Search is not available for this dataset
url
stringlengths
21
288
text
stringlengths
1
1.35M
https://www.vikubladid.is/is/frettir/thvi-midur-spila-margir-a-astandid-segir-formadur-einingar-idju
Því miður spila margir á ástandið segir formaður Einingar-Iðju „Þær hækkanir sem nú hellast yfir okkur til viðbótar þeirri gengisfellingu sem orðið hefur á krónunni ofan á allt annað gera ástandið mun verra en við gerðum ráð fyrir þegar kjarasamningar voru gerðir," segir Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju. Hann minnir á að meginmarkmið samninganna hafi verið að lækka verðbólgu og treysta þannig kaupmátt launafólks. "Við gerðum ráð fyrir einhverju verðbólguskoti núna, en síðan var stefnan sú að leiðin lægi niður á við. Nú er spurning hvort menn lendi í einhverjum stöllum í þeirri brekku," segir Björn og spurning sé hvort samningar haldi. Skýr rauð strik séu í samningum, verðbólga fari ekki yfir 5,5% og að kaupmáttur launa haldist. „Ef það klikkar þá halda samningarnir ekki, það er ljóst og þá verða menn bara að setjast niður og semja upp á nýtt." Björn segir það nokkuð skýrt að margir notfæri sér ástandið og hækki vörur og þjónustu, verslunin og þjónustuaðilar hafi hækkað og boða enn frekari hækkanir langt umfram það sem tilefni er til. „Ég held því miður að margir séu að spila á þetta ástand og auka þar með á verðbólguna. Það er ábyrgðarhluti og vissulega grátlegt að menn séu með þessum hætti að ganga þvert á markmið samninganna," segir Björn. Hann bendir í því sambandi t.d. á að menn séu furðu fljótir að hækka hjá sér allt á lagerum verslana, en hið sama gildi ekki þegar um hægist, þá standi frekar í mönnum að lækka. Hann kveðst þó ekki svartsýnn. „Ég vona að þetta fari ekki allt á versta veg og að samningarnir haldi. Að mínu mati verða stjórnvöld að grípa inn í atburðarásina, það er þeirra skylda. Það verða allir að leggjast á árar til að hlutirnir fari ekki úr böndunum, það verður að gera eitthvað áður en í óefni er komið."
https://www.vikubladid.is/is/frettir/skolanefnd-eyjafjardarsveitar-vill-tryggja-umferdaroryggi-gangandi-vegfarenda
Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar vill tryggja umferðaröryggi gangandi vegfarenda Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum í vikunni að beina því til sveitarstjórnar að hún beiti sér tafarlaust fyrir því að tryggja umferðaröryggi gangandi vegfarenda á Eyjafjarðarbraut vestri við Hrafnagilsskóla og Krummakot. Verði efnistaka úr Þveráreyrum efri, vegna lengingar flugbrautar, óumflýjanleg beinir skólanefnd þeim tilmælum til sveitastjórnar að tafarlaust verði ráðist í framkvæmd við undirgöng núverandi vegar við Hrafnagilsskóla eða flutning á Eyjafjarðarbraut vestri í samræmi við gildandi aðalskipulag.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/heida-og-huginn-til-adstodar-thingmonnum-vg
Heiða og Huginn til aðstoðar þingmönnum VG Ragnheiður Eiríksdóttir og Huginn Freyr Þorsteinsson hafa verið ráðin til aðstoðar þingmönnunum Atla Gíslasyni og Þuríði Backman. Huginn er aðstoðarmaður Þuríðar með aðsetur á Akureyri en Ragnheiður er aðstoðarkona Atla og verður með aðsetur í Reykjanesbæ. Huginn Freyr Þorsteinsson er 29 ára og heimspekingur að mennt, útskrifaðist með BA-próf í heimspeki frá Háskóla Íslands 2003, MA-próf í vísindaheimspeki frá Bristol háskóla árið 2005 og stundar nú um stundir doktorsnám við sama skóla. Huginn hefur starfað fyrir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð frá árinu 2001 með hléum en í síðustu kosningum var Huginn kosningastjóri á landsvísu. Hann er auk þess formaður Vinstri grænna á Akureyri. Samhliða því að gegna aðstoðarmennsku fyrir Þuríði hefur Huginn verið ráðinn til starfa fyrir svæðisfélag Vinstri grænna á Akureyri og kjördæmisráð Norðausturkjördæmis. Sambýliskona Hugins er Dagný Bolladóttir, málfræðingur og eiga þau synina Bolla Stein og Gunnar Bjart. Ragnheiður Eiríksdóttir er betur þekkt sem Heiða en undir því nafni hefur hún komið fram í ýmsum hljómsveitum, þar á meðal Unun. Hún býr nú á Reykjanesi með fjölskyldu sinni en hún lærði heimspeki við Háskóla Íslands og tók eitt ár í Masternámi í Technische Universität í Berlín. Ragnheiður hefur unnið ýmis störf um ævina, sem blaðamaður, tónlistargagnrýnandi og fleira, en þekktust er hún að sjálfsögðu fyrir tónlist sína. Maki Ragnheiðar er Elvar Geir Sævarsson, tónlistarmaður og saman eiga þau soninn Óliver.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/heimildamynd-um-sverri-hermannsson-frumsynd-i-smamunasafninu
Heimildamynd um Sverri Hermannsson frumsýnd í Smámunasafninu "Gamalt er gott" nefnist heimildamynd, sem Gísli Sigurgeirsson hefur gert um Sverri Hermannsson, húsasmíðameistara og safnara. Myndin verður frumsýnd í Smámunasafninu í Sólgarði Eyjafjarðarsveit sunnudaginn 30. mars, en þá verður Sverrir áttræður. Sverrir hefur síðustu ár glímt við Parkinson-sjúkdóminn. Hann er rúmfastur og nýtur hjúkrunar á Hlíð. Gísl, kvikmyndagerð framleiðir myndina í samvinnu við Sjónvarpið. Eyjafjarðarsveit og menningarsjóður KEA hafa stutt verkefnið. Sverrir fæddist á Akureyri, en var frá unga aldri til fullorðins ára í sveit í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði. Eftir að skólagöngu lauk var hann þar vinnumaður í nokkur ár. Sverrir lærði húsasmíði hjá Grími Valdimarssyni, en lengst af rak hann eigið trésmíðaverkstæði. Hann starfaði nær hálfa öld við smíðar, síðustu áratugina eingöngu við gömul hús. Akureyringar áttuðu sig á því, hvílík bæjarprýði gömul hús gátu verið, eftir að Sverrir og hans völundar voru búnir að klæða þau í sparifötin. Þegar heilsan tók að gefa sig tók við nýr kafli í lífi Sverris. Hann fór að huga að smámunasafni sínu, sem þá þegar var kominn vísir að í gömlum útihúsum á bak við íbúðarhús hans við Aðalstræti 38. Þarna náði hann að safna að sér yfir tuttugu þúsund munum og margir þeirra voru til í mörgum eintökum. Hann átti til dæmis gamlan saum og mínusskrúfur í tonnavís. Hann átti einnig smíðatólin, sem móðir hans færði stráknum sínum þegar hann var enn á barnsaldri. Í smámunasafninu eru einnig allir þeir blýantsstubbar, sem Sverrir hefur notað frá því hann byrjaði að læra smíðar árið 1946. Á safninu er einnig mikið af handverkfærum, tólum, tækjum og smámunum, sem voru í fullu gildi um miðja síðustu öld. Þegar Sverrir fann að degi var tekið að halla ákvað hann að launa Eyjafjarðarsveit fóstrið með því að gefa sveitinni safnið. Því var komið fyrir í Sólgarði, sem var skóli og félagsheimili Saurbæjarhrepps fyrir sameiningu hreppanna þriggja innan Akureyrar. Smámunasafn Sverris var opnað árið 2003 og hefur safnið vakið mikla eftirtekt og aðsóknin verið í samræmi við það. Gísli hefur unnið að myndinni um Sverri af og til undanfarin áratug. Elstu viðtölin eru frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, en auk viðtala við Sverri er rætt við samferðamenn hans og lærisveina. Lífsganga Sverris er hryggjarstykkið í myndinni, en auk þess fléttast inn í framvindu hennar brot úr sögu Akureyrar og Eyjafjarðar. Kona Sverris var Auður Jónsdóttir, sem lést í lok síðasta árs eftir langvarandi glímu við MS sjúkdóminn.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/eina-tilbodid-var-helmingi-haerra-en-kostnadaraaetlun
Eina tilboðið var helmingi hærra en kostnaðaráætlun Aðeins eitt tilboð barst í framkvæmdir á Sunnuhlíðarsvæðinu og var það rúmlega helmingi hærra en kostnaðaráætlun Fasteigna Akureyrarbæjar. Tilboðið var frá Finni ehf. og hljóðaði upp á 65,2 milljónir króna eða 202% af kostnaðaráætlun, sem var upp á um 32,2 milljónir króna. Um er að ræða framkvæmdir við fótboltavöll, göngustíga, girðingar og annan frágang á svæðinu umhverfis völlinn. Samkvæmt útboði á verktaki að skila fótboltavellinum þökulögðum 15. júní og verkinu skal að fullu lokið 1. júlí í sumar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/tveir-fluttir-a-sjukrahus-eftir-utafakstur-i-eyjafjardarsveit
Tveir fluttir á sjúkrahús eftir útafakstur í Eyjafjarðarsveit Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild FSA eftir að fólksbifreið hafnaði utan vegar við bæinn Gröf í Eyjafjarðarsveit á tíunda tímanum í kvöld. Bíllinn fór út af veginum og hafnaði á hjólunum úti í skurði, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar. Meiðsli þeirra sem voru í bílnum eru ekki talin alvarleg og ekki kom til þess að beita þyrfti klippum við að ná þeim út úr bílnum eins og talið var í fyrstu. Bíllinn er hins vegar mjög illa farinn ef ekki ónýtur. Alls voru sendir fjórir bílar frá Slökkviliði Akureyrar á vettvang, þar af tveir sjúkrabílar og tækjabíll.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/sa-jafnadi-metin-i-einviginu-um-titilinn
SA jafnaði metin í einvíginu um titilinn SA sigraði SR 4-0 í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí og jöfnuðu þar með metin í einvígi liðanna í 1-1. Fjölmargir áhorfendur mættu á leikinn sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri. Greinilegt var frá byrjun að heimamenn ætluðu að bæta fyrir slakan leik í gær, því þeir mættu gríðarlega grimmir til leiks í kvöld. Um miðbik fyrstu lotu kom fyrsta mark SA eftir nokkra pressu að marki SR og var þar að verki Steinar Grettisson eftir frábæra sendingu Jóns Gíslasonar. SA bætti svo við öðru marki á 15. mín. þegar að varnarmaðurinn Birkir Árnason skoraði með þrumuskoti af löngu færi. Önnur lota einkenndist af mikilli baráttu og fáum færum. Oft var nálægt því að sjóða upp úr í leiknum og var andrúmsloftið frekar þrúgað milli leikmanna liðanna. Ágætir dómarar leiksins náðu hins vegar að róa menn áður en upp úr sauð. SA bætti svo við sínu þriðja marki í leiknum undir lok lotunnar þegar markamaskínan Andri Mikaelsson skoraði eftir mikla baráttu upp við mark SR. Þriðja lota var rólegri og virtist sem SR-ingar væru löngu búnir að gefa upp von um að ná einhverju út úr leiknum áður en hún hófst. SA voru einnig nokkuð rólegir og létu sér nægja að bæta við einu marki. Þar var að verki Sigmundur R. Sveinsson um miðja lotuna. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1 og fara næstu tveir leikir liðanna fram um helgina í Reykjavík. Athygli vakti að SR notaði ekki Emil Allengard í leiknum í kvöld; Emil hefur verið búsettur í Svíþjóð alla sína ævi en á íslenska móður. Hann hefur aldrei leikið á Íslandi en æft með SR þegar hann hefur verið á landinu. Hann lék í fyrsta leik liðanna í gærkvöldi og var besti maður vallarins en mikill vafi leikur á hvort hann er löglegur með SR þar sem hann er ekki skráður í liðið að mati SA-manna. Þeir hafa þegar kært leikinn og verður forvitnilegt að sjá hvað úr verður.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/formadur-einingar-idju-sat-hja-vid-akvordun-um-verdhaekkun-a-mjolk
Formaður Einingar-Iðju sat hjá við ákvörðun um verðhækkun á mjólk Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju á Akureyri og fulltrúi Alþýðusambands Íslands í Verðlagsnefnd búvara, sat hjá þegar nefndin tók ákvörðun um hækkun á verði mjólkur og mjólkurafurða. Í bókun Björns kemur fram að hann hafi verið tilbúinn til að standa að ákvörðun um hækkun á búvörum þar sem tekið væri tillit til kostnaðarhækkana á kjarnfóðri, áburði, eldsneyti o.fl. Hann gat hins vegar ekki staðið að ákvörðun um hækkun á vaxtalið grundvallar. Hann telur að hagsmunum bænda, eins og annarra stétta í landinu, sé betur borgið með því að ná niður verðbólgu. Hækkun á vaxtalið grundvallarins muni hafa gagnstæð áhrif. Verðlagsnefnd búvöru hefur tekið ákvörðun um hækkun á verði mjólkur og mjólkurafurða, segir ennfremur á vef Einingar-Iðju. Áður en ákvörðun þessi var tekin lá fyrir krafa framleiðenda um verulegar verðhækkanir á grundvelli mikilla kostnaðarhækkana á kjarnfóðri, áburði og eldsneyti auk hækkana á vöxtum. Fulltrúar ASÍ og BSRB í nefndinni voru tilbúnir til að taka tillit til þessara sjónarmiða en beittu sér samt fyrir því að takmarka eins og frekar væri kostur að kostnaðarhækkununum væri hleypt út í almennt verðlag. Niðurstaðan varð sú að verð á mjólk og mjólkurafurðum mun hækka talsvert hinn 1. apríl nk. Verðið hækkar vissulega ekki eins mikið og framleiðendur höfðu farið fram á, en samt meira en fulltrúi ASÍ gat sætt sig við. Það var sú ákvörðun að velta hluta vaxtahækkana út í matvöruverð sem hann gat ekki staðið að.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/kartaflan-i-sokn-a-ari-kartoflunnar
Kartaflan í sókn á ári kartöflunnar Einari K. Guðfinnssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var í gær afhent fyrsta eintakið af uppskriftabæklingi sem Landssamband kartöflubænda gefur út í tilefni af ári kartöflunnar. Fjölmenni var á veitingastaðnum Friðriki V á Akureyri þar sem bæklingurinn var kynntur og gestir fengu að smakka á 10 kartöfluréttum sem finna má uppskriftir af í bæklingnum. Bæklingurinn mun liggja frammi í matvöruverslunum án endurgjalds fyrir þá sem vilja kynnast nýjum hliðum á kartöflunni. Í bæklingnum eru uppskriftir af saltfiskrétti, humarsúpu, gerbrauði, kartöflugratínu, fjallagrasabrauði, kartöfluböku, kanilköku, súkkulaðiköku, skyrköku og konfekti. „Það má segja að með þessum uppskriftum viljum við kippa kartöflunni inn í 21. öldina. Það kunna allir að sjóða og baka, en færri hafa kynnst kartöflubrauði og súkkulaðikökum sem gerðar eru úr kartöflum" segir Bergvin Jóhannsson, formaður Landssambands kartöflubænda. „Kartaflan á sér tryggan sess í eldhúsum landsmanna enda eru rétt 250 ár síðan kartöflurækt hófst hér á landi" segir Sigríður Bergvinsdóttir sem sér um útgáfu bæklingsins og hefur staðið í ströngu við að búa til uppskriftir og elda kartöflurétti fyrir verkefnið. „Við finnum þó að neytendur vilja prófa eitthvað nýtt og þess vegna erum við að gefa út nýstárlegan bækling með nýjum uppskriftum og fróðleik. Nokkrir einstaklingar leggja okkur lið með skemmtilegum frásögnum sem tengjast katöflunni, og það er öruggt að flestir ættu að finna sinn uppáhalds kartöflurétt í bæklingnum" segir Sigríður ennfremur.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/tilraun-til-rans-i-verslun-a-akureyri
Tilraun til ráns í verslun á Akureyri Um klukkan 21.00 í gærkvöld ruddist grímuklæddur maður inn í verslunina Hreiðrið á Akureyri og ógnaði þar afgreiðslukonu með barefli og krafðist þess að fá peninga afhenta. Afgreiðslukonan veitti manninum mótspyrnu og flúði þá maðurinn tómhentur af vettvangi. Par á þrítugsaldri var síðan handtekið í morgun í tengslum við ránstilraunina og viðurkenndi maðurinn að hafa verið þarna að verki. Þau voru látin laus að yfirheyrslum loknum og telst málið upplýst.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/finnur-dellsen-adstodarmadur-steingrims-j
Finnur Dellsén aðstoðarmaður Steingríms J. Finnur Dellsén hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri-grænna. Finnur er 23 ára og heimspekingur að mennt, útskrifaðist með BA-próf í heimspeki frá Háskóla Íslands í fyrra eftir að hafa lokið stúdentsprófi af eðlisfræðibraut Menntaskólans á Akureyri árið 2004. Hann vann áður við fræðslu hjá Orkuveitu Reykjavíkur, og er nú að ljúka störfum sem kennari við Menntaskólann í Reykjavík. Finnur hefur tekið þátt í pólitísku starfi um árabil, í ungliðahreyfingu Vinstri-grænna ekki síður en í almennu flokksstarfi. Hann hefur auk þess starfað mikið með Röskvu, samtökum félagshyggjufólks við Háskóla Íslands. Þá hefur hann skrifað fjölmargar greinar í blöð og á vefrit, sér í lagi á vefritið Múrinn. Fyrir síðustu þingkosningar var Finnur einn af þremur kosningastjórum Vinstri-grænna á höfuðborgarsvæðinu og hefur starfað fyrir þingflokk VG frá áramótum. Í starfi sínu mun Finnur huga sérstaklega að upplýsingamálum, samskiptum við almenning og að styrkja tengslin við ungliðahreyfingu flokksins. Að öðru leyti starfar hann samkvæmt stöðluðum ráðningarsamningi aðstoðarmanna formanna stjórnarandstöðuflokkanna. Finnur er búsettur í Reykjavík en ólst upp á Akureyri og í Svíþjóð.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/g-hjalmarsson-baud-laegst-i-framkvaemdir-vid-sjafnargotu
G. Hjálmarsson bauð lægst í framkvæmdir við Sjafnargötu Verktakafyrirtækið G. Hjálmarsson hf. átti lægsta tilboð í annan áfanga framkvæmda við Sjafnargötu á Akureyri. Alls bárust fjögur tilboð í verkið var aðeins tilboð G. Hjálmarssonar undir kostnaðaráætlun. Það hljóðaði upp á rúmar 67,3 milljónir króna eða 92,5% af kostnaðaráætlun, sem var upp á 72,8 milljónir króna. Árni Helgason ehf. bauð 74,8 milljónir króna í verkið, eða tæplega 103% af kostnaðaráætlun. Vélaleiga HB ehf. bauð um 80,3 milljónir króna eða 110% og GV Gröfur ehf. buðu tæpar 84 milljónir króna eða 115% af kostnaðaráætlun.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/safnar-saman-ollu-thvi-sem-vitad-er-um-batasmidar-vid-eyjafjord
Safnar saman öllu því sem vitað er um bátasmíðar við Eyjafjörð Árni Björn Árnason á Akureyri hefur hrundið úr vör heimasíðu, www.aba.is með það að leiðarljósi að safna saman öllu því sem vitað er um bátasmíðar við Eyjafjörð. Vefurinn hefur það fram yfir bókina að hann er gagnvirkur á þann hátt að lesandinn getur lagt sitt af mörkum til að koma á framfæri þekkingu sinni á þeim málum, sem vefurinn fjallar um. Það framtak að setja vefinn í loftið er fyrst og fremst gert til að fá sem flesta til að leggja hönd á plóginn. Lesendur eru því sérstaklega beðnir um að skoða vel meðfylgjandi lista yfir skip og báta, sem byggðir hafa verið á Eyjafjarðarsvæðinu þannig að skrásetjari geti fyllt í þær eyður sem þar er að finna, segir m.a. á síðunni. Hægur vandi er að koma upplýsingum til skrásetjara því að á hverri síðu vefsins er afmarkaður kassi fyrir skilaboð. Öllum ábendingum verður jafnóðum komið á vefinn og er það von skrásetjara að hann þenjist út í líkingu við þann er sat fjósbitann forðum. Vakin skal athygli á því að í nefndum listum er mikið um skammstafanir og þá sér í lagi þar sem eigenda bátanna er getið. Stafar þetta af takmarkaðri línulengd en hrökkvi orð í næstu línu verður skjalið ruglingslegt og erfitt aflestrar. Komi sú staða upp hjá lesandanum að hann átti sig ekki á eigendum einstakra báta þá er hægur vandi að hafa samband við skrásetjara, sem mun leysa úr þeim vandkvæðum því að allir listar eru til á Excelskjölum án skammstafana. Til að auðvelda aðgengi þeirra sem koma til með að skoða vefinn er rétt að geta þess að sérstakur listi er yfir stálskip, plastbáta, skútur og tréskip. Skútur eru að vísu einnig innifaldar í tréskipalistanum en þeim lista er skipt í þrjá hluta vegna þess hversu viðamikill hann er og erfiður í vinnslu. Listarnir eiga að öðru leyti að skýra sig sjálfir þannig að óþarfi er að eyða fleiri orðum í þá. Vefurinn inniber umsagnir um skipasmíðastöðvar og einstaka skipasmiði svo og báta og skip þessara aðila, sem byggðir hafa verið innan útvarða Eyjafjarðar, Hvanndalabjargs að vestan og Gjögurs að austan. Eftir margra ára vinnu við söfnun upplýsinga um skipasmíðar í Eyjafirði þá er Árna Birni orðið ljóst að það er ekki á eins manns færi að skrásetja þessa sögu. Leitar hann því liðsinnis allra þeirra sem þetta lesa og búa yfir vitneskju um þessi mál. Í útgefnum skipaskrám er byggingarstaðar skipa og báta getið en ekki hver eða hverjir hafa unnið verkið. Með birtingu þessa verks á netinu er vonast til að komist verði yfir þá vitneskju, sem enn kann að vera til staðar hjá þeim, sem muna gamla tíma. Er sú stund rennur upp að ekki verður lengra komist í öflun upplýsinga má vel hugsa sér afraksturinn í bókarformi finnist mönnum tilefni til. Um sjálfan vefinn er það að segja að hann mun í upphafi byggjast upp af skráðum texta en með tímanum tekst vonandi að setja inn myndir af því, sem hann fjallar um. Þrátt fyrir að mikið hafi unnist í söfnun upplýsinga þá er ljóst að mikið verk er enn óunnið. Vitneskja um báta og skipasmíðar á Eyjafjarðarsvæðinu eru að falla í gleymskunnar dá og því er enn og aftur skorað á alla þá sem búa yfir vitneskju um þessi mál að láta frá sér heyra og hjálpa þannig til með að halda sögunni til haga. Árna Birni er vel ljóst að auðvelt er að nota aðgengi að þeim upplýsingum, sem birtar eru á síðunni. Verði slíkt gert er treyst á að heimilda verði getið, segir hann á vefsíðunni sinni.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/samtok-idnadarins-afhenda-vinnustadakennslustyrki-til-fyrirtaekja
Samtök iðnaðarins afhenda vinnustaðakennslustyrki til fyrirtækja Samtök iðnaðarins tilkynntu í dag um svokallaða vinnustaðakennslustyrki til sex fyrirtækja, þar af tveggja í kjötiðnaði og fjögurra í prentiðnaði. Þetta er í fyrsta skipti sem Samtök iðnaðarins veita þessa styrki. Greint var frá styrkúthlutuninni í húsakynnum Norðlenska á Akureyri nú fyrir stundu en það fyrirtæki, ásamt Kjarnafæði á Akureyri hljóta hæstu styrki í þessari fyrstu úthlutun. Fékk hvort fyrirtæki rösklega 1,1 milljón króna í sinn hlut. Katrín Dóra Þorsteinsdóttir starfsmannastjóri Norðlenska tók við styrknum úr hendi Jóns Steindórs Valdimarssonar framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Katrín Dóra sagði að á undanförnum árum hefði nemum í kjötiðnaði fækkað mjög. Sú ákvörðun stjórnenda VMA í haust að bjóða á nýjan leik upp á kjötiðnaðarnám hafi verið mikilvægur þáttur í að snúa þróuninni við. Nú eru fjórir kjötiðnaðarnemar á fyrsta námsári hjá Norðlenska, einn á þriðja ári og einn kjötskurðarnemi er á lokaári. Samtök iðnaðarins hafa markað þá stefnu að veita árlega tíu milljónum króna til vinnustaðakennslu í fyrirtækjum, sérstaklega í þeim greinum sem erfitt er að fá nema eða taka við nemum í vinnustaðakennslu. Önnur fyrirtæki sem hlutu styrki eru öll í prentiðnaði, Landsprent, Árvakur, Gutenberg og Oddi. Við úthlutun styrkja er áhersla lögð á nám í löggiltum og viðurkenndum iðn- og starfsgreinum á framhaldsskólastigi.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/hver-landsmadur-saekir-leikhus-14-sinnum-a-ari
Hver landsmaður sækir leikhús 1,4 sinnum á ári Samanlögð áætluð aðsókn að sýningum leikhúsa, atvinnuleikhópa og áhugaleikfélaga innanlands á leikárinu 2006-2007 nam laust innan við 440.000. Þessi fjöldi samsvarar því að hver landsmaður sæki leikhús 1,4 sinnum á ári, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Leikuppfærslur voru samtals 247 talsins og heildarfjöldi sýninga rétt um 2.800. Á síðasta leikári voru starfrækt sjö atvinnuleikhús með aðstöðu í sex leikhúsum. Á vegum þeirra voru 13 leiksvið með um 3.000 sætum. Leikhúsin settu 95 uppfærslur á svið hér innanlands; þar af voru leikrit flest, eða 63 talsins. Samanlagður fjöldi sýninga var 1.224. Uppfærslur með verkum eftir íslenska höfunda voru 37, en eftir erlenda 51. Uppfærslur með verkum eftir innlenda og erlenda höfunda voru sjö. Leikhúsgestir voru samtals 259.038, að meðtöldum samstarfsverkefnum og gestasýningum. Sýningargestum fækkaði lítillega frá fyrra leikári, eða um nærri 3.000. Atvinnuleikhópum hefur fjölgað talsvert undanfarin ár, eða úr 22 leikárið 2000/2001 í 38. Uppfærslum á þeirra vegum hefur fjölgað að sama skapi, en á síðasta leikári færðu atvinnuleikhópar upp á svið innanlands 79 verk samanborið við 30 á leikárinu 2000/2001. Leikrit og verk eftir innlenda höfunda eru uppistaðan í uppfærslum atvinnuleikhópa. Sýningar atvinnuleikhópa innanlands voru 1.357 að meðtöldum sýningum í samstarfi með leikhúsum og sýningum í skólum. Heildaraðsókn að þessum sýningum var 212.470. Sýningargestum atvinnuleikhópanna hefur fjölgað umtalsvert undangengin ár. Á næstliðnu leikári voru starfandi 40 áhugaleikfélög víðs vegar um landið. Uppfærslur á vegum félaganna voru á síðasta leikári 89, eða litlu fleiri en á leikárinu á undan. Tvær af hverjum þremur uppfærslum voru eftir innlenda höfunda. Fjölmargir einstaklingar koma að uppfærslum áhugaleikfélaga á ári hverju. Samanlagður fjöldi flytjenda á síðasta leikári var um 1.450 manns. Félögin sýndu 498 sinnum fyrir um 30.000 gesti.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/deiliskipulag-ibudasvaedis-vid-undirhlid-og-midholt-verdi-auglyst
Deiliskipulag íbúðasvæðis við Undirhlíð og Miðholt verði auglýst Á síðasta fundi skipulagsnefndar Akureyrar lagði skipulagsstjóri fram tillögu að deiliskipulagi íbúðasvæðis á reit er markast af Undirhlíð, Langholti, Miðholti og Krossanesbraut. Tillagan er unnin af Loga Má Einarssyni og þar er gert ráð fyrir um 70 íbúðum í fjölbýlishúsum. Skipulagsnefnd samþykkti að á fjölbýlishúsunum verði sú kvöð að þau verði fyrir 55 ára og eldri og sú kvöð verði færð inn í greinargerð deiliskipulagsins. Meirihluti skipulagsnefndar lagði jafnframt til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst. Jóhannes Árnason lét bóka að hann greiddi atkvæði gegn þessari tillögu. "Þarna er verið að gera ráð fyrir mjög stórum byggingum í ósamræmi við það sem fyrir er á svæðinu og mikil óvissa er um áhrif jarðvegsframkvæmda."
https://www.vikubladid.is/is/frettir/thekktur-russneskur-kor-syngur-a-akureyri
Þekktur rússneskur kór syngur á Akureyri Víðþekktur rússneskur kór, TRETYAKOV, syngur á Akureyri annan í páskum, 24. mars nk. Það er einstakt tækifæri, sem þarna býðst, að hlýða á óviðjafnanlegan rússneskan söng. Þessi kór kom til Reykjavíkur í desember 2005 og þóttu tónleikar kórsins í Seltjarnarneskirkju einstakur viðburður í tónlistarlífinu. Kórinn syngur jöfnum höndum á tónleikum, á sýningum og við kirkjulegar athafnir, auk þess sem söngskóli er rekinn á vegum kórsins. Rússneska sendiráðið hefur, í samvinnu við AIM-Festival á Akureyri, haft milligöngu um þessa heimsókn. Einn af stærstu viðburðum AIM-Festival á Akureyri í júní nk. verður flutningur á einu stórbrotnasta kórverki allra tíma, Wesper op. 37 eftir Rússann Rachmaninov. Má líta á tónleika TRETYAKOV kórsins sem forboða þessa viðburðar. Kórinn syngur við guðsþjónustu að hætti rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Glerárkirkju og hefst athöfnin kl. 9:30 f.h. Síðar sama dag kl. 15 verða tónleikar í Akureyrarkirkju. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/mikill-fjoldi-folks-a-skidum-i-hlidarfjalli
Mikill fjöldi fólks á skíðum í Hlíðarfjalli Mikill fjöldi fólks hefur verið á skíðum í Hlíðarfjalli um páskana. Dagurinn í gær, föstudaginn langa, var sá stærsti í sögu Hlíðarfjalls, að sögn Guðmundar Karls Jónssonar forstöðumanns, en þá komu tæplega 4000 manns í fjallið. Ekki voru þó allir á skíðum, því fjöldi fólks kom aðeins til þess að njóta veðurblíðunnar. Í dag voru tæplega 2000 manns á skíðum í Hlíðarfjalli, að sögn Guðmundar Karls. Hann sagði að allt hefði gengið stórslysalaust fyrir sig og að fólk væri almennt mjög ánægt með aðstæður. Spáin fyrir morgundaginn er ágæt og á Guðmundur Karl von á fjölda fólks á skíði. Útlitið fyrir páskana var þó ekkert allt of gott, loka þurfti skíðasvæðinu um hádegi á miðvikudag og lokað var á skírdag vegna veðurs. Guðmundur Karl sagði að þrátt fyrir erfiða byrjun væru þetta væri fyrstu stóru páskarnir frá árinu 2002.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fjarmalaeftirlitid-samthykkir-samruna-byrs-sparisjods-og-spnor
Fjármálaeftirlitið samþykkir samruna Byrs sparisjóðs og SPNOR Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt samruna Byrs sparisjóðs og Sparisjóðs Norðlendinga (SPNOR) og miðast samruninn við 1. júlí sl. Samþykki stofnfjáreigenda beggja sjóða liggur fyrir en beðið er eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins. Um síðustu áramót námu eignir Byrs um 200 milljörðum króna. Með sameiningunni verður til enn eitt úitbúið á Akureyri en um leið verður til mun öflugri fjármálastofnun. Á fundi stofnfjáreigenda SPNOR í nóvember sl. var samþykkt samhljóða að auka stofnfé sjóðsins um 2,7 milljarða króna að nafnvirði, í tengslum við sameininguna við Byr. Stofnfjáraukningin gekk vel, allir stofnfjáraðilar tóku þátt í aukningunni og óskuðu þeir eftir að kaupa talsvert meira stofnfé en það sem útboðið hljóðaði upp á. Útboðinu lauk skömmu fyrir jól en stofnfjáreigendur áttu rétt til þess að skrá sig fyrir auknu stofnfé í réttu hlutfalli við stofnfjáreign sína. Þetta þýddi að stofnfjáreigandi sem átti 1% hlut var að auka hlut sinn um 27 milljónir króna. Tveir stærstu eigendur stofnfjár í SPNOR, sem áttu fyrir 6,4 milljónir króna að nafnvirði, eða 4,18% stofnfjár, hafa að sama skapi aukið sinn hlut um vel á annað hundrað milljónir króna. Alls eru stofnfjáreigendur í Sparisjóði Norðlendinga um 135 talsins.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ss-byggir-elsta-byggingarfyrirtaekid-a-nordurlandi-30-ara
SS Byggir, elsta byggingarfyrirtækið á Norðurlandi, 30 ára SS Byggir ehf. varð 30 ára 16. mars sl. en þetta mun vera elsta byggingarfyrirtækið á Norðurlandi. Í tilefni tímamótanna bauð fyrirtækið starfsmönnum sínum í tertukaffi í vikunni. Sigurður Sigurðsson, eigandi og stofnandi fyrirtækisins, hélt stutta ræðu og sagði að verkefnastaða fyrirtækisins væri góð. Næsta verkefni eftir að framkvæmdum lýkur við verslunarmiðstöðina Glerártorg er bygging fjölbýlishúss við Brekatún í Naustahverfi. Þá er beðið eftir leyfi frá bænum vegna byggingar raðhúsa og fjölbýlishúsa við Undirhlíð. Sigurður nefndi einnig að í undirbúningi væru ýmis smærri verkefni. Njáll Harðarson, verkstjóri hjá fyrirtækinu, afhenti Sigurði glæsilega ljósmynd af Akureyri og blóm fyrir hönd starfsmanna. Njáll sagði í leiðinni að þetta væri stór áfangi fyrir fyrirtækið ef litið er til þess að þetta er eina byggingarfyrirtækið á Norðurlandi sem náð hefur svo háum aldri. Njáll sagði að ástæðan væri sennilega sú að þetta er eina fyrirtækið sem þorir að ráðast í stórar einkaframkvæmdir og vísaði í, máli sínu til stuðnings, byggingu fjölbýlishúss við Skálateig. Fyrirtækið mun halda upp á 30 ára afmælið sitt 16. maí nk. en þá verður öllum starfsmönnum boðið í 5 daga utanlandsferð. Flogið verður beint frá Akureyri til Barcelona á Spáni og þaðan í bæinn Salou. Árshátíð fyrirtækisins verður haldin í Barcelona. Þetta kemur fram á vefsíðu fyrirtækisins.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/kvikmyndin-heidin-synd-a-akureyri-um-paskana
Kvikmyndin HEIÐIN sýnd á Akureyri um páskana Kvikmyndin HEIÐIN kemur til Akureyrar á morgun skírdag og gefst norðanmönnum tækifæri til að berja hana augum yfir páskana. Umsagnir um myndina hafa verið afar mismunandi en svo virðist sem gagnrýnendur upplifi myndina ýmist sem sérstaka eða ófullburða. Þannig segir Jón Viðar Jónsson í DV 14 mars sl., "Einar Þór er ekki sjóaður kvikmyndahöfundur; þó að ég efist ekkert um skólun hans og reynslu, er vald hans yfir frásagnartækni kvikmyndarinnar enn sem komið er ekki mikið." Ólafur H. Torfason sagði hins vegar á Rás 2, 13 mars. sl., " ... málið er það að Einar Þór Gunnlaugsson kemur dálítið öðruvísi að viðfangsefni sínu en flestir aðrir íslenskir leikstjórar," og segir í pistli sínum leikstjórann skapa af fagmennsku andrúmsloft, tilfinningar og sögu. Gagnrýnandi Fréttablaðsins segir handritið þunnt þótt margt sé vel gert og fallegt, gagnrýnandi Morgunblaðsins fer lofsamlegum orðum um Heiðina 16. mars sl. með orðunum "sérstakur sjarmur" og segir myndina laglega útfærða hugmynd sem virkar á mörgum sviðum sögunnar, og Illugi Jökulsson skrifar athyglisverða grein í helgarblað 24 Stunda 15. mars sl. þar sem hann kallar hana "dáindis góða". Væntanlega munu bíógestir á Akureyri hafa tækifæri til að dæma sjálfir um nýjustu afurð íslenskrar kvikmyndagerðar, segir í fréttatilkynningu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/tonlist-og-leiklist-a-graena-hattinum-um-paskana
Tónlist og leiklist á Græna hattinum um páskana Það verður mikið um að vera á Græna hattinum um páskana og strax í kvöld verða Hvanndalsbræður þar með 5 ára afmælistónleika. Fimm ár eru frá því að þeir stigu á stokk klæddir lopapeysum og ullarhöttum og það mættu 20 manns, flestir tengdir þeim á einhvern hátt en einhverjir fyrir forvitnissakir, og orðsporið breiddist út, næst komu 50 þá 100 og síðan hefur verið uppselt. Nú ætla þeir félagar að vera tvö kvöld, einnig annað kvöld og boða óborganlega stemningu. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30 og verður húsið opnað kl.20.30. Á föstudaginn langa er það leiksýningin Pabbinn. Bjarni Haukur Þórsson fer á kostum í hlutverki pabbans í einni fyndnustu sýningu seinni ára. Leikstjóri er Sigurður Sigurjónsson. Sýningin hefst kl. 20.00 og húsið verður opnað kl.19.00. Þess má geta að Ellen Kristjánsdóttir átti að vera þetta kvöld en forfallaðist en hún mun koma fljótlega. Ljótu hálfvitarnir mæta til leiks á laugardagskvöld en þessi bráðskemmtilega hljómsveit sló svo eftirminnilega í gegn á síðasta ári og seldist upp í forsölu þegar hún skemmti á staðnum fyrst. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30 og húsið opnað kl. 20.30. Á sunnudagskvöld verður Echoes, Pink Floyd tribute þar sem hljómsveitin Echoes flytur perlur Pink Floyd af Dark side of the moon, Wish you were here og The Wall. Þeir hafa hlotið gríðarlega góðar viðtökur fyrir þennan flutning. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 og húsið opnað kl. 20.00.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/kvennalid-fylkis-i-for-i-utanlandsferd-til-akureyrar
Kvennalið Fylkis í fór í “utanlandsferð” til Akureyrar Á sama tíma og flest úrvalsdeildarlið karla og kvenna í knattspyrnu eru að undirbúa æfingaferðir til heitari landa, eru stelpurnar í úrvalsdeildarliði Fylkis í æfinga- og keppnisferð á Akureyri. Þær æfa og leika æfingaleiki í Boganum og þess á milli nýta þær sér þá fjölbreyttu afþreyingu sem í boði er í bænum. "Það er allt til alls hér á Akureyri og ferð hingað skilar sér ekki síður í undirbúningi fyrir átökin í sumar en utanlandsferð," segir Akureyringurinn Björn Kristinn Björnsson, þjálfari kvennaliðs Fylkis. Hópurinn kom norður sl. laugardag og hyggst dvelja fram á skírdag. Strax um helgina fór liðið á skíði í Hlíðarfjalli í hreint frábæru veðri og einhverjar stúlkurnar fóru á listviðburði í Gilinu. Björn sagði að einnig stæði til að fara í leikhús, hótelið sem hópurinn dvelur á væri mjög gott og þá sé í boði mikil fjölbreytni í mat. Hópurinn fer í sund og ferðast á milli staða með gjaldfrjálsum strætó. Alls er Björn með 20 leikmenn í för og hann sagði að stelpurnar væru hinar ánægðustu með dvölina fyrir norðan. Björn er á sínu öðru ári með lið Fylkis en áður þjálfaði hann hjá Breiðabliki. Á Akureyri þjálfaði hann hjá KA og Þór til fjölda ára.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/alls-barust-33-umsoknir-um-stodu-sveitarstjora-eyjafjardarsveitar
Alls bárust 33 umsóknir um stöðu sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar Alls bárust 33 umsóknir um starf sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar en umsóknarfrestur rann út sl. sunnudag. Umsækjendur koma víða af landinu en stefnt er að því ráða í stöðuna fljótlega eftir páska. Nýr sveitarstjóri tekur við af Bjarna Kristjánssyni, sem gegnt hefur starfinu frá 1998 og var enduráðinn til tveggja ára eftir sveitarstjórnarkosningarnar fyrir tæpum tveimur árum. Eins og fram hefur komið á þessum vef, var Arnar Árnason oddviti Eyjafjarðarsveitar að vonum ánægður með þennan mikla áhuga á starfinu, frá fólki bæði af höfuðborgarsvæðinu og hér fyrir norðan. Arnar sagðist hafa átt von á mörgum umsóknum um starfið en þessi mikli áhugi hafi farið fram úr björtustu vonum. Umsækjendur um stöðuna eru: Anna Sigurðardóttir, kennari Arinbjörn Kúld, neyðarvörður Arnar Sverrisson, sálfræðingur Björn S. Lárusson, ráðgjafi Bryndís Bjarnarson, háskólanemi Daníel Arason, tónlistarkennari Egill Kristján Björnsson, þjónustufulltrúi Einar Ingimundarson, aðstoðarmaður Einar Kristján Jónsson, deildarstjóri Eiríkur Haukur Hauksson, forstöðumaður Friðfinnur Magnússon, sölumaður Guðmundur Jóhannsson Gunnar Kristinn Þórðarson, sölumaður Gunnar Vigfússon Halldór E. Laxness, leikstjóri Haukur Nikulásson, framkvæmdastjóri Hermann Arason, rekstrarstjóri Hjálmar Arinbjarnarson, Hreiðar Eiríksson, lögfræðingur Jóhanna Sólrún Norðfjörð, fjármálastjóri Jón Hrói Finnsson, þróunarstjóri Júlíus Arnason, verkefnastjóri Júlíus Ó Einarsson, rekstrarstjóri Kristján Kristjánsson, verkefnastjóri Kristján Snorrason, þjónustufulltrúi Magnús Már Þorvaldsson, fulltrúi María Einarsdóttir, háskólanemi Óli Þór Ástvaldsson, ráðgjafi Pétur Maack Þorsteinsson, sálfræðingur Signý Ormarsdóttir, menningarfulltrúi Sigríður Ólafsdóttir Stefán Stefánsson, framkvæmdastjóri Tryggvi Harðarson, framkvæmdastjóri
https://www.vikubladid.is/is/frettir/thor-tryggdi-ser-saeti-i-urslitakeppninni-i-korfubolta-og-maetir-keflavik
Þór tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í körfubolta og mætir Keflavík Þór tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik með því að sigra Snæfell í íþróttahúsi Síðuskóla á Akureyri, 88:78, í lokaumferð úrvalsdeildarinnar. Stjarnan vann Tindastól, 85:83 en situr eftir með sárt ennið í 9. sætinu. Þórsarar mæta deildarmeisturum Keflavíkur í úrslitakeppninni og eiga Suðurnesjamenn heimaleikjaréttinn. Þórsarar höfðu 10 stiga forystu í hálfleik gegn Snæfelli í kvöld 44:34 en í seinni hálfleik fór Cedric Isom á kostum og skoraði 27 stig í hálfleiknum og alls 35 stig í leiknum. Luka Marholt var næst stigahæstur Þórsara með 23 stig. Allir leikirnir í lokaumferðinni í kvöld unnust á heimavelli. Stjarnan vann Tindastól í Garðabæ, 85:83, í spennandi leik þar sem Tindastóll var yfir í hálfleik, Njarðvík tryggði sér fjórða sætið í deildinni og heimaleikjaréttinn gegn Snæfelli í 8-liða úrslitunum með því að vinna Grindavík, 102:92. Keflavík vann Fjölni örugglega, 93:58 og innsiglaði þar með sigur sinn í deildinni. KR vann Skallagrím, 103:75 og ÍR vann Hamar, 102:74. Lokastaðan: 36 Keflavík 34 KR 30 Grindavík 28 Njarðvík 26 Snæfell 20 ÍR 20 Skallagrímur 20 Þór A. -------------------- 18 Stjarnan 16 Tindastóll -------------------- 8 Hamar 8 Fjölnir Í 8-liða úrslitum mætast: Keflavík - Þór KR - Skallagrímur Grindavík - ÍR Njarðvík - Snæfell
https://www.vikubladid.is/is/frettir/iba-fekk-rumar-8-milljonir-krona-fyrir-sidasta-ar-ur-ferdasjodi-ithrottafelaga
ÍBA fékk rúmar 8 milljónir króna fyrir síðasta ár úr Ferðasjóði íþróttafélaga Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ undirrituðu í dag samning þar sem Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands er falin umsjón og umsýsla með Ferðasjóði íþróttafélaga. Alls var í dag úthlutað 30 milljónum króna úr ferðasjóðnum fyrir síðasta ár og þar af komu 8,2 milljónir króna í hlut Íþróttabandalags Akureyrar. Sigfús Ólafur Helgason formaður Þórs og fyrrverandi varaformaður ÍBA sagði að þetta væri mikill gleðidagur og ein stærsta stund í sögu íþróttafélaga á landsbyggðinni. Á fundi ríkisstjórnar Íslands í mars 2007 var samþykkt að koma á fót ferðasjóði íþróttafélaga innan vébanda ÍSÍ til að jafna aðstöðumun og efla íþrótta- og forvarnastarf, í samræmi við tillögur nefndar sem menntamálaráðherra fól að fjalla um ferðakostnað íþróttafélaga. Með stofnun ferðasjóðsins eru mörkuð tímamót í ferðakostnaðarmálum íþróttahreyfingarinnar. Með samningnum er komið á fót sjóði sem kemur til móts við íþróttafélög vegna kostnaðar þeirra af ferðalögum innanlands, sérstaklega þeirra sem eiga um langan veg að fara til þess taka þátt í viðurkenndum mótum. Markmið sjóðsins er einnig að stuðla að öruggum ferðamáta íþróttafólks. Framlag ríkisins í sjóðinn er alls 180 milljónir króna á árunum 2007- 2009 og skiptist á eftirfarandi hátt: 30 milljónir króna fyrir árið 2007, 60 milljónir króna fyrir árið 2008 og 90 milljónir króna. fyrir árið 2009. Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands var í dag með undirritun þjónustusamnings formlega falin umsjón og umsýsla sjóðsins. Opnað var fyrir umsóknir í sjóðinn 10. desember 2007 og rann umsóknarfrestur út 10. janúar sl. Alls bárust umsóknir frá 138 íþróttafélögum, frá öllum héraðssamböndum ÍSÍ. Sótt var um styrk fyrir 21 íþróttagrein. Heildarkostnaður umsókna var um 260 milljónir króna en heildarkostnaður styrkhæfra umsókna var ríflega 223 milljónir króna. Í ljósi þess að um fyrstu úthlutun er að ræða og heildarumfang ferðakostnaðar lá ekki með öllu fyrir var mikil áhersla lögð á að fá inn umsóknir fyrir allar ferðir árið 2007 sem félög þurftu að fara út fyrir sitt sveitarfélag, á þau mót sem skilgreind voru í umsóknareyðublaði til sjóðsins. Umsóknum fyrir árið 2007 var safnað saman og styrkupphæðir metnar með tilliti til umfangs umsókna og upphæðar ríkisstyrks. Við mat á umsóknum var að þessu sinni tekið mið af eftirfarandi: Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ gátu sótt um stuðning. Einungis Íslandsmót og mót sem voru undanfarar Íslandsmóta voru styrkhæf. Einungis ferðir sem voru 150 km eða lengra aðra leið, voru styrkhæfar. Ferðastyrkir verða greiddir út í marsmánuði. Forsendur fyrir úthlutun 2008 verða endurskoðaðar í ljósi reynslu af úthlutun 2007. FERÐASJÓÐUR ÍÞRÓTTAFÉLAGA ÚTHLUTUN FYRIR ÁRIÐ 2007 Héraðssamband/íþróttabandalag Úthlutun HHF Héraðssambandið Hrafna-Flóki 9.510 HSH Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu 1.126.007 HSK Héraðssambandið Skarphéðinn 1.121.897 HSV Héraðssamband Vestfirðinga 975.571 HSÞ Héraðssamband Þingeyinga 1.041.903 ÍA Íþróttabandalag Akraness 170.368 ÍBA Íþróttabandalag Akureyrar 8.191.050 ÍBH Íþróttabandalag Hafnarfjarðar 992.519 ÍBR Íþróttabandalag Reykjavíkur 2.751.049 ÍBS Íþróttabandalag Siglufjarðar 499.854 ÍBV Íþróttabandalag Vestmannaeyja 3.761.735 ÍRB Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 240.095 ÍS Íþróttabandalag Suðurnesja 379.395 UDN Ungmenna og íþróttasamband Dalamanna og N-Breiðfirðinga 7.613 UÍA Ungmenna og íþróttasamband Austurlands 3.505.123 UÍÓ Ungmenna og íþróttasamband Ólafsfjarðar 278.265 UMSB Ungmennasamband Borgarfjarðar 149.320 UMSE Ungmennasamband Eyjafjarðar 285.542 UMSK Ungmennasamband Kjalarnesþings 1.688.008 UMSS Ungmennasamband Skagafjarðar 1.175.535 UNÞ Ungmennasamband Norður Þingeyinga 19.739 USAH Ungmennasamband Austur Húnvetninga 151.654 USÚ Ungmennasambandið Úlfljótur 1.383.626 USVH Ungmennasamband Vestur Húnvetninga 81.953 USVS Ungmennasamband Vestur Skaftfellinga 12.690 FERÐASJÓÐUR ÍÞRÓTTAFÉLAGA ÚTHLUTUN FYRIR ÁRIÐ 2007 Íþróttagrein Úthlutun Badminton 148.117 Blak 1.480.910 Borðtennis 7.383 Fimleikar 166.228 Frjálsar íþróttir 384.350 Glíma 167.975 Golf 309.514 Handknattleikur 7.280.323 Hestaíþróttir 3.538 Íþróttir fatlaðra 233.349 Júdó 92.377 Karate 0 Keila 0 Knattspyrna 14.153.778 Körfuknattleikur 3.398.551 Siglingar 3.076 Skíðaíþróttir 642.001 Skotfimi 6.947 Sund 242.991 Skautaíþróttir 1.228.345 Akstursíþróttir 50.268
https://www.vikubladid.is/is/frettir/framkvaemdir-geta-haldid-afram-a-felagssvaedi-thors
Framkvæmdir geta haldið áfram á félagssvæði Þórs Ekki kemur til þess að stöðva þurfi framkvæmdir á félagssvæði Þórs eins og stjórn félagsins hafði gert kröfu um, með bréfi til Hermanns Jóns Tómassonar formanns bæjarráðs Akureyri fyrir helgi. Ástæðan var sú að á fundi stjórnar Þórs með stjórn UFA staðfestist mikill ágreiningur um staðsetningu og uppröðun á stökksvæðum framan við stúkuna, sem að mati stjórnar Þórs skapaði allt of mikla fjarlægð áhorfenda við knattspyrnuvöllinn, sem var samkvæmt áætlunum 24,29 metrar. Niðurstaða frá fundi fulltrúa Þórs og bæjarins í morgun varð sú að fjarlægðin yrði 19,74 metrar. Breytingin tengist stökksvæðinu og hafa forsvarsmenn Þórs fallist á þessa breytingu og það munu fulltrúar UFA einnig hafa gert, samkvæmt því sem Vikudagur kemst næst. Framkvæmdir við uppbyggingu frjálsíþrótta- og knattspyrnuaðstöðu á svæði félagsins við Hamar geta því haldið áfram af fullum krafti.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fimm-umsoknir-um-stodu-skolastjora-tonlistarskolans-a-akureyri
Fimm umsóknir um stöðu skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri Fimm umsóknir bárust um stöðu skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri en umsóknarfrestur rann út fyrir helgina. Í þessum hópi eru tveir skólastjórar, Eiríkur Stephensen skólastjóri Tónlistarskóla Eyjafjarðar og Hjörleifur Örn Jónsson skólastjóri í Berlín. Aðrir umsækjendur eru Daníel Arason tónlistarkennari á Eskifirði og Reyðarfirði, Herdís H. Oddsdóttir tónlistarkennari í Reykjavík og Vigdís Klara Aradóttir tónlistarkennari í Hafnarfirði. Núverandi skólastjóri Tónlistarskólans er Helgi Þ. Svavarsson. Tónlistarskólinn á Akureyri er einn af stærri tónlistarskólum landsins og þar er rekin umfangsmikil starfsemi. Nemendur í hefðbundnu hljóðfæra- og söngnámi eru um 470 og í skólanum starfa um 40 manns. Að auki þjónustar skólinn leik- og grunnskóla, þannig að fjármagnið sem fer í skólann nýtist um 1200 nemendum. Einnig er þar haldið úti öflugu hljómsveitarstarfi. Tónlistarskólinn mun flytja í nýtt og glæsilegt húsnæði í Hofi, nýju menningarhúsi Akureyrarbæjar, haustið 2009 og við það mun aðstaða skólans batna til mikilla muna.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/yfir-30-umsoknir-borist-um-starf-sveitarstjora-eyjafjardarsveitar
Yfir 30 umsóknir borist um starf sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar Yfir 30 umsóknir höfðu borist um starf sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar í gær en umsóknarfrestur rann út sl. sunnudag. Arnar Árnason oddviti Eyjafjarðarsveitar var að vonum ánægður með þennan mikla áhuga á starfinu, frá fólki bæði af höfuðborgarsvæðinu og hér fyrir norðan. Arnar sagðist hafa átt von á mörgum umsóknum um starfið en þessi mikli áhugi hafi farið fram úr björtustu vonum. "Það eru greinilega margir sem telja sveitarfélagið spennandi, sem það vissulega er og hér er mikill uppgangur," sagði Arnar. Hann sagði stefnt að því að ráða nýjan sveitarstjóra fljótlega eftir páska. Í Eyjafjarðarsveit er rekinn öflugur landbúnaður en vegna nálægðar við Akureyri býður sveitarfélagið kosti hins klassíska sveitasamfélags og um leið eiginleika þéttbýlis. Arnar sagði að mikil ásókn hafi verið í byggingarlóðir í sveitarfélaginu og þá hafi Hrafnagilsskóli, sem m.a. hlaut Íslensku menntaverðlaunin á síðasta ári, mikið aðdráttarafl. Nýr sveitarstjóri tekur við af Bjarna Kristjánssyni, sem gegnt hefur starfinu frá 1998 og var enduráðinn til tveggja ára eftir sveitarstjórnarkosningarnar fyrir tæpum tveimur árum.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/islensk-verdbref-bjoda-a-leik-thors-og-snaefells-i-kvold
Íslensk verðbréf bjóða á leik Þórs og Snæfells í kvöld Í kvöld fer fram síðasta umferðin í Iceland Express deild karla í körfubolta og þá taka Þórsarar á móti nýbökuðum bikarmeistum Snæfells í íþróttahúsi Síðuskóla kl. 19.15. Leikurinn er afar mikilvægur fyrir heimamenn í Þór en með sigri tryggja þeir sér 8. sætið í deildinni sem gefur þeim keppnisrétt i úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn. Íslensk verðbréf hafa ákveðið að leggja körfuknattleiksdeild Þórs lið með því að bjóða öllum frítt á leikinn. Þór, Tindastóll og Stjarnan berjast um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni. Þór er með 18 stig í 8. sæti deildarinnar og með sigri á Snæfelli í kvöld er liðið öruggt í úrslitakeppnina. Ef Snæfell vinnur þurfa Þórsarar að stóla á að Hamar vinni ÍR og Tindastóll leggi Stjörnuna. Þá væru Þór, ÍR og Tindastóll öll með 18 stig en Tindastóll sæti eftir í 9. sæti deildarinnar. Með því að bjóða Akureyringum og nærsveitamönnum á völlinn í kvöld vilja Íslensk verðbréf leggja sitt af mörkum til þess að Þórsarar nái markmiði sínu með góðum stuðningi áhorfenda.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/stjorn-thors-vill-ad-framkvaemdir-a-svaedinu-verdi-stodvadar
Stjórn Þórs vill að framkvæmdir á svæðinu verði stöðvaðar Stjórn Íþróttafélagsins Þórs hefur sent bréf til Hermanns Jóns Tómassonar formanns bæjarráðs Akureyrar og óskað eftir því að framkvæmdir vegna uppbyggingar frjálsíþrótta- og knattspyrnuaðstöðu á aðalsvæði félagsins verði stöðvaðar nú þegar. Á fundi stjórnar Þórs með stjórn UFA staðfestist mikill ágreiningur um staðsetningu og uppröðun á stökksvæðum framan við stúkuna, sem að mati stjórnar Þórs skapar allt of mikla fjarlægð áhorfenda við knattspyrnuvöllinn, sem nú er samkvæmt áætlunum 24,29 metrar. Þessi vegalengd sem hér er nefnd á sér enga hliðstæðu hérlendis. Er það ósk stjórnar Íþróttafélagsins Þórs að bæjaryfirvöld leiti allra leiða til að minnka þessa fjarlægð. Í ljósi þessarar uppbyggingar sem hér er hafin og er mjög metnaðarfull vill stjórn Íþróttafélagsins Þórs trúa því að sú uppbygging sem snýr að knattspyrnu verði með hagsmuni og framtíð knattspyrnunnar í huga ekki síður en frjálsíþróttafólks.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/taepar-atjan-milljonir-krona-til-thatttoku-i-10-verkefnum
Tæpar átján milljónir króna til þátttöku í 10 verkefnum Stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar úthlutaði í dag í fyrsta skipti þátttökuframlögum úr Vaxtarsamningi Eyjafjarðar 2008-2010 en samningurinn var undirritaður í janúar síðastliðnum. Á samningstímanum er varið 90 milljónum króna úr ríkissjóði í þeim tilgangi að efla nýsköpun atvinnulífsins á Eyjafjarðarsvæðinu og auka hagvöxt með samstarfi fyrirtækja, háskóla, sveitarfélaga og ríkisins. Vaxtarsamningurinn samþykkti að þessu sinni þátttöku í 10 verkefnum og ver til þeirra samtals 17.750.000 kr. Mikil ásókn var eftir verkefnaaðild Vaxtarsamnings Eyjafjarðar en alls bárust 23 umsóknir og var óskað samtals eftir tæplega 105 milljónum króna. Fyrsta skilyrði fyrir þátttöku Vaxtarsamningsins í verkefnum er að um sé að ræða samstarf tveggja eða fleiri aðila og skal minnst helmingur þátttakenda vera fyrirtæki. Þá er lögð áhersla á verkefni sem efla tengsl háskóla og atvinnulífs, sem og verkefni sem miða að markaðssetningu og útrás. Við val á verkefnum er við það miðað að þau efli nýsköpun á Eyjafjarðarsvæðinu og stuðli að vexti svæðisins. Verkefni sem hljóta samþykki hjá Vaxtarsamningi Eyjafjarðar fyrir þátttöku fá allt að 50% heildarkostnaðar við þau, gegn mótframlagi annarra þátttakenda. Þau verkefni sem Vaxtarsamningurinn samþykkti í dag að taka þátt í eru: Akureyrarstofa Komdu norður 1.000.000 Pharmarctica ehf. Nýjungar í lyfjaframleiðslu 2.000.000 Draumasetrið Skuggsjá Draumar í Eyjafirði 750.000 Hlíðarfjall ehf. Svifbraut 2.000.000 Formula Iceland ehf. Motorgames.eu 2.000.000 Stöng - sumarhús ehf. Haust- og vetrarveiðiferðir 1.000.000 Sounds ehf. Valhalla Studio 2.000.000 Norðanflug ehf. Norðanflug ehf. 2.000.000 Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi Beint flug 2.000.000 Matur úr héraði - Local food 3.000.000 Samtals 17.750.000 Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnisstjóri Vaxtarsamnings Eyjafjarðar, segist ánægður með þær umsóknir sem bárust að þessu sinni og bendir á að hér sé um að ræða fyrstu úthlutun af þremur á þessu ári. "Þau verkefni sem við tökum nú þátt í eru fjölbreytt, bæði stór og smá, hrein nýsköpunarverkefni og einnig verkefni sem komin eru á legg og unnið er að uppbyggingu á. Markmiðið með nýgerðum Vaxtarsamningi fyrir næstu þrjú ár er einmitt að tryggja að sem fjölbreyttust verkefni eigi möguleika á þátttöku samningsins. Það tryggir fjölbreytileika í atvinnuuppbyggingu á svæðinu og vöxt til framtíðar og mér sýnist hafa tekist vel til hvað þessi markmið varðar," segir Hjalti Páll Þórarinsson.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/kea-og-fleiri-fjarfestar-kaupa-hafnarstraeti-98
KEA og fleiri fjárfestar kaupa Hafnarstræti 98 KEA hefur, ásamt fleiri fjárfestum, fest kaup á Hafnarstræti 98. Fyrri eigendur hússins höfðu áformað niðurrif á því þegar húsafriðunarnefnd friðaði húsið síðasta haust og hefur nokkur umræða um húsið fylgt í kjölfarið. Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, segir markmiðið að ráðast strax í endurbætur á húsinu og koma því í upphaflegt horf samhliða því sem möguleikar á viðbyggingu verða skoðaðir. Fyrirhugað er að húsnæðið verði innréttað sem skrifstofuhúsnæði.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fjolbreytt-dagskra-i-akureyrarkirkju-um-paskana
Fjölbreytt dagskrá í Akureyrarkirkju um páskana Fjölbreytt dagskrá er framundan í Akureyrarkirkju í páskavikunni. Á skírdag, 20. mars, verður kyrrðarstund kl. 12.00, fyrirbænir og altarisganga. Kvöldmessa verður kl. 20.00. Endurminning síðustu kvöldmáltíðarinnar. Heimagert altarisbrauð. Forsöngvari: Eyþór Ingi Jónsson. Á föstudaginn langa, 21. mars, hefst lestur Passíusálma sr. Hallgríms Péturssonar kl. 13.00. Lesarar eru landskunnir leikarar ásamt leikmönnum. Blokkflautuleikarar úr Tónlistarskólanum á Akureyri annast tónlist á heilu tímunum. Molasopi í anddyri kirkjunnar. Hægt að koma og fara að vild. Kyrrðarstund við krossinn kl. 21.00. Áhrifamikil samvera með söng og lestri úr píslarsögunni. Þráinn Karlsson leikari les sjö orð Krists af krossinum. Gengið út í þögninni. Upprisuhátíð í Akureyrarkirkju hefst með hátíðarmessu kl. 8.00 á páskadag. Kór Akureyrarkirkju og Stúlknakórinn leiða kröftugan söng. Opið hús með morgunverðarborði og páskahlátri í Safnaðarheimilinu kl. 9.00-11.00 Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Barnakór Akureyrarkirkju syngur. Mikill söngur, biblíubrúður og leikrit. Skemmtileg samvera fyrir alla fjölskylduna. Á annan í páskum verður hátíðarguðsþjónusta í Minjasafnskirkjunni í innbænum á Akureyri kl. 17.00. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Allir velkomnir.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/bokasofnin-efna-til-slagordasamkeppni
Bókasöfnin efna til slagorðasamkeppni Það eru ekki einungis stórfyrirtæki sem sjá sér hag í því að efna til kynningarherferðar, nú ætla bókasöfn landsins að bæta samkeppnisaðstöðu sína og kynna sig og starfsemi sína með nýju og fersku slagorði. Sérstök kynningarnefnd á vegum Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræða og Samtaka forstöðumanna almenningsbókasafna, vinnur að því að móta kynningarátakið og efnir af því tilefni til slagorðasamkeppni sem allir geta tekið þátt í. Upplýsing veitir vegleg verðlaun fyrir besta slagorðið eða 100.000 krónur. Nefndin mun meta þær tillögur sem berast og velja besta slagorðið sem kynnt verður á degi bókarinnar þann 23. apríl. Frestur til að skila inn hugmyndum að slagorði er til 20. mars og er hægt að senda tillögur á netfangið bokasafn@bokasafn.is. Allar nánari upplýsingar um keppnina eru að finna á vefsíðunni www.bokasafn.is, en vefsíðunni er ætlað að þjóna bókasöfnum landsins sem upplýsinga- og kynningarvefur.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/samningur-um-godamot-thors-endurnyjadur-til-thriggja-ara
Samningur um Goðamót Þórs endurnýjaður til þriggja ára Í tengslum við Goðamót Þórs í 6. aldursflokki drengja, sem lauk í gær, var undirritaður samningur til þriggja ára milli Norðlenska og Íþróttafélagsins Þórs um framhald á samstarfi þessara aðila um Goðamótin. Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, og Sigurjón Magnússon, fyrir hönd Íþróttafélagsins Þórs, undirrituðu samninginn. Íþróttafélagið Þór hefur frá árinu 2003 haldið Goðamótin í knattspyrnu fyrir yngri knattspyrnumenn og koma þátttakendur af öllu landinu. Þrjú mót eru haldin á hverjum vetri, fyrir fimmta aldursflokk drengja, sjötta aldursflokk drengja og fimmta og fjórða aldursflokka stúlkna. Á bilinu 450 til 500 þátttakendur taka þátt í hverju móti og auk þess mætir til leiks fjöldi þjálfara, liðsstjóra og foreldra. Um eitthundrað sjálboðaliðar vinna að framkvæmd hvers móts, segir í fréttatilkynningu. Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, sagði við undirskrift samningsins að það skipti fyrirtækið miklu máli að koma að Goðamótunum. "Við leggjum áherslu á að koma að samfélagslegum verkefnum á þeim stöðum þar sem við störfum og Goðamótin eru stærsta einstaka verkefnið sem við tökum þátt í. Það er ljóst að okkar helsta vörumerki, Goði, er oftast nefnt í tengslum við þessi mót. Okkur er það sönn ánægja að framlengja þetta samstarf til næstu þriggja ára," sagði Ingvar. Sigurjón Magnússon, talsmaður Goðamótanna, segir það skipta Íþróttafélagið Þór gríðarlega miklu máli að eiga þetta farsæla samstarf við Norðlenska um framkvæmd Goðamótanna. "Norðlenska hafði trú á þessari hugmynd í upphafi og síðan hafa mótin vaxið og dafnað. Samstarf okkar við fyrirtækið hefur frá upphafi verið einstaklega gott og ég vil að forráðamenn Norðlenska viti hversu gríðarlega mikils við metum þetta samstarf. Ég fagna þessum nýja samningi og vona að við eigum samstarf við Norðlenska um Goðamótin um ókomna tíð."
https://www.vikubladid.is/is/frettir/tveir-nyir-menn-i-stjorn-saga-capital-fjarfestingabanka
Tveir nýir menn í stjórn Saga Capital Fjárfestingabanka Sindri Sindrason, stjórnarformaður Eimskipafélags Íslands, og Gunnar Þór Gíslason, framkvæmdastjóri Sundagarða, voru kjörnir nýir inn í stjórn Saga Capital Fjárfestingarbanka á aðalfundi bankans sem haldinn var í gær. Þrír stjórnarmenn sitja áfram, þeir Halldór Jóhannsson, sitjandi stjórnarformaður, Jóhann Antonsson og Róbert Melax. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, skýrði hluthöfum bankans frá því að sótt hafi verið um viðskiptabankaleyfi til Fjármálaeftirlitsins, auk þess sem bankinn sé búinn að semja við Seðlabanka Íslands um aðgang að stórgreiðslukerfi hans og semja um aðild að Reiknistofu bankanna. „Saga Capital verður áfram fjárfestingarbanki en viðskiptabankaleyfið gerir bankanum kleift að vera sveigjanlegri og koma til móts við kröfur þeirra viðskiptavina sem vilja opna innlánsreikninga hjá bankanum," sagði Þorvaldur Lúðvík. „Bankinn hefur vaxið hratt frá því hann tók formlega til starfa um mitt síðasta ár og situr nú í fjórða sæti, á eftir stóru viðskiptabönkunum þremur, í markaðshlutdeild í Kauphöll Íslands, það sem af er þessu ári. Viðskiptabankaleyfi er rökrétt framhald af þessari þróun." Í ávarpi sínu á aðalfundinum skýrði Þorvaldur Lúðvík frá því að eiginfjárhlutfall bankans stæði nú í tæpum 54%, en lögbundið lágmark er 8%. Þetta góða eiginfjárhlutfall Saga Capital þýddi að bankinn væri ekki með stóran efnahagsreikning til að fjármagna í þeirri lausafjárkreppu sem ríkir og á þeim óhagstæðu lánakjörum sem bjóðast. „Fjárhagsstaða bankans er sterk og efnahagsreikningur hans er lítill og sveigjanlegur. Hvort tveggja er afar mikilvægt við núverandi aðstæður á mörkuðum. Að auki glímir bankinn ekki við neinn fortíðarvanda og hluthafar hans eru sterkir og traustir. Saga Capital er því gríðarlega vel í stakk búinn til að taka þátt í þeirri gerjun sem framundan er í fjármálageiranum og er reiðubúinn til að nýta sóknarfærin sem skapast á næstu misserum," sagði Þorvaldur Lúðvík. Halldór Jóhannsson, stjórnarformaður Saga Capital, fjallaði í ávarpi sínu meðal annars um núverandi rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja og sagði líklegt að til sameininga kæmi á næstunni. „Frekari samþjöppun á innanlandsmarkaði styrkir að mínu mati samkeppnishæfi Saga Capital. Ég tel að það verði alltaf þörf og rými fyrir minni, sveigjanlegri og sérhæfðari fjárfestingarbanka. Grundvallarforsendur fyrir stofnun Saga Capital hafa ekkert breyst," sagði Halldór. Þá ræddi Halldór um stöðu Fjármálaeftirlitsins og sagði að engum dyldist að mikill tími færi í að fá úrskurði um einföld mál enda augljóst að stofnunin væri undirmönnuð. Halldór sagði að í því ljósi vekti það undrun hversu illa gengi að færa FME aukið rekstrarfé. Fjármálaeftirlitið væri fjármagnað af þeim sem stofnunin hefði eftirlit með og atvinnugreinin ætti að leggja metnað sinn í að tryggja FME aukið rekstrarfé, þannig að hægt væri að stórauka afkastagetu stofnunarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ahugaljosmyndarar-syna-myndir-sinar-a-husavik
Áhugaljósmyndarar sýna myndir sínar á Húsavík Samsýning áhugaljósmyndara á Húsavík og nágrenni var opnuð í Safnahúsinu í gær en þar sýna 20 ljósmyndarar rúmlega 140 myndir og er myndefnið fjölbreytt eftir því. Atli Vigfússon á Laxamýri er sá ljósmyndari sem er með flestar myndir á sýningunni. Þær hafa allar komið fyrir augu lesenda Morgunblaðsins en Atli hefur verið fréttaritari blaðsins til fjölda ára. Megin myndefni hans í gegnum tíðina hefur verið fólkið, dýrin og náttúran í sveitum Þingeyjarsýslu og bera myndir hans á sýningunni þess glögg merki. Sýningin í Safnahúsinu stendur fram á annan í páskum og er opin frá kl. 13-17 alla daga.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/er-kea-ad-fara-ut-i-beinan-atvinnurekstur-a-ny
Er KEA að fara út í beinan atvinnurekstur á ný? Hannes Karlsson stjórnarformaður KEA segir að mörg fjárfestingarfélög hafi þróast í þá átt að vera með tilteknar kjarnaeignir í sínu eignasafni þ.e. eru með beinan rekstur innan sinna vébanda. Þetta dragi úr sveiflum í starfsemi þeirra og myndi ákveðna kjölfestu. Þetta kom fram í máli Hannesar á aðalfundi KEA, þar sem hann flutti skýrslu stjórnar. "Það er mikilvægt að við í KEA höldum áfram að yfirfara okkar viðskiptalíkan, meðal annars m.t.t. þessa og ekki síst vegna þeirrar grundvallarhugsunar sem liggur að baki félagsforminu, sem er jú þátttakan," sagði Hannes. Hann sagði að vissulega myndu mörg fyrirtæki vilja vera í sporum KEA í dag. Félagið sé með góðar eignir, sterka eiginfjárstöðu og nánast skuldlaust. "Þau tækifæri sem staða þess býður uppá verður að nýta vel og af skynsemi; þar veldur hver á heldur. Framtíð félagsins byggir m.a. á því hvernig til tekst með næstu skref og ég fæ ekki annað séð en okkur muni farnast vel. Við erum í stakk búin til þess." Hannes sagði að fjárfestingarstefna félagsins byggi áfram á því meginmarkmiði að varðveita skuli höfuðstól félagsins eins og kostur er en það feli í sér tiltekinn aga í vinnubrögðum við fjárfestingar. "Eins og við þekkjum, er félagsform KEA með þeim hætti að ekki verður sótt nýtt fjármagn til eigenda þess ef illa árar."
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fjogurra-ara-stulka-fell-nidur-rullustiga-i-verslun-rumfatalagersins
Fjögurra ára stúlka féll niður rúllustiga í verslun Rúmfatalagersins Fjögurra ára stúlka féll niður af handriði rúllustiga í verslun Rúmfatalagersins á Akureyri rétt fyrir hádegi í dag. Að sögn lögreglunnar á Akureyri féll stúlkan niður um tæpa 6 metra á teppalagt gólf. Lögregla og sjúkralið voru kölluð út og að sögn lögreglu er ekki vitað um líðan stúlkunnar að stöddu, en hún var flutt á slysadeild til aðhlynningar, segir á vef Mbl. Verslun Rúmfatalagersins var opnuð í nýju húsnæði í morgun en hún er í viðbyggingu við Glerártorg. Nýja verslunin er í mun stærra húsnæði en sú sem fyrir var á Glerártogi. „Þetta er veruleg stækkun, við vorum í 800 fermetra húsnæði á gamla staðnum, en nú verðum við með 1700 fermetra á jarðhæð auk um 1100 fermetra á 2. hæð. Þetta verður mjög rúmgóð búð," sagði Birgir Reynisson verslunarstjóri Rúmfatalagersins á Akureyri, í samtali við Vikudag. Hann segir að vöruúrval muni í kjölfarið aukast og þá megi einnig gera ráð fyrir að starfsfólki verði fjölgað. Nú starfa allt í allt um 30 til 35 manns í versluninni með skólafólki í hlutastarfi. Rúmfatalagerinn er fyrst verslana til að flytja í viðbyggingu við Glerártorg, „við verðum þarna ein til að byrja með, eða fram í maí," segir Birgir. Hann segir að þar sem verslunin var áður til húsa verði tengigangur milli eldra og nýrra húsnæðis auk þess sem verslanir verði í hliðarplássum. Alls verða um 50 verslanir á Glerártorgi þegar það verður allt komið í notkun.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ny-orlofshus-ad-risa-a-akureyri
Ný orlofshús að rísa á Akureyri Nokkur orlofshús eru nú að rísa á svæði sunnan við Sjúkrahúsið á Akureyri en það er fyrirtækið Sæluhús á Akureyri sem er eigandi húsanna. "Fyrirtækið mun sjá um að leigja húsin út til ferðamanna, stéttarfélaga og þeirra sem óska," segir Njáll Trausti Friðbertsson forsvarsmaður fyrirtækisins. Hann segir að í maí í vor verði fyrstu húsin tilbúin en í þessum fyrsta áfanga eru 10 hús. Á næstu þremur árum mun húsunum svo fjölga og verða þau orðin 22 talsins þegar framkvæmdum er lokið.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/thurfa-yngri-flokkar-thors-ad-aefa-i-boganum-i-sumar
Þurfa yngri flokkar Þórs að æfa í Boganum í sumar? Töluverðar óánægju gætir innan knattspyrnudeildar Þórs, þar sem menn sjá fram á að þurfa að æfa og spila leiki yngri flokka félagsins í Boganum í allt sumar, verði ekki strax sett gerfigras á Sunnuhlíðarvöllinn. Búið er að bjóða út framkvæmdir á Sunnuhlíðarsvæði og verið er að vinna útboðsgögn vegna aðalvallar annars vegar og stúkubyggingar hins vegar. Hermann Jón Tómasson formaður bæjarráðs segir að það hafi legið fyrir frá því að umræða hófst um þessa framkvæmd að hún myndi hafa áhrif á aðstöðu félagsins til knattspyrnuæfinga meðan á henni stæði og áhrifin verði tvímælalaust mest sumarið 2008. "Bæjaryfirvöld og stjórn Þórs hafa verið sammála um að vinna saman að því að draga úr þessum áhrifum eins og kostur er t.d. með því að nýta Bogann sem best á þessum tíma. Auk þess er ljóst að austurhluti núverandi svæðis nýtist til æfinga og vonir standa til þess að hægt verði að nota Sunnuhlíðarsvæðið þegar líða tekur á sumarið. Það hefur legið fyrir frá því að samningur bæjarins og Þórs var gerður að Sunnuhlíðarsvæðið yrði útbúið sem æfingasvæði með náttúrulegu grasi," segir Hermann Jón. Hann segir aðspurður að bæjaryfirvöld hafi aldrei samþykkt að lánsfé yrði notað til þess að leggja gerfigras á Sunnuhlíðarsvæðið en að sú hugmynd hafi verið viðruð af fulltrúum Þórs.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/lid-mr-hafdi-betur-i-bradabana-gegn-ma-i-gettu-betur
Lið MR hafði betur í bráðabana gegn MA í Gettu betur Lið Menntaskólans í Reykjavík lagði lið Menntaskólans á Akureyri í úrslitaviðureign í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur nú í kvöld. Lokabarátta viðureignarinnar var mjög spennandi þar sem lið MA náði að knýja fram bráðabana með því að innbyrða sjö síðustu stigin í keppninni og jafna viðureignina 26-26. Í bráðabana hafði MR betur og tryggði sér sigur í keppninni 28-26. Úrslitakeppnin fór fram í Vetrargarðinum í Smáralind og var sýnd í beinni útsendingu Sjónvarps og send út á Rás 2.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/mikid-ad-gerast-i-listalifinu-a-akureyri-um-helgina
Mikið að gerast í listalífinu á Akureyri um helgina Listalífið á Akureyri er með allra fjölbreyttasta móti þessa dagana og mikið um að vera þegar kemur leiklist, myndlist og tónlist. Það má segja að páskaævintýrið í listalífinu hafi hafist í gærkvöld, þegar Leikfélag Akureyrar, í samstarfi við Vesturport, frumsýndi nýtt íslenskt verk sem nefnist Dubbeldusch og er eftir Björn Hlyn Haraldsson. Auk þess standa yfir sýningar hjá LA á verkinu Fló á skinni. Nemendur á listnámsbraut VMA, eru búnir að byggja myndarlegan snjókarl á Ráðhústorgi, sem er alls um 8 metrar á hæð. Á morgun laugardag verður svo mikið líf í Listagilinu og víðar í bænum. Listasafnið á Akureyri opnar sýninguna Bæ bæ Ísland - uppgjör við gamalt konsept, á morgun kl. 15.00. Þar koma saman 23 listamenn auk fjölda annarra og ræða landsins gagn og nauðsynjar með einum eða öðrum hætti. Einnig verður Listagilið fyllt af tónlist sem verður á höndum plötusnúðs og svo mun Karlakór Akureyrar-Geysir þenja raddböndin. Arnar Tryggvason opnar myndlistarsýningu í Populus tremula á laugardag kl. 14.00 en sýningin stendur aðeins þessa einu helgi. Þetta er önnur einkasýning Arnars sem útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Myndlistaskólanum á Akureyri 1995. Verkin á sýningunni eru tölvuunnar ljósmyndir, bleksprautuprentaðar á striga. Kl. 14.30 opnar Jónas Viðar málverkasýningu í Jónas Viðar Gallery í Listagilinu. Jónas Viðar nam myndlist við Myndlistaskólann á Akureyri 1983-1997 og Academia di belle arti di carrara í Carrara á ítalíu 1990-1994 hann hefur haldið yfir 40 einkasýningar bæði hér heima og erlendis ásamt því að reka gallerí og standa fyrir sýningum annara listamanna. Á sama tíma opnar Jón Henrysson myndlistarsýninguna "Bakland" í Deiglunni. Á sýningunni verða Palli sem var einn í heiminum, Tralli á ísjakanum og Stúfur sem var orðinn stór. Einnig verða 18 íslenskar myndir á lífskraftsfernum með ávöxtum og vítamíni. Þá opnar Þórarinn Blöndal sýninguna Ský á VeggVerki á morgun laugardag. Ein einfaldasta aðferðin sem notuð er við veðurfræðilegar rannsóknir er að spá í skýin. Skýin eru eins og svífandi veðurstöðvar sem gefa vísbendingar um það sem kann að gerast í veðrinu næstu klukkustundir og jafnvel næstu daga. Frá fornu fari hafa menn notað lögun skýja, breytingar á þeim og hreyfingar á skýjum við veðurspár. Sýningin stendur til 13 april 2008. Valgeir Guðjónsson skemmtir gestum Græna hattsins nk. laugardagskvöld. Valgeir stiklar á stóru um feril sinn sem söngvaskáld og tekur lagið eins og honum er lagið og spjallar um lögin, hvernig þau urðu til og sitthvað fleira. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 og húsið verður opnað kl. 20.00. Sunnudaginn 16. mars nk. kl. 11-13 opnar sýning Ragnars Kjartanssonar "Allt er gott að frétta af póesíunni" í Kunstraum Wohnraum í Ásabyggð 2 á Akureyri. Sýning Ragnars byggist á ljósmyndum sem Ragnar tók á símann sinn í Parísarborg af þremur listakonum.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/svarfdaelskur-mars-i-dalvikurbyggd-um-helgina
Svarfdælskur Mars í Dalvíkurbyggð um helgina Nú um helgina er haldin hátíð í Dalvíkurbyggð undir heitinu Svarfdælskur Mars. Hátíðin hefst í kvöld að Rimum með heimsmeistarakeppni í brús. Meðal atriða á morgun er málþing í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju kl. 16.00 um stöðu og framtíð héraðsfréttablaða í tilefni af 30 ára afmæli Norðurslóðar. Frummælendur á málþinginu verða Gísli Einarsson, fréttamaður og fyrrverandi ritstjóri Skessuhorns, Bjarni Harðarson, alþingismaður og fyrrverandi ritstjóri og eigandi Sunnlenska fréttablaðsins, og Þuríður Jóhannsdóttir, lektor við KHÍ. Auk þeirra taka þátt í pallborði þau Hilda Jana Gísladóttir fréttamaður á RÚVAK og Jóhann Antonsson, annar af ritstjórum Norðurslóðar. Svarfdælski Marsinn er menningarhátíð þar sem ýmislegt er gert til gamans svo sem að keppa að heimsmeistaratitli í brús og dansa svarfdælskan mars. Fyrir þá sem ekki þekkja heimsmeistaramótið í brús þá fer þar fram keppni í spili sem nefnist brús. Spilið hefur lengi verið spilað í Svarfaðardalnum og er því viðeigandi að þar skuli fara fram árlega heimsmeistaramótið í þessu spili. Nýgræðingar ættu ekki að láta sig vanta en venjulega fer fram kennsla í spilinu svo að sem flestir geti tekið þátt. Annars er dagskráin þessi: Föstudagur 14. mars Kl. 20.30 BRÚS. Heimsmeistaramót í brús að Rimum. Keppt verður um gullkambinn, farandgrip sem hlotnast heimsmeistara hverju sinni. Keppnin verður tvískipt að þessu sinni og nú keppt í at-brús í fyrsta skipti, auk hinnar hefðbundnu heimsmeistarakeppni. Þátttökugjald kr. 500. Spilareglur á www.dalvik.is Laugardagur 15. mars Kl. 11.00 SÖGUGANGA. Söguganga um Dalvík í fylgd Sveinbjörns Steingrímssonar. Lagt er af stað frá byggðasafninu Hvoli og þar verður kaffi í lok göngu. Byggðasafnið verður opið frá kl. 11.00 til kl. 14.00. Kl. 14.00 TÓNLEIKAR. Tónleikar í Dalvíkurkirkju, Bára Grímsdóttir og Chris Foster flytja efnið Funi. Kór Dalvíkurkirkju og Samkór Svarfdæla flytja lög eftir Báru eða í útsetningum hennar. Frábær dagskrá sem enginn tónlistarunnandi má láta framhjá sér fara. Kl. 16.00 MÁLÞING Málþing í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju um stöðu og framtíð héraðsfréttablaða í tilefni af 30 ára afmæli Norðurslóðar. Frummælendur verða: Gísli Einarsson, fréttamaður og fyrrverandi ritstjóri Skessuhorns, Bjarni Harðarson, alþingismaður og fyrrverandi ritstjóri og eigandi Sunnlenska fréttablaðsins og Þuríður Jóhannsdóttir lektor við KHÍ. Auk þeirra taka Hilda Jana Gísladóttir fréttamaður á RúvAk og Jóhann Antonsson, annar af ritstjórum Norðurslóðar, þátt í pallborði. Kl. 21.30 verður marsinn tekinn að Rimum. Stjórnandi marsins er að venju Ingunn Margrét Hallgrímsdóttir og hljómsveit hússins sér um tónlistina. Þátttaka í marsinum er ekki bara skemmtun heldur upplifun! Aðgangseyrir kr. 1000.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/lid-ma-aetlar-ser-ekkert-annad-en-sigur-i-gettu-betur
Lið MA ætlar sér ekkert annað en sigur í Gettu betur Lið Menntaskólans á Akureyri mætir liði Menntaskólans í Reykjavík í kvöld í úrslitaviðureigninni í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Viðureignin fer fram í Vetrargarðinum í Smáralind og er send út í beinni útsendingu Sjónvarpsins. Nemendur MA fengu frí eftir hádegi í dag og stór hluti þeirra er nú á suðurleið til að styðja við bakið á sínu liði. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem MA og MR mætast í úrslitum og þetta eru jafnframt einu skólarnir sem unnið hafa spurningakeppnina oftar en einu sinni, MR þó mun oftar en MA. Lið MA ætlar sér ekkert annað en sigur í keppninni. Vikudagur heimsótti lið MA í skólann í vikunni en það er skipað þeim Örnu Hjörleifsdóttur frá Grænavatni í Mývatnssveit, Konráði Guðjónssyni frá Vopnafirði og Svölu Lind Birnudóttir, sem er búsett í þéttbýlinu Lónsbakka í Hörgárbyggð. Þau skipuðu jafnframt lið skólans í fyrra og þá öll sem nýliðar. Arna er í 4. bekk á náttúrufræðibraut, Svala í 3. bekk á málabraut og Konráð í 4. bekk á félagsfræðibraut. Hann sagðist líta á það sem kost að þau væri ekki á sömu braut. Þá geta heldur ekki mörg lið ef nokkurt státað af því að hafa tvær stúlkur í liði sem komið er í úrslit. "Það eru forréttindi að fá að vera með þessum eðalkonum í liði," sagði Konráð. Þær Arna og Svala voru sammála um keppnin í ár hefði verið einstaklega spennandi, ekki síst sjónvarpsviðureignirnar, þar sem úrslit hafa ráðist á síðustu spurningum. Töldu þær að skólarnir væru að leggja enn meiri metnað í keppnina. Það hefur ekkert vantað upp á metnaðinn hjá liði MA sem hefur æft af krafti frá því liðið var valið vorið 2006 og árangurinn því ekki komið liðsmönnum á óvart. Hjálmar Stefán Brynjólfsson hefur þjálfað liðið og honum til aðstoðar er Magni Þór Óskarsson. "Við stefnum alltaf á sigur og það er virkilega ánægjulegt að vera komin í úrslit. Þá finnum við líka mun á milli ára og reynsla okkar frá því í fyrra hefur nýst okkur í ár. Við ætlum okkur því ekkert annað en sigur á föstudag," sagði Arna. Þetta er í 5. sinn sem MA kemst í úrslit í Gettur betur, þrisvar hefur skólinn fagnað sigri en ein viðureignin tapaðist. Liðsmenn MA eru sammála um að það skipti miklu máli að hafa öflugt stuðningsmannalið í salnum, andrúmsloftið sé þá mun skemmtilegra. MA átti heimaleik þegar keppnin var kominn í Sjónvarpið, í átta liða úrslitum en vegna veðurs gat ekki orðið af því og sátu flestir stuðningsmenn liðsins í Höllinni á Akureyri og fylgdust með keppninni á sjónvarpsskjá. Ekki fékkst það í gegn að úrslitaviðureignin yrði færð norður og því þurfa MA-ingar enn og aftur að fara suður með tilheyrandi ferðakostnaði. Þá fékkst það heldur ekki í gegn að Sjónvarpið leggði fram hærri upphæð vegna ferðakostnaðar MA-inga. Stofnunin borgar 200 þúsund krónur í hverri og er þá miðað við um 50 áhorfendur, að sögn Vilhjálms Bergmanns Bragasonar formanns skólafélagsins Hugins. Á fjórða hundrað stuðningsmenn hafa hins vegar fylgt liðinu fram að þessu og er ferðakostnaðurinn um 1,2 milljónir króna á ferð. Þá eru aðeins 650 sæti í boði í Smáralind, 325 sæti á hvorn skóla og því er óvíst að allir þeir sem vilja fylgja liðinu í úrslitin fái þar sæti, að sögn Vilhjálms. Hann benti á að klappliðið í salnum væri leikmynd og að það væri óeðlilegt að framhaldsskólanemar væru að greiða niður leikmynd Sjónvarpsins. Stofnunin mætti koma mun betur til móts við landsbyggðarskólana. Vilhjálmur sagði að mikil spenna væri meðal nemenda og starfsfólks fyrir úrslitaviðureignina og þrátt fyrir allt fari stór hópur frá skólanum suður til að styðja sitt lið í Smáralindinni.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ithrottahotel-a-hrafnagili-a-teiknibordinu
„Íþróttahótel” á Hrafnagili á teikniborðinu Garðar Jóhannesson íþrótta- og tómstundafulltrúi í Eyjafjarðarsveit hefur kynnt hugmynd sína um stofnun „íþróttahótels" við Hrafnagilsskóla. Þar eru mikil og góð mannvirki sem ekki eru nú nýtt sem skyldi. „Þetta er nú allt saman enn þá á teikniborðinu." Garðar segir að hann hafi farið að hugleiða hvernig nýta mætti hin miklu mannvirki á staðnum betur en nú, „hér er ný og góð sundlaug, íþróttahús, heimavist sem gerðar hafa verið gagngerar endurbætur á og þá stendur til að endurbyggja íþróttavöllinn okkar næsta sumar, m.a. að leggja tartan á brautir," segir hann. Hugmynd Garðars gengur út á að setja upp það sem hann kallar „íþróttahótel" og markaðssetja það fyrir íþróttahópa af öllu tagi. „Hér er allt til staðar, aðstaðan góð og hóparnir gætu verið hér nokkra daga í senn eða yfir helgi og nýtt þessa fínu aðstöðu til æfinga. Margir fara í æfingaferðir, m.a. til útlanda, en þetta yrði mun ódýrari kostur. Ég hef fulla trú á að þetta geti gengið upp," segir hann. Garðar nefnir að margir vilji komast af og til burt úr skarkala þéttbýlisins með sína íþróttahópa og stunda æfingar í friði auk þess sem aðstaða er líka fyrir hendi til að flytja fyrirlestra í tengslum við ferðirnar. Hann nefnir einnig að afþreyging að kvöldlagi sé líka til staðar og að stutt sé á skíðasvæðið í Hlíðarfjalli eða í Skautahöllina á Akureyri. „Ég tel að þetta geti orðið raunverulegur valkostur við t.d. æfingaferðir til útlanda með íþróttahópa af ýmsu tagi, en vissulega eigum við eftir að vinna betur í þessu, fastmóta hugmyndir og vinna að markaðssetningu," segir hann og væntir þess að unnt verði að bjóða fyrstu hópunum að koma jafnvel strax í vor eða sumar, „en vonandi verðum við svo komnir á fullt með þetta verkefni næsta haust."
https://www.vikubladid.is/is/frettir/thor-nadi-ekki-ad-tryggja-ser-saeti-i-urslitakeppninni
Þór náði ekki að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni Úrvalsdeildarlið Þórs náði ekki að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Iceland Express-deildarinnar í körfuknattleik í gærkvöld, þar sem liðið tapaði fyrir Grindavík 93-107 suður með sjó. Þórsarar höfðu 13 stiga forskot í leikhléi, 50-37 en í síðari hálfleik fór Þorleifur Ólafsson hamförum í liði Grindavíkur og skoraði þá 34 af 36 stigum sínum í leiknum. Hjá Þór var Luka Marolt stigahæstur með 27 stig. Á sama tíma gerði Tindastóll sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara KR að velli á Sauðárkróki, 96-94 í framlengdum leik og halda Stólarnir því enn í vonina um að komast í úrslitakeppnina. Í Stykkishólmi höfðu bikarmeistarar Snæfells betur á móti ÍR-ingum, 87-83 og í Grafarvogi unnu Njarðvíkingar öruggan sigur á Fjölni, 98-83. Baráttan um síðasta lausa sætið í úrslitakeppninni er því enn opin. Fyrir lokabaráttuna er ÍR í 7. sæti með 18 stig eins og Þór sem situr í 8. sætinu. Tindastóll er með 16 stig og Stjarnan 14 stig en Stjarnan á tvo leiki eftir. Stjarnan sækir Hamar heim í kvöld og í lokaumferðinni á þriðjudag mætast ÍR og Hamar, Stjarnan og Tindastóll og Þór fær Snæfell í heimsókn.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/oskad-eftir-adstod-i-glerarlaug-en-sjukrabill-for-ad-sundlaug-akureyrar
Óskað eftir aðstoð í Glerárlaug en sjúkrabíll fór að Sundlaug Akureyrar Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar hitti forsvarsmenn Neyðarlínunnar á fundi í gær og fór yfir misbresti sem orðið hafa á útköllum sem komið hafa frá Neyðarlínunni að undanförnu í Glerárlaug. Þrívegis hefur verið óskað eftir aðstoð sjúkrabíls í Glerárlaug, en boðin misfarist þannig að farið var að Sundlaug Akureyrar. Við það hefur tapast dýrmætur tími. Síðasta tilvikið var nú um liðna helgi. Tilkynnt var um meðvitundarlausan mann í Akureyrarsundlaug og segir Þorbjörn í samtali við Vikudag, að því hafi verið farið með mesta forgangi að Sundlaug Akureyrar. Í huga bæjarbúa sé Akureyrarsundlaug Sundlaug Akureyrar. Á leiðinni á staðinn var leitað eftir nánari upplýsingum um ástand mannsins og hvar óskað væri eftir að sjúkrabíll kæmi að lauginni. Nefnt var að bíllinn ætti að koma inn um hlið að norðanverðu en þar var svo enginn til að taka á móti sjúkraflutningamönnum. Á leiðinni var einnig óskað eftir staðfestingu á að um Akureyrarlaug væri að ræða og fékkst hún. Síðar var málið leiðrétt og sagt að um Glerárlaug væri að ræða. Maðurinn hafði að sögn Þorbjarnar braggast, sem betur fer og því kom ekki að sök í þetta sinn að farið væri í ranga sundlaug. „Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti sem svona gerist og þetta er mjög slæmt, það er einhver brotalöm í gangi hjá Neyðarlínunni, líklega halda menn að einungis sé ein sundlaug á Akureyri. Við útkall af þessu tagi er hver mínúta dýrmæt," segir Þorbjörn. Hann segir að sú vinnuregla gildi hjá Slökkviliðinu á Akureyri að rýnt sé í hvert útkall, menn fari yfir málið og skoði hvort eitthvað megi betur fari, hvort unnt er að bæta sig, „og ég geri þá kröfu nú til Neyðarlínunnar að þessi mál verði skoðuð, kannað hvað farið hefur úrskeiðis og bætt úr," segir Þorbjörn.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/baejarrad-styrkir-landsmot-skata-ad-homrum-i-sumar
Bæjarráð styrkir Landsmót skáta að Hömrum í sumar Landsmót skáta 2008 fer fram að Hömrum í sumar og á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun var samþykkt að styrkja mótshaldið um 1,5 milljónir króna. Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu málsins. Fyrir bæjarráði lá fyrir erindi frá Birgi Björnssyni mótsstjóra og Þorsteini Fr. Sigurðssyni framkvæmdastjóra BÍS f.h. Landsmóts skáta 2008, þar sem óskað var eftir fjárhagslegum stuðningi Akureyrarbæjar við mótið. Erindið var áður á dagskrá bæjarráðs sl. haust en þá var bæjarstjóra falið að funda með forsvarsmönnum mótsins.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/nyr-framkvaemdastjori-simenntunarmidstodvar-eyjafjardar
Nýr framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar Erla Björg Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra SÍMEY, Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar, frá og með 1. maí nk. Erla Björg er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri hjá SÍMEY frá árinu 2003, en starfaði einnig sem verktaki í verkefnum fyrir SÍMEY frá 2002-2003. Þá sat hún í stjórn SÍMEY frá 2001-2002. Áður en Erla Björg réð sig til SÍMEY starfaði hún að starfsmannastjórnun hjá KEA og dótturfyfirtækjum.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/bokamarkadurinn-opndur-a-akureyri-a-morgun
Bókamarkaðurinn opnður á Akureyri á morgun Hinn árlegi bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda er kominn til Akureyrar og verður hann opnaður kl. 10 í fyrramálið, föstudag, í húsnæði verslunarinnar Húsgögnin heim. Þessa stundina er verið að stafla upp tonnum af bókum í húsnæðinu en áætlað er að bjóða upp á 5-7 þúsund titla að þessu sinni. Bókaflóran er fljölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og á góðu verði. Bókamarkaðurinn stendur fram á þriðudaginn 25. mars nk.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/segir-hunda-valda-usla-i-hesthusahverfunum
Segir hunda valda usla í hesthúsahverfunum Hestaeigandi í hesthúsahverfinu í Lögmannshlíð, sem ekki vildi láta nafn síns getið, hafði samband við Vikudag og vildi kvarta yfir hundaeigendum í bænum sem koma í hesthúsahverfin til að viðra hunda sína. Þeir sleppi hundunum lausum og séu dæmi um að hestar hafi fælst, knapar fallið af baki og orðið fyrir meiðslum. Þetta sé sérstaklega varasamt gagnvart tryppum í tamningu. Sjálfur sagðist þessi hestaeigandi hafa orðið fyrir því að hundur, sem verið var að viðra í hverfinu, beit í hófskeggið á þeim hesti sem hann sat. Sem betur fer í það skiptið hafi hesturinn sýnt ótrúlega stillingu. Hestaeigandinn sagði ástandið ekkert betra í hinu hestahúsahverfinu, Breiðholti, og þá mættu hestamenn, sem eiga hunda, einnig passa betur upp á þá. Lausaganga hunda væri bönnuð í hesthúsahverfunum. Því taldi hann að hundaeigendur ættu frekar að viðra hunda sína á þeim gönguleiðum þar sem ekki fari hestar um. Þeir verði aðeins að passa að verka upp skítinn eftir hundinn.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/baejarfulltrui-vill-rifta-samningnum-um-solu-a-hlut-baejarins-i-landsvirkjun
Bæjarfulltrúi vill rifta samningnum um sölu á hlut bæjarins í Landsvirkjun Sala á hlut Akureyrarbæjar í Landsvirkjun var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs í morgun og þar lagði Baldvin H. Sigurðsson fram eftirfarandi bókun. "Í tilefni af 28,5 milljarða hagnaði Landsvirkjunar á síðasta ári vil ég taka fram eftirfarandi, ég vil enn og aftur minna á að ég tel að meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar hafi haldið afar illa á hagsmunum Akureyringa við sölu á hlut bæjarins í Landsvirkjun. Það var ítrekað bent á að verðmatið á Landsvirkjun væri allt of lágt, sem síðan sannaðist með sölu á hlut í Hitaveitu Suðurnesja sem var metinn á 55 milljarða, meðan Landsvirkjun var aðeins metin á tæplega 61 milljarð króna og mjög líklegt er að Landsvirkjun sé 80-90% stærra og þess vegna að sama skapi verðmætara fyrirtæki. Því fer ég fram á að bæjarstjórn Akureyrar athugi hvort rifta megi samningnum eða fá hann endurskoðaðan." Fulltrúar meirihlutaflokkanna í bæjarráði óskuðu bókað að þeir telji fráleitt að draga þá ályktun að afkoma Landsvirkjunar á sl. ári sýni það að mistök hafi verið gerð í því að selja hlut Akureyrarbæjar í Landsvirkjun. "Benda má á að fjármunatekjur umfram fjármagnsgjöld námu 27.630 milljónum króna sem skýrist aðallega af gengishagnaði af langtímalánum og gangvirðisbreytingum afleiðusamninga. Gengishagnaðurinn og gangvirðisbreytingar eru að mestu leyti óinnleyst og verður að hafa það í huga við mat á afkomu fyrirtækisins. " Oddur Helgi Halldórsson lagði fram eftirfarandi bókun: "Ég var alla tíð á móti sölu á hlut Akureyrarbæjar í Landsvirkjun og hef alla tíð haldið því fram að hann hafi verið seldur allt of ódýrt."
https://www.vikubladid.is/is/frettir/hvar-er-kvikmyndin-fra-skatahatidinni-a-bokkum-glerar
Hvar er kvikmyndin frá skátahátíðinni á bökkum Glerár? Vorið 1967 var haldin mikil skátahátíð á bökkum Glerár í tilefni 50 ára skátastarfs á Akureyri. Páll A. Pálsson ljósmyndari var fenginn til að taka super 8 mm kvikmynd fyrir skátafélögin á Akureyri. Mynd þessi þótti skemmtileg og var lánuð um land allt. Nú finnst myndin ekki þrátt fyrir mikla leit og fyrirspurnir. Þess vegna er hér með auglýst eftir myndinni sem hefur mikið heimildagildi enda um 20 mín. löng. Myndin var í gráum og glærum kassa. Ef einhver hefur hugmynd um hvar hún er niðurkomin er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við Hrefnu Hjálmarsdóttur í síma 462 4623 eða senda tölvupóst hhia(hjá)simnet.is
https://www.vikubladid.is/is/frettir/saga-capital-faer-adgang-ad-donsku-kauphollinni
Saga Capital fær aðgang að dönsku kauphöllinni Saga Capital Fjárfestingarbanka var í dag veittur formlegur aðgangur að kauphöllinni í Kaupmannahöfn en fyrir er bankinn aðili að kauphöllunum á Íslandi, í Helsinki og í Stokkhólmi. Þessar kauphallir starfa saman undir nafninu OMX Nordic Exchange og eru hluti af NASDAQ OMX Group sem er stærsta kauphallarfyrirtæki í heimi með þjónustu í sex heimsálfum og yfir 3.900 félög í viðskiptum. Saga Capital Fjárfestingarbanki tók formlega til starfa um mitt síðasta ár. Bankinn hefur vaxið hratt og vermir nú fjórða sætið, á eftir stóru viðskiptabönkunum þremur, í umfangi viðskipta í Kauphöll Íslands. Saga Capital veitir þjónustu á sviði fyrirtækjaráðgjafar, útlána og verðbréfamiðlunar til fyrirtækja og fagfjárfesta og tekur virkan þátt á verðbréfamörkuðum með fjárfestingum fyrir eigin reikning . ,,Við bjóðum Saga Capital Fjárfestingarbanka hjartanlega velkominn til OMX Nordic Exchange. Þetta er enn einn kauphallaraðilinn sem nýtir sér sameiningu norræna markaðarins og eykur við aðild sína", sagði Hans-Ole Jochumsen, forstjóri norrænu kauphallanna. ,,Saga Capital Fjárfestingarbanki er tíundi aðilinn sem eykur við sig með þessum hætti og hefur því nú aðild að öllum mörkuðum Nordic Exchange". ,,Saga Capital leggur áherslu á hröð og fagleg verðbréfaviðskipti og leggur metnað sinn í að tryggja viðskiptavinum beinan aðgang að helstu kauphöllum heims. Þetta eru ánægjuleg tímamót sem gera okkur kleift að sinna þörfum okkar viðskiptamanna jafnvel enn betur en nú er," segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital Fjárfestingarbanka í tilkynningu frá félaginu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/staerd-ithrottahuss-vid-vaentanlegan-naustaskola-gagnrynd
Stærð íþróttahúss við væntanlegan Naustaskóla gagnrýnd Á fundi stjórnar Fasteigna Akureyrar nýlega var tekið fyrir erindi frá Sigfúsi Karlssyni fyrir hönd stjórnar Unglingaráðs Handknattleiksdeildar KA, þar sem lýst er furðu yfir ákvörðun bæjaryfirvalda um stærð íþróttahúss við væntanlegan Naustaskóla. Ekki kemur þó fram hversu stórt íþróttahúsið á að vera. Miklar umræður urðu á sínum tíma um stærð íþróttahúss Síðuskóla en þar lögðu Þórsarar mikla áherslu á að húsið yrði byggt stærra en raun varð, þannig að þar yrði aðstaða fyrir áhorfendur. Einnig var á fundi stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar rætt um framtíðarnotkun íþróttahússins við Laugargötu og hugsanlega sölu á því. Það er mikið að gerast í uppbyggingu íþróttamannvirkja á Akureyri og stjórn Fasteigna fjallaði einnig um uppbyggingu á knattspyrnu- og frjálsíþróttaaðstöðu á íþróttasvæði Þórs við Hamar og útboð og hönnun í tengslum við þær framkvæmdir. Einnig var rætt um útboð á búnaði í fimleikasal íþróttahúss við Giljaskóla. Þá var á fundi stjórnar Fasteigna tekið fyrir erindi, þar sem Sigurður Sveinn Sigurðsson f.h. byggingarnefndar Skautafélags Akureyrar, óskaði eftir umsögn um hugmynd að viðbyggingu, krulluhöll, austan við Skautahöllina. Stjórnin tók ekki afstöðu til málsins að svo komnu máli. Skipulagsnefnd hafði óskað eftir umsögn íþróttaráðs vegna hugmynda SA um byggingu krulluhallar við Skautahöllina. Í bókun íþróttaráðs kemur fram að samkvæmt gildandi forgangsröðun um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Akureyri sem lögð er fram af Íþróttabandalagi Akureyrar er ekki gert ráð fyrir byggingu krulluhallar og telur íþróttaráð því ekki tímabært að huga að slíkri framkvæmd fyrr en Íþróttabandalagið hefur lagt fram endurskoðaða forgangsröðun á haustdögum 2008.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/gerd-undirganga-undir-horgarbraut-verdi-hradad
Gerð undirganga undir Hörgárbraut verði hraðað Framkvæmdaráð Akureyrar leggur áherslu á að hraðað verði eins og kostur er gerð undirganga undir Hörgárbraut og felur framkvæmdadeild að leita eftir samstarfi við Vegagerðina um málið. Á síðasta fundi ráðsins var tekið fyrir erindi frá skipulagsdeild þar sem óskað var eftir umsögn framkvæmdaráðs um minnisblað unnið af VGK - Hönnun hf. og varðar úrbætur í umferðar- og göngustígamálum í Holtahverfi. Framkvæmdaráð lýsti ánægju sinni með þær tillögur að breytingum á umferðarmálum þessa svæðis sem lagðar voru fyrir ráðið og telur að með þeim megi draga úr umferð stórra bíla um íbúagötur og auka umferðaröryggi. Ráðið bendir á að hluti þeirra breytinga sem hér um ræðir eru þegar á áætlun framkvæmdadeildar, t.d. tenging Krossanesbrautar við Hörgárbraut um Óðinsnes.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/sjalfsmatsadferdir-grunnskola-a-akureyri-fa-misjafna-einkunn
Sjálfsmatsaðferðir grunnskóla á Akureyri fá misjafna einkunn Á fundi skólanefndar Akureyrar nýlega var tekið fyrir erindi frá Menntamálaráðuneytinu þar sem tilkynntar eru niðurstöður úttektar ráðuneytisins á sjálfsmatsaðferðum Brekkuskóla, Lundarskóla, Hlíðarskóla og Grunnskólans í Hrísey. Þar kemur fram að samkvæmt viðmiðum ráðuneytisins telst framkvæmd sjálfsmats í Lundarskóla og Grunnskólanum í Hrísey fullnægjandi að hluta og sjálfsmatsaðferðir fullnægjandi að hluta. Í Brekkuskóla og Hlíðarskóla teljast sjálfsmatsaðferðir skólanna ófullnægjandi. Menntamálaráðuneytið óskaði jafnframt eftir því að áætlun um úrbætur berist því fyrir 2. apríl 2008. Skólanefnd samþykkti að fela fræðslustjóra að gera áætlun um úrbætur í samráði við viðkomandi skólastjóra og senda til menntamálaráðuneytisins fyrir 2. apríl nk.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/akureyri-lagdi-stjornuna-i-ka-heimilinu
Akureyri lagði Stjörnuna í KA-heimilinu Loksins, loksins, hafa örugglega margir Akureyringar hugsað þegar Akureyri Handboltafélag vann sinn fyrsta alvöru heimasigur í vetur með því að leggja Stjörnuna í æsispennandi leik í KA-heimilinu rétt í þessu. Akureyrarliðið var sterkara í fyrri hálfleik og hafði 19-16 forystu eftir hann. Sóknarleikur liðsins gekk mjög vel og munaði þar mestu um að liðið keyrði alltaf hraðar miðjur í kjölfar þess að hafa fengið á sig mark, virkaði það vel gegn hálf sofandi Stjörnuliðinu. Varnarleikurinn var hins vegar ekki nógu sterkur en þrátt fyrir það varði Sveinbjörn Pétursson ágætlega í markinu. Seinni hálfleikur var óþarflega spennandi og miðað við spilamennsku liðanna hefði Akureyri átt að klára hann auðveldlega, þeir gerðu sér óþarflega erfitt fyrir með slökum leikkafla undir lok leiksins. Þegar um 10 mínútur voru til leiksloka hafði Akureyri fimm marka forystu en þá kom slæmur kafli og Stjarnan skoraði fjögur mörk í röð áður en Magnús Stefánsson kom Akureyri í 30-28 og um fimm mínútur til leiksloka. Margt gekk á, á þessum fimm mínútum og bar þar hæst að fyrrum KA-mennirnir Heimir Örn Árnason og Patrekur Jóhannesson fengu tveggja mínútna brottvísanir fyrir kjaftbrúk við annars góða dómara leiksins. Þessar brottvísanir nánast tryggðu Akureyri sigur því að Stjarnan átti mjög erfitt uppdráttar með færri menn inni á vellinum. Smá skrekkur kom í menn í lokin þegar Stjarnan minnkaði muninn í tvö mörk einni mínútu fyrir leikslok í kjölfar óskynsamlegar spilamennsku hjá Akureyri. Það kom þó ekki að sök því brottvísun Patreks kom akkúrat á þessum tímapunkti og það drap vonir Stjörnunnar um stig í leiknum. Lokatölur 34-32. Hjá heimamönnum átti hinn 17 ára gamli Oddur Gretarsson stórleik og skoraði sex mörk úr vinstra horninu. Einnig spilaði Magnús Stefánsson vel í sókninni og þá sérstaklega í síðari hálfeik. Varnarleikur liðsins var köflóttur en Jónatan Magnússon var sterkur þar. Með sigrinum nánast gulltryggði Akureyri sæti sitt í deildinni og er með 14 stig í 6. sæti, fimm stigum á undan Aftureldingu sem er í 7. sætinu. Mörk Akureyrar: Magnús Stefánsson 8, Oddur Gretarsson 6, Goran Gusic 5, Einar Logi Friðjónsson 4, Jónatan Magnússon 4, Hörður Fannar Sigþórsson 3, Ásbjörn Friðriksson 2 og Þorvaldur Þorvaldsson 2. Sveinbjörn Pétursson varði 21 skot.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/gudrun-arndis-forstodumadur-verdlagsstofu-skiptaverds
Guðrún Arndís forstöðumaður Verðlagsstofu skiptaverðs Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað Guðrúnu Arndísi Jónsdóttur forstöðumann Verðlagsstofu skiptaverðs frá 1. apríl 2008 til næstu fimm ára. Guðrún Arndís lauk B.Sc námi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2002 og M.Sc í viðskiptafræði frá sama skóla árið 2007. Lokaverkefni hennar til M.Sc gráðu fjallar um Launakerfi íslenskra sjómanna. Hún hefur 14 ára starfsreynslu úr sjávarútvegi og hefur verið aðstoðarmaður framkvæmdastjóra útgerðarsviðs Samherja frá 1996. Hlutverk Verðlagsstofu skiptaverðs er m.a. að fylgjast með fiskverði og uppgjöri á aflahlut sjómanna og stuðla að réttu og eðlilegu uppgjöri á aflahlut þeirra. Birting upplýsinga um fiskverð er mikilvægur þáttur í starfsemi stofunnar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/samthykkt-ad-kaupa-tryggingar-fyrir-felagsmenn-umse
Samþykkt að kaupa tryggingar fyrir félagsmenn UMSE Á ársþingi UMSE sem fram fór í Valsárskóla á Svalbarðsströnd um síðustu helgi var samþykkt að kaupa tryggingar fyrir félagsmenn aðildarfélaga og munu UMSE og aðildarfélögin skipta með sér kostnaði varðandi það. Um er að ræða örorku- og dánartryggingu fyrir félaga og árbyrgðartryggingu fyrir félögin. Árni Arnsteinsson lét af formennsku eftir 6 ára setu og einnig lét ritarinn Helga Guðmundsdóttir af störfum. Í þeirra stað voru kjörin formaður Sigurður Hólmar Kristjánsson, Hestamannafélaginu Funa og ritari Kristlaug María Valdimarsdóttir, Umf. Smáranum. Þingið var ágætlega sótt og fór vel fram. Þá var Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Umf. Þorsteini Svörfuði, endurkjörin meðstjórnandi. Í varastjórn lét Hringur Hreinsson af störfum eftir áralanga setu. Eyrún Elva Marinósdóttir Umf. Reyni var endurkjörin í varastjórn og Óskar Óskarsson, Skíðafélagi Dalvíkur og Þorgerður Guðmundsdóttir, Umf. Samherjum voru einnig kjörin í varastjórn. Gestir þingsins voru Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Friðrik Einarsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ, Viðar Sigurjónsson, sviðsstjóri fræðslusvíðs ÍSÍ og Bergþóra Aradóttir fulltrúi frá Svalbarðsstrandarhreppi. KEA bauð þingfulltrúum og gestum þingsins upp á hádegisverð. Í lok þingsins var boðið til kaffisamsætis og voru veitt verðlaun til félaga og íþróttamanna fyrir árangur sinn á árinu 2007. Umf. Samherjar hlaut félagsmálabikarinn og Ari Jósavinsson frjálsíþróttaþjálfari hlaut viðurkenninguna Vinnuþjarkurinn. Íþróttamaður UMSE árið 2007 var kjörinn Björgvin Björgvinsson skíðamaður úr Skíðafélagi Dalvíkur.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/endurbygging-horgardalsvegar-bodin-ut-i-vor
Endurbygging Hörgárdalsvegar boðin út í vor Fyrirhugað er að bjóða út í vor endurbyggingu á Hörgárdalsvegi á svæðinu norðan við Möðruvelli og inn fyrir Skriðu, alls um 8,6 kílómetra leið. Guðmundur Sigvaldason sveitarstjóri í Hörgárbyggð segir að mikil samgöngubót verði að hinum nýja vegi. Nú liggur vegurinn um hlað tveggja bæja og að auki eru á þessum spotta tvær slæmar einbreiðar brýr. Hann segir ytri hluta vegarins uppbyggðan og á honum þurfi ekki að gera miklar endurbætur en annað sé uppi á teningnum varðandi syðri hlutann. Sá hluti verður lagður á öðrum stað en núverandi vegur og að auki verður allur spottinn lagður bundnu slitlagi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki næsta haust. Þá stendur einnig til að endurbyggja síðar Dagverðareyrarveg, frá Hlíðarbæ og niður að Gásum. Nú er unnið að hönnun og undirbúningi og gerir Guðmundur ráð fyrir að framkvæmdir verði tilbúnar til útboðs í haust. Hann segir að um miklar framfarir verði að ræða þegar sá vegur verði kominn í gagnið, enda sé verið að byggja upp menningartengda ferðaþjónustu að Gásum og gera megi ráð fyrir aukinni umferð á næstu árum um veginn.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/kartoflugeymslan-i-gilinu-verdur-festarklettur-listhus
Kartöflugeymslan í Gilinu verður Festarklettur – listhús Óli G. Jóhannsson listmálari keypti fyrr í vetur Kartöflugeymsluna í Gilinu á Akureyri af Loga Má Einarssyni arkitekt í Kollgátu. Óli fékk húsnæðið afhent formlega á dögunum og þar hefur hann hengt upp nokkur málverk og hafið starfsemi undir nafninu; Festarklettur - listhús. "Nú hef aðeins tíma til að leggjast undir feld og skoða þá möguleika sem hér eru og hvernig þeir verða útfærðir," sagði Óli en hann hefur verið mjög upptekinn að undanförnu við að sýna málverk sín erlendis á vegum hins heimsþekkta Opera Gallery. "Ég geri þó ráð fyrir að opna með veglegri sýningu um páska. Ég er að vinna málverk inn í þá sýningu og nokkur þeirra eru reyndar komin upp hér á nýja staðnum. Síðan verður þetta húsnæði umgjörð í kringum það sem ég er að gera og Lilja kona mín mun hafa umsjón með því. Í tímans rás er svo jafnvel gert ráð fyrir því að Opera galleríið sendi mér sýningar og meistaraverk. Ég geri mér vonir um að fá hingað myndir eftir Picasso, Chagall, Miró og þessa stóru karla, því það er orðið svo stutt á milli mín og þeirra. Opera Galleríið er farið að sýna mín verk með verkum þessara karla víðs vegar um heiminn og til vors verð ég á sýningum á nokkrum stöðum í heiminum. Ég byrja í Singapore 17. apríl, hinn 1. maí opna ég gríðarstóra einkasýningu í New York, þá var ég valinn inn á sýningu í Monaco, þaðan fer ég niður til Dubai og enda svo þessa hrinu í Genf í Sviss." Óli hefur sótt um leyfi til bæjaryfirvalda á Akureyri um frekari framkvæmdir í Gilinu. "Ég stefni að því að byggja 250 fermetra sýningarsal vestan við Kartöflugeymsluna. Mér finnst tónninn í bæjarkerfinu jákvæður og er því bjartsýnn á að þetta geti gengið eftir. Er ekki við hæfi að maður endi þetta með stæl en ég er upphafsmaður að gallerírekstri í bænum," sagði Óli sem stofnaði Gallerí Háhól í kringum 1980. "Sem gamall gallerírefur úr Gallerí Háhól fannst mér ég þurfa að ljúka ferlinum með listhúsi á Akureyri. Nú er það komið og ég tileinka þennan stað öllu því unga listafólki, sem eru málarar og hefur komið frá Myndlistarskólanum á Akureyri síðustu ár og er burðarvirkið í listsköpun á Íslandi í dag. Ég heiti á þetta fólk að láta mig vita af sér ef það þarf að sýna." Auk þess að sinna listagyðjunni hefur Óli verið atkvæðamikill hestamaður í bænum og hvernig skyldi sú vinna ganga með öllu því sem er að gerast í málverkinu. "Ég er kominn með mann í vinnu í búskapnum og er orðinn eins og fínu karlarnir og mæti bara á hestbak í nýpússuðum stígvélum."
https://www.vikubladid.is/is/frettir/hreyfing-i-solu-a-mjolkurkvota
Hreyfing í sölu á mjólkurkvóta Guðmundur Steindórsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar segir að svo virðist sem nokkur hreyfing sé að komast á sölu mjólkurkvóta í héraðinu. „Það var rólegt yfir þessu framan af vetri, fram undir áramót, en þá komu upp nokkur tilfelli, einhverjir hafa selt frá sér kvóta aðrir eru að velta því fyrir sér," segir Guðmundur. Hann nefnir að m.a. sé um að ræða eldri bændur sem hafi í hyggju að búa áfram á jörðum sínum en sjái fram á að þrek til að stunda búskap fari þverrandi. Umræða um mjólkurkvótamál hafi ef til vill ýtt við einhverjum og þá hafi verð á kvóta verið hátt og menn því ef til vill hugsað með sér að nú væri rétt tíminn til að selja. „Verðið fór auðvitað hækkandi á meðan ekki var neitt framboð, en það er á niðurleið núna aftur, en samt það hátt að bændur fá viðunandi verð fyrir," segir Guðmundur. Hann segir skelfilegt til þess að hugsa ef skriða fari af stað, ef bændur fari að selja frá sér kvóta í miklum mæli og vonar að svo verði ekki. „Það er ómögulegt að spá fyrir um hvað verður, en vissulega hafa allar þær hækkanir sem dunið hafa yfir að undanförnu sett sitt strik í reikninginn og áætlanir manna farið úr skorðum í kjölfarið."
https://www.vikubladid.is/is/frettir/hannes-endurkjorinn-formadur-stjornar-kea
Hannes endurkjörinn formaður stjórnar KEA Hannes Karlsson var endurkjörinn formaður stjórnar KEA á fyrsta fundi nýrrar stjórnar að loknum aðalfundi félagsins um helgina. Björn Friðþjófsson var endurkjörinn varaformaður stjórnar og Jóhannes Ævar Jónsson var endurkjörinn ritari. Ein breyting varð á stjórn KEA, Benedikt Sigurðarson gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Njáll Trausti Friðbertsson kosinn í stjórn í hans stað. Eins og fram hefur komið var kosið um fjögur sæti í stjórn KEA á aðalfundinum. Kjörtímabili þeirra Benedikts Sigurðarsonar, Björns Friðþjófssonar, Hannesar Karlssonar og Úlfhildar Rögnvaldsdóttur var lokið en þau þrjú síðastöldu gáfu kost á sér til endurkjörs og náðu öll sæti í stjórn áfram. Benedikt hins vegar tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og flutti langa ádrepu af því tilefni. Hann þakkaði síðan samstarfsmönnum sínum samstarfið og í lok fundar fékk Hannes Karlsson fundarmenn til að klappa sérstaklega fyrir Benedikt í þakklætisskyni fyrir störf hans. Til viðbótar gáfu kost á sér í stjórnina Ásgeir Helgi Jóhannsson, Birgir Guðmundsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Sigmundur Ófeigsson og Sigurður Eiríksson. Alls voru greidd atkvæði 102 og fengu þau Björn Friðþjófsson og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir flest atkvæði eða 87, Hannes Karlsson fékk 64 atkvæði og Njáll Trausti 60. Þá voru þrír kosnir í varastjórn KEA, þau Birgir Guðmundsson, Guðný Sverrisdóttir og Ásgeir Helgi Jóhannsson.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/stjornvold-taki-afstodu-gegn-hrydjuverkum-israels-a-gasa
Stjórnvöld taki afstöðu gegn hryðjuverkum Ísraels á Gasa Stjórn Samfylkingarinnar á Akureyri hefur sent frá ályktun þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld að taka skelegga afstöðu gegn hryðjuverkum Ísraels á Gasa. Framferði þeirra í garð varnarlausrar þjóðar er mannkyninu til skammar og ef þessu framferði linnir ekki ætti að taka það til alvarlegrar skoðunar að breyta stjórnmálalegri afstöðu Íslands til Ísraelsríkis, segir ennfremur í ályktuninni. Málefni Palestínu og ástandið í Miðausturlöndum hefur verið til umæðu og í fréttum. Ástandið þar er hræðilegt og réttur borgara Palestínu er fótum troðinn. Konur, börn og gamalmenni þjást þar á degi hverjum. Samfélagið er hrunið og lífskjör og lífsskilyrði eru hræðileg. Umheimurinn hefur sýnt tómlæti og hefur látið Ísrael nánast óráreitt við iðju sína, þar sem öflugt herveldi fær að níðast á og fótumtroða nágranna sína. Viðbrögð umheimsins eru máttlaus og valda áhyggjum, segir ennfremur í tilkynningu frá stjórn Samfylkingarinnar á Akureyri.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/starfsfolk-vis-og-lysingar-a-eldvarnarnamskeidi
Starfsfólk VÍS og Lýsingar á eldvarnarnámskeiði Starfsfólk VÍS og Lýsingar á Akureyri, makar, börn og barnabörn heimsóttu slökkvistöðina á Akureyri á dögunum. Þar fóru þeir fullorðnu á eldvarnarnámskeið, bæði bóklegt og verklegt, á meðan þau yngri fengu að kynnast búnaði slökkviliðsins og m.a. að kíkja yfir næstu hús úr körfubíl slökkviliðsins. Eftir að þeir fullorðnu höfðu setið á skólabekk um stund, var farið út á plan, þar sem þeir fengu verklega kennslu með bæði handslökkvitæki og eldvarnarteppi, sem nauðsynlegt er fyrir að alla að kunna að meðhöndla.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/mun-meiri-nylidun-hja-malmidnadarmonnum-en-adur
Mun meiri nýliðun hjá málmiðnaðarmönnum en áður Nýliðun í Félagi málmiðnaðarmanna á Akureyri var meiri á liðnu ári en „verið hefur í háa herrans tíð," eins og Hákon Hákonarson formaður þess orðar það. Hún nemur um 10% milli ára og hefur eftirspurn eftir starfskröftum málmiðnaðarmanna ekki verið meiri í 10 til 15 ár, að sögn formannsins. Hákon segir að fyrirtæki í greininni sýni almennt góða afkomu og mikið sé að gera á flestum vígstöðum, það sé afar ánægjulegt að undangengnu tímabili sem einkenndist af eins konar kreppu í greininni. „Það er mikil eftirspurn eftir málmiðnaðarmönnum um þessar mundir og ekkert atvinnuleysi í félaginu, ekki einn einasti maður á atvinnuleysisskrá hjá okkur og það er gleðilegt," segir Hákon. Hann segir félagið því sigla markvisst upp á við og muni af krafti taka þátt í atvinnulífinu í komandi árum, „það er ekki annað hægt en vera bjartsýnn, það er ekki útlit fyrir annað en að bjart sé framundan hvað okkur varðar." Hákon nefnir að nú sé á ný hafin kennsla í bifvélavirkjun við VMA eftir langt hlé. Félag málmiðnaðarmanna lánar skólanum húsnæði sitt við Draupnisgötu 4 undir verklega kennslu, en þar er endurmenntunarmiðstöð þess til húsa. Viðræður standa nú yfir milli félagsins og skólans um viðbótarhúsnæði sem sárlega skortir til að unnt verði að bjóða nemum í bifvélavirkjun að ljúka námi norðan heiða. „Húsnæðismálin eru ekki í viðunandi horfi sem stendur, það vantar meira pláss, svona um 100 fermetra og ekki útlit fyrir að byggt verið við skólann alveg á næstunni. Við erum tilbúnir að taka þátt í að leysa húsnæðismálin annað hvort félagið eitt og sér eða í samvinnu við aðra. Við munum leggja okkur í líma við að brúa þetta bil, þar til byggt verður við Verkmenntaskólann," segir Hákon. Aðalfundur Félags málmiðnaðarmanna var haldinn á dögunum, þar voru nýgerðir kjarasamningar kynntir og um þá urðu líflegar umræður en fundurinn var vel sóttur. Atkvæðagreiðslu er lokið og verður niðurstaða hennar að líkindum kynnt um eða eftir helgi. Afkoma félagsins á liðnu ári var að sögn formannsins mjög góð og efnahagur þess er traustur.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ka-vann-thrott-i-deildarbikarnum
KA vann Þrótt í deildarbikarnum KA-menn tóku á móti Þrótti frá Reykjavík í Boganum um helgina í deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu. Gestirnir úr höfuðborginni voru sterkari aðilinn í leiknum og sköpuðu sér fleiri færi en KA-vörnin hélt ásamt því að Matus Sandor átti góðan leik í markinu. Heimamenn léku skynsamlega og beittu skyndisóknum og upp úr einni slíkri kom einmitt eina mark leiksins. Dean Martin fékk þá góða sendingu innfyrir frá Elmari Dan Sigþórssyni og lagði boltann út í teiginn þar sem að Almarr Ormarrsson kom á fullri ferð og skoraði í fjærhornið. Eftir markið pressuðu Þróttarar áfram að marki KA og fengu ágætis færi til að jafna en án árangurs og KA-menn stóðu því uppi sem sigurvegarar í þessum fjöruga leik.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/vilja-betrunarhus-fyrir-gedsjuka-afbrotamenn-a-akureyri
Vilja betrunarhús fyrir geðsjúka afbrotamenn á Akureyri Mikil þörf er á að fjölga rýmum fyrir geðsjúka afbotamenn. Mjög æskilegt er að slík starfsemi fari fram þar sem sérmenntað fólk er nærtækt og aðstaða góð til þjónustu við fangana. Slík þjónusta og sérmenntun er til staðar á Akureyri. Þetta kemur fram í greinargerð með tillögu sem bæjarfulltrúar VG, Baldvin H. Sigurðsson og Kristín Sigúfsdóttir, lögðu fram á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í vikunni. Tillagan er þess efnis að bæjarstjóra verði falið að kanna möguleika á að Akureyrarbær geri samning við ríkið um að byggja upp og reka betrunarhús fyrir geðsjúka afbrotamenn. Hermann Jón Tómasson bæjarfulltrúi Samfylkingar lagði til að tillögunni yrði vísað til umræðu í vinnuhópi um leiðir til fjölgunar opinberra starfa á Akureyri og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum. Fram kemur í greinargerð með tillögunni að það hljóti að vera mikill kostur að hafa afplánun af þessu tagi á tveimur stöðum á landinu fremur en að byggja við Sogn þar sem réttargeðdeild er nú. Áætla megi að 10 til 12 vistunarpláss hefðu í för með sér fjölbreytt störf. Ríkisfangelsi verði rekið áfram á Akureyri og myndi það styðja við þessa starfsemi, auk þess sem geðdeild og fullbúið sjúkrahús er til staðar. „Ef miðað er við fjölda rýma til samanburðar við nágrannalöndin ætti að þurfa 21 pláss hérlendis, en 8-9 pláss hafa verið fullnýtt á Sogni undanfarin ár. Slíkt er óviðunandi. Samkvæmt skýrslu um úttekt á stöðu þessara mála sem heilbrigðisráðuneytið lét vinna fyrir tveimur árum er ástandið slíkt að það þolir enga bið," segir í greinargerð bæjarfulltrúa VG.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/tillaga-ad-deiliskipulagi-akstursithrotta-og-skotfelags-i-glerardal-auglyst-ad-nyju
Tillaga að deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotfélags í Glerárdal auglýst að nýju Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu meirihluta skipulagsnefndar þess efnis að auglýsa að nýju tillögu að deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotfélags í Glerárdal, í ljósi breytinga og nýrra gagna. Tillaga að deiliskipulagi svæðisins var auglýst í október sl., þar sem 37 athugasemdir bárust. Ekki eru allir á eitt sáttir við hugmyndir um fyrirhugaða uppbyggingu. Á fundi um öryggis- og skipulagsmál sem Hestamannafélagið Léttir á Akureyri stóð fyrir nýverið var skorað á bæjaryfirvöld að falla frá hugmyndum um skipulag á svæði í Glerárdal fyrir akstursíþróttir í námunda við hesthúsahverfi Akureyrar þar sem þessi starfsemi fari ekki saman. Í bókun skipulagsnefndar kemur fram að fyrir liggi ný umhverfisskýrsla unnin af Alta, Teiknum á lofti og Skipulagsdeild Akureyrarbæjar ásamt yfirfarinni hljóðvistarskýrslu Línuhönnunar "Mat á áhrifum hljóðvistar - viðbætur." Í ljósi þess að búið er að vinna nýja umhverfisskýrslu, yfirfara hljóðvistarskýrslu, leita formlegra umsagna og taka tillit til innsendra athugasemda eins og kostur er telur meirihluti skipulagsnefndar eðlilegt að auglýsa deiliskipulagstillöguna að nýju. Þannig gefist almenningi gefist kostur á að rýna endurbætt gögn um tillöguna og gera athugasemdir við hana að nýju ef svo ber við, segir ennfremur í bókun skipulagsnefndar. Bæjarstjórn samþykkti tillögu skipulagsnefndar með 7 samhljóða atkvæðum. Elín Margrét Hallgrímsdóttir, Hjalti Jón Sveinsson, Baldvin H. Sigurðsson og Kristín Sigfúsdóttir sátu hjá við afgreiðslu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/litid-mal-ad-koma-thyrlunni-tf-lif-fyrir-i-flugskyli-a-akureyri
Lítið mál að koma þyrlunni TF-LÍF fyrir í flugskýli á Akureyri Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF er komin í flugskýli á Akureyri, er það skýli 13, sem er í eigu sjúkraflugsins á Akureyrarflugvelli og fleiri. Að sögn Kristjáns Víkingssonar, eins eiganda skýlisins, var ekkert mál að koma TF-LÍF inn skýlið og passar hún ágætlega þar inni. Eins og fram hefur komið hafa níu af tíu þingmönnum í Norðausturkjördæmi og úr öllum flokkum lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um þyrlubjörgunarsveit á Akureyri. Bent hefur verið á að með staðsetningu þyrlu á Akureyri sé öryggi sjófarenda á hafsvæðinu fyrir norðan og austan land aukið til muna. Auk þess gegni þyrlur Landhelgisgæslunnar nú mikilvægu hlutverki við björgun á landi og þar geti fjarlægð frá slysstað ráðið úrslitum um það hvernig til tekst. Á Akureyri er góð reynsla af sjúkraflutningum og FSA er varasjúkrahús landsins. Það er því ljóst að hér er gott bakland til að styðja við þessa starfsemi.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/kea-kaupir-hagaeda-flygil-i-menningarhusid-hof
KEA kaupir hágæða flygil í menningarhúsið Hof Í ljósi góðrar afkomu á síðasta ári, hefur stjórn KEA ákveðið að veita styrki til nokkurra verkefna. Þetta kom fram í máli Hannesar Karlssonar stjórnarformanns á aðalfundi KEA í dag. Stjórn félagsins samþykkti allt að 10 milljónir króna til kaupa á hágæða flygli fyrir Hof menningarhús og allt að 10 milljónir króna til kaupa á nýju ómskoðunartæki fyrir FSA. Þá samþykkti stjórnin allt að 2,5 milljónir kórna til Krabbameinsfélags Akureyrar og Eyjafjarðar, sem m.a. fer í að greiða niður gistikostnað fyrir sjúklinga og sömu upphæð til endurnýjunar á tækjum á endurhæfingastöð fyrir hjarta- og lungnasjúklinga á Bjargi. Ein breyting varð á stjórn KEA, Benedikt Sigurðarson gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Njáll Trausti Friðbertsson kosinn í stjórn í hans stað. Benedikt flutti ítarlega kveðjuræðu á aðlfundinum í dag og gagnrýndi þá Hannes Karlsson stjórnarformann og Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóra nokkuð harkalega. Alls var kosið um fjögur sæti í stjórn KEA. Kjörtímabili þeirra Benedikts Sigurðarsonar, Björns Friðþjófssonar, Hannesar Karlssonar og Úlfhildar Rögnvaldsdóttur var lokið en þau þrjú síðastöldu gáfu kost á sér til endurkjörs og náðu öll sæti í stjórn áfram. Til viðbótar gáfu kost á sér í stjórnina Ásgeir Helgi Jóhannsson, Birgir Guðmundsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Sigmundur Ófeigsson og Sigurður Eiríksson. Alls voru greidd atkvæði 102 og fengu þau Björn Friðþjófsson og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir flest atkvæði eða 87, Hannes Karlsson fékk 64 atkvæði og Njáll Trausti 60.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/stada-kea-er-traust
„Staða KEA er traust“ Hagnaður KEA á síðasta ári nam rúmum 913 milljónum króna, bókfært eigið fé félagsins um síðustu áramót nam rúmlega 5,4 milljörðum króna og heildareignir voru tæpir 5,8 milljarðar. Aðalfundur KEA er haldinn í VMA í dag, laugardag. Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA er ánægður með afkomu síðasta árs og trausta stöðu félagsins í dag. Ítarlegt viðtal er við Halldór í Vikudegi í vikunni. Þar kemur m.a. fram að félagsmenn í KEA eru nú tæplega 15.000 talsins og hefur þeim fjölgað um rúmlega 7.000 á undanförnum tveimur árum. KEA-kortið hefur haft þar mikil áhrif og algjörlega slegið í gegn að sögn Halldórs. "Við erum með um 65 samstarfsaðila og kortið hefur það víðtæka útbreiðslu og virkni að aðilar utan svæðsins eru farnir leita eftir því að komast að KEA-kortinu. Ef slík útvíkkun getur tryggt félagsmönnum meiri og betri viðskiptakjör er full ástæða til að skoða það." Halldór segir að jafnframt séu margir félagsmenn meðvitaðir um aðra mikilvæga hlið á starfseminni, þ.e. þátttöku þeirra í félagi sem hefur óbein áhrif á lífskjör og eignavirði á svæðinu í gegnum fjárfestingar sínar. "Við fjárfestum í fyrirtækjum hér með það að markmiði að þau vaxi, dafni og skili arði. Eftir því sem atvinnulífið er öflugra og atvinnuástandið betra, styrkist grunnur lífskjara á svæðinu; atvinnuöryggi fólks er þá meira og t.a.m. fasteignir þess haldast betur í verði." KEA lætur mæla reglulega ímynd félagsins og segir Halldór að jákvæð ímynd félagsins sé með allra mesta móti. "Það eru yfir 90% aðspurða með jákvætt viðhorf til félagsins og mér er tjáð að fáheyrt sé að fyrirtæki njóti jafn mikillar velvildar. Í mælingum Capacent er ekkert fyrirtæki sem skorar hærra en KEA þegar þessari spurningu er svarað. Þetta er auðvitað mikil hvatning til okkar hjá félaginu um að halda áfram að láta gott af okkur leiða og merki um að félagið sé á réttri leið," segir Halldór m.a. í viðtalinu í Vikudegi.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/leitad-verdi-leida-til-fjolga-opinberum-storfum-a-akureyri
Leitað verði leiða til fjölga opinberum störfum á Akureyri Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í vikunni var samþykkt tillaga frá Hermanni Jóni Tómassyni þar sem bæjarráði er m.a. falið að setja á fót vinnuhóp sem móta skal tillögur um leiðir til fjölgunar opinberra starfa á Akureyri. Í tillögu Hermanns Jóns kemur fram að flutningur opinberra stofnana og starfa á landsbyggðina sé margyfirlýst markmið stjórnvalda, m.a. í gildandi byggðaáætlun. Akureyri er langstærsta sveitarfélagið utan höfuðborgarsvæðisins og gegnir mikilvægu þjónustuhlutverki fyrir Norður- og Austurland. Það liggi þess vegna beint við að horfa til Akureyrar þegar opinberum stofnunum eða störfum á þeirra vegum er fundinn staður á landsbyggðinni. Ennfremur segir í bókun Hermanns Jóns að það eigi vera sameiginlegt verkefni bæjaryfirvalda og stjórnvalda að styrkja Akureyri sem byggðakjarna með því að efla þá opinberu starfsemi sem þegar er til staðar og fjölga opinberum störfum í bæjarfélaginu. Til þess að vinna að þessu verkefni samþykkti bæjarstjórn að fela bæjarráði að setja á fót vinnuhóp sem móta skal tillögur um leiðir til fjölgunar opinberra starfa á Akureyri. Tillaga Hermanns Jóns var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/oskar-eftir-upplysingum-um-undanthagur-fra-utbodum-hja-baenum
Óskar eftir upplýsingum um undanþágur frá útboðum hjá bænum Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi L-lista lagði fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs Akureyrar í gær, þar sem hann óskar eftir yfirliti hvenær 17. grein Innkaupareglna Akureyrarbæjar hefur verið beitt, á árinu 2007 og það sem af er 2008. Þar vill hann að komi fram eftirfarandi: "Dagsetning. Hvaða verk, þjónusta eða vara var keypt. Hver var fjárhæð viðskiptanna. Hver gaf undanþáguna. Rökstuðningur, hvers vegna undanþáguákvæði var beitt. Óska eftir að svör liggi fyrir á 1. eða 2. fundi bæjarráðs í apríl 2008." Í 17. grein innkaupareglna bæjarins segir m.a. að heimilt sé að veita undanþágu frá útboði og verðfyrirspurn ef ríkar ástæður eru fyrir hendi, svo sem ef búnaður fæst eingöngu hjá einum aðila. Í 1. grein í Innkaupareglum Akureyrarbæjar segir: "Reglur þessar eru settar til að stuðla að vönduðum og hagkvæmum innkaupum Akureyrarbæjar og tryggja gæði vöru, þjónustu og verka sem Akureyrarbær kaupir. Ennfremur skulu reglurnar stuðla að því að tekið sé tillit til umhverfissjónarmiða og líftíma vöru við innkaup. Reglum þessum er ætlað að stuðla að því að Akureyrarbær hagi innkaupum sínum í samræmi við góða viðskiptahætti og tryggja að stjórnsýsla á sviði innkaupa sé vönduð. Reglum þessum er ætlað að stuðla að því að almennar kröfur um stjórnfestu og fyrirsjáanleika í framkvæmd, gagnsæi, jafnræði og málskotsrétt séu virtar við innkaup." Hér eru svo nokkrar greinar til viðbótar úr Innkaupareglunum sem tengjast útboðum og forvali. 9. gr. Hvenær útboð skal viðhaft Meginreglan er sú að beitt skuli útboðum við innkaup. Þegar áætluð samningsfjárhæð verklegrar framkvæmdar er yfir 16 mkr. skal útboð viðhaft. Ef áætluð fjárhæð kaupa á þjónustu fer yfir 8 mkr. eða yfir 4 mkr. vegna vörukaupa skal sömuleiðis viðhafa útboð. Alla tölur eru með virðisaukaskatti. 10. gr. Opið útboð Þegar um er að ræða kaup á verki eða þjónustu sem margir geta framkvæmt eða veitt, eða vöru sem margir selja eða geta útvegað, skal almennt viðhafa opið útboð. 11. gr. Lokað útboð Þegar opnu útboði verður ekki við komið, það þykir ekki hagkvæmur kostur eða aðrar málefnalegar ástæður eru fyrir hendi, er heimilt að viðhafa lokað útboð. Almennt skal lokað útboð ekki viðhaft nema að undangengnu forvali. Þegar lokað útboð er viðhaft skal leitast við að ná fram raunhæfri samkeppni og því skal lágmarksfjöldi þátttakenda vera fjórir, ef þess er nokkur kostur. Þegar um er að ræða vandasöm, faglega og/eða tímalega krefjandi og/eða fjárfrek verk skal tryggja eins og kostur er að væntanlegir bjóðendur hafi bæði faglega og fjárhagslega getu til að framkvæma viðkomandi verk. 12. gr. Forval Þegar forval er viðhaft til að velja þátttakendur í lokuðu útboði, samkeppni eða samningskaupum, skal þess krafist í forvalsgögnum að umsækjendur leggi fram upplýsingar sem sýna getu þeirra til að taka að sér verkefnið. Þannig skal í forvalsgögnum koma fram með skýrum og greinargóðum hætti hvaða gagna eða upplýsinga er krafist frá umsækjendum og hvernig verði staðið að vali á þátttakendum. Hægt er að takmarka fjölda þátttakenda í útboði, samkeppni eða samningskaupum, t.d. þannig að í forvalsgögnum komi fram að aðeins umsækjendur sem uppfylla tilteknar lágmarkskröfur fái að taka þátt í því eða að aðeins tiltekinn fjöldi fái þátttökurétt. 13. gr. Lokað útboð án forvals Viðhafa má lokað útboð meðal valdra bjóðenda, án forvals, enda liggi málefnalegar og gildar ástæður því að baki. 14. gr. Auglýsing útboða Útboð skal auglýsa í blöðum og á vefsetri Akureyrarbæjar. Í auglýsingu skal koma fram hvar og hvenær útboðsgögn eru til afhendingar, hver kaupandi er, hvað boðið er út, hver frestur er til að skila tilboði og skilatími þess sem verið er að bjóða út. Við lokað útboð skal senda orðsendingu um útboðið til þeirra sem kaupandi gefur kost á að gera tilboð. Í orðsendingunni skal, auk þess sem tilgreint er í 1. mgr., koma fram hvaða aðilum er gefinn kostur á að gera tilboð. 15. gr. Útboðsgögn Útboðsgögn skulu innihalda allar nauðsynlegar upplýsingar svo unnt sé að gera tilboð. Frestur til að skila tilboði skal alltaf vera hæfilegur miðað við umfang þess sem boðið er út. Í útboðsgögnum skal skýrt koma fram hvernig tilboð verði metin og hvaða forsendur verði lagðar til grundvallar vali á samningsaðila. 16. gr. Fyrirspurnir Þegar ekki er viðhaft útboð eins og meginreglan í 1. mgr. 9. gr. kveður á um vegna innkaupa vöru, verka eða þjónustu skal fyrirspurn almennt vera undanfari viðskipta. Skylt er að fyrirspurn sé undanfari viðskipta þegar áætluð fjárhæð innkaupa vegna verklegrar framkvæmdar er yfir 5 mkr., yfir 2.5 mkr. þegar um þjónustu er að ræða, en yfir 1 mkr. þegar um vörukaup er að ræða. Öll viðmiðunarverð eru án virðisaukaskatts. Innkaupastjóri Akureyrarbæjar annast fyrirspurnir á vöru og þjónustu fyrir stofnanir, deildir og fyrirtæki Akureyrarbæjar, nema annað sé ákveðið sbr. ákvæði 6. gr.. Fyrirspurn er framkvæmd, þar sem útboð er ekki talið eiga við, til að afla tilboða frá tilteknum aðilum sem taldir eru geta útvegað vöru, veitt þjónustu eða framkvæmt verk, sem óskað er eftir hverju sinni. Þrátt fyrir að fyrirspurnir séu óformlegri en útboð, samkvæmt þeim lögum sem um þau gilda, skal tilboða aflað á grundvelli skriflegra fyrirspurnargagna og tilboð skulu einnig vera skrifleg. Heimilt er að senda út fyrirspurnir og taka við tilboðum í fyrirspurnir með símbréfi og/eða tölvupósti. Málsmeðferð öll skal vera vönduð, fyrirspurnargögn skulu vera skýr og greinargóð og skýrt skal koma fram ef meta á tilboð á öðrum forsendum en verði einu saman. Opnun tilboða/verðfyrirspurnar, á tilsettum opnunartíma, skal skráð af starfsmönnum. Samanburðarskrá tilboða skal gerð og þátttakendur skulu upplýstir um val á tilboði og tilboð annarra aðila. 17. gr. Undanþága frá útboði verðfyrirspurn. Heimilt er að veita undanþágu frá útboði og verðfyrirspurn ef ríkar ástæður eru fyrir hendi, svo sem ef búnaður fæst eingöngu hjá einum aðila. Þeir sem undanþágu geta veitt eru bæjarstjóri eða sviðsstjórar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/saga-capital-annast-solu-twin-otter-flugvela-flugfelags-islands
Saga Capital annast sölu Twin Otter flugvéla Flugfélags Íslands Flugfélag Íslands hefur gengið frá samningi við Saga Capital Fjárfestingarbanka um að bankinn annist sölu á Twin Otter flugvélum félagsins og tengdum rekstri á Akureyri. Forsvarsmenn Saga Capital segja greinilegt að mikill áhugi sé á sölunni meðal flugrekstraraðila og fjárfesta um allt land, sér í lagi á Norðurlandi enda reksturinn að miklu leyti bundinn við Akureyri. Um tuttugu manns vinna við rekstur Twin Otter vélanna á Akureyri, aðallega flugvirkjar og flugmenn. Flugfélag Íslands tilkynnti fyrir hálfum mánuði að félagið hygðist skilja rekstur Twin Otter flugvélanna frá öðrum rekstri félagsins og selja þær eignir sem rekstrinum fylgja. Um er að ræða tvær Twin Otter flugvélar og tengda viðhaldsþjónustu á Akureyri, samninga um áætlunarflug frá Akureyri til Vopnafjarðar, Þórshafnar og Grímseyjar og samninga um leiguflug, aðallega á Grænlandi. Saga Capital verður fulltrúi Flugfélags Íslands gagnvart kaupendum og heldur utan um sölu á þessum hluta rekstrarins. Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Saga Capital segir ljóst að bæði flugrekstraraðilar og fjárfestar séu áhugasamir um þessa sölu. Margir sjái Akureyri sem ákjósanlega heimahöfn enda sé fyrirsjáanleg mikill uppbygging á Akureyrarflugvelli með fyrirhugaðri lengingu flugbrautarinnar. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir að það hafi verið eðlilegt að leita ráðgjafar hjá Saga Capital, þeir hafi komið sterkir inn á markaðinn á síðasta ári, séu með mikla þekkingu á viðskiptalífinu og geti boðið góða og öfluga þjónustu. Twin Otter flugvélarnar eru um margt einstakar flugvélar. Þær taka upp í 19 manns í sæti, geta lent á allt niður í 150 metra langri braut og eru þannig úr garði gerðar að hægt er að setja nánast hvaða lendingarbúnað sem er undir þær. Þannig er til dæmis bæði hægt að setja undir þær skíði til að lenda á snjó eða jökli en einnig stór dekk, svipað og gert er við jeppa, til að lenda á grófum flugbrautum. Þessi eiginleiki veldur því að vélarnar hafa verið sérstaklega vinsælar í leiguverkefnum á Grænlandi, þar sem þær hafa meðal annars verið notaðar til að lenda með göngumenn á Grænlandsjökli og flytja vistir og farþega fyrir danska herinn og hinar ýmsu vísindastofnanir. Mikill vöxtur hefur einkennt flug Flugfélags Íslands milli Akureyrar og Reykjavíkur og mun félagið halda þeirri þjónustu áfram af fullum krafti. Ofangreindar breytingar hafa ekki áhrif þar á. Ferðir eru milli 8-14 á dag og fjölgun farþega á síðasta ári var um 12% og það sem af eru þessu ári hefur farþegafjöldinn aukist um 10% miðað við sama tímabil á fyrra ári, segir í fréttatilkynningu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/mikill-ahugi-fyrir-storfum-i-aflthynnuverksmidju-becromal
Mikill áhugi fyrir störfum í aflþynnuverksmiðju Becromal Fyrirtækið Becromal sem nú reisir aflþynnuverksmiðju í Krossanesi er byrjað að taka við starfsumsóknum. „Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa," segir Magnús Ásgeirsson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Umsóknum er hægt að skila inn á vef fyrirtækisins á sérstökum eyðublöðum en hann er hægt að finna á vef Atvinnuþróunarfélagsins, afe.is. Magnús segir að enn sé ekki byrjað að auglýsa störfin opinberlega, en það verði væntanlega gert síðar. Engu að síður er áhuginn mikill og margir hafa spurst fyrir að undanförnu, flestir heimamenn. „Menn hringja mikið og spyrjast fyrir, áhuginn er greinilega mikill," segir Magnús. Alls verða um 90 störf í boði fyrir fólk með mismunandi bakgrunn, menntun og reynslu. Undirbúningur við byggingu verksmiðjunnar gengur samkvæmt áætlun og er stefnt að því að vélar verði settar inn í nýtt verksmiðjuhús nú í vor, en framleiðsla hefjist í byrjun sumars. Gert er ráð fyrir að allt að 30 starfsmenn verði ráðnir fyrsta kastið en þeim fer svo fjölgandi eftir því sem starfsemin vex.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/lid-ma-i-urslit-i-gettu-betur
Lið MA í úrslit í Gettu betur Lið Menntaskólans á Akureyri tryggði sér sigur og þar með sæti í úrslitakeppninni Gettu betur í kvöld með sigri á liði Menntaskólans við Hamrahlíð þar sem lokatölur urðu 25-24. Lið Menntaskólans við Hamrahlíð var með yfirhöndina mest allan tímann en í lokin náðu MA-ingar að klára leikinn. Eins og sjá má á lokatölunum var þetta mjög jöfn keppni í kvöld. Á morgun munu Borgarholtsskóli og Menntaskólinn í Reykjavík etja kappi um hitt sætið í úrslitakeppninni á móti MA sem fer fram í næstu viku.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fagnar-hugmyndum-um-samkeppni-i-innanlandsflugi
Fagnar hugmyndum um samkeppni í innanlandsflugi Stjórn Akureyrarstofu tók á fundi sínum í dag til umræðu stöðu Reykjavíkurflugvallar og áform flugfélagsins Iceland Express um innanlandsflug og áætlunarferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur. Af því tilefni gerði stjórnin bókun, þar sem hún fagnar þeim áformum Iceland Express að hefja áætlunarflug milli Reykjavíkur og Akureyrar og yfirlýsingu félagsins um möguleika á ódýrari fargjöldum en þeim sem nú eru í boði. Slík samkeppni hefði mikla þýðingu fyrir íbúa og ferðaþjónustu á Akureyri. Ennfremur segir í bókuninni að óviðunandi sé að óvissa um stöðu Reykjavíkurflugvallar komi niður á þróun innanlandsflugs á Íslandi. Því skorar stjórn Akureyrarstofu á borgarstjórn Reykjavíkur að finna félaginu aðstöðu á Reykjavíkurflugvelli nú þegar svo að af þessum áformum geti orðið í vor.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/haengsmenn-afhentu-peningagjof-til-kaupa-a-beinthettnimaeli
Hængsmenn afhentu peningagjöf til kaupa á beinþéttnimæli Lionsklúbburinn Hængur er 35 ára í dag og af því tilefni komu forsvarsmenn klúbbsins færandi hendi á Sjúkrahúsið á Akureyri. Þeir afhentu forsvarsmönnum spítalans peningagjöf sem ganga á upp í kaup á nýjum beinþéttnimæli. Halldór Jónsson forstjóri FSA tók Lionsmönnum fagnandi og þakkaði þeim fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Halldór upplýsti jafnframt að fjármögnun til kaupa á beinþéttimælinum væri lokið, búið væri að panta einn slíkan og að von væri á honum innan tíðar. Þorvaldur Ingvarsson, framkvæmdastjóri lækninga á FSA, sagði að beinþéttnimælirinn kostaði 8-9 milljónir króna. Þorvaldur sagði að beinþéttnimælir væri mjög mikilvægt tæki fyrir spítalann. Fólki yfir sextugt væri hættara við að brotna en þeim sem yngri eru og með mælingu væri hægt að fylgjast betur með og þá grípa til aðgerða. Hægt er að gefa lyf til að minnka áhættu á beinbroti hjá eldra fólki, sem Þorvaldur sagði að væri mikið vandamál í dag. Það voru nafnarnir Jón Heiðar Árnason formaður Hængs, Jón Heiðar Daðason gjaldkeri og Jón Birgir Guðmundsson ritari sem heimsóttu FSA í dag. Þar tóku á móti þeim Halldór Jónsson forstjóri, Þorvaldur Ingvarsson framkvæmdastjóri lækninga, Vignir Sveinsson framkvæmdastjóri fjármála og reksturs og Ólína Torfadóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar en saman skipa þau framkvæmdastjórn spítalans. Í kvöld halda Hængsmenn hátíðarfund í tilefni dagsins en þetta mun vera í fyrsta skipti í 35 ára sögu klúbbsins sem afmælisdaginn ber upp á hefðbundinn fundardag.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/godur-stigandi-a-stofnari-saga-capital-en-toluvert-rekstrartap
Góður stígandi á stofnári Saga Capital en töluvert rekstrartap Eignir Saga Capital Fjárfestingarbanka í árslok námu 38 milljörðum króna, eigið fé var 9,7 milljarðar og eiginfjárhlutfall á CAD-grunni 35,3%. Rekstrartap vegna ársins 2007 nam 825 milljónum króna, sem endurspeglar annars vegar stofnkostnað, sem var að stærstum hluta gjaldfærður á árinu, og hins vegar erfið skilyrði á innlendum og erlendum mörkuðum. Markaðshlutdeild bankans í Kauphöll Íslands setur hann í fjórða sæti á eftir stóru viðskiptabönkunum eftir einungis sex mánaða starfsemi. Sótt hefur verið um viðskiptabankaleyfi til Fjármálaeftirlitsins. Saga Capital Fjárfestingarbanki var stofnaður seint á árinu 2006 og tók formlega til starfa í júnímánuði 2007. Að baki eru þannig tólf útgjaldamánuðir og sex tekjumánuðir. Frá júlímánuði hafa markaðir verið á miklu undanhaldi og lausafjárkreppa hefur breiðst út í kjölfar undirmálslánaerfiðleika í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir erfið ytri skilyrði hefur bankinn byggt upp góðan grunn í þóknana- og vaxtatekjum, en grundvöllur hans hvílir á fjórum meginstoðum: fyrirtækjaráðgjöf, markaðsviðskiptum, útlánasviði og eigin viðskiptum. Starfsmenn bankans í árslok voru alls 34. Kostnaður vegna uppbyggingar innviða og stofnunar bankans var að stærstum hluta gjaldfærður á árinu, segir í fréttatilkynningu. Á fyrsta starfsári hefur margt áunnist og það segir mikið um öran vöxt Saga Capital að bankinn vermir nú fjórða sætið, á eftir stóru viðskiptabönkunum þremur, í umfangi viðskipta í Kauphöll Íslands það sem af er þessu ári. Í fyrirtækjaráðgjöf var nokkrum verkefnum lokið, þeirra stærst var sala á stórum eignarhlut í Íslenska gámafélaginu, en stjórnendur þess ásamt fjárfestum keyptu félagið af fyrri hluthöfum. Þóknanatekjur markaðsviðskipta hafa vaxið jafnt og þétt, en meginþungi starfseminnar hefur beinst að því að veita viðskiptamönnum bankans beinan aðgang að helstu kauphöllum heims gegn lágri þóknun. Auk þess annaðist sviðið sölu skuldabréfa fyrir Baug Group og Askar Capital. Lán útlánasviðs hafa einkum beinst að fasteignaverkefnum víða um heim, auk millilagsfjármögnunar fyrir ýmis verkefni heima og erlendis. Saga Capital hefur aldrei átt undirmálslán og það er mat stjórnenda að útlánasafn bankans sé vel dreift og tryggt. Svið eigin viðskipta bankans hefur umsjón með eignasafni hans í skráðum verðbréfum og afleiðum, skuldabréfum og hlutabréfum. Árferðið setti mark sitt á starf sviðsins, en starfsemin þar beindist sérstaklega að því að búa í haginn fyrir framtíðina, eins og sést á eignasafni bankans í árslok, sem að stærstum hluta var bundið í verðtryggðum ríkisskuldabréfum. Í ársbyrjun sótti bankinn um leyfi til Fjármálaeftirlitsins fyrir viðskiptabankastarfsemi, auk þess sem samið var við Seðlabanka Íslands um aðgang að stórgreiðslukerfi hans. Enn fremur hefur verið samið við Reiknistofu bankanna um aðild. Þetta er gert í kjölfar sívaxandi krafna frá hluthöfum og viðskiptamönnum Saga Capital sem vilja sækja aukna þjónustu til bankans. Árið einkenndist af góðum og stígandi þóknanatekjum, bæði í fyrirtækjaráðgjöf og markaðsviðskiptum. Vaxtatekjur voru jákvæðar, en takmörkuðust af háum fjármögnunarkostnaði við verðbréfaeign bankans. Tap vegna verðbréfaeignar skiptist í grófum dráttum að jöfnu milli hlutabréfa og skuldabréfa. Rekstrarkostnaður bankans var lágur og einkenndist af ráðdeild og varfærni. Af öðrum rekstrarkostnaði féll töluvert til vegna stofnunar bankans og uppbyggingar innviða hans og var sá kostnaður að mestu gjaldfærður á árinu. Í árslok voru hluthafar Saga Capital Fjárfestingarbanka 93 að tölu. Í samræmi við stefnu bankans koma þeir úr flestum sviðum íslensks atvinnulífs með fjölbreytta þekkingu og ólíkan bakgrunn. Á undanförnum mánuðum hefur það verið bankanum gríðarlegur styrkur að búa við traust eignarhald og þéttan hluthafahóp. Árið 2008 hefur farið ágætlega af stað, þrátt fyrir versnandi skilyrði. Þannig hefur Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkað um 23% frá byrjun árs, en verð skuldabréfa hefur á hinn bóginn stigið nokkuð skarpt. Þóknanatekjur eru enn stígandi og fyrirtækjaráðgjöf býr við góða verkefnastöðu, segir ennfremur í fréttatilkynningu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/thettbylid-i-horgarbyggd-heitir-lonsbakki
Þéttbýlið í Hörgárbyggð heitir Lónsbakki Þéttbýlið í Hörgárbyggð heitir Lónsbakki, samkvæmt nýlegri ákvörðun sveitarstjórnar. Tillaga um það kom frá skipulags- og umhverfisnefnd sveitarfélagsins. Þéttbýlið nær yfir göturnar Skógarhlíð og Birkihlíð, ásamt Lóni, Lónsá, Berghóli I og II, Húsamiðjulóðinni, lóð Þórs- og DNG-húss og lóð leikskólans Álfasteins. Svæðið með íbúðagötunum hefur ýmist verið nefnt Spyrnuhverfi, Skógarhlíð eða Skógarhlíðarhverfi, en flestar atvinnulóðirnar hafa verið kenndar við Lónsbakka. Nú hefur sem sé verið ákveðið allt svæðið fái heitið Lónsbakki. Hagstofunni hefur verið tilkynnt um þessa nafngift og er þess vænst að hún festist í sessi, segir á vef Hörgárbyggðar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fritt-i-sund-a-dalvik-fyrir-grunnskolaborn
Frítt í sund á Dalvík fyrir grunnskólabörn Sundlaug Dalvíkur hefur undanfarinn mánuð staðið fyrir heilsuátaki sem fjölmargir hafa tekið þátt í. Átakið felst í aðstoð við æfingar í sundi og líkamsrækt. Einnig í fræðslu, eftirliti, mælingum og almennri hvatningu til íbúa í Dalvíkurbyggð um að stunda hreyfingu og hollt mataræði. Í framhaldi af þessu átaki hefur verið ákveðið að taka til hendinni með börnum og unglingum í Dalvíkurbyggð og bjóða frítt í sund tímabundið fyrir börn á grunnskólaaldri. Hreyfingu og mataræði barna og unglinga í þjóðfélaginu er verulega ábótavant og hrakar með hverju ári. Til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar og sporna við þessari þróun lagði íþrótta-, æskulýðs- og menningarráð Dalvíkurbyggðar til að gerð yrði tilraun með að börn á grunnskólaaldri greiddu ekki aðgangseyri í Sundlaug Dalvíkur frá 15. mars til og með 31. maí 2008. Bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti á fundi sínum þriðjudaginn 4. mars að þetta yrði gert. Sundlaug Dalvíkur er vinsæll áfangastaður ferðamanna og einnig meðal heimamanna í Dalvíkurbyggð. „Frítt í sund" fyrir öll börn 16 ára og yngri verður vonandi góð hvatning til barna og unglinga til að auka hreyfingu sína og njóta vellíðunar í sundi. Einnig er vonast til að aðrir fjölskyldumeðlimir, mömmur og pabbar, afar og ömmur, láti frekar sjá sig með unga fólkinu í sundi en áður. Ef tilraunin tekst vel má búast við að framhald verði á og í framtíðinni verði alltaf frítt í sund fyrir aldurshópinn 16 ára og yngri. Í dag er frítt í sund fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja í Dalvíkurbyggð.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/umfangsmiklar-endurbaetur-a-russatogara-hja-slippnum
Umfangsmiklar endurbætur á Rússatogara hjá Slippnum Slippurinn Akureyri hefur gert samning um umfangsmiklar endurbætur á togara af minni gerðinni, sem er í eigu rússneskra aðila en þeir ætla að nota hann sem rannsóknarskip. Rússarnir keyptu togarann af grænlenskum aðilum en hann hefur legið í Hafnarfjarðarhöfn undanfarin þrjú ár. Togarinn hét áður Helga Björg og var gerður út frá Skagaströnd. Nótaskipið Súlan EA sótti togarinn til Hafnarfjarðar og dró hann norður til Akureyrar. Skipin komu til bæjarins sl. þriðjudagsmorgun og eru starfsmenn Slippsins þegar farnir að vinna um borð.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/keilusalur-opnadur-i-fyrsta-skipti-a-akureyri
Keilusalur opnaður í fyrsta skipti á Akureyri Keilan, fyrsti keilusalurinn á Akureyri, var opnaður í dag. Í salnum eru átta brautir og hafa sérhæfðir starfsmenn frá Bandaríkjunum unnið að uppsetningu tækja síðustu vikur. Keilan Akureyri og Kaffi Jónsson eru rekin samhliða af sömu eigendum í svokölluðu glerhúsi við Hafnarstræti. Aðaleigendur eru þau Dagný Ingólfsdóttir og Þorgeir Jónsson. Þau hafa rekið kaffihús í hluta hússins undanfarin ár en ákváðu síðan að kaupa allt húsið, sem er um 1000 fermetrar að stærð, ráðast í stækkun kaffihússins og uppsetningu keilusalar. Framkvæmdir hafa staðið síðan snemma hausts en kaffihúsið Kaffi Jónsson var opnað skömmu fyrir jól og nú er húsið fullbúið í nýju hlutverki með opnun Keilunnar. Þorgeir sagðist hafa orðið var við það á framkvæmdatímanum að bæjarbúar og reyndar íbúar víðar af Norður- og Austurlandi hafi beðið spenntir eftir því að komast í keilu. Nú er stundin runnin upp og hann er því bjartsýnn á framhaldið, enda hafa margir pantað sér tíma í keilu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ka-faer-godan-studning-fra-landsbankanum
KA fær góðan stuðning frá Landsbankanum Í dag, miðvikudaginn 5. mars, undirrituðu fulltrúar Landsbankans, þeir Helgi Teitur Helgason og Birgir Björn Svavarsson, útibússtjórar á Akureyri og hins vegar þeir Árni Jóhannsson og Gunnar Jónsson, fulltrúar Knattspyrnufélags Akureyrar, KA, undir viðauka við styktarsamning Landsbankans og Knattspyrnufélags Akureyrar í tilefni af 80 ára afmælisári félagsins. Viðaukinn felur í sér aukinn styrk til KA á afmælisárinu. Markmiðið er að létta undir með KA með það fyrir augum að byggja upp innri starfsemi félagsins og gera félaginu auðveldara með að sinna því samfélagslega verkefni sem félagið hefur á herðum sínum. Það er von aðila að KA verði kleift að halda áfram með það góða starf sem félagið hefur innt af hendi í samfélaginu á Akureyri í þau 80 ár sem það hefur starfað. Frá stofnun KA hefur Landsbankinn verið viðskiptabanki félagsins sem og ákafur stuðningsaðili. Í máli fulltrúa Landsbankans, Helga Teits Helgasonar og Birgis Björns Svavarssonar útibússtjóra Landsbankans á Akureyri, kom fram að þau verðmæti sem félag eins og KA hafi skapað íbúum bæjarfélagsins undanfarin 80 ár væru ómetanleg. Öflug og heilbrigð starfsemi íþróttafélaga væri einn af hornsteinum allra samfélaga. Það væri því von Landsbankans að þessi viðauki og aukni styrkur kæmi KA vel og yrði til þess að efla hróður félagsins í þeirri baráttu sem félagið stendur í á mörgum vígstöðvum. Í máli fulltrúa KA kom fram að félagið vinnur gott og öflugt starf og stuðningur af þessu tagi er kærkominn og í raun nauðsynlegur svo starfið megi blómstra og dafna. KA kann því Landsbankanum bestu þakkir fyrir stuðninginn í gegnum árin og er það vel metið innan félagsins, segir í fréttatilkynningu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ibuar-i-thingeyjarsveit-fai-ad-kjosa-um-sameiningu-vid-adaldaelahrepp
Íbúar í Þingeyjarsveit fái að kjósa um sameiningu við Aðaldælahrepp Í dag voru sveitarstjórn Þingeyjarsveitar afhentar undirskriftir 238 kosningabærra íbúa í sveitarfélaginu, þar sem óskað er eftir því að sveitarfélögin Aðaldælahreppur og Þingeyjarsveit verði ekki sameinuð, nema íbúum Þingeyjarsveitar gefist kostur á að kjósa um það í almennum kosningum. Kosningar um sameiningu Aðaldælahrepps, Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar fóru fram 17. nóvember sl. Í þeim kosningum greiddu 422 íbúar í Þingeyjarsveit atkvæði, já sögðu 215, eða 50,95% en nei sögðu 207, eða 49,05%. Mývetningar felldu þá sameiningu en nú liggur fyrir tillaga um að sameina Aðaldælahrepp og Þingeyjarsveit án þess að um það verði kosið sérstaklega. Þeir sem að undirskriftalistunum standa telja að sú sameining sem nú er um rætt sé annars konar en hin fyrri og því eindregið þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að fá fram skýran vilja íbúanna í almennri kosningu. Það er von þeirra sem skrifað hafa nöfn sín á listana að sveitarstjórnin íhugi vel það sjónarmið sem þar er sett fram og leitist við að ná sanngjarnri niðurstöðu í þessu erfiða máli, sem m.a. hefur kostað meirihlutaskipti í stjórn sveitarfélagsins, segir í fréttatilkynningu. Málið er á dagskrá sveitarstjórnarfundar á morgun, fimmtudaginn 6. mars.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/thorsarar-semja-vid-13-leikmenn
Þórsarar semja við 13 leikmenn Líkt og KA-menn hafa Þórsarar verið duglegir að semja við yngri leikmenn sína í vetur og í síðustu viku sömdu hvorki fleiri né færri en 13 leikmenn við félagið. Þeir Víkingur Pálmason, Gísli Páll Helgason, Ottó Hólm Reynisson, Trausti Þórðarson, Lars Óli Jessen, Kristján Steinn Magnússon, Davíð Jón Stefánsson, Snorri Eldjárn, Sigurður Marinó Kristjánsson, Ingólfur Ágústsson, Steinar Rúnarsson, Frans Garðarsson og Atli Sigurjónsson sömdu allir við félagið til tveggja ára.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/haukur-samdi-vid-ka
Haukur samdi við KA KA menn hafa verið duglegir að undanförnu við að semja við yngri leikmenn sína og nýverið skrifaði einn undir samning. Bakvörðurinn Haukur Heiðar Hauksson samdi við KA til þriggja ára en Haukur er fæddur 1991 og hefur verið fastamaður í liði KA á undirbúningstímabilinu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/pabbinn-i-ka-heimilinu
Pabbinn í KA-heimilinu Gamanleikarinn Bjarni Haukur Þórsson, sem áður fór á kostum í "Hellisbúanum", sýnir leikrit sitt PABBINN í KA-heimilinu laugardaginn 22. mars næstkomandi. Gamanverkið Pabbinn hefur verið sýnt fyrir fullu húsi í rúmlega ár og fengið frábæra dóma. Leikverkið er einleikur eða „one-man-show" þar sem Bjarni Haukur bregður sér í ýmissa kvikinda líki og veltir því fyrir sér hvað það er að vera pabbi. Leikstjóri Pabbans, Sigurður Sigurjónsson, ætti að vera öllum Íslendingum vel kunnur enda verið fastagestur á skjám landsmanna með Spaugstofunni. Því má búast við miklum hlátri þegar þessir tveir gamanleikarar vinna saman. Miðasala fer fram í Eymundsson á Glerártorgi og hefst hún fimmtudaginn 6. mars og kostar miðinn 3500 kr.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/andri-fannar-a-leid-til-reading-til-reynslu
Andri Fannar á leið til Reading til reynslu Andri Fannar Stefánsson, ungur knattspyrnumaður úr KA, er á leið til enska úrvalsdeildarliðsins Reading til reynslu. Andri Fannar, sem fæddur er 1991 og leikur yfirleitt á miðjunni hjá KA, mun dveljast hjá Reading í viku eða nánar tiltekið dagana 15.-21. mars nk. „Njósnarar” Reading sáu Andra Fannar á Norðurlandamótinu með U17 ára landsliði Íslands sl. sumar og svo fylgdust þeir aftur með honum í Serbíu í undankeppni EM með U17 í byrjun október. Í framhaldi af því buðu þeir honum að koma til reynslu nú. Hjá Reading eru hvorki fleiri né færri en fjórir íslenskir leikmenn, Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson, ásamt tveimur ungum leikmönnum þeim Gylfa Sigurðssyni og Viktori Unnari Illugasyni. Talið er að ef Andra Fannari gengur vel hjá liðinu munu þeir í framhaldi af því bjóða honum aftur út til reynslu og ef allt gengur að óskum gæti svo farið að félagið semji við hann.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/komid-verdi-a-fot-skapandi-sumarstorfum-fyrir-ungt-folk
Komið verði á fót skapandi sumarstörfum fyrir ungt fólk Á fundi stjórnar Akureyrarstofu nýlega voru lagðar fram tillögur að ráðstöfun þeirra fjármuna sem Akureyrarbær fékk vegna tekjuskerðingar sem hann verður fyrir vegna samdráttar á aflaheimildum, samtals 5,8 milljónir króna vegna ársins 2007. Stjórn Akureyrarstofu leggur til við bæjarráð að 2,8 milljónir króna verði nýttar til þess að koma á fót skapandi sumarstörfum fyrir ungt fólk á aldrinum 17-25 ára. Haldið verði utan um það verkefni í samstarfi Akureyrarstofu, samfélags- og mannréttindadeildar og vinnuskólans. Þá leggur stjórn Akureyrarstofu til að afgangurinn verði nýttur til að styrkja innviði ferðaþjónustu í Hrísey og í Innbænum á Akureyri og að stjórn Akureyrarstofu hafi umsjón með útfærslu þessara verkefna og úthlutun fjármunanna.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/gert-er-rad-fyrir-ad-ibuum-a-akureyri-fjolgi-um-200-a-ari
Gert er ráð fyrir að íbúum á Akureyri fjölgi um 200 á ári Í forsendum þriggja ára áætlunar Akureyrarbæjar 2009-2011, sem lögð er fram í bæjarstjórn í dag, er gert ráð fyrir fjölgun íbúa um 200 á ári. Þróunin sl. 10 ár sýnir heldur meiri aukningu og síðasta ár sló öll met þegar bæjarbúum fjölgaði um ríflega 400 manns. Útsvarsprósenta er óbreytt á milli ára eða 13,03%. Framkvæmdaáætlun áranna 2009-2011 gerir áfram ráð fyrir miklum fjárfestingum í grunngerð samfélagsins framan af þessu tímabili. Helst ber þar að nefna að byggingu Hofs menningarhúss, fyrri áfanga Naustaskóla og fimleikahúss verður lokið á árinu 2009. Unnið verður áfram að uppbyggingu íþróttasvæða í tengslum við væntanlegt landsmót UMFÍ. Auk framangreindra verkefna verður unnið að hefðbundinni uppbyggingu á gatna- og fráveitukerfi bæjarins en framkvæmt verður fyrir rúma 2 milljarða króna á tímabilinu í þessum málaflokkum. Innifalið í því er bygging hreinsivirkis í Sandgerðisbót sem kosta mun nær 700 milljónir króna en þar af falla til tæpar 500 milljónir kr. á árunum 2009-2011. Framkvæmdir Norðurorku munu halda áfram og miðast þær að því að tryggja fyrirtækjum, bæjarfélaginu og nágrannasveitarfélögum nægjanlega orku til upphitunar húsnæðis og eflingar atvinnulífs. Í heild, þ.e. fyrir A- og B-hluta, gerir áætlunin ráð fyrir góðum rekstrarafgangi á tímabilinu, þrátt fyrir aukna þjónustu við bæjarbúa á flestum sviðum. Veltufé frá rekstri í A- og B-hluta er rúmir 4,8 milljarðar króna á tímabilinu. Í A-hluta, þ.e. bæjarsjóði og A-hluta fyrirtækjum, er veltufé frá rekstri tæpir 2 milljarðar króna á tímabilinu og skilar það handbæru fé upp á rúma 1,5 milljarða í lok árs 2011. Velta sveitarfélagsins og fyrirtækja þess er um 14 milljarðar króna á ári þessi ár en þar af eru skatttekjur tæpir 6 milljarðar króna á ári. Mikil uppbygging í stoðþjónustu bæjarfélagsins undanfarin ár hefur leitt til vaxandi rekstrarútgjalda en tekjuþróun sveitarfélagsins brúar bilið að mestu leyti. Tekið er á þessari þróun með 50-150 milljóna kr. árlegri hagræðingarkröfu í rekstri málaflokka. Fjárhagsleg staða Akureyrarbæjar er traust og þrátt fyrir miklar framkvæmdir aukast skuldir A- og B-hluta lítið á tímabilinu en verða þó nokkuð lægri á hvern íbúa árið 2011 en var í árslok 2006. Eiginfjárhlutfall Aðalsjóðs hækkar úr 0,68 í 0,78 á tímabilinu. Veltufjárhlutfall Aðalsjóðs verður mjög gott eða 2,9 í lok tímabilsins.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/rekstur-fvsa-skiladi-taeplega-40-milljona-krona-hagnadi
Rekstur FVSA skilaði tæplega 40 milljóna króna hagnaði Aðalfundur Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni (FVSA) var haldinn á Hótel KEA, nýlega. Tæplega 120 manns sóttu fundinn og eru mörg ár síðan svo fjölmennur fundur hefur verið haldinn hjá félaginu. Rekstrarafkoma félagsins á árinu var mjög góð en alls nam hagnaðurinn 37,8 milljónum króna. Allir sjóðir félagsins voru reknir með hagnaði. Eiginfjárstaða félagsins er mjög sterk og nam eigið fé félagsins um síðustu áramót 295,8 milljónum króna. Í árslok voru fullgildir félagsmenn 1.614; 634 karlar og 980 konur. Þar af eru 314 gjaldfrjálsir en það eru starfandi félagsmenn 67 ára og eldri svo og lífeyrisþegar. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, formaður FVSA, kynnti skýrslu stjórnar. Í máli hennar kom m.a. fram að atvinnuleysi á félagssvæðinu hefði verið minna en árin á undan. Í apríl 2007 voru 38 félagsmenn á atvinnuleysisskrá en voru 49 á sama tíma árið 2006. Í desember sl. voru 37 félagsmenn á atvinnuleysisskrá. Úlfhildur kom einnig inn á það að í fyrra bættist félaginu liðsauki frá Siglufirði þegar félagsmenn í Verkalýðsfélaginu Vöku samþykktu að hætta starfsemi félagsins og ganga í viðkomandi stéttarfélög á Akureyri. Milli 40 og 50 félagar í verslunarmannadeild Vöku urðu því félagsmenn FVSA um síðustu áramót. Úlfhildur sagði einnig frá fundaherferð sem félagið gekkst fyrir í samvinnu við fyrirtæki Péturs Guðjónssonar, GCG. Haldnir voru 11 fundir og var tilhögunin þannig að fólk var valið af handahófi af félagaskránni en reynt að passa upp á að félagsmenn kæmu frá sem flestum starfsgreinum eða vinnustöðum. Hver fundur tók einn og hálfan tíma og voru yfirleitt um 15 til 20 á hverjum fundi. Stjórnarmenn og starfsfólk félagsins skiptust á að vera á fundunum. Samtals tóku um 180 manns þátt í þessum fundum og er það samdóma álit allra að þetta hafi verið þarft framtak. Margar ábendingar komu fram sem teknar hafa verið til greina varðandi þjónustu félagsins, svo og innlegg í kjaramálin. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður Landssambands Íslenskra verslunarmanna (LÍV), var gestur aðalfundar félagsins og kynnti hún nýgerðan kjarasamning LÍV við Samtök atvinnulífsins og svaraði fyrirspurnum. Aðeins einn listi barst í sambandi við kjör í stjórn félagsins og fulltrúaráð. Einnig barst aðeins einn listi varðandi kjör í stjórn sjúkrasjóðs félagsins. Stjórn félagsins skipa: Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, formaður FVSA; Einar Hjartarson Eimskip; Friðbjörg Jóhannsdóttir, Samkaupum Dalvík; Eiður Stefánsson, Flugfélagi Íslands og Svavar Hannesson, Verði-Íslandstryggingu. Í varastjórn eru Elísabet Hallgrímsdóttir, Capacent; Hildur Tryggvadóttir, Húsasmiðjunni Lónsbakka og Margrét Guðmundsdóttir Eymundsson.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/radstefna-og-namskeid-um-utivist-og-vetrarithrottir-fatladra
Ráðstefna og námskeið um útivist og vetraríþróttir fatlaðra Íþróttasamband Íslands og Vetraríþróttamiðstöð Íslands standa fyrir ráðstefnu og námskeiðum um útivist og vetraríþróttir fatlaðra í Hlíðarfjalli við Akureyri dagana 6. - 10. mars nk. Sérstakur gestur ráðstefnunnar verður Beth Fox frá Colorado fylki í Bandaríkjunum. Hún hefur unnið með fötluðum í útivist síðastliðin 25 ár og í Colorado stunda fatlaðir útivist af miklum krafti. Ráðstefnan og námskeiðið er ætlað fyrir fatlaða iðkendur, aðstandendur þeirra, fagfólk og þá sem starfa með fötluðum og alla sem hafa áhuga á útiveru fyrir fatlaða. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig. Beth Fox mun halda kynningu á útivistastarfsemi fatlaðra föstudagskvöldið 7. mars og þá munu aðstandendur kynna reynslu sína. Mánudaginn 10. mars verður málþing í Hlíðarfjalli um vetraríþróttir fatlaðra undir yfirskriftinni „Stoppar þekkingarleysi útivistarmöguleika fatlaðra?" DAGSKRÁ: 6. mars 2008 Kl. 20:00 - Íþróttamiðstöðin í Laugardal. Opinn fundur um vetraríþróttir og útivist fyrir fatlaða. 7. mars 2008 Kl. 13:00 - Hlíðarfjall v/Akureyri. Beth Fox kynnir skíðabúnað og fer yfir dagskrá námskeiðsins. Kl. 17:30 - Skautahöllin á Akureyri. Kynning á sérbúnaði til skautaiðkunar. Kl. 20:00 - Brekkuskóli. Beth Fox kynnir útivistarstarfsemi fatlaðra í Winter Park, kynning á Klökunum, aðstandendur kynna sína reynslu. 8. mars 2008 Kl. 9:30-16:00 - Hlíðarfjall v/Akureyri. Beth Fox aðstoðar og leiðbeinir þátttakendum á skíðum. Fatlaðir þátttakendur prófa skíðabúnaðinn. Kl. 17:30 - Skautahöllin á Akureyri. Kynning á sérbúnaði til skautaiðkunar. 9. mars 2008 Kl. 09:30-15:00 - Hlíðarfjall v/Akureyri. Beth Fox aðstoðar og leiðbeinir þátttakendum á skíðum. Fatlaðir þátttakendur prófa skíðabúnaðinn. Kl. 15:00 - Hlíðarfjall v/Akureyri. Veitingaskáli. Umræður og fyrirspurnir í lok námskeiðs. 10. mars 2008 Kl. 09:00-15:00 - Hlíðarfjall v/Akureyri. Stoppar þekkingarleysi útivistarmöguleika fatlaðra? Málþing um vetraríþróttir fatlaðra. Allir velkomnir Nánari upplýsingar gefur Þröstur Guðjónsson formaður vetraríþróttanefndar Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) Sími: 896 1147 netfang: sporri@internet.is
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ka-islandsmeistari-i-2flokki-i-blaki
KA Íslandsmeistari í 2.flokki í blaki KA menn urðu um helgina Íslandsmeistarar í 2.flokki karla í blaki þegar þeir sigruðu HK í Reykjavík í þriðja úrslitaleik liðanna um titilinn, áður höfðu liðin unnið sinn leikin hvort. KA van leikinn 3-0, fyrstu hrinuna unnu þeir 26-24, þá næstu 25-21 og loks síðustu hrinuna 25-12. Nánar er sagt frá leiknum í Vikudegi nk. fimmtudag.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/sveitarstjorn-eyjafjardarsveitar-telur-brynt-ad-raeda-efnistokumal
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar telur brýnt að ræða efnistökumál Þrátt fyrir að Bæjarstjórn Akureyrar hafi hafnað beiðni um viðræður um efnistökumál í Eyjafjarðará, telur sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar mjög brýnt að slíkar viðræður fari fram og felur sveitarstjóra að koma því sjónarmiði á framfæri. Þetta kemur fram í bókun á síðasta fundi sveitarstjórnar. Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar leitaði á dögunum eftir viðræðum við Akureyrarbæ um efnisnám og efnistöku í tengslum við lengingu Akureyrarflugvallar. Bæjarráð vísaði erindinu til skipulagsnefndar en niðurstaða hennar var að taka ekki efnislega afstöðu til erindis Eyjafjarðarsveitar, "enda ekki á dagskrá svo vitað sé við þá framkvæmd né að til standi að breyta um stefnu varðandi efnistöku," segir m.a. í bókun skipulagsnefndar. Í erindi Eyjafjarðarsveitar var leitað eftir áliti skipulagsnefndar og bæjaryfirvalda á Akureyri varðandi efnistöku úr Leirum og farvegi Eyjafjarðarár. Í bókun skipulagsnefndar segir að umrætt svæði sé ekki skilgreint efnistökusvæði í aðalskipulagi eða deiliskipulagi sveitarfélaganna. Fyrir liggi ákvörðun varðandi lengingu Akureyrarflugvallar þar sem framkvæmdaaðilar hafa lagt upp það verklag að nota aðflutt efni í flugbrautarlengingu. Skipulagsnefnd Akureyrar hefur svarað erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir áliti á því verklagi og hvort Akureyrarbær telji ástæðu til að verkið þurfi að fara í umhverfismat. Svar skipulagsnefndar Akureyrar varðandi það atriði var að ekki þyrfti að fara með þessa framkvæmd í farveg umhverfismats og nú hefur Skipulagstofnun kveðið upp úrskurð samhljóða því áliti sem skipulagsnefnd Akureyrar gaf. Það er því niðurstaða skipulagsnefndar Akureyrar að taka ekki efnislega afstöðu til erindis Eyjafjarðarsveitar um hugsanlega efnistöku á Leirunum enda ekki á dagskrá svo vitað sé við þá framkvæmd né að til standi að breyta um stefnu varðandi efnistöku. Slíkt mundi seinka þessu máli um mjög langan tíma auk þess sem ekki er hægt að ganga út frá því sem vísu að efnistaka á þessum stöðum yrði heimiluð. Ef framkvæmdaaðilar leita eftir slíku áliti og falla frá ákvörðun um efnisval kemur til kasta bæjaryfirvalda á Akureyri að taka afstöðu til að breyta skipulagi á umræddum svæðum, segir ennfremur í bókun skipulagsnefndar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/heildaraflamark-i-lodnu-aukid-um-50000-tonn
Heildaraflamark í loðnu aukið um 50.000 tonn Á grundvelli ráðgjafar Hafrannsóknastofnunarinnar hefur heildaraflamark í loðnu verið aukið um 50.000 tonn. Heildaraflamark er þannig 207.000 tonn og þar af koma um 152.000 tonn í hlut íslenskra skipa. Í síðustu viku bárust þær fréttir úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu að ákveðið hefði verið að fella úr gildi reglugerð um bann við loðnuveiðum og jafnframt var gefið út breytt heildaraflamark þannig að í hlut Íslendinga kæmu um 100 þúsund tonn, í stað þeirra 121 þúsund tonna sem áður var búið að úthluta. Nú er hlutur íslenskra skipa orðinn 152.000 tonn, sem fyrr segir.