Search is not available for this dataset
url
stringlengths
21
288
text
stringlengths
1
1.35M
https://www.akureyri.is/is/frettir/skipulagslysing-vegna-deiliskipulags-fyrir-2-afanga-halanda-akureyri
Skipulagslýsing vegna deiliskipulags fyrir 2. áfanga Hálanda, Akureyri Unnið er að gerð deiliskipulags fyrir 2. áfanga Hálanda. Skipulagslýsingin um verkefnið liggur frammi í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og er aðgengileg að neðan. Ábendingum er hægt að koma á framfæri skriflega til skipulagsdeildar í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri eða á netfangið: skipulagsdeild@akureyri.is innan tveggja vikna frá auglýsingu þessari. Skipulagslýsing 28. ágúst 2013 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/mozartveisla-a-akureyrarvoku
Mozartveisla á Akureyrarvöku Nýtt tónleikaár Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands er í þann mund að hefjast. Það hefst á Mozartveislu á fjölþjóðlegri Akureyrarvöku föstudagskvöldið 30. ágúst. SN leikur undir stjórn þýska hljómsveitarstjórans Wolfgangs Trommers og ungverski fiðluleikarinn Zsuzsa Debre stígur á svið. Þau eiga bæði farsælan og glæsilegan feril að baki um allan heim og koma nú í fyrsta sinn fram á Íslandi. Tónlist Wolfgang Amadeus Mozarts (1756-1791), eins þekktasta og vinsælasta tónskálds í klassískri tónlistarsögu, spannar allan tilfinningaskalann, allt frá léttleika og glaðværð til djúprar ástríðu og glæsileika. Efnisskrá Mozartveislunnar snertir alla þessa þætti en flutt verða: Eine kleine Nachtmusik, Fiðlukonsert nr. 4 og Sinfónía nr. 36. Áhorfendur mega því búast við mögnuðum tónleikum. Ungverski fiðluleikarinn Zsuzsa Debre hefur getið sér framúrskarandi orðspors fyrir fiðluleik sinn víða í Evrópu. Hún nam fiðluleik í heimalandi sínu, m.a. í Franz Liszt tónlistarháskólanum í Búdapest auk þess að njóta einkakennslu virtra tónlistarkennara. Þar ber að nefna Tibor Varga, Sándor Végh og Dénes Zsigmondy. Zsuzsa Debre lauk einleikaraprófi 1989 með hæstu einkunn og hefur m.a. leikið með Fílharmoníuhljómsveit Ungverjalands og Sinfóníuhljómsveitinni í Düsseldorf. Hún er þekkt fyrir kraftmikinn flutning, þykir frumleg og býr yfir þori til að fara ótroðnar slóðir í tónlistarflutningi sínum. Sá hæfileiki ásamt heillandi útgeislun hefur gert hana mjög eftirsótta til samstarfs meðal samtímatónskálda auk þess sem hún hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir túlkun sína á Mozart. Wolfgang Trommer hljómsveitarstjóri kemur frá Þýskalandi og á langan og farsælan feril að baki. Hann hefur starfað í ýmsum óperuhúsum í Þýskalandi og með fjölmörgum hljómsveitum víða um heim. Hann hefur m.a. stjórnað Fílharmoníuhljómsveitum Berlínar, Rómar og München, Sinfóníuhljómsveitinni í Monte Carlo og Sinfóníuhljómsveitinni Lamoureux í París. Wolfgang Trommer hefur einnig komið víða fram sem hljómsveitarstjórnandi í sjónvarpi, m.a. með sjónvarps-sinfóníuhljómsveitinni í Jóhannesarborg í Suður Afríku. Árið 1980 stofnaði Wolfgang „Düsseldorfer Ensemble“ með það að meginmarkmiði að frumflytja ný tónverk en Wolfgang Trommer hefur lagt metnað sinn í að ryðja brautina fyrir ný tónskáld. Frá árinu 2001 hefur hann starfað hjá Sinfóníuhljómsveitinni Platin-Scala í Þýskalandi. Wolfgang Trommer er mikill Íslandsvinur. Hann fagnar því mjög að fá tækifæri á lífsferli sínum til að stjórna hljómsveit á Íslandi. Eða eins og hann orðar það sjálfur: „Það gleður mig óumræðilega að geta sameinað ást mína á hljómsveitarstjórn og ást mína á hinu fallega norðri.“ Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hélt sína fyrstu tónleika 24. október 1993 og og fagnar því tuttugu ára afmæli sínu á þessu tónleikarári. Leiknar hafa verið á þessum árum 115 mismunandi efnisskrár en SN hefur leikið nánast allar tegundir klassískrar tónlistar frá barokk til nútímatónlistar auk rokks, jass og popps. Eitt helsta leiðarljós SN hefur verið að brúar bilið milli áheyrenda og flytjenda og lögð hefur verið sérstök áhersla að taka vel á móti tónleikagestum og skapa nánd m.a. með fræðslu um verkin sem leikin eru hverju sinni. Frá æfingu. Mynd: Daníel Starrason.
https://www.akureyri.is/is/frettir/villandi-myndbirting-fib
Villandi myndbirting FÍB Félag íslenskra bifreiðaeigenda stendur nú fyrir ákaflega þörfu umferðarátaki þar sem sjónum er einkum beint að gangbrautum og öryggi gangandi vegfarenda. Í tengslum við herferðina hefur FÍB birt villandi mynd sem tekin er í nágrenni Giljaskóla á Akureyri og hefur Akureyrarbær gert athugasemd við myndbirtinguna. Eftirfarandi var sent framkvæmdastjórn og framkvæmdastjóra FÍB. Vegna myndbirtingar á heimasíðu FÍB og í Morgunblaðinu 27. ágúst óskar Akureyrarbær eftir að koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum: "Viðkomandi mynd er tekin við Giljaskóla á Akureyri og sýnir unga stúlku bíða við gönguleið yfir þvergötu. Eins og glögglega má sjá á myndinni þá liggur enginn gangstígur með götunni að vestanverðu (þeim megin sem skólinn er) heldur er gangstígurinn að austanverðu og má greina gangbraut skólabarna að skólanum efst í vinstra horni myndarinnar. Allar gangbrautir og öll aðkoma að Giljaskóla er talin til fyrirmyndar og hönnuð með það eitt fyrir augum að tryggja eins og best verður á kosið öryggi grunnskólabarna. Einnig er vert að vekja athygli á því í þessu sambandi að gangbraut og gönguleið er tvennt ólíkt: Á gangbrautum njóta gangandi vegfarendur forgangs en svo er ekki þegar um almennar gönguleiðir er að ræða. Akureyrarbær fagnar að sjálfsögðu þörfu umferðaröryggisátaki FÍB sem nú stendur yfir en harmar að myndir af nágrenni grunnskóla hér í bæ skuli birtar með svo villandi hætti sem raun ber vitni. Á meðfylgjandi mynd má sjá merktar gangbrautir þar sem gangandi njóta forgangs að skólanum yfir umferðargötuna Kiðagil. Norðan Borgarbrautar (hægra megin á myndinni) hefst Síðuhverfi sem Síðuskóli þjónar." Umrædd mynd af heimasíðu FÍB. Loftmynd af nágrenni Giljaskóla.
https://www.akureyri.is/is/frettir/samstarf-um-atvinnu-og-nyskopunarhelgina-a-akureyri
Samstarf um Atvinnu- og nýsköpunarhelgina á Akureyri Í dag skrifuðu fulltrúar Háskólans á Akureyri, Stefnu hugbúnaðarhúss, Tækifæris fjárfestingasjóðs og Akureyrarstofu undir samstarfssamning um framkvæmd og þróun Atvinnu- og nýsköpunarhelgarinnar á Akureyri. Samningurinn felur í sér samstarf til næstu þriggja ára. Atvinnu- og nýsköpunarhelgin á Akureyri hefur verið haldin undanfarin þrjú ár við góðan orðstír en henni er ætlað að stuðla að nýsköpun fyrirtækja og einstaklinga á efnahagssvæði Akureyrar. Markmiðið er að gefa frumkvöðlum kost á sérhæfðri ráðgjöf í þróun og markaðssetningu viðskiptahugmynda undir stjórn sérfræðinga. Við tilefnið sagði Hreinn Þór Hauksson, verkefnastjóri atvinnumála Akureyrarbæjar: „Þáttur nýsköpunar og frumkvöðlastarfs fyrir efnahagslega þróun, hvort sem er innan fyrirtækja eða meðal einstaklinga, er gríðarlega mikilvægur. Það er nauðsynlegt að hlúa vel að slíkum þáttum og Atvinnu- og nýsköpunarhelgin á Akureyri er stór hluti af því. Auk þeirra aðila sem undirrituðu samninginn hér í dag koma fjölmargir framsýnir einstaklingar og fyrirtæki á svæðinu að framkvæmdinni bæði hvað varðar undirbúning og fjárhagslegan stuðning. Ég skynja mikinn áhuga innan bæjarfélagsins á mikilvægi nýsköpunar og frumkvöðlastarfs og á eflingu atvinnuskapandi umhverfis. Þetta er stórt skref sem við stígum í dag og því ber sannarlega að fagna.“ Talið frá vinstri: Hreinn Þór Hauksson, Matthías Rögnvaldsson, Jón Steindór Árnason, Helgi Gestsson, Þórgnýr Dýrfjörð og Stefán B. Sigurðsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hvernig-litur-gydjan-akureyrarvaka-ut
Hvernig lítur gyðjan Akureyrarvaka út? Í hádeginu á morgun, föstudag, verður sýningin Hvernig lítur gyðjan Akureyrarvaka út? opnuð á veitingastaðnum Bryggjunni. Á sýningunni, sem er hluti af dagskrá Akureyrarvöku, má sjá afrakstur teikninga 9-14 ára nemenda í Glerárskóla sem teiknuðu gyðjuna Akureyrarvöku eins og þeir sáu hana fyrir sér. Teikning Róberts Orra Heiðmarssonar í 6. bekk þótti sú besta enda fangar hún viðfangsefnið á sérstaklega skemmtilegan hátt. Á mynd Róberts er gyðjan túlkuð á einkar fjölskrúðugan hátt; klæði hennar minna á landakort og fána þeirra fjölmörgu þjóða sem búa á Akureyri. Róbert Orri fær að launum pizzu veislu fyrir fimm á Bryggjunni. Í öðru sæti var Bryndís Bolladóttir í 8. bekk og þriðja sætið hlaut Kristín Ragna Tobíasdóttir í 7. bekk. Sýningin er öllum opin um helgina og er aðgangur ókeypis. Verðlaunateikning Róberts Orra Heiðmarssonar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/litrik-dagskra-a-solrikri-akureyrarvoku
Litrík dagskrá á sólríkri Akureyrarvöku Akureyrarvaka hófst í gærkvöldi í prýðilegu veðri með Rökkurró í Lystigarðinum og Draugaslóð um Innbæinn. Dagskráin nær hápunkti sínum í dag með alls kyns uppákomum og viðburðum í Listagilinu, Möguleikamiðstöðinni Rósenborg, Menningarhúsinu Hofi og víðar. Loks verður blásið til Retro Stefson karnivals á sviði sem komið hefur verið fyrir á horni Kaupvangsstrætis og Hafnarstrætis (neðst í Gilinu fyrir framan Hótel KEA) en þar verður hljómsveitin vinsæla Retro Stefson við völd og tekur á móti góðum gestum, meðal annars Helenu Eyjólfsdóttur og Pálma Gunnarssyni. Nákvæma dagskrá Akureyrarvöku er að finna á www.visitakureyri.is. Veðrið á Akureyrarvöku í þessum töluðum orðum er svona: Sól, vestan gjóla og 7,9 stiga hiti. Veðurstofan gerir ráð fyrir rigningu um hádegisbil en þegar horft er til himins er erfitt að sjá hvernig það má verða. Gert er ráð fyrir hæglætisveðri, um 10 stiga hita og sól seinnipartinn. Meðfylgjandi mynd tók Daníel Starrason í Innbænum í gærkvöldi. Mynd: Daníel Starrason.
https://www.akureyri.is/is/frettir/traustir-starfsmenn-heidradir
Traustir starfsmenn heiðraðir Á 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar í fyrra var ákveðið að heiðra sérstaklega starfsfólk sem þá hafði unnið hjá bænum í 40 ár eða meira. Ætlunin er að gera þetta að árlegum viðburði og á afmæli bæjarins í síðustu viku, 29. ágúst, var sex einstaklingum boðið til kaffisamsætis með bæjarstjórn og yfirmönnum sínum í bæjarstjórnarsalnum í Ráðhúsinu. Þessum traustu starfsmönnum var færð bókargjöf og blómvöndur. Á myndinni eru talið frá vinstri: Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Markús Hávarðarson úr Lundarskóla, Samúel Jóhannsson frá íþróttamiðstöð Glerárskóla, Hrafnhildur Helgadóttir frá Hæfingarstöðinni Skógarlundi, Jón Björn H Arason frá framkvæmdamiðstöð bæjarins, Ragna Kristjánsdóttir úr fjármálaþjónustu, Eiður Þorsteinsson úr fjármálaþjónustu og Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar. Eiður Þorsteinsson tekur við bókargjöfinni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kjosendur-med-ipod-i-eyrunum-um-konnun-a-politiskri-bodmidlun-i-noregi-og-islandi
Kjósendur með Ipod í eyrunum Á morgun, miðvikudaginn 4. september, kl. 12.00-13.00 flytur Birgir Guðmundsson dósent við hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri erindi á Félagsvísindatorgi. Þar fjallar hann um hvernig stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar ná samtali við kjósendur þegar kjósendurnir geta valið sér gáttir af fjölbreyttu matborði stafrænnar fjölmiðlunar. Erindið ber yfirskriftina: Kjósendur með Ipod í eyrunum - Um könnun á pólitískri boðmiðlun í Noregi og Íslandi. Birgir mun byggja á viðtalsrannsóknum sem hann gerði í Noregi og á Íslandi. Birgir er dósent í fjölmiðlafræði við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. Hann er stjórnmálafræðingur og sagnfræðingur frá Essex í Bretlandi og lauk framhaldsnámi í stjórnmálafræði frá Manitóbaháskóla í Kanada. Hann hefur starfað við fjölmiðla í um tvo áratugi sem blaðamaður, fréttastjóri og ritstjóri. Birgir hefur unnið umtalsvert að faglegum málum fyrir Blaðamannafélag Íslands og er m.a. formaður dómnefndar um Blaðamannaverðlaun Íslands. Félagsvísindatorgið verður í stofu N101 – hátíðarsal skólans.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ordsending-fra-fib
Athugasemd frá FÍB Vegna fréttar hér á Akureyri.is fimmtudaginn 29. ágúst um villandi myndbirtingu í umferðarátaki FÍB óskar félagið eftir að koma á framfæri eftirfarandi orðsendingu. Er hún hér birt óstytt. "Gangbraut, já takk umferðarátak FÍB snýst um það að vekja almenning til umhugsunar um öryggi gönguleiða og frágang göngustaða yfir umferðargötur. Samhliða átakinu hefur FÍB boðið fólki að senda ljósmynd af gangbraut eða "gervigangbraut" þar sem úrbóta er þörf. FÍB hefur einnig fengið myndir af gangbrautum sem eru til fyrirmyndar. Sérfræðingar FÍB í umferðaröryggismálum fara yfir myndirnar og munu á næstunni koma ábendingum og athugasemdum á framfæri við ábyrgðaraðila vegamála í sveitarfélögum með ósk um úrbætur. Slæmar, óljósar eða engar merkingar við skóla og í grennd við þá hljóta að teljast sérstaklega varhugaverðar. Skólabörnin eiga heimtingu á því að að bestu og öruggustu göngustaðirnir yfir umferðargötur séu skilgreindir og merktir löglega og skýrt, svo ekkert fari á milli mála hjá börnunum sjálfum, né heldur ökumönnum sem um þessar götur aka. Umrædd ljósmynd af gangvegi nærri Giljaskóla á Akureyri, á gatnamótum Borgarbrautar og Kiðagils, barst FÍB í gegnum Gangbraut, já takk átakið. FÍB fagnar því að flestar gangbrautir nærri Giljaskóla séu vel merktar. Í þessu umferðarátaki FÍB er verið að safna ljósmyndum af gönguleiðum en ekki göngusvæðum. Markmiðið er að vekja athygli á öruggum gönguleiðum fyrir almenning og hvetja ábyrgðaraðila vega- og gatnamála til að fjölga öruggum gangbrautum og merkja þær í samræmi lög og reglugerðir. Sérfræðingar FÍB hafa skoðað umrædda þverun yfir Kiðagil lítillega og ljóst að bæta má merkingar og aðkomu fyrir gangandi umferð á gatnamótunum með öryggi vegfarenda að leiðarljósi. FÍB óskar eftir góðu samstarfi við Akureyrarbæ og önnur sveitarfélög um öll góð mál með sérstaka áherslu á umferðaröryggismál." Umrædd mynd af vef FÍB. Umrædd gatnamót með biðskyldumerki og merki um 30 km hverfi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/malthing-um-framtid-hriseyjar
Málþing um framtíð Hríseyjar Áhugahópur um framtíð Hríseyjar boðar til málþings laugardaginn 14. september. Umræðuefni fundarins verða m.a.: Atvinnumál, byggðaþróun, þjónusta við íbúa, samgöngur, sumarhús, afþreying, ferðaþjónusta, heilbrigðismál og umhverfismál svo fátt eitt sé nefnt. Hópurinn hvetur alla til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum eða bara til að hlusta á það sem aðrir hafa að segja. Allir sem láta sig málefni Hríseyjar varða eiga erindi á málþingið sem verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Hrísey og hefst kl. 12 og lýkur klukkan 17. Á fundinn hafa boðað komu sína fulltrúar úr bæjarstjórn Akureyrarbæjar og Einingu Iðju. Þingmönnum og fleirum hefur einnig verið boðin þátttaka. Skráning á fundinn er á netfanginu www.hrisey.net og í síma 864 1426. Í tengslum við fundinn og störf hópsins hefur verið sett af stað skoðanakönnun á heimasíðunni www.hrisey.net sem allir eru beðnir að svara. Hún er ekki eingöngu fyrir Hríseyinga heldur alla áhugasama. Hægt er að nálgast útprentað eintak í Júllabúð. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/myndir-fra-akureyrarvoku
Myndir frá Akureyrarvöku Akureyrarvaka fór ekki framhjá nokkrum manni um nýliðna helgi og var ljósmyndarinn Daníel Starrason á ferð og flugi til þess að fanga stemninguna. Hér að neðan má sjá brot af þeim myndum sem Daníel tók á ferðum sínum um bæinn. Smellið á myndirnar til að stækka. Alþjóðlega eldhúsið í Hofi á Akureyrarvöku.
https://www.akureyri.is/is/frettir/godur-arangur-i-matjurtaraektun
Góður árangur í matjurtaræktun Hjónin Hafdís Eygló Jónsdóttir og Sigurbjörn Arngrímsson hlutu í dag sérstaka viðurkenningu fyrir góðan árangur í matjurtaræktun í görðunum sem bærinn úthlutar áhugasömum á vori hverju. Það var Jóhann Thorarensen umsjónarmaður matjurtagarðanna sem heilsaði upp á hjónin í garðinum þeirra og afhenti þeim blómvönd af þessu tilefni. Hafdís og Sigurbjörn eru að taka sín fyrstu skref í grænmetisræktun. Þeim hefur gengið ákaflega vel í sumar og eru því, að sögn Jóhanns, mjög vel að þessari viðurkenningu komin. Nú eru um 320 litlir matjurtagarðar hjá Ræktunarstöð Akureyrarbæjar við Krókeyri sem standa Akureyringum til boða gegn vægu leigugjaldi. Garðarnir eru auglýstir lausir til umsóknar þegar líður á veturinn og yfirleitt fá færri en vilja skika til ræktunar. Í matjurtagarðinum í dag. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/orlofsbyggd-nordan-kjarnalundar-tillaga-ad-deiliskipulagi
Orlofsbyggð norðan Kjarnalundar – Tillaga að deiliskipulagi Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagi. Skipulagssvæðið afmarkast af Kjarnaskógi og lóðum Kjarnalundar til suðurs, óbyggðu íbúðarsvæði til vesturs, gili á opnu svæði til norðurs og fyrirhugaðri tengibraut á óbyggðu svæði til austurs. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir stækkun frístundabyggðarinnar til vesturs. Tillagan fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og fylgir henni umhverfisskýrsla. Hægt er að nálgast tillöguuppdrátt ásamt greinargerð hér að neðan sem einnig munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 4. september til 16. október 2013 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Skipulagsuppdráttur Skýringaruppdráttur Greinargerð Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 16. október 2013 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 4. september 2013 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/gardavidurkenningar-2013
Garðaviðurkenningar 2013 Fyrr í sumar óskaði framkvæmdadeild Akureyrarbæjar eftir ábendingum frá bæjarbúum um góðan árangur í fegrun og hirðingu garða og voru niðurstöður vals dómnefndar kynntar á Akureyrarvöku. Óskað var eftir ábendingum í flokkunum yngri garðar, eldri garðar, garðar við ráðhús eða fjölbýlishús og garður við fyrirtæki eða stofnun. Að valinu í hverjum flokki stóðu Björgvin Steindórsson forstöðumaður Lystigarðs Akureyrar, Guðrún Björgvinsdóttir garðyrkjuverkstjóri hjá framkvæmdadeild Akureyrar og Matthildur Ásta Hauksdóttir forstöðumaður Vinnuskóla Akureyrar. Niðurstöðurnar voru þessar: Yngri garður: Klettaborg 31. Eigandi: Margrét Jónsdóttir. Skemmtileg lóð með miklum hæðarmun. Stórt sprengigrjót er notað til að taka af hæðarmuninn. Fallegur og fjölbreyttur trjágróður er síðan notaður til að binda jarðveginn enn frekar. Skriðmispillinn áberandi flottur fremst í beðinu. Hellulagt bílastæði og tenging allt í kring um húsið. Vestan við húsið er stór verönd, afmörkuð með timburskjólvegg, með heitum potti og sumarblómakerum. Lítil morgunverönd er á baklóðinni. Í heildina vel hirtur garður með miklu og góðu plöntuvali. Eldri garður: Austurbyggð 12. Eigendur: Magnús Magnússon og Sigrún Rúnarsdóttir. Eldri garður sem hefur fengið góða andlitslyftingu á seinni árum. Flott framlóð með hellulögðu bílastæði og snyrtilega afmörkuðum beðum. Baklóðin er ekki síðri með svipuðum útfærslum á beðum. Afar fjölbreytt plöntuúrval þar sem plöntum er haganlega fyrir komið og greinilega hugsað um að hafa lóðina fallega frá vori til hausts. Töluvert mikið af sumarblómum sem ræktuð eru í gróðurskála sem áfastur er húsinu. Grasflatir mjög fallegar og afmarkaðar með smáum hellum. Í heildina mjög áhugaverð og ákaflega vel hirt lóð. Fjölbýli: Stekkjartún 10. Eigendur: Ágústa Kristjánsdóttir og Kristinn Hreinsson. Mjög falleg framlóð með fjölbreyttum gróðri í lítillega upphækkuðum beðum og smekklegri lýsingu ásamt plöntum í kerum við innganginn og steyptu bílastæði. Á baklóðinni er mjög fjölbreyttur gróður í upphækkuðum beðum. Rósir töluvert áberandi, ásamt klifurplöntum og ávaxtatrjám. Þar má einnig líta stórar verandir með timburskjólveggjum, dálítið stallaðar og mjög athygliverð blanda af timbri og hellum. Afar vel hönnuð og smekkleg lóð í alla staði. Fyrirtæki: Dvalarheimilið Hlíð, Austurbyggð 17. Eigandi: Akureyrarbær. Falleg lóð á alla kanta og vel hirt. Aðkoman hellulögð og umlukin gróðri. Inngarðarnir sunnan við húsið eru alveg til fyrirmyndar og má þar líta mjög fjölbreyttan gróður, hellulagða stíga, tjörn, gosbrunn, lítinn púttvöll, stóla, borð og bekki. Nýjasta viðbótin þar sem matjurtagarðarnir eru, auka enn á fjölbreytnina. Auk þess eru á lóðinni hænsnakofi og kanínur í búrum. Gömlu lóðirnar við raðhúsin standa einnig fyrir sínu. Í heildina vel skipulögð lóð og afar snyrtileg og þjónar sínu hlutverki vel. Hænsnahöllin við Hlíð. Mynd: Ragnar Hólm.
https://www.akureyri.is/is/frettir/almenningshlaup-i-grimsey-2
Almenningshlaup í Grímsey Norðurheimskautsbaugshlaup TVG-Zimsen fer fram í Grímsey á morgun, laugardag, í annað sinn. Hlaupið hefst kl. 11.00 við félagsheimilið Múla og verða tvær leiðir í boði. Annars vegar verður hlaupinn einn hringur í kringum Grímsey en hann telur tæpa tólf kílómetra og hins vegar verða hlaupnir tveir hringir í kringum eyna, sem teljast þá rúmlega hálfmaraþon. Nánari upplýsingar má sjá HÉR. Þátttakendur í hlaupinu 2012.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sundlaug-hriseyjar-50-ara
Sundlaug Hríseyjar 50 ára Um þessar mundir er sundlaugin í Hrísey 50 ára og af því tilefni verður frítt í sund á morgun, laugardag. Boðið verður upp á Emmessís og kaffi auk þess sem Skralli trúður verður á svæðinu og sýnir réttu sundtökin. Opnunartími á morgun er frá kl. 13-16 og áætlun Hríseyjarferjunnar Sævars má sjá HÉR.
https://www.akureyri.is/is/frettir/la-synir-blakkat
LA sýnir Blakkát Í kvöld hefst leikárið 2013-2014 hjá Leikfélagi Akureyrar með fyrstu sýningu á leikritinu Blakkát eftir Björk Jakobsdóttur. Leikstjóri er Edda Björgvinsdóttir og leikarar eru auk Bjarkar sjálfrar þeir Hjörtur Jóhann Jónsson og Magnús Guðmundsson. Blakkát fjallar um Borghildi Sveinsdóttur virðulega embættiskonu á besta aldri sem vaknar á hótelherbergi með ákaflega óljósa mynd af atburðum liðinnar nætur. Hvað gerðist? Getur verið að það örli á örlitlum áfengisvanda, er þetta breytingaskeiðið eða hefur hálfvitunum í heiminum fjölgað? Blakkát er annað leikritið eftir Björk Jakobsdóttur sem sýnt er hér á landi en það fyrra, Sellófon, sló rækilega í gegn og hefur verið sett upp víða í Evrópu. Upplýsingar um sýningartíma og miðasölu má sjá á heimasíðu Leikfélagsins, leikfelag.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/haustfagnadur-i-hrisey
Haustfagnaður í Hrísey Haustfagnaður verður í Hrísey á morgun, laugardag. Leikklúbburinn Krafla selur vöfflur, kaffi og safa á hátíðarsvæðinu þar sem hægt verður að skoða slökkvibílinn og fara í þrautaleik. Hús Hákarla Jörundar verður opið frá kl. 14-16 og enginn aðgangseyrir innheimtur í tilefni dagsins. Eins og fram hefur komið annars staðar á akureyri.is þá er sundlaugin í Hrísey 50 ára um þessar mundir og því verður frítt í sund frá kl. 13.00-16.00. Skralli trúður verður á staðnum og sýnir sundtökin og Emmessís gefur íspinna auk þess sem heitt verður á könnunni. Stjórn Ferðamálafélagsins grillar hamborgara og pylsur kl. 19 gegn vægu verði en einnig verður hægt að fá hinn geysivinsæla Hvannarplokkfisk með þrumara. Boðið verður upp á flugeldasýningu þegar dimma tekur. Nánari upplýsingar má sjá HÉR.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ljuffengar-lestrarvofflur
Ljúffengar lestrarvöfflur Sunnudaginn 8. september verður Alþjóðadegi læsis fagnað um heim allan og er þetta í fimmta skipti sem Íslendingar taka þátt í verkefninu. Á Akureyri verður unnið með þemað "ungir – aldnir" og verður af því tilefni boðið upp á ljúffengar "lestrarvöfflur” í Eymundsson og á Öldrunarheimilum Akureyrar frá klukkan 14-16 og fylgir vöfflunum hvatning um að lesa saman, hvert fyrir annað, ræða og njóta. Gestir Öldunarheimilanna eru hvattir til að lesa fyrir íbúa/heimilisfólk, lesa með þeim, hlusta hvert á annað, ræða um lesefni eða sökkva sér sjálfir niður í lesefni að eigin vali enda er húslestur gamall og góður siður sem vert er að viðhalda. Opnuð verður heimasíðan http://www.unak.is/bokasafn/moya/page/dagur-laesis í tilefni af Alþjóðadegi læsis og verður þar að finna upplýsingar og hugmyndir í tengslum við daginn. Að dagskránni standa miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, Bókasafn Háskólans á Akureyri, Amtsbókasafnið og Akureyrarstofa í samvinnu við Eymundsson, Öldrunarheimili Akureyrar og skóladeild Akureyrar. Lesum saman hvort heldur sem er af bók eða skjá.
https://www.akureyri.is/is/frettir/um-50-hlupu-i-grimsey
Um 50 hlupu í Grímsey Norðurheimskautsbaugshlaup TVG Zimsen var hlaupið í Grímsey um helgina í einmuna veðurblíðu. Þetta er í annað skipti sem efnt er til þessa nyrsta almenningshlaups á Íslandi. Hlaupinn var einn hringur í Grímsey, um 12 km, auk þess sem boðið var upp á skemmtiskokk fyrir börnin í eynni. Um fimmtíu manns hlupu í Grímsey. Hlaupaleiðin í Grímsey er einstök. Lagt er af stað við félagsheimilið Múla og hlaupið í norður með sjónum í Bása, sem er við flugvöllinn. Áfram er haldið meðfram sjónum og hlaupið norður á nyrsta odda Grímseyjar og þar með Íslands. Síðan er bjarbrúninni á eynni austanverðri fylgt til suðurs að vitanum og þaðan er síðan hlaupið til norðurs að félagsheimilinu. Þessi hringur er um 12 km langur. Ágúst Bergur Karlsson kom fyrstur í mark í karlaflokki á tímanum 48:44 mín. Annar varð Arnar Bragason á tímanum 51:38 mín og þriðji Sigurður Seán Sigurðsson á tímanum 52:10 mín. Í kvennaflokki var Sonja Sif Jóhannsdóttir fljótust á tímanum 54:10 mín, önnur varð Rakel Káradóttir á tímanum 57:25 mín og Guðrún Nýbjörg Svanbjörnsdóttir þriðja á tímanum 57:52. Auk 12 km hlaupsins stóðu skipuleggjendur hlaupsins fyrir skemmtiskokki fyrir börnin í Grímsey. Tólf börn hlupu um einn km og fengu að launum verðlaunapeninga. Vaxandi áhugi er á þessu nyrsta almenningshlaupi á Íslandi og til marks um það var gengið frá því að ferðaskrifstofan All-Iceland í London hefur staðfest að hún geri samstarfssamning við TVG Zimsen, styrktaraðila hlaupsins, um markaðssetningu hlaupsins í Evrópu og Norður-Ameríku. Það kæmi því ekki á óvart að á næsta ári verði til viðbótar við íslenska hlaupara erlendir hlauparar í þessu nyrsta almenningshlaupi á Íslandi, þar sem hlaupið er norður yfir heimskautsbaug. Byggt á frétt af heimasíðu Akureyri Vikublaðs. Mynd af www.akureyrivikublad.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kaffi-sol-flytur
Kaffi Sól flytur Nýverið opnaði Kaffi Sól á nýjum stað hjá Öldrunarheimilum Akureyrar og er nú í gamla matsalnum í Hlíð. Aðsókn að kaffihúsinu hefur aukist mjög og því var þörf á stærra húsnæði fyrir starfsemina. Í nýjum húsakynnum er verið að koma fyrir kaffivélum og innréttingum, leikaðstöðu fyrir ung börn, sjónvarpi og tölvu. Áform eru um að lengja einnig afgreiðslutíma Kaffi Sólar og að þar verði aðstaða til að halda fundi og fræðsluerindi. Íbúar, aðstandendur og starfsfólk er hvatt til að líta inn og kynna sér beytingarnar. Frétt og mynd af heimasíðu Öldrunarheimila Akureyrar. Starfsfólk Kaffi Sólar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/taktu-skolastraeto
Taktu skólastrætó! Skólastrætó fyrir framhaldsskóla bæjarins hóf akstur í dag, mánudaginn 9. september. Um er að ræða þægilegan og ókeypis samgöngumáta sem framhaldsskólanemar ættu að nýta sér. Meðfylgjandi kort sýnir helstu tímasetningar og þá leið sem ekin er alla virka daga. Um er að ræða sömu leið og síðasta vetur.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hvernig-verdur-frumheimild-ad-leikverki
Hvernig verður frumheimild að leikverki? Á morgun, miðvikudaginn 11. september, kl. 12-13 á Félagsvísindatorgi Háskólans á Akureyri fjalla þær Hrafnhildur Hagalín, leikskáld, og Ingibjörg Huld Haraldsdóttir, leikstjóri, um leikverkið Sek sem sett verður upp hjá Leikfélagi Akureyrar í október. Erindið ber yfirskriftina: Sek - Hvernig frumheimild verður að listaverki. Sek byggir á dómsmáli frá 19. öld þegar lífsþræðir ábúenda og vinnumanns á Rifshæðarseli á Melrakkasléttu fléttast saman í örlagaríkum ástarþríhyrningi. Með því að styðjast við texta og tilsvör úr dómskjölum frá þessum tíma byggir Hrafnhildur upp spennandi atburðarás sem kemur áhorfandanum sífellt á óvart. Hrafnhildur Hagalín er eitt af fremstu leikskáldum landsins. Hún hlaut leikskáldaverðlaun Norðurlanda árið 1992 fyrir leikrit sitt Ég er meistarinn ásamt því að hljóta Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin og Grímuna 2013 fyrir útvarpsverkið Opið hús. Önnur leikrit Hrafnhildar eru: Hægan Elektra, Norður, Herbergi 408 og Jöklar. Ingibjörg Huld Haraldsdóttir útskrifaðist vorið 2011 úr Fræði og framkvæmd við Listaháskóla Íslands. Hún steig sín fyrstu skref sem leikstjóri í útskriftarverkefni sínu Kamelljón fjárhirðisins eftir Eugene Ionesco. Hún leikstýrir nú í fyrsta sinn hjá Leikfélagi Akureyrar. Félagsvísindatorgið verður í stofu M102 og eru allir velkomnir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/rafmagnsbill-til-nordurorku
Rafmagnsbíll til Norðurorku Norðurorka fékk í morgun afhentan rafmagnsbíl frá Höldi en um er að ræða Mitsubishi I-MiEv sem er fyrsti fjöldaframleiddi rafmagnsbíllinn í heiminum og kom á markað árið 2009. Bíllinn notar eingöngu rafmagn og mengar því ekki með CO² eins og bílar með mótor sem brenna jarðefnaeldsneyti. Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku hf. telur það spennandi fyrir fyrirtækið að prófa svona bíl og mikilvægt að taka þátt í framþróuninni með því að reka rafmagnsbíl: „Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvernig bíllinn reynist í akureyrskum vetraraðstæðum en það er einmitt eitt af því sem vert er að prófa,” segir Helgi. Tækninni í rafmagnsbílum fleygir stöðugt fram þó enn sé nokkuð í land að þeir geti keppt við hefðbundar bifreiðar þegar kemur að langkeyrslu. Rafmagnsbíllinn er aftur á móti ótvíræður kostur á styttri vegalengdum innanbæjar og orkukostnaður hans er aðeins brot af hefðbundnum bíl. Ef miðað er við 20.000 km akstur á ári þá er áætlaður orkukostnaður um 34.000 kr. sem gerir um 350.000 kr. sparnað á ári ef miðað er við meðal bensín bíl. Um 18% af þeirri orku sem nýtt er á Íslandi er innflutt jarðefnaeldsneyti sem aðallega er notað í samgöngum og fiskveiðum. Frá afhendingu rafmagnsbílsins
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynning-a-deiliskipulagi-fyrir-kjarnaskog-og-hamra
Kynning á deiliskipulagi fyrir Kjarnaskóg og Hamra Kynning á deiliskipulagi fyrir Kjarnaskóg og Hamra Hér að neðan er nú til kynningar deiliskipulag fyrir Kjarnaskóg og Hamra í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem tekin verður fyrir í bæjarstjórn þann 17. september 2013. Ábendingum er hægt að koma á framfæri skriflega til skipulagsdeildar í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri eða á netfangið: skipulagsdeild@akureyri.is. Greinargerð Uppdráttur Skýringaruppdráttur 18 september 2013 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/samgonguvikan-a-akureyri
Samgönguvikan á Akureyri Dagana 16. til 22. september tekur Akureyrarbær þátt í Evrópsku samgönguvikunni í annað sinn en í fyrra var Akureyri meðal rúmlega 2.000 þátttakenda. Yfirskrift vikunnar að þessu sinni verður "Tært loft – þú átt leik". Meginmarkmið Evrópskrar samgönguviku er að vekja almenning til umhugsunar um eigin ferðavenjur og fjölga þeim sem ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur. Fastur viðburður í Evrópskri samgönguviku er Bíllausi dagurinn, 22. september, sem í ár er sunnudagur. Dagskrá Evrópskrar samgönguviku á Akureyri 2013 verður auglýst þegar nær dregur en nánari upplýsingar má finna á http://www.facebook.com/samgonguvika og á alþjóðlegri heimasíðu Evrópskrar samgönguviku http://www.mobilityweek.eu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyringar-i-utsvarinu
Akureyringar í Útsvarinu Fyrsta viðureign vetrarins í spurningakeppni sveitarfélaganna Útsvari verður í beinni útsendingu í Sjónvarpinu í kvöld kl. 20.10. Þar eigast við lið Akureyrar og Reykjavíkur en lið Akureyringa skipa Arndís Bergsdóttir, Haraldur Egilsson og Sigurður Erlingsson. Spurninga- og skemmtiþátturinn Útsvar hefur nú sitt sjöunda tímabil. Líkt og á liðnum árum verða gerðar nokkrar breytingar á keppnisfyrirkomulaginu til að þróa þáttinn áfram og gera hann enn skemmtilegri fyrir keppendur og áhorfendur heima í stofu. Meðal þess sem dyggir áhorfendur munu taka eftir er að liðin verða ekki lengur látin hlaupa í bjöllu enda hefur atgangurinn í þeim lið á stundum stefnt heilsu þátttakenda og sviðsmyndinni í hættu. Þess í stað verða kynntir inn nýir liðir sem reyna fremur á færni liðanna í að leysa þrautir og tengja saman flókin atriði. Af einstökum nýjum spurningaflokkum má nefna: Hver er spurningin? þar sem keppnisliðin fá að vita svarið en þurfa að átta sig á um hvað er spurt. Aðstandendur Útsvars munu ekki hika við að skipta út einstökum atriðum milli umferða. Þannig verða keppendur ekki látnir reyna fyrir sér í látbragðsleik, a.m.k. fyrri hluta vetrar. Gert er ráð fyrir að með þessum breytingum verði Útsvarskeppnir vetrarins jafnvel enn meira spennandi en verið hefur. Nýr spurningahöfundur og dómari í keppninni þennan vetur er Stefán Pálsson en þau Þóra Arnórsdóttir og Sigmar Guðmundsson verða sem fyrr í spyrlahlutverkinu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/domulegir-dekurdagar-haldnir-i-sjotta-sinn
Dömulegir dekurdagar haldnir í sjötta sinn Dömulegir dekurdagar verða haldnir í sjötta sinn á Akureyri helgina 11.-13. október næstkomandi. Þetta er helgi þar sem vinkonur, systur, mæðgur, frænkur og vinnufélagar njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt saman. Hægt verður að velja úr fjölda viðburða sem gleðja hjartað og bjóða margar verslanir og fyrirtæki upp á ýmiskonar dömulega afslætti af þessu tilefni. Nánari upplýsingar má finna á Facebook og þátttökuskráningu má senda í netfangið domulegirdekurdagar@akureyri.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/bambus-i-lystigardinum
Bambus í Lystigarðinum Innanhússarkitektinn og bambussérfræðingurinn Thomas Allocca var á Akureyri í byrjun þessa mánaðar og þóttist hafa himin höndum tekið þegar hann uppgötvaði að í Lystigarðinum er að finna fallegan bambus af tegundinni "Fargesia Murielae Hareskov". Thomas hefur ritað stutta grein um Lystigarðinn og bambusinn í vefritið sitt WA Magazine og verður hún einnig birt í tímariti Bandaríska Bambusfélagsins innan tíðar. Greinina eftir Thomas má lesa hér á ensku: Bamboo at 65°N. Björgvin Steindórsson forstöðumaður Lystigarðs Akureyrar og bambusinn góði. Mynd úr greininni eftir Thomas Allocca.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hjoladagur-og-billaus-dagur
Hjóladagur og bíllaus dagur Evrópsk samgönguvika er haldin 16.-22. september ár hvert og teygir nú anga sína til Akureyrar öðru sinni. Af því tilefni verður sérstakur hjóladagur fjölskyldunnar haldinn laugardaginn 21. september og daginn eftir er bíllaus dagur í bænum. Dagskrá hjóladags fjölskyldunnar laugardaginn 21. september: Kl. 13.00: Nýr göngu- og hjólreiðastígur formlega vígður við óshólma Eyjafjarðarár, sunnan flugvallar. Skorað á alla að mæta á reiðfákum sínum og hjóla síðan saman að Ráðhústorgi. Kl. 13.30: Kynning á vistvænum ökutækjum og rafhjólum á Ráðhústorgi. Hressing í boði fyrir hjólreiðafólk. Dagskrá bíllausa dagsins sunnudaginn 22. september: Kl. 13.45: Ókeypis strætóferð frá miðbæ í Krossanesborgir. Kl. 14.00: Gengið um Krossanesborgir með leiðsögn. Kl. 15.00: Ókeypis strætóferð frá Krossanesborgum inn í miðbæ.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ekkert-svar-fra-reykjavik
Ekkert svar frá Reykjavík Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, hefur ekki enn svarað bréfi bæjarstjóra Akureyrar frá 30. ágúst sl. þar sem Eiríkur Björn Björgvinsson falaðist eftir fundi með borgarstjóranum vegna flugvallarmálsins. Í bréfi Eiríks segir að á sameiginlegum fundi bæjarstjórnar Akureyrar og borgarstjórnar Reykjavíkur 8. febrúar sl. hafi verið samþykkt samhljóða bókun þar sem borgarstjórn Reykjavíkur og bæjarstjórn Akureyrar ákváðu að efla samstarf sveitarfélaganna í framtíðinni. Samþykkt var að skipa formlegan samstarfstvettvang sem skipaður yrði fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi og brugðust Akureyringar strax við og mönnuðu sinn hóp. Í bréfi Eiríks Björns segir: „Undirritaður óskar eftir viðbrögðum Reykjavíkurborgar vegna bókunarinnar frá 8. febrúar sl. og óskar vinsamlega eftir að borgarstjóri kalli samstarfsvettvanginn saman nú fyrri hluta septembermánaðar. Fulltrúar Akureyrarbæjar óska vinsamlega eftir að ræða á þeim fundi hugmyndir borgaryfirvalda um framtíð flugvallar í Vatnsmýrinni vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur.“ Spurður um þá stöðu að borgarstjórn Reykjavíkur hafi ekki brugðist við hinni sameiginlegu bókun síðan í febrúar og að borgarstjóri hafi ekki svarað bréfi bæjarstjóra enn, segir bæjarstjórinn á Akureyri: „Ég hélt þau meintu eitthvað með þessu þegar þau komu hingað og við funduðum saman, ég hélt að hugur fylgdi máli.“ Eiríkur Björn segir að Dagur B. Eggertsson hafi í óformlegu spjalli nýverið stungið upp á fundi en biðin sé óneitanlega orðin ansi löng. „Ég lýsi fullum stuðningi við þá baráttu sem nú fer fram með frumkvæði Norðlendinga um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Við teljum að það skipti máli að þessi samráðsvettvangur hlusti á bæði sjónarmið, við komust ekki áfram án sameiginlegrar lausnar.“ Frétt af heimasíðu Akureyri Vikublaðs. Eiríkur Björn og Jón Gnarr í Hlíðarfjalli. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/september-elska-eg-mig-samt
September & elska ég mig samt? Laugardaginn 21. september kl. 15 opna þrír listamenn sýningu í Ketilhúsinu á Akureyri. Þetta eru þau Bjarni Sigurbjörnsson, Jón Óskar og Ragnheiður Guðmundsdóttir. Þeir Bjarni og Jón Óskar taka hér aftur upp þráðinn með því að vinna saman stór og voldug málverk fyrir sýninguna September en hún er að mestu leyti unnin á staðnum vikuna fyrir opnun og vísar titillinn til þess. Ólíkir hugarheimar og efnistök mætast í myndrænum áflogum og leiftrandi sköpunargleði sem einkennir verk þeirra beggja – annars vegar fígúratífur gauragangur Jóns Óskars og hins vegar abstrakt beljandi Bjarna – svo úr læðingi leysast þverstæðukenndir kraftar. Á efri hæð Ketilhúss sýnir Ragnheiður Guðmundsdóttir undir yfirskriftinni Elska ég mig samt? þar sem konur, sár þeirra og saga eru viðfangsefnið. Líta má á verkin sem heilunarferli líkamssára sem tilkomin eru vegna tilfinningalegs sársauka og höfnunar á eigin löngunum. Líkaminn verður sjúkur og líkamskvillar ágerast við ófullnægt og bælt tilfinningalíf. Við því er "aðeins ein leið til heilunar, [en] það er fyrirgefning og ást... allt annað er blekking." (Guðni Gunnarsson) Sýningin stendur til 27. október og er opin kl. 13-17 alla daga nema mánudaga og þriðjudaga. Aðgangur er ókeypis.
https://www.akureyri.is/is/frettir/matur-ur-heradi-local-food-2013
Matur úr héraði - Local Food 2013 Sýningin MATUR-INN 2013 verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri dagana 11. og 12. október næstkomandi. Á sýningunni kennir sannarlega ýmissa grasa en hún er stærsti viðburður í starfsemi félagins Matur úr Eyjafirði - Local Food og var síðast haldin haustið 2011. Þá var sett aðsóknarmet þegar sýninguna sóttu yfir 13.000 gestir. Á sýningunni verða sýningarsvæði fyrir fyrirtæki og félagasamtök og einnig markaðssvæði þar sem kjörið er að selja haustuppskeruna og annað sem tengist mat og matarmenningu. Á sýningarsvæðinu verða einnig keppnir fagmanna og áhugamanna í hinum ýmsu matartengdu greinum. Aðgangur er ókeypis og allar frekari upplýsingar má sjá HÉR
https://www.akureyri.is/is/frettir/bolusett-gegn-influensu
Bólusett gegn inflúensu Bólusett verður gegn árlegri inflúensu 30. september-11. október, að báðum dögum meðtöldum, kl. 10.15-12.15 á 6. hæð Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri. Ekki þarf að panta tíma. Mælt er með bólusetningu fyrir alla 60 ára og eldri og aðra sem haldnir eru langvinnum sjúkdómum. Nánar á heimasíðu HAK. Pollurinn á Akureyri. Mynd: Anders Peter.
https://www.akureyri.is/is/frettir/serfraedingar-ad-sunnan
Sérfræðingar að sunnan Tónleikaröðin "Sérfræðingar að Sunnan!" hefur göngu sína fimmtudaginn 26. september með tónleikum hljómsveitarinnar kimono í Hofi. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og sér eyfirska hljómsveitin Buxnaskjónar um upphitun. Tónleikar í röðinni verða haldnir mánaðarlega fram að áramótum og er tilgangurinn að spyrða saman norðlensku og sunnlensku tónlistarlífi og búa til öflugan grundvöll að frekari samvinnu milli íslensks tónlistarfólks. Miðaverð er 2.000 kr. en námsmenn fá 25% afslátt. Miðasala fer fram á heimasíðu Hofs, www.menningarhus.is. Hljómsveitin kimono.
https://www.akureyri.is/is/frettir/forvitnilegir-tonleikar-i-akureyrarkirkju
Forvitnilegir tónleikar í Akureyrarkirkju Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Skúli Sverrisson bassaleikari halda tónleika í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 26. september kl. 20. Þeir félagar hafa starfað saman í 15 ár og gefið út tvær plötur, Eftir þögn og The box tree, sem báðar hafa unnið til íslensku tónlistaverðlaunanna sem plata ársins í flokki jasstónlistar. Skúli hefur að mestu leyti starfað í Bandaríkjunum með mörgum þekktum listamönnun eins og Allan Holdsworth, Laurie Anderson, David Sylvian og Blonde Redhead. Óskar er einn af fremstu jasstónlistamönnum landsins og tónlist hans hefur vakið athygli um víðan heim. Hann hefur leikið með fjölda hljómsveita en helst má nefna ADHD og Mezzoforte. Tónlist þeirra Skúla og Óskars er lagræn og hljómfögur þar sem einstök nálgun hljóðfæraleiks þeirra nýtur sín sem allra best. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Listvinafélag Akureyrarkirkju. Aðgangseyrir er 1.500 kr.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-vatnsaflsvirkjun-i-glera
Ný vatnsaflsvirkjun í Glerá Bæjarstjórinn á Akureyri og framkvæmdastjóri Fallorku ehf. undirrituðu í dag samning um að Fallorka reisi og reki 3,3 MW vatnsaflsvirkjun í Glerá ofan bæjarins. Meginmarkmið með framkvæmdinni er að nýta endurnýjanlega náttúruauðlind til að framleiða raforku á hagstæðu verði fyrir viðskiptavini Fallorku sem eru að stórum hluta Akureyringar. Um 5-6 metra há stífla og um 10.000 m² lón verða í rúmlega 300 m hæð yfir sjávarmáli skammt innan við vatnslindir Norðurorku á Glerárdal. Frá stíflunni verður um 5.800 metra löng fallpípa grafin niður norðan við ána og liggur niður í Réttarhvamm. Þar verður um 50 m² stöðvarhús. Raforka verður send inn á dreifikerfi Norðurorku um jarðstreng. Akureyrarbær breytir aðalskipulagi og deiliskipulagi eins og þörf krefur vegna framkvæmdarinnar. Sá fyrirvari er settur að samþykki Skipulagsstofnunar fáist fyrir skipulagsbreytingum og að mögulega þurfi að laga áætlanir um fyrirkomulag og frágang að kröfum Skipulagsstofnunar. Fallorka og Akureyrarbær vinna náið saman við að ákvarða endanlega staðsetningu og hönnun mannvirkja, svo sem staðsetningu og útlit á stöðvarhúsi, leið þrýstipípu, staðsetningu og útlit stíflu og göngubrúar, legu göngustígs og yfirborðsfrágang, fyrirkomulag á tengingu göngustígs við Hlíðarbraut o.fl. Fallorka greiðir kostnað vegna skipulagsvinnu sem snýr að virkjuninni og tengdum framkvæmdum. Fallorka leggur göngu- og hjólastíg frá stöðvarhúsi í Réttarhvammi um 6 km eftir norðurbakka Glerár upp að nýju stíflunni. Stígurinn liggur að miklu leyti ofan á niðurgröfnu fallröri virkjunarinnar en víkur þó frá því á löngum köflum, aðallega til að fylgja ánni betur á móts við gilið. Stígurinn tengist göngustíg við Hlíðarbraut og Þingvallastræti með leið undir bílabrú á Hlíðarbraut. Gert er ráð fyrir að stígurinn liggi með Glerá austan við skotsvæði og tengist núverandi göngubrú sunnan þess. Ný göngubrú verður á stíflunni fram á Glerárdal sem opnar enn frekar aðgang að útivistarsvæðinu þar. Loftmynd af stíflustæðinu og leið fallpípunnar meðfram Glerá niður að Réttarhvammi. Akureyrarbær stefnir að því að ljúka breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna virkjunarinnar í maí 2014. Fallorka stefnir að því að virkjun verði gangsett í desember 2015, frágangi göngustígs verði lokið að mestu í september 2015 og hann verði nothæfur frá þeim tíma. Endanlegum frágangi á göngustíg og öðrum mannvirkjum ásamt umhverfi þeirra verði lokið í júní 2016. Fallorka ehf. er að fullu í eigu Norðurorku hf. sem er aftur að 98,26% í eigu Akureyrarbæjar en 1,74% samtals í eigu fimm nágrannasveitarfélaga. Frá undirritun samningsins. Andri Teitsson framkvæmdastjóri Fallorku og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kjarnaskogur-og-hamrar-tillaga-ad-deiliskipulagi
Kjarnaskógur og Hamrar – Tillaga að deiliskipulagi Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi fyrir Kjarnaskóg og Hamra skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið afmarkast af mörkum sveitarfélagsins að sunnan, hamrabelti ofan Kjarnaskógar og Hamra að vestan, óbyggðu svæði að norðan og Eyjafjarðarbraut að austan. Hér að neðan er tillöguuppdráttur ásamt greinargerð sem einnig mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð frá 25. september til 6. nóvember 2013, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. uppdráttur skýringaruppdráttur greinargerð Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 6. nóvember 2013 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 25. september 2013 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/okeypis-barnabio
Ókeypis barnabíó Um næstu helgi verða barnasýningar á pólskum og tékkneskum teiknimyndaþáttum í sýningarsal Ungmenna-Hússins á 4. hæð Rósenborgar. Myndirnar eru allar án tals og því hvorki pólsku- né tékkneskukunnátta nauðsynleg til þess að njóta þeirra. Athugið að frítt verður inn, sýningar byrja kl. 16 bæði á laugardag og sunnudag og er sýningartími 45 mínútur. Áhorfendur fá að kynnast ævintýrum hins Hugmyndaríka Dobromirs (Pomysłowy Dobromir) og Galdrablýantsins (Zaczarowany ołówek) frá Póllandi auk Klaufabárðanna (Pat a Mat) og Moldvörpunnar (Krtek) frá Tékklandi. Einhverjir muna eflaust eftir Klaufabárðunum sem sýndir voru á RÚV á níunda áratugnum þar sem nágrannarnir Pat og Mat taka sér alls kyns verkefni fyrir hendur og leysa þau eins og þeim einum er lagið; með jákvæðni að leiðarljósi og í rólegheitum, en ekkert endilega á sem skilvirkastan hátt til að byrja með. Moldvarpan er ekki hrædd við að kanna hið óþekkta sem leynist rétt hjá holunni hennar og er áhugasöm um þau tæki, tól og persónur sem á vegi hennar verða. Í Galdrablýantinum nýta Pétur og hundurinn hans sér hjálp þessa einstaka skriffæris í ýmsum aðstæðum; allt sem Pétur teiknar verður að alvöru hlutum! Hinn snjalli og hugmyndaríki Dobromir býr með afa sínum og vini sínum, starranum, úti á landi. Þrátt fyrir ungan aldur er Dobromir laginn við að setja saman vélar og tæki, sem hann síðan notar á heimilinu við misjafnar undirtektir afa síns. Skipulagning sýningarinnar er í höndum Alþjóðastofu og er viðburðurinn haldinn í samstarfi við Ungmenna-Húsið, Akureyrarstofu, kvikmyndaklúbbinn KvikYndi og Félag Pólverja á Akureyri. English: The Intercultural Centre invites the youngest of Akureyri to attend a screening of Polish and Czech cartoons next weekend at the Youth Centre (Ungmenna-Húsið) in Rósenborg (4th floor). The screenings start at 16 both Saturday and Sunday – admission is free of charge and the show is expected to take 45 min. The movie characters don't speak, thus the movies should be easy to understand for all age groups! :) Episodes of the following cartoons will be shown: "The Inventive Dobromir" (Poland), "The Enchanted Pencil" (Poland), "Pat&Mat" (Czech Republic) and "The Mole" (Czech Republic). Although most of them were produced around 1970, they are often regarded as timeless because of their universal motifs; the main characters keep an open mind and a positive attitude while solving problems and are curious about the surrounding world and thus keen on exploring the unknown. Polski: Centrum Międzykulturowe zaprasza najmłodszych mieszkańców Akureyri na pokazy polskich i czeskich kreskówek, które odbędą się w najbliższy weekend w Rósenborgu (4 piętro). Projekcje rozpoczną się o godzinie 16:00 (zarówno w sobotę, jak i w niedzielę) i potrwają około 45 minut. Wstęp jest bezpłatny. Bajki, które zostały wybrane do pokazu, to: „Zaczarowany Ołówek” (Polska), „Pomysłowy Dobromir” (Polska), „Sąsiedzi” (Czechy) oraz „Krecik” (Czechy). Mimo że wszystkie wyprodukowano jeszcze w ubiegłym wieku, powszechnie uważa się je za ponadczasowe z racji przesłania, jakie ze sobą niosą. Kreskówki mają charakter edukacyjny, nie występują w nich sceny przemocy. Ponadto bajki są pozbawione słów, dlatego też zrozumie je każde dziecko, niezależnie od języka, którym posługuje się na co dzień.
https://www.akureyri.is/is/frettir/auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad
Nr. 851/2013 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað - Austursíða - athafnasvæði Nýtt deiliskipulag fyrir Austursíðu - athafnasvæði. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 22. ágúst 2013 í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulag fyrir Austursíðu - athafnasvæði. Deiliskipulagið felur í sér að skilgreindir eru byggingarreitir, nýtingarhlutfall og svæði fyrir gáma á lóðum hverfisins. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 11. september 2013, Margrét Mazmanian Róbertsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B-deild - Útgáfud.: 25. september 2013
https://www.akureyri.is/is/frettir/haefileikarikt-island
Hæfileikaríkt Ísland Stærsta hæfileikakeppni heims teygir nú anga sína til Íslands og verða fulltrúar hennar á Akureyri í næstu viku í leit að hæfileikaríku fólki. Áheyrnarprufur fara fram í Rósenborg sunnudaginn 6. október og hefjast kl. 10. Það er Stöð 2 með Auðun Blöndal í broddi fylkingar sem stendur fyrir keppninni. Leitað er að fólki á öllum aldri til að taka þátt í "Ísland Got Talent" og verðlaunin fyrir siguratriðið eru sannarlega glæsileg eða heilar 10 milljónir króna. Dómarar þáttarins eru Bubbi Morthens, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Jón Jónsson og Þórunn Antonía Magnúsdóttir. Skráning og nánari upplýsingar eru á heimasíðunni stod2.is/talent.
https://www.akureyri.is/is/frettir/auglysing-um-breytingu-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018-ibudarsvaedi-3211-ib-naustahverfi
Nr. 849/2013 AUGLÝSING um breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, íbúðarsvæði 3.21.1 Íb, Naustahverfi. Skipulagsstofnun staðfesti þann 11. september 2013 breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 sem samþykkt var í bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar þann 22. ágúst 2013. Niðurstaða sveitarstjórnar var auglýst þann 26. ágúst 2013. Í breytingunni felst að opið svæði til sérstakra nota 3.21.7 O minnkar um 2,8 ha með stækkun íbúðarsvæðis 3.21.1 Íb ásamt tilfærslu marka íbúðarsvæðisins. Skilgreiningu hins opna svæðis er breytt úr íþróttasvæði í útivistarsvæði. Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi. Skipulagsstofnun, 11. september 2013. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir. Ottó Björgvin Óskarsson. B-deild - Útgáfud.: 25. september 2013
https://www.akureyri.is/is/frettir/breyting-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018-hafnarsvaedi-og-reidleidir-nidurstada-baejarstjornar
Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 hafnarsvæði og reiðleiðir, niðurstaða bæjarstjórnar. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 22. ágúst 2013 samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna reiðleiða, hafnarsvæðis, íbúðarsvæðis og opins svæðis. Breyting er gerð á legu reiðleiða og tengingu þeirra við aðliggjandi sveitarfélög, breytt afmörkun hafnarsvæða og einnig er afmarkað íbúðarsvæði í landi Hesjuvalla. Tillagan var auglýst frá 12. júní 2013 til 24. júní 2013. Engar athugasemdir bárust. Breyting var gerð eftir auglýsingartíma. Gerð var breyting á legu reiðleiða við Miðhúsaklappir, austan hesthúsahverfisins og hætt við tengingu og reiðleið etir Sörlagötu. Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar, Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. 25. september 2013 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/bleikur-oktober-a-akureyri
Bleikur október á Akureyri Krabbameinsfélag Íslands og svæðafélög þess hafa á síðustu árum notað októbermánuð til að vekja athygli á baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Það hefur m.a. verið gert með því að baða hinar ýmsu byggingar í bleiku ljósi. Líkt og mörg hin seinni ár verður Ráðhúsið við Geislagötu lýst upp með þessum hætti og einnig Samkomuhúsið, Landsbankinn og Menningarhúsið Hof. Ánægjulegt væri ef fleiri sæju sér fært að taka þátt í átakinu með þessum hætti, hvort heldur sem er fyrirtæki, stofnanir eða einstaklingar. Hægt er að nálgast bleikar ljósafilmur án endurgjalds hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Áhugasamir hafi samband við Þorbjörgu Ingvadóttur framkvæmdastjóra félagsins í síma 862 2457, netfang: kaon@simnet.is. Bleikt Ráðhús.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sott-um-serstakar-aflaheimildir
Aflaheimildir vegna Hríseyjar og Grímseyjar Bæjarráð Akureyrar hefur sótt um sérstakar aflaheimildir fyrir Hrísey og Grímsey vegna fiskveiðiársins 2013/2014. Á fundi bæjarráðs í síðustu viku var lagt fram bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu dagsett 11. september 2013 þar sem fram kemur auglýsing til sveitarstjórna um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2013/2014. Umsóknarfrestur er til 30. september 2013. Bæjarráð fól bæjarstjóra að senda inn umsókn vegna Hríseyjar og Grímseyjar. Ennfremur var lögð fram og samþykkt eftirfarandi bókun: Alþingi samþykkti þann 25. júní sl. að Byggðastofnun skuli næstu fimm fiskveiðiár hafa til ráðstöfunar aflaheimildir til að styðja byggðarlög í alvarlegum og bráðum vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Bæjarráð harmar þá ákvörðun Byggðastofnunar að taka ekki tillit til Hríseyjar og Grímseyjar þegar ákveðið var að auglýsa eftir samstarfsaðilum um nýtingu þessara aflaheimilda. Hrísey og Grímsey standa frammi fyrir miklum vanda t.d. fólksfækkun m.a. vegna samdráttar og skorts á aflaheimildum. Byggðalögin eru fámenn, atvinnutækifærin fá og byggist búseta þar að stórum eða öllum hluta á sjávarútvegi. Hrísey og Grímsey eru sem slíkar sérstök atvinnusvæði þótt þær og Akureyrarbær hafi sameinast í eitt sveitarfélag þar sem ekki er auðvelt eða mögulegt fyrir íbúa að sækja vinnu út fyrir svæðið. Fundargerð bæjarráðs frá 26. september. Frá Grímseyjarhöfn. Mynd: Frjðþjófur Helgason.
https://www.akureyri.is/is/frettir/thekkir-thu-moguleikana
Þekkir þú möguleikana? Akureyri og Eyjafjörður búa yfir ótrúlegum möguleikum til skemmtunar, útivistar og afþreyingar. Heimamenn þekkja yfirleitt nokkuð vel það helsta sem er á boðstólum en ef upplýsingar vantar þá geta þeir til dæmis kynnt sér viðburðadagatalið á heimasíðunni Visitakureyri.is og skoðað þar upplýsingar um ýmislegt áhugavert sem er á döfinni í bænum. En lengi má manninn reyna og líklegt verður að teljast að margt það sem fyrir augu ber í nýjum þáttum sjónvarpsstöðvarinnar N4, Óvissuferð í Eyjafirði, eigi eftir að koma jafnvel heimamönnum á óvart. Í fyrsta þætti af fjórum eru þrjú akureyrsk pör fengin til að keppa sín á milli í ýmsum þrautum og fara m.a. í Hlíðarfjall. Fjórir af sex þátttakendum höfðu ekki farið á skíði í Hlíðarfjalli síðan í barnæsku og einn hafði hreinlega aldrei stigið á skíði. Eftir heimsókn í fjallið langaði alla að fara fljótt aftur og höfðu á orði að það væri ótrúlegt að þau nýttu sér ekki betur þessa perlu við bæjardyrnar. Kynningarstikla fyrir þáttinn. Pörin í óvissuferðinni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/til-minningar-um-heidu-rosu
Til minningar um Heiðu Rósu Heiða Rósa Sigurðardóttir naut þjónustu Skógarlundar, sem áður hét Hæfingarstöðin við Skógarlund, frá árinu 1999 til dánardags en hún andaðist í vor. Í gær komu aðstandendur Heiðu Rósu í Skógarlund og afhentu veglega peningagjöf til minnigar um hana. Forstöðumaður Skógarlundar tók við gjöfinni og þakkaði hlýhug í garð stofnunarinnar. Mynd: Karl Eskil Pálsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vetrarkort-i-hlidarfjalli-gilda-lika-i-colorado
Vetrarkort í Hlíðarfjalli gilda líka í Colorado Veturinn 2013-2014 gilda vetrarkort á skíðasvæðið í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar einnig í þrjá daga á skíðasvæðið í Winter Park í Colorado sem er í eigu Denverborgar. Handhafar vetrarkorta í Winter Park geta á sama hátt skíðað í þrjá daga í Hlíðarfjalli. Samkomulag þessa efnis er liður í að auka tengsl Akureyrar og Denver sem hafa gert með sér vinabæjarsamband. Skíðasvæðið í Winter Park er í Klettafjöllunum um 100 km vestur af Denverborg. Það er eitt vinsælasta skíðasvæði fylkisins og þangað flykkjast Denverbúar og annað útivistarfólk yfir vetrartímann. Svæðið nær yfir um 1.200 hektara og þar eru 25 skíðalyftur. Stefnt er að því að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli 30. nóvember og hafa opið til aprílloka. Skíðavertíðin er ámóta í Denver en gert er ráð fyrir að skíðalyfturnar í Winter Park verði ræstar 13. nóvember. Allar upplýsingar um Winter Park er að finna á heimasíðunni www.winterparkresort.com. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-1
Nr. 863/2013 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað - Naustahverfi, svæði norðan Tjarnarhóls. Breyting á deiliskipulagi Naustahverfis, svæði norðan Tjarnarhóls. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 22. ágúst 2013 í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Naustahverfi, svæði norðan Tjarnarhóls. Breytingin felur í sér stækkun íbúðarsvæðis á kostnað opins svæðis til sérstakra nota. Gert er ráð fyrir 12 nýjum lóðum fyrir íbúðarhús, samtals 36 íbúðum auk þess er 7 íbúða raðhúsi breytt í tvö fjölbýlishús með 4 íbúðum í hvoru húsi. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 17. september 2013, Margrét Mazmanian Róbertsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B-deild - Útgáfud.: 1. október 2013
https://www.akureyri.is/is/frettir/auglysing-um-haettumat-vegna-snjofloda-fyrir-skidasvaedi-i-hlidarfjalli-akureyri
Nr. 819/2013 AUGLÝSING um hættumat vegna snjóflóða fyrir skíðasvæði í Hlíðarfjalli, Akureyri. Samkvæmt 4. gr. laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr. 49/1997 með síðari breytingum, hefur ráðherra þann 27. ágúst 2013 staðfest hættumat vegna snjóflóða fyrir skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri. Hættumatið hefur verið auglýst og kynnt í samræmi við 4. gr. laga nr. 49/1997, sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 636/2009 um hættumat vegna snjóflóða á skíðasvæðum. Hættumatið öðlast þegar gildi. Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 27. ágúst 2013. Sigurður Ingi Jóhannsson. Stefán Thors B-deild - Útgáfud.: 11. september 2013
https://www.akureyri.is/is/frettir/100-ara-i-grenihlid
100 ára í Grenihlíð Jóhanna Sigurðardóttir íbúi á Öldrunarheimili Akureyrarbæjar í Grenihlíð átti 100 ára afmæli í gær, 1. október. Í tilefni dagsins var boðið til veislu á heimilinu. Í veisluna mætti meðal annars bæjarstjórinn Eiríkur Björn Björgvinsson sem færði Jóhönnu blómakörfu og smellti koss á vanga. Við óskum Jóhönnu innilega til hamingju með afmælið í gær. Heimasíða Öldrunarheimila Akureyrarbæjar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-40
Umboðsmaður skuldara á Akureyri Vegna fyrirhugaðrar lokunar útibús Umboðsmanns skuldara á Akureyri frá og með næstu áramótum óskar Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, eftir að koma eftirfarandi á framfæri: Harma ber þá ákvörðun að loka eigi útibúi Umboðsmanns skuldara á Akureyri. Óhætt er að fullyrða að mikil þörf er fyrir starf embættisins á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu en að auki hefur starfsstöðin veitt einstaklingum og fjölskyldum í skuldavanda á Austurlandi og annars staðar á Norðurlandi þjónustu. Á Eyjafjarðarsvæðinu búa innan við 8% þjóðarinnar en til útibúsins á Akureyri hafa þó borist u.þ.b. 360 umsóknir (en ekki 320 eins og mishermt hefur verið) sem er 12% af heildarumsóknum til stofnunarinnar á landsvísu. Stöðugildi hjá Umboðsmanni skuldara hafa verið um 70 en fyrirhugað er að fækka þeim í 55. Fæ ég engan veginn séð hvers vegna skera þarf niður þau 2 stöðugildi sem verið hafa á Akureyri þar sem eftirspurn eftir þjónustunni er þó jafn mikil og raun ber vitni. Afar brýnt er að verja þau opinberu störf sem sinnt er á landsbyggðinni og skýtur skökku við að loka nú útibúinu á Akureyri sem þýðir einvörðungu að leysa verður úr vanda þessara 12% umsækjenda frá skrifstofunni í Reykjavík. Akureyri 3. október 2013. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri Eiríkur Björn Björgvinsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/1000-manna-radstefna-skolafolks
1.000 manna ráðstefna skólafólks Um 1.000 fulltrúar af öllu landinu og af öllum skólastigum sitja ráðstefnu um menntavísindi á Akureyri á morgun, föstudaginn 4. otóber. Tilgangur ráðstefnunnar er að tengja saman skólafólk og stjórnendur af ólíkum skólastigum og stuðla að upplýsandi samræðu þeirra á milli, samfélaginu til heilla. Heiti ráðstefnunnar er "Lærdómssamfélagið, samstarf og samræða allra skólastiga". Aðalerindi ráðstefnunnar flytja breski prófessorinn Louise Stoll PhD og Birna Svanbjörnsdóttir menntunarfræðingur og doktorsnemi. Erindi Birnu heitir "Lærdómssamfélagið" en Louise Stoll kallar erindi sitt "Professional learning society". Fyrri hluti ráðstefnunnar verður haldinn í Íþróttahöllinni. Að loknum erindum tveimur verður ráðstefnugestum skipt í umræðuhópa skipuðum fulltrúum allra skólastiganna þar sem rætt verður um efni og inntak fyrirlestranna. Að loknu hádegishléi verður ráðstefnunni fram haldið bæði í Brekkuskóla og Menntaskólanum á Akureyri þar sem boðið verður upp á um 50 athyglisverðar málstofur sem spanna allt litróf kennslufræðanna frá leikskóla til háskóla og allt þar á milli. Ráðstefnustjóri er Jón Már Héðinsson skólameistari. Um er að ræða fjölmennustu ráðstefnu skólafólks sem haldin er á landinu og þá einu með starfmönnum allra skólastiga en öllum starfsmönnum leik-, grunn-, framhalds- og háskóla á landinu var boðið til ráðstefnunnar, auk starfsmanna símenntunarmiðstöðva. Ráðstefnan er haldin á vegum Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar (SÍMEY), Akureyrarbæjar, aðildarfélaga KÍ á Norðurlandi, Miðstöðvar skólaþróunar HA, og framhaldsskólanna á Akureyri. Hópurinn hefur staðið að ráðstefnuhaldi á Akureyri um menntamál frá árinu 2006. Nánari upplýsingar um málstofur ráðstefnunar. Lærdómssamfélagið.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ungar-og-upprennandi-leikkonur
Ungar og upprennandi leikkonur Embla Björk Jónsdóttir 10 ára og Særún Elma Jakobsdóttir 12 ára leika eitt aðalhlutverkið í leikritinu Sek sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í kvöld í Samkomuhúsinu. Þær stöllur leika til skiptis eina sögupersónuna í leikritinu, hana Guðrúnu Jónsdóttur sem er á níunda ári. „Ég er reyndar smá kvíðin þar sem allur bekkurinn minn kemur til að horfa á sýninguna. En annars erum við alveg tilbúnar í þetta,“ segir Særún, sem býr á Dalvík. „Ég er einnig vön að koma fram þannig að það er enginn kvíði hjá mér,“ segir Embla og bætir við að æfingarnar hafi gengið vel. „Það hefur komið fyrir að maður gleymir setningum en það er ekkert til þess að hafa áhyggjur af.“ Frétt af Vikudagur.is. Mynd: Vikudagur / Þrörstur Ernir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/okeypis-a-tonleika
Ókeypis á tónleika Tónlistarskólinn á Akureyri býður á tónleika í Hamraborg í Hofi mánudaginn 7. október kl. 18.00. Á tónleikunum leikur 50 manna strengjasveit skipuð nemendum frá Póllandi, Þýskalandi og Tónlistarskólanum á Akureyri. Efnisskráin er fjölbreytt og má m.a. nefna að leikinn verður kafli úr píanókonsert eftir J. Haydn þar sem einleikari er píanónemandi við Tónlistarskólann á Akureyri, Alexander Smári Kristjánsson Edelstein. Einnig verður fluttur kafli úr konsert fyrir fjórar fiðlur eftir A. Vivaldi og syrpa af íslenskum þjóð- og rímnadanslögum. Enginn aðgangseyrir og allir hjartanlega velkomnir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/listamadur-ad-lani
Listamaður að láni Í einungis eina viku, frá fimmtudeginum 10. október til fimmtudagsins 17. október, verður mögulegt að fá lánaðan listamann á Amtsbókasafninu á Akureyri. Á sama hátt og bæjarbúar geta fengið lánaðar bækur, tímarit og DVD diska safnsins, verður mögulegt að leigja út danshöfundana Ásrúnu Magnúsdóttir og Palomu Madrid til heimila á Akureyri og á svæðinu í kring. Listamennirnir verða lánaðir út ásamt ákveðnum listaverkum sem þeir munu deila með lánþegunum. Við vinnslu þessara verka hafa þeir nýtt sér sína einstöku listrænu nálgun með það að markmiði að rannsaka og krafsa í staði, líkama og aðstæður hins hversdagslega lífs lántakendanna. Nánari upplýsingar á heimasíðu Amtsbókasafnsins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/orka-a-nordurslodum
Orka á norðurslóðum Arctic Energy Summit ráðstefnan verður haldin dagana 8.-10. október í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Um er að ræða þverfaglega ráðstefnu á sviði orkumála og rannsókna á norðurslóðum. Fjöldi virtra innlendra og erlendra vísinda- og fræðimanna, stefnumótenda, orkusérfræðinga, fulltrúa fyrirtækja og stjórnmálamanna, mun sækja ráðstefnuna til að vinna að og deila aðferðum til nýtingar og verndunar á orku á norðurslóðum. Skipuleggjendur eru Institute of the North í Alaska og Arctic Portal á Akureyri. Yifrskrift ráðstefnunnar verður “Richness, Resilience, and Responsibility – Arctic Energy as a Lasting Frontier” og er áhersla lögð á sérhæfða svæðisbundna tækni í orkumálum og þann stefnuramma sem nauðsynlegt er að koma á til að gera nýtingu þessara náttúruauðlinda sjálf- og arðbæra fyrir iðnað og samfélög á norðurslóðum. Sérstaklega var sótt eftir því að hafa ráðstefnuna á Akureyri til að kynna og efla þekkingu á sviði orkumála á norðurslóðum á svæðinu. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson setur ráðstefnuna og flytur ávarp. Á ráðstefnunni verður fjöldi sérfræðinga um ýmis málefni norðurslóða sem eru í brennidepli um þessar mundir. Má þarf nefna Drekasvæðið, olíuleit, leit og björgun og siglingar á Norðurslóðum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/lokad-a-fjolskyldudeild
Lokað á fjölskyldudeild Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar verður lokuð fimmtudaginn 10. október og föstudaginn 11. október. Opið verður eins og venjulega frá og með mánudeginum 14. október. Ýmsar upplýsingar um fjölskyldudeildina og þjónustu hennar er að finna HÉR. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/bleikt-a-akureyri
Bleikt á Akureyri Dömulegir dekurdagar standa yfir á Akureyri 11.-13. október. Þá njóta vinkonur, systur, mæðgur, frænkur og vinnufélagar þess að gera eitthvað skemmtilegt saman. Hægt er að velja úr fjölda viðburða sem gleðja hjartað, s.s. konukvöldum, tónleikum, uppistandi, heilsufarsráðgjöf, bleiku dansiballi, dívukvöldi, opnum vinnustofum og dömulegu dekri. Fjöldi verslana og fyrirtækja býður einnig upp á ýmis konar dömulega afslætti þessa helgi. Aðstandendur Dömulegra dekurdaga vilja láta gott af sér leiða og eru í samvinnu við Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis sem felst m.a. í sölu á handþrykktum innkaupapokum sem verða seldir til styrktar félaginu. Það var grafíski hönnuðurinn Bryndís Óskarsdóttir sem hannaði munstrið en listakonur frá vinnustofunni 10AN í Gilinu á Akureyri, í samstarfi við kennara og nemendur Listnámsbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri, sáu um að handþrykkja á pokana. Fjöldi bygginga hefur tekið á sig bleikan blæ í tengslum við bleikan októbermánuð Krabbameinsfélagsins og má sem dæmi nefna Ráðhúsið, Glerárkirkja, Samkomuhúsið, Landsbankinn og Glerártorg. Upplýsingar um dagskrá Dömulegra dekurdaga er að finna á www.visitakureyri.is auk þess sem viðburðurinn er með Facebooksíðu. Mynd: Þórhallur Jónsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/amtid-lanar-lesbretti
Amtið lánar lesbretti Amtsbókasafnið hefur hafið útlán á lesbrettum (Kindle) til almennings. Á brettunum eru íslenskar og erlendar rafbækur, bæði nýjar og gamlar. Lánstími er sá sami og á venjulegum bókum eða þrjátíu dagar. Vonast er til þess að lánþegar okkar nýti sér þetta tækifæri til að kynnast rafbókum og lestri þeirra. Fyrst um sinn verða lesbrettin einungis þrjú en til samanburðar má geta þess að venjulegar bækur sem bjóðast gestum eru rúmlega sextíu þúsund. Eftirfarandi leiðbeiningar fylgja hverjum ,,Kindli" : Þetta Kindle lesbretti inniheldur íslenskar og erlendar rafbækur, nýjar og gamlar. Rafhlaðan á að endast út lánstímann sem er þrjátíu dagar. Til að kveikja á tækinu er ýtt á hnappinn á botni brettisins. Ef þú hefur ekki notað svona tæki áður er sniðugt að byrja á því að lesa bókina: „Kindle User‘s guide 2nd edition“ sem er á brettinu (Bækurnar eru í stafrófsröð eftir titli). Ef spurningar vakna um tækið eftir að heim er komið má hringja í okkur í síma 4601250 eða senda póst á bokasafn@akureyri.is Við viljum biðja þig að fara vel með tækið og minnum á að þú berð ábyrgð á því meðan það er skráð á þitt kort eins og gildir um aðrar bækur. Frétt af heimasíðu Amtsbókasafnsins. Mynd af heimasíðu Amtsbókasafnsins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hannes-haettir-hja-sjonlistamidstodinni
Hannes hættir hjá Sjónlistamiðstöðinni Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Sjónlistamiðstöðvarinnar á Akureyri, hefur sagt starfi sínu lausu. Hann mun fylgja sýningum þessa árs til enda, ljúka skipulagningu fyrir næsta sýningarár og ritstýra dagskrárbæklingi Sjónlistmiðstöðvarinnar fyrir næsta ár. Hann mun jafnframt verða sýningarstjóri sumarsýningar miðstöðvarinnar 2014 þótt hann muni þá hafa látið af störfum sem forstöðumaður. Samkomulag náðist um framlengdan uppsagnarfrest Hannesar svo starf Sjónlistamiðstöðvarinnar mætti verða óslitið þar til nýr forstöðumaður tekur til starfa. Sjónlistamiðstöðin fór af stað af miklum krafti á síðasta ári og vakti mikla athygli fyrir sýningar sínar og uppátæki. Á yfirstandandi ári hefur mikil vinna verið lögð í að koma jafnvægi á rekstur miðstöðvarinnar og stendur hann nú mjög vel. Það að samkomulag náðist um að lengja uppsagnarfrestinn gerir stjórnendum málaflokksins kleift að skoða skipulag Sjónlistamiðstöðvarinnar í ljósi þeirrar reynslu sem fengin er og endurskoða mögulega fyrirkomulagið áður en auglýst verður eftir nýjum forstöðumanni. Hvort tveggja tekur óhjákvæmilega nokkurn tíma. Hannes hefur stýrt Sjónlistamiðstöðinni frá því hún var sett á fót í ársbyrjun 2012 en hann var áður forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri og hefur samtals starfað í Listagilinu í rúm 14 ár. Undir hans stjórn hafa verið settar upp margar af athyglisverðustu sýningum sem sést hafa á Íslandi. Meðal frægra alþjóðlegra listamanna sem hann hefur kynnt má nefna Matthew Barney, Boyle fjölskylduna, Per Kirkeby, Spencer Tunick, Rosemarie Trockel, Andres Serrano, Henri Cartier-Bresson, Bill Viola, Fang Lijun, Yue Minjun, Zhang Xiaogang, Alberto Giacometti, Henry More, Carl Andre, Richard Long, Donald Judd, Rembrandt og Goya. Hann hefur sýnt flesta af þekktustu listamönnum þjóðarinnar, lífs og liðna, jafnframt því að kynna listamenn frá Akureyri og nágrenni, bæði með einkasýningum og stórum þema- eða samsýningum sem fylgt var út hlaði með vönduðum bókum og skrám. Hannes stýrði einnig ýmsum óvanalegum sýningum, eins og t.d. Losta 2000, Hitler og hommarnir, 100 milljónir í reiðufé og Bæ-bæ Ísland, auk þess að kynna myndlist frá fjarlægum heimshlutum á borð við Rússland, Indland og Jórdaníu. Þá er Hannes höfundur og forsprakki Íslensku sjónlistaverðlaunanna sem sett voru á fót árið 2006. Áður en Hannes tók við Listasafninu á Akureyri árið 1999 hafði hann starfað í áratug sem sjálfstæður sýningarstjóri, sá fyrsti á Íslandi, framkvæmt fjölda stórra verkefna og sýnt marga alþjóðlega listamenn, t.a.m. Komar og Melamid, Jenny Holzer, Carolee Schneemann, Sally Mann, Orlan, Louise Bourgeois, Peter Halley og Joel-Peter Witkin. Hannes hlaut MA gráðu í listfræði frá UC Berkeley árið 1990, eftir að hafa lokið námi í listfræði við University College London, útskrifast úr málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og tekið burtfarapróf í flautuleik frá Tónlistaskóla Reykjavíkur. Hannes Sigurðsson. Mynd: Völundur Jónsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kim-m-kimselius-a-akureyri
Kim M. Kimselius á Akureyri Dagana 15.-17. október á sænski barna- og unglingabókahöfundurinn Kim M. Kimselius stefnumót við yfir 300 grunnskólanemendur á Akureyri. Hún mun lesa upp úr bókum sínum og ræða við nemendur. Norræna félagið á Íslandi stendur fyrir rithöfundaheimsókninni sem er samstarfsverkefni Norrænu félagana á öllum Norðurlöndunum og er tilgangur verkefnisins að auka þekkingu barna og unglinga á norrænum tungumálum. Almenningi býðst að hitta rithöfundinn á Amtsbókasafninu þriðjudaginn 15. október milli kl. 16.30 og 17.30. Þar mun Kim M. Kimselius lesa upp úr bókum sínum og ræða við gesti safnsis. Rithöfundurinn Kim M. Kimselius ólst upp í Gautaborg í Svíþjóð en hefur búið í Blekinge frá árinu 1995. Fyrsta bók hennar, Aftur til Pompei, kom út í Svíþjóð árið 1997 og markaði upphafið að farsælum ferli hennar sem rithöfundar. Kim skrifar sögulegar ævintýrabækur fyrir börn og unglinga sem margir skólar nýta sér í sögukennslu. Lesendahópur hennar er stór og á öllum aldri. Í Svíþjóð eru komnar út 28 bækur eftir Kim og eftirtaldar bækur hafa verið þýddar á íslensku: Aftur til Pompei (2009), Ég er ekki norn (2010), Bölvun faraós (2011), Fallöxin (2012) og Töfrasverðið (2013). Kim. M. Kimselius.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-leikhopur-a-akureyri
Nýr leikhópur á Akureyri Leikhópurinn Grímurnar var stofnaður síðastliðið haust þegar settur var upp söngleikurinn "Berness, já takk & franskar á milli". Sýningin fékk góðar viðtökur og voru sýndar 12 sýningar fyrir fullum sal Sjallans. Nú eru framundan hjá leikhópnum sýningar á tveimur nýjum og frumsömdum leikverkum. Á haustdögum er það gamanleikur með söngfarsa og tónlist sem heitir "Gúgglaðu það bara" og frumsýndur verður í Sjallanum 15. nóvember. Þar er sagt frá tveimur karlmönnum um þrítugt sem leita stöðugt að rétta svarinu við lífsgátunni, meðal annars á leitarvélum á netinu. Oft mæta þeir mótlæti en stundum er lífið bara meðlæti. Með aðalhlutverk fara Brynjar Gauti Schiöth og Hallur Örn Guðjónsson en alls taka um 15 manns þátt í sýningunni. "Gúgglaðu það bara" verður sýnt sem kaffileikhús og með jólahlaðborðum Sjallans og Greifans. Eftir áramót verður svo barnasöngleikur settur upp í Hofi. Það er sannkallað ævintýri þar sem góð og ill öfl mætast með boðskap sem á vel við í nútímasamfélagi. Tónlist er eftir Gunnar Þórðarson og fleiri en tónlistin er af vísnaplötunum "Einu sinni var" & "Út um græna grundu". Frumsýning er 23. mars. Höfundar, leikstjóri og tónlistarstjóri leikverkanna eru þeir sömu: Pétur Guðjónsson og Jóhanna G. Birnudóttir eru höfundar, Ívar Helgason leikstýrir og Heimir Ingimarsson sér um tónlistarstjórn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/utryma-kynbundnum-launamun
Útrýma kynbundnum launamun Í byrjun árs var kynnt ný rannsókn sem leiddi í ljós að enn er nokkur munur á launum kynjanna hjá Akureyrarbæ og strax í kjölfarið var settur á laggirnar vinnuhópur sem hefur það hlutverk að greina vandann og gera tillögur til úrbóta. Hópurinn hefur rýnt í fyrirliggjandi tölur og stefnir að því að kynna tillögur sínar fyrir lok októbermánaðar. Bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, hefur starfað með hópnum og bindur miklar vonir við að hægt verði að útrýma kynbundnum launamun hjá Akureyrarbæ. Á árunum 2004-2006 fór fram umfangsmikil endurskoðun á launakerfi bæjarins og í kjölfarið voru allar fastar greiðslur vegna yfirvinnu og aksturs felldar niður. Það skilaði góðum niðurstöðum í launakönnun sem gerð var í kjölfarið en miðað við niðurstöður síðustu könnunar virðist þurfa meira til. "Að karlar og konur í sambærilegum störfum með sambærilega menntun og reynslu njóti ekki sömu kjara er náttúrlega ekki boðlegt. Ég vil útrýma kynbundnum launamun hjá Akureyrarbæ og legg höfuðáherslu á að vinnuhópurinn skili tillögum sem gera okkur það kleift," segir Eiríkur Björn. Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) gerði úttekt á launakjörum starfsfólks Akureyrarbæjar árið 2012 og var rannsókninni sérstaklega ætlað að varpa ljósi á hugsanlegan kynbundinn launamun meðal starfsmanna bæjarins. Helstu niðurstöður voru að óútskýrður launamunur karla og kvenna var 3,9% í heildarlaunum starfsfólks í fullu starfi þegar búið var að taka tillit til menntunar, starfs, deildar, aldurs, starfaldurs og vinnutíma. Óútskýrður launamunur karla og kvenna var 1,5% í dagvinnulaunum starfsfólks uppreiknuð miðað við fulla stöðu þegar búið var að taka tillit til menntunarálags, starfs, deildar, aldurs, starfaldurs og vinnutíma, körlum í vil. Í úttekt sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði árið 1998 á launum starfsfólks Akureyrarbæjar kom í ljós að þegar búið var að taka tillit til menntunar, starfs, deildar, aldurs, starfaldurs og vinnutíma voru heildarlaun kvenna 8% lægri en heildarlaun karla. Þessi munur var kominn niður í 2-3% árið 2007 en hefur nú hækkað lítillega aftur og er 3,9% í þessari nýju rannsókn RHA. Hvað dagvinnulaunin varðar þá kom í ljós í úttektinni árið 2007 að þegar búið var að taka tillit til áhrifaþátta voru dagvinnulaun kvenna 1,0% hærri en dagvinnulaun karla. Nú hefur þetta snúist við og hafa konur nú 1,5% lægri dagvinnulaun en karlar að teknu tilliti til áhrifaþátta. Ráðhús Akureyrarbæjar er lýst bleikt í október í tilefni af árveknisátaki Krabbameinsfélags Íslands í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/syna-emil-i-kattholti
Sýna Emil í Kattholti Fyrsta verkefni Freyvangsleikhússins á þessu leikári er barnaleikritið Emil í Kattholti eftir sögum Astrid Lindgren. Um er að ræða nýja leikgerð sem er full af tónlist og söng, gleði og glaumi, og hefur aldrei hefur verið sett upp áður á Íslandi. Þýðandi leikgerðarinnar er hinn góðkunni Guðjón Ólafsson og leikstjóri hin þrautreynda Saga Jónsdóttir. Uppselt er á frumsýningu leikritsins föstudagskvöldið 18. október en næstu sýningar eru sem hér segir: Önnur sýning laugardaginn 19 október kl. 14. Þriðja sýning sunudaginn 20 október kl. 14. Fjórða sýning laugardaginn 26 október kl. 14. Fimmta sýning sunnudaginn 27. október kl. 14. Sjá nánar á heimasíðu Freyvangsleikhússins. Sigurður Bogi Ólafsson, 11 ára, leikur Emil í Kattholti.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hugrekki-i-hrisey
Hugrekki í Hrísey Í Hrísey hefur nú verið opnuð félagsráðgjafarstofa sem eingöngu býður upp á ráðgjöf með samskiptum í gegnum netið og síma, þ.e. tölvupóst, skype-viðtöl og símaviðtöl. Þetta meðferðarform er þekkt erlendis og kallast "online counselling" þar sem meðferðaraðili og skjólstæðingur gera með sér samning um samvinnu í formi netsamskipta og/eða símaviðtala. Stofan heitir "Hugrekki – Ráðgjöf og fræðsla" og er boðið upp á alla almenna félagsráðgjöf en stofan sérhæfir sig í ráðgjöf við þolendur hvers kyns ofbeldis og aðstandendur þeirra, auk þess sem boðið er upp á fræðslu fyrir hópa sem vilja auka þekkingu sína á málaflokknum. Stofnandi og eigandi Hugrekkis er Ingibjörg Þórðardóttir félagsráðgjafi en hún hefur lengi unnið með þolendum ofbeldis. Í störfum sínum og í samtölum við aðra sem sinna þjónustu við þolendur ofbeldis hefur komið fram að mikil þörf er á bættri þjónustu við þá sem ekki eiga auðvelt með að nýta sér þau úrræði sem standa til boða. Því var ákveðið að opna stofu sem starfar eingöngu á netinu. Þjónustan getur verið mjög hentug fyrir þá sem til dæmis þurfa að fara langt til að sækja sér ráðgjöf, þá sem ekki treysta sér til að nýta þjónustu í heimabyggð, heyrnarlausa, fatlaða, þá sem mikið eru á ferðinni og þá sem ekki geta nýtt sér tímasetningar á hefðbundnum ráðgjafarstofum. Ingibjörg er búsett í Hrísey og er ráðgjöfin öll unnin þaðan. Hún ákvað að nýta þá tækni sem við búum yfir í nútímasamfélagi og láta um leið draum sinn um félagsráðgjöf á netinu rætast. Ingibjörg hefur því skapað sér atvinnu í Hrísey og með því aukið fjölbreytni í atvinnuháttum þar. Það er því alveg ljóst að það er hægt að vinna fjarvinnslu hvaðan sem er á landinu og að ýmsir möguleikar geta verið í boði fyrir fagstéttir utan stærri þéttbýlisstaða. Sjá nánar á heimasíðu Hugrekkis. Ingibjörg Þórðardóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ertu-ungskald
Ertu ungskáld? Ungskáldum á Akureyri býðst nú að taka þátt í samkeppni um besta ritaða textann, svo sem ljóð, sögur, leikrit eða annað. Áhugasöm ungskáld eiga að senda textann sinn á rafrænu formi á netfangið ungskald@akureyri.is ásamt upplýsingum um sjálf sig og fær einn heppinn þátttakandi 50.000 kr. í verðlaun. Ungskáldin skulu vera á aldrinum 16-25 ára. Síðasti skiladagur er föstudagurinn 1. nóvember nk. Nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á netfangið ungskald@akureyri.is. Samkeppnin er samvinnuverkefni Amtsbókasafnsins, Akureyrarstofu, Hússins upplýsinga- og menningramiðstöðvar í Rósenborg, Verkmenntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri. Verkefnið er styrkt af Menningarráði Eyþings. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/auglysing-um-breytingu-a-adalskipulagi-akureyrarkaupstadar-2005-2018-lega-og-skilgreining-reid-og-gongustiga-afmorkun-hafnarsvaeda-og-opinna-svaeda-og-ibudarsvaedi-fyrir-stakt-ibudarhus
Nr. 909/2013 AUGLÝSING um breytingu á aðalskipulagi Akureyrarkaupstaðar 2005-2018, lega og skilgreining reið- og göngustíga, afmörkun hafnarsvæða og opinna svæða og íbúðarsvæði fyrir stakt íbúðarhús. Skipulagsstofnun staðfesti þann 1. október 2013 breytingu á aðalskipulagi Akureyrarkaupstaðar 2005-2018, sem samþykkt var í bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar þann 22. ágúst 2013. Í breytingunni felst breytt lega og skilgreining reiðleiða og göngustíga. Jafnframt er breytt afmörkun hafnarsvæða og opinna svæða til sérstakra nota án heimilda til landfyllinga. Einnig er sett inn íbúðarsvæði fyrir stakt hús, að Hesjuvöllum, og nýtt tákn fyrir óorðnar landfyllingar. Bæjarstjórn breytti eftir auglýsingu legu reiðleiðar við Miðhúsaklappir og féll frá tengingu og reiðleið eftir Sörlagötu. Bæjarstjórn auglýsti niðurstöðu sína þann 25. september 2013. Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi. Skipulagsstofnun, 1. október 2013. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir. Ottó Björgvin Óskarsson. B-deild - Útgáfud.: 16. október 2013
https://www.akureyri.is/is/frettir/kjarnafaedi-gefur-300-thusund
Kjarnafæði gefur 300 þúsund "Við seldum pylsur og gos á matvælasýningunni Matur-Inn um síðaustu helgi og stilltum verðinu mjög í hóf. Sýningargestir tóku þessu afar vel og öll fjárhæðin rennur til Sjúkrahússins á Akureyri, auk þess sem hægt var að leggja til frjáls framlög," segir Ólafur Már Þórisson sölustjóri Kjarnafæðis. Hann afhenti Bjarna Jónassyni forstjóra sjúkrahússins í gær 300 þúsund krónur. "Gjafasjóður sjúkrahússins er rýr um þessar mundir, þar sem nýtt röntgentæki var keypt í sumar fyrir nærri 70 milljónir króna og okkar er ánægjan að styrkja sjóðinn." Bjarni Jónasson forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri tók á móti gjöfinni með þökkum. Hann sagði að gjafasjóðurinn hefði sannað mikilvægi sitt á undanförnum árum. Frétt og mynd af Vikudagur.is. Mynd: Vikudagur / Karl Eskil.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fljugandi-furduhlutur
Fljúgandi furðuhlutur Á mbl.is birtist í morgun frétt um dularfullt ljós sem náðist á vefmyndavél Akureyrarbæjar og var vitnað til umfjöllunar breska dagblaðsins The Mirror um fyrirbærið á vefsíðu sinni. Eftirgrennslan leiddi í ljós að hér var ekki um fljúgandi furðuhlut að ræða heldur neyðarblys og var það staðfest af lögreglunni á Akureyri. Hér má sjá uppfærða frétt Morgunblaðsins og umrætt myndskeið. Mynd af mbl.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/bleikt-kvold
Bleikt kvöld Í tilefni af bleikum október mun Icelandair hótel Akureyri halda Bleikt kvöld miðvikudaginn 23. október kl. 20.00. Þar verður ágóði af töskusölu Dömulegra dekurdaga afhentur Krabbameinsfélagi Akureyrar, Sigrún Sveinbjörnsdóttir sálfræðingur og Ingvar Þóroddsson læknir halda stutt erindi, Leikfélag Akureyrar sýnir atriði og Rakel Sigurðardóttir, ung og upprennandi söngkona, tekur lagið. Aðgangseyrir er aðeins 1.500 kr. og rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins. Sætafjöldi er takmarkaður og léttar veitingar verða í boði. Skúlptúr eftir Aðalheiði Eysteinsdóttur á Icelandair hótel Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/opnudu-starfsstod-i-hrisey
Opnuðu starfsstöð í Hrísey Stefna hugbúnaðarhús opnaði nýverið starfsstöð í Hrísey. Þar starfar margmiðlunarfræðingurinn Ingólfur Sigfússon og vinnur hann að uppsetningu nýrra Moya-vefja fyrir viðskiptavini Stefnu. Skrifstofan er í Hlein við Hólabraut en þar deilir Stefna skrifstofu með námsveri fyrir fjarnema í Hrísey. Staðsetningin er góð og vinnur Ingólfur í samstarfi við kollega sína hjá Stefnu á Akureyri og Kópavogi með aðstoð upplýsingatækninnar. Hríseyingar stóðu nýverið fyrir málþingi um framtíðarsýn í atvinnumálum og byggðaþróun sem var vel sótt og kom þar meðal annars fram að margir gætu hugsað sér að búa á eyjunni hefðu þeir þar atvinnu. Matthías Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Stefnu, segir að það sé Stefnu mikil ánægja að opna starfsstöð í Hrísey og stuðla þannig að fjölbreyttara atvinnulífi í eyjunni. „Við erum stoltir af staðsetningu nýja útibúsins okkar og ánægðir að auka með því fjölbreytni í atvinnulífi Hríseyjar. Opnun útibúsins undirstrikar að ýmis konar þjónustu er hægt að sinna í hinum dreifðari byggðum og jákvætt að fólk hafi tækifæri að búa og starfa þaðan sem það hefur hug á,“ segir Matthías Rögnvaldsson. Frétt og mynd af heimasíðu Stefnu. Ingólfur Sigfússon í Hrísey.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hros-til-ferdathjonustunnar
Hrós til ferðaþjónustunnar Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin fimmtudaginn 17. október sl. og tóku um 130 manns þátt í henni. Á hátíðinni voru veittar viðurkenningar til þriggja ferðaþjónustuaðila. Sveinn Jónsson í Kálfsskinni fékk viðurkenningu fyrir áratuga starf í ferðaþjónustu á Norðurlandi, Erlendur Bogason hjá Köfunarmiðstöðinni Strýtu fékk viðurkenningu fyrir áhugaverða nýjung í ferðaþjónustu á Norðurlandi og Sigríður Káradóttir hjá Gestastofu Sútarans fékk viðurkenningu fyrir faglega uppbyggingu. Strýtan köfunarmiðstöð, Erlendur Bogason fékk viðurkenningu fyrir nýjung í ferðaþjónustu á Norðurlandi Erlendur er Vestmanneyingur sem hefur kafað allt sitt líf og er orðinn þekktur fyrir neðansjávarmyndir sínar. Hann er lærður alþjóðlegur PADI köfunarkennari, hefur unnið við köfun í áratugi og við myndatökur og rannsóknir um land allt. Strýtan köfunarmiðstöð er í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð en Erlendur byrjaði að bjóða upp á köfun fyrir ferðamenn í samstarfi við Sportferðir árið 1994 og þá á Pollinum niður að skipsflakinu sem þar er. Fyrsta hverastrýtan fannst svo í Eyjafirði árið 1997 og síðan fundust fleiri. Þær eru núna friðaðar og Erlendur er sá eini sem býður upp á tilbúnar ferðir niður að þeim. Þegar hverastrýturnar í Eyjafirði fundust varð mikið stökk í starfseminni hjá honum og fjöldi gesta hefur vaxið mjög mikið á hverju ári undanfarin ár. Nú býður Köfunarmiðstöðin upp á köfunarnámskeið og köfun víða á Norðurlandi, ekki eingöngu við hverastrýturnar í Eyjafirði sem Erlendur er frægastur fyrir, heldur líka í Grímsey, í hraungjánum í Öxarfirði og við Drangey í Skagafirði. Sveinn Jónsson fékk viðurkenningu fyrir áratuga störf við ferðaþjónustu Sveinn Jónsson ferðaþjónustufrumkvöðull er fæddur árið 1932 og hefur komið víða við um ævina. Sveinn er sigldur ævintýramaður, góður íþróttamaður, fór ungur á lýðháskóla í Danmörku, vann m.a. á Keflavíkurflugvelli og við leigubílaakstur í Reykjavík. Hann lærði smíðar og vann við byggingar í Reykjavík. Sveinn er bóndi í Kálfsskinni og var byggingameistari í sinni sveit og víðar. Hann stofnaði ýmis fyrirtæki, t.d. byggingafyrirtækið Kötlu ehf. með fjölskyldu sinni og Tréverk hf með Dalvíkingum. Sveinn er mikið félagsmálatröll og hefur starfað bæði í Ungmennafélaginu og Búnaðarsambandinu auk fleiri samtaka, t.d. Landsbyggðin lifi. Hann var kosinn í sveitarstjórn 1966 og varð fljótlega oddviti og síðar sveitarstjóri. Störf Sveins í ferðaþjónustu hófust með uppbyggingu á ferðaþjónustu í Ytri-Vík í gamla húsinu þar sem Sveinn byrjaði með gistingu og kaffihlaðborð á sunnudögum árið 1983. Fljótlega bættust við sumarhús og heitir pottar, gestunum fjölgaði og fyrirtækið byggðist upp, óx og þroskaðist. Þeir feðgar Sveinn og Marinó stofnuðu síðar Sportferðir, alhliða ferðaþjónustufyrirtæki þar sem unnið er í fjölbreyttu samstarfi við marga aðila og boðið upp á ýmsa afþreyingu, s.s. vélsleða-, jeppa-, fjallaskíða-, göngu-, hesta-, og sjóferðir, skot- og stangveiði, köfun og margt fleira. Sveinn er mikill græjukall og uppfinningamaður sem sér alltaf ný og ný verk sem þarf að vinna í samfélaginu. Hann er vel þekktur að því að dreyma stórt og má þar meðal annars nefna hugmyndir um kafbát á Eyjafirði, til að skoða sjávalífið, glergöng út með Eyjafirði í sama tilgangi og kláfferju upp á Vindheimajökul sem myndi gagnast skíðamönnum og ferðamönnum en þetta er gömul hugmynd hjá Sveini sem vakið hefur athygli og hann er ekki einn um að vera sannfærður um að sé raunhæf. Sveinn hefur sjálfur sagt þetta: „Hamingjan er fólgin í tvennu. Í fyrsta lagi að hafa í nógu að snúast, því að þeim sem hefur nóg að starfa þarf aldrei að leiðast. Í öðru lagi að fá að lifa og starfa með góðu fólki.“ Gestastofa Sútarans – Sigríður Káradóttir fékk viðurkenningur fyrir faglega uppbyggingu Gestastofa sútarans á Sauðárkróki er í einu sútunarverksmiðjunni í Evrópu sem framleiðir leður úr fiskroði. Með gestastofunni er ferðamönnum og almenningi opnaður aðgangur að sútunarverksmiðju og afurðum hennar á óvenjulegan hátt. Fiskleður hefur heillað hönnuði heimsþekktra vörumerkja eins og Prada, Dior og Nike og hefur Sjávarleður á Sauðárkróki m.a. fengið alþjóðleg verðlaun á stórri leðursýningu í Hong Kong fyrir „Besta lúxus leðrið“ fyrir vor/sumar línu fyrirtækisins 2014. Gestastofa Sútarans var önnur Hagleikssmiðjan á Íslandi sem sett var upp að kanadískri fyrirmynd en svokölluð Economuseeum eru rekin víða um Kanada til að varðveita handverk, aðferðir og þekkingu. Í samstarfi við önnur Evrópuríki er unnið að hagleikssmiðjum í Norður-Evrópu þar sem gestum gefst færi á að kynnast hefðum og siðum heimamanna og sýna þá möguleika sem felast í handverkinu og aðferðum. Boðið er upp á skemmtilega skoðunarferð um verksmiðjuna þar sem fylgst er með hvernig roð er sútað svo úr verður úrvals fiskleður. Í verslun gestastofunnar gefst tækifæri til kaupa hönnun og handverk í nálægð við uppsprettu hráefnisins og fá upplýsingar um vöruna frá fyrstu hendi. Sveinn, Erlendur og Sigríður.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vetri-fagnad
Vetri fagnað Fyrsta degi vetrar verður fagnað með ljósi í mörgum myndum á Minjasafninu á Akureyri laugardaginn 26. október frá kl. 14-16. Stoðvinir Minjasafnsins standa fyrir forvitnilegri og fræðandi dagskrá fyrir alla fjölskylduna um ljós og lýsingu frá kolu til rafmangslýsingar. Börn og fullorðnir geta reynt með sér í gerð skuggamynda, skoðað norðurljós innandyra með vasaljósi á sýningunni Norðurljós – Næturbirta norðursins, hlustað á valda kafla úr gömlum barnabókum og séð kolu, olíu- og lýsislampa svo eitthvað sé nefnt. Erindi Stoðvinanna um ljós, lýsingu, ljósfæri og ljósmeti hefjast kl. 14.15 og verða endurtekin 15.15. Kleinur, safi og kaffi í boði Stoðvina Minjasafnsins. Fögnum vetri með góðri samveru og forvitnilegu ljósi á Minjasafninu á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/auglysing-um-nidurstodu-baejarstjornar-i-skipulagsmalum-1
Auglýsing um niðurstöðu bæjarstjórnar í skipulagsmálum Auglýsing um niðurstöðu bæjarstjórnar í skipulagsmálum Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 15. október 2013 samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna Kjarna, Hamra og Götu sólarinnar og Akstursíþróttasvæðis á Glerárdal. Kjarni, Hamrar og Gata sólarinnar Breytingin felur í sér að svæði fyrir frístundabyggð(3.21.16-F) er stækkað til vesturs, svæði fyrir frístundabyggð (3.21.17-F) fellur út og opið svæði til sérstakra nota, Tjaldsvæðið að Hömrum (3.41.4-O) stækkar til norðurs. Tillagan var auglýst frá 14. ágúst til 25. september 2013. Ein athugasemd barst. Bæjarstjórn hefur afgreitt athugasemdina og sent þeim sem gerðu athugasemd umsögn sína. Athugasemdin gaf ekki tilefni til breytinga á tillögunni. Akstursíþróttasvæði á Glerárdal Breytingin felur í sér að opið svæði til sérstakra nota (1.61.3-O) stækkar til vesturs og norðurs, efri mörk svæðisins verða við fjallgirðingu og norðurmörk við Hlíðarfjallsveg. Tillagan var auglýst frá 21. ágúst til 2. október 2013. Engin athugasemd barst. Aðalskipulagsbreytingarnar hafa verið sendar Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindanna. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögurnar og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar, Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. 23. október 2013 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/rjufum-hefdirnar-forum-nyjar-leidir-1
Rjúfum hefðirnar - förum nýjar leiðir Kvennafrídaginn 24. október boðar Jafnréttisstofa í samstarfi við Akureyrarbæ til hádegisfundar undir yfirskriftinni Rjúfum hefðirnar – förum nýjar leiðir. Fundurinn, sem haldinn verður á Hótel KEA, verður helgaður kynbundnu náms- og starfsvali og kynskiptum vinnumarkaði. Kynskiptur vinnumarkaður er ein helsta ástæða kynbundins launamunar. Nýleg kjarakönnun BHM sýnir t.d. fylgni á milli fjölda kvenna í aðildarfélagi og launa, - því fleiri konur því lægri laun. Ef takast á að uppræta launamisréttið þarf markvisst að vinna gegn kynbundnu náms- og starfsvali og kynskiptum vinnumarkaði. Fundurinn er öllum opinn. Dagskrána má nálgast hér.
https://www.akureyri.is/is/frettir/evropskir-kvikmyndadagar
Evrópskir kvikmyndadagar Evrópskir kvikmyndadagar verða nú haldnir í annað sinn á Akureyri og hefjast 24. október. Það er kvikmyndaklúbburinn KvikYndi sem stendur fyrir hátíðinni í samstarfi við Evrópustofu, Sambíó Akureyri og Bíó Paradís. Þrjár myndanna eru með enskum texta en opnunarmyndin er með íslenskum texta. Ókeypis aðgangur er að öllum sýningunum á meðan húsrúm leyfir en hver mynd er aðeins sýnd einu sinni. Sýndar verða fjórar myndir sem segja má að sé brot af því besta frá Evrópskri kvikmyndahátíð sem haldin var í Bíó Paradís fyrir skömmu. „Evrópskir kvikmyndagerðarmenn eru fremstir meðal jafningja í hinum fjölbreytilega heimi kvikmyndanna og við erum afar stolt af því að geta boðið Akureyringum að sjá nokkrar af nýjustu og ferskustu evrópsku myndunum,“ segir Arnar Már Arngrímsson, formaður KvikYndis og bætir því við að myndirnar séu sérstaklega valdar með fjölbreytileikann í huga en einnig séu allar myndirnar margverðlaunaðar á ýmsum kvikmyndahátíðum. Hátíðin hefst með viðhöfn með sýningu hinnar margverðlaunuðu belgísk/hollensku myndar The Broken Circle Breakdown sem farið hefur sigurför um Evrópu og er jafnframt tilnefnd til áhorfendaverðlauna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2013. Allir eru velkomnir á opnunarsýninguna sem fer fram fimmtudaginn 24. október og hefst með fordrykk kl. 19.15. Hinar myndirnar þrjár verða svo sýndar yfir helgina kl. 18, föstudag, laugardag og sunnudag. Dagskrá Evrópskra kvikmyndadaga á Akureyri: Fimmtudagur 24. okt. kl. 20.00 The Broken Circle Breakdown (Belgía / Holland 2012) 111 MÍN. - ÍSLENSKUR TEXTI. LEIKSTJÓRI: Felix Van Groeningen. AÐALHLUTVERK: Veerle Baetens, Johan Heldenbergh, Nell Cattrysse. The Broken Circle Breakdown er nýjasta mynd leikstjórans Felix van Groeningen. Myndin er byggð á vinsælu samnefndu leikriti eftir Johan Heldenbergh og Mieke Dobbels og segir sögu Elise og Didier, tveggja mjög svo ólíkra einstaklinga sem kynnast fyrir tilviljun. Þau verða ástfangin, gifta sig og Elise verður óvænt ólétt. Þegar barn þeirra greinist með ólæknandi sjúkdóm reynir á samband þeirra. Myndin hefur farið sigurför um Evrópu og meðal annars hlotið verðlaun fyrir bestu evrópsku myndina af Europa Cinemas Label og áhorfendaverðlaun Berlinale 2013. Myndin er tilnefnd til áhorfendaverðlauna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2013. Föstudagur 25. okt. kl. 18.00 Oh Boy (Þýskaland 2012) 85 MÍN - ENSKUR TEXTI. LEIKSTJÓRI: Jan Ole Gerster. AÐALHLUTVERK: Tom Schilling, Katharina Schüttler, Justus von Dohnányi. Oh Boy er margverðlaunuð þýsk grínmynd frá 2012 og er frumraun leikstjórans Jan Ole Gerster. Myndin er svarthvít og segir frá sólarhringi í lífi Niko, ungs manns sem er atvinnulaus og hættur í námi, þar sem hann rekur stefnulaust um götur Berlínar og allt virðist ganga á afturfótunum. Myndin hefur hlotið fjöldann allan af verðlaunum, meðal annars virtustu verðlaun þýska kvikmyndaiðnaðarins, Lola verðlaunin, 2013 fyrir bestu myndina, besta handrit, besta leikara í aðalhlutverki (Tom Schilling), besta aukaleikara (Michael Gwisdek) og bestu kvikmyndatónlistina. Myndin er tilnefnd til áhorfendaverðlauna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2013. Laugardagur 26. okt. kl. 18.00 Hunang (Miele) (Frakkland / Ítalía 2013) 100 MÍN - ENSKUR TEXTI LEIKSTJÓRI: Valeria Golino. AÐALHLUTVERK: Jasmine Trinca, Carlo Cecchi, Libero De Rienzo. Irene býr ein og lifir heldur einangruðu lífi. Hún vinnur við aðhlynningu dauðvona fólks og aðstoðar það m.a. með lyfjagjöfum. Dag einn þá gefur hún sjúklinginum Grimaldi sem er nýlagstur inn of stóran lyfjaskammt til þess eins að sannreyna það að að hann sé í raun og veru langt frá því að vera veikur. Samband Irene og Grimaldi er þrungið spennu og þróast á þann veg að líf hennar verður aldrei samt. Myndin hlaut verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2013. Hún er einnig tilnefnd til Lux verðlaunanna árið 2013. Sunnudagur 27. okt. kl. 18.00 Kvöl (Child‘s Pose) (Rúmenía 2012) 112 MÍN - ENSKUR TEXTI LEIKSTJÓRI: Călin Peter Netzer. AÐALHLUTVERK: Luminita Gheorghiu, Bogdan Dumitrache, Natasa Raab. Kvöl er rúmensk kvikmynd eftir leikstjórann Călin Peter Netzer. Myndin segir sögu Corneliu, stjórnsamrar móður sem sér sér leik á borði til að ná stjórn á fullorðnum syni sínum eftir að hann er ákærður fyrir manndráp. Myndin var frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín þar sem hún hlaut hin virtu Golden Bear verðlaun árið 2013. Auglýsing fyrir Evrópska kvikmyndadaga á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sidasta-syningarhelgi-7
Síðasta sýningarhelgi Næst helgi er síðasta helgi sýningarinnar September / Elska ég mig samt? í Ketilhúsinu á Akureyri. Þetta er samsýning þriggja listamanna, þeirra Bjarna Sigurbjörnssonar, Jóns Óskars og Ragnheiðar Guðmundsdóttur. Opið er frá kl. 13-17 og aðgangur er ókeypis. Þeir Bjarni og Jón Óskar taka hér aftur upp þráðinn með því að vinna saman stór og voldug málverk fyrir sýninguna September en hún er að mestu leyti unnin á staðnum vikuna fyrir opnun og vísar titillinn til þess. Ólíkir hugarheimar og efnistök mætast í myndrænum áflogum og leiftrandi sköpunargleði sem einkennir verk þeirra beggja – annars vegar fígúratífur gauragangur Jóns Óskars og hins vegar abstrakt beljandi Bjarna – svo úr læðingi leysast þverstæðukenndir kraftar. Á efri hæð Ketilhúss sýnir Ragnheiður Guðmundsdóttir undir yfirskriftinni Elska ég mig samt? þar sem konur, sár þeirra og saga eru viðfangsefnið. Líta má á verkin sem heilunarferli líkamssára sem tilkomin eru vegna tilfinningalegs sársauka og höfnunar á eigin löngunum. Líkaminn verður sjúkur og líkamskvillar ágerast við ófullnægt og bælt tilfinningalíf. Við því er "aðeins ein leið til heilunar, [en] það er fyrirgefning og ást... allt annað er blekking" (Guðni Gunnarsson).
https://www.akureyri.is/is/frettir/styrktu-krabbameinsfelagid
Styrktu Krabbameinsfélagið Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis fékk í gærkvöldi afhentan 900 þúsund króna styrk frá aðstandendum Dömulegra dekurdaga. Dömulegir dekurdagar eru árlegur viðburður sem haldinn er um miðjan október og í fyrra hófst samstarf við Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis sem felst í því að skipuleggjendur framleiða handþrykkta taupoka sem seldir eru til styrktar félaginu. Við afhendingu styrksins á Icelandair hótel í gærkvöldi komu fram þakkir til Dömulegra dekurdaga, þátttakanda og skipuleggjenda, fyrir að leggja Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis lið og ítrekað var hversu mikilvægt það er að njóta slíkrar velvildar enda er félagið ekki á föstum fjárlögum en þörfin fyrir starf þess er klárlega til staðar. Inga Vestmann og Vilborg Jóhannsdóttir afhenda Friðriki Vagni Guðjónssyni lækni styrkinn sem hann veitti viðtöku í forföllum Þorbjargar Ingvadóttur framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.
https://www.akureyri.is/is/frettir/breytingarnar-kostudu-milljard
Breytingarnar kostuðu milljarð Ný ostalína MS á Akureyri verður vígð í dag. Undirbúningur fyrir kaup á nýrri vinnslulínu og breytingar á húsnæði hófst fyrir rösku ári. Með nýju línunni aukast afköstin til muna. Kristín Halldórsdóttir mjólkurbússtjóri segir um að ræða gríðarstórt framfaraskref í ostagerð hjá fyrirtækinu. Áætlaður kostnaður við breytingarnar er um einn milljarður króna. Frétt og mynd af Vikudagur.is. Kristín Halldórsdóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/lofsvert-lagnaverk-i-hofi
Lofsvert lagnaverk í Hofi Lagnafélag Íslands veitti Menningarhúsinu Hofi, hönnuðum og iðnaðarmönnum sem unnu við byggingu þess, viðurkenningar fyrir "Lofsvert lagnaverk" árið 2012. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn í Hofi í gær. Allt frá árinu 1990 hefur Lagnafélag Íslands veitt viðurkenningar fyrir lagnaverk í nýbyggingu á Íslandi er þykir framúrskarandi í hönnun og uppsetningu. Tilgangur viðurkenninganna er að efla gæðavitund meðal þeirra aðila sem starfa á þessum vettvangi, efla þróun í lagnamálum með bættum vinnubrögðum, vali á lagnaleiðum og lagnaefnum. Síðast en ekki síst er viðurkenningunum ætlað að vera hönnuðum og iðnaðarmönnum hvatning til að afla sér aukinnar menntunar á sviði lagnamála. Í áliti viðurkenningarnefndar Lagnafélags Íslands um Menningarhúsið Hof segir m.a.: "Heildarverk við lagnir er snyrtilegt og hönnun búnaðar í húsi Hofs er góð. Aðgengi að öllum tækjum og lögnum er mjög til fyrirmyndar og handverk iðnaðarmanna gott." Um er að ræða sjö aðskilin loftræstikerfi sem þjóna hinum ýmsu hlutum byggingarinnar. Einnig er um að ræða sérhæfð pípulagnakerfi. Í áliti nefndarinnar segir ennfremur: "Frágangur allra lagna gegnum veggi er sérstaklega vandaður til að tryggja hljóðeinangrun milli rýma. Heitt neysluvatn er forblandað en síðan sérblandað í hæfilegt hitastig við helstu dreifistaði eftir aðstæðum. Þetta er gert til að koma í veg fyrir slys af völdum of heits vatns.“ Neysluvatnskerfið er með lækkuðu hitasigi að blöndunartækjum og er það mismunandi eftir því hvort um er að ræða svæði fyrir gesti eða starfsmenn. Upphitun hússins er ýmist með gólfhitun, ofnhitun,- eða lofthitun eftir svæðum. Heildarloftmagn loftræstikerfanna er 92.000 m3/h eða að meðaltali um 4 loftskipti á klukkustund. Sem þýðir að skipt er um loft á 15 mínútna fresti í húsinu. Hljóðkrafa í Hamraborg og í Hömrum er hljóðstig: NR20 sem er algeng viðmiðun fyrir tónleikasali. Eftirtaldir hljóta viðurkenningu Lagnafélags Íslands fyrir lofsvert lagnaverk í Menningarhúsinu Hofi Akureyri fyrir árið 2012: Menningarhúsið HOF Akureyri Arkþing ehf. Reykjavík Arkitema. Danmörk Verkfræðistofa Norðurlands ehf. Akureyri Raftákn ehf. Akureyri VSI Öryggishönnun & ráðgjöf ehf. Reykjavík Verkís hf. Reykjavík Blikkrás ehf. Akureyri Haraldur Helgason ehf. Akureyri Bútur ehf. Akureyri Rafmenn ehf. Akureyri Viðurkenningarhafar ásamt forseta Íslands og Kristjáni Ottóssyni, framkvæmdastjóra Lagnafélags Íslands, lengst til hægri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjortan-sinnum-fjolfeldi
Fjórtán sinnum fjölfeldi Laugardaginn 2. nóvember kl. 14.00 opna fjórtán nemendur af Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri sýningu í Populus tremula í Listagilinu. Nemendurnir sýna afrakstur áfanga undir handleiðslu Hlyns Hallssonar myndlistarmanns um fjölfeldi í hinni fjölbreyttustu mynd eins og þrykk, ljósrit, bækur, sprey, stensla, hluti, ljósmyndir og hvað eina. Sýningin er einnig opin sunnudaginn 3. nóvember kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi. Nemendurnir sem sýna verk sín eru á 1., 2. og 3. ári í Fagurlistadeildinni og eru: Anna Elionora Olsen Rosing, Freyja Reynisdóttir, Karólína Baldvinsdóttir, Kolbrún Vídalín, Sandra Rebekka, Ásmundur Jón Jónsson, Elísabet Ásgrímsdóttir, James Earl Ero Cisneros Tamidles, Jónína Björg Helgadóttir, Margrét Kristín Karlsdóttir, Sigrún Birna Sigtryggsdóttir, Guðrún Ósk Stefánsdóttir, Heiðdís Hólm og Steinunn Steinarsdóttir. Þrettán nemendanna ásamt Hlyni Hallssyni lengst til hægri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolbragdatonleikar-hymnodiu
Fjölbragðatónleikar Hymnodiu Uppátækjum Hymnodiu eru engin takmörk sett. Nú fer kórinn um Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur með fjölbragðadagskrá, syngur, spilar á alls kyns skrýtin og skemmtileg hljóðfæri, hefur uppi glens og grín, leikræn tilþrif og jafnvel dans ef vel liggur á. Jóðlandi sálfræðingurinn, drynjandi geðlæknirinn, fljúgandi Hollendingurinn, sænski grunnskólakennarinn, lagvissi lögfræðingurinn, tölvuóði trompetleikarinn og margir fleiri koma fram. Hljóðfærin sem notuð verða eru skemmtileg blanda: Fiðla, gítar, kassabassi, íslenskt handsmíðað strumstick, rúmenskur dúlsímer, psalterium, charango, harmóníum, virginall, þrjár ólíkar afrískar trommur, pikkolóflauta okkarína, bakú, tyrkneskt þurrkað ávaxtahýði, fjórar tónkvíslar, ryðgaða bárujárnsplatan, stóra sænska sálmabókin, nokkrar mismunandi tréhristur, taívönsk basthrista, cajon, stompbox, gyðingaharpa, brjóstkassar á tenórum, kínverskar bjöllur, franskur hertrompet, íslenskar varir, þríhorn, dragspil, handsmíðuð sauðabeinsflauta frá Kalmar, fjörugrjót úr Eyjafirði, blómavasar kórstjórans, bjöllur búnar til úr gaskútum, rauðvínsglös Loga og Öbbu, strákústur Sveins kirkjuvarðar og græn verkfærataska sem hljómar eins og sneriltromma á sterum. Tónleikarnir verða á eftirfarandi stöðum: 31. október: Tjarnarborg Ólafsfirði kl. 20 4. nóvember: Menningarhúsið Hof Akureyri kl. 20 6. nóvember: Siglufjarðarkirkja kl. 20 8. nóvember: Gamli bærinn í Reynihlíð, Mývatnssveit, kl. 20 9. nóvember: Þórshafnarkirkja kl. 16 9. nóvember: Félagsheimilið Mikligarður Vopnafirði kl. 20 10. nóvember: Safnahúsið Húsavík kl. 16 14. nóvember: Þorgeirskirkja kl. 20 Miðaverð er 1.500 kr. Ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Menningarráð Eyþings styrkir verkefnið.
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-42
Lög og reglugerðir frá Alþingi og ráðuneyti Lög og reglugerðir frá Alþingi og ráðuneyti
https://www.akureyri.is/is/frettir/natturuvaenir-hatiskuskor
Náttúruvænir hátískuskór Halldóra Eydís Jónsdóttir skóhönnuður heldur fyrirlestur í stofu M01 í Verkmenntaskólanum á Akureyri föstudaginn 1. nóvember kl. 15. Halldóra Eydís er fædd og uppalin í náttúruperlunni Mývatnssveit. Hún lærði myndlist og hönnun í VMA áður en hún hélt til London í skóhönnunarnám. Myndlist, hönnun, skór og náttúra hafa ávalt verið aðaláhugamál Halldóru. Hið einstaka umhverfið sem hún ólst upp við hefur alla tíð haft mikil áhrif á hönnun hennar og veitt henni innblástur. Það verður einnig að segjast að líklegt er að skósafn ömmu Halldóru hafi átt þátt í að móta þennan mikla skóáhuga en henni þótti fátt skemmtilegra en að leika sér með skóna hennar sem stelpa. Halldóra Eydís útskrifaðist árið 2010 með 1. einkunn í BA skóhönnunarnámi frá Cordwainers, London College of Fashion. Upphafslína merkisins HALLDORA af náttúruvænum, einstökum hátískuskóm var síðan kynnt á tískuvikunni í Boston árið 2011, Handverk og Hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur og New York sýningunni “Fashion Footwear Association of New York”. Hönnun HALLDORA er yfirleitt innblásin af ósnortinni náttúru til að minna á fegurð hennar og kraft sem þarf að fara vel með. Hráefnið sem HALLDORA notar er að meirihluta íslenskt leður, fiskiroð, hrosshár og kvikuhraunkristallar. Hönnunin er í heild sinni rómantísk og fáguð en með öðruvísi yfirbragði og þægindi í huga. Aðgangur á fyrirlesturinn er ókeypis og allir velkomnir. Halldóra Eydís Jónsdóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vetrarbrautin-opnud
Vetrarbrautin opnuð Gönguskíðabrautin í Hlíðarfjalli, hin svokallaða Vetrarbraut, verður formlega opnuð seinnipartinn í dag. Bæjarbúar urðu vitni að því í gærkvöldi að flóðljósin við brautina voru tendruð en þá var verið að birtustilla kastarana og kanna aðstæður. Spáð er éljagangi en Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, telur engar líkur á að veður spilli útiveru og ánægju gönguskíðafólks. "Það eru ótrúlega góð snjóalög hér efra en samt ekki nægur snjór til að opna skíðabrekkurnar alveg strax. Við þurfum að setja snjóframleiðsluna í gang til að safna í gott undirlag og það verður gert á allra næstu dögum. Við höfum gefið út að svæðið verði opnað laugardaginn 30. nóvember og það stendur þar til annað kemur í ljós. Ef eitthvað breytist þá verður það auglýst rækilega," sagði Guðmundur Karl í samtali við Akureyri.is. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynning-a-deiliskipulagsbreytingu-fyrir-akstursithrotta-og-skotsvaedi-a-glerardal
Kynning á deiliskipulagsbreytingu fyrir Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal Hér að neðan er nú til kynningar deiliskipulagsbreyting fyrir Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem tekin verður fyrir í bæjarstjórn þann 5. nóvember 2013. uppdráttur 30. október 2013 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/mandala-munstur
Mandala / Munstur Síðasta sýningaropnun ársins í Sjónlistamiðstöðinni verður laugardaginn 2. nóvember kl. 15 þegar Guðbjörg Ringsted og Rannveig Helgadóttir opna sýninguna Mandala/Munstur í Ketilhúsinu. Guðbjörg Ringsted var bæjarlistamaður Akureyrar 2012 en á því ári voru 30 ár liðin síðan hún hélt sína fyrstu einkasýningu á Akureyri. Það var við vinnu með blýantinn árið 2007 sem lauf og blóm fóru fyrst að birtast í verkum Guðbjargar. Fljótlega skipti hún blýantinum út fyrir pensil og akrýlliti og plöntumunstrin héldu áfram að blómstar með tilvísunum í þjóðbúning íslenskra kvenna. Mandalan, sem grundvallast á hringforminu og margþættum munstrum því tengdu, skipar öndvegi í málverkum Rannveigar Helgadóttur. Orðið mandala er ættað úr sanskrít og merkir "heilagur hringur" eða hringrás eilífðarinnar og táknar alheiminn og eðli hins guðlega. Um þúsundir ára hafa frumbyggjar Norður-Ameríku, hindúar og búddistar notað mandölur við hugleiðslu til að skerpa meðvitund sína og koma á jafnvægi líkama hugar og anda. Sýningin stendur til 8. desember og er opin alla daga nema mánudaga og þriðjudaga kl. 13-17. Aðgangur er ókeypis. Verk eftir Guðbjörgu Ringsted.
https://www.akureyri.is/is/frettir/anaegdir-utlendingar
Ánægðir útlendingar Meirihluti útlendinga á Akureyri er ánægður með veru sína í bænum. Þeir sem koma frá löndum utan Evrópu eru ánægðastir en minnst er ánægjan meðal fólks frá Austur-Evrópu. Þá eru erlendar konur almennt með meiri menntun en karlar og duglegri við að tileinka sér íslenskuna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í rannsókn þeirra Kjartans Ólafssonar lektors og Markusar Meckl prófessors við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. 47% svarenda sögðust frekar ánægð með veru sína á Akureyri en 36% mjög ánægð. 12% svöruðu hvorki né og 3% sögðust frekar eða mjög óánægð. „Það er áhugavert hversu hátt hlutfall þeirra sem búa á Akureyri eru á heildina litið ánægðir með lífið," segir Kjartan Ólafsson. Frétt af Vikudagur.is. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/heimspekilegt-kaffispjall
Heimspekilegt kaffispjall Boðið verður upp á Heimspekikaffi á kaffihúsinu Bláu könnunni á Akureyri næstu fimm sunnudaga kl. 11.00. Heimspekikaffið hefur skapað sér ákveðinn sess í viðburðalífinu en þetta er í áttunda sinn sem það er haldið. Fyrirkomulagið er þannig að fyrirlesari eða leiðari umræðna leggur upp viðfangsefni dagsins með örstuttu erindi. Að því loknu taka við almennar umræður um efnið í 45-50 mínútur. Það eru valinkunnir andans menn sem verða gestir þetta árið: Jón Hlöðver Áskelsson, tónskáld og hugsuður, heimspekingarnir Huginn Þorsteinsson, Eyja Margrét Brynjarsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir en Hildur Eir Bolladóttir, prestur, leiðir síðasta heimspekikaffið þann 1. desember. Jón Hlöðver ríður á vaðið á sunnudaginn 3. nóvember með spurninguna: „Þeytast börn, aldraðir og öryrkjar út úr hringiðu nútímans?" Það er Félag áhugafólks um heimspeki á Akureyri og Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri í samstarfi við Bláu könnuna sem standa fyrir þessum viðburðum. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/jafnvaegi-i-rekstri-og-laekkun-skulda
Jafnvægi í rekstri og lækkun skulda Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2014 var lögð fram í bæjarráði Akureyrar á fimmtudag. Rekstarafkoma A- og B-hluta er áætluð jákvæð um 529,4 milljónir króna eftir fjármagnsliði og tekjuskatt. Jafnframt var lögð fram þriggja ára áætlun áranna 2015-2017. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um fjárhagsáætlun á tveimur fundum í sveitarstjórn og verður hún til umfjöllunar í bæjarstjórn Akureyrar til fyrri umræðu 5. nóvember og við síðari umræðu þann 17. desember nk. Fjárhagsáætlunin er sett fram samkvæmt reikningsskilum sveitarfélaga. Starfseminni er skipt upp í tvo hluta, A-hluta annars vegar og B-hluta hins vegar. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, Fasteignir Akureyrarbæjar, Framkvæmdamiðstöð og Eignasjóð gatna. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Félagslegar íbúðir, Fráveita Akureyrabæjar, Strætisvagnar Akureyrabæjar, Öldrunarheimili Akureyrabæjar, Framkvæmdasjóður Akureyrarbæjar, Bifreiðastæðasjóður Akureyrabæjar, Hafnarsamlag Norðurlands, Norðurorka hf., Heilsugæslustöðin á Akureyri, Byggingasjóður Náttúrufræðistofnunar og Gjafasjóður Öldrunarheimila Akureyrarbæjar. Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi samstæðunnar mun veltufé frá rekstri nema 2.670,5 millj.kr. og handbært fé frá rekstri 2.660,5 millj.kr. Fjárfestingarhreyfingar nema samtals 1.819 millj.kr. Fjármögnunarhreyfingar munu nema samtals 824,4 millj.kr. Áhersla er lögð á lækkun skulda og er áætlað að afborgun langtímalána nemi 1.179,2 millj.kr. Ný langtímalán eru áætluð 350 millj.kr. Handbært fé sveitarfélagsins í árslok er áætlað 1.398 millj.kr. Heildarlaunagreiðslur ásamt launatengdum gjöldum hjá samstæðunni eru áætlaðar 10.045,6 millj.kr. Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins, í hlutfalli við rekstrartekjur þess, eru áætluð 52,9% Annar rekstrarkostnaður er áætlaður 28,7% af rekstrartekjum. Skatttekjur sveitarfélagsins eru áætlaðar 575 þús.kr. á hvern íbúa en tekjur samtals 1.040 þús.kr. á hvern íbúa. Árið 2013 eru skatttekjurnar áætlaðar 554 þús.kr. á hvern íbúa og heildartekjurnar 990 þús.kr. Áætlað er að eignir sveitarfélagsins í efnahagsreikningi 31.12.2014 verði bókfærðar á 38.823,8 millj.kr., þar af eru veltufjármunir 3.489 millj.kr. Skuldir sveitarfélagsins með lífeyrisskuldbindingum nemi þá samkvæmt efnahagsreikningi 23.739,9 millj.kr., þar af verði skammtímaskuldir 3.237,8 millj.kr. Áætlað er að heildareignir á hvern íbúa muni nema 2.127 þús. kr. og heildarskuldir 1.195 þús. kr. Veltufjárhlutfallið er áætlað 1,08 í árslok 2014, en er áætlað 1,31 í árlok 2013. Bókfært eigið fé er áætlað að nemi 15.084 millj.kr í árslok 2014. Eiginfjárhlutfall í árslok er áætlað að nemi 39%. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/heidskirt-en-talsverd-snjokoma
Heiðskírt en talsverð snjókoma Snjóframleiðsla hófst í Hlíðarfjalli í gær, sunnudaginn 3. nóvember. Þónokkurt frost er nú í Eyjafirði og er gott útlit fyrir að það haldist svo næstu daga. Snjóbyssurnar tíu í Hliðarfjalli eru í gangi nánast allan sólarhringinn. Einnig hefur talsvert snjóað þar efra en þó vantar enn herslumuninn svo hægt verði að opna skíðabrekkurnar. Gefið hefur verið út að brekkurnar verði opnaðar laugardaginn 30. nóvember en Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, segir ekki ólíklegt að það geti orðið nokkru fyrr ef frostið helst næstu daga og vikur. „Hér skín sólin og frostið bítur kinn. Það er algjörlega heiðskírt en samt talsverð snjókoma, þökk sé byssunum,“ sagði Guðmundur Karl í samtali við Akureyri.is. Sala vetrarkorta er nú þegar hafin á Akureyri Backpackers í miðbænum. Meðal nýjunga í kortaflóru vetrarins er sala á svokölluðum „Séra Jóns kortum“ sem fela í sér að eigandinn getur deilt kortinu með öðrum (heitið er dregið af sögninni „to share“ á ensku). Það er einnig nýjung að Hlíðarfjall hefur nú tekið upp samstarf við Winter Park skíðasvæðið í Colorado í Bandaríkjunum. Vetrarkort í Hlíðarfjall gilda þá sem skíðapassi í Winter Park í þrjá daga en svæðið hefur verið mjög vinsælt meðal Íslendinga. Loks er að geta samstarfs við skíðasvæðin vestan Eyjafjarðar sem felur í sér að handhafar vetrarkorts í Hlíðarfjall geta rennt sér í tvo daga á hverju af eftirtöldum skíðasvæðum: Dalvík, Ólafsfirði, Skarðsdal og Tindastóli. Hlíðarfjall í morgun: Þetta er allt að koma...
https://www.akureyri.is/is/frettir/kvaedin-um-fuglana-i-hofi
Kvæðin um fuglana í Hofi Fimmtudaginn 7. nóvember kl. 20.30 halda þau Elvý G. Hreinsdóttir, söngkona og Eyþór Ingi Jónsson, organisti tónleika/ljósmyndasýningu í Menningarhúsinu Hofi sem nefnast Kvæðin um fuglana. Þar flytja þau hugljúfa tónlist sem fjallar á einn eða annan hátt um fugla. Flutt verður glænýtt lag Michael Jón Clarke samdi fyrir þau og nýir textar eftir þá Hannes Sigurðsson og Sigurð Hreiðar Hreiðarsson. Þarna munu hljóma þekkt lög í bland við minna þekkt: Portúgölsk Fado ballaða, sænskt þjóðlag, sænsk kvikmyndatónlist, jamaískt áhyggjuleysi og dúett ættaður úr Kópavogi. Þau munu einnig segja frá fuglum og sýna fjölda ljósmynda sem þau hafa tekið af norðlenskum fuglum og umhverfi þeirra. Aðgangseyrir er 1.500 kr. Miðasala á menningarhus.is. Menningarráð Eyþings styrkir Kvæðin um fuglana. Eyþór og Elvý.
https://www.akureyri.is/is/frettir/deiliskipulag-vegna-orlofsbyggdar-nordan-kjarnalundar-nidurstada-baejarstjornar
Deiliskipulag vegna Orlofsbyggðar norðan Kjarnalundar, niðurstaða bæjarstjórnar Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 5. nóvember 2013 samþykkt deiliskipulag í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið afmarkast af Kjarnaskógi og lóðum Kjarnalundar til suðurs, óbyggðu íbúðarsvæði til vesturs, gili á opnu svæði til norðurs og fyrirhugaðri tengibraut á óbyggðu svæði til austurs. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir stækkun frístundarbyggðar til vesturs. Tillagan var auglýst frá 4. september til 16. október 2013. Tvær athugasemdir bárust sem tekið hefur verið tillit til. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun. Þeir sem óska eftir nánari upplýsingum um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. 6. nóvember 2013 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/tolf-skip-til-grimseyjar
Tólf skip til Grímseyjar „Eins og staðan er í dag hafa tólf skemmtiferðaskip boðað komu sína til Grímseyjar næsta sumar en á þessu ári voru skipin aðeins fjögur, þannig að þetta er sannarlega mikil og ánægjuleg aukning,“ segir Pétur Ólafsson skrifstofurstjóri Hafnasamlags Norðurlands. Hann segir að þessi mikla aukning komi verulega á óvart. „Í flestum tilvikum stoppa skipin í Grímsey í nokkra klukkutíma og gefst farþegum meðal annars kostur á að kynna sér fjölbreytt fuglalíf. Grímsey er staðsett á norðurheimsskautsbaugnum og því er hægt að upplifa einstaka miðnætursól að sumri til, þannig að farþegar skipanna verða örugglega ekki sviknir,“ segir Pétur. Frétt af Vikudagur.is. Mynd: Friðþjófur Helgason.
https://www.akureyri.is/is/frettir/verkefnastyrkir-til-menningarstarfs-1
Verkefnastyrkir til menningarstarfs Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis við Eyþing. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Áherslur ársins 2014 Verkefni sem hvetja til samstarfs einstaklinga, hópa, byggðarlaga eða listgreina. Sérstaklega er horft til verkefna sem eru samstarf þriggja eða fleiri aðila og tengja íbúa á Norðurlandi eystra Verkefni sem stuðla að samvinnu atvinnumanna í listum, listnema, og leikmanna Verkefni sem efla atvinnustarfsemi á sviði menningar, lista og menningartengdrar ferðaþjónustu/ferðaþjónustutengdrar menningar Verkefni sem fela í sér listsköpun fólks á aldrinum 18-25 ára Verkefni eða aðilar sem ekki hafa fengið stuðning menningarráðs áður Verkefni sem fela í sér samstarf við önnur lönd á sviðið menningar og lista Umsóknarfrestur er til og með 12. desember 2013. Úthlutun fer fram í febrúar meðfyrirvara um samþykki alþingis. Styrkþegar verða að hafa skilað inn greinargerð vegna fyrri verkefna til þess að geta sótt um vegna ársins 2014. Ein úthlutun verður á árinu 2014. Verkefnum sem hljóta styrki þarf að vera lokið fyrir árslok 2014. Umsóknum skal skilað til Menningarráðs Eyþings á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Eyþings www.eything.is eða hjá menningarfulltrúa Eyþings, Strandgötu 29, 3. hæð. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér úthlutunarreglur vegna verkefnastyrkja hér. Allar nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi í síma 464 9935 og 862 2277 eða á netfangið menning@eything.is. Menningarráð Eyþings auglýsir viðveru menningarfulltrúa í sveitarfélögum í Eyþingi vegna úthlutunar á menningarstyrkjum og stofn- og rekstrarstyrkjum 2014. Viðtalstímar menningarfulltrúa verða sem hér segir: Akureyri 18. og 19. nóvember kl. 9-12 Skrifstofu menningarfulltrúa, Strandgötu 29, 3.h Dalvík 21. nóvember kl. 10-12 Menningarhúsinu Bergi, 2. hæð Ólafsfjörður 21. nóvember kl. 13-14 Bæjarskrifstofu Ólafsfjarðar Siglufjörður 21. nóvember kl. 14.30-16 Bæjarskrifstofu Siglufjarðar Grímsey 22. nóvember kl. 14.-16 Félagsheimilinu Múla Grenivík 25. nóvember kl. 13-14 Skrifstofu Grýtubakkahrepps Laugum 27. nóvember kl. 10.30-12 Skrifstofu Þingeyjarsveitar Mývatnssveit 27. nóvember kl. 13-14 Skrifstofu Skútustaðahrepps Kópasker 2. desember 10.30-12 Skrifstofu Norðurþings Raufarhöfn 2. desember kl. 13-14.30 Skrifstofu Norðurþings Þórshöfn 3. desember kl. 9-11 Skrifstofu Langanesbyggðar Þórshöfn Húsavík 4. desember kl. 9-12 Menningarmiðstöð Þingeyinga ATH Akureyri 5. og 6. desember kl. 13-16 Skrifstofu menningarfulltrúa, Strandgötu 29, 3. hæð Viðtalstímar á öðrum tímum eftir samkomulagi. Mynd: Baldvin Þeyr.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-hundasvaedi-vid-borgir
Nýtt hundasvæði við Borgir Á miðvikudag fékk Félag hundaeigenda á Akureyri til umráða nýtt hundasvæði austast á háskólasvæðinu nærri Borgum. Svæðið var afhent félaginu til næstu fimm ára eða þangað til Háskólinn á Akureyri þarf hugsanlega að nýta svæðið. Svæðið er um 3.000 fermetrar og hluti af því er sérstaklega afgirtur og ætlaður smáhundum. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Oddur Helgi Halldórsson, formaður framkvæmdaráðs Akureyrarbæjar, afhenti Maríu Björk Guðmundsdóttur, formanni Félags hundaeigenda á Akureyri, svæðið til umráða.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fritt-i-barnabio
Frítt í barnabíó Um helgina verða barnasýningar á pólskum teiknimyndaþáttum í sýningarsal Ungmenna-Hússins á 4. hæð Rósenborgar. Eins og í september eru myndirnar allar án tals og því er pólskukunnátta ekki nauðsynleg til þess að njóta þeirra. Ókeypis er á sýningarnar sem hefjast kl. 16 á laugardag og sunnudag. Sýningartími er um 45 mínútur. Aðalpersónurnar sem birtast á tjaldinu að þessu sinni, Bolek og Lolek, eru hugarfóstur leikstjórans Wladyslaws Nehrebecki sem fékk í lið með sér nokkra teiknara, hljóðmenn og tónskáld og framleiddi fyrsta þáttinn um þá bræður árið 1963. Þeir eiga því 50 ára afmæli á þessu ári. Sagan hermir að synir Nehrebeckis sem sjálfir voru á þessum tíma á aldrinum 10-12 ára hafi orðið föður sínum innblástur fyrir persónurnar. Auk þess var hann hrifinn af sögum Jules Verne og átti það til að styðjast við söguþræði úr bókum hans, t.d. Umhverfis jörðina á 80 dögum, við gerð einstakra þátta. Þessir þættir verða sýndir um helgina: Neðansjávarferðalagið: Bolek og Lolek byggja kafbát til að skoða nærliggjandi vatnasvæði. Þeir taka fljótt eftir mengun og rusli í vatninu og átta sig á að verksmiðja í nágrenninu dælir út í það óhreinsuðum úrgangi. Bræðurnir taka málin í sínar hendur og koma eigendum í skilning um að þeir verði að byrja að axla umhverfisábyrgð. Laganna verðir: Við fylgjumst með ævintýrum Bolek og Lolek í villta vestrinu og tilraunum þeirra til þess að handsama bankaræningjann Pif Paf með hjálp snjalls hests. Á Pólýnesíueyjum: Bolek og Lolek ferðast um Eyjaálfu, kynnast heimamönnum eftir að þeir bjarga þeim undan soltnum hákarli, kafa eftir perlum og fá að lokum óvænta hjálp frá kolkrabba. Platafinn: Bolek og Lolek halda af stað í útilegu. Þegar Bolek tekur eftir fuglahræðu á engi sér hann sér leik á borði og dulbýr sig sem gamlan bónda. Í dulargervi sínu skipar hann Lolek fyrir um ýmis heimilisstörf á nærliggjandi bóndabæ. Lolek lætur plata sig og er allur af vilja gerður að hjálpa "gamlingjanum". Að lokum kemst þó upp um Bolek og þá launar Lolek honum á svipaðan máta. Stríðni þeirra í garð hvor annars leiðir þó að lokum til góðra verka. Skipulagning sýningarinnar er í höndum Alþjóðastofu og er viðburðurinn haldinn í samstarfi við Ungmenna-Húsið, kvikmyndaklúbbinn KvikYndi og Félag Pólverja á Akureyri. Þar að auki eru sýningarnar studdar af Sendiráði Lýðveldisins Póllands í Reykjavík og þættirnir sýndir með góðfúslegu leyfi pólska framleiðslufyrirtækisins Studio Filmów Rysunkowych (Stúdíó teiknimyndanna).
https://www.akureyri.is/is/frettir/tillaga-ad-breytingu-a-deiliskipulagi-vegna-akstursithrotta-og-skotsvaedis
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna Akstursíþrótta- og skotsvæðis Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 5. nóvember 2013 samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breyting er m.a. gerð á skipulagsmörkum vegna stækkunar lóða KKA og Skotfélags Akureyrar, og stækkar því svæðið að Hliðarfjallsvegi til norðurs og að fjallskilagirðingu til vesturs. Tillöguuppdrátt ásamt greinargerð er hægt að skoða hér að neðan og mun einnig liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. uppdráttur og greinargerð Tillagan fellur undir lög um mat umhverfismat áætlana nr 105/2006 og fylgir henni umhverfisskýrsla. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 27. desember 2013 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 13. nóvember 2013 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/ka-i-malawi
KA í Malawi Inga Rakel Ísaksdóttir frá Akureyri er sjálfboðaliði litlu þorpi sem heitir Lifuwu í Malawi. Hún er sjálfboðaliði á vegum samtakanna Help kids og verður þar fram að áramótum. Inga Rakel fór út með fulla tösku af KA búningum til Lifuwu og eins og sjá má á myndinni skín gleðin úr augum krakkanna í KA búningunum sem halda auðvitað með KA. Búningarnir koma því að góðum notum í Malawi. Frétt og myndir af Vikudagur.is. Inga Rakel Ísaksdóttir.