Search is not available for this dataset
url
stringlengths
21
288
text
stringlengths
1
1.35M
https://www.vikubladid.is/is/frettir/enn-einn-okumadurinn-hlaupinn-uppi-a-akureyri
Enn einn ökumaðurinn hlaupinn uppi á Akureyri Lögreglumenn á Akureyri eru greinilega í góðu formi en þeir hafa á skömmum tíma þurft að hlaupa uppi ökumenn sem yfirgefið hafa bifreiðar sínar og reynt að komast undan laganna vörðum á tveimur jafnfljótum. Lögreglumaður hugðist hafa afskipti af ökumanni bifreiðar á Akureyri í gærkvöld en þegar ökumaðurinn varð var við lögreglu gaf hann í og ók á mikilli ferð upp að fjölbýlishúsi í bænum. Þar stökk hann út úr bifreiðinni og reyndi að stinga lögreglumanninn af á hlaupum. Á hlaupunum kastaði ökumaðurinn frá sér meintum fíkniefnum. Lögreglumaðurinn hljóp manninn uppi og handtók hann. Ökumaðurinn reyndist vera undir áhrifum áfengis og einnig er grunur um að hann hafi ekið undir áhrifum fíkniefna. Sem fyrr segir er þetta er fjórði ökumaðurinn á stuttum tíma sem hlaupinn er uppi á Akureyri og grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/tolf-konur-luku-namskeidinu-brautargengi-a-akureyri
Tólf konur luku námskeiðinu Brautargengi á Akureyri Tólf konur á Akureyri luku námskeiðinu Brautargengi nýlega en þær eru allar að byggja upp öflugan rekstur. Meðal viðskiptahugmyndanna sem voru þróaðar á námskeiðstímanum eru tvö fyrirtæki sem hófu starfsemi fyrr á árinu, verslunin Spirit og Atlas Kírópraktík og einnig Snyrtistofan Lind sem hóf rekstur í byrjun desember. Námskeiðið, sem haldið er á vegum Impru Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands með stuðningi Akureyrarbæjar, var að þessu sinni samkennt með tveimur hópum, á Grundarfirði og Patreksfirði. Þessir hópar hafa setið saman tvisvar á námskeiðstímanum, í Reykholti og Hveragerði, og verið þannig saman um ákveðinn hluta kennslu og kynninga. Sú aðferð að tengja saman hópana á landsbyggðinni hefur verið notuð frá upphafi Brautargengisnámskeiðanna og hafa þannig myndast öflug tengsl um 200 kvenna á landsbyggðinni. Þessi tengsl geta konur nýtt sér þegar komið er af stað í fyrirtækjarekstur og þannig aukið samkeppnishæfni sína því mjög gagnlegt er að hafa aðgang að þekkingu og reynslu öflugra kvenna víðsvegar um landið. Í vor fagnar Impra 10 ára afmæli Brautargengis en í heild hafa um 700 konur útskrifast frá því Brautargengisnámskeiðin hófust í Reykjavík. Á Akureyri lauk níunda Brautargengisnámskeiðinu með útskrift tólf kvenna á dögunum. Útskriftarhópurinn var sérlega glæsilegur og býr yfir mikilli starfsreynslu og menntun. Meðal hópsins eru leiðsögumenn, tölvunarfræðingar, hönnuðir, konur úr heilbrigðisgeiranum, snyrtifræðingar og hágreiðslukonur svo eitthvað sé nefnt. Hvatningarviðurkenningu Brautargengis á Akureyri fékk Hafdís Sverrisdóttir fyrir viðskiptaáætlun um Kofann, skólagæslu á Dalvík. Hafdís fór í haust skipulega í gegnum hvaða möguleika hún gæti nýtt inn í sinn rekstur og setti fram hnitmiðaða og skýra viðskiptaáætlun. Þessi vinna á án efa eftir að skila sér vel inn í fyrirtækið og verða til þess að efla starfsemi þess á Dalvík. Viðurkenningu fyrir bestu viðskiptahugmyndina fengu Dóróthea Jónsdóttir og Jónína Hjaltadóttir. Verkefni þeirra, Amma Djó, veitingar og handverk, er unnið út frá tækifæri sem þær stallsystur sáu hér á markaðnum. Þær eru komnar með góðan grunn að verkefninu og verður áhugavert að sjá hvernig þjónustan verður þróuð. Brautargengi er námskeið í gerð viðskiptaáætlana. Það er opið fyrir allar konur, hvort sem þær eru með hugmyndir sem þær vilja þróa og skoða nánar eða konur sem þegar eru í rekstri. Næsta Brautargengisnámskeið á Akureyri hefst í febrúar en nánari upplýsingar er að finna hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/miklar-skemmdir-vegna-heitavatnsleka-i-husi-a-akureyri
Miklar skemmdir vegna heitavatnsleka í húsi á Akureyri Miklar skemmdir urðu í húsinu að Brekkugötu 6 á Akureyri eftir að heitt og kalt vatn hafði lekið um húsið, jafnvel svo dögum skiptir en það hefur verið mannlaust að undanförnu. Slökkvilið og lögregla komu að húsinu í dag og þar var gríðarlegur hiti og allt innanhúss gjörónýtt. Húsið, sem ber nafnið Sólgarðar, er mjög reisulegt, steinsteypt, tvær hæðir og kjallari en með timburgólfum. Blöndunartæki yfir baðkari á efstu hæð gáfu sig með fyrrgreindum afleiðingum. Samkvæmt upplýsingum Vikudags hefur verið rekið gistiheimili í hluta hússins að sumarlagi. Sem fyrr sagði hefur enginn verið í húsinu að undanförnu og því erfitt að segja nákvæmlega til um hversu lengi vatn hefur flætt þar um.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/uthlutad-ur-afreks-og-styrktarsjodi-akureyrar-i-arlegu-hofi
Úthlutað úr Afreks- og styrktarsjóði Akureyrar í árlegu hófi Hin árlega úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Akureyrar fer fram í hófi sem haldið verður í Íþróttahöllinni í dag, fimmtudaginn 27. desember kl. 16:00. Öllum Akureyringum er unnið hafa til Íslandsmeistaratitils á árinu 2007 verður afhentur minnispeningur íþróttaráðs. Árangur akureyskra íþróttamanna var góður á árinu. Samkvæmt upplýsingum sem borist hafa til stjórnar sjóðsins hafa 195 Íslandsmeistaratitlar unnist á árinu og einnig voru margir Akureyringar valdir til leiks með landsliðum í hinum ýmsu íþróttagreinum. Það er von íþróttaráðs að þessir glæsilegu afreksmenn og þjálfarar þeirra sjái sér fært að koma til athafnarinnar. Góðar veitingar verða fram bornar í boði Akureyrarbæjar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/dagny-linda-og-bjorgvin-skidafolk-arsins
Dagný Linda og Björgvin skíðafólk ársins Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri var fyrir skömmu valin skíðakona ársins 2007 af Skíðasambandi Íslands. Hún þykir afar vel að titlinum komin enda án efa fremsta skíðakona landsins og eflaust með bestu 100 skíðamönnum heims í sínum sérgreinum. Einnig var kunngjört val á skíðamanni ársins 2007 og varð Dalvíkingurinn Björgvin Björgvinsson fyrir valinu. Björgvin hefur um árabil verið einn fremsti skíðamaður ársins og kom valið því ekki á óvart.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ka-fagnar-80-ara-afmaeli-i-byrjun-naesta-ars
KA fagnar 80 ára afmæli í byrjun næsta árs Knattspyrnufélag Akureyrar, KA, fagnar 80 ára afmæli 8. janúar nk. og af því tilefni verður efnt til glæsilegs afmælisfagnaðar laugardaginn 12. janúar og er miðasala þegar hafin í KA-heimilinu. Á fundi bæjarráðs Akureyrar sl. fimmtudag, lét Baldvin H. Sigurðsson bæjarfulltrúi VG bóka, að vegna 80 ára afmælis KA, fer hann fram á að bæjarstjórn Akureyrar heiðri félagið með einhverjum hætti á þessum merku tímamótum í sögu þess, til dæmis með málþingi um íþróttir á Akureyri fyrr og nú. Einnig lagði Baldvin til að bæjarstjórn komi að mótun og marki sér stefnu fyrir bæjarfélagið um hvaða framtíðarsýn menn hafi til íþrótta almennt, gildi þeirra fyrir börn og fullorðna, fjölskyldur og samfélagið í heild. Fyrr í mánuðinum voru afhentar viðurkenningar fyrir grasrótarviðburði ársins í knattspyrnu. Það eru KSÍ og UEFA sem veita þessar viðurkenningar árlega og fór afhendingin fram í höfuðstöðvum KSÍ. Það voru þeir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, og Guðlaugur Gunnarsson, starfsmaður mótadeildar KSÍ, sem afhentu viðurkenningarnar. KA fékk viðurkenningu fyrir N1 mótið sem er grasrótarviðburður ársins (Most valuable grassroots event). KA menn hafa haldið þetta mót fyrir 5. flokk karla með miklum glæsibrag í 21 ár. Mótið og umfang þess hefur vaxið mikið og á síðasta mót mættu 34 félög með 142 lið.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/syningin-ovitar-hja-la-slaer-adsoknarmet-a-akureyri
Sýningin Óvitar hjá LA slær aðsóknarmet á Akureyri Hin geysivinsæla sýning á Óvitum mun víkja af sviði Leikfélags Akureyrar 6. janúar nk. til að rýma til fyrir nýrri frumsýningu á Fló á skinni. Uppselt hefur verið á allar sýningar verksins en tvær síðustu aukasýningarnar eru komnar í sölu, 28. desember og 5. janúar. Þegar þessar sýningar hafa verið sýndar verður aðsóknarmet fallið því þá hafa fleiri séð Óvita á Akureyri en Fullkomið brúðkaup sem er vinsælasta sýning LA frá upphafi. Áhorfendur verða þá rúmlega 12.000. Reyndar verður Fullkomið brúðkaup áfram aðsóknarmesta sýning LA í heild sinni, því auk tæplega 12.000 gesta á Akureyri sáu um 14.000 gestir sýninguna í Reykjavík. Óvitar víkja nú en stefnt er að útgáfu sýningarinnar á DVD fyrir páskana og sýningin snýr aftur á svið Samkomuhússins í september 2008. Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur voru frumsýndir hjá LA 15. september sl. í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar. Jón Ólafsson samdi nýja tónlist við verkið við texta Davíðs Þórs Jónssonar. 18 börn taka þátt í sýningunni og leika við hlið fullorðinna leikara en í aðalhlutverkum eru Guðjón Davíð Karlsson og Hallgrímur Ólafsson. Það er stefna LA að sýna hvert verk þétt en í tiltölulega stuttan tíma og þannig tryggja að staðið sé við sýningaráætlun hvers leikárs. Af þeim sökum var ákveðið að taka Óvita af fjölunum nú þrátt fyrir að enn sé glimrandi aðsókn. Því verður gamanleikurinn Fló á skinni frumsýndur 8. febrúar og sýndur fram á vor eins og að var stefnt. LA státar af stórum hópi kortagesta sem þegar hafa keypt miða á sýningar á Fló á skinni og því þótti ekki boðlegt að fresta gamanleiknum langt fram á vor eða jafnvel til næsta hausts, segir í fréttatilkynningu frá LA. Óvitar hafa verið sýndir allt að fimm sinnum í viku. Ökutímar, sem frumsýndir voru 2. nóvember, hafa einnig notið fádæma aðsóknar og verður verkið sýnt út janúar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/tonlistarsveisla-i-akureyrarkirkju-milli-jola-og-nyars
Tónlistarsveisla í Akureyrarkirkju milli jóla og nýárs Það verður boðið upp á sannkallaða tónlistarveislu í Akureyrarkirkju föstudaginn 28. desember nk. kl. 20.00, þegar stórtenórinn Kristján Jóhannsson og vinir hans og nemendur halda þar tónleika. Með Kristjáni verða þrír aðrir karlkyns stórsöngvarar, Hlöðver Sigurðsson, Valdimar Hilmarsson og Gissur Páll Gissurason. Tvær glæsilegar söngkonur verða í hópnum, Jóna Fanney Svavarsdóttir, bróðurdóttir Kristjáns, og Alexandra Rigacci - Tarling, kona Valdimars. Um undirleikinn sér sænskur píanisti sem starfar í London, Magnus Gilljam. Vikudagur heyrði í þeim Valdimari, Hlöðveri og Gissuri en þeir hafa allir verið í söngnámi hjá Kristjáni. Þeir sögu að mikill áhugi væri fyrir tónleikunum, sjálfir ætla þeir að mæta í sínu besta formi og með glæsilega efnisskrá. Var ekki annað að heyra en að þeir félagar hafi lært ýmislegt fleira en að syngja hjá meistara Kristjáni. "Þegar þrír tenórar mætast, (Kristján, Gissur og Hlöðver) er hreinlega von á náttúruhamförum," sagði Gissur kokhraustur. "Ég er nú hafður með til að halda þeim á jörðinni," sagði bassbaritóninn Valdimar og bætti við að menn væru orðnir býsna spenntir að mæta norður til að syngja. Gissur hefur aldrei sungið á Akureyri en hlakkar mikið til, enda hefur hann heyrt af því að þar sé harðasti áheyrendahópur norðan alpafjalla. "Og vita ekki allir best um söng á Akureyri," spurði Gissur. Hlöðver hefur haldið tónleika á Akureyri, m.a. í Ketilhúsinu og hann sagði að Akureyringar vissu hvernig tenórinn á hljóma og því yrðu menn að standa undir nafni. Valdimar er ættaður úr Höfðahverfi og margir af ættingjum hans búa á Grenivík. Sjálfur bjó hann í 10 ár á Húsavík og hann hóf sinn óperusöngferil í hjá Leikfélagi Akureyrar. Hlöðver er Siglfirðingur, hann lærði söng þar og víðar, í London og Austurríki og endaði svo hjá Kristjáni á Ítalíu líkt og Gissur og Valdimar. Gissur sagðist ekki geta státað af þessari norðlensku tengingu en taldi það ekki koma að sök, þótt hann væri ættaður að vestan og úr Flóanum. "Ég hóf þó mitt söngnám hjá Magnúsi Jónssyni frænda Kristjáns og hann var mjög öflugur. Í kjölfarið fór ég í söngskóla á Ítalíu og eftir það fór ég á flakk til að leita mér að góðum kennara til að slípa það sem hafði lært í skólanum. Á endanum varð svo Kristján fyrir valinu og hann er alveg meiriháttar kennari," sagði Gissur. Sem fyrr segir verður boðið upp á glæsilega efnisskrá, óperuperlur, hátíðlega tónlist og eitthvað af íslenskri tónlist. Mikill áhugi er fyrir tónleikunum og þegar farið að ræða um aukatónleika.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/radist-a-logreglumann-a-akureyri-og-nokkur-fikniefnamal-komu-upp
Ráðist á lögreglumann á Akureyri og nokkur fíkniefnamál komu upp Lögreglan á Akureyri var kölluð að skemmtistað í bænum í nótt þar sem að maður hafði ráðist á dyraverði staðarins og m.a. skallað einn dyravörðinn í andlitið. Þegar lögreglan kom á staðinn var maðurinn töluvert æstur. Þegar verið var að hafa afskipti af manninum réðst hann á lögregluna og sparkaði hann m.a. í fætur og bak lögreglumanns. Lögreglumennirnir þurftu einnig að verjast ágangi vina mannsins þegar þeir voru að hafa afskipti af honum en töluverður mannfjöldi var inni á skemmtistaðnum. Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöðina þar sem að hann var vistaður. Þetta er í annað sinn á réttri viku sem ráðist er á lögregluþjón að störfum á Akureyri. Við fíkniefnaeftirlit á Siglufirði í nótt handtók lögreglan þrjá menn vegna gruns um fíkniefnamisferli. Húsleitir voru framkvæmdar í kjölfarið og fann lögregla nokkurt magn fíkniefna. Einnig var leitað í bifreið í eigu mannanna. Við fíkniefnaeftirlitið notuðu lögreglumennirnir fíkniefnahund lögreglunnar á Akureyri. Mennirnir voru yfirheyrðir og sleppt að loknum yfirheyrslum. Lögreglan á Akureyri hafði í gærkvöld afskipti af ökumanni á Akureyri sem grunaður er að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn var fluttur á lögreglustöðina þar sem að sýni voru tekin úr honum vegna rannsóknar máls. Ökumanninum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Lögreglumenn urðu svo varir við sama ökumann á ferðinni á bifreið seinna um nóttina. Þegar þeir gáfu ökumanninum stöðvunarmerki reyndi hann að stinga lögreglu af og ók á mikilli ferð stutta vegalengd en stöðvaði síðan og hljóp úr bifreiðinni. Lögreglumennirnir hlupu ökumanninn uppi og handtóku hann vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Seinni part föstudagsins 21. desember hljóp lögreglan á Akureyri einnig uppi ökumann sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn var í annarlegu ástandi og var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöðina á Akureyri.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/aldrei-fleiri-nemendur-brautskradir-fra-vma-i-desember
Aldrei fleiri nemendur brautskráðir frá VMA í desember Alls voru 95 nemendur brautskráðir frá Verkmenntaskólanum á Akureyri í vikunni og hafa aldrei fleiri nemendur verið brautskráðir frá skólanum á þessum árstíma. Í þessum hópi voru m.a. 37 stúdentar, 14 sjúkraliðar og 28 rafvirkjar. Í máli Hjalta Jóns Sveinssonar skólameistara kom fram að nemendum af erlendu bergi brotnum fjölgaði á hverju ári og nú er svo komið að í skólanum eru nemendur af níu þjóðernum. Um 1350 nemendur hófu nám við skólann í haust auk þess sem 700 innrituðust í fjarnám. Hjalti Jón sagði að nú sem hin síðari ár hafi nemendum fjölgað jafnt og þétt. "Við reiknum ekki með að þeim geti fjölgað öllu meira - enda er það svo að húsnæði skólans rúmar ekki umfangsmeiri starfsemi en þá sem fyrir er og má segja að við höfum teflt á tæpasta vað í haust og að lengra verði ekki gengið að óbreyttu," sagði Hjalti Jón. Hann gerði frumvörp til laga um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla að umtalsefni og sagði að þau gæfu mörg fyrirheit og vonir um að skemmtilegir tímar fari í hönd. Hjalti Jón sagði að með nýju lögunum verði öflugum framhaldsskólum á borð við VMA gert kleift að bjóða upp á nám á tækniskóla- eða háskólastigi. "Við hugsum okkur að sjálfsögðu gott til glóðarinnar - og munum m.a að líkindum geta boðið brautskráðum iðnmeisturum upp á nám í iðnfræði, svo dæmi sé tekið, en hingað til hefur slíkt aðeins verið á valdi háskóla eða tækniskóla. Þá sjáum við hér raunhæfan möguleika á að bjóða hinum fjölmörgu efnilegu nemendum okkar upp á frekara listnám að loknu stúdentsprófi," sagði Hjalti Jón.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/margir-a-faraldsfaeti-fyrir-jolin
Margir á faraldsfæti fyrir jólin Fjölmargir landsmenn eru á faraldsfæti fyrir þessi jól líkt og venjulega og fara starfsmenn Flugfélags Íslands á Akureyrarflugvelli ekki varhluta af því. Í gær var flogið 12 sinnum milli Akureyrar og Reykjavíkur, í dag laugardag verða farnar 7 ferðir, á morgun, Þorláksmessu, verða farnar 8 ferðir og á aðfangadag verða farnar þrjár ferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur. Kristján Bjarnason, þjónustustjóri Flugfélags Íslands á Akureyrarflugvelli, gerir ráð fyrir að flugfarþegar á áðurnefndum dögum verði á þriðja þúsund talsins. Fullt er í allar vélar sem koma frá Reykjavík til Akureyrar en heldur færri farþegar eru á leiðinini frá Akureyri. Þá hefur verið mikið um fraktflutninga flugleiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur. Einnig ferðast margir með áætlunarbílum á milli staða innanlands, sem og á einkabílum. Samkvæmt veðurspá ætti að vera þokkalegasta ferðaveður víðast hvar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/saga-capital-styrkir-fsa-til-kaupa-a-beinthettnimaeli
Saga Capital styrkir FSA til kaupa á beinþéttnimæli Saga Capital Fjárfestingarbanki hefur ákveðið að styrkja Sjúkrahúsið á Akureyri til kaupa á fullkomnum beinþéttnimæli. Eldri beinþéttnimælir sjúkrahússins, sem hefur í nær áratug þjónað Norðlendingum, er nú óstarfhæfur vegna bilana. Því hefur orðið að senda fjölmarga til Reykjavíkur til rannsóknar á beinþynningu. Þörfin er brýn fyrir þjónustu heima í héraði, því árlega má áætla að 1200-1400 beinbrot megi rekja til beinþynningar á Íslandi. Í haust hratt Sjúkrahúsið á Akureyri í samvinnu við Beinvernd af stað fjáröflunarherferð til söfnunar á nýjum beinþéttnimæli af fullkomnustu gerð en áætlaður kostnaður er um 10 milljónir króna. Í vikunni afhenti Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, Halldóri Jónssyni, forstjóra Sjúkrahússins, styrk upp á tvær milljónir króna til styrktar þessu málefni. Styrkurinn var afhentur á myndgreiningardeild sjúkrahússins þar sem mælirinn verður staðsettur. Með þeim á myndinni eru f.v. Þóra Ákadóttir, starfandi framkvæmdastjóri hjúkrunar; Örn Orri Einarsson, forstöðulæknir myndgreiningardeildar; Elvar Örn Birgisson, forstöðugeislafræðingur; Þorvaldur Ingvarsson, framkvæmdastjóri lækninga; Vignir Sveinsson, framkvæmdastjóri fjármála og reksturs Sjúkrahúsins á Akureyri. Halldór segir að þessi styrkur geri það að verkum að sjúkrahúsið geti nú pantað nýjan beinþéttnimæli. ,,Í ljósi þess að önnur hver fimmtug kona og þriðji hver fimmtugur karl geti átt von á því að verða fyrir beinbroti vegna beinþynningar er mælir sem þessi mikilvægur fyrir FSA og Norðlendinga. Ætla má að allt að 700 einstaklingar komi árlega til með að nýta sér þessa þjónustu hér á FSA." Dr. Björn Guðbjörnsson, dósent í gigtarrannsóknum og formaður Beinverndar, fagnar framtakinu og segir að beinþynning sé bæði dulin, hættulegur og kostnaðarsamur sjúkdómur og ef ekkert er að gert má segja að beinþynning sé faraldur út frá lýðheilsu séð. Hann nefnir sem dæmi að allt að 250 konur mjaðmabrotni vegna beinþynningar á hverju ári hér á landi og þá séu ótalin önnur brot, þar á meðal að minnsta kosti 400 samfallsbrot á hrygg, sem hafa umtalsverð áhrif á lífsgæði kvenna. ,,Með tímanlegri greiningu á beinþynningu má hins vegar helminga brotaáhættuna og beinþéttnimælar, eins og sá sem nú er fyrirhugað að setja upp á FSA, skipta þar sköpum," segir Björn.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/islensku-jolasveinarnir-eiga-heima-i-dimmuborgum
Íslensku jólasveinarnir eiga heima í Dimmuborgum Allir íslensku jólasveinarnir þrettán búa í Dimmuborgum, samkvæmt áreiðanlegum heimildum úr Mývatnssveit. Þeir hafa birst þar daglega á milli kl. 13-15 undanfarna daga og munu að sögn halda því áfram fram að jólum. Um helgina hefur frést að þeir muni kíkja í heimsókn í hin ýmsu fyrirtæki sveitarinnar og heilsa upp á sveitunga sína og gesti. Mývatn og Mývatnssveit eru meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi á sumrin en töfrar staðarins eru ekki síður magnaðir að vetrarlagi. Það þarf því engan að undra að jólasveinarnir hafi valið sér Dimmuborgir sem heimili, enda eru þeir þar í góðum félagsskap steinrunninna íslenskra trölla og annarra vætta. Jólasveinarnir í Dimmuborgum eru liður í svokölluðu snjótöfraverkefni (e. Snow Magic Mývatn) sem sett var á laggirnar árið 2004. Markmið þess er að efla ferðaþjónustu Í Mývatnssveit að vetrarlagi með áherslu á sögu og menningu sveitarinnar. Unnið er að verkefninu með stuðningi ýmissa fyrirtækja og opinberra aðila. Meðal annars hefur Skútustaðahreppur stutt við bakið á verkefninu, enda snýst það meðal annars um nýsköpun og vöruþróun á svæðinu. Samfélagssjóður Alcoa hefur nú lagt hönd á plóginn og mun styðja Snjótöfraverkefnið myndarlega næstu tvö árin. Kristján Þ. Halldórsson verkefnisstjóri samfélagsmála Alcoa á Norðurlandi, afhenti Guðrúnu Maríu Valgeirsdóttur, sveitarstjóra Skútustaðahrepps, styrkinn í vikunni. Snjótöfraverkefnið er norrænt samstarfsverkefni þriggja aðila: Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, Sorsele í Svíþjóð og Rovaniemi í Finnlandi. Markmið íslenska hlutans er að efla atvinnulíf í Mývatnssveit, sérstaklega yfir vetrartímann, með áherslu á ferðaþjónustu og menningu. Verkefni Snjótöfra í Mývatnssveit eru margvísleg. Unnið hefur verið að skráningu gamalla sagna hjá eldri Mývetningum. Vinnuhópur hefur hannað og skapað fjölbreytileg listaverk í snjó og ís. Mývetningar eru einnig þátttakendur í umfangsmikilli jólasýningu í Rovaniemi í Finnlandi þar sem íslensku jólasveinarnir eru í hávegum hafðir. Í tengslum við það verkefni hafa verið hönnuð og gefin út póstkort með íslensku jólasveinunum. Í tilefni þess að heimkynni jólasveinanna standa gestum opin í desember hafa velunnarar þeirra einnig hannað og saumað á þá nýja og skínandi fallega búninga.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/von-a-godri-adsokn-i-hlidarfjall-um-jolin
Von á góðri aðsókn í Hlíðarfjall um jólin Þrátt fyrir hláku að undanförnu verður opið í Hlíðarfjalli um jólin samkvæmt áður auglýstum opnunartíma, að sögn Guðmundar Karls Jónssonar forstöðumanns Skíðastaða. „Við höfum náð að halda opnu þrátt fyrir þessa hláku þó að vissulega séu ekki allar leiðir opnar vegna hennar," bætti Guðmundur við. Hann segir skíðavertíðina, sem hófst 6. desember sl., hafa farið ágætlega af stað og aðsóknin verið góð. Vissulega sé aðsóknin ekki jafn mikil síðustu dagana fyrir jól enda fólk á kafi í jólaundirbúningi, milli jóla og nýárs snaraukist aðsóknin alltaf og á hann von á því að svo verði einnig nú.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/samningur-baejarins-og-thors-vegna-bogans-enn-i-gildi
Samningur bæjarins og Þórs vegna Bogans enn í gildi Á fundi íþróttaráðs Akureyrar í vikunni var fjallað um endurskoðun rekstrarsamninga íþróttafélaganna frá 2001. Tekið var fyrir erindi frá Sigfúsi Ólafi Helgasyni f.h. Íþróttafélagsins Þórs þar sem farið er fram á skilgreiningu á gildistíma viðaukasamnings sem gerður var vegna vöktunar Bogans. Íþróttaráð staðfestir að viðaukasamningur vegna vöktunar Bogans sem gerður var við gildandi rekstrarsamning milli Akureyrarbæjar og Þórs er í fullu gildi. Íþróttaráð staðfestir einnig að rekstrarfyrirkomulag Bogans verður óbreytt á meðan ekki verður um annað samið eða samningnum sagt upp. Einnig var á fundi íþróttaráðs tekið fyrir erindi frá Ástu Ásmundsdóttur formanni Léttis þar sem farið er fram á stuðning vegna reksturs reiðhallar. Íþróttaráð tekur jákvætt í erindi Léttis og telur að skoða verði aðkomu Akureyrarbæjar að föstum rekstri reiðhallarinnar sem og að styrkja starfsemi barna, unglinga og fatlaðra í húsinu. Íþróttaráð vísaði erindinu til bæjarráðs og fól deildarstjóra að skila gögnum til ráðsins í samræmi við umræður á fundinum.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/heildarskatttekjur-horgarbyggdar-rumar-196-milljonir-a-naesta-ari
Heildarskatttekjur Hörgárbyggðar rúmar 196 milljónir á næsta ári Fjárhagsáætlun Hörgárbyggðar fyrir árið 2008 liggur nú fyrir. Heildarskatttekjur sveitarfélagsins á næsta ári eru áætlaðar rúmlega 196 milljónir, sem yrði um 7% hækkun frá áætlaðri niðurstöðu ársins 2007. Af þessum tekjum er áætlað að alls tæplega 176 milljónum króna verði varið til rekstrarþátta sveitarfélagsins og tæplega 21 milljón króna fari til framkvæmda. Hlutfall skatttekna til framkvæmda verður 10,6% samkvæmt áætluninni. Það er mun hærra hlutfall en almennt gerist. Helstu framkvæmdir sveitarfélagsins á árinu verða endurbætur á sundlauginni á Þelamörk, framhald á gatnagerð við Lækjarvelli, endurbætur í Hlíðarbæ, endurbætur á rotþró Skógarhlíðarhverfis og frágangur í kringum Birkihlíð og nýbyggingu leikskólans. Þetta kemur fram á vef Hörgárbyggðar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/aukin-verkefni-hja-slippnum-vegna-skipsstranda
Aukin verkefni hjá Slippnum vegna skipsstranda Nokkuð hefur bæst við af óvæntum verkefnum hjá Slippnum Akureyri að undanförnu vegna skipsstranda. Þannig annast Slippurinn nú bráðabirgðaviðgerð á fluttningaskipinu Axel sem strandaði fyrir utan Hornafjörð fyrir skömmu en fullnaðarviðgerð fer fram erlendis. Einnig sér fyrirtækið um viðgerð á Súlunni EA sem strandaði í innsiglingunni til Grindavíkur. Báðum verkefnum á að ljúka um áramót. Anton Benjamínsson framkvæmdastjóri Slippsins sagði að þrátt fyrir þessi óvæntu verkefni þurfi stöðin ekki að bæta við sig mannskap heldur nægi að vinna á vöktum og færa menn til í verkefnum. Hann sagði aðspurður að Slippurinn hefði getað unnið fullnaðarviðgerð á Axel en það sé auðvitað ákvörðun eiganda skipsins og tryggingafélags þess hvar viðgerðin skuli fara fram.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/karlmadur-a-akureyri-vann-54-milljonir-krona
Karlmaður á Akureyri vann 54 milljónir króna Karlmaður á Akureyri datt í lukkupottinn þegar dregið var í Víkingalottóinu í vikunni en hann fékk bónuspottinn, sem ekki hafði gengið út í margar vikur og hljóðaði vinningurinn upp á 54 milljónir króna. Enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti vikunnar og er 1. vinningur því tvöfaldur næst. Akureyringar hafa verið einstaklega heppnir í lottóinu á árinu og unnið stóra vinninga samtals að upphæð rúmar 190 milljónir króna. Í byrjun október hreppti Akureyringur fyrsta vinning í Víkingalottóinu, samtals 105 miljónir króna. Fyrir hálfum mánuði deildu tveir með sér fyrsta vinningnum í laugardagslottóinu og var annar miðinn keyptur á Akureyri. Vinningshafinn, sem er kona, hafði verið með miðann í veskinu sínu og ekki látið verða að því að skoða hann fyrr en hún heyrði umfjöllum um stórvinninga sem komið hafa á Akureyri á árinu. Í apríl kom 10 miljóna króna vinningur á miða sem keyptur var á Akureyri. Enginn var með allar tölurnar réttar í laugardagslottóinu í síðustu viku og er fyrsti vinningur því tvöfaldur á morgun.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/simey-taki-vid-rekstri-menntasmidju-kvenna-og-althjodahus-vid-althjodastofu
Símey taki við rekstri Menntasmiðju kvenna og Alþjóðahús við Alþjóðastofu Á fundi samfélags- og mannréttindaráðs í vikunni samþykkti meirihluti ráðsins að annars vegar verði gengið til viðræðna við Símey um að hún taki að sér umsjón og rekstur Menntasmiðju kvenna og hins vegar verði gengið til viðræðna við Alþjóðahús um að það taki að sér umsjón og rekstur Alþjóðastofu. Tilgangurinn með viðræðunum við Símey er að kanna möguleika á samlegð og samnýtingu þeirrar þjónustu sem hefur verið í boði á báðum stöðum. Löng reynsla er af starfi Menntasmiðju kvenna og hjá Símey hefur verið unnið mikið uppbyggingarstarf í fullorðinsfræðslu. Þá hefur Byr - starfsendurhæfing Norðurlands tekið til starfa í tengslum við Símey og þar gætu leynst góðir samlegðarmöguleikar með Menntasmiðju kvenna. Það er mat meirihluta ráðsins að með þessu geti skapast tækifæri til að efla þennan þátt í starfsemi bæjarins. Áherslur samfélags- og mannréttindaráðs í viðræðum við Símey eru að hugmyndafræðin í starfi Menntasmiðjunnar haldi sér og að tryggt sé að áfram verði í boðið uppá sambærilega menntun og leiðsögn. Alþjóðahús leitaði nýlega til Akureyrarbæjar með hugmynd um gerð þjónustusamnings um rekstur þjónustu fyrir íbúa Akureyrar af erlendum uppruna. Akureyrarbær hefur rekið starfsemi fyrir sama markhóp þ.e. Alþjóðastofu frá árinu 2002 og er það mat meirihluta samfélags- og mannréttindaráðs að formlegt samstarf við Alþjóðahús gefi tækifæri til aukinnar starfsemi og fjölbreyttari. Alþjóðahús hefur einnig leitað til annarra sveitarfélaga sem og stéttarfélaga á Norðurlandi með það að markmiði að samræma þjónustustig yfir landið og byggja upp enn öflugri þjónustu á þessu landsvæði.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/skolamaltidir-a-akureyri-haekka-i-verdi
Skólamáltíðir á Akureyri hækka í verði Meirihluti bæjarráðs Akureyrar samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu um að gjaldskrá skólamötuneyta grunnskóla hækki um 7% frá og með 1. janúar 2008. Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi L-lista greiddi atkvæði á móti tillögunni. Ástæða hækkunarinnar er fram komin hækkun á hráefni, kjarasamningsbundnar launahækkanir og hallarekstur á árinu 2007 en reksturinn á að standa undir kostnaði. Verð á máltíð í annaráskrift verður kr. 274 og stakar máltíðir munu kosta kr. 370. Áður hafði meirihluti skólanefndar samþykkt tillöguna.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/leikskolar-a-akureyri-styrka-hetjurnar
Leikskólar á Akureyri styrka Hetjurnar Aðstandendur kennsluefnisins Lífsleikni í leikskóla afhentu formanni Hetjanna, félagi aðstandenda langveikra barna á Norðurlandi, peningagjöf að upphæð 200 þúsund krónur í gær. Styrkurinn er hluti af ágóða sem fengist hefur með sölu kennsluefnisins. Tilurð verkefnisins má rekja til ársins 2000 þegar leikskólarnir Krógaból, Síðusel og Sunnuból réðust í þriggja ára þróunarverkefni sem heitir Lífsleikni í leikskóla. Afrakstur þeirrar vinnu leit dagsins ljós haustið 2006 þegar kennsluefni sem byggt er á verkefninu var gefið út og segir Guðrún Óðinsdóttir verkefnisstjóri að ríkulegir styrkir frá Kristnihátíðarsjóði hafi gert útgáfuna mögulega. Kennsluefnið hefur síðan verið selt víða um land ásamt því sem fulltrúar verkefnisins hafa haldið námskeið í innleiðingu efnisins í leikskóla. Það voru Anna R. Árnadóttir leikskólastjóri Krógabóls, Kristín Sigurðardóttir leikskólastjóri Sunnubóls, Snjólaug Pálsdóttir leikskólastjóri Síðusels, Guðrún Óðinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri Síðusels og verkefnastjóri Lífsleikni í leikskóla sem afhentu þeim Sveinu Pálsdóttir formanni Hetjanna og Lovísu Jónsdóttur frá Hetjunum styrkinn.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/busaeld-kaupir-oll-hlutabref-i-nordlenska
Búsæld kaupir öll hlutabréf í Norðlenska Skrifað hefur verið undir samning um að Búsæld ehf. - félag kjötframleiðenda í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austur- og Suðausturlandi kaupi 45,45% hlut KEA svf. í kjötvinnslufyrirtækinu Norðlenska. Fyrir átti Búsæld rétt tæp 40% í félaginu. Búsæld kaupir hlut KEA í Norðlenska á genginu 1,705 og greiðir 426 milljónir króna fyrir hann. Þá hefur verið skrifað undir samninga um kaup Búsældar á samtals um 7,81% hlut Norðurþings og Akureyrarbæjar í Norðlenska á genginu 1,705. Einnig kaupir Búsæld 7,27% hlut Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga í félaginu á sama gengi. Þá hefur verið gengið frá samningi við fasteignafélagið Miðpunkt á Akureyri, sem er í eigu Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, um kaup þess á öllum fasteignum Norðlenska við Grímseyjargötu á Akureyri og yfirtöku á lóðarleigusamningi. Skrifað var undir samninginn við Akureyrarbæ með fyrirvara um samþykki bæjarráðs. Eftir kaup Búsældar á hlut KEA, Akureyrarbæjar, Norðurþings og Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga í Norðlenska, sem samtals eru að upphæð um 568 milljónir króna, er Norðlenska í eigu Búsældar. Kaup Búsældar á hlutabréfum KEA í Norðlenska eru samkvæmt hluthafasamkomulagi sem KEA og Búsæld gerðu árið 2004 og kvað á um að Búsæld hefði rétt á kaupum á öllum hlutabréfum KEA í Norðlenska fyrir árslok 2007. Landsbankinn, viðskiptabanki Búsældar, fjármagnar kaup félagsins á hlutabréfum í Norðlenska. Aðkoma Miðpunkts að málinu með kaupum á fasteignunum á Akureyri skiptir sköpum fyrir Búsæld í kaupum á öllum hlutabréfum í Norðlenska og að framleiðendur eignist þannig félagið að fullu. Eftir sem áður verður Norðlenska með starfsemi sína - stórgripasláturhús og kjötvinnslu - í núverandi húsakynnum, en mun eftir þessa sölu leigja þau samkvæmt bindandi tólf ára leigusamningi. Norðlenska mun áfram eiga og reka núverandi fasteignir félagsins á Húsavík, þar sem er sauðfjársláturhús og langstærsta sérhæfða vinnslustöð landsins fyrir kindakjöt. Í Búsæld eru nú um 530 kjötframleiðendur af Norðurlandi, Austurlandi og Suðausturlandi. Í gegnum félagið hafa tengsl kjötframleiðenda við Norðlenska verið sterk og munu styrkjast enn frekar nú þegar Búsæld á fyrirtækið. Norðlenska er eitt af stærstu fyrirtækjum á Norðausturlandi. Velta félagsins í ár verður rúmlega þrír milljarðar króna. Hjá félaginu eru um 180 ársverk, þar af um 170 ársverk á Akureyri og Húsavík, 8 á Höfn í Hornafirði og 6 í Reykjavík. Upphaflegt markmið með stofnun Búsældar var að félagið eignaðist Norðlenska. Búsæld fagnar því að því markmiði hafi verið náð. Félagið vill á þessum tímamótum þakka KEA, Akureyrarbæ, Norðurþingi og Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum fyrir samstarfið á undanförnum árum.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/akureyri-fekk-fram-i-bikarnum
Akureyri fékk Fram í bikarnum Akureyri Handboltafélag mætir FRAM á heimavelli þeirra síðarnefndu í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppninnar í handbolta en dregið var í höfuðstöðvum HSÍ í gær. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Valur og Víkingur. Akureyri fær því engan heimaleik í bikarkeppninni þetta árið en liðið hefur þrisvar áður í keppninni dregist á útivelli í ár. Úrslitaleikurinn fer fram í Laugardalshöllinni eins og venjulega og því er öruggt að sá leikur verður ekki heimaleikur hjá Akureyri.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ekki-ordid-vid-oskum-um-auknar-fjarveitingar-til-leikskola
Ekki orðið við óskum um auknar fjárveitingar til leikskóla Á fundi skólanefndar Akureyrar í gær var tekið fyrir erindi frá Önnu R. Árnadóttur og Björgu Sigurvinsdóttur leikskólastjórum f.h. leikskólastjóra í leikskólum Akureyrarbæjar, þar sem þær vilja koma á framfæri óánægju sinni vegna þess að ekki hefur verið komið til móts við óskir þeirra um auknar fjárveitingar til leikskólanna en í staðinn er veitt auknum fjármunum til að tölvuvæða grunnskólakennara. Í bókun skólanefndar kemur fram að fartölvuvæðing grunnskólakennara sé í samræmi við samstarfssamning meirihlutans í bæjarstjórn og átti að koma til framkvæmda skólaárið 2006-2007. Skólanefnd býður leikskólastjórum og trúnaðarmönnum til fundar ásamt bæjarstjóra og formanni bæjarráðs, eftir áramót til þess að ræða þessi mál. Anna Lilja Sævarsdóttir óskaði eftir að bóka eftirfarandi fyrir hönd bakhóps leikskóla: "Bakhópur leikskóla vill árétta þá skoðun sem fram kemur í erindi því sem leikskólastjórar hafa sent skólanefnd. Það er gleðilegt þegar hægt er að auka það fjármagn sem fer til skólamála. Bakhópur telur hins vegar, eins og leikskólastjórar, að annar forgangur hefði mátt vera á nýtingu þessara fjármuna. Það er okkar von að þar sem þessi fartölvuvæðing var möguleg ári á undan áætlun, verði hægt að flýta fartölvum fyrir stjórnendur leikskólanna og breytingu á starfi aðstoðarleikskólastjóra sem því nemur. Það komi því einnig til framkvæmda ári á undan áætlun, eða árið 2008."
https://www.vikubladid.is/is/frettir/skolanefnd-akureyrar-fagnar-nidurstodum-pisa-rannsoknar
Skólanefnd Akureyrar fagnar niðurstöðum PISA rannsóknar Skólanefnd Akureyrar fagnar niðurstöðum PISA rannsóknarinnar 2006, sem nú liggja nú fyrir en málið var til umræðu á fundi nefndarinnar í gær. Í gögnum sem liggja fyrir frá Námsmatsstofnun og fræðslustjóri fór yfir á fundinum má sjá að grunnskólarnir á Akureyri eru vel yfir meðaltali Íslands í öllum greinum þ.e. lesskilningi, stærðfræði og náttúrufræði og að árangri nemenda á Akureyri er ekki að hraka eins og fram hefur komið í fréttum af árangri Íslands í heild. Nemendur í grunnskólum Akureyrarbæjar standa sig best í stærðfræði og er árangurinn vel yfir meðaltali OECD ríkjanna, en í lesskilningi og náttúrufræði liggur árangurinn við eða yfir meðaltali OECD ríkjanna. Þessi árangur í öllum þremur greinunum staðfestir að í grunnskólunum á Akureyri er í heildina unnið gott starf en alltaf má gera betur og því þarf að nýta þessa niðurstöður til að greina styrkleika og veikleika í námi nemenda svo kennarar, stjórnendur og foreldrar geti lagst á eitt til að gera enn betur, segir í bókun skólanefndar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/nordlenska-styrkir-neistann
Norðlenska styrkir Neistann Í stað þess að senda jólakort til viðskiptavina styrkir Norðlenska eins og undanfarin ár líknarfélag. Að þessu sinni styrkir Norðlenska Neistann - styrktarfélag hjartveikra barna á Norðurlandi, um eitt hundrað þúsund krónur. Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, afhenti styrkinn sem tveir fjögurra ára drengir, Aðalbjörn Leifsson og Júlíus Freyr Gunnarsson, veittu viðtöku fyrir hönd Neistans. Að sögn Ingvars Más er þetta fjórða árið í röð sem fyrirtækið hefur þennan háttinn á fyrir jólin. Norðlenska hefur styrkt félagasamtök á þeim stöðum þar sem fyrirtækið hefur starfsemi. Árið 2005 var styrkurinn afhentur á Húsavík, í fyrra á Höfn í Hornafirði og nú er félag á Akureyri styrkt. „Félag eins og Neistinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna og vinnur afar gott starf. Vonandi munu þessir fjármunir nýtast félaginu vel," segir Ingvar Már Gíslason.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/umferd-a-akureyri-nordur-ur-baenum-i-heildarskodun
Umferð á Akureyri norður úr bænum í heildarskoðun Á fundi skipulagsnefndar Akureyrar nýlega voru umferðarmál í bænum til umræðu og m.a. verið að huga að leiðum þungaflutninga og leiðum gangandi. Formaður skipulagsnefndar lagði til að umferð á og við Krossanesbraut og Undirhlíð verði tekin til skoðunar með mögulegri stýringu eins og gert var á Mýrarvegi. Skipulagsnefnd samþykkti að fela skipulagsstjóra að koma umferð norður úr bænum í heildarskoðun. Hugað skal að leiðum þungaflutninga og leiðum gangandi. Þær leiðir sem skoða skal eru Hörgárbraut - Tryggvabraut - Krossanesbraut - Óðinsnes - Laufásgata - Undirhlíð og Hlíðarbraut. Hafa skal samráð við Vegagerðina og framkvæmdaráð.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/kea-stydur-hjalparstarf-kirkjunnar
KEA styður Hjálparstarf kirkjunnar KEA hefur fært Hjálparstarfi kirkjunnar 70 matarpoka, sem verða afhentir skjólstæðingum Hjálparstarfsins núna í aðdraganda jólanna. Þetta er fjórða árið í röð sem KEA réttir Hjálparstarfi kirkjunnar hjálparhönd með þessum hætti, en í hverjum matarpoka er KEA-hamborgarhryggur frá Norðlenska og meðlæti. Úthlutun Hjálparstarfs kirkjunnar hófst í dag, 17. desember, í Glerárkirkju á Akureyri og stendur til 22. desember. Beiðnir um aðstoð berast prestum á Eyjafjarðarsvæðinu og í Þingeyjarsýslum og þeir vísa þeim síðan til Hjálparstarfs kirkjunnar. "Fyrir marga eru það ákaflega þung spor að leita aðstoðar," segir Jón Oddgeir og er afar þakklátur fyrir þann stuðning sem KEA í samstarfi við Norðlenska hefur sýnt Hjálparstarfi kirkjunnar með þessum hætti.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/3g-thjonusta-simans-tekin-i-notkun-a-akureyri
3G þjónusta Símans tekin í notkun á Akureyri Síminn hefur tekið þriðju kynslóðar farsímakerfi (3G) í notkun á Akureyri og býðst öllum viðskiptavinum fyrirtækisins sem eiga 3G-farsíma að nýta sér kosti þjónustunnar. Meðal helstu nýjunga eru myndsímtöl, þar sem viðmælendur sjá hvor annan meðan á samtali stendur, móttaka sjónvarpsútsendinga, msn netspjall og streymi myndefnis og tónlistar í farsímann. 3G-þjónustuna má jafnframt nota til að nettengja fartölvur með meiri gagnahraða en áður hefur verið í boði. Það var Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, sem tók 3G kerfið formlega í notkun í dag. Sævar Freyr afhenti við það tækifæri Sigrúnu Jakobsdóttur bæjarstjóra Akureyrarbæjar 3G netkort í fartölvu til að hún upplifi af eigin raun þau þægindi og frelsi sem 3G þráðlaus nettenging getur haft í för með sér í annasömu starfi bæjarstjórans. "Það er mér mikið ánægjuefni að opna fyrir 3G þjónustu Símans hérna á Akureyri. Það er okkar von að Akureyringar taki vel á móti þeim tækifærum sem 3G þjónustan hefur í för með sér fyrir fólk í starfi og leik. Það var alltaf markmiðið að 3G netvæða Akureyri sem allra fyrst á eftir höfðuborgarsvæðinu og með opnuninni í dag höfum við náð því takmarki, fyrr en áætlað var," segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans. Viðskiptavinir sem vilja nýta sér 3G-þjónustu Símans geta nálgast nýtt SIM-kort í öllum verslunum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu. Farsíminn þarf að vera 3G- samhæfður, en upplýsingar um hvaða símtegundir ráða við 3G má m.a. finna á vef Símans, http://www.siminn.is/. Viðskiptavinir fá ný SIM-kort án endurgjalds og geta nýtt sér kosti 3G-kerfisins þegar kortið hefur verið sett í farsímann og sett hefur verið upp sérstakt forrit til að taka á móti sjónvarpsútsendingum. Síminn mun fyrst um sinn bjóða upp á útsendingar frá 8 íslenskum og erlendum sjónvarpsstöðvum í gegnum 3G og verður þjónustan gjaldfrjáls til 1. febrúar. Verðskrá fyrir aðra 3G-þjónustu Símans má finna á http://www.siminn.is/.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/logreglumadur-a-akureyri-fluttur-a-sjukrahus
Lögreglumaður á Akureyri fluttur á sjúkrahús Lögreglumaður á Akureyri var fluttur á sjúkrahús um helgina og lagður þar inn til aðhlynningar í kjölfar árásar er hann varð fyrir frá aðila sem lögreglan var að hafa afskipti af. Lögreglan var að færa handtekinn mann í lögreglubifreið fyrir utan skemmtistað í miðbænum þegar sá handtekni náði að veitast að lögreglumanninum og veita honum höfuðhögg þannig að á sá. Árásaraðilinn var fluttur á lögreglustöðina og vistaður þar. Þá var stúlku um tvítugt veitt hnefahögg í andlit inni á skemmtistað og við það brotnaði framtönn. Um eitt þúsund og átta hundruð ökumenn voru stöðvaðir um helgina víðs vegar á Norðurlandi í samstarfsverkefni lögregluliðanna á Norðurlandi gegn ölvunar- og fíkniefnaakstri. Af þeim eru fjórir grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis og þrír undir áhrifum fíkniefna. Alls hafa því sjö ökumenn verið teknir grunaðir um ölvun við akstur og fjórir fyrir ætlaðan fíkniefnaakstur í þessu samstarfsverkefni sem hófst fyrir rúmum háflum mánuði. Lögreglumenn munu hvarvetna fylgjast sérstaklega með þessum þætti áfram enda virðist full þörf á því. Lögreglan vill árétta við fólk að gæta að sér með það að fara eigi af stað of snemma á morgnana ef áfengi hefur verið haft um hönd kvöldið áður, segir á vef lögreglunnar á Akureyri.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fullnadarvidgerd-a-flutningaskipinu-axel-fer-fram-erlendis
Fullnaðarviðgerð á flutningaskipinu Axel fer fram erlendis Ákveðið hefur verið að fullnaðarviðgerð á flutningaskipinu Axel fari fram erlendis, í Litháen eða Póllandi, en ekki á Akureyri eins og áður hafði verið ákveðið. Starfsmenn Slippsins Akureyri munu hins vegar gera bráðabirgðarviðgerð á skipinu, svo hægt verði að sigla því utan til fullnaðarviðgerðar og er vonast til að sú vinna taki ekki nema um tvær vikur. Bjarni Sigurðsson, framkvæmdastjóri Dregg Shipping, eiganda Axels, sagði að þetta hafi orðið niðurstaðan við frekari skoðun á málinu. Miklar skemmdir urðu á botni skipsins er það strandaði við Hornafjörð á dögunum og er tjónið áætlað á annað hundrað milljónir króna. Bjarni sagði að um leið og búið væri að skrifa undir samninga erlendis, væri hægt að hefja forvinnu þar. Því ætti heildarviðgerðin á skipinu ekki að tefjast mikið frá upphaflegum áætlunum, þótt sigla þurfa skipinu til Litháen eða Póllands. Áætlað er að viðgerðin taki um einn og hálfan til tvo mánuði og er unnið að því að leigja annað flutningaskip á meðan. Sjópróf vegna strandsins áttu að fara fram hjá Héraðsdómi Norðurlands sl. föstudags en var frestað vegna veðurs og ófærðar. Ráðgert er að sjópróf fari fram á morgun, mánudag.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/jon-kr-og-eidur-staerstu-stofnfjareigendur-i-spnor
Jón Kr. og Eiður stærstu stofnfjáreigendur í SPNOR Jón Kr. Sólnes formaður stjórnar Sparisjóðs Norðlendinga og Eiður Gunnlaugsson stjórnarmaður voru stærstu eigendur stofnfjár í SPNOR fyrir stofnfjáraukninguna sem samþykkt var nýlega. Hvor um sig átti um 6,4 milljónir króna að nafnvirði, eða 4,18% stofnfjár. Þriðji stærsti eigandinn var Skúli Ágústsson með 3,18% en alls áttu tuttugu stærstu stofnfjáreigendurnir tæplega 37% alls stofnfjár. Stofnfjáreigendur Sparisjóðs Norðlendinga eru 135 talsins og var heildarnafnverð stofnfjár rúmar 152,7 milljónir króna. Þessar upplýsingar er að finna í lýsingu SPNOR vegna útgáfu nýrra stofnfjárhluta. Eins og fram hefur komið var samþykkt samhljóða nýlega að auka stofnfé sjóðsins um 2,7 milljarða króna að nafnvirði, í tengslum við sameiningu við Byr sparisjóð. Útboðinu lauk í vikunni en stofnfjáreigendur áttu rétt til þess að skrá sig fyrir auknu stofnfé í réttu hlutfalli við stofnfjáreign sína. Þetta þýðir að stofnfjáreigandi sem átti 1% hlut er að auka hlut sinn um 27 milljónir króna. Í næstu sætum yfir stærstu eigendur voru Guðjón Steinþórsson og Páll H. Jónsson með 2,18% stofnfjár, Gísli Jón Júlíusson með 2,09%, VBS Fjárfestingabanki með 2,05% og Saga Capital fjárfestingabanki með 2%. Aðrir í hópi tuttugu stærstu eigenda stofnfjár eru: Birgir Snorrason, Kjartan Snorrason, Hólmsteinn Hólmsteinsson, Kristján Skarphéðinsson, Oddur Thorarensen, Ragna Ragnars, Ragnar Sverrisson, Sigurður Aðalsteinsson, Sverrir Leósson, Þóra Leifsdóttir, Herdís María Júlíusdóttir og Hulda Benediktsdóttir.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ny-alma-sjukrahussins-a-akureyri-tekin-i-notkun-og-ny-kapella-vigd
Ný álma Sjúkrahússins á Akureyri tekin í notkun og ný kapella vígð Ný álma Sjúkrahússins á Akureyri var formlega tekin í notkun í dag, á ársfundi sjúkrahússins. Þrettán ár eru síðan hafist var handa við að byggja álmuna. Nýja álman mun m.a. hýsa starfsemi barna- og unglingageðdeildar, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, sjúkraflutningaskólann, móttöku fyrir sykursjúka, skrifstofur sjúkrahússins og kapellu sem vígð var í dag. Það var séra Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup sem vígði kapelluna. Valgerður Valgarðsdóttir djákni og séra Guðrún Eggertsdóttir sjúkrahúsprestur sögðu að þessi nýja kapella breytti miklu fyrir starfsemina. Einnig voru teknar í notkun nýjar skrifstofur djákna og prests, sem og aðstaða fyrir trúarlega þjónustu. Valgerður sagði að nýja kapellan hefði mikið að segja fyrir sjúkrahúsið, skjólstæðinga og tengsl við slysadeild. "Hér fara fram athafnir, bæði skírnir, kveðjustundir og aðrar athafnir." Guðrún tók undir með Valgerði og sagði að það væri alveg yndislegt að fá þessa aðstöðu í nýju kapellunni, "bæði fyrir okkur starfsfólk, sjúklinga og aðstandendur. Þetta er rými sem alltaf er opið og ekki aðeins fyrir helgiathafnir, heldur er þetta ætlað líka sem athvarf í erli dagsins fyrir þá sem hingað vilja leita."
https://www.vikubladid.is/is/frettir/veglegir-styrkir-til-maedrastyrksnefndar-akureyrar
Veglegir styrkir til Mæðrastyrksnefndar Akureyrar Konurnar hjá Mæðrastyrksnefnd Akureyrar hafa í nógu að snúast þessa dagana en margir leita til nefndarinnar fyrir jólin, eins og reyndar árið um kring. Þá eru fjölmargir aðilar reiðubúnir að styðja það góða starf sem unnið er hjá Mæðrastyrksnefnd. Í gær færði Sigurður Harðarson útibússtjóri Kaupþings banka á Akureyri, Mæðrastyrksnefnd eina milljón króna til starfseminnar. Í morgun afhentu svo sex verkalýðsfélög í Eyjafirði nefndinni styrk að upphæð ein milljón króna. Á morgun, laugardag, er fyrsti dagur úthlutunar hjá Mæðrastyrksnefnd sem nú er til húsa í Íþróttahöllinni, gengið inn að vestan. Jóna Berta Jónsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Akureyrar veitti styrkjunum viðtöku fyrir hönd nefndarinnar. Hún sagðist gera ráð fyrir að svipaður fjöldi fólks myndi leita til nefndarinnar fyrir þessi jól og undanfarin ár. "Okkur gengur mjög vel, það eru allir svo ljúfir og góðir við okkur og þeir eru margir sem vilja leggja eitthvað af mörkum," sagði Jóna Berta. Í ávarpi við athöfnina í morgun, þegar verkalýðsfélögin afhentu styrkinn, lýsti Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, yfir þakklæti fyrir hönd félaganna sex fyrir það mikla og góða starf sem unnið er í nefndinni. "Það er mikil gæfa að eiga að þær konur sem í Mæðrastyrksnefndinni starfa og eru tilbúnar að leggja mikla vinnu af mörkum til þess að rétta hjálparhönd þeim sem á þurfa að halda til þess að geta búið sér og sínum gleðilega jólahátíð. Það er sárt til þess að hugsa að leggja þurfi til háar upphæðir til að mæta þörfum þessara einstaklinga," sagði Björn. Sigurður Harðarson útibússtjóri Kaupþings banka sagði að undanfarin ár hafi bankinn fært vildarviðskiptavinum bankans jólagjöf. Í ár hafi verið ákveðið að fara aðra leið, tvöfalda þá upphæð sem fór jólagjafir, sem var hálf milljón króna og færa Mæðrastyrksnefnd styrk upp á eina milljón króna. "Þannig viljum við sýna stuðning við það góða starf sem unnið er á vettvangi Mæðrstyrksnefndar," sagði Sigurður. Verkalýðsfélögin sex sem færðu nefndinni styrk í dag eru Eining-Iðja, Félag byggingamanna Eyjafirði, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrennis, Sjómannafélag Eyjafjarðar og Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis. Mæðrastyrksnefnd Akureyrar aðstoðar fólk um allan Eyjafjörð og starfar allan ársins hring þótt mestu annirnar séu nú eins og jafnan áður í kringum jólahátíðina. "Úthlutað verður dagana 15. til 20. desember frá kl. 10 -18, en þó svo við auglýsum ákveðinn tími til umsókna vegna aðstoðar fyrir jólin munum við ekki neita fólki sem á aðstoð þarf að halda og hefur samband við okkur eftir þann tíma. Ábendingar eru einnig vel þegnar ef fólk veit um einhvern sem þarf aðstoð en af einhverjum ástæðum getur ekki óskað eftir henni," segir Jóna Berta.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/kaupmenn-a-akureyri-bua-sig-undir-stora-soluhelgi
Kaupmenn á Akureyri búa sig undir stóra söluhelgi Búist er við gríðarlegri umferð í verslunum á Akureyri um helgina og búa kaupmenn og verslunarfólk sig nú sem best þeir geta til að taka á móti miklum fjölda fólks. Jólaverslun hefur það sem af er desember verið með svipuðum hætti og á liðnum árum og lét verslunarfólk sem rætt var við vel af sölunni, í henni hefði verið mikill stígandi og fram kom að viðskiptavinir væru almennt í góðu jólaskapi og lítið um pirring í fólki. „Þetta hefur farið ágætlega af stað, það var mikil og góð sala um síðastliðna helgi og greinilega margir á faraldsfæti að undirbúa komu jólanna," segir Vilborg Jóhannsdóttir sem rekur tískuverslanirnar Centró í miðbæ Akureyrar og á Glerártorgi. Marga sagði hún langt að komna, hún vissi af fólki alla leið frá Neskaupsstað og eins frá Þórshöfn, en það fólk legði á sig fjögurra til fimm tíma akstur til að versla á Akureyri. Elías Björnsson aðstoðarverslunarstjóri í Bónus á Akureyri tekur í sama streng og segir jólaverslun hafa gengið prýðilega vel. „Það hefur verið mikið að gera og við erum nú í óða önn að búa okkur undir stóra helgi. Við gerum ráð fyrir að fólk verði mikið á ferðinni þessa helgi," segir hann. Atli Þór Ragnarsson verslunarstjóri hjá Nettó segir vel hafa gengið og jafnvel betur en undanfarin á. „Það hefur verið dúndrandi sala hjá okkur, það er marktækt meiri munur nú en t.d. í fyrra," segir hann og telur að mörg og góð tilboð sem verslunin hafi boðið að undanförnu skili sér í aukinni verslun.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/iskuldi-og-slaemar-adstaedur-a-sundmoti-odins-a-akureyri
Ískuldi og slæmar aðstæður á sundmóti Óðins á Akureyri Mikill kuldi setti mark sitt á annars vel heppnað Desembermót Sundfélagsins Óðins í Sundlaug Akureyrar um síðustu helgi. Sem dæmi um kuldann má nefna að oft og tíðum sáust keppendur varla ofan í lauginni fyrir gufustróknum sem stóð upp úr henni vegna kuldans. Fyrir utan þetta þarf svo vart að taka það fram að varla er boðlegt fyrir áhorfendur að standa löngum stundum úti í kulda eins og var um helgina. Halldór Arinbjarnarson stjórnarmaður í Óðni segir að svona aðstæður séu ekki boðlegar hinum efnilegu sundmönnum á Akureyri. „Hrópandi ósamræmi er orðið á milli þeirrar aðstöðu sem sundmenn norðan og sunnan heiða búa við sem kom berlega í ljós þessa daga. Er sárt að þurfa að bjóða sundmönnum sem eru í keppni við jafnaldra sína á suðvesturhorninu um sæti í landsliðsverkefnum upp á aðstæður sem þessar," sagði Halldór. Hann bætti því einnig við að nær ómögulegt sé til dæmis að skapa alvöru umgjörð um mót við svona aðstæður í útilaug yfir vetrartímann en sundtímabilið stendur frá ágúst og fram í júní ár hvert og því er þarna um að ræða meginpart tímabilsins. Aðgerða sé þörf ætli Akureyringar sér að vera á kortinu í sundheiminum.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/akureyringum-ekki-fjolgad-jafn-mikid-hlutfallslega-i-30-ar
Akureyringum ekki fjölgað jafn mikið hlutfallslega í 30 ár Íbúum Akureyrar hefur fjölgað um rúmlega 430 manns á tímabilinu 1. desember 2006 til 1. desember 2007 eða um 2,56%. Hinn 1. desember sl. voru íbúar bæjarins 17.253 talsins, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Íbúaskrá Akureyrar. Leita þarf aftur til ársins 1977 til að finna jafnmikla hlutfallslega fjölgun milli ára en þá fjölgaði Akureyringum um 2,80%. Jafnvel árið 2004 þegar Hríseyingar bættust við íbúatölu Akureyrar, var fjölgunin aðeins 2,50%. Meðaltalsfjölgun sl. 30 ár er um 1,3%. Á þessum 12 mánuðum fæddist 261 barn en 103 Akureyringar létust. Fæddir umfram dána eru því 158. Aðfluttir umfram brottflutta á síðasta ári voru hátt í 300 manns. Til suðvesturhorns landsins fluttu héðan um 60 manns umfram þá sem fluttu af því svæði til Akureyrar. Fólksstraumurinn til Akureyrar er hins vegar úr öðrum byggðarlögum á landsbyggðinni en einnig hefur stór hópur komið frá útlöndum eða hátt í 100 manns umfram brottflutta til útlanda. Langstærsti hópurinn kemur frá Póllandi. Þetta kemur fram á vef Akureyarbæjar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/liflegt-tonleikahald-a-graena-hattinum
Líflegt tónleikahald á Græna hattinum Hin alræmda ræflarokkshljómsveit Helgi og hljóðfæraleikararnir mun halda sérstaka aðventutónleika á Græna hattinum föstudagskvöldið 14. desember. Á dagskránni verða lög af nýjustu plötunni, Veislan á Grund, í bland við gamla slagara. Daginn eftir, laugardagskvöldið 15. desember, stígur hljómsveitin Hellvar á svið á Græna hattinum. Á dagskrá verða lög af frumrauninni Bat Out of Hellvar sem kom út fyrir skemmstu, í bland við annað efni. Söngvari og forsprakki Helga og hljóðfæraleikaranna, Helgi Þórsson, á von á líflegum tónleikum annað kvöld. „Við reiknum með að hin sígilda jólaplata Ég veit hvað þú gerðir um síðustu jól verði leikin niður í öreindir. Því má reikna fastlega með smellum á borð við „Alkar falla", „Barist er í Betlehem" og „Skreytum tréð í einum grænum" á konsertinum." Heiða söngkona Hellvars sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem Hellvar spilaði á Akureyri. Meðlimir sveitarinnar væru því spenntir fyrir ferðinni og hún lofar góðri stemningu á tónleikunum. „Tónlistarlífið er líka í blóma á Akureyri og Græni hatturinn skemmtilegur staður að spila á," bætir hún við. „Við erum líka nýbúin að halda útgáfutónleika sem heppnuðust alveg glimrandi vel." Báðir tónleikarnir hefjast kl. 22.00 en húsið verður opnað klukkutíma fyrr.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/baejarstjorn-samthykkir-studning-vid-stjornmalaflokka
Bæjarstjórn samþykkir stuðning við stjórnmálaflokka Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær tillögu bæjarráðs um stuðning við stjórnmálaflokka og stjórnmálasamtök sem fulltrúa eiga í bæjarstjórn Akureyrar að upphæð 2 milljónir króna, sem skiptist hlutfallslega eftir kjörfylgi þeirra. Bæjarfulltrúar Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs lögðu fram tillögu um að stuðningur við stjórnmálaflokka yrði 3 milljónir króna en sú tillaga var felld. Við afgreiðslu bæjarstjórnar á fjárhagsáætlun næsta árs, lagði bæjarfulltrúi L-lista fram breytingartillögu, þar sem lagt var til að 8 milljónum króna yrði varið til að bæta laun bæjarfulltrúa, bæjarráðsmanna, svo og nefndarlaun. Þessum útgjöldum yrði mætt með lækkun á handbæru fé. Bæjarstjóri lagði fram tillögu um að vísa breytingartillögunni frá og var hún samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum frá fulltrúum meirahlutaflokkanna en fjórir fulltrúar minnihlutaflokkanna sátu hjá.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/atvinnurogur-ad-prestar-vilji-bara-i-skolana-til-ad-stunda-trubod
Atvinnurógur að prestar vilji bara í skólana til að stunda trúboð Umræða um presta og heimsóknir þeirra í leik- og grunnskóla landsins hefur verið hávær undanfarna daga og hefur að sumu leyti komið Svavari A. Jónssyni sóknarpresti í Akureyrarkirkju á óvart. Hann hefur tvívegis undanfarna daga fjallað um málið á bloggsíðu sinni og fengið geysileg viðbrögð, vel yfir 100 athugasemdir hafa verið skráðar við umfjöllun hans um efnið. Svavar segir presta á Akureyri lítið vera ágenga við skóla á öllum stigum. Hann segir að leikskólabörnum gefi þeir aðventudagatal í upphafi aðventu en að öllu jöfnu komi þeir ekki í skóla bæjarins nema við sérstakar aðstæður og þeir þá kallaðir til af skólayfirvöldum. „Ég finn það samt þegar við komum að mér finnst örla á óöryggi hjá kennurum, þeim finnst þetta erfitt og hafa eflaust áhyggjur af því að misbjóða einhverjum," segir Svavar. Akureyrarkirkja hyggst efna til málþings í mars á næsta ári þar sem fjallað verður um kirkju og skóla og er þegar farið að leita til hugsanlegra fyrirlesara um þátttöku. „Umræðan nú er svolítið skrýtin á köflum, það er látið að því liggja að prestar landsins reyni hvað þeir geti að komast inn í skólana í þeim tilgangi einum að stunda trúboð, að snúa börnum til kristinnar trúar. Þetta er atvinnurógur og beinist ekki bara að okkur prestum, heldur líka kennurum," segir Svavar og bendir á að í þeim tilvikum sem Akureyrarprestar séu kallaði inn í skólana sé faglega að heimsókninni staðið. Þykir honum ekki sæmandi að fjalla um málið með þeim hætti sem gert hefur verið, þ.e. að prestar stundi trúboð í miklum móð í skólaheimsóknum sínum. Það sé villandi málflutningur og beinist ekki síður að kennurum, sem vændir eru um að láta slíkt viðgangast. Þá telur Svavar að í allri umræðunni hafi gleymst að skilgreina hvað trúboð er. Svavar bendir á að skólarnir beri ábyrgð á skólastarfinu og hann treysti skólafólki fullkomlega til að hafa stjórn á sínu starfi, sem og að leysa þau ágreiningsefni sem upp kunna að koma t.d. í tengslum við jólahald og annað slíkt sem einhverjir taki ekki þátt í. „Mér þykir sjálfgefið að skólar hafi samvinnu við aðrar stofnanir samfélagsins sem þeir telja að geti orðið börnunum til heilla, en það starf og samvinna á að fara fram á forsendum skólans," segir Svavar. „Samvinna kirkju og skóla er hreint ekki ný af nálinni. Sumum finnst að efla þurfi samstarfið, aðrir vilja draga úr því en allir geta held ég verið sammála um að gagnlegt sé að ræða það."
https://www.vikubladid.is/is/frettir/maelt-med-tilbodi-treverks-i-nybyggningu-ha
Mælt með tilboði Tréverks í nýbyggningu HA Tvö af þeim fjórum verktakafyrirtækjum sem buðu í 4. áfanga nýbyggingar við Háskólann á Akureyri buðu í verkið að nýju, Tréverk ehf. og Ístak hf. Framkvæmdasýsla ríkisins mælir með því að tilboði fyrrnefnda félagsins verði tekið og er það nú til skoðunar í menntamálaráðuneytinu. Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri segir að málið sé í réttum farvegi. „Nú er í það minnsta komið tilboð sem framkvæmdasýslan telur viðunandi og ég vona að stjórnvöld samþykki það og framkvæmdir geti hafist upp úr áramótum." Bygging 4. áfanga við HA hefur tvívegis verið boðin út, tilboð voru umtalsvert yfir kostnaðaráætlun í bæði skiptin en tvö bárust í fyrra skiptið og fjögur í það síðara. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 550 milljónir króna, en nýbyggingin er um 2.300 fermetrar að stærð. Enn sem komið er þykir Þorsteini ekki ástæða til að hafa áhyggjur af seinkun verksins, en áætlað er að því ljúki í lok maí árið 2010.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/svifryk-yfir-heilsuverndarmorkum-i-28-daga-arinu
Svifryk yfir heilsuverndarmörkum í 28 daga árinu Það sem af er árinu 2007 hafa dagar þar sem svifryk mælist yfir heilsuverndarmörkum á Akureyri verið 28 en hámarksfjöldi leyfilegra daga er 23 fyrir þetta ár. Akureyri er því þegar komið yfir „kvótann" hvað varðar svifryksdaga á árinu. Árið 2010 verður leyfilegur hámarksfjöldi kominn niður í sjö daga auk þess sem leyfilegt hámark ársmeðaltals verður lækkað mikið. Leyfilegur hámarksfjöldi daga svifryks yfir heilsuverndarmörkum var 29 dagar árið 2006. Ársmeðaltalið mældist 23% umfram leyfileg heilsuverndarmörk. Það skal þó tekið fram að mælingar féllu niður yfir sumarið vegna bilunar í mælitæki sem skekkir ársmeðaltalið að einhverju leyti og eru tölurnar yfir sumarið líklega ofáætlaðar. Aðspurður um málið sagði Helgi Már Pálsson hjá Akureyrarbæ að segja mætti að töluverður árangur hafi náðst í baráttunni við svifrykið þar sem komnir eru 28 dagar yfir mörkum nú í ár en á sama tíma í fyrra voru þeir 41. Helgi sagði einnig að Akureyrarbær ætti á næstunni von á nýju tæki í baráttunni við svifrykið. Alfreð Schiöth heilbrigðisfulltrúi sagði mikilvægt að kortleggja betur svifryksvandann í Akureyrarbæ jafnhliða því að grípa til aðgerða. „Vandamálið er fjölþætt og horft er til þess að þrífa betur götur, fyrirbyggja að atvinnutæki óhreinki götur, nota rykbindiefni, bæta mengunarvarnir bíla, einnig má draga úr umferðarhraða, draga úr notkun nagladekkja, bæta slitþol gatna og fleira. Aðgerðir gegn svifryki er viðamikið samfélagslegt verkefni og snýr að ríki, sveit, fyrirtækjum og almenningi." Það þykir brýnt heilsufarsmál að draga úr svifryksmengun þar sem flest bendir til þess að svifryk í andrúmslofti, jafnvel í litlu magni, hafi slæm áhrif á heilsu manna. Til að mynda eru miklar aðgerðir gegn svifryki unnar í stærstu borgum Norðurlandanna og t.d. í Stokkhólmi er svifryk talið fækka lífdögum manna meira en umferðaslys í borginni að meðaltali.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/sulan-komin-i-slipp-a-akureyri
Súlan komin í slipp á Akureyri Nótaskipið Súlan EA kom til Akureyrar í hádeginu í dag frá Neskaupstað en gert verður við skipið hjá Slippnum eftir strandið við Grindavík á föstudagsmorgun. Rétt í þessu var verið að taka Súluna upp í dráttarbraut Slippsins og var þegar byrjað að kanna skemmdirnar á botni skipsins. Súlan var útleið frá Grindavík með fullfermi af síld þegar hún strandaði en skipið hafði skilið nótina þar eftir. Súlan fór aftur inn til Grindavíkur eftir að hún losnaði af strandstað en frá Grindavík var siglt til Neskaupstaðar þar sem landað var úr skipinu í gær.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/bokin-nonni-gefin-i-grunnskola-akureyrar
Bókin Nonni gefin í grunnskóla Akureyrar Fjögur fyrirtæki, Þekking, Sparisjóður Norðlendinga, Norðlenska og Norðurmjólk (nú MS) hafa fært grunnskólum Akureyrar kærkomna gjöf. Um er að ræða bekkjarsett af bókinni Nonni, en hún kom fyrst út í Þýskalandi árið 1913 og hófst þá frægðarferill Jóns Sveinssonar -Nonna. Hinn 16. nóvember sl. voru 150 ár liðin frá fæðingu Nonna og í tilefni af þeim tímamótum hafa börn í grunnskólum Akureyrar verið dugleg að lesa bækurnar og heimsækja Nonnahús. Í Síðuskóla var þemavikan hjá yngri börnunum tileinkuð Nonna og léku ísbirnir stórt hlutverk.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/almenn-hrifning-med-menningarhusid-hof
Almenn hrifning með menningarhúsið Hof Menningarhúsið Hof á Akureyri var til sýnis fyrir almenning í gær sunnudag og komu um 200 manns í heimsókn, þrátt fyrir að kalt væri í veðri. Af öryggisástæðum var farið með gesti inn í bygginguna í hópum og fékk hver hópur leiðsögn um húsið. Samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarstofu, sem stóð fyrir þessari uppákomu, var almenn hrifning með húsið meðal gesta. Sérstaklega var fólk hrifið af stóra salnum og klæðningunni utan á húsinu. Gengið var um fyrstu hæð menningarhússins og gátu gestir m.a. litið inn í aðalsal hússins, sem kemur til með að rúma 500 manns í sæti. Bíða margir spenntir eftir því komast á tónleika í alvöru tónleikasal.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/sulan-ea-a-leid-til-akureyrar-i-slipp
Súlan EA á leið til Akureyrar í slipp Nótaskipið Súlan EA kemur til Akureyrar upp úr hádegi á morgun mánudag. Samkvæmt því sem Vikudagur kemst næst, stendur til að taka skipið í slipp og kanna skemmdir eftir að það strandaði í innsiglingunni til Grindavíkur sl. föstudagsmorgun. Súlan var með fullfermi af síld þegar hún strandaði á útleið frá Grindavík. Skipið hafði komið þangað inn til að skilja nótina eftir. Það var björgunarskipið Oddur V. Gíslason, sem náði að losa skipið af strandstað. Súlan fór aftur inn til Grindavíkur eftir að hún losnaði af strandstaðnum en frá Grindavík var siglt til Neskaupsstaðar þar sem landað var úr skipinu fyrr í dag. Þessa stundina er svo Súlan á siglingu til Akureyrar sem fyrr sagði.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/buist-vid-godri-hangikjotssolu-um-jolin
Búist við góðri hangikjötssölu um jólin Helsti sölumánuður hangikjöts er runninn upp og framleiðendur hafa undanfarnar vikur reykt hangikjöt í óðaönn, enda mikil sala framundan og menn vilja vera vel undir hana búnir. Gunnlaugur Eiðsson framkvæmdastjóri Kjarnafæðis segir mikilar hefðir tengdar hangikjötsneyslu landsmanna, hangikjöt tilheyri jólahaldinu og flestir borði bara hangikjöt yfir hátíðarnar. Ingvar Gíslason markaðsstjóri hjá Norðlenska gerir jafnvel ráð fyrir að sala fyrir þessi jól verði meiri en oft áður, nú séu Stóru-Brandajól, frídagar fleiri og meira um veisluhöld. „Það verður því að vanda vel til verka, fólk er fastheldið og vill góða vöru," segir Gunnlaugr. Framleiðsla á hangikjöti er ákveðin törn, segir hann og hún hefur staðið yfir liðnar vikur, „en þetta hefur unnist vel hjá okkur en salan byrjar ekki að ráði fyrr en um miðjan desember, það er vaninn." Kjarnafæði býður upp á taðreykt hangikjöt upp á gamla mátann og segir hann það mælast vel fyrir meðal viðskiptavina. Ferlið sé því langt, taki marga daga, en engu að síður verði örugglega nóg til. Gunnlaugur segir umræður liðinna ára um óhollustu saltaðra og reyktra matvæla einhver áhrif hafa á neysluna, líklega sé neysla matvæla af þessu tagi á undanhaldin. Það breyti þó ekki því að landsmenn vilji hangikjöt að minnsta kosti einu sinni yfir hátíðarnar. „Þá njóta menn þess til fulls að vera til og leyfa sér ýmislegt, svo er bara tekið á því þegar nýtt ár gengur í garð." Ingvar markaðsstjóri hjá Norðlenska segir að þar á bæ hafi menn unnið af kappi og séu vel undirbúnir fyrir góða sölu, "við eigum nóg af kjöti." Salan fer einkum fram síðustu tvær vikur fyrir jól, en að sögn Ingvars halda menn fast í gamlar hefðir þegar kemur að jólum og jólamat, "og velja aðeins það besta á sitt veisluborð." Hann segir KEA-hangikjötið langvinsælasta og mest selda hangikjöt landsins, það er taðreykt og pækilsaltað upp á gamla mátann með nútíma framleiðsluaðferðum, "og það fellur greinilega í kramið."
https://www.vikubladid.is/is/frettir/afram-fritt-i-straeto-a-akureyri-og-fyrir-hriseyinga-i-ferjuna
Áfram frítt í strætó á Akureyri og fyrir Hríseyinga í ferjuna Hermann Jón Tómasson formaður bæjarráðs segir að áfram verði frítt í strætó á Akureyri á næsta ári og frítt fyrir heimamenn í Hrísey í ferjuna. Hann segir að ákvörðunin hafi mælst mjög vel fyrir og að notkunin á strætisvögnunum hafi aukist verulega á þessu ári. "Það er því ljóst að þeir fjármunir sem notaðir eru til að bjóða upp á almenningssamgöngur hér í bænum nýtast mun fleiri bæjarbúum og nýtast betur en áður." "Það má síðan ekki gleyma því að því fleiri sem nota strætó því minni verður umferð einkabíla um götur bæjarins sem skilar sér til samfélagsins alls í formi öruggari umferðar, minni mengunar og minna slits á götum," segir Hermann Jón. Hann segir að þegar ákvörðunin um gjaldfrían strætó var tekin hafi verið áætlað að tekjutapið yrði um 11 milljónir króna miðað við þáverandi notkun auk þess sem niðurgreiðsla ferjugjaldanna kostar 3-4 milljónir. "Ef allir þeir sem notað hafa strætó á þessu ári hefðu greitt fargjöld má því ætla að tekjur af því hefðu verið yfir 20 milljónir króna. Auk þess má segja að ákvörðunin kalli á fjárfestingar í nýjum strætisvögnum vegna meira álags á kerfið." Eins og komið hefur fram í Vikudegi fjölgaði farþegum hjá SVA um 140% í septembermánuði sl. miðað við sama mánuð í fyrra. Verið var að flytja 1600-1700 farþega á dag, fimm daga vikunnar, í september, eða sem nemur um 10% bæjarbúa. Frítt hefur verið í strætó allt þetta ár og fyrstu 9 mánuði ársins jókst farþegafjöldinn um ríflega 100% miðað við sama tímabil í fyrra.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/tvaer-nyjar-nefndir-um-thorskeldi-og-kraeklingaraekt
Tvær nýjar nefndir um þorskeldi og kræklingarækt Sjávarútvegsráðherra hefur skipað tvær nýjar nefndir um fiskeldismál. Annars vegar er það nefnd um aðgerðir til eflingar þorskeldis hér á landi. Hins vegar er það nefnd sem kanni forsendur kræklingaræktarinnar. Þeirri nefnd er ætlað að kanna stöðu greinarinnar og möguleika hennar, m.t.t. bæði líffræðilegra og rekstarlegra forsendna og umhverfisþátta. Í Eyjafirði er stundað umfangsmikið þorskeldi og einnig er kræklingarækt í mikilli sókn í firðinum. Þorskeldisnefndinni er sérstaklega ætlað að kanna möguleika á byggingu og starfrækslu seiðaeldisstöðvar sem þjónað gæti allri matfiskframleiðslu í landinu. Nefndin mun skila ráðherra áfangaskýrslu í mars nk. Í nefndinni eiga sæti: Kristinn Hugason búfjárkynbóta- og stjórnsýslufræðingur í sjávarútvegsráðuneytinu, formaður. Eggert B. Guðmundsson forstjóri HB Granda. Jónas Jónasson framkvæmdastjóri Stofnfisks. Kristján G. Jóakimsson vinnslu- og markaðsstjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar. Ólafur Halldórsson fiskifræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Fiskeldis Eyjafjarðar. Nefndinni um kræklingarækt er ætlað að skila greinargerð til ráðherra og koma jafnframt með tillögur að þeim aðgerðum sem hægt væri að grípa til hjá hinu opinbera til að treysta almennar rekstarforsendur greinarinnar. Í nefndinni eiga sæti: Haukur Oddsson verkfræðingur, framkvæmdastjóri Borgunar hf., formaður. Ásta Ásmundsdóttir verkefnisstjóri hjá Matís ohf. Guðrún Þórarinsdóttir sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni. Jón Baldvinsson frá Skelrækt - samtökum kræklingaræktenda. Kristinn Hugason stjórnsýslufræðingur hjá sjávarútvegsráðuneytinu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/lay-low-og-la-styrkja-aflid-a-akureyri
Lay Low og LA styrkja Aflið á Akureyri Tónlistarkonan Lay Low ánafnar ágóða sínum af sölu nýs geisladisks með tónlistinni úr Ökutímum til Aflsins á Akureyri, samtaka gegn heimilis - og kynferðisofbeldi. Leikfélag Akureyrar ánafnar einnig ágóða af síðustu sýningu ársins til sömu samtaka. Leiksýningin Ökutímar hefur vakið aðdáun gagnrýnenda og áhorfenda en einnig vakið sterk viðbrögð enda umfjöllunarefnið viðkvæmt. Ökutímar lýsir ævi konu sem varð fyrir kynferðislegri misnotkun á unga aldri en Lay Low flytur alla tónlistina í sýningunni. Sunnudaginn 9. desember verður efnt til umræðna að lokinni aukasýningu í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Á meðal þáttakenda í umræðunum verða Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, Sigrún Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, María Reyndal leikstjóri og leikhópur Ökutíma. Um er að ræða samstarfsverkefni LA og Jafnréttisstofu í tilefni 16 daga átaks Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Tilgangurinn er að vekja athygli á þeirri tegund kynbundins ofbeldis sem er hvað erfiðust viðureignar og mest dulin í samfélagi okkar; misnotkun á börnum. Leikritið Ökutímar lýsir á nærfarin en afhjúpandi hátt ævi konu sem varð fyrir misnotkun á unga aldri. Leikarar Leikfélags Akureyrar hafa fengið einróma lof fyrir frammistöðu sína í verkinu. Lay Low, eða Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, vill í tilefni þessa nú tilkynna um útgáfu á tónlistinni úr Ökutímum á geisladiski og kemur hann í verslanir mánudaginn 21. janúar nk. Geisladiskurinn inniheldur fimm frumsamin lög Lovísu við verkið ásamt átta tökulögum úr smiðju Dolly Parton sem jafnframt eru flutt í sýningunni. Lovísa vill nota tækifærið og leggja meira af mörkum til baráttunnar og umræðunnar gegn kynbundnu ofbeldi og hefur nú ákveðið að allur ágóðahlutur hennar af sölu geisladiskins muni renna til Aflsins á Akureyri. Einnig ánafnar Leikfélag Akureyrar ágóðahlut sínum af síðustu sýningu ársins á Ökutímum 30. desember til Aflsins. Aflið var stofnað á Akureyri árið 2002 í framhaldi af tilraunastarfsemi Stígamóta þar sem í ljós kom mikil þörf fyrir samtök af þessu tagi. Starfsemin byggir á forsendum þolenda kynferðislegs ofbeldis og/eða heimilisofbeldis. Þolendur geta sótt stuðning og fræðslu hjá samtökunum. Aflið er fyrir alla sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og/eða heimilisofbeldi og aðstandendur þeirra s.s. maka, foreldra, systkini og vini sem óska eftir ráðgjöf og er öll þjónusta þeim að kostnaðarlausu. Lovísa mun formlega tilkynna fulltrúum Aflsins þessa ákvörðun sína í tengslum við umræðurnar á sunnudagskvöld. Í leiðinni hvetja Lovísa og Leikfélag Akureyrar fyrirtæki og einstaklinga til að kynna sér starf Aflsins og helst af öllu láta fé af hendi rakna til góðrar og þarfrar starfsemi þess.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/sulan-komin-til-hafnar-eftir-strand-vid-grindavik
Súlan komin til hafnar eftir strand við Grindavík Súlan EA 300, sem strandaði í innsiglingunni til Grindavíkur í morgun, losnaði af strandstað laust eftir klukkan 11 og var dregin til hafnar. Það var björgunarskipið Oddur V. Gíslason, sem náði að losa skipið eftir nokkrar tilraunir en Súlan er drekkhlaðin af síld. Auk Odds V. Gíslasonar voru björgunarbátarnir Villi, Árni í Tungu og Áskell sendir á staðinn. Varðskip var einnig sent áleiðis og þyrla Landhelgisgæslunnar. Þrettán manna áhöfn er um borð í Súlunni. Talið er að stýrisbúnaður hafi bilað og það hafi valdið því að skipið fór af réttri siglingarleið.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ibuum-fjolgar-i-busetahusum-i-naustahverfi
Íbúum fjölgar í Búsetahúsum í Naustahverfi Þeir sem eru að bíða eftir húsnæði í Kjarnagötu 14 í Naustahverfi á Akureyri og hafa óskað eftir að fara inn fyrir jól munu allir ná því, komi ekki neitt óvænt upp á, að sögn Benedikts Sigurðarsonar, framkvæmdastjóra Búseta á Norðurlandi. Hann segir að sá hluti hússins sem nú er unnið að frágangi á sé á áætlun og kaupendur búseturéttar hafi verið upplýstir um það. Þá eru allir fluttir inn í Kjarnagötu 12, sem ætlast var til að gætu flutt inn í íbúðir sínar á tímabilinu júlí til ágúst. Búseti auglýsti nýlega eftir bílskúr eða upphituðu iðnaðarplássi, en það rými er ætlað til geymslu búslóða vegna byggingar við Stallatún 2 og 4. Benedikt segir að Búseti hafi farið seinna af stað með framkvæmdir við Kjarnagötu og Brekatún heldur en upphaflega var rætt um á árunum 2005 og 2006 og í ofanálag hafi verkið tafist vegna veðurfars síðastliðinn vetur. „Það er þensla á byggingamarkaði á Akureyri og í stórframkvæmdum tekur langan tíma að vinna upp tafir þannig að seinkun af nefndum sökum kom ekki aftan að neinum," segir Benedikt. „Það er auðvitað alltaf afar bagalegt þegar áætlanir raskast eða standast ekki og félagið biður félagsmenn sína enn og aftur afsökunar á því og þeim misvísunum sem kunna að hafa komið fram í upplýsingum frá starfsmönnum og forráðamönnum félagsins." Búseti hefur opnað nýja heimasíðu og þar er til að mynda kynning á næstu áföngum í byggingaframkvæmdum á vegum félagsins, í Kjarnagötu 16 og við Brekatún 1 til 19.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/snjorudningstaeki-a-ferdinni-um-baeinn
Snjóruðningstæki á ferðinni um bæinn Snjóruðningstæki hafa verið á ferðinni á Akureyri frá því um helgina og að sögn Gunnþórs Hákonarsonar hjá framkvæmdadeild bæjarins, er stefnt að því að ljúka snjómokstri í bænum í dag eða í fyrramálið. Töluverður klaki hefur myndast á götum bæjarins í umhleypingunum að undanförnu og í einstaka tilfellum hefur verið eins og ökumenn hafi verið að aka á þvottabretti. Gangandi vegfarendur hafa átt erfitt með að fóta sig í hálkunni og mun fleiri hafa leitað til slysadeildar Sjúkrahússins á Akureyri liðna daga en vant er. Mörgum hefur orðið hált á svellinu, hrasað og hlotið beinbrot, eins og fram kemur í Vikudegi í dag.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/jolamarkadur-i-ketilhusinu-a-akureyri
Jólamarkaður í Ketilhúsinu á Akureyri Á morgun mun Ketilhúsið taka á sig nýja og skemmtilega mynd þegar þar verður opnaður jólamarkaður með norðlensku handverki. Þarna verða á boðstólum munir úr leir, gleri, ull, beinum, silfri og steinum, svo dæmi sé tekið. Hver veit nema að jólagjafavandi margra verði einmitt leystur að einhverju marki með heimsókn á Jólamarkaðinn í Ketilhúsinu. Handverksfólkið sem mun sýna vörur sínar kemur meðal annars frá Akureyri, Fjallabyggð og úr Aðaldalnum. Við opnun Jólamarkaðarins á morgun munu nemendur úr Brekkuskóla á Akureyri syngja lög úr jólasöngleiknum Kraftaverk á Betlehemstræti sem þau hafa sett upp og er í sýningu í skólanum þessa dagana. Þegar búið er að rölta um Jólamarkaðinn verður hægt að setjast niður á efri hæð Ketilhússins þar sem börnin geta föndrað í boði Pennans Eymundsson og hægt verður að kaupa veitingar hjá Kvenfélaginu Baldursbrá. Jólamarkaðurinn er opinn kl. 16-21 á morgun föstudag. Á laugardag 8. desember kl. 13-18, sunnudag 9. desember kl. 13-18. Markaðurinn er svo lokaður mánudag til miðvikudags en verður aftur opnaður fimmtudaginn 13. desember og er opinn fram á sunnudaginn 16. desember.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/skidasvaedid-i-hlidarfjalli-opnad-i-dag
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnað í dag Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opnað formlega fyrir almennig í dag, fimmtudag og verða lyftur opnar á milli kl. 17 og 19. Stefnt er svo að því að hafa skíðasvæðið opið áfram en þar eru aðstæður ágætar, að sögn Guðmundar Karls Jónssonar forstöðumanns. Hann sagði að hægt væri að renna sér við Fjarkann og einnig væri ein skíðaleið opin í Strýtu. "Það er úrkoma í veðurkortunum og kuldi og vonandi getum líka haldið áfram að framleiða snjó," sagði Guðmundur Karl. Þótt ekki hafi verið opnað fyrir almenning fyrr en nú, hafa iðkendur frá SKA stundað skíðaæfingar í Hlíðarfjalli í um mánuð og einnig hefur skíðalandsliðið æft þar við góðar aðstæður. Á morgun föstudag verður opið í Hlíðarfjalli frá kl. 16-19 og þá verður opið um helgina. Skíðasvæðið á Dalvík var opnað í gær og þar verður einnig opið áfram. Snjór hefur verið framleiddur þar síðustu vikur og eru aðstæður í Böggvisstaðarfjalli ágætar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/enn-tap-a-rekstri-skolamotuneyta
Enn tap á rekstri skólamötuneyta Á fundi skólanefndar Akureyrar í vikunni lagði Hafþór Einarsson skrifstofustjóri skóladeildar fram 10 mánaða uppgjör í rekstri skólamötuneyta grunnskóla og útgönguspá fyrir árið. Þar kemur fram að nýting mötuneytanna hefur vaxið mjög mikið en þrátt fyrir það er halli á rekstrinum sem nemur rúmum 6 milljónum króna. Hafþóri var falið að skoða breytingu á gjaldskrá skólamötuneyta og leggja fyrir næsta fund. Á fundi skólanefndar í ágúst sl. lá fyrir uppgjör á rekstri skólamötuneyta miðað við 31. júlí 2007 og útgönguspá fyrir árið. Í ljósi þeirra upplýsinga samþykkti skólanefnd á þeim fundi hækkun á gjaldskrá skólamötuneytanna um 12% og jafnframt að leggja af mánaðaráskrift vegna lítillar nýtingar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/skidasvaedid-a-dalvik-opnad-i-dag
Skíðasvæðið á Dalvík opnað í dag Nú eru aðstæður á skíðasvæðinu í Böggvisstaðarfjalli við Dalvík orðnar ágætar og hefur verið ákveðið að opna svæðið fyrir almenning í dag. Síðustu vikur hefur verið framleiddur snjór þegar aðstæður hafa verið fyrir hendi en eins og áður hefur komið fram er það Samherji sem býður upp á fyrsta skíðasnjóinn á skíðasvæðinu á Dalvík. Það hefur því verið ákveðið að hafa frítt á skíði frá og með deginum í dag og fram á laugardag í boði Samherja. Almenn sala lyftukorta hefst því ekki fyrr en á sunnudag. Verið er að vinna í að gera efri lyftuna klára og stefnt er að því að að opna hana á laugardaginn, segir í fréttatilkynningu frá Skíðafélagi Dalvíkur.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ny-kirkjumidstod-opnud-a-akureyri
Ný kirkjumiðstöð opnuð á Akureyri Kirkjubær, ný kirkjumiðstöð á Akureyri, hefur verið opnuð við Ráðhústorg á Akureyri. Þar stendur nú yfir ljósmyndasýningin, Hjálparstarf í Darfúr skilar árangri en ljósmyndarinn Paul Jeffrey tók myndirnar. Kirkjubær er samstarfsverkefni Vígslubiskupsembættisins á Hólum, Eyjafjarðarprófastsdæmis og Æskulýðssambands kirkjunnar. Þar er hægt að skoða efni frá Skálholtsútgáfunni og fá upplýsingar um kirkjustarfið en opið er kl. 11-15 alla virka daga í desember. Í Kirkjubæ starfa Jóna Lovísa Jónsdóttir umsjónarmaður Kirkjubæjar og fulltrúi ÆSKÞ, Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur og Ásta Garðarsdóttir umsjónarmaður vinaheimsókna. Auk þess hafa prófastur Eyjafjarðarprófastsdæmis og vígslubiskup þar aðstöðu. Fyrsta verkefnið í Kirkjubæ er sýning á ljósmyndum eftir Paul Jeffrey. Hann starfar fyrir Alþjóðaneyðarhjálp kirkna, ACT, sem Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að. Ljósmyndirnar voru teknar í Darfúrhéraði í Súdan í júlí 2007 og telur heildarsýningin um 230 ljósmyndir. Þrjátíu myndir verða sýndar í þrem hlutum í Kirkjubæ og safnaðarheimilum Glerárkirkju og Dalvíkurkirkju í desember til að segja sögu íbúa Darfúr. Utanríkisráðuneytið og Hjálparstarf kirkjunnar létu gera þessa sýningu og vilja með því sýna fram á þann árangur sem framlag Íslendinga hefur skilað í Darfúr. Þar sem Íslendingar hafa lagt verkefninu lið með 12 milljónum króna er mikilvægt að almenningur fái að fylgjast með hvernig fjármunum er varið. Paul Jeffrey hefur náð að segja þessa sögu í myndum á áhrifaríkan hátt en sjón er sögu ríkari.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/26-adilar-fengu-afhenta-styrki-ur-menningar-og-vidurkenningasjodi-kea
26 aðilar fengu afhenta styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, afhenti í dag styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA. Að þessu sinni hlutu 26 einstaklingar og félagasamtök styrki úr sjóðnum, samtals að upphæð 4,4 milljónir króna. Sumarbúðir KFUM og KFUK að Hólavatni hlutu hæsta styrkinn, kr. 1.750.000.-, til að reisa nýja svefnskála við sumarbúðirnar að Hólavatni. Auglýst var eftir styrkumsóknum í Menningar- og viðurkenningasjóð KEA 24. október, umsóknarfrestur var til 6. nóvember sl. og bárust alls 102 umsóknir. Að þessu sinni var auglýst eftir styrkumsóknum í tveimur flokkum samkvæmt úthlutunarreglum sjóðsins, þ.e. í flokki almennra styrkja og í flokki þátttökuverkefna. Flokkur almennra styrkja. Hver styrkur kr. 100.000. Eftirtaldir fengu úthlutun: Safnasafnið - Alþýðulistasafn Íslands, vegna sex samstarfsverkefna með ýmsum aðilum. Magnús Aðalbjörnsson, vegna ritunar sögu Gagnfræðaskólans á Akureyri. Bílaklúbbur Akureyrar, til að gera upp elsta vörubíl á Eyjafjarðarsvæðinu. Kammerkór Norðurlands, til að halda tónleika og hljóðrita núverandi söngskrá. Guðmundur Ingi Jónatansson, til þess að vinna ljósmyndafilmur á rafrænt form, myndir frá Dalvík og nágrenni. Menningar- og listasmiðjan á Húsabakka, til að starfrækja Menningar- og listasmiðju á Húsabakka. Kvennakór Akureyrar, til að gefa út geisladisk og fara í tónleikaferð. Félag eldri borgara í Dalvíkurbyggð og Hrísey, til að halda kóramót í apríl 2008. Karlakór Siglufjarðar, vegna tónleikahalds og þátttöku í kóramótum. Íþróttafélagið Þór á Akureyri, til öflunar gagna um sögu Þórs í tilefni af 100 ára afmæli félagsins. Herhúsfélagið, til reksturs hússins, þar sem listamönnum er boðin vinnuaðstaða og gisting. Skákfélagið Goðinn, til kaupa á útbúnaði til skákiðkunar. Birna Björnsdóttir, vegna námskeiða fyrir börn og unglinga í listsköpun. Í fínu formi, Kór félags eldri borgara á Akureyri, til reksturs kórsins. Roar Kvam, til tónleikahalds með Kvennakórnum Emblu. GalleriBOX, til að halda ýmsar sýningar og uppákomur. Hólmgeir Sigurgeirsson, vegna heimildamyndar um sögustaði í Eyjafirði. George Hollanders, til að setja upp sýningu úti á víðavangi víðs vegar um Eyjafjarðarsveit. Þórarinn Stefánsson, til að gefa út geisladisk, útsetningar fyrir píanó á íslenskum þjóðlögum. Guðmundur Þ. Júlíusson og Árni Geir Helgason, til að endurgera og breyta gömlum eikarbáti sem smíðaður var í Slippstöðinni 1971. Snow Magic "Mývatn - töfraland jólanna", jólasveinaverkefni í Mývatnssveit. Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, til reksturs starfseminnar. Eftirtaldir fengu styrk í flokki þátttökuverkefna: Kammerkórinn Hymnodia, vegna tónleikahalds í Akureyrarkirkju 1. desember sl. þar sem minnst var 300 ára ártíðar þýska tónskáldsins Dietrich Buxtehudes - kr. 150.000. Þórir Ó. Tryggvason, til að koma filmum yfir á stafrænt form - kr. 150.000. Snæuglan ehf., áður Fuglasafn Sigurgeirs, til að skrá safnmuni - kr. 150.000. Sumarbúðir KFUM og KFUK að Hólavatni, til að reisa nýja svefnskála við sumarbúðirnar að Hólavatni - kr. 1.750.000.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/unnid-ad-lengingu-oddeyrarbryggju
Unnið að lengingu Oddeyrarbryggju Árni Helgason verktaki í Ólafsfirði og hans menn eru byrjaðir að reka niður stálþil í lengingu Oddeyrarbryggju á Akureyri. Árni átti lægsta tilboð í verkið, sem hljóðaði upp á rúmar 34 milljónir króna. Reka á niður 60 metra langt stálþil, staga það og fylla að í þessum áfanga. Að því loknu verður viðlegukanturinn við Oddeyrarbryggju rúmlega 200 metra langur. Verkinu á að vera lokið á vordögum.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/bryn-thorf-fyrir-aflid-a-akureyri
Brýn þörf fyrir Aflið á Akureyri Starfsemi Aflsins á Akureyri, systursamtaka Stígamóta, hefur verið með svipuðum hætti nú í ár og undanfarin ár. Alls eru starfandi 6-7 hópar á vegum samtakanna og hafa samtökin tekið við ríflega 140 samtölum frá fólki sem orðið hefur fyrir kynferðislegu ofbeldi. Aflið hóf nýlega starfsemi í nýju húsnæði, í kjallara Lautarinnar við Brekkugötu, og þar fer vel um alla segir Anna María Hjálmarsdóttir, ein talskvenna Aflsins, en aðstaðan sem þar er í boði er mjög góð. Anna María segir að félagið hafi nýverið opnað heimasíðu til að vekja athygli á starfsemi sinni, þá er í gangi happdrætti til stuðnings samtökunum og eins er nýkominn út bæklingur þar sem starfsemin er kynnt. „Þörfin fyrir þessa þjónustu er mikil og brýnt að fólk viti af okkur, viti hvert það getur leitað eftir aðstoð og sem betur fer gerir fólk það í auknum mæli," segir Anna María.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/aldrei-fleiri-sjukraflug-hja-slokkvilidinu-a-akureyri
Aldrei fleiri sjúkraflug hjá Slökkviliðinu á Akureyri Slökkvilið Akureyrar hefur aldrei farið jafn mörg sjúkraflug og á þessu ári, frá því að slökkviliðið hóf að sinna sjúkraflugi fyrir 10 árum. Alls hefur verið farið í 452 sjúkraflug það sem af er þessu ári en það er sami fjöldi og allt árið í fyrra. Séu bornir saman sömu mánuðir þá hefur verið farið í 40 fleiri flug en á sama tíma í fyrra. Að sama skapi hefur sjúklingum fjölgað í sjúkraflugi en á þessum tíma í fyrra höfðu verið fluttir 423 sjúklingar en nú hafa verið fluttir 490 sjúklingar það sem af er árinu. Þetta kemur fram á vef Slökkviliðs Akureyrar og þar segir einnig að sjúkraflug hafi verið stundað allt frá árinu 1997 en þá voru sjúkraflug 77 talsins. Fjöldi ferða jókst jafnt og þétt fram til ársins 2003 en þá voru þau orðin 271 á ársgrundvelli. Gríðarleg sveifla varð á milli 2005 og 2006 en þá fjölgaði ferðum sjúkraflugs um 138 á milli ára. Sú þjónusta sem veitt er í sjúkraflugi á vegum Slökkviliðs Akureyrar hefur gefið það góða raun að kostir flugsins eru ótvíræðir. Sjúkrahúsið á Akureyri sendir lækni með í þau flug sem óskað er og Mýflug sér um flugvélakost og flugmenn. "Það er ljóst að þetta ár verður enn eitt metárið í fjölda ferða og fjölda sjúklinga sem staðfestir nauðsyn þjónustunar í nútíma samfélagi," segir Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri á vef slökkviliðsins.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/vidurkenningar-veittar-fyrir-gott-adgengi-fyrir-fatlada
Viðurkenningar veittar fyrir gott aðgengi fyrir fatlaða Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra á Akureyri afhenti tvær viðurkenningar fyrir gott aðgengi fyrir fatlaða, í dag, mánudaginn 3. desember, á alþjóðadegi fatlaðra. Að þessu sinni fengu viðurkenningar veitingastaðurinn Friðrik V við Kaupvangsstræti 6 annars vegar og þrjú fyrirtæki sem starfa í sama húsnæði við Baldursnes 6, Tengi, Eirvík og Egill Árnason, hins vegar. Það var Bergur Þorri Benjamínsson, formaður samstarfsnefndarinnar, sem afhenti viðurkenningarnar og fór athöfnin fram á Friðriki V. Innan stundar, eða kl. 17.00, standa svo Sjálfsbjörg og Þroskahjálp á Akureyri fyrir árlegri ljósahátíð á Ráðhústorgi, í tilefni alþjóðadags fatlaðra.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/syning-a-teikningum-akureyskra-og-japanskra-barna
Sýning á teikningum akureyskra og japanskra barna Á morgun, þriðjudaginn 4. desember, kl. 16 verður opnuð í Ketilhúsinu á Akureyri sýning á teikningum japanskra og akureyskra barna, þar sem viðfangsefnið er "Friður" sem á einkar vel við í jólamánuðinum. Sýningin verður opin til kl. 18. Sýningin var upphaflega sett upp í Borgarbókasafninu í Reykjavík í tilefni þess að friðarsúla Yoko Ono var tendruð á afmælisdegi John Lennon 9. október sl. Þá mátti sjá teikningar reykvískra barna úr þremur leikskólum og einum grunnskóla. Nú má sjá myndir nemenda úr Lundarskóla og Hlíðarskóla auk mynda barnanna frá japönsku borginni Chiryu. Falleg sýning sem á erindi við alla í friðamánuðinum desember. Sýningin stendur til 16. desember og er opin á eftirtöldum tímum: 5. og 6. des. 13-17 7. des. 16-21 8.-9. des. 13-18 13.-14. des. 16-21 15.-16. des. 13-18
https://www.vikubladid.is/is/frettir/einn-fluttur-a-slysadeild-eftir-arekstur
Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur Sendiferðabíll lenti í árekstri við tvo fólksbíla, þar af annan kyrrstæðan, á Tryggvabraut á Akureyri í morgun. Ökumaður sendibílsins var fluttur á slysadeild FSA til aðhlynningar og allir skemmdust bílarnir nokkuð en voru þó ökufærir, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Sendibíllinn ók á eftir öðrum fólksbílnum í austurátt eftir Tryggvabraut en á móts við Axelsbakarí ætlaði sendibíllinn framúr fólksbílnum hægra megin. Ekki vildi betur til en svo að sendibíllinn skall á fólksbílnum og svo á kyrrstæðum og mannlausum fólksbíl við bakaríið. Átta umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Akureyri í gær en þá var færð víða slæm og töluverð hálka. Engin alvarleg slys urðu þó á fólki í þessum óhöppum. Um hádegisbil í gær missti ökumaður stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún hafnaði í Eyjafjarðará. Ökumaðurinn slapp með skrekkinn en bíllinn er mikið skemmdur. Um klukkustund síðar missti annar ökumaður stjórn á bifreið sinni í krapa á Eyrarlandsvegi. Bifreiðin hafnaði á ljósastaurum sem standa við göngustíg við Akureyrarkirkju. Bifreiðin skemmdist mikið og þurfti að kalla eftir dráttarbifreið til að draga hana á brott. Þá þurfti dráttabíll að sækja bifreið í Vaðlaheiði um miðjan dag. Bifreiðinni hafði verið lagt út í vegarkanti og ók önnur bifreið á hana með þeim afleiðingum að sú kyrrstæða kastaðist langt út fyrir veg. Ökumann sakaði ekki en báðir bílarnir eru mikið skemmdir.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/soknarprestum-list-vel-a-kirkjugard-i-naustaborgum
Sóknarprestum líst vel á kirkjugarð í Naustaborgum Nýtt svæði fyrir kirkjugarð í Naustaborgum á Akureyri hefur verið kynnt fyrir skipulagsnefnd og bæjarstjóra. Um er að ræða svæði ofan við byggð í Naustahverfi, milli tjaldsvæðisins að Hömrum og golfvallarins og er gert ráð fyrir að þar verði framtíðarsvæði Kirkjugarða Akureyrar. Sóknarprestunum, séra Svavari Alfreð Jónssyni í Akureyrarkirkju og séra Gunnlaugi Garðarssyni í Glerárkirkju, líst vel á þær hugmyndir. „Mér líst vel á hugmyndir um staðsetningu á nýjum kirkjugarði," segir sr. Svavar Alfreð. Hann segir svæðið bjóða upp á marga möguleika, í göngufæri við byggð en samt vel afmarkað. Það er bæði hluti af náttúru og bæ. „Ef þessar hugmyndir ná fram að ganga verður kirkjugarðurinn friðsælt útivistarsvæði en það gleymist oft að kirkjugarðar eru ekki síður fyrir lifandi en dauða," segir Svavar. Hann bendir einnig á að ný kirkja í Naustahverfi verður ekki langt frá garðinum. Þá er stutt í gamla garðinn á Höfðanum og þá ágætu aðstöðu sem þar er til staðar en reikna verður með að grafið verði í gamla garðinum löngu eftir að sá nýi er kominn í notkun. Sóknarpresturinn í Glerárkirkju tekur í sama streng. „Ég fæ ekki betur séð en sóknarnefnd og framkvæmdastjóri Kirkjugarða Akureyrar hafi unnið góða vinnu, þetta er vel ígrunduð tillaga og ég vona svo sannarlega að hún fái framgang," segir sr. Gunnlaugur Garðarsson í Glerárkirkju. Miðað við þá valkosti sem fyrir voru í stöðunni sýnist honum sem besta mögulega lausn hafi orðið fyrir valinu, þ.e. að nýr kirkjugarður verði í Naustaborgum. „Ég er mjög ánægður með þessa tillögu."
https://www.vikubladid.is/is/frettir/fjoldi-folks-a-radhustorgi
Fjöldi fólks á Ráðhústorgi Fjöldi fólks lagði leið sína í miðbæ Akureyrar í gær, þegar kveikt var á jólatrénu á Ráðhústorgi. Það er Randers, vinabær Akureyrar í Danmörku, sem að venju gefur Akureyrarbæ tréð. Þá bauð Landsbankinn upp á jóladagskrá í húsnæði sínu við Ráðhústorg og dagskrá var við Íslandsklukkuna á Sólborg, þar sem Haraldur Bessason fyrrverandi rektor hringdi klukkunni að þessu sinni. Einnig var boðið til ráðstefnu um Nonna í Ketilhúsinu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/tvennt-a-slysadeild-eftir-bilveltu
Tvennt á slysadeild eftir bílveltu Tvennt var flutt á slysadeild FSA eftir að bíll fór út af Grenivíkurvegi í gærkvöld og valt niður bratta hlíð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri fór bíllinn nokkrar veltur niður hlíðina. Kona sem var farþegi í bílnum slasaðist á hendi og hálsi en ökumaðurinn var talinn hafa sloppið betur.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/langflestir-ibuar-i-eyjafirdi-komnir-med-hitaveitu
Langflestir íbúar í Eyjafirði komnir með hitaveitu Annar áfangi Reykjaveitu var tekinn formlega í notkun á dögunum en þessi áfangi nær frá Illugastöðum í Fnjóskadal til Grenivíkur og er stofnlögnin um 49 km löng. Áður var búið að leggja Reykjaveitu I, frá Reykjum að Illugastöðum. Fyrir um tveimur árum var lokið við að leggja hitaveitu á flesta bæi á Svalbarðsströnd, sem og þau hús á Svalbarðseyri sem ekki nutu hitaveitu áður. Hitaveita hefur því verið frá Garðsvík í austanverðum Eyjafirði, suður í Eyjafjarðarsveit og norður í Fagraskóg að vestan og nú hafa bæst við Fnjóskadalur og Grýtubakkahreppur. Þá rekur Norðurorka hitaveitu í Hrísey og Ólafsfirði og í Dalvíkurbyggð reka heimamenn eigin hitaveitu. Með þessari viðbót nú eru nær allir íbúar í Eyjafirði komnir með hitaveitu og aðeins þeir sem búa á afskekktum bæjum sem eiga þess enn ekki kost. Franz Árnason forstjóri Norðurorku segir það skoðun Norðurorku hf. að æskilegt sé að orku- og veitufyrirtæki á Norður-og Austurlandi hafi sem nánasta samvinnu og að nauðsynlegt sé að fyrirtækin á Eyjafjarðarsvæðinu og í Þingeyjarsýslum hefji strax viðræður um frekara samstarf eða samruna.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/skemmdir-a-botni-flutningaskipsins-axels-kannadar
Skemmdir á botni flutningaskipsins Axels kannaðar Flutningaskipið Axel var tekið upp í flotkvína við Slippinn Akureyri nú í morgun. Þessa stundina er verið að skoða botn skipsins sem skemmdist mikið er það strandaði utan við Hornafjarðarós á þriðjudagsmorgun. Samkvæmt því sem Vikudagur kemst næst eru skemmdir á botni skipsins miklar á um 20 metra kafla. Axel losnaði fljótlega af strandstað á þriðjudag, leki kom að skipinu en þó tókst að sigla því til Akureyrar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/innanlandsflug-hafid-a-ny
Innanlandsflug hafið á ný Innanlandsflug er hafið á ný og þessa stundina er verið að afgreiða þotu á Akureyrarflugvelli, sem kom með farþega að sunnan. Mikill fjöldi fólks bíður eftir flugi en innanlandsflug hefur legið niðri frá því á fimmtudag. Nóttin var með allra rólegsta móti hjá lögreglunni á Akureyri. Nokkuð snjóaði í bænum í nótt og því er töluverð hálka á götum Akureyrar og í næsta nágrenni. Umferðin hefur þó gengið vel í nótt og morgun en nokkur minni háttar umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í gær. Engin slys urðu á fólki í þessum óhöppum en bifreið var óökufær eftir árekstur við kyrrstæðan bíl í Oddeyrargötu seinni partinn í gær.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/glaesileg-arshatid-ma-i-ithrottahollinni-a-akureyri
Glæsileg árshátíð MA í Íþróttahöllinni á Akureyri Nú stendur yfir í Íþróttahöllinni á Akureyri árshátíð Menntaskólans á Akureyri, þar sem hátt í eitt þúsund manns, nemendur, kennarar og starfsfólk, skemmta sér saman á stærstu vímulausu hátíð sem haldin er árlega á Íslandi. Hátíðin er glæsileg og prúðbúnir árshátíðargestir enn glæsilegri. Hugtakið vímulaus hátíð þýðir í Menntaskólanum á Akureyri að þátttakendur hvorki neyta áfengis eða annarra vímugjafa á hátíðinni né koma þangað eftir að hafa neytt þeirra annars staðar. Nemendur MA telja það forréttindi að fá tækifæri til að njóta vímulausrar stórhátíðar þegar eðlilegt er talið að fólk á þessum aldri skemmti sér með öðru móti. Undirbúningur hátíðarinnar var í höndum nemenda sjálfra og hefur staðið í nokkrar vikur. Tugir nemenda sáu um skreytingar og margir hópar nemenda unnu að því að semja og æfa alls kyns skemmtiefni, hljóðfæraleik, dans, söng og leik. Aðrir hópar sáu um að skipuleggja veislusalinn í Höllinni, leggja á borð og skreyta, tæknimenn sjá til þess að allir fái notið þess sem í boði er. Öll þessi störf voru undir regnhlíf stjórnar Hugins, skólafélags MA en formaður félagsins, inspector scholae, er Vilhjálmur Bergmann Bragason. Í ár er 80 ára afmæli skólafélagsins Hugins og því var lagt enn meira í undirbúning en venjulega. Að loknu borðhaldi tekur við skemmtidagskrá en kvöldinu lýkur svo með dansleik en þar leikur hljómsveitin Gus Gus fyrir dansi í aðalsal, en Þuríður formaður og hásetarnir leika fyrir gömlum dönsum á efri hæðinni.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/nidurstada-vardandi-dagvistargjoldin-talin-asaettanleg
Niðurstaða varðandi dagvistargjöldin talin ásættanleg Akureyrarbær hefur ákveðið að lækka niðurgreiðslur til foreldra vegna vistunar barna hjá dagforeldrum, þó verður lækkunin helmingi minni en gert var ráð fyrir í upphafi. Guðbjörg Björnsdóttir, móðir og dagmamma, sagði niðurstöðuna nú vera ásættanlega en hún fór fyrir þeirri baráttu að fá því hnekkt að daggjöld hækkuðu eins mikið og til stóð. „Við vorum búin að berjast fyrir því að að þetta yrði ekki hækkað en þetta var niðurstaðan og ég sætti mig við hana," sagði Guðbjörg. "Það má segja að þetta sé að vissu leyti sigur, við náðum því þó allavega í gegn að þetta hækkaði helmingi minna og það skiptir miklu máli. Við erum ánægð með að það sé komið til móts við okkur og þetta var skref í rétta átt. Auðvitað hefðum við viljað fá meira en Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri gerði mér það ljóst að þetta yrði aldrei öðruvísi, það yrði alltaf að hækka þetta eitthvað. Okkur sem stóðum í þessari baráttu fyrir hönd dagforeldra finnst þetta því ásættanlegt," sagði Guðbjörg ennfremur. Breytingin tekur gildi um næstu áramót og munu akureyrskir foreldrar þá þurfa að greiða rúmlega 7.000 krónum hærri gjöld á mánuði fyrir gæslu barna hjá dagforeldrum miðað við átta klukkustundir á dag. Þá hækka gjöld einstæðra foreldra um rúmlega 5.500 krónur. Fyrr í mánuðinum afhentu fulltrúar foreldra bæjarstjóra undirskriftir um eitt þúsund Akureyringa þar sem því var mótmælt að dagvistargjöld hækkuðu um 12 þúsund krónur eins og rætt var um.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/halldor-rafnsson-endurkjorinn-formadur-ga
Halldór Rafnsson endurkjörinn formaður GA Halldór Rafnsson var endurkjörinn formaður Golfklúbbs Akureyrar á aðalfundi klúbbsins að Jaðri í gærkvöld en fundinn sóttu um 70 manns. Hagnaður af rekstri GA á síðasta rekstrarári nam 7,3 milljónum króna eftir fjármagnsliði. Miklar framkvæmdir standa yfir og eru fyrirhugaðar á Jaðarsvelli og fyrr á árinu var skrifað undir samning við Akureyrarbæ um lagfæringar á vellinum að upphæð 229 milljónir króna. Árni Jónsson hefur látið af starfi aðalkennara GA og við stöðu hans tekur David Barnwell, sem áður hefur starfað sem golfkennari hjá klúbbnum. Árni hefur þó ekki sagt skilið við golfkennslu þótt þessi breyting hafi orðið. Á aðalfundinum var þremur einstaklingum veitt silfurmerki klúbbsins, Haraldi Sigurðssyni, Ómari Halldórssyni og Kristni Svanbergssyni. Afreksmerki GA fékk Viðar Þorsteinsson og Brynjar Bjarkason fékk farandbikar sem veittur var í fyrsta sinn en hann er Holumeistari GA 2007. Þá var Petreu Jónasdóttur veittur háttvísibikarinn en hann er veittur þeim unglingi sem uppfyllir kröfur um háttvísi, prúðmennsku og framfarir í golfþíþróttinni. Petrea er Akureyrarmeistari í sínum flokki 14-16 ára. Og hún varð í 8 sæti á Íslandsmótinu í höggleik. Kylfingur GA 2007 var einnig kjörinn og fyrir valinu varð Björn Guðmundsson. Bikar þessi var veittur í fyrsta sinn en hann var gefinn af Ómari Halldórssyni, sem unnið hefur marga sigra í golfinu í gegnum árin og átt sæti í unglingalandsliði og landsliði Íslands, ásamt því að verða Evrópumeistari unglinga árið 1997. Titillinn Kylfingur ársins kemur til vegna breytinga á vali á Íþróttamanni ársins hjá ÍBA/ÍRA. Björn hefur sýnt miklar framfarir á árinu og unnið marga sigra og tekið þátt í ótalmörgum mótum bæði hér heima og erlendis. Hann á sæti bæði í unglingalandsliði GSÍ og einnig landsliði fullorðinna Team Iceland. Björn er Akureyrarmeistari 2007, hann varð annar á Íslandsmóti í holukeppni unglinga, 11. sæti á Íslandsmóti í höggleik unglinga og 15. sæti á Íslandsmóti fullorðinna.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/framkvaemdir-a-glerartorgi-i-gang-a-ny
Framkvæmdir á Glerártorgi í gang á ný Samkomulag hefur náðst við eigendur Svefns og heilsu ehf. um útgáfu byggingarleyfis vegna famkvæmda við viðbyggingu Glerártorgs á Akureyri. Ennfremur hefur Svefn og heilsa ehf. fallist á að Akureyrarbær fái umráðarétt yfir þeim fasteignaréttindum sem eignarnámskrafa bæjarins tekur til. Akureyrarbær hefur afturkallað beiðni til matsnefndar eignarnámsbóta að nefndin ákvarði umráðin. Framkvæmdir voru stöðvaðar í vikunni og var vinnustöðvunin til komin vegna ágreinings um lóðamál á svæðinu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/stofnfe-spnor-aukid-um-27-milljarda-krona
Stofnfé SPNOR aukið um 2,7 milljarða króna Á fundi stofnfjáreigenda í Sparisjóði Norðlendinga (SPNOR) á dögunum var samþykkt samhljóða að auka stofnfé sjóðsins um 2,7 milljarða króna að nafnvirði. Alls eiga um 135 aðilar hlut í sjóðnum, þó misjafnlega stóran. Þetta þýðir að stofnfjáreigandi sem á 1% hlut er að auka hlut sinn um 27 milljónir króna. Áður hafði verið samþykkt að auka stofnfé sjóðsins um 235 milljónir króna, í tengslum við fyrirhugaðan samruna SPNOR og Byr sparisjóðs, þar sem hlutur stofnfjáreigenda í SPNOR verður 9,5% í sameiginlegum sjóði. Örn Arnar Óskarsson sparissjóðsstjóri SPNOR segist í samtali við Vikudag, skilja þá umræðu sem hefur verið í gangi, að á Akureyri sé að verða til enn eitt útibúið. Hann sér þó frekar fyrir sér að starfsemin á Akureyri verði efld enn frekar. Nánar er fjallað um málið í Vikudegi í gær.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/samid-um-utgafu-a-kennslubok-fyrir-verdandi-skotveidimenn
Samið um útgáfu á kennslubók fyrir verðandi skotveiðimenn Umhverfisstofnun og JPV útgáfa hafa samið um útgáfu bókarinnar Veiðar á villtum fuglum og spendýrum eftir Einar Guðmann sérfræðing hjá Umhverfisstofnun. Bókin er samin sem kennslubók fyrir verðandi skotveiðimenn sem sitja undirbúningsnámskeið fyrir hæfnispróf sem gefur þeim réttindi til að sækja um veiðikort hjá Umhverfisstofnun. Með samningnum verður bókin fáanleg á almennum markaði en fram að þessu hafa verðandi veiðimenn eingöngu fengið hana í hendur og löngu ljóst að þörfin fyrir bók af þessu tagi nær langt út fyrir raðir þeirra. Samninginn undirrituðu Jóhann Páll Valdimarsson forstjóri JPV útgáfu og Ellý K. Guðmundsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar. Í honum felst að JPV mun sjá Umhverfistofnun fyrir nægilegum fjölda eintaka árlega til að mæta þörfinni vegna skotveiðinámskeiða en að öðru leyti er útgáfa og dreifing bókarinnar í höndum JPV. Hér er um veglega bók að ræða, ríkulega myndskreytta, þar sem öllu er lýtur að skotveiðum á Íslandi eru gerð ítarleg skil. Fjallað er um veiðiaðferðir, veiðitímabil, tegundir veiðibráðar og leyfilegar gerðir skotvopna og siðfræði skotveiða en öllu þessu er ætlað að fræða núverandi og verðandi skotveiðimenn svo umgengni um íslenska náttúru og veiðistofna hennar verði með sem bestum hætti, segir í fréttatilkynningu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/reykjavikurflugvollur-verdi-afram-a-sama-stad
Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sama stað Á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun var rætt um Reykjavíkurflugvöll og byggingu samgöngumiðstöðvar í tengslum við starfsemi hans. Bæjarráð leggur áherslu á að greiðar flugsamgöngur landsbyggðarinnar við Reykjavík eru forsenda þess að borgin geti gegnt hlutverki sínu sem höfuðborg landsins alls. Flugvöllur í grennd við miðbæ Reykjavíkur og góð aðstaða fyrir farþega á leið til og frá höfuðborginni þurfa nauðsynlega að vera fyrir hendi í þessum tilgangi. Bæjarráð lýsir þess vegna stuðningi við hugmyndir um uppbyggingu fyrirhugaðrar samgöngumiðstöðvar þannig að hægt verði að koma á samkeppni í innanlandsflugi. Um leið eru ítrekaðar fyrri bókanir ráðsins og bæjarstjórnar Akureyrar um nauðsyn þess að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sama stað. Þá mættu Sigurður Hermannsson umdæmisstjóri, Hermann Hermannsson deildarstjóri flugvalladeildar og Bergur Steingrímsson verkfræðingur á fund bæjarráðs og kynntu væntanlega framkvæmd við lengingu Akureyrarflugvallar. Bæjarráð fagnar því að framkvæmdir við verkið eru nú í sjónmáli.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/akureyringar-keppa-a-evropumotinu-i-krullu
Akureyringar keppa á Evrópumótinu í krullu Lið frá Krulludeild Skautafélags Akureyrar tekur þátt í Evrópumótinu sem fram fer í Füssen í Þýskalandi dagana 1.-8. desember. Þetta er í fyrsta sinn sem lið frá Íslandi fer til þátttöku á Evrópumóti en áður hafa lið héðan farið tvisvar til keppni á Heimsmeistaramóti eldri leikmanna. Með sigri á Íslandsmótinu fyrr á árinu tryggði lið úr Krulludeild SA sér rétt til þátttöku á EM. Liðið nefnist Kústarnir og er skipað fimm starfsmönnum Vegagerðarinnar á Akureyri. Þrír úr því liði fara til keppni á EM og sá fjórði sem þjálfari en að auki hafa þeir fengið til liðs við sig tvo leikmenn úr öðru liði. Í liðinu eru Eiríkur Bóasson, Ólafur Hreinsson og Kristján Þorkelsson úr Kústunum, ásamt Gunnari H. Jóhannessyni þjálfara, en til liðs við þá koma Ágúst Hilmarsson og Jón S. Hansen. Jón verður fyrirliði liðsins. Tveir úr liðinu, Eiríkur og Ágúst, hafa áður keppt fyrir Íslands hönd á HM eldri leikmanna ásamt því að Jón hefur farið á það mót sem þjálfari. Metþátttaka er á mótinu en 55 lið frá 32 þjóðum taka þátt, 32 í karlaflokki og 23 í kvennaflokki. Meðal keppenda á mótinu eru nokkrir keppendur sem komið hafa til keppni á Ice Cup mótinu á Akureyri á undanförnum árum. Íslenska liðið leikur í B-flokki þar sem þetta er fyrsta keppni okkar á þessum vettvangi en mögulegt er að vinna sér rétt til keppni í A-flokki með góðum árangri í B-flokknum. Aðeins tíu lið leika í A-flokki hverju sinni en öll önnur lið í B-flokki og er þeim skipt í þrjá riðla. Mótherjar okkar í Riðli B1 eru Austurríki, Belgía, Grikkland, Írland, Kazakhstan, Holland og Spánn.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/vardskipsmenn-foru-um-bord-i-axel
Varðskipsmenn fóru um borð í Axel Landhelgisgæslan beitti í dag nýlegri heimild í lögum og sendi menn um borð í flutningaskipið Axel og yfirtók stjórn skipsins. Ófremdarástand skapaðist um borð í skipinu þegar vélstjóri skipsins neitaði að fara að fyrirmælum skipstjórans. Gæslumenn sigla nú skipinu til Akureyrar. Flutningaskipið Axel strandaði á Borgeyjarboða fyrir utan Höfn í Hornafirði upp úr klukkan átta í gærmorgun. Eftir að hafa komist á flot á nýjan leik kom í ljós að leki var í skipinu. Það var svo á miðnætti í gærkvöld sem boð komu frá skipstjóra Axels um að enn læki sjór inn í skipið. Þetta kemur fram á visir.is. Halldór Nellett hjá Landhelgisgæslunni, segir að á þessum tímapunkti hafi mönnum ekki litist á ástandið um borð í Axel. Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu Stöðvar 2 neitaði yfirvélstjóri skipsins að fara að tilskipun skipstjóra og dæla upp úr skipinu. Um tíma var óttast að vélstjórinn ætlaði sér að sökkva skipinu þegar hann tók að rausa um að eins færi fyrir flutningaskipinu og Titanic. Landhelgisgæslan sá því ekki annan kost í stöðunni en að yfirtaka skipið. Skipinu verður nú siglt til Akureyrar þar sem það mun leggjast að bryggju um klukkan eitt í nótt. Miklar líkur eru taldar á því að vélstjórinn verði kærður fyrir uppreisn en við því liggja þung viðurlögð.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/akall-til-thjodarinnar-um-ad-baeta-eldvarnir
Ákall til þjóðarinnar um að bæta eldvarnir Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hófst fimmtudaginn 22. nóvember þegar slökkviliðsmenn byrjuðu að heimsækja grunnskóla og fræða heimilin um eldvarnir. Slökkviliðsmenn heimsækja um fimm þúsund grunnskólabörn á næstu dögum, fræða þau um eldvarnir og gefa þeim kost á að taka þátt í Eldvarnagetrauninni ásamt fjölskyldum sínum. Reynslan sýnir að eldvarnafræðsla til barna skilar sér inn á heimili þeirra. Að jafnaði farast um tveir einstaklingar í eldsvoðum hérlendis á ári hverju. Eldsvoðar valda árlega eignatjóni uppá um einn og hálfan milljarð króna. Líkur á eldsvoðum aukast talsvert á aðventunni vegna mikillar notkunar rafmagns og kertaljósa. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn leggja því áherslu á að allir tileinki sér grunnatriði eldvarna. Sem fyrr leggja þeir megináherslu á að reykskynjarar séu á hverju heimili enda er lífbjörgun forgangsverkefni slökkviliðanna. Eldvarnablaðið 2007 er komið út og hefur því verið dreift til þorra landsmanna. Þar er að finna allar helstu upplýsingar um eldvarnir heimilanna. LSS og TM hafa gengið frá samkomulagi um að TM verði samstarfsaðili LSS í Eldvarnaátakinu næstu þrjú árin og leggi því lið með umtalsverðu fjárframlagi. Sverrir Björn Björnsson, formaður LSS, segir að könnun sem Gallup gerði fyrir LSS og Brunamálastofnun sýni að enn þurfi að gera átak í því að bæta eldvarnir heimilanna. Talsvert vanti uppá að nægilega margir hafi reykskynjara, eldvarnateppi og slökkvitæki á heimilum sínum. "Við slökkviliðsmenn spyrjum okkur oft hvernig í ósköpunum standi á því að eftir allan áróðurinn og alla fræðsluna skuli enn vera til heimili án lágmarks eldvarna. Hver gæti horft framan í sjálfan sig eftir missi ástvinar í eldsvoða vitandi að láðst hafði að setja upp reykskynjara sem hefði bjargað? Fyrir því er engin afsökun," segir Sverrir Björn.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/akureyringum-fjolgad-um-360-a-arinu
Akureyringum fjölgað um 360 á árinu Akureyringum hefur fjölgað um 360 manns á þessu ári og þarf að leita áratug eða áratugi aftur í tímann til að finna sambærilega fjölgun íbúa á milli ára. Á síðastliðnum 10 árum hefur fjölgað á Akureyri um tæplega 2.200 manns. Þetta kom fram í máli Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur bæjarstjóra á blaðamannafundi nú fyrir stundu, þar sem hún og Hermann Jón Tómasson formaður bæjarráðs kynntu fjárhagsáætlun næsta árs, sem tekin verður til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi seinna í dag. Fjárhagsstaða Akureyrarbæjar er sterk og munar þar mestu um sölu bæjarins á hlut sínum í Landsvirkjun, upp á 3,3 milljarða króna. Samkvæmt fjárhagsáætlun verða heildartekjur Akureyrarbæjar á næsta ári 13,2 milljarðar króna, heildargjöld tæpir 13 milljarðar króna og rekstrarafgangur um 260 milljónir króna. Fræðslumál taka rúman helming af útgjöldum aðalsjóðs, eða 3,6 milljarða, til æskulýðs- og íþróttamála fara rúmar 800 milljónir og til félagsmála rúmar 750 milljónir króna. Samtals eru þessir málaflokkar með rúm 80% útgjalda Aðalsjóðs.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/framkvaemdir-vid-glerartorg-stodvadar
Framkvæmdir við Glerártorg stöðvaðar Framkvæmdir við viðbyggingu Glerártorgs á Akureyri voru stöðvaðar í morgun og er vinnustöðvunin til komin vegna ágreinings um lóðamál á svæðinu. Svefn og heilsa hefur kært fjölmarga þætti er varða framkvæmdir á svæðinu en ekki haft erindi sem erfiði fyrr en nú í haust. Þá kærði Svefn og heilsa byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Glerártorg og þá féll úrskurður fyrirtækinu í vil, sem leiddi til þess að framkvæmdir voru stöðvaðar. Í úrskurðinum segir að þar sem Svefn og heilsa eigi enn óbein eignarréttindi í lóð skv. eldra deiliskipulagi, þar sem byggingarleyfið var veitt, ekki hafi verið gengið frá aðilaskiptum og Svefn og heilsa ehf. hafi ekki veitt samþykki sem sameigandi fyrir byggingarleyfinu þá verði að fella byggingarleyfið úr gildi. Fyrir deiluskipulagsbreytingu áttu Svefn og heilsa ehf. leigulóðarréttindi á hluta af því svæði sem samkvæmt nýju deiliskipulagi varð að Gleráreyrum 1. Þar sem ekki tókust samningar með aðilum um bætur fyrir lóðarskerðingu krafðist Akureyrarbær eignarnáms vegna umræddra lóðarréttinda. Í eignarnámsbeiðni er þess krafist að bærinn fái m.a. umráð þeirra lóðarréttinda sem um ræðir. Matsnefndin mun taka þá beiðni fyrir á morgun (miðvikudag) og um leið og sú beiðni hlýtur afgreiðslu matsnefndarinnar mun byggingarleyfi verða gefið út að nýju, segir í fréttatilkynningu frá Akureyrarbæ. Ennfremur segir í fréttatilkynningu bæjarins að í kjölfar gildistöku deiliskipulags á Glerártorgi vorið 2007 og útgáfu byggingarleyfa til SMI ehf. vegna viðbyggingar við Glerártorg hafi verslunin Svefn og heilsa ehf. þrívegis kært byggingaleyfi á svæðinu til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Þá kærði Svefn og heilsa ehf. jafnframt deiliskipulagið og krafðist þess að það yrði fellt úr gildi. Þrívegis hefur úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála úrskurðað Akureyrarbæ í hag. Þannig úrskurðaði nefndin um gildi deiliskipulagsins 23. nóvember sl. Þá vísaði úrskurðarnefnd frá tveimur kærum Svefns og heilsu ehf. sem vörðuðu byggingarleyfi vegna jarðvegsskipta, útmælinga og gerð sökkla sumarið 2007, þar sem nefndin taldi að framkvæmdirnar vörðuðu ekki lögvarða hagsmuni Svefns og heilsu ehf. Í haust kærði svo Svefn og heilsa byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Glerártorg sem bæjarstjórn veitti 4. september sl. Úrskurður í því máli sem féll 23. nóvember sl. gekk hins vegar þvert á fyrri úrskurði um byggingarleyfi á sömu lóð, Akureyrarbæ til mikillar furðu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/flutningaskipid-axel-a-leid-til-akureyrar
Flutningaskipið Axel á leið til Akureyrar Flutningaskipið Axel, sem steytti á skeri við Hornafjarðarós í morgun, siglir nú undir eigin vélarafli til Akureyrar, þar sem skipið verður tekið til skoðunar. Björgunarskipið Ingibjörg fylgir skipinu áleiðis til móts við varðskip, sem mun fylgja skipinu til Akureyrar. Leki kom að skipinu við óhappið í morgun og fylltist bógskrúfurýmið af sjó. Einnig var olíuleki frá skipinu og kom björgunarsveitarfólk fyrir olíugirðingu á þeim stað til að koma í veg fyrir hugsanlega olíumengun. Axel er í eigu dótturfélags Dreggs á Akureyri og í áhöfn eru 11 menn.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/skolanefnd-oskar-vidbotarfjarmagns-vegna-daggaeslugjalda
Skólanefnd óskar viðbótarfjármagns vegna daggæslugjalda Skólanefnd Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum í gær að óska eftir viðbótarfjárveitingu að upphæð 20 milljónum króna í fjárhagsáætlun næsta árs til þess að geta niðurgreitt daggæslugjöld með 200 börnum á næsta ári. Akureyrarbær mun samkvæmt þeirri áætlun verja rúmum 76 milljónum króna á næsta ári í þessar niðurgreiðslur. Þessi samþykkt er til komin vegna mikillar fjölgunar barna á aldrinum 6 - 18 mánaða sem eru á umsóknarlista eftir daggæslu á næsta ári, en í dag er verið að niðurgreiða með 149 börnum. Til þess að mæta þeim aukna kostnaði sem fylgir því að niðurgreiða með öllum börnunum var á fundi skólanefndar einnig samþykkt breyting á niðurgreiðsluupphæð Akureyrarbæjar með hverju barni. Sú breyting hefur í för með sér að frá 1. janúar 2008 greiða foreldrar sem eru giftir eða í sambúð kr. 29.325 á mánuði fyrir 8 klst. vistun pr. dag og á móti greiðir Akureyrarbær kr. 38.964. Einstæðir foreldrar og foreldrar sem báðir eru í námi greiða kr. 21.854 á mánuði fyrir sama tíma en Akureyrarbær greiðir á móti kr. 46.435. Þessi samþykkt tryggir að Akureyrarbær er enn meðal þeirra sveitarfélaga sem niðurgreiða daggæslu mest og foreldrar greiða minnst, segir í fréttatilkynningu.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/syning-a-buningum-og-textilhonnun-fra-japan
Sýning á búningum og textílhönnun frá Japan Í dag, þriðjudaginn 27. nóvember kl. 17.00, verður opnuð í Ketilhúsinu á Akureyri sýning á búningum og textílhönnun frá Noh leikhúsi Japans. Noh er ein af mikilvægustu menningararfleifðum Japans en saga þess spannar 600 ár. Noh leikhúsið var í miklum metum hjá samurai stríðsmönnum Japans en stétt þeirra hélt þessu listformi á lofti frá 14. öld til þeirrar 19. Búningar leikaranna skipuðu strax viðamikið hlutverk þar sem þeir upphófu leikverkið og fegruðu Noh sviðið. Búningarnir eru fíngerðir og sýna vel hina miklu fagurfræði sem ríkir í Japan. Handbragð við gerð búninganna er einstakt en háþróuð tækni er notuð við vefnað og litun efnisins. Litirnir eru glæsilegir en litunarferlið er flókið og notaðar er sérvaldar jurtir og náttúruleg hráefni til að ná áhrifunum fram. Búningar Noh leikhússins skipa sérstakan sess í sögu japansks textíliðnaðar og í menningararfleifð Japans. Gestum sýningarinnar gefst kostur á að skoða í návígi undurfagra hönnun og stórkostlega vel unna búninga sem sjaldan sjást á Íslandi. Sýningin inniheldur nokkra glæsilega búninga, sem og ýmsa aukahluti sem hafa verið endurskapaðir úr upprunalegri mynd með mikillri gaumgæfni af Yamaguchi Noh Costume Reserch Centre í Kyoto í Japan. Búningar eru allir byggðir á margra alda gamalli hönnun og notast var við handbragð þess tíma. Í tengslum við sýninguna verða haldnir tveir fyrirlestrar þar sem listamaðurinn hr. Akira Yamaguchi mun segja frá Noh búningunum og Noh leikhúsinu. Fyrri fyrirlesturinn verður miðvikudaginn 28. nóvember klukkan 12-13 og sá seinni föstudaginn 30. nóvember frá 17-18. Sýningin í Ketilhúsinu stendur yfir frá 27. nóvember til 1. desember og er opin frá 13 - 17 utan morgundagsins en þá er opið 17-18. Það er sendiráð Japans, í samvinnu við Landsbókasafn Íslands, Menningarmiðstöðina í Listagili á Akureyri og Íslensk-Japanska félagið sem býður til sýningarinnar á búningum og textílhönnun úr Noh leikhúsi Japans.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/umferdarljos-a-akureyri-ovirk-eftir-arekstur
Umferðarljós á Akureyri óvirk eftir árekstur Umferðarljósin á gatnamótum Glerárgötu - Tryggvabrautar - Hörgárbrautar og Borgarbrautar á Akureyri eru óvirk en unnið er að viðgerð og ekki vitað að svo stöddu hvenær henni verður lokið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ástæðan fyrir biluninni er sú að í gærkvöld varð mjög harður árekstur á þessum gatnamótum og endaði annað ökutækið á einum ljósavitanum og skemmdi hann það mikið að ljósin urðu óvirk. Ökumenn eru beðnir að aka varlega um þessi gatnamót á meðan staða þessi er uppi og jafnframt má geta þess að biðskylda er fyrir umferð af Tryggvabraut og Borgarbraut þegar ljósin verða óvirk sem nú og nýtur því umferð um Glerárgötu og Hörgárbraut forgangs.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/endurminningar-sveins-i-kalfsskinni-komnar-a-bok
Endurminningar Sveins í Kálfsskinni komnar á bók Bókaútgáfan Hólar hefur sent frá bókina Vasast í öllu, endurminningar Sveins í Kálfsskinni, eftir Björn Ingólfsson fyrrverandi skólastjóra á Grenivík. Athafnamaðurinn Sveinn Jónsson, sem orðinn er 75 ára, hefur komið víða við á sinni litríku ævi og eins og titill bókarinnar segir, hefur hann verið að vasast í öllu. Sveinn hefur ennþá hæfileika til að lifa lífinu og undrast og gleðjast yfir því sem hann heyrir og sér, hlakka til þess sem framundan er og njóta þess sem hann hefur séð og lifað og ylja sér við minningar, eins og segir á bókarkápu. Í útgáfuhófi sem haldið var í Árskógi sagði Sveinn m.a. að með góðra manna hjálp væri komin út bók um sig. "Menn hafa spurt hvort ekki sé allt satt í bókinni en ég hef nú svarað því þannig að það sé eins satt og ég man það. Menn verða að fyrirgefa mér ef einhvers staðar slæðist villa en það er þá bara út af aldrinum." Björn Ingólfsson sagði að útgefandinn hefði beðið sig að skrifa þessa bók. "Þetta getur aldrei orðið skemmtileg bók," var það fyrsta sem Sveinn sagði við mig þegar ég fór að orða þetta við hann. "Ævisögur þurfa að vera skemmtilegar og það verður aldrei hjá mér." Nú er bókin komin og Sveinn er ennþá hræddur um hún sé ekki skemmtileg. Ég er ekki eins svartsýnn hvað þetta varðar en við erum reyndar báðir ófærir að dæma um það mál, það verða aðrir að gera," sagði Björn og bætti við að ef ekki hafi tekist að gera skemmtilega bók úr Sveini í Kálfsskinni, væri það ekki honum að kenna.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/eything-motmaelir-flutningi-starfa-fra-akureyri
Eyþing mótmælir flutningi starfa frá Akureyri Stjórn Eyþings, sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, mótmælir harðlega fyrirhuguðum skipulagsbreytingum hjá Umhverfisstofnun sem m.a. fela í sér verulegar breytingar varðandi Veiðistjórnunarsvið stofnunarinnar, sem staðsett er á Akureyri. Fyrir liggur að yfirmanni Veiðistjórnunarsviðs (veiðistjóra) hefur verið gert að flytja til Reykjavíkur eða að öðrum kosti taka við lægri stöðu, segir í bókun stjórnar Eyþings. Fleiri stofnanir og útibú á vegum ríkisins eru staðsett á Akureyri. Fram hafa komið vísbendingar um tilfærslur fleiri starfa til Reykjavíkur, t.d. hjá Jafnréttisstofu. Einnig má minna á að dregið hefur verið úr starfsemi á vegum ríkisins víðar á starfssvæði Eyþings á næstliðnum árum. Ólíðandi er að forstöðumenn ríkisstofnana gangi þvert á samþykkta stefnu stjórnvalda og jafnvel rýri þann litla árangur sem náðst hefur í dreifingu verkefna og starfa á vegum ríkisins. Stjórn Eyþings skorar á þingmenn Norðausturkjördæmis og ríkisstjórn að fylgjast grannt með framvindu þessara mála og standa vörð um þá stefnu sem stjórnvöld hafa markað.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/rumlega-1000-born-a-leikskolum-a-akureyri
Rúmlega 1000 börn á leikskólum á Akureyri Á síðasta fundi skólanefndar Akureyrar var lögð fram töluleg ársskýrsla leikskóla fyrir árið 2007. Skýrslan lýsir stöðu mála í málflokknum 1. október sl. og þar kemur fram að í leikskólum á Akureyri eru 1048 börn. Vistunartíminn er að lengjast og eru nú 74,6% barnanna í 7 - 9,5 klst. í leikskóla á dag. Þrátt fyrir þetta hefur börnum í 8,5 - 9,5 klst. vistun fækkað á milli ára. Tvítyngdum börnum fjölgar og koma þau nú frá 30 þjóðlöndum. Hlutfall leikskólakennara á deild er nú 70,5% og annarra fagmenntaðra starfsmanna er 6,8%, þannig að mönnun í leikskólum á Akureyri er afar góð, segir í bókun skólanefndar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/nyr-kirkjugardur-i-naustaborgum
Nýr kirkjugarður í Naustaborgum? Forsvarsmenn Kirkjagarða Akureyrar kynntu nýverið fyrir skipulagsnefnd og bæjarstjóra hugmyndir um nýtt svæði fyrir kirkjugarð í Naustaborgum. Þarna er um að ræða svæði sem er nánar tiltekið ofan við byggðina í Naustahverfi milli tjaldsvæðisins að Hömrum og golfvallarins. „Við höfum verið að þrýsta á skipulagsyfirvöld um að ákveða hvar framtíðarsvæði okkar eigi að vera þegar núverandi kirkjugarður klárast," segir Smári Sigurðsson framkvæmdastjóri Kirkjugarða Akureyrar. Smári segir að í síðasta aðalskipulagi bæjarins frá árinu 2005 hafi verið gert ráð fyrir því að nýr garður verði alveg í jaðri bæjarmarkanna ofarlega við Síðuhverfi, "en okkur hugnast betur að vera í Naustaborgum. Við viljum helst vera hér á suðurbrekkunni þannig að við getum nýtt þá aðstöðu sem nú er þegar fyrir hendi hér við núverandi kirkjugarð." Að sögn Smára er hugmyndin að nýr kirkjugarður sé útivistarsvæði sem sé fallegt og rólegt. „Það koma fleiri lifandi en látnir í kirkjugarð, kirkjugarðurinn hér er eitt fjölsóttasta útivistarsvæði bæjarins." Nánar er fjallað um þetta mál í Vikudegi.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/veidistjornunarsvid-a-akureyri-lagt-nidur
Veiðistjórnunarsvið á Akureyri lagt niður Starf forstöðumanns veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar verður lagt niður um áramót, þegar nýtt skipurit stofnunarinnar tekur gildi. Áki Ármann Jónsson hefur gegnt starfinu á liðnum árum, en honum hefur verið boðið nýtt starf syðra, hann verður forstöðumaður fræðslu- og upplýsingasviðs. Veiðistjórnunarsvið stofnunarinnar verður lagt niður í núverandi mynd að sögn Áka en þess í stað verður á Akureyri náttúru- og dýraverndunardeild. Bjarni Pálsson verður deildarstjóri, en aðrir starfsmenn á brátt fyrrverandi veiðistjórnunarsviði halda sínum störfum. Veiðistjórnunarsviðið rennur inn í nýtt svið, náttúru- og dýravernd eins og vinnuheiti þess er nú. „Það fækkar hér um einn starfsmann, þeir verða fjórir í stað fimm áður og þá verður sú breyting að það sem áður var svið verður deild. Þetta varð niðurstaðan í þeim skipulagsbreytingum sem gerðar verða á Umhverfisstofnun," segir Áki Ármann og að nýtt starf leggist ágætlega í sig. Nýtt skipurit tekur gildi 1. janúar nk. og er afrakstur yfirgripsmikillar stefnumótunarvinnu sem staðið hefur frá því í vor. Með breytingunum er verið að skapa „nýjan grundvöll fyrir umræðu um framtíð stofnunarinnar og horfa fram á veginn með opnum huga og jafnframt að svara kröfum stjórnsýsluúttektar sem gerð var á stofnuninni á síðasta ári," segir á vef Umhverfisstofnunar.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ekki-sjalfgefid-ad-akureyri-og-grimsey-sameinist
Ekki sjálfgefið að Akureyri og Grímsey sameinist Hjalti Jón Sveinsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það ekkert sjálfgefið að Grímsey sameinist Akureyri. Hann sat hjá í bæjarráði þegar samþykkt var að verða við ósk Grímseyinga um viðræður um sameiningu. Hann sagði að það hefði fylgt því töluverður kostnaður þegar Hrísey sameinaðist Akureyri og því sé það spurning hvernig standa eigi að málum varðandi hugsanlega sameiningu við Grímsey. "Það er langt á milli Akureyrar og Grímseyjar og mér hefði fundist eðlilegra að þeir hefðu talað við nágranna sína í Dalvíkurbyggð." Hjalti Jón sagði að samfélagið í Grímsey væri mjög gott en að þar væru blikur á lofti. Það væri því ekkert sjálfgefið að Akureyringar væru tilbúnir að taka það samfélag að sér, sem væri að missa fótanna vegna fólksfækkunar, kvótinn væri að fara í burtu og fiskveiðar að dragast saman. "Þessar fyrirhuguðu viðræður eru án skuldbindinga en mér fannst ástæða fyrir fólk að velta þessu fyrir sér. Mér finnst þetta nokkuð langsótt og vil því skoða málið mjög vandlega. Mér finnst eðlilegra að við séum í nánu samstarfi við sveitarfélögin hér í Eyjafirði og þá ekki síst þau sem standa okkur næst," sagði Hjalti Jón, sem jafnframt telur alveg orðið tímabært að fara ræða sameiningu við Hörgárbyggð.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/mikil-eftirspurn-eftir-idnadarlodum-a-akureyri
Mikil eftirspurn eftir iðnaðarlóðum á Akureyri Tvær lóðir eru lausar í Nesjahverfi, en þar eru iðnaðarlóðir sem byggst hafa hratt upp að undanförnu. „Það fóru allar lóðir í fyrstu úthlutun, en síðan hefur eitthvað verið um að menn hafi skilað þeim inn," segir Pétur Bolli Jóhannesson, deildarstjóri skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, en nú eru lausar lóðir við Goðanes 4 og 7. Nú er unnið að uppbyggingu áfanga sem nefnast C og D sem eru austar á svæðinu, nær Krossanesi. Pétur Bolli segir að skipulag svæðisins verði að líkindum auglýst í næsta mánuði, en um 20 til 25 lóðir, allar frekar stórar, verða í boði á því svæði. „Það er mikill áhugi fyrir iðnaðarlóðum um þessar mundir," segir hann, mun meiri en fyrir lóðum undir einbýlishús, en Pétur Bolli telur að sá markaður sé nokkuð mettaður nú. Handan Hörgárbrautar, við Sjafnargötu, eru líka iðnaðarlóðir, m.a. á Brimborg þar stóra lóð sem fyrirhugað er að byggja á nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins á Akureyri og þá á Europris tvær lóðir á sama svæði, auk þess sem Hagkaup á lóð skammt frá Sjafnarhúsinu sem svo er nefnt.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/eldur-i-husnaedi-bustolpa-a-akureyri
Eldur í húsnæði Bústólpa á Akureyri Betur fór en á horfðist er eldur kom upp í húsnæði Bústólpa á Oddeyrartanga á Akureyri nú fyrir stundu. Eldurinn kviknaði í plastruslafötu í starfsmannarými á neðri hæð en Slökkviliði Akureyrar gekk greiðlega að ráða niðurlögum hans. Líklegt er að glóð hafi lent í ruslafötunni með fyrrgreindum afleiðingum. Tjónið er ekki talið mikið en þó fór töluverður reykur um hluta hússins, m.a. í kaffistofu starfsmanna á efri hæð. Slökkviliðsmenn reykræstu húsið.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/n1-verdur-bakhjarl-dagnyjar-lindu
N1 verður bakhjarl Dagnýjar Lindu Undirritaður hefur verið samstarfssamningur Skíðasambands Íslands, N1 hf. og Dagnýjar Lindu Kristjánsdóttur skíðakonu, sem felur í sér að N1 verður bakhjarl Dagnýjar Lindu og einn af aðalstyrktaraðilum Skíðasambandsins næstu þrjú árin. Dagný Linda hefur til fjölda ára verið í fremstu röð skíðakvenna hér á landi. Hún náði prýðilegum árangri á síðustu Ólympíuleikum og hefur verið að vinna sig upp heimslistann í sínum sterkustu greinum, sem eru risasvig og brun. Sem stendur er hún í 89. sæti á heimslistanum í bruni og 74. sæti í tvíkeppni - svigi og risasvigi. Dagný Linda hefur æft stíft frá því í lok ágúst og stefnir að því að keppa á sínu fyrsta heimsbikarmóti í vetur í hraðagreinunum svokölluðu, risasvigi og bruni, í Aspen í Colorado í Bandaríkjunum 7. og 8. desember nk. Dagný Linda tók þátt í tveimur FIS-mótum í risasvigi í Hemsedal í Noregi sl. þriðjudag og miðvikudag. Fyrri daginn lenti hún í þriðja sæti og seinni daginn stóð hún uppi sem sigurvegari. „Samningurinn við N1 er að sjálfsögðu afar mikilvægur til þess að gera mér kleift að stunda mína íþrótt áfram af krafti og fyrir það er ég þakklát. Ég stefni að því að keppa í heimsbikarnum í Aspen viku af desember og síðan eru tvö önnur heimsbikarmót í Evrópu fyrir jól, annars vegar í Frakklandi og hins vegar í Austurríki. Eftir áramót eru síðan fjölmörg mót á dagskrá. Ég stefni eindregið á að keppa á Ólympíuleikunum árið 2010 í Kanada og þess vegna er þessi þriggja ára samningur við N1 mér mjög mikils virði," segir Dagný Linda Kristjánsdóttir í fréttatilkynningu frá SKÍ. Þjálfari hennar í vetur er Haukur Bjarnason. Ingunn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri neytendasviðs N1, segir það sameiginlegt markmið N1 og Dagnýjar Lindu að koma henni á Ólympíuleikana í Kanada 2010. "Eins og með allar íþróttir, ekki síst árstíðabundnar eins og skíðaiðkun, þá skiptir undirbúningstíminn alveg gríðarlega miklu máli. Við vonum að okkar stuðningur geri það að verkum að Dagný Linda geti nú æft enn markvissar og við enn betri aðstæður en ella. Við erum stolt af stuðningi okkar við unga afreksmenn sem eru okkur og þjóðinni til mikils sóma." Daníel Jakobsson, formaður Skíðasambandsins, fagnar því að stórfyrirtæki eins og N1 hafi ákveðið að styrkja Dagnýju Lindu og gera henni kleift að einbeita sér enn frekar að því að stunda sína íþrótt af kostgæfni. „Samningurinn léttir Skíðasambandinu og Dagnýju Lindu róðurinn við að stunda æfingar og keppa á mótum. Jafnframt er hann mikilvægur liður í að fjármagna undirbúning Dagnýjar Lindu fyrir næstu Ólympíuleika, sem verða í Vancouver í Kanada í febrúar 2010, en þangað stefnir hún ótrauð. Þessi samningur við N1 er að mínu mati mikil viðurkenning á Dagnýju Lindu sem íþróttamanni."
https://www.vikubladid.is/is/frettir/frettamyndir-i-110-ar-a-syningu-i-bokasafni-ha
Fréttamyndir í 110 ár á sýningu í bókasafni HA Í tilefni af 110 ára afmæli Blaðamannafélags Íslands var efnt til sérstakrar sýningar á fréttamyndum sem spanna þann tíma sem félagið hefur verið við lýði. Það var Þorvaldur Örn Kristmundsson, fyrrum formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands í tólf ár, sem valdi myndirnar. Sýningin stóð yfir í Kringlunni í Reykjavík en er nú komin norður og var hún opnuð í bókasafni Háskólans á Akureyri í dag. Bókasafn HA er opið alla virka daga frá kl. 8:00-18:00 og á laugardögum frá kl. 12:00 - 15:00 og stendur sýningin fram í desember. Á sýningunni eru um 40 ljósmyndir eftir næstum jafn marga ljósmyndara. Leitast var við að tína til myndir sem teknar voru af blaðamönnum eða öðrum þeim sem höfðu sinnu og áhuga á að skrásetja fréttnæma atburði með þessari tækni. Hér er því um að ræða fréttaljósmyndir sem standa undir nafni þótt ljósmyndararnir sem myndirnar tóku hafi trúlega ekki skilgreint sig sem sérstaka fréttaljósmyndara. Það gerir myndir þeirra ekki síður áhugaverðar og í því úrvali mynda sem hér kemur fyrir almenningssjónir eru fjölmargar myndir frá því fyrir seinna stríð sem ekki hafa birst opinberlega áður. Sýnir þetta safn fréttaljósmynda að hjörtu fréttaljósmyndara allra tíma slá í takt, hvort heldur það er í dag eða fyrir 110 árum.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/mikid-ad-gerast-i-brotajarninu
Mikið að gerast í brotajárninu Það gengur mikið á í Krossanesi þessa dagana og þá ekki síst í kringum brotajárnsvinnsluna sem þar er starfrækt. Fyrr í dag kom ferjan Sæfari í Krossanes með mikið magn af brotajárni úr Hrísey, m.a. gamlan stóran bíl og krana. Starfsmenn Hringrásar hífðu brotajárnið í land og fluttu á athafnasvæði sitt í Krossanesi. Við aðra bryggju í Krossanesi er svo unnið af krafti við að rífa niður gamla Skagafjarðartogarann Hegranes. Íslenskir og sænskir aðilar hafa sett á fót fyrirtæki í Krossanesi, þeir kaupa m.a. gömul skip til niðurrifs og ætla svo að flytja brotajárnið út.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/baerinn-samthykkir-aukafjarveitingu-i-reidhollina
Bærinn samþykkir aukafjárveitingu í reiðhöllina Á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun var tekið fyrir erindi frá Ástu Ásmundsdóttur f.h. Hestamannafélagsins Léttis þar sem óskað er eftir því að fjárveiting bæjarins til reiðhallarinnar verði hækkuð um 43 milljónir króna til að hægt verði að taka húsið í notkun. Bæjarráð samþykkti að auka styrk bæjarins vegna byggingarinnar um 30 milljónir króna með því skilyrði að Hestamannafélagið Léttir sýni fram á að það geti sjálft útvegað þá fjármuni sem á vantar til þess að hægt verði að taka húsið í notkun. Ennfremur kemur fram í bókun bæjarráðs að í samningi bæjarins og Léttis var kveðið á um að heildarstyrkveiting vegna byggingar reiðhallar yrði rúmlega 120 milljónir króna og hefur sá styrkur þegar verið greiddur. Jafnframt var skýrt kveðið á um að ekki yrði um frekari greiðslur frá bænum að ræða vegna þessarar framkvæmdar eða til rekstrar reiðhallarinnar. Þrátt fyrir þessi ákvæði er ljóst að án aðkomu bæjarins verður ekki hægt að taka húsið í notkun á næstunni. Því samþykkti bæjarráð þessa aukafjárveitingu en til þess að mæta kostnaði vegna viðbótarframlagsins verður dregið úr fé til framkvæmda í hesthúsahverfum um 10 milljónir króna á ári næstu þrjú ár.
https://www.vikubladid.is/is/frettir/framkvaemdir-ganga-vel-a-glerartorgi
Framkvæmdir ganga vel á Glerártorgi Framkvæmdir ganga vel við nýbyggingu Glerártorgs, að sögn Sigurðar Sigurðssonar framkvæmdastjóra SS-Byggis, verktaka á svæðinu. „Við fengum reitinn afhentan frekar seint, en erum nú óðum að ná áætlun og munum skila á réttum tíma," segir hann. Sigurður segir að nú séu um 40 manns á vegum fyrirtækisins að störfum á byggingarstað auk fjölda iðnaðarmanna af ýmsu tagi. Alls eru um 60 til 80 manns að jafnaði við vinnu á svæðinu en starfsmönnum mun fjölga þegar nær dregur. Byggingin á að verða fokheld fyrir jól og þá hefst vinna innandyra. Skila á verkinu 30. apríl á næsta ári og fyrirhugað að opna verslunarmiðstöðina í maí.