Search is not available for this dataset
url
stringlengths
21
288
text
stringlengths
1
1.35M
https://www.akureyri.is/is/frettir/varhugaverdir-brunnar-i-gotum
Varhugaverðir brunnar í götum Ökumenn á Akureyri eru hvattir til að aka varlega um götur bæjarins því nú hafa sums staðar myndast djúpar holur við brunna á akstursleiðum sem geta stórskaðað bifreiðar. Hitinn af brunnunum bræðir af sér snjóinn og myndast þannig djúpar holur sem erfitt getur verið að koma auga á. Mynd úr safni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/heimilisfridur-heimsfridur-3
Heimilisfriður - heimsfriður 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi felst í að draga ofbeldið fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Upphafsdagur átaksins 25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gegn konum. Lokadagur átaksins 10. desember er alþjóðlegi mannréttindadagurinn. Dagsetningarnar tengja saman á táknrænan hátt kynbundið ofbeldi og mannréttindi. Laugardagur 25. nóvember Kl. 17: Ljósaganga frá Akureyrarkirkju niður á Ráðhústorg. Sýnum samstöðu og göngum fyrir friði. Zontalúbburinn Þórunn hyrna og Zontaklúbbur Akureyrar. Miðvikudagur 29. nóvember Kl. 12–13: Kynbundin og kynferðisleg áreitni á vinnumarkaði – kynbundinn launamunur. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Hádegisfyrirlestur og umræður í anddyri Borga við Norðurslóð. Mánudagur 4. desember Kl. 10–12: Byggjum brýr – brjótum múra. Samvinna í heimilisofbeldismálum á Norðurlandi eystra. Málþing í anddyri Borga við Norðurslóð. Fimmtudaginn 7. desember Kl. 12-13: Kynferðisofbeldi í formi myndbirtinga. Hildur Friðriksdóttir starfsmaður við VMA Hádegisfyrirlestur og umræður í sal Verkmenntaskólans á Akureyri. Kl. 18–21: Opið hús hjá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Kynning á starfsemi Aflsins, erindi og tónlistaratriði. Gamli spítalinn Aðalstræti 14. Laugardagur 9. desember Kl. 11-12: Hinsegin Norðurland - Heimilisofbeldi og hinsegin fólk. Heimilisfriðurinn verður ekki heimsfriður nema að við tölum um öll heimili. Amtsbókasafnið á Akureyri. Kl. 13–17: Bréf til bjargar lífi - Bréfamaraþon Amnesty. Amtsbókasafnið á Akureyri og Penninn Eymundsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ingibjorg-og-baldvin-i-vidtalstima
Ingibjörg og Preben í viðtalstíma Viðtalstímar bæjarfulltrúa Akureyrarbæjar eru haldnir tvisvar í mánuði á fimmtudögum frá kl. 17-19 á tímabilinu október til maí. Í viðtalstímum gefst bæjarbúum kostur á að hitta fulltrúa í bæjarstjórn og ræða þau málefni sem hæst ber hverju sinni. Viðtalstímarnir eru í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, 1. hæð. Fimmtudaginn 30. nóvember verða bæjarfulltrúarnir Ingibjörg Ólöf Isaksen og Preben Jón Pétursson í Ráðhúsinu til skrafs og ráðagerða.
https://www.akureyri.is/is/frettir/bjarg-ibudafelag-byggir-75-nyjar-ibudir-a-akureyri
Bjarg íbúðafélag byggir 75 nýjar íbúðir á Akureyri Í dag var undirrituð viljayfirlýsing um samstarf Akureyrarbæjar og Bjargs íbúðafélags sem felur í sér að bærinn veiti 12% stofnframlag til byggingar 75 nýrra íbúða á vegum félagsins á Akureyri á næstu þremur árum. Þetta er gert í ljósi þeirra brýnu verkefna sem blasa við í húsnæðismálum og hefur Akureyrarbær nú þegar gefið vilyrði um úthlutun á lóð að Guðmannshaga 2 í Hagahverfi fyrir a.m.k. 18 íbúðir og fram til ársins 2020 verður úthlutað lóðum fyrir samtals 75 leiguíbúðir. Við uppbyggingu skal horfa til atriða eins og félagslegrar blöndunar, yfirbragðs, íbúalýðræðis og hönnunar og skal það útfært nánar í samvinnu aðila. Akureyrarkaupstaður gerir það að skilyrði fyrir veitingu stofnframlags til verkefnisins að fjölskyldusvið Akureyrarbæjar hafi að jafnaði ráðstöfunarrétt að 20% íbúða, samkvæmt sérstöku samkomulagi sem aðilar gera um hvert verkefni. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir að þetta framtak íbúðafélagsins Bjargs á Akureyri sé góð viðbót við húsnæðismarkaðinn í bænum og að Akureyrarbær komi beint að þessu góða máli í því skyni að bæta aðgengi tekjulægri hópa að öruggu leiguhúsnæði. „Framundan er krefjandi verkefni sem Bjarg mun leysa af metnaði og í samvinnu við heimamenn," segir Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs og fagnar samstarfinu við Akureyrarbæ. Samkomulagið undirrituðu Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs, Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Elín Björg Jónsdóttir stjórnarmaður í Bjargi og formaður BSRB, og Gylfi Arnbjörnsson stjórnarformaður Bjargs og forseti ASÍ. Frá vinstri: Björn Traustason, Elín Björg Jónsdóttir, Eiríkur Björn Björgvinsson og Gylfi Arnbjörnsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynning-a-fjarhagsaaetlun
Kynning á fjárhagsáætlun Kynningarfundur um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018 verður haldinn miðvikudaginn 29. nóvember kl. 16.30 í Lionssalnum á 4. hæð í Skipagötu 14. Formaður bæjarráðs kynnir áætlunina og því loknu verða umræður og leitast við að svara spurningum fundarmanna. Fundurinn er til marks um vilja bæjaryfirvalda um að auka íbúalýðræði og verða slíkir fundir verði haldnir árlega til að kynna fjárhagsáætlun komandi árs.
https://www.akureyri.is/is/frettir/unnid-ad-barnvaenu-sveitafelagi
Unnið að barnvænna sveitarfélagi Hafin er vinna við innleiðingu barnasáttmála UNICEF á Akureyri, fyrsta sveitarfélaginu á Íslandi, og er stefnt að því að gera bæinn að ennþá barnvænna samfélagi en nú er. Föstudaginn 1. desember verður haldið stórþing ungmenna á Akureyri í Hofi. Þingið er ætlað unglingum á unglingastigi grunnskóla og yngstu tveimur árgöngum framhaldsskóla. Fulltrúar úr öllum grunnskólum Akureyrarkaupstaðar verða á þinginu ásamt fulltrúum úr báðum framhaldsskólum Akureyrar. Yngri börn; leikskólastig, yngsta stig og miðstig grunnskóla vinna verkefni sem tengjast barnvænu samfélagi í skólum sínum. Viðfangsefni þingsins er tvíþætt: Annars vegar fræðsla og hins vegar verður farið í vinnuhópa þar sem rædd verður staða ungmenna í sveitafélaginu og dregin upp mynd af því sem betur má fara en einnig hvað vel er gert. Niðurstöður umræðna verða lauslega kynntar í lok þingsins um kl. 13.20. Áætlað er að lokaniðurstöður verði kynntar með formlegum hætti í lok apríl og þá frá öllum skólastigum. Dagskrá þingsins í aðalatriðum: 11.00: Ávarp frá bæjarstjóra og þing sett 11.15: Fræðsla frá UNICEF um barnasáttmálann 12.00: Farið í vinnuhópa og unnið með spurningarlista undir handleiðslu umræðustjóra 13.20: Niðurstöður þingsins kynntar lauslega Sumar í Krossanesborgum. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolamarkadurinn-i-skogarlund
Jólamarkaðurinn í Skógarlund Árlegur jólamarkaður miðstöðvar virkni og hæfingar við Skógarlund verður haldinn laugardaginn 2. desember frá kl. 11-16.00. Þar verður til sölu ýmis skemmtilegur varningur sem unninn er af notendum þjónustunnar í Skógarlundi. Má þar nefna nytjalist úr leir og gleri, trévöru, jólakort, muni unna úr þæfðri ull og ýmislegt fleira. Posi á staðnum. Allir velkomni
https://www.akureyri.is/is/frettir/adalskipulag-akureyrar-2018-2030-tillaga-ad-nyju-adalskipulagi
Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 – Tillaga að nýju aðalskipulagi Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti þann 5. september 2017 að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018 – 2030 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Athugasemdir Skipulagsstofnunar, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga sem hefur verið tekið tillit til að mestu, eru jafnframt auglýstar samhliða. Nýtt aðalskipulag tekur til tímabilsins 2018-2030 og er endurskoðun á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, Aðalskipulagi Grímseyjar 1996-2016 og Aðalskipulagi Hríseyjar 1988-2008. Megin breytingar frá gildandi aðalskipulagi felast í: Þróun byggðar. Áhersla er lögð á þéttingu byggðar og hægt er á útbreiðslu íbúðasvæða til suðurs. Nýtt svæði fyrir grafreiti er skilgreint í Naustaborgum. Tekið er á landnotkunarstefnu Hríseyjar og Grímseyjar. Með gildistöku nýs aðalskipulags munu ofangreindar aðalskipulasáætlanir, ásamt síðari breytingum, falla úr gildi. Rammahluti aðalskipulags vegna Oddeyrar sem tók gildi 23. nóvember 2017 verður tekinn óbreyttur inn í nýtt aðalskipulag. Tillagan ásamt umhverfisskýrslu og öðrum fylgigögnum mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, í Grímsey, Hrísey og hjá Skipulagsstofnun frá 1. desember 2017 til 12. janúar 2018. Öll skipulagsgögn eru aðgengileg hér fyrir neða: Greinargerð Umhverfisskýrsla Sveitafélagsuppdráttur Séruppdráttur - Akureyri Séruppdráttur - Gímsey og Hrísey Rammahluti aðalskipulags fyrir Oddeyri Athugasemdir Skipulagsstofnunar Aðrir uppdrættir úr greinargerð Íbúðasvæði Þéttingasvæði Rafveita Stígakort Umferð 2016 Umferðarspá 2030 Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út kl. 16:00 föstudaginn 12. janúar 2018. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast til skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9 eða með tölvupósti: skipulagssvid@akureyri.is. Nafn, kennitala og heimilisfang sendanda skal ávalt koma fram. Haldnir verða þrír kynningafundir þar sem helstu málefni skipulagsins verða tekin fyrir. Þróun byggðar, fimmtudaginn 7. desember kl. 17:00 í Hofi. mannfjöldi og húsnæðismál, þétting byggðar, verndun húsa og hverfahluta, íþróttasvæði. Upptaka af fundinum Kynningarefni, glærur Umhverfi og útivist, fimmtudaginn 14. desember kl. 17:00 í Ketilhúsinu, Kaupvangsstræti 8. útivistarsvæði, græni trefillinn, Glerárdalur og Hlíðarfjall, grafreitir í Naustaborgum. Upptaka af fundinum Kynningarefni, glærur Grafreitir í Naustaborgum, glærur Samgöngur og atvinnulíf, fimmtudaginn 4. janúar kl. 17:00 í Ketilhúsinu, Kaupvangsstræti 8. staðsetning og svæði fyrir atvinnu, iðnað, verslun og þjónustu, flutningskerfi raforku, ferðaþjónusta, flugsamgöngur, hafnasvæði. Upptaka af fundinum Kynningarefni, glærur Grímsey og Hrísey Kynningarfundir í Grímsey og Hrísey: Hrísey þriðjudaginn 12. desember kl. 16:00 í Hlein. Grímsey miðvikudaginn 10. janúar kl. 13:45 í Múla 1. desember 2017 Sviðsstjóri skipulagssviðs Tillaga að nýju aðalskipulagi
https://www.akureyri.is/is/frettir/5-a-dag
5 á dag Forvarna- og félagsmálafulltrúar Akureyrarbæjar hafa undanfarið unnið að nýju lýðheilsuverkefni sem er meðal annars kynnt með auglýsingum á strætisvögnum bæjarins. Verkefnið kallast "5 á dag". Það snýst um að kynna fyrir almenningi 5 einföld skref til að fylgja á hverjum degi og þannig stuðla að betri líðan. Markmiðið er að hvetja alla til að taka ábyrgð á og stuðla að eigin geðheilsu. Undanfarin misseri hefur talsvert verið rætt um að geðheilsa, sérstaklega á meðal barna og ungmenna, fari versnandi og að skortur sé á úrræðum í þeim málaflokki. 5 á dag er átak sem allir geta tileinkað sér í heilsueflandi samfélagi. Skrefin eru í stuttu máli: Tölum saman: Átt þú í samskiptum við fólkið í kringum þig? Fjölskyldu, samstarfsmenn, nágranna, vini, heima, í vinnunni, skólanum, samfélaginu þínu? Verum virk: Stundar þú reglulega hreyfingu? Göngum, hjólum, syndum, skíðum, förum stigann, leikum okkur. Verum í núinu: Nýtur þú augnabliksins? Verum þakklát, verum meðvituð um umhverfi okkar, hugsanir okkar, tilfinningar og líkama okkar og heiminn í kringum okkur. Upplifum: Ferð þú út fyrir þægindarammann? Lærum allt lífið, upplifum eitthvað nýtt, setjum okkur markmið, látum drauma okkar rætast. Gefum af okkur: Ert þú þátttakandi í samfélaginu? Verum örlát, hrósum, gerum eitthvað fallegt fyrir ættingja, vini eða ókunnuga. Verkefnið er styrkt af frístundaráði og SVA Merkingar frá átakinu eru komnar á strætisvagna bæjarins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/eyfirsk-skjol-birtast-a-nyjum-vef
Eyfirsk skjöl birtast á nýjum vef Snemma árs 2016 hlaut Héraðsskjalasafnið á Akureyri styrk frá Þjóðskjalasafni Íslands til að ljósmynda elstu gjörðabækur sveitarfélaga á starfssvæði sínu. Að þeirri vinnu lokinni hlaut safnið aftur samskonar styrk á vordögum 2017 til að vinna myndirnar og skrá þær fyrir birtingu á vef. Þar að auki hlaut safnið ásamt Héraðsskjalasafninu Þingeyinga og Héraðsskjalasafni Árnesinga styrk til að miðlunar og þróunar á vefviðmóti fyrir skjalavefinn. Í verkefninu 2016 voru afritaðar 105 bækur frá 9 sveitarfélögum í Eyjafjarðarsýslu, samtals rúmlega 19.700 myndir. Á síðustu mánuðum hefur verið unnið við myndvinnslu og skráningu á þessum myndum. Héraðsskjalavörður stýrði verkinu og sá um skráningu en um ljósmyndun og myndvinnslu sá Eva Dögg Helgadóttir. Samhliða var unnið að þróun vefsíðu til að miðla skjölunum. Í dag er opnaður nýr vefur á vefsetri Héraðsskjalasafnsins á Akureyri sem er sérstaklega ætlaður til að birta skjöl. Inn á vefinn er kominn tæplega helmingur af þeim bókum sem myndaðar voru og er ætlunin að á næstu mánuðum birtist það sem eftir er. Á sama tíma birta Héraðsskjalasafn Árnesinga og Héraðsskjalasafn Þingeyinga sínar gjörðabækur á sama hátt. Í þessar bækur er skráð afar áhugaverð saga byggðanna, þær eru meðal þeirra gagna sem notendur skjalasafna hafa mestan áhuga á að skoða. Þar má finna upplýsingar um þróun byggðar, búsetu, búfjáreign, fátækraframfærslu, húsakost, byggingaleyfi og svo mætti lengi telja. Með þessu verkefni er stígið mikilvægt skref í þá átt að safnkostur héraðsskjalasafna verði aðgengilegur á þennan hátt. Þá geta fræðimenn, stjórnsýslan og almenningur skoðað og rannsakað gögn óháð búsetu og opnunartíma safnanna. Skjalavefur.
https://www.akureyri.is/is/frettir/naesti-fundur-baejarstjornar
Næsti fundur bæjarstjórnar Fundur í bæjarstjórn Akureyrar verður á morgun, þriðjudaginn 5. desember kl. 16 á 4. hæð í Ráðhúsinu. Fjallað verður m.a. um innkeyrsluna að Síðuskóla, ábyrgð bæjarins vegna lántöku Fallorku, dagþjálfun á Öldrunarheimilum Akureyrarbæjar, álagningu gjalda fyrir árið 2018 og gjaldskrár, auk þess sem bæjarstjóri flytur skýrslu sína. Bæjarstjórnarfundir eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Í júlí og ágúst er sumarleyfi bæjarstjórnar og hefur bæjarráð þá heimild til fullnaðarafgreiðslu mála. Fundirnir eru haldnir í bæjarstjórnarsalnum í Geislagötu 9, 4. hæð og hefjast kl. 16. Sjónvarpað er frá fundunum daginn eftir, miðvikudag, kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Bein útsending er frá fundunum á heimasíðu Akureyrarbæjar og upptökur frá þeim er einnig hægt að nálgast þar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skidavertidin-fer-vel-af-stad
Skíðavertíðin fer vel af stað Fyrsti skíðadagurinn í Hlíðarfjalli var sunnudaginn 3. desember þegar hátt í 300 manns renndu sér í góðu færi. Næstu vikur verður opið frá fimmtudegi til sunnudags. Lokað verður á aðfangadag en opnað aftur á jóladag og eftir það opið daglega ef aðstæður leyfa. Sala vetrarkorta hefur gengið mjög vel og snjóframleiðsla er hafin en hefur verið ofurlítið brokkgeng því það þarf 4 gráðu frost til að vélarnar geti breytt vatni í snjó. Það er hörkugaddur í kortunum og þá verða snjóbyssurnar látnar ganga viðstöðulaust. Nánari upplýsingar um opnunartíma í Hlíðarfjalli. Fyrstu gestir vetrarins bíða eftir að fara upp með Fjarkanum. Frá vinstri: Tómas, Stefán, Agata og Fríða.
https://www.akureyri.is/is/frettir/jafnrettisvidurkenningar-framlengdur-frestur
Jafnréttisviðurkenningar - framlengdur frestur Frestur til að skila inn tilnefningum til jafnréttisviðurkenninga frístundaráðs Akureyrarbæjar hefur verið framlengdur til föstudagsins 8. desember. Tilgangurinn er að veita viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu jafnréttismála í samræmi við Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar. Viðurkenningu geta hlotið: Fyrirtæki sem hafa: • sérstaka stefnu/áætlun í jafnréttismálum • unnið að því að afnema staðalímyndir kynjanna • sett sér aðgerðaráætlun sem tæki til að vinna að framgangi jafnréttis kvenna og karla • gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir kynbundna eða kynferðislega áreitni á vinnustöðum Félög/félagasamtök sem hafa: • sérstaka stefnu/áætlun í jafnréttismálum • sett sér aðgerðaráætlun sem tæki til að vinna að framgangi jafnréttis kvenna og karla • gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir kynbunda eða kynferðislega áreitni innan félags • veitt leiðbeinendum/þjálfurum fræðslu um jafnréttismál Einstaklingar sem hafa skarað fram úr í vinnu að jafnréttismálum. Smelltu hér til að senda inn tillögu. Rökstuddar tillögur skulu hafa borist fyrir 8. desember nk.
https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarstjorn-alyktar-um-fjarhagsleg-samskipti-rikis-og-sveitarfelaga
Bæjarstjórn ályktar um fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga Á fundi bæjarstjórnar í gær var rætt um fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga og eftirfarandi ályktun samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum: Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar fagnar þeim áherslum sem lagðar eru á málefni sveitarfélaga og samskipti ríkis og sveitarfélaga í nýjum sáttmála ríkisstjórnar. Jafnframt hvetur bæjarstjórn ríkisstjórn og alþingismenn sérstaklega til að fylgja eftir þeim málum sem snúa að Akureyrarbæ og bæjarstjórn hefur ályktað um og kynnt þingmönnum. Hér er um að ræða raforkuöryggi og raforkuflutninga, framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, eldsneytisjöfnun í millilandaflugi í tengslum við millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða, daggjöld vegna hjúkrunarheimila, öryggisvistun, flughlað á Akureyrarflugvelli sem og Dettifossveg. Þá leggur bæjarstjórn áherslu á að tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga verði endurskoðuð og að samningar sveitarfélaga og ríkis um rekstur þjónustuúrræða séu tryggðir til lengri tíma en nú er. Upptaka frá fundi bæjarstjórnar Akureyrar 5. desember 2017. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skipulagslysing-fyrir-holtahverfi-og-svaedi-austan-krossanesbrautar-akureyri
Skipulagslýsing fyrir Holtahverfi og svæði austan Krossanesbrautar, Akureyri Unnið er að gerð deiliskipulags fyrir Holtahverfi. Svæðið afmarkast af Undirhlíð í suðaustri, Hörgárbraut í suðri, Hlíðarbraut og athafnasvæði í Krossaneshaga í vestri, Krossanesbryggju í norðri, strandlengjunni að norðan og iðnaðar- og hafnarsvæðinu við Sandgerðisbót að austan. Skipulagslýsingin liggur frammi í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og er aðgengileg hér fyrir neðan. Skipulagslýsingu fyrir Holtahverfi og svæði austan Krossanesbrautar Ábendingum er hægt að koma á framfæri skriflega til skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri eða á netfangið: skipulagssvid@akureyri.is innan tveggja vikna frá auglýsingu þessari. 6. desember 2017 Sviðsstjóri skipulagssviðs
https://www.akureyri.is/is/frettir/streymt-beint-fra-skipulagsfundi
Streymt beint frá skipulagsfundi Næstu vikur verða haldnir afar áhugaverðir fundir um skipulagsmál á Akureyri en þeir eru liður í kynningu á nýju aðalskipulagi fyrir árin 2018-2030. Fyrsti fundurinn verður haldinn kl. 17 í dag í Menningarhúsinu Hofi og verður streymt beint frá honum. Spurt er: Hvar eigum við að byggja og hvar ekki? Fjallað verður m.a. um mannfjölda og húsnæðismál, þéttingu byggðar, verndun húsa og hverfahluta, og íþróttasvæði. Áætlað er að fundinum ljúki klukkan 18.30. Beint streymi frá fundinum sem hefst kl. 17. Næstu fundir verða haldnir sem hér segir: Fundur um umhverfi og útivist fimmtudaginn 14. desember kl. 17.00-18.30 í Ketilhúsinu, Kaupvangsstræti 8. Spurt er: Hvar eigum við að njóta útivistar? Fjallað verður m.a. um útivistarsvæði, græna trefilinn, Glerárdal og Hlíðarfjall, grafreiti í Naustaborgum. Fundur um samgöngur og atvinnulíf fimmtudaginn 4. janúar kl. 17.00-18.30 í Ketilhúsinu, Kaupvangsstræti 8. Spurt er: Hvað með atvinnulífið? Fjallað verður m.a. um svæði fyrir atvinnuhúsnæði, iðnað, verslun og þjónustu, flutningskerfi raforku, ferðaþjónustu, flugsamgöngur og hafnarsvæði. Kynningarfundur verður haldinn í Hrísey þriðjudaginn 12. desember kl. 16.00 í Hlein og í Grímsey miðvikudaginn 10. janúar kl. 13.45 í Múla.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fullveldisafmaelid-a-akureyri
Fullveldisafmælið á Akureyri Í dag voru kynnt 100 verkefni sem verða á dagskrá aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018. Kynningin var haldin í Safnahúsinu við Hverfisgötu að viðstöddum fulltrúum verkefna af öllu landinu. Kallað var eftir frumkvæði og virkri þátttöku landsmanna við mótun dagskrár afmælisársins. Afmælisnefnd bárust 169 tillögur og valin voru 100 verkefni sem frá styrk á bilinu 3 milljónir króna til 100 þúsund króna. Nokkrar stofnanir og einstaklingar á Akureyri hlutu styrk og þar á meðal voru Akureyrarstofa sem ætlar að halda fullveldisvorhátíð í Sundlaug Akureyrar, Listasafnið sem setur upp sýningu úti undir berum himni á verkum sem 10 ólíkir myndlistarmenn vinna í tilefni afmælisins, Iðnaðarsafnið sem setur upp sýningu um verksmiðjustúlkuna Júlíönu Andrésdóttur frá Höfða í Glerárþorpi, Amtsbókasafnið sem heldur sýningu um bæjarbraginn við upphaf fullveldis, Michael Jón Clarke sem setur upp fullveldiskantötuna "Land míns föður" í samstarfi við Hymnodiu og dr. Sigurð Ingólfsson, og Minjasafnið sem ætlar að standa fyrir fullveldisdögum í gamla bænum í Laufási við Eyjafjörð. Nánar um öll verkefnin á heimasíðu afmælisnefndarinnar. Á myndinni eru frá vinstri: Almar Alfreðsson frá Akureyrarstofu, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir framkvæmdastjóri afmælisnefndar fullveldisins, Þorsteinn E. Arnórsson frá Iðnaðarsafninu og Haraldur Þór Egilsson frá Minjasafninu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/naesti-fundur-baejarstjornar-1
Næsti fundur bæjarstjórnar Fundur í bæjarstjórn Akureyrar verður á þriðjudaginn 12. desember kl. 16 á 4. hæð í Ráðhúsinu. Fjallað verður m.a. um dagþjálfun á Öldrunarheimili Akureyrar, fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018-2021 og "Í skugga valdsins #metoo". Einnig verður lögð fram tillaga D-lista um breytingu á skipan aðalfulltrúa í fræðsluráði, auk þess sem bæjarstjóri flytur skýrslu sína. Bæjarstjórnarfundir eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Í júlí og ágúst er sumarleyfi bæjarstjórnar og hefur bæjarráð þá heimild til fullnaðarafgreiðslu mála. Fundirnir eru haldnir í bæjarstjórnarsalnum í Geislagötu 9, 4. hæð og hefjast kl. 16. Sjónvarpað er frá fundunum daginn eftir, miðvikudag, kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Bein útsending er frá fundunum á heimasíðu Akureyrarbæjar og upptökur frá þeim er einnig hægt að nálgast þar. Mynd: Elva Björk Einarsdóttir
https://www.akureyri.is/is/frettir/virkid-baetir-thjonustu-vid-ungt-folk
Virkið bætir þjónustu við ungt fólk Í lok nóvember sl. hlaut Virkið í Ungmennahúsinu Rósenborg 1.000.000 kr. í styrk úr VIRK starfsendurhæfingarsjóði en sjóðurinn veitir slíka styrki tvisvar á ári til virkniúrræða, rannsókna- og þróunarverkefna. Virkið starfar sem þjónustuborð á Eyjafjarðarsvæðinu með hagsmuni einstaklinga á aldrinum 16-20 ára að leiðarljósi. Markmiðið er að bæta þjónustu við ungt fólk á krossgötum með því að auðvelda aðgengi fyrir notandann, veita snemmtæka íhlutun, minnka líkur á að fólk falli á milli kerfa, samþætta þjónustu og úrræði, auðvelda tilvísunaraðilum að koma málum í réttan farveg og móta virkniúrræði. Nýlega skrifaði VIRK undir samstarfssamning um þetta verkefni ásamt öðrum heilbrigðis- og velferðarstofnunum á Eyjarfjarðarsvæðinu. Guðrún Þórsdóttir verkefnastjóri tekur við styrknum úr hendi Vigdísar Jónsdóttur framkvæmdastjóra VIRK. Mynd af heimasíðu VIRK.
https://www.akureyri.is/is/frettir/oddeyrarskoli-fagnar-60-ara-afmaeli
Oddeyrarskóli fagnar 60 ára afmæli Fimmtudaginn 7. desember fagnaði Oddeyrarskóli 60 ára afmæli sínu. Undirbúningur fyrir hátíðahöldin hafði staðið í alllangan tíma, til dæmis voru smiðjudagar í lok nóvember helgaðir afmælinu. Afmælisdagurinn sjálfur hófst með hátíð á sal skólans. Þar mættu nemendur, starfsfólk og um 35 boðsgestir. Núverandi skólastjóri, Kristín Jóhannesdóttir og forveri hennar, Helga Hauksdóttir, fluttu ræður. Nemendur sýndu einnig hvað í þeim býr með söng og dansi. Nemendur annars bekkjar sungu gamlan skólasöng Oddeyrarskóla, rappsveitin Blautir sokkar flutti tvö lög, ásamt dansatriði, nemendur á unglingastigi sýndu frumsaminn dans gegn einelti og þrír nemendur unglingastigs röppuðu um skólann. Í lok dagskrár á sal komu þeir Ívar og Ívan Mendez frá Tónlistarskólanum á Akureyri og léku undir fjöldasöng og er óhætt að segja að stemningin hafi verið góð. Þeir Ívar og Ívan hafa stýrt söngstundum í Oddeyrarskóla í vetur og er ljóst að sú vinna hefur skilað góðum ávexti. Foreldrafélagið gaf skólanum góðar gjafir sem nýtast munu nemendum vel, bæði búnað til daglegrar hreyfingar í skólanum og fatboy púða á bókasafnið. Þá gáfu hinir skólar bæjarins inneign í Eymundsson, sem mun nýtast til bókakaupa í LESTU-hilluna góðu. Við þökkum innilega fyrir góðar gjafir. Að lokinni dagskrá á sal var boðið upp á afmælisköku. Þá tók við opið hús þar sem fjöldi gesta kom og kynnti sér skólastarfið. Eitt og annað var í boði og má þar nefna að nemendur sýndu afrakstur þemadaga þar sem unnið var með sögu skólans, dans gegn einelti, myndband um skólann og geysiflott líkön sem nemendur gerðu af húsnæði skólans. Þá sýndu nemendur gestum hvernig þeir nýta tæknina til náms og hvaða möguleika hún býður upp á. Gestir fengu til dæmis að búa til eigin tónlist, stýra litlum vélmennum, kóða og taka þátt í just dance. Jafnframt fengu gestir að sjá hvernig nemendur læra á fjölbreyttan hátt, svo sem með byrjendalæsi, samræðum í námi, Zankow stærðfræði, sköpun o.s.frv. Smelltu á myndirnar til að sjá stærri útgáfu og fletta á milli þeirra. Nemendur á afmælishátíðinni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/silja-dogg-og-gunnar-i-vidtalstima
Silja Dögg og Gunnar í viðtalstíma Viðtalstímar bæjarfulltrúa Akureyrarbæjar eru haldnir tvisvar í mánuði á fimmtudögum frá kl. 17-19 á tímabilinu október til maí. Í viðtalstímum gefst bæjarbúum kostur á að hitta fulltrúa í bæjarstjórn og ræða þau málefni sem hæst ber hverju sinni. Viðtalstímarnir eru í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, 1. hæð. Fimmtudaginn 14. desember verða bæjarfulltrúarnir Silja Dögg Baldursdóttir og Gunnar Gíslason í Ráðhúsinu til skrafs og ráðagerða.
https://www.akureyri.is/is/frettir/einn-af-fimm-bestu-vefjum-sveitarfelaga
Einn af fimm bestu vefjum sveitarfélaga Um síðustu mánaðamót var tilkynnt hvaða fimm vefir sveitarfélaga á Íslandi væru metnir bestir árið 2017 hvað varðar innihald, nytsemi, aðgengi, þjónustu og lýðræðislega þátttöku. Samhliða könnuninni var gerð úttekt á öryggismálum vefjanna og bent sérstaklega á það ef öryggi væri ábótavant. Akureyri.is var einn af þessum fimm vefjum. Þetta var í sjöunda sinn sem slík úttekt er gerð á vegum samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins á opinberum vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga. Heimasíða Akureyrarbæjar var valin besti sveitarfélagsvefurinn árið 2011 en var nú sem áður segir metinn einn af fimm bestu. Vefur Reykjavíkurborgar hlaut viðurkenningu sem besti vefur sveitarfélags að þessu sinni. Gaman er að geta þess að af fimm stigahæstu vefjum sveitarfélaga eru fjórir gerðir af fyrirtækinu Stefnu á Akureyri, þ.e. vefir Akureyrarbæjar, Fljótsdalshéraðs, Kópavogsbæjar og Reykjanesbæjar. Af vefjum opinberra stofnana og hlutafélaga voru hæstir vefir Neytendastofu, Þjóðskrár Íslands, Ríkisskattstjóra, Stjórnarráðsins og Háskóla Íslands. Það var vefur Stjórnarráðsins sem hlaut verðlaun sem besti vefur opinberrar stofnunar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/er-nog-af-utivistarsvaedum-i-baenum
Er nóg af útivistarsvæðum í bænum? Annar fundur Akureyrarbæjar um tillögu að nýju aðalskipulagi bæjarins fyrir árin 2018-2030 verður haldinn í Ketilhúsinu, Kaupvangsstræti 8, fimmtudaginn 14. desember kl. 17.00-18.30. Að þessu sinni verður fjallað um útivistarsvæði, græna trefilinn svonefnda, Glerárdal, Hlíðarfjall og grafreiti í Naustaborgum svo eitthvað sé nefnt. Að lokinni kynningu skipulagsstjóra verður opnað fyrir almennar fyrirspurnir úr sal. Þeir sem hafa áhuga á skipulagsmálum Akureyrarbæjar ættu ekki að láta þennan fund fram hjá sér fara. Allir eru velkomnir. Frétt um tillögu að nýju aðalskipulagi og ýmis skipulagsgögn. Beint streymi frá fundinum hefst hér kl. 17.00. Hundatjörn í Krossanesborgum. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nutimavaeding-i-leik-og-grunnskolum
Nútímavæðing í leik- og grunnskólum Á fundi fræðsluráðs í síðustu viku var fjallað um þá ákvörðun bæjarstjórnar að verja á hverju ári næstu þrjú árin 20 milljónum króna í að syðja við nútímavæðingu í leik- og grunnskólum bæjarins, samtals 60 milljónum króna. Þessi ákvörðun var nánar kynnt á kynningarfundi um fjárhagsáætlun bæjarins sem haldinn var 29. nóvember sl. Í samningi Framsóknarflokks, L-lista og Samfylkingar um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar árin 2014-2018 voru m.a. nefnd eftirfarandi markmið í skólamálum: Efla skólastarf og nútímavæða nám og kennslu Auka virkni og áhrif foreldra í skólastarfi Auka fjármagn til innra starfs leik- og grunnskóla Efla sérfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum Leggja áherslu á og auka hreyfingu og virkni Akureyri 11. desember 2017. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/utgjold-akureyrarbaejar-til-einstakra-malaflokka-arid-2018
Hvað er á döfinni 2018? Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árin 2018 til 2021 var samþykkt í bæjarstjórn í gærkvöldi. Í ætluninni er gert ráð fyrir batnandi afkomu í rekstri öll árin fram til ársins 2021 og að árið 2018 verði rúmir 2,2 milljarðar afgangs fyrir fjármagnsliði og að rekstrarniðurstaðan verði jákvæð um 877 milljónir króna. Tekjur samstæðunnar eru áætlaðar rúmir 24,6 milljarðar árið 2018 en gjöld tæplega 22,5 milljarðar. Í kynningu sem formaður bæjarráðs, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, flutti í bæjarstjórn komu fram ýmis áhugaverð atriði sem varða einstaka málaflokka í rekstri bæjarins árið 2018. Fram kom að útgjöld til félagsþjónustu aukast um 191 milljón króna árið 2018 eða um 5,5%. Umönnun og þjónusta við fatlaða verður aukin sem og heimaþjónusta og þá verður aukin þjónusta í skammtíma- og skólavistun fyrir fatlaða. Barnavernd verður efld með því að ráða löglærðan starfsmann til fjölskyldusviðs, fjölga á félagslegum íbúðum og veita stofnstyrki vegna almennra leiguíbúða. Þá verður lögð áhersla á að fjölga íbúðum fyrir fatlað fólk með mikla stuðningsþörf á næstu árum og hafin bygging þjónustukjarna með sex íbúðum á árinu 2018. Útgjöld til fræðslu- og uppeldismála aukast um 218 milljónir eða um 3,2%. Systkinaafsláttur á leikskólum með öðru barni verður hækkaður í 50%, 20 milljónum króna verður veitt á ári til nútímavæðingar í grunnskólum, unnið að viðbyggingu Hlíðarskóla, frágangi lóðar við Naustaskóla og hönnun á leikskóla við Glerárskóla. Gjaldskrá leikskóla og dagvistunar mun hækka um 2,5% en það þýðir að hlutur foreldra verður ríflega 18% af kostnaði við hvert leikskólapláss. Útgjöld til æskulýðs- og íþróttamála aukast um 55 milljónir á milli ára eða um 2,8%. Þar ber hæst að frístundastyrkir til barna og ungmenna hækka um 50% og hafin verður uppbygging á athafnasvæði siglingaklúbbsins Nökkva. Þá verður lokið frágangi við heita potta og lóð við Sundlaug Akureyrar. Einnig verður ráðist í endurnýjun á gúmmíkurli á sparkvöllum við grunnskóla bæjarins. Útgjöld til menningarmála aukast um 50 milljónir króna á milli ára eða um 6,8%. Framlög til Menningarfélags Akureyrar verða aukin í tengslum við endurnýjun á menningarsamningi við ríkið og lögð verður áhersla á að ljúka uppbyggingu við Listasafnið. Á sviði umferðar- og samgöngumála aukast útgjöld um 85 milljónir króna eða um 11%. Þar er höfuðáhersla lögð á aukið viðhald gatna og stíga, aukið fjármagn til götulýsingar, metanvæðingu strætisvagna bæjarins og að farið verði í úttekt og hönnunarvinnu vegna fyrirhugaðrar samgöngumiðstöðvar. Útgjöld til umhverfismála aukast um 61 milljón á milli ára eða um 27%. Framlag til fegrunar og hirðingar opinna svæða verður aukið og samstarf við Vistorku á sviði umhverfismála eflt. Þá verður nýja brúin á göngustígnum austan Drottningarbrautar kláruð. Ótalið er að álagningarprósenta fasteignaskatts er lækkuð um 8% auk þess sem afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega verður aukinn. Stærstu framkvæmdir sveitarfélagsins liggja í B-hluta fyrirtækjunum en á næsta ári verður 2 milljörðum varið í framkvæmdir á vegum Norðurorku m.a. vegna heita- og kaldavatnskerfis og fráveitu og 307 milljónum vegna hafnsögubáts og bryggjuframkvæmda á vegum Hafnarsamlagsa Norðurlands. Greinargerð með fjárhagsáætlun 2018-2021 flutt í bæjarstjórn Akureyrar 12. desember 2017. Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018-2021. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/starfstod-heimathjonustunnar-flytur-ur-ithrottahollinni
Starfstöð heimaþjónustunnar flytur úr Íþróttahöllinni Nú er að ljúka flutningum á starfstöð heimaþjónustunnar úr Íþróttahöllinni yfir í húsnæði Þjónustu- og félagsmiðstöðvar aldraðra í Víðilundi 22. Með flutningunum er leitast við að skapa heilstæðari þjónustu fyrir bæjarbúa í einu og sama húsnæðinu. Iðjuþjálfi verður nú með bækistöðvar sínar í Víðilundi. Símanúmer starfstöðvarinnar er óbreytt eða 461 1249. Beðist er velvirðingar á hugsanlegum byrjunarörðugleikum vegna flutninganna á næstu dögum, svo sem í símaþjónustu, og bent á að einnig er hægt að hringja í afgreiðslu búsetusviðs í síma 461 1410.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gefum-jolaljosum-lengra-lif-1
Gefum jólaljósum lengra líf Plastiðjan Bjarg Iðjulundur hefur til margra ára haft umhverfisvernd og endurnýtingu að leiðarljósi og hefur til fjölda ára nýtt vaxafganga og kerti sem eru ekki söluhæf, svokallað úrgangsvax til útikertaframleiðslu. Á hverju ári eru notuð um 20 tonn af vaxi í útikertin, þar af eru um 7 tonn af úrgangsvaxi en restin er innflutt vax. Möguleiki væri að framleiða meira fengi Plastiðjan Bjarg Iðjulundur meira úrgangsvax. Mikilvægt er að landsmenn séu duglegir að skila inn kertaafgöngum. Hér á Akureyri er hægt er að skila afgöngunum á grendarstöðvarnar, til Endurvinnslunnar Furuvöllum 11, að Réttarhvammi og til Plastiðjunnar Bjargs Iðjulundar að Furuvöllum 1. Tekið er á móti öllum kertastubbum og vaxafgöngum til endurnýtingar. Einnig er tekið á móti sprittkertum en Plastiðjan Bjarg Iðjulundur stendur nú að endurvinnsluátakinu „Gefum jólaljósum lengra líf – endurvinnum álið í sprittkertum" ásamt Samtökum álframleiðenda, Endurvinnslunni, Furu málmendurvinnslu, Gámaþjónustunni, Íslenska gámafélaginu, Málmsteypanni Hellu, Samtökum iðnaðarins og Sorpu. Tilgangurinn er að fá fjölskyldur til að skila álinu í sprittkertum til endurvinnslu og efla vitund Íslendinga um mikilvægi þess að endurvinna það ál sem fellur til á heimilum og hjá fyrirtækjum. Ætla má að á ári hverju séu notuð um 3 milljónir sprittkerta hér á landi. Til að setja hlutina í samhengi, þá dugar álið úr þremur sprittkertum í eina drykkjardós og einungis þarf þúsund sprittkerti til að búa til reiðhjól. Átakið hófst 6. desember og lýkur því 31. janúar næstkomandi. Nánari upplýsingar um átakið má finna á vefsíðu þess.
https://www.akureyri.is/is/frettir/naesti-fundur-baejarstjornar-2
Næsti fundur bæjarstjórnar Fundur í bæjarstjórn Akureyrar verður á þriðjudaginn 19. desember kl. 16 á 4. hæð í Ráðhúsinu. Fjallað verður m.a. um stækkun á íbúðasvæði við Klettaborg, deiliskipulag Hesjuvalla, breytingar á deiliskipulags hafnarsvæðis sunnan Glerár, lýsingu og umferðarmál við Giljaskóla og breytingar á deiliskipulagi í orlofsbyggðinni norðan Kjarnalundar. Bæjarstjórnarfundir eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Í júlí og ágúst er sumarleyfi bæjarstjórnar og hefur bæjarráð þá heimild til fullnaðarafgreiðslu mála. Fundirnir eru haldnir í bæjarstjórnarsalnum í Geislagötu 9, 4. hæð og hefjast kl. 16. Sjónvarpað er frá fundunum daginn eftir, miðvikudag, kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Bein útsending er frá fundunum á heimasíðu Akureyrarbæjar og upptökur frá þeim er einnig hægt að nálgast þar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/upplysingamidstodin-a-akureyri-faer-gaedavottun-vakans
Upplýsingamiðstöðin fær gæðavottun Vakans Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Akureyri hefur nú hlotið gæðavottun Vakans sem er samræmt gæðakerfi ferðaþjónustu á Íslandi. Ferðamálastofa stýrir Vakanum en verkefnið er unnið í samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar og Nýsköpunarmiðstöð. Kerfið er fyrst og fremst verkfæri til að aðstoða þátttakendur við að auka gæði og öryggi í ferðaþjónustu á Íslandi með handleiðslu og stuðningi, ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi. Upplýsingamiðstöðin er landshlutamiðstöð í upplýsingaveitu ferðamanna á Norðurlandi eystra og gegnir sem slík lykilhlutverki í upplýsingamiðlun til erlendra og innlendra ferðamanna á svæðinu. Gæði, vandvirkni og samræming þjónustu og fagleg upplýsingagjöf eykur líkur á ánægju gesta og annarra þeirra sem leita upplýsinga, aðstoðar og annarrar þjónustu hjá miðstöðinni. Upplýsingamiðstöð hefur nú verið starfrækt á Akureyri í um 35 ár. Ferðamálafélag Akureyrar setti á fót fyrstu upplýsingamiðstöðina sumarið 1982. Hún var síðan í höndum Bifreiðastöðvar Norðurlands og SBA-Norðurleiðar þangað til að Akureyrarbær tók við rekstrinum árið 2008. Straumur ferðamanna um upplýsingamiðstöðina eykst stöðugt enda er hún í alfaraleið í Menningarhúsinu Hofi. Akureyrarstofa annast daglegan rekstur Upplýsingamistöðvarinnar en hún er kostuð af Akureyrarbæ í samstarfi við sveitarfélögin í Eyjafirði með stuðningi Ferðamálastofu. Upplýsingamiðstöðin í Hofi er opin daglega frá byrjun maí til loka september og virka daga frá október til apríl. Nánari upplýsingar á vef Vakans. Hulda Jónsdóttir umsjónarmaður Upplýsingamiðstöðvarinnar á Akureyri
https://www.akureyri.is/is/frettir/vel-sott-jolabod-fyrir-sjalfbodalida
Vel sótt jólaboð fyrir sjálfboðaliða Um 50 manns mættu á árlegt jólaboð fyrir sjálfboðaliða Öldrunarheimila Akureyrar og nutu dýrindis máltíðar sem starfsfólk í eldhúsi á Hlíð töfraði fram. Á hverjum degi allan ársins hring koma sjálfboðaliðar í heimsókn á öldrunarheimilin, tengjast og virkja íbúana og opna þannig dyr út í samfélagið. Þeirra óeigingjarna sjálfboðaliðastarf er mikils metið og er jólaboðið þakklætisvottur frá Öldrunarheimilunum. Sjálfboðaliðarnir eru virkir þátttakendur í starfi ÖA. Þeir aðstoða við þátttöku í ýmsum viðburðum, taka þátt í bakstri, hitta og spjalla við íbúana, syngja og dansa. Hér á landi er ekki rík hefð fyrir sjálfboðaliðastarfi af þessu tagi líkt og er til að mynda í Bandaríkjunum. Þar leggur m.a. skólakerfið mikið upp úr því að sjálfboðastarf sé á ferilsskránni þegar sótt er um skólavist. Gaman er að geta þess að fyrr í vetur bönkuðu bandarísku hjónin Theresa og Zeno upp á hjá ÖA og óskuðu eftir að fá að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi en þau hafa hér vetursetu. Theresa og Zeno koma á Hlíð á miðvikudögum og aðstoða í Kaffi Sól ásamt fleiri sjálfboðaliðum. Samskipti og tengsl eru mikilvægir þættir til að fyrirbyggja og rjúfa einmanaleika. Að upplifa einmanaleika getur haft áhrif á heilsu og lífsgæði og því er mikilvægt að viðhalda nánum tengslum og vera félagslega virkur. Þar leggja sjálfboðaliðarnir sín lóð á vogarskálarnar svo um munar. Frá jólaboðinu. Mynd af heimasíðu ÖA.
https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarstjorn-alyktar-um-fjarlagafrumvarpid-og-heilbrigdismal-a-nordurlandi
Bæjarstjórn ályktar um fjárlagafrumvarpið og heilbrigðismál á Norðurlandi Á fundi sínum í gær samþykkti bæjarstjórn Akureyrar samhljóða ályktun þar sem lýst er yfir miklum vonbrigðum með það fjármagn sem ætlað er til heilbrigðismála á Norðurlandi í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Ályktun bæjarstjórnar er svohljóðandi: "Bæjarstjórn Akureyrarbæjar lýsir yfir miklum vonbrigðum með það fjármagn sem ætlað er til heilbrigðismála á Norðurlandi í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstök áhersla lögð á heilbrigðismál og að allir landsmenn óháð búsetu eigi að njóta góðrar þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það skýtur því skökku við að Sjúkrahúsið á Akureyri skuli aðeins fá 47 milljónir í raunaukningu til reksturs eða um 0,6%, þegar það liggur fyrir að aukin þjónustuþörf hefur verið á bilinu 2-4% árlega undanfarin ár. Þetta þýðir að það vantar allt að 100 milljónir króna í almennan rekstur svo SAk geti veitt íbúum á þjónustusvæði sínu nauðsynlega þjónustu. Í þessu sambandi vill bæjarstjórn benda á að á liðnum árum hafa stjórnendur og starfsfólk SAk sýnt mikið aðhald og ráðdeild í rekstri og því er full ástæða til að taka fullt mark á ábendingum þeirra sem fram hafa komið síðustu daga. Þá leggur bæjarstjórn ríka áherslu á að samhliða uppbyggingu á húsnæði Landspítalans verði hafist handa við byggingu nýrrar legudeildarálmu við SAk. Það vekur einnig furðu að í frumvarpi til fjárlaga skuli vera komin fram hagræðingarkrafa á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á sama tíma og það liggur fyrir að þjónustuþörfin hefur aukist verulega og framlög eru aukin til heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórn hvetur þingmenn kjördæmisins og ráðherra fjármála og heilbrigðismála til þess að standa fyrir breytingum á fjárlagafrumvarpinu svo snúa megi þessari þróun við sem er í hrópandi mótsögn við stefnu ríkisstjórnarinnar sem birtist í nýsamþykktum sáttmála hennar." Úr Lystigarðinum á Akureyri. Mynd: Kristín Sóley Björnsdóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-samningur-vid-ebak
Nýr samningur við EBAK Í gær var undirritaður nýr samningur Akureyrarbæjar og Félags eldri borgara á Akureyri (EBAK) sem miðar að því að tryggja eldri borgurum á Akureyri aðgang að eins góðu félags- og tómstundastarfi og kostur er. Markmiðið er að tryggja og viðhalda andlegri, félagslegri og líkamlegri færni þeirra til að njóta efri áranna eftir vilja og getu hvers og eins. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2018 til 31. desember 2020. Félags- og tómstundastarfi fyrir eldri borgara á vegum Akureyrarbæjar er fyrst og fremst ætlað að skapa þær ytri aðstæður sem þarf til að efla frumkvæði, sjálfstæði og áhuga og stuðla að meiri virkni og þátttöku eldri borgara. Það er sameiginlegur skilningur aðila að stuðningur við EBAK sé bundinn því að starfsemin í félagsmiðstöðinni við Bugðusíðu sé opin öllum eldri borgurum í bænum. Stefnt skal að því að félagsmiðstöðvarnar í Bugðusíðu og Víðilundi verði með heilsársopnun. Opnunartími og þjónustuframboð verður þó minna í sniðum yfir sumartímann. EBAK mun koma að skipulagningu starfseminnar með Akureyrarbæ í þeim tilgangi að efla starfsemina eftir þörfum og virkja áhuga og frumkvæði eldri borgara til ánægjulegrar samveru í félagsmiðstöðvunum. EBAK vinnur með Akureyrarbæ að því að hvetja eldri borgara til að njóta félagslífs og sækja félagsmiðstöðvarnar. EBAK tekur að sér að hafa umsjón með opnunartíma félagsmiðstöðvarinnar Víðilundi í júlímánuði. Opið verður frá kl. 9 til 12 alla virka daga. Gengið er út frá því að á árinu 2018 taki EBAK yfir umsjón með Bugðusíðu frá 1. júní. Frá undirritun samningsins í gær. Talið frá vinstri: Margrét Pétursdóttir ritari EBAK, Dóra Steinunn Jónasdóttir gjaldkeri, Halldór Gunnarsson varaformaður og Haukur Halldórsson formaður. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Silja Dögg Baldursdóttir formaður frístundaráðs og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hlidarfjall-og-fleira-gott-um-hatidar
Hlíðarfjall og fleira gott um hátíðarnar Úrval þjónustu- og afþreyingarkosta yfir hátíðarnar eykst ár frá ári um leið og afgreiðslutímar lengjast. Nú orðið er til að mynda opið í Hlíðarfjalli á jóladag og gamlársdag þótt lokað sé á aðfangadag enda gert ráð fyrir að þá kjósi fólk helst að vera heima með sínum nánustu. Hér má sjá opnun Hlíðarfjalls yfir hátíðarnar en athugið að veður getur sett strik í reikninginn og verður til að mynda lokað á morgun, Þorláksmessu: 24/12 lokað 25/12 opið 12-16 26/12 opið 12-16 27/12 opið 10-18 28/12 opið 10-18 29/12 opið 10-18 30/12 opið 10-16 31/12 opið 10-15 Upplýsingar um afgreiðslu- og opnunartíma almennt á Akureyri er að finna á visitakureyri.is. Hlekkur á gagnlegt skjal Akureyrarstofu um það sem er að gerast á Akureyri um jól og áramót. Mynd: Svavar Alfreð Jónsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/obreytt-leidakerfi-sva
Óbreytt tímatafla SVA Fyrirhuguðum breytingum á tímatöflu Strætisvagna Akureyrar, sem taka áttu gildi um áramót, hefur verið frestað til 1. febrúar 2018 og aka vagnarnir því samkvæmt gamla fyrirkomulaginu enn um sinn. Gildandi tímatöflur SVA. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/starfsleyfistillaga-fyrir-oliubyrgdastod-skeljungs-hf-a-akureyri
Starfsleyfistillaga fyrir olíubirgðastöð Skeljungs hf. á Akureyri Umhverfisstofnun vill vekja athygli á starfsleyfistillögu fyrir olíubirgðastöð Skeljungs hf. á Akureyri sem er aðgengileg hér og á upplýsingatöflu í anddyri Ráðhúss Akureyrarbæjar. Deiliskipulag Krossaness
https://www.akureyri.is/is/frettir/aramotabrenna-og-flugeldasyning-vid-rettarhvamm-a-akureyri-1
Áramótabrenna og flugeldasýning við Réttarhvamm á Akureyri Hin árlega áramótabrenna á Akureyri verður á sínum stað við Réttarhvamm á gamlárskvöld, auk þess sem boðið verður upp á glæsilega flugeldasýningu. Kveikt verður í brennunni kl. 20.30 en flugeldasýningin hefst kl. 21.00. Það er björgunarsveitin Súlur sem stendur fyrir viðburðinum með styrk frá Norðurorku. Áramótagestir eru hvattir til að mæta með stjörnublys og hlífðargleraugu en ekki hafa meðferðis eigin flugelda. Bílastæði verða í nágrenni við brennuna en þeir sem búa nálægt svæðinu eru hvattir til að koma gangandi til að minka umferð um svæðið. Einnig verða áramótabrennur í Hrísey og Grímsey. Í Hrísey hefst brennan kl. 17.00 og í Grímsey kl. 20.30 Upplýsingar um afgreiðslu- og opnunartíma um jól og áramót á Akureyri er að finna á visitakureyri.is. Hlekkur á gagnlegt skjal Akureyrarstofu um það sem er að gerast á Akureyri um jól og áramót. Áramótabrennan 2016. Mynd:Tryggvi Unnsteinsson
https://www.akureyri.is/is/frettir/fristundastyrkur-akureyrarbaejar-hefur-threfaldast-fra-arinu-2014
Frístundastyrkur Akureyrarbæjar hefur þrefaldast frá árinu 2014 Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018 samþykktu frístundaráð og bæjarstjórn að hækka frístundastyrk til niðurgreiðslu á æfinga- og þátttökugjöldum barna og unglinga á Akureyri. Hefur nú verið ákveðið að hækka styrkinn úr 20.000 kr. í 30.000 kr. frá og með 1. janúar 2018. Styrkurinn gildir fyrir börn á aldrinum 6-17 ára. Frístundastyrkurinn hefur nú þrefaldast frá árinu 2014 og hækkar um 50% milli ára (2017-2018). Frá árinu 2006 hefur veitt styrk til allra barna og unglinga á Akureyri til niðurgreiðslu þátttökugjalda hjá íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsfélögum á Akureyri. Styrkurinn tekur gildi árið sem barnið verður 6 ára og fellur úr gildi árið sem unglingurinn verður 18 ára. Til að nota frístundastyrkinn skal fara inn á heimasíðu þess íþrótta-, tómstunda- og/eða æskulýðsfélags þar sem skrá á barn. Þar er hlekkur inn á skráningarsíðu þar sem foreldrar skrá iðkendur. Í lok skráningar- og greiðsluferlisins geta foreldrar valið um að nota frístundastyrkinn frá Akureyrarbæ. Íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsfélög(in) veita aðstoð og upplýsingar um skráningu, greiðslu og notkun frístundastyrks hjá hverju félagi fyrir sig. Árið 2018 gildir styrkurinn fyrir börn fædd árið 2001 til og með 2012. Frístundastyrkurinn gildir frá 1. janúar til 31. desember ár hvert. Upplýsingar er einnig að finna á www.akureyriaidi.is. Nánari upplýsingar veitir Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála, ellert@akureyri.is. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/samgongur-og-atvinnustarfsemi-i-adalskipulaginu
Samgöngur og atvinnustarfsemi í aðalskipulaginu Síðasti fundurinn í fundaröð um tillögu að nýju aðalskipulagi Akureyrarbæjar fyrir árin 2018-2030 verður haldinn í Ketilhúsinu, Kaupvangsstræti 8, fimmtudaginn 4. janúar kl. 17.00-18.30. Að þessu sinni verður fjallað um skipulag hvað varðar samgöngur og atvinnulíf í bænum. Fjallað verður um svæði fyrir atvinnustarfsemi, iðnað, verslun og þjónustu, flutningskerfi raforku, ferðaþjónusta, flugsamgöngur og hafnasvæði. Að lokinni kynningu skipulagsstjóra verður opnað fyrir almennar fyrirspurnir úr sal. Þeir sem hafa áhuga á skipulagsmálum Akureyrarbæjar ættu ekki að láta þennan fund fram hjá sér fara. Allir eru velkomnir. Frétt um tillögu að nýju aðalskipulagi og ýmis skipulagsgögn. Beint streymi frá fundinum hefst á þessari slóð kl. 17.00 samdægurs.
https://www.akureyri.is/is/frettir/starfadi-vid-felagslega-lidveislu-i-rum-20-ar
Starfaði við félagslega liðveislu í rúm 20 ár Nú um áramótin lauk Hjörtur Herbertsson störfum sínum hjá Akureyrarbæ en hann hefur verið starfsmaður við félagslega liðveislu í rúm 20 ár. Félagsleg liðveisla er þjónusta fyrir fatlað fólk með það að markmiði að veita persónulegan stuðning og rjúfa félagslega einangrun. Hirti eru þökkuð góð störf með ósk um velfernað í framtíðinni. Hjörtur var kvaddur með ofurlitlum þakklætisvotti frá Akureyrarbæ. Frá vinstri: Hlynur Már Erlingsson forstöðumaður stoðþjónustu heimaþjónustu, Hjörtur Herbertsson og Svanborg B. Guðgeirsdóttir verkefnastjóri félagslegrar liðveislu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/allt-ad-125-nyjar-leigu-og-buseturettaribudir-a-akureyri
Allt að 125 nýjar leigu- og búseturéttaríbúðir á Akureyri Akureyrarbær og Búfesti hsf. hafa undirritað viljayfirlýsingu um að sveitarfélagið tryggi Búfesti aðgang að lóðum fyrir allt að 125 leigu- og búseturéttaríbúðir á tímabilinu 2018-2022 og eftir því sem samrýmist mati Akureyrarbæjar á íbúðaþörf á hverjum tíma. Um væri að ræða íbúðir ætlaðar almennum félagsmönnum Búfestis þar sem íbúar verða ekki valdir inn á grundvelli tekna eða félagslegrar stöðu við upphaf búsetunnar. Búfesti hefur mótað þá stefnu að í almennum fjölbýlishúsum og íbúðakjörnum á vegum félagsins skuli gera ráð fyrir hagfelldri blöndun íbúa og breiðri gerð íbúða, bæði að stærðum og verðflokkum. Í samvinnu við Búfesti mun Akureyrarbær í framhaldi þróa deiliskipulag lóða og byggingarreita sem mætir þörfum Búfestis með það fyrir augum að sem mestri hagkvæmni verði náð og byggingakostnaður verði sem lægstur en um leið verði tryggt að gæði íbúða og umhverfis verði í góðu samræmi við kröfur. Búfesti hsf er tilbúið að takast á við uppbyggingu íbúða í stærri íbúðakjörnun en jafnframt kemur vel til greina að félagið byggi einstök parhús eða minni fjölbýlishús/raðhús á þéttingarrreitum í eldri hverfum eftir því sem slíkt getur þjónað markmiðum skipulagsins og eftirspurn á vettvangi félagsins. Félag Eldri borgara á Akureyri (EBAK) hefur lýst vilja til samstarfs við Búfesti um aukið íbúðaframboð sem veita mundi félagsmönnum 60 ára + tiltekinn forgang að leiguíbúðum og búseturéttaríbúðum og „eignaríbúðum innan félags" samkvæmt nánara samkomulagi aðila. Búfesti hsf hyggst sækjast eftir stofnstyrkjum vegna bygginga íbúða fyrir lágtekjufólk, eldri borgara, fatlaðra og/eða stúdenta í samræmi við lög nr.52/2016 eftir því sem slíkt fellur innan markmiða félagsins og samræmist mati Akureyrarbæjar á íbúðaþörf á hverjum tíma. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri segir að með undirritun viljayfirlýsingarinnar sé stigið ákveðið skref til að bæta húsnæðismarkaðinn á Akureyri og svara síaukinni eftirspurn eftir húsnæði. „Húsnæðismarkaðurinn hér hefur verið í talsverðri uppsveiflu síðustu misserin og engin ástæða til að ætla að það breytist í bráð. Við finnum fyrir miklum áhuga fólks á að flytja til bæjarins og að sjálfsögðu viljum við leitast við að mæta þörfum allra þjóðfélagshópa eins og frekast er kostur. Í drögum að aðalskipulagi bæjarins 2018-2030 kemur einmitt fram það markmið að leigu- og búseturéttaríbúðum sem reknar eru af neytendafélögum og án hagnaðarkröfu verði gefinn skilgreindur forgangur og í reglum um úthlutun lóða er þetta einnig sérstaklega tekið fyrir." Benedikt Sigurðarson framkvæmdastjóri Búfestis hsf. segir samkomulagið gríðarlega mikilvægt fyrir framtíð Búfestis og neytendareksturs á íbúðum á svæðinu. „Með því að fá vilyrði fyrir lóðum til lengri tíma skapast svigrúm til að útfæra hagkvæma hönnun og leggja upp raðsmíðaverkefni sem ætti að geta lækkað byggingarkostnað félagsins. Og allri slíkri hagkvæmni skilar félagið beint til neytenda af því að rekstur þess miðar að sjálfbærni og er án hagnaðarkröfu." Á myndinni eru frá vinstri: Benedikt Sigurðarson framkvæmdastjóri Búfestis, Guðlaug Kristinsdóttir formaður Búfestis og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri. Mynd: Ragnar Hólm.
https://www.akureyri.is/is/frettir/viltu-losna-vid-jolatred
Viltu losna við jólatréð? Senn hafa jólatrén lokið hlutverki sínu á heimilum bæjarbúa og þá þarf að losa sig við þau. Það er lítið mál. Í næstu viku, eða dagana 8.-12. janúar, munu starfsmenn Umhverfismiðstöðvar fjarlægja jólatré sem sett hafa verið við lóðarmörk og einnig verða gámar fyrir jólatré við Kaupang, Hagkaup, Hrísalund, Bónus í Naustahverfi og verslunarmiðstöðina við Sunnuhlíð. Trén verða kurluð og notuð í stíga eða sem yfirlag á trjá- og runnabeð.
https://www.akureyri.is/is/frettir/the-guardian-maelir-med-akureyri
The Guardian mælir með Akureyri Um helgina birtist í vefútgáfu breska blaðsins The Guardian umfjöllun um 40 "heitustu" áfangastaðina og var Akureyri þeirra á meðal. Í umfjöllun The Guardian segir meðal annars að sjálfur bærinn sé frábær áfangastaður og þaðan sé einnig stutt í náttúruperlur á borð við Goðafoss og Mývatn. Nefnt er að á Akureyri gæti yfirleitt minni úrkomu en á höfuðborgarsvæðinu og að margir flottir staðir séu í miðbænum. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri segir að þessi tíðindi komi í sjálfu sér ekki á óvart en þeim beri að fagna. „Við hljótum að fagna því mjög að breska blaðið skuli velja Akureyri sem einn af 40 áhugaverðustu áfangastöðunum á þessu ári og hafa bæinn efstan í umfjöllun á heimasíðu sinni. Við finnum fyrir síauknum áhuga erlendra ferðamanna á bænum og nægir í því sambandi að nefna beina flugið til bæjarins sem breska ferðaskrifstofan Super Breaks stendur fyrir og hlaut frábærar viðtökur ytra. Ferðaskrifstofan varð að bæta við ferðum og hefur nú þegar ákveðið að fljúga einnig beint til Akureyrar veturinn 2018-2019," segir Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri. Fyrsta Super Break þotan frá Bretlandi lendir á Akureyri um hádegisbil næsta föstudag, 12. janúar. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/utbod-a-rekstri-kaffihuss-i-listasafninu-a-akureyri
Útboð á rekstri kaffihúss í Listasafninu á Akureyri Listasafnið á Akureyri leitar eftir aðila/aðilum til að annast rekstur á kaffihúsi í Listasafninu á Akureyri. Nýtt og endurbyggt Listasafn opnar sumarið 2018 með góðri aðstöðu fyrir spennandi kaffihús á jarðhæð safnsins. Kaffihúsið verður sjálfstæð eining á góðum stað í Listagilinu en jafnframt mikilvægur hluti af Listasafninu. Útboðsgögn verða afhent frá og með miðvikudeginum 10. janúar 2018. Vinsamlegast óskið eftir gögnum í gegnum netfangið dora@akureyri.is. Kynningarfundur verður haldinn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi þriðjudaginn 16. janúar 2018 kl. 17. Tilboð skulu hafa borist til Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 600 Akureyri eigi síðar en kl. 11 fimmtudaginn 1. febrúar 2018. Listasafnið á Akureyri er í eigu Akureyrarbæjar og starfar í þágu almennings. Í júní 2018 mun safnið taka í notkun nýja sýningarsali og kaffihús eftir miklar endurbætur á húsnæði safnsins. Listasafnið óskar eftir áhugasömum rekstraraðilum til að taka að sér veitingarekstur í kaffihúsi á jarðhæð listasafnsins, til þriggja ára, með möguleika á endurnýjun til annarra þriggja ára. Kaffihúsið verður sjálfstæð eining á góðum stað í Listagilinu en jafnframt mikilvægur hluti af listasafninu. Kaffihúsinu er ætlað að sinna fjölbreyttum hópi almennra gesta og einnig gestum listasafnsins. Rekstraraðila er ætlað að byggja upp nútímalegt kaffihús með metnaðarfulla veitingastefnu, sem rímar við starfsemi safnsins, sem jafnframt höfðar til breiðs hóps gesta, viðskiptavina, ferðamanna og íbúa bæjarins. Kaffihúsið er staðsett á jarðhæð Listasafnsins við inngang með stórum glugga sem vísar í suður út í Listagilið. Þar verða sæti fyrir 30-40 manns og auk þess verður hægt að sitja úti á verönd á skjólgóðum stað á sumrin.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hesjuvellir-tillaga-ad-deiliskipulagi
Hesjuvellir – Tillaga að deiliskipulagi Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 19. desember 2017 samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hesjuvelli skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið nær til Hesjuvalla landnr. 212076, sem liggur neðan Lögmannshlíðarvegar. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir 350 m2 einbýlishúsi ásamt bílgeymslu. Skógrækt er á landinu að öðru leiti. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð liggur frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 10. janúar til 21. febrúar 2018, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er aðgengileg hér að neðan: Hesjuvellir - tillaga að deiliskipulgi Fornleifaskráning Frestur til að gera athugasemdir rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 21. febrúar 2018 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. 10. janúar 2018 Sviðsstjóri skipulagssviðs
https://www.akureyri.is/is/frettir/giljahverfi-kidagil-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingu
Giljahverfi, Kiðagil – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 19. desember 2017 samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Giljahverfi, vegna Kiðagils skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Svæðið sem breytingum tekur nær til götunnar Kiðagils og lóðar Giljaskóla. Breytingin felst m.a. í því að komið er fyrir einni þrengingu og tveimur nýjum upphækkuðum gangbrautum yfir Kiðagil. Innkeyrslum og bílastæði Giljaskóla er breytt. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð liggur frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 10. janúar til 21. febrúar 2018, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er aðgengileg hér að neðan: Giljahverfi, Kiðagil - tillaga að deiliskipulagsbreytingu Frestur til að gera athugasemdir rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 21. febrúar 2018 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. 10. janúar 2018 Sviðsstjóri skipulagssviðs
https://www.akureyri.is/is/frettir/auglysing-um-nidurstodu-baejarstjornar-i-skipulagsmalum-2
Auglýsing um niðurstöðu bæjarstjórnar í skipulagsmálum Niðurstaða bæjarstjórnar vegna deiliskipulagsbreytinga Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur samþykkt eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Síðuskóli Deiliskipulagsbreyting er gerð á lóð Síðuskóla þar sem m.a. innkeyrslu inn á lóðina er breytt og hún færð til norðurs. Tillagan var auglýst frá 16. ágúst til 27. september 2017. Tvær athugasemdir bárust sem leiddu ekki til breytinga á skipulaginu. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Hafnarsvæði sunnan Glerár Deiliskipulagsbreyting er gerð á lóð á hafnarsvæðinu við Skipatanga. Er henni breytt í geymslusvæði og athafnasvæði í umsjá hafnarstjórnar. Tillagan var auglýst frá 14. desember 2016 til 25. janúar 2017. Ein athugasemd barst sem leiddi ekki til breytinga á skipulaginu. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Niðurstaða bæjarstjórnar vegna aðalskipulagsbreytingar Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 19. desember 2017 samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að íbúðarsvæðið í Klettaborg, sunnan götunnar, er stækkað til vesturs að Dalsbraut. Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindisins. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. 10. janúar 2018 Sviðsstjóri skipulagssviðs
https://www.akureyri.is/is/frettir/mikill-ahugi-a-skipulagsmalum
Mikill áhugi á skipulagsmálum Síðasti kynningarfundurinn um aðalskipulag Akureyrarbæjar fyrir árin 2018-2030 var haldinn í Grímsey í gær og var ágætlega sóttur. Áður hafa verið haldnir þrír kynningarfundir á Akureyri og einn í Hrísey. Fundirnir á Akureyri voru sérstaklega vel sóttir og er ánægjulegt að sjá hversu mikinn áhuga Akureyringar hafa á nærumhverfi sínum og heildarskipulagi sveitarfélagsins. Á fyrsta fundinum á Akureyri var sjónum einkum beint að mannfjölda, húsnæðismálum og þéttingu byggðar. Næsti fundur hafði útivist og græn svæði bæjarins í brennidepli og kastljósi var beint að samgöngumálum og reitum fyrir atvinnustarfsemi á þeim síðasta. Upptökur frá fundunum á Akureyri og allar nánari upplýsingar um aðalskipulag Akureyrar 2018-2030. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út kl. 16:00 föstudaginn 12. janúar 2018. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast til skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9 eða með tölvupósti: skipulagssvid@akureyri.is. Nafn, kennitala og heimilisfang sendanda skal ávalt koma fram. Frá fundinum á Akureyri 4. janúar sl. Mynd: Ragnar Hólm.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nordurorka-styrkir-skolathroun
Norðurorka styrkir skólaþróun Samfélagsstyrkjum Norðurorku var úthlutað í síðustu viku og var tveimur þeirra veitt til skólaþróunarstarfs á Akureyri. Naustaskóli fékk styrk til kaupa á talgervlum og fræðslu á notkun annarra forrita sem styðja við lestrarkennslu og forritunarverkefni Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri fékk styrk til þess að kaupa Bee-Bot og Blue-Bot en það eru forritanleg vélmenni. Vélmennin henta vel til forritunarkennslu í leikskóla og á yngsta stigi grunnskóla. Bee-Bot og Blue-Bot munu sóma sér vel meðal annarra vélmenna á Snjallvagni MSHA. Á döfinni er að halda snjallsmiðjur og verða þær auglýstar innan tíðar. Frétt Norðurorku um samfélagsstyrkina. Nánari upplýsingar um Bee-Bot og Blue-Bot. Styrkþegar eða fulltrúar þeirra að lokinni úthlutun. Mynd: Auðunn Níelsson / Norðurorka.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrstu-farthegarnir-i-beinu-flugi-fra-bretlandi-lentir-a-akureyri
Fyrstu farþegarnir í beinu flugi frá Bretlandi lentir á Akureyri Í hádeginu í dag lenti Boeing vél flugfélagsins Enter Air á Akureyrarflugvelli með fyrstu bresku ferðamennina innanborðs sem koma með beinu flugi frá Bretlandi á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break. Þetta markar tímamót í ferðaþjónustu á Norðurlandi því Super Break áformar að fljúga til Akureyrar áfram næstu misserin og að miklu leyti á þeim tíma ársins sem hingað til hefur verið rólegri í ferðaþjónustu. Bresku ferðamennirnir voru ánægðir þegar þeir lentu en mikil ásókn hefur verið í þessar ferðir Super Break og hafa yfir 95 prósent flugsæta þegar verið seld. Slíkt telst mjög góður árangur! Á flugvöllinn í Cardiff mætti landsliðsfyrirliði Íslands í knattspyrnu, Aron Einar Gunnarsson, en hann spilar sem kunnugt er með knattspyrnuliði borgarinnar. Aron Einar tók þátt í fögnuði Super Break þar ytra, spjallaði við farþega og sagði þeim frá Bjórböðunum á Árskógssandi, en hann er einn af eigendum fyrirtækisins. Þá tók velskur kór nokkur falleg íslensk lög fyrir ferðalangana, eitt af þeim var Heyr himnasmiður, og hlaut lof fyrir. Markaðsstofa Norðurlands og Isavia buðu til fögnuðar á Akureyrarflugvelli í tilefni af þessu en á meðal ræðumanna var Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Í ræðu sinni sagði hún að þessar flugferðir yrðu mikil lyftistöng fyrir fyrirtæki á svæðinu og að samfélagið í heild nyti góðs af þeim. „Uppskeran sem við verðum hér vitni að er alls ekki sjálfgefin. Hún sprettur af mikilli framsýni aðila hérna fyrir norðan, sem hafa haft skýra sýn og óbilandi trú á möguleikum á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll á hvaða árstíma sem er," sagði Þórdís Kolbrún. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri sagðist hafa heyrt á breskum ferðalöngum að þeir væru ákaflega ánægðir með að heimsækja Norðurland og að gestir á vegum Super Break yrðu það eflaust líka. “Akureyringar og Norðlendingar eru þekktir fyrir mikla gestrisni og ég vona að gestir okkar hafi héðan margar góðar minningar,” sagði Eiríkur og bætti við að þetta væri sannkallað “Super Breakthrough”. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, var að vonum mjög ánægð með daginn. „Við erum búin að vinna að þessu verkefni frá stofnun Flugklasans Air 66N árið 2011 og höfum verið að kynna Norðurland markvisst fyrir breskum ferðaskrifstofum og flugfélögum. Þetta flug er bara byrjunin og við eigum eftir að sjá aukningu í beinu flugi til Akureyrar á næstunni. Þessi árangur hefur náðst vegna þess að ferðaþjónustufyrirtæki og sveitarfélög á öllu Norðurlandi hafa staðið saman í þessu verkefni og haft óbilandi trú á því að Norðurland sé eftirsóknarverður og spennandi áfangastaður." Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra klippa á borðann og bjóða fyrstu farþegana frá Super Break velkomna til Akureyrar. Mynd: Rögnvaldur Már Helgason / Markaðsstofa Norðurlands.
https://www.akureyri.is/is/frettir/innritun-i-leikskola-2018-2019
Innritun í leikskóla 2018-2019 Foreldrum sem óska eftir leikskóla fyrir börn sín skólaárið 2018–2019 er bent á að mikilvægt er að skila inn umsókn um leikskóla fyrir 15. febrúar nk. Hið sama gildir um foreldra sem óska eftir flutningi milli leikskóla fyrir börn sín. Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á https://ak.esja.com/umsokn.php og fyrir foreldra sem óska eftir flutningi fyrir börn sín er umsókn skilað á https://ak.esja.com/flutningur.php. Þar sem innritun er rafræn er mikilvægt að foreldrar yfirfari vel þau netföng sem þeir gefa upp á umsókn barnsins. Ekki er hægt að tryggja að hægt sé að verða við umsóknir eða flutningsbeiðnum sem berast eftir 15. febrúar. Fyrstu innritunarbréfin verða send til foreldra á rafrænu formi í byrjun marsmánaðar. Gert er ráð fyrir að flest börn hefji aðlögun eftir að árgangur 2012 útskrifast úr leikskólum, þ.e. í ágústmánuði 2018. Stefnt er að því að upplýsingar um innritun barna sem fædd eru fyrst á árinu 2017 liggi fyrir eigi síðar en í maímánuði. Mynd af heimasíðu Krógabóls.
https://www.akureyri.is/is/frettir/stundaskra-felagsstarfs-eldri-borgara
Stundaskrá félagsstarfs eldri borgara Komin er út dagskrá og stundaskrá fyrir félagsstarf eldri borgara í Bugðusíðu 1 og Víðilundi 22 á vorönn 2018. Félagsmiðstöðvarnar í Bugðusíðu og Víðilundi eru opnar fólki frá 60 ára aldri. Starfsemin er í stöðugri þróun með það að leiðarljósi að skapa fjölbreytni og mæta þörfum þeirra sem þangað sækja. Opið er alla virka daga frá kl. 9-16 og aðgangur er ókeypis. Dagskrá og stundaskrár félagsmiðstöðvanna í Bugðusíðu 1 og Víðilundi 22 á vorönn 2018. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagbjort-og-gunnar-i-vidtalstima
Dagbjört og Gunnar í viðtalstíma Viðtalstímar bæjarfulltrúa Akureyrarbæjar eru haldnir tvisvar í mánuði á fimmtudögum frá kl. 17-19 á tímabilinu október til maí. Í viðtalstímum gefst bæjarbúum kostur á að hitta fulltrúa í bæjarstjórn og ræða þau málefni sem hæst ber hverju sinni. Viðtalstímarnir eru í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, 1. hæð. Fimmtudaginn 18. janúar verða bæjarfulltrúarnir Dagbjört Pálsdóttir og Gunnar Gíslason í Ráðhúsinu til skrafs og ráðagerða. Dagbjört Pálsdóttir og Gunnar Gíslason
https://www.akureyri.is/is/frettir/menningarsjodur-akureyrar-auglysir-eftir-umsoknum
Menningarsjóður Akureyrar auglýsir eftir umsóknum Annars vegnar er auglýst eftir umsóknum um samstarfssamninga og verkefnastyrki og hins vegar umsóknum um starfslaun listamanna. Samstarfssamningar eiga við um verkefni sem stuðla að fjölbreyttu menningarlífi á Akureyri og þar er hægt að sækja um samstarf til tveggja eða þriggja ára í senn. Verkefnastyrkirnir ná yfir verkefni sem talin eru til þess fallin að auðga menningarlífið í bænum, hafa ákveðna sérstöðu og fela í sér frumsköpun. Umsóknarfrestur um samstarfssamning og/eða verkefnastyrk er til og með 7. febrúar 2018. Umsóknir um starfslaun listamanna skulu innihalda greinargóðar upplýsingar um hvernig starfslaunatíminn verður notaður, listferil og menntun. Veitt eru ein starfslaun í 9 mánuði og öllum með lögheimili á Akureyri er heimilt að sækja um í eigin nafni. Umsóknarfrestur um starfslaun listamanna er til og með 14. febrúar 2018. Við úthlutun er litið til fjölbreytileika í starfsemi, aldurs þátttakenda, jafnréttis og sýnileika. Sótt er um í gegnum íbúagátt Akureyrarbæjar undir flipanum umsóknir efst til hægri. Upplýsingar um reglur Menningarsjóðs, Samþykkt um starfslaun listamanna og Menningarstefnu Akureyrar má sjá á heimasíðu Akureyrarbæjar. Nánari upplýsingar veitir Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála í netfanginu almara@akureyri.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/starfsemi-listasafnsins-2018
Starfsemi Listasafnsins 2018 Á kynningarfundi sem haldinn var í Listasafninu á Akureyri í gær var dagskrá ársins 2018 og komandi starfsár kynnt. Einnig var fjallað um þær framkvæmdir sem nú standa yfir á Listasafninu og þær útskýrðar. Í lok fundarins var undirritaður nýr samstarfssamningur Listasafnsins og Icelandair Hotels Akureyri og Air Iceland Connect. Það voru Sigrún Björk Sigurðardóttir, hótelstjóri Icelandair Hotels Akureyri, og Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins, sem undirrituðu samninginn. Prentaðri dagskrá ársins var í gær dreift í öll hús á Akureyri. Árið 2018 markar mikilvæg tímamót fyrir Listasafnið á Akureyri því liðin eru 25 ár frá stofnun þess. Það er einkar viðeigandi að á þessum tímamótum skuli gamalt og gott loforð verða efnt og safnið fái á afmælisárinu efstu hæð gamla Mjólkursamlagsins til afnota. Eftir endurbætur og stækkun verða byggingarnar tvær sem Listasafnið hefur haft til umráða, annars vegar gamla Mjólkursamlag KEA og hins vegar Ketilhúsið, sameinaðar með tengibyggingu og munu þá mynda eina heild. Glæsilegir sýningarsalir á efstu hæðinni verða opnaðir 17. júní þar sem fjölbreyttar og spennandi sýningar verða í boði í framtíðinni. Nýr inngangur með aðgengi fyrir hreyfihamlaða verður tekinn í notkun ásamt safnbúð og kaffihúsi. Í nýju safni verður einnig stórbætt aðstaða fyrir safnfræðslu og skapandi starf með börnum og fullorðnum. Fræðsla, fyrirlestrar, leiðsagnir og safnkennsla eru meðal þess sem Listasafnið hefur lagt aukna áherslu á undanfarin misseri og verður engin breyting þar á. Þriðjudagsfyrirlestrarnir verða áfram stór þáttur í fræðslustarfi Listasafnsins en þeir eru settir upp í samvinnu við Verkmenntaskólann á Akureyri, Myndlistarfélagið, Gilfélagið og Háskólann á Akureyri. Þeir eru sem fyrr haldnir á hverjum þriðjudegi kl. 17-17.40 yfir vetrartímann. Sýningaárið 2018 byrjar með tveimur opnunum laugardaginn 24. febrúar kl. 15. Á miðhæð Ketilhússins má þá sjá hina árlega samsýningu starfandi listamanna og skólabarna, Sköpun bernskunnar, en á svölunum opnar Helga Sigríður Valdemarsdóttir sýninguna Kyrrð. Við taka sýningar á verkum Bergþórs Morthens, Rof, nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA og útisýningin Fullveldið endurskoðað. Listasafninu verður lokað í maí og fram til 17. júní þegar nýtt safn verður formlega tekið í notkun. Þá verða opnaðar hvorki meira né minna en sjö sýningar samdægurs: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Hugleiðing um orku; Sigurður Árni Sigurðsson, Hreyfðir fletir; Aníta Hirlekar, Bleikur og grænn; Svipir – valin verk úr safneign Listasafns ASÍ, Hjördís Frímann og Magnús Helgason; Hugmyndir, Úrval – valin verk úr safneign Listasafnsins á Akureyri og yfirlitssýningin Frá Kaupfélagsgili til Listagils. Haldið verður upp á 25 ára afmæli safnsins í lok ágúst en nánari útlistun á því verður kynnt síðar. Gjörningahátíðin A! er á sínum stað í dagskránni og í ár verður Listasafnið í fyrsta sinn þátttakandi í Iceland Airwaves á Akureyri. Yfirlitssýningar á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar, Heima, og Arnar Inga, Lífið er LEIK-fimi, ásamt einkasýningu franska myndlistarmannsins Ange Leccia, Hafið, loka svo árinu með komandi hausti. Sigrún Björk Sigurðardóttir og Hlynur Hallsson undirrita nýjan samstarfssamning Listasafnsins og Icelandair Hotels Akureyri og Air Iceland Connect.
https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarrad-alyktar-um-akureyrarflugvoll
Bæjarráð ályktar um Akureyrarflugvöll Bæjarráð Akureyrar ályktaði í morgun um þann drátt sem orðið hefur á því að koma upp viðeigandi aðstöðu fyrir millilandaflug á Akureyrarflugvelli. Ályktunin er svohljóðandi og hefur nú þegar verið send öllum þingmönnum landsins: Bæjarráð Akureyrar fagnar tilkomu millilandaflugs um Akureyrarflugvöll í tengslum við ferðir ferðaskrifstofunnar Super Break sem hófust í síðastliðinni viku. Því miður hefur dregist úr hófi að koma upp viðeigandi aðstöðu á flugvellinum og skorar bæjarráð á þingmenn, ríkisstjórn, samgönguráð og ISAVIA að grípa nú þegar til ráðstafana sem nauðsynlegar eru til að styðja við og tryggja í sessi millilandaflug um Akureyrarflugvöll. Í því sambandi er brýnt að þegar verði komið upp ILS búnaði (Instrument Landing System) við völlinn og lýsa bæjaryfirvöld yfir fullum vilja til samstarfs við uppsetningu búnaðarins. Þá kallar bæjarráð eftir því að forsvarsmenn ISAVIA sem og formaður samgönguráðs mæti til fundar við bæjarstjórn þar sem farið verði yfir frekari framkvæmdir við Akureyrarflugvöll sem nauðsynlegar eru bæði með tilliti til innanlands- og millilandaflugs. Er bæjarstjóra falið að boða hlutaðeigandi til fundar svo fljótt sem verða má. Flugvélar á vegum Super Break og Iceland Connect á Akureyrarflugvelli föstudaginn 12. janúar sl.
https://www.akureyri.is/is/frettir/starfamessa-i-februar
Starfamessa í febrúar Starfamessa grunnskóla Akureyrarbæjar verður haldin öðru sinni 23. febrúar nk. í húsnæði Háskólans á Akureyri. Náms- og starfsráðgjafar ásamt undirbúningsnefnd í samstarfi við fræðslusvið Akureyrarbæjar standa að þessum viðburði. Markmiðið er að grunnskólanemar í 9. og 10. bekk kynnist fjölbreyttri atvinnustarfsemi í bænum og þeim möguleikum sem þeirra bíða í framtíðinni. Fyrirtækjum er boðið að kynna starfsemi sína á Starfamessunni og komust færri að en vildu í fyrra. Auglýsing um Starfamessu þar sem forsvarsmenn fyrirtækja eða stofnana eru hvattir til samstarfs við grunnskóla bæjarins í febrúar 2018. Nemendur úr Glerárskóla á Starfamessu 2017.
https://www.akureyri.is/is/frettir/auglysing-vegna-uthlutunar-byggdakvota-a-fiskveidiarinu-20172018
Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2017/2018 Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2017/2018 Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 604/2017 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2017/2018 Bolungarvík Akureyrarkaupstað (Grímsey og Hrísey) Borgarfjörð eystri Djúpavog Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 17/2018 í Stjórnartíðindum • Vesturbyggð (Brjánslækur Patreksfjörður og Bíldudalur) • Ísafjarðarbær (Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Hnífsdalur og Ísafjörður) • Fjallabyggð (Siglufjörður og Ólafsfjörður) Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna hér. Umsóknum þarf að fylgja samningur við vinnslu á eyðublaði sem er að finna hér. Vakin skal athygli á því að umsóknin telst ekki gild nema samningur um vinnslu fylgi. Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar 2018. Fiskistofa 17. janúar 2018 Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-kynnt-a-mannamotum
Akureyri kynnt á Mannamóti Markaðsstofur landshlutanna héldu hið svokallaða Mannamót fyrir samstarfsfyrirtæki sín í gær. Mótið fór fram í flugskýli Ernis við Reykjavíkurflugvöll. Mannamót Markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er fimmta árið í röð sem Mannamót er haldið. Alls tóku yfir 200 sýnendur frá öllu landinu þátt í Mannamóti að þessu sinni. Akureyrarstofa og nokkur ferðaþjónustufyrirtæki í bænum fóru suður til að kynna það sem er í boði fyrir ferðafólk á Akureyri. Mannamót er mikilvægur vettvangur fyrir fólk í ferðaþjónustu og ekki síst þá sem eru að byrja rekstur og þurfa að koma þjónustu sinni og vöru á framfæri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/arangursrikt-samstarf-um-auknar-eldvarnir
Árangursríkt samstarf um auknar eldvarnir Samstarf Eldvarnabandalagsins og Akureyrarbæjar sem hófst vorið 2016 hefur skilað auknum eldvörnum í stofnunum bæjarins og á heimilum starfsmanna. Þetta er niðurstaða sameiginlegrar greinargerðar og árangursmats samstarfsaðilanna. Greinargerðin var kynnt í bæjarráði Akureyrar og í stjórn Eldvarnabandalagsins nýverið. Strax haustið 2016 innleiddi Akureyrarbær eigið eldvarnaeftirlit í stofnunum sínum. Slökkvilið Akureyrar annaðist fræðslu fyrir eldvarnafulltrúa og veitti auk þess starfsfólki bæjarins fræðslu um eldvarnir bæði á vinnustað og heima fyrir. Stuðst var við efni Eldvarnabandalagsins við fræðsluna. "Okkur þykir verkefnið hafa gengið vel og skilað árangri og munum halda ótrauð áfram eigin eldvarnaeftirliti nú þegar formlegu samstarfi við Eldvarnabandalagið er lokið," segir Dagný M. Harðardóttir, forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar Akureyrarbæjar. Hún er jafnframt formaður forvarna- og öryggisnefndar sem hefur haft umsjón með verkefninu af hálfu bæjarins. Niðurstöður könnunar sem gerð var meðal eldvarnafulltrúa bæjarins bendir eindregið til að verkefnið hafi skilað árangri. Þeir segja nær allir sem einn að fræðsla um eldvarnir heimilisins hafi haft jákvæð áhrif á eldvarnir heima hjá þeim. Meðal helstu niðurstaðna könnunarinnar eru: Um 65% telja að frekar eða mjög vel hafi gengið að lagfæra atriði sem athugasemdir voru gerðar við og 94% telja að störf þeirra sem eldvarnafulltrúar hafi leitt til betri eldvarna á vinnustaðnum Um 60% telja að meðvitund um mikilvægi eldvarna á vinnustaðnum hafi aukist vegna verkefnisins Nær 90% telja að Akureyrarbær eigi að halda áfram eigin eldvarnaeftirliti að loknu samstarfi við Eldvarnabandalagið Athyglisvert er að mikill meirihluti eldvarnafulltrúanna sem svöruðu kallar eftir því að komið verði á sameiginlegum vettvangi fyrir eldvarnafulltrúa, svo sem með sérstakri Facebook-síðu og/eða árlegum fundi með slökkviliðsstjóra og forvarna- og öryggisnefnd. Nefndin hyggst bregðast við þessu ákalli. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/heilsubotarganga-i-boganum-1
Heilsubótarganga í Boganum Nú þegar tíðin er rysjótt og veður stundum válynd er gott til þess að vita að fjölnota íþróttahúsið Boginn við Skarðshlíð er opið öllum þeim sem vilja ganga sér til heilsubótar innandyra frá kl. 8 til 12 alla virka daga. Hringurinn er 370 metrar og eru yngri sem eldri hvattir til að nýta sér aðstöðuna án endurgjalds. Hitinn í Boganum er að lágmarki 12 gráður og kaffisala er í félagsheimili Þórs, Hamri. Einnig má geta þess að á Þórsvellinum eru tvær innstu hlaupabrautirnar upphitaðar og þeir sem vilja frekar ganga eða trimma úti undir berum himni geta notfært sér það. Loks má nefna að það er alltaf heitt á könnunni í íþróttahúsinu ef fólk vill fá sér kaffisopa eftir að hafa hreyft sig.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ithrottafolk-akureyrar-2017
Íþróttafólk Akureyrar 2017 Í menningarhúsinu Hofi í gærkvöldi var lýst kjöri íþróttamanns Akureyrar 2017. Þetta var í 39. skipti sem íþróttamaður Akureyrar er heiðraður. Alls hlutu 11 íþróttakonur og 15 íþróttakarlar úr röðum aðildarfélaga ÍBA atkvæði til kjörsins. Á athöfninni veitti frístundaráð viðurkenningar fyrir Íslandsmeistatatitla og sérstakar heiðursviðurkenningar auk þess sem Afrekssjóður Akureyrarbæjar veitti aðildarfélögum styrki fyrir landsliðsmenn. Íþróttakona Akureyrar 2017 var kjörin Stephany Mayor knattspyrnukona úr Þór/KA. Síðasta sumar var Stephany algjör lykilmaður í liði Þórs/KA sem hampaði Íslandsmeistaratitlinum í haust. Hún nálgast leikinn af mikilli fagmennsku, er útsjónarsamur leikmaður og býr yfir miklum leikskilningi, mikilli tækni og er í alla staði frábær íþróttamaður, innan vallar sem utan. Stephany var í byrjunarliði Þórs/KA í öllum leikjum liðsins í Pepsi-deildinni og Borgunarbikarnum en auk þess spilaði hún fjóra leiki í Lengjubikar og skoraði þar tvö mörk. Stephany var valin best leikmanna í Pepsideildinni í lok sumars ásamt því að vera markahæsti leikamaður deildarinnar. Í 2. sæti varð Bryndís Rún Hansen sundkona úr Óðni og í 3. sæti júdókonan Anna Soffía Víkingsdóttir úr Draupni/KA. Íþróttakarl Akureyrar 2017 var kjörinn Tryggvi Snær Hlinason körfuknattleiksmaður úr Þór. Tryggvi var lykilmaður í úrvalsdeildarliði Þórs sem endaði í 8. sæti úrvalsdeildar vorið 2017 og komst þar með í úrslitakeppni þar sem félagið féll út á móti KR-ingum sem síðan hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum. Á árinu tók Tryggvi Snær einnig þátt í landsliðsverkefnum bæði með A-landsliði og U20 ára landsliði. Árangur hans með U20 landsliðinu var sérlega glæsilegur. Liðið keppti í A-deild Evrópumótsins ásamt öllum sterkustu landsliðum álfunnar og endaði í 8. sæti. Tryggvi Snær var valinn í fimm manna úrvalslið keppninnar og var jafnframt framlagshæstur allra leikmanna á mótinu; hann skoraði að meðaltali 16,1 stig, tók 11,6 fráköst og var með 3,1 varið skot í leik. Í haust gekk Tryggvi Snær svo til liðs við Spánarmeistara Valencia og hóf þar með atvinnumannsferil sinn. Elín Heiða Hlinadóttir, systir Tryggva, tók við verðlaununum fyrir hans hönd. Í 2. sæti varð Viktor Samúelsson kraflyftingamaður úr KFA og í 3. sæti varð Alexander Hinriksson júdómaður úr Draupni/KA. Heiðursviðurkenningar Frístundaráðs hlutu þau Hrefna Hjálmarsdóttir fyrir ötult starf í þágu skátahreyfingarinnar og Ágúst Herbert Guðmundsson fyrir mikið og óeigingjarn starf í körfuboltaíþróttinni. Frístundaráð veitti viðurkenningar til 16 aðildarfélaga vegna 243 Íslandsmeistara á síðasta ári og Afrekssjóður veitti 13 aðildarfélögum samtals rúmar 2 milljónir í styrki vegna 114 landsliðsmanna árið 2017. Allur hópurinn saman kominn í Hofi í gærkvöldi. Mynd: Þórir Tryggvason.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrirlestrar-um-heilabilun
Fyrirlestrar um heilabilun Tveir fyrirlestrar um heilabilun verða haldnir í samkomusal öldrunarheimilisins Hlíðar þriðjudaginn 30. janúar kl. 13-13.40. Fyrri fyrirlesturinn nefnist "Hvað er heilabilun?" Fyrirlesari er Ragnheiður Halldórsdóttir, öldrunarlæknir. Seinni fyrirlesturinn ber titilinn "Heilabilun - Samskipti" og eru fyrirlesarar iðjuþjálfarnir Ester Einarsdóttir og Elísa Arnar. Þær eru báðar einnig mentorar í þjónandi leiðsögn. Allir eru velkomnir, starfsfólk, íbúar og gestir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/viltu-taka-thatt-i-listasumri-2018
Viltu taka þátt í Listasumri 2018? Akureyrarstofa auglýsir eftir áhugaverðum og skemmtilegum hugmyndum að listasmiðjum og viðburðum fyrir Listasumar á Akureyri sem hefst 24. júní og lýkur 24. ágúst. Alls eru 20 styrkir í boði, samtals 1.000.000 kr. Styrkjum fylgir afnot af rými í Hofi, Deiglunni eða Rósenborg ásamt aðgangi að kynningarefni Listasumars og tækjabúnaði í ákveðnum rýmum. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um styrkina á íslensku og ensku er að finna á heimasíðunni listasumar.is. Síðasti skiladagur umsókna er 28. febrúar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarrad-fagnar-uppsetningu-ils-bunadar
Bæjarráð fagnar uppsetningu ILS búnaðar Fulltrúar Isavia, þau Jón Karl Ólafsson framkvæmdastjóri innanlandsflugvallasviðs og Hjördís Þórhallsdóttir umdæmisstjóri á Norðurlandi, mættu á fund bæjarráðs Akureyrar í gær til að ræða málefni Akureyrarflugvallar. Ekki hefur gengið sem skyldi fyrir flugvélar á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break að lenda á Akureyrarflugvelli það sem af er janúar en fram hefur komið í fréttum að með haustinu verði svokallaður blindflugsbúnaður (ILS) til taks á Akureyrarflugvelli. Búnaðurinn er liður í því að treysta millilandaflug um völlinn. Að loknum fundinum með fulltrúum Isavia samþykkti bæjarráð svohljóðandi ályktun: Bæjarráð Akureyrar fagnar uppsetningu ILS búnaðar sem koma á upp við Akureyrarflugvöll í sumar og lýsir yfir vilja Akureyrarbæjar til samstarfs við framkvæmd uppsetningarinnar. Þá skorar bæjarráð á ISAVIA og stjórnvöld að ráðast þegar í mótun framtíðarsýnar flugvallarins. Mikilvægt er í því sambandi að rekstrarfyrirkomulag og eignarhald flugvallarins verði endurskoðað þannig að hægt sé að móta framtíðarsýn og uppbyggingu vallarins og lýsir bæjarráð yfir vilja Akureyrarbæjar til að koma að þeirri vinnu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/preben-og-sigridur-i-vidtalstima
Preben og Sigríður í viðtalstíma Viðtalstímar bæjarfulltrúa Akureyrarbæjar eru haldnir tvisvar í mánuði á fimmtudögum frá kl. 17-19 á tímabilinu október til maí. Í viðtalstímum gefst bæjarbúum kostur á að hitta fulltrúa í bæjarstjórn og ræða þau málefni sem hæst ber hverju sinni. Viðtalstímarnir eru í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, 1. hæð. Fimmtudaginn 1. febrúar verða bæjarfulltrúarnir Sigríður Huld Jónsdóttir og Preben Jón Pétursson í Ráðhúsinu til skrafs og ráðagerða. Sigríður Huld Jónsdóttir og Preben Jón Pétursson
https://www.akureyri.is/is/frettir/ferdaskrifstofur-horfa-i-auknum-maeli-til-akureyrar-sem-afangastadar
Ferðaskrifstofur horfa í auknum mæli til Akureyrar Ferðakaupstefnan Icelandair Mid-Atlantic, sem er árleg ferðakaupstefna á vegum Icelandair, var haldin í 26. skipti í Laugardalshöllinni í Reykjavík undir lok síðustu viku. Kaupstefnan er sú stærsta á sínu sviði sem haldin er á Íslandi. Markmiðið er að tengja saman kaupendur og seljendur ferðaþjónustu til að styrkja og auka ferðamannastraum til Íslands. Alls voru rúmlega 240 sýningarbásar settir upp í Laugardalshöllinni og í þeim fóru fram á sjötta þúsund bókaðir fundir á milli viðskiptaaðila. Akureyrarstofa hefur tekið þátt í sýningunni undanfarin ár og kynnir þar þá þjónustu sem í boði er í bænum og næsta nágrenni. Áhugi á Akureyri og Norðurlandi hefur vaxið mikið undanfarin ár enda hafa margir áhuga á að bæta við áfangastöðum utan suðvesturhornsins. Beint flug bresku ferðaskrifstofunnar Super Break til Akureyrar hefur einnig aukið mjög þá athygli sem bærinn fær hjá erlendum ferðaþjónustuaðilum. Í framhaldi af sýningunni var erlendum ferðaskrifstofum boðið í kynnisferð til Akureyrar í svonefnda "Akureyri City Inspection" ferð í samstarfi við Air Iceland Connect, Saga Travel & GeoIceland. Í ferðinni var farið vítt og breitt um bæinn, gististaðir og veitingastaðir heimsóttir auk þess sem farið var m.a. í Hlíðarfjall, sundlaugina og Menningarhúsið Hof. Á ferð um Akureyri með fulltrúa erlenda ferðaskrifstofa
https://www.akureyri.is/is/frettir/sverre-er-nyr-framkvaemdastjori-iba
Sverre er nýr framkvæmdastjóri ÍBA Sverre Andreas Jakobsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) og mun hann hefja störf þann 2. maí nk. Sverre tekur við starfinu af Þóru Leifsdóttur sem mun þó áfram starfa á skrifstofu bandalagsins. Sverre er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, auk mastersgráðu í fjármálum og alþjóðaviðskiptum frá Viðskiptaháskólanum í Árósum. Þá hefur hann einnig menntað sig í fjármögnun og fjárfestingum fyrirtækja, arðsemisgreiningu, enskri ritun og vinnusálfræði. Sverre er íþróttaáhugamönnum að góðu kunnur en hann á að baki glæsilegan feril sem handknattleiksmaður. Hann var atvinnumaður í handknattleik í Þýskalandi í mörg ár og á að baki 182 landsleiki með A-landsliði Íslands. Nánar á heimasíðu ÍBA. Sverre Andreas Jakobsson. Mynd af heimasíðu Akureyri handboltafélags.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fundur-baejarstjora-a-nordurslodum
Fundur bæjarstjóra á norðurslóðum Bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, sótti í síðustu viku fund bæjarstjóra á norðurslóðum sem haldinn var í Tromsö í Noregi en norðurslóðir eru skilgreindar sem ákveðið svæði í kringum Norðurheimskautið. Fundur bæjarstjóranna var hluti af stórri alþjóðlegri ráðstefnu Arctic Frontiers þar sem fræðimenn og fólk úr stjórnsýslu og viðskiptum fjallar um sjálfbæra þróun og tækifæri til hagvaxtar í sátt við umhverfið á norðurslóðum. Bæjarstjórarnir ræddu meðal annars þróun upplýsingatækni á sviði heilbrigðis-, umhverfis- og orkumála, nýsköpun fyrir tilstuðlan samstarfs fræðasamfélagsins, stjórnsýslunnar og viðskiptalífsins, borgarskipulag og þróun á sviði sjálfbærrar orkunýtingar. Eiríkur Björn segir að fundur bæjarstjóranna hafi verið upplýsandi og gagnlegur í alla staði. „Það er mjög mikilvægt að Akureyri taki þátt í samstarfi þjóða og sveitarfélaga á norðurslóðum. Öll eigum við mikilla hagsmuna að gæta hvað varðar nýtingu auðlindanna í sátt við umhverfið. Akureyri hefur verið í fararbroddi á Íslandi í nýtingu og framleiðslu á umhverfisvænu eldsneyti og vistvænum orkugjöfum, endurvinnslu og sjálfbærni. Önnur sveitarfélög í heiminum hafa mikinn áhuga á því sem við erum að gera á þessu sviði og við stefnum ótrauð að því að gera bæinn okkar kolefnishlutlausan," segir Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri. Heimasíða Arctic Frontiers. Frá fundi bæjarstjóra á norðurslóðum sem haldinn var í Tromsö. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri lengst til hægri. Frá fundi bæjarstjóra á norðurslóðum sem haldinn var í Tromsö. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri lengst til hægri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/leikhusbru-bruarsmidi
Leikhúsbrú – brúarsmíði Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar, fyrir hönd Akureyrarbæjar, óskar eftir tilboðum í brúarsmíði og frágang á Leikhúsbrú við Drottningabrautarstíg. Niðurrekstri staura og uppsteypu landstöpla verður lokið fyrir þetta útboð. Helstu magntölur: Staurafrágangur 52 stk Tangir og krossstífur 46 sett Dekkbitar 375 m Dekkklæðing 340 m2 Handrið 180 m Yfirbygging 70 m2 Verkinu skal að fullu lokið fyrir 31. júlí 2018. Útboðsgögn verða afhent rafrænt hjá umsarekstur@akureyri.is frá 31. janúar 2018. Tilboðum skal skila á Umhverfis- og mannvirkjasvið, 4. hæð, eigi síðar en miðvikudaginn 14. febrúar kl. 11 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum, eða fulltrúum þeirra, sem þess óska.
https://www.akureyri.is/is/frettir/verkefnisstjori-jonsmessuhatidar-listasumars-og-akureyrarvoku
Verkefnisstjóri Jónsmessuhátíðar, Listasumars og Akureyrarvöku Akureyrarstofa auglýsir starf verkefnastjóra Jónsmessuhátíðar, Listasumars og Akureyrarvöku laust til umsóknar. Um er að ræða 100% starf í júní, júlí og ágúst en hlutastarf í mars, apríl, maí og september. Verkefnisstjórinn heldur utan um skipulagningu og framkvæmd hátíðanna í samvinnu við starfsfólk Akureyrarstofu og Listasafnsins á Akureyri. Listasumar er heildstæð dagskrá menningarviðburða á Akureyri frá Jónsmessu til ágústloka sem kynnt er undir einum hatti en Akureyrarvaka er menningarhátíð sem stendur frá föstudagskvöldi til laugardagskvöld í lok ágúst. Nánari upplýsingar um starfið er að finna hér á heimasíðunni þar sem sótt er um rafrænt. Umsóknarfrestur er til og með 14. febrúar 2018
https://www.akureyri.is/is/frettir/litilshattar-breytingar-a-leidakerfi-sva
Lítilsháttar breytingar á leiðakerfi SVA Ákveðið hefur verið að gera lítilsháttar breytingar á leiðakerfi Strætisvagna Akureyrar og taka þær gildi fimmtudaginn 1. febrúar. Breytingarnar eru gerðar vegna ábendinga notenda á leið 5 og eiga þær að bæta þjónustu við starfsfólk sjúkrahússins á Akureyri og nemendur og starfsfólk VMA eftir kl. 15 á daginn. Einnig eru gerðar örlitlar breytingar á leið 2 en þær snerta þó ekki brottfarartíma úr miðbæ heldur komutíma á nokkrum biðstöðvum. Vonast er til að þessar breytingar bæti þjónustu við bæjarbúa nokkuð en nýju tímatöflurnar má sjá hér. Aðrar leiðir eru óbreyttar. Nýjar leiðbækur er hægt að fá í Ráðhúsinu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skidarutan-komin-af-stad-1
Skíðarútan komin af stað Hin svokallaða Skíðarúta hefur nú hafið akstur og verður á ferðinni um helgar fram undir vor eða svo lengi sem aðstæður í Hlíðarfjalli leyfa. Bíllinn ekur hring um bæinn og stoppar við öll stærri hótel og gistiheimili. Þaðan liggur svo leiðin í Fjallið. Það er "The Traveling Viking" sem rekur Skíðarútuna líkt og síðustu vetur. Heildarlengd ferðar er um það bil 30 mínútur. Það kostar 1.000 kr. að taka sér far með skíðarútunni aðra leið en 1.500 báðar leiðir. Börn á aldrinum fá 50% afslátt. Ekið er allar helgar (föstudaga, laugardaga og sunnudaga). Föstudaga: Upp í fjall klukkan 12.00* & 14.00, úr fjallinu klukkan 15.00* & 19.10 (*bara þegar fjallið opnar fyrir kl 14.00). Laugardaga & sunnudaga: Upp í fjall klukkan 9.00 & 12.00, úr fjallinu klukkan 13.00, 15.00 & 16.10. Viðkomustaðir bílsins eru: Bónus Naustahverfi (+00 min) Sæluhús - Hotel (+03) Heimavistin Þórunnarstræti (+05 min) Icelandair Hótel (+07 min) Kea Hótel (+09) Hótel Akureyri (+11 min) N1 Hörgarbraut (+15 min) Samkaup Borgarbraut (+20 min Kort af akstursleiðinni. Heimasíða Skíðarútunnar. Heimasíða Hlíðarfjalls. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/giljaskoli-og-kidagil-kynningafundur-vegna-breytingar-a-deiliskipulagi
Giljaskóli og Kiðagil – Kynningafundur vegna breytingar á deiliskipulagi Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Giljaskóla og götuna Kiðagil er í auglýsingu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem má sjá hér. Íbúafundur verður haldinn í sal Giljaskóla fimmtudaginn 8. febrúar kl. 17:00 þar sem gerð verður nánari grein fyrir skipulagsbreytingunni og áhrifum hennar. Allir áhugasamir eru velkomnir. Athugasemdum við skipulagsbreytinguna er hægt að koma á framfæri skriflega til skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri eða á netfangið: skipulagssvid@akureyri.is til 21. febrúar 2018. Sviðsstjóri skipulagssviðs
https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarrad-fjalladi-um-gongudeild-saa
Bæjarráð fjallaði um göngudeild SÁÁ Á fundi sínum í gær fjallaði bæjarráð Akureyrar um stöðuna í rekstri göngudeildar SÁÁ á Akureyri en eins og fram hefur komið í fréttum þá hefur framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkt að hefja undirbúning að lokun deildarinnar þar sem engin framlög hafa komið frá ríkinu til reksturs hennar síðustu þrjú árin. Hörður Oddfríðarson dagskrárstjóri göngudeildar SÁÁ á Akureyri og Arnþór Jónsson formaður SÁÁ mættu á fundinn og fóru yfir stöðu göngudeildarinnar. Í fundargerð bæjarráðs segir orðrétt: Bæjarráð leggur mikla áherslu á að framhald verði á göngudeildarþjónustu fyrir ávana- og fíkniefnasjúklinga á Akureyri sem tryggir þjónustu við íbúa á Norðurlandi. Bæjarráð skorar á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja nauðsynlega þjónustu og nægjanlega fjármuni til að standa undir henni. Mynd: Almar Alfreðsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fundur-i-baejarstjorn-a-morgun
Fundur í bæjarstjórn á morgun Bæjarstjórn Akureyrar kemur saman til fundar kl. 16 á morgun, þriðjudaginn 6. febrúar. Á dagskrá fundarins er meðal annars umfjöllun um íþróttastefnu bæjarins, breytingar á deiliskipulagi, starfsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs og breytingar á svæðisskipulagi Eyjafjarðar vegna flutningslína fyrir raforku. Sjá dagskrá fundarins í heild sinni. Fundurinn verður haldinn í bæjarstjórnarsalnum í Geislagötu 9, 4. hæð og er öllum opinn. Sjónvarpað er frá fundinum daginn eftir, miðvikudaginn 7. febrúar kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Upptökur frá bæjarstjórnarfundum má nálgast hér.
https://www.akureyri.is/is/frettir/almenn-anaegja-med-vetrarthjonustu
Almenn ánægja með vetrarþjónustu Á fundi umhverfis- og mannvirkjaráðs síðasta föstudag var fjallað um vinnu starfshóps um skipulag í snjómokstri. Í þeirri yfirferð var fjallað um skoðanakönnun sem RHA gerði í mars 2017 meðal bæjarbúa um viðhorf þeirra til snjómoksturs í bænum og fleiri þátta. Könnunin leiddi í ljós að mikill meirihluti bæjarbúa er almennt jákvæður gagnvart vetrarþjónustu í bænum en mjög fáir hafa kynnt sér verklagsreglur um snjómoksturinn. Rétt er að benda íbúum á nýja vefsjá sem sýnir forgang í snjómokstri og hálkuvörnum en þar er einnig hægt að sjá verklagsreglurnar ef smellt er á "i" í valmyndinni ofarlega til hægri á skjánum. Kort og upplýsingar um vetrarþjónustu og forgangsröðun. Könnun RHA um vetrarþjónustu gerð í mars 2017.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyringar-heimsottu-faereyinga
Akureyringar heimsóttu Færeyinga Dagana 1.-5. febrúar heimsóttu fulltrúar frá Akureyrarbæ Þórshöfn höfuðborg Færeyja. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Sigfús Karlsson úr stjórn Akureyrarstofu og Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu fengu kynningu m.a. á rekstri og uppbyggingu mennta- og menningarmála, ferðamálum, starfi hafnarinnar í Þórshöfn og rædd voru málefni sem þessi tvö sveitarfélög eiga sameiginleg. Fundað var m.a. með Anniku Olsen borgarstjóra Þórshafnar, Gunvør Balle varaborgarstjóra og fulltrúum frá Hafnarsamlagi Færeyja. Einnig var rætt við Pétur Thorsteinsson aðalræðismann Íslands í Færeyjum og Sif Gunnarsdóttur sem er framkvæmdastjóri Norðurlandahússins. Þessa helgi átti sér stað stórviðburður í menningarlífi þessara tveggja þjóða en þá fóru fram tónleikar í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn þar sem Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Sinfóníuhljómsveit Færeyja tóku höndum saman í flutningi þriggja verka og voru kórar frá báðum sveitarfélögum þeim til fulltingis. Tónleikarnir þóttu takast ákaflega vel og er nú þegar búið að leggja grunn að enn frekara samstarfi tónlistarfólksins. Má vænta tónlistarheimsóknar frá Færeyjum til Akureyrar á næsta ári. Sama dag og tónleikarnir fóru fram var einnig opnuð sýning í Norðurlandahúsinu á verkum tveggja fyrrum bæjarlistamanna á Akureyri. Þetta er sýningin SuperBlack þar sem Margrét Jónsdóttir og Kristín Gunnlaugsdóttir sýna verk sín en sýningin var upphaflega opnuð í Kaupmannahöfn en er nú komin til Færeyja. Heimsóknin frá Akureyri vakti umtalsverða athygli og sjá hér frétt um hana á vef ríkisútvarpsins í Færeyjum. Akureyringar og Þórshafnarbúar fyrir utan Ráðhúsið í Þórshöfn. Fremst standa frá vinstri: Gunvør, Eiríkur Björn og Annika.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fasteignagjold-aukinn-afslattur
Aukinn afsláttur á fasteignagjöldum Nú eru álagningarseðlar fasteignagjalda 2018 aðgengilegir bæjarbúum í íbúagátt sveitarfélagsins og eflaust margir að velta fyrir sér þeim breytingum sem orðið hafa á milli ára. Bæjarstjórn ákvað undir lok síðasta árs að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts íbúðarhúsnæðis um tæplega 8% til að vega á móti hækkun fasteignaskatts sem fyrirsjáanleg var vegna hækkunar á fasteignamati. Breytingin þýðir að álagning meðalíbúðar með 25 milljón króna fasteignamat er 7.500 kr. lægri en orðið hefði með óbreyttri álagningarprósentu. Samhliða þessu var tekjumörkum í reglum um afslátt á fasteignaskatti hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum breytt og hámarksfjárhæð afsláttar var aukin verulega. Nú liggur fyrir að 826 elli- og örorkulífeyrisþegar fá afslátt af fasteignaskatti 2018 og er heildarfjárhæð afsláttar tæplega 49 milljónir króna og meðaltalsfjárhæð afsláttar því 59 þúsund krónur. Að sjálfsögðu er afslátturinn mishár eftir tekjum en getur hæst farið í 100 þúsund krónur. Þetta er töluverð breyting frá fyrra ári en þá fengu alls 631 einstaklingur afslátt og var heildarfjárhæð afsláttar ríflega 21 milljón króna og meðaltalsafsláttur 34 þúsund krónur. Hámarksfjárhæð afsláttar á árinu 2017 var 65.700 krónur. Afsláttur á fasteignaskatti er reiknaður út frá tekjum samkvæmt skattframtali 2017 og ekki þarf að sækja um þennan afslátt. Hægt er að sjá fjárhæð afsláttarins á álagningarseðli fasteignagjalda en þeir eru sem áður segir aðgengilegir í íbúagáttinni hér á Akureyri.is. Heildarálagning fasteignagjalda ársins 2018 er tæpir 3,4 milljarðar króna, fasteignaskattur 1.965 milljónir króna, lóðarleiga 410 milljónir króna, vatnsgjald 304 milljónir króna, fráveitugjald 408 milljónir króna og sorphirðugjald 303 milljónir króna. Á árinu 2017 nam álagningin samtals 3.230 milljónum króna. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-svidsstjori-fraedslumala-a-akureyri
Nýr sviðsstjóri fræðslusviðs Akureyrarbæjar Karl Frímannsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri fræðslusviðs Akureyrarbæjar. Karl er fæddur árið 1959 og er með meistarapróf í menntunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri þar sem lokaverkefni hans fjallaði um ábyrgð skólastjóra grunnskóla. Hann starfaði síðast sem aðstoðamaður mennta- og menningarmálaráðherra en hefur áður verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit og skólastjóri Hrafnagilsskóla í sama sveitarfélagi. Karl hefur áður starfað hjá Akureyrarbæ sem þróunarstjóri og sem fræðslustjóri. Karl mun taka til starfa fljótlega. Karl Frímannsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/leikskolaborn-i-hofi
Dagur leikskólans Dagur leikskólans var í gær og var margt skemmtilegt á döfinni hjá leikskólum bæjarins af því tilefni. Á Hólmasól teiknuðu börnin myndir og færðu nágrönnum í nærliggjandi götum þær með bestu kveðjum. Þetta hefur verið gert í nokkur ár. Þau yngstu teiknuðu myndir sem þau tóku með heim. Á Hulduheimum fóru tveir elstu árgangarnir og sungu í Hofi á sameiginlegri söngskemmtun leik- og tónlistarskóla Akureyrar. Eftir hádegi gerðu allir sér glaðan dag saman og skemmtu sér eins og aðra daga á einn eða annan hátt. Í Lundarseli var foreldrum boðið að koma og leira með börnunum sínum. Á Naustatjörn fóru börn sem fædd eru 2012 og 2013 í Hof og tóku þátt í söngvaflóði. Yngri deildarnar, Búðargil og Vökuvellir, fóru í Bónus í Naustahverfi og hengdu upp myndlistarsýningu þar. Í dag var opið hús á Naustatjörn og foreldrum boðið að koma og kíkja á starfið í leikskólanum. Í tilefni dagsins á Tröllaborgum báru börnin út mynd í umslagi sem þau höfðu málað í nokkur hús í nágrenni Tröllaborga. Þannig minntum þau á sig og mikilvægi þess að í bænum okkar eru margir frábærir leikskólar. Á leikskólanum í Hrísey var opið hús og boðið upp á vöfflur í tilefni dagsins. Dagur leikskólans er haldinn 6. febrúar ár hvert í tilefni af því að þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra. Frá Tónaflóði leikskólabarna og Tónlistarskólans á Akureyri í Hofi í gær. Þar var einnig sungið í morgun og á morgun, fimmtudaginn 8. febrúar kl. 10, syngja börn frá Hólmasól, Tröllaborgum og Pálmholti á sviðinu. Allir velkomnir. Mynd: Ellert Örn Erlingsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/god-reynsla-af-metanvognum
Góð reynsla af metanvögnum Í janúar 2017 var skrifað undir samning um ársleigu á metanstrætisvagni til reynslu. Skemmst er frá því að segja að reynslan af notkun vagnsins hefur verið ákaflega góð og því var ákveðið að Akureyrarbær keypti vagninn þegar leigutíminn rann út. Tveir metanvagnar til viðbótar hafa verið pantaðir og verður annar þeirra afhentur síðar á þessu ári en hinn árið 2019. Þar með munu þrír af fjórum strætisvögnum bæjarins ganga fyrir umhverfisvænum orkugjöfum. Gaman er einnig að geta þess að metanið sem knýr vagnana er framleitt af Norðurorku hér á Akureyri. Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs segir að nú hafi verið stigið stórt skref í þá átt að gera allan strætóflotann umhverfisvænan. „Í umhverfis- og samgöngustefnu bæjarins segir að stefnt skuli að því að allir strætisvagnar bæjarins noti umhverfisvæna orkugjafa fyrir árið 2020 og það er alls ekki óraunhæft að svo verði. Hins vegar er ómögulegt að segja hvort fjórði vagninn verði metanvagn eða eitthvað annað því þróunin er svo ör í þessum málum," segir Ingibjörg. Metanbílar í eigu Akureyrarbæjar og Norðurorku.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ithrottastefna-samthykkt-i-baejarstjorn
Íþróttastefna samþykkt í bæjarstjórn Ný stefna Akureyrarbæjar og ÍBA í íþróttamálum til ársins 2022 var samþykkt í bæjarstjórn þriðjudaginn 6. febrúar. Stefnan byggir á framtíðarsýn í íþróttamálum Akureyringa þar sem áhersla er lögð á almenningsíþróttir, lýðheilsumál, samvinnu íþróttafélaga, íþróttaaðstöðu, afreksstarf, samspil íþrótta og skóla og íþróttir og ferðaþjónustu. Í stefnumótunarvinnunni var haldinn stefnumótunarfundur með forsvarsmönnum íþróttamála á svæðinu og opinn íbúafundur var í Hofi þar sem íbúum gafst færi á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Eldri íþróttastefna bæjarins var frá árinu 2010. Í framhaldi af samþykkt stefnunar hefst nú vinna við gerð aðgerðaráætlunar. Stefna Akureyrarbæjar og ÍBA í íþróttamálum til ársins 2022. Mynd úr íþróttastefnunni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-svidsstjori-skipulagssvids
Nýr sviðsstjóri skipulagssviðs Pétur Ingi Haraldsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri skipulagssviðs Akureyrarbæjar. Pétur Ingi lauk B.S. prófi í landfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og diplóma í opinberri stjórnssýslu frá sama skóla árið 2016. Einnig hefur hann lokið meistaranámi við Konunglega tækniháskólann í Stokkhólmi á sviði skipulagsmála. Pétur starfar sem skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu og sem yfirmaður sameiginlegs embættis skipulags- og byggingarfulltrúa frá 2007. Meðfram þeim störfum hefur hann haldið fjölmörg erindi um skipulagsmál auk þess að hafa kennt við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Þá hefur Pétur sinnt ýmsum verkefnum á vegum sveitarfélaga og tekið þátt í bæði stýrihópum og verkefnahópum um skipulagsmál. Pétur kemur til starfa hjá Akureyrarbæ í byrjun maí. Pétur Ingi Haraldsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/okeypis-fyrir-grunn-og-framhaldsskolanema
Ókeypis fyrir grunn- og framhaldsskólanema Akureyrarbær býður grunn- og framhaldsskólanemum á Akureyri frítt í sund og á skíði í vetrarfríi grunnskóla á Akureyri. Fimmtudaginn 15. febrúar geta grunn- og framhaldsskólanemar farið í skíðalyfturnar í Hlíðarfjalli án endurgjalds. Opið verður frá kl. 10-19. Lyftumiðar eru afhendir í afgreiðslu. Athugið að krakkarnir þurfa að eiga rafrænt kort eða kaupa slíkt á 1.000 kr. í afgreiðslu Hlíðarfjalls. Föstudaginn 16. febrúar geta grunn- og framhaldsskólanemar farið frítt í Sundlaugina á Akureyri (opið frá kl. 6.45-21.00), Glerárlaug (opið frá kl. 6.30-21.00) og sundlaugina í Hrísey (opið frá kl. 15-18). Frítt verður fyrir sama hóp í sundlaugina í Grímsey laugardaginn 17. febrúar (opið frá kl. 14-16). Grunnskólanemendur gefa upp kennitölu og nafn skóla í afgreiðslu og framhaldsskólanemar VMA og MA framvísa nemendaskírteinum. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skipulagslysing-fyrir-deiliskipulag-gatnamota-horgarbrautar-borgarbrautar-glerargotu-og-tryggvabrautar
Skipulagslýsing fyrir deiliskipulag gatnamóta Hörgárbrautar, Borgarbrautar, Glerárgötu og Tryggvabrautar Unnið er að gerð deiliskipulags fyrir gatnamót Hörgárbrautar, Borgarbrautar, Glerárgötu og Tryggvabrautar. Skipulagslýsingin liggur frammi í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og er aðgengileg hér fyrir neðan. Skipulagslýsing fyrir gatnamót Hörgárbrautar, Borgarbrautar, Glerárgötu og Tryggvabrautar Ábendingum er hægt að koma á framfæri skriflega til skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri eða á netfangið: skipulagssvid@akureyri.is innan tveggja vikna frá auglýsingu þessari. 14. febrúar 2018 Sviðsstjóri skipulagssviðs
https://www.akureyri.is/is/frettir/hagahverfi-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingu
Hagahverfi – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu í Hagahverfi. Skipulagsbreytingin nær til lóða við Margrétarhaga og Nonnahaga. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að einbýlishúsalóðunum við Margrétarhaga 14-18 og við Nonnahaga 6-10 verði breytt í raðhúsalóðir. Lóðir við Nonnahaga 1-3 verða sameinaðar í fjölbýlishúsalóð fyrir þjónustukjarna fyrir fatlaða og á Nonnahaga 5 verður heimilt að hafa þrjú lítil íbúðarhús. Lóðir nr. 7-21 við Nonnahaga minnka og fjölgar þar um eina einbýlishúsalóð. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 14. febrúar til 28. mars 2018, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt aðgengileg hér fyrir neðan. Hagahverfi, tillaga að deiliskipulagsbreytingu Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 28. mars 2018 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. 14. febrúar 2018 Sviðsstjóri skipulagssviðs
https://www.akureyri.is/is/frettir/baettar-samgongur-vid-grimsey
Bættar samgöngur við Grímsey Áætlunarferðum ferjunnar Sæfara frá Dalvík til Grímseyjar hefur verið fjölgað úr þremur í fjórar á viku yfir vetrartímann og þær eru fimm á viku á sumrin. Einnig hefur fargjald fyrir fullorðna verið lækkað eða úr 4.850 kr. í 3.500 kr. Þessar breytingar verða sannarlega til að bæta samgöngur við Grímsey og vonandi leiða þær einnig til þess að heimsóknum ferðafólks til þessa útvarðar Akureyrarkaupstaðar í norðri fjölgi. Sveitarfélögin Akureyri og Grímsey voru sem kunnugt er sameinuð vorið 2009. Verðskrá og áætlun Sæfara.
https://www.akureyri.is/is/frettir/oskudagur-hja-akureyrarbae
Öskudagur hjá Akureyrarbæ Ys og þys var á mörgum stofnunum Akureyrarbæjar í morgun þegar krakkar í alls kyns múnderingum komu til að syngja og fá að launum nammi eins og hefðin býður á öskudag. Starfsfólkið var einnig sums staðar mætt í búningum í tilefni dagsins. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Öldrunarheimilum Akureyrar, í Ráðhúsinu og Rósenborg í morgun. Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli þeirra.
https://www.akureyri.is/is/frettir/umhverfisradherra
Umhverfisráðherra fór "Græna hringinn" Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, bæjarfulltrúarnir Ingibjörg Isaksen og Dagbjört Pálsdóttir, Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfismála hjá Akureyrarbæ og Guðmundur Haukur Sigurðarsson framkvæmdastjóri Vistorku tóku á móti Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra og aðstoðarfólki hans á Akureyri fyrr í dag. Ráðherra var sýndur hinn svokallaði "Græni hringur" en í honum felst fræðsla um umhverfismál og stefnu Akureyrarbæjar í þeim efnum, starfsemi Vistorku, metanframleiðslu þar sem úrgangi er breytt í orku hvort sem um er að ræða nýjar eða gamlar matarleifar og starfsemi Moltu og Orkeyjar. Ráðherra var m.a. gefin græna trektin sem er verkefni fjármagnað af Norðurorku og Orkusetri í samstarfi við Vistorku og Gámaþjónustu Norðurlands. Bæjarbúar hafa nú þegar tekið með sér heim 3.500 grænar trektir en hægt er að nálgast fleiri slíkar bæði í Ráðhúsi Akureyrarbæjar og hjá Norðurorku. Græni hringurinn hefur ekki aðeins vakið athygli þeirra sem starfa að umhverfismálum heldur hafa erlendir ferðamenn einnig sýnt skoðunarferðinni talsverðan áhuga. Frá vinstri: Guðmundur H. Sigurðsson framkvæmdastjóri Vistorku, Sif Konráðsdóttir aðstoðarmaður ráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Sigríður Auður Arnardóttir ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/baldvin-og-matthias-i-vidtalstima
Baldvin og Matthías í viðtalstíma Viðtalstímar bæjarfulltrúa Akureyrarbæjar eru haldnir tvisvar í mánuði á fimmtudögum frá kl. 17-19 á tímabilinu október til maí. Í viðtalstímum gefst bæjarbúum kostur á að hitta fulltrúa í bæjarstjórn og ræða þau málefni sem hæst ber hverju sinni. Viðtalstímarnir eru í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, 1. hæð. Fimmtudaginn 15. febrúar verða bæjarfulltrúarnir Baldvin Valdemarsson og Matthías Rögnvaldsson í Ráðhúsinu til skrafs og ráðagerða. Baldvin Valdemarsson og Matthías Rögnvaldsson
https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarfulltruar-fundudu-med-thingmonnum
Bæjarfulltrúar funduðu með þingmönnum Bæjarfulltrúar á Akureyri, og annað sveitarstjórnarfólk úr Eyjafirði, sátu í gær fund með þingmönnum kjördæmisins. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir nokkur áherslumál sveitarfélagsins gagnvart ríkinu og er um að ræða mál sem bæjarstjórn hefur ályktað um s.s. raforkumál og raforkuflutninga en bæjarstjórn Akureyrar hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu raforkumála á svæðinu. Sömu áhyggjur komu fram í máli fleira sveitarstjórnarfólks í firðinum. Einnig var komið inn á málefni göngudeildar SÁÁ á Akureyri en bæjarráð hefur lagt mikla áherslu á að framhald verði á göngudeildarþjónustu fyrir ávana- og fíkniefnasjúklinga á Akureyri sem tryggir þjónustu við íbúa á Norðurlandi. Rætt var um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga en bæjarstjórn Akureyrar telur afar mikilvægt að tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga verði tekin til gagngerrar endurskoðunar. Heildartekjur hins opinbera hafa vaxið verulega á liðnum árum og þá sérstaklega með auknum tekjum af ferðaþjónustu og fær ríkið stærsta hluta þeirrar tekjuaukningar. Á sama tíma standa sveitarfélög frammi fyrir auknum kostnaði m.a. við innviðauppbyggingu vegna mikillar fjölgunar ferðamanna. Akureyrarflugvöllur kom til umræðu en bæjarráð hefur skorað á ISAVIA og stjórnvöld að ráðast þegar í mótun framtíðarsýnar flugvallarins. Einnig var staðsetning Reykjavíkurflugvallar rædd en bæjarstjórn Akureyrar hefur lagt áherslu á að flugvöllurinn verði áfram miðstöð innanlandsflugs og sjúkraflugs fyrir landið allt, þar til jafngóð eða betri lausn finnst. Að síðustu voru daggjöld við Öldrunarheimili Akureyrar rædd en bæjarstjórnin hefur skorað á stjórnvöld, fjármálaráðherra og ekki síst þingmenn að beita sér fyrir breytingum á núgildandi lögum og reglum er snúa að daggjöldum til hjúkrunarheimila. Fyrir liggur að ríkinu ber að annast þessa þjónustu og daggjöld eiga að endurspegla raunverulegan rekstrarkostnað heimilanna sem byggir á þjónustustöðlum sem settir eru af ríkinu. Akureyrarbær hefur á sl. fimm árum greitt með rekstri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar 843 milljónir króna. Frá fundi sveitarstjórnarfólks með þingmönnum kjördæmisins. Mynd: Hulda Sif Hermannsdóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fundur-i-baejarstjorn-thridjudaginn-20-februar
Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 20. febrúar Bæjarstjórn Akureyrar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 20. febrúar. Á dagskrá fundarins er meðal annars umfjöllun um deiliskipulag Torfunesbryggju, aðalskipulag Akureyrar, endurskoðun á reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti og samgöngusamningar. Sjá dagskrá fundarins í heild sinni. Fundurinn verður haldinn í bæjarstjórnarsalnum í Geislagötu 9, 4. hæð og er öllum opinn. Sjónvarpað er frá fundinum daginn eftir, miðvikudaginn 7. febrúar kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Upptökur frá bæjarstjórnarfundum má nálgast hér.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ovissustig-vegna-jardskjalfta
Óvissustig vegna jarðskjálfta Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Jarðskjálftahrina austan við Grímsey heldur áfram en undir morgun mældist skjálfti upp á 5.2. Umrætt svæði er þekkt jarðskjálftasvæði og var svipuð hrina í gangi á svæðinu 2013. Grímsey er sem kunnugt er hluti af sveitarfélaginu Akureyrarkaupstað eftir sameiningu sveitarfélaganna vorið 2009. Nánar á heimasíðu Almannavarna. Grímsey. Mynd: Friðþjófur Helgason.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarbaer-greidir-listamonnum
Listasafnið á Akureyri greiðir listamönnum Á fundi stjórnar Akureyrarstofu 8. febrúar sl. voru samþykkt drög að verklagsreglum um verkefnið "Greiðum listamönnum". Í fjárhagsáætlun Akureyrarkaupstaðar fyrir árið 2018 er gert ráð fyrir 1,5 m.kr. viðbótarfjárveitingu vegna verkefnisins og byggir hún á því að fjárheimildir sem á vantar til að fjármagna það að fullu séu þegar fyrir í rekstri safnsins, en heildarkostnaður er áætlaður um 4,5 m.kr. Stjórn Akureyrarstofu leggur áherslu á að kostnaðurinn verði sýnilegur í bókum safnsins. Listasafnið á Akureyri hafði áður mótað umræddar verklagsreglur og stjórn Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM) samþykkt þær. Reglurnar fela í sér greiðslur til myndlistarmanna fyrir sýningar eftir umfangi þeirra. Einnig verður greitt fyrir vinnu listamanna við að setja upp sýningar samkvæmt taxta SÍM. Markmið verklagsreglna er að tryggja að listamenn fái sanngjarnar greiðslur fyrir þátttöku í sýningum og vinnuframlag sem innt er af hendi í tengslum við sýningar á verkum þeirra. Listasafnið á Akureyri er annað safnið á eftir Listasafni Reykjavíkur til að gera verklagsreglur tengdar átakinu "Greiðum listarmönnum". Byrjað verður að greiða samkvæmt verklagsreglunum þegar nýtt og endurbætt Listasafn á Akureyri verður opnað með sjö nýjum sýningum í sumar. Tölvuteikning úr nýjum húsakynnum Listasafnsins á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/uppskeruhatid-tonlistarskola
Uppskeruhátíð tónlistarskóla Svæðistónleikar Nótunnar fyrir Norðausturland fóru fram föstudaginn 9. febrúar síðastliðinn í Hofi og stóðu fulltrúar Tónlistarskólans á Akureyri sig með mikilli prýði. Nótan er uppskeruhátíð tónlistarskóla á Íslandi. Þrjú atriði frá TA fengu viðurkenningu: Emilía Ingibjörg Guðjónsdóttir sellóleikari fékk viðurkenningu fyrir frumlegt/frumsamið atriði í grunnstigi en hún lék lagið "Old Movie" sem hún samdi sjálf. Flautukórinn hennar Petreu flautukennara fékk líka viðurkenningu fyrir flutning sinn á "Hermikrákunni" eftir G.E. Holmes en hann keppti í opnum flokki og síðast en ekki síst fékk Eysteinn Ísidór Ólafsson píanóleikari viðurkenningu fyrir einleik í framhaldsstigi en hann lék Hugleiðingu um íslenskt þjóðlag eftir Tryggva M. Baldvinsson. Eysteinn og flautukórinn munu koma fram í Eldborgarsal Hörpu þann 4. mars næstkomandi. Nótan er samstarfsverkefni Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Samtaka tónlistarskólastjóra, Tónastöðvarinnar, Töfrahurðar, Tónlistarsafns Íslands og Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna. Frá svæðistónleikunum í Hofi. Mynd af heimasíðu TA.
https://www.akureyri.is/is/frettir/opnanir-i-listasafninu-a-laugardaginn
Opnanir í Listasafninu á laugardaginn Laugardaginn 24. febrúar kl. 15 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi: Sköpun bernskunnar 2018, samsýning listamanna, skólabarna og Leikfangasafnsins á Akureyri, og sýning Helgu Sigríðar Valdemarsdóttur, Kyrrð. Þetta er fimmta sýningin undir heitinu Sköpun bernskunnar. Hún er sett upp til þess að örva skapandi starf og hugsun skólabarna á aldrinum tveggja til sextán ára. Þátttakendur hverju sinni eru börn, starfandi listamenn og Leikfangasýningin á Akureyri. Sköpun bernskunnar er því samvinnuverkefni í stöðugri þróun og er hver og ein sýning sjálfstæð og sérstök. Sýningin hefur vakið verðskuldaða athygli og var valin til þátttöku í Barnamenningarhátíð Mennta- og menningarmálaráðuneytisins 2017. Þemað að þessu sinni er tröll í víðum skilningi sem vísar í þjóðsögur Íslendinga. Á sýningunni mætast þátttakendur og eiga listrænt samtal við sýningargesti. Þátttakendur að þessu sinni eru Georg Óskar, Ninna Þórarinsdóttir, Sigga Björg Sigurðardóttir, Leikfangasafnið á Akureyri, Grímseyjarskóli, Oddeyrarskóli, Iðavöllur og Krógaból. Boðið verður upp á listasmiðju með Ninnu Þórarinsdóttur sunnudaginn 25. febrúar kl. 11-12 og fjölskylduleiðsögn laugardagana 10. mars og 14. apríl. Aðgangur ókeypis. Helga Sigríður Valdemarsdóttir (f. 1975) útskrifaðist af Mynd- og handíðabraut VMA 1997 og lauk diplómanámi í myndlist frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2003. Á sýningunni Kyrrð notar hún ljósmyndir, málverk og innsetningu til að fjalla um kyrrðarrými konunnar. Í texta um sýninguna segir: Í umbreytingum samtímans og ati hversdagsins leitar manneskjan að huglægum rýmum til að öðlast innri ró. Slík rými eru víða og margvísleg: úti í náttúrunni, taktföst sundtök, gönguferð með hundinn, jógastaða, góð vinasambönd. Þar sem kyrrð finnst, stilla vinnst. Þörfin fyrir, og leitin að, jafnvægi og kyrrð er ævagömul. Konur hafa til að mynda lengi fundið sér kyrrðarrými með ástundun handverks. Sitjandi prjónandi fá þær hvíld frá amstri, frið fyrir áreiti, þær eru uppteknar og löglega afsakaðar, fá að vera með sjálfum sér, í eigin tómi, í rými sem þær þurfa að taka sér, hafa skapað sér. Boðið verður upp á heilun í tengslum við sýninguna laugardagana 3. og 10. mars og sunnudagana 4. og 11. mars kl. 14-17 og fjölskylduleiðsögn laugardagana 10. mars og 14. apríl. Aðgangur ókeypis. Eitt af verkum Helgu Sigríðar Valdemarsdóttur á sýningunni Kyrrð.
https://www.akureyri.is/is/frettir/auglyst-eftir-konum
Auglýst eftir konum Nú eru í auglýsingu störf hjá tveimur stofnunum Akureyrarbæjar þar sem sérstaklega er auglýst eftir kvenfólki til starfa. Þetta er gert á grundvelli 26. greinar laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Einnig er vísað til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrar um jafnréttismál við ráðningu í störf. Reynt er að forðast það að til verði karla- eða kvennavinnustaðir en verulega hefur hallað á hlut kvenna hjá umhverfismiðstöð og Slökkviliði Akureyrar og því er nú auglýst sérstaklega eftir konum til starfa á þesum stöðum. Slökkvilið Akureyrar óskar eftir að ráða konur í störf slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í afleysingar. Um er að ræða afleysingastörf vegna sumarleyfa starfsmanna 2018 við sjúkraflutninga, slökkvistörf og önnur almenn störf slökkviliðsins. Gera má ráð fyrir 5-7 mánaða starfstíma. Sjá auglýsingu. Umhverfismiðstöð auglýsir eftir konum í fjölbreytt og skemmtileg sumarstörf við fegrun bæjarins og umhirðu bæjarlandsins en þá er átt við götur og gangstéttir, garða og opin svæði. Sjá auglýsingu. Umsóknarfrestur um störfin hjá umhverfismiðstöð og slökkviliði er til og með 1. mars nk. Framkvæmdir í Lystigarðinum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/innritun-i-leikskola-ad-hefjast
Innritun í leikskóla að hefjast Aðalinnritun í leikskóla Akureyrar fyrir veturinn 2018-2019 hefst í marsmánuði. Gert er ráð fyrir að fyrstu innritunarbréfin verði send út mánudaginn 5. mars. Innritunarbréfin eru send út á rafrænu formi á þau netföng sem foreldrar skráðu á umsóknir barna sinna.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nu-fer-hver-ad-verda-sidastur-1
Nú fer hver að verða síðastur... Frestur til að skila inn umsóknum vegna Listasumars 2018 rennur út miðvikudaginn 28. febrúar nk. Akureyrarstofa auglýsir eftir áhugaverðum og skemmtilegum hugmyndum að listasmiðjum og viðburðum fyrir Listasumar á Akureyri sem hefst 24. júní og lýkur 24. ágúst. Alls eru 20 styrkir í boði, samtals 1.000.000 kr. Styrkjum fylgir afnot af rými í Hofi, Deiglunni eða Rósenborg ásamt aðgangi að kynningarefni Listasumars og tækjabúnaði í ákveðnum rýmum. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um styrkina á íslensku og ensku er að finna á heimasíðunni listasumar.is. Síðasti skiladagur umsókna er sem áður segir 28. febrúar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/breytt-skipulag-vegna-adflugsbunadar
Breytt skipulag vegna aðflugsbúnaðar Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar 20. febrúar komu til umræðu tillögur skipulagsráðs að svörum við athugasemdum sem Isavia hefur gert vegna skipulags við Akureyrarflugvöll eins og það birtist í Aðalskipulagi Akureyrarkaupstaðar 2018-2030. Lögð var fram tillaga að svohljóðandi svari vegna athugasemdar Isavia sem var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum: Til þess að Akureyrarflugvöllur uppfylli kröfur sem alþjóðlegur flugvöllur þarf að setja upp ILS búnað fyrir blindflug. Hluti þess búnaðar kemur austan suðurenda flugbrautar, og þarf að girða þann hluta af og framlengja girðingu við suðurenda flugbrautarinnar til suðurs út að vesturkvísl Eyjafjarðarár. Það lokar núverandi göngu- og reiðstíg, sem þá verður að færa. Hinsvegar opnast tækifæri við uppbyggingu nýrrar leiðar samhliða lagningu jarðstrengs yfir vesturkvísl Eyjafjarðarár. Bæjarstjórn samþykkir að breyta aðalskipulagsuppdrættinum á þá leið að lega göngu- og reiðstígs verði breytt á skipulagsuppdrætti til samræmis við tillögu að legu jarðstrengs. Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður umhverfis- og mannvirkjasviðs segir að mikilvægt sé að vinna þessi mál hratt og í samráði við alla sem hagsmuna eiga að gæta: "Fundað hefur verið tvisvar sinnum með forsvarsmönnum hestamannafélagsins Léttis sem eru reiðubúnir að vinna með okkur að lausnum til framtíðar. Óskað hefur verið eftir fundi með forsvarsmönnum Landsnets auk þess sem farið hefur af stað kostnaðargreining og greining á þeim möguleikum sem eru í stöðunni. Það er ljóst að til tímabundinnar lokunar á stígnum mun koma á haustmánuðum samhliða uppsetningu aðflugsbúnaðarins en það er markmið okkar að ný göngu- og reiðleið opni sem fyrst."