Search is not available for this dataset
url
stringlengths
21
288
text
stringlengths
1
1.35M
https://www.akureyri.is/is/frettir/lundinn-maettur-vid-grimsey
Páskalundi í Grímsey Lundinn er nú farinn að sækja heim að varpslóðum í Grímsey eftir vetrardvölina, en þar eru einar af stærstu lundabyggðum Íslands. Hann fór að sjást við Grímsey þann 28. mars, einum degi fyrr en vanalega. Lundinn heldur sig fyrst um sinn úti á sjó en leitar síðan upp á eyjuna eftir miðjan apríl. Í Færeyjum og í Norður Noregi kemur lundinn á land um miðjan apríl og er 14. apríl kallaður “Lundkommardagen” eða Lundakomudagurinn. Í Grímsey er lundinn hins vegar fyrr á ferðinni. Þeir sem leggja leið sína til Grímseyjar um páskana gætu því séð fyrstu lundana sem koma að landi en Norlandair flýgur frá Akureyri til Grímseyjar 16., 18., 21. og 22. apríl, auk þess sem Sæfari siglir frá Dalvík 16. apríl og 23. apríl (ekki er siglt á hátíðisdögum um páskana). Í Grímsey verður boðið upp á morðgátuleik á laugardagskvöldið og á páskadag stendur kvenfélagið í eyjunni fyrir veglegu kökuhlaðborði og rennur ágóðinn af veitingasölunni til góðra málefna í eyjunni. Nánari upplýsingar um Grímsey má finna á www.visitgrimsey.is. Mynd: Ragnar Hólm
https://www.akureyri.is/is/frettir/umsoknarfrestur-i-vinnuskolann
Umsóknarfrestur í Vinnuskólann Athygli er vakin á því að nú er verið að taka við umsóknum í Vinnuskólann og er umsóknarfrestur til og með 2. maí 2014. Í Vinnuskólanum starfa 14-16 ára unglingar. 14 og 15 ára unglingar eru í vinnuhópum sem starfa um bæinn á starfsstöðvum í sínum hverfisskóla. Hóparnir hafa aðstöðu í grunnskólum bæjarins fyrir verkfæri. Vinna 16 ára unglinga fer fram hjá stofnunum og félögum Akureyrar og felst að mestu í gróðurumhirðu. Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/vinnustadurinn/storf-i-bodi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/paskaaevintyri-a-akureyri-3
Páskaævintýri á Akureyri Búist er við miklum straumi fólks til Akureyrar um páskana. Skíðasnjórinn í Hlíðarfjalli dregur marga til sín og einnig blómlegt menningarlífið og alls kyns afþreying fyrir alla fjölskylduna. Tekið hefur verið saman yfirlit um allt það helsta sem um er að vera um páskana á Akureyri og einnig er fólk minnt á að skoða viðburðadagatalið á visitakureyri.is. Mynd: Auðun Nielsson
https://www.akureyri.is/is/frettir/tengiflug-vid-akureyri-i-sumar
Tengiflug við Akureyri í sumar Icelandair býður í sumar flug til og frá Akureyri um Keflavíkurflugvöll á ýmsa helstu áfangastaði félagsins í Evrópu og Norður-Ameríku. Flogið er frá Akureyri frá 18. júní til 31. ágúst, yfirleitt á fimmtudögum og sunnudögum. Góð tenging er við helstu áfangastaði Icelandair. Brottför frá Akureyri er kl. 14.30. Lent í Keflavík kl. 15.20 þar sem má ná síðdegistengiflugi til ýmissa áfangastaða Icelandair, t.d. til New York, Boston, Washington, Orlando, Seattle og Halifax í Norður-Ameríku og London, Kaupmannahafnar, Frankfurt, Amsterdam, Brussel og Osló í Evrópu. Brottför frá Keflavík er kl. 16.20 eftir komutíma áætlunarvéla frá helstu áfangastöðum Icelandair í Evrópu. Lent á Akureyri kl. 17.10. Akureyrarflugið er bókanlegt sem hluti af flugi Icelandair til og frá Íslandi og þarf að bóka flugið allt í einu og er innritað alla leiðina. Flogið er með Fokker 50 til og frá Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/eldklerkurinn-i-hlodunni
Eldklerkurinn í Hlöðunni Eldklerkurinn, leiksýning um sr. Jón Steingrímsson sem predikaði af svo miklum krafti að hraunið stöðvaðist við kirkjudyrnar í Skaftáreldunum, verður sýndur í menningarhúsinu Hlöðunni, Litla-Garði, sunnudaginn 27. apríl kl. 20.30. Þetta er einleikur í meðförum Péturs Eggerz og leikstjórn Sigrúnar Valbergsdóttur. Sýningin hefur hlotið mikið lof og frábæra dóma. Miðasala við innganginn. Pétur Eggerz í hlutverki sínu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/um-2500-manns-a-andresar-andar-leikum
Um 2.500 manns á Andrésar andar leikum Í kvöld verða 39. Andrésar andar leikarnir í skíðaíþróttum settir í Íþróttahöllinni á Akureyri að lokinni myndarlegri skrúðgöngu allra þátttakenda um götur bæjarins. Fimmtudag, föstudag og laugardag er svo keppt í öllum greinum, auk þess sem yngri þátttakendur fara í þrautabrautir. Veglegar kvöldvökur og verðlaunaafhendingar eru í lok hvers keppnisdags. Andrésarleikarnir eru stærsta skíðamót landsins með allt að 800 keppendum á aldrinum 6-15 ára ár hvert. Þeim fylgja þjálfarar, fararstjórar, foreldrar og fjölskyldur og má því gera ráð fyrir að um 2.500 manns sæki leikana. Um langt skeið hefur verið keppt bæði í alpagreinum skíðaíþrótta sem og skíðagöngu en árið 2012 var í fyrsta skipti keppt á snjóbrettum og á sú grein án efa eftir að eflast og stækka á Andrésarleikunum. Einnig hefur verið keppt í svokölluðum stjörnuflokki um nokkurra ára skeið en þar keppa fatlaðir eða hreyfihamlaðir íþróttamenn. Aðstæður í Hlíðarfjalli eru nú með allra besta móti og veðurspá er góð, og því búast mótshaldarar við miklu fjöri á leikunum í ár. Nú þegar hafa um 750 börn verið skráð frá 18 félögum á Íslandi en auk þess munu 3 einstaklingar frá Bandaríkjunum og 6 frá Noregi keppa á leikunum. Fjöldi þátttakenda í snjóbrettagreinum hefur nánast tvöfaldast frá því í fyrra. Líflegur fréttaflutnignur verður á Facebook-síðu leikanna auk þess sem úrslit og fleiri fréttir verða birt á www.skidi.is. Einkunnarorð Andrésar andar leikanna eru; Njótum og skemmtum okkur saman!
https://www.akureyri.is/is/frettir/opid-allan-solarhringinn-i-hlidarfjalli
Opið allan sólarhringinn í Hlíðarfjalli Ákveðið hefur verið að framlengja skíðaveturinn í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar en þar eru nú einstakar aðstæður til skíðaiðkunar, nægur snjór, gott færi og gott veður. Formlega lýkur skíðavetrinum nú um helgina en skíðalyfturnar verða ræstar aftur kl. 12 á hádegi föstudaginn 2. maí og þær látnar ganga viðstöðulaust til miðnættis laugardaginn 3. maí. Fólk getur því rennt sér í vorrökkrinu aðfaranótt laugardagsins og fagnað dagrenningu á laugardagsmorgun á skíðum. Búast má við ákaflega fallegri birtu í Hlíðarfjalli, appelsínugulri, bleikri og blárri, þegar sólin rennir sér upp fyrir brúnir Vaðlaheiðar og kastar morgungeislum sínum á skíðabrautirnar í Hlíðarfjalli. Veður var óhagstætt mestalla páskana í Hlíðarfjalli en nýja brekkan frá Skíðastöðum niður að orlofshúsabyggðinni við Hálönd sannaði þá gildi sitt og naut mikilla vinsælda, enda afskaplega skemmtileg og löng brekka sem býður upp á frábært útsýni fyrir síðafólk niður til Akureyrar og út Eyjafjörð. Nú um helgina verða Andrésar andar leikarnir haldnir í 39. sinn í Hlíðarfjalli við kjöraðstæður og búist er við um 2.500 manns til bæjarins af því tilefni. Opið verður sem áður segir frá kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 2. maí til kl. 24.00 á miðnætti laugardaginn 3. maí. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sumri-fagnad-a-minjasafninu
Sumri fagnað á Minjasafninu Fimmtudaginn 24. apríl verður sumrinu fagnað á Minjasafninu á Akureyri með gleði í hjarta. Börn frá 2-102 ára geta leikið við hvern sinn fingur, blásið burtu vetrinum með sápukúlum, leikið sér í búleik við Nonnahús eða tekið þátt í margvíslegum útileikjum. Svo ekki sé minnst á lummurnar og kakóið. Gestir geta mátað sig við miðaldir því Miðaldahópur Handraðans verður með líflega kynningu á starfi hópsins og Gásadögum. Þér er boðið að skoða og prófa hluti tengda starfinu á Gásum, t.d. máta sig við sverð og hringjabrynju, skoðað mataráhöld, fatnað og ýmislegt fleira. Hvernig skyldi líf miðaldafólks vera í dag? Á safninu og úti í Minjasafnsgarðinum verður hægt að bregða á leik eða taka þátt í sumarföndri. Ef sumarhoppið grípur þig eru strigapokar nærtækir við kirkjuna og tilvalið að fara í kapp í kringum kirkjuna. Furðuverur t.d. dísir og geithafrar úr söngleiknum Tuma tímalausa verða á svæðinu um kl. 15 og syngja nokkur lög úr þessum bráð skemmtilega söngleik. Sannarlega eitt og annað fyrir fjölskyldur og börn á öllum aldri að skemmta sér við. Í sumargjöf er ókeypis inn á safnið. Dagskráin hefst kl. 14 og stendur til 16. Það er starfsfólk Minjasafnsins á Akureyri og Stoðvinafélag safnsins sem standa að sumargleði á sumardaginn fyrsta.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skipulagslysing-fyrir-nordur-brekku-nedri-hluta
Skipulagslýsing fyrir Norður-Brekku, neðri hluta Unnið er að gerð deiliskipulags fyrir Norður-Brekku, neðri hluta. Skipulagslýsingin liggur frammi í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og er aðgengileg hér fyrir neðan. Skipulagslýsing Ábendingum er hægt að koma á framfæri skriflega til skipulagsdeildar í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri eða á netfangið: skipulagsdeild@akureyri.is innan tveggja vikna frá auglýsingu þessari. 24. apríl 2014 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/ragnheidur-bjork-er-baejarlistamadur
Ragnheiður Björk er bæjarlistamaður Á Vorkomu Akureyrarstofu sem haldin var í einmuna veðurblíðu á Akureyri í dag, var tilkynnt að Ragnheiður Björk Þórsdóttir myndlistarmaður hljóti 8 mánaða starfslaun listamanns á Akureyri 2014-2015. Ragnheiður Björk er í röð fremstu textíllistamanna landsins. Með list sinni leggur hún rækt við íslenskan menningararf bæði með rannsóknavinnu sinni og í sköpun nýrra vefmyndverka. Framlag hennar til myndlistar er metnaðarfullt og mikilsvert. Á samkomunni voru einnig veittar heiðursviðurkenningar Menningarsjóðs, viðurkenning Húsverndarsjóðs, viðurkenning fyrir byggingalist og athafna- og nýsköpunarverðlaun Akureyrar. Heiðursviðurkenningar úr Menningarsjóði fyrir mikilvægt framlag til menningarmála á Akureyri hlutu myndlistamaðurinn Guðmundur Ármann Sigurjónsson og leikkonan Sunna Borg. Arkitektastofan Gláma-Kím hlaut viðurkenningu fyrir byggingalist fyrir heildarútlit Háskólans á Akureyri og einkar áhugaverða heildarmynd háskólasvæðisins. Það var svo hið reisulega hús við Þórunnarstræti 99 sem hlaut viðurkenningu húsverndarsjóðs Akureyrar. Húsið var hannað af Guðjóni Samúelssyni árið 1943 en þá var hann húsameistari ríkisins. Til gamans má nefna að hann hannaði einnig Akureyrarkirkju og Barnaskóla Akureyrar (nú Rósenborg). Vel þykir hafa tekist til við að aðlaga húsið nýju hlutverki án þess að ganga of nærri upprunalegu útliti þess og raska fagurfræðilegum hlutföllum í því en samráð var haft við Minjastofnun/húsafriðunarnefnd um hönnun og frágang hússins. Arkitekt breytinganna var Gísli Kristinsson hjá arkitekt.is á Akureyri. Slippurinn á Akureyri, sem er stærsta skipasmíða- og málmvinnslufyrirtækið á Íslandi, veitti viðtöku Athafnaverðlaunum Akureyrar fyrir eftirtektarvert framtak í atvinnulífinu. Nýsköpunarverðlaunin komu í hlut Neptune ehf. en fyrirtækið gerir út tvö rannsóknarskip sem sérhæfð eru til að þjónusta orkugeirann. Það þjónar einnig fyrirtækjum og verkefnum í fjarskiptaiðnaði og kemur að meðhöndlun sæstrengja. Tónlistaratriði á Vorkomu voru í boði Tónlistarskólans á Akureyri. Meðfylgjandi mynd var tekin á Vorkomu Akureyrarstofu. Aftari röð frá vinstri: Anton Benjamínsson framkvæmdastjóri Slippsins, Ágúst Guðmundsson framkvæmdastjóri Neptune, Guðni Helgason framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar, Ólafur Búi Gunnlaugsson forstöðumaður fasteigna og rekstrar við Háskólann á Akureyri og Sigurður Halldórsson arkitekt frá Glámu-Kím. Fremri röð: Sunna Borg leikkona, Ragnheiður Björk Þórsdóttir bæjarlistamaður og Guðmundur Ármann Sigurjónsson myndlistarmaður. Frá Vorkomunni. Mynd: Ragnar Hólm.
https://www.akureyri.is/is/frettir/atvinnustefna-akureyrar-2014-2021
Atvinnustefna Akureyrar 2014-2021 Bæjarstjórn samþykkti þann 1. apríl sl. atvinnustefnu Akureyrar. Grunnvinna við stefnuna var unnin á fyrri hluta árs 2013 en úrvinnsla og framsetning verkefna á seinni hluta árs 2013 og í upphafi árs 2014. Verkefnið var unnið á vegum stjórnar Akureyrarstofu og skipað um það sérstakt fagráð. Í upphafi var lagt upp með að ná fram: Víðtæku samráði við hagsmunaaðila, aðila atvinnulífs á atvinnusvæði sveitarfélagsins sem og stuðningsstofnanir á svæðinu. Framtíðarsýn. Mikil áhersla var lögð á að greina mögulega þróun atvinnulífs á Akureyri á komandi árum og hvaða áhrifaþættir vega mest í slíku samhengi. Aðferðafræðin byggði á vinnufundum þar sem í upphafi var lögð áhersla á að horfa til mögulegrar þróunar í atvinnulífi bæjarins. Það var gert með mótun sviðsmynda. Til afmörkunar voru í kjölfarið kallaðir til 6 vinnuhópar sem fjalla áttu um afmarkaða hluta atvinnulífsins. Við úrvinnslu var jafnframt tekið mið af öðrum stefnum Akureyrarbæjar og skýrslum sem unnar hafa verið fyrir svæðið. Stefnumótun í atvinnumálum til ársins 2021 er afrakstur þessa samráðs. 112 manns frá fyrirtækjum og stofnunum sem endurspegla atvinnulíf bæjarins tóku þátt í mótun stefnunnar og gerð sviðsmynda. Auk þess var gerð rafræn könnun meðal forsvarsfólks fyrirtækja og stofnana. Alls svöruðu 140 könnuninni. Þar að auki lásu margir fulltrúar atvinnulífs og stofnana innan sveitarfélagsins yfir drög á mismunandi stigum. Öllum þátttakendum eru færðar bestu þakkir. Atvinnustefna Akureyrar 2014-2021 Forsíða atvinnustefnunnar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/slokkt-a-skolpdaelustodvum
Slökkt á skólpdælustöðvum Vegna framkvæmda við fráveitukerfið á Akureyri í dag, mánudaginn 28. apríl, þarf að slökkva á skólpdælustöðvum í Hafnarstræti, við Torfunef, í Laufásgötu og á Silfurtanga.Kappkostað verður að dæling stöðvist í eins skamman tíma og kostur er. Vonast er til að hægt verði að gangsetja dælur aftur síðdegis. Skólpdælustöðvarnar eru hannaðir með þeim hætti að ef bilun verður eða ef nauðsynlegt er að stöðva dælingu vegna viðhalds þá fara þær á svonefnt yfirfall. Þetta þýðir að skólp mun fara á yfirfallsútrásir í nágrenni viðkomandi stöðva með þeim afleiðingum að skólp fer út í sjóinn á nefndum stöðum. Því má gera ráð fyrir töluverðri skólpmengun í Pollinum og við Oddeyrartanga í dag og næstu daga. Athygli Akureyringa og gesta er vakin á því að sjórinn og ströndin eru ekki hæf til sjósundiðkunar eða útivistar á umræddum tíma. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra fylgist með ástandi sjávar við strandlengjuna og færir inn upplýsingar á heimasíðu sína. Frétt og mynd af heimasíðu Norðurorku.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vortonleikar-karlakors-akureyrar-geysis
Vortónleikar Karlakórs Akureyrar-Geysis Árlegir vortónleikar Karlakórs Akureyrar-Geysis verða um næstu helgi og eru tvennir að þessu sinni: Í menningarhúsinu Bergi á Dalvík föstudagskvöldið 2. maí, kl. 20 og í menningarhúsinu Hofi á Akureyri laugardaginn 3. maí, kl. 17. Íslensk tón- og ljóðskáld hafa um áraraðir mótað tónlistarlíf íslensku þjóðarinnar. Þessi skáld eiga því mörg af þeim lögum og ljóðum sem okkur þykir vænst um. Þar á meðal eru flest þekktustu verk sem flutt eru af íslenskum karlakórum. Þessu vilja félagar í Karlakór Akureyrar-Geysi halda á lofti og því eru öll verkin á vortónleikunum eftir íslenska höfunda. Og margar gullvægar hendingar eru í ljóðum þessara laga: „Hver á sér fegra föðurland, með fjöll og dal og bláan sand.“ „Ísland, Ísland, eg vil búa alla stund í faðmi þér.“ „Ég heyri mál, sem hljómar hreint og hvellt sem stál. Það er vort móðurmál.“ „Á meðan sól að morgni rís og máni silfrar jökulís.“ „Það er óskaland íslenskt, sem að yfir þú býr.“ Að syngja þessar hendingar við tignarleg lög íslensku stórskáldanna er magnað. Enn skemmtilegra er samt að heyra þessi lög flutt af karlakór. Enda voru mörg af þessum verkum sérstaklega samin fyrir karlakóra. Þá ríkti gullöld þessa samspils skáldanna og karlakóranna. Enn þann dag í dag er verkunum haldið á lofti. Á vortónleikunum bregða kórfélagar sér í ýmis hlutverk og stíga fram í einsöng og tvísöng. Þá verður KAG kvartettinn á sínum stað. Saga Karlakórs Akureyrar-Geysis er rakin aftur til ársins 1922. Nú, 92 árum síðar, starfar kórinn með miklum myndarbrag. Vortónleikarnir 2014 eru óður til þeirra sem hófu þetta starf. Mikilvægt framlag sem hefur í gegnum áratugina sett mark sitt á menningarstarfsemi á Akureyri og nágrenni. Auglýsing fyrir tónleikana.
https://www.akureyri.is/is/frettir/list-an-landamaera-2014
List án landamæra 2014 List án landamæra er síbreytileg og lifandi hátíð þar sem fatlaðir og ófatlaðir mætast og vinna saman í list sinni. Hátíðin á Norðurlandi er vettvangur viðburða og stendur frá 3.–22. maí. Opnunarhátíðin verður laugardaginn 3. maí kl. 14 í Síðuskóla á Akureyri. Þar mun bæjarstjórinn á Akureyri Eiríkur Björn Björgvinsson setja hátíðina og leikhópurinn Hugsanablaðran sýna leikþáttinn "Ef þú giftist…" eftir Sögu Jónsdóttur. Sögumaður er Skúli Gautason og Anna Breiðfjörð aðstoðar hópinn við dansatriðið. Tónlist skipar einnig veglegan sess á opnunarhátíðinni. Nemendur í tónlistarhópi Fjölmenntar verða með tónlistaratriði í umsjón Skúla Gautasonar og tónlistarfólkið Jón Hlöðver Áskelsson, Stefán Ingólfsson og María Gunnarsdóttir flytja nokkur lög, meðal annars "Sjónarmið", nýtt tónverk eftir Jón Hlöðver. Að lokinni dagskrá býður Þroskahjálp upp á vöfflur og kaffi. Vorfánar og alls konar myndir munu dagana 9.–23. maí prýða verslunina Eymundsson á Akureyri. Það eru verk eftir notendendur í Skógarlundi sem mynda sýninguna en hún er opin á opnunartíma verslunarinnar. Garðurinn blómstar í Skógarlundi fimmtudaginn 15. maí og föstudaginn 16. maí kl. 9-11 og 13–15.30. Þá er gestum og gangandi boðið að koma í heimsókn. Í garðinum verða sýnd verk notenda sem eru unnin undir handleiðslu myndlistarkonunnar Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur og starfsmannafélag Skógarlunds mun selja veitingar. Af öðrum dagskrárliðum Listar án landamæra á Norðurlandi má nefna opið hús í Iðjunni á Siglufirði fimmtudaginn 8. maí og föstudaginn 9. maí kl. 9-17. Þar gegna tónlist og ljóðalestur mikilvægu hlutverki ásamt handverkssýningu notenda Iðjunnar. Á Húsavík verður opið hús, vormarkaður og kaffihúsastemning í Miðjunni laugardaginn 17. maí kl. 14–16. Í Samkomuhúsinu á Húsavík verða þrjár sýningar sunnudaginn 18. maí á Stuttmyndinni X kl. 13, 15 og 17. Þetta er hetjustuttmynd byggð á Þrymskviðu og hinum japönsku sentai ofurhetjum en myndin er unnin í samstarfi við Sam og Marinu Rees. Markmið Listar án landamæra er að auka aðgengi, fjölbreytni og jafnrétti í menningarlífinu. Að koma list fólks með fötlun á framfæri og koma á samstarfi á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks. Sýnileiki ólíkra einstaklinga er mikilvægur, bæði í samfélaginu og í samfélagsumræðunni og hefur bein áhrif á jafnrétti á öllum sviðum. Það er von aðstandenda hátíðarinnar að sem flestir komi og njóti þess sem um er að vera. Nánari upplýsinga má finna á www.listin.is. Verk eftir Áslaugu Ásgeirsdóttur.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-storf-i-hrisey
Ný störf í Hrísey Sá ánægjulegi atburður átti sér stað í gær að fjórir nýir starfsmenn Tryggingarmiðlunar Íslands ehf. hófu störf í Hrísey. Munar umtalsvert um þessa fjölgun starfa í ekki stærra samfélagi. Störfin felast í því að hringja út og bjóða heimsókn ráðgjafa í tryggingarmálum. Tryggingamiðlun Íslands er ein elsta starfandi vátryggingamiðlunin hérlendis en miðlunin var stofnsett í júní árið 1997. Fyrirtækið hefur höfuðstöðvar í Kópavogi en með ráðningu starfsmannanna í Hrísey sannast að með nútímatækni er lítið mál er að vinna hvar sem er á landinu í dag við störf af þessu tagi. Líklegt er að fleiri verði ráðnir til starfa í Hrísey og geta áhugasamir haft samband við Ingimar Ragnarsson í síma 867 5655 en hann hefur yfirumsjón með verkefninu. Vinnutíminn er sveigjanlegur en úthringiverið verður opið frá kl 10.00–22.00. Starfstöðin er í Hlein en þar er Stefna hugbúnaðarhús einnig til húsa. Þessi störf verða til í beinu framhaldi af vinnu áhugahóps um framtíð Hríseyjar en hópurinn hefur starfað frá því í ágúst í fyrra og stóð fyrir málþingi um framtíð Hríseyjar og síðan íbúafundi í vetur þar sem kynntar voru niðurstöður málþings. Á meðfylgjandi myndum má sjá starfsfólkið við undirbúning á fyrsta vinnudeginum og Ingólfur Sigfússon tölvumaður frá Stefnu var þeim innan handar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/haskolinn-faer-goda-einkunn
Háskólinn fær góða einkunn Háskólinn á Akureyri hlaut góða einkunn í viðamikilli gæðaúttekt sem nýlega fór fram við skólann. Nefnd erlendra sérfræðinga ásamt fulltrúa íslenskra stúdenta heimsótti skólann og ræddi við fulltrúa nemenda, starfsmanna, stjórnenda, háskólaráðs, brautskráðra nemenda og fulltrúa atvinnulífsins á starfsvæði háskólans. Úttektin var á vegum Gæðaráðs háskóla sem starfar fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Hún var liður í samræmdu gæðastarfi íslenskra háskóla sem er umbótamiðað og með megináherslu á námsumhverfið og nemendur. HA fékk fyrstu niðurstöður úr úttektinni strax að henni lokinni og þar segir að úttektarnefndin beri traust (confidence) til háskólans, bæði hvað varðar akademískt starf og námsumhverfi nemenda. Það er besta einkunn sem háskóli getur fengið við fyrstu úttekt samkvæmt núverandi kerfi. Jafnframt eru tíunduð ýmis atriði þar sem háskólinn hefur sýnt fram á góða starfshætti t.d. varðandi framboð í fjarkennslu, gæðastarf, húsnæði og námsumhverfi, markaðsstarf, bókasafnsþjónustu, öflun upplýsinga með könnunum, virkni nemenda í starfsemi háskólans og síðast en ekki síst fjármálastjórn. Auk þess að tíunda það sem vel er gert bendir sérfræðinganefndin á atriði til umbóta sem unnið verður að á næstu misserum. Heildarskýrsla sérfræðinganefndarinnar verður gefin út opinberlega í haust en ljóst má vera að starfsfólk og nemendur HA eru stolt yfir góðum árangri. Mynd: Daníel Starrason.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fritt-a-sofnin
Frítt á söfnin Laugardaginn 3. maí bjóða 17 söfn og sýningar við Eyjafjörð gestum og gangandi í heimsókn frá kl. 13-17 þeim að kostnaðarlausu. Tilefnið er Eyfirski safnadagurinn sem nú er haldinn í áttunda sinn. Markmið safnadagsins er að vekja athygli á fjölda fróðlegra og forvitnilegra safna og sýninga við Eyjafjörð og því starfi sem þar fer fram. Safnadagurinn er að þessu sinni tileinkaður handverki í öllum sínum birtingarmyndum. Söfnin opna auk þess samsýningu í menningarhúsinu Hofi á Akureyri þennan sama dag. Þar sýnir hvert safn forvitnilegan grip úr safnkosti sínum. Sýningin verður opin út ágúst. Enginn aðgangseyrir er á Eyfirska safnadaginn. Eftirtalin söfn verða opin frá 13-17: Siglufjörður: Síldarminjasafn Íslands Ólafsfjörður: Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar Dalvík og Svarfaðardalur: Byggðasafnið Hvoll, Friðland fuglanna Svarfaðardal Hrísey: Holt – Hús Öldu Halldórsdóttur í Hrísey Akureyri: Amtsbókasafnið, Sigurhæðir, Davíðshús, Flugsafn Íslands, Iðnaðarsafnið á Akureyri, Mótorhjólasafn Íslands, Leikfangasýning í Friðbjarnarhúsi, Sjónlistamiðstöðin, Minjasafnið á Akureyri og Minjasafnskirkjan Eyjafjarðarsveit: Smámunasafn Sverris Hermannssonar Sólgarði Grýtubakkahreppur: Gamli bærinn Laufási, Útgerðarminjasafnið á Grenivík Iðnaðarsafnið á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/lokad-fyrir-kalda-vatnid-i-hluta-hlidarhverfis-og-i-lyngholti
Lokað fyrir kalda vatnið í hluta Hlíðarhverfis og í Lyngholti Vegna framkvæmda við vatnsveitu er nauðsynlegt að loka fyrir kalda vatnið á morgun föstudaginn 2. maí frá kl. 8.00 og fram eftir degi í hluta Hlíðarhverfis og í Lyngholti, sbr. nánar hér fyrir neðan. Sérstaka varúð skal sýna í umgengni við heitt vatn úr neysluvatnskrönum s.s. í eldhúsi og á baði þar sem kalt vatn til blöndunar er ekki tiltækt í vatnsleysi. Sérstaklega skal vara börn við þessari hættu og eftir atvikum skrúfa fyrir neysluvatnskrana á hitaveitugrind meðan á kaldavatnsleysi stendur. Húsráðendum er bent á að kynna sér góð ráð komi til þjónusturofs hér á heimasíðunni. Þær götur sem taka þarf vatnið af: Háhlíð (hluti) Höfðahlíð (austan Háhlíðar) Langahlíð Áshlíð Skarðshlíð (hluti) Lyngholt Frétt og mynd af heimasíðu Norðurorku.
https://www.akureyri.is/is/frettir/samtvinnad-i-deiglunni
Samtvinnað í Deiglunni Laugardaginn 3. maí kl. 15 opnar Lilý Adamsdóttir fyrstu einkasýningu sína í Deiglunni á Akureyri þar sem hún sýnir verk sem unnin eru út frá íslensku ullinni. Á sýningunni skoðar Lilý hin smæstu ullarhár og þeirra fíngerðustu hreyfingar. Með þeim ferðast hún inn í þráðinn og veldur fíngerðri bjögun á formi með rísandi spennu sem hnígur þegar toppnum er náð. Með íslenskan ullarþráð í hönd veltir hún fyrir sér hugtökum eins og upphafi, endi, efni, afurð, orsök, afleiðingu, tækifæri og fegurð. Lilý vinnur með vef endurtekninga í textíl þar sem skynjun á hreyfingu þráðarins, ljóðræn teikning hans og frásögn eru til skoðunar. Niðurstaða hugleiðinganna birtist í prjónuðum verkum sem bjóða áhorfandanum upp á sjónrænt samtal. Lilý Adamsdóttir er fædd árið 1985. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2011 með BA gráðu í myndlist. Um þessar mundir stundar hún diplómanám við textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Hún hefur tekið þátt í sýningum og verkefnum hér á landi og erlendis. Í verkum sínum notar hún margskonar aðferðir s.s. gjörninga, vídeó, teikningar, textíl og innsetningar. Sýningin stendur til 8. júní og er opin alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.
https://www.akureyri.is/is/frettir/rekstur-heilsugaeslustodvarinnar
Rekstur Heilsugæslustöðvarinnar Bæjarráð Akureyrar fjallaði um samninga Akureyrarbæjar við ríkisvaldið um rekstur Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri á fundi sínum á mánudag og var það gert í framhaldi af bókun félagsmálaráðs um sama efni. Í bókun bæjarráðs segir orðrétt: Félagsmálaráð telur að rekstur Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri eigi heima í höndum Akureyrarbæjar eins og verið hefur undanfarin 17 ár. Félagsmálaráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til viðræðna um nýjan samning við Velferðarráðuneytið sbr. framlögð gögn vegna málsins. Sömuleiðis skorar félagsmálaráð á Alþingi að taka fjárveitingar til Heilsugæslustöðvarinnar til gagngerrar endurskoðunar hið fyrsta. Bæjarráð tekur undir bókun félagsmálaráðs. Fundargerð bæjarráðs 28. apríl 2014. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/blodbankabillinn-a-akureyri-1
Blóðbankabíllinn á Akureyri Blóðbankabíllinn verður við Menntaskólann á Akureyri miðvikudaginn 7. maí frá kl. 10-16. Allir 18 ára og eldri eru velkomnir til að gefa blóð. Til að mæta þörfum samfélagsins þarf Blóðbankinn um 16.000 blóðgjafa á ári eða 70 blóðgjafa á dag. Haft er samband við 8 -10.000 virka blóðgjafa á ári hverju og gefa þeir u.þ.b. 15.000 blóðgjafir. Akureyringar og nærsveitarmenn eru hvattir til að heimsækja blóðbankabílinn þegar hann verður við Menntaskólann á Akureyri núna á miðvikudaginn frá kl. 10-16. Bíllinn verður á planinu hjá heimavistinni, vestan við byggingar MA.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-421-2014-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-glerargata-3-5-7
Nr. 421/2014 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Glerárgata 3, 5, 7 Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 18. mars 2014 í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir miðbæ Akureyrar, Glerárgötu 3, 5 og 7. Breytingin felur í sér að lóðir nr. 3 og 5 við Glerárgötu eru sameinaðar lóð nr. 7 við sömu götu. Heimilt er að fjarlægja byggingar á lóðinni og breytast m.a. aðkoma, bílastæði, byggingarreitur og byggingarskilmálar. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 9. apríl 2014, Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála B-deild - Útgáfud.: 2. maí 2014
https://www.akureyri.is/is/frettir/lokad-hja-fjolskyldudeild-a-fostudag
Lokað hjá fjölskyldudeild á föstudag Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar verður lokuð föstudaginn 9. maí en aftur verður opnað mánudaginn 12. maí kl. 8.00. Deildin veitir þjónustu skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, barnaverndarlögum, lögum um málefni fatlaðs fólks, grunnskólalögum og lögum um leikskóla. Sjá nánar um fjölskyldudeild. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vinnuskolalaun-a-akureyri-haerri
Vinnuskólalaun á Akureyri hærri Vegna aðsendrar greinar á Vikudagur.is fimmtudaginn 1. maí og fréttar á Ruv.is daginn eftir vill Akureyrarbær koma því á framfæri að tímakaup með orlofi í vinnuskólanum á Akureyri sumarið 2013 var hærra en í flestum sambærilegum sveitarfélögum. Þannig fengu 16 ára unglingar á Akureyri 609 kr. á tímann og áttu kost á vinnu í 144 klukkustundir á meðan til að mynda 16 ára unglingar í Reykjavík gátu unnið í 105 klukkustundir og bauðst 582 kr. í tímakaup. Laun og vinnutími sumarið 2013 (upplýsingar af heimasíðum vinnuskólanna): Aldur: Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Akureyri Reykjanesb. Garðabær Mosfellsbær Árborg Akranes 14 ára Uppl.vantar 431 kr. 388 kr. 405 kr. 387 kr. 376 kr. 389 kr. 430 kr. 400 kr. 15 ára 437 kr. 574 kr. 438 kr. 463 kr. 447 kr. 440 kr. 440 kr. 514 kr. 450 kr. 16 ára 582 kr. 718 kr. 583 kr. 609 kr. 538 kr. 584 kr. 584 kr. 645 kr. 596 kr. Vinnutími: 14 ára Uppl.vantar 71,5 klst. 72 klst. 90 klst. 48 klst. 80,5 klst* 51 klst. 98 klst. 35 klst. 15 ára 105 klst. 80 klst. 72 klst. 90 klst. 112 klst. 175 klst* 92 klst. 182 klst. 132 klst* 16 ára 105 klst. 143 klst. 72 klst. 144 klst. 112 klst. 175 klst* 110 klst. 208 klst. 210 klst* *áætlað. Laun eru með 10,17% orlofi. Vinnuskólar hjá sveitarfélögunum eru starfræktir með nokkuð ólíkum hætti enda eru aðstæður milli landssvæða og sveitarfélaga ólíkar. Á Akureyri er rekinn vinnuskóli þar sem ungmenni kynnast því að vera í launaðri vinnu en fá um leið fræðslu og taka þátt í uppbyggilegum leikjum. Á Akureyri er hins vegar engin "unglingavinna" í boði en þar sem um slíkt er að ræða er lögð meiri áhersla á vinnu og afköst. Á þessu þarf að gera skýran greinarmun. Það er val hvers sveitarfélags hvort það starfrækir vinnuskóla eða unglingavinnu, enda er hér ekki um lögbundin verkefni sveitarfélaganna að ræða. "Vinnuskólinn á Akureyri er umfram allt hugsaður sem tækifæri fyrir unglinga á þessum aldri til að fræðast samhliða því að vinna stuttan vinnudag. Laun í vinnuskólanum eru að sjálfsögðu ekki sambærileg við það sem gerist í unglingavinnu þar sem ekki er boðið uppá fræðslu og skemmtun á vinnutíma. Akureyrarkaupstaður hefur gætt þess að greiða ekki lægri laun í vinnuskólanum en sambærileg sveitarfélög og nú er verið að afla upplýsinga frá þeim svo hægt verði að ákveða laun fyrir 2014. Það verður síðan ákveðið í bæjarráði," segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. Heimasíða Vinnuskóla Akureyrar. Fræðslustund að hefjast sumarið 2013.
https://www.akureyri.is/is/frettir/talking-timber-synir-i-ryminu
Talking Timber sýnir í Rýminu Leikhópurinn Talking Timber sýnir verkið "Answering Answering – Machine" í Rýminu laugardaginn 10. maí kl. 17. Í hópnum eru Josephine Kylén Collins frá Svíþjóð, Mikkel Rasmussen Hofplass frá Noregi, Piet Gitz-Johansen frá Danmörku og Hanna Reidmar frá Svíþjóð. Tónlistarmennirnir Jonny Collins Wartel og Georgia Wartel Collins sýna með þeim í þessu verki. Sýningin er flutt á ensku. Bakgrunnur hópsins liggur í mismunandi listgreinum: innsetningum, sjónrænu leikhúsi, ljósmyndun og dansi. Að loknu námi í The Norwegian Theatre Academy í Fredrikstad í Noregi ákváðu þau að setja saman krafta sína og vinna að sérhæfðu tungumáli innan sviðslistanna. Talking Timber leitar stöðugt eftir nýjum leiðum í vinnu sinni bæði í innihaldi og byggingu. Þessa dagana eru þau að vinna að stefnumóti milli líkamlegrar tjáningar og rýmis þannig að úr verður sjónrænt tungumál þar sem hið kómíska og tragíska helst í hendur. Talking Timber dvelur í vinnustofu hjá Leikfélagi Akureyrar næstu fjórar vikurnar, sýning þeirra á sínu fyrsta verki "Answering Answering – Machine" er upphafið af dvölinni en í Rýminu munu þau einnig vinna að nýju verki sem frumsýnt verður í Black Box leikhúsinu í Osló vorið 2015. Miða á sýninguna er hægt að nálgast hjá Leikfélagi Akureyrar í síma 4 600 200 og á leikfelag.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/opnunarhatid-listar-an-landamaera
Opnunarhátíð Listar án landamæra Rúmlega hundrað manns voru á opnunarhátíð Listar án landamæra í Síðuskóla á laugardaginn. Leikklúbburinn Hugsanablaðran sýndi leikþáttinn "Ef þú giftist.." eftir Sögu Jónsdóttur. Þarna tvinnaðist saman dans, söngur og leikur við góðar undirtektir áhorfenda. Tónlist skipaði veglegan sess á hátíðinni. Nemendur í tónlistarhópi Fjölmenntar, undir stjórn Skúla Gautasonar, sungu nokkur lög. Áheyrendur í salnum voru vel með á nótunum og töku kröftuglega undir. Tónlistarfólkið Jón Hlöðver Áskelsson, Stefán Ingólfsson og María Gunnarsdóttur fluttu þrjú lög sem öll voru eftir Jón Hlöðver Áskelsson. Að lokum bauð Þroskahjálp upp á vöfflur og kaffi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nidurstada-baejarstjornar-i-skipulagsmalum-midbaejar-akureyrar
Niðurstaða bæjarstjórnar í skipulagsmálum miðbæjar Akureyrar Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 6. maí 2014 samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 og nýtt deiliskipulag fyrir miðbæ Akureyrar. Tillögurnar voru auglýstar frá 26. febrúar til 6. apríl 2014 í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Athugasemdir bárust og hefur þeim sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn skipulagsnefndar. Breytingar voru gerðar frá auglýstum tillögum, m.a. á umferðarhraða og bílastæðum við Glerárgötu og byggingaskilmálum fyrir einstaka hús. Tillögurnar hafa verið sendar til Skipulagsstofnunar til yfirferðar. Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt skipulaganna í B-deild Stjórnartíðinda. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögurnar og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar, Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/fognum-sumrinu-og-fegrum-umhverfid
Fögnum sumrinu og fegrum umhverfið Akureyrarbær hvetur bæjarbúa til að taka höndum saman við að hreinsa til í bænum eftir veturinn og taka á móti sumrinu með brosi á vör. Starfsmenn Akureyrarbæjar munu ekki fjarlægja garðaúrgang frá lóðarmörkum en gámar verða staðsettir í hverfum bæjarins í sérstakri hreinsunarviku frá 12.–19. maí. Gámarnir verða á eftirtöldum stöðum: Kaupangur Hagkaup Hrísalundur Bónus við Kjarnagötu Bónus við Langholt Aðalstræti sunnan Duggufjöru Leiksvæði við Bugðusíðu Verslunarmiðstöðin Sunnuhlíð Einnig er tekið við garðaúrgangi og fleiru á gámasvæði við Réttarhvamm og á móttökustöðinni Hlíðarvöllum við Rangárvelli. Í samvinnu við hestamenn verða gámar fyrir rusl staðsettir í hesthúsahverfum bæjarins frá 20.–30. maí. Akureyrarbær hefur stundum fengið sæmdarheitið "fegursti bær landsins" en til þess að hann verðskuldi það þurfa allir að leggjast á eitt og taka til í sínum ranni. Það er samfélagsleg skylda okkar sem í þessum bæ búum að ganga vel um og koma í veg fyrir sóðaskap sem hlýst af uppsöfnuðu rusli. Með því að hreinsa rusl og snyrta tré og runna í garðinum okkar hvetjum við aðra til að taka til hendinni. Stígum skrefinu lengra og tínum rusl utan lóðarmarka, við næsta göngustíg og/eða á nálægu útivistarsvæði. Hreinsunardagur í götunni eða í hverfinu býður upp á skemmtilega samveru. Notum hugmyndaflugið og gerum tiltektina að skemmtilegu verkefni. Opnunartímar gámasvæðis við Réttarhvamm. Frá 16. ágúst til 15. maí: Mánudaga til föstudaga kl. 13-18. Laugardaga og sunnudaga kl. 13-17. Frá 16. maí til 15. ágúst: Mánudaga til föstudaga kl. 13-20. Laugardaga og sunnudaga kl. 13-17.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sjo-hundrud-syngjandi-konur
Sjö hundruð syngjandi konur Núna um helgina er landsmót Gígjunnar, landssambands íslenskra kvennakóra, haldið á Akureyri. Kvennakór Akureyrar sér um framkvæmd mótsins að þessu sinni en þetta er í níunda sinn sem mótið er haldið. Von er á tuttugu kórum víðsvegar að af landinu auk þess sem einn gestakór er væntanlegur frá Noregi. Alls verða um það bil sjö hundruð syngjandi konur samankomnar á Akureyri þessa helgi. Miðpunktur mótsins verður í menningarhúsinu Hofi en æfingar í söngsmiðjum fara fram víðs vegar um bæinn. Viðfangsefnin í söngsmiðjunum eru mjög fjölbreytt, má þar nefna rokklög, þjóðlög frá ýmsum löndum, madrigala og spuna. Hefð hefur skapast fyrir því að samið sé sérstakt landsmótslag og í ár var tónskáldið Hugi Guðmundsson fenginn til að semja lag við texta Jakobínu Sigurðardóttur, Vor í garði. Söngurinn mun því óma um Akureyri þessa helgi og hápunkturinn verður svo í Hofi sunnudaginn 11. maí þar sem allir þátttakendur sameinast á sviði ásamt hljómsveit og frumflytja meðal annars landsmótslagið, segir í tilkynningu. Frétt af heimasíðu Akureyri Vikublaðs. Menningarhúsið Hof. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/okeypis-molta-fyrir-baejarbua
Ókeypis molta fyrir bæjarbúa Garðeigendur geta nú nálgast Moltu án endurgjalds austan gömlu Gróðrarstöðvarinnar við Krókeyri. Moltuna má nota sem jarðvegsbæti og áburð í garða. Hana skal þó ekki nota við matjurtaræktun. Um er að ræða bæði grófsigtaða moltu og svo fínsigtaða, mismunandi hvað hentar. Rétt er að hafa í huga við notkun moltu að hún er nær því að vera áburður en jarðvegur. Hún er sterk og best að blanda henni við mold, líkt og gert væri við húsdýraáburð. Bein snerting við rætur plantna er ekki æskileg. Dæmi um notkun moltu: Á grasflatir Þunnu lagi er dreift að vori, gott að blanda moltuna með sandi. Þetta er hægt að gera með stórvirkum dreifurum á stærri svæði. Heima í garði er best að nota gamla lagið, fötu og góða vettlinga. Við trjáplöntun (í stað hrossataðs) Hér er átt við pottaplöntur. Molta er notuð eins og skítur í holuna og eftir að plantan er klár er settur góður hringur af moltu kringum hana, u.þ.b. 10–15 sm þykkur. Gæta þarf þess samt að hafa vel af moldarlagi við rætur plantnanna. Við sáningu Moltunni blandað í efsta lagið til helminga. Í blóma- og runnabeð Molta er ágæt til að þekja blóma- og runnabeð u.þ.b. 5–10 sm. Illgresi nær ekki að sá sér í hreina moltu. Þetta hefur meðal annars verið gert í Lystigarðinum með ágætum árangri. Undir þökur Efsta lagið er blandað til helminga með moltu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/mikid-af-eggjum-komin-i-bjorgin
Mikið af eggjum í Grímsey Löng hefð er fyrir eggjatínslu í björgunum í Grímsey og var hún mikilvæg búbót á árum áður. Eggjatínsla er ennþá í hávegum höfð hjá Grímseyingum og þykja eggin mikið lostæti. Farið var í fyrsta bjargsigið í gær, sunnudaginn 11. maí, og var afraksturinn mikill. Sigurður Bjarnason seig í efra Sandvíkurbjarg og bjóst ekki við mörgum eggjum en fleiri hundruð egg komu upp eftir sex sig. Með honum á bjargi voru hjónin Magnús Bjarnason og Anna María Sigvaldardóttir sem tók meðfylgjandi mynd. Mynd: Anna María Sigvaldadóttir
https://www.akureyri.is/is/frettir/vorfundur-samorku-i-hofi
Vorfundur Samorku í Hofi Alls munu hátt á fjórða hundrað manns taka þátt í Vorfundi Samorku sem haldinn verður í Hofi á Akureyri 14.-15. maí nk. Iðnaðarráðherra ávarpar fundinn og síðan verða flutt rúmlega 50 erindi, m.a. um raflínur og strengi, öryggismál, vatnsvernd, virkjanaframkvæmdir, einföldun regluverks, hreinsun fráveituvatns og margt fleira. Samhliða fundinum munu 22 fyrirtæki kynna vörur sínar og þjónustu; verkfræðistofur, innlend iðnfyrirtæki, innflutningsaðilar, hugbúnaðarfyrirtæki, innheimtuþjónustur og fleiri. Vorfundur Samorku er haldinn á þriggja ára fresti og er nú haldinn í sjöunda sinn. Fundirnir hafa ávallt verið haldnir á Akureyri. Fjallað er um starfsumhverfi orku- og veitufyrirtækja en jafnframt lögð áhersla á að örva og hvetja til faglegrar samvinnu fyrirtækjanna um öryggismál, tæknilausnir og fleira, í því skyni að auka gæði þjónustunnar og bæta rekstur fyrirtækjanna. Menningarhúsið Hof. Mynd: Ragnar Hólm.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hvalaskodun-fra-akureyri
Hvalaskoðun frá Akureyri Fyrirtækið Ambassador sem hóf hvalaskoðun frá Akureyri síðasta sumar, hóf hvalaskoðunartímabilið í ár síðastliðinn laugardag. Boðið er upp á daglegar ferðir frá Torfunefsbryggju í hjarta Akureyrar. Nóg er af hvali í firðinum og sáust m.a. hnúfubakur og fjöldi hnýsa og hnýðinga í ferðum helgarinnar. Boðið er upp á eina ferð á dag fram til 23. maí (kl. 11) en eftir það fjölgar ferðum og í júní og fram á haustið er boðið upp á þrjár daglegar ferðir; kl. 8.30, 13.00 og 20.30. Sjá nánar á www.ambassador.is. Mynd: Þórgnýr Dýrfjörð.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyskopun-og-taekni-i-velferdarthjonustu-1
Nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu Dagana 4.-5. júní nk. verður haldin í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri stór ráðstefna um nýjungar og tæknilausnir í velferðarþjónustu. Ráðstefnan er haldin á vegum velferðarráðuneytisins, í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina, á formennskuári Íslands í norrænu samstarfi. Brýnt er að skapa umræðu um málefnið hér á landi því ljóst er að íslenskt samfélag stendur á næstu árum og áratugum frammi fyrir krefjandi verkefnum á sviði velferðarþjónustu. Eldri borgurum fjölgar verulega, nýir notendahópar sértækrar velferðarþjónustu koma fram á sjónarsviðið og kröfur til þjónustunnar taka á sig fjölbreyttari og víðtækari mynd. Þetta kallar á sérhæfingu með aukinni samþættingu og góðri yfirsýn. Til þess að bregðast við þessum aðstæðum hafa stjórnvöld víða um lönd leitað leiða til nýsköpunar og skoðað á hvern hátt unnt sé í meira mæli að beita tæknilegum lausnum í velferðarþjónustunni. Meginmarkmið ráðstefnunnar er að skapa aðstæður og upplifun þar sem ráðstefnugestir komast í snertingu við það sem efst er á baugi í nýsköpun og tækni í velferðarþjónustunni. Jafnframt að þeir geti öðlast vitneskju um hvar hægt sé að leita þekkingar og reynslu til að skapa árangursríkar lausnir í íslenskri velferðarþjónustu. Á ráðstefnunni velta ráðherrar félags- og heilbrigðismála fyrir sér tækifærum í velferðarþjónustu og hvað þurfi til að nýta þau. Ráðstefnugestir fá glöggar upplýsingar um helstu stefnur og strauma í nýsköpun og tækni á Norðurlöndunum og sérstök kynning verður á innleiðingu nýsköpunar og tækni í Noregi. Í lok ráðstefnunnar kynnir félags- og húsnæðismálaráðherra stefnu sína í nýsköpun og tækni í félagsþjónustu á Íslandi. Efni ráðstefnunnar á erindi við starfsfólk og stjórnendur í velferðarþjónustu, hvort sem um er að ræða félags- eða heilbrigðisþjónustu. Ráðstefnan á einnig erindi við kjörna fulltrúa sem láta sig málið varða. Loks á ráðstefnan erindi við allan almenning því fyrr eða síðar munu flestir einstaklingar verða virkir notendur velferðartækni í einhverri mynd. Aðgangur er ókeypis. Skráning og frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu velferðarráðuneytisins: http://www.velferdarraduneyti.is/veltek2014. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vegna-fristundastyrks-2014
Vegna frístundastyrks 2014 Frá árinu 2006 hefur Akureyrarbær gefið út frístundaávísun til barna á Akureyri. Ávísunina hefur verið hægt að innleysa og nýta til niðurgreiðslu á þátttökugjöldum barna í íþrótta-, frístunda- og æskulýðsstarf hjá félögum og fyrirækjum á Akureyri. Í ár verður sú breyting að notast verður við rafrænt kerfi til dreifingar og umsýslu frístundaávísananna, í stað pappírsformsins sem hefur verið við lýði frá 2006. Til stóð að setja rafræna kerfið í loftið í apríl en tafir við vinnslu kerfisins valda því að tafir verða á dreifing frístundastyrksins. Þegar kerfið verður tilbúið fer bréf heim til allra barna á aldrinum 6-13 ára á Akureyri þar sem nýja fyrirkomulagið verður útskýrt og leiðbeiningar hvernig hægt verður að innleysa frístundarstyrkinn. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hafid-fjaran-og-folkid
Hafið, fjaran og fólkið Laugardaginn 17. maí kl. 13 verður málþing um strandmenningu haldið í húsnæði Grasrótar-skapandi samfélags í gamla Slippnum við Hjalteyrargötu. Þingið er haldið á vegum Íslenska vitafélagsins - félags um íslenska strandmenningu og í samvinnu við Strandmenningarfélag Akureyrar. Íslenska vitafélagið var stofnað 2003 með það að markmiði að vekja fólk til umhugsunar um þann fjölbreytta menningararf sem er að finna í og við strendur landsins. Kjörorð félagsins eru: Verndum strandmenninguna með nýtingu og nýsköpun. Félagið hefur staðið fyrir samskonar málþingum víða um land og á frumkvæði að norrænu strandmenningarhátíðunum Nordisk kustkultur sem er samstarfsvettvangur norrænnar strandmenningar. Fjóðra hátíðin verður í Osló í júlí nk og er ætlunin að Húni II sigli þangað ásamt hljómsveitinni Húnarnir sem mun kynna sjómannatónlist frá Norðurlandi. Strandmenningarfélag Akureyrar var stofnað 2011 og hefur þann tilgang að vera sameiginlegur vettvangur einstaklinga, félaga og fyrirtækja sem vilja beita sér fyrir eflingu strandmenningar og varðveislu menningar og menningarverðmæta tengda hafi og strönd. Á þinginu verður meðal annars fjallað um strandminjar við Eyjafjörð, lífið fyrir og eftir kvóta í íslenskum sjávarpþorpum og óskalög sjómanna. Dagskrá málþingsins er sem hér segir: 13.00-13.20: Kynning á Íslenska vitafélaginu-félagi um íslenska strandmenningu og norrænu strandmenningarhátíðunum „Nordisk kustkultur“. Sigurbjörg Árnadóttir, formaður. 13.30-13.50: Kynning á Strandmenningarfélagi Akureyrar. Eiríkur Jónsson, formaður félagsins. 13.50-14.10: Strandminjar við Eyjafjörð – staða og stefna. Sigurður Bergsteinsson, fornleifafræðingur. 14.10-14.30: Akureyri og skipulag við ströndina. Arnar Birgir Ólafsson, landslagsarkitek. 14.30-14.50: Lífið í sjávarþorpi fyrir og eftir kvóta. Linda María Ásgeirsdóttir, Hríseyingur. 14.50-15.20: Kaffihlé. 15.20: Draumur hins djarfa manns: frá sjómannalögum til gúanórokks. Rósa Margrét Húnadóttir, þjóðfræðingur. Fundarstjóri: Hjalti Jóhannesson, landfræðingur. Óvissuferð að lokinni dagskrá. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/list-an-landamaera-i-skogarlundi
List án landamæra í Skógarlundi Í tilefni af listahátíðinni List án landamæra á Akureyri er opið hús í miðstöð virkni og hæfingar í Skógarlundi 1 í dag, fimmtudaginn 15. maí, og á morgun, föstudaginn 16. maí frá kl. 9-11.30 og 13-15.30. Sérstök sýning á alls konar verkum sem notendur Skógarlundar hafa gert er í garðinum við húsið en verkin eru unnin í samstarfi við Aðalheiði S. Eysteinsdóttur listakonu og starfsfólk hússins. Starfsmannafélag Skógarlundar selur veitingar á staðnum þessa tvo daga og er hægt að njóta þeirra í garðinum ef veður leyfir. Allir eru hjartanlega velkomnir. Mynd: Jón Óskar Ísleifsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gildandi-deiliskipulog-i-akureyrarkaupstad
Deiliskipulög - vefslóð og leiðbeiningar Hægt er að nálgast öll gildandi deiliskipulög í landupplýsingakerfi Akureyrar. Leiðbeiningar eru hér í meðfylgjandi skjali Leiðbeiningar um skipulög í LUKA
https://www.akureyri.is/is/frettir/kalt-vatnsker-vekur-lukku
Kalt vatnskar vekur lukku Það má segja að kar með köldu vatni sem sett var á lóð Sundlaugar Akureyrar fyrir stuttu, hafi vakið mikla athygli og ánægju gesta laugarinnar. Þykir ekkert jafnast á við að fara í kalt bað eftir erfiðar æfingar eða útihlaup. Upphaflega var karið sett á þennan stað í tengslum við öldungarmót í blaki sem haldið var fyrir skemmstu og átti þá að vera þarna um skamman tíma en vegna vinsælda karsins hefur nú verið ákveðið að leyfa því að standa áfram að minnsta kosti í sumar. Rennibrautir sundlaugarinnar eru nú lokaðar þar sem unnið er að viðhaldi. Verið er að slípa og fægja brautirnar svo hægt verði að nota þær í sumar. Þær eru komnar til ára sinna og þurfa mikið viðhald, en sem kunnugt er þá hefur Akureyrarbær samið um kaup á nýjum rennibrautum ásamt yfirbyggðu stigahúsi. Yfirbyggt stigahús er forsenda þess hægt sé að hafa rennibrautirnar opnar allt árið og verður það mikil bylting frá því að hafa þurft af öryggisástæðum að hafa þær lokaðar þegar frost er úti.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrsta-skemmtiferdaskipid-2
Fyrsta skemmtiferðaskipið Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur til Akureyrar klukkan níu í fyrramálið, laugardaginn 17. maí, og heldur aftur úr höfn um kl. fimm síðdegis. Skipið nefnist Thomson Spirit og er 33.930 brúttólestir. Alls koma um 1.350 farþegar auk áhafnar. Í sumar kemur 71 skemmtiferðaskip til Akureyrar með um 83.000 farþega auk áhafnar en þau voru 60 sumarið 2013. Næsta skip er væntanlegt til hafnar föstudaginn 30. maí en það nefnist Fram og er 11.647 brúttólestir. Nánari upplýsingar um skipakomur sumarsins má finna á http://www.port.is/index.php?pid=65&w=v
https://www.akureyri.is/is/frettir/landsmot-islenskra-kvennakora
Landsmót íslenskra kvennakóra Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra, stendur fyrir landsmótum á þriggja ára fresti. Helgina 9.-11. maí 2014 var níunda landsmótið haldið á Akureyri. Kvennakór Akureyrar fékk það hlutverk fyrir þremur árum á Selfossi að sjá um skipulagningu og framkvæmd þessa móts. Tuttugu kvennakórar víðsvegar að af landinu komu til þátttöku og einn gestakór, Vox Humana kom frá Mandal í Noregi. Það voru því á áttunda hundrað konur sem settu sterkan svip á bæjarlífið á Akureyri þessa helgi og söngurinn ómaði um bæinn. Mótið þótti takst frábærlega í alla staði og var hápunktur þess líklega á sunnudeginum þegar um 700 konur sameinuðust í söng á stóra sviðinu í Hamraborg í Hofi undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Þar var meðal annars flutt landsmótslagið "Vor í Garði" sem Hugi Guðmundsson samdi við ljóð Jakobínu Sigurðardóttur. Góðan pistil um mótið er að finna á heimasíðu Kvennakórs Akureyrar. Menningarhúsið Hof umfaðmað af 700 konum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/launin-i-vinnuskolanum-haekkud
Launin í Vinnuskólanum hækkuð Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að hækka laun unglinga í Vinnuskóla Akureyrarbæjar sumarið 2014 um 3,7% til samræmis við þá hækkun sem varð á launaflokki 115 í kjarasamningi Einingar-Iðju. Þannig mun tímavinnukaup 14 ára unglinga verða 382 kr., 15 ára 436 kr. og 16 ára 573 kr. Ofan á þetta leggst 10,17% orlof. Einnig var samþykkt að fjölga vinnustundum sem í boði eru hjá hverjum árgangi. Tímar hjá 14 og 15 ára verða alls 105 sumarið 2014 en voru áður 90 hjá hvorum árgangi. Tímar hjá 16 ára verða alls 180 en voru á sl. ári alls 144. Bæjarráð mun endurskoða laun í vinnuskóla sumarið 2014 þegar kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga við Einingu-Iðju liggur fyrir. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/beint-flug-fra-akureyri-1
Beint flug frá Akureyri Greenland Express mun hefja beint flug milli Akureyrar og Evrópu í sumar. Þetta kom fram á fundi Markaðsstofu Norðurlands, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélags Þingeyginga, SSNV og Austurbrúar á Hótel KEA í gær. „Um er að ræða flug frá Akureyri til Kaupmannahafnar og svo áfram til Álaborgar. Stefnt er að því að hefja flug 11. júní. Bókunarkerfið verður komið í loftið eftir u.þ.b. viku,“ segir Sigurður Pétur Hjaltason, talsmaður Greenland Express. „Við höfum ákveðið að festa áætlun til 25. nóvember. Stefnan er hins vegar að bjóða upp á þessi beinu flug allt árið og fjölga áfangastöðum. Við erum að skoða samstarf við Isavia og Flugklasann. Gangi það eftir verður hægt að gera áætlun til fleiri ára,“ bætir Sigurður Pétur við. Málið er á umræðustigi. „Reynt verður að hafa miðaverðið sambærilegt því sem þekkist þegar flogið er frá Keflavíkurflugvelli. Þó svo að meðalverðið verði ef til vill eitthvað hærra þá er markmiðið að gera þjónustuna samkeppnishæfa,“ segir Sigurður Pétur. Eins og áður sagði mun Greenland Express hafa umsjón með verkefninu en hollenskt flugfélag sér um að flytja Norðlendinga til útlanda. „Flugvélin sem um ræðir er af gerðinni F-100, 100 sæta Fokker-vél með nýuppgerðum innréttingum og sætabili upp á 35 tommur,“ segir Sigurður Pétur. Áætlað er að vélin geti auk þess tekið minnst 2 tonn í frakt. „Við hjá Flugklasanum fögnum þessu,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Frétt af Akv.is. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/taktu-thatt-i-kapprodri
Taktu þátt í kappróðri Á sjómannadaginn 1. júní verður efnt til kappróðurs á Pollinum og nú stendur yfir skráning liða. Hvert lið þarf að vera skipað sex ræðurum og einum stýrimanni. Þátttaka er að sjálfsögðu öllum heimil, jafnt sjómönnum sem landkröbbum, og eru vina- og fyrirtækjahópar hvattir til að skrá sig til leiks. Þátttaka í kappróðrinum verður án efa hin besta skemmtun og skráningin gæti varla verið einfaldari: Hvert lið sendir upplýsingar um nöfn liðsmanna og einkennislit liðsins í netfangið sjomannarodur@gmail.com fyrir 30. maí nk.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nidurstada-baejarstjornar-i-skipulagsmalum
Niðurstaða bæjarstjórnar í skipulagsmálum Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 20. maí 2014 samþykkt eftirfarandi skipulagsmál: Breytingar á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Naustahverfi 3. áfangi, Hagar - Breytingin felur í sér færslu Naustabrautar og breytingu á stærðum íbúðasvæða, opinna svæða, stofnanasvæða og svæða fyrir verslun og þjónustu. Engin athugasemd barst. Virkjun á Glerárdal, Glerárdalsvirkjun II – Breytingin gerir ráð fyrir inntakslóni Glerárvirkjunar II á Glerárdal. Engin athugasemd barst. Ný deiliskipulög í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Naustahverfi 3. áfangi, Hagar – Skipulagt er nýtt íbúðahverfi með sérbýlis- og fjölbýlishúsalóðum ásamt lóðum fyrir þjónustu og verslun. Tvær athugasemdir bárust. Gerð var breyting frá auglýstri tillögu og hámarkshæð þriggja fjölbýlishúsa lækkuð. Virkjun á Glerárdal – Skipulagið gerir ráð vatnsaflsvirkjun á Glerárdal. Engin athugasemd barst. Hálönd, 2. áfangi, í landi Hlíðarenda – Skipulagið gerir m.a. ráð fyrir 36 lóðum fyrir frístundahús. Engin athugasemd barst. Deiliskipulagsbreyting í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Naustahverfi, reitur 28 – Breytingin felur í sér breyttrar legu Naustabrautar. Engin athugasemd barst. Þeim sem sendu athugasemdir á auglýsingatíma tillagnanna hefur verið send umsögn skipulagsnefndar. Hægt er að kæra samþykkt sveitastjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsinga um samþykkt skipulaganna í B-deild Stjórnartíðinda Erindin hafa verið send til Skipulagsstofnunar í samræmi við skipulagslög. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/vorhlaup-krogabols
Vorhlaup Krógabóls Í gær var haldið vorhlaup heilsuleikskólans Krógabóls á Þórsvellinum við Hamar. Allar deildir leikskólans mættu og tóku þátt í hlaupinu. Byrjað var á upphitun, teygjum og dansi hjá Sólveigu Bennýjar sem sér um hreyfistundir á Krógabóli. Eftir upphitun hljóp síðan hver deild í einu og voru verðlaunin að vera með og gera sitt besta. Á Krógabóli er mikið lagt upp úr hreyfingu og sköpun og fara allar deildir einu sinni í viku á sal í skipulagðar hreyfistundir. Einnig er farið í eina eða tvær vettvangsgönguferðir í viku. Myndir frá hlaupinu á Flickr. Mynd frá Krógabóli.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vidurkenningar-samfelags-og-mannrettindarads-2
Viðurkenningar samfélags- og mannréttindaráðs Miðvikudaginn 21. maí afhenti samfélags- og mannréttindaráð viðurkenningar fyrir starf á sviði æskulýðsmála og tómstunda. Veittar voru fimm viðurkenningar, þrjár til einstaklinga og tvær fyrir verkefni. Þetta er í annað skipti sem ráðið veitir viðurkenningar af þessu tagi. Markmiðið er að vekja athygli á því sem vel er gert og hvetja til áframhaldandi góðs starfs. Í hópi einstaklinga 17 ára og yngri hlutu viðurkenningu Heiða Hlín Björnsdóttir og Hlynur Friðriksson. Heiða Hlín situr í Ungmennaráði Akureyrar, hefur lagt stund á körfubolta frá unga aldri og verið öflug í starfi félagsmiðstöðvanna. Hún hlaut viðurkenningu fyrir leiðtogahæfileika og að vera góð fyrirmynd. Hlynur er öflugur í starfi félagsmiðstöðvanna og æfir auk þess körfubolta. Í félagsmiðstöðvastarfinu sýnir hann mikinn áhuga og er til fyrirmyndar. Hann hlaut viðurkenningu fyrir virkni í félagsstarfi, áhuga og hjálpsemi. Í hópi einstaklinga 67 ára og eldri hlaut Kristín Gunnlaugsdóttir viðurkenningu fyrir ólaunað starf í áratugi í þágu félagsstarfs eldri borgara en hún hefur m.a. haft umsjón með öllu sem lýtur að postulínsmálun. Þeir sem hlutu viðurkenningu fyrir verkefni voru annars vegar Í fínu formi, kór félags eldri borgara, og hins vegar Hin-Hinsegin Norðurland fyrir jafningjafræðslu. Að auki hlutu eftirtalin rós og hrós frá samfélags- og mannréttindaráði: Diljá Ingólfsdóttir, Kolfinna Frigg Sigurðardóttir, Stefán Haukur Björnsson Waage og KFUM og KFUK. Viðurkenningarnar voru afhentar við hátíðlega athöfn í Rósenborg.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fimm-aratugir-i-grafiskri-honnun
Fimm áratugir í grafískri hönnun Laugardaginn 24. maí kl. 15 opnar sumarsýning Ketilhússins, Gísli B. – Fimm áratugir í grafískri hönnun. Þar er á ferð yfirlitssýning Gísla B. Björnssonar sem er einn atkvæðamesti grafíker íslenskrar hönnunarsögu. Hann setti á fót auglýsingastofu Gísla B. Björnssonar eftir nám í Þýskalandi 1961 og ári síðar stofnaði hann sérdeild í auglýsingateiknun við Myndlista- og handíðaskólann sem í dag er braut grafískrar hönnunar í Listaháskóla Íslands. Gísli hefur kennt óslitið í fimm áratugi og verið óþreytandi í því að efla fagmennsku og brýna fyrir nemendum að sýna ábyrgð í verki. Hann hefur komið að markaðs- og ímyndarmálum fjölda fyrirtækja og stofnana á Íslandi og búið til mörg af þekktustu vörumerkjum landsins. Má þar nefna merki Sjónvarpsins, Norræna félagsins og Hjartaverndar. Gísli er undir sterkum áhrifum módernisma 20. aldar með áherslu á einfaldleika, notagildi og hagkvæmni. Á sýningunni er horft yfir feril Gísla og gefur að líta verk frá námsárum hans, tímarit, bókakápur og umbrot og hönnun bóka. Sýnd eru gömul myndbrot af auglýsingastofu hans þar sem tækni þess tíma gefur innsýn í vinnu teiknarans og hugmyndasmiðsins. Sunnudaginn 25. maí kl. 14 flytur Gísli sjálfur fyrirlestur í Ketilhúsinu undir yfirskriftinni Góð merki og ekki. Þar leitast hann við að svara spurningum um hvað einkennir góð merki og hvað þarf að hafa í huga við hönnun þeirra. Nokkur merki verða skoðuð og farið yfir hvernig tekist hefur til. Sýningin kemur frá Hönnunarsafni Íslands og er opin alla daga nema mánudaga kl. 12-17 og eftir 1. júní kl. 10-17. Sýningarstjóri er Ármann Agnarsson. Aðgangur á sýninguna og fyrirlesturinn er ókeypis. Gísli B. Björnsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/operublot-i-hofi
Óperublót í Hofi Óperublót Tónlistarskólans á Akureyri verður haldið miðvikudaginn 28. maí kl. 20 í Hofi. Leikstjóri og höfundur sýningarinnar er Ívar Helgason og um tónlistarstjórn sér Daníel Þorsteinsson. Sýningin ber heitið ÓPIÐ - endurhæfing fyrir sjúklega söngvara. Sagan gerist á stofnun sem reynir að meðhöndla ógurlegan og bráðsmitandi faraldur sem geysað hefur um heiminn. Einkenni hans eru að fólk fer að hlusta í of miklum mæli á ýmis konar tónlist og eru erfiðustu og algengustu sjúkdómseinkennin hjá þeim sem hafa dálæti á klassískri söngtónlist. Eina leiðin til að forðast smit er að forðast þá sem eiga það til að bresta í söng óundirbúið, forðast að vera námunda við tónleikastaði og menningarviðburði almennt. Og ef verið er að flytja óperur... hlaupið þá og haldið fyrir eyrun! Þátttakendur í þessari sýningu eru söngnemendur við TA sem fá þarna að spreyta sig á mörgum af fallegustu aríum, dúettum og kórum tónbókmenntanna, sem fléttast inn í þessa skemmtilegu atburðarrás.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sjomannadagshelgin-a-akureyri-1
Sjómannadagshelgin á Akureyri Um helgina verður blásið til hátíðar á Akureyri í tilefni sjómannadagsins. Deginum verður fagnað með dagskrá sem nær yfir bæði laugardag og sunnudag. Á laugardaginn gefst áhugasömum gestum færi á að kíkja inn í verbúðir og ganga bryggjurnar í Sandgerðisbótinni þar sem smábátaeigendur taka vel á móti þeim. Bátavélasýning Þórhalls Matthíassonar sem er til húsa að Óseyri 20 verður opin. Boðið verður upp á ljúffenga súpu í boði Kaffi Ilms og kjötsúpu að hætti Guðjóns Oddssonar. Siglingaklúbburinn Nökkvi og skútueigendur kynna skútusiglingar við Hofsbryggjuna auk þess sem landkröbbum og öðrum gefst kostur á að stíga ölduna. Vegleg fjölskylduskemmtun á vegum sjómanna verður á útivistarsvæði skáta að Hömrum frá kl. 14- 17. Sýnd verða atriði úr Tuma tímalausa og Sirkus Ísland skemmtir. Töframaður, andlitsmálun, kassaklifur og karmelluflug og fleira mun gleðja unga sem aldna þennan dag. Þyrla landhelgisgæslunnar verður með björgunarsýningu og sjómenn reyna með sér í fótbolta, reiptogi og þrautum. Punkturinn yfir i-ið þennan dag er sjómannadagsdagskvöldverður í Menningarhúsinu Hofi og sjómannadagsball á Græna Hattinum þar sem Helgi Björns og Reiðmenn vindanna leika fyrir dansi. Á sunnudaginn, sjálfan sjómannadaginn, hefjast hátíðarhöld með hefðbundnum hætti; sjómannamessur verða í Akureyrar- og Glerárkirkju og blómsveigur verður lagður að minnisvarða um týnda og drukknaða sjómenn. Húni II siglir klukkan 13 frá Torfunefsbryggju að Sandgerðisbót, þar sem smábátasjómenn fjölmenna og munu bátarnir sigla saman aftur að Torfunefsbryggju. Dagskrá til heiðurs sjómönnum hefst kl. 14 í Menningarhúsinu Hofi þar sem Geir Kristinn Aðalsteinsson, forseti bæjarstjórnar, flytur hátíðarávarp, Katrín Hólm Hauksdóttir hugleiðir líf sjómanskonunnar og Linda María Ásgeirsdóttir segir frá lífinu í sjávarþorpi fyrir og eftir kvóta auk þess sem ljúfir tónar munu óma um húsið. Kappróður hefst kl. 15 á Pollinum. Fólk er hvatt til að koma og hvetja sitt lið en tilvalið er að vera á Hofsbryggjunni til þess. Í Menningarhúsinu Hofi verður hægt að virða fyrir sér 18 eyfirsk bátalíkön eftir Grím Karlsson en það er Strandmenningarfélag Akureyrar sem stendur fyrir sýningunni. Vert er að benda á að hún stendur einungis þennan eina dag. Þegar degi fer að halla eða nánar tiltekið kl. 16.15 og 17.15 gefst bæjarbúum og gestum þeirra kostur á að sigla með Húna II um Pollinn. Siglt verður frá Torfunefsbryggju og kaffisala er um borð. Hér er aðeins tæpt á því helsta sem boðið verður upp á um sjómannadagshelgina. Ítarlegri dagskrá er hægt að skoða á viðburðardagatalinu á heimasíðu Akureyrarstofu, www.visitakureyri.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sveitarstjornarkosningar-laugardaginn-31-mai-2014
Sveitarstjórnarkosningar laugardaginn 31. maí 2014 Kjörstaðir í Akureyrarkaupstað eru í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hríseyjarskóla og í hreppshúsinu í Grímsey. Akureyrarkaupstað verður skipt í 12 kjördeildir, 10 á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. Skipting kjósenda í kjördeildir er eftir búsetu og eru kjósendur beðnir um að kynna sér í hvaða kjördeild þeim ber að kjósa. Kjörfundur hefst á Akureyri, í Hrísey og í Grímsey klukkan 9.00 og lýkur honum klukkan 22.00. Kjósendur í Hrísey og Grímsey athugið, að kjörstað kann að verða lokað fyrr að uppfylltum skilyrðum 89. gr. laga nr. 24/2000. Þeir eru því hvattir til að mæta á kjörstað fyrir kl. 17.00. Kjörstaðir í Hrísey og Grímsey verða þó að lágmarki opnir til kl. 17.30 nema allir á kjörskrá hafi kosið fyrir þann tíma. Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur á bókasafni VMA og er sími kjörstjórnar á kjördag 464 0350 og faxnúmer 464 0351. Kjörskrá liggur frammi frá 21. maí 2014 og miðast hún við skráð lögheimili kjósenda hjá Þjóðskrá Íslands þann 10. maí 2014. Kjósendum er frjálst að skoða kjörskrána og mun hún liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, Akureyri. Þá er kjörskrána einnig að finna á veffanginu: www.kosning.is. Kjósendur skulu viðbúnir því að vera krafðir um persónuskilríki eða önnur kennivottorð á kjörfundi. Akureyri 23. maí 2014. Yfirkjörstjórnin á Akureyri, Helga G. Eymundsdóttir Þorsteinn Hjaltason Júlí Ósk Antonsdóttir Kjördeildir í VMA.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nidurstodur-kosninganna
Niðurstöður kosninganna Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri 31. maí eða 25,7 prósent og þrjá menn kjörna. Listi fólksins tapaði meirihluta sínum, fékk 21 prósent og tvo menn. Samfylkingin hlaut 17,5 prósent atkvæða og tvo menn kjörna. Framsóknarflokkurinn hlaut einnig tvo menn og 14,2 prósent atkvæða. Vinstri hreyfingin - grænt framboð fékk 10,5 prósent og einn mann og Björt framtíð 9,4 prósent og einn mann. Dögun kom ekki manni að, fékk 1,4 prósent atkvæða. Kjörsókn var 67,12 prósent. Í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn verða Gunnar Gíslason, Eva Hrund Einarsdóttir og Njáll Trausti Friðbertsson. Matthías Rögnvaldson og Silja Dögg Baldursdóttir verða fulltrúar L-listans. Fyrir Samfylkinguna verða Logi Már Einarsson og Sigríður Huld Jónsdóttir. Fyrir Framsóknarflokkinn Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Ingibjörg Ólöf Isaksen. Sóley Björk Stefánsdóttir verður fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Margrét Kristín Helgadóttir fulltrúi Bjartrar framtíðar. Frétt af heimasíðu RÚV. Mynd: Anders Peters.
https://www.akureyri.is/is/frettir/islensk-samtidarportrett
Íslensk samtíðarportrett Sumarsýning Listasafnsins á Akureyri verður opnuð laugardaginn 7. júní kl. 15 og ber hún yfirskriftina Íslensk samtíðarportrett – mannlýsingar á 21. öld. Á sýningunni gefur að líta hvernig 70 listamenn hafa glímt við hugmyndina um portrett frá síðustu aldamótum til dagsins í dag. Hugmyndin um portrett felst í því að draga fram á listilegan hátt það sem öðrum er almennt hulið. Að einskorða sig við portrett er ein leið til að skoða á hvaða hátt íslenskir listamenn fjalla um samtíðina. Á þessari sýningu birtist áhorfendum samtíðarsýn 70 listamanna sem hafa tekist á við hugmyndina í víðum skilningi og í áhugaverðu samspili ólíkra birtingarmynda fást svör. Verkin eru á þriðja hundrað talsins og á meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni má nefna Erró, Ragnar Kjartansson, Kristínu Gunnlaugsdóttur, Hallgrím Helgason, Steinunni Þórarinsdóttur, Hugleik Dagsson, Aðalheiði S. Eysteinsdóttur, Baltasar Samper og Ólöfu Nordal. Sýningin stendur til 17. ágúst og er opin alla daga nema mánudaga kl. 10-17. Aðgangur er ókeypis. Svín Gogh eftir Karl Jóhann Jónsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/umferdarstyring-a-strandgotu-austan-hjalteyrargotu-1
Umferðarstýring á Strandgötu austan Hjalteyrargötu Skipulagsnefnd samþykkti þann 28. maí 2014, að beiðni Hafnasamlags Norðurlands, að ekki verði leyfður akstur austur Strandgötu, frá Hjalteyrargötu að Laufásgötu. Takmörkun þessi mun gilda þá daga sem skemmtiferðaskip eru við Oddeyrarbryggju sumarið 2014 og verður tímabundin í tvær klst. frá áætlaðri komu skips. Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/land-fyrir-stafni
Land fyrir stafni! Land fyrir stafni! Svo nefnist ný sýning á fágætum Íslandskortum sem opnuð verður á Minjasafninu á Akureyri fimmtudaginn 5. júní kl. 17. Sýningin samanstendur af einstökum landakortum frá 1547-1808. Lengi vel þekktu erlendir kortagerðarmenn lítið til landsins, höfðu mögulega óljósar fregnir af því og færðu hringlaga eyju inn á Evrópukortið. Þegar framliðu stundir breyttist landið úr torkennilegri eldfjallaeyju með sjóskrýmslum og furðuverum í kunnulegt land með stórskorinni strönd. Kortin endurspegla aukna þekkingu Evrópubúa á umheiminum eftir því sem fram líður. Á kortunum fjölgar örnefnum og upplýsingum skráðum af vísindalegri nákvæmni, sem þó ber fagurfræði þeirra ekki ofurliði. Landakortin eru 76 talsins frá Ítalíu, Hollandi, Englandi, Frakklandi, Tékklandi, Austurríska keisaraveldinu og Þýskalandi. Hvert öðru sérkennilegra og sérstakara, þannig er að finna kort á sýningunni sem aðeins er til í einu öðru eintaki í heiminum. Kortin eru gjöf þýsku hjónanna dr. Karl-Werner Schulte og Giselu Schulte-Daxboek til íbúa Akureyrar. Þau hafa safnað kortum af Íslandi eða þar sem landið er hluti Evrópukorts um áratuga skeið. Schulte hjónin tóku ástfóstri við Ísland og Akureyri fyrir nokkrum árum og ákváðu að gefa þau til Akureyrar. Í tengslum við sýninguna verða skemmtilegir viðburðir og fjölskylduleikir. Á Jónsmessu skríða sjóskrímsli á land og taka sér bólfestu á safninu. Einnig verður hægt að gerast landkönnuður og skoða sýninguna með barnakorti og finna fjarsjóð á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Sýningin er í stóra sal Minjasafnsins á Akureyri en þar opnaði síðast ný sýning 1999. Það er því sannarlega tímamót í vændum. Ragna Gestsdóttir fræðslufulltrúi á Minjasafninu sýnir Maríu Helenu Tryggvadóttur starfsmanni Akureyrarstofu eitt af stórmerkilegum Íslandskortum á sýningunni. Með augum fortíðar Sama dag verður einnig opnuð óvenjuleg ljósmyndasýning: Með augum fortíðar. Akureyri ljósmynduð með tækni 19. aldar. Hörður Geirsson hefur undanfarin ár lært aðferðir þær sem notaðar voru við ljósmyndun á 19. öld á svokallaðar votplötur. Hann gegnur skrefinu lengra en flestir ljósmyndarar því hann smíðar einnig myndavélar og færanlegt myrkraherbergi. Á sýningunni gefur að líta myndir sem Hörður hefur tekið af stundarkornum viða um Akureyri og í sumar bætast við nýjar myndir frá nýjum sjónarhornum og gefst í leiðinni tækifæri að fylgjast með ljósmyndaranum að verki. Sýningarnar verða opnaðar fimmtudaginn 5. júní kl. 17 og er opið til kl. 21 og allir velkomnir. Minjasafnið á Akureyri er opið alla daga 10-17. Eitt af landakortunum 76. Þetta er frá 1590.
https://www.akureyri.is/is/frettir/leid-2-felld-nidur-i-sumar
Leið 2 felld niður í sumar Frá og með deginum í dag, 10. júní, og til og með 31. ágúst 2014 fellur akstursleið 2 niður hjá Strætisvögnum Akureyrar. Meginástæðan fyrir því að grípa þurfti til þessara aðgerða er að ekki hefur fengist nægur mannskapur í sumarafleysingar hjá SVA. Aðrar akstursleiðir verða óbreyttar. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-meirihluti-i-baejarstjorn-akureyrar
Nýr meirihluti í bæjarstjórn Akureyrar Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, L-listans og Samfylkingarinnar hafa náð samkomulagi um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar kjörtímabilið 2014-2018. Samkomulag þeirra var kynnt á blaðamannafundi í Menningarhúsinu Hofi í dag en það er byggt á stefnuskrám flokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2014. Eiríkur Björn Björgvinsson verður áfram bæjarstjóri. Í fréttatilkynningu frá framboðunum segir orðrétt: „Við leggjum áherslu á félagslegt réttlæti og viljum berjast fyrir því allir njóti mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Þetta ætlum við að hafa að leiðarljósi í öllum okkar störfum. Við viljum virkja íbúa til lýðræðislegrar þátttöku og gera stjórnsýsluna skilvirkari m.a. með aukinni rafrænni stjórnsýslu, einfaldari og skýrari verkferlum og virkara samtali við bæjarbúa. Lögð verður aukin áhersla á langtíma áætlanagerð um örugga og ábyrga fjármálastjórn og forgangsröðun verkefna. Við viljum auka fjölbreytni atvinnulífsins og munum beita okkur fyrir frekari samvinnu skóla og atvinnulífs. Þá ætlum við að bæta samstarf og samráð við starfsfólk sveitarfélagsins, fjölga tækifærum til starfsþróunar og öðrum leiðum sem efla þá í starfi. Við teljum nauðsynlegt að auka fjármagn til uppbyggingar skóla og velferðarmála og við fjárhagsáætlanagerð munum við miða að því að styrkja þessa þætti rekstursins ásamt því að jafna stöðu bæjarbúa. Bæjarfélag sem býr yfir fjölbreyttu atvinnulífi, góðum skólum, líflegri menningu og öflugu íþróttalífi er líklegt til að laða að sér nýtt fólk og halda í þann mannauð sem fyrir er. Við ætlum að leggja okkar af mörkum til að Akureyri megi áfram styrkjast og dafna.“ Formennska í nefndum verður sem hér segir: Forseti bæjarstjórnar – L-listinn Formaður bæjaráðs – Framsóknarflokkurinn Félagsmálaráð – Samfylkingin Skólanefnd – Samfylkingin Stjórn Akureyrarstofu – Samfylkingin Umhverfisnefnd – Samfylkingin Framkvæmdaráð – L-listinn Samfélags- og mannréttindaráð – L-listinn Íþróttaráð – Framsóknarflokkurinn Skipulagsnefnd – Framsóknarflokkurinn Nánari upplýsingar um nefndir og ráð koma fram á fyrsta bæjarstjórnarfundi þann 18. júní 2014 auk þess sem samstarfssamningur flokkanna verður þá lagður fram í heild sinni. Á meðfylgjandi mynd eru talið frá vinstri: Sigríður Huld Jónsdóttir og Logi Már Einarsson frá Samfylkingu, Ingibjörg Isaksen og Guðmundur B. Guðmundsson frá Framsóknarflokki, og Silja Dögg Baldursdóttir og Matthías Rögnvaldsson frá L-lista. Bæjarfulltrúar nýja meirihlutans á blaðamannafundinum í dag.
https://www.akureyri.is/is/frettir/leidsogn-um-sumarsyningu
Leiðsögn um sumarsýningar Á morgun , fimmtudaginn 12. júní kl. 12, býður Sjónlistamiðstöðin upp á leiðsögn um sumarsýningu Listasafnsins, Íslensk samtíðarportrett – mannlýsingar á 21. öld sem var opnuð síðastliðinn laugardag. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, leiðir gesti um sýninguna og fræðir þá um verkin og tilurð þeirra. Aðgangur er ókeypis. Viku síðar eða fimmtudaginn 19. júní verður leiðsögn um sumarsýningu Ketilhússins, Gísli B. – Fimm áratugir í grafískri hönnun. Um vikulegar leiðsagnir er að ræða sem verða til skiptis á hvorum stað á hverjum fimmtudegi kl. 12 og er aðgangur alltaf ókeypis. Nánari upplýsingar um dagkrána í sumar má sjá hér að neðan: Ketilhúsið, fimmtudagur 19. júní kl. 12.00: Leiðsögn um yfirlitssýningu Gísla B. Björnssonar, Fimm áratugir í grafískri hönnun. Listasafnið á Akureyri, fimmtudagur 26. júní, kl. 12.00: Leiðsögn um samsýninguna Íslensk samtíðarportrett – mannlýsingar á 21. öld. Ketilhúsið, fimmtudagur 3. júlí kl. 12.00: Leiðsögn um yfirlitssýningu Gísla B. Björnssonar, Fimm áratugir í grafískri hönnun. Listasafnið á Akureyri, fimmtudagur 10. júlí, kl. 12.00: Leiðsögn um samsýninguna Íslensk samtíðarportrett – mannlýsingar á 21. öld. Ketilhúsið, fimmtudagur 17. júlí kl. 12.00: Leiðsögn um yfirlitssýningu Gísla B. Björnssonar, Fimm áratugir í grafískri hönnun. Listasafnið á Akureyri, fimmtudagur 24. júlí, kl. 12.00: Leiðsögn um samsýninguna Íslensk samtíðarportrett – mannlýsingar á 21. öld. Ketilhúsið, fimmtudagur 24. júlí kl. 12.00: Leiðsögn um yfirlitssýningu Gísla B. Björnssonar, Fimm áratugir í grafískri hönnun. Listasafnið á Akureyri, fimmtudagur 31. júlí, kl. 12.00: Leiðsögn um samsýninguna Íslensk samtíðarportrett – mannlýsingar á 21. öld. Ketilhúsið, fimmtudagur 7. ágúst kl. 12.00: Síðasta leiðsögn um yfirlitssýningu Gísla B. Björnssonar, Fimm áratugir í grafískri hönnun. Listasafnið á Akureyri, fimmtudagur 14. ágúst, kl. 12.00: Síðasta leiðsögn um samsýninguna Íslensk samtíðarportrett – mannlýsingar á 21. öld. Ketilhúsið, fimmtudagur 21. ágúst kl. 12.00: Leiðsögn um sýningu Þóru Þórisdóttur, Skapandi greinar í átt að heilbrigðara efnahagskerfi. Ketilhúsið, fimmtudagur 28. ágúst kl. 12.00: Leiðsögn um sýningu Þóru Þórisdóttur, Skapandi greinar í átt að heilbrigðara efnahagskerfi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-533-2014-auglysing-um-breytingu-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018-midbaer
Nr. 533/2014 AUGLÝSING um breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, miðbær. Skipulagsstofnun staðfesti þann 22. maí 2014 breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, sem samþykkt var í bæjarstjórn Akureyrar þann 6. maí 2014. Niðurstaða sveitarstjórnar var auglýst 14. maí 2014. Í breytingunni felst að fallið er frá strandlínu með síki og gerðar breytingar á ákvæðum fyrir miðbæinn svo sem um hæðir húsa og bílageymslur. Mörkum miðbæjarsvæðis og útfærslu hafnarsvæðis er breytt. Glerárgötu er hliðrað lítillega á kafla auk þess sem henni er breytt í tvær akreinar í stað fjögurra. Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi. Skipulagsstofnun, 22. maí 2014. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir. Ottó Björgvin Óskarsson B-deild - Útgáfud.: 6. júní 2014
https://www.akureyri.is/is/frettir/biladagar-i-brakandi-blidu
Bíladagar í brakandi blíðu Bíladagar á Akureyri hefjast á morgun og veðurspáin er eins og best verður á kosið. Þetta er 18. árið í röð sem Bílaklúbbur Akureyrar heldur utan um þennan viðburð sem stendur frá 13.-17. júní. Smám saman hefur þessi hátíð bílamanna orðið einn stærsti viðburður sumarsins á Norðurlandi. Lögð hefur verið áhersla á það að færa götuspyrnur og annað aksturssport af götum bæjarins og varð mikil breyting til batnaðara þegar nýtt akstursíþróttasvæði bílaklúbbsins ofan bæjarins var tekið í notkun. Bílaklúbbur Akureyrar fagnaði 40 ára afmæli sínu fyrir skemmstu. Heimasíða BA með dagskrá Bíladaga 2014. Lesa má umfjöllun um Bíladaga og viðtal við formann BA á mbl.is. Mynd af heimasíðu BA.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-553-2014-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-grimseyjargata-og-laufasgata
Nr. 553/2014 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Grímseyjargata og Laufásgata Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæða sunnan Glerár. Skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar hefur þann 11. júní 2014, á grundvelli 4. gr., e-liðar, í samþykkt um skipulagsnefnd og í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir hafnarsvæði sunnan Glerár, Grímseyjargötu 3 og Laufásgötu (landnúmer 149144). Breytingin felur m.a. í sér að lóð og byggingarreitur Grímseyjargötu 3 stækka og nýtingarhlutfall eykst. Á Laufásgötu stækkar byggingarreitur til norðausturs og suðausturs. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 11. júní 2014, Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B-deild - Útgáfud.: 11. júní 2014
https://www.akureyri.is/is/frettir/skolaslit-ma
Skólaslit MA Menntaskólanum á Akureyri verður slitið með athöfn í Íþróttahöllinni á Akureyri þriðjudaginn 17. júní. Athöfnin hefst klukkan 10 en hús stendur opið frá klukkan 9. Að þessu sinni verða brautskráðir 179 stúdentar en þetta er í fyrsta sinn sem brautskráðir eru nemendur sem hafa stundað nám samkvæmt nýrri námskrá MA. Að vanda munu tónlistarmenn úr röðum nýstúdenta leika við athöfnina, skólameistari flytur skólaslitaræðu og brautskráir stúdenta, fulltrúar afmælisárganga, 10 ára, 25 ára, 40, 50, og 60 ára stúdenta flytja ávörp og kveðjur og fulltrúi nýstúdenta ávarpar samkomuna. Þess verður minnst við athöfnina að út er komin bókin Lifandi húsið í samantekt Tryggva Gíslasonar fyrrum skólameistara en þessa dagana eru 110 ár liðin síðan farið var að reisa hið fornfræga hús Gamla skóla. Að athöfn lokinni verða myndatökur, en þá er líka opið hús í MA til klukkan 15 síðdelgis. Þar gefst gestum og gangandi færi á að skoða skólahúsin, rifja upp gömul kynni, skoða námsverkefni nemenda og svala sér á kaffi og kökum. Að kvöldi 17. júní er hátíðarsamkoma nýstúdenta í Íþróttahöllinni þar sem þeir koma með fjölskyldum sínum og vinum til borðhalds og þar munu stúdentarnir einnig flytja ýmis skemmtiatriði. Stúdentarnir fara að því loknu í bæinn og dansa á Torginu um klukkan 11.30 en nýstúdentaball er síðan í Höllinni fram eftir nóttu við undirleik hljómsveitarinnar Í svörtum fötum. Gamlir nemendur koma hundruðum saman til Akureyrar til að fagna stúdentsafmælum sem standa á heilum tug og hálfum og setja svp á bæjarlífið dagana 14., 15. og 16. júní. Þeir fara gjarnan í dagsferðir um nágrennið og halda alls kyns fagnaði vítt og breitt um bæinn og sameinast svo á MA-hátíðinni í Íþróttahöllinni að kvöldi 16. júní. Þar verður borðhald og margvísleg skemmtidagskrá árganganna og Í svörtum fötum spilar fyrir dansi fram á nótt.
https://www.akureyri.is/is/frettir/thjodhatid-a-akureyri
Þjóðhátíð á Akureyri Þjóðhátíðardagur Íslendinga 17. júní er haldinn hátíðlegur með dagskrá í Lystigarðinum á Akureyri og í miðbæ Akureyrar. Hefðbundin hátíðardagskrá í Lystigarðinum hefst klukkan 12.45 með ljúfum tónum Lúðrasveitarinnar á Akureyri undir stjórn Alberto Porro Carmona. Séra Sunna Dóra Möller prestur í Akureyrarkirkju flytur hugvekju og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri flytur hátíðarávarp. Þennan dag sem aðra fánadaga eru bæjarbúar hvattir til að draga fána að húni. Dagskráin er sem hér segir: Kl. 9.00: Boðssigling fyrir eldri borgara með Húna II. Siglt verður frá Torfunefsbryggju. Kl. 12.45-13.30: Hátíðardagskrá í Lystigarðinum. Lúðrasveitin á Akureyri spilar undir stjórn Alberto Porro Carmona. Séra Sunna Dóra Möller prestur í Akureyrarkirkju flytur hugvekju. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri flytur hátíðarávarp. Kvennakór Akureyrar syngur undir stjórn Daníels Þorsteinssonar. Agnes Ársælsdóttir, UNG – skáld 2013 flytur eigið ljóð og Hafsteinn Davíðsson sigurvegari í Stóru upplestrarkeppninni les ljóð. Kl. 13.30: Skrúðganga úr Lystigarðinum að Ráðhústorgi. Fánaborg Skátafélagsins Klakks og Lúðrasveitin á Akureyri leiða gönguna. Kl. 10-18: Shell Bíladagar - hátíðarbílasýning í Boganum. Verð kr. 1.500, frítt fyrir 12 ára og yngri og félagsmenn BA. Kl. 11 og 17: Leikhópurinn Lotta í Lystigarðinum sýnir fjölskylduævintýrið Hrói Höttur Miðaverð kr. 1.900. Kl. 11 Skíðaganga í Hlíðarfjalli. Gangan hefst við skíðagönguhúsið og margar vegalengdir í boði. Kl. 14-16.30: Fjölskyldu- og hátíðardagskrá á Ráðhústorgi. Um kynningu dagskrár sér leikhópurinn Lotta, ávarp fjallkonu og ávarp nýstúdents, Lúðrasveit Akureyrar spilar, Tumi tímalausi, Thunder, Magni Ásgeirsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Gísli rappari, Rósa og Steinunn spila. Kl. 14-17: Ratleikur í Skátagilinu. Kl. 16: Húni II siglir um Pollinn. Enginn aðgangseyrir. Ferðin tekur 45 mínútur. Kl. 20-21: Skátakvöldvaka í skátagilinu. Kl. 21-24: Skemmtidagskrá á Ráðhústorgi. Leikhópurinn Lotta sér um að kynna dagskrána. Fram koma tónlistarfólkið Sónus, Lárus og Sindri, Rúnnar Eff og Marína Ósk, Frey Scheving, Atómskáldin, Eyþór og Magni. Kl. 23.30: Ráðhústorg - Nýstúdentar Menntaskólans á Akureyri marsera. Það er Skátafélagið Klakkur sem skipuleggur hátíðarhöldin á Ráðhústorgi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynning-a-deiliskipulagi-verkmenntaskolans-a-akureyri
Kynning á deiliskipulagi Verkmenntaskólans á Akureyri Hér fyrir neðan og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar er nú til kynningar deiliskipulag Verkmenntaskólans á Akureyri við Hringteig, í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ábendingum er hægt að koma á framfæri skriflega til skipulagsdeildar í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri eða á netfangið: skipulagsdeild@akureyri.is. Drög að deiliskipulagi VMA - greinargerð Drög að deiliskipulagi VMA - skipulagsuppdráttur Drög að deiliskipulagi VMA - skýringaruppdráttur 13. júní 2014 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/arsenalskolinn-a-akureyri
Arsenalskólinn á Akureyri Fótboltaskóli kenndur við enska knattspyrnuliðið Arsenal hófst í fimmta sinn á Akureyri í dag og stendur fram á föstudag. Yfirþálfari skólans og aðalþjálfarar koma frá Arsenal og sjá þeir um allt skipulag skólans. Þeim til aðstoðar við æfingarnar eru þjálfarar frá ýmsum íslenskum félögum sem allir hafa mikla og langa reynslu af þjálfun. Skipulag skólans verður með svipuðu formi og síðustu sumur. Æfingar hefjast klukkan 10 og standa yfir til klukkan 15 en um hádegisbil er tekið um klukkustundarlangt matar- og hvíldarhlé. Æfingarnar fara fram á svæði Knattspyrnufélags Akureyrar og er skólinn ætlaður krökkum í 3., 4., 5., og 6. flokki, þ.e. fædd 1998 til 2005. Stelpur eru að sjálfsögðu hvattar til að sækja skólann til jafns við stráka. Nánar á heimasíðu KA.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kvenrettindadagurinn
Kvenréttindadagurinn Í tilefni kvenréttindadagsins á morgun, 19. júní, verður boðið upp á kvennasögugöngu um Oddeyrina á Akureyri og kvikmyndasýningu í Sambíóinu. Saga kvenna á Oddeyrinni er mörgum hulin og því gefst hér kjörið tækifæri til að fá innsýn í líf og störf þeirra en konur á eyrinni sáu t.d. um ýmis konar rekstur um aldarmótin 1900 og fram á miðja 20. öld. Guðfinna Hallgrímsdóttir og Hallgrímur Skaptason munu leiða gönguna og varpa ljósi á líf kvenna og ýmsar uppákomur, hefðir og venjur sem ríktu á eyrinni. Kvennasögugangan hefst við Ráðhústorg kl. 16.20 og lýkur við Gamla Lund. Gangan er öllum opin en hún er í boði Jafnréttisstofu, Héraðsskjalasafnsins á Akureyri, Minjasafnsins á Akureyri, Zontakvenna og Akureyrarbæjar. Að göngu lokinni, kl. 18.00, er göngufólki boðið upp á sýningu í Sambíóinu á sænsku verðlaunamyndin Monika Z sem fjallar um ævi djass-söngkonunnar Monicu Zetterlund sem lést í eldsvoða á heimil sínu í Stokkhólmi fyrir átta árum. Hún var um tíma ein fremsta djasssöngkona heims og söng meðal annars inn á plötu Billy Evans – Waltz for Debby. Aðalleikona myndarinnar er hin íslenskættaða Edda Magnason og einnig leikur Sverrir Guðnason stórt hlutverk í myndinni. Þau hlutu á dögunum sænsku kvikmyndaverðlaunin, Gullbjölluna, fyrir leik sinn. Kvikmyndasýningin er í boði kvikyndis, norrænu upplýsingaskrifstofunnar á akureyri, jafnréttisstofu og sænska sendiráðsins á Íslandi. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/myndir-fra-17-juni
Myndir frá 17. júní Einmuna veðurblíða var á Akureyri á þjóðhátíðardaginn, léttskýjað og hitastigið um eða yfir 20 gráður. Ungir sem aldnir nutu hátíðardagskrár í Lystigarðinum og stormuðu síðan léttklæddir í skrúðgöngu niður í bæ. Þar tók við skemmtidagskrá sem stóð með hléum fram að miðnætti. Hafði fólk á orði að veðrið væri eins og í útlöndum og regnið sem hófst um kvöldmatarleytið var enginn gróðrarskúr, heldur var eins og himnarnir hefðu opnast og hellt væri úr fötu sem var vel við hæfi eftir hitabylgju dagsins. Meðfylgjandi myndir tók Ragnar Hólm í Lystigarðinum og miðbænum. Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli þeirra. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-571-2014-auglysing-um-breytingu-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018-vegna-hagahverfis-3-afanga-naustahverfis
Nr. 571/2014 AUGLÝSING um breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 vegna Hagahverfis, 3. áfanga Naustahverfis. Skipulagsstofnun staðfesti þann 30. maí 2014 breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, sem samþykkt var í sveitarstjórn þann 20. maí 2014. Tillagan gerir ráð fyrir að legu Naustabrautar verði breytt, íbúðarsvæði 3.12.9 ÍB verði stækkað lítillega, stofnanasvæði 3.21.4 S verði minnkað, opnu svæði 3.21.8 O verði breytt og markað verði nýtt verslunar- og þjónustusvæði 3.21.19 V. Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi. Skipulagsstofnun, 30. maí 2014. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir. Ottó Björgvin Óskarsson. B-deild - Útgáfud.: 18. júní 2014
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-572-2014-auglysing-um-breytingu-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018-vegna-virkjunar-i-glerardal
Nr. 572/2014 AUGLÝSING um breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 vegna virkjunar í Glerárdal. Skipulagsstofnun staðfesti þann 30. maí 2014 breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, sem samþykkt var í bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar þann 20. maí 2014. Í breytingartillögunni er gert ráð fyrir nýju iðnaðarsvæði 1.61.6 I í Réttarhvammi, nýrri aðkomuleið frá Hlíðarfjallsvegi, nýju athafnasvæði í Réttarhvammi og fallpípu vegna virkjunar. Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi. Skipulagsstofnun, 30. maí 2014. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir. Ottó Björgvin Óskarsson. B-deild - Útgáfud.: 18. júní 2014
https://www.akureyri.is/is/frettir/viktoria-a-akureyri
Viktoría á Akureyri Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar og maður hennar, Daníel prins, eru í heimsókn á Íslandi. Heimsóknin hófst í gærmorgun með því að krónprinshjónin fóru til Bessastaða og áttu fund með forsetahjónum. Í dag liggur leiðin til Húsavíkur og Mývatns en síðdegis koma þau til Akureyrar og heimsækja háskólann þar sem efnt verður til málstofu um málefni Norðurslóða. Þar verður sagt frá margvíslegu starfi á Akureyri sem tengist Norðurskautsráðinu og rannsóknum á náttúru Norðurslóða. Að þessu loknu verður haldið til Reykjavíkur og hinni formlegu heimsókn lýkur þar. Sænskir dagar á Akureyri í tilefni heimsóknarinnar. Viktoría krónprinsessa.
https://www.akureyri.is/is/frettir/greenland-express-hefur-millilandaflug
Greenland Express hefur millilandaflug Í nýrri fréttatilkynningu frá flugfélaginu Greenland Express segir að stefnt sé að því hefja millilandaflug um Akureyri 25. júní næstkomandi. Flogið verður á sunnudögum og miðvikudögum. Heimahöfn félagsins er í Álaborg og þess vegna verður flogið þaðan til Kaupmannahafnar og áfram til Akureyrar. Ennfremur segir orðrétt: "Flugvélin er nýuppgerð Fokker 100. Vélin tekur 100 manns í sæti og er afar þægileg til ferðalaga. Félagið hefur yfir tveimur flugvélum að ráða og getur því tekið að sér leiguflug fyrir fyrirtæki, ferðaskrifstofur eða starfsmannafélög, þannig að ef áhugi er fyrir fótboltaferð til Englands eða skíðaferð til Frakklands í vetur þá eru lausnirnar hjá okkur. Greenland Express bindur miklar vonir við Akureyri sem framtíðaráfangastað enda hafa viðbrögðin verið framar öllum vonum, þótt starfsemin sé ekki ennþá komin af stað." Bókanir eru á vefsíðunni http//:www.greenlandexpress.com Og frekari upplýsingar má finna á fésbókarsíðu félagsins https://www.facebook.com/GreenlandExpress. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar er bent á nota netfangið:sales@greenlandexpress.dk. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/jonsmessugledi-i-sundlaug-akureyrar
Jónsmessugleði í Sundlaug Akureyrar Á morgun, föstudaginn 20. júní, tekur Sundlaug Akureyrar forskot á sæluna og fagnar Jónsmessunni. Opið verður til klukkan tvö eftir miðnætti og plötusnúðurinn VélArnar heldur uppi fjörinu auk þess sem krakkarnir á TVPHONIC taka lagið og skapandi sumarstörf bregða á leik. Boðið verður upp á veitingar frá Emmesís, Kjarnafæði, Brauðgerð Axels og Vífilfelli. „Við höfum blásið til ýmissa viðburða hér í Sundlaug Akureyrar á síðustu árum sem sumir hafa fest sig í sessi og má þar m.a. nefna kerta- og kósýkvöld," segir Ólafur Arnar Pálsson, aðstoðarforstöðumaður Sundlaugar Akureyrar. „Vonandi mun þetta kvöld fara vel í bæjarbúa svo við getum haldið það aftur að ári liðnu og skapað nýja hefð. Svona stór kvöld verða ekki haldin án stuðningsaðila og við eigum nokkrum velviljuðum fyrirtækjum sem koma að þessu með okkur mikið að þakka."
https://www.akureyri.is/is/frettir/sol-og-mani-i-gardinum-vid-hlid-1
Sól og Máni í garðinum við Hlíð Nú er risið í garðinum við Öldrunarheimilið Hlíð listaverkið Sól og Máni sem Jóhann Ingimarsson, Nói, vann úr bobbingakúlu úr Langanesreka en Langanesið er heimasveit listamannsins. Sólargeislar sem umlykja kúluna eru fengnir úr einum af götusópum Akureyrarbæjar. Verkið lífgar mikið upp á umhverfið við Hlíð og má segja að það geisli af gleði. Nói verður 88 ára í næsta mánuði en aldurinn er engin hindrun í frjórri listsköpun hans. Frétt af heimasíðu ÖA.
https://www.akureyri.is/is/frettir/rot2014-i-gilinu
RÓT2014 í Gilinu Þessa vikuna, 23.-29. júní, fer fram listaviðburðurinn RÓT2014 í Gilinu á Akureyri. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi viðburður er haldinn og er hann skipulagður af þrem ungum listakonum. Í heila viku mun fjölbreyttur hópur listamanna koma saman í Portinu fyrir aftan Listasafnið og vinna að sameiginlegu verki, einu á dag. Afraksturinn er sýndur á flötinni fyrir ofan Ketilhúsið. Laugardaginn 28. og sunnudaginn 29. júní verður svo unnnið í Populus Tremula í Kaupvangsstræti 10. Þar sem þetta er fjölbreyttur hópur listamanna úr mismunandi geirum listalífsins verður niðustaðan án efa spennandi og vel þess virði að kíkja við. Það verður líka hægt að fylgjast með á heimasíðu RÓTAR, www.rot-project.com, og finna 2014 RÓT á Facebook og Instagram. Verkefnið er styrkt af Menningarráði Eyþings og Akureyrarstofu. Mynd af Facebook.
https://www.akureyri.is/is/frettir/verkmenntaskolinn-a-akureyri-tillaga-ad-deiliskipulagi
Verkmenntaskólinn á Akureyri – Tillaga að deiliskipulagi Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagi. Skipulagssvæðið afmarkast af Mýrarvegi í vestri, Mímisbraut í norðri og Hringteigi í austri. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir tveimur nýbyggingum auk viðbygginga við núverandi húsnæði. Hér að neðan er hægt að skoða tillögu- og skýringaruppdrátt ásamt greinargerð sem munu einnig liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 25. júní til 6. ágúst 2014, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is/skipulagsdeild undir: Auglýstar tillögur. Greinargerð Skýringaruppdráttur Uppdráttur Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 6. ágúst 2014 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. 25. júní 2014 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-576-2014-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-deiliskipulag-hagahverfis-deiliskipulagsbreyting-a-reit-28-og-naustagotu-og-deiliskipulag-glerarvirkjunar-ii
Nr. 576/2014 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Deiliskipulag Hagahverfis, deiliskipulagsbreyting á reit 28 og Naustagötu og deiliskipulag Glerárvirkjunar II. Deiliskipulag Hagahverfis og deiliskipulagsbreyting á reit 28 og Naustagötu. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 20. maí 2014 í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulag fyrir Hagahverfi, 3. áfanga Naustahverfis og deiliskipulagsbreytingu fyrir reit 28 og Naustagötu. Deiliskipulagið felur m.a. í sér að skipulagt er nýtt íbúðahverfi með sérbýlis- og fjölbýlishúsalóðum ásamt lóðum fyrir þjónustu og verslun. Deiliskipulagsbreytingin á reit 28 og Naustagötu felur í sér að skipulagsmörk eru samræmd nýju skipulagi Hagahverfis og brú á Naustabraut felld út. Deiliskipulag Glerárvirkjunar II. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 20. maí 2014 í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulag fyrir Glerárvirkjun II á Glerárdal. Deiliskipulagið felur í sér að m.a. er gert ráð fyrir 6 m hárri stíflu í Glerá ofan Glerárgils sem myndar um 1,0 ha lón. Stöðvarhús verður í Réttarhvammi og 6 km niðurgrafin þrýstipípa verður frá lóni að stöðvarhúsi. Efnislosun og geymslusvæði er við Réttarhvamm og áningastaðir og göngustígar eru skipulagðir á Glerárdal. Deiliskipulagstillögurnar hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þær þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 3. júní 2014, Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B-deild - Útgáfud.: 19. júní 2014
https://www.akureyri.is/is/frettir/skrimslin-koma
Skrímslin koma Upp úr tjörninni við Minjasafnið á Akureyri og garði þess spretta nú skrímsli sem eiga fætur sínar og hala að rekja til landakorta sem eru á sýningunni Land fyrir stafni - Íslandskort 1547-1808. Skrímslin ætla að ganga á land fimmtudaginn 26. júní kl. 20 við Minjasafnstjörnina á Akureyri. Þar sem sæskrímsli eiga erfitt með að hreyfa sig á landi verður þeim hjálpað síðasta spölinn á Minjasafnið þar sem þau taka sér nú bólfestu á sýningunni. Gengið verður í hersingu við hljómfagra tónlist með dansandi hreyfilistafólki, blásurum, trumbuleikurum og ýmsum smáskrímslum. Þessi skrímslalæti eru unnin í samstarfi við Skapandi sumarstörf Akureyrarbæjar, trumbuleikarana Jón Hauk og Hjört, Volla blásara, hreyfilistafólkið Camilo, Urði og Birnu. Anne Balanant sér um tónlist en Brynhildur Kristins klæðir skrímsli sem Anna Richards hefur taumhald á. Þórarinn Blöndal er yfirsæskrímslahönnuður verkanna á sýningunni. Brostu framan í skrímslin fimmtudaginn 26. júní kl. 20 á Minjasafninu á Akureyri. Enginn aðgangseyrir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/arctic-open-golfmotid-hefst-i-dag
Arctic Open golfmótið hefst í dag Arctic Open er alþjóðlegt golfmót og hefur verið haldið frá árinu 1986. Mótið fer fram á Golfvelli Akureyrar að Jaðri og stendur í þrjá daga, þar af eru tveir keppnisdagar. Mótið er það eina sinnar tegundar í heiminum, það er að segja þar sem spilað yfir hánótt að staðartíma. Um 195 þátttakendur frá 12 þjóðlöndum eru skráðir til leiks í ár. Mótið hefst í dag, fimmtudag, 26. júní og stendur fram á aðfaranótt laugardags. Mótið er 36 holu golfleikur þar sem leikið er í einum opnum flokki, með eða án forgjafar, eftir Stableford punktakerfinu og spilaðar 18 holur hvorn keppnisdag. Dagskrá mótsins er sem hér segir: Fim. 26. júní. kl. 11.00 Mæting keppenda og afhending mótsgagna kl. 13.00 Opnunarhátíð og matur - rástímar tilkynntir kl. 16.00 Fyrsti rástími - allir leikmenn ræsa út frá fyrsta teig Fös. 27. júní. kl. 16:00 Fyrsti rástími - allir leikmenn ræsa út frá fyrsta teig Lau. 28. júní. kl. 20:00 Lokahóf og verðlaunaafhending. Frekari upplýsingar um mótið má finna hér. Mynd: Jón Óskar Ísleifsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/yfirlysing-fra-akureyrarbae
Yfirlýsing frá Akureyrarbæ Akureyrarbær harmar einhliða umræðu og rætnar ásakanir í fjölmiðlum um niðurstöðu héraðsdóms Norðurlands eystra í dómsmálum tveggja fyrrum slökkviliðsmanna. Þegar dómar hafa ekki verið birtir opinberlega og umræðan er af hálfu annars aðilans er ljóst að aðeins önnur hliðin á þessu erfiða starfsmannamáli kemur fram. Eru fjölmiðlar hvattir til að rýna vel í dóminn þegar hann birtist. Bærinn bendir á að í meginatriðum er bærinn sýknaður af kröfum aðila, sem hljóðuðu upp á 19,6 og 36,9 milljónir. Bæjarráð er með til skoðunar hvort áfrýja eigi málunum til Hæstaréttar, en forsendur héraðsdóms eru umdeilanlegar að mati lögmanns Akureyrarbæjar. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skrimsli-komin-a-thurrt-land
Skrímsli á þurru landi Í gærkvöld komu skrímsli, sem eiga fætur sínar og hala að rekja til landakorta sem eru á sýningunni Land fyrir stafni - Íslandskort 1547-1808, upp úr tjörninni við Minjasafnið á Akureyri. Á safninu verður hægt að skoða skrímslin auk annarra skemmtilegra sýninga, sjá nánar á heimasíðu safnsins www.minjasafnid.is. Mynd: Kristín Sóley Björnsdóttir
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarhlaup-islenskra-verdbrefa-og-ataks
Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa og Átaks Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa og Átaks verður haldið fimmtudaginn 3. júlí 2014. Keppni í hálfu maraþoni hefst kl. 19.30 en keppni í 5 og 10 km hlaupi kl. 20.15 Rás- og endamark er við líkamsræktarstöðina Átak og er hlaupið um eyrina og fram í Eyjafjörð svo hlaupaleiðin er marflöt og vænleg til góðra afreka. Kort af hlaupaleiðinni verður birt hér á hlaup.is og á heimasíðu hlaupsins á næstu dögum (www.akureyrarhlaup.is). Brautunum hefur verið breytt nokkuð frá fyrri árum og er um rennislétta og bætingarvæna leið að ræða. Allar vegalengdir verða löglega mældar fyrir hlaup. Keppni í hálfmaraþoni er jafnframt íslandsmeistaramót í greininni. Aldursflokkar Þrír aldursflokkar í 5 og 10 km hlaupi: 15 ára og yngri, 16-49 ára, 50 ára og eldri Tveir aldursflokkar í hálfmaraþoni: 16-49 ára, 50 ára og eldri Skráning og þátttökugjald Skráning í hlaupið fer fram á hlaup.is. Opið er fyrir skráningu til kl. 20:00 þriðjudaginn 01. júlí. Þátttökugjald er eftirfarandi: 5 km hlaup kr. 1.500 10 km hlaup kr. 3000 Hálfmaraþon kr. 4000 A.T.H að 16 ára og yngri greiða aðeins 1500 krónur í allar vegalengdir Félagsmenn í UFA Eyrarskokki fá 500 kr afslátt af þátttökugjaldinu. Veittur er fjölskylduafsláttur þannig að fjölskylda (foreldrar og börn)greiðir ekki meira en kr. 6000. Bryddað verður upp á þeirri nýbreytni að bjóða upp á barnapössun í Átaki fyrir börn keppenda (2 ára og eldri) á meðan á hlaupi stendur. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hlaupsins akureyrarhlaup.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolmenn-fotboltahelgi-framundan
Fjölmenn fótboltahelgi framundan Á miðvikudaginn hefst N1-mótið á Akureyri sem er eitt stærsta knattspyrnumót landsins og er ætlað strákum í fimmta flokki. Liðin koma frá öllu landinu og verður leikið á 12 völlum á KA-svæðinu frá miðvikudegi til laugardags. Alls eru skráð um 150 lið frá 36 félögum á mótið eða um 1800 manns með keppendum, þjálfurum og aðstoðarmönnum. Á föstudaginn hefst Pollamót Þórs og Icelandair. Á mótinu keppa öldungalið karla og kvenna í knattspyrnu á velli Þórs og í Boganum föstudag og laugardag. Um 61 lið hafa skráð sig til leiks, eða um 600 knattspyrnumenn. Þessum stóra hópi fótboltaiðkenda fylgir hópur maka og barna þannig að búast má við miklu fjölmenni á Akureyri næstu daga. Mynd: Jón Óskar Ísleifsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ahersla-a-satt-vegna-flutnings-fiskistofu-til-akureyrar
Áhersla á sátt vegna flutnings Fiskistofu til Akureyrar Forsvarsmenn Akureyrarbæjar skilja þær áhyggjur sem starfsmenn Fiskistofu hafa lýst yfir í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að flytja höfuðstöðvar stofnunarinnar til Akureyrar og leggja áherslu á að sátt náist um málið. Þó Akureyrarbær hafi ekki beina aðkomu að málinu mun bærinn leggja sitt að mörkum til að þessar breytingar gangi sem best fyrir sig. Bærinn mun einnig taka saman efni til upplýsingar fyrir alla þá sem vilja kynna sér það sem Akureyri hefur upp á að bjóða og liðsinna hverjum þeim sem ákveður að fylgja nýrri starfstöð. Upplýsingar um þetta verða aðgengilegar á vef bæjarins. Akureyrarbær hefur lengi lagt áherslu á uppbyggingu opinberra starfa í bænum enda séu þar allar forsendur til staðar fyrir slíka starfsemi. Í bænum er öflugt og fjölbreytt samfélag sem tryggir góð lífsgæði allra sem þar búa. Þó svo að Akureyrarbær hafi ekki komið að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar er það skoðun bæjaryfirvalda að Akureyri sé ákjósanlegur staður fyrir starfsemi stofnunarinnar. Innan bæjarins er mikil og sterk fagleg þekking á sjávarútvegi vegna langrar útgerðasögu bæjarins. Þá hefur sjávarútvegsfræði verið kennd við Háskólann á Akureyri síðan 1990 og þannig byggst upp fræðileg sérþekking á sjávarútvegi. Það er kappsmál allra að starfsemi Fiskistofu verði sem öflugust og því er mikilvægt að umræða um hana sé faglegum forsendum en endi ekki í karpi á milli höfuðborgar og landsbyggðar. Á Akureyri eru allar forsendur til þess að stofnunin geti eflst enn frekar og munu bæjaryfirvöld gera það sem það sem í þeirra valdi stendur til að styðja við starfsemi hennar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-rektor-vid-haskolann-a-akureyri-kominn-til-starfa
Nýr rektor við Háskólann á Akureyri Dr. Eyjólfur Guðmundsson tók formlega við starfi rektors Háskólans á Akureyri 1. júlí 2014 af Stefáni B. Sigurðssyni sem gegnt hefur stöðu rektors síðastliðin fimm ár. Eyjólfur hefur starfað hjá CCP síðastliðin sjö ár sem aðalhagfræðingur fyrirtækisins, segir í fréttatilkynningu. Hann er stúdent frá Verslunarskóla Íslands og lauk BS-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 1992. Eyjólfur lauk doktorsprófi í sömu fræðigrein frá Rhode Island University í Bandaríkjunum árið 2001. Hann starfaði við Háskólann á Akureyri í sjö ár og síðustu árin sem deildarforseti viðskipta- og raunvísindadeildar skólans áður en hann var ráðinn til CCP. Eyjólfur hlakkar til að koma aftur til starfa við HA og segir skólann hafa vaxið mjög að umfangi og eflst þau 27 ár sem hann hefur verið starfandi. Í kveðju til starfsmanna á fyrsta starfsdegi sínum sagði Eyjólfur: „Háskólinn á Akureyri stendur á sterkum grunni sem byggður hefur verið í harðri baráttu síðustu ár – baráttu sem nú er að skila sér. Aldrei hafa fleiri nemendur sótt um nám við skólann líkt og nú, útkoma úr gæðaskýrslu hvað varðar kennslu og stjórnsýslu skólans staðfesti sterkan grunn akademísks starfs og námsumhverfi nemenda og fjárhagsstaða skólans er sterk þrátt fyrir ítrekaðan niðurskurð á síðustu árum. Þessi frábæri árangur hefði aldrei náðst nema með samstilltu átaki og vilja ykkar til að takast á við þá erfiðleika sem steðjuðu að skólanum, og þjóðinni allri, á síðustu árum.“ Jafnframt kom fram í máli hans að: „...með jákvæðni að leiðarljósi, og með stoltið yfir árangri síðustu ára í farteskinu, mun okkar í sameiningu takast að spyrna við fótum og hefja uppbyggingu að nýju. Dr. Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri
https://www.akureyri.is/is/frettir/naesthlyjasti-medalhiti-fra-1881
Júní ekki hlýrri í 81 ár Samkvæmt frétt á vef Veðurstofunnar var meðalhiti á Akureyri í júní 12,2 stig sem er 3,1 stigi ofan meðallagsins 1961 til 1990, en 2,4 stigum ofan meðallags síðustu 10 ára. Þetta er næsthlýjasti júní frá upphafi samfelldra mælinga á Akureyri frá 1881. Hlýjasta meðalhitastig í júní á Akureyri var árið 1933 en þá náði það 12,3 stigum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/leidsogn-um-islensk-samtidarportrett
Ókeypis leiðsagnir á morgun Á morgun, fimmtudaginn 3. júlí, kl. 12 verður leiðsögn í Ketilhúsinu um yfirlitssýningu Gísla B. Björnssonar, Fimm áratugir í grafískri hönnun, og er áætlaður tími 20 mínútur. Að henni lokinni verður boðið upp á leiðsögn um sýningu Listasafnsins, Íslensk samtíðarportrett – mannlýsingar á 21. öld, undir handleiðslu Katrínar Matthíasdóttur, en hún er aðstoðarsýningarstjóri. Aðgangur á báðar leiðsagnirnar er ókeypis. Nánari upplýsingar um dagkrána í sumar má sjá hér að neðan: Listasafnið á Akureyri, fimmtudagur 10. júlí, kl. 12.00: Leiðsögn um samsýninguna Íslensk samtíðarportrett – mannlýsingar á 21. öld Ketilhúsið, fimmtudagur 17. júlí kl. 12.00: Leiðsögn um yfirlitssýningu Gísla B. Björnssonar, Fimm áratugir í grafískri hönnun Listasafnið á Akureyri, fimmtudagur 24. júlí, kl. 12.00: Leiðsögn um samsýninguna Íslensk samtíðarportrett – mannlýsingar á 21. öld. Ketilhúsið, fimmtudagur 24. júlí kl. 12.00: Leiðsögn um yfirlitssýningu Gísla B. Björnssonar, Fimm áratugir í grafískri hönnun. Listasafnið á Akureyri, fimmtudagur 31. júlí, kl. 12.00: Leiðsögn um samsýninguna Íslensk samtíðarportrett – mannlýsingar á 21. öld. Ketilhúsið, fimmtudagur 7. ágúst kl. 12.00: Síðasta leiðsögn um yfirlitssýningu Gísla B. Björnssonar, Fimm áratugir í grafískri hönnun. Listasafnið á Akureyri, fimmtudagur 14. ágúst, kl. 12.00: Síðasta leiðsögn um samsýninguna Íslensk samtíðarportrett – mannlýsingar á 21. öld. Ketilhúsið, fimmtudagur 21. ágúst kl. 12.00: Leiðsögn um sýningu Urtaislandica ehf., Skapandi greinar í átt að heilbrigðara efnahagskerfi. Ketilhúsið, fimmtudagur 28. ágúst kl. 12.00: Leiðsögn um sýningu Urtaislandica ehf., Skapandi greinar í átt að heilbrigðara efnahagskerfi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/undir-haum-himni-i-mjolkurbudinni
Undir háum himni Tryggvi Þórhallsson opnar myndlistasýninguna Undir háum himni í Mjólkurbúðinni í listagilinu á Akureyri, laugardaginn 5.júlí kl. 15. Hann sýnir akvarellur og leitast við að fanga hin ólíku birtubrigði íslenskrar náttúru. Efnistökin fela í sér sígilda leit að einingu milli teikningar og málverks, línu og flatar - himins og jarðar. Tryggvi stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1984-1988 og brautskráðist frá grafíkdeild. Á meðan á námi stóð og á árunum eftir útskrift tók hann þátt í nokkrum samsýningum myndlistarmanna. Hann hefur árlega haldið einkasýningar frá 2012 og auk vatnslita vinnur hann með teikningu, ætingu og þurrnál. Sýningin stendur til 13. júlí og er opin kl. 10.00-18.00.
https://www.akureyri.is/is/frettir/bokun-baejarrads-akureyrar-vegna-flutning-fikistofu
Bókun bæjarráðs Akureyrar vegna flutnings Fiskistofu Bæjarráð Akureyrar bókaði á fundi sínum 3. júlí 2014 eftirfarandi bókun: Meirihluti bæjarráðs Akureyrar lýsir yfir fullum stuðningi við ákvörðun stjórnvalda um að fjölga opinberum störfum í bænum með því að staðsetja höfuðstöðvar Fiskistofu á Akureyri. Sú ákvörðun er í samræmi við ítrekaðar ályktanir bæjarráðs um mikilvægi þess að slík fjölgun eigi sér stað og í fullu samræmi við stefnu stjórnvalda. Akureyrarbær hefur þurft að horfa á eftir störfum af svæðinu og er því um ánægjulegan viðsnúning að ræða. Akureyri er kjörstaður fyrir starfsemi Fiskistofu vegna þeirrar sérfræðiþekkingar sem til staðar er í bænum á sjávarútvegi bæði hjá Háskólanum á Akureyri og hjá fyrirtækjum er starfa í greininni á Norðurlandi. Meirihluti bæjarráðs vill árétta að á Akureyri er fjölbreytt og sterkt samfélag sem er vel í stakk búið til þess að þar séu reknar stofnanir á vegum ríkisins á borð við Fiskistofu og munu bæjaryfirvöld standa vel að baki starfseminni. Skiljanlegt er að flutningur stofnunarinnar valdi starfsmönnum hennar áhyggjum. Meirihluti bæjarráðs lýsir yfir vilja til að aðstoða þá starfsmenn sem vilja flytja með stofnuninni og hvetur þá til að útiloka ekki strax þann möguleika. Meirihluti bæjarráðs telur að með samstilltu átaki verði hægt að taka vel á móti því fólki og aðstoða eftir föngum til að verða hluti af nýju samfélagi. Í ofangreindri bókun sat Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista hjá og óskar bókunar: Ég lýsi yfir fullum stuðningi við stefnu stjórnvalda um að fjölga opinberum störfum á landsbyggðunum og flytja starfsemi opinberra stofnana en bendi á að mikilvægt er að útfæra stefnuna á faglegan hátt, meðal annars með aðferðum breytingastjórnunar. Mikilvægt er að íbúar á landsbyggðunum geti valið sér störf eftir áhugasviði og sérþekkingu og því skora ég á stjórnvöld að setja aukinn kraft í verkefnið Störf án staðsetningar og gera þar með öllum Íslendingum kleift að sækja um opinber störf óháð búsetu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skogardagur-nordurlands-a-laugardag
Skógardagur Norðurlands á laugardag Skógarhöggsmenn sýna handtök sín og ný leiksýning frumflutt Líf og fjör verður í Kjarnaskógi á Akureyri laugardaginn 5. júlí þegar þar verður í fyrsta sinn haldinn Skógardagur Norðurlands. Gestir fá að fræðast um skógrækt og skógarnytjar, sjá skógarhöggsmenn að verki og skoða tækjabúnað þeirra en einnig verður í boði leiksýning, ratleikur, skákmót og fleira. Það eru Félag skógarbænda á Norðurlandi, Norðurlandsskógar, Skógfræðingafélag Íslands, Skógrækt ríkisins, Skógræktarfélag Eyfirðinga, og gróðrarstöðin Sólskógar sem taka höndum saman um þennan viðburð. Meiningin með Skógardegi Norðurlands er að vekja athygli á skógum og skógrækt ásamt því fjölbreytta gagni og nytjum sem af skógunum má hafa. Dagskráin hefst á leiksýningu fyrir alla fjölskylduna. Frumsýnt verður verk sem verið hefur í undirbúningi síðustu vikur í hópi ungmenna í skapandi sumarstörfum á vegum Akureyrarbæjar. Spennandi verður að sjá útkomuna. Sýningin verður í hlýlegum hvammi skammt frá sólúrinu í Kjarnaskógi, þekktu og áberandi kennileiti þar. Dagskráin fer öll fram þar í kring, til dæmis skógarhöggssýning þar sem sýnd verða handtökin við skógarhögg og þær vélar og búnaður sem notaður er við skógarhögg með handverkfærum. Sett verður upp sýning sem kallast „Frá fræi til fullunninnar vöru“ þar sem fólk getur áttað sig á umbreytingunni úr pínulitlu fræi yfir í hráefni eins og trjáboli og planka. Einnig verða til sýnis skógarvélar og annar búnaður. Meðan skipulögð dagskrá stendur yfir verður hægt að fara í ratleik um Kjarnaskóg og taka þátt í skákmóti og að sjálfsögðu verður logandi eldur og hitað ketilkaffi, steiktar lummur, grillað pinnabrauð og poppað sem er sérlega skemmtilegt að sjá gert yfir eldi úti í skógi. Allir eru velkomnir á Skógardag Norðurlands við sólúrið í Kjarnaskógi. Gestum er bent á að leggja bílum sínum á aðalbílastæðum við veginn gegnum skóginn og ganga upp eftir ef þess er nokkur kostur.
https://www.akureyri.is/is/frettir/shulte-safnid-afhent-akureyrarbae
Shulte safnið afhent Akureyrarbæ Í dag afhentu Dr. Karl-Werner Shulte og kona hans hans dr. Gisela Shulte–Daxboek Akureyrarbæ 76 Íslandskort að gjöf. Þessi einstöku landakort eru frá árunum 1547-1808. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, tók við gjöfinni og þakkaði hjónunum fyrir þessa dýrmætu gjöf fyrir hönd Akureyringa. Thomas Meister sendiherra Þýskalands á Íslandi var viðstaddur athöfnina. Dr. Karl-Werner Shulte heillaðist af Íslandi eftir fyrstu ferð sína til landsins. Hann rakst á Íslandskort á uppboði í Limburg og þá var ekki aftur snúið. Hann og kona hans Gisela Shulte–Daxboek hófu söfnun sína á gömlum Íslandskortum sem og Evrópukortum með Íslandi á. Það sem heillaði þau við kortin voru sæskrímslin, gjósandi Hekla og ísbirnir sem flutu á ís. Hugsanlega voru það einnig andstæðurnar eldur og ís sem heillaði því þau Karl-Werner og Gisela segja það einkennandi fyrir persónuleika þeirra hjóna. Þegar kom að því að velja Shulte-kortasafninu heimili til frambúðar voru þau staðráðin í að það yrði að vera aðlaðandi ferðamannastaður. Þá varð þeim hugsað til Akureyrar þar sem þau höfðu átt frábærar stundir á ferðalögum sínum um landið. Shulte–Íslandskortasafnið er sýning Minjasafnsins á Akureyri Land fyrir stafni. Minjasafnið á Akureyri er opið daglega kl 10-17 yfir sumartímann. Dr. Gisela Schulte-Daxboek, Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Karl-Werner Schulte
https://www.akureyri.is/is/frettir/gonguvika-a-akureyri-og-i-nagrenni-2
Gönguvika á Akureyri og í nágrenni Í dag, mánudaginn 7.júlí hefst vikulöng dagskrá á Akureyri og í Eyjafirði þar sem göngur af ýmsum toga og erfiðleikastigum eru í aðalhlutverki. Gönguvikan að þessu sinni er samvinnuverkefni Akureyrarstofu, Ferðafélags Akureyrar og Glerárdalshringsins 24X24. Þetta er fimmta árið í röð sem gönguvikan er haldin og hefur aðsókn í göngurnar undanfarin ár verið mjög góð. Allar nánari upplýsingar er að finna á visitakureyri.is. Mynd: María Tryggvadóttir
https://www.akureyri.is/is/frettir/leikritid-raeflavik
Ræflavík í Rýminu Ræflavík kallast ný leikgerð sem sýnd er í Rýminu og er byggð á breska verðlaunaleikritinu Punk Rock eftir Simon Stephens. Leikstjóri er Jón Gunnar Þórðarsson sem setur verkið upp í samstarfi við Norðurbandalagið og er þetta þriðja leiksýningin sem leikfélagið setur upp á tveimur árum. Ræflavík er beinskeytt verk með kolsvörtum húmor og fjallar um líf nokkurra ungmenna í framhaldsskóla í íslenskum bæ sem kallast Ræflavík. Unga fólkið á sér drauma og þrá um líf á öðrum stað. Næstu sýningar: Fimmtudagur 10. júlí, kl. 20.00. Föstudagur 11. júlí, kl. 20.00. Fimmtudagur 17. júlí, kl. 20.00. Miðasala er í Eymundsson og á midi.is. Sýningin er bönnuð börnum undir 16 ára.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fenris-norraent-ungmennaleikhus
Fenris 2014 Fenris er samvinnuverkefni ungs áhugafólks og fagfólks frá 6 Norðurlöndum í sviðslistum. 80 ungmenni á aldrinum 14-20 ára hafa búið til sýningu sem fjallar um tilraunir til samvinnu í heimi samkeppninnar og tilveru unglinga í dag. Á sýningunni er söngur, tónlist og dans og koma þátttakendur frá Leikklúbbnum Sögu sem er starfandi á Akureyri, Tana Kulturskolen í Noregi, leikfélaginu Glotti í Færeyjum, danskólanum Hurja Piruetti í Finnlandi og leikhópnum Ragnarock frá Danmörku. Verkefnið er m.a styrkt af Nordisk Kuldurfond, Nordisk Ministerråds kultur,- og kunstprogram, NORDBUK - Nordisk Børne,- og Ungdomskomité, Evrópu Unga fólksins, Fredensborg Kommune, Menningarráði Eyþings og Menningarsjóði Akureyrar. Aðeins er um eina sýningu að ræða sem fer fram í Hofi næstkomandi fimmtudag, 10 júlí, kl. 19. Miðasala er í miðasölu Hofs, á menningarhus.is og midi.is. Miðaverð er 2000 kr. fyrir fullorðna, 1500 kr. fyrir börn yngri en 11 ára, námsmenn, eldri borgara og öryrkja.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hriseyjarhatid
Hríseyjarhátíðin 2014 Hríseyjarhátíðin 2014 verður haldin um komandi helgi, 11. til 12. júlí, en hún hentar jafnt ungum sem öldnum. Á föstudeginum verður boðið upp á óvissuferðir fyrir börn, unglinga og fullorðna en aðaldagskráin fer fram á laugardeginum og stendur frá hádegi og fram á kvöld. Af dagskrárliðum má nefna fjöruferð með Skralla trúð, dráttavélaferðir, leiktæki, tónlist, smakk á afurðum Hríseyjar, ratleik og fleira. Að venju endar hátíðin á kvöldvöku á sviðinu með varðeldi og brekkusöng. Hríseyjarhátíðin var fyrst haldin árið 1997 og hefur verið árlegur viðburður síðan. Í Hrísey er öll almenn þjónusta til staðar s.s verslun, veitingahús, sundlaug, tjaldsvæði og gisting. Til Hríseyjar gengur ferjan Sævar og er boðið upp á allt að níu ferðir á dag. Siglingin tekur aðeins 15 mínútur frá Árskógssandi sem er um 35 kílómetra frá Akureyri. Nánari upplýsingar um Hrísey, ferjuáætlun og þjónustu má nálgast á hrisey.is. Mynd: Linda María Ásgeirsdóttir
https://www.akureyri.is/is/frettir/gonguvikunni-lykur-laugardaginn-12-juli
Gönguvikunni lýkur laugardaginn 12. júlí Nú stendur yfir Gönguvika á Akureyri en hún hófst síðastliðinn mánudag og lýkur á morgun, laugardaginn 12. júlí. Í kvöld verður gengið inn í nóttina við Hraunsvatn, en það er tiltölulega létt ganga sem hentar flestum. Brottför kl. 19.00 frá skrifstofu Ferðafélags Akureyrar, Strandgötu 23 . Á morgun, laugardaginn 12. júlí, verður Glerárdalshringurinn genginn. Hann er mikil áskorun og einstök upplifun fyrir fjallgöngugarpa. Gengið er á 24 tinda um 50 km leið með um 4.500 m gönguhækkun. Gangan hefst kl. 8 í fyrramálið. Skráning nauðsynleg. Á morgun er einnig boðið upp á göngu upp á Bangsahnjúk sem er fjall mánaðarins hjá Ferðafélagi Akureyrar. Hægt er að sjá nánari upplýsingar um göngurnar og gönguvikuna á visitakureyri.is. Mynd úr Krossanesborgum s.l. fimmtudag
https://www.akureyri.is/is/frettir/god-adsokn-a-hriseyjarhatidinni
Góð aðsókn á Hríseyjarhátíðinni Um 1300 manns voru á Hríseyjarhátíðinni sem haldin var um nýliðna helgi. Metaðsókn var í allar óvissuferðir, sem voru klæðskerasniðnar fyrir börn, unglinga og fullorðna. Mikil ánægja gesta var með nýja uppákomu á hátíðinni „Kaffi í görðum”, en gestgjafar í sex görðum buðu gestum og gangandi uppá kaffi og meðlæti. Veður var með eindæmum gott um helgina og afar góð stemning var í brekkusöngnum á laugardagskvöldið. Varðeldur kraumaði og boðið var uppá söng með Ingó veðurguði, dans og almennan brekkusöng. Nýr frisbígolfvöllur vakti mikla lukku
https://www.akureyri.is/is/frettir/fraedsluferd-um-bakland-gasa
Fornleifadagskrá í Eyjafirði Næstkomandi fimmtudagskvöld 18. júlí kl. 20 verður boðið uppá fræðsluferð í tengslum við Miðaldadaga á Gásum sem hefjast á föstudaginn. Dagskráin hefst kl 20 þar sem veitt verður leiðsögn um Gásir og gestir fræddir um hvað uppgröfturinn þar hefur leitt í ljós. Rannsóknum á Gásum er lokið í bili en á árunum 2001 - 2006 stóður Minjasafnið á Akureyri, Þjóðminjasafn Íslands og Fornleifastofnun Íslands fyrir fornleifarannsóknum á svæðinu. Þar hefur m.a. fundist eitt stærsta safn miðaldakerjaleirbrota á Íslandi. Að leiðsögn lokinni mun áhugasömum standa til boða að fara með rútu inn Hörgárdal, að Skugga í landi Staðartungu, þar sem fornleifafræðingar eru nú við uppgröft og rannsóknir sem eru liður í verkefninu Bakland Gása. Markmið verkefnisins miðar að því að setja Gásir í stærra samhengi með því að skoða sveitina sem á sínum tíma studdi við og hagnaðist á verslun við Gásir. Rútuferðin frá Gásum inn Hörgárdal stendur gestum til boða þeim að kostnaðarlausu (meðan rúm leyfir), en gert er ráð fyrir að þeir komi sér sjálfir að Gásum. Jafnframt er bent á að til þess að komast að uppgreftrinum á Skugga þarf að ganga dálítinn spöl frá þjóðvegi upp grasi gróna hlíð og því er æskilegt að fólk sé vel skóað og klætt eftir veðri. Gera má ráð fyrir um 15 mín göngu og reiknað er með að koma aftur til baka um kl. 22.30. Það eru Gásakaupstaður ses, Minjasafnið á Akureyri, AkureyrarAkademían og aðstandendur fornleifarannsóknanna á Gásum sem bjóða uppá þessa fræðsluferð.
https://www.akureyri.is/is/frettir/midaldadagar-a-gasum-1
Miðaldadagar á Gásum Miðaldadagarnir verða haldnir dagana 18. – 20. júlí kl. 11-18. Þá færist líf í Gásakaupstað sem var forn verslunarstaður á miðöldum og aðal umskipunarhöfn landsins. Handverksfólk vinnur að smáhandverki, þung hamarshögg eldsmiðsins heyrast um allt, brennisteinn verður hreinsaður, skip koma að landi, háreysti kaupmanna óma um allt og stundum slær í brýnu milli þeirra og kaupenda. Ljúfir tónar líða um svæðið um leið og það kraumar í pottum. Leiðsögn verður um fornleifasvæðið þar sem hinn forni verslunarstaður stóð. Sjón er sögu ríkari. Dagskrá Miðaldadaga má sjá á www.gasir.is og fésbókarsíðunni Miðaldadagar á Gásum. Gásir eru 11 km fyrir norðan Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-685-2014-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad
Nr. 685/2014 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Breyting á deiliskipulagi Sandgerðisbótar og Deiliskipulag 2. áfanga Hálanda. Breyting á deiliskipulagi Sandgerðisbótar. Skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar hefur þann 25. júní 2014, á grundvelli 4. gr., e-liðar, í samþykkt um skipulagsnefnd og í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Sandgerðisbót, Óseyri 19. Breytingin felur í sér að lóð nr. 19 við Óseyri stækkar í 693,7 m² og byggingarreitur fyrir viðbyggingu við núverandi hús er skilgreindur. Deiliskipulag 2. áfanga Hálanda. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 20. maí 2014 í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulag fyrir 2. áfanga Hálanda í landi Hlíðarenda. Deiliskipulagið gerir m.a. ráð fyrir 36 lóðum fyrir frístundahús á um 8,3 ha svæði. Deiliskipulagstillögurnar hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þær þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 30. júní 2014, Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B-deild - Útgáfud.: 14. júlí 2014
https://www.akureyri.is/is/frettir/hjolahelgin
Akureyri á hjólum Mótorhjól og reiðhjól verða í aðalhlutverki á Akureyri í lok vikunnar en þá heldur Mótorhjólaklúbburinn Tían sína árlegu Hjóladaga 17 til 19. júlí. Um sömu helgi mun Hjólreiðafélag Akureyrar HFA halda nýjan árlegan viðburð sem nefnist hjólahelgi á Akureyri. Á dagskrá Hjóladaga Tíunnar verður m.a. hópakstur, „Poker run˝, markaðstorg, þrautabraut, akstur með farþega, auk þess sem Bílaklúbbur Akureyrar og MC Nornir standa fyrir hjólaspyrnu. Sjá nánar á fésbókarsíðu félagsins. Á Hjólahelgi HFA verður boðið upp á þrennskonar keppnisgreinar á reiðhjólum: Gangnamótið, Siglo - Akureyri sem fer fram 18. júlí kl. 17.00 en þá er hjólað um 75 km leið og í gegnum fern jarðgöng. Fálkafell-Kjarnaskógur fer fram 19. júlí kl. 11.00 en þar verður hjólað um 10 km leið og að lokum ofurhugakeppnin Kirkjutröppu-Townhill þann 19. júlí kl. 16.00. Hún felst m.a. í að hjólað verður niður tröppurnar við Akureyrarkirkju. Nánari upplýsingar á www.hjolak.is Fjallahjólabrautin í Kjarnaskógi