Search is not available for this dataset
url
stringlengths 21
288
| text
stringlengths 1
1.35M
|
|---|---|
https://www.akureyri.is/is/frettir/god-vidbrogd-vid-fluginu-til-keflavikur
|
Góð viðbrögð við fluginu til Keflavíkur
Nú er komin nokkur reynsla á beina flugið á milli Akureyrar og Keflavíkur og er óhætt að segja að það hafi mælst mjög vel fyrir. Það að geta flogið beint frá Akureyri og þurfa ekki að keyra suður og jafnvel bóka þar gistinótt, er til mikils hægðarauka fyrir Norðlendinga sem þurfa að komast utan.
Ari Fossdal stöðvarstjóri Flugfélags Íslands á Akureyri segir að bókunarstaðan sé mjög góð, morgunferðirnar hafi verið mjög vinsælar og fólk í viðskiptaerindum sem stökkva þurfi til útlanda með stuttum fyrirvara sé ákaflega ánægt með þennan kost.
"Uppistaðan af þeim sem nýta sér þetta nú þegar eru Íslendingar og svo útlendingar sem ferðast á eigin vegum og finna þetta flug í bókunarvélum. Við höfum ekki séð mikið af hópum frá erlendum ferðaheildsölum ennþá en eigum von á að markaðssetning okkar inn á þann markað eigi eftir að skila fleiri hópum á næsta ári. Ég vil líka ítreka að það skiptir ekki máli með hvaða flugfélagi flogið er frá Keflavík, allir geta bókað," sagði Ari Fossdal í spjalli við Akureyri.is.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Flugfélagsins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/helga-m-bergs-minnst-a-baejarstjornarfundi
|
Helga M. Bergs minnst á bæjarstjórnarfundi
Helga M. Bergs fyrrverandi bæjarstjóra á Akureyri var minnst á bæjarstjórnarfundi í dag en hann lést 16. mars sl. 71 árs að aldri. Helgi fæddist 21. maí 1945. Hann var bæjarstjóri á Akureyri á árunum 1976 til 1986 eða í tvö og hálft kjörtímabil.
Helgi var með meistarapróf í hagfræði. Hann kenndi viðskipta- og hagfræðigreinar við Háskólann á Akureyri og gegndi stöðu lektors frá árinu 1991. Hann gegndi stöfum sérfræðings hjá Fiskifélagi Íslands á árunum 1974-1976 og var framkvæmdastjóri Kaffibrennslu Akureyrar hf. á árunum 1986 til 1990.
Eftirlifandi eiginkona Helga er Dóróthea Bergs.
Bæjarstjórn vottar aðstandendum Helga Bergs samúð sína, um leið og honum eru þökkuð fórnfús störf í þágu bæjarfélagsins.
Forseti bað fundarmenn að heiðra minningu Helga Bergs með því að rísa úr sætum.
Helgi M. Bergs. Mynd: Páll A Pálsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/adalskipulag-akureyrar-2018-2030-kynningarfundur
|
Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 Kynningarfundur
Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 er í vinnslu og eru drög aðgengileg á heimasíðu Akureyrar www.akureyri.is.
Kynningarfundur verður haldinn í Hofi n.k. þriðjudag, 28. mars kl. 17:00. Þar mun Dr. Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri skipulagssviðs og höfundur aðalskipulagsins fara yfir helstu áherslur þess. Fundurinn er öllum opinn.
Íbúum og öðrum hagsmunaaðilum er gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir á þessu stigi skipulagsvinnunnar. Frestur til þess rennur út fimmtudaginn 20. apríl 2017 og skal skilað skriflega til Skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is).
Sviðsstjóri skipulagssviðs
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/adalskipulag-akureyrar-2018-2030-kynningarfundur-1
|
Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, ferli skipulagsvinnunnar
Vinna við Aðalskipulag Akureyrar2018-2030 hófst í byrjun árs 2016 með gerð skipulagslýsingar, sem var samþykkt til auglýsingar í febrúar af bæjarstjórn Akureyrar. Haldinn var almennur kynningarfundur um skipulagslýsinguna 3. mars 2016. Hún var síðan samþykkt í apríl 2016, en jafnframt hófst eiginleg vinna við aðalskipulagið.
Frá byrjun voru haldnir vinnufundir, kynningar- og samráðsfundir með ýmsum aðilum. Allar deildir Akureyrarbæjar komu með innlegg í skipulagsvinnunna, og haldnir fundir með öllum deildum og nefndum Akureyrar þar sem aðalskipulagsvinnan var kynnt og leitað eftir samráði. Haldnir voru kynningarfundir með samtökum atvinnulífsins, hverfisnefndum bæjarins, Norðurorku, Sjálfstæðisfélagi Akureyrar, Lionsklúbbnum Hæng, Rótaríklúbbi Akureyrar o.fl. Haldinn var opinn vinnufundur með íbúum Akureyrar, og þá voru m.a. haldnir samráðsfundir með Veðurstofunni, Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun, Minjastofnun, Kirkjugörðum Akureyrar, Vegagerðinni, Landsneti, Hafnasamlagi Norðurlands, Háskólanum á Akureyri, fulltrúum íþróttafélaga og fulltrúum atvinnulífsins.
Þegar drög að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 lágu fyrir í byrjun mars 2017 voru þau send til umsagnar nágrannasveitarfélaganna og ýmissa opinberra stofnana. Auk þess voru drögin birt á vefsíðu Akureyrarbæjar. Almennur kynningarfundur var haldinn í Hofi 28. mars, þar sem skipulagstjóri fór yfir helstu áherslur aðalskipulagsins. Fundurinn var öllum opinn og fundarsókn góð. Íbúum og öðrum hagsmunaaðilum var gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir á þessu stigi skipulagsvinnunnar. Alls bárust umsagnir frá 20 aðilum, og 45 ábendingar bárust frá 65 aðilum. Farið var yfir allar umsagnir og ábendingar í skipulagsráði, metið á hvaða viðbrögð þær kölluðu, og hvort þær leiddu til breytinga á aðalskipulagstillögunni. Ýmsar breytingar voru gerðar, og samantekt á umsögnum og viðbrögðum, ábendingum og viðbrögðum var birt á vefsíðu Akureyrar, ásamt uppfærðri greinargerð og uppdráttum eftir þessa yfirferð.
Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum 5. september að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 samkvæmt 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010, og var erindi um það sent Skipulagsstofnun með greinargerð, umhverfisskýrslu og skipulagsuppdráttum og óskað eftir heimild til lögformlegrar auglýsingar. Þegar þar að kemur gefst öllum kostur á að skila inn athugasemdum við aðalskipulagið, og er athugasemdafrestur 6 vikur frá því að auglýsingin birtist. Þegar frestur til athugasemda er liðinn skulu skipulagsráð og bæjarstjórn fjalla um tillöguna á nýjan leik. Í þeirri umfjöllun skal taka afstöðu til athugasemda sem borist hafa og þess hvort gera skuli breytingar á tillögunni. Þegar öllu þessu er lokið fer skipulagstillagan á borð Skipulagsstofnunar sem birtir auglýsingu um hana í b-deild Stjórnartíðinda, og öðlast hún þá lögformlegt gildi. Þetta er langur vegur, og er ekki að vænta að öllu verði lokið fyrr en um eða eftir áramótin.
Sviðsstjóri skipulagssviðs
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/beint-myndsimasamband-fra-akureyri-vid-upplysingamidstod-safetravel
|
Beint myndsímasamband frá Akureyri við upplýsingamiðstöð Safetravel
Ferðamönnum sem leið eiga um Akureyri gefst nú kostur á að tengjast upplýsingamiðstöð SafeTravel í Reykjavík í gegnum myndsíma sem settur hefur verið upp í upplýsingamiðstöð ferðamála í Menningarhúsinu Hofi. Búnaðurinn opnar ferðamönnum beint samband við starfsfólk SafeTravel sem býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu af forvörnum og upplýsingagjöf til ferðamanna.
Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri hringdi fyrsta myndsímtalið til SafeTravel fyrr í dag og sagði við það tækifæri að með þessari nýju þjónustu væri verið að auðvelda ferðafólki á Akureyri að nálgast margvíslegar og mikilvægar upplýsingar með persónulegum hætti. „Það er mikilvægt að nýta alla valkosti til þess að hvetja ferðamenn til að afla sér upplýsinga sem lúta að þeirra eigin öryggi og með þessu geta þeir fengið upplýsingar beint í æð, um færð og ástand vega á landsvísu, veðurhorfur, sem og almennar upplýsingar um ferðamannastaði.“
Þetta er í fyrsta skipti sem myndsímatæknin er notuð í upplýsingagjöf til ferðamanna hérlendis. Slysavarnafélagið Landsbjörg leiðir SafeTravel verkefnið og Smári Sigurðsson, formaður félagsins, segir þessa tækni auka upplýsingagjöf verkefnisins töluvert. „Nú getur ferðafólk hér á Akureyri komist í samband við sérfræðinga okkar hjá SafeTravel á einfaldan hátt og fengið, svo dæmi sé tekið, nákvæmar upplýsingar um ástand fjallvega, vatnsmagn í óbrúuðum ám og fleira sem björgunarsveitafólk í hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar miðlar stöðugt til upplýsingamiðstöðvar SafeTravel.“
Um 800.000 erlendir ferðamenn fengu upplýsingar og aðstoð frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg á síðasta ári gegnum SafeTravel. Um 500.000 manns heimsóttu vef SafeTravel, um 260.000 manns kynntu sér upplýsingar á bæklingum sem dreift var samkvæmt ýmsum leiðum. Verkefnið er með kynningar í flugvélum, í bílaleigubílum, 85 upplýsingaskjáum víða um land. Starfsfólk SafeTravel stendur vaktina allt árið um kring í upplýsingamiðstöð ferðamála í Reykjavík. Um 6 til 8.000 ferðamenn nýta sér þjónustu Hálendisvaktar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á hverju sumri.
Ólöf Ýrr spyr Kristínu Huldu Bjarnadóttur hjá Safe Travel um færð og veður fyrir austan.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolgun-ferda-til-grimseyjar
|
Fjölgun ferða til Grímseyjar
Ferðum ferjunnar Sæfara til og frá Grímsey verður fjölgað um tvær á viku í sumar og verður þá siglt alla daga vikunnar nema á fimmtudögum og laugardögum. Nýja áætlunin gefur því ferðafólki sem kemur með ferjunni kost á að dvelja a.m.k. í sólarhring í eyjunni og kynnast þar með þessum einstaka stað betur en áður var í boði.
Ferðafólk í dagsferð, getur sem fyrr komið út í eyju á hádegi og haft þar viðdvöl í fimm klukkustundir á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Á þriðjudögum er farið kl. 14 frá Grímsey og á sunnudögum kl. 16. Sjá nánari áætlun hér.
Í vetraráætlun ferjunnar stansar hún aðeins skamma stund í Grímsey en þó hefur ferðum hennar frá Grímsey á föstudögum verið seinkað til kl. 16, þannig að ferðafólk getur stansað þar við heimsskautsbauginn í fjórar klukkustundir.
"Þetta eru mjög ánægjulegar fréttir fyrir Grímsey og Grímseyinga, enda hefur ferjan oft verið meira og minna full flesta daga yfir sumarið. Núna er hægt að veita bæði Grímseyingum og ferðamönnum betri þjónustu, enda er mikill áhugi á Grímsey sem áfangastað," segir Helga Íris Ingólfsdóttir verkefnastjóri "Brothættra byggða" fyrir Hrísey og Grímsey.
Nánari upplýsingar um gistimöguleika, afþreyingu o.fl. í Grímsey má finna á www.visitgrimsey.is
Ferjan Sæfari.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sudurhluti-oddeyrar-strandgata-29-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingu
|
Suðurhluti Oddeyrar, Strandgata 29 Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir suðurhluta Oddeyrar vegna Strandgötu 29.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að á lóð nr. 29 við Strandgötu verði heimilt að hafa fimm íbúðir í stað einnar áður í fyrirhugaðri byggingu vestast á lóðinni. Byggingarreitur fyrir tengibyggingu yfir í núverandi hús stækkar.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 29. mars til 10. maí 2017, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig aðgengileg hér að neðan:
Strandgata 29 - tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 10. maí 2017 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
29. mars 2017
Sviðsstjóri skipulagssviðs
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/djass-i-naustinu
|
Djass í Naustinu
Á morgun, föstudaginn 31. mars kl. 12, verða djasstónleikar í Naustinu í Hofi á vegum Tónlistarfélags Akureyrar. Djasstríó Ludvigs Kára ásamt gestum frumflytja tónlist eftir Ludvig. Þeir sem koma fram ásamt honum eru Stefán Ingólfsson á bassa, Rodrigo Lopez á trommur, Ella Vala Ármannsdóttir á trompet, Petrea Óskarsdóttir á flautu, Gert-Ott Kuldpärg á saxófón og Þorkell Ásgeir Jóhannsson á básúnu.
Þetta er stórviðburður í akureyrsku tónlistarlífi, langt er síðan haldnir hafa verið djasstónleikar með tónlist saminni hér í bæ og flutt af norðlenskum listamönnum. Tónlist Ludvigs Kára flokkast sem aðgengilegur melódískur fönkdjass. Miðasala er á mak.is. Miðaverð er 1.500 krónur. Félagar Tónlistarfélagsins fá 20% afslátt af miðaverði.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hagnadur-nordurorku-var-409-milljonir-eftir-skatta
|
Hagnaður Norðurorku var 409 milljónir eftir skatta
Aðalfundur Norðurorku hf. var haldinn föstudaginn 31. mars 2017. Eigendur félagsins eru sex sveitarfélög, Þingeyjarsveit, Grýtubakkahreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Eyjafjarðarsveit, Akureyrarbær og Hörgársveit.
Rekstur Norðurorku gekk vel á árinu 2016. Ársvelta samstæðunnar var 3,4 milljarðar króna. Hagnaður ársins var 409 milljónir króna eftir skatta og eigið fé 8,2 milljarðar króna. Á aðalfundinum í dag var ákveðið að greiða hluthöfum 15% arð af hlutafé eða 127 milljónir króna. Samstæðureikningur samanstendur af rekstri Norðurorku og dótturfélagsins Fallorku ehf. auk áhrifa frá hlutdeildarfélögunum Tengir hf. og Norak ehf. en rekstur þeirra allra gekk vel á árinu.
Rekstur samstæðunnar var nokkuð í takt við áætlanir þrátt fyrir að kostnaður við borun heitavatnsholu að Botni hafi verið afskrifaður á árinu, alls 154 milljónir króna, þar sem borun varð árangurslaus.
Eigið fé samstæðunnar er eins og áður segir 8,2 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 63,3%. Norðurorka greiddi niður lán á liðnu ári um 318 milljónir króna. Stærstur hluti niðurgreiðslunnar er vegna lána í evrum. Veltufé frá rekstri var rúmlega 1,1 milljarður króna og handbært fé í árslok 1,3 milljarðar króna. Langtímaskuldir í árslok voru tæpir 4,2 milljarðar króna og lækkuðu aðeins milli ára. Fjárfesting samstæðunnar í endurbótum á kerfum og nýframkvæmdum var rúmir 1,2 milljarðar króna sem var í takt við áætlanir. Fjárfestingar árið 2017 eru áætlaðar um 1,9 milljarðar króna, hitaveita 443 milljónir, fráveita 392 milljónir, vatnsveita 109 milljónir, rafveita 95 milljónir, Glerárvirkjun II 600 milljónir og til annarra rekstrarþátta 275 milljónir króna.
Ársskýrslu Norðurorku fyrir árið 2017 má finna hér.
Verkefni næstu ára eru stór og fjárfrek, einkum í fráveitu, hitaveitu og við skrifstofubyggingu að Rangárvöllum. Einnig eru framkvæmdir dótturfélagsins Fallorku verulegar við Glerárvirkjun II. Framkvæmdir við byggingu hreinsistöðvar fráveitu við Sandgerðisbót eru hafnar og áætluð verklok seinni part árs 2018. Líkur eru á að Norðurorka nýti sér tækifæri til að virkja neysluvatn úr Vaðlaheiðargöngum á árinu 2017 í samstarfi við Vaðlaheiðargöng hf. Til aukinnar orkuöflunar í hitaveitu var á árinu 2016 boruð ný hola á svæðinu við Botn og Hrafnagil. Enginn árangur var af boruninni og var heildarkostnaður borverksins því afskrifaður í ársreikningi 2016. Þetta minnir okkur enn og aftur á að ekki er á vísan að róa í leit að jarðhitavatni í Eyjafirði. Næstu skref í aukningu orkumáttar hitaveitunnar munu snúa að aukinni flutningsgetu frá vinnslusvæðinu á Arnarnesi og borun nýrrar vinnsluholu þar, sem væri einskonar varahola, með núverandi holum sem talið er að þoli töluvert meiri vinnslu en nú er.
Þrátt fyrir að okkar bíði stór og mikil verkefni í framtíðinni er það von okkar að verðskrár fyrirtækisins verði áfram með þeim hagstæðustu þegar litið er til fyrirtækja í sambærilegum rekstri. Sem samfélagi og einstaklingum er okkur hollt að muna að auðlindir okkar í heitu og köldu vatni eru ekki óþrjótandi. Mikið fjármagn þarf til að afla og vinna nýjar auðlindir og til uppbyggingar á kerfum til að auka flutningsgetu þeirra. Sóun á heitu vatni og neysluvatni eykur og hraðar fjárfestingaþörf í innviðum sem aftur kemur fram í verðskrá félagsins. Því er mikilvægt að halda til haga þeim tækifærum sem felast í því að fara vel með og forðast sóun á auðlindunum.
Í stjórn Norðurorku voru kjörin Edward Hákon Huijbens, Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir, Geir Kristinn Aðalsteinsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Gunnar Gíslason. Í varastjórn voru kjörin, Eva Hrund Einarsdóttir, Jóhann Jónsson, Óskar Ingi Sigurðsson, Margrét Kristín Helgadóttir og Matthías Rögnvaldsson.
Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Helgi Jóhannesson forstjóri og Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður stjórnar. Þá fulltrúar hluthafa, Eiríkur Haukur Hauksson, Fjóla Valborg Stefánsdóttir, Jón Þór Benediktsson, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Dagbjört Jónsdóttir og Jón Stefánsson. Loks Berghildur Ása Ólafsdóttir ritari aðalfundar.
Frétt af heimasíðu Norðurorku.
Mynd: Auðunn Níelsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/undirbuningur-fyrir-ak-extreme-hafinn
|
Undirbúningur fyrir AK-Extreme hafinn
Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme fer fram á Akureyri 6.- 9. apríl í Gilinu og í Hlíðarfjalli. Stærsti einstaki viðburðurinn er án efa Eimskips gámastökkið sem fram fer efst í Gilinu á laugardagskvöld og er vinna hafin við að koma fyrir ógnarstórum og háum stökkpalli. Vegna undirbúningsins verður umferð við Laugagötu takmörkum frá mánudegi og fram yfir viðburði. Gilið verður lokað föstudagskvöld kl. 21-22.30 og laugardagskvöld kl. 21-23.
Dagskrá AK-Extreme er sem hér segir:
Fimmtudagur:
Pallaparkið opið í Hlíðarfjalli
19.00 King/Queen of the hill með grillpartý í Hlíðarfjalli
Föstudagur:
Pallaparkið opið í Hlíðarfjalli
21.00 Burn Jib Session í Gilinuá Akureyri (sama stað og gámastöllið)
Laugardagur:
Pallaparkið opið í Hlíðarfjalli
Kl. 21.00 EIMSKIPS Gámastökk í Gilinu á Akureyri
Bein útsending í opinni dagskrá á STÖÐ 2 SPORT
Sunnudagur:
Pallaparkið opið í Hlíðarfjalli
Kl. 13.00 FIMAK- AKX PARKOUR. Keppnin fer fram í íþróttamiðstöðinni við Giljaskóla (fimleikahúsið) og opnar húsið kl. 12.00
Allar nánari upplýsinga um AK-Extreme má finna á heimasíðunni http://www.akx.is/og á Facebooksíðu viðburðarins
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/glaesilegur-baeklingur-um-fuglaskodun
|
Glæsilegur bæklingur um fuglaskoðun
Fuglaskoðun á vaxandi vinsældum að fagna um allan heim og ekki síst í Norður-Evrópu. Nú er kominn út glæsilegur um 30 blaðsíðna bæklingur um fuglaskoðun í Eyjafirði. Bæklinginn prýða kort af öllum helstu fuglaskoðunarsvæðum við fjörðinn og ótal fallegar fuglamyndir sem Eyþór Ingi Jónsson hefur tekið. Textann rituðu Hjörleifur Hjartarson og Sverrir Thorstensen fuglaáhugamenn en María Helena Tryggvadóttir ritstýrði. Útgefendur eru fimm sveitarfélög við fjörðinn, með styrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra.
Eyjafjörður er með bestu svæðum til fuglaskoðunar á Íslandi. Óshólmar Eyjafjarðarár, Hörgár og Svarfaðardalsár eru í hópi tegundaríkustu fuglasvæða landsins. Í nyrstu byggð Íslands, Grímsey, á sjálfum heimskautsbaugnum, rísa einhver mikilfenglegustu fuglabjörg landsins. Þar er mikið lundavarp og næststærsta álkubyggð heimsins (næst á eftir Látrabjargi). Hrísey er einnig þekkt fyrir fjölskrúðugt fuglalíf og þar á rjúpan griðland. Við Eyjafjörð er að finna fjölbreytt úrval skipulagðra fuglaskoðunarsvæða með áningarstöðum, fræðsluskiltum fyrir náttúruskoðendur, stikuðum göngustígum og fuglaskoðunarhúsum.
Í bæklingnum eru upplýsingar um 11 fuglaskoðunarsvæði við Eyjafjörð. Fuglar eru að sjálfsögðu alls staðar en svæðin hafa þá sérstöðu að bjóða upp á sérstök skilyrði, gott aðgengi og í það minnsta lágmarks þjónustu s.s. bílastæði, göngustíga, skilti með upplýsingum um svæðið og/eða fuglaskoðunarhús. Aftast í bæklingnum er að finna töflu um þá fugla sem sjá má á hverju svæði fyrir sig.
Bæklingurinn hefur verið prentaður á ensku og er aðgengilegur bæði á ensku og íslensku á netinu. Hægt er að kaupa prentað eintak í Upplýsingamiðstöðinni í Hofi og í húsi Hákarla Jörundar í Hrísey fyrir 1.000 kr.
Mynd: Eyþór Ingi Jónsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-samningur-um-holmasol
|
Nýr samningur um Hólmasól
Föstudaginn 31. mars undirrituðu Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fyrir hönd Akureyrarbæjar og Margrét Pála Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar fyrir hennar hönd, nýjan samning um rekstur leikskólans Hólmasólar við Helgamagrastræti. Hólmasól hóf starfsemi 2. maí 2006. Leikskólinn starfar eftir hugmyndafræði Hjallastefnunnar sem byggir á kynjaskiptingu barnahópanna.
Framkvæmd verkefnisins lýtur faglegu eftirliti fræðslusviðs Akureyrarbæjar en faglegt eftirlit er á ábyrgð fræðsluráðs Akureyrarbæjar. Sömu kröfur og skilyrði skulu gilda um aðbúnað barna og gæði leikskólastarfs í leikskólanum eins og í öðrum leikskólum Akureyrarbæjar. Hagsmunir barna skipta hér höfuðmáli.
Samningurinn gildir til 31. júlí 2022 og er framlengjanlegur um fimm ár í senn eftir það.
Margrét Pála og Eiríkur Björn undirrita samninginn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ertu-med-sumarnamskeid-fyrir-born-og-ungmenni
|
Ertu með sumarnámskeið fyrir börn og ungmenni?
Samfélagssvið Akureyrarbæjar hefur í hyggju að safna saman upplýsingum um sem flest námskeið sem börnum og ungmennum standa til boða næsta sumar og birta á einum stað á heimasíðu bæjarins.
Ef þú ætlar að standa fyrir námskeiði sem hentaði gæti börnum og ungmennum þá er þér bent á að láta okkur vita með því að senda tölvupóst á samfelagssvid@akureyri.is.
Þar þarf að koma fram heiti á námskeiðinu, grunnupplýsingar um það sem til boða stendur og verður kennt, hvar námskeiðið fer fram og hvenær, hvað skráning kostar og loks nafn, netfang og símanúmer hjá ábyrgðaraðila.
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynningarrit-um-thjonandi-leidsogn
|
Kynningarrit um þjónandi leiðsögn
Út er komið sérstakt kynningarrit um „þjónandi leiðsögn“ sem hefur verið grundvallarþáttur í hugmyndafræði og aðferðum búsetusviðs Akureyrarbæjar í þjónustu við einstaklinga með fötlun og í allri starfsemi Öldrunarheimila Akureyrar.
Tilgangurinn með útgáfunni er að taka saman og miðla nokkrum af þeim áherslum og aðferðum sem lögð eru til grundvallar í þjónandi leiðsögn. Akureyrarkaupstaður hefur í mörg ár verið leiðandi sveitarfélag í vinnu með þessa hugmyndafræði í velferðarþjónustu á Íslandi.
Ákveðið var á árinu 2013 að innleiða hugmyndafræði og áherslur þjónandi leiðsagnar í alla þjónustu fyrir fatlaða og aldraða. Við innleiðingu á þjónandi leiðsögn hafa tæplega 500 almennir starfsmenn innan búsetusviðs og hjá Öldrunarheimilum Akureyrar fengið fræðslu.
Mikill áhugi er víða innan velferðarþjónustunnar á Íslandi fyrir að fá kynningar og námskeið um þjónandi leiðsögn. Jafnframt er vaxandi áhugi á að koma á samstarfi milli einstakra sveitarfélaga og starfsfólks búsetusviðs og Öldrunarheimilanna. Miðlun þekkingar og reynslu ásamt samstarfi við annað fagfólk innanlands og erlendis er stór þáttur í því hlutverki sem starfsfólk Akureyrarbæjar hefur sinnt gagnvart innleiðingu þjónandi leiðsagnar. Heimsóknir, vinnuskipti og þjálfun eru hluti af miðluninni sem hefur örvað áhuga og metnað starfsfólksins og m.a. birtist í myndarlegri alþjóðlegri ráðstefnu um þjónandi leiðsögn sem haldin var á Akureyri í september 2016.
Kynningarritinu um þjónandi leiðsögn er dreift til þátttakenda sem sátu alþjóðlega ráðstefnu á Akureyri og einnig til fjölda lykilstofnana og allra sveitarfélaga á landinu. Ritið er einnig rafrænt og aðgengilegt á heimasíðu Akureyrarbæjar og fésbókarsíðu um þjónandi leiðsögn.
Síða þjónandi leiðsagnar á Facebook.
Kynningarritið "Þjónandi leiðsögn" (PDF).
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gildistaka-deiliskipulagsbreytinga-davidshagi-12-og-draupnisgata-2
|
Gildistaka deiliskipulagsbreytinga, Davíðshagi 12 og Draupnisgata 2
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 21. mars 2017 samþykkt tvær breytingar á deiliskipulagi:
Breyting á deiliskipulagi Hagahverfis.
Breytingin felur m.a. í sér að á lóð nr. 12 við Davíðshaga hækkar nýtingarhlutfall úr 0,7 í 1,0. Heildarlóðastærð fer úr 2.068 m² í 2.124 m² vegna stækkunar lóðarhluta fyrir bílastæði.
Breyting á deiliskipulagi Austursíðu – athafnasvæði.
Breytingin felur m.a. í sér að á lóð nr. 2 við Draupnisgötu hækkar nýtingarhlutfall úr 0,3 í 0,4. Byggingarreitur stækkar og hámarkshæð langhliða hækkar úr 4,0 m í 4,8 m.
Deiliskipulagstillögurnar hafa hlotið meðferð í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þær þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 23. mars 2017,
Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.
B deild - Útgáfud.: 6. apríl 2017
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gildistaka-deiliskipulagsbreytinga-davidshagi-10-laekjargata-9a-og-adalstraeti-19
|
Gildistaka deiliskipulagsbreytinga, Davíðshagi 10, Lækjargata 9a og Aðalstræti 19
Bæjarstjórn Akureyrarkaustaðar samþykkti þann 4. apríl 2017 þrjár breytingar á deiliskipulagi:
Breyting á deiliskipulagi Hagahverfis, Davíðshagi 10.
Breytingin felur m.a. í sér að á lóð nr. 10 við Davíðshaga hækkar hámarkshæð úr 11,1 m í 12,05 m, hámarksvegghæð úr 10,3 m í 11,35 m og nýtingarhlutfall úr 0,80 í 0,93. Stigahús og svalir mega fara út fyrir byggingarreit.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.
Breyting á deiliskipulagi Innbæjarins, Lækjargata 9a.
Breytingin felur í sér að lóð nr. 9a við Lækjargötu er stækkuð úr 236 m² í 354 m².
Breyting á deiliskipulagi Innbæjarins, Aðalstræti 19.
Breytingin felur í sér að á lóð nr. 19 við Aðalstræti er gerður byggingarreitur fyrir 40 m² bílskúr.
Deiliskipulagstillögurnar hafa hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þær þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 5. apríl 2017,
Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.
B deild - Útgáfud.: 6. apríl 2017
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/viltu-eignast-vini-a-hinum-nordurlondunum-2
|
Viltu eignast vini á hinum Norðurlöndunum?
Norrænt vinabæjarmót ungmenna verður haldið í Randers í Danmörku í sumar frá 25. júní til 1. júlí. Þar mun ungt fólk frá Akureyri, Ålesund í Noregi, Lahti í Finnlandi og Västerås í Svíþjóð koma saman ásamt heimamönnum. Unnið verður að sameiginlegum spennandi og skapandi verkefnum. Ef þú ert á aldrinum 16-20 ára og vilt eignast vini í útlöndum, þá er þetta skemmtilegt tækifæri fyrir þig.
Leitað er að 17 hressum krökkum sem hafa áhuga á leiklist, dansi, söng, tónlist, myndlist, matargerð eða öðrum þroskakostum og vilja nýta hæfileika sína og prófa eitthvað nýtt.
Umsóknarfrestur er til 19. apríl 2017.
Umsóknareyðublað er hér.
Lögheimili á Akureyri er skilyrði en nánari upplýsingar veitir Linda Björk Pálsdóttir í netfanginu lindabjork@akureyri.is.
Krakkar á vinabæjarmótinu á Akureyri 2016.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/i-heimsokn-i-nonnahus-og-minjasafnid-um-paskana
|
Nonnahús og Minjasafnið opin alla páskana
Opið verður alla páskahelgina frá kl. 13-17 í Minjasafninu og Nonnahúsi. Nonnahús er heill heimur út af fyrir sig; eitt elsta hús Akureyrar sem er í senn minningarsafn um Jón Sveinsson, Nonna, og heimili frá 19. öld. Hvernig ætli hafi verið að alast upp í húsinu?
Á Minjasafninu eru fjórar sýningar: "Land fyrir stafni – Schulte Collection: Íslandskort frá 1547-1808", "Akureyri bærinn við Pollinn", "Með kveðju... myndheimur íslenskra póstkorta 1898-2015" og "Listakonan í Fjörunni, Elísabet Geirmundsdóttir".
Þá verður einnig tímabundin sýning á furðugripum. Getur þú þekkt gripina og leyst gátuna?
Ratleikur verður um ævintýraheim kortanna, já og svo er Leikherbergi kortagerðarmannsins fullt af skemmtilegum gripum.
Hvað ætli póstkortin á sýningunni "Með kveðju…" séu mörg? Komdu, skoðaðu og teldu! Páskaegg í verðlaun. Dregið á páskadag.
Komdu, skoðaðu og leiktu þér á söfnunum um páskana. Opið alla hátíðina frá 13-17.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/afgreidslutimar-gamasvaedis-um-paska-1
|
Afgreiðslutímar gámasvæðis um páska
Páskahelgin er framundan og ef til vill ætlar fólk að taka til hendinni, fara með ýmislegt úr geymslu eða görðum til flokkunar á gámasvæði bæjarins við Réttarhvamm. Afgreiðslutímar þess um páska eru sem hér segir:
Skírdagur, 13. apríl
Opið 13-17
Föstudagurinn langi, 14. apríl
Lokað
Laugardagurinn 15. apríl
Opið 13-17
Páskadagur, 16. apríl
Lokað
Annar í páskum, 17. apríl
Opið 13-17
Móttökustöðin á Hlíðarvöllum er lokuð 13.-17. apríl.
Ýmsar upplýsingar um gámasvæðið og flokkun úrgangs.
Yfirlitsmynd af gámasvæðinu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/syningaleidsogn-i-ketilhusi
|
Sýningaleiðsögn í Ketilhúsi
Á skírdag kl. 12.15-12.45 og laugardaginn 15. apríl kl. 15-15.30 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi um sýningar Einars Fals Ingólfssonar, Griðastaðir, og Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, 360 dagar og málverk. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar. Skoðuð verða olíumálverk, gvassmyndir og ljósmyndaverk þar sem náttúran er í aðalhlutverki. Opnunartími um hátíðirnar er kl. 12-17 skírdag-páskadags, en lokað á annan í páskum.
Sýningin Griðastaðir er úrval ljósmyndaverka úr fjórum tengdum seríum sem Einar Falur hefur unnið að á undanförnum áratug. Svissneski sýningarstjórinn Christoph Kern valdi verkin á sýninguna úr myndröðunum Griðastaðir, Skjól, Reykjanesbrautin og Sögustaðir. Í verkunum tekst Einar Falur á við manninn og íslenska náttúru; við náttúruöflin, hvernig mennirnir reyna að lifa í og með náttúrunni, laga hana að þörfum sínum, verjast henni á stundum en jafnframt leita í henni skjóls. Verkin eru öll tekin á 4 x 5 tommu blaðfilmu.
Ljósmyndaverk Einars Fals hafa á undanförnum árum verið sýnd á einka- og samsýningum í söfnum og sýningarsölum á Íslandi, meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Hann er með BA-gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og MFA-gráðu í ljósmyndun frá School of Visual Arts í New York. Einar Falur starfar sem myndlistarmaður, rithöfundur og blaðamaður.
Málverkin á sýningu Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, 360 dagar og málverk, eru annars vegar „randamyndir“ unnar með endurunnum gvasslitum Karls Kvaran og hins vegar olíulitaverk þar sem myndefnið er sindrandi eða merlandi vatnsfletir. Ljósmyndaverkið 360 dagar í Grasagarðinum var upphaflega unnið fyrir Listvinafélag Hallgrímskirkju. Kveikjan að verkinu er ævi og örlög Hallgríms Péturssonar, en það hefur þó mun víðtækari skírskotanir. Verkið samanstendur af um 80 ljósmyndum teknum á 360 daga tímabili í litlum skrúðgarði í Brighton á Englandi og fjallar um hringrás efnis í lífríkinu og þá eilífð og endurnýjun sem skynja má í henni.
Sigtryggur Bjarni stundaði myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík og Frakklandi. Hann hefur haldið yfir 30 einkasýningar og finna má verk hans í öllum helstu listasöfnum landsins.
Sýningunum lýkur á páskadag, sunnudaginn 16. apríl.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/andresar-andar-leikarnir-2017
|
Andrésar andar leikarnir 2017
Andrésar andar leikarnir í skíðaíþróttum verða haldnir af Skíðafélagi Akureyrar í Hlíðarfjalli við Akureyri dagana 19.-22. apríl 2017. Þetta er stærsta skíðamót landsins með um 800 keppendum á aldrinum 5-15 ára. Þeim fylgja þjálfarar, fararstjórar, foreldrar og fjölskyldur, og má því gera ráð fyrir að 2.500-3.000 manns sæki leikana.
Um langt skeið hefur verið keppt bæði í alpagreinum skíðaíþrótta sem og skíðagöngu en árið 2012 var í fyrsta skipti keppt á snjóbrettum og hefur sú grein verið að eflast og stækka innan leikanna. Einnig hefur verið keppt í svokölluðum stjörnuflokki um nokkurra ára skeið en þar keppa fatlaðir eða hreyfihamlaðir íþróttamenn.
Nú er 5 ára börnum í annað skiptið boðið að taka þátt í leikunum og mæltist það vel fyrir í fyrra. Þessi börn taka þátt í leikjabraut þar sem allt snýst um að vera með og skemmta sér en ekki að sigra. Andrésarleikarnir eru fjölskylduhátíð skíðamanna og því hefur oft verið óskað eftir því að yngri systkini fái að taka þátt í þeim. Með þessu er komið til móts við þá ósk.
Eftir rysjóttan skíðavetur um allt land eru aðstæður í Hlíðarfjalli nú með góðu móti þótt snjór sé ekki mikill. Búast mótshaldarar við miklu fjöri á leikunum nú sem endranær. Nú þegar hafa um 775 börn frá 18 félögum á Íslandi verið skráð til leiks en einnig er búist við nokkrum gestum frá Noregi.
Að venju verða leikarnir settir í Íþróttahöllinni á Akureyri miðvikudagskvöldið 19. apríl að lokinni myndarlegri skrúðgöngu allra þátttakenda frá íþróttasvæði KA. Fimmtudag, föstudag og laugardag er svo keppt í öllum greinum, auk þess sem yngri þátttakendur fara í leikjabrautir. Veglegar kvöldvökur og verðlaunaafhendingar eru í lok hvers keppnisdags.
Líflegur fréttaflutnignur verður á Facebook síðu leikanna auk þess sem úrslit og fleiri fréttir verða birt á www.skidi.is.
Einnig hvetja mótshaldarar fjölmiðla til að kíkja í Hlíðarfjall og fylgjast með hressum keppendum á Andrés!
Einkunnarorð Andrésar andar leikanna eru; Njótum og skemmtum okkur saman!
Mynd: Pedrómyndir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/leikfelag-akureyrar-100-ara
|
Leikfélag Akureyrar 100 ára
Í dag, miðvikudaginn 19. apríl, fagnar Leikfélag Akureyrar 100 ára afmæli sínu. Af þessu tilefni verður blásið til afmælisveislu í Samkomuhúsinu þar sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson heldur erindi, Hundur í óskilum fer með gamanmál og fluttar verða tónlistarperlur úr 100 ára sögu Leikfélagsins ásamt fleiru.
Auk þessarar afmælishátíðar eru fjölmargir viðburðir fyrirhugaðir á afmælisárinu. Í haust kemur út afmælisrit þar sem saga félagsins frá 1992 til dagsins í dag er rakin og þá ætlar MAK í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands að standa fyrir veglegri afmælistónlistarveislu á haustmánuðum.
Til hamingju með daginn!
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sumardagurinn-fyrsti-1
|
Sumardagurinn fyrsti
Eyfirski safnadagurinn er í dag, sumardaginn fyrsta. Af því tilefni er opið á Minjasafninu og í skáldahúsunum, Sigurhæðum, Nonnahúsi og Davíðshúsi, frá kl. 13-17 og er aðgangur ókeypis. Á Minjasafninu og í Minjasafnsgarðinum verður að venju farið í sumarleiki og sumri fagnað.
Á Minjasafninu standa yfir sýningarnar Land fyrir stafni, Akureyri bærinn við Pollinn, Með kveðju... myndheimur íslenskra póstkorta 1898-2915 og Listakonan í Fjörunni.
Gestum verður boðið að búa til landakort í vinnustofu kortagerðamanns, vefurinn Sarpur.is verður kynntur og fólk getur sent sína eigin sumarkveðju með póstkortum frá Minjasafninu.
Facebooksíða Eyfirska safnadagsins.
Allir velkomnir. Enginn aðgangseyrir. Gleðilegt sumar!
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/orri-hardarson-er-baejarlistamadur-akureyrar
|
Orri Harðarson er bæjarlistamaður Akureyrar
Í dag var tilkynnt á Vorkomu Akureyrarstofu um val á bæjarlistamanni Akureyrar 2017-2018 og varð rithöfundurinn og tónlistarmaðurinn Orri Harðarson þess heiðurs aðnjótandi. Orri á að baki langan feril sem tónlistarmaður en hefur síðustu árin snúið sér að ritlisinni. Hann hefur gefið út nokkrar skáldsögur og er með fleiri í bígerð auk þess sem lagasmíðar fyrir nýja plötu eru hafnar.
Einng var veitt viðurkenning úr Húsverndarsjóði og var hún veitt þeim Kristni Björnssyni og Eddu Friðgeirsdóttur fyrir viðgerðir og endurbætur á Aðalstræti 32 sem er eitt þeirra fallegu húsa sem prýða Innbæinn á Akureyri. Þá voru veitt byggingarlistarverðlaun og féllu þau í hlut Fanneyjar Hauksdóttur arkitekts fyrir hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð sem þykir hafa heppnast afar vel með tilliti til þeirrar starfsemi sem þar fer fram en á heimilinu er unnið eftir svokallaðri Eden-stefnu.
Akureyrarstofa veitir að auki heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs og er hún veitt einstaklingi sem hefur með framlagi sínu stutt við og auðgað menningarlíf bæjarins. Í ár varð fyrir valinu handverkskonan Jenný Karlsdóttir en hún hefur lagt mikið af mörkum við að varðveita og upphefja íslenska menningararfinn. Jenný hefur um langa hríð safnað munstrum og gert þau aðgengileg fyrir almenning. Hún heldur úti heimasíðunni munstur.is þar sem sjá má feiknin öll af heimildum um hverskyns munstur. Hún er einn stofnenda Laufáshópsins sem nú heitir Þjóðháttafélagið Handraðinn og hefur ásamt Oddnýju Magnúsdóttur heimsótt um helming kirkna landsins til að skrásetja og mynda altarisdúka. Jenný hefur viðað að sér þekkingu á jurtalitun og haldið námskeið í því fagi og hún hefur einnig lagt hönd á plóg við að koma á framfæri verkþekkingunni sem notuð er við gerð íslenska þjóðbúningsins.
Ákveðið hefur verið að Menningarfélag Akureyrar bjóði bæjarlistamanni ár hvert að nýta sér Menningarhúsið Hof eða Samkomuhúsið sem vettvang fyrir sýningu eða annars konar uppákomu í lok starfsársins.
Meðfylgjandi mynd var tekin í Hofi í dag. Aftari röð frá vinstri: Fanney Hauksdóttir, Þóra Sif Sigurðardóttir forstöðumaður Lögmannshlíðar, Edda Friðgeirsdóttir og Kristinn Björnsson. Fyrir framan þau sitja Jenný Karlsdóttir og Orri Harðarson.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/leikskolamalin-i-baenum-okkar
|
Leikskólamálin í bænum okkar
Hávær umræða fer nú fram í fjölmiðlum og á Fésbókarsíðum um þörf fyrir leikskólapláss á Akureyri. Í þeirri umræðu hefur verið skortur á réttum upplýsingum um stöðu mála þó svo að þeim hafi verið komið áleiðis og mikilvægt að halda þeim til haga.
Innritun fer fram í grunnskóla alla jafna á haustin og það sama á við um leikskólana nema í þeim tilvikum þegar börn flytja í bæinn en þá er lagt kapp á að bregðast við. Allar áætlanir sem gerðar eru miðast við þær upplýsingar sem fyrir liggja hverju sinni.
Á síðustu vikum hefur það gerst að umsóknir hafa borist fyrir um fjörtíu börn á leikskólaaldri sem eru að flytja í bæinn á næstu mánuðum. Þetta eru börn fædd á árunum 2012–2015. Fjölskyldur eru að flytja erlendis frá en einnig annars staðar að af landinu. Hingað til hefur staðan verið sú að fjöldi barna sem flytur í bæinn hefur verið álíka mikill og fjöldi barna sem flytur úr bænum. Auk þess hefur verið tilkynnt um flutning svipaðs fjölda grunnskólabarna til Akureyrar. Þetta var ekki hægt að sjá fyrir en er auðvitað gleðilegt. Þetta hefur haft áhrif á þær áætlanir sem fyrir liggja um þörf fyrir leikskólapláss. Elstu leikskólabörnin ganga fyrir í innritun vegna aldurs.
Þessa dagana er verið að fara í gegnum umsóknir og innritun til að kanna hvort mögulegt sé að innrita fleiri börn í leikskóla bæjarins. Mánaðar uppsagnarfrestur er í leikskólum svo búast má við að einhver pláss komi til með að losna í sumar.
Ekki eru allir foreldrar barna sem fædd eru í janúar 2016 búnir að svara hvort þeir komi til með að þiggja þau pláss sem þeim hefur þegar verið boðið. Þetta er vinna sem tekur smá tíma og því liggja ekki fyrir endanlegar niðurstöður.
Þegar ljóst var í hvað stefndi nú í vor, þá brugðust leikskólarnir strax við og þéttu hjá sér eins og mögulegt var. Það er því í flestöllum skólum meiri fjöldi barna heldur en þar var í vetur. Einnig var sett aukið fjármagn í síðustu fjárhagsáætlun til að bregðast við stöðunni með það að markmiði að taka inn börn fædd í janúar, febrúar og mars. Það sem hefur breytt stöðunni er þessi aukni og mikli aðflutningur barna í bæinn.
Skólaleikur
Að loknu sumarfríi í leikskólum nú í sumar verður nú í fyrsta sinn boðið upp á vistun elstu leikskólabarnanna í grunnskólum bæjarins og hefur verkefnið hlotið nafnið Skólaleikur. Þetta er ein af þeim aðgerðum sem farið var í til að freista þess að flýta innritun í leikskólana og ekki síður að auka tengingu milli skólastiga og styðja við aðlögun barnanna í grunnskólann.
Þjónusta dagforeldra
Síðastliðið haust voru starfandi 26 dagforeldrar. Þeir eru nú orðnir 30 og eins og staðan er nú verða þeir orðnir 31 eftir sumarið. Mikilvægt er að taka fram að dagforeldrakerfið er einkarekið en sveitarfélagið hefur eingöngu eftirlitsskyldu með starfsemi dagforeldra. Það er því ekki á færi sveitarfélagsins að tilkynna dagforeldrum hvaða leiðir þeir fara til að velja börn í hópinn sinn.
Flestir þeirra innrita eftir aldri umsókna hjá þeim en þeir huga væntanlega einnig að eigin starfsöryggi og vilja því gjarnan taka inn börn sem þeir treysta að komi til með að vera hjá þeim allan veturinn.
Vandi foreldra hefur hins vegar yfirleitt skapast um eða eftir áramót, því þá hafa dagforeldrar verið búnir að fylla í öll sín pláss, leikskólarnir allir fullir en foreldrar að koma úr fæðingarorlofi. Ýmsir hafa bent á að það þyrfti að innrita börn í leikskólana oftar en einu sinni á ári. Mismunandi skoðanir leikskólakennara eru á því og þyrfti að huga að innritun í grunnskóla með sama hætti ef breyta ætti slíkri innritun.
Að lokum
Akureyrarbær hefur gert ýmislegt til að bregðast við, m.a. með því að taka inn fleiri börn, setja meiri fjármuni í málaflokkinn og flýta flutningi barna inn í grunnskólann. Allt gert til að rýmka fyrir.
Ljóst er að árgangur barna fædd 2012 er stór. Næstu árgangar sem á eftir koma eru mun fámennari og því eru líkur á að aftur muni létta á leikskólakerfinu.
Allt er nú gert á fræðslusviði til að fá sem réttasta mynd af stöðu leikskólamála fyrir haustið 2017. Eins og rekið hefur verið hér að framan, eru enn nokkrir óljósir þættir. Þar til endanlega er ljóst hver raunveruleg staða er, þarf að sýna biðlund og taka þá ákvarðanir um annað í framhaldi af því.
Dagbjört Pálsdóttir,
formaður fræðsluráðs Akureyrarbæjar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/amtsbokasafnid-190-ara-1
|
Amtsbókasafnið 190 ára
Í ár fagnar Amtsbókasafnið á Akureyri 190 ára afmæli sínu. Safnið var stofnað árið 1827 af Grími Jónssyni, amtmanni á Möðruvöllum, og sleit barnsskóm sínum í vörslu Andreasar Mohrs, faktors Gudmannsverslunar, í húsi sem enn stendur í dag og er í daglegu tali nefnt Laxdalshús. Næstu 120 árin átti Amtsbókasafnið eftir að vera víða til húsa í bænum. Lengi vel voru notendur fáir, aðeins um 20-30 fastagestir. Árgjald nam um dagslaunum verkamanns á þeim tíma. Bókakosturinn var ekki við allra hæfi, sér í lagi ekki almennings, en fæstar bókanna voru á íslensku. Árið 1894 var ákveðið að lána bækur endurgjaldslaust og við það jókst lestur mikið.
Í kjölfar vaxandi vinsælda fjölgaði bókum og ritum í safnkostinum, sem kallaði á stærra húsnæði. Kaflaskil urðu í sögu Amtsbókasafnsins þegar Akureyrarkaupstaður eignaðist safnið árið 1905. Þeim samningum fylgdi það skilyrði að byggt yrði utan um safnið eldtraust geymsluhús auk lestrarstofu en sökum kreppu- og erfiðleikatíma liðu þó nokkur ár þar til það varð að veruleika.
Loks var hið nýja húsnæði vígt við hátíðlega athöfn þann 9. nóvember árið 1968 í tilefni 100 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar. Eftir að hafa verið á húsnæðishrakningi í 140 ár fékk safnið loks varanlegt húsnæði við Brekkugötu 17.
Amtsbókasafnið er elsta stofnun bæjarins. Þjónusta safnsins, sem er í sífelldri þróun, nýtur mikilla vinsælda og eru daglegar heimsóknir að meðaltali um 400 eða um 100.000 á ári. Safnkosturinn stækkar með ári hverju og eru yfir 200.000 titlar aðgengilegir í safninu. Amtsbókasafnið stendur með annan fótinn á traustum grunni fortíðar en horfir jafnframt björtum augum til framtíðar.
Sjálfan afmælisdaginn, þriðjudaginn 25. apríl, verður opnuð sýning í safninu tileinkuð sögu þess. Amtsbókasafnið býður alla hjartanlega velkomna á sýninguna sem verður formlega opnuð af Eiríki Birni Björgvinssyni bæjarstjóra kl. 14. Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.
Á Amtsbókasafninu árið 1992.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tonlistarfraedsla
|
Aukið úrval í tónlistarfræðslu
Í morgun undirrituðu Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og Magni Ásgeirsson tónlistarmaður nýjan fimm ára samning Akureyrarbæjar og Tónræktarinnar. Markmið samningsins er að veita ungu fólki í bænum möguleika á að afla sér tónlistarfræðslu og bjóða upp á aukið úrval á því sviði.
Nám í Tónræktinni hentar bæði byrjendum og þeim sem lengra eru komnir. Kennsla fer fram í litlum hópum sem raðað er í eftir aldri og getu. Einnig er hægt að sækja um einkakennslu. Nemendur læra hvort heldur sem er að spila eftir nótum eða eyranu. Tónfræði er fléttað inn í námið í tengslum við það sem verið er að fást við hverju sinni en er ekki kennd sem sérstök námsgrein.
"Námið er góð viðbót við fjölbreytt tónlistarnám í bænum og eflir Akureyri sem menningarbæ," sagði Eiríkur Björn við þetta tækifæri.
Heimasíða Tónræktarinnar.
Eiríkur Björn og Magni takast í hendur að undirritun samningsins lokinni.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/oddeyri-tillaga-ad-rammahluta-adalskipulags
|
Oddeyri - tillaga að rammahluta aðalskipulags
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með tillögu að rammahluta aðalskipulags Akureyrar fyrir Oddeyri, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Skipulagssvæðið afmarkast af Glerá í norðri, Glerárgötu í vestri, Strandgötu í suðri og til austurs nær svæðið að sjó. Í rammahluta aðalskipulagsins er lögð fram heildstæð stefna um þróun byggðar og er forsenda fyrir deiliskipulagsgerð einstakra reita á svæðinu.
Haldinn verður kynningarfundur í Oddeyrarskóla mánudaginn 8. maí kl. 17:00. Íbúar og atvinnurekendur á svæðinu eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Tillaga að rammahlutanum, ásamt umhverfisskýrslu, er aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, frá 26. apríl til 7. júní 2017, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig aðgengileg hér fyrir neðan:
Rammahluti aðalskipulags - Oddeyri
Breyting á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 7. júní og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
26. apríl 2017
Sviðsstjóri skipulagssviðs
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/eyfirdingurinn-i-hnotskurn
|
Eyfirðingurinn í hnotskurn
RHA - Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri býður til málstofu 27. apríl kl. 16.15 í Háskólanum á Akureyri (Miðborg, M102). Kynntar verða niðurstöður könnunar sem nýlega fór fram á meðal íbúa á Eyjafjarðarsvæðinu. Á málstofunni fást m.a. svör við eftirfarandi spurningum:
Geta íbúar hugsað sér að næsti bíll þeirra verði rafbíll?
Hverjir eru duglegastir að sækja menningarviðburði í Hofi?
Eru íbúar Akureyrar hlynntir persónukosningum til bæjarstjórnar?
Hver er hugur íbúa smærri sveitarfélaga til sameiningar sveitarfélaga?
Hverjir eru líklegastir til að nefna gott veður í tengslum við búsetuskilyrðin á svæðinu?
Hvert er viðhorf íbúa til flokkunar á lífrænum úrgangi til endurvinnslu?
Telja íbúar að þeir séu í starfi sem hentar menntun þeirra?
Það er von RHA að líflegar og skemmtilegar umræður skapist um málefni sem skipta Eyfirðinga máli. Málstofan er öllum opin og er liður í 30 ára afmælisdagskrá HA. Léttar veitingar verða í boði að lokinni málstofu.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-verdur-a-idi-i-mai
|
Akureyri verður á iði í maí
Átakið Akureyri á iði er nú að hefjast þriðja sinni og verður líkt og áður haldið í maí. Um er að ræða heilsueflandi verkefni þar sem markmiðið er að skipuleggja maímánuð með gjaldfrjálsum viðburðum sem tengjast heilsu og hreyfingu í umsjón aðila sem sýsla í þessum málaflokki. Íþróttadeild Akureyrarbæjar heldur utan um skipulagið og auglýsir viðburði í staðarmiðlum en sjálfir viðburðirnir eru í umsjón og á ábyrgð hvers félags, einstaklings eða fyrirtækis.
Sem fyrr hefur fjöldi aðila skipulagt viðburði í maí og er ennþá hægt að bæta við í dagskránna ef áhugasamir vilja taka þátt í verkefninu.
Upplýsingar um verkefnið og viðburði er að finna á heimasíðu verkefnisins, www.akureyriaidi.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/siduskoli-sigradi-i-skolahreysti
|
Síðuskóli sigraði í Skólahreysti
Síðuskóli varð í gærkvöldi meistari í Skólahreysti í beinni útsendingu Sjónvarpsins. Lið skólans fékk samanlagt 59 stig, sex og hálfu stigi meira en Lindaskóli sem varð í öðru sæti. Laugalækjarskóli varð í þriðja sæti, Brekkuskóli í því fjórða og Holtaskóli í fimmta sæti.
Síðuskóli setti nýtt met í Hraðaþrautinni. Keppendurnir tveir fóru brautina á tveimur mínútum og þremur sekúndum. Nánari úrslit má sjá á heimasíðu keppninnar, auk þess sem hægt er að horfa á úrslitin aftur á Sarpnum á ruv.is.
Lið Síðuskóla fagnar sigrinum í beinni útsendingu Sjónvarpsins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fimm-ara-deildir-i-grunnskolum
|
Fimm ára deildir í grunnskólum
Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar þriðjudaginn 25. apríl sl. var ákveðið að skoða til hlítar leiðir sem áður hafa verið ræddar til að nýta húsnæði grunnskóla Akureyrarbæjar og fagþekkingu leikskólastigsins með því að setja upp tilraunaverkefni með stofnun 5 ára deildar í húsnæði grunnskóla með sambærilegum hætti og gert hefur verið með góðum árangri í Naustaskóla.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri segir að góð samstaða hafi myndast meðal bæjarfulltrúa á bæjarstjórnarfundinum um bókunina og að fara þessa leið.
„Við leitum allra leiða til að leysa þetta verkefni sem að mörgu leyti er jákvætt þar sem ástæða þess er m.a. mikil flutningur barnafjölskyldna til Akureyrar. Leikskólastarf og þjónusta við barnafjölskyldur hefur alltaf verð forgangsmál hjá bæjarfélaginu en það er eðlilegt að svona verkefni komi upp annað slagið enda fer það eftir íbúaþróun og fjölda barna í árgöngum. Ef það er hægt að efla enn frekar samstarf leik- og grunnskóla, t.d. með því að færa elstu nemendur leikskóla inn í grunnskólahúsnæði án verulegs kostnaðar, þá er sjálfsagt að reyna það,“ segir Eiríkur Björn.
Bókun bæjarstjórnar er eftirfarandi og var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum:
Bæjarstjórn Akureyrar hefur ákveðið að skoða til hlítar leiðir sem áður hafa verið ræddar til að nýta húsnæði grunnskóla Akureyrarbæjar og fagþekkingu leikskólastigsins með því að setja upp tilraunaverkefni með stofnun 5 ára deildar í húsnæði grunnskóla með sambærilegum hætti og gert hefur verið með góðum árangri í Naustaskóla. Með þessu opnast leiðir til að innrita fleiri börn í leikskólana. Þessari vinnu verður flýtt þannig að hægt verði að meta kostnað við aðgerð sem þessa og taka ákvörðun sem fyrst. Það er von okkar að víðtæk sátt náist um þessa leið.
Mynd: Auðunn Níelsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ekki-vera-plastpoki
|
Ekki vera plastpoki...
Akureyrarbær er í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi þegar horft er til umhverfismála en það má alltaf gera betur. Nú hefur starfsfólk Punktsins, handverksmiðstöðvar í Rósenborg, ákveðið að leggja sitt af mörkum til að efla umhverfisvitund og minnka notkun plastpoka.
Akureyringum er boðið að nota aðstöðuna í Punktinum án endurgjalds til að sauma fjölnota poka sem nota má undir ávexti og grænmeti í matvöruverslunum í stað þunnu plastpokanna sem flestir neyðast til að nota. Fjölnota pokarnir eru saumaðir úr léttu gardínuefni sem hentar mjög vel til að bera í ávexti og grænmeti aftur og aftur. Allt án endurgjalds.
Nánari upplýsingar um opnunartíma Punktsins og fleira.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/dragkeppni-i-rosenborg
|
Dragkeppni í Rósenborg
Laugardaginn 29. apríl verður hin árlega dragkeppni "Hin - Hinsegin Norðurlands" haldin í Ungmennahúsinu í Rósenborg. Að þessu sinni eru 12 keppendur skráðir til leiks.
Hin - Hinsegin Norðurland er félagsskapur samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Markmið félagsins er að vera stuðnings- og fræðslusamtök fyrir hinsegin fólk á landsbyggðinni og er félagið einn af kjarnaklúbbum Ungmennahússins í Rósenborg á Akureyri. Félagið heldur vikulega fundi á þriðjudagskvöldum í fundarherberginu á 4. hæð í Rósenborg, Skólastíg 2.
Í dómnefnd dragkeppninnar á laugardagskvöld verða þau Guðmundur Baldvin Guðmundsson bæjarfulltrúi, Guðmunda Smári Veigarsdóttir fulltrúi úr Samtökunum 78, Sigurður Heimir Guðjónsson fulltrúi frá Dragsúgi og einn fulltrúi frá Hinsegin Norðurlandi.
Húsið verður opnað kl. 18. Keppnin hefst kl. 19 og er aðgangseyrir 1.000 kr.
Hans Jónsson sigurvegari keppninnar í fyrra.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/oddfellowar-gerdu-upp-ibudir
|
Oddfellowar gerðu upp íbúðir
Oddfellowreglan hefur gert upp að fullu tvær raðhúsaíbúðir við Öldrunarheimili Akureyrarbæjar, sem ætlaðar eru sjúklingum SAk, aðstandendum þeirra svo og aðstandendum heimilisfólks Öldrunarheimilanna. Auk þess hefur Oddfellowreglan keypt allan nauðsynlegan húsbúnað og innanstokksmuni í íbúðirnar, þannig að þær eru nú tilbúnar til notkunar.
Ákveðið var að ráðast í þetta verkefni í tilefni 100 ára afmæli Oddfellowstúkunnar Sjafnar á Akureyri í tilefni 100 ára afmælis hennar og Oddfellowstarfs á Akureyri.
Fimm stúkur eru nú starfandi á Akureyri og tóku þær allar þátt í verkefninu ásamt Líknar- og þróunarsjóði Oddfellowreglunnar á Íslandi.
Einar Hjartarson yfirmeistari Sjafnar segir afar ánægjulegt að afhenda íbúðirnar á þessum tímamótum: „Oddfellowreglan hefur frá upphafi verið öflugur liðsmaður til góðra verka, hvort sem um er að ræða mannræktarstarf innan hennar eða framlög til margvíslegra líknarmála. Mörg líknarverkefni eru unnin hérna í heimabyggð á hverju ári, en þetta afmælisverkefni er fjárhagslega mun stærra og viðameira en flest. Ég er sannfærður um að íbúðirnar koma að góðum notum og styrki innviði samfélagsins.“
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri veitti íbúðunum viðtöku. „Öldrunarheimilin og málefni eldra fólks á Akureyri, hafa notið margháttaðs stuðnings Oddfellowreglunnar á undanförum árum og áratugum," sagði Eiríkur Björn. „Slíkur stuðningur og mannkærleikur í verki, er ómetanlegur, bæði sem bakland og drifkraftur framfara. Stuðningurinn birtist m.a. í skýrum áherslum á mannúðar-, líknar og velferðarmálum og er á þann hátt vegvísir fyrir aðra þegar kemur að velferðarmálum samfélagsins í heild. Með þessum tveimur íbúðum er stigið mikilvægt og stórt framfaraskref í að efla og bæta aðbúnað fyrir einstaklinga og fjölskyldur þeirra sem þurfa að leita sér heilbrigðisþjónustu og meðferðar á Akureyri. Einn mikilvægur hluti þessa er líknarmeðferð þar sem leitast er við að bæta líðan og lífsgæði þeirra sem eru með langvinna og lífsógnandi sjúkdóma. Með endurgerð íbúðanna við Hlíð sem Oddfellowstúkan Sjöfn á Akureyri hefur haft frumkvæði að er stigið mikilvægt framfaraskref í þjónustu við aldraða og sjúka á Akureyri. Fyrir þetta erum við afar þakklát.“
Svefnherbergi í annarri íbúðinni.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/almar-alfredsson-verkstyrir-jonsmessuhatid-listasumri-og-akureyrarvoku
|
Almar Alfreðsson verkstýrir Jónsmessuhátíð, Listasumri og Akureyrarvöku
Almar Alfreðsson vöruhönnuður hefur verið ráðinn til að sinna verkefnastjórnun Jónsmessuhátíðar, Listasumars og Akureyrarvöku í samvinnu við Akureyrastofu og Listasafnið á Akureyri. Almar er menntaður vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands og hefur unnið sjálfstætt frá árinu 2012 við ýmis hönnunarverkefni. Eitt af hans þekktustu verkum eru litríkar lágmyndir af Jóni Sigurðssyni sem heita Jón í lit.
Ævintýrið byrjar á Jónsmessuhátíðinni þann 23. júní með sólarhringshátíð og við tekur svo með pompi og prakt setning Listasumars laugardaginn 24. júní en það stendur yfir í allt sumar og lýkur á afmælishátíð Akureyrarbæjar, Akureyrarvöku 26. - 27. ágúst.
Undirbúningur ævintýrisins er í fullum gangi og ýmislegt nýtt og spennandi á dagskrá auk fastra liða. Í vikunni verður til að mynda auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir áhugaverðar og skemmtilegar hugmyndir að hverskyns viðburðum sem og listasmiðjum fyrir börn. Allir góðir hugmyndasmiðir eru hvattir til að sækja um í gegnum heimasíðuna Listasumar.is auk þess sem hægt er að senda skemmtilegar hugmyndir og vangaveltur fyrir þessar hátíðir á netföngin jonsmessa@akureyri.is og listasumar@akureyri.is
Almar Alfreðsson. Mynd tekin af Auðunni Níelssyni.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skipulagslysing-fyrir-hlidarenda-akureyri
|
Skipulagslýsing fyrir Hlíðarenda, Akureyri
Unnið er að gerð deiliskipulags fyrir 3. áfanga Hálanda í landi Hlíðarenda. Skipulagslýsingin liggur frammi í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og hér fyrir neðan
Skipulagslýsing fyrir Hlíðarenda
Ábendingum er hægt að koma á framfæri skriflega til skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri eða á netfangið: skipulagssvid@akureyri.is innan tveggja vikna frá auglýsingu þessari.
3. maí 2017
Sviðsstjóri skipulagssviðs
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/islandsmeistarar-heidradir
|
Íslandsmeistarar heiðraðir
Lið Síðuskóla í Skólahreysti var í morgun heiðrað á sal skólans en krakkarnir urðu sem kunnugt er í efsta sæti keppninnar sem fram fór í Reykjavík undir lok síðasta mánaðar. Ólöf Inga Andrésdóttir skólastjóri hældi keppendunum og stuðningsliði þeirra í hástert og las upp nokkrar vel valdar kveðjur sem bárust þegar úrslitin lágu fyrir.
Því næst steig Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri í pontu og færði liðinu bestu þakkir fyrir frammistöðuna sem hann sagði verða öðrum hvatning til að standa sig vel á þessu sviði sem og öðrum. Loks færði hann hverjum keppanda fyrir sig áritaða bók með þakkarkveðju frá bæjarstjórn Akureyrar undirritaða af bæjarstjóra.
Myndin var tekin á sal Síðuskóla í morgun.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hefst-aevintyrid-a-listasumri-auglyst-er-eftir-umsoknum-um-styrki
|
Hefst ævintýrið á Listasumri? Auglýst er eftir umsóknum um styrki
Auglýst hefur verið eftir umsóknum um styrki fyrir Listasumar. Leitað er að áhugaverðum og skemmtilegum hugmyndum fyrir viðburði og listasmiðjur en Listasumar hefst laugardaginn 24. júní og lýkur á Akureyrarvöku 26. ágúst. Alls eru 15 styrkir í boði, samtals 1.000.000 kr.
Styrkjum fylgir afnot af rými í Hofi, Deiglunni eða Rósenborg. Síðasti dagur til sækja um er fimmtudagurinn 18. maí. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um styrkina á íslensku og ensku er að finna á heimasíðunni listasumar.is og ef frekari upplýsinga er óskað er hægt að senda fyrirspurn í netfangið listasumar@akureyri.is Listasumar er einnig að finna á Facebook.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samorkuthing-i-hofi
|
Samorkuþing í Hofi
Samorkuþing er nú haldið í Hofi á Akureyri. Hátt í 500 manns sækja þessa ráðstefnu um málefni orku- og veitufyrirtækja. Samorkuþing er haldið á þriggja ára fresti. Það er stærsti vettvangurinn fyrir orku- og veitugeirann til að koma saman sem ein heild og ræða það sem efst er á baugi hverju sinni.
Sérstök áhersla er lögð á umfjöllun um loftslags- og umhverfismál. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpaði gesti við upphafi þingsins í morgun.
Dagskráin er afar fjölbreytt en hana má kynna sér á heimasíðu Samorkuþingsins. M.a. er fjallað um orkuskipti og aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Einnig er fjallað er um öryggi þjónustunnar sem orku- og veitufyrirtæki bjóða svo fátt eitt sé nefnt.
Á morgun, föstudag, ávarpar Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, þingið og konur í orkumálum kynna nýja skýrslu um stöðu kvenna í orku- og veitugeiranum sem unnin er í samvinnu við Ernst & Young.
Ánægjuleg frétt sem tengist þessum málaflokki er að í gær kom til Akureyrar fyrsti metanstrætóinn sem bærinn hefur fest kaup á. Honum var ekið niður að Hofi í dag og hann sýndur ráðstefnugestum, þar á meðal umhverfisráðherra.
Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra skoðar nýjan metanstrætó Akureyrarbæjar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vorsyning-skogarlundar
|
Vorsýning Skógarlundar
Vorsýning Skógarlundar verður opnuð í Deiglunni laugardaginn 6. maí kl. 14 og stendur til kl. 17. Notendur Skógarlundar sýna þar afrakstur vinnu vetrarins; textílverk, leirmyndir, málverk og teikningar. Verkin eru til sölu og einnig verða til sýnis aðrir listmunir og nytjahlutir sem gerðir eru í Skógarlundi.
Athugið að sýningin stendur aðeins þennan eina dag en alltaf er hægt að koma í Skógarlund og kíkja við. Notendur Skógarlundar eru fullorðið fatlað fólk sem sækir þangað þjónustu.
Heimasíða Skógarlundar á Facebook.
Allir hjartanlega velkomnir!
Málverk eftir Telmu Axelsdóttur.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ur-myrkrinu-i-ljosid
|
Úr myrkrinu í ljósið
Næstu nótt, aðfararnótt laugardagsins 6. maí kl. 4, verður sérstök ganga farin í fyrsta sinn á Akureyri til að minnast ástvina sem fallið hafa fyrir eigin hendi og um leið til að gefa von og opna umræðuna um sjálfsvíg sem mikil þöggun hefur umlukið. Á sama tíma verður gengið annað árið í röð í Reykjavík.
Á Akureyri verður hist fyrir neðan Samkomuhúsið kl. 3.30. Þar fer skráning fram en skráningargjald er 2.800 kr, frítt fyrir 16 ára og yngri. Fyrir skráningu fá þeir sem ganga bol merktan átakinu en þetta er líka áheitasöfnun til að opna hús í Reykjavík og vonandi í öðrum landshlutum innan ekki of margra ára. Fyrsta gangan á Íslandi var í Reykjavík í fyrra og nú hefur Akureyri bæst við. Sambærilegar göngur voru fyrst farnar á Írlandi fyrir 11 árum og þá mættu 250 manns í gönguna. Nú 11 árum síðar hafa 11 hús gegn sjálfsvígum verið opnuð á Írlandi og 130.000 manns koma í gönguna.
Sem áður segir verður hist við Samkomuhúsið kl. 3.30 næstu nótt og gangan fer stundvíslega af stað kl. 4. Gengið er að Bautanum og niður á Drottningarbraut, eftir göngustígnum að Mótórhjólasafninu og til baka í gegnum Innbæinn áður en endað er á upphafsreit.
Facebooksíða göngunnar.
Mynd af Facebooksíðu átaksins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fognum-sumrinu-og-fegrum-umhverfid-1
|
Fögnum sumrinu og fegrum umhverfið
Akureyrarbær hvetur bæjarbúa til að taka höndum saman við að hreinsa til í bænum eftir veturinn og taka á móti sumrinu með brosi á vör. Sérstök hreinsunarvika hófst í dag og stendur til 15. maí. Gámar fyrir garðaúrgang eru í hverfum bæjarins frá 5. maí til 15. maí. Þeir eru á eftirtöldum stöðum:
Kaupangur
Hagkaup
Hrísalundur
Bónus við Kjarnagötu
Bónus við Langholt
Aðalstræti sunnan Duggufjöru
Bugðusíð við leiksvæði
Verslunarmiðstöðin Sunnuhlíð
Einnig er tekið við garðaúrgangi o.fl. á gámasvæði við Réttarhvamm og á móttökustöðinni Hlíðarvöllum við Rangárvelli. Í samvinnu við hestamenn verða gámar fyrir rusl í hesthúsahverfum bæjarins frá 15. maí til 31. maí.
Akureyrarbær hefur stundum fengið sæmdarheitið “fegursti bær landsins” en til þess að hann verðskuldi það þurfa allir að leggjast á eitt og taka til í sínum ranni. Það er samfélagsleg skylda okkar sem í þessum bæ búum að ganga vel um og koma í veg fyrir sóðaskap sem hlýst af uppsöfnuðu rusli.
Með því að hreinsa rusl og snyrta tré og runna í garðinum okkar hvetjum við aðra til að taka til hendinni. Stígum endilega skrefinu lengra og tínum rusl utan lóðarmarka, við næsta göngustíg og/eða á nálægu útivistarsvæði. Hreinsunardagur í götunni eða í hverfinu býður upp á skemmtilega samveru. Notum hugmyndaflugið og gerum tiltektina að skemmtilegu verkefni.
Opnunartímar gámasvæðis við Réttarhvamm:
Frá 16. ágúst til 15. maí:
Mánudaga til föstudaga kl. 13-18.
Laugardaga og sunnudaga kl. 13-17.
Frá 16. maí til 15. ágúst:
Mánudaga til föstudaga kl. 13-20.
Laugardaga og sunnudaga kl. 13.-17.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/stelpur-rokka-2
|
Stelpur rokka
Miðvikudaginn 10. maí kl. 17 fer fram kynning á starfi samtakanna Stelpur rokka Norðurland á 4. hæð í Ungmennahúsinu Rósenborg á Akureyri. Á kynningunni verður farið yfir stefnu og tilgang samtakanna og fyrirkomulag á þeim viðburðum sem samtökin standa fyrir á árinu.
Allir eru velkomnir á viðburðinn hvort sem það eru tilvonandi þátttakendur, foreldrar, forráðamenn eða starfsfólk félagsmiðstöðva og skóla.
Stelpur Rokka Norðurland eru að hefja sitt annað starfsár en samtökin eru dóttursamtök Stelpur rokka! á Íslandi sem eru að hefja sitt 6. starfsár. Samtökin starfa ekki í hagnaðarskyni og er boðið upp á niðurgreidd pláss í hverjum rokksumarbúðum.
Rokksumarbúðir sumarsins sem verða tvennar, fyrir 10-12 ára og 13-16 ára.
Nánari upplýsingar á Facebooksíðu samtakanna og heimasíðunni www.stelpurrokka.org þar sem einnig er hægt að skrá sig.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/starf-felagsmidstodva-akureyrar-verdlaunad
|
Starf Félagsmiðstöðva Akureyrar verðlaunað
Aðalfundur Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi, var haldinn á Akureyri 27. apríl. Þar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi verkefni á vettvangi frítímans. Viðurkenningar voru veittar í flokkunum Óvænt útkoma, Lært af mistökum og í opnum flokkum.
Félagsmiðstöðvar Akureyrar fengu verðlaunin í flokkunum Lært af mistökum og Óvænt útkoma. Verkefnið Bandýklúbburinn Bína hlaut viðurkenningu í flokknum Lært af mistökum og í Óvænt útkoma var það verkefnið Skólasmiðja sem hlaut viðurkenninguna.
Öll tilnefnd verkefni voru kynnt á fundinum og voru það fulltrúar aðildarfélaga sem kusu hvaða verkefni fengju viðurkenningu. Í opnum flokki fengu þau Kári Sigurðsson og Andrea Marel viðurkenningu fyrir verkefnið „Fokk me – Fokk you“.
Skólasmiðjan er samstarfsverkefni Samfélags- og mannréttindadeildar, skóladeildar og fjölskyldudeildar. Þjónustan er veitt af starfsfólki félagsmiðstöðvanna og fer fram í Rósenborg. Skólasmiðjan er ætluð einstaklingum sem ekki geta nýtt sér hefðbundinn skóla og leitað hefur verið allra leiða til úrbóta innan skólans. Foreldrar viðkomandi barns sækja um í samráði við starfsmann Barnaverndar og deildarstjóra í heimaskóla.
Frétt af kaffid.is.
Vilborg Hjörný og Guðmundur Óli starfsmenn Félak til hægri, með viðurkenningarnar / Mynd: Samfes.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/styrkir-i-byggdathrounarverkefnid-glaedum-grimsey
|
Styrkir í byggðaþróunarverkefnið Glæðum Grímsey
Verkefnisstjórn byggðaþróunarverkefnisins Glæðum Grímsey auglýsir styrki vegna verkefnisins fyrir árið 2016 og 2017, eða kr. 6.000.000. Styrkfénu er ætlað að styrkja verkefni sem falla að áherslum byggðaverkefnisins.
Stefnumótun og helstu markmið verkefnisins má sjá á www.grimsey.is og þar er einnig að finna sniðmát fyrir styrkumsóknir.
Ekki er gerð krafa um mótframlag en jafnan er það talið verkefnum til framdráttar ef þau laða fram krafta og aukið frumkvæði þátttakenda, í samræmi við þá hugsun sem liggur til grundvallar verkefninu Brothættar byggðir. Ennfremur styrkir það verkefni ef þau leiða til samstarfs aðila innan héraðs og/eða til samstarfs við aðila utan héraðs. Styrkhæf verkefni eru rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni þar sem markvisst er stefnt að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Ennfremur samfélagseflandi verkefni önnur en þau sem teljast til lögbundinna og/eða hefðbundinna verkefna ríkis eða sveitarfélaga.
Frekari upplýsingar um verklag vegna styrkja má finna á vef Byggðastofnunar í viðauka við verklýsingu verkefnisins:
http://www.byggdastofnun.is/static/files/Brothaettar_byggdir/verklysings/bb2-vidauki-v-styrkir-utg-2-1-mars-2016.pdf
Umsóknum um styrki skal skila rafrænt á netfangið helgairis@akureyri.is fyrir 31. maí 2017. Nánari upplýsingar og ráðgjöf veitir Helga Íris Ingólfsdóttir verkefnisstjóri í s. 690-2333 eða á netfanginu helgairis@akureyri.is
Mynd: María Tryggvadóttir
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-hafnarstraeti-80-og-glerarvirkjun-ii
|
Auglýsing um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað, Hafnarstræti 80 og Glerárvirkjun II
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögur að deiliskipulagisbreytingu fyrir miðbæ – Drottningarbrautarreit og deiliskipulagsbreytingu fyrir Glerárvirkjun II.
Deiliskipulagsbreyting fyrir miðbæ – Drottningabrautrareit, Hafnarstræti 80
Skipulagssvæðið sem breytingum tekur nær til lóðar nr. 80 við Hafnarstræti. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir lóðarstækkun og kvöð um gönguleið innan lóðar, breytingu á breidd kvista sem snúa að inngarði og að kjallari verði undir hluta hótels fyrir tækni- og stoðrými.
Hafnarstræti 80 - tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Deiliskipulagsbreyting fyrir Glerárvirkjun II – aðkomuvegur og aðrennslispípa
Skipulagssvæðið sem breytingum tekur nær til efsta hluta svæðisins frá inntaksstíflu og niður fyrir Byrgislæk. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir færslu aðrennslispípu til vesturs, aðkomuvegur fellur niður en þess í stað er gert ráð fyrir að stígur með breyttri legu verði einnig þjónustuvegur. Breidd stígsins fer úr 2,0 m í 3,5 m.
Glerárvirkjun II - tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 10. maí til 21. júní 2017, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar gegnum hlekkina hér að ofan.
Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 21. júní og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
10. maí 2017
Sviðsstjóri skipulagssviðs
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/deiliskipulagsbreytingar-nidurstada-baejarstjornar-hreinsistod-fraveitu-og-glerarvirkjun-ii-stodvarhus
|
Deiliskipulagsbreytingar - niðurstaða bæjarstjórnar, hreinsistöð fráveitu og Glerárvirkjun II, stöðvarhús
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 2. maí 2017 samþykkt deiliskipulagsbreytingar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sandgerðisbót – Óseyri 33, hreinsistöð
Svæðið sem breytingum tekur nær til lóðar fyrir hreinsistöð fráveitu sem er nr. 33 við Óseyri. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir stækkun lóðar og breytingum á byggingarreitum. Göngustígur innan lóðarinnar meðfram grjótgarði er felldur niður.
Tillagan var auglýst frá 24. febrúar til 7. apríl 2017. Athugasemdir bárust sem leiddu til þeirrar breytingar að óheimilt er að girða af athafnasvæði nær grjótvarnargarði en sem nemur einum metra.
Glerárvirkun II - stöðvarhús
Skipulagssvæðið sem breytingum tekur nær til stöðvarhúss Glerárvirkjunar II og umhverfi þess í Réttarhvammi. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir stækkun stöðvarhúss og bílastæðis auk þess sem breyting er gerð á göngustígum.
Tillagan var auglýst frá 8. mars til 19. apríl 2017. Athugasemdir bárust sem leiddu til þeirrar breytingar að byggingarmagn eykst úr 150 m2 í 160 m2. Einnig voru settir skilmálar um yfirfalls-, tæmingar- og yfirborðsvatn frá neysluvatnstönkum skuli eiga greiða leið gegnum svæðið út í Glerá.
Deiliskipulagstillögurnar hafa verið sendar til Skipulagsstofnunar og taka þær gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögurnar og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagssviðs, Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.
10. maí 2017
Sviðsstjóri skipulagssviðs
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrsta-skemmtiferdaskipid-3
|
Fyrsta skemmtiferðaskipið
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur til Akureyrar klukkan átta á laugardaginn 13. maí, og heldur aftur úr höfn um kl. hálf fimm síðdegis. Skipið nefnist Celebrity Eclipse og er 121.878 brúttólestir. Alls koma um 2.900 farþegar auk áhafnar.
Í sumar koma 122 skemmtiferðaskip til Akureyrar með um 115.000 farþega auk áhafnar en þau voru 92 sumarið 2016 með alls 85.000 farþega og er fjölgunin því umtalsverð milli ára. Næsta skip með um 200 farþega er væntanlegt til hafnar laugardaginn 20. maí en það nefnist Ocean Diamond, það skip hefur einnig viðkomu í Grímsey og kemur þangað 19.maí. Samtals koma 29 skip til Grímseyjar í sumar en voru aðeins 11 í fyrra.
Nánari upplýsingar um skipakomur sumarsins má finna á http://port.is/index.php?pid=65&csyear=2017#2017-5-4
Mynd: María Tryggvadóttir
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ibuagatt-og-ny-heimasida
|
Íbúagátt og ný heimasíða
Í dag var formlega opnuð ný íbúagátt á heimasíðu Akureyrarbæjar um leið og kynntar voru miklar endurbætur á heimasíðunni og nýtt útlit. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri opnaði nýju heimasíðuna og sagði nokkur orð um þá vinnu sem liggur að baki.
Þá var íbúagáttin einnig kynnt en Akureyrarbær skrifaði í byrjun árs undir samning um að innleiða OnePortalCitizen íbúagátt fyrir heimasíðuna. Þar geta bæjarbúar sótt rafrænt um ýmsa þjónustu á vegum bæjarins og fylgst með afgreiðslu erinda sinna. Meðal annars verður hægt að sækja um byggingarlóð, lækkun fasteignaskatts fyrir elli- og örorkulífeyrisþega, heimaþjónustu og skammtímavistun. Fleiri umsóknir munu síðan bætast við í kerfið á næstu mánuðum. Íbúagáttin er snjalltækjavæn og eiga umsóknareyðublöðin að skalast vel niður á snjallsíma og spjaldtölvur.
Fimm manna vefnefnd hefur síðustu mánuði unnið að endurbótum á heimasíðunni Akureyri.is í samstarfi við Stefnu Hugbúnaðarhús með það fyrir augum að aðlaga síðuna að síaukinni notkun snjallsíma og spjaldtölva um leið og horft er til þess að hún þjóni fyrst og fremst hagsmunum bæjarbúa og geri þeim kleift að finna það sem leitað er að á einfaldan og aðgengilegan hátt.
Ráðhús Akureyrarbæjar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nidurstodur-utbods-a-utanhussmalun-a-almu-3-i-hlid
|
Niðurstöður útboðs á utanhússmálun á álmu 3 í Hlíð
Bjóðendur
Upphæð
% af áætlun
Litblær ehf.
11.439.400
92,8%
GÞ Málverk ehf.
14.166.550
115,0%
Málarameistarinn þinn ehf. / SNS Málun ehf.
18.932.555
153,7%
Kostnaðaráætlun
12.321.727
100%
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tonlistarsjodur-hofs-og-samkomuhussins-auglysir-eftir-umsoknum-fyrir-starfsarid-2017-2018
|
Tónlistarsjóður Hofs og Samkomuhússins auglýsir eftir umsóknum fyrir starfsárið 2017-2018
Viltu halda tónleika í Hofi eða Samkomuhúsinu? Tónlistarsjóður Hofs og Samkomuhússins auglýsir eftir umsóknum fyrir starfsárið 2017-2018. Sjóðurinn er nýr og helstu markmið hans eru að auðvelda ungu tónlistarfólki og þeim sem standa utan stofnana að nýta sér aðstöðuna í húsunum, stuðla að fjölbreytileika í tónlistarviðburðum og nýta þá möguleika sem Hof og Samkomuhúsið bjóða upp á fyrir tónlistarviðburði.
Umsóknir sendist í netfangið tonlistarsjodur@akureyri.is og skal fylgja greinargóð lýsing á verkefni og markmiðum þess, kostnaðaráætlun og óskir flytjenda um dagsetningu viðburðar. Síðasti dagur til að skila inn umsóknum er mánudagurinn 29. maí. Nánari upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri menningarmála og viðburða á Akureyrarstofu. Netfang: huldasif@akureyri.is.
Hér má sjá markið sjóðsins og vinnureglur vegna úthlutunar fyrir starfsársið 2017-2018:
Helstu markmið sjóðsins:
Auðvelda ungu listafólki og þeim sem standa utan stofnana að nýta sér þá fyrirmyndaraðstöðu sem Hof og Samkomuhúsið bjóða upp á.
Stuðla að fjölbreytileika í tónlistarviðburðum í Hofi og Samkomuhúsinu.
Nýta þá möguleika sem Hof og Samkomuhúsið bjóða upp á fyrir tónlistarviðburði
Umsækjendur geta verið einstaklingar, hópar eða félagasamtök sem hyggjast vera með tónlistarviðburð í Hofi eða Samkomuhúsinu.
Umsóknum skal skila í tölvupósti í netfangið tonlistarsjodur@akureyri.is. Í umsókninni komi fram greinargóð lýsing á verkefninu og markmiðum þess, kostnaðaráætlun, ferilskrá helstu þátttakenda og óskatími til sýninga eða flutnings.
Í fjárhagsáætlun umsóknar skal þess getið í hvaða aðra sjóði sótt hefur verið um styrk fyrir verkefninu, eða ráðgert er að sækja um til á þeim tímapunkti sem umsóknin er gerð. Úthlutunarnefndin lítur það jákvæðum augum að verkefni hljóti einnig styrkveitingu annarstaðar frá.
Litið verður til eftirtalinna atriða við afgreiðslu umsókna
Styrkur sjóðsins miðar að því að styðja listafólk við að koma fram í á vettvangi Hofs eða Samkomuhússin. Skilyrt er að styrkur sjóðsins fari í að greiða aðstöðugjöld og annan kostnað sem hlýst af viðburðahaldinu. Styrkþegi annast sjálfur samskipti við Menningarfélag Akureyrar, sem rekur Hof og Samkomuhúsið, bókar sjálfur og semur um tímasetningar. Styrkþegi sér um greiðslu gjalda til MAk. MAk á ekki kröfurétt á sjóðinn. Gerður skal skriflegur samningur um styrkinn.
Sjóðurinn ber ekki fjárhagslega ábyrð á verkefnum sem styrk hljóta.
Að verkefnið henti og nýti möguleika Hofs eða Samkomuhússins
Að verkefnið hafi möguleika á að höfða til nýrra áheyrandahópa
Að umsókn verkefnisins sýni fram á að hér sé á ferð bæði metnaðarfullt og framkvæmanlegt verkefni.
Að verkefnið ýti undir fjölbreytt tónlistar- og viðburðalíf í Hofi og Samkomuhúsinu.
Sjóðurinn skal ekki hafa tekjur af neinu þeirra verkefna sem hljóta styrk. Sá fjárhagslegi ávinningur sem kann að hljótast af verkefninu, t.a.m. í formi miðasölu, skal fyrst og fremst nýtast þeim listamönnum sem taka þátt í verkefninu.
Hámarksstyrkur sjóðsins við einstakt verkefni við hverja úthlutun er kr. 500.000 Þess skal getið að umrædd upphæð er hámark, en ekki endilega viðmið við styrkúthlutanir.
Miðast skal við að styrkur greiðist út að verkefni loknu.
Sjóðsins skal getið í því kynningarefni sem birt er og gefið er út í tengslum við þau verkefni sem styrkt eru. Styrkþegi skal geta þess í kynningu sinni á verkefninu, þar með töldum í fréttatilkynningu og á samfélagsmiðlum ef það á við, að verkefnið sé styrkt af sjóðnum.
Styrkþega ber að skila stuttri greinargerð til sjóðsins, áður en greiðsla styrks er framkvæmd.
Úthlutunarnefnd áskilur sér rétt til að afturkalla styrkveitingu ef hún metur það sem svo að tvísýnt sé um framvindu verkefnisins, eða að ljóst þyki að ekki verði að viðburðinum.
Úthlutunarnefndin veitir ekki rökstuðning fyrir afgreiðslu umsókna.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-an-haskola-malstofa-i-hofi-i-tilefni-af-30-ara-afmaeli-haskolans
|
Akureyri án háskóla, málstofa í Hofi í tilefni af 30 ára afmæli háskólans
Akureyrarbær og Háskólinn á Akureyri taka höndum saman og bjóða upp á málstofu þriðjudaginn 23. maí kl. 15.30-17 í menningarhúsinu Hofi og er það í tilefni af 30 ára afmæli háskólans. Yfirskrift málstofunnar er Akureyri án háskóla og verður spurningum á borð við hvernig bærinn væri án háskóla og hvort skólinn standist væntingar velt upp.
Dagskráin er sem hér segir:
Sigríður Huld, bæjarfulltrúi, opnar málstofuna
Kristján Þór Júlíusson, mennta-og menningarmálaráðherra flytur ávarp
Almar Ögmundsson & Jón Þór Kristjánsson: Unga fólkið talar
Bragi Guðmundsson, prófessor við HA: Heimskt er heimaalið barn, eða hvað?
Tónlist í flutningi strengjahóps Tónlistarskóla Akureyrar
Hildigunnur Svavarsdóttir, hjúkrunarforstjóri SAk: Mikilvægi HA fyrir starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri
Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri Norðlenska: Mikilvægi HA fyrir atvinnulífið
Þórgnýr Dýrfjörð, deildarstjóri Akureyrarstofu: HA og lögmálið um hið rétta ójafnvægi
Kaffi og súkkulaði að málstofu lokinni.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/verk-smidjan-opnud
|
Verk-smiðjan opnuð
Frumkvöðlasetrið Verk-smiðjan var opnað á Akureyri í gær að viðstöddum ráðherra iðnaðar-, ferða- og nýsköpunarmála. Verk-smiðjan er til húsa að Glerárgötu 34 en verkefnið er samvinnuverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Akureyrarbæjar.
Akureyrarbær leggur til húsnæði en NMÍ rekur setrið, afgreiðir umsóknir og fylgir þeim eftir sem fá inni. Markmið frumkvöðlasetranna er að veita frumkvöðlum og fyrirtækjum aðstöðu, skapandi umhverfi, tengslanet og faglega ráðgjöf til að vinna að nýsköpun og framþróun viðskiptahugmynda. Þeir sem komast að á setrinu stendur til boða:
Leiga á skrifstofu- og/eða rannsóknaraðstöðu gegn vægu gjaldi og aðgangur að fundaaðstöðu
Fagleg ráðgjöf og stuðningur frá sérfræðingum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar
Skapandi umhverfi og öflugt tengslanet
Fræðslufyrirlestrar og upplýsingagjöf um þætti sem skipta máli í frumkvöðlaumhverfinu
Auk þess hafa frumkvöðlar aðgang að stafrænni smiðju (Fab Lab) sem rekin er við Verkmenntaskólann á Akureyri.
Við opnun Verk-smiðjunnar ávarpaði Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar gesti og síðan stigu í pontu Sigríður Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Unnar Jónsson formaður stjórnar Akureyrarstofu sem afhenti "Athafna- og nýsköpunarverðlaun Akureyrar" og Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra opnaði frumkvöðlasetrið formlega.
Athafna og nýsköpunarverðlaun Akureyrar hlutu annars vegar fyrirtækið Raftákn fyrir áralanga metnaðarfulla og trausta starfsemi og mikilsvert framlag til atvinnulífs í samfélaginu, og hins vegar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Atli Örvarsson fyrir frumkvöðlastarf í upptökum á kvikmyndatónlist í Menningarhúsinu Hofi og sköpun nýrra tækifæra fyrir tónlistarfólk.
Unnar Jónsson formaður stjórnar Akureyrarstofu, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra og Árni V. Friðriksson framkvæmdastjóri Raftákns. Mynd: Daníel Starrason.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samid-vid-ak-smidi-ehf-um-framkvaemdir-vid-listasafnid-a-akureyri
|
Samið við ÁK Smíði ehf um framkvæmdir við Listasafnið á Akureyri
Undirritaður hefur verið verksamningur milli Umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar og ÁK Smíði ehf um endurbætur á Listasafni Akureyrar. Heildarupphæð verksamningsins er kr. 413.081.324. Framkvæmdir hófust strax að lokinni samningagerð og skal þeim lokið 1. júní 2018.
Í dag er Listasafnið á Akureyri rekið í hluta gamla húsnæðis Mjólkursamlags KEA sem er á fimm hæðum og um 2.200 m² að stærð. Lengi hefur staðið til að taka aðrar hæðir hússins undir starfsemi Listasafnsins en þær hafa verið í lítilli notkun vegna ástands húsnæðisins, þar sem stór hluti þess er upprunalegur. Það uppfyllir ekki kröfur um eldvarnir, heilbrigðismál og aðgengismál og þarf m.a. að endurnýja allar vatns- og raflagnir og loftræstikerfi.
Það hefur því verið ljóst að ráðast þurfi í gagngerar endurbætur á húsnæðinu til að það uppfylli kröfur sem gerðar eru til húsnæðis listasafns gagnvart reglugerðum, rekstraraðilum og notendum.
Þegar kostnaðartölur eru skoðaðar þarf að horfa til þess að þær framkvæmdir sem eru nú að byrja eru að stórum hluta uppsafnað viðhald á húsnæðinu sem nauðsynlegt er að ráðast í til að það verði ekki fyrir skemmdum og að lokum jafnvel ónothæft. Tengigangur á milli Mjólkursamlags og Ketilhúss stuðlar að hagræðingu fyrir rekstur Listasafnsins og eykur möguleika í starfsemi þess til muna.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-hafnarstraeti-26-og-32-og-hafnarstraeti-67-69
|
Auglýsing um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað, Hafnarstræti 26 og 32 og Hafnarstræti 67-69
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögur að deiliskipulagsbreytingu fyrir Innbæinn og deiliskipulagsbreytingu fyrir miðbæ – Drottningarbrautarreit.
Deiliskipulagsbreyting fyrir Innbæinn, Hafnarstræti 26 og 32
Skipulagssvæðið sem breytingum tekur nær til lóða nr. 26 og 32 við Hafnarstræti. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að núverandi hús víki af lóð nr. 26 og gert verði ráð fyrir þremur nýjum fjölbýlishúsum, á tveimur hæðum með risi, alls 36 íbúðum. Gerð er krafa um 1,25 bílastæði fyrir hverja íbúð. Aðkoma að hluta bílastæða er í gegnum lóð Hafnarstrætis 32.
Hafnarstræti 26 og 32, tillaga að deiliskipulagsbreytingu - uppdráttur og greinargerð
Deiliskipulagsbreyting fyrir miðbæ – Drottningarbrautarreit, Hafnarstræti 67-69
Skipulagssvæðið sem breytingum tekur nær til lóða nr. 67 og 69 við Hafnarstræti. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að lóðir nr. 67 og 69 sameinist í eina lóð. Heimilt verður að reisa fjögurra hæða byggingu fyrir hótel norðan núverandi hótels ásamt tengibyggingu á milli. Gerð er krafa um 1 bílastæði á hverja 75m2 í nýbyggingu.
Hafnarstræti 67-69, tillaga að deiliskipulagsbreytingu - uppdráttur og greinargerð
Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 24. maí til 5. júlí 2017, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar gegnum hlekkina hér að ofan.
Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 5. júlí 2017 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
24. maí 2017
Sviðsstjóri skipulagssviðs
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/lokavika-ataksins-akureyri-a-idi
|
Lokavika átaksins Akureyri á iði
Átakið Akureyri á iði hefur staðið frá því 3. maí og lýkur næstkomandi miðvikudag 31. maí. Um er að ræða heilsueflandi verkefni þar sem markmiðið er að skipuleggja maímánuð með gjaldfrjálsum viðburðum sem tengjast heilsu og hreyfingu í umsjón aðila sem sýsla í þessum málaflokki. Íþróttadeild Akureyrarbæjar heldur utan um skipulagið og auglýsir viðburði í staðarmiðlum en sjálfir viðburðirnir eru í umsjón og á ábyrgð hvers félags, einstaklings eða fyrirtækis.
Fjöldi aðila hafa lagt viðburðinum lið og hafa dagskráliðir verði fjölbreyttir. Á dagskrá átaksins næstu daga má m.a. nefna örnámskeið í lyftingum og íþróttaklifri, hjólreiðar, bogfimi og borðtennis.
Upplýsingar um verkefnið og viðburði er að finna á heimasíðu verkefnisins, www.akureyriaidi.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/umsoknarfrestur-i-nyjan-tonlistarsjod-hofs-og-samkomuhussins-framlengdur
|
Umsóknarfrestur framlengdur í nýjan Tónlistarsjóð Hofs og Samkomuhússins
Viltu halda tónleika í Hofi eða Samkomuhúsinu? Tónlistarsjóður Hofs og Samkomuhússins auglýsir eftir umsóknum fyrir starfsárið 2017-2018 og hefur umsóknarfresturinn verið framlengdur til miðvikudagsins 7.júní. Sjóðurinn er nýr og helstu markmið hans eru að auðvelda ungu tónlistarfólki og þeim sem standa utan stofnana að nýta sér aðstöðuna í húsunum, stuðla að fjölbreytileika í tónlistarviðburðum og nýta þá möguleika sem Hof og Samkomuhúsið bjóða upp á fyrir tónlistarviðburði.
Umsóknir sendist í netfangið tonlistarsjodur@akureyri.is og skal fylgja greinargóð lýsing á verkefni og markmiðum þess, kostnaðaráætlun og óskir flytjenda um dagsetningu viðburðar. Nánari upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri menningarmála og viðburða á Akureyrarstofu. Netfang: huldasif@akureyri.is.
Hér má sjá markið sjóðsins og vinnureglur vegna úthlutunar fyrir starfsársið 2017-2018:
Helstu markmið sjóðsins:
Auðvelda ungu listafólki og þeim sem standa utan stofnana að nýta sér þá fyrirmyndaraðstöðu sem Hof og Samkomuhúsið bjóða upp á.
Stuðla að fjölbreytileika í tónlistarviðburðum í Hofi og Samkomuhúsinu.
Nýta þá möguleika sem Hof og Samkomuhúsið bjóða upp á fyrir tónlistarviðburði
Umsækjendur geta verið einstaklingar, hópar eða félagasamtök sem hyggjast vera með tónlistarviðburð í Hofi eða Samkomuhúsinu.
Umsóknum skal skila í tölvupósti í netfangið tonlistarsjodur@akureyri.is. Í umsókninni komi fram greinargóð lýsing á verkefninu og markmiðum þess, kostnaðaráætlun, ferilskrá helstu þátttakenda og óskatími til sýninga eða flutnings.
Í fjárhagsáætlun umsóknar skal þess getið í hvaða aðra sjóði sótt hefur verið um styrk fyrir verkefninu, eða ráðgert er að sækja um til á þeim tímapunkti sem umsóknin er gerð. Úthlutunarnefndin lítur það jákvæðum augum að verkefni hljóti einnig styrkveitingu annarstaðar frá.
Litið verður til eftirtalinna atriða við afgreiðslu umsókna
Styrkur sjóðsins miðar að því að styðja listafólk við að koma fram í á vettvangi Hofs eða Samkomuhússin. Skilyrt er að styrkur sjóðsins fari í að greiða aðstöðugjöld og annan kostnað sem hlýst af viðburðahaldinu. Styrkþegi annast sjálfur samskipti við Menningarfélag Akureyrar, sem rekur Hof og Samkomuhúsið, bókar sjálfur og semur um tímasetningar. Styrkþegi sér um greiðslu gjalda til MAk. MAk á ekki kröfurétt á sjóðinn. Gerður skal skriflegur samningur um styrkinn.
Sjóðurinn ber ekki fjárhagslega ábyrð á verkefnum sem styrk hljóta.
Að verkefnið henti og nýti möguleika Hofs eða Samkomuhússins
Að verkefnið hafi möguleika á að höfða til nýrra áheyrandahópa
Að umsókn verkefnisins sýni fram á að hér sé á ferð bæði metnaðarfullt og framkvæmanlegt verkefni.
Að verkefnið ýti undir fjölbreytt tónlistar- og viðburðalíf í Hofi og Samkomuhúsinu.
Sjóðurinn skal ekki hafa tekjur af neinu þeirra verkefna sem hljóta styrk. Sá fjárhagslegi ávinningur sem kann að hljótast af verkefninu, t.a.m. í formi miðasölu, skal fyrst og fremst nýtast þeim listamönnum sem taka þátt í verkefninu.
Hámarksstyrkur sjóðsins við einstakt verkefni við hverja úthlutun er kr. 500.000 Þess skal getið að umrædd upphæð er hámark, en ekki endilega viðmið við styrkúthlutanir.
Miðast skal við að styrkur greiðist út að verkefni loknu.
Sjóðsins skal getið í því kynningarefni sem birt er og gefið er út í tengslum við þau verkefni sem styrkt eru. Styrkþegi skal geta þess í kynningu sinni á verkefninu, þar með töldum í fréttatilkynningu og á samfélagsmiðlum ef það á við, að verkefnið sé styrkt af sjóðnum.
Styrkþega ber að skila stuttri greinargerð til sjóðsins, áður en greiðsla styrks er framkvæmd.
Úthlutunarnefnd áskilur sér rétt til að afturkalla styrkveitingu ef hún metur það sem svo að tvísýnt sé um framvindu verkefnisins, eða að ljóst þyki að ekki verði að viðburðinum.
Úthlutunarnefndin veitir ekki rökstuðning fyrir afgreiðslu umsókna.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynningarfundur-um-listasafnid-og-nokkvasvaedid
|
Kynningarfundur um Listasafnið og Nökkvasvæðið
Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar heldur opinn kynningarfund vegna framkvæmda á Listasafni Akureyrar og Nökkvasvæði í bæjarstjórnarsal Ráðhúsi Akureyrarbæjar, miðvikudaginn 31.maí 2017 kl: 17.00.
Kynntar verða endurbætur á Listasafni Akureyrar og framkvæmdir á Nökkvasvæði við Drottningarbraut.
Allir eru velkomnir á fundinn til að kynna sér þessi verkefni sem þegar eru hafin.
Listasafnið eftir breytingar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/opinn-fundur-um-stefnumotun-ithrottamala-a-akureyri
|
Opinn fundur um stefnumótun íþróttamála á Akureyri
Frístundaráð Akureyrarbæjar í samstarfi við Íþróttabandalag Akureyrar býður íbúum Akureyrar til stefnumótunarfundar þriðjudaginn 6. júní frá kl. 17:00 - 19:00 í salnum Hömrum í Hofi.
Markmið fundarins er að laða fram skoðanir íbúa á þeim þáttum sem skipta mestu máli í íþróttamálum á Akureyri á komandi árum og er fundurinn liður í að móta framtíðarstefnu í málaflokknum.
Innlegg bæjarbúa skiptir verulega máli og því er mikilvægt að fá góða þátttöku frá íbúum bæjarins en stefnan mun endurspegla framtíðarsýn og helstu áherslur í starfsemi íþróttamála og mannvirkja bæjarins. Íþróttastefna Akureyrar verði þannig leiðarljós sveitarfélagsins í íþróttamálum á komandi árum.
Allir velkomnir!
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/amtsbokasafnid-hefur-utlan-a-raf-og-hljodbokum-1
|
Amtsbókasafnið hefur útlán á raf- og hljóðbókum
Í dag er stór dagur fyrir lánþega og starfsfólk Amtsbókasafnsins á Akureyri, því nú hefur safnið hafið útlán raf- og hljóðbóka í samvinnu við Landskerfi bókasafna í gegnum Rafbókasafnið.
Rafbókasafnið var opnað 30. janúar 2017. Hingað til hafa einungis lánþegar Borgarbókasafnsins geta nýtt sér efni á þessu nýja bókasafni en nú bætast lánþegar þrettán almenningssafna vítt og breitt um landið í hópinn.
Með þessari nýjung geta notendur bókasafnsins nálgast fjölda titla hljóð- og rafbóka á auðveldari hátt en hingað til. Fyrst um sinn verður safnkostur einkum á ensku en vonast er til þess að íslenskir titlar bætist fljótlega við.
Það eina sem fólk þarf til að nálgast efni er gilt bókasafnsskírteini hjá Amtsbókasafninu. Fjölmargir efnisflokkar standa lánþegum til boða, líkt og í hefðbundnu bókasafni. Þar er að finna spennusögur, ævisögur, efni fyrir börn og margt fleira þannig að allir ættu að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Rafbókasafnið er að finna á heimasíðu Amtsbókasafnsins, www.amtsbok.is .
Hægt verður að nálgast efnið í flestum tækjum svo sem í vafra í tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum. Auk þess er efnið jafnframt aðgengilegt í gegnum sérstakt app, OverDrive sem finna má í App Store og Play Store.
Þjónustan er veitt í gegnum OverDrive rafbókaveituna og er gjaldfrjáls fyrir notendur sem eiga bókasafnsskírteini hjá Amtsbókasafninu.
Frekari leiðbeiningar má finna hér.
Rafbókasafnið er hér.
Einnig má finna efni Rafbókasafnsins á leitir.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sumarnamskeid-fyrir-born-6-14-ara
|
Sumarnámskeið fyrir börn og unglinga á Akureyri
Komið er að skólalokum en skólaslit hjá flestum grunnskólum Akureyrar eru í dag, föstudaginn 2. júní. Skólar hefjast ekki á ný fyrr en undir lok ágúst og þurfa því margir að leita að einhverri afþreyingu fyrir börnin fram að þeim tíma.
Fjölbreytt sumarnámskeið eru í boði fyrir börn á Akureyri sem höfða til mismunandi áhugasviðs og aldurs og tengjast ýmsum viðfangsefnum eins og siglingum, hestum og íþróttum. Eitt af námskeiðum sumarsins ber heitið „Félagsmiðstöðvafjör”, klúbbar fyrir börn í 5.-7. bekk, námskeið þar sem farið er í leiki, sund, hjólaferðir og ýmislegt fleira. Einnig eiga eftir að bætast við fleiri námskeið en á Listasumri verða í boði smiðjur fyrir börn og ungmenni en upplýsingar um þær koma á næstu dögum.
Hægt er að skoða yfirlit yfir helstu námskeiðin og vísun á heimasíður viðkomandi félaga og stofnanna sem bjóða upp á námskeiðin á vefsíðu Akureyrarbæjar.
Mynd: María H. Tryggvadóttir
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/grimseyjar-unnandi-addaandi
|
Hjólandi til Grímseyjar
Margir taka ástfóstri við Grímsey og einn þeirra er þjóðverjinn Martin Zalewski sem hefur lagt leið sína til Grímseyjar árlega síðan 2009 og valdi jafnframt að trúlofaðist konu sinni í eyjunni fyrir tveim árum.
Sumar ferðirnar hans hafa verið í styttra laginu eða alveg niður í helgardvöl í Grímsey. Megin markmiðið ferðanna til Íslands hefur nánast alltaf verið heimsókn í Grímsey og því hafa önnur stop á Íslandi yfirleitt eingöngu tengst ferðalaginu sjálfu. Í fyrra ákvað hann að setja sér nýtt markmið og ákvað að hjóla frá heimabæ sínum Heiden í North Rhine-Westphalia í Þýskalandi til Grímseyjar alls um 2500 km leið fram og tilbaka en inn í því er reyndar ferjusigling milli Hirtshals í Danmörku og Seyðisfjarðar.
Martin lagði af stað í ferðalagið sitt 20.maí síðastliðinn og kom til Grímseyjar í dag með ferjunni Sæfara frá Dalvík. Martin hyggst dvelja í Grímsey yfir helgina og halda síðan heim á ný sömu leið og hann kom.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/straeto-til-grimseyjar
|
Leið 1 í Grímsey
Fyrsti almenningsvagn í sögu Grímseyjar kom til eyjarinnar fyrir rúmri viku. Vélaverkstæði Sigurðar Bjarnasonar ehf. festi kaup á strætisvagninum sem tekur 23 farþega í sæti. Hugmyndin er að hafa samstarf við ferðaþjónustuaðila í eyjunni og bjóða upp á sætaferðir fyrir ferðamenn og gesti, m.a. út að vita á suðurenda eyjarinnar og eins eitthvað norðureftir í átt að heimskautsbaugnum.
Engin rúta eða almenningsfarartæki eru í Grímsey og er þetta því kærkomin búbót við þá ferðaþjónustu sem fyrir er. Í sumar er gert ráð fyrir að um 29 skemmtiferðaskip leggist að bryggju í Grímsey. Daglegt flug er frá Akureyri til eyjarinnar auk þess sem ferjan Sæfari siglir fimm daga vikunnar í stað þriggja áður. Því má búast við mikilli aukningu ferðamanna. Í dag er einmitt skemmtiferðaskip við Grímsey og strætisvagninn því á leið í sína fyrstu skipulögðu ferð með ferðamenn. Hægt er að fræðast um Grímsey á vefsíðunni www.grimsey.is.
Strætisvagninn ekur í land í Grímsey. Mynd: Halla Ingólfsdóttir
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/stefnumotun-ithrottamala-a-akureyri
|
Stefnumótun íþróttamála á Akureyri
Frístundaráð Akureyrarbæjar í samstarfi við Íþróttabandalag Akureyrar býður íbúum Akureyrar til stefnumótunarfundar þriðjudaginn 6. júní frá kl. 17.00-19.00 í Hömrum í Hofi.
Markmið fundarins er að laða fram skoðanir íbúa á þeim þáttum sem skipta mestu máli í íþróttamálum á Akureyri á komandi árum og er fundurinn liður í að móta framtíðarstefnu í málaflokknum.
Innlegg bæjarbúa skiptir verulegu máli og því er mikilvægt að fá góða þátttöku frá íbúum bæjarins en stefnan mun endurspegla framtíðarsýn og helstu áherslur í starfsemi íþróttamála og mannvirkja bæjarins. Íþróttastefna Akureyrar verði þannig leiðarljós sveitafélagsins í íþóttamálum á komandi árum.
Allir velkomnir!
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/malthing-um-avinning-af-uppbyggingu-starfsstodva-a-landsbyggdunum
|
Málþing um ávinning af uppbyggingu starfsstöðva á landsbyggðunum
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Akureyrarstofa standa fyrir stuttu málþingi í Menningarhúsinu Hofi á morgun 7. júní kl. 11.00. Markmiðið er að hvetja stofnanir og fyrirtæki til að skoða þau tækifæri sem felast í að styrkja starfstöðvar sínar á landbyggðunum, m.a. með því að setja upp dreifða starfsemi með sérhæfingu og þekkingu á völdum stöðum eða með því að skilgreina störf án staðsetningar.
Dagskrá:
Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs á Akureyri
Skúli Eggert Þórðarson, Ríkisskattstjóri. Hreyfanleiki starfa
Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands. Flutningur verkefna sem leiða til fjölgunar starfa.
Svavar Pálsson, Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra. Ónýtt tækifæri?
Fundarstjóri verður Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar
Á fundinum verður boðið upp á matarmikla súpu og er hann öllum opinn. Nauðsynlegt er að skrá sig.
Skráning fer fram hér.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/aevintyrid-hefst-a-listasumri-a-akureyri-med-nyju-merki-og-metnadarfullum-verkefnum
|
Ævintýrið hefst á Listasumri á Akureyri með nýju merki og metnaðarfullum verkefnum
Ævintýrið hefst á Listasumri á Akureyri með nýju merki og metnaðarfullum verkefnum. Nýtt merki Listasumars á Akureyri eftir grafísku hönnuðina Heiðdísi Höllu Bjarnadóttur og Kristínu Önnu Kristjánsdóttur gefur loforð um litríkt og lifandi sumar þar sem sólin skín og spennandi hlutir gerast. Það má hverjum vera ljóst að það verður raunin þegar verkefnin 15 sem fengu styrk á Listasumri eru skoðuð en alls voru veittir styrkir að upphæð einni milljón króna. Listasumar tók höndum saman við Gilfélagið, Menningarfélag Akureyrar, Möguleikamiðstöðina í Rósenborg og ART Ak Amaro Gallerí og fólst samstarfið í að leggja fram vettvang til að koma saman skemmtilegri og spennandi dagskrá frá laugardeginum 24. júní þegar Listasumar verður sett og fram að Akureyrarvöku 26. ágúst. Verkefnin sem urðu fyrir valinu spanna hinar ýmsu listgreinar s.s. dans, ýmiskonar tónlistarstefnur, gjörninga, myndlist, ljóðlist og ritlist. Ekki er aðeins um staka viðburði að ræða heldur einnig listasmiðjur í ágúst fyrir ungu kynslóðina.
Nánari upplýsingar um verkefnin sem urðu fyrir valinu og verða hluti af dagskrá Listasumars er að finna á slóðinni www.listasumar.is og einnig á facebooksíðu Listasumars.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sjomannadeginum-fagnad-a-akureyri-og-i-hrisey
|
Sjómannadeginum fagnað á Akureyri og í Hrísey
Sjómannadegi verður fagnað í Hrísey og á Akureyri á sunnudaginn. Á Akureyri hefst dagurinn með sjómannamessu í Glerárkirkju en þar verður einnig lagður blómsveigur að minnismerki um drukknaða og týnda sjómenn. Klukkan 13 siglir eikarbáturinn Húni II ásamt hvalaskoðunarbátum frá Amabassador og Eldingu frá Torfunefsbryggju að Sandgerðisbót og þar bætist fjöldi smábáta við hópinn og verður siglt aftur saman inn á Poll. Öllum er velkomið að mæta á Torfunefsbryggju og sigla með án endurgjalds.
Í menningarhúsinu Hofi verður létt sjómannadagsstemning frá klukkan 14 til 17. Fram koma fimir og flinkir danshópar frá dansskólanum Steps Dancecenter, Haraldur Ingi Haraldsson fyrrum bæjarlistamaður verður með leiðsögn um sýningu sína Aðgerð/Gutted en hún prýðir veggi Hofs, norðlensku tónlistarkonurnar Helga Kvam, Lára Sóley Jóhannsdóttir og Þórhildur Örvarsdóttir flytja sjómannalög, fluttir verða léttir harmonikkutónar og tónlistarfólkið Jónína Björg Gunnarsdóttir og Ívar Helgason flytja ljúfar dægurlagaperlur. Klukkan 16 og 17 verður hægt að sigla stuttan hring með Húna II um Pollinn og er ferðin án endurgjalds. Slysavarnadeildin á Akureyri verður í Hofi og selur merki sjómannadagsins, siglingaklúbburinn Nökkvi verður við höfnina við Hof með skútur og báta og hægt verður að kaupa ilmandi sjávarréttasúpu í götumáli hjá 1862 Bistro.
Í Hrisey verður sigling kl. 10 og messa í Hríseyjarkirkju í framhaldinu. Klukkan 13 hefst víðavangshlaup og er mæting við Hríseyjarbúðina. Í beinu framhaldi af hlaupinu verða leikir og sprell á hátíðarsvæði og við smábátabryggju. Reiptog, pokahlaup,skófluhlaup, vatnsblöðrukast, róðrarkeppni á kajökum, kappróður á gúmmíbátum fyrir börnin, sigling á björgunarsveitarbát o.fl. Klukkan 15 verður kaffihlaðborð í Íþróttahúsinu í samstarfi við Verbúðina 66. Hluti af innkomunni rennur til Björgunarsveitar Hríseyjar. Gengið verður í hús á föstudagskvöldið og seld sjómannadagsmerki.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/lydheilsuvisar-a-islandi
|
Lýðheilsuvísar á Íslandi
Mánudaginn 12. júní kl. 13-16 verður haldinn opinn kynningarfundur í Menningarhúsinu Hof um lýðheilsuvísa fyrir heilbrigðisumdæmin á Íslandi. Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar og áhrifaþætti þeirra. Birting lýðheilsuvísa í heilbrigðisumdæmum á Íslandi er liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig í samanburði við landið í heild. Lýðheilsuvísum er ætlað að auðvelda sveitarfélögum og heilbrigðisþjónustu að greina stöðuna í umdæmunum, finna styrkleika og veikleika og skilja þarfir íbúanna þannig að þau geti unnið saman að því að bæta heilsu og líðan.
Dagskrá:
Kl. 13.00 Ávarp. Þorbjörg Jónsdóttir, lektor við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri
Kl. 13.15 Hvers vegna lýðheilsuvísar? Birgir Jakobsson, landlæknir
Kl. 13.30 Lýðheilsuvísar tengdir lifnaðarháttum. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis
Kl. 14.00 Kaffi
Kl. 14.20 Lýðheilsuvísar tengdir heilsu og sjúkdómum. Sigríður Haraldsdóttir, sviðsstjóri heilbrigðisupplýsinga hjá Embætti landlæknis
Kl. 14.50 Lýðheilsuvísar og heilsueflandi samfélag á Akureyri. Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs Akureyrarbæjar
Kl. 15.20 Nýting lýðheilsuvísa hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Guðný Friðriksdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar
Kl. 15.40 Pallborðsumræður. Í pallborði verða Birgir Jakobsson landlæknir, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri, Sigríður Haraldsdóttir sviðsstjóri, Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri, Guðný Friðriksdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar og Eydís Kristín Sveinbjarnardóttir forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri.
Kl. 16:00. Dagskrárlok
Fundarstjóri: Birgir Jakobsson landlæknir
Kynningarfundurinn er öllum opinn. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Heilbrigðisumdæmi á Íslandi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/leikskoladeild-i-glerarskola
|
Leikskóladeild í Glerárskóla
Nú hefur verið tekin sú ákvörðun að 5 ára leikskóladeild verði starfrækt í húsnæði Glerárskóla næsta skólaár. Deildin verður undir stjórn leikskólans Tröllaborga.
Öllum foreldrum barna sem fædd eru 2012 og eiga lögheimili í skólahverfi Glerárskóla var sent bréf þar sem þeim var boðið á kynningu þessarar deildar. Fundurinn var haldinn síðasta þriðjudag og eru nú þegar farnar að berast umsóknir um leikskólapláss á deildinni.
Rétt er að taka fram að hér er um að ræða nýjan valkost fyrir foreldra 5 ára barna í Glerárskólahverfi. Þeir foreldrar sem hafa áhuga á að skrá börn sín í þessa nýju deild þurfa að sækja um það sérstaklega.
Einnig voru skoðaðar hugmyndir um að opna sambærilega deild í Síðuskóla en af því verður ekki að sinni.
Vonast er til að með þessum hætti verði hægt að mæta aukinni þörf fyrir leikskólapláss haustið 2017.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/godar-og-skyrar-fyrirmyndir-en-skyra-stefnuskortir
|
Góðar og skýrar fyrirmyndir en skýra stefnu skortir
Akureyrarstofa og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar stóðu í gær fyrir fundi sem hafði það að markmiði að hvetja stofnanir og fyrirtæki til að skoða þau tækifæri sem felast í að styrkja starfstöðvar sínar á landsbyggðunum, m.a. með því að setja upp dreifða starfsemi með sérhæfingu og þekkingu á völdum stöðum eða með því að skilgreina störf án staðsetningar.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs opnaði fundinn og ræddi augljósa kosti þess fyrir landsbyggðirnar og íbúa að fyrirtæki og stofnanir byggi upp starfsstöðvar víðar en bara þar sem markaður er stærstur og nefndi einnig að skýrari stefnu stjórnvalda um opinberar stofnanir skorti.
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár sögðu frá sínum stofnunum og tóku dæmi hvernig má byggja upp öfluga og góða þjónustu þótt starfsstöðvar séu á fleiri en einum stað á landinu. Þegar embætti skattstjóra á landinu voru sameinuð undir einum hatti ríkisskattsjóra varð í raun til ný stofnun og miklar breytingar urðu m.a. með þeirri afleiðingu að störfum á starfsstöð á Akureyri fjölgaði. Starfsfólki Þjóðskrár á Akureyri hefur líka fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum. Í máli beggja mátti heyra að það hvað Akureyri er öflugur þjónustukjarni, skipti miklu máli þegar lagt var af stað og ræður miklu um það hversu vel hefur gengið. Skúli nefndi sérstaklega að Akureyri hafi marga þætti sem borg hefur og það hafi skipt sköpum. Fram kom hjá báðum að rafræn stjórnsýsla er forsenda þess að þjónusta og skipulag gangi snuðrulaust fyrir sig. Þá nefndu þau bæði að tilvist Háskólans á Akureyri er og var grundvallaratriði í að árangur hefur náðst. Skipulag beggja stofnanana felur í sér að sérhæfð svið þeirra eru staðsett á Akureyri þannig að til verður sérþekking og teymi margra starfsmanna sem vinna að sömu verkefnum. Skúli nefndi sérstaklega að mikil tíðni flugferða milli Akureyrar og Reykjavíkur hafi verið stór þáttur í að byggja upp á Akureyri á sínum tíma og að fækkun ferða á þessari leið hafi bitnað t.a.m. á fundarhaldi á Akureyri.
Svavar Pálsson sýslumaður á Norðurlandi eystra var síðastur frummælenda. Hann brýndi fólk til dáða og sagði frá öflugri stefnu Dana í flutningi valdra stofnana frá Kaupmannahöfn. Danir hafa sett sér það markmið að 11,5% opinberra starfa verið flutt frá höfuðborgarsvæðinu.
Margvíslegan lærdóm má draga af fundinum en ein niðurstaða hans var að margar vel heppnaðar fyrirmyndir séu til staðar og þekking á því hvernig standa megi að opnun og eflingu starfsstöðva út um land en stefnu stjórnvalda skorti sárlega. Fram kom að nauðsynlegt sé að stjórnvöld taki grundvallarákvörðun um að byggja upp tvo borgarkjarna á Íslandi og að það sé góð leið til að tryggja jafnari dreifingu þjónustu og opinberra starfa á landinu og þar með byggðar.
Frá fundinum í gær. Mynd: Þórgnýr Dýrfjörð.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/reisa-nyja-stolalyftu-i-hlidarfjalli
|
Reisa nýja stólalyftu í Hlíðarfjalli
Akureyrarbær og Vinir Hlíðarfjalls, fyrir hönd óstofnaðs einkahlutafélags, hafa undirritað samning um að félagið fjármagni kaup á nýrri stólalyftu sem sett verður upp í Hlíðarfjalli fyrir haustið 2018.
Vinir Hlíðarfjalls munu sjá um kaup á lyftunni og að hún verði reist en Akureyrarbær leigir hana síðan og rekur samkvæmt sérstökum samningi. Að loknum 15 ára leigutíma á Akureyrarbær forkaupsrétt á skíðalyftunni á verði sem samsvarar bókfærðu verði hennar á þeim tíma. Skíðalyftan mun rísa sunnan við núverandi Stromplyftu og samkvæmt núverandi skipulagi.
Keypt verður notuð skíðalyfta af gerðinni Doppelmayr. Hún verður kærkomin viðbót við þær lyftur sem fyrir eru á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli sem er eitt það albesta á landinu. Í Hlíðarfjalli er nú ein fjögurra sæta stólalyfta, fjórar toglyftur, togbraut og skemmtilegt „töfrateppi“ fyrir allra yngsta skíðafólkið.
Áætlaður heildarkostnaður við verkið er 363 milljónir króna en félagið fjármagnar framkvæmdina með 100 milljóna króna hlutafé og 263 milljóna króna láni til 15 ára. Leigufjárhæðin til Akureyrarbæjar mun nema afborgunum, vöxtum og verðbótum af láninu á hverjum tíma.
Við undirritun samninga fyrr í dag. Frá vinstri: Jón Ingvi Árnason og Geir Gíslason frá Vinum Hlíðarfjalls, Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/lydraedishatidin-fundur-folksins-til-akureyrar
|
Lýðræðishátíðin Fundur fólksins til Akureyrar
"Almannaheill – Samtök þriðja geirans" hafa samið við Menningarfélag Akureyrar um framkvæmd á lýðræðishátíðinni Fundur fólksins sem haldin verður dagana 8. og 9. september í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Haldnir hafa verið tveir vel sóttir kynningarfundir um hátíðina, annars vegar í Reykjavík og hins vegar á Akureyri.
Fundur fólksins er nú haldinn í þriðja sinn. Í fyrri skiptin fór fundurinn fram við Norræna húsið í Reykjavík. Þetta er því í fyrsta sinn sem fundurinn er haldinn utan höfuðborgarsvæðisins sem færir hátíðinni frekari sérstöðu og gerir hana líkari sambærilegum hátíðum erlendis, s.s. Almedalsveckan á Gotlandi í Svíþjóð, Folkemødet á Bornholm í Danmörku og Arendalsuka í Noregi.
Á lýðræðishátíðina Fund fólksins mætir fólk sem vill taka þátt í suðupotti þar sem raddir fólksins í landinu heyrast. Félagasamtök um allt land taka þátt í dagskránni sem samanstendur af óformlegum og formlegum fundum, uppákomum, tónlist, gleði og glaumi. Markmið hátíðarinnar er að efla rödd almennings, koma skoðunum á framfæri og ræða málefni samfélagsins. Fundur fólksins er því kjörinn vettvangur fyrir hópa og félagasamtök að standa fyrir málstofum, pallborðsumræðum, kynningum á ákveðnum málefnum, sýna sig og sjá aðra á þeim forsendum að allir skipta máli. Allir geta tekið þátt og hægt er að skrá viðburði á heimasíðu hátíðarinnar fundurfolksins.is.
"Það er mikið gleðiefni að fá Fund fólksins til Akureyrar, hér er rík hefð fyrir því að almenningur taki þátt í samfélagsumræðu og fólk hefur sterkar skoðanir á málefnunum. Hátíðin mun gera félagasamtökum auðveldara að ná til félagsmanna utan höfuðborgarsvæðisins og vonandi almennings að ná til ráðmanna og öfugt," segir Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Fundar fólksins.
Velferðarráðuneytið, Almannaheill, Akureyrarbær og Menningarfélag Akureyrar eru styrktaraðilar lýðræðishátíðarinnar.
Ketill Berg Magnússon stjórnarformaður Almannaheilla og Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar og Fundar fólksins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-21
|
Bærinn kaupir fjarstýrða hallasláttuvél
Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar auglýsti útboð á fjarstýrðum hallaslátturvélum fyrir Umhverfismiðstöðina í mars síðastliðnum. Tilboðum var skilað inn þann 10. apríl og bárust þrjú tilboð frá tveimur aðilum. Ákveðið var að semja við lægstbjóðanda, Vetrarsól ehf, um kaup á sláttuvél að gerðinni Energreen Robo eco.
Núna í vikunni tók Umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar sláttuvélina í notkun. Tækið er kærkomin viðbót við sláttutæki Umhverfismiðstöðvar þar sem þeim svæðum sem erfitt og tímafrekt er að slá hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum.
Sláttuvélin áorkar miklu á stuttum tíma og slær mun betur en vélorf í halla, eins og t.d. á hljóðmönum.
Sláttur á hljóðmön við Dalsbraut.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/husaleigusamningur-plastidjunnar-bjargs-idjulundar-framlengdur
|
Húsaleigusamningur Plastiðjunnar Bjargs-Iðjulundar framlengdur
Akureyrarbær, fyrir hönd Plastiðjunnar Bjargs-Iðjulundar, og Fasteignafélagið Höldur ehf. framlengdu nýverið húsaleigusamning til ársins 2022. Samningurinn framlengist svo sjálfkrafa um 5 ár sé honum ekki sagt upp.
Plastiðjan Bjarg-Iðjulundur er starfsendurhæfingar- og starfsþjálfunar vinnustaður. Auk þess að vera vinnustaður fyrir fatlað fólk í ótímabundinni ráðningu. Meginuppistaða verkefna er létt iðnaðarframleiðsla og þjónusta. Framleiðsluvörur eru m.a. raflagnaefni, búfjármerki, kerti, mjólkursíur, skilti og rúmfatnaður. Stærsta þjónustuverkefnið er móttaka á einnota drykkjarvöruumbúðum fyrir Endurvinnsluna hf. Á Plastiðjunni Bjargi-Iðjulundi starfa um 65 manns. Plastiðjan Bjarg-Iðjulundur er til húsa að Furuvöllum 1 og opnunartími er frá kl. 8-16 virka daga.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Jakobína Elva Káradóttir forstöðukona PBI og Steingrímur Hannesson skrifstofu- og innheimtustjóri Fasteignafélagsins Hölds.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/liflegar-umraedur-a-adalfundi-hverfisrads-hriseyjar
|
Líflegar umræður á aðalfundi hverfisráðs Hríseyjar
Aðalfundur hverfisráðs Hríseyjar var haldinn miðvikudaginn 7. júní sl. og var vel sóttur.
Flutt var skýrsla stjórnar og í kjölfarið urðu miklar og góðar umræður. Það sem helst var til umræðu var m.a.:
Flokkun á sorpi og ný flokkunarstöð sem er verið að setja upp. Ábending kom fram að dreifa þurfi í hvert hús kynningarefni um sorpflokkun og einnig á ensku þar sem mörg sumarhús eru í eyjunni og mikið um að erlendir ferðamenn leigi sér hús.
Aðstöðuhús á Árskógssandi fyrir farþega sem eru að koma til eyjunnar var töluvert til umræðu. Ánægulegt að það skulu nú vera komið upp en staðsetning er ekki alveg nógu hentug og eins er aðgengi fyrir fatlaða ekki nógu gott.
Skólamál. Næsta skólaár verða 10 nemendur í grunnskólanum og fimm börn á leikskóla. Breytingar verða á starfsliði skólans og er verið að auglýsa eftir tveimur grunnskólakennurum og einum leikskólakennara. Rætt var um hvort ekki sé hægt að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla sem lið í því að fá fólk til að flytja til eyjunnar.
Brothættar byggðir. Töluverð umræða var um verkefnið og telja íbúar að það skili ekki miklu og kerfið sé mjög seinvirkt.
Umferðar- og öryggismál voru töluvert rædd og þarf að gera átak í að laga götur og eins þarf að setja upp vegrið við Hjallaveg.
Í lok fundar var kosin ný stjórn og eru aðalmenn þessir:
Kristinn Árnason
Claudia Werdecker
Þorgeir Jónsson
Varamenn voru kosnir:
Pétur Ásgeir Steinþórsson
Friðrik Ingimarsson
Hermann J. Erlingsson
Fulltrúar Akureyrjarbæjar á fundinum voru bæjarfulltrúarnir Gunnar Gíslason og Sóley Björk Stefánsdóttir, Katrín Björg Ríkharðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Helga Íris Ingólfsdóttir, verkefnastjóri brothættra byggða, Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs og Jónas Vigfússon frá umhverfismiðstöð.
Nýtt hverfisráð Hríseyjar ásamt Pétri Ásgeiri Steinþórssyni sem er nú varamaður í stjórn. Frá vinstri: Pétur, Þorgeir, Kristinn og Claudia.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/melgerdisas-og-skardshlid-kynning-a-skipulagi
|
Melgerðisás og Skarðshlíð – kynning á skipulagi
Drög að deiliskipulagi Melgerðisáss og Skarðshlíðar er nú til kynningar í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig er til kynningar breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 fyrir sama svæði í samræmi við 2. mgr. 30. gr. sömu laga. Samhliða er gerð breyting á deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs og Hlíðahverfis, suðurhluta.
Í skipulaginu fellst þétting byggðar.
Haldinn verður kynningafundur um deiliskipulagið í Glerárskóla, fimmtudaginn 15. júní kl. 17:00. Fundurinn er opinn öllum og eru hagsmunaaðilar hvattir til að mæta.
Drög að skipulaginu er aðgengilegt í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og einnig hér fyrir neðan:
Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, uppdráttur og greinargerð - drög
Melgerðisás og Skarðshlíð, uppdráttur - drög
Melgerðisás og Skarðshlíð, greinargerð - drög
Melgerðisás og Skarðshlíð, húsakönnun - drög
Íþróttasvæði Þórs, uppdráttur og greinargerð - drög
Hlíðahverfi, suðurhluti, uppdráttur og greinargerð - drög
Fornleifaskráning vegna deiliskipulags - Melgerðisás og umhverfi, Akureyri
Sviðsstjóri skipulagssviðs
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/17-juni-fagnad-a-akureyri
|
17. júní fagnað á Akureyri
Það verður blásið í lúðra og sungið hæ hó jibbí jei þegar þjóðhátíðardeginum 17. júní verður fagnað á Akureyri með hefðbundinni dagskrá sem hefst klukkan 13 í Lystigarðinum. Þar mun Lúðrasveit Akureyrar leika undir stjórn Ellu Völu Ármannsdóttur, séra Guðrún Eggertsdóttur sjúkrahúsprestur flytur hugvekju, Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar flytur ávarp, Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots og einnig kemur drengjakórinn Appleton frá Winsconsin fram. Tveir af sigurvegurum úr Stóru upplestrarkeppninni lesa ljóð eftir Davíð Stefánsson, eitt bæjarskáldanna.
Skrúðganga leggur af stað úr Lystigarðinum klukkan 13.45 og verður gengið inn á Ráðhústorg þar sem fjölskyldudagskrá undir stjórn Skátafélagsins Klakks hefst klukkan 14 og mun Leikhópurinn Lotta stjórna dagskránni. Auk fastra liða, s.s. ræðu fjallkonu og nýstúdents, koma fram norðlensku tónlistarkonurnar Lára Sóley Jóhannsdóttir, Þórhildur Örvarsdóttir og Helga Kvam, tvíeikið unga Egill og Eik, það verða dansatriði frá Steps dancecenter og júróvisjónfararnir Friðrik Ómar og Regína koma fram. Einnig verður hægt að taka þátt í skátatívolí á Landsbankaplaninu frá kl. 14-17.
Kvölddagskráin hefst kl. 20 með skátakvöldvöku í Skátagilinu og á sviði koma fram Sindri Snær, Eyþór Ingi og Birkir Blær, Valgerður Þorsteinsdóttir, Kristín Tómasdóttir og Sigurður Sveinn Jónsson, Magni Ásgeirs og Rúnar Eff og hljómsveit slá botninn í dagskrána. Ekki má gleyma nýstúdentum frá Menntaskólanum á Akureyri sem fagna á Ráðhústorgi kl. 23.20.
Af annarri dagskrá á 17. júní má nefna boðssigling með Húna kl. 16.30 og er siglt frá Torfunefsbryggju. Leikhópurinn Lotta verður með sýningar kl. 11 og 17 í Lystigarðinum og verður Ljóti andarunginn, glænýtt íslenskt leikrit sýnt og Bílasýning Bílaklúbbs Akureyrar stendur yfir kl. 10-18 í Boganum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/virdum-rettinn-til-naedis-og-oryggis-a-biladogum
|
Virðum réttinn til næðis og öryggis á Bíladögum
Fulltrúar frá Aflinu, Akureyrarstofu, Bílaklúbbi Akureyrar, Umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar, lögreglu og slökkviliði, funduðu í gærmorgun um Bíladaga 2017 sem nú standa yfir á Akureyri og lýkur formlega laugardaginn 17. júní.
Fram kom í máli Einars Gunnlaugssonar formanns BA að vel hafi gengið fram að þessu, allt kapp sé lagt á að allir virði siðareglur Bíladaga og að tekið verði stíft á þeim brotum sem kunna að koma upp, líkt og gert var í fyrra. Þá gildi einu hvort brotin eigi sér stað utan eða innan aksturssvæðis BA.
Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, verða sýnileg á stærstu viðburðum og lögreglan fylgist vel með því að allt fari vel fram. Lögreglumenn á vakt verða á bæði merktum og ómerktum bílum. Starfsmenn Umhverfismiðstöðvar hafa komið upp hraðahindrunum víða um bæinn til að koma í veg fyrir spól og óvarlegan akstur sem er að sjálfsögðu bannaður eins og ávallt.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri leggur ríka áherslu á að allt fari vel fram og segir að eftir að allir viðburðir hafi verið færðir upp á akstursíþróttasvæði BA hafi skapast meiri sátt í bænum um Bíladaga. „Ég er jákvæður gagnvart því að halda hátíð sem þessa innan bæjarmarkanna en ekki nema það sé í fullri sátt við bæjarbúa. Það verða allir að leggjast á eitt, sýna tillitssemi og virða rétt íbúa til öryggis og næðis,“ segir Eiríkur Björn.
Siðareglur Bíladaga:
Við göngum (keyrum) vel um bæinn okkar, jafnt gestir sem heimamenn
Virðum hámarkshraða í íbúðarhverfum sem og á vegum úti
Við spólum einungis á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar
Gestir Bíladaga eru jákvæðir og þar af leiðandi þrælskemmtilegir
Við berum virðingu fyrir náunganum og tökum höndum saman um að gera Bíladaga frábæra
Gestir Bíladaga ganga snyrtilega um umhverfi sitt
Að loknum fundinum í gærmorgun á akstursíþróttasvæði BA. Mynd: Ragnar Hólm.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kvennasoguganga-i-dag
|
Kvennasöguganga í dag
Í tilefni kvenréttindadagsins, mánudagsins 19. júní, býður Jafnréttisstofa til kvennasögugöngu á Akureyri í samstarfi við Héraðsskjalasafnið, Minjasafnið, Akureyrarbæ og Zontaklúbbana á Akureyri. Gengið verður í fótspor kvenna sem sett hafa svip sinn á Brekkuna.
Kristín Aðalsteinsdóttir fyrrverandi prófessor leiðir gönguna sem hefst í Lystsigarðinum klukkan 17. Göngufólk mæti á flötina við Café Laut. Allir hjartanlega velkomnir.
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjoldi-verkefna-hlutu-styrk-i-hrisey-og-grimsey-1
|
Fjöldi verkefna í Hrísey og Grímsey hlaut styrki
Auglýst var eftir styrkumsóknum í byggðaþróunarverkefnin "Hrísey, perla Eyjafjarðar" og "Glæðum Grímsey" í maí 2017.
Í Hrísey voru til úthlutunar fimm milljónir króna og bárust alls tíu umsóknir um styrki. Eftir að auglýst var, hækkaði Byggðastofnun þann pott sem til ráðstöfunar var um fjórar milljónir. Því voru alls níu milljónir í pottinum. Á fundi verkefnisstjórnar sl. fimmtudag var farið yfir styrkumsóknirnar og þær metnar. Ákveðið var að styrkja átta verkefni, einu var hafnað og einu var frestað til næsta fundar verkefnisstjórnar.
Eftirfarandi verkefni fengu styrk að þessu sinni:
Markaðssetning á Hrísey sem vetraráfangastað. Umsækjandi: Ferðamálafélag Hríseyjar. Kr. 350.000.
Hljóðfærasafn í Sæborg. Umsækjandi: Leikklúbburinn Krafla. Kr. 220.000.
Víkingasalt á Kríunesi. Umsækjandi: Íslenska saltbrennslan ehf. Kr. 1.500.000.
Aukin framleiðslugeta og jafnari gæði. Umsækjandi: Hrísiðn. Kr. 1.200.000.
Markaðsrannsókn og markaðsherferð. Umsækjandi: Hríseyjarbúðin ehf. Kr. 1.000.000.
Berjarækt í Hrísey. Umsækjandi: Jónína S. Þorbjarnardóttir. Kr. 200.000.
Til fyrra horfs. Umsækjandi: Kraka ehf. Kr. 300.000.
Landnámsegg. Umsækjandi: Landnámsegg ehf. Kr. 1.000.000.
Gert er ráð fyrir að það sem eftir er af styrkfé ársins verði auglýst til úthlutunar seinna á árinu.
Í Grímsey voru til úthlutunar sex milljónir króna og bárust alls fimm umsóknir um styrki. Eftir að auglýst var hækkaði Byggðastofnun þann pott sem til ráðstöfunar var sömuleiðis um fjórar milljónir. Því voru alls tíu milljónir í pottinum.
Á fundi verkefnisstjórnar sl. fimmtudag var farið yfir styrkumsóknir og þær metnar. Ákveðið var að styrkja allar umsóknirnar.
Eftirfarandi verkefni fengu styrk:
Sveinsstaðir Guesthouse. Umsækjandi: Arctic Trip ehf. Kr. 1.900.000.
Brú yfir í Borgina. Umsækjandi: Rannveig Vilhjálmsdóttir. Kr. 1.150.000.
Frisbígolfvöllur í Grímsey. Umsækjandi: Kiwanisklúbburinn Grímur. Kr. 1.800.000.
Vefsíða fyrir gistiheimilið Bása. Umsækjandi: Gistiheimilið Básar. Kr. 700.000.
Vistvæn orkuvinnsla í Grímsey. Umsækjnadi: JT Consulting ehf. Kr. 1.500.000.
Heildarupphæð styrkja að þessu sinni er því kr. 7.050.000. Gert er ráð fyrir að það sem eftir er af styrkfé ársins verði auglýst til úthlutunar seinna á árinu.
Kletturinn Borgin í Grímsey
Mynd: María H. Tryggvadóttir
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hvad-eiga-brautirnar-ad-heita
|
Hvað eiga brautirnar að heita?
Auglýst hefur verið eftir nöfnum á nýju vatnsrennibrautirnar við Sundlaug Akureyrar. Festur til að senda inn tillögur rennur út þriðjudaginn 27. júní og eftir það fer dómnefnd yfir innsendar tillögur og velur þær bestu. Vinningshafi væri að launum árskort í Sundlaug Akureyrar og fær að auki að fara fyrstu ferðina í eina af rennibrautunum þremur þegar þær verða vígðar um mánaðamótin.
Þegar öllum framkvæmdum á svæðinu verður lokið seinna í sumar, verður komin ný og stærri lendingarlaug við rennibrautirnar, tvískiptur pottur sem er annars vegar nuddpottur og hins vegar vaðlaug. Tvær stórar rennibrautir verða teknar í gagnið um mánaðamótin; önnur er um 86 m á lengd en hin öllu styttri en endar í svokallaðri trekt, auk þess sem ný barnarennibraut kemur við hlið þeirra. Stigahús fyrir rennibrautirnar verður lokað og upphitað sem gerir gestum kleift að nota rennibrautirnar allt árið um kring.
Hugmyndir og tillögur að nöfnum á rennibrautirnar sendist á netfangið sund@akureyri.is.
Hvað á braut 1 að heita? Braut 2 og braut 3?
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/biladagar-med-besta-moti
|
Bíladagar með besta móti
Að sögn lögreglunnar á Akureyri var ástandið í bænum á nýliðnum Bíladögum almennt betra en verið hefur síðustu árin. Þetta kom fram á fundi fulltrúa frá löreglunni, Aflinu, Bílaklúbbi Akureyrar, Akureyrarstofu, Eyjafjarðarsveit og Slökkviliðinu á Akureyri sem haldinn var í gær.
Einnig kom fram að fíkniefnamál hafi ekki verið fleiri en gengur og gerist á öðrum tímum. Álíka mörg mál komu til kasta lögreglunnar og síðustu árin en sýnileiki lögreglunnar var meiri en verið hefur á Bíladögum sem veldur því óhjákvæmilega að fleiri skráð tilvik eru færð til bókar. Starfsmenn Umhverfismiðstöðvar bæjarins segja að afar snyrtilega hafi verið gengið um bæjarlandið og að engar kvartanir hafi borist til þeirra. Alvarlegast er þó að ein nauðgun var tilkynnt til löreglunnar og harma aðstandendur hátíðarinnar það.
Fulltrúar Bílaklúbbsins telja að aðsókn í heildina hafi verið nokkru minni en á síðasta ári en að þó hafi trúlega nýtt aðsóknarmet verið slegið á einstaka viðburði.
Nokkuð bar á ólátum á tjaldsvæðinu við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit og verður tekið á því máli sérstaklega við undirbúning Bíladaga á næsta ári. Þrátt fyrir að lögreglan hafi verið með öflugt eftirlit á þessum vegi er ljóst að það verður að leggja sérstaka áherslu á að fylgjast með hraðakstri á Eyajfjarðarbraut frá Akureyri að Hrafnagili þar sem óvarlega var ekið að þessu sinni sem getur skapað hættu fyrir almenna vegfarendur.
Samdóma álit fundarmanna var að með þessum undantekningum hafi tekist vel til með Bíladaga að þessu sinni og minna borið á óánægjuröddum meðal bæjarbúa enda hafi spól og bíladrunur innan bæjarmarkanna verið minni en síðustu árin.
"Drulluspyrna". Mynd af heimasíðu BA.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jonsmessuhatid-a-akureyri
|
Jónsmessuhátíð á Akureyri
Jónsmessuhátíð á Akureyri er 24 tíma hátíð sem hefst kl. 12 á föstudag og stendur til klukkan 12 á laugardag. Á dagskránni eru 25 viðburðir út um allan bæ og fjölbreytnin er í fyrirrúmi. Þeir sem hafa ekki hug á að velta sér upp úr dögginni geta heimsótt Sundlaug Akureyrar en þar verður opið til kl 02. Gestir Sundlaugarinnar geta m.a. tekið þátt í zumba í lauginni kl 20, kl. 21.30-00.30 verður Samflot í innilauginni með tónlist og tilheyrandi og á milli kl 01-02 verður tilraunin tónlist í vatni. Klukkan 8 á laugardagsmorguninn verður heimspekipottur þar sem Félag áhugamanna um heimspeki á Akureyri stjórnar umræðum um stjórnmál og stefnuleysi.
Listagilið verður lifandi á Jónsmessuhátíð. Valdís Lilja Valgeirsdóttir og félagar skreyta Gilið, hið svokallaða Listamannahlaup kemur við í Listagilinu en þá mun listafólk í miður góðu formi reyna að hlaupa stutta leið með hlaup í hendi sem búið verður til fyrr um daginn í hlaupsmiðju. Listahópurinn RÖSK verður á svæðinu við að undirbúa sýningu morgundagsins, sýningin I must be happy opnar í Mjólkurbúðinni, það verður vasaljósaleiðsögn um Sumarsýningu Listasafnsins á Akureyri, Stjörnustríðsmyndamaraþon og síðasti viðburður Jónsmessuhátíðar verður frá kl 11-12 á laugardaginn en þar er jóga og slökun í Ketilhúsinu.
Í Lystigarðinum á Café Laut leiða saman hesta sína tónlistarfólkið Lára Sóley Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson og leikkonan Sesselía Ólafsdóttir og er yfirskrift dagskrárinnar „Að verða á í Jónsmessunni!“ Þar verður tónlist blandað saman við þjóðsögur. Í Davíðshúsi tekur Valgerður H. Bjarnadóttir á móti gestum og les upp úr verkum skáldsins og Kristín Aðalsteinsdóttir býður fólki í göngu og spjall um hluta Innbæjarins og byggir gangan á bók Kristínar; Innbær. Húsið og fólkið.
Þetta er aðeins brot af því sem hægt verður að njóta á 24 stunda Jónsmessuhátíð á Akureyri. Nánari upplýsingar er að finna á facebooksíðu Jónsmessuhátíðarinnar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/althjodlegt-veggverk
|
Alþjóðlegt Veggverk
Nú hefur félagsskapurinn "Alþjóðlegar Kaffikonur á Akureyri" myndskreytt Veggverk.org á vesturvegg hússins við Strandgötu 17 og vilja konurnar með því senda litríkar og glaðlegar sumarkveðjur til allra Akureyringa.
Kaffikonurnar sem lögðu gjörva hönd á plóg eru Ceniza frá Filippseyjum, Kheirie frá Líbanon, Jutta frá Austurríki, Lilian frá Filippseyjum, Aija frá Lettlandi, Melisa frá Filippseyjum, Alexandra frá Réunion, Zane frá Lettlandi, Surekha frá Indlandi, Olga frá Rússlandi, Silvia frá Þýskalandi og Dagrún frá Íslandi.
Verkefnið var styrkt af Menningarsjóði Akureyrarbæjar og Stjórnsýslusviði Akureyrarbæjar.
Hópurinn við Veggverkið.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/listasumar-a-akureyri-sett-a-laugardag-i-listagilinu
|
Listasumar á Akureyri sett á laugardag í Listagilinu
Listasumar 2017 verður sett kl. 14 laugardaginn 24. júní í Listagilinu og mun Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri setja dagskrána eftir að búið er að flagga Listasumarsfánanum í stóra fánastöng sem staðsett er ofarlega í Listagilinu. Við setninguna spilar Lúðrasveit Akureyrar undir stjórn Ellu Völu Árnadóttur, gluggað verður í dagskrána með því að hlýða á nokkur tóndæmi, listahópurinn RÖSK verður með gjörning og kynnir nýjar kynjaverur til sögunnar, Hesturinn Nigel Brie verður í Mjólkurbúðinni, gestalistamaður Gilfélagsins opnar sýningu í Deiglunni, listahópurinn RÓT verður að störfum og boðið verður upp á leiðsögn um Sumarsýningu Listasafnsins á Akureyri - Ketilhús.
Listasumri, sem stendur til 26. ágúst þegar Akureyrarvaka tekur við, er ekkert óviðkomandi og felur dagskráin í sér nánast allt á milli himins og jarðar. Dagskráin er þannig uppsett að alla þriðjudaga eru viðburðir í Deiglunni, alla fimmtudaga eru viðburðir í menningarhúsinu Hofi, föstudaga eru kvikmyndasýningar á vegum Kvik-Yndis, félags áhugafólks um kvikmyndir og verða myndirnar sýndar á óhefðbundnum sýningarstöðum, Sundlaug Akureyrar verður með uppákomur á föstudögum, Sumartónleikar í Akureyrarkirkju verða á sunnudögum í júlí, sýningar í ART AK Amaro Gallerí og alla þriðjudaga er friðar- og kærleikshugleiðsla í Ketilhúsinu. Fyrir utan þessa föstu pósta eru fjölbreyttar sýningar og námskeið á virkum dögum og um helgar bæði í Deiglunni og í Rósenborg Möguleikamiðstöð.
Listasumar hugar líka að ungviðinu og skipuleggur ýmsar smiðjur og námskeið í samvinnu við gott fólk, þar má nefna ritlistarsmiðjur, hjólabrettanámskeið, sirkussmiðju, listasmiðjur þar sem unnið er með plast og pappamassa og dansnámskeið.
Fylgist með Listasumri á listasumar.is, á Facebook og á Instagram
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sumartonleikar-i-akureyrarkirkju-30-ara
|
Sumartónleikar í Akureyrarkirkju 30 ára
Sumartónleikar í Akureyrarkirkju eru orðnir fastur liður í menningarstarfi Norðurlands og fagna í ár 30 ára starfsafmæli. Tónleikar verða haldnir á sunnudögum í júlímánuði og er dagskráin sem fyrr fjölbreytt og glæsileg. Styrktaraðilar tónleikaraðarinnar eru Sóknarnefnd Akureyrarkirkju, Héraðssjóður Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis, Menningarsjóður Akureyrar og Tónlistarsjóður.
Á fyrstu tónleikunum sem fram fara sunnudaginn 2. júlí kl. 17.00 koma fram Svafa Þórhallsdóttir sópran, Ella Vala Ármannsdóttir horn og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir orgel. Þær flytja íslensk sönglög í bland við hátíðlega tóna fyrir horn og orgel.
Ella Vala Ármannsdóttir, hornleikari, er fædd í Svarfaðardal. Hún stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, Musikhochschule Freiburg im Breisgau, Þýskalandi og í Schola Cantorum Basiliensis í Basel, Sviss. Ella Vala er lausráðin hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og leikur reglulega m.a. með Hljómsveit íslensku Óperunnar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Hún starfar einnig sem málmblásturskennari við Tónlistarskólann á Akureyri og Tónlistarskólann á Tröllaskaga.
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir stundaði tónlistarnám í Tónlistarskólanum á Akureyri, Tónlistarskólanum í Reykjavík, við Tónskóla þjóðkirkjunnar og Konunglega danska tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn en þaðan lauk hún meistaraprófi í kirkjutónlist. Sigrún hefur starfað sem organisti og kórstjóri í Reykjavík, í Kaupmannahöfn og á Akureyri. Sigrún starfar nú sem organisti við Akureyrarkirkju og við Möðruvallaklausturskirkju. Hún stjórnar einnig Kvennakór Akureyrar og Kammerkórnum Ísold ásamt því að kenna við Tónlistarskólann á Akureyri. Hún hefur haldið fjölda tónleika á Íslandi og erlendis og fékk úthlutað listamannalaunum frá íslenska ríkinu árið 2016.
Svafa Þórhallsdóttir er fædd i Reykjavík. Hún hóf söngnám við Söngskólann í Reykjavík og lagði síðar stund á söng- og söngkennaranám við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Svafa starfar sem söngvari, tónlistarkennari og kórstjóri í Kaupmannahöfn. Hún tekur virkan þátt í óratóríu uppfærslum sem einsöngvari sem og kórsöngvari og heldur reglulega einsöngstónleika með árherslu á ljóðasöng. Svafa hefur komið fram sem einsöngvari á Tónlistarhátíðum í Færeyjum, Þýskalandi, Póllandi, Noregi, Danmörku og Íslandi.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Sumartónleika í Akureyrarkirkju 2017, Lára Sóley Jóhannsdóttir, í gegnum netfangið larasoley82@gmail.com eða í síma 8670749. Meðfylgjandi eru myndir sem nota má með umfjöllun: Mynd 1 Frá vinstri: Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, Ella Vala Ármannsdóttir, Svafa Þórhallsdóttir Mynd 2 Sigrún Magna Þórsteinsdóttir
Frá vinstri: Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, Ella Vala Ármannsdóttir, Svafa Þórhallsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/breyting-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018-stigur-medfram-eyjafjardarbraut
|
Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 - Stígur meðfram Eyjafjarðarbraut
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 20. júní 2017 samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna stígs meðfram Eyjafjarðarbraut.
Breytingin felur í sér að aðalstígur er skilgreindur meðfram Eyjafjarðarbraut og tengja þar með stígakerfi bæjarins við nágrannasveitarfélagið Eyjafjarðarsveit. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 5. júní 2017 í mkv. 1:10 000.
Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindisins.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagssviðs, Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.
Sviðsstjóri skipulagssviðs
Aðalskipulagsbreyting
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/lif-og-fjor-i-visindaskolanum
|
Líf og fjör í Vísindaskólanum
Það var líf og fjör í hátíðarsal Háskólans á Akureyri á föstudaginn 23. júní en þá útskrifuðust alls 87 nemendur frá Vísindaskóla unga fólksins.
Vísindaskólinn stendur í eina viku og þetta er í þriðja skipti sem skólinn er haldinn. Að þessu sinni lærðu nemendur að búa til hljóðfæri, kynntu sér grunnatriði í forritun, unnu í tilraunaeldhúsi, lærðu grunnatriði í umhverfismálum og kynntu sér breytileika mannfólksins, með áherslu á við séum ekki öll eins.
Vísindaskólanum er ætlað að vekja áhuga ungs fólks á aldrinum 11-13 ára á námi á háskólastígi. Flest börnin koma frá Eyjafjarðarsvæðinu en einnig eru dæmi um að börn koma lengra að.
„Ég veit að afar og ömmur sem búa hér á Akureyri eru að fá barnabörn í heimsókn og eru þannig að slá tvær flugur í einu höggi. Njóta samveru með barnabörnum í eina viku og bjóða þeim upp á áhugaverða dagskrá í Vísindaskólanum“, segir Sigrún Stefánsdóttir, skólastjóri Vísindaskólans.
Skólinn hefur frá upphafi fengið mikilvægan stuðning frá ýmsum aðilum í nærsamfélaginu og segir Sigrún hann ómetanlegan. Undirbúningur fyrir Vísindaskóla unga fólksins vorið 2018 er að hefjast.
Frétt og mynd af heimasíðu Háskólans á Akureyri.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri ávarpaði útskriftarnemendur.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-23
|
Tvö myndbönd um unga fólkið okkar
Ungt fólk á frístundasviði Akureyrarbæjar í Rósenborg hefur nýlokið við gerð tveggja kynningarmyndbanda um hluta starfsemi sinnar. Annað myndbandið fjallar um Ungmenna-húsið og Virkið en í hinu má heyra raddir unga fólksins og foreldra um samskipti, uppeldi o.fl. Rósenborg starfar við forvarnir í víðasta skilningi þess orðs og er tilgangur myndbandanna að kynna hluta af því starfi, mikilvægi þess og tilgang.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/norraenir-vinir-funda
|
Norrænir vinir funda
Í morgun hófst á Akureyri formleg dagskrá á norrænum tengiliðafundi bæjarstjóra og pólitísks forsvarsfólks Akureyrar, Álasunds í Noregi, Lathi í Finnlandi, Randers í Danmörku og Västerås í Svíþjóð. Dagurinn hófst með göngutúr fundarmanna frá hótelinu þar sem þeir dvelja niður í Ráðhús þar sem Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri tók á móti hópnum.
Að lokinni stuttri kynningu á Akureyri voru áherslur bæjarins í átt að kolefnishlutleysi kynntar og farið með hópinn í svokallaðan "Grænan túr" sem hefur verið í þróun hjá Vistorku. Klukkan 14.15 hófst fundur í bæjarstjórnarsalnum þar sem fjallað er um skipulagsmál í sveitarfélögunum, umhverfismál, norrænt ungmennasamstarf og framtíð vinabæjasamstarfsins á breiðum grundvelli.
Aðrir liðir á dagskrá fulltrúanna frá norrænu vinabæjunum eru meðal annars heimsókn til Hríseyjar og hvalaskoðun á Eyjafirði.
Akureyrarbær hefur um árabil lagt áherslu á að vera virkur í alþjóðlegu samstarfi. Það starf byggist m.a. á þeim vinabæjasamskiptum sem þegar eru fyrir hendi og vel hafa gengið, á samstarfi á norðurslóðum og á þátttöku í tímabundnu starfi og verkefnum. Leiðarljós í erlendu samstarfi er að læra af samskiptum við aðrar þjóðir, miðla reynslu og stuðla að því að ný viðhorf, vinátta og skilningur berist og eflist milli þjóða, sveitarfélaga og íbúa þeirra. Megináhersla er lögð á vinabæjasamskipti sem snúa að sveitarstjórnarmálum, málefnum norðurslóða, jafnrétti og umhverfismálum.
Fulltrúar norrænu vinabæjanna ásamt Eiríki Birni Björgvinssyni bæjarstjóra, Matthíasi Rögnvaldssyni forseta bæjarstjórnar og Guðmundi Hauki Sigurðarsyni framkvæmdastjóra Vistorku lengst til vinstri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/umraeda-um-innanlandsflugid-i-baejarradi
|
Umræða um innanlandsflugið í bæjarráði
Á fundi bæjarráðs Akureyrar í gær var meðal annars fjallað annars vegar um stöðu framkvæmda við flughlaðið á Akureyrarflugvelli og einnig framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Í fundargerð bæjarráðs segir:
"Bæjarráð skorar á fjármálaráðherra og ríkisstjórn að úthluta fjármagni í fjárlögum til þess að klára flughlaðið við Akureyrarflugvöll. Eins og fram hefur komið er stækkun flughlaðsins mikið öryggismál vegna vaxandi flugumferðar til og frá Íslandi, en öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur í þessu sambandi bent á mikilvægi Akureyrarflugvallar og Egilsstaðaflugvallar sem varaflugvalla. Þá er flughlaðið grundvöllur vaxandi flugstarfsemi á Akureyrarflugvelli sem mun styrkja og efla atvinnulíf og byggð á Norðurlandi öllu."
Einnig var rætt um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar, neyðarbraut og nýja flugstöð.
"Bæjarráð Akureyrar fagnar framkomnum hugmyndum samgönguráðherra um byggingu nýrrar flugstöðvar við Reykjavíkurflugvöll. Núverandi flugstöð er úr sér gengin og á engan hátt boðleg sem slík. Það er mikilvægt að geta boðið flugfarþegum og starfsfólki góða aðstöðu, ekki síst í ljósi hugmynda um eflingu innanlands flugsins. Þá er einnig ljóst að Reykjavíkurflugvöllur fer ekkert næstu árin eða áratugina, enda ekki enn fundin jafngóð eða betri lausn.
Jafnfram þessu vill bæjarráð ítreka bókun sína frá 5. janúar sl. í ljósi úrskurðar Samgöngustofu um lokun Neyðarbrautarinnar, en þar segir:
Í höfuðborg Íslands er eina hátæknisjúkrahús landsins. Það er því lífsnauðsynlegt að þangað sé ávallt greið leið með sjúklinga hvort sem er af höfðuborgarsvæðinu eða landsbyggðunum. Lokun Neyðarbrautarinnar svokölluðu á Reykjavíkurflugvelli hefur á undangengnum vikum leitt til þess að sjúkraflugvélar hafa ekki getað lent í Reykjavík né annars staðar á Suðvestur horninu með alvarlega veika einstaklinga, sem hafa þurft á bráðnauðsynlegri umönnun að halda á þessu eina hátæknisjúkrahúsi okkar landsmanna. Það er því ófrávíkjanleg krafa bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar að Neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar verði opnuð aftur þar til önnur og jafngóð lausn finnst. Bæjarráð skorar á borgarstjórn Reykjavíkurborgar, innanríkisráðherra og Alþingi að stuðla að því að svo geti orðið."
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/arsskyrsla-akureyrarbaejar-2016-komin-ut
|
Ársskýrsla Akureyrarbæjar 2016 komin út
Ársskýrsla Akureyrarbæjar fyrir árið 2016 er komin út. Líkt og í fyrra er skýrslan eingöngu gefin út rafrænt og birt á heimasíðu bæjarins þar sem lítil eftirspurn hefur verið eftir henni útprentaðri. Að hafa þennan háttinn á er umhverfisvænt og felur um leið í sér dálítinn sparnað fyrir sveitarfélagið.
Óski einhver eftir að fá skýrsluna á pappír þá getur viðkomandi snúið sér til þjónustuanddyris Akureyrarbæjar í Ráðhúsinu að Geislagötu 9.
Ársskýrslur bæjarins frá árinu 2000.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/merkileg-postkort-a-amtsbokasafninu
|
Merkileg póstkort á Amtsbókasafninu
Í gær var opnuð á Amtsbókasafninu merkileg sýning á póstkortum frá 1880-1950 sem sýna myndir frá Akureyri og nágrenni. Það var Þórhallur Ottesen sem opnaði sýninguna en hann er brottfluttur Akureyringur sem hefur safnað póstkortum víða um heim undanfarin 40 ár.
Um er að ræða stærsta póstkortasafn í einkaeigu hér á landi og hafa sum kortanna aldrei verið sýnd opinberlega áður.
Sýningin mun standa út júlí.
Þórhallur Ottesen í pontu við opnun sýningarinnar. Hjá honum standa safnararnir Kristján Ólafsson frá Dalvík, Páll A Pálsson ljósmyndari á Akureyri og Sveinn Jónsson í Kálfskinni.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/adgerdaaaetlun-i-loftslagsmalum
|
Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum
Vinna við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er hafin og hefur verið opnað sérstakt vefsvæði tileinkað vinnunni á slóðinni www.co2.is. Almenningur er hvattur til að senda hugmyndir og tillögur að aðgerðum til verkefnisstjórnar á netfangið loftslag@uar.is.
Ætlunin er að birta jafnóðum á vefsvæðinu þær tillögur sem berast en þar er einnig að finna ýmsar upplýsingar er tengjast vinnunni við aðgerðaáætlun.
Sex ráðherrar í ríkisstjórn Íslands skrifuðu undir viljayfirlýsingu um gerð áætlunarinnar en vinnan er leidd af forsætisráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
Með áætluninni er stefnt að því að setja fram aðgerðir sem ætlað er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og auka bindingu koldíoxíðs úr andrúmslofti.
Sérstök verkefnisstjórn og sex faghópar vinna áætlunina, en við vinnu aðgerðaáætlunarinnar er áhersla lögð á samráð við haghafa og að sjónarmið og tillögur komi frá aðilum utan stjórnkerfisins.
Nánar á www.co2.is.
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/um-fasteignina-steinnes
|
Um fasteignina Steinnes
Vegna umfjöllunar fjölmiðla um fasteignina Steinnes á Akureyri hefur Akureyrarbær sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:
Í deiliskipulagi fyrir íþróttasvæði Þórs árið 2008 voru ákvæði um að einbýlishúsið Steinnes þyrfti að víkja. Ákvörðunin kallaði ekki á tafarlaust niðurrif hússins heldur var hún liður í langtímamarkmiði um uppbyggingu svæðisins. Skipulagsstjóri og bæjarlögmaður sáu um uppkaup á Steinnesi og náðust samningar 2008 sem meðal annars fólu í sér aðlögunartíma fyrir seljendur Steinness.
Við söluna gerðu bæjaryfirvöld samkomulag við seljanda um leigu til ársins 2014 sem síðan var framlengt til ársins 2017 að ósk leigjenda. Fyrri eigendur óskuðu aftur eftir framlengingu á þessu ári og bauð bærinn þeim að gera nýjan leigusamning en ekki tókust samningar.
Akureyrarbær leggur áherslu á að bærinn hefur engan hag af því að eignast húsið, annan en að með því er hægt að byggja upp eitt helsta íþrótta- og tómstundasvæði bæjarbúa til framtíðar. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær eigi að fjarlægja húsið þótt áformum um niðurrif þess hafi ekki verið breytt. Gert er ráð fyrir niðurrifi í gildandi deiliskipulagi frá árinu 2008 og ef hverfa á frá því, þarf að breyta deiliskipulaginu.
Áform um uppbyggingu á Þórssvæðinu og niðurrif Steinsness eru því óbreytt og því eru fréttir um breytingar á skipulagi einfaldlega rangar.
Eðlilega fylgja málum sem þessum tilfinningar. Húsinu hefur verið vel við haldið og fullur skilningur er á að erfitt sé að segja skilið við eignina. Þar sem fyrri eigendur höfðu ekki hug á að taka tilboði bæjarins um framlengdan leigusamning þótti þó rétt að nýta húsið áfram og var ákveðið að leigja það tímabundið fyrir sýrlenska fjölskyldu sem kom til bæjarins sem flóttafólk í ársbyrjun 2016.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/allar-upplysingar-um-vinnuskolann-verda-framvegis-a-rafraenu-formi
|
Upplýsingar um Vinnuskólann verða á rafrænu formi
Í ár verða allar upplýsingar um vinnuskólann sendar forráðamönnum í gegnum tölvupóst. Í umsóknarferlinu þarf að passa uppá að setja inn netfang sem er virkt og forráðamenn nota reglulega.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyju-vatnsrennibrautirnar-vigdar
|
Nýju vatnsrennibrautirnar vígðar
Á morgun, fimmtudaginn 13. júlí, verður blásið til hátíðar í Sundlaug Akureyrar í tilefni þess að þá verða þrjár nýjar vatnsrennibrautir teknar í notkun. Framkvæmdir vegna breytinga á sundlaugasvæðinu og uppsetningar nýju lauganna hófust í október sl. og hafa litríkar brautirnar varla farið fram hjá nokkrum manni sem átt hefur leið um Akureyri síðustu mánuðina.
Í tilefni af vígslu brautanna verður opið í Sundlaug Akureyrar til miðnættis fimmtudaginn 13. júlí og föstudaginn 14. júlí. Frítt verður í sund á fimmtudeginum.
Áður en öllum sem áhuga hafa verður hleypt í nýju vatnsrennibrautirnar, fer fram stutt athöfn sem hefst kl. 14 en þar verður meðal annars tilkynnt um sigurvegara í samkeppni um nöfn á brautirnar þrjár. Þeir sem þóttu koma með bestu tillögurnar, og voru dregnir úr hópi þeirra sem lögðu fram sömu tillögur, fá að renna sér fyrstir í þá braut sem þeir nefndu.
Rennibrautirnar eru sem áður segir þrjár. Hæð á uppgönguturni er 14 metrar. Þvermál röranna er 90-120 sm og heildarlengd þeirra er um 135 metrar.
Mynd: Ólafur Arnar Pálsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sumarhatid-vinnuskola-akureyrar
|
Sumarhátið vinnuskóla Akureyrar
Fimmtudaginn 13. júlí ætlar starfsfólk Vinnuskólans að gera sér glaðan dag og halda hina árlegu sumarhátið á útivistarsvæði skáta að Hömrum. Þar verður margt í boði, s.s. frisbígolf, froðubandý, siglingar, kubb, svamla í vötnunum, þrautabrautir og í lokin verða grillaðar pylsur.
Ungmenni fædd 2002 mæta á sínum hefðbundna vinnutíma kl. 8 að Hömrum og ungmenni fædd 2003 mæta kl. 12.15 að Hömrum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gardeigendur-geta-sott-okeypis-moltu
|
Garðeigendur geta sótt ókeypis moltu
Garðeigendur geta nú sótt sér moltu án endurgjalds á tveimur stöðum í bænum, þ.e. á Krókeyri sunnan við Mótorhjólasafnið og á brennustæðið sunnan við gámasvæðið í Réttarhvammi.
Um er að ræða tvenns konar moltu:
Gróðurmoltu sem er hágæða molta unnin úr gróður- og grasleifum sem til falla á Eyjafjarðarsvæðinu. Þessi molta hentar í alla almenna garðrækt og í matjurtargarða sem jarðvegsbætir og næringargjafi. Æskilegt er að blanda moltunni saman við mold eða sand og dreifa ofan á mold.
Kraftmolta er hágæða jarðvegsbætir sem unninn er úr lífrænu hráefni frá heimilum og sláturhúsum sem fellur til á Eyjafjarðarsvæðinu. Hægt er að nota þessa moltu á grasflatir bæði sem áburð ofan á og eins við sáningu í blómabeð og trjá- og runnabeð. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Moltu.
Moltan er eingöngu ætluð einstaklingum en ekki fyrirtækjum.
|
Subsets and Splits
No community queries yet
The top public SQL queries from the community will appear here once available.