Search is not available for this dataset
url
stringlengths
21
288
text
stringlengths
1
1.35M
https://www.akureyri.is/is/frettir/heilsunamskeid-hja-hak
Heilsunámskeið hjá HAK Heilsunámskeið á vegum Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri fyrir foreldra ungra barna hefst þriðjudaginn 19. nóvember. Námskeiðið er fyrir foreldra barna sem eru yngri en 10 ára og í ofþyngd og vilja breyta lífsstíl fjölskyldunnar til betri vegar. Námskeiðið samanstendur af 4 hóptímum og 2 fjölskylduviðtölum. Markmiðið námskeiðsins er að auðvelda foreldrum að búa til venjur, reglur og siði sem styðja við heilbrigðan lífsstíl ásamt öðrum gagnlegum ráðum sem tengjast næringu og hreyfingu. Hóptímarnir verða þriðjudaga kl. 16.30-18.00 og byrja 19. nóvember. Leiðbeinendur eru Hrafnhildur Ævarsdóttir hjúkrunarfræðingur í ungbarnavernd og Þórdís Rósa Sigurðardóttir skólahjúkrunarfræðingur og einkaþjálfari. Verð er 6.000 kr. Skráning og nánari upplýsingar: Hrafnhildur, gsm 6927040 eða hrafnhildur@hak.ak.is. Þórdís Rósa, gsm 8991099 eða heilsulund@akmennt.is. Heimasíða Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/saga-travel-hlaut-nyskopunarverdlaun-saf-2013
Saga Travel hlaut nýsköpunarverðlaun SAF 2013 Ragnheiður Elín Árnadóttir, ferðamálaráðherra afhenti nýsköpunarverðlaun SAF – Samtaka ferðaþjónustunnar 2013 á Center Hótel Arnarhvoli, Reykjavík í gær. SAGA TRAVEL á Akureyri hlaut verðlaunin á 15. afmælisdegi Samtaka ferðaþjónustunnar en þetta er í tíunda sinn sem samtökin veita verðlaunin. SAGA TRAVEL er alhliða ferðaskipuleggjandi og ferðaskrifstofa sem lagt hefur metnað sinn í vöruþróun í samvinnu við fjölda fyrirtækja í landinu öllu og heimafólk á Norðurlandi. Fyrirtækið hefur skapað sér verðugan sess í íslenskri ferðaþjónustu norðan heiða með því að bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu, nýjar ferðavörur, á öllum tímum ársins og jafnvel á öllum tímum sólarhringsins, sjá nánar á www.sagatravel.is. Afar mikilvægt er huga að vöruþróun í þeirri ört vaxandi atvinnugrein sem ferðaþjónusta á Íslandi er í dag með það fyrir augum að nýta betur innviði og auka framlegð í greininni. Fyrirtækið SAGA TRAVEL hefur skapað sér verðugan sess í íslenskri ferðaþjónustu og hefur sannarlega verið vítamínsprauta í vöruþróun ferðaþjónustu á Norðurlandi. Nánar á heimasíðu SAF. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ferðamálaráðherra, Sævar Freyr Sigurðsson, Saga Travel og Árni Gunnarsson, formaður SAF.
https://www.akureyri.is/is/frettir/malthing-um-raka-og-myglu-i-byggingum
Málþing um raka og myglu í byggingum Málþing um raka og myglu í byggingum verður haldið á Hótel KEA miðvikudaginn 20. nóvember, kl. 13:30 - 17:00. Raki og mygla og áhrif þess á heilsufar hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Faglegar upplýsingar og almenn þekking um þessi mál hefur hingað til verið af skornum skammti hérlendis. Mannvirkjastofnun, Umhverfisstofnun, Samtök iðnaðarins, IceIAQ og fagfélög innan byggingargeirans standa að málþinginu. Aðgangur er ókeypis. Sjá auglýsingu hér
https://www.akureyri.is/is/frettir/notalegt-i-nonnahusi-1
Notalegt í Nonnahúsi Það verður sérstaklega notalegt í Nonnahúsi laugardaginn 16. nóvember kl. 14-16 þar sem fæðingardegi barnabókahöfundarins og heiðursborgara Akureyrar Jóns Sveinssonar, Nonna, verður fagnað með upplestri, kertaljósi og konfekti. Lesið verður úr ævisögu Nonna, Pater Jón Sveinsson, Nonni, eftir Gunnar F. Guðmundsson sem hlaut íslensku bókaverðlaunin í flokki fræðibóka. Nonnabækurnar skipa veglegan sess í Nonnahúsi. Þar eru til fjölmargar Nonnabækur á mörgum tungumálum s.s. kínversku og esperantó. Lesið verður úr íslenskri Nonnabók fyrir áhugasama gesti. Hjartanlega velkomin í Nonnahús Aðalstræti 54 á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/lestrarommur-i-siduskola
Lestrarömmur í Síðuskóla Síðasta vetur hófust viðræður deildarstjóra Síðuskóla við fulltrúa eldri borgara í Síðuhverfi um vilja þeirra til að koma í skólann og aðstoða kennara við að láta nemendur lesa, útskýra texta þegar þörf er á, segja sögur og fleira. Auglýsingar voru settar upp í félagsaðstöðu eldri borgara og voru nokkrar konur tilbúnar að leggja skólanum lið. Það var svo 29. október síðastliðinn að fyrstu "lestrarömmurnar" komu í skólann og aðstoðuðu í 2., 3. og 4. bekk. Börnin tóku þeim mjög vel og fannst mjög spennandi að fá að lesa hjá þeim. Lestrarömmurnar eru boðnar hjartanlega velkomnar í skólann og eiga þær skilið þakkir fyrir að gefa af tíma sínum og vonast er til að samstarfið verði öllum til gagns og gamans eins og fyrsta heimsókn þeirra gaf fyrirheit um. Frétt úr Skóla-Akri, vefriti skóladeildar Akureyrarbæjar. Mynd úr Skóla-Akri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/aukatonleikar-med-hymondiu
Aukatónleikar með Hymondiu Hymnodia hefur flakkað um NA-land undanfarna daga og haldið skemmtanir á Ólafsfirði, Akureyri, Siglufirði, í Mývatnssveit, á Þórshöfn, Vopnafirði og Húsavík og í kvöld er kórinn í Þorgeirskirkju við Ljósavatn. Aðsókn hefur verið frábær og stemningin ólýsanleg. Þar sem uppselt var á tónleika Hymnodiu í Hofi í síðustu viku og margir þurftu frá að hverfa, hefur verið ákveðið að halda aukatónleika á Akureyri í Pakkhúsinu, Hafnarstræti 19, annað kvöld, föstudagskvöldið 15. nóvember. Aðgangseyrir verður 2.000 kr. og af hverjum seldum miða renna 700 kr. til uppbygingar heimilis fyrir munaðarlausar stúlkur í Tansaníu þar sem stofnaður verður sérstakur tónlistarsjóður. Umfjöllun um tónleikana í Siglufjarðarkirkju á vefnum siglo.is. Fleiri ljósmyndir má sjá hér: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.10200699524959448.1073741828.1501075391&type=3 Hymnodia.
https://www.akureyri.is/is/frettir/eik-er-jolastjarnan-2013
Eik er Jólastjarnan 2013 Akureyringurinn Eik Haraldsdóttir var valin Jólastjarna Björgvins árið 2013 en úrslitin voru tilkynnt á Stöð 2 í gærkvöldi. Mörg hundruð krakkar, strákar og stelpur, sóttust eftir að fá að syngja á jólatónleikum með Björgvini Halldórssyni nú í desember en eftir úrslitakeppni stóð Eik uppi sem sigurvegari. Björgvin Halldórsson sagði í samtali við Akureyri.is nú í morgun að það hafi verið erfitt að gera upp á milli þeirra 10 stúlkna sem komust í úrslit en að Eik hafi hrifið dómnefndina með eðlilegri framkomu og flottum söng. "Þau voru í raun öll sigurvegarar en hún er aðalsigurvegarinn og nú erum við að ráða ráðum okkar um það hvaða lag hún flytur með okkur í Laugardalshöllinni." Eik kemur fram með Jólagestum Björgvins í Höllinni þann 14. desember. Hinir níu söngvararnir sem komust í úrslitahópinn munu einnig koma fram á tónleikunum. Í dómnefnd Jólastjörnunnar voru Björgvin Halldórsson söngvari, Hulda Björk Garðarsdóttir söngkona, Gunnar Helgason leikstjóri og Eyþór Ingi Gunnlaugsson söngvari. Undirleikari söngvara var Pálmi Sigurhjartarson. Hægt er að horfa og hlýða á flutning Eikar á Visir.is. Eik Haraldsdóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/illugi-a-akureyri
Illugi á Akureyri Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, var í heimsókn á Akureyri í dag og kynnti sér skólamál í bænum. Fyrir hádegi heimsótti hann Oddeyrarskóla og Giljaskóla áður en haldið var á Málræktarþing unga fólksins í Háskólanum á Akureyri. Til þingsins mættu 10. bekkingar úr grunnskólum bæjarins ásamt kennurum sínum en þeir hafa undanfarnar vikur unnið ýmis verkefni um íslenskt mál í tilefni að degi íslenskrar tungu sem er á morgun, 16. nóvember, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Eftir hádegið skoðaði Illugi Amtsbókasafnið og Samkomuhúsið og heimsótti leikskólann Pálmholt þar sem meðfylgjandi myndir voru teknar. Illugi Gunnarsson á leikskólanum Pálmholti.
https://www.akureyri.is/is/frettir/guggladu-thad-bara-frumsynt
Gúgglaðu það bara frumsýnt Gamanleikurinn Gúgglaðu það bara verður frumsýndur kl. 22 í kvöld í Sjallanum. Leikritið fjallar um Hannibal og Finn sem eru sífellt að leita að hinu eina rétta svari í lífinu. Hver er rétta leiðin til að heilla konur? Hvernig verður maður ríkur? Hvernig verður maður fallegur? Svarið er: Maður gúgglar það bara. Aðalhlutverk leika Hallur Örn Guðjónsson og Brynjar Gauti Schiöth en auk þeirra fara Sigurlaug Indriðadóttir, Valdís Eiríksdóttir og Torfi Þór Tryggvason með hlutverk í Gúgglaðu það bara. Sýningin er kl. 22 í kvöld vegna landsleiks Íslands og Króatíu í knattspyrnu en aðrar sýningar verða kl. 20. Sýningar eru í Sjallanum næstu tvær helgar og er um kaffileikhús að ræða. Næstu helgar þar á eftir verður Gúgglaðu það bara sýnt með jólahlaðborði Greifans og Sjallans.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gott-skidafaeri-i-kjarnaskogi
Gott skíðafæri í Kjarnaskógi Búið er að troða gönguskíðabrautir í Kjarnaskógi og eru allar helstu leiðir opnar, þ.e. Trimmbrautin, Þverbrautin, Skógarleiðin og Naustaborgir, alls um 6-7 km. Færið er gott með jöfnum nýföllnum snjó en sums staðar er þó einhver klaki undir. Það stefnir í gott skíðafæri út vikuna. Á vef Kjarnaskógar, undir flipanum skíðafæri er staða mála er varðar skíðafærð í skóginum. Mynd: Ingólfur Jóhannsson
https://www.akureyri.is/is/frettir/fuglalif-i-krossanesborgum
Fuglalíf í Krossanesborgum Út er komin fjórða skýrslan um fuglalíf í Krossanesborgum en talið er á fimm ára fresti í fólkvanginum. Krossanesborgir voru friðlýstar sem fólkvangur árið 2005 í anda Staðardagskrár 21 en svæðið er mikilvægur varpstaður fugla í Eyjafirði. Sumarið 2013 fundust þar 23 tegundir varpfugla, samtals 613 pör sem er fækkun um 45 pör frá síðustu talningu sumarið 2008. Helstu niðurstöður sem greint er frá í skýrslunni eru að grágæs, rauðhöfðaönd og stokkönd hefur fjölgað verulega en vaðfuglum hefur lítillega fækkað. Gera má ráð fyrir að aukinn trjágróður geti leitt til fækkunar heiðlóu, jaðrakans og spóa. Hettumáfar voru mun færri en 2008 og engar kríur urpu nú í fiðlandinu. Öðrum máfum hefur fjölgað. Spörfuglum hefur fjölgað verulega frá 2008 og munar þar mest um að fjöldi þúfutittlinga er svipaður og fyrir umtalsverðan felli þeirra vorið 2006. Stóru máfarnir sílamáfur og silfurmáfur eru enn í sókn og nú hefur varpsvæði þeirra teygt sig út fyrir friðlandið. Skýrsluna rituðu Sverrir Thorstensen og Þorsteinn Þorsteinsson að beiðni umhverfisnefndar Akureyrarbæjar. Hún er afar fróðleg fyrir áhugafólk um fuglalíf og hana prýða fallegar myndir eftir Eyþór Inga Jónsson, Pétur Halldórsson og Sverri Thorstensen. Fuglalíf Krossanesborga sumarið 2013 (skýrsla á pdf-formi). Þúfutittlingur. Mynd: Eyþór Ingi Jónsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/auglysing-um-breytingu-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018-akstursithrotta-og-skotaefingasvaedi-a-glerardal
Nr. 1008/2013 AUGLÝSING um breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, akstursíþrótta- og skotæfingasvæði á Glerárdal. Skipulagsstofnun staðfesti þann 31. október 2013 breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, sem samþykkt var í bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar þann 15. október 2013. Niðurstaða sveitarstjórnar var auglýst 23. október 2013. Í breytingunni felst að opið svæði til sérstakra nota (1.61.3-O) stækkar til vesturs og norðurs, úr 70 í 112,5 ha. Efri mörk svæðis verða við fjallgirðingu og norðurmörk við Hlíðarfjallsveg. Jafnframt er afmarkað 0,8 ha iðnaðarsvæði vatnsveitumannvirkja við Torfadal. Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi. Skipulagsstofnun, 31. október 2013. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Ottó Björgvin Óskarsson. B-deild - Útgáfud.: 14. nóvember 2013
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-1014-2013-auglysing-um-breytingu-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018-kjarni-hamrar-og-gata-solarinnar
Nr. 1014/2013 AUGLÝSING um breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, Kjarni, Hamrar og Gata sólarinnar. Skipulagsstofnun staðfesti þann 4. nóvember 2013 breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, sem samþykkt var í sveitarstjórn Akureyrarkaupstaðar þann 15. október 2013. Niðurstaða sveitarstjórnar var auglýst 23. október 2013. Breytingin varðar Kjarna, Hamra og Götu sólarinnar og felur í sér að svæði fyrir frístundabyggð (3.21.16-F) er stækkað til vesturs, svæði fyrir frístundabyggð (3.21.17-F) fellur út og opið svæði til sérstakra nota, tjaldsvæðið að Hömrum (3.41.4-O) stækkar til norðurs. Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi. Skipulagsstofnun, 4. nóvember 2013. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir. Ottó Björgvin Óskarsson. B-deild - Útgáfud.: 18. nóvember 2013
https://www.akureyri.is/is/frettir/hugmyndariki-i-hrisey
Hugmyndaríki í Hrísey Í haust var haldið í Hrísey málþing um framtíð byggðar í eyjunni og komu fram ýmsar áhugaverðar tillögur um það sem betur má fara og gæti orðið til bóta. Áhugahópur um blómlega byggð í Hrísey vinnur nú úr tillögunum og hefur komið áfram ábendingum til þeirra sem þær snúa að. Stefnt er að því að boða til íbúafundar fljótlega eftir áramótin þegar búið verður að vinna úr niðurstöðum málþingsins. Á þingið í september mættu rúmlega 60 manns og þar var megináhersla lögð á að ræða grunngildi samfélagsins, atvinnumál, þjónustu, samgöngur, ferðaþjónustu, umhverfismál og afþreyingu. Í hópi gesta voru alþingismenn, bæjarstjórnarmenn, embættismenn Akureyrarbæjar, fulltrúar verkalýðsfélaga og áhugafólk um byggðina ásamt íbúum. Strax eftir málþingið boðaði Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri hverfisráð Hríseyjar til fundar ásamt fulltrúum áhugahópsins. Með bæjarstjóra í för voru forseti bæjarstjórnar, formaður stjórnar byggðastofnunar og framkvæmdarstjóri atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Rædd voru atvinnu- og búsetumál Hríseyinga og þótti fundurinn afar gagnlegur. Áhugahópurinn hefur haldið áfram að hittast reglulega og greiða úr niðurstöðum málþings og könnunar sem gerð var á heimasíðu Hríseyjar. Þar sem sumar niðurstöður eiga beint erindi við ákveðin fyrirtæki, stofnanir og félög, þótti eðlilegast að senda formleg bréf til þessara aðila til að tryggja að niðurstöðurnar skili sér á rétta staði. Þessir aðilar geta þá farið yfir þau málefni sem þá varða og séð hvort hægt sé að koma til móts við einhverjar tillögur sem fram komu. Með þessu móti er vonast til að vinnan skili sér sem best út í samfélagið því sumar hugmyndir er auðvelt að framkvæma og mögulegt að hrinda í framkvæmd strax næsta sumar. Mynd: Þorsteinn Þorsteinsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tolum-saman
Ekki barnið mitt? Á morgun, fimmtudaginn 21. nóvember frá kl. 17-19, verður haldið í Menningarhúsinu Hofi málþing fyrir alla sem koma að uppeldi barna og unglinga. Yfirskrift málþingsins er "Tölum saman". Spurt er spurninga á borð við þessar: Hver er ábyrgð okkar sem samfélags? Er vímuefnaneysla einstaklingsins bara hans mál? Ræða foreldrar sín á milli um félagslíf barna sinna? Hver er staðan á Akureyri? Dagskrá málþingsins er þessi: Ekki barnið mitt Jóhannes Kr. Kristjánsson faðir Sigrúnar Mjallar sem lést vegna ofneyslu fíkniefna aðeins 17 ára. Vímuefnaneysla grunn- og framhaldsskólanema. Hvað gerist milli skólastiga? Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu. Tónlistaratriði Nemendur frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Hvernig er að vera foreldri fíkils? Inga Lóa Birgisdóttir. Fíkniefnaheimurinn á Akureyri Lögreglan á Akureyri. Tónlistaratriði Nemendur frá Menntaskólanum á Akureyri. Pallborðsumræður Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/lokaverkefni-listnamsbrautar-vma
Lokaverkefni listnámsbrautar VMA Föstudaginn 22. nóvember kl. 20.00 verður opnuð sýning í Deiglunni og Mjólkurbúðinni á lokaverkefnum nemenda listnámbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri. Sýningin er einnig opin laugardag og sunnudag frá kl. 14-17. Nemendur sýna fjölbreytt verk undir yfirskriftinni "Handan við veginn", s.s. innsetningar, málverk, skúlptúr, fatahönnun, teikningar, vefnað og fleira og eru verkin afrakstur sjálfstæðrar vinnu þeirra í lokaáföngum af hönnunar- og textílkjörsviði og myndlistakjörsviði. Allir velkomnir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/frabaer-skidahelgi-framundan
Frábær skíðahelgi framundan Skíðasvæðið í Hliðarfjalli ofan Akureyrar verður opnað á morgun, föstudaginn 22. nóvember kl. 16.00, viku á undan áætlun. Þétt snjóalög eru nú í Hlíðarfjalli og gott skíðafæri. Veðurspáin fyrir helgina er mjög hagstæð fyrir þá sem vilja renna sér á skíðum. Spáð er kulda, hægviðri og úrkomulausu. „Aðstæður hér eru alveg frábærar miðað við árstíma,“ segir Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður skíðasvæðisins. „Hér hefur kyngt niður snjó suma daga og aðra daga hefur verið nístingsfrost og þá framleiða snjóbyssurnar tíu snjó allan sólarhringinn villt og galið. Það er því mikill hugur í okkur hér í Hlíðarfjalli og við hlökkum mikið til að taka á móti fyrstu gestunum á morgun.“ Sjá einnig heimasíðu Hlíðarfjalls. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/er-munur-a-stelpum-og-strakum
Er munur á stelpum og strákum? Fimmtudaginn 28. nóvember heldur Sigrún Sigurðardóttir lektor við heilbrigðisvísindasvið HA fyrirlestur sem hún nefnir "Er munur á stelpum og strákum? Kynferðislegt ofbeldi í æsku. Afleiðingar fyrir heilsufar og líðan unglinga" í stofu M101 að Sólborg við Norðurslóð og hefst hann kl. 12.10. Fjallað verður um afleiðingar kynferðislegs ofbeldis í æsku fyrir heilsufar og líðan unglinga og velt upp spurningunni hvort drengir og stúlkur sýni sömu einkenni og viðbrögð eftir ofbeldi. Markmið rannsóknar sem Sigrún gerði á efninu var að greina sameiginlegar og ólíkar afleiðingar kynferðislegs ofbeldis í æsku fyrir heilsufar og líðan karla og kvenna. Greind voru gögn frá 28 djúpviðtölum við 14 einstaklinga, sjö konur og sjö karla, með sögu um kynferðislegt ofbeldi í æsku. Niðurstöður sýna að þátttakendur upplifðu djúpa og þögula þjáningu sem virtist þeim óendanleg og nærri óbærileg og greina mátti mun milli karla og kvenna; tilhneiging kvenna til að beina tilfinningalegum sársauka inná við en karla til að beina tilfinningalegum sársauka út á við. Það er mjög mikilvægt fyrir fagfólk sem vinnur með börnum og unglingum að þekkja einkenni og afleiðingar til að vera betur í stakk búið að veita stuðning og umhyggju. Fyrirlesturinn á sérstaklega erindi til starfsfólks í heilbrigðiskerfinu, skólakerfinu, lögreglu, félagsþjónustu svo og allra þeirra sem vinna með börnum og unglingum. Erindið verður sent út í beinni útsendingu í vefvarpi háskólans á slóðinni http://www.unak.is/haskolinn/vefvarp. Hægt verður að hlusta á erindið í vefvarpinu daginn eftir flutning. Erindi Sigrúnar er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/song-og-sogukvold-i-huna-ii
Söng- og sögukvöld í Húna II Í kvöld, mánudagskvölið 25. nóvember kl. 20, verður haldið sérstakt söng- og sögukvöld um borð í Húna II við Torfunefsbryggju. Kristján Pétur Sigurðsson tónlistamaður og lífskúnstner skemmtir en einnig koma fram Jónas Jóhannsson, Kristján frá Gilhaga og karlakórsmenn sem leiða fjöldasöng. Allir eru velkomnir. Húni II.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ljosaganga-gegn-ofbeldi-i-dag
Ljósaganga gegn ofbeldi í dag Í dag, mánudaginn 25. nóvember, kl. 17 verður farin ljósaganga frá Akureyrarkirkju að Ráðhústorgi. Gangan er í tilefni 16 daga átaks gegn ofbeldi og eru foreldrar hvattir til að mæta ásamt börnum sínum og ganga gegn ofbeldi. Í lok göngunnar bjóða Sambíóin, Norðurorka og VÍS göngufólki í bíó þar sem sýnd verður kvikmyndin Disconnect en myndin fjallar um netnotkun, klám og einelti. Athugið að myndin er bönnuð innan 12 ára. Um myndina segir m.a.: "Netið er veröld sem hefur orðið til á undanförnum 20 árum og þeir eru margir sem kunna ekki að fóta sig í hálum gildrunum sem þar eru spenntar á hverjum degi." Frétt af akv.is. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/unnu-til-verdlauna
Unnu til verðlauna Þrír ungir kvikmyndgerðarmenn frá Akureyri unnu til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Laterna Magica sem fór fram í Vesterålen í Noregi. Þeir Þorsteinn Kristjánsson, Úlfur Logason og Kristján Blær Sigurðsson mættu með framlagið "Þórgnýr" og sigruðu þeir í flokknum 14–16 ára, en í þeim flokki voru 28 aðrar kvikmyndir. "Þórgnýr" er grín-heimildamynd um 16 ára gamlan dreng sem telur sig vera fyrsta íslenska mafíósann. Í kvikmyndinni er Þórgný og föður hans fylgt eftir í nokkra daga og skyggnst er inn í viðburðarríkt líf þeirra. Laterna Magica er svæðisbundin kvikmyndahátíð fyrir börn og unglinga í Vesterålen sem fer fram í lok nóvember á hverju ári. Þetta var í 22. sinn sem hátíðin er haldin og er aðal markmið hennar að hvetja til kvikmyndagerðar meðal ungs fólks. Frétt og mynd af Vikudagur.is. Mynd: Vikudagur.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynning-a-deiliskipulagi-fyrir-hlidarfjall
Kynning á deiliskipulagi fyrir Hlíðarfjall Hér að neðan og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar er nú til kynningar tillaga að deiliskipulagi fyrir Hlíðarfjall í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem tekin verður fyrir í bæjarstjórn þann 3. desember 2013. Frekari upplýsingar eru veittar á skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð Uppdráttur 1:2500 Uppdráttur 1:6000 Greinargerð 27. nóvember 2013 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/vinir-akureyringa-i-curitiba
Vinir Akureyringa í Curitiba Í síðustu viku tók Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, á móti góðum gjöfum og skjölum frá borgarráði Curitiba í Brasilíu. Magnús Ólason afhenti bæjarstjóra gjafirnar en Magnús er búsettur í Curitiba og var fulltrúi Akureyrarbæjar við athöfn í byrjun október þegar borgarráð Curitiba afgreiddi með formlegum hætti ákvörðun sína um vinabæjartengsl við Akureyri. Meðal þess sem barst frá Curitiba var bók um borgina, skjal þar sem staðfest er að Curitiba hafi gert Akureyri að vinabæ sínum og skjöldur til minningar um að 150 ár eru liðin frá fyrstu Brasilíuferðunum. Á næsta ári er reiknað með heimsókn til Akureyrar frá fulltrúum íbúa Curitiba sem eiga ættir að rekja til Íslands og mun sveitarfélagið taka á móti þeim. Tilefni þess að borgarráð vill taka upp formleg vinabæjartengsl við Akureyri er að um þessar mundir eru 150 ár síðan fyrsti hópur Íslendinga flutti búferlum til Suður-Brasilíu en þeir komu flestir úr Þingeyjarsýslum og lögðu upp frá Akureyri. Viðstaddir athöfnina í byrjun október voru tugir afkomenda þessa fólks. Á fjórða tug Íslendinga komst heill á húfi alla leið til Brasilíu á árunum 1863-1873 og búa flestir afkomendur þeirra í Curitiba eða nágrenni borgarinnar sem er höfuðborg Paraná-fylkis í Suður-Brasilíu. Meðfylgjandi eru myndir af því þegar Eiríkur Björn hitti Magnús Ólason sem búsettur er í Curitiba og þakkaði honum fyrir að taka að sér að vera formlegur fulltrúi Akureyrarkaupstaðar í samskiptum við borgarráð Curitiba. Magnús Ólason og Eiríkur Björn Björgvinsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gitartonleikar-i-akureyrarkirkju
Gítartónleikar í Akureyrarkirkju Ítalinn Daniele Basini kennir við Tónlistarskólann á Akureyri og á fimmtudagskvöld kl. 20.30 heldur hann gítartónleika í Akureyrarkirkju. Daniele lærði gítarleik í Róm og hefur haldið tónleika einn eða með öðrum á Ítalíu og í Noregi. Á efnisskrá tónleikanna í Akureyrarkirkju er gítartónlist frá rómantíska tímabilinu og flest verkanna eru eftir spænska tónskáldið Federico Moreno Torroba en einnig eftir Ungverjann Johann Kaspar Mertz. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og ókeypis er fyrir nemendur Tónlistarskólans á Akureyri. Daniele Basini.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ung-skald-ak-2013
UNG SKÁLD AK 2013 Agnes Ársælsdóttir er sigurvegari í ritlistarsamkeppninni UNG SKÁLD AK 2013 en tilgangurinn með keppninni er að hvetja ungt fólk til skrifta og að skapa ungskáldum á aldrinum 16-25 ára vettvang fyrir verk sín. Alls bárust 39 verk í samkeppnina. Það var niðurstaða dómnefndar að deila þriðja og fjórða sætinu milli þeirra Borgnýjar Finnsdóttur fyrir smásöguna Sársaukinn og Emblu Orradóttur fyrir ljóðið Dyr. Í öðru sæti var Kristófer Páll Viðarsson með smásöguna Gæs og í fyrsta sæti var Agnes Ársælsdóttir með ljóðið Ævintýraþrá og fær hún 50 þúsund krónur í verðlaun en auk þess fengu allir viðurkenningarhafa bókaverðlaun. Í umsögn dómnefndar um ljóð Agnesar segir: Ljóð sem blandar á skemmtilegan hátt saman hefðbundnum þáttum og frjálsari prósa og etur um leið saman sorglegu efni sínu og fjörlegri hrynjandi svo úr verður hálfgerð öfugmælavísa, sem er svo undirstrikað frekar með óvæntum viðsnúningi í lokin þannig að lesandinn getur vart varist því að brosa að innihaldsleysi eigin hversdagsleika. UNG SKÁLD AK 2013 er samvinnuverkefni Akureyrarstofu, Amtsbókasafnsins, Hússins upplýsinga- og menningarmiðstöðvar, Verkmenntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri og er styrkt af Menningarráði Eyþings. Ævintýraþrá eftir Agnesi Ársælsdóttur. Keyrum fram af klettunum! Segir konan sem hræðist ekki neitt. Maðurinn sem hún elskar situr undir stýri og starir tómum augum fram á veginn. Keyrum fram af klettunum, kljúfum hörund hafsins. Svömlum saman í eilífð þess. Syndum okkar gleymum. Þreyttum þrám ég sökkva skal, svala gömlum þorsta. Leggjumst dalinn djúpa í, sofum dúrinn langa. Maðurinn glottir og gefur í, konan gólar áfram: Keyrum fram af klettunum, kaffærum okkar vonum. Brimið dæmir ei dauða menn, drekkir aðeins gráti Vilt' ekki vagga með öldunum, af salti fylla vit? Ó, hvað það verður yndislegt að finna loksins til! Nú nálgast þau óðar sylluna, maðurinn er á nálum. Enn þá kyrjar konan hátt. Keyrum fram af klettunum, klárum lífsins leiða. Dagsins amstur úr sögu er, stritum ekki lengur. Þorum saman þú og ég, þankar okkar hverfa. Djúpan drögum andann er dagar allir teljast. Þá er komið að því. Æðar mannsins þenjast út. Hann hikar augnablik á brúninni en konan sönglar hærra. Keyrum fram af klettunum! Eða nei annars, er ekki nýr criminal minds á rúv í kvöld? Frá vinstri: Borgný Finnsdóttir, Kristófer Páll Viðarsson, Agnes Ársælsdóttir og Borgný Finnsdóttir. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/deiliskipulag-vegna-kjarnaskogar-og-hamra-nidurstada-baejarstjornar
Deiliskipulag vegna Kjarnaskógar og Hamra, niðurstaða bæjarstjórnar Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 19. nóvember 2013 samþykkt deiliskipulag fyrir Kjarnaskóg og Hamra í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið afmarkast af mörkum sveitarfélagsins að sunnan, hamrabelti ofan Kjarnaskógar og Hamra að vestan, óbyggðu svæði að norðan og Eyjafjarðarbraut að austan. Í deiliskipulaginu er verið að koma á formlegu skipulagi fyrir útivistarsvæðið, tjaldsvæðið og útilífsmiðstöð skáta. Tillagan var auglýst frá 25. september til 6. nóvember 2013. Alls bárust 6 athugasemdir og hefur verið tekið tillit til þeirra. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar, Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. 27. nóvember 2013 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/umhverfisataki-fram-haldid
Umhverfisátaki fram haldið Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar 2012 var ákveðið í bæjarstjórn Akureyrar að verja allt að hálfum milljarði í sérstakt umhverfisátak næstu fimm árin. Framkvæmdaráð vann áætlun eftir ríflega 200 tillögum sem bárust í byrjun þessa árs og nú er óskað eftir nýjum tillögum frá bæjarbúum fyrir árið 2014. Á næsta ári líkt og því síðasta verða allt að 100 milljónir lagðar í átakið og er fjárveitingin einkum ætluð til nýframkvæmda og stofnbúnaðarkaupa sem fyrst og fremst tengjast umhverfismálum í sveitarfélaginu öllu, svo sem endurgerð og nýframkvæmd leikvalla, gerð göngu- hjóla- og reiðstíga, fegrun og frágang opinna svæða og torga, skógrækt, grisjun, endurgerð og endurplöntun, frágangi og gerð fólkvanga/útivistarsvæða. Nánari upplýsingar um átakið eru á heimasíðu framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar. Þar er hægt að skoða þær tillögur sem borist hafa og senda inn nýjar. Frestur til að skila inn tillögum er til 15. janúar 2014. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolamarkadurinn-i-skogarlundi
Jólamarkaðurinn í Skógarlundi Árlegur jólamarkaður miðstöðvar virkni og hæfingar við Skógarlund verður haldinn föstudaginn 29. nóvember frá kl. 13-15.30 og laugardaginn 30. nóvember frá kl. 10-16. Þar verður til sölu ýmis skemmtilegur varningur sem unninn er af notendum þjónustunnar í Skógarlundi. Má þar nefna nytjalist úr leir og gleri, trévöru, jólakort, muni unna úr þæfðri ull og ýmislegt fleira. Hægt er að greiða með debetkortum og eru allir velkomnir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/svaedisskipulag-eyjafjardar-2012-2025
SVÆÐISSKIPULAG EYJAFJARÐAR 2012 – 2024 Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur á fundi sínum hinn 26. nóv. 2013 samþykkt tillögu að svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 – 2024. Með vísan til 3. mgr. 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur nefndin jafnframt sent tillögu sína til afgreiðslu Skipulagsstofnunar sem skal innan fjögurra vikna staðfesta skipulagstillöguna og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda. Í kjölfar auglýsingar á tillögunni til athugasemda bárust athugasemdir frá þremur aðilum. Athugasemdirnar gáfu ekki tilefni til efnislegra breytinga á tillögunni og var hún því samþykkt óbreytt á fyrrnefndum fundi nefndarinnar. Athugasemdir við tillöguna og umsagnir nefndarinnar við þær má nálgast á vefsíðunni: www.esveit.is Eyjafjarðarsveit 3. des. 2013. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skipulag-midbaejarins
Skipulag miðbæjarins Opinn íbúafundur um drög að nýju skipulag miðbæjarins á Akureyri verður haldinn í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi kl. 17-19 mánudaginn 2. desember 2013. Hönnuðir skipulagsins, Logi Már Einarsson, arkitekt hjá Kollgátu ehf., og Ómar Ívarsson, skipulagsfræðingur hjá Landslagi ehf., kynna drögin. Á fundinum verða fulltrúar skipulagsnefndar og skipulagsstjóri til svara auk hönnuða. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og kynna sér fyrstu hugmyndir að nýju miðbæjarskipulagi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/raki-og-mygla-i-byggingum
Raki og mygla í byggingum Mikið fjölmenni sótti málþing um myglu og rakaskemmdir í byggingum sem haldið var á Akureyri á dögunum. Flutt voru mörg fróðleg erindi miklar umræður sköpuðust í pallborðsumræðum. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur, fjallaði um óboðna sveppi í íslenskum húsum. Hún sagði frá nokkrum tegundum smásveppa sem gjarnan vaxa innanhúss og þeirri fjölbreyttu fungu sem finna má á smábút af blautu byggingarefni. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, BSc í líffræði, sagði m.a. frá reynslu sinni í baráttunni við sveppi og kynnti kostnaðartölur sem þessi vágestur hefur í för með sér og heimfærði tölur frá öðrum löndum yfir á Ísland. Jón Guðmundsson, fagstjóri byggingarsviðs Mannvirkjastofnunar og Björn Marteinsson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð, fjölluðu um mikilvægi þess að loftræsting í mannvirkjum sé fullnægjandi. Þeir segja rannsóknir skorta á umfangi heilsuvanda tengdum rakaskemmdum og ræddu hvaða hagfræðilegu áhrif slík vandamál geta haft. Þeir segja ljóst að betri úrræði vanti fyrir fólk og óljóst til hvaða stofnana fólk geti leitað sem lendir í slíkum hremmingum. Erindi Þóreyjar Agnarsdóttur, heilbrigðisfulltrúa Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, snerist um raka og myglu í byggingum, heilsu, hollustu og aðgerðir. Þórey rakti hvernig mál sem berast eftirlitinu eru meðhöndluð. Að lokum sagði Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, frá sinni eigin reynslu af rakaskemmdu húsnæði á Landspítala við Hringbraut. Eftir að hafa leitað til ótal kollega, tekið sýklalyf í næstum 7 mánuði og gengist undir skurðaðgerð á ennisholum kom í ljós að orsökin var rakaskemmt vinnuhúsnæði. Tómas tók fram að efla þyrfti fræðslu lækna og læknanema um þessi vandamál og kallaði eftir vitundarvakningu enda meðferð flóknari en hefðbundin sýklalyf og sterar. Nánar á heimasíðu Samtaka iðnaðarins. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ljosin-tendrud-a-jolatrenu-3
Ljósin tendruð á jólatrénu Laugardaginn 30. nóvember klukkan 16 verða ljósin tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi en það er gjöf frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku. Dagskráin hefst með tónlist frá Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri undir stjórn Alberto Porro Carmona. Þau Aðalbjörg Þóra Árnadóttir og Hannes Óli Ágústsson leikarar frá Leikfélagi Akureyrar sjá um að kynna dagskrána. Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar Akureyrar flytur ávarp og að því loknu mun sendiherra Dana á Íslandi, Mette Kjuel Nielsen flytja ávarp og afhenda bæjarbúum jólatréð. Þetta er í fyrsta skipti sem danski sendiherrann sækir Akureyri heim. Hin níu ára gamla Silja Mjöll Stenberg Lauridsen mun sjá um að kveikja ljósin á jólatrénu og að því loknu mun Stúlknakór Akureyrarkirkju syngja nokkur lög undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur. Síðast en ekki síst koma á svið herrarnir sem börnin bíða eftir, þeir Kjötkrókur, Kertasníkir og Hurðaskellir og munu þeir syngja og tralla með börnunum og gefa þeim epli í lok dagskrár. Dagskráin markar upphaf Aðventuævintýris á Akureyri en undir þeim hatti er að finna fjöldann allan af viðburðum sem tengjast aðventunni og eru órjúfanlegur hluti af því að njóta jólaundirbúningsins. Á heimasíðunni www.visitakureyri.is má sjá upplýsingar um viðburði á aðventunni, opnunartíma og ýmislegt annað nytsamlegt. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ibuafundur-um-drog-ad-nyju-skipulagi-midbaejar-akureyrar
Íbúafundur um drög að nýju skipulagi miðbæjar Akureyrar Opinn íbúafundur um drög að nýju skipulag miðbæjarins verður haldinn í Hofi, Hömrum, kl. 17:00 -19:00 mánudaginn 2. desember 2013. Á fundinn munu þeir Logi Már Einarsson, arkitekt hjá Kollgátu ehf. og Ómar Ívarsson, skipulagsfræðingur hjá Landslagi ehf., hönnuðir miðbæjarskipulagsins kynna drögin. Á fundinum munu fulltrúar skipulagsnefndar og skipulagsstjóri verða til svara auk hönnuða. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og kynna sér fyrstu hugmyndir að nýju miðbæjarskipulagi. 27. nóvember 2013 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/fundur-um-midbaeinn
Fundur um miðbæinn Opinn íbúafundur um drög að nýju skipulag miðbæjarins á Akureyri verður haldinn í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi kl. 17-19 í dag, mánudaginn 2. desember 2013. Hönnuðir skipulagsins, Logi Már Einarsson, arkitekt hjá Kollgátu ehf., og Ómar Ívarsson, skipulagsfræðingur hjá Landslagi ehf., kynna drögin. Á fundinum verða fulltrúar skipulagsnefndar og skipulagsstjóri til svara auk hönnuða. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og kynna sér fyrstu hugmyndir að nýju miðbæjarskipulagi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/the-commitments-i-hofi
The Commitments í Hofi Tónatak, rytmíska deildin við Tónlistarskólann á Akureyri, setur upp söngleikinn The Commitments í Hamraborg í Menningarhúsinu Hofi miðvikudaginn 4. desember kl. 20. Sagan var skrifuð af Roddy Doyle og gefin út árið 1987. Hún fjallar um atvinnulaust ungt fólk í Dublin á Írlandi sem stofnar hljómsveit til að flytja soul-tónlist. Sagan var síðar kvikmynduð og hlaut miklar vinsældir víða um heim. Ívar Helgason, kennari við TA, hefur útfært þessa sögu fyrir rytmisku deildina. Sýningin er sett upp í söngleikjastíl og þátttakendur eru allir nemendur við skólann. Miðasala er á vefnum menningarhus.is og í Hofi (síminn í miðasölu er 450 1000). Miðaverð er 1.000 kr.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sva-i-straeto-appid
SVA í Strætó-appið Leiðakerfi Strætisvagna Akureyrar er nú allt komið í hið svokallaða Strætó-app. Með notkun appsins er hægt að sjá hvar hver vagn er staddur, finna næstu biðstöð, finna réttu leiðina á áfangastað og fylgjast með vögnunum á rauntímakorti. Stefán Baldursson, forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar, segir að um nokkra hríð hafi verið unnið að því að koma leiðakerfi SVA inn í appið frá Strætó og ljóst sé að þetta muni bæta þjónustuna til mikilla muna og verða farþegum til þæginda þar sem nú séu svo margir komnir með snjallsíma í vasann. Strætó-appið er einfalt forrit í símann þinn sem sýnir þér hvenær næsti strætó kemur og hvert hann fer. Auk þess geturðu fundið bestu leiðina þangað sem þú ætlar og leitað uppi næstu biðstöð á rauntímakorti. Stætó-appið virkar í flestum snjallsímum með Android kerfi, iPhone og Windows Phone. Það kostar ekkert að hala niður forritinu og nota það. Ókeypis er fyrir alla að nota strætó á Akureyri. Sjá nánar á heimasíðu Strætó.
https://www.akureyri.is/is/frettir/althjodadagur-fatladra-1
Alþjóðadagur fatlaðra Alþjóðadagur fatlaðra er í dag. Af því tilefni munu félagar í Sjálfsbjörg, Þroskahjálp og ferlinefnd Akureyrar hittast í sal eldri borgara að Bugðusíðu 1, Bjargi, kl. 17. Þar verður veitt viðurkenning fyrir gott aðgengi, afhentir styrkir úr Hjálparsjóði Sjálfsbjargar og Þroskahjálp veitir styrki til Íþróttafélaga fatlaðra. Kaffiveitingar verða í boði félaganna. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/svaedisskipulag-eyjafjardar-2012-2014
Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2014 Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar samþykkti á fundi sínum hinn 26. nóvember 2013 tillögu að svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012–2024. Með vísan til 3. mgr. 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur nefndin jafnframt sent tillögu sína til afgreiðslu Skipulagsstofnunar sem skal innan fjögurra vikna staðfesta skipulagstillöguna og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda. Í kjölfar auglýsingar á tillögunni til athugasemda bárust athugasemdir frá þremur aðilum. Athugasemdirnar gáfu ekki tilefni til efnislegra breytinga á tillögunni og var hún því samþykkt óbreytt á fyrrnefndum fundi nefndarinnar. Athugasemdir við tillöguna og umsagnir nefndarinnar við þær má nálgast á vefsíðunni www.esveit.is. Eyjafjarðarsveit 3. desember 2013 Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hlidarfjall-skidasvaedi-vid-akureyri-tillaga-ad-deiliskipulagi
Hlíðarfjall, skíðasvæði við Akureyri – Tillaga að deiliskipulagi Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 endurskoðaða tillögu að deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Í endurskoðuninni var tekið tillit til athugasemda sem bárust vegna auglýsingar fyrri tillögu. Deiliskipulagið nær til skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir nýjum skíðalyftum, þjónustumiðstöð, gistiskálum og hótelum. Nýjar skíðaleiðir eru skilgreindar og gert ráð fyrir nýju vatnssöfnunarlóni til snjóframleiðslu. Uppdrátt ásamt greinargerð er hægt að skoða hér að neðan og einnig í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun frá 11. desember til 22. janúar 2014, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 22. janúar 2014 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. Greinargerð Uppdráttur 1:2500 Uppdráttur 1:6500 11. desember 2013 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/her-a-eg-heima
Hér á ég heima Héraðssýningin "Hér á ég heima" verður opnuð föstudagkvöldið 6. desember kl. 20 í Kaffi Laufási, gamla prestshúsinu, í Grýtubakkahreppi. Sýningin er hluti af afmælissýningaröð Minjasafnsins á Akureyri sem varð 50 ára á síðasta ári. Hún samanstendur af myndum og munum úr Grýtubakkahreppi. Á opnuninni mun sagna- og kvæðafólk úr héraði leika á alsoddi og handverksfólk verður með jólamarkað. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir heimamenn og áhugasama til að koma saman og rifja upp gamlar og góðar minningar. Sýningin er opin kl. 13-17 laugardaginn 7. desember og sunnudaginn 8. desember sem er jólastarfsdagur i Gamla bænum. Það verður því mikið um að vera þessa helgi í Laufási.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fallid-fra-gjaldskrarhaekkunum
Fallið frá gjaldskrárhækkunum Fjallað var um gjaldskrár Akureyrarkaupstaðar á fundi bæjarráðs í morgun og samþykkt að falla frá fyrirhugaðri hækkun á vistunargjöldum í leikskólum og gjöldum vegna félagsþjónustu sem koma áttu til framkvæmda um áramót. Með þessu vill bæjarráð leggja lóð sitt á vogarskálarnar til að stemma stigu við verðbólgu og vinna að stöðugleika. Til að ná sömu markmiðum var á stjórnarfundi Norðurorku í lok nóvember samþykkt að hækka ekki gjaldskrár fyrir hitaveitu og rafveitu á þjónustusvæði fyrirtækisins. Bæjarráð vekur athygli á því að hér eftir sem hingað til verða ekki innheimt gjöld fyrir strætisvagnaferðir, bókasafnsskírteini og bifreiðastæði í miðbænum. Fundargerð bæjarráðs. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/adventudagur-i-gamla-baenum-laufasi
Aðventudagur í Gamla bænum Laufási Aðventudagur í Gamla bænum Laufási er orðinn fastur liður í jólaundirbúningi margra Eyfirðinga og gesta þeirra en hann verður haldinn sunnudaginn 8. desember kl. 13.30-16.00. Þá gefst gestum tækifæri til að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla sveitasamfélaginu. Undirbúningur jólanna hefst með jólastund fyrir alla fjölskylduna í Laufáskirkju kl 13.30 í umsjón sr. Bolla Péturs Bollasonar og kammerkórinn Hymnodia syngur jólalög. Það logar kátt á hlóðum á meðan laufabrauðið er skorið. Stórir og smáir keppast við að vinna sína vinnu, tólgarkerti verða steypt og börn á öllum aldri geta gert jólaskraut og gripið verður í spil og tréð verður skreytt. Ilmur af nýreyktu hangikjöti læðist um hýbýlin og kúmenkaffi kitlar bragðlaukana. Þetta mun án efa vekja athygli hrekkjóttra jólasveinana sem elska kerti og að skella hurðum. Jólastemning verður í Kaffi Laufási þar sem gestir geta notið veitinga við jólalegan harmonikkuleik. Gestir mega ekki láta jólamarkað handverksfólks úr héraði með spennandi vöru fram hjá sér fara. Það eru Þjóðháttafélagið Handraðinn og velunnarar Laufáss sem gera það mögulegt að hægt er að upplifa jólaundirbúning gamla sveitasamfélagsins á þennan hátt. Aðgangseyrir 900 kr. fyrir fullorðna. Börn 17 ára yngri fá frítt inn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/oa-faer-althjodlega-vidurkenningu
ÖA fær alþjóðlega viðurkenningu Tilkynnt var í gær að Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) hafi hlotið alþjóðlega viðurkenningu sem fullgilt Eden-heimili. Er það fyrsta öldrunarheimilið á Íslandi sem hlýtur slíka viðurkenningu. Með Eden-hugmyndafræðinni er lögð áhersla á að öldrunarheimili séu heimili þeirra sem þar búa. Unnið er að því að gera umhverfi íbúanna manneskjulegra og líflegra, lögð er áhersla á sjálfræði þeirra og einstaklingsmiðaða þjónustu. Innleiðing Eden-hugmyndafræðinnar hjá ÖA hófst árið 2006. Smám saman hefur verið unnið að breytingum á húsakynnum, hvatt hefur verið til dýrahalds og aukið samstarf við skóla og ýmis konar félagasamtök. Í byrjun þessa árs var ákveðið að sækja um alþjóðlega viðurkenningu fyrir ÖA sem fullgild Eden-heimili og niðurstaðan er nú fengin. Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri SA segist fagna þessum áfanga og leggur áherslu á að allt starfsfólk ÖA eigi heiður skilinn fyrir sitt framlag við innleiðingu hugmyndafræðinnar. „Við getum verið stolt af því starfi sem hér er unnið því mjög margt í starfsemi ÖA er til fyrirmyndar. Þessi viðurkenning er okkur mikils virði og verður okkur góð hvatning til að halda áfram á sömu braut og gera enn betur,“ segir Halldór. Grein um Eden-hugmyndafræðina í Morgunblaðinu 9. maí 2008. Mynd frá Öldrunarheimilum Akureyrarbæjar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolatonleikar-tonlistarskolans-1
Jólatónleikar Tónlistarskólans Jólatónleikar Tónlistarskólans á Akureyri verða haldnir í Hamraborg 11. desember kl. 18.00. Á þesum tónleikum koma fram blásara- og strengjasveitir skólans ásamt 80 barna kór sem skipaður er nemendum í forskóla og tónæði. Efnisskráin er fjölbreytt og skipa jólalögin þar háan sess. Tónleikunum lýkur með því að allir þátttakendur koma fram og flytja útsetningar eftir Alberto Porro Carmona á lögunum Jólin, jólin allstaðar og Söngur jólasveinanna. Einsöngvari er Þorbjörg Una Hafsteinsdóttir. Stjórnendur hljómsveitanna eru Ásdís Arnardóttir, Eydís Úlfarsdóttir, María Podhajska og Alberto Porro Carmona. Margrét Árnadóttir og Heimir Bjarni Ingimarsson hafa undirbúið kórinn. Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis.
https://www.akureyri.is/is/frettir/auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-2
Nr. 1079/2013 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað - Eyrarlandsholt, Austursíða og Hlíðarendi. Breyting á deiliskipulagi – Eyrarlandsholt, reitur 3, Melateigur 11. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 19. nóvember 2013 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Melateig 11. Breytingin felur í sér stækkun byggingarreits fyrir viðbyggingu. Breyting á deiliskipulagi – Austursíða, athafnasvæði. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 19. nóvember 2013 í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Austursíðu, athafnasvæði. Breytingin felur í sér breytingu á lóð 2 við Austursíðu þar sem fyrirkomulag bílastæða breytist, athafnasvæði fyrir þungaflutninga stækkar auk breytingar á umferðarleiðum innan lóðar. Breyting á deiliskipulagi – frístundabyggð og verslunar- og þjónustusvæði að Hlíðarenda, 1. áfangi. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 19. nóvember 2013 í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir frístundabyggð. Breytingin felur í sér að nýrri lóð er bætt við ofan við innkeyrslu á svæðið, fyrir spennistöð, skýli fyrir skíðafólk og skilti. Deiliskipulagstillögurnar hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 20. nóvember 2013, Margrét Mazmanian Róbertsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B-deild - Útgáfud.: 4. desember 2013
https://www.akureyri.is/is/frettir/ahofnin-a-huna-i-bio
Áhöfnin á Húna í bíó Áhöfnin á Húna II sigldi hringinn í kringum landið síðasta sumar og voru haldnir rokktónleikar í hverri höfn þar sem stigu á stokk Jónas Sig, Lára Rúnars, Mugison, Ómar Guðjónsson, Guðni Finnsson og Arnar Gíslason. Tónleikarnir voru til stuðnings Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. Sjónvarpið gerði sex þætti um ferðina og verða tveir þeir síðustu sýndir í Sambíóinu á Akureyri á morgun, miðvikudaginn 11. desember, kl. 17.30. Frítt er á sýninguna og allir velkomnir. Nánar um ferðalagið og áhöfnina á Húna á heimasíðu Sjónvarpsins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynning-a-tillogu-glerardalur-folkvangur
Kynning á tillögu – Glerárdalur, fólkvangur Hér að neðan og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar er nú til kynningar tillaga fyrir afmörkun fólkvangs á Glerárdal í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem tekin verður fyrir í bæjarstjórn þann 17. desember 2013. Frekari upplýsingar eru veittar á skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð Tillaga Uppdráttur Skýringaruppdráttur 11. desember 2013 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynning-a-tillogu
Kynning á tillögu - Glerárgata 3,5 & 7 Hér að neðan og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar er nú til kynningar tillaga að deiliskipulagi fyrir Glerárgötu 3,5 og 7 í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem tekin verður fyrir í bæjarstjórn þann 17. desember 2013. Frekari upplýsingar eru veittar á skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð uppdráttur 11. desember 2013 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/uthlutanir-ur-afrekssjodi-akureyrar
Úthlutanir úr Afrekssjóði Akureyrar Stjórn Afrekssjóðs Akureyrar samþykkti fyrir skemmstu að styrkja átta aðildarfélög ÍBA vegna 18 afreksíþróttamanna úr þeirra röðum. Alls var úthlutað 1.825.000 milljónum króna. Þau aðildarfélög ÍBA sem styrk hlutu eru: Íþróttafélagið Akur 200.000 kr. vegna Jóhanns Þórs Hólmgrímssonar Íþróttafélagið Þór 50.000 kr. vegna Sveinborgar Kötlu Daníelsdóttur Kraftlyftingafélag Akureyrar 75.000 kr. vegna Viktors Samúelssonar Nökkvi, félag siglingarmanna Akureyri, 75.000 kr. vegna Björns Heiðars Rúnarssonar Skautafélag Akureyrar 50.000 kr. vegna Hrafnhildar Óskar Birgisdóttur Skíðafélag Akureyrar 750.000 kr. vegna Arnars Geirs Ísakssonar, Brynjars Leó Kristinssonar, Einars Kristins Kristgeirssonar, Magnúsar Finnssonar, Maríu Guðmundsdóttur og Ragnars Gamalíel Sigurgeirssonar Skotfélag Akureyrar 50.000 kr. vegna Guðlaugs Braga Magnússonar Ungmennafélag Akureyrar 575.000 kr. vegna Ásgerðar Jönu Ágústdóttur, Bjarka Gíslasonar, Hafdísar Sigurðardóttur, Kolbeins Haðar Gunnarssonar, Rannveigar Oddsdóttur og Þorbergs Inga Jónssonar
https://www.akureyri.is/is/frettir/hrekkjottir-sveinkar-a-minjasafninu
Hrekkjóttir sveinkar á Minjasafninu Hrekkjóttir jólasveinar verða í aðalhlutverki á Minjasafninu á Akureyri laugardaginn 14. desember kl. 14 þegar Þórarinn Hannesson les úr nýútkominni ljóðabók sinni "Um jólin". Ljóðin eru um hrekkjótta jólasveina en þeir leika stórt hlutverk í jólasýningu safnsins enda eru þeir hvorki fleiri né færri en 82. Hrekkjóttur, forvitinn en meyr jólasveinn kemur á safnið þennan dag. Hvað ætli hann segi þegar hann fréttir að við erum að kynnast 81 bróður hans og systrum? Ætli hann tapi sér úr spenningi í rannsóknarstofu jólasveinanna? Ætli hann reyni að ganga kringum gömlu jólatrén sem mynda skóg í miðri sýningu safnsins? Eitt er víst að hann langar mikið til að hitta krakka, skoða með þeim sýninguna, sjá Flotsokku og Faldafeyki, kíkja inn í smáveröld jólasveinanna og síðast en ekki síst syngja með skemmtilegum börnum á öllum aldri. Minjasafnið er opið alla daga kl. 13-17 til 6. janúar. Lokað er á hátíðisdögunum. Faldafeykir, einn af þeim 82 jólasveinum sem kynntir eru til leiks á sýningu Minjasafnsins JÓL. Verkið er eftir Ingibjörgu H. Ágústsdóttur.
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolatonleikar-i-akureyrarkirkju
Jólatónleikar í Akureyrarkirkju Karlakór Akureyrar-Geysir og Stúlknakór Akureyrarkirkju taka höndum saman á hátíðlegum og fallegum jólatónleikum í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 12. desember kl. 20. Flutt verða jólalög eftir fjölda innlendra og erlendra meistara, meðal annars eftir tónskáldið Birgi Helgason. Kórarnir hafa ekki starfað saman fyrr en sameinast nú í jólasöngvum víðsvegar að úr heiminum. Stjórnendur kóranna eru þau Hjörleifur Örn Jónsson og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Jólin eru hátíð ljóss og friðar og það mun einkenna þessa tónleika. Gamaldags og lágstemmdir tónleikar, lagavalið er klassískt, jólasöngvar sem allir þekkja og fylgja okkur í jólamánuðinum. Aðgangseyrir er 2.900 krónur. Forsala er í versluninni Kauptúninu, Glerárgötu 34.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sidareglur-kjorinna-fulltrua
Siðareglur kjörinna fulltrúa Vegna umfjöllunar Fréttablaðsins í dag um reglur sveitarfélaga um góða stjórnarhætti og störf kjörinna fulltrúa vill Akureyrarkaupstaður koma því á framfæri að bæjarstjórn Akureyrar samþykkti slíkar reglur í lok árs 2012 og voru þær samþykktar af innanríkisráðuneytinu 22. janúar 2013. Lesa má siðareglur kjörinna fulltrúa í Akureyrarkaupstað hér. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolabad-akureyringa
Jólabað Akureyringa Í blaðaviðtali fyrir skemmstu nefndi bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, að frítt yrði í sund fyrir alla Akureyringa skömmu fyrir jól og nú er komið að því: Ókeypis verður í Sundlaug Akureyrar og Glerárlaug helgina laugardaginn 14. desember og sunnudaginn 15. desember. Einnig verður ókeypis í sund í Grímsey og Hrísey laugardaginn 14. desember. Bæjarbúar eru hvattir til að nota tækifærið, skella sér í hressandi jólabað og nýta frábæra aðstöðu í sundlaugum sveitarfélagsins án endurgjalds þessa daga. Um leið er vakin athygli á því að afgreiðslutími Sundlaugar Akureyrar hefur verið aukinn nú um hátíðarnar og verður að þessu sinni opið annan í jólum frá kl. 11-17. Einnig er vert að geta kertakvöldsins sem haldið verður föstudagskvöldið 20. desember frá kl. 17-21. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/velkomin-i-skoginn
Velkomin í skóginn Gaman er að fara með fjölskyldunni út í skóg á aðventunni, velja sér jólatré, saga það niður og þiggja á eftir ketilkaffi eða kakó og jafnvel piparkökur með. Þetta er orðinn rótgróinn siður hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga og eins og undanfarin ár taka meðlimir í stjórn félagsins á móti fólki í skógræktinni á Laugalandi á Þelamörk tvær síðustu helgarnar fyrir jól. Ketilkaffið, sem líka er kallað skógarkaffi, er hitað yfir eldi að skógarmannasið og notalegt er að hlýja sér við snarkandi eld með rjúkandi kaffi eða kakó eftir gönguna um skóginn. Stundum er fjölskyldan fljót að finna sér tré en oft kemur líka fyrir að skógargangan verður drjúg og vangaveltur miklar, jafnvel dálítil átök, áður en draumatréð fellur. Hvað sem því líður verður þetta alltaf skemmtileg tilbreyting á aðventunni og æ fleirum finnst hún ómissandi hluti af jólaundirbúningnum. Þetta árið verður skógarfólk á Þelamörk dagana 14.-15. og 21.-22. desember frá klukkan 11-15. Velkomin í skóginn! Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/mikill-meirihluti-anaegdur-med-sorpmal-a-akureyri
Mikill meirihluti ánægður með sorpmál á Akureyri Birtar hafa verið niðurstöður netkönnunar sem Capacent gerði fyrir Akureyrarbæ um viðhorf bæjarbúa til endurvinnslumála. Helstu niðurstöður eru að rúm 77% íbúa eru ánægð með fyrirkomulag söfnunar heimilisúrgangs í sveitarfélaginu, 9,3% eru óánægð en 13,6% láta sér fátt um finnast. Grenndarstöðvarnar hafa einnig mælst mjög vel fyrir og aðgengi að upplýsingum um flokkun heimilisúrgangs til endurvinnslu og förgunar þykir gott. Þrjú ár eru síðan nýtt fyrirkomulag í sorphirðu og endurvinnslu var tekið upp á Akureyri með það að markmiði að lágmarka urðun úrgangs og auka endurvinnslu. Til þess að gera þetta kleift var tekið upp svokallað tveggja íláta kerfi þar sem 35 lítra sérsmíðuðu íláti fyrir lífrænan heimilisúrgang er komið fyrir í hefðbundinni 240 lítra sorptunnu sem ætluð er fyrir almennan úrgang til urðunar. Lífræna sorpið er síðan notað til moltugerðar. Á sama tíma var grenndarvöllum fjölgað í bænum og aðgengi að þeim bætt. Þar er að finna gáma og ílát fyrir endurvinnsluefni á borð við bylgjupappa, sléttan pappa, plast, minni málmhluti, glerílát, rafhlöður og kertaafganga. Akureyringar eru duglegir að flokka úrgang frá heimilunum og þessi könnun frá Capacent leiðir í ljós að þeir eru einnig almennt ánægðir með fyrirkomulagið. Helstu niðurstöður úr könnunn Capacent. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/afgreidslutimi-hak-yfir-hatidarnar
Afgreiðslutími HAK yfir hátíðarnar Lokað er á Heilsugæslustöðinni á aðfangadag og gamlársdag en minnt er á bráðamóttöku vaktlækna á FSA á helgidögum frá kl. 10-12 og 14-16. Unglingamóttakan er lokuð frá 18. desember og verður opnuð aftur 7. janúar. Starfsfólk Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri óskar Norðlendingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Fólk er hvatt til að hugsa vel um heilsuna um komandi hátíðir, njóta samveru með ættingjum og vinum, fara í góðar gönguferðir og njóta matar og drykkjar í hæfilegu magni. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skipulagslysing-vegna-fyrirhugadrar-virkjunar-a-glerardal-akureyri
Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar virkjunar á Glerárdal Akureyri Unnið er að gerð aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags vegna fyrirhugaðrar virkjunar á Glerárdal. Skipulagslýsingin liggur frammi í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og er aðgengileg hér að neðan. Ábendingum er hægt að koma á framfæri skriflega til skipulagsdeildar í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri eða á netfangið: skipulagsdeild@akureyri.is innan tveggja vikna frá auglýsingu þessari. Skipulagslýsing 18. desember 2013 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/vidburdarik-adventa-i-hrisey
Viðburðarík aðventa í Hrísey Mikið var um að vera í Hrísey um helgina: jólatónleikar, hangikjötsveisla, upplestur og kaffihlaðborð, auk þess sem farin var skemmtileg leikhúsferð fram í Eyjafjörð að sjá Emil í Kattholti. Hið árlega jólabingó Slysavarnarfélagsins var haldið í Brekku fimmtudaginn 12. desember. Þar mæta börnin fyrst og spila bingó og um kvöldið er svo bingó fyrir fullorðna. Nokkrir nældu sér í jólasteikina og ýmislegt góðgæti í vinninga. Á föstudaginn voru litlu jól Eyfars (rekstraraðila Hríseyjarferjunnar) en þeir hafa undanfarin 10 ár boðið öllum íbúum í hangikjöt og tilheyrandi. Þangar komu rúmlega 90 manns og jólasveinarnir kíktu í heimsókn og færðu börnunum smá glaðning. Mikil ánægja er með þennan viðburð og á Eyfar þakkir skilið fyrir rausnarlegt boð á aðventunni. Foreldrafélag Hríseyjarskóla stóð fyrir ferð á Emil í Kattholti í Freyvangsleikhúsinu á laugardaginn og þangað stormuðu leikskólabörnin og nemendur á yngsta- og miðstigi skólans full tilhlökkunar og má segja að mikil stemming hafi verið í ferjunni. Það voru líka ánægðir krakkar sem komu heim um kvöldið. Það sama kvöld hélt Sister Sister tónleika í Brekku og þar var góð mæting. Loks er að geta jólastundar Ferðamálafélagsins sem haldin var í húsi Hákarla Jörundar á sunnudaginn. Þangað mættu um 40 manns að hlusta á sögur, ljóð og söng. Frá árinu 2008 hefur Ferðamálafélag Hríseyjar staðið fyrir þessari jólastund og hefur hún ávallt verið vel sótt. Á eftir hefur svo verið kaffihlaðborð í Brekku og streymir fólk þangað og nýtur veitinganna. Gallerí Perla var einnig opin. Myndirnar að neðan tala sínu máli. Smellið á þær til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli þeirra.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kertakvold-i-sundlaug-akureyrar-1
Kertakvöld í Sundlaug Akureyrar Kertakvöld verður haldið í Sundlaug Akureyrar föstudaginn 20. desember frá kl. 17-21. Bryddað var upp á þessu í fyrsta sinn í fyrra og þótti takst mjög vel. Því er leikurinn endurtekinn nú með notalegri jólastemningu, kertaljósum og jólatónlist við sundlaugarbakkann. Kaffi, kakó og piparkökur verða einnig á boðstólum. Afgreiðslutímar sundlauganna á Akureyri og í Hrísey verða sem hér segir um jól og áramót: Sundlaug Akureyrar: Þorláksmessa - 6.45-18.30 Aðfangadagur - 6.45-11.30 Jóladagur - lokað Annar í jólum - 11.00-17.00 27.12 - 6.45-21.00 28.12 - 9.00-18.30 29.12 - 9.00-18.30 30.12 - 6.45-21.00 Gamlársdagur - 6.45-11.30 Nýjársdagur - lokað Sundlaugin í Hrísey: 22.-25.12 - Lokað 26.12 - 14.00-17.00 27.12 - 14.00-18.00 28.12 - 14.00-17.00 29.12 - 14.00-17.00 Gamlársdagur - Lokað Nýársdagur - Lokað Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/staeto-um-hatidar
Stætó um hátíðar Sem gefur að skilja verður nokkur breyting á akstri Strætisvagna Akureyrar yfir hátíðarnar. Enginn akstur verður á jóladag og nýársdag en akstri verður hætt um hádegisbil á aðfangadag og gamlársdag. Annan í jólum verður leið 3 ekin eins og um helgar en alla aðra daga keyra vagnarnir samkvæmt leiðarbók. Á aðfangadag og gamlársdag hætta vagnar SVA og ferliþjónustu akstri sem hér segir: Leið 1 kl. 11.53 Leið 2 kl. 11.58 Leið 3 kl. 12.08 Leið 4 kl. 12.00 Enginn akstur er á jóladag og nýársdag. Annan í jólum er leið 3 ekin eins og um helgar. Aðra daga verður keyrt samkvæmt leiðabók. Mynd: Hrafnhildur Reykjalín.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-bakhjarl-sulna
Nýr bakhjarl Súlna Stjórn Norðurorku hf. samþykkti á fundi sínum í desember að styrkja björgunarsveitina Súlur á Akureyri næstu þrjú árin með því að vera bakhjarl áramótaflugeldasýningar sveitarinnar. Súlur urðu til árið 1999 með sameiningu þriggja björgunarsveita á Akureyri, Hjálparsveitar skáta, Flugbjörgunarsveitarinnar og Sjóbjörgunarsveitarinnar Súlna. Sveitin hefur vaxið og dafnað á undanförnum árum og margsýnt fram á mikilvægi sitt við ýmsar erfiðar aðstæður. Norðurorka hf. er eitt af þeim fyrirtækjum sem á mikið undir því að til staðar séu öflugar björgunarsveitir á starfssvæði fyrirtækisins enda vinnslusvæði þess fjölmörg og dreifikerfi fyrirtækisins víðfeðm. Mikið getur því legið við að fá aðstoð ef koma erfiðir vetur, óveður eða náttúruhamfarir sem leitt geta til bilana eða rekstrartruflana. Með bakhjarlasamningi Norðurorku fær björgunarsveitin Súlur 1.000.000 kr. á ári næstu þrjú árin, 2014, 2015 og 2016. Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku hf. og Magnús Viðar Arnarsson formaður Súlna.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fristund-haekkar-ekki
Frístund hækkar ekki Ákveðið var á fundi bæjarstjórnar Akureyrar á þriðjudag að falla frá fyrirhugaðri hækkun á vistunargjöldum (frístund) í grunnskólum bæjarins en áður hafði bæjarráð lagt til að vistunargjöld í leikskólum hækkuðu ekki. Með þessu vill bæjarstjórn sýna enn frekar í verki vilja sinn til að vinna gegn aukinni verðbólgu í landinu og standa með barnafjölskyldum í bænum eins og kostur er. Nauðsynlegt er þó vegna aukins kostnaðar við aðföng og innkaup á matvælum og aukins rekstrarkostnað almennt að hækka verð á skólamáltíð í grunn- og leikskólum. Þrátt fyrir þessa hækkun á skólamáltíðum er samanburður við önnur sveitarfélög sem Akureyringar bera sig gjarnan saman við sveitarfélaginu ennþá hagstæður. Þannig er verð á skólamáltíð á Akureyri nú 395 kr. en 416 kr. í Hafnarfirði, 440 kr. í Kópavogi og 428 kr. í Garðabæ, svo dæmi séu tekin. Ennfremur má ekki gleyma því að á Akureyri er ókeypis í strætó á Akureyri sem er barnafjölskyldum mjög til hagsbóta, bókasafnsskírteini eru einnig ókeypis sem og að leggja bílum í miðbænum. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gamasvaedid-um-jol-og-aramot
Gámasvæðið um jól og áramót Yfir hátíðarnar verður gámasvæðið við Réttarhvamm lokað á jóladag og nýársdag. Alla aðra daga verður opið en þó er afgreiðslutími breytilegur. Opið verður sem hér segir: Dagur: Opið: Þorláksmessa: 13-18 Aðfangadagur: 10-13 Jóladagur LOKAÐ Annar í jólum 13-17 27. desember 13-18 28. desember 13-17 29. desember 13-17 30. desember 13-18 Gamlársdagur 10-13 Nýársdagur LOKAÐ 2. janúar 13-18 3. janúar 13-18 4. janúar 13-17 5. janúar 13-17
https://www.akureyri.is/is/frettir/althjodlegir-vetrarleikar-i-hlidarfjalli
Alþjóðlegir vetrarleikar í Hlíðarfjalli Í byrjun mars 2014 verða haldnir alþjóðlegir vetrarleikar (Iceland Winter Games) á skíðum og snjóbrettum í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar. Mótið verður árlegt og er haldið í starfi við Norwegian Open sem er sambærilegt stórmót í Noregi. Keppt verður í ýmsum greinum frjálsra skíðaíþrótta (freeskiing) og á snjóbrettum. Stefnt er að því að fyrsta árið verði keppendur um 100 frá Norðurlöndunum, einkum Noregi, Svíþjóð og Íslandi, en að í nánustu framtíð verði keppendur ríflega eitt þúsund og þá teygi mótið sig einnig yfir á skíðasvæðin á Dalvík og Siglufirði. Fyrirmynd Iceland Winter Games er áðurnefnt Norwegian Open mót sem hefur notið gríðarlegra vinsælda síðan það var fyrst haldið árið 2009 og stækkað ár frá ári. Mótið er nú hluti AFP-sambandsins (afpworldtour.com) sem heldur utan um mótaraðir í freeskiing og er eins konar regnhlífarsamtök atvinnumanna í íþróttinni. Freeskiing er sú grein vetraríþrótta sem vex hraðast í heiminum og er til dæmis talið að hátt í 400.000 iðkendur séu í Noregi en fimm Norðmenn eru meðal þeirra 20 bestu í heiminum. Davíð Rúnar Gunnarsson hjá Viðurðastofu Norðurlands, sem skipuleggur Iceland Winter Games í samvinnu við ýmsa aðila í ferðaþjónustu á Norðurlandi, segir að markmiðið sé að gera þetta risamót í Hlíðarfjalli eitt af þeim bestu í Evrópu. „Allar aðstæður í Hlíðarfjalli eru fyrsta flokks og ég er ekki í nokkrum vafa um að okkur mun takast að búa til mót á heimsmælikvarða sem mun laða til sín þúsundir ferðamanna innan fárra ára.“ Íslensku vetrarleikarnir verða haldnir í Hlíðarfjalli 6.-9. mars 2014. Mynd: Hlidarfjall.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/brenna-og-flugeldasyning-a-gamlarskvold-1
Brenna og flugeldasýning á gamlárskvöld Hin árlega áramótabrenna á Akureyri verður á sínum stað við Réttarhvamm á gamlárskvöld, auk þess sem boðið verður upp á flugeldasýningu. Kveikt verður í brennunni kl. 20.30 en flugeldasýningin hefst kl. 21.00. Það eru Norðurorka og Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar sem standa fyrir þessari uppákomu í samstarfi við björgunarsveitina Súlur á Akureyri. Að venju má búast má við mikilli umferð við Réttarhvamm á gamlárskvöld og því er mælt með því að fólk leggi tímanlega af stað til að njóta brennunnar og flugeldanna. Í Hrísey verður kveikt í áramótabrennunni kl. 17.00 í námunni fyrir austan Stekkjanef. Boðið verður upp sætaferðir frá Júllabúð í traktorskerru kl. 16.45. Í Grímsey verður kveikt í brennunni kl. 20.00 við norður endann á tjörninni og boðið upp á flugeldasýningu þar á eftir. Áramótafagnaður verður svo haldin á veitingastaðnum Kríunni og hefst eftir miðnætti. Brennan í eyjunni veður mjög stór og vegleg í ár en gamla þakið af sundlauginni verður sett í köstinn, en þakið var sem kunnugt er endurnýjað síðastliðið sumar. Áramót á Akureyri. Mynd Ragnar Hólm
https://www.akureyri.is/is/frettir/aramotabrenna-og-ollum-bodid-i-veislu-1
Áramótabrenna og öllum boðið í veislu Mikið var um að vera í Grímsey í gær, sunnudaginn 29. desember, en þá heimsóttu eyjaskeggja bæði læknir, prestur og organisti. Haldin var jólaguðþjónusta og nýjasti eyjarskegginn skírður en það er hún Villa Ragna Þórsdóttir sem fæddist 29. ágúst síðastliðinn. Öllum Grímseyingum var boðið til veislu í félagsheimilinu Múla að athöfn lokinni. Einnig verður mikið um að vera annað kvöld, 31. desember, en þá verður kveikt í brennu kl. 20.00 við norðurendann á tjörninni og boðið upp á flugeldasýningu þar á eftir. Áramótafagnaður verður svo haldinn á veitingastaðnum Kríunni og hefst eftir miðnætti. Brennan í eyjunni verður mjög stór og vegleg í ár en gamla þakið af sundlauginni verður sett í köstinn en þakið var sem kunnugt er endurnýjað síðastliðið sumar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fraveita-akureyrarbaejar-til-nordurorku
Fráveita Akureyrarbæjar til Norðurorku Í dag var undirritaður samningur um yfirtöku Norðurorku hf. á fráveitu Akureyrarbæjar. Sameining veitna á Akureyri hefur gerst í nokkrum áföngum. Árið 1993 voru Vatnsveita Akureyrar og Hitaveita Akureyrar sameinaðar og árið 2000 bættist Rafveita Akureyrar við og til varð sameinað veitufyrirtæki Akureyringa, Norðurorka. Síðan þá hafa veitur í nágrannasveitarfélögum sameinast Norðurorku hf. og mikill árangur náðst með bættri nýtingu allra forða fyrirtæksins og framlegð aukist verulega á tímabilinu. Hugmyndir um frekari sameiningu með því að fráveita Akureyrar verði hluti af rekstri Norðurorku hf. hafa reglulega komið fram. Samningsaðilar eru sammála um að nú sé góður tími til þess að láta þær verða að veruleika í ljósi góðrar reynslu þar að lútandi, sem hefur eflt og styrkt þjónustuhlutverk Norðurorku hf. við íbúa og fyrirtæki á Akureyri. Í samningnum er gert ráð fyrir að farið verði í byggingu hreinsistöðvar við Sandgerðisbót á næstu árum. Yfirtökuverð fráveitunar er 2,3 milljarðar króna sem að hluta til felst í yfirtöku á lánum. Yfirtakan hefur ekki áhrif á samstæðureikning bæjarsjóðs. Samningsaðilar eru sannfærðir um að til lengri tíma litið muni þessi sameining skapa tækifæri til bættrar umgengni við náttúruna og enn betri þjónustu við íbúa og fyrirtæki á Akureyri. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku. Mynd: Karl Eskil Pálsson / Vikudagur
https://www.akureyri.is/is/frettir/auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-3
Nr. 1127/2013 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað - Orlofsbyggð norðan Kjarnalundar Deiliskipulag fyrir orlofsbyggð norðan Kjarnalundar. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 5. nóvember 2013 í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulag fyrir orlofsbyggð norðan Kjarnalundar. Deiliskipulagið felur í sér sameiningu við núverandi frístundabyggð 1. áfanga og stækkun til vesturs. Með auglýsingu þessari fellur úr gildi eldra deiliskipulag fyrir orlofsbyggð norðan Kjarnalundar, ásamt síðari breytingum. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 3. desember 2013, Margrét Mazmanian Róbertsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B-deild - Útgáfud.: 18. desember 2013
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolatrjaasofnun-1
Jólatrjáasöfnun Starfsmenn Framkvæmdamiðstöðvar Akureyrarbæjar fjarlægja jólatré sem sett hafa verið við lóðamörk dagana 8.-10. og 13.-14. janúar 2014. Gámar verða einnig staðsettir við Kaupang, Hagkaup, Hrísalund, Bugðusíðu við leikvöll, Bónus í Naustahverfi og við verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð þar sem hægt verður að losa sig við trén. Tré sem safnast verða kurluð, notuð í stíga og sem yfirlag á trjá- og runnabeð.
https://www.akureyri.is/is/frettir/munid-umhverfisatakid
Munið umhverfisátakið Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar 2012 var ákveðið í bæjarstjórn Akureyrar að verja allt að hálfum milljarði í sérstakt umhverfisátak næstu fimm árin. Framkvæmdaráð vann áætlun eftir ríflega 200 tillögum sem bárust í byrjun þessa árs og nú er óskað eftir nýjum tillögum frá bæjarbúum fyrir árið 2014. Á þessu ári líkt og því síðasta verða allt að 100 milljónir lagðar í átakið og er fjárveitingin einkum ætluð til nýframkvæmda og stofnbúnaðarkaupa sem fyrst og fremst tengjast umhverfismálum í sveitarfélaginu öllu, svo sem endurgerð og nýframkvæmd leikvalla, gerð göngu- hjóla- og reiðstíga, fegrun og frágang opinna svæða og torga, skógrækt, grisjun, endurgerð og endurplöntun, frágangi og gerð fólkvanga/útivistarsvæða. Nánari upplýsingar um átakið eru á heimasíðu framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar. Þar er hægt að skoða þær tillögur sem borist hafa og senda inn nýjar. Frestur til að skila inn tillögum er til 15. janúar 2014. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/heilsunamskeid-fyrir-foreldra
Heilsunámskeið fyrir foreldra Heilsugæslustöðin á Akureyri býður námskeiðið fyrir foreldra barna sem eru yngri en 10 ára og í ofþyngd. Markmiðið er að hjálpa fólki að breyta lífsstíl fjölskyldunnar til betri vegar. Námskeiðið er fjórir hóptímar og þrjú fjölskylduviðtöl. Miðað er að því að námskeiðið auðveldi foreldrum að búa til venjur, reglur og siði sem styðja við heilbrigðan lífsstíl ásamt því sem veitt eru ýmis gagnleg ráð sem tengjast næringu og hreyfingu. Hóptímarnir verða á þriðjudögum kl. 16.30-18.00 og byrja 18. febrúar 2014 ef næg þátttaka fæst. Leiðbeinendur eru Hrafnhildur Ævarsdóttir hjúkrunarfræðingur í ungbarnavernd og Þórdís Rósa Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og einkaþjálfari. Verð fyrir námskeiðið er 6.000 kr. Skráning og nánari upplýsingar: Hrafnhildur: gsm 6927040 eða hrafnhildur@hak.ak.is Þórdís Rósa: gsm 8991099 eða heilsulund@akmennt.is Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/midbaer-akureyrar-glerargata-3-5-7
Miðbær Akureyrar, Glerárgata 3,5 & 7 Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Skipulagssvæðið afmarkast af Glerárgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri, Geislagötu í vestri og húsum við Glérárgötu 1 og 3b að sunnanverðu. Tillagan gerir ráð fyrir sameiningu lóða 3, 5 og 7 við Glerárgötu. Hægt er að skoða tillöguuppdrátt ásamt greinargerð hér að neðan sem einnig liggur frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 8. janúar til 19. febrúar 2014, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Uppdráttur Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 19. febrúar 2014 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 8. janúar 2014 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/breytingar-a-leidakerfi-straeto
Breytingar á leiðakerfi Strætó Nokkrar breytingar voru gerðar á vetraráætlun Strætó fyrir Norður- og Norðausturland þann 5. janúar. Leið 78 ekur nú kortéri síðar frá Akureyri en áður. Með því er komið til móts við óskir háskólafólks. Þá ekur leið 56 nú fjóra daga vikunnar og leið 79 þrisvar á dag. Breytingar á leiðum 78, 56 og 79 (pdf).
https://www.akureyri.is/is/frettir/heitavatnslaust
Heitavatnslaust Í dag, fimmtudaginn 9. janúar, verður heita vatnið tekið af hluta Giljahverfis en einnig verður heita vatnið tekið af Pálmholti (norður hús), Réttarhvammi, Rangárvöllum, Hlíðarvöllum, Glerá, Hlíðarenda, Hálöndum, Hesjuvöllum og hesthúsahverfinu (Safírstræti og Skjólin). Viðskiptavinir eru beðnir að kynna sér góð ráð komi til þjónusturofs sem finna má hér á heimasíðu Norðurorku www.no.is. Lokað verður fyrir heita vatnið fram eftir kvöldi en nánari upplýsingar um framgang viðgerðarinnar verða settar inn á heimasíðu Norðurorku. Þjónusturof hitaveitu - ábending til húsráðenda Hafa þarf í huga að loft getur komist á kerfið þegar vatni er hleypt á að nýju. Sérstaklega getur þurft að huga að sérhæfðum búnaði hitakerfa húsa, s.s. gólfhitakerfum, hitalögnum í plönum og dælum þeirra, t.d. með því að stöðva þær á meðan vatnsleysi varir. Kerfin eiga þó að vera útbúin þannig að þessi hætta sé í lágmarki. Bregðast þarf við lofti í kerfum með lofttæmingu á ofnum, dælum og öðrum búnaði sem loft getur sest í. Einnig er nauðsynlegt að huga að öryggisloka sem getur opnast þegar vatni er hleypt á ef stjórnlokar á grind eru stirðir. Húsráðendum er bent á að við viðgerðir eða endurbætur á stofnkerfum og/eða heimlögnum kunna óhreinindi að fara af stað í lögnum þegar vatni er hleypt á. Því er nauðsynlegt að skola kerfið vel út með því að láta vatn renna um stund. Best er að útskolun fari fram sem næst inntaksstað sé þess kostur. Sé húsráðandi í vafa um hvernig bregðast á við skal undantekningalaust haft samband við pípulagningameistara hússins. Lokunarsvæðið þann 9. janúar frá kl. 7:30 og frameftir kvöldi Smellið á myndina til að sjá svæðið í heild sinni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vidarhitaveita-talin-hagkvaem-i-grimsey
Viðarhitaveita talin hagkvæm í Grímsey Hagkvæmt virðist að koma upp fjarvarmaveitu í Grímsey með því að nota íslenskan trjávið sem orkugjafa auk afgangsvarma frá díselrafstöð eyjarinnar. Nægur efniviður er í norðlenskum skógum og þetta gæti bæði lækkað orkukostnað Grímseyinga og fært þeim þau auknu lífsgæði sem fylgja hitaveitu. Í Grímsey eru 30 íbúðarhús og að auki tíu hús með atvinnurekstri. Til að kynda þetta húsnæði er áætlað að þurfi um 500 kílóvatta afl og að auki 100 kílóvött til að hita upp skólann og sundlaugina. Orkuþörfin er metin 1.800-2.000 megavattsstundir á ári. Verkfræðistofa Norðurlands hefur gert úttekt á því hvað uppsetning hitaveitukerfis með viðarkyndistöð í Grímsey myndi kosta. Gert er ráð fyrir hringrásarkerfi þar sem sama vatnið yrði hitað upp aftur og aftur en í hverju húsi yrði varmaskiptir til að hita upp neysluvatn. Stofnkostnaður við slíka hitaveitu í Grímsey er áætlaður um 130 milljónir króna en frá dregst eingreiðsla frá hinu opinbera og heimlagnargjöld þannig að þetta er fjárfesting upp á um 85 milljónir. Í Grímsey er rafmagn framleitt með díselrafstöð og gert er ráð fyrir að svo verði áfram en hitaveitan nýti afgangsvarmann frá stöðinni sem er umtalsverður, um 700 megavattsstundir á ári. Frétt og mynd af Vikudagur.is. Mynd: Vikudagur.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/attu-barn-faett-2012
Áttu barn fætt 2012? Foreldrum sem eiga börn fædd 2012 er bent á að mikilvægt er að umsóknir um leikskólapláss berist skóladeild eigi síðar en 15. febrúar nk. Aðalinnritun í leikskóla á Akureyri hefst í byrjun marsmánaðar. Hafi umsóknum verð skilað inn tímanlega mega foreldrar eiga von á tilkynningu í tölvupósti með upplýsingum um hvenær barn þeirra getur hafið leikskólagöngu sína. Hér er hægt að sækja um leikskólapláss. Foreldrum er bent á að mikilvægt er að kynna sér leikskólana áður en umsóknum er skilað inn. Upplýsingar um einstaka leikskóla má finna í bæklingi skóladeildar um skólaval leikskóla og á heimasíðum leikskólanna. Jafnframt er foreldrum bent á að í fyrstu viku febrúarmánaðar verða leikskólarnir með opið hús fyrir þá sem vilja kynna sér skólana áður en þeir leggja inn umsókn. Nánari upplýsingar, dagsetningar og tímasetningar verða birtar fljótlega á heimasíðu skóladeildar. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sledahundakeppni
Sleðahundakeppni Hin árlega Sleðahundakeppni Icehusky fer fram í Kjarnaskógi, Naustaborgum og Hömrum laugardaginn 18. janúar. Alls eru 15 lið skráð til keppni auk 6 liða í barna- og unglingakeppni. Dagskrá: Barnakeppnin hefst klukkan 10.00: 800 m barnakeppni með einn hund 800 m unglingakeppni með einn hund Opnir flokkar hefjast klukkan 12.00: 20 km sleðahlaup með 4-5 hunda 10 km sleðahlaup með 2-3 hunda 5 km sleðahlaup með 2 hunda Ræst er frá Hömrum. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gullna-hlidid-frumsynt
Gullna hliðið frumsýnt Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson verður frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar á morgun, föstudaginn 17. janúar. Egill Heiðar Anton Pálsson leikstýrir verkinu en það er nú sett upp í fjórða sinn hjá LA. Sýningin er hátíðarsýning félagsins á 40 ára atvinnuafmæli þess. Verkið fjallar um uppgjör kerlingar við líf sitt og Jón mann sinn. Ferðalag hennar til hins gullna hliðs með sálartetur bónda síns í skjóðu er löngu orðið þekkt í íslenskum leikbókmenntum og leitast uppfærslan við að vera trú þessari reisu og varpa ljósi á hvaðan við komum. Hljómsveitin Eva með þær Sigríði Eir Zophoníasardóttur og Jóhönnu Völu Höskuldsdóttur innanborðs semja nýja tónlist við verkið og taka þátt í uppfærslunni með lifandi tónlistarflutningi. Með hlutverk kerlingarinnar fer María Pálsdóttir sem eftir nokkuð hlé stígur aftur á fjalirnar hjá LA. Auk hennar leika Aðalbjörg Árnadóttir, Hannes Óli Ágústsson, Hilmir Jensson og fjórtan nemendur úr Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar í sýningunni. Egill Ingibergsson hannar leikmynd og lýsingu, Helga Oddsdóttir hannar búninga, Ingibjörg Huld Haraldsdóttir er aðstoðarleikstjóri og Gígja Hólmgeirsdóttir aðstoðarkona er í starfsnámi hjá LA. Viðtal við Egil Heiðar sem birtist í leikskrá: Leikstjórinn Egill Heiðar fylgdist með þegar Ragnheiður leikhússtjóri garfaði í sögu leikfélagsins og gróf þaðan upp ljósmyndir frá fyrri tíð. Þessar myndir blasa nú við þegar gengið er upp teppalagðan stigann hér í gamla Samkomuhúsinu. Á einni þessara svarthvítu mynda sést kerling með skjóðu. Umkringd englabörnum og framandi pálmatrjám stendur hún hnarreist og stolt enda búin að klöngrast alla leið upp til Himnaríkis með síkvartandi karlinn í skjóðunni. „Þegar ég sá þessar ljósmyndir þá rifjaðist upp fyrir mér þessi gamla saga, leikritið og töfrarnir. Ævintýrin hafa alltaf verið sterk leið til þess að útskýra fyrir okkur grímulausan og harðan raunveruleikann,” segir Egill Heiðar þegar ég spyr hvers vegna hann ákvað að setja upp Gullna hliðið. „Í gegnum ævintýrið þorum við að horfa á okkur sjálf. Skilja hver við erum og hvaðan við komum. Við lifum á mjög grímulausum tímum. Vitum að þetta snýst um peninga og skuldir og við vitum af skömm okkar, af syndum okkar og syndum annarra. Það er biturð og gremja í gangi. Kjarni Gullna hliðsins fjallar um að reyna að fyrirgefa . Utan um þann kjarna byggir Davíð svo þetta ótrúlega ævintýri sem leiðir okkur frá einni veröld yfir í aðra. Sem höfðar til einhverrar vitundar sem býr í okkur öllum, þess barnslega og einlæga.“ En hvers vegna að setja upp Gullna hliðið núna? „Alltaf þegar maður tekst á við klassíkina þá fjallar það um að tala til manneskjunnar í dag. Hvað er það í verkinu sem talar til hennar og hvernig getum við miðlað því,“ svarar Egill. „Fyrir mér er það þráðurinn í baráttu kerlingar fyrir að finna hjá sér kraft til að fyrirgefa. Ég held að sá manneskjulegi kraftur geti átt erindi við okkur í samtímanum. Kraftbirtingarhljómur fyrirgefningarinnar”. Viðtalið tók Gígja Hólmgeirsdóttir, starfsnámsnemi frá Sviðslistabraut Listaháskóla Íslands. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyjar-tillogur-i-umhverfismalum
Nýjar tillögur í umhverfismálum Framkvæmdaráð Akureyrar ákvað að óska eftir fleiri tillögum í umhverfismálum frá bæjarbúum í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarbæjar 2012 og rann frestur til að senda inn nýjar tillögur út 15. janúar. Alls sendi 71 bæjarbúi inn tillögur í þessari lotu en í byrjun árs 2013 voru innsendingar 185 og var þá unnið úr um 400 tillögum. Það liggur nú fyrir framkvæmdadeild bæjarins og síðan framkvæmdaráði að vinna úr nýjum tillögum bæjarbúa, ákveða hverjar þeirra koma til framkvæmda og gera áætlun þar um. Áætlun framkvæmdaráðs frá vorinu 2013. Allar innsendar tillögur. Forsaga málsins er sú að bæjarstjórn Akureyrar ákvað í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar að verja allt að hálfum milljarði króna í sérstakt umhverfisátak næstu 5 árin. Árlega verða settar allt að 100 milljónir króna í þetta sérstaka átak. Fjárveitingin er ætluð til nýframkvæmda og stofnbúnaðarkaupa á málum sem fyrst og fremst tengjast umhverfismálum í sveitarfélaginu öllu (og einstaka deildum þess) s.s. endurgerð og nýframkvæmd leikvalla, gerð göngu- hjóla- og reiðstíga, fegrun og frágang opinna svæða og torga, skógrækt, grisjun, endurgerð og endurplöntun, frágangi og gerð fólkvanga/útivistarsvæða. Framkvæmdaráð hefur eftirlit með fjárveitingu hvers árs og óskar hér með eftir hugmyndum íbúa um framkvæmdir í umhversfimálum og það sem betur má fara á því sviði. Framkvæmdadeild mun gera tillögur að verkefnum og kostnaðarmeta þær. Í Kjarnaskógi. Mynd: Ragnar Hólm.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-16-2014-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad
Nr. 16/2014 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað - Kjarnaskógur og Hamrar Deiliskipulag fyrir Kjarnaskóg og Hamra. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 19. nóvember 2013 í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulag fyrir Kjarnaskóg og Hamra. Deiliskipulagið felur í sér að koma á formlegu deiliskipulagi fyrir útivistarsvæði, tjaldsvæðið og útilífsmiðstöð skáta. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 2. janúar 2014, Margrét Mazmanian Róbertsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B-deild - Útgáfud.: 16. janúar 2014
https://www.akureyri.is/is/frettir/curver-hefur-verk-ad-vinna
Curver hefur verk að vinna Sjónlistamiðstöðin heilsar nýju ári laugardaginn 18. janúar kl. 15.00 þegar Curver Thoroddsen opnar sýninguna Verk að vinna / Paperwork í Ketilhúsinu á Akureyri. Þar stendur listamaðurinn fyrir raunveruleikagjörningi í anda fyrri verka sinna þar sem daglegt líf hans og listsköpun skarast. Curver lokar sig af í heilan mánuð í Ketilhúsinu og fer allsnakinn og berskjaldaður í gegnum tugi ára af uppsöfnuðum blöðum, pappír, bréfsefni, skjölum og öðru tilfallandi efni og grisjar úr glundroðanum. Þessi persónulega flokkun og endurskoðun helst í hendur við eldri verk Curvers þar sem að hann hefur m.a. sett upp kompusölu í Listasafni Íslands, tekið íbúð sína í gegn í sjónvarpsþættinum Innlit/Útlit, breytt Nýlistasafninu í barnaleiksvæði og selt lundapizzur í Bjargtangavita. Á efri hæð Ketilhússins verður samhliða gjörningnum sýning á úrvali filmugjörninga og vídeóverka Curvers frá síðustu árum. Þá verður einnig hægt að gægjast inn í þetta mánaðarlanga verkefni listamannsins á samfélagsmiðlum þar sem hann mun setja inn stöðufærslur á Instagram og á Facebook. Í myndlist sinni notar Curver blandaða miðla m.a. gjörninga, myndbandsverk, innsetningar og venslalist til að kanna hugmyndir um sjálfið, dægurmenningu og samfélagið. Veruleikinn eins og hann blasir við flestum fær nýja merkingu þegar hann er yfirfærður á vettvang myndlistar og er það endurtekið viðfangsefni í listsköpun Curvers. Hann hefur einnig verið ötull á vettvangi tónlistar, ekki síst undanfarin ár með hljómsveitinni Ghostigital. Sýningin stendur til 16. febrúar og er opin milli kl.12.00-17.00 alla daga nema mánudaga. Aðgangur er ókeypis. Curver Thoroddsen.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kristinn-g-i-mjolkurbudinni
Kristinn G. í Mjólkurbúðinni Angan úr haustmó kallar Kristinn G. Jóhannsson sýningu sem hann opnar í Mjólkurbúðinni í Grófargili laugardaginn 18. janúar kl. 15.00. Í sýningarskrá kemur fram að á þessu ári eru sextíu ár liðin síðan Kristinn hélt sína fyrstu sýningu í Varðborg á Akureyri, þá sautján ára nemandi í 5. bekk MA. Kristinn hóf myndlistarnám á Akureyri ungur en eftir stúdentspróf lá leið hans fyrst til Reykjavíkur í Handíða- og myndlistaskólann og síðan til Skotlands þar sem hann stundaði nám við Edinburgh College of Art. Síðan hófst volkið í veraldarsjónum eins og hann orðar það en auk myndlistarstarfa var hann kennari og skólastjóri í áratugi, lengst við Gagnfræðaskólann Ólafsfirði og síðan á Akureyri við Bröttuhlíðarskóla. Hann á að baki fjölda sýninga heima og erlendis en myndefnið hefur hann jafnan sótt í nánasta umhverfi sitt. Um verkin sem hann sýnir í Mjólkurbúðinni segir Kristinn: "Svo er þetta svona núna, allt í uppnámi eins og vera ber, málverkið berskjaldað, litir og form leika lausum hala en jarðtengingin, náttúran, gróðurinn, tiktúrurnar og tilfinningarnar sömu og fyrr. Angan úr haustmó heitir það þetta sinnið og vísar þá ekki aðeins til þess að haustblær er yfir litaflórunni heldur líka hins að nú sígur á seinni hlutann og haustar í öðrum skilningi." Kristinn G. Jóhannsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/althjodleg-eden-vidurkenning-1
Alþjóðleg Eden viðurkenning Föstudaginn 17. janúar hlutu Öldrunarheimili Akureyrar formlega viðurkenningu sem fullgild Eden-heimili en tilkynnt hafði verið um viðurkenninguna undir lok síðasta árs. Rannveig Guðnadóttir fulltrúi Eden Alternative á Íslandi afhenti viðurkenningarnar í Hlíð og fulltrúar allra heimila ÖA á Akureyri tóku við sérstökum viðurkenningarskjölum. Að sögn Halldórs S. Guðmundssonar framkvæmdastjóra ÖA er þetta mikilvægur áfangi í starfi heimilanna og ánægjulegur vottur um vel unnið starf. Með Eden-hugmyndafræðinni er lögð áhersla á að öldrunarheimili séu heimili þeirra sem þar búa. Unnið er að því að gera umhverfi íbúanna heimilislegt og líflegt, lögð er áhersla á sjálfræði þeirra og einstaklingsmiðaða þjónustu. Innleiðing Eden-hugmyndafræðinnar hjá ÖA hófst árið 2006. Síðan hefur verið unnið að breytingum á húsakynnum, hvatt hefur verið til dýrahalds og aukið samstarf við skóla og ýmis konar félagasamtök. Í byrjun árs 2013 var ákveðið að sækja um alþjóðlega viðurkenningu fyrir ÖA sem fullgilt Eden-heimili og niðurstaðan liggur nú fyrir. Þessum áfanga var fagnað í dag. Myndatexti: Fulltrúar ÖA með viðurkenningarskjölin.
https://www.akureyri.is/is/frettir/advania-ser-um-upplysingataeknina-fyrir-akureyrarbae
Advania sér um upplýsingatæknina fyrir Akureyrarbæ Akureyrarbær og Advania hafa undirritað samning um að Advania taki að sér rekstur og framþróun á upplýsingatæknikerfum bæjarins og stofnana hans til næstu fimm ára. Markmiðið er að auka ávinning og hagræði Akureyrarbæjar og íbúa af notkun upplýsingatækni. Kerfi bæjarins verða hýst í hýsingarsal Advania á Akureyri en alls starfa 35 manns hjá Advania á Akureyri. Verkefnið rennir því frekari stoðum undir starfsemi Advania í höfuðstað Norðurlands. Samningurinn felur í sér að Advania tekur að sér rekstur og hýsingu á miðlægum kerfum, ásamt því að sjá um gagnageymslur bæjarins, gagnaafritun, eftirlit með kerfum, netsamband og Internetþjónustu. Jafnframt mun Advania þjónusta 1.200 starfsmenn bæjarins við tölvunotkun þeirra. „Akureyrarbær hefur keypt hýsingu fyrir tölvukerfi sín síðan 2001 með góðum árangri. Advania verður fjórða fyrirtækið til að taka að sér hýsinguna og reksturinn. Við höfum átt ágæt samskipti við Advania á þessum tíma varðandi kaup á tölvubúnaði og erum bjartsýn á að fyrirtækið muni veita okkur góða þjónustu áfram. Upplýsingakerfi verða æ mikilvægari fyrir sveitarfélög eins og aðra með hverju árinu sem líður og þess vegna er mikið undir því komið að samstarfið við Advania gangi vel,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri. Á meðal þeirra upplýsingakerfa sem starfsmenn bæjarins nýta sér í daglegum störfum eru SAP bókhaldskerfi, One skjalakerfi og mannauðskerfið Vinnustund. Allar stofnanir bæjarins tengjast inn á miðlægt umhverfi Akureyrarbæjar sem hýst verður hjá Advania. „Rekstur Akureyrarbæjar er spennandi verkefni sem við hjá Advania hlökkum til að takast á við í samstarfi við starfsmenn bæjarins. Við nýtum stærðarhagkvæmni í rekstri okkar og getum því boðið þjónustu og lausnir á mjög samkeppnishæfu verði. Við sjáum mikla möguleika á að bærinn geti náð hagræði í rekstri og bætt sína þjónustu við íbúa með upplýsingatækni,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson framkvæmdastjóri rekstrarlausna Advania. Frétt og mynd af heimasíðu Advania. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri Akureyrarbæjar og Eyjólfur Magnús Kristinsson framkvæmdastjóri hjá Advania við undirritun samningsins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/opnar-vinnustofur-i-listagili
Opnar vinnustofur í Listagili Laugardaginn 25. janúar verða sýningar og opnar vinnustofur í Portinu í Listagili. Gallerí Ískápur og Geimdósin standa að sýningaropnunum og einnig verður samsýning listamanna vinnustofanna í anddyrinu en í húsnæðinu öllu starfa nú um 20 listamenn. Öllum er hjartanlega velkomið að koma og sjá vinnustofur starfandi listamanna og þiggja léttar veitingar. Portið er í Kaupvangsstræti 12, Listasafnshúsinu, og er gengið inn úr portinu baka til.
https://www.akureyri.is/is/frettir/samkeppni-um-kennileiti
Samkeppni um kennileiti Minnt er á að frestur til að skila inn tillögum í samkeppni um nýtt kennileiti fyrir Grímsey og heimskautsbauginn rennur út 31. janúar nk. Akureyrarbær efndi til samkeppninnar í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands. Leitað er að myndrænu tákni fyrir eyjuna sem gæti orðið að aðdráttarafli í sjálfu sér og hægt er að nota á ólíka vegu t.d. við gerð minjagripa. Sjá nánar á heimasíðu Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Lundar í Grímsey. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/davidshus-opid-i-kvold
Davíðshús opið í kvöld Davíð Stefánsson frá Fagraskógi fæddist á þessum degi árið 1895 og af því tilefni verður Davíðshús opið gestum frá kl. 20-22 í kvöld, þriðjudaginn 21. janúar. Davíð er eitt ástsælasta skáld Íslendinga. Fyrsta ljóðabók hans, Svartar fjaðrir, sem kom út árið 1919, flaug beint inn að hjarta þjóðarsálarinnar. Þar slógu hin tilfinningaþrungnu, myndrænu en ekki síst persónulegu ljóð í takt við tíðarandann. Svartar fjaðrir hafa verið gefnar út 13 sinnum síðast árið 2011. Davíð lét ekki þar við sitja. Þær bækur sem fylgdu í kjölfarið og leikrit eins og Gullna hliðið urðu til þess að festa Davíð í sessi sem eitt af höfuðskáldum Íslendinga á 20. öld. Ljóð Davíðs hafa orðið að tímalausri almenningseign og við þau samin fjölmörg lög enn í dag. Heimili Davíðs, Davíðshús við Bjarkarstíg 6, hefur verið varðveitt sem safn eftir að hann féll frá, en þar er einnig fræðimannaíbúð. Húsið og heimilið ber þess glöggt merki hve skáldið var mikill fagurkeri og safnari af guðs náð. Húsakynnin bera smekkvísi hans glöggt merki, full af bókum, listaverkum og persónulegum munum, eins og hann skildi við árið 1964, næstum eins og hans sé að vænta innan skamms. Þriðjudagskvöldið 21. janúar á afmælisdegi skáldsins verður Davíðshús við Bjarkarstíg 6 opið frá kl. 20-22 og er aðgangur ókeypis. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hafdis-er-ithrottamadur-akureyrar-2013
Hafdís er íþróttamaður Akureyrar 2013 Kjöri íþróttamanns Akureyrar var lýst í verðlaunahófi á vegum Íþróttabandalags Akureyrar og íþróttaráðs Akureyrarbæjar í Menningarhúsinu Hofi fyrr í dag. Við sama tækifæri voru afhentar heiðursviðurkenningar íþróttaráðs, ásamt styrkjum og viðurkenningum til þeirra íþróttafélaga á Akureyri sem áttu landsliðsmenn og/eða Íslandsmeistara á árinu 2013. Hafdís Sigurðardóttir, spretthlaupari og langstökkvari úr Ungmennafélagi Akureyrar, er íþróttamaður Akureyrar 2013. Hafdís bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína hér á landi á árinu í spretthlaupum og langstökki. Hún setti þrjú glæsileg Íslandsmet og vann fjölda Íslandsmeistaratitla. Hafdís setti sitt fyrsta Íslandsmet í flokki fullorðinna í sumar er hún tvíbætti metið í langstökki kvenna. Þá setti hún einnig Íslandsmet í 60 m og 300 m hlaupi í sumar. Hún er sexfaldur Íslandsmeistari kvenna í spretthlaupum og langstökki innan og utanhúss á árinu 2013. Hún sigraði í öllum hlaupum sem hún tók þátt í hér heima sumarið 2013 og er stigahæsta kona í spretthlaupum á árinu í 100 m hlaupi á 11,88 sekúndum, 200 m hlaupi á 23,81 sekúndu og 400 m hlaupi á 54,03 sekúndum. Eftir keppnistímabilið 2013 er hún komin í Ólympíuhóp FRÍ 2016 í langstökki, 200 m hlaupi og 400 m hlaupi, og stefnir að þátttöku á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hafdís keppti fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg og hlaut verðlaun í spretthlaupum, langstökki og boðhlaupum á mótinu. Einar Kristinn Kristgeirsson úr Skíðafélagi Akureyrar varð annar í kjörinu og Ingvar Þór Jónsson frá Skautafélagi Akureyrar varð þriðji. Hafdís, ásamt öðrum verðlaunahöfum og tilnefndum íþróttamönnum, var leyst út með gjöfum frá Ferðaskrifstofu Akureyrar, Flugfélagi Íslands, Sportveri, Bjarti-Veröld bókaforlagi og Sölku bókaforlagi. Heiðursviðurkenningar íþróttaráðs Akureyrarbæjar Íþróttaráð Akureyrarbæjar veitti fimm einstaklingum heiðursviðurkenningu við sama tækifæri; Bryndísi Þorvaldsdóttur, Dýrleif Skjóldal Ingimarsdóttur, Guðmundi Víði Gunnlaugssyni, Halldóri Magnúsi Rafnssyni og Sigurði Stefánssyni. Öll eiga þau að baki áratuga farsælt starf í þágu hinna ýmsu íþróttagreina innan íþróttahreyfingarinnar á Akureyri. Heiðursviðurkenningar íþróttaráðs Akureyrar. Frá vinstri: Halldór Magnús Rafnsson, Guðmundur Víðir Gunnlaugsson, Dýrleif Skljóldal Ingimarsdóttir, Bryndís Þorvaldsdóttir og Sigurður Stefánsson. Mynd: Þórir Tryggvason. 171 Íslandsmeistari, 102 landsliðsmenn Íþróttaráð og Afrekssjóður Akureyrar veittu jafnframt þeim íþróttafélögum sem áttu Íslandsmeistara og/eða landsliðsfólk á árinu 2013 viðurkenningar og styrki. Alls eignuðust 12 íþróttafélög á Akureyri 171 Íslandsmeistara og 11 akureyrsk íþróttafélög áttu 102 landsliðsmenn á árinu. Skautafélag Akureyrar á flesta einstaklinga í báðum þessum hópum, 85 Íslandsmeistara og 36 landsliðsmenn. Þrjú efstu í kjörinu um íþróttamann Akureyrar 2013. Einar Kristinn Kristgeirsson (2. sæti), Hafdís Sigurðardóttir (1. sæti) og Ingvar Þór Jónsson (3. sæti). Mynd: Þórir Tryggvason.
https://www.akureyri.is/is/frettir/greitt-fyrir-goda-thjonustu
Greitt fyrir góða þjónustu Ákveðið hefur verið að frá og með næstu mánaðamótum verði tekið gjald fyrir notkun á gönguskíðabrautinni í Hlíðarfjalli. Gönguskíðabrautinni er mjög vel við haldið þegar snjór er í fjallinu. Hún er troðin með fullkomnum snjótroðurum þegar þurfa þykir og er flóðlýst þegar dimma tekur. Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segir að þessi ráðstöfun sé óhjákvæmileg í ljósi þess kostnaðar sem til fellur: „Það kostar um sex milljónir króna á ári að viðhalda gönguskíðabrautinni og með þessu mjög svo hóflega gjaldi teljum við okkur geta náð inn fyrir um helmingnum af því. Það er ekki síður kostnaðarsamt að viðhalda gönguskíðabrautum en öðrum skíðabrautum og okkur er því varla stætt á því að innheimta gjald í skíðalyfturnar en ekki í gönguskíðabrautirnar sem þurfa einnig sitt viðhald, troðslu og lýsingu ásamt fleiru. Þessi breyting getur hitt einhverja óþægilega fyrir en rétt er að benda á að með þessu er þjónustan líka fest í sessi sem er mikilvægt. Fólk er einfaldlega að greiða fyrir góða þjónustu.“ Einn dagur í brautinni mun kosta 500 kr. og vetrarkort 10.000 kr. Sem áður segir hefst gjaldtakan 1. febrúar og verður nánar kynnt á heimasíðu Hlíðarfjalls, www.hlidarfjall.is. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kvedja-til-sakha
Kveðja til Sakha Árið 2014 verður opinbert ár norðurslóða í sjálfstjórnarlýðveldinu Sakha (Jakútía) í Rússlandi en höfuðstöðvar Northern Forum, samtaka héraða og borga á norðurslóðum, eru nú í Jakútsk, höfuðborg Sakha. Þetta þýðir að stjórnvöld og íbúar Sakha leggja ríka áherslu á lausn vandamála sem tengjast norðurslóðum á árinu og vekja athygli á umhverfisvernd, nýtingu náttúruauðlinda og velferð íbúa svæðisins. Miðvikudaginn 29. janúar verður sérstök athöfn í Jakútsk þar sem forseti sjálfstjórnarlýðveldisins hleypir átakinu formlega af stokkunum og verða þá fluttar af sjónvarpsskjá kveðjur frá svæðisbundnum stjórnvöldum þeirra borga, svæða og héraða sem eiga aðild að Northern Forum. Akureyrarstofa í samvinnu við N4 tók upp kveðju frá Eiríki Birni Björgvinssyni bæjarstjóra á Akureyri sem sjá má hér að neðan. Northern Forum eru frjáls samtök fylkja, svæða og borga/bæja á norðurhveli jarðar en einnig eiga nokkur fyrirtæki og samtök aðild að þeim. Akureyri hefur átt aðild að samtökunum frá árinu 2003. Markmið þeirra er að mynda traust tengslanet staðbundinna stjórnvalda til að stuðla að bættum lífsskilyrðum fólks á norðurslóðum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/mikid-fjolmenni-a-mannamoti-2014
Mikið fjölmenni á Mannamóti 2014 Í gær fimmtudaginn 23. janúar héldu markaðsskrifstofur landshlutanna vinnufundi fyrir samstarfsfyrirtæki sín í flugskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Mjög vel tókst til og mættu um 160 fyrirtæki af landsbyggðinni á viðburðinn, þar af um 45 fyrirtæki héðan að norðan. Tilgangur Mannamótsins er að skapa tækifæri fyrir stór sem smá fyrirtæki í ferðaþjónustu á landsbyggðinni til að mynda tengsl og kynna sig fyrir ferðaþjónustuaðilum á höfuðborgarsvæðinu. Alls voru um 100 fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu skráð til leiks og mættu á Mannamót 2014 með sitt starfsfólk. Þórhildur Gísladóttir frá Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Akureyri í bás Akureyrarstofu á Mannamóti 2014.
https://www.akureyri.is/is/frettir/halldor-asgeirsson-i-listasafninu
Halldór Ásgeirsson í Listasafninu Sjónlistamiðstöðin opnar fyrstu sýningu ársins í Listasafninu á Akureyri laugardaginn 25. janúar kl. 15. Þar sýnir Halldór Ásgeirsson ný og eldri verk sem kallast á og mynda innbyrðis tengsl. Þegar litið er yfir feril Halldórs má í fljótu bragði greina þræði sem stundum virðast sundurleitir en eru í raun einn órofinn þráður. Allir helstu grunnþættirnir í list Halldórs eru settir fram á sýningunni á nýjan og ferskan hátt; jarðeldurinn, vatnið, ljósið, vindurinn og sögurnar í teikningunum. Gjörningur verður á Torfunefsbryggju kl. 15 á laugardaginn þar sem siglt verður inn Eyjafjörðinn með blaktandi myndfána sem Karlakór Akureyrar-Geysir tekur við og kemur fyrir á þaki Listasafnsins. Á opnuninni í Listasafninu verða leiklesin brot úr nokkrum örleikritum eftir Kjartan Árnason en þau verða lesin í heild sinni sunnudaginn 26. janúar kl. 14. Flytjendur eru Arnar Jónsson, Randver Þorláksson, Sigurður Skúlason og Helga E. Jónsdóttir. List Halldórs Ásgeirssonar hefur ætíð verið samofin lífi hans og ferðum um heiminn. Tengslin á milli heimshluta jarðarinnar koma berlega í ljós í hraunbræðsluverkum hans og sýna fram á sömu útkomu á ólíkum stöðum. Kynningarmynd sýningarinnar er gott dæmi; andlit listamannsins og stúlkunnar þakin hraunglerungi úr sitt hvoru eldfjallinu – einu kínversku og öðru íslensku. Gestalistamenn á sýningunni eru skyldmenni Halldórs, þau Helga E. Jónsdóttir og Nói, Jóhann Ingimarsson. Sýningin stendur til 30. mars og er opin alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sledahundakeppni-icehusky-a-akureyri
Sleðahundakeppni Icehusky á Akureyri Laugardaginn 18. janúar síðastliðinn hélt sleðahundaklúbburinn Icehusky hina árlegu keppni sína í sleðahundadrætti. Ræst var frá Hömrum og farið um Naustaborgir og Kjarnaskóg. 5 keppnisflokkar voru í boði, 20 km keppni með 4-5 hunda, 10 km keppni með 2-3 hunda, 5 km keppni með 2 hunda og barna- og unglingaflokkar, 800 m með einn hund. Alls kepptu 21 lið og er það mikil aukning frá fyrri árum og sýnir hvað þetta sport er að verða vinsælt og er að festa sig í sessi. Frá Akureyri komu 11 lið og 10 lið komu annars staðar frá. Hundar af ýmsum tegundum tóku þátt, Siberian husky, Alaskan husky, Grænlenskir sleðahundar, þýskur pointer og Australian shepherd. Brautin var mjög blaut og erfið yfirferðar og er því helst að kenna um hitanum sem hafði verið í vikunni en allir komust þó í mark á góðum tímum. Mikill fjöldi fólks kom til að horfa á og hvetja sín lið áfram. Úrslit voru þessi: 20 km. 1. sæti Haraldur Ólafsson íslandmeistari 1 klst. 30 mín. 47 sek. 2. sæti Sigurður Birgir Baldvinsson 1 klst. 40 mín. 49 sek. 3. sæti Claire Thuilliez Nathaliesdóttir 1 klst. 46 mín. 42 sek. 4. sæti Erik Bart 1 klst. 48 mín. 37 sek. 5. sæti Páll Tryggvi Karlsson 1 klst. 53 mín. 11 sek. 10 km. 1. sæti Jón Kristjánsson.íslandmeistari 48 mín. 55 sek. 2. sæti María Björk Guðmundsdóttir 54. mín 40 sek. 3. sæti Sigurður Magnússon 1 klst. 2 mín. 9 sek. 5 km 1. sæti Birgir Hólm Þórhallsson.íslandmeistari 27 mín. 3 sek. 2. sæti Kolbrún Arna Sigurðardóttir 28 mín. 41 sek. 3. sæti Unnar Már Brynjarsson 35 mín. 22 sek. 4. sæti Auður Eyberg Helgadóttir 42 mín. 11 sek. 5. sæti Bjarni Freyr Þórðarson 44 mín. 20 sek. 6. sæti Þórdís Rún Káradóttir 47 mín. 28 sek. 800 m unglingaflokkur Sylvía Rós Arnardóttir.íslandmeistari 4 mín. 30 sek. Baldur Þór Pálsson 5 mín. 16 sek. Karen Hrund Kristjánsdóttir 5 mín. 46 sek. Elín Jóhanna Gunnarsdóttir 5 mín. 53 sek. 800 m barnaflokkur Anna Rakel Gunnarsdóttir.íslandmeistari 5 mín. 10 sek. Silja Maren Björnsdóttir 6 mín. 16 sek. Hilmar Þorsteinsson 9 mín. 28 sek. Mynd: Hilmar Friðjónsson
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynning-a-tillogum-vegna-breytinga-a-adalskipulagi-akureyrar
Kynning á tillögum vegna breytinga á aðalskipulagi Akureyrar Hér að neðan og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar eru nú tvö mál til kynningar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreyting – virkjun á Glerárdal uppdráttur Aðalskipulagsbreyting – Miðbær Akureyrar uppdráttur umhverfisskýrsla breyting á 3. kafla Til kynningar er skipulags- og matslýsing í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreyting – Naustahverfi 3. áfangi – skipulags- og matslýsing skipulags- og matslýsing 29. janúar 2014 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/deiliskipulag-vegna-akstursithrotta-og-skotsvaedis-a-glerardal-nidurstada-baejarstjornar
Deiliskipulag vegna akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal, niðurstaða bæjarstjórnar Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 21. janúar 2014 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið afmarkast af Hlíðarfjallsvegi í norðri, opnu svæði í austri, Glerá í suðri og fjallskilagirðingu í vestri. Deiliskipulagið felur m.a. í sér að skipulagsmörkum er breytt og stækkar skipulagssvæðið til vesturs. Tillagan var auglýst frá 13. nóvember til 27. desember 2013. Alls bárust 9 athugasemdir sem hlotið hafa viðeigandi umfjöllun. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar, Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. 29. janúar 2014 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/norraenir-styrkir
Norrænir styrkir Nú og á næstu vikum er umsóknarferli í gangi hjá ýmsum norænum sjóðum og stofnunum. Fólk í leit að ferðastyrkjum, styrkjum til skólasamstarfs, styrkjum til menningarsamstarfs, styrkjum til verkefna með börnum og unglingum eða öðru ætti að kynna sér vel það sem er í boði. Hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðu Norrænu upplýsingaskrifstofunnar þar sem sett hefur verið inn dagatal með umsóknarfresti ýmissa styrkja. Á síðunni er einnig til að mynda slóð á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem ítarlegt yfirlit norrænna styrkja er að finna. Lundi: Minjagripur eftir George Hollanders.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sorphirdudagatal
Sorphirðudagatal Gámaþjónusta Norðurlands hefur í samvinnu við framkvæmdadeild Akureyrarbæjar útbúið sérstakt sorphirðudagatal sem sýnir glögglega hvenær sorpílát við íbúðarhús eru tæmd og ætti það að nýtast bæjarbúum vel. Lesa má um endurvinnslu og sorphirðu og skoða sorphirðudagatalið á þessari síðu. Akureyri 29. janúar 2014. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/glaesileg-landkynning
Glæsileg landkynning Framleiðendur sjónvarpsþáttanna Game of Thrones komu í ferð til Akureyrar og Mývatnsveitar sl. mánudag (27. janúar) Tilefnið var að nú í febrúar verður þriðja serían af þessum vinsælu þáttum gefin út á DVD. Fjölmennur hópur boðsgesta var með í för, m.a. 18 blaðamenn frá stórum fjölmiðlum í Evrópu og Bandaríkjunum, ásamt fólki frá Pegasus, Íslandsstofu, Iceland Travel og HBO-sjónvarpsstöðinni sem framleiðir þættina. Hópurinn fór samkvæmt óskum framleiðendanna í ferð með The Traveling Viking sem heitir „Myvatn Mystery & Magic“ en í þeirri ferð eru einmitt heimsóttir meðal annars helstu tökustaðir þáttanna í Mývatnssveit. Ferðin sem er nú þegar orðin ein söluhæsta ferð The Traveling Viking er samstarfsverkefni þeirra og Iceland Travel. Um er að ræða dagsferð til Mývatnssveitar sem Iceland Travel notar inn í 5 daga pakkaferð til Íslands með Game of Thrones þema og er nú í sölukerfi Icelandair um allan heim. Jón Þór Benediktsson framkvæmdastjóri The Traveling Viking segir það vissulega ánægjulegt að sjá hugmynd eins og þessa ná góðu flugi og eins hafi verið ánægjulegt að sjá framleiðendur þáttanna sjálfra með í slíkri ferð. „Norðurland á vissulega skilið landkynningu sem þessa. Við fundum strax fyrir viðbrögðum eftir að þættirnir voru sýndir og fólk alls staðar að úr heiminum hefur farið með okkur þarna austur nánast daglega síðan við byrjuðum í október," segir Jón Þór. Hugmyndina að ferðinni fengu þau Jón Þór og Rachel, eigendur The Traveling Viking, frá Nýja Sjálandi en þar er boðið upp á ferðir á tökustaði Lord of The Rings. Christopher Newman einn framleiðanda Game of Thrones hjá HBO í viðtali í ferðinni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hong-kong-kvikmyndahatid
Hong Kong kvikmyndahátíð Sjónlistamiðstöðin í samvinnu við Listhús í Fjallabyggð stendur fyrir kvikmyndahátíð í Deiglunni 1.-2. febrúar 2014. Sýndar verða kvikmyndir og heimildarmyndir frá Hong Kong en hátíðin er í tengslum við „Pinhole Photography“ vinnustofu sem nemar úr VMA taka þátt í og fer fram í Deiglunni í febrúar. Að sýningum loknum 2. febrúar býðst áhorfendum að hitta leikstjóra heimildarmyndanna. Aðgangur er ókeypis. Allir velkomnir. HÉR má sjá dagskrá hátíðarinnar. Listagilið á Akureyri. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ma-i-gettu-betur-i-kvold
MA í Gettu betur í kvöld Lið Menntaskólans á Akureyri, skipað Gunnari Erni Stephensen, Jóhanni Viðari Hjaltasyni og Jóhanni Ólafi Sveinbjarnarsyni, keppir við lið Fjölbrautaskóla Vesturlands í spurningaþættinum Gettu betur í Sjónvarpinu í kvöld. Bein útsending hefst kl. 20.10. Þetta er fyrsta sjónvarpsútsending keppninnar í ár en áður hafði verið keppt í útvarpi á Rás 2. Upphaflega hófu 30 lið keppni en nú standa eftir 8 lið sem keppa í sjónvarpssal. Þau eru, auk liða Menntaskólans á Akureyri og Fjölbrautaskóla Vesturlands, lið Fjölbrautaskóla Garðabæjar, Borgarholtsskóla, Menntaskólans í Reykjavík, Menntaskólans við Hamrahlíð, Kvennaskólans og Verzlunarskóla Íslands. Áfram MA! Menntaskólinn á Akureyri. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.