Search is not available for this dataset
url
stringlengths
21
288
text
stringlengths
1
1.35M
https://www.vikubladid.is/is/frettir/einangrunarstod-fyrir-gaeludyr-opnar-a-ny-i-hrisey
Einangrunarstöð fyrir gæludýr opnar á ný í Hrísey Einangrunarstöð fyrir gæludýr var opnuð á nýjan leik í Hrísey um síðustu áramót. Það eru Kristinn Árnason og kona hans, Bára Stefánsdóttir, sem eiga og reka stöðina. Frá árinu 1987 hefur Kristinn verið starfsmaður og síðar umsjónarmaður einangrunarstöðvar fyrir nautgripi sem var í næsta húsi og er því vel kunnugur starfsemi einangrunarstöðvar gæludýra sem var, en hún lagðist af um mitt ár 2006. Mikil óánægja hefur verið á Norður- og Austurlandi með að stöðinni var lokað í Hrísey en einangrunarstöð hefur síðan verið starfrækt í Vogum á Vatnsleysuströnd. En sem sagt, nú er öldin önnur, stöðin í Hrísey heitir Hvatastaðir ehf. og er öll aðstaða til fyrirmyndar. Kristinn segist geta verið með allt upp í 15 hunda og 4 - 6 ketti í einu. Fyrstu fjórir hundarnir komu 8. janúar sl. Áhugasamir geta farið inn á hvatastaðir.is og litið á aðstöðuna.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ljosmyndasyning-a-othekktum-ljosmyndum-ur-safni-minjasafnins-a-akureyri
Ljósmyndasýning á óþekktum ljósmyndum úr safni Minjasafnins á Akureyri Ert þú mannglögg/ur? Ertu minnug/ur á staðhætti? Ef svo er þá skorar Minjasafnið á Akureyri á þig að aðstoða starfsfólk safnins við að koma nafni á andlit, hús, mannvirki og þorp á ljósmyndasýningunni; Þekkir þú...fjölbreytileika mannlífsins? Sýningin verður opnuð kl. 14.00 í dag, laugardaginn 2. febrúar, og stendur til 26. apríl. Sýningin samanstendur af 70 óþekktum myndum úr safni Minjasafnsins. Þær eru teknar víða um landið á árunum 1920-1960 og eru flestar úr safni ljósmyndastofu Jóns og Vigfúsar á Akureyri. Það ljósmyndasafn er eitt af mörgum sem er í eigu Minjasafnins, en ljósmyndadeild þess státar af safnkosti uppá 2,5 milljónir mynda. Það er því í hópi stærstu safna sinnar tegundar á landinu. Margar myndanna eru óþekktar og því hefur verið brugðið á það ráð að setja saman sýningaröðina Þekkir þú...? Þessi sýning er önnur í þeirri sýningaröð. Þannig vekur safnið athygli og áhuga glöggra einstaklinga á því að koma og vita hvort þeir kannist við það sem fyrir augu ber á ljósmyndunum. Sýningin er opin alla laugardaga eftir opnun til 26. apríl. Allir eru velkomir - enginn aðgangseyrir.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/innfaeddir-akureyringar-um-10000-en-adfluttir-um-7000
Innfæddir Akureyringar um 10.000 en aðfluttir um 7.000 Á síðasta ári fjölgaði Akureyringum um 2,5% og hefur fjölgun ekki verið meiri í áratugi. Verði hraði mannfjölgunar svipaður á komandi árum mun íbúafjöldi tvöfaldast á næstu þrjátíu árum. Þetta er talsvert meiri fjölgun en undanfarin ár og talsvert meiri en á höfuðborgarsvæðinu á síðastliðnu ári. Á málþingi um byggðamál sem haldið var við Háskólann á Akureyri fyrir skemmstu flutti Þóroddur Bjarnason prófessor í félagsfræði fyrirlestur sem hann nefndi Hvernig fjölga Akureyringar sér? Þar kom fram að undanfarin ár hafi 6-8% bæjarbúa flutt á brott á hverju ári en jafnframt hafi fjöldi aðfluttra til bæjarins verið nokkru meiri en fjöldi brottfluttra. Náttúruleg fjölgun á Akureyri er tiltölulega léttvæg í samanburði við fjölgun vegna fólksflutninga. Af hverjum tíu nýjum Akureyringum á hverju ári eru 1-2 fæddir á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri og 1-2 sem flust hafa hingað beint frá útlöndum. Þá hafa 2-3 flust til bæjarins frá öðrum byggðarlögum á Norðurlandi eystra en 4-5 annars staðar af landinu. Þóroddur bendir á að erfitt geti reynst að skilgreina nákvæmlega hver sé Akureyringur og hver ekki. Þannig hafi kannanir til dæmis sýnt að einungis um þriðjungur kjósenda á Akureyri séu fæddir þar og hafi hvergi annars staðar búið. Samkvæmt svo þröngri skilgreiningu séu Akureyringar með stórum staf því innan við sex þúsund talsins. Sé hins vegar miðað við alla þá sem fæðst hafi á Akureyri og búi þar nú, séu innfæddir Akureyringar um 61% af bæjarbúum samkvæmt tölum frá Ólöfu Garðarsdóttur hjá Hagstofu Íslands. Innfæddir Akureyringar séu því um tíu þúsund, en aðfluttir Akureyringar um sjö þúsund talsins.Um þriðjungur aðfluttra Akureyringa er fæddur á höfuðborgarsvæðinu og um þriðjungur er fæddur á Norðurlandi. Um sjötti hluti er fæddur annars staðar á landinu og svipaður fjöldi er fæddur erlendis. "Það bjargast ekkert samfélag með því að reyna að halda unga fólkinu í átthagafjötrum" segir Þóroddur. "Það liggur í hlutarins eðli að stór hluti ungu kynslóðarinnar vill hleypa heimdraganum, kynnast nýju fólki og takast á við framandi aðstæður. Eftir því sem samfélögin eru smærri, því mikilvægara er það fyrir unga fólkið að prófa eitthvað nýtt. Það sem skilur milli feigs og ófeigs er ekki hvort tekst að koma í veg fyrir að fólk flytji á brott, heldur hversu auðvelt er að flytja til bæjarins - hvort sem um er að ræða brottflutta íbúa á heimleið eða aðkomufólk sem aldrei hefur búið þar áður." Þóroddur telur það einmitt helsta styrk Akureyrar hversu vel sé tekið á móti aðkomufólki. Akureyringar séu þeir sem búi á Akureyri en ekki aðeins þeir sem séu svo heppnir að vera þar fæddir. Það sé eitt helsta einkenni deyjandi byggðarlaga víða um heim að litið sé á aðkomufólk sem annars flokks borgara og þeim meinað að taka fullan þátt í daglegu lífi samfélagsins. Ef slíkt væri raunin á Akureyri hefði bæjarbúum eflaust fækkað líkt og víða annars staðar á landsbyggðinni og væru nú rétt um tíu þúsund talsins í stað sautján þúsunda eins og raun ber nú vitni
https://www.vikubladid.is/is/frettir/haegt-ad-spara-50-100-milljonir-med-thvi-taka-sand-ur-leirunum
Hægt að spara 50-100 milljónir með því taka sand úr leirunum Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri GV grafa á Akureyri, segir að hægt sé að spara 50-100 milljónir króna með því að nýta um 100.000 rúmmetra af sandi úr leirum Eyjafjarðarár í væntanlega lengingu Akureyrarflugvallar. Hann segir jafnframt hægt að spara um 135 þúsund lítra af díselolíu. Guðmundur gagnrýnir nefnd um óshólma Eyjafjarðarár og segir að nefndin sé hrædd og vanbúin til að að taka yfirvegaðar ákvarðanir. "Til að vera örugglega réttu megin tengir nefndin saman óshólma og dýralíf og þar af leiðandi má ekki taka neinn sand. Það er rangt að vilja ekki að skaðlausu nota sand sem náttúran sendir okkur heim á hlað og endurnýjar í sífellu, í stað þess að senda stórvirk tæki inn í dali til að sækja möl úr óendurnýjanlegum námum," segir Guðmundur. Hann segir að nefndin virðist ekki gera sér grein fyrir því að malarefni í Eyjafirði sé af skornum skammti og að á annað hundrað rúmmetrar af möl verði teknir úr óendurnýjanlegum námum og flutt á vörubílum 15 til 20 km leið að vinnusvæðinu með tilheyrandi diselmengun og kostnaði. Guðmundur segir að út frá umhverfissjónarmiðum beri yfirvöldum skylda til að bera saman tímabundin umhverfisáhrif af sandtöku úr leirunum annars vegar á móti varanlegri efnistöku úr malarnámum hins vegar. "Sögu efnisvinnslu úr leirum Eyjafjarðarár má rekja allt aftur til lagningar Akureyrarflugvallar upp úr miðri síðustu öld og síðan þá hafa verið teknir þar vel á aðra milljón rúmmetra af sandi vegna framkvæmda við flugvöllinn, vegagerð og fleira. Rannsóknir vísindamanna sýna að þessi efnistaka hefur aðeins haft tímbundin áhrif því geilar sem mynduðust fylltust fjótt aftur og áhrif á smádýralíf voru hverfandi þegar horft var til lífríkis svæðisins," segir Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri GV grafa ehf. á Akureyri. Arnar Árnason oddviti Eyjafjarðarsveitar sagði í Vikudegi í síðustu viku að engin gild leyfi væru til efnistöku í Eyjafjarðará. Hann sagði að í gangi væri athugun á því hver áhrif efnistöku séu á lífríki árinnar og að niðurstöðu væri að vænta fljótlega. Arnar sagði skiptar skoðanir í sveitinni um hver áhrif efnistöku séu á lífríkið og að með þessari athugun séu menn einkum að horfa til þess hver áhrif efnistökunnar eru á silungsveiði í Eyjafjarðará. Guðmundur segir að undanfarin ár hafi verið tekinn sandur úr austanverðum leirunum, vestan við Eyjafjarðarbraut eystri, en sú vinnsla sé miklu minni en framburður árinnar og því engar líkur á að hún hafi áhrif á dýra- og fuglalíf, enda sé nú talið að mikilvægasti fæðustaður fugla sé norðan við Leirubrúna. "Nú eru fyrirhugaðar framkvæmdir við lengingu Akureyrarflugvallar og verða vel á annað hundrað rúmmetrar af möl flutt í vallarstæðið á vörubílum úr efnisnámum í stað þess að moka upp sandi úr endurnýjanlegri námu leiranna eins og hingað til hefur tíðkast. Þessu fagnar nefnd um verndarsvæði í óshólmum Eyjafjarðarár sérstaklega, en hefði að öðrum kosti gert athugasemdir við efnistöku úr leirunum," segir Guðmundur.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ny-utvarpsstod-a-akureyri-sendir-ut-a-netinu
Ný útvarpsstöð á Akureyri sendir út á netinu ClubVOICE er heiti nýrrar útvarpsstöðvar á Akureyri. Hún er þó ekki send út þráðlaust heldur er hún aðeins send út á netinu. Eins og nafnið gefur til kynna heyrist einungis danstónlist á stöðinni, enda sögð mikil vöntun á útvarpsstöð sem spilar einungis þá tegund tónlistar. Útvarpsstöðin er hliðarverkefni útvarpsstöðvarinnar VOICE 987, sem hefur verið í gangi á Akureyri á annað ár. "Okkur hefur lengi langað að opna netútvarp af þessu tagi, og reyndar hefur það verið ætlun okkar í marga mánuði. Núna er VOICE 987 orðin 600 daga gömul og ekki seinna vænna en að stækka aðeins við sig," segir Árni Már Valmundarson, dagskrárstjóri VOICE 987. "Það eina sem þarf að hafa er nettenging og tölva og þá er hægt að hlusta hvar sem viðkomandi er staddur í heiminum." Einnig er hægt að hlusta á VOICE 987 á netinu, í bestu mögulegu gæðum, allan sólarhringinn. Hægt er að hlusta á báðar stöðvarnar á http://www.voice.is/. ClubVOICE fer í loftið í kvöld, föstudaginn 1. febrúar, klukkan 18.00 og er eina dans netstöðin á Íslandi.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/syning-um-leiklist-a-akureyri-a-amtsbokasafninu
Sýning um Leiklist á Akureyri á Amtsbókasafninu Á morgun laugardaginn 2. febrúar nk. verður opnuð í forsal og kaffiteríu Amtsbókasafnsins sýning um Leiklist á Akureyri. Tilefni sýningarinnar er aldarafmæli Samkomuhússins í fyrra og níræðisafmæli Leikfélagsins á sama ári. Á sýningunni er gefið yfirlit í máli og myndum yfir leikstarfsemi á Akureyri frá því þar var fyrst leikið árið 1860 til dagsins í dag. Sagt er frá fyrstu tilraunum áhugamanna, þegar leikið var nánast jöfnum höndum á dönsku og íslensku, og því hvernig íslenskan vann á jafnt og þétt með leikritum skálda eins og Matthíasar Jochumssonar, Páls J. Árdals, Ara Jónssonar, Tómasar Jónssonar og fleiri. Með tilkomu Samkomuhússins árið 1907 batnaði öll aðstaða til leiksýninga til mikilla muna og smám saman komst aukin festa á leikstarfið, einkum eftir stofnun Leikfélags Akureyrar árið 1917, en það hefur starfað óslitið síðan. Á sýningunni er mikið myndefni frá sýningum þess, auk þess sem sagt er frá helstu burðarásum leikstarfsins. Þá eru nokkur sýnishorn af leikmunum og búningum frá L.A. og á myndskjá verða sýnd brot úr gömlum upptökum frá sýningum félagsins. Það er Leikminjasafn Íslands sem stendur fyrir sýningunni. Textahöfundar eru Sveinn Einarsson, Jón Viðar Jónsson og Ólafur Engilbertsson, en hönnun sýningarinnar er í höndum Ólafs Engilbertssonar, Björns G. Björnssonar og Jóns Þórissonar. Sérstakur ráðgjafi vegna sýningarinnar er Haraldur Sigurðsson. Sýningin stendur til 10. mars og er opin á sama tíma og Amtsbókasafnið
https://www.vikubladid.is/is/frettir/skytturnar-bikarmeistarar-i-krullu
Skytturnar bikarmeistarar í krullu Bikarmóti Krulludeildar SA lauk nú í vikunni. Skytturnar fóru alla leið að þessu sinni og sigruðu Fífurnar í úrslitaleik, 7-4. Tíu lið tóku þátt í mótinu sem leikið var með útsláttarfyrirkomulagi. Öll liðin eru úr röðum Krulludeildar SA og var mótið nú haldið í fjórða sinn. Skytturnar hafa ekki áður orðið bikarmeistarar en nýjasti liðsmaður þeirra, Árni Arason, hefur orðið bikarmeistari með öðru liði. Segja má að Árni hafi nánast fengið bikarinn í afmælisgjöf því hann varð fimmtugur daginn eftir úrslitaleikinn. Í liðinu eru þau Ágúst Hilmarsson, Árni Arason, Birgitta Reinaldsdóttir, Jón S. Hansen og Sigurgeir Haraldsson. Keppt er um bikar sem gefinn var til minningar um Magnús E. Finnsson af fyrrverandi liðsfélögum hans í krullunni en Magnús starfaði um árabil í SA, spilaði krullu og var formaður félagsins. Krullufólk heldur strax til keppni í nýju móti að loknu bikarmótinu því mánudaginn 4. febrúar hefst Íslandsmótið. Ellefu lið eru skráð til leiks og eru þau öll úr röðum Krulludeildar SA. Tvö undanfarin ár hefur farið fram undankeppni Íslandsmótsins bæði í Reykjavík og á Akureyri en nú í vetur liggur krulluiðkun niðri syðra. Það eru því engin lið að sunnan með að þessu sinni. Engu að síður verður keppnin með svipuðu sniði og tvö undanfarin ár. Liðin ellefu leika undankeppni sem hefst 4. febrúar og stendur til 7. apríl. Síðan komast fjögur efstu liðin í úrslit sem fram fara helgina 11.-12. apríl.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/kynbundnum-launamun-hefur-verid-eytt-hja-akureyrarbae
Kynbundnum launamun hefur verið eytt hjá Akureyrarbæ Að teknu tilliti til aldurs, starfsaldurs, starfs og starfssviðs eða deildar og vinnutíma kemur í ljós að ekki er marktækur munur á dagvinnulaunum karla og kvenna sem starfa hjá Akureyrarbæ. Dagvinnulaun karla og kvenna eru mjög lík. Helmingur karla hefur 184 þúsund eða minna á mánuði í dagvinnulaun og helmingur þeirra meira en það. Meðaldagvinnulaun karla eru nokkuð hærri en miðgildið eða 212 þúsund á mánuði. Helmingur kvenna hefur 188 þúsund á mánuði í dagvinnulaun eða minna og helmingur kvenna meira en það. Meðal dagvinnulaun kvenna eru 208 þúsund á mánuði. Á vordögum 2007 leitaði Akureyrarbær til Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri (RHA) um gerð allsherjarkönnunar á launum starfsmanna bæjarins. Könnunin var kynnt í bæjarráði Akureyrarbæjar í gær og sé tekið tillit til starfs, starfssviðs, aldurs, starfsaldurs og vinnutíma mælist ekki marktækur kynbundinn munur á launum karla og kvenna, hvorki þegar um er að ræða dagvinnulaun né heildarlaun. Samskonar könnun sem gerð var árið 1998 hafði leitt í ljós að konur voru að meðaltali með 6% lægri dagvinnulaun og 8% lægri heildarlaun, þ.e. óútskýrður kynbundinn launamunur körlum í hag. Karlar hafa að meðaltali hærri heildarlaun en konur. Helmingur karla hefur 308 þúsund eða minna á mánuði í heildarlaun og helmingur karla meira en það. Meðal heildarlaun karla eru 332 þúsund á mánuði. Helmingur kvenna hefur 263 þúsund á mánuði í heildarlaun eða minna og helmingur kvenna meira en það. Meðalheildarlaun kvenna eru 274 þúsund á mánuði. Að teknu tilliti til aldurs, starfsaldurs, starfs, starfssviðs eða deildar og vinnutíma reynist kynbundinn munur á heildarlaunum ekki marktækur. Í gegnum tíðina hafa kannanir sýnt fram á að það er frekar í aukagreiðslum (yfirvinnu, vaktaálagi og fl.) sem launamunur kynja kemur í ljós. Aukagreiðslur eru nokkuð hátt hlutfall af heildarlaunum starfsmanna eða að meðaltali rúm 22% heildarlauna. Hlutfallið er þó nokkuð hærra hjá körlum en konum eða rúm 46% á móti um 14% hjá konum. Stærstur hluti aukagreiðslna hjá Akureyrarbæ er tilkominn vegna skráðrar yfirvinnu en síðan koma vaktavinnuálagsgreiðslur. Eftir gagngera endurskoðun á launagreiðslum starfsmanna Akureyrarbæjar á árunum 2005-2007 er eingöngu greidd yfirvinna samkvæmt tímaskráningum og hvergi er um fastar yfirvinnugreiðslur eða akstur að ræða. Karlar virðast því áfram sækja meira í vaktavinnustörf eða störf þar sem þörf er á yfirvinnu. Tekið skal fram að Akureyrarbær hefur þegar sett þak á unna yfirvinnu sinna starfsmanna m.t.t. fjölskyldustefnu bæjarins og hefur því markmiði verið náð á flestum stöðum. Þess ber að geta að konur eru tæp 79% starfsmanna Akureyrarbæjar en karlar aðeins rúmlega 21%. Konur eru um 63% af 80 helstu stjórnendum Akureyrarbæjar. Þennan góða árangur má að miklu leyti þakka gagngerri endurskoðun á launakerfi Akureyrarbæjar ásamt þátttöku bæjarins í vinnu við nýtt starfsmatskerfi sveitarfélaganna. Ljóst var eftir niðurstöður launakönnunarinnar frá 1998 að vinna þyrfti markvisst að því að jafna laun kynjanna. Settur var á laggirnar þverpólitískur vinnuhópur um endurskoðun launakerfisins sem hafði það hlutverk að skoða sérstaklega yfirvinnu og aðrar aukagreiðslur. Í ljós kom að málum var misjafnlega háttað og sums staðar var t.d. greidd föst óunnin yfirvinna meðan annars staðar var yfirvinna eingöngu greidd samkvæmt skráningum. Í framhaldinu voru teknar þær erfiðu ákvarðanir að einungis yrði greitt fyrir skráða yfirvinnu og allar fastar akstursgreiðslur og aðrar aukagreiðslur voru afnumdar. Í kjölfarið fylgdi mikil vinna sem leitt hefur til þeirrar góðu niðurstöðu sem launakönnun RHA nú sýnir. Það virðist því ljóst að með góðum vilja, mikilli vinnu og eljusemi er hægt að eyða kynbundnum launamun, segir í fréttatilkynningu sem þær Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri og Katrín Björg Ríkarðsdóttir jafnréttisráðgjafi skrifa undir.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/lifleg-sala-a-fasteignum-a-akureyri-allt-sidasta-ar
Lífleg sala á fasteignum á Akureyri allt síðasta ár Árið byrjar svo sem ekki með neinum látum segja fasteignasalar sem Vikudagur hafði samband við, en það er heldur enginn nýlunda. Janúar er oft rólegur. Fleira spilar inn í nú, háir vextir, lausir samningar og bankar standa á bremsunni. Útlitið norðan heiða er hins vegar bara bjart, sala hefur verið óvenjugóð liðin misseri og margt í gangi sem eykur bjartsýni. Arnar Birgisson hjá Fasteignasölunni Hvammi segir að eftir fremur rólega tíð það sem af er ári sé nú allt að lifna á ný. „Janúar er oft frekar daufur, en það koma ævinlega toppar og lægðir í fasteignasölu, það er ekki neitt nýtt." Salan á liðnu ári var mjög góð, lífleg viðskipti allt árið og telur Arnar að svo verði áfram nú í ár. Margt gefi tilefni til að ætla að svo verði, ný verksmiðja að rísa í Krossanesi og þá sjá menn fram á að í nánustu framtíð opnist jarðgöng bæði Vaðlaheiðagöng og Héðinsfjarðargöng, sem gerir Akureyri enn meira miðsvæðis í fjórðungnum. „Það hjálpar Eyjafjarðarsvæðinu mjög, þessi göng til beggja átta, þannig að ég er bara bjartsýnn á framtíðina," segir hann. Þá nefndi hann að á liðnu ári hafi mikið verið um viðskipti fólks af suðvesturhorni landsins á Akureyri. „Það var mikil aukning í því á síðasta ári, menn hafa trú á þessu svæði og mér sýnist að hún verði áfram fyrir hendi." Arnar segir að mikil eftirspurn sé enn eftir iðnaðarhúsnæði og einnig verslunarhúsnæði, m.a. í miðbæ Akureyrar. Vilhelm Jónsson hjá Fasteignasölunni Gelli tekur í sama streng, segir árið byrja rólega, en þeir sem hafi samband séu virkilega að leita. „Það virðist hugur í fólki, menn eru að gera eitthvað og mér líst bara vel á árið framundan, það er engin ástæða til annars en vera bjartsýnn," segir hann. Barlómur í bankamönnum setur eitthvert strik í reikning margra, en Vilhelm er á því að bankarnir hafi rústað markaðnum hvað lánamálin varðar. Eftir að þeir drógu í land og lækkuðu lán sín niður í 80% af kaupverði íbúða hafi dregið úr viðskiptum, „en Íbúðalánasjóður bjargar því sem bjargað verður. Það er lífsins ómögulegt fyrir ungt fólk að kaupa sína fyrstu íbúð öðru vísi en með aðstoð Íbúðarlánasjóðs, hann skiptir líka gríðarlega miklu máli fyrir fólk á landsbyggðinni," segir Vilhelm. Hann segir liðið ár hafa verið líflegt og nefnir sem dæmi að mikið hafi verið selt af iðnaðarhúsnæði og á því sviði hafi Gellir verið stórtækur, mikið selt af slíku húsnæði. Iðnaðarmenn og þeir sem stundi „hobbýiðnað" af ýmsu tagi hafi í ríkum mæli fært starfsemi sína úr bílskúrum yfir í þar til gert iðnaðarhúsnæði og eins hafi Gellismenn merkt aukningu á kaupum hins almenna borgara á iðnaðarbilum, eða „dótakössum", þ.e. húsnæði undir t.d. vélsleða, fjórhjól og slík tæki.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ljodalog-jons-hlodvers-flutt-fyrir-nordan-og-sunnan
Ljóðalög Jóns Hlöðvers flutt fyrir norðan og sunnan Ljóðalög eftir Jón Hlöðver Áskelsson verða flutt á tónleikum á tónlistarhátíðinni Myrkir músíkdagar í Laugarborg, sunnudaginn 3. febrúar kl. 14:00 og í Norræna húsinu, þriðjudaginn 5. febrúar kl. 12:15. Það eru Margrét Bóasdóttir sópransöngkona og Daníel Þorsteinsson píanóleikari sem flytja. Ljóðin les Björn A. Ingólfsson upp í Eyjafirði, en Kristján Valur Ingólfsson í Reykjavík. Á efnisskránni er söngvaflokkurinn „Vísur um draum" við 12 ljóð eftir Þorgeir Sveinbjarnarson, Einnig verður fluttur þriggja laga söngvasveigur "Mýrarminni" við ljóð eftir Jón Bjarman, Sverri Pálsson og Snorra Hjartarson.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/snjomoksturstaeki-fyrirferdarmikil-a-akureyri
Snjómoksturstæki fyrirferðarmikil á Akureyri Snjómoksturstæki eru fyrirferðarmikil á Akureyri þessa stundina enda leiðindaveður í bænum og færð á götum víða þung. Það er því lítið spennandi að vera utan dyra en börnin á leikskólanum Hlíðabóli létu það ekki á sig fá og voru mætt með skóflur í snjóskafla á lóðinni nú fyrir stundu og voru hin ánægðustu. Veðurstofan hefur gefið út viðvörun líkt og Vegagerðin en búist er við stormi suðaustanlands fram eftir degi. Samkvæmt veðurspá er gert ráð fyrir snjókomu á norðanverðu landinu, en að léttskýjað verði syðra og víða skafrenningur. Það dregur úr vindi og ofankomu í dag en áfram dálítil snjókoma norðaustan til. Norðvestan 8-13 og bjart á morgun, en él á Norður- og Austurlandi, frost 4 til 14 stig.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/vonskuvedur-um-mest-allt-land-og-vida-slaem-faerd
Vonskuveður um mest allt land og víða slæm færð Vegagerðin hefur sent frá sér viðvörun, þar sem vonskuverður er um allt land og færð á vegum víða slæm. Á Norðurlandi er stórhríð á Vatnsskarði og Þverárfjalli og eins milli Blönduóss og Skagastrandar. Eins er komin stórhríð á Víkurskarði og á leiðinni út á Grenivík. Þá er óveður á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og vegur ófær yfir fjöllin. Á Austurlandi er víðast hvar skafrenningur eða snjókoma. Fagridalur er lokaður eins og er vegna umferðaróhapps. Fjarðarheiði er ófær en þar er óveður. Þungfært er yfir Oddsskarð. Á Suðausturlandi er ekki fyrirstaða á vegum en óveður í Öræfunum. Í Sandfelli mælast hviður á milli 40 og 50 m á sekúndu. Það er hálka og skafrenningur á Hellisheiði og í Þrengslum líkt og víða um Suðurland. Vonskuveður er vestan Víkur, mikil veðurhæð og blint og þar er beðið með mokstur. Hálka og skafrenningur er á Reykjanesbraut og á Suðurnesjum. Á Vesturlandi er ófært um Fróðárheiði, Bröttubrekku og Svínadal en þungfært í Hvalfirði. Stórhríð er á Laxárdalsheiði og í botni Hvammsfjarðar. Þá er ófært milli Reykhólasveitar og Flókalundar en þungfært um Kleifaheiði. Búið er að moka Mikladal og verið að opna Hálfdán. Búið er að opna milli nágrannabyggða Ísafjarðar og mokstur er hafinn í Ísafjarðardjúpi og á Steingrímsfjarðarheiði. Vegagerðin bendir jafnframt á að vegir eru víðast hvar ekki mokaðir seint á kvöldin eða yfir nóttina og því ætti fólk að varast að vera á ferð á vegum úti eftir að þjónustu lýkur nema útlit sé fyrir mjög gott veður.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/verslunin-sendir-ekki-vorur-ut-a-land
Verslunin sendir ekki vörur út á land Neytendur á landsbyggðinni verða stundum varir við það að þeir sitja ekki við sama borð og íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Nýlega hafði kona, búsett á landsbyggðinni, samband við Neytendasamtökin en hún hafði fengið auglýsingabækling frá versluninni Toys´R´us sendan heim. Þegar hún hringdi í verslunina og hugðist panta varning fékk hún að þær upplýsingar að verslunin sendi ekki vörur út á land. Konan var að vonum ekki ánægð með þetta. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem samtökin fá kvartanir vegna verslana á höfuðborgasvæðinu sem neita að senda vörur út á land, en samtökin fá þó einnig fréttir af verslunum sem gera vel við viðskiptavini hvar sem þeir búa. Verslunum er að sjálfsögðu í sjálfsvald sett hvort þær senda vörur út á land eða ekki en það hlýtur að vera einkennileg afstaða hjá seljendum að neita fólki um viðskipti eftir búsetu. Viðskiptavinirnir borga jú sjálfir sendingakostnaðinn. Önnur kvörtun sem samtökunum bárust snerist um tilboðsauglýsingu í blaði. Kona sá auglýst ungnautahakk á tilboðsverði í Bónus. Þegar í búðina var komið var ekkert tilboð á ungnautahakki og kom þá í ljós að auglýsingin gilti ekki þar sem konan var búsett. Auglýsingin birtist í blaði sem sent er út um allt land og því er mikilvægt að seljendur taki skýrt fram ef einhverjir fyrirvarar eru á auglýstum tilboðum, segir í frétt frá Neytendasamtökunum.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/engin-gild-leyfi-til-efnistoku-i-eyjafjardara
Engin gild leyfi til efnistöku í Eyjafjarðará Engin gild leyfi eru til efnistöku í Eyjafjarðará. Nú er í gangi athugun á því hver áhrif efnistöku eru á lífríki árinnar og er niðurstöðu að vænta fljótlega að sögn Arnars Árnasonar oddvita í Eyjafjarðarsveit. Hann nefnir að í lögum sem nú eru í gildi sé gert ráð fyrir að fyrir þurfi að liggja umsögn frá Landbúnaðarstofnun ætli menn sér að taka efni úr ánni. „Það eru skiptar skoðanir hér í sveitinni um hver áhrif efnistöku eru á lífríkið, því fórum við út í að láta gera faglega athugun á þessu," segir hann. Einkum horfa menn til þess hver áhrif efnistökunnar eru á silungsveiði í Eyjafjarðará og eru á því skiptar skoðanir. Telja sumir að efnistakan hafi umtalsverð áhrif þar á en aðrir ekki. Arnar segir að 1. júlí í sumar taki gildi ný lög þar sem gert sé ráð fyrir að sveitarstjórnir gefi út framkvæmdaleyfi á alla efnistöku úr námum. Því stendur til að sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar sendi út bréf til þeirra sem málið varðar og hvetji til þess að menn afli sér slíkra leyfa. „Menn vilja auðvitað leitast við að vernda ána sem framast er kostur, en nú bíðum við eftir áliti sérfræðinga og munum taka mið af því," segir Arnar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/bedid-eftir-urskurdi-um-svaedi-sex
Beðið eftir úrskurði um svæði sex Von er á úrskurði innan skamms í þjóðlendumálum er varða svæði 6 sem svo er nefnt, á Norðausturlandi. „Það hlýtur að falla úrskurður í málinu á næstunni, við bíðum spennt," segir Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi og formaður Landssamtaka Landeigenda. Samtökin hafa unnið að því að undanförnu að fá lögum um þjóðlendur breytt og hafa kynnt þingmönnum og ráðherrum hugmyndir sínar. „Það kemur í ljós í lok janúar hvort breytingatillögur sem við höfum lagt til verði lagðar fram í þinginu sem þingmannafrumvarp eða þá í nafni minnihlutans," segir Guðný. Hún nefnir að athygli hafi vakið að ríkið hafi ekki áfrýjað svonefndum Smjörfjalladómi nýverið, en Óbyggðanefnd hafi dæmt það eignarland þó svo ekki væri tekið fram í landamerkjalýsingu að landið næði upp á efsta fjallatopp. „Það gefur manni vissulega vonir um að ríkið sé að vakna í málinu og að falla frá því sem við höfum nefnt fjallatoppakenningu," segir Guðný.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/petur-dam-kvartar-til-umbodsmans-vegna-domararadningar
Pétur Dam kvartar til umboðsmans vegna dómararáðningar Pétur Dam Leifsson, lektor við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands og einn umsækjenda um starf héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra, hefur sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Pétur er einn þeirra þriggja umsækjenda sem talinn var vel hæfur af sérstakri matsnefnd, en Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra í málinu, réði hins vegar umsækjanda sem var talinn mun síður hæfur. Pétur sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann segir að hann telji það þjóna almannahagsmunum best að málið fari í þennan farveg. Hér á eftir fer yfirlýsing Péturs Dam Leifssonar: "Ég get nú staðfest að ég hef beint kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar setts dómsmálaráðherra um skipun í embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra þann 20. desember sl. Eftir að hafa íhugað málið vandlega, og að teknu tilliti til framkominna athugasemda af hálfu dómnefndar, Dómarafélags Íslands og ýmissa helstu fræðimanna þjóðarinnar á sviði lögfræði, þá tel ég að það hljóti að þjóna almannahagsmunum best að mál þetta verði upplýst eins vel og kostur er og ég vil með þessu leggja mitt af mörkum til þess að svo megi fremur verða. Sjálfur mun ég ekki tjá mig frekar um þetta mál á meðan það er til meðferðar hjá umboðsmanni, en fagna auðvitað allri upplýsandi og uppbyggilegri umræðu í samfélaginu um stöðu dómsvaldsins."
https://www.vikubladid.is/is/frettir/threyttur-a-ad-bida-eftir-motvaegisadgerdum
Þreyttur á að bíða eftir mótvægisaðgerðum Frá 1. september sl. hafa yfir 100 starfsmenn við fiskvinnslu misst vinnuna á starfssvæði Einingar-Iðju vegna kvótasamdráttar og ef allt landið er skoðað er talan mun hærri. Að mati fjármálaráðherra áttu mótvægisaðgerðir að skapa 500 til 600 störf en talið hefur verið að allt að 1.000 manns í fiskvinnslu verði sagt upp vegna kvótasamdráttar. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, er orðinn langþreyttur á að bíða eftir þeim aðgerðum sem kynntar voru til sögunnar sem mótvægi við niðurskurð á þorskkvóta. "Það er auðvitað gott að framkvæmdum við lengingu á flugbrautinni hafi verið flýtt, en sú framkvæmd gagnast ekki þeim sem nú eru að missa vinnuna. Þarna er á ferðinni fólk sem er með áratuga reynslu í faginu og spurning hvort menn átti sig á fórnarkostnaðinum við þetta. Mörg afleidd starf munu einnig hafa tapast í kjölfarið," segir Björn á vef félagsins. Haft hefur verið eftir ráðherra byggðamála, Össuri Skarphéðinssyni, að megináhersla mótvægisaðgerða vegna kvótasamdráttar hafi fyrst og fremst verið beint að smærri stöðum fjærst höfuðborginni. "Ég spyr, hvað með Eyjafjarðarsvæðið? Að mínu mati hefur svæðið orðið mikið til útundan í þessu sambandi og það litla sem hefur verið gert virkar ekki sem skyldi. Nú er reyndar búið að auglýsa eftir verkefnum til að sækja um styrki til atvinnuþróunar og nýsköpunar á þeim svæðum sem verða fyrir aflasamdrætti vegna skerðingar þorskaflaheimilda, en ég sé ekki að það komi til með að hjálpa þeim sem nú standa uppi án atvinnu nema þá til lengri tíma litið. Við þurfum eitthvað strax og vert að skoða þá hugmynd sem fram hefur komið þess efnis að fólk sem missir vinnuna í fiskvinnslu geti aflað sér menntunar á kostnað stjórnvalda í tiltekinn tíma. Það er mál til komið að stjórnvöld bretti upp ermar og láti verkin tala," segir Björn.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/thjodlegar-draugasogur-a-badstofukvoldi-i-laufasi
Þjóðlegar draugasögur á baðstofukvöldi í Laufási Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að endurtaka baðstofukvöldið í gamla bænum í Laufási. Þór Sigurðarson, safnvörður á Minjasafninu á Akureyri, mun fimmtudagskvöldið 31. janúar kl 20:00 leiða gesti frá bæjardyrunum inn göngin og segja frá fyrirburðum sem urðu í bæjargöngum áður fyrr. Leiðin endar í baðstofunni þar sem baðstofustemningin verður endurvakin. Takmarkað ljós, fólk sitjandi á rúmum eftir að hafa gengið um löng göng milli baðstofu og útidyra og hlustar andaktugt á það sem sögumaður segir. Draugasögur voru oft og tíðum sagðar í baðstofum þegar fólkið safnaðist saman að kvöldi eftir verk dagsins. Á fimmtudagskvöldið mun Þór segja þjóðlegar draugasögur sem gerðust innan torfbæja þar sem gjarnan mátti finna löng göng og rangala, en þar gat ýmislegt leynst í hverju skúmaskoti. Þjóðlegar draugasögur fjalla m.a. um villudrauga, uppvakninga, ættarfylgjur og svipi. Draugar voru allt frá því að vera hættulegir draugar sem drápu menn og upp í það að vera svipir sem sýndu sig og gerðu ekki nokkrum mein. Algengastar voru fylgjurnar. Hver man ekki eftir sögum eins og þeirri um Þorgeirsbola sem mikið var á ferðinni í nágrenni Laufásbæjar í Grýtubakkahreppi? Kaffi eða kakó ásamt hjónabandssælu verður hægt að kaupa gegn vægu gjaldi í Gamla prestshúsinu áður en lagt verður af stað heim aftur. Takmarkað sætarými er í baðstofunni og er fólk því hvatt til þess að panta sér sæti eftir kl 17.00 í dag, þriðjudaginn 29. og á morgun, miðvikudaginn 30. janúar í síma 463 3104. Síðast komust færri að en vildu. Aðgangseyrir er 500 krónur.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ferdakynning-ferdafelags-akureyrar-a-fimmtudag
Ferðakynning Ferðafélags Akureyrar á fimmtudag Ferðafélag Akureyrar boðar til ferðakynningar í Ketilhúsinu á Akureyri fimmtudaginn 31. janúar kl. 20.00. Roar Kvam, formaður ferðanefndar FFA, kynnir ferðir ársins í myndum og tali en alls eru 47 ferðir á starfsáætlun félagsins á árinu. Haraldur Örn Ólafsson, pólfari m.m., verður með stórkostlega myndasýningu og frásögn um magnaðar ferðir sínar á Mount Blanc, Kilimanjaro, Mount Everest og ekki síst á Norðurpólinn. Skíðaþjónustan og 66° Norður sýna útivistarvörur. Aðgangseyrir kr 1.000 Kaffi og meðlæti innifalið. Haraldur Örn er einn af reyndustu fjallamönnum landsins, lögmaður að mennt og starfar við fagið á milli þess sem hann kannar heimshornin sjö. Haraldur Örn er búinn að stunda fjalla- og ferðamennsku síðan á unglingsárum. Hann hefur ferðast um landið á gönguskíðum, hjólum og á tveimur jafnfljótum auk þess að hjóla Vatnajökul og er fyrsti Íslendingurinn til þess að ganga á bæði Norðurpól og Suðurpól og einn af fáum mönnum í heiminum til að ganga bæði á pólana og sigra hæstu fjöll hverrar heimsálfu en það hafa ekki margir í heiminum gert. Ferðafélag Akureyrar (FFA) var stofnað árið 1936 . Það er sjálfstæð deild í Ferðafélagi Íslands sem þýðir að félagsmenn njóta allra sömu réttinda og félagar FÍ innanlands sem og í ferðafélögum í Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. FFA stendur fyrir fjölmörgum ferðum því nær árið um kring og birtist áætlun yfir þær á heimasíðu félagsins: www.ffa.is og einnig hjá Ferðafélagi Íslands: www.fi.is FFA býður upp á góða landkynningu og skemmtilegan félagsskap. Ferðir félagsins eru fjölbreyttar, svo sem jeppaferðir, lengri og styttri gönguferðir, sjóferðir, fjölskylduferðir, skemmtiferðir og náttúruskoðunarferðir. Auk þess býður félagið upp á mjög spennandi 7 daga sumarleyfisferð um Óðáðahraun með fullu fæði, trúss og gistingu i skálum félagsins á svæðinu. Í febrúar nk. ætla ferðafélagsmenn að standa fyrir fjórum skíðaferðum á mismunandi staði: Glerárdalur-Súlumýrar, Hrafnagil-Súlumýrar, Þorraferð í Botna þar sem gist verður eina nótt og að lokum verður Hrossadalur genginn suðureftir og yfir Þórisstaðaskarð að Veigastöðum. Síðan heldur þetta áfram með 4 - 7 ferðir mánaðarlega út starfsárið. Fyrsta ferð verður 2. febrúar og sú síðasta 22. september. Allir geta fundið ferð við sitt hæfi. Félagið á og rekur sjö skála í óbyggðum á Norðurlandi og eru tjaldstæði við þrjá þeirra. Í skálum félagsins er gott að gista en vinsamlega hafið samband við skrifstofu FFA til að bóka gistingu, einkum yfir hásumarið. Nánari upplýsingar um skálana er að finna á heimasíðu félagsins. FFA hefur gefið út göngukort af Glerárdal, Öskjuvegi um Ódáðahraun og nýtt kort af Vaðlaheiði. Kortin fást á skrifstofu félagsins að Strandgötu 23, Akureyri sem er opin í júní, júlí og ágúst kl. 16.00-19.00 alla virka daga. Á öðrum árstímum er skrifstofan opin kl. 17.30-19.00 á föstudögum þegar ferðir eru á dagskrá um komandi helgi. Hægt er að ná sambandi við stjórn félagsins í netfangi: ffa@ffa.is Allir eru velkomnir í ferðir félagsins, hvort sem þeir eru félagar eða ekki, en félagsmenn fá afslátt af fargjöldum og af gistigjaldi í skálum allra félagsdeilda FÍ. Þessara réttinda nýtur fjölskyldan öll þótt aðeins einn sé skráður félagi. Útilíf, fjallaferðir, náttúrufegurð, frábær félagsskapur, það er okkar mál, segir í fréttatilkynningu félagsins.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/hluthafar-i-orkey-fa-hlutafe-sitt-greitt-ut
Hluthafar í Orkey fá hlutafé sitt greitt út Hlutafé í Orkey ehf. verður fært niður í 500 þúsund krónur, en það var 45 milljónir króna að nafnverði. Þetta var samþykkt á hluthafafundi fyrir skemmstu. „Félagið er ekki að hætta starfsemi, en það má segja að það leggist tímabundið í dvala," segir Ágúst Torfi Hauksson stjórnarformaður í Orkey. Félagið var stofnað í febrúar á liðnu ári en markmið þess var að skoða leiðir og hagkvæmni þess að framleiða jurtaolíu úr kanadísku kanólafræi, mögulega í Krossanesverksmiðjunni á Akureyri. Stofnaðilar fyrirtækisins voru Akureyrarhöfn, LÍÚ, Samherji, Brim, Ísfélag Vestmannaeyja, HB Grandi, Arngrímur Jóhannsson og Norðurorka. Upphaf verkefnisins má rekja til þess að kanadískir aðilar komu til Akureyrar haustið 2006 og könnuðu möguleika á að Akureyrarhöfn yrði umskipunarhöfn fyrir útflutningsvörur þeirra, m.a. kanólafræ sem flutt er frá Kanada til meginlands Evrópu og notað þar til framleiðslu jurtaolíu. Í framhaldi af þessari heimsókn kviknaði sú hugmynd að framleiða olíuna úr kanólafræinu hér á landi. Ágúst Torfi segir að aðstæður hafi breyst frá því að VGK-hönnun, sem sá um hagkvæmniútreikninga og forathugun vegna málsins, hóf að vinna að málinu á liðnu ári. „Það gekk ekki upp að svo stöddu að Akureyri yrði umskipunarhöfn fyrir útflutningsvörur Kanadamannanna og það hafði áhrif á allar áætlanir," segir hann. Eins hafi komið í ljós að jurtaolían sem koma átti sem íblöndunarefni í svartolíu á fiskiskipaflotann hafi ekki reynst nægilega hagkvæm, verðið var of hátt til að keppa við svartolíuna. Þá var að sögn Ágústs kannað hvort möguleiki væri á framleiðslu á svonefndum lífdísel og svo reynst vera ef olíugjald væri ekki fyrir hendi. Reynt hafi verið að kynna stjórnvöldum málið, en uppskeran ekki önnur en loðin svör. „Það er því ekkert í hendi núna, eins og staðan er yrði reksturinn alltof áhættusamur og ekki arðbær." Ágúst segir að því hafi verið ákveðið að greiða hluthöfum út hlutafé sitt og bíða átekta. „Ef forsendur breytast er félagið enn til," segir hann og nefnir að einnig hafi í millitíðinni komið til sögunnar ítalska fyrirtækið Becromal sem nú er að reisa aflþynnuverksmiðju í Krossanesi. „Við höfðum forkaupsrétt þar en gáfum hann frá okkur enda vildum við ekki trufla þá starfsemi sem þeir hyggjast setja upp heldur fögnum við henni. Okkar félag er stofnað um góða hluti, ekki gróðahyggju," segir Ágúst.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/nyr-leikhusstjori-la-radinn-a-naestunni
Nýr leikhússtjóri LA ráðinn á næstunni Stjórn Leikfélags Akureyrar mun á næstu dögum auglýsa stöðu leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar lausa til umsóknar í ljósi þess að Magnús Geir Þórðarson, sem gegnt hefur stöðunni síðustu fjögur ár, hefur verið ráðinn til starfa sem leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur. Það er von stjórnarinnar að breiður hópur fólks sæki um stöðuna enda er eftir góðu búi að sækjast, en undanfarin ár hafa verið ævintýri líkust í leikhúslífi Akureyinga hvað aðsókn, afkomu og gæði leiksýninga varðar. Stjórn Leikfélags Akureyrar óskar Magnúsi Geir til hamingju með nýjan starfa og er stolt af frama hans innan leikhúsgreinarinnar. Magnús Geir hefur sýnt með störfum sínum á Akureyri að hann er í hópi allra færustu leikhúsmanna landsins; framúrskarandi fagmaður og einstakur samstarfsmaður, segir í fréttatilkynningu. Stjórn LA óskar honum velfarnaðar í nýju starfi. Magnús Geir tekur formlega við leikhússtjórastöðu LR í haust en mun fram að því ljúka yfirstandandi leikári á Akureyri jafnhliða undirbúningi næsta leikárs syðra. Hann verður stjórninni innan handar við val á eftirmanni sínum og mun aðstoða hann við að komast inn í starfið. Stjórn Leikfélags Akureyrar vinnur eftir skýrri stefnu um markmið atvinnuleikhúss á Akureyri þar sem áhorfandinn hefur verið settur í öndvegi - og sýningum félagsins ætlað að snerta breiðan áhorfendahóp. Hvergi verður hvikað frá þeirri stefnu á næstu árum.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/besta-rekstrarar-i-sogu-islenskra-verdbrefa
Besta rekstrarár í sögu Íslenskra verðbréfa Rekstur Íslenskra verðbréfa hf. gekk mjög vel á árinu 2007, sem var það besta í tuttugu ára sögu félagsins. Hagnaður fyrir reiknaðan tekjuskatt nam 520 milljónum króna og eftir reiknaðan tekjuskatt var hagnaðurinn 426,6 milljónir króna. Arðsemi eigin fjár félagsins var 136,7% á árinu. Íslensk verðbréf hf. eru sérhæft fjármálafyrirtæki á sviði eignastýringar. Félagið stýrir rúmlega 92 milljörðum króna fyrir viðskiptamenn sína, sem eru m.a. lífeyrissjóðir, tryggingarfélög, fyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar. Vöxtur Íslenskra verðbréfa hf. var mikill á síðasta ári og svo hefur raunar verið á undanförnum árum. Sævar Helgason, framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa, er mjög ánægður með afkomu félagsins á árinu 2007. „Rekstrarárangur félagsins á árinu 2007 er sá besti frá stofnun þess, sem telur tuttugu ár. Við getum ekki annað en verið afar sátt við þessa niðurstöðu, ekki síst þegar horft er til erfiðra markaðsaðstæðna undir lok ársins. Styrkur félagsins felst í þeirri sérstöðu sem það hefur skapað sér og þeirri stefnu að vera sérhæft eignastýringafyrirtæki. Þá hefur félagið yfir afbragðs góðu starfsfólki að ráða, sem kann sitt fag. Allt hefur þetta skilað þeim frábæra árangri sem við náðum í rekstri fyrirtækisins á síðasta ári," segir Sævar Helgason. Eignir í eignastýringu jukust umtalsvert á árinu og að sama skapi fjölgaði viðskiptavinum verulega. Hjá Íslenskum verðbréfum starfa nú tuttugu vel menntaðir starfsmenn, sem hafa mikla og langa reynslu af því að starfa á verðbréfamarkaði. Íslensk verðbréf hafa lagt ríka áherslu á faglega og jafnframt persónulega þjónustu. Samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunar á síðasta ári voru 95% fagfjárfesta ánægð eða mjög ánægð með samskipti við starfsfólk Íslenskra verðbréfa og einnig kom fram að yfir 95% fagfjárfesta telja Íslensk verðbréf yfir meðallagi eða framúrskarandi í stýringu skuldabréfa.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/margir-bidu-eftir-flugi
Margir biðu eftir flugi Innanlandsflug hófst á ný í morgun en allt flug innanlands féll niður í gær vegna veðurs og því biðu margir eftir því að komast á milli áfangastaða. Það var handagangur í öskjunni á Akureyrarflugvelli í morgun og þar beið fjöldi fólks eftir því að komast til Reykavíkur. Fólk beið í röð eftir að komast að afgreiðsluborðinu og náði hún langt út fyrir flugstöðina. Þótt innanlandsflug sé hafið á ný er víða ófærð og óveður á vegum landsins, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir, snjóþekja og á Norðausturhorninu er hálka, hálkublettir og óveður og ekkert ferðaveður. Þæfingsfærð og óveður er á Vopnafjarðarheiði. Á Austurlandi er hálka, snjóþekja og skafrenningur. Ófært er yfir Öxi og á Breiðdalsheiði. Á Suðurlandi er víða hálka og hálkublettir. Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum. Á Vesturlandi er víða hálka og hálkublettir. Á Vestfjörðum er víða hálka, hálkublettir eða snjóþekja , Ófært er um Klettsháls en mokstur stendur yfir. Á Steingrímsfjarðarheiði er hálka og Eyrarfjall er ófært.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ny-starfsemi-i-husnaedi-gamla-oddvitans
Ný starfsemi í húsnæði gamla Oddvitans Tvær athafnakonur, Dóróthea Jónsdóttir og Jónína Hjaltadóttir, hafa tekið húsnæði við Strandgötu á leigu, þar sem veitingastaðurinn Oddvitinn var rekinn til margra ára. Engin starfsemi hefur þó verið í húsinu um hríð. Að sögn Dórótheu ætla þær stöllur að opna þjónustumiðstöð fyrir skemmtiferðaskip yfir sumartímann en yfir vetrarmánuðina er hugmyndin að vera þar með menningartengda starfsemi og útleigu á þeim tveimur sölum sem eru í húsinu. "Við erum að springa úr hugmyndum og höfum verið að skoða hvernig starfsemi hentar best í húsið." Tveir salir eru í húsinu sem er samtals um 760 fermetrar að stærð og segir Dóróthea að skortur hafi verið á sölum til útleigu í bænum. Hún var í forsvari fyrir handverkshátíðina á Hrafnagili sl. tvö ár og hefur hug á að tengja handverk þjónustumiðstöðinni og einnig kynningu á íslenskum mat og matargerð. Framundan er vinna við málun og frekara viðhald en Dóróthea sagði stefnt að því hefja útleigu á sölum staðarins strax í næsta mánuði.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fljugandi-halka-vida-um-land-og-flug-liggur-nidri
Fljúgandi hálka víða um land og flug liggur niðri Flughált og óveður er á Holtavörðuheiði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og þá má búast við flughálku víða á landinu í dag vegna hlýnandi veðurs. Þá liggur allt innanlandsflug niðri vegna veðurs. Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir, snjóþekja, éljagangur og skafrenningur. Á Öxnadalsheiði er hálka. Á Norðausturlandi er hálka, hálkublettir, snjóþekja, skafrenningur og éljagangur. Þungfært, éljagangur og óveður er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Sama er að segja um Vopnafjarðarheiði. Lokað er á Hellisheiði. Á Suðurlandi er hálka, hálkublettir og skafrenningur. Í Þrengslum er hálka og óveður. Óveður er undir Hafnarfjalli og á Reykjanesbraut. Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir, snjóþekja og þæfingur. Á Holtavörðuheiði er flughálka og óveður. Þæfingur og óveður er á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er víða ófært eða þungfært. Á Steingrímsfjarðarheiði er þungfært. Eyrarfjall er lokað. Á Suðurfjörðunum er víðast ófært og óveður og beðið er með snjómokstur vegna veðurs. Flughálka er Ströndum. Á Austurlandi er hálka, snjóþekja og skafrenningur. Ófært er á Öxi og á Breiðdalsheiði. Á Suðausturlandi er hálka.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/vidgerd-a-flutningaskipinu-axel-ad-ljuka
Viðgerð á flutningaskipinu Axel að ljúka „Þeir voru snöggir að gera við skipið," segir Ari Axel Jónsson hjá Dregg á Akureyri en flutningaskipið Axel sem er í eigu dótturfélags fyrirtækisins skemmdist í lok liðins ár er það strandaði í innsiglingunni við Hornafjörð. Skipinu var siglt til Akureyrar eftir að það losnaði af strandstað, þar sem fram fór bráðabrigðaviðgerð á botni skipsins. Frá Akureyri var skipinu svo siglt til Kleipeda í Litháen. „Þeir settu mikinn mannskap í verkefnið, líklega 50 manns og þetta var bara drifið af." "Ég á von á skipið verði til um mánaðamótin, það verður lestað úti og siglir svo hingað heim," segir Ari. Verkið segir hann að hafi gengið einstaklega vel og í leiðinni voru unnin ýmis verk til viðbótar, „svona til að nýta tímann," segir hann og var ánægður með frammistöðu heimamanna í Litháen, „enda liggur okkur á að fá skipið í gagnið sem fyrst."
https://www.vikubladid.is/is/frettir/vinnuhopur-skipadur-vegna-hugmynda-um-kirkjugard-i-naustaborgum
Vinnuhópur skipaður vegna hugmynda um kirkjugarð í Naustaborgum Skipulagsnefnd Akureyrar samþykkti á síðasta fundi sínum að skipa vinnuhóp um kirkjugarð í Naustaborgum. Eins og fram hefur komið hefur nýtt svæði fyrir kirkjugarð í Naustaborgum á Akureyri verið kynnt fyrir bæjaryfirvöldum. Um er að ræða svæði ofan við byggð í Naustahverfi, milli tjaldsvæðisins að Hömrum og golfvallarins og er gert ráð fyrir að þar verði framtíðarsvæði Kirkjugarða Akureyrar. Skipulagsnefnd tilnefndi Jón Inga Cæsarsson og Pétur Bolla Jóhannesson í vinnuhópinn og þá skipaði umhverfisnefnd þá Hjalta Jón Sveinsson og Jón Birgi Gunnlaugsson í vinnuhópinn fyrir hönd nefndarinnar. Forsvarsmenn Kirkjugarða Akureyrar hafa í nýlegu erindi óskað eftir því að skipulagsyfirvöld á Akureyri láti kanna ítarlega hvort raunhæfur möguleiki og vilji sé til að hrinda þeirri hugmynd í framkvæmd sem kynnt hefur verið. „Við höfum verið að þrýsta á skipulagsyfirvöld um að ákveða hvar framtíðarsvæði okkar eigi að vera þegar núverandi kirkjugarður klárast," sagði Smári Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Akureyrar, í Vikudegi fyrr í vetur.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/auglyst-eftir-sveitarstjora-i-eyjafjardarveit
Auglýst eftir sveitarstjóra í Eyjafjarðarveit Samningur Eyjafjarðarsveitar við Bjarna Kristjánsson sveitarstjóra rennur út í júní í sumar. Arnar Árnason oddviti segir málið í vinnslu, en starfið verði auglýst innan tíðar. „Þetta var samkomulagsatriði eftir kosningar 2006, að Bjarni yrði starfandi sveitarstjóri í tvö ár og sá tími er liðinn næsta sumar. Þetta var hugmynd sem kom upp og allir voru sáttir við," segir Arnar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/gridarlegar-samdrattur-i-londudum-afla-a-akureyri-milli-ara
Gríðarlegar samdráttur í lönduðum afla á Akureyri milli ára Gríðarlegur samdráttur varð í lönduðum afla hjá Hafnasamlagi Norðurlands á síðasta ári miðað við árin á undan og munar þar mestu um lokun fiskimjölsverksmiðjunnar í Krossanesi. Árið 2007 var landaður afli á Akureyri um 18.900 tonn, árið áður var landaður afli tæplega 42.400 tonn og er munurinn á milli ára ríflega 23.000 tonn. Ekki einu einasta tonni af síld eða loðnu var landað á Akureyri á síðasta ári og munar um minna. Árið 2006 var um 15.500 tonnum af uppsjávarfiski, þ.e. síld og loðnu, landað á Akureyri en árið 2005 var uppsjávaraflinn rúmlega 43.000 tonn. Það er sama hvar borið er niður í lönduðum afla, alls staðar hefur orðið samdráttur á milli ára. Landaður bolfiskafli í fyrra var um 6.400 tonn eða um 4.000 tonnum minni en árið áður. Rúmlega 10.100 tonnum af frystum fiski var landað á Akureyri í fyrra, sem er samdráttur upp á tæplega 3.000 tonn á milli ára. Samdráttur í lönduðum rækjuafla nam um 1.100 tonnum á milli ára en alls var landað rúmlega 2.300 tonnum af rækju í fyrra. Samkvæmt yfirliti frá Hafnasamlagi Norðurlands sem nær aftur til ársins 1987, hefur heildaraflinn aðeins einu sinni farið yfir 100.000 tonn á ári en árið 2002 var landaður afli á Akureyri tæplega 106.000 tonn. Árið 2005 var landaður afli á Akureyri rúmlega 65.600 tonn, árið 1996 var aflinn um 96.200 tonn og árið eftir rúmlega 91.600 tonn. Einnig hefur orðið mikill samdráttur í sjóflutningum til og frá Akureyri á undanförnum árum enda orðin nokkur ár frá því að stóru skipafélögin Eimskip og Samskip hættu áætlunarsiglingum til Akureyrar. Á móti hóf Dregg Shipping sjóflutninga til og frá Akureyri á síðasta ári en eftir að Axel, flutningaskip félagsins, strandaði undir lok síðasta árs, varð mun minna úr þeim flutningum en til stóð. Heildarflutningar sjóleiðina til og frá Akueyri í fyrra námu tæpum 13.000 tonnum og þar af var flutningur á olíu ríflega 7.100 tonn. Árið 2003 námu sjóflutningar til og frá Akureyri tæpum 37.000 tonnum, tæpum 34.000 tonnum árið 1999 og rúmlega 31.000 tonnum árið 1996.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/magnus-geir-i-borgarleikhusid
Magnús Geir í Borgarleikhúsið Magnús Geir Þórðarsson verður næsti leikhússtjóri Borgarleikhússins. Stjórn Leikfélags Reykjavíkur ákvað þetta á fundi fyrr í dag. Magnús Geir, sem verið hefur leikhússtjóri á Akureyri, tekur við af Guðjóni Pedersen, sem lætur af störfum í sumar. Hann var valinn úr hópi sjö umsækjenda um stöðuna. Magnús Geir hefur verið leikhússtjóri LA undanfarin ár og lyft Grettistaki í leiklistarlífinu á Akureyri. Leikhúsgestum hefur fjölgað gríðarlega í leikhússstjóratíð Magnúsar Geirs og þá hefur orðið algjör viðsnúningur í rekstri félagsins undir hans stjórn.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/logreglan-upplysir-fjolmorg-innbrot
Lögreglan upplýsir fjölmörg innbrot Lögreglan á Akureyri handtók mann í gærkvöld sem grunaður var um innbrot í leikskólann Flúðir og þrjá bíla fyrr í vikunni. Í innbrotinu í leikskólann var tveimur tölvum stolið, sem og plöstunarvél og ritföngum en lausamunum var stolið úr bílunum. Við húsleit á heimili mannsins fannst þýfi úr innbrotunum svo og þýfi úr fimm öðrum óupplýstum innbrotum frá síðasta ári auk tóla og tækja til fíkniefnaneyslu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/horfir-til-betri-vegar-hja-starfsendurhaefingu-nordurlands
Horfir til betri vegar hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands Forsvarsmenn Starfsendurhæfingar Norðurlands (SE) funda á mánudag með forsvarsmönnum menntamálaráðuneytisins vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Eins og fram hefur komið stefnir í að starfsemin leggist af verði ekkert að gert. Geirlaug Björnsdóttir, framkvæmdastjóri SE, segist vera bjartstýn fyrir fundinn með forsvarsmönnum menntamálaráðuneytisins og að á honum verði framtíð fyrirtækisins vonandi tryggð. Ástæðu bjartsýninnar segir hún vera jákvæðan tón frá ráðuneytinu. „Eftir að málið fór í fjölmiðla má segja að hjólin hafi farið að snúast og menn fóru að sýna máli okkar áhuga," sagði Geirlaug en hún hafði áður talað um í fjölmiðlum að menntamálaráðuneytið sýndi málum fyrirtækisins ekki nægan áhuga. Starfsendurhæfing Norðurlands hófst sem tilraunaverkefni á Húsavík árið 2003 en svo var formlega stofnað fyrirtæki um starfsemina í febrúar 2006 á Akureyri. SE sinnir Eyjafirði og svæðinu allt austur á Þórshöfn og eru um 90 manns nú í tengslum við fyrirtækið ýmist í starfsendurhæfingu eða eftirfylgd. Geirlaug segir enn fremur langt því frá að fyrirtækið anni eftirspurn, um 50 manns séu á biðlista.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/bondadagur-og-fyrsti-dagur-i-thorra-a-morgun
Bóndadagur og fyrsti dagur í þorra á morgun Bóndadagurinn er á morgun og jafnframt fyrsti dagur í þorra. Næstu vikurnar munu landsmenn rífa í sig þorramat af miklum móð, svona rétt eftir að hafa jafnað sig eftir jólasteikurnar. Lúðvík Ríkarð Jónsson hefur verkað hákarl á Akureyri í um áratug ásamt Ríkarð syni sínum, sem býr í Ólafsfirði. Þeir eru með aðstöðu norðan við Ytra-Krossanes og þar hitti blaðamaður Lúðvík í vikunni. Hann sagði að hákarl nyti sífellt meiri vinsælda og að eftirspurnin væri töluvert meiri en framboð. Lúðvík sagði að það hefði færst í vöxt að hákarl væri borðaður árið um kring og að fólk á öllum aldri fengi sér bita. Hákarlinn sem þeir feðgar verka fá þeir af togurum og einnig veiða þeir sjálfir þessa frekar óhugnanlegu skepnu. Lúðvík sagði að yngri hákarlinn verkaðist betur og hann sagði að eins tonns skepna gæfi af sér rúm 200 kg af verkuðum hákarli.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/oska-vidraedna-vid-radamenn-vegna-vanda-fiskvinnslunnar
Óska viðræðna við ráðamenn vegna vanda fiskvinnslunnar Á fundi framkvæmdastjórnar Starfsgreinasambands Íslands í gær var samþykkt að óska viðræðna við forsætisráðherra og félagsmálaráðherra vegna þess alvarlega ástands sem er að skapast í fiskvinnslu. Uppsagnir og óvissa mun hafa atgerfisflótta í för með sér, sem skaða mun greinina til lengri tíma. Framkvæmdastjórnin krefst uppstokkunar á úthlutun aflaheimilda og nýrra samfélagslegra skilyrða og ábyrgðar í því sambandi, áður en það verður endanlega um seinan. Á fundinum ítrekaði framkvæmdastjórnin sjónarmið sín um málefni fiskvinnslunnar. Hún krefst uppstokkunar á úthlutun aflaheimilda og nýrra samfélagslegra skilyrða í því sambandi, áður en það verður endanlega um seinan. Þetta kemur fram á vef Einingar-Iðju.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/leigusamningi-vid-abuendur-a-ytra-krossanesi-sagt-upp
Leigusamningi við ábúendur á Ytra-Krossanesi sagt upp Bæjarráð Akureyrar samþykkti í morgun, að ósk skipulagsnefndar, að segja upp leigusamningi við ábúendur á Ytra-Krossanesi fyrir 1. febrúar nk. Samkvæmt Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 er gert ráð fyrir að svæðið við Ytra-Krossanes verði nýtt sem iðnaðar- og athafnasvæði. Í gangi er deiliskipulagsvinna m.a. af umræddu svæði og því sé þörf á að leigusamningi ábúenda Ytra-Krossaness verði sagt upp fyrir 1. febrúar, með 6 mánaða uppsagnarfresti.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/einbeittur-vilji-fjolmidla-ad-koma-hoggi-a-framsoknarflokkinn
Einbeittur vilji fjölmiðla að koma höggi á Framsóknarflokkinn Stjórn Félags ungra Framsóknarmanna á Akureyri og nágrenni hefur sent frá ályktun þar sem lýst er yfir mikilli undrun á framgöngu fjölmiðla í hinu svokallaða fatakaupamáli, þar sem keypt voru föt fyrir frambjóðendur Framsóknarflokksins í Reykjavík í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Málið hafi allt verið blásið upp og virðist það vera einbeittur vilji fjölmiðla að koma höggi á Framsóknarflokkinn. Hreinni furðu hlýtur að sæta að slíkt mál fái þvílíka umfjöllun í aðalfréttatímum sjónvarpsstöðvanna, jafnvel álíka mikla umfjöllun og myndun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Málið er minniháttar og ein milljón í kosningabaráttu sem kostar tugi milljóna getur varla verið verð slíkrar umfjöllunar. Fatnaðurinn sem um ræðir var notaður í þágu flokksins enda tíðkast í kosningabaráttu að frambjóðendur komi vel fyrir. Algengt er orðið að stílistar komi við sögu í kosningum og má telja víst að slík þjónusta sé greidd úr kosningasjóðum flokkanna ásamt t.d. kynningarefni efstu manna á listum. Hver er munurinn á því hvort um er að ræða stílista, kynningarefni eða fatnað? Í öllum tilfellum er tilgangurinn að skapa góða ímynd frambjóðenda. Það skiptir einfaldlega ekki máli í hvað kosningasjóðir fara svo lengi sem fjármunirnir eru nýttir í þágu viðkomandi flokks í aðdraganda kosninga, segir ennfremur í ályktuninni.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/thyrlubjorgunarsveit-verdi-a-akureyri
Þyrlubjörgunarsveit verði á Akureyri Níu af tíu þingmönnum í Norðausturkjördæmi og úr öllum flokkum hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um þyrlubjörgunarsveit á Akureyri. Fyrsti flutningsmaður er Birkir Jón Jónsson. Þar kemur fram að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að tryggja að Landhelgisgæsla Íslands haldi úti björgunarþyrlu frá Akureyri. Í greinargerð með tillögunni er bent á að á íslenskum fiskimiðum séu veður válynd og þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar er mikilvæg fyrir öryggi sjófarenda. Mörg stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins séu á Norður- og Austurlandi og mikil útgerð er á svæðinu. "Þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar er þó einungis staðsett á suðvesturhorni landsins og því búa sjófarendur um norðan- og austanvert landið við minna öryggi en aðrir vegna þess hve fjarlæg þyrlubjörgunarsveitin er. Þó að tillaga þessi sé flutt af hópi þingmanna Norðausturkjördæmis ber alls ekki að líta svo á að hún snúist um byggða- eða atvinnumál, heldur er hér fyrst og fremst um öryggismál að ræða sem brýnt er að leyst verði úr hið fyrsta. Margt bendir til að skipaumferð á norðurslóðum aukist til muna á komandi árum í tengslum við minnkandi hafís á siglingaleiðinni um Norður-Íshafsleiðina. Einnig má benda á að miðstöð sjúkraflugs á Íslandi er á Akureyri auk þess sem Sjúkraflutningaskóli Íslands er á Akureyri. Faglega séð ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að byggja upp þyrlubjörgunarsveit á Akureyri. Jafnframt má nefna að þyrlur Landhelgisgæslunnar gegna sívaxandi hlutverki við björgun á landi, t.d. þegar flytja þarf slasað fólk, m.a. frá hálendinu til byggða og undir læknishendur," segir ennfremur í greinargerðinni. Flutningsmenn auk Birkis Jóns eru; Kristján Þór Júlíusson, Valgerður Sverrisdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Arnbjörg Sveinsdóttir, Einar Már Sigurðarson, Þuríður Backman, Ólöf Nordal og Höskuldur Þórhallsson.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/nyr-vaxtarsamningur-opinn-fyrir-allar-greinar-atvinnulifsins-a-svaedinu
Nýr Vaxtarsamningur opinn fyrir allar greinar atvinnulífsins á svæðinu Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Helena Karlsdóttir, formaður stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, undirrituðu nýjan Vaxtarsamning Eyjafjarðar nýlega sem gildir til ársloka 2010. Á samningstímanum er varið 90 milljónum króna í þeim tilgangi að efla nýsköpun atvinnulífsins á Eyjafjarðarsvæðinu og auka hagvöxt með samstarfi fyrirtækja, háskóla, sveitarfélaga og ríkisins. Formlegt starf í nýjum vaxtarsamningi hófst með undirrituninni og mun AFE auglýsa fyrstu verkefnaúthlutun fyrir lok janúarmánaðar. AFE stýrir framkvæmd Vaxtarsamnings Eyjafjarðar og er gert ráð fyrir einu stöðugildi hjá félaginu vegna samningsins. Verkefnaval mun byggja á áðurnefndum markmiðum samningsins og fyrsta skilyrði er að í verkefni sé um ræða samstarf tveggja eða fleiri aðila og skal minnst helmingur þátttakenda vera fyrirtæki. Þá verður lögð áhersla á verkefni sem efla tengsl háskóla og atvinnulífs, sem og verkefni sem miða að markaðssetningu og útrás. Við val á verkefnum verður við það miðað að þau efli nýsköpun á Eyjafjarðarsvæðinu og stuðli að vexti svæðisins. Þau verkefni sem uppfylla öll framangreind viðmið munu njóta forgangs. Verkefni sem hljóta munu samþykki hjá Vaxtarsamningi Eyjafjarðar fá allt að 50% heildarkostnaðar við þau, gegn mótframlagi annarra þátttakenda. „Aukið samstarf í atvinnulífinu hér á svæðinu á undanförnum árum, m.a. vegna fyrri samnings, hefur leitt af sér mörg jákvæð verkefni. Grunnurinn til að byggja á næstu þrjú ár er því góður, bæði fyrir vöxt og áframhald þeirra verkefna sem til hafa orðið, en ekki síður fyrir ný verkefni. Að mati Atvinnþróunarfélags Eyjafjarðar er mikilvægt að Vaxtarsamningur Eyjafjarðar er opinn fyrir allar greinar atvinnulífsins á svæðinu, að uppfylltum þeim reglum um gilda um þátttöku í verkefnum. Því hafa allir jafna möguleika að þessu fjármagni og vonandi sjáum við mikinn fjölbreytileika í verkefnum, því hann er einmitt sá grunntónn sem við leggjum í öllu okkar atvinnuþróunarstarfi," segir Magnús Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/felagsfundur-i-akureyrarakademiunni-a-morgun
Félagsfundur í AkureyrarAkademíunni á morgun Á morgun, miðvikudaginn 23. janúar, kl. 20:00, verður haldinn félagsfundur í Félagi sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi, sem í daglegu tali nefnist AkureyrarAkademían. Fundurinn verður haldinn í húsnæði félagsins að Þórunnarstræti 99, Akureyri, þar sem fjöldi Norðlendinga hefur stundað nám frá miðri síðustu öld, í Húsmæðraskóla, Iðnskóla, Verkmenntaskóla eða Gagnfræðaskóla. Umræðuefni fundarins er þróun félagsins og framtíðarhugmyndir. AkureyrarAkademían hefur vaxið hratt frá stofnun félagsins vorið 2006. Í Húsmæðraskólanum geta félagar leigt sér vinnuaðstöðu og haldnir eru fyrirlestrar og málþing fyrir almenning. Fimmtudagsfyrirlestrarnir sem haldnir hafa verið annan fimmtudag hvers mánaðar í vetur hafa verið vel sóttir og haustþingið um Sauðkindina sóttu yfir 100 manns. Ellefu fræðimenn nýta nú aðstöðuna á 1. hæðinni sem er fullnýtt, en verið er að taka í notkun aukið rými í kjallara og á efri hæð. Í nóvember fékk AkureyrarAkademían einnig til afnota stóran og fallegan sal sem nýtist vel til fundarhalda og fyrirlestra. Félagar eru nú um 60 og vill stjórnin gjarna leggja aukna áherslu á að virkja þann mikla fjölda og ekki síst að ná til sjálfstætt starfandi fræðafólks af öllu Norðurlandi, en flestir núverandi félagar eru með búsetu á Akureyri og nágrenni. Nýir félagar eru velkomnir.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/baratta-hafin-vid-skogarkerfil-i-eyjafjardarsveit
Barátta hafin við skógarkerfil í Eyjafjarðarsveit Skógarkerfill hefur breiðst hratt út í Eyjafjarðarsveit á liðnum árum en nú á að grípa til vopna og ráðast gegn frekari útbreiðslu hans. Umhverfisnefnd Eyfjarðarsveitar hefur fengið Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri til liðs við sig við skipulagningu verksins og er ætlunin að hefjast handa á komandi sumri. Ýmsar aðferðir verða notaðar til að ráða niðurlögum plöntunnar að sögn Valgerðar Jónsdóttur sem sæti á í umhverfisnefnd. Valgerður segir að kerfillinn hafi byrjað að breiða úr sér fyrir nokkrum árum, þá yst í sveitarfélaginu en nú er svo komið að hann hefur lagt undir sig stór svæði, bæði tún og gróið land, og út um allt sveitarfélag. „Þetta er ágeng planta og þó hún sé í sjálfu sér falleg þá þykir íbúum nú nóg komið, kerfillinn er nánast orðið einráður og veður yfir allt," segir Valgerður. Mikilvægt er að hennar sögn að íbúar sem ekki kæra sig um kerfilinn á sínu landi taki þátt, þeir verði að halda vöku sinni og gera hvað þeir geta til að ráða niðurlögum hans. Verkefnið tekur nokkur ár, segir Valgerður, en reynslan af aðgerðum nú í sumar verður nýtt til áframhaldandi baráttu gegn plöntunni.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/hald-lagt-a-fikniefni-a-akureyri
Hald lagt á fíkniefni á Akureyri Lögreglan á Akureyri, í samvinnu við sérsveit Ríkislögreglustjóra á Akureyri, lagði hald á tæplega 250 grömm af hassi auk lítilræðis af kókaíni og sterum í þremur fíkniefnamálum um helgina. Á föstudag handtók lögreglan tvo menn og reyndist annar þeirra hafa 13 grömm af hassi á sér sem hann hafði falið á milli rasskinnanna. Í framhaldinu fór lögreglan í tvær húsleitir og fundust 200 grömm af hassi á dvalarstað annars mannsins. Mennirnir tveir eru grunaðir um að hafa ætlað að selja og dreifa efnunum á Akureyri. Auk ofangreinds máls komu tvö önnur fíkniefnamál til kasta lögreglunnar þar sem hald var lagt á um 30 grömm af hassi í tveimur húsleitum auk smáræðis af kókaíni og sterum. Þrír menn voru handteknir og játuðu tveir þeirra að hafa ætlað efnin til sölu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/flugvelum-fjolgadi-a-akureyrarflugvelli
Flugvélum fjölgaði á Akureyrarflugvelli Flugvélum fjölgaði til mikilla muna á Akureyrarflugvelli skömmu fyrir hádegi í dag, þegar 14 litlar vélar frá Flugskóla Íslands komu inn til lendingar í fallegu veðri. Þarna voru á ferð nemendur skólans til atvinnuflugmanns, í árlegri heimsókn til Akureyrar. Aldrei áður hafa þó fleiri vélar á vegum skólans tekið þátt í ferðinni norður en í fyrra komu 9 vélar. Alls eru nemendur til atvinnuflugmanns 32 og þar af 7 konur. Eftir lendingu héldu flestir í mat á Greifann, einhverjir þurftu að snúa fljótlega til baka en hugðust jafnvel fljúga út í Grímsey áður og þá sýndu margir því áhuga að skoða Flugsafn Íslands á Akureyrarflugvelli. Flugskóli Íslands hf. var stofnaður sumarið 1998 en markmið skólans hefur frá upphafi verið að kenna, samkvæmt Evrópureglum JAA og síðar EASA, flug frá grunni til atvinnuflugmannsréttinda ásamt því að sjá um endurmenntun flugmanna. Skólastjóri Flugskóla Íslands er Baldvin Birgisson.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/thorsarar-sigrudu-dalvikreyni
Þórsarar sigruðu Dalvík/Reyni Fyrstu deildar lið Þórs í knattspyrnu lagði í gær þriðjudeildarlið Dalvíkur/Reynis á sannfærandi hátt 6-1 í Powerademótinu í knattspyrnu. Þórsarar telfdu fram ungu liði í þessum leik en það kom ekki að sök því að þeir yfirspiluðu andstæðinga sína löngum stundum. Mark Dalvíkur/Reynis skoraði Halldór R. Halldórsson en mörk Þórs skoruðu; Víkingur Pálmason, Sigurður Kristjánsson, Kristján Sigurólason, Kristján Magnússon, Einar Sigþórsson og Frans Veigar Garðarsson.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/eldur-i-ibud-i-fjolbylishusi-vid-smarahlid
Eldur í íbúð í fjölbýlishúsi við Smárahlíð Tilkynnt var um eld í íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi við Smárahlíð á Akureyri um kl. 11 á sunnudagsmorgun. Þegar slökkviliðið kom á vettvang höfðu íbúar náð að slökkva eldinn sem var í svefnherbergi. Slökkviliðið reykræsti íbúðina. Tveir íbúar voru fluttir á slysadeild með sjúkrabíl. Annar þeirra var með snert af reykeitrun en hinn með minniháttar brunasár. Upptök eldsins eru rakin til fikts hjá barni. Enn og aftur voru það rétt viðbrögð og virkur slökkvibúnaður sem komu í veg fyrir enn stærra tjón, segir á vef Slökkviliðs Akureyrar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/felog-tengd-kjarnafaedi-kaupa-fasteignir-a-oddeyri
Félög tengd Kjarnafæði kaupa fasteignir á Oddeyri Fasteignarfélagið Eyrarbakki, félag í eigu Kjarnafæðis, hefur keypt fasteignir Strýtu á Oddeyri. „Það er margt til skoðunar," segir Gunnlaugur Eiðsson framkvæmdastjóri Kjarnafæðis, en nýverið keypti annað félag, Miðpunktur sem einnig tengist Kjarnafæði, fasteignir Norðlenska á sama svæði á Oddeyri. Gunnlaugur segir enn ekki útséð um hvað gert verði við umræddar fasteignir til framtíðar litið. Hann segir að í kjölfar niðursveiflu í rækjuiðnaði hafi þreifingar hafist milli manna um hugsanleg kaup á fasteign Strýtu, „ef til þess kæmi að svona færi, sem svo varð raunin," segir hann. Hugmyndina með kaupunum segir hann ekki endilega vera þá að flytja aðsetur Kjarnafæðis, sem nú er á Svalbarðseyri, til Akureyrar. „Það verður bara að koma í ljós hvað verður, annað hvort er þetta algert brjálæði, eða firna góð hugmynd."
https://www.vikubladid.is/is/frettir/nytt-merki-akureyrarstofu-kynnt-og-nyr-vefur-opnadur
Nýtt merki Akureyrarstofu kynnt og nýr vefur opnaður Nýtt merki Akureyrarstofu var kynnt í nýársteiti í Ketilhúsinu í gær og við sama tækifæri var nýr kynningarvefur, visitakureyri.is opnaður. Akureyrarstofu var komið á laggirnar á vordögum 2007 en hún tók við hlutverki menningarmálanefndar, hlutverki stjórnsýslunefndar í markaðs- og kynningarmálum og hlutverki bæjarráðs í ferða- og atvinnumálum. Það var Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður stjórnar Akureyrarstofu sem opnaði nýja kynningarvefinn en merki Akureyrarstofu er eftir Þórhall Kristjánsson.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/halka-a-vegum-i-ollum-landshlutum
Hálka á vegum í öllum landshlutum Töluvert hefur snjóað víða um land og er ástæða til að hvetja vegfarendur til að fara með gát, enda aðstæður á vegum varasamar í öllum landshlutum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Norðurlandi er víða snjóþekja og hálka. Hálka og skafrenningur er á Öxnadalsheiði, og hálka og snjókoma á Víkurskarði. Á Norðausturlandi er víða snjóþekja og stendur mokstur yfir. Hálka og skafrenningur er á leiðum í kringum Húsavík, og á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Á Melrakkasléttunni og í kringum Þórshöfn á Langanesi er þæfingsfærði og óveður. Á Austurlandi er hálka og snjóþekja. Hálka og skafrenningur er á Fjarðarheiði. Ófært er um Öxi og Breiðdalsheiði. Á Suðausturlandi er hálka og snjóþekja. Á Vesturlandi er hálka og éljagangur á Snæfellsnesi. Á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku er hálka og éljagangur. Á Vestfjörðum er hálka og snjóþekja og er mokstur hafin á helstu leiðum. Snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði og á Eyrarfjalli og stendur mokstur þar yfir. Þæfingsfærði er á Kleifaheiði og Klettshálsi og stendur mokstur þar yfir. Á Vesturlandi er hálka og éljagangur á Snæfellsnesi. Á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku er hálka og éljagangur. Hálka og skafrenningur er á Reykjanesbraut, Grindavíkurvegi og víðast hvar á Reykjanesi. Á Suðurlandi er hálka á flestum leiðum. Hálka og skafrenningur er á Sandskeiði, Þrengslum og á Hellisheiði.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/samkoma-og-blysfor-a-samkirkjulegri-baenaviku
Samkoma og blysför á samkirkjulegri bænaviku Í tilefni af alþjóðlegri samkirkjulegri bænaviku héldu trúfélög á Akureyri sameiginlega samkomu í Akureyrarkirkju í gærkvöld. Séra Björgvin Snorrason, prestur Aðventista í Hafnarfirði og á Suðurnesjum prédikaði og söngfólk frá söfnuðunum á Akureyri kom fram. Seinni partinn í dag, föstudag, var svo farin farin blysför frá Akureyrarkirkju að Kirkjubæ við Ráðhústorg þar sem þátttakendur frá hinum ýmsu trúfélögum komu saman en alls tóku um 40 manns þátt í dagskránni í dag.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fikniefnabrotum-faekkadi-umtalsvert-a-milli-ara
Fíkniefnabrotum fækkaði umtalsvert á milli ára Fíkniefnabrot í umdæmi sýslumannsins á Akureyri á síðasta ári voru mun færri en bæði árin 2005 og 2006. Munar þar mestu um að mun færri fíkniefnabrot voru um verslunarmannahelgina á síðasta ári heldur en hin árin. Hins vegar var lagt hald á mun meira magn af kannabisefnum í fyrra en árið 2006 en minna af örvandi efnum en árið áður. Á síðasta ári komu upp 78 fíkniefnamál, 193 árið áður og 143 árið 2005. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum lögreglunnar á Akureyri. Þar kemur einnig fram að um áramótin 2006/2007 færðist lögreglustjórn sýslumannsembættanna á Ólafafirði og Siglufirði til Sýslumannsins á Akureyri. Til að samanburður sé réttur milli ára eru brot á Ólafsfirði og Siglufirði inni í tölunum fyrir 2005 og 2006. Tölur fyrir 2007 eru heildartölur fyrir allt embættið að Ólafsfirði og Siglufirði meðtöldum. Heildarfjöldi brota er heldur minni en 2006 en nokkuð meiri en 2005. Hegningarlagabrot eru ívið færri en 2006 en talsvert meiri en 2005. Sérrefsilagabrotum hefur fækkað öll árin úr 512 árið 2005 í 387 í fyrra. Umferðarlagabrot í fyrra eru svipuð og 2005 en nokkru lægri en 2006. Eitt banaslys varð í umferðinni á árinu er ökumaður lést eftir að bifreið hans fór útaf í Hörgárdal.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ekki-talin-thorf-a-mati-a-umhverfisahrifum-vegna-framkvaemda-i-krossanesi
Ekki talin þörf á mati á umhverfisáhrifum vegna framkvæmda í Krossanesi Meirihluti skipulagsnefndar Akureyrar telur að ekki sé þörf á mati á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðra framkvæmda Becromal í Krossanesi, þar sem ítalska fyrirtækið ætlar að byggja upp aflþynnuverksmiðju. Jóhannes Árnason fulltrúi VG greiddi atkvæði gegn þeirri afgreiðslu nefndarinnar. "Hér er um að ræða langtíma stefnumótun um starfsemi sem getur haft umtalsverð áhrif á umhverfið. Ég tel rétt að formlegt mat á umhverfisáhrifum fari fram," segir í bókun Jóhannesar. Skipulagsnefnd barst erindi þar sem Sigurður Ásbjörnsson f.h. Skipulagsstofnunar óskaði eftir umsögn Akureyrarbæjar um hvort og á hvaða forsendum fyrirhuguð framkvæmd Becoromal í Krossanesi skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Fram kemur í skýrslu Línuhönnunar að helstu þættir framkvæmdarinnar sem taldir eru geta valdið áhrifum séu meðhöndlun úrgangs, frárennsli, kælivatnsnotkun og loftmengun. Færð eru rök fyrir því að umhverfisáhrif þessara þátta séu lágmörkuð og neikvæð áhrif geti ekki talist mikil. Meirihluti skipulagsnefndar gerir ekki athugasemdir við niðurstöður skýrslu Línuhönnunar um að heildaráhrif þessara framkvæmda séu lágmörkuð og neikvæð áhrif geti ekki talist mikil og því sé ekki að þörf á mati á umhverfisáhrifum vegna þeirra.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/hreppsnefnd-arnarneshrepps-osatt-vid-uthlutun-vegna-kvotaskerdingar
Hreppsnefnd Arnarneshrepps ósátt við úthlutun vegna kvótaskerðingar Hreppsnefnd Arnarneshrepps er ekki sátt við að einungis 500.000 krónur hafi komið í hlut hreppsins við fyrstu úthlutun vegna tekjumissis vegna tímabundins samdráttar í aflamarki þorsks. Félagsmálaráðuneytið hefur tilkynnt um þessa greiðslu, sem er lágmarksupphæð. Hreppsnefnd Arnarneshrepps fer fram á að fá stærri hlut í næstu úthlutunum frá ráðuneytinu í ljósi þess að 12 störf hafa tapast í sveitarfélaginu vegna samdráttar í aflamarki þorsks á síðasta ári. Stærsta vinnustað í hreppnum sem verið hefur í hreppum í áratugi var lokað og öllum sagt upp í september á síðasta ári vegna þessa.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/serstok-syning-a-180-bokum-a-amtsbokasafninu
Sérstök sýning á 180 bókum á Amtsbókasafninu Í tilefni af 180 ára starfsafmæli Amtsbókasafnsins á Akureyri í fyrra, hefur starfsfólk safnsins safnað saman til sýningar 180 bókum, einni bók frá hverju starfsári safnsins á árunum 1827-2007. Valið á bókunum snerist m.a. um að sýna sem mesta fjölbreytni, þær bæru merki síns tíma og lýstu þannig jafnvel tíðarandanum. Bókaútgáfa hefur dafnað jafnt og þétt frá árinu 1827 og var því úr meiru að moða við valið eftir því sem nær dró árinu 2007. Það má segja að hægt sé að ferðast í gegnum tímann með því að líta með þessum hætti yfir farinn veg og óskar starfsfólk því safngestum sem koma til að skoða sýninguna, góðrar ferðar um árin 180. Sýningin er opin á afgreiðslutíma safnsins og stendur til janúarloka.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/120-grunnskolar-reyna-med-ser-i-skolahreysti
120 grunnskólar reyna með sér í Skólahreysti Skólahreysti 2008 hefst í Austurbergi í Breiðholti í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 17. janúar. Þetta er í fjórða sinn sem keppt er í Skólahreysti, en keppnin í ár er sú fjölmennasta og viðamesta til þessa. Rétt tæplega 500 keppendur, fulltrúar 120 grunnskóla alls staðar af landinu, mæta til leiks, en keppt verður á sjö stöðum áður en kemur að úrslitastundu. Úrslit fara fram í Laugardalshöll fimmtudaginn 17. apríl. Fylgst verður með gangi mála í Skólahreysti 2008 í vikulegum þáttum á Skjá 1 og sýnt verður beint frá úrslitakeppninni í Laugardalshöll. Fyrstu keppendurnir í ár eru gestaþátttakendurnir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, og Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs. Magnús Ólafsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, ræsir keppendur. Þegar Dagur og Björn Ingi hafa spreytt sig etja fulltrúar 25 skóla af höfuðborgarsvæðinu kappi í fyrstu Skólahreystiskeppni ársins.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/tonlist-eftir-konur-og-um-konur-a-tonleikum-i-ketilhusinu
Tónlist eftir konur og um konur á tónleikum í Ketilhúsinu Ásdís Arnardóttir sellóleikari og Aladár Rácz píanóleikari flytja tónlist um og eftir konur í hádegistónleikaröð Tónlistarfélags Akureyrar og Karólínu restaurant í Ketilhúsinu á morgun föstudag kl. 12.15. Þarna gefst fólki færi á að njóta léttrar, sígildrar tónlistar og fá um leið léttan hádegisverð í amstri dagsins. Ásdís Arnardóttir lauk meistaragráðu í sellóleik frá Boston University 1995 þar sem aðalkennari hennar var George Neikrug. Frá haustinu 1995 var Ásdís sellókennari við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og frá 2003 kenndi hún einnig við Suzukitónlistarskólann í Reykjavík. Frá 1997-2000 var hún með fastan samning hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einnig hefur hún leikið með Íslensku óperunni og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt því að taka þátt í flutningi kammertónlistar víðs vegar um Ísland. Hún starfar nú sem sellókennari við Tónlistarskólann á Akureyri. Aladár Rácz er fæddur í Rúmeníu árið 1967. Hann stundaði fyrst nám í píanóleik við Georges Enescu tónlistarskólann í Búkarest en síðan framhaldsnám við tónlistarháskólana í Búkarest og Búdapest. Einnig hefur Aladár tekið þátt í mörgum námskeiðum í Evrópu og sjálfur haldið masterclassnámskeið fyrir píanónemendur. Hann hefur leikið á tónleikum víðs vegar um heiminn, hljóðritað plötur og unnið til verðlauna fyrir píanóleik í alþjóðakeppnum, m.a. á Spáni, Ítalíu og í Tékklandi. Frá árinu 1999 hefur Aladár starfað sem tónlistarkennari við Tónlistarskóla Húsavíkur, leikið með ýmsum kórum og söngvurum á Norður- og Austurlandi svo sem Leikhúskórnum á Akureyri og Kammerkór Austurlands. Einnig má nefna að Aladár hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í píanókonsert nr. 1 eftir Ludwig van Beethoven. Þá fékk Aladár Rácz frábæra dóma fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastians Bachs sem hann flutti bæði í Salnum í Kópavogi og Ketilhúsinu á Akureyri.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/dagny-linda-ithrottamadur-akureyrar-arid-2007
Dagný Linda Íþróttamaður Akureyrar árið 2007 Skíðakonan Dagný Linda Kristjánsdóttir var nú rétt í þessu valin Íþróttamaður Akureyrar árið 2007. Annar í kjörinu varð blakmaðurinn Davíð Búi Halldórsson og þriðja varð listskautakonan Audrey Freyja Clarke. Þetta er annað árið í röð sem Dagný Linda er kjörin Íþróttamaður Akureyrar og er hún svo sannarlega vel að titlinum komin. Meðal helstu afreka hennar má nefna að hún landaði þremur Íslandsmeistartitlum sl. vor, í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni. Hún náði einnig stórgóðum árangri á sænska meistaramótinu á skíðum, þar sem hún varð þriðja í bruni og fimmta í tvíkeppni. Á stærsta móti síðasta vetrar, Heimsmeistaramótinu í Svíþjóð náði hún 26. sæti í bæði bruni og risasvigi. Loks náði hún tvisvar í eitt af efstu 20 sætunum í Evrópubikarmótum, einu sinni í bruni og einu sinni í svigi. Einnig tók hún þátt í 18 heimsbikarmótum í bruni, risasvigi og tvíkeppni og var nálægt því að næla í heimsbikarstig.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ovidunandi-astand-rikir-i-flutningskerfi-landsnets
Óviðunandi ástand ríkir í flutningskerfi Landsnets Stjórn Norðurorku hf. hefur sent frá sér ályktun sem samþykkt var á fundi í dag, þar sem fram kemur að það ástand sem ríkir í flutningskerfi Landsnets sé með öllu óviðunandi fyrir landsmenn alla. Nauðsynlegt sé að Byggðalína verði styrkt hið fyrsta þannig að hægt sé að flytja mun meiri raforku um hana en nú er. Að undanförnu hafa í fjölmiðlum verið fluttar fréttir um bilanir í Sultartangastöð og vegna þessara bilana hefur Landsvirkjun sent raforkufyrirtækjum bréf um skerðingu á ótryggðu rafmagni til almenningsveitna og afgangsorku til stóriðju á Suður- og Vesturlandi. Meginástæður þessara skerðinga eru, auk bilana, takmarkanir á flutningsgetu Landsnets, sem hamla flutningi á orku annarsstaðar af landinu til þessara svæða. Áðurnefndar bilanir í Sultartangastöð Landsvirkjunar sýna glöggt að slík styrking kæmi ekki bara þeim svæðum sem nú búa við algerlega óviðunandi flutningsgetu, svo sem Norður- og Austurlandi, til góða heldur einnig Suðvestur- og Vesturlandi. Það er því mat stjórnar Norðurorku hf. að óhjákvæmilegt sé að nú þegar verði ráðist í styrkingu á kerfi Landsnets og fjármunir til þess verks komi úr ríkissjóði. Hér er um að ræða sameiginlegt hagsmunamál allra landsmanna enda ber að líta á flutningskerfi raforku á sama hátt og þjóðvegi, hafnir og flugvelli landsins.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ithrottamadur-akureyrar-2007-kryndur-i-kvold
Íþróttamaður Akureyrar 2007 krýndur í kvöld Íþróttamaður Akureyrar 2007 verður krýndur í hófi í Ketilhúsinu í kvöld kl. 20.00. Að venju eru margir útvaldir en aðeins einn stendur uppi sem sigurvegari í kjörinu. Alls eru 12 íþróttamenn frá jafn mörgum félögum í bænum tilnefndir að þessu sinni. Þá verður skrifað undir samninga Afreks- og íþróttasjóðs ÍRA við íþróttamenn og veittar heiðursviðurkenningar ÍRA. Kynnir og ræðumaður er Skapti Hallgrímsson blaðamaður. Hér fylgir listi yfir tilnefningar frá aðildarfélögunum í stafrófsröð: Audrey Freyja Clarke Skautafélag Akureyrar Andri Snær Stefánsson Akureyri - handboltafélag Baldvin Ari Guðlaugsson Léttir Bjarki Gíslason UFA Bryndís Rún Hansen Sundfélagið Óðinn Björn Guðmundsson Golfklúbbur Akureyrar Davíð Búi Halldórsson KA Dagný Linda Kristjánsdóttir Skíðafélag Akureyrar Haukur Svansson Fimleikafélag Akureyrar Kristján Skjóldal Bílaklúbbur Akureyrar Óðinn Ásgeirsson Þór Stefán Thorarensen Íþróttafélagið Akur
https://www.vikubladid.is/is/frettir/samherji-haettir-raekjuvinnslu-a-akureyri
Samherji hættir rækjuvinnslu á Akureyri Samherji hefur ákveðið að hætta rækjuvinnslu og loka starfsstöð félagsins á Akureyri. Þetta var tilkynnt á fundi með starfsmönnum í dag. Í kjölfar þessarar ákvörðunar verður flestum starfsmönnum rækjuvinnslunnar sagt upp, eða rúmlega 20 manns, en hluti mun fara til annarra starfa innan Samherja. Fram kom á fundinum að Samherji mun aðstoða alla eftir fremsta megni við að fá vinnu á Akureyri. Gerður hefur verið samningur við Capacent - ráðgjöf um að aðstoða fólkið í atvinnuleit þess, auk þess sem rætt hefur verið við forsvarsmenn annarra matvælafyrirtækja á Akureyri. Rekstur rækjuverksmiðja hefur verið mjög erfiður undanfarin ár og þessi ákvörðun kemur fáum á óvart sem fylgst hafa með fréttum af þeim vettvangi, segir í fréttatilkynningu frá Samherja. Rekstur rækjuverksmiðja hér á landi síðustu misserin byggir að stærstum hluta á innfluttu hráefni, enda veiðin við Ísland í fyrra sú minnsta í 40 ára sögu rækjuveiða. Rækjuverksmiðjum hefur fækkað jafnt og þétt undanfarin ár, bæði hér á landi og annars staðar. Nú er svo komið að aðeins 4-5 verksmiðjur eru starfandi á Íslandi en þær voru rúmlega 30 þegar mest var fyrir nokkrum árum. Gestur Geirsson, framkvæmdarstjóri landvinnslu Samherja hf., segir það mjög sárt að þurfa að grípa til þess að loka rækjuvinnslunni en aðrir kostir hafi einfaldlega ekki verið í stöðunni. "Við höfum á undanförnum árum hagrætt verulega í rekstri rækjuverksmiðjunnar til að halda honum gangandi, í þeirri von að aðstæður breyttust til hins betra. Það hefur hins vegar ekki gerst, heldur hafa rekstrarskilyrðin þvert á móti versnað. Ofursterk króna í kjölfar glórulausrar vaxtastefnu Seðlabanka orsakar óviðundandi starfsumhverfi fyrir útflutningsgreinarnar og veldur fjöldauppsögnum víða eins og komið hefur fram á undanförnum mánuðum," segir Gestur ennfremur.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/aldrei-fleiri-farthegar-med-hriseyjarferjunni
Aldrei fleiri farþegar með Hríseyjarferjunni Stærsta ár í sögu Hríseyjarferjunnar Sævars var í fyrra, árið 2007, en þá voru fluttir tæplega 61 þúsund farþegar á milli lands og eyjar. „Við höfum aldrei flutt svona marga farþega áður, ” segir Smári Thorarensen á Hríseyjarferjunni, en að jafnaði undanfarin ár hafa farþegar verið á bilinu 55-59 þúsund talsins. „Við komumst núna í fyrsta sinn yfir 60 þúsund og erum bara ánægðir með það.” Ferðamannastraumur til og frá Hrísey var með svipuðum hætti á liðnu ári og þeim sem á undan hafa farið, sama gildir að sögn Smára um ferðalög eyjaskeggja, „en ég held að bygging íþróttahússins og umstangið í kringum það hafi hér haft mest að segja, það voru daglega að koma alls konar hópar í kringum þetta verkefni allt árið og þar með fjölgaði okkar farþegum.” Smári segir menn að vonum ánægða með gott gengi á liðnu ári, einkum í ljósi þess að það var hið fyrsta í nýjum samningi við Vegagerðina um rekstur ferjunnar, „þess vegna er auðvitað gaman að það gekk svona vel hjá okkur.” Hann segir enga ástæðu til annars en horfa með bjartsýni fram á nýtt ár, ferðamannastraumur til eyjarinnar fari vaxandi ár frá ári, en það sem menn þurfi nú að einblína á er finna eitthvað sem heldur ferðafólki í eynni. Flestir stoppi stutt, dagpart eða bara rétt á milli ferða. „Það hlýtur að verða okkar verkefni að fá ferðamenn til að staldra aðeins við í eynni og skilja eitthvað eftir sig, til þess er leikurinn gerður,” segir hann og bætir við að Hrísey hafi til að mynda dottið út af kortum ferðaskrifstofa sem aki útlendingum um landið í rútum. Áður hafi farþegar í slíkum ferðum komið í eyna og borðað á Brekku, en það sé liðin tíð. „Við erum útúr og ferðaskrifstofurnar að spara,” segir Smári. Bryddað verður upp á þeirri nýbreytni nú næsta sumar að bjóða farþegum skemmtiferðaskipa sem sigla inn Eyjafjörð til Akureyrar að kaupa ferð í Hrísey og væntir Smári þess að ferð af því tagi myndi mælast vel fyrir á meðal þeirra.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/godur-sigur-thors-i-frabaerum-leik
Góður sigur Þórs í frábærum leik Þórsarar unnu í kvöld mjög góðan sigur á Grindvíkingum í Iceland Expressdeild karla í körfubolta. Leikurinn fór fram í Íþróttahúsi Síðuskóla og var æsispennandi allan tímann þar sem barátta og ákveðni var í fyrirrúmi. Leikurinn hófst fjörlega og var skemmtilegur sóknarleikur aðalsmerki hjá báðum liðum, eilítið á kostnað varnarleiksins. Hvorki fleiri né færri en 66 stig voru skoruð í 1. leikhluta og skiptu liðin þeim bróðurlega á milli sín því að staðan eftir hann var 33-33. Í öðrum leikhluta virtist sem Grindvíkingar væru að ná yfirhöndinni í leiknum því að þeir skoruðu nokkrar auðveldar körfur á meðan að Þórsarar gerðu sig seka um nokkur klaufaleg mistök. Einnig létu þeir dómara leiksins aðeins fara í taugarnar á sér enda féllu mörg vafaatriði gestunum í vil. Staðan í hálfleik var þannig að Grindavík leiddi með tíu stiga mun 57-47. Í þriðja leikhluta gerðu Þórsarar gestum sínum strax ljóst að þeir myndu ekki fara heim með stigin auðveldlega. Þeir komu til leiks með gríðarlega baráttu að vopni og tókst að minnka muninn niður í sex stig áður en flautað var til loka leikhlutans í stöðunni 76-70. Fjórði og síðasti leikhluti var gríðarlega spennandi og hin mesta skemmtun. Grindvíkingar leiddu framan af leikhlutanum en þegar um sex mínútur lifðu leiks jöfnuðu Þórsarar 85-85 og allt ætlaði um koll að keyra hjá áhorfendum, raunar var stemmningin frábær á þessum leik mestallan tímann. Eftir að hafa jafnað leikinn litu Þórsarar aldrei um öxl. Þegar um 2 mínútur voru eftir var staðan 96-93 fyrir Þór og spennan rosalega hjá bæði leikmönnum og áhorfendum. Sem betur fer þó fyrir Þórsara náðu þeir að halda haus og lönduðu að lokum feykilega sætum sigri 104-98.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ferdamennska-verdur-ekki-fra-fiskihofninni
„Ferðamennska verður ekki frá Fiskihöfninni" Ekki eru allir sáttir við að Torfunefsbryggju á Akureyri, sem skemmdist töluvert í slæmu veðri milli jóla og nýárs, verði ekki haldið við eins og fram kom í Vikudegi í síðustu viku. Hollvinir bátsins Húna II, sem notaður er til skemmtisiglinga á Pollinum, telja að það muni þýða endalok þess konar ferðaþjónustu ef bryggjan verður lögð af. „Ég held að ef ekkert verði að gert í sambandi við þessi hafnarmannvirki sé verið að kippa grundvellinum undan því að hægt sé að byggja upp ferðamennsku í kringum Húna. Ferðamennska verður ekki rekin frá Fiskihöfninni á Oddeyrartanga,” sagði Þorsteinn Pétursson, einn af Hollvinum Húna. Aðspurður hvort félagið myndi beita sér fyrir breytingum á skipulaginu og að bryggjunni verði haldið við sagði Þorsteinn. „Við erum fullir af vilja til þess að þarna verði fundin besta lausnin á málum og það sem allra fyrst. Í fyrra sumar var til dæmis gerður út annar bátur frá bryggjunni, lítill bátur sem tók um 10 manns með sér í sjóstangveiðar. Þarna var að myndast mjög skemmtileg bryggjumenning en ef ekkert á að gerast mun þetta leggjast af,” sagði Þorsteinn.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/borgarafundur-um-hatidarhold-og-vidburdi
Borgarafundur um hátíðarhöld og viðburði Akureyrarstofa hefur boðað til borgarafundar um hátíðarhöld og viðburði á Akureyri, í Ketilhúsinu þriðjudaginn 15. janúar nk. kl. 20.00. Ákvörðunin um að setja aldurstakmörk á tjaldstæði bæjarins um verslunarmannahelgina var t.d. umdeild og kemur vafalaust til umræðu á fundinum. Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri segir að margoft hafi verið búið að lýsa því yfir að óbreytt ástand gengi ekki lengur um þessa helgi. Hún tók þátt í málþingi á Akranesi á liðnu hausti, „Fyllerí eða fjölskylduhátíð” var yfirskrift þess en fjallað var um bæjarhátíðir, vandamál og úrlausnarmál sem þeim fylgja. Fleiri sveitarfélög en Akureyri hafa lent í svipaðri reynslu, Akranes, Ólafsvík og Hornafjörður svo dæmi séu tekin. Þrátt fyrir að auglýstar séu fjölskylduhátíðir vilja þær leysast upp í eitthvað annað sem enginn hefur bönd á eða yfirsýn yfir. Á Akranesi var reynt að hafa hluta gesta innan rammgerðrar víggirðingar með strangri löggæslu sem dugði þó engan veginn þegar á reyndi. „En er það það sem við viljum? Ég held að við verðum að ræða þessa hluti út frá þessu sjónarhorni - hvar setjum við mörkin, er allt leyfilegt þessa einu helgi á ári? Og hvernig ætlum við að vinna þetta verkefni til framtíðar. Skipuleggjendur hátíðarinnar Einnar með öllu hafa talað um að svona hátíðir eigi sér ákveðinn líftíma, 5-6 ár, og þá er kominn tími til að staldra við og hugsa hlutina uppá nýtt og við erum á þeim tímamótum núna,” segir Sigrún Björk.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/adstada-batnar-til-muna-med-nyju-fangelsi
Aðstaða batnar til muna með nýju fangelsi Nýtt fangelsi verður tekið í notkun á Akureyri í marsmánuði næstkomandi. Aðstaða batnar til mikilla muna með tilkomu þess og á það bæði við um fanga og starfsfólk. Gestur Davíðsson hefur verið ráðinn varðstjóri í Fangelsinu á Akureyri, en ráðgert er að fangavörðum fjölgi, þeir verði 6 alls í stað fjögurra áður. Fangelsið mun rúma 10 fanga og er að sögn Gests gert ráð fyrir að bæði karlar og konur geti vistast þar. Þá er í fangelsinu einn klefi sem miðaður er við þarfir fatlaðra, fólks í hjólastól og er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Fangelsið verður alls 537 fermetrar að stærð auk þess sem fangagarður er 152 fermetrar að stærð. Vinnuaðstaða verður fyrir hendi og er ætlunin að sögn Gests að fara í það þegar nær dregur að afla verkefna, en margs konar vinna kemur til greina, m.a. við pökkun á varningi af öllu tagi. Þá er kennslustofa í kjallara fangelsisins og er stefnt að því að unnt verði að bjóða upp á kennslu í framtíðinni. „Við erum bara full tilhlökkunar og spennt að hefja hér starfsemi að nýju, í glæsilegum húsakynnum. Við komum tvíefld til leiks og við munum reyna hvað við getum að gera vel,” segir Gestur.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/nytt-hus-fyrir-aflthynnuverksmidju-a-krossanesi
Nýtt hús fyrir aflþynnuverksmiðju á Krossanesi Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við nýtt húsnæði undir aflþynnuverksmiðju í Krossanesi hefjist í lok þessa mánaðar. „Það er allt í fullum gangi og samkvæmt áætlun,” segir Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, sem var á Ítalíu í liðnum mánuði en það er þarlent félag, Becromal, sem reisir aflþynnuverksmiðjuna. Magnús Þór segir að arkitektar muni skila hönnun hins nýja húss um miðjan þennan mánuð og í framhaldi af því verði hafist handa við að reisa húsið. „Þetta verður töluvert mikil bygging, en að auki verður hluti þeirra húsa sem fyrir eru í Krossanesi nýttur undir starfsemina. Þeim verður þó breytt að einhverju leyti, m.a. hvað útlit varðar og þá verða þau lækkuð til samræmis við nýju bygginguna.” Nýja verksmiðjuhúsið verður á bilinu 5000-6000 fermetrar að stærð. Magnús Þór segir ekki tæknilega flókið mál að byggja nýja húsið og það ætti ekki að taka langan tíma, en áætlanir gera ráð fyrir að í vor verði vélar settar niður í húsið og til þess verks muni koma Ítalir. „Við gerum svo ráð fyrir að framleiðsla fyrstu eininganna hefjist í sumar, eða í maí til júní, og til að byrja með verða ráðnir 20 til 30 starfsmenn að verksmiðjunni, en starfsemin fer svo stigvaxandi eftir því sem á líður og við vonum að reksturinn verði kominn í fullan gang eftir um það bil ár og starfsemenn verði þá um 90 talsins,” segir Magnús Þór. Becromal er ítalskt fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir aflþynnur í rafþétta. Félagið hefur um 16% markaðshlutdeild í þynnum fyrir rafþétta og starfrækir verksmiðjur á Ítalíu, í Bandaríkjunum og í Noregi. Vaxandi eftirspurn er í heiminum eftir rafþéttum sem notaðir eru í margvísleg tæki.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/skemmdarverk-unnin-a-bidskylum
Skemmdarverk unnin á biðskýlum Stórfelld skemmdarverk voru unnin á tveimur biðskýlum Strætisvagna Akureyrar við Þingvallastræti um helgina. Allar rúðurnar fimm í biðskýli við spennistöð Norðurorku voru brotnar og ein rúða í öðru biðskýli við götuna. Stefán Baldursson framkvæmdastjóri SVA sagði að hver rúða kostaði yfir 50 þúsund krónur og því næmi heildartjónið um 330 þúsund krónum. Hann sagði að sést hefði til unglingspilta á svæðinu en að ekki hefði náðst til þeirra. Það er ekkert nýtt að skemmdir séu unnar á biðskýlum SVA en Stefán sagði að ekki hefði áður verið unnar jafn miklar skemmdir á einu skýli og gerðist við spennistöðina. Hann hvetur bæjarbúa til að vera á verði og láta lögreglu umsvifalaust vita ef þeir verða varir við eitthvað þessu líkt.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ovissa-med-hvort-lenging-akureyrarflugvallar-thurfi-i-umhverfismat
Óvissa með hvort lenging Akureyrarflugvallar þurfi í umhverfismat Kristján Möller samgönguráðherra gerir sér vonir um að framkvæmdir við lengingu Akureyrarflugvallar verði boðnar út fljótlega og að þeim verði lokið í lok september nk. Hann sagði að menn hefðu hins vegar nokkrar áhyggjur af því hvort niðurstaða Skipulagsstofnunar verði sú að framkvæmdin þurfi í umhverfismat. Komi til þess munu framkvæmdir tefjast. Þetta kom fram á opnum stjórnmálafundi Samfylkingarinnar á Hótel KEA fyrr í kvöld. Samgönguráðherra sagðist mjög stoltur yfir því að hafa átt þátt í því í sumar að fá það samþykkt í ríkisstjórn að lenging Akureyrarflugvallar var sett í forgang. "Þetta er framkvæmd upp á 1,3 milljarða króna, með tækjum og tækjabúnaði sem á að endurnýja og setja upp og ég vona að útboð fari fram á næstu vikum. Ég fylgist hins vegar grannt með því sem er að gerast í skipulagsmálum og nú bíðum við öll eftir úrskurði Skipulagsstofnunar og nögum neglurnar, hvort verkið þarf í umhverfismat eða ekki." Kristján sagði að vel hefði verið staðið að öllum undirbúningi og þá hefði jafnframt komið fram að flugvallarsvæðið, þar með talið það svæði sem færi undir lengingu brautarinnar til suðurs um 460 metra, sé búið að vera skilgreint flugvallarsvæði í yfir 50 ár. Hann gerir sér því vonir um að ekki komi til tafa á framkvæmdum vegna þess að verkið þurfi í umhverfismat. "Eftir því sem ég best veit er svo byrjað að vinna að undirbúningi að hönnun og útfærslu á stækkun flugstöðvarinnar sem yrði þá næsta verkefni að ráðast í."
https://www.vikubladid.is/is/frettir/domnefnd-um-domarastodu-med-alvarlegar-athugasemdir
Dómnefnd um dómarastöðu með alvarlegar athugasemdir Sá fáheyrði atburður gerðist í dag, að dómnefnd sem gaf umsögn um umsækjendur vegna ráðningar í starf dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra, sendi frá sér athugasemd eða greinargerð vegna þess að settur dómsmálaráðherra hunsaði tillögur nefndarinnar og réði Þorstein Davíðsson í embættið. Það mun einsdæmi að þessi nefnd, eða sambærilegar nefndir, sendi frá sér slíka greinargerð en augljóst er af því hversu harðorð greinargerðin er, að dómnefndarmönnum hefur verið freklega misboðið. Greinargerin er birt hér að neðan í heild sinni: GREINARGERÐ dómnefndar skv. 12. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla. Nokkur umræða hefur að undanförnu skapast vegna veitingar embættis héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vék sæti en Árni Mathiesen fjármálaráðherra var settur dómsmálaráðherra í hans stað til að skipa í embættið. Hann skipaði Þorstein Davíðsson héraðsdómara 20. desember 2007, þvert gegn rökstuddri umsögn dómnefndar skv. 12. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla, sem taldi þrjá aðra umsækjendur mun hæfari. Þótt umsögnin bindi ekki hendur ráðherra eru engin fordæmi fyrir því að svo verulega hafi verið gengið á svig við álit dómnefndar, sem skipuð er eftir tilnefningum Hæstaréttar Íslands, Dómarafélags Íslands og Lögmannafélags Íslands og hefur það lögbundna hlutverk að láta dómsmálaráðherra í té skriflega og rökstudda umsögn um umsækjendur um embætti héraðsdómara. Dómnefndinni þykir rétt að koma á framfæri sjónarmiðum sínum af þessu óvenjulega tilefni. Þau snerta á engan hátt persónu þess einstaklings sem að þessu sinni hlaut skipun í embætti héraðsdómara og dómnefndin óskar að sjálfsögðu farsældar í vandasömum störfum. Þegar lög nr. 92/1989 um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði voru sett var það nýmæli tekið upp að sérstök dómnefnd skyldi fjalla um umsóknir um embætti héraðsdómara svo að dómsmálaráðherra væri betur í stakk búinn en áður til að skipa í dómaraembætti á grundvelli faglegra sjónarmiða eingöngu. Í athugasemdum með frumvarpi til aðskilnaðarlaga kom skýrt fram að þessi nýja tilhögun hefði þann megintilgang „að styrkja sjálfstæði dómstólanna og auka traust almennings á því að dómarar séu óháðir handhöfum framkvæmdarvaldsins.“ Þáverandi dómsmálaráðherra bætti um betur við umræður á Alþingi 15. desember 1988 og taldi nýmælið einnig til þess fallið „að auka traust almennings á því að dómarar séu valdir samkvæmt hæfni einvörðungu.“ Þetta ákvæði um dómnefnd var síðar tekið upp í núgildandi dómstólalög nr. 15/1998. Um störf dómnefndarinnar gilda auk 12. gr. dómstólalaga reglur nr. 693/1999. Í 5. gr. þeirra er sú skylda lögð á nefndina að setja fram í skriflegri umsögn um umsækjendur annars vegar rökstutt álit á hæfni hvers umsækjanda og hins vegar rökstutt álit á því hvern eða hverja nefndin telji hæfasta og eftir atvikum láta koma fram samanburð og röðun á umsækjendum eftir hæfni. Í 7. gr. reglnanna kemur fram að umsögn nefndarinnar sé ekki bindandi við skipun í embætti héraðsdómara. Þá hefur nefndin í samræmi við heimild í 4. gr. reglnanna sett sér ákveðnar verklagsreglur við mat á umsóknum um embætti héraðsdómara, sem dómsmálaráðherra staðfesti 23. mars 2001. Þar eru tilgreind ýmis atriði, sem hafa ber til hliðsjónar við matið, svo sem starfsreynsla, fræðileg þekking, almenn og sérstök starfshæfni auk formlegra skilyrða. Dómnefnd hefur haft þann háttinn á um árabil, sem athugasemdir hafa aldrei verið gerðar við, að skipa umsækjendum í lok rökstuðnings í fjóra flokka: Ekki hæfur, hæfur, vel hæfur og mjög vel hæfur. Þá hefur nefndin ýmist raðað hinum hæfustu í töluröð eða talið tvo eða þrjá hæfasta án þess að ástæða hafi verið talin til að gera upp á milli þeirra. Faglegt mat dómnefndar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hlýtur öðru fremur að taka mið af hlutlægum mælikvörðum þótt orðstír umsækjenda í námi, störfum og fræðiiðkunum hafi óhjákvæmilega áhrif á matið, sem er heildarmat á ferli umsækjenda. Dómnefnd skipaði að þessu sinni fimm umsækjendum í tvo flokka af fjórum. Í efsta flokki voru þeir Guðmundur Kristjánsson hæstaréttarlögmaður, Halldór Björnsson aðstoðarmaður hæstaréttardómara og Pétur Dam Leifsson lektor og taldi dómnefnd þá mjög vel hæfa til að gegna dómaraembætti. Enginn umsækjenda var settur í flokkinn vel hæfur en hina tvo umsækjendurna setti dómnefnd í þriðja flokkinn og taldi þá hæfa til að gegna embætti héraðsdómara. Sá sem hlaut skipun, Þorsteinn Davíðsson, var annar þeirra. Settur dómsmálaráðherra hefur að beiðni tveggja úr hópi þeirra þriggja umsækjenda, sem dómnefnd taldi standa mun framar hinum nýskipaða héraðsdómara, látið í té rökstuðning fyrir ákvörðun sinni. Það er lokaniðurstaða ráðherra „að fjölbreytt reynsla Þorsteins og þekking, ekki síst vegna starfa sem aðstoðarmaður dóms- og kirkjumálaráðherra um rúmlega fjögurra ára skeið, geri það að verkum að hann sé hæfastur umsækjenda um embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra.“ Athygli vekur að engin tilraun er gerð til að rökstyðja hvers vegna þau atriði, sem ráðherra tilgreinir sérstaklega á ferli Þorsteins og dómnefnd hefur lagt mat á, eigi að vega þyngra í mati á hæfni umsækjenda en allt það, sem hinir umsækjendurnir hafa til brunns að bera. Þannig er til dæmis ekki minnst á 35 ára starfsferil eins umsækjanda, sem allur tengist dómstólum, bæði héraðsdómstólum og Hæstarétti, eða margra ára framhaldsnám annars umsækjanda í lögfræði við erlenda háskóla þar sem hann uppskar tvær meistaragráður. Þá verður að setja sérstakan fyrirvara við þá ályktun ráðherra, sem ekki verður dregin af umsóknargögnum, að Þorsteinn „eigi auðvelt með að setja fram skýran lögfræðilegan texta.“ Um þetta sagði í umsögn dómnefndar um Þorstein: „Umsækjandi hefur ekki lagt fram höfundarverk af einhverju tagi svo að meta megi tök hans á íslensku máli og rökhugsun við úrlausn vandasamra lögfræðilegra verkefna og hefur hann ekki bætt úr þessu frá fyrri umsókn sinni um dómaraembætti.“ Í þau sextán ár, sem dómnefnd hefur verið að verki vegna umsókna um störf héraðsdómara, hafa dómsmálaráðherrar fram að þessu iðulega virt rökstudda niðurstöðu nefndarinnar þótt þeir hafi ekki ævinlega valið þann umsækjanda, sem dómnefnd setti í fyrsta sæti, ef slíkri röðun var beitt, heldur valið annan úr hópi þeirra, sem taldir voru hæfastir. Við það er að sjálfsögðu ekkert að athuga enda er umsögn nefndarinnar ætlað að fela í sér faglega ráðgjöf án þess þó að binda hendur veitingarvaldsins. Eins og tilgangi með tilvist dómnefndar af þessu tagi er háttað er hins vegar óhjákvæmilegt að ætla að veitingarvaldinu séu einhver takmörk sett við val sitt, að minnsta kosti með hliðsjón af góðum og vönduðum stjórnsýsluháttum og raunar ekki síður sjálfstæði dómstólanna. Dómnefndin telur að settur dómsmálaráðherra hafi við skipun í embætti héraðsdómara nú farið langt út fyrir slík mörk og tekið ómálefnalega ákvörðun, sem er einsdæmi frá því að sú tilhögun var tekin upp að sérstök nefnd legði rökstutt hæfnismat á umsækjendur. Með þessari ákvörðun hefur ráðherra ekki aðeins vegið að starfsheiðri og tilverugrundvelli dómnefndarinnar heldur einnig gengið í berhögg við það yfirlýsta markmið með stofnun hennar á sínum tíma að styrkja sjálfstæði dómstólanna og auka traust almennings á því að dómarar séu óháðir handhöfum framkvæmdarvaldsins og einvörðungu valdir samkvæmt hæfni. Þegar jafn óvönduð stjórnsýsla og nú er raunin er viðhöfð við veitingu dómaraembættis kemur vissulega til greina að dómnefndin leggi niður störf enda er ljóst að ráðherra metur verk hennar einskis. Í trausti þess að ákvörðun hins setta dómsmálaráðherra verði áfram einsdæmi við veitingu dómaraembætta mun dómnefndin hins vegar ekki velja þann kost, enda er starf hennar lögbundið og hefur jafnan verið metið að verðleikum með þessari einu undantekningu. Lára V. Júlíusdóttir, sem er aðalmaður í dómnefndinni og vék sæti í þessu máli, er samþykk greinargerðinni. 9. janúar 2008. Pétur Kr. Hafstein formaður, Eggert Óskarsson aðalmaður, Bjarni S. Ásgeirsson varamaður. Sent: Dómsmálaráðherra, Fjármálaráðherra, Hæstiréttur Íslands, Dómarafélag Íslands, Lögmannafélag Íslands, Fjölmiðlar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/stodugildum-fjolgad-i-vidihlid-a-akureyri
Stöðugildum fjölgað í Víðihlíð á Akureyri Félagsmálaráð Akureyrarbæjar samþykkti á fyrsta fundi sínum á nýju ári aukningu stöðugilda í Víðihlíð, samanlagt um 2,8 stöðugildi. Er þetta gert vegna ónógrar mönnunar og mikils álags á starfsmenn í Víðihlíð. Áætlaður kostnaður við aukninguna er um 14 milljónir króna á ársgrundvelli. Ráðgert er að aukningin gildi í 6 mánuði og ákvörðunin verði tekin til endurskoðunar þegar fyrirhuguð úttekt framkvæmdastjórnar á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar liggur fyrir.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/david-bui-ithrottamadur-ka-arid-2007
Davíð Búi íþróttamaður KA árið 2007 Á afmælishófi KA í KA-heimilinu var nú rétt í þessu verið að tilkynna að Davíð Búi Halldórsson blakmaður er íþróttamaður KA árið 2007. Annar í kjörinu varð handboltamaðurinn Andri Snær Stefánsson og þriðji júdómaðurinn Eyjólfur Guðjónsson. Davíð Búi er svo sannarlega vel að titlinum kominn en hann átti frábært ár árið 2007 og var meðal annars langstigahæsti maður Íslandsmótsins, valinn í lið mótsins og síðast en ekki síst valinn Blakmaður ársins á Íslandi árið 2007. Davíð Búi er fyrsti blakmaðurinn sem er valinn íþróttamaður KA í sögu félagsins.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/knattspyrnufelag-akureyrar-er-80-ara-i-dag
Knattspyrnufélag Akureyrar er 80 ára í dag Knattspyrnufélag Akureyrar, KA, fagnar 80 ára afmæli í dag en félagið var stofnað 8. janúar 1928. Árið 2008 verður 80 ára afmælisár hjá Knattspyrnufélagi Akureyrar og í dag, á sjálfan afmælisdaginn, verður opið hús í KA-heimilinu milli kl. 17 og 19 þar sem boðið verður upp á veitingar, tónlistaratriði, skrifað verður undir styrktarsamninga og lýst kjöri Íþróttamanns KA árið 2007. Dagskránni lýkur með flugeldasýningu. Föstudaginn 11. janúar milli kl. 16 og 19 verður Páll Óskar Hjálmtýsson með fjölskylduskemmtun í KA-heimilinu, þar sem aðgangur er ókeypis. Páll Óskar verður síðan með dansleik fyrir 16 ára og eldri frá kl. 23 að kvöldi föstudagsins 11. janúar. Aðgangseyrir kr. 1000. Laugardaginn 12. janúar verður síðan afmælishátíð í KA-heimilinu frá kl. 19.30. Veislustjóri verður Friðfinnur Hermannsson. Ræðumaður kvöldsins verður Ragnar Gunnarsson, gallharður KA-maður og Skriðjökull. Flutt verða ávörp og KA-menn heiðraðir fyrir störf sín fyrir félagið. KA-bandið spilar fyrir hátíðargesti og Óskar Pétursson tekur lagið. Þá mun Páll Óskar Hjálmtýsson spila fyrir dansi. Til viðbótar við afmælishaldið í janúar er stefnt að fjölskylduhátíð á KA-svæðinu í júní í sumar og einnig er gert ráð fyrir að útbúnir verði sérstakir minjagripir vegna afmælisársins.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/rikisstjornin-komi-til-mots-vid-krofur-verkalydshreyfingarinnar
Ríkisstjórnin komi til móts við kröfur verkalýðshreyfingarinnar Fundur Vinstri-grænna, haldinn á Bláu könnunni í gærkvöld, skorar á ríkisstjórnina að koma myndarlega til móts við kröfur verkalýðshreyfingarinnar um aðgerðir til að bæta kjör tekjulægri hópa samfélagsins með hækkun skattleysismarka, hækkun barnabóta og auknum stuðningi við fólk vegna stóraukins húsnæðiskostnaðar. Fundurinn minnir á það vandræðaástand sem lág laun og mikið vinnuálag hefur skapað mönnum í uppeldis- og umönnunargreinum og á fleiri sviðum þar sem launakjör eru óviðunandi.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/snarraedi-ibua-kom-i-veg-fyrir-brunatjon
Snarræði íbúa kom í veg fyrir brunatjón Rétt fyrir kl. fimm síðastliðna nótt var tilkynnt um eld í raðhúsi við Klettaborg á Akureyri. Íbúi þar hafði vaknað við reykjarlykt. Við nánari athugun reyndist vera eldur í skrautkerti í stofu. Íbúinn sýndi mikið snarræði, sótti slökkvitæki og slökkti eldinn en hringdi síðan í 112. Tjón varð óverulegt en þetta sýnir mikilvægi þess að vera með eldvarnir í góðu lagi og bregðast rétt við. Kertaskreytingin var keypt tilbúin og mun lögreglan láta Löggildingarstofu kanna hvort hún standist kröfur sem gerðar eru til slíkra kerta.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/kjarabaratta-sjomanna-ad-fara-af-stad
Kjarabarátta sjómanna að fara af stað Á almennum fundi félagsmanna í Sjómannafélagi Eyjafjarðar á dögunum voru kjaramál lauslega rædd "og eru þau mál að fara af stað," segir Konráð Alfreðsson formaður félagsins. Hann sagði að á fundinum hefðu menn m.a. rætt um þær kröfur sem ætlunin sé að setja fram. Aðspurður um stöðuna hjá sjómannastéttinni í kjölfar kvótaniðurskurðarins á sl. ári sagði Konráð: „Við höfum orðið vel varir við fækkun sjómanna. Brim er til dæmis smám saman að losa sig við alla norðlenska sjómenn og þar er allt á leið suður. Atvinnuöryggi norðlenskra sjómanna hjá Brimi er lítið." „Þá finnst okkur einnig að útgerðin sé að undirmanna skipin og það skapar hættu. Menn eru að standa mikið af frívöktum sem veldur mikilli þreytu hjá sjómönnum," sagði Konráð.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fyrsti-felagsfundur-einingar-idju-a-siglufirdi
Fyrsti félagsfundur Einingar-Iðju á Siglufirði Fyrsti félagsfundur Einingar-Iðju á Siglufirði var haldinn sl. laugardag. Fundurinn var í alla staði mjög góður og lýstu nýir félagsmenn yfir ánægju með sameiningu einstakra deilda Vöku á Siglufirði við stéttarfélögin á Akureyri. Á fundinum fór Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju yfir stöðuna í samningamálum við SA. Fram fór kosning svæðisfulltrúa Siglufjarðar og varamanns. Margrét Jónsdóttir, starfsmaður félagsins á Siglufirði var einróma kosin svæðisfulltrúi og Sigrún Agnarsdóttir var einnig einróma kosin varasvæðisfulltrúi. Þetta þýðir jafnframt að Margrét er komin í stjórn félagsins, trúnaðarráð og samninganefnd Einingar-Iðju og Sigrún er komin í trúnaðarráð félagsins. Þjónustu Einingar-Iðju við félagsmenn á Siglufirði var kynnt og rætt var um málefni skrifstofunnar, m.a. staðsetning og aðgengi. Þetta kemur fram á vef félagsins.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/vg-a-akureyri-blaes-til-soknar-a-nyju-ari
VG á Akureyri blæs til sóknar á nýju ári Fyrsti fundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á nýju ári verður á Græna hattinum í kvöld, mánudaginn 7. janúar kl. 20. Á fundinum verður farið yfir starf flokksins í bæjarmálum á Akureyri með bæjarfulltrúum flokksins, Baldvini H. Sigurðssyni og Kristínu Sigfúsdóttur, sem og starf flokksins á þingi og á landsvísu með formanni VG, Steingrími J. Sigfússyni. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og þá er tilvalið fyrir nýtt fólk að koma og kynna sér það kraftmikla starf sem VG stendur fyrir og spyrja forystufólk á svæðinu spurninga um málefni líðandi stundar, segir í fréttatilkynningu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/agaett-skidafaeri-i-hlidarfjalli
Ágætt skíðafæri í Hlíðarfjalli Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri er opið í dag á milli klukkan 10 og 17 og þar er nú töluvert af fólki, að sögn Guðmundar Karls Jónssonar forstöðumanns Skíðastaða. Skíðasvæðið var fyrst opnað á nýju ári sl. föstudag og var þar einnig opið í gær. Alls komu um 3000 manns á skíði þá 10 daga sem opið var í síðasta mánuði en skíðasvæðið var fyrst opnað á þessum vetri 6. desember sl. "Við kvörtum ekki yfir þeirri aðsókn," sagði Guðmundur Karl. Það hefur snjóað lítillega síðan í gær og því er gott skíðafæri í þeim fjórum skíðaleiðum sem eru opnar. Guðmundur Karl sagði að nú snjóaði af krafti í Hlíðarfjalli, gert sé ráð fyrir kólnandi veðri og því verði einnig hægt að fara framleiða meiri snjó. "Það er ekkert nýtt að það snjói í janúar, það er allur veturinn eftir og ég hef þá trú að þetta eigi eftir að verða mjög gott," sagði Guðmundur Karl.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/torfunefsbryggju-a-akueyri-verdur-ekki-haldid-vid
Torfunefsbryggju á Akueyri verður ekki haldið við Ekki er gert ráð fyrir bryggju á þeim stað þar sem Torfunefsbryggja stendur, samkvæmt aðalskipulagi Akureyrarbæjar og því hefur henni ekki verið haldið við, að sögn Harðar Blöndal hafnarstjóra Hafnasamlags Norðurlands. Eins og greint hefur verið frá skemmdist fremsti hluti Torfunefsbryggju talsvert í hvassviðrinu sem gekk yfir Akureyri 30. desember sl. Félagar í Súlum björgunarsveitinni á Akureyri ásamt umsjónarmönnum bátsins Húna II stóðu í ströngu í hvassviðrinu við að festa bátinn eftir að fremsti hluti bryggjunnar fór að losna í miklum sjógangi. Fremsti hluti Torfunefsbryggju er úr timbri og hafði hann losnað frá steypta hluta hennar. „Þetta er gömul bryggja sem ekki er ætlunin að halda við að nokkru marki, því að samkvæmt skipulagi verður hafnarsvæðið þarna að stærstum hluta aflagt. Það er ekki inni á neinum skipulagsplönum að byggja þarna nýjar bryggjur og því er miklu nær að þetta verði rifið heldur en endurnýjað. Ef gera á þessa bryggju upp þarf að breyta skipulaginu og gera ráð fyrir að þarna verði einhver hafnarmannvirki," sagði Hörður. Hann bætti því við að ekki ætti að stafa hætta af bryggjunni núna þrátt fyrir að hún sé gömul og lúin en hann sagðist ekki mæla með því að menn væru á þvælingi á henni að óþörfu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/faedingum-a-akureyri-fjolgadi-a-milli-ara
Fæðingum á Akureyri fjölgaði á milli ára Alls fæddust 450 börn á árinu 2007 á Sjúkrahúsinu á Akureyri og fjölgaði fæðingum heldur frá árinu 2006 en þá fæddust 435 börn. Strákarnir voru fjölmennari þetta árið, 247 drengir fæddust á móti 209 stelpum. Alls voru tvíburafæðingarnar sex talsins. Ingibjörg Jónsdóttir, yfirljósmóðir á FSA, sagði að fjölgun fæðinga á Akureyri væri mest að þakka því að konur, t.d. frá Siglufirði og allt austur á Egilsstaði, koma og fæða börn sín á sjúkrahúsinu. Fjölgun hafi ekki orðið í fæðingum kvenna búsettum á Akureyri.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/intrum-og-starfsmenn-gafu-pening-og-jolapakka
Intrum og starfsmenn gáfu pening og jólapakka Starfsmenn Intrum á Íslandi ehf. og Domus fasteignasala á Akureyri tóku sig saman og gáfu 30 jólapakka til barna. Intrum ehf. gaf á móti hverjum pakka 1.500 krónur í peningum og því var mótframlag Intrum 45.000 kr. í peningum. Elsa María Davíðsdóttir og Arna Gunnarsdóttir afhentu Mæðrastyrksnefnd Akureyrar gjafirnar og peninginn og var það hún Jóna Berta Jónsdóttir sem tók við þeim. Skrifstofa Intrum á Íslandi hefur verið starfrækt á Akureyri frá árinu 2001 og hefur fjöldi starfsmanna aukist jafnt og þétt. Þar starfar nú tæplega tuttugu manna öflugur hópur fólks með sérhæfða menntun og reynslu á sviðum innheimtu- og lögfræðiráðgjafar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/kannabisraektun-og-innbrot-a-akureyri
Kannabisræktun og innbrot á Akureyri Seinni partinn í gær framkvæmdi lögreglan á Akureyri húsleit í íbúð á Akureyri vegna gruns um að þar færi fram kannabisræktun. Við leit í íbúðinni fundust fimm kannabisplöntur og fimm hitalampar auk annars búnaðar sem notaður var við ræktunina. Einnig fannst þýfi úr innbroti í veitingahúsið Strikið á Akureyri. Tveir menn á þrítugsaldri, sem voru í íbúðinni, voru handteknir og viðurkenndu við yfirheyrslur að hafa staðið fyrir ræktuninni á kannabisplöntunum og annar þeirra viðurkenndi að hafa brotist inn á Strikið.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/slippurinn-akureyri-baud-laegst-i-lokaendurbaetur-grimseyjarferju
Slippurinn Akureyri bauð lægst í lokaendurbætur Grímseyjarferju Slippurinn Akureyri átti langlægsta tilboð í lokaendurbætur á Grímseyjarferjunni Sæfara en tilboð í óformlegu lokuðu útboði voru opnuð nú í morgun. Slippurinn bauðst til að vinna verkið fyrir tæpar 13 milljónir króna en Skipasmíðastöð Njarðvíkur, sem átti næstlægsta tilboð í verkið bauð 22,4 milljónir króna. Anton Benjamínsson framkvæmdastjóri Slippsins sagði að í tilboði fyrirtækisins væru nokkrir fyrirvarar og skilgreiningar, auk þess sem talsverð vinna væri eftir, sem ekki væri með í þessu útboði. "Mér finnst aðrir bjóðendur hins vegar vera gríðarlega háir," sagði Anton, sem gerir sér vonir um að verkið verði unnið á Akureyri. Ráðgert er að framkvæmdir við lokaendurbætur hefjist nú í kringum miðjan janúar og er áætlaður verktími 3 vikur. Anton sagði að verkefnastaða fyrirækisins væri góð en að þetta verk yrði ágætis viðbót. Alls bárust fjögur tilboð í verkið og var það þriðja lægsta frá Vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafnarfirði, þar sem unnið hefur verið að endurbótum á Grímseyjarferjunni. Tilboðið frá Vélsmiðju Orms og Víglundar hljóðaði upp á tæpar 22,9 milljónir króna en Stálsmiðjan í Reykjavík bauðst til að vinna verkið fyrir tæpar 27 milljónir króna. Um er að ræða nokkra verkþætti svo sem að smíða dyr á stjórnborðssíðu sem verður aðalinngangur í ferjuna sem gerir hreyfihömluðum auðveldara um vik. Samskonar dyr verða settar á bakborðshliðina og verður neyðarútgangur. Þá verður skipt út um 22 fermetrum af stáli á byrðingi skipsins sem auðveldar og bætir klössun skipsins. Komið verður fyrir kælingu í efri flutningalestinni vegna fiskflutninga, og salernum verður breytt þannig að þau nýtist hreyfihömluðum á betri hátt en ella, auk nokkurra fleiri smærri verka. Vegna umræðunnar lét Vegagerðin kanna hvað myndi kosta að smíða nýtt skip í líkingu við Grímseyjarferju og var niðurstaða þeirrar könnunar að það myndi kosta að minnsta kosti 900 milljónir króna miðað við verðlag í dag.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/engin-threttandagledi-thors-i-ar
Engin þrettándagleði Þórs í ár Íþróttafélagið Þór stendur ekki fyrir þrettándagleði á Akureyri þetta árið. Þetta var ákveðið á fundi stjórnar félagsins í gær. Sigfús Ólafur Helgason formaður Þórs sagði að ekki væri með þessari ákvörðun verið að slá þrettándagleði af til frambúðar. Hann sagði að í gangi væru miklar framkvæmdir á svæði félagsins, auk þess sem komin væri ákveðin þreyta í framkvæmd þrettándagleðinnar. "Við ætlum að hugsa þetta upp á nýtt og stefnum að því að bjóða upp á þrettándagleði í framtíðinni," sagði Sigfús Ólafur en fyrsta þrettándagleði félagsins var haldin árið 1934. Eins og fram hefur komið standa yfir miklar framkvæmdir á félagssvæði Þórs við Hamar og eru gröfur, efnisflutningabílar og dráttarvélar fyrirferðamiklar á svæðinu. Verið er að taka efsta lagið af grasvellinum sunnan Hamars en þar er fyrirhugað að byggja upp nýjan grasvöll með hlaupabraut í kring. Að sögn Sigfúsar formanns Þórs er fyrirhugað að hækka völlinn um 40 cm og því er jafnframt verið að keyra möl á svæðið. "Það er gaman að sjá hversu mikið líf er hér," sagði formaðurinn og bætti við að fyrirhugaðar framkvæmdir væru mun umfangsmeiri en menn hefðu gert sér í hugarlund. Efsta lagið af Þórsvellinum er flutt upp á svokallað Sunnuhlíðarsvæði, þar sem dreift verður úr því en þar er einnig fyrirhugað að byggja upp aðstöðu fyrir knattspyrnu. Sigfús Ólafur sagði að einnig yrði keyrð möl á Sunnuhlíðarsvæðið og það látið síga. "Þá er þess ekki langt að bíða að farið verði í að taka úr stöllunum fyrir nýrri stúku," sagði Sigfús Ólafur en ný og glæsileg stúka verður byggð vestan við nýja völlinn sunnan Hamars.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fyrsta-barn-arsins-a-akureyri-er-myndarleg-stulka
Fyrsta barn ársins á Akureyri er myndarleg stúlka Fyrsta barn ársins 2008 á Sjúkahúsinu á Akureyri fæddist um kl. 22.00 í gærkvöld, miðvikudaginn 2. janúar. Þetta er myndarleg stúlka, dóttir þeirra Jóhönnu Gunnlaugsdóttur og Gests Geirssonar og er þetta þriðja barn þeirra. Fyrir eiga þau tvo drengi, fjögurra ára og tæplega þriggja ára, og þeir voru að vonum ánægðir með að eignast litla systur, að sögn Jóhönnu. Hún sagði að fæðingin hafi gengið hratt og vel. Litlu stúlkunni lá á að komast í heiminn, því hún fæddist þremur vikum fyrir tímann og var 9 merkur og 46 cm við fæðingu. Hún hefur verið nefnd María Elísabet í höfuðið á föðurömmu sinni. Jóhanna sagði að dvölin á FSA hefði verið einstaklega góð, enda væri stofnunin á heimsmælikvarða. Hún stundar nám í sálfræði við HA en Gestur er framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fjoldi-folks-a-sidbuinni-aramotabrennu-a-akureyri
Fjöldi fólks á síðbúinni áramótabrennu á Akureyri Fjöldi fólks lagði leið sína á síðbúna áramótabrennu við Réttarhvamm á Akureyri nú í kvöld en fresta varð brennunni í gærkvöld vegna veðurs. Eftir að brennan hafði logað í um hálfa klukkustund og yljað fólki í suðvestan nepjunni, var boðið upp á glæsilega flugeldasýningu. Á fundi slökkviliðs, lögreglu og brennuhaldara seinni partinn í gær, var ákveðið að fresta því að kveikja í brennunni um sólarhring. Allt gekk vel í kvöld og bæjarbúar héldu glaðir heim á leið.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/flutningaskipid-axel-fer-til-vidgerdar-i-lithaen
Flutningaskipið Axel fer til viðgerðar í Litháen Bráðabirgðarviðgerð á flutningaskipinu Axel er lokið hjá Slippnum Akureyri og er ráðgert að skipið haldi til Kleipeda í Litáhen á morgun, miðvikudag, þar sem fullnaðarviðgerð fer fram. Bráðabirgðaviðgerð fór fram í flotkvínni á Akureyri en skipið er nú komið á flot og liggur við Tangabryggju. Eins og áður hefur komið fram urðu miklar skemmdir á botni flutningaskipsins Axels er það strandaði við Hornafjörð á dögunum og er tjónið áætlað á annað hundrað milljónir króna.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/brennu-og-flugeldasyningu-a-akureyri-frestad-um-solarhring
Brennu og flugeldasýningu á Akureyri frestað um sólarhring Árlegri áramótabrennu og flugeldasýningu Akureyringa sem vera átti við Réttarhvamm í kvöld, gamlárskvöld, hefur verið frestað um sólarhring vegna óhagstæðrar veðurspár. Kveikt verður í brennunni kl. 20.30 annað kvöld og flugeldasýningin hefst kl. 21.00. Þetta var ákveðið að fundi slökkviliðs, lögreglu og brennuhaldara nú rétt í þessu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/osaetti-kom-upp-milli-flugeldasala-a-akureyri
Ósætti kom upp milli flugeldasala á Akureyri Snurða hljóp á þráðinn í samkiptum flugeldasala á Akureyri í morgun og þurfti að kalla lögreglu til. Súlur björgunarsveitin á Akureyri er að selja flugelda í höfuðstöðvum sínum við Hjaltaeyrargötu og aðeins norðar, eða við gamla Sanavöllinn eru Bjarni Sigurðsson starfsmaður Dreggs og fleiri að selja flugelda úr gámi, á lóð sem Dregg hefur fengið úthlutað. Súlur eru með auglýsingaskilti við norðurenda lóðarinnar og þegar þangað var líka kominn merktur bíll frá björgunarsveitinni, þótti Bjarna nóg komið og lagði hann sendiferðabíl fyrir skilti björgunarsveitarmanna. Eftir að lögreglan kom á staðinn og ræddi við aðila, varð niðurstaðan sú að báðir bílarnir voru fjarlægðir af vettvangi en auglýsingaskilti Súlna stóð eftir. Björgunarsveitarmenn voru mjög ósáttir við þetta uppátæki Bjarna að leggja bílnum fyrir skiltið. Þeir minntu á að ekki væri langt síðan að björgunarsveitarmenn hafi komið til aðstoðar eftir að flutningaskipið Axel strandaði við Hornafjörð en Axel er í eigu Dregg Shipping og Bjarni framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fremsti-hluti-torfunefsbryggju-a-akureyri-losnadi-fra
Fremsti hluti Torfunefsbryggju á Akureyri losnaði frá Félagar í Súlum björgunarsveitinni á Akureyri ásamt umsjónarmönnum bátsins Húna II stóðu í ströngu í hvassviðrinu í gær við að festa bátinn eftir að fremsti hluti Torfunefsbryggjunnar fór að losna í miklum sjógangi. Til stendur að færa Húna innar í víkina norðan við Torfunefnsbryggju. Fremsti hluti Torfunefsbryggju er úr timbri og hafði hann losnað frá steypta hluta hennar. Í heildina fór björgunarsveitin í átta útköll seinni partinn í gær sem öll tengdust óveðri. Á þriðja tímanum í gær var björgunarsveitin kölluð út til að sinna útköllum vegna óveðurs í bænum og í næsta nágrenni. M.a. var þakkantur að fjúka af húsi við Gránufélagsgötu, ruslagámur fauk við Hvannavelli, þak að fjúka af íbúðarhúsi á Svalbarðsströnd og uppsláttur við Öngulsstaði í Eyjafjarðarsveit. Alls tóku 17 menn frá sveitinni þátt í þessum aðgerðum, sem lauk um kl. 19 og fóru þá menn aftur að sinna flugeldasölunni af krafti.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/aldrei-fleiri-flugfarthegar-a-milli-akureyrar-og-reykjavikur
Aldrei fleiri flugfarþegar á milli Akureyrar og Reykjavíkur Farþegar Flugfélags Íslands á milli Akureyrar og Reykjavíkur náðu því að verða 200.000 í dag 31. desember - og þar með var slegið met í farþegafjölda á þessari flugleið. Þetta er ekki eina metið sem slegið var á árinu. Heildarfjöldi farþega um völlinn stefnir í 220.000 sem er um 10% aukning frá síðasta ári. Það var Inga Dís Árnadóttir sem varð farþegi númer 200.000 en hún var á leið frá Akureyri til Reykjavíkur nú í hádeginu ásamt þremur ungum börnum sínum og fékk hún blómvönd frá Flugstoðum og farseðil á flugleiðinni Akureyri - Reykjavík - Akureyri frá Flugfélagi Íslands. Millilandafarþegar voru tæp 13.000, aðeins færri en árið 2006 sem var algjört metár í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. Ástæða þessarar fækkunar er að áætlunarflug IcelandExpress stóð aðeins í þrjá mánuði árið 2007 og haustflug á vegum félagsins var lítið í ár. Nýting flugsæta þessa þrjá mánuði var samt sem áður mun betri en árið 2006. Flugfélag Íslands tók upp þá nýbreytni í samstarfi við Icelandair að bjóða upp á beint flug til og frá Keflavík þrjá daga í viku í tengslum við áætlunarflug Icelandair til Evrópu og Ameríku og mæltist það mjög vel fyrir. Fraktflutningar um Akureyrarflugvöll hafa aukist verulega frá sl. ári eða um 100%. Rétt um 1000 tonn hafa verið flutt með flugi til og frá Akureyri - þar af 600 tonn til útlanda. Flugumferð um Akureyrarflugvöll stefnir í að verða 15% meiri en á árinu 2006, eða um 20.000 flughreyfingar alls.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/bjorgvin-bjorgvinsson-ithrottamadur-dalvikurbyggdar
Björgvin Björgvinsson íþróttamaður Dalvíkurbyggðar Björgvin Björgvinsson var í dag kjörinn Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar í sjöunda sinn og sjötta skiptið í röð en þetta er í tólfta sinn sem kjörið fer fram. Fyrst varð hann fyrir valinu árið 1996 en það ár var bikarinn veittur í fyrsta sinn, næst var hann kjörin 1998. Björgvin hefur síðan orðið fyrir valinu frá árinu 2002. Björgvin er fastamaður í landsliði Skíðasambands Íslands og einn fremsti íþróttamaður landsins í dag. Hann hefur með dugnaði og elju náð ótrúlegum árangri í þessari erfiðu íþrótt síðustu ár og tekið þátt í öllum stærstu mótum í íþróttinni fyrir Íslands hönd. Björgvin æfir með landsliði SKI stærðstan hluta ársins en æfingar fara að langstærðstum hluta fram erlendis. Síðastliðið keppnistímabil tók hann meðal annars þátt í Evrópubikarmótaröðinni þar sem hann nældi sér í 25 stig. Þá tók Björgvin þátt í fjölmörgum alþjóðlegum mótum á vegum FIS þar sem hann stóð sig vel. Þá tók hann þátt í Heimsmeistaramótinu í Åre sem fór fram í febrúar. Á Skíðamóti Íslands sem haldið var á Akureyri síðastliðið vor varð hann þrefaldur Íslandsmeistari, í svigi og stórsvigi og þar með Íslandsmeistari í alpatvíkeppni. Samhliða Skíðamóti Íslands var FIS mótaröð, Icelandair Cup, sem hann vann með yfirburðum. Björgvin vann Eysteinsbikarinn annað árið í röð og er því eini skíðamaðurinn sem fengið hefur þennan veglega bikar og eitt þúsund dollara að gjöf fyrir besta samanlagðan árangur í skíðamótum sem íslenskir karlkyns skíðamenn taka þátt í ár hvert. Þennan veglega verðlaunagrip og verðlaunafé gefur hinn fyrrum skíðameistari Eysteinn Þórðarson og eiginkona Pamela en þau eru búsett í Angels Falls í Californíufylki á vesturströnd Bandaríkjanna. Í haust tók Björgvin þátt í Álfubikarkeppninni í þriðja sinn en keppnin fer fram í Ástralíu og á Nýja Sjálandi. Þar náði hann frábærum árangri og sigraði mótaröðina með yfirburður. Hann náði að vinna 6 mót , 3 svig og 3 stórsvig , hann varð tvisvar í öðrusæti í svigi og tvíkeppni , einu sinni í þriðja sæti í risasvig og tvisvar í sjötta sæti í stórsvig og risasvigi. Þessi árangur tryggir Björgvini start innan við 30 í öllum Evrópubikarmótum í vetur. Þegar þetta er skrifað hefur hann keppt í einu slíku en mótið fór fram Landgraaf í Hollandi. Þar náði Björgvin mjög góðum árangri í svigi og endaði í 27 sæti en allir þeir sterkustu sem koma til með að keppa í Evrópubikarnum í vetur voru með.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/innanlandsflugi-aflyst-og-halka-a-vegum
Innanlandsflugi aflýst og hálka á vegum Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag vegna óveðurs en hátt í 650 farþegar eiga bókað flug til og frá Reykjavík í dag og á morgun. Stefnt verður að því að koma öllum þeim í flug sem eiga bókað. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri var allt með rólegasta móti í nótt og morgun. Hálka er víða á Akureyri og í næsta nágrenni og því ástæða til að minna vegfarendur á að fara með mikilli gát. Mjög hvasst er bæði á Víkurskarði og Öxnadalsheiði og þar gengur á mjög með sterkum vindhviðum.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/johannes-i-bonus-adstodadi-i-flugeldasolu-sulna
Jóhannes í Bónus aðstoðaði í flugeldasölu Súlna Súlur björgunarsveitin á Akureyri fékk góðan liðsstyrk í flugeldasölu sveitarinnar fyrr í dag, er Jóhannes Jónsson í Bónus mætti í höfuðstöðvar Súlna við Hjalteyrargötu og tók þátt í flugeldasölunni um stund. Aðspurður um hvort hann væri góður sölumaður sagði Jóhannes að sér hafi gengið ágætlega fram að þessu. Enda kom það á daginn að Jóhannes reyndist öflugur sölumaður og var fljótur að uppfylla óskir kaupenda um öfluga og skemmtilega flugelda, enda úrvalið með allra mesta móti. Flugeldasala Súlna, sem hófst í gær, hefur farið vel af stað, að sögn Skúla Árnasonar formanns sveitarinnar en stærstu dagarnir eru þó eftir. Í dag og á morgun er flugeldasala Súlna opin frá kl. 10-22 og á gamlársdag er opið frá kl. 9-16. Flugelda bjögunarsveitanna á Íslandi er þeirra helsta tekjulind ár hvert og því skiptir miklu máli að vel takist til.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/odinn-asgeirsson-ithrottamamadur-thors-2007
Óðinn Ásgeirsson Íþróttamamaður Þórs 2007 Óðinn Ásgeirsson körfuknattleiksmaður er Íþróttamaður Þórs árið 2007 en kjörinu var lýst á opnu húsi í Hamri fyrr í dag. Óðinn er vel að þessum titili kominn en hann hefur verið einn besti körfuknattleiksmaður landsins um árabil og ávallt verið í fararbroddi Þórsliðsins jafnt utan sem innan vallar. Í kjölfar erfiðra meiðsla hefur Óðinn sýnt óhemju dugnað og þrautseigju í sinni endurhæfingu, náð sínum fyrri styrk og er á meðal bestu íslensku leikmannanna í úrvalsdeildinni. Óðinn var jafnframt kjörinn körfuknattleiksmaður ársins hjá Þór. Dragana Stojanovic var kjörin knattspyrnumaður ársins en hún hefur verið einn af máttarstólpum kvennaliðs Þórs/KA. Þá var Björn Heiðar Rúnarsson kjörinn Tae-kvon-do maður ársins.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/heilbrigdis-og-tryggingamalaradherra-semur-vid-akureyrarbae
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra semur við Akureyrarbæ Þjónustusamningur um rekstur Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri og stofnanaþjónustu fyrir aldraða var undirritaður á Dvalarheimilinu Hlíð í morgun af Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigðisráðherra og Sigrúnu Björk Jakobsdóttur bæjarstjóra á Akureyri. Í samningunum er gengið út frá því og lögð á það megin áhersla að gefa öldruðum kost á því að dvelja eins lengi heima hjá sér og kostur er og fólkið sjálft kýs. Lögð er sérstök áhersla á að samþætta þjónustuna sem veitt er, laga hana að þörfum þeirra sem fá hana og gera hana sveigjanlega. Við sama tækifæri var einnig undirritaður samningur sömu aðila um heilsugæsluþjónustu við fangelsið á Akureyri. Í samningunum um heilsugæslustöðina er byggt á reynslunni sem fékkst þegar Akureyri var reynslusveitarfélag og þjónustusamningi sem áður var í gildi, en hvort tveggja þykir hafa gefið góða raun séð með augum þeirra sem þjónustunnar njóta og þeirra sem veita hana. Akureyrarbær hefur haft rekstur heilsugæslunnar með höndum frá 1997 og stofnanaþjónustu fyrir aldraða mun lengur. Í samningnum endurspeglast áhersla á nærþjónustuna og með samþættingu þessarar þjónustu og sérþjónustu fatlaðra við aðra félagslega þjónustu Akureyrarbæjar fá íbúarnir áfram mjög góða og heildstæða félags- og heilbrigðisþjónustu þar sem ábyrgð sveitarfélagsins er ótvíræð. Samningsfjárhæð fyrir árið 2008 er rúmar 1.620 milljónir króna. Ríkur þáttur í samningum um heilbrigðisþjónustu við fanga er m.a. fræðsla og forvarnir. Með samningnum og endurbótum á fangelsinu hefur verið komið upp aðstöðu innan veggja þess sem gerir heilbrigðisstarfsmönnum kleift að sinna þjónustunni á staðnum, sem ekki var hægt áður. Samningurinn er til sex ára og samningsfjárhæðin er tæpar tvær milljónir króna á ári.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/eldur-i-rafmagnstoflu-i-husi-vid-eidsvallagotu
Eldur í rafmagnstöflu í húsi við Eiðsvallagötu Slökkvilið Akureyrar var kallað að íbúðarhúsi við Eiðsvallagötu skömmu eftir kl. 9 í morgun en þar hafði komið upp eldur í rafmagnstöflu í kjallara. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var húsráðandi búinn að slökkva eldinn með handslökkvitæki, sem logaði aðeins í rafmagnstöflunni. Slökkviliðsmenn reykræstu húsið en reykur fór um hluta hússins. Rafmagnstaflan er ónýt en að öðru leyti urðu ekki miklar skemmdir. Reykskynjari gerði húsráðanda viðvart, sem minnir fólk enn og aftur á mikilvægi reykskynjara.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/aefingar-hafnar-a-flo-a-skinni-hja-leikfelagi-akureyrar
Æfingar hafnar á Fló á skinni hjá Leikfélagi Akureyrar Æfingar eru komnar á fullt hjá Leikfélagi Akureyrar á farsanum vinsæla Fló á skinni. Farsinn fagnar 100 ára afmæli á árinu en hann birtist nú í nýrri leikgerð sem Gísli Rúnar Jónsson gerði fyrir LA. Þrettán leikarar taka þátt í sýningunni, þar á meðal leikarinn ástsæli, Randver Þorláksson. María Sigurðardóttir leikstýrir verkinu en hún stýrði m.a. vinsælustu sýningu Leikfélags Reykjavíkur frá upphafi, Sex í sveit. Guðjón Davíð Karlsson fetar í fótspor Gísla Halldórssonar sem margir muna eftir úr upprunalegri uppfærslu verksins hérlendis. Óvitar víkja af sviði Samkomuhússins fyrir troðfullu húsi til að rýma til fyrir Fló á skinni. Er það rétt að í annálaðri fegurð Eyjafjarðar sé sveitasetrið Sveinbjarnargreiði griðastaður elskenda á laun? Hefur Saga Ringsted ástæðu til að gruna eiginmanninn um græsku eða hefur hún sjálf eitthvað að fela? Hver var konan sem bað forstjórann um blint stefnumót? Hélt Elli við konu Jóhannesar eða hélt hann bara upp á hana? Er Helmut Edelstein manískur kvennamaður eða bara þýskur ferðamaður? Er afbrýðisemi Miroslav á rökum reist? Og er ást Tínu sönn? Ást og afbrýðisemi, misskilningur á misskilning ofan og allt í dásamlegri steik. Fló á skinni er einn besti og eitraðasti gamanleikur allra tíma. Nú eru 100 ár frá því að þessi óborganlegi farsi Feydeau kitlaði fyrst hláturtaugar áhorfenda og hóf sannkallaða sigurför um heiminn. Leikarar eru Guðjón Davíð Karlsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Hallgrímur Ólafsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Viktor Már Bjarnason, Atli Þór Albertsson, Linda Ásgeirsdóttir, Þráinn Karlsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Tinna Lind Gunnarsdóttir, Randver Þorláksson, Valdimar Örn Flygering og Aðalsteinn Bergdal.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/mikid-um-dyrdir-a-opnu-husi-i-hamri
Mikið um dýrðir á opnu húsi í Hamri Það verður mikið um dýrðir í Hamri á morgun, laugardaginn 29. desember, en þá mun Íþróttafélagið Þór standa fyrir opnu húsi í félagsheimili sínu. Dagskráin hefst kl. 14:00 með því að nokkrir Þórsfélagar verða heiðraðir með gull- og silfurmerkjum félagsins, síðan mun hver dagskrárliðurinn reka annan. Stjórn Þórs hvetur alla félagsmenn sem og aðra bæjarbúa sem áhuga hafa að mæta á staðinn og eiga notalega stund og taka þátt í því að gera íþróttaárið upp hjá félaginu. Á opna húsinu verður kjöri íþróttamanns Þórs árið 2007 lýst og íþróttamenn einstakra deilda verða heiðraðir. Þá verður landsliðsfólk félags heiðrað, Afreksskóli knattspyrnudeildar Þórs kynntur, annáll ársins fluttur og ræðumaður dagsins stígur í pontu. Veitingar verða í boði Þórskvenna, sem skipa húsnefnd, eins og þeim einum er lagið og eru allir velkomnir.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/thid-munid-hann-jorund-sett-upp-i-freyvangsleikhusinu
“Þið munið hann Jörund” sett upp í Freyvangsleikhúsinu Hinn bráðskemmtilegi söng- og gamanleikur "Þið munið hann Jörund," eftir Jónas Árnason verður frumsýndur hjá Freyvangsleikhúsinu í lok febrúar á næsta ári, í leikstjórn Sögu Jónsdóttur. Þetta leikrit var fyrst frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó 22. febrúar árið 1970 og naut gífurlegra vinsælda. Síðan þá hefur "Jörundur" verið sýndur víða um land og allstaðar verið frábærlega tekið. Ævintýrið um Jörund hundadagakonung er bráðskemmtilegt, margar frábærar persónur og ekki spilla lögin fyrir sem eru skosk- og írskættuð, fjörug og falleg. Alls koma tæplega 20 leikarar við sögu í verkinu en samtals taka um 40 manns þátt í uppfærslunni. Vel gekk að manna í hlutverk og stefna forsvarsmenn Freyvangsleikhússins hátt með þessa sýningu, enda kemur úrvalsfólk að uppsetningunni. Þá ríkir mikil eftirvænting meðal almennings að sjá sýninguna.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/sa-og-thor-i-eldlinunni-um-helgina
SA og Þór í eldlínunni um helgina Þrátt fyrir að nú séu jól taka íþróttamenn sér enga hvíld frá keppni. Um helgina á karlalið Skautafélags Akureyrar leik gegn SR í Íslandsmótinu í íshokkí. Leikurinn fer fram á laugardag og hefst kl. 17:00 í Skautahöllinni á Akureyri. Karlalið Þórs í körfubolta heldur vestur á land, nánar tiltekið á Snæfellsnes og etur þar kappi gegn Snæfellingum í Icelandexpressdeild karla í körfubolta. Leikurinn fer fram á sunnudag og hefst kl. 16:00.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/afreksmenn-fra-akureyri-heidradir
Afreksmenn frá Akureyri heiðraðir Akureyrarbær heiðraði í gær þá afreksmenn sem hafa orðið Íslandsmeistarar og/eða komist í landslið á árinu 2007. Athöfnin fór fram í árlegu hófi Afreks- og styrktarsjóðs Akureyrarbæjar í Íþróttahöllinni. Árangur ársins er svo sannarlega glæsilegur, alls áttu Akureyringar 197 Íslandsmeistara á árinu sem er að líða og komu þeir að sjálfsögðu úr hinum ýmsu greinum og frá hinum ýmsu félögum. Þá var einnig úthlutað styrkjum til félaganna fyrir afreks- og landsliðsmenn sína. Hér að neðan er listi yfir þá styrki sem voru veittir. Ferðastyrkir vegna landsliðsverkefna á vegum sérsambanda ÍSÍ, kr. 340.000 Styrkir vegna landsliðsmanna aðildarfélaga ÍBA (kr. 15.000,- per einst.), kr. 1.260.000 Samningur við Dagnýju Lindu Kristjánsdóttir, kr. 660.000 Samningur við Írisi Guðmundsdóttir, kr. 150.000 Kvennahandbolti Handboltafélags Akureyrar (Meistaraflokkur), kr. 1.700.000 Kvennaknattspyrna Þór/KA (Meistaraflokkur), kr. 1.700.000 Kvennablak KA (Meistaraflokkur), kr. 500.000 Kvennakörfubolti Þórs (Meistaraflokkur), kr. 250.000 Sundfélagið Óðinn vegna Bryndísar R. Hansen, kr. 75.000 Sundfélagið Óðinn vegna Tómasar L. Halldórssonar, kr. 75.000 Ungmennafélag Akureyrar vegna Bjarka Gíslasonar, kr. 75.000 Skíðafélag Akureyrar vegna Brynjars L. Kristinssonar, kr. 75.000 Skíðafélag Akureyrar vegna Andra Steinþórssonar, kr. 75.000 Knattspyrnufélag Akureyrar vegna Íslandsm. í 3. fl. karla í knattspyrnu kr. 150.000 Íþróttafélagið Þór vegna Íslandsm. í 5. fl. stúlkna í knattspyrnu kr. 100.000 Skautafélag Akureyrar vegna Íslandsm 2. og 4. fl. karla og meistarafl. kvenna í íshokkí, kr. 150.000 Þá samþykkti stjórn Afreks- og styrktarsjóðs að bjóða Skíðafélagi Akureyrar og Ungmennafélagi Akureyrar styrktarsamninga vegna þeirra Stefáns Jóns Sigurgeirssonar og Bjartmars Örnusonar. Samningarnir eru til eins árs og fela í sér mánaðarlegar greiðslur að upphæð kr. 25.000.