Search is not available for this dataset
url
stringlengths
21
288
text
stringlengths
1
1.35M
https://www.akureyri.is/is/frettir/kvennasoguganga-um-oddeyrina
Kvennasöguganga um Oddeyrina Í tilefni kvenréttindadagsins 19. júní verður boðið upp á fyrstu kvennasögugönguna um Oddeyrina. Saga kvenna á eyrinni er mörgum hulin og því gefst hér kjörið tækifæri til að fá innsýn í líf og störf þeirra en konur á eyrinni sáu t.d. um ýmiskonar rekstur um aldarmótin 1900 og fram á miðja 20. öld. Örn Ingi Gíslason mun leiða gönguna og varpa ljósi á líf kvenna og ýmsar uppákomur, hefðir og venjur sem ríktu á eyrinni. Í ár eru 150 ár frá því að Vilhelmína Lever greiddi atkvæði í fyrstu bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri árið 1863 en konur öðluðust ekki kosningarétt til sveitarstjórna fyrr en 20 árum síðar. Vilhelmína bjó á nokkrum stöðum á Akureyri m.a. á eyrinni en hún var mikil framkvæmdakona og rak t.d. vertshús og var brautryðjandi í tómstundamálum bæjarbúa þegar hún setti upp "strýtuflöt" við veitingahúsið sitt í fjörunni. Saga Jónsdóttir leikkona mun segja þátttakendum frá Vilhelmínu og starfi hennar. Kvennasögugangan hefst við Ráðhústorg kl. 16.30 á morgun, miðvikudaginn 19. júní, og lýkur við Gamla Lund. Gangan er öllum opin en hún er í boði Jafnréttisstofu, Héraðsskjalasafnsins á Akureyri, Minjasafnsins á Akureyri, Zontakvenna og Akureyrarbæjar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nordurland-i-thridja-saeti-hja-lonely-planet
Norðurland í þriðja sæti hjá Lonely Planet Í dag birti heimasíða útgefenda ferðahandbókanna Lonely Planet lista yfir þá tíu áfangastaði í Evrópu sem mælt er með að ferðamenn heimsæki í sumar. Norðurland var þar í þriðja sæti og ekki þarf að fjölyrða um þá auglýsingu sem felst í þessari útnefningu. Bandaríska fréttastofan CNN hefur þegar birt grein um þennan lista á heimasíðu sinni. Listann í heild sinni má sjá á lonelyplanet.com og umfjöllun CNN má sjá HÉR.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vigsla-nys-gervigrasvallar-a-ithrottasvaedi-ka
Nýr gervigrasvöllur vígður á íþróttasvæði KA Nýr gervigrasvöllur verður vígður á íþróttasvæði KA við Dalsbraut í dag, miðvikudag, kl. 17.00. Að formlegri afendingu og vígslu lokinni verður boðið til grillveislu og blásið til leiks í þremur leikjum í Íslandsmóti karla og kvenna í 5. flokki. Eru allir áhugasamir boðnir velkomnir. Dagskrá: Kl. 17.15 Formaður FAK afhendir formanni ÍRA völlinn formlega. Kl. 17.25 Formaður ÍRA ásamt bæjarstjóra afhenda formanni KA völlinn og boltann sem afhentur var í janúar til varðveislu. Kl. 17.45 Grillveisla hefst. Kl. 18.00 Leikir hefjast á Íslandsmóti í 5. flokki karla og kvenna: KA-Samherji (kk) og A-lið KA-Völsungur (kvk). Kl. 18.50 B-lið KA-Völsungur, 5. flokkur kvenna. Mynd: Egill Ármann Kristinsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vidurkenningar-veittar-fyrir-hjolad-i-vinnuna
Viðurkenningar fyrir Hjólað í vinnuna Í gær afhenti Tryggvi Gunnarsson, formaður íþróttaráðs, fulltrúum Síðuskóla og Hlíðar viðurkenningar fyrir góðan árangur í átakinu Hjólað í vinnuna 2013. Frá árinu 2003 hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum með þessu skemmtilega heilsu- og hvatningarátaki. Megin markmið verkefnisins er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Starfsmenn vinnustaða hér á landi hafa tekið vel við sér því þátttakan hefur margfaldast þau tíu ár sem Hjólað í vinnuna hefur farið fram. Hér til hliðar má sjá mynd af Ellerti Erni Erlingssyni, forstöðumanni íþróttamála, Tryggva Gunnarssyni, formanni íþróttaráðs, fulltrúum Síðuskóla, Ólafi B. Thoroddsen, Rainer Jessen, Jóhönnu Jessen, Elvari Smára Sævarssyni og Kristínu Haraldsdóttur og fulltrúa Hlíðar, Halldóri Sigurði Guðmundssyni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sumarsolstodur-a-baugnum
Sumarsólstöður á baugnum Sumarsólstöður eru á morgun, 21. júní, en þá er lengsti dagur ársins. Í Grímsey er sterk hefð fyrir því að fagna þessum degi enda hvergi betri aðstæður til að njóta miðnætursólarinnar þar sem heimskautsbaugurinn liggur þvert yfir eyjuna. Heimskautsbaugurinn afmarkar það svæði á jörðinni þar sem sólin getur horfið undir sjóndeildarhringinn í heilan sólarhring eða lengur að vetri en getur þá jafnframt verið sýnileg heilan sólarhring eða lengur að sumri. Flogið er daglega til Grímseyjar frá Akureyarflugvelli og ferjan Sæfari siglir mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá Dalvík. Í Grímsey eru tvö gistiheimili auk tjaldsvæðis og kaffihúsið og veitingastaðurinn Krían sem m.a. býður upp á ýmiskonar fiskrétti. Nánari upplýsingar má sjá á grimsey.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/radstefna-um-sjavartengda-ferdathjonustu
Ráðstefna um sjávartengda ferðaþjónustu Í vikunni fór fram tveggja daga ráðstefna í Háskólanum á Akureyri þar sem athyglinni var beint að sjávartengdri ferðaþjónustu og mannlífi og umhverfi á norðurslóðum. Ráðstefnan var skipulögð af Stofnun Vilhjálms Stefánssonar í samvinnu við RHA, NORA, Rannsóknamiðstöð ferðamála, Norsk Sjømatsenter og Íslenska vitafélagið. Sjávartengd ferðaþjónusta nýtur sífellt meiri vinsælda og tekur á sig margbreytilegar myndir. Sumir ferðamenn vilja kynnast mannlífi sjávarplássa, upplifa náttúruna, þögnina, skoða fugla og sel og renna fyrir fisk á friðsælum firði. Aðrir vilja spennu hraðbátsins, fara á brimbretti, sjóskíði og kafa, eða leigja sér bát og láta reyna á eigin kunnáttu. Svo eru þeir sem ferðast í hópum frá höfn til hafnar og frá landi til lands á risavöxnum skemmtiferðaskipum. Á ráðstefnunni var fjallað um ýmsar hliðar sjávartengdrar ferðaþjónustu og áskoranir tengdar henni, unnið var í hópum og farið í vettvangsferð.
https://www.akureyri.is/is/frettir/jonsmessuvaka-i-laufasi
Jónsmessuvaka í Laufási Í tilefni Jónsmessu verður heilmikið um að vera í Gamla bænum Laufási í Eyjafirði næstkomandi sunnudag, 23. júní, kl. 20.00-22.00. Dagskráin hefst í Laufáskirkju kl. 20.00 þar sem Bjarni Guðleifsson, rithöfundur, náttúrufræðingur og prófessor heldur erindi um þjóðareinkenni Íslendinga. Dansfélagið Vefarinn stígur dans á hlaðinu í klæðnaði sem hæfir Jónsmessunni, tónlistarfólkið Birgir Björnsson, Snorri Snorrason og Jónína Björt Gunnarsdóttir tekur lagið og í Gamla bænum verður forvitnilegur fróðleikur um fráfærur og grasaferðir. Áhugasamir gestir geta séð hvernig smjör og skyrgerð fór fram áður fyrr þegar sjálfsþurftarbúskapur var við lýði og þjóðháttafélagið Handraðinn sýnir handbragð fyrri alda og deilir með gestum upplýsingum um það sem fer fram. Dagskráin er öllum opin og aðgangseyrir kr. 900.
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-30
Réttardagur Aðalheiðar Í tilefni af fimmtugasta afmælisdegi sínum mun listamaðurinn Aðalheiður S. Eysteinsdóttir standa fyrir sannkölluðum stórviðburði á Akureyri á morgun, laugardaginn 22. júní, kl. 22.00. Þá mun hún opna tíu listsýningar í sjö sýningarrýmum í Listagilinu og næsta nágrenni þess þ.e. í Listasafninu, Ketilhúsinu, Deiglunni, Mjólkurbúðinni, Populus Tremula, sal Myndlistarfélagsins og Flóru sem staðsett er í Hafnarstræti 90. Samhliða opnun sýninganna verður boðið til mikils fagnaðar í Listagilinu þar sem gleðin verður við völd og listagyðjurnar heiðraðar með sjónlist, tónlist, gjörningum o.fl. Viðburður þessi verður að teljast einstakur þar sem ekki er vitað til þess að nokkru sinni áður hafi einn listamaður sýnt samtímis á jafn mörgum stöðum. Sýningarnar, sem unnar eru með þátttöku fjölda listamanna af svæðinu, marka hápunktinn í dagskrá Sjónlistamiðstöðvarinnar á árinu 2013 og eru hluti af endapunkti verkefnisins Réttardagur 50 sýninga röð, sem staðið hefur yfir á vegum Aðalheiðar síðan 23. júní 2008. Umfjöllunarefni sýninganna er íslenska sauðkindin og menning henni tengd þar sem markmiðið er að byggja brú á milli listsköpunar og raunveruleikans með samstarfi við fjölda skapandi fólks. Að mati Aðalheiðar eru listir sá samfélagsspegill sem nauðsynlegur er til eflingar og afreka, ekki síður en nýsköpun og uppfinningar. Með því að túlka bændasamfélagið og þann óendanlega mannauð sem við höfum yfir að ráða vonast hún til að opna flóðgáttir hugmynda og færa áhorfandann nær hamingjunni. Aðalheiður hefur nú þegar sett upp 40 sýningar í verkefninu og m.a. í Danmörku, Þýskalandi, Bretlandi og Hollandi. Á hverjum stað fyrir sig hefur Aðalheiður kallað til skapandi fólk og aðra listamenn til þátttöku í sýningunum og tengt sýningarnar dagatali sauðkindarinnar svo sem sauðburði á vorin og slátrun á haustin. Á þessum síðustu sýningum í verkefninu eru það listamenn tengdir Akureyri sem krydda sýningar Aðalheiðar: Jón Laxdal Halldórsson Guðbrandur Siglaugsson Georg Óskar Giannakoudakis Margeir Dire Freyja Reynisdóttir Gunnhildur Helgadóttir Arnar Ómarsson Jón Einar Björnsson Miriam Blakkenhorst Arndís Bergsdóttir Níels Hafstein Arna Valsdóttir Þórarinn Blöndal Hlynur Hallsson Nikolaj Lonentz Mentze Nánari upplýsingar um dagskrána má sjá HÉR.
https://www.akureyri.is/is/frettir/heita-vatnid-tekid-af-hrisalundi-a-morgun
Heita vatnið tekið af Hrísalundi á morgun Vegna vinnu við að fjarlægja hitaveitubrunna og við að svera upp stofnlögn hitaveitu að KA svæðinu verður heita vatnið tekið af í Hrísalundi á morgun þriðjudaginn 25. júní frá kl. 8:30 og er áætlað að hægt verði að hleypa vatninu á aftur síðdegis. Nánari upplýsingar má sjá HÉR. Lokunarsvæðið. Smellið á mynd til að stækka.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gonguvika-a-akureyri-og-i-nagrenni-1
Gönguvika á Akureyri og í nágrenni Gönguvika á Akureyri og í nágrenni hefst næstkomandi mánudag, 1. júlí. Dagskráin er vikulöng þar sem göngur af ýmsum toga og erfiðleikastigum eru í aðalhlutverki. Gönguvikan, sem nú er haldin í fimmta sinn, er samvinnuverkefni Akureyrarstofu, Ferðafélags Akureyrar, Glerárdalshringsins 24X24 og Ferðafélags Hríseyjar. HÉR má sjá dagskrána.
https://www.akureyri.is/is/frettir/opinn-ibuafundur
Opinn íbúafundur Opinn íbúafundur um nýtt skipulag miðbæjarins verður haldinn í fundarsal á 4. hæð í Ráðhúsi Akureyrar kl. 17 næstkomandi fimmtudag, 27. júní. Hönnuðir miðbæjarskipulagsins eru Logi Már Einarsson, arkitekt hjá Kollgátu ehf., og Ómar Ívarsson, skipulagsfræðingur hjá Landslagi ehf. Á fundinum mun Logi Már kynna skipulagslýsingu og fyrstu drög nýs miðbæjarskipulags. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og kynna sér fyrstu hugmyndir að nýju miðbæjarskipulagi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/cirkus-flik-flak-a-akureyri
Cirkus Flik Flak á Akureyri Í næstu viku kemur barna- og unglinga sirkusinn Cirkus Flik Flak frá Danmörku í heimsókn til Akureyrar og heldur sýningar í íþróttahúsi Giljaskóla. Sirkusinn hefur áður komið hingað til lands og hélt sýningar í Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, Reykjanesbæ og Mosfellsbæ árin 2003 og 2007 við góðar undirtektir. Sýningar verða fimmtudaginn 4. júlí kl. 19.00 og föstudaginn 5. júlí kl. 10.00 og eru gestum að kostnaðarlausu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vidurkenningar-skolanefndar-akureyrarbaejar-2
Viðurkenningar skólanefndar Akureyrarbæjar Á morgun, fimmtudag, kl. 17.00 í Hofi verður þeim nemendum, kennurum og starfsmönnum við skóla Akureyrarbæjar sem þótt hafa skarað fram úr í starfi veitt sérstök viðurkenning. Þetta er í fjórða sinn sem skólanefnd stendur fyrir samkomu sem þessari en hún er í samræmi við áherslur í skólastefnu Akureyrarbæjar. Óskað var eftir tilnefningum frá starfsmönnum, skólum og foreldrum um nemendur og starfsmenn eða verkefni sem talin voru hafa skarað fram úr í skólastarfi. Valnefnd sem skipuð var fulltrúum frá skólanefnd, samtökum foreldra og Miðstöðvar skólaþróunar HA fór yfir allar tilnefningar og gerði tillögu til skólanefndar sem skólanefnd samþykkti á fundi sínum þann 20. júní.
https://www.akureyri.is/is/frettir/alfabaekur-a-amtsbokasafninu
Álfabækur á Amtsbókasafninu Á morgun, föstudag, opnar Amtsbókasafnið sýningu á myndverkum eftir Guðlaug Arason. Sýningin samanstendur af litlum bókaskápum fullum af þekktum en örsmáum íslenskum og erlendum bókum. Hver bókaskápur er heimur útaf fyrir sig og þar búa bæði skáld og ýmsar kynjaverur. Bækurnar kallar Guðlaugur álfabækur og segja má að hér sé um nýja tegund myndlistar að ræða. Nánari upplýsingar má sjá HÉR.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ami-sett-i-gaer-i-sundlaug-akureyrar
AMÍ fer fram í Sundlaug Akureyrar Hörður J. Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands, setti í gærkvöldi í Sundlaug Akureyrar Aldursflokkameistaramót Íslands, AMÍ. Við setninguna var Ólafs Rafnssonar, forseta ÍSÍ, minnst með einnar mínútu þögn en Ólafur varð bráðkvaddur 19. júní síðastliðinn. Keppni hófst nú í morgun og stendur fram á sunnudagskvöld. Rúmlega 220 sundmenn frá 20 félögum víðsvegar af landinu og frá Óðinsvéum í Danmörku taka þátt í mótinu. Nánari upplýsingar um AMÍ má sjá á heimasíðu Sundsambands Íslands. Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ahofnin-a-huna
Áhöfnin á Húna Í næstu viku leggur eikarbáturinn Húni II upp í siglingu hringinn í kringum landið. Um er að ræða samstarfsverkefni Húna II, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Rúv. Áhöfnin á Húna er vel skipuð tónlistarfólkinu Jónasi Sig, Láru Rúnars, Mugison, Ómari Guðjónssyni, Guðna Finnssyni og Arnari Gíslasyni sem ætla að halda 16 tónleika í sjávarbyggðum landsins. Fyrstu tónleikarnir verða á Húsavík 3. júlí og þeir síðustu á Akureyri 20. júlí. Rúv hefur ákveðið að fylgja siglingunni eftir með sjónvarps- og útvarpsþáttagerð og framleiddir verða 9 sjónvarpsþættir þar sem fylgst verður með ævintýrum áhafnarinnar auk útvarpsþátta á Rás 2. Einnig verða þrjár beinar útsendingar frá Reyðarfirði, Stykkishólmi og Akureyri. Fyrsti sjónvarpsþátturinn fer í loftið á annað kvöld kl. 19.45. Húna II þekkja allir Akureyringar en hann er 50 ára gamall eikarbátur sem smíðaður var í skipasmíðastöð KEA. Siglingaleið Húna II og dagskrá má sjá á ruv.is. Áhöfnin á Húna.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vidurkenningar-skolanefndar-akureyrarbaejar-5
Viðurkenningar skólanefndar Akureyrarbæjar Í gær afhenti skólanefnd Akureyrarbæjar viðurkenningar þeim kennurum, nemendum og starfsmönnum við skóla Akureyrarbæjar sem þótt hafa skarað fram úr á einhvern hátt. Þetta er í fjórða sinn sem skólanefnd stendur fyrir samkomu sem þessari en hún er í samræmi við áherslur í skólastefnu Akureyrarbæjar. Dagskráin hófst þegar Preben Jón Pétursson, formaður skólanefndar, bauð gesti velkomna og Kolbrún Jónsdóttir spilaði lag Birgis Helgasonar, Vorið kom, á píanó. Preben Jón afhenti handhöfum viðurkenningarnar og formlegri dagskrá lauk með því að viðstaddir sungu skólasöng Barnaskóla Akureyrar, „Rís vor skóli hátt við himin.“ Að dagskrá lokinni bauð skólanefnd gestum upp á léttar veitingar. Hér að neðan má sjá nöfn þeirra sem fengu viðurkenningu. Nemendur: Freyr Jónsson, Naustaskóla Hlýtur viðurkenningu fyrir að stuðla að öryggi yngri barna við skólabyrjun. Ágúst Logi Valgeirsson, Naustaskóla Hlýtur viðurkenningu fyrir hjálpsemi og stuðning við yngri nemendur. Sædís Eiríksdóttir, Naustaskóla Hlýtur viðurkenningu fyrir framfarir og þrautseigju í námi og framlag til að bæta skólaanda. Brynja Rún Guðmundsdóttir, Síðuskóla Hlýtur viðurkenningu fyrir dugnað og framfarir í námi. Dísella Carmen Hermannsdóttir, Hríseyjarskóla Hlýtur viðurkenningu fyrir dugnað og hjálpsemi. Birta María Aðalsteinsdóttir, Giljaskóla Hlýtur viðurkenningu fyrir dugnað, metnað og framkomu. Baldur Bergsveinsson, Giljaskóla Hlýtur viðurkenningu fyrir metnað, dugnað og framkomu. Hafdís Haukdal Níelsdóttir, Brekkuskóla Hlýtur viðurkenningu fyrir frábæra frammistöðu. Gunnar Ingi Láruson, Glerárskóla Hlýtur viðurkenningu fyrir dugnað og eljusemi. Starfsmenn og verkefni: Reynir Hjartarson, Hlíðarskóla Hlýtur viðurkenningu fyrir verkefnið „Flugið“. Magnús Jón Magnússon, Naustaskóla Hlýtur viðurkenningu fyrir „First lego“ tækni- og hönnunarkeppni grunnskólabarna. Anna Rebekka Hermannsdóttir, Glerárskóla Hlýtur viðurkenningu fyrir útikennslu. Ásta Magnúsdóttir, Giljaskóla Hlýtur viðurkenningu fyrir tónlistarkennslu. Starfsfólk Iðavallar Hlýtur viðurkenningu fyrir frumkvæði við gerð nýrrar skólanámskrár. Guðrún Óðinsdóttir, Hulduheimum Hlýtur viðurkenningu fyrir að vera starfsfólki ómetanleg fyrirmynd, jákvæð og lausnamiðuð. Hólmfríður B. Pétursdóttir, Margrét Kristinsdóttir og Þorvaldur Þorvaldsson, Lundarseli Hljóta viðurkenningu fyrir teymiskennslu – deildarstjórn. Heiðursviðurkenning: Birgir Helgason, tónlistarkennari Grunnskólaganga barna fer fram á miklu mótunarskeiði einstaklingsins og kennurum er ætlað að stuðla að alhliða þroska barna og ungmenna. Listsköpun af ýmsu tagi er hluti skólastarfs og í gegnum tónlist og söng er gott að rækta samstarf, samkennd og gleði. Þessum þáttum sinnti Birgir af alúð en hann starfaði sem tónlistarkennari við Barnaskóla Akureyrar frá árinu 1959 til ársins 1998. Hann stjórnaði Kór Barnaskóla Akureyrar, sem kom fram við ýmis tækifæri, söng við jólaguðþjónustur í Akureyrarkirkju og söng inn á nokkrar hljómplötur. Birgir stjórnaði ekki aðeins kórnum, heldur samdi hann líka mörg laganna sem sungin voru. Oft voru textarnir sóttir í smiðju samstarfsmanna hans, Tryggva Þorsteinssonar, skólastjóra, og Rósbergs G. Snædals, kennara. Birgir samdi einnig lag við skólasöng Barnaskóla Akureyrar, „Rís vor skóli hátt við himin.“ Birgir hlaut heiðursviðurkenningu fyrir að veita nemendum Barnaskóla Akureyrar ómetanlegt tækifæri til söngs og hljóðfæranáms í áraraðir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-573-2013-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-naustahverfi-reitur-28-og-naustagata-tjarnartun-29
Nr. 573/2013 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Naustahverfi, reitur 28 og Naustagata, Tjarnartún 29. Breyting á deiliskipulagi – Naustahverfi, reitur 28 og Naustagata, Tjarnartún 29. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 4. júní 2013 í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Naustahverfi, reit 28. Breytingin felur í sér að á lóð nr. 29 við Tjarnartún verður heimilt að byggja tveggja hæða hús án pallaskiptingar. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast því þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 6. júní 2013, Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B-deild - Útgáfud.: 21. júní 2013
https://www.akureyri.is/is/frettir/alfkonur-opna-syningu-i-lystigardinum
ÁLFkonur opna sýningu í Lystigarðinum Um helgina opnaði áhugaljósmyndarafélag fyrir konur á Akureyri og í Eyjafirði, ÁLFkonur, ljósmyndasýninguna "Sumar og sól" í Lystigarðinum. Sýningin stendur fram á haust og er opin á opnunartíma Lystigarðsins. Þetta er tíunda samsýning hópsins sem starfað hefur saman frá árinu 2010. Eftirfarandi ÁLFkonur sýna að þessu sinni: Agnes Heiða Skúladóttir, Berglind H. Helgadóttir, Díana Bryndís, Ester Guðbjörnsdóttir, Freydís Heiðarsdóttir, Gunnlaug Friðriksdóttir, Guðrún Kristín Valgeirsdóttir, Halla S. Gunnlaugsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir, Helga Haraldsdóttir, Hrefna Harðardóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Linda Ólafsdóttir, Kristjana Agnarsdóttir og Margrét Elfa Jónsdóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/heitasti-juni-sidan-1953
Heitasti júní síðan 1953 Óvenjuhlýtt var á Akureyri í júnímánuði en meðalhitastig var 11,4 stig og hefur ekki verið svo hár í júní síðan 1953, eða í 60 ár. Frá þessu er greint á vef Veðurstofu Íslands. Frá því að samfelldar mælingar hófust á Akureyri 1881 hefur meðalhiti í júní aðeins fimm sinnum verið hærri. Einnig var óvenjuhlýtt um landið austanvert sem og á hálendinu. Meðalhiti í Reykjavík var 9,9 stig og úrkoma var um 30% yfir meðallagi. Úrkoma á Akureyri mældist 8,1 mm og er það rúmlega 25% meðalúrkomu í júní. Aðeins fjóra daga í mánuðinum mældist úrkoma 1 mm eða meiri en það er tveimur dögum minna en í meðalári. Sólskinsstundir á Akureyri í júní mældust 260,6 og hafa aðeins tvisvar mælst fleiri en það var árið 2000 þegar sólskinsstundirnar voru 284 og 1982 þegar mældust 264 stundir. Árið 2012 mældust sólskinsstundirnar nærri því jafnmargar og nú eða 258,2. Þegar litið er til fyrstu sex mánaða ársins er úrkoma í Reykjavík um 9% yfir meðallagi en í meðallagi á Akureyri. Sólskinsstundir það sem af er ári eru um 100 umfram meðallag í Reykjavík en um 50 umfram meðallag á Akureyri. Frétt tekin af akureyrivikublad.is. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fridarhlaupid-a-akureyri
Friðarhlaupið á Akureyri Friðarhlaupið kom til Akureyrar í dag og tóku Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri, Hlín Bolladóttir, formaður samfélags- og mannréttindaráðs og Halla Björk Reynisdóttir, formaður bæjarráðs, á móti hlaupurunum við Eymundsson kl. 09.30 í morgun. Eftir skemmtilegt spjall hljóp Hlín með friðarkyndilinn ásamt hlaupurunum og krökkum úr leikjaskóla KA upp Listagilið. Hópurinn staðnæmdist svo við Andapollinn þar sem Hlín gróðursetti sérstakt friðartré. Friðarhlaupið, eða Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run, eins og það nefnist á ensku, er alþjóðlegt kyndilboðhlaup sem fer fram í öllum heimsálfum ár hvert. Hlaupið var stofnað árið 1987 og er kennt við indverska friðarfrömuðinn Sri Chinmoy. Friðarhlaupið í ár hófst 20. júní síðastliðinn og stendur fram til föstudagsins 12. júlí. Það er 16 manna alþjóðlegur hópur hlaupara sem ber logandi friðarkyndil á milli byggða til að gefa öllum landsmönnum tækifæri á að taka þátt í viðburði sem hefur að leiðarljósi hugsjónir sáttar og samlyndis.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hriseyjarhatidin-2013
Hríseyjarhátíðin 2013 Undirbúningur fyrir Hríseyjarhátíðina 2013, sem fram fer dagana 12.-14. júlí, stendur nú yfir og er dagskráin að taka á sig sérlega skemmtilega mynd. Mikil áhersla verður lögð á tónlist og söng og er markmiðið að ljúfir tónar hljómi um alla eyjuna. Á meðal tónlistarmanna sem fram koma eru Heimir Ingimarsson, Eyþór Ingi og KK. Af öðrum dagskrárliðum má nefna sandkastalakeppni í fjörunni, fjöruferð með Skralla trúð, prammahlaup, hjólbörurallí og ratleik og óvissuferð fyrir bæði börn og unglinga. Endanleg dagskrá verður auglýst nánar síðar. Aðgangur er ókeypis. Nefndin að störfum!
https://www.akureyri.is/is/frettir/pollamot-thors-og-icelandair
Pollamót Þórs og Icelandair framundan Pollamót Þórs og Icelandair fer fram í 26. sinn um næstkomandi helgi. Keppt verður í þremur flokkum karla 30 ára og eldri í Polladeild, 40 ára og eldri keppa í Lávarðadeild og 45 ára og eldri reyna með sér í Öldungadeild. Hjá konunum verður keppt í tveimur flokkum; 20 ára og eldri etja kappi í Skvísudeild og 30 ára og eldri í Ljónynjudeild. Spilað verður á föstudag og laugardag. Stefnt er að því að mótið verði sannkölluð fjölskylduhátíð því leiktæki verða á svæðinu fyrir börn og grillveisla á föstudagskvöldinu þar sem hægt verður að kaupa veitingar gegn vægu gjaldi. Meðal skemmtiatriða er Rúnar Eff og Þórsbandið. Allar upplýsingar má finna á pollamot.is og á facebook síðu Pollamótsins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/upplysingasida-a-ensku-um-ferdir-straeto
Upplýsingasíða á ensku um Strætó Á heimasíðu Strætó hefur verið sett upp yfirlitssíða á ensku yfir áfangastaði á landinu. Í fyrsta áfanga eru upplýsingar um 30 staði og munu fleiri staðir bætast við í framtíðinni. Á síðunni eru ýmsar gagnlegar upplýsingar um hvern stað fyrir sig, ásamt almennum upplýsingum um leiðina og hvar hægt er að kaupa miða. Tilgangur síðunnar er að gera Strætó að ákjósanlegum ferðamáta fyrir erlenda ferðamenn og auðvelda starfsfólki upplýsingamiðstöðva starf sitt. HÉR má sjá heimasíðu Strætó.
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-31
Deiliskipulag fyrir Kjarnaskóg og Hamra Unnið er að gerð deiliskipulags fyrir Kjarnaskóg og Hamra. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 25. júní 2013 samþykkt að auglýsa skipulagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir Kjarnaskóg og Hamra í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun, frá 3. júlí til 17. júlí 2013 og hér að neðan: Skipulagslýsing Ábendingum er hægt að koma á framfæri skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 600 Akureyri eða í tölvupósti: skipulagsdeild@akureyri.is, þar sem nafn, kennitala og heimilisfang kemur fram. Ábendingar þurfa að berast innan tveggja vikna frá auglýsingu þessari. 3. júlí 2013 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/n1-motid-hofst-i-morgun
N1-mótið hafið N1-mót KA hófst í dag á svæði félagsins við Dalsbraut. Mótið er stærsta knattspyrnumót ársins en á bilinu 150-160 lið taka þátt og leika á tólf völlum á KA svæðinu. Liðin koma alls staðar að af landinu og á fjórða tug félaga senda keppnislið. Mótinu lýkur með verðlaunaafhendingu á laugardaginn. Ljóst er að N1 keppendur og fararstjórar munu setja mikinn svip á bæjarlífið á Akureyri þessa vikuna. Alls verða um 1.400 drengir í 5. flokki sem leika og fararstjórar eru um 150 talsins. Þá eru ótaldir foreldrar og vinir sem leggja leið sína norður til að fylgjast með sínum mönnum spila á mótinu. Talið er að heildarfjöldi gesta á Akureyri þessa daga vegna mótsins verði á bilinu sex til sjö þúsund manns. Nánari upplýsingar um N1-mótið á heimasíðu KA. Mynd: Egill Ármann Kristinsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/islenski-safnadagurinn-3
Íslenski safnadagurinn Íslenski safnadagurinn fer fram næstkomandi sunnudag og taka söfn um allt land þátt með einum eða öðrum hætti. Þessi skemmtilegi dagur var fyrst haldinn árið 1997 að frumkvæði safnmanna sjálfra. Markmiðið er að benda á mikilvægi faglegrar varðveislu og á þá einstöku leið til lifandi þekkingaröflunar og skemmtunar sem finna má á söfnum. Í tilefni dagsins býður Minjasafnið á Akureyri upp á leiðsögn kl. 14 og 15 um sumarsýningu safnsins, Norðurljós - næturbirta norðursins. Sýningin samanstendur af málverkum og ljósmyndum. Málverkin eru eftir danska málarann Harald Moltke. Hann var í hópi vísindamanna frá dönsku veðurstofunni sem kom gagngert til Akureyrar árið 1899 til að rannsaka norðurljósin. Ljósmyndirnar tók áhugaljósmyndarinn Gísli Kristinsson frá Ólafsfirði. Í Gamla bænum Laufási verður boðið upp á leiðsögn um bæinn kl 14. Áhugasamir gestir geta smakkað grasate og starfsfólk Pólarhesta munu teyma undir yngstu gestunum milli kl. 14 og 16. Skáldahúsin þrjú á Akureyri Nonnahús, sem tileinkað er barnabókahöfundinum Jóni Sveinssyni, Nonna, Sigurhæðir, hús þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar, og Davíðshús, hús hins ástsæla skálds og rithöfundar Davíðs Stefánssonar, verða öll opin. Opnunartími í Davíðshúsi og Sigurhæðum er frá kl 13-17, í Laufási 9-17 og í Minjasafninu og Nonnahúsi kl. 10-17. Frítt er á þessi söfn í tilefni dagsins. Frá Íslenska safnadeginum 2012.
https://www.akureyri.is/is/frettir/stodugur-straumur-til-akureyrar
Stöðugur straumur til Akureyrar Ein stærsta ferðahelgi ársins er framundan og má búast við að hátt í tíu þúsund manns leggi leið sína til Akureyrar í tengslum við knattspyrnumótin tvö, N1-mótið og Pollamótið. „Fólk byrjaði að streyma á þriðjudaginn og þessi vika er alltaf stór hjá okkur. Núna hefst ferðatímabilið fyrir alvöru,“ segir Tryggvi Marinósson forstöðumaður tjaldsvæðanna á Akureyri. Hann segir sumarið fara ágætlega af stað hvað varðar fjölda gesta á tjaldsvæðunum tveimur upp á Hamri og við Þórunnarstræti. „Það er búið að vera ágætt að gera. Maí var slappur en júní gekk þokkalega. Ég er ekki búinn að taka fjölda gistinátta saman en mín tilfinning er sú að þetta sé svipað á milli ára,“ segir Tryggvi. Tjöld á undanhaldi Hann segir Íslendinga í miklum meirihluta þeirra sem koma á tjaldsvæðin og dreifingin sé nokkuð jöfn á milli svæðanna tveggja. Nánast eingöngu er um að ræða fólk með fellihýsi eða hjólhýsi í eftirdragi. „Svo eru húsbílarnir að verða nokkuð algengir en tjöldin á undanhaldi. Það læðist eitt og eitt inn á milli.“ Frétt tekin af vikudagur.is. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sumartonleikar-i-akureyrarkirkju-1
Sumartónleikar Akureyrarkirkju Sumartónleikar Akureyrarkirkju verða haldnir í júlímánuði og er þetta í 27. skipti sem tónleikaröðin fer fram, en hún er önnur elsta sinnar tegundar á landinu. Það er Guðný Einarsdóttir organisti sem ríður á vaðið og heldur fyrstu tónleikana á næstkomandi sunnudag kl. 17.00. Guðný stundaði píanónám frá unga aldri og lauk prófi frá tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík og orgelnámi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar þar sem aðalkennari hennar var Marteinn H. Friðriksson. Vorið 2006 lauk hún kirkjutónlistarnámi frá Det Kongelige Danske Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn þar sem hún naut leiðsagnar ýmissa kennara m.a. Lasse Ewerlöf og Bine Bryndorf. Samhliða náminu var hún annar organisti við Holmens kirkju í Kaupmannahöfn. Veturinn 2006-2007 var Guðný organisti við kirkju danska safnaðarins í París en samhliða starfinu stundaði hún nám hjá frönsku organistunum Eric Lebrun og Sophie-Véronique Cauchefer-Choplin. Hún hefur einnig sótt orgelnámskeið hjá mörgum af virtustu tónlistarmönnum samtímans m.a. Michael Radulescu, Hans-Ola Ericson og Olivier Latry. Á námsárum sínum stjórnaði Guðný kammerkórnum Stöku í Kaupmannahöfn en hún var jafnframt ein af stofnendum hans. Guðný hefur haldið tónleika bæði á Íslandi og erlendis og komið fram við ýmis tilefni, bæði sem einleikari, meðleikari og kórstjóri. Hún gegnir nú stöðu organista við Fella- og Hólakirkju í Reykjavík. Ókeypis er á alla tónleikaröðina og ítarlegri upplýsingar má finna HÉR.
https://www.akureyri.is/is/frettir/strandblakvellir-i-kjarnaskogi
Strandblakvellir í Kjarnaskógi Sumarið er nýtt til ýmissa framkvæmda í bæjarlandinu og þessa dagana er til að mynda unnið að gerð tveggja strandblakvalla í keppnisstærð í Kjarnaskógi. Áætlað er að þeir verði tilbúnir til notkunar um næstu mánaðamót eða fyrir verslunarmannahelgi. Einnig má nefna að nú er verið að ljúka við að gera nýjan þriggja km langan gönguslóða í Krossanesborgum og í framhaldinu verða merkingar á svæðinu bættar og komið upp upplýsingaskiltum um dýra- og plötulíf þar. Frá framkvæmdum í Kjarnaskógi. Mynd: Jón Birgir Gunnlaugsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vigsla-dalsbrautar-1
Vígsla Dalsbrautar Suðurhluti Dalsbrautar verður formlega vígður kl. 16.30 á morgun, fimmtudaginn 11. júlí, þegar klippt verður á borða við gangbrautarljósin við Lundarskóla og síðan haldið fylktu liði suður götuna. Fremstar í flokki fara rennireiðar frá Fornbílaklúbbi Akureyrar og eru bæjarbúar hvattir til að fagna þessum nýja áfanga í samgöngubótum bæjarins með því að mæta fótgangandi, á reiðhjólum eða bilfreiðum sínum og fylgja bílalestinni suður undir Miðhúsabraut og aftur til baka að Lundarskóla. Hér má sjá frétt frá 2004 þegar nyrðri hluti Dalsbrautar var vígður. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynning-a-breytingu-a-adalskipulagi-akureyrar
Kynning á breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar vegna Kjarna, Hamra og Götu sólarinnar Hér að neðan og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar er nú til kynningar breyting á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 vegna Kjarna, Hamra og Götu sólarinnar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun frístundabyggðar til vesturs á kostnað íbúaðsvæðis syðst í Naustahverfi, að svæði fyrir frístundabyggð austan tengibrautar verði fellt út og að tjaldsvæðið að Hömrum stækki til norðurs Frekari upplýsingar eru veittar á skipulagsdeild í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 3. hæð. Aðalskipulagsuppdráttur tillaga 10. júlí 2013 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/noi-gefur-malverk
Nói gefur málverk Listamaðurinn Nói - Jóhann Ingimarsson - hefur fært Sjúkrahúsinu á Akureyri málverk að gjöf. Verkið er um 20 metra langt og prýðir einn af göngum sjúkrahússins. Nói var á árum áður einn helsti frumkvöðull íslensks húsgagnaiðnaðar og starfaði við hönnun, framleiðslu og sölu húsgagna nær allan sinn starfsaldur. Hann hefur ávallt verið mjög virkur í listsköpun sinni. Til marks um það má nefna að enginn listamaður, hvorki núlifandi né látinn, státar af því að eiga fleiri útilistaverk vítt og breitt um Akureyri en Nói. Þá hefur hann haldið fjölmargar sýningar á málverkum og þrívíddarverkum, bæði einkasýningar og með þátttöku í samsýningum. Frétt og mynd af Vikudagur.is. Mynd: Vikudagur.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/podduganga-i-kjarnaskogi
Pödduganga í Kjarnaskógi Næstkomandi laugardag mun Bjarni Guðleifsson náttúrufræðingur stýra pöddugöngu í Kjarnaskógi. Lagt verður af stað frá Kjarnakoti kl. 13.30 en Bjarni mun fræða þátttakendur um hvaða smádýr leynast í skógarbotninum auk þess sem hægt verður að skoða sum þeirra í víðsjá að göngu lokinni og þiggja léttar veitingar. Það er Skógræktarfélag Eyfirðinga sem stendur fyrir viðburðinum og eru allir velkomnir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/alfred-gislason-heidradur
Alfreð Gíslason heiðraður Handboltakappanum Alfreð Gíslasyni var í dag veitt heiðursviðurkenning íþróttaráðs Akureyrar og Afrekssjóðs Akureyrar við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi. Við það tækifæri voru honum einnig veitt sérstök heiðursverðlaun KA. Alfreð hefur á löngum ferli sínum víða gert garðinn frægan hvort tveggja sem handknattleiksmaður og þjálfari. Alfreð Gíslason fæddist á Akureyri 1959 og ólst þar upp. Hann hefur átt ríkan þátt í uppgangi handboltans þar í bæ og á Íslandi öllu. Undir stjórn Alfreðs náði KA sínum besta árangri; varð bikarmeistari í tvígang og Íslandsmeistari og deildarmeistari. Alfreð hefur frá árinu 1997 þjálfað í Þýskalandi og m.a. gert Magdeburg og Kiel að Þýskalands- og Evrópumeisturum. Auk þess sem honum hefur hlotnast fjöldi einstaklingsverðlauna sem bæði þjálfari og leikmaður. Alfreð þjálfar lið Kiel í dag og þykir einn sá færasti í sínu fagi. Alfreð Gíslason í Hofi í dag.
https://www.akureyri.is/is/frettir/dalsbraut-formlega-opnud
Dalsbraut formlega opnuð Syðri hluti Dalsbrautar á Akureyri var formlega opnaður fyrir umferð í gær. Það var Geir Kristinn Aðalsteinsson, forseti bæjarstjórnar, sem klippti á borða við ný gangbrautarljós á móts við Lundarskóla en áður sagði Oddur Helgi Halldórsson, formaður framkvæmdaráðs, nokkur orð. Lengi hefur verið gert ráð fyrir lagningu Dalsbrautar en ekki hefur ríkt full sátt um framkvæmdina. Gatan liggur um íbúðahverfi og austan Lundarskóla og við framkvæmdirnar hefur allt kapp verið lagt á að tryggja öryggi gangandi vegfarenda. Þau nýmæli eru til að mynda á þessum hluta Dalsbrautar að gangbrautarljós eru hraðastýrð, þ.e.a.s. ef ökutæki er ekið á meira en 30 km hraða þá mætir ökumaður sjálfkrafa rauðu ljósi. Þónokkur hópur fólks var við athöfnina og eftir að Geir Kristinn hafði klippt á borðann, settust viðstaddir bæjarfulltrúar inn í glæsilegar bifreiðar Fornbílaklúbbs Akureyrar og var ekið sem leið liggur suður Dalsbrautina að Miðhúsabraut og aftur til baka að Lundarskóla. Myndirnar hér að neðan tók Jón Óskar Ísleifsson. Smellið á til að stækka. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-32
Formleg sprenging í Vaðlaheiðagöngum Í dag, föstudag, milli kl. 14-15 fer fram formleg sprenging í Vaðlaheiðagöngum og mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, framkvæma hana. Sprengingin mun heyrast greinilega til Akureyrar og er fólk beðið um að gera sér ekki ferð á svæðið af þessu tilefni en af öryggisástæðum þarf að takmarka fjölda viðstaddra. Búast má við töfum á umferð á þjóðvegi 1 við Vaðlaheiði á þessum tíma. Alls vinna nú um 30 starfsmenn við framkvæmdina og mun þeim fjölga í 60 síðar meir. Þrjár vaktir verða settar upp til að sprengja sjálf göngin og unnið allan sólarhringinn á tveimur tólf tíma vöktum. Nú þegar er búið að sprengja á annan tug metra inn í bergið. Frétt tekin af akureyrivikublad.is. Mynd af akureyrivikublad.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/midaldadagar-framundan-1
Miðaldadagar framundan Miðaldadagar verða haldnir á Gásum um næstu helgi, 19. - 21. júlí. Af því tilefni kemur saman fjöldi fólks af öllu landinu og erlendis frá til þess að endurskapa mannlífið við hinn forna verslunarstað Gásir við Eyjafjörð. Haldið verður fast í þær skemmtilegu hefðir sem hafa myndast á Miðaldadögum en jafnframt verður ýmislegt nýstárlegt á boðstólnum. Gásir við Eyjafjörð eru einstakur staður 11 km norðan við Akureyri þar sem Gásakaupstaður stóð sem verslunarstaður á miðöldum. Á staðnum má sjá einstakar rústir þessa forna kaupstaðar sem var við lýði frá 12.öld og allt að því að verslun hófst á Akureyri á 16. öld. Svæðið er friðlýstar fornleifar í umsjón Fornleifaverndar ríkisins. Skemmtilegt kynningarmyndband um Miðaldadaga má sjá á youtube.com og allar nánari upplýsingar á gasir.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/porthatid-vid-floru
Porthátíð við Flóru Næstkomandi fimmtudag, 18. júlí, kl. 12-18 verður Porthátíð haldin við Flóru í Hafnarstræti 90. Hljómsveitirnar Buxnaskjónar og Þorsteinn Kári troða upp og ef til vill bætast fleiri í hópinn með stuttum fyrirvara. Vínylplötusnúðurinn Arnar Ari þeytir skífum og býr til villtar blöndur allt frá Schubert til Sigurrósar og frá Kardimommubænum til Kamarorghesta. Hinn vinsæli portmarkaður verður einnig í gangi og þar verður hægt að kaupa alls konar muni, fatnað, myndlist, skart, tónlist, mat og margt fleira. Flóra er verslun, vinnustofur og viðburðastaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur félagsfræðings og garðyrkjukonu. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl, verkmenningu og fjölbreytta menningarviðburði. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Nánari upplýsingar má sjá á flora.is. Ljósmynd: Daníel Starrason.
https://www.akureyri.is/is/frettir/studkompaniid-saman-a-ny-a-einni-med-ollu
Stuðkompaníið snýr aftur á Einni með öllu Akureyringar taka með opnum örmum á móti gestum og gangandi um verslunarmannahelgina á fjölskylduhátíðinni Ein með öllu. Áhersla er lögð á fjölbreytta dagskrá og að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Það eru Vinir Akureyrar í samvinnu við Akureyrarstofu sem standa fyrir Einni með öllu og eru helstu bakhjarlar Norðlenska, Vífilfell, Stefna hugbúnaðarhús og sjónvarpsstöðin N4. Dagskráin er að mótast þessa dagana og má sjá allar upplýsingar á einmedollu.is og á facebook.com/einmedollu. En á meðal dagskrárliða sem staðfestir eru má nefna töframanninn Einar Mikael, leikhópinn Lottu, Fimmtudagsfíling N4 í göngugötunni, Kirkjutröppuhlaupið, Óskalagatónleika í Akureyrarkirkju, Mömmur og möffins, Dynheimaball, Söngkeppni unga fólksins og endurkomu Stuðkompanísins á Sparitónleikunum. Auk þess sem tónleikar verða á Græna hattinum alla helgina.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gonguferd-um-gasir
Gönguferð um Gásir Á morgun, fimmtudaginn 18. júlí, kl. 20 býður Minjasafnið upp á gönguferð um miðaldakaupstaðinn Gásir. Miðaldakaupstaðurinn er vel skrásettur í rituðum heimildum og fornleifarannsóknir hafa bæði staðfest það sem þar stendur og varpað nýju ljósi á þennan forna verslunarstað. Gásir eru 11 km norðan við Akureyri og keyrð er afrein við Hlíðarbæ af þjóðvegi 1. Gangan, sem tekur um klukkutstund, er ókeypis og hefst á bílastæðinu. Leiðsögumaður er Sigrún Birna Óladóttir. Miðaldadagar hefjast við Gásir á föstudaginn og standa fram á sunnudag þar sem líf í miðaldakaupstaðnum Gásum er sviðsett fyrir gesti og gangandi. Þá verða hamarshögg járnsmiðs, háreysti kaupmanna, ljúf tónlist, matarilmur og brennisteinsvinnsla hluti af upplifun þeirra sem sækja Gásir heim. Nánari upplýsingar má finna á gasir.is. Yfirlitsmynd af minjasvæðinu á Gásum. Ljósmynd: Hörður Geirsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nidurstada-baejarstjornar-akureyrarkaupstadar-i-skipulagsmalum-1
Niðurstaða bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar í skipulagsmálum Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 4. júlí 2013 samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, og deiliskipulag vegna Athafna-, verslunar- og þjónustusvæði við Súluveg - Miðhúsabraut. Breytingin felur í sér að nýir landnotkunarreitir eru afmarkaðir við gatnamót Miðhúsabrautar og Súluvegar fyrir athafnar-, verslunar- og þjónustusvæði. Tillögur að breytingum voru auglýstar samhliða frá 10. maí til 21. júní 2013. Engar athugasemdir bárust vegna aðalskipulagsbreytingarinnar. Bæjarstjórn hefur afgreitt athugasemdir sem bárust vegna deiliskipulagsins og sent þeim sem gerðu athugasemdir umsögn sína. Athugasemdirnar gáfu ekki tilefni til breytinga á tillöguninni. Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindisins. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar, Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. 17. júlí 2013 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/helen-molin-opnar-syningu-i-mjolkurbudinni
Helen Molin opnar sýningu í Mjólkurbúðinni Á næstkomandi laugardag, 20. júlí, kl. 14. opnar sænska myndlistakonan Helen Molin sýninguna Háfleygt í Mjólkurbúðinni í Listagilinu. Þar sýnir Helen 300 mynda seríu sem hún vann með blandaðri tækni í grafík prenti og vatnslitum. Hún fjallar um stað sem ekki á sér tíma eða rúm og eru myndirnar fantasíur þar sem fólk og fuglar eru í aðalhlutverki. Um sýninguna segir listakonan: „Verkin mín eru sögur eða sagnir án orða. Þau innihalda hvorki fortíð né framtíð heldur eru tímalaus í núinu, tímabilið að innan, að utan og á milli. Veröldin þar sem barnslegt ímyndunarafl og þroskuð reynsla fullorðinna mætast og flýgur hátt og hefur vængi. Þar sem hvorki tíminn né orðin eru og þú flýgur hærra og hærra.“ Helen Molin stundaði nám við háskólann í Gautaborg á árunum 1988-90 og lærði þar hönnun og listir. 1990-96 lærði hún textíl í sama háskóla og master í listum. Einnig nam hún silfursmíði og fór til Noregs í frekara nám í grafík prentun. Helen hefur sýnt víða í sínu heimalandi og einnig í öðrum löndum s.s. í Bandaríkjunum, Noregi, Danmörku, Hollandi og á Íslandi. Sýningin stendur til 5.ágúst. Mjólkurbúðin er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 á meðan sýningin stendur. HÉR má sjá heimasíðu listakonunnar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-33
Hjóladagar hefjast í dag Hjóladagar bifhjólaklúbbsins Tíunnar hefjast á Ráðhústorgi í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 19.00. Þaðan verður ekið í hópakstri um bæinn sem endar við Mótorhjólasafn Íslands þar sem boðið verður upp á kaffi og vöfflur. Dagskrá Hjóladaganna nær hápunkti á laugardaginn með dagskrá á Ráðhústorgi sem hefst kl. 13.00. Sem dagskrárliði má nefna markaðstorg, swap-meet, þrautabraut og pylsuátskeppni. Frekari upplýsingar má sjá HÉR. Frá Hjóladögum 2012. Mynd tekin af heimasíðu Tíunnar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/midaldadagar-hefjast-i-dag
Miðaldadagar hefjast í dag Miðaldadagar á Gásum hefjast í dag, föstudag, kl. 11 og standa fram á sunnudag. Af því tilefni kemur saman fjöldi fólks af öllu landinu og erlendis frá til þess að endurskapa mannlífið við hinn forna verslunarstað Gásir við Eyjafjörð. Haldið verður fast í þær skemmtilegu hefðir sem hafa myndast á Miðaldadögum en jafnframt verður ýmislegt nýstárlegt á boðstólnum. Gásir við Eyjafjörð eru einstakur staður 11 km norðan við Akureyri þar sem Gásakaupstaður stóð sem verslunarstaður á miðöldum. Á staðnum má sjá einstakar rústir þessa forna kaupstaðar sem var við lýði frá 12.öld og allt að því að verslun hófst á Akureyri á 16. öld. Svæðið er friðlýstar fornleifar í umsjón Fornleifaverndar ríkisins. Dagskrá Miðaldadaganna má sjá HÉR og allar frekari upplýsingar á gasir.is. Einnig er lesendum bent á skemmtilegt kynningarmyndband á youtube.com.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kristjana-arngrimsdottir-a-sumartonleikum
Kristjana Arngrímsdóttir á Sumartónleikum Söngkonan vinsæla Kristjana Arngrímsdóttir kemur fram á þriðju Sumartónleikum ársins í Akureyrarkirkju á sunnudaginn. Með henni koma fram þeir Örn Eldjárn og Jón Rafnsson. Saman munu þau flytja blandaða söngdagskrá eins og þeim einum er lagið. Kristjana er fædd á Dalvík og stundaði tónlistarnám á Íslandi og í Danmörku. Hún var í 14 ár félagi í Tjarnarkvartettinum sem var þekktur víða um Evrópu fyrir flutning á norrænum söng- og þjóðlögum en auk þess hefur hún gefið út nokkra einsöngs plötur sem hafa notið mikillar hylli fyrir vandaðan flutning og sönggleði. Tónleikarnir eru sunnudaginn kl. 17 og aðgangur er ókeypis. Kristjana Arngrímsdóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/lokatonleikar-ahafnarinnar-a-huna
Lokatónleikar Áhafnarinnar á Húna Eikarbáturinn Húni II kemur til Akureyrar á morgun, laugardag, og um kvöldið blæs stjörnum prýdd áhöfnin til útitónleika á Torfunefsbryggju. Bæjarbúar og gestir bæjarins eru hvattir til að fagna komu Húna II til hafnar kl. 12 og fjölmenna á útitónleikana kl. 20 um kvöldið. Eigendur báta og minni skipa eru hvattir til að sigla á móti Húna II og fagna komu hans til Akureyrar. Ævintýri Húna II hafa varla farið framhjá nokkrum manni en skipið hefur siglt hringinn í kringum landið á síðustu vikum. Um er að ræða samstarfsverkefni Húna II, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Rúv. Áhöfnin á Húna er vel skipuð tónlistarfólkinu Jónasi Sig, Láru Rúnars, Mugison, Ómari Guðjónssyni, Guðna Finnssyni og Arnari Gíslasyni sem hafa haldið 15 tónleika í sjávarbyggðum landsins frá 3. júlí. Rúv hefur fylgt siglingunni eftir með sjónvarps- og útvarpsþáttagerð og verða lokatónleikarnir á Torfunefsbryggju sýndir í beinni útsendingu. Aðgangseyrir á tónleikana er kr. 1.500. Húna II þekkja allir Akureyringar en hann er 50 ára gamall eikarbátur sem smíðaður var í skipasmíðastöð KEA. Áhöfnin á Húna.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vinir-akureyrar-gegn-kynferdisofbeldi
Vinir Akureyrar gegn kynferðisofbeldi Fjölskylduhátíðin Ein með öllu verður að venju haldin á Akureyri um verslunarmannahelgina og sendu aðstandendur hennar, Vinir Akureyrar, frá sér fréttatilkynningu í gær: „Undanfarin ár hefur fjölskylduhátíðin Ein með öllu fest sig í sessi meðal bæjarbúa og gesta. Hátíðin hefur farið fram í góðri samvinnu Vina Akureyrar við fjölda aðila og samtaka og má þar meðal annars nefna Aflið - samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi en þau hafa verið starfandi á Akureyri síðan árið 2003. Aflið, Vinir Akureyrar og Akureyrarbær hafa nú tekið höndum saman um að styrkja samstarfið enn frekar á Einni með öllu. Það felst í því að Aflið mun vera enn sýnilegra en áður með því að hafa bækistöð í miðbæ Akureyrar. Þar mun vera vettvangur fyrir þá sem þurfa að leita til Aflsins auk þess sem samtökin munu selja þar armböndin „Segðu frá“. Skipuleggjendur hátíðarinnar eru einnig í samstarfi við Samfélags- og mannréttindardeild Akureyrar og unnið er í samræmi við forvarnastefnu bæjarins. Mikið er lagt upp úr því að Ein með öllu sé fjölskylduhátíð og að dagskráin höfði til allra aldurshópa. Það er von skipuleggjenda að bæjarbúar og gestir verði samtaka í að njóta dagskrárinnar og leggi sitt af mörkum til að láta hátíðina ganga vel svo verslunarmannahelgin skilji eftir góðar minningar,“ segir í fréttatilkynningunni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/spjallfundur-um-batasmidar
Spjallfundur um bátasmíðar Í dag, mánudag, kl. 20 mun Hjalti Hafþórsson frá Reykhólum segja frá smíði Vatnsdalsbátsins og öðrum tengdum verkefnum um borð í Húna II. Fundurinn er samstarfsverkefni Gásakaupstaðar og Strandmenningarfélags Akureyrar. Leifar hins upprunalega Vatnsdalsbáts fundust árið 1964 í kumli (legstað úr heiðnum sið) í Vatnsdal, sem einnig er við sunnanverðan Patreksfjörð. Í greinargerð Þórs Magnússonar fornleifafræðings og síðar þjóðminjavarðar um kumlfundinn í Vatnsdal (Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1966) segir: „...þarna hafi sjö manneskjur verið heygðar, þrjár konur og fjórir karlar. Með þeim hefur hundur verið lagður. Í kumlinu var mikill fjöldi rónagla úr bátnum ásamt viðarleifum. Af öðru haugfé má nefna perlur úr steinasörvi, Þórshamar úr silfri, fingurhring og armbauga úr bronsi, bronsbjöllu, kamba, blýmet, skrauthengi (kingu) úr bronsi, hníf og brýni.“ Hjalti heldur úti heimasíðu um gerð bátsins og má nálgast þar fleiri myndir og frekari upplýsingar. Allir áhugamenn um bátasmíðar eru hvattir til að koma og bera saman bækur sínar. Hjalti Hafþórsson við Vatnsdalsbátinn nýja. Ljósmynd: Sigurður Ægisson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjoldi-folks-a-tonleikum-vid-torfunefsbryggju
Heimkomu Húna II fagnað Talið er að um 4.500 manns hafi verið við Torfunefsbryggjuna þegar Áhöfnin á Húna hélt þar tónleika á laugardagskvöldið. Veðrið lék við tónleikagesti og notaleg fjölskyldustemning ríkti á meðal fólks. Þetta voru lokatónleikar Áhafnarinnar á Húna en hún hefur nú siglt með Húna II hringinn í kringum landið í júlí og haldið alls 16 tónleika á 18 dögum. Vel var tekið á móti Húna II þegar hann lagðist að Torfunefsbryggju kl. 12 á laugardaginn. Bátar og minni skip fylgdu honum síðustu metrana þegar siglt var inn Eyjafjörðinn og fjöldi fólks stóð á bryggjuna til að fagna komunni. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, bauð alla velkomna og afhenti gjafir í tilefni dagsins; Akureyrarfána til þess að flagga á skipinu og ljósmyndabókina Akureyri, eftir Önnu Fjólu Gísladóttur og Gísla B. Björnsson. Hér að neðan má sjá myndir sem teknar voru við móttökuna og á tónleikunum. Smellið á til að stækka.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hefdarganga-a-sulur
Hefðarganga á Súlur Minjasafnið á Akureyri og Icelandair hótel ásamt N4 standa fyrir hefðargöngu á Súlur á næstkomandi fimmtudag, 25. júlí. Er mæting kl.18.30 á Icelandair hótel og farið þaðan í rútu. Gengið verður með leiðsögn á Súlur og skálað í freyðivíni á toppnum. Ferðin er farin í anda danska norðurljósaleiðangursins sem var hér við rannsóknir árið 1900. En sjá má víðfræga mynd í anddyri hótelsins frá leiðangrinum. Þátttökugjald er kr. 2.000 og eiga þátttakendur að vera prúðbúnir og mælt er með klæðnaði á borð við síð pils, hatta, skyrtur og bindi. Innifalið í þátttökugjaldi er rútuferð, leiðsögn og freyðivín. Áhugasamir geta skráð sig í síma 518 1000.
https://www.akureyri.is/is/frettir/queen-elizabeth-til-akureyrar
Queen Elizabeth til Akureyrar Skemmtiferðaskipið Queen Elizabeth lagðist að bryggju á Akureyri í morgun en skipið hefur þegar haft viðkomu á Ísafirði og í Reykjavík. Þetta er í fyrsta skipti sem hin nýja Queen Elizabeth siglir til Íslands en skipið var smíðað árið 2010 og gaf Elísabet Englandsdrottning því nafn við virðulega athöfn síðar sama ár. Skipið er 92 þúsund tonn og tekur rúmlega tvö þúsund farþega. Í skipinu eru meðal annars tennissvellir, sundlaugar, konunglegur danssalur, líkamsræktarstöð, heilsulind og fjöldi verslana og glæsilegra veitingastaða. Það er því sannarlega hægt að njóta lífsins um borð.
https://www.akureyri.is/is/frettir/john-grant-a-graena-hattinum
John Grant á Græna hattinum Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant heldur tvenna tónleika á Græna hattinum á morgun, föstudag, kl. 20 og 23. Grant er á tónleikaferðalagi um Evrópu þar sem efni af nýrri sólóplötu hans, Pale Green Ghosts, verður flutt í bland við eldra efni af fyrri plötu hans, Queen of Denmark. Sú plata fékk einstaklega góðar viðtökur um allan heim og var meðal annars valin plata ársins 2010 af tónlistartímaritinu MOJO. Í plötudómum um Pale Green Ghosts kemur fram að sköpunargleði Grants þykir ná hámarki á plötunni þar sem myrk og leiftrandi elektróník mætir flauelsmjúkum ballöðum fyrri plötunnar. Textarnir eru sem fyrr opinskáir, fyndnir og ljúfir. Grant hefur vakið eftirtekt fyrir einlæga og grípandi sviðsframkomu og þykja tónleikar hans mjög eftirminnilegir. Nánari upplýsingar um dagskrá Græna hattsins má sjá HÉR. John Grant á tónleikum. Mynd: Græni hatturinn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-34
Fjölbreyttar listasýningar Um þessar mundir standa yfir margar fjölbreyttar og skemmtilegar listasýningar á Akureyri og í næsta nágrenni. Segja má að Aðalheiður S. Eysteinsdóttir hafi riðið á vaðið þegar hún fyrr í sumar opnaði fjölda sýninga í Listagilinu sem unnar eru með þátttöku listamanna af svæðinu og marka hápunktinn í dagskrá Sjónlistamiðstöðvarinnar á árinu. Umfjöllunarefnið er íslenska sauðkindin og menning henni tengd þar sem markmiðið er að byggja brú á milli listsköpunar og raunveruleikans. Í vikunni hefur verið boðið upp á leiðsögn um sýningarnar og mun Aðalheiður sjálf leiða gesti á fimmtudag, föstudag og laugardag kl. 14. Þess má geta að þann 4. ágúst næstkomandi mun hljómsveitin Hjálmar spila við eina af sýningunum og Aðalheiður mun í kjölfarið fremja gjörning en dagskráin verður auglýst nánar síðar. HÉR má sjá nánari upplýsingar um sýningarnar. Á Amtsbókasafninu má sjá sýningu á myndverkum eftir Guðlaug Arason. Sýningin samanstendur af litlum bókaskápum fullum af þekktum en örsmáum íslenskum og erlendum bókum. Hver bókaskápur er heimur útaf fyrir sig og þar búa bæði skáld og ýmsar kynjaverur. Bækurnar kallar Guðlaugur álfabækur og segja má að um nýja tegund myndlistar sé að ræða. HÉR má sjá nánari upplýsingar. Í Verksmiðjunni á Hjalteyri, rétt utan Akureyrar, hafa listakonurnar Elísabet Brynhildardóttir, Guðrún Benónýsdóttir og Selma Hreggviðsdóttir sett upp sýninguna Verkfærið sem fjallar um húsnæðið sjálft; gömlu Síldarverksmiðjuna á Hjalteyri. Í texta sýningarinnar segir: „Það fer varla framhjá neinum sem kemur á Hjalteyri hversu þung og yfirgnæfandi verksmiðjan er líkt og kastali eða virki. Síldarverksmiðjan er þó ekki einungis bygging, heldur verkfæri. Ekki bara hús með fjórum útveggjum heldur er öll byggingin hugsuð með ákveðið hlutverk í huga. Hver veggur, súla, lúga og op hefur einhvern ákveðinn tilgang, eitthvert ákveðið notagildi. Innsetning okkar í rými verksmiðjunnar er „monument“ um sköpunarsögu þessa hús, ferlið og framkvæmdirnar sem beitt var við verkið. Kastalinn sem rís í myrkrinu stendur sem minnisvarði ákveðins þensluástands sem myndast við framkvæmdir stórra drauma.“ HÉR má sjá nánari upplýsingar um sýninguna. Sýningin Gróska fer fram í sal Myndlistarfélagsins en eftirfarandi listamenn sýna þar verk sín: Auður Björnsdóttir, Bergdís Guðnadóttir, Birgir Rafn Friðriksson, Björg Atladóttir, Charlotta Sverrisdóttir, Doron Elíasen, Guðrún Hreinsdóttir, Gunnella Ólafsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir, Íris Kristjánsdóttir, Jóhanna Hreinsdóttir, Klara Björg Gunnlaugsdóttir, Lilja Bragadóttir, Laufey Jensdóttir, Margrét Jónsdóttir, Margrét Kolka Haraldsdóttir, Thulin Johansen, Vigdís Bjarnadóttir, Vilborg Gunnlaugsdóttir og Þóra Einarsdóttir. Salur Myndlistarfélagsins er staðsettur í Listagilinu, Kaupvangsstræti 10, 2. hæð og er opinn virka daga kl. 09.30-15.30 og um helgar kl. 14-17. Sænska myndlistarkonan Helen Molin sýnir í Mjólkurbúðinni í Listagilinu og ber sýningin yfirskriftina Háfleygt. Þar sýnir Helen 300 mynda seríu sem hún vann með blandaðri tækni í grafík prenti og vatnslitum. Hún fjallar um stað sem ekki á sér tíma eða rúm og eru myndirnar fantasíur þar sem fólk og fuglar eru í aðalhlutverki. Um sýninguna segir listakonan: „Verkin mín eru sögur eða sagnir án orða. Þau innihalda hvorki fortíð né framtíð heldur eru tímalaus í núinu, tímabilið að innan, að utan og á milli. Veröldin þar sem barnslegt ímyndunarafl og þroskuð reynsla fullorðinna mætast og flýgur hátt og hefur vængi. Þar sem hvorki tíminn né orðin eru og þú flýgur hærra og hærra.“ Nánari upplýsingar má sjá HÉR. Þess má að lokum geta að á næstkomandi laugardag, 27. júlí, kl. 14.00 opnar kanadíska myndlistarkonan Carol Bernier sýningu í Populus tremula. Bernier, sem dvelur í Gestavinnustofu Gilfélagsins, er fædd, menntuð og búsett í Montreal í Kanada, en hefur iðkað list sína og haldið sýningar víða um lönd. Nú sýnir hún verk sem sækja innblástur til íslenskrar náttúru og umhverfis. Sýningin verður einnig opin á sunnudag kl. 14.00-17.00 en aðeins þessa einu helgi. Nánari upplýsingar um listakonuna má sjá á heimasíður hennar, carolbernier.com. Mynd frá sýningunni Verkfærið.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skipulagslysing-vegna-breytingar-a-skipulagi-midbaejar-akureyrar
Skipulagslýsing vegna breytinga á miðbæjarskipulagi Akureyrar Unnið er að gerð breytinga á miðbæjarskipulagi Akureyrar. Hér að neðan, og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar er skipulagslýsingin nú til kynningar. Ábendingum er hægt að koma á framfæri skriflega til skipulagsdeildar í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri eða á netfangið: skipulagsdeild@akureyri.is innan þriggja vikna frá auglýsingu þessari. Skipulagslýsing 25. júlí 2013 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/grillveisla-i-graenuhlid-1
Grillveisla í Grænuhlíð Dagþjónustugestir Grænuhlíðar vígðu nýtt grill með viðhöfn í síðustu viku þegar boðið var upp á grilluð kjúklingalæri með dýrindis heimagerðu kartöflusalati. Lagt var á borð bæði úti og inni en vegna vindhviða á pallinum var borðað inni. Um 20 manns, bæði dagþjónustugestir og starfsfólk, snæddu saman og nutu matarins sem það hafði eldað í sameiningu við skemmtilega gítar tónlist og söng. Um afar ánægjulega hádegisstund var að ræða og er stefnt á aðra grillveislu við fyrsta tækifæri. Frá grillveislunni í Grænuhlíð.
https://www.akureyri.is/is/frettir/spuni-i-akureyrarkirkju
Spuni í Akureyrarkirkju Á fjórðu og síðustu Sumartónleikum Akureyrarkirkju á næstkomandi sunnudag munu Sigurður Flosason, saxafónleikari, og Gunnar Gunnarsson, orgelleikari, leika lög í eigin útsetningum þar sem spuninn gegnir stóru hlutverki. Sigurður og Gunnar hafa starfað saman í langan tíma og vakið verðskuldaða athygli fyrir plötur sínar Sálmar lífsins, Sálmar jólanna og Draumalandið sem notið hafa mikilla vinsælda og fengið góða dóma. Fyrir þá síðastnefndu voru þeir félagar tilnefndir til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Auk samstarfsins hafa þeir einnig gefið út plötur í eigin nafni og leikið inn á fjöldann allan af plötum með öðru tónlistarfólki. Tónleikarnir verða sem fyrr segir í Akureyarkirkju á sunnudaginn, 28. júlí, kl. 17 og er aðgangur ókeypis. Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/styrktartonleikar-fyrir-hetjurnar
Styrktartónleikar fyrir Hetjurnar Í tilefni 35 ára afmælis tónlistarmannsins Rúnars Eff mun hann halda tónleika næstkomandi miðvikudag kl. 21.00 í Pakkhúsinu þar sem flutt verður bæði nýtt og gamalt efni eftir Rúnar sem og efni eftir aðra tónlistarmenn. Ýmsir gestasöngvarar og hljóðfæraleikarar taka þátt og gefa þeir allir vinnu sína en ágóði tónleikanna, sem eru haldnir í samstarfi við Pakkhúsið, rennur óskiptur til Hetjanna, félags langveikra barna á Norðurlandi. Tónlistarmaðurinn Rúnar Eff. Mynd tekin af runar.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/einkennislag-einnar-med-ollu
Einkennislag Einnar með öllu Einkennislag fjölskylduhátíðarinnar Einnar með öllu 2013 er komið út og er það enginn annar en Summi Hvanndal sem flytur. Lagið var upphaflega flutt af Creedence Clearwater Revival en það voru útvarpsmennirnir geðþekku, Simmi og Jói, sem gerðu íslenskan texta við lagið sem fjallaði um Akureyri og fluttu í útvarpsþætti sínum á Bylgjunni. Nú hefur þeim texta verið breytt að hluta til með góðfúslegu leyfi þeirra félaga og aðlagaður að hátíðinni. HÉR er hægt að hlusta á lagið og sjá skemmtilegar myndir frá fyrri árum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sprenging-i-grimsey
Sprenging í Grímsey Um helgina fannst virkt kafbátanjósnadufl frá tímum kalda stríðsins í fjörunni í Grímsey. Voru sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslunni kallaðir til og komu þeir til Grímseyjar á sunnudaginn með björgunarþyrlunni TF-LIF. Duflið var síðan sprengt á öruggum stað í fjörunni fyrir neðan þorpið. Munið heimasíðuna www.grimsey.is. Mynd: Anna María Sigvaldadóttir
https://www.akureyri.is/is/frettir/fagur-baer-gerdur-fegurri
Fagur bær gerður fegurri Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar óskar eftir ábendingum frá bæjarbúum um góðan árangur í fegrun og hirðingu bæjarins. Óskað er eftir ábendingum í eftirfarandi flokka: Flokkur nýrri garða Flokkur eldri garða Flokkur raðhúsa/fjölbýlishúsa Flokkur fyrirtækja Flokkur stofnana Fyrirmyndar gata bæjarins Sérstaklega verður horft til hönnunar, frágangs lóðar/athafnasvæðis, viðhalds, hirðingar, umgengni, fjölbreytilegs plöntuvals, aðlaðandi götumyndar o.fl. Ef þurfa þykir getur dómnefnd ákveðið önnur áhersluatriði en fyrr eru nefnd og veitt viðurkenningar samkvæmt því. Dómnefnd ákveður hversu margar viðurkenningar eru veittar í hverjum flokki. Heimilt er að fella niður úthlutun viðurkenningar í einstökum flokkum, ef sýnt þykir að enginn standist ofangreindar viðmiðanir. Tekið er á móti ábendingum í netfangið jbg@akureyri.is frá 1. ágúst til og með 25. ágúst 2013 og í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar í síma 460 1000. Mynd: Jón Óskar Ísleifsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/storgryti-flutt-til-grimseyjar-1
Stórgrýti flutt til Grímseyjar Í sumar hefur verið unnið að því að flytja mikið magn af efni til Grímseyjar til að styrkja aðalhafnargarðinn í eyjunni, en hann hefur látið á sjá vegna ágangs sjávar. Samið var við verktakann Árna Helgason ehf. um að vinna stórgrýti úr grjótnámunni við Garð í Ólafsfirði. Þaðan voru teknir um 200 steinar, sem hver vóg á bilinu 7 – 12 tonn, og þeir fluttir til Grímseyjar. Flutningum á steinunum lauk nú í júlí og í haust verður búið að koma þeim fyrir í sjálfum hafnargarðinum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/forskot-a-saeluna
Stórtónleikar í Skátagilinu Í kvöld verður blásið til stórtónleika í Skátagilinu kl. 20.30 og segja má að þá hefjist fjölskylduhátíðin Ein með öllu sem stendur fram á sunnudag. Yfirskrift tónleikanna er Fimmtudagsfílingur N4, en þeir eru í samstarfi við Vodafone, Bílaleigu Akureyrar og Samsung Galaxy S4. Fram koma Contalgen Funeral, Gospelkór Akureyrar, Eyþór Ingi, Hvanndalsbræður, Ingó veðurguð, KK og Rúnar Eff. Áætlað er að tónleikarnir standi til kl. 23 og eru allir bæjarbúar og gestir bæjarins hvattir til þess að koma og njóta sín. Enginn aðgangseyrir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-37
Hér á ég heima Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá fyrstu sýningu Minjasafnsins á Akureyri heldur safnið í sýningarför um Eyjafjörð undir yfirskriftinni Hér á ég heima. Alls verða settar upp fjórar sýningar í þeim sveitarfélögum sem safnið eiga. Á sýningunum er lögð áhersla á ljósmyndir og gripi frá viðkomandi sveitarfélagi. Fyrsta sýningin opnar í dag, fimmtudag, kl. 20 í Leikhúsinu að Möðruvöllum í Hörgársveit. Auk ljósmynda og merkisgripa úr Hörgársveit verða sýndar kvikmyndir úr fórum Sverris Haraldssonar úr Skriðu sem teknar voru á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Í tengslum við sýninguna vill safnið efla varðveislu á myndum úr einkaeigu því í fjölskyldualbúmum geta leynst myndir sem ættu heima á safni. Á morgun, föstudag, á milli kl. 13 og 17 verður Hörður Geirsson, ljósmyndasérfræðingur Minjasafnsins á Akureyri, í Leikhúsinu að Möðruvöllum og tekur stafræn afrit af myndum. Aðgangur á allar sýningarnar er ókeypis og nánari upplýsingar má sjá HÉR.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sidasta-syningarhelgi-rettardags
Síðasta sýningarhelgi Sýningar Aðalheiðar S. Eysteindóttur í Listagilinu og nágrenni þess, Réttardagur 50 sýninga röð, hafa undanfarnar vikur notið mikilla vinsælda. Aðsóknin hefur verið með eindæmum þar sem þúsundir hafa heimsótt sýningarnar og aldurshópur gesta verið mjög breiður. Viðfangsefni sýninganna er íslensk bændamenning og menning tengd sauðkindinni og var það ætlun Aðalheiðar að sýna „breiða mynd af samfélagi sem lætur ekki mikið yfir sér en er engu að síður undirstaða vænlegs lífs.“ Í sýningarskrá segir hún jafnframt: „Þetta vinnuferli hefur leitt mig á óvæntar slóðir myndlistar og þroskað mig sem einstakling í samfélagi listamanna.“ Sýningum Aðalheiðar í Ketilhúsinu, Deiglunni og Flóru lýkur á næstkomandi sunnudag, 4. ágúst, en sýning hennar í Listasafninu á Akureyri stendur til 11. ágúst. Opið er alla daga nema mánudaga frá kl. 9-5. Sýningin í Flóru er öllum opin á opnunartíma Flóru, mánudaga til föstudaga kl. 11-18 og laugardaga og sunnudaga kl. 13-16. Aðgangur að sýningunum er ókeypis. Frá sýningu Aðalheiðar í Flóru.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ein-med-ollu-hafin
Ein með öllu hafin Akureyringar taka með opnum örmum á móti gestum á fjölskylduhátíðinni Ein með öllu sem hófst í gærkvöldi með útitónleikum N4 í Skátagilinu. Á hátíðinni er áhersla lögð á fjölbreytta dagskrá og að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Það eru Vinir Akureyrar í samvinnu við Akureyrarstofu sem standa fyrir Einni með öllu og eru helstu bakhjarlar Norðlenska, KEA, Vífilfell, Stefna hugbúnaðarhús, K100,5, Flugfélag Íslands og sjónvarpsstöðin N4. Fjöldi dagskrárliða hafa fest sig í sessi á síðustu árum og má þar nefna Kirkjutröppuhlaupið, Eina með öllu...rauðkáli og kók í bauk við Iðnaðarsafnið, Óskalagatónleika Eyþórs Inga og Óskars Péturssonar í Akureyrarkirkju, Mömmur og möffins í Lystigarðinum og Dynheimaballið. Hátíðin nær svo hámarki sunnudagskvöldið 4. ágúst með flugeldasýningu og Sparitónleikum KEA á Akureyrarvelli. Margir af helstu tónlistarmönnum landsins koma fram á hátíðinni og má þar m.a. nefna Hvanndalsbræður, Ingó veðurguð, Hjálma, Mannakorn, Dúndurfréttir, Pál Óskar, Siggu Beinteins og Stuðkomaníið. Auk ofangreindra atriða verður boðið upp á skautadiskó, flóamarkað, leikhópinn Lottu, vatnasafarí að Hömrum, skemmtidagskrá í Skátagilinu, krakkajóga, Söngkeppni unga fólksins og margt fleira. Dagskrá hátíðarinnar í heild sinni má finna á einmedollu.is og á facebook.com/einmedollu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/oskalagatonleikar-i-akureyrarkirkju
Óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju Í kvöld, föstudagskvöld, fara fram í Akureyrarkirkju árlegir Óskalagatónleikar þeirra Óskars Péturssonar og Eyþórs Inga Jónssonar. Tónleikarnar hafa fyrir löngu skipað sér veigamikinn sess á dagskrá fjölskylduhátíðarinnar Einnar með öllu sem hófst í gær. Eins og yfirskrift tónleikanna gefur til kynna verður tekið á móti óskalögum gesta úr sal sem við komu fá í hendurnar lagalista með nokkuð hundruð lögum. En sem endranær verður léttleikinn í fyrirrúmi hjá þeim félögum. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og er miðaverð kr. 1.500. Óskar Pétursson og Eyþór Ingi Jónsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/mommur-og-moffins-i-lystigardinum
Mömmur og möffins í Lystigarðinum Í dag, laugardag, kl. 14-16 mun félagsskapurinn Mömmur og möffins standa fyrir sölu á gómsætum og fjölbreyttum möffinskökum í Lystigarðinum. Mömmur og möffins er hópur af áhugasömum konum á öllum aldri sem finnst gaman að baka, skreyta og borða möffins. Allur ágóði sölunnar rennur óskiptur til fæðingardeildar Sjúkrahússins á Akureyri. Til þess að auka á stemninguna mun hljómsveitin Heilbrigðiseftirlitið með þau Ingu Eydal og Hermann Ara innanborðs sjá um að framkalla ljúfa tóna. En auk þeirra mun söngkonan Móa syngja nokkur lög. Hefð hefur myndast á síðustu árum fyrir uppboði til styrktar fæðingardeildinni og að þessu sinni verður Möffinshringurinn boðinn upp. Um ræðir glæsilegan silfurhring sem systurnar Oddrún og Bryndís Magnúsardætur framleiddu undir merkinu BOM. Segja má að mikið verði um að vera í Lystigarðinum um verslunarmannahelgina því í dag, kl. 13-14, verður einnig boðið upp krakkajóga undir handleiðslu Gerðar Óskar jógakennara. Ekki er þörf á því að skrá krakkana sérstaklega heldur er nóg að koma í Lystigarðinn og taka þátt. Þá er vert að minnast á tónleika KK í Lystigarðinum á morgun, sunnudag, kl. 15. Mynd: Aðalheiður Hreiðarsdóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ein-med-olluraudkali-og-kok-i-bauk-vid-idnadarsafnid
Ein með öllu...rauðkáli og kók í bauk við Iðnaðarsafnið Í dag, sunnudag, kl. 13-15 verður farið í lautarferð í skógarlundinn við Iðnaðarsafnið eins og tíðkaðist á sjötta áratugnum. Þá bjóða Norðlenska, Vífilfell, Góa og Kristjánsbakarí öllum gestum upp á hina einu sönnu pylsu með öllu, rauðkáli og kók í bauk með lakkrísröri. Mótorhjólasafnið tekur að þessu sinni þátt í fyrsta sinn og stillir upp gömlum fákum sem eiga vel við stemninguna en einnig mun Bílaklúbbur Akureyrar stilla upp gömlum og virðulegum drossíum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sparitonleikar-og-flugeldasyning-a-akureyrarvelli
Sparitónleikar og flugeldasýning á Akureyrarvelli Í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 21.00 verða Sparitónleikar og flugeldasýning á Akureyrarvelli í boði KEA. Fram koma Hvanndalsbræður, Sigga Beinteins, sigurvegari í Söngkeppni unga fólksins og síðast en ekki síst hið goðsagnakennda Stuðkompaní sem gerði garðinn frægan á níunda áratugnum með lögum á borð við Tunglskinsdansinn og Þegar allt er orðið hljótt. Einnig munu bræðurnir Summi og Pétur Hvanndal stjórna brekkusöng. Kynnir á tónleikunum verður stórtenórinn Óskar Pétursson. Karl Örvarsson mun þenja raddböndin á Sparitónleikunum í kvöld.
https://www.akureyri.is/is/frettir/auglysing-um-breytingu-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018-verslunar-og-thjonustu-athafna-og-idnadarsvaedi-og-breytt-lega-gatnamota-midhusabraut-suluvegur
Nr. 736/2013 Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, verslunar- og þjónustu-, athafna- og iðnaðarsvæði og breytt lega gatnamóta, Miðhúsabraut - Súluvegur. Skipulagsstofnun staðfesti þann 18. júlí 2013 breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, sem samþykkt var í bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar þann 4. júlí 2013. Í breytingunni felst að óbyggðu svæði er breytt í 0,26 ha verslunar- og þjónustusvæði 3.12.8 V undir áfyllingarstöð fyrir metan og í 2,3 ha athafnasvæði 3.12.5 A auk þess er skilgreint iðnaðarsvæði undir veitumannvirki 2.51.8 I. Gatnamót Þingvallarstrætis og Miðhúsabrautar eru færð til austurs og afmörkun svæðis á náttúruminjaskrá 1.61.5 N aðlöguð nýju athafnasvæði. Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi. Skipulagsstofnun, 18. júlí 2013. Hafdís Hafliðadóttir. Guðrún Halla Gunnarsdóttir. B-deild - Útgáfud.: 1. ágúst 2013
https://www.akureyri.is/is/frettir/ein-med-ollu-for-vel-fram
Ein með öllu fór vel fram Vel heppnuð verslunarmannahelgi er að baki á Akureyri þar sem haldin var fjölskylduhátíðin Ein með öllu. Að vanda var hápunktur hátíðarinnar Sparitónleikarnir sem að þessu sinni voru haldnir á Akureyrarvelli á sunnudagskvöldinu. Þar komu m.a. fram Sigga Beinteins, Hvanndalsbræður og Stuðkompaníið. Tónleikunum lauk svo með glæsilegri flugeldasýningu. Ráðhústorgið iðaði af lífi allan laugardaginn þar sem fram kom fjöldi listamanna og opin voru markaðs- og matartorg. Fastir liðir í dagskrá Einnar með öllu eins og Kirkjutröppuhlaupið, Mömmur og möffins og Ein með öllu við Iðnaðarsafnið voru vel sóttir. En einnig fóru fram skemmtanir á hinum ýmsu skemmtistöðum bæjarins um helgina og fór skemmtanahald almennt vel fram. Frá Ráðhústorgi á laugardaginn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/athyglisverdar-listsyningar
Athyglisverðar listsýningar Tvær athyglisverðar listsýningar opnuðu um helgina í sal Myndlistarfélagsins og í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Brynja Harðardóttir sýnir verk sín á sýningunni Píkublóm í sal Myndlistarfélagsins þar sem málverk og innsetning eru lofgjörð á kvenleikann. Eru málverkin unnin með olíu og akrýl en innsetningin úr pottaleppum. Sýningin stendur til 11. ágúst og er opin 17-19 virka daga og 14-17 um helgar. Í Verksmiðjunni á Hjalteyri opnuðu skosku listamennirnir Richard Ashrowan og Pat Law ásamt kanadíska hljóðlistamanninum Nick Kuepfen sýninguna The Fixed & the Volatile. Á opnuninni á laugardaginn flutti skoska söngkonan Kirsti Law raddgjörning ásamt Örnu Valsdóttur við hreyfimynd Pat Law. Í kjölfar opnunarinnar fór fram tónlistarhátíðin Factory Experimental Music MiniFest þar sem fram komu hljómsveitirnar Reptilicus, Re-Pete and the Wolfmachine, Rafsteinn, Dick Vegas & the Dirty Papas og French Giraffe. Sýningin er opin 14-17 alla daga til 24.ágúst og nánari upplýsingar um hana má sjá HÉR. Frá sýningunni The Fixed & the Volatile.
https://www.akureyri.is/is/frettir/leyndarmalid-synt-a-akureyri
Leikhópurinn Saga sýnir Leyndarmálið Leikhópurinn Saga sýnir leikritið Leyndarmálið eftir Jónínu Leósdóttur. Leikhópinn skipa ungmenni frá Akureyri á aldrinum 15 til 25 ára. Leikritið verður sýnt í Rýminu næstkomandi miðvikudags- og fimmtudagskvöld kl. 20.30. Á föstudagskvöld hefst sýning aftur á móti kl. 19.30. Leyndarmálið fjallar um 18 ára gamla stúlku sem er sífellt að uppgötva nýjar hliðar á sjálfri sér og sumar viðkvæmari en aðrar. Leikritið er í léttum dúr en með alvarlegum undirtóni. Miðaverð er kr. 1.500 og eru miðar aðeins seldir á staðnum. Frétt tekin af vikudagur.is. Leikhópurinn Saga sýndi Tjaldið eftir Hallgrím Helgason fyrr á þessu ári.
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-35
Kertafleyting við Minjasafnstjörnina Árleg kertafleyting til að minnast fórnarlamba sprenginganna í Hiroshima og Nagasaki árið 1945 verður við Minjasafnstjörnina á föstudaginn kl. 22. Ávarp flytur Taeko Osioka frá Hiroshima sem er kennari og virkur friðarsinni þar í borg. Það er samstarfshópur um frið sem stendur að fleytingunni sem jafnframt mótmælir öllum hernaðaryfirgangi. Hægt verður að kaupa flotkerti á staðnum. Hiroshima eftir kjarnorkusprenginguna árið 1945. Mynd tekin af wikipedia.org.
https://www.akureyri.is/is/frettir/samverustund-i-glerarkirkju
Samverustund í Glerárkirkju Samverustund vegna flugslyssins sem varð á Akureyri á mánudag, verður haldin í Glerárkirkju í kvöld, miðvikudagskvöld kl. 20. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur í Glerárkirkju sér um stundina, Eyþór Ingi Jónsson flytur tónlist og sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum verða á staðnum. "Þetta er opin samverustund og eru allir velkomnir til að votta virðingu sína og sýna samstöðu og stuðning," segir séra Arna Ýrr. Glerárkirkja.
https://www.akureyri.is/is/frettir/handverkshatid-og-fiskidagur
Handverkshátíð og Fiskidagur Mikið verður um að vera í nágrenni Akureyrar um helgina en þá verður haldin Handverkshátíð á Hrafnagili og Fiskidagurinn mikli á Dalvík, auk þess sem Pæjumótið í fótbolta fer fram á Siglufirði. Það má því búast við talsverðri umferð um Eyjafjörð og Akureyri. Handverkshátíðin verður sett kl. 12 á föstudag og verður opin föstudag til sunnudags frá kl. 12-19 og frá kl. 12-17 á mánudag. Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar. Fiskidagshátíðin er nú haldin í þrettánda sinn. Frá upphafi hefur markmiðið verið að fólk komi saman, hafi gaman og borði fisk. Allur matur og skemmtan á hátíðarsvæðinu er ókeypis. Segja má að setning Fiskidagsins mikla sé þegar "Vináttukeðjan" verður hlekkjuð saman fyrir neðan Dalvíkurkirkju kl. 18 á föstudag. Nánar um Fiskidaginn mikla. Fótboltakeppni á Pæjumótinu hefst kl. 9 á föstudag og hér má sjá dagskrá mótsins. Mynd: Helgi Steinar Halldórsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarvaka-2014
Akureyrarvaka 2013 Akureyrarvaka, afmælishátíð Akureyrar, fer að venju fram síðustu helgina í ágúst. Þema Akureyrarvöku þetta árið er fjölmenning en rúmlega sextíu þjóðerni byggja bæinn. Undirbúningur er þessa dagana í fullum gangi og dagskráin er að taka á sig spennandi mynd. Áhugasamir um þátttöku geta sent tölvupóst til þeirra Jóns Gunnars Þórðarsonar, leikstjóra, á akureyrarvaka@akureyri.is og Huldu Sifjar Hermannsdóttur, verkefnastjóra hjá Akureyrarstofu, á huldasif@akureyri.is. Meðal dagskrárliða má nefna Retro Stefson karnival í Gilinu, þar sem hljómsveitin tekur á móti fjölbreyttum gestum, alþjóðlegt eldhús í Hofi, heimstónleika á Ráðhústorgi, suðræna og seiðandi Rökkurró í Lystigarðinum, vísindasetur í Rósenborg, tónleika á Akureyri Backpackers, Draugaslóð í Innbænum, nytja- og handverksmarkað, Tweed Ride hjólreiðar í klassískum klæðnaði, Mozartveislu Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, útgáfutónleika Hjalta og Láru Sóleyjar í Hofi, fjölda sýninga í Listagilinu, ljósmyndasýningu í miðbænum og tónleika í Sundlaug Akureyrar. Grafíski hönnuðurinn sem á heiðurinn að útliti Akureyrarvöku 2013 heitir Vaiva Straukaite en hún útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri síðasta vor. Myndin sem prýðir forsíðu fésbókarsíðu hátíðarinnar og er einnig greinileg á öðru kynningarefni er af Vöku Akureyrar sem er einlæg og fjölskrúðug gyðja. Hún tekur öllum opnum örmum og boðar fordómalaust samfélag. Dagskrána verður að finna á visitakureyri.is innan tíðar en nú þegar má sjá frekari upplýsingar inn á Facebook. Að venju verður gefinn út dagskrárbæklingur og hafa áhugasamir frest til og með föstudagsins 16. ágúst til þess að skila inn upplýsingum á netföngin akureyrarvaka@akureyri.is og huldasif@akureyri.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/svaedisskipulag-eyjafjardar-2012-2024
SVÆÐISSKIPULAG EYJAFJARÐAR 2012 – 2024 Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar auglýsir hér með tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 – 2024. Sveitarstjórnir allra þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að skipulagstillögunni hafa samþykkt hana til auglýsingar, en sveitarfélögin eru þessi: Grýtubakkahreppur Svalbarðsstrandarhreppur Akureyri Eyjafjarðarsveit Hörgársveit Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Eftirtaldir efnisþættir eru teknir til umfjöllunar í skipulagstillögunni: a) Almenn stefna um byggðaþróun b) Samgöngur: Vegamál (jarðgöng) Hafnamál (vöruhafnir) Flugmál (Akureyrarflugvöllur) c) Iðnaðarsvæði d) Stefna um nýtingu landbúnaðarlands e) Efnistökusvæði f) Vatnsverndarsvæði g) Meðhöndlun úrgangs h) Strandsvæði Eyjafjarðar, flokkun. i) Veitukerfi: Flutningslínur raforku Skipulagstillagan, sem auglýst er með vísan til 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, mun liggja frammi á skrifstofum fyrrnefndra sveitarfélaga og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík, frá og með 28. júní 2013 til og með 23. ágúst 2013. Á sama tíma verður tillagan einnig aðgengileg á vef hvers aðildarsveitarfélags. Svæðisskipulag Eyjafjarðar - tillaga Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við tillöguna áður en athugasemdafresturinn rennur út eða fyrir 23. ágúst 2013. Athugasemdum skal skila í skriflegu formi til: Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf., Kaupangi við Mýrarveg, 601 Akureyri. Eyjafjarðarsveit 27. júní 2013. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/vel-heppnud-handverkshatid
Vel heppnuð Handverkshátíð Aðsóknarmet var sett á föstudaginn á Handverkshátíðinni í Eyjafjarðarsveit en aldrei hafa fleiri gestir sótt sýninguna á fyrsta sýningardegi. Mikill fjöldi gesta var á sýningunni alla helgina og lauk dagskrá laugardagsins með grillveislu, skemmtidagskrá og verðlaunaafhendingu. Síðasti dagur Handverkshátíðarinnar er í dag, mánudag, og hafa áhugasamir tækifæri til kl. 17 til þess að koma í góða veðrinu og skoða sig um. Verðlaunahafar 2013 Handverksmaður Handverkshátíðar 2013: Grétar Þór Pálsson. Umsögn valnefndar: „Fallegt og vel unnið handverk og heillaðist valnefnd sérstaklega af fagurlega útskornum heklunálum.“ Hönnunarverðlaun Handverkshátíðar 2013: HALLDORA. Umsögn valnefndar: „Heildstæð og falleg hönnun með vísun í þjóðararfinn í efnisnotkun og munstri. Skórnir eru unnir úr íslensku hráefni; lambsleðri, roði, hrosshárum og hrafntinnu hraunkristöllum auk hrossahúðar. Með efnisnotkun sinni nær Halldóra að breyta efnistökum íslensku sauðskinnsskónna í alþjóðlega hátískuvöru.“ Sölubás ársins 2013: bás Einars Gíslasonar. Umsögn valnefndar: „Sjónrænn, stílhreinn og grípandi bás þar sem söluvaran og innréttingin mynda eina heild.“ Heiðursverðlaun Handverkshátíðarinnar 2013: Heimilisiðnaðarfélagið. „Umsögn valnefndar: Heimilisiðnaðarfélagið hefur unnið mikið og ötult starf við að halda til haga og miðla íslensku handverki“ Best prýddi póstkassi Eyjafjarðarsveitar 2013: póstkassinn á Hvassafelli. Valnefnd skipuðu: Brynhildur Pétursdóttir, innanhúshönnuður og þingmaður, Samúel Jóhannsson, myndlistamaður, Oddrún Magnúsdóttir, skartgripasmiður, Ragnheiður Þórsdóttir, vefari, myndlistamaður og textílkennari og Ívar Ragnarsson, byggingafræðingur. Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar. Sölubás Einars Gíslasonar var valinn sölubás ársins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tillaga-ad-svaedisskipulagi-eyjafjardar-2012-2025
TILLAGA AÐ SVÆÐISSKIPULAGI EYJAFJARÐAR 2012 – 2024 Tillaga að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 ásamt umhverfisskýrslu var auglýst í júní 2013 í samræmi við ákvæði 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdafresti til 23. ágúst 2013. Að svæðisskipulaginu standa Grýtubakkahreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Akureyri, Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit, Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð. Tillagan ásamt fylgigögnum er aðgengileg á skrifstofum og vefsíðum hvers aðildarsveitarfélags og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík. Vegna minni háttar ágalla á birtingu skipulagstillögunnar á vefsíðum nokkurra viðkomandi sveitarfélaga er athugasemdafrestur framlengdur til föstudagsins 30. ágúst 2013. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við tillöguna áður en framlengdur athugasemdafrestur er útrunninn. Athugasemdum skal skila skriflega til: Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf., Kaupangi við Mýrarveg, 600 Akureyri. Eyjafjarðarsveit 12. ágúst 2013. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/veist-thu-um-fallegan-gard
Veist þú um fagran garð? Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar óskar eftir ábendingum frá bæjarbúum um góðan árangur í fegrun og hirðingu bæjarins. Óskað er eftir ábendingum í eftirfarandi flokka: Flokkur nýrri garða Flokkur eldri garða Flokkur raðhúsa/fjölbýlishúsa Flokkur fyrirtækja Flokkur stofnana Fyrirmyndar gata bæjarins Sérstaklega verður horft til hönnunar, frágangs lóðar/athafnasvæðis, viðhalds, hirðingar, umgengni, fjölbreytilegs plöntuvals, aðlaðandi götumyndar o.fl. Ef þurfa þykir getur dómnefnd ákveðið önnur áhersluatriði en fyrr eru nefnd og veitt viðurkenningar samkvæmt því. Dómnefnd ákveður hversu margar viðurkenningar eru veittar í hverjum flokki. Heimilt er að fella niður úthlutun viðurkenningar í einstökum flokkum, ef sýnt þykir að enginn standist ofangreindar viðmiðanir. Tekið er á móti ábendingum í netfangið jbg@akureyri.is frá 1. ágúst til og með 25. ágúst 2013 og í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar í síma 460 1000. Mynd: Jón Óskar Ísleifsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-742-2013-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad
Nr. 742/2013 Auglýsing um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 4. júlí 2013 í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulag fyrir athafna-, verslunar- og þjónustusvæði við Súluveg, Miðhúsabraut og Þingvallastræti. Deiliskipulagið felur m.a. í sér að nýir landnotkunarreitir eru afmarkaðir við gatnamót Miðhúsabrautar og Súluvegar fyrir athafna-, verslunar- og þjónustusvæði. Breyting er gerð á tengingu Miðhúsabrautar og Þingvallastrætis. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 7. ágúst 2013, Margrét Mazmanian Róbertsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B-deild - Útgáfud.: 7. ágúst 2013
https://www.akureyri.is/is/frettir/tillaga-ad-breytingu-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018-kjarni-hamrar-og-gata-solarinnar
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, Kjarni, Hamrar og Gata Sólarinnar Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 4. júlí 2013 samþykkt að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005 – 2018, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu. Breyting felst í því að frístundabyggðarsvæði í Kjarna er stækkað á kostnað íbúasvæðis í Naustahverfi, svæði fyrir frístundabyggð er fellt út, tjaldsvæði að Hömrum er stækkað og vegtenging að tjaldsvæðinu á Hömrum er felld út. Tillagan fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og fylgir henni umhverfisskýrsla. Hér að neðan er hægt er að skoða tillöguuppdrátt ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu sem einnig mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun, frá 14. ágúst til 25. september 2013 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillöguupdráttur Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 25. september 2013 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 14. ágúst 2013 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/todugjold-i-gamla-baenum-laufasi
Töðugjöld í Gamla bænum Laufási Næstkomandi sunnudag, 18. ágúst, verða haldin „Töðugjöld“ í Laufási og hefst dagskráin í Laufáskirkju kl. 13.30 þar sem hlýða má á ýmsan fróðleik um hversu mikilvægur heyskapurinn var fyrir menn og skepnur á árum áður. Talað var um „töðugjöld“ þegar síðasta heytuggan var komin í bagga og bændur fögnuðu þá góðu heyi fyrir veturinn. Í Gamla bænum Laufási við Eyjafjörð eru reglulega haldnir starfsdagar þar sem sýnd eru á lifandi hátt hin ýmsu handtök sem tengjast búskaparháttum fyrri tíma s.s. við sumarstörf, heyskap, handverk og matargerð. Á sunnudaginn munu söngglaðir sveitungar taka lagið undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur ásamt húskarlinum og einsöngvaranum Þorkeli Pálssyni frá Höfða í Grenivíkurhreppi. Í Gamla bænum verður handverksfólk að störfum og ljósmyndasýning um „þarfasta þjóninn“, sem var eins og viðurnefnið bendir til ómissandi starfskraftur við bústörfin. Það verður þó ekki aðeins hægt að skoða hestana af myndum heldur verða hestar á hlaðinu og börnum boðið á bak. Farið verður í allskonar skemmtilega gamaldags leiki með börnum á öllum aldri úti á hlaði. Þegar síðasta tuggan hefur svo verið tekin saman af túninu verður ýmislegt góðgæti að smakka úr trogunum og borðin munu svigna undan meðlæti og uppáhellingu í Kaffi Laufási.
https://www.akureyri.is/is/frettir/viltu-taka-thatt-i-akureyrarvoku
Viltu taka þátt í Akureyrarvöku? Akureyrarvaka, afmælishátíð Akureyrar, fer fram 30. ágúst - 1. september næstkomandi. Þema Akureyrarvöku að þessu sinni er fjölmenning en rúmlega sextíu þjóðerni byggja bæinn. Undirbúningur er í fullum gangi og dagskráin er að taka á sig spennandi mynd. Síðasti dagur til að skila inn upplýsingum um viðburð á Akureyrarvöku í prentaða dagskrá er á morgun, föstudaginn 16. ágúst. Þær upplýsingar sem berast eftir þann tíma munu eingöngu birtast á visitakureyri.is og á facebook. Áhugasamir um þátttöku geta sent tölvupóst til þeirra Jóns Gunnars Þórðarsonar, leikstjóra, á akureyrarvaka@akureyri.is og Huldu Sifjar Hermannsdóttur, verkefnastjóra hjá Akureyrarstofu, á huldasif@akureyri.is. Meðal dagskrárliða á Akureyrarvöku 2013 má nefna Retro Stefson karnival í Gilinu, þar sem hljómsveitin tekur á móti fjölbreyttum gestum, alþjóðlegt eldhús í Hofi, heimstónleika á Ráðhústorgi, suðræna og seiðandi Rökkurró í Lystigarðinum, vísindasetur í Rósenborg, tónleika á Akureyri Backpackers, Draugaslóð í Innbænum, nytja- og handverksmarkað, Tweed Ride hjólreiðar í klassískum klæðnaði, Mozartveislu Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, útgáfutónleika Hjalta og Láru Sóleyjar í Hofi, fjölda sýninga í Listagilinu, ljósmyndasýningu í miðbænum og tónleika í Sundlaug Akureyrar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/framtid-hriseyjar
Framtíð Hríseyjar Í gær kom saman í húsi Hákarla Jörundar tíu manna áhugahópur um framtíð Hríseyjar. Á fundinum var ákveðið að boða til opins íbúafundar í Hrísey í september í samstarfi við fyrirtæki og félagasamtök. Á íbúafundinum verður lögð áhersla á hópavinnu þar sem unnið verður með fjölmörg málefni og hugmyndir en auk þess verður boðið upp á gestafyrirlesara. Að mati áhugahópsins þarf Hrísey eins og fjölmörg önnur byggðarlög á landinu að vera á varðbergi gagnvart atvinnumálum og íbúafjölda. Telja margir íbúar eyjarinnar að tími sé kominn til að snúa vörn í sókn og skapa áframhaldandi blómlega byggð í Hrísey. Næsti fundur hópsins verður fimmtudaginn 22. ágúst kl. 20.00 í húsi Hákarla Jörundar og eru allir áhugasamir hvattir til þátttöku. Nákvæm tímasetning íbúafundarins verður auglýst síðar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/baratta-fyrir-obreyttum-flugsamgongum
Barist fyrir óbreyttum flugsamgöngum „Í hnotskurn má segja að nokkur hópur íbúa Reykjavíkur telji það réttlætanlegt að hætta flugstarfsemi í Vatnsmýri til þess að koma þar upp íbúabyggð. Það er mat stjórnar félagsins Hjartað í Vatnsmýri eins og stórs hluta landsmanna að það sjónarmið sé illa ígrundað og ákvörðun í þá veru gangi beinlínis gegn hagsmunum landsmanna flestra, þar á meðal og ekki síst Reykvíkinga sjálfra,“ segir í fréttatilkynningu sem félagið Hjartað í Vatnsmýri sendi frá sér rétt í þessu. Félagið var stofnað þann 8. júlí sl. í þeim tilgangi að berjast fyrir því að tryggja óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri. Í stjórn félagsins sitja 14 einstaklingar af öllu landinu en formenn þess eru Friðrik Pálsson, hótelhaldari, og Njáll Trausti Friðbertsson, flugumferðarstjóri. Félagið stóð fyrir blaðamannafundi fyrr í morgun til kynningar á málefninu en ætlunin er að safna undirskriftum til stuðnings við flugvöll í Vatnsmýrinni sem afhentar verða borgarstjórn Reykjavíkur áður en frestur til að gera athugasemdir við tillögu að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur rennur út þann 20. september nk. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir að flugvöllurinn verði farinn úr Vatnsmýrinni árið 2030. Undirskriftarsöfnunin fer fram á vefsíðunni lending.is en auk þess verða undirskriftalistar aðgengilegir um allt land. Á vefsíðunni hefur verið safnað saman miklu af upplýsingum tengdum málefninu. Frétt tekin af akureyrivikublad.is. Frá blaðamannafundinum. Friðrik Pálsson, Njáll Trausti Friðbertsson og Hallgrímur F. Sigurðsson
https://www.akureyri.is/is/frettir/indverskur-dans-i-hofi
Indverskur dans í Hofi Indverski dansarinn Pragati Sood Anand mun ásamt indverskum tónlistarmönnum sýna indverska dansinn Kathak í Hofi næstkomandi sunnudag, 25. ágúst, kl. 15.00. Pragati Sood Anand stundaði dansnám með aðaláherslu á Kathak dansinn í tólf ár í Kathak danskólanum í Nýju Dehli. Kathak dansinn er einn af átta klassísku þjóðdönsum Indverja og er upprunninn meðal farandskálda sem miðluðu sögum og ljóðum á ferðum sínum um Indland. Dansinn er þekktur fyrir hæglátan en áhrifamikinn sögustíl, flóknar fótahreyfingar og hraða hringi. Indverskur dans byggist að miklu leyti á nákvæmni og mörg ár af strangri þjálfun eru nauðsynleg til að fullkomna listina. Aðgangur er ókeypis. Pragati Sood Anand.
https://www.akureyri.is/is/frettir/retro-stefson-karnival-a-akureyrarvoku
Retro Stefson Karnival á Akureyrarvöku Akureyrarvaka verður haldin um þarnæstu helgi. Hápunktur hátíðarinnar verður laugardaginn 31. ágúst þegar efnt verður til litríkrar listaveislu með alþjóðlegum blæ á Ráðhústorgi, í Listagilinu og víðar um bæinn. Dagskrá laugardagsins lýkur með útitónleikum hljómsveitarinnar Retro Stefson og gesta á risasviði neðst í Listagilinu kl. 21.00. Yfirskrift tónleikanna er Retro Stefson Karnival. Hljómsveitin vinsæla flytur þar eigin lög en klæðir einnig alkunna smelli frá fyrri tíma í „Retro Stefson búning“ og fær í því skyni til liðs við sig m.a. söngvarana Pálma Gunnarsson og Helenu Eyjólfsdóttur. Aðrir hápunktar dagsins eru Vísindasetur í Rósenborg þar sem ýmsar furður verða kynntar ásamt því að sérfræðingar útskýra sprengingar í Vaðlaheiðargöngum. Boðið verður upp á forvitnilega eldhúsrétti frá fjölda þjóðlanda í Menningarhúsinu Hofi. Þar verða einnig kynntir barnaleikir frá öllum heimshornum og efnt til handverksmarkaðar. Listagilið verður iðandi af lífi allan laugardaginn með tónlist, listsýningum, matarmarkaði, listmálurum að störfum og fleiru. Dagskrá helgarinnar má sjá í heild sinni á visitakureyri.is. Retro Stefson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarbaer-haettir-ad-senda-ut-greidslusedla-vegna-leikskolagjalda-skolafaedis-og-fristundar
Akureyrarbær hættir að senda út greiðsluseðla vegna leikskólagjalda, skólafæðis og frístundar Akureyrarbær hefur hætt að senda út greiðsluseðla vegna leikskólagjalda, skólafæðis og frístundar. Innheimtukröfur munu því eftirleiðis eingöngu birtast í heimabönkum. Í þessu sambandi er minnt á íbúagáttina eg.akureyri.is, sem veitir bæjarbúum aðgang að ýmsum gagnlegum viðskiptaupplýsingum með einföldum og aðgengilegum hætti. Íbúar hafa þar rafrænan aðgang að öllum sínum reikningum sem koma frá sveitarfélaginu. Þessi breyting er liður í að auka hagkvæmni í rekstri og gera ferlið um leið umhverfisvænna m.a. með minni pappírsnotkun. Hægt er að óska sérstaklega eftir því að fá sendan greiðsluseðil og þarf þá að senda tölvupóst á netfangið fjarreidur@akureyri.is eða hafa samband við fjárreiðudeild í síma 460 1000. Mynd: Jón Óskar Ísleifsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-38
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, Akstursíþrótta og skotsvæði á Glerárdal. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 25. júlí 2013 samþykkt að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005 – 2018, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu. Tillagan gerir ráð fyrir stækkunar á svæði 1.61.3-O, akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal til vesturs og norðurs. Tillagan fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og fylgir henni umhverfisskýrsla. Tillöguuppdráttur með greinargerð og umhverfisskýrslu er aðgengilegur hér að neðan og mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun, frá 21. ágúst til 2. októbers 2013 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Uppdráttur Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn til 2. októbers 2013 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 21. ágúst 2013 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/arsskyrslan-komin-a-vefinn
Ársskýrslan komin á vefinn Ársskýrsla Akureyrarbæjar 2012 er nú aðgengileg á heimasíðu bæjarins ásamt eldri skýrslum allt frá árinu 2000. Í skýrslunni er stiklað á stóru í starfsemi deilda og stofnana bæjarins. Árið 2012 var með eftirminnilegum hætti fagnað 150 ára afmæli kaupstaðarins og skýrsluna prýða valdar ljósmyndir frá hátíðarhöldunum. Áhugasamir geta eignast prentað eintak af ársskýrslunni og nálgast það í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9. Hér getur þú skoðað ársskýrslur Akureyrarbæjar. Myndir: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gluggad-i-mannlifid
Gluggað í mannlífið Í tilefni Akureyrarvöku setja ÁLFkonur upp ljósmyndasýningu í gluggum Sýslumannshússins við Ráðhústorg. Sýningin verður sett upp á næstkomandi föstudag og stendur aðeins yfir þessa einu helgi. Myndirnar sýna fjölbreytta flóru daglegra athafna og viðburða á Akureyri og kennir ýmissa grasa enda af nógu að taka þegar kemur að skemmtilegum uppákomum og mismunandi sjónarhornum. ÁLF-konur eru: Agnes Heiða Skúladóttir, Berglind H. Helgadóttir, Díana Bryndís, Ester Guðbjörnsdóttir, Freydís Heiðarsdóttir, Guðrún Kristín Valgeirsdóttir, Gunnlaug E. Friðriksdóttir, Halla S. Gunnlaugsdóttir, Helga H. Gunnlaugsdóttir, Helga Haraldsdóttir, Hrefna Harðardóttir, Kristjana Agnarsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Linda Ólafsdóttir og Margrét Elfa Jónsdóttir. Nánari upplýsingar um ÁLFkonur má sjá HÉR.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nordurheimskautsbaugshlaup-i-grimsey
Norðurheimskautsbaugshlaup í Grímsey Laugardaginn 7. september nk. verður Norðurheimskautsbaugshlaup TVG Zimsen þreytt í annað skipti í Grímsey. Boðið verður upp á tvær hlaupaleiðir: Einn tæplega 12 km hring í eynni eða tvo hringi – milli 23 og 24 km. Tímataka verður á báðum leiðum. Drykkir verða í boði á drykkjarstöðvum á leiðinni. Ræst verður í hlaupið kl. 11.00 við félagsheimilið Múla. Norðurheimskautshlaupið var í fyrsta skipti í september í fyrra og tókst með miklum ágætum og er óhætt að segja að hlauparar hafi skemmt sér hið besta. Hlaupaleiðin er sú sama og í fyrra – um stórbrotna náttúru Grímseyjar. Skráning er í hlaupið á www.hlaup.is – annars vegar í 12 og hins vegar 24 km. Skráningu lýkur föstudaginn 31. ágúst kl. 22.00. Ekkert skráningargjald er í hlaupið. Hvernig er hægt að komast út í Grímsey? Flug með Norlandair. Af þessu tilefni býður Norlandair upp á flug að morgni laugardagsins 7. september frá Akureyri til Grímseyjar. Brottför kl. 9. Flugið tekur um 25 mín. Í boði eru 36 flugsæti í tveimur vélum Norlandair og hér gildir hið forkveðna; fyrstir koma, fyrstir fá. Farmiðinn fram og til baka kostar kr. 10.000. Bókanir í flugið hjá Norlandair á Akureyri – www.norlandair.is. Flogið verður frá Grímsey að loknu hlaupi um kl. 16.00 laugardaginn 7. september. Grímseyjarferjan Sæfari. Farið er frá Dalvík til Grímseyjar á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Siglingin tekur um þrjár klukkustundir. Farið frá Dalvík kl. 9 og komið til Grímseyjar um kl. 12. Farið frá Grímsey kl. 13. Allar upplýsingar um fargjöld og farmiðapantanir á www.landflutningar.is/saefari. Flug með Flugfélagi Íslands - gisting í Grímsey Fyrir þá sem kynnu að vilja fara tímanlega til Grímseyjar er sem fyrr segir annars vegar í boði bátsferð með Sæfara frá Dalvík og hins vegar er Flugfélag Íslands með áætlunarflug til Grímseyjar þrisvar sinnum í viku – þriðjudaga, föstudaga og sunnudaga. Farið frá Akureyri kl. 13.15 og frá Grímsey kl. 14.05. Nánari upplýsingar hjá Flugfélagi Íslands – www.airiceland.is . Allar upplýsingar um gistingu í Grímsey og annað gagnlegt um eyna er að finna á www.grimsey.is. Sund í Grímsey Að hlaupi loknu gefst hlaupurum kostur á því að skola af sér hlaupasvitann í sundlauginni í Grímsey. Verð kr. 550 fyrir fullorðna, kr. 200 fyrir 6 – 17 ára. Frekari upplýsingar Um skipulagningu hlaupsins sjá Einar Eyland (eey@eimskip.is), Óskar Þór Halldórsson (reynilundur6@gmail.com) og Kári Þorleifsson (kari.thorleifsson@gmail.com) Þeir veita allar nánari upplýsingar. Þátttakendur í hlaupinu 2012.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-baeklingur-umhverfisdeildar
Akureyringar duglegir að flokka Út er kominn bæklingur Framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar og Gámaþjónustunnar um úrgangsmál og endurvinnslu. Í bæklingnum kemur meðal annars fram að vel hafi gengið um allt land að minnka urðun á lífrænum heimilis- og rekstrarúrgangi og þar fari Akureyringar fremstir í flokki. HÉR má sjá bæklinginn. Mjög mikilvægt er að hver leggi sitt af mörkum í flokkun og urðun á rusli og sem dæmi má nefna að endurvinnsla á hverju tonni af pappír sparar u.þ.b. 4000 kWh af raforku miðað við venjulega framleiðslu pappírs. Það er álíka mikið og meðalheimili á Akureyri notar af rafmagni á hverju ári. Þess má geta að komnar eru nýjar myndrænar upplýsingar á alla grenndargáma á Akureyri sem auðvelda fólki flokkunina til muna.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ungskald-lesa-upp-i-floru
Upplestur ungskálda í Flóru Á Akureyrarvöku munu ungskáldin Agnes Ársælsdóttir, Bragi Björn Kristinsson, Kristófer Páll Viðarsson, Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir og Stefán Ingvar Vigfússon lesa upp ljóð sín í Flóru kl. 16.00 á laugardaginn. Þau eru hluti af skáldskaparhópi ungmenna á Íslandi sem bæði yrkja skáldsögur og ljóð en hópurinn tók til starfa fyrr í sumar. Um síðustu helgi kom út bók þeirra Fríyrkjan I sem verður fáanleg í Flóru. Auk ofantaldra skipa hópinn þau Adolf Smári Unnarsson, Almarr S. Atlason, Aron Daði Þórisson, Auður Edda, Ágústa Björnsdóttir, Ásthildur Ákadóttir, Birnir Jón Sigurðsson, Ingólfur Eiríksson, Laufey Soffía, Loki Rúnarsson, Marín Jacobsen, Matthías Tryggvi Haraldsson, Megan Auður, Ríkey Thoroddsen, Steinunn Eldflaug Harðardóttir, Úlfar Örn Kristjánsson og Þorgrímur Kári Snævarr. Upplestur hefst sem fyrr segir kl. 16.00 á næstkomandi laugardag í Flóru og er aðgangur ókeypis.
https://www.akureyri.is/is/frettir/draugaslod-akureyrarvoku
Draugaslóð Akureyrarvöku Draugar, draugahús, dularfull hljóð, drungalegir tónar og dulúðug stemning, er meðal annars það sem gestir og gangandi munu upplifa frá Samkomuhúsinu og inn eftir Innbænum, elsta hluta bæjarins, næstkomandi föstudagskvöld, 30. ágúst kl. 22.30-23.30 í Draugaslóð Akureyrarvöku. Í ár hefst slóðin í Samkomuhúsinu sem Leikfélag Akureyrar hefur breytt í draugahús. Þar munu gestir ferðast um rangala leikhússins, hitta ýmsar kynjaverur og fá reimleikann beint í æð. Tilkomumikil gandreið á vegum hestamannafélagsins Léttis verður á flötinni neðan við húsið. Leikmynd þessa kyngimagnaða kvölds endar þó ekki þar því leiðin frá Samkomuhúsinu og inn eftir Innbænum verður sveipuð dulúð og drungalegheitum þar sem örlitlar ljóstýrur munu lýsa upp garða, hús og stræti. Það verður því erfitt að gera greinarmun á verum þessa heims og annars sem líða mun um garða og port í eilífri leit að sálum sínum og annarra. Draugaslóðin er að þessu sinni í umsjón Akureyrarvöku í afar góðu samstarfi við Minjasafnið á Akureyri og Leikfélag Akureyrar. Eftirtaldir aðilar gera þetta kyngimagnaða kvöld að því sem það er: Starfsfólk Minjasafnsins og Leikfélags Akureyrar ásamt leikurum og nemendum leiklistaskóla LA, Hestamannafélagið Léttir, Leikfélag Hörgdæla, Leikklúbburinn Saga, Vættir, Leikklúbbur Rósenborgar ásamt frábærum sjálfboðaliðum og síðast en ekki síst magnaðir íbúar Innbæjarins. Vert er að benda á að Draugaslóðin gæti skotið ungum börnum og viðkvæmum sálum skelk í bringu. Mynd: Hörður Geirsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarvaka-hefst-a-fostudag
Akureyrarvaka hefst á föstudag Akureyrarvaka verður haldin um næstu helgi og verður sett með dagskrá í Lystigarðinum á föstudagskvöld undir yfirskriftinni Rökkurró. Veðurspáin fyrir næstu helgi er ekki eins og best verður á kosið en aðstandendur hátíðarinnar ætla ekki að láta það á sig fá og halda ótrauðir sínu striki. Ef til vill verða einhverjir viðburðir færðir um set og hafðir innandyra ef veður verður til óþæginda. Spáð er fremur köldu og vætusömu veðri en stilltu og eiga menn von á að dagskrá hátíðarinnar haldist að mestu óbreytt. Hápunktur Akureyrarvöku verður á laugardag þegar efnt verður til litríkrar listaveislu með alþjóðlegum blæ á Ráðhústorgi, í Listagilinu og víðar um bæinn. Dagskrá laugardagsins lýkur með útitónleikum hljómsveitarinnar Retro Stefson og gesta á risasviði neðst í Listagilinu kl. 21.00. Yfirskrift tónleikanna er Retro Stefson Karnival. Hljómsveitin vinsæla flytur þar eigin lög en klæðir einnig alkunna smelli frá fyrri tíma í „Retro Stefson búning“ og fær í því skyni til liðs við sig m.a. söngvarana Pálma Gunnarsson og Helenu Eyjólfsdóttur. Aðrir hápunktar dagsins eru Vísindasetur í Rósenborg þar sem ýmsar furður verða kynntar ásamt því að sérfræðingar útskýra sprengingar í Vaðlaheiðargöngum. Boðið verður upp á forvitnilega eldhúsrétti frá fjölda þjóðlanda í Menningarhúsinu Hofi. Þar verða einnig kynntir barnaleikir frá öllum heimshornum. Listagilið verður iðandi af lífi allan laugardaginn með tónlist, listsýningum, matarmarkaði, listmálurum að störfum og fleiru. Bæklingi Akureyrarvöku verður dreift um Eyjafjarðarsvæðið á morgun, miðvikudag, og dagskrána í heild sinni má sjá á Visitakureyri.is. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/breyting-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018-nidurstada-baejarstjornar-2
Niðurstaða bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar í skipulagsmálum Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 22. ágúst 2013 samþykkt eftirfarandi breytingar sem auglýstar voru frá 12. júní 2013 til 24. júlí 2013: Aðalskipulagsbreyting vegna reiðleiða, afmörkun hafnarsvæða og íbúðarsvæði í landi Hesjuvalla Breyting er gerð á legu reiðleiða og tengingu þeirra við aðliggjandi sveitarfélög, breytt afmörkun hafnarsvæða og einnig er afmarkað íbúðarsvæði í landi Hesjuvalla. Engar athugasemdir bárust. Aðal- og deiliskipulagsbreyting í Naustahverfi Aðalskipulagsbreytingin er gerð á íbúasvæði 3.21.1 Íb, sem er stækkað til vesturs. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Kjarnagötu, golfvelli og verslunarsvæði Bónus. Opið svæði til sérstakra nota minnkar að sama skapi. Þrjár athugasemdir bárust vegna aðalskipulagsins og gáfu athugasemdirnar ekki tilefni til breytinga á skipulaginu. Fjórar athugasemdir bárust vegna deiliskipulagsins og var tekið tillit til athugasemdar um staðsetningu höggmyndagarðs. Bæjarstjórn hefur afgreitt athugasemdirnar og sent þeim sem gerðu athugasemdir umsögn sína. Deiliskipulag vegna athafnasvæðis við Austursíðu Skipulagssvæðið afmarkast af Hlíðarbraut, Austursíðu, Síðubraut og Hörgárbraut. Í skipulaginu eru m.a. skilgreindir byggingarreitir, nýtingahlutfall og svæði fyrir gáma á lóðum hverfisins. Ein athugasemd barst og var tekið tillit til niðurfellingar á kvöð um girðingu á lóðarmörkum. Skipulagstillögurnar hafa verið sendar Skipulagsstofnun. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögurnar og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar, Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. 28. ágúst 2013 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar