Search is not available for this dataset
url
stringlengths
21
288
text
stringlengths
1
1.35M
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyringar-a-norraena-ljosinu
Akureyringar á Norræna ljósinu Fimmtán íslensk ungmenni hafa verið valin til þátttöku á listahátíðinni Norræna ljósinu 2014 og þar af eru tveir Akureyringar, þau Sandra Wanda Walankiewicz og Úlfur Logason. Þátttakendur munu ferðast víða um Norðurlöndin, sinna listsköpun og sýningum, eiga samstarf við starfandi listamenn á hverjum stað og ljúka loks ferð sinni á allsherjarlistahátíð í Austur-Finnlandi næsta sumar. Norræna ljósið 2014 byggir á fimm listgreinum; dansi, sjónlist, leiklist, sirkus og tónlist. Fyrir þá 15 þáttakendur sem veljast í hvern og einn listhóp (alls 75) er hátíðin einstakt tækifæri til að þróa sína listrænu hæfileika, vinna með öðrum skapandi ungmennum, kynnast nýrri og gamalli menningu og njóta leiðsagnar þekktra listamanna frá Norðurlöndunum. Heimasíða hátíðarinnar. Frétt á mbl.is um Norræna ljósið 2014. Frétt úr Morgunblaðinu um hátíðina. Mynd af heimasíðu Norræna ljóssins 2014.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynningarfundur-um-nytt-skipulag-vegna-virkjunar-a-glerardal
Kynningarfundur um nýtt skipulag vegna virkjunar á Glerárdal Kynningarfundur um nýtt skipulag vegna virkjunar á Glerárdal verður haldinn kl. 17:00 mánudaginn 3. febrúar 2014 í fundarsal á 4. hæð í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9. Hönnuðir skipulagsins þeir Ómar Ívarsson og Ingvar Ívarsson hjá Landslagi munu kynna skipulagið. Allir áhugasamir eru hvattir til þess að mæta og kynna sér skipulagið um virkjun á Glerárdal. 29. janúar 2014 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynningarfundur-um-nytt-skipulag-a-glerardal
Kynningarfundur um nýtt skipulag á Glerárdal Kynningarfundur um nýtt skipulag vegna virkjunar á Glerárdal verður haldinn kl. 17 mánudaginn 3. febrúar 2014 í fundarsal á 4. hæð í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9. Ómar Ívarsson skipulagsfræðingur og Ingvar Ívarsson landslagsarkitekt frá fyrirtækinu Landslagi kynna skipulagið. Allir áhugasamir eru hvattir til þess að mæta og kynna sér fyrirhugaðar framkvæmdir á Glerárdal. Tölvuteiknuð mynd úr Verkfræðistofu Norðurlands og Eflu um Glerárvirkjun II.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynningarfundur-um-nytt-deiliskipulag-vegna-3-afanga-naustahverfis-hagahverfi
Kynningarfundur um nýtt deiliskipulag vegna 3. áfanga Naustahverfis - Hagahverfi Kynningarfundur um nýtt deiliskipulag vegna 3. áfanga Naustahverfis verður haldinn kl. 17:00 mánudaginn 10. febrúar 2014 í fundarsal á 4. hæð í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9. Hönnuður skipulagsins, Árni Ólafsson arkitekt mun kynna skipulagstillöguna. Allir áhugasamir eru hvattir til þess að mæta og kynna sér skipulagið fyrir nýjasta áfanga Naustahverfis 5. febrúar 2014 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/styttist-i-eljagang
Styttist í Éljagang Vetrar- og útivistarhátíðin Éljagangur verður haldin á Akureyri 13.-16. febrúar. Allt sem tengist vetraríþróttum verður á dagskrá: Snjóbretti og skíði, snjósleðaspyrna, hestaíþróttir, hundasleðar, ískross, gönguskíði og kósíkvöld. Þetta er fjórða árið í röð sem hátíðin er haldin bæjarbúum og gestum bæjarins til ómældrar ánægju. Fyrir utan það sem verður um að vera hér í bænum hafa fjölmargir ferðaþjónustuaðilar skipulagt áhugaverðar ferðir um næsta nágrenni tengdar vetrarútivist. Allar upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar er að finna á heimasíðu Éljagangs. Enginn aðgangseyrir er á viðburði nema annað sé tekið fram. Að hátíðinni standa Akureyrarstofa, KKA Akstursíþróttafélag, Hlíðarfjall, Skíðafélag Akureyrar, Vetraríþróttamiðstöð Íslands og Blek hönnunarstofa. Mynd af heimasíðu Éljagangs 2014.
https://www.akureyri.is/is/frettir/naustahverfi-3-afangi
Naustahverfi - 3. áfangi Kynningarfundur um nýtt deiliskipulag vegna 3. áfanga Naustahverfis - Hagahverfis, verður haldinn kl. 17.00 mánudaginn 10. febrúar nk. í fundarsal á 4. hæð í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9. Hönnuður skipulagsins, Árni Ólafsson arkitekt, kynnir skipulagstillöguna. Allir áhugasamir eru hvattir til þess að koma á fundinn og kynna sér skipulagið fyrir nýjasta áfanga Naustahverfis. 3. áfangi Naustahverfis.
https://www.akureyri.is/is/frettir/adalfundur-hverfisrads-hriseyjar
Aðalfundur hverfisráðs Hríseyjar Hverfisráð Hríseyjar boðaði til almenns fundar um málefni eyjarinnar miðvikudaginn 5. febrúar og var fundurinn jafnframt aðalfundur ráðsins. Fundinn sóttu um 40 manns. Formaður nefndarinnar, Ingimar Ragnarsson, flutti skýrslu stjórnar auk þess sem Linda María Ásgeirsdóttir stýrði venjulegum aðalfundarstörfum. Ingibjörg Þórðardóttir gerði grein fyrir störfum áhugahóps um framtíð Hríseyjar en hópurinn boðaði til íbúaþings í september 2013 um framtíð eyjarinnar. Umræður voru nokkrar um málefni eyjarbúa auk þess sem bæjarstjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson, og fleiri embættismenn svöruðu fyrirspurnum. Næsti fundur áhugahópsins um framtíð Hríseyjar er áætlaður 20. mars þar sem niðurstöður íbúaþingsins verða kynntar. Frá fundinum í gær.
https://www.akureyri.is/is/frettir/stett-med-stett
Stétt með stétt Auglýst er eftir þátttakendum í samsýningunni Stétt með stétt sem opnuð verður í Deiglunni 15. mars 2014. Hugmyndin á bak við sýninguna er að fá fólk sem gengið hefur stéttir Listagilsins í gegnum tíðina til að skapa sína eigin stétt í myndverki. Sýningin mun því samanstanda af hellum sköpuðum af fólki úr öllum stéttum samfélagsins. Þátttaka í sýningunni er öllum opin. Hver hella/verk verður að vera 40x40cm en aðferð og efnistök eru frjáls. Nánari upplýsingar veitir Guðrún H. Bjarnadóttir, fræðslufulltrúi Sjónlistamiðstöðvar: hadda@sjonlist.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/born-fyrir-born
Börn fyrir börn Menningarhúsið Hof í samstarfi við Sparisjóð Höfðhverfinga heldur barnamenningarhátíðina Börn fyrir börn í þriðja sinn sunnudaginn 16. febrúar. Barnafjör verður í Hömrum og hátíðardagskrá í Hamraborg. Dagskrá: Barnafjör í Hömrum Hjalti Jónsson og Eva Reykjalín halda uppi fjörinu. Söngur, dans og gleði. Enginn aðgangseyri, allir velkomnir. Kl. 11.00: Dagskrá fyrir börn á aldrinum tveggja til fimm ára. Kl. 12.00: Dagskrá fyrir börn á aldrinum sex til níu ára. Hátíðardagskrá í Hamraborg KL. 13.00-14.30. Fram koma: Sigurvegarar í hæfileikakeppni barna á Norðurlandi, þau Alfreð Steinmar Hjaltason, Birkir Blær Óðinsson, Eik Haraldsdóttir, Sigríður Harpa Magnúsdóttir, Sigurður Bogi Ólafsson og Vilhelm Ottó Biering Friðrik Ómar og Jógvan Hansen Nemendur Tónlistarskólans á Akureyri Hljómsveit undir stjórn Daníels Þorteinssonar Kynnir verður Lalli töframaður Í tengslum við viðburðina verða ungir listamenn á ferðinni í Hamragili, leikarar úr Leikfélagi Menntaskólans á Akureyri og tónlistaratriði í umsjón Nemendafélags Tónlistarskólans á Akureyri. Miðaverð er 700 kr. og tekið er við frjálsum framlögum sem renna til Barnadeildar FSA.
https://www.akureyri.is/is/frettir/samsvarar-utblaestri-thusund-bila
Samsvarar útblæstri þúsund bíla Hallgrímur Indriðason skiplagsstjóri Skógræktar ríkisins áætlar að á vegum Akureyrarbæjar hafi verið sett niður ein og hálf milljón trjáplantna í bæjarlandinu, kollefnisbindingin samsvaraði útblæstri um eittþúsund fólksbifreiða. Hallgrímur sér fyrir sér að lokið verði við að gróðursetja í svokallaðan grænan trefil utan um þéttbýlið á Akureyri en tækifærin séu þó víðar. Til dæmis séu möguleikar neðst á Glerárdal þar sem áður voru annars vegar sorphaugar bæjarins austan Glerár og hins vegar malarnámur vestan árinnar. Í fyrra var á nýjan leik byrjað að gróðursetja í græna trefilinn og verður því starfi haldið áfram í sumar. Nánar er sagt frá erindi Hallgríms Indriðasonar á heimasíðu Skógræktar ríkisins. Frétt og mynd af Vikudagur.is. Græni trefillinn setur sterkan svip á Akureyri. Mynd: Karl Eskil.
https://www.akureyri.is/is/frettir/bein-utsending-fra-radhustorgi
Bein útsending frá Ráðhústorgi Nú er hafin bein útsending vefmyndavélar frá Ráðhústorgi þar sem unnið er að gerð snjóbrettasvæðis í tengslum við vetrar- og útivistarháíðina Éljagang sem hefst á fimmtudag. Spennandi brettamót verður haldið á föstudagskvöld á þessum stað. Vefmyndavélin verður í gangi á þessum stað fram yfir helgi eða þar til Éljagangi lýkur. Heimasíða Éljagangs 2014. Vefmyndavélin frá Ráðhústorgi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/70-skiptinemar-i-hlidarfjalli
70 skiptinemar í Hlíðarfjalli Um síðustu helgi fóru sjötíu háskólaskiptinemar til Akureyrar með ESN Reykjavík (Erasmus Student Network) sem er hluti alþjóðlegra skiptinemasamtaka en nemendurnir voru flestir frá HÍ, aðrir frá HR og tveir frá Keili í Ásbrú. Megintilgangur fararinnar var að komast á skíði í Hlíðarfjalli en veður var rysjótt þessa helgi og hreppti hópurinn bæði blíðu og kafaldsbyl. Skíðasvæðið var lokað snemma á laugardagsmorguninn vegna veðurs en um klukkan 11 var hægt að opna hluta þess og þá gátu skiptinemarnir byrjað að renna sér, mjög margir þeirra í fyrsta sinn á ævinni. Veður var mun betra á sunnudeginum og strax um morguninn voru skiptinemarnir farnir að geta farið einir í stólalyftuna og allir gátu rennt sér í Andrésar-brekkunni. Heimasíða ESN á Íslandi. Hluti hópsins í Hlíðarfjalli á laugardag.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarmodelid-i-reykjavik
Akureyrarmódelið í Reykjavík Föstudaginn 7. febrúar var haldinn öðru sinni sameiginlegur fundur bæjarstjórnar Akureyrar og borgarstjórnar Reykjavíkur. Í fyrra var fundað á Akureyri en að þessu sinni fór fundurinn fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir að fundurinn hafi verið afar gagnlegur og vel til þess fallinn að styrkja samband höfuðstaðs Norðurlands og höfuðborgarinnar. Á fundinum var rætt ítarlega um samskipti ríkis og sveitarfélaga en einnig var lögð fram tilllaga um samstarf Akureyrarbæjar og Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar í Grafarvogi, á sviði velferðarmála, byggt á svokölluðu Akureyrarmódeli en upplýsingar um módelið er til að mynda að finna á síðu 17 í ársskýrslu Akureyrarbæjar frá 2007. Tillagan var samþykkt samhljóða og er svohljóðandi: Sameiginlegur fundur borgarstjórnar Reykjavíkurborgar og bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar samþykkir að hefja undirbúning á samstarfi í velferðarmálum milli Grafarvogs og Akureyrar. Markmið samstarfsins er að Miðgarður, þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar í Grafarvogi, geti nýtt sér jákvæða reynslu Akureyrar, sem allt frá árinu 1997 hefur þróað samþætta velferðarþjónustu í nærsamfélagi fyrir alla bæjarbúa. Ennfremur að Akureyrarbær njóti góðs af frumkvöðlaverkefnum Miðgarðs, s.s. í forvarnarmálum og sérfræðiþjónustu við börn og barnafjölskyldur. Lagt er til að tillögunni verði vísað til framkvæmdastjóra Fjölskyldudeildar og Búsetudeildar Akureyrar, framkvæmdastjóra öldrunarheimila Akureyrar og framkvæmdastjóra Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs. Greinargerð með tillögunni: Íbúafjöldi Akureyrar og Grafarvogs er nánast sá sami, nú um 18.000 íbúar. Íbúasamsetning er sambærileg m.t.t. aldurs og væntanlega einnig til annarra lýðfræðilegra og félagslegra þátta. Akureyri gerðist reynslusveitarfélag árið 1997 og tók þá við nærþjónustu við fatlaða íbúa og aldraða frá ríkinu. Velferðarþjónusta bæjarins þróaðist hratt á næstu árum og var farið að tala um Akureyrarmódelið í velferðarþjónustu fljótlega upp úr aldamótum. Velferðarráð Reykjavíkurborgar fór í námsferð til Akureyrar árið 2007 og heillaðist þar á margan hátt af skipulagi velferðarmála. Þegar Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög tóku við félagslegri þjónustu við fatlaða íbúa árið 2011 var rætt um mikilvægi þess að leita í smiðju Akureyrar, og er tillagan sett fram í því skyni. Ávinningurinn verður þó ekki bara fyrir Reykjavík og Grafarvog. Það vill svo vel til að Grafarvogur var fyrsta hverfið sem stofnaði þverfaglega hverfamiðstöð, Miðgarð, í Reykjavík árið 1997. Strax í upphafi skipulagði þjónustumiðstöðin sína nærþjónustu í samstarfi við aðrar stofnanir borgarinnar, jafnt skóla sem menningarstofnanir. Hverfið hefur ýmsa sérstöðu, sem haldist hefur frá upphafi, t.d. í félagsstarfi aldraðra sem er alfarið rekið af frjálsum félagasamtökum eldri borgara í hverfinu. Þá er Miðgarður með öfluga ráðgjafa- og sálfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum með snemmtæka íhlutun að leiðarljósi, þar sem unnið er jafnt með fjölskyldum sem og með námskeiðum. Í 15 ár hefur þróast markvisst forvarnarstarf í hverfinu í samvinnu við stofnanir og félagasamtök. Ávinningurinn verður vafalítið gagnkvæmur. Í nýlegri þjónustukönnun Capacent, þar sem íbúar sveitarfélaga eru spurðir álits á einstökum þjónustuþáttum, kemur í ljós að ánægja íbúa á Akureyri er talsvert meiri en borgarbúa. Þegar spurt er um þjónustu við eldri borgara. Íbúar Akureyrar eru rétt yfir landsmeðaltali á meðan Reykvíkingar verma neðsta sætið. Það sama á við þegar spurt er um afstöðu varðandi þjónustu við fatlaða íbúa Frá fundinum í Reykjavík 7. febrúar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/svaedisskipulag-eyjafjardar-2012-2027
Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012 – 2024. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur á undanförnum árum unnið að gerð nýs svæðisskipulags. Nefndin hóf í byrjun ársins 2013 kynningu á tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 – 2024 í samræmi við verklagsreglur í skipulagslögum nr. 123/2010. Kynningarferlinu lauk í lok árs með því að öll aðildarsveitarfélög skipulagsins sem eru Grýtubakkahreppur, Svalbarðsstrandar-hreppur, Eyjafjarðarsveit, Akureyrarbær, Hörgársveit, Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð samþykktu tillöguna. Hún var síðan staðfest af Skipulagsstofnun 21. jan. 2014 og birtist auglýsing um staðfest skipulag í B-deild Stjórnartíðinda hinn 4. feb. s. l. Í Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 – 2014 birtist almenn stefna aðildarsveitarfélaganna um byggðaþróun, landbúnaðarland, iðnaðarsvæði, meðhöndlun úrgangs, vatnsverndarmál, verndun strandsvæða Eyjafjarðar, samgöngumál og flutningsleiðir raforku. Svæðisskipulagið er um leið stjórntæki eða verkfæri til að beita við ákvarðanir um landnotkun og auðlindanýtingu í Eyjafirði. Hlutverk svæðisskipulagsnefndarinnar verður svo m. a. það að fylgjast með að sú stefna endurspeglist í aðalskipulagsgerð sveitarfélaganna. Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012 – 2024 ásamt fylgigögnum á nú að vera aðgengilegt á vefsíðu allra aðildarsveitarfélaganna.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kisi-i-vanskilum
Kisi í óskilum Kötturinn snotri á meðfylgjandi mynd er í óskilum og geymslu hjá gæludýraeftirliti Akureyrarbæjar hjá Framkvæmdamiðstöð á Rangárvöllum við Hlíðarfjallsveg. Kötturinn fannst á þvælingi við Krókeyrarnöf og er sem sjá má grábröndóttur og hann er geltur. Eigandinn er vinsamlegast beðinn að vitja hans sem fyrst hjá gæludýraeftirlitinu eða í síma 460 1205 / 860 9310.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hvad-a-karlinn-ad-heita
Hvað á karlinn að heita? Í tengslum við vetrar- og útivistarhátíðina Éljagang rís heljarmikill snjókarl á lóðinni fyrir neðan Samkomuhúsið og nú er óskað eftir tillögum að nafni á karlinn. Á heimasíðu Éljagangs getur fólk skráð inn tillögu sína og dómnefnd velur besta nafnið á föstudaginn kemur en hátíðin sjálf hefst á fimmtudag, 13. febrúar. Skelltu þér á heimasíðu Éljagangs og leggðu fram tillögu þína. Skemmtileg verðlaun eru í boði fyrir besta nafnið en niðurstaða dómnefndar og nafn sigurvegarans verða kynnt í Föstudagsþættinum á N4 14. febrúar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynning-a-adal-og-deiliskipulagstillogum
Kynning á aðal- og deiliskipulagstillögum Kynning á aðal- og deiliskipulagstillögum Í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar eru nú til kynningar þrjár deiliskipulagstillögur og ein aðalskipulagstillaga. Tillögurnar falla undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og fylgja þeim umhverfisskýrslur. Eftirfarandi kynning er í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Hagahverfi, Naustahverfi 3. áf. - aðalskipulagsbreyting Eftirfarandi kynningar eru í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Miðbær Akureyrar - deiliskipulag Hagahverfi, Nausthverfi 3. áf. - deiliskipulag Virkjun á Glerárdal - deiliskipulag 12. febrúar 2014 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/deiliskipulag-fyrir-hlidarfjall-nidurstada-baejarstjornar
Deiliskipulag fyrir Hlíðarfjall, niðurstaða bæjarstjórnar Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 4. febrúar 2014 samþykkt deiliskipulag fyrir Hlíðarfjall í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í deiliskipulaginu er m.a. gert ráð fyrir nýjum skíðalyftum, þjónustumiðstöð, gistiskálum og hótelum. Nýjar skíðaleiðir eru skilgreindar og gert ráð fyrir nýju vatnssöfnunarlóni til snjóframleiðslu. Tillagan var auglýst frá 11. desember til 22. janúar 2014. Athugasemdir bárust sem hafa verið teknar til umfjöllunar og skipulaginu breytt í samræmi við umsögn Veðurstofunnar. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar, Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. 12. febrúar 2014 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/styrkir-ur-menningarsjodi-3
Styrkir úr Menningarsjóði Stjórn Akureyrarstofu úthlutar styrkjum úr Menningarsjóði og er hlutverk sjóðsins að styrkja liststarfsemi og aðra menningarstarfsemi á Akureyri. Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri Ráðhússins, Geislagötu 9 og hægt er að nálgast eyðublöðin þar eða á slóðinni http://www.akureyri.is/is/ibuagatt/umsoknir. Þess skal vandlega gætt að allar umbeðnar upplýsingar komi fram. Umsóknarfrestur er til 26. febrúar 2014. Upplýsingar veitir Kristín Sóley Björnsdóttir verkefnastjóri á Akureyrarstofu í netfanginu kristinsoley@akureyri.is. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/lisa-og-lisa
Lísa og Lísa Föstudaginn 14. febrúar, á Valentínusardaginn, frumsýnir Leikfélag Akureyrar í Rýminu leikverkið "Lísa og Lísa" eða "I ♥ Alice ♥ I" eftir Amy Conroy í þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar og leikstjórn Jóns Gunnars. Þær Lísa og Lísa, leiknar af hinum ástsælu akureyrsku leikkonum Sunnu Borg og Sögu Geirdal Jónsdóttur, eru komnar á sjötugsaldurinn og hafa búið saman í þrjátíu ár,– hálfvegis í felum. Fyrir atbeina ungs leikskálds hafa þær nú tekið ákvörðun um að koma út úr skápnum og segja sögu sína á leiksviði. Einlægt og meinfyndið írskt verðlaunaverk. Leikmynd og búninga hannar Móeiður Helgadóttir. Þóroddur Ingvarsson lýsir sýninguna. Hægt er að nálgast miða hjá Leikfélagi Akureyrar í síma 4 600 200 (midasala@leikfelag.is). Miðasalan er opin í Samkomuhúsinu kl. 13-17 alla virka daga og lengur sýningardaga. Um helgar er miðasalan opnuð þremur tímum fyrir sýningu. Úr leiksýningunni Lísa og Lísa.
https://www.akureyri.is/is/frettir/svaedisskipulag-eyjafjardar-2012-2026
Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024 Nýtt svæðisskipulag Eyjafjarðar hefur nú verið staðfest og það tekið gildi. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur á undanförnum árum unnið að gerð skipulagsins en nefndin hóf í byrjun ársins 2013 kynningu á tillögu að svæðisskipulagi Eyjafjarðar fyrir árin 2012–2024 í samræmi við verklagsreglur í skipulagslögum nr. 123/2010. Kynningarferlinu lauk í lok árs með því að öll aðildarsveitarfélög skipulagsins, sem eru Grýtubakkahreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Eyjafjarðarsveit, Akureyrarbær, Hörgársveit, Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð, samþykktu tillöguna. Hún var síðan staðfest af Skipulagsstofnun 21. janúar 2014 og birtist auglýsing um staðfest skipulag í B-deild Stjórnartíðinda hinn 4. febrúar sl. Í svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012–2014 birtist almenn stefna aðildarsveitarfélaganna um byggðaþróun, landbúnaðarland, iðnaðarsvæði, meðhöndlun úrgangs, vatnsverndarmál, verndun strandsvæða Eyjafjarðar, samgöngumál og flutningsleiðir raforku. Svæðisskipulagið er um leið stjórntæki eða verkfæri til að beita við ákvarðanir um landnotkun og auðlindanýtingu í Eyjafirði. Hlutverk svæðisskipulagsnefndarinnar verður m. a. að fylgjast með að sú stefna endurspeglist í aðalskipulagsgerð sveitarfélaganna. Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012–2024, ásamt fylgigögnum, á nú að vera aðgengilegt á vefsíðum allra aðildarsveitarfélaganna. Svæðisskipulagið er ítarlega kynnt á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarbæjar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/norraenir-tonlistarmenn-a-akureyri
Norrænir tónlistarmenn á Akureyri Fjórar norrænar hljómsveitir staldra við á Akureyri í næstu viku og halda hér tvenna tónleika á tónleikaferð sinni Nordisk 2014 sem legið hefur um Danmörku, Færeyjar og Ísland. Fyrri tónleikarnir verða í Húsinu í Rósenborg kl. 20 þriðjudagskvöldið 18. febrúar og er frítt inn fyrir alla aldurshópa. Seinni tónleikarnir verða á Græna Hattinum miðvikudagskvöldið 19. febrúar og hefjast kl. 20 og er miðaverð 1.500 krónur. Hljómsveitirnar eru: Sekuioa Sekuioa er dönsk raftónlistarsveit frá Kaupmannahöfn. Hljómsveitin spilar dansvæna raftónlist með lífrænum snertiflötum og hafa komið meðal annars fram á dönsku tónlistarhátíðunum Roskilde, Trailerpark og Ström. Sea Change Norska söngkonan Sea Change er undir sterkum áhrifum frá nýbylgjutónlist 9. áratugarins. Hún styðst við hljóðgervla, raddgervla og lykkjur og skapar sérstæða popptónlist sem hefur notið töluverða vinsælda um alla Evrópu. Byrta Færeyski dúettinn Byrta er skipaður söngkonunni Guðrið Hansdóttir og Janusi Rasmussen, söngvara Bloodgroup. Byrta leikur kraftmikið og dansvænt rafpopp. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu breiðskífu í júní 2013 og hefur komið fram G Festival í Færeyjum og Iceland Airwaves. Good Moon Deer Íslenski rafdúettinn Good Moon Deer er skipaður Guðmundi Inga Úlfarssyni á hljóðgervla og Ívari Pétri Kjartansyni á trommur. Good Moon Deer leikur sjónræna og óhefðbundna ratónlist sem daðrar jafnt við Jazz og Teknó. Good Moon Deer hafa komið fram á tónlistarhátíðum á borð við Iceland Airwaves, Reykjavík Music Mess og Lunga. Call Send SMS Add to Skype You'll need Skype CreditFree via Skype Auglýsing fyrir tónleikana í Húsinu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-155-2014-11-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad
Nr. 155/2014 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað - Miðhúsabraut - Súluvegur og Borgargil Breyting á deiliskipulagi – Miðhúsabraut - Súluvegur. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 21. janúar 2014 í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Miðhúsabraut - Súluveg. Breytingin felur í sér breytt nýtingarhlutfall á lóð nr. 2 við Súluveg. Breyting á deiliskipulagi – Borgargil 1. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 21. janúar 2014 í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Borgarbraut 1. Breytingin felur í sér minnkun lóðar við Borgargil 1. Deiliskipulagstillögurnar hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þær þegar gildi. Auglýsing þessi kemur í stað auglýsingar nr. 134/2014 sem fellur þar með brott. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 11. febrúar 2014, Margrét Mazmanian Róbertsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B-deild - Útgáfud.: 12. febrúar 2014
https://www.akureyri.is/is/frettir/46-stiga-heitt-vatn-i-vadlaheidargongum
46 stiga heitt vatn í Vaðlaheiðargöngum Á bilinu 250 til 300 l/s af 46 stiga heitu vatni sprautast úr vatnsæð í Vaðlaheiðargöngum. Mikil gufa er í göngunum, sem eru orðin nærri 1.900 metar að lengd. Vegna mikils hita brugðu starfsmenn á það ráð að sprauta köldu vatni frá borörmum yfir starfsmenn sem unnu úr körfu. Meðfylgjandi mynd tók Oddur Sigurðsson eftirlitsmaður. Frétt af Vikudagur.is. Mynd: Oddur Sigurðsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sumarstorf-hja-akureyrarbae-2016
Sumarstörf hjá Akureyrarbæ 2014 Umsóknartímabil sumarstarfa hjá Akureyrarbæ er hafið. Margvísleg störf eru í boði, svo sem á sambýlum, í öldrunarþjónustu, íþróttamannvirkjum, skrifstofustörf o.fl. Allir umsækjendur þurfa að sækja um rafrænt og er öllum umsækjendum svarað. Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða á Amtsbókasafninu og í þjónustuanddyri Ráðhússins. Leiðbeiningar um hvernig sótt er um starf er að finna hér. Við hvetjum konur jafnt sem karla til þess að sækja um störf hjá Akureyrarbæ og skoða með opnum huga þau störf sem í boði eru: Því ekki að komast út úr hefðbundnum kynhlutverkum og prófa eitthvað nýtt? Stelpur/konur: Því ekki að sækja um störf t.d. í gatnagerð eða við garðslátt? Strákar/karlar: Hvernig væri að sækja um umönnunarstörf t.d. á sambýlum og á dvalarheimili aldraðra?
https://www.akureyri.is/is/frettir/ahofnin-a-huna-hlaut-eyrarrosina
Áhöfnin á Húna hlaut Eyrarrósina Áhöfnin á Húna hlaut Eyrarrósina í ár. Eyrarrósin er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðarstofnunnar. Það var Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar, sem afhenti verðlaunin að vanda í Menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði. Einnig voru Skrímslasetrið á Bíldudal og Gamla verksmiðjan á Hjalteyri tilnefnd til Eyrarrósarinnar. Verksmiðjan og Skrímslasetrið hlutu hvort um sig 300.000 krónur og flugferðir innanlands frá Flugfélagi Íslands og Áhöfnin á Húna hlaut Eyrarrósina, 1.650.000 krónur og flugferðir frá Flugfélagi Íslands. Áhöfnin á Húna er samstarfsverkefni tónlistarmanna og Hollvina Húna II. Áhöfnin á Húna vakti mikla athygli í sumar þegar Húni II sigldi hringinn í kringum landið. Haldnir voru 16 tónleikar í sjávarbyggðum landsins. Byggt á frétt á visir.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-44
Breyttur miðbær Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með breytingu á aðalskipulagi skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og fylgir henni umhverfisskýrsla. Miðbær Akureyrar - aðalskipulagsbreyting Tillagan gerir ráð fyrir að tákn fyrir nýja strandlínu, útgrafið síki, verði fellt út. Miðbæjarsvæði 2.41.3 M austan Glerárgötu er stækkað lítillega til suðurs. Afmörkun hafnasvæðis 2.41.5 H er breytt. Legu Glerárgötu er breytt lítillega. Uppdráttur Umhverfisskýrsla Breyting á 3. kafla greinargerðar Tillaga að deiliskipulagi: Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með deiliskipulagstillögu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og fylgir henni umhverfisskýrsla. Miðbær Akureyrar - deiliskipulagsbreyting Viðfangsefni deiliskipulagsbreytingarinnar er að gera deiliskipulag fyrir miðbæ Akureyrar og jaðarsvæði. Í tillögunni er miðbænum skipt í sex svæði og er gert ráð fyrir að nýbyggingar rísi á sumum þeirra. Greinargerð Uppdráttur Skýringaruppdráttur Lóðarmarkauppdráttur Hljóðvist í miðbæ Hljóðvist - kort Umferðartalning og umferðarspár Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum og umhverfisskýrslum munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun frá 22. febrúar til 6. apríl 2014, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út sunnudaginn 6. apríl 2014 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 22. febrúar 2014 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/tillogur-um-skipulag
Virkjun á Glerádal Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með breytingu á aðalskipulagi skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og fylgja henni umhverfisskýrsla. Virkjun á Glerárdal, Glerárdalsvirkjun II - aðalskipulagsbreyting Tillagan gerir ráð fyrir inntakslóni Glerárvirkjunar II á Glerárdal en auk þess er lega fallpípu sýnd á uppdrætti. Einnig gerir tillagan ráð fyrir nýju iðnaðarsvæði 1.61.6 I og nýju athafnasvæði 1.61.7 A í Réttarhvammi ofan Glerárbrúar. Uppdráttur Tillaga að deiliskipulagi: Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með deiliskipulagstillögu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og fylgir henni umhverfisskýrsla. Virkjun á Glerárdal - deiliskipulag Tillagan gerir ráð vatnsaflsvirkjun á Glerárdal sem felst í að stífla Glerá ofan Glerárgils og leiða vatnið eftir um 6 km langri niðurgrafinni þrýstipípu að stöðvarhúsi í Réttarhvammi á skilgreindu iðnaðarsvæði 1.61.6 I. Virkjuð fallhæð yrði um 240 m og uppsett afl um 3.3 MW. Meðfram fallpípu er gert ráð fyrir útivistarstíg frá þéttbýli og að inntakslóni. Gert er ráð fyrir geymslu- og vinnslusvæði jarðefna á reit 1.61.7 A. Uppdráttur 1 Uppdráttur 2 Uppdráttur 3 Skipulags- og byggingarskilmálar Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum og umhverfisskýrslum munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun frá 22. febrúar til 6. apríl 2014, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út sunnudaginn 6. apríl 2014 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 22. febrúar 2014 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/mikilvaegi-haskolans-a-akureyri
Mikilvægi Háskólans á Akureyri Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri, flytur erindi á félagsvísindatorgi við skólann kl. 12.00 miðvikudaginn 26. febrúar. Í erindinu fjallar Stefán um þróun Háskólans á Akureyri og hvernig hann hefur skapað sér sess í íslensku þjóðfélagi. Einnig hver sérstaða hans er í hópi núverandi sjö háskólastofnana og hvernig það á eftir að skipta máli í framtíðarþróun hans. Þá verður fjallað um áhrifin sem hann hefur haft á landsbyggðaþróun og þá sérstaklega hvernig samskiptin hafa verið við nærumhverfið, þ.e. Akureyri og nágrenni. Stefán B. Sigurðsson er líffræðingur að grunnmennt með doktorspróf í læknisfræðilegri lífeðlisfræði frá læknadeild Háskólans í Lundi, Svíþjóð. Hann starfaði áður sem prófessor við læknadeild HÍ og var þar deildarforseti í sex ár áður en hann varð rektor HA. Félagsvísindatorgið verður í stofu M102 og er öllum opið án endurgjalds. Stefán B. Sigurðsson rektor. Mynd: Unak.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tumi-timalausi-i-alfheimum
Tumi Tímalausi í Álfheimum Leikhópurinn Grímurnar á Akureyri setur upp á stóra sviðinu í Hofi á Akureyri þann 23. mars nk. nýjan barnasöngleik með tónlistinni af vísnaplötum Gunnars Þórðarsonar, Einu sinni var og Út um græna grundu. Höfundar eru Pétur Guðjónsson og Jóhanna G. Birnudóttir sem skrifað hafa tvö önnur leikrit sem sett hafa verið upp á Akureyri. Friðrik Ómar sér um útsetningar laganna og stjórnar upptökum, söng- og kórstjórar eru Heimir Ingimarsson og Margrét Árnadóttir en Ívar Helgason hannar útlit á sýningunni, auk þess að sjá um leikstjórn og dans. Um 25 börn eru í sýningunni, auk fullorðinna, svo hátt í 60 manns koma að henni. Tumi Tímalausi í Álfheimum er sannarlega skemmtun fyrir alla fjölskylduna enda hefur tónlistin lifað með þjóðinni í hartnær 40 ár og er nú endurvakin í ævintýri úr Álfheimum. Hægt er að nálgast miða og fá nánari upplýsingar á menningarhus.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarrad-styrkir-hollvinafelag-huna-ii
Bæjarráð styrkir Hollvinafélag Húna II Halla Björk Reynisdóttir, formaður bæjrráðs, afhenti Hollvinafélagi Húna II styrk að upphæð 750.000 kr. þegar því var fagnað um borð í eikarbátnum um síðustu helgi að "Áhöfnin á Húna" hlaut Eyrarrósina fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðarstofnunnar árið 2013. Styrkurinn er veittur vegna fyrirhugaðrar ferðar Húna II til Oslóar í júlí 2014 þar sem áhöfnin á eikarbátnum mun taka þátt í stórri strandmenningarhátíð. Hátíðin er sú fjórða í röð slíkra hátíða en sú fyrsta var haldin á Húsavík sumarið 2011. Í Osló verður lögð sérstök áhersla á báta og ef að líkum lætur verður Húni II eini íslenski báturinn þar. Einnig er vert að taka fram að hljómsveitin "Áhöfnin á Húna" gerir ráð fyrir að vera í Osló á sama tíma. Strandmenningarhátíðin í Osló stendur frá 17.-20. júlí og er fyrirhugað að Húni II komi aftur heim til Akureyrar 27. júlí. Hjörleifur Einarsson, formaður Hollvinafélags Húna II, tekur við styrknum úr hendi Höllu Bjarkar Reynisdóttur. Mynd: Þorgeir Baldursson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/rekstur-kaffihussins-i-lystigardinum-bodinn-ut
Rekstur kaffihússins í Lystigarðinum boðinn út Fasteignir Akureyrarbæjar hafa ákveðið að bjóða út rekstur kaffihússins í Lystigarðinum. Stefnt er að því að semja til næstu 10 ára frá og með 15. apríl 2014 og að nýr rekstraraðili geti hafið þar rekstur sinn með vorinu. Kaffihúsið í Lystigarðinum var reist árið 2012 í tilefni af 100 ára afmæli garðsins og 150 ára afmæli kaupstaðarins. Rekstur kaffihússins var boðinn út árið 2012 en á haustmánuðum 2013 var sýnt að rekstraraðilar gætu ekki með góðu móti staðið undir áframhaldandi óbreyttum rekstri og var leigusamningi þá rift. Því var nauðsynlegt að bjóða rekstur kaffihússins út aftur og verður það gert með auglýsingum í fjölmiðlum. Kaffihúsið í Lystigarðinum er samtals 177,2 m2 með kjallara og stórri verönd. Frestur til að skila inn tilboðum í rekstur þess rennur út 21. mars nk. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tillogur-ad-adalskipulagsbreytingum
Virkjun og breyttur miðbær Tillögur að aðalskipulagsbreytingum: Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með tvær breytingar á aðalskipulagi skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar falla undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og fylgja þeim umhverfisskýrslur. Miðbær Akureyrar - aðalskipulagsbreyting Tillagan gerir ráð fyrir að tákn fyrir nýja strandlínu, útgrafið síki, verði fellt út. Miðbæjarsvæði 2.41.3 M austan Glerárgötu er stækkað lítillega til suðurs. Afmörkun hafnasvæðis 2.41.5 H er breytt. Legu Glerárgötu er breytt lítillega. Uppdráttur Umhverfisskýrsla Breyting á 3. kafla greinargerðar Virkjun á Glerárdal, Glerárdalsvirkjun II - aðalskipulagsbreyting Tillagan gerir ráð fyrir inntakslóni Glerárvirkjunar II á Glerárdal en auk þess er lega fallpípu sýnd á uppdrætti. Einnig gerir tillagan ráð fyrir nýju iðnaðarsvæði 1.61.6 I og nýju athafnasvæði 1.61.7 A í Réttarhvammi ofan Glerárbrúar. Uppdráttur Tillögur að deiliskipulagi: Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með tvær deiliskipulagstillögur skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar falla undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og fylgja þeim umhverfisskýrslur. Miðbær Akureyrar - deiliskipulagsbreyting Viðfangsefni deiliskipulagsbreytingarinnar er að gera deiliskipulag fyrir miðbæ Akureyrar og jaðarsvæði. Í tillögunni er miðbænum skipt í sex svæði og er gert ráð fyrir að nýbyggingar rísi á sumum þeirra. Skipulags- og byggingarskilmálar Uppdráttur Skýringaruppdráttur Lóðarmarkauppdráttur Hljóðvist við Glerárgötu Umferðartalning í miðbæ Virkjun á Glerárdal - deiliskipulag Tillagan gerir ráð vatnsaflsvirkjun á Glerárdal sem felst í að stífla Glerá ofan Glerárgils og leiða vatnið eftir um 6 km langri niðurgrafinni þrýstipípu að stöðvarhúsi í Réttarhvammi á skilgreindu iðnaðarsvæði 1.61.6 I. Virkjuð fallhæð yrði um 240 m og uppsett afl um 3.3 MW. Meðfram fallpípu er gert ráð fyrir útivistarstíg frá þéttbýli og að inntakslóni. Gert er ráð fyrir geymslu- og vinnslusvæði jarðefna á reit 1.61.7 A. Uppdráttur 1 Uppdráttur 2 Uppdráttur 3 Skipulags- og byggingarskilmálar Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum og umhverfisskýrslum munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun frá 22. febrúar til 6. apríl 2014, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is/skipulagsdeild undir: Auglýstar tillögur. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út sunnudaginn 6. apríl 2014 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 22. febrúar 2014 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/matjurtargardar-til-leigu
Matjurtargarðar til leigu Matjurtagarðar á vegum Akureyrarbæjar verða til leigu sumarið 2014 líkt og verið hefur. Um er að ræða 15 fermetra matjurtagarða og er leigan 8.000 kr. yfir sumarið. Innifalið í verðinu eru matjurtir, fræ og kartöfluútsæði. Leiðbeiningar og ráðgjöf verða einnig í boði á staðnum. Athugið að takmarkað magn af matjurtagörðum er til úthlutunar. Eftir að umsóknarfrestur rennur út verður lausum görðum úthlutað. Umsóknarfrestur er til og með 7. mars nk. Einungis er tekið við umsóknum í netfanginu gardur@akureyri.is eða í síma 460 1103. Fram skal koma nafn, kennitala, símanúmer og netfang umsækjanda. Matjurtagarðarnir eru eingöngu fyrir fólk sem hefur lögheimili á Akureyri. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/flodbylgja-ofneyslunnar-i-ketilhusinu
Flóðbylgja ofneyslunnar í Ketilhúsinu Laugardaginn 1. mars næstkomandi kl. 15 opnar Jonna, Jónborg Sigurðardóttir, innsetninguna Flóðbylgja í Ketilhúsinu á Akureyri. Þar túlkar hún tilfinningar sínar til flóðbylgju ofneyslunnar sem brýst inn á heimilin og hrifsar allt til sín með dyggri aðstoð neytenda. Vitundarvakning er nú loksins að eiga sér stað þegar afleiðing ofgnóttar og sóunar blasir við; tískublætið, græjusýkin, peningabraskið, allur óþarfa lúxusinn og taumlausa hlutadýrkunin – allt bullið og vitleysan. Jonna er fædd árið 1966 og útskrifaðist úr málunardeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 1995. Hún lærði fatahönnun í Mode og Design skolen í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan 2011. Jonna hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið nokkrar einkasýningar. Sýningin stendur til 6. apríl og er opin alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gamli-husmaedraskolinn-odlast-nytt-hlutverk
Gamli Húsmæðraskólinn öðlast nýtt hlutverk Hið reislulega hús að Þórunnarstræti 99 sem hýsti upphaflega Húsmæðraskóla Akureyrar öðlast nýtt hlutverk laugardaginn 1. mars nk. þegar þangað flyst öll skammtíma- og skólavistun fyrir fatlað fólk í bænum. Þessi starfsemi hafði áður verið starfrækt á þremur stöðum á Akureyri, þ.e.a.s. í Skólastíg 5, Árholti við Glerárskóla og Birkilundi 10. Um mikla breytingu til batnaðar er að ræða í þjónustu við fatlað fólk á Akureyri því það telst ótvíræður kostur að hafa alla starfsemina á einum stað og úr Þórunnarstræti er einnig stutt í margskonar afþreyingu sem fólkið nýtir sér. Árið 2012 keypti Akureyrarbær 75% eignarhlut ríkisins í húsinu og eignaðist það allt. Húsið er eitt af kennileitum Akureyrar sem Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins teiknaði. Önnur merk hús á Akureyri eftir Guðjón eru Akureyrarkirkja og Barnaskóli Akureyrar (Rósenborg). Guðjón lauk hönnun Húsmæðraskólans árið 1943. Byggingameistari hússins var Stefán Reykjalín en smíðin hófst 1944 og var húsið vígt 13. október 1945.
https://www.akureyri.is/is/frettir/songur-hrafnanna
Söngur hrafnanna Hljóðverkið Söngur hrafnanna eftir Árna Kristjánsson verður sýnt í Davíðshúsi við Bjarkarstíg 6 næstu laugardaga og frumsýnt 1. mars. Leikstjóri er Viðar Eggertsson Útvarpsleikhússtjóri en hljóðvinnslu annast Einar Sigurðsson. Í verkinu er öllum aðferðum útvarpsleikhússins beitt til að sýna Davíð og samferðafólk hans með listrænum og manneskjulegum hætti. Raddir fortíðar leika um loftið í húsi við Bjarkarstíg. Þetta er hús Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Hús sem hefur staðið óbreytt í hálfa öld. Árni Kristjánsson píanóleikari og Páll Ísólfsson tónskáld heimsækja Davíð til að fagna Gullna hliðinu, nýskrifuðu leikriti eftir skáldið. Þeir óttast að Davíð taki ekki vel í fréttirnar sem þeir þurfa að færa honum frá leikhúsinu fyrir sunnan. En það eru annarlegri hlutir á seyði þetta kvöld og fleiri raddir á sveimi. Davíð tekst á við ástina sem aldrei gat orðið og einmanaleikann sem virtist alltaf koma aftur. Persónur og leikendur: Davíð: Ólafur Darri Ólafsson Páll: Hannes Óli Ágústsson Árni: Hilmir Jensson Hulda: María Pálsdóttir Gerda: Aðalbjörg Þóra Árnadóttir Verkefnið er samstarfsverkefni LA, Útvarpsleikhússins og Minjasafnsins á Akureyri. Sýningin er ein klukkustund og fer fram í Davíðshúsi, Bjarkarstíg 6. Kaupa miða.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hagahverfi-auglysing-um-skipulag
Hagahverfi - auglýsing um skipulag Tillaga að aðalskipulagsbreytingu: Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með breytingu á aðalskipulagi skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og fylgir henni umhverfisskýrsla. Naustahverfi 3. áfangi - aðalskipulagsbreyting Tillagan gerir ráð fyrir að legu Naustabrautar verði breytt til að sneiða hjá minjasvæði á Naustum. Íbúðasvæði 3.21.9 Íb er stækkað til norðurs á kostnað opins svæðis 3.21.8 O. Svæði 3.21.10 Íb/S/V og 3.21.11 Íb eru stækkuð til samræmis. Stofnanasvæði 3.21.4 S er minnkað og hluta svæðisins breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu 3.21.19 V. Opið svæði til sérstakra nota 3.21.8 O breytist til samræmis við breytingar á Naustabraut. Uppdráttur Tillaga að deiliskipulagi: Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með deiliskipulagstillögu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og fylgir henni umhverfisskýrsla ásamt öðrum gögnum. Hagahverfi – deiliskipulag, Naustahverfi 3. áfangi Deiliskipulagstillagan tekur til reita 11, 13, og 16 í rammaskipulagi frá 2000. Í samræmi við megindrætti rammaskipulagsins er stefnt að tiltölulega þéttri byggð í Hagahverfi. Gert er ráð fyrir 552 íbúðum í hverfinu og verður þéttleiki byggðar því um 29,2 íb/ha. 450 íbúðir verða í fjölbýlishúsum og 102 í sérbýlishúsum. Miðað við skipulagstillöguna eru sérbýlishús (einbýlishús og raðhús) 19% af íbúðafjöldanum en nýta um 48% af flatarmáli íbúðarbyggðarinnar. Aðalskipulagsbreyting er auglýst samhliða tillögu þessari auk deiliskipulagsbreytingar á reit 28 þar sem skipulagsmörk verða samræmd og brú á Naustabraut felld út. Uppdráttur Skýringaruppdráttur Greinargerð Hljóðskýrsla Þrívíddarlíkan Skýringarmyndir Tillaga að deiliskipulagsbreytingu: Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með breytingu á deiliskipulagi skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Naustahverfi, reitur 28 og Naustagata - deiliskipulagsbreyting Viðfangsefni deiliskipulagsbreytingarinnar er að legu Naustabrautar er breytt til að sneiða hjá minjasvæði á Naustum. Skipulagsbreyting þessi er gerð samhliða breytingu á aðalskipulagi Akureyrar vegna breyttrar legu tengibrautarinnar þar sem lagt er mat á áhrif breyttrar legu á umhverfið. Uppdráttur Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum og umhverfisskýrslum munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun frá 1. mars til 13. apríl 2014, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út sunnudaginn 13. apríl 2014 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillögurnar innan þessa frests telst vera þeim samþykkur. 1. mars 2014 Pétur Bolli Jóhannesson Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/afram-vogur
Áfram Vogur SÁÁ efnir til opins borgarafundar um áfengis- og vímuefnavandann í Menningarhúsinu Hofi miðvikudaginn 5. mars kl. 20. Yfirskrift fundarins er "Áfram Vogur" og verður hann bæði í tali og tónum. Að loknum erindum verður gestum boðið að tjá sig og spyrja spurninga. Erindi í tónum og tali flytja: Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi Arnþór Jónsson formaður SÁÁ Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari Einar Már Guðmundsson rithöfundur Rúnar Freyr Gíslason leikari
https://www.akureyri.is/is/frettir/landsskipulagsstefna-2015-2026
Landsskipulagsstefna 2015-2026 Þessa dagana eru haldnir samráðs- og kynnafundir um lýsingu fyrir Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Slíkur fundur verður haldinn miðvikudaginn 5. mars á Hótel KEA á Akureyri frá kl. 15-17. Allir sem þess óska geta komið á framfæri ábendingum og athugasemdum við lýsinguna og skulu þær berast Skipulagsstofnun í síðasta lagi 12. mars 2014 með bréfi, tölvupósti á landsskipulag@skipulagsstofnun.is eða á www.landsskipulag.is. Markmið landsskipulagsstefnu er að setja fram leiðarljós um landnotkun, nýtingu lands og landgæða sem tryggir öryggi og heildarhagsmuni við gerð skipulagsáætlana og stuðlar að sjálfbærri þróun og skilvirkri áætlanagerð. Þá er landsskipulagsstefnu ætlað að stuðla að samræmingu í stefnumótun ríkis og sveitarfélaga um landnotkun og nýtingu lands. Landsskipulagsstefna tekur mið af fyrirliggjandi stefnumótandi áætlunum opinberra aðila sem varða landnotkun og stöðu og þróun skipulagsmála í landinu. Hún byggir jafnframt á markmiðum skipulagslaga og stefnu stjórnvalda um sjálfbæra þróun. Þá hefur landsskipulagsstefna eftir því sem við á hliðsjón af svæðis- og aðalskipulagsáætlunum sveitarfélaga. Lýsing Landsskipulagsstefnu 2015-2026 Lýsing Landsskipulagsstefnu 2015-2026 PDF útgáfa Fundurinn á Akureyri verður sem áður segir haldinn á Hótel KEA kl. 15-17 miðvikudaginn 5. mars. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/baratta-gegn-ofbeldi-a-konum
Barátta gegn ofbeldi á konum Zontaklúbbur Akureyrar og Zontaklúbburinn Þórunn hyrna, í samstarfi við Jafnréttisstofu, boða til hádegisfundar á Hótel KEA laugardaginn 8. mars kl. 12.00 til 13.30. Tilefnið er Alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Tryggvi Hallgrímsson, félagsfræðingur og sérfræðingur á Jafnréttisstofu, kynnir í erindi sínu Hvað getum við gert? vinnu starfshóps um karla og jafnrétti. Skýrslan var unnin á síðasta ári fyrir velferðaráðherra. Tryggvi kynnir auk þess tillögur að leiðum til að takast á við ólíkar birtingarmyndir ofbeldis í samfélaginu. Guðjón Hreinn Hauksson, menntaskólakennari, fjallar í erindi sínu Samfélag á klámbekk um "námskrá klámsins" og aðferðir til að gera fólk "fullnuma" - og hvernig klám setur mark sitt á samfélagið. Ungir feministar í Menntaskólanum á Akureyri, ásamt Þorsteini Péturssyni fyrrum lögreglumanni, munu ávarpa fundarfólk. Markmið Zonta, sem er alþjóðleg hreyfing kvenna, er að bæta stöðu kvenna hvar sem er í heiminum; lagalega, á sviði stjórnmála, efnahags og menntunar. Til að ná þessu markmiði styðja Zontaklúbbarnir verkefni á alþjóðavettvangi og hver klúbbur í sínu landi og heimabyggð. Alþjóðaverkefni Zonta hafa verið fjölmörg, flest í samvinnu við ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna, einkum UNICEF og UNIFEM (nú UN Women). Zontahreyfingin veitir einnig styrki til kvenna sem stunda nám í viðskiptagreinum og eru við framhaldsnám í geimvísindum og tengdum greinum. Allir eru hjartanlega velkomnir. Boðið verður upp á súpu fyrir fundarfólk en frjáls framlög eru vel þegin.
https://www.akureyri.is/is/frettir/oskudagurinn
Öskudagurinn Mjög gott veður var á öskudaginn á Akureyri og líklega betra en verið hefur þennan dag hin síðari ár. Að venju gengu glaðbeittir krakkar á milli verslana og fyrirtækja, sungu nokkur lög og þáðu góðgæti að launum. Myndasmiður Akureyrarstofu var á vappi um bæinn og tók meðfylgjandi myndir. Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli þeirra.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vetrarleikar-i-hlidarfjalli
Vetrarleikar í Hlíðarfjalli Iceland Winter Games eða Vetrarleikar Íslands verða settir á Akureyri í dag og keppnin fer fram í Hlíðarfjalli um helgina. Um er að ræða alþjóðlegt free ski og brettamót. Meðal keppenda eru einstaklingar sem keppt hafa á stórmótum víða um heim á síðustu árum en einnig munu nokkrir innlendir keppendur sýna hvað í þeim býr. Undankeppni verður í Hlíðarfjalli á morgun, föstudag, en aðalkeppnin fer fram á laugardag. Þá verður keppt í free skiiing slopestyle og eru keppendur flestir erlendir en þó eru nokkrir íslenskir keppendur skráðir til leiks. Einnig verður keppt á brettum sama dag í sömu braut. Búast má við mögnuðum tilþrifum sem gleðja augað. Á föstudeginum verður keppni í samhliða svigi sem Skíðafélag Akureyrar sér um en sú keppni er opin öllum. Heimasíða Iceland Winter Games. Brautin lítur vel út.
https://www.akureyri.is/is/frettir/lifaed-a-nordurlandi-lokad
Skorið á lífæð milli landshluta Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar ákvörðunar forsvarsmanna Vegagerðarinnar að fækka snjómokstursdögum á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir að með þessari tilhögun sé skorið á lífæð milli Norður- og Austurlands. "Að ætla einungis að ryðja leiðina á þriðjudögum og föstudögum er engan veginn boðlegt. Þessi ákvörðun kemur til með að bitna á daglegu lífi fólks í þessum landshlutum og í raun Íslendinga allra. Þetta bitnar harkalega á fólki sem þarf að sækja sér þjónustu á milli landshlutanna, dregur mjög úr öryggi þeirra sem þurfa fyrirvaralaust að leita sér heilbrigðisþjónustu, stríðir gegn hagsmunum ferðaþjónustunnar og einnig er fyrirséð að fyrirtæki á svæðinu tapi umtalsverðum fjármunum vegna vöruflutninga og flutnings á ferskri matvöru ef akstursleiðin um Öræfin teppist vegna fannfergis," segir Eiríkur Björn. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/island-a-nordurslodum
Ísland á norðurslóðum Föstudaginn 14. mars verður haldið málþing í ráðstefnusal Háskólans á Akureyri um viðskiptatækifæri og breytingar í ferðaþjónustu, sjávarútvegi, leit, björgun og olíuleit í ljósi breyttra aðstæðna á norðurslóðum. Markmið málþingsins nú er að draga fram hnitmiðaða umfjöllun og áþreifanlegar upplýsingar um viðskiptatækifæri og áskoranir tiltekinna atvinnugreina og dýpka þannig umræðuna um stöðu Íslands á norðurslóðum til skemmri og lengri tíma. Fjórir fundir verða haldnir yfir daginn um fjórar atvinnugreinar – ferðaþjónustu, sjávarútveg, leit og björgun, og olíuleit – þar sem fulltrúar fyrirtækja og fræðimenn í viðkomandi greinum miðla reynslu sinni og velta upp hugmyndum um snertifleti til samstarfs í samhengi við norðurslóðir, með góðri aðstoð pallborðsþátttakenda. Loftslagbreytingar og bráðnun íss á norðurslóðasvæðinu hafa á undanförnum árum vakið athygli heimsbyggðarinnar í auknum mæli. Möguleikar er varða betra aðgengi á svæðinu vekja upp vangaveltur varðandi þau viðskiptatækifæri sem þeirri þróun fylgja. Umræða um aukna starfsemi á svæðinu helst þó í hendur við umræðu um áhrif slíkrar starfsemi á náttúru og samfélög sem á svæðinu eru. Náttúra svæðisins er viðkvæm og að hana ber að umgangast með ýtrustu gætni. Viðskiptaleg, samfélagsleg og umhverfisleg sjónarmið eru því óumdeilanlega fléttuð saman. Málþingið verður sem áður segir í ráðstefnusal Háskólans á Akureyri og stendur frá kl. 8.30-16.00. Skráning og nánari upplýsingar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sa-islandsmeistarar
SA Íslandsmeistarar Lið Skautafélags Akureyrar sigraði lið Bjarnarins með fimm mörkum gegn engu í öðrum úrslitaleik liðanna á Íslandsmóti kvenna í íshokkí í gærkvöldi og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn í 13. sinn. Lið SA var sterkara frá byrjun og hafði yfir meiri breidd að ráða. Mikilvægt var að ná að skora snemma en þrátt fyrir ákafa sókn í fyrsta leiknum syðra á fimmtudagskvöldið létu mörkin standa á sér. Það var því nokkru fargi létt af liðinu þegar Anna Sonja Ágústsdóttir skoraði eftir tæplega fjögurra mínútna leik. Seint í fyrsta leikhlutanum bætti svo Sarah Smiley við örðu marki og þrátt fyrir ákafa sókn stóðu leikar þannig alveg fram í upphaf þriðja leikhluta. Anna Sonja skoraði þá sitt annað mark og kom SA í 3-0, Bergþóra Heiðbjört Bergþórsdóttir skoraði fjórða markið þegar um kortér var eftir af leiknum og svo kórónaði fyrirliðinn Kristín Björg Jónsdóttir sigurinn með fimmta marki SA fjórum mínútum fyrir leikslok. Öruggur sigur SA og sætur að auki eftir að liðið missti af deildarmeistaratitlinum í hendur Bjarnarins á dögunum. Úrslitin: SA - Björninn 5-0 (2-0, 0-0, 3-0). Umfjöllun mbl.is - viðtal mbl.is við Kristínu Björgu fyrirliða. Frétt af heimasíðu Skautafélags Akureyrar. Myndir: Elvar Freyr Pálsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/songveisla-i-glerarkirkju
Söngveisla í Glerárkirkju Fjórir karlakórar sameina krafta sína á söngmóti í Glerárkirkju næstkomandi laugardag, kl. 17.00. Mótið ber yfirskriftina „Hæ-Tröllum" og er þetta í fimmta sinn sem Karlakór Akureyrar-Geysir stefnir til Akureyrar karlakórum alls staðar að af landinu. „Hæ-Tröllum“ var fyrst haldið árið 2006 og hefur síðan verið haldið annað hvert ár. Þátttakendur að þessu sinni eru, auk Karlakórs Akureyrar-Geysis, Karlakór Dalvíkur, Karlakórinn Stefnir úr Mosfellsbæ og Karlakórinn Drífandi af Fljótsdalshéraði. Samtals koma þarna saman vel á annað hundrað söngmenn. Á mótinu flytur hver kór sína dagskrá og syngur 4-5 lög. Síðan sameina kórarnir krafta sína og flytja nokkur stórvirki úr sögu íslensks karlakórasöngs. Þarna gefst því kærkomið tækifæri til að heyra þessi verk flutt af stórum og öflugum kór. Sannkölluð söngveisla. „Hæ-Tröllum“ er einn af föstum liðum í fjölbreyttu starfi Karlakórs Akureyrar-Geysis. Á þessu starfsári stendur kórinn fyrir fernum tónleikum. Í september hélt kórinn tónleika í Miðgarði ásamt Karlakór Kjalnesinga. Jólatónleikar voru haldnir í Akureyrarkirkju á aðventunni, í samstarfi við stúlknakór kirkjunnar. Á „Hæ-Tröllum“ sameinast á Akureyri söngmenn frá Vestur-, Norður- og Austurlandi. Vortónleikar kórins verða svo á sínum stað og að þessu sinni verður lögð áhersla á verk eftir íslenska höfunda.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tillaga-kristins-e-hrafnssonar-og-studio-granda-valin
Tillaga Kristins E. Hrafnssonar og Studio Granda valin Niðurstaða dómnefndar í samkeppni um nýtt kennileiti fyrir heimskautsbautinn í Grímsey var tilkynnt í dag, mánudaginn 10. mars kl. 14 í Menningarhúsinu Hofi. Dómnefnd var einróma um vinningstillöguna sem er unnin af Kristni E. Hrafnssyni og Studio Granda. Samkeppnin var opin hönnuðum, arkitektum og myndlistamönnum. Skilafrestur gagna var til 31. janúar 2014 og verðlaunaféð var 1.000.000 kr. Forsaga málsins er sú að árið 2011 sótti Akureyrarstofa um styrk til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um gerð nýs tákns eða kennileitis fyrir heimskautsbauginn í Grímsey. Ákveðið var að hluta verkefnið niður í þrjá áfanga og er búið að fá styrk í fyrstu tvo áfangana eða samtals um 2.5 milljónir króna. Mótframlag Akureyrarbæjar og samstarfsaðila er jafnhá upphæð. Nú þegar niðurstaða er fengin verður unnið með vinningshöfum að útfærslu vinningstillögunnar í samstarfi við verkkaupa, verkið smíðað og því komið fyrir í Grímsey. Ekki verður hægt að hefja þennan áfanga fyrr en búið er að afgreiða umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða á þessu ári en áframhald verkefnisins byggist á að styrkur fáist í síðasta áfanga þess. Leitað var að myndrænu tákni fyrir eyjuna sem gæti orðið að aðdráttarafli í sjálfu sér og hægt væri að nota á ólíka vegu, t.d. við gerð minjagripa. Kennileitinu er ætlað að styrkja Grímsey og stöðu hennar sem nyrsta odda Íslands, á heimskautsbaugnum. Unnið verður með vinningshafa að frekari hönnun og útfærslu tillögunnar. Samkeppnin fór fram samkvæmt samkeppnislýsingu, fylgigögnum og samkeppnisreglum Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli þeirra. Í skýringartexta með verkinu frá vinningshöfum segir meðal annars: HRINGUR OG KÚLA / ORBIS ET GLOBUS / CIRCLE AND SPHERE VERKIÐ er grásteinskúla sem er 3 m í þvermál. Kúlunni er ætlað að standa á heimskautsbaugnum þar sem hann er á hverjum tíma en skv. útreikningum færist hann til á hverju ári vegna svokallaðrar pólriðu jarðar. Kúlunni er velt á rétta breidd að vori ár hvert og þokast hún þannig norður af eyjunni nálægt árinu 2047. Árleg færsla er ýmist í norður eða suður og því er um mjög hægfara ferli að ræða en um þessar mundir er hreyfingin að snúast í suður og verður svo næstu 10 árin eða svo. Þá snýst hún til norðurs þar til ekki verður komist lengra en á stuttu árabili mun hún standa þar kynn áður en hún tekur síðustu suður- og norðursveifluna og fer endanlega út af eyjunni. KÚLAN sýnir einungis legu heimskautsbaugsins. Sá sem gengur í kringum hana hefur farið norður fyrir heimskautsbaug og suður fyrir hann aftur. Árleg tilfærsla kúlunnar getur verið dagsettur atburður ár hvert en þá taka eyjarskeggja og gestir sig saman og koma henni á sinn stað með sameiginlegu átaki og nauðsynlegum hjálpartækjum. Ferill kúlunnar frá 2014 og til endaloka verður lagður með söguðum rekavið og þannig tryggt að allir komist að henni frá vegarslóðanum sem liggur út á Eyjarfót. Rekaviðarlagður stígurinn yrði að lokum það eina sem eftir væri til vitnis um heimskautsbauginn í Grímsey. VEGARSLÓÐI úr þorpinu og norður eftir eyjunni verður hluti verksins og gerður að góðum göngustíg. Stígurinn sýnir þannig færslu heimskautsbaugsins norður eftir eyjunni og er hann um 2,5 km á lengd frá áningarstaðnum við flugvöllinn en 3,7 km frá höfninni/þorpinu en baugurinn kom fyrst inn í þorpið um 1810 og hefur því færst þessa leið á rúmum 200 árum. Þessa færslu á heimskautsbaugnum má merkja með ártölum í rekaviðardrumba á stígnum en með því móti stækkar það áhugaverða svæði sem gestir mundu ella fara um eyjuna og kúlan fengi hlutdeild í því stórkostlega sjónarspili sem náttúran sýnir með síbreytileika allra hluta. Allt er á hreyfingu og áhrifasvæði heimskautsbaugsins verður þannig mun stærra en einn lítill og fastur punktur. Steve Christer frá Studio Granda og Kristinn E. Hrafnsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ibuafundur-i-hrisey
Íbúafundur í Hrísey Íbúafundur verður haldinn í Hrísey fimmtudaginn 20. mars kl. 16.00 í Íþróttamiðstöðinni. Þar verða kynntar niðurstöður málþings sem haldið var í september og fjallaði meðal annars um atvinnumál, byggðaþróun, þjónustu við íbúa, samgöngur, sumarhús, afþreyingu, ferðaþjónustu, umhverfismál og heilbrigðismál. Allir sem láta sig málefni Hríseyjar varða eru hvattir til að mæta á fundinn. Boðið verður upp á súpu og brauð í lok fundarins kl. 18.00.
https://www.akureyri.is/is/frettir/styrkir-ur-husverndarsjodi-3
Styrkir úr Húsverndarsjóði Stjórn Akureyrarstofu úthlutar úr Húsverndarsjóði Akureyrarbæjar og verða að þessu sinni veittir tveir styrkir, hvor um sig að upphæð 300.000 kr. Sjóðurinn styrkir: 1) Viðhald og endurbætur á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum á Akureyri. 2) Viðhald og endurbætur á húsum og mannvirkjum sem hafa varðveislugildi á Akureyri. Styrkjunum er ætlað að standa undir viðbótarkostnaði sem til fellur vegna friðlýsingar, friðunar eða varðveislugildis. Umsóknum skal skilað inn á þar til gerðu umsóknareyðublaði í þjónustuanddyri Ráðhússins, Geislagötu 9, eða á tölvutæku formi í netfangið kristinsoley@akureyri.is. Þess skal vandlega gætt að allar umbeðnar upplýsingar komi fram. Hægt að nálgast umsóknareyðublöð í Ráðhúsinu eða á heimasíðu Akureyrarbæjar. Umsóknarfrestur er til 26. mars nk.
https://www.akureyri.is/is/frettir/stett-med-stett-i-deiglunni
Stétt með stétt í Deiglunni Laugardaginn 15. mars kl. 15 verður opnuð samsýningin "Stétt með stétt" í Deiglunni á Akureyri. Þar sýnir fjöldi listamanna verk sem öll eru unnin út frá gangstéttum í Listagilinu. Hver listamaður býr til sína eigin hellu í myndverki og saman mynda þær eina stétt. Þannig samanstendur sýningin af hellum sköpuðum af fólki úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Sýningin stendur til 20. apríl og er opin alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynning-a-deiliskipulagi-fyrir-2-afanga-halanda
Kynning á deiliskipulagi fyrir 2. áfanga Hálanda Kynning á deiliskipulagi fyrir 2. áfanga Hálanda Hér að neðan og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar er til kynningar deiliskipulag fyrir 2. áfanga Hálanda í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem afgreidd var í skipulagsnefnd þann 12. mars 2014. Uppdráttur Greinargerð 13. mars 2014 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/aukin-umsvif-a-glerartorgi
Aukin umsvif á Glerártorgi Fasteignafélagið Eik hefur sem kunnugt er eignast verslunarmiðstöðina Glerártorg og á hádegisverðarfundi Samtaka atvinnurekenda á Akureyri í dag kynntu Garðar Hannes Friðjónsson forstjóri Eikar og Vilhelm Patrick Bernhöft framkvæmdastjóri eignasviðs félagsins það sem framundan er á Glerártorgi. Kom fram í máli þeirra að blómlegir tímar séu nú að fara í hönd og að innan fárra mánaða muni verslunarmiðstöðin hafa tekið stakkaskiptum. Í byrjun þessa árs bárust fregnir af því að 12 verslunarrými stæðu auð á Glerártorgi en samkvæmt upplýsingum Garðars og Vilhelms hefur nú verið samið við nýja rekstraraðila um öll plássin nema þrjú en vonir standa til að þau verði einnig leigð út fljótlega. Garðar og Vilhelm lögðu áherslu á að styrkja þurfi innviði Glerártorgs, stórauka markaðsstarf og byggja þar upp góða þjónustu við viðskiptavini, ekki síst barna- og fjölskyldufólk. Mjög góð mæting var á fundinn og almennt gerður góður rómur að máli félaganna frá Eik fasteignafélagi. Frá fundinum í hádeginu í dag.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-vinsael-medal-islendinga
Akureyri vinsæl meðal Íslendinga Ferðamálastofa hefur kynnt niðurstöður úr könnun um ferðalög Íslendinga á árinu 2013 sem MMR gerði. Í könnuninni voru tilgreindir 55 staðir um allt land (6-9 í hverjum landshluta) og svarendur beðnir að merkja við hvort ferðalög þeirra hefðu legið þangað á árinu. Akureyri er efst á blaði en helmingur svarenda sem ferðaðist innanlands kom þangað á síðasta ári. Listi yfir 10 fjölsóttustu staðina árið 2013: - Akureyri 49,6% - Borgarnes 33,9% - Þingvellir/Gullfoss/Geysir 30,1% - Skagafjörður 22,5% - Egilsstaðir/Hallormsstaður 21,6% - Mývatnssveit 21,3% - Hvalfjörður 20,0% - Vík 19,1% - Húsavík 17,6% - Kirkjubæjarklaustur 17,3% Nánar er fjallað um könnunina á heimasíðu Ferðamálastofu. Akureyri heillar. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fritt-i-bio
Frítt í bíó Líkt og fyrri ár teygir Franska kvikmyndahátíðin anga sína til Akureyrar með sýningu nokkurra vel valinna bíómynda. Hátíðin var sett í gær með sýningu myndarinnar "Málverkið" en auk hennar eru fjórar aðrar eðalmyndir á dagskránni. Að þessu sinni fara sýningar fram í Hamraborg í Menningarhúsinu Hofi 16.-19. mars í samvinnu við Akureyrarstofu og aðgangseyrir er enginn. Fræðast má um bíómyndirnar á heimasíðu hátíðarinnar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/makrill-a-villigotum
Makríll á villigötum Undanfarin misseri hefur breytt hegðunarmynstur makrílstofnsins í norðaustur Atlantshafi valdið harðvítugum deilum um skiptingu kvóta sem ekki sér fyrir endann á. Á lögfræðitorgi þriðjudaginn 18. mars leitar Peter Ørebech svara við því með hvaða hætti megi bregðast við breyttu flökkumynstri deilistofna eins og makríls og hvernig ríki, sem litla sem enga veiðireynslu hafa haft af slíkum deilistofnum áður en þeir gerðu innrás í fiskveiðilögsögu þeirra, geti komið að ákvörðunum um útdeilingu kvóta sem önnur strandríki hafa áður skipt sín á milli. Breytt flökkumynstur skapar tvenns konar vanda sem Peter fjallar um. Annars vegar ræðir hann um veikleika alþjóðlegra sáttmála og laga, og svæðisbundinna samninga sem valda því að erfitt er að byggja á þeim við lausn áður nefndra vandamála. Hins vegar fjallar Peter um þann vanda sem skapast þegar útdeila skal ákvörðuðum heildarkvóta, þ.e. taka ákvörðun um hve mikinn kvóta hvert strandríki fyrir sig á að fá og á hvaða forsendum. Peter Ørebech er prófessor við lagadeild Háskólans í Tromsø þar sem hann kennir m.a. hafrétt og Evrópurétt. Fyrirlesturinn verður haldinn kl. 12 í stofu M101 í Sólborg við Norðurslóð. Hann er á ensku og öllum opinn. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/starfslaun-listamanna-a-akureyri-2
Starfslaun listamanna á Akureyri Stjórn Akureyrarstofu auglýsir eftir umsóknum um starfslaun listamanna fyrir tímabilið 1. júní 2015 til 31. maí 2016. Starfslaunum verður úthlutað til eins listamanns og hlýtur viðkomandi 9 mánaða starfslaun. Markmiðið er að listamaðurinn sem starfslaunin hlýtur geti helgað sig betur listsköpun sinni eða einstökum verkefnum á vettvangi hennar á tímabilinu. Einungis listamenn sem eiga lögheimili á Akureyri koma til greina. Umsækjendur skili, ásamt umsókn, upplýsingum um listferil sinn og greinargóðum upplýsingum um hvernig starfslaunatíminn skal notaður. Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri Ráðhússins að Geislagötu 9. Nánari upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir, verkefnisstjóri viðburða og menningarmála, hjá Akureyrarstofu í netfanginu huldasif@akureyri.is Samþykkt um starfslaun listamanna. Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2015. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/formleg-vigsla-i-thorunnarstraeti-99
Formleg vígsla í Þórunnarstræti 99 Um síðustu mánaðamót fluttist öll skammtíma– og skólavistun fyrir fatlað fólk á Akureyri í Þórunnarstræti 99 þar sem áður var gamli Húsmæðraskólinn. Miðvikudaginn 19. mars verður formleg vígsluathöfn á húsinu eftir gagngerar endurbætur sem hafa átt sér stað. Athöfnin hefst klukkan 17 og eftir það verður opið hús í gamla Húsmæðraskólanum þar sem gestum og gangandi gefst kostur á að skoða húsakynnin og kynna sér starfsemina í húsinu. Allir velkomnir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-45
Tekatlar í Mjólkurbúð Helgina 22.-23. mars verður sýning á tekötlum úr jarðleir í Mjólkurbúðinni í Listagilinu. Katlana gerðu þrettán konur á námskeiði hjá Sigríði Ágústsdóttur leirkerasmiði. Unnið var með hvítan og rauðan jarðleir og katlarnir mótaðir í höndum frá grunni. Námskeiðin fóru fram í handverksmiðstöðinni Punktinum sem er lifandi og opinn staður fyrir unga sem aldna. Boðið er upp á margskonar námskeið á Punktinum og eru leirmótunarnámskeið meðal þess sem í boði er. Opið verður laugardaginn 22. mars og sunnudaginn 23. mars frá kl. 14-17. Mynd: Mjólkurbúðin í Listagili.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ibuafundur-i-hrisey-1
Íbúafundur í Hrísey Íbúafundur verður haldinn í Hrísey fimmtudaginn 20. mars kl. 16.00 í Íþróttamiðstöðinni. Þar verða kynntar niðurstöður málþings sem haldið var í september og fjallaði meðal annars um atvinnumál, byggðaþróun, þjónustu við íbúa, samgöngur, sumarhús, afþreyingu, ferðaþjónustu, umhverfismál og heilbrigðismál. Allir sem láta sig málefni Hríseyjar varða eru hvattir til að mæta á fundinn. Boðið verður upp á súpu og brauð í lok fundarins kl. 18.00. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-264-2014-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad
Nr. 264/2014 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað - Stórholt - Lyngholt Breyting á deiliskipulagi fyrir Stórholt - Lyngholt. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 21. janúar 2014 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Lyngholt – Stórholt. Breytingin felur í sér stækkun byggingarreits við Lyngholt 7. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 28. febrúar 2014, Margrét Mazmanian Róbertsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B-deild - Útgáfud.: 18. mars 2014
https://www.akureyri.is/is/frettir/sa-vikingar-eru-islandsmeistarar
SA Víkingar eru Íslandsmeistarar SA Víkingar lögðu Björninn 5-3 í þriðja leik liðanna á Íslandsmóti karla í íshokkí og lönduðu Íslandsmeistaratitlinum með sannkölluðum glæsibrag. Þeir unnu einvígið 3-0. Fyrr í mánuðinum tryggði SA sér Íslandsmeistaratitil kvenna í íshokkí í 13. sinn. Því má með sanni segja að Akureyringar séu með tögl og hagldir í íshokkí á Íslandi. Lýsingu á gangi leiksins í gærkvöldi má lesa á heimasíðu Skautafélags Akureyrar. Mynd: Elvar Freyr Pálsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skipulagslysing-fyrir-deiliskipulag-verkmenntaskolans-a-akureyri-1
Skipulagslýsing fyrir deiliskipulag Verkmenntaskólans á Akureyri Unnið er að gerð deiliskipulags fyrir Verkmenntaskólann á Akureyri. Skipulagslýsingin liggur frammi í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og er aðgengileg hér að neðan. Ábendingum er hægt að koma á framfæri skriflega til skipulagsdeildar í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri eða á netfangið: skipulagsdeild@akureyri.is innan tveggja vikna frá auglýsingu þessari. Skipulagslýsing 19. mars 2014 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/ibuafundi-i-hrisey-frestad
Íbúafundi í Hrísey frestað Vegna vonskuveðurs og slæmrar færðar hefur íbúafundi sem halda átti í dag í Hrísey verið frestað til miðvikudagsins 26. mars. Á fundinum 26. mars verða kynntar niðurstöður málþings sem haldið var í september og fjallaði meðal annars um atvinnumál, byggðaþróun, þjónustu við íbúa, samgöngur, sumarhús, afþreyingu, ferðaþjónustu, umhverfismál og heilbrigðismál. Allir sem láta sig málefni Hríseyjar varða eru hvattir til að mæta á fundinn miðvikudaginn 26. mars kl. 16. Boðið verður upp á súpu og brauð í lok fundarins kl. 18.00. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-268-2014-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad
Nr. 268/2014 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað - Hlíðarfjall Deiliskipulag Hlíðarfjalls. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 4. febrúar 2014 í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulag fyrir Hlíðarfjall. Deiliskipulagið gerir m.a. ráð fyrir nýjum skíðalyftum, þjónustumiðstöð, gistiskálum og hótelum. Nýjar skíðaleiðir eru skilgreindar og gert ráð fyrir nýju vatnssöfnunarlóni til snjóframleiðslu. Með auglýsingu þessari fellur úr gildi eldra deiliskipulag fyrir Hlíðarfjall, ásamt síðari breytingum. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 4. mars 2014, Margrét Mazmanian Róbertsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B-deild - Útgáfud.: 19. mars 2014
https://www.akureyri.is/is/frettir/gamall-draumur-ad-raetast
Gamall draumur að rætast „Draumurinn er að koma nýja skálanum á sinn stað fyrir páska en það er ekki víst að það takist, við vonum auðvitað hið besta,“ segir Hilmar Antonsson formaður Ferðafélags Akureyrar. Félagið er að byggja gönguskála sem ætlað er að leysa af hólmi gamlan skála, Lamba á Glerárdal. „Nýi skálinn er 44 fermetrar og í honum geta gist sextán manns en í gamla Lamba er gistirými fyrir sex manns, þannig að þetta verður mikil breyting, nánast bylting. Mynd og frétt af Vikudagur.is. Mynd: Vikudagur/Karl Eskil.
https://www.akureyri.is/is/frettir/deiliskipulag-fyrir-midbaer-akureyrar-glerargata-3-5-7-nidurstada-baejarstjornar
Deiliskipulagsbreyting fyrir Miðbær Akureyrar, Glerárgata 3, 5 & 7, niðurstaða bæjarstjórnar Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 18. mars 2014 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Miðbæinn - Glerárgötu 3, 5 & 7 í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið afmarkast af Glerárgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri, Geislagötu í vestri og húsum við Glérárgötu 1 og 3b að sunnanverðu. Tillagan gerir ráð fyrir sameiningu lóða 3, 5 og 7 við Glerárgötu. Tillagan var auglýst frá frá 8. janúar til 19. febrúar 2014. Ein athugasemd barst sem leidd ekki til breytinga á skipulaginu. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. 20. mars 2014 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/lyklarnir-afhentir
Lyklarnir afhentir Formleg vígsla á húsnæði fyrir alla skammtíma– og skólavistun fyrir fatlað fólk á Akureyri í Þórunnarstræti 99 fór fram í gær. Að lokinni vígsluathöfn gafst gestum og gangandi kostur á að skoða húsakynnin og kynna sér starfsemina í húsinu. Stöðugur straumur fólks var í húsið fram eftir kvöldi og var ekki annað að sjá en að bæjarbúum líkaði vel það sem fyrir augu bar. Saga hússins og framkvæmda þar Árið 1943 lauk húsameistari ríkisins, Guðjón Samúelsson, við teikningar sínar af Húsmæðraskóla Akureyrar. Guðjón teiknaði nokkur hús á Akureyri á ferli sínum og má þar nefna Póst- og símabygginguna, Landsbankahúsið, Gagnafræðaskóla Akureyrar, Íþróttahúsið við Laugagötu, Sundlaug Akureyrar og Akureyrarkirkju. Húsið að Þórunnarstræti 99 ásamt Akureyrarkirkju eru að segja má þau einu sem eftir eru í nánast óbreyttri mynd og hefur því gamla Húsmæðraskólabyggingin mikið varðveislugildi. Byggingameistari hússins var Stefán Reykjalín og hófst smíði þess árið 1944 og var það vígt 13. október 1945. Veturinn 1983-1984 var síðasti starfsvetur Húsmæðraskólans og rann þá starfsemi hans inn í nýstofnað hússtjórnarsvið Verkmenntaskólans á Akureyri. Verkmenntaskólinn starfaði í húsinu til vorsins 2002 þegar hússtjórnarsviðið flutti í nýtt húsnæði á Eyrarlandsholti. Eftir það var húsið notað af Háskólanum og síðustu árin af Akureyrarakademíunni. Í byrjun árs 2012 var skipaður vinnuhópur með fulltrúum frá stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar, félagsmálaráði, fjölskyldudeild, búseturdeild og Fasteignum Akureyrarbæjar, sem hafði það hlutverk að fara yfir þjónustu við fötluð börn og ungmenni með það í huga að sameina á einn stað rekstur skammtímavistunar og skólavistunar á Akureyri. Auk þess var markmiðið að bæta þjónustu og að færa starfsemina á stað þar sem húsnæðið uppfyllti betur þarfir notenda. Þá kviknaði sú hugmynd að athuga hvort ekki væri hægt að nota Húsmæðraskólann. Húsið var í sameiginlegri eigu ríkisins (75%) og Akureyrarbæjar (25%) þar til í júní 2012 þegar Akeyrarbær kaupir hlut ríkisins. Kaupverð á 75% hlut ríkisins í húsinu var 45 milljónir króna. Í júlí 2012 var hafist handa við hönnun breytinganna og eftir verðkönnun til hönnuða á Akureyri ar samið við eftirfarandi: Arkitektur.is / Gísla Kristinsson um arkitektahönnun AVH um burðarþols- og lagnahönnun Verkís um raflagnahönnun Húsið er tvær hæðir og kjallari. Húsið verður nýtt þannig að 1. hæð verður notuð undir dagvistun og og 2. hæð verður nýtt að mestu fyrir skammtímavistun fyrir fatlaða. Kjallara er enn óráðstafað. Brúttó grunnflötur hverrar hæðar er um 310 m² og heildargrunnflötur byggingarinnar er því um 926 m². Endurnýja þurfti allt ytra byrði hússins, gera við og endurnýja tröppur, endurnýja gler, endurnýja þak, sem og drenlögn og frárennslislagnir svo eitthvað sé nefnt. Innandyra þurfti að skipta út hurðum, gólfefnum, endurnýja ofnakerfi, vatnslagnir, hreinlætislagnir, raflagnir og mála húsnæðið í heild. Setja þurfti upp brunaviðvörunarkerfi, neyðarlýsingu, sprinklerkerfi og loftræstingu í rými sem eru án glugga. Auk þess þurfti að setja lyftu í húsnæðið og útbúa flóttaleiðir eins og kröfur gera ráð fyrir. Verkið var boðið út í byrjun apríl 2013. Þeir verktakar sem unnu að verkinu voru: Aðalverktaki: L&S verktakar ehf Pípulagnir: Varmastýring ehf Rafmagn: Rafmenn ehf Blikksmíði: Blikk og tækniþjónustan ehf Múrverk/steining: Magnús Gíslason Jarðvegsframkvæmdir: Finnur ehf. Eftirlit var í höndum Fasteigna Akureyrarbæjar Kostnaður við þessa byggingu er um 200 milljónir króna og kostnaður við endurnýjun á búnaði um 10 milljónir kr. Lýður Hákonarson framkvæmdastjóri L&S verktaka afhendir Guðna Helgasyni framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrarbæjar lyklana að breyttu húsi og Oddur Helgi Halldórsson formaður framkvæmdaráðs fylgist með.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vonskuvedur
Vonskuveður Vonskuveður hefur verið á Akureyri í dag og er færð víða farin að spillast í íbúðahverfum í efri hluta bæjarins og á Eyrinni. Unnið verður að því að ryðja götur fram eftir degi og byrjað aftur snemma í fyrramálið. Veðurspáin lofar skárra veðri seinnipartinn á morgun. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Akureyri í morgun. Smellir á þær til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli þeirra.
https://www.akureyri.is/is/frettir/milljon-fyrir-goda-hugmynd
Milljón fyrir góða hugmynd Atvinnu– og nýsköpunarhelgin verður haldin á Akureyri 28.-30. mars nk. Markmiðið er að hjálpa einstaklingum og fyrirtækjum að útfæra snjallar hugmyndir, koma þeim í framkvæmd og á framfæri við rétta aðila. Viðburðurinn er opinn öllum 18 ára og eldri sem eru með eigin viðskiptahugmynd og þá sem hafa áhuga á að leggja sitt að mörkum við að fullmóta viðskiptahugmyndir annarra. Unnið er í hópum yfir helgina að nánari útfærslu hugmyndanna og fjöldi frumkvöðla og annarra sérfræðinga veitir ráðgjöf. Nánari upplýsingar um hvernig vinnulagi er háttað og skráningarform er að finna á www.ana.is. Fyrir bestu hugmyndina sem fram kemur eru veitt verðlaun að upphæð 1 milljón króna. Einnig eru veitt verðlaun og viðurkenningar fyrir sex aðrar hugmyndir sem dómnefnd velur. Að viðburðinum standa Háskólinn á Akureyri, Stefna, Tækifæri og Akureyrarstofa. Auk þess styðja fjölmörg fyrirtæki og aðilar af svæðinu rausnarlega við viðburðinn. Atvinnu– og nýsköpunarhelgin fer fram í aðalsal Háskólans á Akureyri, Sólborg Norðurslóð 2. Enginn kostnaður fylgir þátttöku. Frá Atvinnu- og nýsköpunarhelginni 2011.
https://www.akureyri.is/is/frettir/godir-gestir-i-baenum-1
Góðir gestir í bænum Krakkarnir í Grímseyjarskóla voru í heimsókn á Akureyri í síðustu viku þegar vetrarfrí var í grunnskólanum. Krakkarnir eru á aldrinum 6-14 ára en í Grímsey er kennt í 1. til 8. bekk en eftir það verða börnin að sækja sér frekari menntun til Akureyrar. Í heimsókninni var meðal annars farið á Amtsbókasafnið, Leikfangasafnið og Flugsafnið, krakkarnir fóru í reiðtúr með Pólarhestum og skruppu á skauta og kíktu í búðir. Ætlunin var að fara aftur út í eyju á föstudag en þeirri ferð seinkaði um sólarhring vegna veðurs. Ef til vill var heppilegt að krakkarnir voru í ferðalagi á Akureyri því á meðan þeir voru í burtu fauk einn gluggi úr skólahúsinu og rafmagnstaflan bilaði. Þetta kemur þó ekki að sök við skólastarfið því olíukynding er í húsinu og það er orðið svo bjart að dagsbirtan nægir við kennsluna. Þó er bagalegt að geta ekki notað nein rafmagnstæki en það stendur til bóta. Meðfylgjandi mynd er tekin af Facebook-síðu Amtsbókasafnsins á Akureyri. Krakkarnir úr Grímsey á Amtsbókasafninu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hlynur-hallson-er-nyr-forstodumadur-sjonlistamidstodvar
Hlynur Hallson er nýr forstöðumaður Sjónlistamiðstöðvar Hlynur Hallson myndlistarmaður hefur verið ráðinn forstöðumaður Sjónlistamiðstöðvarinnar á Akureyri. Listasafnið á Akureyri og fjölnotahúsin Ketilhúsið og Deiglan eru rekin af Sjónlistamiðstöðinni auk þess sem umsjón með vinnustofum í Gilinu er í hennar höndum. Hlynur var ráðinn úr hópi níu umsækjenda. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1988, fornámi við Myndlistarskólann á Akureyri árið 1990, útskrifaðist frá fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1993. Á árunum 1993-1997 stundaði Hlynur framhaldsnám í myndlist við Fachhochschule Hannover, Hochschule für bildende Künste í Hamburg, Kunstakademie Düsseldorf og lauk mastersgráðu frá Hannover árið 1997. Hlynur hefur verið sjálfstætt starfandi myndlistarmaður frá árinu 1996 ásamt því að kenna við Listaháskóla Íslands og Myndlistarskólann á Akureyri. Hlynur hefur verið virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi, sett upp sýningar víða um heim, starfað sem sýningarstjóri hér heima og á erlendri grund. Hlynur sat í safnráði Kunstverein Hannover á árunum 1997-2001, var formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna árið 2009-2010, sat í stjórn Bandalags íslenskra myndlistarmanna á sama tímabili, átti sæti í stjórn Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar frá árinu 2007-2010 og situr nú í stjórn Listskreytingasjóðs ríkisins. Hlynur hefur rekið Verksmiðjuna á Hjalteyri ásamt hópi myndlistarmanna frá árinu 2008. Hlynur tekur til starfa hjá Sjónlistamiðstöðinni að hluta í byrjun maí en að fullu þann 1. ágúst næstkomandi. Hlynur Hallsson. Mynd: Hugi Hlynsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/bilun-i-simkerfi-hja-akureyrarbae
Bilun í símkerfi hjá Akureyrarbæ Víðtæk bilun hefur verið í símkerfi Akureyrarbæjar nú í morgun en unnið er að viðgerð. Bilunin nær meðal annars til Ráðhússins, hluta af grunnskólum bæjarins og fleiri stofnana. Fólk er beðið að sýna biðlund og vonandi kemst kerfið aftur í lag sem allra fyrst. Uppfært kl. 10.58: Því miður er símkerfið enn bilað en von er á varahlutum með flugi kl. 13.00 í dag. Gert er ráð fyrir að viðgerð taki um klukkutíma eftir að varahlutir hafa borist. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/samstarfssamningur-fjolmidjunnar-og-vinnumalastofnunar
Samstarfssamningur Fjölsmiðjunnar og Vinnumálastofnunar Á aðalfundi Fjölsmiðjunnar í síðustu viku undirrituðu Fjölsmiðjan og Vinnumálastofnun samstarfssamning til þriggja ára. Samningurinn styrkir Fjölsmiðjuna fjárhagslega og veitir atvinnulausum ungmennum hjá Vinnumálastofnun tækifæri til að komast aftur af stað í atvinnulífinu. Soffía Gísladóttir forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi Eystra og Erlingur Kristjánsson forstöðumaður Fjölsmiðjunnar á Akureyri undirrituðu samninginn. Frekari upplýsingar um aðalfundinn er að finna á heimasíðu Fjölsmiðjunnar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ibuafundur-i-dag
Íbúafundur í dag Íbúafundur verður haldinn í Hrísey fimmtudaginn 20. mars kl. 16.00 í Íþróttamiðstöðinni. Þar verða kynntar niðurstöður málþings sem haldið var í september og fjallaði meðal annars um atvinnumál, byggðaþróun, þjónustu við íbúa, samgöngur, sumarhús, afþreyingu, ferðaþjónustu, umhverfismál og heilbrigðismál. Allir sem láta sig málefni Hríseyjar varða eru hvattir til að mæta á fundinn. Boðið verður upp á súpu og brauð í lok fundarins kl. 18.00. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/thad-verdur-hverjum-ad-list-sem-hann-leikur
Það verður hverjum að list sem hann leikur Vorráðstefna um menntavísindi verður haldin á Akureyri 5. apríl 2014 á vegum miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri í samstarfi við Fagráð um starfsþróun kennara. Yfirskrift ráðstefnunnar er "Það verður hverjum að list sem hann leikur - Lifandi starfsþróun, árangursríkt skólastarf". Meginefni ráðstefnunnar snýr að starfsþróun og árangursríku skólastarfi. Skólastarf er lifandi og síbreytilegt, háð innri og ytri þáttum sem hafa áhrif á möguleika til eflingar þeirra sem þar starfa. Horft er til þess að þróun skóla sem stofnana og starfsþróun kennara fari saman og þeirri spurningu velt upp hvað einkennir lifandi og árangursríkt skólastarf? Aðalfyrirlesarar eru Kari Smith, prófessor við háskólann í Bergen, Jón Torfi Jónasson, prófessor við HÍ, og Sigurður Kristinsson, prófessor við HA. Þau þrjú koma að viðfangsefni ráðstefnunnar hvert frá sínum sjónarhóli því þekking þeirra og reynsla spannar vítt svið frá samspili kennara og nemenda á vettvangi til starfsþróunar kennara og kennaramenntenda. Auk aðalfyrirlestra og framlags nemenda verða 24 erindi í málstofum og fjölbreytt samræðulota um starfsþróun. Fulltrúar nemenda úr grunn-, framhalds- og háskóla láta einnig í sér heyra. Ráðstefnugestir fá innsýn í hvernig fulltrúar allra skólastiga hafa reynslu af, upplifa og leitast við að þróa skólastarf á sem árangursríkastan hátt. Ráðstefnan er haldin í Háskólanum á Akureyri, Sólborg við Norðurslóð 2. Nánari upplýsingar og ágrip málstofuerinda eru á vefslóðinni http://www.msha.is/is/radstefnur/vorradstefna-msha-2014.
https://www.akureyri.is/is/frettir/halond-fristundabyggd-2-afangi-tillaga-ad-deiliskipulagi
Hálönd, frístundabyggð 2. áfangi – Tillaga að deiliskipulagi Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagi. Skipulagssvæðið afmarkast af Hlíðarfjalli í vestri, opnu svæði í norðri, fyrsta áfanga Hálanda í austri og akstursíþróttasvæði í suðri. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir 36 lóðum fyrir frístundahús. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð er aðgengilegur hér að neðan og mun einnig liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 26. mars til 7. maí 2014, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 7. maí og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. Uppdráttur Greinargerð 26. mars 2014 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolmennur-fundur-i-hrisey
Fjölmennur fundur í Hrísey Tæplega 70 manns mættu á íbúafund í Hrísey í gær. Á fundinum var kynnt skýrsla með niðurstöðum frá málþingi sem haldið var síðasta haust. Það var hópur fólks sem kallar sig "áhugahóp um framtíð Hríseyjar" sem stóð fyrir þinginu í september 2013. Það var haft með svokölluðu þjóðfundarsniði þar sem unnið var í hópum og niðurstöður kynntar í lokin. Síðan þá hefur hópurinn unnið úr niðurstöðunum og var afraksturinn kynntur í gær. Hér má nálgast glærur frá fundinum og skýrslu með niðurstöðum frá málþingi. Nánar um fundinn á heimasíðu Hríseyjar. Frá fundinum í gær. Mynd: Þórgnýr Dýrfjörð.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vinland-og-landnam-norraenna-manna
Vínland og landnám norrænna manna Hinn þekkti kanadíski sérfræðingur í fornleifarannsóknum Birgitta Wallace mun halda erindi í Háskólanum á Akureyri sunnudaginn 30. mars kl. 14. Birgitta fjallar um heimildir fyrir landafundum og landnámi norrænna manna á Vínlandi fyrir rúmlega þúsund árum og ferðalög þeirra um austurströnd Norður-Ameríku. Birgitta kemur hingað til lands á vegum Þjóðræknisfélags Íslendinga. Hún mun halda fjóra fyrirlestra um rannsóknir sínar, þ. á m. í Þjóðminjasafni Íslands, Háskólanum á Hólum og í Háskólanum á Akureyri. Fyrirlesturinn í HA sunnudaginn 30. mars fer fram í stofu M 102 á Sólborg. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Fyrirlesturinn er á ensku. Birgitta Wallace starfaði með Helge Ingstad að uppgreftri sem fram fór í L‘Anse aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands um og eftir 1960. Þar fundust fyrstu áþreifanlegu minjarnar um búsetu víkinga í Vesturheimi. Birgitta stjórnaði uppgreftri sem fór fram í L‘ Anse Aux Meadows á áttunda áratugnum á vegum Parks Canada og hefur hún birt niðurstöður víðtækra rannsókna sinna á norrænu landnámi vestanhafs. Birgitta stjórnaði einnig uppbyggingu Víkingasafnsins þar. Birgitta Wallace hefur sett fram rökstuðning fyrir staðsetningu ýmissa staðaheita sem koma fram í Eiríkssögu rauða og Grænlendingabók. Þannig telur hún að Straumfjörður, Leifsbúðir og L‘Anse aux Meadows sé einn og sami staðurinn. Ennfremur að Helluland og Markland séu Baffinseyjar og Labrador. Birgitta Wallace.
https://www.akureyri.is/is/frettir/framhaldsskolanemar-fa-fritt-i-sund
Framhaldsskólanemar fá frítt í sund Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Loga Más Einarssonar um að framhaldsskólanemar í bænum fái frítt í sund meðan á verkfalli framhaldsskólakennara stendur gegn framvísun skólaskírteina. Í bókun bæjarráðs segir orðrétt: "Mikilvægt er að hvetja nemendur til virkni á meðan á verkfalli stendur og þetta er viðleitni Akureyrarbæjar til að gera þeim það kleift." Mynd: Gísli Kristinn Lórenzson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/bilaleiga-akureyrar-holdur-fekk-umhverfisverdlaun
Bílaleiga Akureyrar-Höldur fékk umhverfisverðlaun Bílaleiga Akureyrar-Höldur er handhafi umhverfisverðlauna Ferðamálastofu fyrir árið 2013. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, afhenti verðlaunin í lok fjölsótts málþings um sjálfbærni á Hótel Natura í gær. „Ábyrg afstaða til umhverfismála og samþætting þeirra við aðra þætti í rekstri fyrirtækja skipta æ meira máli. Óvíða í atvinnulífinu eru umhverfismálin líka í meiri forgrunni en einmitt í ferðaþjónustunni. Við vitum öll að náttúran er ein helsta auðlind atvinnugreinarinnar og til að svo megi áfram verða um ókomna framtíð verðum við að umgangast þetta fjöregg okkar af nærgætni og virðingu. Allar athafnir okkar mannanna hafa árif á umhverfið með einum og öðrum hætti. Við verðum þannig að leitast við að umgangast náttúru landsins af auðmýkt og á sjálfbæran hátt,“ sagði Ragnheiður Elín meðal annars í ávarpi sínu. Í fararbroddi í umhverfismálum Bílaleiga Akureyrar - Höldur ehf. er í dag stærsta bílaleiga landsins með um 3.000 bíla í rekstri. Fyrirtækið hefur lengi verið í fararbroddi í umhverfismálum bílaleigufyrirtækja hérlendis og hefur fyrst þeirra fengið umhverfisstjórnunarkerfi sitt vottað skv. staðlinum ISO 14001. Þá er bílaleigan með gullmerki í umhverfiskerfi Vakans. Græn akstursráð Umhverfisáherslan er mjög sýnileg á heimasíðu fyrirtækisins og þar er m.a. að finna „græn akstursráð“. Einnig er umhverfisskýrsla birt árlega. Þar má finna upplýsingar um helstu umhverfisþætti í starfseminni og hvernig frammistaðan hefur breyst milli ára. Minni kolefnislosun Ekki verður annað séð en að markmiðum fyrirtækisins í umhverfismálum sé vel fylgt eftir. Þannig hefur meðallosun CO2 frá bifreiðum fyrirtækisins farið lækkandi umfram væntingar. Hjá Bílaleigu Akureyrar er m.a. hægt að leigja metanbíla og einn rafbíl. Hægt að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum „Þannig er það mat dómnefndar að bílaleigan uppfylli með prýði öll þau viðmið sem gera fyrirtæki verðug þess að hljóta umhverfisverðlaun Ferðamálastofu. Bílaleiga Akureyrar er vel að þeim verðlaunum komin, enda augljóslega í fararbroddi hérlendis í grein þar sem hægt er að draga verulega úr neikvæðum umhverfisáhrifum með markvissu starfi,“ segir m.a. í rökstuðningi dómnefndar. Um umhverfisverðlaunin Eitt af hlutverkum Ferðamálastofu er að hvetja einstaklinga og fyrirtæki innan ferðaþjónustunnar til ábyrgðar í umhverfismálum. Liður í þessari viðleitni er að Ferðamálastofa veitir umhverfisverðlaun til ferðaþjónustufyrirtækja eða einstaklinga í ferðaþjónustu sem þótt hafa skara framúr á sviði umhverfismála. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1995 og er þetta því 19. árið í röð sem verðlaunin eru veitt. Verðlaunagripurinn er skúlptúr eftir Aðalstein Svan Sigfússon, myndlistarmann. Hugmynd listamannsins að baki gripnum er að hann sé ör sem vísi upp á við til glæstrar framtíðar. Gripurinn er unninn úr íslensku gabbrói og lerki. Óunni hluti píramídans stendur fyrir ósnortna náttúru sem við viljum varðveita sem lengst. Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendingu verðlaunanna í gær. Talið frá vinstri: Elías Bj. Gíslason settur ferðamálastjóri, Steingrímur Birgisson og Bergþór Karlsson frá Bílaleigu Akureyrar, Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála, Jón Gestur Ólafsson frá Bílaleigu Akureyrar og Björn Jóhannsson umhverfisstjóri Ferðamálastofu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/medhondlun-urgangs-er-grunnthjonusta
Meðhöndlun úrgangs er grunnþjónusta Þann 14. mars sl. var haldið á Akureyri málþing um úrgangsmál á Norðurlandi. Þingið var haldið á vegum verkefnisstjórnar sem vinnur að gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi, sem telst til grunnþjónustu í nútímasamfélagi. Svæðið sem um ræðir nær frá Húnaþingi vestra og allt austur yfir Norðurþing. Yfir 60 manns sátu málþingið og mættu bæði starfsfólk og sveitarstjórnarfólk frá öllum þeim 18 sveitarfélögum sem svæðisáætlunin nær yfir. Einnig mættu ýmsir aðrir sem tengjast úrgangsmálum á einn eða annan hátt. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra var með á fundinum, flutti ávarp og svaraði fyrirspurnum. Fjölbreytt erindi voru flutt um ýmislegt sem tengist úrgangsmálum og var jarðgerðarstöð Moltu ehf. heimsótt. Samkvæmt lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs eiga sveitarstjórnir að staðfesta áætlun, fyrir viðkomandi svæði, sem byggir á markmiður landsáætlunar. Megin viðfangsefni áætlunarinnar er að þar eiga að koma fram upplýsingar um stöðu úrgangsmála á viðkomandi svæði og aðgerðir til að bæta endurnotkun, endurnýtingu og förgun. Þar skal einnig koma fram hvernig sveitarfélag hyggst ná markmiðum landsáætlunar. Sameiginleg svæðisáætlun fyrir allt þetta svæði er skref í átt að aukinni samvinnu sveitarfélaga í úrgangsstjórnun. Markmiðið er að setja fram heildarstefnu í málaflokknum fyrir allt Norðurland. Stærstu verkefnin á næstu árum eru m.a. ábyrg meðhöndlun á lífrænum úrgangi, að finna ásættanleg úrræði fyrir þann úrgang sem lögum samkvæmt á að fara í brennslu. Tryggja þarf rekstur þeirra meðhöndlunarúrræða sem nú þegar eru til staðar og auka samvinnu um þær lausnir sem til eru innan svæðisins. Glærur frá erindunum sem flutt voru má finna á heimasíðu Flokkun Eyjafjörður ehf. www.flokkun.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vistvaenir-straumar-a-handverkshatid
Vistvænir straumar á Handverkshátíð Vistvæn hráefni setja sterkan svip á Handverkshátíð 2014 sem haldin verður í 22. sinn í Eyjafajarðarsveit 7.-10. ágúst. Mikill fjöldi umsókna hefur borist hátíðinni og endurspeglar hún allajafna það sem hæst ber í handverki hverju sinni; verk, framleiðsluaðferðir og hráefni. Sú gróska sem verið hefur í íslensku handverki undanfarin ár er hvergi á undanhaldi og núna virðist sem lífræn og "Fair Trade" vottuð hráefni ásamt endurvinnslu og vistvænni framleiðslu séu ríkjandi í því fjölbreytta handverki sem lagt hefur verið fram. Hátíðin er löngu orðin einn stærsti menningarviðburður á Eyjafjarðarsvæðinu jafnframt því að vera stærsti vettvangur handverksfólks og hönnuða á landinu með um 100 sýnendur og árlega um 15-20 þúsund heimsóknir. Umsóknarfrestur Handverkshátíðar 2014 rennur út 1. apríl nk. Nánari upplýsingar er að finna á www.handverkhatid.is. Mynd frá Handverkshátíðinni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fra-hrunkosningum-til-esb-kosninga
Frá hrunkosningum til ESB-kosninga? Miðvikudaginn 2. apríl kl. 12.00-13.00, í stofu M102 Sólborg, flytur dr. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur, erindið Frá hrunkosningum til ESB-kosninga? Í erindi sínu mun Grétar rýna í úrslit sveitarstjórnarkosninganna 2010 sem segja má að hafi verið sögulegustu sveitarstjórnarkosningar frá upphafi. Ekki aðeins urðu úrslit í Reykjavík söguleg með sigri Besta flokksins, heldur einnig á Akureyri þar sem Listi fólksins vann hreinan meirihluta. Víðar urðu óvænt úrslit og kosningaþátttaka náði sögulegu lágmarki. Allt má þetta rekja að miklu leyti til hrunsins 2008 og auk þess rannsóknaskýrslu Alþingis sem var nýkomin út þegar kosið var í maí 2010. Grétar mun einnig rýna í kannanagögn og sjá hvert stefnir í komandi sveitarstjórnarkosningum þann 31. maí. Er möguleiki á að átök og óánægja vegna þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um slit á aðildarviðræðum við ESB setji eitthvert mark á kosningarnar? Hvað er hægt að ráða af þeim könnunum á fylgi flokka sem hafa verið gerðar fram að þessu? Grétar er prófessor í stjórnmálafræði og aðferðafræði við hug- og félagsvísindasvið og viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri. Hann er stjórnmálafræðingur frá HÍ og með bæði licentiat og doktorsgráðu í stjórnmála- og stjórnsýslufræði frá Háskólanum í Gautaborg í Svíþjóð. Grétar hefur starfað sem framkvæmdastjóri RHA, framkvæmdastjóri Byggðarannsóknastofnunar, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Bifröst og prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Hann hefur starfað sem prófessor við HA frá því í ágúst 2008. Fyrir utan margvíslegt alþjóðlegt rannsóknasamstarf hefur hann m.a. setið 6 ár í stjórn NORDREGIO (norrænu byggða- og svæðarannsóknastofnunarinnar) og hefur síðan 2009 verið Íslandstengiliður ESPON (Byggða- og svæðarannsóknaáætlun ESB). Félagsvísindatorgið verður í stofu M102 og er opið almenningi án endurgjalds.
https://www.akureyri.is/is/frettir/lifraen-siraektun-hlaut-1-verdlaun
Lífræn síræktun hlaut 1. verðlaun Atvinnu– og nýsköpunarhelgin fór fram á Akureyri um helgina. Að sögn skipuleggjenda tókst verkefnið mjög vel og var andrúmsloftið hlaðið jákvæðri spennu og vilja til góðra verka. Um 70 þátttakendur unnu að útfærslu 20 viðskiptahugmynda og gekk greiðlega að þróa þær með aðkomu á annan tug leiðbeinenda úr ýmsum áttum. Vinnan hófst á föstudag en lauk seinnipart sunnudagsins þegar hóparnir kynntu afrakstur helgarinnar fyrir sérstakri dómnefnd sem síðan veitti nokkur verðlaun fyrir bestan árangur. Hugmyndirnar sem verðlaunaðar voru eru þessar: Gæðafóður.is sem sérhæfir sig í lífrænni síræktun hlaut 1.000.000 kr. í fyrstu verðlaun. Ræktunin fer fram í þar til gerðum gámum sem stjórna hita og vökvun. Korn er látið spíra á sérstökum bökkum og er afurðin mun næringarríkari en áður. Tiny Edifice, áhugahópur um tölvuleikjagerð, hlaut 300.000 krónur í önnur verðlaun. Hópurinn sérhæfir sig í gerð tölvuleikja og hlaut m.a. verðlaunasæti í keppni um besta tölvuleikinn á Háskóladögum í Háskólanum í Reykjavík, með leikinn P.I.L.L. Krummasæti, aukasæti fyrir börn á hnakk, hlaut 200.000 kr. í þriðju verðlaun. Sætið er staðsett fyrir framan knapann og gerir börnum, á aldrinum 1-7 ára, kleift að fara á hestbak með fullorðnum. Veitt voru tvenn hvatningarverðlaun upp á 50.000 kr. hvor og þau hlutu Lets dream about Iceland Pillow, léttur og fyrirferðalítll ferðakoddi, og Tálbeitur, beita unnin úr kúfskel. Teymið að baki hugmyndinni Gæðafóður.is hlaut jafnframt 50.000 krónur í verðlaun sem „Val fólksins“. Hugmyndin Ígulker, áframeldi og verðmætasköpun, hlaut 200.000 kr. sem besta hugmyndin er kom frá hópum er tengdust Háskólanum á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tumi-timalausi-i-alfheimum-1
Tumi Tímalausi í álfheimum Tumi Tímalausi er nýr söngleikur eftir þau Pétur Guðjónsson og Jóhönnu Birnudóttur (Jokku) sem unnu söguþráðinn út frá lögum af vísnaplötum Gunnars Þórðarsonar Út um græna grundu og Einu sinni var. Þessar metnaðarfullu barnaplötur eru þegar orðnar sígildar og skipa háan sess í tónlistaruppeldi þjóðarinnar. Því hljóma vel kunn lög í eyru áhorfenda ásamt spennandi atburðarrás fyrir alla fjölskylduna. Söngleikurinn fjallar um Tuma, íslenskan sveitapilt sem býr ásamt móður sinni og búálfinum Bokka á bænum Hlíðarendakoti. Hann fær ósk sína uppfyllta af vondri álfaseiðkonu einn daginn þegar hann er að smala inni í Fagradal og festist í álfheimum. Þá eru góð ráð dýr við að komast aftur heim til mömmu og hittir hann á leið sinni ýmsar kynjaverur sem eru mishjálplegar. Þetta er þriðja leikverkið sem Grímurnar setja upp en áður hefur leikhópurinn sett upp söngleikinn Berness? Já, takk og franskar á milli og farsann Gúgglaðu það bara sem bæði voru sett upp í Sjallanum. Mikill metnaður hefur verið lagður í þetta skemmtilega barnaleikrit. Um 60 manns koma að sýningunni og þar af helmingurinn börn, en börn skipa stóran sess sem leikarar, dansarar og söngvarar sýningarinnar. Dans- og leikstjóri verksins er Ívar Helgason. Hann hannar einnig útlit sýningarinnar; búninga, leikmynd og smink. Friðrik Ómar er tónlistarstjóri, Heimir Ingimars söngstjóri og Margrét Árnadóttir er kórstjóri. Næstu sýningar eru 6. apríl og 13. apríl kl. 14.00 og 17.00. Nánari upplýsingar á menningarhus.is eða í síma 450 1000. Gunnar Þórðarson og Sigurður Bogi sem leikur Tuma.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skidalandsmot-islands-i-hlidarfjalli
Skíðalandsmót Íslands í Hlíðarfjalli Hátt í 100 keppendur taka þátt í Skíðalandsmóti Íslands sem hefst í Hlíðarfjalli á morgun og stendur fram á sunnudag. Meðal þátttakenda verða allir fimm keppendur Íslands á Vetrarólympíuleikunum sem fram fóru í Rússlandi í febrúar. Mótið hefst með sprettgöngu kvenna og karla kl. 17.30 á morgun. Síðan verður keppt í Alpagreinum og skíðagöngu fram á sunnudag þegar mótinu lýkur með verðlaunaafendingu í Hlíðarfjalli. Prýðisveður er í Hlíðarfjalli, nægur snjór og gott færi. Dagskrá 75. Skíðalandsmóts Íslands 3.-6. apríl 2014. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/viltu-eignast-vini-a-hinum-nordurlondunum-1
Viltu eignast vini á hinum Norðurlöndunum? Akureyrarbær og Norræna upplýsingaskrifstofan auglýsa nú eftir ungmennum á aldrinum 16-20 ára til að taka þátt í norrænu vinabæjarmóti sem haldið verður í Álasundi í Noregi 29. júní til 3. júlí í sumar. Þemað í ár er "Alþjóðlegt samstarf og þróun" og verður unnið í mismunandi hópum að verkefnum sem tengjast því. Að taka þátt í NOVU felur í sér: Að kynna Akureyri og vera góður fulltrúi Akureyrarbæjar Að vera virkur þátttakandi í verkefnum mótsins Að kynnast og tengjast ungu fólki frá hinum vinabæjunum í þroskandi samstarfi í áfengis- og vímuefnalausu umhverfi Gist verður í skóla í Álasundi. Kostnaður er áætlaður 35.000 kr. fyrir ferðir til og frá Akureyri. Þátttakendur greiða sjálfir fyrir mat á leiðinni en öll þátttaka í mótinu, þar með talinn matur og gisting, er þátttakendum að kostnaðarlausu. Áhugasamir geta sótt um þátttöku með því að senda tölvupóst til Maríu Jónsdóttur á Norrænu upplýsingaskrifstofunni. Netfang hennar er mariajons@akureyri.is. Skrifaðu í tölvupóstinn fullt nafn, netfang þitt, heimilisfang, póstnúmer, heimasíma, farsíma og kennitölu og hver áhugamál þín eru. Umsóknarfrestur rennur út 28. apríl 2014. Þegar umsóknarfrestur er útrunninn munu umsækjendur verða kallaðir í viðtal og í framhaldi verður þátttakendalistinn unninn. Lögheimili á Akureyri er skilyrði fyrir þátttöku. Álasund í Noregi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/baerinn-fyllist-af-folki
Bærinn fyllist af fólki Helgin fram undan verður án efa ein sú alstærsta á Akureyri hvað viðburði og gestafjölda í bænum varðar og fer trúlega nærri því að slá við sjálfum páskunum. Skíðalandsmót Íslands er nú haldið í Hlíðarfjalli, snjóbrettamótið Ak-Extreme verður einnig haldið um helgina og nær hámarki sínu á laugardagskvöld með glæsilegri sýningu efst í Listagilinu og svo verður Söngkeppni framhaldsskólanna haldin í Hofi það sama kvöld. Einnig fer fram stórt fimleikamót í Íþróttamiðstöðinni við Giljaskóla. Þúsundir gesta munu því streyma til bæjarins að njóta veðurblíðunnar og alls þess sem Akureyri hefur upp á að bjóða. Mynd af heimasíðu Ak Extreme, www.akx.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/lambdrottningin-levy-1
Lambdrottningin Levý Sauðburður er hafinn í Grímsey en þar eru tvö fjárbú með alls um 120 ær. Í nótt bar ærin Sólgul, hún var tvílemd, hrúturinn dó en lambadrottningin Levý er hins vegar eldspræk. Sauðburður hefst að venju að fullu um næstu mánaðarmót og er þessi burður því nokkuð á undan áætlun. Ærin Sólgul og lambdrottningin Levý. Mynd Hulda Signý Gylfadóttir
https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrirhugud-stofnun-folkvangs-a-glerardal
Fyrirhuguð stofnun fólkvangs á Glerárdal Undanfarið hafa Umhverfisstofnun og fulltrúar Akureyrarkaupstaðar unnið að undirbúningi að stofnun fólkvangs á Glerárdal. Tillagan er hér með auglýst til umsagnar. Markmið fyrirhugaðrar friðlýsingar er að vernda Glerárdal og aðliggjandi fjalllendi til útivistar almennings, náttúruskoðunar og fræðslu. Friðlýsingin verndar auk þess land sem er að mestu ósnortið með fjölbreyttum jarðmyndunum og gróðurfari. Frestur til að skila inn athugasemdum við tillöguna er til föstudagsins 25. apríl 2014. Hægt er að skila inn umsögnum gegnum vefinn eða senda póst til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Hildur Vésteinsdóttir, hildurv@umhverfisstofnun.is, eða í síma 591-2000. Auglýsing að friðlýsingu fólkvangs á Glerárdal Kort af svæðinu
https://www.akureyri.is/is/frettir/vorthing-nordurlandarads
Vorþing Norðurlandaráðs Norðurlandaráð heldur vorþing með áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda í Hofi á Akureyri í dag. Norðurlandaráð er skipað 87 þingmönnum frá öllum Norðurlöndunum. Norðurlandaráðsþing er haldið á haustin, yfirleitt í lok október eða byrjun nóvember. Vorþing, sem er aðeins minni útgáfa af Norðurlandaráðsþinginu, er haldið að vori. Eins og fyrr segir, verður kastljósinu sérstaklega beint að nýtingu náttúruauðlinda. Dagskráin hefst klukkan 13.00 og í upphafi verður rætt um stjórnmálástandið í Úkraínu og Rússlandi. Frétt af Vikudagur.is. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-318-2014-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad
Nr. 318/2014 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Breyting á deiliskipulagi, Súluvegur, Miðhúsabraut og Þingvallastræti. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 18. mars 2014 í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipu-lagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Súluveg, Miðhúsabraut og Þingvalla-stræti. Breytingin felur í sér að merkingu lóða er breytt og byggingarreitur er stækkaður. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 19. mars 2014, Margrét Mazmanian Róbertsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B-deild – Útgáfud.: 2. apríl 2014
https://www.akureyri.is/is/frettir/gomsaett-i-ketilhusinu
Gómsætt í Ketilhúsinu Laugardaginn 12. apríl kl. 15 opnar myndlistarkonan Dagrún Matthíasdóttir sýninguna Gómsætt í Ketilhúsinu á Akureyri. Matur er umfjöllunarefnið en Dagrún vinnur með ólík efni og aðferðir og velur það sem hentar viðfangsefninu hverju sinni. Frásögn bregður fyrir í verkum hennar þar sem hún gramsar í matnum og gefur honum hlutverk með túlkun sinni í formum og litum. Á sýningunni reiðir Dagrún fram alls konar rétti úr eldhúsi myndlistarinnar, jafnt hefðbundin málverk sem fjöltæknilega bragðarefi. Þannig fá gestir sýningarinnar vatn í munninn um leið og hugtökin tilraunaeldhús og heimabakstur eignast nýja merkingu. Sýningin stendur til 18. maí og er opin alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.
https://www.akureyri.is/is/frettir/samthykktar-tillogur-i-umhverfisataki
Samþykktar tillögur í umhverfisátaki Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar árið 2012 ákvað bæjarstjórn að verja allt að hálfum milljarði króna í sérstakt umhverfisátak næstu 5 árin. Árlega verður um 100 milljónum varið í átakið og nú hefur framkvæmdaráð valið úr tillögum bæjarbúa sem áætlað er að hrinda í framkvæmd árið 2014. Tillögur sem framkvæmdaráð hefur samþykkt vorið 2014. Fjárveitingin er ætluð til nýframkvæmda og stofnbúnaðarkaupa á málum sem fyrst og fremst tengjast umhverfismálum í sveitarfélaginu öllu (og einstaka deildum þess) s.s. endurgerð og nýframkvæmd leikvalla, gerð göngu- hjóla- og reiðstíga, fegrun og frágang opinna svæða og torga, skógrækt, grisjun, endurgerð og endurplöntun, frágangi og gerð fólkvanga/útivistarsvæða. Hér má sjá eldri samþykktar tillögur: Tillögur sem framkvæmdaráð samþykkti vorið 2013. Fagra Akureyri. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/urslit-i-storu-upplestrarkeppninni-2015
Úrslit í Stóru upplestrarkeppninni 2014 Sigurvegarar í Stóru upplestrarkeppninni 2014, sem fram fór í síðustu viku, voru Ingunn Erla Sigurðardóttir nemandi í Oddeyrarskóla sem varð í þriðja sæti, Bjarney Guðrún Jónsdóttir nemandi í Naustaskóla var í öðru sæti og sigurvegarinn árið 2014 er Hafsteinn Davíðsson nemandi í Brekkuskóla. Stóra upplestrarkeppnin er fyrir nemendur í 7. bekk og eru undankeppnir haldnar í hverjum skóla þar sem fulltrúar skólans eru valdir. Þeir fulltrúar taka þátt í lokahátíðinni. Í ár mættu til leiks 14 nemendur sem komu frá sjö grunnskólum á Akureyri. Eins og við var að búast stóðu allir þátttakendur sig með mikilli prýði og fullur salur gesta truflaði ekki einbeitingu og yfirvegun nemenda. Dómarar á lokahátíðinni voru Ingibjörg Einarsdóttir formaður Radda, Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður, Ragnheiður Skúladóttir leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og Valdimar Gunnarsson fyrrverandi kennari við Menntaskólann á Akureyri. Dómnefndin átti ekki auðvelt verk fyrir höndum að velja úr þessum frábæra hópi en komst að lokum að niðurstöðu. Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn, standa fyrir þessari keppni ásamt skóladeild. Hafsteinn Davíðsson. Mynd: Ólafur Thoroddsen.
https://www.akureyri.is/is/frettir/anaegjuleg-nidurstada
Ánægjuleg niðurstaða Ársreikningar Akureyrarbæjar fyrir árið 2013 voru lagðir fram í bæjarráði í morgun. Helstu niðurstöður eru þær að rekstrarafgangur er meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og hafa skuldir lækkað. Halla Björk Reynisdóttir, formaður bæjarráðs, segir að niðurstaðan sé ánægjuleg. „Að rekstrarniðurstaðan sé jákvæð um 950 milljónir á sama tíma og raunlækkun skulda er rétt um 2 milljarðar á milli ára er auðvitað ákaflega ánægjulegt og ég get ekki annað en verið sátt. Í stóru myndinni hefur reksturinn gengið samkvæmt áætlun sem þakka ber starfsfólki Akureyrarbæjar.“ Ársreikningurinn er settur fram samkvæmt reikningsskilum sveitarfélaga. Starfseminni er skipt upp í tvo hluta, A-hluta annars vegar og B-hluta hins vegar. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, Fasteignir Akureyrarbæjar, Framkvæmdamiðstöð og Eignasjóð gatna. Til B–hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Félagslegar íbúðir Akureyrarbæjar, Strætisvagnar Akureyrabæjar, Öldrunarheimili Akureyrabæjar, Framkvæmdasjóður Akureyrarbæjar, Bifreiðastæðasjóður Akureyrabæjar, Hafnarsamlag Norðurlands, Norðurorka hf, Heilsugæslustöðin á Akureyri, Byggingasjóður Náttúrufræðistofnunar og Gjafasjóður Öldrunarheimila Akureyrarbæjar. Rekstur Akureyrarbæjar gekk vel á árinu og er heildarniðurstaða ársins í meginatriðum eins og fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar var jákvæð um 950 milljónir króna en áætlun hafði gert ráð fyrir 534 milljóna króna rekstarafgangi á árinu. Fráveita Akureyrar var færð til Norðuorku hf. í árslok. Það myndaði 1.491 millj. króna söluhagnað í A-hluta en hafði engin áhrif rekstur samstæðunnar. Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri 2.518,3 millj. kr. sem er 75 millj. kr. minna en áætlun hafði gert ráð fyrir og 363 millj. kr. meira en árið áður. Handbært fé frá rekstri nam 2.581,6 millj. kr. Fjárfestingarhreyfingar námu samtals 1.567,5 millj. kr. Fjármögnunarhreyfingar námu samtals 1.470 millj. kr. Afborgun langtímalána nam 1.630 millj. kr. en ný langtímalán námu 159 millj. kr. Lækkun á handbæru fé á árinu nam 455,8 millj. kr. og nam handbært fé sveitarfélagsins í árslok 1.832,6 millj. kr. Heildarlaunagreiðslur án launatengdra gjalda hjá samstæðunni voru 7.777.260 þúsundir króna. Fjöldi stöðugilda var að meðaltali 1.556. Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins í hlutfalli við rekstrartekjur þess voru 52,4%. Annar rekstrarkostnaður var 30,0% af rekstrartekjum. Skatttekjur sveitarfélagsins voru 565 þús. kr. á hvern íbúa en tekjur samtals 1.037 þús. kr. á hvern íbúa. Árið 2012 voru skatttekjurnar 525 þús. kr. á hvern íbúa og heildartekjurnar 969 þús kr. Samkvæmt efnahagsreikningi eru eignir sveitarfélagsins bókfærðar á 38.875,4 millj. kr., þar af eru veltufjármunir 3.995,6 millj. kr. Skuldir sveitarfélagsins með lífeyrisskuldbindingum nema samkvæmt efnahagsreikningi 23.346,6 millj. kr., þar af eru skammtímaskuldir 3.341millj. kr. Fjárhagur Akureyrarbæjar er traustur og nam skuldaviðmið samkvæmt reglum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga 112% en var 124% árið áður. Veltufjárhlutfallið er 1,20 í árslok en var 1,28 árið áður. Bókfært eigið fé nemur 15.528,8 millj. kr í árslok. Eiginfjárhlutfall er 40,0% af heildarfjármagni en var 37% árið áður. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og verður hann til umfjöllunar í bæjarstjórn Akureyrar 15. apríl og 6. maí nk. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/lokad-hja-starfsmannathjonustu
Lokað hjá starfsmannaþjónustu Lokað verður hjá starfsmannaþjónustu Akureyrarbæjar í Ráðhúsinu föstudaginn 11. apríl vegna breytinga. Hefðbundin starfsemi hefst þar aftur mánudaginn 14. apríl frá kl. 9-16. Frá Akureyri. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/blaa-kannan-i-lystigardinn
Bláa kannan í Lystigarðinn? Tilboð í rekstur kaffihússins í Lystigarðinum voru opnuð í síðustu viku. Tveir sýndu áhuga á rekstrinum og var tilboð Bláu könnunnar ehf. fyrir hönd óstofnaðs félags metið hagstæðara. Því verður gengið til samninga við Bláu könnuna á grundvelli þess. Faseignir Akureyrarbæjar óskuðu eftir tilboðum í rekstur kaffihúss í Lystigarðinum í byrjun mars. Útboðinu var skipt þannig að bjóðendur sendur inn greinargerð um rekstur sem dómnefnd fór yfir og mat. Í dómnefnd sátu Halla Björk Reynisdóttir frá stjórn Akureyrarstofu, Sigfús Karlsson og Silja Dögg Baldursdóttir frá stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar, Guðni Helgason framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar og Matthildur Ása Hauksdóttir frá Lystigarðinum. Mat dómnefndar var síðan notað í samanburði á tilboðum í leiguverð á fermetra fyrir kaffihúsið. Kaffihúsið í Lystigarðinum var opnað í júní 2012 á 100 ára afmæli garðsins og 150 ára afmæli kaupstaðarins. Húsið rúmar 65 manns í sæti og er á fallegum stað í suðvesturhluta garðsins. Arkitektastofan Kollgáta hlaut Menningarverðlaun DV fyrir arkitektúr hússins í mars 2013, það var tilnefnt til af Arkitektafélagi Íslands til Evrópusambandsverðlauna í samtímabyggingarlist 2013 sem kennd eru við Mies van der Rohe og birtist nýverið í frímerkjaröð Póstsins um íslenska samtímahönnun. Lystigarðurinn á Akureyri var opnaður árið 1912 og var fyrsti almenningsgarðurinn á Íslandi. Norðurgafl hússins. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-og-storglaesileg-skidabraut
Ný og stórglæsileg skíðabraut Unnið hefur verið að því í morgun að troða nýja og stórglæsilega skíðabraut sem liggur frá skíðahótelinu Skíðastöðum í Hlíðarfjalli niður að orlofsbyggðinni að Hálöndum. Um er að ræða rúmlega tveggja kílómetra langa braut sem er því um helmingi lengri en brautirnar sem bjóðast þegar fólk tekur sér far með stólalyftunni Fjarkanum. Um páskana er ætlunin að litlar rútur verði á bílastæðinu við Hálönd og keyri fólk aftur upp í Hlíðarfjall. Skíðafólk getur annars vegar rennt sér frá miðplaninu fyrir neðan skíðahótelið eða frá húsinu við gönguskíðabrautina. Skíðapassar og vetrarkort munu gilda í rúturnar en einnig verða seldar stakar ferðir. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, segir að þetta sé fyrst og fremst spennandi tilraunaverkefni. „Okkur langaði að prófa þetta en hugmyndin kviknaði þegar við skoðuðum veðurspána fyrir helgina. Það er spáð veðurblíðu en suðvestan áttum sem geta orðið ansi hvassar þegar vindurinn stendur niður af fjallinu eða kemur í strengnum ofan af Glerárdal. Þá hefur stundum þurft að loka Fjarkanum. Auðvitað vonum við að svo fari ekki en þá höfum við a.m.k. þessa nýju og stórglæsilegu braut til vonar og vara en hún er rúmir tveir kílómetrar og útsýnið stórkostlegt. Við köllum hana „Heimþrána“ því þarna er fólk að renna sér heim á leið þótt því bjóðist svo að taka rútuna aftur upp eftir til að renna sér meira,“ segir Guðmundur Karl. Myndirnar að neðan tók Ragnar Hólm í Hlíðarfjalli í morgun. Smellið á þær til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli þeirra. Nýja brautin í Hlíðarfjalli. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.