 20. apríl kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi. "Söngvísur og baráttuljóð" er yfirskrift dagskrár sem fram fer í Deiglunni á Akureyri laugardaginn 19. apríl nk. kl. 15:00, í tilefni af útkomu norrænu söngbókarinnar "Ska nya röster sjunga." Fram koma Bengt Hall frá Svíþjóð ritstjóri söngbókarinnar og harmonikkuleikari og Per Warming frá Danmörku, rithöfundur, söngvaskáld og söngvari. Þeir félagar munu taka lagið og spjalla stuttlega um tilgang og tilurð söngbókarinnar. Aðrir flytjendur eru Gunnar Guttormsson, Þórarinn Hjartarson og Solveig Hrafnsdóttir, Kristján Hjartarson og Kristjana Arngrímsdóttir. Kynnir verður Pétur Pétursson læknir. Tvíburasysturnar Gunnhildur og Brynhildur Þórðardætur opna sýninguna Prjónaheimur Lúka í galleriBOXi á Akureyri laugardaginn 19. apríl kl. 16.00. Systurnar skipa listadúóið Lúka Art & Design sem var stofnað haustið 2004 en þær hafa nú verið í samstarfi við Glófa á Akureyri þar sem þær hönnnuðu mynstur fyrir íslensku ullina sem Glófi prjónaði. Hugmyndina að mynstrinu er unnin út frá lakkrískonfekti og lakkrísreimum og eru þær nú búnar að setja upp innsetningu og hanna vörur úr efninu. Systurnar stefna svo á að fara með sýninguna í haust eða næsta vor erlendis á vegum Útflutningsráðs Íslands. Sýningin stendur til sunnudagsins 4. maí og er opin alla laugardaga og sunnudaga frá kl.14-17 Hljómsveitin Morðingjarnir verður með útgáfutónleika á Græna hattinum á Akureyri í kvöld, föstudag kl. 22.00. Heimamennirnir í hljómsveitinni Akureyri! sjá um upphitun en sú sveit var stofnuð eftir tónleika hljómsveitarinnar Reykjavíkur! fyrir norðan. Áfram Ísland, plata Morðingjanna, hefur fengið mjög góða dóma og er sveitin að fylgja eftir þessum góðu viðtökum með tónleikum á Akureyri í kvöld og í Reykjavík um aðra helgi. Þá verða tveir spennandi tónleikar á Akureyri á sunnudag en því miður eru þeir á sama tíma, eða kl. 16.00. Nemendur og kennarar Tónlistarskólans á Akureyri ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leika saman á tónleikum í íþróttahúsi Glerárskóla og er aðgangur ókeypis. Einleikari er trompetleikarinn Vilhjálmur Ingi Sigurðarson sem um þessar mundir er að ljúka mastersnámi frá Síbelíusarakademíunni í Helsinki. Stjórnandi á tónleikunum er Guðmundur Óli Gunnarsson en hann hefur starfað með SN frá stofnun sveitarinnar. Efnisskráin verður fjölbreytt, m.a. verður á efnisskránni Sverðdansinn A.Khachaturian, Carmen svíta eftir G. Bizet, þættir úr svítu eftir I.Stravinsky og trompetkonsert eftir J. Haydn. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Tónlistarskólinn á Akureyri hafa átt afar farsælt samstarf. Á tónleikunum á sunndag verða 30 hljóðfæraleikarar hljómsveitarinnar úr röðum nemenda Tónlistarskólans. Í ár eru 50 ár liðin frá stofnun körfuknattleiksdeildar innan Íþróttafélagsins Þórs og af því tilefni mun deildin standa fyrir tónleikum í Glerárkirkju á sunnudag. Á tónleikunum munu Álftagerðisbræður ásamt Konnurunum koma fram og skemmta fólki með söng eins og þeim einum er lagið. Álftagerðisbræður eru þeir Sigfús, Gísli, Óskar og Pétur Péturssynir og undirleikari þeirra er Stefán R. Gíslason. Konnararnir eru Jóhann Már og Svavar Hákon Jóhannssynir og bræðurnir Örn Viðar og Stefán Birgissynir en undirleikari þeirra verður Helga Bryndís Magnúsdóttir. Þessir hópar munu syngja hvor í sínu lagi og svo saman í lokin.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/baejarrad-styrkti-songkeppni-framhaldsskolanna
Bæjarráð styrkti Söngkeppni framhaldsskólanna Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að styrkja Söngkeppni framhaldsskólanna um krónur 200.000. Jóhannes Gunnar Bjarnason bæjarfulltrúi lýsti sig andvígan afgreiðslu bæjarráðs. Bæjarráði barst erindi frá Almiðlun ehf. þar sem óskað var eftir því að Akureyrarbær leggði til húsnæði án endurgjalds vegna Söngkeppni framhaldsskólanema sem haldin var í Íþróttahöllinni á Akureyri 12. apríl sl. Bæjarráð samþykkti að styrkja Söngkeppni framhaldsskólanema um kr. 200.000 og fól framkvæmdastjóra Akureyrarstofu að gera samkomulag við keppnishaldara um framtíðarsamstarf um verkefnið. Jóhannes Gunnar Bjarnason lagði fram bókun þar sem hann lýsti sig andvígan þeirri afgreiðslu. "Ég tel að fyrirtæki þau sem að þessum viðburði standa eigi að greiða leigu vegna afnota af Íþróttahöllinni líkt og öðrum sem leigja húsið er gert að gera."
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fallegur-og-vel-haldinn-thorskur-i-netaralli-hafro
Fallegur og vel haldinn þorskur í netaralli Hafró Gylfi Gunnarsson, skipstjóri á Þorleifi EA frá Grímsey, og hans menn eru á netralli með þremur starfsmönnum Hafrannsóknastofnunar úti fyrir Norðurlandi, "og inni á fjörðum, víkum og vogum," eins og Gylfi orðaði það. Netarallið hefur staðið yfir í vikutíma og sagði Gylfi að um vika væri eftir. Lögð hafa verið net á svæðinu frá Trékyllisvík austur í Þistilfjörð. "Slíkar rannsóknaveiðar hafa verið stundaðar undanfarin ár en við erum þó heldur fyrr á ferðinni en venjulega," sagði Gylfi sem er þó í sínu fyrsta netaralli. Í morgun var Þorleifur EA inni á Eyjafirði og þegar Vikudagur ræddi við Gylfa fyrir stundu, var verið að draga síðustu trossurnar suðaustur af Rauðuvík. Aðspurður sagði að Gylfi að ástand þorsksins væri nokkuð gott. "Við höfum verið að fá mjög fallegan þorsk og allt upp í 25 kg að þyngd og svo náttúrulega minni fisk. Aflinn hefur jafnframt verið misjafn en þorskurinn er vel haldinn og að mestu í hrygningu." Almennt um aflabrögð Grímseyjarbáta í vetur sagði Gylfi að þau hafi verið alveg þokkaleg en þó hafi veðráttan verið sjómönnum frekar erfið.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/telur-undanthaguakvaedi-fra-utbodum-hafa-verid-tulkud-frjalslega
Telur undanþáguákvæði frá útboðum hafa verið túlkuð frjálslega Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi L-lista telur að undanþáguákvæði frá útboðum á vegum Akureyrarbæjar hafi verið túlkuð frjálslega. Málið var til umræðu á fundi bæjarráðs í morgun. Oddur Helgi hafði óskað eftir yfirliti um hvenær 17. grein Innkaupareglna Akureyrarbæjar hefur verið beitt, á árinu 2007 og það sem af er 2008. Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar mættu á fundinn undir þessum lið og þar var lagt fram minnisblað til kynningar. Oddur Helgi lagði fram svohljóðandi bókun: "Það var tilgangur með setningu Innkaupareglna að útboð væri meginreglan. Einnig sbr. bókanir við samþykkt fjárhagsáætlunar. Ef við getum ekki farið eftir eigin reglum vegna þess að þær eru gallaðar, ber okkur að breyta þeim. Mér finnst undanþáguákvæði hafa verið túlkað frjálslega og er ekki sammála í öllum tilfellum. Það ætti að vera vinnuregla þegar undanþáguákvæði er beitt að því fylgi skriflegur rökstuðnungur ásamt formlegu samþykki frá þeim aðila sem undanþáguna veitir." Bókun meirihlutans er eftirfarandi: "Meirihluti bæjarráðs áréttar að undanþága frá útboði skv. 17. gr. Innkaupareglna Akureyrarbæjar hefur ekki verið veitt árin 2007-2008 nema ríkar ástæður hafi verið fyrir hendi. Þær ástæður sem hafa réttlætt undanþágu eru af ýmsu tagi, en fyrst og fremst skýrist beiting undanþáguákvæðisins af þenslu á byggingamarkaði. Akureyrarbær hefur í þessum tilvikum leitað til þeirra fyrirtækja sem hafa haft forsendur til að framkvæma verkið. Vinna við endurskoðun Innkaupareglna bæjarins er hafin og þessi umræða sýnir nauðsyn þess."
https://www.vikubladid.is/is/frettir/adeins-eitt-tilbod-i-malbikun-akureyrarflugvallar
Aðeins eitt tilboð í malbikun Akureyrarflugvallar Aðeins eitt tilboð barst í malbikun Akureyrarflugvallar en það var opnað í morgun. Hlaðbær - Colas í Hafnarfirði býðst til að vinna verkið fyrir rúmar 719 milljónir króna, eða um 111% af kostnaðaráætlun, sem var rúmar 647 milljónir króna. Magnús Sigurgeirsson hjá Ríkiskaupum sagði að farið yrði yfir tilboðið og kostnaðaráætlunina á næstu dögum. Eftir lengingu verður flugbrautin 2,7 km að lengd. Samkvæmt útboðinu verður eldri flugbraut afrétt með flatarfræsingu og malbiki áður en yfirborðslag verður lagt. Á nýja hluta flugbrautar verða lögð tvö malbikslög, nema á axlir þar sem einungis verður lagt yfirborðslag. Þá skal verktaki koma sér upp malbikunarstöð, afla starfsleyfis og leggja til allt efni til verksins.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/nytt-afhafnasvaedi-nokkva-a-leirunni-mun-gjorbreyta-ollu
Nýtt afhafnasvæði Nökkva á Leirunni mun gjörbreyta öllu Nökkvi, félag siglingamanna á Akureyri verður 45 ára í haust og stendur á miklum tímamótum í sínu starfi. Nú sjá forsvarsmenn klúbbsins tækifæri á að gera starfsemi klúbbsins að alvöru afþreyingar- og íþróttastofnun. Stofnun sem virkilega setti svip sinn á bæjarlífið allt sumarið og hefði mikið aðdráttarafl fyrir ferðamennskuna á Norðurlandi. Rúnar Þór Björnsson formaður Nökkva segir að starfsemi klúbbsins sé komin langt út fyrir öll eðlileg mörk sjálfboðavinnu og eignaumsýsla og starfsmannahald sé eins og hjá smáu fyrirtæki. "Við í stjórn klúbbsins höfum þá trú að hægt væri að gera starfsemi okkar talsvert öflugari og skemmtilegri ef bærinn kæmi að rekstri siglingamiðstöðvarinnar eins og við viljum kalla þetta, á sama hátt og hann rekur aðrar afþreyingarmiðstöðvar hér í bæ. Hver er til dæmis munurinn á því að kenna og leigja snjóbretti og skíði í Hlíðarfjalli eða kenna og leigja út seglbretti og aðra báta á Pollinum á sumrin? Það er nákvæmlega enginn stigsmunur á þessu tvennu, nema að hægt er að gera þetta talsvert ódýrara yfir sumarið á Pollinum." Rúnar Þór segir að þessa dagana bíði Nökkvamenn eftir að bæjarstjórn fjalli um framkvæmdaáætlun klúbbsins fyrir nýtt afhafnasvæði á Leirunni sem komi til með að gjörbreyta öllu bátalífi á Pollinum. "Aðstaðan er ekki eingöngu hugsuð fyrir klúbbinn einan, heldur alla þá sem hafa gaman af allra handa bátasporti, fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu og annarrar þjónustu sem tengist bátalífi og fyrirhuguð baðströnd (Ylströnd?) yrði örugglega vinsæl hjá barnafjölskyldum. Núna er tækifærið því á næsta ári verður hafist handa við Vaðlaheiðargöngin og mikið og gott efni leggst til sem væri tilvalið til uppfyllingar á Leirunni. Við siglingamenn höfum bent á það til fjölda ára að aðstæður til siglinga eru mjög góðar á Pollinum og út með firði frá nátúrunnar hendi. Það er komin tími á uppbyggingu við sjóinn og aðgengi bæjarbúa og annarra að þessari útivistarperlu." Nökkvi hefur verið lang öflugasti siglingaklúbbur landsins í barna- og unglingastarfi sl. ár. Rúnar Þór segir að það sé ekki aðstaða klúbbsins sem sé að skila þeim árangri heldur staðsetning hans og ótrúlega mikil vinna stjórnar og nokkurra foreldra. "Við höfum lýst yfir áhuga okkar á að hér verið sett á stofn „Siglingamiðstöð Íslands" samhliða uppbyggingu nýrrar aðstöðu fyrir klúbbinn og höfum óskað eftir aðstoð íþróttaráðs bæjarins við að koma því í gegn og vonum að á næstu árum rísi hér aðstaða sem yrði einstök á landinu. Það er allt í lagi að geta þess að íþróttaráð Reykjavíkur hefur rekið siglingaaðstöðuna Siglunes í Nauthólsvík í 40 ár. Nú eru á borðinu hjá þeim teikningar að nýrri 1000 m2 siglinga- og sjósportmiðstöð sem hefja á framkvæmdir við fljótlega. Það er alveg ljóst að aðkoma Akureyrarbæjar að framtíðar uppbyggingu Nökkva verður að vera myndarleg ef þetta á að verða að einhverju sem virkilega skiptir máli fyrir bæjarfélagið. Þessar litlu fjárhæðir sem klúbburinn hefur fengið sl. ár og aðstaðan eins og hún er núna er ekki til mikils sóma. Stjórn Nökkva vonar að með góðri samvinnu klúbbsins og bæjarins verði hægt að hefja mikla og góða uppbyggingu fyrir Nökkva á Leirunni," sagði Rúnar Þór.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/vilja-almenningssamgongur-i-kjarnalund
Vilja almenningssamgöngur í Kjarnalund Á fundi félagsmálaráðs í vikunni greindi framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar frá mikilvægi þess að koma á almenningssamgöngum í Kjarnalund. Heimilið er á fallegum stað en mjög einangrað og íbúar einangraðir vegna staðsetningar heimilisins. Framkvæmdaráði var sent erindi sl. sumar með ósk um að komið verði á almenningssamgöngum í Kjarnalund. Félagsmálaráð tekur undir mikilvægi þess að almenningssamgöngur komist á í Kjarnalund og beinir til því framkvæmdaráðs að koma þessu á við gerð næstu fjárhagsáætlunar. Framkvæmdastjóri ÖA greindi einnig frá þróun í mannahaldi á fundi félagsmálaráðs. Með fjölgun hjúkrunarrýma og þverrandi heilsu íbúa ÖA hefur álag á starfsfólk aukist. Hjúkrunarrýmum var fjölgað um 39 á síðasta ári, við þessar breytingar fékkst aukning í mannahaldi um 3,6 stöðugildi síðastliðið sumar og 2,8 stöðugildi til bráðabirgða um áramót. Sýnt er að þessi bráðabirgðaaukning þarf að vera til frambúðar vegna aukins álags á starfsfólk.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/slokkvilidsmenn-komu-roskinni-konu-til-hjalpar
Slökkviliðsmenn komu roskinni konu til hjálpar Slökkviliðsmenn á Akureyri komu roskinni konu til hjálpar í gærkvöld, áður en hún skaðaðist af reyk, sem lagði um íbúð hennar og fram á stigagang fjölbýlishússins. Stúlka sem býr við ganginn fann reykjarlykt og kallaði slökkvilið á vettvang. Konan hafði verið að baka brauð og lagt það á eldavélina en uggði ekki að því að straumur var á hellunni. Gekk hún svo til náða og vaknaði við slökkviliðsmennina, sem reykræstu íbúðina. Þetta kemur fram á fréttavef Vísis.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/frjals-innflutningur-a-kjoti-getur-haft-skelfilegar-afleidingar
Frjáls innflutningur á kjöti getur haft skelfilegar afleiðingar Frjáls innflutningur á kjöti getur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér á Norður- og Austurlandi, slíkt gæti leitt til samdráttar í landbúnaði sem hefði svo í för með sér fækkun starfa hjá þeim sem sinna úrvinnslu úr landbúnaðarafurðum. Undanfarið hafa miklar umræður orðið um breytingar sem ný matvælalöggjöf mun hafa í för með sér hér á landi, en hún leiðir m.a. til þess að innflutningur á hráu kjöti verður heimilaður. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra nefndi þetta á fundi í Valhöll nýlega. Allt að 3000 störf á Norður- og Austurlandi tengjast landbúnaði og úrvinnslu landbúnaðarafurða og telja forsvarsmenn kjötvinnslufyrirtækjanna á Akureyri, Kjarnafæðis og Norðlenska að þau geti verið í hættu verði óheftur innflutningur á kjöti leyfður. Hvergi á landinu er matvælaframleiðsla jafnöflug og á Akureyri, en menn sjá jafnvel fyrir sér hrun í greininni verði mikið flutt inn af kjöti frá útlöndum og tala um aðför að afurðastöðvum, bændum og samfélaginu raunar öllu á þessu landssvæði.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/unnid-ad-ritun-sogu-gagn-fraedaskola-akureyrar
Unnið að ritun sögu Gagn- fræðaskóla Akureyrar Fyrrverandi nemendur og síðar lykilstarfsmenn Gagnfræðaskólans á Akureyri, GA, eru að skrifa sögu skólans og gera þeir sér vonir um að þeirri vinnu ljúki síðar á þessu ári. Þetta eru þeir Baldvin Bjarnason, sem starfaði í skólanum í 26 ár, þar af skólastjóri í 8 ár og síðasti skólastjóri GA, Bernharð Haraldsson, sem var kennari í 18 ár og þar af skólastjóri í eitt ár og Magnús Aðalbjörnsson sem starfaði í 34 ár, yfirkennari síðustu 16 árin og sá síðasti í sögu skólans. Þessum mönnum til halds og trausts er svo Sverrir Pálsson, sem starfaði í GA í rúma fjóra áratugi, síðasta aldarfjórðunginn sem skólastjóri. Gagnfræðaskóli Akureyrar starfaði í 67 ár. Fyrsti skólastjóri var Sigfús Halldórs frá Höfnum. Verkefnið hefur notið stuðnings að sögn Bernharðs en bæði Akureyrarbær og KEA hafa stutt verkefnið. Vinnuaðstöðu hafa þeir haft á Héraðsskjalasafninu og Amtsbókasafninu. "Við félagarnir vorum ekkert að bíða eftir því að einhver stofnaði ritnefndina fyrir okkur, heldur gerðum það sjálfir. Ég er formaður og sé um mestan hluta textans, Magnús er myndaritstjóri og heldur utan um myndirnar og Baldvin sér m.a. um nemendaskrár og fleira. Hann er sá eini okkar, sem kann margföldunartöfluna almennilega og kenndi stærðfræði í áratugi. Þegar við sjáum fyrir endann á verkinu ætlum við að senda fyrrum nemendum, gagnfræðingum og landsprófsfólki, kennurum, velunnurum skólans og fleirum huggulegt bréf og bjóða þeim að gerast þátttakendur með því að kaupa ritið." Þegar ritnefndin tók til starfa var farið að skoða þau gögn sem varðveist höfðu og þá kom í ljós, að það vantaði talsvert af gögnum, sem voru til þegar skólanum var læst í síðasta sinn árið 1997. Bernharð segir, að þessi gögn hafi misfarist, nokkuð af þeim hafi komið í leitirnar, en að enn vanti nokkrar fundagerðarbækur, möppur, myndalbúm og fleira. "Við skrifum aðeins eftir þeim heimildum sem fyrir liggja og ef þetta kemur ekki í leitirnar verður ritið snauðara en við höfðum vænst. Þá verða í ritinu endurminningar milli 10 og 20 nemenda sem hafa verið í skólanum, en elsti nemandinn er kominn á níræðisaldur. Við höfum haft samband við marga, ég hef m.a. rætt við iðnmeistara og spurt þá af hverju þeir fóru í verknámsdeildir og einnig höfum við fengið margar greinar um skólann." Þá stendur til að vera með margar myndir í bókinni og enn eru þeir félagar að leita að myndum úr skólastarfinu. "Við höfum fengið margar myndir, bæði af Minjasafninu og frá nemendum. Ég auglýsi alveg sérstaklega eftir myndum úr kennslustundum og þá helst úr verklegum stofum þar sem voru að kenna þau Freyja Antonsdóttir, Guðmundur Frímann, Guðmundur Gunnarsson og Kristbjörg Kristjánsdóttir. Í tímum hjá þessum kennurum voru stúlkurnar að læra hannyrðir og piltarnir að læra bókband og smíðar. Okkur liggur nokkuð á að fá svona myndir í hendur og því bið ég þá, sem hafa slíkar undir höndum að hafa samband við okkur í ritnefndinni," sagði Bernharð Haraldsson m.a. í viðtali við Vikudag í síðustu viku.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/thrjar-umsoknir-um-stodu-skolastjora-brekkuskola
Þrjár umsóknir um stöðu skólastjóra Brekkuskóla Þrjár umsóknir bárust um stöðu skólastjóra Brekkuskóla á Akureyri en umsóknarfrestur rann út í gær. Aðeins konur sóttu um stöðuna en núverandi skólastjóri er Karl Erlendsson. Umsækjendur um stöðuna eru; Bergþóra Þórhallsdóttir, aðstoðarskólastjóri, Hildur Bettý Kristjánsdóttir , grunnskólakennari og Jóhanna María Agnarsdóttir skólastjóri. Nemendur í Brekkuskóla eru um 550 og starfsemenn tæplega 80, þar af um 50 kennarar. Hlutfall fagmenntaðra kennara er um 99%.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/verkalydsfelagid-og-verslunar-mannafelagid-a-husavik-sameinast
Verkalýðsfélagið og Verslunar- mannafélagið á Húsavík sameinast Á aðalfundi Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis í gær var samþykkt tillaga um að sameinast Verslunarmannafélagi Húsavíkur og verður Aðalsteinn Á. Baldusson formaður VH, formaður nýja félagsins. Stofnfundur nýja félagsins verður 1. maí n.k. Fundurinn í gær var því síðasti aðalfundur Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis. Tillaga að nafni á nýja félagið var samþykkt samhljóða sem og nýtt merki. Almenn ánægja kom fram á aðalfundinum í gær með starfsemi félagsins sem sjaldan eða aldrei hefur verið eins öflug og um þessar mundir. Fundarmenn voru jafnframt mjög ánægðir með niðurstöðu könnunar Capacent Gallup sem staðfestir að Verkalýðsfélag Húsavíkur og nágrennis er eitt af virtari stéttarfélögum landsins, segir í fréttatilkynningu. Fullgildir félagsmenn í Verkalýðsfélagi Húsavíkur og nágrennis voru 1.300 í árslok 2007 og hafði fjölgað milli ára. Þar af voru 546 konur eða 42% þeirra sem greiddu til félagsins og 754 karlar eða 58% þeirra sem greiddu til félagsins. Fjárhagsleg afkoma félagsins var góð á árinu 2007 líkt og undanfarin ár. Tekjuafgangur varð af öllum sjóðum félagsins. Alls nutu 294 félagsmenn bóta frá sjúkrasjóði félagsins á árinu. Samtals námu greiðslur vegna sjúkradagpeninga, annarra sjúkrabóta og styrkja 11 milljónum. Á árinu 2007 fékk 201 félagsmaður greiddar kr. 5,9 milljónir í einstaklingsstyrki frá fræðslusjóðum í endurgreiðslur vegna náms eða námskeiða. Hér er um að ræða fræðslusjóði sem félagið á aðild að s.s. Landsmennt, Ríkismennt, Sjómennt og Sveitamennt. Þrátt fyrir að atvinnuástandið hafi verið með ágætum á síðasta starfsári greiddi Vinnumálstofnun félagsmönnum í Verkalýðsfélaginu alls um 30 milljónir í atvinnuleysisbætur. Samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Starfsgreinasamband Íslands á síðasta ári eru félagsmenn Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis ánægðastir með sitt félag innan sambandsins. Spurt var: Á heildina litið finnst þér stéttarfélagið standa sig vel eða illa? Alls sögðu 96% svarenda að félagið stæði sig vel. 4% tóku ekki afstöðu, segir ennfremur í fréttatilkynningu frá VH.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/skolanefnd-styrkir-giljaskola-vegna-skolahreysti
Skólanefnd styrkir Giljaskóla vegna Skólahreysti Skólanefnd Akureyrar samþykkti að veita Giljaskóla styrk að upphæð 125.000 krónur vegna ferðakostnaðar á úrslitakeppnina í Skólahreysti nk. fimmutdag. Erindi barst nefndinni frá Jóni Baldvini Hannessyni skólastjóra Giljaskóla, þar sem óskað var eftir styrk vegna keppninnar. Lið skipað nemendum úr 9. og 10. bekk Giljaskóla sigraði í sínum riðli í keppninni Skólahreysti sem Skjár1 stendur fyrir. Liðið mun því taka þátt í úrslitum sem fara fram í Reykjavík á fimmtudag. Mikill áhugi er hjá samnemendum að fara með liðinu til Reykjavíkur og styðja það í lokakeppninni. Áætlað er að heildarkostnaður við ferðina verði ríflega kr. 400.000.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/born-utan-akureyrar-fa-ekki-lengur-inni-a-leikskolum
Börn utan Akureyrar fá ekki lengur inni á leikskólum Skólanefnd Akureyrar hefur samþykkt að dvalarsamningur barna sem ekki eiga lögheimili í bænum verði ekki framlengdur eftir sumarleyfi, svo hægt sé að bjóða fleiri börnum á Akureyri pláss. Í dag eru 6 börn inni í leikskólunum á Akureyri sem eiga lögheimili í nágrannasveitarfélögunum. Síðastliðið haust voru 1.038 börn í leikskólum bæjarins en gætu orðið alls 1.083 næsta haust. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í bókun á síðasta fundi skólanefndar, þar sem staðan í innritun barna í leikskóla vorið 2008 var m.a. kynnt. Þar segir ennfremur: Mismunandi er hvenær leikskólarnir geta tekið við nýjum börnum og getur inntökutímabilið staðið yfir frá maí til september ár hvert. Í þessari aðalúthlutun er fyllt í öll leikskólapláss sem losna vegna þeirra barna sem hætta. Eftir að inntökutímabili lýkur er lítil hreyfing á leikskólaplássum fram til næsta vors. Foreldrar fá sent bréf með upplýsingum um hvenær barn þeirra getur hafið leikskóladvöl sína strax og það liggur fyrir. Í dag er fjöldi barna í leikskólunum sem fædd eru 2002 og hætta vegna aldurs alls 241. Á umsóknarlistanum eru nú 257 börn sem fædd eru á árunum 2003-2006 þ.e. verða tveggja ára og eldri á árinu. Þetta þýðir það að núna þarf að fjölga plássum fyrir um 16 börn í skólunum til að öll börn á virka biðlistanum komist að til viðbótar við þá fjölgun sem gerð var á plássum í byrjun ársins en þá voru tekin inn 15 börn. Þessi fjölgun kemur m.a. til vegna þess að börnum á leikskólaaldri er að fjölga í bænum eða um 31 barn. Þau börn sem eru fædd árið 2006 og eru að koma inn í leikskóla eru 254, en fjöldi þeirra barna sem eru sex ára er 243. Þetta hefur þau áhrif að eingöngu verður hægt að bjóða um 14 börnum fæddum í janúar 2007 leikskólapláss nú í haust. Heildarfjöldi barna í leikskólunum munu því vera 45 fleiri í haust en í fyrra og öll stöðugildin á deildum verða nýtt og einnig leikrými barnanna.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/malthing-um-umferdarmengun-og-loftgaedi
Málþing um umferðarmengun og loftgæði Félag umhverfisfræðinga á Íslandi heldur málþing um umferðarmengun og loftgæði sem ber yfirskriftina "Minni mengun - betri heilsa", í dag, mánudaginn 14. apríl kl. 16:30-19:00 í húsnæði Akureyrarakademíunnar við Þórunnarstræti. Styrkur loftmengandi efna í þéttbýli, t.d. svifryks, fer stundum yfir heilsuverndarmörk, en tengsl eru á milli loftgæða og heilsufars fólks. Sem dæmi má nefna að 40 daga á síðasta ári fór svifryk yfir heilsuverndarmörk á Akureyri. Á málþinginu verða þessi tengsl loftgæða og heilsu útskýrð og fjallað um vöktun loftgæða, regluverk og mótvægisaðgerðir. Áhersla verður lögð á Akureyri, uppsprettur loftmengunar á svæðinu og mögulegar aðgerðir gegn þeim. Þá verður sérstaklega rætt um hinn hagræna og umhverfislega ávinning af umhverfisvænni bifreiðum nú þegar eldsneytisverð hefur náð áður óþekktum hæðum. Dagskrá málþingsins: Setning Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Félags umhverfisfræðinga á Íslandi Svifryk og áhrif þess á heilsu Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur á Umhverfisstofnun Loftgæðamál í Reykjavík og framtíðarsýn Anna Rósa Böðvarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi á Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar Uppsprettur loftmengunar á Akureyri og mögulegar aðgerðir gegn þeim Alfred Schiöth, heilbrigðisfulltrúi á Akureyri Allir græða! Umhverfisvænni bílar - fjárhagslegur sparnaður og minni mengun Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs á Akureyri Umræður Fundarstjórar: Sóley Jónasdóttir, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni Norðaustursvæði og Kristín Sigfúsdóttir, menntaskólakennari í Menntaskólanum á Akureyri. Allir velkomnir
https://www.vikubladid.is/is/frettir/neydarurraedi-ad-beita-thvingunum-til-ad-sameina-sveitarfelog
Neyðarúrræði að beita þvingunum til að sameina sveitarfélög Oddvitar nágrannasveitarfélaga Akureyrar, Hörgárbyggðar og Svalbarðsstrandarhrepps eru ósammála samgönguráðherra sem hefur viðrað þá skoðun sína að sveitarfélögum verði að fækka þó svo að beita þurfi til þess valdboði. Kristján L. Möller samgönguráðherra vill helst að lámarksíbúatala hvers sveitarfélags sé 1000 manns en hún er nú 50 manns. Sveitarfélögum hefur fækkað umtalsvert á liðnum árum, þau voru 200 árið 1990 en eru nú 79 talsins, í 46 þeirra eru íbúar færri en 1000. Ríflega 400 manns búa í Hörgárbyggð, sveitarfélagi sem varð til með sameiningu þriggja hreppa fyrir nokkrum árum. "Mér finnst ekkert aðkallandi að fara út í frekari sameiningu, en veit að Akureyringa dauðlangar að sameinast okkur, líklega vegna þess lands sem við höfum yfir að ráða," segir Helgi B. Steinsson á Syðri-Bægisá, oddviti Hörgárbyggðar. Hann segir afkomu sveitarfélagsins góða og menn finni ekki fyrir fámenninu "Það er alltaf afstætt hvað er rétt stærð, það fer auðvitað svolítið eftir því hvernig dreifbýli og þéttbýli fara saman," segir Helgi. Að hans mati er sameining sveitarfélaga með þvingunum neyðarúrræði. Frjálsar sameiningar að undangengnum viðræðum sé það sem koma skal. Helgi segir að vissulega geti sú staða komið upp að sveitarfélög ráði ekki við verkefni sín og þá leiti þau samvinnu eða samstarfs við nágranna sína. "Það er algjört neyðarúrræði að þvinga menn saman og mér finnst stökkið líka mikið, frá 50 upp í þúsund." Guðmundur Bjarnason í Svalbarði, oddviti Svalbarðsstrandarhrepps er einnig ósammála ráðherra og nefnir að sveitarfélög með eitt þúsund íbúa geti líka átt erfitt uppdráttar svo sem dæmin sanni. "Sveitarfélög með 1-2 þúsund íbúa eiga langerfiðast," segir hann og bendir á að þau þurfi að vera umtalsvert stærri. Guðmundur segir rekstur Svalbarðsstrandarhepps ganga vel og á þessari stundu sé ekkert sem kalli á sameiningu við annað sveitarfélag. Hvað síðar verði komi í ljós, en vissulega horfi menn að sumu leyti til sameiningar við Akureyri þegar fram líða stundir. "Það er lang eðlilegast að menn leysi sín mál heima í héraði, að farið verði í viðræður um sameiningu þegar og ef menn óska þess sjálfir, ekki með valdboði ofan frá," segir hann.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/godur-sigur-hja-akureyri
Góður sigur hjá Akureyri Leikur Akureyrar og HK í KA-heimilinu í dag var æsispennandi undir lokin þar sem heimamenn náðu þó að vinna góðan eins marks sigur að lokum 26-25. Þrátt fyrir að sigurinn væri naumur, var hann sanngjarn þar sem Akureyri hafði forystuna nær allan tímann. Til að byrja með var leikurinn jafn en smám saman tók Akureyri yfirhöndina og náði mest fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik. Undir lok hálfleiksins slökuðu þeir of mikið á og áttu slakan kafla, HK gekk á lagið og forysta Akureyrar var aðeins eitt mark í hálfleik 13-12. Akureyri byrjaði síðari hálfleikinn betur og hafði tveggja til fjögurra marka forystu mest allan tímann. Seinni part hálfleiksins hins vegar fór HK að vinna á forskotinu og úr varð æsispenna í lokin. Heimamenn náðu þó að landa sigrinum með skynsamlegum leik á lokakaflanum og virðast vera langt komnir með að ná sér niður á lokamínútna draugnum fræga sem lýsir sér í því að liðið tapi með einu marki í lok leikja, eins og svo oft í vetur. Nánar verður fjallað um leikinn í Vikudegi næsta fimmtudag.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/jofn-og-god-aukning-i-farthegaflugi
Jöfn og góð aukning í farþegaflugi Aukning hefur verið í farþegaflugi Flugfélags Íslands milli Akureyrar og Reykjavíkur það sem af er ári og eru farnar allt að 14 ferðir á dag á milli þessara áfangastaða. "Það hefur verið jöfn og góð aukning hjá okkur undanfarið," segir Ari Fossdal stöðvarstjóri á Akureyrarflugvelli. Hann segir að fyrstu tveir mánuðir ársins hafi komið vel út og auking verið í farþegafluginu, en svo hafi raunar ekki verið varðandi marsmánuð. "Það má eflaust skýra með aðstæðum í þjóðfélaginu, um leið og fram kemur niðursveifla í efnahagslífinu getum við lesið það í okkar farþegatölum," segir Ari. Engu að síður er útkoman í heild sú að fyrstu þrír mánuðir ársins eru betri en sami tími á síðastliðinu ári. Að jafnaði eru farnar 7-8 ferðir á dag milli Akureyrar og Reykjavíkur, 9-10 um helgar og bætt við eftir þörfum. "Við höfum farið allt upp í 14 ferðir á dag milli þessara áfangastaða," segir Ari, og nefnir að aukin umferð ferðalanga um helgar sé þar helsta skýringin.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/adstaedur-med-besta-moti-i-hlidarfjalli
Aðstæður með besta móti í Hlíðarfjalli Blíðskaparveður er í Hlíðarfjalli, logn og sól. Þar er skíðasvæðið opið frá kl. 10-17 og því um að gera fyrir skíða- og brettaáhugafólk að bregða sér í fjallið. Samkvæmt upplýsingum úr Hlíðarfjalli hefur aprílmánuður verið góður til skíðaiðkunnar og er langt síðan að skíða- og snjóbrettafæri hefur verið jafn gott. Það er því nóg eftir af vetrinum fyrir skíðafólk.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/agaet-thatttaka-i-lydraedisdeginum-a-akureyri
Ágæt þátttaka í Lýðræðisdeginum á Akureyri Nokkuð góð þátttaka var í Lýðræðisdeginum á Akureyri sem fram fór í Brekkuskóla í dag, þótt vissulega hefðu mátt vera fleiri þátttakendur í einstaka málstofum. Á Lýðræðisdeginum var velt upp fjölmörgum spurningum og miðaðist uppsetning þingsins við það að þátttaka almennings yrði sem mest. Markmiðið var að fá fram hvernig bæjarbúar sjái fyrir sér Akureyri í framtíðinni og hvernig þeir ætla að búa saman í framtíðinni. Frummælendur úr hópi bæjarbúa hófu leikinn upp úr hádegi en að því loknu fóru fram umræður og unnið að tillögugerð. Allar tillögur voru skráðar niður og verða birtar í Vikudegi í lok mánaðarins. Nokkrar málstofur voru starfandi, Ágúst Þór Árnason hafði framsögu um íbúalýðræði, Pétur Halldórsson um mengun, umferð og lýðheilsu, Guðmundur Haukur Sigurðsson um göngu- og hjólreiðastíga, Matthildur Elmarsdóttir um lýðheilsu og skipulag, Hólmkell Hreinsson um hæglætisbæinn eða heimsborgarabraginn, Stella Árnadóttir fjallaði um vistvernd í verki, Sigrún Sveinbjörnsdóttir ræddi um hvernig er að eldast á Akureyri og Jan Eric Jessen ræddi um fjölskylduvænt samfélag. Eftir að vinnu í málstofum lauk fóru þátttakendur út á skólalóð Brekkuskóla, gengu þar í hringi, heilsuðust og kynntu sig með nafni fyrir næsta manni. Að síðustu var svo myndaður stór hringur með þátttakendum og hrópað ferfalt húrra fyrir Akureyri.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/mikid-ad-gerast-i-menningarlifinu-a-akureyri
Mikið að gerast í menningarlífinu á Akureyri Það er mikið að gerast í menningarlífinu á Akureyri um helgina. Flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, því í boði er myndlist, tónlist, leiklist og fleira. Haraldur Ólafsson uppstoppari á Akureyri opnar sýningu á einu listaverka sinna í Jónas Viðar Gallery í Listagilinu í dag, laugardag, kl. 15.00. Sýningin stendur fram á föstudag í næstu viku. Haraldur sýnir uppstoppaðan lax, listaverk sem hann fór með á Heimsmeistaramót í Austurríki í febrúar sl. Þar keppti hann í svokölluðum masterflokki og hafnaði verk hans í 2. sæti í fiskaflokki. Sveinbjörg Hallgrímsdóttir opnar sýningu á nýjum handþrykktum tréristum á bókasafni Háskólans á Akureyri í dag kl. 14.00 - 17:00. Sýningin mun standa til 16. maí nk. Í verkum sínum fjallar hún um höfuðprýði Íslands, hálendið og jöklana sem hægt og bítandi bráðna og renna út í sandinn. Sýningin "Hreingjörningur í lit" unnin og flutt af Önnu Richardsdóttur dansara og gjörningalistakonu, Brynhildi Kristinsdóttur og Jónu Hlíf Halldórsdóttur, myndlistakonum, Kristjáni Edelstein og Wolfgang Sahr tónlistamönnum, ásamt Þorbjörgu Halldórsdóttur leikmyndahönnuði, verður flutt í bílageymslu við Norðurorku á Rangárvöllum, í kvöld kl. 20.30. Jóhannes Dagsson opnar myndlistasýninguna „Stöðumyndir" í DaLí Gallery á Akureyri í dag kl. 17.00. Efnivið sinn sækir Jóhannes í tvö af fyrirferðarmeiri menningarfyrirbærum liðinnar aldar, modernisma og fótbolta. Sýningin stendur til 27. apríl og er opin föstudaga og laugardaga kl. 14-17 og eftir samkomulagi. Mikill áhugi er á tónleikum Þursaflokksins á Græna hattinum um helgina og er uppselt á þá tvenna tónleika sem áætlaðir voru. Ákveðið hefur verið að bæta við aukatónleikum á miðnætti í kvöld. Hlynur Hallsson myndlistarmaður verður með leiðsögn um sýninguna "Bæ bæ Ísland" í Listasafninu á Akureyri, sunnudaginn 13. apríl nk. kl. 14.00. Hlynur er einn þátttakenda í sýningunni. Leiðsögnin ásamt umræðum mun standa yfir í um 40 mínútur og er öllum opin. Þá eru í boði leiksýningar hjá Leikfélagi Akureyrar, Freyvangsleikhúsinu í Eyjafjarðarsveit og Leikdeild Eflingar á Breiðumýri í Reykjadal.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/lydraedisdagurinn-thu-eg-akureyri-a-laugardag
Lýðræðisdagurinn “Þú & ég & Akureyri” á laugardag Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri segir að á Lýðræðisdeginum á morgun, laugardag 12. apríl, verði velt upp fjölmörgum spurningum og miðast uppsetning þingsins við það að þátttaka almennings verði sem mest. Frummælendur úr hópi bæjarbúa hefja leikinn en að því loknu verða umræður og unnið að tillögugerð. Allar tillögur verða skráðar niður og birtar í Vikudegi í lok mánaðarins. "Þetta verða vonandi tillögur sem snerta okkur öll með einhverjum hætti, ekki bara bæjarkerfið sjálft sem slíkt. Við þurfum síðan að ræða þær og hvernig þær komast til framkvæmda," segir Sigrún Björk. Hún bendir á að innan sveitarfélagageirans hér á landi sé aukin áhersla lögð á íbúalýðræði og í haust muni Samband sveitarfélaga hvetja til lýðræðisviku þar sem gera á átak í þessum málum. Reynslan verði því dýrmæt. Sigrún Björk vonar að sem mestur árangur náist á Lýðræðisdeginum. "Ég vona að við munum sjá hvernig bæjarbúar sjá fyrir sér Akureyri í framtíðinni, hvernig við ætlum að búa hér saman í framtíðinni," segir hún. Bæjarstjóri nefnir að í lok þessa mánaðar muni bærinn kynna stefnu sína í sorpmálum og hvernig sú stefna kalli á viðbrögð frá heimilunum. "Við þurfum að svara því hvernig við sjálf ætlum að standa að endurvinnslu og flokkun," segir hún. Á meðal þess sem einnig verður rætt á Lýðræðisdeginum er á hvern hátt draga megi úr bílaumferð í bænum, hvernig íbúarnir sjálfir geta lagt sitt af mörkum til að minnka svifryk og loks má nefna að varpað verður ljósi á það hvernig það sé að alast upp á Akureyri og eins að verða þar gamall. "Við erum að fara af stað með ákveðna tilraun í þessu og ég vonast til þess að við getum haldið svona fundi eða málstofur árlega og rætt þau mál sem helst eru í umræðunni hverju sinni," segir Sigrún Björk. Lýðræðisdagurinn verður í Brekkuskóla og hefst kl. 13 undir yfirskriftinni "Þó & ég & Akureyri! Áætluð fundarlok eru um kl. 17. Nokkrar málstofur verða starfandi yfir daginn. Ágúst Þór Árnason hefur framsögu um íbúalýðræði, Pétur Halldórsson um mengun, umferð og lýðheilsu, Guðmundur Haukur Sigurðsson um göngu- og hjólreiðastíga, Matthildur Elmarsdóttir um lýðheilsu og skipulag, Hólmkell Hreinsson um hæglætisbæinn eða heimsborgarabraginn, Stella Árnadóttir fjallar um vistvernd í verki, Sigrún Sveinbjörnsdóttir ræðir um hvernig sé að eldast á Akureyri og Jan Eric Jessen ræðir um fjölskylduvænt samfélag.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/trio-sunnu-gunnlaugsdottur-med-tonleika-i-laugarborg
Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur með tónleika í Laugarborg Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur verður með tónleika í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit sunnudaginn 13. apríl kl. 15.00 og eru þeir liður í vetrardagskrá Laugarborgar. Sunna Gunnlaugsdóttir leikur á píanó og með henni Scott McLemore á trommur og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa. Á efnisskrá er frumsamin tónlist eftir meðlimi tríósins. Tríó Sunnu hefur verið starfandi í núverandi mynd í rúmt ár en hjónin Sunna og Scott hafa leikið saman síðan 1993. Sunna hefur flutt tónlist sína um víða veröld og fengið mjög jákvæða umfjöllun þar sem hún er sögð fella saman þokka evrópsks djass og eldmóð hins bandaríska með tónsmíðum sem höfða til fleiri en djassunnenda eingöngu. Hún hefur gefið út fjóra geisladiska með eigin tónsmíðum og náði sá síðasti "Live in Europe" inn á "topp 10" lista á útvarpsstöðvum í Bandaríkjunum árið 2003 og öðru sæti í Kanada.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/leiksyningin-flo-a-skinni-fer-i-borgarleikhusid-i-haust
Leiksýningin Fló á skinni fer í Borgarleikhúsið í haust Leiksýningin Fló á skinni hefur notið gríðarlegra vinsælda hjá Leikfélagi Akureyrar síðustu mánuði og nú hefur verið gengið frá samningum um að Borgarleikhúsið yfirtaki Flóna og hefji sýningar 5. september nk. Sýnt hefur verið sex sinnum í viku og troðfullt hefur verið á allar sýningar. Síðustu sýningar á Akureyri verða í lok apríl og þá verða um 70 sýningar afstaðnar. Þá verður Fló á skinni orðin aðsóknarmesta sýning á Akureyri frá upphafi. Ljóst er að margir munu kætast þegar sýningar hefjast á þessu vinsæla verki í Borgarleikhúsinu, segir í fréttatilkynningu frá LA. Með sýningum á Fló á skinni hefst nýtt leikár í Borgarleikhúsinu en lofað er fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í leikhúsinu allt næsta leikár. Fló á skinni var frumsýnt 8. febrúar síðastliðinn hjá LA. Áhorfendur og gagnrýnendur hafa keppst um að lofa sýninguna og troðfullt hefur verið á öllum sýningum verksins. Sýnt hefur verið sex sinnum í viku og verða gestir um 15.000 þegar sýningum lýkur á Akureyri (íbúar Akureyrar eru 17.000) en þá verður sýningin orðin sú aðsóknarmesta á Akureyri fyrr og síðar. LA hefur á undanförnum vikum fengið fjölda áskorana um að taka verkið til sýninga í Reykjavík. Fló á skinni var áratugum saman vinsælasta sýning Leikfélags Reykjavíkur frá upphafi en verkið sló rækilega í gegn árið 1972 og var þá sýnt í fjögur ár.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/nyr-saefari-i-sinni-fyrstu-ferd-til-grimseyjar
Nýr Sæfari í sinni fyrstu ferð til Grímseyjar Nýr Sæfari fór í sína fyrstu ferð til Grímseyjar frá Dalvík kl. 10.30 í morgun. Hið nýja skip er um 40 m langt og 10 m breitt og getur flutt 108 farþega og 160 tonn af farmi. Aðstaða til farþegaflutninga batnar til muna með nýju skipi og er ferjan búin tveimur farþegasölum. Um borð í Sæfara eru m.a. Kristján Möller samgönguráðherra, fulltrúar Vegagerðarinnar og nokkir þingmenn kjördæmisins. Sæfari var upphaflega smíðaður árið 1992 en keyptur hingað til lands í desember 2005. Fram fóru umtalsverðar endurbætur á skipinu, bæði í Hafnarfirði og á Akureyri og er kostnaður við kaup á skipinu, viðgerðir og endurbætur rúmar 530 milljónir króna.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/staersta-verkfraedistofa-landsins-verdur-til
Stærsta verkfræðistofa landsins verður til Verkfræðistofurnar VGK-Hönnun hf. og Rafhönnun hf. hafa verið sameinaðar undir nafninu Mannvit hf. Með sameiningunni verður til stærsta verkfræðistofa landsins með um 360 starfsmenn. Grunn að hinu nýja félagi leggja þrjár rótgrónar verkfræðistofur sem allar voru stofnaðar á sjöunda áratug síðustu aldar; Hönnun hf., Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns hf. og Rafhönnun hf. Forstjóri hins nýja félags er Eyjólfur Árni Rafnsson en aðstoðarforstjórar þeir Runólfur Maack, erlend starfsemi og Skapti Valsson, innlend starfsemi. Starfsemi Mannvits skiptist í sex markaðskjarna en þeir eru: iðnaður, orka, byggingar, framkvæmdir og rannsóknir, umhverfi, samgöngur og veitur og upplýsingatækni. Höfuðstöðvar Mannvits verða að Grensásvegi 1 í Reykjavík þar sem unnið er að því að stækka og endurbæta húsnæðið. Stefnt er að því að taka nýjar höfuðstöðvar í notkun haustið 2009 en fram að því verður fyrirtækið einnig til húsa að Laugavegi 178 og Ármúla 42. Mannvit rekur níu starfsstöðvar utan höfuðborgarsvæðisins en þær stuðla að sterkari og fjölbreyttari atvinnustarfsemi á landsbyggðinni. Þessar starfsstöðvar eru á Akranesi, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Kirkjubæjarklaustri, Hvolsvelli, Selfossi og í Reykjanesbæ. Mannvit á hlut í nokkrum fyrirtækjum í tengdri starfsemi, þar á meðal HRV Engineering ehf., sem býr yfir sérhæfðri tækniþekkingu og reynslu í uppbyggingu álvera, Geysi Green Energy ehf., Vatnaskilum ehf., Loftmyndum ehf. og Skipaskoðun Íslands ehf.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/vilja-staerri-sameiningu-i-heilsugaeslu-i-eyjafirdi
Vilja stærri sameiningu í heilsugæslu í Eyjafirði Bæjaryfirvöld og starfsfólk heilsugæslu í Dalvíkurbyggð telja hagsmunum íbúanna betur borgið með þvi að sameina heilsugæsluna í Eyjafirði öllum en að farið sé í smærri sameiningu. Þau leggjast því gegn áformaðri sameiningu Heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík, Heilsugæslustöðvarinnar á Ólafsfirði og Heilbrigðisstofnunarinnar á Siglufirði. Á bæjarráðsfundi 10. apríl var til kynningar afrit af bréfi frá Heilsugæslustöðinni á Dalvík til heilbrigðisráðherra varðandi áformaða sameiningu Heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík, Heilsugæslustöðvarinnar á Ólafsfirði og Heilbrigðisstofnunarinnar á Siglufirði. Starfsfólk heilsugæslunnar lýsir sig andsnúið slíkri sameiningu og í niðurlagi bréfsins segir: ,,Það er álit starfsmanna á Heilsugæslustöðinni á Dalvík að sameiningin sem nú hefur verið ákveðin sé ekki til góðs. Skynsamlegra væri að sameina Heilsugæslustöðina á Dalvík og Dalbæ. Ef víðtækari sameiningar er óskað er rétt að sameina þjónustuna á öllu Eyjarfjarðarsvæðinu. " Bæjarráð tekur undir álit starfsmanna Heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík og ítrekar fyrri ályktun bæjarráðs um málið en hinn 13. mars sl. ályktaði bæjarráð að ef sameina ætti heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar við Eyjafjörð væri eðlilegast að allur fjörðurinn verði eitt svæði og fól bæjarstjóra að koma því áliti á framfæri við heilbrigðisyfirvöld. Bæjarstjórn samþykkti einróma þessa niðurstöðu bæjarráðs. Bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar skrifaði heilbrigðisráðherra 25. mars sl. og gerði honum grein fyrir afstöðu bæjaryfirvalda í Dalvíkurbyggð. Afrit af því bréfi fengu bæjarstjórarnir í Fjallabyggð og á Akureyri. Sömuleiðis allir þingmenn kjördæmisins.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/baerinn-i-mikilli-vinnu-vardandi-midbaeinn
Bærinn í mikilli vinnu varðandi miðbæinn Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri á Akureyri segir að ástæða þess að skipulag á Sjallareitnum svonefnda náði ekki fram að ganga sé alls ekki sú að bæjarfulltrúar vinni að málum í hálfu starfi. Sigurður Sigurðsson framkvæmdastjóri SS-Byggis sagði í viðtali við Vikudag í fyrri viku að ferlið varðandi Sjallareitinn hefði tekið 6 ár og enn sæi ekki fyrir endann á því. Verkefnið Akureyri í öndvegi hefði tafið fyrir framkvæmdum í miðbænum, ekki flýtt fyrir því og eins gagnrýndi hann seinagang innan bæjarkerfisins hvað þessi mál varðar. Sigrún Björk segir skipulagsnefnd stóra og viðamikla og hún fundi tvisvar í mánuði. "Við reynum að flýta afgreiðslu mála eins og kostur er og skipulagsstjóri vinnur innan sinna heimilda að fullnaðarafgreiðslu mála sem flýtir fyrir afgreiðslu," segir hún. "Við erum í gríðarmikilli vinnu varðandi miðbæinn og niðurstaðan var að hugmyndir sem fram komu í tengslum við verkefnið Akureyri í öndvegi yrðu látnar ganga fyrir." Sigrún Björk segir að ýmsum hugmyndum hafi verið varpað fram varðandi Sjallareitinn, m.a. að byggja þar 12 hæða blokkir en slíkt hafi ekki fengist samþykkt á sínum tíma. Þá segir hún að verkefnið Akureyri í öndvegi hafi að sínu mati verið nauðsynlegt ferli sem skilaði sér inn í aðalskipulagsgerð en þar voru lagðar línur m.a. varðandi hæð bygginga á miðbæjarsvæðinu og fleira. Í aðalskipulagi voru einnig lagðir fram deiliskipulagsrammar, m.a. að Sjallareitnum þar sem gert er ráð fyrir að götumyndin við Strandgötu haldi sér og að nýbyggingar geti verið allt að 6 hæðir auk þess sem gert er ráð fyrir verslun og þjónustu á reitnum.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/alftagerdisbraedur-og-konnarar-a-tonleikum
Álftagerðisbræður og Konnarar á tónleikum Í ár eru 50 ár liðin frá stofnun körfuknattleiksdeildar innan Íþróttafélagsins Þórs og af því tilefni mun deildin standa fyrir tónleikum í Glerárkirkju sunnudaginn 20. apríl. Á tónleikunum, sem hefjast kl. 16.00, munu Álftagerðisbræður ásamt Konnurunum koma fram og skemmta fólki með söng eins og þeim einum er lagið. Álftagerðisbræður eru þeir Sigfús, Gísli, Óskar og Pétur Péturssynir og undirleikari þeirra er Stefán R. Gíslason. Konnararnir eru Jóhann Már og Svavar Hákon Jóhannssynir og bræðurnir Örn Viðar og Stefán Birgissynir, undirleikari þeirra verður Helga Bryndís Magnúsdóttir. Þessir hópar munu syngja hvor í sínu lagi og svo saman í lokin. Sætaframboð er takmarkað svo það er um að gera fyrir fólk að tryggja sér miða í tíma. Forsala miða hefst á morgun, föstudag 11. apríl og verður í Pennanum/Eymundsson og Hamri félagsheimili Þórs. Miðaverð er 2.500 krónur. Stjórn Íþróttafélagsins Þórs ákvað á fundi í byrjun febrúar 1958 að stofna körfuboltadeild innan félagsins og var fyrsti fundur hennar haldinn 9. febrúar. Fyrsti formaður deildarinnar var Páll Stefánsson.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/enn-aetla-stjornvold-ad-ganga-gegn-eigin-stefnu
Enn ætla stjórnvöld að ganga gegn eigin stefnu Stjórn Eyþings leggst eindregið gegn þeim hluta frumvarps til laga um tekjuskatt, sem snýr að skattaumsýslu stórra og umsvifamikilla fyrirtækja. Samkvæmt frumvarpinu á sú umsýsla öll að fara fram í Reykjavíkurumdæmi, í sérhæfðri stjórnsýslueiningu. Í frumvarpinu felst það sjónarmið að ekki sé hægt að byggja upp í öðrum umdæmum þá sérfræðiþekkingu og sérhæfni sem þarf til að sinna slíkum fyrirtækjum. Þessu sjónarmiði andmælir stjórn Eyþings harðlega og telur ekki vafa á að hægt er að byggja upp þessa þekkingu við skattstofur annars staðar á landinu, t.d. skattstofu Norðurlandsumdæmis eystra þar sem stjórnin þekkir best til. Stjórn Eyþings harmar að enn á ný skuli stjórnvöld ætla að ganga gegn eigin stefnu með því að auka umsvif ríkisins í höfuðborginni. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að í gangi sé sérstök athugun á því hvernig styrkja megi starfsemi einstakra skattstofa úti á landsbyggðinni, til að mynda með flutningi annarra verkefna til þeirra, m.a. í tengslum við þá breytingu sem leiðir af frumvarpinu. Slík tilfærsla einhverra verkefna er léttvæg í samanburði við lögfestingu verkefna eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Nægir í því sambandi að vísa til upplýsinga um fjölgun starfa ríkisins á undanförnum árum.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/alcoa-fjardaal-lykur-gangsetningu-og-fjolgar-starfsmonnum
Alcoa Fjarðaál lýkur gangsetningu og fjölgar starfsmönnum Síðasta rafgreiningarkerið var gangsett hjá Alcoa Fjarðaáli í Reyðarfirði í gær. Fyrirtækið ætlar að fjölga starfsmönnum á næstu vikum vegna aukinna verkefna. Útflutningsverðmæti framleiðslunnar verður rúmlega 70 milljarðar króna á ári miðað við núverandi heimsmarkaðsverð á áli og gengi dollars. Um þriðjungur rúmlega 400 starfsmanna álversins eru konur, sem er hæsta hlutfall sem þekkist í álverum Alcoa í heiminum. Kerin í álverinu eru 336 og í þeim eru framleidd um 940 tonn af áli á sólarhring, en afkastageta álversins er 346.000 tonn á ári. Tómas Már Sigurðsson forstjóri sagði á fundi með starfsmönnum Fjarðaáls, þegar þessum tímamótum var fagnað, að ætlunin væri að fjölga nokkuð starfsmönnum fyrirtækisins. Hann sagði þetta gert til að mæta auknum verkefnum, meðal annars vegna fullvinnslu áls, en um 20 manns starfa við framleiðslu álvíra hjá fyrirtækinu. Einnig er markmiðið að skapa aukið svigrúm fyrir þjálfun, fræðslu og starfsþróun sem Alcoa Fjarðaál leggur mikla áherslu á. Fjarðaál er eitt fullkomnasta álver heims og fyrirmynd nýrra álvera Alcoa. Búast má við að í framtíðinni nýtist þekking og reynsla starfsfólks Fjarðaáls við gangsetningu nýrra álvera fyrirtækisins. Um 70 erlendir sérfræðingar frá Alcoa sem hafa aðstoðað við gangsetninguna hverfa nú til síns heima. Starfsmenn Fjarðaáls eru nú 410. Um þriðjungur þeirra er konur, sem er hæsta hlutfall sem þekkist í álverum Alcoa. Um 50% starfsmanna eru frá Austurlandi og um 20% til viðbótar eru brottfluttir Austfirðingar sem hafa nýtt tækifærið og snúið aftur til starfa í heimabyggð. Annað starfsfólk kemur víðs vegar að af landinu. Starfsfólkið býr að fjölbreyttri menntun og reynslu. Um 20% starfsmanna eru með háskólagráðu, önnur 20% með iðnmenntun og 60% er með margvíslega aðra menntun og reynslu. Ríflega helmingur starfsmanna er innan við fertugt og um 5% yfir sextugu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/blodbillinn-safnar-blodi-a-nordurlandi
Blóðbíllinn safnar blóði á Norðurlandi Blóðsöfnunardeild Blóðbankans fer reglulega í blóðsöfnunarferðir til að auðvelda blóðgjöfum að gefa blóð og þessa dagana er blóðbíllinn staddur á Norðurlandi. Blóðbíllinn var á bílastæðinu við Glerártorg á Akureyri í dag. Þar var Guðrún Hildur Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur að taka blóð úr Böðvari Kristjánssyni þegar ljósmyndari Vikudags var þar á ferð. Bíllinn kom frá Húsavík til Akureyrar en næsti viðkomustaður er Sauðárkrókur. Til að mæta þörfum samfélagsins, þarf Blóðbankinn um 16.000 blóðgjafa á ári eða 70 blóðgjafa á dag. Haft er samband við 8.000 -10.000 virka blóðgjafa á ári hverju og gefa þeir u.þ.b. 15.000 blóðgjafir, segir á vef Blóðbankans. Traust og örugg blóðgjöf byggir á heilbrigðum blóðgjöfum. Gott heilsufar er því forsenda blóðgjafar og mikilvægt að kynna sér reglur sem gilda varðandi blóðgjafir. Ef þú ert á aldrinum 18 - 60 ára, yfir 50 kg., heilsuhraust/ur og lyfjalaus getur þú gerst blóðgjafi. Virkir blóðgjafar geta gefið blóð til 65 ára aldurs. Karlmenn mega gefa blóð á 3 mánaða fresti, konur á 4 mánaða fresti.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/thrir-a-sjukrahus-eftir-bilveltu-a-borgarbraut
Þrír á sjúkrahús eftir bílveltu á Borgarbraut Mikil mildi þykir að ekki fór verr þegar bíll valt á Borgarbraut á Akureyri nú í hádeginu og hafnaði á toppnum á gangstéttinni til hliðar við götuna. Allir sem í bílnum voru, ökumaður og tveir farþegar, voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild FSA til aðhlynningar. Ökumaður og annar farþeginn köstuðust út úr bílnum. Ekki fengust upplýsingar um meiðsli þeirra sem í bílnum voru nú fyrir stundu en þeir þykja þó hafa sloppið ótrúlega vel miðað við aðstæður og bíllinn er gjörónýtur. Bíllinn sem var að koma niður Borgarbraut rakst utan í ljósastaur, hafnaði svo á öðrum ljósastaur neðar og braut hann, kastaðist yfir gangstéttina á steinvegg og hafnaði svo á toppnum á gangstéttinni. Nokkur umferð gangandi fólks er jafnan meðfram Borgarbrautinni en ekki voru gangandi vegfarendur á þessum stað þegar óhappið varð.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/baejarstjorn-akureyrar-lysir-anaegju-med-akvardanir-i-samgongumalum
Bæjarstjórn Akureyrar lýsir ánægju með ákvarðanir í samgöngumálum Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær fóru fram umræður um samgöngumál. Þá lagði Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri fram tillögu að bókun þar sem bæjarstjórn lýsir yfir mikilli ánægju með nýlegar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar í samgöngumálum. Í fyrsta lagi, með þá ákvörðun að ráðast í gerð Vaðlaheiðarganga strax á næsta ári. Útlit er fyrir að göngin verði komin í gagnið um svipað leyti og framkvæmdir við álver á Bakka hefjast, en nú í vikunni var ákveðið að ráðast í gerð formlegs umhverfismats vegna álversins. Þá segir í bókuninni að það sé ekki síður mikilvægt að strax í ár verður hafist handa við lengingu Akureyrarflugvallar. Sveitarstjórnir á svæðinu hafa lengi barist fyrir þessum framkvæmdum sem styrkja til muna forsendur fyrir vexti og atvinnuþróun á Norðausturlandi. Í öðru lagi, nýlegt samkomulag ríkis og borgar um uppbyggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll. Bygging samgöngumiðstöðvar er löngu tímabær framkvæmd sem bætir til muna aðbúnað þeirra sem ferðast flugleiðis til og frá höfuðborginni. Jafnframt verður í samgöngumiðstöðinni aðstaða fyrir fleiri flugrekstraraðila í innanlandsflugi sem ætti að skapa möguleika á samkeppni í þessum rekstri. Bæjarstjórn samþykkti bókun bæjarstjóra með 10 samhljóða atkvæðum en Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/verdur-efni-sturtad-a-sjo-minutna-fresti-i-sex-manudi
Verður efni sturtað á sjö mínútna fresti í sex mánuði? Í Eyjafjarðarsveit hafa menn töluverðar áhyggjur af aukinni umferð efnisflutningabíla um sveitina, þegar kemur að framkvæmdum við Akureyrarflugvöll. Eins og fram kemur hér á vefnum voru tilboð í verkið opnuð í dag. Arnar Árnason oddviti sveitarstjórnar sagði að ef sækja þarf allt efnið fram í sveit, muni vörubíll sturta efni við Akureyrarflugvell á sjö mínútna fresti í sex mánuði. "Við erum þá jafnframt að fá 14.000 bílferðir í gegnum hverfið hjá okkur. Það er fyrst og fremst það sem við höfum áhyggjur af og þess vegna erum við að skoða efnistökustaði nær framkvæmdinni." Eins og fram hefur komið samþykkti skólanefnd Eyjafjarðarsveitar á fundi sínum nýlega að beina því til sveitarstjórnar að hún beiti sér tafarlaust fyrir því að tryggja umferðaröryggi gangandi vegfarenda á Eyjafjarðarbraut vestri við Hrafnagilsskóla og Krummakot. Verði efnistaka úr Þveráreyrum efri, vegna lengingar flugbrautar, óumflýjanleg beinir skólanefnd þeim tilmælum til sveitastjórnar að tafarlaust verði ráðist í framkvæmd við undirgöng núverandi vegar við Hrafnagilsskóla eða flutning á Eyjafjarðarbraut vestri í samræmi við gildandi aðalskipulag. Sveitastjórn Eyjafjarðarsveitar fundaði með fulltrúum þriggja stofnana á dögunum, Skipulagsstofnunar, Veiðimálastofunar og Umhverfisstofnunar. Tilgangurinn var að leita ráðgjafar hjá þessum aðilum um það hvernig best verði staðið að efnistökumálum í framtíðinni m.a. með hliðsjón af fyrirhugaðri lengingu Akureyrarflugvallar. Arnar Árnason oddviti Eyjafjarðarsveitar sagði að í raun hefði ekki komið neitt nýtt fram á fundinum og að ekki væru til neinar flýtileiðir í svona skipulagsmálum. "Menn verða að fara lögformlegar leiðir, það þarf að breyta aðalskipulagi til að opna nýjar námur og það tekur þrjá til sex mánuði. Einnig þarf sækja um tilskilin leyfi varðandi það hvað námurnar eiga að vera stórar," sagði Arnar. Þá fóru heimamenn með fulltrúum þessara stofnana um sveitarfélagið til að skoða efnistökustaði. "Það sem kom mér mest á óvart á fundi með þessum sérfræðingum var að við efnistöku í á, eru áhrifin miklu meiri uppfyrir í ánni en niðurfyrir, sem er alveg öfugt við það sem maður ímyndaði sér. Þegar botninn er lækkaður í ánni á einum stað, skríður hann af stað langt upp eftir ánni á meðan er að fyllast í holuna. Það getur orðið til þess að gróðurbotn þar sem hrognin og seiðin eru, skemmist. Þannig að það er að mörgu að hyggja," sagði Arnar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/istak-baud-laegst-i-lengingu-akureyrarflugvallar
Ístak bauð lægst í lengingu Akureyrarflugvallar Vertakafyrirtækið Ístak átti lægsta tilboð í lengingu Akureyrarflugvallar en tilboð í verkið voru opnuð hjá Ríkiskaupum kl. 14.00 í dag. Ístak bauð rúmar 475 milljónir króna í verkið en kostnaðaráætlunin var upp á tæpar 555 milljónir króna. Tilboð Ístaks er því um 85% af kostnaðaráætlun. Alls bárust 6 tilboð í verkið og eitt frávikstilboð. Árni Helgason í Ólafsfirði og GV gröfur á Akureyri buðu sameiginlega í verkið og áttu næst lægsta tilboðið. Það var upp á um 486,6 milljónir króna eða rúmlega 87% af kostnaðaráætlun. Um er að ræða m.a. jarðvegsskipti í suðurenda brautar á um 600 metra löngu svæði, á um 150 metra svæði á norðurenda, auk þess að styrkja axlir meðfram eldri flugbraut og ýmislegt fleira. Klæðning átti þriðja lægsta tilboð, hálfan milljarð króna, eða um 90% af kostnaðaráætlun, Háfell bauð um 542 milljónir króna eða um 97%, Suðurverk og G. Hjálmarsson buðu sameiginlega um 567,8 milljónir króna eða um 102%. Fyrirtækin voru einnig með frávikstilboð upp á rúmar 530 milljónir króna. Héraðsverk átti svo lang hæsta tilboðið, eða um 948,7 milljónir króna eða um 170% af kostnaðaráætlun. Samkvæmt útboðinu skal verktaki jafnframt færa Brunná suður fyrir flugvöll og rofverja nýjan farveg að hluta, koma upp öryggisgirðingu og hliðum, undirstöðum undir loftnet, meðhöndlar eldri strengi á svæðinu og sáir í öryggissvæði. Samkvæmt útboði eru helstu magntölur þessar: Gröftur 100.000 rúmmetrar, undirbygging og fylling um 180.000 rúmmetrar, efraburðarlag um 16.000 rúmmetrar og lagnaskurðir um 7.000 metrar. Ríkiskaup hafa jafnframt fyrir hönd Flugstoða auglýst eftir tilboðum í malbikun Akureyrarflugvallar, þar sem heildarlengd brautar verður 2,7 km eftir lengingu. Eldri flugbraut verður afrétt með flatarfræsingu og malbiki áður en yfirborðslag verður lagt. Á nýja hluta flugbrautar verða lögð tvö malbikslög, nema á axlir þar sem einungis verður lagt yfirborðslag. Þá skal verktaki koma sér upp malbikunarstöð, afla starfsleyfis og leggja til allt efni til verksins. Tilboð í þetta umfangsmikla verk verða opnuð 17. apríl nk.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/taeplega-200-milljona-krona-tap-a-rekstri-rarik
Tæplega 200 milljóna króna tap á rekstri RARIK Aðalfundur RARIK ohf. 2008 verður haldinn á Akureyri föstudaginn 11. apríl nk. Tæplega 200 milljóna króna tap varð á rekstri RARIK á síðasta ári. Samkvæmt rekstrarreikningi samstæðunnar voru rekstrartekjur félagsins 7.436 milljónir króna á árinu 2007. Rekstrartekjur RARIK frá 1. ágúst til ársloka 2006 námu 2.838 milljónum króna. Tap RARIK ohf. frá stofnun 1. ágúst til ársloka 2006 nam 381 milljónum króna. Áætlanir fyrir yfirstandandi ár gera ráð fyrir hagnaði af rekstri félagsins en breyttar ytri aðstæður geta haft veruleg áhrif á afkomu ársins. Samkvæmt efnahagsreikningi 31. desember 2007 námu heildareignir 26.442 milljónum. Heildarskuldir voru 11.706 milljónir og eigið fé 14.737 milljónir. Eiginfjárhlutfall er 55,7 % í árslok 2007. Í ársbyrjun var þetta hlutfall 61.6%. Ársreikningur RARIK ohf er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu og er þetta í fyrsta sinn sem félagið gerir reikningsskil sín með þeim hætti, segir í fréttatilkynningu. Þann 1. ágúst 2006 var stofnað hlutafélag um rekstur Rafmagnsveitna ríkisins. Við þau tímamót voru eignir Rafmagnsveitnanna sem ganga áttu inn í hið nýja hlutafélag endurmetnar með tilliti til þess að ársreikningur fyrir 2007 yrði gerður í samræmi við alþjóðlega staðla. Heildaráhrif breyttra reglna eru því óverulegar eða 0,4 milljónir króna til lækkunar á eigin fé í ársbyrjun og hagnað ársins 2006. Samstæðureikningur fyrirtækisins tekur, auk móðurfélagsins til dótturfélagsins Orkusölunnar ehf. Félagið gerði á árinu samning um kaup á 28% af hlutafé Orkusölunnar ehf. Fyrir átti félagið 36% í félaginu. Rekstur Orkusölunnar ehf varð hluti af RARIK-samstæðunni frá og með 1. janúar 2007. Samhliða því var hlutafé Orkusölunnar ehf aukið með framlagningu hlutafjár í formi virkjana. Við það jókst eignarhlutur RARIK ohf í Orkusölunni ehf í 99,8% (1.915,6 milljónir). Eignarhlutur í Sunnlenskri orku er 90% (72 milljónir), en Eignarhaldsfélag Hveragerðis og Ölfuss á 10%. Eignarhlutur RARIK í öðrum félögum er samtals rúmar 1.276,4 milljónir kr. Þar af er hlutur í Landsneti hf kr 1.122,5 milljónir sem er 22,51% eignarhlutur
https://www.vikubladid.is/is/frettir/hjorleifur-jonsson-radinn-skolastjori-tonlistarskolans
Hjörleifur Jónsson ráðinn skólastjóri Tónlistarskólans Á fundi skólanefndar Akureyrarbæjar í gær var tilkynnt um ráðningu Hjörleifs Jónssonar sem skólastjóra Tónlistarskóla Akureyrar. Hjörleifur er fæddur í Reykjavík 1972 en fluttist í Mosfellssveit þar sem hann hóf ungur tónlistarnám. Hann er með meistaraprófsgráður bæði í klassískum slagverksleik, og kennslufræðum í tónlist frá Hochenschule für Musik Hanns Eisler. Hann er skólastjóri Neue Musikschule í Berlín og stofnandi og framkvæmdastjóri Hypno leikhússins í Berlin sem sérhæfir sig í tónlistar og leiksýningum fyrir börn og unglinga og hefur tekið þátt í að þróa fjöldamörg verkefni sem hafa það að markmiði að efla tónlistaráhuga meðal barna og unglinga. Hjörleifur hefur unnið í nánu samstarfi við verkefnið Tónlist fyrir alla, og nýlega við Listahátíð í Reykjavík. Hjörleifur hefur viðtæka reynslu af tónlistarnámi, tónlistarkennslu og stjórnun, þar sem hann hefur starfað sem tónlistarkennari og námskeiðshaldari á Íslandi og í Amsterdam en ásamt þessu einnig stýrt tónlistarskóla í Berlín. Þá hefur hann komið að skipulagningu ýmissa listviðburða í Berlín, segir í fréttatilkynningu frá Akureyrarbæ.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/svifryksmaelirinn-a-akureyri-biladur
Svifryksmælirinn á Akureyri bilaður Svifryksmælirinn á Akureyri hefur verið bilaður síðan í byrjun febrúar og því eru ekki til neinar tölur yfir svifryk í loftinu frá þeim tíma til þessa dags að sögn Alfreðs Schiöth, heilbrigðistfulltrúa Norðurlands eystra. „Vissulega er það bagalegt að svona stórt gat komi í mælingarnar, sérstaklega í ljósi þess að verið að er að prófa nýjar hálkuvarnir og gott hefði verið að sjá hvaða áhrif þær hafa," sagði Alfreð. Bót í máli er þó að varahlutir í mælinn eru væntanlegir frá Bandaríkjunum og því ætti mælirinn að komast í gagnið innan skamms. Þá hefur Akureyrarbær einnig fest kaup á nýjum svifryksmæli sem væntanlegur er til landsins á næstunni.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/akureyrarbaer-greidir-218-milljonir-krona-fyrir-eignir-svefns-og-heilsu
Akureyrarbær greiðir 218 milljónir króna fyrir eignir Svefns og heilsu Matsnefnd eignarnámsbóta hefur kveðið upp úrskurð í máli Akureyrarbæjar gegn Svefni og heilsu ehf. vegna kaupa bæjarins á húsnæði og lóðarréttindunum sem að öllu leyti eða að hluta tilheyra Svefni og heilsu, vegna framkvæmda við stækkun og endurbætur verslanamiðstöðvarinnar Glerártorgs. Samkvæmt matsnefndinni ber Akureyrarbæ að greiða 217,9 milljónir króna fyrir eignirnar. Krafa Svefns og heilsu var mun hærri eða rúmlega einn og hálfur milljarður króna. Deila Svefns og heilsu og Akureyrarbæjar snýst fyrst og fremst um niðurrif byggingar sem er að fullu í eigu SMI ehf. en er áföst húsnæði Svefns og heilsu. Málið snýst einnig um niðurrif hluta tengibyggingar sem er 15% í eigu Svefns og heilsu og tengdi áður húsnæði verslunarinnar við húsnæði gömlu Sambandsverksmiðjanna sem hafa þegar verið fjarlægðar. Niðurrifið er samkvæmt gildandi deiliskipulagi sem heimilar stækkun verslanamiðstöðvarinnar. Mikilvægt er að byggingarnar víki til þess að tryggja eðlilegt aðgengi að nýju og endurbættu Glerártorgi. Ekki er hins vegar nauðsynlegt að rífa verslunarhúsnæði Svefns og heilsu og Húsgagnanna heim. Eigandi Svefns og heilsu varð ekki við ósk Akureyrarbæjar um umbeðið niðurrif og ekki náðist samkomulag um kaupverð við eigandann. Því var leitað til Matsnefndar eignarnámsbóta um að meta eðlilegt kaupverð eigna Svefns og heilsu. Í framhaldinu fór eigandinn fram á að bærinn yfirtæki allar eignir hans við Dalsbrautina, þ.e. verslunarhúsnæði, lagerhúsnæði og tengibyggingu auk lóðaréttinda. Akureyrarbær hefur kaupanda að umræddum eignum og verður því ekki fyrir fjárhagslegum útgjöldum vegna þessa úrskurðar. Akureyrarbær fagnar niðurstöðu nefndarinnar en harmar að ekki skyldi hafa náðst sátt í málinu, segir í fréttatilkynningu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/sjalfkjorid-i-stjorn-einingar-idju
Sjálfkjörið í stjórn Einingar-Iðju Engar tillögur eða listar bárust um mótframboð gegn núverandi stjórn stéttarfélagsins Einingar-Iðju á Akureyri og verður hún því lýst sjálfkjörin fyrir starfsárið 2008-2009 á aðalfundi félagsins sem haldinn verður þann 22. apríl nk. Björn Snæbjörnsson verður því áfram formaður, Matthildur Sigurjónsdóttir verður áfram varaformaður og Halldóra H. Höskuldsdóttir verður áfram ritari stjórnar félagsins. Skilafresti á listum eða tillögum um menn í stjórnarsæti vegna kjörs stjórnar og trúnaðarráðs fyrir starfsárið 2008-2009 lauk á hádegi í dag, mánudaginn 7. apríl. Þetta kemur fram á vef félagsins.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/sigurlina-radin-framkvaemdastjori-handverkshatidarinnar
Sigurlína ráðin framkvæmdastjóri handverkshátíðarinnar Sigurlína Osuala, leirlistakona, hefur verðið ráðin framkvæmdastjóri hátíðarinnar; „Uppskera og handverk" sem haldin er á hverju sumri í Eyjafjarðarsveit. Sigurlína er 35 ára gömul og lauk MA námi í leirlist frá Lista- og hönnunarskólanum í Helsinki (University of Art og Design) árið 1999. Hún hefur starfað við hönnun og kennslu hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum samhliða því að reka eigin vinnustofu í Helsinki. Sigurlína kemur til landsins í byrjun maí og mun þá strax taka til starfa við undirbúning og skipulagningu hátíðarinnar, sem haldin verður í og við Hrafnagilsskóla dagana 8. - 10. ágúst n.k. Undanfarin tvö ár hefur Dóróthea Jónsdóttir verið framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Hún hefur á þessum árum skipulagt fjölbreytt námskeiðshald í handverki og hún heldur úti vefsíðunni http://www.listalind.is/. Hún er virkur þátttakandi í „Gásahópnum" og hefur beitt sér fyrir markvissu samstarfi ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi. Nú undirbýr Dóróthea opnun fjölnotahúss á Akureyri undir heitinu „Marína á Akureyri." Yfir sumartímann mun starfsemin að mestu snúa að þjónustu við farþega skemmtiferðaskipa sem viðdvöl eiga á Akureyri m. a. með sölu á þjóðlegum minjagripum frá handverksfólki um allt land.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/kea-auglysir-eftir-styrkumsoknum-ur-menningar-og-vidurkenningasjodi
KEA auglýsir eftir styrkumsóknum úr Menningar- og Viðurkenningasjóði KEA hefur auglýst eftir styrkumsóknum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins. Styrkúthlutunin að þessu sinni tekur til tveggja flokka þar sem auglýst er eftir umsóknum úr flokki Ungra afreksmanna annars vegar og úr flokki íþróttamála hins vegar. Úthlutað verður úr flokki ungra afreksmanna á sviði mennta, lista og íþrótta eða til viðurkenninga fyrir sérstök afrek t.d. á sviði björgunarmála. Í þessum flokki skulu umsækjendur vera yngri en 25 ára og búsettir á félagssvæði KEA. Styrkveitingar til íþróttamála, þar sem markmiðið með styrkveitingunni er að sem flest börn og unglingar eigi kost á íþróttaiðkun og að íþróttamenn eða lið sem skara fram úr geti stundað markvissar æfingar og sótt mót við sitt hæfi. Einnig eru verkefni sem eru til þess fallin að stuðla að heilbrigðum lífstíl almennings eða verkefni sem snúa að uppbyggingu á aðstöðu til íþróttaiðkunar styrkhæf í þessum flokki. Umsóknarform er að finna á heimasíðu félagsins, kea.is eða á skrifstofu KEA og skal umsóknum skilað rafrænt eða á skrifstofu félagsins fyrir 18. apríl 2008. Fagráð fjallar um og gerir tillögur að úthlutun hverju sinni en reglugerð Menningar- og viðurkenningasjóðs má finna á heimasíðunni.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fyrirtaekid-ss-byggir-hefur-lengi-stefnt-ad-uppbyggingu-a-sjallareitnum
Fyrirtækið SS Byggir hefur lengi stefnt að uppbyggingu á Sjallareitnum Fyrirtækið SS Byggir hefur stefnt að umfangsmikilli uppbyggingu á Sjallareitnum svokallað í miðbæ Akureyrar en lítið orðið ágengt. Um tíma stóð til að reisa á reitnum þrjá 16 hæða turna með 150-180 íbúðum. Sigurður Sigurðsson framkvæmdastjóri segir að þetta ferli hafi tekið sex ár, málið sé í biðstöðu og ekki sjái fyrir endann á því. "Í dag veit ég ekki neitt og þetta verkefni, Akureyri í öndvegi, hefur aðeins orðið til þess að hægja á framkvæmdum í miðbænum í stað þess að koma hlutunum af stað. Það stefnir í niðursveiflu í þjóðfélaginu en á meðan uppsveiflan var hvað mest var öllu haldið í gíslingu í miðbænum og framkvæmdir stöðvaðar," segir Sigurður m.a. í ítarlegu viðtali við Vikudag sem kom út sl. fimmtudag en fyrirtæki hans fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir. Á þessum áratugum hefur fyrirtækið byggt tæplega 500 íbúðir og mörg af reisulegustu húsum bæjarins. Sigurður segir að bæjarkerfið sé mjög seinvirkt og það taki allt of langan tíma að fá niðurstöðu í einstaka málum, hvort sem svarið er já eða nei. Það sé svo sem ekki við öðru að búast á meðan bæjarfulltrúar sinni því hlutverki sínu sem einhverri hobbívinnu, eins og hann orðar það. Vinni fulla vinnu annars staðar, fara svo eftir það að sinna bæjarmálunum, slíkt gangi einfaldlega ekki upp. SS Byggir sótti á sínum tíma um lóðir undir íbúðir á Nesjasvæðinu svokallaða, þar sem hafa verið reist fjölmörg iðnaðar- og verslunarhúsnæði. Sigurður sagði að rökin fyrir því að hann fékk ekki lóðir undir íbúðarhús á svæðinu, hafi verið lykt frá Krossanesverksmiðjunni. "Ég held að allir sjái það í dag að á þessu svæði átti aðeins vera íbúðabyggð og ekkert annað. Þetta er eitt fallegasta svæði bæjarins með frábært útsýni til allra átta." Hann segist binda vonir við að bæjaryfirvöld sjái að sér og hætti við að taka svæðið við Ytra-Krossanes undir iðnaðarsvæði. "Það er mjög röng pólitík í því að taka strandlengju undir iðnaðarhúsnæði," segir Sigurður m.a. í viðtalinu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/akureyri-blomlegt-samfelag-a-landsbyggdinni-an-storidju-ad-mati-stjornar-vg
Akureyri, blómlegt samfélag á landsbyggðinni án stóriðju, að mati stjórnar VG Vinstri-græn leggja áherslu á að styrkja innviði samfélagsins á hverjum stað, eins og gert hefur verið hér á Akureyri og á Eyjafjarðarsvæðinu, m.a. með framúrskarandi heilsugæslu og öflugu skólastarfi. Þá er sérstaklega ánægjulegt hvernig tekist hefur að styrkja samfélagið með gjaldfrjálsum almenningssamgöngum. Enginn vafi leikur á því að blómlegt atvinnu- og menningarlíf á Akureyrarsvæðinu á rætur að rekja til þess að hlúð hefur verið að þessum grunnstoðum samfélagsins. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ályktun stjórnar VG. Reynsla Eyfirðinga sýnir að byggðalög á landsbyggðinni eru betur sett án stóriðju og þeirrar röskunar sem slíkri atvinnuuppbyggingu fylgir óhjákvæmilega. Kominn er tími til að stórkarlalegar skammtímalausnir víki fyrir stjórnmálum þar sem hugsað er til lengri tíma með því að byggja upp fjölbreytt og blómleg samfélög á landsbyggðinni með sjálfbærni, félagslegt jafnrétti og stöðugleika að leiðarljósi. Þá segir í ályktuninni að stóriðjustefnan sé á fullri siglingu, drifin áfram meðal annars af ráðherrum Samfylkingarinnar. Frávísun umhverfisráðherra á kæru Landverndar undirstrikar kjarkleysi ráðherrans, sem hafði næg rök og lagaheimildir til að láta náttúruna njóta vafans og efna þannig loforð sín við kjósendur. Stjórnmál eiga að snúast um stefnumótun en ekki hagsmunagæslu kerfisins. Þar hafði umhverfisráðherra tækifæri til að standa við stóru orðin, setja náttúruvernd í forgang. Með álveri í Helguvík er ekki aðeins verið að stefna umhverfinu í voða, heldur líka efnahag þjóðarinnar sem nú berst við verðbólgu og himinháa vexti, afleiðingar þenslu af völdum stóriðjuframkvæmda undanfarinna ára. Til viðbótar eru í undirbúningi álver á Bakka og í Þorlákshöfn og vægast sagt langsóttar hugmyndir uppi um olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum, sem allt ýtir undir væntingar og verðbólgu. Þannig er þjóðinni haldið í heljargreipum á meðan engin skilaboð koma frá stjórnvöldum. Það er skaðlegt fyrir byggðirnar sjálfar að vera í stöðugu óvissuástandi um framtíð atvinnumála sinna. Slíkt ástand drepur niður frumkvæði heimamanna. Vísbendingar eru nú um að álversframkvæmdir fyrir austan hafi því miður ekki skilað Austfirðingum þeim viðsnúningi í byggðaþróun sem lofað var á sínum tíma, segir ennfremur í ályktun stjórnar VG.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fagnar-theirri-hreyfingu-sem-hefur-verid-a-malefnum-nordurlands-eystra
Fagnar þeirri hreyfingu sem hefur verið á málefnum Norðurlands eystra Stjórn Samfylkingarinnar á Akureyri fagnar, í ályktun, þeirri hreyfingu sem verið hefur á málefnum Norðurlands eystra síðasta misseri. Undir forystu núverandi ríkisstjórnar hafa atvinnu- og samgöngumál á svæðinu tekið kipp. Ákvörðun samgönguráðherra, Kristjáns L Möller, um Akureyrarflugvöll og Vaðlaheiðargöng heggur á margra ára gamlan hnút sem brýnt var að leysa. Jafnframt óskar Samfylkingin á Akureyri íbúum Fjallabyggðar til hamingu með þann áfanga sem nú hefur náðst í gerð Héðinsfjarðarganga. Málefni álvers við Bakka eru einnig í jákvæðum farvegi, segir einnig í ályktuninni og fyrir frumkvæði samgönguráðherra munu þessar framkvæmdir allar stuðla að framgangi atvinnumála á svæðinu er hér verður eitt atvinnusvæði vegna þeirra samgöngubóta sem fyrirhugaðar eru. Það mun styrkja svæðið gríðarlega sem mótvægi við Suðvesturhornið. Það er bjartsýni og framfarahugur í Norðlendingum eftir margra ára kyrrstöðu. Við höfnum kyrrstöðu og afturhaldi, segir í ályktun stjórnar Samfylkingarinnar á Akureyri.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/vinstri-graenir-vilja-leggja-sitt-af-morkum-i-barattunni-vid-efnahagsvandann
Vinstri grænir vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni við efnahagsvandann Vinstri grænir vilja leggja sitt af mörkum í þeirri baráttu að endurheimta efnahagslegan stöðugleika, verja stöðu heimilanna og kaupmátt launa. Forystumenn í flokknum kynntu tillögurnar á Akureyri í dag en þar hófst jafnframt fundaröð VG undir yfirskriftinni; Tökumst á við efnahagsvandann." Vinstri grænir vilja verja allt að 5 milljörðum króna til eflingar byggðarlaga sem glíma við samdrátt m.a. til að skapa konum störf, vinna gegn kynbundnum launamun og búferlaflutningum. Einnig er lagt til að húsaleigu- og vaxtarbætur verði stórauknar, komugjöld og sjúklingaskattar í heilbrigðiskerfinu verði afnumin og skólagjöld í opinberum skólum verði afmunin. Þá leggja Vinstri grænir til að kjör elli- og örorkulífeyrisþega verði stórbætt, hið opinbera bjóði skattfrjálsan sparnað og að fjárhagsstaða sveitarfélaga verði bætt um 5 milljarða króna gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Vinstri grænir vilja verja þremur milljörðum króna til að auka fjölbreytni og nýsköpun í atvinnumálum, styðja ferðaþjónustu og landbúnað og byggja upp þjóðgarða. Flokkurinn vill stöðva stóriðju- og stórframkvæmdir en grípa þess í stað til aðgerða á sviði umhverfis- og velferðarmála. Þá er lagt til að gjaldeyrisforði Seðlabankans verði aukinn og eigið fé bankans styrkt með innlendu skuldafjárútboði. Vinstri grænir leggja til að sett verði á stofn Þjóðhagsráð sem veitir stjórnvöldum ráðgjöf, metur framvindu og horfur í þjóðarbúskapnum og gefur mánaðarlega alit um stöðu mála. Loks er lagt til að lagður verði grunnur að sjálfbærri þróun í orkubúskap landsmanna.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/opid-i-hlidarfjalli-og-adstaedur-med-besta-moti
Opið í Hlíðarfjalli og aðstæður með besta móti Skíðasvæðiðið í Hlíðarfjalli er opið í dag frá kl. 10-17. Veður er eins og best verður á kosið 5 gráðu frost og sól og skíðafærið mjög gott, troðinn þurr snjór. Það hefur snjóað töluvert síðustu daga og hafa snjóalög ekki verið eins góð í mörg ár. Þá stendur yfir í Hlíðarfjalli um helgina Unglingameistaramót Íslands á skíðum. Keppendur eru rúmlega 200 talsins á aldrinum 13-16 ára, auk þess sem fjöldi þjálfara, fararstjóra, foreldra fylgja keppendunum. Þá eru starfsmenn mótsins yfir 100. Mótið hófst í gær og því lýkur á morgun.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/styrkir-veittir-til-framhaldsskola-til-islenskukennslu
Styrkir veittir til framhaldsskóla til íslenskukennslu Úthlutun styrkja til framhaldsskóla til verkefna á sviði íslenskukennslu fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku á vorönn 2008 hefur farið fram. Alls sóttu 14 skólar um stuðning fyrir 147 nemendur auk námskeiða fyrir kennara, námsráðgjöf, undirbúningsstörf og sérþjónustu við nemendur s.s. túlkun og aðstoð í prófum. Upphæð úthlutaðra styrkja var tæplega 10 milljónir króna að þessu sinni. Þrír skólar á Norðurlandi fengu styrki, Menntaskólinn á Akureyri fékk 481.000 krónur í styrk, Verkmenntaskólinn á Akureyri fékk 284.000 krónur og Framhaldsskólinn á Laugum fékk 300.000 krónur í styrk.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/formadur-svinaraektenda-segir-avinning-af-tollalaekkun-storlega-ofmetinn
Formaður svínaræktenda segir ávinning af tollalækkun stórlega ofmetinn "Kaup á svína- og kjúklingakjöt i er innan við 1,3% af heildarútgjöldum heimilanna eða rúmar 5.000 kr. á mánuði fyrir meðalheimilið. Hins vegar má skilja orð formanns Samfylkingarinnar þannig að mun meiri hagsmunir séu í húfi. Nú veit ég ekki hversu mikilli lækkun það myndi skila í vasa neytenda að lækka tolla á svína- og kjúklingakjöti en það er þó augljóst að mínu mati að sá ávinningur er stórlega ofmetinn," segir Ingvi Stefánsson svínabóndi á Teigi í Eyjafjarðarsveit og formaður Svínaræktarfélags Íslands um ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um liðna helgi lækkun tolla á hvítu kjöti. Ingvi minnir á að aðeins er rúmt ár frá því tollar á innflutt kjöt voru lækkaðir um 40% og að fyrir liggi að útflutningsskylda á lambakjöti verði felld niður haustið 2009. "Því hvarflaði ekki að manni að það væri til umræðu að ganga enn lengra í þessum efnum á næstu misserum. Það er auðvitað vita vonlaust að gera nokkrar áætlanir í þessum rekstri á meðan þetta óvissuástand ríkir, enda tekur það vel á þriðja ár að koma aukinni framleiðslu á markað frá því að ákvörðun um stækkanir eru teknar. Ég get þó verið sammála ráðherra með að matvælaverð hér á landi er of hátt, en það má reyndar segja um marga aðra útgjaldaliði heimilanna sem vega mun þyngra en kaup á svína- og kjúklingakjöti Það hefur ekki staðið á okkur að leggja til við yfirvöld leiðir til að ná enn frekari hagræðingu í okkar rekstri sem myndi skila sér í lægra verði á okkar afurðum, það hefur hins vegar skort á viðbrögð frá stjórnvöldum við þessum tillögum." Ingvi segir að ef tollar yrðu felldir niður stæðu svína- og kjúklingabændur eftir berskjaldaðir og hið sama gilti um afurðastöðvarnar. Sem dæmi nefnir hann Eyjafjarðarsvæðið þar sem rekin eru öflug matvælavinnslufyrirtæki sem að hluta byggja afkoma sína á slátrun og vinnslu á svínakjöti. Óheftur innflutinngur á svínakjöti myndi hafa alvarleg áhrif á rekstur þessara fyrirtækja. Um 370 manns vinni við slátrun og vinnslu á Norðausturlandi og megi gera ráð fyrir að yfir 100 þessara starfa tengist úrvinnslu á svínakjöti og á þá eftir að taka tillit til afleiddra starfa. Núverandi vaxtastig mun hægja verulega á hjólum atvinnulífsins og leiða af sér aukið atvinnuleysi á komandi misserum. "Því verðum við að passa upp á þau störf sem við höfum nú á landsbyggðinni. Þá er svo margt annað sem þarf að hafa í huga í þessari umræðu, ég get nefnt sem dæmi að við svínabændur kaupum mjög mikið af fóðri og ef okkar framleiðslu nyti ekki við er langt frá því að vera sjálfgefið að fóðurblöndun yrði haldið áfram á Akureyri. Ef fóðurblöndun yrði hætt hér þyrftu kúabændur að kaupa fóður frá Reykjavík, sem myndi hækka þeirra fóðurkostnað mikið. "
https://www.vikubladid.is/is/frettir/atelur-seinagang-a-urskurdum-i-umgengnismalum
Átelur seinagang á úrskurðum í umgengnismálum Félag ábyrgra foreldra á Akureyri gagnrýnir seinagang sýslumannsembættisins á Akureyri á úrskurðum í umgengnismálum foreldra við börn þeirra og telur óhæft að foreldrar þurfi að bíða mánuðum saman eftir niðurstöðu sýslumanns í þessum málaflokki. Mikilvægur tími tapist með þessum seinagangi og veldur oft miklum pirringi meðal þeirra foreldra sem bíða niðurstöðu og flæki málin enn frekar. Félagið telur þó að þetta sé ekki einungis bundið við embættið á Akureyri því samkvæmt upplýsingum félagsins taka málin hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík allt að einu ári og stundum lengur. Oft séu svör sýslumanna óskýr og telur félagið að ekki sé hægt að búa við þetta ástand mikið lengur. Félagið hyggst leita til dómsmálaráðherra til að leita leiða til að bæta úr þessum málum því ástandið sé vægast sagt óviðunandi, einnig hvetur félagið foreldra til að leita til umboðsmanns Alþingis taki mál þeirra meira en tvo mánuði. Félagið hyggst leita til mannréttindadómstóls Evrópu gefi ráðherra ekki skýr svör, segir ennfremur í yfirlýsingu frá Félagi ábyrgra foreldra á Akureyri.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/kjarnfodurtollar-felldir-nidur-a-fodurblondum-fra-ees-rikjum
Kjarnfóðurtollar felldir niður á fóðurblöndum frá EES-ríkjum Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra greindi frá því á aðalfundi Landssambands kúabænda í dag að kjarnfóðurtollar verði felldir niður á öllum fóðurblöndum frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins frá og með 1. maí nk. en áfram verði innheimt óbreytt gjald af fóðurblöndum frá öðrum löndum. Tollurinn er 3,90 kr/kg af blönduðu fóðri. Þessi breyting verður tímabundin til næstu áramóta og ræðst framhaldið af því hvernig samningar um gagnkvæmar tollaívilnanir á landbúnaðarvörum þróast á milli Íslands og Evrópusambandsins. Í ræðu sinni við setningu fundarins fjallaði ráðherra um rekstrarumhverfi landbúnaðarins, vakti athygli á áhrifum alþjóðasamninga og hvernig Svisslendingar hafa brugðist við. „Nýverið hafa svissnesk stjórnvöld samþykkt að taka upp viðræður við Evrópusambandið um aukið frelsi í viðskiptum með landbúnaðarafurðir. Líklegt má telja að Sviss og Evrópusambandið semji um afnám tolla í viðskiptum sínum á næstu 3-5 árum og verði þannig á undan þeirri aðlögun sem fyrirhuguð er á vettvangi WTO. Þessi staða hefði ekki þótt líkleg fyrir aðeins örfáum árum, enda Svisslendingar kunnir fyrir aðgætni, þegar kemur að lækkun tolla og opnun markaða í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Sviss hefur verið í broddi fylkingar þeirra þjóða sem meðal annarra Íslendingar og Norðmenn skipa og vilja sjá hægfara þróun opnari viðskipta með landbúnaðarvörur á vettvangi WTO og reyndar eru þeir talsmenn þess hóps, svokallaðs G-10 hóps, sem stendur vörð um hægfara þróun í þessum viðskiptum. Þessi stefnubreyting Svisslendinga gagnvart ESB er því umhugsunarefni fyrir okkur Íslendinga og sterk vísbending um það, að viðskiptaumhverfi okkar geti tekið hraðari breytingum á næstunni en við höfðum reiknað með." Ráðherra áréttaði að ekki mætti bíða hugsunarlaust eftir því sem verða vildi eða láta alþjóðasamninga þvinga Íslendinga óundirbúið til aðgerða. „Við höfum verk að vinna við að búa okkur undir breytta framtíð. Í þeirri vinnu skulum við byggja á styrkleikum íslensks landbúnaðar og vera vakandi yfir þeim tækifærum sem framtíðin hefur upp á að bjóða." Margt bendi til að ýmis konar möguleikar felist í þeim hræringum sem orðið hafi á alþjóðlegum matvælamarkaði. Þær kunni að styrkja hlutfallslega samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar auk þess sem lægra gengi íslensku krónunnar auki útflutningsmöguleikana og bæti almennt samkepppnisstöðu íslenskrar framleiðslu. „Gleymum því ekki að við erum útflutningsþjóð og þegar við gerum viðskiptasamninga við önnur ríki eða ríkjasambönd þá hljótum við ekki síður að hafa þá hagsmuni í huga, en hagsmuni innflutningsins. Þess vegna hef ég lagt á það ofuráherslu að við semjum ekki um einhliða tollalækkanir heldur gagnkvæmar, svo að útflutningsgreinar okkar njóti ávinningsins einnig" sagði Einar Kristinn Guðfinnsson á aðalfundi Landssambands kúabænda. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/kea-kaupir-allt-stofnfe-i-sparisjodi-hofdhverfinga
KEA kaupir allt stofnfé í Sparisjóði Höfðhverfinga Í framhaldi af stofnfjáraðilafundi Sparisjóðs Höfðhverfinga hefur KEA gert samning um kaup á öllu stofnfé í sjóðnum með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins. Sparisjóður Höfðhverfinga er einn elsti sparisjóður landsins, stofnaður 1879. Í framhaldinu er gert ráð fyrir því að auka eigið fé sparisjóðsins verulega til þess að efla sjóðinn. Það liggur fyrir að núverandi stofnfjáraðilar munu að einhverju leyti endurfjárfesta í sjóðnum sem og fjársterk fyrirtæki á starfssvæði sjóðsins og víðar. Í tengslum við þessi viðskipti verður núverandi starfsstöð fest í sessi á Grenivík. Í framhaldinu af þessum viðskiptum og hlutafélagavæðingu sparisjóðsins verður til sjálfeignarstofnun sem mun ráðstafa arði til menningar- og líknarmála á starfssvæði sparisjóðsins. Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA er ánægður með þennan samning. „KEA hefur viljað fjárfesta og koma að eflingu og uppbyggingu fjármálafyrirtækja á starfssvæði sínu. Þetta er verkefni í þá veru og ekki það fyrsta en KEA var einn stofnenda Saga Capital fjárfestingabanka á sínum tíma. Þrátt fyrir erfið ytri skilyrði fjármálafyrirtækja um þessar mundir tel ég vera sóknarfæri og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni. Það er ekki markmið KEA að eiga allt stofnfé sjóðsins til lengri tíma og ég geri ráð fyrir að fleiri fjárfestar komi að eflingu og stækkun sjóðsins mjög fljótlega." Jakob Þórðarson, formaður stjórnar Sparisjóðs Höfðhverfinga, segir þennan samning vera niðurstöðu stefnumótunarvinnu stjórnar um að tryggja framtíðarrekstur með stækkun og eflingu sjóðsins um leið og tryggð eru sjónarmið um að fjármagn sitji eftir í samfélaginu og starfsstöð sjóðsins á Grenivík sé tryggð til frambúðar. „Með samningi við KEA nást þessi markmið fram og stofnfjáraðilafundur hefur þegar samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að vinna að lúkningu málsins í þessa veru. Ég er ánægður með þessa niðurstöðu og tel hana mikið heillaspor."
https://www.vikubladid.is/is/frettir/undirbuningur-gengur-vel-fyrir-alver-a-bakka-vid-husavik
Undirbúningur gengur vel fyrir álver á Bakka við Húsavík Alcoa mun síðar í þessum mánuði leggja fram hjá Skipulagsstofnun tillögu að matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum vegna álvers á Bakka við Húsavík með um 250.000 tonna framleiðslugetu á ári. Þetta var meðal þess sem kom fram á fjölmennum borgarafundi sem sveitarfélagið Norðurþing stóð fyrir á Húsavík í kvöld. Á fundinum kynntu fulltrúar Norðurþings, Landsnets, Landsvirkjunar, HRV og Alcoa undirbúning og stöðu mála varðandi fyrirhugað álver á Bakka við Húsavík. Í máli Bergs Elíasar Ágústssonar, sveitarstjóra Norðurþings, kom fram að undirbúningsvinna fyrir álver á Bakka sé í fullum gangi. Hann sagði að álver á Bakka myndi skapa 600 - 700 störf á Norðurlandi, um 1000 störf á landinu öllu og skapa umtalsverð útflutningsverðmæti fyrir þjóðarbúið. Meðal annars sé nýtt svæðisskipulag vegna fyrirhugaðrar nýtingar háhitasvæða í Þingeyjarsýslum í höfn og hafi verið samþykkt af viðkomandi sveitarstjórnum og staðfest af umhverfisráðherra. Í skipulaginu er meðal annars fjallað um verndun og nýtingu háhitasvæða og háspennulínur á öllu skipulagssvæðinu. Forhönnun og frumkostnaðaráætlun vegna stækkunar Húsavíkurhafnar er lokið. Siglingamálastofnun vinnur nú að gerð hafnarlíkans fyrir höfnina. Hjá sveitarfélaginu er nú meðal annars unnið að nauðsynlegum breytingum á staðsetningu iðnaðarlóða í aðalskipulagi og í sumar verður unnið að fornleifarannsóknum á Bakka, segir í fréttatilkynningu frá Norðurþingi. Árni Jón Elíasson hjá Landsneti sagði fyrirtækið hafa lagt fram tillögu að matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka. Auk þess sé í undirbúningi að styrkja núverandi meginflutningsnet raforku á Norðausturlandi með það fyrir augum að tengja nýjar virkjanir og álver á Bakka öruggri tengingu við landsnetið. Árni Gunnarsson hjá Landsvirkjun fór yfir rannsóknir á háhitasvæðunum á Þeistareykjum, í Bjarnarflagi, Kröflu og Gjástykki. Fram kom í máli hans að rannsóknarboranir lofi góðu og niðurstaðna úr þeim sé að vænta um næstu áramót. Mat á umhverfisáhrifum og aðallskipulag er tilbúið fyrir virkjun í Bjarnarflagi, tillaga að matsáætlun fyrir virkjun á Þeistareykjum er til umfjöllunar hjá Skipulagsstofnun og tillaga að matsáætlun fyrir stækkun Kröfluvirkjunar verður kynnt innan skamms. Kristján Þ. Halldórsson, verkefnisstjóri samfélagsmála hjá Alcoa á Norðurlandi, kynnti stöðu mála fyrir hönd Alcoa. Í máli hans kom fram að Alcoa muni á næstu vikum leggja fram tillögu að matsáætlun fyrir álver á Bakka og hefja rannsóknir á umhverfisáhrifum. Í sumar verður meðal annars unnið að vistfræðirannsóknum, rannsóknum á dreifingu á útblæstri og rannsóknum á samfélagslegum áhrifum álvers. Einnig verður hleypt af stokkunum sjálfbærniverkefni í samvinnu við Landsvirkjun og Landsnet. Þar verður meðal annars horft til fenginnar reynslu af slíku verkefni sem unnið hefur verið að í tengslum við framkvæmdirnar á Austurlandi. Alcoa vinnur samkvæmt áætlunum um að nýtt álver á Bakka nái fullum afköstum árið 2015. Lokaákvörðun um hvort fyrirtækið ræðst í byggingu álversins mun meðal annars ráðast af niðurstöðum rannsókna á virkjanlegri orku á svæðinu, orkuverði, niðurstöðum mats á umhverfisáhrifum, hagkvæmniathugunum, tímaáætlunum og markaðsaðstæðum. Hversu mikil virkjanleg gufuorka er á svæðinu og orkuverð mun hafa úrslitaþýðingu varðandi byggingu og stærð álversins. "Það er mikill áhugi á verkefninu hjá Alcoa og fyrirtækið ætlar að kanna til hlítar kosti þess að byggja næsta álver fyrirtækisins á Bakka. Mat á umhverfisáhrifum er mikilvægur liður í undirbúningsferlinu. Óskastaðan er að í framtíðinni verði næg orka tryggð til að hægt verði að nýta dýrmæta reynslu okkar frá Reyðarfirði til fullnustu með því að byggja álver af sömu stærð og Fjarðaál á Bakka. Þangað til það gerist vinnum við hins vegar eftir þeim upplýsingum sem við höfum um mögulega orku og byggjum matið á umhverfisáhrifum á þeim grunni," sagði Kristján. Bergur Elías dró saman helstu niðurstöður fundarins í lokin og sagði þá meðal annars "Hér voru kynnt ný og mikilvæg skref í þá átt að nýta auðlindir Norðausturlands til heilla fyrir íbúa fjórðungsins og landsins alls. Nýtt álver á Bakka verður kærkomin ný undirstaða fyrir atvinnulíf á svæðinu og mikilvæg viðbót í íslenskt efnahagslíf. Álver á Bakka myndi skapa 600 - 700 störf á Norðurlandi, um 1000 störf á landinu öllu og skapa umtalsverð útflutningsverðmæti fyrir þjóðarbúið."
https://www.vikubladid.is/is/frettir/gv-grofur-budu-laegst-i-vegaframkvaemdir-i-horgarbyggd
GV Gröfur buðu lægst í vegaframkvæmdir í Hörgárbyggð Fyrirtækið GV Gröfur ehf. á Akureyri átti lægsta tilboð í vegaframkvæmdir á Dagverðareyrarvegi í Hörgárbyggð en aðeins tveir aðilar buðu í verkið. Um er að ræða endurbyggingu á um 4,5 km löngum kafla, frá Hringvegi að Hellulandi. GV Gröfur buðust til að vinna verkið fyrir um 44,7 milljónir króna, sem er 108% af kostnaðaráætlun en hún hljóðaði upp 41,4 milljónir króna. Árni Helgason ehf. bauð 54 milljónir króna í verkið, sem er um 130% af kostnaðaráætlun. Fyrirtækið var einnig með frávikstilboð. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. ágúst í sumar. Þá hefur Vegagerðin opnað tilboð í efnisvinnslu á Norðaustursvæði árið 2008 í Eyjarfjarðar- og Suður-Þingeyjarsýslu. Þrír aðilar buðu í verkið og var eitt þeirra undir kostnaðaráætlun. Kostnaðaráætlun var um 32,5 milljónir króna. Skútaberg ehf. bauð 32,3 milljónir króna eða 99,2%. Myllan ehf. bauð 34,1 milljón króna eða 104,8% og Alverk ehf. bauð um 50 milljónir króna eða 141,2% Helstu magntölur eru: Efni í malarslitlag 18.500 m3 - Efni í klæðingu 4.000 m3 . Verki skal að fullu lokið 15. október 2008.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/gomul-likamsraektartaeki-nogu-god-fyrir-folkid-a-landsbyggdinni
Gömul líkamsræktartæki nógu góð fyrir fólkið á landsbyggðinni? Ungir Jafnaðarmenn á Akureyri hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma ummæli Sigrúnar Ámundadóttur hjá Orkuveitu Reykjavíkur fyrr í morgun, "þar sem hún fer niðrandi orðum um fólk sem hefur kosið að búa á landsbyggðinni," eins og segir í yfirlýsingunni. OR auglýsti í Morgunblaðinu í dag notuð líkamsræktartæki og á visir.is er frétt um málið þar sem m.a. haft er eftir Sigrúnu að tækin séu mörg hver komin til ára sinna og séu ekki boðleg líkamsræktarstöðvum í Reykjavík. „Þetta eru engu að síður tæki sem stöðvar úti á landi geta boðið sínum viðskiptavinum, við gerum nefnilega minni kröfur úti á landi," segir Sigrún á visir.is. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir á mbl.is að fréttin sem birt er á vísir.is í dag um sölu Orkuveitu Reykjavíkur á gömlu líkamsræktartækjunum vera þvætting. Eiríkur segir ekkert hæft í fréttinni annað en það að umrædd tæki hafi verið auglýst til sölu. Fyrirtækið hafi hins vegar alls enga ákveðna kaupendur í huga og Sigrún, sem sjálf sé landsbyggðarkona, kannist ekki við að hafa sagt það sem eftir henni er haft. Ungir Jafnaðarmenn á Akureyri segja jafnframt í yfirlýsingu sinni að fólk sem hafi kosið að búa á landsbyggðinni geri sömu kröfur á þá þjónustu og aðrir landsmenn og skiptir þá ekki máli hvort um sé að ræða líkamsræktarstarfsemi eða orkusala. "Með orðum sínum er Sigrún einnig að tala niðrandi um stóran hluta viðskiptamanna sinna en mikið af íbúum höfuðborgarsvæðisins og þar af leiðandi viðskiptamenn Orkuveitunnar er fólk sem hefur flutt af landsbyggðinni. Vona Ungir Jafnaðarmenn á Akureyri að Sigrún sjái sóma sinn í því að biðjast afsökunar á þessum ummælum sínum."
https://www.vikubladid.is/is/frettir/mikid-um-ad-vera-a-menningarsvidinu-a-akureyri
Mikið um að vera á menningarsviðinu á Akureyri Líkt og venjulega verður mikið um að vera á menningarsviðinu á Akureyri um helgina og ýmislegt í boði, jafnt í tónlist sem myndlist. Á Græna hattinum verða tónleikar í kvöld og næstu tvö kvöld, kóramót verður í Glerárkirkju á laugardag og píanótónleikar á föstudagsfreistingum í Ketilhúsinu. Þá verða opnaðar sýningar á Café Karólínu og Deiglunni laugardag og um kvöldið verður í gangi tilraunastofa í Ketilhúsinu. Þá má nefna leiksýningar hjá LA í Samkomuhúsinu og Rýminu og einnig Freyvangsleikhúsið og frumsýningu hjá leikdeild Eflingar á Breiðumýri á laugardagskvöld. Strax í kvöld kl. 21.00 verða Kertaljósatónleikar Harðar Torfasonar á Græna hattinum. Hörður á alltaf tryggan fjölda aðdáenda enda alltaf skemmtilegir tónleikar hjá Herði og mikil upplifun. Á morgun, föstudagskvöld kl. 22.00 stíga Blúsmenn Andreu á svið. Þar fer magnaðasta blússöngkona landsins Andrea Gylfadóttir með sína blússveit sem er skipuð snillingunum; Guðmundi Péturssyni gítar, Birgi Bragasyni trommur, Einari Rúnarssyni hljómborð og Róberti Þórhallssyni bassa. Á laugardagskvöld rokkar Rás 2 um landið frá Græna hattinum og bíður að þessu sinni uppá: Dr. Spock, sem sló svo eftirminnilega í gegn í laugardagslögunum í vetur, Bennys Cresbos Gang, eina efnilegastu hljómsveit landsins og Sign, sem leika að eigin sögn "melódískt töffararokk." Helga Bryndís Magnúsdóttir og Aladar Rácz flytja rhapsódíur úr ýmsum áttum fjórhent á píanó, á föstudagsfreistingum í Ketilhúsinu í hádeginu á morgun föstudag. Það er Tónlistarfélag Akureyrar í samstarfi við Karólínu Restaurant sem stendur fyrir þessari dagskrá. Aðgangseyrir er kr. 1.500 en eldri borgarar greiða kr. 1.250. Það verður líf og fjör í Glerárkirkju laugardaginn 5. apríl nk. kl. 17.00 en þá fer þar fram kóramót undir yfirskriftinni; "Hæ,tröllum á meðan við tórum." Þrír kórar taka þátt í mótinu, Grundartangakórinn, undir stjórn Atla Guðlaugssonar, Karlakórinn Hreimur frá Húsavík, undir stjórn Aladár Rácz og Karlakór Akureyrar - Geysir, undir stjórn Valmar Valjaots. Í boði verður fjölbreytt söngdagskrá úr öllum áttum. Kórarnir flytja hver sitt prógram en eftir það sameina þeir krafta sína í sannkölluðum stórverkum úr sögu íslensks karlakórasöngs. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. Magga Steingríms opnar sýningu á verkum sínum í Deiglunni laugardaginn 5. apríl kl. 14.00. Magga hefur undanfarið unnið að gerð þrívíðra myndverka sem hún vinnur úr þæfðri íslenskri ull og sýnir nú afrakstur þeirrar vinnu. Sýningin stendur til sunnudagsins 13.april og er opin alla dagana frá 14.00 - 17.00. Allir velkomnir. Guðmundur R. Lúðvíksson opnar sýninguna "Hreppsómagi og vindhanar" á Café Karólínu laugardaginn 5. apríl 2008. Guðmundur hefur sett upp fjölmargar sýningar á síðustu árum og er nýkominn frá Rotterdam þar sem hann tók þátt í samsýningu. "Verkið Hreppsómagi og vindhanar er unnið þannig að ég mun leggja af stað kl. 05.00 föstudagsnótt frá Njarðvíkum til Akureyrar. Kílómetramælir bílsins verður stilltur á núll við upphaf ferðar. Við hver hreppamörk alla leið til Akureyrar verður lofti blásið í poka, og lokað þétt fyrir þá. Hver poki er merktur með km sem eftir eru á áfangastað. Ljósmynd er tekin af gjörningnum og tilheyrir hverjum poka. Núll pokinn verður stærri en allir hinir pokarnir. Einnig verða þrjú verk sem unnin eru með girni og eru þrívíð," segir Guðmundur. Þriðji viðburðinn í tengslum við SKÖPUN - tilraunastofu leikarans Kristjáns Ingimarssonar, verður í Ketilhúsinu á Akureyri laugardaginn 5. apríl kl. 20.30. Hér er um að ræða viðburð sem kemur áhofendum skemmtilega á óvart. Hvað er það sem gerir það að verkum að eitthvað nýtt verður til? Eitthvað sem enginn veit hvað er en allir eru sammála um að þetta eitthvað er einstaklega hrífandi, skemmtilegt, óhugnanlegt eða upplífgandi, með athygli sinni og undrun gefa því líf. Í tilefni af byrjun á vinnslu nýrrar sólóleiksýningar sem ber vinnuheitið SKÖPUN er dyrunum hrundið upp til viðburðar sem vonandi kollvarpar öllum hugmyndum um heilbrigða skynsemi, segir í fréttatilkynningu. Kristján nýtur aðstoðar myndlistamannsins Þórarins Blöndal við uppsetninguna í Ketilhúsinu. Gestir eru beðnir um að taka með sér myndavél með flassi. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/vh-gagnrynir-hardlega-afskiptaleysi-stjornvalda
VH gagnrýnir harðlega afskiptaleysi stjórnvalda Verkalýðsfélag Húsavíkur og nágrennis gagnrýnir harðlega í ályktun afskiptaleysi stjórnvalda vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í íslensku efnahagslífi. Á meðan þjóðarskútan siglir stjórnlaust hlaðast auknar álögur á herðar launafólks. Ljóst er að verkafólk hefur ekki borð fyrir báru til að mæta þeim hækkunum sem dunið hafa á þeim undanfarið. Sem dæmi má nefna að umtalsverðar verðhækkanir hafa orðið á matvöru á síðustu 10 mánuðum. Samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti ASÍ hefur verð á algengum mat- og drykkjarvörum hækkað um 10-30% á undanförnum vikum. Því miður virðast sumir verslunareigendur nýta sér ástandið til meiri hækkana en eðlilegt getur talist sé tekið mið af gengisbreytingum. Þá hafa afborganir vegna lána hækkað verulega svo ekki sé talað um verð á bensíni og olíum. Verkalýðsfélag Húsavíkur og nágrennis styður heilshugar aðgerðir vörubílstjóra og annarra bílstjóra sem mótmælt hafa alltof háu bensín- og olíuverði. Það er í hendi stjórnvalda að lækka álögur ekki síst meðan núverandi ástand varir í efnahagsmálum. Þá má benda á að þær launahækkanir sem aðilar vinnumarkaðarins sömdu um í febrúar eru farnar og gott betur. Kaupmáttur launa hefur rýrnað umtalsvert í því verðbólgubáli sem logar glatt þessa dagana. Stjórnvöld verða að koma út úr skápnum og horfa á raunveruleikann eins og hann blasir við þegnum landsins sem tryggðu þeim seturétt á Alþingi. Annað verður ekki liðið, segir ennfremur í ályktuninni.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/islenska-gamafelagid-baud-laegst-i-grasslatt-a-akureyri
Íslenska gámafélagið bauð lægst í grasslátt á Akureyri Íslenska gámafélagið átti í öllum tilvikum lægsta tilboðið í grasslátt í þremur útboðum hjá Akureyrarbæ og samþykkti framkvæmdaráð að ganga til samninga við fyrirtækið. Um var að ræða grasslátt í Hlíða-, Holta- og Nesjahverfi, Gilja- og Síðuhverfi og Ytri- og Syðri- Brekku fyrir árin 2008-2010. Í Gilja- og Síðuhverfi bauð Íslenska gámafélagið tæpar 20 milljónir króna í grassláttinn á þessu þriggja ára tímabili en framreiknuð kostnaðaráætlun bæjarins frá 2005, var upp á rúmar 30 milljónir króna. Í grasslátt í Hlíða- Holta- og Nesjahverfi bauð Íslenska gámafélagið rúmar 24,6 milljónir króna en framreiknuð kostnaðaráætlun frá 2003 var um 30,3 milljónir króna. Þá bauð Íslenska gámafélagið 20,2 milljónir króna í grasslátt á Ytri- og Syðri-Brekku en framreiknuð kostnaðaráætlun frá 2005 var um 33,2 milljónir króna. Alls tóku fimm aðilar þátt í öllum útboðunum þremur og einn aðili til viðbótar í einu þeirra.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/atvinnubilstjorar-a-akureyri-halda-motmaelum-afram
Atvinnubílstjórar á Akureyri halda mótmælum áfram Atvinnubílstjórar og verktakar á Akureyri eru þessa stundina að aka um götur bæjarins á tækjum sínum með tilheyrandi skarkala og flauti en þeir eru annan daginn í röð að mótmæla auknum álögum, m.a. háu eldsneytisverði og vökulögum líkt og kollegar þeirra á höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu. Í gær voru um 90 tæki í hópakstrinum, að sögn Finns Aðalbjörnssonar verktaka, sem fer fyrir hópnum á stórri dráttarvél sinni og hann sagði að enn fleiri tækju þátt í dag. Finnur sagði menn myndu halda áfram að mótmæla næstu daga ef ástæða væri til.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/kynningarfundir-um-alver-a-bakka-vid-husavik
Kynningarfundir um álver á Bakka við Húsavík Norðurþing boðar til borgarafundar um verkefnið Framsækið samfélag með álver á Bakka, á morgun, fimmtudaginn 3. apríl, kl. 20:00-22:00 á Fosshóteli, Ketilsbraut 22 á Húsavík. Einnig verður efnt til morgunverðarfundar um verkefnið í Alþýðuhúsinu á Akureyri við Skipagötu 14. á 4. hæð, föstudaginn 4. apríl kl. 8:30-10:00. Á fundunum munu fulltrúar Norðurþings, Alcoa, HRV, Landsvirkjunar og Landsnets kynna undirbúning og stöðu þessa mikilvæga verkefnis og svara fyrirspurnum. Allt áhugafólk um uppbyggingu atvinnulífs á Norðausturlandi er velkomið á fundina.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/gudmundur-radinn-sveitarstjori-eyjafjardarsveitar
Guðmundur ráðinn sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar Akureyringurinn Guðmundur Jóhannsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar en hann var valinn úr hópi 33 umsækjenda um stöðuna. "Mér líst mjög vel á þetta starf og hlakka til að takast á við verkefnið, enda eru mikil tækifæri í sveitarfélaginu," sagði Guðmundur í samtali við Vikudag. Guðmundur tekur við starfinu af Bjarna Kristjánssyni í maí nk. og mun gegna því næstu tvö árin, eða fram að næstu sveitarstjórnarkosningum. Guðmundur hefur starfað mikið að bæjarmálum á Akureyri, verið varabæjarfulltrúi og setið í ýmsum nefndum. Guðmundur hefur búið í Bandaríkjunum sl. tvö ár en áður starfaði hann sem þjónustustjóri Símans á Norðurlandi. Þá stofnaði hann fyrirtækið Straumrás árið 1985 og stýrði því til fjölda ára og var einn eigenda og stjórnarformaður Sandblásturs og málmhúðunar í mörg ár. Hann er kvæntur Evu Þórunni Ingólfsdóttur og eiga þau fjögur börn. Guðmundur býr á Akureyri en segist nú fara að leita sér að húsnæði í Eyjafjarðarsveit.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/atvinnubilstjorar-i-hopakstri-til-ad-motmaela-auknum-alogum
Atvinnubílstjórar í hópakstri til að mótmæla auknum álögum Starfsmenn verktakafyrirtækja með efnisflutningabíla, gröfur og önnur vélknúin tæki í rekstri, einkaaðilar í vörubílarekstri og fleiri hafa safnast saman á plani við Óseyri á Akureyri. Þar er nú mikill fjöldi bíla og tækja að leggja af stað í hópakstur um bæinn til mótmæla auknum álögum og þá ekki síst eldsneytishækkunum að undanförnu. Einnig eru þeir að sýna félögum sínum fyrir sunnan stuðning en þeir eru einmitt í hópakstri í miðborg Reykjavíkur þessa stundina.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fimmta-leiknum-frestad-i-ishokkiinu
Fimmta leiknum frestað í Íshokkíinu Fimmta leik SA og SR í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí sem fara átti fram í kvöld kl. 18:00 hefur verið frestað þar til niðurstaða áfrýjunardómstóls ÍSÍ liggur fyrir. SA er sem stendur Íslandsmeistari en það gæti breyst ef áfrýjunardómstóll hnekkir fyrri dómi. Í fréttatilkynningu frá Íshokkísambandinu segir: „Eins og kunnugt er kærði Skautafélag Akureyrar, Skautafélag Reykjavíkur eftir fyrsta leik félaganna í úrslitum. Íþróttadómstóll ÍSÍ hefur dæmt í málinu Skautafélagi Akureyrar í vil. Alveg ljóst er að þrátt fyrir að áfrýjunarfrestur sé ekki liðinn, þá stendur niðurstaða dómstóls ÍSÍ. Þar með hefur Skautafélag Akureyrar unnið 3 leiki í úrslitum til Íslandsmeistara og unnið Íslandsmeistaratitil. Í þessu samhengi hefur verið ákveðið að 5. leik liðanna, sem leika átti á Akureyri klukkan 18:00 í dag, verði frestað þar til að í ljós kemur hvort áfrýjunardómstóll ÍSÍ hnekkir fyrri dómi.“
https://www.vikubladid.is/is/frettir/eitt-oflugasta-utivistarfyrirtaeki-landsins-verdur-til
Eitt öflugasta útivistarfyrirtæki landsins verður til Íslenskir Fjallaleiðsögumenn ehf. hafa gert samning um kaup á Íslenskum ferðamarkaði ehf. (Icelandic Travel Market) fyrir milligöngu Saga Capital Fjárfestingarbanka. Jafnframt hafa eigendur Íslenskra Fjallaleiðsögumanna og Iceland Rovers (Íslandsflakkarar ehf.) undirritað samkomulag um sameiningu. Nýtt sameinað fyrirtæki verður rekið undir nafni Íslenskra Fjallaleiðsögumanna. Höfuðstöðvar fyrirtækisins verða að Vagnhöfða 7 í Reykjavík og framkvæmdastjóri verður Elín Sigurveig Sigurðardóttir, núverandi framkvæmdastjóri Íslenskra Fjallaleiðsögumanna. Með sameiningu þessara þriggja félaga verður til eitt öflugasta fyrirtæki landsins í rekstri og sölu göngu-, hvata- og ævintýraferða, með afar fjölbreytt vöruframboð. Fyrirtækið mun sérhæfa sig í ferðum á Íslandi og erlendis og rík áhersla verður lögð á útivist, náttúru og menningu. Starfstöðvar fyrirtækisins verða í Reykjavík, Skaftafelli og við Sólheimajökul. Núverandi eigendur og stofnendur Íslenskra Fjallaleiðsögumanna og Iceland Rovers munu starfa áfram hjá sameinuðu fyrirtæki. Samanlagður farþegafjöldi Íslenskra Fjallaleiðsögumanna og Iceland Rovers á árinu 2007 var um 13.000 manns. Um 15 föst stöðugildi verða hjá sameinuðu fyrirtæki en yfir 150 manns starfa við leiðsögn og akstur hjá fyrirtækinu. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru einstaklingar og fyrirtæki erlendis og á Íslandi. Saga Capital Fjárfestingarbanki hafði milligöngu um viðskiptin og sölutryggði jafnframt lánsfjármögnun vegna kaupanna með það að markmiði að styðja við frekari uppbyggingu fyrirtækisins. Þó fyrirtækið sameinist undir hatti Íslenskra Fjallaleiðsögumanna verða áfram seldar dagsferðir og hvataferðir í nafni Iceland Rovers og Íslenskur ferðamarkaður (Iceland Travel Market), sem staðsettur er í Bankastræti 2, í gömlu Bernhöftstorfuhúsunum, verður rekið sem sjálfstæð eining. Íslenskir Fjallaleiðsögumenn var stofnað árið 1994 og hefur sérhæft sig í gönguferðum á skriðjökla og hæstu tinda landsins, sem og í lengri gönguferðum hér heima og erlendis. Iceland Rovers var stofnað árið 1997 og hafa sérhæft sig í afþreyingu, hvata- og jeppaferðum, auk hópeflis og menningartengdri ferðaþjónustu. Íslenskur ferðamarkaður er sérhæft þjónustufyrirtæki við erlenda ferðamenn sem selur fjölbreytt úrval dagsferða, skoðunarferða og afþreyingar. Félagið byggir á grunni gamla Tourist Information Center sem rekið var af ríkinu. Félagið hét áður Kleif ferðamarkaður. Seljendur eru Hjálmar Pétursson og tengdir aðilar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/mannabreytingar-hja-nordlenska
Mannabreytingar hjá Norðlenska Jóna Jónsdóttir hefur verið ráðin í stöðu starfsmannastjóra Norðlenska og Björn Steingrímsson í stöðu gæðastjóra. Jóna mun hefja störf í maí og Björn í apríl. Jóna Jónsdóttir tekur við stöðu starfsmannastjóra Norðlenska af Katrínu Dóru Þorsteinsdóttur og Björn Steingrímsson tekur við stöðu gæðastjóra af Önnu Maríu Jónsdóttur. Jóna hefur starfað hjá Háskólanum á Akureyri frá 2001, nú síðast sem forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs. Hún er með M.A. próf í mannauðsstjórnun frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og B.S.-próf í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri. Björn Steingrímsson starfaði frá 2005 sem verk- og gæðastjóri hjá fiskvinnslunni Festi ehf. í Hafnafirði. Hann er með B.S. gráðu í matvælaframleiðslufræði frá sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ibuatalan-thokast-upp-a-vid-a-svalbardsstrond
Íbúatalan þokast upp á við á Svalbarðsströnd Helsta skýringin á því að íbúatala Svalbarðsstrandarhrepps þokast heldur upp á við segir Árni Bjarnason sveitarstjóri vera þá að fólk frá Akureyri flytur sig yfir Pollinn og kemur sér fyrir í Vaðlaheiðinni handan bæjarins. Þó nokkuð hefur verið um byggingaframkvæmdir í sveitarfélaginu undanfarin misseri. Heldur hefur dregið úr framkvæmdum segir Árni, en stór hluti þeirra lóða sem til sölu hafa verið eru farnar, „en svo virðist sem menn bíði átekta, dragi það aðeins að hefja byggingaframkvæmdir og eflaust ætla sé einhverjir sem eiga hér lóðir að selja þær aftur." Unnið er að endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélagið og er kapp lagt á að ljúka þeirri vinnu. „Síðan þurfum við að huga að deiliskipulagi, t.d. fyrir Svalbarðseyrina, en þar er hugmynd að stækka byggð," segir Árni. Þar á að leggja áherslu á miðju eða þyngdarpunkt sveitarfélagins, enda grunnskóli þar og leikskóli. Þá segir Árni að Kjarnafæði, sem er með starfsemi sína á Svalbarðseyri, hafi kynnt áform um stækkun fyrirtækisins. „Starfsemin hefur vaxið mjög mikið og tækjavæðst og þarf nú aukið rými. Við vinnum nú að undirbúningi þess," segir Árni. „Það skiptir auðvitað miklu máli fyrir byggðarlag eins og okkar að hafa fyrirtæki af þessari stærðargráðu, fyrirtæki sem vex og dafnar og mikil drift er í."
https://www.vikubladid.is/is/frettir/almenn-fyrirtaekjaloggjof-og-grunnsjonarmid-gildi-um-rekstur-fyrirtaekja-a-orku-og-veitusvidi
Almenn fyrirtækjalöggjöf og grunnsjónarmið gildi um rekstur fyrirtækja á orku og veitusviði Aðalfundur Norðurorku hf. sem haldinn var fyrir helgina samþykkti ályktun, þar sem fram kemur að áhersla sé lögð á að almenn fyrirtækjalöggjöf og grunnsjónarmið gildi um rekstur fyrirtækja á orku- og veitusviði. Sérlögum ber að halda í lágmarki og þau taki aðeins á nauðsynlegustu atriðum sem almenn lög ná ekki yfir. Mikilvægt er að sjálfstæði fyrirtækjanna sé virt og sérlög rýri hvorki verðgildi þeirra né möguleika eigenda til þess að njóta eðlilegs arðs. Sú varð því miður raunin um raforkudreifinguna. Þessu verður að breyta nú þegar og mikilvægt að sagan endurtaki sig ekki gagnvart hitaveitum. Fundurinn telur því brýnt að fullt samráð verði haft við hagsmunaaðila og sjónarmið þeirra virt. Aðalfundur Norðurorku lýsir jafnframt áhyggjum sínum af getu flutningskerfis raforku og krefst þess að úr verði bætt. Ófullnægjandi aðgengi að raforku hamlar uppbyggingu iðnaðar þar sem svo háttar. Bilanir í Sultartangastöð í vetur sýna að nauðsynlegt er að byggðalína verði styrkt hið fyrsta með hagsmuni allra landsmanna í huga. Það er álit aðalfundar Norðurorku hf. að óhjákvæmilegt sé að nú þegar verði ráðist í styrkingu á kerfi Landsnets og fjármunir til þess verks komi úr ríkissjóði. Hér er um sameiginlegt hagsmunamál allra landsmanna að ræða, því líta ber á flutningskerfi raforku á sama hátt og þjóðvegi, hafnir og flugvelli landsins.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/vaxandi-eftirspurn-eftir-heimahjukrun-og-mikid-alag-a-heimilislaeknum
Vaxandi eftirspurn eftir heimahjúkrun og mikið álag á heimilislæknum Vaxandi eftirspurn er eftir þjónustu heimahjúkrunar og virðist sem markmið um að gefa fólki möguleika á að dvelja heima eins lengi og unnt er, séu að skila sér. Þetta kom fram á fundi félagsmálaráðs Akureyrarbæjar, þar sem deildastjóri heimahjúkrunar, Þórdís Rósa Sigurðardóttir, kynnti stöðu heimahjúkrunar. Hún sagði væntingar fólks og fagaðila um meiri þjónustu aukast hratt. Nauðsynlegt sé að bregðast við aukinni þjónustuþörf vegna fækkunar á rýmum og auknum fjölda aldraðra. Þá kynnti yfirlæknir Heilsugæslustöðvarinnar, Þórir V. Þórisson, stöðuna hjá heimilislæknum og kom fram hjá honum að mikið álag hefur verið á læknum undanfarið. Fram kom hjá Þóri að árlegt veikindatímabil inflúensu og kvefs auki mjög ásókn til lækna. Þá hafi breyting á gjaldskrá sl. áramót, með fríum komum fyrir börn, aukið til muna aðsókn á bráðadagvakt og vakt og bið eftir tímum hjá heimilislæknum hefur verið að lengjast. Yfirfjölskylduráðgjafi, A. Karólína Stefánsdóttir, fór á fundi félagsmálaráðs yfir stöðu mála í fjölskylduráðgjöfinni. Bið eftir tíma er um 4 vikur og erfitt að sinna brýnum málum á viðundandi hátt. Óskað hefur verið eftir viðbótarmönnun til heilbrigðisráðuneytis fyrir fjárlagagerð 2009. Kynnt voru áform um málþing í október 2008 í tilefni af 20 ára afmæli fjölskylduráðgjafar á HAK.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ka-nadi-odru-saeti-i-blakinu
KA náði öðru sæti í blakinu KA lék um helgina tvo leiki gegn Stjörnunni í 1.deild karla í blaki og voru leikirnir þeir síðustu hjá liðunum í deildinni fyrir úrslitakeppni. Stjarnan hafði þegar tryggt sér Deildarmeistaratitilinn en KA menn þurftu að vinna samtals þrjár hrinur í leikjunum tveimur til að ná öðru sæti og þar með heimaleikjarétti gegn Þrótti R. í úrslitakeppninni. KA náði markmiði sínu strax í fyrri leiknum sem þeir unnu 3-2. Því skipti síðari leikur liðanna engu máli og létu KA menn óreyndari leikmenn sýna spila þann leik sem tapaðist 0-3. Nánar er fjallað um leikinn og lokahóf Blaksambands Íslands þar sem KA menn sópuðu að sér verðlaunum í Vikudegi á fimmtudaginn.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/gott-ar-hja-nordurorku-i-fyrra-og-miklar-framkvaemdir
Gott ár hjá Norðurorku í fyrra og miklar framkvæmdir Rekstur Norðurorku gekk mjög vel á liðnu ári. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBIDTA) nam rúmlega 869 milljónum króna og heildartekjur fyrirtækisins námu um 1.830 milljónum króna. Franz Árnason forstjóri Norðurorku segir hagnað ársins vel viðunandi en getur þess að gengi og þróun krónunnar á síðustu mánuðum liðins árs hafi verið hagstæð og útkoma ársins því ágæt. „Afkoman var alveg þokkaleg hjá okkur og fjárhagsáætlun stóð ágætlega," segir hann. Rekstrargjöld og tekjur voru í samræmi við áætlanir en framkvæmdir urðu heldur meiri en áætlað var. „Við stóðum í gríðarmiklum framkvæmdum á síðasta ári. Stærsta einstaka framkvæmdin var vegna Reykjaveitu sem er mikið verkefni," segir Franz. Þá nefnir hann að tengigjöld hafi skilað meiri tekjum en gert hafi verið ráð fyrir. Aðalfundur Norðurorku var haldinn sl. föstudag.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/sa-islandsmeistari-eda-hvad
SA Íslandsmeistari - eða hvað? SA vann SR í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí, leikurinn fór fram í Skautahöllinni í Reykjavík. SR byrjaði leikinn betur og komst í 1-0 en SA svaraði af krafti og skoraði þrjú mörk áður en fyrstu lotu lauk. Í annari lotu byrjaði SA á að bæta við sínu fjórða marki í leiknum en SR náði að minnka muninn í 4-2. Þá hins vegar spýttu Akureyringar aftur í og settu tvö mörk til viðbótar áður en lotunni lauk og staðan því orðin 6-2. Í þriðju lotu hreinlega rigndi mörkunum enda þurfti SR að taka áhættu til að komast inn í leikinn. SA skoraði fyrsta mark lotunnar en SR náði að skora tvö mörk fljótlega eftir það og staðan 7-4 þegar um 10 mínútur voru til leiksloka. Örlítil vonarglæta fyrir SR. SA hins vegar slökkti hana fljótlega með tveimur mörkum áður en SR skoraði síðasta mark undir lok leiksins og lokatölur því 9-5 SA í vil. Hvort lið hefur því unnið tvo leiki í viðureigninni en SA er samt sem áður væntanlega orðið Íslandsmeistari þar sem að þeim hefur verið dæmur sigur í fyrsta leik liðanna sem SR vann. Dómstóll ÍSÍ úrskurðaði á föstudag að SR hefði notað ólöglegan leikmann í fyrsta leik liðanna. Þetta þýðir að SA hefur þrjá sigra í einvíginu en SR einn og þar með er SA eins og áður sagði Íslandsmeistari ef ekkert breytist. Að sögn heimildamanna Vikudags ætlar Íshokkísamband Íslands þó að bíða með að útnefna SA Íslandsmeistara þar sem SR-ingar geta enn áfrýjað dómi ÍSÍ og því getur liðið meira en vika þar til niðurstaða fæst í málið. Nánar verður sagt frá leiknum í Vikudegi nk. fimmtudag
https://www.vikubladid.is/is/frettir/thor-ur-leik-i-korfunni
Þór úr leik í körfunni Þórsarar eru úr leik í úrslitakeppni Iceland Expressdeildarinnar í körfubolta eftir að hafa tapað öðru sinni fyrir Keflavík í einvígi liðanna um sæti í 8-liða úrslitum. Fjölmargir áhorfendur troðfylltu Íþróttahús Síðuskóla þar sem leikurinn fór fram og virkaði stemmningin sem vítamínsprauta á Þórsliðið sem lék á als oddi í fyrri hálfleik og hafði forystu eftir hann 50:37. Framan af þriðja leikhluta virtist samt allt ætlaði að leika í lyndi hjá Þórsurum því þeir héldu forystu sinni og bættu reyndar um betur og voru komnir með 16 stiga forskot á tímabili. Allt í einu hins vegar gerðist það sem Þórsarar höfðu óttast allan leikinn, það losnaði um skyttur Keflvíkinga og þær fóru að hitta. Munurinn minnkaði hratt og var kominn niður í fjögur stig áður en þriðja leikhluta lauk í 71-67. Ekki byrjaði fjórði leikhluti vel því að Cedric Isom, stigahæsti leikmaður liðsins í vetur, fékk sína fimmtu villu og þar með útilokun frá leiknum þegar um 8 mínútur voru eftir. Þar að auki voru þeir Luka Marholt og Óðinn Ásgeirsson komnir í villuvandræði. Vænbrotnir Þórsarar neituðu hins vegar að gefast upp og þrátt fyrir að Keflvíkingar kæmust yfir og næðu fimm stiga forystu þegar ekki lifðu nema tvær mínútur af leiknum. Undir lokin gátu Þórsarar jafnað því þeir fengu boltann þegar um 10 sekúndur voru eftir og staðan 86:83 fyrir Keflavík. Luka Marholt geystist upp með hann og sendi á Magnús Helgason sem skaut en ofan í fór boltinn ekki. Þórsarar náðu frákastinu og Óðinn Ásgeirsson náði ágætis lokaskoti sem dansaði á körfunni en ofaní vildi boltinn ekki og sigur Keflvíkinga því staðreynd. Þórsarar börðust af alefli í leiknum en slæmur leikkafli í þriðja leikhluta þar sem þeir glötuðu niður forskoti sínu, ásamt því að missa Cederic Isom útaf í byrjun fjórða leikhluta, reyndist liðinu dýrkeypt gegn hinu sterka liði Keflavíkur. Gangur leiks: 6:7 - 17:11 - 25:20 - 34:27 - 41:30 - 50:37 - 56:39 - 62:51 - 71:67 - 73:71 - 77:81 - 83:86. Stig Þórs: Luka Marholt 23, Cederic Isom 19, Magnús Helgason 10, Robert Reed 9, Hrafn Jóhannesson 8, Jón Orri Kristjánsson 6, Bjarni Árnason 4, Þorsteinn Gunnlaugsson 2, Óðinn Ásgeirsson 2.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/oruggur-sigur-akureyrar-a-aftureldingu
Öruggur sigur Akureyrar á Aftureldingu Akureyri vann í dag Aftureldingu í N1-deild karla í handbolta í leik sem fram fór í KA-heimilinu. Heimamenn spiluðu ekki sinn besta leik en sem betur fer fyrir þá var lið Aftureldingar ekki af þeim styrkleika að þeim yrði virkilega ógnað. Fyrri hálfleikinn byrjaði Akureyri mun betur og hafði 12-4 forystu eftir um 20 mínútna leik. Jónatan Magnússon hafði þá farið hamförum og skorað 8 mörk, þar af fjögur úr vítum. Flestir áttu von á því að leikurinn yrði Akureyri mjög auðveldur eftir þessa byrjun en annað kom þó á daginn. Síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiks og fyrstu 12 mínútur síðari hálfleiks skoraði Akureyri ekki samtals nema eitt mark og það var Sveinbjörn Pétursson markvörður og besti maður liðsins ásamt Jónatan sem skoraði það með skoti yfir endilangan völlinn. Afturelding skoraði hins vegar 8 mörk á þessum leikkafla og staðan því 13-12 þegar um 18 mínútur voru til leiksloka. Leikmenn Akureyrar tóku hins vegar loksins við sér aftur eftir þennan slaka kafla og náðu aftur fjögurra marka forystu 20-16 þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Á lokakaflanum var sigur Akureyrar í raun aldrei í hættu, Afturelding náði tvívegis að minnka muninn í tvö mörk en heimamenn hleyptu þeim aldrei nær en það. Lokatölur urðu 25-22. Akureyri hefur oft spilað betur en hið jákvæða er að liðið virtist allan tímann hafa sterk tök á leiknum. Varnarleikur liðsins var sterkur með Sveinbjörn í stuði fyrir aftan. Á hinum áðurnefnda slæma leikkafla liðsins var sóknarleikurinn mjög slakur en sem betur fer fyrir Akureyri náðu þeir tökum á honum áður en það var um seinan. Mörk Akureyrar: Jónatan Magnússon 10, Einar Logi Friðjónsson 5, Andri Snær Stefánsson 3, Hörður Fannar Sigþórsson 3, Goran Gusic 1, Oddur Gretarsson 1, Magnús Stefánsson 1, Sveinbjörn Pétursson 1. Einnig er fjallað um leikinn í Vikudegi nk. fimmtudag og þá kemur í ljós hvað Jónatan Magnússyni fannst um leik sinna manna.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/akureyringar-sigrudu-i-bodgongu-a-skidamoti-islands
Akureyringar sigruðu í boðgöngu á Skíðamóti Íslands A-sveit Skíðafélags Akureyrar sigraði 3x7,5 km í boðgöngu karla á Skíðamóti Íslands á Ísafirði í dag. Sveitina skipuðu: Andri Steindórsson, Jón Þór Guðmundsson og Brynjar Leó Kristinsson. Í öðru sæti var A-sveit Skíðafélags Ísfirðinga og í þriðja sæti var B-sveit Skíðafélags Akureyrar. Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri og Björgvin Björgvinsson frá Dalvík urðu þrefaldir Íslandsmeistarar í alpagreinum en þau unnu sigur í stórsvigi, svigi og alpatvíkeppni. Andri Steindórsson varð þrefaldur meistari í norrænum greinum. Hann sigraði í göngu með hefðbundinni aðferð, varð annar í göngu með frjálsri aðferð og sigraði í tvíkeppni. Þá var hann í sigursveitinni í boðgöngu. Silja Hrönn Sigurðardóttir, Austra, og Kristinn Ingi Valsson, Dalvík, urðu Íslandsmeistarar í samhliða svigi í dag. Katrín Kristjánsdóttir, yngri systir Dagnýjar Lindu varð önnur í sviginu og Selma Benediktsdóttir úr Ármanni varð í þriðja sæti. Gísli Rafn Guðmundsson úr Ármanni var annar í svigi karla og Húsvíkingurinn Stefán Jón Sigurgeirsson, sem keppnir fyrir Akureyri varð þriðji. Í stórsvigi kvenna varð Tinna Dagbjartsdóttir frá Akureyri önnur og Arnar Þorvaldsson varð annar í karlaflokki. Í 10 km skíðagöngu með frjálsri aðferð sigraði Sævar Birgisson frá Sauðárkróki í flokki karla 20 ára og eldri. Annar var Andri Steindórsson, Akureyri og í þriðja sæti varð Birkir Þór Stefánsson af Ströndum. Ísfirðingar unnu þrefaldan sigur í boðgöngu kvenna á Skíðamóti Íslands í dag.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/bjorgunarsveitarmenn-a-akureyri-fa-nyja-bjorgunarbifreid
Björgunarsveitarmenn á Akureyri fá nýja björgunarbifreið Súlur, björgunarsveitin á Akureyri, fékk nú í vikunni afhenta nýja björgunarbifreið. Bíllinn er af gerðinni Ford F-350 Super Duty árgerð 2008 með 6,5 lítra V8 Power Stroke dísel vél. Var bílnum breytt hjá fyrirtækinu Breyti ehf. í Reykjavík. Settir voru undir bílinn 49" Super Swamper hjólbarðar og er hann á loftpúðafjöðrun að aftan en gormum að framan. Eftir er að setja á bílinn pallhús, 6 tonna vökvaspil, ljós og fjarskiptabúnað og verður sú vinna framkvæmd á næstu vikum. Kemur þessi nýi bíll í staðinn fyrir Toyota Land Cruiser 80 árgerð 1996 sem var seldur fyrr í vetur.